6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 18. tbl. 20. árg. 16. maí 2013 Rækuveiðar við Breiðafjör Sjö börn í sjó í Borgarnesi Sunnudaginn 12. maí opnaði myndlistarsýning í veitingasal Landáms- seturs. Sýndar eru tré- skurðarmyndir eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykkishólmi. Flest verka Ingibjargar eru byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og ber þessi sýning yfirskriftina Sjö börn í sjó. Hvert verk er einstakt en sumar sögurnar hefur Ingibjörg túlkað oftar en einu sinni í mismunandi myndum. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 10 – 21 eða þegar veitingahús Landnámsseturs er opið. Mánudaginn 13. maí afhentu Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hvatningarverðlaun fyrir framsækið fagstarf í skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs. Verðlaunagripina gerði Ingibjörg Ágústsdóttir. am Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag eru rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar frá miðnætti 14.5.2013. Veiðarnar eru leyfðar vestan Krossanesvita fram til 1. júlí n.k. Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu. Athygli skal vakin á að samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1.000 tonn 2013 ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu. am Þjóðgarður, salerni, Vatnshellir og gestastofa Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er að komast í sumarfötin. Salernin á Djúpalónssandi hafa verið opnuð. Gestastofa opnar n.k. laugardag 18. maí og verður opin alla daga í sumar frá kl. 10 - 17. Hinar sívinsælu ferðir í Vatnshelli munu verða í umsjá Þórs Magnússonar og er símanúmer Vatnshellisins 6652818. am Lionsmenn gefa sendir í sjúkrabíl Báðir Lionsklúbbar Stykkishólms héldu lokafund sinn s.l. miðvikudag og við það tilefni afhenti Lionsklúbburinn sjúkrabílnum gjöf sem kemur í góðar þarfir. Það voru þeir Guðmundur Kristinsson gjaldkeri og Hermundur Pálsson formaður sem afhentu Einari Þór Strand sjúkraflutningamanni tækið. Tækið er í raun viðbót við hjartarita bílsins og sendir upplýsingar á nokkrum sekúndum til sérfræðinga sem geta lesið úr því og úrskurðað hvort flytja þarf sjúkling suður eða á sjúkrastofnun í nágrenninu. Við útkall er því mögulegt að greina á mjög skömmum tíma hjartalínuritið. Tækið er á gráu svæði í kerfinu þar sem það tilheyrir ekki föstum búnaði sem ríkið hefur samið um við Rauða krossinn í sjúkrabifreiðar en á tímum stækkandi svæðis sem læknar hafa á sinni könnu getur tækið skipt sköpum, sagði Einar í samtali við Stykkishólms- Póstinn. am Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga Héraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. Viðfangsefni nefndarinnar er rekstur í stórum dráttum Byggðasafnins og þar með Norska hússins, gerð fjallskilasamþykktar og umhverfisvottunarverkefnið Earth Check. Komið er að viðhaldi og viðgerðum Norska hússins og bera áætlanir merki þess. Nefnd bæjarstjóra og oddvita sveitarfélaganna lagði til: „...að Héraðsnefndin haldi áfram sínum störfum. Framkvæmdaráð taki að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðsnefndar, sem í dag eru rekstur héraðssafns og Earth Check umhverfisvottunarinnar. Fagleg nefnd taki til starfa sem starfi með forstöðumanni Héraðssafns Snæfellinga, Norska hússins. Framkvæmdaráð, sem skipað væri bæjarstjórum stærri sveitarfélaganna og oddvitum minni sveitarfélaganna, myndi funda reglulega með starfsmönnum Earth check og Héraðssafns. Gert er ráð fyrir að fundir væru á 6 vikna fresti og forseta bæjarstjórna myndu sitja annan hvern fund.“ Gyða Steinsdóttir var kjörin formaður Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Nánar má lesa um samþykktir og annað efni frá fundinum á www.stykkisholmur.is am

Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 18. tbl. 20. árg. 16. maí 2013

Rækuveiðar við Breiðafjör Sjö börn í sjó í BorgarnesiSunnudaginn 12. maí opnaði myndlistarsýning í veitingasal Landáms-seturs. Sýndar eru tré-skurðarmyndir eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykkishólmi. Flest verka Ingibjargar eru byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og ber þessi sýning yfirskriftina Sjö börn í sjó. Hvert verk er einstakt en sumar sögurnar hefur Ingibjörg túlkað oftar en einu sinni í mismunandi myndum. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 10 – 21 eða þegar veitingahús Landnámsseturs er opið. Mánudaginn 13. maí afhentu Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hvatningarverðlaun fyrir framsækið fagstarf í skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs. Verðlaunagripina gerði Ingibjörg Ágústsdóttir.

am

Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag eru rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar frá miðnætti 14.5.2013. Veiðarnar eru leyfðar vestan Krossanesvita fram til 1. júlí n.k.Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.Athygli skal vakin á að samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1.000 tonn 2013 ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu. am

Þjóðgarður, salerni, Vatnshellir og gestastofaÞjóðgarðurinn Snæfellsjökull er að komast í sumarfötin. Salernin á Djúpalónssandi hafa verið opnuð. Gestastofa opnar n.k. laugardag 18. maí og verður opin alla daga í sumar frá kl. 10 - 17. Hinar sívinsælu ferðir í Vatnshelli munu verða í umsjá Þórs Magnússonar og er símanúmer Vatnshellisins 6652818. am

Lionsmenn gefa sendir í sjúkrabíl

Báðir Lionsklúbbar Stykkishólms héldu lokafund sinn s.l. miðvikudag og við það tilefni afhenti Lionsklúbburinn sjúkrabílnum gjöf sem kemur í góðar þarfir. Það voru þeir Guðmundur Kristinsson gjaldkeri og Hermundur Pálsson formaður sem afhentu Einari Þór Strand sjúkraflutningamanni tækið. Tækið er í raun viðbót við hjartarita bílsins og sendir upplýsingar á nokkrum sekúndum til sérfræðinga sem geta lesið úr því og úrskurðað hvort flytja þarf sjúkling suður eða á sjúkrastofnun í nágrenninu. Við útkall er því mögulegt að greina á mjög skömmum tíma hjartalínuritið. Tækið er á gráu svæði í kerfinu þar sem það tilheyrir ekki föstum búnaði sem ríkið hefur samið um við Rauða krossinn í sjúkrabifreiðar en á tímum stækkandi svæðis sem læknar hafa á sinni könnu getur tækið skipt sköpum, sagði Einar í samtali við Stykkishólms-Póstinn. am

Aðalfundur Héraðsnefndar SnæfellingaHéraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. Viðfangsefni nefndarinnar er rekstur í stórum dráttum Byggðasafnins og þar með Norska hússins, gerð fjallskilasamþykktar og umhverfisvottunarverkefnið Earth Check. Komið er að viðhaldi og viðgerðum Norska hússins og bera áætlanir merki þess. Nefnd bæjarstjóra og oddvita sveitarfélaganna lagði til: „...að Héraðsnefndin haldi áfram sínum störfum. Framkvæmdaráð taki að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðsnefndar, sem í dag eru rekstur héraðssafns og Earth Check umhverfisvottunarinnar. Fagleg nefnd taki til starfa sem starfi með forstöðumanni Héraðssafns Snæfellinga, Norska hússins.Framkvæmdaráð, sem skipað væri bæjarstjórum stærri sveitarfélaganna og oddvitum minni sveitarfélaganna, myndi funda reglulega með starfsmönnum Earth check og Héraðssafns. Gert er ráð fyrir að fundir væru á 6 vikna fresti og forseta bæjarstjórna myndu sitja annan hvern fund.“ Gyða Steinsdóttir var kjörin formaður Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Nánar má lesa um samþykktir og annað efni frá fundinum á www.stykkisholmur.is

