6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 37. tbl. 19. árg. 4. október 2012 Breyttur samningur um rekstur náttúrustofa Stelpurnar hafa farið vel af stað bæði í æfingaleikjum og ekki síst í baráttunni um fyrstu titla tímabilsins, Lengjubikarinn og Meistara Meistaranna, sem þær hirtu báða. Fyrst tryggðu þær sér Lengjubikarinn með góðum sigri á Keflavík 78-72 s.l fimmtudag og svo Meistara Meistaranna með öruggum sigri 84- 60 á Íslandsmeisturum Njarðvíkur s.l. sunnudag en það má geta þess að þessir úrslitaleikir fóru fram á heimavöllum Keflavíkur og Njarðvíkur. Framundan er svo keppnin um þann „stóra“, sjálfan Íslandsmeistaratitillinn og þar mun reyna á úthald og seiglu hópsins sem eins og áður hefur komið fram er ekki stór og reyndar með ólíkindum hve Snæfellsliðið er sterkt þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn undanfarin ár. En fjöldi leikmanna inn á vellinum er sá sami og áður og því hægt að fara langt á fámennum en sterkum hópi haldist hann heill út mótið og þá sérstaklega að hann eigi eitthvað púður eftir þegar komið er í lokakeppnina. er aðeins leyfður einn erlendur leikmaður inn á vellinum í einu hjá stelpunum og því munu erlendu leikmennirnir einir sér ekki verða eins ráðandi í gengi liðanna og það er til góða fyrir Snæfell sinn sterka kjarna. Snæfellsstelpunum var spáð öðru sætinu í árlegri spá leikmanna og aðstandenda liðanna og Keflavík því fyrsta en það er langt og jafnt mót framundan og vonandi ná stelpurnar að landa þeim stóra líka. Það hefur verið fremur rólegt hjá strákunum í samanburði við stelpurnar en nú er allt að fara á fullt hjá þeim bæði í Lengjubikar og Íslandsmótinu. Það má segja að það sé svipuð sagan hjá strákunum og stelpunum, hópurinn ekkert alltof stór en kjarninn er sterkur og vel saman spilaður og svo hefur liðið fengið góða viðbót í Stefáni Karel Torfasyni sem er mikið efni og verður spennandi að fylgjast með í vetur. Strákunum hefur gengið vel í æfingaleikjunum en í árlegu spánni sem nefnd er hér fyrir ofan þá var þeim spáð 5.sætinu og nokkuð víst að það sæti er ekki til umræðu hjá Snæfellspiltum menn horfa hærra en það. En spá er bara spá og Snæfell hefur liðið í að gera óvænta hluti ekki síst ef óvissuþættir eins og nýir erlendir leikmenn reynast vel og liðið finnur taktinn og hefur trúna og viljann, sem er gömul en sönn klisja. Framhald íþróttaumfjöllunar inni í blaðinu..... Meistarar meistaranna, til hamingju Um næstu áramót rennur út samningur umhverfisráðuneytisins við sveitarfélög á landinu um rekstur sjö náttúrustofa víðs vegar um landið. Núverandi samningur er þannig að ríkið hefur lagt grunnframlag til rekstrarins og svo hafa stofurnar sótt til fjárlaganefndar Alþingis styrki vegna rannsókna og verkefna. Sveitarfélögin hafa lagt fram 30% framlag á móti grunnframlaginu. Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er heildarframlag til allra náttúrustofa að frádregnu framlagi til nýrrar náttúrustofu á Suðausturlandi 125,2 m.kr. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga lækkar framlagið um 3,2%. Allar náttúrustofurnar fá sama grunn en framlag til Náttúrustofu Vesturlands lækkar m.t.t. verðlagsbreytinga um 4% og hefur framlagið því lækkað samfleytt í 6 ár í röð, samtals nærri 30%, sem er mun meiri niðurskurður en sambærilegar ríkisstofnanir hafa þurft að taka á sig. Þess má geta að á sama tíma hefur framlag sveitarfélagsins lækkað um 31%. Breyting á samningi umhverfisráðuneytisins við sveitarfélögin felst í því að krafist er 30% á móti heildarframlagi ríkisins til reksturs náttúrustofa en ekki eingöngu af grunnframlaginu eins og áður. Við það hækkar t.d. framlag Stykkishólmsbæjar um 80% frá 2012 til 2013 en þess ber þó að geta að framlag sveitarfélagsins var þá í lágmarki eða um 38% lægra en þegar það var hæst árið 2003. Bæjarstjórn Stykkishólms bókaði á síðasta fundi sínum: „Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar er afar ósátt við breyttan samning umhverfisráðuneytisins um rekstur Náttúrustofu Vesturlands. Með þessum samningi hækkar framlag Stykkishólmsbæjar um 80%. Bæjarstjórn óskar eftir viðræðum við umhverfisráðuneytið um drög að breyttum samningi.“ Þegar lögin um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur voru sett fyrir 20 árum var gert ráð fyrir að öll sveitarfélög í hverjum landshluta kæmu að rekstri hverrar náttúrustofu. Það skýtur því skökku við að Náttúrustofa Vesturlands sé eingöngu fjármögnuð af einu sveitarfélagi á móti framlagi ríkisins. Að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra á það þó við víðar, að eitt sveitarfélag standi að rekstrarframlagi sveitarfélaga til náttúrustofanna, þrátt fyrir að náttúrustofurnar séu kenndar við heilan landshluta. Það hefur þó gengið betur á öðrum svæðum og eru t.d. sex sveitarfélög að baki Náttúrustofu Vestfjarða og tvö fjölmennustu sveitarfélögin á Austurlandi (Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað) koma að rekstri náttúrustofunnar þar. Náttúrustofurnar hafa stundað rannsóknir og lagt fram mikilvægar niðurstöður fyrir náttúruna og umhverfið sem hafa nýst öllu landinu. Í því ljósi er athyglisvert að ekki hafi náðst breiðari samstaða sveitarfélaganna um rannsóknarstörf heima í héraði og þar með um rekstur náttúrustofanna. am S.l. mánudagskvöld kynnti vinnuhópur á vegum Stykkishólmsbæjar sem skipaður var Inga Ingasyni, Írisi H. Sigurbjörnsdóttur og Hrefnu Frímannsdóttur framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í landi Stykkishólmsbæjar á vel sóttum fundi í Ráðhúsinu. Þar fóru þau yfir vinnu sína sem er frábærlega vel unnin og kynntu forgangsröðun og hugmyndir sínar sem kviknuðu þegar vinnan fór fram. Nánar á www.stykkisholmsposturinn.is Göngustígar, gangstéttar, leikvellir

Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 37. tbl. 19. árg. 4. október 2012

Breyttur samningur um rekstur náttúrustofa

Stelpurnar hafa farið vel af stað bæði í æfingaleikjum og ekki síst í baráttunni um fyrstu titla tímabilsins, Lengjubikarinn og Meistara Meistaranna, sem þær hirtu báða. Fyrst tryggðu þær sér Lengjubikarinn með góðum sigri á Keflavík 78-72 s.l fimmtudag og svo Meistara Meistaranna með öruggum sigri 84-60 á Íslandsmeisturum Njarðvíkur s.l. sunnudag en það má geta þess að þessir úrslitaleikir fóru fram á heimavöllum Keflavíkur og Njarðvíkur. Framundan er svo keppnin um þann „stóra“, sjálfan Íslandsmeistaratitillinn og þar mun reyna á úthald og seiglu hópsins sem eins og áður hefur komið fram er ekki stór og reyndar með ólíkindum hve Snæfellsliðið er sterkt þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn undanfarin ár. En fjöldi leikmanna inn á vellinum er sá sami og áður og því hægt að fara langt á fámennum en sterkum hópi haldist hann heill út mótið og þá sérstaklega að hann eigi eitthvað púður eftir þegar komið er í lokakeppnina. Nú er aðeins leyfður einn erlendur leikmaður inn á vellinum í einu hjá stelpunum og því munu erlendu leikmennirnir einir sér ekki verða eins ráðandi í gengi liðanna og það er til góða fyrir Snæfell sinn sterka kjarna. Snæfellsstelpunum var spáð öðru sætinu í árlegri spá leikmanna og aðstandenda liðanna og Keflavík því fyrsta en það er langt og jafnt mót framundan og vonandi ná stelpurnar að landa þeim stóra líka.Það hefur verið fremur rólegt hjá strákunum í samanburði við stelpurnar en nú er allt að fara á fullt hjá þeim bæði í Lengjubikar og Íslandsmótinu. Það má segja að það sé svipuð sagan hjá strákunum og stelpunum, hópurinn ekkert alltof stór en kjarninn er sterkur og vel saman spilaður og svo hefur liðið fengið góða viðbót í Stefáni Karel Torfasyni sem er mikið efni og verður spennandi að fylgjast með í vetur. Strákunum hefur gengið vel í æfingaleikjunum en í árlegu spánni sem nefnd er hér fyrir ofan þá var þeim spáð 5.sætinu og nokkuð víst að það sæti er ekki til umræðu hjá Snæfellspiltum menn horfa hærra en það. En spá er bara spá og Snæfell hefur liðið í að gera óvænta hluti ekki síst ef óvissuþættir eins og nýir erlendir leikmenn reynast vel og liðið finnur taktinn og hefur trúna og viljann, sem er gömul en sönn klisja.

