8
Fimmtudagur 13. nóvember 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 39. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Fimmtudaginn 23. október fóru nemendur í umhverfis- og auðlindafræði ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til að mæla jökulinn en það hefur verið fastur liður í skólastarfi FAS um langt skeið að fylgjast með breytingum á jöklinum. Fyrir ferð er nemendum skipt í hópa og hefur hver hópur ákveðið hlutverk. Það er gert til að vinna á vettvangi gangi sem best. Að þessu sinni voru einnig með nemendur í kvikmyndagerð ásamt kennara sínum. Nokkuð erfitt er að mæla Heinabergsjökul þar sem lón liggur fram við jökulsporðinn og því ekki hægt að komast að honum með málband. Þá ber einnig að hafa í huga að jöklar sem ganga fram í lón geta tekið örari breytingum frá ári til árs en jöklar sem liggja fram á láglendið. Vegna þess að ekki er hægt að mæla jökulinn beint er brugðið á það ráð að nota hornaföll til að mæla út lengd frá ákveðnum punkti að jökli. Þessar mælingar verða ekki eins nákvæmar eins og þegar hægt er að ganga beint að jökulsporði en gefa þó ákveðna vísbendingu. Mælingar við Heinabergsjökul eru gerðar út frá tveimur föstum mælilínum sem liggja upp á jökulruðningunum. Nyrðri línan er nálægt miðju jökulsins en sú syðri er ekki langt frá þeim stað þar sem lónið fellur í Kolgrímu. Síðustu daga hefur verið unnið úr niðurstöðum. Samkvæmt þeim hafa orðið mismiklar breytingar á jöklinum frá því í fyrra. Við nyrðri línuna hefur jökullinn gengið töluvert fram frá því eða sem svarar u.þ.b. 700 metrum. Við syðri mælilínuna þar hefur jökullinn hopað um 40 metra. Þó niðurstöður í mælilínunum beri með sér að Heinabergsjökull sé að ganga fram fremur en að hopa þá er þó greinilegt að jökullinn er að þynnast því að geil sem myndaðist fyrir nokkrum árum stækkar stöðugt. Því má segja að þrátt fyrir mæliniðurstöður um framskrið þá megi einnig greina merki um rýrnun og hop. Niðurstöður jöklamælinga eru sendar til Jöklarannsóknafélags Íslands en þar er safnað saman breytingum á jöklum á milli ára. Á vefnum spordakost.jorfi.is/ er hægt að fylgjast með breytingum á öllum þeim jöklum sem eru mældir. Þá má skoða myndband um ferðina á slóðinni https:// www.youtube.com/watch?v=OwRpLGadS1w &feature=youtu.be Eyjólfur Guðmundsson Hjördís Skírnisdóttir Mælingar á Heinabergsjökli Leið til árangurs er verkefni sem bæjarstjórn, skólayfirvöld, starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldrar á Hornafirði hafa sameinast um. Markmið verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í skólum sveitarfélagsins með reglubundnu mati í lestri og stærðfræði og markmiðsbundnum aðgerðaáætlunum byggðum á niðurstöðum hverju sinni. Fyrirmyndin er sótt til Reykjanesbæjar en þar hefur árangur nemenda m.a. á samræmdum prófum aukist umtalsvert eftir að verkefnið hófst þar árið 2010. Ákvörðun um Leið til árangurs var tekin sl. vor og nú í haust hafa staðið yfir lærdómsheimsóknir stjórnenda, umsjónarkennara, deildarstjóra fleiri lykilstarfsmanna til kollega sinna í Reykjanesbæ. Þann 7. nóvember sl. var svo haldinn starfsdagur starfsmanna leik- og grunnskóla Hornafjarðar í Reykjanesbæ þar sem starfsfólkið sótti fjölbreytta kynningar- og fræðslufundi hjá sérfræðingum fræðsluskrifstofu bæjarins og skóla í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Ferðin heppnaðist vel í hvívetna og fólk kom heim með margar góðar hugmyndir í farteskinu sem gagnast munu í vinnunni sem framundan er hjá okkur. Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri Leið til árangurs

Eystrahorn 39. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 39. tbl. 2014

Fimmtudagur 13. nóvember 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn39. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Fimmtudaginn 23. október fóru nemendur í umhverfis- og auðlindafræði ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til að mæla jökulinn en það hefur verið fastur liður í skólastarfi FAS um langt skeið að fylgjast með breytingum á jöklinum. Fyrir ferð er nemendum skipt í hópa og hefur hver hópur ákveðið hlutverk. Það er gert til að vinna á vettvangi gangi sem best. Að þessu sinni voru einnig með nemendur í kvikmyndagerð ásamt kennara sínum. Nokkuð erfitt er að mæla Heinabergsjökul þar sem lón liggur fram við jökulsporðinn og því ekki hægt að komast að honum með málband. Þá ber einnig að hafa í huga að jöklar sem ganga fram í lón geta tekið örari breytingum frá ári til árs en jöklar sem liggja fram á láglendið. Vegna þess að ekki er hægt að mæla jökulinn beint er brugðið á það ráð að nota hornaföll til að mæla út lengd frá ákveðnum punkti að jökli. Þessar mælingar verða ekki eins nákvæmar eins og þegar hægt er að ganga beint að jökulsporði en gefa þó ákveðna vísbendingu. Mælingar við Heinabergsjökul eru gerðar út frá tveimur föstum mælilínum sem liggja upp á jökulruðningunum. Nyrðri línan er nálægt miðju jökulsins en sú syðri er ekki langt frá þeim stað þar sem lónið fellur í Kolgrímu. Síðustu daga hefur verið unnið úr niðurstöðum. Samkvæmt þeim hafa

orðið mismiklar breytingar á jöklinum frá því í fyrra. Við nyrðri línuna hefur jökullinn gengið töluvert fram frá því eða sem svarar u.þ.b. 700 metrum. Við syðri mælilínuna þar hefur jökullinn hopað um 40 metra. Þó niðurstöður í mælilínunum beri með sér að Heinabergsjökull sé að ganga fram fremur en að hopa þá er þó greinilegt að jökullinn er að þynnast því að geil sem myndaðist fyrir nokkrum árum stækkar stöðugt. Því má segja að þrátt fyrir mæliniðurstöður um framskrið þá megi einnig greina merki um

rýrnun og hop. Niðurstöður jöklamælinga eru sendar til Jöklarannsóknafélags Íslands en þar er safnað saman breytingum á jöklum á milli ára. Á vefnum spordakost.jorfi.is/ er hægt að fylgjast með breytingum á öllum þeim jöklum sem eru mældir. Þá má skoða myndband um ferðina á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=OwRpLGadS1w&feature=youtu.be

Eyjólfur Guðmundsson Hjördís Skírnisdóttir

Mælingar á Heinabergsjökli

Leið til árangurs er verkefni sem bæjarstjórn, skólayfirvöld, starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldrar á Hornafirði hafa sameinast um. Markmið verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í skólum sveitarfélagsins með reglubundnu mati í lestri og stærðfræði og markmiðsbundnum aðgerðaáætlunum byggðum á niðurstöðum hverju sinni. Fyrirmyndin er sótt til Reykjanesbæjar en þar hefur árangur nemenda m.a. á samræmdum prófum aukist umtalsvert eftir að verkefnið hófst þar árið 2010. Ákvörðun um Leið til árangurs var tekin sl. vor og nú í haust hafa staðið yfir lærdómsheimsóknir stjórnenda, umsjónarkennara, deildarstjóra fleiri lykilstarfsmanna til kollega sinna í Reykjanesbæ. Þann 7. nóvember sl. var svo haldinn starfsdagur starfsmanna leik- og grunnskóla Hornafjarðar í Reykjanesbæ þar sem starfsfólkið sótti fjölbreytta kynningar- og fræðslufundi hjá sérfræðingum fræðsluskrifstofu bæjarins og skóla í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Ferðin heppnaðist vel í hvívetna og fólk kom heim með margar góðar hugmyndir í farteskinu sem gagnast munu í vinnunni sem framundan er hjá okkur.

Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri

Leið til árangurs

Page 2: Eystrahorn 39. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 13. nóvember 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Línuhappdrætti slysavarnakvennaVið slysavarnarkonur á Hornafirði ætlum að ganga

í hús og selja Línuna happdrættið okkar dagana 13. – 16. nóvember.

