32
ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN Árangur og verkefni 2012-2013

Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Í ritinu er litið yfir starf og þróun Íslenska sjávarklasans 2012-2013 og stiklað á stóru um allt það helsta sem áunnist hefur á vettvangi klasans. Samantektin gefur tilefni til bjartsýni og fyrirheit um áframahaldandi starf og árangur á komandi árum.

Citation preview

Page 1: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN

Árangur og verkefni 2012-2013

Page 2: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Fiskeldi

Sjávarútvegur og tengd

matvælavinnsla

Ferðaþjónusta

Lífvirk efni Sala og

markaðssetning

Fjármál og þjónusta

Rannsóknir, menntun og þjálfun

Tæknibúnaður fyrir vinnslu og veiðar

Eftirlit og stjórnun

Flutningar og hafnarstarfsemi

Olía og gas

© Íslenski sjávarklasinn

Desember 2013

www.sjavarklasinn.is

Page 3: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

3

Efnisyfirlit

Formáli 5

Íslenski sjávarklasinn 6

Sjávarútvegs- og matvælahópur 8

Flutninga- og hafnahópur 10

Rannsókna- og menntahópur 12

Tæknihópur 14

Olíu- og gashópur 16

Hús Sjávarklasans 18

Rannsóknir og útgáfa 20

Alþjóðlegt samstarf 22

Fjölmiðlar 2011-2013 24

Page 4: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

4

STOFNAÐILAR AÐ ÍSLENSKA SJÁVARKLASANSUM

SAMSTARFSAÐILAR ÍSLENSKA SJÁVARKLASANS

Dark BlueCMYK: 100c + 74m + 10y + 40kPantone: 654RGB: 0r + 43g + 83b

RedCMYK: 0c + 100m + 100y + 0kPantone: 485RGB: 206r + 23g + 30b

Page 5: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

5

Formáli

Um allan heim er mikill áhugi á rannsóknum á klösum (e. industry clusters) og áhrifum þeirra á þróun fyrirtækja og lífskjör. Michael Porter skilgreinir klasa sem þyrpingu fyrirtækja og stofnana á ákveðnu svæði og sviði, sem eiga sameiginlega

hagsmuni og stuðningsnet. Samstarf á vettvangi klasa felst í að leiða saman ólíka aðila innan hans eins og t.d. fyrirtæki, opinbera aðila, menntastofnanir og fjármálastofnanir. Þannig er hvatt til samstarfs án þess að draga úr virkri samkeppni og mynda þannig heild sem er aflmeiri en ef hvert fyrirtæki er að vinna eitt og sér að framgangi sinna verkefna.

Íslenski sjávarklasinn hófst sem rannsóknarverkefni í Háskóla Íslands árið 2010. Verkefnið hófst á því að kortleggja alla þá starfsemi sem snýr að hafinu í kringum Ísland, allt frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu, rannsóknum og nýsköpun, til líftækni og hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Kostir þess að kortleggja sjávarklasann fólust ekki síst í því að sýna fram á tengsl ólíkra greina innan hans og benda á möguleika og tækifæri til frekara samstarfs. Um var að ræða afar yfirgripsmikið verkefni og þótt skýrsla um þetta efni hafi komið út á vegum klasans árið 2011 má segja að þessi kortlagning á starfsemi sem tengist hafinu sé viðvarandi verkefni í klasastarfsemi.

Í þeim athugunum sem gerðar voru komu í ljós ýmsar vísbendingar um að samstarf innan sjávarútvegs og tengdra greina var á ýmsum sviðum verulega ábótavant. Í október 2010 var haldinn kynningarfundur í Háskóla Íslands á því sem kallað var Sjávarútvegsklasinn. Hinn 24. maí árið 2011 var síðan haldin opin kynning í Sjóminjasafninu Víkinni þar sem kynnt var kortlagning klasans og hugmyndafræði. Þar var m.a. kynnt að klasinn myndi „styrkja nýja sprota í geiranum og auka gróskuna í þessum stærsta klasa í íslensku atvinnulífi.“ Í kjölfarið fjölgaði samstarfsaðilum hratt og verkefnið formfestist. Nú er Íslenski sjávarklasinn ehf. um tveggja ára gamalt klasastjórnunarfyrirtæki með tæplega 60 fyrirtæki sem samstarfsaðila.

Einn af mikilvægustu þáttum í klasastjórnun er markmiðssetning til nokkurra ára. Unnið hefur verið markvisst eftir þeim markmiðum sem sett voru fram í upphafi um að efla verðmætasköpun hjá fyrirtækjum í klasanum með það að leiðarljósi að efla nýja sprota. Klasar setja sér almennar aðgerðaáætlanir sem miða að því að ná fólki og fyrirtækjum saman til að vinna að þeim markmiðum sem klasinn setur. Um leið er síðan fyrirtækjanna sjálfra að setja sér nánari markmið í samstarfi sín í milli og aðgerðaáætlanir. Þetta köllum við „ávexti í augnhæð“, verkefni sem geta skilað ábata fyrir samstarfsfyrirtæki til skamms tíma. Hér á eftir verður farið yfir hvernig til hefur tekist í starfi ýmissa samstarfshópa fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans. Í raun má því segja að í starfi klasa komi aðgerðir fyrst og ítarleg stefnumótun fylgir í kjölfarið.

