8
SÉRRIT - 30. tbl. 18. árg. 8. september 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Þyrla á ferðinni Hún vakti óneitanlega athygli svarta þyrlan sem sveimaði yfir Stykkishólmi í síðustu viku og endaði með því að lenda á hólnum við hliðina á hótelinu. Það var ekki laust við að nokkrir bæjarbúar yrðu forvitnir, reyndar voru þeir sumir hverjir með þetta á hreinu, Kínverjarnir væru komnir. Þeim hefði ekki nægt Grímstaðir á Fjöllum nú ætti að kaupa Stykkishólm líka. Þegar betur var að gáð þá var þetta nú ekki alveg svona dramatískt heldur reyndust þarna vera franskir sjónvarpsmenn á ferð. Þeir vinna við gerð þáttar sem hefur lengi verið sýndur í Frakklandi og fjallar um sjóinn og hingað voru Frakkarnir mættir til að mynda við strönd Íslands. Skyggni var hinsvegar lélegt þennan dag og lítið hægt að mynda þannig að það var ákveðið að athuga hvort hægt væri að fá gistingu á næsta hóteli sem reyndist vera Hótel Stykkishólmur. Það reyndist vera og því gistu þeir félagar eina nótt og héldu svo áfram ferð sinni um strandlengu landsins. Ný flotbryggja í Stykkishólmshöfn Það var líf á höfninni í síðustu viku. Verið var að dytta að Baldri fyrri part dags alla vikuna vegna væntanlegra siglinga skipsins milli lands og Vestmannaeyja. Skipavíkurmenn voru á fullu þegar ljósmyndari blaðsins leit við. En það var ekki bara það að Baldur lægi við annan bryggjukant en venjulega það var eitthvað annað skrýtið! Kom í ljós að búið var að bæta við nýrri flotbryggju sem Skipavík var að smíða og steypa í sumar og er hún þegar komin í notkun. Það mátti því sjá ýmsar gerðir báta í höfninni og eflaust er þess stutt að bíða að allar bryggjur verði þéttsetnar bátum. Líf í höfnum landsins hefur tekið kipp þar sem smábátum hefur fjölgað og þeir flestir á strandveiðum, m.a.s. heyrist jákvæð umræða þetta úr Reykjavík þar sem gamla hafnarsvæðið með tónlistarhúsið Hörpu á einum bryggjukantinum, hefur lifnað við ekki síst vegna tilkomu allra smábátanna sem stunda veiðar um þessar mundir. am www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara í 17. ár Fréttir frá Stykkishólmi og nágrenni.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

SÉRRIT - 30. tbl. 18. árg. 8. september 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Þyrla á ferðinniHún vakti óneitanlega athygli svarta þyrlan sem sveimaði yfir Stykkishólmi í síðustu viku og endaði með því að lenda á hólnum við hliðina á hótelinu. Það var ekki laust við að nokkrir bæjarbúar yrðu forvitnir, reyndar voru þeir sumir hverjir með þetta á hreinu, Kínverjarnir væru komnir. Þeim hefði ekki nægt Grímstaðir á Fjöllum nú ætti að kaupa Stykkishólm líka. Þegar betur var að gáð þá var þetta nú ekki alveg svona dramatískt heldur reyndust þarna vera franskir sjónvarpsmenn á ferð. Þeir vinna við gerð þáttar sem hefur lengi verið sýndur í Frakklandi og fjallar um sjóinn og hingað voru Frakkarnir mættir til að mynda við strönd Íslands. Skyggni var hinsvegar lélegt þennan dag og lítið hægt að mynda þannig að það var ákveðið að athuga hvort hægt væri að fá gistingu á næsta hóteli sem reyndist vera Hótel Stykkishólmur. Það reyndist vera og því gistu þeir félagar eina nótt og héldu svo áfram ferð sinni um strandlengu landsins.

