24
vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR � e�.FÍTON / SÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUdagUrInn 27. júní 2013 25. TölUblað 34. árgangUr ÚTSALAN HEFST Í DAG 40-50% AFSLÁTTUR Hafnargata 23 - Reykjanesbær Keflavíkur Valdís slær í gegn Ætlaði að opna veitingastað í Keflavík en fékk ekki húsnæði. Upplifir algera geggjun í nýrri ísbúð á Granda í Reykjavík M aður verður að gera eitthvað „júníkk“, eitthvað öðruvísi, til að ná árangri í dag. Þetta er líka „sjó-bisness“ en umfram allt verður maður að vera með gæðin á hreinu, gott hráefni og hjá okkur hefur það líka hjálpað mikið að vera með sanngjarnt verð. Það segir manni eitthvað ef einhver kemur sjö daga í röð en það höfum við upp- lifað,“ segir nýjasti ískóngurinn á Íslandi, Keflvíkingurinn Gylfi Valdimarsson en hann opnaði ísbúðina Valdísi í maí síðastliðnum. Valdimar Þorgeirsson, faðir Gylfa hjálpaði syni sínum örlítið í peningamálunum og þess vegna ákvað Gylfi að nefna búðina eſtir honum. Ítarlegra viðtal við Gylfa á bls. 12 og 13. Þ að verður mikið um að vera í tónlistarlífinu á Suðurnesjum á morgun og laugardag. Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties [ATP] fer þá fram á Ásbrú. Um erlenda tón- listarhátíð er að ræða sem er haldin hér á landi í fyrsta sinn. Keflvíkingurinn Tómas Young stýrir hátíðinni hér á landi en hann er reynslu- mikill í þessum geira. Hann hefur verið tengiliður Íslands við Hróarskelduhátíðina í Danmörku um árabil og hefur einnig unnið að Iceland Airwaves hátíðinni. ATP tón- listarhátíðin er haldin víða um heim, þó aðallega í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hátíðin fer fram á Íslandi fyrsta sinn í ár. Meðal þeirra sem leika á hátíðinni á Ásbú í ár er Nick Cave and The Bad Seeds ásamt fjölda þekktra erlendra og innlendra hljóm- sveita. Tómas var lengi með þá hug- mynd í kollinum að stofna tónlistarhátíð í Reykjanesbæ en fyrir tveimur árum kom upp sú hugmynd að flytja ATP hátíðina til Íslands. 20 hljómsveitir sem koma fram á tón- listarhátíð á Ásbrú K eilir og Embry-Riddle háskólinn í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu þar sem lýst er yfir áhuga á samstarfi skólanna í flugkennslu, nemendaskiptum og rannsóknum. Í yfir- lýsingunni kemur meðal annars fram að samstarfsaðilar muni vinna sameiginlega að uppbyggingu nýrra námskeiða til að efla alþjóðlegt námsframboð skólanna. Meðal þess sem unnið verður að eru sam- eiginleg bókleg námskeið í atvinnuflug- mannsnámi, aðkomu Flugakademíu Keilis að bóklegri kennslu hjá Embry-Riddle og umsjón með umbreytingu flugskírteina (FAA-EASA). Auk þess kveður yfirlýsingin á um að nemendur Keilis geti í framtíðinni fengið hluta af námi sínu metið í fram- haldsnám í Embry-Riddle og eigi greiðari aðgang að námi við skólann. Embry-Riddle háskólinn hefur verið kall- aður „Harvard háloſtanna“ og er einn elsti og virtasti flugskóli í heiminum. Hann er auk þess eini háskólinn í heiminum sem sérhæfir sig í flugnámi. Hátt í tvö þúsund nemendur víðsvegar að úr heiminum sækja árlega flugnám við skólann og hefur hann til umráða um hundrað kennsluflugvélar og yfir 40 flugherma. Fjöldi íslenskra flug- manna hafa stundað nám við skólann, sem hefur aðsetur á Daytona Beach Flórída og í Prescott Arizona. Á næstu mánuðum munu Flugakademía Keilis og Embry-Riddle vinna sameigin- lega að undirbúningi og útfærslu á nám- skeiðum og er áætlað að fyrstu námskeiðin verði í boði frá og með janúar 2014. Þá er búist við að fyrstu nemendur frá Embry- Riddle muni sækja um breytingu á skír- teinum hér á landi á næsta ári. Flugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Keilir í samstarf við „Harvard háloftanna“

25 tbl 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

25.tbl.34.árg

Citation preview

Page 1: 25 tbl 2013

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

������� ���������� e���.��

FÍT

ON

/ S

ÍA

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUdagUrInn 27. júní 2013 • 25. TölUblað • 34. árgangUr

ÚTSALAN HEFST Í DAG 40-50% AFSLÁTTUR

Hafnargata 23 - Reykjanesbær

Keflavíkur Valdís slær í gegn

Ætlaði að opna veitingastað í Keflavík en fékk ekki húsnæði. Upplifir algera geggjun í nýrri ísbúð á Granda í Reykjavík

Maður verður að gera eitthvað „júníkk“, eitthvað öðruvísi, til að ná árangri í

dag. Þetta er líka „sjó-bisness“ en umfram allt verður maður að vera með gæðin á hreinu, gott hráefni og hjá okkur hefur það líka hjálpað mikið að vera með sanngjarnt verð. Það segir manni eitthvað ef einhver kemur sjö daga í röð en það höfum við upp-lifað,“ segir nýjasti ískóngurinn á Íslandi, Keflvíkingurinn Gylfi Valdimarsson en hann opnaði ísbúðina Valdísi í maí síðastliðnum.

Valdimar Þorgeirsson, faðir Gylfa hjálpaði syni sínum örlítið í peningamálunum og þess vegna ákvað Gylfi að nefna búðina eftir honum.Ítarlegra viðtal við Gylfa á bls. 12 og 13.

Það verður mikið um að vera í tónlistarlífinu á

Suðurnesjum á morgun og laugardag. Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties [ATP] fer þá fram á Ásbrú. Um erl end a tón-listarhátíð er að ræða sem er haldin hér á landi í fyrsta sinn. K e f l v í k i n g u r i n n Tómas Young stýrir hátíðinni hér á landi en hann er reynslu-mikill í þessum geira. Hann hefur verið tengiliður Íslands v ið Hróarskelduhátíðina í Danmörku um árabil og hefur einnig unnið að Iceland

Airwaves hátíðinni. ATP tón-listarhátíðin er haldin víða um heim, þó aðallega í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hátíðin fer fram á Íslandi fyrsta sinn

í ár. Meðal þeirra sem leika á hátíðinni á Ásbú í ár er Nick Cave and The Bad Seeds ásamt fjölda þekktra erlendra og innlendra hljóm-sveita. Tómas var lengi með þá hug-

mynd í kollinum að stofna tónlistarhátíð í Reykjanesbæ en fyrir tveimur árum kom upp sú hugmynd að flytja ATP hátíðina til Íslands.

20 hljómsveitir sem koma fram á tón-

listarhátíð á Ásbrú

Keilir og Embry-Riddle háskólinn í Bandaríkjunum hafa skrifað undir

samstarfsyfirlýsingu þar sem lýst er yfir áhuga á samstarfi skólanna í flugkennslu, nemendaskiptum og rannsóknum. Í yfir-lýsingunni kemur meðal annars fram að samstarfsaðilar muni vinna sameiginlega að uppbyggingu nýrra námskeiða til að efla alþjóðlegt námsframboð skólanna.Meðal þess sem unnið verður að eru sam-eiginleg bókleg námskeið í atvinnuflug-mannsnámi, aðkomu Flugakademíu Keilis að bóklegri kennslu hjá Embry-Riddle og umsjón með umbreytingu flugskírteina

(FAA-EASA). Auk þess kveður yfirlýsingin á um að nemendur Keilis geti í framtíðinni fengið hluta af námi sínu metið í fram-haldsnám í Embry-Riddle og eigi greiðari aðgang að námi við skólann.Embry-Riddle háskólinn hefur verið kall-aður „Harvard háloftanna“ og er einn elsti og virtasti flugskóli í heiminum. Hann er auk þess eini háskólinn í heiminum sem sérhæfir sig í flugnámi. Hátt í tvö þúsund nemendur víðsvegar að úr heiminum sækja árlega flugnám við skólann og hefur hann til umráða um hundrað kennsluflugvélar og yfir 40 flugherma. Fjöldi íslenskra flug-

manna hafa stundað nám við skólann, sem hefur aðsetur á Daytona Beach Flórída og í Prescott Arizona.Á næstu mánuðum munu Flugakademía Keilis og Embry-Riddle vinna sameigin-lega að undirbúningi og útfærslu á nám-skeiðum og er áætlað að fyrstu námskeiðin verði í boði frá og með janúar 2014. Þá er búist við að fyrstu nemendur frá Embry-Riddle muni sækja um breytingu á skír-teinum hér á landi á næsta ári. Flugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun.

Keilir í samstarf við „Harvard háloftanna“

Page 2: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR2

ATVINNAMYLLUBAKKASKÓLI

Kennara vantar við Myllubakkaskóla Kennara vantar næsta skólaár við Myllubakkaskóla. Um er að ræða umsjónarkennslu á yngsta stigi.

Hæfniskröfur: - Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla - Góð hæfni í samvinnu og samskiptum - Metnaður til að ná góðum árangri

Umsóknarfrestur er til 4. júlí.Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

Í Myllubakkaskóla er lögð áhersla á samstarf allra í skólaumhverfinu þannig að nemendum líði vel og þeir nái árangri á öllum sviðum skólastarfsins.Sjá nánar um skólann á www.myllubakkaskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri, í síma 842-5640

ATVINNAHÁALEITISSKÓLI

Starfssvið:Staðgengill skólastjóraUmsjón með innra starfi skólansStarfsmannamálSamskipti við nemendur og foreldraInnleiðing nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla

Menntunar- og hæfniskröfur:Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu.Reynsla af samstarfi við foreldra.Þekking og færni í að vinna að framgangi PBS innan skólans.Metnaður til þess að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum.Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum æskileg.Viðbótarmenntun í stjórnun æskileg. Skipulagshæfileikar.Góð mannleg samskipti.

Nánari upplýsingar veitir Anna Sigríður Guðmunds-dóttir skólastjóri í síma 420-3050 / 694-5689. Umsóknarfrestur er til 11. júlí 2013.

Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

LEIKHÓPURINN LOTTA

Gilitrutt Skrúðgarðinum Njarðvík 27. júní kl. 18:00

Nánar á reykjanesbaer.is.Það hefur verið góð aðsókn

að tjaldsvæðinu í Sand-gerði í sumar og þegar mest hefur verið hafa gestir frá níu þjóðlöndum verið á svæðinu, að sögn Reynis Sveinssonar hjá Sandgerðisbæ.Algengt er að ferðamenn komi á tjaldsvæðið í Sandgerði í upp-

hafi eða lok ferðar sinnar um Ís-land. Svæðið er opið frá 1. apríl til 30. september og er mikið af ferðamönnum að nýta sér tjald-svæðið í Sandgerði. Allir gestir hafa hrósað tjaldsvæðinu og hinu glæsilega þjónustuhúsi en þar eru sturtur, þvottavél, þurrkarar, salerni og góð aðstaða fyrir alla

gesti, m.a. er gott aðgengi fyrir gesti í hjólastólum. Einnig er góð aðstaða til að losa og þrífa salern-istanka í húsbílum.Á Sandgerðisdögum verður allt fullt af fólki og lífi en þá hefur túnið verið notað norðan við Safnaðarheimilið til að koma öllum fyrir.

Tjaldsvæðið í Sandgerði vel sóttTjaldsvæðið í Sandgerði er vel nýtt á sumrin.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á þriðja tím-anum sl. þriðjudag þegar tilkynning barst um eld í bílskúr við

Hólagötu í Njarðvík. Slökkviliðsmenn BS réðu niðurlögum elds sem hafði blossað upp í veggplötu inni í bílskúr.Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í rafmagnstenglum í veggnum en slökkviliðsmenn losuðu hann og komu með hann út úr skúrnum og réðu niðurlögum eldsins á stuttum tíma.

Eldur í bílskúr í Njarðvík

FRÉTTIRNý reiðhöll í Grindavík komin vel á veg

Framkvæmdir við nýja reiðhöll hestamannafélagsins Brim-

faxa í Hópsheiði í Grindavík eru komnar vel á veg. Þær hófust í febrúar og nú er langt komið með að loka húsinu. Frá þessu er greint á Grindavik.is

Samkvæmt samkomulagi Grinda-víkurbæjar og Brimfaxa leggur bærinn 50 milljónir króna til byggingar reiðhallarinnar. Þessi nýja höll mun bylta starfsemi Brimfaxa. Verktaki er HH smíði.