Í starfsemi klasa er lagt kapp á að með reglubundnum hætti sé farið yfir árangur klasans. Að loknum tveim árum í starfsemi klasans teljum við að komið sé að þeim tímapunkti núna og í því tilefni er sú samantekt kynnt sem hér birtist. Að loknum fyrstu tveim starfsárum Íslenska sjávarklasans er mikilvægt að líta yfir farinn veg og meta árangur. Enn er of snemmt að segja til um árangur margra þeirra verkefna sem fyrirtækin í klasanum hafa undirbúið eða komið í framkvæmd. Fjöldi þeirra verkefna sem hér verða kynnt bendir þó til þess að takist hafi að efla samræðu og samstarf fyrirtækja innan klasans.

Þór Sigfússonstofnandi og framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans

Page 6: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

6

Íslenski sjávarklasinnFrá því klasasamstarfið Íslenski sjávarklasinn hóf göngu sína í ársbyrjun 2012 hafa ýmiskonar fyrirtæki bæst í hópinn. Öll eiga þau það sameiginlegt að stunda hafsækna starfsemi eða þjónusta að stóru leyti fyrirtæki sem það gera. Samstarfsfyrirtækin eru nú rúmlega 50 en þar má nefna fyrirtæki á sviði útgerðar, fiskeldis, matvælaframleiðslu, flutninga, hafnastarfsemi, fjármála, ráðgjafar, sjávartækni, verkfræði auk menntastofnana.

ÞRÓUN KLASA

Allt frá upphafi hefur þróun Íslenska sjávarklasans fylgt sannreyndu líkani um þróun klasa sem nýtt hefur verið við klasastjórnun víða um heim. Á myndinni að neðan er þessu ferli lýst en öll verkefni Sjávarklasans má staðsetja í þessu ferli. Flest þeirra tilheyra 6. skrefinu, ávextir í augnhæð, sem er lýsing á samstarfsverkefnum sem geta skilað ábata innan skamms tíma. Þónokkur verkefni tilheyra skrefum um kortlagningu og greiningar auk þess sem alþjóðlegar tengingar skipa stóran sess í verkefnaflóru Sjávarklasans.

Kynning á þýðingu og mikilvægi

Kortlagning og greining Stofnun klasa

Mótun leiðtogahóps

Ávextir í augnhæð(low hanging fruits)

Dýpri greiningar

Mótun langtímastefnu

Alþjóðlegar tengingar Mat á árangri

B. Grunnurinn lagður

E. Skriðinu haldið

D. Grunnurinn efldur C. Komist á skrið

A. Ferlið hafið

1.

2.

3.

4.

8. 9.

5.6.

7.

ÞRÓUN KLASA

MARKVISST SAMSTARF

Sú starfsemi sem fellur undir sjávarklasann á Íslandi er víðtæk, fer fram víðs vegar um landið og er af ýmsum toga. Því hefur samstarfsvettvangi sjávarklasans verið skipt niður eftir nokkrum mismunandi hópum. Þessir hópar hafa hingað til unnið að mestu saman innbyrðis en samstarf milli hópa hefur einnig aukist markvisst. Hóparnir sem hafa verið virkir frá stofnun Íslenska sjávarklasans eru:

» Sjávarútvegs- og matvælahópur » Flutninga- og hafnahópur » Rannsókna- og menntahópur » Tæknihópur » Olíu- og gashópur

Page 7: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

7

» Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinney-Þinganes

» Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa

» Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka

» Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1

» Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Faxaflóahafna

» Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims

» Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri Icelandair Cargo

» Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjörns

» Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips

» Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti

» Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland Seafood

» Jóhann Oddgeirsson framkvæmdastjóri Samhentra

» Jóhannes Jónasson framkvæmdastjóri 3X Technology

» Jón Ingi Björnsson framkvæmdastjóri Trackwell

» Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group

» Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísir hf.

» Sigurður Viðarsson forstjóri TM

» Sjöfn Sigurgísladóttir eigandi Íslenskrar matorku

» Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans

STJÓRN SAMSTARFSVETTVANGS

Í stjórn samstarfsvettvangs Sjávarklasans sitja eftirfarandi aðilar:

Page 8: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

8

Sjávarútvegs- og matvælahópur

Í sjávarútvegs- og matvælahópnum eru útgerðir, fiskvinnslufyrirtæki og sölu- og markaðsfyrirtæki. Flest fyrirtækin í hópnum eru stofnaðilar að Íslenska sjávarklasanum.

Elsta og stærsta verkefnið sem aðilar hópsins hafa unnið að er fullvinnsluklasinn Codland en að auki hafa nokkrir aðilar hópsins stigið fyrstu skref í stofnun kollagenverksmiðju og fleiri hafa stutt við endurvakningu á verkstjórafundum svokölluðum.

