77
Byrjendaverkefni í myndvinnslu UPPT/VSTO-áfangar október 2019 FJÖLNIR ÁSBJÖRNSSON PHOTOSHOP VERKEFNI

VSTO-áfangar Verkefni – Photoshop Fjölnirk.tskoli.is/fa/myndir/tol/Photoshop_verkefni.pdfVSTO-áfangar Verkefni 1 – Photoshop Fjölnir bls. 5 14. Sækið nú myndina gult_blom.jpg

  • Upload
    others

  • View
    27

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

VSTO-áfangar Verkefni – Photoshop Fjölnir

Byrjendaverkefni í myndvinnslu UPPT/VSTO-áfangar október 2019

FJÖLNIR ÁSBJÖRNSSON PHOTOSHOP VERKEFNI

VSTO-áfangar Verkefni – Photoshop Fjölnir

Um verkefnin

Verkefnin í þessu hefti eru byrjendaverkefni í myndvinnslu en fyrstu verkefnin voru notuð við kennslu í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins haustið 2012. Upphaflegu verkefnin voru unnin fyrir CS6 útgáfu forritsins, en hafa þróast og breyst með nýjum útgáfum forritsins svo og með nýjum nemendahópum.

Miðað er við að nota veflægu útgáfuna PhotoShop CC, en flest verkefnin má þó auðveldlega vinna í eldri útgáfum t.d. CS6 og CS5 eða jafnvel í PhotoShop Elements 10 eða nýrri.

Allar ljósmyndirnar, sem notaðar eru í verkefnunum, svo og myndskeið (vídeóskrár) eru á slóðinni http://k.tskoli.is/fa/ Myndskeiðin eru flest unnin í CC 2018 útgáfunni1.

Hugmyndir að verkefnunum eru fengnar víðsvegar og of langt mál að nefna alla sem veitt hafa innblástur, en líklega er breska ljósmyndatímaritið, sem áður hét Digtal Photo, en heitir nú Practical Photography, drýgsta uppspretta hugmynda, svo og bók bandaríska ljósmyndarans Scotts Kelby, The Adobe PhotoShop CS6 book for digital photographers. Einnig hafa margar góðar hugmyndir verið fengnar á vefnum PhotoshopEssentials.com og kannski hafa einhverjar hugmyndir orðið til í kolli kennarans.

Fjölnir Ásbjörnsson

1 Athugið að í PhotoShop útgáfu 2019 hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á Free Transform

skipuninni og því stangast leiðbeiningar í myndskeiðum á við þá útgáfu þegar verið er að stækka eða minnka myndir í réttum hlutföllum. Flestir ættu þó að vera fljótir að átta sig á þessum mun.

VSTO-áfangar Verkefni – Photoshop Fjölnir

bls. 3

Efni

1 TÖFRASPROTINN....................................................................................................................................... 4

2 FJÖLFÖLDUNAR-STIMPILLINN .................................................................................................................... 6

3 TVÆR MYNDIR VERÐA AÐ EINNI ................................................................................................................ 8

4 KÍKT Í GEGN UM MASKA .......................................................................................................................... 10

5 MYNDUM BLANDAÐ SAMAN – MEÐ MASKA ........................................................................................... 12

6 UPPRIFJUN OG TEXTI SETTUR Á MYND .................................................................................................... 14

7 ÓSKÝR BAKGRUNNUR – MEÐ MASKA ...................................................................................................... 16

8 TVEIM MYNDUM BLANDAÐ – MEÐ MASKA ............................................................................................. 18

9 LITUR SÉST Í GEGN UM SVART-HVÍTA MYND ........................................................................................... 20

10 GÆGST Á BAK VIÐ VEGG MEÐ WARP SKIPUN .......................................................................................... 22

11 BÚUM TIL FILMUBÚT – MEIRA UM WARP ............................................................................................... 24

12 ÞRÍLITUR, ÞRÍBROT, ÞRJÁR MYNDIR… ...................................................................................................... 26

13 TVÆR MYNDIR VERÐA AÐ EINNI ............................................................................................................. 28

14 RAUÐ AUGU OG ANDLIT LAGFÆRÐ ......................................................................................................... 30

15 SPEGLUN OG TILTEKT .............................................................................................................................. 32

16 SKIPT UM LITI Í MYND, LITIR LAGFÆRÐIR ................................................................................................ 34

17 HLUTI MYNDAR STÆKKAÐUR .................................................................................................................. 36

18 MYND RÉTT AF OG BÆTT INN SNJÓKOMU ............................................................................................... 38

19 DAGUR VERÐUR NÓTT ............................................................................................................................ 40

20 ÚR BÖNDUM .......................................................................................................................................... 42

21 LJÓSMYND VERÐUR AÐ VATNSLITAMYND ............................................................................................... 44

22 PENNATEIKNING ÚR LJÓSMYND .............................................................................................................. 46

23 NÝR BAKGRUNNUR FYRIR FLOTTAN BÍL ................................................................................................... 48

24 GÖMUL SVART-HVÍT MYND HANDLITUÐ ................................................................................................. 50

25 CAMERA RAW FORRITIÐ ......................................................................................................................... 52

26 HDR HIGH DYNAMIC RANGE BIRTUSVIÐ .................................................................................................. 54

27 BREIÐ MYND GERÐ MEÐ SAMSETNINGU ................................................................................................. 56

28 ANDLITSMYND (AF)LÖGUÐ ..................................................................................................................... 58

29 BREYTUM LIT Á HÁRI OG AUGUM ........................................................................................................... 60

30 FLÖSKUSKIP ............................................................................................................................................ 62

AV1 RIMAMYND OG MYND Í GEGN UM TEXTA ............................................................................................ 64

AV2 ANDLIT Á TRÉ OG MYNSTRUÐ HENDI .................................................................................................... 66

AV3 BÍLLINN SPYRNIR OG LEYSIST UPP ......................................................................................................... 68

AV4 MYNDIR Í KRISTALSKÚLU ...................................................................................................................... 70

AV5 MYND VERÐUR AÐ PÚSSLUSPILI ........................................................................................................... 72

EFNISATRIÐASKRÁ ....................................................................................................................................... 74

VSTO-áfangar Verkefni 1 – Photoshop Fjölnir

bls. 4

1 Tofrasprotinn 1. Í verkefninu eru töfrasprotarnir Magic Wand Tool og Quick Selection Tool notaðir. Þessi

verkfæri eru í verkfærakistunni vinstra megin á skjánum. 2. Opnið myndina raud_ros.jpg með Photoshop.

3. Búið til nýtt lag Layer. Ef Layers valmyndin sést ekki þarf að velja Window – Layers eða smella á F7 lykilinn á lyklaborðinu. Tvísmellið á nafnið Layer 1 og sláið inn nýtt nafn Bakgrunnur. Smellið síðan á neðra lagið Background og breytið nafninu t.d. í Blóm.

4. Gætið þess að lagið með blóminu sé virkt (smellið á það). Veljið töfrasprotann (Magic Wand tool) og smellið á bláa flötinn fyrir utan blómið. Þið sjáið að töfrasprotinn finnur ekki allan bláa flötinn. Losið ykkur við iðandi maurana með Ctrl D (Select – Deselect). Hækkið töluna í Tolerance í 50 og smellið aftur með töfrasprotanum. Nú fann hann meira af bláa fletinum.

5. Til að ná að velja það sem eftir er þarf að skipta um tól og velja nú Quick Selection Tool. Haldið niðri Shift hnappinum á lyklaborðinu og reynið að strjúka með þessu verkfæri yfir svæðin í kringum blómið sem enn eru óvalin. Hættið ekki fyrr en iðandi maurar umlykja blómin.

6. Til að losna við bláa/gula kantinn, sem er líklega við jaðar rauðu rósanna skulum við velja Select – Modify – Expand… Breytið tölunni í 4 pixla, staðfestið með OK.

7. Ýtið nú á Delete hnappinn á lyklaborðinu. Nú ætti allur blái og litaði bakgrunnurinn að vera horfinn. Ef hann er ekki allur horfinn endurtakið þið síðasta lið og notið Quick Selection verkfærið og ýtið á Delete.

8. Næst þarf að gera lagið Bakgrunnur virkt með því að smella á það. Til að losna við iðandi punktalínurnar á bakgrunninum er hægt að velja Select – Deselect eða halda niðri Ctrl D.

9. Nú þarf að gera fallegan bakgrunn fyrir myndina. Veljið Gradient Tool úr verkfærakistunni.

10. Veljið liti eftir eign vali í bakgrunn og forgrunn með því að smella á kassana neðst í verkfærakistunni. Veljið blöndunina síðan efst í forritinu.

11. Smellið á lagið Bakgrunnur og dragið yfir flötinn, þá fyllist bakgrunnurinn af litunum sem valdir voru. Prófaðu þig áfram þar til þú ert ánægð/ur.

12. Færið lagið Bakgrunnur niður fyrir Blóm. Gætið þess að bæði augun sjáist, nú ætti blómið að sjást með nýja bakgrunninum

13. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. raud_ros_ny.jpg.

Vídeó verkefni: Verkefni_1A.mp4 Verkefni_1B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 1 – Photoshop Fjölnir

bls. 5

14. Sækið nú myndina gult_blom.jpg með PhotoShop. Nú ætlum við að endurtaka fyrstu æfinguna með örlítið öðrum hætti.

15. Búið til nýtt lag Layer. Tvísmellið á nafnið Layer 1 og sláið inn nýtt nafn Bak-

grunnur. Smellið síðan á neðra lagið Background og breytið nafninu t.d. í Gult blóm.

16. Gætið þess að lagið með blóminu sé virkt (smellið á það). Veljið hraðvals-sprotann Quick Selection Tool og strjúkið með þessu verkfæri yfir gula blómið. Athugið stillingar sprotans efst á skjánum. Með því að velja sprota með + merkingu getið þið bætt við valið, en – merking þýðir að þið minnkið valið. Athugið líka að best er að stilla stærðina á valsprotanum á lága tölu (hér 13 px) , þá er auðveldast að velja rétt. Hættið ekki fyrr en iðandi maurar umlykja allan blómaklasann.

17. Þar sem við ætlum að eyða bakgrunninum þurfum við að snúa valinu við og velja bakgrunninn en ekki blómið, þetta gerum við með Select – Inverse og nú sjáið þið iðandi maura umhverfirs bakgrunninn.

18. Nú skulum við gera eins og áðan og reyna að koma í veg fyrir að grænn kantur verði á gulu blómunum. Veljið nú Select – Modify – Expand…. Hafið töluna, eins og áðan, stillta á 4.

19. Ýtið nú á Delete hnappinn á lyklaborðinu. Nú ætti allur græni bakgrunnurinn að vera horfinn. Ef hann er ekki allur horfinn endurtakið þið síðasta lið og notið Quick Selection Tool verkfærið aftur og ýtið á Delete.

20. Næst þarf að gera lagið Bakgrunnur virkt með því að smella á það. Til að losna við iðandi punktalínurnar á bakgrunninum er hægt að velja Select – Deselect eða halda niðri Ctrl D.

21. Nú þarf að gera fallegan bakgrunn fyrir myndina. Veljið Gradient Tool úr verkfærakistunni.

22. Veljið liti eftir eign vali í bakgrunn og forgrunn með því að smella á kassana neðst í verkfærakistunni. Veljið blöndunina síðan efst í forritinu.

23. Smellið á lagið Bakgrunnur og dragið yfir flötinn, þá fyllist bakgrunnurinn af litunum sem valdir voru. Prófaðu þig áfram þar til þú ert ánægð/ur.

24. Færið lagið Bakgrunnur niður fyrir Gult blóm. Gætið þess að bæði augun sjáist, nú ætti blómið að sjást með nýja bakgrunninum

25. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. gult_blom_nytt.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 2 – Photoshop Fjölnir

bls. 6

2 Fjolfoldunar-stimpillinn 1. Í verkefninu er verkfærið Clone Stamp Tool notað. Þetta verkfæri er í verkfærakistunni og

það verður notað til að mála yfir tréð á bak við fremri hjólreiðmanninn.

2. Opnið myndina hjol.jpg með Photoshop.

3. Ef Layers valmyndin sést ekki þarf að velja Window – Layers eða smella á F7 lykilinn á lyklaborðinu.

4. Gerið nýtt lag (Layer 1): Smellið t.d. á táknmyndina við hliðina á ruslafötunni neðst í Layer valmyndinni.

5. Gætið þess Layer 1 sé valið.

6. Veljið Clone Stamp verkfærið, stillið á Current & Below fyrir ofan myndina þá er hægt að taka sýnishorn af lit undir laginu.

7. Takið sýnishorn af svæðinu, sem á að nota, til að mála yfir tréð: Haldið niðri Alt-hnappinum og ýtið á vinstri músarhnappinn. Nú er eins og stimplinum hafi verið ýtt á stimpilpúða og nú má nota hann til að mála eða stimpla.

8. Stillið stærðina á stimplinum á 100 til 150 px.

9. Stimplið / málið varlega yfir tréð – gott er að stækka svæðið nálægt trénu svo að betur sjáist til. Ef þú ert ekki ánægð/ur með árangurinn tekurðu nýtt sýnishorn með Alt-músarsmelli og málar áfram. Hættið ekki fyrr en tréð er horfið. Notið stimpilinn eins og pensil og strjúkið með honum. Stundum getur verið auðveldara að minnka stimpilinn til að ná betri nákvæmni. Notið Ctrl Z ef þið eruð ekki ánægð eða Edit – Step Backward.

10. Gerið líka eitthvað skemmtilegt við hjólreiðamennina ef þið viljið

11. Prófið að lokum að skoða hvernig myndin leit út í upphafi með því að slökkva á auganu við Layer 1.

12. Kveikið aftur á auganu: Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. hjol_ny.jpg.

Vídeó verkefni: Verkefni_2A.mp4 Verkefni_2B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 2 – Photoshop Fjölnir

bls. 7

13. Opnið myndina gamalt_tre.jpg með Photoshop.

14. Endurtakið nú liði 4 til 12 á fyrri síðu. Byrjið á að gera nýtt lag. Nýja lagið (Layer 1) á að vera valið allan tímann.

15. Ætlunin er að losna við spýtu fremst á myndinni og rör sem liggja á akrinum og sjást þegar myndin er stækkuð. Ef vel gengur skuluð þið líka reyna að losna við rafmagnsstaur sem er í trjáþyrpingunni handan við akurinn. Þið finnið fljótt að þessi mynd er auðveldari að vinna með en myndin með hjólreiðamönnunum.

16. Veljið Clone Stamp verkfærið, stillið á Current & Below fyrir ofan myndina þá er hægt að taka sýnishorn af lit undir laginu.

17. Takið sýnishorn af svæðinu, sem á að nota til að mála með: Haldið niðri Alt-hnappinum og ýtið á vinstri músarhnappinn. Nú er eins og stimplinum hafi verið ýtt á stimpilpúða og nú má nota hann til að mála eða stimpla.

18. Stillið stærðina á stimplinum á 70 til 100 px.

19. Stimplið / málið varlega – gott er að stækka svæðið svo að betur sjáist til. Ef þið eruð ekki ánægð með árangurinn takiði nýtt sýnishorn með Alt-músarsmelli og málið áfram. Hættið ekki fyrr en allt er horfið. Notið stimpilinn eins og pensil og strjúkið með honum. Stundum getur verið auðveldara að minnka stimpilinn til að ná meiri nákvæmni. Notið Ctrl Z ef þið eruð ekki ánægð eða Edit – Step Backward.

20. Prófið að lokum að skoða hvernig myndin leit út í upphafi með því að slökkva á auganu við Layer 1.

21. Kveikið aftur á auganu: Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. gamalt_tre_nytt.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 3 – Photoshop Fjölnir

bls. 8

3 Tvær myndir verða að einni 1. Opnið tvær myndir: siglufjordur.jpg og viti.jpg. Raðið þeim á skjáinn líkt og hér er sýnt, notið

Window – Arrange – Float All in Windows:

2. Veljið töfrasprotann (Magic Wand Tool) í verkfærakistunni.

3. Gætið þess að stillingar á aðgerðastikunni séu svona. Tolerance 32, Anti-alias með merki fyrir framan, líka merki við Contiguous.

4. Smellið með töfrasprotanum á hvíta vitann á myndinni af vitanum.

5. Líklega er ekki allur vitinn valinn ennþá. Ef einhver svæði eru enn óvalin er hægt að bæta þeim við með því að halda niðri Shift hnappinum og smella með töfrasprotanum á óvalda svæðið – eða sem er betri leið: notið Quick Selection Tool til að strjúka yfir gluggana, hurðina og önnur svæði á vitanum sem voru óvalin. Notið Edit – Step Backward til að bakka þegar þið gerið vitleysu eða Ctrl D til að losna við iðandi maurana.

6. Við skulum laga valið örlítið með því að þrengja það svolítið, þá er minni hætta á að útlínur vitans verði með bláum röndum. Veljið Select – Modify – Contract… stillið á 2 pixla.

7. Og þegar allur vitinn hefur verið valinn… Veljið flutningstólið (Move Tool) í verkfærakistunni (í efstu skúffu í kistunni).

8. Minnkið myndina viti.jpg ef þörf er á, svo að myndin af Siglufirði sjáist vel. Dragið vitann yfir á myndina af Siglufirði með flutningstólinu og staðsetið hann t.d. við endann á bryggjunni. Þegar bendillinn breytist í + má sleppa myndinni.

9. Skoðið útlínur vitans í mikilli stækkun. Þið takið eftir að útlínurnar eru svolítið hrjúfar og ósléttar – þetta væri þó enn verra ef þið hefðuð ekki hakað við Anti-alias áðan. Þið takið eftir að útlínurnar eru líka með bláum lit sem ekki á að vera þarna.

10. Veljið vita-lagið (Layer 1).

11. Notið Inner Glow til að laga lituðu og hrjúfu útlínurnar. Smellið á fx hnappinn neðst á Layers brettinu,veljið Inner Glow.

Vídeó verkefni: Verkefni_3.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 3 – Photoshop Fjölnir

bls. 9

12. Lagfærið stillingar í Layer Style valmyndinni til að eyða bláa litinum. Breytið stillingunni Blend Mode í Color. Stillið Opacity á 50%. Smellið inn í litla kassann fyrir neðan orðið Noise. Færið nú bendilinn yfir myndina af vitanum, þið sjáið að bendillinn breytist í dropateljara – smellið með dropateljaranum einhversstaðar á ljósa litinn á vitanum til að taka litaprufu. Smellið að lokum á OK hnappinn í Color Picker valmyndinni – og smellið líka á OK hnappinn á Layer Style valmyndinni.

13. Við skulum að lokum laga grunninn á vitanum. Hann er svolítið hrjúfur og óeðlilegur. Hafið vita-lagið valið og skoðið grunninn í mikilli stækkun.

14. Veljið strokleður Eraser Tool úr verkfærakistunni. Stillið stærð pensilsins á 30 til 40 px. Notið hart strokleður, þá verða útlínur grunnsins alveg sléttar. Strjúkið yfir neðsta, hrjúfa hlutann á grunni vitans. Gerið þetta varlega til að samskeytin verði sem eðlilegust, haldið áfram þar til þið eruð ánægð. Í leiðinni er rétt að athuga handriðið efst á vitanum kannski þarf að þurrka út smávegis af bláum lit þar, minnkið strokleðrið niður í 10 til 15 pixla áður en þið þurrkið þar út.

15. Hugsanlega þarf líka að færa vitann örlítið til, ef svo er notið þið færslutólið Move Tool í efstu skúffu í verkfærakistunni og gætið þess að hafa lagið Layer 1 valið á meðan.

16. Nú ættu myndirnar af Siglufirði og vitanum að mynda eina heild og í fljótu bragði ætti fátt að benda til að þetta hafi verið tvær aðskildar myndir í upphafi.

17. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. siglufjorður_viti.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 4 – Photoshop Fjölnir

bls. 10

4 Kıkt ı gegn um maska 1. Opnið myndirnar vatnsmyrin.jpg og bmw.jpg.

2. Veljið myndina bmw.jpg með Ctrl+A og afritið hana með Ctrl+C.

3. Lokið myndinni bmw.jpg (smellið á X) og límið síðan inn myndina af bílnum yfir myndina Vatnsmýrin með Ctrl+V. Þið sjáið að nú bætist við nýtt lag Layer 1 sem er myndin af bílnum. Tvísmellið á nafnið Layer 1 og skrifið orðið Bíll í staðinn (Þið eruð að gera það sama og í verkefni 3, en notið nú aðra skipun en þar).

4. Við skulum líka minnka myndina af bílnum töluvert. Hafið lagið Bíll valið. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Haldið niðri Shift hnappinum á lyklaborðinu og minnkið myndina af bílnum með því að draga inn eitt hornið. Staðfestið með Enter hnappinum eða hakið við efst á skjánum.

5. Næst þarf að færa myndina af bílnum á bak við myndina af vatninu: Smellið á lagið Background. Nú er lagið ólæst og heitir nú Layer 0, breytið nafninu í Vatnsmýrin, smellið síðan á OK. Nú er hægt að draga lagið Vatnsmýrin upp fyrir lagið Bíll – úpps myndin af bílnum hverfur! En hún er ekki farin langt, hún er á bak við myndina af vatninu og okkar hlutverk er að láta hana sjást svolítið.

6. Nú þarf að setja inn maskalag hjá myndinni af vatninu. Gætið þess að lagið Vatnsmýrin sé valið. Smellið síðan á litla hnappinn Add Layer Mask og þið sjáið að hvítur rammi kemur á lagið við hliðina á myndinni af vatninu. Maski er eins og glæra sem má leggja yfir myndina, maskinn getur verið gegnsær, ógegnsær eða eitthvað þar á milli. Í þessu verkefni notum við gegnsæjan maska og málum á hann með svartri málningu og opnum þannig gat í gegn um myndina af vatninu til að sjá það sem er á bak við

7. Veljið pensil (Brush Tool) úr verkfærakistunni. Gott er að hafa breidd pensils-ins um 150 til 200 px og pensillinn þarf að hafa mjúkar útlínur. Gætið þess að hafa svartan lit í penslinum. Í þessu verkefni notum við bara hvítan og svartan lit. Með því að ýta á stafinn D á lyklaborðinu stillum við á Hvítt og Svart. Með því að ýta á beygðu örina eða ýta á X skiptum við á milli litanna sem við notum.

8. Stillið næst gegnsæi litarins Opacity á 50%. Prófið nú að mála varlega á vatnið þar sem bíllinn ætti að vera undir. Kemur hann í ljós? Reynið að láta bílinn líta eðlilega út eins og hann sé hálfur á kafi í vatninu. Ef þið eyðið of miklu af vatninu skiptið þið bara um lit í penslinum og notið hvítan lit á maskann og þá kemur vatnið aftur í ljós – minnir þetta ekki á töfrabrögð? Í byrjun tekur þetta nokkurn tíma, en gefið ykkur tíma til að laga myndina.

9. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. vatnsmyri_bill.jpg

Vídeó verkefni: Verkefni_4A.mp4 Verkefni_4B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 4 – Photoshop Fjölnir

bls. 11

10. Nú skulum við gera svolítið sniðugt með því að blanda saman tveim andlitum: Sækið myndina moriogdagur.jpg

11. Við byrjum á að afrita hausinn á Móra hundi, látið hálsólina fylgja með: Sækið merkingaverkfærið Rectangular Marquee Tool en það er í næst efstu skúffu verk-færakistunnar. Dragið kassa utan um haus og efri hluta Móra. Afritið með Edit – Copy (Ctrl C). Límið myndina inn með Edit – Paste (Ctrl V) þið sjáið að nú bætist við nýtt lag Layer 1. Gefið laginu heitið Móri.

12. Veljið aftur Background lagið (smellið á það). Afritið nú höfuðið á stráknum á sama hátt með Rectangular Marquee Tool og síðan með Ctrl C og Ctrl V. Nú bætist við nýtt lag sem þið skuluð kalla Dagur.

13. Hafið lagið Dagur valið og slökkvið á auganu fyrir framan lagið Móri: Þið sjáið að myndin af stráknum er allt of stór svo að við veljum Edit – Free Transform eða Ctrl T til að minnka myndina. Dragið myndina yfir hausinn á hundinum. Smellið á eitthvert horn myndarinnar, haldið niðri Shift og ýtið inn horninu þar til myndin passar við andlitið á hundinum. Gott er að stilla gegnsæi (Opacity) lagsins á 40% en þá sjáið þið vel í gegn um myndina.

14. Ýtið á Enter hnappinn eða til að staðfesta þegar þið eruð ánægð. Aukið gegnsæið aftur í 100%.

15. Búið til svartan maska á lagið Dagur með þvi að halda niðri Alt-hnappinum á lyklaborð-inu og smella á Add Layer Mask. Nú hverfur myndin af stráknum, en hún er ekki farin langt

16. Veljið pensilinn (Brush Tool) og stillið á mjúkan pensil, 100 px að stærð og hafið gegnsæi litarins 50-60%. Gætið þess að nota hvítan lit og gætið þess að maskinn sé valinn. Málið á maskann þar til andlit drengsins hylur andlit Móra að einhverju leyti.

17. Veljið nú lagið Móri (smellið á það) og kveikið á auganu á laginu. Endurtakið nú lið 13 og veljið Free Transform (Ctrl T). Flytjið haus hundsins á strákinn og stækkið hunds-hausinn þar til hann hylur alveg andlit hans. Gerið svartan maska og málið síðan á maskann með hvítum lit í penslinum.

18. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. moriogdagur_vinir.jpg

VSTO-áfangar Verkefni 5 – Photoshop Fjölnir

bls. 12

5 Myndum blandað saman – með maska 1. Opnið myndirnar epli.jpg og munnur1.jpg.

2. Veljið myndina munnur1.jpg með Ctrl+A og afritið hana með Ctrl+C.

3. Lokið myndinni munnur1.jpg (smellið á X ) og límið síðan inn myndina af munninum yfir myndina epli.jpg með Ctrl+V. Gefið lögunum nöfnin Munnur og Epli.

