6
SÉRRIT - 24. tbl. 19. árg. 21. júní 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Nýtt Þórsnes Nýtt skip liggur við Skipavíkurbryggju þessa dagana, en það var tekið niður úr Skipavíkurslipp s.l. mánudag. Að sögn Eggerts Halldórssonar í Þórsnesi kemur þetta skip til með að leysa Þórsnes II af hólmi. Nýja skipið hefur fengið nafnið Þórsnes SH 109 og er heldur stærri en fyrirrennarinn eða 360 brúttótonn en Þórsnes II var um 233 brúttótonn. Þórsnes SH 109 er með stærri lest og getur tekið 300 kör í lestina þ.e. um 100 tonn af fiski sem gerir hann mun hagkvæmari til að sigla hingað heim með aflann til vinnslu. Nýja Þórsnesið var smíðað 1964 og kemur frá Grindavík og mun Þórsnes II sem var smíðað fyrir félagið 1975 hafa gengið upp í kaupin. Stefnt er að því að hefja veiðar á Þórsnesinu eftir miðjan ágúst. Um stöðuna í saltfiskmálum þá eru menn uggandi yfir stöðunni í þeim löndum sem kaupa hvað mest af saltfiski frá Íslandi. Lækkun saltfisksverðs á Portúgal s.l. vetur hefur komið inn í reikningsdæmið og svo gæti farið að birgðahaldið færðist frá kaupendum til seljenda. Þó erfitt að segja til um hvernig þróunin á eftir að verða í Evrópu. Eggert sagði einnig að kvótaaukning hér heima væri smáræði, enda hefði Hafró ráðlagt níunda minnsta kvóta frá upphafi í kvótakerfinu á meðan Noregur væri að auka sinn kvóta um 190.000 tonn hjá sér, sem væri í raun allur íslenski kvótinn. Um veiðigjaldið vildi Eggert ekki tjá sig en taldi jákvætt að skeljabætur hafi haldist óbreyttar sem og byggðakvótinn í afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu á þriðjudagskvöld. am 17. júní Hátíðahöldin á 17. júní fóru vel fram í blíðskaparveðri. Magðalena Hinriksdóttir var fjallkonan í ár og Ólafur Kr. Ólafsson ræðumaður dagsins. Lúðrasveitin fór í fararbroddi skrúðgöngu um bæinn og lék nokkur lög í Hólmgarði þar sem hátíðardagskrá fór fram. Söng- og leikatriði unga fólksins í Hólminum voru þar á sviði og vöktu Karíus og Baktus mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar. Mikið fjör var svo við grunnskólann og á íþróttavelli þar sem Hvítasunnukirkjan sá um heilmikið karnival með ýsmum tæjkum auk þess sem traktorar voru til sýnis, auk bíla frá Sjúkra- og slökkviliði, hestamenn teymdu undir börnum, kvenfélagskonur buðu í kaffi á Hótelinu og knattspyrnuleikur milli körfunnar og fótboltans í Snæfelli fór fram á vellinum við mikla kátínu viðstaddra. am Orgelstykki og allskonar tónlist Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju fer af stað í næstu viku þegar Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari koma fram á tónleikum með efnisskrá sem flutt var við upphaf alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju 16. júní s.l. og þau fluttu í Bandaríkjunum í maí. Í kjölfarið verða margir stuttir orgeltónleikar þar sem íslenskir organistar um allt land koma og leika á nýja Klaisorgelið í Stykkishólmskirkju. Það er alveg ljóst að hróður orgelsins berst víða, því margir hafa sýnt því áhuga að koma og leika á hljóðfærið. Fyrstu tvær vikur sumartónleikaraðarinnar í ár verða orgelstykki í forgrunni en síðan koma innlendir og erlendir tónlistarmenn fram í kirkjunni fram eftir sumri. Nánari dagskrá sumartónleikanna verður auglýst síðar en einnig verður hægt að fylgjast með viðburðum á heimasíðu kirkjunnar www.stykkisholmskirkja.is og á Facebook síðu sumartónleikaraðarinnar. am Svipmyndir úr bæjarlífinu! www.stykkisholmsposturinn.is Þinn staður á netinu Við erum líka á Facebook!

Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

SÉRRIT - 24. tbl. 19. árg. 21. júní 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Nýtt Þórsnes

Nýtt skip liggur við Skipavíkurbryggju þessa dagana, en það var tekið niður úr Skipavíkurslipp s.l. mánudag. Að sögn Eggerts Halldórssonar í Þórsnesi kemur þetta skip til með að leysa Þórsnes II af hólmi. Nýja skipið hefur fengið nafnið Þórsnes SH 109 og er heldur stærri en fyrirrennarinn eða 360 brúttótonn en Þórsnes II var um 233 brúttótonn. Þórsnes SH 109 er með stærri lest og getur tekið 300 kör í lestina þ.e. um 100 tonn af fiski sem gerir hann mun hagkvæmari til að sigla hingað heim með aflann til vinnslu. Nýja Þórsnesið var smíðað 1964 og kemur frá Grindavík og mun Þórsnes II sem var smíðað fyrir félagið 1975 hafa gengið upp í kaupin. Stefnt er að því að hefja veiðar á Þórsnesinu eftir miðjan ágúst. Um stöðuna í saltfiskmálum þá eru menn uggandi yfir stöðunni í þeim löndum sem kaupa hvað mest af saltfiski frá Íslandi. Lækkun saltfisksverðs á Portúgal s.l. vetur hefur komið inn í reikningsdæmið og svo gæti farið að birgðahaldið færðist frá kaupendum til seljenda. Þó erfitt að segja til um hvernig þróunin á eftir að verða í Evrópu. Eggert sagði einnig að kvótaaukning hér heima væri smáræði, enda hefði Hafró ráðlagt níunda minnsta kvóta frá upphafi í kvótakerfinu á meðan Noregur væri að auka sinn kvóta um 190.000 tonn hjá sér, sem væri í raun allur íslenski kvótinn.Um veiðigjaldið vildi Eggert ekki tjá sig en taldi jákvætt að skeljabætur hafi haldist óbreyttar sem og byggðakvótinn í afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu á þriðjudagskvöld. am

17. júní

Hátíðahöldin á 17. júní fóru vel fram í blíðskaparveðri. Magðalena Hinriksdóttir var fjallkonan í ár og Ólafur Kr. Ólafsson ræðumaður dagsins. Lúðrasveitin fór í fararbroddi skrúðgöngu um bæinn og lék nokkur lög í Hólmgarði þar sem hátíðardagskrá fór fram. Söng- og leikatriði unga fólksins í Hólminum voru þar á sviði og vöktu Karíus og Baktus mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar. Mikið fjör var

svo við grunnskólann og á íþróttavelli þar sem Hvítasunnukirkjan sá um heilmikið karnival með ýsmum tæjkum auk þess sem traktorar voru til sýnis, auk bíla frá Sjúkra- og slökkviliði, hestamenn teymdu undir börnum, kvenfélagskonur buðu í kaffi á Hótelinu og knattspyrnuleikur milli körfunnar og fótboltans í Snæfelli fór fram á vellinum við mikla kátínu viðstaddra. am

Orgelstykki og allskonar tónlistSumartónleikaröð Stykkishólmskirkju fer af stað í næstu viku þegar Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari koma fram á tónleikum með efnisskrá sem flutt var við upphaf alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju 16. júní s.l. og þau fluttu í Bandaríkjunum í maí. Í kjölfarið verða margir stuttir orgeltónleikar þar sem íslenskir organistar um allt land koma og leika á nýja Klaisorgelið í Stykkishólmskirkju. Það er alveg ljóst að hróður orgelsins berst víða, því margir hafa sýnt því áhuga að koma og leika á hljóðfærið. Fyrstu tvær vikur sumartónleikaraðarinnar í ár verða orgelstykki í forgrunni en síðan koma innlendir og erlendir tónlistarmenn fram í kirkjunni fram eftir sumri. Nánari dagskrá sumartónleikanna verður auglýst síðar en einnig verður hægt að fylgjast með viðburðum á heimasíðu kirkjunnar www.stykkisholmskirkja.is og á Facebook síðu sumartónleikaraðarinnar. am

