4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 32. tbl. 19. árg. 30. ágúst 2012 Þúfurnar á Snæfellsjökli Eins og áður hefur komið fram í Stykkishólms-Póstinum þá heldur Haraldur Sigurðsson úti fróðlegu bloggi sem nálgast má frá vefsíðu Eldfjallasafnsins www.eldfjallasafn.is Á þriðjudag skrifar Haraldur um Þúfurnar á Snæfellsjökli, sem eru hæstu tindar jökulsins. „Sú í miðju er hæst, eða 1446 metrar. Þegar ég hef klifið Jökulinn þá hefur Þúfan nær undantekningalaust verið hulin ís og fönn. ... Eins og á Jónsmessunótt í sumar. Þá var Þúfan kleif með því að höggva spor í ísinn, en þverbratt niður undir. En þegar ég flaug í þyrlu umhverfis topp Jökulsins hinn 26. ágúst 2012 þá blasti önnur sjón við. Þúfan í miðjunni var nú nær alveg íslaus og jarðlögin komu vel í ljós, eins og kemur fram á myndinni. Ég held að þetta sé ef til vill í fyrsta sinn að Þúfan er svo algjörlega afhjúpuð, enda bráðnar Jökullinn nú hratt. gefst því tækifæri til að kanna þessi jarðlög og fræðast frekar um gossögu Jökulsins. Sennilega eru hér aðallega rauðleit gjall og vikurlög, en ef til vill einnig hraunlög. Lögunum hallar til suðurs, í átt frá stóra gígnum, sem er rétt fyrir norðvestan Þúfurnar. Það eru nokkur áberandi ljós lög í Þúfunni. Það er freistandi að giska á að þau séu ef til vill trakít, en sú bergkvikutegund einkennir stóru sprengigosin þrjú, sem hafa orðið í Snæfellsjökli síðan ísöld lauk. En nú ber að hætta öllum ágiskunum og bregða sér upp á Jökul til að kanna þetta nánar. “ Ljósm. Haraldur Sigurðsson Breytingar á almenningssamgöngum Í vikunni var borin í hús kynning á nýjum áætlunum almenningssamgangna m.a. til Snæfellsness og greint var stuttlega frá í síðasta tölublaði. Breytingin er helst sú að nú er farið frá Rvk kl. 7 að morgni og komið í Stykkishólm kl. 10:12 og frá Stykkishólmi er farið kl. 11:14 og komið til Rvk kl. 14:15 virka daga. Laugardaga, sunnudaga og helgidaga eru ferðir frá Stykkishólmi kl. 16:34 og frá Rvk 11:30 á laugardögum en 12:30 á sunnudögum. Ferðir á norðanverðu Snæfellsnesi þarf að panta með 2ja tíma fyrirvara í þjónustuveri Strætó bs Það vekur athygli að ferð frá Rvk á föstudagseftirmiðdegi er ekki inni á áætluninni. Á þessari leið sem er nr. 58 er keyrt um Akranes og möguleiki að stíga út úr vagni á nokkuð mörgum stoppistöðvum í Mosfellsbæ og Reykjavík, m.a. í Mjódd. Brottför úr Reykjavík er einnig frá BSÍ virka daga. Fyrirtækið Hópbílar ehf mun sjá um aksturinn en miðasala og umsjón með akstri hefur Strætó bs. Þráðlaust net er um borð í öllum vögnum sem fara vestur. Far fyrir fullorðinn skv. gjaldskrá verður kr. 3.150 aðra leið í staðgreiðslu en sé greitt með farmiðum er verðið u.þ.b. 10% lægra. Skrepp suður: Sé farþegi að fara frá Stykkishólmi er brottför kl 11:14 og koma í RVK 14:15 til að komast til baka er brottför daginn eftir frá RVK kl. 07 og koma í Stykkishólm kl. 10:12 Helgarferð í Hólminn: Brottför á föstudegi kl. 07(koma kl. 10:12) eða laugardegi kl. 11:30(koma kl. 14:31) frá RVK - brottför frá Hólminum á sunnudegi: kl. 16:34 Í samtali við Óskar Stefánsson framkvæmdastjóra Sterna sem sinnt hefur akstri á Snæfellsnesi undanfarin misseri þá mun Sterna hætta akstri á þessu svæði þann 15. september n.k. Aðspurður hvort fyrirtækið hefði gert tilboð í aksturinn á Snæfellsnesi sagði hann að sá akstur hefði ekki verið boðinn út, en Sterna hefði boðið í aksturinn milli Akureyrar og Reykjavíkur sem einnig tekur breytingum nú um mánaðamótin. am Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla stendur fyrir markaðsdegi í dag, fimmtudaginn 30. ágúst, á síðasta degi sumaropnunar safnsins. Á markaðsdeginum verða notaðir og nýjir hlutir til sölu í Krambúðinni, á góðu verði. Anna Dröfn hjá Kví kví brjóstsykursgerð sýnir milli kl. 13 - 17 hvernig hún fer að í brjóstsykursgerðinni og gefur einnig smakk. Sýningu Æðarseturs Íslands í safninu lýkur einnig í dag. Opnunartíma í vetur í Norska húsinu verður þannig háttað að tekið er á móti hópum sé þess óskað og með fyrirvara. Alltaf frítt fyrir skólahópa. Safnið mun taka þátt í Norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi í október og hefðbundin jólaopnun verður í desember. am Markaðsdagur og síðasti dagur sumars Hörður Geirsson ljósmyndari frá Minjasafninu á Akureyri heimsótti Norska húsið og Stykkishólm um síðustu helgi og tók myndir með votplötutækni sem tíðkaðist um miðja 19. öld við húsið. Á myndinni má sjá útbúnað hans, fyrirsætuna Ingibjörgu Ágústsdóttur í upphlut og við hana styður hnakkajárn til að auðvelda henni kyrrstöðu meðan á myndatöku stendur.

