28
Jólaað 2012 Eitthvað skrýtið er á seiði, ekki sízt í þessum bæ. Dularfullir, kátir karlar klofa hér um frosinn snæ. Andrúmsloftið allt er þrungið undurljúfum gleðiblæ. Ys og þys er allt um bæinn, allt er hér með nýjum brag. Litlu börnin fara á fætur fyrst af öllum sérhvern dag og ómar títt í útvarpinu ósköp fallegt jólalag. Kvöldið helga kemur bráðum, kyrrðin vefur heimsins ból meðan augu barnsins blika björt og fögur eins og sól og aldraðir þeir endurlifa öll sín liðnu bernskujól. Á meðan næturmyrkrið læðist mjúkt og hljótt um kalda jörð, kvöldi hallar, klukkur óma og kalla menn í þakkargjörð munu jólaljósin ljúfu ljóma vítt um Hornafjörð. Guðbjartur Össurarson Samið fyrir Eystrahorn 2012 Eystrahorn 45. tbl. • 30. árg. • fimmtudagur 20. desember

Eystrahorn 45. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 45. tbl. 2012 Jólablað

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 45. tbl. 2012

Jólablað 2012Eitthvað skrýtið er á seiði,ekki sízt í þessum bæ.Dularfullir, kátir karlarklofa hér um frosinn snæ.Andrúmsloftið allt er þrungiðundurljúfum gleðiblæ.

Ys og þys er allt um bæinn,allt er hér með nýjum brag.Litlu börnin fara á fæturfyrst af öllum sérhvern dagog ómar títt í útvarpinuósköp fallegt jólalag.

Kvöldið helga kemur bráðum,kyrrðin vefur heimsins bólmeðan augu barnsins blikabjört og fögur eins og sólog aldraðir þeir endurlifaöll sín liðnu bernskujól.

Á meðan næturmyrkrið læðistmjúkt og hljótt um kalda jörð,kvöldi hallar, klukkur ómaog kalla menn í þakkargjörðmunu jólaljósin ljúfuljóma vítt um Hornafjörð.

Guðbjartur Össurarson Samið fyrir Eystrahorn 2012

Eystrahorn45. tbl. • 30. árg. • fimmtudagur 20. desember

Page 2: Eystrahorn 45. tbl. 2012

2 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonForsíðumynd: .... Runólfur HaukssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Helgihald um jólÍ BJARNANESPRESTAKALLI

Hafnarkirkja Aðfangadagur - aftansöngur kl. 18:00

Jólanótt - hátíðarmessa kl. 23:30

Gamlársdagur- aftansöngur kl. 18:00

BjarnaneskirkjaJóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

KálfafellsstaðarkirkjaJóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Prestarnir

HofskirkjaAnnar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

BrunnhólskirkjaAnnar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30

HoffellskirkjaSunnudaginn 3. desemberHátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Bestu jóla- og nýárskveðjur.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Hótels Hafnar

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Lokað 23. desember 2012 til 2. janúar 2013 kl. 18:00

StafafellskirkjaAnnar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

Til söluMitsubishi L-200 double cap. árg 2001, ekinn 193 þús. Verð 800 þús. Upplýsingar veitir Kiddi í síma 893 6766.

Jólin eru að koma!

Allir eru velkomnir í jólamessurnar

26. desember kl.12:00 og 30. desember kl.12:00.

Eftir messur er öllum boðið í jólakaffi og við

ætlum að spjalla og syngja saman jólasálma á öllum tungumálum og láta okkur

líða vel.

Barnakórinn hittist kl. 11:00.

Ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla.

br. David

Page 3: Eystrahorn 45. tbl. 2012

3Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Aðstandendur Eystrahorns

senda lesendum hugheilar jóla-

og nýárskveðjur.

Þökkum samstarf

og stuðning á árinu

sem er að líða.

Aðalfundur sjómannadeildar

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags

verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði föstudaginn 28. desember kl. 14:00

Dagskrá:Skýrsla formanns um liðið starfsár1.

Kjaramál2.

Þing Sjómannasambandsins3.

Kosning stjórnar4.

Önnur mál5.

AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild

AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum svo og öðrum landsmönnum

gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.

Stjórn og starfsfólk félagsins þakkar samstarfið

á liðnu ári.

Hér

aðsp

ren

t

Nú líður að jólum og ég kominn í nýtt hlutverk, ólíkt því hlutverki sem ég var fyrir ári síðan þegar ég var enn námsmaður. Ég hef verið spurður hvort það sé ekki rómantík að vera stúdera guðfræði þegar líður að jólum. Ég get viðurkennt að ég hélt að svo yrði. En svo var ekki, á meðan náminu stóð þá einkenndist jólundirbúningur minn á stundum af stressi, pirringi, svefnleysi og jafnvel ógleði. Það er víst fátt hátíðlegt eða

jólalegt að sitja einn á aðventunni með kaldan svita á enninu yfir einhverju riti Nýja testamentisins á grísku og reyna að skilja hvað þar stendur. En streðið tók enda og ávinningurinn var góður. Nú er ég kominn með hempuna á herðarnar, kragann um hálsinn og snúinn aftur heim. Hættur að fá kaldan svita yfir próflærdómi og nýr kafli tekinn við í mínu lífi. Það að njóta aðventunnar hér á Höfn í mínum heimabæ eru forréttindi. Það að geta flutt aftur heim eftir nám eru forréttindi. Vera nálægt fjölskyldu sinni og vinum allt árið um kring eru forréttindi. Það er ekki fyrr en núna sem maður kann virkilega að meta þessa nálægð eftir að hafa verið í burtu í áratug. Ég fæ að njóta þeirra forréttinda að koma í minn heimabæ sem prestur, njóta aðventunnar með ykkur Hornfirðingum í messum, aðventustundum,klúbbastar fi eða bara úti á götu. Það eru

forréttindi að geta eytt aðventunni og jólunum með þeim sem maður þykir vænst um. Við skulum njóta þess að fara út og vera með fjölskyldu okkar og vinum, sem og samborgurum okkar hvort sem það er á tónleikum, í Miðbæ eða einhverjum öðrum stöðum. Við skulum muna hvað það er sem skiptir mestu máli þegar við sitjum með upptekna pakka í kringum okkur á aðfangadagskvöld og útkýldan maga eftir jólamatinn. Gjafirnar verða miklu fallegri og maturinn miklu betri þegar við höfum fjölskylduna og vini í kringum okkur.Ég vona að aðventan og jólin eigi eftir að vera ykkur góð og þið eigið eftir að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Gleðileg jól og Guð blessi ykkur öll.

Sr. Gunnar Stígur Reynisson

Nýskriðinn úr guðfræðinámi og beint í prestskap

Page 4: Eystrahorn 45. tbl. 2012

4 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Elisabeth Krüger frá Þýskalandi

Elisabeth kom til Íslands frá Þýskalandi haustið 2006 og var það ævintýraþráin sem dró hana til Íslands. Hugmyndin var að vera hér í eitt ár og starfa við kartöflubúið á Seljavöllum en árin urðu fleiri og nú á hún sína eigin fjölskyldu og stundar nám við Háskóla Íslands. Elisabeth býr með Rögnvaldi Reynissyni sem er borinn og barnfæddur Hornfirðingur og eiga þau soninn Franz Reyni.

Elisabet er alin upp í litlum bæ í Saxlandi rétt fyrir utan Dresden sem tilheyrði austurhluta landsins allt til ársins 1989 þegar múrinn féll. Dresden er þekkt fyrir ægifagrar byggingar og mikla menningu. Hún var nánast þurrkuð út af landakortinu í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari.

Þýskaland er fjölmennt land og má sjá ólíkar venjur og siði eftir því hvar í landinu þú ert. Jólin voru aldrei mjög sterk trúarhátíð í uppvexti Elisabeth vegna þess stjórnarfars sem ríkti í landinu í tugi ára. Þýskar jólahefðir eru á margan hátt líkar þeim íslensku . Algengara er þó að ættingjar komi saman til að vinna að undirbúningi jólanna, útbúa aðventukrans, baka eða föndra saman. Alla sunnudaga á aðventunni hittist til dæmis stórfjölskyldan, drekkur aðventukaffi og kveikir á kertum á aðventukransinum. Þennan sið heldur Elisabeth með sinni fjölskyldu hér á Íslandi.

Margar hefðir sem þekkjast hér á landi eru frá Þýskalandi komnar til dæmis aðventukransinn og skreytt jólatré því 1807 voru til sölu á jólamarkaðinum í Dresden fullbúin jólatré, prýdd á ýmsa lund, m.a. með gylltum ávöxtum og kertum en slíkt hafði verið nær óþekkt.

Á St. Nikulásardegi þann 6. desember heimsækir jólasveinninn

börnin. Skórinn er settur út í glugga en hann verður að vera vel pússaður ef eitthvað verðmætt á að fara í hann. Annars gerist það sem gerist einnig hér á landi að þar lendir kartafla fáum til gleði. Franz Reynir nýtur góðs af þýskum og íslenskum uppruna sínum og fær bæði þýska jólasveininn og þá íslensku í heimsókn á aðventunni.

Á aðventunni kemur fjölskyldan mikið saman, bakar, föndrar og á saman góða stund. Það sem einkennir ekki síst jólahald á heimaslóðum Elisabeth og löng hefð er fyrir eru jólamarkaðir utandyra þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman, drekkur jólaglögg eða það sem þjóðverjar kalla „Glüwein“, hlustar á tónlist og röltir á milli sölubása og meðtekur stemninguna. Það sem er þó algjörlega ómissandi er að búa til Stollenbrauð en það er einmitt komið frá Dresden og orðið vel þekkt hér á landi.

Jólatréð er skreytt á aðfangadag og pakkarnir settir undir tréð. Þann dag er fjölskyldan saman og hjálpast að við að búa til jólaglögg og krökkunum finnst alltaf skemmtilegt að sjá hvernig sykurinn bráðnar og verður að vökva. Klukkan sex er borðað en engin stórsteik heldur bratwurst pylsur með kartöflumús og eftir mat eru pakkarnir opnaðir. Á jóladag er meiri hátíðisdagur með jólasteik sem er önd eða annað góðgæti. Annar í jólum er svo gjarnan notaður til skíðaiðkunar eða annarrar útivistar.

