32
TÍMARIT LANDSSAMBANDS SMÁBÁTAEIGENDA 1. TBL. 2013

Brimfaxi 1.tbl 2013

  • Upload
    goggur

  • View
    254

  • Download
    0

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Blað landsambands smábátaeigenda

Citation preview

Page 1: Brimfaxi 1.tbl 2013

T Í M A R I T L A N D S S A M B A N D S S M Á B Á T A E I G E N D A 1 . T B L . 2 0 1 3

Page 2: Brimfaxi 1.tbl 2013

ÍSLE

NSKA

SIA

.IS V

OR 5

9451

11/

12

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

VEISTU

HVAÐ ÞÚ ÁTT?

Heimilið

Líf- og heilsa

Bíllinn

Fyrirtækið

Einu sinni voru allir þessir hlutir með verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman

í eina stóra heild. Við gerum okkur því sjaldnast grein fyrir verðmæti þeirra fyrr en eitthvað kemur fyrir.

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu

heimili, til dæmis í barnaherberginu?

Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft.

Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.

Page 3: Brimfaxi 1.tbl 2013

ÍSLE

NSKA

SIA

.IS V

OR 5

9451

11/

12

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

VEISTU

HVAÐ ÞÚ ÁTT?

Heimilið

Líf- og heilsa

Bíllinn

Fyrirtækið

Einu sinni voru allir þessir hlutir með verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman

í eina stóra heild. Við gerum okkur því sjaldnast grein fyrir verðmæti þeirra fyrr en eitthvað kemur fyrir.

Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu

heimili, til dæmis í barnaherberginu?

Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft.

Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.

Meira í lei!inni WWW.N1.IS

ÖFLUGT SAMSTARFÍ SJÁVARÚTVEGIN1 ÓSKAR SJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM !EIRRA UM LAND ALLT TIL HAMINGJU ME" DAGINN

Árangur í sjávarútvegi byggir á traustuog kraftmiklu samstarfi allra #átttakenda.Gæ$avörur og traust #jónusta reyndrasérfræ$inga eru okkar framlag svo #únáir enn betri árangri!

N1 B%"UR !ÉR• ELDSNEYTI Á SKIP OG BÁTA • ÖRYGGISTÆKI• SMUROLÍU OG FEITI • REKSTRARVÖRUR• VINNUFATNA" • VERKFÆRI• ÚTGER"ARVÖRUR • EFNAVÖRUR

Page 4: Brimfaxi 1.tbl 2013

Kæru smábátaeigendurÁ undanförnum mánuðum hefur undirritaður orð-ið var við nokkra ókyrrð í ykkar röðum. Aðalfundir svæðisfélaganna á sl. hausti gengu að vísu prýði-lega en mæting þar hefur oft verið betri. Á tveimur fundum varð uppákoma sem er einstök í sögu aðal-fundanna. Óánægja nokkurra fundarmanna fékk út-rás í að hlaupa á dyr.Þegar ég ræddi þetta við félagsmenn nokkru

síðar, voru viðbrögð flestra á þá leið að þetta væri nú bara hið besta mál – sýndi að líf væri í félags-skapnum. Ég var þó ekki á því að hætta að hugsa um þennan nýja dagskrárlið enda hann ekki einu sinni auglýstur undir öðrum málum. Ég komst að því að nokkrar ástæður voru tilefni uppákomunnar. Helst var og sameiginlegt hjá þeim var afstaða félaganna til stækkunar krókaaflamarks-báta. Félagar þeirra væru andvígir því að 15 brt. mörkin yrðu af-numin og 15 m mesta lengd sett í staðinn.Þeir sem yfirgáfu fundina í haust hafa nú sagt sig úr LS og stofn-

að sitt eigið smábátafélag – Samtök smábátaútgerða. Nokkrir fé-lagar þeirra hafa talið sig eiga samleið með þeim.

Ég harma þessa ákvörðun þeirra. Margar ástæður liggja til þess, en ein þeirra sker sig úr hvað mikilvægi snertir. Árangur smábáta-eigenda fyrir gríðarlegum sigrum til sífellt öflugri og öruggari smá-bátaútgerðar liggur fyrst og fremst í að trillukarlar hafa staðið sam-an. Því er ekki að neita að oft hefur gustað, en samstaðan ávallt virkjað þann gust til enn meiri samheldni.

Hér með hvet ég alla trillukarla til samstöðu og þjappa sér utan um félagið sitt, Landssamband smábátaeigenda, þannig að fé-laginu auðnist það áfram að vinna að því að efla smábátaútgerð.

Trillukarlar eru ekki þannig karakterar að þeir hlaupi út undan sér við ósigra þeir þjappa sér sam-an og gera aðra tilraun. Það tekst ekki alltaf allt í fyrstu tilraun. En á endanum hafa menn alltaf náð saman og getað stoltir fagnað smáum bátum jafnt sem smábátum koma með afla að landi og ekki sett það fyrir sig hvort róið er með landbeitta línu eða vélbeitta.

Fyrir skömmu ritaði ég grein í Fiskifréttir: „Verk-efni sumarþings“. Þar vakti ég athygli á nokkrum málum sem LS mun reyna að fá breytt. Þau skulu hér rifjuð upp:

! Endurskoðun á sérstöku veiðigjaldi! Að áframhaldandi strandveiðar verði tryggðar! Aukna hlutdeild smábáta í makríl! Línuívilnun til allra dagróðrabáta! Veiðiheimildir í byggakvóta! Óbreyttar reglur um hámark á krókaaflahlutdeild

Þessi málefni eru sameiginleg öllum smábátaeigendum. Forsenda árangurs í að ná þeim fram er að smábátaeigendur

komi fram sem ein heild, samstaða er og verður alltaf þeirra sterk-asta vopn.

Óska öllum smábátaeigendum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegs sjómannadags.

Örn Pálsson framkvæmdastjóri

4 júní 2013

Útgefandi: Landssamband smábátaeigenda. Forma!ur: Arthur Bogason. Framkvæmdastjóri: Örn Pálsson. Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson. Ritnefnd: Arthur Bogason, Sigurjón M. Egilsson og Örn Pálsson. Ábyrg!arma!ur: Örn Pálsson. Umsjón me! útgáfu: Goggur ehf. Umbrot: Goggur ehf. Augl"singar: Goggur ehf. Forsí!umyndina tók Halli Bjarna af Rögnvaldi Einarssyni og Hjálmari Rögnvaldssyni. Prentvinnsla: Oddi. Upplag: 1.500 eintök.

6 12 16 28

EFNISYFIRLIT:

„Fáum núna !su á færin“ Kínverjarnir bor"a hveljuna Vi"tal vi" Jón Sigur"sson Ver"hrun í hrognunum

Page 5: Brimfaxi 1.tbl 2013

Tryggingami!stö!in Sí!umúla 24 Sími 515 2000 [email protected] www.tm.is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

Taktu verndina me! "ér í land

Ví!tæk reynsla og "ekking á sjávarútvegiMeirihluti íslenskra sjómanna er slysa-trygg!ur hjá TM. Í yfir 55 ár hefur TM sérhæft sig í "jónustu vi! íslenskan sjávar útveg og er lei!andi me!al íslenskra tryggingafélaga á "ví svi!i. Hjá TM starfar sérstakt sjávarútvegs-teymi sem hefur "a! a! markmi!i a! veita íslenskum sjávarútvegi heildarlausnir hva! tryggingavernd var!ar. Teymi! skipa starfsmenn sem hafa áratugareynslu í tryggingum og sjávarútvegi – hópur sem er til "jónustu rei!ubúinn fyrir "ig.

Áhafnatrygging TM er ví!tæk slysatrygging sem tekur mi! af fjár-hagslegri afkomu sjómanna vegna vinnu "eirra og dvalar um bor! í skipi. #annig veitir áhafnatryggingin vernd gegn fjárhagslegu tjóni sem sjómenn kunna a! ver!a fyrir af völdum slysa um bor! í skipi. Áhafnatrygging TM tekur ekki til slysa sem sjómenn kunna a! ver!a fyrir í frítíma sínum.

Frítímatrygging TMTil "ess a! mæta trygginga"örf sjó manna í frítíma b$!ur TM sérstaka lausn fyrir sjómenn. Frítímatrygging TM er sni!in a! "eirri tryggingavernd sem er innifalin í áhafnatryggingunni. #annig ákvar!ast t.d. tjónabætur af ska!abótalögum en slíkt ákvæ!i er mjög til hagsbóta fyrir sjómenn vegna "ess hve sveiflukenndar tekjur "eirra geta veri!.

Me! áhafnatryggingu TM eru sjó-menn vel trygg!ir vi! störf á hafi úti. Hins vegar einskor!ast líf sjómanna ekki eingöngu vi! hafi! og störf um bor! í skipi, "ví sjómenn eiga eins og a!rir sinn frítíma og hafa ekki sí!ur "örf á "ví a! vera trygg!ir vi! "ær a!stæ!ur.

07 08 09 10 11 120099 01 02 03 04 05 06

Á sí!ustu 14 árum hefur TM veri! 12 sinnum me! ánæg!ustu vi!skiptavini tryggingafélaga.

Page 6: Brimfaxi 1.tbl 2013

6 júní 2013

Eftir Harald Bjarnason

„Ég fór ekkert á grásleppuna núna og ekki heldur í fyrra,“ sagði Sig-urður Páll Jónsson, sjómaður og útgerðarmaður Kára SH í Stykkis-hólmi. „Fyrir því eru nokkrar ástæður eins og slakt verð, fækkun daga niður í 32 og netafækkun úr 300 netum niður í tvö hundr-uð á bát. Það er tæplega grundvöllur fyrir þessu lengur nema þá kannski fyrir þá sem eru á grásleppu af hugsjón.“ Sigurður Páll segist aðallega hafa verið á línuveiðum að undanförnu og síðan á færum. „Þetta hefur nú verið frekar tregt en smá kropp á línuna. Það sem helst hefur komið á óvart er nú erum við að fá ýsu á færin hér í Breiðafirðinum, sem ég man ekki eftir að hafi gerst áður hér á þessum árstíma. Auk þess sem ýsan á ekki að vera til samkvæmt pappírunum. Ég var með 70-80 kg af ýsu um daginn og tonn af þorski. Þá veit ég af öðrum sem var með yfir 100 kíló af ýsu.“

Sigurður segist hafa verið einn um borð á færunum en nú sé sonur hans að koma með honum. „Það hefur líka verið rólegt hjá strandveiðibátunum á þessum slóðum, bæði vegna þrálátrar brælu og lélegs afla. Mér heyrist á sumum þeirra að þeir séu farnir að huga að því að fara vestur á firði með bátana.“ Makríllinn er farinn að freista Sigurðar Páls og hann segist vera að koma sér upp búnaði til makrílveiða í sumar. „Ágústsson hf ætlar að vinna makríl í sumar. Þeir geta notað vélarnar sem keyptar voru í síldar-

verkun í fyrra, til að vinna hann en það hefur nú ekki verið gefið upp verð ennþá. Það ræðst líklega af því hve margir fara á þetta og hvert framboðið verður.“ Sigurður Páll var í fimmta sæti á lista Framsóknarflokks í NV-kjördæmi fyrir síðustu kosningar og eftir gott gengi flokksins, sem fékk fjóra þingmenn í kjördæminu, er Sigurður nú orðinn fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæm-inu. „Þetta var nú nokkuð sem ekki var planað hjá mér. Ég reiknaði aldrei með að geta dottið inn á þing með litlum fyrirvara,“ sagði Sigurður Páll Jónsson, trillukarl í Stykkishólmi.

