4
SÉRRIT - 31. tbl. 18. árg. 15. september 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Gamla orgelið tekið niður Það hefur væntanlega ekki verið minna átak að eignast nýtt orgel í Stykkishólmskirkju árið 1957 frekar en núna rúmlega hálfri öld síðar. Þá var ekki síður en nú leitast við að finna orgel sem hentaði fyrir almennan safnaðarsöng og hefði góðan hljóm. Þá var eins og nú umfram allt miðað við að hljóðfærið byði upp á marga möguleika, væri fjönota og í fullu samræmi við húsið sem það var keypt inn í. Þó svo að orgelið hafi nær því fyllt allt söngloftið í gömlu kirkjunni við Aðalgötu sómdi það sér vel þar. Tónninn mjúkur og fallegur og styrkurinn í fullu samræmi við rýmið í gömlu kirkjunni. Ég þekki ekki vel til þessarar sögu en veit þó að Víkingur Jóhannesson sá mikli frumkvöðull í tónlistarlífi í Hólminum og þáverandi organisti koma þar mikið við sögu. Aðrir sem betur þekkja til mættu gjarnan taka sig til og fylla betur inn í þá mynd. Þegar nýja kirkjan var vígð árið 1990 var orgelið tekið niður úr gömlu kirkjunni og flutt þangað eins og öllum er kunngt. Gamla orgelið sem tók mið af þörfum safnaðarins og stærð gömlu kirkjunnar var ekki í eins góðu samræmi við nýju kirkjuna sem er miklu stærra og allt öðruvísi hús. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að taka orgelið niður og ganga vandlega frá því til geymslu og það hefur nú verið auglýst til sölu. Gamla orgelið sem þjónað hefur okkur Hólmurum í 54 ár hefur því lokið sínu hlutverki hér í Hólminum. Nema auðvitað að einhver vilji kaupa það og setja upp í stofunni heima hjá sér sem væri auðvitað vel við hæfi. Gamla orgelið er smíðað af orgelbau Walker í Þýskalandi, það er 8 radda og á það sammerkt með því nýja að hafa tvö nótnaborð og fótspil. En þar með er samanburðinum líka lokið, enda allt aðrar forsendur að baki valinu nú en þá. Það má geta þess til fróðleiks að stærsta trépípan í gamla orgelinu er rúmlega 2,5 metri að lengd og þar með um það bil helmingi styttri en lengsta pípan í nýja orgelinu. Nú þegar búið er að taka orgelið niður er næsta mál á dagskrá að vinda sér í nauðsynlegar framkvæmdir í nýju kirkjunni til að öllum undirbúningi verði örugglega lokið þegar nýja orgelið kemur í lok október. Fh. Orgelnefndar Sigþór U. Hallfreðsson. Sauðburður í september! S.l. föstudag fannst rétt við Hraunháls kind með tiltölulega ungt lamb. Þegar betur var að gáð var kindin í eigu Agnars Jónassonar. Agnar var inntur eftir hvernig stæði á þessu og varð honum þá að orði að hann hefði leyft hrútunum að fara til gemlinganna í vor og hélt að tíminn væri runninn út hjá þeim - en eins og kom í ljós þá á maður aldrei að treysta unglingunum í þeim efnum. Búið er að feðra lambið og mun faðirinn vera Bölver frá Benna Ölvers svo því er ekki illa í ætt skotið, þessu lambi! Spurning hvort þetta sé upphafið eða endirinn á sauðburði? Ólafur og Þórbergur frá Forsæti í Flóa að ganga frá stóru trépípunum. Sú stærsta er jafn löng kassanum. Fimmtudaginn 22. september standa Framkvæmdaráð Snæfellsness, Náttúrustofa Vesturlands og Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um umhverfismál og umhverfisvottanir undir yfirskriftinni Umhverfisvottun Vesturlands. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í fyrra haust var tekin sú ákvörðun að íhuga möguleikann á umhverfisvottun fyrir öll sveitarfélög Vesturlands. Ákvörðun þessi var einkum og sér í lagi tekin vegna þeirrar miklu og góðu vinnu sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa þegar lagt til og er sú vinna í raun forsenda þess að önnur sveitarfélög sjá sér tækifæri í að leggja í slíka vinnu við núverandi aðstæður. Sambærileg ráðstefna var haldin í fyrra vor fyrir sveitarfélög og ferðaþjónustaðila á Vestfjörðum m.a. með það að markmiði miðla af reynslu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi af umhverfisvottun EarthCheck. Nú 18 mánuðum síðar hafa öll níu sveitarfélögin á Vestfjörðum sameinast um þessa framtíðarsýn og þegar hafist handa. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi stefna áfram að því að sýna gott fordæmi á vettvangi umhverfis- og samfélagsmála, enda eru verkefnin næg. Fram til þessa hefur áherslan verið á að byggja traustan grunn fyrir verkefnið og styrkja innviði sveitarfélaganna á þessu sviði. Framtíðin ber í skauti sér enn meiri áherslu á framfarir í umhverfismálum, auk þess sem fræðsla um umhverfismál og verkefnið sjálft verður aukin, bæði til íbúa og út á við. Vonir standa til að ráðstefnan ýti undir áhuga á því að skoða umhverfisvottun Vesturlands sem heildar, til hagsbóta fyrir umhverfi okkar og samfélag. Ráðstefnan verður haldin í Hjálmakletti, ráðstefnusal mennta- og menningarhúss Borgarbyggðar í Borgarnesi og stendur frá kl. 11:00-16:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið [email protected]. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nsv.is. Umhverfisvottað Vesturland – fetað í fótspor Snæfellinga! Ákveðið hefur verið að Söngvaseiður verður haldinn 12. nóv. 2011. Takið daginn frá! Tónlistarfélagið Meðlæti Söngvaseiður fyrir áramót

