8
Fimmtudagur 11. desember 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 43. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Jólablað Eystrahorns kemur út 18. desember. Efni, auglýsingar og kveðjur þarf að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 16. desember. Hár- förðunar- og fatahönnunarkeppnin Stíll er árlegur viðburður hjá lista- og sköpunarglöðum grunnskólanemum um land allt. Við í Þrykkjunni höfum síðastliðin ár haldið úti klúbbastarfi í samstarfi við Ragnheiði í Millibör í þeim tilgangi að undirbúa áhugasama undir keppnina. Slíkur undirbúningur krefst mikillar vinnu en það má með sanni segja að við höfum fengið að sjá árangur af erfiðinu í ár. Þann 11. nóvember síðastliðinn héldum við undankeppni hér heima þar sem fimm ótrúlega flott lið kepptu um titilinn Hönnunarmeistarar Þrykkjunnar. Það voru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir, Irina Gloria Mantea, Sigurborg Eiríksdóttir, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir sem hrepptu fyrsta sætið og áunnu sér þar af leiðandi keppnisrétt í lokakeppni Stíl í Hörpu. Það var þó ekki öll von úti enn fyrir aðra keppendur, því þrjú lið fengu að fara austur á Neskaupstað að keppa fyrir hönd Þr ykkjunnar í SamAust. Á SamAust kepptu 9 lið frá 5 félagsmiðstöðvum á austurlandi. Þrátt fyrir að samkeppnin hafi verið hörð var Þr ykkjan sú félagsmiðstöð sem kom sá og sigraði og vorum við vægast sagt ánægð með árangur okkar liða. Í fyrsta sæti voru þær Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir, Malín Ingadóttir og Margrét Líf Margeirsdóttir frá Þrykkjunni og áunnu sér því einnig keppnisrétt í lokakeppni Stíl í Hörpu. Í öðru sæti voru Dagný Sól, Elísabet Eir, Anna Björg og Amila, sem tóku þátt fyrir hönd Hellisins á Fáskrúðsfirði. Þriðja sætinu náðu svo þær Ragnheiður Inga Björnsdóttir, Ástrós Aníta Óskarsdóttir og Ingibjörg María Waage sem koma einnig héðan frá Hornafirði. Flottustu möppuna áttum við Þrykkjan einnig, en það voru þær Agnes Jóhannsdóttir, Ester Lý Pauladóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir sem báru þar sigur úr bítum. Við hefðum því varla getað beðið um betri árangur en við hrepptum þrenn verðlaun af fjórum í keppninni. Sigurvíman leyndi sér ekki það sem eftir var kvölds og skemmtu sér allir konunglega við þá skemmtun sem í boði var eftir hæfileikakeppnirnar. Aðal- og lokakeppni Stíl var svo haldin síðastliðinn laugardag í Hörpu þar sem rúmlega tvö hundruð ungmenni í 44 liðum tóku þátt. Þemað í ár var tækni og endurspeglaðist það í hönnun unglinganna sem hver og einn túlkaði eftir sínu höfði. Þar sem við Hornfirðingar vorum með tvö lið var mikið í húfi og spennan því mikil. Að lokum voru það þær Hafdís Rut, Malín og Margrét Líf sem hrepptu annað sætið í lokakeppni Samfés. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsta árangur en þær voru vel að þeim sigri komnar. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að vinna með þessum hugmyndaríku og lífsglöðu stelpum í haust og því var ótrúlega ánægjulegt að sjá þær uppskera árangur erfiðisins. Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar og Ragnheiður Hrafnkelsdótir eigandi Millibör Glæsilegur árangur í Stíl 2014 Hafdís Rut, Malín og Margrét Líf. Annað sæti í undankeppni Þrykkjunnar, sigurvegarar SamAust og annað sæti í lokakeppni Samfés í Hörpu. Arndís Ósk, Irina Gloria, Sigurborg, Sóley Lóa og Svandís Perla. Sigurvegarar Þrykkjunnar 2014. Ragnheiður Inga, Ástrós Aníta og Ingibjörg María. Þriðja sæti Samaust.

Eystrahorn 43. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 43. tbl. 2014

Fimmtudagur 11. desember 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn43. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Jólablað Eystrahorns kemur út 18. desember.Efni, auglýsingar og kveðjur þarf að berast í síðasta lagi

fyrir hádegi þriðjudaginn 16. desember.

Hár- förðunar- og fatahönnunarkeppnin Stíll er árlegur viðburður hjá lista- og sköpunarglöðum grunnskólanemum um land allt. Við í Þrykkjunni höfum síðastliðin ár haldið úti klúbbastarfi í samstarfi við Ragnheiði í Millibör í þeim tilgangi að undirbúa áhugasama undir keppnina. Slíkur undirbúningur krefst mikillar vinnu en það má með sanni segja að við höfum fengið að sjá árangur af erfiðinu í ár.Þann 11. nóvember síðastliðinn héldum við undankeppni hér heima þar sem fimm ótrúlega flott lið kepptu um titilinn Hönnunarmeistarar Þrykkjunnar. Það voru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir, Irina Gloria Mantea, Sigurborg Eiríksdóttir, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir sem hrepptu fyrsta sætið og áunnu sér þar af leiðandi keppnisrétt í lokakeppni Stíl í Hörpu. Það var þó ekki öll von úti enn fyrir aðra keppendur, því þrjú lið fengu að fara austur á Neskaupstað að keppa fyrir hönd Þrykkjunnar í SamAust.

Á SamAust kepptu 9 lið frá 5 félagsmiðstöðvum á austurlandi. Þrátt fyrir að samkeppnin hafi verið hörð var Þrykkjan sú félagsmiðstöð sem kom sá og sigraði og vorum við vægast sagt ánægð með árangur okkar liða. Í fyrsta sæti voru þær Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir, Malín Ingadóttir og Margrét Líf Margeirsdóttir frá Þrykkjunni og áunnu sér því einnig keppnisrétt í lokakeppni Stíl í Hörpu. Í öðru sæti voru Dagný Sól, Elísabet Eir, Anna Björg og Amila, sem tóku þátt fyrir hönd Hellisins á Fáskrúðsfirði. Þriðja sætinu náðu svo þær Ragnheiður Inga Björnsdóttir, Ástrós Aníta Óskarsdóttir og Ingibjörg María Waage sem koma einnig héðan frá Hornafirði. Flottustu möppuna áttum við Þrykkjan einnig, en það voru þær Agnes Jóhannsdóttir, Ester Lý Pauladóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir sem báru þar sigur úr bítum. Við hefðum því varla getað beðið um betri árangur en við hrepptum þrenn verðlaun af fjórum í keppninni. Sigurvíman leyndi sér ekki það sem eftir var kvölds og skemmtu sér allir

konunglega við þá skemmtun sem í boði var eftir hæfileikakeppnirnar.Aðal- og lokakeppni Stíl var svo haldin síðastliðinn laugardag í Hörpu þar sem rúmlega tvö hundruð ungmenni í 44 liðum tóku þátt. Þemað í ár var tækni og endurspeglaðist það í hönnun unglinganna sem hver og einn túlkaði eftir sínu höfði. Þar sem við Hornfirðingar vorum með tvö lið var mikið í húfi og spennan því mikil. Að lokum voru það þær Hafdís Rut, Malín og Margrét Líf sem hrepptu annað sætið í lokakeppni Samfés. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsta árangur en þær voru vel að þeim sigri komnar. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að vinna með þessum hugmyndaríku og lífsglöðu stelpum í haust og því var ótrúlega ánægjulegt að sjá þær uppskera árangur erfiðisins.

Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar og Ragnheiður Hrafnkelsdótir

eigandi Millibör

Glæsilegur árangur í Stíl 2014

Hafdís Rut, Malín og Margrét Líf. Annað sæti í undankeppni Þrykkjunnar, sigurvegarar SamAust og annað sæti í lokakeppni Samfés í Hörpu.

Arndís Ósk, Irina Gloria, Sigurborg, Sóley Lóa og Svandís Perla. Sigurvegarar Þrykkjunnar 2014.

Ragnheiður Inga, Ástrós Aníta og Ingibjörg María.Þriðja sæti Samaust.

Page 2: Eystrahorn 43. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 11. desember 2014

HafnarkirkjaSunnudaginn 14. desember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

HofskirkjaFöstudaginn 12. desember Aðventusamkoma kl. 16:15

Heiko Buxel og skólabörn annast tónlist.Ólafur Sigurðsson í Svínafelli flytur hugvekju.

Kaffiveitingar í Hofgarði.

Prestarnir og sóknarnefndin

Nú þegar jólin nálgast er ekki úr vegi að minna á að við þurfum alla í umferðinni með fulla árverkni og að það er lögbrot að ökumenn aki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þetta eru engin geimvísindi. Gerðu bara ráðstafanir – ekki aka undir áhrifum

Lögreglan á Höfn

Kaþólska kirkjanSunnudaginn 14. desember.Skriftir frá kl. 11:00.Hl. messa kl. 12:00.Eftir hl. messu er öllum boðiðað þiggja kaffiveitingar.Allir eru hjartanlega velkomnir.

BrunnhólskirkjaSunnudaginn 14. desember Aðventusamkoma kl. 14:00

Sigurður Hannesson frá Hólabrekku flytur hugvekju.

Prestarnir

KálfafellsstaðarkirkjaSunnudaginn 14. desember Aðventusamkoma kl. 16:00

Prestarnir

Eystrahorn

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

MiðbærNýtt og glæsilegt skrifstofu- og þjónusturými til leigu á efri hæð í Miðbæ td 15,5 m² auk hlutdeildar í sameign. Laus til afhendingar Upplýsingar á skrifstofu fasteignasölunnar

HöfðavegurSteinsteypt 107,6 m² einbýlishús ásamt 49,7 m² forsköluðum bílskúr samtals 157,3 m². Húsið er mikið endurnýjað bæði að utan og innan 4 svefnherbergi.

kiljuHoltGóð og vel staðsett jörð með góðum útihúsum, ca 20 ha ræktað land og íbúðarhúsi sem þarfnast viðhalds.

Nýtt á skrá

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Nýtt á skrá til leigu

Jólahlaðborð og jólaglögg

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110Ný sending af kærleiksljósum.Jólatilboð frá SOTHYS húðvörum.Ný sending af módelskartgripum frá Gullsmiðju Helgu GULLKÚNST.

OPIÐ laugardag 13:00-16:00Verið velkomin

Vorum að taka upp ilmiFyrir hann:

JAY-Z 1.MILLJÓN OG JEAN PAUL GAULTIER

Fyrir hana: LADY MILLJÓN VERSACE

CONTRY OG RIANNA

Verið velkomin

Page 3: Eystrahorn 43. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 11. desember 2014

Jólabingó fyrir eldri Hornfirðinga

Jólabingó verður haldið í Ekrusalnum mánudaginn 15.desember kl. 13:00.

Fyrsta bingóspjald er frítt og hvert aukaspjald kostar 500- kr.

Allir eldri Hornfirðingar velkomnir.

Dagdvöl Ekru

sindravörur til söluSindramarkaður (notað og nýtt)

t.d. Sindrabuff, legghlífar, handklæði, körfuboltabúningar og fleira, er að Víkurbraut 2.

Opið laugardag kl. 14:00 - 16:00.

Glæsilegt úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og heilsu og RB rúm

Góðar sængur og koddar

Mikið úrval af góðum og fallegum nytsamlegum jólagjöfum.

Kaffi á könnunni • Verið velkomin

Hafðu það hlýlegt um jólin

HúsgagnavalOpið: virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Opnunartímar í desemberFrá 11. desember verður opið á virkum dögum frá 10:00 - 18:00

Laugardagana 13. og 20. desember verður opið frá 11:00 - 16:00

Sunnudaginn 21. desember verður einnig opið frá 11:00 - 16:00

Lokað 24. desember til 5. janúar.

Rakarastofa Baldvins

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Jólasamverustund FEH verður í EKRUNNI sunnudaginn 14. desember kl. 15:00. Drekkum saman kaffi og borðum góðar kökum með. Fáum góða gesti í heimsókn. Það verður talað, sungið og dansað! Jólastemning svífur yfir! Gleðileg jól!

Stjórn FEH

Page 4: Eystrahorn 43. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 11. desember 2014

Löng hefð er fyrir frjálsum íþróttum á Hornafirði. Fyrstu árin var æft á malarvelli en þegar ákveðið var að halda Unglingalandsmót hér á Hornafirði árið 2007 var ráðist í heilmiklar breytingar á aðstöðu og lagt tartan á hlaupabrautir sem gerðu það að verkum að hægt var að halda stærri mót hér. Árið 2009 vorum við því vel undirbúin að halda hér Meistaramót Íslands 11-14 ára og svo annað Unglingalandsmót árið 2013 sem tókust í alla staði mjög vel og var góð þátttaka á öllum þessum mótum. Þessi bætta aðstaða hefur gert það að verkum að árangur iðkenda hefur orði mun betri og eigum við nokkra afreksmenn. Má þar nefna fjölþrautarkonuna Sveinbjörgu Zophoníasdóttur sem er nánast búin að skipa sér fast sæti í landsliðin og langhlauparann Maríu Birkisdóttur

sem er einnig komin í landsliðshópinn. Þessar stúlkur væru ekki komnar svona langt nema vegna góðrar aðstöðu til æfinga, góðrar þjálfunar og vinnusemi þeirra sjálfra. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að fá frjálsíþróttaþjálfara til starfa

hér á Hornafirði en sem betur fer hefur það alltaf tekist því góður árangur næst ekki nema með því að mæta á æfingar og fá leiðbeiningar frá þjálfara. Á hverju ári er farið á nokkur mót víðsvegar á landinu. Meistaramót Íslands, bæði 11-14 ára og 15-22 ára innanhúss á veturna eru ómissandi þáttur af æfingatímabilinu og svo Meistaramótin utanhúss á sumrin, sem og Unglingalandsmótin. Einnig má nefna að góð þátttaka hefur alltaf verið héðan á Sumarhátíð ÚÍA á Egilsstöðum á hverju sumri. Við erum strax farin að hlakka til sumarsins því það verður svo spennandi að komast út til að hlaupa, kasta, stökkva og hoppa.

Bestu kveðjur, stjórn frjálsíþróttadeildar Sindra

Leiftur Umf. Sindri 80 ára

Knattspyrnan er vinsælasta íþróttin bæði á Íslandi og um víða veröld. Þrátt fyrir vinsældir og útbreiðslu íþróttarinnar festi hún ekki rætur hér í Hornafirði fyrr en um 1970. Þó höfðu ungir menn komið saman og skipt í lið á fyrri hluta síðustu aldar en vegna einangrunar héraðsins var lítið um kappleiki við önnur félög. Það var helst að keppt væri á tyllidögum eins og 17. júní, heimamenn og aðkomumenn og á sjómannadögum, landkrabbar og sjómenn. Þó lögðu menn hart að sér að útbúa völl inni í landi og var öll vinna í sjálfboðavinnu og mýrin ræst út með handverkfærum. Sá völlur var notaður fram yfir árið 1982 en var aldrei góður, ósléttur og blautur. Í dag búum við við eins góðar aðstæður og hægt er að fara fram á. Uppúr 1974 hófst hér gott uppbyggingarstarf með öflugu barna- og unglingastarfi sem skilaði sér síðan upp í meistaraflokka bæði karla og kvenna eftir að stúlkurnar hófu líka að stunda fótbolta.

Árangur yngri flokka Sindra hefur vakið athygli knattspyrnuáhugafólks víða. Ástæða er að nefna hvað margar stúlkur uppaldar hjá Sindra hafa náð góðum árangri m.a. með landsliðum og unnið marga Íslandsmeistaratitla með stærri félögum. Í dag er framtíðin björt og mikill metnaður í starfi knattspyrnudeildarinnar. Til að sýna fram á umfang starfsins má taka sl. sumar sem dæmi. Leikir allra flokka Sindra í Íslandsmótum voru samtals um 130. Þar fyrir utan er þátttaka yngri flokka í ýmsum mótum víða um land og 3.fl. drengja og stúlkna fóru í æfinga- og keppnisferð til Spánar. Eins og sést á þessu þá er að meðaltali einn leikur á dag í Íslandsmótum frá 10. maí til 20. september og það eru fleiri leikir spilaðir að heiman en heima. Fyrir keppendur héðan eru ferðalög yfirleitt lengri og kostnaðarsamari en hjá öðrum liðum og metnaður hefur verið lagður í að mæta í alla leiki. Þátttökufjöldinn sem æfir og keppir fyrir Sindra er hátt í 200. Þessi upptalning sýnir hversu gífurlegt umfang er í kringum þetta æskulýðs- og félagsstarf. Það segir sig sjálft að gífurlega mikil sjálfboðavinna liggur hér að baki, öðruvísi gengur þetta ekki upp. Á sínum tíma var stofnað Yngriflokkaráð Sindra og hefur það sýnt að það var framfaraspor og hefur ráðið unnið einstaklega gott starf. Þjálfarar sem starfa hjá félaginu eru flestir með góða menntun og það er fengur að fá jafn reyndan landsliðs- og atvinnuknattspyrnumann og Auðun Helgason til starfa. Hann tekur við af Óla Stefáni sem hefur unnið

gott starf hér undanfarin ár. Nú er unnið að því að fá erlendan spilandi þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Í svona stórum hópi þátttakenda eru alltaf ýmis vandamála sem þarf að finna lausnir á. Þá er mikilvægt að allir vinni saman; iðkendur, foreldrar og þeir sem eru í forsvari fyrir félagið hverju sinni. Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að minnast á Báruna, fjölnota höllina okkar. Það er alveg ljóst að tilkoma hennar hefur haft mjög mikil áhrif á ástund unga fólksins, bæði er betri mæting á æfingar og fjölgun þátttakenda. Hér skal ítrekað og lögð áhersla á forvarnargildi starfsins. Allar kannanir og rannsóknir sína að þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi hefur víðtæk jákvæð áhrif á ungt fólk. Þess vegna hvetjum við foreldra og aðra að sýna starfi og þátttöku unga fólkinu áhuga og stuðning.

F.h. Knattspyrnudeildar Sindra, Kristján Guðnason formaður

Framtíðin björt í fótboltanum

Frjálsíþróttadeild Sindra

Ingibjörg Valgeirsdóttir lék sinn fyrsta landsleik með 17 ára liðinu á árinu.

Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik með 17 ára liðinu á árinu.

Eftirminnilegasti leikurinn er bikarleikur við KR. Á myndinni sjást fægir landsliðsmenn ásamt okkar mönnum Vali Sveinssyni og Gunnari Inga Valgeirssyni.

Efnilegar frjálsíþróttastúlkur Hafdís Sævarsdóttir og Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir.

Page 5: Eystrahorn 43. tbl. 2014

5Eystrahorn Fimmtudagur 11. desember 2014

Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00

N1 HöfnSími: 478 1940

Veitingatilboð

Bearnaise- borgarifranskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós

1.449 kr.

Kjúklingaborgarifranskar og 0,5 l Coke í dós

Pylsa með ölluog Coke í gleri

1.445 kr.

495 kr.

Áttu svona músafælu? Ókeypis uppfærsla í nútíma

hátíðni-högna ef svo er.

Eigum fyrirliggjandi Bell Mini Rex Snap músagildur. Bell trapper límgildrur.

Músafælur 230 v f 1000 m2.

Verið ávallt velkomin

Verslun, sími 478-1414

Námskeið í hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðið byggist á fræðslu og heimaverkefnum þar sem kenndar eru aðferðir hugrænu atferlismeðferðarinnar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, kvíða og þunglyndi. Námskeiðið fer fram í 8 – 10 manna hópi, tvo tíma í senn á tveggja vikna fresti, 8 skipti samtals. Hver þátttakandi vinnur út frá sínum forsendum og ekki er krafist að fólk tjái sig í tímum frekar en það vill. Aðal áherslan er að reyna að tileinka sér það sem manni sjálfum kemur best til að bæta líðan sína og auka sjálfsbjargargetu.

Skráning fer fram á HSSA í síma 470-8600 eða á netfanginu [email protected]

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 19. desember

Verð kr. 20.000,-

Athugið að mörg stéttarfélög, m.a. Afl starfsgreinafélag, taka þátt í kostnaði við námskeið.

Leiðbeinandi er Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur.

Page 6: Eystrahorn 43. tbl. 2014

6 EystrahornFimmtudagur 11. desember 2014

Það styttist í Hornafjarðarmeistaramótið

Markaðsstofa Suðurlands stóð fyrir fjölsóttu málþingi í Vík í Mýrdal í nóvember um framtíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Farið var yfir helstu áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir ásamt hugmyndum um mögulegar leiðir til að takast á við þær.Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu flutti erindi sem bar yfirskriftina „Staðan í dag og horft til framtíðar“ og Björg Árnadóttir frá South Iceland Adventure var með innlegg sem hét „Hver er þörf ferðaþjónustuaðila? Hvað þarf að gera?“.Þá var rætt um mismunandi aðkomu og hlutverk hagsmunaaðila, bæði Markaðsstofunnar og annarra sem koma beint og óbeint að ferðaþjónustu á Suðurlandi. Að loknum erindum voru umræður þar sem þátttakendum gafst kostur á að vinna saman í hópum og ræða mismunandi málefni og leggja fram sitt álit.Málþingið heppnaðist vel og mun niðurstaða þess m.a. vera nýtt til að vinna að stefnumótun fyrir Markaðsstofuna í framhaldinu. Að loknu málþingi buðu heimamenn uppá örferð um Mýrdalinn þar sem gestir fengu m.a. að skoða nýjan veitingastað, smakka fýl, skoða glerlist og hlýða á tóna frá ungum tónlistarmanni og bónda úr Mýrdalnum, sem tók lagið um borð í Skaftfellingi. Vakti þetta mikla lukku og viljum við þakka heimamönnum fyrir frábærar mótttökur.Um kvöldið var svo haldin Uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi. Heiðursgestur kvöldsins var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þá var sú nýbreytni þetta árið að Markaðsstofan veitti tvær viðurkenningar til „Sprota ársins“ og fyrir „Framlag til ferðaþjónustu“. Viðurkenningu Markaðsstofu Suðurlands fyrir Sprota ársins fékk Svarta fjaran í Reynisfjöru fyrir eftirtektarverða nýjung á Suðurlandi. Svarta fjaran opnaði síðastliðið sumar og er glæsilegt framtak heimamanna sem sáu þörfina fyrir að bæta þjónustu og aðstöðu á vinsælum ferðmannastað. Við hönnun húsnæðisins var hugsað um að það myndi falla sem best að umhverfinu og tókst vel til. Þá hlaut Ásborg Ósk Arnþórsdóttir viðurkenningu Markaðsstofunnar fyrir ötul störf í þágu ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ásborg hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu í fjölmörg ár og þekkja all flestir hennar góða starf. Hún hefur veitt fyrirtækjum og einstaklingum ómældan stuðning og ráðgjöf í gegnum árin. Þá var Ásborg einn af hugmyndasmiðunum á bakvið Markaðsstofu Suðurlands og hefur verið mjög mikilvægur hlekkur í öflugu markaðsstarfi á Suðurlandi, innanlands sem og erlendis. Þá hefur hún verið ötull talsmaður allra tegunda ferðaþjónustu og meðal annars verið mjög virk í Samtökunum um sögutengda ferðaþjónustu og talað mikið fyrir mat úr héraði.

Vel heppnað málþing og uppskeruhátíð

Markaðsstofu Suðurlands

Verðlaunahafarnir Ásborg Ósk Arnþórsdóttir og eigendur Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru.

Börnin í 1. bekk S eru ákaflega góð og örlát börn sem vilja láta gott af sér leiða. Því ákváðu þau í sameiningu að gefa Rauða krossinum peninga sem þau hafa fundið á skólalóðinni og í nágrenninu. Því var skundað á fund Valgerðar Hönnu, gjaldkera Rauða krossins á Hornafirði, og henni afhentar kr. 5.017.- Sérstök ósk kom frá börnunum um að þessir peningar færu til fátækra barna í Afríku. Það voru glöð og ánægð börn sem trítluðu aftur í skólann sinn að heimsókn lokinni og rétt er að taka það fram að þau eru þegar byrjuð að safna aftur og er ætlunin að afhenda þá peninga áður en skóla lýkur í vor.

Börnin láta gott af sér leiða

Börnin heita: Hilmar, Helga Nótt, Birta, Þorgerður María, Tína Rós, Kristín Magdalena, Solyana, Lilja Rós, Berglind, Svala Mjöll, Guðlaug, Helga Snædís, Sigurður Pálmi, Kristian Árni, Sigurður, Charles ,Guðmundur, Igor, Rami Guðmundur Levi, , Hannes , Alex, Kári Steinn.

Aðventufjör í HólmiÍ tilefni af aðventunni gleðjumst við, og sunnudaginn

14. desember kl 14:00 til 17:00 er boðið upp á kakó/kaffi og meðlæti í Fjósinu.

Lifandi tónlist á staðnum.Sérstakt tilboð er í Húsdýragarðinn, og ef vel liggur á hreindýrinu Álfi þá mun hann fara í göngutúr með

gestum garðsins kl 15:00 um svæðið.Hlökkum til að sjá ykkur

Hólmsbúar

Page 7: Eystrahorn 43. tbl. 2014

ALLT Á EINUMSTAÐ

Komdu og gerðu góð kaup!

www.postur.is

SÆLGÆTI GJAFAVARA MINJAGRIPIR LEIKFÖNG SPIL BÆKUR

A

A

Á pósthúsum finnur þú úrval af smávöru og íslensku sælgæti í jólapakkann. Þú velur gjöfina, pakkar henni inn og sendir hana af stað í einum grænum – einfalt ekki satt!

Page 8: Eystrahorn 43. tbl. 2014

Armband:18.000 kr.

Hringur: 17.900 kr.

Eyrnalokkar: 17.900 kr.

Hálsmen: 14.900 kr.Armband:18.900 kr.

Hringur: 15.900 kr. Eyrnalokkar: 11.700 kr.

Hálsmen: 17.900 kr. Hálsmen: 24.900 kr.

SIGN

Fornubúðir 12 . Hafnarfjörður

www.sign.is . S. 555 0800

HÚSGAGNAVAL

Álaugarey . Höfn í Hornafirði

S. 478 2535

Eyrnalokkar, Mystic: 12.900 kr.

Hringur, Mystic: 14.900 kr.

Hringur, Rock: 17.900 kr.

Armband, Mystic: 25.900 kr.

Hálsmen, Mystic: 25.900 kr.

Rósagylling

Hringur: 16.900 kr. Eyrnalokkar: 14.900 kr.Hálsmen: 14.900 kr.

Hringur: 16.900 kr. Eyrnalokkar: 14.900 kr.Hálsmen: 14.900 kr.

Eyrnalokkar: 15.900 kr.

Hálsmen: 17.900 kr.

Rósagylling

Hringur: 27.900 kr.

ingi

sig

nSk

artg

ripa

hönn

uður

gulls

mið

ur |

ww

w.s

ign.

is

Hringur: 17.900 kr.

Hringur: 25.900 kr.