Download pdf - LEIFTUR LIÐINNA DAGA

Transcript
Page 1: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 1/239

LEIFTUR LIÐINNADAGA

DRANGEYJARJARLINN

SEGIR FRÁ

PÉTUR S. EINARSSON 

   D   R   A   N   G   E   Y   J   A   R   J   A   R   L   I   N   N   S   E   G   I   R   F   R    Á

HVER ER HANN ÞESSI DRANGEYJARJARL?

Hann hefur tekið ástfóstri við eyju sem geymir dulúðuga forneskju grimmilegraörlaga og magnaðra atburða. Eyju sem nærir kvikt ímyndunara hvers

lifandi manns því hún er steingert form andstæðnanna, hins blíða og bjartaannars vegar og hins grimma og dimma hins vegar, sem eru einkenni Íslandsog Íslendinga. Eyju sem er undurfögur og kyrrsæll frjósamur lífgja. Aðsetur

himneskrar upplifunar, en er samt sem áður nakinn, hrjóstrugur, nærvatnslaus og líaus kleur.

Hún er aðsetur hins illa á Íslandi. Þau álög lagði Guðmundur biskup GóðiArason á hana, en hún er einnig aðsetur hins góða því eyjan fæðir milljón

fugla sumar hvert og bjargaði þúsundum Íslendinga frá hungurdauða hér fyrr.Hún er eyjan þar sem útlaginn Greir var drepinn 1031 ásamt Illuga

 bróður sínum, skömmu áður en hann gat orðið frjáls maður á ný.Sjálf er hún steinrunnin kú sem leidd er af karli og kerlingu - sem hin forna

þjóðsaga kennir okkur, en hún er í reynd 700 þúsund ára móbergsstapi orðintil við eldgos undir sjávaryrborði, segir hin ískalda vísindalega rökhyggja.

Ekki að furða að jarlinn festi ungur ást á eyjunni því hún höfðar til þeirraeiginda sem Íslendingnum eru nauðsynleg: Að mæta blíðu sem stríðu af

æðruleysi. Þeir sem það kunna kallast Sannir Íslendingar.Þannig maður er Drangeyjarjarlinn.

Hann segir frá leirum liðinna daga og hugarheimi sínum í þessari bók áléan, frjálsan, græskulausan og kíminn máta. Drangeyjarjarlinn er þekkturum allt land meðal þeirra þúsunda íslendinga sem notið hafa leiðsagnar hans

eða heyrt hann eða séð í íslenskum ölmiðlum, en hann er ekki aðeinsþekktur innanlands því við hann hafa birtst mörg viðtöl í erlendum

sjónvarpsstöðvum, stórblöðum og tímaritum.

Page 2: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 2/239

Page 3: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 3/239

Page 4: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 4/239

DRANGEYJAR JARLINN SEGIR FRÁ

Pjetur S. Einarsson

Page 5: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 5/239

Drangeyjarjarlinn segir frá© Höfundur 2004Útgefandi: Aftur og fram ehf. 2004

Kápa, umbrot, próförk: PSE.Prentun:

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo semljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sam- bærilegan hátt að hluta eða í heild, án skriflegs leyfishöfundar og útgefanda.

ISBN

Page 6: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 6/239

ÁÐUR EN LESTUR HEFST.

Ég hef skrifað þessa bók en Drangeyjarjarlinnsagt hana með sínum áherslum, framburði og tilþrifum.Hann notar gömlu íslenskuna: Sagdi, lagdi, habdi,dáltið, soldið, óskup og svo framvegis. Ég geri tilraun tilþess að ná framburði hans en erfitt er með áherslurnarog tilþrifin. Lesandinn ætti samt að reyna að gera eins og

 jarlinn, að sýna mikla meðaumkun í röddinni meðsmælingjum, óförum og sjúkum en ískra og iða af kátínuyfir skemmtisögum og skellihlæja af einlægri gleði, ogekki síst að verða alvöruþrunginn og jafnvel mæddur,eftir hverja af fjölmörgum lífsreynslusögum sem jarlinngerir að mórölskum dæmisögum,

- en hver er þessi Drangeyjarjarl?

 Jón Sigurður Eiríksson heitir hann, kallaðurDrangeyjarjarl um land allt. Sjálfur segir hann að í fyrstuhafi menn kennt hann við Fagranes þar sem hann hefurlöngum búið og nefnt sig Jón Fagra, en svo hafi mennséð að það átti ekki við og því hafi hann verið kenndurvið tengsl sín við Drangey og fengið jarlsnafnbót í

sárabætur.

Glettnina skilur hann aldrei við sig né fer-henduna og talar gullaldar íslensku sem er honum í blóð borin og fullkomlega eðlileg. Jón er hafsjór af fróðleikum menn, land, bókmenntir, málefni og skemmtisögursem hann rekur allt lipurlega með stálminni sínu af ein-

1

Page 7: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 7/239

lægri ánægju þess sem leggur ekki illt til nokkurs

manns.

Persónuleiki hans lætur engan ósnortinn semeinu sinni hefur átt fund hans og þó þarf ekki fund til.Það eitt að heyra til hans í útvarpi eða sjónvarpi nær aðhrífa menn. Að mínu viti er það dauður maður semDrangeyjarjarlinn fangar ekki athyglina hjá.

Afburða frásagnargáfa ásamt alvöruþunga þesssem borinn er með mikla réttlætiskennd og létt tungutakíslenskunnar í bundnu og óbundnu máli rennur fram,oft eins og fyssandi fjallalækur í leysingum að vori sem brýtur af sér öll bönd og brýst til sjávar í gleði sinni ogrennur enn nýjan farveg hverju sinni.

Hann er víkingur eins og þeir gerast bestir.Ósérhlífinn, drenglundaður, hjálpsamur, einlægur ogtilfinningaríkur, sem skirrist hvorki við andstreymi néáföll en heldur ótrauður fram hvað sem bíður hans eðaað baki er.

Úrræðagóður og útsjónarsamur verkmaður sem

hefur leyst fjölmörg mannleg og tæknileg vandamál sínsjálfur - af eigin hyggjuviti, mannvináttu og óttaleysi.

Vaxinn eins og bardagamaður. Samanrekinnmeðalmaður á hæð með mikinn brjóstkassa og hendursem rúma hvaða grip sem er. Andlitið er rist rúnumútiveðurs og erfiðis sjötíu og fimm ára. Það sést strax að

2

PJETUR S. EINARSSON

Page 8: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 8/239

þar fer maður rammur að afli sem marga snerruna hefur

háði við öfluga náttúru þessa lands.

Nú nýtur hann elli sinnar, ákaflega starfsamur,með tíu efnisbörnum sínum og hóp barnabarna og vinaen hefur lagst í ferðalög til fjarlægra landa til þess aðuppfylla gamla drauma.

Saga hans er saga kynslóðanna íslensku, sem

 brátt mun hverfa í sagnanna sæ, en jarlinn varpar sínuljósi á tuttugustu öldina, öld hinna miklu breytinga.

Ég kom í Reyki á kúskinnskóm og fór á gúmmí-skóm, segir hann. Það lýsir sjónarhorni hans, frásagnar-gáfu og aldarhvörfum þeim sem hann hefur lifað, eðameginhluta síðustu aldar.

3

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Alda, Ásta Birna, Eiríkur, Sigurjón, Sigmundur, Björn,

Sigfús, Brynjólfur, Jarlinn, Viggó, Kolbeinn.

Page 9: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 9/239

 Jarlinn og höfundur áttu saman sumarið 1998 við

siglingar til Drangeyjar og ýmislegt stúss sem fylgdi búrekstri og ferðaþjónustu. Það sumar var okkur báðumákaflega ánægjulegt. Aldrei bar skugga á samverunaþennan tíma og ég kynntist og eignaðist vin í þeimtilfinningaríka, bjartsýna, ötula og glaðlynda baráttu-manni sem hinn vinamargi Drangeyjarjarl er.

Vorið 2004 var ég háseti hjá honum á grásleppu-vertíð. Þá kynntist ég þeirri hlið jarlsins sem speglarkynslóðina sem vann myrkrana á milli og hlífði sér íengu en sótti björg í bú frá sjó og landi með þeirriósérhlífni sem nauðsynleg var í erfiðu landi. Aldreikvartað eða æðrast þó móti blési en unnið í kapp viðveðurfarið. Sjórinn sóttur þegar gaf og heyjað í þurrki.Fáar stundir voru til hvíldar nema þegar veður leyfðiekki störf.

19. september 2004

Pjetur S. Einarsson.

4

PJETUR S. EINARSSON

Page 10: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 10/239

I. ÞÁTTUR

Ég er fæddur að Grófargili í Skagafirði 8. janúar1929 og er því sjötíu og fimm ára þegar þetta er skrifað.Foreldrar mínir voru Eiríkur Sigmundsson fráGunnhildargerði í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði ogBirna Jónsdóttir frá Grófargili í Skagafirði. Faðir minnlést árið 1964 en móðir mín er á lífi níutíu og átta ára

gömul núna í janúar 2004.Við vorum fimm systkinin og fæddumst öll á

Grófargili nema Kristján Þórarinn bróðir minn sem erfæddur á Fagranesi árið 1945. Elstur er ég Jón Sigurðurog svo Guðrún Ingibjörg fædd 1930, þá SigurlaugBrynhildur fædd 1932 og Sigmundur Vigfús fæddur1934.

Foreldrar mínir settust að á Grófargili, tóku jörð-ina á leigu og hófu þar búskap, en móðuramma mín bjóþar. Það var annars skrýtin saga af því hvers vegnapabbi kom til Skagafjarðar, en því ollu tuttugu og fimmkrónur.

Þórey systir hans habdi menntast á Hvítár-vallarskóla, numið þar mjólkurbúsfræði og kom sér svovel að hún fékk tuttugu og fimm krónu styrk til þess aðfara og reka mjólkurbúið í Skagafirði, sem var einhvers-staðar við Austurvatnahúsið. Jón Ósmann ferjumaðurkom oft til hennar og sagdi: Halló í deildinni. Hann varheljarmenni og ekki við alþýðuskap og þetta var bara

5

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 11: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 11/239

hans orðtak einhverjum orsökum. Í Skagafirði kynnist

hún Kristjáni Hansen vegavinnuverkstjóra. Hann fórseinna heim til Þóreyjar í Gunnhildargerði í Hróars-tungu og dvaldi þar, líklega einn vetur árið 1911, ásamtFriðrik bróður sínum sem var þar við kennslu. Svo þegarþau fara aftur til Skagafjarðar fylgir pabbi eftir, líklega1926, og hóf störf í vegavinnu hjá Kristjáni. Hann dvaldiá næsta bæ við mömmu ásamt Sigfúsi bróður sínum og

þannig held ég að þau hafi kynnst.Ég man að pabbi sagdi mér að Kristján hebdi haft

með sér sirkushund sem honum habdi verið gefinn ogkallaður var Flint. Svo flugust þeir á hundarnir og héngufastir hver á öðrum þar sem þeir náðu taki, á eyra eðahnakka. Pabbi sagdi að hundurinn hebdi leikið allskonarlistir fyrir Kristján svo sem að stökkva gegnum hendurhans og svo lét hann sykurmola á trýnið á hundinum oghundurinn mátti ekki gleypa molann fyrr en Kristjánhabdi talið upp að þremur. Hundurinn var oft orðinntitrandi því Kristján taldi hægt og var snöggur að hendamolanum upp í loftið og gleypa hann þegar komið varað þremur. Mér fannst það skemmtileg saga hjá pabbaað þeir ætluðu að Unaósi, en Kristján fór eitthvað annaðog þeir ætluðu að hittast við ákveðinn stað, það hefurlíklega verið yfir Selfljótið sem þeir ætluðu að fara,annars er ég svo ókunnugur þarna. Kristján missti hest-inn ofan í vökina og hausinn á hestinum fór undir ísinn.Friðrik mölvaði ísinn ofan á hausnum á hestinum og svodrógu þeir hann upp á skörina.

6

PJETUR S. EINARSSON

Page 12: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 12/239

Ég sá ekki afa minn og ömmu nema móðurömmu

mína Sigurlaugu. Ég var í miklu uppáhaldi hjá hennienda elsta barnabarn og á sama bæ. Hún varð nítíu ogsex ára gömul. Hún var alltaf að prjóna og spinna varafskaplega dugleg kona. Ég man eftir því að hún talaðiógurlega mikið um fóstra sinn Björn á Sveinsstöðum oghélt afskaplega mikið uppá hann. Hann gaf henni hestsem henni þótti afskaplega vænt um, sem ég man bara

ekki hvað hét. Ég var kosinn í sýslunefnd 1954 þar var Jón á Reynisstað afskaplega mikill safnamaður og vanngeysilega mikið að öllum söfnum og fyrir sögufélagSkagfirðinga og þegar ég kem á sýslufund þá var hannað safna myndum habdi fengið stóra mynd af Birni áSveinsstöðum og ég vissi nú að amma hélt ógurlegamikið upp á Björn og átti enga mynd af honum svo ég

fékk stóra mynd fór með hana heim í Fagranes og spurðiömmu hvort hún kannaðist nokkuð við þessa mynd.Nei, hún áttaði sig ekki á því strax. Ég sagdi henni þá aðþetta væri nú fóstri hennar Björn á Sveinsstöðum. Þá fórhún að athuga myndina betur og þegar hún sá að þettavar fóstri hennar þá kyssti hún myndina.

Amma mín sagdi mér líka frá æsku sinni. Þá varhún látin vaka yfir túninu á Sveinsstöðum það hefurlíklega verið vorið 1881, sem var geysihart, og það bjuggu á næsta bæ Hóli fólk sem að var bláfátækt fólk ogþau vöktu yfir túninu sitt á hvorum bænum og hún varalltaf látin hafa með sér nesti þegar hún var að vaka yfirtúninu. Þau komu þarna krakkarnir og voru svöng ogmatarlaus svo hún gaf þeim nestið sitt. Svo um vorið þá

7

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 13: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 13/239

rak einhversstaðar hval og þau fengu hval þarna á Hóli

og strákurinn kom með soðinn hvalbita í vasa sínum ogætlaði að gefa henni en hún var svo genverðug að húnhabdi ekki lyst á en þau átu þetta með bestu lystkrakkarnir. Svona var nú ástandið í þá daga.

Ég man eftir gosi í Grímsvötnum. Þá var fólk aðfara út á hlað til þess að vita hvort það sæi ekki blossana

þarna frá Grímsvatnagosinu.Svo man ég í annað skipti eftir því að þá var ís.

Kominn ís inn á fjörðinn. Þá var fólk að fara þarna uppá ásinn til þess að horfa út fjörðinn og vita hvort það sæiekki ísinn.

Ég man óljóst eftir þegar var verið að byggja

 brúarrið á brúna en ég man ekki hvaða ár það var.

 Jamm, jamm, mér fannst það ekki mikið mál aðkomast upp í tunglið. Það væri nú ekki annað en faraþarna upp á fjallið þegar tunglið væri alveg fast viðfjallið. He, he, he, ég skildi bara ekkert í þessuframkvæmdaleysi í mönnum. Já, já ég var pínulítill. Þá

var maður að spekúlera í himintunglunum og því Já, já það var á sama tíma sem ég fór að leita að

Páskunum og líka þegar ég sá mjóa veginn framundan. Ja, ég heyrði talað um Páskana. Það færu að komaPáskar og ég hélt að það væri eitthvert náttúrulegt fyrir- bæri og fannst það vera svipað eins og stöplar. Ég veitekki hvernig stóð á því, hvort það var verið að steypa

8

PJETUR S. EINARSSON

Page 14: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 14/239

stöplana undir brúna. Nema ég einhvern veginn fékk þá

flugu í höfuðið að brúin hún hvíldi á Páskum, he, he, he,ruglaði svona saman. Nema ég var mjög svona hugsandiyfir því hvernig þessir Páskar væru sem væru á leiðinni.Svo ég ákvað það einhvern tímann að fara að leita aðPáskunum og fór þarna niður að ánni sem er þarna fyrirneðan Grófargil og fann þar einn Páska í ánni. Mérfannst það ekki nóg því mér fannst það liggja í hlutarins

eðli að það þyrftu að vera tveir. Svo fann ég ekkert hinnPáskann.

Hinsvegar held ég að það hafi verið í sömu ferðþegar ég rakst á Galann af hananum. Ég sá að haninnvar með miklu stærri kamb heldur en hænurnar og hannhafði miklu hærra og ég áleit að það væri þess vegna aðeftir því sem kamburinn væri stærri þá galaði haninnhærra og mér fannst þetta mjög vitlaust að kalla þettakamb. Þetta væri það sem haninn galaði með og þessvegna héti þetta Galinn en svo var þetta ekki Galinnþegar til kom. Það var annað hvort skór eða einhverrauð pjatla.

 Jáummm, ég var sendur nefnilega til næsta bæjar

sem hét Brautarholt. Það er nú ekki langt og sést nú frá bænum alla leið. Nema ég sá þegar ég var kominn niðráveginn að hann mjókkaði alltaf eftir því sem lengra áleiðog þetta var bara orðið smástrik og ég hélt áfram aðganga og undraðist það mikið að ég komst aldrei á mjóaveginn. Svona hefur það kannske verið alla mína tíð að

9

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 15: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 15/239

ég hef alltaf verið á breiða veginum þó ég hafi séð hinn

í fjarska. Aaa, það er líklega svoleiðis fyrir mörgum.

Það var þegar við vorum í skóla, sko, þá var alvegsérstakt tæki til. Það var merkilegasta tæki sem til var ískólanum og þetta var flutt á hestum í milli bæja. Þaðvoru, hérna, kortin, kortin af heiminum sem voru mis- jafnlega vel á sig komin og ég hafði gaman af því að lesa

það í gerðabók fræðslunefndar. Það var reikningur hvaðkostaði að gera við kortin og svona ýmislegt til skólans.Ég er nú búinn að gleyma hvað það var en það var eittmerkilegt tæki sem að hét jarðgönguvél. Ég veit ekkerthvað hefur orðið af henni. Það var upptrekkt vél, hand-snúin vél sem sýndi sólina og jörðin og tunglið. Þetta varsnúið bara og þá sást hvernig að jörðin gekk sem sagt íkringum sólina. Já, já við fengum öðruvísi skilning ágangi himintungla með þessari vél. Það þurfti alvegsérstaka vél til þess að sýna þetta og þetta hefur náttúru-lega verið þó nokkur fjárfesting á sínum tíma en ég veitekkert hvað hefur orðið af þessari vél hvort það geturskeð að hún hafi brunnið á Innstalandi þegar að brannþar. Já, já, já, þetta voru stærðar kort. Þau hafa veriðsvona um tveir fermetrar, ég man eftir íslandskortinuvel. Það var svona nýtt kort ansi skemmtilegt kort ogevrópukortið og svo var.... það var af öllum heims-álfunum. Þau voru rúlluð upp á prik já, já.

Svo man ég nú eftir því, það er nú eitt það fyrstasem ég man eftir, pabbi var alltaf mikill bindindismaðurog predikaði bindindi fyrir okkur, og svoleiðis nokkuð.

10

PJETUR S. EINARSSON

Page 16: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 16/239

Ég fór nú að spyrja hann eitthvað eftir því hvernig það

væri með þetta brennivín. Hann sagdi að menn yrðu vit-lausir af að drekka brennivín. Svo kom nú maður ein-hvern tímann og ég sá nú að hann var dáltið skrýtinn oghann leiddi pabba út fyrir læk, en það var lækjarkofi útiá túni og þar var heljarmikið naut, grátt.

Sá fulli vildi gefa pabba sopa sem hann þáði fyrir

siðasakir og ég var svo að bíða eftir að pabbi yrði vitlaus,sem ekki varð, auðvitað, en sá fulli drakk úr vatnsfötunautsins svo ég sá að hann var vitlaus.

11

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Eirikur Sigmundsson frá Gunnhildargerði

Page 17: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 17/239

 Já, Grímsi litli. Hann var alltaf kallaður Grímsi

litli, var hjá okkur eitt ár á Grófargili. Ég man eftirhonum og ég var að spyrja mömmu eftir ætt Grímsa enhann var Hallgrímur Bjarnason og svo vissi hún ekkimeira. Hann var einn af þessum óþekktu nöfnum.Þessum óþekktu vinnumönnum. Hann var áhugasamurum að allt gengi vel og einu sinni man ég eftir því þegarvið vorum komin í Fagranes að þá vakti mamma okkur

Simma tímanlega að morgni til því þá habdi hanadreymt Grímsa litla og hann var að segja henni það aðhann vildi drífa hana til þess að koma heyinu inn, viðáttum eitthvað af heyi liggjandi, því það myndi fara aðrigna klukkan fjögur. Nú, nú, við fórum náttúrulega að binda og vorum búnir að binda klukkan fjögur – og þáfór að rigna. He, he, he.

 Ja, hann virðist hafa haft góðan hug til fjölskyld-unnar aumingja kallinn.

Mamma var nú að segja mér að það hafi veriðfátækur maður þarna, mig minnir hann hafa heitaðSigþór, og hún sendi honum oft svona ýmislegt, brauðog kannske svona einhvern tímann nærföt og svona og

var að rétta að honum, og sendi Grímsa alltaf með þettaog þeir voru voða miklir vinir Grímsi og þessi gamlimaður og Grímsi habdi gaman að færa honum þetta engamli maðurinn, hann hefur sjálfsagt ekki viljað veraneinn ölmusumaður, nema hann sendi Grímsa einhverntímann með mórauða gimbur sem hann gaf mömmu.Svona gekk lífið í þá daga.

12

PJETUR S. EINARSSON

Page 18: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 18/239

Ég man eftir Lárusi Rist. Seinna hitti ég son hans

Sigurjón Rist, svona augnarblik þá var ég einn heima íFagranesi með strákana mína unga, og hann fór að segjasvona við mig að ég yrði ekki alveg einn með strákana.Þá var hann að leita að flugvél sem frændi hans habdiverið í og hún fórst einhvers staðar hér og hefur aldreifundist. Það var gengið hér og leitað í fjörum og Stólnumog hingað og þangað. Var mikið leitað og fannst aldrei.

Þetta hefur verið líklegast um sextíu og tvö get ég trúað,haustið sextíu og tvö.

Það var aldrei til siðs heima að hæla krökkum. Égheld að það hafi nú svona verið dáltið skakkt að með-höndla krakka svona. Þetta þótti mont og vera vont fyrirkrakka. Ég held að það sé nú bara hollt fyrir krakka.Svona ýti undir sjálfsvitundina að menn njóti minnstakosti sannælis, þó það sé ekki mikið meira.

Mér þótti mjög merkilegt þegar kórinn var að æfaá Grófargili og byrjaði að syngja fyrir pabba minndaginn eftir. Hann var ekki mjög hrifinn og sagdi að égnæði ekki tóninum. Ég taldi að það væri ekki mikilvandkvæði að ná tóninum og reyndi aðra tóna með

ýmsum hljóðum en það fór alveg á sömu leið. Það varalveg sama hvað ég reyndi oft ég hitti aldrei á tóninn. Éghef eiginlega trúað þessu síðan, að ég geti ekki sungið.Svona er barnssálin. Það er ekki sama hvað sagt er.

13

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 19: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 19/239

Svo var ég með Páli vini mínum á grásleppu og

okkur greindi eitthvað á. Þá hótaði ég bara að syngjafyrir hann og hann bakkaði strax.

Svo var það, þegar ég var kominn í skóla, konasem kenndi mér Dýrólína Jónsdóttir hún var mikill oggóður hagyrðingur. Hún hélt mikið upp á mig, trúði þvíekki að ég gæti ekki sungið, og síðan sátum við og

sungum: Nú er frost á Fróni, og hún hætti ekki fyrr enhún var búin að kenna mér að syngja: Nú er frost áFróni. Henni þótti ég bara syngja ágætlega, en hún vardáltið hlutdræg held ég. En ég gat einstöku sinnumraulað svona smápart úr Lorelei man ég var.

Einu sinni var ég út í ey. Ég og Kiddi bróðir ogPétur í Hólakoti á flekum og þá varð mér það á að raulaLorelei. Pétur brást ókvæða við. Hann var gamalltogarajaxl og hann sagdi að tvö lög mætti aldrei syngjaá sjó. Það væru: Bára blá og Lorelei, því þá kæmi alltafvitlaust veður og ég steinhætti alveg við Lorelei ogaldrei sungið Lorelei á sjó eftir það.

Þá ákváðum við að fara í land á bátunum. Við

vorum með litla trillu og árabát. Settum fuglinn í bátana,svona sitt lítið í hvorn. Síðan keyrði ég af stað og viðætluðum að ná út að ströndinni, eða Reykjum, og útmeð ströndinni að suðvestan. Svo hvessti á okkur áleiðinni og við vissum ekki fyrri til en allt í einu kemurfeyki mikið ólag og það brýtur á milli bátanna og lendirá árabátnum og fyllir bara árabátinn. Hann reis upp á

14

PJETUR S. EINARSSON

Page 20: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 20/239

endann og Pétur sagdi að hann hebdi verið hræddur um

að hann ætlaði bara aftur yfir sig. Kiddi var í bátnumsem fór í gegnum báruna og fylltist af sjó, eða svonanæstum því alveg, og það tók þóftuna úr trillunni ogstýrið brotnaði og bullan úr dælunni þeyttist út á sjó.

Menn voru nú frekar illa staddir stýrislausir ogdælulausir, og við það lenti kaðalinn á Kidda og tók af

honum þrjár neglur, svo við snerum við og þá var orðiðólendandi við fjöruna, því það stóð beint upp á fjörunaen logn á Heiðnuvík, og við lentum upp á Heiðnuvík.Svo breyttist vindáttin og gekk í norðvestan og norðan.

Við vorum nú nokkuð illa staddir matarlausir ogvatnslausir og nóttin fór í hönd svo við hreiðruðum umokkur í hellisskútanum undir Krossinum til þess að hlífaokkur fyrir grjóthruninu, því það hrynur svo mikið úr bjarginu ef hvasst er. Þetta ringdi niður grjóti fyrirframan okkur og brjálað veður um nóttina. Svo fór égdaginn eftir upp á eyju og fékk mér að drekka og þá varkominn heldur mikil kvika. Ég bjóst nú við að viðgætum kannski náð út úr víkinni með heppni og viðtókum árabátinn og snerum stafni fram og settum hann

allan í lag. Svo settist ég undir árar og biðum eftir lagi.

Svo þegar var komið sæmilegt lag þá ýtum við bátunum á flot og stukkum upp í bátinn og ég rerilífróður út alla vík og náði út fyrir brotið. Pétur sat ískutnum með ár sem hann ætlaði að rétta mér ef brotnaði ár. En það heppnaðist allt saman, engin ár

15

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 21: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 21/239

 brotnaði, og við komumst rétt út fyrir brotið. Síðan reri

ég í land og fórum svo aftur úteftir seinna og sóttumtrilluna og fuglinn.

Þegar ég var fjögurra ára og Simmi bróðir fæddistþá var hjá okkur strákur, Ingvar Björnsson, þetta varmikill vinur minn svo þegar leið á æfina þá kallaði éghann alltaf fóstra.

Svo var verið að segja við mig þegar Simmi láþarna í rúminu grenjandi, nýfæddur hvort ég vissi hvaðþetta væri og ég vissi nú að þetta væri barn en ætlaði aðvera fyndinn og sagdi að þetta væri sprellikall og þaðvar nú svo sem ekkert ólíkt, hann sprellaði þarna ogspriklaði.

Svo var nú Simmi lasinn og Jónas læknir vildi fáhann í ljós svo var farið með hann í ljós út á Krók. Þaðvar áður búinn að vera ljósamótor. Mig minnir að hannhafi verið fimm þúsund kílóvött og tvö þúsund og fimmhundruð kílóvött sem fóru til að knýja ljós og eldun entvö þúsund og fimm hundruð fóru í ljósastofuna. Þettavar fyrsta rafmagnið. Vatnsaflsstöðin fór í gang 1933 og

var þangað til 1949.

Við fæðumst þarna fjögur systkinin nánast eitt áári og auðvitað var ég elstur og frekastur.

Ég fann að afi minn, Jón gamli sterki fráGunnhildargerði naut mikillar virðingar hjá pabbamínum og var litið á hann með mikilli virðingu sökum

16

PJETUR S. EINARSSON

Page 22: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 22/239

hreysti. Hans er meðal annars getið í þjóðsögum

Sigfúsar Sigfússonar.

Ég var fimm ára þegar við fluttum út á Reyki.Kristján heitinn Hansen flutti okkur og búslóðina á bíl útá Krók og kýrnar voru reknar úteftir. Kristján útvegaðimann til þess að reka þær úteftir. Sá hét Guðmundur ogvar frá Víðinesi. Hann var sérstakur aumingja kallinn og

drekkti sér. Stuttu áður en Kristján dó þá fór hann aðsegja mér frá þessu að hann hafi farið með Þóreyjuföðursystur minni og konu sinni niður á sand að leita aðGuðmundi, þá var hann horfinn. Þau litu nú alltaf tilmeð honum eitthvað. Svo keyrðu þau niður á sandinnog fundu spor eins og gengið hebdi verið í sjóinn og svofundu þau fötin. Hann sagdi að þetta hebdi verið vel frágengið. Fötin samanbrotin og skórnir ofan á.

Svo var fenginn upskipunarbátur sem varnotaður til að flytja úr fragtskipum sem komu áKrókinn. Svo var fengin trillan Aldan til að draga bátinn.Bjarni Sigurðsson sigldi henni, sem drukknaði svo ímikla veðrinu þarna árið eftir, nítján hundruð þrjátíu ogfimm, á Öldunni.

Ég var fimm ára og man vel eftir sjóferðinni út áReyki. Mamma tók upp rúsínupoka og var að gefaokkur rúsínur á leiðinni og formarúllur, þarna. Þaukomu þarna frá Ingveldarstöðum að hjálpa til að beraupp dótið og ég man eftir að mamma bar Simma heimtúnið og inn í bæ og svo var gengið inn göngin og þar

17

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 23: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 23/239

var vatnsleiðsla og meira að segja skolpleiðsla. Það var

hvergi á ströndinni þá. Það var kamar yfir mykju-haugnum en skolpleiðslan var fyrir vaskinn. Þá bjugguá Ingveldarstöðum Anna Sigurðardóttir hún var ekkjaog bjó þar með sonum sínum. Svo á ytri bænum bjóSveinn Lárusson. Hann var ekkjumaður líka og bjó meðUnu móðursystur minni. Sveinn var afi Úlfars sem býrþar núna. Sveinn habdi einhvern veginn komist að því

að ekki myndi vera mikill eldiviður á Reykjum og hannkom með tað í poka. Hann var svo hugulsamur að hannkom með tað í poka, aumingja kallinn.

Það hefur alltaf verið góður reki á Reykjum enþað rak lítið fyrsta sumarið og rekinn var vel nýttur svoþað var lítið þegar við komum. Þú getur hugsað þér, viðkrakkarnir fórum út á sandinn hálfs kílómeters leið meðkerru til þess að tína við í eldinn bara ein. Ég fimm áraog Gunna fjögurra ára og Silla tveggja ára og Simmi einsárs. Það þótti ekki tiltökumál.

Þegar við gengum inn í bæinn sáum við að breitthabdi verið yfir mjólkina svo ekki myndaðist skán áhenni. Hann hefur breitt yfir mjólkina, sagdi mamma

svona í viðurkenningartón.

Við flytjum á Reyki á fardögum. Ég man ekkialveg hvenær það var. Það gæti skeð það hafi veriðtólfta júní, ég held það hafi verið annar fardagur.Fardagarnir voru þrír og svo var fardagur presta,sérstakur fardagur. Vinnuhjúaskildagi var fjórtánda

18

PJETUR S. EINARSSON

Page 24: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 24/239

maí, Krossmessan. Þar áður þriðja, svo breyttist tíma-

talið þá vildu menn ekki sleppa úr dögunum og þá breyttist vinnuhjúaskildagi líka. Við fluttum fráGrófargili á fardögum og við fluttum frá Reykjum áfardögum og svo fluttum við í Fagranes á fardögum,síðan hef ég ekkert flutt. Ja, það er nú ekkert annað, þaðeru orðin sextíu ár liðlega þó. Það eru komin sjötíu ár ífardögum í vor síðan við fluttum í Reyki.

Það var mikil breyting að flytja úr Grófargili íReyki því í Grófargili var mikil umferð af mönnumríðandi og gangandi og bílum, daglegt brauð, en áReykjum sást varla maður en maður gerði sér nú ekkimikla rellu út af því. Það var náttúrulega mikill munurað sjá aldrei bíl. Það liðu níu ár frá því við komum íReyki þangað til það kom bíll í hlað.

Það varð náttúrulega að fá sér bát og pabbi fór áuppboð, þá voru nú uppboð algeng, hann fór á uppboðkeypti gamlan bát sem að séra Hálfdán vígslubiskupátti. Lítill árabátur. Svo var hann hafður í naustinu þarnavið búðirnar. Svo gerði þarna brim mikið og báturinn fór bara yfir garðinn og þar upp í grjót og brotnaði. Þó ekki

það mikið að það var hægt að gera við hann. Það varmaður á Króknum sem var kallaður Fúsi bátasmiðurhann gerði við hann. Jón á Ingveldarstöðum dró hanninneftir á trillunni sinni. Það var gat á bátnum og pabbinegldi rekinn tjörubelg yfir gatið og báturinn flaut átjörunni. Bátasmiðnum leist ekkert á alla þessa tjöru og

19

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 25: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 25/239

var að hugsa um að gera ekkert við hann en hann gerði

nú samt við hann, aumingja kallinn.

Það var alltaf nógur fiskur til heimilis og vel þaðog bara rétt fyrir utan. Svo voru lögð net. Ég man eftir aðég var sjö ára þegar ég dró minn fyrsta fisk.

Pabbi kom einu sinni frá Króknum. Þá var hann búinn að selja Reyki. Við vorum búin að vera þar í þrjúár. Hann mátti vera þar áfram í þrjú ár. Gunnar, semkeypti var þar með Ingibjörgu konu sinni á sumrin. Þauvoru með tvo stráka. Ég man eftir að eitthvað var veriðað siða annan strákinn og segja honum að hann mættiekki vera dóni. Svo kom hann nokkru seinna til pabbaog sagdi: Árni ætlar bara að vera pínulítill dóni. He, he,he.

Pabbi missti heilsuna og treysti sér bara ekki til að borga en ég held að ástæðan fyrir sölunni hafi aðallegaverið sú að Pétur Jónasson bróðir Hermanns Jónassonarhann gekk í þetta fyrir Gunnar og gyllti þetta fyrirhonum en hann var heimilisvinur Ásgríms sem áttiReyki og pabbi keypti af og vissi að pabbi átti bágt með

að borga. Svo komu bara stríðsárin á eftir, þá gat Gunnargreitt af jörðinni bara með rekanum.

Pabbi var alltaf að vinna en hann habdi áhuga áað tefla, habdi óskaplega gaman af að tefla, og kenndiokkur að tefla. Ég habdi náttúrulega ekkert í hann ogþegar hann vann sagdi hann: Skrifaðu þetta hjá þér. Svo

20

PJETUR S. EINARSSON

Page 26: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 26/239

seinna þegar ég fór að geta meira og kom með leik sem

hann habdi ekki séð sagdi hann: Já gastu þetta.

Það var lestrarfélag í hreppnum og það var lesiðmikið. Pabbi habdi það fyrir sið að hann leit aldrei í bókán þess að lesa upphátt. Hann las upphátt fyrir alla og ákvöldin ef lesin var spennandi saga þá var kannske ekkihætt fyrr en hún var búin. Pabbi las alltaf húslestra á

stórhátíðum, um Jól og Páska, úr Vídalínspostillu eðaPéturspostillu og svo voru lesnir Passíusálmarnir.

Þetta heilsuleysi pabba lýsti sér með því að hannvarð alveg máttlaus og gat varla hreyft sig. Hann varfarinn að missa meðvitund stundum. Svo fór hann tillæknis, Kristjáns Þorvarðarsonar, og hann blés eitthvaðinn á í hnakkann á honum og honum skánaði mikið viðþað og var bara nokkuð góður í nokkur ár.

Síðar á æfinni kaupi ég hlut í Reykjum en ekkifyrr en 1968.

Ég kom í Reyki í kúskinnsskóm og fór þaðan ágúmmískóm.

Reykir voru ævintýraheimur fyrir lítinn dreng.Kríuvarp og fara út í Glerhallarvík og tína steina, Blossa-steina sagdi pabbi. Svona steina má finna meðframLagarfljótinu en svo hefur rifið svo mikið úr fjörunnihérna útmeð. Það er búið að rífa alveg úr Glerhalla-víkinni.

21

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 27: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 27/239

Mamma var alltaf að sauma skó eða bæta. Pabbi

hann átti gæruhníf sem var alltaf undir súðinni svorakaði hann gærurnar og það var hrosshúð niður ásjóbúðinni. Svo gerði mikið rok og húðin fauk út á sjó.Það þótti mikill skaði upp á skótauið að gera. Svo bararak hún inn aftur og var tekin og gerðir úr henni skór.Ætli það hafi ekki bara verið síðustu skórnir sem voruslitnir þarna. Þannig hefur kannske lokið þúsund ára

sögu skinnskónna á Reykjum. Þeir voru voða hálir þegarþurrt var og svo var þetta svo lágt að þegar blautt var ágrasi þá var maður alltaf blautur í fæturnar en þetta varnáttúrulega komið inn í genin. Íslendingar búnir að vera blautir í fæturna í þúsund ár. Maður var í síðbrók og buxum en á sumrin þá var maður bara í stuttbuxum. Aðofan var ég í ullarskyrtu.

Mamma átti prjónavél eða þær systur áttu prjó-navél saman og hún prjónaði allt á okkur krakkana ogheimilisfólkið og mikið fyrir fólk á næstu bæjum enhandprjónaði sokka, hún prjónaði þá ekki í prjónavélin-ni. Amma prjónaði ógurlega mikið í höndunum sokka,vettlinga, trefla og húfur og þess háttar. Við vorum oft í bol, koti sem kallað var. Þá vorum við í háum ullar-sokkum sem náðu upp í nára og voru festir í kotið meðteygju og smellihnapp, svo komu sokkabuxur. Í þessugengu bæði stelpur og strákar.

Það var 1933 þá átti pabbi að fara í framfjalla-göngur og þá var farið fram í Bugakrók og Guðlaugs-tungur og Fremstugrös. Svo var drukkið brennivín og

22

PJETUR S. EINARSSON

Page 28: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 28/239

sungið og var nú víst ekki sofið mjög mikið. Svo eru þeir

í tungunni á móti Stafnsrétt, pabbi og Siggi í Krossanesiog Skúli hann sofnar þarna í fyrirstöðunni. Svo þegarhann vaknar þá segir hann þeim draum.

Hann dreymir það að kemur til hans maður meðsár og hníf í hendinni. Skúla finnst hann hafa fengið sáraf þessum hníf og spurði hann að því hvort þetta hafi

ekki verið sárt. Jú líðanin var voðaleg, sagdi maðurinn.Svo hvarf hann. Nú, þeir fara þarna á bak og ríða eftirmelnum. Þá segir einn þeirra, mig minnir að það hafiverið Siggi í Krossanesi frekar en Villi: Er þetta ekkisteinn, og fer af baki og fer að athuga þennan skrýtnastein. Þá er þetta bara hauskúpa af manni og þeir rótaeitthvað þarna í dysinni og þá finna þeir einhvern hlutmeð látúnsskapti og þá segir Villi: Þarna kemur hnífur-inn. Nema fornminjaverði er gert viðvart og hann komog gróf í þetta og beinin voru tekin upp. Það voru hross- bein þarna líka. Skúli átti erfiða æfi eftir þetta og varðgeðbilaður. Ég fór síðar með Kristjáni bróður að skoðaþetta. Þetta er ein af þessum óráðnu gátum.

Ég man að ég fór á sjó með pabba átta ára gamall

og við fórum út í síldarskip sem var fyrir utan Reyki ogfengum þar körfu af síld í beitu og ég veiddi fjörtíu ogtvo fiska og var mjög rogginn. Svo fórum við í landeitthvað um fjögur um nóttina og þá beið mamma ífjörunni, var að þvo í lauginni, svo hún gæti sett uppmeð okkur bátinn.

23

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 29: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 29/239

Þvotturinn var borinn niður í fjöru að lauginni og

þveginn með sápu á bretti. Sápan var búin til úrkindamör og vítissóda og það var bara soðið saman.Þetta var ágætis sápa. Eiginlega miklu betri en hinsápan, hún náði svo vel úr skít.

Við borðuðum allan íslenskan mat, fisk og kjöt.Til hátíðabrigða var steik eða kjötbollur. Mamma habdi

sérstakan hátt við þær. Hún setti bollur á fatið meðmikilli sósu og kartöflumús allan hringinn. Alveg hreintlúxus matur. Mamma bjó alltaf til góðan mat. Það varnáttúrulega borðað ógurlega mikið af þessum íslenskamat. Það var alltaf gert slátur á haustin og svo át maðurhafragraut. Það var alltaf tvírétta, ýmist fiskur eða kjötog hafragrautur eða mjólkurgrautur á eftir. Svo varnáttúrulega kjötsúpa líka. Það var alltaf til nógur matur.Það var drukkið mikið af mjólk en stundum vatn.Stundum varð mjólkurlaust og mikið óskaplega þóttimanni gott þegar mjólkin kom aftur.

Það voru tvö eldhús í bænum. Það var hlóðareld-hús og þar var yfirleitt soðið slátur svo aftur inn í bæ þarvar eldavél með vatnskassa. Það var vatnskassi við

hliðina á eldhólfinu til þess að hægt væri að hafa heittvatn. Til eldiviðar var notað tað, mór, spýtur ogallskonar dót. Það kom engin olíuvél fyrr en seint ogsíðar meir. Ávextir voru ekki nema til hátíðarbrigda,epli, gráfíkjur og döðlur en svo voru bakaðar kökur,Vínarkökur sem pabbi kallaði. Svo voru bakaðarkleinur, lummur, flatbrauð og rúgbrauð, líka seitt. Kjöt

24

PJETUR S. EINARSSON

Page 30: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 30/239

var reykt í kofa við tað og stundum hengt upp í

reykháfinn yfir hlóðunum.

Við krakkarnir fórum með gamla Njál og kerrunaofaneftir að sækja eldivið. Við sögðum þær stórfréttireinu sinni þegar við komum heim að Njáll hebdi fælsthjá okkur. Þá kom einhver vindhviða og gamli Njáll, vareitthvað illur og hljóp af stað og opnaðist kerran, við

vorum búin að setja eitthvað í hana, og allt úr henni enkassinn hékk nú samt á, skelltist aftur að og við baralokuðum kerrukassanum. Klárinn stoppaði eftir smástund og við fylltum bara kerruna og fórum heim ogsögðum þessi tíðindi þegar við komum heim að þarnahebdi nú verið mikið áreiti á okkur að stoppa gamlaNjál. Gamli Njáll var afskaplega mikið uppáhald enhann var dáltið skrýtinn því að hann var svoleiðis viðokkur krakkana að við gátum ekki rekið hann en svo varhann styggur við fullorðna. Það þýddi ekkert fyrirfullorðna að ætla að ná í gamla Njál því að hann hljóp bara eitthvað í burtu en ef krakkar komu stóð hannævinlega kyrr. Við gerðum allar kúnstir við gamla Njál.Við skriðum undir kviðinn á honum og svoleiðisnokkuð. Hann haggaði sér aldrei við okkur.

 Ja, það situr nú dáltið í mér þetta ljós, hérna, þettavar svo skrýtið og ég hef aldrei fengið neina skýringu áþví hvað þetta var. Mér fannst þetta ekki eins og neittstjörnhrap af því það var ekki alveg dimmt. Mér fannstþetta vera svo stutt í þetta af því að það fór lárétt en ekkilóðrétt niður en þá var ekkert farið að tala um fljúgandi

25

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 31: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 31/239

furðuhluti eða svoleiðis. Þetta hefði sjálfsagt flokkast

undir fljúgandi furðuhluti ef þetta hefði verið tíu árumseinna. Nei, ég hef ekki séð neitt svona síðar á æfinni.

Við vorum ekki gömul þegar við fórum að rakarifja og snúa. Maður þótti nú nógu liðtækur til þess aðsnúa þegar maður var fimm ára gamall.

Fyrsta sumarið sem við vorum á Reykjum, þaðvar ógurlegt óþurrkasumar, það var verið að heyja framá haust.

Annað árið sem við vorum á Reykjum misstipabbi um fjörtíu fjár úr mæðuveiki en hann var meðeitthvað á annað hundrað kindur. Það var mikil blóðtakafyrir barnafjölskyldu.

Það þurfti að ná í kýrnar á hverjum einasta degi.Þær voru yfirleitt þrjár eða fjórar. Svo þurfti að mokafjósið. Það var nú nokkuð gott með fjósið á Reykjum þvíþað var steyptur flór í því og haughús við, svo brautpabbi gat í miðjan flórinn svo það var hægt að ýta bara beint út.

Svo kom séra Árni í heimsókn, séra ÁrniÞórarinsson, já, já. Hann var að heimsækja dóttur sínaIngibjörgu. Hann predikaði þarna og mamma varhrifinn af því hvað hann hebdi verið andríkur en svo fórhann nú að spyrja um ættir mömmu. Hún rakti ættirsínar alla leið niður til Gísla Konráðssonar. Þá sagdi séraÁrni, já veistu hvers son hann var hann Gísli Konráðs-

26

PJETUR S. EINARSSON

Page 32: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 32/239

son? Já, já hún hélt hún vissi það. Konráð var frá

Vöglum. Nei, ekki aldeilis sagdi séra Árni, hann var núsonur Jóns á Bægisá.

Nei, ég kynntist aldrei förufólki. Það var allthorfið þegar ég kom til leiks.

Það vildi til einu sinni að það komu boð um þaðað það væri maður sem ætlaði synda frá Drangey. Þaðvar náttúrulega geysilegur viðburður. Þarna blastiDrangeyjarsundið við svo var maður búinn að heyrasöguna af því að Erlingur Pálsson var búinn að syndaþarna 1924 það voru ekki nema, hvað, sjö ár síðan hannhabdi synt og þá voru tíu ár síðan síðasti maður fórst íDrangey. Þetta var allt í fersku minni þarna.