Stykkishólms-Pósturinn 31. tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara - nær og fjær.

Citation preview

SÉRRIT - 31. tbl. 18. árg. 15. september 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Gamla orgelið tekið niðurÞað hefur væntanlega ekki verið minna átak að eignast nýtt orgel í Stykkishólmskirkju árið 1957 frekar en núna rúmlega hálfri öld síðar. Þá var ekki síður en nú leitast við að finna orgel sem hentaði fyrir almennan safnaðarsöng og hefði góðan hljóm. Þá var eins og nú umfram allt miðað við að hljóðfærið byði upp á marga möguleika, væri fjönota og í fullu samræmi við húsið sem það var keypt inn í. Þó svo að orgelið hafi nær því fyllt allt söngloftið í gömlu kirkjunni við Aðalgötu sómdi það sér vel þar. Tónninn mjúkur og fallegur og styrkurinn í fullu samræmi við rýmið í gömlu kirkjunni. Ég þekki ekki vel til þessarar sögu en veit þó að Víkingur Jóhannesson sá mikli frumkvöðull í tónlistarlífi í Hólminum og þáverandi organisti koma þar mikið við sögu. Aðrir sem betur þekkja til mættu gjarnan taka sig til og fylla betur inn í þá mynd. Þegar nýja kirkjan var vígð árið 1990 var orgelið tekið niður úr gömlu kirkjunni og flutt þangað eins og öllum er kunngt. Gamla orgelið sem tók mið af þörfum safnaðarins og stærð gömlu kirkjunnar var ekki í eins góðu samræmi við nýju kirkjuna sem er miklu stærra og allt öðruvísi hús. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að taka orgelið niður og ganga vandlega frá því til geymslu og það hefur nú verið auglýst til sölu. Gamla orgelið sem þjónað hefur okkur Hólmurum í 54 ár hefur því lokið sínu hlutverki hér í Hólminum. Nema auðvitað að einhver vilji kaupa það og setja upp í stofunni heima hjá sér sem væri auðvitað vel við hæfi. Gamla orgelið er smíðað af orgelbau Walker í Þýskalandi, það er 8 radda og á það sammerkt með því nýja að hafa tvö nótnaborð og fótspil. En þar með er samanburðinum líka lokið, enda allt aðrar forsendur að baki valinu nú en þá. Það má geta þess til fróðleiks að stærsta trépípan í gamla orgelinu er rúmlega 2,5 metri að lengd og þar með um það bil helmingi styttri en lengsta pípan í nýja orgelinu. Nú þegar búið er að taka orgelið niður er næsta mál á dagskrá að vinda sér í nauðsynlegar framkvæmdir í nýju kirkjunni til að öllum undirbúningi verði örugglega lokið þegar nýja orgelið kemur í lok október.

Fh. OrgelnefndarSigþór U. Hallfreðsson.

Sauðburður í september!S.l. föstudag fannst rétt við Hraunháls kind með tiltölulega ungt lamb. Þegar betur var að gáð var kindin í eigu Agnars Jónassonar. Agnar var inntur eftir hvernig stæði á þessu og varð honum þá að orði að hann hefði leyft hrútunum að fara til gemlinganna í vor og hélt að tíminn væri runninn út hjá þeim - en eins og kom í ljós þá á maður aldrei að treysta unglingunum í þeim efnum. Búið er að feðra lambið og mun faðirinn vera Bölver frá Benna Ölvers svo því er ekki illa í ætt skotið, þessu lambi! Spurning hvort þetta sé upphafið eða endirinn á sauðburði?