am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 20. árgangur 16. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði verður í söng- og skemmtiferð á Snæfellsnesi dagana 25. og 26. maí nk.Sönghópurinn syngur í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. maí kl. 16.00. Á sunnudeginum verður farin skoðunarferð um Snæfellsnesið og væntanlega komið við á dvalar- og hjúkrunaruheimilinu Jaðri í Ólafsvík þar sem sungið verður fyrir heimilisfólk.Söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Á söngskránni eru sextán lög íslensk og erlend.Söngfélagar hafa verið um 40 á þessu starfsári og einsöngvarar eru Skúli Jóhannsson og Þorbergur Skagfjörð Jósefsson. Á harmóníku leikur Hermann Jónsson. (Fréttatilkynning)

Sönghópur á ferð

Fjöldi nemenda sem stunda nám í myndlistavali skólaárið 2012-´13 var 13 og koma þeir úr 8., 9. og 10. bekk.Meginmarkmið hjá nemendum þetta skólaárið tengist veðri, veðrun og náttúruöflum. Var í því skyni haft samráð við safnstjóra norska hússins, ÖlmuDís Kristinsdóttur, þar sem hún kynnti fyrir nemendum tilgang og notkun safna og gildi þeirra í menntun þjóðarinnar. Nemendur skyldu heimsækja Eldfjallasafnið, Norska húsið og Vatnasafnið og vinna verk tengd þessum heimsóknum. Áður en nemendur fóru í Eldfjallasafnið, sem var fyrsta heimsóknin, þá höfðu þeir málað rigningamynd og tengist það verkefni veðurrannsóknum Árna Thorlacíusar í Norska húsinu.Haraldur Sigurðsson hinn þekkti eldfjallafræðingur og stofnandi eldfjallasafnsins tók á móti nemendum og fræddi þá um hvernig eldgos hafa áhrif á menningu og myndlist þeirra sem upplifa slíkar hamfarir. Hann sýndi nemendum fjölda myndverka sem í safninu eru og tengjast eldsumbrotum um allan heim. Var mikill fengur af þessari heimsókn sem gaf nemendum innblástur í næsta verkefni, sem var verk um eldgos og höfðu þeir val bæði um efni og aðferð.Fyrir jólin aðstoðuðu nemendur við að færa Norska húsið í jólabúning með skrauti sem safnast hefur saman með tíð og tíma. Tengist sú vinna þó ekki veðrun nema á þann hátt hve tíminn hefur farið misvel með hlutina.Næsta verkefni var heimsókn í Vatnasafnið. Þar teiknuðu nemendur útsýnið í góðu veðri. Teikningar þeirra voru skannaðar í tölvu og unnar þar áfram í myndvinnsluforriti.

Gunnar Gunnarsson, myndmenntakennari.

Afrakstur hópsins er til sýnis í Norska húsinu þessa dagana og er opnunartími auglýstur í blaðinu. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. am

Myndlistarval Grunnskólans í Stykkishólmi 2013

Í tindaverkefninu Saman klífum brattann voru farnar á uppstigningardag, 9. maí, ferð á Ennið við Ólafsvík, Drápuhlíðarfjall og síðan á Helgafell.

Það er Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur sem er forsprakki verkefnisins. Hann vinnur að bók um verkefnið og ætlar að ganga á sem flest fjöll á 12 mánuðum. Ágóði af sölu bókarinnar á að renna til styrtarfélags krabbameinssjúkra barna. Ekki er þátttökugjald í göngurnar en fólki er bent á að hægt er að styðja félagið og eru baukar bæði á bensínstöðinni og í sundlauginni. Hægt er að fylgjast með ferðum Þorsteins og félaga inn á síðu skb.is og öllum er frjálst að slást í hópinn hvenær sem er. Á Drápuhlíðarfjall gengu 22 og þar af 11 sem héldu beint á Helgafell á eftir. Veðrið skartaði sínu fegursta og voru það glaðir göngumenn sem héldu heim eftir velheppnaðan dag.

Hanna Jónsdóttir

Gengið var á bæjarfjöll á Snæfellsnesi á uppstigningadag.

Skilafrestur í næsta blað er föstudagurinn 17. maí Lista- og menningarsjóður

Stykkishólmsbæjar

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

[email protected] Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Sögur fyrir selló og söngrödd

Tónleikar laugardaginn 18. maí kl. 17í Stykkishólmskirkju

Fjölbreytt efnisskrá m.a. sænsk þjóðlagatónlist, djass og klassísk tónlist. Flytjendur eru Sanna Andersson og Anna K. Larson

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 20. árgangur 16. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Skólaslit í Stykkishólmskirkjuufimmtudaginn 16. apríl kl. 18

Allir nemendur og foreldrar hvattir til að mæta.

Afhent verða prófskírteini og ársskírteini.

Innritun fyrir næsta skólaár er hafin.

Umsóknum skal skila rafrænt á heimasíðu: www.

stykkisholmur.is/tonlistarskolinn

Innritun lýkur 12. júní.

Opið alla daga frá kl. 12Nýr sumarmatseðill um helginawww.narfeyrarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

- fagleg og freistandi

Allar eignir á www.faststykk.is

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

Umhverfisdagar Stykkishólmsbæjar

verða 24.-29. maí 2013Dagskráin verður auglýst nánar í næsta

Stykkishólms-Pósti.

Starfsmenn áhaldahúss hirða garðaúrgang sem skilinn er eftir við lóðamörk.

Garðsláttur sumarið 2013

Stykkishólmsbær býður upp á garðslátt, rakstur og hirðingu lóða fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Þeir sem óska eftir garðslætti í sumar eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk Ráðhússins í síma 433- 8100.

Bæjarstjóri

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös 18:00Aukaferðir: Laugard. 18.& 25.maí Frá Stykkishólmi kl. 9 og frá Brjánslæk kl. 12.25

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

HÚS TIL SÖLU

Aðalgata 12184,6 fm. steinsteypt hús á tveimur hæðum byggt árið 1945 ásamt 38 fm. bílskúr byggðum árið 1950. Í hús-inu eru tvær íbúðir. Neðri

hæð sem er 87,8 fm. skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Sameiginlegt þvot-tahús er á neðri hæð. Efri hæð sem er 96.8 fm. skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og þrjú svefnher-bergi. Þá er lítið þvottahús innaf baðherbergi. Bílskúr er einangraður og með nýlegum gluggum og þaki. Sólpallur er í garði. Verð 28.000.000,-. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 20. árgangur 16. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Árleg styrktarganga „Göngum saman“Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum. Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini og almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein. Ein helsta fjáröflunarleið félagsins hefur verið árleg styrktarganga sem við hér í Stykkishólmi tókum nú þátt í í þriðja sinn.Við vorum með sölubás í Bónus á laugardeginum og við sundlaugina fyrir göngu. Söfnuðust hér 122 þúsund sem við erum rífandi glaðar með.34 tóku þátt í göngunni og 3 hundar í einmuna veðurblíðu. Hópurinn skellti sér síðan í sund eftir göngu í boði Stykkishólmsbæjar. Hafið bestu þakkir fyrir ykkar framlag til Göngum saman í ár.

Hanna Jónsdóttir

Hér kemur uppskrift frá Eddu Baldursdóttir

Perukaka á hvolfi:200 gr. mjúkt smjör250 gr. hveiti4 egg250 gr. púðusykur2 tsk. lyftiduft2 tsk. kanill1 - 2 dós af perum

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjum út í og hrærið smá. Að lokum er hveiti, lyftidufti og kanil bætt saman við og hrært þangað til að allt er blandað vel saman.

Smjörpappír er settur á botninn á skúffukökuformi, perunum raðað á smjörpappírinn og deginu hellt yfir perurnar og dreyft út í allt formið.