Elisabeth segir að eftirvæntingin hafi verið mest að opna pakkana frá fjölskyldunni í München því í þeim var alltaf skemmtilegt dót sem ekki fékkst í verslunum í austurhluta Þýskalands. Það er fróðlegt að heyra hve mikill munur var á milli vestur- og austurhlutans og Elisabeth man alltaf eftir því þegar hún fór fyrst yfir í vesturhluta Þýskalands og sá allar þær vörur sem voru í boði í verslunum. Eitthvað sem hún hafði aldrei séð. Það kom henni einnig á óvart þegar hún fór að fletta myndaalbúmum hjá tengdafjölskyldunni að sjá ljósmyndir í lit sem teknar voru á níunda áratugnum en slíkt sást ekki á hennar heimaslóðum fyrr en eftir 1990. Á heimilinu var framköllunarherbergi og pabbi Elisabeth framkallaði myndir í svart hvítu en slíkt var alþekkt á heimilum í austurhlutanum. Það var jú margt ólíkt sitt hvorum megin við múrinn eins og Elisabeth komst svo skemmtilega að orði; „Múrinn féll 1989 en hann er enn í hugum okkar að einhverju leyti og það mun taka nokkrar kynslóðir að útrýma honum með öllu úr hugum fólks“.

Elisabeth finnst gott að halda jól á Íslandi og þau Rögnvaldur halda jólin bæði heima hjá sér og með tengdafjölskyldunni. Henni finnst gott að geta nýtt íslenskar og þýskar hefðir sem eiga góða samleið í jólahaldinu.

Mahder Zewadu frá Eþíópíu

Mahder kom til Íslands árið 2005 frá Eþíópíu til að starfa sem au-pair í eitt ár og skoða sig um í heiminum. Þess má geta að samkvæmt hennar tímatali kom hún til landsins árið 1998. Senn lýkur árinu 2005 í Eþíópíu en það gerist nánar tiltekið átta dögum eftir að árið 2013 gengur í garð á Íslandi.

Hún var staðráðin í því að snúa aftur heim en þá hafði hún kynnst eiginmanni sínum, Guðmundi Annel Ragnarssyni svo þar gripu örlögin í taumana. Mahder hefur búið hér á Höfn síðan 2007 og eiga þau hjónin tvö börn, Fanney Rut og Matthías og reka fyrirtækið sitt Trölla með glæsibrag.

Mahder ólst upp í höfuðborg landsins Addis Ababa en þar búa

Jól um víða veröldSinn er siður í landi hverju

Á aðventunni má sjá ljós í gluggum um allt sveitarfélagið. Ljósin minna okkur á að nú eru jólin í nánd. Jólin eru stærsta hátíð kristinna manna og þar sem langstærstur hluti landsmanna tilheyrir þeim hópi gerast flestir þátttakendur í undirbúningi þeirra með einhverjum hætti.

Í fjölþjóðlegu samfélagi eins og Sveitarfélagið Hornafjörður er orðið getur verið forvitnilegt að vita hvaða hátíðir bera hæst í fæðingarlandi nokkurra íbúa hér á svæðinu. Ég hitti að máli fjórar ungar konur af erlendum uppruna til að skyggnast inn í jólahald í þeirra heimalandi.

Konurnar koma hver frá sinni heimsálfu, Afríku, Suður- Ameríku, Asíu og Evrópu og hafa því ólíkan bakgrunn. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eiga þær það sameiginlegt að eiga börn sem byrjuðu á leikskólanum Krakkakoti í haust.

Franz Reynir og Elisabeth úti í Þýskalandi fyrr á þessu ári.

Jólamarkaðnum í Dresden sem er elsti jólamarkaður í Þýskalandi ef ekki heimi.

Page 5: Eystrahorn 45. tbl. 2012

5Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

um 5 milljónir manna. Borgin er fjölmenningarleg, um 80 tungumál eru töluð í borginni sem tilheyra ólíkum trúarlegum samfélögum. Stærstur hluti þjóðarinnar tilheyrir Orthodox kirkjunni. Um 60% þjóðarinnar eru kristnir Orthodox og kaþólskir en Mahder tilheyrir því sem við á Íslandi köllum Hvítasunnusöfnuð. Aftur á móti eru 30% þjóðarinnar Múslimatrúar svo innan landsins má finna margvíslegar hefðir og venjur.

Páskarnir eru mesta trúarhátíð stærsta hluta þjóðarinnar. Fyrir páska er fastað í fjörutíu daga en fastan byggist á því að kjöt og mjólkurvörur eru teknar af matseðlinum.

Hátíðarhöldin hefjast föstudaginn langa, þá eru gefnar gjafir, þess minnst að Jesú gaf líf sitt á krossinum og trúin iðkuð og börnin frædd um inntak páskahátíðarinnar. Laugardagurinn fyrir páska fer í að undirbúa páskamáltíðina og um kvöldið er farið í kirkju og þar dvalið um nóttina, fólk biður, það er leikhús fyrir börnin og fólk leggur sig ef það vill. Klukkan þrjú um nóttina hringja allar kirkjuklukkur og farið er með logandi kerti til að minnast upprisunnar. Þá verða formleg endalok föstunnar og því er algengt að allir, líka þeir sem ekki fara til kirkju vakni til að rjúfa föstuna.

Jóladagur er eini dagurinn sem telst hátíðisdagur og því er ekki jólafrí í skólum eins og tíðkast hér á landi. Í Eþíópíu hefur ekki tíðkast að setja upp skreytingar þó svo eitthvað hafi færst í vöxt að hefðir frá Evrópu og Ameríku hafi borist til landsins. Á aðfangadag kemur fjölskyldan saman og eldar mat, því langan tíma tekur að útbúa mat með Eþíópískum hætti.

Að morgni jóladags er venjan sú að klæðast þjóðbúningum, yfirleitt er gengið til kirkju og dvalið þar langa stund, trúin meðtekin og þakkað fyrir fæðingu frelsarans. Að því loknu er farið heim og fjölskyldan borðar saman, spjallar og nýtur samvistanna. Þar með er formlegu jólahaldi lokið. Karlmenn á öllum aldri leika krikket enda sólskin og bjart á þessum árstíma. Ekki tíðkast að að gefa gjafir á jólum og jólasveinninn lætur ekki sjá sig þar um slóðir. Mahder hefur frætt börnin sín um muninn á íslenskum og eþíópískum jólahefðum og þakkaði Fanney Rut dóttir hennar mikið fyrir að þeir sveinar ættu leið framhjá hér á Íslandi. Vegna annars tímatals hafa Mahder og hennar fjölskylda kost á að halda upp á jólin á báðum stöðum á réttum degi fyrst hér á Íslandi og átta dögum síðar í Eþíópíu.

Hér á Íslandi heldur Mahder dæmigerð íslensk jól með öllu tilheyrandi. Fjölskyldan hittist, það er skreytt, bakað og borðaður hátíðarmatur. Þar sem jólin eru mun minni í sniðum í Eþíópíu verða íslenskir siðir ofaná. Mahder saknar þó alltaf fjölskyldu sinnar í Eþíópíu á hátíðarstundum því þar heldur stórfjölskyldan mun meira saman en á Íslandi. Mahder segist þó vera einstaklega heppin að Guðmundur, maðurinn hennar, eigi systkini á Hornafirði og þau hafi skapað sér jólasiði sem byggjast á því að koma saman.

Yrma L. Rosas frá Perú

Yrma kom til landsins árið 2006 frá Perú og þá hafði hún kynnst manninum sínum, Jóhanni Pétri Kristjánssyni og ákvað að fylgja honum hingað til Íslands. Þau bjuggu fyrstu árin í Kópavogi en fluttu til Hafnar haustið 2010 vegna erfiðs atvinnuástands á höfuðborgarsvæðinu. Jóhann fór að kenna við Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu en Yrma hóf störf á leikskólanum Lönguhólum og eiga þau tvö börn þau Svölu Mjöll og Svan Snæ.

Yrma er næst yngst níu systkina og hún fæddist og ólst upp fyrstu níu árin í Amazon – skóginum. Níu ára missti hún móður sína og í framhaldi af því fluttist hún með föður sínum til höfuðborgarinnar Lima. Í Perú eru flestir kristnir og tilheyra Kaþólsku kirkjunni en trúarbrögðin eru margvísleg enda kemur fólk úr ýmsum áttum. Fjölskylda Yrmu fylgir Evangelísku kirkjunni líkt og mjög margir í Perú. Meirihluti þjóðarinnar talar spænsku en í Perú má finna mörg tungumál sem eru tungumál ættbálka Indíána.

Í Perú eru jólin langstærsta trúarhátíð ársins og það er mikil ljósadýrð sem þeim fylgir. Jólin í uppvexti Yrmu má skipta í tvo kafla. Þegar hún bjó í Amazon- skóginum var mikil fátækt og móðir hennar þurfti að hafa mikla útsjónarsemi til að fæða börnin og klæða. Elstu systur Yrmu fæddust heima og amma hennar tók á móti þeim svo aðstæður voru erfiðar. Borgin sem Yrma er frá úr Amazon-skóginum heitir Pucallpa og þar endar vegurinn. Ef ferðast á til annarrra borga þá þarf að ferðast með bátum í Amazon-ánni í 3 daga upp í heila viku. Þar er uppistaða fæðu fólks fiskur, bananar og krókódílakjöt og stundum eru haldnar sérstakar veislur þar sem naggrísir,apakjöt og skjaldbökukjöt er grillað á teini og þykir hátíðarmatur. Jólahaldið var því frábrugðið því sem við þekkjum, kjúklingur í matinn og lítið tré skreytt og jólagjöfum kynntist Yrma ekki fyrr en tólf ára gömul. Eftir að systkinin fluttust til höfuðborgarinnar fór jólahaldið að færast í þá átt sem það er í dag.

Í höfuðborginn Lima eru jólin líkt og þekkist á Íslandi og mikil ljósadýrð sem því fylgir. Yrma segir að mikill uppgangur sé í efnahagslífinu um þessar mundir nokkurs konar 2007 svo fólk býr vel og skreytir húsin sín hátt og lágt. Undirbúningurinn hér á landi minnir margt á í Perú en aðventukrans og siðir sem fylgja aðventunni eru ekki mikið áberandi, en líkt og í Þýskalandi er Nikulásardagurinn dagur barnanna. Að kvöldi aðfangadags er farið til kirkju en hámark hátíðarhaldanna er um miðnætti á aðfangadagskvöld, þá er borðaður hátíðarkvöldverður sem er fylltur kalkúnn með meðlæti og brauð með ávöxtum. Meðan á málsverðinum stendur er ákveðin heilagleiki en eftir það tekur mikil gleði við. Pakkarnir eru opnaðir, það er dansað og fólk skemmtir sér fram á morgun. Það er mikil gleði þegar fólk kemur saman, því fannst Yrmu skrýtið að í boðum á Íslandi var ekkert dansað, bara borðað,

Mahder í þjóðbúningi á góðri stund.

Börnin Matthias og Fanney Rut .

Yrma og börnin Svala og Svanur.

Jólaljós frá miðborg Perú

Page 6: Eystrahorn 45. tbl. 2012

6 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Kæru Hornfirðingar

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum ykkur samveruna og samskiptin á liðnum árum.

Ágústína og Jón

spjallað og farið heim. Jafnframt þótti henni Íslendingar vera frekar dökkklæddir , „Ég hélt að ég væri trúðurinn í boðinu í mínum litríku fötum“ segir Yrma og hlær því í Perú eru bjartir litir áberandi.