Framhald íþróttaumfjöllunar inni í blaðinu.....

Meistarar meistaranna, til hamingju

Um næstu áramót rennur út samningur umhverfisráðuneytisins við sveitarfélög á landinu um rekstur sjö náttúrustofa víðs vegar um landið. Núverandi samningur er þannig að ríkið hefur lagt grunnframlag til rekstrarins og svo hafa stofurnar sótt til fjárlaganefndar Alþingis styrki vegna rannsókna og verkefna. Sveitarfélögin hafa lagt fram 30% framlag á móti grunnframlaginu. Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er heildarframlag til allra náttúrustofa að frádregnu framlagi til nýrrar náttúrustofu á Suðausturlandi 125,2 m.kr. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga lækkar framlagið um 3,2%. Allar náttúrustofurnar fá sama grunn en framlag til Náttúrustofu Vesturlands lækkar m.t.t. verðlagsbreytinga um 4% og hefur framlagið því lækkað samfleytt í 6 ár í röð, samtals nærri 30%, sem er mun meiri niðurskurður en sambærilegar ríkisstofnanir hafa þurft að taka á sig. Þess má geta að á sama tíma hefur framlag sveitarfélagsins lækkað um 31%. Breyting á samningi umhverfisráðuneytisins við sveitarfélögin felst í því að krafist er 30% á móti heildarframlagi ríkisins til reksturs náttúrustofa en ekki eingöngu af grunnframlaginu eins og áður. Við það hækkar t.d. framlag Stykkishólmsbæjar um 80% frá 2012 til 2013 en þess ber þó að geta að framlag sveitarfélagsins var þá í lágmarki eða um 38% lægra en þegar það var hæst árið 2003. Bæjarstjórn Stykkishólms bókaði á síðasta fundi sínum: „Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar er afar ósátt við breyttan samning umhverfisráðuneytisins um rekstur Náttúrustofu Vesturlands. Með þessum samningi hækkar framlag Stykkishólmsbæjar um 80%. Bæjarstjórn óskar eftir viðræðum við umhverfisráðuneytið um drög að breyttum samningi.“ Þegar lögin um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur voru sett fyrir 20 árum var gert ráð fyrir að öll sveitarfélög í hverjum landshluta kæmu að rekstri hverrar náttúrustofu. Það skýtur því skökku við að Náttúrustofa Vesturlands sé eingöngu fjármögnuð af einu sveitarfélagi á móti framlagi ríkisins. Að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra á það þó við víðar, að eitt sveitarfélag standi að rekstrarframlagi sveitarfélaga til náttúrustofanna, þrátt fyrir að náttúrustofurnar séu kenndar við heilan landshluta. Það hefur þó gengið betur á öðrum svæðum og eru t.d. sex sveitarfélög að baki Náttúrustofu Vestfjarða og tvö fjölmennustu sveitarfélögin á Austurlandi (Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað) koma að rekstri náttúrustofunnar þar. Náttúrustofurnar hafa stundað rannsóknir og lagt fram mikilvægar niðurstöður fyrir náttúruna og umhverfið sem hafa nýst öllu landinu. Í því ljósi er athyglisvert að ekki hafi náðst breiðari samstaða sveitarfélaganna um rannsóknarstörf heima í héraði og þar með um rekstur náttúrustofanna. am

S.l. mánudagskvöld kynnti vinnuhópur á vegum Stykkishólmsbæjar sem skipaður var Inga Ingasyni, Írisi H. Sigurbjörnsdóttur og Hrefnu Frímannsdóttur framtíðarskipulag gönguleiða, stíga og leikvalla í landi Stykkishólmsbæjar á vel sóttum fundi í Ráðhúsinu. Þar fóru þau yfir vinnu sína sem er frábærlega vel unnin og kynntu forgangsröðun og hugmyndir sínar sem kviknuðu þegar vinnan fór fram. Nánar á www.stykkisholmsposturinn.is

Göngustígar, gangstéttar, leikvellir

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 19. árgangur 4. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Stykkishólms-PósturinnBæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Fyrir skömmu barst með bæjarblöðunum Jökli og Stykkishólmspóstinum dreifibréf frá Þróunarfélagi Snæfellinga. Dreifibréfið kom einnig í Skessuhorninu. Í dreifibréfinu var kynnt Framtíðarsýn og stefnumótun Snæfellinga sem unnin var á vettvangi Þróunarfélagsins í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuráðgjöf Vesturlands og ráðgjafafyrirtækið Netspor- rekstur og ráðgjöf. Að þessu verkefni kom stór hópur Snæfellinga sem sat opna fundi og skapaði svokallaðar sviðsmyndir sem framtíðarsýnin og stefnumótunin er byggð á. Í dreifibréfinu var jafnframt kynnt að Þróunarfélagið hefur látið setja upp heimasíðu undir léninu www.snae.is . Hönnuður og hýsingaraðili síðunnar er Anok margmiðlun sem gefur út Stykkishólmspóstinn og sá um alla hönnun og uppsetningu dreifibréfsins. Á heimasíðunni er leitast við að veita upplýsingar um starfsemi Þróunarfélagsins og það sem er á döfinni hjá félaginu. Á heimasíðunni er einnig að finna upplýsingar um Vini Snæfellsjökuls sem eru hollvinasamtök til stuðnings Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Á síðunni www.snae.is er hægt að skrá sig í hollvinasamtökin auk þess sem gefnar eru upplýsingar um tilgang þeirra og helstu verkefni. Það er von okkar sem að Þróunarfélaginu stöndum að heimasíðan geti orðið til þess að auðvelda samskiptin og komi til skila nauðsynlegum upplýsingum um það sem efst er á baugi hverju sinni.

Sturla BöðvarssonFramkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga ehf.

Þróunarfélag Snæfellinga opnar heimasíðuKæru Hólmarar og nærsveitungar.Eins og fram hefur komið í fréttum og blaðagreinum undanfarið þá er að koma sá tími að flensubólusetningar fari að vera á dagskrá. Í bóluefninu í ár eru fjórir veirustofnar og veita þeir vörn gegn þeim flensuafbrigðum sem hafa geisað um heiminn síðustu ár.Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

• Allir einstaklingar 60 ára og eldri.• Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-,

lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

• Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

• Þungaðar konur.• Þessir hópar greiða einungis komugjald fyrir sína

bólusetningu.

Einnig verður í boði bólusetning við Pneumokokkum (lungnabólgu) og er hún einkum ætluð:

• Einstaklingum 60 ára og eldri, á 10 ára fresti.• Einstaklingum með aspleniu eða aðra ónæmisbælandi

sjúkdóma á 5 ára fresti.Í blaðinu í dag er auglýst hvenær bólusett verður hjá okkur og er fólk eindregið hvatt til að láta bólusetja sig.Einnig er atvinnurekendum bent á að vilji þeir bólusetningar fyrir sitt starfsfólk þá er hægt að hafa samband við starfsfólk heilsugæslunnar í sima 4321200.

Með haustkveðju, fyrir hönd heilsugæslunnar.Brynja Reynisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur.

Inflúensan

Hugmyndabankinn var losaður 2. október. Úr kassanum komu 6 miðar með eftirfarandi hugmyndum / tillögum:

• Hafa Ráðhúsið svona dökkt eins og það er núna, það er svo flott.

• Stuðningsfulltrúar grunnskólans eiga að vera fyrirmyndir barnana og eiga ekki að nota höfuðtól í vinnunni.

• Setja hjólabretta - camp við Aðalgötuna á móti x-inu eða á planið við hliðina á x-inu.

• Það væri snilld að fá húsgögn á svalirnar á Skólastíg 16. ( Leiguíbúðir við Dvaló.)

• Hér er vélsleðasafn – er ekki rétt að færa það til vegs og virðingar?

• Setja upp hjólabretta – camp í Stykkishólmi.

Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins. Hj.

Yngri flokkarnir einnig að fara í gang og drengjaflokkurinn er t.d. þegar byrjaður, mátti þola tap í fyrsta leik s.l. þriðjudag 98-52Þá er vert að minnast á það að líkt og undanfarin ár þá sýnir sporttv.is frá leikjum í körfunni m.a. leik Snæfells gegn Haukum 10.okt. hjá stelpunum og þá verða væntanlega velflestir leikirnir einnig sýndir á vefsíðum félaganna.Leikirframundan: 6.okt. Úrvalsd.kvenna Snæfell – Fjölnir Stykkishólmur kl.19:15 8.okt. Úrvalsd.karla Snæfell – ÍR Stykkishólmur kl.191511. okt. Úrvalsd.karla Grindavík – Snæfell Grindavík kl.19:15

srb

Hugmyndabankinn – losun 2. október

Íþróttir framhald..

Það styttist í annan endann á sumrinu og framundan eru síðustu tónleikar í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir verða sunnudaginn 14. október kl. 17. Tónleikarnir eru portretttónleikar tónskáldsins Hallvarðs Ásgeirssonar og verður þar margt forvitnilegt á efnisskránni eftir Hallvarð sem kemur með kammersveit sína sem leikur svokallaða andrýmistónlist (ambience) og nýtir í flutninginn hljóðfæri og tækni af ýmsu tagi. Sjálfur leikur hann á gítar en Hallgrímur Jónas Jensson leikur á selló og dórófón og Alexandra Kjeld leikur á kontrabassa og fiðlu. Auk þess sem tölvur, hljóðeffektar og ýmis önnur tól, tækni og tæki leika hlutverk í tónverkum Hallvarðs. Dórófónn #7 sem notaður verður á tónleikunum er smíði Halldórs Arnar Úlfarssonar og er hljóðfæri sem áhorfendur Hljómskálans á RÚV í fyrra sáu, heyrðu og fræddumst um í einum þáttanna og verður sannarlega áhugavert að fá hljóðfærið í fyrsta sinn í Stykkishólmskirkju.Hallvarður Ásgeirsson er tónskáld sem semur klassískar tónsmíðar, raftónsmíðar og vinnur með hljóð í gegnum tölvu. Hann er einnig rafgítarleikari sem vinnur með hljóðeffekta. Verk Hallvarðs falla að mestu leyti í tvo flokka - andrýmistónlist fyrir klassísk hljóðfæri, raftónlist og tónlist sem blandar saman fundnum hljóðum og tónlistarlegum þáttum. Hallvarður hefur stundað nám af ýmsu tagi en hann lauk mastersgráðu í tónlist frá Brooklyn College 2009. Hann hefur einnig leikið í mörgum hljómsveitum svo sem Stórsveit Nix Noltes, Líkn og Fengjastrút. Verk hans hafa verið flutt á ýmsum tónlistarhátíðum hér heima og erlendis. Hallvarður hefur áður samið fyrir dórófóna, þ.a.m verkið 1 milljón sólir (2003), en það var samið dórófón#1 ásamt strengjum og orgeli og verkið Miniature#5 (2011), en það var samið fyrir píanó og dórófón#7.

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Síðustu sumartónleikarnir

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 19. árgangur 4.október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fyrsta ferð með Baldri er áætluð miðvikudaginn 10. október.5. október, 7. október og 9. október verður siglt til Flateyjar kl. 15 frá Stykkishólmi.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu vegna bókana í Flateyjarferðir.

Ferjan Baldur www.saeferdir.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

FundarboðFramsóknarfélagStykkishólms

Aðalfundur Framsóknarfélags Stykkishólms verður haldinn í Verkalýðshúsinu sunnudaginn 7. október kl. 20.30

Dagskrá:1.Kosning stjórnar2.Kjördæmaþing3.Önnur mál

Stjórnin

Guðsþjónusta verður sunnudaginn

7. október kl. 14.00.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 19. árgangur 4. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Leikfélagið mun verða með markaðsbása til leigu á Norðurljósunum laugardaginn 20. október kl. 14 – 17 í Hjómskálanum á Silfurgötunni. Hver bás/borð kostar 1500. Áhugasamir hafi samband við Hafrúnu í síma 8630078.

Listasmiðjan,Grímurogbúningar! Það vantar gömul föt og efni til að sauma úr, til að nota í listasmiðjuna sem verður á Norðurljósahátíðinni. Lumar þú að slíku ? Endilega að hafa samband við Söru í síma 865-9247.