! Sigur!ur Páll Jónsson í Stykkishólmi réri ekki á grásleppuna:

„Fáum núna "su á færin“

Fyrir !ví eru nokkrar ástæ"ur eins og slakt ver", fækkun daga ni"ur í 32 og netafækkun úr 300 netum ni"ur í tvö hundru" á bát. #a" er tæplega grundvöllur fyrir !essu lengur nema !á kannski fyrir !á sem eru á grásleppu af hugsjón.

Sigur!ur Páll Jónsson vi! löndunarkrana í Stykkishólmshöfn.

Page 7: Brimfaxi 1.tbl 2013

SKIPLAND ALLT

SKO!UM

UM

Skipasko!unarsvi!

!ÍNIR MENN Í SKIPASKO"UN -áratuga reynsla

Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 [email protected] Axelsson ...................................s. 8608379 [email protected] Hilmarsson ...............................s. 8651490 [email protected]!mundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377

BETR

I STO

FAN

Page 8: Brimfaxi 1.tbl 2013

Eftir Harald Bjarnason

„Grásleppuvertíðin núna var svona nokkuð í meðallagi hvað afla varðar, engin uppgrip, heldur þokkalegur afli. Ég byrjaði strax og mátti byrja 1. apríl og tók upp netin eftir 32 daga í byrjun maí. Þetta er auðvitað styttri tími en verið hefur og nú mátti bara vera með 200 stutt net á bát, sama hve margir eru um borð. Það voru nokkrar frátafir vegna veðurs einna verst síðustu tíu dagana því eftir 20. apríl og út mánuðinn var ekkert hægt að komast á sjó.“segir Rögnvaldur Einarsson trillukarl á Akranesi. Hann segir verðið hafa lækkað talsvert síðan í fyrra og í raun sé verðið fyr-ir hrognin og grásleppuna í heildina um 30% lægra. Rögnvald-ur leggur upp hjá Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Núna fengum við aðeins hærra verð fyrir grásleppuna sjálfa. Þetta var þannig núna að ef við lögðum upp grásleppuna með hrognum þá fengum við 200 krónur fyrir kílóið en við vorum með hrognin sér fengum við 470 fyrir kílóið af þeim blautum en þá voru bara borgaðar 100 krónur fyrir kílóið af grásleppunni. Í fyrra var borgað ákveðið verð fyrir stykkið af grásleppunni en núna fyrir kílóið og miðað við þorskverð, eins og það hefur verið þá eru 200 alls ekki slæmt verð. Annars er þetta smá talnaleikur. Við fáum ekkert meira

fyrir hrognin hér en aðrir þótt flutningskostnaður hjá okkur sé enginn. Það getur svo sem verið rétt að ekki sé hægt að mismuna viðskiptavinum í verði eftir því hvaðan þeir róa.“ Rögnvaldur er reyndur í grásleppunni. „Ætli þetta séu ekki einhver rúm 50 ár síðan við Ingi Steinar jafnaldri minn og kollegi byrjuðum með nokkur net 15 ára gamlir þegar við vorum í gagnfræðaskólanum. Síðan vorum við Ingi Steinar komnir með eigin bát upp úr 1970 og þá var meiri kraftur í þessu. Við vorum báðir að kenna og byrj-uðum alltaf á grásleppunni þegar skóla lauk á vorin.“ Rögnvaldur hætti að kenna fyrir sex árum en þá var hann kominn á svokall-aða 95 ára reglu og gat hætt, síðan hefur hann dundað sér á trill-unni, ýmist einn eða með sonum sínum.

Rögnvaldur segist strax eftir grásleppuveiðina hafa farið að dunda sér við strandveiðina. „Ég er nú ekki í þessu af neinum krafti eins og þeir sem harðastir eru. Veiðin hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Að vísu hafa þeir hörðustu verið að fiska ágæt-lega. Bæði er þeir eru á hraðskreiðari bátum og geta því sótt út á Hraun eða eitthvað í þá áttina og svo eru þetta bara harðduglegir strákar. Ég hef verið hérna grynnra og lengst farið vestur að Þor-móðsskeri. Ég er bara búinn að fara þrisvar og það hefur ekki verið neinn kraftur í þessu og fiskurinn ekki stór.“

8 júní 2013

"rír ættli!ir um bor! á grásleppuvei!um vi! Akranes. F.v. Rögnvaldur, Hjálmar sonur hans og lengst til hægri er

Arnór sonur Hjálmars og sonarsonur Rögnvaldar.

! Rögnvaldur Einarsson trillukarl á Akranesi:

„Grásleppuvertí!in var í me!allagi“

! RÖGNVALDUR EINARSSON TRILLUKARL Á AKRANESI:

„Grásleppuvertí!in var í me!allagi“

Page 9: Brimfaxi 1.tbl 2013

Í Maxsea Time Zero eru einfaldleikinn og þægindi notandans höfð að leiðarljósi. Þannig er

þysjað inn og út með því að snúa skrunhjólinu.Hér er ekki lengur um neina flettiglugga að

ræða heldur er einfaldlega smellt á hnapp og hlutirnir gerast hratt og örugglega.

Með dýptarmæliseiningunni er hægt að kalla fram dýptarmælismynd á skjáinn hvort heldur

sem er á allann skjáinn eða heilminginn ásamt öðru. Hægt er að velja þrjár mismunandi

dýptarmælaeiningar; DFF1, DFF3 eða BBDS1 sem gefur botngreiningu ásamt

þéttleikagreiningu (AccuFish).

Time Zero ECS Strandveiði er ný kynslóð Maxsea siglingaforritsins, sérstaklega

framleitt fyrir smærri fiskiskip. Einfalt og hraðvirkt í notkun. Með nettengingu er hægt

að sækja rauntíma veðurupplýsingar og spár fram í tímann. Einnig er hægt að fá AIS

upplýsingar af netinu inn á kortið. Með tengingu við Furuno ratsjá er hægt að fá

ratsjármyndina ofan í kortið (radar overlay). Gott sjókort af Íslandi og Grænlandi

fylgir með. Hægt er að flytja gögn úr eldri Maxsea yfir í þennan.

ECS Strandveiði - SmábátarFrábært Frábært

viðmót

verð

Page 10: Brimfaxi 1.tbl 2013

10 júní 2013

Í tengslum vi! kjarasamning milli Landssambands smábátaeigenda annars vegar og SSÍ, FFSÍ og VM hins vegar leita!i LS til Bókhalds og Fjármála ehf. um ger! reiknilík-ans sem ætla! er a! au!velda smábátaútger!um launaútreikninga. Kerfi! reiknar hlutaskipti bátsverja, allt a! 5 í hverjum ró!ri. Í líkaninu er bo!i! upp á allt a! sjö launase!la í hverju uppgjöri ásamt skilagreinum til lífeyrissjó!s og RSK vegna sta!grei!slu og tryggingagjalds, grei!slufyrirmæli í banka og bókunarbla!i til bókhalds en bókunarbla!i! virkar einnig sem afstemming fyrir útreikningana.Kerfi! byggir a!allega á tveimur töflum, „Ró!rar“ og „Bátsverjar“.

„Ró"ratafla“ s$nir yfirlit ró"ra vi"komandi árs.Í henni er einnig samantekt fyrir "á ró!ra sem hlutaskipti eru reiknu! fyrir hverju sinni. #a! er skilyr!i fyrir samantektinni a! jafnmargir bátsverjar taki "átt í "eim ró!rum sem teknir eru saman til útreiknings hverju sinni. Samantektin tekur me! alla ró!ra sem hafa byrjunardagsetningu innan uppgefins tímabils. Í töfluna "arf a! skrá eftirfarandi uppl$singar um hvern ró!ur:

! Dagsetning ró!urs! kennitölur "eirra sem róa hverju sinni (fjöldi bátsverja ræ!ur hver skiptahluturinn er hjá hverjum fyrir sig)! samsetning aflans, magn hverrar tegundar, aflaver!mæti og sölukostna!.

Taflan „Bátsverjar“ er nafnalisti og uppl$singar um lífeyrissjó!, sta!grei!slu, launa-tengd gjöld o.fl.Sumir reitir í töflunum geta teki! á sig áherslulit. Liturinn tekur mi! af innslegnum uppl$singum. Grænn litur er nota!ur fyrir "a! sem má ætla a! sé hef!bundi!, gul-brúnn litur ef ætla má a! innsláttur sé ekki hef!bundinn en rau!leitur litur ef eitthva! er ekki í lagi me! "a! sem er skrá! í vi!komandi reit og "arf hugsanlega athugunar vi!. „Forsendur“ er samantekt yfir "a! sem lagt er til grundvallar launaútreikningnum, ".e. aflaver!mæti, launakostna!ur, hverjir eru í uppgjörinu o.fl. Smábátaeigendur hafa teki! "jónustunni afar vel og eru margir nú "egar búnir a! hafa samband vi! skrifstofuna og fá reiknilíkani! keypt. Notendur eru sammála um ótvírætt notagildi sem færir "eim betri inns$n í reksturinn og sparna! vi! bókhald.