Ólafur og Þórbergur frá Forsæti í Flóa að ganga frá stóru trépípunum. Sú stærsta er jafn löng kassanum.

Fimmtudaginn 22. september standa Framkvæmdaráð Snæfellsness, Náttúrustofa Vesturlands og Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um umhverfismál og umhverfisvottanir undir yfirskriftinni Umhverfisvottun Vesturlands. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í fyrra haust var tekin sú ákvörðun að íhuga möguleikann á umhverfisvottun fyrir öll sveitarfélög Vesturlands. Ákvörðun þessi var einkum og sér í lagi tekin vegna þeirrar miklu og góðu vinnu sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa þegar lagt til og er sú vinna í raun forsenda þess að önnur sveitarfélög sjá sér tækifæri í að leggja í slíka vinnu við núverandi aðstæður.Sambærileg ráðstefna var haldin í fyrra vor fyrir sveitarfélög og ferðaþjónustaðila á Vestfjörðum m.a. með það að markmiði að miðla af reynslu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi af umhverfisvottun EarthCheck. Nú 18 mánuðum síðar hafa öll níu sveitarfélögin á Vestfjörðum sameinast um þessa framtíðarsýn og þegar hafist handa. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi stefna áfram að því að sýna gott fordæmi á vettvangi umhverfis- og samfélagsmála, enda eru verkefnin næg. Fram til þessa hefur áherslan verið á að byggja traustan grunn fyrir verkefnið og styrkja innviði sveitarfélaganna á þessu sviði. Framtíðin ber í skauti sér enn meiri áherslu á framfarir í umhverfismálum, auk þess sem fræðsla um umhverfismál og verkefnið sjálft verður aukin, bæði til íbúa og út á við. Vonir standa til að ráðstefnan ýti undir áhuga á því að skoða umhverfisvottun Vesturlands sem heildar, til hagsbóta fyrir umhverfi okkar og samfélag. Ráðstefnan verður haldin í Hjálmakletti, ráðstefnusal mennta- og menningarhúss Borgarbyggðar í Borgarnesi og stendur frá kl. 11:00-16:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið [email protected]. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nsv.is.

Umhverfisvottað Vesturland

– fetað í fótspor Snæfellinga!

Ákveðið hefur verið að Söngvaseiður verður haldinn 12. nóv. 2011. Takið daginn frá! Tónlistarfélagið Meðlæti

Söngvaseiður fyrir áramót

Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 18. árgangur 15. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Boðið upp í dansÍ vetur verður danskennsla í grunnskólanum með þeim hætti að Jón Pétur danskennari mun kenna börnunum í fjórar vikur og mun kennsla standa yfir fimmtudaga og föstudaga. Með því opnast möguleiki á danskennslu á fimmtudagskvöldum fyrir eldri og áhugasama dansara. Í stuttu samtali við Jón Pétur kom fram að fyrirkomulag svona kvölda er meira undir yfirskriftinni „skemmtikvöld“ og þar er öllu blandað saman, vanir og óvanir, ungir og eldri og velkomið að koma í eitt skipti eða öll. Hinsvegar er stefnt að þessu og að fyrsta kvöldið verði fimmtudagskvöldið 6. október n.k. staðsetning og tímasetning verður auglýst síðar. am

Síðustu tónarnirS.l. laugardag hljómuðu síðustu tónarnir frá gamla orgelinu okkar. Hljóðfæri sem hefur þjónað okkur lengi, bæði á gleði og sorgarstundum og er því stór hluti í minningum og lífi okkar bæjarbúa. Það var fullskipað í kirkjunni okkar þennan dag, við vorum að kveðja góða samferðarkonu og því voru margir sem urðu þess aðnjótandi að heyra síðustu tónana frá gamla orgelinu okkar. Á svona kveðjustundum gerum við okkur svo vel grein fyrir hvað söngur og tónlist eru okkur mikilsvirði. Útifyrir biðu menn þess að geta hafist handa við að taka orgelið niður, pípu eftir pípu og á sunnudag var það að mestu búið. Framundan er að undirbúa komu nýja orgelsins, það er von mín að það gangi allt eftir áætlun, og okkur bæjarbúum auðnist að standa saman að því verki, og ljúka því svo sómi sé að.