Ný flotbryggja í StykkishólmshöfnÞað var líf á höfninni í síðustu viku. Verið var að dytta að Baldri fyrri part dags alla vikuna vegna væntanlegra siglinga skipsins milli lands og Vestmannaeyja. Skipavíkurmenn voru á fullu þegar ljósmyndari blaðsins leit við. En það var ekki bara það að Baldur lægi við annan bryggjukant en venjulega það var eitthvað annað skrýtið! Kom í ljós að búið var að bæta við nýrri flotbryggju sem Skipavík var að smíða og steypa í sumar og er hún þegar komin í notkun. Það mátti því sjá ýmsar gerðir báta í höfninni og eflaust er þess stutt að bíða að allar bryggjur verði þéttsetnar bátum. Líf í höfnum landsins hefur tekið kipp þar sem smábátum hefur fjölgað og þeir flestir á strandveiðum, m.a.s. heyrist jákvæð umræða þetta úr Reykjavík þar sem gamla hafnarsvæðið með tónlistarhúsið Hörpu á einum bryggjukantinum, hefur lifnað við ekki síst vegna tilkomu allra smábátanna sem stunda veiðar um þessar mundir. am

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Nú eru báðar lúðrasveitirnar byrjaðar að æfa. Fyrstu æfingarnar voru í síðustu viku og tókust mjög vel. Martin Markvoll hefur tekið við stjórn sveitanna á ný. Hann er mjög ánægður að heyra hvað krökkunum hefur farið mikið fram og hlakkar til að vinna með þeim aftur.Lúðrasveitirnar stefna á hefðbundna tónleika í vetur, hausttónleikarnir verða í nóvember, Litla Lúðró ætlar að heimsækja leikskólann og Stóra Lúðró stefnir á æfingabúðir og kannski á landsmót í október. Fréttir verða sagðar reglulega á heimasíðu skólans.

BúningarBúið er að panta ný vesti sem verða vonandi tilbúin á næstu tónleikum. Norska húsið hefur fengið að gjöf eitt sett af öllum búningum lúðrasveitarinnar til að varðveita með öðrum sögulegum minjum bæjarins.Á fyrstu æfingunum nú í vikunni mátuðu krakkarnir gamla búninga sér til gamans og reyndu að fá tilfinningu fyrir gömlu tímunum. Hér fyrir ofan má sjá mynd af félögum í Litlu Lúðró í gráu jökkunum sem voru notaðir með rauðu vestunum „í gamla daga”.Lýst er eftir týndu hljóðfæriÍ sumar hvarf kornett úr tónlistarskólanum. Kornett er svipað trompeti, en minna. Þetta er nýlegt Yamaha gull litað hljóðfæri. Ef einhver veit um hvar það er niðurkomið yrðum við afar þakklát að vita af því.Nýir hljóðfæraleikarar velkomnirHljóðfæraleikarar sem ekki eru í tónlistarskólanum eru velkomnir að taka þátt í vetarstarfinu. Nokkur „göt“ eru í sveitinni sem gott væri að fá fyllt upp í, t.d. vantar alveg:

- saxofóna (alt- og tenór)- baritón horn- túbu- rafgítar

Öll hin blásturshljóðfærin eru að sjálfsögðu velkomin líka. Hafið samband við Martin (s. 863 2019 eða 433 8144). Æfingar eru á fimmtudögum kl. 16:44 - 18:44. Skólastjóri