Smáauglýsingar

Vel var mætt á fyrsta haustfyrirlestur í fyrirlestrarröð Eldfjallasafnsins um Grænland s.l. laugardag. Þar fjallaði Haraldur Sigurðsson í máli og myndum um bráðnun Grænlandsjökuls, loftlags-breytingar og áhrif þeirra. Laugardaginn 6. október flytur Ragnar Axelsson fyrirlestur um ævintýri sín á Grænlandi, en hann hefur ferðast þar víða í um 25 ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. am

Ragnar Axelsson í EldfjallasafniÍ september komu út tvær alþjóðlegar vísindagreinar um æðarfugl frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Báðar greinarnar eru afrakstur samstarfs vísindamanna við sjómenn og æðarbændur, sem staðið hefur frá stofnun Rannsóknasetursins árið 2006.

Fyrri greinin e. Þórð Örn Kristjánsson, Jón Einar Jónsson og Jörund Svavarsson fjallar um sumarfæðu æðarfugla á Breiðafirði og birtist í Polar Biology. Þórður er doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands. Hann greindi fæðu úr mögum 192 æðarfugla er drukknað höfðu í grásleppunetum sumurin 2007-2010, og voru það sjómenn sem skiluðu fuglunum þegar þeir lönduðu grásleppu í Stykkishólmi. Fæða æðarfugls í Breiðafirði eru ýmis botndýr, einkum skeljar, kuðungar og krabbar en sérstaka athygli vakti að ljósnökkvi* (Tonicellia marmorea) var algengasta fæðutegundin en ekki kræklingur (Mytilus edulis) sem yfirleitt er aðal fæða æðarfugl. Svo virtist sem teknir væru nökkvar og kræklingar af svipaðri stærð, sem bendir til þess að æðarfuglar velji fæðu fremur eftir stærð heldur en fæðutegund.Síðari greinin. e. Jón Einar Jónsson og Smára Lúðvíksson birtist í Ornis Fennica. Hún fjallar um endurkomu og lífslíkur æðarkolla í Rifi og hvort þær skipti um hreiðurstæði á milli ára.. Greinin er afrakstur merkinga Smára á æðarfugli, en hann hóf merkingar 1993 ásamt því að hirða æðardún í varpinu í Rifi síðan 1972. Metnar lífslíkur æðarkolla voru 0.87 yfir allt tímabilið og var ekki munur milli ára. Þetta samsvarar því að 87 af 100 æðarkollum lifi ár hvert. Þessi tala er aðeins byggð á endurheimtum lifandi fugla og er því sennilega lágmarkstala. Æðarkollurnar urpu í tvo hólma 1993-2008 og var algengt að kollurnar skiptu milli hólmana (líkurnar á því voru á bilinu 0.1-0.5). Æðarkollunum fjölgaði ur 155 í 606 árin 1993-2008. Samtímis fjölgun hreiðra minnkuðu líkurnar á því að þær skiptu um hreiðurhólma milli ára. Æðarkollur verða því fastheldnari á hreiðurhólmana eftir því sem fleiri kollur verpa þar. Bendir það til þess að æðarkollur geti metið áreiðanleika hreiðurhólmana út frá varpárangri eða hegðan félaga sinna.*Nökkvar (Polyplacophora) eru einn flokkur fylkingar lindýra (Mollusca), en skeldýr (Bivalvia), sniglar (Gastropoda) og kolkrabbar/smokkfiskar (Cephalopoda) eru önnur dæmi um flokka innan lindýra*Heimasíða Rannsóknasetursinshttp://hs.hi.is/PolarBiology er gefið út af Springer og fjallar um plöntur, dýralíf og örverur beggja pólsvæðana. Linkur á greinina á heimasíðu Polar Biology:http://www.springerlink.com/content/82341h815551x658/OrnisFennicaer fuglafræðirit gefið út af BirdLife Finland.Linkur á greinina á heimasíðu Ornis Fennica:http://www.ornisfennica.org/pdf/early/Jonsson.pdf