Þórhildur Pálsdóttir

Fleiri myndir á www.stykkisholmsposturinn.is

Sími 438 1587

SmáauglýsingarKörfuknattleiksdeild Snæfells vantar örbylgjuofn og þurrkara. Er einhver sem þyrfti að losna við slíkt nú eða selt okkur ódýrt? Vinsamlegast hafið samband við Gunnar 864-8864, Hermund 891-6949 eða Davíð 862-2910

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og

langömmu,

Hönsu JónsdótturTjarnarási 11, Stykkishólmi

Högni BæringssonRagnheiður Högnadóttir, Páll Ágústsson

Helga Kristín Högnadóttir, Benjamín ÖlverssonHögni Friðrik Högnason, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir

barnabörn og barnabarnabörn

VERSLUNIN

VERÐUR LOKUÐMánudaginn 19.sept.

og þriðjudaginn 20.sept.vegna breytinga!

Opnum aftur bjarta og breytta verslun miðvikudaginn 21.september n.k.

Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 18. árgangur 15. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Laust starfKona óskast til starfa í sundlauginni

í 100% starf. Um vaktavinnu er að ræða.

Umsóknarfrestur er til 30. september 2011

Upplýsingar gefur Vignir í síma 898-1260

[email protected]

ÁTAK - líkamsrækt -

Haustnámskeiðin hefjast í næstu viku

-Styrkur - Jafnvægi – Liðleiki-Vinsælt æfingarkerfi þar sem gerðar eru styrkjandi æfingar á stórum boltum sem þjálfa djúpvöðva líkamans.

Hópur 1: Mánudagur - miðvikudagur kl. 16:15Hópur 2: Mánudagur - miðvikudagur kl. 18:15 Upplýsingar og skráning hjá Fríðu í síma 866-7702/[email protected]ámskeiðið hefst mánudaginn 19. september

Öll námskeiðin eru 6. vikur og

kosta 14.900 kr - og skal greiða

strax í fyrstu viku. Það fylgir

frjáls aðgangur að tækjasal á

meðan námskeið standa yfir.

BLAND Í POKA - Hressandi tímar í morgunsáriðFjölbreyttir og skemmtilegir tímar sem kenndir eru bæði innan – og utandyra.

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06:00Upplýsingar og skráning í síma 865-5720 /[email protected]

SPINNING OG TABATA-Hörku púl og mikið stuð- Annar tíminn er heill hjólatími en í hinum tímanum eru gerðar ýmsar þol- og styrktaræfingar.

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl.18:30.Upplýsingar og skráning hjá Fríðu í síma 866-7702/[email protected]ámskeiðið hefst þriðjudaginn 20.september .

KARLAPÚLFjölbreytt og skemmtilegt námskeið þar sem aðal áherslan er að koma skrokknum í gott ástand og líða betur.

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 20.30 –21.30Upplýsingar og skráning í síma 865-5720 /[email protected]

Vetraropnunartími.gildir frá 12. september 2011mán og mið 6:00 – 13:00 og 16:00 – 21:00þri og fim 16:00 – 21:00

föstudagar 6:00 – 13:00 og 16:00 – 19:00laugardagar 10:00 – 14:00sunnudagar Lokað

Með fyrirvara um breytingar

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Ferjan Baldur

Vegna fjarveru ferjunnar Baldurs frá og með 4. september til allt að 8. október falla bílferjusiglingar yfir Breiðafjörð niður.

Á tímabilinu verða farnar ferðir til Flateyjar á farþegabátnum Særúnu sem hér segir.:Þriðjudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga:Frá Stykkishólmi kl. 14:00 Frá Flatey kl 17:30.Stoppað í Flatey 2 klst.Eftir 15. september falla laugardagsferðir niður. Farið verður á Brjánslæk í sérstökum tilfellum. Nánari upplýsingar í síma 433 2254 eða í netfangi [email protected]

Fatnaður og íþróttaskór á krakkana.

Didriksson úlpur komnar,

Innanhússkór og körfuboltaskór.

Takkaskór og gervigrasskór 20% afsl

Hummel gallar og buxur,

Puma og Hummel bómullarbuxur.Verið velkomin. Heimahornið.

DÓSAMÓTTAKANLokað v. sumarleyfa19. september 2011.

Stykkishólms-Pósturinn, 31. tbl. 18. árgangur 15. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Lifandi tónlist á laugardagskvöldið!

Opið:

Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 14

Mánud. - Fimmtud.: 18-21:30 Eldhús opið 18 - 21Föstudagar: 18-01 Eldhús opið 18 - 21Laugardagar: 12-01 Eldhús opið 12 - 14 & 18 - 21Sunnudagar: 17 - 21 Eldhús opið 18 - 21

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Verðum með gleraugnaþjónustu,

samhliða komu augnlæknis

fimmtudaginn 22. september og föstudaginn

23. september á Heilsugæslu Stykkishólms

Réttir og réttarkaffiRéttir í Arnarhólsrétt

sunnudaginn 18. september kl. 11

Kjötsúpa og vöfflur í

félagsheimilinu

Kvenfélagið Björk Helgafellssveit