Fréttir frá Lúðrasveit Stykkishólms

Íslandsmeistarar

Snæfellsnes‚ Íslandsmeistari í þriðja flokki karla sjö manna liða!Úrslitakeppni 3. flokks karla í sjö manna bolta var haldin á Höfn í Hornafirði um þarsíðustu helgi. Fjögur lið léku til úrslita í þessum flokki og voru það auk Snæfellsness lið Sindra frá Höfn, UMFL frá Þórshöfn og Skallagrímur Borgarnesi. Leikið var á laugardag og sunnudag. Fyrir lokaleikinn sem var gegn Sindra var staðan sú að Snæfellnesi nægði jafntefli þar sem þeir voru með betra markahlutfall en Sindri úr viðureignunum við Skallgrím (6-2)og UMFL (6-1). Eins og fyrr segir var síðan lokaleikurinn háður á sunnudagsmorguninn og er víst óhætt að segja að um háspennuleik hafi verið að ræða þar sem tvö jöfn lið mættust, okkar menn náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Sindramönnum tókst að jafna undir lok hálfleiksins og var staðan jöfn í hálfleik. Í síðari hálfleik hélst leikurinn í jafnvægi lengst af en eftir því sem á leið jókst sóknarþungi okkar drengja og voru þeir komnir með góð tök á leiknum og alltaf líklegir til að bæta við marki sem þó ekki tókst. Leiknum lauk því með jafntefli 1-1 og okkar menn sigurvegarar á markahlutfalli. Óhætt er að segja að drengirnir okkar hafi staðið sig mjög vel í sumar þar sem þeir hafa spilað 13 leiki og unnið alla nema einn og endað sumarið með markatöluna 103 – 14. Að lokum viljum við óska drengjunum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Áfram Snæfellsnes!!!!

Baldvin Leifur Ívarsson.

Egilshús, Aðalgata 2, hefur verið selt til Gistivers ehf sem er fyrirtæki í eigu Grétu Sigurðardóttur. Samþykkt var tillaga meirihluta á bæjarstjórnarfundi 29. ágúst s.l. með fjórum atkvæðum gegn þremur. Fram kemur í bókun minnihluta Sjálfstæðismanna og óháðra um málsmeðferð og söluna „að ranglega hafi verið staðið að söluferli Aðalgötu 2, sem m.a. hafi leitt til að söluverð hafi orðið lægra en ella.“Bókanir og fundargerðir sem snúa að sölunni er að sjá á www.stykkishólmur.is am

Egilshús selt!Þegar ekið er um margumrætt hesthúsasvæði í Stykkishólmi um þessar mundir er fátt um hross, meira um fólk og flestir að dytta að. Mörg hesthúsanna hafa verið tekin til gagngerrar endurnýjunar og sum hver tekin „í nefið“ eins og sagt er. Unnið hefur verið að endurbótum í sumar og einnig síðustu ár og nota menn gjarnan haustin til þessara verka. am

Nóg að gera hjá hestamönnum

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Verðum með gleraugnaþjónustu,

samhliða komu augnlæknis

fimmtudaginn 22. september og föstudaginn

23. september á Heilsugæslu Stykkishólms

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn

í húsi félagsins að Borgarbraut 2,

Grundarfirði mánudaginn

19. september kl. 17

Venjuleg aðalfundarstörf

Hvetjum félagsmenn til að mæta

Stjórnin

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nú er orgelið nýja óðum að taka á sig endanlega mynd á verkstæðinu hjá Klais í Þýskalandi enda styttist óðum í afhendinguna. Hér heima þarf líka að huga að ýmsu til að allt verði tilbúið þegar orgelið kemur og í byrjun næstu viku verður gamla orgelið tekið niður svo hægt verði að hefja undirbúnings framkvæmdir í kirkjunni. Orgelsmíðin er þannig skipulögð að orgelið er fullsmíðað og samsett á verkstæðisgólfinu og prufukeyrt. Þá er það tekið í sundur hlut fyrir hlut og gengið frá því til flutnings í gáma en gert er ráð fyrir að það þurfi tvo 40 feta gáma undir það. Þessu á að vera lokið um miðjan október og því ekki nema rétt um fimm vikur þar til nýja orgelið leggur af stað frá Þýskalandi. Síðan er því raðað aftur saman í kirkjunni og að þá tekur við lokaáfanginn sem er að tóna orgleið inn eða kannski réttara sagt stilla hljóminn. Smiðirnir hafa haldið áfram að raða saman pípunum og öllu því flókna kerfi stýringa sem gera pípuorgel að þeirri mögnuðu völundarsmíð sem raun ber vitni. Á meðfylgjandi myndum má sjá nótnaborðin og pípunum á framhlið hljóðfærisins . Það er gaman að velta því fyrir sér hvílíkt undraverk pípurnar eru og allt það völundarhús röra og stýringa sem þeim fylgja. Til dæmis má taka fram að í nýja orgelinu er 21 rödd sem sumar eru fasttengdar við annaðhvort efra eða neðra nótnaborðið eða við fótspilið. En síðan eru líka skiptingar á sumum röddunum sem gerir það að verkum að hægt er að færa raddir og pípur á milli nótnaborðanna og fótspilsins. Til að mynda þessa 21 rödd er orgelið útbúið með 1226 pípum sem gerir c.a. 1 pípu fyrir hvern Hólmara og hálfhólmara. En pípa er ekki það sama og pípa og ærið mikill munur á milli þeirra stærstu og minnstu. Umfangsmesta pípan er svoköllu „C Principal 16“ sem er dýpsti tóninn í fótspilinu. Sú pípa er smíðuð úr furu og er um 5 metra löng og tæp 70 kíló. Stærsta pípan á framhliðinni er hins vegar „D# principal 16“ sem einnig er úr fótspilinu. Þessi

pipar er rúmlega 5 metrar á lengd og 22,8 cm í þvermál. Málmblandan í henni er 85% tin og 15% blý og vegur hún tæplega 100 kíló. Minnsta pípan hins vegar er svokölluð „a3 úr 1 1/3“ Great Mixture“ sem tengist nótnaborðinu. Þessi pípa er aðeins 1 sentimeter á lengd, 3,7 millimetrar á breidd og vegur aðeins 50 grömm. Af þessu má sjá að það er meira en 5 metra lengdarmunur og nærri 100 kílóa þyngdarmunur á stærstu og minnstu pípunni. .f.h. orgelnefndar Sigþór U. Hallfreðsson

5 metra löng og 70 kílóEuropean Heritage DayEvrópski menningarminjadagurinn verður haldinn hér á landi fimmtudaginn 8. september n.k. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og að skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Evrópuráðið stofnaði opinberlega til dagsins árið 1991 með stuðningi Evrópusambandsins og standa 50 lönd að menningarminjadeginum. Það er Fornleifavernd ríkisins sem stendur að deginum hér á landi og má sjá dagskrá hans á heimasíðu stofnunarinnar www.fornleifavernd.is. Efnis dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Í tilefni dagsins mun Magnús A Sigurðsson minjavörður Vesturlands halda fyrirlestur í Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi sem hann nefnir Menningarlandslag í Eyrbyggju og hefst fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.

Evrópski menningarminjadagurinn

Nótnaborðin á nýja ogelinu í smíðum.

Pipur á framhlið orgelsins.

Fleiri myndir á www.stykkisholmsposturinn.is

Í X inu við Aðalgötu er ýmis starfsemi til húsa meðal annars er þar opið hús fyrir fatlaða nemendur ásamt leiklistar tímum. Þar þiggjum við með þökkum ýmislegt dót sem kannski er til á heimilum hér í bæ eða út í bílskúr en hætt er að þjóna því hlutverki sem lagt var upp með í byrjun. T.d leikjatölvur, leiki, myndir, músík, spil, púsl, leikföng eða annað sem hugsanlega gæti komið að gagni.Ef þið eigið eitthvað sem endurnýjað gæti hlutverk sitt og komið okkur að gagni þá endilega hafið samband við Svan í síma 8456590. Með kveðju og þökk., Hanna Jónsdóttir.

Hugsum áður en við hendum – nýtt hlutverk.

Aðalgata 24 | sími 438-1212

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Ferjan Baldur

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Opið:Eldhúsið er opið frá kl. 11:30 - 14:00 og 18:00 - 21:00

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:30 - 22:30 og föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Vegna fjarveru ferjunnar Baldurs frá og með 4. september til allt að 8. október falla bílferjusiglingar yfir Breiðafjörð niður.

Á tímabilinu verða farnar ferðir til Flateyjar á farþegabátnum Særúnu sem hér segir.:Þriðjudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga:Frá Stykkishólmi kl. 14:00 Frá Flatey kl 17:30.Stoppað í Flatey 2 klst.Eftir 15. september falla laugardagsferðir niður. Farið verður á Brjánslæk í sérstökum tilfellum. Nánari upplýsingar í síma 433 2254 eða í netfangi [email protected]

Jöfnunarstyrkur til náms- Umsóknarfrestur á haustönn 2011 er til 15. október -

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu.

•Dvalarstyrkur(fyrirþásemverðaaðdveljafjarrilögheimiliogfjölskyldu sinni vegna náms).

•Styrkurvegnaskólaaksturs(fyrirþásemsækjanámfrálögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglurumstyrkinnávefLÍN(www.lin.is).

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2011-2012 er til 15. október nk. Móttaka umsókna hefst í september nk!

Lánasjóður íslenskra námsmannaNámsstyrkjanefnd

Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða í starf forstöðu-manns Dvalarheimilis aldraðra, Stykkishólmi. Um er að ræða 60%-100% starf, eftir samkomulagi. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga.

Starfssvið:Umsjón og ábyrgð á umönnun heimilisfólks og sjúklinga í hjúkrunarrýmum Umsjón og ábyrgð á rekstri Dvalarheimilisins

Menntunar- og hæfniskröfur:Hjúkrunarfræðimenntun eða jafngilt námFrumkvæði og metnaðurSjálfstæð og öguð vinnubrögðGóðir samskiptahæfileikar

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, sem er sjálfseig-narstofnun, tók til starfa 9. ágúst 1978. Á heimilinu eru átján einsmanns- og tvö tveggja mannaherbergi. Sextán íbúðir fyrir aldraða eru tengdar Dvalarheimilinu.

Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað.Umsóknarfrestur er til og með 19. september nk.

Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri, sími: 433 8100 og netfang: [email protected]

ÓSKUM eftir þjálfara  sem getur  verið með okkur (íþróttir fatlaðra) 1x í viku á þriðjudögum frá kl. 17:00- 18:00.Helga Marteins 4381674/6998606  Hanna Jóns 8918297

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Sími 438 1587

Það voru spenntar stúlkur sem mættu á Leifstöð sunnudaginn 17. júlí. Flugferðin gekk hikstalaust en það sama er ekki hægt að segja um rútuferðina á gististaðinn. Við áttum stutt eftir á áfangastað þegar glussaslanga fór...eini pabbinn í ferðinni þurfti því að aðstoða bílsjórann að snúa stýrinu af öllu afli. Við fengum sem sagt að ganga stuttan spöl með töskurnar okkar. Aðstaðan í skólanum þar sem við gistum var ágæt...enginn lúxus og frekar lúið allt saman en við höfðum ekki áhyggjur af því....allir voru sælir og glaðir á sínum hermannabeddum. Það var alveg stórkostlega um okkur hugsað við gátum nánast beðið um hvað eina sem var nema að fá að slétta og blása á okkur hárið. Eitt kvöldið fór brunakerfið í gang...hálfu hverfinu var hent út á nærbrókunum....sírenur.....slökkviliðsmenn í reykköfunar“outfitti“...það fór um Íslendingana......hvar voru sléttujárnin?....við gátum andað léttar....það var einn 13 ára Svíi sem hafði sett plastpoka yfir brunaboðann.Fyrsti leikur var á mánudeginum....spennustigið var hátt. Stelpurnar áttu fína spretti í fyrri hálfleik...snemma í seinni hálfleik náðu þær síðan að setja mark..... sláarskot og fleiri hálffæri komu í kjölfarið. En Svíarnir voru ekki hættir og þær náðu góðu skoti rétt við vítateiginn sem lá inni. Okkar stelpur voru sterkari þegar leið á leikin en 1-1 voru nokkuð sanngjörn úrslit. Allir okkar leikir voru við sænsk lið.Um kvöldið var komið að opnunarhátíðinni. Við eigum varla til orð til að lýsa þessari stórkostlegu hátíð...við vorum svona án gríns svo spenntar að við fundum gæsahúðina koma á okkur...ekki bara við mömmurnar heldur heyrðum við stelpurnar segja það líka....og ekki má gleyma Sigurjóni. Við sátum fyrir ofan 10 ameríska stráka sem náðu að fá ca 45000 manns til búa til bylgju sem gekk marga hringi yfir allan leikvanginn.Annar leikur liðsins var á þriðjudeginum. Leikurinn var stórskemmtilegur og stelpurnar voru farnar að fatta að andstæðingarnir voru bara 14 ára stelpur eins og þær sjálfar. En nema hvað okkar stelpur óðu í færum og áttu skot í stöng...skalla...rétt framhjá og..og...eeeen inn vildi boltinn ekki og eitthvert súrasta tap var staðreynd. Það voru þyrstar stelpur sem gengu af velli...á morgun skildi þetta tekið. Riðillinn okkar var svakalega jafn eftir 4 leiki í riðlinum höfðu allir leikir endað með jafntefli.Á miðvikudeginum töpuðum við 1-0 sem kostaði okkur A-úrslitin. Þegar seinni hálfleikur var rétt hálfnaður slasaðist ein stúlkan og fór hún í sjúkrabíl á spítala. Þar tók við endalaus bið eftir röngen og hún síðan útskrifuð með hækjur og umbúðir....á meðan var liðið í óvissuferð. Annað markvert gerðist í þessum leik....í eitt skiptið í stöðunni 0-0 fór boltinn í innkast sem við áttum. Það væri nú ekki í frásögu færandi nema fyrir það að Sigurjón ákvað að hlaupa á eftir boltanum til að flýta fyrir. Hann stökk af stað inná gervigrasvöllinn við hliðina í crocks inniskónum sínum og skautaði í smá stund þangað til hann kollsteyptist á andlitið, magann og hnén á vellinum....þar var leikur í gangi....Sigurjón átti því tilþrif leiksins í tveimur leikjum samtímis. Við töpuðum semi ósanngjarnt 1-0 og vorum því á leið á enda veraldar til að spila fyrsta leik í B-úrslitum daginn eftir. Í óvissuferðinni beið stúlkana vatnaparadís með strönd, bryggju, hvítum sandi, sól og blíðu þar sem þær fóru hamförum í vatnastökkum og sprelli. Þær grilluðu sér sænskar pylsur með „tilbehör“ í sænsku grillhúsi....SS eru samt betri. Við kunnum Tryggva og Kinu miklar þakkir fyrir frábærar móttökur og að gefa stelpunum tækifæri til að upplifa ekta sænska menningu.Í fyrri leiknum í B úrslitum spiluðu stelpurnar töluvert undir getu en unnu samt 2-0...næsti leikur var um kvöldið við lið frá Stokkhólmi. Fyrir þann leik var stemmningin gífurleg...þær dönsuðu...sungu...klöppuðu...stemmningin hélst inni í leikinn. Þær spiluðu af

þvílíkum krafti og elju og náðu að halda 1-0 forystu frá því að rúm 1 mínútu var búin af leiknum þar til 8 mínútur voru eftir. Þá var búið að rigna eld og brennistein allan leikinn og stelpurnar búnar að berjast og berjast en hitt liðið náði að setja inn tvö mörk á síðustu mínútunum. Við getum ekki lýst vonbrigðunum.....en við duttum um með höfuðið hátt vitandi það að við gáfum allt -og þá meinum við ALLT- í þennan leik, það dugði bara ekki til.Þetta var frábær ferð...stelpurnar stórkostlegar og til fyrirmyndar í alla staði....við vorum stoltir farastjórar af flottum stelpum. Við þökkum stelpunum og foreldrum fyrir skemmtilega samveru. Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum á Snæfellsnesi sem veittu stelpunum styrk til fararinnar. Án ykkar stuðnings hefði þessi skemmtilega ferð ekki verið farin.Ferðasöguna í heild sinni er hægt að lesa á http://4flokkurkvenna.blogcentral.is/

Fótboltakveðjur,Elín, Freydís, Jóhanna og Júníana.

Ferð 4 fl. kvenna á Snæfellsnesi á Gothia Cup í Gautaborg.

SmáauglýsingarLykill í óskilum. Toyota lykill skilinn eftir í verslun Skipavíkur í síðustu viku. Er í versluninni.Nánast ný nagladekk 215x70x16 til sölu. Upplýsingar í síma 4381533Til leigu 95fm 3 svefnh , góður pallur með heitum potti í Arnarborg , möguleiki að leigja með húsgögnum leigutími og leiguverð samkomulag Upplýsingar í [email protected] og [email protected] tapaðist. Svartur leðurjakki í litlu númeri hvarf á ballinu í íþróttahúsinu á Dönskum dögum, í vasanum voru linsur ( -7). Finnandi vinsamlegast hringi í síma 4356616Til sölu nýleg Electrolux frystikista (260L) á kr. 60000 Upplýsingar í síma: 8430119Til sölu frystikista. Millstærð. Upplýsingar í síma 4381427/8983593 Gunnlaugur.Er með hillusamstæðu til sölu. Upplýsingar í síma 8934672Húsnæði - Húsnæði Okkur vantar húnæði til leigu í Stykkishólmi. Ásgeir í síma 892-9360/Valdís sími 862-9952/Sægarpur GrundarfirðiHúsnæði til leigu Ásgarður Víkurgötu 7 er til leigu. Uppl.í síma 4381444 / 6910644Tapast hefur Kornett. Í sumar hvarf kornett úr tónlistarskólanum. Ef einhver veit um hvar það er niðurkomið yrðum við afar þakklát að vita af því. Starfsfólk tónlistarskólans.

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum.Vikulegar göngur í nafni Göngum saman eru í Reykjavík, Hveragerði, Borgarbyggð, Akureyri og Dalvík. Áhugasamir einstaklingar á hverjum stað hafa haft frumkvæði að því að koma göngunum af stað.Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini eftir tíðarhvörf en nýlegar rannsóknir benda til að hreyfing geti einnig dregið úr hættu á krabbameini í brjóstum yngri kvenna. Almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein.Nú um síðustu helgi tókum við hér í Hólminum þátt í Göngum saman í fyrsta sinn. Forskráning var í Bónus á laugardag þar sem við seldum ýmsan varning til styrtar málefninu. Síðan var gangan á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að áhugi og velvilji var áberandi hjá fólki. Rúmlega 40 manns tóku þátt í göngunni og safnaðist yfir 200 þúsund krónur. Það er frábær árangur. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið á einn eða annan hátt. Má þar nefna BB og syni sem gáfu flutning á varningi, Stykkishólmsbæ sem bauð í sund eftir göngu og Vífilfell sem bauð upp á drykk í göngulok. Svo og öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Ég er svo sannalega stolt af okkar þátttöku í Göngum saman. Fyrir hönd undirbúningsnefndar.

Hanna Jónsdóttir.

Árleg styrktarganga - „Göngum saman“

Badmintondeild Snæfells hefur verið endurvakin!

Deildin hefur •2 velli á miðvikudögum kl 19:30 - 21:00 og •4 velli á föstudögum frá 17:00-18:00Fyrst um sinn er þetta fyrir 18 ára og eldri.Einnig er meiningin að koma upp lista með símanúmer-um og netföngum iðkenda og þegar færi gefst að spila á öðrum tímum í húsinu þegar það er laust

Um tilraun er að ræða og gaman væri að koma tímum á til frambúðar, verum því endileg dugleg að mæta.

Undirbúningsnefndin

Slökkvibifreiðin Chevrolet Canada til sölu

Stykkishólmsbær auglýsir eftir tilboðum í Chevrolet slökkvibifreið árgerð 1942 (Canada Chevrolet).

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri, [email protected] og í síma 433 8100.

Andvirði sölunnar mun renna til tækjakaupa slökkviliðs Stykkishólmsbæjar.

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 30. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 18. árgangur 8. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Kynningarfundur 12. september kl. 19.30 í Grundarfirði, Fjölbrautarskóla Snæfellinga Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum Þetta nám, sem boðið er upp á í annað sinn hér á Snæfellsnesi, er ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Þetta nám er einnig tilvalið fyrir þá sem hafa lokið námi í Grunnmenntaskólanum eða Skrifstofuskólanum hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Námið er 300 kennslustundir að lengd og kennt á kvöldtíma. Meginmarkmið: Að námsmaður bæti við þekkingu sína og færni með aðferðum sem hann finnur að henta honum í einstaklings- miðuðu námi. Ekkert formlegt próf! Námið er sambærilegt við fyrstu bóklegu áfangana í framhaldsskóla (Íslenska, Stærðfræði, Enska, Danska) og metið alls til 24 einingar. Verkefnisstjóri er Barbara Fleckinger netfang: [email protected], sími: 8622998 Upphaf náms 19.september 2011, verð: 54.000kr (athugaðu hjá verkalýðsfélaginu þínu hvort þú átt rétt á niðurgreiðslu/styrk vegna námsins)

Endurauglýsing á deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði við Nónvík Stykkishólmsbæ.

Vegna formgalla á málmeðferð deiliskipulagstillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 15.05. árið 2000, hefur bæjarstjórn þann 25. 08 2011 samþykkt að auglýsa tillöguna á nýjan leik. Með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu af íbúðarsvæði við Nónvík (Hjallatanga) í Stykkishólmsbæ .

Tillagan tekur til um 3,4 ha lands merkt íbúðarsvæði á gildandi Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar. Svæðið liggur meðfram sjó í vestur og afmarkast af íbúðarsvæðinu Móholti og hesthúsabyggð Fákaborgar í austurátt. Á svæðinu hafa nú þegar verið byggð 20 einbýlishús, en þar að auki er gert ráð fyrir 10 einbýlishúsalóðum.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar frá fimmtudeginum 8. september 2011. Einnig er hægt að kynna sér tillöguna á heimasíðu bæjarins, (www.stykkisholmur.is).

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulags- og byggingafulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með föstudagsins 21. október 2011.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmsbæ

Laust starf í félagslegri heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftirstarfskrafti í 50% starf til að annast heimilishjálp í

Stykkishólmsbæ

Æskilegt að viðkomandigeti hafið störf sem fyrst

Vinnutími eftir samkomulagi.

Laun greidd skv. samningum SDS

Upplýsingar veittar hjáFélags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Klettsbúð 4, Hellissandi sími 430 [email protected] / [email protected]

http://fssf.is

Vilt þú verða dagforeldri?Námsflokkar Hafnarfjarðar eru að bjóða upp á réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra skv. gildandi reglum Velferðarráðuneytisins um daggæslu barna í heimahúsum.Markmið námskeiðsins er að veita hnitmiðaða og upplagða fræðslu um uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska, barnasjúk-dóma, slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, eldvarnir og öryggi barna.

Áætlað er að námskeiðið hefst um miðjan október n.k. og að því ljúki um miðjan nóvember ef næg þátttaka fæst.Námskeiðið kostar 90.000 kr. en bent er á að hægt er að sækja um styrk vegna námskeiðsins hjá stéttarfélögunum.

Námskeiðið fer fram hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og einnig í formi fjarfunda fyrir staði á landsbyggðinni, (ef næg þátttaka fæst).Upplýsingar um starfsleyfi dagforeldra eru að finna á heimasíðu fssf http://fssf.is en umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri við leyfisveitingu.

Skráning fer fram hjá Herdís Þóru hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga í síma 430-7800 einnig er hægt að senda upplýsingar um nafn og kennitölu í tölvupósti á [email protected].

Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4, Hellissandi sími 430 7800 http://fssf.is