Svipmyndir úr bæjarlífinu!www.stykkisholmsposturinn.is

Þinn staður á netinuVið erum líka á Facebook!

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 24. tbl. 19. árgangur 21.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Dagskrá í Æðarsetrinu sem staðsett er í Norska húsinu er þegar komin af stað og stendur setrið fyrir nokkrum viðburðum í sumar líkt og í fyrra. N.k. sunnudag heldur Jón Einar forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi erindi um mömmuhópa æðarfugla.

Atlantsolía Stykkishólms-Sprettur sunnudaginn 1. júlíÞríþrautadeild Umf.Snæfells (3SNÆ) heldur sína fyrstu þríþrautakeppni sunnudaginn 1. Júlí nk. í Stykkishólmi. Þrautin verður svokölluð sprettþraut sem er stysta þrautin sem boðið er upp á hér á landi en í sprettþraut eru vegalengdirnar 400m sund, 10km hjól og 2,5-3km hlaup og hentar þessi keppni því vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þríþraut eða langar til að prufa eitthvað nýtt. Synt verður í Sundlaug Stykkishólms, hjólað upp að Helgafellsafleggjara og til baka og hlaupinn nettur hringur innanbæjar. Skiptisvæði verður á svæðinu á milli íþróttamiðstöðvar og grunnskóla.Félagar í 3SNÆ hvetja Hólmara til að taka virkan þátt í þessum viðburði. Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni, hvort sem þeir eru nýliðar eða ekki og viðkomandi þurfa ekki að vera skráðir í þríþrautafélag (upplýsingar um skráningu hér að neðan). Eins vantar sjálfboðaliða til að aðstoða við umsjón og utanumhald og þá væri nú ekki leiðinlegt að sjá bæjarbúa hópast út á næsta götuhorn til að hvetja keppendur JSkráning er þegar hafin á www.hlaup.com þar sem finna má hlekk á skráningarform, skráningu lýkur á miðnætti 27. júní. Keppt verður í tveimur flokkum karla og kvenna (16-39 ára og 40 ára og eldri) og er þátttökugjald kr. 2.000. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki og útdráttarverðlaun.Þeir sem eru tilbúnir til að taka þátt og/eða bjóða fram aðstoð sína og vilja fá frekari upplýsingar, geta sett sig í samband við undirritaða í síma eða tölvupósti. Nánari upplýsingar er einnig að finna á www.snaefell.is undir Þríþrautadeild.

Með þríþrautarkveðjum f.h. 3SNÆ,Íris Huld Sigurbjörnsdóttir

Sími 847-0229 / netfang: [email protected]

