10
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 14. tbl. 20. árg. 18. apríl 2013 Umhverfislegur ávinningur af almenningssamgöngum á Vesturlandi Hrafnhildur Tryggvadóttir hjá UMÍS-Umhverfisráðgjöf Íslands hefur birt rannsókn á því hvort umhverfislegur ávinningur sé af almenningssamgöngum á Vesturlandi. Rannsóknin byggir á könnun sem gerð var sumarið 2012 sem 369 íbúar á Vesturlandi svöruðu. Á Vesturlandi búa 15.368 íbúar. Helstu niðurstöður eru þær að 45% telja almenningssamgöngur skipta mjög miklu eða miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu á Vesturlandi. Til að umhverfislegur ávinningur skapist af umferð strætó um Vesturland þarf umferð einkabíla að dragast saman og bílstjórar þeirra þurfa að kjósa að ferðast með strætó í staðinn. Algengasti ferðamátinn er einkabíllinn en athygli vekur að langhæsta hlutfall hjólandi eða gangandi innan sveitarfélags er í Stykkishólmi. Afar fáir notfæra sér þær almenningssamgöngur sem í boði eru en þó er Akranes undantekning frá þessu enda hafa strætóferðir verið í boði þaðan frá 2008. Þeir þættir sem skipta helst máli til að strætó verði ákjósanlegur valkostur að mati íbúa Vesturlands lúta einkum að fjárhagslegum þáttum og skipulagi ferða. Tímatafla, eldneytisverð og tengingar milli leiða virðast skipta mestu máli sem og eigin fjárhagslegur ávinningur og staðsetning stoppistöðva. am Í nýjasta tölublaði Stykkishólmspóstsins skrifar velferðarráðherra um framtíðaruppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi. Hann greinir frá áformum um endurbætur á spítalanum okkar og segir frá stórfelldum framkvæmdaáformum sem ber að þakka. Hann segir að „Samtals er gert ráð fyrir 500 m.kr. framlagi til framkvæmdanna í ár og á því næsta“. En hann gerir um leið mjög lítið úr öldrunarþjónustunni í Stykkishólmi þegar hann segir; „Öldrunarþjónusta hefur einnig verið veitt af bæjarfélaginu um áraraðir á Dvalarheimili aldraðra við heldur snautlegan húsakost“. Ekki veit ég hvers vegna ráðherrann notar tækifærið til þess að gera lítið úr þeirri þjónustu sem veitt hefur verið á Dvalarheimilinu. Auðvitað er gamli hluti Dvalarheimilisins barn síns tíma en þar hefur öldruðum verið veitt frábær þjónusta af því góða fólki sem þar hefur starfað auk þess sem nýlegar íbúðir fyrir aldraða eru þar. Íbúar þeirra njóta góðrar aðhlynningar frá Dvalarheimilinu sem er ómetanlegt. En það var fleira sem vakti upp spurningar í mínum huga þegar ég las grein ráðherrans. Í fjárlögum fyrir árið 2013 er ekki að finna þau fjárframlög sem ráðherrann nefnir. Í lögum um skipan opinberra framkvæmda kemur m.a. fram. „Þegar um er að ræða sameiginlega framkvæmd ríkis og annars aðila er eigi heimilt að hefja opinbera framkvæmd fyrr en fé hefur verið veitt til hennar í fjárlögum og undirritaður hefur verið samningur viðkomandi ráðuneytis og aðilans með áritun fjármálaráðuneytisins er tryggi að fjármagn verði handbært á framkvæmdatímanum í samræmi við greiðsluáætlun skv. 7. gr. Eigi sveitarfélag hlut að máli og sé í greiðsluáætlun gert ráð fyrir framlögum úr sveitarsjóði nægir um það atriði skrifleg yfirlýsing sveitarstjórnar um að á framkvæmdatímanum verði Opið bréf til velferðarráðherra Guðbjarts Hannessonar og forseta bæjarstjórnar Stykkishólms fjárhæðir teknar á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samræmi við greiðsluáætlun skv. 7. gr.“ Því langar mig til þess að fá svör við eftirfarandi spurningum frá ráðherranum og gott væri að forseti bæjarstjórnar veitti lesendum Stykkishólmspóstsins einnig svör. 1. Liggur fyrir staðfesting fjármálaráðherra vegna þessara framkvæmda sem eiga að kosta 1.1milljarð króna? 2. Liggur fyrir skipting kostnaðar við framkvæmdir og rekstur milli bæjarins og ríkisins? 3. Hefur verið gerður samningur milli fjármálaráðherra og velferðarráherra annars vegar og bæjaryfirvalda hinsvegar? 4. Hefur Alþingi samþykkt fjárveitingu til þessa stóra verkefnis eins og lög gera ráð fyrir áður en framkvæmdir geta hafist (ekki er að finna fjárveitingu í fjárlögum ársins 2013)? 5. Hefur stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra samþykkt framlag til þessa verkefnis? 6. Er gert ráð fyrir framlögum úr sveitasjóði og ef svo er liggur fyrir skrifleg yfirlýsing sveitarfélagsins? 7. Hvert verður hlutverk „snautlegs“ húsnæðis Dvalarheimilisins og hvernig verður staðið undir fjárskuldbindingum þess eftir flutning hjúkrunar- og dvalarrýma? 8. Hvernig verður þjónustan við íbúa í íbúðunum við Dvalarheimilið tryggð þegar hjúkrunar og dvalarrými hafa verið flutt á sjúkrahúsið? 9. Hvar er gert ráð fyrir félagsstarfi fyrir íbúa hjúkrunar- og dvalarrýma og aðra íbúa sveitarfélagsins eftir flutninginn? Það er von mín að þessum spurningum verði svarað áður en gengið verður að kjörborði síðar í mánuðinum. Erla Friðriksdóttir, formaður heilbrigðishóps Þróunarfélags Snæfellinga Tékkað í bak og fyrir „Gríðaleg“ þungabílaumferð var um Nesveginn í vikunni, nánar tiltekið Nesveg 13. Þegar að var gáð voru starfsmenn Frumherja að skoða stór ökutæki og skýrði það umferðina. Hörður rútueigandi var svo liðlegur að bjóða aðstöðu undir skoðunina. Vel var hægt að gera sér í hugarlund hvernig það er þegar bílstjórar taka sig til og fara í mótmæli am

Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 14. tbl. 20. árg. 18. apríl 2013

Umhverfislegur ávinningur af

almenningssamgöngum á VesturlandiHrafnhildur Tryggvadóttir hjá UMÍS-Umhverfisráðgjöf Íslands hefur birt rannsókn á því hvort umhverfislegur ávinningur sé af almenningssamgöngum á Vesturlandi. Rannsóknin byggir á könnun sem gerð var sumarið 2012 sem 369 íbúar á Vesturlandi svöruðu. Á Vesturlandi búa 15.368 íbúar. Helstu niðurstöður eru þær að 45% telja almenningssamgöngur skipta mjög miklu eða miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu á Vesturlandi. Til að umhverfislegur ávinningur skapist af umferð strætó um Vesturland þarf umferð einkabíla að dragast saman og bílstjórar þeirra þurfa að kjósa að ferðast með strætó í staðinn. Algengasti ferðamátinn er einkabíllinn en athygli vekur að langhæsta hlutfall hjólandi eða gangandi innan sveitarfélags er í Stykkishólmi. Afar fáir notfæra sér þær almenningssamgöngur sem í boði eru en þó er Akranes undantekning frá þessu enda hafa strætóferðir verið í boði þaðan frá 2008. Þeir þættir sem skipta helst máli til að strætó verði ákjósanlegur valkostur að mati íbúa Vesturlands lúta einkum að fjárhagslegum þáttum og skipulagi ferða. Tímatafla, eldneytisverð og tengingar milli leiða virðast skipta mestu máli sem og eigin fjárhagslegur ávinningur og staðsetning stoppistöðva. am

Í nýjasta tölublaði Stykkishólmspóstsins skrifar velferðarráðherra um framtíðaruppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi. Hann greinir frá áformum um endurbætur á spítalanum okkar og segir frá stórfelldum framkvæmdaáformum sem ber að þakka. Hann segir að „Samtals er gert ráð fyrir 500 m.kr. framlagi til framkvæmdanna í ár og á því næsta“. En hann gerir um leið mjög lítið úr öldrunarþjónustunni í Stykkishólmi þegar hann segir; „Öldrunarþjónusta hefur einnig verið veitt af bæjarfélaginu um áraraðir á Dvalarheimili aldraðra við heldur snautlegan húsakost“. Ekki veit ég hvers vegna ráðherrann notar tækifærið til þess að gera lítið úr þeirri þjónustu sem veitt hefur verið á Dvalarheimilinu. Auðvitað er gamli hluti Dvalarheimilisins barn síns tíma en þar hefur öldruðum verið veitt frábær þjónusta af því góða fólki sem þar hefur starfað auk þess sem nýlegar íbúðir fyrir aldraða eru þar. Íbúar þeirra njóta góðrar aðhlynningar frá Dvalarheimilinu sem er ómetanlegt. En það var fleira sem vakti upp spurningar í mínum huga þegar ég las grein ráðherrans. Í fjárlögum fyrir árið 2013 er ekki að finna þau fjárframlög sem ráðherrann nefnir. Í lögum um skipan opinberra framkvæmda kemur m.a. fram. „Þegar um er að ræða sameiginlega framkvæmd ríkis og annars aðila er eigi heimilt að hefja opinbera framkvæmd fyrr en fé hefur verið veitt til hennar í fjárlögum og undirritaður hefur verið samningur viðkomandi ráðuneytis og aðilans með áritun fjármálaráðuneytisins er tryggi að fjármagn verði handbært á framkvæmdatímanum í samræmi við greiðsluáætlun skv. 7. gr. Eigi sveitarfélag hlut að máli og sé í greiðsluáætlun gert ráð fyrir framlögum úr sveitarsjóði nægir um það atriði skrifleg yfirlýsing sveitarstjórnar um að á framkvæmdatímanum verði

Opið bréf til velferðarráðherra Guðbjarts Hannessonar og forseta bæjarstjórnar Stykkishólms fjárhæðir teknar á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samræmi við greiðsluáætlun skv. 7. gr.“ Því langar mig til þess að fá svör við eftirfarandi spurningum frá ráðherranum og gott væri að forseti bæjarstjórnar veitti lesendum Stykkishólmspóstsins einnig svör.1. Liggur fyrir staðfesting fjármálaráðherra vegna þessara

framkvæmda sem eiga að kosta 1.1milljarð króna?2. Liggur fyrir skipting kostnaðar við framkvæmdir og rekstur

milli bæjarins og ríkisins?3. Hefur verið gerður samningur milli fjármálaráðherra og

velferðarráherra annars vegar og bæjaryfirvalda hinsvegar?4. Hefur Alþingi samþykkt fjárveitingu til þessa stóra verkefnis

eins og lög gera ráð fyrir áður en framkvæmdir geta hafist (ekki er að finna fjárveitingu í fjárlögum ársins 2013)?