Stykkishólms-Pósturinn 30.ágúst 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 30.ágúst 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 32. tbl. 19. árg. 30. ágúst 2012

Þúfurnar á SnæfellsjökliEins og áður hefur komið fram í Stykkishólms-Póstinum þá heldur Haraldur Sigurðsson úti fróðlegu bloggi sem nálgast má frá vefsíðu Eldfjallasafnsins www.eldfjallasafn.isÁ þriðjudag skrifar Haraldur um Þúfurnar á Snæfellsjökli, sem eru hæstu tindar jökulsins. „Sú í miðju er hæst, eða 1446 metrar. Þegar ég hef klifið Jökulinn þá hefur Þúfan nær undantekningalaust verið hulin ís og fönn. ... Eins og á Jónsmessunótt í sumar. Þá var Þúfan kleif með því að höggva spor í ísinn, en þverbratt niður undir. En þegar ég flaug í þyrlu umhverfis topp Jökulsins hinn 26. ágúst 2012 þá blasti önnur sjón við. Þúfan í miðjunni var nú nær alveg íslaus og jarðlögin komu vel í ljós, eins og kemur fram á myndinni. Ég held að þetta sé ef til vill í fyrsta sinn að Þúfan er svo algjörlega afhjúpuð, enda bráðnar Jökullinn nú hratt. Nú gefst því tækifæri til að kanna þessi jarðlög og fræðast frekar um gossögu Jökulsins. Sennilega eru hér aðallega rauðleit gjall og vikurlög, en ef til vill einnig hraunlög. Lögunum hallar til suðurs, í átt frá stóra gígnum, sem er rétt fyrir norðvestan Þúfurnar. Það eru nokkur áberandi ljós lög í Þúfunni. Það er freistandi að giska á að þau séu ef til vill trakít, en sú bergkvikutegund einkennir stóru sprengigosin þrjú, sem hafa orðið í Snæfellsjökli síðan ísöld lauk. En nú ber að hætta öllum ágiskunum og bregða sér upp á Jökul til að kanna þetta nánar. “ Ljósm. Haraldur Sigurðsson