5.fl kv á Pæjumóti TM í Vestmannaeyjum

Snæfellsnes mætti með 20 stelpur á Pæjumótið og stóðu þær sig mjög vel og skemmtu sér frábærlega. Mótið byrjaði á fimmtudag og unnu stelpurnar alla sína leiki þann daginn. Föstudagurinn færði okkur sigra í tveimur leikjum og tap í einum hjá D liði en tvö töp og einn sigur hjá B liði. Mótið endaði á laugardag og komust bæði liðin í undanúrslit og kepptu um 3. – 4. Sæti. B lið mætti liði Vals og unnu okkar stelpur 0-1. D lið mætti liði Breiðabliks og unnu þær 2-1. Bæði liðin okkar komu því heim með brons verðlaunapening um hálsinn og auðvitað var það sjálfur Brynjar Gauti sem afhenti stelpunum verðlaunin. Frábært mót í allastaði og algjörlega frábær hópur sem var þarna að halda utanum stelpurnar. Þær spiluðu ekki bara fótbolta í eyjum heldur fóru líka í siglingu, rútuferð um eyjuna og auðvitað var farið að spranga. Stelpurnar þakka foreldrum fyrir þeirra framlag, Söluskála ÓK fyrir drykkjarföng og Hraðfrystihúsi Hellissands fyrir Pæjurnar af Nesinu peysurnar. Myndir frá mótinu má sjá á www.draumalidid.is Pæjurnar af Nesinu til hamingju með árangurinn!

Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi.

TILBOÐSDAGAR!!!15% afsláttur af öllum sundfatnaði

föstudag og laugardagVerið velkomin í Heimahornið

Framkvæmdir eru hafnar við bensínafgreiðslu Atlantsolíu við Aðalgötuna. Um sjálfsafgreiðslustöð er að ræða. Í síðustu viku fagnaði Atlantsolía 10 ára afmæli. En í dag rekur fyrirtækið 17. sjálfsafgreiðslustöðvar um landið og stöðin í Stykkishólmi sú 18 í röðinni. am

Æðarsetur í Norska húsinu

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 24. tbl. 19. árgangur 21.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fylgist með okkur á Facebook!

Erum með ýmislegt klárt á kantium þar sem veðrið og dagsstemningin ræður för!

Opið alla daga frá kl. 11:00www.narfeyarstofa.is & Facebook

Sími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

• Bæjarstjóri

Laugardaginn 30. júní n.k. verða kosningar til embættis forseta Íslands.

Í Stykkishólmi verður kjörstaður Setrið við tónlistarskóla Stykkishólms, Skólastíg 11

Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00

Kjörstjórn Stykkishólms

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 24. tbl. 19. árgangur 21.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Lionsklúbbur Grundarfjarðar gefur Fjölbrautaskóla Snæfellinga kr. 400.000 til kaupa á sviði.Sviðið mun koma til með að nýtast til ýmissa athafna eins og útskriftar skólans og annarra viðburða í skólalífinu.Lionsklúbbi Grundarfjarðar er þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Ljósmynd: Tómas Freyr Kristjánsson.

Gjöf til FSN

Nokkrar línur frá Fótboltasamstarfinu á SnæfellsnesiFótboltasumarið 2012 er byrjað á fullu. Snæfellsnes er með 11 lið á Íslandsmótinu í sumar og er flest þeirra byrjuð að spila. Iðkendafjöldi í sumar telur tæplega 200 börn. Sumarstarfið verður eins og undanfarin ár krakkarnir æfa hver hjá sínu félagi en mæta svo á samæfingar til að stilla sig saman fyrir leiki. Helstu mót sumarsins eru auk íslandsmótsins Pæjumót TM í Eyjum sem 5.fl kv er á núna. Smábæjarleikarnir á Blönduósi 23. – 24. Júní en þangað fara 7., 6. ka og kv og 5.fl ka. Strákarnir í 6.fl fóru á Pollamót KSI og stelpurnar í 6.fl fara á Hnátumót KSI. Það hefur skapast sú hefð að 4.fl fari á Gothia Cup í Svíþjóð stelpur og strákar til skiptis. Í ár eru það stákarnir sem fara. Í ágúst mánuði er ætlunin að fara á Atlantis mótið í Mosfellsbæ en það er dagsmót fyrir yngri flokkana 6.-8.fl ka og kv. Til þess að allir fái sem bestar upplýsingar um það hvað er að gerast viljum við byðja foreldra að láta vita ef þeir skipta um netföng. Hægt er að hafa samband við stjórn hvers félags eða senda póst á [email protected] Netfangalistarnir skipta okkur gríðarlega miklu máli og því þurfa þeir að vera réttir. Tengiliðir eru hluti af innrastarfi samstarfsins. Í hverjum flokki starfa þrír tengiliðir, einn frá hverju félagi. Tengiliðir aðstoða þjálfara við að ná til allra í flokknum og aðstoða við að koma iðkendum í leiki t.d. með því að fylgjast með því hvort að allir séu komnir með far. Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíður flokkana og færa þær yfir á www.123.is þar sem hýsirinn sem við vorum hjá er hættur. Þið munuð fá sendan link á síðu ykkar barna um leið og þær eru tilbúnar. En slóðin er tengd hverjum flokki t.d. er slóðin á 7.fl ka þessi http://7flkarlasnafellsnes.123.is/Á þessar síður koma t.d. upplýsingar um það hvenær næstu leikir eru og hvenær samæfingar eru og eiga iðkendur að láta vita á síðunum hvort þeir komast eða ekki. Við höldum full bjartsýni inn í fótboltasumarið og vitum að krakkarnir okkar eiga eftir að verða okkur til sóma hvar sem þau koma. Áframhaldandi gott samstarf við foreldra eflir okkur en frekar og hvetjum við foreldra til þess að vera í sambandi við okkur. Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi

VeislufjörGóðir landsmenn til sjávar og sveita.Gerið ykkur klár í bátana því hressa sumarskemmtunin Veislufjör 2012 er á leiðinni í heimsókn til ykkar. Snorri Helgason og hljómsveit hans, Mr Silla og spéfuglinn þjóðkunni, Hugleikur Dagsson, leggja í skemmtiferð hringinn í kringum landið með eitt sameiginlegt takmark; að skemmta landanum og frændfólki hans. Mr Silla leika lög af væntanlegri plötu, Snorri leikur safn laga af sínum tveim sólóplötum auk nýrra efnis og Hugleikur Dagsson fer með gamanmál og stýrir Veislufjörinu með skoplegum innskotum og óþarfa athugasemdum. Hópurinn mun troða upp á skemmtunum í sjö bæjarfélögum á jafn mörgum dögum seinnipart júní en staðirnir sem verða heimsóttir að þessu sinni eru Höfn í Hornafirði, Seyðisfjörður, Húsavík, Flateyri, Patreksfjörður, Flatey á Breiðafirði og Hafnarfjörður, sannkallaður öfugur hringur. Það eru Kraumur, Cheap Jeep og Rás 2 sem eru sérstakir verndarar Veislufjörs 2012. Miðasala fer fram við dyr á tónleikakvöldum.Miðaverð 2000 kr.

26. júní - Hótel Flatey - Flatey á Breiðafirði / Hefst kl 20:00

Ferð með OceanSafari frá Stykkishólmi kl. 18 og til baka eftir tónleikana. Upplýsingar um ferðina út í Flatey í síma 8 200 350

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur á undanförnum árum skapað sér gott orð í tónlistarheiminum bæði innanlands sem utan. Tónlist Snorra er nokkurs konar þjóðlagapoppbræðingur þar sem sterkar melódíur og kassagítarinn eru í forgrunni. Tónlist Snorra hefur verið líkt við söngvaskáld eins og Neil Young, Paul Simon og Harry Nilsson sem voru upp á sitt besta á árunum í kringum 1970.Snorri hefur verið starfandi sem tónlistarmaður í u.þ.b. 5 ár og hefur gefið út 4 plötur, 2 með hljómsveitinni Sprengjuhöllin og tvær sólóplötur, I’m Gonna Put My Name On Your Door (2009) og Winter Sun(2011) sem allar hafa fengið mikið lof gagnrýnenda. Lag Snorra, Verum í Sambandi, vann meðal annars til íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir lag ársíns vorið 2008.Hljómsveit Snorra Helgasonar er síbreytilegt fyrirbæri og núna skipa hana einungis tveir einstaklingar ásamt Snorra, þau Sigurlaug Gísladóttir(múm & Mr. Silla) sem syngur og spilar á ukulele og Guðmundur Óskar Guðmundsson(Hjaltalín, Borko, Heiðurspiltar o.fl.) sem spilar á rafbassa og barítóngítar.Mr Silla er hljómsveit sem er stofnuð af söngkonunni og gítarleikaranum Sigurlaugu Gísladóttur (múm, mr silla & mongoose) og Gunnari Erni Tynes (múm, Andhéri) sem farartæki fyrir lagasmíðar Sigurlaugar en hún er einnig aðalsöngkona sveitarinnar. Þau kölluðu til liðs við sig gítarleikarann Gylfa Blöndal (kimono, Borko), bassaleikarann Halldór Örn Ragnarsson (Seabear), gítar- og hljómborðsleikarann Kristinn Gunnar Blöndal (Bob Justman, Botnleðja, Ensími) og trymbilinn Magnús Trygvason Eliassen (amiina, Sin Fang, ADHD). Gunnar Örn leikur á bassa, hljómborð og gítar auk þess sem að hann sér um upptökustjórn og eftirvinnslu. Hljómsveitin hyggur á útgáfu hljómplötu í sumar.Hugleikur Dagsson fæddist á Akureyri árið 1977.Fyrstu tuttugu árin læddist hann meðfram veggjum og las Spider-man. Árið 2002 útskrifaðist hann úr LHÍ og svo byrjaði hann að gefa út kúkabrandara í bókum. Kerskni hans smitaðist svo útí leikrit, sjónvarp og uppistand.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 24. tbl. 19. árgangur 21.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Tilkynning um straumleysi

Ágætu raforkunotendur.

Rafmagnslaust verður norðan Skarðheiðar aðfararnótt föstudagsins 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra.Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og Snæfellsnes og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa, Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér.Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur.

RARIK Vesturlandi

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is Bilanasími: 528 9390

„Hér eiga jöklarnir átthaga sína“Tón- og myndlistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson

fagnar sextugs afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður opnuð málverkasýning með verkum Bjartmars

í Hótel Stykkishólmi, sunnudaginn 24. júní kl. 15:00Listsköpun Bjartmars hefur löngum verið nátengd

sjómennsku og brauðstritinu við sjávarsíðuna og hefur hann hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Við opnunina mun listamaðurinn leika nokkur af sínum þekktustu lögum.

Léttar veitingar og allir velkomnir

Hótel Stykkishólmur

24. júní kl. 13Fyrirlestur um mömmuhópa.

Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, talar um foreldra- umönnun hjá æðarfugli.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 21.júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 24. tbl. 19. árgangur 21.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

Kæru StykkishólmsbúarSjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2012 er til sölu í versluninni Sjávarborg og í

versluninni Skipavík við Aðalgötu. Takk fyrir góðar viðtökur á blaðinu.

Sjómannadagsblað Snæfellssbæjar

SumartónleikarStykkishólmskirkju

ORGELSTYKKIÍslenskir organistar leika á hið glæsilega Klaisorgel í

Stykkishólmskirkju 28. júní - 12. júlí 2012

28.júní Hörður Áskelsson orgel og Inga Rós Ingólfsdóttir selló

1. júlí Helga Þórdís Guðmundsdóttir

5.júlí Jónas Þórir

8. júlí Kjartan Sigurjónsson

10. júlí Jón Bjarnason

12.júlí Hilmar Örn Agnarsson orgel og píanó, Björg Þórhallsdóttir sópran og Elísabet Waage harpa.

4.júlí Stonehaven Chorus - Skotland

17. júlí Voices Unlimited - Austurríki

29.júlí Andri Björn Róbertsson bass-barítón

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

4.ágúst Holmekoret - Danmörk

16.ágúst Þór Breiðfjörð og

Valgerður Guðnadóttir

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

www.stykkisholmskirkja.isFacebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju