16
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 8. tbl. 20. árg. 28. febrúar 2013 Veðurblíða Ekki er mikið hægt að kvarta undan veðri hér undanfarið og munu hlýindin halda áfram fram að helgi eða svo þegar kortin verða blárri skv. spám Veðurstofunnar og hitastigið fer undir frostmarkið. Janúar var einnig hlýr og í hópi þeirra tíu hlýjustu sem mælst hafa á flestum veðurstöðvum landsins skv. vedur.is Hlýindin gera það m.a. að verkum að gróður bærir á sér en skv. garðyrkjufræðingum á það ekki að koma að sök þó að það frysti aftur. En hlýindin hafa að öllum líkindum líka áhrif í nágrenninu þ.m.t. í Kolgrafafirði þar sem fjöldi verktaka hefur s.l. daga unnið hörðum höndum að því að moka upp grút úr fjörunni og keyra í Fíflholt. Einnig er verið að urða síld skammt frá. Hvort þessar aðgerðir beri árangur skal ósagt látið og kemur væntanlega ekki ljós fyrr en líður á árið. Í frétt frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag kemur fram að nú muni aðstæður verða endurmetnar enda fyrsta áfanga hreinsunarinnar að mestu lokið. „Búið er grafa allt að 15.000 tonn af síldarúrgangi í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og fara með um 1000 tonn af grút til urðunar í Fíflholtum. Mikill munur er á fjörunni við Eiði eftir þetta hreinsunarátak; sýnileg síld er nú hverfandi og umfang grútar hefur minnkað töluvert. Þá er gert ráð fyrir að átakið dragi úr lyktarmengun þegar fram líða stundir. Hins vegar er ljóst að verulegt magn grútar er enn í fjörum og úti á firðinum og er nauðsynlegt að fylgjast vel með afdrifum hans í framhaldinu. Grúturinn hefur blandast í möl og jarðveg í fjörunni og hafa hlýindi undanfarna daga flýtt fyrir því ferli. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að endurmeta hreinsunaraðgerðir. Umhverfisstofnun Agustson 80.ára Eins og greint var frá í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku eru liðin 80 ár frá því að Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang og Riis og stofnaði þar með fyrirtækið sem í dag ber nafnið Agustson. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina koma mikið við sögu í atvinnusögu Stykkishólms ekki síður en að tengjast menningarlega ýmsum verkefnum. Það er eitt fárra fyrirtækja í eigu sömu fjölskyldunnar sem enn er starfandi og eitt af elstu sjávarútvegsfyrirtækjm landsins. Mikið magn heimilda er til um starfsemina bæði rit, myndefni og fjöldi muna úr starfseminni. Í tilefni afmælisins er dreift fylgiriti með blaði vikunnar þar sem stiklað er á stóru í sögu fyrirtækisins. Síðar á árinu verður afmælisins minnst með sýningu. am metur aðstæður þannig að ekki stafi bráðahætta af grútnum í fjörunni nú, en að leita þurfi leiða til að fjarlægja hann eftir því sem færi og aðstæður leyfa. Hreinsunaraðgerðirnar í Kolgrafafirði eru þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við náttúrulegri mengun á Íslandi, enda er síldardauðinn í firðinum að því að best er vitað án fordæma á Íslandi að magni til. Alls er talið að yfir 50.000 tonn af síld hafi drepist í tveimur viðburðum, um miðjan desember og 1. febrúar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun munu nú næstu daga meta árangurinn af aðgerðum til þessa og skoða þörf og leiðir varðandi næstu skref í hreinsun, í samvinnu við sveitarfélagið, landeigendur og fleiri. Áfram verður fylgst með mengun, ástandi fugla, eðlisþáttum sjávar í firðinum og fleiri atriðum. Ástandið kallar á stöðugt endurmat m.t.t. veðurs, sjávarfalla og hraða niðurbrots á dauðri síld og grút. Ríkisstjórnin hefur lagt til fé til eftirlits og hreinsunarstarfa og mun áfram liðsinna við verkefnið í samráði við fagstofnanir, ábúendur, Grundarfjarðarbæ og aðra heimamenn.“ am Fálki á 1. vetri í Kolgrafafirði s.l. helgi með óvenjulega og hættulega bráð; fýl. Ljósmynd: Róbert Stefánsson Á fundi bæjarráðs Stykkishólms s.l. fimmtudag var tekinn til afgreiðslu tölvupóstur nefndasviðs Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Segir í bókun bæjarráðs: „Bæjarráð Stykkishólmsbæjar mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem gert er ráð fyrir að bætur og byggðakvóti, samkvæmt 21.gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (þingskjal 968 – 570.mál.), verði fyrir samkvæmt ákvæði VIII til bráðabirgða. Rækju- og skelbætur skerðast um helming á tveimur árum og byggðakvóti um helming á einu ári. Ljóst er að slíkur niðurskurður hefur alvarleg áhrif í Stykkishólmi án mótvægisaðgerða. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar leggur til að skelkvóti verði færanlegur yfir í þorskkvóta með skilyrðum um löndun og vinnslu í heimabyggð. Þegar skel veiðist að nýju verði heimilt að breyta þorskkvóta til baka í skelkvóta.“ am Bæjarráð mótmælir harðlega niðurskurði Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994. www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 8. tbl. 20. árg. 28. febrúar 2013

VeðurblíðaEkki er mikið hægt að kvarta undan veðri hér undanfarið og munu hlýindin halda áfram fram að helgi eða svo þegar kortin verða blárri skv. spám Veðurstofunnar og hitastigið fer undir frostmarkið. Janúar var einnig hlýr og í hópi þeirra tíu hlýjustu sem mælst hafa á flestum veðurstöðvum landsins skv. vedur.isHlýindin gera það m.a. að verkum að gróður bærir á sér en skv. garðyrkjufræðingum á það ekki að koma að sök þó að það frysti aftur. En hlýindin hafa að öllum líkindum líka áhrif í nágrenninu þ.m.t. í Kolgrafafirði þar sem fjöldi verktaka hefur s.l. daga unnið hörðum höndum að því að moka upp grút úr fjörunni og keyra í Fíflholt. Einnig er verið að urða síld skammt frá. Hvort þessar aðgerðir beri árangur skal ósagt látið og kemur væntanlega ekki ljós fyrr en líður á árið. Í frétt frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag kemur fram að nú muni aðstæður verða endurmetnar enda fyrsta áfanga hreinsunarinnar að mestu lokið. „Búið er grafa allt að 15.000 tonn af síldarúrgangi í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og fara með um 1000 tonn af grút til urðunar í Fíflholtum.Mikill munur er á fjörunni við Eiði eftir þetta hreinsunarátak; sýnileg síld er nú hverfandi og umfang grútar hefur minnkað töluvert. Þá er gert ráð fyrir að átakið dragi úr lyktarmengun þegar fram líða stundir. Hins vegar er ljóst að verulegt magn grútar er enn í fjörum og úti á firðinum og er nauðsynlegt að fylgjast vel með afdrifum hans í framhaldinu.Grúturinn hefur blandast í möl og jarðveg í fjörunni og hafa hlýindi undanfarna daga flýtt fyrir því ferli. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að endurmeta hreinsunaraðgerðir. Umhverfisstofnun