SJÁVARÚTVEGS- OG MATVÆLAHÓPUR:

» Auðbjörg ehf. » Brim » Hraðfrystihúsið Gunnvör » Icelandic Group » Iceland Seafood International » Jakob Valgeir ehf » Samherji » Skinney-Þinganes » Vísir » Þorbjörn

Sjávarútvegur og tengd

matvælavinnsla

ÞORBJÖRN

Auðbjörg ehf

Page 9: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

9

CODLAND

Fullvinnsluklasinn Codland var stofnaður vorið 2012 af útgerðunum Vísi og Þorbirni ásamt þurrkunarfyrirtækinu Haustaki. Í samstarfi við Codland starfa þó fleiri fyrirtæki á borð við Ægir Sjávarfang, North Taste og Zymetech. Tilgangur og meginmarkmið Codland er að fullvinna þorsk og framleiða hágæða vörur úr öllum hráefnum sem fiskurinn hefur upp á að bjóða. Sem dæmi um verkefni Codlands er uppsetning fiskimjöls- og lýsisverksmiðju á Reykjanesinu sem mun framleiða vörur úr þorsksklógi. Úr slóginu framleiðir Norður ensím sem Zymetech notar í snyrtivöruframleiðslu. Auk þess vinnur Codland með ýmsum sprotafyrirtækjum að verkefnum sem snúa að vöruþróun og nýsköpun sjávarafurða.

VERKSTJÓRAFUNDIR

Í ársbyrjun 2013 var svonefndur verkstjórafundur endurvakinn í Kvikunni í Grindavík. Tilgangur fundanna er að gefa verkstjórum í sjávarútvegi og fiskvinnslu færi á að tengjast og kynnast nýjungum og breytingum í greininni. Fundurinn var vel sóttur og verður endurtekinn í janúar 2014 á Sauðárkróki. Samstarf hefur verið við Icelandic og Iceland Seafood International um þetta verkefni.

KOLLAGENVERKSMIÐJA

Vísir og Þorbjörn vinna nú saman að því að setja upp verksmiðju sem framleiða mun kollagen úr íslensku þorskroði. Auk þess hafa fleiri fyrirtæki í klasanum komið að þessu verkefni eins og Mannvit. Þá hafa viðræður átt sér stað við ýmis útgerðarfyrirtæki eins og Samherja, Brim og fleiri. Þá hefur orðið til gott samstarf við kollagenframleiðandann Juncá á Spáni. Ætla má að aðgengi Íslendinga að hráefni og orku auk markaðsþekkingar Juncá geti skapað grundvöll fyrir arðbæra framleiðslu kollagens á Íslandi. Stofnað hefur verið einkahlutafélagið Collagen ehf. til þess að vinna verksmiðjunni brautargengi.

Page 10: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

10

Flutninga- og hafnahópur

Flutningar og hafnastarfsemi TVG-ZIMSEN

S Í A N 1 8 9 4

Þorri flutninga- og hafnahópsins hefur tekið þátt í klasasamstarfinu frá stofnun Sjávarklasans snemma árs 2012. Helsta afurð hópsins er stefna um flutninga og vörustjórnun á Íslandi til ársins 2030, en með útgáfu hennar stíga aðilar hópsins fyrstu skref í að móta sérstaka stefnu um þessi málefni hér á landi.

Að auki hefur hópurinn unnið að því að auka sölu um borð í erlend skip sem koma hingað til lands, kortleggja erlendar skipakomur og efla starfsemi íslenskra fyrirtækja í Grænlandi.

FLUTNINGA- OG HAFNAHÓPUR:

» Akureyrarhöfn (Hafnasamlag Norðurlands) » Eimskip » Ekran » Faxaflóahafnir » Hafnafjarðarhöfn » Framtak-Stálsmiðjan » Jónar Transport » Mannvit » Icelandair Cargo » Icelandic Group » Isavia » Íslandsbanki » LEX » Landsbankinn » Reykjaneshöfn » Samskip » TVG Zimsen

Page 11: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

11

STEFNA UM FLUTNINGA OG VÖRUSTJÓRNUN TIL ÁRSINS 2030

Flutninga- og hafnahópurinn er sá fyrsti í klasasamstarfinu til þess að móta sér langtímastefnu með formlegum hætti. Síðla árs 2013 var kynnt stefna um flutninga og vörustjórnun á Íslandi til ársins 2013. Með því er fyrsta skrefið stigið hér á landi til að sameina stefnu fyrirtækja í þessum greinum hér á landi. Stefnan felur í meginatriðum í sér þrjú forgangsverkefni til næstu 17 ára:

» Ísland sem þjónustumiðstöð fyrir Grænland » Efling rannsókna þróunar og menntunar í flutningum

og vörustjórnun » Ísland sem þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi

Stefnuna má nálgast á vefsíðu Sjávarklasans (sjavarklasinn.is) undir útgáfa.

ÖNNUR VERKEFNI

Hópurinn hefur unnið að ýmsum smærri verkefnum. Þar má nefna kortlagningu erlendra skipaferða hingað til lands, greiningu á tekjumöguleikum af komum skemmtiferðaskipa og eflingu á samstarfi íslenskra fyrirtækja við grænlensk fyrirtæki.

ÍSLENSKA MATARKARFAN

Sá hluti hópsins sem sérhæfir sig í umboðsmennsku fyrir erlend skip, hafnastarfsemi og skipakosti stendur saman að verkefninu Íslenska matarkarfan sem gengur út á að auka sölu á íslenskum mat í erlend skemmtiferðaskip. Athuganir Sjávarklasans benda til þess að áætlaðar mögulegar árstekjur af sölu matvæla í þau skemmtiferðaskip sem hingað koma sé hátt í 3 milljarðar króna. Núverandi hlutdeild íslenskra fyrirtækja í þeirri veltu er talin nema tæplega 300 milljónum króna.

Page 12: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

12

Rannsókna- og menntahópur

Rannsóknir, menntun og

þjálfun

Menntahópurinn svokallaði hefur unnið gott starf frá stofnun Sjávarklasans en Íslandsbanki styður dyggilega við verkefni hópsins. Hópnum tilheyra menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi. Hópurinn hefur unnið að þremur lykilverkefnum, Verkefnamiðlun, kynningum í grunnskólum og Menntavitanum.

RANNSÓKNA- OG MENNTAHÓPUR:

» AQ Food » Fisktækniskólinn » Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum » Háskóli Íslands » Háskólinn á Akureyri » Háskólinn á Hólum » Háskólinn í Reykjavík » Íslandsbanki » Rannsóknarþjónustan Sýn » Tækniskólinn » United Nations University

Page 13: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

13

VERKEFNAMIÐLUN

Verkefnamiðlun tengir saman nemendur og fyrirtæki. Vefurinn verkefnamidlun.is var kynntur formlega í febrúar 2013. Vefurinn inniheldur annars vegar starfsauglýsingar og verkefnalýsingar frá fyrirtækjum sem vilja fá nema til að vinna verkefni og hins vegar skráða nemendur í leit að starfi eða hugmynd að skólaverkefni af ýmsum tegundum.

Vefurinn geymir nú yfir 65 verkefni og 75 nemendur og hafa á annan tug verkefna verið unnin í samstarfi nemenda og fyrirtækja nú þegar. Jafnframt eru dæmi þess að fyrirtæki hafi ráðið starfsfólk í gegnum vefinn. Mörg fyrirtæki innan klasans hafa tekið virkan þátt í verkefnamiðlun eins og Marel og Faxaflóahafnir.

Vefurinn var einnig settur upp í Færeyjum í gegnum alþjóðlega klasasamstarfið NAOCA þar sem hann ber heitið leinkjan.fo.

MENNTAVITINN

Menntavitinn er verkefni sem gengur út á að sýna ungu fólki hvaða möguleikar í starfsvali eru fyrir hendi í haftengdum greinum. Fólk getur þannig farið inn á heimasíðu Menntavitans, valið sér tiltekna „fyrirmynd“ sem vinnur í haftengdri grein og séð hvaða leið hún fór til að komast á þann stað sem hún er á í dag. Þannig sér fólk hversu fjölbreytt störf er að finna í haftengdum greinum

Menntavitinn er fyrst um sinn hugsaður sem markaðstæki fyrir skóla sem bjóða upp á nám sem undirbýr fólk til starfa í starfsgreinum sem tengjast sjávarútvegi og þjónustu við sjávarútveg. Einnig er vonast til þess að þátttaka og bein tenging inn á þau fyrirtæki sem tengjast Menntavitanum skapi þeim jákvæða ímynd.

GRUNNSKÓLAKYNNINGAR

Veturinn 2012-2013 heimsóttu fulltrúar Sjávarklasans rösklega 1.000 nemendur í 9. og 10. bekk á grunnskólastigi til að kynna fyrir þeim sögu sjávarútvegsins, framleiðsluferlið, allar þær afurðir sem hægt er að búa til úr auðlindum hafsins og þann fjölda starfa sem finnast í haftengdum greinum. Í vetur verður haldið áfram með þessar kynningar og er mikill áhugi í skólum fyrir þeim. TM hefur verið traustur bakhjarl þessa verkefnis.

Page 14: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

14

Tæknihópur

Tæknihópurinn er fyrirmyndardæmi um klasa lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem stunda mikinn útflutning og hafa skýran hag af samstarfi sín á milli. Þrjú meginverkefni tæknihópsins eru lengst komin í þróun, Green Marine Technology, Ocean Excellence og Græna fiskiskipið.

TÆKNIHÓPUR:

» 3X Technology » Egill » Frost » KPMG » Marel » Markus Lifenet » Marport » Naust Marine » Navis » Polar Fishing Gear » Promens » Samey » Samhentir » Sæplast » ThorIce » Trackwell » Vélsmiðja Steindórs

Tæknibúnaður fyrir vinnslu og

veiðar

T E C H N O L O G Y

securing longer shelf life

14

Þjónustusími: 575 8000 • Netfang: [email protected] www.samhentir.is

Límbönd

Vörunúmer: Heiti: Stærð: L40-150066BRE Brettalímband, svart 15mm x 66mL40-250066AC Límband Acryl 25mm x 66mL40-500066ACBR Límband PP AC Brúnt “Iðnaður” 50mm x 66mL40-500066ACLN Límband PP AC Glært “Iðnaður” 50mm x 66mL40-500066NQTWITT Límband NQT, glært “Alhliða” 50mm x 66mL40-500066PPLNBL PP Límband AC LN blátt 50mm x 66mL40-500066PPLNGRAENT Límband, grænt 50 mm x 66 mL40-500066PPLNGULT Límband, gult 50 mm x 66 mL40-500100ACLN Límband PP AC Glært “Iðnaður”C 50mm x 100mL40-500100NR Límband NR Glært “Frysting” 50mm x 100mL40-501000NR Límb. Solvent PP transp NR 50mm x 1000mL40-9500066FRYSTIV Áprentað límband “FRYSTIVARA” 50mm x 66mL40-9500066KÆLIV Áprentað límband “KÆLIVARA” 50mm x 66mL40-WBSALA72550 LÍMBAND 9MMX66M BLÁTT (192) 192 rúllur í kassa. 9mm x 65mL40-WBV710427 LÍMBAND mýkra GL 851 50mm x 66mL40-WBV710552 LÍMBAND 50MMX180M GL 851 (36) 50mm x 180mL40-WBV712627 LÍMBAND 50MMX66M RAUTT (853) 50mm x 66mL40-WBV792150 LÍMBAND 50MMX66M BLÁTT 50mm x 66mL40-WBV793246 LÍMBAND 50MMX66M FRYSTIVARA 50mm x 66m L40-60103352000 Límbandhaldari LN200 m/klemmu m/klemmu 50mm svörtL40-60203008620 Límbandhaldari 862 50mm grárL40-WBV692013 LÍMBYSSUR F.TAPE M/BREMSU BLÁ

Strekkifi lmur

Vörunúmar Lýsing StærðL31-10001500200 Ministretch fi lma 100mm 150M 20myL31-12510000200 Vélstrekkifi lma, 125mm mini 125mm 1000 m 20 myL31-430060008 HANDST.8my 430MM/600M FORST SAFEWRAP 8my 6rl/ks L31-500150023 VÉLSTR.FILMA. ATX 23my 500 x 1500 x 23myL31-500150035 VÉLSTR.FILMA. ATX 35my 500 x900x 35myL31-53417 HANDSTREKKIF. strong 290mtr 450 x 290 x StrongL31-55740 HANDSTREKKIF. svört 300 mtr(6) 450 x 300 x 17 MY / strong L31-55742 HANDSTATÍF F. FILMU BLÁTT L31-9001 Handfang f. Ministretch 38 mm kjarni

Dark BlueCMYK: 100c + 74m + 10y + 40kPantone: 654RGB: 0r + 43g + 83b

RedCMYK: 0c + 100m + 100y + 0kPantone: 485RGB: 206r + 23g + 30b

Page 15: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

15

GREEN MARINE TECHNOLOGY

Green Marine Technology er samstarfsverkefni þess hluta hópsins sem skilgreinir vörur sínar og þjónustu sem „græna tækni“. Sá hluti stendur saman að alþjóðlegu markaðsátaki undir vörumerkinu „Green Marine Technology“. Fyrsti liðurinn í því verkefni er heimasíðan greenmarinetechnology.is þar sem hægt er að líta augum sýndarheim sem sýnir á nýstárlegan hátt þær tæknilausnir sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða.

GRÆNA FISKISKIPIÐ

Tæknihópurinn fer til Noregs í nóvember 2013 til að ræða samstarf við norsk tæknifyrirtæki um það sem kallað hefur verið Græna fiskiskipið. Verkefnið er stutt af Norðurlandaráði.

OCEAN EXCELLENCE

Fyrirtækið Ocean Excellence hefur það hlutverk að markaðssetja íslenskar lausnir í framleiðslu á aukaafurðum sjávarafla. Félagið var sett á laggirnar snemma árs 2013 en að Ocean Excellence standa verkfræðistofan Mannvit, tæknifyrirtækið Samey, fiskþurrkunarfélagið Haustak og Codland. Fyrsti samningur félagsins snýst um ráðgjöf um þurrkun á sjávarafurðum í Dubai eftir íslenskum leiðum.

SAMSTARF UM ÍSLENSKU LEIÐINA

Átta tæknifyrirtæki innan klasans hafa ákveðið að hefja samstarf um þróun á heildstæðri lausn við endurbætur á ísfisktogurum. Þetta er í fyrsta skipti um árabil sem svo mörg tæknifyrirtæki eiga í jafn víðtækri samvinnu.

Page 16: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

16

Olíu- og gashópur

Olía og gas

Olíu- og gashópurinn er nýjasti hópur Sjávarklasans. Hópnum tilheyra fyrirtæki á sviði flutninga, sjávartækni, fjármála, verkfræði, lögfræði og atvinnuþróunar.

OLÍU- OG GASHÓPUR:

» Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar » Deloitte » Eimskip » Faxaflóahafnir » Hafnafjarðarhöfn » Ice Group » Íslandsbanki » KPMG » Mannvit » N1 » Pólar Toghlerar » Reykjaneshöfn

» Samey » Samskip » Trefjar

NORRÆNT SAMSTARF

Á árinu 2013 hóf olíu- og gashópurinn samstarf við danska olíu- og gasklasann Offshore.dk sem að auki starfrækir slíkan klasa á Grænlandi. Markmið samstarfsins er að auka tengsl lítilla og meðalstórra fyrirtækja í löndunum og auka starfsemi á Grænlandi. Verkefnið hlaut styrk frá Nordic Innovation í ágúst 2013.

Page 17: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

17

Síðustu tvo áratugi eða svo hefur það oftar en ekki heyrst að sjávarútvegur skipti í raun sífellt minna máli fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf ef

frá er talið mikilvægi hans við öflun gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Ef til vill er að verða á þessu nokkur breyting nú. Fleirum er að verða það ljóst að sjávarútvegurinn er enn gríðarlega mikilvægur íslensku efnahagslífi, ekki síst gegnum hinn breiða sjávarklasa iðnaðar-, tækni- og þjónustufyrirtækja sem sjá sjávarútveginum fyrir aðföngum og vinnur úr afurðum hans.

Fáum dylst að tækifæri til aukinnar verðmæta-sköpunar í íslensku atvinnulífi eru mikil, nú sem endranær, hvort sem er í sjávarútvegs-, orku-, ferðaþjónustu- eða hugverkageiranum. Á sama tíma er það augljóst að stöðnun og hik í fjárfestingaákvörðunum einkenna enn efnahagslífið enda margir stórir óvissu- og áhættuþættir sem torvelda áætlanagerð og standa í vegi fyrir uppbyggingu. Í sjávarútvegi hefur þetta ástand meðal annars helgast af óvissu um framtíðarskipulag fiskveiðikerfisins og gjaldtöku innan greinarinnar. Hér verður ekki gerð tilraun til að leggja mat á ólíkar leiðir eða útfærslur í þessum deilumálum heldur aðeins undirstrikað hve mikilvægt er að finna framtíðarlausn á þessum málum. Tíðinda er að vænta á árinu 2014 þar sem ríkisstjórnin hefur boðað endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og endurskoðun laga um veiðigjöld á árinu. Vonandi berum við gæfu til að leiða þessi mál til lykta um fyrirsjáanlega framtíð og þannig að sem flestir fái vel við unað.

Ein augljósasta leið sjávarútvegsins og sjávarklasans til aukinnar verðmætasköpunar, vaxtar og hækkandi launa er með bættri nýtingu hráefna. Með bættri nýtingu hráefna er ekki aðeins átt við nýtingu hráefnis sem áður hefur farið til spillis, heldur einnig áherslu á að finna þá nýtingarsamsetningu hverrar tegundar sem hámarkar hlutfall þeirra afurða sem

fara í dýrustu afurðaflokkana. Innan sjávarklasans alls á Íslandi er nú talsverð vakning í þessum efnum, ekki síst þegar kemur að nýtingu aukaafurða aflans og þróun verðmætra vara úr hráefni sem áður var hent, vannýtt eða notað í verðlitlar afurðir. Slík vöruþróun byggir í flestum tilfellum á þróunar- og rannsóknarvinnu sem krefst bæði mikils og þolinmóðs fjármagns. Stuðningur rannsóknasjóða er því mikilvægur í þetta starf. Enn mikilvægara er bein aðkoma stórra og fjársterkra fyrirtækja, svo sem útgerða og rótgróinna framleiðslufyrirtækja, að nýjum og framsæknum verkefnum frumkvöðla.

Bein aðkoma rótgróinna fyrirtækja hefur ekki aðeins í för með sér aðgang nýsköpunarfyrirtækja að nauðsynlegu fjármagni heldur er gríðarlegur

fengur í greiðu aðgangi að hráefni, mörkuðum og aðstöðu þessara stærri fyrirtækja,

auk þekkingar og reynslu starfsmanna þeirra, sem reynist frumkvöðlum ekki síður mikilvæg en fjármagn. Það er til mikils að vinna við mótun sjávarklasa framtíðarinnar og reynslan sýnir að

þeir sprotar vaxa frekar sem fá stuðning með þekkingu, reynslu, tengslaneti og

markaðsaðgengi stærri aðila, til jafns við fjármagn. Ábyrgð útgerða og stærri

framleiðenda er því mikil þegar nýsköpun er annars vegar en væntur ávinningur kann einnig að vera mikill. Ábyrgð ríkisvaldsins í þessu samhengi er einnig mikil, bæði við að tryggja stöðugleika í stjórn fiskveiða og ákvarða gjaldtöku þannig að fjárfestingageta greinarinnar verði nægilega rúm til áhættusamra fjárfestinga í nýsköpun. Ríkið getur einnig ýtt undir og hvatt sjávarútvegsfyrirtæki til þátttöku í nýsköpunarverkefnum með ýmsum leiðum. Óháð því hvort ríkið vill eiga frumkvæði í þeim efnum eiga fyrirtækin sjálf að leita eftir fjárfestingatækifærum á jaðri klasans, tækifærum sem ná langt út fyrir hinn hefðbunda sjávarútveg og yfir í hátækniiðnað og líftækni, og koma auga á að vaxtasprotar framtíðarinnar munu nærast á samstarfi ólíkra aðila klasans sem geta notið stuðnings hver af öðrum.

FJÁRFESTINGAR Í SJÁVARKLASANUM 2014 – HVERT STEFNUM VIÐ?

Page 18: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

18

Hús Sjávarklasans

Hús Sjávaklasans opnaði í september 2012 og hefur síðan þá hýst um 15 fyrirtæki í 12 rýmum. Í nóvember 2013 opnaði svo annar áfangi hússins með 17 nýjum skrifstofurýmum til viðbótar auk stórbættrar fundaaðstöðu. Vel hefur gengið að leigja nýju rýmin út og alls eru nú 29 fyrirtæki og stofnanir með aðstöðu í húsinu. Stefnt er að opnun þriðja áfanga hússins haustið 2014.

Hús Sjávarklasans er liður í markmiði Íslenska sjávarklasans um að auka verðmætasköpun í sjávarklasanum með efldu samstarfi. Það má segja að húsið sé tákngervingur klasahugsunar þar sem fjöldi fyrirtækja sem tilheyra sjávarklasanum á Íslandi, af ýmsum stærðum og gerðum, er samankominn í eitt húsnæði. Í Húsi Sjávarklasans má finna allt frá litlum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu spor yfir í útibú stórra og rótgróinna fyrirtækja sem starfa á alþjóðavísu. Húsið er þannig nokkurs konar klasi sem býr yfir þeim eiginleikum sem gera klasa jafn árangursríka og raun ber vitni.

Þau fyrirtæki sem hafa fast rými í Húsi Sjávarklasans eru:

FRUMKVÖÐLASETUR

Frumkvöðlasetur í Húsi Sjávarklasans var opnað í janúar 2013 í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, Brim, Eimskip, Icelandair Cargo og Mannvit. Þar hafa aðsetur haftengd frumkvöðlafyrirtæki af ýmsum gerðum. Með því að hafa aðsetur í Húsi Sjávarklasans eiga frumkvöðlarnir tækifæri á að vaxa og þróast í nánd við önnur lengra komin fyrirtæki og þiggja ráðgjöf frá sérfræðingum.

Á meðal fyrirtækja sem hingað til hafa haft aðstöðu í frumkvöðlasetrinu eru True Westfjords sem framleiðir kaldhreinsað lýsi, Norður Salt sem framleiðir visvænt sjávarsalt, nýútgerðin Arctic Seafood sem hefur verið leiðandi í handfæraveiðum á makríl og Herberia sem þróar lyf, m.a. úr þörungum.

Í frumkvöðlasetrinu eru nú eftirfarandi fyrirtæki:

» Arctic Seafood » Herberia » Norður Salt » True Westfjords

» Ankra » Arctic Fish » DIS » Egersund » Eimskip » F8 » Fimbul » Goggur útgáfufélag » Háskóli Íslands » Hjallastefnan » Íslenski sjávarklasinn » Marel

» MSC » Navis » Novo Food » Ocean Excellence » PortIce » Pólar Togbúnaður » Samhentir Kassagerð » Sjónarrönd » Stjórnborði » Tero » ThorIce

Page 19: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

19

Page 20: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

20

Rannsóknir og útgáfa

Samhliða því að halda utan um klasasamstarfið hefur teymi Sjávarklasans unnið ýmis konar greiningar og rannsóknir á sjávarklasanum á Íslandi. Nokkur hluti þessara rannsókna hefur verið birtur í skýrslum auk þess sem reglulega kemur út svokölluð Greining Sjávarklasans sem þar sem rýnt er í brýn haftengd málefni. Alla útgáfu má nálgast á sjavarklasinn.is.

EFNAHAGSLEG UMSVIF SJÁVARKLASANS Á ÍSLANDI

Frá upphafi hefur Sjávarklasinn annast rannsóknir á efnahagslegum umsvifum og afkomu sjávarklasans á Íslandi. Niðurstöðum þeirra rannsókna hafa verið gerð skil árlega frá upphafi. Í skýrslunum þremur sem út hafa komið má lesa um efnahagsleg umsvif sjávarklasans á Íslandi og afkomu helstu anga sjávarklasans á árunum 2010, 2011 og 2012. Skýrslurnar voru að auki gefnar út á ensku og hafa allar fengið þónokkra athygli á erlendum miðlum.

KORTLAGNING Á SJÁVARKLASANUM Á ÍSLANDI

Kortlagning er mikilvægur þáttur í þróun klasa. Í upphafi var sjávarklasinn kortlagður gróflega og því gerð skil í skýrslunni Íslenski sjávarklasinn - umsvif, tækifæri og áskoranir. Þá hefur farið fram ítarlegri kortlagning annars vegar á Suðurnesjum og hins vegar á sveitarfélaginu Hornafirði.

GREINING SJÁVARKLASANS

Reglulega er á sjavarklasinn.is birt Greining Sjávarklasans þar sem rakin eru brýn haftengd málefni. Greiningarnar sem þar má nú finna má eru:

» 4.11.2013: Er raunhæft að skipasmíði aukist hérlendis?

» 3.10.2013: Mesti vöxtur sjávarklasans í líftækni og fullvinnslu aukaafurða

» 8.8.2013: Markaðsmál veikasti hlekkur sjávarklasans á Íslandi

» 13.6.2013: Græna fiskiskipið » 8.6.2013: Velta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum 66

milljarðar árið 2012 » 26.3.2013: Helmingi minni afli, tvöfalt meira

verðmæti » 2.1.2013: Nýsköpunarfjárfesting þarf að aukast til

muna » 23.10.2012: Mikil verðmæti eru falin í vexti í komum

skemmtiferðaskipa hinga til lands » 10.9.2012: Aukin aðsókn í nám tengt sjávarútvegi » 31.8.2012: Gríðarleg aukning í framleiðslu á

aukaafurðum » 17.8.2012: Góðir varnarsigrar hjá tæknifyrirtækjum í

sjávarklasanum » 30.9.2011: Getum við skapað þúsundir starfa í

sjávarklasanum? » 10.9.2011: Omega-landið Ísland » 27.8.2011: Útflutningur tæknifyrirtækja vex á árinu

2011

Greiningarnar eru einnig birtar á ensku og hafa fengið góða umfjöllun á erlendum miðlum.

ANNAÐ

Að auki birtist á árinu 2013 stefna um flutninga og vörustjórnun á Íslandi til ársins 2030. Stefnan, sem unnin var af flutninga- og hafnahóp Sjávarklasans, er sú fyrsta sinnar tegundir á Íslandi og er afar ítarlega unnin.

Í maí 2012 kom út skýrslan North Atlantic Ocean Clusters - Increased Opportunities Through Cooperation. Skýrslan lýsir kortlagningu á sjávarklösum við Norður-Atlatnshaf og þeim tækifærum sem felast í auknu samstarfi þeirra á milli.

Page 21: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

21

TVEIRFYRIR EINNTVEIRFYRIR EINN

Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2012

Stefna um flutninga og vörustjórnun til ársins 2030

Kortlagning á haftengdri starfsemi á Suðurnesjum

Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2011

Sjávarklasar við Norður- Atlantshaf (enska)

Íslenski sjávarklasinn - umsvif, tækifæri og áskoranir

Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2010

2 fyrir 1 - Fullnýting auka afurða og líf tækni í sjávarklasanum

Kortlagning á haftengdri starfsemi á Hornafirði

Page 22: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlegar tengingar eru mikilvægur þáttur í þróun klasa. Þó hafa rannsóknir sýnt að klasi þarf að hafa náð ákveðnu þroskastigi áður en haldið er í mikla alþjóðavæðingu. Því hefur Íslenski sjávarklasinn fetað þá braut nokkuð varlega en engu að síður komið á fót nokkrum blómlegum alþjóðlegum verkefnum.

NORTH ATLANTIC CLUSTER ALLIANCE

Samstarfsvettvangur sjávarklasa í Norður-Atlantshafi, North Atlantic Cluster Alliance (NAOCA), var stofn-settur 20. nóvember 2012 að frumkvæði Íslenska sjávarklasans. Samstarfsvettvangnum tilheyra auk Íslenska sjávarklasans klasar frá Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi í Kanada. Verkefnið er styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) og Nordic Innovation.

NORWAYÅlesund Kunnskapspark

Innovation NorwaySintef

FAROE ISLANDSHouse of Industry

ICELANDIceland Ocean Cluster

CANADAOceansAdvance

NAOCAThe North Atlantic

Ocean Cluster Alliance

DENMARKMaritime Development

Center of Europe

GREENLANDHunters and Fishermens Association

Page 23: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

DEVELOPING „ARCTIC OIL & GAS CLUSTERS“

Upp úr NAOCA samstarfinu spratt samstarf milli Íslenska sjávarklasans og danska olíu- og gasklasans Offshoreenergy.dk. Klasarnir tveir fengu þá styrk frá BSR Innovation Express til þess að efla þekkingu og samstarf í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. Með samstarfinu verður stefnt að því að nýta þekkingu danskra fyrirtækja á sviði olíuiðnaðarins og reynslu íslenskra fyrirtækja á margháttaðri starfsemi við erfið skilyrði á Grænlandi.

TURNING WASTE INTO VALUE

Fundaröðin Turning Waste into Value fór fram í nokkrum löndum við Norður-Atlantshaf veturinn 2012-2013. Fundurnir voru haldnir í samstarfi við aðila í hverju landi en hlutverk þeirra var að gefa fyrirtækjum, samtökum og menntastofnunum tækifæri til þess að tengjast og ræða leiðir til að auka nýtingu aukaafurða sjávarfangs. Þá var ætlunin með fundunum einnig að efla vitund á aukaafurðum og þeim tækifærum sem þær geta fært hagkerfunum á svæðinu. Eimskip, Codland, Nordic Innovation, KNAPK í Grænlandi og CCFI í Kanada studdu við fundaröðina.

Page 24: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Fjölmiðlar 2011-2013

Fis.com 10. júní 2013:

Fréttatíminn 8. febrúar 2013:

mbl.is 10. júní 2013

mbl.is 15. janúar 2013

Morgunblaðið 18. janúar 2013

Útvegsblaðið mars 2013

Fiskeribladed Fiskaren 12. mars 2012

Morgunblaðið 20. janúar 2012

Page 25: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

25

Fréttatíminn 21. júní 2013mbl.is 2. janúar 2013:

mbl.is 5. febrúar 2013

mbl.is 21.febrúar 2013

Morgunblaðið 8. janúar 2013

Útvegsblaðið mars 2013

Viðskiptablaðið 15. desember 2011

Viðskiptablaðið 29. nóvember 2012

Page 26: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

26

Vísir.is 10. júní 2013 Vísir.is 8. júní 2013

WorldFishing 10. júní 2013

Bylgjan 3. september 2012

Eyjan 25. maí 2011

Fishing News International 16. júlí 2013

Morgunblaðið 25. maí 2011

Page 27: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Fréttablaðið 14. september 2012

Fréttablaðið 22. febrúar 2012

Fréttablaðið 23. maí 2012

Morgunblaðið 13. júlí 2012

Morgunblaðið 24. maí 2012

Morgunblaðið 20. apríl 2013 Fis.com 15. desember 2011

Sóknarfæri febrúar 2013

Viðskiptablaðið 25. maí 2011

Fréttablaðið 17. maí 2011

Page 28: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Morgunblaðið 20. desember 2012

Morgunblaðið 6. desember 2012 Morgunblaðið 10. maí 2012

Morgunblaðið 17. mars 2012

Page 29: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

29

Morgunblaðið 27. október 2012

Morgunblaðið 19. janúar 2012

Morgunblaðið 27. október 2012

Fréttablaðið 25. maí 2011

Morgunblaðið 2. október 2011

Undercurrent News 10. júní 2013

Viðskiptablaðið 5. febrúar 2013

Bylgjan 17. febrúar 2012

Fréttablaðið 3. maí 2013

Víkurfréttir 13. september 2012

Page 30: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013
Page 31: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013
Page 32: Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

Íslenski sjávarklasinn - Árangur og verkefni 2012-2013

© Íslenski sjávarklasinn 2013