19
Verkefni trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna Samskipti, ferlar vegna samskiptamála, birtingarmyndir kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni Sigrún Birna Björnsdóttir Sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá KÍ

Verkefni trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna - …Title: Microsoft PowerPoint - Verkefni trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna - samskipti ferlar og kynferðisleg áreitni

  • Upload
    others

  • View
    8

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Verkefni trúnaðarmanna ogöryggistrúnaðarmanna

    Samskipti, ferlar vegna samskiptamála, birtingarmyndir kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni

    Sigrún Birna BjörnsdóttirSérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá KÍ

  • • Einn helstu þátta vellíðanar á vinnustað eru gefandi og góð samskipti.

    • Samskiptavandi þrífst í skjóli álags, ómarkvissrar stjórnunar og ójafnréttis á vinnustað.

    • Einelti þrífst best á meðalstórum vinnustöðum (10-49) þar sem konur eru í meirihluta.

    • Þeir sem upplifað hafa samskiptavanda, kynferðislega og kynbundna áreitni upplifa meira álag í starfi og minni stuðning frá stjórnendum en þeir sem ekki hafa slíka reynslu.

    • Upplifun einstaklinga verður alltaf að virða og ekki má gera lítið úr henni.

    Samskipti

  • Samskiptamál• Ef trúnaðarmaður verður var við eða fær vitneskju um vandamál

    sem tengjast vinnuumhverfinu (t.d. samskiptum eða áreitni) skal hann snúa sér til stjórnanda í samráði við öryggistrúnaðarmann/öryggisnefnd og/eða viðkomandi félagsmann ef við á.

    • Mikilvægt er að trúnaðarmenn vinni saman og afli skriflegra gagna um mál sem upp koma t.d.

    • lýsingu aðila máls á vandanum.• hvenær vandinn kom upp.• hvernig hann birtist.• hugsanlegar ástæður hans.

    • Og geyma þær upplýsingar sem trúnaðargögn.

  • • Mikilvægt er að málum sé fylgt eftir.• Meta þarf hverjar líkur eru á að vandinn endurtaki sig. • Æskilegt getur verið að fá einhvern til að hafa almenna fræðslu eða

    umfjöllun um eðli vandans á vinnustaðnum til dæmis þegar um einelti, áreitni eða önnur samskiptavandamál er að ræða.

    • Ef ekki tekst að leysa úr vandanum innan vinnustaðarins eða hann er þess eðlis að slíkt er ekki mögulegt skal leita til utanaðkomandi aðila eftir því sem við á.

    • Mælt er með að kynferðismál séu alltaf rannsökuð af utanaðkomandi sérfræðingum.

    • Fræðsluyfirvöld sveitarfélags eða aðrir fagaðilar s.s. viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd eru með fræðslu um samskipti.

  • • Vinnuumhverfisnefnd hefur útbúið feril fyrir samskiptamál• Ferillinn er hugsaður sem tillaga fyrir skóla en þeim má

    breyta og við þá bæta eftir þörfum• Ferillinn nær til mála sem tengjast samskiptavanda, einelti

    og/eða áreitni

    Ferill samskiptamála innan skóla

  • • EineltiSíendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015)

    • er neikvæð hegðun sem er niðurlægjandi eða særandi og veldur einstaklingi vanlíðan• getur verið bein og/eða óbein hegðun (s.s. hunsun/útilokun)• getur beinst að starfi viðkomandi og/eða persónu, hegðun eða útliti• er ekki afmarkað tilfelli, skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur

    • Kynbundin áreitniHegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015)Kynferðisleg áreitniHvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015)OfbeldiHvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015)

    Hvað er...FERILL MÁLA ER VARÐA SAMSKIPTI, EINELTI

    EÐA ÁREITNI INNAN SKÓLA

    23.10.2020 KÍ - Sigrún Birna Björnsdóttir

  • • Vinnuveitandi á skv. lögum að• bregðast eins fljótt við og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending.• rannsaka í samvinnu við vinnuverndarfulltrúa (fulltrúi í öryggisnefnd, sá sem hefur verið kosinn öryggistrúnaðarmaður eða skipaður öryggisvörður og aðrir

