8
Fimmtudagur 25. september 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 32. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is FAS hefur um langt skeið lagt á það áherslu að nemendur skoði náttúruna og tileinki sér öguð og skipuleg vinnubrögð. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir séu færir um að meta þær breytingar sem verða og bera saman við fyrri gögn. Einn liður í svona vinnu er að skoða breytingar á gróðri á Skeiðarársandi. Strax á fyrstu dögum haustannar var ákveðið að vitja gróðurreitanna fimm sem FAS hefur umsjón með á sandinum en frá því haustið 2009 hefur verið farið með hópa nemenda þangað. Fyrir ferðina er nemendum skipt í hópa því allir fá ákveðið hlutverk. Það er að mörgu sem þarf að huga á vettvangi og mikilvægt að vinnan verði skipulögð og hnitmiðuð. Að þessu sinni kom Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands með í ferðina og aðstoðaði í fjarveru Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara, en hann er í námsleyfi í vetur. Þó mörgum virðist allt vera eins þegar keyrt er um sandinn eru ótrúlegar breytingar á honum frá ári til árs. Síðasta haust var t.d. mikið um sandfok og hefur það greinileg áhrif á gróðurþekjuna í sumar. Svæði sem voru mosavaxin í fyrra liggja nú þakin svörtum sandi og getur allt eins farið svo að sandurinn kæfi gróðurinn. Langflest tré sem voru mæld höfðu stækkað frá því síðasta haust. Þegar upplýsingar á milli ára eru bornar saman sést glögglega hve birkiplönturnar hafa stækkað. Haustið 2013 bar nokkuð mikið á lirfu ertuyglu. Hún var áberandi núna í öllum reitum og fannst líka á mosa, þar sem engin tré eru. Þá var komin á nokkur tré önnur lirfa sem að öllum líkindum er birkifeti. Báðar þessar lirfur púpa sig svo í haust og bíða þannig næsta sumars en breytast þá í fiðrildi. Þessar lirfur eru algengar í birkiskógum. Í fyrra var líka skipt um merki á öllum plöntum hærri en 10 cm, í reitunum. Þá voru sett merki eins og sett eru í eyru á sauðfé. Þessi merki eru ljómandi góð og greinileg í umhverfinu og munu verða notuð áfram. Þó svo að allmikill sandur lægi á gróðrinum er mikil gróska á svæðinu. Þegar reitirnir voru skoðaðir kom í ljós að í öllum nema einum eru nýjar plöntur að skjóta upp kollinum. Eru það bæði birki- og víðiplöntur. Þær verða þó ekki merktar fyrr en þær hafa náð 10 cm hæð en þá er talið líklegra að þær haldi áfram að vaxa. Reynslan í gegnum árin hefur sýnt að litlar plöntur geti verið horfnar á næsta hausti. Síðustu daga hafa nemendur svo unnið úr gögnunum sem söfnuðust. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura.fas.is/ Hjördís Skírnisdóttir Kristín Hermannsdóttir Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn( H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2). Auk þess losna önnur efni eins og brennisteinsvetni (H2S), vetni (H2), kolmónoxíð (CO), vetnisklóríð (HCl), vetnisflúoríð (HF) og helíum (He), en í minna magni. Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2. Helstu einkennin er erting í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Ákveðið hefur verið að setja upp loftgæðamæla í sveitarfélaginu á Höfn og Öræfum. Einnig verða settir upp sambærilegir mælar á Djúpavogi og Kirkjubæjarklaustri og víða á landinu. Almennar ráðleggingar ef um mengun er að ræða Andið sem mest með nefi Dveljið innandyra og lokið gluggum Slökkvið á loftræstingu ef móða er áberandi í umhverfi Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Hægt er að nálgast upplýsingar um loftgæðamat á slóðinni www. loftgaedi.is og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is/vedur/spar/ textaspar/oskufok . Einnig má finna upplýsingar um mengun á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is . Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

Eystrahorn 32. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 32. tbl. 2014

Fimmtudagur 25. september 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn32. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

