8
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 6. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð 11. janúar 2013 og hóf starfsemi 1. júlí sama ár. Aðsetur hennar er í Nýheimum á Höfn í Hornafirði og eru starfsmenn tveir. Þau eru Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður og Snævarr Guðmundsson sviðsstjóri. Náttúrustofan er ein af átta slíkum stofum sem eru starfræktar á Íslandi. Þær hafa aðsetur í mismunandi landshlutum en gegna allar sama hlutverki, samkvæmt lögum. Þeim er m.a. ætlað að sinna vísindalegum rannsóknum á sviði náttúrufræða, safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar í landshlutanum sem starfsvettvangurinn tekur yfir. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá Mýrdalssandi í vestri og austur í Hvalnesskriður. Verkefni Náttúrustofan er komin af stað með fjölda rannsóknaverkefna sem flest tengjast svæðinu. Sum verkefnin eru í nánu samstarfi við vísindamenn á náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og snúa Breiðamerkurjökli, Breiðamerkursandi og Öræfajökli. Á vormánuðum verður hafist handa við jöklamælingar í samstarfi við Jöklahóp Jarðvísindastofnunar. Það verkefni verður jafnframt tengt kennslu í jöklafræði fyrir indverska háskólanema. Áform eru um að setja upp mælitæki nærri Kirkjubæjarklaustri og vakta framvindu á "þungu" svifryki í samstarfi við erlenda vísindamenn. Náttúrustofan hefur einnig frumkvæði að gerð Náttúrustígs við göngustíginn sem liggur vestan við byggðina á Höfn. Fyrsta skrefið við stíginn er líkan af sólkerfinu í réttum stærðar- og fjarlægðar hlutföllum ásamt upplýsingaskiltum um sólina og reikistjörnur og er ætlunin að koma líkaninu upp með vorinu. Stjörnustöð á Höfn Meðal rannsóknarverkefna sem Náttúrustofan mun sinna yfir vetrarmánuðina er vöktun á breytistjörnum en það eru stjörnur sem breyta birtu af eðlisbundnum orsökum, og svonefndum fjarreikistjörnum. Til þess hefur verið komið upp stjörnuathugunarturni nærri Fjárhúsavík og settur upp stjörnusjónauki til ljósmælinga. Hornfirðingar munu einnig njóta góðs af aðstöðunni enda verður blásið til stjörnuskoðunar á milli rannsóknaverkefna endrum og eins. Geta áhugasamir þá heimsótt aðstöðuna og skoðað tunglið, reikistjörnur og ýmis framandi fyrirbæri sem leynast á næturhimninum. Þar sem nokkur eftirvænting hefur verið fyrir að sjá aðstöðuna hefur Náttúrustofan ákveðið að bjóða áhugasömum kíkja við miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi, á milli kl. 18:00 og 20:00. Til stóð að opinbera turninn þegar stjörnubjart væri en eins og veðrið hefur verið er óvíst hvenær það getur orðið. Stefnt er á að mynda pósthóp og geta gestir skráð sig þar. Þessir aðilar fá síðan skeyti þegar boðið verður til stjörnuskoðunar, við fyrsta tækifæri. Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir hef verið mikið í sviðljósinu að undanförnu vegna góðs árangurs í mótum. Eystrahorn hafði samband við hana til að heyra hljóðið í henni: „Núna er keppnistímabilið mitt innanhús um það bil hálfnað og gengið vel hingað til. Á Reykjavíkurleikunum varð ég í fyrsta sæti í kúluvarpi og í þríþraut kvenna (þríþrautin er langstökk, kúluvarp og 60 metra grindahlaup). Þar bætti ég íslandsmetið í langstökki ungkvenna 20-22 ára sem var orðið 30 ára gamalt en ég stökk 6,12 metra (það var 6,02 m). Á meistaramóti Íslands varð ég Íslandsmeistari í kúluvarpi, kastaði 13,37 m. og 60 metra grindahlaupi á 8,92 sek. og tók silfur í langstökki. Ég er vön að taka þátt í mörgum greinum á þessum mótum þar sem keppt er í stökum greinum til þess að undirbúa mig undir þær þrautir sem ég tek þátt í reglulega. Ég æfi sjö greinar því mín aðalgrein er sjöþraut og því telst það vera góður árangur þegar þrautarmanneskja vinnur stöku greinarnar á Meistaramóti Íslands því eins og ber að skilja einbeiti ég mér ekki bara að einni grein heldur sjö. Á bakvið þennan árangur er talsverð vinna og margar æfingar. Ég æfi 6-8 sinnum í viku, 2-4 klukkutíma í senn. Hvíld aðeins á sunnudögum. Það eru fáir dagar þar sem ég nenni ekki á æfingu enda er ég að æfa í frábærum félagsskap hjá FH og með góða þjálfara. Markmið mitt í sumar er að taka þátt í Evrópubikarkeppni í fjölþrautum sem fram fer í Úkraínu, tvö Norðurlandameistaramót og fleiri landsliðsverkefni. Um helgina fór ég til Svíþjóðar að keppa á sænska meistaramótinu innanhúss í fjölþrautum þar sem ég átti að keppa í fimmtarþraut (þ.e. 60 metra grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800 metra hlaup). Allar þessar greinar eru teknar á einum degi, u.þ.b. sex klukkutíma prógram. Því miður varð ég að hætta keppni fyrir 800 metrana vegna meiðsla, fékk krampa í lærið en þá var hún í öðru sæti. Árangur minn undanfarið hafði gefið mér vonir og fyrirheit um góðan árangur en það kemur bara seinna. Þess má geta að ég er inni í Ólympíuhópi sem er einskonar viðmiðunarhópur fyrir Rio De Janiero 2016.“ Óskum við Sveinbjörgu til hamingju með góðan árangur og hún á örugglega eftir að bæta sig fljótlega. Náttúrustofa Suðausturlands Sveinbjörg er alltaf að bæta sig Kristín og Snævarr við stjörnukíkinn fína.

Eystrahorn 6. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Fimmtudagur 13. febrúar 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn6. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð 11. janúar 2013 og hóf starfsemi 1. júlí sama ár. Aðsetur hennar er í Nýheimum á Höfn í Hornafirði og eru starfsmenn tveir. Þau eru Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður og Snævarr Guðmundsson sviðsstjóri. Náttúrustofan er ein af átta slíkum stofum sem eru starfræktar á Íslandi. Þær hafa aðsetur í mismunandi landshlutum en gegna allar sama hlutverki, samkvæmt lögum. Þeim er m.a. ætlað að sinna vísindalegum rannsóknum á sviði náttúrufræða, safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar í landshlutanum sem starfsvettvangurinn tekur yfir. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá

Mýrdalssandi í vestri og austur í Hvalnesskriður.

VerkefniNáttúrustofan er komin af stað með fjölda rannsóknaverkefna sem flest tengjast svæðinu. Sum verkefnin eru í nánu samstarfi við vísindamenn á náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og snúa að Breiðamerkurjökli, Breiðamerkursandi og Öræfajökli. Á vormánuðum verður hafist handa við jöklamælingar í samstarfi við Jöklahóp Jarðvísindastofnunar. Það verkefni verður jafnframt tengt kennslu í jöklafræði fyrir indverska háskólanema. Áform eru um að setja

upp mælitæki nærri Kirkjubæjarklaustri og vakta framvindu á "þungu" svifryki í samstarfi við erlenda vísindamenn. Náttúrustofan hefur einnig frumkvæði að gerð Náttúrustígs við göngustíginn sem liggur vestan við byggðina á Höfn. Fyrsta skrefið við stíginn er líkan af sólkerfinu í réttum stærðar- og fjarlægðar hlutföllum ásamt upplýsingaskiltum um sólina og reikistjörnur og er ætlunin að koma líkaninu upp með vorinu.

Stjörnustöð á HöfnMeðal rannsóknarverkefna sem Náttúrustofan mun sinna yfir vetrarmánuðina er vöktun á breytistjörnum en það eru stjörnur sem breyta birtu af eðlisbundnum orsökum, og svonefndum fjarreikistjörnum. Til þess hefur verið komið upp stjörnuathugunarturni nærri Fjárhúsavík og settur upp stjörnusjónauki til ljósmælinga. Hornfirðingar munu einnig njóta góðs af aðstöðunni enda verður blásið til stjörnuskoðunar á milli rannsóknaverkefna endrum og eins. Geta áhugasamir þá heimsótt aðstöðuna og skoðað tunglið, reikistjörnur og ýmis framandi fyrirbæri sem leynast á næturhimninum. Þar sem nokkur eftirvænting hefur verið fyrir að sjá aðstöðuna hefur Náttúrustofan ákveðið að bjóða áhugasömum að kíkja við miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi, á milli kl. 18:00 og 20:00. Til stóð að opinbera turninn þegar stjörnubjart væri en eins og veðrið hefur verið er óvíst hvenær það getur orðið. Stefnt er á að mynda pósthóp og geta gestir skráð sig þar. Þessir aðilar fá síðan skeyti þegar boðið verður til stjörnuskoðunar, við fyrsta tækifæri.

Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir hef verið mikið í sviðljósinu að undanförnu vegna góðs árangurs í mótum. Eystrahorn hafði samband við hana til að heyra hljóðið í henni: „Núna er keppnistímabilið mitt innanhús um það bil hálfnað og gengið vel hingað til. Á Reykjavíkurleikunum varð ég í fyrsta sæti í kúluvarpi og í þríþraut kvenna (þríþrautin er langstökk, kúluvarp og 60 metra grindahlaup). Þar bætti ég íslandsmetið í langstökki ungkvenna 20-22 ára sem var orðið 30 ára gamalt en ég stökk 6,12 metra (það var 6,02 m). Á meistaramóti Íslands varð ég Íslandsmeistari í kúluvarpi, kastaði 13,37 m. og 60 metra grindahlaupi á 8,92 sek. og tók silfur í langstökki. Ég er vön að taka þátt í mörgum greinum á þessum mótum þar sem

keppt er í stökum greinum til þess að undirbúa mig undir þær þrautir sem ég tek þátt í reglulega. Ég æfi sjö greinar því mín aðalgrein er sjöþraut og því telst það vera góður árangur þegar þrautarmanneskja vinnur stöku greinarnar á Meistaramóti Íslands því eins og ber að skilja einbeiti ég mér ekki bara að einni grein heldur sjö. Á bakvið þennan árangur er talsverð vinna og margar æfingar. Ég æfi 6-8 sinnum í viku, 2-4 klukkutíma í senn. Hvíld aðeins á sunnudögum. Það eru fáir dagar þar sem ég nenni ekki á æfingu enda er ég að æfa í frábærum félagsskap hjá FH og með góða þjálfara. Markmið mitt í sumar er að taka þátt í Evrópubikarkeppni í fjölþrautum sem fram fer í Úkraínu, tvö Norðurlandameistaramót og fleiri landsliðsverkefni. Um helgina

fór ég til Svíþjóðar að keppa á sænska meistaramótinu innanhúss í fjölþrautum þar sem ég átti að keppa í fimmtarþraut (þ.e. 60 metra grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800 metra hlaup). Allar þessar greinar eru teknar á einum degi, u.þ.b. sex klukkutíma prógram. Því miður varð ég að hætta keppni fyrir 800 metrana vegna meiðsla, fékk krampa í lærið en þá var hún í öðru sæti. Árangur minn undanfarið hafði gefið mér vonir og fyrirheit um góðan árangur en það kemur bara seinna. Þess má geta að ég er inni í Ólympíuhópi sem er einskonar viðmiðunarhópur fyrir Rio De Janiero 2016.“ Óskum við Sveinbjörgu til hamingju með góðan árangur og hún á örugglega eftir að bæta sig fljótlega.

Náttúrustofa Suðausturlands

Sveinbjörg er alltaf að bæta sig

Kristín og Snævarr við stjörnukíkinn fína.

Page 2: Eystrahorn 6. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 13. febrúar 2014

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Áhugaljósmyndarar á Hornafirði athugiðÍ Vöruhúsinu er nú komin aðstaða fyrir svarthvíta framköllun og einnig er þar fullbúið ljósmyndastúdíó.

Fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 er ykkur boðið að koma í Vöruhúsið og skoða aðstöðuna Einnig ætlum við að kanna áhugann á ýmsum námskeiðum, t.d. í framköllun, stúdíóljósmyndun og notkun DSLR myndavéla.

Vonast til að sjá sem flesta, Sigurður Mar

Febrúarmánuður hefur verið undirlagður af söfnuninni Öll í einn hring hjá meistaranemendum á námskeiðinu Samvinna og árangur í Háskóla Íslands. Á námskeiðinu vinna nemendur í litlum hópum að því verðuga verkefni að safna peningum í tækjakaupasjóð Barnaspítala Hringsins. Einn þessara nemenda er Sandra Björg Stefánsdóttir sem búsett var á Höfn þar til fyrir stuttu. Þegar hafa ýmsir styrktarviðburðir verið haldnir en laugardaginn 1. febrúar var haldin styrktarsýning í Sambíóunum og sama dag voru haldnir rapptónleikar á Gamla Gauknum. Einnig eru önnur verkefni í gangi, sem dæmi má nefna armbandasölu sem fram fer í verslununum Hrím og Kraum. Allt hefur þetta fengið góðar viðtökur og söfnunin gengið vel. Næstkomandi laugardag, 15. febrúar, verður haldinn 1000 kr. markaður á Kex hostel þar sem allar vörur verða seldar á 1000 kr. eins og nafnið gefur til kynna. Meðal þess sem má finna á markaðnum eru gjafabréf frá veitingastöðum, skemmtigörðum og í líkamsrækt. Einnig verður töluvert af fatnaði, snyrtivörum, sælgæti og fleiru. Þann sama dag ætla nokkur fyrirtæki um land allt að gefa hluta af ágóða sínum til styrktar Barnaspítalanum. Með því að versla hjá þeim styrkir þú þar með átakið. Tvö þessara fyrirtækja eru staðsett á Höfn en Sundlaugin og skvísurnar í Kartöfluhúsinu ætla að gefa hluta af ágóða sínum næstkomandi laugardag til styrkar söfnuninni. Hornfirðingar eru því hvattir til að skella sér í sund á laugardaginn og kaupa sér svo fallegar vörur í Kartöfluhúsinu og leggja sitt af mörkum til Barnaspítalans. Einnig verður hægt að leggja málefninu lið með því að hringja í söfnunarsímann 904-1000 eða leggja frjáls framlög inn á reikning söfnunarinnar 0137-05-060777, Kennitala: 630114-2410. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á Facebook: Öll í einn hring - söfnunarátak fyrir Barnaspítala Hringsins.Tvöfalt prjón

Flott báðum meginNámskeið á Hornafirði 13. mars n.k.

Skráning og upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 861-6655 eða netfangið

[email protected]/handverkskunst

KökubasarNemendur 6. bekkjar Grunnskólans verða með kökubasar í Miðbæ laugardaginn 15. febrúar frá kl. 13:00. Basarinn er liður í fjáröflun vegna skíðaferðar bekkjarins síðar í vetur.

HafnarkirkjaSunnudaginn 16. febrúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Stofan verður lokuð fimmtudaginn 20. febrúar til og með föstudeginum 28. febrúar.

Einnig verður stofan lokuð föstudaginn 21. mars til og með miðvikudeginum 2. apríl.

Rakarastofa Baldvins

Öll í einn hring

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Vatnsleikfimi fyrir eldri Hornfirðinga verður í vetur á fimmtudögum kl 15:00

og hefjast fimmtudaginn 13. febrúar.

Leiðbeinandi: Sigurborg Jóna Björnsdóttir

Vatnsleikfimi

Fimmtudaginn 23. janúar sl. stóðu markaðsstofur landshlutanna í fyrsta sinn fyrir sameiginlegum kynningarfundi ferðaþjónustuaðila af landsbyggðinni undir nafninu Mannamót 2014. Mannamótið var haldið í flugskýli flugfélagsins Ernis frá 12:00 - 16:00, en þar komu saman um 160 öflug fyrirtæki af öllu landinu og kynntu vörur og þjónustu sína. Tilgangurinn með verkefninu er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík og vinna með því að dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu heilsársferðaþjónustu. Mikill fjöldi gesta kom og tók þátt í kynningunni og voru allir sammála um að greinilega væri mikil gróska í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Ljóst þykir að endurtaka verður þennan velheppnaða viðburð aftur að ári.

Góð þátttaka á Mannamóti

.

Page 3: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Haust við Hoffellsjökul. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Inngangur

Árið sem nú er nýliðið var um margt viðburðaríkt í starfi Vatnajökulsþjóðgarðs á suður-svæði. Þar bar helst til tíðinda að ný gestastofa var opnuð í Gömlubúð á Höfn og var henni mjög vel tekið af ferðamönnum. Í Skaftafelli var hafist handa við lagningu hitaveitu og nýtt þjónustukortakerfi tekið í notkun. Frá þessu og ýmsu öðru er nánar greint í fréttabréfi suðursvæðis sem nú birtist í annað sinn.

STarFSEMI

Starfsemin í Skaftafelli var með svipuðu sniði sl. sumar og árið á undan. Ein helsta breytingin fólst í því að rekstri gistiheimilisins í Bölta var hætt og því var hægt að nýta húsnæðið fyrir starfsmenn þjóðgarðsins. Var það mjög til bóta fyrir starfsmennina og vinnuskipulag. Um 25 manns störfuðu í Skaftafelli í sumar, þar af þrír heilsársstarfsmenn.

Afgreiðslutími Skaftafellsstofu var lengdur á jaðartíma sumarsins og endurspeglar það fjölgun gesta á sama tíma. Gestafjöldi hefur heldur aldrei verið meiri en árið 2013; metfjöldi var í hverjum einasta mánuði og heildarfjöldi gesta nálægt 270 þúsund, miðað við tæp 240 þúsund árið á undan og 195 þúsund 2011. Hlutfallslega er aukningin mest á veturna (október-apríl) en nú er svo komið að á því tímabili koma 10% gestanna, samanborið við 3% árið 2010.

Líkt og undanfarin árin var einn landvörður í Lónsöræfum, en hann naut einnig aðstoðar sjálfboða-liða og starfsmanna á Höfn. Starfsmenn á Höfn höfðu annars í nógu að snúast við undirbúning fyrir opnun gestastofu í nýju húsnæði í Gömlubúð. Fjöldi fólks heimsótti þessa nýjustu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í sumar og í lok september var tala þeirra tæplega 37 þúsund,* en til samanburðar má nefna að rétt rúmlega 20 þúsund heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Höfn 2012. Er Gamlabúð þar með önnur fjölsóttasta gestastofa þjóðgarðsins strax á sínu fyrsta starfsári. Tveir sumarstarfsmenn störfuðu á Höfn til viðbótar við tvo heilsársstarfsmenn þjóðgarðsins. * Skv. óyfirfarinni talningu

SuÐurSVÆÐI FréTTabréF HauST / VETur 2013-2014

4

Á Facebooksíðu Vatnajökuls-þjóðgarðs segjum við fréttir, birtum myndir, auglýsum viðburði og póstum ýmsu öðru, merkilegu og ómerkilegu.

Fylgstu með okkur!

FraMunDanÞorri er nú genginn í garð og senn kemur góa; skyndilega sést fyrir endann á vetrinum og undirbúningur fyrir annasamt sumar fer á fullt. Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði verða auglýst upp úr miðjum febrúar og sem fyrr viljum við hvetja fólk úr heimahéraði þjóðgarðsins til að sækja um.

Viðbúið er að ívið meiri fjöldi ferðamanna heimsæki suðursvæðið í ár en í fyrra og er vonandi að þeir dreifist vel um svæðið. Við vonum einnig að sem flestir íbúar í nágrenni þjóðgarðsins nái að nýta sér þjóðgarðinn og njóta hans. Viljum við af því tilefni minna alla á fræðsludagskrá landvarða, barnastundir og aðrar uppákomur sem auglýstar verða á heimasíðu þjóðgarðsins. Við hvetjum ykkur líka til að fylgjast með okkur á Facebook, en þar birtast reglulega myndir og óhefðbundnar fréttir úr þjóðgarðinum. Þar munum við líka kynna á næstunni nýja vefmyndavél sem verið er að setja upp í Skaftafelli. Missið ekki af því! [www.facebook.com/vatnajokulsthjodgardur]

Bjarni Jakobsson, Ásgeir Ingi Óskarsson og Þorlákur Magnússon koma dælu fyrir í borholunni við Sandasel. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Í lok júní fannst slösuð fálkafrú við Sandfell og varð hún tilefni fréttar hjá RÚV. Landverðir í Skaftafelli bjuggu um hana til flutnings og fylgdu tveir breskir sjálfboðaliðar henni í strætó til Reykjavíkur. Þar var fékk hún meðhöndlun í Húsdýragarðinum og var svo sleppt í Heiðmörk í október. [Ljósmynd: Kolbrún Þorsteinsdóttir]

Um Hjallanes í Suðursveit liggur skemmtileg hringleið sem hefst við Skálafell. Hér er gengið með Kolgrímu, en annars eru jökulnúnar klappir helsta einkenni leiðarinnar. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Page 4: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Vatnajökulsþjóðgarður • Gamlabúð • Heppuvegi 1 • 780 Höfn • Sími 470 8330 Vatnajökulsþjóðgarður • Skaftafelli • 785 Öræfi • Sími 470 8300

HELSTu FraMKVÆMDIrGamlabúð var opnuð með pompi og prakt á fimm ára afmæli þjóðgarðsins þann 7. júní. Starfsmenn þjóðgarðsins tóku mikinn þátt í vinnu við sýninguna sem sett var upp þar og Þórunn Þorgrímsdóttir hannaði.

Eins og greint var frá í síðasta fréttabréfi suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs urðu miklar skemmdir á göngustígum í Skaftafelli vegna vatnavaxta í febrúar síðastliðnum. Mikil vinna fór í að lagfæra þessar skemmdir í sumar og naut þjóðgarðurinn styrks frá Ferðamálastofu til að kosta framkvæmdirnar.

Stærsta einstaka verkefnið var að að gera endurbætur á gönguleið að Skaftafellsjökli í Skaftafelli og færa hana frá fjallshlíðinni á kafla vegna öryggis ferðamanna og til að minnka úrkomutengt við- hald á leiðinni. Aðrar stórar framkvæmdir voru á göngustíg við Lambhaga þar sem annarsvegar þurfti að færa brú sem grófst á kaf í aur og hinsvegar að lagfæra aðra sem flaut upp og koma henni aftur á sinn stað. Einnig fór mikið efni og margar vinnustundir sjálfboðaliða í að lagfæra göngustíg upp frá Selbænum áleiðis að Svartafossi, göngustíginn upp á Sjónarsker og áleiðis að Skerhól.

Snemma sumars hófst vinna við lagningu hitaveitu í Skaftafelli á milli þjónustubygginganna og borholu við Sandasel. Lögð voru einangruð plaströr frá Skaftafellsstofu og í gegnum tjaldsvæðið, en vinnu síðan frestað til haustsins vegna fjölda ferðamanna. Vætutíð og há grunnvatnsstaða settu hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdin bíður því heppilegra tíðarfars. Nú stendur hins vegar yfir tilraunadæling og er holan að skila 57¨C heitu vatni þegar dælt er 4 lítrum á sekúndu.

Nýtt þjónustukortakerfi var tekið í gagnið í Skaftafelli, en þjónustukortin geta gestir notað til að greiða fyrir sturtur, þvottavélar og þurrkara. Kerfið leysti eldra myntsjálfsalakerfi af hólmi og gafst nokkuð vel. Nú er hægt að kaupa þjónustukort í sjálfsala fyrir utan Skaftafellsstofu á öllum tímum sólarhringsins og kemur það sér sérstaklega vel fyrir þá sem eru að skila sér úr gönguferðum eftir lokun gestastofunnar.

VErKEFnI LanDVarÐaRétt eins og árið á undan höfðu landverðir í Skaftafelli eftirlit með áningarstöðum milli Skaftafells og Jökulsárlóns, í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð og fleiri aðila. Til viðbótar sinntu þeir eftirliti með utanvegaakstri á Skeiðarársandi, en til þess fékkst sérstakur styrkur frá Umhverfisráðuneytinu. Reyndist ekki vanþörf á því tilfellum fjölgaði mjög á milli ára. Starfsmenn þjóðgarðsins fengu fjölmargar ábendingar vegna ummerkja utanvegaaksturs frá fólki sem var algerlega ofboðið, enda var ærin ástæða til. Í nokkrum tilfellum voru ökumenn staðnir að verki og var þeim gefinn kostur á að lagfæra skemmdirnar sem af akstrinum hlutust. Tvö tilfelli voru kærð til lögreglu. Ásamt eftirliti var einnig unnið að því að afmá eldri hjólför með einföld handverkfæri að vopni, en það reyndist hægara sagt en gert og þarf nauðsynlega að þróa fljótvirkari aðferðir til að stemma stigu við frekari náttúruspjöllum. Viðræður hafa verið við Vegagerðina um að fjölga útskotum á leiðinni og merkja þau þannig að fólk viti að það geti stöðvað bílinn og tekið myndir án þess að hætta skapist fyrir aðra vegfarendur.

Landverðir á Höfn sinntu eftirliti á áningarstöðum milli Hafnar og Jökulsárlóns. Að auki sáu þeir um fræðslugöngur á Heinabergi sex daga vikunnar og nutu þær mikilla vinsælda ferðamanna. Ásamt landvörðum úr Skaftafelli og sjálfboðaliðum unnu þeir svo að frekari afmörkun bílastæða við Jökulsárlón og við að afmá hjólför utan vega. Hafist var handa við þetta verkefni sumarið 2012 og var þá einblínt á svæðið framan við jökulgarðana vestan Jökulsár. Um árangur þess þarf lítið að efast því það leynir sér ekki að gróður er í mikilli framför þar sem ekki er lengur ekið.