Sumarlokun hjá Kompunni

Vegna sumarleyfis starfsfólks Fjölsmiðjunnar á Suður-

nesjum verður nytjamarkaður Kompunnar á Smiðjuvöllum í Reykjanesbæ lokaður frá og með næsta mánudegi. Föstudagurinn 29. júní er síðasti starfsdagurinn fyrir sumarfríið, en síðan verður opnað aftur fimmtudaginn 8. ágúst. Ákveðið hefur verið að rýma aðeins til í Kompunni þessa

síðustu daga fyrir sumar-leyfið og því e r 2 5 % a f -s l á t t u r a f öllum vörum út þessa viku.Ekki er hægt að taka við vörum í hús-

næði Kompunnar við Smiðjuvelli á meðan á sumarleyfinu stendur. Hins vegar er þeim sem vilja gefa vörur til nytjamarkaðarins bent á að Kompan er með gám á svæði Kölku í Helgu-vík. Þangað er hægt að koma með húsgögn og aðrar vörur sem fólk hefur áhuga á að gefa til Kompunnar og þá gildir auglýstur opnunartími gámaplansins hjá Kölku.Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suður-nesjum þakkar Suðurnesjamönnum viðskiptin það sem liðið er af árinu og hlakkar til að mæta endurnært til starfa í ágúst að loknu sumarleyfi.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að óboðnir gestir voru að tína egg í varplandi íbúa í umdæminu.

Kvaðst hann hafa ætlað að ræða við fólkið, en það þá tekið til fótanna og flúið yfir landamerkin og yfir á næstu landareign.Óskaði landeigandinn eftir að lögregla ræddi við fólkið. Þegar lögreglu-menn komu á vettvang reyndust þetta vera erlendir einstaklingar. Þeim var gerð grein fyrir því að ekki mætti bera niður hvar sem væri til þess að afla sér eggja, án þess að fyrir lægi leyfi til þess arna, og lofuðu viðkomandi að hætta eggjatínslu í leyfisleysi.

Eggjaþjófar flúðu landeiganda

Page 3: 25 tbl 2013

www.segjumsogur.is | Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins

Vertu í sterkara sambandi

með Snjallpakka!Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna magn

og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi.

Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.

3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst.SUMARGLAÐNINGUR!

300 mín. | 300 SMS | 300 MB

SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI

3.490 kr./mán.

300500 mín. | 500 SMS | 500 MB

4.990 kr./mán.

500

1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB3G aukakort í 12 mán.

7.990 kr./mán.

1000 15001500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB

3G aukakort í 12 mán.

10.990 kr./mán.

SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

58

22

4

Kynntu þér Snjallpakkana nánar á siminn.is eða hjá næsta endursöluaðila.

Omnis er endursöluaðili Símans í Reykjanesbæ.

Amma úr óv ntri átt setti sölumet

Við vorum á vörusýningu í útlöndum þegar síminn hringdi. Stelpan sem vann

í búðinni okkar var ólétt en átti ekki að eiga alveg strax. Hún var fullkomlega yfirveguð

í símanum þegar hún sagði mér að hún hefði misst vatnið og þyrfti að fara upp

á fæðingadeild. Hún náði ekki í neinn til að leysa sig af en amma hennar var í búðinni

og tók við. Amman setti sölumet.

Selfoss 2010, Lovísa segir sögu af mikilvægu símtali

Sjáðu

Lovísu

segja frá

generated at BeQRious.com

Page 4: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR4

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected]þór Sæmundsson, [email protected]ón Júlíus Karlsson, [email protected], GSM 849 0154Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected]íkurfréttir ehf.Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, [email protected]Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected] Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Útgefandi:afgreiðsla og ritstjórn:

ritstjóri og ábm.:fréttastjóri:

blaðamenn:

auglýsingadeild:umbrot og hönnun:

auglýsingagerð:

afgreiðsla:

Prentvinnsla:uPPlag:

dreifing:dagleg stafræn Útgáfa:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka

smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá

færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-

aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

n Sólseturshátíð í Garði

PÁLL KETILSSON

RITSTJÓRNARBRÉF

Gerir og græjar þrátt fyrir blinduEitt af skemmtilegustu verkefnum sem við á Víkurfréttum höfum sinnt á þessu ári var viðtal við Má Gunnarsson, blindan 13 ára strák sem býr með fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir þessa fötlun Más gerir hann flesta hluti sem jafnaldrar hans gera, æfir sund, stundar skák og er öflugur í tón-listarnámi. Már dvaldi með fjölskyldu sinni í Lúxemborg í sex ár en þjónusta þar var mun meiri fyrir blinda ein-staklinga en hér heima. Fjölskyldan flutti svo heim á síð-asta ári og Már unir sér vel í leik og námi í bítlabænum.Það er mikill lærdómur fyrir fólk sem sér og heyrir eins og flestir gera, að tala við og umgangast fólk eins og Má. Það er eitthvað svo ótrúlega uppörvandi og skemmtilegt og svo magnað hvað drengurinn gerir og hvernig hann talar.Í viðali í blaðinu í dag kemur fram að Már er mikill vísinda-strákur eins og hann orðar það en náttúrufræði er eftirlætis

fagið hans. Hann er ásamt Helenu eðlisfræðikennara sínum að hanna litla svifflugvél þessa dagana sem hægt væri að ná á flug með því að kasta henni á loft. Már er að eigin sögn rosalega for-vitinn. „Verða foreldrar þínir pirraðir á spurningum þínum?“

spyr blaðamaður. „Þú verður að spyrja pabba að því,“ segir Már og glottir. Faðir hans svarar því til að oft sé erfitt að svara fjölbreyttum spurningum drengsins og stundum þurfi hann að „gúggla“ svörin.Þegar ungir einstaklingar eiga við einhverja fötlun að stríða er hætt við stríðni og einelti í skólum. Fjölskyldan flutti meðal annars frá Lúxemborg út af einelti í garð Más. Faðir hans segir að smávægileg mál hafi komið

upp hér heima en þau hafi sem betur fer verið leyst í góðri sátt. Þjónusta við Má í Reykjanesbæ er góð og meðal annars vegna þess hafi þau ákveðið að búa þar. Það er gott að vita af því.

Fjölbreytt dagskrá á Sólseturshátíð í GarðiSólseturshátíð verður fjölbreytt að venju í Garðinum

en dagskráin mun standa yfir dagana 24. til 30. júní. Hún hófst með pottafjöri í upphafi vikunnar en henni lýkur á sunnudegi með tónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Gerðaskóla.Fjölbreyttar sýningar hefjast á fimmtudag en síðan verður þétt dagskrá á laugardag frá morgni til kvölds. Á hátíðar-sviðinu frá kl. 14 koma m.a. fram Eyþór Ingi Eurovisionfari, dansfólk frá Bryn Ballett og Danskompaníinu auk fleiri atriða. Dagskráin mun síðan ná hápunkti um kvöldið þegar fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram, þar á meðal Klassart, Upplyfting, Pétur Örn og Einar úr Buffinu og hinn eini sanni Helgi Björns.

Þann 21. júní sl. hófst fyrsti hluti framkvæmda við

svokallaðan ungmennagarð sem mun rísa við 88 Húsið. Ný-stofnað Ungmennaráð Reykja-nesbæjar benti á að það mætti vera meira í boði fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu.Því var farið þess á leit við ráðið að þau myndu koma með hugmyndir um hvað ætti heima í svona garði. Meðal þess sem þau bentu á var ærslabelgur eins og margir þekkja úr Húsafelli. Einnig ræddu þau

um aparólu, skautasvell og margt fleira áhugavert.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kall-aði ráðið til fundar um hvíta-sunnuna og fór yfir hugmyndir ungmennanna og í framhaldinu hófst hönnun og nú eru eins og áður sagði framkvæmdir hafnar.

Spennandi tímar framundan í Reykjanesbæ!

Stefán BjarkasonFramkvæmdastjóriÍþrótta- og tómstundasviðs (ÍT)

Ungmennagarður rís í Reykjanesbæ

Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykja-

nesbæ, tilkynnti í vikunni að Cli-mate Action hafi gert samning um að hýsa alla tölvupóstþjónustu sína þar eftir að stofnunin gekk til samninga við Opin kerfi.Í fréttatilkynningu segir að Climate Action sé leiðandi stofnun á svið sjálfbærrar þróunar, sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum að verkefni sem kallast „United Na-tions Environment Programme (UNEP)” – sem er fremst á sviði umhverfisverndar og skynsam-

legrar nýtingar auðlinda heimsins.Climate Action kemur á fót og byggir upp samstarf milli fyrirtækja, stjórnvalda og stofnana til að hraða þróun á alþjóðlegri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og fram-gangi grænna hagkerfa“. Climate Action gerir þetta með upplýsinga-miðlun og því að skapa vettvang þar sem þátttakendur deila þekk-ingu, tækni og sérþekkingu, með það fyrir augum að koma auga á lausnir á þeim viðfangsefnum sem breyting loftslags og fjölgun mann-kyns hefur í för með sér.

Verne Global mun hýsa Climate Action

Page 5: 25 tbl 2013

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

58

42

0

Það kemur að því að þig langar að flytja að heiman. Hjá Íslandsbanka bjóðum við húsnæðissparnað fyrir ungt fólk sem er farið að búa sig undir framtíðina.

Þú getur valið um tvo góða kosti, verðtryggðan sparnað sem hentar vel fyrir langtímasparnað eða óverðtryggðan sem hentar vel ef stefnt er á íbúðarkaup í náinni framtíð. Þegar komið er að húsnæðiskaupunum færðu frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum* hjá Íslandsbanka.

Kynntu þér málið betur á www.islandsbanki.is/sparnadur eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

Húsnæðissparnaður Íslandsbanka

*M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 11.06.2013. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður sem nemur að lágmarki 5.000 kr. út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni.

Einn góðan veðurdag verður herbergið of lítið

50%afsláttur af

lántökugjöldum*og frítt

greiðslumat

Verðtryggður sparnaður

Óverðtryggður sparnaður

Hentugur sparnaðartími

3 ár +

2,10% vextir*

Hentugur sparnaðartími

1,5 ár +

4,50% vextir*

Nýsparnaðarleið

Page 6: 25 tbl 2013

Tilboðin gilda 27. - 30.júníTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

CampinGaz Adelaide grillGlæsileg gasgrill á vandaðri grind úr stáli og tekki.Grillin eru með brennara og grillgrind úr pottjárni,sem henta mjög vel fyrir íslenskar aðstæður.Grillið sjálft er postulíns emelerað að utan og innan.

CampinGaz Adelaide 3 brennara• Mjög öflugt 14 KW = 47.769 BTU• 3x brennarar úr pottjárni• 1x grillgrind úr pottjárni• 1x steikarplata úr pottjárni• 1x hliðarhella• Piezo kveikja• Grillflötur: 46x60 cm• Postulínslok, emelerað að utan og innan• Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu• Stærð BxDxH: 128x59x109cm• Þyngd 48kg

Gasgrill 4ja brennara59.998 kr

CampinGaz Adelaide 4 brennara• Mjög öflugt 18,7 KW = 63.807 BTU• 4x brennarar úr pottjárni• 1x grillgrind úr pottjárni• 1x steikarplata úr pottjárni• 1x hliðarhella• Piezo kveikja• Grillflötur: 46x77 cm• Postulínslok, emelerað að utan og innan• Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu• Stærð BxDxH: 144,5x59x109cm• Þyngd 54kg

Gasgrill 3ja brennara

49.998 kr

CampinGaz Grilláhöld 4stk verð 3.998kr

Yfirbreiðslur fyrir grillin einnig fáanlegar, verð 4.998kr.

Sum

ar

opnun:

virka daga:

9:00-20:00laugardaga:

9:00-18:00Sunnudaga:

12:00-18:00

bláberjakryddað lambalæri

áður 1.698 kr/kg

1.392

kjúklingavængirtex mex

áður 598 kr/kg

389

karamellutertakristjánsbakarí

áður 899 kr/stk

692

emerge orkudrykkur250 ml

áður 119 kr/stk

69

42% afsláttur

baguette 280 grbake off

áður 229 kr/stk

115

50% afsláttur

baguette 440grbake off

áður 398 kr/stk

199

vatnsmelóna

89áður 178 kr/kg

50% afsláttur

daZ Þvottaefni2.58 kg

áður 1.498 kr/pk

1.198jubbly frostpinnar

cola/appelsínu/jarðarberja

áður 359 kr/pk

197

lambalærissneiðarferskar

áður 2.298 kr/kg

1.999rjómaís 1 lvanilla/súkkulaði

áður 698 kr/stk

349

35% afsláttur

lambagrillsneiðar salt & pipar

áður 2.566 kr/kg

1.976grísahnakkihunangs

1.999áður 2.352 kr/kg

37% afsláttur

folaldavöðvarkryddlegnir

áður 2.998 kr/kg

1.889

50% afsláttur

Kræsingar & kostakjör

Page 7: 25 tbl 2013

Tilboðin gilda 27. - 30.júníTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

CampinGaz Adelaide grillGlæsileg gasgrill á vandaðri grind úr stáli og tekki.Grillin eru með brennara og grillgrind úr pottjárni,sem henta mjög vel fyrir íslenskar aðstæður.Grillið sjálft er postulíns emelerað að utan og innan.