Agustson 80.áraEins og greint var frá í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku eru liðin 80 ár frá því að Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang og Riis og stofnaði þar með fyrirtækið sem í dag ber nafnið Agustson. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina koma mikið við sögu í atvinnusögu Stykkishólms ekki síður en að tengjast menningarlega ýmsum verkefnum. Það er eitt fárra fyrirtækja í eigu sömu fjölskyldunnar sem enn er starfandi og eitt af elstu sjávarútvegsfyrirtækjm landsins. Mikið magn heimilda er til um starfsemina bæði rit, myndefni og fjöldi muna úr starfseminni. Í tilefni afmælisins er dreift fylgiriti með blaði vikunnar þar sem stiklað er á stóru í sögu fyrirtækisins. Síðar á árinu verður afmælisins minnst með sýningu. am

metur aðstæður þannig að ekki stafi bráðahætta af grútnum í fjörunni nú, en að leita þurfi leiða til að fjarlægja hann eftir því sem færi og aðstæður leyfa.Hreinsunaraðgerðirnar í Kolgrafafirði eru þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við náttúrulegri mengun á Íslandi, enda er síldardauðinn í firðinum að því að best er vitað án fordæma á Íslandi að magni til. Alls er talið að yfir 50.000 tonn af síld hafi drepist í tveimur viðburðum, um miðjan desember og 1. febrúar.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun munu nú næstu daga meta árangurinn af aðgerðum til þessa og skoða þörf og leiðir varðandi næstu skref í hreinsun, í samvinnu við sveitarfélagið, landeigendur og fleiri. Áfram verður fylgst með mengun, ástandi fugla, eðlisþáttum sjávar í firðinum og fleiri atriðum. Ástandið kallar á stöðugt endurmat m.t.t. veðurs, sjávarfalla og hraða niðurbrots á dauðri síld og grút.Ríkisstjórnin hefur lagt til fé til eftirlits og hreinsunarstarfa og mun áfram liðsinna við verkefnið í samráði við fagstofnanir, ábúendur, Grundarfjarðarbæ og aðra heimamenn.“ am

Fálki á 1. vetri í Kolgrafafirði s.l. helgi með óvenjulega og hættulega bráð; fýl. Ljósmynd: Róbert Stefánsson

Á fundi bæjarráðs Stykkishólms s.l. fimmtudag var tekinn til afgreiðslu tölvupóstur nefndasviðs Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Segir í bókun bæjarráðs: „Bæjarráð Stykkishólmsbæjar mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem gert er ráð fyrir að bætur og byggðakvóti, samkvæmt 21.gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (þingskjal 968 – 570.mál.), verði fyrir samkvæmt ákvæði VIII til bráðabirgða. Rækju- og skelbætur skerðast um helming á tveimur árum og byggðakvóti um helming á einu ári. Ljóst er að slíkur niðurskurður hefur alvarleg áhrif í Stykkishólmi án mótvægisaðgerða.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar leggur til að skelkvóti verði færanlegur yfir í þorskkvóta með skilyrðum um löndun og vinnslu í heimabyggð.Þegar skel veiðist að nýju verði heimilt að breyta þorskkvóta til baka í skelkvóta.“ am

Bæjarráð mótmælir harðlega niðurskurði

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Sýnum nú dug, djörfung og hugOpið bréf til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar.Ástæða þessa bréfs er alvarlega staða og óvissa um starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa hér í bæ. Það eru meira 10 ár síðan að störfin komu hingað ásamt fleiri ríkisstörfum sem var fagnaðarefni og liður í að styrkja búsetu hér í bæ. Starfsemi RNS hefur gengið vel í Hólminum og skapað sér traust varðandi rannsókn sjóslysa og tillögur um úrbætur til að minnka slysatíðni á sjó. RNS er gott dæmi um starf sem á rétt á sér úti á landsbyggðinni og hafa starfsmenn og stjórn RNS sannað það.S.l. fimmtudag voru samþykkt lög á alþingi um Rannsókn s a m g ö n g u s l y s a . Þar kveður á um sameiningu rannsóknanefnda slysa á einn stað í höfuðborginni. Ekki verður séð að hagræðing eða sparnaður ráði hér för. Lögin taka gildi 1. Júní og næsta verk verður að segja upp leigusamningi á flugvellinum og færa störfin suður og bjóða Jón Ingólfs og Guðmund Lár velkomna til Reykjavíkur. Ég vissi ekki fyrr en nú hversu langt málið er komið, því það hefur verið svo lítið í umræðunni. Hér er um ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Stykkishólm og samfélagið. Að taka héðan tvö góð störf samsvarar 200 störfum á höfuðborgarsvæðinu og það yrði tekið eftir því ef svo færi í Reykjavík. Það er auðveldara að verja störf sem eru til staðar, en að skapa eða fá ný störf. Það er merkileg tilhneiging stjórnvalda að færa æ fleiri störf til höfuðborgarinnar og auka miðstýringuna, eins og höfuðborgarsegullinn sé ekki nægilega sterkur fyrir. Landsbyggðin er greinilega í mikilli vörn.Nýsamþykktum lögum verður því miður ekki breytt. En það verður að krefjast þess að starfstöðin með þetta málefni starfi hér áfram. Hér er allt til staðar, starfsmenn, ódýrt húsnæði og tæki. Það er ekkert sem ætti að útiloka það. Bæjarstjórn verður að vera i forystu og berjast með kjafti og klóm til að tryggja áframhaldandi starfsemi. Það hefur enginn annar sama afl og bæjarstjórn gagnvart ríkisvaldinu. Við verðum að láta í okkur heyra og og sjá til þess að störfin verði ekki tekin frá okkur þegjandi og hljóðalaust.Mér þykir vænt um bæinn minn og vil sjá hér uppgang, blómstrandi mannlíf og gott og fjölbreytt atvinnulíf. Við verðum að standa vaktina. Það hefur verið langur aðdragandi í þessu máli. Á síðasta bæjarráðsfundi var lögð fram fyrirspurn hvað hafi verið gert til að sporna við því að sljóslysanefnd fari úr bænum og þau tvö störf sem henni fylgja. Ég vil taka undur þessa fyrirspurn og fá svör strax, ekki bíða svars til næsta fundar eftir mánuð eða svo. Það er of seint, enda ætti ekki að taka langan tíma til svara. Þá vil ég einnig vita hvort starfsmenn ráðuneytisins sem undirbjuggu frumvarpið, sem nú eru orðin að lögum, hafi haft samband eða samráð við bæjaryfiirvöld við vinnslu laganna eins og mér skilst að þau eigi að gera?Boða á bæjarstjórn strax á aukafund og ræða stöðuna sem upp er komin varðandi starfsemina upp á flugvelli. Það verður að heyrast frá okkur með öllum tiltækum ráðum til að tryggja störfin heima - tíminn er að hlaupa frá okkur. Við viljum hafa Jón Ingólfs, Guðmund Lár og fjölskyldur áfram hjá okkur. Sýnum samstöðu og ákveðni. Leyfið bæjarbúum að fylgjast með.