FAS hefur um langt skeið lagt á það áherslu að nemendur skoði náttúruna og tileinki sér öguð og skipuleg vinnubrögð. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir séu færir um að meta þær breytingar sem verða og bera saman við fyrri gögn. Einn liður í svona vinnu er að skoða breytingar á gróðri á Skeiðarársandi. Strax á fyrstu dögum haustannar var ákveðið að vitja gróðurreitanna fimm sem FAS hefur umsjón með á sandinum en frá því haustið 2009 hefur verið farið með hópa nemenda þangað. Fyrir ferðina er nemendum skipt í hópa því allir fá ákveðið hlutverk. Það er að mörgu sem þarf að huga á vettvangi og mikilvægt að vinnan verði skipulögð og hnitmiðuð. Að þessu sinni kom Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands með í ferðina og aðstoðaði í fjarveru Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara, en hann er í námsleyfi í vetur. Þó mörgum virðist allt vera eins þegar keyrt er um sandinn eru ótrúlegar breytingar á honum frá ári til árs. Síðasta haust var t.d. mikið um sandfok og hefur það greinileg áhrif á gróðurþekjuna í sumar. Svæði sem voru mosavaxin í fyrra liggja nú þakin svörtum sandi og getur allt eins farið svo að sandurinn kæfi gróðurinn. Langflest tré sem voru mæld höfðu stækkað frá því síðasta haust. Þegar upplýsingar á milli ára eru bornar saman sést glögglega hve birkiplönturnar hafa stækkað. Haustið 2013 bar nokkuð mikið á lirfu ertuyglu. Hún var áberandi núna í öllum reitum og fannst

líka á mosa, þar sem engin tré eru. Þá var komin á nokkur tré önnur lirfa sem að öllum líkindum er birkifeti. Báðar þessar lirfur púpa sig svo í haust og bíða þannig næsta sumars en breytast þá í fiðrildi. Þessar lirfur eru algengar í birkiskógum. Í fyrra var líka skipt um merki á öllum plöntum hærri en 10 cm, í reitunum. Þá voru sett merki eins og sett eru í eyru á sauðfé. Þessi merki eru ljómandi góð og greinileg í umhverfinu og munu verða notuð áfram. Þó svo að allmikill sandur lægi á gróðrinum er mikil gróska á svæðinu. Þegar reitirnir voru skoðaðir kom í ljós að í öllum

nema einum eru nýjar plöntur að skjóta upp kollinum. Eru það bæði birki- og víðiplöntur. Þær verða þó ekki merktar fyrr en þær hafa náð 10 cm hæð en þá er talið líklegra að þær haldi áfram að vaxa. Reynslan í gegnum árin hefur sýnt að litlar plöntur geti verið horfnar á næsta hausti. Síðustu daga hafa nemendur svo unnið úr gögnunum sem söfnuðust. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura.fas.is/

Hjördís Skírnisdóttir Kristín Hermannsdóttir

Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn( H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2). Auk þess losna önnur efni eins og brennisteinsvetni (H2S), vetni (H2), kolmónoxíð (CO), vetnisklóríð (HCl), vetnisflúoríð (HF) og helíum (He), en í minna magni. Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2. Helstu einkennin er erting í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Ákveðið hefur verið að setja upp loftgæðamæla í sveitarfélaginu á Höfn og Öræfum. Einnig verða settir upp sambærilegir mælar á Djúpavogi og Kirkjubæjarklaustri og víða á landinu.

Almennar ráðleggingar ef um mengun er að ræða

• Andið sem mest með nefi • Dveljið innandyra og lokið gluggum• Slökkvið á loftræstingu ef móða er áberandi í umhverfi • Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk

Hægt er að nálgast upplýsingar um loftgæðamat á slóðinni www.loftgaedi.is og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok . Einnig má finna upplýsingar um mengun á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is .

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum

Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

Page 2: Eystrahorn 32. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 25. september 2014

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Kaþólska kirkjan Sunnudaginn 28. septemberHl. messa byrjar kl. 12:00.

Skriftir frá kl. 11:00.Eftir hl. messu er öllum boðið að

þiggja kaffiveitingar.Allir eru hjartanlega velkomnir

Konukvöld fræðsla í bleikum mánuði

Konukvöld verður fimmtudaginn 2. október kl. 20:00 í Pakkhúsinu.

Teitur Guðmundsson læknir flytur fræðsluerindi um kvenheilsu.

Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri Fræðslunets Suðurlands verður með örræðu.

Höfum gaman saman og mætum í einhverju bleiku.

Kaffi og með því.

Allar konur hjartanlega velkomnar

Aðgangur ókeypis

Krabbameinsfélag Suðausturlands

Erlingur Þór Ragnarsson fæddist í Breiðdal 28. júlí 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þann 18. september síðastliðinn eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Fyrri eiginkona Ella er Gróa Rannveig Sigurbergsdóttir, f. 1944 og eignuðust þau þrjú börn, Þóru Maríu, Rúnar og Heiðar Björgvin og barnabörnin eru sjö. Eftirlifandi eiginkona Ella er Bryndís Guðmundsdóttir f. 1947. Hennar börn eru Halla og Svanberg Guðleifsbörn og Sverrir Örn Sverrisson og barnabörnin eru fjögur og eitt barnabarnabarn. Elli eins og hann var kallaður fluttist ungur á Höfn og starfaði lengst af á sjó og síðustu starfsárin við fiskvinnslu. Síðastliðin 7 ár hefur hann verið búsettur á Sauðárkróki. Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju, miðvikudaginn 1. október nk. kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar og Björgunarfélag Hornafjarðar.

Andlát

Erlingur Þór Ragnarsson

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og aðstoð vegna andláts og útfarar okkar ástkæra

Halldórs Guðmundssonar sem lést af slysförum 28. ágúst 2014. Guð blessi ykkur öll og minningu Halldórs. Inga Lucia Þorsteinsdóttir Kristín Harpa Halldórsdóttir Guðmundur Steinar Halldórsson Þórdís Fjóla Halldórsdóttir - Magnús Árnason Vignir Már Halldórsson Jón Halldór Kristínarson

Ragnhildur Magnúsdóttirkvensjúkdómalæknir

verður með stofu á heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 2. - 3. október næstkomandi.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH að tekið er við kortum.

BólusetningBólusetning gegn inflúensu hefst fimmtudaginn 25. september nk. á heilsugæslustöð Hornafjarðar.

Frá 25. september til 13. október er bólusett virka daga milli kl. 11:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00.

Eftir það virka daga milli kl. 11:00 – 12:00.

Ekki þarf að panta tíma.

Bóluefnið inniheldur vörn gegn svínainflúensunni sem gekk hér 2009/2010 og að auki vörn gegn inflúensu að stofni H3N2 og inflúensu B.

Sóttvarnarlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum að láta bólusetja sig.

Munið kynningu Rannís á styrkja-

möguleikum föstudaginn

26. september kl. 15:00

í Nýheimum.

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Page 3: Eystrahorn 32. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 25. september 2014

Þar sem nýtt starfsár Kvennakórs Hornafjarðar er að hefjast er ekki úr vegi að segja fá því hvað er á döfinni. Aðalfundur kórsins var haldinn í Sindrabæ föstudagskvöldið 12. september sl. og var góð mæting. Þó nokkur ný andlit létu sjá sig í bland við eldri félaga. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Ólöf Gísladóttir formaður, Lucia Óskarsdóttir gjaldkeri, Þórhildur Kristjánsdóttir ritari og Arna Ósk Harðardóttir og Guðlaug Úlfarsdóttir meðstjórnendur. Eftir fundinn var farið í óvissuferð þar sem var grillað og haft gaman fram eftir kvöldi. Fyrsta kóræfing vetrarins verður í Sindrabæ miðvikudagskvöldið 8.október kl 19:30. Kórinn hefur aldrei verið stærri en nú en alltaf er hægt að bæta við söngglöðum konum og bjóðum við því nýjar konur velkomnar.

Stjórn Félags eldri Hornfirðinga skammstafað FEH vill vekja athygli fólks 60 ára og eldra á starfi félagsins og bjóða alla hjartanlega velkomna að koma og nýta sér þá dagskrá sem í boði er. Starfsemin fer fram í félagsmiðstöðinni EKRUNNI við Víkurbraut og í Sundlaug Hafnar. Mikilvægt er fyrir stjórnina að ná sambandi við fólk til að geta komið skilaboðum til þess um það sem er að gerast í EKRUNNI og greiðasta leiðin til þess er í gegnum tölvupóst en til að það sé hægt verðum við í stjórninni að gera smá könnun meðal ykkar í þeirri von um að þið bregðist vel og við náum saman. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru 447 íbúar 60 ára og eldri þar af eru 210 íbúar 70 ára og eldri. Í Félagi eldri Hornfirðinga eru í dag um 130 manns. Árgjaldið er 2000 kr. 85 ára og eldri greiða ekki árgjald.

Hér kemur svo könnunin:

Ertu félagi í FEH?Ef ekki hver er ástæðan? Hefurðu kynnt þér starfsemi FEH? Ef þú ert með netfang viltu þá senda það á netfang félagsins [email protected] til að auðvelda stjórninni að hafa samband við þig. Ef þú ert ekki með netfang viltu þá hafa samband við formann félagsins Björn Kristjánsson í síma 478-1110 eða 894-7210 eða aðra stjórnarmenn sem eru einnig fúsir að veita upplýsingar um starfsemi félagsins þau eru: Kristín Gísladóttir í síma 478-1443 eða 892-0765, Heiður Vilhjálmsdóttir í síma 478-1237 eða 864-1837, Valgerður Leifsdóttir í síma 478-1046 eða 845-3821, Örn Eriksen í síma 478-1836 eða 847-6632, Gróa Ormsdóttir í síma 557- 4789 eða 867-8796 og Haukur H. Þorvaldsson í síma 478-1185 eða 897-8885. Hefur þú gaman af að, spila, handavinnu, syngja , spila snóker, smíða , boccia, leikfimi, vatnsleikfimi, fara í ferðalög, koma á samverustundir, dansa, spila þythokkí, tefla, gönguferð og svona mætti áfram telja. Þú og þið öll eruð alltaf velkomin í EKRUNA.Stjórn Félags eldri Hornfirðinga – EKRUNNI sími 478- 1700.E.s. minnum á haustfund félagsins í EKRUNNI á laugardaginn kl. 15:00 og láttu þig ekki vanta á fundinn. Við vitum að þú hefur eitthvað gott fram að færa.

Með bestu kveðju! Stjórn Félags eldri Hornfirðinga

Vöruhúsið miðja skapandi greina

Starfið í Vöruhúsinu byggist á því að efla list- og verkgreinar í sveitarfélaginu m.a. með því að byggja upp aðstöðu fyrir kennslu í grunn- og framhaldsskóla og skapa vettvang fyrir íbúa til þess að vinna að sköpun af ýmsu tagi.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt drög að stefnu fyrir starfsemi í Vöruhúsinu og nú gefst íbúum tækifæri til þess að koma með breytingartillögur og gera athugasemdir við stefnudrögin.

Opið verður fyrir athugasemdir til mánudagsins 6. október nk. á vefslóðinni http://www.hornafjordur.is/media/stjornsysla/STEFNA-f-VORUHUSID-2014(3).pdf. Einnig má senda póst með ábendingum á netfangið; [email protected]

LÆRÐU AÐ SKRAPPAAð skrappa er frábær leið til að fá útrás fyrir föndurþörfina en í leiðinni búa til fallega umgjörð um myndaalbúm, myndaramma, kort og margt fleira til að skreyta heimilið eða sem gjöf.

Við hér á Hornafirði erum svo lánsöm að eiga ástríðu skrappara, hana Jolöntu Swiercz sem ætlar að deila reynslu sinni og þekkingu á skrappi.

Námskeiðið er ein kvöldstund, skrappaður verður myndarammi og eiga þátttakendur að mæta með ljósmynd sem þeir vilja skrappa í kringum.