Breytingar á almenningssamgöngum Í vikunni var borin í hús kynning á nýjum áætlunum almenningssamgangna m.a. til Snæfellsness og greint var stuttlega frá í síðasta tölublaði. Breytingin er helst sú að nú er farið frá Rvk kl. 7 að morgni og komið í Stykkishólm kl. 10:12 og frá Stykkishólmi er farið kl. 11:14 og komið til Rvk kl. 14:15 virka daga. Laugardaga, sunnudaga og helgidaga eru ferðir frá Stykkishólmi kl. 16:34 og frá Rvk 11:30 á laugardögum en 12:30 á sunnudögum. Ferðir á norðanverðu Snæfellsnesi þarf að panta með 2ja tíma fyrirvara í þjónustuveri Strætó bsÞað vekur athygli að ferð frá Rvk á föstudagseftirmiðdegi er ekki inni á áætluninni. Á þessari leið sem er nr. 58 er keyrt um Akranes og möguleiki að stíga út úr vagni á nokkuð mörgum stoppistöðvum í Mosfellsbæ og Reykjavík, m.a. í Mjódd. Brottför úr Reykjavík er einnig frá BSÍ virka daga. Fyrirtækið Hópbílar ehf mun sjá um aksturinn en miðasala og umsjón með akstri hefur Strætó bs.Þráðlaust net er um borð í öllum vögnum sem fara vestur.Far fyrir fullorðinn skv. gjaldskrá verður kr. 3.150 aðra leið í staðgreiðslu en sé greitt með farmiðum er verðið u.þ.b. 10% lægra.Skrepp suður: Sé farþegi að fara frá Stykkishólmi er brottför kl 11:14 og koma í RVK 14:15 til að komast til baka er brottför daginn eftir frá RVK kl. 07 og koma í Stykkishólm kl. 10:12Helgarferð í Hólminn: Brottför á föstudegi kl. 07(koma kl. 10:12) eða laugardegi kl. 11:30(koma kl. 14:31) frá RVK - brottför frá Hólminum á sunnudegi: kl. 16:34Í samtali við Óskar Stefánsson framkvæmdastjóra Sterna sem sinnt hefur akstri á Snæfellsnesi undanfarin misseri þá mun Sterna hætta akstri á þessu svæði þann 15. september n.k. Aðspurður hvort fyrirtækið hefði gert tilboð í aksturinn á Snæfellsnesi sagði hann að sá akstur hefði ekki verið boðinn út, en Sterna hefði boðið í aksturinn milli Akureyrar og Reykjavíkur sem einnig tekur breytingum nú um mánaðamótin. am

Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla stendur fyrir markaðsdegi í dag, fimmtudaginn 30. ágúst, á síðasta degi sumaropnunar safnsins. Á markaðsdeginum verða notaðir og nýjir hlutir til sölu í Krambúðinni, á góðu verði. Anna Dröfn hjá Kví kví brjóstsykursgerð sýnir milli kl. 13 - 17 hvernig hún fer að í brjóstsykursgerðinni og gefur einnig smakk. Sýningu Æðarseturs Íslands í safninu lýkur einnig í dag. Opnunartíma í vetur í Norska húsinu verður þannig háttað að tekið er á móti hópum sé þess óskað og með fyrirvara. Alltaf frítt fyrir skólahópa. Safnið mun taka þátt í Norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi í október og hefðbundin jólaopnun verður í desember. am

Markaðsdagur og síðasti dagur sumars

Hörður Geirsson ljósmyndari frá Minjasafninu á Akureyri heimsótti Norska húsið og Stykkishólm um síðustu helgi og tók myndir með votplötutækni sem tíðkaðist um miðja 19. öld við húsið. Á myndinni má sjá útbúnað hans, fyrirsætuna Ingibjörgu

Ágústsdóttur í upphlut og við hana styður hnakkajárn til að auðvelda henni kyrrstöðu meðan á myndatöku stendur.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 30.ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 32. tbl. 19. árgangur 30.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Bikarmót hestamanna á Vesturlandi

Bikarmót hestamannafélaga á Vesturlandi var að þessu sinni haldið af Snæfellingi. Mótið var haldið í Stykkishólmi laugardaginn 25. ágúst. Yfir 80 skráningar voru á mótið. Mótið er einstaklingskeppni en einnig stigakeppni á milli hestamannafélaga á vesturlandi. Sérstaka athygli vakti óvenju góð þátttaka í fimmgangi unglinga og í yngri flokkum almennt. Helsti styrktaraðili mótsins var Hringhótel, Hótel Stykkishólmur en auk þess að koma veglega að kostnaði við mótið gaf Hringhótel, Hótel Stykkishólmur stigahæsta knapa mótsins gistingu fyrir tvo og jólahlaðborð fyrir tvo og varð mikil barátta um þennan veglega vinning. Árangur á mótinu var eftirfarandi:Stigahæsti knapinn Lárus Hannesson, SnæfellingSamanlagður fjórgangssigurvegari Halldór Sigurkarlsson, SkuggaSamanlagur fimmgangssigurvegari Styrmir Sæmundsson, GlaðSamanlagðir sigurvegarar úr yngriflokkumUngmenni fjórgangur Klara Sveinbjörnsdóttir, FaxaUnglingar fimmgangur Ólafur Þorgeirsson, SkuggaUnglingar fjórgangur Guðný Margrét Siguroddsdóttir, SnæfellingBörn fjórgangur Fanney O. Gunnarsdóttir, SnæfellingStigasöfnun liðanna