CampinGaz Adelaide 3 brennara• Mjög öflugt 14 KW = 47.769 BTU• 3x brennarar úr pottjárni• 1x grillgrind úr pottjárni• 1x steikarplata úr pottjárni• 1x hliðarhella• Piezo kveikja• Grillflötur: 46x60 cm• Postulínslok, emelerað að utan og innan• Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu• Stærð BxDxH: 128x59x109cm• Þyngd 48kg

Gasgrill 4ja brennara59.998 kr

CampinGaz Adelaide 4 brennara• Mjög öflugt 18,7 KW = 63.807 BTU• 4x brennarar úr pottjárni• 1x grillgrind úr pottjárni• 1x steikarplata úr pottjárni• 1x hliðarhella• Piezo kveikja• Grillflötur: 46x77 cm• Postulínslok, emelerað að utan og innan• Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu• Stærð BxDxH: 144,5x59x109cm• Þyngd 54kg

Gasgrill 3ja brennara

49.998 kr

CampinGaz Grilláhöld 4stk verð 3.998kr

Yfirbreiðslur fyrir grillin einnig fáanlegar, verð 4.998kr.

Sum

ar

opnun:

virka daga:

9:00-20:00laugardaga:

9:00-18:00Sunnudaga:

12:00-18:00

bláberjakryddað lambalæri

áður 1.698 kr/kg

1.392

kjúklingavængirtex mex

áður 598 kr/kg

389

karamellutertakristjánsbakarí

áður 899 kr/stk

692

emerge orkudrykkur250 ml

áður 119 kr/stk

69

42% afsláttur

baguette 280 grbake off

áður 229 kr/stk

115

50% afsláttur

baguette 440grbake off

áður 398 kr/stk

199

vatnsmelóna

89áður 178 kr/kg

50% afsláttur

daZ Þvottaefni2.58 kg

áður 1.498 kr/pk

1.198jubbly frostpinnar

cola/appelsínu/jarðarberja

áður 359 kr/pk

197

lambalærissneiðarferskar

áður 2.298 kr/kg

1.999rjómaís 1 lvanilla/súkkulaði

áður 698 kr/stk

349

35% afsláttur

lambagrillsneiðar salt & pipar

áður 2.566 kr/kg

1.976grísahnakkihunangs

1.999áður 2.352 kr/kg

37% afsláttur

folaldavöðvarkryddlegnir

áður 2.998 kr/kg

1.889

50% afsláttur

Kræsingar & kostakjör

Page 8: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR8

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar-

flokks segir Alþingi vera skrítinn en skemmtilegan vinnustað. Silja sem var kjörin á þing í fyrsta sinn nú í vor segir að nú þegar hafi færst harka í leikinn á þinginu en hún er stöðugt að læra af koll-egum sínum sem eru vel upplýstir að hennar mati. Við heyrðum hljóðið í Silju Dögg og spurðum hana út í fyrstu dagana í starfi alþingismanns.Er þetta eins og þú gerðir þér í hugarlund? Já og nei. Þetta er dálítið sérstök tilfinning að vera komin þangað,“ viðurkennir Silja. „Ég var búin að stefna að þessu í marga mánuði og berjast fyrir þessu en þegar maður er komin þangað finnst manni það frekar einkennilegt.“Silja er einn af forsetum Alþingis og hefur nú þegar stýrt fundum þingsins. „Það var mjög sérstök til-finning að sitja þarna í stólnum. Lesa upp og banka í bjölluna og allt það,“ segir Silja og hlær. „Það var gaman og gekk bara vel verð ég að segja.“Silja segir alþingismenn upp til hópa vera hið indælasta fólk en henni finnst undarlegt að vera skyndilega að vinna með þessu fólki sem hún hafði aðeins séð í fjölmiðlum áður. „Það er eins og ég sé komin í einhverja bíómynd með þessu fólki öllu.“ En hvernig vinnustaður er Alþingi? „Skrýtinn (hlær), en skemmtilegur. Þarna er fullt af fólki sem hefur brennandi áhuga á ýmsum málum og er vel inni í hlutunum. Maður er að læra mjög mikið á því að hlusta á allt þetta fólk, úr öllum flokkum. Þetta er gaman.“

Vill meiri léttleika og já-kvæðni

Það hefur komið Silju töluvert á óvart hve mikil harka er nú þegar á Alþingi svo skömmu eftir þingsetn-

ingu. „Það er búin að vera svakaleg barátta. Stjórnarandstaðan ætlar ekkert að hafa þetta eitthvað nota-legt fyrir okkur. Það kom mér á óvart hvað fólk er harðfylgið. Mér skilst að oftast séu málefni á sumar-þingi aðeins óumdeildari en gengur og gerist en svo virðist ekki vera. Ég myndi vilja að við myndum gera þetta meira í sameiningu og vera aðeins léttari og jákvæðari.“Nýir þingmenn fá ítarlega kynn-ingu á störfum Alþingis áður en byrjað er en einnig er stuðst við handbækur. Það er því mikil vinna að koma sér inn í hlutina. „Það er bara eins og gengur í nýjum vinnum. Við leitum til þeirra sem hafa þekkingu á hlutunum. Ég held

reyndar að þú verðir bara að vera á staðnum, vinda þér í hlutina og taka þátt. Þannig kemur reynslan. Maður þarf bara að vera ófeiminn, það voru allir einhvern tímann nýir hérna.“Suðurnesjamenn á þingi eru í miklum samskiptum að sögn Silju en hún og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks frá Grindavík eru sessunautar. „Við höldumst í hendur allan daginn,“ segir Silja og hlær dátt. „Það er mjög gaman að við séum svona mörg af Suðurnesjunum þarna. Við Suðurnesjamenn viljum vinna saman að góðum málum og ég á von á góðu samstarfi þegar fram líða stundir,“ sagði Silja að lokum.

InstagramVF

MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYND-IRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM

FJóRFAlDUR SUMARFoSSSumarið er komið og það má bersýnilega sjá á þeim myndum sem Suðurnesjamenn hafa merkt #vikurfrettir á Instagram. Fjölmargar skemmtilegar og sumarlegar myndir má sjá á in-stagram. Þegar sólin skín fer unga kynslóðin á stjá og útivist er auðvitað í blóma yfir hásumarið. Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir sem Suðurnesjamenn hafa merkt #vikur-frettir. Ef marka má myndirnar þá leynast efnilegir ljósmyndarar víða hér á svæðinu. Skemmtileg er myndin sem Bryndís Líndal smellti af en á henni má sjá Nadíu Sif búa til fjóra fossa með hárinu einu að vopni. Við hvetjum alla til að taka þátt í Instagram-leik Víkurfrétta með því að merkja myndirnar #vikurfrettir. Einn heppinn „ljósmyndari“ hlýtur skemmtileg verðlaun í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Matvæladreifing ehf í Garði óskar eftir starfsmanni í fullt starf í matvælavinnslu.

Vinnutíminn er 8:00 - 16:30.Aðeins íslenskumælandi starfsmenn koma til greina.

Vinsamlegast hafið samband í síma 893 3191 milli kl. 8:00 og 9:00 á morgnana.

ATVINNA Eins og að vera stödd í bíómynd- Suðurnesjamenn samrýmdir á Alþingi

n Nýir Suðurnesjamenn á Alþingi. Silja Gunnarsdóttir:

Atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu var mikið rætt þessa tvo daga og einnig var aðeins komið inn á ástandið í Tyrklandi. Þannig að þetta hefur verið ansi fróðlegt,“ sagði Silja Gunnarsdóttir, þing-

maður sem sótti sinn fyrsta fund í útlöndum um síðustu helgi.„Ég er í Utanríkismálanefnd Alþingis og var sett í Evrópunefnd. Við erum nú þrír full-trúar og ritari nefndarinnar í Dublin á COSAC fundi, en það er samráðsvettvangur Evrópu-þinga. Ýmis mál voru rædd ítarlega; staðan í Evrópusambandinu, framtíð þess, fjölgun ríkja í EU, þátttaka EU landa í þróunarstarfi og stöðu ungs fólks í Evrópu og möguleika þess.Á lokakvöldinu var okkur síðan boðið til veislu þar sem forseti Írlands var heiðursgestur ásamt fylgdar-liði. Skemmtiatriðin voru glæsileg; írsk þjóðlagatónlist og dansar; eitthvað sem Írar eru þekktir fyrir.

Á fundi með utanríkismála-nefnd í Írlandi

Silja Gunnarsdóttir á kosningadaginn í vor.

Page 9: 25 tbl 2013

HONDA CivicÁrgerð 2006, bensín, Ekinn 83.000 km, sjálfsk.

AUDI A4Árgerð 2011, dísilEkinn 23.000 km, sjálfsk.

VW PoloÁrgerð 2012, bensínEkinn 27.000 km, beinsk.

MMC L200Árgerð 2008, bensínEkinn 51.000 km, sjálfsk.

VW TiguanÁrgerð 2012, dísilEkinn 40.000 km, sjálfsk.

VW Golf gti Árgerð 2005, bensínEkinn 106.000 km, sjálfsk.

TOYOTA YarisÁrgerð 2008, bensínEkinn 76.000 km, beinsk.

VW FoxÁrgerð 2006, bensínEkinn 68.000 km, beinsk.

Ásett verð

790.000,-

Ásett verð

990.000,-

Ásett verð

1.690.000,-

Ásett verð

2.430.000,-Ásett verð:

5.690.000,-

Ásett verð

3.190.000,-

Ásett verð: 6.150.000,-

Tilboð: 5.900.000,-

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040www.heklarnb.is

ÚRVALSNOTAÐIR BÍLAR

í REYKJANESBÆKomdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af

gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

FORD F150 supercrew 4x4 metan, Árgerð 2006, bensín. Ekinn 114.000 km, sjálfsk.

FIAT P200Árgerð 2006, dísilEkinn 15.000 km, beinsk.

CHALET Arrowhead A hýsi. Árgerð 2006

Ásett verð: 1.890.000,-

Tilboð: 1.700.000,-

Ásett verð

1.600.000,-

Ásett verð

1.590.000,-

TOYOTA YarisÁrgerð 2006, bensínEkinn 179.000 km, beinsk.

VW Polo Árgerð 2012, bensínNÝR BÍLL, beinsk.

Ásett verð

5.250.000,-

Ásett verð

2.490.000,-

Ásett verð: 3.070.000,-

Tilboð: 2.800.000,-

Page 10: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR10

Langar að viðhalda óperumenningu

á Suðurnesjum„Við tökum aríur og atriði úr frægustu óperum Verdi og Wag-ner tveimur af stærstu óperu-skáldum sögunnar sem komu fram á sjónarsviðið fyrir tveimur öldum síðan,“ segir Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari úr bítlabænum Keflavík. Félag í hans eigu, Norðuróp, stendur fyrir hátíðartónleikunum VERDI & WAGNER en þeir verða í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ nk. laugardag 29. júní kl. 16.„Óperur þessara snillinga eru fluttar í öllum helstu óperuhúsum heimsins enn í dag,“ segir Jóhann og bætir því við að Verdi og Wagner hafi verið frægir fyrir fallegar línur, dramatískar óperur og gríðalega margar þekktar og vinsælar perlur.Norðuróp er óperufélag sem Jó-hann Sævarsson stofnaði þegar hann starfaði á Akureyri en þaðan kemur nafnið, til að kynna óperu-formið fyrir norðan. Hann flutti

það síðan með sér þegar hann flutti aftur í heimabæinn, Keflavík.Með Jóhanni Smára eru óperu-söngvarar í fremstu röð. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sem er Suður-nesjamanneskja og hefur verið virk í tónlistarlífinu í höfuðborginni að undanförnu og söng aðalhlut-verk í tveimur síðustu verkefnum Norðuróps, Eugene Onegin í fyrra-sumar og Tosku, árið á undan í Keflavíkurkirkju.Elsa Waage er nýflutt til landsins og sló í gegn með hlutverki sínu í Il Trovatore eftir Verdi, í Hörpu í fyrra, þar var Jóhann Friðgeir í titilhlutverkinu. Jóhann Friðgeir var í framlínunni í Hljómahöllinni í fyrra með Jóhanni Smára. Þeir „Jóarnir“ vinna vel saman og með Bylgju og Elsu og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, konsertpíanista sem sér um undirleik, lofar Jóhann „bassi“ frábærri skemmtun.

Aftur í ferðalögJóhann Smári sagði frá því í Vík-urfréttum fyrir nokkrum árum að hann væri kominn heim þar sem hann væri þreyttur á ferða-lögum sem fylgja óperustarfinu í útlöndum. Hann ætlaði að vinna hér heima í nýrri Hljómahöll og sá fyrir sér mörg verkefni í nýrri Hörpu, nýju óperuhúsi í Kópavogi og í söngskólum og á fleiri stöðum. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og

maður vill. Bankakreppa og fleira hafði áhrif á þessar fyrirætlanir. Nú er Jóhann Smári aftur kominn í ferðalög.

