6
SÉRRIT - 17. tbl. 18. árg. 5. maí 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Hlynur Bæringsson náði þeim merka áfanga í s.l. viku að vinna sinn annan meistaratitill í körfuboltanum á tveimur árum í sitthvoru landinu þegar lið hans Sundsvall Dragons, tryggði sér sænska meistaratitilinn. Sundsvall sigraði „stóra liðið“ í Svíþjóð og ríkjandi meistara, Norrköping Dolphins í oddaleik um titilinn. Hlynur lék stórt hlutverk í liði Sundsvall í vetur og var einn af lykilleikmönnum liðsins. Hann gerði samning til eins árs við Sundsvall með mögulegri framlengingu til annars árs og er líklegt að svo verði. Þess má geta að þjálfari Sundsvall var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins sem hefur verið endurvakið og mun leika á Norðurlandamótinu í júlí n.k. í Svíþjóð, á heimavelli Sundsvall og væntanlega verður Hlynur með þar. Þeir voru fleiri Hólmararnir sem urðu meistarar í körfunni í útlöndum því Guðni Valentínusson varð Danmerkurmeistari með liði sínu Bakken Bears frá Árósum sem sigraði lið Svendborg Rabbits 3-0 í úrslitunum. srb Meistarar úr Hólminum á erlendri grundu Liðna helgi var ársþing Lionshreyfingarinnar á Íslandi haldið hér í Stykkishólmi. Þingið var í alla staði mjög vel heppnað, veðrið lék við bæjarbúa og allan þann fjölda gesta sem heimsótti bæinn vegna þingsins. Undirbúningur og framkvæmd var sameiginlegt verkefni Lionsklúbbanna tveggja hér í Stykkishólmi, Lionsklúbbs Stykkishólms og Lionsklúbbsins Hörpu. En fleira þarf til en samstillt átak Lionsfólks við svo stórt þinghald og hvert sem við leituðum eftir aðstoð, innanbæjar sem utan, var okkur einstaklega vel tekið. Fjöldi aðila lagði okkur lið með því að lána húsnæði, húsgögn, farartæki og ýmsan búnað. Einnig fengu klúbbarnir marga styrki í formi auglýsinga og styrktarlína á þingmöppur. Fyrir þetta þökkum við kærlega. Sérstakar þakkir færum við Stykkishólmsbæ, starfsfólki íþróttahússins, grunnskólans, rekstraraðilum ferjunnar Baldurs og Mjólkursamlaginu í Búðardal fyrir ómetanlega aðstoð og einstaka lipurð í okkar garð. Með þakklætiskveðjum, f.h. Lionsklúbbanna í Stykkishólmi, Sigurður A. Þórarinsson form. Lkl. Stykkishólms Erna Guðmundsdóttir, form. Lkl. Hörpu í Stykkishólmi Vel heppnað Lionsþing www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu Nýr veitingastaður hefur tekið til starfa í Bónushúsinu. Ber hann nafnið Hansen - Pizzur og borgarar og er það Egill Egilsson sem hefur stigið fram sem pizzubakari. Ákvörðun um nafnið HANSEN var tekin einn sunnudaginn þegar allir töluðu dönsku... gott ef þetta tengist ekki líka eitthvað aftur í ættir hjá Agli, en hann kveðst amk mjög danskur í sér á sunnudögum. Staðurinn hefur farið vel af stað og fer ekki framhjá neinum sem leggur leið sína í Bónus og ekki síst gríðarstór mynd sem þekur einn vegginn af Snæfellsmeisturum. Opið er alla daga frá kl. 12-22 Nýr veitingastaður í flóruna Ljósmynd: Stefán Ólafsson Ljósmynd: Lions

Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stykkishólms-Pósturinn bæjarblað Stykkishólms.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

SÉRRIT - 17. tbl. 18. árg. 5. maí 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Hlynur Bæringsson náði þeim merka áfanga í s.l. viku að vinna sinn annan meistaratitill í körfuboltanum á tveimur árum í sitthvoru landinu þegar lið hans Sundsvall Dragons, tryggði sér sænska meistaratitilinn. Sundsvall sigraði „stóra liðið“ í Svíþjóð og ríkjandi meistara, Norrköping Dolphins í oddaleik um titilinn. Hlynur lék stórt hlutverk í liði Sundsvall í vetur og var einn af lykilleikmönnum liðsins. Hann gerði samning til eins árs við Sundsvall með mögulegri framlengingu til annars árs og er líklegt að svo verði. Þess má geta að þjálfari Sundsvall var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins sem hefur verið endurvakið og mun leika á Norðurlandamótinu í júlí n.k. í Svíþjóð, á heimavelli Sundsvall og væntanlega verður Hlynur með þar.Þeir voru fleiri Hólmararnir sem urðu meistarar í körfunni í útlöndum því Guðni Valentínusson varð Danmerkurmeistari með liði sínu Bakken Bears frá Árósum sem sigraði lið Svendborg Rabbits 3-0 í úrslitunum. srb

Meistarar úr Hólminum á erlendri grundu

Liðna helgi var ársþing Lionshreyfingarinnar á Íslandi haldið hér í Stykkishólmi. Þingið var í alla staði mjög vel heppnað, veðrið lék við bæjarbúa og allan þann fjölda gesta sem heimsótti bæinn vegna þingsins. Undirbúningur og framkvæmd var sameiginlegt verkefni Lionsklúbbanna tveggja hér í Stykkishólmi, Lionsklúbbs Stykkishólms og Lionsklúbbsins Hörpu. En fleira þarf til en samstillt átak Lionsfólks við svo stórt þinghald og hvert sem við leituðum eftir aðstoð, innanbæjar sem utan, var okkur einstaklega vel tekið. Fjöldi aðila lagði okkur lið með því að lána húsnæði, húsgögn, farartæki og ýmsan búnað. Einnig fengu klúbbarnir marga styrki í formi auglýsinga og styrktarlína á þingmöppur. Fyrir þetta þökkum við kærlega.Sérstakar þakkir færum við Stykkishólmsbæ, starfsfólki íþróttahússins, grunnskólans, rekstraraðilum ferjunnar Baldurs og Mjólkursamlaginu í Búðardal fyrir ómetanlega aðstoð og einstaka lipurð í okkar garð.

Með þakklætiskveðjum,f.h. Lionsklúbbanna í Stykkishólmi,

Sigurður A. Þórarinsson form. Lkl. StykkishólmsErna Guðmundsdóttir, form. Lkl. Hörpu í Stykkishólmi

Vel heppnað Lionsþing

www.stykkisholmsposturinn.is

- þinn staður á netinu

Nýr veitingastaður hefur tekið til starfa í Bónushúsinu. Ber hann nafnið Hansen - Pizzur og borgarar og er það Egill Egilsson sem hefur stigið fram sem pizzubakari. Ákvörðun um nafnið HANSEN var tekin einn sunnudaginn þegar allir töluðu dönsku... gott ef þetta tengist ekki líka eitthvað aftur í ættir hjá Agli, en hann kveðst amk mjög danskur í sér á sunnudögum. Staðurinn hefur farið vel af stað og fer ekki framhjá neinum sem leggur leið sína í Bónus og ekki síst gríðarstór mynd sem þekur einn vegginn af Snæfellsmeisturum. Opið er alla daga frá kl. 12-22

Nýr veitingastaður í flóruna

Ljósmynd: Stefán Ólafsson

Ljósmynd: Lions

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

SumarmálEins og dyggir lesendur Stykkishólms-Póstsins hafa eflaust tekið eftir þá hefur orðið breyting á starfsliði blaðsins, þannig að Sigurður, sem áfram er titlaður ritstjóri, hefur snúið til annarra starfa og Anna því eini starfsmaður útgáfunnar. Sigurður mun þó áfram sinna blaðinu í frístundum eftir mætti en eins og gefur að skilja hefur þetta í för með sér að færri stundir gefast í það að skrifa fréttir og taka myndir af bæjarlífinu eins og áður. Blaðið byggir því enn frekar á þátttöku og velvilja bæjarbúa með efnistök. Í vetur hefur gengið ágætlega að fá efni frá bæjarbúum og öðrum sem standa að viðburðum, eða vilja koma einhverju á framfæri. Flestir eiga orðið stafræna myndavél og hefur það færst í vöxt að við fáum sendar myndir til birtingar. Við viljum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sent hafa blaðinu efni og myndir og hvetjum þá sömu og alla aðra til að vera áfram duglegir að senda blaðinu efni.Auglýsingar bera uppi útgáfu blaðsins og eftir hrun dróst verulega saman á þeim vettvangi. Við höfum ekki hækkað gjaldskrána síðan fyrir hrun og höfum lítinn áhuga á að hækka hana! Við höfum reynt að leita leiða til að vera hagkvæm í rekstri blaðsins og velt fyrir okkur ýmsum möguleikum. Í þeim efnum höfum við ákveðið að breyta dreifingu blaðsins frá 1. júní n.k. Blaðið mun liggja frammi ókeypis á Olís og líka í Bónus um leið og það kemur frá prentsmiðjunni, sem oftast er seinnipart miðvikudags. Samhliða þessari breytingu breytum við framsetningu blaðsins á netinu sem verður með betri hætti en áður. Við höfum verið að prófa nýjar leiðir í því samhengi og nú munum við bjóða upp á svipað snið og boðið er upp á í rafbókum og stóru dagblöðunum. Þ.e.a.s. að blaðsíðuflettingar verða mjög raunverulegar og hægt er að stækka og minnka letur og myndir að vild. Þarna er blaðið alltaf í fullum litgæðum og birtist á netinu kl. 16 á miðvikudögum. Fyrir þá sem vilja fá blaðið borið út heim til sín munum við bjóða upp á slíka þjónustu og kostar það 75 kr. á hvert blað innanbæjar. Áfram mun blaðið liggja frammi, til aflestrar á staðnum, á veitingastöðunum, bókasafninu, dvalarheimilinu, spítalanum, sundlauginni, hótelinu, Baldri og víðar. Með þessu móti vonumst við til að auka bæði þjónustuna en ekki síður að geta haldið verðskrá auglýsinga óbreyttri enn lengur. Útgáfan í sumar verður svipuð og síðustu sumur þ.e.a.s. að eitthvað lengra verður á milli blaða í júlí en aðra mánuði ársins. Útgáfudagar í júní verða þannig miðvikudaginn 1. júní og svo fimmtudagana þar á eftir eða 9., 16., 23. og 30. júní. Útgáfudagar í júlí og ágúst verða kunngerðir þegar nær dregur. Minnum á vef blaðsins: www.stykkisholmsposturinn.is

Sumarkveðjur frá ritstjórn.

Ágætu lesendur.Fyrir nokkru síðan barst mér stórundarlegt bréf frá Póstinum. Erindi bréfsins var að uppáleggja mér það, að mér bæri að rita á útihurðina, nöfn allra þeirra sem í húsinu búa og vilja fá borinn þangað póst . Þessu til stuðnings var síðan vísað í reglugerð sem var eins og fara gerir með reglugerðir, bæði loðin og óljós hvað þetta atriði varðaði. Nú á ég mikið af bæði fjölskyldu og ýmsum samskiptaaðilum erlendis og verður að segjast eins og er að nafn mitt sem og annarra fjölskyldu meðlima eru á pósti frá þessum aðilum rituð á marga mismunandi vegu, bæði vegna hefða í öðrum löndum og vegna Íslenskra sérbókstafa, svo sem eins og Æ og Ð sem bæði er að fynna í mínu nafni. Það sem þessa póstáritanir hafa hinsvegar undantekingalaust rétt er húsnúmerið og póstnúmerið. Ef þetta gengur eftir þá þarf ég að fara að grafa upp umslög utan af fyrri bréfum og skrá hvert tilbrigði. Í fjótu bragði gætu þetta verið u.þ.b 15 mismunandi utanásktiftir (sem allar eiga það sameiginlegt eins og áður greinir að vera með rétt er húsnúmer og póstnúmer.) Einnig gæti ég skrifað ritgerð um afbrigði af póstáritunum á minn vinnustað, en bæði nöfnin St.Franciskusspítalinn og Stykkishólmur eru til í ótal útgáfum. Nú sé ég ekki betur en að það sé verið að leysa eitt vandamál með því að búa til annað . Mér finnst það liggja í augum uppi að það er enginn annar fær um að leggja mat á það hvort póstur á erindi á tiltekinn stað, annar en sá sem þar býr eða starfar hverju sinni. Það er því hætt við að póstkerfið fyllist fljólega af pósti sem enginn getur tekið af skarið um það hvað á að gera við. Ýkt dæmi um þetta væri bréf þar sem bæði póstáritunin og upplýsingar um sendanda á bakhlið væru ekki kórréttar. Slíkt bréf hlyti þá að lenda í einhverju eilífðar endursendingarferli . Nú er ég heldur ekki viss um að það standist persónuverdar sjónarmið að fólki sé gert skylt að upplýsa um dvalarstað sinn opinberlega með þessum hætti. Nú legg ég til að þeir sem um þetta véla hjá Póstinum endurskoði þessa ákvörðun og viðhaldi ríkjandi fyrirkomulagi þar sem pósti er komið til skila eftir húsnúmerum og póstnúmerum.

Virðingarfyllst.Aegir Breidfjord Johannsson

Sánkti Jósepsspítalanum Austurgötu 7

340 Stikilsholmi

Póstáritanir

Klakabandið, danshljómsveit frá Ólafsvík, fagnar 30 ára starfsafmæli sínu á þessu ári Hljómsveitin hefur starfað með hléum frá árinu 1981, leikið á dansleikjum aðallega hér á heimaslóðum auk tímabila sem hljómsveitin hefur gert út á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Fjöldi liðsmanna sem komið hafa að starfi sveitarinnar er 19 auk nokkurra sem starfað hafa skemur á ýmsum tímum. Liðsskipan hefur jafnan verið frá 3 og upp í 6 spilara hverju sinni.Félagarnir hafa af þessu tilefni ákveðið að halda sérstakt afmælisball þar sem hinar ýmsu útgáfur bandsins gegnum tíðina stíga á stokk og leika vinsælustu lögin frá hinum ýmsu tímabilum áratugina 3. Nær allir liðsmenn í sögu hljómsveitarinnar munu spila á ballinu.Afmælisball Klakabandsins verður haldið laugardagskvöldið 28. maí n.k. í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og hefst dansleikurinn

Klakabandið fagnar 30 ára starfsafmæli

stundvíslega kl. 23.00. Miðað við undirtektir búast Klakar við góðri aðsókn, m.a. ætla nokkrir árgangahópar að hittast og skella sér á ballið, rifja upp gamlar stundir, taka sporið með Klakanum og eiga saman góða stund í góðra vina hópi. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hljómsveitin vonar að gestir komi snemma á ballið. Liðsmenn lofa góðri skemmtun, ekta balli með góðu, gömlu danslögum í bland við yngri. (Fréttatilkynning)

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5.maí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

NarfeyrarstofaLaugardagur:Spennandi fjögurra rétta seðillLáttu okkur koma þér á óvart!

Opnunartími:Opið í hádeginu alla virka dagaFimmtudagskvöld opið 18-21.30 Föstudagskvöld opið 18-01 Laugardagskvöld opið 17-01Sunnudagskvöld opið 17-21.30

narfeyrarstofa.isSími 438-1119

Vortónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

- Rokkaðir stuðtónleikar - verða í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 12. maí (í dag) kl. 18:00.

Stjórnandi Hjálmar Sigurbjörnsson

Tónleikar og skólaslit í Stykkishólmskirkju föstud. 13. maí kl. 18:00.

Afhent verða árs- og prófskírteini.Allir nemendur beðnir að mæta á skólaslit.

Allir eru velkomnir á tónleikana.

Innritun er hafin fyrir skólaárið 2011-2012. Umsóknum má skila á skrifstofu skólans, í

Ráðhúsið eða beint á netið: www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn

Skólastjóri

St. FranciskuspítaliStykkishólmi

Starfsmenn óskast

Starfsmaður óskast á sjúkradeild frá 1.ágúst n.k. í vaktavinnu í 70% starf. Um er að ræða blönduð störf í býtibúri , við umönnun og aðhlynningu skjólstæðinga. Þá vantar starfsmann til afleysinga, 60% starf, í eitt ár við ræstingar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFS (HVE) og Starfsgreina-sambands Íslands (Verkalýðsfélags Stykkishólms).

Upplýsingar gefa í síma 432-1200 eða á staðnum:• Hrafnhildur Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri

netfang: [email protected]• Sigurlaug Þórarinsdóttir, ræstingastjóri

netfang: [email protected]• Róbert Jörgensen, svæðisfulltrúi HVE

netfang: [email protected].

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

10 Grásleppubátar 12.066 Grásleppunet Grásleppa 26

Af þessum afla eru 5.740 kg hrogn en 3.181 kg. slægð Grásleppa

27 Handfærabátar 28.311 Handfæri Þorskur 63

Birta SH 707 6.295 Gildra Beitukóngur 5

Blíða SH 277 7.205 Gildra Beitukóngur 4

Garpur SH 95 3.775 Gildra Beitukóngur 3

Samtals 80.634 107

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 01.05.2011 - 07.05.2011

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Á aðalfundi Ferðafélags Snæfellsness sem haldinn var 16. apríl var ákveðið að fara í gerð gönguleiðakorts ( vefsjá ) fyrir allt Snæfellsnes. Eins og fram hefur komið, hefur ferðafélagið fengið loforð um styrk frá Ferðamálaráði vegna hönnunar á gönguleið eftir Snæfellsnesfjallgarði frá Hnappadal að Snæfellsjökli. Öll gönguleiðin eftir fjallgarðinum verður GPS hnituð og merkt á tölvutæku formi, myndir og upplýsingar settar inn, þannig að göngufólk getur séð og skoðað leiðina á Internetinu áður en það leggur af stað, jafnvel á sjálfri gönguferðinni. Ekki er gert ráð fyrir að leiðin verði stikuð, en í framtíðinni verður gert ráð fyrir því á erfiðum leiðum.Einnig verða gönguleiðir um allt Snæfellsnesið GPS hnitaðar og settar á sama kort. Vinna við þetta byrjar nú á vordögum, göngufólk verður fengið til að ganga fyrir félagið til að GPS hnita leiðir. Ferðafélagið hefur fengið Guðjón Elísson og Halldór K Halldórsson til að sjá um að hanna vefsjána og búist er við að hægt sé að taka hana í notkun næsta vetur. Kynningarfundur um þetta verkefni verður í Stykkishólmi er líða fer á maí og verður hann auglýstur síðar og nánari upplýsingar um verkefnið er á heimasíðu ferðafélagsins www.ffsn.is undir Verkefni.

Verkefnahópur ferðafélagsins

SmáauglýsingarÁ einhver blautbúning í stærð ca. 165? sem er til í að selja mér. 862 1251/Arna SædalSvört karfa, mjög líklega af hjóli, fannst fyrir utan Ráðhúsið fyrir nokkrum vikum. Eigandi getur nálgast körfuna í Ráðhúsinu.Vantar litla íbúð til leigu frá og með 1. júní. Gunnar s. 4625747/8665747Kenni við Tónlistarskólann, er reyklaus og reglusamur.Er með TREK MT60 hjól til sölu. Hjólið er 20 tommu, 6 gíra og talið henta fyrir 6-9 ára. Mjög vel með farið. Verð 20 þús. Upplýsingar í síma 862 1251/Arna Sædal

Gönguleiðakort um Snæfellsnes

Opnunartími skrifstofu: 8 - 13 virka daga

Lokað v. sumarleyfa 19.-27. maí n.k.

Stykkishólms-Pósturinn kemur ekki út 26. maí af þeim sökum.

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 01.01.2011

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5.maí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Við erum deildarmeistarar nanananana...

Þjálfarinn og liðsstjórinn

Heimleiðin

Bjútífúl!

Blakdeildin gerði gríðarlega góða ferð til Vestmannaeyja um síðustu helgi á öldungamótið 2011. Öldunga-mótið er stærsta blakmót ársins og voru um 1000 manns saman komnir í Eyjum af þessu tilefni. Fyrir blakunnendur er þetta mót hrein snilld! Snæfell spilaði í 7. deild (af 12) og vann alla sína leiki og endaði því sem deildarmeistari og spilar í 6. deild að ári! Gleðin leyndi sér ekki meðal liðsmanna, bæði innan vallar og utan á mótinu. Liðið spilaði 3 leiki á fimmtudegi og 3 á föstudegi og gat eftir það einbeitt sér að skemmtana hluta ferðarinnar. Dansgólfið í Höllinni fékk því heldur betur að finna fyrir því bæði kvöldin. Mikið

var rætt um það meðal annarra liða hve glæsilegur hópurinn okkar var á lokahófinu á laugardagskvöldinu og þótti bera af, að öðrum ólöstuðum. Annars var þetta nokkuð eðlileg ferð hjá blakliðinu. Prjónarnir voru rifnir upp á íþrótthúsplaninu um leið og lagt var í hann og ekki lagðir frá sér fyrr en lent var í Hólminum á sunnudegi aftur. Þjálfarinn gríðar-lega glaður með það eins og alltaf! Landafræðikunnátta einstaka liðs-manna var ekki hátt skrifuð og þegar einn ágætur bankastarfsmaður minntist á hve Færeyjar væru stutt frá landi þegar við vorum að koma að Landeyjarhöfn á miðvikudeginum, þá var það bara þannig sem eftir lifði ferðar. Við vorum í Færeyjum!

Ýmislegt gekk á í ferðinni og sumt á ekki heima á prenti. Það var þreyttur en glaður hópur sem kom heim á sunnudaginn eftir lítinn svefn. Það gladdi hjörtu okkar að sjá fánaborg blasa við deildarmeisturunum þegar við keyrðum inn í bæinn og kunnum við Lions fólki bestu þakkir fyrir hugulsemina! Við viljum þakka okkar styrktar-aðilum fyrir veturinn og má geta þess að einn af okkar stærstu styrktaraðilum, Páll frá Fisk-markaði Íslands, var mættur til Vestmannaeyja og við kjósum að túlka það þannig að hann hafi eingöngu mætt til að styðja okkur og þessi fundur sem hann var á hafi bara verið yfirskin!

Blakdeild Snæfells

Liðsstjórinn og for-maðurinn á góðri stund

Liðið í aksjón!

Stund milli stríða...

Vel verðskuldað...

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 12.maí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 17. tbl. 18. árgangur 5. maí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Leitum að starfskrafti í afleysingar í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti í hlutastarf til að annast heimilishjálp í

StykkishólmsbæÆskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Vinnutími innan dagvinnumarka.Laun greidd skv. samningum SDS

Upplýsingar veittar hjáFélags- og skólaþjónustu SnæfellingaKlettsbúð 4, Hellissandi sími 430 [email protected] http://.fssf.is

Hólmarar hittast! – takið daginn frá

Tónleikar til styrktar orgelsjóði Stykkishólmskirkju verða haldnir í Guðríðarkirkju í Reykjavík mánudaginn 23. maí kl.20:00 Fram koma:Elvar SteinarssonKjartan Guðmundsson & Erna Rut KristjánsdóttirLára Hrönn PétursdóttirÞór BreiðfjörðDavíð ÓlafssonTríó Delizie ItalianeÁsamt Karlakór Reykjavíkur og Breiðfirðingakórnum Aðgangseyrir rennur í orgelsjóðinn.

Opið hús í Setrinu og á dvalarheimilinu

Fimmtudaginn 19.maí verður opið hús hjá eldri borgurum frá kl.16:00-18:00 þar sem þau sýna afrakstur vetrarins.

Sumardagskráin liggur fyrir

Fulltrúi frá stoðtækjafyrirtækinu Eirberg verður á staðnum með kynningu á ýmsum hjálpartækjum.

Allir hjartanlega velkomnir

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Garðvörur - Garðáhöld

Áburður - Blákorn

Kalk - Graskorn - Trjákorn

Gróðurmold í 12. kg. pokum.

Jarðvegs- og akrýldúkar í

matjurtagarðinn og garðkönnur

af ýmsum gerðum.