Línan kostar 500.- kr. (tökum ekki kort) ATH að dregið verður miðvikudaginn

26. nóvember en ekki laugardaginn 29. nóvember eins og áður var auglýst.

Eins og venjulega er fullt af góðum vinningum.

Þökkum af alhug vináttu og samúð sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,

Páls Steinars Bjarnasonarsem lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn þann 2. október síðastliðinn.

Þá viljum við einnig þakka hina frábæru umhyggju og alúð sem hann naut hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands þá erfiðu tíma sem hann dvaldist þar. Þess munum við minnast um ókomin ár.

Guð veri með ykkur.

Gróa OrmsdóttirHelga Lilja Pálsdóttir Sturlaugur ÞorsteinssonBirna Þórunn Pálsdóttir Sigurður GrímssonPáll Rúnar PálssonJón Pálsson Hrönn BjörnsdóttirBjörk Pálsdóttir Geir Þorsteinssonbarnabörn og fjölskyldur

Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Jeremía 29:12

Fyrirbænastund í Hvítasunnukirkjunni

Átt þú eða einhver þér tengdur við veikindi, verki eða annarskonar vandamál að stríða.

Guð þráir að lækna, leysa og mæta þér á allan þann hátt sem þú þarfnast. 

Þú ert velkomin að koma og fá fyrirbæn hjá okkur á föstudaginn  14. nóvember frá kl. 17.30 - 18.30 í Hvítasunnukirkjunni á Hafnarbraut (við hliðina á Gömlu Mjólkurstöðinni).

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

HafnarkirkjaSunnudaginn 16. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Þrekhjól til söluVerðhugmynd 50.000- kr.

Upplýsingar í síma 840-6071.

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR VIÐBURÐI:

Sunnudaginn 16. nóvember Dansað frá kl. 16:30 - 18:00. Feðgarnir Kalli á Móhól og Bragi spila fyrir dansinum. Rjómavöfflur og kaffi selt á ballinu.

Framundan er Samverustund í Ekrunni föstudaginn 21. nóvember og jólasamverustundin í desember.

Gengið frá Ekrunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00.

Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni.

Alltaf velkomin á viðburði í EKRUNNI

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu í samstarfi við Ungmennafélag Öræfinga

Hnappavellir - Hoflaugardaginn 15. nóvemberLagt af stað frá Höfn kl. 9:00 og afleggjaranum við Hnappavelli kl.10:30.Ganga tekur ca. 4 tíma.Þessi leið var oft farin þegar gengið var frá Hnappavöllum til kirkju að Hofi. 300 m hækkun. Vaða þarf eina á. Vaðskór/ Laxapokar. Verð: FRÍTT. Munið Nesti.Séu hundar með skal vera ól meðferðis.Allir velkomnir. Frekari upplýsingar hjá Rögnu í síma 662-5074

Þar sem húsnæðið í Nýheimum er frátekið til annarra nota 21. - 22. nóvember nk. verður áður auglýst konukvöld ekki að sinni, því miður.Kær kveðja, Biddý.

Page 3: Eystrahorn 39. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 13. nóvember 2014

14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra. Í tilefni af því beinast augu alþjóðasamfélagsins að þessum vágesti en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að um 345 milljónir manna um heim allan séu með sykursýki í dag, og að þessi tala muni líklega tvöfaldast fyrir árið 2030 ef ekkert verður að gert. En hvað er sykursýki og hvað er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá sjúkdóminn. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur þar sem briskirtillinn annars vegar hættir að framleiða insúlín og er þá talað um sykursýki tegund 1( insúlínháð sykursýki) eða hins vegar að líkaminn nýtir ekki nægilega vel það insúlín sem hann framleiðir og er þá talað um sykursýki tegund 2, en við þessar aðstæður verður sykurmagn of hátt í blóði. Sykursýki af tegund 2 eða áunnin sykursýki hrjáir um 90 % þeirra sem fá sykursýki og má að miklu leyti rekja til mikillar líkamsþyngdar, hreyfingarleysis og óhollustu í mataræði. Með því að ástunda heilbrigt líferni s.s. með reglubundinni hreyfingu, borða vel af grænmeti, lágmarka sykurneyslu og forðast tóbaksneyslu má minnka líkurnar á að fá sykursýki týpu 2 til mikilla muna. Afleiðingar sjúkdómsins eru hægfara skemmdir í augnbotnum, nýrum og í fótum auk þess sem tíðni kransæðasjúkdóma og heilablóðfalla eru hærri meðal þeirra sem hafa sykursýki. Margir eru með sykursýki tegund 2 án þess að vita að því. Ert þú hugsanlega ein/n af þeim? Helstu einkenni sykursýki eru: Þorsti, tíð þvaglát, sjóntruflanir, kláði við þvagrás og þreyta. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum ættir þú að hafa samband við lækni eða hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðinni og fá í kjölfarið mælingu á blóðsykri.

Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslusviði Hssa

Kjartan Halldórsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi hefur unnið við ýmis störf til sjávar og sveita en var lengst af kokkur á togurum og skipum Landhelgisgæslunnar. Eftir sextugt opnaði hann veitingastaðinn Sægreifann sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum, sem er bæði heimilislegri stemningu staðarins og lífsgleði Kjartans að þakka. Hann talar aðeins íslensku og kann ekki á peningakassann svo hann reiðir sig á þernur staðarins, einna helst Elísabetu ráðskonu sína. Fyrir mann af hans kynslóð er margt framandlegt við nútímann sem þernurnar frá tölvuöldinni geta hjálpað honum með og hann sýnir þeim hversu langt jákvæðnin og hispursleysið geta komið manni, en Kjartan þjáist ekki af skorti á sjálfstrausti. Að veturlagi, fyrir sólarupprás, sötra trillukarlar kaffi og líkist staðurinn þá fornlegri verbúð en húsið, sem er gamall beitingarskúr, væri búið að rífa eins og reyndar allt nánasta umhverfið ef ekki væri fyrir þrautseigju Kjartans. Kemur svo að því að Kjartan þarf að horfast í augu við elli kerlingu og velja sér arftaka, en ekki er víst að maður komi í manns stað. Í kvikmynd Eiríks Guðmundssonar um Sægreifann mætast æskan og ellin, gömul gildi og ný, erlendur ferðamannastraumur og sérlunduð íslensk kímnigáfa og matseld.

Alþjóðadagur sykursjúkra

Lionsklúbbarnir á Hornafirði bjóða upp á blóðsykursmælingar í Miðbæ á Höfn

föstudaginn 14. nóvember kl. 15:00 til 18:00 eða meðan birgðir endast.

Lionsklúbbarnir á Hornafirði

Hjónin Anna Hrefnu og Garðar Harðar á Stöðvarfirði senda frá sér ljóðabókina "Til þín" nú á haustdögum. Bókin sem hefur tvær framhliðar en enga bakhlið inniheldur ljóð þeirra hjóna. Útgefandi er Lafleur-útgáfan í Reykjavík. Þess má geta að Anna og Garðar reka einnig myndlistargallerýið Svartholið á Stöðvarfirði. En þar sýnir Anna Hrefnu myndverk sín og stendur fyrir dyrum að opna nýja sýningu núna í nóvember.

Ljóðabók - Til þín JólasamveraHin árlega jólasamvera félagskvenna í Framtíðinni verður í Slysavarnarhúsinu föstudagskvöldið 28. nóvember kl. 19:30

Þátttökugjald er 2.000 krónur

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 25. nóvember

Linda Hermannsdóttir 891-8155Signý Ingvadóttir 691-9365Guðrún Ósk Óskarsdóttir 848-1955

Page 4: Eystrahorn 39. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 13. nóvember 2014

Blakdeild Umf. Sindra var stofnuð 1990 fyrir tilstuðlan Björns Guðbjörnssonar og Védísar Hörpu Ármannsdóttur. Fyrsta árið voru sex æfingatímar á viku í boði fyrir bæði konur og karla. Þátttaka í þessari nýju grein var með ágætum hjá báðum kynjum en um 25 einstaklingar hófu þarna að iðka blak. Björn sá sjálfur um þjálfun fyrstu tvö árin en 1992 var ráðinn til félagsins Zhao Shan Wen, sem áður hafði m.a. þjálfað karla- og kvennalandsliðin í blaki. Bæði kvenna og karlaliðin skráðu sig til leiks í bikarkeppni Blaksambands Íslands (BLÍ) strax á fyrsta ári iðkunar og spiluðu þar sína fyrstu opinberu leiki. Karlaliðið dróst á móti Íslandsmeisturum Þróttar, Reykjavík og kvennaliðið dróst á móti Völsungi frá Húsavík. Báðir leikirnir voru spilaðir hér á Hornafirði og mættu 214 áhorfendur í íþróttahús Heppuskóla til að fylgjast með þessum viðureignum. Skemmst er frá því að segja að báðir leikirnir töpuðust 3-0. Haustið 1991 var haldið áfram af sama eldmóði og þar sem deildirnar í blakinu voru ekki margar var bara stokkið í djúpu laugina og karlaliðið skráði sig í 2. deild Íslandsmótsins og konurnar í 1. deild. Ekki unnust þarna stórir sigrar en mannskapurinn varð svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þessa fyrstu vetur. Nú á 80 ára afmælisári Umf. Sindra eru skráð tvö lið fullorðinna til leiks í Íslandsmóti BLÍ, eitt karlalið í 2. deild austur og eitt kvennalið í 3. deild austur. Á þessu ári hefur blakdeildin staðið fyrir einu einstaklingsmóti og var það á hinu bráðskemmtilega Íformi móti. Þetta fyrirkomulag er ekki algengt í boltaíþróttum en það gengur þannig fyrir sig að dregið er í nýtt og nýtt lið fyrir hverja spilaða hrinu og hver einstaklingur skráir hjá sér sitt stigaskor. Í lok móts eru svo heildarstig talin og sigurvegari fundinn.

ÖldungamótÞau blakmót sem hvað reglulegast hafa verið sótt í gegnum tíðina af blakiðkendum Sindra, eru Öldungamót BLÍ. Það eru einhver fjölmennustu íþróttamót fullorðinna sem haldin er árlega á Íslandi, með um 1200 þátttakendur nú hin síðari ár. Enda er blakið einstaklega hentug íþrótt fyrir fólk sem vill skemmtilega hreyfingu án þess að eiga það á hættu að gera út af við skrokkinn þegar hugurinn segir að þú getir allt. Þetta sést vel á öldungamótum í blaki þar sem keppendur eru frá 30 ára og upp í rúmlega 70 ára! Bæði lið Sindra tóku þátt í öldungamótunum á upphafsárum deildarinnar og stóðu sig þar með prýði, t.d. varð karlaliðið þrisvar sinnum

í þriðja sæti í 1. deild öldungamótsins. Starfsemi blakdeildar Sindra lá niðri árin 1996 - 1998 en þá fór boltinn að svífa að nýju, en nú bara í kvennaflokki. Kvennaliðið stormaði vorið 1998 á Öldungamót sem haldið var á Siglufirði þó að ekkert hafi verið æft þann veturinn. Þar sem liðið hafði dregið sig úr keppni 1996 þurfti það að byrja í neðstu deild og stefnan bara sett uppá við. Það tókst með ágætum og vann Sindri sínar deildir samfellt í þrjú ár og náði þannig best þeim árangri að spila í 2. deild. Auk öldungamótanna hefur kvennaliðið sótt hin ýmsu hraðmót og nú síðustu ár hefur Sindri aftur tekið þátt í Íslandsmótum. Mikil gróska hefur verið í blakinu undanfarið og var karladeildin endurvakin haustið 2008. Sævar Þór Gylfason sá um að hóa nokkrum körlum saman og var æft tvisvar sinnum í viku í Mánagarði og einu sinni í íþróttahúsinu á Höfn. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og æfðu í kringum 20 karlar þennan vetur. Stefnan var síðan tekin á öldungamót sem fór fram á Egilsstöðum og Seyðisfirði vorið 2009 og var farið með eitt karlalið þangað og tvö kvennalið. Hulda Laxdal Hauksdóttir og Ragnhildur Einarsdóttir hafa að mestu séð um þjálfun kvennaliðsins en Brynjúlfur Brynjólfsson kom einnig að þjálfuninni og nú í vetur bættist Páll Róbert Matthíasson í hópinn sem blakþjálfari kvenna- og karlaliðsins. Veturinn 2014 – 2015 eru 2

Blakdeild Sindra

Leiftur Umf. Sindri 80 ára

Í tilefni af að 1. desember nk. verða 80 ár liðinn frá stofnun Ungmennafélagsins Sindra mun í næstu tölublöðum Eystrahorns birtast greinar og efni tengt félaginu. Sem yfirskrift eins og sést hér verður notast við heitið á blaði

félagsins, Leiftri, sem var gefið út handskrifað í upphafi og síðar prentað í nokkur skipti.

Page 5: Eystrahorn 39. tbl. 2014

5Eystrahorn Fimmtudagur 13. nóvember 2014

Nú er vetrarstarfið komið á fullt hjá knattspyrnudeildinni. Nokkrir nýir þjálfarar hafa tekið til starfa og bjóðum við þá velkomna og hlökkum til samstarfsins. Við erum heppin að halda í þjálfara sem hafa verið að vinna vel í gegnum tíðina og það ber að þakka því það er ekki sjálfgefið að hafa góða þjálfara. Nokkrir þjálfarar hafa látið af störfum og viljum við þakka þeim kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf. Í öllu íþróttastarfi þarf að hafa tengla sem starfa við félagslega þátt íþróttanna og nú óskum við eftir fólki sem hefur áhuga á að sinna þeim þætti. Tenglastarfið getur verið skemmtilegt og gefandi og tilvalið til að sýna börnunum að við höfum áhuga á því sem þau eru að gera. Einnig viljum við biðja þá sem eru að hætta í tenglastarfinu að skila inn tenglamöppum annað hvort í Sindrahúsið eða þá til Guðrúnar Ásu Jóhannsdóttur formanns yngri flokka ráðs. Ákveðið var að fresta hinum árlega haustfundi knattspyrnudeildarinnar og halda hann ekki fyrr en eftir áramótin, ástæðan eru mikil fundarhöld haustsins eins og allir þekkja. Vonum við að foreldrar kunni að meta það og mæti þá vel á fundinn eftir jólin svo við getum í sameiningu undirbúið fótboltasumarið. Af gefnu tilefni viljum við minna foreldra á að ræða við börn sín um góða umgengni í Bárunni og sýna þjálfurum virðingu. Einnig er gott að minna krakkana á að hjóla ekki á tartanbrautinni þar sem hún skemmist við það. Það sem er helst framundan hjá okkur í fótboltanum á næstunni er hópeflisvika þann 17-21 nóvember en þá er eitthvað skemmtilegt gert í hverjum flokki til að hrista hópinn saman og halda tenglarnir utan um það. Munið að það þarf ekki að vera flókið og er gert á æfingatíma krakkana. Verið er að skoða hvort aftur verði boðið upp á aukaæfingarnar á föstudögum og það skýrist vonandi fljótlega. Í fyrra var byrjað á þeirri hefð að halda jólamót yngri flokka Sindra og var það vel lukkað svo nú ætlum að að endurtaka leikinn og verður mótið haldið þann 13. desember. Á vorönninni munum við halda foreldrafundinn sem frestað var núna í haust og einnig er stefnt að því að endurtaka knattspyrnu akademíuna í mars þar sem hún tókst glimrandi vel síðasta vetur. Æfingagjöldin verða auglýst bráðlega og minnum við foreldra á að nýta sér tómstundastyrkinn sem hægt er að sækja um á bæjarskrifsstofu. Þetta er svona það helsta sem er á döfinni og verður allt auglýst nánar síðar. Yngri flokka ráð Sindra hlakkar til komandi fótboltaveturs og þakkar öllum fráfarandi tenglum góð störf. Við vonumst til að fá nýja tengla inn sem fyrst og hvetjum ykkur til að setja ykkur í samband við tengla í ykkar flokki eða Yngriflokkaráð.

Bestu fótboltakveðjur, Yngriflokkaráð Sindra

Fótbolti og vetrarstarfið

þjálfarar sem starfa hjá blakdeild Sindra, Brynjúlfur Brynjólfsson sem er með mfl. karla, 2. – 3. og 4. fl. karla. Svo er það Johanna Wójtowicz, sem spilað hefur landsleiki fyrir Ísland flutti á Höfn í haust og tók að sér þjálfun í mfl. kvenna, 2. – 3. og 4. fl. kvenna. Það hefur verið góð mæting í fullorðins blakið í haust ca. 30 manns.

KrakkablakÁkveði var 2004 að reyna að ná til fleiri blakiðkenda hjá Sindra og farið var af stað með krakkablak, en það er byltingarkennd aðferð við að kenna blak í yngstu aldurshópunum. Aðferðin var þróuð í Hollandi og barst hingað til lands frá Danmörku árið 2003. Fyrir tilkomu krakkablaksins var talið vonlítið að byrja að kenna krökkum blak fyrr en við tíu til tólf ára aldurinn vegna þess hversu tæknilega erfið íþróttin er. Fyrstu árin var boðið upp á krakkablak fyrir sex ára og eldri og skemmst er frá því að segja að þátttaka í krakkablakinu var mjög góð og fór í raun fram úr björtustu vonum, en á bilinu sjötíu til áttatíu krakkar stunduðu þá blakæfingar. Sindri hefur tekið þátt í Íslandsmótum yngri flokka frá upphafi krakkablaksins, en þau eru spiluð í tveimur helgarmótum, fyrrihlutinn að hausti og svo seinni hlutinn síðla vetrar. Þessar ferðir eru orðnar þó nokkrar og hafa þær undantekningarlítið gengið vel, nokkrir Íslandsmeistaratitlar hafa náðst og hafa keppendur frá Sindra verið sjálfum sér og félagi sínu til sóma. Uppbyggingarstarfið í krakkablakinu hefur skilað Sindra einum landsliðsmanni Felix Gíslasyni sem söðlaði um í haust og fór til HK, einnig hafa þó nokkrir krakkar verið kallaðir í úrtak í landsliðin. Í vetur erum við eingöngu með 7. bekk og upp úr á æfingum og eru tæplega 30 krakkar að æfa hjá okkur, urðum því miður að fella niður 4. – 6. bekk vegna tímaleysis í íþróttahúsi sem er bagalegt, sem kallar á stærra íþróttahús með 3 blakvöllum, þannig að við gætum þá líka tekið að okkur blakmót.

FramtíðinBlakdeild Sindra lítur björtum augum til framtíðarinnar og stefnir ótrauð að því að halda áfram að efla blakiðkun innan félagsins. Á það jafnt við um barna- , unglinga-, fullorðins- og öldungaflokk. Blak er einstaklega fjölskylduvæn íþrótt þar sem fólk á öllum aldri getur komið saman og spilað og keppt. Netið sér til þess að pústrar eða árekstrar við andstæðinginn eru fátíðir.

Fyrir hönd blakdeildar Sindra, Sævar Þór Gylfason

Page 6: Eystrahorn 39. tbl. 2014

6 EystrahornFimmtudagur 13. nóvember 2014

Sunnudaginn 9. nóvember komu 5 ættliðir saman hjá ættmóðurinni á heimili hennar, dvalarheimilinu Mjallhvíti. Halldóra Jónsdóttir f.1923, Jón Sigurgeir f.1946, Kristín f. 1969, Ottó Marwin f.1991 og Eygló Eva f.2014

Laugardaginn 15. nóvember, verð ég með sápugaman vörurnar mínar í bílskúrnum að Sandbakka 4 frá kl. 13:00 – 18:00.

Hentugar jólagjafir, tækifærisgjafir og einnig fyrir jólasveina.

Pappírslaus posi á staðnum. Hlakka til að sjá sem flesta.

Hrefna Waage

www.facebook.com/sapugaman • www.sapugaman.is

Allar Kemi-vörur eru á Reykjavíkurverði

Olíuvörur í hæsta gæðaflokki á góðu verði

Athugið hvað olíuráðgjafinn ráðleggur fyrir tækið þitt á KEMI.IS

Verið ávallt velkomin

Verslun, sími 478-1414

Katrín Jakobsdóttir verður á almennum fundi VG á Hornafirði föstudaginn 14. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Afls.

Allir velkomnir

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110Ný sending af hinum geysivinsælu skartgripum frá OXXO og SNO .Módelskartgripir frá GULLKÚNST, einnigInnfluttir skartgripir frá Frakklandi.Fallegar skírnargjafir, tækifærisgjafir og jólagjafir.

Verið velkomin

jólamarkaður

KonukvöldKonukvöld föstudaginn 14. nóvember. 20% afsláttur af öllum dömufatnaði.

Opið kl. 13:00 - 18:00 og 20:00 - 23:00.

Léttar veitingar eftir kl. 20:00

Verið velkomnar

Laufey og Sveinbjörg Hafdal

Beint frá býli MiðskeriOpið laugardaga kl. 13:00 - 16:00.

Lambakjöt, svínakjöt, sveitabjúgun góðu, kartöflur,

rófur og egg.Velkomin í sveitina, Miðskersbændur

Fimm ættliðir

Page 7: Eystrahorn 39. tbl. 2014

7Eystrahorn Fimmtudagur 13. nóvember 2014

Heilun og spá/miðlunVerð með einkatíma í heilun og spá/miðlun á

Hársnyrtistofuni Flikk dagana 21. - 23. nóvember.Tímapantanir á [email protected] eða síma 8624747.

Andalíf Heilunarsetur Þórunnbjörg.

Leikföng

fyrir kraftmikið og stórhuga smáfólk.

Varahlutir í flest leikfanganna fáanlegir

Endingargóð úrvalsleikföng

Verið ávallt velkomin

Verslun, sími 478-1414

Húsgagnaval

Konukvöld

föstudagskvöldið 14. nóvember kl. 20:00Þá er komið að hinu árlega konukvöldi Húsgagnavals

en þau hafa heppnast einstaklega vel síðustu ár. Okkur er ánægja að bjóða uppá notalega stund

með léttum veitingum.Úrval af fallegum jóla- og gjafavörum.

Afsláttur á völdum vörum.Verið velkomin

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. nóvember.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. nóvember.

Síðasta skoðun ársins.

Þegar vel er skoðað

Í tilefni af 40 ára afmæli Wella á Íslandi

bjóðum við upp á 40% afslátt af Wella SP línunni hjá okkur

út nóvember eða meðan birgðir endast.

Verið velkominJóna Og Ellý

Fjölskyldujólahlaðborð á Smyrlabjörgum

Á ekki að bjóða fjölskyldunni í jólahlaðborð sunnudaginn 7. desember?

Matur hefst kl. 18:00Verð: 0-6 ára frítt7-12 ára 1900 kr12-18 ára 2900 kr19 + ára 7900 kr

Viljum einnig minna á jólahlaðborðin22. nóvember - nokkur sæti laus29. nóvember - nokkur sæti laus

6. desember - laus sætiMiðapantanir í síma 478-1074

Hlökkum til að sjá ykkur

Page 8: Eystrahorn 39. tbl. 2014

Bókaðu núna hjá Stefáni hótelstjóra í síma 858 1755 eða á [email protected]

Aðeins7.900 kr.á mann

Fosshótel Vatnajökull býður til glæsilegs jólahlaðborðs laugardagskvöldið 6. desember næstkomandi. Njóttu ljúfrar jólastemmingar og hlaðborðs sem svignar undan dýrindis krásum.

Tilboð í gistingu með jólahlaðborðiTveggja manna standard herbergi með jólahlaðborði og sunnudagsbrunch fyrir tvo á 39.900 kr. Uppfærsla í deluxe herbergi 7.000 kr. – uppfærsla í svítu 15.000 kr. Aukanótt er á 13.950 kr. Tilboð gildir aðeins fyrir tvo í herbergi.

VAT N A J Ö K U L L

XX

Gleðilegtjólahlaðborðá FosshótelVatnajökli

Gleðilegtjólahlaðborðá FosshótelVatnajökli

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

Breyting á fundartíma vegna kynningarfundum um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2015-2018

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum:

• 12. nóvember kl. 12:00 á Hótel Smyrlabjörgum

• 20. nóvember kl. 12:00 á Hótel Höfn

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundirnir eru öllum opnir.

Súpa,brauðogkaffi.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

ÍbúafundurÍbúafundurverðurhaldinnfimmtudaginn13. nóvember á Hótel Höfn kl. 20:00.

Efni fundarins tengist eldsumbrotum í Holuhrauni og áhrifum þeirra.

Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnarlækni, Veðurstofunni, UmhverfisstofnunogAlmannavarnadeildríkislögreglustjóra munu sitja fyrir svörum.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri