4
SÉRRIT - 25. tbl. 18. árg. 28.júlí 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Samgöngumál Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa farþegaskipið Herjólf af í september n.k. þegar Herjólfur fer utan í slipp. Engar áætlunarferðir verða frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk á meðan. Á vef Sæferða má sjá að áætlun verður til Flateyjar nokkrum sinnum í viku með Særúnu eða Brimrúnu á tímabilinu 3. september til 8. október. Ferðir Sæferða um Breiðafjörð á þessu tímabili miðast að mestu leyti við farþegaflutninga og verður ekki hægt að taka í bátinn þyngri eða stærri vörur en taka má á handafli. Í ferðum í Flatey mun báturinn stoppa þar í um 2 tíma í hverri ferð. Farið verður á Brjánslæk eftir þörfum. Baldur hefur leyst Herjólf af tvisvar sinnum áður þegar Herjólfur hefur farið utan í slipp. Baldur mun að öllum líkindum sigla um hina margfrægu Landeyjahöfn, verði undanþága veitt fyrir skipið sem ekki hefur leyfi til úthafssiglinga. Ráðstöfun þessi hefur ekki fallið í kramið allstaðar og heyrðist í Vestfirðingum í kjölfar fréttaflutnings um málið að þeir hyggðust mótmæla því að þessi mikilvæga samgönguæð fyrir ferðaþjónustu og íbúa svæðisins lokaðist. Vegagerðin bendir hinsvegar á að þetta sé skásti tíminn til að taka Baldur út af sinni föstu leið í þetta verkefni, þar sem vegakerfið vestur á firði sé óháð þungatakmörkunum á þessum tíma og færð eigi að vera í góðu lagi. Fréttir bárust af því í þessari viku um að Samband sunnlenskra sveitarfélaga hefði samið við Vegagerðina um yfirtöku almenningssamgangna á Suðurlandi frá og með næstu áramótum. Helsta nýungin í ferðum milli Selfoss og Reykjavíkur er að boðið er upp á internettengingu í vögnunum og því geta farþegar unnið í tölvum sínum á leiðinni. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sjá um verkefnið og fá 80 milljónir á ári frá ríkinu á samningstímabilinu sem er til 7 ára auk aðgangseyris í vagnana. Í ágúst verða samgöngurnar boðnar út. Vegamálastjóri lætur hafa það eftir sér að hann vilji gera samskonar samninga við öll sveitarfélög á landinu sem fyrst. am/Heimildir: ruv.is, saeferdir.is Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir 20 Grásleppubátar 17.845 Grásleppunet Grásleppa 50 3 Handfærabátar 2.898 Handfæri Þorskur 4 Karl Þór SH 110 1.124 Landbeitt lína Þorskur ofl. 1 Birta SH707 9.385 Gildra Beitukóngur 5 Garpur SH 95 5.830 Gildra Beitukóngur 4 Samtals 37.082 64 AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 17.07.2011 - 23.07.2011 Gönguferðir Í júlíbyrjun bryddaði Ferðafélag Snæfellsness upp á göngu í Jónsnes. Veður var bjart en gola og því hentaði vel í gönguferðir. Við Hofsstaði þar sem gangan hófst var mætt í kringum 50 manns á öllum aldri. Gunnlaugur Árnason stýrði hópunum í Jónsnes en honum til halds og trausts var Kristján Jóhannesson sem bjó í foreldrahúsum í Jónsnesi á árunum 1945-1950 en eftir það lagðist jörðin í eyði. Þegar að Jónsnesi kom tóku húsráðendur á móti hópnum og fræddu um húsakost og staðhætti og gátu göngumenn litið inn í húsin. Áð var í Jónsnesi og gekk hópurinn síðan til baka á Hofsstaði. Skv. vef Ferðafélagsins er áformað að ganga næst um Þingvelli undir leiðsögn þeirra Hilmars og Hrafnhildar Hallvarðsbarna. am Við hjá sumarþjónustu fatlaðra verðum með opið hús á fimmtudaginn 28. júlí milli 14:00 og 16:00. Verðum með kerti og vinabönd til sölu sem við höfum verið að föndra í sumar. Heitt á könnunni og góða skapið í fyrirrúmi . Hlökkum til að sjá ykkur. Erum við Aðalgötu 22 (þar sem X-ið er staðsett og „gamla bensó“). Kveðja, Svanur, Svenni, Rósa, Gerður og krakkarnir. Opið hús hjá sumarþjónustu fatlaðra Frá höfninni í Hólminum

Stykkishólms-Pósturinn 28.júlí 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara í 18. ár

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 28.júlí 2011

SÉRRIT - 25. tbl. 18. árg. 28.júlí 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

SamgöngumálEins og fram hefur komið í fréttum undanfarið mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa farþegaskipið Herjólf af í september n.k. þegar Herjólfur fer utan í slipp. Engar áætlunarferðir verða frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk á meðan. Á vef Sæferða má sjá að áætlun verður til Flateyjar nokkrum sinnum í viku með Særúnu eða Brimrúnu á tímabilinu 3. september til 8. október. Ferðir Sæferða um Breiðafjörð á þessu tímabili miðast að mestu leyti við farþegaflutninga og verður ekki hægt að taka í bátinn þyngri eða stærri vörur en taka má á handafli. Í ferðum í Flatey mun báturinn stoppa þar í um 2 tíma í hverri ferð. Farið verður á Brjánslæk eftir þörfum. Baldur hefur leyst Herjólf af tvisvar sinnum áður þegar Herjólfur hefur farið utan í slipp. Baldur mun að öllum líkindum sigla um hina margfrægu Landeyjahöfn, verði undanþága veitt fyrir skipið sem ekki hefur leyfi til úthafssiglinga.Ráðstöfun þessi hefur ekki fallið í kramið allstaðar og heyrðist í Vestfirðingum í kjölfar fréttaflutnings um málið að þeir hyggðust mótmæla því að þessi mikilvæga samgönguæð fyrir ferðaþjónustu og íbúa svæðisins lokaðist. Vegagerðin bendir hinsvegar á að þetta sé skásti tíminn til að taka Baldur út af sinni föstu leið í þetta verkefni, þar sem vegakerfið vestur á firði sé óháð þungatakmörkunum á þessum tíma og færð eigi að vera í góðu lagi.Fréttir bárust af því í þessari viku um að Samband sunnlenskra sveitarfélaga hefði samið við Vegagerðina um yfirtöku almenningssamgangna á Suðurlandi frá og með næstu áramótum. Helsta nýungin í ferðum milli Selfoss og Reykjavíkur er að boðið er upp á internettengingu í vögnunum og því geta farþegar unnið í tölvum sínum á leiðinni. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sjá um verkefnið og fá 80 milljónir á ári frá ríkinu á samningstímabilinu sem er til 7 ára auk aðgangseyris í vagnana. Í ágúst verða samgöngurnar boðnar út. Vegamálastjóri lætur hafa það eftir sér að hann vilji gera samskonar samninga við öll sveitarfélög á landinu sem fyrst. am/Heimildir: ruv.is, saeferdir.is

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

20 Grásleppubátar 17.845 Grásleppunet Grásleppa 50

3 Handfærabátar 2.898 Handfæri Þorskur 4

Karl Þór SH 110 1.124 Landbeitt lína Þorskur ofl. 1

Birta SH707 9.385 Gildra Beitukóngur 5

Garpur SH 95 5.830 Gildra Beitukóngur 4

Samtals 37.082 64

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 17.07.2011 - 23.07.2011

GönguferðirÍ júlíbyrjun bryddaði Ferðafélag Snæfellsness upp á göngu í Jónsnes. Veður var bjart en gola og því hentaði vel í gönguferðir. Við Hofsstaði þar sem gangan hófst var mætt í kringum 50 manns á öllum aldri. Gunnlaugur Árnason stýrði hópunum í Jónsnes en honum til halds og trausts var Kristján Jóhannesson sem bjó í foreldrahúsum í Jónsnesi á árunum 1945-1950 en eftir það lagðist jörðin í eyði. Þegar að Jónsnesi kom tóku húsráðendur á móti hópnum og fræddu um húsakost og staðhætti og gátu göngumenn litið inn í húsin. Áð var í Jónsnesi og gekk hópurinn síðan til baka á Hofsstaði. Skv. vef Ferðafélagsins er áformað að ganga næst um Þingvelli undir leiðsögn þeirra Hilmars og Hrafnhildar Hallvarðsbarna. am

Við hjá sumarþjónustu fatlaðra verðum með opið hús á fimmtudaginn 28. júlí milli 14:00 og 16:00. Verðum með kerti og vinabönd til sölu sem við höfum verið að föndra í sumar. Heitt á könnunni og góða skapið í fyrirrúmi . Hlökkum til að sjá ykkur. Erum við Aðalgötu 22 (þar sem X-ið er staðsett og „gamla bensó“).

Kveðja, Svanur, Svenni, Rósa, Gerður og krakkarnir.

Opið hús hjá sumarþjónustu fatlaðra

Frá höfninni í Hólminum

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 28.júlí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 18. árgangur 28.júlí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Tónleikar framundan í Stykkishólmskirkju

SmáauglýsingarVantar litla íbúð til leigu nú þegar. Gunnar s. 866-5747Til leigu 178 fm einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, Silfurgata 25. Langtímaleiga kemur til greina. Nánari upplýsingar í síma 8495607 eða á [email protected]. Laust frá 1.ágúst.Falleg og björt tveggja herbergja íbúð í nýju parhúsi til leigu í Stykkishólmi frá 1. águst. Upplýsingar í síma 8604318.Til leigu er húsið að Garðaflöt 7 sem er 140 fm. Nánari uppl. í 8662858 eða 8954485 - Auður og Hreinn

Tvennir tónleikar voru í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju í júlí og féllu þeir vel í kramið. Kristjón Daðason og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu fallega efnisskrá þar sem Kristjón flutti efni af lokatónleikum sínum frá í vor við Tónlistarháskólann í Árósum og Ástríður Alda lék verk af nýútkomnum geisladisk sínum. Sunnudaginn 17. júlí voru seinni tónleikarnir í júlí og komu samstarfsmennirnir Hólmfríður og Gunnar í Tónlistarskóla Stykkishólms ásamt píanóleikaranum Guðríði St. Sigurðardóttur fram með mjög svo fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem söng, óbóleik og píanóleik var fléttað listilega vel saman.Fimmtudagskvöldið 4. ágúst eru næstu tónleikar og verða það huggulegir ljóðasöngstónleikar góðvinanna Hreiðars og Lilju Daggar. Þau Hreiðar Ingi og Lilja Dögg eru bæði Snæfellingar. Hreiðar ólst upp í Stykkishólmi og Lilja Dögg á Hellissandi. Þau félagar hafa fylgst að frá því á menntaskólaárunum og hafa haldið tónleika saman og sungið í hinum ýmsu kórum. Að þessu sinni ætla þau að flytja tónlist eftir Hreiðar Inga sjálfan. Bæði eru þau útskrifuð með burtfararpróf úr Söngskólanum í Reykjavík og starfa við tónlist. Hreiðar Ingi lauk í vor mastersgráðu í tónsmíðum við Tónlistarháskólan í Tallin og hefur doktorsnám sitt nú í haust. Þau félagar lofa huggulegum tónleikum en á efnisdagskránni verða sem áður segir sönglög eftir Hreiðar Inga og auk þess sönglög eftir Edward Grieg og hluti úr Dichterliebe eftir Schumann. Meðleikari á píanó verður Daði Sverrisson.

ÁskorandahorniðÞað eru orðin mörg árin, finnst mér, síðan ég flutti úr Hólminum eða 27 ár. Hólmurinn hefur breyst alveg svakalega mikið og margt er betra eins og gengur.Þegar ég var krakki þá fannst mér allar vegalengdir mun lengri en mér finnst þær í dag, því ég hef að sjálfsögðu stækkað og sé núna betur „yfir“. Þegar ég var lítil að leika mér við vinkonur og vini í „steinn og spíta“ og fleiri leikjum eins og til dæmis „yfir“ þá var gamli ne-taskúrinn notaður því hann passaði alveg frábærlega fyrir svona leiki. Þetta voru svo skemmtilegir leikir sem mér finnst vanta í dag að börn kunni. Þegar ég hugsaði um að skrifa eitthvað um Hólminn kom strax upp í hugann Refaskúrinn en hann var rétt hjá mínu heimili sem þá var á Laufásvegi og eiginlega var hann ekki skúr því hann var stór og langur.Hann var fremur miðsvæðis milli hverfa, enda voru þar hald-nir bardagar á milli hverfa. Krakkar úr mismunandi hverfum söfnuðust hjá Refaskúrnum og börðust. Einn brjálaðan óveðurs-dag fauk Refaskúrinn svo til í heilu lagi inn í garðinn til okkar á Laufásvegi 16. Við söknuðum hans flest þegar hann var farinn. Lífið í Hólminum var gott og manni leiddist aldrei eiginlega. Á veturna fann maður sér skautasvell þar sem golfvöllurinn er núna. Á haustin bjó maður næstum því á Beggabrennu eða Grensás og borðaði ógrynni af krækiberjum og á sumrin borðaði maður hun-dasúrur. Jafnvel hjá kirkjugarðinum var hægt að finna eitthvað við að vera. Þar var skurður með sílum í og ég man eftir að hafa dun-dað mér við að veiða í heimatilbúinn háf úr nælonsokk.Mikið fannst mér gott þegar það fannst heitt vatn í Hólminum. Þá var hægt að fara í heita sundlaug og svona líka flotta laug. Ég man þegar við stelpurnar fórum í sundkennslu hjá Hrefnu Markan, laugin var svo köld að við vorum hálf bláar stundum af kulda en við lærðum samt að synda.Líka verð ég að minnast á íþróttahúsið sem er svo glæsilegt. Í gamla íþróttahúsinu var eiginlega ekki hægt að horfa á körfubolta nema sitja uppi í rimlunum þar sem plássið var svo lítið. Þegar ég les þetta yfir þá finnst mér eins þetta hafi verið fyrir 90 árum í Hólminum og ekki fyrir um það bil 36 árum. Það er gaman að rifja þetta upp. Í dag er Hólmurinn svo fallegur og ég er stolt af því að vera „Hólmari“Mér finnst hann fallegasti bærinn á landinu og hana nú!

Guðrún Eydís Jóhannesdóttir

Danskra Daganefndin hefur enn laus verkefni sem við erum að bjóða öllum hópum og félagasamtökum í bænum að taka að sér.Vinsamlegast hafið samband ef áhugi er á að taka þessi verkefni að sér.Verkefnin eru:

Sala á bolum í bónus Ganga í hús og selja dagskrá og merki Danskra DagaRukka í bæinn við bæjarmörkin dagskrá og merki Danskra Daga

Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á [email protected] fyrir þriðjudaginn 2. ágúst

Nefndin

Laus verkefni fyrir Danska daga

Breytingar hjá SnæfelliQuincy Hankins Cole sem er Bandaríkjamaður hefur samið við Snæfell um að spila með liðinu í Iceland express deildinni 2011/2012. Quincy er 203 cm á hæð og fæddur 1990. Tímbilið 2009-10 spilaði hann með University of Nebraska en á síðasta tímabili var hann í liði Pikeville College í Mid South deildinni, NAIA D1. Hann var þar með 12.9 stig að meðaltali og 8 fráköst. Quincy Hankins Cole þykir sterkur á mörgum sviðum körfuboltans sóknarlega sem og varnarlega og getur hafið sig til flugs þegar slík tækifæri gefast. Það verður gaman að sjá hann styrkja lið Snæfells í vetur hjá Inga Þór. Emil Þór Jóhannsson sem lék með Snæfellingum á síðustu leiktíð hefur ákveðið að söðla um og mun spila með KR á næsta tímabili, en KR gekk frá tveggja ára samningi við Emil.

www.stykkisholmsposturinn.is

- þinn staður á netinu

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 28.júlí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 18. árgangur 28.júlí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Opið alla daga frá kl. 11:30 - 23:00Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

HÚS TIL SÖLU

Aðalgata 20, neðri hæð151,9 fm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð í steinsteyptu húsi byggðu árið 1945. Húsið er einn salur, auk lítillar

kyndikompu og er með stórri innkeyrsluhurð og gluggum á þrjá vegu. Húsið er mjög vel staðsett miðsvæðis við Aðalgötu og gæti hentað undir hverskonar starfsemi. Verð 12.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Stykkishólms - Pósturinn

Bæjarblað Hólmara nær og og fjær,

kemur næst út 4. ágúst og vikulega eftir það!

Laust starfKona óskast til starfa í sundlauginni

í 100% starf. Um vaktavinnu er að ræða.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2011

Upplýsingar gefur Vignir í síma 898-1260

[email protected]

Fyrr í vor voru boðaðar breytingar á dreifingu og hafa fyrirspurnir borist vegna þessa fyrirkomulags. Blaðið mun liggja frammi ókeypis á Olís og líka í Bónus, Skipavík og Sjávarborg um leið og það kemur frá prentsmiðjunni, sem oftast er seinnipart miðvikudags. Blaðið í fullum litgæðum og birtist á netinu kl. 17 á miðvikudögum. Fyrir þá sem vilja fá blaðið borið út heim til sín munum við bjóða upp á slíka þjónustu og kostar það 75 kr. á hvert blað innanbæjar. Áfram mun blaðið liggja frammi víðsvegar um bæinn til aflestrar. Þeir sem óska þess að fá blaðið borið út til sín geta greitt í heimabanka inn á reikning Stykkishólms-Póstsins eða í Arion banka og lagt inn á þann hátt. Eina sem þarf að passa upp á er að nafn áskrifanda komi fram á tilkynningu eða kvittun sem send er til [email protected]. Starfsmenn bankans hafa einnig allar upplýsingar við hendina. Við förum góðfúslega fram á að greitt sé fyrir útburð a.m.k. næstu 10 tölublaða og að greiðsla hafi farið fram fyrir næstu mánaðamót. Einnig er hægt að skrá greiðsluna í beingreiðslur en upplýsingar um það má fá í bankanum. Útgefendur

Áskrift

Anok margmiðlun ehfKt. 650400-2240 Reikn: 0309-26-917

Sumartónleikar StykkishólmskirkjuFimmtudaginn 4. ágúst kl. 20Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngurHreiðar Ingi Þorsteinsson, söngurDaði Sverrisson, píanó

Lista- og menningarsjóðurStykkishólmsbæjar

Við erum á Facebook:Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 28.júlí 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 18. árgangur 28.júlí 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Klipping trjágróðurs og runna við stíga og

gangstéttar

Lóðarhafar eru vinsamlegast beðnir um að klippa trjágróður og runna sem vaxið hafa út fyrir lóðarmörk og hindra þar með almenna umferð og öryggi gangandi vegfarenda eftir stíg-um og gangstéttum bæjarins.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar.

Matur úr héraði er okkur á Narfeyrarstofu mikið hjartans mál. Við leitum að staðbundnu hráefni sem við getum boðið upp á í veitingahúsinu eftir því sem tækifæri gefst til.Við leitum eftir sjávarfangi, fiski, villibráð, jurtum, berjum, sveppum, grösum ... eða öllu því sem hægt er að borða héðan af Snæfellsnesi!

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel ehf

Mikið úrval af veiðarfærum, útivistarvörum, stígvélum og Muck Boot gúmmí-skórnir - þeir fást hjá okkur!

Blóm og gjafavörur

Byggingarvörur

ReiðhjólHeimilis- og raftæki

Nú er rétti tíminn til að líta í búðina!

Frá Daglega Stykkishólmi 9:00 15:45 Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 17:15Brjánslæk 12:15 19:00Flatey (til Stykkishólms) 13:15 20:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 10.06.2011

Við tökum vel á móti ykkur - Heimahornið

Barna-fatnaður

20%-40% afsláttur

Dömu-fatnaður 20-50% afsláttur

Barnaskór, léttir og fallegir og margt fleira forvitnilegt á mjög góðu verði.