1 Snæfellingur 108 stig2 Faxi 98 stig3 Skuggi 94 stig4 Dreyri 32 stig5 Glaður 18 stig

Ítarleg úrslit úr mótinu er að finna á www.stykkisholmsposturinn.is undir Aðsent efni. (Fréttatilkynning)

Komið og upplifið áhrifaríka kynningu í Grunnskóla Stykkis-hólms mánudaginn 3. september kl. 20 þar sem sögð er saga Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku í máli og 400 myndum. Það er Pam Olafson-Furstenau, sem hefur tekið upp íslenska nafnið Sunna, sem heldur þessa kynningu sem hún nefnir„The love of Iceland in America.“ Sunna, sem er af íslenskum ættum, fæddist á svæði íslensku landnemanna í Norður-Dakóta og hefur sýnt íslenskri arfleifð sinni einstakan áhuga í verki. Erindið tekur um 40 mínútur í flutningi en að því loknu svarar hún fyrirspurnum þátttakenda.Sunna á sæti í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga sem fulltrúi Íslendingafélaganna í Bandaríkjunum. Jafnframt er hún annar varaforseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og aðstoðarritstjóri blaðsins Lögberg-Heimskringla í Norður-Dakóta. Þá starfar hún við ættfræðirannsóknir Vestur-Íslendinga, rannsóknir á sögu íslenska landnámsins í Norður Ameríku og ýmsum tengdum verkefnum. Þar má nefna verkefnið „Cousins Across the Ocean“ sem hefur það að markmiði að tengja saman Íslendinga við ættfólk sitt í Norður Ameríku. Nánari upplýsingar um Sunnu er að fá á heimasíðu hennar: www.rootstotrees.com og á facebooksíðu hennar: http://icelandicroots.com/ (Fréttatilkynning)

THE LOVE OF ICELAND IN AMERICA

Lið Snæfelling ásamt mótsstjóra, formanni með bikarinn og stigahæsti knapinn með sín verðlaun.

Gísli Pálsson og Sigríður B. Guðnadóttir sem keyptu rekstur Átaks líkamsræktar í sumar hafa stofnað fyrirtækið Force ehf um reksturinn. Gísli er á fullu í námi og fer utan til Bandaríkjanna til að verja ritgerð sína í íþróttafræðum í október en að því loknu mun hann einbeita sér að fullu að fyrirtækinu ásamt Sigríði. Nokkrar nýjungar eru á döfinni hjá þeim Gísla og Sigríði í Átaki og væntanlega munu þær verða fleiri þegar Gísli hefur lokið námi sínu ytra. Fyrst ber að telja að þau ætla að lengja opnunartímann og hafa opið á hverjum morgni frá kl. 06 virku dagana og eru Hólmarar hvattir til að nýta sér þá þjónustu svo hún festi sig í sessi. Annað sem þau munu bjóða korthöfum upp á er frír hóptími á laugardögum. Þá ætla þau að kynna æfingakerfin sem námskeiðin byggja á eins og spinning, tabata ofl. Þessir opnu tímar verða auglýstir á Facebooksíðu stöðvarinnar AtakLikamsraekt og verða að öllum líkindum annan hvern laugardag. am

Breytingar í Átaki

Nú er komið að gönguferðinni í Hnappadalnum á laugardaginn kemur, 1. sept. kl. 13 frá Hraunholtum. Það lítur út fyrir þokkalegt gönguveður og það er gamla reglan að klæða sig eftir veðri.Gengið verður niður Rauðamelsstíg frá Hraunholtum og þegar komið er á móts við Gullborg, verður farið út af stígnum og að hellasvæðinu norðan við Gullborgina. Fara síðan í stærsta hellirinn - Borgarhelli og vera með sem best ljós. Þá er betra að hafa staf með og hanska eða vettlinga, þar sem hellisopið er erfitt yfirferðar. En það er æfintýri að ganga inn í botn og reyndar hringleið í hellinum.Síðan er að ganga á Gullborgina og svo þaðan eftir gamalli hraungötu að Hraunholtum og loka hringnum. Í þennan hring þarf að ætla sér a.m.k. 4 tíma.Leiðsögumaður er Reynir Ingibjartsson, sem er uppalinn í Hraunholtum og þekkir svæðið vel. Verð: 600/800 kr. Mæting er á eigin bílum að Hraunholtum í Hnappadal 1. September kl: 13:00Staður: Hnappadalur er á sunnanverðu Snæfellsnesi.