5. Hefur stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra samþykkt framlag til þessa verkefnis?

6. Er gert ráð fyrir framlögum úr sveitasjóði og ef svo er liggur fyrir skrifleg yfirlýsing sveitarfélagsins?

7. Hvert verður hlutverk „snautlegs“ húsnæðis Dvalarheimilisins og hvernig verður staðið undir fjárskuldbindingum þess eftir flutning hjúkrunar- og dvalarrýma?

8. Hvernig verður þjónustan við íbúa í íbúðunum við Dvalarheimilið tryggð þegar hjúkrunar og dvalarrými hafa verið flutt á sjúkrahúsið?

9. Hvar er gert ráð fyrir félagsstarfi fyrir íbúa hjúkrunar- og dvalarrýma og aðra íbúa sveitarfélagsins eftir flutninginn?Það er von mín að þessum spurningum verði svarað áður en gengið verður að kjörborði síðar í mánuðinum.

Erla Friðriksdóttir, formaður heilbrigðishóps Þróunarfélags Snæfellinga

Tékkað í bak og fyrir

„Gríðaleg“ þungabílaumferð var um Nesveginn í vikunni, nánar tiltekið Nesveg 13. Þegar að var gáð voru starfsmenn Frumherja að skoða stór ökutæki og skýrði það umferðina. Hörður rútueigandi var svo liðlegur að bjóða aðstöðu undir skoðunina. Vel var hægt að gera sér í hugarlund hvernig það er þegar bílstjórar taka sig til og fara í mótmæli am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Matur er manns gaman

Mikilvægi náttúrurannsóknaNýverið sendu Samtök náttúrustofa (SNS) opið bréf til allra framboða um mikilvægi náttúrurannsókna og framkvæmd þeirra með náttúrustofunum. Vakin er athygli frambjóðenda á því hve fjárframlög til náttúrustofanna hafa rýrnað á síðastliðnum árum og þykir samtökunum ekki ásættanlegt að á sama tíma og fjárframlög ríkisins til náttúrustofa á landsbyggðinni hefur rýrnað um þriðjung hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar tvöfaldast. Sömu lög gilda um þessar stofnanir og fagna náttúrufræðistofurnar auknu framlagi til náttúrurannsókna með fyrrgreindum athugasemdum. Rýrnun fjárframlagsins hefur leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni og jafngildir rýrnunin 7 stöðugildum. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.Á undanförnum áratugum hafa náttúrurannsóknir aukist í kjölfar meiri krafna um upplýsingar. Þrátt fyrir það er enn þörf á stórauknum rannsóknum og vöktun náttúrunnar til að ástandið verði ásættanlegt, m.a. þegar litið er til náttúruverndaráætlunar og skuldbindinga vegna alþjóðasamninga á sviði náttúruverndar. Fram undan er endurskoðun á uppbyggingu stofnana á sviði náttúrurannsókna og náttúruverndar annars vegar og vöktunarkerfi íslenskrar náttúru hins vegar. Að mati SNS opnast þar með tækifæri til að skapa náttúrustofum sterka stöðu í báðum verkefnunum. Stjórnendur náttúrustofanna sjá fyrir sér að stofnanir sem starfa á landsvísu, t.d. Náttúrufræðistofnun Íslands, Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun, verði kjölfestuaðilar í varðveislu gagna úr vöktunarrannsóknum, en að náttúrustofurnar verði lykilaðilar við framkvæmd þessara verkefna í héraði. Brýnt er að stórbæta vöktun íslenskrar náttúru, t.d. fuglastofna, land- og sjávarspendýra og vatna- og smádýralífs. Náttúrustofurnar hafa alla burði til að styrkja framkvæmd og skipulagningu þessara verkefna og sjá alfarið um ákveðna verkefnaflokka sé þess óskað. Bréfið í heild sinni má sjá á www.stykkisholmsposturinn.is am

Hugmyndabanki marsmánðarMatur er manns gaman er heitið á fjölbreyttri sýningaröð sem fer af stað næstkomandi laugardag í húsakynnum Leir 7 í Stykkishólmi. Fjölbreyttur hópur hönnuða og myndlistarmanna standa að sýningunum og allar taka þær mið af mat og umhverfi hans. Sýningarnar verða sjö talsins. Keramikhönnun er oftast í öndvegi en önnur efni, hönnun í tré, textíl og hnífar koma einnig við sögu. Allir sýnendur vinna verk sín með eigin höndum úr því efni sem þeir þekkja vel. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari mun taka myndir á öllum sýningunum og sýna verk sín á lokasýningunni í október.Sigríður Erla Guðmundsdóttir, eigandi Leir 7 og Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður opna fyrstu sýninguna sem hefst kl. 14 þann 20. apríl nk. en þar mun Sæþór Þorbergsson matarhönnuður reiða fram „ferskt úr firðinum“ sem mun standa sýningargestum til boða. Við flutning fyrirtækisins Leir 7 frá Hamraendum að Aðalgötu 20 á síðasta ári opnaðist möguleiki á sýningarými. Á menningarhátíð sem haldin var í Stykkishólmi síðastliðið haust var fyrsta sýningin haldin en hún bar heitið Ljósaljós. Grundvöllur fyrir sýningaröðinni 2013 er styrkur sem veittur var frá Menningarráði Vesturlands. Skoða má sýningarnar á opnunartíma Leir 7, kl. 14 – 17 virka daga og kl: 14 – 16 laugardaga. Annar tími eftir samkomulagi.