Reiknilíkan til útreikninga launa

Page 11: Brimfaxi 1.tbl 2013

Sí!umúli 22, 108 Reykjavík sími 517 0404 www.serefni.is

Page 12: Brimfaxi 1.tbl 2013

12 júní 2013

Eftir Gu!rúnu Helgu Sigur!ardóttur

Útflutningsfyrirtækinu Triton tókst það sem fæstir hefðu búist við, að búa til nýjan markað fyrir slægða grásleppu á örskömmum tíma. Fyrirtækið lifir nú góðu lífi á því að selja grásleppu til Kína.

Grásleppunni hafði verið hent þar til Triton uppgötvaði að Kína gæti verið hugsanlegur markaður. Fyrirtækið hafði verið að velta fyrir sér hvernig mætti nýta og flytja út kjötið á fiskinum en upp-götvaði svo að Kínverjum gæti líkað hveljan sem er náttúrulega stærsti hluti fisksins. Triton komst í samband við nýjungagjarnt fyrirtæki í Kína sem var að leita sér að nýjum verkefnum og hjálp-aði þeim að kynna hveljuna fyrir kokkum á veitingastöðum í Kína. Eftir það fór boltinn að rúlla hratt.

„Enginn markaður hefur verið fyrir grásleppuna síðustu árin, það var ekki fyrr en við sköpuðum þennan markað. Við byrjuðum að flytja út fiskinn fyrir fimm árum en fram að því hafði honum alltaf verið hent,“ útskýrir Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Triton.

Bjó"a lægra ver"Viðskiptin uxu hratt og örugglega. „Við tvöfölduðum magnið strax milli ára, á þriðja ári þrefaldaðist það og á fjórða ári var sett reglu-gerð um að ekki mætti henda fiskinum lengur og þá sprakk allt. Eftirspurnin frá Kína er geysileg. Á Íslandi ætluðu margir að nýta sér tækifærið og töldu sig geta farið að frysta grásleppu í stórum stíl. Þetta varð allt svolítið öfgakennt,“ segir Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Triton.

Verðþróunin markast af framboði og eftirspurn. Ormur segir að verðið til sjómanna hafi hækkað stöðugt frá því að Triton byrjaði að kaupa og frysta grásleppuna. Erfitt sé að spá fyrir um verðþróun en hann áætlar að eftir því sem grásleppan festir sig í sessi á mark-aðnum þokist verðið upp á við.

Heitir sæbjúgna#skur í KínaOrmur lýsir því hvernig Triton hafi reynt að selja fiskinn en gengið brösuglega vegna þess að tiltölulega lítið kjöt er á honum og hvelj-an því stór hluti af fiskinum. „Við einblíndum á kjötið í upphafi, að verka það og flaka hér en það var of dýrt. Við reyndum að senda fiskinn út til verkunar en vorum þá að tapa svo miklum peningum í fraktinni. Síðan komumst við að því að hveljan er það sem Kín-verjar sækjast eftir að borða,“ segir hann.

Hveljan er markaðssett sem „Sea Cucumber Groper“ sem er enska þýðingin á kínverku nafngiftinni, eða sæbjúgnafiskur á ís-lensku. Ástæðan er sú að þegar hveljan er matreidd þá er hún ekki ósvipuð sæbjúga í áferð.

„Fiskurinn var upphaflega markaðssettur með því að fara á milli veitingastaða. Fyrst var haft samband við kokkinn og hann sann-færður um hve góður fiskur þetta er auk þess að kenna réttu hand-brögðin við meðferð og matreiðslu. Þegar búið var að fá kokkinn á sitt band var haldið í sameiningu á fund framkvæmdastjóra veit-ingastaðarins og í framhaldi af því var fiskurinn tekinn inn á mat-seðilinn. Síðan fór líka kraftur í það að kenna þjónunum, upplýsa þá um fiskinn og hvetja þá til að mæla með honum,“ útskýrir Ormur.

Fljótir a" $róa uppskriftirEftirspurnin jókst hratt. Margir stórir veitingastaðir eru í borgum Kína frá Dalian niður til Suður-Kína. Grásleppan er vinsæl alls-

staðar þar sem fiskur er vinsæll matur og matreiðsluaðferðirnar eru fjölmargar. Fiskurinn er soðinn, gufusoðinn, marineraður og steiktur. Ormur segir að matreiðslan sé mjög fjölbreytt. Finna megi samsvarandi rétti innan borga en áherslurnar breytist milli land-svæða. „Það var ótrúlegt hvað þeir voru fljótir að þróa uppskriftir á skömmum tíma,“ segir hann.

%róu"u verkunara"fer"Ormur telur að markaðurinn fyrir grásleppuhrogn sé á undan-haldi. Hann segir að sér kæmi ekki á óvart að í framtíðinni fari grá-sleppukarlarnir jafnvel fyrst og fremst að veiða fiskinn og síðan hrognin. Hann spáir því að markaðurinn eigi eftir að stækka og grásleppan eigi eftir að þróast út í það að verða mikilvægur nytja-fiskur. Hann bendir á að hún sé til dæmis vannýtt hráefni á Græn-landi, Grænlendingar hendi enn mikið af grásleppunni.

„Alls staðar þar sem Kínverjar eru þar ætti að vera markaður fyrir hveljuna,“ segir Ormur og bætir við að kjötið sé líka ágætt í sushi. Hann telur að þó að hveljan sé mjög feit þá sé fiskurinn hollur en körturnar utan á honum þurfi að fjarlægja. Það hafi verið vanda-málið í upphafi því erfiðlega hafi gengið að fjarlægja körturnar án þess að skemma holdið. „En mínir menn þróuðu verkunaraðferð til að fjarlægja þær,“ segir hann.

! Útflutningsfyrirtækið Triton bjó til nýjan markað fyrir grásleppuna í Kína:

Kínverjarnir bor!a hveljuna

Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Triton. „Sí!an komumst vi! a! #ví a! hveljan er #a! sem Kínverjar sækjast eftir a! bor!a,“ segir hann.

Page 13: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 13

Grásleppukarlar eru áhyggjufullir yfir lægra verði á grásleppu-hrognum en fagna um leið sölu á heilli grásleppu til Kína. Sigurður Kristjánsson, grásleppukarl á Húsavík, er einn af þeim sem eru uggandi yfir markaðsmálum og sölu á hrognunum. Hann segir að veiðin hafi gengið ágætlega í vor en margir hafi veitt og saltað án þess að vera búnir að selja hrognin.

„Ég er uggandi yfir því að það verði áframhaldandi erfiðleikar. Blikur eru á lofti, verðið er lágt og afkoman minni en verið hefur. Ég held að veiðin sé samt heldur skárri í dag en hefur verið undan-farin ár þó að dagarnir séu færri. Ég held að þetta sleppi til hjá flest-um. Þegar menn hafa ekki aflaheimildir í öllu þá er búbót að fara í grásleppuna,“ segir hann.

Vanir svei&unumSigurður seldi heila grásleppu með hrognum upp úr sjó beint til Akraness. Hann býst við að hveljan endi á matarborði í Kína. Hon-um finnst muna um að geta selt fiskinn, ansi þröngt hefði verið í búi ef hrognin hefðu bara verið seld. Borgað sé strax fyrir þennan fisk og það heldur hærra verði en í fyrra þegar flestallur annar fisk-ur hafi lækkað í verði á mörkuðum.

Sigurður segir að grásleppuveiðarnar hafi alltaf gengið í sveiflum og að karlarnir séu vanir því. Lægð hafi verið undanfarið og hann sér fyrir sér að hún verði í einhver ár en svo fari þetta upp á við þegar ástandið batni í heiminum. „Þegar verð á hrognum lækkar þá eykst neyslan aftur og þá kemst á ákveðið jafnvægi með hærra verði,“ seg-ir hann og telur sveiflurnar í grásleppunni ekki koma á óvart.

Líti" vita" um grásleppuna„Bátum fjölgaði svo mikið 2010 þegar verðið fór mjög hátt upp og þá fór það óþarflega hátt. Við erum að súpa seyðið af því að þetta er á niðurleið núna eftir ákveðið offramboð á árunum kringum 2010. Annars er lítið vitað um þennan grásleppustofn. Hann hefur lítið verið rannsakaður. Það er eins og grásleppan komi eins og hendi sé veifað en svo getur veiðin verið treg í einhver ár líka án þess að hægt sé að útskýra þessar sveiflur, þetta er eitthvað í náttúrunni,“ segir hann.

! Sigur!ur Kristjánsson, grásleppukarl á Húsavík:

Vanir sveiflum í grásleppunni

Lars-Erik Mattsson, innkaupastjóri hjá Domstein AB í Svíþjóð, hef-ur lengi séð um viðskiptin við Ísland. Hann segir að verðið á mark-aðnum hafi verið á niðurleið í mörg ár. Hrognin hafi orðið mjög dýr fyrir nokkrum árum og þá hafi menn farið að nota aðrar gerðir af hrognum. Það hafi haft þau áhrif að verðið hafi lækkað. Markaður-inn hafi því verið á niðurleið síðustu árin.

„Við höfum reynt að halda okkur á markaðnum og gengið sæmi-lega. Hörð samkeppni frá Royal Greenland hefur gert lífið mjög erfitt. Royal Greenland eru með mikið af hrognum sem þeir fá með auðveldum hætti og ódýrt og þeir skella þeim ódýrum á markaðinn og lækka þar með verðið. Þetta hefur tvímælalaust áhrif á viðskiptin hjá okkur,“ segir Lars-Erik Mattsson og á von á

því að verðið haldist áfram lágt. Domstein AB hefur keypt hrogn frá Kanadamönnum, Norðmönnum og Grænlendingum auk Ís-lendinga. Royal Greenland er haldið uppi með fjárstuðningi frá danska ríkinu vegna byggðamála á Grænlandi en Royal Green-land starfar í mörgum af smáplássunum þar í landi. Lars-Erik Mattsson segir að fyrirtækið hafi gert það sama með rækjurnar fyrir nokkrum árum og það hafi skapað stórt vandamál fyrir Domstein.

„Það hefur enginn neitt á móti samkeppni en þetta er ójöfn sam-keppni,“ segir hann og bendir á að Domstein geti ekkert í málinu gert því dönsk stjórnvöld stjórni því sjálf hvernig þau fari með og hagi fjárstuðningi sínum á Grænlandi. Ekkert sé við því að gera.

! Lars-Erik Mattsson, innkaupastjóri hjá Domstein AB í Svíþjóð:

Lífi! erfitt í hrognunum

Ég er uggandi yfir !ví a" !a" ver"i áframhaldandi erfi"leikar. Blikur eru á lofti, ver"i" er lágt og afkoman minni en veri" hefur. Ég held a" vei"in sé samt heldur skárri í dag en hefur veri" undanfarin ár !ó a" dagarnir séu færri.

„Ég held a! #etta sleppi til hjá flestum. "egar menn hafa ekki afla-heimildir í öllu #á er búbót a! fara í grásleppuna,“ segir Sigur!ur Kristjánsson.

Page 14: Brimfaxi 1.tbl 2013

Eftir Gu!rúnu Helgu Sigur!ardóttur

Dyr gætu verið að opnast á grásleppumarkaði, ekki bara í Kína heldur er nú líka áhugi á því að markaðssetja hrognin á Rússlandsmarkað. Rússar eru stærstu hrognaneytendur í

heimi, hrogn eru stór hluti af matarmenningu þeirra. Ef Íslendingar gætu selt Rússum fryst hrogn myndi ekki aðeins opna nýjan markað heldur líka breyta samningsstöðuna gagnvart öðrum kaupendum og draga úr sveiflunum á markaðnum.

Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísafirði, hefur verið með grásleppuna á sinni könnu. „Við höfum tekið þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum með greinni, til dæmis útflytjendum, framleiðendum og sjómönnum. Við höfum meðal annars tekið saman efna- og næringarinnihald grásleppu. Þær upplýsing-ar voru ekki til en þær eru nauðsynlegar við markaðs-setningu,“ segir hann.

Breytt vinnubrög"Matís hefur tekið þátt í verkefnum með Lands-

sambandi smábátaeigenda um meðferð á grásleppunni þegar salan til Kína hófst og sett var reglugerð um að allur

afli ætti að koma að landi. Gunnar segir að átak hafi þurft til að breyta vinnubrögðum. Grásleppunni hafi áður verið hent, nú hafi þurft að hirða hana. Það hafi haft breytt vinnubrögð í för með sér og grásleppukarlarnir þurfi að skera hana öðru-vísi en áður.

„Við sendum bækling til allra grásleppuútgerða og verkenda til að kynna ný vinnubrögð. Þetta gerðum við í samvinnu við Lands-samband smábátaeigenda. Það ánægjulega hefur gerst að litlir bátar, sem henta illa til að slægja fiskinn og ganga frá honum um borð, koma í auknum mæli með fiskinn óslægðan að landi. Þar er síðan sérhæfð vinnsluaðstaða og sérhæft fólk verkar grásleppuna. Þetta hefur orðið til þess að meðferðin á hrognunum er mun betri. Það tryggir líka að grásleppan er skorin rétt, eins og markaðurinn í Kína vill fá hana,“ útskýrir hann.

%í"a og taka körturnar afGrásleppan var alltaf þverskorin aftan við magann og hrognin látin gossa ofan í tunnu en Kínverjar vilja láta skera hana svipað og þorsk, skorið á hálsinn og síðan kúttað aftur að gotrauf. Gunn-ar telur að þeir kljúfi hana og selji helmingana hvorn í sínu lagi. Fiskurinn er þá seldur frosinn á Kínamarkað. Þaðan dreifist hann á litla aðila sem hver um sig kaupir kannski einn gám í 30 kílóa kössum. Kínverjarnir þurfa að þíða, taka körturnar af og lausfrysta svo aftur til að geta selt í smærri einingum.

„Það er alltaf spurning hvort ekki sé hægt að vinna fiskinn meira og stækka kaupendahópinn. Grásleppan er algjörlega ný afurð í Kína, hún hefur bara verið í nokkur ár á markaðnum. Vel getur ver-ið að það liggi mikil tækifæri á þessum markaði, að selja fiskinn meira unninn á hærra borgandi markaði,“ veltir hann upp.

Marka"urinn kvikurMatís hefur haft áhuga á því að fara í það verkefni að útvíkka markaðinn fyrir grásleppuhrogn. Gunnar segir að markaðurinn sé lítill og afmarkaður og því sé spurning hvort ekki sé hægt að sækja inn á stærri markaði með til dæmis frosin hrogn. Það gæti dregið úr sveiflunum því að hrognamarkaðurinn ofsalega kvikur. Ekki þurfi annað en að upplýsingar um mikla veiði leki út og þá sé verðið hrunið.

„Þetta er örmarkaður og það er ótrúlegt hvað lítið þarf að ger-ast til að hafa áhrif á verðið. Ef fréttist af meira framboði þá halda kaupendur að sér höndum,“ segir hann og bendir á að kaupendur hafi keypt og haldið birgðir í Evrópu en nú sé það að breytast. „Menn sitja uppi með hrognin og birgðahaldið hér. Af því hlýst vaxtakostnaður og svo er áhætta sem felst í því að geyma matvæli óseld í mánuði og ár sem veldur gæðarýrnun,“ bendir hann á.

Eggin ekki öll í sömu körfu Gríðarstórir kaupendur eru á hrognum í Rússlandi en Rússar borða mikið af hrognum og hrogn eru stór hluti af matarmenningu þeirra enda eru þau seld í öllum kjörbúðum. Gunnar segir að erfitt sé að komast inn á þennan markað, því fylgi mikil skriffinnska og það sé ekki árennilegt fyrir litla aðila. Styrkja þyrfti mjög smáa aðila til að komast inn á þennan markað. Afurðin sé til en það sé alltaf kostn-aður við að markaðssetja vöruna. Komist menn hinsvegar inn á markaðinn þá sé það mjög jákvætt.

„Við höfum þá ekki öll eggin í sömu körfu eins og í dag. Við höf-um annan möguleika og erum ekki eins háð núverandi kaupend-

14 júní 2013

VILL SELJA FRYST HROGN TIL RÚSSAGunnar #ór!arson, stöðvarstjóri Matís á Vestfjörðum, telur að miklir framtíðarmöguleikar leynist fyrir grásleppuna.

Gunnar "ór!arson.

Page 15: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 15

um. Það sem hefur bjargað Íslendingum undanfarið er hrun í veið-um Kanadamanna við Nýfundnaland. Ef þeir hefðu veitt eins vel og áður fyrr hefði orðið algjört verðhrun við auknar veiðar hér á landi. Ég trúi því að það séu gríðarleg tækifæri í frystum hrognum á Rússlandsmarkað,“ segir Gunnar. Tækifærin leynast líka í grá-

sleppunni sjálfri. Verðið á henni hefur hækkað úr 60 í 100 krónur á þessari vertíð og Grásleppukarlar hafa fengið fyrir olíukostnaði með því að selja fiskinn í stað þess að henda honum eins og áður.

Grásleppuverkefni sem Matís hefur komið að hefur styrkt af Vax Vest og AVS.

#etta er örmarka"ur og !a" er ótrúlegt hva" líti" !arf a" gerast til a" hafa áhrif á ver"i". Ef fréttist af meira frambo"i !á halda kaupendur a" sér höndum.

Page 16: Brimfaxi 1.tbl 2013

16 júní 2013

Ég var með tíu þorskanet hérna við Kjalarnesið fyrir páska og fékk upp í 5 tonn af boltaþorski í þetta. Hvorki eftir eina nótt eða tvær, heldur lögðum við netin, fengum okkur svo kaffi í

rólegheitum og fórum í hinn endann á trossunni að draga. Það hef-ur verið ævintýralega mikið af þorski á grunnslóð hérna að undan-förnu. Ég hef meira að segja leyft þeim allra stærstu bara að synda, gefið þeim líf af því maður ræður ekki við að vinna svona stóran fisk.“ Það er Jón Sigurðsson, 75 ár gamall, sjómaður og útgerðarmaður í Reykjavík sem talar. Hann er fæddur og uppalinn Akurnesingur og þar var hann oft kenndur við móður sína og ýmist kallaður Siggu-Jón eða Nonni-Siggu til aðgreiningar frá öðrum nöfnum sínum, ekki síst einum jafnaldranum, sem síðar varð svo samferða honum í Stýri-mannaskólann. Jón stundaði sjóinn þar lengi framan af frá Akranesi, var stýrimaður á bátum þaðan, bæði á þorskanetum og síldveiðum. Lengst af var hann á Sigurvon AK-56. Fyrst stýrimaður með Guðjóni Bergþórssyni, sem þá var rétt rúmlega tvítugur, að hefja skipstjórn-arferil sinn en síðan Páli Guðmundsyni þegar hann tók við bátnum. Páll tók svo við stærri bát en Jón hafði ekki næg skipstjórnarréttindi, var bara með 130 tonna réttindi, svo hann fór í Stýrimannaskólann og tók fiskimannaprófið. Þá réði hann sig sem stýrimann á Skírni AK hjá Kristjáni Péturssyni sem síðar var skipstjóri á Höfrungi þriðja.

Kunni vel vi" mig hjá Hafró me" Jakobi og HjálmariJón fluttist til Reykjavíkur eftir síldarhrunið undir lok sjöunda áratugarins og starfaði í tíu ár sem aðstoðarmaður hjá Jakobi Jak-obssyni, fiskifræðingi á Hafrannsóknastofnun, fór með honum í leiðangra á sjó og starfaði með honum í landi. „Mikill öðlingur hann Jakob og gott að vinna með honum. Mér fannst ekki réttlátt þegar menn voru að gagnrýna hann, sérstaklega eftir síldarhrunið. Hann átti það ekki skilið. Jakob og Margrét, kona hans, koma oft hingað að fá sér fisk. Svo var ég líka með Hjálmari heitnum Vil-hjálmssyni, sem var ljúflingur líka og fjölhæfur, t.d. góður smiður. Hann er dáinn núna, blessaður, og mikil eftirsjá af honum. Þeir hjá

Hafró höfðu áður verið að ráða stúdenta og aðra námsmenn í þessi aðstoðarmannastörf en breyttu svo til þarna og réðu til reynda sjó-menn.“ Eftir það, árið 1977, hóf Jón útgerð eigin báts, Sindra RE, sem fullsmíðaður var á Skagaströnd en skrokkurinn kom að utan. Þann bát gerir hann enn út en hefur látið breyta honum og endur-bæta mikið, meðal annars er Sindri einn fyrsti smábátur landsins með yfirbyggingu á dekki. Byggt var yfir Sindra um 1990 og þá sögðu menn við hann að þetta væri vonlaust og hann dræpi sig á þessu. Jón segir bátinn mun betri svona fyrir utan að öll aðstaða til vinnu um borð sé betri. „Áður var ég með Sigurði syni mínum að gera að og flaka um borð í tíu stiga frosti, því þá flökuðum við mest allan afla um borð, með yfirbyggingu varð þetta allt annað. Hann á það til að leggjast í vonsku veðri ef maður fær á sig brot en hann fyllir sig ekki af sjó eins og gerist með opna báta. Þetta er lokað eins og fljótandi gámur og kemur alltaf réttur upp á eftir. Ég var á sjó þegar hann rauk snögglega upp hérna í flóanum og bátar frá Akranesi lentu í vandræðum og menn fórust. Þá fengum við á okkur brot en sluppum vel. Konan hringdi í mig og sagði komið vitlaust veður í Reykjavík en þá var bara blíða hjá okkur hérna úti í Hraunkantinum. Svo rauk hann snarlega upp í ofsaveður. Þetta var slæmur dagur, rosalegt veður og ömurlegt að missa þarna góða vini og kunningja af Skaganum, eins og Dalla í Geirmundarbæ. Þá sá ég hversu gott var að hafa bátinn yfirbyggðan. Við fengum á okkur nokkur brot en vorum með allt skálkað niður og lokað. Því gerðist ekkert nema báturinn lagðist á hliðina í smá tíma. Ef óyfir-byggðir bátar fá á sig brot fyllast þeir af sjó og ef annað brot fylgir á eftir þá fara þeir niður.“

Áfall $egar ver"bólgan fór y#r 100% fyrir 30 árumJón segir Sindra hafa kostað sitt á sínum tíma. „Þetta var dýr-asti grásleppubátur í heimi. Hann kostaði 17,5 milljónir gamalla króna og ég ætlaði eingöngu að gera út á grásleppu. Þetta gekk vel í fyrstu. Strákarnir mínir voru þá á unglingsaldri og reru með

VAR D$RASTI GRÁSLEPPUBÁTUR Í HEIMI -segir Jón Sigur!sson, útgerðarmaður í Reykjavík

Jón á millidekki Sindra n$kominn a! landi í Reykjavík.

Page 17: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 17

SLEPPUBÁTUR Í HEIMI

mér. Svo kom áfall þarna upp úr 1982 þegar verðbólgan fór yfir 100% og lánin á bátnum voru með þeim fyrstu sem voru vísitölu-tryggð og þau tvöfölduðust á einu ári. Ég sá fram á að missa bát-

inn aftur og talaði við þá hjá Fiskveiðasjóði og þar var vísitölu-tryggingunni bætt við höfuðstólinn og ég gat ráðið við að borga af honum. Ég hef oft sagt þetta að undanförnu þegar fólk talar um mikla hækkun núna eftir hrun og margir halda mig ljúga en þetta er auðvitað dagsatt og margir þekkja þetta sem voru með lán þá. Við seldum heimilisbílinn til að geta staðið undir afborgunum og keyrðum í staðinn á gömlum Moskovitch.“ Jón segist hafa fengið 60-70 tonna meðaltalskvóta þegar kvótakerfið var sett á. Hann var frekar ósáttur við það og segist verða sár þegar fólk sé að tala um að hann hafi nú fengið gefins kvóta. Dýri báturinn hans varð verðlaus þegar kvótakerfið kom. „Málið var það að ég flakaði fisk-inn um borð og það var bara gert um borð í þessum eina báti. Þess vegna hafði ég minni viðmiðun en aðrir þegar kom að kvótaút-hlutun. Menn voru svo að agnúast út í þetta og halda því fram að ég vigtaði ekki allt og fleira í þeim dúr. Svo var ég boðaður í ráðu-neytið og þar lagt fyrir mig hvort ég vildi ekki bara fá vinnsluleyfi á bátinn. Ég samþykkti, ég var svo bláeygur, en sá svo eftir á að

Sindri RE-46 vi! bryggju ne!an vi! verbú! Jóns.

Page 18: Brimfaxi 1.tbl 2013

18 júní 2013

auðvitað var mér boðið þetta bara til þess að hægt yrði að svipta mig vinnsluleyfinu því báturinn uppfyllti ekki allar kröfur um fiskvinnslu. Þá stofnuðum við Sindrafisk og fórum að vinna fisk-inn í landi. Ég sé ekki eftir því. Bestu árin voru þegar við vorum að veiða, flaka og salta og fluttum allt út í gegnum SÍF. Það gaf vel í aðra hönd og var borgað í dollurum. Annars hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á miklum gróða. Ég vil bara hafa þokka-lega fínt í kringum mig,“ segir Jón. Hann segir útgerðina alla tíð hafa gengið vel með mikilli vinnu.

Öll 'ölskyldan hefur komi" a" $essuKona Jóns er Guðrún Gunnarsdóttir frá Steinsstöðum á Akranesi og eiga þau þrjá syni. Elstur er Sigurður fæddur 1962, þá Guðmundur fæddur 1964 og yngstur er Gunnar Páll, fæddur 1970. Öll hafa þau tekið þátt í útgerðinni og fiskvinnslunni með Jóni. „Guðrún hefur alltaf verið með hluta af bókhaldinu, hún hefur líka verið í vinnsl-unni og strákarnir á sjónum með mér og í vinnslunni líka.“ Allur fiskur af Sindra RE er verkaður í Sindrafiski, sem er til húsa í verð-búðunum við Geirsgötu. Þar er plássið að hluta í eigu Faxaflóahafna en Jón keypti enda hússins, næst Geirsgötunni á sínum tíma. Hjá Sindrafiski er unninn saltfiskur og frystur fiskur, sem aðallega fer til mötuneyta. „Það eru margir búnir að bjóða í þann enda hússins, sem ég á, því þetta er orðinn einn vinsælasti staðurinn í bænum fyrir veitingastaði, hér við höfnina. Ég hef alltaf sagt að mig vantaði ekki peninga og nú ætla ég bara að lagfæra og endurbæta húsið og eiga það áfram. Ég leigi það svo einhverjum og nýti leigutekjurnar í ellilífeyri. Þegar ég keypti þetta voru kvaðir á húsunum um hafn-sækna starfsemi, þannig að verðið var lágt en nú er það horfið og verðið hefur rokið upp,“ segir Jón. Við hjónin bjuggum í eigin íbúð í Goðheimunum en keyptum svo íbúð á sjöundu hæð í Mánatúni, þar sem við búum núna. Þar kunnum við vel við okkur. Þetta er friðsælt hverfi og útsýnið gott út á flóann til Akranes og vestur úr.

Konan getur fylgst með mér draga netin við Kjalarnesið. Svona út-sýni er ómetanlegt fyrir sjómenn. Svo sjáum við alla umferðina inn í Sundahöfn.“

Nánast allur a&inn verka"ur hjá Sindra#skiJón og hans fólk verka allan fisk sem Sindri aflar. „Það fer bara smá-vegis á markað sem við getum ekki fullunnið. Ég veiði helst bara það sem ég get verkað og næ mér bara í fisk ef mig vantar í vinnsluna. Ég er alltaf á netum. Við Sigurður minn vorum fyrst á færum en það gekk ekki nógu vel. Svo endaði það með því að hann sagði við mig

„Pabbi þetta þýðir ekkert það er enginn fiskur.“ Þá hætti ég þessu skaki sem ég var búinn að reyna hér um allan sjó. Ég fór stundum á lúðulóð hér áður. Ég hef alltaf verið á móti þessum kvóta, vegna þess að þeir sem stóðu að ofveiðinni sem varð til þess að kvótakerfi var sett á, þeir fengu nánast allan kvótann. Okkur hinum var bara skammtað smávegis. Svo sé ég bara ekki hvernig hægt er að vinda ofan af þessu núna. Hvernig á að gera þetta. Mér finnst núna ágætt að hafa þennan kvóta. Ég er með 20 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu og svo hef ég verið á grásleppunni.“ Jón fór ekkert á grásleppuveiðar núna í vor. „Mér datt ekki hug að fara. Ég er nýbúinn að selja hrognin frá þvi í fyrra. Það var kunningi minn, sem er í útflutningi sem seldi þau til Japan. og ég fékk ágætis verð fyrir. Ég var agalega feginn að losna við þetta og núna er ég tilbúinn að selja alla grásleppuútgerð-ina. Selja það jafnvel til Grænlands til að losna við það. Þessi grá-sleppa er orðin algjör galeyða, það er allt of mikil vinna í kringum þetta og verðið lækkandi. Mörgum finnst ágætt að eiga þetta, sér-staklega ef þeir hafa lítinn eða engan kvóta. Ég seldi hrognin í níu ár til Ora eða þangað til Ora hætti að leggja þau niður. Þar var alltaf borgað gott verð en þegar þeir hættu að taka við hrognum fór ég bara að flytja þetta út sjálfur með góðra manna hjálp. Nú er búið að fækka veiðidögum og þetta er ekkert nema kostnaður og fyrirhöfn og ekk-ert út úr þessu að hafa lengur.“ Jón segir mikla fiskgengd núna líka spara útgerðarkostnað. „Ég hef ekki keypt net í eitt ár. Ég keypti eitt-hvað af átta tommu netum í fyrra sem við erum með núna og líka níu tommu sem var bönnuð um tíma. Það var ljóta vitleysan þegar hún var bönnuð. Það eru alltaf einhverjir til sem ákveða svona bull.“

Er bara fulltrúi útger"arinnar um bor"Jón segist hafa hægt aðeins á sér í vinnu enda sé hann fyrir löngu orðinn löggilt gamalmenni. Hans hægri hönd um borð í bátnum

Ég var" bara rei"ur, !egar ég heyr"i !etta, enda hef ég aldrei hent fiski sjálfur. #a" á bara byrja seinna á grásleppunni hér eins og var á"ur. Um mi"jan maí er passlegt og vera út júní, !á kemur enginn !orskur sem me"afli.

Myndasyrpa sem hangir á vegg verbú!arinnar frá #ví Sindri var yfirbygg!ur.

Page 19: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 19

Sjómenntil hamingju me! daginn

hedinn.is

Q���!urrgalli me" innbygg"u floti, upphífingarlínu, félagalínu, ljósi og flautuQ���Áratuga reynsla og árei"anleg #jónusta

PS5002 Björgunargalli fyrir íslenskar a!stæ!ur

VIKING BJÖRGUNARBÚNA$UR ehf Ishella 7 . IS-221 Hafnarfjör"ur . Iceland

Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271e-mail: [email protected] . www.VIKING-life.com

og í landi síðustu 20 árin er Kristján Páll Ström Jónsson. „Hann er er skipstjóri á Sindra og ég er bara fulltrúi útgerðarinnar um borð. Krist-jáni fellur aldrei verk úr hendi þegar ekki gefur á sjó og er núna að vinna við breytingarnar á húsnæðinu hérna.“ Jón hefur hreinar skoð-anir á öllu er varðar fiskveiðar enda reyndur maður. „Menn eru að byrja allt of snemma á vorin á grásleppunni hér við Faxaflóann. Ég fór á fund um daginn, sem haldinn var hérna við hliðina, á Kaffi Haíti. Einhverjir menn sem voru að stofna ný smábátasamtök héldu fund-inn og mér blöskraði umræðan. Einn vældi mikið yfir að geta ekki hirt þorskinn sem kæmi í grásleppunetin af því að hann hefði ekki kvóta og mætti það ekki. Hann sagðist hafa hent tugum tonna af þorski á síðustu árum. Ég varð bara reiður, þegar ég heyrði þetta, enda hef ég aldrei hent fiski sjálfur. Það á bara byrja seinna á grásleppunni hér eins og var áður. Um miðjan maí er passlegt og vera út júní, þá kemur enginn þorskur sem meðafli,“ sagði þrautseigi sjómaðurinn, útgerð-armaðurinn og fiskverkandinn, Jón Sigurðsson í Reykjavík.

Jón fyrir utan verbú!ina sína í Reykjavík.

Page 20: Brimfaxi 1.tbl 2013

Eftir Sveinbjörn Jónsson

„Þeim var meðal annars sagt að ekki væri til svo dýrt fjármagn í ver-öldinni að ekki borgaði sig frekar að taka það að láni en veiða þorsk.“Nýlega var ég upplýstur um það að neytendum í veröldinni mundi

á næstu áratugum fjölga úr 2 milljörðum í 5 milljarða. Þar sem mannkynið fór á síðasta ári yfir 7 milljarða er líklega þarna verið að telja þá sem koma til með að geta keypt sér lífsgæði með peningum. Í þessu fel-ast að sjálfsögðu mörg tækifæri fyrir fámenna þjóð sem ræður yfir miklum lífrænum náttúruauðlindum og hefur á margan hátt sérhæft sig í nýtingu þeirra. Tækifærin felast að mínu mati ekki síst í því að end-urskoða lífræna orkunýtingu með það fyrir augum að geta tekið sem mest magn af mat úr lífríkinu án þess að ganga of nærri því.

Sá er munur á sjóðum (bönkum) og fiskistofnum að í fiskistofnum býr lífrænn kraftur. Veiðirðu fisk ertu að skapa skilyrði aukins vaxtar fyrir aðra fiska. Ekki bara þeirra fiska sem hann étur heldur einnig þeirra sem hann keppir við um fæðu og rými. Öllum má vera ljóst að ef allt lífríkið væri alfriðað mundi uppsafnaður náttúrulegur dánarstuðull allra teg-

undanna verða 100%. Þrátt fyrir takmarkaða vitsmuni hefur manninum þó tekist að nýta einstaka stofna langtímum saman þar sem veiðidánarstuðullinn er hærri en hinn náttúrulegi. Meginvið-fangsefni í mörgum búskap er að halda náttúrulegum dánarstuðli eins nálægt núlli og hægt er og samrýma þarfir vaxtar, viðhalds og orkunýtingar. Ef sauðfjárbændum á Íslandi væri af einhverjum ástæðum gert að slátra ekki fé sínu fyrr en það hefði náð 5 ára aldri er auðvelt að sjá hvaða áhrif það mundi hafa á húsrýmisþörf og fóðurþörf og þá væntanlega kostnað við að framleiða hvert kíló.

Meirihluti fæðuöflunar flestra tegunda byggist á því að skapa skilyrði nýs vaxtar með grisjun.

Á undanförnum áratugum hafa Íslendingar fórnað miklu til að byggja upp stóran þorskstofn.Þeim var meðal annars sagt að ekki væri til svo dýrt fjármagn í

veröldinni að ekki borgaði sig frekar að taka það að láni en veiða þorsk. Við vitum öll hvernig fór með lánin en nú er að sjá hvernig okkur tekst að nýta þorskstofninn. Gera menn sér grein fyrir því að bak við hvert kíló af veiddum þorski við Ísland í dag er líklega þrefalt meiri lífræn orka en var þegar veiddur var smærri fiskur úr minni stofni. Orkan sem um ræðir er sú sem fór í uppbyggingu stofnsins og viðhald hans. Einnig sú sem hann þarf að nota í vax-andi samkeppni vegna stærðar sinnar og síðast en ekki síst ald-ursaukning veiddra fiska því ljóst er að bak við hvert kíló af 8 ára þorski liggur meira en tvöföld sú orka sem er bak við hvert kíló af 4 ára þorski. Þetta er ekki eina dæmið um það hvernig verndun-arsinnað fólk hefur skapað meiri orkusóun í veröldinni en mörg stóriðjan. Að sjálfsögðu þarf að tryggja viðhald og fjölbreytni teg-undanna en staðreyndin er sú að vaxandi fjöldi mannkyns mun fyrr eða síðar leiða til þess að við færum okkur neðar í nýtingu stofna og vistkerfis til að geta framleitt næga fæðu.

Íslendingar ættu sem fyrst að fara að huga að nýtingu á ljósátu og rauðátu til framleiðslu matvæla og nýta lífríki sitt með grisjun-arkenningar í huga. Ótakmörkuð ásetning gengur einfaldlega ekki upp fyrir mannkynið. Það ættu menn að hafa lært af efnahags-hruninu þar sem of mikið fé í of litlu hagkerfi varð orku- eða súr-efnislaust með þeim afleiðingum sem við flest þekkjum. Ef menn geta ekki lært af hruninu ættu menn að horfa vestur í Kolgrafafjörð þar sem nýleg dæmi um of mikla samfylkingu síldar í litlum firði olli súrefnisskorti og hruni sem veldur og á eftir að valda miklum vandamálum í fuglalífi Breiðafjarðar. Það er smávægilegt vanda-mál að nokkrir hafernir gleymi sér í græðginni, verði óhreinir, missi flughæfnina og þarfnist hreinsunar eins og útrásarvíkingar. Stóra vandamálið er ásetningin sjálf og sú orkusóun sem leiðir af henni.

Valkostir mannkynsins á þessari jörð eru tiltölulega skýrir. Önn-ur leiðin er betri nýting, aukin sköpun og stærri hlutdeild. Hin leið-in er hungursneyðir, styrjaldir og drepsóttir.

Lifi! heil.

Höfundur er uppfinningama!ur og fyrrverandi trillukarl.

20 júní 2013

Mannkyn og matur

Sveinbjörnjónsson.

Page 21: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 21

!

Bílarafwww.bilaraf.is

Alternatorar & StartararFyrir bátavélar t.d. Buck, CAT, Cummings Ford Perkings,

Scania, Yanmar, Volvo Penta o.fl.

Rekum öflugtverkstæ!i fyrir startara, alternatoraog gastæki

FRU

M

Fiskmarka!ur Su!urnesjawww.fms.is!JÓNUSTUSÍMI

A!alskrifstofa: 422 2400 Gsm: 420 2311 Grindavík: 422 2420 Gsm: 824 2403 Sandger!i: 422 2410 Gsm: 824 2401 Reykjanesbær: 422 2410 Gsm: 824 2401 Hafnar"ör!ur: 422 2460 Gsm: 824 2406 Ísa"ör!ur: 422 2430 Gsm: 824 2404 Höfn: 422 2450 Gsm: 824 2407

Til !jónustu rei"ubúnir!

Page 22: Brimfaxi 1.tbl 2013

22 júní 2013

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs var haldinn 23. apríl sl. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum atriðum í ársskýrslu sjóðsins ásamt því að greina frá sjónarmiði sem undirritaður lét í ljós á fundinum.

Raunávöxtun 7,3%Veruleg breyting hefur orðið í ávöxtun á inn-eign sjóðfélaga milli ára, en raunávöxtun 2012 varð 7,3% sem er vel fyrir ofan 3,5% viðmiðun-armörkin. Hrein eign til greiðslu lífeyris er nú 302 milljarðar og hefur hækkað samanlagt um fjórðung á sl. 2 árum eða um 61 milljarð. Greidd-ur lífeyrir 2012 var 9,1 milljarður og hækkaði hann um 11,7% milli ára.

Tekjur og gjöldAlls námu tekjur samtryggingardeildar sjóðsins á síðasta ári 46,6 milljörðum. Helstu þættir í þeirri tölu voru:

Innborgun af launum sjó!félaga 12.740 milljónir

Grei!sla ríkisins til jöfnunar á örorkubyr!i 925 milljónir

Tekjur af eignarhlutum 4.178 milljónir

Tekjur af skuldabréfum 14.814 milljónir

Tekjur af hlutdeildarskírteinum 12.948 milljónir

A!rar vaxtatekjur 857 milljónir

Greiðslur og kostnaður samtryggingardeildar sjóðsins 2012 var 9,7 milljarðar.

Helstu þættir í þeirri tölu voru:

Lífeyrir 9.116 milljónir

Skrifstofu- og stjórnunarkostna!ur 593 milljónir

Breytt hluthafastefna sjó"sinsÁ undanförnum ársfundum hef ég gagnrýnt að sjóðurinn skuli ekki eiga fulltrúa í stjórn þeirra félaga sem hann hefur fjárfest

verulega í. Þau svör sem fengist hafa eru að það væri ekki stefna sjóðsins að gera tilkall til stjórnarsetu. Það er því sérstakt ánægjuefni að segja frá því að nú hefur orðið breyting á. Í nýrri hluthafastefnu sjóðs-ins sem stjórn hans samþykkti í mars sl. er tekið und-ir þau sjónarmið sem telja að sjóðurinn eigi skilyrðis-laust að eiga fulltrúa í stjórn. Orðrétt segir um þetta í ársskýrslu sjóðsins:

„Ef Gildi á þess kost á grundvelli eignarhalds, leitast sjóðurinn við að tilnefna vel hæfa fulltrúa í stjórnir félaga, annaðhvort einn og sér eða styðja í samstarfi við aðra aðila“

Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og varafor-maður munu skipa valnefnd sem tilnefnir stjórnar-menn í hvert félag. Afar mikilvægt er að vinnuferli valnefndar verði gegnsætt þannig að sjóðfélögum sé það ljóst hvernig staðið verður að málum.

Endursko"un – grí"arleg hækkunÁ síðasta ársfundi bar ég upp tillögu þess efnis að sjóð-urinn mundi skipta um endurskoðunarskrifstofu. Til-lagan var felld, en sex fulltrúar greiddu henni atkvæði.

Ástæður fyrir því að ég vildi breyta til voru margvíslegar. Meðal annars að fylgja eftir skilaboðum frá rannsóknanefndum sem skipaðar voru í kjölfar hrunsins og einnig þótti mér nauðsynlegt að fá kostn-aðinn niður.

Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við endurskoðun og gerð árs- og árshlutareiknings eykst gríðarlega milli ára eða um 40%, hækkun um 4,3 milljónir. Þessir tveir liðir kostuðu sjóðinn nú 14,9 milljónir.

Á ársfundinum endurflutti ég tillögu mína um að skipt yrði um endurskoðunarskrifstofu, nú var hún felld með öllum greiddum at-kvæðum, sem voru viss vonbrigði.

Við mótlætið gerði ég aðeins stuttan stans þar sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis upplýsti fundinn um að ákveðið hefði verið að fyrir árið 2014 yrði leitað tilboða í endurskoðun á ársreikningi sjóðsins.

Lánaveitingar til sjó"félaga ver"i e&darÍ innleggi mínu til ársfundarins hvatti ég til að sjóðurinn mundi gera sig gildandi í lánveitingum til sjóðfélaga. Stefna skyldi að því að bjóða einnig upp á óvertryggð lán. Ég tel að nú sé tækifæri til þess. Tómarúm hefur myndast þar sem Íbúðalánasjóður hefur ekki svarað kalli tímans og því gott tækifæri að koma inn á þenn-an markað. Með aðkomu lífeyrissjóða mundu bankarnir fá öfluga samkeppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að yrði farin þessi leið mundi hún verða virkileg kjarabót fyrir sjóðfélaga.

Taka lífeyris vi" 60 ára aldurÁ fundinum hvatti ég einnig stjórn sjóðsins til að kynna fyrir sjóðfélögum heimild þeirra til töku lífeyris við 60 ára aldur. Mörgum sjóðfélaganna væri hreinlega ekki kunnugt um þennan möguleika. Yfirlit sem sjóðfélagar fá er leiðandi því þar kemur fram að hefji við-komandi töku lífeyris við 65 ára aldur fengi hann x upphæð á mánuði, en ef hann mundi taka lífeyri frá 67 ára aldri hefði mánaðargreiðslan hækkað umtalsvert. Sjóðfélögum væru ekki kynntar aðrar leiðir.

Ég tel að á tímum mikils atvinnuleysis hjá ungu fólki og óhóflegs vinnuálags fólks á sjötugsaldri eigi Gildi að vera leiðandi í breytingum á þessu lífsmynstri. Þannig yrði fólki markvisst kynnt að það getur tekið út t.d. 50% af lífeyrinum við 60 ára aldur samtímis og það minnkar við sig vinnu. Samtímis mundu störf losna og yngra fólk fengi tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn. Vissulega mundi taka lífeyris við 60 ára aldur skerðast, en að sama skapi væri áframhaldandi tryggð full réttindi á því sem sæti áfram inni í sjóðnum. Með þessu yrði opnuð leið fyrir sjóðfélaga til að minnka við sig vinnu í áföngum og njóta samhliða greiðslu frá lífeyrissjóðnum á móti tekjuskerðingu við lægra starfshlutfall. Síðast en ekki síst að geta miðlað reynslu sinni til ungs fólks sem væri að koma inn á vinnumarkaðinn.

Örn Pálsson.

Lífeyrir vi! 60 ára aldurEf Gildi á !ess kost á grundvelli eignarhalds, leitast sjó"urinn vi" a" tilnefna vel hæfa fulltrúa í stjórnir félaga, anna"hvort einn og sér e"a sty"ja í samstarfi vi" a"ra a"ila.

Örn Pálsson.

Page 23: Brimfaxi 1.tbl 2013
Page 24: Brimfaxi 1.tbl 2013

24 júní 2013

Fyrirtækið Thor-Ice kynnir nú S-50 og S-100 ískrapavélarnar sem eru sérhannaðar fyrir smábáta. Vélarnar eru hugsaðar bæði um borð eða til framleiðslu í landi þannig að hægt sé að fara á veiðar með fullt kar af krapa. Vélarnar uppfylla þarfir strandveiðibáta og minni smábáta í aflamarkskerfinu sem veiða á bilinu 0,5 - 4 tonn af fiski í veiðiferð þar sem þær framleiða frá 1,5 tonnum af krapa upp í 3,5 tonn í veiði-ferð, miðað við hefðbundinn sjóhita við Íslandsstrendur.

Thor-Ice ehf, sem staðsett er í Húsi Sjávarklasans á Grandgarði 16 í Reykjavík, hefur framleitt ískrapavélar í stærri báta og fyrir land-vinnslu frá 2003. Búið er að selja mikið af vélum og ískrapastrokkum í báta og landvinnslu bæði á Íslandi og erlendis og með tilkomu S-50 og S-100 ískrapavélanna má búast við að viðskiptavinahópur Thor Ice stækki til muna. Markaðssetning á litlu vélunum er hafin í Noregi í samstarfi við fyrirtækið Melbu Systems í Norður Noregi.Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri

Thor-Ice ehf, segir að Thor-Ice sem á heimamarkaði starf-ar í samstarfi við Kælingu ehf bindi miklar vonir við þessar nýju ískrapavélar fyrir smábáta. Bæði eru vél-arnar minni og ódýrari en áður hefur þekkst á markað-inum auk þess sem boðið er upp þann möguleika að leigja þær. Minnsta vélin, Thor Ice S-50 kostar 1,2 millj-ónir króna. Einnig verður hægt að leigja vélina.

Tólf staðlaðar vélar eru í boði frá Thor Ice ehf og henta þær fyrir minnstu smábáta upp í stærstu fiskvinnslu-stöðvar.

Sem minnst rafmagn„Við leggjum áherslu á það núna að vera með vélar sem geta fram-leitt ískrapa án þess að nota mikið rafmagn og erum við þar að mæta skýrum þörfum minnstu bátanna. Ef vélin er látin framleiða krapa við bryggju, geta menn byggt upp ískrapaforða áður en lagt er af stað út á sjó. Þeir hafa þennan valkost með framleiðslu meðan báturinn er við bryggju, en ef vélin er staðsett um borð, sem er hægur vandi á smábátum í dag, geta þeir framleitt á leiðinni á miðin og svo á leið-inni heim,“ útskýrir Þorsteinn Ingi. Litlu vélarnar geta því notað bæði rafmagn úr landi meðan báturinn liggur við bryggju og úti á sjó. Þorsteinn Ingi segir að áhersla sé á að vélin taki sem minnst rafmagn frá bátnum. „Ef menn geta framleitt ískrapa með landrafmagni þá þarf minni vél og hægt að nota ódýrara rafmagn” segir hann.

„Aðalatriðið er hins vegar, að fiskurinn komist strax í kælingu um borð, hvernig svo sem krapinn verður til. Það er marg sannað að

hröð kæling verndar gæði fisksins, seinkar og lengir í dauðastirðnuninni og tryggir því einfaldlega betri fisk við löndun. Fiskkaupendur borga hærra verð fyrir slíkan fisk og kjósa hann frekar,” bætir Þorsteinn við.

! Thor-Ice ehf. framleiðir ískrapavélar fyrir skip og landvinnslu:

Ískrapavélin er grí!arleg breyting fyrir smábáta

"orsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Thor Ice, s$nir hér Thor-Ice ískrapavél á sjávarútvegss$ningunni Nor Fishing í "ránd-heimi í ágúst 2012.

S-50 ískrapavélin frá Thor Ice ehf er raunhæfur kostur fyrir smábáta. Thor Ice S-50 og S-100 ískrapavélarnar, eru sérhanna!ar fyrir smábáta og framlei!a allt frá 1,5 tonnum í 3,5 tonn af ís-krapa á sólarhring.

Page 25: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 25

Starfsfólk Ísfells óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn.

Starfsstö!var Ísfells og Ísnets:

Rá!a

ndi -

aug

l"sin

gast

ofa

ehf

BYLTING Í SÓTTHREINSUN

Sagewash sótthreinsikerfi!

Sagewash sótthreinsikerfi!

Hlutlaust efni sem drepur bakteríur sem valdi! geta s"kingum, ásamt #ví a! halda tækjum, gólfi og veggjum skínandi hreinum. Haf!u samband vi! rá!gjafa KEMI og fá!u nánari uppl"singar.

Page 26: Brimfaxi 1.tbl 2013

26 júní 2013

Óskum sjómönnum til hamingju me! daginn

Kve!ja frá félögum smábátaeigenda

Klettur, félag smábátaeigenda á Nor!urlandi eystra

Skalli, félag smábátaeigenda á Nor!urlandi vestra

Smábátafélagi! Strandir

Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjar!ars"slum

Strandvei!ifélagi! Krókur

Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi

Sæljón, félag smábátaeigenda á Akranesi

Báran, félag smábátaeigenda í Hafnarfir!i og Gar!abæ

Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi

Farsæll, félag smábátaeigenda í Vestmannaeyjum

Hrollaugur, félag smábátaeigenda á Hornafir!i

Smábátafélag Reykjavíkur

www.visirhf.is

Saman náum vi! árangri

Page 27: Brimfaxi 1.tbl 2013

Óskum sjómönnum til hamingju me! daginn

júní 2013 27

Fiskmarka!ur Vestmannaeyja

Fiskmarka!ur Patreksfir!i

Dalvíkurbygg!- hafnarsjó!ur

Fiskmarka!ur #órshafnar

Fiskvinnslan Íslandssaga hf

Fjar!abygg!arhafnir

Frostfiskur ehf

GPG Fiskverkun

Vopnafjar!arhreppur

Hafnarsjó!ur #orlákshafnar

Vestmannaeyjahöfn

Reykjaneshöfn

Sey!isfjar!arhöfn

Raftí!ni

APÓTEKVESTURLANDS

Óseyrarbraut 29 220 Hafnarfjörður

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf

ÚtvegSmannaFélag norðurlandS ÚTVEGSBLA!I!

! J Ó N U S T U M I " I L L S J Á V A R Ú T V E G S I N S

Page 28: Brimfaxi 1.tbl 2013

Eftir Gu!rúnu Helgu Sigur!ardóttur

Veiðin gekk mjög vel, það veiddist ágætlega,“ segir Örn Páls-son, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um nýafstaðna grásleppuvertíð.

Grásleppukarlarnir höfðu 32 daga til að veiða frá því lögðu út netin í vor þar til þeir þurftu að taka þau upp. Á svæðinu frá Horni og austur úr máttu þeir byrja 20. mars. Örn segir að mjög margir á svæðinu frá Skagatá austur að Fonti hafi byrjað veiðarnar strax á þeim tímapunkti. Þrátt fyrir fyrirliggjandi verðlækkun og skerð-ingu hafi flestir nýtt veiðileyfi sín. Í fyrra hafi það verið rúmlega 106 sem stunduðu veiðar á þessu svæði, í ár séu það 97. Það er 8,5 prósenta fækkun milli ára.

Fjöldi veiðileyfa segir þó ekki allt um sóknarminnkun, þar telur dagafækkun og netafjöldi mest. Í fyrra máttu grásleppukarlarnir vera með 150 net en í ár var hámarkið 100 net. Þetta var ákveðið í sjávarútvegsráðuneytinu að kröfu Fiskistofu sem telur að um-gengnin hafi ekki verið nægjanlega góð. Fiskistofa telur sig líka ekki hafa getað sinnt eftirlitinu meðan netin voru svo mörg og þess vegna hafi borið að fækka þeim. Ráðherra hafi því orðið við kröfum Fiskistofu.

„Eftir á að hyggja sýnist mér að menn hafi almennt verið sáttir við þessa ráðstöfun en það hjálpaði til að veiðin hefur verið góð og þegar litið er til markaðsaðstæðna hefur ekki veitt af að standa á bremsunni varðandi magnið,“ segir Örn Pálsson um þessa þróun.

Einkennileg vertí"Vertíðin hefur verið „dálítið einkennileg,“ segir hann. „Þegar veið-in átti að fara í gang áttu grásleppukarlar óseld hrogn frá síðustu vertíð,“ heldur hann áfram.

Verðið sem bauðst í upphafi vertíðar var slakt, um 40 prósentum lægra en verðið á síðasta ári. Það hafði sín áhrif. „Þeir sem voru að veiðum í vor áttu öll net og þurftu ekki að leggja út í neinn kostnað. Það hefði ekki verið hægt meðan verðið var svona lágt. Það hefur þó verið bót í máli að það er góður markaður fyrir búkinn, grá-sleppuna sjálfa,“ segir Örn.

Hann segir að grásleppan hafi hækkað upp undir 40 prósent í

verði milli ára. „Verðmætin eru auðvitað miklu meiri í hrognunum. Menn hentu auðvitað grásleppunni hér áður fyrr en nú er komið með allt að landi. Grásleppan er tekin, skorin og hrognin tekin úr henni. Þannig fer hún svo í frystingu og svo send á markað til Kína. Markaðurinn þar virðist vera traustur og góður,“ segir Örn.

Taka til í sölumálumMargir söluaðilar hafa sprottið upp og allir virðast þeir geta selt grásleppuna til Kína. „Því miður virðist mér of algengt að hlaup-ið sé yfir allt markaðsstarf og vaðið beint inn á þann markað sem unnið hefur verið frumkvöðlastarf á. Því miður leiðir það ekki til annars en undirboða þegar margir eru að bjóða sömu gráslepp-una til sölu. Kínverjar eru fljótir að átta sig á þessu enda mun eldri og reyndari en við í þessum fræðum. Aðilar hér verða því að fara varlega og bera virðingu fyrir markaðnum og leggja metnað sinn í starfið þar sem hugsað er til langs tíma,“ segir hann.

Erni finnst líka að taka megi til hendinni í sölumálum á grá-sleppuhrognum. Þetta sé í dag hálfgerður afgreiðslumarkaður. Óeðlilegt sé hve mikið grásleppuhrognin hafi lækkað í verði.

„Á síðasta ári byrjuðu hrognin í góðu verði og menn bjuggust við að það héldist út vertíðina en svo byrjaði verðið að lækka og þá hættu menn að kaupa. Birgðir söfnuðust upp hjá grásleppu-körlunum með tilheyrandi vandræðum enda hjá mörgum þeirra meginhluti ársteknanna. Staðan þróaðist því þannig að hluti af birgðahaldi var fært frá kaupendum og framleiðendum kavíars til

28 júní 2013

VER%HRUN Í HROGNUNUMÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fylgdist vel með grásleppuvertíðinni.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Page 29: Brimfaxi 1.tbl 2013

júní 2013 29

VökvadælurVökvamótorarStjórnbúna!ur

grásleppukarlanna. Gangi áætlanir um minnkun veiða nú gætu grásleppukarlar endurheimt að nokkru fyrri stöðu sína á vertíð-inni 2014,“ segir hann.

Stefna á Rússlandsmarka"Tvær verksmiðjur hér á landi framleiða kavíar í krukku úr grá-sleppuhrognunum og selja á erlenda markaði. Stærsti markaður-inn er í Frakklandi, í Svíþjóð og svo er töluvert keypt í Þýskalandi og öðrum Evrópuþjóðum. Mestu hrognaætur í heimi eru hinsvegar Rússar. Þeir virðast sólgnir í allar hrognategundir nema grásleppu-hrogn. Íslendingar hafa því ekkert selt inn á rússneska markaðinn.

„Við höfum verið að skoða þann markað og álítum að það sé kannski ekki eftirspurn eftir hinum hefðbundna kavíar úr grá-sleppunni. En við erum að skoða uppskriftir sem Rússar hafa bent okkur á að gætu verið vænlegar. Við bindum vonir við að ná ár-angri í þessu,“ segir hann.

Dauft hljó"Frekar dauft hljóð hefur verið í grásleppukörlum undanfarið. Örn segir að þeim finnist verðið alltof lágt og ættu þeir því ekki að vera á veiðum. Staðan sé hinsvegar sú að ekki sé að neinu öðru að hverfa, allt sé hey í harðindum eins og einn viðmælandi hans tók til orða. „Við höfum séð á útflutningstölum á kavíarnum að hann hefur ekki lækkað eins mikið í verði og kaupendur eru að fá hrogn-in á, það gefur okkur von um að þegar tekst að ná meira jafnvægi á framboð og eftirspurn muni verðið hækka,“ segir Örn.

„Þetta er kvikur markaður og því verður umfram allt að laga veið-ina að markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir hann.

FÁ UPP UNDIR %&& KRÓNURÍslendingar og Grænlendingar standa fyrir um 80-90 prósent af grásleppuhrognunum í heiminum. Heildarvei!in á Íslandi stefnir í 16-17 "úsund tunnur á "essu ári. Heildarvei!in hefur fari! yfir 20 "úsund tunnur í heiminum á ári sí!ustu ár. Grásleppukarlar hafa fengi! upp undir 600 krónur á kílói! af hrognunum.

Óskum sjómönnum til hamingju me! daginn

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur

Sjómannafélag Eyjafjar!ar

Sjómannasamband Íslands

Ísfélag Vestmannaeyja hf.

Baader

Ísfiskur ehf.

Gjögur ehf

Vélsmi!ja Ísafjar!ar ehf.

Sú!avíkurhreppur v Sú!avíkurhafnar

Verkal"!s-og sjómannafélag Bolungarvíkur

HafrannsóknarstofninHafnir Ísafjarðarbæjar

Page 30: Brimfaxi 1.tbl 2013

30 júní 2013

www.vedur.is

Ve�ur í síma

902 06 00

m.vedur.is

Óskar Torfason er framkvæmdastjóri og rekur fiskvinnsl-una Drang á Drangsnesi. Hann ætlar að feta á nýjar slóðir í sumar og kaupa makríl af bátum sem gera út frá Drangs-nesi og frysta makrílinn heilan. Hugmyndin er að mak-ríllinn verði notaður í beitu og líka hugsanlega að senda hann á markað í Asíu ef hann verður góður.

„Ég er stutt á veg kominn með þetta en mig dreymir um að prófa mig aðeins áfram í þessu í sumar. Bátarnir hérna stefna að því að veiða makríl og ég ætla að reyna að kaupa af einum eða tveimur bátum og frysta makrílinn heilan,“ segir Óskar Torfason.

Óskar hefur enga möguleika á að flaka makrílinn og ætlar því að frysta hann í beitu og kanna hvort hægt sé að senda á Asíu-

markað ef hann berst og þykir góður. Óskar segir að þetta séu enn sem komið er bara vangaveltur hjá sér en það séu erfiðleikar í sjávarútvegi og því um að gera að þreifa fyrir sér með nýjungar. Makríllinn hafi nú borist þrjú sumur í röð en enginn viti hvort hann komi í sumar.

„Ég hef verið að hvetja menn hér í Drangsnesi að prófa makrílinn. Grásleppa var fryst í Drangsnesi í vor svo að allra græjur eru hér fyrir hendi,“ segir Óskar.

Fiskvinnslan Drangsnes hefur verið í saltfiski og fryst-ingu, bláskel og grásleppu. Fiskvinnslan var stofnuð árið

2000. Helstu afurðir eru saltaður flattur þorskur, léttsöltuð fryst þorskflök og bitar, fersk og frosin ýsuflök, ásamt söltuðum grá-sleppuhrognum.

! Óskar Torfason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi:

Frystir makríl í sumar

Óskar Torfason.

Page 31: Brimfaxi 1.tbl 2013

SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS ÓSKAR SJÓMÖNNUM TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!Siglingastofnun Íslands vinnur a! auknu öryggi og velfer! sjófarenda og stu!lar a! hagkvæmni í siglingum, sjávarútvegi og samgöngum. Á me!al hlutverka stofnunarinnar eru rannsóknir á svi!i siglinga- og hafnamála, uppl"singaker# um ve!ur og sjólag, siglinga-vernd, umsjón me! skipasko!un og e$irlit me! erlendum skipum sem hinga! koma. Undirbúningur og e$irlit vi! ger! hafna og sjóvarna, rekstur vita og lei!söguker#s og umsjón me! vöktun skipaumfer!ar. Útgáfa atvinnuskírteina sjómanna og starfsleyfa útger!a og rekstrara!ila, skipaskrá og lögskráning sjómanna.Í einkunnaror!unum Í örugga höfn felst lei!arljós og inntak starfs Siglingastofnunar Íslands.

Page 32: Brimfaxi 1.tbl 2013

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Vi! bjó!umgó!a "jónustu

Vi! óskum sjómönnum til hamingju me! daginn

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Vi! bjó!umgó!a "jónustu