Með kveðjuGunnlaugur Auðunn Árnason

Fréttir frá Stykkishólmskirkju

Eins og bæjarbúar vita var mikið átak að koma orgelinu í höfn, er nú er komið rúmt ár frá vígslu þess og mikil ánægja hjá okkur sem vinnum í kirkjunni með það. Við erum einnig svo heppin að hafa mjög flinkan organista sem er ekki sjálfsagður hlutur. Auk þess hafa komið hér organistar frá öðrum kirkjum og spilað fyrir okkur og allir verið mjög ánægðir með gripinn. En það eru mörg og mikilvæg verkefni sem bíða okkar og megum við ekki láta staðar numið. Búið er að kaupa efni í gluggatjöld fyrir safnaðarheimilið og verður hafist handa við saumaskap innan skamms, hafa konur í kvenfélaginu Hringnum boðið fram sína krafta við það verk.Þá er í undirbúningi að kaupa nýtt hljóðkerfi fyrir kirkjuna. Við höfum verið án hljóðkerfis í um ár. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt og ef einhverjir vilja styrkja það er það vel þegið, nú þegar hafa borist góðar gjafir í það, en allnokkuð vantar á að til dugi.Við eigum fyrir höndum lagfæringar á þaklekavandamálum kirkjunnar, auk þess sem klukkurnar hafa verið okkur erfiðar í viðhaldi. Það er gaman að segja frá því að okkur hafa borist höfðinglegar gjafir sem flestar eru í minningu látina ástvina, sumar eyrnamerktar ákveðnum verkefnum. Þá er talsvert um að heitið sé á kirkjuna og hafa safnast þar nokkrar upphæðir, margt smátt gerir eitt stórt. Allar þessar gjafir vijum við þakka fyrir af heilum hug.Kirkjusókn hefur verið góð í vetur og mikið starf hjá kórnum nú sem endranær. Það er 30 manna hópur sem hittist einu sinni í viku til æfinga, kórinn syngur einnig í öllum athöfnum.Ef einhver vill leggja starfi kirkjunar lið endilega verið í sambandi við okkur í sóknarnefndinni eða sóknarprestinn.

Magndís Alexandersdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar

Flugstöðin í Stykkishólmi 2007Úr myndasafni Stykkishólms-Póstsins

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 4361600

Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00Helgar: 18:00 - 20:00 Fylgist með á Facebook

Opið fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 18

Laugardagskvöld:

Gelískt þema, spennandi matseðill og lifandi tónlist undir borðhaldi.

Borðapantanir í [email protected] & 4381119

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

2 ferðir með Baldri föstudaginn 1. mars!

Föstudaginn 1. mars 2013 verður aukaferð með ferjunni Baldri auk hefðbundinnar áætlunarferðar.

Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og aftur kl 15:00.

Frá Brjánslæk kl. 12:00 og aftur kl 18:00.

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Narfeyrarstofa

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Starfsfólk óskast

Hótel Stykkishólmur óskar eftir starfsfólki

fyrir sumarið 2013.

Upplýsingar um störfin veitir

María í síma 430 2100

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús verður haldið í Stykkishólmi 9 mars Mótið hefst kl. 13.00 stundvíslega. Foreldra eru hvattir til að fylgja börnum sínum, taka þátt í framkvæmd mótsins og hvetja keppendur.

Keppt er í eftirfarandi flokkum

11 til 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldriLangstökkLangstökk án atrennu35m hlaupHástökkKúluvarp

Skráning er hjá: Kristín Höllu í síma 899-3043, Elín Rögnu í síma 864-3849 og á [email protected]

Skráningu lýkur 6 mars kl. 20.00Við skráningu skal skrá fullt nafn ásamt kennitölu.

8 ára og yngri Langstökk Langstökk án atrennu35 hlaup.

9 til 10 áraLangstökkLangstökk án atrennu35m hlaupHástökk

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Taktu þátt í íbúakönnun á vegum sveitarfélaganna um umhverfisvottun Snæfellsness og hafðu áhrif á stefnu sveitarfélaganna í umhverfis- og samfélagsmálum. Um er að ræða netlæga könnun sem tekur aðeins örfáar mínútur. Hana er að finna á slóðinni https://www.surveymonkey.com/s/umhverfisvottun en tengil á könnunina er einnig að finna á heimasíðu verkefnisins www.nesvottun.is! Könnunin er opin til 10. mars. Fyrir hönd Framkvæmdaráðs Snæfellsness hvet ég sem flesta íbúa til þess að slá til og taka þátt!

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Íbúar Snæfellsness, álits ykkar er óskað!

Þröstur Ingi Auðunsson er hólmari vikunar við tókum stutt viðtal við hann um hvernig það er að vera sjómaðurHvenær byrjaðir þú á sjó?Árið 1989 á Þórsnesi2 á síld. Er þetta draumastarfið þitt?Já, það er gaman að vera innan um fólkið og skemmtilegast er að vera á grásleppu.Hve lengi ertu í burtu?Mest hef ég verið í 2 mánuði en venjulega eru þetta 20 dagar.Hvaða bát ertu á núna?Tjaldi sem er línubátur frá RifiEr ekki erfitt að vera frá fjölskyldunni þinni svona lengi?Það venst með tímanum

Camilla og Klara 9.bekk

Hólmari vikunnar

Nafn: Emilía Ósk Guðmundsdóttir Starf: Nemandi í 7. bekkSvar: One Direction (útlensk hljómsveit).

Nafn: Brynja ReynisdóttirStarf: HjúkrunarfræðingurSvar: Að hafa gaman af lífinu.

Nafn: Gunnar GunnarssonStarf: MyndmenntakennariSvar: Myndlist.

Nafn: Águstína GuðmundsdóttirStarf: Kennari Svar: Golf.

8.bekkur GSS

Spurning vikunnar: Hvert er áhugamálið þitt

?Tónlistarskóli Stykkishólms hélt „Dag tónlistarskólanna“ hátíðlegan s.l. laugardag. Á tónleikum í kirkjunni voru 20 tónlistaratriði þar sem nemendur úr öllum deildum skólan létu ljós sitt skína. Nemendur voru á öllum aldri og á öllum námsstigum og sem fyrr mátti sjá og heyra margar framtíðar stjörnur.Kirkjan var troðfull af fólki og allir skemmtu sér vel. Eftir tónleika sá foreldrafélag lúðrasveitarinnar um kaffihlaðborð gegn vægu verði og gerði það daginn enn hátíðlegri.Á meðan tónleikagestir gæddu sér á veitingum foreldrafélagsins voru talin atkvæðin sem tónleikagestir greiddu í lok tónleikanna til að segja sína skoðun á hverjir ættu að fara fyrir hönd skólans á Nótuna 2013 til Ísafjarðar. Sigurvegari, með um 80 atkvæði var Hrefna Rós Lárusdóttir sem lék á básúnu stefið úr Bleika Pardusnum ásamt László Petö, sem lék á með píanó. Þeir sem komu næst Hrefnu að atkvæðum - og fengu meira en 25 atkvæði hver, eru (í stafrófsröð):

- Gítartríó (Aron, Gauti og Jón Glúmur)- Hafsteinn Helgi (trompet, túba, rafbassi)- Ísól Lilja (píanó)- Jóel Bjarki (trommur)- Rocky Monkeys (hljómsveit)- Theodóra og Sigurður (þverflauta og saxofónn)

Úr þessum hópi verða svo valdir nemendur til að fylgja Hrefnu Rós til Ísafjarðar 16. mars, en það verður ekki endanlega ljóst fyrr en líður á vikuna.Er öllum sem þarna komu saman færðar innilegar þakkir fyrir góðan og eftirminnilegan dag.

Skólastjóri

Dagur tónlistarskólanna 2013

Par með tvö börn óskar eftir að leigja 3-4 herb íbúð í Stykkishólmi frá apríl/maí. Skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband við Þorvald í síma 896-1658 eða Kristínu Lilju í síma 898-9233

Smáauglýsingar

Frá tónfundi í tónlistarskólanum í síðustu viku.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Nýsköpun í 80 ár1933-2013

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stofnun fyrirtækisins má rekja til 18. febrúar 1933, er Sigurður Ágústsson (1897-1976) kaupir eignir Tang og Riis á uppboði í Stykkishólmi, síðustu leifar danskrar selstöðuverslunar á Íslandi. Verslunarsvæðið var víðfemt, bændaverslun mikil og samhliða rekið sláturhús og verkaður þurr- og saltfiskur sem fluttur var út ásamt kjöti, gærum, skinnum og æðardún. Útibú og sláturhús voru starfrækt í Dölum og víða um Snæfellsnes. Verslunin var seld í árslok 1966.

1933 1939

Eignir Tang og

Riis keyptar.

Refahús

byggt.

Frystihús byggt í

Stykkishólmi.

19411940

Bretar hernema

Ísland.

1944

Lýðveldi stofnað

á Íslandi.

1947-1959

Haftastefna og

vöruskömmtun.

Stykkishólmur um 1930 Síld háfuð í Olivette

Loðdýrarækt uppúr 1930

Síldarsöltun um 1955

Hinni í kjörbúðinni Frystihúsið í byggingu

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólmi, 10. mars 1933.Kæri hr. Riis,

Síðan jeg skrifaði yður síðast þ. 8 jan. hefi jeg meðtekið vinsamlegt brjef yðar dags. 14. jan. og hefi jeg athugað innihald þess.Uppboðin fóru fram í Stykkishólmi 18. febrúar og seldust fasteignirnar fyrir 27 þús. kr. eða rúmar 30 þús. kr. með kostnaði [...] Hans og Grettir hefi jeg líka keypt og fór Hans á 570 kr. plús kostn. og Grettir á 1060 kr. plús kostn. Jeg sje fram á það að það verður allerfitt fyrir mig að komast fram úr þessu, sjerstaklega þegar greiðsluskilmálar á þessu öllu eru ákaflega erfiðir en hinsvegar mjög miklum vandkvæðum bundið að fá lán, eins og tímarnir eru núna. [...] Svanur hefir fengið frá byrjun febrúar og til þessa tíma 310 skp. og Sæbjörn, sem rær frá Flateyri er búinn að leggja á land 280 skp. En ekki er gott að vita hvernig fer með fiskverðið, ef fiskaflinn heldur áfram að vera svona mikill. Annars hefir fiskverðið farið stöðugt hækkandi og Spánarfiskur, sem sendur hefir verið eftir áramót hefir verið seldur fyrir 90 kr. pr. skp. [...] Jeg hefir hugsað mjer að snúa mjer til Dines Petersen & Co. með vörupöntun, sem jeg þarf að fá upp með “ Brúarfoss” í apríl, því satt að segja er mjer ógeðfelt að þurfa að kaupa vörur í gegnum heildsala í Reykjavík, enda ávalt ýmis aukakostnaður við að taka vörur frá þeim. [...] Ekki er neitt ákveðið um byggingu sjúkrahússins, því enn er ekki búið að útvega þá peninga sem með þarf, eftir því sem biskup segir. Það eru vandræði, að ekki skuli vera hægt að byrja byggingu þess, því það mundi skaffa mörgum mönnum atvinnu. Það einkennilega er, að fjöldi manna ganga atvinnulausir víðsvegar á landinu, enda þótt sje landburður af fiski í öllum verstöðum. [...]

Kona mín og jeg óskum yður til hamingju með litlu dótturdótturina, og vonum að hún verði ykkur til ánægju.Með kærri kveðju til yðar og fjölskyldu frá konu minni og mjer. Bið yður einnig að skila kveðju okkar til Tang.

Yðar einlægur.

Skjala og bréfasafn Sigurðar Ágústssonar er mikið að vöxtum og ber gott vitni um hirðusemi hans og nákvæmni.