Alþjóðlegar vísindagreinar frá Háskólasetrinu

Um leið og við þökkum góðan stuðning skorum við á ykkur að taka vel á móti leikmönnum Snæfells sem munu ganga um bæinn á næstu dögum og bjóða ykkur segul á ísskápinn. Á seglinum eru allir heima og útileikir beggja liða í vetur, segullinn kostar 1000 kr. Við verðum með sérstakt tilboð fram að helgi þ.e. á kr. 1500 og er þá fyrsti heimaleikur stelpnaliðs okkar gegn Fjölni næsta laugardag innifalinn.Þá erum við einnig að bjóða fjölskyldukort, sem gilda á alla heimaleiki Snæfells í meistaraflokkum kk og kvk þar til kemur að úrslitakeppni. Athugið að vegna ákveðinna reglna að þá höfum við ekki tök á að hafa bikarleiki í þessum pakka.Fjölskyldukortið kostar 50 þús og bjóðum við ýmsa greiðslumöguleika. Þá viljum við einnig minna ykkur á að þið getið pantað eftirfarandi með því að hringja í Hermund Páls. s.891 6949 eða Davíð Sveins s. 862 2910

• Hinn rómaða Snæfells WC – pappír• Bílaþrif Snæfells / bón og tjöruþvottur af bestu gerð• Við leigjum Krapvélina í afmæli sem og önnur partý

Stöndum nú þétt við bakið á okkar liðum í vetur og njótum þess að mæta á marga leiki og hafa gaman, saman.

ÁFRAM SNÆFELL !

Ágæta stuðningsfólk Snæfells

Eins og minnst var á í síðast tölublaði Stykkishólms-Póstsins þá fer kosninavetur í hönd. Þegar hefur blaðinu borist efni sem tengist Alþingiskosningum og hefur af því tilefni verið opnaður hlekkur á vef blaðsins, www.stykkisholmsposturinn.is sem ber heitið Kosningar og mun efni sem tengist prófkjörum vegna komandi Alþingiskosninga verða safnað saman þar. am

Kosningar

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 19. árgangur 4.október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 12 ár!

• Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3• Bindum inn í gorma,

harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir.

• Myndasafnið okkar úr Stykkishólmi og nágrenni teluryfir50.000myndir!

• Ljósritun og Skönnun

NarfeyrarstofaHlý og rómantísk - Fagleg og freistandi

Spennandi Delicatesse í gangi!

Föstudagur: Kjúklingur og franskar

til að taka með, aðeins kr. 1.500

Föstudagur og laugardagur: Spennandi fjögurra rétta seðill

Sunnudagur: Dögurður frá kl. 11:30 - 14:00ATH: Breyttur opnunartími! - Fylgist með okkur á Facebook!

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Réttur dagsins, heilsuréttur dagsins, súpa og borgarar í hádeginu alla

virka daga.

Boltinn í beinni á loftinualla helgina!

Fylgist með okkur á Facebook!

Snyrtistofa Önnu Lísu

verður lokuð miðvikudaginn 10.október til

mánudagsins 22. október

Við erum með lausnir fyrir þig!

Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík?Ertu að breyta garðinum?Þarftu að láta hífa eitthvað?Vantar þig grunn undir nýja húsið?Þarf að saga malbik, steypu eða stein?Þarftu að losna við klöpp af lóðinni?Vantar þig túnþökur?

BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: [email protected]

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3.

Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 4. október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 19. árgangur 4. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

NORÐURLJÓSIN 2012 18. – 21. októberMyndlist, tónlist, matarlist, gaman saman og norðurljós!

Facebook: Norðurljósin

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir leikskólakennara.

Um er að ræða 80% afleysingastöðu.

Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar

umsóknir koma til greina.

Nánari upplýsingar gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 4338128

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.

stykkisholmur.is

Umsóknarfrestur er til 11. október 2012.

Stykkishólmsbær

Inflúensubólusetning

Inflúensubólusetning verður á heilsugæslunni í

Stykkishólmi.

8.og 11. október

OG

15. og 18. október

frá 11:00 -12:30

Nú skulum við ganga til góðs!Sjálfboðaliðar óskast til þátttöku í landssöfnunina Göngum til góðs sem verður laugardaginn 4. október. Takmarkið er að ná að ganga á öll heimili á landinu en til þess vantar okkur þína hjálp.

Sýndu stuðningtaktu þátt!

Upplýsingar veitir María í síma 898 2100.

Sjálfboðaliðar eru hvattir til að mæta í söfnunarstöðina í björgunarsveitahúsinu.Skráning á staðnum.Söfnunin stendur y�r milli kl. 11.00-14.00.

6