    starfsmenn sem sérstaklega hefur verið falið að sinna vinnuvernd innan viðkomandi vinnustaðar), eftir því sem við á, og utanaðkomandi aðila ef með þarf.• tryggja að meintur þolandi eða meintur gerandi komi sínum sjónarmiðum á framfæri.• ræða við einn í einu.• grípa strax til aðgerða leiði mat í ljós rökstuddan grun um áreitni eða ofbeldi, í samræmi við áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg

    fyrir endurtekna hegðun.• grípa til viðeigandi aðgerða leiði rannsókn í ljós að ekki sé um áreitni eða ofbeldi að ræða og uppræta þær aðstæður sem kvartað var yfir.• skrá allt sem tengist meðferð málsins.• halda hlutaðeigandi starfsmönnum og vinnuverndarfulltrúa upplýstum á meðan á málsmeðferð stendur.• upplýsa um málalok, senda skriflega staðfestingu ef beðið er um það innan sex mánaða frá lokum máls.

    VINNUVEITANDI ER ÁBYRGUR FYRIR LAUSN MÁLA – KÍ ER HLUTLAUS OG RÁÐGEFANDI, FYLGIR MÁLUM EFTIR EF ÞESS GERISTÞÖRF SKV. UMBOÐI FÉLAGSMANNS MEÐ ÁBENDINGUM UM ÖRYGGI VINNUUMHVERFIS OG RÉTTARSTÖÐU HLUTAÐEIGANDI.

    Lesefni• Bæklingur: Enginn á að sætta sig við einelti, áreitni og ofbeldi – Leiðbeiningar fyrir starfsfólk

    http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/enginn_a_ad_saetta_sig_vid_einelti_areitni_ofbeldi.pdf

    • Bæklingur: Sættum okkur ekki við einelti, áreitni og ofbeldi - Leiðbeiningar fyrir stjórnendur, mannauðsráðgjafa og vinnuverndarfulltrúa http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/saettum_okkur_ekki_vid_einelti_areitni_ofbeldi.pdf

    23.10.2020 KÍ - Sigrún Birna Björnsdóttir

  • • Stjórnendur bera lagalega ábyrgð á heilbrigðum vinnuaðstæðum og því að úr samskiptamálum sé unnið.

    • Hlutverk KÍ er að veita aðhald og koma málum á rekspöl. • Sérfræðingur í vinnuumhverfi hefur útbúið feril vegna mála

    sem rata inn til aðildarfélaga KÍ.

    Ferill samskiptamála meðal félagsfólks KÍ

  • • Trúnaðarmaður og aðili máls geta leitað aðstoðar og ráðgjafar hjá viðkomandi aðildarfélagi KÍ.

    • Formaður aðildarfélags metur hvort málinu beri að vísa til sérfræðings í vinnuumhverfismálum.

    • Sérfræðingur í vinnuumhverfismálum hjá KÍ er alltaf hlutlaus• Hann svarar spurningum trúnaðarmanna um viðbrögð við málum.• Hann vísar málum í réttan farveg.• Hann fylgir málum eftir og fylgist með hvort þau séu unnin.• Hann kynnir félagsfólki þau úrræði og leiðir sem í boði eru.• Hann fer með fræðslu um vinnuumhverfismál inn í skóla sé þess óskað.• Hann getur mætt í starfsmannasamtöl sem hlutlaus þriðji aðili ef útilokað

    er að finna annan.

    Sérfræðingur í vinnuumhverfismálum

  • Gildi

    þjóðar

  • Birtingarmyndir kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni• Niðurstöður þjóðfundar árið 2009 gáfu sterklega til kynna skýran

    jafnréttisvilja. • Í kjölfar #metoo varð krafan enn skýrari.• Jafnréttisnefnd vinnur eftir kröfum nefndar sem stofnuð var í kjölfar #metoo• Fræðsla um birtingarmyndir kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og

    kynbundinnar mismununar er besta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt.• Mikilvægt er að styðja alltaf bæði þolanda og geranda enda eru mál af þessu

    tagi sérstaklega viðkvæm.• Benda á viðeigandi aðstoð t.d. hjá sálfræðingi• Benda á að enginn aðili máls ætti að mæta einn á fundi vegna máls. Leita má til

    trúnaðarmanns eða einhvers sem viðkomandi treystir.• Benda á að leita aðstoðar aðildarfélags KÍ.

  • Hvernig birtist áreitni?• Áreitni á grundvelli fötlunar, kyns, kynhneigðar, kynvitundar eða

    kyntjáningar getur verið• Smættandi tal um einstakling• að neita að vinna með einstaklingi• kynferðiseinelti eða útilokun einstaklings.• brandarar sem tengjast einstaklingum.

    • Starfsfólk vinnustaða ætti að setja skýr mörk um hvað er viðeigandi húmor og hvað ekki.• Skopskyn og viðkvæmni er persónubundin.

    • Þolandi þarf að tilkynna mál til yfirmanns, jafnréttisfulltrúa eða trúnaðarmanns (öryggis- eða félagslegs) sem tilkynnir málið yfirmanni geranda. (ath.þarf vanhæfi)

    • Stjórnandi er ábyrgur fyrir úrlausn þeirra mála sem upp koma.

    23.10.2020 KÍ - Sigrún Birna Björnsdóttir

  • Hvað er kynbundin áreitni?

    • Brandarar af kynferðislegum toga eða lítillækkandi• Klámbrandarar eða brandarar sem gera lítið úr öðrum (kyni,

    útliti, klæðaburði, kynhegðun) þjóna oft þeim tilgangi að flytja athyglina frá faglegu framlagi einstaklings og hlutgera hann.

    • Ertu tepra ef þú hlærð ekki?• Þeir sem taka þátt og hlæja að viðteknu gríni eða þegja

    samþykkja með þögn eða hlátri hegðunarmynstur sem hlutgerir suma einstaklinga eða undirokar þá kynferðislega.

  • • Athugasemdir sem ætlaðar eru til að draga úr faglegri virðingu og benda í staðinn á útlit eða atgervi einstaklinga. Oft nefnt hlutgerving.

    • Til er dæmi um konu sem kölluð var puntudúkka og gluggaskraut þegar hún tók að sér mikla ábyrgðarstöðu.

    • Annað dæmi er af konu sem farið var að slá í.• Enn eldra dæmi er af konu sem þótti ekki klæða sig nógu settlega þar sem

    hún sinnti ábyrgðarmiklu starfi sínu af mikilli fagmennsku.

    • Óviðeigandi spurningar eða athugasemdir sem varða klæðnað, einkalíf eða líkama einstaklings.

    • Hér gildir að lesa í aðstæður.• Mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hvað er viðeigandi að benda á, spyrja

    um og hvenær.• Karl sem fékk daglegar athugasemdir um lögulegan rass og vöðvastæltan skrokk.

    Getur talist kynbundin eða kynferðisleg áreitni.• Kona sem fékk ábendingar um æskilegan klæðnað frá karlsamkennurum.

    • Kenna þarf óhörðnuðum einstaklingum að finna sín mörk og setja fram óhindrað.

  • Hvenær verður kynbundin áreitni kynferðisleg?• Athugasemdir sem geta verið kynferðislegar þjóna oft

    þeim tilgangi að gera lítið úr einstaklingum með því að flytja athyglina frá faglegu framlagi þeirra og gera að kynferðislegu viðfangi.• Þekkt dæmi er kona sem sögð var skrokkur sem...• Og við sama tækifæri fékk önnur þá lýsingu að vera húrrandi

    klikkuð kunta...

    • Þarftu að vera á staðnum til að kynferðisleg áreitni eða ofbeldi eigi sér stað?

    • Vert að benda á að upplifun er einstaklingsbundin og hana ber að virða.

  • Hvernig birtist kynferðisleg áreitni?• Kynferðisleg áreitni felur í sér kynferðislega tilburði og hegðun sem er

    óþægileg og alltaf óvelkomin t.d.• Athugasemdir um kynferðislegar langanir, þokkafullt útlit o.s.frv.• Ögrandi augnatillit• Klámfengin skilaboð• Ósamþykkt snerting• Tilboð eða krafa um kynlíf• Ögrandi raddblær

    • Þolandi þarf að tilkynna mál til næsta yfirmanns, jafnréttisfulltrúa eða trúnaðarmanns (öryggis- eða félagslegs) sem tilkynnir málið yfirmanni geranda.

    • Stjórnandi er alltaf ábyrgur fyrir lausn mála.23.10.2020 KÍ - Sigrún Birna Björnsdóttir

  • • Reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

    • Lög 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.• Vefur Virk Velvirk geymir ýmsan fróðleik þar má finna efni

    um samskipti• Vinnueftirlit ríkisins sinnir fræðslu- og eftirlitsskyldu

    • Atvik ber að tilkynna til Vinnueftirlitsins

    Lesefni