Úr bréfi Sigurðar til Árna Riis:

Stykkishólmi, 26. september 1945

Kæri Riis,

Það er ánægjuefni okkur öllum að vera komin í samband við Danmörku og Norðurlöndin, eftir 6 ára einangrun og erfiðleika

á mörgum sviðum. [...] hefir það verið okkur áhyggjuefni að frjetta ekkert frá vinum okkar í Danmörku öll þessi ár. [...] Hjer í

Stykkishólmi hefir allt gengið ákaflega rólega. Við höfum ekki haft hjer neitt setulið, því það þótti óþarft, þar sem við liggjum

svo langt inn í Breiðafirði. [...] Þessi stríðsár hefi jeg haft töluvert mikla drift, en það hefur gengið á ýmsu um ágóða og tap, eins

og gengur. Jeg hefi gert út flest árin 5 og 6 skip á stærðinni 15 - 40 tonn. [...] Þá byggði jeg sumarið 1941 hraðfrystihús, sem

kostaði mig rúmar 350 þús. kr. Rekstur þess hefir gengið ágætlega, enda flaka ég nú allan fisk af bátum mínum yfir vertíðina,

frysti allt kjöt mitt, sumt af því hraðfrysti jeg – og þá er dilkakjötið jafngott eftir ársgeymslu í frystihúsinu. Hraðfrystihúsið er

það besta fyrirtæki, sem jeg hefi stofnað til enn sem komið er. [...] Jeg hefi fest kaup á 1 fiskibát, sem smíðaður verður í Svíþjóð.

Er hann 80 smál. á stærð og á að vera tilbúinn 1. maí 1946. Verð ca. kr. 500.000.00 svo fiskverð verður að vera gott, ef hann á

að geta staðið undir kaupverðinu. [...] Við höfum byggt hjer sérstaka bátabryggju, þannig að öll fiskiskip geta lagst upp að henni

með afla sinn. [...] Þá höfum við fengið hjer mjög fullkomna dráttarbraut “slip”, sem getur tekið upp 200 tonna fiskiskip. [...] Jeg

er búinn að láta smíða upp bæði “Olivette” , Grettir, Ægir og Svan. Hefir þetta kostað stórfje. [...] Í ár er Stykkishólmshreppur

að byggja nýja rafstöð, sem mun kosta hreppinn 500 þús. kr. og leikfimishús fyrir 250 þús. kr., svo þjer sjáið að ýmislegt er á

prjónunum í okkar litla bæ. Eitt er það enn, sem á að koma til framkvæmda í vor og það er vatnsveita fyrir bæinn. [...] Hesta

og kýrhúðir á jeg liggjandi hjer heima 3/400 stk., en verð það, sem þjer símið er allt of lágt. [...] Dúnverðið í Danmörku virðist

einnig vera langt of lágt. [...] Ástandið er nú þannig í dag, að við liggjum með allan okkar dún óseldan ca. 250 kg.. Ekki veit

jeg enn hvað jeg get gert við hann. Þá hefi jeg liggjandi rúm 100 silfurrefaskinn og kem til að hafa tilbúin í desember ca. 200

skinn til viðbótar. Þetta eru ágæt silfurrefskinn, einnig nokkur platinuskinn, sem eru framleidd á mínu eigin silfurrefabúi,

sem er álitið eitt besta silfurrefabú hjer á landi. [...] Jeg geri ráð fyrir að jeg komi til að hafa ca. 3000/3500 garnir í haust. [...]

.Er nokkur leið að selja hvit selskinn í Danmörku? [...] því þessi haustkópaskinn hafa mest verið notuð á heimamarkaðnum

á stríðsárunum, eins og æðardúnninn. [...] Hvað gerir þjer ráð fyrir að hægt væri að fá fyrir minkaskinn í Danmörku? [...] Er

nokkur leið að fá keyptar vörur í Danmörku? [...]

Væri hægt að fá keypt haglabyssur, riffilskot 22 short, eldfastan leir og silfurborðbúnað? [...] Mundi vera hægt að kaupa þar

dragnætur og dragnótartog (til Snurrevaad)

Úr bréfi Sigurðar til Árna Riis:

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Mb Ágúst Þórar-

insson keyptur

nýr frá Svíþjóð.

Fiskimjöls-

verksmiðja

byggð.

Mb Arnfinnur

og Svanur

keyptir

uppgerðir frá

Danmörku.

1946 1948 19551951

Bandaríski herinn

kemur til Íslands.

Sigurður Ágústsson Haldið upp á endurbyggingu frystihússins 1965

Stensa, Lovísa og Jóhanna í sláturhúsinuÍ kaffistofunni

Sigurður hafði um sína daga mörg járn í eldinum starfrækti m.a. í áratugi stærsta refabú landsins, rak netagerð, brauðgerðarhús og bifreiðastöð í samvinnu við aðra.

Saltfiskvinnsla Agustson hefur verið starfrækt í 70 ár og mest urðu þau umsvif í Rifi á árunum 1970-1990. Hraðfrystihúsið reisir Sigurður 1941 og var unninn þar bolfiskur í hálfa öld, samhliða var síldarsöltun, salt og skreiðarverkun. Fiskimjölsverksmiðja var reist 1948, en þar var Sigurður stærsti eigandi.

Page 9: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

...Mundi vera hægt að kaupa þar dragnætur og dragnótartog ( til Snurrevaad)

Frá upphafi hefur verið samfelld útgerð fiskiskipa, ásamt eignaraðild í öðrum útgerðum, sem sáu vinnslunni fyrir hráefni, í bolfiski, skel og rækju. Í nokkur ár gerði fyrirtækið út rækjuvinnsluskip.

Búðinni breytt

í kjörbúð.

Verslunarrekstur

aflagður.

Saltfiskverkun

í Rifi hefst.

Veiðar og vinnsla á

hörpudiski hafin.

1960 1967 19691966 1970 1970

Sjónvarpið hefur

útsendingar.

Fyrsti skuttogar-

inn í fiskiskipa-

flota Íslendinga.

Jón Bryn., Siggi Skúla, Óli Gúmm og Víkingur

Hjörtur kokkur og skipsfélagar

Arnfinnur SH3

Á Plássinu 1968Hinni, Benni og Laugi

Page 10: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Ágúst (1934-1993), sonur Sigurðar, kemur að fyrirtækinu 1958, en árið 1969 eru að hans frumkvæði hafnar veiðar og vinnsla hörpudisks við Breiðafjörð, brautryðjandastarf sem hefur skapað mikil verðmæti víða og var í rúma 3 áratugi burðarásinn í rekstri Agustson ehf. Vegna sýkingar hrundi hörpudisksstofninn árið 2003 og hafa veiðar og vinnsla legið niðri síðan. Agustson rak um tíma eigið sölufyrirtæki, Royal Iceland, í Bandaríkjunum.

Royal Iceland

stofnað í USA.

Rækjuvinnsla hefst.

199319831975 19841979

Landhelgin

færð í

200 mílur.

Ágúst Sigurðsson

Sigurður Ólafsson

Úr rækjuvinnslu

Rækjan pilluð

Fullkomnasta

frystihús í

heimi tekur

til starfa í

Ísbirninum í

Örfirisey.