4. Gætið þess að lagið Munnur sé valið. Veljið flutningstólið (Move Tool) og færið myndina af munninum niður þar til hann er neðarlega á eplinu.

5. Hafið lagið Munnur áfram valið. Veljið Add Layer Mask.

6. Veljið mjúkan pensil (Brush Tool) og stillið stærðina á 100 px. Gætið þess að forgrunnslitur sé svartur og bakgrunnslitur hvítur.

7. Stækkið myndina (Ctrl +)svo að þið sjáið betur til. Málið með svartri málningu á hvíta maskann og þið sjáið eplið undir. Málið varlega að vörunum svo að þetta líti „eðlilega“ út. Ef þið gerið vitleysu er bara að skipta um lit í penslinum og nota hvítt (X á lykla–borðinu).

8. Veljið Layer – Flatten Image og vistið myndina undir nýju nafni t.d. epli_munnur.jpg.

9. Opnið nú myndirnar appelsina.jpg og munnur2.jpg.

10. Veljið myndina munnur2.jpg með Ctrl+A og afritið hana með Ctrl+C.

11. Lokið myndinni munnur2.jpg (smellið á X) og límið síðan inn myndina af munninum yfir myndina appelsina.jpg með Ctrl+V. Gefið lögunum nöfnin Munnur og Appelsína.

12. Endurtakið skref 4 til 7 hér fyrir ofan.

13. Veljið Layer – Flatten Image og vistið myndina undir nýju nafni t.d. appelsina_munnur.jpg.

14. Opnið myndina avextir.jpg.

15. Nú ættu 3 myndir að vera opnar í PhotoShop, þ.e. þið ættuð að sjá þrjá flipa. Smellið á flipann epli_munnur.jpg eða opnið þá mynd ef hún er ekki þarna.

16. Við skulum byrja á að losa okkur við hvíta bakgrunninn sem er á myndinni af eplinu. Veljið Töfrasprotann (Magic Wand Tool), smellið á hvíta svæðið. Nú koma maurarnir góðu og umlykja allt hvíta svæðið.

17. Snúið nú valinu við svo að eplið sé valið. Select – Inverse.

Vídeó verkefni: Verkefni_5A.mp4 Verkefni_5B.mp4 Verkefni_5C.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 5 – Photoshop Fjölnir

bls. 13

18. Til að losna við hvíta rönd meðfram útlínum eplisins: Smellið á Select and Mask…2 hnappinn fyrir ofan myndina og stillið Radius á 5, Smooth á 5, Feather á 0,5 og Shift Edge á -10. Staðfestið með OK.

19. Afritið myndina af eplinu með Ctrl C, lokið síðan myndinni af eplinu (Smellið á X) – ekki vista ef beðið er um það. Límið myndina af eplinu inn á myndina af ávöxtunum. Nú verður til nýtt lag (Layer 1).

20. Gefið nýja laginu nafnið Epli. Ef þið viljið frekar nota appelsínu í stað eplis er það auðvitað í góðu lagi

21. Notið Flutningstólið (Move Tool) og færið eplið þar til það er ofan í skálinni (öskubakkanum). Lagið Epli verður að vera virkt til að þetta sé hægt!

22. Nú þarf að minnka eplið svo að það passi betur í skálina. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T). Haldið niðri Shift hnappinum og ýtið inn einhverju horni myndarinnar þar til eplið er í mátulegri stærð. Ekki er þörf á að minnka það mikið. Staðfestið með Enter hnappinum eða .

23. Til að allt líti eðlilega út og eplið sé ofan í skálinni þurfum við að láta framhluta skálarinnar sjást. Búið til maska Add Layer Mask á lagið Epli.

24. Sækið mjúkan pensil Brush Tool og stillið stærðina á 100 px. Notið svartan lit og strjúkið yfir brún skálarinnar. Ef þið gerið vitleysu notið þið hvítan lit til að lagfæra.

25. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. avextir_epli.jpg.

2 Í eldri gerðum forritsins heitir hnappurinn Refine Edge... Stillingarnar skulu vera þær sömu og nefnt er

hér fyrir ofan.

VSTO-áfangar Verkefni 6 – Photoshop Fjölnir

bls. 14

6 Upprifjun og texti settur a mynd 1. Opnið tvær myndir: siglufjordur.jpg og spitukarl.jpg. Notið Window – Arrange – Float All in

Windows til að raða myndunum á þannig á skjáinn að þær sjáist báðar.

2. Veljið töfrasprotann (Magic Wand Tool) í verkfærakistunni.

3. Gætið þess að stillingar á aðgerðastikunni séu: Tolerance 50, Anti-alias með merki fyrir framan, líka merki við Contiguous.

4. Smellið á vegginn á bak við á myndinni af spítukarlinum með töfrasprotanum.

5. Stækkið svæðið sem þið völduð með Similar skipuninni, Select – Similar.

6. Til að ljúka við að velja vegginn er auðveldast að nota tólið Quick Selection Tool – strjúkið því yfir svæðin sem eftir eru.

7. Veljið nú karlinn með því að snúa valinu við. Select – Inverse. Við skulum gera eins og í síðasta verkefni þ.e. smella á Select and Mask… hnappinn fyrir ofan myndina og stilla Radius á 5, Smooth á 5, Feather á 0,5 og Shift Edge á -10. Staðfestið með OK.

8. Veljið flutningstólið (Move Tool) í verkfærakistunni ...eða afritið myndina með Edit – Copy (Ctrl C) eins og í síðasta verkefni.

9. Minnkið myndina spitukarl.jpg ef þörf er á, svo að myndin af Siglufirði sjáist vel. Dragið karlinn yfir á myndina af Siglufirði og staðsetjið hann hægra megin á myndinni af Siglufirði… eða notið skipunina Edit – Paste (Ctrl V) og límið myndina inn á Siglufjarðarmyndina.

10. Veljið nú lagið með spítukarlinum (Layer 1).

11. Notið Inner Glow til að laga hrjúfu útlínurnar. Smellið á fx hnappinn neðst á Layers brettinu, veljið Inner Glow.

12. Lagfærið stillingar í Layer Style valmyndinni til að eyða bláa litinum. Breytið stillingunni Blend Mode í Color. Stillið Opacity á 50%. Smellið inn í litla kassann fyrir ofan orðið Elements. Færið nú bendilinn yfir myndina af karlinum, þið sjáið að bendillinn breytist í dropateljara – smellið með dropateljaranum einhversstaðar á karlinn til að taka litaprufu. Smellið að lokum á OK hnappinn í Color Picker valmyndinni – og smellið líka á OK hnappinn á Layer Style valmyndinni.

13. Til að gera myndina raunverulegri skulum við nú gera bakgrunninn óskýran: Veljið nú Background lagið (layer) hægra megin á skjánum.

14. Veljið Lens Blur síuna til að gera bakgrunninn óskýran. Filter – Blur – Lens Blur. Þegar valmynd Lens Blur er komin á skjáinn á að halda niðri Alt hnappinum en þá breytist Cancel hnappurinn í Reset hnapp. Smellið nú á Reset hnappinn, nú ættu allar stillingar að breytast. Stillið Radius t.d. á 30. Smellið að lokum á OK hnappinn.

15. Nú er ætlunin að setja texta inn á myndina: Veljið textatólið (Horizontal Type Tool) úr verkfærakistunni.

Vídeó verkefni: Verkefni_6A.mp4 Verkefni_6B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 6 – Photoshop Fjölnir

bls. 15

16. Smellið á Siglufjarðarmyndina þar sem þið viljið að textinn byrji, haldið niðri hnappinum á músinni og dragið á ská niður svo að þið fáið sæmilega stórt svæði (raunar er alltaf hægt að laga stærðina eftirá). Stillið leturstærð á að minnsta kosti 24 pt, líklega er þó betra að nota mun stærra letur í fyrirsögnina og undirskriftina (48 til 60 pt). Þið takið eftir að nú myndast nýtt lag í Layers valmyndinni.

17. Sláið inn textann í a (textanum má breyta að vild t.d. gera þetta að jóla- eða útskriftarkorti ). Búið til nýtt textasvæði (með nýju lagi) og sláið inn textann í b. Gerið að lokum textasvæðið c á nýtt textalag og sláðu þar inn nafnið þitt. Ef þú lendir í vandræðum með að búa til nýtt textasvæði skaltu velja Background lagið áður en þú býrð til næsta svæði.

a. Afmæli b. Þér er boðið í afmælið mitt næsta laugardag. Taktu með þér góða skapið og þú mátt

líka alveg hafa með þér svolitla afmælisgjöf ef þig langar rosalega til þess. c. Nafnið þitt

18. Veljið textann Afmæli (passið að vera á réttu lagi). Finnið gott letur og stækkið eða minnkaðu textann svo að hann passi vel við myndina. Farið í Layer – Layer Style – Gradient Overlay (prófið ykkur áfram). Þið getir líka notað fx skipunina neðst í Layers valmyndinni.

19. Veljið næst aðaltextann og notið eitthvað annað t.d. Layer – Layer Style – Outer Glow (prófið ýmsa möguleika). Þið getir líka notað fx skipunina neðst í Layers valmyndinni.

20. Athugið að textarnir eru hver á sínu lagi og til að virkja þá þarf að smella á það lag sem ætlunin er að vinna með.

21. Veldu að lokum nafnið þitt og farðu í Layer – Layer Style og eitthvað að eigin vali eða notaðu fx skipunina.

22. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. siglufjorður_bodskort.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 7 – Photoshop Fjölnir

bls. 16

7 OÓ skyr bakgrunnur – með maska 1. Opnið myndina keli_og_nanna.jpg.

2. Fyrst þarf að afrita bakgrunnslagið: Það er t.d. gert með því að draga það niður á New Layer táknmyndina, eða halda niðri Ctrl+J. Nú bætist nýtt lag við, alveg eins og bakgrunnslagið. Gefið nýja laginu nafnið Óskýr bakgrunnur.

3. Nú þarf að gera bakgrunninn óskýran. Veljið Filter – Blur – Gaussian Blur, stillið Radius á 35 pixla. Öll myndin er nú mjög óskýr.

4. Nú er ætlunin að kíkja í gegn um óskýru myndina á fólkið sem á að vera skýrt. Þarna kemur maski að góðum notum: Smellið á Add Layer Mask. Nú bætist hvítur, gegnsær maski við hliðina á myndinni.

5. Veljið mjúkan pensil úr verkfærakistunni og stillið stærð pensilsins á 300 px. Opacity á að vera 100%. Gætið þess að forgrunnslitur sé svartur og bakgrunnslitur hvítur.

6. Stækkið myndina vel til að sjá betur til. Byrjið t.d. á stráknum og málið með svörtum lit á hvíta maskann. Nú sést strákurinn skýrt en bakgrunnurinn er óskýr. Ef þið gerið vitleysu er bara að skipta um lit í penslinum og mála með hvítu. Gott er að slökkva af og til á laginu Óskýr bakgrunnur til að sjá myndina undir – það auðveldar ykkur að sjá betur til þegar þið málið.

7. Haldið áfram að mála yfir strákinn og stelpuna og minnkið pensilinn til að auka nákvæmni ykkar. Minnkið síðan myndina á skjánum, þegar myndin sýnist vera orðin nógu góð.

8. Veljið nú bæði lögin með því að halda niðri Shift hnappinum og farið síðan í Layer – Flatten Image. Nú er fyrri hluta þessa verkefnis lokið.

9. Í seinni hluta verkefnisins skulum við setja ramma utan um myndina: Sækið nú rammann rammi08.jpg.

10. Veljið rammamyndina með Ctrl A og takið afrit af henni með Ctrl C, lokið rammamyndinni. Límið nú rammann inn á myndina sem þið voruð að laga Ctrl V. Nú bætist ramma-myndin inn sem lag (Layer 1). Smellið á nafnið Layer 1 og breytið því í Rammi.

Vídeó verkefni: Verkefni_7A.mp4 Verkefni_7B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 7 – Photoshop Fjölnir

bls. 17

11. Þið sjáið að ramminn er ekki af sömu stærð og myndin. Til að laga rammann veljum við Ctrl T (Edit – Free Transform). Dragið nú rammann út frá hverju horni þannig að hann hylji myndina undir.

12. Nú sést ekkert af myndinni undir, en þið skuluð ekki örvænta, með smá breytingu á blöndun rammalagsins getum við gert allan svarta litinn gegnsæjan.

13. Hafið lagið Rammi valið. Í stað Normal skuluð þið nú velja Screen. Nú verður svarti liturinn gegnsær og myndin undir er komin með þennan fína ramma .

14. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. keli_og_nanna_rammi.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 8 – Photoshop Fjölnir

bls. 18

8 Tveim myndum blandað – með maska 1. Opnið myndirnar kirkja.jpg og hvalir.jpg.

2. Takið afrit af hvalir.jpg (Ctrl+A, Ctrl+C) lokið síðan myndinni hvalir.jpg og límið hana inn hjá kirkju.jpg myndinni Við þetta verður til nýtt lag (Layer 1).

3. Færið nú hvalamyndina niður með flutningstólinu (Move Tool) svo að þetta líti einhvernvegin út eins og hér til hliðar og hvalirnir séu neðst á myndinni.

4. Gefið lögunum ný nöfn. Efra lagið á að heita Haf og neðra lagið Kirkja.

5. Veljið lagið Haf og smellið síðan á hnappinn Add Layer Mask til að búa til maska. Til að tryggja að forgrunnsliturinn sé svartur og bakgrunnsliturinn hvítur þarf að ýta á D á lyklaborðinu. Með því að ýta á X á lyklaborðinu má skipta á milli hvíta og svarta litarins.

6. Veljið mjúkan pensil (Brush Tool) úr verkfærakistunni og stillið pensilstærðina á að minnsta kosti 300 px. Passið að liturinn í penslinum sé svartur. Opacity (ógegnsæi) á að vera 100%.

7. Málið efst á hafið og þið sjáið strax í gegn er það ekki? Kirkjan á bakvið kemur nú smátt og smátt í ljós. Málið vel niður fyrir miðja mynd.

8. Minnkið pensilstærðina í 100 px og málið varlega svo að hvalirnir sjáist. Ef þið málið of mikið breytið þá um lit í penslinum og veljið hvítt – ef þið málið með hvítu kemur hafið aftur í ljós.

9. Þegar sjórinn er orðinn eins og þið viljið hafa hann skuluð þið losa ykkur við fánastöngina sem skagar inn á myndina. Veljið lagið Kirkja. Auðveldast er að nota Fjölföldunarstimpilinn Clone Stamp Tool sem þið notuðuð í verkefni 2. Takið sýnishorn í stimpilinn með því að halda niðri Alt hnappinum og strjúkið síðan yfir fánastöngina.

10. Nú ætti myndin að líta einhvern veginn svona út – og nú lýkur fyrri hluta verkefnisins. Veljið nú bæði lögin með því að halda niðri Shift hnappinum og farið síðan í Layer – Flatten Image.

15. Í seinni hluta verkefnisins látum við sjást örlítið í myndina af hafinu á bak við til gamans: Ef þið hafið lokað myndinni af hafinu sækið myndina aftur – eða einhverja aðra mynd ef þið kjósið það: Veljið myndina af hafinu með Ctrl A og takið afrit af henni Ctrl C, lokið myndinni. Límið nú haf-myndina eða þá mynd sem þið völduð inn á myndina sem þið voruð að laga Ctrl V. Nú bætist nýja myndin inn sem lag (Layer 1). Smellið á nafnið Layer 1 og breytið því t.d. í Haf.

Vídeó verkefni: Verkefni_8A.mp4 Verkefni_8B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 8 – Photoshop Fjölnir

bls. 19

16. Takið síðan læsinguna af bakgrunnslaginu með því að smella á það eða lásinn. Gefið laginu Layer 0 nafnið Kirkja og smellið síðan á OK. Dragið nú lagið Haf niður fyrir lagið Kirkja.

17. Gætið þess að lagið Kirkja sé valið. Sækið Merkingaverkfærið (Rectangular Marquee Tool) og dragið ferhyrning í efra vinstra horni myndarinnar. (… eða efra hægra horni ef þið kjósið það fremur).

18. Veljið Gradient verkfærið. Hafið forgrunnslitinn hvítan til að fá flipann hvítan á litinn. Dragið strik skáhallt úr efra vinstra horni merkta svæðisins. Nú fyllist svæðið af svart-hvítum lit.

19. Gætið þess að litla svart-hvíta svæðið sé ennþá valið. Veljið Edit – Free Transform eða Ctrl T. Veljið næst Warp verkfærið efst á síðunni hægra megin. Nú er er kominn möskvi yfir svæðið. Færið nú bendilinn að efra horninu vinstra megin og dragið flipann niður til hægri – smám saman sést í myndina undir Haldið áfram þar til hornið lítur út eins og blaðsíða sem er verið að fletta. Staðfestið með því að smella á eða ýta á Enter hnappinn.

20. Nú skulum við setja skugga á flettinguna til að gera þetta raunverulegra. Veljið fx skipunina Drop Shadow. Hafið stillingarnar líkar þessu (Opacity 50%,

Angle -30, Distance 35 px, Spread 0%, Size 100 px):

Þið kynnist Warp verkfærunum betur í verkefnum 10 og 11.

21. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. kirkja_hvalir.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 9 – Photoshop Fjölnir

bls. 20

9 Litur sest ı gegn um svart-hvıta mynd 1. Opnið myndina veisla.jpg Ætlunin er að myndin verði svart-hvít, nema kertin og bakkinn með

matnum. Ætlunin er líka að losa sig við gosflöskuna sem sést hægra megin á myndinni.

2. Byrjum á að velja gosflöskuna með Quick Selection Tool, þið strjúkið yfir flöskuna þar til hún er öll valin.

3. Til að tryggja að útlínur flöskunnar séu örugglega valdar skuluð þið velja Select – Modify – Expand... og stilla á 4 pixla.

4. Nú skulum við nota sniðuga skipun og eyða flöskunni á augabragði: Edit – Fill… – Content-Aware.

5. Losið ykkur við iðandi maurana með Ctrl + D. Hugsanlega þarf að laga eitthvað til þar sem flaskan var og þá skuluð þið nota Clone Stamp Tool verkfærið sem þið ættuð að kunna vel á núna. Takið sýnishorn af dúkinum og strjúkið varlega yfir það sem laga skal. Þegar þið eruð ánægð höldum við áfram og breytum nú myndinni í svart – hvíta mynd.

6. Við gerum myndina svart – hvíta með því að nota Adjustment Layer. Smellið á hnappinn neðst á Layer valseðlinum. Veljið Black & White af listanum. Við skulum aðeins laga stillingarnar þarna til að svart-hvíta myndin fái auknar andstæður og verði fallegri. Prófið mismundandi stillingar þar til þið verðið ánægð. Ef þið finnið ekki góða stillingu má nota Darker stillinguna í Adjustments.

7. Veljið pensilinn úr verkfærakistunni og stillið á 350 px og notið mjúkan bursta. Mikilvægt er að nota svartan lit í pensilinn þar sem þið sjáið að nú er kominn hvítur maski sem hylur litmyndina. Við þurfum hins vega að mála á maskann þar sem við viljum gera gat á lagið og hleypa lit í gegn. Byrjið nú að vinna og munið að ef þið málið útfyrir er bara að skipta um lit í penslinum. Ef þið málið með hvítu á maskann hverfur liturinn og svart-hvíta myndin sést í staðinn. Minnkið pensilinn í 70 px þegar þið lagið kantana á bakkanum.

8. Þar sem svolítið erfitt er að mála kertin er hægt að fara styttri leið: Gerið Background lagið virkt (smellið á það). Veljið töfrasprotann (Magic Wand Tool) úr verkfærakistunni og smellið á annað kertið. Til að velja allt kertið og logann þarf að halda niðri Shift-hnappinum (eða velja Add to selection) og smella á óvalin svæði þar til allt kertið er valið. Veljið nú hitt kertið á sama hátt.

9. Þegar bæði kertin hafa verið valin þarf að gera lagið Black & White virkt (smella á það). Málið nú yfir kertin með svörtum lit. Notið pensilstærð 150 px. Nú er engin hætta á að mála útfyrir Haldið að lokum niðri Ctrl og D hnöppunum til að losna við iðandi maurana.

10. Veljið nú Layer – Flatten Image. Nú lýkur fyrri hluta verkefnisins.

Vídeó verkefni: Verkefni_9A.mp4 Verkefni_9B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 9 – Photoshop Fjölnir

bls. 21

11. Í seinni hluta verkefnisins skulum við setja ramma utan um myndina: Sækið nú rammann

rammi04.jpg.

12. Veljið rammamyndina með Ctrl A og takið afrit af henni með Ctrl C, lokið rammamyndinni. Límið nú rammann inn á myndina sem þið voruð að laga Ctrl V. Nú bætist rammamyndin inn sem lag (Layer 1). Tvísmellið á nafnið Layer 1 og breytið því í Rammi.

13. Þið sjáið að ramminn er ekki af sömu stærð og myndin. Til að laga rammann veljum við Ctrl T (Edit – Free Transform). Dragið nú rammann út frá hverju horni þannig að hann hylji myndina undir.

14. Nú sést ekkert af myndinni undir, en þið skuluð ekki örvænta, með smá breytingu á blöndun rammalagsins getum við gert allan svarta litinn gegnsæjan.

15. Hafið lagið Rammi valið. Í stað Normal skuluð þið nú velja Screen. Nú verður svarti liturinn gegnsær og myndin undir er komin með þennan fína ramma .

16. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. veisla_rammi.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 10 – Photoshop Fjölnir

bls. 22

10 ægst a bak við vegg með warp skipun 1. Opnið myndirnar veggur.jpg og sveit.jpg.

2. Afritið myndina sveit.jpg með Select All (Ctrl A) og Copy (Ctrl C). Lokið myndinni og límið hana Paste (Ctrl V) hjá myndinni veggur.jpg. Nú eruð þið með tvö lög og þið skuluð gefa nýja laginu nafnið Sveit. Við notum sveitina ekki alveg strax og því skuluð þið slökkva á auganu á laginu, þá er myndin ekkert að trufla okkur á meðan.

3. Við skulum byrja á að fjarlægja töskuól sem lafir niður af veggnum ofan við konuna (mistök ljósmyndarans ). Þetta er hægt að gera með ýmsum verkfærum, en að þessu sinni notum við Spot Healing Brush Tool. Sækið verkfærið í verkfærakistuna (nr. 7 ofan frá), stillið stærðina á 100 px, harðan bursta. Hafið lagið Background virkt, strjúkið varlega yfir ólina og hún ætti að hverfa eins og dögg fyrir sólu.

4. Sækið nú merkingaverkfærið Rectangular Marquee Tool, sem er næstefst í verkfærakistunni. Dragið kassa úr efra hægra horninu og niður fyrir vegginn, þ.e. niður að grasinu, vinstri hendi konunnar á að vera með í valinu, gætið þess að hafa lagið Background virkt þegar þið gerið þetta.

5. Afritið nú valið með Ctrl J eða Layer – New – Layer Via Copy. Nú bætist við nýtt lag, sem við skulum gefa nafnið Fletting.

6. Við skulum gera hér smá millistig til að gera flettinguna raunverulegri. Byrjið á að merkja á ný með merkingaverkfærinu Rectangular Marquee Tool eins og sýnt er hér til hægri, hafið lagið Fletting virkt. Gerið nýtt lag með Ctrl Shift N eða smellið á Create a new layer neðst í valmyndinni fyrir lögin. Hafið nýja lagið Layer 1 virkt, veljið Gradient Tool úr verkfærakistunni, veljið hvítan forgrunnslit (ýta á D á lyklaborðinu og síðan X), veljið síðan efst blöndunina Foreground to Transparent. Dragið að lokum línu inn í mitt valið eins og hvíta örin sýnir hér til hægri.

7. Þegar hvíta svæðið er komið inn í merkta svæðið skulum við aðeins draga úr hvíta svæðinu með því að breyta blöndun nýja lagsins Layer 1 í Soft Light.

8. Næst þurfum við að tengja lögin Layer 1 og Fletting saman með því er búa til klippi- maska: Layer – Create Clipping Mask, sjá hér til hægri – og að lokum skulum við fella saman lögin Layer 1 og Fletting með því að velja Layer – Merge Down (Ctrl E). Eftir stendur þá lagið Fletting.

9. Losið ykkur við iðandi maurana með Ctrl D (Select – Deselect). Virkið lagið Fletting og veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Nú sjáið þið kassa á öllum hornum lagsins Fletting, veljið gula Warp táknið ofan við myndina og byrjið á að draga efra hægra hornið inn eins og rauða örin sýnir. Dragið líka líkt og rauðu örvarnar sýna og endið á að draga neðra hægra hornið upp inn á milli fingra konunnar, hugsanlega þurfið þið að sækja strokleðrið Eraser Tool í verkfærakistuna og þurrka út hluta af horninu svo að þetta líti eðlilega út, reynið að láta flettinguna líta eðlilega út.

Vídeó verkefni: Verkefni_10A.mp4 Verkefni_10B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 10 – Photoshop Fjölnir

bls. 23

10. Nú þarf að kveikja á auganu fyrir frama lagið Sveit. Virkið lagið Sveit og færið það niður fyrir lagið Fletting. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Minnkið myndina og komið henni þannig fyrir að hún sé sem eðlilegust á bak við flettinguna.

11. Sækið strokleðrið Eraser Tool, stillið stærðina á 300 px, mjúkan pensil og strjúkið varlega yfir neðsta hlutann á myndinni sveit, til að losna við hvössu brúnina. Reynið að gera samskeytin sem eðlilegust.

12. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. veggur_sveit.jpg.

13. Ef ykkur langar að prófa þessa aðferð aftur eru tvær myndir hus.jpg og kaffihus.jpg sem þið skuluð

reyna að gera líkt og myndin hér fyrir neðan. Þið fylgið leiðbeiningunum á síðunni á undan, liðum 2 til 11, en getið hlaupið yfir 3. lið, enda engin töskuól sem þarf að eyða.

14. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. hus_kaffihus.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 11 – Photoshop Fjölnir

bls. 24

11 Buum til filmubut – meira um warp 1. Byrjið á að búa til bakgrunn fyrir filmubútinn. Veljið File – New (Ctrl N). Veljið

næst Print og síðan stærðina A4 eða A3. Aðgætið að millimetrar séu valdir og víxlið síðan stærðunum sem þarna eru: breidd Width á að vera 297 mm og hæð Height á að vera 210 mm eða veljið táknmyndina fyrir liggjandi, Landscape.

2. Sækið verkfærið Gradient Tool í verkfærakistuna. Smellið á forgrunnslitinn og veljið lit, sem þið viljið nota í bakgrunn, hér er notaður ljósblár litur, en þið megið auðvitað nota hvaða lit sem þið óskið. Farið eins að við að velja bakgrunnslit, hér er valinn ljósgrár litur. Ofan við myndina: Veljið blöndunina Foreground to Background (neðsta skýringar-myndin hér til hliðar), dragið strik frá vinstri til hægri, ef þið eruð ekki ánægð reynið þá aftur til dæmis ofan frá og niður eða neðan frá og upp. Breytið líka litnum ef þið eruð ekki ánægð með hann. Þegar þið eruð ánægð með bakgrunninn:

3. Sækið gamaldags filmubút, sem auðvitað er til í forritinu. Sæk-ið verkfærið Custom Shape Tool, en það er neðarlega í verk-færakistunni. Efst á skjánum eru stjórntækin fyrir þetta verk-færi . Veljið svartan lit í Fill og veljið filmubútinn 35 mm Film 2 af listanum undir Shape (sem örin bendir á hér fyrir ofan).

4. Búið til nýtt lag Create a new layer. Gefið nýja laginu nafnið Filmubútur og hafið það valið. Haldið niðri Shift hnappinum á lyklaborðinu og teiknið filmubútinn inn á nýja lagið. (Shift hnappurinn sér til þess að filmubúturinn verður í réttum hlutföllum, t.d. ekki of mjór eða of langur). Veljið næst Edit – Free Transform (Ctrl T) og dragið filmubútinn yfir bakgrunnslagið, haldið niðri Shift hnappinum á lykla-borðinu og stillið stærð filmubútsins þannig að hann passi, sjá hér fyrir ofan til hægri.

5. Nú er komið að því að sækja fjórar myndir til að setja inn í filmubútinn. Þið megið velja hvaða myndir sem er. Hér eru notaðar myndirnar keli_og_nanna.jpg, spitukarl.jpg, videy.jpg og heimaklettur.jpg. Eftir að hafa opnað fyrstu myndina, veljið hana með Select All (Ctrl A), afritið hana með Copy (Ctrl C), lokið henni og límið hana Paste (Ctrl V) yfir bakgrunninn – undir filmubútinn. Myndin kemur inn sem nýtt lag Layer 1.

6. Veljið Layer 1 með Edit – Free Transform (Ctrl T) og minnkið myndina þannig að hún passi inn í eitt auða svæðið á filmubútnum. Þegar myndin passar ýtið á Enter hnappinn eða smellið á ofan við myndina. Farið eins að við hinar myndirnar þrjár, afritið, límið og minnkið þær þar til þið hafið fjögur lög með myndum líkt og sést á skýringarmyndinni hér fyrir ofan.

7. Nú þarf að sameina fimm efstu lögin: Haldið niðri Shift hnappinum á lyklaborðinu, smellið á lagið Filmubútur, smellið næst á lagið Layer 1 og nú ættu öll lögin (nema Background) að vera valin. Veljið nú Layer – Merge Layers (Ctrl E).

8. Nú er ætlunin að sveigja og beygja filmubútinn svo að útlit hans minni meira á filmu. Veljið Edit – Transform – Warp. Eins og venjulega eru stjórntækin fyrir þetta verkfæri ofan við myndina. Þið eigið að smella á Custom vinstra megin, þá opnast fellivalslisti (sjá hér hægra megin). Þar sem ætlunin er að sveigja bútinn veljum við Flag (fáni) af listanum. Staðfestið með fyrir ofan mynd eða Enter á lyklaborðinu.

Vídeó verkefni: Verkefni_11.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 11 – Photoshop Fjölnir

bls. 25

9. Nú er kominn þessi fíni sveigur á filmubútinn. Til þess að auka á þrívíddar-tilfinninguna skulum við breikka vinstri hluta bútsins og mjókka þann hægri. Gætið þess að lagið með filmubútinum sé virkt. Veljið Edit – Transform – Perspective, togið vinstra efra hornið upp til að breikka vinstri hlutann og ýtið síðan hægra efra horninu niður til að mjókka hægri hlutann. Staðfestið með fyrir ofan mynd eða Enter á lyklaborðinu.

10. Við skulum aðeins snúa filmubútinum: færa vinstri hlutann ofar og hægri hlutann neðar. Best er að nota Edit – Free Transform (Ctrl T) til að gera þetta. Gætið þess að lagið með filmubútinum sé virkt. Verið með bendilinn utan við filmubútinn og notið bognu örina til að snúa bútinum lítillega, ýtið hægri hlutanum niður. Staðfestið með fyrir ofan mynd eða Enter á lyklaborðinu þegar þið eruð ánægð.

11. Nú er þetta alveg að verða búið. Til að setja punktinn yfir i-ið og auka þrívíddaráhrifin enn meira skulum við setja inn skugga sem kemur neðan við og fyrir aftan filmubút-inn. Búið nú til tómt lag Create a new layer og gætið þess að það sé á milli laganna Background og Filmubútur, kallið nýja lagið Skuggi. Hafið skuggalagið virkt, sækið pensil Brush Tool í verkfærakistuna. Stillið á 300 px, mjúkan bursta, veljið svartan lit í pensilinn (ýtið á D á lyklaborðinu). Gætið þess að Opacity gegnsæi sé 100%. Haldið niðri Shift lyklinum á lyklaborðinu til að fá alveg beint strik og dragið svart strik frá vinstri til hægri eins langt og filmubúturinn nær.

12. Hafið skuggalagið virkt og veljið Edit – Transform – Perspective, togið vinstra efra hornið upp til að breikka vinstri hlutann og ýtið síðan hægra efra horninu niður til að mjókka hægri hlutann, gerið hægri hlutann alveg örmjóan. Staðfestið með fyrir ofan mynd eða Enter á lyklaborðinu. Að lokum skuluð þið velja Edit – Free Transform (Ctrl T) til að snúa skugganum og færa hann til þannig að hann sé líkt og hér er sýnt fyrir neðan. Staðfestið aftur með fyrir ofan mynd eða Enter á lyklaborðinu.

13. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. filmubutur_skuggi.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 12 – Photoshop Fjölnir

bls. 26

12 Þrılitur, þrıbrot, þrjar myndir… 1. Opnið myndirnar strakar.jpg og rammi10.jpg. Við bíðum aðeins með rammann og notum hann

ekki fyrr en í 5. lið.

2. Við skulum byrja á að eyða öllum upplýsingum um liti úr myndinni af strákunum. Veljið Image – Mode – Grayscale. Staðfestið með því að smella á Discard.

3. Næst er að breyta áferð myndarinnar lítillega. Byrjið á að afrita bakgrunnslagið með Ctrl J. Hafið nýja lagið virkt: Veljið Filter – Artistic – Cutout… ekki breyta neinum stillingum, staðfestið með OK. Til að minnka áhrif filtersins: Færið gegnsæi Opacity niður í 80%. Veljið Layer – Merge Down (Ctrl E).

4. Þá er að velja einhverja litatóna í myndina: Image – Mode – Duotone… Veljið einhverja tví-, þrí- eða fjórliti af fellivalslistanum. Hér er valinn þríliturinn BMY sepia 1, en þið veljið að sjálfsögðu þá litatóna sem ykkur líst best á.

5. Veljið myndina rammi10.jpg með Select All (Ctrl A), lokið henni og límið Paste (Ctrl V) hana inn hjá myndinni af strákunum, þið sjáið að rammamyndin passar ekki alveg. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T) og minnkið myndina og mjókkið, komið henni fyrir á miðri myndinni af strákunum, líkt og hér hefur verið gert, staðfestið með því að smella á eða ýta á Enter, kallið nýja lagið Miðja. Límið aftur með Ctrl V og komið nýja rammanum fyrir vinstra megin við miðjurammann, kallið lagið Vinstri og gerið það sama hægra megin og kallið nýja lagið Hægri. Nú eruð þið komin með mynd þar sem einungis þrír rammar sjást, en það stendur allt til bóta .

6. Breytið blöndun allra rammalaganna í Screen og nú sést allt í einu myndin af strák-unum. Við þurfum hins vegar aðeins að lagfæra stærð myndarinnar af þeim og

auðveldast er að gera það þannig að afrita hluta myndarinnar. Byrjum á stráknum í miðjunni. Sækið tólið Rectangular Marquee Tool og dragið kassa utan um strákinn í miðjunni, takið afrit af honum með Copy (Ctrl C) og límið með Paste (Ctrl V). Gætið þess að miðjustrákurinn sé undir laginu Miðja. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T) til að stækka strákinn og færa hann á réttan stað.

7. Takið nú afrit af strákunum vinstra megin og límið inn á sama hátt, gætið þess að þeir séu undir laginu Vinstri. Gerið eins og með miðjustrákinn, stækkið strákana með Free Transform og færið þá á góðan stað í rammanum. Gangið að lokum frá stráknum hægra megin á sama hátt, hann þarf að vera undir laginu Hægri.

8. Nú þarf aðeins að taka til. Þið sjáið að myndirnar af strákunum vinsta og hægra megin gætu komið aðeins inn á miðjumyndina. Sækið nú strokleðrið Eraser Tool, stillið stærð þess á 300 punkta, hart og þurrkið út það sem kemur inn á miðjumyndina.

9. Hugsanlega þarf að laga myndirnar lítillega með stimplinum Clone Stamp Tool. Stillið stærðina á 200 til 300 px og takið fyrst sýnishorn í stimpilinn með því að halda niðri Alt-hnappinum á lyklaborðinu og smella þar sem þið viljið fá sýnishorn í stimpilinn. Strjúkið varlega þar sem þið viljið lagfæra, takið sýnishorn aftur og aftur ef þörf er á.

Vídeó verkefni: Verkefni_12A.mp4 Verkefni_12B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 12 – Photoshop Fjölnir

bls. 27

10. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. strakar_3brot.jpg.

11. Í seinni hluta verkefnisins skulum við gera einfaldari uppsetningu og nota þrjár ólíkar myndir af

gítarnum hans Pálma til að gera eina skemmtilega þrískipta mynd. Þið getið nota sama ramma og áðan rammi10, en þið getið líka sótt annan ramma, þeir eru númeraðir frá rammi01.jpg til rammi10.jpg. Sækið líka myndirnar gitar1.jpg, gitar2.jpg og gitar3.jpg.

12. Við skulum byrja á að gera bakgrunn fyrir myndirnar af gítarnum. Veljið File – New (Ctrl N). Veljið næst Print – A3 af listanum. Stillið á liggjandi mynd (Landscape). Gætið þess að Background contents (bakgrunnur) sé White (hvítur). Endið á að smella á Create hnappinn.

13. Veljið myndina rammi10.jpg með Select All (Ctrl A), lokið henni og límið Paste (Ctrl V) hana inn á nýja hvíta bakgrunninn. Gerið þetta þrisvar sinnum, en þið megið raða römmunum eins og þið viljið, t.d. eins og gert er hér fyrir neðan. Veljið blöndunina Screen fyrir alla rammana.

14. Gerið nú eins og í 7. lið hér á undan. Þið megið auðvitað raða gítarmyndunum eins og þið viljið.

15. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. gitar_3skipt.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 13 – Photoshop Fjölnir

bls. 28

13 Tvær myndir verða að einni 1. Opnið myndirnar laugavegur1.jpg og laugavegur2.jpg. Veljið myndina

laugavegur2 með Ctrl A og afritið hana með Ctrl C. Lokið myndinni og límið hana með Paste eða Ctrl V hjá myndinni laugavegur1. Þið takið eftir að nú hefur myndast nýtt lag Layer 1.

2. Myndirnar eru teknar með um mínútu millibili og á báðum myndum er fólk sem ætlunin er að losna við af myndinni. Þar sem myndavélin hefur líklega færst svolítið til á milli þess sem myndirnar voru teknar þarf að fá forritið Photoshop til að stilla myndunum þannig upp að þær standist á. Veljið nú bæði lögin með því að halda niðri Shift og velja síðan Background og Layer 1. Til að láta myndirnar standast á veljið þið Edit – Auto-Align Layers. Smellið síðan á OK. Tölvan er svolitla stund að reikna út hvernig myndirnar standast best á – bíðið róleg á meðan. Þið takið eftir að nú myndast autt svæði þar sem tölvan færði lögin til svo að þau stæðust á. Þetta lögum við þegar annað er búið.

3. Til að losna við fólkið af myndinni þurrkum við út fólk af efri myndinni með því að mála með svörtu á maskann og sjá þá myndina fyrir neðan: Búið til maska á lag 1 (Layer 1). Veljið mjúkan pensil (Brush Tool)um 50 px að stærð og gætið þess að gegnsæi (Opacity) sé stillt á 100%. Gætið þess að þið vinnið bara með hvítan eða svartan lit í penslinum (D á lyklaborðinu). Stækkið myndina (Ctrl +) svo að þið sjáið betur til. Reynið nú að losna við fyrsta ferðamanninn … og svo koll af kolli þar til allir eru horfnir. Munið: Þið notið svartan lit til að gera gat á maskann en hvítan lit til að laga maskann ef þið gerið of stórt gat.

4. Þegar þið hafið þurrkað út hjólreiðamanninn gerist svolítið sniðugt, því allt í einu koma í ljós fætur á manni undir fatahenginu En við skulum reyna að losa okkur við fæturna með stimplinum sem við höfum notað áður. Hafið lagið Layer 0 valið og slökkvið á auganu fyrir Layer 1 svo að þið sjáið betur til.

5. Veljið Clone Stamp verkfærið í verkfærakistunni. Stillið stærðina á 50 px og hafið stillt á Current Layer Takið „blek“ í stimpilinn með því að halda niðri Alt-hnappinum og smella rétt hjá fótunum á manninum. Sleppið Alt-hnappinum og smellið og strjúkið varlega nokkrum sinnum yfir fæturna til að losna við þá. Þið þurfið að taka sýni í stimpilinn nokkrum sinnum. Þegar þið hafið losnað við fætur mannsins og eruð ánægð kveikið þið aftur á auganu – og nú ætti allt fólk að vera horfið af myndinni .

6. Nú er bara eftir að klippa myndina. Byrjið á að sameina lögin. Veljið Layer – Flatten Image. Veljið næst skærin úr verkfæra- kistunni Crop Tool, gætið þess að nota Rule of Thirds. Hægt er að færa valið til og lagfæra það. Þegar þið eruð ánægð ýtið á Enter eða veljið

7. Nú er bara eftir að vista myndina undir nýju nafni t.d. laugavegur_godur.jpg.

Vídeó verkefni: Verkefni_13A.mp4 Verkefni_13B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 13 – Photoshop Fjölnir

bls. 29

8. Nú skuluð þið sækja myndirnar folk1.jpg og folk2.jpg. Afritið folk2 og lokið henni. Límið hana hjá folk1. Nú eruð þið með tvö lög eins og áðan.

9. Þessar myndir voru teknar með myndavél sem var föst á þrífæti. Við skulum samt fá forritið til að láta þær standast betur á. Veljið bæði lögin og síðan Edit – Auto-Align Layers. Hafið hakað við Auto og staðfestið með því að smella á OK.

10. Búið til maska á lag 1 (Layer 1). Sækið síðan pensilinn og stillið stærðina t.d. á 200 px mjúkan bursta, liturinn í penslinum á að vera svartur. Þið skuluð fara eins að og áðan og reyna að mála yfir þau andlit sem eru með lokuð augu eða brosa ekki nógu vel. Ef þið gerið villu notið þá hvítan lit til að laga. Þið ættuð sérstaklega að reyna að skipta um andlit á manninum með myndavélina og þeim þrem sem eru lengst hægra megin – öll þessi eru betri á myndinni sem er á bak við. Svo er auðvitað enginn í stólnum fremst á myndinni en kannski kemur einhver þangað ef þið reynið.

11. Klippið að lokum myndina til eins og þið eruð ánægð með hana. Notið Crop Tool, gætið þess að nota Rule of Thirds og veljið Original Ratio svo að myndin verði í sömu hlutföllum og áður.

12. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. folk_gott.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 14 – Photoshop Fjölnir

bls. 30

14 Rauð augu og andlit lagfærð 1. Opnið myndina utskrift.jpg

2. Fyrst þarf að lagfæra rauð augu í stelpunum. Sækið tólið Red Eye Tool í verkfærakistuna. Stækkið myndina og smellið síðan í miðjuna á rauðu augunum….og rauðu augun verða fín.

3. Sækið nú plásturinn Spot Healing Brush Tool. Stillið stærðina á 30 px og gætið þess að stillt sé á Content-Aware . Leitið nú uppi fæðingarbletti og aðra bletti á andliti og hálsi stelpunnar í rauða kjólnum og smellið með plástrinum yfir blettinn. Best er að hafa myndina í góðri stækkun á meðan þetta er gert.

4. Gerið myndina svart-hvíta með sömu aðferð og í verkefni 9: Smellið á hnappinn neðst á Layer valseðlinum. Veljið Black & White af listanum. Við skulum aðeins laga stillingarnar þarna til að svart-hvíta myndin fái auknar andstæður og verði fallegri. Prófið mismundandi stillingar þar til þið verðið ánægð. Ef þið finnið ekki góða stillingu má nota Darker stillinguna í Adjustments. Þið sjáið að nú er komið nýtt lag með maska.

5. Veljið mjúkan bursta og stillið stærðina á 100 px og gætið þess að gegnsæi Opacity sé stillt á 100% . Notið svartan lit í pensilinn og málið varlega yfir stelpuna í rauða kjólnum og rósirnar. Best er að minnka pensilinn í 80 px þegar þarf að fara yfir útlínur hennar. Munið að nota hvítt í pensilinn ef þið málið of mikið.

6. Skerið myndina til þannig að stelpan með lokuðu augun hverfi, notið Rule of Thirds.

7. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. utskrift_augu.jpg.

8. Við skulum prófa að laga annað andlit. Opnið nú myndina kona.jpg

9. Fyrst þarf að eyða rauða glampanum í augunum. Notið Red Eye Tool.

10. Næst þarf að lagfæra smáa og stóra bletti á húðinni með plástrinum Spot Healing Brush Tool. Stillið stærðina á 30 px og gætið þess að stillt sé á Content-Aware .

11. Á enni konunnar eru djúpar hrukkur sem við ætlum að reyna að eyða eða minnka verulega. Sækið snöruna Patch Tool í verkfærakistuna, gætið þess að stillingin sé svona: Patch –

Vídeó verkefni: Verkefni_14A.mp4 Verkefni_14B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 14 – Photoshop Fjölnir

bls. 31

Normal og hakað við Source. –Skynsamlegt getur verið að gera lagfæringarnar á enninu á nýtt lag, sem gert er þá með Layer – New – Layer Via Copy eða Ctrl J.

12. Við skulum nú velja svolítið svæði t.d. ofan við augabrúnina vinstra megin á myndinni. Þegar búið er að fara með vallínuna umhverfis svæðið drögum við það neðst á ennið milli augnanna eða niður á kinn þar sem er heil húð og eins og fyrir töfra hverfa hrukkurnar.

13. Til að þetta sé eðlilegt skulum við þó gera þessa lagfæringu gegnsæja að hluta. Veljið Edit – Fade Patch Selection… og stillið Opacity á 70. Endurtakið þar til allar hrukkurnar eru orðnar minna áberandi á enninu3.Ef þörf er á að laga

ennið meira má nota Healing Brush Tool. Fyrst er tekið sýnishorn af húð sem við viljum nota með því að halda niðri Alt-hnappinum. Sleppið Alt-hnappinum og málið yfir svæðið sem á að laga, notið bursta af stærðinni 30-40 px.

14. Að lokum skulum við dekkja augabrúnirnar svolítið. Veljið pensilinn Brush Tool og stillið á 20px stærð og 40% þéttni (Opacity). Smellið á forgrunns- litinn til að geta stillt á nýjan lit. Færið dropa-teljarann yfir hárið á konunni og smellið þar sem þið viljið velja lit á augabrúnirnar. Smellið að lokum á OK hnappinn.

15. Gerið nýtt tómt lag til að mála yfir augabrúnirnar. Málið varlega yfir augabrúnirnar. Notið Edit – Undo eða Edit – Step Backward ef þið gerið vitleysu. Endið á að breyta blöndun lagsins í Color.

16. Skerið myndina að lokum til (Crop Tool) eins og þið viljið. Notið Rule of Thirds og reynið að fá hornalínurnar til að mætast á auganu vinstra megin á myndinni. Ýtið á Enter eða veljið þegar þið eruð ánægð.

17. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. kona_augu.jpg.

3 Ef lagfæringarnar á enninu eru unnar á sérstakt lag má í stað þess að nota Fade Patch Selecton... draga

þéttni lagsins niður í 65 til 70%

VSTO-áfangar Verkefni 15 – Photoshop Fjölnir

bls. 32

15 Speglun og tiltekt 1. Opnið myndina videy.jpg

2. Við byrjum á að auka aðeins andstæður í birtu í myndinni með því að velja Image – Adjustments – Levels... (Ctrl L). Stillið svarta tóninn vinstra megin á 30 og miðtónana á 0,80. Smellið á OK.

3. Við skulum enn auka andstæðurnar með því að velja Image – Adjustments – Curves... (Ctrl M). Veljið stillinguna Medium Contrast. Smellið á OK.

4. Nú er að taka svolítið til í eyjunni. Stækkið myndina áður en þið byrjið, svo að þið sjáið vel til.

5. Við skulum byrja á skiltunum þrem sem eru framarlega á myndinni. Byrjið á að nota Patch Tool úr verkfærakistunni. Dragið hring utan um eitt skiltið og þegar maur-arnir ná alveg umhverfis skiltið skuluð þið draga það til hliðar. Skiltið hverfur og forritið fyllir í eyðuna með ótrúlegum hætti Endurtakið þetta með hin skiltin.

6. Reynum næst að láta heilt hús hverfa, en þó með annarri aðferð. Veljið snöruna Lasso Tool úr verkfærakistunni og dragið hring utan um húsið með grasinu á þakinu. Veljið næst Edit – Fill... og gætið þess að stillingin sé á Content-Aware. Smellið á OK. Bingó húsið horfið! Þið megið beita þessum töfrabrögðum áfram ef ykkur langar að taka betur til í Viðey. Hvað með alla ljósastaurana ?

7. Næst skulum við reyna að fá eyjuna til að speglast í sjónum. Við byrjum á að merkja allan efri hluta myndarinnar með merkiverkfærinu Rectangular Marquee Tool. Dragið kassa frá efra vinstra horni niður að sjávarborði.

8. Þá er að afrita lagið með Ctrl J eða Layer – New – Layer Via Copy. Gefum afritinu nafnið Speglun.

9. Hafið nýja lagið Speglun valið: Veljið Edit – Transform – Flip Vertical. Úpps allt á hvolfi, en svona á þetta að vera.

10. Veljið færsluverkfærið Move Tool úr verkfærakistunni og dragið speglunina niður að sjávar-borðinu. Allt í einu speglast húsin og eyjan í hafinu Smellið á Ctrl D til að losna við maurana.

11. En þetta er svolítið óraunverulegt ennþá og til að bæta úr því skulum við byrja á að gera speglunina svolítið dekkri. Veljið Image – Adjustments – Levels... eða Ctrl L. Stillið miðtónana á 0,65. Staðfestið með OK.

12. Næst skulum við setja svolitla hreyfingu í hafið með því að velja Filter – Blur – Motion Blur... Stillið Distance á 15 pixla. Staðfestið með OK.

13. Við þurfum auðvitað að láta sjást svolítið í hafið sem eyjan speglast í og til þess að það sé hægt þurfum við að minnka gegnsæi lagsins Speglun. Dragið Opacity niður í 70%.

Vídeó verkefni: Verkefni_15.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 15 – Photoshop Fjölnir

bls. 33

14. Við skulum aðeins laga birtuna í myndinni, án þess að snerta við myndinni sjálfri: Smellið á Adjustment Layer hringinn sem er eins og hann sé tvískiptur

. Nú kemur upp valseðill þar sem þið eigið að velja Brightness/Contrast… Stillið Brightness á -15 og Contrast á 15. Þið takið eftir að nú bætist nýtt lag við ofan við lagið Speglun. Þið getið lokað valmyndinni með því að smella á X efst hægra megin.

15. Smellið aftur á Adjustment Layer hringinn. Veljið nú Photo Filter… skipunina. Nú er ætlunin að fá hlýrri liti í myndina. Stillið t.d. á Warming Filter (LBA). Þið sjáið að aftur bætist við nýtt lag, ofan við þau sem fyrir voru.

16. Nú er ágætt að sameina lögin fjögur með skipuninni Layer – Flatten Image. Eftir stendur eitt lag Background.

17. Við skulum breyta aðeins stemmingunni í myndinni og auka jafnframt skerpuna með því að bæta fyrst við tómu lagi og fylla það síðan með gráum lit Þetta hljómar skrýtilega en við skulum athuga hvert þetta ber okkur4. Smellið á hnapp-inn Create a new layer , kallið lagið Dökkt. Veljið Edit – Fill… – 50% Gray og… úpps myndin hverfur! En ekki övænta, stillið blöndun lagsins á Overlay og nú sést myndin á nýjan leik.