Þetta var sólskin og blíða. Þetta var í ágúst. Nemasvo komu tveir strákar á hjólum það voru Bjössi bommsem seinna var læknir í Ameríku og gaf út sínar bækurog bróðir hans held ég, kallaður Diddi. Þeir voru meðkíkir og kíktu þarna fram á fjörðinn og sáu bátinn. Hanneiginlega tók ekki stefnu á Reykjadiskinn því að hannfór miklu norðar og við krakkarnir vorum send eftir

hestum og það átti að senda okkur út í Ingveldarstaðieftir einhverju. Svo tókst nú ekki betur til en að hestarnirstukku á sprett og hlupu eitthvað burtu og svo fór ég núað athuga um Gunnu systur mína, við vorum bara þarnatvö, þetta var þrjátíu og sex, þá fann ég bara hvergiGunnu og leitaði og leitaði og fann hana hvergi hvernigsem ég leitaði og mér leist nú ekkert á blikuna og ég fór

27

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 33: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 33/239

heim og sagdi frá þessu að Gunna væri bara týnd. Nú

það fóru allir nærstaddir að leita að Gunnu og strákarnirlíka sem komu á hjólunum og síðan var leitað og leitaðog leitað og kallað og ekki fannst Gunna. Svo man ég núekki hver var sem gekk fram á hana en þá lá hún stein-sofandi þar í laut. Það virtust auðvitað allir Gunnu úrHelju heimt hafa svo það var hætt við að sækja hestanaog við fórum bara heim og kíkirinn var tekinn og farið

að fylgjast með sundmönnunum.Þá sást hann bara lengst upp með Stól. Pétur

sagdi mér það seinna að þeir fóru bara eftir almanakinuog það munar fjórum klukkutímum og nítján mínútumá háflóði í Reykjavík og háflóði á Króknum og þessi tímihabdi ekkert verið tekinn með í reikninginn þegar varverið að ákvarða straumana. Svo Pétur lenti í útfallinuog þegar ég hef aðstoðað sundmenn þá hef ég reynt aðtaka alltaf tillit til þess að þeir syntu alltaf á liggjanda-num. Þá er straumlaust. Þetta var Pétur Eiríksson. Hannvar eitthvað á sjötta tíma að synda þetta. Hann KristinnEinarsson, hann var fimm tíma og þrjátíu og fimmmínútur. Hann hefur verið svipaðan tíma, sennilega.

Nú það var fylgst með sundi Péturs og það var núsvona álitamál hvort að gengi eða ræki. Svo fór hann núað nálgast Reykjasandinn og það fóru allir sem vettlingigátu valdið út á sand og þar var Lárus Rist. Hann varstjórnandi þarna í bátnum. Jónas Kristjánsson læknir varþarna með líka. Á endanum þá náði nú Pétur landiþarna í Sandvíkurkróknum þar sem að mætast grjótið

28

PJETUR S. EINARSSON

Page 34: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 34/239

og sandurinn og hann sagdi: Húrra land, þegar hann tók

niðri. Það var hlaupið til og honum hjálpað. Hann varþað aðframkominn að hann gat ekki gengið óstuddur ogþað var ákveðið að fara með hann niðrí laug því hannvar svo mikið smurður og pabbi fór að leiða hann og ein-hver annar til. Jónas læknir gekk með hann og hann varleiddur yfir Diskinn og svo yfir grjótið og hann fór aðspyrja hvort þeir gætu ekki borið sig. Jónas læknir

 bannaði það alveg af því hann yrði að ganga og koma blóðinu á hreyfingu. Svo var hann nú leiddur þarnasuður að lauginni, það var kölluð Grettislaug þarnafram í flæðarmálinu. Það er nú búið að rífa það til núna.Það er nú bara klöpp þar sem Grettislaugin var.

Þar var smápollur og hann var heitur vel uppundir sextíu, sjötíu stig og hann skellti fótunum ofan íþetta og fann ekki neinn hita. Þeir voru nú fljótir aðkippa fótunum upp úr. Síðan voru rist af honum fötin ogfarið að þvo hann og Jónas læknir kom með hlustar-pípuna og fór að hlusta hann og svo sagdi Jónas þegarhann var að hlusta hann: Hann er rétt dauður. Hjartaðfer bara svona tikk......tikk.....tikk. Svo var hann leiddurheim og háttaður ofan í rúm og gisti hjá okkur um nót-tina.

Síðan var hann fluttur á hestum inn í Krók. Péturvar alveg óvanur hestum og hann sagdi að það hebdieiginlega verið miklu verra að fara á hestum inn eftirheldur en nokkurn tímann að synda frá Drangey. Hannvar svo lurkum laminn þegar hann kom á hótel

29

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 35: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 35/239

Tindastól og gisti þar, hann átti að vera á loftinu, að

hann skipti við einhvern og fékk herbergi niðri því þaðvar svo erfitt að ganga upp stigann. Hann var með svomikið rassæri og allur úr sér genginn þó það sé nú ekkinema sautján kílómetrar þarna út eftir, og það hebdináttúrulega okkur krökkunum og öllum sem að fóruþarna allra sinna ferða á hestum og þarna inn á Krók,þótt þetta náttúrulega alveg fráleitt að menn skyldu taka

svona nærri sér að fara á hestbak. Svona var það nú.Pétur var nítján ára þegar þetta var, rétt að verða

nítján ára. Habdi verið búinn að liggja tvö ár á spítala í berklum og hann var mjög slæmur í fótunum og syntiskriðsund alla leið. Svo þegar voru liðin sextíu ár frá þvíað Pétur synti þá bauð ég honum til Drangeyjar ogöllum hans afkomendum og hann þáði boðið og varmjög glaður yfir og kom með alla sína afkomendur semfarið gátu og þeir komu þarna að Reykjalauginni og égfór með þau út í eyju. Ég gladdist mikið yfir að geta glattgamla manninn. Já, já svona var það nú.

Bærinn á Reykjum var gamall torfbær. Það var þilfram á hlaðið og það var skáli og stofa. Stofan að

sunnanverðu og skálinn að norðanverðu. Svo voru bæjargöng á milli og það var baðstofa þar inn í og svovar eldhús norðast og svo var miðbaðstofa og svo varsuðurhús. Þetta var mjög illa farið. Þiljurnar ónýtar ognæddi inn á, glugginn brotinn.

30

PJETUR S. EINARSSON

Page 36: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 36/239

Nei það var ekki kalt á nóttunni. Ég var með

yfirsæng með dún og undirsæng. Þær voru fylltar meðfiðri voru þykkar og var boldang í þeim. Boldang varþykkt léreftsefni nokkurs konar, röndótt, það var kallað boldang. Þaðan er náttúrulega komið nafnið boldangs-kvenmaður. Svo var bara léreft utan um sængurnar.

Á veturnar vorum við krakkarnir ekki vakin

snemma, svona þegar fór að birta og svoleiðis nokkuð.Ég man eftir því að það var tekin glóðin úr eldavélinni ákvöldin og sett í svona kolaskóflu og sett fram í hlóðir ogsvo var falinn eldur. Eldurinn var falinn þannig aðglóðin var sett í öskuna. Rakað svona ösku að. Síðan varsett þurr taðflaga yfir svo var sett hella yfir það og svovar rakað að í kring og svo voru teknir blautir sokkar,vettlingar og þess háttar og þurrkað á hellunni umnóttina. Það var kölluð þerhella. Það var farið snemma áfætur á sumrin.

Það var ekkert verið að kveikja að óþörfu. Ég maneftir því, ég tek þrjátíu lítra af bensíni á bílinn minn íhverri viku, að svoleiðis kútur var tekinn fullur af olíu áhaustin og hann dugði fram á vor.

Það var til dreifaralampi sem þótti gefa góða birtu og kveikt á honum svona við hátíðleg tækifæriþegar gestir komu eða eitthvað stóð til. Það var núsparað að kveikja á honum því hann eyddi alveg geysi-lega, fór með heila þriggja pela flösku á kvöldi. Kolurnarvoru horfnar en þó man ég eftir því að pabbi og mamma

31

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 37: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 37/239

fóru inn í Krók og amma og Una voru með okkur

krakkana að þær tóku stóra kúfskel og settu kveik í hanaog lýsi. Við vorum mjög hrifin af þessum logakrakkarnir. Það var geysilega mikið ljós af kúfskelinni.

Alltaf þegar var þurrkur að sumri var farið að binda. Við krakkarnir teymdum svo alltaf hestana meðheyið heim í hlöðu. Pabbi batt alltaf stórt. Svo var Jón á

Ingveldarstöðum að hjálpa okkur að koma böggunumfyrir og hann gerði pabba orð að hann mætti ekki hafaþá stóra því það væri svo erfitt að koma þeim inn umgatið á hlöðunni. Svo þegar við komum til baka meðhestana til pabba þá sögdum við að það hebdi ekkertþýtt þó Jón hebdi ýtt á baggana, og við bæði líka. He, he,he. Já, bæði innan við fimm ára gömul. Það var núminnkaður eitthvað bagginn. Í Gunnhildargerði batt Jónafi líka stórt og bar þetta á bakinu allt saman heim aftúninu. Já, já. Seinna þegar við Simmi vorum að bindafannst pabba þetta vera ekkert band. Við Simmi vorumhinir fúlustu yfir þessu orðnir sæmilega vel af manni þáog fórum upp í fjárhús og sóttum reislu sem að þar varog vigtuðum baggana og hann var hundrað tuttugu ogátta pund léttasti bagginn sá þyngsti var held éghundrað fjörtíu og tvö svo baggarnir voru milli sextíu ogsjötíu kíló, og það þótti pabba ekki nóg. Léttasti baggivar þá þrjátíu pundum þyngri en löggilt var.

Við vorum ekki mikið við slátt, ég svona hjakkaðisoldið. Það er hérna hólmi á Reykjateignum. Það varmitt engi. Ég átti eina kind og það þurfti tvo hesta handa

32

PJETUR S. EINARSSON

Page 38: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 38/239

kindinni og þetta passaði ef ég sló þetta þá var ég búinn

að heyja handa kindinni. Hesturinn er auðvitað um eitthundrað kíló. Ég var búinn að fá orf þegar ég var fimmára gamall og ég var að hjakka svona pínulítill. Það hafanú ekki verið mikil afköstin. En svona var þetta. Þaðmunaði um þessa tvo hesta sem maður kannskehjakkaði.

Það var farið heim í mat og kaffi því það var svostutt á Reykjum. Oft var okkur fært kaffi á flöskum meðullarsokk utanum. Svo var breitt á þegar fólkið átti aðkoma í matinn. Hvítt stykki sem var breitt á jörðina. Þásáu menn að það var kominn matur og röltu heim. Þaðvar klukka á heimilinu. Hún var nú alltaf á undan, búmannsklukka, einum eða tveimur tímum jafnvel.Meiningin var sú að þá fóru menn fyrr á fætur, en þettavar nú ekki á veturna.

Það þurfti að bera vatn í kýrnar og við krakkarnirtókum þátt í því.

 Já, já ég fylgdi mikið pabba mínum. Einu sinnivorum við saman og þá fundum við feykilega stóra rollu

hún habdi sýnilega farið í sjóinn og var óskemmd. Nemapabbi tók rolluna og fór með hana heim á kerrunni.Síðan var hún flegin og hirtur úr henni mörinn. Þetta vargeysilega mikill mör og mamma tók út mörinn og bræddi hann og það voru fimm kíló af tólg sem komu úrrollunni. Þótti alveg með eindæmum. Síðan tók pabbiskinnið og spýtti það og kjötið var bara sett upp í eldhús

33

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 39: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 39/239

og reykt. Það fannst ekkert mark í Skagafjarðarsýslu sem

átti við rolluna. Svo fór pabbi einu sinni í Ingveldarstaðiog þar var til markaskrá fyrir Húnavatnssýslu og þarfannst markið. Það átti það nú maður einhvers staðarskammt frá Skagaströnd. Síðan tók pabbi allt saman,hangikjötið og tólg.

Það er nú þannig með orðið tólg að menn vita

ekkert hvort það er kvenkyn eða karlkyn eins og örninnþað orð hefur breytt um kyn. Þetta var hún örnin.

 Já, já. Pabbi kom heim voða glaður að segjamömmu að þetta væri alveg bláfátækur barnamaður. Þúgetur rétt ímyndað þér hvort það hefur ekki verið búbótfyrir bláfátækan barnamann að fá þarna spikfeitahangna, reykta rollu rétt fyrir jólin og tíu pund af tólg.Sjórekna blessaður, það habdi nú ekki mikið að segja íþá daga því að sjór fer innan í þetta sjórekna og þetta ereins og skorið, ekkert blóð. Pabbi var óskaplega heiðar-legur og ráðvandur maður og habdi afskaplega gamanað gera fólki greiða. Þegar hann fór til Reykjavíkur tókhann ævinlega mat af ýmsum toga með sér til að gefa.Ég hef reynt að gera það sama á lífsleiðinni.

Pabbi sagdi mér allskonar sögur þegar við vorumsaman. Ég man eftir að hann hélt afskaplega mikið uppá Pál Ólafsson skáld, enda var hann heimilisvinur íGunnhildargerði. Svo man ég eftir einni draugasögusem hann sagdi. Eitt sinn fann afi minn Sigmundurlamb, mórautt lamb, í götunni þarna heima í

34

PJETUR S. EINARSSON

Page 40: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 40/239

Gunnhildargerði og það var allt saman meira og minna

lemstrað og hann var eiginlega alveg viss um að þaðhebdi komið einhver og riðið á lambið og farið svonameð það var ógurlega sár yfir þessu tók lambið og settiþað inn í fjárhús og lokaði. Fjargviðraðist yfir þessuþegar hann kom heim hvers konar framkoma þetta væriað ríða svona á lambið hver myndi hafa gert þetta. Svofór hann út í fjárhús að líta á lambið og þá var bara

ekkert lamb í húsinu. Þá þurfti ekki lengur vitnanna við.Þetta habdi verið Írafellsmóri sem hann setti þarna inn íkofa.

Mamma mín var eiginlega menntamanneskjan áheimilinu. Hún habdi gengið í skóla hjá Jóni kennara.Svo gat hún nú ekki tekið próf þegar hinir krakkarnirtóku próf einhverra hluta vegna. Um jólin þar á eftir varhún látin taka próf og það varð úr að hún tók prófið ogþað var langhæsta prófið sem var tekið þá í skólanum.Hún las dönsku og það voru til dönsk blöð þarna semhún habdi fengið einhvers staðar. Við krakkarnir vorumóskaplega forvitin að láta hana lesa fyrir okkur. Þettavoru myndasögur af Knold og Tott og Frank í Afríku oghún las þetta allt fyrir okkur.

Ég man sérstaklega eftir einni grein hún var aftveim mönnum sem voru að klífa Mount Everest og þeirhvurfu síðast í snjóstormi og de forsvandt i snöstormstóð í blaðinu, ég held að það hafi verið Vollari og Imed.Ég hef alltaf verið óskaplegur klaufi í tungumálum enhún habdi gaman af þessu. Við krakkarnir

35

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 41: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 41/239

uppgötvuðum það ef það var eitthvað sem var vafasamt

að við fengjum nú að gera þá var best að spyrja mömmuað því þegar hún var að lesa. Þá var hún vís til að lofaokkur að fara, sagdi eitthvað svona: Ætli það ekki, og þálosnaði hún við rexið í okkur.

Ég var alinn upp á góðu heimili og habdi gottatlæti. Við okkur var talað og okkur sýnd hlýja. Hins

vegar var það aldrei að það væri í lensku að hæla okkur.Það þótti kynd undir mont. Já, já ég var tugtaður til. Í Gunnhildargerðisættinni var það alveg lenska að tugtakrakkana til ef þeir ekki gengdu. Það var þrifið í brjóstiðá manni og kannske gefið utan undir en ég fékk engaflengingu, enda var ég svo góður drengur. He, he, he.Mamma tugtaði mig aldrei til. Ég held að þetta hafi verifull mikil lenska í Gunnhildargerðisættinni. Það átti aðhlýða skilyrðislaust.

Mamma hefur alltaf haft sitt jafnaðargeð og veriðæðrulaus. Það hefur aldrei verið neitt væl í henni. Pabbihafði mikið skap. Hann gat rokið upp alveg eins ogpúðurkerling en það var fljótt úr honum, frekar. Þaðhefur verið viðvarandi í Gunnhildargerðisættinni, held

ég, það var þessi agi. Krakkarnir urðu að hlýða alvegskilyrðislaust, humm, hvort sem þau vildu eða vilduekki. Ég heyrði það nú að pabbi hann bar nú hálfgerðavirðingu fyrir Nonna bróður sínum því að kall faðirhans ætlaði að senda hann eftir rollu og skipaði honumað fara útfyrir tún. Strákur neitaði að fara svo kall þreif íöxlina á honum og sagdist þá skyldu fylgja honum og

36

PJETUR S. EINARSSON

Page 42: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 42/239

fór með hann út að túngarði og skildi nú ekki mikið í

öðru en að Nonni tæki nú sprettinn á eftir rollunum enhann bara labbaði heim í bæ og sótti rollurnar bara ekkineitt.

Svo hann varð að fara heim aftur kallinn og þávar pabbi sendur af stað og hann fór af stað, já, já, oghann var montinn yfir því að hann fór og náði í rollurnar

og hann fann egg á leiðinni. Nema pabbi átti afskaplegamikið eggjasafn, já. Hann vantaði bara arnaregg,súluegg, skarfsegg og skrofuegg, já það voru bara ekkimörg egg sem hann vantaði. Hann skifti nú við Hálfdání Kvískeri lét hann hafa fálkaegg og fékk fyrir skúmseggog eitthvað annað. Kiddi bróðir á þetta safn og í því ermeira að segja keldusvínsegg sem hann fékk úr Húsa- bakkaflóanum. Pabbi var alveg sérstakur að þekkjafuglana. Ja, ef hann hitti einhvern þá spurði hann eftireggjum og þeir sendu honum egg og svoleiðis nokkuð.Þetta habdi hann í skúffum heima. Gerði það þegar aðgestir komu þá fór hann að sýna þeim eggjasafnið ogsýna myndir.

Það kom einu sinni maður frá Ameríku sem hét

 Jóhannes Pálsson var læknir og rithöfundur og habdiflutt frá Reykjum sem ungur drengur. Fannst hvergi íheiminum fallegra en á Reykjum. Horfði upp á fjallið ogsagdi: Þarna er Tröllagreiðan, það hefur nú fækkaðaðeins í henni tindunum. Svo löngu seinna þá kom bróðir hans. Þá vorum við komin í Fagranes. Það varsextíu og níu. Ég fór með honum út í Reyki og fram á

37

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 43: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 43/239

Disk. Hann sagdi að Diskurinn hebdi minnkað mikið.

Hann var held ég yngri en fyrri bróðirinn. Seinna baðPétur Björnsson áfengisvarnarráðunautur á Siglufirðimig, löngu seinna, að útvega sér steina, einhverja steina,frá Reykjum. Ég sendi þeim steina og svo fékk ég kortfrá þeim þar sem sagdi að þarna hebdi ég glatt gamlamenn.

Það var enginn vegur að Reykjum í þá daga. Þaðvar bara reiðgata ekki einu sinni fær kerrum. Vegurinnendaði við Fagranes. Það var ekki fyrr en nítján hundruðfjörtíu og þrjú sem kom bíll í Fagranes. Það var ekki bílfært út í Reyki fyrr en fjörtíu og sjö.

Reykjadvölin var ævintýri. Það var til dæmis aðþað var svo mikið líf á sjónum í þá daga. Þá gerðum viðþað sumrin þarna á Reykjum að við töldum skipin semvið sáum. Þá var síld hér inn um allan fjörð. Það varkannske meginið af síldarflotanum þarna bara íkringum Reyki. Ég man eftir einn morguninn þegar viðkomum út, það hefur verið það flesta sem við töldum,þá töldum við sjötíu og tvo skip. Svo þegar sunnanstrekkingur var þá lágu skipin þarna á Sandvíkinni. Það

voru kannske tuttugu þrjátíu skip. Síldarskip. Þarnavoru þau kannske dögum saman. Það kom fyrir aðmenn komu í land þá voru þeir að fá mjólk og þessháttar.

Ég man sérstaklega eftir því að menn komu þarsem við vorum að leika okkur útá túni og sögðu: Sæl

38

PJETUR S. EINARSSON

Page 44: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 44/239

verið þið börnin góð. Hafið þið séð síld? Svo fóru þeir

inn og það lá blað á borðinu og einn þreif blaðið. Þaðvoru nýafstaðnar kosningar og mynd af mönnum áforsíðu. Hann var afskaplega rogginn og benti á myndog sagdi: Þessi komst inn. Þessi komst inn.

Ég held að hafi verið keypt tvö blöð bæði Tíminnog Samvinnan.

39

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 45: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 45/239

40

PJETUR S. EINARSSON

Page 46: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 46/239

II. ÞÁTTUR

Einu sinni kom Friðrik Hansen og þá kom meðhonum Jón sem seinna kallaði sig Skagfirðing. Hann gafút ljóðabók sem heitir Aringlæður, prýðilega vel hag-mæltur, og þeir báðir. Ég held að þeir hafi fengið séraðeins í glas. Steingrímur Friðriksson var heima þá.Hann fylgdi Jóni inneftir um kvöldið. Hann var orðinn

svona ansi góðglaður en Friðrik gisti um nóttina. Friðrikvar nefnilega búinn að kenna bæði pabba og mömmu.Kenndi pabba fyrir austan nítján hundruð og ellefu ogsvo var hann kennari hérna við unglingaskólann áKróknum þegar mamma var þar. Þau héldu bæði mikiðupp á Friðrik og hann sendi þeim vísu þegar þau giftusig. Hún er svona:

Lukkan hlæi ykkur æ.Elti snæ úr hverjum slakka.Gefi blæ á gæfu sæ.Góðan bæ og marga krakka.

Þetta er nokkuð góð oddhenda, hummm.

Maður safnaði steinum og notaði þá í steinasafn

út í garði. Svo lék maður í sandinum. það rann lækurþarna fram í sandinn þarna í króknum og ég reyndimikið að láta þennan læk renna til sjávar búinn að veitahonum mikið fram á sandinn en það kom nú þá fyrirmig eins og margt svona seinna í lífinu að lækurinn bararann út í sandinn. Maður hefur orðið að bíta í það súraepli að það er ýmislegt sem rennur út í sandinn hjámanni. Hummmm.

41

Page 47: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 47/239

 Jú, jú maður hugsaði svo sem ýmislegt. Manni

leiddist að fara frá Reykjum. Maður sá alltaf eftirReykjum og síðan keypti ég nú part í Reykjum og þaðhefur nú kannske farið á annan veg, orðið frekar á hinahliðina.

Ég man eftir að fyrst eftir að þau komu í Reyki,Gunnar og Ingibjörg, þá heyrðum við allt í einu

ógurlegar drunur. Við fórum út á hlað, þetta var þoka,heyrðum þessar miklu drunur. Þá var þetta í flugvél.Það er það fyrsta sem ég man eftir flugvél en við sáumekkert flugvélina. Hún hefur sjálfsagt verið fyrir ofanþokuna, sko. Þetta var lág þoka. Það er oftar lág þoka áReykjum svona yfir sjónum þó að það sé bjart yfir. Þávoru þau náttúrulega búin að sjá mikið af flugvélum íReykjavík, og svoleiðis nokkuð, mundu eftir hinum ogþessum flugvélum sem höfðu komið og alveg heilliflugsveit ég man ekki hvort það var ítalska flugsveitin,ætli það hafi ekki veri þá. Þetta var náttúrulega mikilævintýraborg Reykjavík til dæmis Gísli sonur þeirrahann var nú aðeins yngri en ég, hann sagdi miklar sögurfrá Reykjavík. Hvað bílarnir ækju hratt og jafnvel aftur á bak á geysihraða og útmálaði þetta ógurlega fyrir okkursveitabörnunum hvað þetta væri mikil dýrð í Reykjavík,sjálfri Reykjavík, sko. He, he, he.

Svo kom ég nú ekki til Reykjavíkur fyrr en ég var,hvað, átján ára.

42

PJETUR S. EINARSSON

Page 48: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 48/239

Við fluttum í Hólakot nítján hundruð þrjátíu og

níu, í fardögum þrjátíu og níu, þá varð að flytja alltsjóveg líka.

Bærinn á Hólakoti stóð þarna rétt aðeins ofan viðþar sem bústaðurinn er núna og hann var nú ekkert betrien Reykjabærinn þegar við fluttum þangað. Mjög illafarinn. Þiljurnar voru sprungnar inn og moldin lá inn á

gólf og pabbi fór nú í það að byggja upp baðstofuna.Þetta var nú svipað snið eins og á Reykjum nema bað-stofan sneri austur og vestur og það voru þrjú hús.Vesturhús, miðbaðstofa og eldhús og svo var hlóðareld-hús og svo skáli, hérna, frammi og þetta var allt svonavoðalega hrörlegt. Engin vatnsleiðsla í bæinn og úti-húsin og þau óskaplega léleg. Það var nú reyndar hlaðavið fjósið og átti nú að heita svona innangengt í fjósið ogsvo voru hús fyrir norðan bæinn en þar var bara hey enþað var nú hlaða sunnan við húsin og þetta stendur núá sjávarbakkanum og það var bara þokkalega lending íHólakoti. Hún var nú reyndar sunnan við Hólakotsána.Taldar góðar grásleppu, eða rauðmaganetalagnir ogstutt að fara til fiskjar þó væri nú kannske ennþá styttraá Reykjum. Það var alltaf venjan á vorin að leggja framaf lauginni grunnt.

 Já, já þá var alltaf rauðmaganet. Mann hlakkaðialltaf til að fá rauðmaga á vorin. Já, já hann var soðinn ogreyktur og jafnvel súrsaður. Það var allt verkað.Þunnildin sköfin af þeim og gaddarnir og þetta var settí súr. Þetta var mjög gott fannst okkur upp úr súr. Nei,

43

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 49: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 49/239

það var ekki mikið að við fengjum egg úr eyjunni. Pabbi

fór eitt vor og þetta var bara selt þá, eggin. Við höfðumalltaf hænur, já ég veit ekki hvort ég á að segja frá því enGunnar fékk hænur hjá pabba og þau fengu egg og svofór hann með hænurnar sínar niður í Bessakot það erþarna þar sem tóftirnar eru niður á túninu og hænurnarvoru þar og svo vildi það nú til einu sinni að það kom bara fálki og sló bara hausinn af einni hænunni.

 Já, já, hann alveg fauk af hausinn. Þetta náttúru-lega sást til illfyglisins og þeir voru náttúrulega friðaðirfálkarnir þá eins og nú, sjálfsagt, en Gunnar sá nú samtfram á það að fugl sem að framkvæmdi svona verknaðhann myndi nú ekki vera á vetur setjandi svo hann tók byssuna sína og labbaði niður í hesthús eða niður íBessakotið og síðan var hæna sett þar í dauðafæri og svokom fálkinn og ætlaði að gæða sér á hænunni en þaðvarð hans banabiti. Já, já Gunnar lét hann svara til sakafyrir þetta, en það var ekki drepið meira af hænunumeftir þetta.

Ég man eftir til dæmis þegar Gunnar byggði raf-stöðina. Það var komið rafmagn í Krókinn þá og allt

upplýst og Gunnar fékk svona rör, þetta voru timburrör.Hann fékk þau með bát innan úr Krók svo voru þaudregin heim á hestum og það var hlaðin stífla þarna áhólnum fyrir ofan bæinn og svo var steypt stöðvarhúsog strokkurinn átti að vera jafnhár stíflunni eitthvaðfjórir, fimm metrar. Það var nú svona frekar af vanefnumgert því það var nú ekki nógu gott efni í strokknum og

44

PJETUR S. EINARSSON

Page 50: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 50/239

kannske verið hleypt á of snemma, steypan ekki verið

orðin nógu hörð. Minnsta kosti þegar hleypt var á þásprakk stokkurinn og vatnið bara fossaði þarna út.

Svo var nú verið að reyna að tjasla í þetta setjatimburfyrir gatið en það var aldrei almennilegt. Þaðþótti vera nokkuð gott ef að túrbínan tók ekki loft. Þá fórað verða ansi mikið maus ef hún tók loft og þetta varð

aldrei neitt að gagni. Komu aldrei einu sinni almennilegljós af rafstöðinni og ekkert á þetta að byggja.

Gunnar og Ingibjörg voru þarna í gamla bænumásamt okkur á sumrin í þrjú ár á sumrin en svo fóru þautil Reykjavíkur á haustin. Gunnar var ósköp góður viðokkur krakkana og ég man eftir að hann gaf mér einusinni skíði, habdi fengið hickory efni og gaf mér skíði,aumingja kallinn. Það var nú reyndar eftir að viðkomum í Hólakot.

Mér er svona minnistætt einu sinni að ég fór meðþeim pabba og Gunnari inn á Krók og þá var nú fariðgangandi þá voru nú steinvölur á veginum. Gunnarhabdi lag á því að hann gekk svoleiðis að hann setti upp

fótinn svo að hællinn kom við þar sem að steinvala varsvo kippti hann fætinum upp snöggt og henti þar meðsteininum út af veginum svona til hliðar. Ég hef enganséð gera þetta en þetta er mjög merkilegt ef menn geta bara með því að breyta svona göngulagi kastað völumúr vegi fyrir mönnum.

45

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 51: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 51/239

Mér þótti þetta merkilegast á Flóabrautinni því

þar var stórt grjót. Flóabrautin var nokkuð merkileg þvíhún var hlaðin upp úr sniddu, alt flutt á hestum yfirmýrina þarna úteftir frá öskuhaugunum að Innsta-landsmelnum.

Það var svona þriggja tíma gangur frá Reykjumút á Krók. Það var reyndar eftir því hvernig var farið.

Það var alltaf farið að neðan, sem kallað var. Þá var fariðþarna suður nafirnar og heitir Brattagata fyrir utanGönguskarðsárósinn. Það var þar fyrir neðan, og svo varfarið á ís yfir ána. Brúin var komin en þetta var miklustyttra heldur en að fara upp á brú. Á sumrin fór maðurríðandi þarna yfir. Það var ekkert mál.

Pabbi átti Husqarnabyssu og Gunnar átti líkaHusqarnabyssu alveg eins. Þær voru báðar númer sex-tán svo það voru ekki miklar selabyssur. Voru með lokuog voru orðnar svo þrútnar patrónurnar að það var nústundum erfitt að koma þeim í hlaupið og varð þá aðhafa svokallaðan krassa. Það var annað hvort tréprikellegar blý. Krassi sem var skutlað inn í hlaupið til að nápatrónunni úr.

 Já, já hann hlóð sjálfur. Það voru látúnspatrónurog þær vildu þrútna svo að þær þrútnuðu í og svo voruþað einstaka menn eins og Pálmi á Stöðinni hann áttitæki til þess að þrengja patrónurnar en það dugaði núekki nema í nokkur skipti því þá vildi alltaf fara í samafarið þegar skotið var úr og þá átti patrónan til að

46

PJETUR S. EINARSSON

Page 52: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 52/239

springa. Það urðu ekki slys á Ströndinni af þessu, en

aftur Gunnar Lanz hann missti augað. Það bilaði lokanog fór aftur úr og það var annar maður hér líka Sveinn íHlíð, held ég bílstjóri hér fram í sveit. Það fór eins fyrirhonum. Hann missti augað líka. Já, já það voru mörgslys af þessum byssum.

Vinnumaður hjá okkur skaut sel með þessari

 byssu en þá voru höfð stærri högl. Hann habdi tekiðhana með sér á sjóinn ef skyldi koma selur. Það var núsjaldan á Reykjum sem að það var. Nei, ég man aldreieftir að það hafi komið selur í net þarna á Reykjum. Þaðvar ekki mikið um að við ætum sel á Reykjum, kannskeeinn eða tveir. Hinsvegar skaut ég sel eftir að ég kom íFagranes, þó nokkra, og þeir voru étnir með bestu lyst.

Ég náði þeim þarna út með sjónum. Þeir lágu þará steinum. Ég notaði bara riffil, tuttugu og tvö. Ef maðurhittir vel í hausinn bara, þá steinliggja þeir. Ég man eftirþví einu sinni að ég fór að sækja kýrnar, greip með mérriffilinn ég var nú orðinn fullorðinn þá, nokkuð. Þá sá égþarna stóran sel askolli stóran. Rúm tvö hundruð pund.Hann lá þarna upp á steini og ég fór og skaut hann og

hitti svona vel í hausinn á honum að hann datt ekki einusinni út af steininum. Ég fór heim að ná í kerru og fluttihann heim. Þetta var bölvað streð að bera þetta upp á bakkann. Já, já. Jú, jú þetta er voða bras við þetta þegarallt er á fleygiferð. Ég minnsta kosti dröslaði honum ein-hvern veginn. Það var hart að setja hann upp í kerrunaþví hann var á þriðja hundrað pund. Það var allt saman

47

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 53: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 53/239

nýtt af selnum, blessaður vertu. Meira að segja inn-

volsið, ef maður fór á sjó þá var þetta upplagt til að beita.Selslangi, fínt fyrir ýsuna og hnísu. Það var alveg lúxus- beita fyrir hnísuna.

Pabbi skaut alltaf andir þarna á tjörninni áReykjum.

 Já ég segi andir eða endur. Það var svonahvortveggja jafngilt. Já, já tungumálið hefur mikið breyst og siðir hafa breyst.

Það var algengt þegar maður var sendur til næsta bæjar þá var brýnt fyrir manni að heilsa fólkinu ogþakka fyrir sig, og þess háttar, og ég held að maður hafiverið álitinn svona hálfgerður hálfviti eða skrýtinn eitt-

hvað ef maður hebdi bara komið inn í bæinn og sagt hæ.Nú er held ég menn bara taldir vera hálf skrítnir ef þeirsegja: Komdu blessaður eða svoleiðis. Það er alveg aðdetta úr málinu þrátt fyrir alla málvöndun ogþjóðrækniskennd. Mér var kennt að heilsa með handa- bandi og, ekki hneigingum beint, ójá, maður heilsaðimeð handabandi og kvaddi og þakkaði fyrir sig og

svoleiðis nokkuð. Það voru nú bara nánasta skyldfólk og bestu vinir sem kyssti mann og maður kyssti. Munn-kossar meðal almennings voru alveg horfnir.

Það var nú venjulega á vorin að þá gekk inflú-ensa, nú ég man nú ekki eftir öðrum sjúkdómum, enkannske inflúensa og kvef eða magapestir og svoleiðis,

48

PJETUR S. EINARSSON

Page 54: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 54/239

ekkert meira en gengur og gerist. Ég hugsa að menn hafi

nú kannske verið hræddastir við berklana, það þóttiógurlegt. Svo voru menn ógurlega hræddir viðlömunarveikina. Ég man eftir því að stuttu eftir að viðkomum í Reyki að þá gekk lömunarveikin. Það varmaður þarna á Ípishóli sem hét Halldór, alltaf kallaðurDóri. Hann var mikill vinur þeirra heima og hélt mikiðupp á Gunnu systir og ég man eftir því að einu sinni

þegar við vorum á Grófargili kom hann með svartagimbur og gaf Gunnu. Hún lifði lengi og var alltafkölluð Surtla Gunnu og ég man eftir að hann komríðandi og reiddi þessa gimbur. Svo kom pabbi einusinni að vori til og þá var lömunarveikin að ganga og þásagdi pabbi: Hann dó nú úr lömunarveikinni hann Dóriminn á Ípishóli. Umm, já. Ípishóll er þarna stuttu fyrir

ofan Grófargil ég hef nú bara aldrei komið þarna, það erí eyði núna.

Ég átti móbotnótta kind það bjargaði mér nú aðég þekkti kindina mína af því að hún var móbotnótt þvíég var alveg sérstakur rati á fé. Þekkti ekki nokkra kind.Ég þekkti alltaf móbotnu því það var eina kindin semvar móbotnótt.

Það kom þarna einu sinni kall þegar við vorum áGrófargili hann var afskaplega tungulipur og taldiforeldrum mínum trú um að það væri alveg nauðsyn-legt að líftryggja börnin. Það væri svo gott ef þau færunú í skóla tildæmis þá gætu þau veðsett líftryggingunasína fyrir, hérna, námslánum og hvað eina og svo ef eitt-

49

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 55: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 55/239

hvert þeirra dæi þá væri þetta stórfé og það varð úr að

þeim var talin trú um ágæti þessarar líftryggingar og égvar líftryggður. Ég var eina barnið sem að þá var fætt ognáttúrulega óhemju verðmætur og var líftryggður fyrirfimm þúsund krónur.

Þá var það drjúgur peningur því að pabbi keyptiReyki á tíu þúsund en svo átti ég nú að fá líftrygging-

una greidda, ef ég ekki dæi, þá átti að borga mér útlíftrygginguna þegar ég yrði áttræður. Þetta þótti núlangur tími og það var gengist í það að ég fengi þettaþegar ég yrði fimmtugur. Jú, jú það gekk í gegn að ég áttiað fá líftrygginguna þegar ég yrði fimmtugur og ár-gjaldið af líftryggingunni var tuttugu og fimm krónur ífyrstunni. Svo hækkaði það nú um helming þegar að égátti að fá þetta greitt svona snemma en lömbin mín þauhrukku aldrei fyrir líftryggingunni þegar ég var að alastupp því það var svo lágt verð, eitthvað sjö krónurlambið og pabbi varð alltaf að hjálpa uppá sakirnar og borga fyrir mig af lífsábyrgðinni.

 Já, já og þetta gekk svona. Svo náttúrulega fóruöll lömb í líftrygginguna. Ég var nú samt orðinn ansi

mikill fjáreigandi þegar ég var um fermingu þá átti égþrjár kindur og farið að slá uppí það að ég gæti farið að borga líftrygginguna. Þá kom mæðuveikin og þærdrápust allar á einu ári. Svo ég varð að hafa einhverönnur ráð til þess að borga af líftryggingunni og svonahélt ég áfram að borga af líftryggingunni þangað til aðég varð fimmtugur. Þá var mér nú tilkynnt að líf-

50

PJETUR S. EINARSSON

Page 56: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 56/239

tryggingin væri til útborgunar og ég átti að koma með

nafnskírteini og eitthvað svona vesen og sækja líf-tryggingarféið. Þessar fimm þúsund krónur. Þetta varsvona rétt áður en myntbreytingin var, tekin núllinaftanaf krónunni, og þá sá ég nú það að þetta mundivera fyrir einu læri og ég er ekkert farinn að taka líf-trygginguna ennþá. Hummm. Ég þurfti aldrei að sýnanafnskírteini eða nokkurn hlut þegar ég var að borga af

tryggingunni hjá tryggingarfélaginu Thule sem var svokomið inn í Sjóvá Almennar og þar mun það vera enn,enda var mikill gróði hjá Sjóvá Almennum núna ásíðasta ári.

Það var borgað af tryggingunni í um fimmtíu ár,líklega ein tvö hundruð lömb, fyrir utan rentur, semlagdi sig að loknu tímabilinu á eitt lambslæri He, he, he

- Þetta er nú nokkuð góð saga, er það ekki?

Við Simmi fengum sitt hvorn hlutinn í Eimskipsem pabbi og mamma keyptu á tuttugu og fimm krónurá sinni tíð. Sá hlutur mun gera á núvirði eitthvað um áttahundruð þúsund í dag og svo fengum við auk þess

rentur. Jaaá, þetta er heldur betra heldur en lífsábyrgðin.

Annars vegar verða tuttugu og fimm krónur aðengu og hins vegar standa þær undir átta hundruðþúsund í dag.

Við búum fjögur ár í Hólakoti. Það var laust ogþau voru jarðnæðislaus, voru að hugsa um að flytja í

51

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 57: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 57/239

Krókinn. Svo var pabbi að hugsa um að flytja í Krókinn

þegar við fórum í Fagranes.

Myrkfælni? Já, já blessaður vertu ég var myrk-fælinn sjálfur. Ég stalst til þess að lesa draugasögurnarog var drullumyrkfælinn á eftir.

 Já, já ég man eftir því einu sinni að ég var að gefakúnum í Hólakoti. Það var myrkur þar inni í geil. Ég varvoðalega hræddur að fara inn í geilina. Það var kýr semvar nýlega borin. Kálfurinn hafði verið bundinn þarna íhlöðudyrunum. Ég fór með kálfinn inn í geilina til þessað reka frá mér alla hugsanlega drauga, he, he, he, ogþannig tókst mér að gefa kúnum.

 Já, já það var eins og að ef maður hafði einhverja

lifandi skepnu með sér þá var maður ekkert myrkfælinn.Minnsta kosti var það með mig ef ég var á hestbaki þávar ég aldrei myrkfælinn og ef ég var með hundinn meðmér þá var ég heldur ekki myrkfælinn en ef maður fórnú til næsta bæjar til dæmis, ég man eftir því einu sinniað ég fór út í Daðastaði og svo lenti ég í myrkri á heim-leiðinni var nýbúinn að lesa alveg ægilega draugasögu,

sem ég mátti náttúrulega alls ekki lesa á þeim tíma, varskítmyrkfælinn, en ég var svo heppinn að ég var meðhníf í slíðrum og hann var með rauðu skafti og ég var búinn að lesa það í þjóðsögunum að svoleiðis hnífar þeirværu alveg örugg vörn gegn draugum. Ég habdi lesiðum einn mann sem hafði orðið fyrir ásókn og það sóttiað honum einhver flygsa og hann var með rauðan hníf

52

PJETUR S. EINARSSON

Page 58: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 58/239

og hann stakk flygsuna með þessum hníf og hún bara

gufaði upp. Hvarf í eldglæringum og hann misstihnífinn en þó nokkru seinna þá fannst hnífurinn ímannsherðablaði þar útá mel. Svo það fór ekkert á millimála að þetta væri mikil vörn og ég tók annarri hendium skaftið á rauða dálknum mínum sem að ég habdikeypt í síðustu ferðinni minni í bæinn og hann bjargaðimér alveg heim, he, he.

 Já, já ég kunni reyndar Fjandafæluna eða sálminnáður:

Sólin til fjalla fljótt.Fer í sjóndeildarhring.Tekur að nálgast nótt.Neyðin er allt í kring.Dimmt er í heimi hér.Hættur er vegurinn.En ljósið þitt lýsi mér.Lifandi Jesú minn.

Þetta mun vera vísa sem einhver maður hefurkveðið til þess að kveða frá sér draug og maður hefði núsvona hugsað sér í æsku að það hefðu verið einhverjarrammar formælingar og bölbænir sem hefðu veriðhafðar yfir, en svona var það nú samt.

Þettað er kannske bara eitt sýnishorn en hins-vegar er það merkilegt með þennan skáldskap hvaðhann getur verið óskaplega tvíeggjaður bæði til góðs ogills, hummm. Menn kveða lofkvæði til vina sinna og égvar nú að segja við Kidda bróður um daginn að það gæti

53

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 59: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 59/239

verið gaman að taka saman yfirlit yfir þá menn sem að

hefðu verið drepnir vegna kveðskapar til dæmis baraeins og Þorvaldur Víðförli. Þetta mikla göfugmenni.Sem að sátu þrír konungar við borð og þá hafði einhverorð á því að það myndi nú ekki vera annað borð beturskipað heldur en það sem sátu við þrír konungarnir ogþá sagdi einhver að hann þekkti einn mann og hannværi það göfugur að það myndi vera jafnvel skipað það

 borð sem hann sæti við einn eins og þeir þrír konung-arnir. Það var Þorvaldur víðförli.

Svo drap hann mann út í Noregi sem hafði ort umhann skammir uppá Íslandi, ha !

 Já, sveitasíminn, ja það var venjan að menn tókuupp tólið svo þeir væru nú ekki að hringja ofan í samtalog þá ef menn voru nú að tala saman, sko, þá biðu mennnú kannske og hlustuðu á það sem var verið að segja og biðu þangað til að menn voru búnir að ljúka sér af og þávar farið að hringja, en við náttúrulega, þegar við vorumað tefla í símanum þá héldum við bara á tólinu oghugsuðum þangað til við vorum búnir að hugsa okkurum og þá kom nú fyrir að menn hringdu bara og fóru að

tala saman. Þá náttúrulega biðum við á meðan að þeirvoru að ljúka sér af en það gat nú orðið ansi löng bið ogþað kom nú svona stöku sinnum fyrir að ef það var smáþögn þá skutum við svona inn í einum og einum leik,he, he, he, og þá urðu þeir kannske æfir yfir því að viðværum að tefla í símann það ætti ekkert að vera að

54

PJETUR S. EINARSSON

Page 60: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 60/239

svoleiðis en við skiptum okkur ekkert af því, strákarnir,

nei, nei.

Það var bara símstöð hérna á Króknum og svo varþetta tengt, maður varð alltaf að hringja á símstöðina efmaður ætlaði að ná í Skörðin og, hérna, Borgarsveitinvar, aftur, sér. Þeir gátu hringt alltaf sín í milli í Borgar-sveitinni þegar að stöðin var opin. Skörðin gátu hringt

sín í milli og Ströndin aftur sín í milli. Svo þegar aðstöðinni var lokað þá voru allar línurnar tengdar saman.Þá gat maður hringt um allan hreppinn. Það kostaðiekkert að hringja innansveitar, ef maður hringdi íBorgarsveitina eða Skörðin þá kostaði það ekkert en efvið hringdum eitthvað útfyrir stöðina þá kostaði það.

 Jaa, ég man nú mikið af hringingunum áStröndinni. Það var til dæmis þrjár stuttar í Fagranes,þrjár langar í Hólakot og stutt og löng í Daðastaði oglöng og stutt í Ingveldarsstaði og fjórar stuttar í Reyki,stutt og löng í Stein og löng og stutt í Skarð. Þetta varsvona, hummm.

 Já, það var neyðarhringing sem að stöðin átti að

svara. Það voru fimm langar og þá var vakt á stöðinni. Já, já það var hringt neyðarhringingu. Það var til dæmisef að þurfti að ná í lækni eða eitthvað svoleiðis. Þá varhringt neyðarhringing og það var á tímabili þá var ásjúkrahúsinu stilltur síminn þangað og þeir urðu gefamanni samband á sjúkrahúsinu ef maður þurfti að ná íeinhvern. Þetta var nú sérstaklega um göngur og réttir.

55

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 61: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 61/239

Þá þurftu menn að ná í önnur sveitarfélög til þess að

sammæla sér og ef var vont veður, til dæmis, þá töluðumenn saman og báru saman bækur sínar hvort það værifært í göngur eða ekki. Svo ef eitthvað kom fyrirkviknaði í eða eitthvað. Já, já ég man eftir því að þaðkviknaði í á Reykjum einum tvisvar sinnum. Í annaðskiptið kviknaði í heyi, sjálfsíkveikja og svo kviknaði ííbúðarhúsinu í annað skipti, hvort það kviknaði í útfrá

rafmagni eða lampa eða einhverju. Síðast þegarkviknaði í á Reykjum var bara allt brunnið þegar að varkomið. Það var enginn heima. Þau voru inn í Krók.Gunnar og Ingibjörg voru flutt þaðan en rafstöðin var ígangi og það var búið að setja nýja rafstöð og sennilegahefur gerst eitthvað með rafmagnið. Það brann allt sem brunnið gat. Svo kviknaði í á Innstalandi einu sinni,

samkomuhúsinu. Það brann til kaldra kola. Það var núútfrá olíukyndingunni þar.