Verð 6500 kr., innifalið er kennsla og skrappdót, eina sem þátttakendur þurfa að mæta með er ljósmynd.

Kennt verður í Nýheimum þriðjudaginn 21. október frá 19:00-22:00

Skráning fer fram í síma 560-2050 eða á [email protected] og er skráningarfrestur til 14. október.

Fréttir af Kvennakór Hornafjarðar

Af hverju tekur þú ekki þátt í starfi eldri

Hornfirðinga?

Hinn árlegi haustfundur Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn í

Ekrusalnum laugardaginn 27. september nk. kl. 15:00.

Hvetjum alla 60 ára og eldri til að ganga til liðs við félagið og taka virkan þátt

í því fjölbreytta starfi sem félagið gengst fyrir.

Stjórn Félags eldri Hornfirðinga

Haustfundur

Page 4: Eystrahorn 32. tbl. 2014

Föstudagur 3. október Kl. 10:00 Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs StarfsgreinafélagsKl. 10:15 Samfélag fyrir alla - Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs StarfsgreinafélagsKl. 10:50 FundarhléKl. 11:00 Staða kjarasamninga – undirbúningur kjaraviðræðna.Kl. 12:30 HádegisverðurKl. 13:30 AFL og dómstólarnir – Eva Dís Pálmadóttir, hrl., lögmaður AFLsKl. 14:20 FundarhléKl. 14:30 Umræðuhópar um hagsmunagæsluKl. 15:30 KaffiKl. 16:00 Kjör uppstillinganefndarKl. 16:15 Málefni félagsinsKl. 17:00 Fundarlok

Skrifstofur AFLs annast skipulag ferða. Þeim sem koma lengst að verður boðið upp á kvöldverð á heimleiðinni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til [email protected] eða á næstu skrifstofu. Trúnaðarmönnum er bent á Kjaramálaráðstefnu AFLs laugardaginn 4. október á sama stað og trúnaðarmönnum sem þess óska verður séð fyrir gistingu svo þeir geti sótt ráðstefnuna einnig.

Kjaramálaráðstefna AFLs StarfsgreinafélagsLaugardagur 4. októberKl. 10:00 Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLsKl. 10:15 Kjarabaráttan framundan – Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLsKl. 11:00 Fjárlögin og afkoma heimilanna – Henny Hinz, hagfræðingur Alþýðu- sambands ÍslandsKl. 12:00 HádegisverðurKl. 13:00 Umræður Drög að kjaramálaályktun AFLs Starfsgreinafélags kynntKl. 14:00 Settur félagsfundur AFLs Starfsgreinafélags Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á þing ASÍ 2. Önnur málKl. 14:40 Umræðum um kjaramálaályktun haldið áframKl. 15:30 Ráðstefnuslit og veitingar

Kjaramálaráðstefnan er öllum opin – en æskilegt er m.a. vegna veitinga að tilkynna þátttöku fyrir 1. október.

Báðir fundir haldnir að Búðareyri 1 - Reyðarfirði

Page 5: Eystrahorn 32. tbl. 2014
Page 6: Eystrahorn 32. tbl. 2014

6 EystrahornFimmtudagur 25. september 2014

Dagana 29/9 – 5/10 stendur yfir Hreyfivika (Move Week) um alla Evrópu. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis. USÚ í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Ungmennafélagið Sindra, Sporthöllina, HM þjálfun, Grunnskóla Hornafjarðar, leikskólana Lönguhóla og Krakkakot, Ferðafélag Austur- Skaftafellssýslu stendur fyrir hreyfivikunni á Höfn. Það er

von okkar að sem flestir íbúar sveitarfélagsins kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum. Dagskrá vikunnar er ekki tæmandi, vonandi bætast við fleiri viðburðir en þessir sem eru hér upp taldir en hægt er að hafa samband við Matthildi Ásmundardóttur, framkvæmdastjóra HSSA og formann USÚ á netfangið [email protected] til að skrá viðburð. Allir viðburðir verða auglýstir á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, www.hornafjordur.is.

Dagskrá HreyÞvikunnar á HöfnHeilbrigðisstofnun Suðausturlands Göngum  saman  á  frjálsíþró2avellinum Þriðjudag  og  fimmtudag  kl.  17:00

Hjúkrunarheimili HSSA Boccia  fyrir  elstu  leikskólabörnin Miðvikudag  1.  október    kl.  10:30

Grunnskóli Hornafjarðar Leikir  í  fyrstu  frímínútum  á  yngra  sJgi Mánudag,  miðvikudag  og  fimmtudag

Grunnskóli Hornafjarðar Bekkjarkeppni  í  íþró2um  í  fyrstu  frímínútum  á  eldra  sJginu Mánudag,  miðvikudag  og  fimmtudag

Grunnskóli Hornafjarðar Kna2spyrnukeppni  milli  kennara  og  nemenda  í  6.bekk Nemendur  yngra  sJgs  hvetja  liðin  Jl  dáða

Grunnskóli Hornafjarðar Fræðsla  Jl  starfsfólks  um  mikilvægi  hreyfingar  og  hollustu Að  minnsta  kosJ  ein  kennslustund  í  vikunni  úJ  við  og  hreyfing  notuð

Félag eldri íbúa á Höfn Leikfimi  í  Ekrusal.  Sundleikfimi  í  sundlaug Þriðjudag  kl.  16:30.    Fimmtudag  kl.  17:00

Sundlaug Hornafjarðar Frí2  í  sund Laugardaginn  4.  okt.

Hlaupahópur Hornafjarðar Hlaupið  saman  frá  Sundlauginni,  spreXr  miðvikudag  og  langt  hlaup  á  laugardag

Miðvikudaginn  3.  október  kl.  17:30  Laugardaginn  4.  október  kl.  10:00

HM þjálfun - Sjúkraþjálfun Þrekpróf  fyrir  alla  Miðvikudag  1  .október  kl.  16:30-­‐18:00    

Ungmennafélagið Sindri Opnir  \mar  í  öllum  greinum  alla  vikuna   Stundaskrá  má  nálgast  á  heimasíðu  Sindra  www.umfsindri.is  

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu Fjölskylduferð  að  Steinboga  inn  á  Grjótárdal  fyrir  ofan  Krossbæ  í  Nesjum.  Krakkar  taki  með  handklæði  fyrir  fótabað.

Þriðjudaginn  30.  september  kl.  17:00.  Lagt  af  stað  frá  tjaldstæðinu  á  Höfn,  sameinað  í  bíla.  Komið  heim  kl.  20:00

HSSA / Krabbameinsfélag Suðausturlands Teitur  læknir  verður  með  fræðslu  um  kvenheilsu Pakkhúsið  kl.  20:00,  fimmtudaginn  2.  október

Fimleikadeild Sindra Almenningi  gefst  kostur  á  að  prófa  og  skoða  fimleikatækin Íþró2ahúsið,  laugardaginn  4.  októberkl.  14:40-­‐15:00

Hreyfivika á HornafirðiKomdu og vertu með - fjölbreytt hreyfing í boði

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur10:00 - 11:00 Mfl. KVK11:00 - 12:30 Mfl. KK12:30 - 13:30 Markmannsþj.13:30 - 14:30 6.fl. KK 6.fl.14:30 - 15:30 7. fl. KK / 6.-7. fl. KVK 7.fl. KK / 6.fl. KVK15:30 - 16:15 5.fl. KK16:15 - 17:15 5.fl. KK / 3.fl. KVK 5. fl. KVK 5.fl. KK 5.fl. KVK / 4.fl. KVK 5.fl. KVK / 4.fl. KVK17:15 - 18:15 4.fl. KK / Mfl. KVK 4.fl. KK / 4. fl. KVK 3.fl. KVK Mfl. KVK / 3.fl. KVK 3.fl. KK18:15 - 19:15 3.fl. KK 3.fl. KK Mfl. KK Mfl. KK Mfl. KVK19:15 - 20:45 Mfl. KK Mfl. KK Mfl. KK

Þjálfarar: 6.-7. flokkur - Sævar Þór Gylfason, 5. flokkur kvenna - Cober Hasecic, 5. flokkur karla - Davíð Arnar Stefánsson og Auðun Helgason, 4. flokkur kvenna - Sigurborg Jóna Björnsdóttir, 4. flokkur karla - Cober Hasecic, 3. flokkur kvenna - Jóhann Bergur Kiesel, 3. flokkur karla - Cober Hasecic.