18. Veljið mjúkan pensil og stillið pensilstærð á 800, stillið gegnsæi Opacity á 50%, efst á skjánum. Notið bara svartan lit í pensilinn. Strjúkið yfir himininn og látið

hann dökkna svolítið. Hættið þegar þið eruð ánægð.

19. Gerið annað lag og kallið það Ljóst. Fyllið það líka með gráu. Veljið Edit – Fill… – 50% Gray. Breytið blönduninni í Overlay eins og í lið 17.

20. Notið sama mjúka pensilinn en nú á að nota hvítan lit í hann og færið gegnsæið Opacity í 20%. Minnkið pensilinn í 500 px. Strjúkið varlega yfir grænu hluta myndarinn (grasið í Viðey) og húsin, þið sjáið að þessi hluti myndarinnar lýsist. Hættið þegar þið eruð ánægð.

21. Nú er að sameina lögin með Layer – Flatten Image og klippa myndina síðan. Veljið Crop Tool verkfærið úr verkfærakistunni. Hafið stillt á Original Ratio og skerið lítillega af himninum og hægri hluta myndarinnar. Staðfestið þegar þið eruð ánægð með því að ýta á Enter eða smella á efst á skjánum.

22. Nú er bara eftir að vista myndina undir nýju nafni t.d. videy_speglun.jpg.

4 Svipuðum árangri má raunar ná með verkfærunum Dodge Tool (Ljóst) og Burn Tool (Dökkt), en þau eru bæði í

verkfærakistunni. Þið kynnist notkun þeirra lítillega í Verkefni 27.

VSTO-áfangar Verkefni 16 – Photoshop Fjölnir

bls. 34

16 Skipt um liti ı mynd, litir lagfærðir 1. Opnið myndina oddur.jpg

2. … og afritið síðan bakgrunnslagið t.d. með Ctrl J.

3. Fyrst er ætlunin að skipta um lit á bolnum sem maðurinn klæðist, gætið þess að vera með lag 1 valið. Við notum skipunina Image – Adjustments – Replace Color… Veljið dropateljarann lengst til vinstri og smellið á bolinn, stillið Fuzziness á 100. Nú þarf að velja þann lit sem ætlunin er að nota á bolinn. Dragið Hue kvarðann til vinstri á t.d. -125, þá fáið þið skærbláan lit, en þið megið auðvitað velja annan lit ef þið viljið. Til að auka styrkleika litarins dragið Saturation kvarðann upp á +20 og til að auka birtuna dragið Lightness upp á +5. Þið sjáið að ennþá er rauður litur á öxlum mannsins. Veljið nú dropa-teljarann í miðjunni og smellið með honum á rauða svæðið á annarri öxlinni. Nú ætti allur bolurinn að vera orðinn fagurblár. Takið eftir að varir mannsins og eyra eru líka með bláum blettum og raunar ef þið skoðið vel skúrinn í bakgrunni er líka svolítil blá slikja þar, en hafið engar áhyggjur af þessu, við lögum þetta með maska. Smellið á OK.

4. Búið til Maska (Add Layer Mask). Sækið pensilinn í verkfærakistuna, gætið þess að forgrunnslitur sé svartur og bakgrunnslitur hvítur (ýta á D á lyklaborðinu). Stillið pensilstærð á 150 px, mjúkan pensil og hafið Opacity 100%. Málið varlega yfir andlit mannsins – þið eruð nú að gera gat á myndina svo að myndin fyrir neðan sjáist. Gerið eins með garðskúrinn, málið yfir hliðina á honum með svarta litinum. Notið hvítan lit í pensilinn ef þið málið út fyrir og notið minni pensil t.d. 60 px þegar þið þurfið að vanda ykkur sérstaklega. Munið að stækka þann hluta myndarinnar sem þið vinnið við.

5. Nú skulum við reyna að gera grasið og runnana haustlega. Hafið myndina á lagi 1 virka, smellið á sjálfa myndina. Veljið nú aftur skipunina Image – Adjustments – Replace Color… Veljið dropateljarann lengst til vinstri og smellið á græna grasið, hafið Fuzziness á 100. Nú þarf að velja þann lit sem ætlunin er að nota á grasið. Við veljum rauðbrúnan lit Hue -75, Saturation -20 og Lightness -10. Þið megið auðvitað breyta þessum tölum ef ykkur finnst það gefa betri árangur. Smellið á OK.

6. Við skulum líka reyna að losa okkur við skeiðina sem liggur á diskinum vinstra megin á myndinni og líka stútinn á könnunni hægra megin. Veljið myndina á lagi 1 (ekki smella á maskann). Sækið síðan töfrasprotann Magic Wand Tool í verkfærakistuna og smellið á skeiðina, stillið Tolerance á 15 . Í stað þess að nota töfraprotann getið þið notað sömu aðferð og í síðasta verkefni og notað Patch Tool verkfærið. Ef þið gerið það skuluð þið hlaupa yfir 7. og 8. lið efst á næstu síðu.

Vídeó verkefni: Verkefni_16.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 16 – Photoshop Fjölnir

bls. 35

7. Til að velja alla skeiðina þarf líklega líka að nota hraðvalssprotann Quick Selection Tool. Þegar öll skeiðin er valin veljið Edit – Fill… – Content-Aware og hafði stillingarnar eins og hér er sýnt. Staðfestið með OK.

8. Líklega verða útlínur skeiðarinnar eftir og til að losna við þær skuluð þið nota stimpilverkfærið Clone Stamp Tool, stillið stærð stimpilsins á um það bil 100 px Takið sýnishorn með því að halda niðri Alt-hnappinum og smella á það sem þið viljið nota, strjúkið varlega yfir útlínur skeiðarinnar og takið sýnishorn þar sem þörf er (bæði af grasinu og diskinum). Þið megið auðvitað reyna að losa ykkur alveg við diskinn ef þið viljið – reynið sjálf

9. Næst er að losna við stútinn á könnunni. Notið stimpilinn Clone Stamp Tool. Takið sýnishorn af bláa bolnum og málið yfir stútinn, stillið stimpilstærðina á 100 px eða minna. Þið getið þurft að mála til skiptis með bláa litnum á bolnum og hvíta litnum á könnunni til að fá þetta til að líta eðlilega út. Þegar þið eruð orðin ánægð…

10. … skuluð þið velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. oddur_nyr.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 17 – Photoshop Fjölnir

bls. 36

17 Hluti myndar stækkaður 1. Opnið myndirnar staekkun_austurstraeti.jpg, staekkunargler.jpg og staekkun_speglun.jpg.

2. Fyrst þarf að afrita myndina af stækkunarglerinu (Ctrl A, Ctrl C) og líma (Ctrl V) hjá myndinni af Austurstræti. Nú myndast nýtt lag sem við skulum kalla Stækkunargler. Endurtakið þetta með myndina af spegluninni, afritið og límið, kallið seinna lagið Speglun. Við bíðum aðeins með að lagfæra Speglunina og slökkvum því á laginu með því að smella á augað. Myndin af spegluninni hverfur en lagið er áfram á sínum stað.

3. Virkið lagið Stækkunargler. Nú þarf að losna við hvíta bakgrunninn. Veljið Töfra-sprotann (Magic Wand Tool) úr verkfærakistunni, smellið á hvíta flötinn utan við stækkunarglerið, en til að velja líka hvíta flötinn inni í stækkunarglerinu þarf að velja eða halda niðri Shift hnappinum og smella síðan inn í stækkunarglerið. Áður en við eyðum hvíta svæðinu skulum við þó fínstilla valið aðeins betur.

4. Smellið á Select and Mask hnappinn og setjið inn eftirfarandi stillingar: Smooth 3, Feather 1 og Shift Edge +40%. Nú verða útlínur stækkunarglersins mjúkar og eðlilegar. Smellið á OK. Þurrkið út hvíta flötinn með því að ýta á Delete hnappinn á lyklaborðinu. Þið losnið við iðandi maurana með því að halda niðrir Ctrl og ýta á D eða velja Select – Deselect.

5. Nú þarf að draga stækkunarglerið þangað sem við viljum stækka og snúa því þannig að þið séuð ánægð, líklega þarf líka að minnka stækkunarglerið svolítið: Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Hafið bendilinn utan við valið og snúið stækkunarglerinu, þar til þið eruð ánægð. Smellið á eitthvert hornið haldið niðri Shift hnappinum og minnkið það með því að ýta inn. Þegar stærð og staðsetning stækkunarglersins er eins og þið viljið ýtið þá á Enter hnappinn eða veljið .

6. Næst þarf að búa til afrit af bakgrunnsmyndinni. Virkið fyrst Background: Layer – Duplicate Layer… eða Ctrl J. Gefið nýja laginu nafnið Stækkun.

7. Virkið nýja lagið Stækkun. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Haldið niðri Shift hnappinum og togið út eitthvert hornið á myndinni til að stækka hana. Þegar myndin er orðin eins og þið viljið hafa hana færið hana til þannig að það sem þið ætlið að stækka sé undir stækkunarglerinu, ýtið á Enter hnappinn eða .

8. Virkið lagið Stækkunargler. Veljið síðan Töfrasprotann úr verkfærakistunni og smellið inn í stækkunarglerið. Nú ætti iðandi maurar að umlykja glerið.

9. Virkið nú lagið Stækkun. Veljið síðan Select – Inverse til að snúa valinu við, nú ættu iðandi maurar að umlykja alla myndina. Ýtið næst á Delete hnappinn. Nú er bara myndin inni í stækkunarglerinu eftir. Þið getið prófað að slökkva á bakgrunnslaginu (smella á augað) til að sjá hvort þetta er ekki eins og það á að vera.

Vídeó verkefni: Verkefni_17.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 17 – Photoshop Fjölnir

bls. 37

10. Hafið lagið Stækkun áfram virkt, nú er ætlunin að gera stækkun-ina svolítið raunverulegri. Veljið Select – Inverse og nú ættu maur-arnir aftur bara að iða inni í stækkunarglerinu. Veljið síðan Filter – Distort – Spherize … og stillið á 50%. Þið sjáið að nú er stækkaða myndin svolítið sveigð til og lítur út eins og mynd í stækkunargleri Smellið á Ctrl D til að losna við iðandi maurana.

11. Þá er bara eftir að gera þetta enn raunverulegra með því að setja inn spegl-unina. Virkið lagið Speglun og kveikið á auganu svo að það sjáist. Breytið blönduninni með því að velja Screen í stað Normal. Screen blöndunin gerir það að verkum að svarti bakgrunnsliturinn hverfur. Stillið gegnsæi (Opacity) á 50%. Minnkið nú speglunina með því að nota Edit – Free Transform (Ctrl T). Haldið niðri Shift hnappinum og ýtið inn einhverju horni á spegluninni þar til hún passar inn í stækkunarglerið, ýtið á Enter hnappinn eða til að staðfesta valið þegar þið eruð ánægð. Dragið lagið Speglun niður fyrir lagið Stækkunargler.

12. Að lokum skulum við gera bakgrunnsmyndina svolítið óskýra til að þetta verði enn raunverulegra. Virkið bakgrunnslagið (Background). Veljið Filter – Blur – Gaussian Blur … og stillið á 12 til 15 pixla. Staðfestið með því að smella á OK hnappinn.

13. Nú er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. austurstraeti_staekkun.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 18 – Photoshop Fjölnir

bls. 38

18 Mynd rett af og bætt inn snjokomu 1. Opnið myndina hateigskirkja.jpg.

2. Þar sem kirkjan sýnist halla svolítið fram á við byrjum við að rétta hana af Byrjið á að velja Select – All (Ctrl A) og síðan Edit – Free Transform (Ctrl T). Smellið með bendlinum utan við myndina og snúið henni svolítð réttsælis, ýtið á Enter hnappinn eða til að staðfesta valið þegar þið eruð ánægð. Notið Ctrl D til að losna við iðandi maurana.

3. Nú skulum við láta Photoshop fylla í hvítu eyðurnar meðfram jöðrum myndar-innar með Edit – Fill… – Content-Aware skipuninni. Notið töfrasprotann til að velja svæðin fjögur, hafið Tolerance á 15, hakað við Anti-alias og Contiguous

. Þegar þið hafið valið svæðin stillið þá Select – Modify – Expand á 4. Veljið að lokum Edit – Fill… og gætið þess að Content-Aware sé valið á valseðlinum. Notið Ctrl D til að losna við iðandi maurana.

4. Nú þarf að búa til nýtt lag. Veljið Layer – New – Layer… Gefið nýja laginu nafnið Snjór 1. Svo þarf að búa til fíngerðan gervisnjó. Veljið Edit – Fill og veljið svartan lit Black. Verið róleg þó að allt hverfi Veljið næst Filter – Noise – Add Noise… Stillið Amount á 15%, Distribution á Gaussian og hakið við Monochromatic. Staðfestið með OK.

5. Við skulum gera snjókornin svolítið óskýr með því að velja Filter- Blur – Gaussian Blur… stillið Radius á 0,3. Þá er bara eftir að breyta blönduninni á laginu Snjór 1 í Screen, en við þetta hverfur svarti liturinn og eftir standa bara fíngerðu snjókornin. Nú hefur örfín snjókoma bæst inn á myndina – þið getið athugað hvort svo er með því að stækka myndina (Ctrl +) og kveikja og slökkva á auganu á laginu Snjór 1.

6. Nú þarf að búa til nýtt lag5. Veljið Layer – New – Layer… Gefið nýja laginu nafnið Snjór 2. Svo þarf að búa til svolítið stærri gervisnjókorn. Veljið Edit – Fill og veljið núna hvítan lit White. Allt hverfur eins og áðan. Veljið nú Filter – Pixelate – Pointillize… stillið kornastærðina á 5. Við þurfum næst að gera kornin litlaus. Veljið Image – Adjustments – Desaturate, og síðan Image – Adjustments – Invert (Ctrl I). Áður en lengra er haldið skulum við breyta stillingu til að fá snjókornin eðlilegri. Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L) og hafa stillingarnar undir myndritinu 0 – 0,2 – 40 nú byrjið þið að sjá kornin .

7. Við skulum gera snjókornin óskýr með því að velja Filter- Blur – Gaussian Blur… stillið Radius á 1. Þá er bara eftir að breyta blönduninni á laginu Snjór 2 í Screen, en við þetta hverfur svarti liturinn og eftir standa snjókornin.

5 Gætið þess að stilla grunnlitina á hvítt og svart (Ctrl D) annars geta komið upp vandamál!

Vídeó verkefni: Verkefni_18.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 18 – Photoshop Fjölnir

bls. 39

8. Nú þarf að búa til eitt nýtt lag enn. Veljið Layer – New – Layer… Gefið nýja laginu nafnið Snjór 3. Svo þarf að búa til svolítið stærri gervisnjókorn. Veljið Edit – Fill og veljið núna hvítan lit White. Allt hverfur eins og áðan. Veljið nú Filter – Pixelate – Pointillize… stillið nú kornastærðina á 10. Við þurfum næst að gera kornin litlaus. Veljið Image – Adjustments – Desaturate, og síðan Image – Adjustments – Invert (Ctrl I). Áður en lengra er haldið skulum við breyta stillingu til að fá snjókornin eðlilegri. Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L) og hafa stillingarnar undir myndritinu 0 – 0,2 – 40 eins og áðan.

9. Við skulum gera snjókornin óskýr eins og áðan með því að velja Filter- Blur – Gaussian Blur… stillið Radius á 1. Þá er bara eftir að breyta blönduninni á laginu Snjór 3 í Screen, en við þetta hverfur svarti liturinn og eftir standa snjókornin.

10. Nú er þetta alveg að verða búið Bara að bæta inn einu lagi sem við köllum Snjór 4. Layer – Duplicate Layer… (Ctrl J). Nú þarf ekki að nota neina filtera þar sem allar skipanir eru eins og í síðasta lagi. Við þurfum hins vegar að stækka snjókornin mikið. Þetta gerum við með því að velja lagið Snjór 4 og síðan Edit – Free Transform (Ctrl T). Stillið næst á 500% stækkun og smellið á hlekkinn en þá

hnappinn eða til að staðfesta valið. kemur sama tala í báða reiti. Ýtið á Enter

11. Til að gera þetta ögn eðlilegra getum við þurrkað út fáein snjókorn. Veljið Strokleðrið (Eraser Tool). Stillið á mjúkt strokleður 300 px að stærð. Farið yfir lögin Snjór 4 og Snjór 3 og þurrkið út hvítustu og óeðlilegustu snjókornin.

12. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. hateigskirkja_snjor.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 19 – Photoshop Fjölnir

bls. 40

19 Dagur verður nott 1. Opnið myndirnar grundarstigur.jpg og tungl.jpg.

2. Við notum ekki tunglið alveg strax þannig að við látum það bíða til að byrja með. Við ætlum að breyta degi í nótt þannig að við þurfum að breyta litblænum á húsunum á Grundarstígnum, en til að geta það þurfum við að velja húsin. Auðveldast er að byrja á að velja himininn og snúa svo valinu við. Veljið töfrasprotann Magic Wand Tool úr verkfærakistunni. Stillið Tolerance á 20 og gætið þess að hakað sé við Anti-alias og Contiguous.

3. Veljið himininn með töfrasprotanum og smellið næst á hnappinn Select and Mask... ofan við myndina. Stillið Feather á 0,5 px og Shift Edge á +20%. Staðfestið með OK. Næst þurfum við að snúa valinu við með Select – Inverse. Nú eru húsin valin en ekki himininn.

4. Næst er að búa til nýtt lag þar sem eingöngu eru hús. Þetta gerum við með Layer – New – Layer Via Copy (Ctrl J), köllum nýja lagið Nótt.

5. Nú þurfum við að breyta litblænum á húsunum með Image – Adjustments – Hue/Saturation… Byrjið á að haka við Colorize neðst hægra megin. Stillum síðan litblæinn Hue á 215, litmettun Saturation á 35 og lýsingu Lightness á -55.

6. Við skulum aðeins laga lýsinguna á húsunum betur svo að hún líkist meira nætur-lýsingu. Veljið Image – Adjustments – Levels (Ctrl L). Færið þríhyrningana vinsta megin og í miðjunni aðeins til hægri svo að stillingarnar verði 6 og 0,85 og færið ljósustu litina niður í 220 en það gerið þið í Output Levels neðst hægra megin.

7. Eins og þið sjáið er himininn allt of ljós og því þurfum við að dekkja hann svo að hann lýkist meira næturhimni. Við skulum sækja okkur bláan lit. Smellið á for-grunnslitinn neðst í verkfærakistunni. Byrjið á að slá inn töluna 220 í efsta hólfið – þar með eruð þið komin með góðan bláan lit – færið næst hringinn nokkuð niður eins og þið sjáið að hefur verið gert hér, til að fá dökkbláan lit sem nýtist á næturhimin, smellið á OK.

8. Til þess að nota litinn veljum við Gradient Tool úr verkfærakistunni, gætið þess að velja efst á síðunni Foreground to Transparent. Virkið lagið Background, dragið strik ofan úr efra vinstra horni niður himininn. Þið getið þurft að reyna þetta nokkrum sinnum, þ.e. að fara mismunandi langt niður með strikið, þangað til þið eruð ánægð.

9. Nú er að setja punktinn yfir i-ið með því að bæta tungli við myndina. Smellið nú á flip-ann fyrir myndina Tungl. Veljið alla myndina með Ctrl A (Select All) og afritið hana síðan með Ctrl C (Copy). Lokið myndinni Tungl og límið hana hjá næturmyndinni – Ctrl V (Paste). Nú myndar tunglmyndin nýtt lag, kallið það Tungl. Gætið þess að það sé næstefst og að það sé virkt.

10. Tunglmyndin er allt of stór. Veljið nú Ctrl T (Free Transform), haldið niðri Shift hnappinum og minnkið myndina af tunglinu. Færið tunglið upp í efra vinstra hornið, líkt og hér sést. Þegar þið eruð ánægð með stærðina á tunglinu staðfestið með því að smella á hnappinn ofan við myndina eða ýta á Enter. Næst þarf að breyta blöndun lagsins Tungl í Screen. Nú lagar tunglið sig vel að myndinni.

Vídeó verkefni: Verkefni_19A.mp4 Verkefni_19B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 19 – Photoshop Fjölnir

bls. 41

11. Nú er komið að næsta hluta verkefnisins, þ.e. að kveikja ljós í nokkrum glugg-um í húsunum Við skulum byrja á tveim auðveldum gluggum sem eru fyrir ofan útidyrnar á fremsta húsinu. Best er að nota verkfærið Polygonal Lasso Tool og stillið á bæta við til að geta valið marga glugga. Reynið að fylgja útlínum glersins í gluggunum og smellið allt í kring. Reynið síðan að taka nokkra glugga og endurtaka leikinn. Þið eigið að láta líta út fyrir að kveikt sé í sumum herbergjum í húsunum – þið þurfið auðvitað ekki að velja alla glugga. Þegar þið hafið valið alla þá glugga sem þið ætlið ykkur er næst að kveikja ljós í þeim!

12. Byrjið á að búa til nýtt lag með því að smella á hnappinn Create a new layer fyrir neðan lögin og kallið nýja lagið Ljós í gluggum. Hafið nýja lagið valið og veljið næst Edit – Fill… og veljið Color. Veljið gulan lit, sem helst er ekki mjög skær. Þegar þið hafið smellt á OK kveikna ljós í gluggunum Þau eru svolítið skær svo að við skulum fyrst breyta blöndun lagsins í Lighten og síðan velja Filter – Blur – Gaussian blur… Stillið á 8,0 pixla og staðfestið með OK. Til að fá ljósin enn eðlilegri er mælt með að draga gegnsæi Opacity lagsins niður í t.d. 60%.

13. Veljið nú dyrnar á sama hátt og gluggana. Við látum eins og dyrnar standi opnar. Smellið á Create a new layer hnappinn og kallið nýja lagið Opnar dyr. Fylgið leiðbeiningunum í lið 12, nema dragið Opacity bara niður í 85%.

14. Að lokum þurfum við að gera ljóskeilu framan við dyrnar. Byrjum á að virkja lagið Nótt og merkja svæðið, sem á að lýsast, á laginu Nótt með Polygonal Lasso Tool. Afritið merkta svæðið með Ctrl J og kallið nýja lagið Birta út um dyr. Veljið Image – Adjustments – Shadows/Highlights… og stillið Amount á 40%. Sækið strokleðrið Eraser Tool í verkfærakistuna og stillið á 300 px mjúkan bursta. Færið Opacity niður í 20% og mýkið brúnirnar á birtunni og reynið að gera hana eins eðlilega og þið getið. [Ef einhver er mjög viljugur má merkja smá svæði næst dyrunum og fylla það með gulri birtu, sama aðferð og við glugga og dyr. Síðan má nota strok- leðrið á sama hátt og áðan og mýkja allar brúnir.].

15. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. grundarstigur_nott.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 20 – Photoshop Fjölnir

bls. 42

20 UÓ r bondum 1. Opnið myndina elvarfannar.jpg.

2. Ætlunin er að breyta bakgrunninum fyrir myndina og því skulum við byrja á að gera nýjan bakgrunn. Smellið á hnappinn Create a new layer til að gera nýtt lag, köllum lagið Bakgrunnur. Tvísmellið á lagið Background og gefið því heitið Upphafleg mynd.

3. Gerið lagið Bakgrunnur virkt. Veljið verkfærið Gradient Tool úr verkfærakistunni. Við þurfum næst að velja lit á bakgunninn. Smellið á forgrunnslitinn fyrir neðan verkfærakistuna. Nú kemur upp lita-spjald. Farið með bendilinn yfir myndina af konunni og litla stráknum, þið sjáið að bendillinn breytist í dropateljara. Smellið með honum t.d. á andlit eða hár stráksins, staðfestið með OK.

4. Athugið litablöndunina efst á skjánum, hún á að vera forgrunnslitur yfir í hvítt, líkt og hér er sýnt Farið nú með bendilinn upp í efra vinstra hornið og dragið strik t.d. niður í neðra

hægra hornið og lagið Bakgrunnur fyllist af litnum sem þið völduð og dofnar smám saman út í hvítt. Nú sjáið þið ekki myndina undir svo að þið skuluð draga lagið Bakgrunnur niður fyrir lagið Upphafleg mynd. Við notum svo bakgrunninn eftir stutta stund

5. Nú er komið að því að einangra mömmuna og litla strákinn frá veggnum sem er á bak við þau. Byrjið á að sækja Quick Selection Tool í verkfærakistuna, gerið lagið Upphafleg mynd virkt og strjúkið varlega meðfram útlínum mömmunnar og stráksins. Notið Ctrl Z ef þið gerið villu og byrjið bara upp á nýtt. Þegar iðandi maurarnir eru allt umhverfis mömmuna og strákinn skuluð þið skoða valið svolítið. Þið sjáið fljótt að hluti af hári þeirra er ekki valinn.

6. Til að velja útlínur hársins betur skuluð þið smella á hnappinn Select and Mask... efst á skjánum. Nú kemur upp valmynd hægra megin. Byrjið á að merkja við Smart Radius, stillið síðan Radius á 15 px, Smooth á 10, Feather á 0,5 og Shift Edge á -10. Hakið við Decontaminate Colors og Output to New Layer. Þið sjáið að valið er nú miklu betra en áðan, en þið getið gert enn betur: Næst eigið þið að sækja pensil sem heitir Refine Edge Brush Tool hann er næst efst til vinstri á skjánum – veljið plúsinn í stillingunum fyrir ofan og stillið stærðina á 70. Strjúkið með penslinum yfir útjaðra hársins á mömmu og stráknum og þið sjáið að nú kemur heilmikið af einstökum hárum í ljós. Ef þið gerið of mikið notið þið mínusinn. Þegar þið eruð ánægð með árangurinn er bara að smella á OK. Nú sjáið þið að komið er nýtt lag Upphafleg mynd Copy og við sjáum líka bakgrunninn, sem við gerðum áðan, á bak við myndina. Flott er það ekki

7. Seinni hluti verkefnisins felst í því að búa til ramma og láta myndina standa upp úr honum: Veljið lagið Bakgrunnur. Sækið verkfærið Rectangular Marquee Tool í verkfærakistuna. Dragið kassa þar sem þið viljið að útlínur rammans verði. Veljið Edit – Transform – Perspective og dragið út annað neðra hornið á rammanum, bæði hornin færast. Staðfestið með eða Enter.