Bassinn brosir þegar blaðamaður spyr hann út í þróun mála, hvaða flakk sé framundan hjá honum?„Ég var svo ákveðinn í að vera hér heima að ég keypti mér strax hús við heimkomuna sumarið 2008. En maður ræður ekki alltaf sínum næturstað og þetta hefur ekki gengið alveg eins og ég vildi. Því

þurfti ég að stokka spilin upp á nýtt og ég er tilbúinn í ný tækifæri sem hafa komið upp í hendurnar á mér, mjög spennandi,“ sagði Jóhann Smári.Okkar maður réði sér nýjan um-boðsmann og fékk í kjölfarið hlut-verk í vor hjá Skosku óperunni. Þar söng hann titilhlutverkið í „Hol-lendingnum fljúgandi“ og fram-undan eru fjölmörg fleiri verkefni hjá þeirri óperu í haust og mun hann syngja í 15 sýningum í Glas-gow og Edinborg sem „styttan“ í Don Giovanni eftir Mozart. Þá eru fleiri tilboð í farvatninu hjá Skosku óperunni.Jóhann er nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann söng í Berlínar Fílharmoníunni 8. Sin-fóníu Mahler. Verkið var tekið upp fyrir sjónvarp og hljóðvarpað beint í útvarpi. Mahler sýningin er gríðarlega umfangsmikil. Jóhann stóð á sviðinu með 115 manna hljómsveit á bakvið sig, 450 manna kór og tæplega 50 krökkum í barnakór. „Þetta var magnað. Ég kom á fyrstu æfinguna í risastórri kirkju og sá mörg hundruð manns í sætunum og hugsaði með mér, „eru svona margir áhorfendur á æfingunni? Nei, þá var þetta þessi stóra sveit, um 500 manna kór.“

Á réttum stað og tímaJóhann segir að það hafi verið skemmtileg tilviljun hvernig hann fékk þetta verkefni. Hann var kom-inn í söngprufu hjá konu í Berlín sem er Wagner sérfræðingur og ráðgjafi margra aðila í óperu-heiminum. „Ég var rétt að klára að syngja fyrir hana þriðju aríuna og hún mjög ánægð með mig. Svo hringdi síminn og eftir stutt spjall leggur hún símann aðeins frá sér og spyr mig hvort ég hafi áður sungið Mahler áttundu. Ég jánkaði því og var ráðinn þarna á staðnum. Svona er þetta oft í þessu starfi. Þarna var ég á réttum stað á réttum tíma ef svo má segja. Ungstirni frá Þýska-landi átti að syngja hlutverkið og átti að fá að glansa en gafst upp. Í Mahler þarf svakalegt raddsvið, það eru 115 manns í hljómsveitinni á bakvið þig og 500 manna kór,“ þetta er ekki verkefni fyrir unga og óreynda söngvara,“ segir Jóhann og bætir við í lokin hvatningu til Suðurnesjamanna:„Mig langar að viðhalda smá óperumenningu á Suðurnesjum með þessum tónleikum. Hér er ein-stakt tækifæri að koma og hlusta á frábæra söngvara í einstöku verki,“ sagði Jóhann.

Sumarlokun Grindavík, 2.-30. júlí

Sýslumaðurinn í KeflavíkÞórólfur Halldórsson sýslumaður

Útibú sýslumannsins í Keflavík að Víkurbraut 25, Grindavík, verður lokað vegna sumarleyfa frá og með þriðjudeginum 2. júlí til og með þriðjudagsins 30. júlí 2013.

Opið er fyrir alla þjónustu á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33 í Reykjanesbæ kl. 8:30 til 15:00 alla virka daga og í síma 420 2400.

Jóhann Smári Sævarsson Suðurnesjabassinn með stórtónleika í Hljómahöllinni ásamt þekktum söngvurum:

-Jóhann söng í Berlín með 500 manna kór og 155 manna hljómsveit

Ég var svo ákveðinn í að vera hér heima að ég keypti mér strax hús við heimkom-una sumarið 2008

Jóarnir í aksjón í Hljómahöll-inni í fyrra. Neðri mynd:

Jóhann Smári og Bylgja Dís í Eugene Onegin í fyrrasumar.

Page 11: 25 tbl 2013

Bíll á

myn

d: C

hevr

olet C

ruze

Stat

ion LT

Z

Chevrolet Cruze Station er nýr og spennandi fjölskyldubíll sem uppfyllir allar kröfur þeirra sem vilja mikið pláss og þægindi fyrir sig og fjölskylduna. Hann er auk þess betur búinn en margir mun dýrari bílar. Komdu í heimsókn og kynntu þér Cruze Station. Þetta er þitt tækifæri til að eignast draumabílinn frá Chevrolet – á enn lægra verði.

NÝR CRUZE STATION

Verð: 3.190 þús. kr.Verð: 3.690 þús. kr.Verð: 4.390 þús. kr.

Chevrolet Cruze Station LT 1.6 • bensín • bsk. Chevrolet Cruze Station LT 1.8 • bensín • ssk.Chevrolet Cruze Station LTZ 2.0 • dísel • ssk.

Kynntu þér ríkulegan staðalbúnað á benni.is

TEST 2011

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

AkureyriGlerárgötu 36Sími: 461 3636

Bílabúð Benna í Reykjanesbæ er opin alla virka daga frá 9:00 til 18:00.Verið velkomin í reynsluakstur.

Nánari upplýsingar á benni.is

FÁÐU MEIRA ÚT ÚR FERÐALAGINU Í SUMAR3.190 ÞÚS. KR.

Page 12: 25 tbl 2013

„Maður verður að gera eitt-hvað „júníkk“, eitthvað öðruvísi, til að ná árangri í dag. Þetta er líka „sjó-bisness“ en umfram allt verður maður að vera með gæðin á hreinu, gott hráefni og hjá okkur hefur það líka hjálpað mikið að vera með sanngjarnt verð. Það segir manni eitthvað ef einhver kemur sjö daga í röð en það höfum við upplifað,“ segir nýjasti ískóngurinn á Íslandi, Keflvíkingurinn Gylfi Valdimars-son en hann opnaði ísbúðina Val-dísi í maí síðastliðnum.Gylfi segir að það sé lyginni líkast hvernig viðtökur Valdís hafi fengið. „Traffíkin hefur aukist jafnt og þétt og bara minnkar aldrei. Það virð-ist ekki skipta neinu máli hvernig veðrið er. Það hefur jú oft verið sagt að sól auki sölu á ís en hjá okkur hafa nýjungar greinilega fallið í kramið hjá landanum.“Gylfi segir að í Valdísi sé allur ís gerður frá grunni á staðnum, engar

blöndur komi frá öðrum fram-leiðendum. „Það er allt betra ef þú sérð hlutina gerða á staðnum. Við gerum vöffluformin hér á staðnum og það er yndislegt að finna lyktina af þeim. En það er auðvitað fleira. Við erum í skemmtilegu húsnæði hér úti á Granda, tónlistin og jafn-vel bílastæðin heilla en auðvitað í fúlustu alvöru gerði ég ekki ráð fyrir svona viðbrögðum. Þetta er búið að vera algert fíaskó, alger „sökksess,“ segir nýi ísmaðurinn.Gylfi er matreiðslumaður að mennt og starfaði sem slíkur á Hilton hótel-inu í fimm ár og síðan á Danmarks Radio í sex ár og var í Danmörku í tólf ár. Keflvíkingurinn ákvað að nú væri rétti tíminn til að breyta til og stefnan var að opna veitingastað í bítlabænum síðastliðið haust. Það gekk þó alls ekki en Gylfi reyndi að fá inni með veitingastað á þremur stöðum í bæjarfélaginu án árang-urs. „Ég náði bara alls ekki saman með eigendum húsakynnanna og

því ákvað ég að sigla á önnur mið,“ segir þessi tæplega fertugi Keflvík-ingur.Hann hafði fylgst með ísmenn-ingunni í Danmörku og séð að þar hafði hinn hefðbundni „ís úr vél“ eins og Íslendingar eru vanir, dalað í Danaveldi. Ítalski kúluísinn var á hraðri leið upp vinsældalistann. Hann ákvað því að setja upp ísbúð á Íslandi. Hann fann námskeið í ísgerð hjá ítölskum ísgerðarmanni í New York, dreif sig út og lærði ísgerð. Kom aftur heim og eftir leit náði hann samningum um leigu á húsnæði undir nýju ísbúðina, í ver-búð úti á Granda í Reykjavík. „Ég náði að sannfæra eigandann um að ný ísbúð myndi gera sig á þessum stað og nágrannar hafa brosað breitt eftir opnun því hingað hefur fjöldi fólks komið.“Í áætlunum fyrir opnun gerði Gylfi ráð fyrir því að vera með tvær stúlkur á vakt auk sín og hann ætlaði að vinna frá 9 til 16. En þróunin hefur orðið allt önnur og í raun ævintýraleg. Nú starfa um tuttugu manns í Valdísi og Gylfi sjálfur vinnur frá sjö á morgnana til ellefu á kvöldin. „Þetta er nátt-úrulega magnað. Viðbrögðin hafa orðið miklu meiri og betri en ég átti von á og gerði áætlanir um. Ég verð að fá mér manneskju sem getur bakkað mig upp.“

Ferskleikinn í fyrirrúmiEitt af lykilatriðum í rekstrinum hjá Gylfa er að kúnnarnir fái ferska vöru og það er hún svo sannarlega í Valdísi. Ferskur ís er gerður fyrir hvern einasta dag, 14 tegundir í borði bíða viðskiptavina sem margir hverjir lenda í valkvíða. Þeim stendur til boða ekki bara þessar hefðbundnu tegundir eins og súkkulaði og vanillu, sem eru auðvitað til, heldur fjölmargar aðrar eins og t.d. sítrónusorbet,

tíramí-sú og miklu fleiri. Sorbet-ísinn er mjólkurlaus og gerður úr sykurblöndu og ferskum ávöxtum.Gylfi leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini vel, t.d. með góðri svörun við spurningum sem koma á Facebook-síðu staðarins. En auð-vitað er til „ís úr vél“ í Valdísi en hann er líka heimagerður eins og annað í Valdísi. „Þú getur fengið þér mjólkurhristing, sjeik, og valið þér tegund í borðinu sem við blöndum saman við góða vanilluísinn okkar úr vélinni,“ segir Gylfi.Ísbúðin er í skemmtilegu nágrenni við listamenn sem hafa komið sér fyrir í gömlu verbúðunum í Grandagarði. Sjómannasafnið er beint á móti og Sögusafnið verðu opnað í gamla Ellingsen-húsinu innan tíðar.Gylfi segir okkur frá því að 65% viðskiptavina séu konur, kvenna- eða stúlknahópar en stelpurnar draga oft með sér kærastana. Um 5% eru karlar sem koma einir og kaupa sér ís og helst úr vél. Þrjátíu prósentin eru blandaður hópur.Ísbúðin átti að heita Landís og Gylfa vantaði smá yfirdrátt í Lands-bankanum og það gekk ekki alveg eins og hann vildi og því ákvað Keflvíkingurinn að fá smá lán frá föður sínum, Valdimar Þorgeirs-syni. Það lá því beint við að nefna búðina eftir honum, Valdís, var það heillin.

En við höfðum heyrt af löngum biðröðum í Valdísi, er það ekki eitthvað sem Gylfi er ósáttur við?„Ótrúlegt en satt, nei. Fólk er alls ekki ósátt. Biðin er heldur aldrei mikið lengri en tíu mínútur. Þetta er mjög sérstök stemmning hérna, svona svolítið eins og á bar. Þú veist þú þarft oft að bíða þar eftir drykknum þínum,“ segir Gylfi hlægjandi.

-nefndi ísbúðina eftir föður sínum eftir að hafa verið neitað um yfirdrátt í bankanum

VALDÍS SLÆR Í GEGN

KEFLAVÍKUR Feðgarnir fyrir framan Valdísi.

Hinar myndirnar af Gylfa og co. tók Kjartan Magnússon.

Page 13: 25 tbl 2013

Ætlaði að opna veitingastað í Keflavík en fékk ekki húsnæði.

Upplifir algera geggjun í nýrri ísbúð á Granda í Reykjavík

Page 14: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR14

Hreinsunarátak MSS og SamvinnuÁkveðið var hjá MSS og Sam-

vinnu fyrr í vor að taka þátt í Grænum apríl, en apríl flaug í burtu vegna anna hjá starfsfólki þannig að ákveðið var að nýta dag í júní til hreinsunarátaks. Valið var svokallað Trönusvæði sem er fyrir ofan hesthúsa-byggðina hjá Mánagrund til að hreinsa til og var nóg af að taka. Má nefna hluti eins og ísskápar, brotnar glerrúður, sturtubotn, flísar, sófi, og margt fleira sem á ekki heima í guðs grænni nátt-úrunni. Einnig er töluvert um að fólk hendi þarna garðúrgangi en

þetta er ekki sérvalið svæði fyrir svoleiðis og ætti fólk að kanna hvar slíkt svæði er.MSS og Samvinna hvetur alla til að farga rusli á viðeigandi hátt, að skila því inn í möttökustöðvarnar, það er ekki svo kostnaðarsamt að farga rusli og fyrir suma hluti þarf ekki að borga fyrir förgun. Þau mæla líka með því að fleiri fyrirtæki eða einstaklingar taki höndum saman og fegri um-hverfið í kringum sig, margt smátt gerir eitt stórt og svo er þetta svo góð útivera.

Ég skrifaði pistil hér um daginn þar sem ég benti á að í samböndum skipti miklu máli ákveðið magn af leik og húmor. Vinur minn hringdi í mig eftir að pistillinn birtist og sagði að hann hefði nú aldeilis tekið þetta til sín og hann hefði ákveðið að nú skyldi hann leika sér meira og auka hlátur og gleði í lífinu. Svo bætti hann við; en þetta getur nú alveg haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för mér sér Anna Lóa mín. Hlustaðu nú:Ég fór að hitta gamla vinnu-félaga um daginn. Yndis-

legt að hitta allt þetta góða fólk og mikið skrafað á milli þess sem við dreyptum á víni og borð-uðum góðan mat. Makarnir m æ t t u s v o síðar um kvöldið og allir skemmtu sér vel. Við frúin ákváðum síðan að labba heim, anda að okkur fersku lofti um leið og við spjölluðum um góða félaga og gamla tíma. Talið barst einmitt að því hversu miklu

máli skiptir að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, njóta alls þess góða sem maður hefur í lífinu og hafa svolítið gaman að þessu öllu. Þessi stund var góð en eitthvað vorum við nú lengur á labbi en við höfðum gert ráð fyrir og frúin farin að kvarta undan kulda. Veit ég ekki fyrr hún segir; ætla að hlaupa aðeins á undan þér og sjá hvort ég nái ekki í mig smá hita. Mér fannst þetta frábært hjá henni enda alltaf verið þessi hvetjandi eiginmaður.Ég sá undir iljarnar á henni þar sem hún hljóp á undan mér og allt í einu var hún horfin sjónum mínum. Þegar ég geng áfram sé ég svo glitta í tærnar á henni á bak við skilti og áttaði mig á því að hún var að bregða á leik og ætlaði að fela sig. Minnugur þess hversu leikurinn er mikil-vægur tók ég strax vel í feluleikinn og þóttist ekki sjá hana fyrst en þegar ég nálgaðist hana kallaði ég hátt og skýrt: ég sé þig, sérð þú mig og fann á augabragði hvernig leikgleðin og barnið í mér vöknuðu til lífsins. Hún stökk fram og við

gátum hlegið saman og ekki laust við að okkur liði eins og frjálsum unglingum en ekki mið-aldra afa og ömmu!

Höldum við áfram ferð okkar létt í bragði og ánægð með hvort annað. Þá vitum við ekki fyrr en lögreglubíll rennir upp að okkur og út stökkva tveir lögregluþjónar. Þeir bera upp erindi sitt en þeir höfðu fengið tilkynningu um konu sem væri á flótta undan manni og

væri í örvæntingu sinni að reyna að fela sig á bak við skilti. Það fylgdi sögunni að maðurinn æddi áfram í bræði sinni og kallaði: „ég sé þig“, og því skipti máli að lög-reglan kæmi hratt og örugglega á staðinn!!Við útskýrðum fyrir laganna vörðum að það væri frábært að samborgarar pössuðu upp á hvorn annan en í þessu tilviki hefði ein-ungis verið um glens og gaman að

ræða. Ekki laust við að ég hugsaði til þín Anna Lóa og ráðleggingar um leik og gleði. Kannski þú ættir að bæta við nýjum pistli um að það þurfi að huga vel að stað og stund og saklaus leikur gæti í versta falli litið út fyrir að vera eitthvað allt annað fyrir þá sem verða vitni að. Annars erum við frúin hvergi af baki dottin. Erum enn að fikra okkur áfram og segjum bara; leikurinn lengi lifi.Ég tek vin minn til fyrirmyndar og held nú út í sólina og sumarið með leikinn í farteskinu. Tók dansgöngu um daginn og það var ekki bara gleðilegt fyrir mig heldur alla sem urðu á vegi mínum og enginn sem tilkynnti athæfið. Uppskriftin: góð tónlist og svo labbar maður og dansar í leiðinni. Hægt að kíkja á dæmi á netinu undir „dance walking fitness“.Óska ykkur gleðilegs sumars, með slatta af leik og húmor. Nú fer ég í smá frí og „hitti“ ykkur hress og kát í ágúst.

Þangað til næst - gangi þér vel!Anna Lóa

Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid

Lögreglan stöðvar hjónaleik

ANNA LÓAÓLAFSDÓTTIRSKRIFAR

HAmINgjuHoRNIð

Tók dansgöngu um daginn og það var ekki bara gleði-legt fyrir mig heldur alla sem urðu á vegi mínum og enginn sem tilkynnti athæfið.

Anna Lóa

ÍAV ÞJÓNUSTA

ÍAV Þjónusta leitar að dugmiklum og ábyrgum vél- eða rafvirkja til að slást í hóp ö�ugra tæknimanna við gagnaver Verne að Ásbrú. Æskilegt er að viðkomandi ha� góða þekkinguog reynslu af rekstri kæli- og loftræstibúnaðar. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhver� þar sem gerðar eru miklar kröfur til starfsmanna en samtímis taka þátt með okkur í uppbyggingu á nýjum iðnaði hérlendis sem krefst aðlögunarhæfni og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2013. 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur PéturssonÍ tölvupósti [email protected]ækja skal um rafrænt á www.iav.is

ATVINNA- GAGNAVER

Leikskólinn Holt hlaut þann heiður að fá Grænfánann af-

hentan í þriðja sinn síðastliðinn föstudag en þann dag var einnig haldin sumarhátíð skólans. Mark-mið með umhverfismennt er að gera börn og kennara meðvitaðri um umhverfi sitt.Leikskólinn Holt hefur unnið ötul-lega að umhverfismálum undan-farin ár og hefur mótað sér um-hverfisstefnu sem hefur það að markmiði að börn og starfsfólk læri að vernda og bera virðingu

fyrir náttúrunni og umhverfinu til frambúðar.Lögð er áhersla á flokkun á lífrænum úrgangi, flokkun á pappír, fernum, gleri, málmum, plastumbúðum og unnið að orkusparnaði þar sem það á við. Einnig setur gróður-setning og ræktun ýmissa matjurta sinn svip á starfið. Salome Hall-freðsdóttir frá Landvernd kom og afhenti Grænfánann við hátíðlega athöfn og mikinn áhuga barnanna eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Leikskólinn Holt fær Grænfánann í þriðja sinn

Daglegar fréttirá vf.is

Page 15: 25 tbl 2013

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. júní 2013 15

Glæsileg Háskólahátíð var haldin þann 17. júní sl. í

Kirkjulundi fyrir útskriftarfjar-nemendur HA á Suðurnesjum sem hafa stundað nám sitt í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.Alls voru 36 nemendur útskrif-aðir, þar af 7 af viðskiptabraut, 3 af kennarabraut, 3 iðjuþjálfarar og 23

hjúkrunarfræðingar. Í þessum hópi voru tveir karlmenn og 34 konur sem kláruðu nám sitt á fjórum til sex árum og var meðalaldur nem-enda 38 ár. Er þetta í tíunda skiptið sem fjarnemendur HA sem hafa stundað nám sitt í gegnum MSS útskrifast. Nokkrir aðilar fluttu ávörp við þessa hátíðlegu stund og kom lektor viðskipta- og raun-

vísindadeild Háskólans á Akureyri inn á að mikill meirihluti nemenda háskólans væru konur og mjög stór hluti sem stundar nám við Háskól-ann væri að gera það í fjarnámi.Í ávarpi forstöðumanns MSS kom fram að aðsókn að fjarnáminu hefði aldrei verið meiri og ánægjulegt að íbúar Suðurnesja séu að bæta við þekkingu sína. Það skilaði sér hins

vegar ekki í stuðningi samfélags-ins til fjarnámsins en að vonandi myndu bakhjarlarnir eins og ráðu-neytið, SSS og Háskólinn endur-skoða stuðning sinn.Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykja-nesbæjar talaði um mikilvægi þess að fjölga háskólamenntuðum ein-staklingum í bæjarfélaginu. Fulltrúi nemenda Una Kristín Stefánsdóttir

sagði frá upplifun nemenda við að stunda fjarnámið og að margir væru ekki að útskrifast með há-skólapróf ef þessi möguleiki væri ekki til staðar. Við upphaf og lok athafnar söng Jana María Guð-mundsdóttir 3 lög við undirleik Arnórs Vilbergssonar.

HáskólaHátíð á suðurnesjum

36 nemendur útskrifaðir

Page 16: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR16

Lögreglan á Suðurnesjum kærði í lok síðustu viku 45 ökumenn fyrir of hraðan akstur og einn til viðbótar fyrir fíkniefnaakstur.

Sá sem hraðast ók mældist á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar sem ók á 137 kílómetra hraða var með þriggja ára barn, án nokkurs öryggis-búnaðar, í aftursæti bifreiðar sinnar. Nokkrir þeirra, sem óku of hratt eru erlendir ferðamenn og kvaðst einn þeirra enn vera stilltur inn á hraðbrautaakstur.Þá voru níu ökumenn til viðbótar kærðir fyrir að sinna ekki stöðv-unar- eða biðskyldu, þrír voru ekki í öryggisbelti og einn talaði í síma án handfrjáls búnaðar. Loks voru skráningarnúmer fjar-lægð af sex bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar innan tilskilins tímaramma.

Atvinnuráðgjafi óskast

Þjónustumiðstöð STARFs hjá verkalýðsfélögunum á Suðurnesjum óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa sem fyrst í fullt starf. Verkefnið er að þjónusta atvinnuleitendur

sem eru félagsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Ke�avíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) þar sem áherslan er á vinnumiðlun og náms- og starfsráðgjöf. Um er að ræða kre�andi og sjálfstætt starf

sem gerir töluverðar kröfur til starfsmanns um skipulögð vinnubrögð.

Umsóknir um starf skulu sendar á netfangið: [email protected] eða VSFK Krossmóa 4, 260 Njarðvík síðasta lagi 1. júlí 2013.

Upplýsingar gefur Kristján Gunnarsson í síma 421-5777.

Helstu verkefni:• Vinnumiðlun og ráðgjöf til atvinnuleitenda• Upplýsingagjöf og ráðgjöf um starfs- og námsval og liðsinni við atvinnuleit• Samskipti við atvinnurekendur varðandi vinnumiðlun• Ráðgjafaviðtöl, skráningar og eftirfylgni• Samskipti við annað starfsfólk stéttarfélaga• Þátttaka og samvinna í samstarfsverkefni STARFs• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:• Háskólanám er nýtist í starfi • Þekking og/eða reynsla úr atvinnulífinu og af ráðgjafastarfi við atvinnuleitendur er æskileg• Þekking og/eða reynsla af vinnumiðlun er æskileg• Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund• Góð tölvufærni og góð kunnátta í íslensku og ensku• Mikil krafa um sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni um

þjónustu við atvinnuleitendur sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan fer fram í fjórum þjónustu-miðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs. Þungamiðja

þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við margvísleg vinnu-markaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til starfa.

Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.star�d.is

Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis

Verkalýðafélag Grindavíkur

Sætt sítrus grænkálssalatNú er grænkálið farið að

spretta í matjurtagörðum víðast hvar og það er líka orðið fáanlegt í grænmetisdeildinni í búðunum fyrir þá sem vilja prófa. Grænkálið kemur nefnilega skemmtilega á óvart

í salat og fínasta til-bre y t i ng f r á h i nu hefðbundna salati. Grænkálið er einnig einstaklega mikil hollustufæða en það er próteinríkt og gefur okkur fullt af góðum steinefnum, trefjum og jurtaefnum. Það er svo gaman að rækta það því það æðir áfram og vex allt sumarið og fram á haust og t.d. auðvelt að vera með það í pottum á pallinum eða í litlu beði. Það nán-ast sér um sig sjálft og gefur góða uppskeru allt sumarið. Sjálf nota ég grænkálið mikið og bý gjarnan til grænkálssnakk úr því, nota það

í salat, set það í boostið eða bý til pestó úr því. Endalausir möguleikar með þetta flotta næringarríka kál.

1 stk stórt grænkálsblaðSafi úr ½ appelsínu½ bolli þurrkuð trönuber1 bolli valhneturSmá hreinn fetaostur ef villSmá ólífuolía

Grænkálið rifið af stilknum og rifið í munnbita. Öllu blandað saman í skál og gott að leyfa að standa í 30 mín.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir

Ásdísgrasalæknirskrifar

heIlsUhoRnIð

Snyrtilegt 160m2 iðnaðarhúsnæði í Sandgerði til leigu með stórri aðkeyrsluhurð

og góðri lofthæð.

Möguleiki á stærri eða minni einingu

Verð kr. 96.000,- pr. mánuð

Nánari upplýsingar í síma 695 2015

TIL LEIGU

2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR

www.vf.is

sMÁAUGLÝsiNGAR 421 0000NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU

Verslunarhúsnæði til leigu á Hafnargötu 54. Mjög gott fyrir t.d. fataverslun og fl. ca 100m2Upplýsingar í síma 691 1685.

Einstaklingsíbúð til leiguEinstaklingsíbúð til leigu á mjög góðum stað. Reyk- og gæludýra-laus. Upplýsingar í síma 821 5824.

Einbýli Ytri NjarðvíkFlott 4ra svefnherbergja hús til leigu frá 1. ágúst. Áhugasamir geta sent uppl. á [email protected]

ÓSKAST

Húsnæði óskast !!Hjón um fimmtugt vantar hús-næði sem fyrst á Suðurnesjum. Uppl. í síma 899 2276 Gunnar.

Húsnæði óskast !!4-5 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. júlí. Reglusöm og skilvísum greiðslum heitið. 781 6202 og 781 4240.

GÆLUDÝR

KettlingarGullfallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 421 3596 eða 865 5933.

Bílaviðgerðir Pústþjónusta

Dekkjaþjónusta Varahlutir

Opið laugardaga 10-16

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ

✆ 421 7979www.bilarogpartar.is

Stilltur inn á hraðbrautarakstur

Viðgerðir á reykjanesbrautUnnið var við viðgerðir á reykjanesbraut um síðustu helgi. Þá var unnið við að endurnýja vegkafla frá strandarheiði að Vatnsleysustrandaraf-leggjara. Ökumenn þurftu að lækka hraðann á þessum kafla niður í 50 km. framkvæmdir gengu vel og flestir ökumenn tóku tillit til aðstæðna.

Page 17: 25 tbl 2013

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. júní 2013 17

Það var líf og fjör í Keflavíkurhöfn fyrr í víkunni Fólk skemmti sér í góða veðrinu og kældi sig með því að henda sér í sjóinn. Ljósmyndari okkar í há-

loftunum þarna nálægt, Einar Guðberg Gunnarsson var með linsuna á lofti og smellti þessum skemmtilegu myndum.Bryggjan tosar til sín fólk í blíðunni og daglega má sjá menn og krakka með veiði-stöng í hönd og þegar makríllinn mætir fjölgar svo um munar við bryggjuna.

Líf og fjör í KefLavíKurhöfn - fólk henti sér í sjóinn

Eins og íbúar Reykjanesbæjar eflaust þekkja eru kaffihús

ekki á hverju strái í bæjarfélag-inu. Njarðvíkingurinn Ágúst H. Dearborn var orðinn leiður á því ástandi og ákvað að taka málin í sínar eigin hendur ásamt kærustu sinni Katrínu Arndísi. Hann hefur nú opnað kaffihúsið Cafe Petite miðsvæðis í bænum en kaffi-húsið er staðsett á Framnesvegi 23. Ágúst segir viðtökurnar hafa verið mjög fínar „Ég get ekki sagt annað en að fólk sé að taka mjög vel í þetta þar sem við höfum ekki auglýst mjög mikið hingað til. Við teljum okkur vera með ódýrasta verðið á Suðurnesjunum.“ Á Cafe Petite er kranabjórinn á 650 kr. sem verður að teljast nokkuð ódýrt miðað við það sem gengur og gerist, en einnig eru í boði fleiri bjórar sem eru örlítið dýrari.

Fólk lætur dæluna ganga„Við erum með skemmtilega nýj-ung sem snýr að sjálfsafgreiðslu þar sem það eru bjórkranar á tveimur borðum þar sem fólk getur látið dæluna ganga, bókstaflega. Á borðinu er teljari sem telur hversu marga drykki fólk fær sér.“

Ágúst segist lengi hafa átt sér þann draum að opna kaffihús á svæðinu þar sem honum fannst vanta staði þar sem hægt væri að hitta vini og kunningja á kvöldin í kaffibolla eða drykk. „Staðurinn á ekki að vera hefðbundinn djammstaður þar sem fólk mætir seint um nótt og dansar heldur er hugmyndin sú að fólk geti komið og fengið sér drykki, spjallað saman, spilað billjard og haft það notalegt.“

Vill stuðla að kaffihúsa-menningu í bænum

Það er ákveðin áskorun að hella sér út í fyrirtækjarekstur en Ágúst segir það vera spennandi verkefni. „Ég ákvað fyrir stuttu að hætta að hugsa alltaf að einhver annar eigi að opna svona stað og ákvað að kýla á það sjálfur. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að maður verður ekki ríkur af því að reka kaffihús en mig langar að stuðla að því að svona menning geti blómstrað í bænum. Þegar fólk vill taka sér frí frá djammmenn-ingunni, þá er tilvalið að kíkja til okkar.“ Ágúst sem er hnefaleika-þjálfari aðhyllist heilsusamlegu líf-erni en honum finnst mikilvægt að

samkomustaður sem þessi sé í boði í Reykjanesbæ.Húsnæðið sem hýsir Cafe Petite er notalegt og rúmgott. Þar má sjá gömul húsgögn, þægilega sófa og nokkur billjardborð. Boðið er upp á hina hefðbundnu kaffidrykki m.a. hinn vinsæla kalda kaffidrykk „frappuccino“ sem og girnilegar kökur og tertur. Einnig eru hollir valkostir í boði þar sem hægt er að fá ávaxtaboost og nokkrar ávaxta-tegundir. Mikilvægast finnst Ágústi að halda verðinu lágu en hins vegar er alltaf tekið vel í hugmyndir frá viðskiptavinum um hvað mætti bjóða upp á eða gera öðruvísi.

ÁKvað að KýLa Á þetta

Matvæladreifing ehf í Garði óskar eftir starfsmanni í fullt starf í matvælavinnslu.

Vinnutíminn er 8:00 - 16:30.Aðeins íslenskumælandi starfsmenn koma til greina.

Vinsamlegast hafið samband í síma 893 3191 milli kl. 8:00 og 9:00 á morgnana.

ATVINNA

Segir hnefaleikakappinn Ágúst H. Dearborn sem opnaði Cafe Petit á dögunum í Reykjanesbæ

Page 18: 25 tbl 2013

Enga þjónustu að fá á Íslandi fyrir blinda

Fyrir um 7 árum síðan flutti Már með fjölskyldu sinni til Lúxem-borgar þar sem enga þjónustu var að fá fyrir ungan blindan dreng á Íslandi. Hér á landi var aðeins starfandi einn kennari í hlutastarfi til að kenna blindum börnum. Már sat að mestu aðgerðarlaus í skólastofunni frá morgni og fram eftir degi. Foreldrar hans hófu því að leita að löndum hér í kring sem myndu bjóða þjónustu við hæfi. Í Lúxemborg var Má lofað góðri þjónustu og þar fengi hann að læra punktaletur og fengi aðra þjónustu við hæfi. Már getur gert grein fyrir hlutum í kringum sig en hann segir að í raun sé erfitt að lýsa því hvernig sjón hans virki en hann nær að fást við flesta daglega hluti án þess að fara sér að voða. Þó komi það fyrir að hann reki sig á fari hann of geyst.Gunnar Már Másson faðir Más segir að Már uni sér vel þar sem hann dvelur hverju sinni og að hann geri

allt mjög vel sem hann tekur sér fyrir hendur. „Hann hefur skýra framtíðarsýn og hann leggur hart að sér til þess að ná markmiðum sínum og við erum afskaplega stolt af honum,“ segir Gunnar en hann og listakonan Lína Rut Wilberg eru foreldrar Más.Gunnar Már starfar sem flug-maður hjá Icelandair og hann fékk sig fluttan til í starfi og fékk starf við fraktflutninga hjá fyrir-tækinu í Belgíu, sem er næsta land við Lúxemborg. Með trygga vinnu tók fjölskyldan sig upp og settist að erlendis í sex ár. Þjónustan sem var í boði fyrir Má var mun betri en fjölskyldan hafði vanist á Ís-landi. Það er ekki nema rúmt ár síðan fjölskyldan fluttist aftur til Reykjanesbæjar en að þeirra mati var Már tilbúinn að fara í skóla hér og þjónustan hafði auk þess batnað til muna frá því sem áður var. Munurinn var í raun eins og svart og hvítt. Már segist hafa lært margt í Lúxemborg. „Þetta var verkefni sem ég þurfti að klára og

ég lærði margt á þeim tíma sem við bjuggum í Lúxemborg. Sama hversu gott land Lúxemborg er þá mun Ísland alltaf vera heimalandið mitt,“ segir Már sem lærði að lesa blindraletur ytra en hann lærði einnig lúxemborgísku, þýsku og frönsku. Auk þess kviknaði áhug-inn á tónlistinni í Lúxemborg.

Hlustar eiginlega ekki á tónlist – nema QuarashiBjargey Þrúður Ingólfsdóttir er píanókennari Más. Hún segir Má eiga framtíðina fyrir sér í tónlist-inni, kjósi hann að feta þá braut. Sjálfur segist Már eiginlega ekki hlusta mikið á tónlist. Það komi þó stundum fyrir að hann hlusti á hljómsveitina Quarashi, og að sjálfsögðu Eurovision. „Ég gef þó flestum tónlistarmönnum séns en þeir eru bara misgóðir, fyrir mitt leyti eru Quarashi bara mjög góðir og ég vona að þeir komi saman á ný.“ Már byrjaði að spila á píanó þegar hann var búsettur í Lúxemborg, þá átta ára gamall. Már sem er virkur lagahöfundur, er á því að það sé ekki hægt að kenna fólki að semja lag. Það sé hæfileiki sem sé einfaldlega til staðar hjá fólki eða ekki. Hann dundar sér sjálfur við píanóið löngum stundum á heimili fjölskyldunnar en þar hefur hann samið nokkurn fjölda popplaga. „Það er í raun ekki hægt að kenna þér að fá hugmynd,“ útskýrir Már fyrir blaðamanni. Már segist vel geta hugsað sér að vera í hljómsveit og þá langar hann að halda áfram að semja tónlist af ýmsum toga.

Ætlar að synda og semja tónlist í framtíðinni

Þegar talið berst að því hvort hann ætli sér að einbeita sér að tónlist-inni eða sundinu í framtíðinni þá virðist það ekki vefjast mikið fyrir Má. „Ég hugsa að ég verði bara í

FORVITINN VÍSINDASTRÁKURÍ SKÁK, TÓNLIST OG SUNDI

Már Gunnarsson er efnilegur 13 ára strákur sem býr með fjölskyldu sinni í Njarðvík. Hann á sér margvísleg áhugamál en sjálfur segist hann hafa áhuga á öllu mögulegu. Tónlistin og sundíþróttin skipa sérstakan sess hjá Má en hann þykir ansi efnilegur á báðum sviðum og er honum jafnframt spáð nokkrum frama í hvoru því sem hann kýs að leggja fyrir sig. Már fæddist með sjúkdóm í augnbotnum sem ber heitið Leber congenital amaurosis eða LCA. Sjúkdómurinn er ólæknandi og arf-gengur í karllegg. Frá fimm ára aldri hefur sjón Más hrakað mjög en sjón hans er nú talin vera um 1% af því sem telst eðlileg sjón. Hann lætur það ekki aftra sér en Már stundar sund af kappi, þeysist um á kappakstursbílum, teflir og semur popptónlist.

hvorutveggja. Það er svo rosalega skemmtilegt í sundi, að ég get ekki hætt í því. Það er líka svo rosalega gaman í tónlistinni, að ég get ekki hætt því heldur,“ segir Már sem hefur líka mikinn metnað fyrir því að mennta sig, en stefnan er sett á það að læra lögfræði. Már hefur mjög gaman af því að lesa hljóð-bækur og hefur hann lesið yfir 400 slíkar. Þar eru Harry Potter bæk-urnar í sérstöku uppáhaldi.

Hugsar bara um að fara hraðar og hraðar

Íslendingar eru að mati Más hálf-gerð sundþjóð. Við eigum jú allar

þessar góðu sundlaugar og búum auk þess á eyju og stundum sjó-mennsku. Hann segist fá mikið út úr sundinu en hann hugsar sífellt um það að komast hraðar og hraðar. Stuttu hröðu sundin eru hans sterk-ustu greinar í sundinu. Már æfir fimm sinnum í viku og þess á milli eru píanótímar og ýmislegt annað sem vekur áhuga Más. Að eigin sögn hefur hann nánast áhuga á öllu mögulegu. „Ég er t.d. algjör flugvéla-aðdáandi,“ segir Már en hann á ekki langt að sækja þann áhuga. Gunnar faðir hans er flugmaður, afi hans og nafni vann einnig fyrir Icelandair og segja mætti að í föðurætt séu flestir tengdir inn í flugið á einhvern hátt.

Már Gunnarsson er blindur dugnaðarforkur sem syndir, semur tónlist og spyr um allt milli himins og jarðar

Már á skemmtilegu farartæki.

Már fór létt með að máta Eyþór blaða-

mann.

Page 19: 25 tbl 2013

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. júní 2013 19

Már er mikill vísindastrákur eins og hann orðar það en náttúrufræði er eftirlætis fagið hans. Hann er ásamt Helenu eðlisfræðikennara sínum að hanna litla svifflugvél þessa dagana sem hægt væri að ná á flug með því að kasta henni á loft. Hvorki meira né minna. Már er að eigin sögn rosalega forvitinn.

„Verða foreldarar þínir pirraðir á spurningum þínum?“ spyr blaða-maður. „Þú verður að spyrja pabba að því,“ segir Már og glottir.

Ekki hægt að hindra stríðni

Í skólanum gengur Má vel og hann

segir kennara skólans vera góða. Krakkarnir eru fínir og hann hefur eignast vini í skólanum. Það hefur þó komið fyrir að honum hafi verið strítt. „Það hefur alltaf lagast fljót-lega. Stríðni er í öllum skólum og það er ekki hægt að hindra það. Ég svara bara oftast fyrir mig, sá sem stríðir þarf oftast bara sjálfur að láta í minni pokann,“ segir Már en hann telur að þeir sem stríði glími oftast við einhver vandamál sjálfir. Gunnar, faðir Más, segir hann vera sterkari á svellinu félags-lega á Íslandi en í Lúxemborg. „Hans styrkur liggur í því að hann er glaðbeittur, skemmtilegur og fróðleiksfús. Oft væri betra að hafa google fyrir framan sig svo maður

líti ekki kjánalega út þegar maður er að svara spurningum hans. Hann á mjög gott með það að læra og er mjög skýr drengurinn,“ segir Gunnar um son sinn.„Við höfum þurft að takast á við ein-eltismál í Lúxemborg sem voru sér-staklega erfið fyrir Má. Það var ekki alltaf dans á rósum í Lúxemborg og ein af ástæðunum fyrir heimför okkar var að Má leið ekki allt of vel vegna þessara mála.“ Gunnar segir að smávægileg mál hafi komið upp hérlendis en sem betur fer hafi þau verið leyst í sátt. „Sem betur fer sér hann ljósið og lítur björtum augum á framtíðina,“ segir Gunnar Már faðir hins efnilega Más að lokum.

Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti

JEPPADEKKdriving emotion

Fitjabraut 12, Njarðvík

☎ 421 1399www.solning.is

SumarSkoðunSumarSkoðuN

SólningarAðeins kR. 1.990*

*INNIFaLIN áFyLLINg á rúðuvökva og víxLuN

á dekkjum

komdu við hjá Sólningu og láttu okkur kanna hvort bílinn sé tilbúinn í sumarfríið. í sumarskoðun Sólningar þá skoðum við:

n Bremsuklossa og bremsudiska

n Ljósabúnað

n Fjöðrunarbúnað

n mælum loftþrýsting og könnum ástand hjólbarða

n könnum olíu

n Skoðum rúðuþurrkur

n athugum kerrutengi

n mælum rafgeyma

FORVITINN VÍSINDASTRÁKURÍ SKÁK, TÓNLIST OG SUNDI

Már var í flottu viðtali í Suðurnesja Magasíni

Víkurfrétta sem hægt er að sjá á www.vf.is eða með því

að skanna kóðann hér til hliðar

„Stríðni er í öllum skólum og það er ekki hægt að hindra það. Ég svara bara oftast fyrir mig, sá sem stríðir þarf oftast bara sjálfur að láta í minni pokann“

Már með tónlistarkennara sínum, Bjargeyju Þrúði Ingólfsdóttur í

Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að ofan er kappinn í lauginni.

Page 20: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR20

SUMARSPJALL

Leonard Sigurðarson er 17 ár Keflvíkingur sem hefur

brennandi áhuga á fótbolta. Á sumrin gefur hann sér þó tíma fyrir golfíþróttina þrátt fyrir að fótboltinn sé ávallt í fyrir-rúmi. Leonard hefur gaman af því að kíkja í sumarbústað með félögunum og hann býst pass-lega við því að ferðast einungis innanlands þetta sumarið.

Hvernig leggst sumarið í þig?Mjög vel bara.

Verður þú að vinna í sumar og hvar þá?Ég verð á fluginu fyrir pabba í sumar en annars fer mest allt sumarið í boltann bara.

Hvernig á að verja sumarfríinu?Sumarfríið fer að miklu leyti í fótboltann en maður reynir að nýta þá frídaga sem gefast til að fara í sveitina með fjölskyldunni og upp í bústað með strákunum.

Á að ferðast innan- eða utanlands?Það verður innan-lands þetta sumarið.

Hvað einkennir íslenskt sumar að þínu mati?Lítil sól og vindur ein-kennir sumarið hér.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?Vonandi fer ég á landsmótið á Höfn í Hornafirði með vinunum.

Áhugamál þín?Fótbolti, golf og svo er ágætt að fara upp í bústað.

Áttu þér einhver áhuga-mál sem þú stundar bara á sumrin?Já, ég fer bara í golf á sumrin.

Þegar þú heyrir orðið sumarsmellur, hvaða lag kemur upp í hugann?Klárlega sumartíminn með strákunum í 12:00.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?Sól og gott veður á að vera það besta við sumarið en hingað til hefur ekki mikið farið fyrir sólinni.

Hvað fer á grillið hjá þér í sumar?Svínakótiletturnar klikka seint eða bara ekki, hef hent þeim tvisvar nú þegar á grillið með Fannari félaga mínum.

Sumardrykkurinn?Ætli ég segi ekki bara Pepsi Max.

-Svínakótiletturnar klikka seint eða bara ekkiVeRð Á FlUgInU Í SUmaR

„Þessi hugmynd fæddist fyrir tveimur árum síðan og það er gaman að sjá að þetta er að verða að veruleika. Þetta er talsvert öðruvísi tónlistarhátíð en var hér í Reykjanesbæ fyrir skömmu. Við leggjum áherslu á gæði frekar en magn. Það eru um 20 hljóm-sveitir sem koma fram á hátíðinni og þær spila hver um sig nokkuð langa tónleika,“ segir Tómas.

Tónlistarmenn keppa við aðdáendur sína í fótbolta

Segja má að Ásbrú verði undirlögð hátíðinni á morgun og á laugar-dag. Aðaltónleikastaðurinn verður Atlantic Studios sem er risastór skemma sem var áður viðgerðar-verkstæði á tíma bandaríska hers-ins. Búið er að umbylta húsnæðinu og hentar það fullkomlega undir stóra tónleika.„Atlantic Studios verður aðal-tónleikastaðurinn og svo notum við Andrews Theatre undir nokkra minni tónleika. Þar verða þó aðal-lega bíósýningar sem Jim Jarmusch og Tilda Swinton munu stjórna. Officera-klúbburinn verður not-aður sem bar og þar mun meðal annars Dr. Gunni stjórna Popp-punkti. Að auki verður á laugar-dagsmorgninum fótboltamót þar sem hljómsveitirnar og aðdáend-urnir keppa. Hugmyndin á bak við ATP er nándin sem skapast á milli hljómsveita og tónleikagesta. Nándin er í forgrunni,“ segir Tómas. Von er á talsverðum fjölda erlendra gesta og gerir Tómas ráð fyrir að þeir verði um 400 talsins. ATP hátíðin á Íslandi hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun erlendis og munu blaðamenn frá NME, MTW og fleiri þekktum tónlistar-fjölmiðlum mæta til landsins til að fjalla um hátíðina.„Við höfum fengið góða umfjöllun á þekktum tónlistarvefsíðum. Þar er kannski helst að þakka nafni hátíðarinnar. Þetta er hátíð sem er haldin víða um heim og stjórn-endur hátíðarinnar eiga gott sam-band við helstu tónlistarfjölmiðla heims. Það hefði verið erfiðara að vekja athygli á hátíðinni ef ég hefði sett á laggirnar mína eigin hátíð undir nýju nafni. Þetta setur há-

tíðina hér á landi óneitanlega fimm ár fram í tímann þegar horft er til þessara þátta. Ég er með þekkt vörumerki í höndunum.“

Swinton bað um að fá að koma

Hin heimsþekkta leikkona, Tilda Swinton, sem hreppti óskars-verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvik-myndinni Michael Clayton, mun stýra dagskránni á bíósýningunum ásamt Jim Jarmusch. Tómas segir að þátttaka hennar á hátíðinni hafi komið nokkuð óvænt upp.„Það var eiginlega bara slys,“ segir Tómas og brosir. „Tilda þekkir Jim og þau voru stödd á Cannes kvik-myndahátíðinni. Stjórnendur ATP voru einnig á þeirri hátíð. Málið þróast þannig að Tilda spurði hvort hún mætti fá að mæta á hátíðina hér á Ásbrú og fá að stýra bíódag-skránni annan daginn. Við sögðum auðvitað já. Hún mun gista hér á svæðinu eins og hver annar tón-leikagestur.“

eignaðist barn skömmu fyrir hátíðina

Það hefur mikið gengið á í lífi Tóm-asar að undanförnu. Auk þess að setja á laggirnar stóra tónlistarhá-tíð á Ásbrú þá eignaðist hann sitt fyrsta barn ásamt unnustu sinni, Klöru Dögg Steingrímsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Það hefur því verið mikið álag á Tómasi sem er þó allur hinn rólegasti þegar Víkur-fréttir ræddu við hann.„Ég á góða að og sérstaklega góða konu. Margir vinir mínir eru að hjálpa mér með hátíðina. Ég get ekki kvartað. Ég vissi fyrir sex mán-uðum að júní yrði nánast ómögu-legur en ég undirbjó mig vel en sem betur fer þá kom strákurinn í heiminn 12. júní en ekki í dag,“ segir Tómas. Hann er bjartsýnn á að hátíðin eigi eftir að takast vel.„Við ætlum að halda vandaða og vel heppnaða hátíð í ár og stækka hana kannski örlítið á næsta ári ef vel gengur.“ Enn er hægt að nálgast miða á hátíðina og eru Suðurnesja-menn hvattir til að láta hátíðina ekki framhjá sér fara. Miðasala fer fram á midi.is.

Keflvíkingurinn Tómas Young stendur á bak við stóra tón-listarhátíð á Ásbrú um helgina

Það verður mikið um að vera í tónlistarlífinu á Suður-nesjum á morgun og laugardag. Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties [ATP] fer þá fram á Ásbrú. Um erlenda tónlistarhátíð er að ræða sem er haldin hér á landi í fyrsta sinn. Keflvíkingurinn Tómas Young stýrir hátíðinni hér á landi en hann er reynslumikill í þessum geira. Hann hefur verið tengiliður Íslands við Hróars-kelduhátíðina í Danmörku um árabil og hefur einnig unnið að Iceland Airwaves hátíðinni. ATP tónlistarhá-tíðin er haldin víða um heim, þó aðallega í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hátíðin fer fram á Íslandi fyrsta sinn í ár. Meðal þeirra sem leika á hátíðinni á Ásbú í ár er Nick Cave and The Bad Seeds ásamt fjölda þekktra erlendra og innlendra hljómsveita. Tómas var lengi með þá hugmynd í kollinum að stofna tónlistarhátíð í Reykjanesbæ en fyrir tveimur árum kom upp sú hug-mynd að flytja ATP hátíðina til Íslands.

Nándin í forgrunni á ATP tónlistarhátíðinni á Ásbrú

Page 21: 25 tbl 2013
Page 22: 25 tbl 2013

fimmtudagurinn 27. júní 2013 • VÍKURFRÉTTIR22

Vignir Örn Ágústsson 16 ára nemandi í Akurskóla hefur

æft handbolta með ÍRB og stefnir á að fara í Fjölbrautaskóla Suður-nesja eða í Tækniskólann í haust.

Hvaða íþrótt æfir þú? Handbolta.

Hversu oft æfir þú í viku? 5 sinnum.

Ertu með ákveðið mataræði þegar þú ert að fara að taka þátt í móti eða fara að keppa? Bara orku og mikla fæðu.

Hver eru áhugamál þín? Handbolti, fótbolti, vera með vinum og kæró.

Hvað er draumastarfið í fram-tíðinni ? Draumurinn er að verða flugmaður en ég veit ekki hvort það rætist.

Hvaða íþróttamaður mundi lýsa þér best? Hef ekki hugmynd.

Hefurðu áhuga á að komast langt í þinni íþrótt eða er þetta bara áhugamál ? Auðvitað stefnir maður á topp-inn, það þýðir ekkert annað!

Hver er frægasti íþróttamað-urinn sem þú hefur hitt? Bara einhverjir úr lands-liðinu í handbolta.

Með hvaða liði heldur þú í ensku deildinni? Auðvitað Liverpool!

Áttu einhverja fyrirmynd? Engin sérstök en Steven Gerr-ard er frábær leikmaður.

Uppáhalds íþróttamaður? Steven Gerrard.

Skemmtilegasta íþrótt sem þú hefur prófað? Íshokkí.

Hvað hefur þú stundað margar íþróttir og hverjar eru þær? Ég hef stundað 5 íþrótta-greinar, handbolta, fótbolta, íshokkí, golf og dans.

Hvað finnst þér best að gera eftir æfingar? Að fá mér ískalda kókómjólk.

Ef þú mættir velja einn ofur-kraft, hver væri það? Ætli það sé ekki að fljúga eða vera ósýnilegur.

Draumurinn að verða flugmaðurn Vignir Örn Ágústsson // ÍÞRÓTTA UNG

Síðasta föstudag lagði alþjóð-legur hópur hlaupara upp

í þriggja vikna ferð sína með logandi friðarkyndil umhverfis Ísland og var opnunarathöfnin í Hljómskálagarðinum í Reykja-vík. Tilgangurinn er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.Hlaupararnir voru staddir í Reykja-nesbæ á föstudag og heimsóttu 6. og 5. flokk karla hjá Knattspyrnu-deild Njarðvíkur og Sport- og ævintýraskóla UMFN. Lagt var af stað frá íþróttahúsinu í Njarðvík og hljóp hópurinn saman upp á túnið ofan við Holtaskóla þar sem gróðursett var friðartré. Hópur-inn hljóp einnig með krökkum úr Garði, Sandgerði og Grindavík og alls staðar var friðartré plantað í bæjarfélögunum.Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Hlaupið er kennt við indverska friðarfrömuðinn Sri Chinmoy (1931-2007) sem m.a. opnaði ís-

lenska Friðarhlaupið árið 1989. Til-gangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning. Friðarhlaupið hóf göngu sína árið 1987 og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 100 löndum síðustu 26 árin.Það er alþjóðlegt lið sjálfboða-liða sem skipuleggur og sér um

að hlaupa með kyndilinn á milli landa. Fólk á öllum aldri og af öllum stéttum og stigum tekur þátt í Friðarhlaupinu hvar sem það stingur niður fæti.Í ár verður hlaupið hringinn í kringum Ísland dagana 20. júní -12. júlí.

n Friðarhlaupið:

Friðarhlaupið á Suðurnesjum

Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson mun keppa

á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi.Arnar Helgi keppir í 100 m og 200 m spretti í hjólastólakappakstri en Arnar hlaut boð á HM sem eini keppandinn frá Íslandi í hjóla-stólakappakstri. Boð þessi eru oftar en ekki kölluð „Wild Card“

eða „Direct Invitation“ og er þeim úthlutað til þjóða sem m.a. eru að gangsetja nýjar íþróttagreinar eins og í þessu tilfelli.Arnar hefur frá áramótum rutt veginn að nýju í hjólastólakapp-akstri eða síðan nafni hans Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síðan þá hafa orðið gríðarlegar breytingar í íþróttinni.

Arnar Helgi á leiðinni á HM í Lyon

SPORTIÐ

Page 23: 25 tbl 2013

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. júní 2013 23

Það gengur vel hjá okkur og það er rífandi stemmning

í hópnum,“ segir markvörður Grindvíkinga, Óskar Péturs-son. Grindvíkingar eru á mikilli siglingu í 1. deild karla í knatt-spyrnu og eru efstir með 18 stig að loknum sjö leikjum í deild-inni. Grindvíkingar hafa unnið sex leiki í röð og hafa þriggja stiga forystu á toppnum. Það gekk hvorki né rak hjá gulum á síðustu leiktíð og féll liðið úr Pepsi-deildinni. Erfiðlega gekk að skora og vörnin var götótt. Allt annað er að sjá til liðsins nú

en Grindvíkingar hafa skorað 22 mörk í sjö leikjum og aðeins fengið á sig 8 mörk.

„Þetta er fyllilega verðskuldaður árangur. Við lögðum mikið á okkur í vetur í að breyta um leik-stíl og það er að skila sér. Við fengum til okkar sterka útlend-inga sem smellpassa inn í liðið,“ segir Óskar sem hrósar þjálfara liðsins, Milan Stefán Jankovic, sérstaklega.„Janko á hrós skilið. Hann tók við liðinu á erfiðum tímapunkti en náði að þjappa hópnum

saman. Við erum að spila miklu skemmtilegri fótbolta í ár og það er varla hægt að líkja þessu saman við síðasta tímabil. Við leikmenn-irnir eru mjög ánægðir með að fá Janko aftur í brúna og hann er snillingur í því að laga hluti þegar við þurfum að bæta okkur.“

Ætla beint uppGrindvíkingar þykja nú sigur-stranglegir í 1. deildinni enda er hópurinn svipaður og á síðasta ári þegar liðið lék í efstu deild. „Takmarkið hjá okkur er auðvitað að fara beint upp í Pepsi-deildina.

Við erum hörku fótboltalið og eftir eitt ár með þennan leikstíl þá tel ég að við gætum alveg spjarað okkur í efstu deild. Getan er í það minnsta til staðar.“Erlendi leikmaðurinn Juraj Gri-zelj hefur vakið athygli í sumar en hann hefur leikið frábærlega með Grindvíkingum. Hann hefur t.a.m. verið valinn í lið um-ferðarinnar af Fótbolta.net fjórum sinnum í röð. „Hann er hörku-leikmaður og erum við með mjög góða erlenda leikmenn í ár. Juraj hefur staðið sig frábærlega og hentar okkar leikstíl fullkomlega,“

segir Óskar. Leikgleðin er komin aftur á Grindavíkurvöll.„Þetta var mjög erfitt í fyrra og menn misstu gleðina. Nú er hún komin aftur og þá spila menn ósjálfrátt miklu betur. Það eru mörg lið utan af landi í 1. deild-inni sem er skemmtilegt. Við höfum reyndar átt marga heima-leiki það sem af er sumri en það verður gaman að heimsækja liðin fyrir norðan. Það verður alla vega stemmning í rútunni.“ Næsti leikur Grindavíkur er í kvöld þegar liðið mætir Selfossi á Grindavíkurvelli.

Stefnan sett beint upp í deild þeirra bestu – Breyttu um leikstíl og raða inn mörkum

Keflvíkingar unnu sterkan útisigur gegn ÍA á Akra-

nesi síðastliðið mánudagskvöld. Hörður Sveinsson og Arnór Ingvi Traustason komu Keflavík í 2-0 áður en heimamenn jöfnuðu leik-inn. Það var hins vegar Magnús Þór Magnússon sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir af leiknum. Með sigrinum er Keflavík með sjö stig í Pepsi-deildinni eftir átta leiki. Magnús var aðeins að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Keflavík í sumar en hann hefur mátt verma varamannabekkinn talsvert í sumar.„Það er frábært að skora sigur-mark, alveg einstök tilfinning. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur,“ segir Magnús sem er aðeins að skora sitt annað mark fyrir Keflavík. „Ég er ekki vanur að skora mörk enda spila ég yfirleitt aftarlega á vellinum. Það sást líka alveg að ég kann ekkert að fagna mörkum enda hljóp ég bara eitt-hvað,“ bætir Magnús við og hlær.Keflvíkingar skiptu um mann í brúnni í síðustu viku. Zoran Ljubi-cic var leystur frá störfum og í hans

stað kom Kristján Guðmundsson sem þjálfaði áður Keflavík. Magnús segir að nýjum þjálfara fylgi nýjar áherslur. „Það eru aðeins öðru-vísi æfingar og áherslur. Undir-búningurinn fyrir leikinn var samt svipaður. Zoran hafði þjálfað mig í átta ár, kennt mér og hjálpað mér mikið. Ég á honum mikið að þakka.“Það er stórleikur framundan hjá Keflvíkingum. Liðið mætir Þór Akureyri á Nettóvellinum næst-komandi sunnudag og með sigri lyfta Keflvíkingar sér frá falls-væðinu. „Þetta er stórleikur fyrir okkur og mikilvægt að við tökum það góða út úr leiknum á Akranesi og yfir í næsta leik. Það væri frá-bært að vinna tvo leiki í röð,“ segir Magnús Þór sem er titlaður sem varamaður á ja.is. Er hann vanur að sitja á bekknum? „Það er hrekkur frá félögunum. Ég var ansi mikið á bekknum þegar ég var að byrja í meistaraflokki. Ég hef hins vegar ekki fengið að spila mikið í sumar og ég kann engar skýringar á því. Vonandi nýti ég tækifærið og spila mig inn í liðið.“

„Ekki vanur að skora og kann ekki að fagna“ Ingibjörg

snýr aftur til Grindavíkur

Gr i n d a v í k u r k o n u r í Domino’s deild kvenna í

körfuknattleik halda áfram að styrkja sig fyrir átökin á næstu leiktíð. Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að leika á ný með uppeldisfélagi sínu og snýr aftur til Grindavíkur eftir að hafa leikið með Keflavík og í Danmörku síðustu ár. Karfan.is greinir frá þessu.Óhætt er að segja að Grindavík sé að styrkja liðið hressilega en fyrir skömmu gekk Pálína Gunnlaugsdóttir til liðs við Grindavík. Jón Halldór Eðvarðs-son mun stýra liðinu á næstu leiktíð og lítur út fyrir að liðið ætli sér stærri hluti en á síðustu leiktíð.Ingibjörg lék upp yngri flokkana með Grindavík og steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þar á bæ. Hin síðustu ár hefur hún verið þó nokkuð frá vegna meiðsla en gæti reynst Grindvíkingum afar dýrmæt ef hún kemst í fyrra horf. Ingibjörg náði 13 leikjum með Keflavík á síðasta tímabili en hún kom seint inn í liðið þar sem hún var að flytjast búferlum frá Danmörku til Íslands.

Magnús Þór Guðmundsson skoraði sigur-mark Keflavíkur gegn ÍA á mánudag

Grindvíkingar á mikilli siglingu

Varamaðurinn fékk sér Skyr eftir sigur-

markið í rútunni á leiðinni heim

Page 24: 25 tbl 2013

Það var aldeilis flott afmælis-

boðið sem ég þáði um síðustu he lg i . Hvork i meira né minna en eitthundrað ára afmæli sem v e r i ð v a r a ð h a l d a u p p á .

Reyndar skiptu hjónakornin og gest-gjafarnir árunum samviskusamlega jafnt á milli sín, eins og öðru sem þau hafa deilt um ævina. Hjartnæm ræðuhöld gáfu tóninn í ákaflega hlý-legu samkomuhúsi í Garðahreppi. Dæmigerða vísitölufjölskyldan, með afkvæmin af sitt hvoru kyninu, fékk þar að auki að hlýða á íslenskar og ítalskar aríur sungnar til sín af inn-lifun. Veitingar af bestu gerð vöfðu umgjörðina hlýju. Samheldni og samvinna aðstandenda létti undir með velgjörðinni. Skilur alltaf eftir ljúfar minningar.

Uppábúið mætti fólkið á Álfta-nes, í nágrenni Garðakirkju.

Kvenfólkið einstaklega sumarlegt og litríkt. Á allan hátt. Karlarnir öllu einfaldari í klæðaburði. Við erum svo andskoti fastheldnir margir hverjir. Miðaldra karlar mæta yfir-leitt að sumarlagi í stökum jökkum, einlitri eða köflóttri skyrtu, galla-buxum og svörtum skóm. Einhverjir þó fastir í sínum jakkafötum eins og ég, í fráhnepptri skyrtu eða með slifsi um hálsinn. Slaufurnar eru þó aftur að komast í tísku, litlar og nettar og sumar meira að segja áfastar skyrt-unum. Hef séð ungu herramennina skarta slíkum fylgihlutum endrum og eins. Ákveðinn sjarmi yfir þeim stíl. Tweed-jakkar á uppleið eins og í „denn“. Svarthvítir.

Diskóið dundi um hreppinn og hélt veislugestum uppteknum

í syngjandi sveiflu. Merkilegt hvað þessi tónlist hreyfir við mörgum og hrífur út á gólf. En fjörið tók enda og jafnvel þó fólkið teldi sig vera á höfuðborgarsvæðinu, var sem leigu-bílaflotinn rataði ekki út á nes. Biðin reyndi á þolinmæðina og ökuþór-inn ég sá aumur á vinunum. Sætin í kerrunni voru hins vegar allt of fá miðað við búkana. Ég tók áhættuna á því að koma þeim á áfangastað til næstu sveitar. Að ofhlaða bíl var eitt-hvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég auðvitað dauðskammaðist mín á eftir þegar ég skoðaði sektargreiðsl-una, sem ég hefði fengið, hefði ég verið gripinn. Svo ekki sé nú talað um slysahættuna ef eitthvað hefði brugðið út af.

Stemningin þá stundina leyfði mér allsgáðum að hugsa órök-

rétt og treysta um of á eigið lán. Alls ekki til eftirbreytni. Ég lofaði sjálfum mér að gera slíkt aldrei aftur, enda gera slysin ekki boð á undan sér. Förum að öllu með gát inn í sumarið og virðum lögin og reglurnar sem okkur eru settar. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því og þú ert miklu flottari jakki á eftir.

vf.isvf.is

fimmtuDAGuRiNN 27. júNí 2013 • 25. tölublAð • 34. áRGANGuR

VALUR KETILSSON SKRIFAR

FIMMTUDAGSVALS

Flottur jakki

Instagram#vikurfrettir

Hljómahöllin í Reykjanesbæ

Hátíðartónleikar

Verdi &wagner

200 ára 29. júní 2013 kl. 16.00

Bylgja Dís Gunnarsdóttir Elsa waage

Jóhann Friðgeir Valdimarsson Jóhann Smári Sævarsson

Helga Bryndís magnúsdóttir

Miðasala á midi.is

PANTONE 3135

PANTONE 4505

C 100M 0Y 16K 11

C 0M 15Y 70K 50

Leturgerð: Letter Gothic STD Bold

AuglýsingA-síminn

er 421 0001