 Já, já, það kom eitthvað fyrir af slysum áStröndinni. Einu sinni fótbrotnaði Ingibjörg á Reykjumog þá var nú allt ófært og hún var flutt á hesti og sleða íKrókinn. Svo man ég eftir því einu sinni það hefur veriðlíklegast nítján hundruð fjörtíu og fimm rétt eftir jólin,Lilla á Ingveldarstöðum að þá, fyrsta barnið þeirraSigríðar og Sveins á Ingveldarstöðum, ég man eftir aðþað var verið að leggja miðstöð heima og var núhríðarveður og þá kom María ljósmóðir og hún baðokkur um hest. Því hún vildi fá almennilegan hest. Húnfékk Gamla Skjóna. Það var afskaplega sterkur hestur ogtraustur og hún fór með hann út í Ingveldarstaði því

56

PJETUR S. EINARSSON

Page 62: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 62/239

hún vildi láta Siggu fara inneftir og eiga barnið á spítala-

num og dreif hana bara á hestbak og fór með hana þarinn á spítala til þess að fara með hana bara heim á ein-hvern bæinn ef hún ætlaði að eiga barnið og vildi hafaalmennilegan hest og hún gæti nú treyst á hann og þettagekk allt vel. Hún kom henni inn í Krók og þar fæddiststelpan. Þetta er svona fimmtán kílómetra leið. Svonavar nú lífið þá.

 Jú það var nú stórslys þarna. Það var fjórtándadesember nítján hundruð þrjátíu og fimm þarna áriðsem við erum á Reykjum. Þá gerði alveg aftakaveðursem annálað hér í Skagafirði. Þá, meira að segja, þá reru bátarnir á Króknum, og ætluðu, reru þarna út fyrirReyki. Ég man eftir að þeir sáu þá, pabbi sá þá og maðuraf næsta bæ sem var hjá okkur þá um veturinn og þaðvar ógurlega gott veður þá um morguninn. Ég man eftirþeir voru að gera við hurð fyrir fjárhúsunum.Blankalogn og blíða. Svo bara rauk hann upp eftirhádegið í norðan stórhríð, bara alveg vitlaust veður ogþað fórust tveir bátar. Annar þeirra var báturinn semflutti okkur út í Reyki, Aldan, og fórust allir mennirnirþrír og þar á meðal var maður frá Fagranesi sem hétÁsgrímur og annar, hann var bróðir Maríu á Fagranesisem var amma hans Þrastar sem er kvæntur henni Ástudóttur minni og afi hans Helgi var inn í Krók og hannvildi drífa sig heim og fannst að það væri nú nóg að þaðværi nú einn sem að færist, eða kæmi ekki heim umkvöldið og fór gangandi út í Fagranes. Hann varð úti

57

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 63: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 63/239

þarna skammt fyrir utan mörkin milli bæjanna

Fagraness og Steins.

Svo það fórust þarna tveir frá Fagranesi og einnfrá Hólkoti sem hét Magnús. Svo það fórust þrír áStröndinni þennan sama dag svo það var mikill sorgar-dagur. Svo fannst nú ekki líkið af Helga. Það var núleitað talsvert. Svo var það um veturinn að pabbi ætlaði

inn í Krók og með honum fór amma mín, hún var þá hjáokkur á Reykjum, og Una móðursystir mín. Þær fóru inní Hólakot og þar hittu þær Maron. Hann ætlaði að farainn í Krók með hest og sleða. Þá sá pabbi að það komtrilla innan að. Hann þekkti þetta var trilla sem hann var búinn að biðja að koma út í Reyki þegar fært yrði veður,með flutning handa honum. Hún var að koma. Svo hannsnéri við og fór út í Reyki til þess að taka á móti trillunniog flutningnum en þær héldu áfram. Maron var ekkialveg tilbúinn svo þær fóru á undan. Gengu bara þarnainneftir og inn hjá Fagranesi og svo áfram, voru ó-kunnugar, það var nú snjór, en svo gengu þær fram álíkið þarna í hólunum. Ég man eftir því að vinur minnog skólabróðir á Steini hann var að segja mér þetta ífyrra, hann er ári eldri en ég. Átti þá heima á Steini, semer bær þarna rétt við þar sem að líkið fannst svona sexsjö hundruð metra frá og hann mundi svo vel eftir þessuþegar Una systir mömmu kom gangandi þarna ofanaðSteini til þess að láta vita að líkið væri fundið en ammamín hún beið bara, beið bara hjá líkinu til að það skyldiekki týnast og svo var nú þetta sótt og komið til bæjar. Já, já.

58

PJETUR S. EINARSSON

Page 64: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 64/239

Hef ég séð menn deyja?

Ég sá konuna mína deyja, - já

- en það er það eina.

Hinsvegar get ég sagt þér smá sögu. Það varkallað í mig af spítalanum. Ég var þá í rafveitunni hérnaá Króknum og, hérna, hélt til hjá henni Þóreyju frænkuminni, eða Gunnhildi fósturdóttur hennar, og ég var aðlabba hérna framhjá safnahúsinu sem nú er, því hitt

59

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Hólmfríður heitin og Darngeyjarjarlinn

Page 65: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 65/239

húsið er nú hérna rétt við, þetta var að kvöldi til. Ég man

ekkert hvað ég var að fara, eitthvað út í bæ. Þá kom út átröppurnar kona, hjúkrunarkona sem hét Hallfríður varnú eiginlega samgróin sjúkrahúsinu. Hún var alltafhjúkrunarkona þarna og hún bað mig koma og hjálpaþeim að bera lík út í líkhús.

Ég hafði nú aldrei séð lík og þetta hefur líklega

verið þegar ég var sautján, átján ára. Jú, jú það varnáttúrulega ekki nema sjálfsagt að gera þetta lítilræðifyrir hana Hallfríði og ég fór inn og þar var önnurhjúkrunarkona og líkið lá þarna og búið að breiða yfirþað og við bárum það svo út í hjall sem var þarna fyrirvestan sjúkrahúsið. Það var bæði líkhúsið og þurrkhjal-lur líka. Svo kom ég á sjúkrahúsið og þá var nú Friðriklæknir kominn þarna. Þá bað hann mig nú að bera fyrirsig stelpu niður í kjallara hún þyrfti að fara í gegnum-lýsingu. Já, já það var ekki nema bara sjálfsagt. Ég tókstelpuna bara í fangið og bar hana niður í kjallara. Þettavar nú svona fullorðin kona, ung stúlka og hún var fót- brotinn og ég varð nú að fara frekar varlega með hana.Ég varð að fara með hana niður stiga og var nú ekkertgott að komast þetta og ég beið þarna meðan var tekinmynd af henni. Friðrik var nú, svona, hress í máli og fórað spyrja hana að því hvernig hún hefði farið að fótbrjó-ta sig. Hvort hún hefði verið að sparka í strák og var aðsprekka stelpuna til og henni þótti þetta ekkert sniðugthjá honum. Svo bar ég hana upp aftur og svo var þettaalgengt að það var kallað í mann að bera, eða mennsvona yfirleitt, sem áttu leið um götuna og þeir fengnir

60

PJETUR S. EINARSSON

Page 66: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 66/239

til að bera sængurkonur upp á loft já, já. Þá voru þær

teknar, bara, í fangið bornar upp stigann og já, já.

Svo mun það hafa verið nítján hundruð fimmtíuog sex, held ég hafi verið, þá var haldinn fundur ísýslunefnd Skagafjarðarsýslu þarna í gamla skólanumsem er beint á móti sjúkrahúsinu og þá var það tekiðfyrir að velja nýja sjúkrahúsinu stað. Þá var búið að velja

sjúkrahúsinu stað hér suður í bænum þar sem að nú ersýsluskrifstofan, búið að grafa fyrir því heilmikla gryfjufyrir fimm þúsund kall. Þótti mikill peningur.

Þá kom kvenfélagasamband Skagafjarðar, lík-legast Helga á Silfrastöðum, ég held hún hafi verið for-maður þá, og Friðrik læknir studdi að því líka, meðuppástungu um það að sjúkrahúsið yrði heldur haftuppi á Sauðárhæðum. Þá var engin byggdð áSauðárhæðum nema fjárhús og eina steinhúsið var hlaðasem að Sigurður Helgason átti og þetta var um byrjunsláttar. Ég man eftir því að bændur voru nú ekkerthrifnir af því að vera fara að halda sýslufund um sláttinnog eyða svona þurrkinum í þetta. Þeirra á meðal fannstmér Jón vinur minn á Reynisstað sjá svona dáltið eftir

þurrkinum við að snúast svona í þessu. Sigurður sýs-lumaður var ekki á þessum fundi. Sonur hans var settursýslumaður, Stefán. Ég man eftir því að ég átti jeppaþegar þetta var og ég keyrði þau sem gátu farið með.Það var Hermann á Mói og Sigurjón á Nautabúi. Viðókum þarna í sólskininu uppá Sauðárhæðir og aðathuga bústæði þarna og það endaði með því að okkur

61

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 67: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 67/239

þótti þetta harla gott. Þarna skyldi sjúkrahúsið standa

og ekkert múður með það og ákváðum það og þar meðfóru fyrir lítið þessar fimm þúsund krónur sem var búiðað eyða í það að grafa fyrir sjúkrahúsinu niðrí bæ ogsjúkrahúsið var bara flutt út fyrir bæinn á eyðistað og byggt þar. Gnæfandi yfir byggdina, en nú er að verðakomin eins mikil byggdð fyrir ofan sjúkrahúsið eins oger fyrir neðan það. Sjúkrahúsið er að verða miðsvæðis.

Svona er lífið. Þarna átti maður minningar fráþessum fundi. Ég man eftir umræðunum, meira að segjaum þennan fund, sem ekki eru nú bókaðar. Þá vorumenn að tala um það að þeir hefðu um tvo staði að velja.Það væri betri staðurinn og verri staðurinn. Hitt er svokannske álitamál hvort við höfum farið í verri staðinneða betri með sjúkrahúsið, en ég er nú samt á þeirriskoðun að við höfum valið betri staðinn.

Ætli það hafi ekki verið framagirni bara að ég fórí sýslunefndina. Mér var slengt í þetta. Það var hannÁrni Daníelsson sem var nú afi hennar Dísu minnar semer gift honum Sigurjóni syni mínum. Hann var sýslu-nefndarmaður fyrir hreppinn og hann var nú kaup-

maður hér í Króknum og búsettur hér í Króknum ogokkur svona fannst nú að það væri nú ekkert mikið þóað við sveitamennirnir ættum nú fulltrúa í sýslunefnd.Það varð úr ráði að ég bauð mig þarna fram á móti ÁrnaDaníelssyni. Hann var mikill vinur sýslumanns og sjálf-stæðismaður og ég var bara óþekktur strákur tuttugu ogfimm ára gamall. Nú ég náði kosningu og okkur sveið

62

PJETUR S. EINARSSON

Page 68: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 68/239

það nú, hérna, til dæmis sem vorum á Reykjaströndinni

það að þar voru níu eða tíu bæir við strandaveginn ogsvo var alltaf úthlutað fé til sýsluvega, þetta var sýslu-vegur, þegar að til dæmis Sjávarborg fékk sitt en þar var bara einn bær og stundum ekkert búið, en Árni varmikill framkvæmdamaður og hafði meðal annars fluttinn fyrsta bílinn sem kom til Skagafjarðar og var ansimerkur maður, Árni Danielsson, mikill framkvæm-

damaður, og hann hafði nú fyrir eigin dugnað lagt vegað Sjávarborg, en svo kom hann þessum vegi á sýslunaog það fór alltaf þriðjungur af vegafénu til þess að haldavið veginum að Sjávarborg en þessir níu bæir sem voruhinumegin, en engin vegur var á helminginn af þeim,þeir fengu bara tvo þriðju. Svo það var nú kannskeeiginlega hagsmunir í og með og svo var ég nú sýslu-

nefndarmaður, þó nokkuð.Svo sáu menn það mundi vera ágætt að vera

sýslunefndarmaður og það fóru menn á móti mér og égmissi sýslunefndarmannsstöðuna í nokkur ár en svokomst ég nú til valda aftur og endaði með því að ég varí þeirri síðustu sýslunefnd Skagafjarðar. Þá var stofnuðhéraðsnefnd. Þá sameinaðist Krókurinn aftur og svosameinaðist allt héraðið og síðan hef ég ekki lent íneinni valdastöðu meira að segja glataði minni stöðusem formaður áfengissvarnarnefndar í minni sveit.

He, he, he. Já, já, það starf var lagt niður. Svonavoru ristar af mér oddastöðurnar.

63

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 69: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 69/239

 Ja, sko þetta byrjaði þannig ég fór yfir í Hofsós.

Það var verið að vígja þar nýtt hús, taka það í notkun ogég fór þarna, þvældist þarna yfir og við erum nú góðirkunningjar við Valgeir og ég hef alltaf flutt fyrirVesturfarasetrið og það hefur verið ágætis samvinnamilli mín og Vesturfarasetursins og ég fer á morgun áárshátið Vesturfarasetursins og.... en svo hafði Valgeirfengið því framgengt með dugnaði og útsjónasemi að

það var byggdð bryggja þarna fyrir framan Vesturfara-setrið og mér skilst að hún sé eiginlega svona tákn umþá bryggju sem menn notuðu þegar þeir fóru tilAmeríku og svo kom samgönguráðherra til þess aðklippa á borða á þessu mannvirki.

Ég náttúrulega tróð mér í fremstu röð ogforsetinn og Jón heilbrigdðisráðherra voru þarna líkaviðstaddir. Svo þreif samgönguráðherra upp skærin ogsneið í sundur borðann og ég náttúrulega höbðingja-djarfur þarna við, hafbði nú farið með Sturlu út íDrangey áður en aldrei forsetann, og ég bar mig aum-lega náttúrulega og sagdi að það væri heldur misskiptmannalánið að Valgeir fengi bryggju þegar ég missti bryggju, en bryggjan í Drangey hafði brotnað ívetrarveðrum árið áður. Þeir sáu að það mátti ekki svo búið standa og sögdðu að það yrði náttúrulega að bjarga því við einhvern veginn og ég tók það sem alveggullgilt loforð og nefndi til votta, eins og var gert í gamladaga, þá forseta Íslands og Jón heilbrigdðismálaráð-herra og þar með var þetta fastmælum bundið, Já. Síðanfór ég nú og ætlaði að ná tali af sveitarstjóra, rétt daginn

64

PJETUR S. EINARSSON

Page 70: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 70/239

eftir. Þá var nú biðröð hjá sveitarstjóranum og einhver

inni að tala við hann svo mér datt allt í einu í hug aðhringja suður í samgönguráðuneyti.

Náði þar í Jón Birgi. Hann habdi farið með mérútí Drangey ásamt fjárveitingarnefnd Alþingis og fleiri.Það hafði farið vel á með okkur Jóni Birgi. Hann gaf méreina flösku af White Horse þegar að við skildum. Hún

kom að afskaplega góðum notum þegar ég fór með hópaf fólki sem að Guðmundur Jónasson sendi mér. Viðfórum í góðu veðri við Ásta Birna dóttir mín og vorumkomin út fyrir Hólma, var ekki nema herslumunurinn útí Drangey, þegar að rauk upp norðan. Ásta Birna var núá því að við snerum við með fólkið en ég var nú frekurtil fjársins, eins og vant er, sá að þetta var ekki nemaherslumunurinn eftir og ég gaf bara í og keyrði alveg íhvellinum út á Uppgönguvík og þá var nú engin bryggja komin og ég reri fólkinu í land og lagdi bátnumvið ankeri og ég sá það út af hyggjuviti mínu að þaðværi nú best að drífa alla þessa í land sem væru orðnirsjóveikir og bera sig aumlega og reif þá út í bát og reri íland í hvellinum.

Sumir ætluðu ekki að vilja fara upp en ég dreifalla upp og ég man eftir að ég hitti eina kellingu sem vardrullusjóveik og svo fór ég og sótti fleiri. Þar var einstelpa ansi snotur og hún var bara farin að skamma migog var alveg við það að fara að skæla og sagdi að éghebdi sagt þetta væri gott veður og ég hebði sagt hitt ogþetta og ég gat ekkert borið á móti þessu.

65

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 71: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 71/239

Sagdi: Já, já ég sagdi henni það þetta væri talið

ágætisveður á Íslandi. Þetta væri nefnilega svo mikillmunur milli Mæjorka og Íslands og hún sá að ég habdilög að mæla og fór í land. Svo var ég búinn að koma ölluþarna í land og ekkert eftir nema fara upp. Þá dettur mérþetta snjallræði í hug að ég tek flösku þarna fulla afWhite Horse sem að Jón Birgir hafði gefið mér og fleygsem ég hafði unnið fyrir einhvert sport á hesta-

mannamóti. Fór með þetta í land með síðustu ferðinniog afhenti fararstjóranum.

Hún þreif tappann af flöskunni og hellti í handamönnum og menn hresstust alveg stórlega. Síðan varfarið upp og það gekk alveg ágætlega og menn voruhinir hressustu og farið inn í skálann og klárað úr. Þettaer í eina skiptið sem ég hef veitt vín í Drangey já, og þaðkláraðist þarna White Horse frá Jóni vini mínum ogfleygurinn og þetta habdi undraverð áhrif á fólkið þvíþetta var passlegt handa tuttugu manns. He, he, he, he.Ég var svo vel á mig kominn ég þurfti ekkert.

Síðan fórum við í land og þá var náttúrulegaundanhald og þetta fína veður eins og þú veist, og

maður sigldi þarna og fólkið sat og horfði dáleitt út ásjóinn með sólskin í sinni og síðan þegar við komum íland þá var Grímur bílstjóri þar með heitt súkkulaði og brauð á bryggjunni og þessi sæta stelpa sem var aðgrenja og skamma mig út í ey hún kvaddi mig meðmestu virktum þegar við skildum og ég hef ekki séðhana síðan – því miður, he, he.

66

PJETUR S. EINARSSON

Page 72: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 72/239

Svo þarna þegar ég er staddur þarna inni hjá

fararstjóranum þá þótti mér súrt í broti annan einsathafnamann eins og mig að sitja þarna og gera ekkineitt svo ég þreif upp minn ágæta farsíma hringdi beintsuður í ráðuneyti og náði í Jón Birgi og hann var ekkertnema elskulegheitin, eins og vant er, og hafði held égfrétt af þessu. Nema hann spurði hvað ég þyrfti mikið.Hvort ég þyrfti meir en fimm hundruð þúsund og ég

náttúrulega hafði ekkert að gera við svoleiðis skiptimyntog við héldum áfram að tala um þetta þangað til viðvorum komnir upp í fjórar milljónir og þá hafði ég eigin-lega ekki brjóst í mér til þess að fara hærra. Svo við sætt-umst á fjórar milljónir og þá var bæjarstjórinn að fara áfund hjá byggdðaráði og ég greip tækifærið og skaustinn á fund byggdðaráðs og tilkynnti þessi málalok og

sagdi nú væri ég búinn að útvega höfn fyrir fjórarmilljónir og þeir náttúrulega urðu fénu fegnir eins ognærri má geta.

Það þurfti náttúrulega að fá menn til þess að lítayfir þetta og sjá hvort þetta væri eitthvað vit í þessu ogþað voru menn í sumarfríi og svoleiðis og það varnáttúrulega. Ég var með tæknifræðing bæjarinsHallgrím Ingólfsson með mér og kynnti mitt mál fyrirhonum og síðast kom nú samt maðurinn frásiglingamál. Mér leist nú satt að segja ekkert á hann fyrstþegar hann kom. Það var nú bara símstaurar þarna.Aumingja kallinn hann var geysistór og geysiþungur,feitur. Það vildi ekki betur til en þegar hann steig upp úr bátnum þá rak hann tána í rekkverkið og féll kylliflatur

67

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 73: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 73/239

ofan á bryggjuræfilinn sem þá var og ég hélt að staurinn

myndi mölvast en hann stóð nú upp ómeiddur og fórsvo og gerði sínar athugasemdir við bryggjuna ogleiðbeindi mér og endaði með því mér fannst þettaafbragðsgóður náungi, Einar, og mat hans ráð mikils oghann gaf mér svona nokkuð frjálsar hendur hvað værihægt að gera.

Nú og svo fór ég náttúrulega og vildi fara aðsteypa og fór nú fyrst með strákana úteftir, Steinar ogMagga, og við komum fyrir staurum þarna, festum þá.Svo fór ég aftur seinna með heilmikið lið, sement og járnog við steyptum yfir staurana, báða enda og daginn eftirfór ég með viðbót og gekk betur frá staurunum og þeirstóðu veturinn. Það þótti okkur nú nokkuð gott. Svohófst ég handa þarna um að steypa og það gekk núnokkuð vel. Þegar við vorum búnir að steypa þarna bryggju og landgöngu þá sáum við það að það myndivera þó nokkuð eftir af þessum fjórum milljónum og égvar mikið búinn að spekúlera í því að steypa þar sem aðgamla bryggjan var því að það brýtur svo mikið þarnaúr vikinu og ef að þessu heldur áfram þá eyðileggur þaðalveg uppgönguna má búast við að hrynji allt niður.

Svo það var úr að maður fór að steypa þetta enþað fóru bara tuttugu og sex bátar, sem sagt fimmtíu ogtveir rúmmetrar af steypu í þetta, og það var meira enfór í allt hitt og það fór allt sumarið í að steypa þetta. Égfór fimmtíu ferðir með efni. Þarna var ég meðsveitarstjórum og félagsmálastjórum já, já ég tók alla,

68

PJETUR S. EINARSSON

Page 74: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 74/239

ekkert nema frekjan og ég fékk Kristján í Gilhaga og

Bigga og Kolla og þeir voru nú eiginlega fastir punktarhjá mér og síðan varð ég að fá svona hlaupamenn einsog þú skilur. Ég fékk Baldur frænda minn. Þrælaði áhonum, röntgenlækninum, í þrettán tíma og þar frameftir götunum og menn duttu í sjóinn alveg hreintfjórum sinnum. Kolli datt tvisvar og Kristján einu sinniog þú einu sinni he, he.

Ég slapp því ég fór mér svo hægt og gætilega. Núen þetta hafðist allt saman. Svo sá ég að þetta mynduekki verða nógir peningar í þetta. Nú þá var annað hvortað hrökkva eða stökkva svo ég svindlaði þarna og hefkannske unnið fyrir þriðjungi meira en það hefur núannað eins gerst í ríkisbúskapnum og ég fékk nú smá-aura frá umhverfisráðuneytinu. Þeir hafa alltaf veriðmér vinsamlegir og ég er að láta þá ganga þarna og þaðstendur útaf svona ein og hálf milljón nú í dag. Eitthvaðsvoleiðis, kannske rúmlega.

Ég sótti nú um þetta styrk til KaupþingsBúnaðarbanka. Þeir eiga einhverja smáaura sem þeirgætu kannske séð af en ég er ekki búinn að fá svar ennþá

við því. Það er búið að senda inn umsókn, sko, og myndmeira að segja, ég sendi mynd, og svo skrifaði Birgirmeð líka og ég sagdi frá því það hefði komið fólk frá bankanum og unnið þarna og í þakklætisskyni væri ég búinn að bjóða því að fara í bað í Grettislaug á Jónsmessunni.

69

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 75: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 75/239

Nú, nú það verður bara að hafa það ef ég fæ

ekkert frá þeim. Ég hef þá bara einhver önnur ráð. Ég erekkert að ganga eftir þessum köllum. Þeim stendur þettatil boða að styrkja þetta með tveimum milljónum og efað þeir ekki hafa efni á því þá geri ég kannske vísu umþað og sendi þeim í staðinn með þakklæti fyrir ágætaviðkynningu. Svo þegar þetta var búið þá fór ég bara inná fundinn hjá byggðaráði og tilkynnti þetta. Svo hef ég

svona notið velvilja svona þetta habdi verið gert í góðusamráði við sveitarstjórnina og ekkert út á það að setjaog þeir hafa, held ég, bara verið ánægðir.

 Já, já en hins vegar þarf nú mann sem þorir aðgera eitthvað. Kiddi Hansen segir að það hafi veriðlangbesti bæjarstjóri hér, það hafi verið Hákon Torfason.Sumir segja mér að Þorsteinn bróðir Gests hafi verið bestur en Hákon var helvíti seigur. Þetta var ættfræð-ingur og duglegur maður.

Þetta voru mjög merkilegir karlar sem voru meðmér þarna í sýslunefnd. Það voru menn eins og Jón áReynisstað sem var alþingismaður og það var Jón á Hofisem var faðir Hagkaupsveldisins, faðir Pálma.

Við vorum miklir vinir við Jón. Jón var mestigrínisti. Svo var þarna Þorsteinn faðir Gests í bankanum.Svo var Jón á Móafelli. Mikill ágætismaður. Pétur vinurminn í Glæsibæ, hann er nú dáinn.

70

PJETUR S. EINARSSON

Page 76: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 76/239

 Jámmm, ég hef nú ekkert heyrt um það í hesta-

 bókum til dæmis sem ég heyrði nú í æsku. Veistuhvernig á að fara með stroksama hesta? Það þóttiheillaráð ef að hestar voru stroksamir þá voru þeirsvitaðir saman sem kallað var. Ja, það voru til dæmisdráttarhestar þeir voru settir fyrir sama ækið og látnirsvitna saman og eitt hefur kannske verið með reiðhestaÞeim hefur verið riðið með öðrum hestum og þeir hafa

komist í kynni við þá og það er eins og þrældómurinnhann bindi bæði menn og skepnur saman. Það hefurkannske verið tengt milli galeiðuþrælanna þegar þeirsvitnuðu saman hér áður fyrr á þóftunum?

 Já, Diddi í Skarði kom einn morguninn heim íFagranes með bleikan hest í taumi sem hann hafði hnýttfærið sitt upp í. Hesturinn slangraði þarna til og frá oghann hafði fundið hann á sundi bara þarna fyrir framanhjá okkur. Já! – Ætlaði nú ekki að ná honum. Svo náðuþeir honum og drógu hann í land og komu með hannheim og hann var þar í nokkra daga, greyið. Voðalegtstrok í honum. Ja, hann átti þá sögu að þau fluttu fráHoltastöðum Pétur í Glæsibæ og Sigríður kona hans út íGlæsibæ á Höfðaströnd og hestinn með og hann var bara á leiðinni til átthaganna. Maður veit ekkert hvaðanhann hefur synt. Hvort hann hefur farið í ósinn eðahvort hann hefur farið úr nesinu nema hann bara fannstþarna í sjónum framundan Fagranesi. Ég held að hannhafi verið látinn aftur vestur.

71

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 77: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 77/239

Pétur var mikill kunningi minn, í Glæsibæ,

sýslunefndarmaður þeirra þarna í Fellshreppnum.Hann sótti um lendingarbætur á Lónkotsmöl einu sinni.Þá gerði ég þessa vísu um Pétur:

Úthafsbáran æði svölýmsa í vanda setur,en lendingin í Lónkotsmöllítt þó bugar Pétur.

Hann átti heima þarna á Felli það er þarna rétt hjáLónkoti lendingin þeirra var þarna á Lónkotsmölinni.

 Já, hestar geta orðið miklir vinir. Það er líka mjöggaman að heyra í hestum sem eru á húsi og svo opnarmaður húsið þá heyrir maður þetta lága hnegg, humm.Það er svona kveðja. Maður skilur alveg kveðjuna. Menn

skilja ýmislegt sem hestar segja og kýrnar líka. Já, já, jámaður er fljótur að heyra það þegar maður kemur inn ífjósið hvort það er eitthvað að einhverri kúnni. Húnhefur alveg sérstakt hljóð sem hún gefur frá sér ef að eitt-hvað er að. Alveg hreint, sem er kallaður mauði, já.

Svo eru menn alveg hættir að skilja orð eins og

ílægur og þess háttar. Ja, það er ílægur hestur sem ergjarn á að fara ofaní keldu þegar á að fara yfir. Ef þú sérðhesta til dæmis að fara yfir flóa þá er það mjög misjafnthvernig þeim gengur að fara yfir. Sumir geta stiklað yfirán þess að sleppa í aðrir eru alltaf á svarta kviði. Það ersvoleiðis að ef maður lætur hest sjálfráða, ert til dæmisríðandi yfir flóa, gefur honum bara lausan tauminn.Skiptir sér ekkert af honum. Þá gengur hann með

72

PJETUR S. EINARSSON

Page 78: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 78/239

hausinn ofan í jörð og þefar upp úr og það er eins og þeir

finni það á lyktinni hvernig að rótin er undir og þeirganga yfir á þess að sleppa í.

Ég man eftir að við áttum sinn hestinn hvor viðSimmi bróðir. Ég átti jarpan hest alveg stólpagrip. Hannátti rauðan hest léttbygdðan mjög svo fljótan brokkara.Hann slapp eiginlega aldrei í keldu en minn lá alltaf í

keldu. Hann var vanur þegar hann kom að skurði eðasvona lækjarskorningi þá stökk hann yfir, tók ógurlegtstökk yfir skurðinn en hinn labbaði bara yfir.

Það er nú ekki spurning að hestar hafa karaktereins og menn. Það er nú ekki spurning.

Það er nú best að spyrja einhverja aðra að því en

mig hvernig góður hestamaður hagar sér. Það hefurhver sína sérvisku með það.

Ég hafði það alltaf fyrir vana þegar ég slepptihestinum mínum, þeim jarpa, þá var hann oft sveittur,að ég nuddaði hann allan og strauk og það endaði meðþví að hann var orðinn gæfur. Það var svo skrýtið með

þennan hest, minnsta kosti þegar hann var svona yngri,alltaf þegar maður fór á bak, þá var nú venjan að hestarvoru ekki teknir nema með vordögunum, hannhrekkjaði alltaf fyrst. Ég man eftir að stelpurnar systurmínar þær voru farnar að sitja um það þegar ég fór á baká hann í fyrsta skipti á vorin að sjá hvernig þetta tæki sigút, he, he, he.

73

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 79: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 79/239

Ég datt nú ekkert af baki í þessum vorhrekkjum

hans. Svo var það bara búið. Hann hrekkjaði ekkertmeira eftir það, það sumarið.

 Jaá, það eru einna mestu tengslin mín við þennanhest og svo náttúrulega Gamli Skjóni sem ég átti, þettavar dráttarhestur og mikið uppáhald. Afskaplega vitur.Til dæmis þegar maður setti hest, ég var nú fengin til

þess að setja marga hesta fyrir sláttuvél í nágrenninu ogég gerði það, þá habdi ég Skjóna alltaf fyrir líka. Þá áttuþeir nú til að verða snarvitlausir og rjúka af stað alveg íhvellinum. Þá tipplaði hann bara með voða pent og létþá draga allt saman. Voða ánægdður og það var núekkert lengi sem að þeir létu svoleiðis. Nú, ég veit þaðekki af hverju menn fengu mig í þetta en ég var meðsláttuvél og ég man eftir einhverju sinni að Gunnar áReykjum kom með moldóttan hest sem hann átti, stólpa-grip, og hann hafði fælst hjá honum fyrir sláttuvél ogGunnar datt af vélinni og meiddi sig og það varnáttúrulega ekkert gott að eiga ekki sæmilegansláttuvélarhest. Ég tók hann og sló með honum soltið oghann var orðinn ágætur

.

74

PJETUR S. EINARSSON

Page 80: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 80/239

III. ÞÁTTUR

Nei, ekki man ég eftir því að hross fældust hjámér, ekki svo mikið, en ég man eftir því að ég var aðmoka út úr haughúsinu með Skjóna gamla og það varsvona þak á haughúsinu og veggurinn hafði hallastsvona út. Svo þegar ég var búinn að moka dáltið íkerruna, með hana nærri fulla. Ætlaði að fara að fara

með hana. Þá rýkur Skjóni af stað. Þótti vera komið nógí kerruna víst og hann rýkur út og hjólið á kerrunni lentiupp í vegginn og kerran um og klárinn líka. Þetta lá alltþarna, kerran og klárinn. Ég greip nú klárinn og hélthonum niðri og kallaði í Simma. Hann var þar einhversstaðar nálægt og hann rauk til og rétti kerruna við og églét svo klárinn standa upp og síðan bakkaði ég aftur inn

í haughús. Mokaði aftur í kerruna og lét klárinn eiga sigeins og hann hafði verið, óbundinn, og hann rauk af staðeins og í fyrra skiptið og hjólið fór upp í vegginn enþegar það fór að lyftast þá stoppaði klárinn, he, he, he.Hann langaði ekki til þess að lenda í þessu aftur.

Ég tamdi minn fyrsta hest þegar ég tamdi jarpsem stráklingur. Nei, nei maður fékk engar leið-

 beiningar. Ég var enginn tamningamaður en var nokkuðgóður, þó ég segi sjálfur frá, að temja þá fyrir drætti. Svovar aðal kosturinn hjá okkur að það væri hægt að komahestunum áfram, þeir væru viljugir og góðir að snúast áþeim. Ég tamdi einn hest sem Fríða heitin kona mín átti.Hann var afskaplega skemmtilegur hestur.

75

Page 81: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 81/239

 Já, já maður getur oft leyst málin svona í

rólegheitum með hross. Þetta er eins og bara með mann-leg samskipti kannske líka. Það þarf ekki að vera meðlæti.

Ég var alltaf vanur að taka óhemjur svoleiðis aðég tók upp í annað munnvikið með tveimur fingrum oghélt bara þar og svo utan um hálsinn eða bara í faxið. Þá

gat maður stjórnað hestunum þó nokkuð. Ég fór bara beint í kjaftvikið til dæmis með hægri hendi og tók svo bara í makkann og þá gat maður tekið svona á báðarhliðar eftir því hvað maður ætlaði að fara. Þetta voruengin fantatök sko og náttúrulega varð maður að passasig ef þeir prjónuðu að vera það ofarlega að þeir næðuekki að setja löppina yfir handlegginn á manni.

Ég man að hann Labbi dáðist óskaplega að því.Hann Sigurdór Sigurdórsson. Það var strákur í sveit hjáokkur. Svo vorum við að reka hross einu sinni að ég var búinn að taka fola í tamningu frá Steini og svo var búiðað sortera hrossin og þau voru að leggja af stað meðhrossin upp eftir og komin af stað og við pabbi vorumþarna við réttina. Þá tekur folaskrattinn sig til og stekkur

á grindina. Það var nú bara svona léleg grind út úr rétt-inni. Ég stekk á hann um leið og það vill svoleiðis til aðfolinn bara skellur þarna flatur. Ég þreif strax íennistoppinn á honum og kjaftinn og bara sneri upp áog hélt honum alveg niðri. Kallaði svo á pabba. Hannkom með beisli og lagdi við hann. Hann komst ekkert á

76

PJETUR S. EINARSSON

Page 82: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 82/239

lappir. Þetta þótti Labba alveg ógurlega merkilegt.

Dáðist alltaf að þessu. Man þetta alla sína tíð, he, he, he.

 Jú, ég hef nú verið sleginn eitthvað einu sinni eðatvisvar. Jú, jú það hefur verið til slægt og styggt.

Ég hef aldrei járnað einn. Ég lærði það bara afpabba að það var alltaf haldið fæti og Simmi var nú allramanna kræfastur að halda fæti. Annars man ég nú eftirþví að klárinn hans Kolla, brúni, að hann var alvegvoðalegur fantur að járna lappirnar á honum. Það vareina ráðið að binda hann niður. Því hann prjónaði alltafupp og krafsaði með helvítis læti. Það varð að bindahann svo hann gæti ekki prjónað upp og krafsað. Ég fórmeð hann upp að hestasteini sem er þarna fyrir ofan hjáhenni Ástu Birnu. Það er hringur þarna og batt hann þarniður og ætlaði síðan að fá Sigfús til þess að halda fætiþví hann var nú eldri en Böddi, þremur árum eldri. Svovar Sigfús eitthvað lengi að koma, mér var farið aðleiðast og Böddi var þarna við, smápolli, svo að hanntekur löppina á klárnum og klárinn hreyfir sig ekki.Hann var svo lítill strákurinn. Já, já hann hélt þarna báðum fótum.

 Já, já svo fékk nú Kolli þennan hest og hann varalveg eins og stólpareiðhestur þegar Kolli var á honum.Kolli var svo léttur en ef einhverjir þyngri fóru á bak þáskvetti hann upp rassgatinu og var ekkert nema fýlan.Svo var það einu sinni að strákur var ríðandi á honumþarna fyrir neðan fjósið þar í brekkunni. Þá dettur

77

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 83: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 83/239

klárinn svona, mamma hans horfði á alveg með lífið í

lúkunum. Hesturinn setti bara fótinn ofan á hann, sagdihún. Hún var ógurlega hrædd og það voru allir með lífiðí lúkunum og það var rokið til og farið með strákinnheim og hann klæddur úr og skoðaður hátt og lágt. Þaðsá ekki einu sinni hruflu á honum. Þó sögdðu þeir aðklárgreyið hefði ekkert getað annað, hann datt þarna, enað setja hófana ofan á hann og sá ekki á stráknum.

Það var hann sem Kolli var á þegar þeir tókumyndina, danska sjónvarpið. Þeir voru óskaplega hrifniraf því Danirnir, Kolli var alveg hreint kvikmyndastjarnaþarna í Danmörku og svo tók Siggi Gríms líka myndirfyrir íslenska sjónvarpið af stráknum og klárnum ogkettinum og svoleiðis. Það kom ógurlega sniðuglega út.Þeir fengu Kolla til þess að sækja kýrnar á klárnum.Hann var alltaf berbakt.

Hann teymdi klárinn að garðinum og klifraði svoupp á grindverkið og fór á bak á klárinn og reið á staðeftir kúnum. Þeir voru ansans ári seigir að taka myndir,þessir kallar. Þetta var einn frægasti myndatökumaðurDana sem var með honum. Svo sást að kýrnar komu.

Fyrst sást á haus á einni og svo kom þetta allt í ljós ogsíðastur kom Kolli. Sást fyrst á hausinn á honum og svokom þetta allt saman upp þarna. Svo fóru þær yfirlækinn þarna fyrir neðan, sko, á vaðinu. Kýrnar þurftuað drekka, sperra upp halann og skíta og svoleiðisnokkuð. Svo kom klárinn á eftir og Kolli. Klárinn þurftináttúrulega að fá sér að drekka líka. Kolli beygdði sig

78

PJETUR S. EINARSSON

Page 84: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 84/239

alveg fram og teygdði sig í tauminn til þess að missa

ekki tauminn. Maður habdi það svona á tilfinningunniað hann steyptist þá og þegar í lækinn, he, he, he. Þettaþótti ógurlega merkilegt þarna út í Danmörku og þaðvar bara í fyrra þá var öll serían sýnd um jólin. Svo varsýnt það sem hann tók hann Siggi Gríms í íslenska sjón-varpinu svo Kolli minn var sjónvarpsstjarna smápatti.

 Já, já það eru frægir stóðhestar frá Fagranesi.Fáfnir var afskaplega góður hestur. Hann var nú fæddurnítján hundruð sjötíu og fjögur og ég fékk, hérna, hjón tilþess að vera hjá mér þegar að Fríða átti hann Brynjólf,hann er fæddur sjötíu og átta.

Þannig var að það var Jóhann Friðgeirsson Dalvíkog Elsa Stefánsdóttir konan hans. Jóhann hafði mjöggaman af hestum og tamdi fyrir mig. Þar á meðal Fáfni.Við vorum ekki farin að taka hann, þegar þau komu,held ég daginn eftir að Brynjólfur fæddist. Hann fæddistsextánda mars. Við tókum klárinn ekki fyrr en í apríl.Hann byrjaði að temja þarna í apríl og svo var hannsendur á mót á Vindheimamelum. Þar var hann í þriðjasæti og fékk einkunn til þess að fara á landsmót og það

var úr að hann var sendur á landsmótið fjögurra vetragamall og þar var hann í þriðja sæti líka og þeir vorumjög svipaðir þessir folar. Svo seldi ég nú Jóhanni Fáfniog árið eftir seldi hann hestinn fyrir sex og hálfa milljónog fékk folatollana yfir sumarið og hann var notaður áhundrað merar og tuttugu og fimm þúsund fola-tollurinn. Þetta var rétt fyrir gengisbreytinguna svo

79

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 85: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 85/239

hann fékk nú ansi gott start til þess að byrja að búa. Þessi

hestur var undan Hrafni frá Holtsmúla. Hann var nú tal-inn alveg séní og það var svoleiðis að ég hefði nú ekkertlátið hann nema það var svoleiðis að ég var búinn aðhalda móður hans og systur báðum undir Hrafn.Gullfallegum merum báðum. Þær komu báðar geldar.

Svo átti ég annan hest, graðhest, Fáfnir, lenti í

þriðja sæti, hérna fjögra vetra, þá átti ég þriggja vetragraðhest líka sem var undan Sörla og þessari brúnu merisem Fáfnir er undan. Fór með hann þarna á sýningunaog hann lenti í fyrsta sæti. Hann hét Skuggi. Ég seldihann nú svo seinna. Hló mikið að því hann Keli, seldiheildsala hann, hann þurfti náttúruleg að drekka toll afþessu og ég gerði vísu um þetta:

Þetta er meiri bölvuð bullan.Býsna mikið til þess finn.Heildsalinn mig hellti fullan.Honum seldi ég Skuggann minn.

Skuggi var mjög svona snyrtilegur hestur. Alltafeins og stássmey. Hann var svo fallegur í hárfari. Já, svoátti ég hann Dökkva. Hann er undan þessari sömu meri

og hann var fyrstu verðlauna hestur líka og tuttugu ogfögurra vetra gamall. Ég býst nú við að ég fari nú að fellahann. Já, já.

Nei, nei, það var nú ekki í mörg ár en það vorusvona upp undir hundrað hross hjá mér þegar að mestvar og, æ þetta er mikið. Já, já þetta var nokkuð almennten nú hefur þetta fækkað sem betur fer. Þetta var alltof

80

PJETUR S. EINARSSON

Page 86: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 86/239

mikið. Menn höfðu ekki tíma til að hugsa um þetta og

svo var bara ekki markaður fyrir nema úrvalshross ogmér sýnist þeir svona flest allir þessir hrossakallar lepjadauðann úr skel.

Ég var með stærsta bú í Skagafirði á tímabili,svona samanlagt, þá var ég með þúsund ærgildi. Það varnú ekki nema eitthvað þrjú ár, um sjötíu og átta.

Svo kom sjötíu og níu. Það var voðalegt ár. Þaðvar bara svo hart. Spratt ekki gras og maður heyjaði baraekki neitt. Já, það var bæði kal og grasbrestur. Ég veitþað ekki hvort þetta er nokkur árangur þó ég hafi byrjaðmeð tvær hendur tómar og haft svo stærsta bú íSkagafirði á tíma, æ ég veit það ekki. Það er kannske,maður þrælaði sér út jú, jú. Svo var maður með rafstöð-ina. Það hjálpaði manni mikið. Jú, jú ég var með hjálpar-fólk bæði karlmenn og kvenmenn.

Þetta baslaðist allt saman.

Svona eru nú þessar tuttugu og fimm krónur semhún Tóta fékk. Þá lá Kristján Hansen fyrir dauðanum

þegar við fluttum í Fagranes og hann vildi nú komasínum peningum í eitthvað og vildi reyna að hjálpapabba eitthvað svo hann keypti Fagranes og Gunnhildurfékk annan partinn og Þórey hinn partinn. Fagraneskostaði fjórtán þúsund.

Nú síðan fór ég að vinna og vinna og ég fór suðurtil Keflavíkur og var þar á frystihúsi og ég fór að vinna

81

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 87: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 87/239

hérna í rafveitunni en var búinn að vinna í rafveitunni

áður. Ég man eftir því þegar ég kom að sunnan fráKeflavík að þá átti ég sjö þúsund krónur og þá ákvað égað kaupa partinn af Þóreyju. Þá var gengið frákaupunum. Ég var nú ekkert við. Pabbi gekk frá því enég habdi farið í skipavinnu að vinna eitthvað við bát íaðgerð eða svoleiðis einn næturpart og mér habdi verið borgað með ávísun. Ég átti ávísunina og fór ekkert með

hana í bankann og það munaði því að að það vantaðiþessa ávísun. Ég var búinn að telja féð og taldi ávísuninameð og það vantaði þessa ávísun uppá að þetta væri nógog Þórey vildi ekki taka ávísunina gilda svo pabbi borgaði það sem á vantaði og svo fór hann bara meðávísunina í sparisjóðinn hérna. Hún var nú orðinngömul. Ég var í netum þegar þetta var. Það var komið

fram á vor en þeir tóku hana nú í sparisjóðnum svo hannfékk borgað. Svona var það nú.

Gunnhildarpartinn keypti Simmi bróðir svoseinna og það var af Árna manni Gunnhildar og Árnivar okkur alltaf einstaklega hlýr og góður. Ég hef ekkiannað af Árna að segja en Árni var einhver okkar allra besti vinur. Maður gat alltaf leitað til Árna sem varsonur Jóns í Skriðu, sem kallaður var. Jú, ég er sáttur viðÞóreyju, mjög svo sáttur við Þóreyju því hún var méralltaf óskaplega góð. Þórey hún dekraði alltaf við mig ogleit á mig sem eitthvert ógurlegt séní alltaf.

Það kom prófboð. Í þá daga þá voru alltaf send boð ef það var fundur þá var sent fundarboð og það var

82

PJETUR S. EINARSSON

Page 88: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 88/239

látið ganga bæ frá bæ. Það var alltaf farið með fundar-

 boð, fjallskilaboð, hreppaskilaboð og gangnaseðilinn. Þávar bara til dæmis skrifaður einn gangnaseðill fyrir allaStröndina og síðan fór hann bara útá strandarendann.Sumir skrifuðu upp allan gangnaseðilinn og aðrirskrifuðu gangnaskilin sín og létu þar við sitja og svokom einu sinni prófboð og ég var boðaður á próf. Þá varég sjö ára gamall. Þá var prófskylda.

Það habdi nú eitt sinn fréttst að ég væri afskap-lega óupplýstur ungur drengur og ég fór á prófið og fórinn í Stein. Þá var nú Guðrún Sveins hún var kennarihér. Hún var einhent. Ég held hún hafi fæðst þannig.Mikill dugnaðarþjarkur og ég held að séra Helgi hafiverið prófdómari. Ég man það ekki svo. Samferða mérvar stelpa frá Ingveldarstöðum jafngömul mér. Hún varalveg fluglæs en ég var óttalegur klaufi að læra að lesavar geysilengi að því og þótti það afspyrnu leiðinlegtþangað til að ég var nú farinn að geta stautað eitthvað þáfærðist það nú á hina sveifina og það þótti nú nóg umhvað maður lá í bókum. Það var gömul kona þarna semvar nú að segja okkur til við lesturinn okkur Gunnusystur og Gunna var aftur bráðvösk að lesa og síðankom ég nú heim af prófinu og ég man nú ekki hvað égfékk hvort það var 1,2 eða 2,1. Ja, það var ábyggilegaekki minna en 2,1. Nema ég sagdi nú mínum kennara,henni Guðrúnu hvað ég hebdi fengið og var nú baraekkert svo ónægður með það og hún sagdi nú bara, leitá mig svona vorkunnaraugum: Ég mundi nú ekkert veraað segja frá þessu.

83

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 89: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 89/239

Nei, nei það var ekkert sem ég habdi verið að

læra heima en svo fór ég í Daðastaði. Þá var ég átta ára. Jú, jú ég lærði heima eitthvað. Það var verið að reyna aðtroða í mig eitthvað. Ég man eftir því einu sinni að þáfékk ég að fara að vitja um grásleppunetin með þeimpiltunum og Guðrún gamla var nú þarna heima og égkom nú nokkuð rogginn til hennar og sagdi að ég hebdiekki orðið sjóveikur. Já, sagdi hún ætli það byrji þá ekki

landveikin þegar þú átt að fara að lesa. Það var land-veikin hjá mér. Já, já.

Svo man ég svo vel eftir því þegar við fórum íDaðastaði. Ég var nú frekar samviskusamur, þó ég segisjálfur frá. Þá var okkur sett fyrir og minn fyrsti lær-dómur var að læra íslandssögu og ég sá það að fyrstasagan hét: Fundur Íslands og mér fannst þetta ekki svomjög langt var ekki nema svona einn þriðji úr blaðsíðuog byrjaði á því: Fyrr en meir þúsund árum var víkingureinn sem Naddoður hét, og ég lærði bara söguna alvegutanað og staglaði þetta og staglaði og svo gekk það núallt saman vel en næsta saga var Hrafna Flóki og þávandaðist nú málið því það var heil blaðsíða og það var,á mínum aldri og getu þá, var það geysilega mikið verkað lesa eina blaðsíðu en ég held ég hafi nú samið viðPalla þarna sem var elsti sonur hjónanna á Daðastöðumað lesa fyrir mig Hrafna Flóka. Minnsta kosti stautaði égnú þetta í gegnum Hrafna Flóka en svo fór þetta nú aðskána og endaði með því að ég var bara ágætur ííslandssögu.

84

PJETUR S. EINARSSON

Page 90: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 90/239

Ég man eftir því að ég fékk tíu í íslandssögu á

tveimur síðustu prófunum mínum og hef oft hugsaðmeð mér að ég hebdi nú getað gert eitthvað þarfaraþessa tvo vetur í íslandssögu tvisvar í viku heldur en aðstagla þetta upp aftur og aftur. Þetta var Íslandssaga Jónasar frá Hriflu. Já, já. Sumir segja nú að þar sé einaheimildin í íslandssögunni um Goðafoss að ÞorgeirLjósvetningagoði hafi kastað goðunum í fossinn. Þetta

sé eina heimildin sem til er. Ég veit nú ekki en ég hef núekki rekist á aðrar heimildir. Ég hef nú ekki lesið svomikið í íslendingasögum en þó hef ég nú aðeins gluggaðí þær.

Svo fór nú Jóhanna kennari okkar út í Reyki ogvar þar eina viku og við vorum afskaplega elsk að Jóhönnu. Hún var voðalega góð við okkur. Þá var húntrúlofuð manni sem var annað hvort vélstjóri eða stýri-maður á einum Fossinum og í þá daga voru til áætlanirum skipakomur um allt land. Ég man að það voruhraðferðir líka. Þær voru skrifaðar með rauðu áskipaáætlunina og það var alltaf frídagur hjá okkurþegar Fossinn kom því Jóhanna habdi dagaskipti viðDrottinn og kenndi okkur á sunnudögum og habdi fríþegar Fossinn kom á Krókinn. Þá fór hún að hittakærastann.

Það var hin. Hún Guðrún gamla Sveins. Hún vareinhent. Ég lærði aldrei neitt hjá henni en hún var talinágætis kennari og hún var mikil áhugamanneskja umskógrækt og þegar við komum nú í Varmahlíð og fórum

85

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 91: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 91/239

að læra að synda þá var hún að fá okkur með sér til þess

að gróðursetja þarna í reitnum fyrir sunnan Varmahlíðog þá náðu hæstu hríslurnar mér í öxl þegar ég var tólfára gamall. Nú eru þetta orðin stærðar tré. Hún baslaðií þessu einhent að stinga niður hríslunum.

Eftir Daðastaði þá var þetta svona hingað ogþangað. Þetta var skipt. Það var nú sjaldan langur tími í

einu kannske hálfur mánuður á bæ. Eftir Daðastaði þáhöfum við líklegast farið í Fagranes. Það var skóli þar.Hann hét Jónas Guðjónsson sem að kenndi þar. Fyrst varSteinunn. Hún var bara einn vetur. Habdi verið í Sam-vinnuskólanum hjá Jónasi gamla Jónassyni. SteinunnMagnúsdóttir. Síðan tók við maður með kennaraprófsem hét Jónas Guðjónsson. Það var ágætis kennari.Hann kenndi okkur líka. Þá náði hann í heimasætuna áFagranesi sem hét Ingibjörg Björnsdóttir. Mikil vinkonamín. Hélt mikið uppá mig og mér var nú komið tilhennar. Hún var nú svona hálfgildings kennari okkarkrakkanna. Hélt mikið uppá mig og eina manneskjansem lagdi á sig að kenna mér að syngja.

Það var lestur, skrift og teikning og svo náttúru-

lega reikningur og svo bækurnar. Það voru lærðar:Náttúrufræði, íslandssaga og bíflíusögur og landafræði.Þessi fjögur fög. Já, já maður lærði nú utanað svona.Þeim hætti nú voðalega mikið til þess, kennurunum ogþað var eins líka þegar maður kom í framhaldsskóla þávar gengið mikið í þetta líka að læra utanað allarhöfuðborgir, ár og hafnarborgir og allt svoleiðis og þetta

86

PJETUR S. EINARSSON

Page 92: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 92/239

var smátt letur til dæmis í landafræðinni var þetta tafla

þar sem taldar voru upp helstu borgirnar. Ég man eftirþví einu sinni sagdi kennarinn okkur að nú yrðum viðlátin taka próf úr borgunum næst. Svo ég tók mig til oglærði utanað allar borgir í Evrópu. Já, já bjó lengi að því.Sjálfsagt búinn að gleyma því núna. Maður habdi núekki meira gagn af þessu að þetta bara gleymist.

Svo eftir þetta, þegar Jónas var að kenna þá varskóli á Veðramóti. Þar hét bóndinn Ólafur og hann bjómeð ráðskonu sem Engilráð hét, kölluð Ráða. Þetta varmjög sérstæður maður Ólafur. Hann átti tvö syni af fyrrahjónabandi annar hét Ófeigur. Hann var ansi laginnnáungi. Hinn hét Jósep. Hann var í Hólaskóla þegarþetta var. Habdi nú verið vísað úr skóla eitthvaðtímabundið því að honum þótti sopinn góður en svoheld ég hann hafi nú farið í skólann aftur og ég kynntisthonum svo seinna. Þá var hann orðinn gamall og var viðafgreiðslu, hérna, á Króknum afgreiddi fóður og égspjallaði oft mikið við Jósep og hann var alltaf léttur átíðindum og léttur í máli og hann sagdi mér frá drykkju-venjum sínum.

 Já, hann sagdist vera búinn að komast að því aðþað væri miklu betra að drekka bara einsamall heldur enað drekka með mörgum. Ef maður færi að drekka meðmörgum þá kæmu þeir kannske með vini sína, já ogvinirnir kæmu svo með vini sína og þetta gæti orðiðheilmikill hópur og hann yrði að splæsa á þetta alltsaman og það væri bara búin öll fjárhagsgetan mjög

87

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 93: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 93/239

fljótt. Hann sagdist hafa komist að því það borgaði sig

 bara miklu betur að taka hótelherbergi og drekka baraeinn upp á hótelherbergi heldur en að leggja út ísvoleiðis.

Svo var hann kominn á aldur og þá fór hann baraí íbúð svona út í bæ og honum var sendur matur oghann sagdi að það væri ágætt, ágætt, prýðilegt og ég

sagdi: Ertu nú ekki alveg hættur að smakka það. O jú, jú, jæja, sagdi hann, ég fékk nú aðeins um daginn, aðeinsum daginn, já. Það var svoleiðis að ég fór út á Mælifellog fékk mér ansi vel í glas og svo fór ég út og það varstórhríð og ég vissi ekkert hvað ég átti að fara svo églabbaði bara eitthvað þar til ég rakst á vegg og rotaðist.Svo rankaði ég við mér þarna í skaflinum og þá áttaði égmig á því hvar ég var. Ég veit ekkert hvert ég hebdi fariðef ég hebdi ekki rotast. He, he, he.

Svo Ólafur pabbi hans, hann var nú að segjaokkur hann habdi verið í Ameríku og hún var nú ansisvona málgefin ráðskonan, og já, og var nú ekki alltafsammála Ólafi og voðalega hrædd um Óla fyrir öllukvenfólki. Þeir sögðu að einhvern tíma hebdi verið

kaupakona þar og hún var afar smeyk um Ólafur færi aðheimsækja kaupakonuna, nú til þess nú að fylgjastalmennilega með þessu þá stráði hún hveiti á gólfið fyrirframan dyrnar hjá kaupakonunni. Ég vissi ekki hvortþetta bar árangur en hún gat fylgst með þessu alvegsvona.

88

PJETUR S. EINARSSON

Page 94: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 94/239

Ólafur var að segja okkur það að hann var í

Ameríku og vann þar með ýmsum mönnum. Þar ámeðal Galisíumönnum, frá Spáni. Ja, honum fannst þeirekkert sérstakir Galisíumennirnir. Svo réð hann sig hjá bónda á búgarð og hann bjó með ráðskonu. Það varhóra, sagdi Ólafur. Það var hóra, hérna, hóra , hérnasagdi hann og svo fór nú bóndinn einu sinni í kaupstaðog þá fór hóran að reyna við hann en ég lét mig aldrei,

ég lét mig aldrei, sagdi Ólafur, hérna, þá heyrðist hvínaí Ráðu fram í eldhúsi: Ja það er hættast við, það erhættast við. He, he, he. Þá sagdi Ólafur bara við Jónas:Taktu ekki mark á henni Jónas.

 Já, já þetta var afskaplega sérstæður maðurÓlafur vel gefinn og þeir ráku upp stór augu Bretarnirþegar þeir komu á Krókinn, hernámsliðið, þá var gamallkall þarna með hest og kerru og var að leggja inn mjólk-ina sína. Þeir fóru eitthvað að skoða hestinn og snúa sérað honum og þá talaði hann bara reiprennandi enskuvið þá. Já, já þeir héldu mikið upp á Óla og spjölluðualltaf við hann þegar þeir komust í færi.

Svo eftir að ég var hjá Jónasi þá var Leifur

Finnbogason. Hann var kennari einn vetur og svo kom Jónas Sölvason og hann var einn vetur. Hann var mikiðuppáhald hjá okkur. Jónas var einn af þessumSölvabræðrum á Króknum. Sonur Sölva Jóns og mjögkátur og hress náungi sem kenndi okkur leikfimi meirað segja. Já, já bara úti. Hann var kennaraskólagenginnog ágætis kennari. Þetta voru bara svona einhverjar

89

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 95: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 95/239

æfingar sem hann var nú með svona og þeir voru að

sýna þá, eitthvað að æfa leikfimi á Króknum nema Jónasfór stundum inneftir til þess að taka þátt í æfingum meðþeim. Þetta var líklegast nítján hundruð fjörtíu og tvö.Nei, það var nú ekki glímukennsla, annars habdi pabbilært eitthvað í glímu og var stundum að láta okkurstrákana glíma og, já, já. Svo var Leifur kennari síðastaveturinn fyrir fullnaðarprófið. Ég man nú eftir því þegar

við vorum á skólanum í Hólakoti. Það er líklega að Jónashafi verið þá, þá kom nú eftirlitskennarinn SnorriSigfússon og þetta voru nú bara sko eldhús, vesturhúsog miðbaðstofa í Hólakoti, það var nú dáltið svona stórtog þar var ofn, stór kolaofn, og hann kom inn í vestur-húsið til okkar þar sem við að læra, að skoða skóla-stofuna og honum leist bara vel á þetta. Þarna væri

upphitun og góð sæti. Já, já, hann lét bara vel yfir þessu og kennarinn

var mjög ánægdður með umsögnina hjá Snorra hvernigvið hefðum staðið okkur krakkarnir. Hann var eitthvaðað spyrja okkur útúr já, já, við stóðum okkur ágætlegaog þetta var allt í þessu fína lagi. Svo næsta ár þá varLeifur aftur kennari, Finnbogason frá Hítardal og þávorum við úti á Ingveldarstöðum. Þá vorum þau núnýtrúlofuð Sigga og Sveinn og Snorri habdi nú orð á þvíað það væri nú óvenjulegt að sjá unga stúlku sem væriað setjast að í sveit á þessum erfiðustu og verstu tímum.Það var nítján hundruð fjörtíu og þrjú um vorið.

90

PJETUR S. EINARSSON

Page 96: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 96/239

Ég man svo vel eftir því þegar þeir komu. Helgi í

Tungu var þá formaður fræðslunefndar og þeir komuríðandi og það voru náttúrulega hýstir hestarnir ogSnorri fór inn með okkur og hlýða okkur yfir, svona, svoendaði hann nú með því að spyrja okkur um skáldin.Hver væru nú helstu skáld nú til dags. Það var nú ekkertum það í lærdómsbókunum. Það habdi ekkert veriðtalað um samtíðarmenn og við náttúrulega kváðum

strax upp úr með það að það væri Davíð Stefánsson ogsvo töldum við nú einhverja fleiri, TómasGuðmundsson og fleiri og fleiri og Guðmund Hagalín já, já, hann var þá að gefa út bækur. Steinn Steinar var núekki kominn þá, en hann var nú ekki svo óskaplega háttskrifaður, svo Stephan G., Einar Ben. Og, já, já, hann tókþað nú gott og gilt jú,jú.

Svo segir einn já, Svafar á Kimbastöðum: Já,Halldór Kiljan Laxness, og Snorri bara lét sem hannheyrði það ekki. Svafar tók, held ég, það svoleiðis aðhann hebdi ekkert heyrt í sér því hann sagdi þetta ekkimjög hátt svo hann var nú ákveðinn að koma þessu tilskila og sagdi aftur að það væri Halldór Kiljan Laxnessog Snorri varð svona hálf foj við og sagdi: Jú, hann er núskáld, en við skulum nú samt telja hann síðastan. He, he,he. Svona var það nú.

Síðan fóru nú allir út á hlað og kvöddum eftirlits-kennarann og formann fræðslunefndar og þeir stigu á bak og Snorri leit til Drangeyjar og sagdi: Þeir þyrftueinhvern tímann skreppa til Drangeyjar, en ég held

91

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 97: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 97/239

Snorri hafi nú aldrei komið til Drangeyjar. Hinsvegar

kom Snorri sonur hans til Drangeyjar og hann ætlaði að borga mér farið, hann var ljósmyndari, og ég sagdihonum að hann skyldi láta mig hafa bara myndir í uppí það og hann lét mig hafa ágætis fuglamyndir fráeyjunni.

Síðan fékk Gunnar Þórðarson alltaf egg þegar

hann gat hjá mér. Þau urðu að vera ný því þau áttu aðvera handa honum Jóhannesi Snorrasyni flugstjóra.Hann var líka sonur Snorra Sigfússonar. En ég man eftirþví að ég las nú sögu Sæmundar skipstjóra eftirGuðmund G. Hagalín og hann var giftur einniKristjánsstaða systurinni, og var ekki Snorri gifturannarri, það má mikið vera, nema Guðrún habdi veriðþarna í Látrum hjá þeim Jónasi gamla og Tryggva ogElínu gömlu og ég heyrði í einhverju skyldmenni þeirrasystra þarna þar sem var verið að segja frá því þegar aðséra Jón Reykjalín, hann var prestur hér á Fagranesi einusinni, hann var prestur þarna fyrir norðan.

Norðan segir maður, austur í Eyjafirðinum, ogSæmundur lýsir því þegar þeir fóru til kirkju, það var

mjög sérkennilegt, séra Jón ætlaði að fara að messa og þásá hann það að hann habdi týnt ræðunni, týnt ræðunnisem hann var með og hann tók einhverja gamla ræðuupp úr vasa sínum fór að rýna í hana sagdi þá þarnafyrir altarinu: Þetta er kolmórauður andskoti ég sé þettaekkert. Þá kom stelpa með blöð og fékk honum þettaþarna fyrir altarinu. Hún hét Sigríður og var seinna kona

92

PJETUR S. EINARSSON

Page 98: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 98/239

Sæmundar og fékk honum blöðin og kallinn tók við

 blöðunum og þakkaði henni fyrir og sagdi: Hvar voru blaðaskrattarnir. He, he, he.

Hún sagdi þau hefðu legið í göngunum. Hannhebdi misst þau úr vasa sínum þegar hann fór framgöngin og hann var voða glaður að fá þarna splunku-nýja ræðu og gaf henni tvær krónur fyrir og þetta var

mjög svo skemmtileg lýsing þarna á messuferðinni ogsíðan var einn kall sem að steinsofnaði í kirkjunni. Hannvar nauðasköllóttur og var farinn að hrjóta. Prestur varfarinn að hækka róminn til þess að yfirgnæfa hroturnarí kallinum þá sat maður hinumegin beint á móti honum.Hann var með harðan tóbakspung svo hann tók barapunginn og kastaði honum í skallann á kallinum af svomiklu afli að pungurinn kastaðist til baka og Magnúsgreip hann og það var eins og kallinum svelgdist áhrotunum en greip um skallann og síðan var nú haldiðáfram við messuna og forsöngvarinn habdi nú lagt íþann kostnað að hann habdi keypt sér danska skó semvoru támjóir með langri tá og hann habdi rekið tána í áleiðinni til kirkjunnar og það habdi komið drulluklessaá þá og hann krosslagdi fæturna, setti þær oná hnéð, svodinglaði hann fætinum og spýttist forin af skónum útum alla kirkjuna.

Þegar þeir komu nú út og messan var búin þá vattnú prestur sér að Magnúsi og ætlaði að fara að atyrðahann eitthvað fyrir hvernig hann hebdi komið fram viðþann sköllótta en þá greip bara Magnús upp fleyg og

93

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 99: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 99/239

 bauð honum í staupinu og prestur fékk sér í staupinu og

það var ekkert minnst meir á misgerðir. Mér fannst þettaafskaplega skemmtileg lýsing á messu en ég heyrði íútvarpinu að það var verið að setja út á þessa bók hjáGuðmundi Hagalín, þetta er viðtal við Sæmund eftirHagalín, heitir Virkir dagar og þær voru mjög ósáttarmeð þetta, þetta væri svo mikil vitleysa og vitlaust hafteftir en Guðrún habdi verið þarna gamla Baldvins og ég

þekkti alveg söguna, eina, sem var sögd þarna það varvinnumennirnir fóru á fyllerí og hún hét Elínóra, kölluðElín konan hans Jónasar og hún var nú frekar ströng ogþeir voru að sækja mó, eldivið. Svo kom einn heim samt,anskolli rogginn með hest í taumi, en það habdi nú ekkiviljað betur til en svo að beislið fór út úr hestinum enhann strunsaði þarna áfram blindfullur með beislið á

eftir sér þangað til hann kom heim á hlað og stansaðifyrir framan kellinguna og sagdi eitthvað á þá leið:Hérna er ég kominn með hestinn, og þá sagdi hún bara:Líttu um öxl maður. He, he, he. Hann leit um öxl það var bara beisli í höndinni á honum. Þetta sagdi Guðrúnokkur. Þessu bar alveg saman í bókinni.

 Jæja, áfram með námsferilinn og svo fór ég baraekkert í skóla frá því að ég fermdist, þarna, nítjánhundruð fjörtíu og þrjú og svo, ég var nefnilega fæddur,það var bölvað að vera svona lengi í skóla, ég varfæddur náttúrulega í janúar. Hebdi ég verið fæddur baraí desember þá stytti þetta námsferilinn um heilt ár enþað var nú ekki því að heilsa. Ég þrælaðist í gegnumskólann. Var nú svona tvö mánuði á hverjum vetri.

94

PJETUR S. EINARSSON

Page 100: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 100/239

Það var misjafnt, þetta var sex mánaða skóli það

þótti gott að vera svona eina tvo mánuði þetta var færtmilli bæja og það fór eftir því hvar þetta var og þá varekki allstaðar svo mikil húsakynni. Þú getur nú hugsaðþér það eldhús og tvö herbergi, að koma þessu fyrir.

Nei, nei það var allt saman í einum graut krakkarog fullorðnir. Þeir sem voru að byrja að lesa og þeir sem

lengra voru komnir. Kennararnir bara höfðu þetta hvertvið sitt hæfi og samt var þetta, ég var ekki var við þaðþegar við komum í framhaldsskóla, við vorum ekkertsvo mikið á eftir. Svo fór ég í Laugarvatn. Nei, nei ég blessaður vertu það liðu mörg ár. Ég fór ekki íLaugarvatn fyrr en nítján hundruð fjörtíu og átta, fór umhaustið, já. Það var skóli í Varmahlíð svona ung-lingaskóli held ég tvo vetur, ég fór ekkert þangað. Finnifór þangað og nokkrir hérna úr firðinum, Árni Blöndal, já, já, og svo fór ég þarna í Laugarvatn og ég man eftirþví að ég fór bara í fyrsta bekk náttúrulega og maður bjónú þó nokkuð að þessari kennslu sinni því að það var byrjað á að kenna okkur íslendingasögur og ég var nú búinn að læra íslandssöguna alveg ágætlega og þaðnýttist mér.

Við áttum að gera ritgerð. Bjarni gamli skólastjórivar nú að segja okkur það að honum fannst alveg óskap-leg frammistaðan í ritgerðinni úr íslendingasögum,alveg hryllilegt. Menn voru svo illa að sér í íslendinga-sögunni það fannst Bjarna náttúrulega fyrir neðan allarhellur. Við áttum að gera ritgerð um Alþingi hið forna.

95

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 101: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 101/239

Nú ég vissi nú svona flest um Alþingi og skrifaði það

upp úr gömlu íslandssögunni. Hvað goðarnir vorumargir og goðaígildin og allt það, nú ég fékk 9,5 fyrir rit-gerðina um Alþingi. Það eina sem ég gleymdi það varFimmtardómur. Við vorum tveir þarna efstir með 9,5 ogþað var náttúrulega afbragðsárangur, sagdi Bjarni oghann hélt nú frekar uppá mig eftir það.

 Já, já svo gekk nú svona á ýmsu eftir það en mérgekk nú sæmilega þennan vetur og okkur var gefinnkostur á að sleppa öðrum bekk, þó nokkuð mörgum, enáttum að fara á námskeið og svo var ég orðinn skít- blankur um vorið og átti rétt fyrir farinu heim og ég fór bara heim en langaði samt ansi mikið að komast áframsvo ég skrifaði Bjarna gamla og tjáði honum þetta,langaði til þess að komast í þriðja bekk og hann skrifaðimér aftur og ég man eftir því að ég var að vinna á Hólumþegar ég fékk bréfið frá Bjarna og hann ætlaði að hleypamér upp í þriðja bekk en ég átti nú að taka samt próf umhaustið í reikningi, ensku og dönsku og ég gerði það núog slampaðist nú upp.

Þetta var ákaflega skemmtilegur tími þarna á

Laugarvatni. Ég vann um sumarið. Fyrst fór ég í Hóla ogvann þar. Ég vann meðal annars við að grafa fyrirminnismerki Jóns Arasonar. Það var mjög svo sérkenni-leg vinna. Við grófum þetta með höndum þarna og svokomum við oná dauðra manna bein náttúrulega alveg ístórum stíl. Ég man eftir það komu upp fimmtíuhauskúpur jú, jú, jú, jú.

96

PJETUR S. EINARSSON

Page 102: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 102/239

Nei þetta komst upp í vana. Maður varð að haka

þetta upp. Ég man eftir tvisvar þá hékk hauskúpa áhakanum þegar ég kippti honum upp og já, já, maðursetti þetta bara í bing og ég man eftir því að það varstrákur þarna frá Bæ, hann varð reyndar læknir síðar,hét Valgarð, og það var komin ansi stór beinahrúgaþarna á bakkann. Svo kom heilmikill lærleggur upp oghann greip lærlegginn og kastaði honum í beina-

hrúguna og hann datt bara niður úr hrúgunni aftur oghann þreif legginn og kastaði honum upp aftur. Vertukyrr. Hvern andskotann er þú að angra lifandi menn,sagdi hann, og það var kall með okkur eldri maður,svona, hann leit á hann með alveg óskaplegri hneykslanog fyrirlitningu og svona ætti ekki að tala.

Það getur svo sem vel verið, en ég svona hugsaðinú svo margt þegar maður var að grafa upp þessa löngudánu menn um lífskjör þeirra og annað. Ég man eftir aðþað var garður þarna, steyptur garður utan umHólakirkju og hann hafði verið steyptur fyrir fimmtíuárum sem sagt þá rétt um aldamótin og við þurftum að brjóta upp garðinn fara útfyrir hann um heilan meter ogundan garðinum komu tvær litlar kistur, barnakistur.

Þær voru alveg heilar bara toppfjölin á annarriþeirra laus. Ég var nú svona að hugsa um það eitthvaðhverjir hefðu nú fylgt þessu til grafar og hvað þarna lægiað baki, hummm. Síðan tóku þeir kisturnar og þessartvær litlu barnakistur settu þær í aðra kistu sem aðHróbjartur Jónasson ,hérna, frá Hróarsdal, hann var,

97

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 103: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 103/239

hann var yfirsmiður þarna við turninn. Hann smíðaði

þrjár kistur og við fylltum þær af beinum og settumþarna barnakisturnar hlið við hlið eins og þær höfðuverið og síðan gengum við með þær út í kirkjugarðinnvið norðanverða kirkjuna og þær voru grafnar þarnaalveg fast útvið kirkjugarðsvegginn og það var verið aðmála skólann og hún hét Anna, Anna gamla málari varhún kölluð. Það var kallað í hana. Hún kom með pen-

silinn sinn og málningu í og málaði þrjá krossa á kirkju-garðsvegginn þar sem að þetta hafði verið grafið. Síðannáttúrulega var kirkjugarðurinn rifinn og krossarnirmeð og þarna liggja þessir fimmtíu í ómerktri gröf. Já, jáþetta var nú ekki heilt sumar.

Svo fór ég í brúarvinnu. Þar var verkstjóri JónasSnæbjörnsson sonur Snæbjarnar í Hergilsey. Mikillágætismaður. Skemmtilegur maður Jónas og við byggdum brú á Laxána þarna við Skíðastaði og svo bjuggum við brú á Grímsána líka. Þetta voru skemmti-legir félagar þarna. Það var séra Björn sem var síðarprestur á Akranesi og Keflavík og það var StefánSigurkarlsson og bróðir hans, að mig minnir, Guðjón héthann. Hann hafði verið hraðskákmeistari Reykjavíkur.Svo Jónatan Skagan. Hann var nú svona sérstakur. Svovar Gylfi Pálsson og fleiri og fleiri. Þetta var mjög svoskemmtilegt samfélag. Já, já, ja, við vorum svona á líkumaldri.

Ég man eftir að Stefán Sigurkarlsson, þeir höfðulesið bókina Sigurvegarann frá Kastalíu, skáldsaga, og

98

PJETUR S. EINARSSON

Page 104: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 104/239

það var einn mesti óþokkinn í bókinni hann hét Da Silva

svo þeir sáu það strákarnir af hyggjuviti sínu að Stefánværi alveg mjög líkur karakter og Da Silva. Eftir það varhann aldrei kallaður annað en Da Silva. He, he, he.Svona þegar menn höfðu mikið við þá styttu þeir þetta ígælunafnið Silvi minn og hann tók þessu mjög vel ogundi vel nafninu Da Silva. Já, já þetta var hið skemmti-legasta samfélag. Þar bjuggum við í tjöldum já, já.

Svo fór ég að vinna við Blöndu þar á eftir og svosíðan, það var þarna fram hjá Löngumýri, vann þar tilhausts og fór svo í Laugarvatn. Þá var ég búinn að vinnafyrir vetrarstússinu. Nei, það var ekki sami hópurinn íBlöndu. Það voru aðrir verkstjórar. Þeir fóru austur áland, strákarnir. Jú, það var þarna eitthvað af Hún-vetningum. Það var nú ekki mikið. Það var nú ekkimikið sem að var þar.

Svo, hérna, hljóp ég þarna yfir bekk. Tók fyrsta ogþriðja bekk. Maður náttúrulega galt þess að hafa ekkifarið í annan bekk mann vantaði það alveg, annan bekkinn og það var bagalegast í tungumálunum. Maðurslampaðist svona í kjaftafögunum sem voru kölluð. Ég

náði þarna Landsprófi með, svona, góðri fram-haldseinkun og svo fór maður ekkert meira að læra.

Ég veit það ekki. Jú, ég hefði nú haft, ef ég hefðihaldið áfram þá hefði ég verið í hópnum sem að tók fyrststúdentspróf á Laugarvatni. Já, já, já.

99

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 105: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 105/239

Nei, mér stóð þetta ekki til boða peningalega.

Maður fékk ekki vinnu. Það hefur kannske verið fram-taksleysi af mér að vera ekki harðari að útvega mérvinnu og maður fór bara að streða hér heima í þessum búskap sem ekkert var því þá var mæðuveikin búin aðdrepa mikið af fjárstofninum.

 Já, já Bjarni skólastjóri á Laugarvatni var um-

deildur maður en Bjarni var alltaf góður við mig og hélttöluvert uppá mig, held ég, en hann var umdeildur já, já.Ég man eftir því að hann kenndi félagsfræði og hann varað segja okkur það svona í fyrsta tímanum, þá var nú búið að vera mikið upphlaup í Framsóknarflokknum og Jónas gamli og Bjarni höfðu skilið við Framsóknar-flokkinn og Bjarni sagði okkur það að: Það vorum ekkivið sem skildum við Framsóknarflokkinn. Það varFramsóknarflokkurinn sem skildi við okkur. Jónas varalveg eins og guð í augum Bjarna og hann bauð honumeinu sinni í heimsókn og það var hafin mikil íþrótta-sýning og mikið habt við þegar Jónas kom og munaðisáralitlu að ég glímdi fyrir Jónas því að það var glímu-sýning en ég hafði meitt mig á æfingu næst á undan svoég slapp alveg við að glíma fyrir Jónas.

Það voru nú margir eftirminnilegir kennararþarna. Það var bæði Þórður Kristjánsson og GuðmundurÓlafsson, ég habdi nú alltaf gaman af Guðmundi Ólafs-syni. Hann var ansi hress og kátur og DalsbergKristjánsson og Eiríkur Jónsson. Hann kenndi okkurstærðfræði. Albert hét náungi sem kenndi okkur

100

PJETUR S. EINARSSON

Page 106: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 106/239

dönsku. Hann var nú ekki mikill kennari, þó að verði nú

að segja eins og er, en afskaplega fróður náungi, meiraað segja frétti ég það hann hefði leiðrétt ættartöluspánarkonungs, sem var mikið afrek. He, he, he. Já, ogvar afskaplega ættfróður en hafði ekki lag á nemendum.

Svo var Óskar og Þórarinn. Þeir voru smíða-kennarar. Já, já og einu sinni klagaði Óskar okkur Jóa í

Langholti fyrir áflog. Við vorum að fljúgast á uppískólastofu og það var nú rutt um nokkrum borðum ogstólum. Þeir lágu nú þar út um stofuna, svona, þá komÓskar allt í einu, birtist í dyrunum og taldi borðin. Þaðlágu þrjú á hliðinni man ég var og einir fimm stólar þarog hann taldi þetta snarlega. Síðan fór hann til Bjarna ogklagaði okkur Jóa fyrir þetta. Já, já við vorum boðaðir áfund Bjarna og Jói og ég stóðum þarna ekkert mjögskömmustulegir. Við vorum nú frekar svona í uppáhaldihjá Bjarna, held ég. Því að við vorum báðir í glímu oggekk ekkert illa að læra. Já, já sagdi Bjarni þegar hanntók á móti okkur, menn eins og þið já, já. Það er núekkert svo skaðlegt þó menn aðeins tuskist nú en það ernú náttúrulega verra ef það er brotið mikið. He, he, he.

Síðan gaf hann okkur kertisstúfa því að við áttumað sjá um ball um kvöldið og kvaddi okkur með mestuvirktum og við fengum ekki nokkrar skammir frekar,svona, virðingarvott að mér fannst af því við höfðumaðeins haft manndóm í okkur að hreyfa okkur eitthvaðofurlítið. He, he, he.

101

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 107: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 107/239

 Já, já það var tuskast svona annað slagið en það

var nú ekkert mikið samt. Nei, ég var ekkert frekarsvona mikið að tuskast. Menn voru nú ekkert svonamikið að fljúga á mig, ha. Slapp nú alveg við það svona. Já, já það var einu sinni. Mér datt nú í hug að taka ástrákunum. Tók á þeim svona ansi hressilega. Þeirkvörtuðu undan því að ég væri dáltið harðtækur. Já, jáég tók einn haustaki og krækti svona fyrir aftan í annan

og fleygdi honum upp og fram á gólf alveg hreint oghann kom niður á fjóra fætur. He, he, he. Já, já.

Það var nú Eggert Vigfússon, sem var minn helstifélagi á Laugarvatni. Hann var herbergisfélagi minn báða veturna og mikill vinur. Já, já Eggert var ansi hressnáungi. Hann var seinna slökkviliðsstjóri á Selfossi ogþað kom maður sem fór með mér útí ey sem kom fráSelfossi og ég fór að spyrja hann eftir Eggert og hannsagdi að hann væri nú hættur í slökkviliðinu núna en bætti svo við: Hans var sárt saknað. Eggert var ógurlegahress strákur. Já, já, já við brugguðum nú ýmislegt og,þarna, vorum herbergisfélagar báða veturna.

Það var einn náungi þarna Ásgeir frá Vallholti.

Hann var í herbergi með okkur þarna á Laugarvatni ogvið vorum í bænum eða fjósinu, sem kallað var fyrstaveturinn og þetta var oft skítkalt. Við vorum í enda-herberginu og það gustaði nú inn um veggina en Eggerthafði rafmagnsofn. Hann var tvíhólfa og það var nú ekkivel séð að væri verið að láta lifa á rafmagnsofni. Það varsvo mikið rafmagn og svo kveikti nú Eggert samt á ofn-

102

PJETUR S. EINARSSON

Page 108: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 108/239

inum. Það var skítkalt. Bjarni gamli var vanur að koma í

heimsókn í bústaðinn einu sinni á dag og svo sáum viðBjarna ganga fyrir gluggann og Eggert slökkti á öðruhólfinu á ofninum og svo kom Bjarni inn og hann raknáttúrulega strax augun í ofninn og sá að það var slökktá öðru hólfinu og honum þótti það náttúrulega virð-ingarvert að við værum ekki að fara illa með rafmagniðog Eggert var á því að það væri svo kalt bara. Það væri

ekkert líft í þessu. Já, já þetta er ágætt Eggert minn aðhafa bara lifandi á öðru hólfinu, sagdi Bjarni og þar meðvar það útrætt mál. Við kveiktum svo á ofninum þegarkaldast var. Það voru nú rifur á veggjunum og þetta varheld ég síðasta árið sem að var búið í bænum sem varáfastur við fjósið.

Ég man eftir því að það var fjósamaður þarna.Hann leit nú ansi svona stórt á sig því hann hafði nú ífullu tré við okkur strákana. Svo fór hann einhverntímann að tuskast við mig þegar hann var að þvo sér ogvar nú ber að beltisstað, svona hér um bil. Var að geraeitthvað við úrið sitt og var með einn hlekkinn úrúrkeðjunni milli varanna. Svo jókst þetta nú eitthvaðnema hann stökk í mig og ég náði nú á honum og þaðfór svoleiðis að hann kom niður á fjóra fætur og hannætlaði náttúrulega að jafna um strákskrattann sem færisvona með sig og stökk í mig aftur en ég ýtti honum frámér ansi skarplega og það vildi ekki betur til en það aðhlekkurinn hann hrekkur bara ofan í hann. Stendursvona í honum alveg rosalega að hann alveg engdistþarna sundur og saman og hóstar.

103

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 109: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 109/239

Þá kemur Eggert á fljúgandi ferð þrífur í mann-

inn skellir honum áfram lemur svoleiðis alveg bylmingshögg milli herðanna á honum og hlekkurinnkemur þjótandi og þar með var þetta allt saman leyst.Áflogin búin og hlekkurinn kominn. Já, sagdi Eggert, égsá það þýddi ekkert annað en berja manninn. Þetta varsvona dæmigert um Eggert.

Einu sinni kom strákur inn til okkar. Þá var núlifandi á ofninum og drengurinn fór að blása, svona, ágormana, þetta var gormaofn og sjá hvernig þeirdökknuðu nú þegar blásið var á þá. Svo Eggert sagdi:Láttu ofninn vera, en strákur skipti sér ekkert af því. JæjaAri minn, sagdi Eggert ef að þú ekki hættir þessu þásparka ég í rassgatið á þér, og drengurinn hætti ekki ogEggert sparkaði í rassgatið á honum og hann lá í rúminudaginn eftir. Ég vissi nú ekki hvort það var af sparkinueða hvort hann fékk einhverja slæmsku í sig nema viðsögdðum Eggert það þetta væri af sparkinu nú lægihann í rúminu bara. Já, sagdi Eggert, ég get ekkert gertað því. Ég var búinn að aðvara manninn og ég var búinnað segja honum þetta, og þetta var alveg dæmigert fyrirEggert sko. He, he, he.

Við brölluðum ýmislegt saman við Jóhannes íLangholti. Meira að segja vorum við skikkaðir til þess aðyrkja í bragfræðitímum, já, já, já, við reyndum að leysaþað af hendi eftir bestu getu og það tókst nú bærilega.Við fengum engar aðfinnslur hjá Ólafi. Já, Ólafur Briemsem kenndi okkur íslensku.

104

PJETUR S. EINARSSON

Page 110: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 110/239

Ég man eftir að þá habdi ég hálfpart neyðst til

þess í bragfræði að koma með vísur í bragfræðitíma,okkur var skipað það. Nú ég álpaðist til þess að fara aðhnoða saman einhverju svo hann hebdi nú eitthvað, bekkurinn. Nú þetta urðu svo sem bara listaverk hérnaá Laugarvatni hjá krökkunum sem ekkert höfðu vit áskáldskap, náttúrulega.

Ég man eftir einu sinni að það fengu allir í mag-ann, ógurlega, og menn voru þarna þannig að klósettinhöfðu ekki undan. Ég man eftir því að ég fékk nú ekkertí magann. Við vorum tveir sem sluppum svona að mestuleyti og ég man eftir því að einn strákurinn sem var íherbergi með mér rak upp mikið ánægjuvein ummorguninn þegar allir voru að þeitast á klósettið ogsagdi: Ég er hraustasti maðurinn í deildinni. Þá var hannekkert farinn að fá í magann.

Eftir nokkrar mínútur var hann orðinn fárveikurog það var alveg bið á klósettonum og ég man eftir aðÓli Briem kennari var þarna fram á klósetti og neri mag-ann og þóttist hafa himinn höndum tekið þegar hannopnaði klósettdyrnar. Við skitum þarna í skólpfötuna og

svo var þetta eins og á Indlandi. Það var hlaupið fram ívarpann frekar en að skíta á sig. Við Eysteinn Þorvalds-son vorum einu mennirnir sem vorum uppi standandiþarna í Björkinni og áttum að vera í eldhúsinu þarna umdaginn og við fórum og mættum í eldhúsinu bara tveir.Það var allt númerið, það voru sko sjö eða átta í númeri.Það var tekið við hvert borð. Það sátu held ég fimmtán

105

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 111: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 111/239

við borðið í eldhúsinu, sjö hvoru megin og þeir sem sátu

sömu megin við borðið þeir voru allir í sama númeri ogeinn í viðbót, sá sem sat við endann. Svo var held égeinu númeri skipt niður sem átti að vera svona sitt áhvað og við mættum þarna niður eftir og þá var baraekki einasti maður mættur þarna í hádegismatinn ogþað féll bara niður málsverðurinn, já, já.

Ólafur Briem fékk mikinn niðurgang eins og alliraðrir og við hnoðuðum saman þessum vísum:

Óla Briem var ekki rótt.Ógnir þjáðu kroppinn.Átta sinnum sömu nótt,settist hann á koppinn.

 ,og svo af sama tilefni og því Bjarni skólastjóri

taldi að skeið af lýsi leysti allan vanda:Hér er fæðan löngum leið,líðan slæmri veldur.Aðeins lítil lýsisskeið,lífi í okkur heldur.

106

PJETUR S. EINARSSON

Page 112: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 112/239

IV. ÞÁTTUR

 Jón Thor Haraldsson var ekki við þegar þetta var,var í fríi, en hann var nú ansans ári lipur hagyrðingur.Ég hitti hann seinna þegar hann var nú orðinn sjúkur ogþá gaf hann mér bók sína sem hann hafði fjölritað á sex-tugs afmæli sínu í tuttugu og sjö eintökum og ég fékknúmer fjórtán. Já, þó var ég ekki í afmælinu og við

sendum hvor öðrum svona stöku sinnum vísur. Ég sendihonum einu sinni nokkrar vísur og bað hann að segjamér hver væri skásta vísan af þessu og hann sendi mér bréf og sagdi mér það að það væri ein vísa sem við Kiddi bróðir gerðum í félagi. Þá var Kiddi að safna örnefnum.Hann sagdi hún ætti eftir að lifa bæði mig og þig, sagdiSnúlli og var óskaplega hrifinn af þessari vísu en ég hef

nú aldrei verið neitt óskaplega hrifinn af henni. Þetta vargert svona í fíflagangi. Við vorum að drekka kaffi viðKiddi og þá sagdi ég, við vorum að tala um, svona,glötuð örnefni og mér datt í hug örnefnið Tygjabakki.

Því að það var þegar að Jón Austmann varð útiþegar þeir urðu úti Reynistaðabræður þá fór hann meðhestinn norður og hesturinn fannst í dýi. Hafði verið

drepinn þar því hann vildi ekki skilja hestinn eftir, ekkiláta hestinn deyja í dýinu. Náði honum ekki upp og skarhann á háls, eða risti fram úr eins og þar var sagt, ogreiðtygin fundust á bakkanum og síðan var það kallaðurTygjabakki.

107

Page 113: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 113/239

Ég veit ekki hvar það er og var að spyrja Kidda

eftir þessu hvar Tygjabakki væri og hann vissi það ekkisvo ég sagdi:

Týndur er Tygjabakki.Töpuð dagmálaþúfan.

og Kiddi sagdi þá:

Gleymdur er Guðsbarnaslakki.

og ég bætti við:Glötuð er Tröllkonuhúfan.

 , og þetta átti að heita saknaðarljóð örnefna-safnarans. He, he, he. Nú svo veit ég ekkert hvernigþetta var en þetta birtist í D/V eða einhverju blaði. Viðvorum ekkert dauðyflalegir þar. Þetta hefur þótt sæmi-

legt. Já, já. Já, já það voru margir þarna, það voru margir

þarna. Það var hann Ásgeir, hérna úr Skagafirðinum.Hann var herbergisfélagi með okkur Eggert fyrst. ÁsgeirGunnarsson hann var frá Vallholti. Þetta var nú svonamáltæki hjá Ásgeiri að hann þóttist nú hafa haft þettaeftir einhverjum dönskum, að það spurði einn strákurhann einu sinni hvort þetta væri ekki hátt fjall hérnafyrir ofan Laugarvatn. Fjall, sagdi Ásgeir þetta köllumvið nú dal í Skagafirði já, já. He, he, he. Það gat oft komiðsvona sniðugt út út Ásgeiri já, já.

Ég man eftir Kjartani Ólafssyni sem var ritstjóriÞjóðviljans seinna. Hann var þarna á Laugarvatni mikill

108

PJETUR S. EINARSSON

Page 114: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 114/239

kommúnisti. Það var nú verið að segja að Bjarni hefði

rekið hann frá Laugarvatni heyrði ég eitthvað ávæningaf því einhvern tímann. Ég varð aldrei var við það. Égman eftir það var umræðuþáttur þarna í eldri deild.Hann hélt mikla ræðu þarna í kommúniskum stíl og égman eftir að Bjarni gekk framhjá mér þegar hann var aðhalda ræðuna og sagdi: Hann er flugmælskur strákur-inn, en ég var aldrei var við það að hann hefði neitt horn

í síðu hans nei, nei. Já, já við vorum að undirbúa ball. Það var

svoleiðis að aðra hvora helgi þá var ball hjá skólanum ogaðra hvora helgi var aftur leikfimissýning og boðsundoft líka. Þá var boðsund milli hinna þessara, svona. Þettavar mikið fjör.

 Já, já það var mikið af stelpum þarna. Það varkvennaskóli í Lindinni og þeim var oft boðið á ball líka.Nei, ég slapp alveg svoleiðis svo. Ég hef nú aldrei veriðneitt kvennagull, sko, svo að ég hef komist sæmilega afsvoleiðis, sko.

Kvennagull? Ja, það eru þessir sjarmerandi menn

sem vaða í kvenfólki. Það, ég skal segja þér það, aðstelpur eru afskaplega hrifnar af svona montrössum. He,he, he. Það er alveg eins og þeir vaði í kvenfólki, mon-trassarnir ef þeir eru nógu góðir með sig og svoleiðisnokkuð. Ég er búinn að, reyndar, að fylgja mörgumkonunum upp í Drangey og þær hafa verið óskaplegaþakklátar og þær hafa sagt við mig oft þegar ég er búinn

109

Page 115: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 115/239

að leiða þær þarna framhjá altarinu alltaf sömu

setninguna: Mikið óskaplega hefur þú góðar hendur. Ja,það er nú bara það þegar að menn eru hræddir og þáfinna þeir það að það er styrkur að því að hafa góðarhendur og ég hef frekar verið svona handhlýr og það erekkert sama hvernig fólki er rétt hjálparhönd. Maður áekkert að þrífa í hendina á fólki og kippa því upp.Maður á bara rétta því hendina og lofa því að taka í. Ha,

hef ég ekkert kennt þér? Nú þá hef ég séð að þú ert baraágætur í þessu enda hafa þær ekkert kvartað, íhje, hje,hje.