Vídeó verkefni: Verkefni_20A.mp4 Verkefni_20B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 20 – Photoshop Fjölnir

bls. 43

8. Virkið lagið Upphafleg mynd. Smellið nú á hnappinn Add Layer Mask og þið fáið maska við hliðina á upphaflegu myndinni. Kveikið nú á auganu á miðlaginu (Upphaf- leg mynd) og þið sjáið höfuð mömmunar og stráksins standa upp úr.

9. Nú er lítið eftir annað en að setja hvítan jaðar á rammann. Haldið niðri Ctrl hnappinum og smellið á maskann á laginu Upphafleg mynd. Þið sjáið að nú umlykja maurarnir rammann. Smellið á hnappinn Create a new layer og nú myndast nýtt lag Layer 1. Kallið nýja lagið Rammi.

10. Veljið Edit – Stroke... og stillið á 40 px, veljið hvítan lit (smellið á litakassann hægra megin við orðið Color). Farið efst í vinsta hornið á litaspjaldinu, þar er hvíti liturinn, staðfestið. Hafið hakað við Inside og staðfestið að lokum með OK. Nú koma þessar flottu hvítu útlínur á rammann. Smellið á Ctrl D til að losna við maurana.

11. Eitt þurfum við þó að laga. Hvíti jaðarinn sést ekki neðst á myndinni og til að ráða bót á því er einfaldast að virkja efsta lagið Upphafleg mynd copy og bæta þar við maska. Smellið á hnappinn Add Layer Mask. Þið eruð farin að þekkja þetta: Svo málum við með svörtu neðst á maskann og ramminn kemur í ljós. Notið pensil Brush Tool úr verkfærakistunni og stillið á mjúkan pensil 100 px að stærð. Gætið þess að stillt sé á svartan forgrunnslit og málið síðan neðst á maskann. Nú sjáið þið hvíta jaðarinn

12. Að lokum skulum við gera smá viðbót. Veljið þrjú efstu lögin með því að halda niðri Shift hnappinum og smella á lögin hvert á fætur öðru (ekki velja lagið Bakgrunnur). Veljið Layer – Merge Layers (Ctrl E), nú verða 3 lög að einu. Hafið nýja lagið valið og veljið Edit – Transform – Warp. Dragið vinstra neðra horn svolítð upp, gerið það sama við hægra neðra horn. Nú er eins og myndin sé aðeins sveigð upp. Staðfestið með eða Enter.

13. Við skulum gera smá skugga af myndinni til að gera þetta raunverulegra. Virkið lagið Bakgrunnur, sækið pensil Brush Tool í verkfærakistuna, veljið mjúkan pensil, 200 px að stærð, gegnsæi Opacity 40% og hafið svartan lit í penslinum. Dragið línu við neðri jaðar myndarinnar, reynið að fylgja sveigjunni á myndinni.

14. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. elvarfannar_ut_ur_ramma.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 21 – Photoshop Fjölnir

bls. 44

21 Ljosmynd verður að vatnslitamynd 1. Opnið myndina heimaklettur.jpg.

2. …við byrjum á að taka afrit af bakgrunnslaginu (Ctrl J) og gefum því nafnið Teikning.

3. Næst er að breyta laginu í blýantsteikningu. Margar aðferðir eru til að gera þetta en sú sem við skulum nota er einföld og góð. Við notum Filter – Blur – Smart Blur… og stillingarnar skulum við hafa svona: Radius 3, Threshold 25 og Mode: Edge Only.

4. Við þurfum næst að snúa hvítu í svart og svörtu í hvítt: Image – Adjustments – Invert (Ctrl I).

5. Við skulum gera línurnar í teikningunni svolítið mýkri og nota til þess Filter – Blur – Gaussian Blur… Setjið stillinguna á Radius 0,8.

6. Við þurfum líka að breyta blöndun lagsins Teikning til að fá áhrifin af blýantsteikn-ingunni fram. Veljið blöndunina Overlay og gætið þess að lagið Teikning sé valið.

7. Til að gera teikninguna eðlilegri skulum við opna myndina pappir.jpg og láta líta út fyrir að myndin sé teiknuð á þennan pappír. Við byrjum á að velja myndina með Ctrl A og taka afrit af henni með Ctrl C.

8. Lokið nú myndinni af pappírnum og límið hana inn á myndina af Heimakletti með Paste eða Ctrl V. Nú bætist myndin af pappírnum við sem nýtt lag. Gætið þess að nýja lagið sé efst og gefið því nafnið Pappír. Nú þarf að stækka myndina af papp-írnum með Edit – Free Transform (Ctrl T): Dragið út hornin á pappírnum þar til hann er jafn stór myndinni undir.

9. Breytið blöndun lagsins Pappír í Multiply og nú ætti að vera komin teikning á fínan pappír

10. Til að gera teikninguna þannig að líti út fyrir að enn sé verið að vinna að henni gerum við óteiknað svæði meðfram jöðrum myndarinnar: Veljið lagið Background. Sækið mjúkan pensil (Brush Tool) í verkfærakistuna og stillið stærð hans á um 400 px og hafið hvítan lit í penslinum. Farið með penslinum umhverfis jaðra myndarinnar líkt og hér hefur verið gert.

11. Hafið lagið Background áfram valið. Nú skulum við breyta bakgrunnslaginu í vatnslitamynd. Þetta gerum við með Filter – Artistic – Watercolor… (í Filter – Filter Gallery…). Hafið stillingarnar: Brush Detail 4, Shadow Intensity 1 og Texture 1. Nú lýkur fyrri hluta verkefnisins.

12. Í seinni hluta verkefnisins skulum við láta líta út fyrir að við séum að horfa yfir öxl teiknarans og láta hönd hans sjást: Opnið myndina hendi.jpg. Notið Quick Selection Tool í verkfærakistunni til að velja höndina, gefið ykkur smá tíma og vandið valið. Til að tryggja að engin ljós lína sé á útjöðrum handarinnar skuluð þið velja Select – Modify – Contract… og stilla á 2, staðfestið með OK.

13. Nú ætti öll höndin að vera umlukin iðandi maurum. Takið nú afrit af höndinni með Ctrl C, lokið myndinni og límið hana með Paste eða Ctrl V inn á myndina af Heimakletti. Gætið þess að höndin sé efsta lagið og gefið laginu t.d. nafnið Hendi.

Vídeó verkefni: Verkefni_21A.mp4 Verkefni 21B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 21 – Photoshop Fjölnir

bls. 45

14. Nú þurfum við að minnka höndina og koma henni fyrir á góðum stað. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T). Staðfestið með eða Enter þegar þið eruð ánægð með árangurinn.

15. Næst skulum við velja lagið Background og sækja mjúka, hvíta pensilinn sem við notuðum til að mála meðfram jöðrum myndarinnar, hafið stærðina um 400 px. Málið aðeins með hvítu undir hendinni svo að líti út fyrir að þar sé ómálað horn.

16. Nú erum við nærri komin að lokum verkefnisins. Til að gera höndina eðlilegri skulum við láta hana mynda skugga. Þetta er hægt að gera á ýmsa vegu, en líklega er einfaldast að nota Drop Shadow skipunina, en hún er í fx skipununum á Layer valmyndinni, eins og sést hér til hliðar. Stillingarnar skuluð þið t.d. setja á: Opacity 75%, Angle 34°, Distance 60 px, Spread 0% og Size 150 px.

17. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. heimaklettur_hendi.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 22 – Photoshop Fjölnir

bls. 46

22 Pennateikning ur ljosmynd 1. Opnið myndina hallgrimskirkja.jpg.

2. … við byrjum á að taka afrit af bakgrunnslaginu og gefum því nafnið Pennateikning.

3. Eins og í verkefni 17 breytum við nýja laginu í pennateikningu en nú notum við annan filter, enda er ætlunin að fá fram fíngerðari línur í þessu tilviki: Filter – Stylize – Find Edges og engar stillingar

4. Við þurfum að vera viss um að eyða öllum lit úr þessu lagi og veljum því Image – Adjustments – Desaturate.

5. Of mikið af gráum smápunktum eru sýnilegir og við skulum því breyta stillingum til að gera útlínur skarpari og gráu punktana minna sýnilega. Veljið því Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L). Setjið stillingarnar t.d. á 50 - 0,30 - 240.

6. Til að fá fram áhrif pennateikningarinnar skulum við blanda laginu Pennateikning með Multiply skipuninni.

7. … í beinu framhaldi skulum við velja Background lagið og breyta litljósmyndinni í teikningu. Veljið Filter – Artistic – Dry Brush… (í Filter – Filter Gallery…). Stillingarnar skulum við hafa svona: Brush Size 8, Brush Detail 2 og Texture 1.

8. Hafið lagið Background áfram valið: Við þurfum nú að gera líkt og við gerðum í lið 5 þ.e. að gera útlínur skarpari. Veljið því Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L) og færið stillingarnar t.d. á: 30 - 1,90 - 200.

9. Við skulum skrúfa litina svolítið upp í bakgrunnslaginu með því að velja Image – Adjustments – Hue/Saturation… (Ctrl U). Stillið Saturation á 50 eða hærra. Nú lýkur fyrri hluta verkefnisins og myndin ætti að líta einhvern veginn svona út:

10. Í seinni hluta verkefnisins skulum við setja ramma utan um myndina: Sækið nú rammann rammi07.jpg.

11. Veljið rammamyndina með Ctrl A og takið afrit af henni með Ctrl C, lokið ramma-myndinni. Límið nú rammann inn á myndina sem þið voruð að laga Ctrl V. Nú bætist rammamyndin inn sem lag (Layer 1). Tvísmellið á nafnið Layer 1 og breytið því í Rammi. Gætið þess að hafa lagið Rammi efst eins og sýnt er hér til hliðar.

Vídeó verkefni: Verkefni_22A.mp4 Verkefni_22B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 22 – Photoshop Fjölnir

bls. 47

12. Þið sjáið að ramminn er ekki af sömu stærð og myndin. Til að laga rammann veljum við Ctrl T (Edit – Free Transform). Dragið nú rammann út frá hverju horni þannig að hann hylji myndina undir.

13. Nú sést ekkert af myndinni undir, en þið skuluð ekki örvænta, með smá breytingu á blöndun rammalagsins getum við gert allan svarta litinn gegnsæjan.

14. Hafið lagið Rammi valið. Í stað Normal skuluð þið nú velja Screen. Nú verður svarti liturinn gegnsær og myndin undir er komin með þennan fína ramma .

15. [Ef einhvern langar að hafa myndina á sama pappír og við notuðum í verkefni 17 sækið þá myndina pappir.jpg. Afritið myndina með Ctrl C, lokið henni og límið hjá myndinni af kirkjunni Ctrl V. Hafið lagið Pappír næst efst – undir rammanum. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T): Dragið út hornin á pappírnum þar til hann er jafn stór myndinni undir. Staðfestið með Enter-hnappinum. Breytið blöndun lagsins í Multiply. Á myndinni hægra megin hér fyrir neðan hefur þetta verið gert og raunar var líka leikið svolítið meira með litina í þeirri mynd sjá Hue í lið 9 hér á undan.]

16. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. hallgrimskirkja_rammi.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 23 – Photoshop Fjölnir

bls. 48

23 Nyr bakgrunnur fyrir flottan bıl 1. Opnið myndina bentley.jpg. Ætlunin er að losna við truflandi bakgrunn bílsins en setja nýjan

flottan bakgrunn í staðinn. Svona eins og myndin hefði verið tekin í ljósmyndastúdíói.

2. Við byrjum á að taka afrit af bakgrunnslaginu t.d. með Ctrl J, breytið nafni nýja lagsins í Bíll afrit. Hafið þetta lag valið í næstu skrefum.

3. Við þurfum að velja bílinn og til að auðvelda okkur þá vinnu skulum við stilla birtuna í afritinu svolítið niður. Við veljum Image – Adjustments – Levels (Ctrl L). Skrúfið miðjustillinguna niður í 2,5. Ekki örvænta þó að bíllinn sé ekki eins flottur og hann var, hann nær sínum ljóma aftur og meira en það

4. Sækið verkfærið Polygonal Lasso Tool í Verkfærakistuna. Stækkið myndina af bílnum upp í ca. 200%. Byrjið t.d. á að smella á bílþakið og fylgið útlínum bílsins varlega, smellið með verkfærinu í hvert sinn sem þið viljið taka smá beygju. Verið róleg og gefið ykkur tíma, þetta tekur svolitla stund. Þegar þið eruð komin alveg umhverfis bílinn smellið þá á upphafspunktinn og nú koma maurarnir sem þið þekkið og þekja nú allan bílinn.

5. Til að bæta útlínur valsis smellið á Select and Mask hnappinn og stillið Smooth á 10 og Feather á 0,5.

6. Næsta skref er að smella á Background lagið og velja síðan Ctrl J til að afrita. Nú afritar forritið bílinn með réttri birtu en fylgir útlínu-maurunum okkar þannig að við fáum afrit af bílnum (Layer 1) en bakgrunnur bílsins er nú horfinn

7. Nú megið þið draga lögin Bíll afrit og Background í ruslið. Þessi lög þurfum við ekki að nota meira. Nú er það lagið (Layer 1) með útskorna bílnum sem við notum. Breytið nafni lagsins í Bentley.

8. Næst þarf að búa til nýtt lag, þetta er einfaldast að gera með því að smella á New Layer hnappinn, eins og sjá má hér til hliðar. Breytið nafni nýja lagsins í Bakgrunnur og dragið lagið niður fyrir lagið Bentley.

9. Hafið nýja lagið Bakgrunnur valið. Nú þurfum við verkfærið Gradient Tool úr verkfærakistunni til að búa til flottan bakgrunn.

10. Smellið á forgrunnslitinn og veljið ykkur lit að eigin vali. Hér hefur verið valinn rauður litur. Við skulum í þessum skýringum láta bakgrunnslitinn vera svartan, en auðvitað megið þið velja lit alveg eftir eigin óskum.

11. Veljið nú blöndun litanna efst á skjánum t.d. eins og hér hefur verið gert.

12. Gætið þess að lagið Bakgrunnur sé ennþá valið. Farið nú með músarbendil- inn efst á gráa svæðið fyrir ofan bílinn, haldið niðri vinstri hnappi músarinnar og dragið niður fyrir bílinn… og eins og fyrir töfra fyllist bakgrunnurinn af litunum og myndar flottan bakgrunn fyrir bílinn. Þið skuluð endilega prófa mismunandi liti og mismunandi blöndur.

13. Við skulum gera efsta hluta bakgrunnsins dekkri. Við byrjum þá á því að velja verkfærið Lasso Tool úr verkfærakistunni.

Vídeó verkefni: Verkefni_23.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 23 – Photoshop Fjölnir

bls. 49

14. Hafið lagið Bakgrunnur ennþá valið: Dragið nú bogadregna línu töluvert fyrir ofan bílinn, farið út fyrir myndina og komið aftur að upphafs-staðnum. Þið sjáið iðandi maurana umlykja svæðið. Ef þetta gengur illa veljið þá Ctrl D til að losna við maurana og reynið aftur. Við erum að þessu til að gera merkta svæðið dökkt.

15. Næst skal smella á hnappinn Select and Mask efst á skjánum. Þar skrúfið þið tvær stillingar í botn en látið annað óhreyft. Þetta eru Smooth 100 og Feather 250. Staðfestið með OK. Þið sjáið ekkert breytast ennþá, en breytingin kemur eftir næstu skipun.

16. Næst veljið þið Image – Adjustments – Hue/Saturation… (Ctrl U) og skrúfið birtuna (Lightness) niður í -50, og nú dökknar svæðið. Smellið síðan á OK. Til að losna við iðandi maurana notið Ctrl D. Nú ætti að vera kominn dökkur litur efst á myndina.

17. Ef þið viljið rétta bílinn svolítið af (hann hallar pínulítið fram) og færa hann til þá þurfið þið að velja lagið Bentley. Veljið síðan Edit – Free Transform (Ctrl T). Færið bendilinn svolítið út fyrir t.d. hægra efra hornið og lyfið hægri enda bílsins upp með bognu örinni sem þarna er. Á sama hátt getið þið fært bílinn svolítið upp eða niður með því að færa bendilinn inn á myndina af bílnum og nota vinstri músarhnappinn við að færa bílinn.

18. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. bentley_bakgrunnur.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 24 – Photoshop Fjölnir

bls. 50

24 omul svart -hvıt mynd handlituð 1. Opnið myndina sh_bjalla.jpg. Ætlunin er að handlita myndina af Bjöllunni og sömuleiðis föt

og andlit litlu stúlkunnar. Til gamans má nefna að þessi mynd er frá árinu 1977.

2. Við byrjum á að gera myndina svolítið brúnleita svo að hún fái á sig aukið gamaldags útlit: Image – Adjustments – Hue/Saturation… (Ctrl U). Og stillingarnar setjum við svona: Colorize, Hue 40, Saturation 15, aðrar stillingar óbreyttar.

3. Fyrst skulum við velja bílinn. Þið getið nota nánast hvaða valverkfæri úr verfærakistunni sem þið kærið ykkur um, en hér er mælt með að nota Quick Selection Tool. Þið þurfið ekki að vera neitt óskaplega vandvirk í valinu þar sem við getum lagað eftir á það sem við ætlum að gera.

4. Þegar þið eruð búin að velja bílinn smellið þá á Create a New Layer hnappinn og kallið nýja lagið Bjalla.

5. Nú er að velja lit á Bjölluna. Þið byrjiðá að smella á forgrunnslitinn til að fá upp litaspjaldið. Þið megið auðvitað ráða litnum, en hér er notaður ljós-blár litur. Hægt er að velja lit með því að smella á litaspjaldið þar sem þið sjáið litinn sem ykkur langar í. Ef þið viljið nota þennan bláa lit sláið inn c2bde6 neðst á valseðilinn þar sem rauða örin bendir.

6. Næst er að fá forritið til að setja þennan lit á Bjölluna. Það gerum við með Edit – Fill… og velja síðan Foreground color. Staðfestið síðan með OK. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út, en ekki örvænta, það sem þið þurfið að gera er að breyta blöndun lagsins Bjalla… og til að losna við iðandi maurana smellið þið á Ctrl D.

7. Hafið lagið Bjalla valið áfram og veljið síðan blöndunina Color. Nú sjást allar útlínur bílsins. Liturinn er svolítið dökkur fyrir gamlan bíl og því skulum við draga svolítið úr styrk hans með því að lækka Opacity t.d. niður í 60% eins og hér hefur verið gert. Auðvitað megið þið ráða hvaða styrk þið veljið.

8. Nú þarf að skoða bílinn í góðri stækkun og laga þar sem litur hefur farið útfyrir eða þar sem ekki átti að mála (rúður, ljós, króm og bílnúmer eiga auðvitað ekki að vera lituð ). Sækið nú strokleðrið Eraser Tool í verkfærakistuna, stillið stærð þess á þægilega stærð og þurrkið út allan lit sem ekki á að vera.

9. Á sama hátt þarf að mála þar sem augljóslega vantar lit. Þetta gerið þið með penslinum Brush Tool sem þið finnið í verkfærakistunni. Stillið á mjúkan pensil og hafið pensilinn lítinn (undir 20 px) þar sem þið eruð væntanlega bara að lagfæra mjög lítið.

10. Nú er að snúa sér að fötum litlu stúlkunnar. Byrjið á að velja Background lagið og stækka síðan myndina töluvert (t.d. 100%) og reynið að velja blússu stúlkunnar t.d. með Quick Selection Tool. Eins og í valinu á Bjöllunni þurfið þið ekki að vera sérstaklega vandvirk.

11. Þegar þið eruð búin að velja blússuna smellið þá á Create a New Layer hnappinn og kallið nýja lagið Blússa.

Vídeó verkefni: Verkefni_24.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 24 – Photoshop Fjölnir

bls. 51

12. Nú er að velja lit á Blússuna. Þið smellið á forgrunnslitinn til að fá upp litaspjaldið eins og þið gerðuð áðan. Þið megið auðvitað ráða litnum, en hér er notaður ljósrauður litur f46471.

13. Næst er að fá forritið til að setja þennan lit á blússuna. Eins og áðan notum við Edit – Fill… og veljum síðan Foreground color. Staðfestið síðan með OK … og til að losna við iðandi maurana smellið þið á Ctrl D. Lagið til með strokleðrinu eins og áðan, gætið þess t.d. að láta litinn ekki fara á trefilinn og vettlingana og bætið við lit þar sem þörf er á.

14. Veljið nú blöndunina Color eins og áðan og færið Opacity svolítið niður t.d. í 70%.

15. Veljið lagið Background eins og áðan og notið t.d. Quick Selection Tool til að velja trefilinn og vettlingana.

16. Þegar þið eruð búin að velja trefilinn og vettlingana smellið á Create a New Layer hnappinn og kallið nýja lagið Trefill og vettlingar.

17. Nú er að gera eins og áður. Veljið lit á trefilinn og vettlingana (hér er valinn litur nr. 6dc38f), farið síðan í Edit – Fill… og veljið þar Forground color eins og áðan. Ekki gleyma að stilla blöndunina á Color og skrúfa Opacity niður – hér er farið niður í 50%.

18. Við skulum enda á að velja húfu stúlkunnar á sama hátt og áður: Virkið Background lagið og veljið húfuna t.d. með Quick Selection Tool. Þegar þið hafið valið húfuna búið þið til nýtt lag og kallið það Húfa. Veljið lit á húfuna, hér er valinn gulur litur nr. f3fa29, en þið veljið það sem þið viljið. Gerið eins og áður með því að fara í Edit – Fill… Stillið á blöndunina Color og notið t.d. Opacity 40%.

19. Nú er það andlitið og hárið, ekkert valið að þessu sinni. Við skulum byrja á að smella á Create a New Layer hnappinn og köllum nýja lagið Andlit. Við skulum strax stilla blöndunina á Soft Light og Opacity á 45% svo að við sjáum vel til við að mála andlit og hár stúlkunnar.

20. Við skulum velja brúnan lit, hér er valinn litur nr. dfb52b. Sækið pensilinn Brush Tool í verkfærakistuna. Stillið á mjúkan pensil með pensilstærðinni u.þ.b. 30 px. Gætið þess að hafa myndina í mikilli stækkun (200%). Málið varlega yfir andlitið og hárið.

21. Þið megið líka mála buxurnar og skóna ef þið viljið og velja þá liti og blöndun sem ykkur finnst passa vel.

22. Að lokum skulum við skera myndina örlítið til þannig að auða svæðið hægra megin og neðan við stúlkuna minnki. Notið Crop Tool verkfærið.

23. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. sh_bjalla_litur.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 25 – Photoshop Fjölnir

bls. 52

25 Camera Raw forritið 1. Í þessu verkefni skoðum við Camera Raw undirforritið, en það er hluti af Photoshop forritinu.

Camera Raw er fyrst og fremst ætlað til að vinna með Raw myndir, en margar myndavélar geta vistað á því sniði. Camera Raw getur líka unnið með myndir sem vistaðar hafa verið sem JPG, TIFF og PSD en Raw sniðið gefur mest svigrúm þegar kemur að því að hafa stjórn á birtu og litum í myndum. Byrjum á að sækja og opna myndina finnlandia.nef en þetta er mynd á Raw sniði og hún opnast sjálfvirkt í Camera Raw undirforritinu – eins og þið sjáið er myndin gráleit og hlutar hennar eru dökkir og undirlýstir – við munum reyna að fríska hana svolítið upp

2. Við byrjum á að lagfæra hvítjöfnun White Balance í myndinni. Þetta er hægt að gera á ýmsan hátt t.d. með því að ná í dropateljarann White Balance Tool, sem er verkfæri númer þrjú frá vinstri ofan við myndina. Ef við notum þetta verkfæri reynum við að finna hvítt eða ljósgrátt svæði á myndinni og smella þar. Þetta er auðvelt því að byggingin er klædd með hvítum flísum. Smellið einhvers staðar á bygginguna og sjáið hvernig litahitinn Temperature hækkar úr 5200 og litbrigði Tint hækkar líka lítillega úr +5. Prófið nokkra staði og hættið þegar þið eruð ánægð. – Önnur aðferð til að stilla hvítjöfnun er að velja Auto af fellivalsseðlinum. Þið notið þá aðferð sem ykkur finnst gefa besta liti – ef þið notið Auto fer litahitinn í 7000 og litbrigði í +9.

3. Næst skulum við velja Lens Corrections flipann svo að forritið viti á hvaða mynda–vél og linsu myndin var tekin. Hakið við Remove Chromatic Aberration og Enable Profile Corrections. Nú gerir forritið nokkrar sjálfvirkar lagfæringar á myndinni.

4. Athugið að litlu þríhyrningarnir ofan við histogramið séu valdir (þá er kassi utan um þá). Þessi stilling sýnir okkur ef við erum farin að klippa af skuggasvæðum myndarinnar eða ef við klippum af háljósum í myndinni – þetta skýrist eftir augnalblik.

5. Í grunnstillingunni (Basic) sjáið þið nú alls 10 kvarða sem notaðir eru til að stilla af birtu, andstæður, litblæ og litmettun og fleira. Oft er þó best að byrja á að smella á Auto hnapp-inn og vinna út frá því sem forritið stingur upp á. Gerið þetta og þið sjáið að myndin breytist mikið.