am

1. Væri ekki snilld að flokka líka ruslið úr kirkjugarðinum?2. Fá skyndihjálpanámskeið fyrir almenning3. Við óskum eftir skautahöll4. Góðan körfuboltavöll5. Viljum fá stórt Íslandskort hjá nýju kaffivélinni í íþróttahúsinu6. Á dvalarheimilinu á annarri hæð er sólstofa þar eru húsgögnin

komin á síðasta snúning. Ef einhver er að endurnýja hjá sér væri snilld að athuga hvort þau gömlu komi ekki vel út í sólstofunni

7. Það þarf nauðsynlega að laga aðkeyrslu að dvalarheimilinu. Þegar sest er upp í bíl er manneskjan hálfpartinn upp í loft. Að komast út úr bifreið er af þessum sökum Mjög erfitt. Til að komast út þarf bæði að ýta hurðinni á bílnum og komast út sem er mörgum mjög erfitt.

8. Við óskum eftir bogfimiæfingum9. Betri fótboltavöll10. Við óskum eftir fleira dóti í sundlaugina.11. Hvað varð um fallega blómaskreytta skiltið hjá íþróttahúsinu

þar sem stóð „ Öll notkun tóbaks bönnuð á svæðinu“ og af hverju kom stubbahús/öskubakki í staðinn?

12. Við óskum eftir blakæfingum fyrir 6.bekk.Þessum hugmyndum var komið til Ráðhússins.

Guðfinna Rúnarsdóttir

CoDa í StykkishólmiStofnuð hefur verið CoDa deild (Codependent anonymous) í Stykkishólmi. Fundir eru í AA húsinu við Aðalgötu á þriðjudags- og sunnudagskvöldum kl.20.00.Samtök þessi eru 12 spora samtök. Þar skoða einstaklingar sína meðvirku hegðun og skaðlegar afleiðingar hennar á líf sitt. Leitað er lausnar í gegnum vinnu í sporunum 12 og með því að samhæfa reynslu, styrk og vonir á fundunum. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, hver og einn kemur á sínum forsendum. 3.erfðavenja CoDa segir: Til þess að gerast CoDa félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að stofna til heilbrigðra og kærleiksríkra tengsla við aðra.

(Fréttatilkynning)

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fagleg og freistandi!

Spennandi helgarmatseðill

Opið:Virka daga 12 - 14 & 18 - 20:30Laugardaga 12 - 22:00Sunnudaga 18 - 20:30

www.narfeyrarstofa.is

Narfeyrarstofa

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Karlakórinn Fóstbræður

heldur tónleika í Stykkishólmskirkju

laugardaginn 20. apríl kl. 16.00

Píanó Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Stjórnandi Árni Harðarson

Gestir á tónleikunum verða Karlakórinn Káriundir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur

Verð aðgöngumiða 2.000 kr. Miðasala við innganginn.n

ÁTAK - líkamsrækt -

TILBOÐ Í APRÍL & MAÍ - 3 FYRIR 4

Kauptu þriggja mánaða kort í líkamsræktina - og það gildir í fjóra mánuði!

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Allar eignir á www.faststykk.is

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

Kór StykkishólmskirkjuSöngur í 70 ár

Tónleikar þriðjudaginn

23. apríl 2013 kl. 20 í

Stykkishólmskirkju

Allir velkomnir

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nafn: Halldór JónssonStarf: Bensó/Gullinbrú Svar: Barnið vex en brókin ekkiNafn: Dominika KulinskaStarf: Afgreiðsla í NesbrauðSvar: Trúin flytur fjöllNafn: Tryggvi TryggvasonStarf: RafvirkiSvar: Sjaldan fellur eggið langt frá hænuniNafn: Smári AxlessonStarf: SjómaðurSvar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til HúsavíkurNarfn: Gísli PálsonStarf: Íþróttakennari í ÁtakiSvar: Margur er knár þó hann sé smár

7.bekkur GSS

Spurning vikunnar: Hver er uppáhalds málshátturinn þinn?

?Laugardaginn 20. apríl verður Skákmót Árnamessu haldið í 4. sinn í Grunnskólanum Stykkishólmi og hefst mótið kl. 13:00. Allir efnilegustu og áhugasömustu skákkrakkar landsins munu fjölmenna á mótið auk þess sem grunnskólakrakkar á Snæfellsnesi eru sérstaklega hvattir til þátttöku á þessu glæsilega skákmóti. Meðal keppenda á Skákmóti Árnamessu 2013 verða nýbakaðir Íslandsmeistarar grunnskóla, A sveit Rimaskóla, sem er talin vera sterkasta íslenska grunnskólaskáksveit frá upphafi. Skáksveit Rimaskóla sigraði með yfirburðum á Norðurlandamóti grunnskóla í Tampere í Finnlandi haustið 2012. Öllum þátttakendum verður boðið upp á pylsuveislu fyrir mót og einnig ókeypis veitingar í skákhléi. Í skákhléi verður einnig spurningakeppni skákfélaga sem er nýung á Skákmóti Árnamessu. Gáfaðasta skákfélagið vinnur veglegan verðlaunagrip. Tefldar verða sex umferðir á skákmótinu og í lok mótsins hefst mikil verðlaunahátíð því að rúmlega 30 verðlaun og happdrættisvinningar verða í boði fyrir sigurvegara og heppna þátttakendur. Keppt er í þremur flokkum, eldri og yngri flokk og flokki Snæfellinga. Sigurvegari hvers flokks fær eignarbikar að launum. Á síðasta Skákmóti Árnamessu sigraði Vignir Vatnar Stefánsson þá 8 ára gamall í yngri flokk en hann sigraði nú í vetur öruggan sigur á Norðurlandameistaramótinu í skólaskák í yngsta flokki. Skákmót Árnamessu er kennt við Árna Helgason heiðursborgara Stykkishólms sem stóð fyrir öflugu æskulýðsstarfi í starfi barnastúkunnar Bjarkar nr 94 í áratugi og lést á tíræðisaldri árið 2008. Það er skákdeild Umf. Fjölnis í Grafarvogi sem skipuleggur og sér um framkvæmd þessa skákævintýris en þar er formaður Helgi Árnason sonur Árna sem verður ásamt Jóhannesi B. Jóhannessyni mótstjóri. Um skákstjórn sér Páll Sigurðsson sem sá einnig um skákstjórn á alþjóðlega skákmeistaramótnu “Reykjavík Open” í Hörpunni í mars sl. Stykkishólmsbær er ásamt Norvik og Skáksambandi Íslands helsti stuðningsaðili mótsins en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og í Hólminum gefa vinninga. Nálgast má upplýsingar um mótið á www.skak.is og þar er líka hægt að skrá þátttöku. Í tengslum við Skákmót Árnamessu mun Henrik Danielsen stórmeistari og landsliðsmaður Íslands í skák heimsækja grunnskólana í Stykkishólmi og Snæfellsbæ dagana 18. og 19. apríl á vegum Skákskóla Íslands. Henrik hefur sl. áratug kennt skák í mörgum grunnskólum á Íslandi og á Grænlandi með góðum árangri. (Fréttatilkynning)

Skákævintýri í Stykkishólmi 20. apríl n.k.

Hjólaviðgerðir Guðmundar Braga: Lokað verður framyfir 25. apríl.

Smáauglýsingar

Grútarblaut súla fær aðhlynningu

Við hreinsun síldargrúts við Kolgrafafjörð sl. föstudag rákust Grundfirðingar á aðframkomna súlu í fjörunni. Hún var illa grútarblaut á kviðnum og var mikið af henni dregið. Henni var komið í hús og Náttúrustofu Vesturlands gert viðvart. Eftir flutninginn á Náttúrustofuna í Stykkishólmi fékk hún viðeigandi meðhöndlun. Í ljós kom að hún var illa sýkt af naglúsum. Fuglanaglýs geta ekki lifað á mönnum, en geta þó valdið óþægilegum bitum og var því brugðið á það ráð að meðhöndla hana fyrst gegn sýkingunni samkvæmt leiðbeiningum um naglúsameðhöndlun hjá gælufuglum, áður en hún fékk sápuþvott til að losna við grútinn.Meðhöndlunin gekk að óskum og er súlan öll að hressast og farin að éta þegar þetta er ritað. Hún þarf að fá annað sápubað til að hreinsa síðustu grútarleifarnar. Súlan fær frelsið á ný þegar fjaðurhamurinn verður orðinn vatnsheldur, en nokkurn tíma getur tekið fyrir sjófugla að vatnsverja fjaðurbúninginn að nýju eftir sápubað. Ljósmynd: Róbert Stefánsson

Góð og gagnleg húsráð

Þótt veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta síðustu daga er stutt í vorið og algengt að fólk vilji gera hreint á heimilinu með hækkandi sól. Oftar en ekki eru til þess valin sterk og dýr efni sem eiga það til að virka ekki alveg eins og í auglýsingunum, auk þess sem þau eru mörg hver afar skaðleg umhverfinu. Næstu vikur munu birtast hér í umhverfishorninu góð og gagnleg húsráð varðandi hreingerningar en ódýr, góð og umhverfishæf hreinsefni eru jafnan nærtæk á flestum heimilum. Í þetta skipti birti ég uppskrift að rúðuúða þar sem skyggni út um gluggann er ekki upp á sitt besta eftir rokið síðustu daga. Rúðuúði: Setjið 4 msk. af ediki út í 1L af vatni og úðið á gler og spegla. Þurrkið vel og strjúkið svo yfir með notuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa. Borðedik, sem oft er kallað glært edik, er þynnt ediksýra sem klýfur fitu, nær fram gljáa og eyðir vondri lykt.

Harpa Auðunsdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Kjörfundurvegna alþingiskosninga 27. apríl 2013.

Kosið verður til alþingis laugardaginn 27. apríl 2013.Kjörstaður er í Setrinu, við gamla barnaskólann,

Skólastíg 11.Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00.

Kjörstjórn Stykkishólmsbæjar

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Sem áhugamaður um stjórnmál og einstaklingur með tiltölulega mótaðar skoðanir á hvernig ég tel að samfélagið eigi að virka finnst mér nauðsynlegt að skoða t.d. eftirfarandi grunn þætti samfélags. Grófa flokkunin er: hvar á að sækja tekjur, í hvað eiga tekjurnar að fara, hvernig eigum við að hugsa um hvort annað og landið okkar, hvernig eigum við að nýta landið. Er aðgengi að grunnþjónustu á jafnræðisgrunni óháð efnahag?Undanfarna daga hef ég verið á þeytingi um héruð, skoðað svæði, fyrirtæki og spjallað við fólk. Einn ágætur sagði þegar ég var að tala við hóp af körlum á Akranesi: Þið hjá Vg eruð svo hallærisleg, þið seljið ekki með þessu moði sagði hann og svo var hann farinn. Á leiðinni heim fór ég að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið rétt hjá karli. Niðurstaðan var að líklega væri þetta rétt hjá kappanum. Við viljum til dæmis að þeir sem mest hafa leggji mest af mörkum en ekki öfugt, endalaust væl um að passa beri náttúruna, höfnum „stórkostlegum“ stórframkvæmdum til álversuppbyggingar þar sem hvert starf kostar 700 milljónir og litlar tekjur koma af bröltinu, tókum af forréttindi þingmanna til lífeyrisréttinda, breyttum því að nú eru hæstaréttardómarar, Seðlabankastjóri og útvarpsstjóri faglega ráðnir en ekki pólitískt, komum á fót strandveiðum og viljum efla þær enn frekar, opnuðum á veiðar smábáta á síld og makríl og viljum auka þar við, viljum klára endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, viljum að auðlindir þjóðarinnar verði skilyrðislaust í þjóðareign, komum ríkissjóði úr 216 milljarða halla í nánast núll á aðeins fjórum árum, verðbólgunni úr um 20% niður fyrir 5%, atvinnuleysi úr rúmum 9% niður fyrir 5% endalaust jafnréttistal, við t.d. viðurkenndum sjálfstæði Palestínu. Leggjum áherslu á skapandi greinar og fjölbreytni við í atvinnuuppbyggingu, höfum alla tíð haft mikla trú á ferðamannaiðnaðinum og lagt þar vel í. Ekki er þessi listi nálægt tæmdur en læt hér staðar numið. Við erum ekki með nein óábyrg loforð um skuldaniðurfellingu, sem nýtist að stærstum hluta hátekjufólki á suðvestur horninu og lofum heldur ekki neinum skattalækkunum og viljum nota þá peninga sem umfram verða á næstu árum til að efla velferð. Hinsvegar ef svigrúm verður til skattalækkana verður lögð áhersla á tekjulægstu hópana.Formaðurinn okkar er fínbyggð kona með greindarvísitölu uppá 130 og er ekki einu sinni hrokafull. Líklega erum við sem styðjum Vinstrihreyfinguna grænt framboð nokkuð hallærisleg en ég ætla að halda því áfram þó ekki væri nema vegna barnanna minna.Það er nefnilega nokkuð bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og vonandi ber okkur gæfa til að halda áfram á þeirri skynsamlegu braut sem vörðuð hefur verið frá hruninu. Takk fyrir lesturinn

Lárus Ástmar Hannesson skipar 2.sæti Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Norðvestur kjördæmi.

Vg er hallærislegur stjórnmálaflokkur!

Ellert Þór BenediktssonFæddur 30.03.1967Dáinn 25.03.2013

Elsku vinir okkar og Ella.

Innilegar þakkir fyrir alla þá aðstoð, hjálp og styrk sem

þið hafið veitt okkur vegna andláts og útfarar Ella.

Það eru forréttindi að búa í samfélagi sem sýnir svona

mikla samúð, vináttu, hlýju og kærleik.

Þó við þekkjumst kannski ekki öll er ljóst að mörg

ykkar áttuð hlut í Ella og hafið sýnt okkur að góðar

minningar um hann finnast víða og munu lifa áfram.

Í anda Ella, og með orðum Dag Hammarskjöld,

segjum við:

Fyrir allt sem var – Takk

Við öllu sem verður - Já

Anne, Jónas, Símon, Emilie, Benedikt, Kristín, systkini Ella og fjölskyldur þeirra.

Á dögunum var sjúkradeild HVE Stykkishólmi færð að gjöf ársáskrift að Morgunblaðinu. Á bak við þessa höfðinglegu gjöf standa þeir félagar Gunnlaugur Árnason, Jónatan Sigtryggsson, Pétur Ágústsson og Símon Sturluson. Gjöf þessi á eftir að koma skjólstæðingum okkar til góða og þökkum við af heilum hug fyrir þetta framtak og velvilja í garð HVE Stofnunarinnar.

Hafdís BjarnadóttirLífeindafræðingur og samskiptafulltrúi

HVE Stykkishólmi

Þakkir

Uppskift vikunnar Norskar fiskibollur600 gr ýsaMæliskeið af saltiSlatti af múskat ( matskeið)Stór laukur.Kartöflumjöl 2 mtsk

Ýsan, laukurinn og kryddið og mjölið er sett í matvinnsluvél..Hrært þar til farsið er orðið seigt. Bætið út í hægt og rólega 4.5-5 ml af mjólkGerið bollur eftir smekk.. Steikt á pönnu , meðlæti að eigin ósk

Tekið af: http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/556160/Andri og Kristín 7. bekk

Fylgist með á www.stykkisholmsposturinn.is

Næsta tölublað Stykkishólms-Póstsins kemur út síðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. apríl.

Skilafrestur efnis rennur út mánudaginn 22. apríl

Skilafrestur litaefnis rennur út föstudaginn 19. apríl

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

SÝNINGARÖÐ 2013

MATUR ER MANNS GAMAN

KERAMIKHÖNNUN - TEXTÍLL

20. apríl – 26. maí

Sigríður Erla Guðmundsdóttir - Ingiríður Óðinsdóttir

Opnun laugardaginn 20. apríl n.k. kl. 14 -16

Ferskt úr firðinum - matarhönnun, Sæþór Þorbergsson

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Félags stjórnenda við Breiðafjörð

verður haldinn á Hótel Stykkishólmi þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 19.30

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf

Gestur fundarins verður Kristján Örn Jónsson framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands.

Boðið verður upp á súpu í upphafi fundar.

Stjórnin

Ég hef áhuga á að kenna þessa heklaðferð í Stykkishólmi helgina 27. og 28. apríl. Um er að ræða einn dagpart frá kl. 13:00 á Amtbókasafninu og kostar 3000 krónur. Innifalið í verðinu er kennslan, garn í prufur og prentaðar leiðbeiningar, en heklunálar nr. 3,0 og 3,5 verður að hafa meðferðis. Hámark 5-6 í hóp.

Skráning á netfangið [email protected] eða í síma 588-3489 á kvöldin.

Kristín Hólm Hafsteinsdótti

BAVARIAN HEKL

Sumargjafirnar fáið þið hjá okkur,svo eru alltaf einhver tilboð í gangi.

Gleðilegt sumar!

Heimahornið

Partý ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi !

Félög ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi bjóða þér í partý föstudagskvöldið 19. Apríl næstkomandi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Kominn er tími til þess að ungir sjálfstæðismenn á nesinu hittist, stilli saman strengi sína fyrir kosningar og skemmti sér saman. Auðvitað er allt ungt fólk á nesinu á aldrinum 18-35 velkomið og hvetjum við sem flesta til að mæta. Sigurður Örn Ágústsson frambjóðandi í 4. sæti flokksins í kjördæminu mætir og ræðir við fólkið, lifandi tónlist verður á staðnum og almenn góð stemmning.Finndu okkur á Facebook: „Partý ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi“, þar sem allar helstu upplýsingar er að finna.

Hittumst hress næsta föstudag! Kveðja,Sif, Stykkishólmi

Gjafi, Grundarfirði ogForseti, Snæfellsbæ

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Meistaraflokkar Snæfells luku keppni í síðustu viku þegar bæði karla- og kvennaliðið töpuðu leikjum sínum í undanúrslitunum. Heimaleikjarétturinn nýttist Snæfelli ekki í hvorugri viðureignanna sem kláruðust báðar áður en til oddaleiksins kom. Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í fjórða leiknum 84-97 og þar með rimmunni 1-3. Stelpurnar sýndu mikla baráttu fram á síðustu sekúndu og voru grátlega nærri því að knýja fram oddaleik hér heima í sinni viðureign gegn KR sem vann fjórða leikinn 68-67 og þar með viðureign liðanna 3-1. Liðin geta því farið í frí áður en undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil og þá mun verða breyting á fyrirkomulaginu hjá körlunum og einungis einn erlendur leikmaður leyfður líkt og er nú hjá konunum. Þó Snæfell hafi ekki náð í úrslitin hvorki í bikar né á Íslandsmótinu þá má ekki gleyma því að félagið vann tvo titla á tímabilinu og það voru stelpurnar sem unnu þá báða í upphafi tímabilsins, þ.e. titilinn Meistarar Meistaranna og Lengjubikarinn.En þó Snæfell hafi lokið keppni í meistaraflokki þá gætu fleiri titlar unnist í körfunni því hitt körfuboltaliðið í bænum, Mostri, hefur sem fyrr farið á kostum í 2.deildinni í vetur. Þeir unnu sinn riðil og eru þar með komnir upp í 1.deildina en eiga enn eftir úrslitaleikinn um deildartitilinn. Sá leikur mun fara fram n.k. laugardag í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík. srb

Tímabilið búið, og þó!

Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá því að formlega var stofnað til Kórs Stykkishólmskirkju. Þess má rekja aftur til 1943 þegar Sigurður Birkis fyrsti söngmálastjóri þjóðkirkjunnar ferðaðist um landið og stofnaði formlega kirkjukóra á ýmsum þéttbýlisstöðum. Fyrirrennari kórsins söngfélagið var hinsvegar stofnað upp úr 1860 og var á hrakhólum með æfingahúsnæði í nokkur ár, eða þegar félagið fékk inni í hinni nýbyggðu Stykkishólmskirkju við Aðalgötuna skömmu eftir vígslu hennar 1879. Sr. Eiríkur Kúld veitti leyfi til æfinga í kirkjunni með þeim skilyrðum að kórinn tæki að sér kirkjusönginn og að ekki væri sungið í kirkjunni drykkjuvísur eða þesskonar gleðivísur. Frá formlegri stofnun Kórs Stykkishólmskirkju fram til dagsins í dag hafa söngstjórar eða kórstjórar verið Jón Eyjólfsson, Bjarni Andrésson, Ólafur P. Jónsson, Víkingur Jóhannsson, Sigríður Kolbeins, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ronald Turner, Sigrún Jónsdóttir, Tómas Guðni Eggertsson og László Petö. Samstarf við aðra kóra á Snæfellsnesi hefur verið allt frá byrjun en þó með löngum hléum. Síðast var stofnaður Jöklakórinn á Snæfellsnesi og er hugur í fólki nú með að endurreisa það samstarf. Jöklakórinn ferðaðist til Jerúsalem jólin 1986. Í tilefni þessara tímamóta hefur kórinn undir-búið í vetur, efni fyrir útgáfu á geisladisk og þessa vikuna standa yfir upp- tökur í kirkjunni fyrir það verk- efni þessa dagana. Reiknað er með að diskurinn komi út í sumar og geymir lög og sálma sem margir kannast við en talsvert af efni disksins á rætur sínar hingað vestur. Efnisskráin verður flutt á tónleikum n.k. þriðjudag í Stykkishólmskirkju kl. 20 og eru þeir tónleikar liður í fjáröflun fyrir væntanlega

Söngur í 70 ár og lengur!

Frá upphitun s.l. mánudagskvöld

Grundarfjarðarbær og Stykkishólmsbær auglýsa eftir skipulags- og byggingarfulltrúa.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist að jöfnu á milli sveitarfélaganna. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum bæjarstjórna sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum skipulagsmála, byggingareftirlits, samgöngumála, umhverfismála, veitukerfa og brunamála.

Upplýsingar veita:Þórir Þorvarð[email protected]

Sverrir [email protected]

Umsókn óskast fylltar út á hagvangur.is

Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl

Laun eru samkvæmt kjara-samningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700www.hagvangur.is

Starfssvið• Ábyrgð á stefnu bæjarstjórnanna í málaflokkum sem undir hann heyra• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar• Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélaganna er sjá um skipulags- og byggingarmál• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulags- og byggingarmála• Önnur verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur• Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála skv. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010• Þekking og reynsla á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið• Þekking og reynsla af stjórnun, áætlanagerð og rekstri• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti

Skipulags- og byggingarfulltrúi

utanlandsferð kórsins sem farin verður sumarið 2014. Þá er stefnt á Ungverjaland og jafnvel nágrannalönd þess og sungið verður þá á íslensku og ungversku af hjartans lyst. Það er stundum sagt um kirkjukóra á landsbyggðinni að starfið í þeim sé samfélagsþjónusta. Á þéttbýlum svæðum eru fleiri og fleiri kórar farnir að ráða til sín menntað söngfólk. Hvort það er hin rétta þróun og hverjar ástæður þess eru skal ósagt látið. Það er þó alveg deginum ljósara að söngur er gríðarlega gefandi öllum þeim sem taka þátt, lærðum sem leikum, hvort sem það er á gleði- eða sorgarstundu í samfélagi okkar. Það eru allir velkomnir í Kór Stykkishólmskirkju.

Stjórn Kórs Stykkishólmskirkju

Page 9: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 9 [email protected]

Kynningarfundur 24. apríl

Velferðarráðherra, Stykkishólmsbær og

Heilbrigðisstofnun Vesturlands bjóða til opins

kynningarfundar um uppbyggingaráform við

byggingar HVE í Stykkishólmi. Kynntur verður

aðdragandi og markmið framkvæmdarinnar,

fyrirliggjandi teikningar og framkvæmdaáætlun.

Fundurinn fer fram í matsal HVE og hefst kl 16.

VelferðarráðuneytiðStykkishólmsbær

Síldardauðinn í KolgrafafirðiOrsakir, staðan og framtíðin

Opinn fundur með umhver�s- og auðlindaráðherraSamkomuhúsinu í Grundar�rði, �mmtudag 18. apríl, kl. 17 – 18.45

Fjallað verður um: Rannsóknir Vöktun Hreinsunaraðgerðir Viðbúnað fyrir framtíðina.

Á fundinn mæta fulltrúar frá Umhver�sstofnun, Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofu Vesturlands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, auk fulltrúa ráðuneytis og heimamanna.

Page 10: Stykkishólms-Pósturinn 18. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 20. árgangur 18. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 10 [email protected]

FYRIR FÓLKIð Í LANDINU

Í KOMMAKOTI, GRUNDARFIRÐI

OPNUN KOSNINGAMIÐSTÖÐVAR

Vinstri græn opna kosningamiðstöð í Kommakoti í Grundarfirði sunnudaginn 21. apríl kl. 15

Heitt á könnunni

Frambjóðendur mæta, allir velkomnir!

ALLIR

VELKOMNIR

LANDINU

NDARFIRÐIÖÐVAR

r!

MNIR

Skrifstofan verður opin:

alla virka daga kl. 17-19á kjördag kl. 13-19

Sími – 867 0640

Grænn apríl

Gerum fínt í kringum okkur! Margar hendur vinna létt verk!

Laugardaginn 20. apríl býður Olís í samvinnu við Stykkishólmsbæ öllum íbúum upp á svarta ruslapoka. Hreinsum upp í kringum okkur og fyllum eða hálffyllum einn poka!

• Rusl úr eigin garði (ekki þó garðaúrgang sem þarf að flokka sérstaklega)• Rusl úr næsta nágrenni við eigið heimili• Rusl af víðavangi í næsta nágrenni við heimilið eða vinnustaðinn

Hægt er að nálgast poka hjá Olís á Bensínstöðinni nk. laugardag.Mánudaginn 22. apríl munu starfsmenn áhaldahúss Stykkishólmsbæjar hirða upp pokana við lóðarmörk.

EINN SVARTUR RUSLAPOKI er hreinsunarátak, sem er liður í grænum apríl, í kringum Dag jarðar, sem er 22. apríl . Í tilefni af grænum apríl ætlar Olís í samvinnu við Stykkishólmsbæ að gefa öllum íbúum Stykkishólmsbæjar svarta ruslapoka og hvetja þannig til umhverfisátaks hér í Hólminum. Verkefnið snýst um að hver og einn geti að minnsta kosti tekið sér EINN SVARTAN RUSLAPOKA í hönd, laugardaginn 20. apríl, og tínt í hann.

Einn svartur ruslapoki