8
Sjónaukinn 29. tbl 28.árg 17.23. júlí 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason Er nokkuð einhver að gleyma sér? Unglingalandsmótið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir Keppnisgreinar má sjá betur á heimasíðu mótsins eða á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot Frábær afþreying fyrir unga sem aldna!! Skráning fer fram á netfanginu [email protected] eða hjá Tótu í síma 8690353 SKRÁIÐ YKKUR SEM ALLRA FYRST. USVH - Umf. Kormákur

Sjonaukinn29 tbl 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn29.tbl.2013.pdf

Citation preview

Page 1: Sjonaukinn29 tbl 2013

Sjónaukinn 29. tbl 28.árg

17.– 23. júlí 2013 Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Er nokkuð einhver að gleyma sér?

Unglingalandsmótið

á Höfn í Hornafirði um

verslunarmannahelgina

Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf,

hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti,

motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir

Keppnisgreinar má sjá betur á heimasíðu

mótsins eða á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot

Frábær afþreying fyrir unga sem aldna!!

Skráning fer fram á netfanginu

[email protected]

eða hjá Tótu í síma 8690353

SKRÁIÐ YKKUR SEM ALLRA FYRST.

USVH - Umf. Kormákur

Page 2: Sjonaukinn29 tbl 2013

Á döfinni

Tími Hvað-Hvar tbl Miðvikudagur 17. júlí

kl.17 Kormákur/Hvöt– Samherjar 5.flokkur karla 29

kl.18 Kormákur/Hvöt– Samherjar 4.flokkur karla 29

Fimmtudagur 18. júlí

kl.10-22 Snyrting hjá Helen 29

Föstudagur 19.´júlí

kl.10-22 Snyrting hjá Helen 29

kl.20 Kormákur/Hvöt-KB á Blönduósi 29

Sunnudagur 21. júlí

Selatalningin mikla 29

Miðvikudagur 24. júlí

Eldur í Húnaþingi hefst 28

Fimmtudagur 25. júlí

Fjallaskokk U.S.V.H 29

Laugardagur 27. júlí

Eld í Húnaþingi lýkur með dansleik

Mánudagur 29. júlí

kl.18 Héraðsmót í frjálsum íþróttum 29

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu

Kormákur/Hvöt– KB Blönduósvelli

Föstudaginn 19. júlí kl: 20:00

Frítt á völlinn

Fjölmennum á Blönduós og styðjum strákana!!

Page 3: Sjonaukinn29 tbl 2013

Snyrting Verð með snyrtiþjónustu að Árbakka 3 Laugarbakka,

Fimmtud.18. og föstud. 19. júlí kl. 10:00-22:00 báða dagana.

Upplýsingar í símum 568 0009 og 865 8161.

Helen Hrólfsson snyrtifræðingur

linol www.linol.is 100% náttúrulegt og inniheldur 78%CLA

Fagfólk mælir með linol !

Sýnt hefur verið fram að CLA fitusýra hafi jákvæð áhrif á ýmsar tegundir sjúkdóma svo sem:

Hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og hátt kólesteról. Beinþynningu, bólgur,bjúgmyndun og jafnvægi á blóðsykur.

Helstu kostir linol:

Hindrar uppsöfnum, brýtur mettaða fitu og hindrar uppsöfnun vökva. Styrkir ónæmiskerfið, hefur góð áhrif á exem og aðra húðsjúkdóma. Minnkar matarlyst, styrkir vöðvavöxt og eykur brennslu. Dreifingaraðili : Hlaðan kaffihús | Sími 863 7339 | María Sigurðardóttir

Íbúð til leigu

Íbúðin í Félagsheimilinu Víðihlíð er laus til útleigu. Íbúðin er

á annari hæð, 2 svefnherbergi,stofa, eldhús,bað, hol og tvær litlar

geymslur. Umsóknir berist formanni húsnefndar, Herdísi

Sigurbjartsdóttur Enniskoti fyrir 15. ágúst n.k. en hún svarar

jafnframt fyrirspurnum í s.866 5792.

Húsnefnd

Page 4: Sjonaukinn29 tbl 2013

Selatalningin mikla Sunnudaginn 21. júlí verður Selatalningin mikla haldin í sjöunda sinn á vegum Selaseturs

Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Talningin felst í því að telja alla sjáanlega seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Svæðinu er skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og það finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins. Eftir talninguna verða kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína í síðasti lagi 19. júlí. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar um tímasetningu og fleira má hafa samband á netfang [email protected] eða í síma 451-2345.

Ath! Talningin hentar ekki börnum undir 5 ára og börn á milli 5 og 15 ára mega bara taka þátt í fylgd forráðamanna.

Veiðileyfi í Kolgrímsvötn

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal selur veiðileyfi í Kolgrímsvötn á

Víðidalstunguheiði. Skammt frá vötnunum er Fellaskáli,

gangnamannaskáli Víðdælinga og fylgja afnot af honum með

veiðileyfinu.

Vötnin eru í 45 km fjarlægð úr byggð og þangað er jeppavegur

en engin mikil vatnsföll.

Verð á stöng á dag með afnotum af skálanum eru kr. 5.000.– og

einnir er hægt að fá leyfi til að leggja net.

Allar upplýsingar í Dæli sími 451-2566

eða á póstfangið [email protected]

Ferðaþjónustan Dæli

Page 5: Sjonaukinn29 tbl 2013
Page 6: Sjonaukinn29 tbl 2013

Þakkartilkynning

Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.vegna andláts og útfarar

elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengaföður, afa og langafa.

Guðmundar Björnssonar fv. bónda Tjarnarkoti

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga

fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót.

Ilse Björnsson

Hildur I. Guðmundsdóttir

Björg S.Guðmundsdóttir Jón G. Ásgeirsson

Sigrún A. Guðmundsdóttir

Björn Guðmundsson Ásdís Þ. Garðarsdóttir

Ingvar H. Guðmundsson Bryndís H. Pétursdóttir

barnabörn og barnabarnabörn

Óskum eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Húnaþings vestra 2013.

Afhending umhverfisviðurkenninga fer fram laugardaginn 27. Júlí á fjölskyldudegi Elds í Húnaþingi.

Tilnefningar sendist á umhverfisstjó[email protected] eða í síma 455-2400.

Umhverfisviðurkenninganefnd.

Atvinna í boði

N1 óskar eftir að ráða áreiðanlegt og þjónustulundað starfsfólk til starfa á

þjónustustöð félagsins í Staðarskála. Öll aðstaða í Staðarskála er fyrsta

flokks og boðið er upp á gistingu fyrir starfsfólk á vakt í nýlega endurbættu

húsnæði.

Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hlöðversdóttir stöðvarstjóri í síma 440

1336.

Áhugasamir geta einnig sótt um á www.n1.is

Page 7: Sjonaukinn29 tbl 2013

Héraðsmót USVH 2013

í frjálsum íþróttum Mánudaginn 29. júlí fer Héraðsmót í frjálsum íþróttum fram

á Kollsárvelli. Keppni hefst klukkan 18:00 og er áætlað að

henni ljúki um klukkan 22:00 sama dag. Tekið er á móti skráningum með tölvupósti á netfangið [email protected].

Koma skal fram nafn og kennitala keppanda og í hvaða greinum

keppandinn ætlar að keppa í. Skráningum þarf að vera lokið eigi síðar

en kl. 21:00 sunnudaginn 28. júlí 2013. Mikilvægt er að fá skráningar

á réttum tíma til að hægt sé að átta sig á umfangi mótsins og undirbúningur

gangi sem best. Nú er um að gera fyrir íbúa héraðsins að taka fram

frjálsíþróttaskóna, reima þá á fæturna og taka þátt í skemmtilegri keppni

með góðu fólki, þar sem markmiðið er að skemmta sér og öðrum á

uppbyggilegan hátt.

Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum og greinum:

9 ára og yngri, hnátur og hnokkar;

boltakast, langstökk, 60 metra og 200 metra hlaup.

10-11 ára, hnátur og hnokkar; kúluvarp, langstökk, 60 metra og 400 metra hlaup.

12-13 ára, strákar og stelpur; hástökk, kúluvarp, langstökk, 100 metra,

800 metra hlaup og 4x100 metra boðhlaup.

14-15 ára, piltar og telpur; spjótkast, hástökk kúluvarp, langstökk, 100

metra og 800 metra hlaup og 4x100 metra boðhlaup.

Konur 16 ára og eldri; kringlukast, spjótkast, hástökk, langstökk,

kúluvarp, 100 metra og 800 metra hlaup og 4x100 metra boðhlaup.

Karlar 16 ára og eldri; kringlukast, spjótkast, hástökk, langstökk,

kúluvarp, 100 metra og 1500 m hlaup og 4x100 metra boðhlaup.

Grein fellur niður ef ekki eru að lágmarki 3 keppendur skráðir í greinina,

einnig er minnt á að hver keppandi má ekki keppa í fleiri en 5 greinum. Ef

þið ætlið ekki að keppa þá vantar alltaf aðstoð við tímatöku, mælingar og

ýmis önnur störf, ef þið getið lagt okkur lið látið Önnu Maríu vita í síma

897 9300.

USVH - Sundfélagið Húnar - Umf. Dagsbrún – Umf. Harpa

Page 8: Sjonaukinn29 tbl 2013

ATHUGIÐ! Auglýsingar

VERÐA AÐ HAFA BORIST

FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI. Netfang: [email protected]

sími: 869-0353

Þjónusta í boði- óskast

Hvað Þjónustuaðili tbl Veiðileyfi í Kolgrímsvötn Ferðaþjónustan Dæli 29

Tilnefningar Umhverfisviðurkenninganefnd 29

Íbúð til leigu Félagsheimili Víðihlíð 29

Atvinna í boði N1 29

Sumarslátrun Skvh 28

Sumar opnunartími Samstaða 26

Útboð skólaakstur Grunnskóli Húnaþings vestra 26

Húnasjóður Sveitastjóri 26 Sjónaukinn fyrir þig og þína

Til styrktar íþróttastarfi barna og ungmenna

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Næstu leikir á Hvammstangavelli

17. júlí kl.15:00 5.flokkur karla Kormákur/Hvöt– Samherjar

17. júlí kl.16:00 4.flokkur karla Kormákur/Hvöt– Samherjar (samkvæmt www.ksi.is )

Þessi leikir áttu að vera 16.júlí en voru færðir til að ósk Samherja.

Allir að mæta og styðja strákana!!