Þáttur sjálfboðaliða í þessu verkefni er mikils virði, ekki síst fyrir þjóðgarðinn. Reynt var að haga þannig til að hver sjálfboðaliði sem kom til starfa í Skaftafelli kæmist einu sinni til vinnu við Jökulsárlón. Þeim var svo boðið í bátsferð um Jökulsárlónið og ber að þakka Einari Birni og starfsfólki hans sérstaklega fyrir það rausnarlega boð. Fyrir marga sjálfboðaliða var þetta einn af hápunktum dvalarinnar á Íslandi, en margir þeirra hafa ekki mikla peninga á milli handanna til kaupa á afþreyingu. En hrifning þeirra á Íslandi er nær einróma og flestir verða á vissan hátt sendifulltrúar Íslands í heimalandi sínu og víðar – það má glöggt greina t.d. á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum.

32

Innandyra í Gömlubúð. [Ljósmynd: Helga Davids]

Ísgöng í Svínafellsjökli í desember. Í september var stór hópur fólks við störf á jöklinum vegna töku á kvikmyndinni Interstellar, í leikstjórn Christopher Nolans. Leikmynd var reist á jöklinum og göngustíg breytt svo hægt væri að flytja tæki og tól inn á jökulinn. Að tökum loknum var leikmyndin fjarlægð og göngustígurinn færður til fyrra horfs. Sagafilm hélt utan um framkvæmdina í samráði við þjóðgarðinn og landeigendur og tókst þar mjög vel til. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Page 5: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Vatnajökulsþjóðgarður • Gamlabúð • Heppuvegi 1 • 780 Höfn • Sími 470 8330 Vatnajökulsþjóðgarður • Skaftafelli • 785 Öræfi • Sími 470 8300

HELSTu FraMKVÆMDIrGamlabúð var opnuð með pompi og prakt á fimm ára afmæli þjóðgarðsins þann 7. júní. Starfsmenn þjóðgarðsins tóku mikinn þátt í vinnu við sýninguna sem sett var upp þar og Þórunn Þorgrímsdóttir hannaði.

Eins og greint var frá í síðasta fréttabréfi suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs urðu miklar skemmdir á göngustígum í Skaftafelli vegna vatnavaxta í febrúar síðastliðnum. Mikil vinna fór í að lagfæra þessar skemmdir í sumar og naut þjóðgarðurinn styrks frá Ferðamálastofu til að kosta framkvæmdirnar.

Stærsta einstaka verkefnið var að að gera endurbætur á gönguleið að Skaftafellsjökli í Skaftafelli og færa hana frá fjallshlíðinni á kafla vegna öryggis ferðamanna og til að minnka úrkomutengt við- hald á leiðinni. Aðrar stórar framkvæmdir voru á göngustíg við Lambhaga þar sem annarsvegar þurfti að færa brú sem grófst á kaf í aur og hinsvegar að lagfæra aðra sem flaut upp og koma henni aftur á sinn stað. Einnig fór mikið efni og margar vinnustundir sjálfboðaliða í að lagfæra göngustíg upp frá Selbænum áleiðis að Svartafossi, göngustíginn upp á Sjónarsker og áleiðis að Skerhól.

Snemma sumars hófst vinna við lagningu hitaveitu í Skaftafelli á milli þjónustubygginganna og borholu við Sandasel. Lögð voru einangruð plaströr frá Skaftafellsstofu og í gegnum tjaldsvæðið, en vinnu síðan frestað til haustsins vegna fjölda ferðamanna. Vætutíð og há grunnvatnsstaða settu hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdin bíður því heppilegra tíðarfars. Nú stendur hins vegar yfir tilraunadæling og er holan að skila 57¨C heitu vatni þegar dælt er 4 lítrum á sekúndu.

Nýtt þjónustukortakerfi var tekið í gagnið í Skaftafelli, en þjónustukortin geta gestir notað til að greiða fyrir sturtur, þvottavélar og þurrkara. Kerfið leysti eldra myntsjálfsalakerfi af hólmi og gafst nokkuð vel. Nú er hægt að kaupa þjónustukort í sjálfsala fyrir utan Skaftafellsstofu á öllum tímum sólarhringsins og kemur það sér sérstaklega vel fyrir þá sem eru að skila sér úr gönguferðum eftir lokun gestastofunnar.

VErKEFnI LanDVarÐaRétt eins og árið á undan höfðu landverðir í Skaftafelli eftirlit með áningarstöðum milli Skaftafells og Jökulsárlóns, í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð og fleiri aðila. Til viðbótar sinntu þeir eftirliti með utanvegaakstri á Skeiðarársandi, en til þess fékkst sérstakur styrkur frá Umhverfisráðuneytinu. Reyndist ekki vanþörf á því tilfellum fjölgaði mjög á milli ára. Starfsmenn þjóðgarðsins fengu fjölmargar ábendingar vegna ummerkja utanvegaaksturs frá fólki sem var algerlega ofboðið, enda var ærin ástæða til. Í nokkrum tilfellum voru ökumenn staðnir að verki og var þeim gefinn kostur á að lagfæra skemmdirnar sem af akstrinum hlutust. Tvö tilfelli voru kærð til lögreglu. Ásamt eftirliti var einnig unnið að því að afmá eldri hjólför með einföld handverkfæri að vopni, en það reyndist hægara sagt en gert og þarf nauðsynlega að þróa fljótvirkari aðferðir til að stemma stigu við frekari náttúruspjöllum. Viðræður hafa verið við Vegagerðina um að fjölga útskotum á leiðinni og merkja þau þannig að fólk viti að það geti stöðvað bílinn og tekið myndir án þess að hætta skapist fyrir aðra vegfarendur.