6. Nú skulum við laga lýsinguna örlítið með því að færa lýsinguna Exposure upp í + 0,50. Contrast eða andstæður færum við upp í + 15, Highlights ljósu litina færum við alveg niður í -100 og Shadows skuggana opnum við upp í + 100. Whites setjum við í +45 og Blacks upp í -20. Clarity og Vibrance skulum við báða færa upp í + 45. Látum Dehaze og litmettun Saturation vera óbreytt á 0. Allt eru þetta tillögur og ef þið finnið stillingar sem ykkur finnst passa betur eigið þið auðvitað að nota þær. – Eitt sem gerist er að þið sjáið nú rauða bletti á himninum ofan við bygginguna, þetta er vegna þess að kveikt er á viðvörunarljósum í histograminu og nú er verið að vara ykkur við að þið eruð farin af klippa af háljósunum (hvíta litinum). Hafið ekki áhyggjur af þessu, við lögum þetta fljótlega.

7. Næst skulum við auka andstæður í myndinni. Smellið á Tone Curve sem er önnur táknmynd frá vinstri. Til að auðvelda okkur þetta skulum við velja næst Point flipann og í fellivalseðlinum skulum við t.d. velja Medium Contrast. Sama og áðan prófið endilega stillingar sjálf og veljið það sem ykkur finnst best.

Vídeó verkefni: Verkefni_25A.mp4 Verkefni_25B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 25 – Photoshop Fjölnir

bls. 53

8. Himininn er ekki nægilega dramatískur svo að við skulum dekkja hann sérstaklega án þess að hafa áhrif á aðra hluta myndarinnar. Besta er að nota pensilinn Adjustment Brush, en hann er sjötta táknmynd frá hægri ofan við myndina. Stillingar fyrir pensilinn eru hægra megin við myndina byrjið á að stilla pensilstærðina Size á 10 og Feather á 100.

9. Stillið næst hvernig Adjustment Brush hefur áhrif á skýin. Birtuna Exposure á -0,50, andstæðurnar Contrast á +15, háljósin Highlights niður í -70, skuggana Shadows niður í -60, skýrleika Clarity í +40, Dehaze í +20 og litmettun Saturation +50. Aðrar stillingar látum við óhreyfðar. Stækkið myndina á skjánum (notið t.d. stækkunarglerið ofan við myndina) og málið síðan varlega á himininn ofan við húsið. Hættið þegar þið eruð orðin ánægð með árangurinn. Til að komast út úr valmyndinni fyrir Adjustment Brush skuluð þið velja eitthvert verkfæri ofan við myndina t.d. hallamálið.

10. Hallamálið Straighten Tool er ofan við myndina nr. sjö frá vinstri og það notum við til að rétta myndina svolítið af, en hún hallar örlítið. Dragið línu ofan á brúnina á stéttinni hægra megin við húsið og ýtið síðan á Enter hnappinn til að staðfesta. Myndin réttist nú af.

11. Næst skulum við velja Detail flipann hægra megin við myndina og auka skerpuna í mynd-inni örlítið. Stillið Amount á 80, látið Radius vera óbreytt á 1,0, Detail á 60, Masking á 0. Til að gera kornin í myndinni minna áberandi stillum við Luminance Noise Reduction á 25.

12. Nú er þetta alveg að verða búið og við skulum enda á því að dekkja hornin á myndinni svolítið svo að húsið, sem er aðalatriðið í myndinni, njóti sín betur. Veljið Effects flipann (fx) en hann er númer fjögur frá hægri, hægra megin við myndina. Undir Post Crop Vignetting stillið Style á Highlight Priority og Amount á -20. Látið aðrar stillingar óhreyfðar.

13. Smellið nú á Open Image hnappinn neðst hægra megin og nú opnast myndin í Photoshop forritinu. Við skulum nota tækifærið og losa okkur við leiðinlegt umferðarmerki sem veldur truflun framarlega á myndinni. Veljið Patch Tool verkfærið úr verkfærakistunni, dragið punktalínu umhverfis merkið og dragið það til hliðar – og eins og fyrir töfra fyllir Photoshop forritið í skarðið

14. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana sem JPG mynd: Veljið File – Save As… – Format – JPEG og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. finnlandia_betri.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 26 – Photoshop Fjölnir

bls. 54

26 HDR High Dynamic Range birtusvið 1. Í þessu verkefni notum við þrjár myndir sem teknar voru hver á eftir annarri: eina undirlýsta,

eina rétt lýsta og eina yfirlýsta mynd og gerum úr þeim eina rétt lýsta mynd með gríðarmiklu birtusviði (High Dynamic Range). Þetta er oft gert þegar verið er að vinna með myndefni þar sem mikill munur er á birtu og skugga eða þegar ætlunin er að fá fram mjög sérstaka áferð á myndum. Myndirnar sem við vinnum með voru teknar í sterku sólarljósi en þá verða andstæður ljóss og skugga mjög miklar og því erfitt að fá fram rétt lýsta mynd beint úr myndavélinni. Sækið myndirnar gullborg1.jpg, gullborg2.jpg og gullborg3.jpg og vistið þær.

2. Opnið Photoshop, byrjið á að velja File – Automate – Merge to HDR Pro… Smellið á Browse… hnappinn. Gætið þess að hakað sé við Attempt To Automatically Align Source Images en þá reynir forritið að raða myndunum rétt saman – t.d. ef ekki hefur verið notaður þrífótur við myndatökuna – ekki haka við neitt annað.

3. Veljið myndirnar sem þið voruð að sækja (gullborg1.jpg, gullborg2.jpg og gullborg3.jpg). Haldið niðri Shift hnappinum til að geta sótt þær allar í einu. Smellið á OK hnappinn. Verið róleg og bíðið eftir að forritið setji myndirnar saman, þetta tekur svolitla stund enda býsna flókið.

4. Nú opnast undirforritið HDR Pro. Þið sjáið nýju samsettu myndina stóra á miðjum skjánum og upprunalegu myndirnar þrjár fyrir neðan nýju mynd-ina. Nú skulum við stilla birtuna svolítið betur í nýju myndinni. Undir Presets eru margar tilbúnar stillingar sem þið getið prófað, en þegar þið hafið reynt einhverjar þeirra skulum við setja inn okkar eigin stillingar. Ekki breyta stillingunni Local Adaptation og í þessari mynd er ekki þörf á að nota Remove ghosts en þá stillingu notum við aðeins þegar myndirnar, sem settar eru saman, innihalda eitthvað sem gæti hafa færst til milli mynda, t.d. gangandi maður eða bíll á ferð. Byrjum á Radius og stillum á 30 px og Strength á 1,40.

5. Næst eru þrjár stillingar sem við skulum skoða svolítið: Gamma stillingin stjórnar miðtónunum í myndinni. Drögum hana upp í 1,1. Exposure, sem stjórnar lýsingunni, stillum við á 0,20. Detail stillum við á 65%.

6. Þá eru fjórar stillingar sem við skulum laga svolítið: Til að opna skuggana skrúfum við Shadow upp í 50%, Highlight eða mestu birtuna lækkum við í -40%, Vibrance, sem ýtir undir andstæður, upp í 65% og Saturation, litina, í 25%.

7. Næst skuluð þið smella á flipann Curve. Við skulum auka andstæðurnar í myndinni svolítið. Smellið á miðja línuna og þið sjáið lítinn kassa myndast – hann heldur miðri línunni fastri þar sem hún er. Smellið næst á miðjan neðri hluta línunnar og dragið kassann svolítið niður – stillingarnar fyrir neðan ættu að vera um það bil 25 Input og 20 Output. Gerið eins fyrir ofan: smellið á miðjan efri hluta línunnar og dragið kassann upp – stillingarnar ættu að vera u.þ.b. 75 Input og 80 Output. Ef þið viljið meiri andstæður dragið þið neðri hluta línunnar lengra niður og efri hlutann lengra upp.

Vídeó verkefni: Verkefni_26.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 26 – Photoshop Fjölnir

bls. 55

8. Að lokum skulum við kveikja á Edge Smoothness með því að smella í kassann. Myndin mýkist nú örlítið og truflandi smáatriði í mölinni undir Gullborginni hverfa. Smellið að lokum á OK hnappinn neðst hægra megin – og nú opnast myndin í sjálfu Photoshop forritinu.

9. [Stundum er ástæða til að eftirvinna HDR myndir í Camera Raw forritinu, en það er hluti af Photoshop – ef ætlunin er að eftirvinna myndina er rétt að vista hana sem TIFF eða PSD – JPG mynd er líka hægt að opna í Camera Raw. Lokið myndinni eftir að hafa vistað hana og veljið síðan File – Open As, finnið myndina – og veljið Camera Raw neðst í fellivalinu. Við skoðuðum Camera Raw forritið í verkefni 25 og þið getið notað leiðbeiningar sem þar eru, til að stilla birtu, skerpu, liti eða hvað sem þið viljið vinna með.]

10. Við skulum nú enda á því að auka skerpuna í myndinni svolítið. Afritið nú Background lagið með skipuninni Ctrl J – gefið nýja laginu nafnið Skerpa.

11. Hafið lagið Skerpa valið og veljið Filter – Other – High Pass…. Látið ykkur ekki bregða þó að allt verði grátt Dragið nú Radius kvarðann upp á um það bil 5 pixla. Smellið síðan á OK.

12. Næst breytum við blöndun lagsins Skerpa í Soft Light – hafið myndina í 100% stærð á meðan þið eruð að þessu til að sjá breytingarnar (þið fáið enn aukna skerpu með því að nota Overlay eða Hard Light – prófið endilega hvernig það virkar á þessa mynd). Hægt er síðan að draga úr skerpunni með því að stilla gegnsæi, Opacity, lagsins niður í t.d. 80% eða neðar.

13. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. gullborg_hdr.jpg.

… en svo má líka flippa svolítið og skrúfa stillingarnar hressilega upp …eins og gert er hægra megin

VSTO-áfangar Verkefni 27 – Photoshop Fjölnir

bls. 56

27 Breið mynd gerð með samsetningu 1. Í þessu verkefni er ætlunin að setja saman þrjár myndir þannig að úr verði ein breið mynd.

Sækið myndirnar sundin1.jpg, sundin2.jpg og sundin3.jpg og vistið þær.

2. Opnið Photoshop, byrjið á að velja File – Automate – Photomerge… Veljið stillinguna Cylindrical og smellið síðan á Browse… hnappinn. Oftast er raunar stillingin Auto notuð, en í tiviki þessarar myndar virkar Cylindrical betur, en prófið endilega mismunandi stillingar sjálf.

3. Veljið myndirnar sem þið voruð að sækja (sundin1.jpg, sundin2.jpg og sundin3.jpg). Haldið niðri Shift hnappinum til að geta sótt þær allar í einu. Þið sjáið nöfn myndanna birtast á miðjum valseðlinum. Smellið á OK hnappinn. Verið róleg og bíðið eftir að forritið setji myndirnar saman, þetta tekur svolitla stund enda býsna flókið.

4. Þið sjáið að myndirnar fara á þrjú lög og maski bætist sjálfvirkt við hvert lag. Nú skulum við sameina lögin með því að velja Layer – Merge Layers (Ctrl E).

5. Myndin hallar örlítið, en við réttum hana af með reglustikunni Ruler Tool úr verkfærakistunni. Dragið strik eftir endilangri myndinni og reynið að fylgja sjávarborðinu – þið sjáið að svolítil bunga er á sjávarborðinu en það er allt í lagi. Látið endana á strikinu vera fast við sjávarborðið. Smellið nú á hnappinn Straighten Layer efst á skjánum – nú réttist myndin af. Notið Clear hnappinn ef þið lendið í vandræðum og reynið þá aftur.

6. Nú þurfum við að losna við öll auðu svæðin meðfram myndinni. Til þess eru tvær leiðir, annað hvort að klippa svæðin burt eða láta Photoshop fylla þau. Við skulum nota seinni aðferðina: Sækið töfrasprotann Magic Wand Tool í verkfærakistuna. Smellið einhvers staðar á auða svæðið. Nú ætti allt svæðið að vera valið og iðandi maurar allt í kring um myndina. Til þess að tryggja að hvergi sé rifa veljum við Select – Modify – Expand… Stillið á 4 eða 5. Smellið síðan á OK.

7. Veljið nú Edit – Fill… gætið þess að stilla á Content-Aware. Smellið síðan á OK. Verið þolinmóð, þetta getur tekið svolitla stund. Þetta er ekki síður flókin aðgerð en að setja myndirnar saman. Á meðan þið bíðið skuluð þið finna hvar stimpillinn Clone Stamp Tool er í verkfærakistunni. Ekki sækja hann fyrr en tölvan er búin að fylla svæðin. Veljið Select – Deselect (Ctrl D) til að losna við maurana.

8. Skoðið nú útjaðra myndarinnar þar sem tölvan fyllti í góðri stækkun og notið stimpilinn til að lagfæra ef þar eru smá villur sem er líklegt að sé á nokkrum stöðum. Takið sýnishorn í stimpilinn með því að halda niðri Alt-hnappinum og málið yfir þar sem þarf að lagfæra.

9. Við skulum næst nota klippurnar Crop Tool til að sníða nokkra millimetra af útjöðrum myndarinnar til að tryggja að engir gallar leynist lengur. Ýtið á Enter hnappinn eða veljið til að staðfesta. Er myndin ekki að verða voða fín?

10. Næst skulum við lýsa millitónana í myndinni örlítið. Veljið Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L). Færið miðjustillinguna á 1,20 en ekki breyta neinu öðru. Staðfestið með OK.

11. Til að auka áhrif myndarinnar skulum við auka andstæðurnar í henni svolítið. Við Byrjum á að dekkja himininn. Sækið Burn Tool verkfærið í verkfærakistuna. Stillið pensilstærðina

Vídeó verkefni: Verkefni_27A.mp4 Verkefni_27B.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 27 – Photoshop Fjölnir

bls. 57

á 800 px og notið mjúkan bursta, hafið stillt á Midtones og stillið Exposure (lýsingu) á 50%, strjúkið yfir hluta af hvítu skýjunum.

12. Þegar þið eruð orðin ánægð þarf að sækja verkfærið Dodge Tool, stilla pensilstærð á 800 px, mjúkan bursta, stilla Range á Shadows og Exposure á 40 til 50% og nú er að lýsa hluta af steinunum fremst á myndinni. Þið megið líka lýsa svolítið af sjónum. Þið hættið þegar þið eruð orðin ánægð. Gerið þetta varlega svo að steinarnir verði ekki of ljósir

13. Næst er ætlunin að setja hvítan kant á myndina. Veljið alla myndina með Select – All (Ctrl A). Veljið næst Edit – Stroke… Stillið á breidd 14, lit á hvítt (smellið á kassann og veljið hvítt í efra vinstra horni) og hakið við Inside. Staðfestið með OK.

14. Nú er þessu alveg að ljúka, en við skulum enda með því að gera svartan bakgrunn sem teygir sig út fyrir myndina með Image – Canvas Size… Byrjið á að velja prósentur Percent og gætið þess að hafa hakað við Relative. Sláið inn 6 í breidd og 15 í hæð.

15. Notið töfrasprotann Magic Wand Tool og veljið bakgrunninn sem nú lítur út eins og skákborð. Þegar maurarnir eru farnir að iða utan um hann veljið Edit – Fill… og veljið Black svartan lit. Staðfestið með OK. Losið ykkur við maurana með Ctrl D (Select – Deselect).

16. Til að ljúka við þetta veljið skriftólið Horizontal Type Tool úr verkfærakistunni. Dragið kassa fyrir neðan myndina frá vinstra horni alveg yfir á hægra horn. Veljið efst á skjánum: Brush Script Std, 72 pt, Strong, miðjustillingu, hvítan lit og skrifið textann Við sundin blá.

17. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. sundin_samsett.jpg.

18. Í seinna verkefninu er ætlunin að setja saman fjórar myndir hverja ofan á aðra þannig að úr verði ein mynd. Sækið myndirnar turn1.jpg, turn2.jpg, turn3.jpg og turn4.jpg og vistið þær.

19. Fylgið leiðbeiningunum fyrir fyrra verkefnið. Hægt er að skoða Myndskeið 27B til að sjá hvernig verkefnið er unnið. Þar er sýnt hvernig hægt er nota filterinn Adaptive Wide Angle… Einnig er sýnt hvernig nota má hjálparlínur View – Show – Grid og og laga hallandi línur handvirkt með Edit – Transform – Distort.

20. Þegar myndin er orðin eins og þú ert ánægð/ur með skaltu vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. turn_samsett.jpg.

VSTO-áfangar Verkefni 28 – Photoshop Fjölnir

bls. 58

28 Andlitsmynd (af)loguð 1. Opnið myndina fa3.jpg.

2. Við byrjum á að afrita bakgrunnslagið. Þægilegast er að nota Ctrl J. Kallið nýja lagið t.d. Breytt. Ætlunin er að skoða möguleikana sem filterinn Liquify býr yfir. Með þessu tæki er hægt að gera ótrúlega miklar breytingar t.d. á andlitum eða líkömum fólks. Ef filterinn er skynsamlega notaður getur árangurinn orðið ótrúlegur. Hér er þó fyrst og fremst ætlunin að hafa gaman af öllu saman.

3. Veljið Filter – Liquify… Myndin opnast nú í sérstöku forriti. Hakið við Advanced Mode hægra megin ef þörf er á – þá sjáið þið öll verkfærin.

4. Vinstra megin við myndina er verkfærakista forritsins en hægra megin við myndina eru hins vegar mikilvægar stillingar s.s. pensilstærð o.fl. Hér er búið að merkja við þau verkfæri sem mest eru notuð. Efsta verkfærið er notað til að ýta eða draga, næsta til að snúa, þriðja verkfærið til að minnka, fjórða verkfærið til að stækka og fimmta verkfærið til að mála yfir þau svæði sem ekki á að breyta.

5. Hægra megin við myndina eru síðan stjórntækin sem hafa áhrif á stærð svæðisins sem við vinnum með (Brush Size) og hversu mikil breytingin verður (Brush Pressure). Með Reconstruct og Restore All getum við hætt við það sem við vorum að gera og byrjað síðan upp á nýtt.

6. Nú er ætlunin að gefa ykkur lausan tauminn og leyfa ykkur að spreyta ykkur á að breyta myndinni eins og ykkur langar til. Þið getið alltaf hætt við það sem þið eruð búin að gera með hnöppunum hægra megin eða með því að mála með Reconstruct Tool.

7. Byrjið t.d. á að leika ykkur með tennurnar. Þið getið t.d. notað Forward Warp Tool til að tosa í tennurnar og lengja þær eða stytta. Gætið að pensilstærð-inni, ef þið viljið vinna með eina tönn í einu hafið pensilstærðina ekki meiri en 120. Þið getið líka prófað Pucker Tool til að minnka tennurnar eða Bloat Tool til að stækka þær. Möguleiki er líka að hafa stóran pensil og vinna með allan munninn í einu .

8. Ef þið viljið passa að breyta ekki einhverju svæði má mála yfir það með Freeze Mask Tool eins og hér hefur verið gert með gleraugun. Eftir að málað var yfir gleraugun var Bloat Tool notað til að stækka annað augað og Pucker Tool til að minnka hitt augað . Þið getið líka prófað að nota Turn Clockwise Tool en það snýr svæði réttsælis eða rangsælis (rangsælis með því að halda Alt hnappinum niðri).

9. Til að þurrka út yfirmálaða svæðið notið þið Thaw Mask Tool.

10. Prófið að gera eitthvað við hárið eða eyrun og prófið áhrif mismunandi pensilstærðar eða mismunandi pensilþrýstings.

11. Þið getið líka stillt á stóran pensil og notað t.d. Forward Warp Tool til að gera andlitið búlduleitara (toga kinnarnar út) eða með því að ýta kinnunum inn og gera andlitið þá grennra.

12. Reynið að prófa sem flest verkfæri í verkfærakistunni og sjáið hvaða áhrif þið getið haft á andlitið. Stundum fást mestu áhrifin með því að nota verkfærin á fíngerðan hátt, ekki gleyma því .

Vídeó verkefni: Verkefni_28.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 28 – Photoshop Fjölnir

bls. 59

13. Niðurstaðann getur orðið skemmtilega hörmuleg

eða eitthvað allt annað:

Báðar þessar myndir voru (af)lagaðar með Liquify filternum. Á neðri myndinni voru augun stækkuð lítillega, kinnarnar minnkaðar smávegis og munnurinn lítillega lagaður

14. Þegar myndin er orðin eins og þið eruð ánægð með skuluð þið staðfesta með OK og þá opnast myndin sem lagið Breytt í Photoshop.

15. Ef þið eruð ánægð skuluð þið vista hana: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. fa3_breytt.jpg

VSTO-áfangar Verkefni 29 – Photoshop Fjölnir

bls. 60

29 Breytum lit a hari og augum 1. Opnið myndina drengur1.jpg. 2. Við ætlum að breyta hárlitnum á strákinum og til þess notum við Adjustment Layer

táknmyndina neðst í Layers valmyndinni – veljið Hue/Saturation. Hakið við Colorize. Athugið að öll myndin verður fyrir litabreytingu við þessa skipun, en við lögum það í lið 5.

3. Dragið Hue kvarðann þar til liturinn á hárinu er ásættanlegur. Aukið eða minnkið litamettunina með Saturation kvarðanum. Ef þörf er á að dekkja eða lýsa hárið notið þá Lightness kvarðann.

4. Með Hue/Saturation skipuninni hefur komið hvítur maski, en honum þurfum við að breyta í svartan maska sem lokar fyrir allan nýja litinn6: Haldið niðri Ctrl hnappinum vinstra megin á lyklaborðinu og ýtið á Backspace hnappinn. Nú er maskinn svartur og allur nýi liturinn horfinn!

5. Gætið þess að hafa hvítan og svartan lit valinn (ýta á D á lyklaborðinu). Við þurfum að nota hvítan lit til að mála á svarta maskann, en þá kemur nýlitaða hárið í ljós. Finnið pensilinn (Brush Tool) í 8. skúffu ofan frá í verkfærakistunni. Við skulum byrja með stóran pensil t.d. um 100 px og höfum Hardness á 0% (mjúkur pensill). Gætið þess að þéttnin Opacity sé á 100% í byrjun. Þegar við nálgumst útlínur hársins er rétt að minnka pensilinn verulega t.d. í 20 til 30 px og draga þéttnina Opacity líka niður í 20 til 30%. Munið að nota svartan lit í pensilinn ef þið gerið vitleysu. Þegar hárið er orðið eins og þið viljið hafa það er rétt að breyta blöndun lagsins í Color, þá lýsist hárið svolítið. Stillingarnar sem hér voru notaðar voru Hue 220, Saturation 50 og Lightness -10.

6. Til að breyta hárlitnum aftur er hægt að draga kvarðana til. Ef þið hafið lokað valmyndinni fyrir Hue/Saturation þarf ekki annað en að tvísmella á lagið Hue/Saturation og breyta stillingunum.

7. Síðan má klippa myndina til og vista hana að lokum með nýju nafni t.d. drengur1_litur.jpg

8. Nú skulum við reyna sömu aðferð við að breyta augnlit. Opnið myndina stulka1.jpg. 9. Við byrjum á að stækka myndina í 100 eða 200% til að sjá augun vel. Sækjum snöruna Lasso Tool í

þriðju skúffu ofanfrá í verkfærakistunni. Hafið stillt á Add to selection til að geta valið bæði augun. 10. Dragið hring utan um augun. Við þurfum ekki að vanda þetta mikið af því að næst

notum við maska til að laga valið. 11. Nú endurtökum við lið nr. 2: Opnum Adjustment Layer og veljum skipunina

Hue/Saturation. Hakið við Colorize og breytum blönduninni í Color. Veljið lit Hue og litamettun Saturation sem ykkur líst vel á og síðan skulum við sækja lítinn bursta Brush Tool (10 til 15 px). Af því að við völdum augun áður en við völdum Hue/Saturation fáum við nú svartan maska. Notið litla pensilinn ýmist með hvítum lit eða svörtum til að laga augun...

6 Til að þessi skipun virki þurfa litirnir neðst í verkfærakistunni að vera hvítur (forgrunnur) og svartur

(bakgrunnur).

Vídeó verkefni: Verkefni_29a.mp4 Verkefni_29b.mp4 Verkefni_29c.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 29 – Photoshop Fjölnir

bls. 61

12. ... og ef einhver vill nota ólíka liti á vinstra og hægra auga er það auðvitað hægt Endið á að vista myndina undir nýju nafni t.d. stulka1_litur.jpg og hugsanlega klippa hana til.

13. Nú skulum við sækja myndina drengur2.jpg. Hér er ætlunin að breyta hárlit og lit augnanna og nota aðra aðferð en áður við að breyta augnlitnum.

14. Við ætlum að breyta hárlitnum og til þess notum við Adjustment Layer táknmyndina neðst í Layers valmyndinni – veljið Hue/Saturation. Hakið við Colorize. Svo er bara að fylgja leiðbeiningunum í liðum 3 til 6 á síðunni hér á undan. Þið sjáið að þar sem hár stráksins er dökkt þá tekur það ekki eins vel við lit eins og hár stráksins á mynd drengur1. Þegar þið eruð komin með svartan maska er gott að byrja á að nota 200px bursta (Brush tool) með hvítum lit og hafið burstann mjúkan (Hardness 0%). Minnkið burstann eftir þörfum á jöðrum hársins og notið svartan lit í hann ef þið hafið látið of mikinn lit sjást7.

15. Nú snúum við okkur að augunum. Að þessu sinni notum við verkfærið Ellipse tool. Í nýrri útgáfum PhotoShop getur þurft að sækja þetta verkfæri undir Edit Toolbar... neðarlega í verkfærakistunni. Stillingarnar fyrir verkfærið eru efst á skjánum , þar veljum við fyrst Shape og smellum síðan á litla gluggann fyrir aftan Fill: Veljið Gradient gluggann og síðan regnbogann Spectrum. Nú getum við breytt stillingum t.d. úr Linear í Angle, en þessa breytingu og fleiri breytingar á þessari stillingu getum við líka prófað á eftir.