 Jú, jú ég man eftir mörgum stelpum. Ég áttiágætis vinkonur þarna á Laugarvatni. Já, já, já þær vorutil dæmis með mér í númeri þarna, ég hitti nú einaþeirra Elínu Lárusdóttur, húsfreyja á Víkingavatni núna.Það voru þrjár stelpur sem fóru upp úr þriðja bekk úrfyrsta bekk. Svo var Sigga Eiríks. Svo var IngibjörgEinarsdóttir. Hún var frá Kjarnholtum. Þetta vorustelpur sem voru í eldhúsinu með okkur og þetta varansi fjörugt oft í eldhúsinu og skemmtilegt.

 Já, já vinskapur hefur haldist en annars hef ég nú

ekki haft mikið samband en einu sinni sá ég þær Sigguog Auði á Landsmótinu og einu sinni var ég í bíl, var aðfara norður og þá kom allt í einu leigubíll og stoppaðirútuna svo kom þar stúlka inn og það var autt sæti viðhliðina á mér og hún settist þar. Ég fór nú að líta á kven-manninn og þá sá ég að þetta var mín gamla skólasystirog það urðu bara þarna fagnaðarfundir. Þá var hún

110

PJETUR S. EINARSSON

Page 116: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 116/239

ráðskona á Hvanneyri og var að kokka ofan í Þráinn

frænda minn. Svo var Ingibjörg Bergþórsdóttir þarnalíka. Ég man eftir því að við spjölluðum saman fyrir einaárshátíð að hnoða saman einhverja bölvaða vitleysu umskólafélaga, kennara og svoleiðis nokkuð. Ég man ekkihvort ég hef séð Ingibjörgu nokkurn tímann síðan.

Ég talaði við hana útaf, hérna, þegar ég fékk

National Geographic blaðið með viðtalinu við mig. Þávar hún einmitt húsfreyja í Fljótstungu í Borgarfirði. Þásögdu þeir það þarna kallarnir að Skeggi hebdi aldreifundist sem að Grettir drap þarna þegar hann var að ríðatil þings en um nítján hundruð og tuttugu hefðu fundist bein í gjótu þarna í hrauninu einhvers staðar í Fljóts-tungu og það sá eitthvað á höfðinu eða hauskúpunni ogþað var álitið að þetta væru beinin af Skeggja og þauvoru grafin þarna í kirkjugarði. Þeir komu niður heiðinaþarna í Fljótstungu og þá sprettu þeir af hestunum, éghef nú verið að segja fólki Grettissögu hvernig að ferða-mátinn hefur nú verið í gamla daga. Þeir tóku bara beislin út úr hestunum og slepptu þeim með söðlunumog tóku ekki einu sinni malpokana frá. Þetta þætti lélegtnúna. Nei, ég kannast ekkert við notkun malpoka, enþeir fóru að leita að malpokunum Skeggi og Grettir ogGrettir sagdi: Margt er öðru líkt, þegar að Skeggi fannmalpokann og þeir fóru svo að fljúgast á um malpokannog endaði með því að Grettir drap Skeggja.

111

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 117: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 117/239

 Já, já, já ég hef ágætis minningar frá Laugarvatni

og ég eignaðist marga kunningja og – bara enga óvini,held ég. Ekki svo ég viti.

Eignast óvini? Ég veit það ekki. Ekki áberandiheld ég. Ég vona ekki áberandi en það er nú svona,maður veit að það er náttúrulega kannske stundum semhundarnir glefsa í hælana, ummm já.

 Jamm, það er margt skrýtið í kýrhausnum, ha !

Einu sinni fórum við Simmi bróðir útí Reyki. Viðvorum nú stilltir við bræður. Við Simmi sko. Það hafðifokið þak af húsinu út á Reykjum. Það var nú venjan aðmenn fóru og hjálpuðu nú hvor öðrum þegar aðsvoleiðis átti sér stað og við Simmi fórum út í Reyki að

hjálpa að koma þakinu á, eee... ég held það hafi verið áSunnudegi. Já, það var náttúrulega sjálfsagt og viðvorum þarna snemma um morgun og negldum þakið áásamt fleirum og vorum að ljúka við það og farið að bregða birtu um kvöldið. Þá kom Árni sonur hjónannaheim af balli.

Ég var á jörpum hesti afskaplega viljugum hestiog þeir sóttu hann þarna suður fyrir túnið. Strákurinnsegir, hann Eyjólfur, hann var nú ungur strákur þá, aðhvort það sé ekki í lagi að fara á bak á hestinum, góðurhestur. Jú, jú ég hélt það og drengur snarar sér á bak ogtekur strikið út að húsum. Ég var þarna útfrá og sé aðstrákur kemur þarna á fleygiferð þarna yfir lækinn og

112

PJETUR S. EINARSSON

Page 118: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 118/239

úteftir og stefnir beint út að húsunum, en það var diska-

herfi sem lá þarna á túnunum, sem hann er að verðakominn rétt að herfinu þá hleypur hann frá. Strákurinnheldur áfram í loftinu og ég var alveg svoleiðisskíthræddur að hann lenti á herfinu, en hann slapp viðþað. Já, já. Það má oft ekki miklu muna. Það var ekki vitað setja óvana á bak á svona hest.

Alltaf þegar fór að vora fórum við Simmi suðurfyrir húsin heima að lyfta steinum. Við gerðum þaðalltaf á vorin. Þá var vorið komið. Steinninn er þarna.Þessi litli þarna. Ha, já svona hundrað kíló. Já, já viðhöbdum gaman að reyna okkur bræðurnir. Maður varðalltaf sterkari og sterkari og svo vorum við Björn frændiminn, sem er nú heljarmenni, var nú þá í sveit hjá okkur,og vorum að taka upp steina og ég sagdi Bödda þá að núværi svo komið að nú myndi ég altaf lyfta léttari ogléttari steinum en hann aftur þyngri og þyngri. Böddi ersonur Simma.

Ég er nú vanur að taka þetta svona bara, sagdiBöddi alltaf. Það var einhver dæla sem þeir vildu ná úreinhverju rými í togaranum og spurðu hvernig þeir

tækju þetta. Vildu fá blökk. Ég er nú bara vanur að takaþetta svona, sagdi Böddi og seildist í dæluna og kipptihenni upp. Já, já hann er hraustur. Hefur það úrföðurætt.

Ha, gengu þær sögur að við bræður notuðumaldrei tjakk þegar við skiptum um dekk, það er nú

113

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 119: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 119/239

kannske ofsagt. Hins vegar getur það vel verið. Ég var

nú til dæmis á leiðinni norðan úr Eyjafirði með Simma.Þá var ég nú á jeppanum okkar gamla. Svo sprakk baratvisvar á leiðinni. Þetta voru svoleiðis dekk sem maðurfékk með þessum jeppum, nýju, voru bara fjögra striga-laga. Dekkin sem komu með þeim fyrst. Svo bara eftirsmátíma þá voru öll dekkin handónýt bara. Ég var númeð varadekk en engan tjakk. Þetta var þarna í Eyja-

firðinum þegar sprakk og ég var alveg í vandræðum. Églabbaði þarna upp að heyi. Þar lágu nokkrir steinar. Égvaldi mér svona hellusteina sem pössuðu undir. Svokeyrði ég uppá varadekkið og setti steininn undirfjöðrina og svo keyrði ég bara á. Svo spólaði jeppinn þátók ég dekkið undan og þá stóð hann á steininum. Svokeyrði ég bara af steininum.

Svo man ég eftir því einu sinni að það var maðurað vinna hér eitthvað á skurðgröfu og við vorum að flýtaokkur eitthvað ógurlega inn í Krók, þá sprakk. Það varnáttúrulega enginn tjakkur, bara varadekk og hann var íöngum sínum yfir þessu að það tæki nú tímann sinn aðskipta um svona. En ég sagdist nú sjá til með það oghenti steininum á götuna og keyrði upp á hann. Þettavar náttúrulega miklu fljótlegra heldur en að setja tjakkundir. He, he, og bakkaði niður af steininum þegar búiðvar að þessu. Enga stund að þessu og hann sá það að þaðmyndi bara vera fljótara að skipta um dekk svona. Þaðgetur stundum verið gott að láta vitið um það, eins ogþar stendur.

114

PJETUR S. EINARSSON

Page 120: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 120/239

Annars fór ég nú heldur flatt á því einu sinni en

slapp nú frekar vel út úr því. Það bilaði hjá mér lega ítúrbínunni. Þá þurfti ég að draga skífuna af. Hún varfjandi föst, skífan. Ég þurfti að halda við skífuna meðannarri hendinni og skrúfa svo aftur með hinni svo mérdatt nú í hug að það sakaði nú ekki að ég létti nú aðeinsundir og skrúfaði soldið frá túrbínunni svo ég þyrftiekki að halda eins fast. Þetta var mesti munur. Mér datt

í hug að skrúfa soldið meira frá. Já, já þetta gekk ágæt-lega og ég var önnum kafinn að skrúfa frá þegar að allt íeinu rörtöngin, sem ég var með, sleppur af skífunni ogþað skiptir bara engum togum með það að túrbínan ferþarna á fulla ferð með klóna á og skífuna. Ég ætla rjúkatil og skrúfa fyrir þá bara brotnar öxullinn á túrbínunni.Þá hafði ekkert verið, þegar að var renndur öxullinn,

svona radíus sem þarf að taka og svo bara var komið inní miðjan öxul bara ryðguð sprunga. Það var ekkertannað en það að endinn á þvingunni, afdráttarklónni,hann læstist í buxurnar á mér hérna fyrir og sviptir ísundur buxunum og það var svona fleiður á kálfanumsvona upp undir hné. Ég slapp með það. Stóð bara þarnaá brókinni. He, he, he. Svona fór nú um þá vinnuhag-ræðinguna.

Á miðin undir Hólakoti rerum við Simmi þegarvið vorum smápollar. Ég var formaður á bátnum 12 áragamall en hann háseti 8 ára gamall.

Svo var mesta verk að setja upp bátinn. Þetta varfjögramannafar og við vorum nú ekki miklir bógar. Við

115

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 121: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 121/239

fórum svoleiðis að því að við reyndum að brýna honum

upp, það er kallað svo þegar maður tekur í bátinn ogdregur hann upp stutt, og settum hlunn undir, blautan,og dróum hann upp svona dáltið. Síðan tókum við úrhonum árarnar, aflann, færin og bara allt saman semlauslegt var og bárum það upp. Síðan lögðumst við á. Égvar aftar við bátinn, pabbi taldi okkur trú um að þaðværi betra, að sá sem væri sterkari væri aftar og hinn

framar. Nú, við höfðum bátinn uppí naust með því að bleyta hlunnana og taka á, vera samtaka og svoleiðis,ha? Þetta tuðaðist allt.

Einu sinni komum við innan úr Krók á bát. Þaðvar þegar við vorum komnir í Fagranes þá vorum viðmeð tvo hundrað punda poka, olíudunk og sykurpoka,tíu kílóa sykurpoka. Við berum þetta upp úr bátnum ogsetjum upp bátinn. Svo förum við eitthvað að segja: Ekkihebdu nú gömlu mennirnir verið í vandræðum að beraþetta bæjarleið. Ég tók bara annan pokann og olíudunk-inn og Simmi tók hinn pokann og sykurpokann. Síðanlöbbuðum við þarna heim alveg gífurlega ánægdir. Núvið fundum það þegar við komum heim að við hebdum

116

PJETUR S. EINARSSON

Page 122: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 122/239

getað borið þetta miklu lengra. Ha, ja, þetta er svona um

kílómetri allt á fótinn.

Simmi gat verið mjög orðheppinn. Þeir fóru ein-hvern tímann strákarnir út á bjargbrún og Simma hafðinú orðið mál og, þetta var nú áður en klósettmenninginkom til sögunnar úti um sveitir lands og menn urðu núað gera sín stykki útum hagann og þótti ekkert

tiltökumál, nema hann ákvað nú að losa sig við úrgang-inn á þrifalegan hátt og labbaði fram á bjargbrúnina ogskeit fram af. Nú, þeir voru þarna félagar hans tveir meðhonum og höfðu orð á þessu að þetta væri ófyrirgefan-legur glannaskapur að haga sér svona, en hann svaraðiþví ósköp einfaldlega: Hafið þið oft dottið aftur yfirykkur þegar þið hafið verið að skíta. He, he, he!

 Já, já, já, við vorum mikið saman Simmi og ég.Það var sárt að sjá á eftir honum alltof ungum en hanndó, líklega fjörtíu og átta ára. Við treystum mikið hvor áannan enda sagdi Simmi við Finna þegar hann var nú aðlýsa því þegar að ég ætlaði að taka hann niður þegarhann var að klífa upp Hæringshlaupið. Finni var svonaað hlæja að því að ég hefði ætlað að grípa í löppina á

honum ef hann dytti. Ja, Simmi sagdi nú Finna að hannþyrfti nú ekki að efast um að bróðir hans hefði nú reyntað halda honum ef hann hefði náð í löppina á honum. Jaaaaá.

Einu sinni kom pabbi innan úr Krók þá höfðuþeir farið á sjó á Steini og pabbi var að dást að því að þeir

117

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 123: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 123/239

hebdu aflað vel. Fengið eina sextíu fiska. Þá höbdum við

 bara fengið sextíu fiska líka, smástrákarnir, he, he, he.

 Já, já við vorum með færi. Það voru nú ekkimerkileg færi þá. Það voru bara tveir önglar, það varkallaður falsari, við höbdum sko stóran húkköngul ogsvo var bundinn svona lóðaröngull neðaní og beitt áhann. Hann var bara með grönnum taum og sett

neðanúr stóra önglinum. Svo komu menn með álsökku.Það þótti mikið. Þá voru sem sagt fjórir önglar. Tveirhúkkönglar og tveir falsarar. Á húkkönglunum varsvona pundslína, sem kölluð var. Það var stag áönglinum og þetta var benslað bara utanum öngulinn.Þetta var þrælfast, en línuöngullinn hann var barahnýttur á eins og er núna. Það var spaði líka. Það varsmellt uppá spaðann og sett bragd á og þetta hélt alltsaman.

Einu sinni man ég eftir því að við vorum á sjó ogvið sóttumst nú eftir að komast útí síldarskip að fá síld í beitu. Svo er það bara einu sinni að bátur fer þarna hjáokkur en þeir vildu ekkert stoppa. Þeir voru á keyrslu ogþeir hentu bara síldinni, alveg bara grýttu í okkur. Þeir

hittu nú aldrei svo það fór í sjóinn. Við þrifum gogginnog reyndum að fiska síldina upp. Ég man ekki hvort viðnáðum ellefu síldum. Svo tek ég eftir því þegar þeir erukomnir hjá og þá situr Simmi og skelfur svoleiðis að þaðalveg glömruðu í honum tennurnar. Þá var svona mikillveiðihugur í honum. He, he, he.

118

PJETUR S. EINARSSON

Page 124: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 124/239

 Ja, það var nú dáltið mér að kenna að við Simmi

klifum Kerlinguna. Við fórum einu sinni þarna út eftirað kvöldi til og fórum upp á neðsta stallinn, köstuðumkaðli upp á neðri brjóstin og við fórum þar upp. Svokomumst við ekki lengra því að ég hafði engann út- búnað. Svo fór ég inn í Krók og náði í tvær bambus-stengur, sex metra langar. Hnýtti þær saman og setti áþær svona þverspýtu sem að ég batt svo kaðal við. Þá

gat ég þrætt fyrir snasirnar sem voru þarna uppi. Svo fórSimmi á handvað þar upp. Svo fór hann að reyna aðnegla áfram en það gekk nú bölvanlega og var ansans árierfitt. Hann halaði svo Finna upp til sín.

Svo voru þeir alveg að gefast upp við að neglaþetta. Þá kom nú upp í mér þráinn því að við vorum númeð nagla þarna og hamar og ég vildi fara að komastupp líka og þeir sendu band handa mér og ég komþarna upp til þeirra og hélt áfram að negla, af því að éger svo laginn, he, he, he, hummm. Svo endaði með þvíað við komumst upp í holu sem að er þarna rétt fyrirneðan brjóstin. Þá voru naglar en þeir voru ansi lélegir.Þá létum við Finna fara í kaðalinn þar upp og höfðumsvo kaðalinn fastann þannig að hann dytti nú aldreilangt og hann komst upp á brjóstin. Og það var svoleiðisalveg fuglaregnið fram af brúninni þegar hann var aðkoma þarna upp að hann komst ekki upp fyrr en eftir þónokkurn tíma því að þegar hann rétti hausinn upp þákomu fuglarnir þjótandi.

119

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 125: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 125/239

Svo fórum við þarna upp allir. Svo ætlaði ég að

kasta yfir snösina þarna sem er fyrir ofan brjóstin. Þá varsvolítil vestangola svo að kaðallinn hann fauk alltaf framfyrir snösina því það þurfti að kasta svo hátt þannig aðhann kæmi niður hinu megin. Svo við urðum að gefastupp við það. Svo fóru þeir Finni og Elli síðar og ætluðunú að klífa kellinguna og fóru upp eftir köðlunum semvið skildum eftir. Við sáum náttúrulega að það var

ómögulegt að taka ekki þátt í leiðangrinum og fórumupp. Þá tókst mér að kasta yfir alla leið, lét svo Simmafara þarna upp eftir kaðlinum. Svo fórum við þarna uppá topp. Jú, jú þetta var gaman enda besta veður. Viðfórum þarna allir upp, ég ,Simmi, Finni og Elli Hansen. Já, já.

Við vorum nú ekki þeir fyrstu sem fórum upp. Jóhann Schram kleif Kerlinguna, líklega, 1842 og svoHjálmar Þorgilsson frá Kambi einhverntímann eftiraldamótin 1900.

Ha, af hverju segir Finni þá í viðtali í Mogganumað hann hafi verið annar maðurinn sem kleifKerlinguna?

Aæjjj, ég veit það ekki. Það var nú sagt íMogganum að nokkrir af drengjunum sem voru íDrangey fylgdu honum eftir. He, he, he. Það var nú umþetta klifur allt. Það er ekki sama hver segir frá, ha!

120

PJETUR S. EINARSSON

Page 126: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 126/239

121

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

 Jarlinn og Finni trjóna á Kerlingunni

Page 127: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 127/239

Nei, nei það er ekki svo hált í fugladritinu þegar

að þurrt er. En ef er hált þá er fangaráð að ganga á blautum ullarsokkum bæði á ís og annarri sleipu. Jæja,heldur þú að björgunarsveitarmenn landsins viti þettaekki? Þá vita þeir það núna.

122

PJETUR S. EINARSSON

Simmi þakkar Finna samveruna

Page 128: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 128/239

Það var nú bara svoleiðis að við fórum út með sjó

að líta eftir ýmsu og svo sjáum við anskolli stóran selþarna og ég bara skaut hann með rifflinum og hannsteinlá alveg hreint og flaut í blóði sínu. Það var sunnangola og við sáum að við sæjum ekki meira af selnum efað við gerðum ekki einhverjar róttækar ráðstafanir ogsvo við drifum okkur bara úr buxunum og syntum eftirselnum og drógum hann upp í fjöru. Við tókum í sinn

hreifann hver bara og syntum þannig með annarrihendinni. Ég man eftir að ég rak löppina upp úr sjónumog skvampaði svona þegar við vorum að synda í land.Þá er hann raknaður við, sagdi Simmi. He, he, he. Enhann raknaði nú ekkert við enda alveg steindauður.

 Já, já selurinn var étinn heima. Þetta var barasoðið og étið með kartöflum og soðið spik með. Það heldég nú.

Simmi bróðir var afskaplega glaðlyndur strákur.Gat verið samt ógurlega þungur á bárunni ef að honummislíkaði. Einu sinni var Simmi búinn að ráða sig ávertíð, ekki á vertíð heldur í beinamjölsverksmiðjusuður í Njarðvíkum, og þetta var nú ekkert, hann

vantaði peninga fyrir farinu suður, var nú ekkert stórfé.Hann fór til kaupfélagsstjórans hérna á Króknum og baðhann um pening fyrir farinu. Það var náttúrulega ekkertað skulda þetta því hann var nú búinn að leggja inn eitt-hvað og var ráðinn í vinnu svo að það var nú ekkiáhætta. Hann neitaði honum láninu fyrir farinu. Simmireiddist við hann. Hann verslaði ekkert við kaupfélagið

123

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 129: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 129/239

eftir það. Já, það sat svona í honum. Já, réttlætiskenndin

var söm í okkur.

 Ja, ég mátti þola þetta. Það var nú ekki alltaf lánþegar maður þurfti. Ég var nú svona nokkuð stórviðskiptavinur við kaupfélagið. Ég man eftir því einusinni á fundi í kaupfélaginu þá fóru þeir að væla yfirskuldum bænda. Ég gat nú ekki stillt mig um þetta og

rauk upp í ræðustól og útmálaði þetta, að það væru núskuldir bænda. Það væri svipuð upphæð eins og bændur ættu inni en það munaði meira en helming áskuldvöxtum og inneignarvöxtum svo ég sagdist ekkisjá annað heldur en að kaupfélagið færi bara nokkuð velút úr þessum viðskiptum. Svo kom Ólafur kaupfélags-stjóri til mín á eftir og sagdi að þetta væri alveg voðalegtað fá þetta svona á sig.

Svo lenti ég á fundi þarna aftur hjá kaupfélaginu.Þá hafði kaupfélagið tapað þrjátíu og sex milljónum,sem var mikill peningur þá, og menn voru nú uggandiyfir þessu svo ég bar fram þá tillögu að við sem vorumnú fulltrúar á þessum aðalfundi, fengjum gott að borðaog lifðum í vellystingum, pragtuglega, að við tækjum

ekkert annað kaup og þar með rétti kaupfélagið úrkútnum. Mér fannst þetta svona táknrænt. Bænda-kallarnir tóku vel í þetta og það voru held ég fimmtánsem greiddu þessu atkvæði, en þeir sem unnu hjákaupfélaginu og voru á tvöföldu kaupi þeir snerust ámóti þessu. Þetta var fellt held ég með tuttugu og fimmatkvæðum gegn fimmtán, eitthvað svoleiðis. Þetta varð

124

PJETUR S. EINARSSON

Page 130: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 130/239

nú til þess að ég var kosinn á aðalfund Sambandsins sem

varamaður og ég fór nú á aðalfundinn. Það var nítján-hundruð og níutíu.

Svo fór ég næstu fundi sem varamaður. Þar hittiég hana Agnesi Bragadóttur, búinn að fara með hana útí Drangey ásamt fjölda af blaðamönnum, og hafði fariðafskaplega á með okkur Agnesi og svo sat ég nú þarna á

fundinum og mér sýndist allt vera að fara fjandans tilþarna hjá Sambandinu. Það hafði tapað miljarði árið áundan og það átti nú að snúa þessu öllu við og allt aðverða gott.

Ég verð nú að játa það að ég vorkenndi nú stjórnSambandsins að sitja þarna fyrir framan stórt málverk affrumherjunum og allt virtist vera að renna út í sandinn.Það var eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir því aðsvo væri. Þá voru þeir fluttir í þetta nýja húsnæði áKirkjusandi, ógurlega flott. Það var hlaupið með okkurum allar hæðir, og fjórar mínútur til þess að skoðahverja hæð, og lá mikið á að klára þetta á tilsettum tíma.Það var hægt að renna veggjunum til og ég var núforvitinn sveitamaður og fór að spyrja hvað myndi nú

kosta meterinn í svona vegg. Þeir höfðu náttúrulega ekkihugmynd um það. Svo sagdi ég nú svona við þennanleiðsögumann okkar þegar við vorum að labba upp stig-ann: Þið hafið náttúrulega ekki getað snúið við flísunumá stigunum, en hann vissi náttúrulega ekkert hvað égvar að fara en ég var nýbúinn að lesa æfisögu TryggvaÓfeigssonar. Hann átti þetta hús, Kirkjusand, gerði það

125

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 131: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 131/239

upp og þeir hlógu mikið að þessu smiðirnir þegar að

þeir voru að gera upp stigana þá lét Tryggvi snúa viðflísunum á stigunum og þá úr því að búið var að snúaflísunum við einu sinni þá væri ekki hægt að snúa þeimvið aftur. He, he, he. En þeir höfðu nú greinilega ekkilesið það.

Þegar við vorum komin upp þá voru þeir að

 benda okkur á hvað þetta væri nú heppilegt húsnæðiþarna uppi þá gætu þeir fylgst með öllum skipaferðumsamkeppnisaðilanna, gætu talið gámana á dekkinu, ogsvoleiðis nokkuð, og þetta væri svo óskaplegur kosturað geta fylgst svona óskaplega vel með öllu.

Svo var okkur nú afhent ályktun fundarins og égvar nú svo grínugur og sagdi við félaga minn sem varskólabróðir minn frá Laugarvatni að þeir gætu nú ekkilátið þetta fara svona og benti á einhverja bölvaða vit-leysu. Hann fór nú með þetta og þeir fóru að laga þettaeitthvað til. Á meðan var okkur gefið orðið. Ég er nú svofrakkur á fundum að ég labbaði upp í ræðustól. Viðáttum að segja svona álit okkar á Sambandinu. Ég sagdiálit mitt á Sambandinu. Hefði alltaf verið mikill sam-

 bandsmaður og kaupfélagsmaður og mér kæmiSambandið fyrir sjónir núna eins og risi á flótta sem væri búinn að tapa bæði vopnum sínum og klæðum og ég bara skora á sambandsstjórnina að sjá til þess að þeirnæðu vopnum sínum og klæðum. Mér hefði alltaf veriðvel við þennan risa og talaði eitthvað svona í þessumdúr og Guðjón Sambandsforstjóri þakkaði mér tvisvar

126

PJETUR S. EINARSSON

Page 132: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 132/239

fyrir ræðuna meira að segja og – svo fór Sambandið á

hausinn. Já, já.

Við sátum reyndar veislu um kvöldið. Dýrðlegaveislu og Agnes Bragadóttir tyllti sér við hliðina á mérog fór mjög vel á með okkur Agnesi og það voru nú fleiriþarna hjá okkur Agnesi og glatt á hjalla og barst nú í talDrangeyjarferð hjá okkur Agnesi og sund Grettis og

aðkoma hans að Reykjum og viðbrögð griðkonunnar ogþeirra og þá sagði hún mér það að þetta slytti sem héngiframan á karlmönnum það kölluðu þau á Morgun- blaðinu, hangiket. Mér fannst það náttúrulega afskap-lega snjallt en spurði hana hvað þeir kölluðu þetta ef aðþetta héngi nú upp á við. Ja, þá er það hangiket meðuppstúfi, sagdi hún. He, he, he, síðan fórum við aðdrekka kaffi þá segi ég við Agnesi:

Enn er kaffi mikið metið,margur fram það ber.En heldur ekki að hangiketiðhugnist betur þér.

Og svo sagdi ég við Agnesi, eða gerði vísu íhennar stað:

Ket hefur löngum glatt mitt geðOg glöggt það skaltu vitaEf þú býður uppstúf meðEinn ég þægi bita.

He, he, he, já, já.

127

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 133: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 133/239

Nei, nei blessaður vertu, ég kom bara einstöku

sinnum á kaupfélagsfundi.

 Jaa, ég hef nú haft lítil afskipti af pólitík. Ég heffarið á flokksþing hjá Framsóknarflokknum einumtvisvar sinnum og svo á kjördæmisþing og svoleiðisnokkuð og rifið kjaft meðal annars útaf aðstöðugjaldinu,hér um árið, og gerði það alltaf.

Það sem mér hefur sviðið mest er aumingja-skapur landsbyggdarþingmanna sem hefur lýst sér í þvíað þeir skyldu líða það að skyldi lagt aðstöðugjald á bændur því að við hérna út í sveitinni við borguðumaðstöðugjald til dæmis hér í hreppnum. Það var svonamánaðarkaup þá. Það var fimmtíu þúsund krónurrúmar og það er svona gott dæmi um það að hverskattgreiðandi hann greiddi sem svaraði þrjú þúsundkrónur í aðstöðugjald til Skarðshrepps. Við greiddumaðstöðugjald af öllu því sem við keyptum til búsins ogtil rekstrarins. Síðan til dæmis eins og þegar ég var meðrefi. Þá borgaði ég eitt prósent af refafóðrinu í aðstöðu-gjald. Síðan var fóðurstöðin í Króknum. Krókurinn lagdi0,9% á fóðurstöðina og síðan var verslunarvara í

Reykjavík bæði net, fóður og annað og það var auðvitaðlagt aðstöðugjald á það allt saman líka, sko. Nú og síðanvar auðvitað lagt á alla veltu. Það var lagt á náttúrulegaallt sem fór í gegnum Sambandið, Samband íslenskrasamvinnufélaga og heildsala og þetta kom þannig út aðþegar að við fengum þrjú þúsund krónur greiddar ísveitarsjóð þá fékk Krókurinn fjórtán þúsund krónur

128

PJETUR S. EINARSSON

Page 134: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 134/239

greiddar og Reykjavík fékk greiddar tuttugu og sjö

þúsund krónur greiddar. Þetta var á tímum Davíð og þánáttúrulega gat Davíð byggt ráðhús fyrir fé sem kom aflandsbyggdinni svo þegar að Ingibjörg Sólrún tók við þákom EB samningurinn til sögunnar og þá mátti ekkileggja meir á aðstöðugjald. Ingibjörg fór að skæla yfirþví að þá var bara aðstöðugjaldi búið. Þetta aðstöðu-gjald var eitthvað það argvítugusta, sem ég hef bara

vitað, glapræði sem hefur verið framið gagnvart lands- byggdinni. Svo náttúrulega voru þeir þarna þessir kallarog eins og bara Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson.Þeir voru náttúrulega skíthræddir við það, hvað heldurþú hefði verið sagt við Stefán ef hann hefði greittatkvæði með að það væri afnumið aðstöðugjald áKróknum, einn mesti gjaldstofninn og þeir geta lagt á

allt héraðið, en þeir tóku ekki með í reikninginn að þeirþurftu að greiða annað eins til Reykjavíkur líka. Jú, júþetta lagdist á alla en það innheimtist bara svo miklumeira í Reykjavík því það rann allt í gegn um borgina útá land. Páll Pétursson rökstuddi þetta svoleiðis aðErlendur á Giljá hann hefði sagt það að það væri svo gottað leggja á svona gjald því menn teldu með mikluglaðara geði fram gjöldin heldur en tekjurnar. Þessvegna væri snjallara að leggja skatt á gjöldin. Það var núröksemdafærslan!

Neeei, ég var ekkert virkur í pólitísku starfi en jú, jú sveitarstjórnin var pólitísk. Hún var pólitísk þannigað til dæmis hreppstjórar, það voru valdir hreppstjóraryfirleitt svona pólitískri kosningu, en svo var maður

129

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 135: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 135/239

ekki var við neina pólitík. Það þekktist bara ekki hér um

slóðir. Það var ekki kosið pólitískri kosningu ísýslunefnd, til dæmis, ekki hérna svo ég vissi til. Sko, þáspurðu menn ekki eftir pólitík, að minnsta kosti ekkieftir að ég fór þangað.

 Já, ég hef alltaf stutt Framsóknarflokkinn. Nei, neiég hef ekkert hugsað um aðra flokka. Mér hefur litist

 best á að rífa kjaft innan míns flokks heldur en að fara aðrífast við aðra flokka það hefur ekkert að segja.

Maður er svo sem ekki ágnædur með allt. Maðurer ekkert ánægður með alla þessa einkavæðingu sem erá bönkum og öðru því. Manni finnst það of mikið enmaður verður kannske að bíta í það súra epli að það erallt annað að vinna fyrir sjálfan sig eða aðra. Það kemur bara í ljós þegar að menn fara að verða bankastjórar viðeigin banka þá hugsa þeir betur um það. Þetta er baralögmálið. Hmmmm!

Við því er ekkert að gera. Það virðist ekki vera,eða gilda alltaf, að sá sem er settur yfir lítið og er trúr yfirþví að hann verði settur yfir mikið. Heldur er það

kannske sá sem kjaftar hæst sem kemst lengst. En þegarað upp er staðið þá finnst mér, jamm, hafa breyst ansimikið frá því að ég var ungur drengur.

Ég skal segja þér frá því þegar ég var ungurdrengur og var að læra íslandssöguna eftir Jónas gamlaá Hriflu. Þá las ég með sérstakri athygli Gamla sáttmála.

130

PJETUR S. EINARSSON

Page 136: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 136/239

Þá vorum við bara konungsþegnar, aaa, og ég fór, strák-

pattinn, að hugsa um það að hvort þetta hefði ekki veriðóskaplega skakkt af Íslendingum þar sem þeir höfðu núuppsagnarákvæði í Gamla sáttmála að ef að sáttmálinnyrði rofinn af tuttugu og fjögurra bestu manna yfirsýnþá var hann úr gildi fallinn. Sem sagt tuttugu og fjórir bestu menn þjóðarinnar gátu rift Gamla sáttmála.Hmmm. Þetta fannst mér afskaplega athyglisvert atriði

og hugsaði mikið um það hvernig þetta hefði verið gertog hver átti að kjósa tuttugu og fjóra bestu mennþjóðarinnar. He, he, he. Það var nefnilega það.

 Jú, jú það var alltaf minn draumur að þjóðin værisjálfstæð. Mér fannst þetta mikil hátíð nítján hundruðfjörtíu og fjögur þó það væru nú sumir sem að vor-kenndu nú konunginum. Að Íslendingar skildu skiljavið hann þegar að þeir voru hernumdir og mönnumþótti voðalega vænt um þegar að kom heillaóskaskeytifrá kónginum.

Konungurinn var alltaf í Danmörku, stríðsárin,og reið þar út á sínum blesótta hesti. Já, einhvern tímaheyrði ég það að hann bara fór um göturnar og lét sjá sig

og ég heyrði alltaf, áður en Íslendingar fengu sjálfstæði,að menn væru hrifnir af Kristjáni konungi tíunda. Hannværi góður þjóðhöfðingi og réttsýnn maður. Maður varekkert alinn upp við neitt danahatur. Já, já, já, það vartöluvert af dönskum mönnum hér á Króknum þegar aðég er að alast upp. Það var til dæmis Michaelsenúrsmiður og það var Ole Bang apótekari.

131

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 137: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 137/239

Mér er nú Ólafur Jóhannesson einna minni-

stæðastur þingmanna hér. Já, ég kynntist honum aðeins.Mér er hann minnisstæður því mér fannst hann svonasérstakur persónuleiki. Þetta var afskaplega svona rök-fastur maður fannst mér og hafði skemmtilegan fram- burð. Hann gat komið oft skemmtilega fyrir sig orði.

 Ja, í búskapnum hefur gerst bara það að það

hefur þjappast svona saman. Það hafa komið ennþáfullkomnari mjaltavélar, til dæmis, og svo kom kvótinnog menn eru farnir að vera með svona verksmiðjubú.Það var til dæmis mjólkursala á svona flest öllum bæjumhér í Skarðshreppi. Nú er bara eitt bú með mjólkursölu.Sauðfjáreignin hefur dregist mikið saman og mennvinna bara útávið. Það er bara svona og þetta sýnist veraþróunin áfram. Svo er það bara það sem gerist ísveitunum að þegar menn byggja, áður bjuggu menn ítorfbæjum og upphitun kostaði lítið nema vinnu, núnaeftir að rafmagnið kom og stærri hús þá fer meira íupphitun og upphitunin kostar peninga og þeir eru ekkialltaf fyrir hendi. Síðan koma útvarp, sjónvarp, sími,tölvur og allt og þá verða menn alltaf að eiga peninga.Áður höfðu menn ekki allt þetta og enga peninga, eðalitla. Þetta var bara svona að peningar lágu ekki á lausuhér í gamla daga. Það var náttúrulega verslað við kaup-félagið. Það var lagt inn mjólk og ket og síðan ef maðurþurfti að taka út í kaupfélagsbúðinni þá fór maður uppá kontór í kaupfélaginu og tók þar ávísun og þetta vorufrá fimm upp í fimmtíu krónur mest hundrað krónu á-vísun. Svo voru bara reitir á ávísununum og svo fór

132

PJETUR S. EINARSSON

Page 138: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 138/239

maður bara niður í búð og þar tók maður út. Maður tók

kannske út fyrir fimmtán krónur. Þá var tekinn kannsketíu krónu reitur og fimm krónu reitur. Þetta var baraklippt af miðanum og svo fór maður með ávísunanaheim og fór svo með hana næst og svo var klippt afhenni þar til allt var búið. Þetta var mikið ábyrgðarstarf,til dæmis hjá okkur krökkunum, að okkur var treystfyrir að fara upp á kontór og sækja ávísun. Þá varð

maður að kvitta fyrir með sínu eigin nafni á ávísunina. Já, já.

Ég man eftir því að það var sögd sú saga að einusinni kom Dúddi á Skörðugili sem að var hér þekkturvel, glaðlyndur maður og óskaplega hress alltaf. Hannátti nú ekki alltaf mikla peninga, hér í gamla daga. Hannkom til Guttorms gjaldkera og bað hann um peninga ogGuttormur ræskti sig, ja svo var það náttúrulega þannigað ef mann vantaði peninga þá varð maður að fara ogtala við kaupfélagsstjórann og það lá nú kannske mis- jafnlega á kaupfélagsstjóranum og einu sinni komDúddi, sem sagt, og talaði við Guttorm og bað umpeninga. Guttormur sagdi að hann yrði að tala við Svein,sem var þá kaupfélagsstjóri og Dúddi átti nú víst ekkertinni þarna í kaupfélaginu. Það var víst talsvert mikið áhina hliðina. Dúddi fór inn til Sveins og bað hann umpeninga og það var náttúrulega þvert nei hjá Sveini.Hann fengi enga peninga. Dúddi kom út og sagdi: Ja, núer ég búinn að tala við Svein og þá náttúrulega fylgdiekkert sögunni hvað Sveinn hefði sagt. Hann var bara

133

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 139: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 139/239

 búinn að tala við Svein og Dúddi fékk sína peninga og

fór.

Svo einu sinni fór ég til Sveins. Það lá illa á Sveini.Hann var öskuvondur. Ég hafði verið að taka út timburí bátinn minn og stóð ekkert vel og hann sagdi bara aðþað væri best að gera mig bara upp.

 Já! Annar eins geðprýðismaður og ég var, rakhnefann í borðið og sagdi honum það að ég skyldi látahann vita það að ef að ég yrði gerður upp hér og nú þáyrði það kaupfélagið sem yrði að borga mér, en ég ekkiþví. Því maður átti inni alltaf svona einn þriðja af ölluinnleggi þangað til einhvern tímann eftir dúk og disk.Þangað til uppbætur voru greiddar. Svo var maðurnáttúrulega að taka út í skuld og borga náttúrulega fullavexti af því sem maður tók út og Sveinn dessaðist ansimikið við og við skildum sáttir. Ég fór með mínapeninga. Sveinn sat eftir bara.

Ha, reimt í Fagranesi. Jú, jú það var reimt þarna íkirkjunni upp frá í fjallinu, Gvendarkirkju. Þar bjugguvondar vættir en Guðmundur biskup Arason hinn góði,

hann rak þær í burtu.

 Ja, ég var að grafa fyrir vatnsleiðslu þarna einusinni þá sá ég tvær hauskúpur. Ég bara mokaði yfirhauskúpurnar og lét þær eiga sig þar og ekkert varð úrþví. Þeim hefur verið heldur vel til mín, held ég, þeimsem hafa verið þarna í kirkjugarðinum.

134

PJETUR S. EINARSSON

Page 140: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 140/239

Svo er náttúrulega skrokkurinn af Gretti í gamla

kirkjugarðinum hjá mér í Fagranesi en hausinn er áBjargi í Miðfirði þar sem hann fæddist. Grettir er hinsvegar hér því hann hefur komið til mín oftar en einusinni á miðilsfundi.

Hef ég nokkurn tíma leyft þér að heyra í Gretti?Ég er með hann á segulbandi, he, he, he.

 Já, ég var sextán ár í lögreglunni og sá og reyndimargt misjafnt og það komu leiðindaatvik fyrir, já, já já,en um það gildir nú þagnarskylda, sem ég hlýt að virðasamt get ég sagt þér þessa sögu. Það var þarna einhver júdókarl sem sagdi mér að koma þarna með sér út fyrirhús því hann ætlaði að jafna um mig því hann kunninefnilega júdó. Já, já, sagdi ég, og kanntu júdó, já? Égkann nú júdó líka, sagdi ég og þagdi smástund og bættisvo við: Einu sinni var ég nú í glímu, sem var alveg sattþó ég hebdi nú ekki gert mikið af því. Ég sá að kom núheldur hik á drenginn, svona, og já svo ég klikkti út meðþví að segja: Já, svo var ég nú einu sinni í boxi. Þá var bara ekkert minnst á þetta meir. He, he, he.

Nei, ég vil ekkert vera að rifja það upp þegarlögreglumenn sögdu allir upp til að mótmæla hátterniyfirvaldsins.

Átt´ ekki opal Stjáni, sagdi hann við forsetann viðsetningu landsmótsins, og varð landsfrægt, svo sofnaðihann á öxl Stjána.

135

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 141: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 141/239

Nú, þetta var besti karl þrátt fyrir þetta.

 Já, já það voru óttaleg ólæti á Gamlárskvöld áKróknum. Á meðan kamrarnir voru þá voru þeir teknirog settir fyrir dyrnar hjá betri borgurum þannig að þeirgengu beint inn í kamarinn þegar þeir opnuðu útidyrnarhjá sér. Þetta voru lausir kamrar sem strákarnir tóku......he, he, he.

Það voru nú kamrar við sveitabæi hér í gamladaga. Ég heyrði þá sögu að Benedikt Sveinsson, hérna,sýslumaður, var á kamrinum einu sinni þá var vinnu-maður þar. Hann tók stein og kastaði í kamarinn svo buldi ógurlega í. Sýslumaður þeyttist út af kamrinum oghljóp heim í bæ og hrópaði hástöfum: Það var skotið ámig á kamrinum! He, he, he, og taldi að þetta hebdiverið banatilræði.

Það var einu sinni þegar við vorum út í ey að þákom bréf til okkar Árna frá Jóni á Kimbastöðum um aðþað væri búið að ákveða stofnfund hrossaræktarfélagsSkarðshrepps á Innstalandi klukkan eitthvað og okkarværi fastlega vænst þangað. Þá stóð svoleiðis á að þeir

áttu bát sem hét Spörfuglinn þeir Steinsbræður og hannlá niður á Bótinni, sem kölluð er. Það er svæðið fyrirsunnan Lambhöfðann, fram af fjörunni. Það var spáðsunnan golu, talsvert mikið, og það varð úr að viðákváðum að það væri rétt að koma bátnum í land og viðgætum slegið tvær flugur í einu höggi, losað bátinn úrfjörunni og farið á fundinn. Þetta var um Hvítasunnuna.

136

PJETUR S. EINARSSON

Page 142: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 142/239

Ég man nú ekki alveg hvaða ár það var en ég gæti nú séð

það í dagbókinni minni.

 Já, já síðan var mannaður árabáturinn og viðvorum einir fjórir sem rerum þarna ansi knálega fyrirLundhöfðann og það var nú alveg, eða lá við, skafningurfyrir Lundhöfðann og við börðumst samt inn að Spör-fugli og settum í gang. Þetta var trilla sem að var, jaa, eitt

til tvö tonn með tólf til fjórtan hesta Albinvél og það var bara kassi yfir vélinni og segl yfir kassanum og hann varopnaður á hliðinni svoleiðis að það var hespa og það tóksvolítinn tíma að opna hann, ef maður var ekki nógufljótur, því að olíugjöfin var niður í olíuhúsinu. Síðanfórum við nú af stað og það hvessti nú heldur og svoþegar við komum þarna þó nokkuð langt undir eyjunaþá fáum við á okkur ólag. Fjandi krappann hnút og báturinn fer svona hálfur á hliðina og skellur niður,fjandi mikið högg. Það var það mikið að það var masturá honum og járnkrókur mikill í vantinum, vantur erkallaður það sem gengur upp í mastrið og niður í borð-stokkinn, og það réttist upp krókurinn í vantinum. Viðhéldum nú áfram og bar nú ekki neitt á neinu þangað tilvið erum komnir fyrir norðan Ingveldarstaðahólmann.Þá kemur nú fjandi mikið ólag en ég náði nú að slá afsvoleiðis að báturinn var alveg ferðlaus en datt niðursamt og það fór að leka. Við fórum nú að dæla og dæld-um og dældum en það minnkaði ekkert í bátnum.Dælurnar voru mjög svo afkastalitlar. Ég sá að þettaværi nú ekki einleikið. Árni sagdi það að það gæti núekki verið að læki mikið, en samt minnkaði ekki sjórinn.

137

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 143: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 143/239

Ég sagdi að við dældum og dældum en samt ykist

sjórinn í bátnum og sá að þetta myndi ekki vera ein-leikið. Dælurnar voru svona rör með járnteini og blöðku bara á. Ég greip í dæluna mín megin og fer að athuga ogþar var þá í haglabyssupatróna og ég tók patrónuna úrog þá fór að dæla helmingi meira. Ég sagdi við Árna aðhann skyldi nú athuga dæluna sín megin og hann gerðiþað og það var líka haglabyssupatróna í henni. Eftir

þetta fór okkur að veita heldur betur og það minnkaðinú sjórinn. Þegar við komum innfyrir Ingveldastaða-hólmann þá fór nú heldur að lygna og svo við höfðumsvona við að dæla. Þegar ég kom inn í Krók þá renndi ég bátnum beint upp í fjöru og fékk svo vin minn þar ávörubíl til að draga hann upp. Síðan hringdi ég í vinminn Þorgrím Hermannsson í Hofsósi sem að hafði

smíðað þennan bát og bað hann að koma að hjálpaokkur. Þá kom það í ljós að það höfðu verið brotin einþrjú bönd í honum og kjalsíðan sprungin, en Árni hvarfog sást ekki meir en ég baslaðist áfram í þessu, ég heldað þetta hafi verið á hvítasunnudag, að gera við bátinnog það tókst. Þorgrímur gerði við bátinn og síðan fórumvið á fund og stofnuðum hrossaræktarfélag Skarðs-hrepps og eignuðumst báðir hross sem lentu álandsmóti. Svona fór það nú. Síðan fórum við til eyjar áólekum bátnum en maður svona hugsaði nú til þess aðhefði nú kannske ekki mátt muna óskaplega miklu. Þaðvoru nú hvorki björgunarvesti eða björgunarbátar í þádaga. Haa! Já, ólagið braut bátinn. Hann kastaðist svonaniður að það brotnuðu í honum þrjú bönd og kjalsíða.Kjalsíða, það er síðan sem er næst kjölnum.

138

PJETUR S. EINARSSON

Page 144: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 144/239

Svona var hrossaræktarfélag Skarðshrepps

stofnað, en það kom í minn hlut að sjá um viðgerðir á bátnum. Nei, nei ég var ekki í markvissri hrossarækt.Maður bara fór með hryssurnar sínar eftir þetta. Það varstofnað hrossaræktarsamband Skagafjarðar og það fékkstyrk frá ríkinu og það var allverulegar fjárhæðir semfengust og þá fóru þangað. Við meira segja tókum áleigu land þarna í Skarði og létum girða það og svo

höfðum við alltaf hest í hólfi á vorin og menn gátukomið þarna til ágætis stóðhesta. Stofninn auðvitað hélstvið og menn fóru með sínar bestu hryssur til þessaraúrvalshesta sem að tiltækir voru. Hrossaræktar-sambandið keypti til dæmis Fáfni af JóhanniFriðgeirssyni og átti hann lengi. Svo ætlaði það að seljahann út en þá keyptum við hann einir tuttugu og fimm

saman. Honum var lógað í haust, aumingja kallinum,var þá á þrítugasta aldursárinu.

Þessi mál hafa auðvitað þróast þannig að öll bestu hross landsins sem að eru nú á landsmótum núna,eða flestum, þau eru ættuð héðan úr Skagafirði. Já,Skagfirðingar urðu eiginlega fyrstir í hrossaræktinni.Sveinn Guðmundsson hafði verið afskaplegaáhugasamur og haft gott auga fyrir hrossum og átt góðhross og það er mikið út af hans hrossum komið. Svovoru það fleiri. Þetta hefur verið mikið hér í Skagafirði.Skagfirðingar voru svona, þannig séð, það minnsta kostisýnir sig að héðan eru bestu hross, úr Skagafirði.Kannski er það miðnætursólin og sléttlendið sem aðhefur sitt að segja. Menn fóru að ríða út sér til

139

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 145: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 145/239

skemmtunar á sumrin. Nú svo þurfti að fara hér í

langferðir. Það voru farnar lestarferðir suður Kjöl ogSprengisand og þegar að menn fóru svona í langferðirþá þurfti að hafa góða trausta hesta. Þetta var svonaaðalsmerki að eiga góðan hest. Það var alveg eins og aðeiga Rollce núna eða Benz eða eitthvað svoleiðis. Nei, éghef aldrei farið yfir Kjöl ríðandi. Hinsvegar notaðimaður mikið hesta hér í gamla daga. Það var slegið á

hestum, dregið heim heyið, bundið og flutt mjólkin. Þávar hesturinn nefnilega þarfasti þjónninn og metinn eftirþví. Það voru dráttarhestar og þannig. Nú er þetta baraleikfang og ekkert notað nema í göngur og réttir og til aðleika sér.

 Já, já ég fór með mjólkina frá Fagranesi í Krókinnþegar ég var strákur á kerru eða reiðing. Það var fariðsvona tvisvar til þrisvar í viku. Það var svo sem ekkimikið. Það hafa farið svona sjötíu upp í hundrað ogfimm lítra. Það passaði á hestinn og svo var kannskeflutt heim kol og fóðurbætir. Ég man eftir því þegar éger fjórtán ára þá fór ég með mjólkina. Það voru þrír brúsar og ég tók heim, þetta var um haustið, þá gerðihríð mikla og varð að fresta göngum og alltaðtarna,gerði feykna snjó. Þá var nú ekki kominn vegur yfirInnstalandsgilið og setti alltaf skafl í gilið og þá varðmaður að taka af hestinum og bera yfir gilið. Já, já svovar bara umbrotafæri. Það var nógu erfitt fyrir hestinnað fara bara lausan þarna yfir. Svo var ég með hundraðpunda poka tvo, eða einn níutíu, það var nú annaraðeins þyngri því maður hafði hann þegar maður var

140

PJETUR S. EINARSSON

Page 146: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 146/239

með þrjá brúsa, tvo tuttugu lítra og einn þrjátíu. Þegar

ég kom út að gilinu þá þurfti ég að taka ofan af klárnumog bera þetta sjálfur yfir. Þá byrjaði ég á því að setja uppþyngri pokana færa hann brekkumegin því þá varhallinn. Síðan stakk ég brúsanum undir pokann. Hljópsvo yfir og setti þann léttari upp. Jú, jú það þurfti aðgæta að jafnri þyngd svo ekki snaraðist þess vegna hafðimaður léttari pokann þar sem maður var með tvo brúsa.

Þegar við vorum með heyband þá greip maðurstein og setti undir bakreipi ef að hallaðist. Til þess aðvega á móti. Bakreipið var reipið sem var fjær hestinum. Já, nú þekkir fólk ekki þessi orð. Ég meira að segjaspurði mann sem hafði kennt íslensku til fleiri ára hvorthann vissi hvað simi væri. Hann hafði ekki hugmyndum það. Simi er bandið milli haldanna á reipinu, semsagt, þar sem sett er á klakkinn. Það var kallaður simi.Svona er þetta nú. Svona var nú málið.

 Já, já maður var einn. Það var nú ekki verið að látamarga fara og maður var nú gangandi bara í þettaskiptið. Menn voru ekki að taka hesta á hús til að hafa tilreiðar, nema einn hest. Hann var notaður í allt. Svo tók

maður á hús, kannske, þegar að kom fram á, svona, framí Góuna. Þá var tekinn hestur eða hestar og hafðir á húsi.

Mjólkin var lögð inn í gamla Samlagið. Það varhérna fyrir neðan næst á móti hótel Tindastól á ská rétthinu megin. Brúsapallurinn var þarna sem að, svona,rétt fyrir utan dyrnar en þar var aðalbygging kaup-

141

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 147: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 147/239

félagsins þá. Svo var kolaport út á eyrinni rétt hjá raf-

stöðinni. Ysta hús hér í bænum. Þar tók maður kolin. Svoþetta var allt hér í nyrsta hluta bæjarins. Ja, fóðurbætirvar nú ekki notaður mikið fyrst en eftir að maður fór aðleggja í Samlagið þá var fenginn fóðurbætir fyrir kýrnar.Það var nú rúgmjöl og síldarmjöl og svo kom fóður- blandan já, og svo var maís hann var gefinn talsvert líka. Já, já það var gefin síld úr tunnum bæði kúm og kindum.

Svo voru bein. Það var oft hægt að fá bein á Króknum áhaustin svona einn bíl. Svo var þetta hengt upp og hertá haustin og barið handa hrossunum. Það held ég nú.Það er mikill munur á búskapnum, nú eða þá. Fyrstþegar ég kom í Fagranes, til dæmis, þá voru kýrnarhafðar á þremur stöðum og það þurfti að bera í þær alltheyið í sérstökum pokum og bera þetta langar leiðir og

 bera allt vatnið og bera út skítinn. Svo þetta voru svonavinnubrögd eins og tíðkuðust á landnámsöld og það var bara fram undir nítján hundruð og fimmtíu.

Það sem veldur breytingunni að það fóru aðkoma vélar og svo náttúrulega sáu menn til dæmis einsog Korpúlfsstaði og svo fóru að koma mjaltavélar. Já, jáþað fóru að koma peningar. Bændum var lánað á lágumvöxtum en þá var nú svona sjálfbær þróun. Það var tekiðaf mönnum Búnaðarsjóðsgjald og það rann viss hluti afþví til stofnlánadeildar landbúnaðarins og maður svosem borgaði úr hönd í hendi. Já, já en svo náttúrulegafestust menn á skuldaklafanum. Það var náttúrulegadýrtíðin sem át þetta upp á fyrstu árunum en svo fórþetta að verða verðtryggt og þá breyttist nú dæmið og

142

PJETUR S. EINARSSON

Page 148: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 148/239

síðan hafa yfirleitt bændur verið að berjast í skuldum

alla sína tíð. Annars átti ég peninga til að borga út jörðina þegar ég keypti og framan af. Svo náttúrulegaþegar maður fór að byggja þá fór að síga á ógæfuhliðina. Já, já það gengur bara svona.

143

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 149: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 149/239

144

PJETUR S. EINARSSON

Page 150: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 150/239

145

V. ÞÁTTUR

 Já, ég var að segja þér frá fyrstu lífsreynslu minnií Drangey. Það var fimmtíu og eitt 23. maí sem við fórumút eftir. Það var nú lítið hægt að síga fyrstu þrjá daganaþað var ekkert komið af eggjum. Svo kom ungmenna-félagið þarna fram, Ungmennasamband Skagafjarðar,eftir miklar hafvillur því það var þoka og þeir lentu

framhjá eyjunni og alla leið að Fossi á Skaga. Jú, jú, þeirvoru á mörgum trillum. Svo náðu þeir nú fyrir rest aðlandi í eyjunni. Þetta var fjölmennt lið þarna í eyjunnium nóttina og það var farið að síga snemma ummorguninn.

Page 151: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 151/239

Svo var þetta þarna einu sinni fljótlega eftir að við

 byrjuðum að þá fórum við að síga í Tófuskeiðinu ogSimmi bróðir fór niður á Tófuskeið, það er langt fyrirneðan brúnina, sko, hann varð að síga ofanaf brún ogniður í Tófuskeið. Það eru líklegast einir tuttugu þrjátíufaðmar þarna niður og þar er brún og það þurfti að hafa bjargstokk þar á brúninni. Við settum svo klossa á brún-ina svo þyrfti ekki að nota bjargstokkinn.

Svo fór einn á brún uppi og svo Gunnsi Garðars á bjargstokknum. Hann hallaði sér nú bara aftur á baksvona, sem betur fór. Svo, við vorum þrír þarna á brúninni fyrir utan Gunnsa, ég og Palli og Eddi í Ár-múla, svo vill ekki betur til en að festin kemur allt í einurjúkandi og ég hafði svona hendurnar á festinni og húnkemur rjúkandi í gegn og ég tek strax í festina af öllu afliog hún snarstoppaði. Þá var Palli kominn hérna aftan á bakið á mér. Þá hafði kaðallinn lent á hálsinum á honumog skafið niður alveg af honum skinnið. Stopphællinnhafði lent í bakinu á Edda en Hjörleifur lá á fjórumfótum í skriðunni og hafði ekki sleppt kaðlinum og viðstoppuðum þarna alveg.

Síðan var farið að reka niður hælinn en sem beturfer hafði Gunnsi ekki hendur á kaðlinum því hann var á bjargstokknum og bjargstokkurinn bundinn við hælinn.Það hefði getað farið fram af bæði hællinn og Gunnsi efhann hefði tekið í kaðalinn. Hællinn hafði losnað upp.Maron var í reipinu og við höluðum Maron upp. Já, jáhann sagdi: Ja, ég fann það var eitthvað. Ég fór niður um

146

PJETUR S. EINARSSON

Page 152: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 152/239

þrjá fjóra faðma. Svo fór nú Frissi að skammast yfir því

að þetta væri ekki nokkur útbúnaður. Það væri ekkertvit að síga hér. Maron var skeggreifasti og skipaði aðsetja niður hælinn aftur, aaa, þá sagdi Maron okkur, trú-naðarlega, ætli mér sé ekki óhætt að fara soltið lengranæst! He, he, he. Jú, jú svo var ekkert meira fengist umþað og gekk allt vel enda vorum við vel mannaðir en allamína tíð þá hef ég passað það að láta ganga vel frá hæl-

num. Haft alltaf járntein sem ég hef látið reka niður og binda um toppinn á hælnum því mér hefur verið voða-lega illa við það að geta ekki treyst á útbúnaðinn semuppi hefur verið. Ég hef viljað geta treyst á það alveghundrað prósent!

Maron, hann var sigmaður hérna búinn að síga,hvað?, þrjátíu ár þegar þetta var, eða um það bil. Nítjánhundruð tuttugu og þrjú, þá fékk hann stein í hausinnþegar hann var að síga rétt við Grettiskofann, og hannvar sólarhring frammi og, eða meira, svo var hannfluttur yfir í Hofsós og ég man ekki hvað, hvort hann vareinn eða tvo sólarhringa þar. Svo bjargaði JónasKristjánsson læknir honum. Tók beinflísar úr hausnumá honum, saumaði þetta saman og hann jafnaði sig ogseig þarna alveg þangað til fimmtíu og þrjú.

Ég var ekkert að síga þarna, blessaður vertu, égvar bara á festinni eins og hver annar. Nei, nei, nei égseig ekkert í þessari minni fyrstu ferð. Ég held ég hafiekkert sigið fyrr en fimmtíu og þrjú, líklegast, en ég getnú séð það í dagbókinni minni. Jú, mitt fyrsta sig var svo

147

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 153: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 153/239

sem ágætt. Ég seig fyrst í Lundhöfðann. Það er nú gott

að síga þar og það gekk ágætlega. Já, já ég fékkleiðbeiningar og kennslu. Maron var með okkur ogsagdi okkur alveg til hverning við ættum að haga okkurog svoleiðis nokkuð. Ég man eftir að ég var að síga íFeitukinninni, eða þar og það var steinn undir bjarginu,var dáltið út, og Maron skipaði það að ég yrði bara aðróla mér fyrir steininn. Mér fannst það nú ekki traust-

vekjandi að fara að róla sér þarna niðri en hlýddi núMaron samt og rólaði mér fyrir steininn og það gekkágætlega. Eftir það rólaði ég mér bara eins og fínnmaður og hafði gaman af.

 Jú, það er nú byrjað á því náttúrulega að rekaniður stopphælinn. Slá bara á hann með grjóti og gá aðþví að hann sé fastur og svo er rekinn niður járnteinn ogfestur stopphællinn síðan er kaðalinum brugdið þannigum stopphælinn áður en bragdið er sett og síðan ergefið, yfirleitt á tveimur brögdum en svo er aftur þegarhalað er þá er haft eitt. Tekið annað bragdið af og síðanhala mennirnir og um leið og þeir eru búnir að hala þásetur stopphælsmaðurinn fast, tekur í og þetta er svonasamvinna milli þeirra og það er nú mjög gott að hafa, tildæmis, mann næst stopphælnum svo hann geti dregiðalveg að hælmanninum því að þá rennur frekar minnaeftir. Það er dáltið óviðkunnanlegt þegar maður er aðsíga og rennur til baka um leið og stopphælsmaðurinnsetur fast og menn lögdu svona sinn metnað í það að látaekki renna mikið til baka.

148

PJETUR S. EINARSSON

Page 154: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 154/239

Þetta voru svona sjö til átta menn á kaðlinum

uppi á brúninni. Stundum sex, en það var nú erfitt fyrirsex, já ansi erfitt fyrir fimm. Það kom fyrir að það voruof fáir og þá var þetta helvítis puð. Fram á brúninni er bjargstokkurinn og maður reyndi að koma honum fyrirog hann var svona á þeim stað sem að best var þannig aðkaðallinn lægi ekki við bjargið og þetta var nú svonanokkuð skipulag á þessu. Þetta voru notaðir sömu

staðirnir ár eftir ár. Menn mundu eftir því hvarstokkurinn hafði verið hafður.

Nú síðan fór sigmaðurinn niður og þetta er meiraen að segja það að fara niður og tína egg því að mennverða að gæta sín líka. Það er ekki nóg að ná eggjunum.Það þarf að koma þeim heilum upp og ég hafði það yfir-leitt svoleiðis að ég reyndi að taka til hliðanna fyrst rólamér svo yfir, ef að svo hagaði til, og síðan tók ég aftur úrmiðju siginu á leiðinni upp. Þá er líka svo þægilegt að þágeta sigmennirnir hvílt sig, þeir sem eru á vaðnum, þeirgeta hvílt sig á meðan sigmaðurinn er að tína eggin úrmiðjunni. Því þetta er, svona, þreytandi starf.

Nei, sá sem var á bjargstokknum var ekki sá sem

kallaðist á við sigmanninn. Það var venjulega hafðursérstakur maður í það. Kallaður brúnamaður, en svoþegar var farið að hala, ég tala nú ekki um þá þegarmaður gat tekið allt á niðurleið, til dæmis, og svovenjulega ef lítið var af eggjum efst, þá kallaði maður:langahal! Þá fór brúnamaðurinn og halaði með og þá varhalað alla leið upp. Svo gat það verið líka svoleiðis að

149

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 155: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 155/239

 bjargstokksmaðurinn heyrði, svo notaði maður merki

líka þegar að langt var og hvasst og illa heyrðist. Svokom það fyrir oft líka að maður fór innundir og berg- brún var í milli. Þá heyrðist ekki neitt. Mönnum þóttiþað nú voða, voða, voða svona slæmt þegar maður var búinn kannski að slá sér föstum og kominn innfyrir ogþurfti að slaka, gefa eða hala aðeins og þá heyrðistkannski ekki neitt. Þá varð maður að róla sér út og kalla

þegar maður var úti og þetta voru allskonar tilfæringarvið þetta. Nei, það var ekki gefið merki með kaðlinum,það var ekki gert svoleiðis nokkuð, en svo var maðurmeð allskonar hreyfingar með kaðalinn. Maður hangiryfirleitt í honum svo það er ekkert hægt að gefa merkimeð honum. Já, við gáfum handarmerki. Við réttum úthöndina, til dæmis, og settum höndina á hjálminn og

svoleiðis. Já, já ég var með poka framan á mér og aftan og

svo var sett í handtaugina, bara.

Það var hægt að taka í hverri ferð allt í þrjúhundruð egg. Það varð að vara sig í bjarginu að brjótaekki og svo þegar maður var kominn með mikið af

eggjum þá má maður ekkert vera að neinum stór-sveiflum þá var um að gera að fara nógu rólega og þaðvar mikið atriði, sko, þegar maður var farinn að látahala. Það varð að vera á réttum stað í berginu um leið oghalað var. Um leið og mennirnir höluðu þá var gott fyrirsigmanninn að koma að berginu svoleiðis að hann gætilétt undir með tánum. Þetta létti mikið á. Maður var

150

PJETUR S. EINARSSON

Page 156: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 156/239

alltaf að hugsa svona um mennina, að maður yrði sam-

taka.

 Já, já það er mikið erfiði að vera sigmaður. Viðsigum ekki fyrst nema þrjár niðurferðir þá var maðuralveg búinn að vera. Já.

151

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 157: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 157/239

 Já það er rétt hjá Ástu Birnu dóttur minni að það

er mikill kostur við það að vera kvenmaður í sigi því beltið getur klemmt illa punginn ef því er ekki hagrættvel áður en farið er fram af. Hinsvegar var það alltafsvoleiðis með beltið að það vildi særa mann á mjöð-munum og það komu sár á mjaðmirnar og það varsvona dáltið vont þegar maður fór fyrstu niðurferðirnará morgnana þá sveið mann náttúrulega undan beltinu.

Hvað er helst að varast í siginu? Ja, ég var nú baraalltaf hræddur við hrunið. Það var það sem var hættu-legast.

 Jú, jú það er svo sem allt í lagi að snúast þegarmaður bara passar sig, til dæmis á uppleið þá kom fyrirað ég nennti ekki að róla mér ef það var loft og snerist bara. Það var miklu léttara og svo þegar maður fór aðnálgast brúnina þá náttúrulega setti maður lappirnar að.

Það er alveg voðalega misjafnt hvað hvert sig er ítíma. Þetta getur verið svona lengsta sig svona rúmurhálftími ef það var vanur maður. Svo geta óvanir veriðmiklu lengur.

 Ja, þegar að ég var þá seig ég nú bara einn. Nei,nei ég seig engar þrjár ferðir á dag. Þá var maður orðinnæfður og gat sigið bara allan daginn og ekkert sparað.

Nei, nei ég sparaði mig ekkert. Ég held ég hafisigið einu sinni í tuttugu tíma. Hafði þá í einni atrennutvö þúsund og átta hundruð egg.

152

PJETUR S. EINARSSON

Page 158: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 158/239

 Jaaá, þetta var gott búsílag. Ég var að lesa í

annálum hér um daginn hjá honum Kristmundi aðdagsverkið var metið á tvær krónur og sextíu og áttaaura rétt eftir aldamót. Þá var Drangeyjareggið selt á sjöaura. Þá sérðu það að það voru fjörtíu Drangeyjareggfyrir dagsverkið, tæp. Það þótti gott kaup, þessi atrenna,en það er hætt við að það þyrfti fleiri núna og það er ekkivon að þetta sér arðbær atvinnuvegur lengur. Ah?

 Já, já sigferðirnar voru bæði að draga björg í búog ákveðin skemmtun og tilbreyting. Þetta var helduroft ekki svo mikið vinnu að fá þarna í gamla daga. Þaðþótti nú ágætis búbót að fara í sig. Ég man eftir að ValurIngólfs sagdi mér það að það hefðu verið fyrstuaurnarnir sem að hann hefbdi fengið fyrir sína vinnuþað var þegar hann seldi eggin frá eyjunni.

 Jú, það var eftirsókn eftir að komast í ferðirnar enannars voru þetta nú mikið sömu mennirnir.

Nei, það gat nú ekki hver sem er farið í þessarferðir því hún var leigd. Ég tók hana fyrst á leigu nítjánhundruð og sextíu af sveitarfélaginu. Hún var á Marons

nafni áður.

 Já, helstu sigmenn. Við sigum þarna þrír ég ogSimmi bróðir og Finni. Það endaði með því að ég var bara orðinn einn. Simmi fór annað. Hann tókKrýsuvíkurbjargið á leigu og hann tók bjarg á leiguaustur á Langanesi og var þar tvö vor. Já, já. Maron var

153

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 159: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 159/239

sko búinn að vera á undan okkur í bara þrjátíu ár en svo

kom til dæmis Pétur Vopni sonur Sigga Óla, hann seigþó nokkuð og svo fóru þeir nú að taka við strákarnirmínir svo hefur nú þetta nú ekki verið farið mikið upp ásíðkastið. Ja, það var nú aðallega Sigmundur sonur minnog Ásta Birna dóttir mín en flestir krakkarnir mínir hafafarið niður.

Ég, já ég seig síðast þegar ég var sjötíu og tveggjaára. Jamm.

 Já, sigmenn þurfa að vera frekar léttir. Ég var núekkert voðalega þungur svona milli sjötíu og áttatíu kíló.

 Já, já allt gengið slysalaust í rúma hálfa öld. Þaðhafa engin stórslys orðið.

Hann Finni? Hann heitir fullu nafni Sigurfinnur Jónsson. Jaaaá, hann var nú hætt kominn, oftar en einusinni. Hann var dáltið svona glannafenginn. Já, já.

 Jaa, það kom svo sem ekkert yfir mig þegar égstökk til og bjargaði honum. Maður bara sá fram á það

að maður varð að ná honum og gerði það. Jaaá, ég heldað aflið sem réði hafi verið bara mennirnir sem horfðu áokkur sem sendu mér þennan styrk. Já, já ég fann þaðalveg að ég var ekki alveg einn við þessa björgun. Þaðvar eitthvað með mér. Ég vil nú túlka það þannig að þaðhafi verið hugur þeirra manna sem horfðu á, sem voruansi margir eða þó nokkrir. Ég las einhverntímann bók.Hún var svona um hugarorku og það bar alveg saman.

154

PJETUR S. EINARSSON

Page 160: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 160/239

 Já, ég held það að hann hafi snúist öndverður

gegn mér eftir að ég bjargaði lífi hans þarna. Þauviðbrögð manna eru alþekkt.

Hinsvegar fann ég að Finni beið ósigur fyrirfortíðinni þarna í þessari ferð. Hvernig þá? Nú hannhafði með sér Fóstbræðrasögu og þá sá hann það aðþegar að Þorgeir Hávarðsson hékk á Hvannarótinni að

hann sagdi bara ósköp einfaldlega að þegar hann væri búinn að ná upp þessari þá myndi það vera nóg! Enhann kallaði ekki á hjálp. Finni kallaði aftur á hjálp oghonum fannst það, svona, að hann hefði þarna beðiðósigur fyrir Þorgeiri Hávarðssyni. Ha, já, já svona er þaðnú, að það er hægt að bíða svona ósigur fyrir sögunnieftir þúsund ár.

 Já, hann kallaði í mig. Þegar ég var kominn niðurþá heyri ég kallað í mig að koma og vera nú einu sinnifljótan. Ég náttúrulega flýtti mér eins og ég gat og þegarég var búinn að ná honum þá sagdi hann: Þakka þérfyrir handtakið. Ég hefði ekki hangið sekúndu lengur!

 Já, já Sigmundur sagdi mér þetta Sigfússon

geðlæknir, að þetta algengt með menn sem svona væriástatt um að þeir þyldu það ekki. Já, þola ekki bjarg-vættinn.

En hinsvegar hef ég nú oft hugsað um þetta meðFinna, sko. Ég kom þarna upp þar sem þeir voru að háfa,strákarnir. Mig langaði nú til þess að prófa háfinn og

155

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 161: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 161/239

fannst þetta vera ansi glannalegar aðstæður þar sem

Finni hékk framan í brúninni, stóð á steini. Spurði hannað því hvort þessi steinn væri öruggur. Hann hélt þaðnú. Þeir færu nú ekki svona steinar. Svo fer ég að háfa ogslæ háfnum til einum tvisvar sinnum þá finnst mérsteinninn velta eitthvað til. Fer að stappa svona eitthvaðí hann og hann haggaðist ekki neitt og ég hélt að þettaværi bara bölvuð vitleysa. Svo er það bara steinninn sem

fer og náttúrulega var þetta ekkert nema glannaskapuraf Finna að vera að þvælast þarna svona framaní bjarg- brún en það var eins og honum finndist þetta vera barasjálfsagður hlutur. Það var óskaplega vitlaust að verahræddur og svoleiðis nokkuð. Hummmm?

 Já, sagdi ég það við þig einhvern tíma að það værivont að vera hræddur við að vera hræddur? Já, ég hef oftrekist á það. Fólk er sumt svo hrætt við að það verðihrætt ef það fer upp í Drangey. Þeir bara slá því föstufyrirfram að þeir verði hræddir, svo endar það með þvíað þeir verða hræddir!

 Já, Finni steig á helluna og hellan gaf sig en hanngat gripið sér í og kallað í mig og var í algerri sjálfheldu.

Gat ekkert hreyft sig. Það var bara framundan hjáhonum að hrapa niður. Þegar ég náði í öxlina á honum,ég skil bara ekkert í hvernig að eiginlega við björguðumst þarna upp, eða hann. Ég náði bara í öxlinaá honum. Ég hafði ekkert til þess að halda í og slæmafótfestu og hann bara kom upp. Bara kom upp svona, já, já, já, ég tók ekki neinu heljartaki og þeir sögdu mér, það

156

PJETUR S. EINARSSON

Page 162: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 162/239

var einn maður sem hét Gústi frá Hofsós, hann var í

Vestmanneyjum, og Geir frændi okkar á Sleðbrjót varlíka í Vestmannaeyjum og þeir fóru nú eitthvað að talaum menn hér í Skagafirðinum og Geir habdi sagt honumþað að ég væri frændi sinn. Þá sagdi hann honum þessasögu. Hann horfði á þegar ég náði þarna í Finna. Hannsá að hann bara fór í boga yfir brúnina sko. Það varnáttúrulega það sem hann vildi sjá og þeir.

Nei, Finni gat ekkert hreyft sig. Hann bara satsvona framaní og setti olnbogann svona í skriðuna, settisvona bakið í skriðuna. Lá bara svona og gat ekkerthreyft sig. Ef hann hefði slakað þá hefði hann veriðkominn framaf og ég náði í öxlina á honum. Þá einhvernveginn, það þurfti ekki meira, hann bara kom upp sagdi:Þakka þér fyrir handtakið, ég hefði ekki hangið sekúndulengur! Svona var það nú.

Ég fór að hugsa um þetta hvenær þetta hefðiverið og mundi þá að skömmu seinna kaus þjóðin ífyrsta skipti forseta, aaa, hann Ásgeir Ásgeirsson. Varþað ekki bara nítján hundruð fimmtíu og tvö?

 Já, já, já Finni kom áfram í eyjuna. Við klifruðumHlaupið eftir þetta og vorum saman mörg ár alvegþangað til nítján hundruð fimmtíu og níu. held ég.

 Já, þegar við klifum Hæringshlaupið þá sagdiFinni þegar að hann kom upp á brúnina: Það þarf

157

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 163: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 163/239

enginn að reyna að segja mér að Hæringur hafi verið

einhver helvítis ræfill. Híííhehe.

Það held ég nú, aaa. Já, já þetta var mest fólk afReykjaströndinni. Það vorum við strákarnir þarna, já,svo var ...það voru svona hinir og þessir.

Hvaðan var Maron? Maron var af vesturlandinuog var skammt frá Hofsós og flutti svo í Hólakot og áttiheima þar lengi. Þau foreldrar hans.

Nei, nei ég var ekkert mikið við að háfa. Aðeins borið það við bara. Ég tók hinsvegar þátt í flekaveiðinni.Sú vertíð byrjaði, svona, í maí, seinnipartinn í maí.Sigvikan og næsta vikan á eftir voru yfirleitt bestuvikurnar í flekaveiðunum. Já, já það var nú ekkert hægt

að hlaupa alltaf í vinnu þá á þessum árum ef mannisýndist.

158

PJETUR S. EINARSSON

Page 164: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 164/239

Við vorum í tjöldum í fjörunni alveg á annan

mánuð. Það var frá, svona seinni partinn í maí svonatuttugasta maí og alveg þangað til í júlí. Nei, nei það varekki svo mikil vosbúð. Við vorum þarna í tjöldum meðprímusa og þetta var ógurlega hlýtt þarna á fjörunni efað var sólskin og þó það væri norðan hafgola svona, þávar mjög gott á fjörunni þarna suðvestan undir eyjunni.

Við höfðum svona sjö niðurstöður á mann.Niðurstaðan var tuttugu og einn fleki. Annars var þaðhér áður fyrr þá var hver maður með fimm og svo báturinn með eitthvað. Þetta var gott búsílag og baraétið nýtt þá eða við sendum þetta suður þar var þettahamflett en hér áður fyrr þá var þetta saltað og reykt eðaétið nýtt. Það þótti alveg hnossgæti, þarna, að fá fugl fráDrangey á vorin og þá var fiðrið hirt og notað í sængur. Já, já en nú er þessu öllu saman bara hent. Já, svo varþetta bannað. Ég held að það hafi verið mest áróður ogöfund hér heimanað sem olli því. Ég held það.Aaaahamm.

Sko, maður rekst ekkert á neinar veiðiaðferðirsem eru mannúðlegar. Það er ekkert mannúðlegt að

skjóta svartfugl. Maður sér þetta bara skotið á sjó og ímisjöfnu veðri og bara tilviljun hvort að menn hitta eðaekki. Á flekunum voru snörur úr hrosshári sem ein-hverjir fuglar festust í og svo þegar vitjað var þá voruþeir teknir og snúnir úr hálsliðnum. Sumir voru mjögleiknir að snúa úr hálsliðnum. Já, já, já, það þótti ógurlegskömm að blóðsnara fugl. Flekarnir voru allt í kring um

159

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 165: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 165/239

eyjuna bæði grunnt og djúpt. Það gat komið fyrir að

gerði vitlaust veður og ekki var hægt að vitja um dag-lega, en svo þegar við vorum komnir með stærri báta þágátum við alltaf farið og dregið upp því maður var ekkinema klukkutíma að kippa upp flekunum öllum en svoaftur þegar við vorum með árabátana þá gat þetta veriðansi tafsamt því það gat orðið vitlaust veður á augna- bliki.

Ummmm, ég var nú búinn að fara til Drangeyjarsvona í litlum mæli með ferðamenn á gamla bátnum svo byrjaði ég á því fyrir alvöru þegar ég fékk nýja bátinnnítján hundruð áttatíu og níu. Fyrsta skemmtiferðin semég fór til Drangeyjar var hinsvegar með mömmu semsmástrákur.

Hvað ég er búinn að fara með marga tilDrangeyjar? Æjhhhh, þeir skipta þúsundum af fjöl-mörgum þjóðernum en ég hef nú aldrei komist í aðflytja fleiri en eitt þúsund farþega á einu sumri. Svonameð öllu fararstjórum, krökkum og öllu saman. Þessarferðir hafa allar verið áfellulausar nema reyndar tvisvarsem fólk hefur beinbrotið sig en það var nú svona bara

ekki útaf neinum slysum eiginlega. Það var maður ávegum norræna félagsins hann datt upp á eyjunni í besta veðri og rak niður hendina og handleggsbrotnaði.Svo var kona sem að búið var að fara með í land, þá varég nú bara með árabát, hún var komin upp á steininn ogþað var nú áður en að brúin kom. Hún hélt sér þar íspotta og ég var þarna rétt hjá að horfa á hana. Ég sá ekki

160

PJETUR S. EINARSSON

Page 166: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 166/239

að kæmi nokkur skapaður hlutur fyrir hana. Hún bara

allt í einu lak svona á hliðina og var sundur fóturinn.Það kom ekkert fyrir hana. Þetta var alveg furðulegt. Égvildi nú ekkert fara í land því það var bölvuð kvika.Fararstjórinn vildi endilega koma þeim í land og endaðimeð því að ég fór með bílstjórann og tvo stráka, semþessi kona átti, og hana. Og hún bara fótbrotnaði þarnastrax á steininum. Það kom ólag um leið og gekk yfir

 bátinn, ég var á lítilli skektu, og ég gat siglt henni um borð í bátinn og náði svo í strákana og bílstjórann, þaðvar helvíti seigur náungi, bílstjórinn og við rerum svofram í bát. Ég kveið nú soltið fyrir því að koma henni um borð í bátinn, Víkinginn, en hún var í björgunarvesti enansi brattir þjóðverjar þarna um borð en henni var barakippt um borð í snatri.

Fararstjórinn var nú að tala um að ná í þyrlu. Égvar nú að segja að þyrlan myndi nú ekki vera komináður en við kæmum innfyrir. Svo setti ég bara á fullaferð inneftir, náði nú ekki í sjúkrahúsið svo ég hringdi ílögregluna og bað þá koma með sjúkrabíl og lækni ogþetta stóð bara allt saman á hafnargarðinum þegar viðkomum. Svo það var fínasta þjónusta sem að þetta fékkog það sendi mér svo köku og flösku, flokkurinn, ogsögdu að ég skyldi ekki hafa neina minnimáttarkennd.Þetta hafi ekki verið mér að kenna. Þökkuðu mér barafyrir og hún var svo flutt til Akureyrar, konan, og gifsuðen formaður norræna félagsins hann var fluttur í Hofsós.Það voru afgangs spýtur fimm tommu breiðar og sjötommu langar þegar skálinn var byggdur og þær voru

161

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 167: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 167/239

náttúrulega ekki látnar ónotaðar því þær voru notaðar í

hlemm yfir pottinn. Svo var önnur spýtan tekin og húnnotuð í spelku á manninn og farið með hann yfir íHofsós og svo var lögreglan stödd þar og þeir fluttuhann upp á Krók og þaðan var hann sendur tilAkureyrar og ég hef hvorugt séð síðan.

 Jú, ég er búinn að fara margar ferðir í Drangey. Ég

fór til dæmis fimmtíu ferðir bara með byggingarefnisíðastliðið sumar. Ég var að tala við Friðrik lækni umkjör lækna og þess háttar að ég hefði þarna farið meðfimmtíu ferðir af möl, byggingarefni og allt og þettaþetta kostaði jafnmikið og andlitslyfting á einni konu.He, he, he, ha!

 Já, já þetta eru ánægjuferðir. Ég hef verið svoheppinn að þetta hafa verið ánægjulegar ferðir. Þaðkoma allir glaðir úr Drangey. Stundum fer fólk þung- búið upp en kemur svo niður ljómandi eins og sól íheiði, af gleði.

Þegar Lundinn er kominn uppúr miðjum apríl þáer eyjan mikil fuglaparadís. Sumir halda að þar séu allt

að milljón fuglar af mörgum tegundum. Álka, Langvía,Lundi, Haftyrðill, Stuttnefja, Fýll, Rita, Teista, Mávur,Hrafn, Æðarfugl, Fálki, Súla og ýmsar aðrar tegundir.

Ég hef tekið eftir því, ég hef nú oft fylgt fólki fyrirAltarishornið, það er svo gaman að finna það, að það eralveg eins og það breytist ef maður tekur í hendina á

162

PJETUR S. EINARSSON

Page 168: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 168/239

því. Það verður ekkert hrætt og svoleiðis nokkuð.

Einstigið er ógnvekjandi fyrir suma en er svo auðvitaðengin mannraun fyrir nokkurn, bara skemmtun. Það ereinhvern veginn þannig að það treystir þessumleiðsögumönnum alveg takmarkalaust þetta fólk.

Ég fór þarna með biskupinn, Karl Sigurbjörnsson,líklega er hann annar biskupinn sem hefur messað í

Drangey. Hinn var Guðmundur Góði á þrettándu öld.Það var ákaflega falleg stund í skínandi fallegu og stillusumarveðri að viðstöddum fjölda manns. Hann gaf mérmyndaupptöku af þessu öllu saman, blessaður, kom tilmín í heimsókn í Fagranes. Þetta var mjög svo skemmti-legur dagur.

Ég hef farið með þarna út menn úr öllum mann-virðingarstigum, en ég hef ekki farið með neinn kóngennþá og ekki forseta heldur. Ég á það eftir. Ég fór einusinni með fjárveitingarnefnd norðurlandaráðs. Svohlustaði ég á það í leiðinni í land, það var sama daginnog Hágangur skaut þarna á norska varðskipið, eðahvernig þetta var?

Þetta var ógurlegt mál. Það var togari þarna ogþeir ætluðu eitthvað að fara um borð og þá var einnmaður sem skaut af haglabyssu, held ég hafi verið oghann var settur í tugthús og allt aðtarna og ég heyrði svoþetta á leiðinni í land en ég lét þá nú ekkert vita af þessu.He, he, he.

163

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 169: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 169/239

Ég var eitt sinn með hóp af prestum sem þótti

hátt upp í Drangey og höfðu um það mörg orð. Ég sagdiþeim nú að þetta væri nú ekki mikið miðað við það aðfara til himna. He, he, he, ha. Þeir náttúrulega mæltuekki móti því, fóru allir upp! Hvort þeir eru komnirmikið hærra núna það veit ég ekki.

Ég hef aðstoðað alla sundmenn í Drangeyjasundi

nema Erling og Hauk í Miðdal. Þeir fóru á eigin vegum,en keyrði þeim fram Eyjólfi, Pétri, Axel Kvaran ogKristnonum og fylgdi þeim báðum. Jú, Erlingur Pálssonsynti 1927 og Pétur Eiríksson 1936 þá Haukur Einarsson1939 svo Eyjólfur Jónsson 1956. Axel Kvaran 1963;Kristinn Einarsson 1994 og loks Kristinn Magnússon1999 og 2002.

Af hverju endurbyggði ég Grettislaugina? Ja, það bara að mér datt þetta í hug. Það er kannske bara svonaþað sem manni dettur í hug að þetta væri gaman aðþessu. Svo sótti ég um styrk úr pokasjóðnum nú og svomerkilega vildi til að þeir veittu mér 70 þúsund krónastyrk. Svo fór ég að tala við hana Sirrý, safnvörð íGlaumbæ, við höfum alltaf haft svona svipuð áhugamál,

við Sirrý, og hún vísaði mér á hleðslumenn og ég fékktvo hleðslumenn. Svo tók ég eina sumarfríið sem ég heftekið á æfinni. Tók viku sumarfrí með dráttarvél og fékkgröfu til þess að grafa fyrir lauginni, þarna, poll. Þettavar heilmikill mannsöfnuður þarna, eftirlitsmenn ogsvoleiðis nokkuð. Þeir gátu náttúrulega ekki farið að látastyrk bara út í loftið, Pokasjóðurinn, þetta varð að vera

164

PJETUR S. EINARSSON

Page 170: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 170/239

eitthvað eftirlit. Ég fékk mann þarna frá Náttúru-

verndarráði, eða einhverjum svoleiðis samtökum. Hannsnerist strax ókvæða við og sagdi mér að ég mætti ekkertgera þetta svona. Ég mætti ekkert grafa þarna fram ogvar ekkert nema uppástöndugheitin svo að ég sagdihonum bara að ég ætlaði þá ekkert að vera að því ogstanda í ströggli hvorki við hann né aðra hvort að éghlæði hérna laug. Ég bara gerði það ekki. Hann sagdi:

Við viljum ekki láta eyðileggja þessa fuglaparadís og þarfram eftir götunum, með að ræsa þetta fram. Við viljumvernda þessa fuglaparadís. Ég spurði hvern fjandannþeir hefðu eiginlega að vernda hér. Þeir hefðu ekki gertneitt því þessi kambur hérna væri búinn að færast einatíu metra vestur í tjörnina síðan að ég hefði komiðhingað og þeir hefðu ekkert gert. Grettislaugin væri

komin fram í flæðarmálið og hún væri að fara í sjóinn.Þeir gerðu ekki neitt og kæmu ekki til með að gera neittog fór svo bara með skelli fram á sand og náði þar íspýtur sem hann hafði beðið mig um í eitthvað byrgisem hann var að reisa og bað hann bara svo að vera blessaðan. Taldi mig ekkert hafa við svona menn að tala.

Þá sneri hann alveg við blaðinu fór að segja aðþetta væri nú allt í lagi. Ég gæti bara gert þetta og ég fórsvo og talaði við Ingvar byggingarfulltrúa og Fúsa íferðamál og ferðamálafulltrúann. Svo hringdi ég í hanndaginn eftir og spurði hvort þetta hefði ekki verið þvertnei. Nei, nei sagdi hann. Þú skalt bara byggja þetta.Hafðu þetta bara snyrtilegt. Svo fór ég bara og gerðiþetta.

165

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 171: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 171/239

 Ja, ég skildi þetta reyndar ekki. Hvernig nokkrum

manni datt í hug að hægt væri að hlaða laug og hafahana fulla af vatni á meðan. Hvernig bara dettur mönn-um svona vitleysa í hug? Ha!

Svo varð ég að verja þetta einhvern veginn fyrirsjógangi og var nú ekki með morðfjár því þessar sjötíuþúsundir dugdu nú ekki fyrir vinnulaunum handa þeim

sem voru að vinna hjá mér hvað þá fyrir rörum ogvélavinnu og þess háttar. Það var verið að rífa þarnahafnargarðinn og ég fékk fleka úr því og flutti þá úteftirog setti þá þarna fyrir norðan laugina. Setti þá upp árönd og batt þá saman með vír og lét svo moka grjótimilli þeirra. Nú og þetta varnaði því að laugin fór ekkifyrst veturinn. Hún hálffyllti nú af möl, bara. Svo fékk égBigga Malla til að hlaða bekkina og þetta sem að er og létkeyra að stórgrýti þarna fyrir utan og hef nú verið aðgera svona sem maður hefur komið í verk.

Mmmm, já, já ég er búinn að byggja hér höfn áReykjum og endurgera sjóbúðina. Mér fannst það núleiðinlegt að það væri engin sjóbúð uppistandandi hér íSkagafirði en þetta er nú kannske ekki mjög vandað en

ég varð áþreifanlega var við það að maður endurgerirekki torfhús. Ja, það er bara þannig að þegar torfhús erufallin að þá eru veggirnir ónýtir og það er ekkert hægt aðnota úr þessu. Umm, já, já það er nú bara svoleiðis aðþau þarf að endurbyggja alveg frá grunni. Þess vegnahef ég oft hugsað um það þegar ég hef verið svonaþvælast þetta til útlanda að bera saman þessar bygg-

166

PJETUR S. EINARSSON

Page 172: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 172/239

ingar sem maður sér þar. Vegna þess að torfhúsin á

Íslandi sem þurfti að byggja upp svona þrisvar sinnumá öld. Það er ekkert smáræðis vinna sem hefur farið í þaðhjá þjóðinni að byggja torfbæi. Já, það er svona á þrjátíuára fresti sem þarf að byggja þá upp. Þá eru viðirnirorðnir fúnir og .......Já, já.

 Já, talandi um Drangey. Hún geymir hafsjó af

sögum og sögnum, er undraveröld. Kiddi bróðir er aðskrifa bók um hana. Hann er búinn að vera lengi að þvíen hyggst gefa hana út árið 2006. Ég held að þetta hljótiað verða doktorsritgerð og þá verður Kiddi Drangeyjar-doktor, he, he, he, og svo stofnuðu nokkrir Drangeyjar-élag og gerðu mig að heiðursfélaga og héldu meira aðsegja fund um daginn mér til heiðurs. Já, mér þótti væntum það!

 Jaa, það var svoleiðis að þeir fóru nú að efast umþað þarna hvort það væri rétt að sameina BúnaðarfélagÍslands og Stéttarsamband bænda. Það hefur held égtæplega verið nógur meirihluti fyrir því þó það hebdi,held ég, verið tæplega áttatíu prósent sem að greiddusameiningunni atkvæði. Ég var nú eitthvað að hafa orð

á því afhverju þeir hefðu verið að setja þetta í atkvæða-greiðslu ef þeir væru svo hræddir um að framkvæmaþann vilja sem hebdi komið fram í atkvæðagreiðslunni.Þetta minnti mig nú á manninn sem að hefði farið meðmeri sem var óþæg í taumi á sandi í Skagafirðinum. Þarhitti hann hestamenn og þeir spurðu afhverju hann væriað teyma merina, af hverju ræki hann ekki merina fyrst

167

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 173: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 173/239

hún væri svona slæm í taumi og hann sleppti bara

merinni og hún hljóp út í buskann. Þá hvessti hannaugun á mennina og sagdi: Hver sagdi mér að sleppamerinni ! Jaa, ég dreg bara þá ályktun af þessari sögu aðmenn eiga ekki að hlaupa eftir öllu sem þeim er sagtsérstaklega ef þeir eru ekkert vissir í því sjálfir að þeireigi að gera þetta. Þetta var könnun meðal bænda og bændur náttúrulega sjá í hillingum þessi tvö félög

Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Íslands. Bæðisitja þarna í húsnæði sem búið er að koma þarna uppfyrir þau og þetta eru tvö batterí. Af hverju ekki hafa bara eitt batterí. Menn vilja bara einfalda hlutina og hafaþetta undir einum hatti en það er nú svona.

 Jáaá, það var nú svoleiðis að Fríða heitin konamín fékk einhvern tímann pósthólf og spurði hvaðpósthólfin kostuðu. Þeir gáfu nú lítið útá það og þettavar eini bærinn sem fluttur var á póstur hér á Ströndinni,og vildu drífa mig til þess að taka pósthólf. Jú, jú og svosóttum við bara póstinn i hólfið. Svo fáum við barareikning fyrir pósthólfið. Tvö hundruð krónur! Þetta varrétt um seðlaskiptin þegar að núllið var tekið aftan afhundrað kallinum. Ég hef altaf verið ógurlega þrár ogeiginlega verið fastur á fé, hef ekkert verið gefinn fyrirað borga það sem mér finnst ég ekki þurfa að borga ogég sagdi þeim það að þar sem við flyttum nú póstinn þáfyndist mér nú ekki mikið þó við fengjum nú fríttpósthólf. En póstmeistarinn sagdi mér það að það væriprinsippmál hjá Pósti og síma að láta borga fyrirpósthólfið. Afhverju í lifandis ósköpunum látið þið bara

168

PJETUR S. EINARSSON

Page 174: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 174/239

ekki alla hér í bæ hafa pósthólf frítt, sagdi ég, og sparið

ykkur að bera út póstinn. Ja, þá yrði ekki nóg að gerahanda póstinum, sagdi hann. Jaahá! Þetta voru tvöhundruð kall á pósthólfið, og ég sagdi honum að þaðværi prinsippmál hjá mér, af því að síminn hefðiprinsippmál, að ég borgaði ekki fyrir þá þjónustu sem égveitti sjálfur. Svo einfalt væri það! Og það endaði meðþví að ég sagdi honum að ég borgaði bara alls ekki fyrir

pósthólfið og þeir gætu þá bara flutt póstinn til mín efþeir vildu heldur flytja póstinn til mín og borga tuttuguþúsund krónur fyrir það þá væri það guðvelkomið. Þeirgætu borgað þessar tuttugu þúsund krónur en ég borgaði þeim ekkert þennan tvö hundruð kall.

Svo fóru þeir að flytja póstinn til mín, en ég hafðialltaf verið vanur því að taka póstinn milli ferða. Þáfundu þeir uppá því að ég mætti ekki taka póstinn milliferða og neituðu að afhenda mér póstinn. Það endaði númeð því að þetta var nú komið í ansi hart og ég komeinu sinni að taka póstinn og einn póstþjónninn var nú búinn að taka allan póstinn í fangið og ætlaði að fara aðrétta mér. Þá kom annar póstþjónn sem var eitthvaðaðeins hærra settur, en þeir voru reyndir giftir sinnisystirinni hvor, og hann þreif póstinn af honum og sagdiað ég fengi engan póst og það var maður þarna staddurog ég tók hann vott að þessu að mér væri neitað umpóstinn og síðan jókst þetta orð af orði og ég ætlaðiekkert að láta mig með það og að endingu þá var nú póstog símamálastjóri Jón Skúlason já, já, og ég talaði viðhann og honum fannst þetta náttúrulega fyrir neðan

169

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 175: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 175/239

allar hellur. Þetta endaði með því að þessi sem tók

póstinn af póstþjóninum hann var látinn afhenda mérlykilinn af pósthólfinu og þannig leystist þetta mál ogmér var afhent pósthólfið og ég var eini maðurinn hér ífirðinum sem fékk pósthólf endurgjaldslaust en náttúru-lega sluppu þeir við að flytja póstinn. Hann sagdi núþegar hann rétti mér lykilinn að ég væri náttúrulegasjálfráður að því hvort ég tæki lykilinn. Ja, ég sagdi

honum að ég væri nú sjálfráður gerða minna ennþá, enég ætlaði nú að taka við lyklinum en ég áskildi mér rétttil þess að skila honum hvenær sem mér sýndist.

Mér líður hálf illa við það þegar er verið aðsvindla á mér og læt hlut minn ógjarnan, eins og þeirþekkja vel á siglingamálastofnun.

Það er mjög einkennilegt mál því að nítjánhundruð sextíu og fjögur þá fer ég suður á Akranes ogkaupi bát. Hann er númer AK 80 og þeir sögdu mér aðþað hefði komið togari til landsins þá og hann var meðnúmer AK 80 og hann varð að breyta númerinu. Síðanfinnst það hvergi að þessi bátur hafi verið skráður og égfer með bátinn norður á bíl og var nú heppni dáltil því

 bátur var svo langur og þungur að það stóð helmingur-inn aftur af.

Við snerum afturendanum fram og vélin varaftarlega í bátnum. Það vildi mér til happs að ég mundieftir því að það væri nú gott að fá áburðarkalk í horn átúni sem ég átti. Svo ég keypti tíu poka af áburðarkalki

170

PJETUR S. EINARSSON

Page 176: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 176/239

og setti það fremst á vagninn. Það alveg bjargaði okkur

með bátinn. Síðan keyrðum við hann norður og ég byrjaði á að setja á hann númer. Það var nú ekki hægt aðfá á hann SK 80 svo ég fékk á hann SK 85 og vissi nú ekkiannað en allt væri nú í fína lagi og reri á honum í fleiriár.

Svo kom að því að ég skipti um vél í honum, en

kall hafði komið oft til þess að skoða hann áður, þá varmér sagt að báturinn væri hvergi á skrá hjásiglingamálastofnun. Ég vildi nú koma honum á skrá ogþá þurfti nú að láta skoða hann og ég fór að reyna að látaskoða hann og það var alltaf eitthvað að, eins og hefurverið á nýjum bátum yfirleitt. Alveg sama þó þeir hafikomið nýsmíðaðir og Siglingamál hafi átt að fylgjastmeð þeim. Nú, nú, ég gerði við þetta sem þeir vildu, semvar nú bara smotterí en það var aldrei komið til þess aðtaka það út og ég fékk ekkert haffærniskírteini.

Svo fór ég suður og var þar á færum vorið nítjánhundruð og níutíu þá lét ég skoða hann í Reykjavík.Síðan fór ég norður og ætlaði að fá farþegaleyfi á hannþá fékk ég þessar voða aðfinnslur. Meðal annars sagt að

neyðarlúgan hún væri of lítil en hún var fimmtíusinnum fimmtíu sentimetrar.

Þá var bátur með haffærniskírteini í ferðum út íDrangey og ég fór og mældi lúguna í honum og hún varþrjátíu og sjö sinnum þrjátíu og sjö sentimetrar. Vittu núhvaða samræmi hefur verið í þessu. Hurðin hjá mér sem

171

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 177: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 177/239

var fimmtíu og fimm sentimetrar átti að vera of lítil,

nákvæmlega eins og á hinum bátnum og lofthæðin áttiað vera of lítil líka en var þó miklu minni á hinum bát-num. Svona var þetta allt eftir þessu. Og það var alltafsami skoðunarmaðurinn. Já, já. Það endaði með þvíþarna að hann Magnús Jóhannesson siglingamálastjóriskipaði þessum hvumleiða manni að láta mig hafa haf-færnisskírteini. Þá sagdi sá þegar hann fór út, og annar

skoðunarmaður sagði við hann að hann mætti nú ekkiganga alveg frá honum Jóni, það væri nú ekki skaðinnskeður, sagdi hann! Þetta var sá sem átti að gæta öryggismíns. Þessi maður reyndist mér afar illa í mörg ár, enöllu skipti til hins betra ef ég fékk aðra menn til mín.

Nú er ég laus við hann við einkavæðingu bátaskoðunar. En mér rann svo í skap við þessa síendur-teknu valdníðslu, sem olli mér miklum vandræðum ogóþarfa kostnaði, að ég orti um hann eftirfarandi vísu:

Þorsteins hvatir þykja lágar,og þóttinn nægur er.Heilasellur heldur fáar,í höfði sínu ber.

Það var þungt í mér þegar ég gerði þessa vísu enég geri yfirleitt ekki skammarvísur um fólk.

Ég hef verið heppinn með báta mína, enginstórslys orðið en nokkrum sinnum hefur staðið tæpt.

Það var dáltið merkilegt þegar við vorum að setjaniður Nýja Víkinginn. Það var fenginn til þess stór

172

PJETUR S. EINARSSON

Page 178: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 178/239

kranabíll og hann var víst ekki alveg mjög vanur þessi

maður sem var nú með hann. Minnsta kosti var keyrtniður á hafnargarðinn með bátinn á palli og svo átti aðtaka hann af og það hafði víst verið gert með þessaþungu báta að þeir voru settir aftur af pallinum en íþetta skiptið sneri bíllinn eins og hafnargarðurinn. Égvissi ekki hvernig það var hvort kanturinn gaf sig þarnaá höfninni eða það var hreint og klárt að báturinn var of

þungur því þegar honum er slegið út þá bara skipti þaðengum togum að hann hlunkast í sjóinn báturinn og bíllinn á eftir og það vildi nú svo vel til að maðurinn semvar við kranann á bílnum, stóð nú sjávarmegin, hann bara fór undir bílinn. Þegar bíllinn valt þá bara beygdihann sig undir bílinn og kom upp hinu megin og sakaðiekki neitt en kærastan hans hún var í bílnum og það fór

allt á bólakaf og mér fannst líða óratími þangað til aðhenn skaut upp.

Hún habdi farið inn framrúðan úr bílnum og húnkomst þarna út. Það var enginn í bátnum og hannskemmdist nú lítið. Ja, það þurrkaðist af honumrekkverkið að framan, en það urðu engin slys á mönn-um. Ja, mér fannst þetta nú ekkert vera gæfulegt en hannhefur reynst mér vel, báturinn.

173

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 179: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 179/239

174

PJETUR S. EINARSSON

Page 180: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 180/239

VI. ÞÁTTUR

Nei, nei það hefur ekkert verið tekið saman afvísum eftir mig en Fríða heitin gerði eitthvað af því. Égvar að leita að gögnum um túrbínuna þá sá ég möppusem stóð á ýmislegt og þar var þó nokkuð af vísum. Nei,ég hafði ekki skrifað neitt af þeim sjálfur. Ef ég skrifaþetta þá er það á einhverja snepla.

Ég fór svona að hnoða saman á Laugarvatni bara.

Aaæj, ég man það ekki hver var fyrsta vísan enlíklega var það vísa sem ég gerði á Laugarvatni eftir aðBjarni sálugi skólastjóri sagdi okkur það að það værusvo mikil næringarefni í lýsinu að það væri alveg samaþó fæðið væri ekki gott. Við fengjum alla þá næringu

sem við þyrftum úr lýsisskeiðinni sem við fengum ámorgnana. Svo fengu allir mígandi drullu einu sinni ogþetta var hið versta mál því enginn mætti í matsalinn.

Þá gerði ég nú þessa vísu, svo sem áður segir, semég notaði í bragfræðinni, við áttum að yrkja fyrir bragfræðina:

Hér er fæðan löngum leiðlíðan slæmri veldur.Aðeins lítil lýsisskeiðlífi í okkur heldur.

Hér er ein svona vangaveltur um hve tíminngetur verið afstæður......

175

Page 181: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 181/239

Oft er í heiminum erfið biðáfram þó tíminn þjóti.En biðjir þú stundina að staldra við,er staðan með besta móti.

Maður þráir vorið þegar kuldinn er sem mestur eins ogkemur fram í þessari hringhendu:

Kuldinn þjáir seggi á sjá.

Sölna strá í högum.Vorsins þrá er völdug á,vetrargráum dögum.

Kunningi minn einn gaf út kvæðabók og ég sendiþetta til að stríða honum.......

Ýmsir gefa út sín kvæði,af því virðast hafa gaman.Mun þó rétt að magn og gæði,mætti oftar fara saman.

Hann habdi bara eina vísu á hverri blaðsíðu tilþess að þetta yrði dáltið góð bók og mér fannst farið illameð pappírinn svo ég gerði þetta.....

Rennum ennþá ofan hallann,

auðlegð dvín.Skelfingu fylla skóginn allan,skáldverk þín.

Hann varð mjög ósáttur við þetta en ég sagdi honumþað að hann mætti ekki taka þetta svona illa. Hannhebdi skrifað bara eina vísu á hverja blaðsíðu svo efþetta yrði nú lesin bók og gefin mikið út þá væri það

176

PJETUR S. EINARSSON

Page 182: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 182/239

ekki nema von að setti hroll að skóginum því það færi

svo mikill skógur í þetta.

Það var verið að sýna listaverk í sjónvarpinu ogatómskáld hafði ort ljóð við hverja þeirra. Ég sagdi viðGunnar listmálara, kunningja minn að nú skuli ég yrkjaatómljóð og hann að mála eftir þeim og þá varð þettatil........

Einn sit ég á fleyi vonarinnar.Á miðju úthafi vanþekkingarinnar,og vænti leifturs menningarvitans.Þá hvíslaði tíðarandinn að mér:Mikið fífl ert þú,Veist þú ekki,að menningarvitinn er radíoviti !

Hann hefur aldrei komist lengra en að hugsa úttíðarandann, hann væri svona eins og ullarvingull já, ener enn að velta fyrir sér vanþekkingunni, he, he, he.

Svo var það hrafnamál okkar frænda míns. Þegarvið slepptum tveim hröfnum sem hann habdi tekið semunga til tamningar og var sleppt að kröfu dýra-verndunarsamtaka......

Frelsisþráin ljúfa lifir.Lífi fagna börnin jarðar.Hrafnar frjálsir fljúga yfir,fögrum vötnum Skagafjarðar.

...og í tilefni af vangaveltum um lífsins gang.....

177

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 183: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 183/239

Það gerist margt á góðum dögum

Sem glepur huga vorn.Þó er til í öllum sögumEinhver sannleikskorn.

Heyrðu! Ég lét Össur Skarphéðinsson einu sinnihafa vísu, en hann er bara búinn að gleyma henni:

Þið sem orðsnilld eigið nóga,af því skulið taka mið,

að stundum sálarsárin gróa,seint og hafast illa við.

Dóri á Steini var oft í saltfiski og ég kom þar íkaffi einu sinni sem oftar og þáði veitingar.....

Á Steini frúna finn ég heima.Hún fljót á borðið kaffi setur.Halldór í salti helst vill geyma,og hefur þar í allan vetur.

Ort á þorrablóti......

Með kærleikum kvaddi ég marga frúna.Körlum við brottför mína létti.Nú er ég að hvíla limi lúna,í lauginni sem er kennd við Gretti.

Fölna tekur minn forni vandi.Fækkað hefur mjúkum línum,og nú sér sér enginn grikk á gangi,girndarlegan í vexti mínum.

 Já, mér fannst tekið of djúpt í árinni um fjar-staddann.....

178

PJETUR S. EINARSSON

Page 184: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 184/239

Iðkaði hóflega orðaleik.

Iðju þá margur tregar.Glerhúsin eru svo geysiveik,þá grjótið er annars vegar.

Allir þurfa að fást við sorgina og ég líka......

Oft leiðir hugans hálar,harmur undirtökum nær.Við að finna samúð sálar,

sólarglampa á veginn slær.Oft verða kappsamir stjórnmálamenn að gjalti

þegar á hólminn er komið........

Deyja sem flugur hugsjónir hæstar.Hrapar mörg stjarnan skær.Mennirnir trúa á guðaverur glæstar,geta ekki fundið þær.

Allt lifnar á vorin í Skagafirði, sál mín og sinni.....

Alltaf verð ég eins og nýr,út í hlýju vori,enda gerast ævintýr,í öðru hverju spori.

Þetta er ein af sundlaugavísum mínum sem varð

til við að horfa á eina fallega vinkonu mína......Óðum hægist æðasláttur,okkar, vina kær.Svo er það bara sinadráttur,sem að maður fær.

 Já, já ég var einu sinni í sundlauginni og þegar égkom út var orðið flatt dekk á bílnum og þar sem ég var

179

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 185: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 185/239

þarna í öngum mínum vatt sér að mér ein frú sem sá að

ég var í vandræðum með dekkið og að varadekkið varsprungið líka og hún segir: Ég skal bara keyra þig meðdekkið í viðgerð, og þá varð þett til:

Óhöpp oft að höndum berEins og dæmin sýnaOrðið lint var undir mérÚr því bætti Stína.

Einu sinni setur ein vinkona mín löppina upp áhnéið á mér í kaffinu í sundlauginni og svo kemur önnurog setti löppina á stól hinu megin og ég var þarna á millifótanna á þeim, bara og.....

Ánægjunnar enn skal njóta.Ekki mun það teljast frekt.Ég lenti milli frúnna fóta.Og fannst það bara notalegt!

Einu sinni sagdi Kári þegar við sátum þarnagömlu mennirnir og Halldór í Vík: Þær eru komnarþarna morgunfrúrnar okkar, og.....

Hér eru gamlir glæsimenn,og góðir, það ég segi.

Morgunfrúrnar fagrar enn,fagna nýjum degi.

Ég fékk einu sinni afgreiðslu í kaupfélaginu hjásnakillum kunningja mínum og rann í skap.....

Hrossaglöggur glefsar mjögGlæður brenna í sinni

180

PJETUR S. EINARSSON

Page 186: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 186/239

Geðprýðin er söm við sig

Hjá Sveini í kjötbúðinni.Annar lenti í því að gefa drag í rassboruna á

einum embættismanni, og........

Vígreifur sig klæddi í klossa.Klókur sýndi dug og þor,svo Guðmundar á breiðum bossa,

 birtist mönnum Pétursspor.

Sami lá við bílaviðgerðir á brúðkaupsdaginn......

Maður einn var inní KrókEfla vildi haginnLá hann undir UnimogAllan brúðkaupsdaginn.

Leifur í Keldudal tók fram úr mér á þeysispanimeð konu sína og hvarf út í bláinn.....

Nú getur þú sjálfur séð,söm er alltaf þráin,þarna líður Leifur með,Laugu útí bláinn.

Æ, ég var að versla hjá Bjarna Har. og fannst ég

vera gamall og geta fátt nema borgað........Ég er orðinn eins og skar,að mér hlæja stelpurnar.Þó ég borgi Bjarna Har.,

 býsna margar krónurnar.

Þetta orti ég til Páls Péturssonar félagsmála-ráðherra á fundi framsóknarmanna í Skagafirði, en hann

181

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 187: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 187/239

hafði nefnt að barneignir væru ríkisstyrktar og mætti

flokka undir landbúnað til sveita:Vetrarnóttin virðist svört.Varla sést til jarðar.Best finnst Páli að barni oft,

 bændur Skagafjarðar.

Á sama fundi var Elín nokkur sem ætlaði sér íframboð og fékk hún þetta:

Framsókn löngum lof ég syng.Ljóst er hennar strikið.Elín prýða ætti þing,Íslendinga mikið.

Konu eina hitti ég sem var á leið á ættarmót meðmanni sínum. Hann fór ríðandi en hún vildi það ekki.Hún fékk þessa sendingu:

Eina ég hitti aldna snót,sem ekki vildi ríða.Ætlaði að fara á ættarmót.Úti er sumarblíða.

Heyrðiru vísuna sem ég gerði um laxinn? Já, églét þig hafa hana. Hún var nokkuð góð. Ég var að hlusta

á fregnir af því að auðugir laxveiðimenn á Íslandi væruteknir upp á að sleppa laxinum og datt þá þetta í hug:

Bannað er laxi að lóga.Leika má hann sér enn.Meðan gómsárin gróa,sem gáfu honum ríkir menn.

182

PJETUR S. EINARSSON

Page 188: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 188/239

Heyrðu!, ég get látið þig heyra vísu sem ég gerði

einu sinni. Ég fór á aðalfund stéttarsambands bænda.Svo var náttúrulega mikil veisla um kvöldið og drukkiðstíft. Þar var Heiðmar vinur minn sem stofnaði Iðunnarklúbbinn, kvæðamannafélagið. Mikill vinur Kidda bróður og kom oft heim. Ég ætlaði að hitta Heiðmardaginn eftir veisluna og hélt heim til hans og hann hafðidrukkið stíft kvöldið áður. Nú og ég drap á dyr og það

var ekki gengið til hurðar hvernig sem ég drap á dyrnarsvo ég fór. Næst þegar ég hitti Heiðmar lét ég hann hafaþessa vísu:

Hægt á dyrnar hef ég barið.Hélt það myndi teljast frekt.Ég hugsaði hvað heilsufariðhlyti að vera dapurlegt.

Ég hitti Ingvar Gígja, félaga minn, á Króknum þarsem hann var að greiða sér og hann fór að lýsa fyrir mérhve það væri gott að ganga á fjöll eftir fyllerí. Mér fannstþetta ekki vera nema hálf sagan og datt í hug.....

Nú er sagan næstum öll,nóg af hári stroknu.Það er best að fara á fjöll,

að fylleríi loknu.Ort í tilefni af reikningsviðskiptum mínum við

kaupfélagið....

Mig það aldin mikið gleddien meira hjarta þitt,ef ég loksins kvittur kveddi,kaupfélagið mitt.

183

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 189: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 189/239

Ég fór eitt sinn í banka að leita eftir láni og habdi

klætt mig uppá af þessu tilefni en það habdi lítið aðsegja og ekkert fékk ég lánið..

Auraleysið af mér skín,ei skal blekking reyna,illa fínu fötin mín,fátæktinni leyna.

....og af áþekku tilefni...

Ástand held ég ekkert skáni,illt er slíku að segja frá,geti ég borgað lán með láni,lánsamur ég teljast má.

Einhvern tímann var ég hálfþreyttur á ræðu-manni....

Ákaft sinnti hann orðastriti,allt hans bull úr hófi keyrði,ekki sagdi hann orð af viti,eftir því sem best ég heyrði.

Þetta er held ég nokkuð nett vísa fyrir slagsmála-hunda....

Þú ert enn að þenja kjaft.Það er ljótur siður.Það ætti að setja á þig haft,eða slá þig niður!

Kunningi minn einn fékk riddarakross og mérvar hugsað til þeirra verðleika er að baki lægju.....

184

PJETUR S. EINARSSON

Page 190: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 190/239

Oft hef ég til ánna gengið

og elt mín hross.Þó hef ég aldrei orðu fengið,eða kross.

Ég átti jarpan hest sem var mér kær og orti umhann þetta sléttuband.....

 Jarpur heitir folinn frár,fljótur breytir geði.

Garpur beitir kostum klár,knapa veitir gleði.

.....og kveðin afturábak....

Gleði veitir knapa klár,kostum beitir garpur.Geði breytir fljótur frár,folinn heitir Jarpur.

Ásta Birna, dóttir mín, hún eignaði sér hund semað var heima og svo vildi það svoleiðis til að hundurinnvarð fyrir bíl og dó, bara. Hún var náttúrulega óskaplegasorgbitin yfir að missa hundinn. Þetta var mikill vinurhennar og hann var grafinn þarna fyrir utan. Svo komhún einu sinni og sagdi: Pabbi getur þú ekki sett lífs-

 blóm á leiðið? Ég vissi ekki hvernig þessi lífsblóm líta úten hún habdi ákveðnar skoðanir á því.....

Dauðinn með hörku heggur.Í heimi stutt er töf.Stúlkan mín litla leggur,lífsblóm á vinargröf.

185

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 191: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 191/239

Ég held hún hafi gert lag við þetta, einhvern tíma.

Ástæðan fyrir því að ég byggði rafstöðina varauðvitað bara sú að maður sá hvað það vantaði mikið ísveitina að hafa ekkert rafmagn og hvað þetta fórógurlegur tími í að bæði að afla sér eldiviðar, brjóta íeldinn og tínsla. Allt þetta var bæði geysileg dýrt ogtímafrekt.

Maður fór að brjóta heilann um það hvernig ílifandis ósköpunum maður ætti að fara að því að komasér upp rafstöð. Nú svo fór ég að athuga umlánamöguleika og svoleiðis og hvernig maður ætti nú að bera sig að. Nú og ég fékk mann frá Orkusjóði. Hannkom hér og mældi fallið. Bæði hér fyrir ofan og neðan.Síðan kom það uppúr dúrnum að það var nokkuð jafntfallið hérna frá ánni og niður að gamla veginum ogniður á lónið og niður að fjárhúsum.

Ég var nú mikið að spekúlera að hafa rafstöðinahérna þar sem fjósið er. Þar var meira fall en það þurftilengri röraleiðslu og svo var ekki hægt að hafa neittuppistöðulón. Svo það varð úr að ég lét ýta þessu lóni

hér fyrir neðan. Ég var nú farinn að hugsa um þettaalvarlega og keypti gamla rafstöð frá Nautabúi íLýtingsstaðahreppi sem búið var að leggja niður. Fékkstaura, línu og rör og svo fór ég nú að hugsa málið beturog þá fór ég nú með túrbínuna reyndar suður tilReykjavíkur og fór með hana í Landssmiðjuna. Þá hélduþeir nú að það væri nauðsynlegt að smíða í hana nýtt

186

PJETUR S. EINARSSON

Page 192: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 192/239

hjól en ég sé nú alltaf eftir því að ég skyldi ekki gera það.

Þessi túrbína var smíðuð fjörtíu og sjö, af Bjarna í Hólmi.Þeir gátu nú ekki gefið mér hvað hún myndi afkastamiklu en hann sagdi mér verkfræðingur í Lands-smiðjunni að hann væri alveg viss um að hún myndisnúast nú og það var svo úr að ég fór austur á Héraðmeð pabba mínum og þar var túrbína á Ásgrímsstöðum.

Hún var smíðuð af honum Steinþóri Eiríkssyni áEiríksstöðum, listmálara sem síðar varð og hún varnúmer þrjú. Það varð úr að ég fékk þá túrbínu. Ég fór núsamt að tala við þá þarna í Orkustofnun og fékk núheldur dræmar undirtektir og hann sagdi mér sá semvar þar í forsvari að, ég fór að spyrja hann um það, þessivar smíðuð fyrir tuttugu metra fall og átti að skila um tíuhestöflum, hvað hún myndi skila þá um þrjátíu og sexmetra fall. Hann vissi það nú ekki og taldi að hann hefðiverið versti vandræðamaður þessi Steinþór að pranga útþessum túrbínum sínum. Ég fékk þessa nú og borgaðiekkert mikið. Hún var notuð og eins og hvert annaðdrasl. Borgaði alveg nóg.

Síðan byrjaði ég að fara að draga að mér efni í

þetta. Það var mesti höfuðverkurinn. Það þurfti auðvitarör og ég fór að athuga hvað rör kostuðu. Þetta kostaðiöll ósköp og svo fór ég að tala við Ingólf, vin minn hérnaá Króknum, Nikódemusson og það var úr að hannsmíðaði sér tönn í trésmíðavél sem hann átti og notaðihana til þess að smíða rör fyrir mig og það voru baraplankarnir settir inn í vélina og komu bara mótaðir út

187

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 193: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 193/239

alveg tilbúnir. Svo lét ég útbúa gjarðir úr steyputeini.

Þetta gekk nú allt saman en ég var nú ekki offjáður oghafði ekkert lánsloforð og var að basla svona í þessu.Þetta kom nú allt saman upp svona og svo fékk ég núsérfræðing til að hjálpa mér þegar ég var búinn að pantaskífur á allt dótið. Þetta er nú dæmi um það þegarmaður er alltof trúgjarn. Þetta átti að kosta tólfhundruðkrónur.

Maður sem var að vinna hjá mér sagdi að sérþætti þetta nú andskotans ósköp dýrt og þóttist getaskaffað mér þetta fyrir mikið minni pening og meira aðsegja allt steypirí. Ég náttúrulega gleypti við því aðspara þarna peninginn og láta heimamann smíða þetta.Svo leið og beið og ég keypti heila rúllu af vír og svosmalaði ég saman staurum hingað og þangað og notaðistaurana sem ég fékk frá Nautabúi og þetta varð að vera,hvað, fjórir og hálfur meter undir línuna og ég setti moldog framlengingu á staurana og slár og þar fram eftirgötunum. Þetta var nú bara samtínings drasl og svo komnú samt að því að ég var búinn að koma þessu öllu uppog við fórum að setja í gang túrbínuna og ég fékk mérannan rafal, því þetta var bara jafnstraumsrafall sem vará Nautabúi og ég datt ofaná riðstraumsrafal, tólfkílóvött, þriggja fasa 120 volt. Það var náttúrulega miklu betri rafall. Svo ég keypti hann náttúrulega og það varallt til. Þá stóð á skífunum og það stóð lengi á skífunumog hann gat aldrei smíðað neinar skífur, maðurinn semætlaði að smíða þær. Það endaði með því að hann fékksteypuklump frá vini sínum í Reykjavík í staðinn fyrir

188

PJETUR S. EINARSSON

Page 194: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 194/239

að kaupa þetta frá Landssmiðjunni sem ég ætlaði. Ég sat

uppi með eina skífu sem kostaði á fimmta þúsundkrónur og hún var bara ósporuð. Svo var nú stór skífa árafalnum fyrir C reimar og við héldum að það mættinota þær. Jú, jú þær voru settar á og þetta gekk nú alltsvona og kviknuðu ljósin 3. janúar 1958 sama dagfæddist elsti sonur minn. Þetta var mikill dagur.

Svo, hérna, eftir viku þá voru allar reimarnarónýtar. Ég fór nú að tala við manninn sem hafði gertfyrir mig skífuna, um þetta með reimarnar og hannsagdi mér að ég yrði að spora skífuna þessa stóru semvar á túrbínunni. Ég var nú farinn að efast um upp-lýsingarnar frá honum og sagdi honum það að éghebdði nú lesið það í handbók bænda að svona stórarreimar mætti ekki nota á svona litlar skífur. Ég yrði aðnota minni reimar. Tók svo aðra skífuna af honum og fórmeð hana inneftir og lét bora hana uppá nýtt og setja áhana B reimar og þær entust árið.

 Já, já það varð nú náttúrulega gjörbreyting á búskapnum hjá mér við þetta. Maður hitaði þarna uppmeð rafmagni og gerði allt. Svo stóð nú hnífurinn í

kúnni. Því ég fékk ekkert lán útá rafstöðina. Þeiruppástóðu þarna hjá Orkusjóði að ég væri á orku-veitusvæði. Þá mátti ekki lána á orkuveitusvæði og þaðvar alveg á takmörkunum að ég mætti byggja rafstöð. Égátti þarna þennan fína jeppa og, helminginn í honum ámóti Simma, og við seldum hann. Og svo baslaðist þetta.

189

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 195: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 195/239

Ég er enn að stússa við þetta að fá það framlag

sem ég á rétt á til jafns við aðra en nú er viðbáran sú aðég sé með rafstöð, en ég skrifaði sjóðnum í fyrra og núum tíu mánuðum seinna hef ég enn ekki fengið svar......

Ég þyki vera þolinmóður,en þreytu gæta fer,ekki hefur Orkusjóður,ennþá svarað mér.

Ég var náttúrulega búinn að byggja fjárhús og að byrja búskap. Ég byrjaði nú bara með eina kind nítjánhundruð fjörtíu og níu. Fékk eina kind úr fjárskiptunumog síðan var maður að basla við að kaupa og þeirnáttúrulega sem voru að selja lífgripina á þessum árumvoru náttúrulega búnir að heyra af lögmálum um fram- boð og eftirspurn. Já, já það vantaði ekki. Svo maður

mátti kaupa alveg á fullu verði. Ég man eftir að viðkeyptum af tveimur aðilum. Það voru nú lélegri lömbsem við keyptum af öðrum. Tvígimbra samt. Þærkostuðu 260 krónur stykkið. Það var alveg þokkalegtverð. Svo keyptum við af öðrum á 320 krónur stykkið.Þá keyptum við af honum og það voru, sko, gemlings-lömb eða lambgimbralömb eins og kölluð voru. Þá var

nú búið að vera fjárlaust í eitt ár og hagarnir mjög góðirog hann reiknaði okkur það þannig að það lagdi sig áátján kíló hver og eitt kíló af mör og mörin var reiknaðurá jafnháu verði og kjötið. Svo var náttúrulega þá slátur.Svo þetta var ansi mikið verð.

190

PJETUR S. EINARSSON

Page 196: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 196/239

Það gekk nú svona á ýmsu með þessa rafstöð eins

og gefur að skilja. Ég fékk nú lán útá hana þegar að égvar búinn að vera með hana eitthvað tvö ár. Þá fékk égtvo þriðju af láni af því að ég var á orkuveitusvæði ogþað var sett skilyrði í skuldabréfið að ég átti að borgaupp lánið ef að mér yrði gefinn kostur á að fá ríkis-rafmagn. Því ákvæði var nú aldrei beitt því það liðusautján ár, held ég, frá því ég byggdi rafstöðina þar til

ríkisrafmagnið kom. Svo þá var nú farinn að minnkahöfuðstóllinn. Svo það var ekkert gert í því. Það kom núýmislegt fyrir þessa rafstöð blessaða. Það væri nú oflangt að telja það allt upp.

Til dæmis einu sinni á gamlárskvöld þá allt í einuheyrðist svona dynkur og ljósin duttu út. Það varógurlegt rok og það brotnuðu bara allir staurarnir nematveir. Já, þetta var mikil veðurhæð. Þá var ég svoheppinn að ég var búinn að setja upp vararafstöð ognotaði traktor fyrir hana og þetta tók mánuð að komaupp línunni. Þetta var allt gaddfrosið og maður þurfti aðsprengja upp staurabrotin og allavegana en fékk þógóða hjálp. Það var eini tíminn sem ég fékk olíustyrkgreiddan. Þá fengu allir greiddan olíustyrk sem ekkivoru með hitaveitu. Svo ég fékk olíustyrk greiddan ímánuð. Það var eini olíustyrkurinn sem ég fékk og þaðsparaði nú ríkinu talsvert.

 Já, já einu sinni kom til mín rafvirki að gera við.Þeir voru nú ekkert hrifnir af þessu og ekkert of bjart-sýnir á þetta. Sögdu að ég myndi aldrei ráða við þetta án

191

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 197: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 197/239

þess að hafa gangráð en það var nú bara settur rofi á

hitatúbuna. Hann var í töflu frammi og þegar var kveiktá eldavélinni eða eitthvað svoleiðis þá var bara slökkt átúbunni og minnkað við og reynt að halda spennunnisvona nokkuð stöðugri svona. Þetta komst nú uppí vanasvo það var ekkert vandamál.

Svo fengum við okkur þvottavél og það var búið

að nota hana í sautján ár þá bilaði hún einu sinni. Þaðvar eftir að við komum í nýja húsið og ég fékk rafvirkjatil þess að gera við. Hann var nú ekkert hrifinn af þessariframkvæmd hjá mér, svona rafmagni. Sagdi að þettaeyðileggði öll heimilistæki og fann þessu allt til foráttuog sagdi að það væri nú besta framkvæmdin sem að éggerði það væri að henda þessari rafstöð og fá mér ríki-rafmagn í staðinn. Já, já ég sagdi að það væri náttúrulegahægt en á meðan að ég hefði þessa rafstöð þá gæti égkeypt mér nýja þvottavél annan hvern mánuð fyrir þannmismun sem ég þyrfti að borga í ríkisrafmagn. Svo hannfór nú að verða dáltið uggandi um ágæti uppástungusinnar því það kostar nefnilega þó nokkuð að hafa ríkis-rafmagn. Hins vegar sparaði ríkið mikið á þessari raf-stöð minni því þeir voru á olíustyrk og með niðurgreittrafmagn bæði hér fyrir utan og sunnan mig.

 Já, já og þegar að fór niður línan hérna síðast þágerði voðalegt illindaveður og þá fóru línur niður hérvítt og breitt um Skagafjörð og þetta var ógurlegakostnaðarsamt fyrir RARIK að standa straum af þessumkostnaði sem hlaust af þessu svo ríkið hljóp undir bagga

192

PJETUR S. EINARSSON

Page 198: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 198/239

og borgaði viðgerðina á línunum. Ég borgaði auðvitað

endurnýjun á minni línu og varð að borga virðisauka-skatt af heimtauginni sem fór í húsið en ég fékk núendurgreitt af henni þeim spotta sem náði útí fjós.

 Já, það kom einu sinni fyrir að sló út rafmagninuhjá mér. Þetta var stórhríð og ég fór nú að gá að hvaðþetta gæti verið og sá ekki neitt. Ég sló inn rafmagninu

og það sló út jafnóðum. Okkur þótti nú bölvað að verarafmagnslaus, þarna hjónakornunum, í stórhríð ogkuldanum. Svo Fríða kom með mér niðureftir.

Ég var í stöðvarhúsinu og hún var á melnum fyrirofan, á brúninni. Ég slæ inn rafmagninu þarna í stöðvar-húsinu og þá sér hún blossa þarna í myrkrinu. Ég fer aðathuga þetta. Þá sé ég að það var alumíníumvír svonamargþættur. Það hafði slitnað einn þátturinn og hafðirakist svona ofan af vírnum að hann var orðinn svolangur að hann slóst við vírinn fyrir neðan og leiðirsaman á meðan ég slæ inn. Ég fór nú heim og ætlaði aðná mér í eitthvað til þess að kasta yfir. Náði mér í blý ogkaðal og svoleiðis nokkuð en bjóst nú ekkert við að náþessu neitt niður.

Svo ég tók riffilinn og fullan skotapakka. Hugsaðimér að það væri nú helvíti hart ef að ég hitti ekki vírinní einhverju af þessum fimmtíu skotum sem voru ípakkanum. Ég var nú bara alveg þokkalegur að skjótameð þessum riffli. Svo fór ég niður eftir og Fríðu leist núekkert á þetta fyrirtæki. Ég sagdi að það gerði ekkert til.

193

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 199: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 199/239

Svo fór ég þarna niður eftir. Þá gat ég kastað yfir vírinn

en hann kom ekki nokkurn hlut niður og svo fór ég núað prófa að skjóta á vírinn og þá var hann alltaf á fleygi-ferð í rokinu, sko, og ég fór að færa mig og sigta ofar ogofar, nær línunni, en vildi ekki skjóta í sundur línuna.Fríðu var ekkert farið að lítast á þetta. Þetta var bara bölvuð vitleysa. Jæja, svo bara í næsta skoti þá barahverfur vírinn og var ekki eftir nema svona þriggja

tommu spotti upp við línuna. Nú ég labbaði bara niðurí stöðvarhús og sló öllu inn og við gengum þarna heimog allt í þessu fína lagi. Það var rafmagn og hýrnaði núheldur yfir mannskapnum. Svo barst þessi saga út ogþegar ég þurfti að fara að endurnýja skotfæraleyfið þáfékk ég það auðvitað eins og skot. He, he, he.

 Já, já maður var nú vanur að taka á haustin allanlækinn eins og maður mögulega gat. Ég veitti læknumsuðreftir. Ég man eftir því einu sinni að mér fannst veralítið rafmagn og ég labbaði uppeftir. Þá fann ég það aðþað hafði rifnað útúr farveginum. Ég gat veitt því suðurfyrir og mér leið svona svipað á heimleiðinni og að éghebdði fundið olíulind. Nú svo var það nú alltaf, vildi brenna við, sérstaklega ef snjóaði á auða jörð og frysti þáfylltist skurðurinn af krapi. Hérna, aðrennslið að lóninu.Hlóðst upp krapið svo lækurinn vildi renna útum af-fallið, ég varð að hafa affall af lóninu þar sem þetta rannframhjá. Þegar vatnið var of mikið þá rann þar út, en þávildi alltaf renna þar niður. Það var nú oft að maðurvaknaði á nóttunni og sá að ljósin voru að fara og þá fórmaður niðureftir. Klæddi sig uppúr rúminu og fór útí

194

PJETUR S. EINARSSON

Page 200: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 200/239

hríðina og þarna niður eftir með skóflu. Það var byrjað

að moka og reyna að brjóta skarð í lækinn og láta þaðfara að renna niður eftir. Það gat verið ansi tafsamt þvíþá var mikill krapaburður í lóninu að það vildi stífla ogsvo þegar maður var búinn að fara að láta renna yfirísinn og niður eftir þá varð ísinn svo meyr að það endaðioftast með því að ég datt ofaní lónið þá náttúrulega varmaður orðinn blautur hvort sem var og þá sullaðist

maður bara eftir skurðinum. Fór og óð eftir endilöngumskurðinum niður eftir, ruddi krapinu á undan sér ogþangað til maður taldi að maður væri búinn að komaþví það vel af stað að það væri farið að renna alvegniðureftir og þá gat maður stíflað frárennslið sem var,sko, gamla farveginn og svo var eftir að labba heim blautur uppí mitti og þannig.

 Jaa, heitfengur jú, jú mér var ekkert meint afþessu. Já, maður bauð bara líkamanum hvað sem var. Já,maður gerði það nú og hafði ekkert meint af. Þaðhvarflaði svona stundum að manni á heimleiðinni, þettaeru svona fimm hundruð metrar, að hvað maður myndinú geta labbað langt svona á sig kominn í frosti, hríð ogrennandi blautur. Ég man aldrei eftir því að það værifarið að draga svo af mér né að ég væri neitt smeikur.

Nei, nei ég hef aldrei lent í því að vera hættkominn á landi. Ég hef aldrei lent í neinum lífsháska,þannig. Aldrei þurft að grafa mig í fönn, nei, nei. Ég hefoftast slampast heim, eða alltaf.

195

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 201: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 201/239

Ég man eftir að þýsk flugvél kom fljúgandi yfir

norðan af ströndinni þegar ég bjó í Hólakoti inn á Krókog beint á Hegranesvitann og skaut þar nokkrumskotum og svo skaut hún nokkrum skotum þegar húnkom á Hofsós og svo skaut hún á Málmeyjarvitann og byrjaði á því að skjóta á Hraunsvitann. Það urðu tölu-verðar skemmdir.

Og svo voru ástandsdömurnar.Bretar tóku hótel Tindastól og barnaskólann.

- Jaaá.

Óli í Skarði var þarna á næsta bæ. Óli í Skarði varalltaf óskaplega kátur og manni fannst alltaf tilbreyting

í að hitta Óla hann var alltaf glaður og hress og sagdiokkur alla skapaða hluti og hann habdi komist í náinkynni við Þorgeirsbola, sá hann á sínum yngri árum. Ólivar nú hræddur um það, þetta hebdi verið alvegvoðalegt þegar Þorgeirsboli var á ferðinni og hann reiðhúsum og það var meira, ég spurði Óla einu sinni að þvíhvað hebdi verið svona mesta umbylting sem hann

myndi nú eftir. Ja, hann sagdi það væri ljósin þau værulangmesta byltingin. Myrkfælnin hebdi verið svo voða-leg að það gæti enginn trúað því sem ekki hebdi reyntþað. Já, já það kvöldust margir geysilega af myrkfælnihér áður fyrr. Menn eiga erfitt með að gera sér þetta íhugarlund núna.

196

PJETUR S. EINARSSON

Page 202: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 202/239

 Já, já það var hrossamarkaður hér á Króknum í

eina tíð. Það var fyrir minn tíma. Theódór Friðrikssonsegir frá þessu að það kom skip og tók hross hérna og þávantaði mann á skipið og hann fór með skipinu tilEnglands. Já, já. Hann var hérna 1909. Átti ekkert íeldinn. Árni Hansen sagdi mér það að hann hefði komiðtil þeirra hérna í Króknum og þá hefði hann setið meðeitthvað púlt á hnjánum og verið að skrifa. Krakkarnir

argandi þarna í kring. Já, já hann skrifaði bara og skrifaði. Kannske

hefur hann verið að skrifa um það þegar hann átti ekkertí eldinn og fór uppá móa og reif hrís og hann var kærðurfyrir og varð að mæta hjá sýslumanni. Hann reif barakjapt fyrir þessu. Jáuu. Hann var fátækur maður.

Hann var hérna. Kom hingað sonur hans,Hjálmar. Ég man eftir því að ég vann með honum íútskipun einu sinni, vorum að skipa út fiski. Theódórvar ógurlega hress og hermdi eftir Sigurði Sigurðarsyniíþróttafréttaritara þegar hann var að lýsa kapp-leikjunum. Þá sagdi einn maður sem var þarna meðokkur: Mikið lifandis skelfing er hann líkur honum

Dóra. Já, hann var kallaður Dóri pabbi hans Theódór. Já, já. Kári Steins kynntist Theódór. Hann var víst svonaógurlega flottur í tauinu og svoleiðis nokkuð, snyrti-menni og léttur á fótinn og duglegur að borða.

Óli í Skarði hann var alltaflega óskaplega hress ogglaður og það var nú bara þarna, gerðist í Skarði,

197

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 203: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 203/239

lækningaundur og ég held að Halldór Laxness hafi talað

um það í einhverri bókinni sinni. Það var nú það. Ég varnú svo ungur þá að ég heyrði lítið talað um þetta. Óli gatnú lýst þessu fyrir okkur stundum á eftirminnileganhátt. He, he, he. Já, já.

Þú mátt nú ekkert segja þetta, hafa þetta svonaokkar í milli.

Einhvern tímann var haldinn hér miðilsfundur ogátti nú að sannreyna þessa lækningagáfu bróður hans ogþeir voru mættir þarna Einar Kvaran og séra Sigfús ogeinhverjir fleiri. Óli var mættur þarna og Jói bróðir hansog stúlka hérna á Meyjarlandi sem að Sigríður hét. Húnátti að vera tilraunadýrið sem átti að gera lækningar á. Já, já svo sitja þeir nú allir þarna og þá fær hún einhvernskjálfta í sig og lækningarnar hófust og hún stífnaði öllupp. Þreif heljartaki í klofið á séra Sigfúsi og hélt þar bara og það varð að losa takið. Þar með gufuðulækningatilraunirnar upp bara. He, he, he, he.

Hann hét Jóhann sá bróðir Óla. Hann var lengivið þessar lækningar. Ja, þetta var svona þegar við

vorum að flytja í Reyki.

Óli sagdi mér líka mjög merkilega sögu. Hann fórá alþingishátíðina 1930 og þá var nú sýslutjaldið upp ásitt besta og þetta var ógurlegur mannfagnaður þarnavið tjaldbúðir Skagfirðinga, sem þótti fegursta tjald-

198

PJETUR S. EINARSSON

Page 204: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 204/239

 búðin á Þingvöllum, og þá var nú Óli þar mættur í sínu

fínasta pússi og ásamt mörgum Skagfirðingum.

Þá kvaddi sér hljóðs ein kona, ég man bara ekkihver það var, ansi skörulegur kvennmaður, og lýsti þvíyfir að hingað væri kominn ungur maður norðan úrSkagafirði. Hann hefði komið í því augnarmiði að veljasér konu og hún teymdi þarna Óla til leiks og skoraði á

allar sem að hefðu áhuga á eiginorði við Óla að gefa sigfram og það gaf sig fram þarna ein stúlka alveg tilbúin íhjónabandið en Óli hann hafði þá svo mikla sómatil-finningu að honum varð nú ljáð það mikið siðferðisþrekað hann bara þakkaði henni fyrir traustið en sagdi henniað það myndi nú ekki verða af því því sinn hugurstefndi annað.

Þannig gufaði það upp og þetta var hún Sissa semsíðar varð konan hans Eyþórs Stefánssonar tónskálds.Nei, nei ég þekkti hana ekki neitt en ég þekkti Eyþór.Hann var þarna á kaupfélagskontórnum. Já, já. Hannvar mikill svona í músikinni, aðallega í því.

 Já, já ég kynntist frekar lítið fólki inn á Krók. Ég

þekkti marga í sjón. Já, já.

Ég átti nú kannske enga trúnaðarvini, kannskeverið vinafár. Það er eftir því hvernig á það er litið. Éghef verið dáltið svona sérlundaður kannske. Það varsmiðurinn gamli, Steini Björns, hann var góður vinurminn jú, jú svo voru fleiri. Þessir menn sem voru með

199

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 205: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 205/239

mér við eyjuna, Siggi Óla og fleiri og fleiri Bjössi Odds

og hinir og þessir og þeir bæði Einar og Bússi áHellulandi. Þetta voru menn sem maður hafði svonamikið saman við að sælda en maður átti svo sem ekkertóskaplegt samband við neina nema nágrannana ogsvoleiðis. Það voru svo sem ekkert mikið um það aðmaður færi í vinaheimsóknir, svona. Nei, nei.

Menn hittust helst í réttunum, fundum, þorra- blótum og samkomum ýmsum. Jú, jú svo jarðarfarir ogfermingar. Þá var nú venjan að maður bauð nú nábúumog var boðinn til þeirra. Jú, jú þetta var allt svona áfalla-laust.

 Já, við vorum á þorrablóti við Gestur bankastjóri.Þá sagdi ég þessa sögu af því Gestur var búinn að skjótaá mig eitthvað. Við fórum út í Grettislaug eftir þorrablótog ákváðum nú að það þyrfti nú ekkert að vera að fara ísundskýlu því það væri ekki nokkur maður á ferðinni.Það var ákveðið. Við fórum þarna í laugina og það gekkallt vel þangað til allt í einu kom full rúta af kven-félagskonum og þær snöruðust þarna út úr rútunni.Gestur, náttúrulega, snaraðist uppúr og greip fyrir það

sem að hann síst vildi láta sjá, en ég kallaði í hann ogsagdi: Taktu heldur fyrir andlitið maður! Þetta þóttiágætis saga á þorrablóti. Þeir hlógu lengi að þessu.

 Já, það var nú saga eftir Óskari gamla. Það var núreyndar þannig að hann átti svo góðan kíkir að það varalveg sérstakt. Hann sá menn á Hofsós frá Króknum

200

PJETUR S. EINARSSON

Page 206: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 206/239

alveg hreint. Einu sinni var hann að kíkja yfir í Hofsós

þá sér hann mann sem að hann fannst hann endilegakannast við en kom honum ekki alveg fyrir sig fyrr enhann fór að taka í nefið. Þá sá hann að það stóð Ó.J. á botninum á pontunni. Þá sá hann strax að þetta varÓlafur Jónsson. He, he, he.

Óskar var alveg snillingur. Hann lenti í svo

vondu veðri einu sinni á Skagaströnd að hann, skall áhann norðanbylur, svona svart, hann stýrði nú. Þeirsettu upp segl og sigldu undan en það var alltaf svarta bylur á Óskari að aftan en sá sem var frammi við seglið– hann var í glaða sólskini! He, he, he.

Nærbuxurnar hans Kela? Hann kom einu sinni á bæ. Það var rétt eftir stríðið. Þá var nú saumað úr lérefts-pokum og þá sá Keli buxur út á snúru, nærbuxur. Þærhöfðu verið saumaðar úr hveitipoka. Það stóð 50 kíló áhverju læri en svo var bót í klofinu sem stóð á 12 lbs. He,he, he.

Ég get sagt þér annað líka. Það var austur í Ás- byrgi. Þá voru þar maður og kona í ógurlegum sam-

förum. Þá kom þar maður að og spurði hvort hann ættiekki að hvíla hann. Nei, sagdi maðurinn, en það væriágætt ef þú færðir mér eitthvað að drekka! He, he, he.

Keli var þingeyingur sem var hér á ýtu íSkagafirði og var alltaf kallaður Ýtukeli. Já, já hafðigaman af því að segja sögur og sagdi mikið af þeim.

201

Page 207: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 207/239

 Já, það var þrjátíu hesta díselvél sem ég átti.

Fyrsta vélin að ég hafði. Nú það var svo gott með það aðég átti sveif á vélina og gat snúið hana í gang. Svo fór égnú með vélina inná verkstæði og ætlaði að láta gera viðstartarann og hann fer að spyrja mig að því verkstæðis-maðurinn hvernig ég hafi komið vélinni í gang. Égsagdist bara hafa snúið vélina í gang. Já, hann sagdi baraað ég gæti nú sagt öðrum en sér svoleiðis sögur og taldi

það alveg ábyggilegt að ég sneri ekki þessa vél í gang.Ég náttúrulega hafði engin gögn um þetta í höndunum.

Svo fórum við út að líta á vélina og hún er í gangi.Hann fer eitthvað að fikta í henni og það drepst á vél-inni. Já, það var náttúrulega ekki annað að gera helduren að sækja einhvern til þess að draga sig í gang en þaðvar engan að hafa svo ég spurði: Áttu ekki sveif?Hann hristi nú bara höfuðið en þá rak ég augun í sveifþarna, tók hana og labbaði út og sneri vélinni í gang.Verkstæðismaðurinn hristi höfuðið bara og trúði hverjusem var uppá mig eftir þetta.

 Jaa, það er nú kannske ofsögum sagt að viðFagranesbræður höfum ekki notað tjakka þegar sprakk

hjá okkur heldur bara lyft bílunum meðan skipt var umen maður var oft einn á ferð og lítið um hjálpargögn sem bjargast mátti við. Einu sinni var ég á ferð á jeppanumeftir veginum heim og þá var frekar niðurgrafinnvegurinn og þegar hlánaði þá rann lækur eftir veginum.Þetta gróf bara skurð í veginn. Svo var ég að koma þarnainnanað einu sinni þá rennur bíllinn til hjá mér að aftan

202

PJETUR S. EINARSSON

Page 208: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 208/239

svoleiðis að hann festist ofaní skurðinum, þarna, sem að

lækurinn hafði grafið. Sat þar bara fastur. Ég var meðkeðjur á öllum hjólum en engan tjekk. Aldrei þessu vant.

Mér fannst náttúrulega bölvað að fara að gangaheim og ég fór að taka í keðjurnar, setti nú bakið í jeppann. Svo lyfti ég honum upp alveg úr skurðinum.Það var svo sem ekki nóg því ég hafði ekkert til þess að

setja ofaní skurðinn og ég fann mér einhverja viðspyrnuog þurfti að lyfta honum öllum til hliðar svo að hanndytti ekki ofan í skurðinn. Ég hætti ekki við fyrr en égvar búinn að ná honum upp en mér þótti það nú alveg bölvað að ég var ekki búinn að lyfta honum og færa tilalveg nóg, ætlaði að keyra af stað en þá datt hann niðuríaftur. Svo ég mátti byrja uppá nýtt og kom honum svovel fyrir að ég gat keyrt af stað og kom svo heim allurmarinn og blár á bakinu.

Ég, sagdi ógurlega góða sögu af Friðrik lækni.Var ég ekki búinn að segja þér hana? Þegar að hann fór ílæknisvitjunina. Ekki læknisvitjun, heldur fóru þeir áfyllirí þarna þrír snillingar framm í sveit. Þar á meðskáldið frá Vöglum sem orti Undir Bláhimni. Þeir voru

þarna heima á Djúpadal. Datt þeim í hug að fara tilnæsta bæjar. Heilsa upp á kunningja. Nú það vildi ekki betur til heldur en, þeir fóru á heimilistraktornum þrír,en að þeir keyrðu út í skurð. Einn þeirra nefbrotnaði ogþað rifnaði eyrað af öðrum en sá þriðji fékk barahöfuðhögg. Svo var keyrt með þá alla saman út í Krókog Friðrik náttúrulega lýsti þessu alveg fjálglega. Friðrik

203

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 209: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 209/239

náttúrulega byrjaði á því að rétta nefið á manninum því

það sneri öfugt, nefið, og Friðrik saumaði það á afmikilli list og þegar hann var búinn að því þá dró bíl-stjórinn eyra upp úr vasa sínum og spurði Friðrik hvortþetta ætti ekki að vera einhvers staðar. Jú, jú Friðrik þreifeyrað og saumaði það á næsta mann og það veit enginnhvort eyrað var saumað á. He, he, he, en þá var bara eftirsá sem fékk höfuðhöggið. Hann fór heim með kunning-

 ja sínum og hélt að hann væri nú bara óslasaður alger-lega en þá rétti kunningi hans honum færeyskt blað.Hann fór að lesa í því og þá sá hann að það var meira enlítið að honum í höfðinu því hann gat ekkert lesið.Stafirnir röðuðu sér þannig á blaðið að hann skildi baraekki mælt mál og hann ákvað að fara til Friðriks og fáeitthvað við þessu. Friðrik lét hann hafa töflur og sagdi

honum að hann mætti ekki smakka vín í tvo daga, og þávar hann orðinn góður og gat lesið hvað sem var. He, he,he, ha!

Hmmm, já, ég fer í sund flesta daga og þáhittumst við kunningjarnir margir, konur og karlar.

Heyrðu! Er klukkan orðin svona margt? Nei, nei

ég fer ekkert til mömmu úr þessu, enda ekki klæddur tilþess. Já, já ég reyni að fara til hennar eins oft og ég get áelliheimilið hér á Króknum. Hún er enn að reyna að alamig upp þó hún sé orðin 98 ára gömul svo það er einsgott fyrir mig að koma sæmilega til fara og greiddur tilhennar. Ætli það sé ekki rétt að ég drullist heim. Heyrðu!Hvað ætlaði ég að gera? Ég man það ekki. Ég átti eftir

204

PJETUR S. EINARSSON

Page 210: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 210/239

Page 211: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 211/239

spurt hvar ég væri og hún sagdi að ég væri sofandi

nýkominn af sjó. Já, vektu hann, sagdi Sæmundur,segdu honum að hann sé búinn að sofa nóg og hann eigiað koma í sjötugsafmælið mitt. Ég sá náttúrulega aðSæmundur hafði lög að mæla og bara klæddi mig og fórí afmæli Sæmundar og skemmti mér konunglega. He,he, he. Svo kom sonur hans Hermann út til Drangeyjarum daginn og svo þurfti ég að ná í hann snemma. Þá var

hann ekki kominn á fætur. Þá náttúrulega lék ég samaleikinn og sagdi honum að hann væri búinn að sofa nógog þarna náði ég mér niður á ættinni. He, he, he.

Áttu þetta skip, alein , elskan mín, sagdi Hvatiþegar siglt var á skemmtiferðaskipinu Baltika, hér umárið og hann var við skál með Þórbergi Þórðarsyni ogMargrét kona hans kom þar með atyrðum og líkaðistórilla og skipaði að drykkju yrði hætt, he, he, he. Svovar líka sagt að eitt sinn hebdi Þórbergur týnst og þegarhann kom loks í leitirnar hafi hún sagt: Og skammast þúþín ekki fyrir að koma lifandi heim! He, he, he.

Hvati var sonur símstöðvarstjórans Péturs ogþess vegna kallaður Hvati á stöðinni. Óskaplega vel-

liðinn maður. Það þótti öllum vænt um Hvata.

Hinsvegar kom einu sinni kona, þarna í Reykja-vík, þegar ég var þar. Spratt upp frá borði og rauk uppum hálsinn á mér og þreif utan um mig og kyssti migrembingskoss og leit á mann sem var við hliðina á henniog sagdi: Ég hef grátið í fanginu á þessum manni! Svo

206

PJETUR S. EINARSSON

Page 212: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 212/239

kemur Jón, hérna, Hlíðberg og er að segja mér það að

hann ætli nú að gista hjá henni Bryndísi vinkonu sinni,en það var hún, Bidda, vestur í Bárðardal í kvöld. Ég áttinokkur Drangeyjaregg í bílnum og sendi henni nokkuregg sér til heilsubótar. Svo eitthvað ári seinna, eða það,og einhverra hluta vegna talaði ég við hana um hvorthún ætlaði ekki á tiltekinn fund. Nei, hún sagdist ekkiætla það því hún hefði verið að eignast barn. Nú, ég fer

svona að athuga hvenær það hefði nú fæðst. Það var núekki gamalt, að vísu.

Þá hafði hún bara eignast barn níu mánuðumeftir að hún fékk eggin!

Hún hafði eignast strák. Okkur nafna kom núsaman um að það hefði ekki verið mikið þó að hún hefðilátið heita í höfuðið á okkur og látið strákinn heita JónEggert he, he, he. En hún gerði það nú ekki. Ég held aðstrákurinn heiti Hermann enda held ég að hún sé mikilframsóknarkona og hefur látið hann heita í höfuðið áHermanni Jónassyni. He, he, he. Já, sko það fylgir mikilfrjósemi þessum eggjum og ég á nóg af þeim á vorin semöllum er frjálst að leita eftir hjá mér.

Ha, ég gamall, nei, nei. Veit ég ekki hvað að fokkaþýðir? Jú, jú það er svona að snudda við eitthvaðómerkilegt. Ég er stundum að fokka eitthvað og fólkfokkar við margt víða. Ha, þýðir það að ríða? Nei, vertunú aldeilis rólegur. Nú, er fólk farið að nota þetta svona?

207

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 213: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 213/239

Kannske ég sé orðinn gamall. Kannske það. Ekki

kannast ég við að fokka svoleiðis.

Heyrðu!, ég frétti nokkuð í útvarpinu áðan. Þaðfundust kvenmannsbein og skartgripir ofanSeyðisfjarðar, að vísu vantaði neðrihlutann.Fornleifafræðingar kalla hana Gunnhildi, auðvitað erþetta Gunnhildur fornmóðir mín en ég er af

Gunnhildargerðisætt á Fljótsdalshéraði. Talið er að þessikona hafi verið völva og á það vel við að ég eigi upprunaminn frá göldróttum.

Ekki veit ég hvort ég hef áhríniskraft en eitt sinnvar ég út í ey uppi á eiðinu með þér og benti í Heiðna- bjarg og sagdi: Hér hafa oft hrunið fleiri tonn úr bjarginuog í þeirri andrá hrundu tonn af bergi á þeim stað semég benti. Einkennilegt, ekki satt, ha, he, he, he....

En ég er ekki eins og þú sem þykist sjá tröll ogálfa í hverjum kletti og hól þar sem aðeins er fuglaskíturog svoleiðis nokkuð, ha!

Heyrðu! Í fyrradag komu tveir frændur mínir úr

Gunnhildargerðisætt þar fram á bryggju á Reykjum meðkonur sínar og ég tók þá og fór með þá útí ey. Já, já. Þærvoru með væl. Sjóveikar og svoleiðis nokkuð. Nei, éghlustaði ekkert á það. Það tíðkast bara ekkert meðGunnhildargerðisfólk að haga sér þannig og þær komumeð og létu sig hafa þetta.

208

PJETUR S. EINARSSON

Page 214: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 214/239

Sigrún frænka mín var nú gift Sigurði og svo

giftist nú Rós Magnúsi og ég hafði nú aldrei séð Magnúsog þær voru nú svona og svona um Magnús. Hann varkommúnista andskoti og svo hérna dettur út úr mér: Erhann svona í manngildi við Sigurð? Skammast þín sagdiAnna þá, he, he, he. Sigurður stamaði mikið og talaðihátt og var oft mikið niðri fyrir. Svo hafði farið úr liði áhonum, hérna, þumalputtinn og svo gat hann tekið

hann úr lið og snúið honum alveg í hring. Svo var hannað sýna þetta Sigrúnu og krökkum sem voru heimahvernig hann gæti farið með fingurinn á sér og þau vorualveg andagtug yfir þessu. Þá sagdi Sigurður: Þiiiiðææætttuð aaaað sjá þeeegar ég teeek af mér hausinn, he,he, he, já, já. Þetta var besti karl.

Ég held að ef fólk getur haft sæmilegt hús og raf-magn þá geti fólk lifað afskaplega mikið á sínu.

Maður man nú eftir því á kreppuárunum tildæmis upp úr 1930, þá var nú ansi mikil fátækt. Mennhöfðu bara fisk og kjöt. Það var venjulega slátrað hrossi,á haustin heima, kú og kindum og safnaður fiskur. Síðanvar tekið smávegis í kaupstað á haustin í sláturtíðinni

salt, sykur og kaffi og þetta entist veturinn. Steinolía ádunk. Þetta var ekki eins og væri að vera að hita neinósköp. Svo var tekið tað í eldinn og spýtur og eftir að viðkomum þarna innar á ströndina þá var tekinn upp mórog það þurfti ekkert að kaupa í eldinn. Svona einfalt varþað.

209

Page 215: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 215/239

Mamma átti litla prjónavél og prjónaði á allt

heimilisfólk og fyrir fjölda manns. Það var alltaf verið aðkoma og biðja hana að prjóna. Vaðmálsfötin voru alveghorfin þá en það voru saumavélar á hverju heimili. Já, jámenn gengu í bættum fötum og nú er þetta komið afturí dag. Sjáðu bara snjáðu buxurnar sem fólk gengur í – og borgar stórfé fyrir. Já, já það þykir voðalega fínt. Jú, jú ogsvo eru menn hættir að ganga í Gefjunarfötum og

Iðunnarskóm. Það var nú öðru vísi hér á árum áður. Égman eftir því þegar ég var að fara í skóla. Þetta var mesta basl að fá föt þarna árin fjörtíu og sjö og átta.

210

PJETUR S. EINARSSON

Page 216: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 216/239

211

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 217: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 217/239

212

PJETUR S. EINARSSON

Page 218: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 218/239

VII. ÞÁTTUR

 Já, nútíminn er eftirlit með eftirliti. Fólk hefurmikið að gera við að fylgjast hvort með öðru. Svo er alltaðkeypt. Sjáðu róbotana í landbúnaðinum. Ég held aðmenn verði að fara að gá að sér með að flytja störf úrlandi með þessu háttalagi.

Sagdi ég þér ekki söguna þegar að ég sóttitrossuna mína? Nú, jæja það er svolítið merkileg saga.Ég fór einu sinni í sig, eins og oftar, svo kláraði ég sigið,fyrra sigið, það var nú ágætis sig. Nema minnsta kostivoru þeir bjartsýnir þeir sem voru í siginu og ákváðu aðfara í seinna sig. Til þess að spara okkur mikla vinnu þáskildum við trossuna eftir bara útá brún svo maður gat bara byrjað þar. Svo man ég nú ekki hvað gerðist hvortþað var eitthvað vont veður, eða eitthvað, nema það varaldrei farið neitt uppeftir. Trossan lá þarna allt sumariðútá brún og enginn hugsaði náttúrulega neitt um neitt.

Svo líður fram á haust og þá fer ég í lögreglunámmeð Gunnari Þórðarsyni. Hann er ógurleg veiðikló ogsegir mér þess vegna þegar að lokaballinu lýkur: Já, nú

ætla ég að fara á skytterí í fyrramálið. Ja, það er líklegarétt að ég fái bara að koma með þér og sækja trossunamína, segi ég. Það dofnaði yfir Gunnari og hann tekurekkert undir það og ég náttúrulega bara afskrifa ferðinasnarlega og ætlaði ekkert að vera dekstra kallinn til þessað fara með mig úteftir. Ég var nú búinn að fara oft meðhonum þegar að hann vildi ná í egg og ég varð að

213

Page 219: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 219/239

aðstoða þá til þess að ná í eggin og hann hefur kannske

fundið það að það svona þykknaði í mér aðeins.

Nema að um morguninn þá kemur hann baraheim askvaðandi á bússum, og við Fríða erum aðdrekka kaffi, og spyr hver andskotinn þetta sé, hvort égætli ekki að reyna að koma mér á sjóinn með þeim.Hvort ég ætli ekki að sækja trossuna og það var bara

mikill móður í honum. Fríða fer svona að malda í móinnhvaða voða læti þetta séu. Já, þú verður bara að komastrax. Pétur bíður niðurfrá. Gunnar þóttist vera ógurlegahræddur um bátinn og ég snarast í bússur og fer meðhonum niðureftir.

Það var alveg svoleiðis koppalogn að það lóaðinú ekki á steini og ég útí bát og svo út með Skaga áskytterí og svo fer hann uppað eyjunni. Þá var steinninná réttum kili og það var hægt að ganga bara útí hann.Þeir leggja að steininum og ég fer uppá steininn og stendþar og dettur ekki annað í hug en að þeir myndu komameð mér, sem var svona eðlilegt. Þeir bara ýta frá. Égstend þarna uppá steininum og trossan uppá ey, þriggjamanna byrði, svona venjulega.

Nú, það þykknar bara í mér, skal ég segja þér. Égstikaði af stað og útá ey að ná trossuna. Tek hana oghringa hana alveg glæsilega saman svo hún færi nú velá bakinu. Það voru einhverjir spottar þarna sem ég bindutanum hana svo hún flæktist ekki og ætla svo að lyftahenni á bakið. Ég er búinn að beygja mig niður til að

214

PJETUR S. EINARSSON

Page 220: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 220/239

taka trossuna þá er mér litið norður. Það sýndist mér

vera eitthvað skrýtið. Ég fer aðeins að líta betur á og þásé ég að síðasta sigið sem við höfðum farið, það varsvona hvammur stór, var farið. Bara allur farinn!

Ef við hefðum verið þarna að síga þegar þettagerðist hefðum við allir saman farist. Mér varð eitthvaðsvo mikið um þetta að ég teygdi mig niður og kastaði

trossunni á bakið og bar hana niður. Stoppaði við Altariðog las Faðirvorið og það var svo skrýtið ég fann ekkifyrir því að trossan væri þung og ég labbaði niður í bát.Þeir voru búnir að fara einn hring í kring um eyjuna ogvoru alveg hissa á hvað ég var fljótur. Skutlaði trossunniá lúkarinn og þeir spekúleruðu mikið yfir því á eftirhvað trossan gæti verið þung. Svona var það.

Það var nú ekkert hægt um vik fyrir mig ég gatekkert farið að hlaupa með þetta í konuna mína, he, he,he, ég bjóst ekki við að það myndi vekja mikinn fögnuð.Svo ég þagdi nú bara yfir þessu. Þetta kom í ljós næstavor þegar við fórum að síga. Sigstaðurinn bara horfinn!Þar fór ysta Háasigið. Háusigin voru fjögur og eitt fór í jarðskjálftanum sextíu og þrjú, nú tvö eru eftir og

Hofskirkja átti tvö festarhöld í Háusigum. Það er ekkivitað hvaða festarhöld það voru. Kannske þetta hafiverið festarhöldin sem Hofskirkja átti?

Ég var svo reiður í morgun að ég hef ekki boriðmitt barr. Ég fór að telja fram virðisaukaskattinn ogBrynjólfur var búinn að búa til forrit í Excel. Svo ætlaði

215

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 221: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 221/239

ég að leggja saman og fór í sum jæja, þá klikkaði einhver

andskotinn og ég týndi öllu útúr tölvunni. Ég hélt aðmaður þyrfti bara að dekkja bara reitina þegar maðurætlaði að leggja saman og fara svo bara í sum. Ég nefni-lega gleymdi að seifa þetta.

 Jæja, heldur þú að þetta megi vera svona þessiafmælisvísa til hans Ella Hansen? Hann varð bara

áttræður.Þó að fari að þyngjast spor,og þreytan hamli fótum.Eiga skaltu yl og vor,innst í hjartarótum.

 Já, ég er búinn að lesa innganginn að BhagavadGita, lífsins ljós, indversku fornljóðin mér fannst nokkuð

gaman að þessu, mér fannst það nefnilega.

Ég fór að lesa Biflíuna um daginn. Hvað var ég aðlesa? Nú, ég byrjaði bara á Bifíunni, bara á fyrstu blaðsíðu. Ég hef auðvitað lesið í henni oft áður. Mérfinnst þetta alveg sérstakt maður sér nú til dæmis íBiflíunni hvað ættartengslin hafa nú vegið þungt til

dæmis þegar Móse fer uppá Sínaífjallið og er þar í fjörtíudaga og fjörtíu nætur, var það ekki þessi venjulegi tímieins og Nóaflóðið og það allt og svo þegar hann kemurnú þarna niður þá er Aron búinn að smíða gullkálf ogMóse verður ógurlega reiður og kallar til Levítana ogskipar þeim að drepa bræður sína, eða frænku þarna.Nú þeir náttúrulega hlýða Móse og hlaupa til og drepaþarna þrjú þúsund manns í einum hvelli en Aron ,sem

216

PJETUR S. EINARSSON

Page 222: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 222/239

smíðaði gullkálfinn, hann, er gerður að æðstapresti og

allir hans afkomendur þeir verða prestar! Hummmm,hver átti sökina á því að smíða gullkálfinn og hvaða rétt-læti er í þessu, aaa? Í Biflíunni held ég mest uppáFjallræðuna og svoleiðis nokkuð, en Gamla Testamentið,þetta er eins og Fornaldarsögur Norðurlanda. Dvíð ogGolíat og svoleiðis nokkuð, hummm.

Ég hef bara svo litla þekkingu í þessu. Maður brýtur heilann. Ég fór nú og talaði nú einu sinni um,þarna, Eirík Rauða, eða landafundina. Þá var ég að segjamönnum frá því hvernig hann Tyrkir hebdi litið út. Þaðvar fóstri Leifs Eiríkssonar. Hann var þýskur.Afskaplega hagur maður og þegar hann nú fann vín- berin þá var honum svo mikið um að hann talaði þýskuog menn hafa viljað leggja svoleiðis út að hann hafi verið búinn að brugga og verið orðinn fullur en það varnáttúrulega vitleysa. Hann var bara svona glaður yfirþví að sjá þarna ávexti sem uxu í hans heimalandi. Hannþekkti þetta. Og honum er svo lýst að hann var lítill ogvesællegur og smáskítlegur í andliti. He, he, he, aaa? Ja,hvernig hefði hann litið út hebdi hann verið stórskít-legur í andliti, aaaa? Smáskítlegur í andliti???

Maður hefur svo gaman af mörgu sem kemurfram í fornsögunum, orðatiltækjum. Til dæmis bara mérfinnst það eitthvert allra snyrtilegasta tilsvar sem að éghef heyrt hjá Snorra goða þegar hann sagdi: Hverjureiddust goðin er hraunið brann er nú stöndum vér á ogsvo hjá Jóni Arasyni: Veit ég það Sveinki. Ha?

217

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 223: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 223/239

Áhugi minn á Vesturförunum? Ja, það hefur alltaf

verið dáltil útþrá í mér. Ég hef öfundað Vesturfarana.Nei, nei ég gat ekki hugsað mér að flytja til Ameríku. Ég bara setti mig í spor þessara sem fundu ókunn lönd oghvað það hefði verið spennandi. Ég hafði til dæmisóskaplegan áhuga fyrir heimskautasvæðunum og lasallar bækur sem ég náði í um þau efni. Ég var orðinnfjandi vel að mér um þau og alla þessa kalla Nansen og

Vilhjálm Stefánsson og Amundssen og Peary. Það var númerkilegt að sá maður sem fyrst kom á Pólinn það varnegri. Já, mig minnir það hafi verið sagt í bókinni Frægðog firnindi en það fer nú ekki mikið fyrir þeirri vit-neskju.

Hugsaðu þér til dæmis með Guðríði Þorbjarnar-dóttur. Maður rekst fyrst á hana þegar hún gengur fyrirskemmudyrnar og Einar kaupmaður sér hana þar oghann fer og biður hennar en þá er Þorbjörn svo mikillstórbokki að hann vill ekki gefa hana þrælbornummanni en Guðríður Þorbjarnardóttir var nefnilega alvegnákvæmlega jafn langt komin frá þrælunum eins ogþessi maður. Já, og síðan næst rekst maður á hana á skerifyrir sunnan Grænland og þá er hún gift, aaa? Svo ferhún til Leifs giftist þar aftur Þorsteini bróður Leifs ogsvo deyr hann á vofeiflegan hátt og sumir segja að hannhafi gengið aftur en mér finnst að það bendi ekkert tilþess í sögunni að hann hafi gengið aftur heldur að þaðhafi verið helfróin sem að olli því að hann talaði viðhana þegar hann var talinn dáinn.

218

PJETUR S. EINARSSON

Page 224: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 224/239

 Ja, helfró, eins og ég skil það þá er það svona ein-

hver ró sem kemur yfir fólk þegar það er að deyja, aaa?Síðan náttúrulega giftist hún Þorfinni Karlsefni.

 Já, já, já, ég hef gaman að grufla í bókmenntum ogvelta fyrir mér bókmenntagildinu, skilaboðunum,lýsingum og svo framvegis.

Ha, af hverju langar mig til þess að læra Latínu? Jú, það er til þess að geta ferðast til Vatíkansins og sestþar við grufl til þess að leita að bréfinu sem Jón Arasonskrifaði Páfanum og svo ýmissa annarra bréfaskriftasem varða Ísland og eru án vafa í safninu. Bréf semkannske enginn á þeim stað getur lesið. Ja, maður veitekkert um hvað bréf Jóns Arasonar fjallaði en hannskrifaði Páfanum því hann vildi ekki taka Lútherska trú.Það er vitað um að hann skrifaði Páfanum og það bréfhefur ekki fundist og það er líklegt að það liggi bara íVatíkaninu og Jón Arason kunni ekki Latínu.

Hvernig veit ég það? Nú, hann segir það sjálfur íþessu erindi sínu.....

latína er listmætlögsnar Böðvarí henni kann ég ekki parBöðvar.

En það þarf nú meir en einn mannsaldur til þessað grúska í Vatíkaninu.

219

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 225: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 225/239

Hugsaðu þér til dæmis mann sem kann ekki að

skrifa. Svo kemur einhver snillingur og skrifaródauðlegt listaverk. Hver var til dæmis Bjartur íSumarhúsum? Svo kemur Halldór Kiljan og tekur ræðuhennar Halldóru Bjarnadóttur uppúr Hlín og leggurhana í munn Prestmýrarmaddömunni og svo kemurHannes Hólmsteinn og stelur þessu frá Halldóri semHalldór er búinn að stela frá Halldóru Bjarnadóttur.

Hvar ætli Halldóra Bjarnadóttir hafi fengið þetta? He,he, he, ekkert er nýtt undir sólinni!

Mér finnst þetta dáltill galli á þessum söguleguskáldsögum menn eru að taka allar staðreyndir sem þeirvita nú um og svo er bara skáldað í milli. Það finnst mérvera dáltið vafasamt en þetta hefur náttúrulega veriðgert frá alda öðli. Kannske allt skáldskapur nema baranöfnin, ha?

 Já, já svo situr maður gráti næst yfir sögunumtýndu eins og til dæmis Gauks sögu Trandilssonar, aaa,og bara finnur til þegar maður les frásögnina af því, égman ekki í hvaða bók, „Hér skalt þú skrifa Gauks söguTrandilssonar Herra Grímur á hana.“ Það var ekki gert.

Þess vegna eru Íslendingar einni sögu fátækari.

Nei, nei ég kann ekkert nema nokkrar vísur úrGrettssögu. Hinsvegar þegar ég fór á Grettissöguþingiðí fyrra eða hitteðfyrra þá flutti Guðmundur AndriThorsson ræðu og hann talaði um Önund tréfót og hanngerði frekar grín að Önundi tréfæti. Að hann hefði lítið

220

PJETUR S. EINARSSON

Page 226: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 226/239

Page 227: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 227/239

PJETUR S. EINARSSON

222

 baldnir. Það var, ekki mjög villtir en svona dáltið erfiðir.

Þá voru þeir tasvígir.

Svo getur þetta alveg hafa verið einhver vitleysa íokkur að nota orð sem maður skildi. Við bjuggum tilallskonar orð og orðatiltæki. Simmi, til dæmis, varsérstakur alveg á þetta. Það var, til dæmis, þegar viðvorum að búa til flugvélar þá voru settar eldspýtur í

oddinn, sko, til þess að þær flygju nú betur og það varnáttúrulega ómögulegt að hafa flugmennina nafnlausaog Simmi var alveg sérstakur að finna út nöfn. Hannfann út nafn á einn flugmanninn að hann hétiMossapotem. Ég vissi ekkert hvar Simmi fannMossapotem. Svo fannst honum auðvitað eðlilegt aðfjölga dáltið í stéttinni og hann lét son Mossapotemverða flugmann líka. Hann hét Getulæn Mossapotem,he, he, he, þá var hann alveg pínupatti og gat varla talað.Ég vissi eiginlega ekki hvernig hann fór að þessu.

Svo fann Simmi það upp þegar hann var orðinnfullorðinn að ef einhverjir voru svona óskaplegaþunglamalegir að þeir væru mestu lammar. Þessi oghinn væri svona ansi lammalegur. Svo voru strákarnir

 búnir að taka þetta upp í rafveitunni hjá honum og þettavoru kannske helmingurinn af flokknum hjá honumorðnir lammar. Já, já.

En við skulum gá að því tungumálið breytist ogþað sem ég skil svona skilur kannske seinni kynslóð áannan máta.

Page 228: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 228/239

Hvernig maður var Grettir? Grettir hefur sjálfsagt

verið bara, verið bara, ofvirkur. Jaaá, ætli það ekki. Hannhefur dýrkað forfeðurna og ætlað að verða víkingur enhann var bara of seint á ferðinni til þess. Þú sérð það aðþegar Grettir yrkir um þegar hann drap nú kjúklin-gana.....

Það geri ég vallt er vetrar,ving eg háls á kjúklingum,

enn þótt ellri finnisteinn ber eg af sérhverri.

Hann var svona mikill kappi tíu vetra að hann gatdrepið gæs. Það þótti honum mikið afrek og orti umþað. Hann leit á sig sem hetjuna sem barðist þarna viðgæsirnar, kjúklingana og drap þetta. Já, já, en svo þóttimér alltaf vera góð mynd af Gretti þegar Hallbjörn

strýkur taumana úr hendinni á honum á Kili, ummm, ogGrettir bara leit í lófana sá að hann hafði ekki afl viðþessum manni. Jah, hann hitti þarna ofjarl sinn.

Svo finnst manni, til dæmis í Grettissögu, aðþarna er hrúgað saman spakmælum, aaa, þetta tildæmis „Berr er hver að baki nema sér bróður eigi“ það

kemur fyrir í Njálu líka og“Ekki er sopið kálið...“ ogfleira og fleira. Ég fór að lesa einhver spakmæli og éggerði það að gamni að telja hvað væri úr Grettissögu. Égheld það hafi verið tuttugu og sjö sem þaðan voru tekin. Já, já.

 Ja, Grettir kom til mín á miðilsfundi hjá Þórhalli.Það var nú ekki beint miðilsfundur. Það var svona

223

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 229: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 229/239

skyggnilýsingarfundur. Ja, það kom maður og Þórhallur

spurði mig hvort ég væri eitthvað skyldur prestum, eðatengdur prestum. Ég náttúrulega lét nú lítið yfir þvínema auðvitað gæti talið séra Sigurð sendiráðsprest íLondon, he, he, he, nú en prestsetri þá, sagdi hann. Núég sagdist búa á gömlu prestsetri. Ja, það kemur hérnamaður, sagdi hann, og hann segir að legsteinninn farivel. Þá spurði ég hann að því strax hvernig hann liti út

þessi maður. Ja, hann sagdist ekki sjá það. Hann sagdist bara heyra röddina í honum. Ja, ég sagdi honum það éghefði nú ekki haft afskipti af neinum legsteini nemasteininum sem hefði verið settur yfir leiði Grettis. Þettahlyti að vera Grettir sjálfur og spurði hann að því hvortlegsteinninn væri á réttum stað og hann taldi það veranokkurn veginn. Annars væri þetta nú farið að dreifast.

Nú og í seinna skiptið sagdist hann nú vera meðmér oft að passa að ég segdi ekki einhverja vitleysu, he,he, he,he, og mér skildist á honum að hann væri mérvinveittur og ég var bara ánægdur með það. Við kvödd-umst með vinskap, við Grettir, aaa, já, já.

Ég lofaði honum að heyra þetta viðtal, honum

Nikulási sem kom frá Hafnafjarðarleikhúsinu einndaginn og flaug með mig útí ey. Já, það er nú ekki öll vit-leysan eins.

Ég fór að spyrja hann eftir söðli sem að hebdi áttað vera á Reynisstað og Sirrý á safninu hafði verið aðtala við mig um, og hann taldi það að hann hebdi átt

224

PJETUR S. EINARSSON

Page 230: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 230/239

söðul þar. Sirrý habdi rekist á þetta í einhverjum forn-

sögum. Ég var nú að spyrja Kristmund fræðimann áSjávarborg eftir þessu og hann vildi nú meina það aðþetta myndi nú vera seinni tíma verkfæri.

 Ja, Húsasnotrunni, sko, mér finnst það veraafskaplega skemmtilegt fyrirbæri og ég er helst kominnað því að þetta hafi verið siglingartæki. Jaaaá, svona á

sömu línu og Páll Bergþórsson. Ég heyrði einhverntímann erindi í útvarpinu um að þetta myndi hafa veriðstofusnotra. Það var talað um stofusnotru. Þetta myndihafa verið einhver skrautgripur en það kemur þarnafram þegar segir að Suðurmaðurinn hann vildi fáHúsasnotru. Þá er eins og þetta hafi verið Húsasnotrahans og þá hafi þetta verið hlutur sem að var á hverjuskipi og hann vildi ekki selja en svo seldi hann það fyrirhálfa mörk gulls en svo kemur en hann vissi eigi að íhenni var Mösur kominn frá Vínlandi.

Þá datt mér í hug að Þorfinnur keypti skipið afLeifi Eiríkssyni og Tyrkir var mjög hagur maður, aðþetta hefði verið hlutur sem var smíðaður af Tyrki enhann vissi ekki hvers konar viður var í þessu, hann

Þorfinnur, og mér finnst það svona skína útúr þessu aðhann hebdi nú selt þetta dýrara ef hann hebdi vitað það,hummm, he, he, að þetta var Mösur, en hvað er svoMösur?

Ha, veistu það ekki? Nú, ég veit það ekki heldur.

225

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 231: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 231/239

 Já, ég held að þetta hafi verið eitthvert

leiðsögutæki til þess að halda áttum. Sko, nú höbdu þeirleiðarstein. Hvað var leiðarsteinn? Var þetta kannskeleiðarsteinn?

Svo voru þeir komnir með einhvern sérstakanstein sem að þeir gátu með því að bregda honum svonafyrir augað þá gátu þeir séð í hvað átt sólin var. Því það

lýsti í gegnum skýin eða sást hvar sólin var. Þetta hafaekki verið neinir venjulegir aukvisar þessir menn semsigldu svona um heimshöfin. Mér finnst, til dæmis, veraalveg svoleiðis mögnuð frásögnin af Bjarna Herjólfssyniþegar hann kemur að Drepstokki. Nú vita menn ekkertfyrir víst hvar Drepstokkur er en það var þarna skammtfrá Eyrarbakka og faðir hans habdi siglt til Grænlandsog Bjarni var vanur að vetursetja á haustin.

Svo kemur hann heim til hans að Drepstokki. Þáer hann bara farinn, til Grænlands. Nú hann bara spyrmenn sína hvort þeir vildu fylgja sér eftir og síðan siglaþeir bara útí óvissuna. Hann sér land og siglir meðframþví, kemur aldrei í land, og sér þá til Grænlands og hann bara hittir alveg á staðinn þar sem faðir hans býr og

hefur þar vetursetu, já. Ja, Drepstokkur, hvar gæti þaðverið? Það er nú svona að maður hugsar og hugsar ogsvo kemst maður ekki að neinni niðurstöðu og ef maðurkemst að niðurstöðu þá er það sennilega vitlausniðurstaða.

226

PJETUR S. EINARSSON

Page 232: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 232/239

 Ja, aaaa, það er eins og með Þórhall

Vilmundarson þegar að hann kom í Húnavatnssýslur.Maðurinn bjó að Þórunnarstöðum. Þetta hétuÞórunnarstaðir og bóndinn fór að spyrja hann að því, afhverju heldur þú að þessi bær beri nafn? Þórhallur sá aðþað var nú auðfundið. Þórunn það er klettur semskagar hátt upp og þetta fjall hefur heitið Þórunn og benti á fjallið og sagdi: Þarna er Þórunn. Þá sagdi

 bóndinn: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Þetta heitireftir konunni minni. Hún heitir Þórunn og þarna er hún,he, he, he, svona var það nú! Já, já náttúrunafna-kenningin getur vel átt við Fagranes en hún á nú ekki velvið Ingveldarstaði eða Meyjarland eða Innstaland ognáttúrunafnakenningin á náttúrulega við Reyki, Stein,Hólakot, Hólkot en svo koma Daðastaðir, aaa? Að það

hafi allt með náttúrunöfn að eiga, það er bara útí hött!Nei, nei ég finn enga samsvörun í sjálfum mér og

Gretti. Það held ég ekki.

Af hverju var Grettir svona óskaplegur ógæfu-maður? Ja, af hverju verða menn ógæfumenn. Ja,kannske var það af því hann glímdi við Glám. Það er

gefið í skyn í sögunni. Eftir hann glímdi við Glám eftirþað fór honum hnignandi. Móðir hans segir við hannþegar hann fer „Fátt er rammara en forneskja.“

Forneskja er bara galdrar. Það er eins og þegar éghitti þjóðverja einu sinni þeir fóru að gera grín aðleiðsögumanninum: Iss, þetta er gamall kall og fussuðu

227

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 233: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 233/239

yfir sögunni um Glám og spurðu hver var Glámur? Ég

sagdi: Hann var Svíi. Þá hlógu þeir ógurlega. Já, já hannvar Svíi úr Sylgsdölum opineygur með úlfgrátt hár oglýst ógurlega, en hvað var hann? Ég sagdi hann hafaverið afturgöngu eða draug. Þeir sögdu að draugarværu ekki til og þetta væri tóm þvæla.

 Ja, ég sagdi að það yrði nú að taka þessu með

varúð því Grettissaga gerðist á þeim tíma semsiðaskipti hebdu átt sér stað hér á Íslandi. Áður hebdumenn trúað bara á stokk og steina og hina fornu guði ogþað hebdi verið eldaður seiður og við vitum bara ekkertum hvað hebdi átt sér stað í fornum sið. Svo sagdi égþeim það þeir skyldu lesa góða íslenska draugasögu, efþeir gætu náð í hana, síðan skyldu þeir fara útí myrkurog reyna að komast þangað sem væri eyðikofi, eyðihús,með opnum dyrum. Þeir skyldu ganga fyrir dyrnar áhúsinu vita hvernig þeim liði í hnakkanum og bakinuþegar þeir sneru bakinu í dyrnar. Það hló enginn! He,he, he, he, he.

Ég sagdi nú það að það hebdi verið gamall maðursem ég hebdi talað við og hvað væri nú mesta breyting

sem að hann myndi eftir hér á landi. Ja, hann sagdi þaðað það væru ljósin en rafmagnið hebdi komið meðljósin. Myrkfælnin hebdi verið svo ógurleg að það væriekki hægt að lýsa því. Þetta var Óli í Skarði. Já, jáumm.

Það var gott á milli okkar Fríðu minnar. Okkurgreindi nú á svona stundum en það var nú eins og alltaf

228

PJETUR S. EINARSSON

Page 234: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 234/239

er en það var nú alltaf ef eitthvað bjátaði nú þá var það

nú ég sem að varð að taka af skarið. Hún bar afskaplegamikið traust til mín hún Fríða og hún var aldrei hræddþegar ég var nálægt, eða svoleiðis.

Einu sinni vorum við að koma samt norðan úrÞingeyjasýslu á bíl, Land Rover, vorum með rafstöð,vararafstöð, sem ég habdi fengið. Svo fór Fríða að keyra.

Hún var alveg voðalega bílhrædd aldeilis svoleiðis meðeindæmum og ég sá það var miklu betra að láta hanakeyra ef við vorum á ferðalagi eitthvað heldur en að verakeyra sjálfur því ég var alltaf með hjartað í buxunum.

Svo erum við þarna að keyra upp Bakkasels- brekkuna og það er komið svona fjúk pínulítið. Ég varnú svona voðalegur með það ég sofnaði alltaf í bíl. Svovar bara ég sofnaður þarna í bílnum. Það fannst Fríðuekki nógu sniðugt. Það var ekkert gagn að mér sofandisvo hún varð að vekja mig því þetta var nú draugasvæðiþarna í Bakkaselsbrekkunni, já, já, já, og ég varð að vakameðan hún keyrði draugasvæðið! He, he, he, he.

 Já, já. Fríða sá líka oft pínupons. Já, já. Hún sá

einu sinni mann koma heim frá hliðinu, heima, hann var búinn að missa föður sinn fyrir nokkru og hún sá hannganga við hliðina á honum niður eftir. Kallar í mig og égvar eitthvað seinn til og sá auðvitað ekki neitt.

Ég hef ekki verið dulskyggn og ekki ber-dreyminn.

229

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

Page 235: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 235/239

 Já, já ég hef viljað vera traustur og áreiðanlegur

maður og vona að ég sé það. Ég hef til dæmis orðið varvið það þegar ég hef farið til Drangeyjar að þær erumargar sem ég hef leitt fyrir Altarið sem hafa sagt viðmig: Mikið óskaplega hefur þú góðar hendur, og mérþykir vænt um það. Nei, og fólk hefur verið rólegt hjámér í bátnum og nánast aldrei orðið var við hræðslu.

Þó var það einu sinni ég var að leggja af stað fráHofsós þá varð ein konan svo óskaplega hrædd. Húnætlaði alveg að drepast bara og hljóðaði. Ég sneri baravið og setti hana í land og henni fannst það voðalega fal-lega gert! He, he, he. Og þetta var besta veður.

 Já, já þetta er allt vaskleikafólk, börnin mín. Éghef verið lánssamur og er sáttur við Guð og menn. Ef égværi ungur maður í dag hefði ég gert ýmislegt á annanveg en það tjóar ekki að fást um það nóg er framundantil að stússa við þó ekki væri annað en ferðin í Páfagarð.

Verður þessi bók bara ekki einhver vitleysa?Heldur þú að þú sjáir mig bara ekki í einhverjum ævin-týraljóma því ég er að verða einn af þeim eldri í eldri

kynslóðinni? Ég hitti Gunnu systur í Skagfirðingabúðnýlega. Hún var að segja það eftir konu að sú hebdi hittmann og hann hebdi séð mig uppá sjúkrahúsi. Hannhélt að ég hlyti að vera svona eitthvað skrýtinn því að égvar að spyrja eftir mömmu minni! Kominn hátt ááttræðisaldur sjálfur. He, he, he…….

230

PJETUR S. EINARSSON

Page 236: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 236/239

231

DRANGEYJARJARLINN SEGIR FRÁ

 Jarlinn með Birnu móður sinni

Page 237: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 237/239

Page 238: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 238/239

Page 239: LEIFTUR LIÐINNA DAGA

7/17/2019 LEIFTUR LIÐINNA DAGA

http://slidepdf.com/reader/full/leiftur-lidinna-daga 239/239