Kærar þakkir til okkar frábæra starfsfólks fyrir skemmtilegt sumar.

Óskum starfsfólki okkar einnig alls hins besta í náminu.

Vinnan hressir hrellda lund en lærdómur er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer.

Auglýsum um leið vetrarlokun.

Knattspyrnuæfingar í Bárunni

Page 7: Eystrahorn 32. tbl. 2014

7Eystrahorn Fimmtudagur 25. september 2014

BLÚSBlúsmenn Hrafnistu og Garðar Harðar verða með tónleika í Pakkhúsinu á Höfn 27. september í samstarfi við Blús- og Rokkklúbb Hornafjarðar. Húsið opnar kl.22:00 en tónlistarflutningur hefst kl 22:30.

Frændur eru frændum verstir svo að þetta getur orðið ekta blúsgjörningur þar sem að Hrafnistumenn eru náskyldir. Þeir eru: Garðar Harðar, Sæmi Harðar, Óskar Harðar, Ragnar Harðar, Siggi Harðar og Bragi Harðar svo að frændur verða harðir í horn að taka !

Ekta blússtemming og aðeins 1.000 kall inn.

Kæru HornfirðingarNú þegar um ár er liðið af mínum störfum sem forstöðumaður Hornafjarðarsafna hef ég áttað mig á mörgu. Það er algjör óþarfi að telja það allt til, en þó vil ég nefna hér nokkur atriði sem koma sögu Hornafjarðar við og þeim menningararfi sem við geymum á byggðasafninu okkar.Það kom mér mjög á óvart að hingað til hefur safnastefna ekki verið virk í héraðinu og því tókum við okkur til á Hornafjarðarsöfnum haustið 2013 og hófum að setja saman stefnu. Eins og alþjóð veit þá er ekki hægt að safna öllu, og því þarf að skilgreina hvað það er sem við eigum að varðveita og gera það vel. Áður en ég fer í það að greina frá safnastefnunni þá vil ég segja ykkur frá því hvað við mér blasti þegar ég kom í geymslur Hornafjarðarsafna í júní 2013.

Geymslur HornafjarðarsafnaÞað fyrsta sem ég tók eftir í geymslum safnanna var óreiða. Þarna varð mér ljóst að ég ætti mikið verk fyrir höndum. Það er nefnilega þannig, eins og í öllu, að ef maður vill eiga hluti og varðveita til framtíðar, þá þarf að fara vel með þá, ef ekki, þá verða þeir í besta falli ónýtir og til einskis. Á bak við hvern grip er saga og þegar fólk gefur safni gripi, þá gerir það án vafa ráð fyrir því að þeir eigi þar framtíð og sess í menningarsögunni. En til þess að svo verði þá þarf að forverja og fyrirbyggja niðurbrot á viðkomandi grip, ljósmynda hann, skrá í gagnagrunn, pakka og loks að ganga frá honum í geymslu. Ef þessi framvinda er ekki til staðar á safni þá spyr ég: hvað er eiginlega verið að gera?

Hlutverk safna er að varðveita og miðla menningararfinum

Hlutverk Hornafjarðarsafna er ekki flókið. Við erum stofnun sem varðveitum og miðlum þeim menningararfi sem héraðið á og býr

yfir og búum þannig um hnútana að það sem kemur í okkar hendur komist til skila til næstu kynslóða með sóma. Okkar hlutverk er einnig að fræða og miðla þeim menningararfi til samfélagsins alls, ungra sem aldna. Til þess að þetta hlutverk gangi upp þarf að vera skýr rammi, safnastefna sem unnið er eftir og þar til hliðsjónar verklagsreglur. Okkar vinna hér á söfnunum hefur snúist um að laga þau mál sem í óefni eru komin, en eigum þó enn langt í land.

Safnastefna Hornafjarðarsafna

Ég veit að þessi staðreynd er eins og köld vatnsgusa framan í suma. En í stað þess að fara í kringum málið líkt og köttur í kringum heitan graut þá er best að koma hreint fram. Það er nefnilega ástæða fyrir því að ég skrifa þessa grein. Ástæðan er sú að ég er að kveða í kút þann orðróm að verið sé að henda gripum og menningarverðmætum, það er ég alls ekki að gera, í raun er ég að gera þveröfugt við það. Ég hef bæði viðamikla menntun og reynslu í rannsóknum og greiningum í bæði fornleifa- og sagnfræði. Ég er menntuð í þessum fræðum og veit hvernig á að takast á við þessa hluti og því þarf að treysta mér í þeim efnum.En til þess að koma mér að safnastefnunni þá er hún í hnotskurn þessi (ekki tæmandi sjá frekar - hornafjordur.is/menning):

Markmið Hornafjarðarsafna er að safna, skrá, varðveita og rannsaka muni og minjar sem hafa sögulegt gildi fyrir íbúa Hornafjarðar og miðla upplýsingum um þau til alls almennings. Áhersla er lögð á að safna heildum sem geyma og sýna heimildir um mannlíf, heimilishald, landnýtingu og horfna starfshætti í samhengi. Í þessu ríka sjávarútvegs- og landbúnaðarhéraði er eðlilegt að leggja áherslu á ákveðnar hliðar þess og hefur megináhersla verið lögð á þróun til vélvæðingar til sjós og lands og það sem kalla má einkenna tæknivæðingu sjávar- og landbúnaðarins á starfssvæðinu. Einnig er lögð rík áhersla á að safna minjum um samgöngur, rannsóknarleiðangra, búferlaflutninga og híbýli manna fyrir nútíma. Sérstaðan sem úr héraði kemur skal vera varðveitt algjörlega og á það við út frá atvinnu-, félags- og menningarsögu héraðsins.

Verklagsreglurnar er einnig hægt að nálgast á vef Hornafjarðar og er fram líða stundir á hornafjardarsofn.is.En um þessar mundir erum við á Hornafjarðarsöfnum að taka til í geymslum okkar. Við erum að henda því sem má henda og skrá og varðveita það sem þarf að skrá og varðveita. Með því að vinna markvisst að uppbyggingu safnsins og búa til grunn, því betur erum við í stakk búin að miðla þessum merkilega menningararfi og rannsaka svo að þær kynslóðir sem á eftir okkur koma getið notið hans líkt og við viljum gera.En áður en ég kveð vil ég bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á að heimsækja okkur á Hornafjarðarsöfn og sjá hvernig við vinnum að þessum grunni, að varðveita menningararfinn.

Með virðingu, Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna

Ps: Einnig mæli ég með því að þið farið á slóðina sarpur.is og skoðið þá gripi sem við höfum þegar sett í þann miðlæga gagnagrunn.

Söfnin í Hornafirði í fortíð og nútíð

Nálarhús frá Dilksnesi.(Hornfirskt handverk)

Náms- og starfsráðgjafar á vegum Fræðslunets Suðurlands í Nýheimum

Dagana 1. og 2. október verða náms- og starfsráðgjafarnir Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig R. Kristinsdóttir á vegum Fræðslunet Suðurlands til viðtals hér í Nýheimum.

Hægt er að panta viðtal við náms- og starfsráðgjafa okkar í síma 560-2050 eða á netfangið [email protected]

Page 8: Eystrahorn 32. tbl. 2014

Garðhúsgögn Sprautur / SpilliefniGler

Fatnaður /Tuskur

Óhreinar umbúðir

Matarleifar

Dæmi um hvað EKKI má faraÍ Endurvinnslutunnuna

Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • [email protected] • www.gamar.is