16. Stækkið myndina í 200% yfir augunum. Ég vel Angle skipunina og fer síðan með krossinn inn á miðjuna á vinstra auga stráksins. Smellið á miðju augans og haldið síðan niðri Shift hnappi og Alt hnappi til að geta dregið hring frá miðju augans og látið hann hylja augað. Sleppið músarhnappi fyrst og síðan Shift og Alt hnöppunum. Nú ætti hringur svipaður og hér hægra megin að vera yfir auganu. Ýtið á Enter á lyklaborðinu til að losna við litlu kassana fjóra á hringnum.

17. Breytið blöndun lagsins í Color og þið sjáið alla liti regnbogans í auga stráksins Við þurfum að laga þetta með því að minnka hringinn lítillega. Búið til maska á lagið Ellipse 1 með því að smella á kassann með svarta hringnum neðst í Layers valmyndinni. Veljið pensilinn Brush Tool og stillið á stærðina 10 til 15 px, notið svartan lit og lagið hringinn að auga stráksins.

18. Endurtakið nú lið 16 og 17 á hinu auganu. Þegar bæði augun eru komin með alla liti regnbogans má leika sér svolítið t.d. með því að velja sitt hvora stillinguna fyrir vinstra og hægra auga Tvísmellið á lagið sem ætlunin er að breyta (ekki maskann) og þið sjáið að hægt er að breyta öllum stillingum. Hér er Angle á vinstra auga og Diamond á hægra.

19. Þá er ekkert annað eftir en að klippa myndina örlítið til, velja Layer – Flatten Image og vista hana undir nýju nafni t.d. drengur2_litur.jpg

7 Litastillingarnar sem voru notaðar hér: Hue: 300, Saturation 80 og Lightness -10.

VSTO-áfangar Verkefni 30 – Photoshop Fjölnir

bls. 62

30 Floskuskip 1. Opnið myndirnar bakgrunnur2.jpg, flaska.jpg, glas.jpg, hendi3.jpg, herjolfur.jpg og sjor.jpg. 2. Nú þarf að flytja allar myndirnar í sama skjalið: Byrjið á að afrita flaska.jpg með Select – All (Ctrl A)

og Edit – Copy (Ctrl C). Veljið skjalið bakgrunnur2 og límið myndina þar Edit – Paste (Ctrl V). Endurtakið þetta þar til allar myndirnar eru komnar sem lög ofan við lagið bakgrunnur.jpg. Gefið lögunum viðeigandi nöfn t.d. eins og hér hefur verið gert.

3. Slökkvið á auganu fyrir framan lagið Herjólfur og lagið Sjór. Við notum þessi lög á eftir. 4. Nú þarf að eyða hvíta litnum á laginu Hendi, Glas og Flaska: Best er að nota töfrasprotann

(Magic Wand Tool) til að velja hvíta svæðið. Stillið Tolerance á 15 . Smellið á hvíta svæðið á laginu Hendi veljið Select – Modify – Expand til að bæta valið (sláið inn 4 px) – staðfestið og ýtið síðan á hnappinn Delete. Losið ykkur við maurana með Select – Deselect (Ctrl D). Slökkvið næst á auganu fyrir framan lagið. Endurtakið þetta við lagið Glas ...

5. ... og að lokum lagið Flaska. Laginu Flaska þarf fyrst að snúa 90°. Auðveldast er að nota Edit – Free Transform (Ctrl T). Þetta má gera handvirkt með bognu örinni eða slá inn 90° ofan við myndina. Dragið myndina af flöskunni síðan upp þannig að hún hylji allan myndflötinn og staðfestið. Notið nú töfrasprotann (Magic Wand Tool) til að velja hvíta svæðið og eyða því með Delete hnappinum – eins og gert var við lögin Hendi og Glas.

6. Nú þarf að kveikja á laginu Glas og virkja það með því að smella á það. Hér þarf að stækka lagið svolítið svo að stúturinn passi á flöskuna. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T). Haldið niðri Shift hnappinum til að aflaga ekki glasið eða smellið á hlekkinn í stillingunum til að læsa hlutfallinu. Hægt er að miða við að stækka glasið um það bil 140% . Dragið myndina til þar til stúturinn ofan við glasið passar við flöskuna. Búið að lokum til hvítan maska á lagið Glas

. Við notum maskann ekki alveg strax. 7. Þá er að kveikja á og virkja lagið Hendi. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T) til að

færa hendina þar til hún passar vel undir flöskuna. Stækkið eða minnkið hana ef á þarf að halda – hér hefur stærðinni ekkert verið breytt.

8. ... og þá er það Herjólfur. Kveikið nú á laginu og virkið það með því að smella á það. Eins og þið sjá-ið er myndin af Herjólfi allt of stór, en við lögum það með skipuninni Edit – Free Transform (Ctrl T). Byrjum á að draga þéttni (Opacity) lagsins Herjólfur niður í um það bil 50% en þá getum við séð flöskuna á bak við. Notum nú Free Transform skipunina til að minnka myndina í réttum hlutföllum niður í um það bil 50%. Passið að halda niðri Shift hnappinum eða smella á hlekkinn til að myndin aflagist ekki. Staðfestið þegar stærðin er hæfileg. Aukið þéttnina (Opacity) aftur í 100%.

9. Til þess að fá sjávarborðið á myndinni Herjólfur til að passa við vatnsborðið í stútnum á laginu Glas skulum við sækja hjálparlínu. Veljið View – New Guide... Stillið á Horizontal (lárétt) og staðfestið með OK. Hjálparlínan kemur efst á myndina en við drögum hana niður þar til hún passar við vatnsborðið í stútnum. Notið nú Free Transform til að færa Herjólf upp eða niður þannig að sjávarborðið passi við línuna.

10. Næst er að gera hvítan maska á lagið Herjófur. Sækið pensilinn Brush Tool í verkfæra-kistuna og stillið á um 250 px mjúkan pensil. Hafið forgrunnslitinn svartan og málið meðfram jöðrum flöskunnar þar til Herjólfur ásamt himninum og sjónum passar í flöskuna.

11. Þá er bara að bæta við sjóinn aftan við Herjólf svo að hann nái alveg að stútnum á flöskunni Þetta hefðum við líklega sloppið við ef myndin af Herjólfi hefði sýnt meira af sjó. Nú skulum við kveikja á laginu Sjór og velja það. Dragið myndina upp eða niður þar til sjóndeildarhringurinn

Vídeó verkefni: Verkefni_30.mp4

VSTO-áfangar Verkefni 30 – Photoshop Fjölnir

bls. 63

passar við hjálparlínuna og nú ætti sjávarborðið á lögunum Herjólfur, Sjór og Glas að standast á. Til að losna við hjálparlínuna notum við View – Clear Guides skipunina.

12. Búið til svartan maska á lagið Sjór – haldið niðri Alt-hnappinum vinstra megin við bilstöngina og smellið á táknmyndina fyrir Add Layer Mask neðst í layers valmyndinni. Sækið pensilinn Brush Tool í verkfærakistuna og notið hvítan lit í pensilinn og hafið stærðina í um 250 px – notið bara þann hluta af sjónum og himninum sem er aftan við Herjólf. Reynið að láta litaskilin á sjónum og himninum renna eðlilega saman.

13. Endið á að Velja lagið Glas, en nú er komið að því að nota maskann sem við gerðum á það lag áðan. Notið penslilinn Brush Tool og stillið á um 500 px mjúkan pensil (0%) og stjúkið varlega yfir efri hlutann á stútnum þar til litaskilin hverfa.

14. Ef þið eruð ánægð skuluð þið vista myndina8: Veljið Layer – Flatten Image og vistið síðan myndina undir nýju nafni t.d. Herjólfur_flöskusip.jpg.

8 Auðvelt er að skipta um bakgrunn og nota t.d. myndina veisla.jpg úr 9. Verkefni eða kaffihus.jpg úr 10.

Verkefni og ná þannig fram allt öðrum áhrifum. Það eina sem þarf að gera er að afrita þá mynd sem óskað er eftir að nota, smella á lagið Background og líma myndina inn – en athugið að þetta þarf að gera áður en skipunin Flatten Image er valin. Hér var kaffihúsmyndin gerð óskýr með skipuninni Filter – Blur – Gaussian Blur... og stillt á 18 px.

VSTO-áfangar Aukaverkefni 1 – Photoshop Fjölnir

bls. 64

Av1 Rimamynd og mynd ı gegn um texta 1. Opnið myndina sveitabaer.jpg

2. Búið til nýtt tómt lag með því að smella á táknmyndina Create a new layer við hliðina á ruslafötunni. Gefið laginu nafnið Bakgrunnur. Fyllið nýja lagið t.d. með hvítum lit. Edit – Fill… – White. Við notum lagið ekki strax þannig að þið skuluð slökkva á auganu fyrir framan lagið – hafið lagið samt áfram valið.

3. Sækið tólið Rectangle Tool, ferhyrningstólið, neðarlega í verkfærakistuna. Gætið þess að stillingin fyrir ofan myndina sé á Shape.

4. Teiknið fyrstu rimina hægra megin á myndinni af sveitabænum. Engu máli skiptir hvaða litur er inni í riminni (ferhyrningnum) og stærðin (hæð og breidd) er líka frjáls. Nú er komið nýtt lag fyrir ofan tóma lagið, gefið nýja laginu nafnið Rim.

5. Snúið laginu lítillega með skipuninni Edit – Free Transform Path (Ctrl T). Hafið bendilinn utan við rimina (bendillin verður boginn) og hallið riminni smávegis með því að ýta til vinstri eða hægri. Staðfestið með Enter hnappi eða smellið á hakið ofan við mynd.

6. Kveikið aftur á laginu Bakgrunnur, en hafið lagið Rim virkt. Veljið Layer – Layer Style – Blending Options… Stillið Knockout á Shallow eða Deep og dragið Fill Opacity niður í 0% nú sést í myndina í gegn um Rimina. Nú gerum við rimina flottari og líkjum eftir þrívídd: Veljið Drop Shadow og stillið Angle á 130°, Distance á 30px og Size á 30px. Veljið að lokum Stroke og stillið Size á 12px, Position á Inside og Color á Hvítt. Staðfestið með OK. Nú er fyrsta rimin tilbúin og eftirleikurinn auðveldur

7. Afritið lagið Rim t.d. með Ctrl J. Veljið Edit – Free Transform (Ctrl T) og hallið riminni til hægri eða vinstri svo að hún halli ekki alveg eins og fyrirmyndin. Til að gera myndina líflegri reynum vð líka að láta rimarnar ná mishátt upp. Haldið áfram þar til þið hafið náð að þekja allan sveitabæinn með mismunandi hallandi rimum. Fjöldi laganna fer eftir því hversu breið fyrsta rimin er hjá ykkur.

8. Ef þið eruð ekki ánægð með staðsetningu rimanna á bakgrunn-inum veljið öll rimalögin með því að smella á efsta lagið, halda niðri Shift hnappinum á lyklaborðinu og smella á neðsta lagið Rim. Sækið Move Tool í verkfærakistuna og færið rimarnar allar í einu þar til þið eruð ánægð með staðsetninguna.

9. Farið í Layer – Flatten Image og vistið myndina undir nýju nafni t.d. sveitabaer_rimar.jpg

Vídeó verkefni: av1a.mp4 av1b.mp4

VSTO-áfangar Aukaverkefni 1 – Photoshop Fjölnir

bls. 65

10. Í síðara verkefninu er ætlunin að láta mynd sjást í gegn um texta. Sækið myndina haust.jpg.

11. Byrjið á að taka lásinn af laginu Background – t.d. með því að draga lásinn niður í ruslafötuna. Passið að draga bara lásinn – ekki allt lagið (Í útgáfu CC er nóg að smella á lásinn). Gefið laginu t.d. nafnið Haust.

12. Búið til nýtt tómt lag með því að smella á táknmyndina Create a new layer við hliðina á ruslafötunni. Gefið laginu nafnið Bakgrunnur. Fyllið nýja lagið með lit, t.d. hvítum. Edit – Fill… – White. Dragið nýja lagið niður fyrir lagið Haust.

13. Smellið á lagið Haust til að virkja það. Sækið skrifverkfærið Horizontal Type Tool í verkfærakistuna. Veljið fyrirferðarmikið letur t.d. Blackoak Std eins og hér er gert. Stærðin eða liturinn skiptir hins vegar engu máli. Gott er þó að hafa stafina meira en 24 pt á stærð svo að þið eigið auðvelt með að sjá hvað þið eruð að gera.

14. Smellið á myndina af haustlaufunum og dragið stutta línu á myndina. Skrifið textann HAUST með hástöfum. Reynið að laga kassann utan um stafina svo að þeir séu nokkuð þétt við textann. Ýtið á Enter eða hakið þegar þið eruð ánægð.

15. Hafið textalagið valið og sækið verkfærið Edit – Free Transform (Ctrl T). Stækkið stafina með því að draga í kassana utan um þá. Látið stafina þekja myndina alveg. Staðfestið með hakinu eða ýtið á Enter.

16. Dragið nú textalagið niður fyrir lagið Haust.

17. Nú er þetta að verða búið Virkið lagið Haust og veljið Layer – Create Clipping Mask og nú birtast stafirnir og myndin sést í gegn

18. Þá er bara eftir að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. haust_texti.jpg

VSTO-áfangar Aukaverkefni 2 – Photoshop Fjölnir

bls. 66

Av2 Andlit a tre og mynstruð hendi 1. Opnið myndirnar tre.jpg og andlit.jpg.

2. Afritið myndina andlit.jpg með Edit – Copy (Ctrl C), lokið myndinni (smellið á X) og límið hana inn hjá myndinni tre.jpg Edit – Paste (Ctrl V). Nú bætist við nýtt lag sem þið skuluð kalla Andlit.

3. Við þurfum að eyða litnum úr andlitsmyndinni, gerið það með Image – Adjustments – Desaturate og við þurfum líka að auka andstæður í myndinni, gerið það með Image – Adjustments – Levels (Ctrl L). Dragið þríhyrninginn vinstra megin inn á 50 og þríhyrninginn hægra megin inn á 180. Þetta þarf ekki að vera nákvæmt, og er breytilegt eftir því hvaða mynd er notuð. Staðfestið með OK.

4. Nú þurfum við að velja hluta andlitsmyndarinnar og við getum gert það með ein-hverju verkfæri úr verkfærakistunni t.d. Lasso Tool, en hér er ætlunin að prófa nýja aðferð. Veljið pensilinn Brush Tool, stillið stærðina á 250 til 300 px og notið mjúkan pensil. Ýtið á D á lyklaborðinu til að stilla forgrunnslit á svart. Smellið á Quick Mask sem er næst-neðsta verkfærið í verkfærakistunni. Málið nú með penslinum yfir andlitið á stúlkunni, sleppið hálsinum og hárinu þar sem við viljum bara fá andlit hennar á tréð.

5. Þegar andlitið er allt valið, sjá mynd, smellið á bókstafinn Q á lyklaborðinu. Nú sjást maurarnir allt í kring um myndina. Við þurfum að snúa valinu við með skipuninni Select – Inverse og nú eru maurarnir bara kringum andlitið. Afritið valið með Ctrl J og nú kemur nýtt lag eingöngu með andlitinu. Gefið nýja laginu nafnið Andlit 1. Hendið laginu Andlit (dragið það niður í ruslafötuna), við erum búin að nota það.

6. Afritið næst Background lagið t.d. með Layer – Duplicate Layer... Við þurfum að búa til nýtt skjal svo þið veljið New þar sem örin bendir á fellivalslistann og gefið nýja skjalinu t.d. nafnið tilfærsla. Staðfestið með OK.

7. Nú eruð þið með nýtt skjal með einu lagi sem heitir Background. Nú skulum við gera tréð óskýrt með Filter – Blur – Gaussian Blur…, stillið Radius á 4 til 5 pixla. Þetta er skrýtið að gera myndina af trénu óskýra, en við þurfum bara að nota hana andartak og svo fleygjum við henni.

8. Lokið skjalinu tilfærsla með því að smella á X . Smellið á Yes þegar þið eruð spurð hvort þið viljið vista. Gætið þess í Save as type sé valið Photoshop (*.PSD;*PDD). Vistið í heimamöppuna ykkar eða á skjáborðið, eða þar sem auðvelt er að finna skjalið. Nú er skjalið með trénu og andlitinu væntanlega á skjánum ykkar.

9. Gerið lagið Andlit 1 virkt með því að smella á það. Farið í Filter – Distort – Displace… Stillið Horizontal Scale og Vertical Scale á 30. Þið getið prófað mismunandi stillingar, en á þessari mynd mæli ég með 25 til 30, því hærri tala því meiri áhrif hefur filterinn. Hafið hakað við Stretch To Fit og Repeat Edge Pixels. Staðfestið með OK. Nú biður filterinn um skjalið tilfærsla sem við vorum að enda við að vista. Finnið það og smellið á Open.

10. Þið sjáið að andlitið á stúlkunni krumpast eftir úrlínum trjábarkarins. Nú er bara eftir að breyta blöndun lagsins í Overlay og síðan má draga aðeins úr birtunni í myndinni með

Vídeó verkefni: av2a.mp4 av2b.mp4

VSTO-áfangar Aukaverkefni 2 – Photoshop Fjölnir

bls. 67

því að velja Image – Adjustments – Levels… (Ctrl L). Dragið þríhyrninginn fyrir miðtónana til hægri t.d. á 55 og nú sýnist andlit stúlkunnar vera eins og hluti af trénu Vistið myndina.

11. Í seinna verkefninu endurtökum við, með smá breytingum, það sem við gerðum í fyrri hlutanum. Opnið myndirnar mynstur.jpg og hendi2.jpg.

12. Byrjum á að „klippa hendina út“. Sækið verkfærið Quick Selection Tool í fjórðu efstu skúffu verkfærakistunnar. Stillið tólið á 300 px stærð og veljið Add to Selection . Dragið umhverfis hendina með tólinu þar til maurarnir iða umhverfis hana. Stækkum valið örlítið með Select – Modify – Expand… stillið á 4 pixla. Dragið lásinn niður í ruslafötu og ýtið næst á Delete hnappinn á lyklaborðinu. Nú ætti allur bakgrunnur handarinnar að vera horfinn.

13. Veljið hendina með Ctrl A og afritið hana með Ctrl C, lokið myndinni með því að smella á X (ekki vista) og límið hendina inn hjá mynstrinu. Gefið nýja laginu hafnið Hendi.

14. Við skulum aðeins færa myndina til og snúa henni. Veljð Edit – Free Transform (Ctrl T). Færið myndina og snúið henni lítillega þannig að lófinn sé nokkurn veginn á miðju mynstrinu. Þegar þið eruð ánægð með staðsetninguna staðfestið ofan við myndina eða ýtið á Enter.

15. Nú þurfum við að losa okkur við litinn úr hendinni. Veljið Image – Adjustments – Desaturate. Notið síðan Ctrl L og dragið stillingarnar inn á 70 og 140 til að auka andstæðurnar í myndinni. Afritið næst lagið með Layer – Duplicate Layer... Veljið New þar sem örin bendir á fellivalslistann og gefið nýja skjalinu t.d. nafnið tilfærsla2. Staðfestið með OK. Lokið myndinni og vistið sem (*.PSD;*PDD).

16. Virkið lagið Background og afritið það t.d. með Ctrl J. Dragið afritið upp þannig að það verði efsta lagið, hafið það virkt. Farið í Filter – Distort – Displace… Sækið skjalið tilfærsla2. Stillið á 30 og hafið stillingarnar eins og í fyrri hluta verkefnisins. Slökkvið á auganu fyrir framan lagið Background. Haldið niðri Ctrl hnappinum á lyklaborðinu og smellið á myndina af hendinni. Nú umlykja maurar hendina sjálfa, virkið efsta lagið (afrit af Background) og búið til maska með því að smella á maska-táknmyndina neðst í Layer valmyndinni. Nú sjáið þið hendina án bakgrunnar.

17. Við endum á því að kveikja á laginu Background og gera það óskýrt. Til að hægt sé að nota filterinn þarf að opna lásinn á Background laginu (draga hann niður í ruslafötu). Veljið Filter – Blur – Gaussian Blur… veljið háa tölu t.d 40 eða 50. Þið getið líka notað Edit – Free Transform til að stækka og snúa bakgrunninum ef þið viljið – eins og hér hefur verið gert á myndinni sem þið sjáið. Nú er ekkert eftir nema að vista myndina undir nýju nafni

VSTO-áfangar Aukaverkefni 3 – Photoshop Fjölnir

bls. 68

Av3 Bıllinn spyrnir og leysist upp 1. Opnið myndirnar gtr.jpg og bakgrunnur.jpg. Við bíðum með bakgrunnsmyndina þar til í lið 10.

2. Hafið myndina af bílnum virka. Við byrjum á að losa okkur við hvíta bakgrunninn. Afritið lagið Background t.d. með skipuninni Ctrl J og kallið nýja lagið Bíll. Sækið töfrasprotann Magic Wand Tool í verkfærakistuna. Hafið Tolerance stillt á 35 og smellið á hvíta svæðið utan við bílinn. Nú ættu maurarnir að umlykja allan bakgrunn bílsins. Slökkvið á auganu fyrir framan lagið Background. Ýtið nú á Delete hnappinn á lyklaborðinu og bakgrunnurinn hverfur. Losið ykkur við maurna með skipuninni Select – Deselect (Ctrl D).

3. Takið nú afrit af laginu Bíll t.d. með skipuninni Ctrl J og kallið nýja lagið Bíll stækkaður. Slökkvið á auganu fyrir framan Bíll stækkaður og hafið líka slökkt á auganu fyrir framan lagið Background (raunar má henda laginu Background þar sem við gerum nýjan bakgrunn fljótlega).

4. Hafið lagið Bíll virkt. Nú ætlum við að fá fram hreyfingu í hjólin með filternum Radial blur. Sækið verkfærið Elliptical Marquee Tool í nest-efstu skúffu verkfærakistunnar. Haldið niðri Shift og Alt-hnöppunum á lyklaborðinu og dragað strik frá miðju framhjólinu út á dekkið. Nú ættu maurarnir að umlykja allt hjólið. Veljið Filter – Blur – Radial Blur og stillið Amount á 15, Blur Method á Spin og Quality á Good. Nú er eins og framhjólið snúist! Notið Ctrl D (Select – Deselect) til að losna við maurana. Endurtakið þetta á afturhjólinu en stillið þá Amount á 25.

5. Bætið hvítum maska (Add Layer Mask) á lagið Bíll og ýtið á D á lyklaborðinu til að stilla litina á svart og hvítt. Nú er ætlunin að gata bílinn svolítið þ.e. að láta líta út fyrir að hlutar hans hafi fokið burt eða orðið eftir þegar hann fór hratt af stað Veljið Brush Tool úr verkfærakistunni og sækið pensilinn Spatter 59 pixels. Veljið Window – Brush og stillið stærðina á 500 px, Angle á 20° og Spacing á 120%. Smellið með penslinum á maskann (svartur litur í pensli), minnkið penslilinn niður í 250 px og smellið nokkrum sinnum í viðbót, minnkið að lokum pensilinn niður í 120 px og smellið í nokkur skipti enn. Reynið að láta líta út fyrir að töluverður hluti aftast á bílnum sé horfinn.

6. Virkið nú lagið Bíll stækkaður og kveikið á augana á laginu. Veljið Edit – Free Trans-form (Ctrl T) og togið bílinn upp og aftur svo að hann teygist og stækki, staðfestið. Sækið næst Filter – Liquify… Veljið Forward Warp Tool (efsta verkfærið vinstra megin), stillið pensilstærð á 500 px og togið hressilega í bílinn að aftanverðu. Afturhluti bílsins er nú allur orðinn afskræmdur og nú hefst lokakaflinn í því að láta líta út fyrir að stykki úr bílnum séu á flugi aftur af honum.

7. Gerið svartan maska á lagið Bíll stækkaður. Einfaldast er að gera þetta með því að halda niðri Alt-hnappinum á meðan smellt er á hnappinn Add Mask. Veljið nú hvítan lit í pensilinn, stillið hann á 500 px stærð og smellið nokkrum sinnum aftan og ofan við bílinn. Minnkið penslilinn niður í 250 px og haldið áfram að smella á þá staði sem ykkur finnst passa best. Þetta á að líta út þannig að afturhluti bílsins sé að þeytast aftur af honum. Endið á að nota pensil um 120 px að stærð. Ef þið hafið gert of mikið er auðvelt að laga það með því að skipta yfir í svartan lit í penslinum.

Vídeó verkefni: av3.mp4

VSTO-áfangar Aukaverkefni 3 – Photoshop Fjölnir

bls. 69

8. Að lokum skulum við setja nýjan bakgrunn á bak við bílinn. Þið getið notað myndina bak-grunnur.jpg eða búið til nýjan bakgrunn eins og þið gerðuð í verkefninu með Bentley bílinn; byrjum á að skoða þá leið. Búið til nýtt lag með Create a new layer, kallið nýja lagið Bakgrunnur, gætið þess að nýja lagið sé fyrir neðan myndirnar af bílnum.

9. Fyllið bakgrunninn með einhverjum lit að eign vali Edit – Fill eða notið sömu aðferð og með Bentley bílinn með því að velja verkfærið Gradient Tool úr verkfærakistunni. Hér er þeirri aðferð lýst: Veljið forgrunns- og bakgrunnslit að eigin vali (hér rautt og hvítt). Veljið blönd-unina Foreground to Background efst á skjánum. Haldið niðri vinstri músarhnappi og dragið yfir lagið Bakgrunnur (hér var dregið frá neðra hægra horni upp í efra vinstra horn). Munið að forgrunnsliturinn kemur þar sem byrjað er að draga og bakgrunnsliturinn þar sem endað er.