Bakið við 180° hita í 30 - 40 mín.

Látið kökuna kólna, leggið bakka, disk eða annað sem er svipað og skúffukökuformið ofan á kökuna og hvolfið kökunni, fjarlægið formið og smjörpappírinn og kakan er til.

Ég skora á vinkonu mína hana Guðfinnu Rúnarsdóttir (í x-inu) að gefa ykkur uppskrift.

7. bekkur GSS

Perukaka á hvolfi hætti Eddu

Nafn: Jón Einar JónssonAldur: 38 ára

1) Hvað gerir þú á daginn?Í vinnunni þá er starf mitt að vera vísindamaður. Ég safna gögnum, vinn úr þeim og skrifa um niðurstöðurnar. Á sumrin fer ég oft út að safna gögnum2) Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Vera úti við á sumrin, hvort sem er í vinnunni, garðinum eða annars staðar.3) Viltu segja okkur aðeins frá fuglum sem þið eruð að vinna með?Ég vinn mest með æðarfugl, gæsir og dílaskarf. Allar tegundirnar verpa við Breiðafjörð. Æðarfugl er mikilvægur vegna dúnsins. Gæsirnar eru farnar að verpa hér í meira mæli en áður. Þá hefur skörfunum fjölgað sl. 20 ár.4) Hvað ætlar þú að gera í sumar?Vinna og vonandi spila eitthvað golf.5) Hvað ertu að kenna í Háskóla Íslands?Ég kenni fuglafræði og dýrafræði. Dýrafræði fjallar um þróun hryggdýra og líkamsbyggingu en fuglafræði um hegðun og lifnaðarhætti fugla.

7. bekkur GSS

Hólmari vikunnar

Hvítt og fínt með matarsóda!

Eftir að hafa farið yfir nokkur góð heimilisráð með sítrónu og ediki vil ég kynna fyrir ykkur þriðja efnið í þessari heimagerðu og umhverfisvænu hreinsilínu – Matarsóda!Matarsóda má nota til ýmissa verka, blanda hann saman við önnur umhverfisvæn efni eða nota hann einan og sér. Matarsódinn eyðir vondri lykt og hreinsar upp fitu og bletti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að búa til frábæran blettaeyðir með því einu að blanda saman matarsóda og örlitlu vatni. Þykkri blöndunni er nuddað yfir blettinn og flíkin svo þvegin eins og venjulega. Þessi undrablanda ræður við flesta bletti. Eins ef þú vilt að hvíti þvotturinn verði hvítari, þá er gott ráð að strá matarsóda út í bala af vatni og leggja hvíta þvottinn í bleyti. Misjafnt er hversu lengi þvotturinn þarf að liggja í bleyti en það þarf að meta hverju sinni.Hver kannast ekki við skápalyktina sem skemmir ferska ilminn af nýþvegnum þvottinum? Gott ráð er að setja matarsóda í skál og inní skáp í nokkra daga og þar með er þetta vandamál afgreitt!Einnig má nota matarsóda til að þvo fitu af eldhúsbekknum og veggflísunum. Þá er matarsódanum stráð á rakan svamp og þurrkað yfir. Strjúkið síðan yfir með hreinu vatni. Þar með er fita, blettir og vond lykt úr sögunni og skjannahvítur þvotturinn hangir á snúrunum, gæti ekki verið betra!Harpa Auðunsdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfelsness ([email protected])

Kæru viðskiptavinir,Meistarinn opnar föstudaginn

17.maí klukkan 12:00

Hlökkum til að sjá ykkur

N.k. laugardag heimsækja Stykkishólmskirkju sænsku tónlistarkonurnar Anna Larson og Sanna Andersson og verða með tónleika kl. 17 Þær stöllur munu segja sögur með söngrödd og sellói og hafa hlotið margskonar viðurkenningar fyrir framlag sig á Norðurlöndunum. Þær munu m.a. flytja verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson sem var sérstaklega samið fyrir þær. Báðar hafa þær hlotið margvíslega styrki og viðurkenningar fyrir starf sitt en báðar starfa þær í Evrópu hvor á sínu sviði við tónleikahald, sýningar og kennslu í tónlistarháskólum en mynda einnig dúettinn „En Vokalist & En Cellist“. am

Sænskur dúett á heimsmælikvarða

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 20. árgangur 16. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Kona á þrítugsaldri leitar að leiguhúsnæði í Stykkishólmi - annað hvort herbergi eða lítilli íbúð

vegna sumarvinnu. Helst fyrir 1. júní og fram í byrjun september 2013. Er reglusöm, snyrtileg og reyklaus. Skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í s. 823-5893

Messa verður í Stykkishólmskirkju á Hvítasunnudag (19. maí) kl. 14.00.

Fermt verður í messunni.Fermd verða:Ágúst Nils Einarsson Strand, Silfurgötu 6Ásta Kristný Hjaltalín, Víkurflöt 9Björg Brimrún Sigurðardóttir, Hjallatanga 46Guðrún Bergmann Agnarsdóttir, Neskinn 7Haukur Páll Kristinsson, Skólastíg 32Ísól Lilja Róbertsdóttir, Víkurflöt 8Jón Grétar Benjamínsson, Skúlagötu 6Kristín Alma Rúnarsdóttir, Nestúni 1Kristrós Erla Bergmann Baldursdóttir, Búðanesi 1María Rún Halldórsdóttir, Skólastíg 25Særún Ósk Arnarsdóttir, Neskinn 4Thelma Ólafsdóttir, Víkurflöt 2

Messa verður í Helgafellskirkju 2. Hvítasunnudag (20. maí) kl. 14.00.

Fermt verður í messunni.Fermd verður:Jóhanna Kristín Hjaltalín, Garðaflöt 5

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fjármálastjóra í 50% stöðu til afleysingar frá

01.08.2013 -01.02.2014.Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.Fjármálastjóri annast allar fjárreiður skólans. Í því er meðal annars fólgið að færa bókhald, gera fjárhags- og rekstraráætlanir, afstemmingar og fleira.Menntunar og hæfniskröfur:• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.• Reynsla af sambærilegum störfum æskileg.• Þekking af bókhaldi æskileg.• Skipulögð/lagður.• Góð tölvukunnátta.• Hæfni í mannlegum samskiptum.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2013. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið [email protected]. Einnig er hægt að senda um-sóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði.

Umsóknarfrestur er til 30.maí 2013.Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsók-num verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu [email protected] eða í síma 8917384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.

Skólameistari

Útisundlaugin verður lokuð frá 21. - 24. maí n.k. v. viðgerða.

Sundlaug Stykkishólmss

Í tilefni af 70 ára afmæli mínu 20. maí (annan í hvítasunnu) ætla ég að vera með heitt á könnunni fyrir ættingja, vini og samferðafólk í safnaðarheimli Stykkishólmskirkju á afmælisdaginn kl. 15 - 17Hulda Fjóla Magnúsdóttir

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 20. árgangur 16. maí 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Opið húsá Hótel Stykkishólmi

Laugardaginn 18. maí kl. 14-16verður opið hús á Hótel Stykkis-hólmi þar sem gestum gefst kostur á að skoða breytingar sem gerðar voru á hótelinu í vetur.

Léttar veitingar í boði.

Allir velkomnir

Opið á Hvítasunnudag og

annan í hvítasunnu frá kl. 9-16.

Alltaf nýbakað

Hlökkum til að sjá þig

Starfsfólk Nesbrauðs ehf, Nesvegi 1, sími 438-1830

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Opið fimmtudag til sunnudags frá kl.18

Fylgist með á Facebook

Skósprengjan heldur áframEnn er hægt að gera góð

kaup í bestu númerunum... Og nú til viðbótar

- allir nýjir skór með 20% Hvítasunnuafslætti

Ykkar er ágóðinn... Heimahornið, búðin þín