(Fréttatilkynning)

Gönguferð í Hnappadalnum 1. september

Frá tónleikum Þórs Breiðfjörð, Valgerðar Guðnadóttur og Vignis Stefánssonar 16. ágúst sl. í Stykkishólmskirkju.

Gleði og kátína einkenndu þessa tónleika, sem gestir kunnu vel að meta.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 30.ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 32. tbl. 19. árgangur 30.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Vetraráætlun

Frá Stykkishólmi Sunnudaga- Föstudaga 15Frá Brjánslæk Sunnudaga- Föstudaga 18Siglt er fyrstu 3 laugardagana í septemberFrá Stykkishólmi klukkan 09:00 Frá Brjánslæk klukkan 12:00 Ferjan fer í slipp 24/9 – 30/9

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða

30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur

www.saeferdir.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Narfeyrarstofa

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Narfeyrarstofa - Delicatesse

Erum með ferskt hráefni, heimalagaðan ís,

nýbökuð brauð og margt fleira.

Opið frá kl. 11.30 alla daga

Fylgist með okkur á Facebook!

Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar á Gullhólma SH-201 sem gerður

er út á línuveiðar frá Stykkishólmi. Vélarstærð 1038 Kw.

Upplýsingar í síma 430-4200

Jöfnunarstyrkur til náms- Umsóknarfrestur á haustönn 2012 er til 15. október -

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu.

• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).

• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).

Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmannaNámsstyrkjanefnd

Sjúkraliðar og starfsfólk í aðhlynningu

Starfsfólk óskast til starfa við Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.Um er að ræða störf í almennri aðhlynningu. Óskað er eftir sjúkraliða og almennu starfsfólki.Vinnutími eftir samkomulagi.Laun eru skv. kjarasamningi SLFÍ, SDS og Launanefndar sveitarfélaga

Upplýsingar um starfið gefur Erla Gísladóttir forstöðukona í síma 433 8165 og [email protected]

Umsóknarfrestur er til 14.september nk.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 30.ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 32. tbl. 19. árgangur 30.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Afleysinga- og aukafólk í þjónustu óskast sem fyrst

á Hótel Stykkishólmi.

Upplýsingar veitir María í síma 4302100

ÁTAK - líkamsrækt -

Lengri opnunartími!

Mán.-fim. 06:00-13:00 16:00-21:00Föstudaga 06:00-13:00 16:00-19:00Laugardaga 10:00-14:00

Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér tilboð á þriggja mánaða korti! Tilboðið gildir til 1. september

Verð aðeins kr.14.990.-

Nokkur pláss laus á námskeiðin sem hefjast í næstu viku!

Fylgist með okkur á www.facebook.com/AtakLikamsraekt

Royal Rangers kristilegt æskulýðs og skátastarf Hvítasunnukirkjunnar hefst eftir sumarfrí.

Frumherjar (3. 4. og 5. bekkur) mæta mánudaginn 3. september kl. 18-19Skjaldberar (6. 7. og 8. bekkur) mæta þriðjudaginn 4. september kl. 18-19

Mæting við Hvítasunnukirkjuna Skúlagötu 6

Þið sem eruð eldri og hafið verið með okkur síðustu tvo vetur, eruð velkomin að koma og aðstoða okkur og getið þannig haldið áfram að vera með og komist á Útvarðamót sem eru fyrir 9. bekk og eldri.

Hlökkum til að sjá ykkurKveðja Álfgeir (6902052) og Karín (8688567) Royal Rangers foringjar í Stykkishólmi

Ást Vestur-Íslendinga á Íslandi

Vestur-Íslendingurinn Sunna segir áhrifaríka og hjartnæma sögu fólks af íslenskum ættum

í Norður-Ameríku í máli og yfir 400 myndum í Grunnskóla Stykkishólms mánudaginn 3.

september kl. 20

Einstæð frásögn sem lætur engan ósnortinn.

Allir áhugasamir velkomnir

Þjóðræknisfélag Íslendinga