10. Ef þið viljið nota bakgrunnsmyndina bakgrunnur.jpg farið þið svona að: Sækið myndina, afritið hana á hefðbundinn hátt með Ctrl A (Select – All), Ctrl C (Edit – Copy), lokið myndinni og límið hana inn hjá myndinni af bílnum Ctrl V (Edit – Paste). Gætið þess að lagið sé undir myndunum af bílnum. Notið Filter – Blur – Motion Blur… til að fá hreyfingu í bakgrunninn. Stillið Angle á 0 og Distance á 150 til 200.

11. Þegar þið eruð orðin ánægð er ekkert annað eftir en að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. gtr_leysist_upp.jpg

VSTO-áfangar Aukaverkefni 4 – Photoshop Fjölnir

bls. 70

Av4 Myndir ı kristalskulu 1. Gott er að byrja á að safna myndum, sem nota á, í eina möppu; best er að hafa þær 16, 25 eða 36 í

möppunni.

2. Notið Automate skipunina til að sækja myndirnar: File – Automate – Contact Sheet II…

3. Veljið möppuna með myndunum (rauð ör). Allar stillingar eru gulmerktar: Stillið Units á cm og hafið stærðina t.d. 20 cm á breidd og 20 cm á hæð. Upplausnina Resolution er best að stilla á 118 pixla/cm. Veljið hversu marga dálka Columns og línur Rows (í mínu verkefni eru 36 myndir og því vel ég 6 dálka og 6 línur, ef myndirnar eru 25 þá verða dálkar og línur 5 o.s.frv.). Setjið 0 í Vertical og Horizontal af því að við viljum ekki fá bil á milli mynda.

4. Afhakið alstaðar þar sem sem hægt er (brúnir kassar). Smellið á OK happinn.

5. Forritið er svolitla stund að sækja allar myndirnar og raða þeim upp9. Þegar allar myndirnar eru komnar þarf að færa þær til svo að hvergi sé bil á milli mynda. Notið verkfærið Move Tool til að færa myndirnar, hakið við Auto-Select. Þegar þið hafið komið myndunum fyrir sjáið þið að ykkur vantar fleiri myndir til að þekja allan myndfötinn. Nú skuluð þið halda niðri Alt-hnappinum og nota Move Tool eins og áður. Þegar Alt hnappurinn er notaður tekur forritið afrit af mynd. Nú er auðvelt að fylla allan myndflötinn. Gætið þess að hvergi séu auð svæði á milli mynda.

6. Steypið lögunum saman með Layer – Flatten Image.

7. Nú búum við til hringlaga mynd. Sækið verkfærið Elliptical Marquee Tool í verkfærakistuna. Dragið krossinn frá horni í horn (t.d. úr efra vinstra horni í neðra hægra horn) og nú myndast hringlaga maurahjörð. Afritið hringlaga svæðið með Edit – Copy (Ctrl C) og límið það síðan með Paste (Ctrl V). Gefið nýja laginu nafnið Kúla. Hendið laginu Background.

8. Gætið þess að maurarnir umlyki lagið Kúla. Nú er komið að því að gefa hringlaga myndinni þrívíddarútlit. Sækið Filter – Distort – Spherize… Stillið filterinn á 100%.

9. Búið til nýtt lag og kallið það Skuggi. [Ef maurnir eru horfnir af myndinni: Þá þurfum við að velja alla kúluna, það má gera með því að halda niðri Ctrl-hnappinum á lyklaborðinu og smella á litlu myndina á laginu Kúla. Ef þetta gengur ekki má nota Quick Selection Tool, stilla á stóran pensil t.d. 500 px og strjúka yfir alla stóru kúluna.] Nú ættu maurar að umlykja kúluna.

10. Gerið lagið Skuggi virkt. Veljið Edit – Stroke… og stillið á 200 px, staðfestið með OK. Nú umlykur svartur hringur myndina. Veljið síðan Filter – Blur – Gaussian Blur… Stillið á u.þ.b. 110 px og nú er svarti hringurinn meira eins og skuggi. Ef ykkur finnst skugginn of dökkur dragið þá Opacity stillinguna niður í ca. 85%. Veljið Layer – Merge Down (Ctrl E).

11. Nú þurfum við að afrita lagið Kúla t.d. með Layer – New – Layer via Copy (Ctrl J). Köllum nýja lagið Speglun. Við þurfum að hvolfa laginu með skipuninni Edit – Transform – Flip Vertical.

9 Ef myndirnar eru mikið fleiri 36 er tölvan töluvert lengi að raða þeim upp og þær geta lent í fleiri skjölum en einu.

Vídeó verkefni: av4.mp4

VSTO-áfangar Aukaverkefni 4 – Photoshop Fjölnir

bls. 71

12. Nú þurfum við að búa til bakgrunn fyrir myndina. Búið til nýtt lag Create a new layer, kallið lagið Bakgrunnur. Dragið lagið niður þannig að það verði neðsta lagið og hafi lagið Kúla efst.

13. Þá er að breikka og hækka bakgrunninn; hafið bakgrunninn virkan: Veljið Image – Canvas Size… Sláið inn 25 cm í breidd (Width) og 35 cm í hæð (Height). Staðfestið með OK.

14. Virkið lagið Kúla. Sækið Move Tool í verkfærakistuna og færið myndina af kúlunnu upp og virkið síðan lagið Speglun og færið þá mynd niður. Látið myndirnar snertast örlítið.

15. Nú þarf að virkja lagið Bakgrunnur og fylla það með einhverju; t.d. má nota Gradient Tool úr verkfærakistunni. Nú er um að gera að nota hugmyndaflugið og gera bakgrunn sem er svolítið ljósari en myndin og styrkir myndina eins og hægt er. Stillingarnar fyrir Gradient Tool eru efst á skjánum og reynið nú að prófa ykkur áfram. Þið getið skoðað Myndskeið Av4 til að sjá hvernig hægt er að gera t.d. bagrunn með óreglulegu mynstri.

16. Að lokum þarf að þurrka út neðri hluta myndarinnar Speglun til að gera þetta raunverulegra. Virkið lagið Speglun. Sækið strokleðrið Eraser Tool í verkfærakistuna – eða notið maska. Hafið stærð 1500 px og notið mjúkt strokleður eða pensil. Eyðið neðsta hluta myndarinnar, og færið Opacity niður í 50 til 60%, nú er eins og kúlan speglist í gljáandi yfirborði.

17. Þegar þið eruð orðin ánægð er ekkert annað eftir en að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. kúla.jpg

VSTO-áfangar Aukaverkefni 5 – Photoshop Fjölnir

bls. 72

Av5 Mynd verður að pussluspili 1. Opnið myndirnar blom.jpg og pussl.jpg. Afritið myndina pússl með Select – All (Ctrl A) og Edit –

Copy (Ctrl C) og límið með Edit – Paste (Ctrl V) fyrir ofan lagið blóm.

2. Við byrjum á að taka afrit af laginu Background með Ctrl J skipuninni. Köllum nýja lagið t.d. Blóm.

3. Veljið lagið Background. Við skulum stækka lagið Background með skipuninni Image – Canvas Size… Stillum á sentimetra og breidd t.d. á 47 cm og hæð á 33 cm.

4. Nú er ætlunin að fylla lagið Background með lit: Notið skipunina Edit – Fill og veljið t.d. White, hvítan lit til að fylla bakgrunninn. Nú erum við komin með litaðan bakgrunn sem nær út fyrir myndina sem við ætlum að vinna með.

5. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T) til að toga út hornin á myndinni og stækka myndina pússl svo að hún þeki alla myndina blóm.

6. Þar sem línurnar í myndinni pússl eru fremur daufar beitum við smá töfrum til að dekkja og skýra þær: Tökum afrit af laginu Pússl með Ctrl J. Breytum næst blöndun efra pússl lagsins úr Normal í Multiply. Nú dökkna línurnar og skýrast Veljum bæði pússl lögin og sameinum þau með Ctrl E (Layer – Merge Down). – Eftir stendur eitt lag sem heitir Pússl.

7. Til að eyða hvíta litnum á myndinni pússl byrjum við á að ýta á D á lyklaborðinu, en þá fáum við svartan og hvítan lit sem grunnliti. Ýtið á bognu örina fyrir ofan litina eða á X á lyklaborðinu til að fá hvítan forgrunnslit. – Eins og sést á myndinni hér til hliðar.

8. Nú þurfum við að losna við hvíta litinn af laginu Pússl: Viljið nú Select – Color Range… og gætið þess að vera með lagið Pússl valið. Stillið Fuzziness nálægt 100 og gætið þess að haka við Image. Ekki haka við neitt annað. Smellið á OK. Nú ætti forritið að hafa fundið hvíta litinn og maurar því iðandi yfir öllum svörtu strikunum milli pússlubitanna.

9. Ýtið nú á Delete hnappinn á lyklaborðinu og myndin blóm kemur í ljós og við sjáum jafnframt útlínur pússlubitanna. Veljið Select – Deselect (Ctrl D) til að losna við iðandi maurana.

10. Nú er að byrja að velja pússlubita úr myndinni blóm: Slökkvið á laginu Blóm með því að smella á augað fyrir framan lagið. Hafið lagið Pússl valið og sækið töfrasprotann (Magic Wand Tool) í verkfærakistuna. Veljið einhvern bita og smellið með töfrasprotanum á miðjan bitann.

11. Kveikið á laginu blóm og veljið það. Notið Edit – Cut (Ctrl X) og Edit – Paste (Ctrl V) til að klippa út og líma fyrsta kubbinn úr pússlinu. Gott er að gefa bitanum nafn t.d. Kubbur 1.

12. Notið Edit – Free Transform (Ctrl T) til að færa bitann t.d. á hvíta svæðið sem er umhverfis myndina blóm. Snúið bitanum lítillega til að láta þetta líta eðlilegar út. Endurtakið þetta nokkrum sinnum til að klippa út fleiri bita:

13. Slökkvið á laginu Blóm og veljið lagið Pússl og endurtakið síðan lið 10, 11 og 12 með því að nota töfrasprotann og Free Transform (Ctrl T). Klippið út 2 til 3 bita til viðbótar.

14. Ef þið skoðið bitana vel, sem þið klipptuð út, sjáið þið útlínur myndarinnar sem er undir honum. Þetta á auðvitað ekki að vera svona og nú þarf að draga lagið Pússl niður að laginu Blóm, en þá verður þetta í góðu lagi.

Vídeó verkefni: av5.mp4

VSTO-áfangar Aukaverkefni 5 – Photoshop Fjölnir

bls. 73

15. Nú þarf að laga pússlið örlítið svo að það verði raunverulegra. Hafið lagið Pússl valið: Byrjið á velja fx neðst í Layers valmyndinni . Veljið síðan Bevel & Emboss… Stillið á Inner Bevel, Smooth; hafið Depth á um 700%, Direction á Down. Hafið Size á um 10 px og Soften á lágri tölu t.d. 2. Angle á 120° og hakið við Use Global Light.

16. Færið Fill fyrir lagið Pússl að lokum niður í 40%.

17. Til að gera þetta enn raunverulegra skulum við láta pússlbitana kasta skugga: Hafið lagið Kubbur 1 valið: Veljið fx eins og í lið 15 en nú er það Drop shadow sem við notum. Stillið Opacity á 70%, Angle á 120°, hakið við Use Global Light, hafið Distance á 30 px, Spread á 10% og Size á 50 px.

18. Við getum afritað allt sem við gerðum í lið 17 með því að fara með músarbendilinn yfir lagið Kubbur 1 og hægrismella. Veljið Copy Layer Style. Færið síðan bendilinn yfir lagið Kubbur 2 og hærismellið, veljið Paste Layer Style, endutakið þetta fyrir alla kubbana sem þið hafið gert og líka fyrir lagið Blóm. Skuggarnir gera pússuspilið raunverulegra og skapa þrívíddar-áhrif.

19. Þegar þið eruð orðin ánægð er ekkert annað eftir en að velja Layer – Flatten Image og vista síðan myndina undir nýju nafni t.d. blómapússl.jpg.

VSTO-áfangar Skrá um efnisatriði – Photoshop Fjölnir

bls. 74

Efnisatriðaskra

A

Adaptive Wide Angle…, 57 Add Layer Mask, 10, 11, 12, 13, 16, 18, 34, 43, 63, 68 Add Mask, 68 Add to selection, 20, 60 Add to Selection, 67 Adjustment Brush, 53 Adjustment Layer, 20, 33, 60, 61 Adjustments, 20, 30, 32, 34, 38, 39, 40, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 56 Alt, 6, 7, 11, 14, 18, 26, 28, 31, 35, 56, 58, 61, 63, 68, 70 Amount, 38, 41, 53, 68 Angle, 19, 45, 57, 61, 64, 68, 69, 73 Anti-alias, 8, 14, 38, 40 Arrange, 8, 14 Artistic, 26, 44, 46 Attempt To Automatically Align Source Images, 54 Auto, 28, 29, 52 Auto-Align Layers, 29 Automate, 54, 56, 70 Auto-Select, 70

B

Background, 4, 5, 10, 11, 14, 15, 20, 22, 24, 25, 27, 28, 33, 36, 37, 40, 42, 44, 45, 46, 48, 50, 51, 55, 65

Backspace, 60 Basic, 52 Bevel & Emboss…, 73 Black & White, 20, 30 Blacks, 52 Blending Options…, 64 Bloat Tool, 58 Blur, 14, 32, 38, 39, 41, 44, 63, 66, 67, 68, 69, 70 Blur Method, 68 Brightness/Contrast…, 33 Browse, 54, 56 Brush, 10, 11, 12, 13, 18, 22, 25, 28, 30, 31, 43, 44, 46, 50, 51,

53, 57, 58, 66, 68 Brush Pressure, 58 Brush tool, 61 Brush Tool, 10, 11, 12, 13, 18, 25, 28, 31, 43, 44, 50, 51, 60, 61,

62, 63, 66, 68 Burn Tool, 33, 56

C

Camera Raw, 52, 55 Canvas Size, 57 Canvas Size…, 57, 71, 72 Clarity, 52, 53 Clipping Mask, 22, 65 Clone Stamp Tool, 6, 7, 18, 20, 26, 28, 35, 56 Color, 9, 14, 31, 41, 43, 50, 51, 60, 61, 64, 72 Color Picker, 9, 14

Color Range…, 72 Colorize, 40, 50, 60, 61 Columns, 70 Contact Sheet II…, 70 Content-Aware, 20, 30, 32, 35, 38, 56 Contiguous, 8, 14, 38, 40 Contract…, 8 Contrast, 32, 33, 52, 53 Copy, 14, 22, 24, 26, 40, 42, 66, 69, 70, 72 Copy Layer Style, 73 Create, 22, 24, 25, 27, 33, 41, 42, 43, 50, 51, 64, 65, 69, 71 Create a new layer, 22, 24, 25, 33, 41, 42, 43, 64, 65, 69, 71 Crop Tool, 28, 29, 31, 33, 51, 56 Ctrl, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23,

24, 25, 26, 27, 28, 31, 32, 34, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 46, 47, 48, 49, 50, 51, 55, 56, 57, 58, 60, 64, 65, 66, 67, 68, 69, 70, 72

Ctrl A, 16, 18, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 36, 38, 40, 44, 46, 57, 67, 69, 72

Ctrl C, 11, 13, 14, 16, 18, 21, 22, 24, 26, 28, 36, 40, 44, 46, 47, 66, 67, 69, 70, 72

Ctrl D, 4, 5, 8, 22, 32, 37, 38, 43, 49, 50, 51, 56, 57, 68, 72 Ctrl E, 22, 24, 26, 43, 56, 70, 72 Ctrl J, 22, 26, 31, 32, 34, 36, 39, 40, 41, 44, 48, 55, 58, 64, 66, 67,

68, 70, 72 Ctrl T, 10, 11, 13, 17, 19, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 36, 37, 38, 39,

40, 44, 45, 47, 49, 64, 65, 67, 68, 72 Ctrl V, 11, 14, 16, 18, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 36, 40, 44, 46, 47,

66, 69, 70, 72 Ctrl X, 72 Current & Below, 6, 7 Current Layer, 28 Curve, 54 Curves..., 32 Custom Shape Tool, 24 Cut, 72 Cutout…, 26 Cylindrical, 56

D

Darker, 20, 30 Decontaminate Colors, 42 Deep, 64 Dehaze, 52, 53 Delete, 4, 5, 36, 62, 67, 68, 72 Depth, 73 Desaturate, 38, 39, 46, 66, 67 Deselect, 4, 22, 36, 56, 57, 68, 72 Detail, 44, 46, 53, 54 Diamond, 61 Direction, 73 Displace…, 66, 67 Distance, 19, 32, 45, 64, 69, 73 Distort, 37, 57, 66, 67, 70

VSTO-áfangar Skrá um efnisatriði – Photoshop Fjölnir

bls. 75

Dodge Tool, 33 Down, 73 Drop shadow, 73 Drop Shadow, 19, 45, 64 Duotone…, 26 Duplicate Layer, 36, 39 Duplicate Layer..., 66, 67

E

Edge Smoothness, 55 Edit – Copy, 11, 62 Edit – Paste, 11, 62 Edit – Step Backward, 6, 7 Edit Toolbar..., 61 Effects, 53 Ellipse tool, 61 Elliptical Marquee Tool, 68, 70 Enable Profile Corrections, 52 Enter, 10, 11, 13, 24, 25, 26, 28, 31, 33, 36, 37, 38, 39, 40, 42,

43, 45, 47, 53, 56, 61, 64, 65, 67 Erase Refinement Tool, 42 Eraser Tool, 9, 22, 23, 26, 39, 41, 50, 71 Expand, 4, 5, 20, 38 Expand…, 56, 67 Exposure, 52, 53, 54, 57

F

Fade Patch Selection, 31 Feather, 13, 14, 36, 40, 42, 48, 49, 53 Fill, 20, 24, 32, 33, 35, 38, 39, 41, 50, 51, 56, 57, 61, 64, 65, 69,

72, 73 Fill Opacity, 64 Fill…, 20, 33, 35, 38, 41, 50, 51, 56, 57, 64, 65 Filter, 14, 16, 26, 32, 33, 37, 38, 39, 41, 44, 46, 55, 58, 63, 66,

67, 68, 69, 70 Filter – Blur, 14, 16, 37, 44 Filter Gallery, 44, 46 Flatten image, 64 Flatten Image, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 16, 17, 18, 19, 20,

21, 23, 25, 27, 28, 29, 30, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57, 59, 61, 63, 65, 69, 70, 71, 73

Flip Vertical, 32, 70 Float All in Windows, 8, 14 Foreground color, 50, 51 Foreground to Background, 24, 69 Foreground to Transparent, 22, 40 Format, 53 Forward Warp Tool, 58, 68 Free Transform, 10, 11, 13, 17, 19, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 36, 37,

38, 39, 40, 44, 45, 47, 49, 62, 64, 65, 67, 68, 72 Free Transform Path, 64 Freeze Mask Tool, 58 Fuzziness, 34, 72 fx, 8, 14, 15, 19, 45, 53, 73

G

Gamma, 54 Gaussian, 16, 37, 38, 39, 41, 44 Gaussian Blur, 16, 37, 38, 39, 44

Gaussian Blur..., 63 Gaussian Blur…, 38, 39, 44, 66, 67, 70 Gradient, 4, 5, 15, 19, 22, 24, 40, 42, 48, 61, 69, 71 Gradient Overlay, 15 Gradient Tool, 4, 5, 22, 24, 40, 42, 48, 69, 71 Grayscale, 26 Grid, 57

H

Hard Light, 55 Hardness, 60, 61 HDR, 54, 55 HDR Pro, 54 Healing Brush Tool, 31 Height, 24 High Dynamic Range, 54 High Pass, 55 Highlight, 54 Highlight Priority, 53 Highlights, 41, 52, 53 Horizontal, 14, 57, 65, 66, 70 Horizontal Scale, 66 Horizontal Type Tool, 14, 57, 65 Hue, 34, 40, 46, 47, 49, 50, 60, 61 Hue/Saturation, 60, 61 Hue/Saturation…, 40

I

Image, 26, 32, 34, 38, 39, 40, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 56, 57, 66, 67, 71, 72

Inner Bevel, 73 Inner Glow, 8, 14 Input, 54 Inside, 43, 57, 64 International Paper, 24 Inverse, 40, 66 Invert, 38, 39, 44

K

Knockout, 64

L

Landscape, 24 Lasso Tool, 32, 48, 60, 66 Layer, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20,

21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 43, 45, 46, 47, 48, 49, 51, 55, 56, 57, 59, 61, 63, 64, 65, 66, 67, 68, 69, 70, 71, 72, 73

Layer – Merge Down, 72 Layer Style, 9, 14, 15, 64 Layer Via Copy, 22, 31, 32 Layers, 4, 6, 8, 14, 15, 28, 56, 60, 61, 73 Lens Blur, 14 Lens Corrections, 52 Levels, 32, 38, 39, 40, 46, 48, 56, 66, 67 Lighten, 41 Lightness, 34, 40, 49, 60, 61 Linear, 61

VSTO-áfangar Skrá um efnisatriði – Photoshop Fjölnir

bls. 76

Liquify, 58, 59, 68 Local Adaptation, 54 Luminance Noise Reduction, 53

M

Magic Wand Tool, 4, 8, 12, 14, 20, 34, 36, 40, 56, 57, 62, 68, 72 Masking, 53 Merge Down, 22, 70 Merge Layers, 24, 26, 43, 56 Merge to HDR Pro, 54 Midtones, 57 Mode, 9, 14, 26, 44, 58 Modify, 20, 38, 56 Modify – Contract…, 44 Modify – Expand, 20, 56 Monochromatic, 38 Motion Blur, 32, 69 Motion Blur..., 32 Move Tool, 8, 9, 12, 13, 14, 18, 32, 64, 70, 71 Multiply, 44, 46, 47, 72

N

New, 16, 22, 24, 27, 31, 32, 38, 39, 40, 42, 48, 50, 51, 66, 67, 70 New Layer, 16, 42, 50, 51 Noise, 38 Normal, 17, 21, 31, 37, 47, 72

O

Opacity, 9, 10, 11, 14, 16, 18, 19, 25, 26, 28, 30, 31, 32, 33, 34, 37, 41, 43, 45, 50, 51, 55, 60, 62, 70, 71, 73

Open Image, 53 Original Ratio, 29, 33 Outer Glow, 15 Output, 54 Output Levels, 40 Overlay, 33, 44, 55, 66

P

Paste, 14, 22, 24, 26, 27, 28, 40, 44, 66, 69, 70, 72 Paste Layer Style, 73 Patch Tool, 30, 32, 34, 53 Photo Filter…, 33 Photomerge, 56 Pixelate, 38, 39 Point, 52 Pointillize, 38, 39 Polygonal Lasso Tool, 41, 48 Position, 64 Post Crop Vignetting, 53 Presets, 54 Pucker Tool, 58

Q

Q, 66 Quick Mask, 66 Quick Selection Tool, 4, 5, 8, 14, 20, 35, 42, 44, 50, 51, 67, 70

R

Radial blur, 68 Radius, 13, 14, 16, 38, 39, 42, 44, 53, 54, 55, 66 Range, 57 Raw, 52, 55 Reconstruct, 58 Reconstruct Tool, 58 Rectangle Tool, 64 Rectangular Marquee Tool, 11, 19, 22, 26, 32, 42 Red Eye Tool, 30 Refine Radius Tool, 42 Relative, 57 Remove Chromatic Aberration, 52 Remove ghosts, 54 Repeat Edge Pixels, 66 Replace Color, 34 Resolution, 70 Restore All, 58 Rows, 70 Rule of Thirds, 28, 29, 30, 31 Ruler Tool, 56

S

Saturation, 34, 40, 46, 49, 50, 52, 53, 54, 60, 61 Save as type, 66 Screen, 17, 21, 26, 27, 37, 38, 39, 40, 47 Select, 4, 5, 12, 14, 20, 36, 37, 38, 56, 57 Select – All, 38, 57, 62, 69, 72 Select – Deselect, 4, 5, 62 Select – Inverse, 5, 12, 14, 36, 37 Select – Modify, 4, 5, 8, 44 Select – Modify – Expand, 4, 5, 62, 67 Select – Similar, 14 Select All, 22, 24, 26, 27, 40 Select and Mask, 13, 14, 36, 40, 42, 48, 49 Shadow, 44, 54 Shadows, 41, 52, 53, 57 Shadows/Highlights…, 41 Shallow, 64 Shape, 24, 61, 64 Shift, 4, 8, 10, 11, 13, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 25, 28, 36, 37, 40,

42, 43, 54, 56, 61, 62, 64, 68 Shift Edge, 13, 14, 36, 40, 42 Size, 19, 24, 45, 46, 53, 58, 64, 71, 72, 73 Smart Radius, 42 Smooth, 13, 14, 36, 42, 48, 49, 73 Soft Light, 22, 51, 55 Soften, 73 Spatter, 68 Spectrum, 61 Spherize, 37 Spherize…, 70 Spot Healing Brush Tool, 22, 30 Spread, 19, 45, 73 Step Backward, 8, 31 Straighten Layer, 56 Straighten Tool, 53 Strength, 54 Stretch To Fit, 66 Stroke, 43, 57, 64

VSTO-áfangar Skrá um efnisatriði – Photoshop Fjölnir

bls. 77

Stroke…, 57, 70 Style, 9, 14, 53 Stylize, 46

T

Temperature, 52 Thaw Mask Tool, 58 Tint, 52 Tolerance, 4, 8, 14, 34, 38, 40, 62, 68 Tone Curve, 52 Transform, 24, 25, 32, 42, 43, 57, 70 Transform – Perspective, 25, 42 Transform – Warp, 24, 43 Turn Clockwise Tool, 58

U

Undo, 31 Units, 70 Use Global Light, 73

V

Vertical, 66, 70 Vertical Scale, 66 Vibrance, 52, 54 View – Clear Guides, 63 View – New Guide..., 62

W

Warming Filter (LBA), 33 Warp, 19, 22, 58 Watercolor…, 44 White Balance, 52 White Balance Tool, 52 Whites, 52 Width, 24