Landverðir á Höfn sinntu eftirliti á áningarstöðum milli Hafnar og Jökulsárlóns. Að auki sáu þeir um fræðslugöngur á Heinabergi sex daga vikunnar og nutu þær mikilla vinsælda ferðamanna. Ásamt landvörðum úr Skaftafelli og sjálfboðaliðum unnu þeir svo að frekari afmörkun bílastæða við Jökulsárlón og við að afmá hjólför utan vega. Hafist var handa við þetta verkefni sumarið 2012 og var þá einblínt á svæðið framan við jökulgarðana vestan Jökulsár. Um árangur þess þarf lítið að efast því það leynir sér ekki að gróður er í mikilli framför þar sem ekki er lengur ekið.

Þáttur sjálfboðaliða í þessu verkefni er mikils virði, ekki síst fyrir þjóðgarðinn. Reynt var að haga þannig til að hver sjálfboðaliði sem kom til starfa í Skaftafelli kæmist einu sinni til vinnu við Jökulsárlón. Þeim var svo boðið í bátsferð um Jökulsárlónið og ber að þakka Einari Birni og starfsfólki hans sérstaklega fyrir það rausnarlega boð. Fyrir marga sjálfboðaliða var þetta einn af hápunktum dvalarinnar á Íslandi, en margir þeirra hafa ekki mikla peninga á milli handanna til kaupa á afþreyingu. En hrifning þeirra á Íslandi er nær einróma og flestir verða á vissan hátt sendifulltrúar Íslands í heimalandi sínu og víðar – það má glöggt greina t.d. á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum.

32

Innandyra í Gömlubúð. [Ljósmynd: Helga Davids]

Ísgöng í Svínafellsjökli í desember. Í september var stór hópur fólks við störf á jöklinum vegna töku á kvikmyndinni Interstellar, í leikstjórn Christopher Nolans. Leikmynd var reist á jöklinum og göngustíg breytt svo hægt væri að flytja tæki og tól inn á jökulinn. Að tökum loknum var leikmyndin fjarlægð og göngustígurinn færður til fyrra horfs. Sagafilm hélt utan um framkvæmdina í samráði við þjóðgarðinn og landeigendur og tókst þar mjög vel til. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Page 6: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Haust við Hoffellsjökul. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Inngangur

Árið sem nú er nýliðið var um margt viðburðaríkt í starfi Vatnajökulsþjóðgarðs á suður-svæði. Þar bar helst til tíðinda að ný gestastofa var opnuð í Gömlubúð á Höfn og var henni mjög vel tekið af ferðamönnum. Í Skaftafelli var hafist handa við lagningu hitaveitu og nýtt þjónustukortakerfi tekið í notkun. Frá þessu og ýmsu öðru er nánar greint í fréttabréfi suðursvæðis sem nú birtist í annað sinn.

STarFSEMI

Starfsemin í Skaftafelli var með svipuðu sniði sl. sumar og árið á undan. Ein helsta breytingin fólst í því að rekstri gistiheimilisins í Bölta var hætt og því var hægt að nýta húsnæðið fyrir starfsmenn þjóðgarðsins. Var það mjög til bóta fyrir starfsmennina og vinnuskipulag. Um 25 manns störfuðu í Skaftafelli í sumar, þar af þrír heilsársstarfsmenn.

Afgreiðslutími Skaftafellsstofu var lengdur á jaðartíma sumarsins og endurspeglar það fjölgun gesta á sama tíma. Gestafjöldi hefur heldur aldrei verið meiri en árið 2013; metfjöldi var í hverjum einasta mánuði og heildarfjöldi gesta nálægt 270 þúsund, miðað við tæp 240 þúsund árið á undan og 195 þúsund 2011. Hlutfallslega er aukningin mest á veturna (október-apríl) en nú er svo komið að á því tímabili koma 10% gestanna, samanborið við 3% árið 2010.

Líkt og undanfarin árin var einn landvörður í Lónsöræfum, en hann naut einnig aðstoðar sjálfboða-liða og starfsmanna á Höfn. Starfsmenn á Höfn höfðu annars í nógu að snúast við undirbúning fyrir opnun gestastofu í nýju húsnæði í Gömlubúð. Fjöldi fólks heimsótti þessa nýjustu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í sumar og í lok september var tala þeirra tæplega 37 þúsund,* en til samanburðar má nefna að rétt rúmlega 20 þúsund heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Höfn 2012. Er Gamlabúð þar með önnur fjölsóttasta gestastofa þjóðgarðsins strax á sínu fyrsta starfsári. Tveir sumarstarfsmenn störfuðu á Höfn til viðbótar við tvo heilsársstarfsmenn þjóðgarðsins. * Skv. óyfirfarinni talningu

SuÐurSVÆÐI FréTTabréF HauST / VETur 2013-2014

4

Á Facebooksíðu Vatnajökuls-þjóðgarðs segjum við fréttir, birtum myndir, auglýsum viðburði og póstum ýmsu öðru, merkilegu og ómerkilegu.

Fylgstu með okkur!

FraMunDanÞorri er nú genginn í garð og senn kemur góa; skyndilega sést fyrir endann á vetrinum og undirbúningur fyrir annasamt sumar fer á fullt. Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði verða auglýst upp úr miðjum febrúar og sem fyrr viljum við hvetja fólk úr heimahéraði þjóðgarðsins til að sækja um.

Viðbúið er að ívið meiri fjöldi ferðamanna heimsæki suðursvæðið í ár en í fyrra og er vonandi að þeir dreifist vel um svæðið. Við vonum einnig að sem flestir íbúar í nágrenni þjóðgarðsins nái að nýta sér þjóðgarðinn og njóta hans. Viljum við af því tilefni minna alla á fræðsludagskrá landvarða, barnastundir og aðrar uppákomur sem auglýstar verða á heimasíðu þjóðgarðsins. Við hvetjum ykkur líka til að fylgjast með okkur á Facebook, en þar birtast reglulega myndir og óhefðbundnar fréttir úr þjóðgarðinum. Þar munum við líka kynna á næstunni nýja vefmyndavél sem verið er að setja upp í Skaftafelli. Missið ekki af því! [www.facebook.com/vatnajokulsthjodgardur]

Bjarni Jakobsson, Ásgeir Ingi Óskarsson og Þorlákur Magnússon koma dælu fyrir í borholunni við Sandasel. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Í lok júní fannst slösuð fálkafrú við Sandfell og varð hún tilefni fréttar hjá RÚV. Landverðir í Skaftafelli bjuggu um hana til flutnings og fylgdu tveir breskir sjálfboðaliðar henni í strætó til Reykjavíkur. Þar var fékk hún meðhöndlun í Húsdýragarðinum og var svo sleppt í Heiðmörk í október. [Ljósmynd: Kolbrún Þorsteinsdóttir]

Um Hjallanes í Suðursveit liggur skemmtileg hringleið sem hefst við Skálafell. Hér er gengið með Kolgrímu, en annars eru jökulnúnar klappir helsta einkenni leiðarinnar. [Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson]

Page 7: Eystrahorn 6. tbl. 2014

7Eystrahorn Fimmtudagur 13. febrúar 2014

Síðasta fimmtudag spiluðu 15 spilarar einmenning í húsnæði Afls.Úrslitin efstu manna urðu sem hér segir:

1. Sverrir Guðmundsson 52,97%2. Þorsteinn Sigjónsson 51,86%3. Ásgrímur Ingólfsson 51,85%4. Stefán Stefánsson 51,48%5. Birgir Björnsson 51,47%6. Gísli Gunnarsson 51,11%6. Ragnar Björnsson 51,11%

Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 13. febrúar (í kvöld) og hefst stundvíslega kl. 19:30. Spilaður verður tvímenningur og nauðsynlegt er að menn verði búnir að tala sig saman um að mæta. Ef menn mæta stakir, þá verður reynt að finna pör á staðnum en það verður ekki hringt út til að bjarga stökum spilurum.

Góuhóf í ÖræfumOkkar árlega Góuhóf

verður haldið í Hofgarði laugardaginn 1.mars

Veislustjóri: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

Kokkur: Benedikt Jónsson

Hljómsveit: Nefndin

Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:30

Miðapantanir eru hjá Sigurði Gunnarssyni í síma 893-1150 eða á netfangið [email protected]

Góunefnd 2014

Auglýsing um deiliskipulag Árnanesi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Árnanes 5 Nesjum. Deiliskipulagið er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030 skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Markmið skipulagsins felst í að sníða ramma utan um uppbyggingu í ferðaþjónustu á jörðinni. Deiliskipulag ásamt greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 28 frá og með 13. febrúar til og með 27. mars. Tillagan er einnig aðgengilega á heimasíðu sveitarfélagisns www2.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. mars og skal skilað í Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 28, 780 Höfn eða á netfangið [email protected] Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests telst henni sammála.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 13. febrúar 2014 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla Sindra 2014. Farið verður yfir öll helstu atriði knattspyrnunnar með æfingum og fyrirlestrum. Boðið verður uppá úrvals dagskrá sem inniheldur m.a æfingar, fyrirlestra, mat, sund, bíó, diskó. Skólagisting í boði.

Kennarar og fyrirlesarar: • Heimir Hallgrímsson A-landsliðsþjálfari, • Þrándur Sigurðsson skólastjóri knattspyrnuskóla Víkings R. • Auðun Helgason, fyrrum landsliðmaður, • Embla Grétarsdóttir fyrrum landsliðskona, • Alex Freyr Hilmarsson leikmaður Grindavíkur, • Óli Stefán Flóventsson yfirþjálfari Sindra, • Nihad Cober Hasecic þjálfari hjá Sindra, • Leikmenn og þjálfarar frá Sindra.

Skráning:• Valdemar Einarsson ............. 868-6865 ............. [email protected]• Óli Stefán Flóventsson ......... 865-1531 ............. [email protected]

Verð kr. 5.000,-

Knattspyrnuskóli Sindra 201428. febrúar - 2. mars • 5., 4. og 3. flokkur

Í síðustu viku var Þorlákur Árnason starfsmaður KSÍ hér í heimsókn en hann sér um hæfileikamótun í yngri flokkunum. Mikil ánægja var með komu hans og hér er hann að leggja unga fólkinu lífsreglurnar. Sömuleiðis lýsti hann yfir sérstakri ánægju með aðstöðuna í Bárunni og hvernig knattspyrnudeildin er að vinna að málefnum ungu þátttakendanna.

Spennandi einmenningur

Rauðakrossbúðin

verður opin laugardaginn 15. febrúar

frá kl. 14:00 17:00.

Page 8: Eystrahorn 6. tbl. 2014

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís á Höfn í Hornafirði og Djúpavogi í síma 478 1260 og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

13

287

4

Öflug fjáröflun fyrir hópinnSamsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100