1981

Nýkróna

tekur gildi.

Kvóti á fiskveiðar

tekur gildi.

Löndun hörpudisks

Page 11: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Árið 1986 var kavíarvinnslan Björg stofnuð í Stykkishólmi með þátttöku fyrirtækisins, 1998 eignaðist Agustson reksturinn að fullu.

Fullkomin rækjuvinnsla var tekin í notkun 1993 og samhliða henni var reist pökkunarverksmiðja með áherslu á neytendapakkningar.

Togarinn Kristinn

Friðriksson keyptur.

Frystitogarinn

Hamrasvanur

keyptur.

Kavíarvinnslan

Nora sameinuð

Sig. Ágústssyni.

Maran Seafood í

Danmörku keypt.

1994 1996 19981992 1994 20021999

Samningur

um evrópska

efnahagssvæðið

undirritaður.

Síld af norsk-

íslenska stof-

ninum veiðist í

fyrsta sinn í 26

ár innan íslen-

skrar lögsögu.

Kvótadómurinn

fellur í Hæstarétti.

1998

Evran tekin í notkun.

mb Hamrasvanur SH201

Gullhólmi SH201Hallur í stjórnstöð rækjuvinnslu

Kristinn Friðriksson

Page 12: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Árið 2002 kaupir Agustson rekstur Maran Seafood a/s í Hirtshals, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kældum skelfiskafurðum. Árið 2005 eignast Agustson, Hevico a/s í Vejle, en það fyrirtæki var eitt af umfangsmestu framleiðendum á reyktum silungi í heiminum. Kavíarvinnslan var flutt frá Stykkishólmi til Vejle, árið 2006. Þessi þrjú framleiðslufyrirtæki eru nú rekin undir merkjum Agustson a/s í Danmörku.

Árið 2012 var í Stykkishólmi komið upp öflugum tækjabúnaði til frystingar og vinnslu grásleppu og uppsjávarfisks, þ.m.t síld, en þá var rúm hálf öld liðin síðan fyrtækið kom að verkun síldar.

Línuskipið Gull-

hólmi keypt.

Bann sett við veiðar

hörpudisk.

2003 2004 2005 2006 2006 2008 2011 2012

Sigurður Ágústsson jr.

Reyktur silungur í Vejle

Verksmiðja Agustson A/S í Vejle

Anna og Helga í salfisk upp á Reit

Hevico í Danmörku

keypt og nafni

fyrirtækisins breytt í

Agustson.

Kavíarvinnsla flytur

til Danmerkur.

Saltfiskvinnsla

hefst á Reit.

Agustson

vinnur Prix Elite

verðlaunin í

Brussel.

Vinnsla á síld

hefst að nýju.

Bankahrun á Íslandi.

Agustson ehf | Aðalgata 1 | 340 Stykkishólmur | ÍslandAgustson a/s | Søren Nordbysvej 24 | 9850 Hirtshals | Danmörk

Útg

efan

di: A

gust

son

ehf

Ljó

smyn

dir ú

r ein

kasa

fni.

Hön

nun:

Ano

k m

argm

iðlu

n eh

f P

rent

un: S

tein

pren

t ehf

Fyrirtækið hefur frá fyrsta degi verið í eigu Sigurðar Ágústssonar og fjölskyldu hans og er því elsta einkafyrirtæki í vinnslu sjávarfangs á Íslandi í dag.

Rakel Olsen

Page 13: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.

Staða veiðieftirlitsmanns á starfsstöð Fiskistofu í Stykkishólmi

Fiskistofa óskar að ráða veiðieftirlitsmann á starfsstöð sína í Stykkishólmi.

Starfið felst í eftirliti til sjós og lands. Eftirlit á sjó felst m.a. í lengdarmælingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirliti með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. Eftirlitsstörf í landi fela m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu og skilum afladagbóka. Starfið felur einnig í sér skrifstofustörf s.s. skýrsluvinnu þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur haldgóða reynslu af störfum í sjávarútvegi. Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sjálfstæðir, faglegir og nákvæmir í vinnubrögðum, séu ákveðnir en sanngjarnir og háttvísir og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Skipstjórnarréttindi eru æskileg.

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sævar Guðmundsson, deildarstjóri veiðieftirlits í síma 4782010 og Þórhallur Ottesen deildarstjóri veiðieftirlits í síma 5697932.

Umsóknir er hafa að geyma haldgóðar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið [email protected] eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar „Veiðieftirlitsmaður Stykkishólmi“.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013.

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur hvattar til að sækja um jafnt sem karlar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglu nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Fjölbreytt dagskrá á Hótel EgilsenOpið alla daga og á kvöldin til kl. 23Bjóðum upp á kaffi, makkarónur, bláberjadásemd og okkar alkunnu vöfflur með rjóma. Bækur sem fjallað er um liggja frammi gestum til skoðunar.

Föstudagskvöld: Sagnagerð - skapandi og skemmtileg kl. 22Laugadagur: Júlíönusúpa í hádeginu.Sunnudagur: Þorskhausaveisla í hádeginu.

Nauðsynlegt að panta borð í síma 5547700 !

Júlíana - hátíð sögu og bóka

í Stykkishólmi 28. febrúar – 3. mars 2013

Page 14: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Á fundi Menningarráðs Vesturlands í janúar s.l. var farið yfir umsóknir um styrki á vegum ráðsins. Alls bárust 121 umsóknir um styrki til viðburðahalds og nam upphæð umsókna 80.900.000 kr. Samtals verður úthlutað kr. 24.930.000 að þessu sinni og fer úthlutun fram á morgun 1. mars í Stykkishólmi. Umsóknir um viðburði skiptust þannig:

31 umsóknir til tónlistarverkefna,20 umsóknir til Menningartengdrar ferðaþjónustu.20 umsóknir til annarra fjölbreyttra verkefna15 umsóknir til leiklistarverkefna12 umsóknir til myndlistar, hönnunar og ljósmyndaverkefna 12 umsóknir til fræðslu og námskeiða9 umsóknir til menningararfs og safnamála2 umsóknir til kvikmyndagerðar

am

Samfestingurinn 2013 fer fram í Laugardalshöll 1. og 2. mars. Á tónleikunum á föstudagskvöldinu frá 18-23 koma fram Páll Óskar, Jón Jónson, Úlfur úlfur og Heiðar Austmann. Þá koma fram fjórar efnilegar unglingahljómsveitir. Aron og Co úr félagsmiðstöðinni Eden úr Grundarfirði, Operation Anti Stupid (OAS) frá Stykkishólmi og Ólafsvík, Sarangi úr félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og White Signal úr félagsmiðstöðinni Bústöðum í Reykjavík.Hljómsveitin OAS hélt generalprufu fyrir áhugasama í sal Tónlistarskóla Stykkishólms s.l. sunndag þar sem þau prufukeyrðu dagskrána sína sem innihelt einungis frumsamið efni. Hópurinn hefur verið að æfa undir leiðsögn Hafþórs Smára Guðmundssonar í hljómsveitasmiðju sem starfrækt hefur verið í vetur í Tónlistarskólanum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru rokkuð og fluttu allt sitt efni á ensku.Hljómsveitina skipa: Kristrós Erla Baldursdóttir, hljómborð, Jón Glúmur Hólmgeirsson, Eyþór Arnar Alfreðsson og Hlöðver Smári Oddson á gítara auk þess sem Hlöðver syngur einnig, Friðrik Örn Sigþórsson á bassa og Hinrik Þór Þórisson á trommur. am

Samfestingurinn 2013 - SAMFÉS

Menningarráð Vesturlands

Nú er heldur betur farið að styttast í annan endann á deildarkeppninni í úrvalsdeild karla. Í síðustu umferð tapaði topplið Grindavíkur fyrir Stjörnunni og Snæfell hafði því möguleika á að komast í toppsætið með því að sigra sinn leik í þeirri umferð. Mótherji Snæfells þar var Tindastóll sem oft hefur reynst Snæfelli erfiður mótherji ekki síst þegar liðin hafa mæst á Sauðárkróki eins og var í þessu tilfelli s.l. mánudag. Það fór svo að Tindastóll hafði sigur eftir spennandi lokamínútur 81-79 þar sem nánast engu munaði að besti maður vallarins, Jay Threatt, næði að jafna með síðasta skoti leiksins á lokasekúndunni. Það tókst ekki og því er Snæfell enn tveimur stigum á eftir Grindavík og þar sem Þórsarar unnu sinn leik í umferðinni þá komust þeir upp að hlið Snæfells með 26 stig en ýta Snæfelli niður í 3.sætið því þeir unnu fyrri viðureign liðanna sem var hér heima. Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir í deildinni og ekki hægt að segja annað en Grindavík eigi léttasta prógrammið, ef hægt er að tala um það, í svo jafnri deild. Snæfell á eftir tvo leiki hér heima gegn Keflavík og Njarðvík og tvo á útivelli gegn Skallagrími og Þór. Fyrsti leikurinn er hér í kvöld gegn Keflavík sem er í fjórða sætinu, fjórum stigum á eftir Snæfelli. Þeir eiga þó enn tölfræðilegan möguleika á deildarmeistaratitlinum og mæta því án efa grimmir til leiks í kvöld og óvænt tap þeirra gegn Skallagrími í síðustu umferð kemur eflaust líka til að efla í þeim baráttumóðinn. Sama má segja um Snæfellspilta, þeir hafa eflaust nagað handarbökin á heimleiðinni af Króknum en hafa svo vonandi notað það tap til að gíra sig upp í rétta baráttustemmingu fyrir leikinn í kvöld sem og þá leiki sem eftir eru. Það brá fyrir mjög flottum köflum hjá Snæfellsliðinu á Króknum þar sem boltinn var látinn vinna verkið, en sem fyrr þá létu Snæfellspiltar of auðveldlega pressa sig í knattrakið og þá tapast þessi sterki

Spennan magnast enn í körfunniliðsstyrkur sem liðið hefur þegar það nær flæði á boltann og góðum skotum í kjölfarið. Það eykur líka hættu á töpuðum boltum og þeir voru of margir í þessum leik eða 21 sem er vel umfram meðaltalið hjá Snæfelli í vetur. En það er til mikils að vinna að ná deildarmeistaratitlinum og þar með heimaleikjarétti í gegnum úrslitakeppninni. Það er því mikilvægt að fókusa á hvern leik fyrir sig sem eftir er og að leikmenn Snæfells nái fram sínu besta framlagi í þeim leikjum sem eftir eru. Leggja áherslu á sinn eiginn leik og að halda haus sama hver andstæðingurinn er eða hverju hann tekur upp á til að trufla einbeitingu Snæfellspilta. Takist Snæfelli að halda haus og leikmenn að skila sínu besta framlagi þá hefur Snæfell mannskapinn til þess að fara alla leið. Stelpurnar eru einnig komnar á lokasprettinn, eiga þegar þetta er skrifað á þriðjudegi eftir sex leiki. Sá fyrsti þeirra var í gær gegn Fjölni hér heima en svo eru það tveir heimaleikir, gegn Grindavík og Njarðvík og þrír útileikir gegn Haukum, Keflavík og KR. Það er því erfitt prógram eftir hjá Snæfelli en stelpurnar sitja nokkuð tryggt í 2.sætinu, þar sem fjögur stig eru í toppinn og einnig niður í 3 sætið. Öll liðin eiga eftir erfiða leiki þannig að möguleikinn er ágætur fyrir Snæfell að ná deildarmeistaratitlinum en að sama skapi má liðið ekki heldur misstíga sig á lokasprettinum ætli það halda bilinu í liðin fyrir neðan. Líkt og hjá strákunum eru liðin mjög jöfn hjá stelpunum og því spurningin á lokasprettinum hvaða lið ná að halda haus og stöðugleika en það hefur eilítið vantað á það hjá Snæfelli í undanförnum leikjum. Stelpurnar sýndu það í leiknum gegn Val að þær hafa liðsseiglu sem getur fleytt liðinu langt nú þegar spennan fer að aukast. En ætli þær að halda áfram að taka svo mörg þriggja stiga skot í leikjum eins og hingað til þá þurfa þær að laga nýtinguna, spurning um að draga fram skotvélina góðu.En semsagt góðir möguleikar hjá báðum liðum Snæfells nái leikmenn og stuðningshópurinn að stilla sína strengi að stýra orkunni í réttar áttir, frá tuði og pirring í baráttu og öflugan stuðning. Það er áhyggjuefni fyrir Snæfellsliðin að stuðningshópurinn hefur verið í máttlausara lagi og alltof stór hluti hans verið meira í því að veita frí dómarnámskeið í stúkunni en að hvetja Snæfellsliðið í baráttunni. Það eru ágætis fyrirmæli frá félaginu, á veggnum gegnt áhorfendastúkunni, til stuðningshópsins, hvernig áhorfendur geta hvatt sitt lið svo sómi er að. Fylgjum þeim og þá verður leikirnir að þeirri fjölskylduskemmtun sem þeir eiga að vera. Koma svo! ÁFRAM SNÆFELL !! srb

Page 15: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Okkur í 8.bekk lék forvitni á að vita hvað gert er í kirkjuskólanum.Kirkjuskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-9 ára. Kirkjuskólinn er á hverjum sunnudegi kl 11.Samkvæmt Unni Hildi Valdimarsdóttur (barnastarf kirkjuskólans, formaður sóknarnefndar og er í kirkjukórnum) er trúin á Jesú krist boðuð og svo eru sagðar margar dæmisögur með brúðum eða myndum. Það er líka mikið sungið, yfirleitt svona 2-3 söngsyrpur af fjölmörgum kristilegum lögum. Og svo er alltaf spennandi að kíkja í fjársjóðskirkjuna en þar finnst alltaf eitthvað skemmtilegt. Öllum börnum eru velkomið að mæta. 8.bekkur GSS

Kirkjuskólinn

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

bæklinga, margmiðlunarefnis og

vörumerkja í 13 ár!

• Hjá okkur færðu prentað

ýmislegt á okkar prentvélar eða

við leitum hagstæðustu tilboða í

stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3

• Bindum inn í gorma, harðspjöld

eða heftum í ýmsar stærðir.

• Ljósritun & skönnun

Við viljum þakka Stykkishólms-Póstinum og lesendum fyrir þann tíma sem við settum inn efni í blaðið og á Facebook. Við höfðum gaman af því að skrifa í Póstinn og þetta var mjög lærdómsríkt. Þetta er síðasta vikan okkar sem „blaðamenn“ nú tekur 7.bekkur við af okkur. TAKK FYRIR SAMSTARFIÐ OG TAKK FYRIR AÐ LESA!!! :) 8.bekkur GSS

Þakkir

Felix, félagakerfi íþróttafélaga

HSH og ÍSÍ halda námskeið í meðferð Felix, félagakerfi íþróttafélaga 7.mars n.k.

Námskeiðið verður haldi í Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði og hefst kl. 18.00 og er ca. 2 ½ klst. Aðildarfélög HSH eru hvött til að senda 2 til 3 aðila frá hverju félagi á námskeiðiðHafa þarf meðferðis eigin tölvu, ásamt gögnum um viðkomandi íþróttafélag. Félagatal, iðkendatal og ársreikninga. Boðið er upp á veitingar á meðan námskeiði stendur.

Skráning hjá Garðari á skrifstofu HSH í síma 6621709eða [email protected]

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11 á sunnudagsmorgnum.

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna?

Biblíulesthópur kemur saman í Stykkishólmskirkjufimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00

Smásagnasamkeppni

Við í 8. bekk ákváðum að efna til smásagnasamkeppni.

Sagan má vera um hvað sem er en „epli“ verður að koma fram a.m.k einu sinni í

sögunni. Sagan á að vera 1-1/2 bls. tölvusett.

Skila þarf sögunum á Skúlagötu 6 fyrir 15. mars.

Vegleg verðlaun í boði. :)

8. bekkur GSS

Fylgstu með! Við erum hér!

Page 16: Stykkishólms-Pósturinn 29.02.2013

Stykkishólms-Pósturinn, 8. tbl. 20. árgangur 28. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Júlíana - hátíð sögu og bóka

í Stykkishólmi 28. febrúar – 3. mars 2013

DAGSKRÁFimmtudagur 28. febrúar

Kl. 21:00 Opnun í VATNASAFNINU. Setning hátíðar, frásögn af Ólínu og Herdísi Andrésdætrum. ,,Það hefir gefið oftast á og yfir gengið stundum“: Berglind Axelsdóttir fjallar um ljóðmæli þeirra systra. Ljóðalestur grunnskólanema, ljóðasöngur: Heimir Laxdal. Heiðursviðurkenning.

Föstudagur 1. marsKl. 14:00 AMTSBÓKASAFNIÐ. Opun á sögusýningu hjá grunnskólabörnum í Stykkishólmi. Myndskreyttar sögur um konur í lífi þeirra. (Bókasafnið opið til kl: 18:00). .

Kl. 17:30 Bókverzlun Breiðafjarðar. KONA ÞRIGGJA EYJA. Sara Hlín Sigurðardóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir lesa úr bók Ingu Dóru Björnsdóttur ,,Kona þriggja eyja“ sem hún ritaði um Ástu Guðmundsdóttur Wright læknisdóttur úr Stykkishólmi.

SÖGUSTUNDIR - allir velkomnir Kl. 20:00 Kúldshús (Silfurgata 4). Rakel Olsen segir frá Þuríði Kúld fyrstu húsfreyju í Kúldshúsi.Kl. 20:45 Bókhlöðustígur 1. Nokkir Hólmarar segja frá „konunni“ sem markað hefur spor í líf þeirra. Kl. 22:00 Hótel Egilsen. Sögugerð – skapandi og skemmtileg.

Laugardagur 2. marsKl. 11:30 Hótel Egilsen. JÚLÍÖNUSÚPA. Vilborg Davíðsdóttir kemur og hittir leshópinn sem hist hefur í vetur og lesið bók hennar ,,Auður“.

Kl. 13:00 Gamla kirkjan. AUÐUR DJÚPÚÐGA og aðdragandi ÍslandssögunnarVilborg Davíðsdóttir rithöfundur segir frá bakgrunni bóka sinna ,,Auður” og ,,Vígroði”.

Kl. 14:30 Gamla kirkjan. ÞÁ HJARTA Í LEYNI GRÉT. Helga Kress fjallar um um ævi og verk Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum (1838-1917), fyrstu íslensku skáldkonunnar sem gefur út ljóðabók og fær leikrit eftir sig sett á svið. Að því loknu verður rölt í Norska- húsið.

Kl. 15:30 Sjávarpakkhúsið. AMMA MEÐ BILUÐU AUGUN. Marta Björnsdóttir les úr barnabók sinni ,,Amma með biluðu augun“.

Kl. 21:00 Gamla kirkjan. KONAN SEM ELSKAÐI EYJAR.Guðrún Ásmundsdóttir leikkona fjallar um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún starfaði m.a. með námi sem heimiliskennari á kaupmannsheimili í Flatey á Breiðafirði.

Kl. 21:30 Sjávarpakkhúsið. LJÓÐALESTUR, Bragi Páll Sigurðsson.

Sunnudagur 3. marsKl. 12:30 Hótel Egilsen. ÞORSKHAUSAVEISLA. Hvað heita beinin í þorskhausnum? Vinsamlega pantið borð á Hótel Egilsen.

Miðstöð hátíðarinnar verður á Hótel Egilsen og allir velkomnir að líta við í spjall og sögur. Frítt á alla viðburði og spennandi matseðill á veitingahúsunum.

Fylgist með á Facebook: Júlíana – hátíð sögu og bóka.