Á gamlárskvöld fer fólk gjarnan út að borða og skemmta sér því hátíðarhöldin einkennast mikið af samverustundum með fjölskyldunni. Þann 6. janúar koma vitringarnir þrír og færa börnunum gjafir og slíta þá formlega jólahaldinu.

Á Íslandi hafa Yrma og Jóhann haldið jólin í faðmi fjölskyldunnar á höfuðborgarsvæðinu. Móðir Jóhanns hefur því séð um að töfra fram íslensk jól með öllu tilheyrandi. Yrmu finnst jólin á Íslandi mjög hátíðleg og skemmtileg. Auðvitað saknar hún fjölskyldu sinnar en gleðin við að fylgjast með börnunum fá í skóinn, taka upp pakka og njóta jólanna bætir það upp.

Amor Pepito Mantilla frá Filipseyjum

Amor kom til Íslands árið 2005 frá Filippseyjum. Móðursystir hennar bjó hér á landi og fannst Amor kjörið tækifæri að skoða sig um í heiminum. Á Filippseyjum er menntun mjög dýr og því ákvað Amor að mennta sig hér á landi og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Framhalsskóla Austur – Skaftafellssýslu fyrir nokkru. Hún starfar á Heilbrigðisstofnun Suð - Austurlands og á eina dóttur, Zoilu Ýr en eiginmaður Amor býr ennþá út á Filippseyjum.

Amor er alin upp í Cebu þar sem búa um fjórar milljónir manna. Flestir í Filippseyjum tilheyra Rómversk Kaþólsku kirkjunni og eru það áhrif frá því að landkönnuðurinn Magellan kom til landsins og kristin áhrif urðu mjög áberandi. Trúin er mjög ríkur þáttur í daglegu lífi fólks

og jafnframt hafa skapast margar hefðir í Flippísku samfélagi sem rekja má til sögulegs samhengis. Margir siðir koma frá Ameríku bæði matarmenning og ekki hvað síst siðir í kringum jólaundirbúninginn.

Jólin eru langstærsta trúarhátíð landsins ásamt páskum og fara þau að minna á sig mun fyrr en hér á Íslandi. Strax í september eru jólatrén sett upp bæði á heimilum og úti í samfélaginu. Trén eru yfirleitt greinar sem skreyttar eru með silkipappír og jólaskraut hengt á þær. Það getur orðið mikil samkeppni milli fólks hver hafi fallegustu skreytingarnar. Jólatónlist, gjafir og ljós eru einnig áberandi og í miðborginni er sett upp geysistórt jólatré og þangað kemur fólk með skreytingar. Amor gat ekki setið á sér að setja upp jólatréð á sínu heimili í október og mörgum fannst það skrýtið. Jólasveinninn var ekki mikið áberandi í æsku Amor og hann er aðallega úti og börnin hitta hann. Sinn er siður í landi hverju og það er gaman að sjá hvað er líkt og ólíkt á milli landa.

Tíu dögum fyrir jól eru næturmessur fram á aðfangadag. Ef þú sækir þær allar getur þú óskað einhvers og átt von á að ósk þín rætist frekar en aðrar óskir. Þegar aðfangadagur gengur í garð er mikið um dýrðir sem byrjar á því að haldið er til messu klukkan tíu um kvöldið. Jólamáltíðin er um miðnætti með mat sem bæði þekkist vel hér á Íslandi eins og svínasteik og svo hrísgrjónkaka og fleira sem tilheyrir asískri matarhefð. Jólapakkarnir eru opnaðir jafnóðum og þeir berast allan desembermánuð svo það er ekkert verið að bíða eftir því. Þegar jólin eru gengin í garð er stór flugeldasýning og fólk skemmtir sér langt fram á morgun jóladags. Jóladagur er svo haldinn hátíðlegur en þó eru allar verslanir opnar en þó eru allir þeir sem vinna hjá hinu opinbera í fríi yfir jólahátíðina eða fram á 3. janúar. Um áramótin er einnig mikil gleði en formleg lok jólahátíðarinnar er ekki fyrr en nýtt ár hefst af kínverskri hefð eða í lok janúar eða byrjun febrúar.

Á Íslandi heldur Amor jól á heimili frænku sinnar og hennar eiginmanni að íslenskum sið. Henni finnst það bara spennandi að þurfa að bíða eftir að opna pakkana og leyfir íslensku jólasveinunum að heimsækja Zoilu Ýr. Það hefur einnig mikla þýðingu að nú er komin Kaþólsk kirkja hér á Höfn og hægt að fara til messu í eigin kirkju. Það má því segja að jólin hennar Amor hafi hefðir víða að úr mörgum heimsálfum og allar eiga vel saman enda inntak jólanna sem skiptir mestu máli.

Viðtölin tók Magnhildur Björk Gísladóttir, Verkefnisstjóri um málefni innflytjenda hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

Amor og Zoila Ýr.

Sendum okkar bestu jóla- og nýjársóskir til ættingja og vina.

Sömuleiðis til áhafnarinnar á Ásgrími Halldórssyni með þökk fyrir ánægjulegar stundir í maí.

Siddi og Biddy

Stóra jólatréð í miðborg Cebu.

Page 7: Eystrahorn 45. tbl. 2012

7Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Óskum Austur-Skaftfellingumgleðilegra jóla, góðs og farsæls

nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Vátryggingafélag ÍslandsSvava Kr. Guðmundsdóttir

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Millibör þakkar frábærar viðtökur á sínu fyrsta starfsári og óskar

Hornfirðinum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á

árinu sem er að líða

Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir

Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum lesendum Eystrahorns óskir um gleðilega

jólahátíð og þökkum góða samvinnu á liðnum árum. Megi nýtt ár verða ykkur farsælt.

Starfsfólk Þrastarhóls ehf.

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vélsmiðjan Foss ehf

Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum

gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

H. Christensen ehf.

Sendum Austur-Skaftfellingum hugheilar jólakveðjur og óskum þeim farsældar á komandi ári.

Starfsfólk Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Óskum öllum Hornfirðingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin

Hátíðarkveðjur Verslunin Lónið

Um leið og við þökkum frábærar viðtökur í haust

sendum við Hornfirðingum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Hornfirska skemmtifélagið

Page 8: Eystrahorn 45. tbl. 2012

8 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Nemendafélag FAS hélt uppteknum hætti þessa önnina og starfaði áfram í mörgum mismundandi klúbbum. Eins og á síðustu önn hófst starfið á skólasetningunni þann 21. ágúst. Þá völdu nemendur sér klúbba til að starfa með, komu með hugmyndir að verkefnum vetrarins og kusu formann klúbbsins. Stofnaðir voru 11 klúbbar með samtals tæplega 90 meðlimum. Nokkrir nýir klúbbar voru stofnaðir en aðrir héldu áfram frá því sem frá var horfið á síðustu önn. Nemendur voru ekki skyldaðir til að taka þátt í klúbbastarfi en segja má að ætlast sé til þess að nemendur taki þátt í að móta félagslífið og geta á þann hátt unnið sér inn einingu.

Formenn klúbba mynda fulltrúaráð en það fer með yfirstjórn nemendafélagsins og ber ábyrgð á fjármálum félagsins. Auk formanna klúbba sitja í fulltrúaráði forseti og varaforseti NemFAS en því hlutverki gegna Sólveig Valgerður Sveinbjörnsdóttir og Róslín Alma Valdemarsdóttir sem kjörnar voru í kosningum á vorönn.

Þeir nemendur sem skráðu sig í klúbba voru í framhaldi af því skráðir í áfangann Tómstundir og fengu úthlutuðum fundartíma einu sinni í viku sem skráður var inn á stundaskrá. Klúbbarnir funduðu ýmist á þriðjudögum eða miðvikudögum í klukkutíma í senn en auk þess fundaði fulltrúaráðið einu sinni í viku. Lagt var upp með í kennsluáætlun að lágmarks mæting væri 80% en þá var um að ræða raunmætingu. Auk þess þurftu allir klúbbar að skipuleggja einn viðburð eða skila einni afurð. Uppfylli nemendur þessi skilyrði hlutu þeir einingu fyrir vinnu sína.

Viðburðir

Nánast allir klúbbar nemendafélagsins skipulögðu einn eða fleiri viðburð á önninni, eða tæplega 30 viðburði og því má segja að mikið hafi verið um að vera. Byrjað var á veglegri busavígslu í lok ágústmánaðar og samhliða því var gefið út busablað. Mikil umræða var í þjóðfélaginu um vígslur sem þessar og menn ekki á eitt sáttir um tilvist þeirra. Nýnemar í FAS máttu sjálfir velja hvort þeir tóku þátt í viðburðinum og eingöngu máttu tilteknir einstaklingar í útskriftarhópi „busa“ nýnemana. Þeir einstaklingar funduðu með félagsmálafulltrúa fyrir vígsluna og fylgdu ákveðnum reglum um hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt fór vel fram og skemmtu flestir sér konunglega þrátt fyrir að heldur kalt hafi verið í veðri. Í lok ágústmánaðar var einnig lögð fyrir stutt könnun meðal nemenda sem höfðu áhuga á að komast í Gettu Betur lið skólans. Þeir nemendur er flest stig hlutu í þessari stuttu könnun stóð til boða að taka stærri könnun með 100 spurningum í mismunandi flokkum. Í nóvember mánuði var liðið full skipað og æfir það nú reglulega með þjálfara sínum Hlíf Gylfadóttir, kennara í FAS.

Um miðjan september var efnt til kosninga um lógó eða einkennismerki NemFAS. Leitað var til nemenda FAS sem og til grafískra hönnuða um tillögur að merki. Fór það svo að merki eftir hönnuðinn Daníel Imsland hlaut yfirburðakosningu en Daníel ákvað að styrkja

nemendafélagið með því að gefa alla vinnu sína vegna hönnunar og útfærslu á þessu glæsilega merki. Í september voru einnig fjölmargir aðrir viðburðir eins og veiðiferð í Þveitina þar sem grillaðar voru pylsur ofan í veiðimennina, þá var farið í ljósmyndaferð út að Horni, haldið kínverskt matreiðslunámskeið, FIFA mót, ljósmyndasýning og loks voru nemendur hvattir til þess að mæta í sínu fínasta pússi einn tiltekinn föstudag, fancy friday. Þann 13. september var haldið upp á 25 ára afmæli FAS. Nemendur tóku þátt í dagskránni og lögðu sig einnig fram við að skreyta skólann á sem glæsilegastan hátt í tilefni dagsins.

Viðburðir nemendafélagsins héldu áfram í október mánuði en þá var farið í fjöruferð út að Horni þar sem nemendur kepptu í ýmsum leikjum, gefið var út skólablað, farið á sýningu Hornfirska Skemmtifélagsins á Hótel Höfn og keppt í Dodgeball í íþróttahúsinu. Þá hélt útskriftarhópurinn LAN og haldið var hip hop ball fyrir elstu nemendur Heppuskóla. Í október stóð nemendum einnig til boða að fjárfesta í fatnaði merktum með lógói nemendafélagsins og var það mjög vinsælt meðal nemenda og kennara.

Nóvember var viðburðaríkur eins og aðrir mánuðir haustsins en þá var boðið upp á ljósmynda-, hárgreiðslu- og förðunarnámskeið, haldin önnur ljósmyndasýning og íþróttafatadagur þar sem gefin voru verðlaun fyrir flottasta búninginn. Þá var kaffihúsakvöld þar sem kökukeppni fór fram, myndlistarsýning og keppt var í Actionary. Gefið var út dagatal þar sem myndir frá nemendum FAS fengu að njóta sín en nemendur skiptust á að selja dagatölin á jólamarkaðinum sem haldinn var í desember. Hátindur annarinnar í félagslífinu var þó sennilega föstudaginn 23. nóvember en þann dag voru haldnir þrír viðburðir ásamt því að út kom skólablað. Eftir hádegið hittust nemendur og tóku þátt í Meistaramóti NemFas en þar var keppt í ýmsum smákeppnum. Um kvöldið kepptu fjögur atriði í glæsilegri og vel skipulagðri söngkeppni, en með sigur af hólmi fóru þær Þórdís Imsland og Kolbrún Birna Ólafsdóttir. Að söngkeppni lokinni var haldinn dansleikur með hinni landsfrægu hljómsveit Á Móti Sól og skemmti hún gestum fram eftir kvöldi. Til stóð að nemendur frá VA kæmu til Hafnar og tækju þátt í gleðinni með nemendum FAS. Hinsvegar kom babb í bátinn hjá nemendum VA og sáu þeir sér því

ekki fært að keyra suður um heiðar að þessu sinni. Vonandi halda samræður nemendafélaganna þó áfram á næstu önn þannig að heimsóknir milli skólanna verði að veruleika.

Auk þessara viðburða héldu fulltrúar NemFAS í tvígang til Reykjavíkur og tóku þátt í þingum Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Þá tóku nemendur þátt í sölu á Rauða pennanum til styrktar Lesblindrafélagi Íslands. Einnig hafa félagsmálafulltrúi ásamt formanni fjölmiðlaklúbbs hafið samstarf við fyrirtækið Hype markaðsstofu um hönnun á heimasíðu fyrir nemendafélagið en síðan verður vonandi tilbúin í upphafi árs 2013.

Þar með eru viðburðir NemFAS upptaldir þessa önnina og ljóst er að flest allir nemendur gátu fundið skemmtun á sínu áhugasviði.

Félagslífið öflugt hjá NemFAS

Forsetarnir Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Róslín Alma Valdemarsdóttir.

Frá balli með Á Móti Sól

Page 9: Eystrahorn 45. tbl. 2012

9Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Önnur mál

Ungmennin í NemFAS hafa vissulega staðið sig með mikilli prýði í vetur við skipulagningu og utanumhald viðburða. Því miður kom þó upp í tvígang að áfengis varð vart á viðburðum félagsins. Af því tilefni fóru forseti og varaforseti NemFAS á fund skólameistara þar sem rætt var um hvernig taka mætti á þessum vanda. Vitað er að einhver fjöldi nemenda í skólanum eru byrjaðir að neyta áfengis og snérist

umræðan á fundinum ekki um það hvort eða hverjir neyta áfengis heldur þá staðreynd að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð á samkomum tengdum framhaldsskólum í landinu. Sú regla er skýr og henni verður ekki breytt. Af þeim sökum var sú ákvörðun tekin að auka við gæslu á dansleikjum NemFAS. Hluti gæslunnar á dansleikjum mun þess vegna héðan í frá vera í höndum utanaðkomandi aðila sem NemFAS greiðir fyrir. Fulltrúaráð félagsins hélt nemendafund þar sem farið var yfir þessi mál með nemendum og virtist það

skila tilætluðum árangri þar sem áfengi var ekki vandamál á fleiri viðburðum á önninni. Þegar kemur að fjármálum NemFAS er ljóst að kostnaður við dansleik af þeirri stærðargráðu sem haldinn var í lok annarinnar er mikill og mun meiri en aðgangseyrir skilar inn. Hinsvegar hafa meðlimir í nemendafélagi FAS staðið sig mjög vel á þessari önn sem og þeirri síðustu við að skipuleggja minni viðburði sem skila hagnaði. Þess vegna gátu nemendur skipulagt stóran og dýran viðburð sem vitað var fyrirfram að myndi ekki standa undir sér.

Sýnir þetta að með mikilli samvinnu klúbba og góðu skipulagi getur nemendafélag FAS boðið meðlimum sínum upp á flest það sem stærri skólar gera. Skólinn og bæjarbúar allir mega svo sannarlega vera stoltir af ungmennunum okkar í FAS.

Í lok annarinnar hlaut NemFAS þann heiður að vera veitt viðurkenning fyrir öflugt og uppbyggilegt félagsstarf. Viðurkenninguna veitti Styrktar- og menningarsjóður Sparisjóðs Vestmanaeyja og tóku þær Sólveig Valgerður forseti NemFAS og Róslín Alma varaforseti við viðurkenningunni ásamt Söndru Björgu félagsmálafulltrúa og Eyjólfi skólameistara. Það er mikill heiður fyrir nemendafélagið að hljóta viðurkenningu sem þessa og sýnir það hversu vel hefur tekist til með þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi félagsins á síðustu misserum. Styrkurinn kemur að góðum notum og mun styrkja félagsstarfið enn frekar.

Framtíðin

Nokkuð góð reynsla er nú komin á klúbbastarf nemendafélags FAS og ljóst er að hið breytta fyrirkomulag hentar nemendum vel. Félagið er mun sýnilegra en áður og viðburðum hefur fjölgað til muna. Þá er áhugavert að fylgjast með því hversu fljótt nemendur hafa tileinkað sér breytingarnar. Lýðræði og ábyrgð eru hugtök sem ef til vill eru ekki mikið notuð dags daglega hjá ungmennum, engu að síður eru nemendur FAS, meðvitað eða ómeðvitað, farnir að beita lýðræðislegum vinnubrögðum og axla mikla ábyrgð í tengslum við starf nemendafélagsins. Þá skiptir engu hvort það snýr að skipulagningu viðburða eða þegar kemur að fjármálum félagsins. Hefur þetta vakið mikla athygli þeirra sem kynningu hafa fengið á starfi NemFAS, þeirra á meðal má nefna menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur sem heimsótti FAS í tilefni 25 ára afmæli skólans.

Það má því með sanni segja að Nemendafélag FAS og meðlimir þess séu á réttri braut og vonandi heldur starfið áfram að blómstra á komandi misserum.

Sandra Björg Stefánsdóttir, félagsmálafulltrúi FAS

Ættingjar og vinir á Hornafirði. Við óskum ykkur gleðilegra jóla, farsæls nýs árs og þökkum ykkur

fyrir gömlu árin.

Kær kveðja Jörundur frá Smyrlabjörgum og fjölskylda

Jólakveðjur til ættingja og vina

Snorri og Torfhildur

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með

þökk fyrir árið sem er að líða.

Svava Kristbjörg og Sigrún

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur

með þökk fyrir liðin ár .

Sigrún Sæmundsdóttir

Veiðiferð í Þveitina

Martölvan óskar öllum gleðilegra hátíða og farsæls komandi árs.

Við þökkum viðskiptin á liðnu ári.Stefán, Sigríður og starfsfólk.

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Höfn

Page 10: Eystrahorn 45. tbl. 2012

10 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

JaspisSnorri og Heiða Dís

Litlubrú 1 • 780 Höfn

Humarsoð tekur venjulega marga klukkutíma að útbúa. Með því að nota Humarsoð Kokksins, getur þú lagað þína eigin ljúffengu humar súpu á um tíu mínútum.

Jón Sölvi Ólafsson kokkur, hefur útbúið hágæðahumarsoð sem inniheldur fer skar humar skeljar og er án rotvarnar- og annarra aukaefna. Einungis þarf að bæta við rjóma, hvítvíni og koníaks lögg. Einnig má bæta humar hölum í súpuna.

Humarinn í soðinu er frá Höfn, humarhöfuðstað Íslands. Jón Sölvi kokkur útbýr humar -soðið sjálfur, algerlega frá grunni og er þetta sama soðið og hann notar í humar súpuna sína vinsælu sem seld hefur verið um árabil á veitingastað hans á Höfn.Humarsoð Kokksins fullkomnar humarsúpuna þína.

- Fersk íslensk vara, beint inn í eldhús til þín -

Verði þér að góðu!

Á aðeins 10 mínútum

lagadu hina fullkomnu

HUMARSUPU!

Humarsúpa Kokksins (fyrir 3-4)

3 dL rjómi

Koníakslögg

Pipar og salt

Látið sjóða vel og þykkið eftir smekk.

Bætið um 150 g af skelflettum humri

út í og látið sjóða í 2-3 mínútur til

viðbótar.

english

Eins og fram kemur í auglýsingu á baksíðu blaðsins er öllum Hornfirðingum boðið á vígsluhátíð og afhendingu nýja glæsilega fjölnota íþróttahússins sem Skinney- Þinganes hefur byggt yfir gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu. Þetta mikla mannvirki er um 4200 fm. að grunnfleti og hæð um 12 metrar. Þessi „jólagjöf“ til fólksins í héraðinu er stórmannleg og það eiga örugglega margir ungir og eldri eftir að njóta þess að stunda hollar tómstundir við góðar aðstæður í skjóli frá vindum og regni. Sá sem þetta ritar var þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni þegar íþróttaleg samskipti Austur-Skaftfellinga við önnur héruð hófust og íþróttaæfingar voru iðkaðar við mjög frumstæð skilyrði. Þess vegna er þessi atburður svolítið óraunverulegur og sú íþróttaaðstaða sem nú er til staðar á Höfn er til mikillar fyrirmyndar. Nú er það forystu- og hugsjónafólksins að efla enn frekar það góða starf sem þegar er unnið. Með þessu nýja húsi ættu enn fleiri að finna hvöt hjá sér að stunda holla hreyfingu. Það er hægt að gera margt fleira en að spila fótbolta þarna og óneitanlega er skemmtilegra að gangi á mjúku gervigrasinu í skjóli en úti í leiðinda færð og veðri. Byggingunni verður gerð betri skil í blaðinu eftir vígsluna.

Knatthúsið er flott mannvirki

Page 11: Eystrahorn 45. tbl. 2012

11Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Jóni Sölva Ólafssyni matreiðslumeistara hjá Mathúsinu er margt til list lagt og hefur humarsúpan hans slegið í gegn. „Ég byrjaði þróun á humarsoði í matarsmiðju Matís hér á Höfn haustið 2009 og setti þá vöru fyrst á markað fyrir jólin. Humarsoðið er fullþróuð afurð og seldist í miklu magni fyrir síðustu jól. Síðan er ég byrjaður á þróun á nýrri vöru, innbökuðum humri, sem kominn er í tilraunasölu. Ég get því ekki annað en verið mjög ánægður með að geta komist í jafn góða aðstöðu og Matís býður upp á í matarsmiðjunni og ég efast um að þessar vörur hefðu litið dagsins ljós nema fyrir það að matarsmiðjan var hér til staðar," segir Jón Sölvi. Þetta litla fyrirtæki Jóns Sölva er gott dæmi um lítinn framleiðanda sem hefur náð góðum árangri í vöruþróun og markaðssetningu með hjálp matarsmiðju Matís á Höfn. Framleiðsla Jóns Sölva er undir vörumerkinu Kokkurinn og er humarsoðið nú selt í mörgum verslunum m.a. í Nettó hér á Höfn. Ekki þarf að fjölyrða um að varan hefur slegið í gegn því um 1400 hálfs lítra dósir seldust fyrir síðustu jól.„Í framleiðslu á soðinu nýti ég humarskel sem fellur til í framleiðslunni hér á Höfn og þannig má segja að framleiðslan byggist á aukaafurð sem ekki nýttist áður. Næsta skref var svo að þróa vöru með kjötinu úr humrinum og þannig kemur til þróunin á innbakaða humrinum. Hann hugsa ég sem frosinn rétt í verslunum, tilbúinn fyrir neytandann að setja í heitan ofn í stutta stund. En með þessu tvennu er ég kominn með rétti þar sem humarinn nýtist mér vel, skelin í soðið og kjötið í innbakaða réttinn," segir Jón Sölvi og bætir við að eini þröskuldurinn sé sá að frystirinn í matarsmiðjunni mætti vera stærri til að anna því framleiðslumagni sem hann þarf á að halda þegar mest er eftirspurnin. „Ég hef kynnst því í þessu ferli hversu mikil vinna felst í þróunarferlinu og að það þarf að taka tillit til margra mikilvægra þátta strax í upphafi. Aðstaðan sem matarsmiðjan hefur að bjóða er mjög mikils virði en ekki síður sú faglega ráðgjöf sem ég fékk hjá starfsmanni Matís hvað varðar umbúðir, markaðsmál og fleira. Þetta litla verkefni hefur undið hratt upp á sig og ég hef margar fleiri hugmyndir til að vinna úr í framhaldinu. Humarinn varð fyrst fyrir valinu þar sem hér er mikið veitt af honum en ég vonast til að geta þróað ýmsar aðrar vörur á komandi árum. Humarsúpan á vel við sem hátíðarmatur og er auðveld og þægileg í eldun,“ segir Jón Sölvi og bendir á í lokin góðan silungsrétt sem hann er hrifinn af til að létta á kjötmetinu yfir þessa miklu hátíðisdaga.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá er verið að bora eftir heitu vatni inn við Hoffell. Í samtali við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RARIK og bormennina sem blaðamaður og ljósmyndari heimsóttu um helgina kom fram að búið er að bora niður á um 1100 metra en áætlað er að bora 1200 metra djúpa holu. Verkið tafðist í síðustu viku vegna þess að krónan neðst á bornum brotnaði og nokkurn tíma tók að ná henni upp. Sömuleiðis er borinn kominn í harðara berg sem tekur lengri tíma að vinna á. Það er jákvætt að heitt vatn kemur úr holunni án þess að dæling sé hafin. En það styttist í að hægt verði að setja dælur í holuna, vonandi fyrir jól, til að sjá hvað mikið hún framleiðir. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en kannski um miðjan janúar. Það tekur nokkurn tíma að dæla til að sjá hvað svæðið þolir og meta árangurinn. Ef farið verður í virkjun þarna þá er um stóra framkvæmd að ræða sem áætlað er að kosti um 1,5 milljarð króna með einni til tveimur holum í viðbót, stofnlögn og það sem á vantar í dreifikerfið á svæðinu.

Heita vatnið í Hoffelli

Væntingar um árangur

Humarsúpan hentar vel á hátíðumBleikja með birkisalti, fyrir fjóra

4 flök af bleikju • 2-3 stk. gulrætur • 200 gr. blaðlaukur• 1 stk. rauðlaukur • 1 lítil sæt kartafla • u.þ.b. 10 gr. birkisalti •

Stráið birki salti á bleikjuna og steikið í 220° heitum ofni. Látið allt grænmetið í botninn á eldföstu móti og raðið bleikjuflökunum á grænmetið. Roðið á að snúa upp, setjið síðan birkisalt á roðhliðina og inn í ofninn.Borið fram með kartöflum og jógúrtsósu.

Jógúrtsósaein dós af lífrænni jógúrt• 1/3 af niðurskorinni agúrku bætt saman við• smá ferskur sítrónusafi• 1 smátt skorinn hvítlaukur• 1/3 tsk. engifer (krydd) • salt• pipar• smá hunang• niðurskorin steinselja•

Page 12: Eystrahorn 45. tbl. 2012

12 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Kristín Jónsdóttir á Hlíð flutti eftirfarandi erindi á afmælisfagnaði

Fundarhússins í Lóni 16. desember sl.

Góðir gestir!Velkomin í Fundarhús Lónmanna!Ég ætla biðja ykkur að koma snöggvast með mér svona 43 ár aftur í tímann. Skólabíllinn er að koma. Það er rússajeppi með vélina milli sætanna. Lítil stelpa er að fara í skólann í fyrsta sinn. Hún er í rauðri kápu með gráum skinnkraga sem minnir svolítið á gráa hrútlambið sem hún Héla gamla missti í vor. Samt er kápan keypt í búð, meira segja í Reykjavík. Skólataskan er brún hliðartaska, á lokinu er mynd af stelpu og blómum. En nú er kominn nóvember og engin blóm. Í töskunni er blátt nestisbox úr plasti og gul flaska með djúsi. Þarna eru líka nokkrar bækur t.d. lestrarbók en stelpan er læs, pabbi hennar kenndi henni að lesa veturinn sem hún var fimm ára. Í töskunni leynist líka græn 30 cm. reglustika sem kennarinn sendi henni einhvern tíma í haust með þeim skilaboðum að þetta væru fyrirfram verðlaun fyrir að kunna 5. sinnum töfluna þegar skólinn byrjaði. Næstum hálfri öld síðar er fimm sinnum taflan það lengsta sem þessi stelpa hefur komist í stærðfræði. Hún þekkir ekki krakkana í skólabílnum. Þótt talsvert sé af börnum í sveitinni er langt milli bæja og ekki venja að vera þeytast með börn á milli til að láta þau leika sér. Skólahúsið virðist langt utan alfaraleiðar og það er risastórt. Málningin er flögnuð af. Þakið skellótt af ryði en grænt á milli. Gluggarnir bogadregnir með mörgum einföldum glerrúðum sem lokast stundum af frostrósum. Í kennslustofunni eru 6-8 borð og sitja 2 við hvert borð. Stelpan situr við hlið frænku sinnar og jafnöldru. Þær hafa sameiginlegt áhugamál – kindur. Á stafnveggnum er tafla og kennaraborðið þar hjá. Í einu horninu er gaseldavél sem er eini hitagjafinn en það er ekki kveikt á henni nema í aftökum. Framan við kennslustofuna er sviðið og í gólfinu hleri til að fara um einfaldan brattann stiga niður í kjallara, en þar er ekkert að sjá, bara drasl og myrkur. En salurinn er heil víðátta og þar fara börn í eltingaleik og skollaleik þegar ekki viðrar til útiveru. En þegar veðrið er skaplegt er farið í stórfiskaleik og útilegumannaleik á flötinni austan við húsið eða sullað í „Hylnum“ vestan við hólinn. Hann er dimmur og djúpur og auðvelt að fara upp fyrir stígvélin. Norðan við húsið er áfastur skúr. Þar er ljósavélin, í daglegu tali kölluð mótorinn. Þegar er orðið of dimmt til að skrifa eða lesa í skímu frá glugganum er mótorinn settur í gang og ljósin kvikna. Það er mikið sport hjá strákunum að fá að fara út með kennaranum til að snúa mótorinn í gang – einskonar manndómsvígsla.Stelpur fá ekki að snúa í gang, þær eru prúðar og penar og myndu ekki þora að segja að þær langaði líka. Hinsvegar þurfa þær sem eru minnstar fyrir sér stundum að fara með

kennaranum að slökkva um leið og farið er heim. Annars eru sumir strákar til í að toga í hárið á þeim eða stinga með blýanti milli herðablaðanna í myrkrinu. En stundum fer eitthvað úrskeiðis. Einn nemandinn er ekki nógu fljótur að draga til sín sveifina þegar vélin er komin í gang. Sveifin snýst með ásnum á vaxandi hraða og kennarinn og nemandinn forða sér út og skella hurðinni. Litlu síðar kemur sveifin með þrumukrafti út gegnum bárujárnið. Síðan er gat á skúrveggnum. Nemendur læra um Njálsbrennu og Örlygsstaðabardaga. Um Ingólf Arnarson og Úlfljót lögsögumann í Bæ sem auðvitað var sveitungi okkar. Landafræðin er í þuluformi sem á að festa okkur í minni árnar miklu í Evrópu.

Í Dóná falla Ísar, Inn, einnig Drava, SavaLech og Teiss ég líka finnlæt svo Pruth í endirinn.

Stærðfræðin er afgreidd á svohljóðandi hátt „Settu það á þitt sálarprik að nefnarinn er fyrir neðan strik“ Það er lesið um Dimmalimm og Mjaðveigu Mánadóttur eða Dísu ljósálf næstum daglega og skrifað eftir forskrift kennarans uns þeim áfanga er náð að mega skrifa forskriftarlaust upp úr skólaljóðum, eitthvað sem límist í minnið á borð við Grettisljóð Matthíasar eða Aldamótaljóð Hannesar Hafstein.Sú kemur tíð að sárin foldar gróa- Sveitirnar fyllast akrar hylja móa.Kennarinn á afmæli snemma í apríl. Þá er heppilegt að ljúka skólaárinu enda stutt í sauðburð og nóg að gera. En í lok sláturtíðar um miðjan nóvember verður þráðurinn tekinn upp að nýju.Nokkrum árum eftir þetta var skólahald aflagt í Fundarhúsinu, það þótti óhentugt, var nokkuð langt úr alfaraleið og þarfnaðist

mikilla endurbóta. Þær endurbætur voru framkvæmdar mörgum árum síðar þegar skólahald í sveitinni var löngu aflagt og fólkinu hafði fækkað verulega. Þegar fundarhúsið var byggt árið 1912 voru íbúar í Lóni um 200 manns.Á Vígsluhátíð hússins 12. júlí 1913 komu saman um 230 manns úr Lóni og nærsveitum.Í upphafi tuttugustu aldar fór bylgja bjartsýni og framfara um íslenskar sveitir og virðist Lón ekki hafa farið varhluta af því. Á næstu áratugum gegndi Fundarhúsið margþættu hlutverki í lífi Lónmanna. Auk skólahaldsins voru hér haldnar margvíslegar samkomur. Eftir gegningar og mjaltir á kvöldin brá fólk undir sig betri fætinum í eiginlegri merkingu þeirra orða og fór gangandi fleiri kílómetra til að æfa leikrit, söng eða undirbúa kaffiveitingar. Það var á þeim tíma sem fólk varð að hafa ofan af fyrir sér sjálft. Hér köstuðu bændur hversdagslörfunum og stigu á svið sem kavalerar úr Manni og konu eða einhverju stofudramastykki frá meginlandinu. Hér breyttust ungar heimasætur í Gróu á Leiti eða Sigríði í Pilti og stúlku. Hér voru þandar harmonikkur fyrir dansi fram á bjartan dag og mál að fara mjólka. Hér var sunginn kvartettsöngur og einsöngur af þvílíkri tilfinningu að söngvararnir táruðust jafnvel sjálfir. Hér hefur ástin áreiðanlega kviknað og verið innsigluð með kossum og faðmlögum á dansgólfinu eða í rómantískum gönguferðum í nágrenninu. En kannski hefur ástin líka stundum verið forsmáð og dáið hér innan veggja eða úti á hól. Hér stigu börn sín fyrstu dansspor kringum jólatré og smökkuðu kannski sitt fyrsta epli úr poka jólasveinsins. Og sjálfsagt hafa líka einhverjir aldraðir sveitungar átt hér sitt síðasta mannamót. Nú stöndum við hér á 100 ára afmæli þessa húss. Sveitin er mikið breytt. Samgöngur eru greiðar en margir bæir eru farnir í eyði og aðeins eitt barn á grunnskólaaldri. – Sveitirnar fyllast? Ég efa það. Árið 1912 sá fólk ekki fyrir sér hvernig þessi sveit yrði í dag. Og jafn lítið vitum við hvernig hér verður umhorfs að 100 árum liðnum. Kannski er það ágætt. Í 100 ára afmælum hugsar enginn um framtíð afmælisbarnsins heldur gleðst yfir því sem liðið er og fagnar því að hafa átt samleið með viðkomandi. Látum það duga hér í dag.Þakka ykkur fyrir.

Minningar úr Fundarhúsinu

Page 13: Eystrahorn 45. tbl. 2012

13Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Firmakeppni SindraFirmakeppnin verður sunnudaginn 30. desember. Skráning er hjá Gunnari Inga í síma 899 1968

JólabridsJólabridsinn verður í Ekru fimmtudaginn 27. desember kl. 19:30Skráning á staðnum

Gamlárshlaup SindraGamlárshlaupið verður 31. desember kl. 12:30Hlaupið hefst við sundlaugina. Þrjár vegalengdir eru í boði.

Jólin 2012

Héðan sendum við ættingjum, viðskiptavinum og Hornfirðingum nær og fjær okkar

innilegustu jóla- og nýárskveðjur.

Zsuzsa og Jón Gunnar

Page 14: Eystrahorn 45. tbl. 2012

14 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Hugurinn leitar heim Þegar jólin nálgast þá er það óumflýjanlegt að hugurinn leiti oftar heim til Hornafjarðar, sérstaklega þar sem þetta eru einungis þriðju jólin sem ég mun ekki dvelja þar, frá þeim fyrstu árið 1974. Þetta er í fyrsta skipti sem ég eyði jólunum hérna í Boston, en mér til skemmtunar mun móðir mín, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, koma og dvelja með mér um hátíðarnar. Hér er ýmislegt hægt að gera til að halda jólin hátíðleg; við stefnum að því að fara að sjá Hnetubrjótinn sem er alltaf vinsæl sýning í Bandaríkjunum í kringum jólin. Einnig eru nokkrir vinir mínir hér í Boston sem eru ekki að ferðast yfir hátíðarnar, og munu nokkrir þeirra koma í jólamat á aðfangadagskvöld og halda upp á íslensk jól. Hinn formlegi undirbúningur fyrir jólin byrjar eftir Þakkargjörðahátíðina en hún er að sumu leyti stærsta hátíð Bandaríkjamanna og eitthvað sem þeir nánast allir sameinast um. Það er svo sem lítið gert á þeirri hátíð nema að borða og drekka, en aðalmáltíðin er ávallt kalkúnn og svo eru alls konar réttir með; í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru sætar kartöflur með sykurpúðum. Að þessu sinni fór ég til Hamptons sem er í New York fylki og eyddi deginum með vinum mínum þar og þeirra fjölskyldu. Það var afar vel heppnað, enda var veðrið mjög gott og við gátum gengið um á ströndunum sem eru þarna í kring. Eftir Þakkargjörðarhátíðina hefst undirbúningur fyrir jólin sem og annamesti tími okkar í akademíunni, þar sem kennslan er að klárast og svo eru próf og verkefni sem þarf að fara yfir. Einnig er algengt að haldin séu hátíðarboð, en vegna mismunandi trúarskoðana í Bandaríkjunum verður að passa sig á að kalla þau ekki jólaboð. Þessi boð eru haldin bæði af vinum og einnig deildinni, en ég hef líka haft það fyrir sið að bjóða vinum heim fyrir jólin og þó ég kalli það hátíðarboð til að móðga engan, þá er það nú í rauninni jólaboð.

Ekki rjúpur í jólamatinn í árÞegar ég hugsa til baka til Hornafjarðar um jólin eru auðvitað ýmsir hlutir sem standa upp úr og þar sem ég er hefðbundið naut þá líkar mér best þegar hlutirnir breytast lítið sem ekkert, og á það við um jólasiðina og kannski sérstaklega jólamatinn. Æskujólin voru alltaf á Dvergasteini hjá ömmu og afa, Sigrúnu Eiríksdóttur og Guðmundi Jónssyni, og þar sem að amma söng lengi í kirkjukórnum, þá byrjuðum við alltaf á því að fara í messu á aðfangadagskvöld. Því kemur kannski ekki á óvart að móðir mín er sérstaklega búin að

óska eftir því að ég finni messu fyrir okkur yfir jólin sem ég mun gera. Þegar ég var síðast hér í Bandaríkjunum um jól árið 2004, þá sannfærði ég trúlausan vin minn (flestir félagsfræðingar hér í Bandaríkjunum eru trúlausir Demókratar) að koma í kirkju og held jafnvel að það sé eina skiptið sem hann hefur farið í kirkju, a.m.k. í langan tíma, en hann lét þetta eftir Íslendingnum sem bara varð að fara í kirkju á aðfangadagskvöld. En svo maður fari aftur til Hornafjarðar, þá var farið heim til afa og ömmu eftir messuna og þar biðu rjúpurnar, annar mikilvægur hluti þess að halda góð jól. Því var nú gott að hann Guðjón kom í fjölskylduna, því ekki erum við ættingjarnir miklir veiðimenn. En ég býst nú við að þetta verði rjúpulaust ár, en það er spurning hvort að móðir mín ákveði að koma með einhvers konar íslenskan mat sem við getum gætt okkur á. Annars er nú alltaf kostur að Whole Foods, sem er matvörubúð hér, selur íslenskt lambakjöt í takmarkaðan tíma á haustin. Að þessu sinni náði ég í lambalæri sem ég eldaði fyrir nokkra vini mína hér og sló það heldur betur í gegn. Það munaði litlu að allir færu bara á netið og pöntuðu flugfar á stundinni til að geta fengið „meira lamb“ eins og ég er búin að kenna þeim að segja. Þetta sama kvöld lærðu þeir líka að segja „meira vín“ og „meira skyr,“ þannig að ég tel að allir séu tilbúnir fyrir Íslandsheimsókn.

Menntaskóli og háskólanámHornafjörður á alltaf stóran part af hjartanu, en það er frekar ótrúlegt að hugsa til þess hversu langt það er síðan ég flutti frá Höfn, eða 21 ár. Ég flutti til Reykjavíkur árið 1991 til að hefja nám í Menntaskólanum við Sund, en ég hafði tekið þá ákvörðun í kringum 10 ára aldurinn að það væri eini skólinn sem væri ásættanlegur. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem ég lauk BA-prófi í félagsfræði árið 1998 og þó að það sé stundum eins og að ég hafi flutt til Bandaríkjanna í gær, þá eru komin rúm 13 ár síðan ég kvaddi afa og ömmu fyrir utan gömlu íbúðina mína áður en haldið var á flugvöllinn með móður minni, systur og henni Ingibjörgu Ósk vinkonu minni frá Hornafirði. Ég held satt best að segja að amma Sigrún hafi ekkert frekar búist við að sjá mig aftur, þar sem að það er nú ýmislegt sem að getur komið fyrir í Bandaríkjunum. Enda held ég að það hafi verið mikil gleði á Bogaslóðinni þegar fyrsta símtalið frá Bandaríkjunum kom og þetta leit nú bara allt svona ágætlega út. Þó svo að mér hafi liðið vel hér frá fyrstu stundu, þá viðurkenni ég að mér fannst nú svolítið merkilegt að koma heim fyrstu jólin og fannst ég nú bara vera nokkur hetja að hafa náð að lifa af heila önn í Ameríku. Þegar ég flutti fyrst út árið 1999 lá leiðin til Indiana þaðan sem að ég lauk doktorsnámi árið 2007. Þetta var mjög yndislegur tími, þar sem að ég kynntist mörgu góðu fólki, bæði kennurum og nemendum. En einvern tímann verða nú

Fer ekki troðnar slóðirÞað er alltaf áhugavert að fylgjast með ungu fólki sem ekki fer troðnar slóðir eins og fjöldinn. Sigrún

Ólafsdóttir fór ung að heiman í framhaldsnám til Reykjavíkur en lét ekki staðar numið þar og hélt áfram í nám til Indiana í Bandaríkjunum á Fulbrightstyrk og lauk doktorsnámi þaðan árið 2007.

Í dag starfar hún sem lektor við Bostonháskóla og flytur fyrirlestra víða. Í þessu viðtali lýsir hún lífshlaupi sínu og vinnu og staldrar líka við jólahaldið. Sigrún er dóttir Svövu Kristbjargar Guðmundsdóttur

(á Dvergasteini) og Ólafs Þ. Harðarsonar háskólaprófessors og forseta félagsvísindadeildar.

Við útskriftina f.v. Bernice Pescosolido, prófessor við Indiana Háskóla og aðalleiðbeinandi Sigrúnar, Kristbjörg, Hjördís Smith, Ásthildur Ólafsdóttir, Sigrún og Ólafur.

Page 15: Eystrahorn 45. tbl. 2012

15Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

flestir að fara á vinnumarkaðinn og ákvað ég að skoða möguleika á því að vera áfram í Bandaríkjunum þegar námi lauk.

Varð að ósk minni og fékk tilboð frá Bostonháskóla

Það að sækja um akademískt starf í Bandaríkjunum er mikið ferli sem hefst ári áður en byrjað er í starfinu. Ég sótti um í allnokkrum skólum en takmarkaði mig

að mestu leyti við skóla sem eru kallaðir Rannsóknarháskólar 1, en það eru þeir skólar þar sem lögð er meiri áhersla á rannsóknir prófessora en kennsluna, þó hún skipti auðvitað miklu máli líka. Ég vildi helst fá starf í skóla í stórborg á Austurströndinni sem væri með beint flug til Íslands, en prófessorarnir við Indiana gáfu mér ekki miklar vonir um að það myndi ganga upp, þar sem við ráðum oftast litlu um hvar við endum, þar sem samkeppnin er afar hörð. En mér varð að ósk minni og ég fékk tilboð frá Bostonháskóla um að koma þangað, og það var einmitt í kringum jólin. Tilboðið kom reyndar 10 mínútum áður en ég var að fara út á flugvöll til að fara til Boston til að fara til Íslands, þannig að mér fannst það ákveðið merki, kannski sérstaklega í ljósi þess að ég ætlaði að eyða nokkrum dögum í Boston fyrir heimförina hjá vinum mínum sem búa hér. Það vildi nú ekki betur til en svo að ég varð sárlasin og gat varla nokkuð gert nema sofa og fara fram á nokkurra klukkustunda fresti að biðja um saltkex og vatn. Síðan þegar ég var loksins á leiðinni heim og komin út á flugvöll, þá var ekki flogið heim þennan dag og ég þurfti að bíða einum degi lengur. Þetta voru svolítið skrítin jól á Íslandi, þar sem það var orðinn raunveruleiki að ég ætlaði að vera áfram í Bandaríkjunum og ég man enn eftir að hlaupa á milli rétta á jóladag hjá ömmu og afa til að svara tölvupóstum varðandi tilboðið og frá væntanlegum samkennurum. Það er nefnilega mikill munur á milli Íslands og Bandaríkjanna þegar kemur að frídögum og

hátíðarhaldi, og að sumu leyti má segja að þeir taki sér varla frí hérna. Þannig er almennt talið gott ef fólk fær 2 vikur í frí yfir árið og svo finnst þeim afar merkilegt þegar ég segi þeim frá öllum okkar aukadögum í kringum hátíðar, svo sem öðrum í jólum, páskum og hvítasunnu. Hér er það í rauninni bara 25. desember sem er haldinn hátíðlegur. Þetta er auðvitað aðeins öðruvísi hjá okkur sem erum í akademíu, þar sem við kennum aðeins í um 8 mánuði á ári, en munurinn er auðvitað líka

sá að það er alltaf eitthvað sem þarf að gera og nánast enginn tími er heilagur.

Doktorsprófið og hátíðleg útskrift

Sumarið eftir að ég lauk doktorsprófi var mjög hátíðlegt. Foreldrar mínir, stjúpmóðir og systir komu og voru við útskriftina og var haldið stórt boð af vinum mínum í Bloomington til að fagna þessum áfanga. Það er nefnilega þannig hér í Bandaríkjunum að maður ber yfirleitt ekki ábyrgð á að halda sín eigin boð, til dæmis er reglan almennt sú að vinirnir borga á afmælisdaginn og þegar stórviðburðir eins og doktorsútskrift er framundan, þá er þér bara sagt að vera heima og slappa af og mæta svo í veisluna. Þetta sumar komu svo fjórar vinkonur mínar frá Bandaríkjunum í heimsókn og voru viðstaddar boð sem haldin voru í Reykjavík og á Hornafirði, sem og humarhátíð sem var auðvitað afar mikilvægt. Það vita að sjálfsögðu allir þeir sem ég umgengst hér að ég er frá mikilvægasta humarbæ Íslands. Það sem skipti kannski mestu varðandi þetta sumar var að bæði afi og amma voru til staðar til að halda upp á áfangann, en þau ásamt foreldrum mínum hafa haft mest áhrif á námsferilinn. Að þau skyldu bæði fá að sjá mig ljúka doktorsnámi er ómetanlegt, enda var doktorsritgerðin tileinkuð þeim, einfaldlega fyrir allt. Eftir dásamlegt sumar á Íslandi var kominn tími til að fara að vinna fyrir sér og ég hóf störf við Boston háskóla

í félagsfræðideildinni haustið 2007 og hefur líkað það afar vel.

Kennsla og rannsóknirÉg kenni tvö námskeið á hverri önn, sum eru frekar lítil og hafa um 10-20 nemendur, en önnur eru stærri og ég kenni oft námskeið þar sem nemendurnir eru 80. Stærð námskeiða fer fyrst og fremst eftir því hvar nemendurnir eru staddir í náminu; þannig eru inngangsnámskeiðin fyrir fyrsta árs nema stærst og námskeið fyrir þá sem eru að klára BA-prófið eða eru í doktorsnámi minni. Ég hef kennt ýmis námskeið hérna, t.d. heilsufélagsfræði, geðheilsufélagsfræði, stjórnmálafélagsfræði og rannsóknaraðferðir. Mér líkar mjög vel að kenna og hefur það almennt gengið vel, og það er gaman að fylgjast með nemendunum eftir að þeir ljúka námi hér. Til að mynda er einn besti nemandi minn héðan núna doktorsnemi við Indiana háskóla og vinnur með mínum gömlu prófessorum. Ég vinn einnig með nokkrum doktorsnemum við Boston háskóla og er það allt öðruvísi reynsla en að vinna með BA-nemum, þar sem við vinnum mun lengur og nánar með þeim nemendum. Síðan taka rannsóknirnar stóran hluta af tíma mínum, en ég er að vinna að ýmsum verkefnum sem í flestum tilfellum tengjast heilsu eða geðheilsu, og er yfirleitt um samanburð milli landa að ræða. Ég fékk styrk fyrir tveimur árum frá National Institute of Health hérna í Bandaríkjunum til að skoða hvernig stærri samfélagslegar stofnanir, til dæmis heilbrigðiskerfið eða velferðarkerfið, hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu einstaklinga. Einnig hef ég verið að skoða fordóma gagnvart geðrænum vandamálum í 18 löndum, þar á meðal Íslandi, og hvernig og hvers vegna geðræn vandamál hafa verið sjúkdómsvædd í þróuðum iðnríkjum. Það sem skiptir mestu máli er að birta greinar í ritrýndum tímaritum, en þá sendir þú greinina inn þegar þú telur hana tilbúna, og síðan er hún ritrýnd. Langalgengast er að greinum sé hafnað, en oft er það um 80-90% greina sem hljóta slík örlög. Ef ekki, þá er manni boðið að endurvinna greinina og taka tillit til athugasemda þeirra sem ritrýndu hana. Ég er búin að birta allnokkrar slíkar greinar og hef einnig skrifað nokkra bókakafla. Það sem kom mér kannski helst á óvart var hversu mikill tími fer í það sem flokkast undir þjónustu við háskólann og við greinina í heild. Þetta felst til dæmis í því að skrifa meðmælabréf fyrir nemendur, skipuleggja ráðstefnur, sitja í nefndum í deildinni eða háskólanum, og það sem einna mestur tíminn fer í: að ritrýna fyrir tímarit. En sem betur fer, þá er félagsfræði með því skemmtilegasta sem ég geri, þannig að það eru óneitanlega forréttindi að vakna á hverjum morgni og fá að sinna vinnu sem maður hefur ástríðu fyrir og gæti ekki ímyndað sér að gera neitt annað í lífinu. Og þó að vinnudagurinn sé oft langur, þá passa ég mig á að gera líka aðra hluti og hef til dæmis ferðast mikið, fengið mikið af heimsóknum, og notið þess sem Boston hefur upp á að bjóða. Bestu jóla- og nýárskveðjur til allra.

Sigrún tileinkaði doktorsritgerðina Sigrúnu ömmu og Guðmundi afa, Hoffellsjökull í bakgrunni.

Page 16: Eystrahorn 45. tbl. 2012

16 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Sýning áhugaljósmyndara hefur eflaust farið fram hjá fáum síðustu dagana, en myndirnar blasa við öllum sem keyra Hafnarbrautina eftir klukkan 16 á daginn. Sýningin er haldin í þriðja sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin utan dyra. Þemað í ár er Landið og Fólkið og ljósmyndararnir hafa allir túlkað þemað eftir sínu höfði. Myndirnar sem eru til sýnis eru yfir 100 talsins og eru mjög fjölbreyttar eins og þær eru margar. Nú á þriðjudag verður staðsetningu sýningarinnar breytt, en henni verður varpað upp utan á Listasafn okkar Hornfirðinga. Tilvalið er að slá tvær flugur í einu höggi, versla í jólapakkann og skoða sýninguna í leiðinni. Öflugur skjávarpi sér um að varpa myndunum upp og mun sýningin standa út janúar mánuð og fer af stað eftir myrkur. Margir góðir aðilar styrktu sýninguna og viljum við þakka Nettó, Sparisjóðnum, Landsbankanum og Skinney Þinganes kærlega fyrir stuðninginn.

Þann 1. júní 2012 sameinaðist Þekkingarnet Austurlands fleiri stofnunum á Austurlandi undir merkjum Austurbrúar, og hér í Hornafirði starfar það enn með svipuðu sniði og áður í Nýheimum. Sú breyting varð þó á að á haustdögum tók Árdís Erna Halldórsdóttir við starfi verkefnastjóra Austurbrúar, en því hafði Ragnhildur Jónsdóttir áður sinnt frá stofnun Þekkingarnetsins árið 2006. Að sögn Árdísar leggst nýja starfið vel í hana, enda er það fjölbreytt, líflegt og skemmtilegt, „ég er líka svo heppin að hafa Nínu Sibyl hérna áfram, en hún er öllum hnútum kunnug í starfi Þekkingarnetsins sem var ómetanleg hjálp fyrir mig við að kynnast nýjum starfsvettvangi.“

Líflegt hefur verið í haust á fyrsta starfsári Austurbrúar á Höfn, en í boði hafa verið fjölmörg námskeið fyrir leikna og lærða líkt og heimamenn þekkja frá starfsemi Þekkingarnetsins undanfarin ár. Unnin var símenntunaráætlun fyrir sveitarfélagið til næstu þriggja ára og er nú verið að framfylgja henni. Það var byrjað með trukki í september þegar Edda Björgvins mætti og hristi laglega upp í starfsmönnum sveitarfélagsins með hressu erindi um mikilvægi gleði og húmors í vinnunni. Fleiri námskeið fylgdu í kjölfarið og verður nokkuð þétt dagskrá í áætluninni fram á vor.

Fastur liður í þjónustu Austurbrúar er íslenskukennsla fyrir útlendinga, og nú verður einnig sú nýbreytni að boðið verður upp á íslenskukennslu á vinnustað. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til þess fékkst styrkur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og verður verkefnið unnið í vetur í samstarfi við Skinney-Þinganes. Annar fastur liður eru vikuleg námskeið í dagvist fatlaðra í umsjón Nínu, en þar hefur hún m.a. leiðbeint við skreytingagerð, listmálun og farið í vettvangsferðir um nágrenni Hafnar. Hafa þessi námskeið gefist mjög vel enda eru þau fjölbreytt og skemmtileg.

Almennu námskeiðin voru vel sótt að vanda en má þar meðal annars nefna námskeið í excel og spænsku. Á meðal nýjunga var námskeið í fatasaum sem Ragnheiður í Millibör hafði veg og vanda að, auk þess sem Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari dvaldi eina helgi í Hornafirði og kenndi fyrir okkur á byrjendanámskeiði í útskurði. Á vorönn verða fjölmörg spennandi námskeið í boði og má þar til dæmis nefna ostagerð og bókmenntanámskeið þar sem bækurnar „Karitas án titils“ og „Óreiða á striga“ verða ræddar. Það er alltaf skemmtilegt að geta boðið upp á ný og spennandi námskeið, en það er einungis mögulegt því að Hornfirðingar er svo duglegir að sækja þau! Vonum við að svo verði enn og ef það eru óskir um sérstök námskeið hafið þá samband við okkur. Upplýsingar um næstu námskeið verða í námsvísi vorannar sem kemur út fljótlega eftir áramót, sem og á heimasíðu Austurbrúar. Eins minnum við á að hér í Nýheimum er mjög góð aðstaða fyrir nemendur í fjarnámi til að sinna sinni vinnu. „Nú í desember er alveg sérstök stemning í húsinu þar sem jólaprófin eru í algleymingi og þótt ég sé mjög ánægð með að hafa lokið mínu námi, þá er tilfinningin við að skila inn síðasta jólaprófinu eitthvað sem ég sakna alltaf svolítið. Ég hlakka til að upplifa hana í gegnum fjarnemana hjá okkur í ár“ bætir Árdís við að lokum.

Haustið hjá Austurbrú

Starfsmenn Austurbrúar á Höfn, Árdís og Nína.

Sýning áhugaljósmyndara

Kæru íbúar á Höfn og Austur Skaftafellssýslu.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Vinnum saman að því að gera Ísland að framsæknu landi þar sem eftirsóknarvert er að lifa.

Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir í Garði

Page 17: Eystrahorn 45. tbl. 2012

17Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Eins og undanfarin ár ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að vera með Gamlárshlaupið á gamlársdag ef veður og hálka verða ekki til trafala. Hlaupið verður frá sundlauginni og hefst kl 12:30. Í boði eru 3 vegalengdir, 3km, 5km og 10km. Þátttökugjald er 500.- Allir velkomnir.

Frjálsíþróttadeild Sindra.

Gamlárshlaupið

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum

hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu

Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða.

Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar

og stuðningsmenn þeirra

Samfylkingin á Hornafirði óskar öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Samfylkingin á Hornafirði

Opnunartími hjá Verslun Dóru17. - 21. desember ............. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 22. desember .....................................................12:00 - 18:0023. desember .....................................................13:00 - 22:0024. desember .......................................................9:00 - 12:0027. og 28. desember .......... 10:00 - 12:00 og 13:00 - 17:0031.desember ......................................................10:00 - 12:00

Gleðileg jól

Verslun Dóru

SkartgripirÚrval af glæsilegum íslenskum

og ítölskum skartgripum.Úrval af gjafavörum, rúmum

og húsgögnum. Opið: föstudag kl. 11:00 - 19:00 laugardag kl. 11:00 - 17:00 Þorláksmessu kl. 13:00 - 22:00 aðfangadag kl. 10:00 - 12:00

Verið velkomin

Húsgagnaval

Óskum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir ánæjuleg viðskipti

á árinu sem er að líða.

Mikið úrval af skartgripum og gjafavöruOpið laugardaginn 22. desember kl. 13:00 - 18:00

Þorláksmessu kl. 11:00 - 22:30 föstudaginn 28. desember kl. 13:00 - 17:00

Hársnyrtistofa og gjafavöruverslunAusturbraut 15 • Sími 478-2110

Jólabingó Kvennakórs Hornafjarðar

verður í Nýheimum 27.desember kl 17:00.

Glæsilegir vinningar!

Sendum ættingjum og vinum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár.

Heimilisfólkið Stórulág

Page 18: Eystrahorn 45. tbl. 2012

18 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Þann 10. nóvember síðastliðinn fagnaði Kiwanisklúbburinn Ós 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni var haldinn svæðisráðsfundur og afmælishátíð á Hótel Höfn. Á hátíðinni var margt góðra gesta og voru klúbbnum færðar nokkrar gjafir. Jón Ó. Vilhjálmsson forseti Kiwanisklúbbsins Búrfells gaf mynd af Selfoss kirkju. Magnús Þorvaldsson forseti Mosfells gaf fallegan gulldisk, Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri Ísland Færeyjasvæðis afhenti skjöld til Óss. Þá afhenti forseti Þórarinn F. Gylfason Kiwanisklúbbsins Ölvers fuglastyttu. Á afmælishátíðinni fóru einnig fram stjórnarskipti og tveir nýir félagar voru teknir í klúbbinn en það eru þeir Andrés Einarsson og Sigurður Guðnason. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Árið 1975 var haldið 5. umdæmisþing hér á Höfn í Hornafirði og reynt í framhaldi á því að stofna Kiwanisklúbb en það gekk ekki eftir. Tildrög þess að kiwanisklúbburinn Ós var stofnaður á Hornafirði voru þau að umdæmisstjórn íslenska umdæmisins auglýsti í Eystrahorni 1987 kynningarfund um kiwanishreyfinguna á Hótel Höfn. Á þann fund komu frá umdæminu þeir Steindór Hjörleifsson sem nú er látinn og Stefán R Jónsson. Þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmundsson og Ludwig H. Gunnarsson. Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til að stofna klúbb hér á Höfn. Skemmst er frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hópi og úr varð að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar. Stofndagur klúbbsins er 12. september 1987 og hlaut hann nafnið Ós en það nafn hlaut flest atkvæði í kosningum um nafn á klúbbinn. Merki klúbbsins hannaði Hinrik Bjarnason málari eða Bassi eins og flestir þekkja hann. Fyrsti forseti Kiwanisklúbbsins Óss var Helgi Geir Sigurgeirsson. Fundirnir voru haldnir á Hótel Höfn og mikil gróska var í starfsemi klúbbsins. Árið 1988 eða ári eftir stofnunina var haldinn umdæmisstjórnarfundur hér á Höfn og var umdæmisstjórn mjög ánægð hvernig til hafði tekist með stofnun og starfsemi Óss. Félagafjöldi í gegnum árin hefur verið að meðaltali um 20 en mest orðið um 30. Fjöldi manns hafa verið félagar. Sumir

hafa staldrað stutt við en aðrir hafa verið með okkur til fjölda ára. Í klúbbnum eru tveir stofnfélagar eftir en aðrir stofnfélagar hafa flestir flutt búferlum, og sumir þeirra starfa enn með hreyfingunni á þeim svæðum sem þeir búa á. Kiwanisklúbburinn Ós hefur átt fjóra svæðisstjóra í Sögusvæði en þeir eru; Helgi Geir Sigurgeirsson 1991-1992, Haukur Sveinbjörnsson 1997-1998, Geir Þorsteinsson 2002-2003 og Stefán Brandur Jónsson 2008-2009. Starfsemi Óss hefur ávallt verið kraftmikil. Helstu fjáraflanir eru eign og rekstur auglýsingaskiltis hér í bæ, páskaeggjabingó og jólatrjáasala og veitir klúbburinn árlega fjármunum til góðra málefna í sýslunni. Í fyrirrúmi er ávallt kjörorðið börnin fyrst og fremst. Þótt langt sé í næstu klúbba hefur okkur tekist að lifa nokkuð bærilegu lífi, stjórnarmenn hitta aðra félaga einu sinni til tvisvar á ári. Kiwanisklúbburinn Ós gerðist móðurklúbbur Viðeyjar, klúbbs sem stofnaður var í Reykjavík og voru allmargir brottfluttir Hornfirðingar í honum. Árið 2011 var 41. umdæmisþing íslenska umdæmisins haldið á Hornafirði og heppnaðist það vel í alla staði. Ósfélagar

fengu miklar þakkir fyrir en mestar þakkir átti þó skilið undirbúningsnefnd þingsins sem vann að undirbúningi þess í hartnær eitt ár. Sagt er, að halda umdæmisþing geti gert útaf við klúbb en Ósmenn fundu ekki fyrir neinu slíku. Þeir halda bara áfram veginn. Í 25 ára sögu klúbbsins er ekki hægt að láta líða hjá að minnast á einstaka hæfileika klúbbfélaga eins og til dæmis í fótbolta á útihátíðum klúbbsins, einstaka ferðagleði þeirra í þágu Kiwanishreyfingarinnar, alla vega á árum áður. Þá hafa Ósfélagar verið þekktir fyrir snyrtilegan klæðaburð eins og dæmin sanna t.d þegar allir mættu í smóking í Vestmanneyjum. Núna eru 23 félagar skráðir í klúbbinn og flestir vel virkir. Allmargir eru starfandi sjómenn og hefur það auðvitað áhrif á mætingu á fundi, en eins og dæmin sanna þá hefur það ekki haft áhrif á getu klúbbsins til góðra verka. Hér hefur nú verið farið í örfáum orðum yfir starfsemi Kiwanisklúbbsins Óss. Vonandi verður starfsemin áfram gefandi og skemmtileg.

Geir Þorsteinsson forseti Óss Sigurður Einar Sigurðsson ritari Óss

Aldarfjórðungs afmæli Kiwanisklúbbsins Óss

Á myndinni er verið að afhenda fyrstu gjöf Kiwanisklúbbsins Óss til samfélagsins, heyrnarmælingartæki til afnota fyrir grunnskólabörn. F.v. Helgi Geir Sigurgeirsson fyrsti forseti klúbbsins, Heimir Þór Gíslason kennari, Halldóra Hreinsdóttir skólahjúkrunarfræðingur og Haukur Sveinbjörnsson fyrsti gjaldkeri klúbbsins.

Hornafjarðarmeistaramótiðverður í NÝHEIMUM

laugardaginn 29. desember kl. 15:00

Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar

fá frítt

Útbreiðslustjóri

Page 19: Eystrahorn 45. tbl. 2012

19Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Veitingahúsið Víkin FM plötusnúðarnir, Heiðar Austmann og Rikki G

verða í jólagírnum að spila föstudagskvöldið 21. des. Aðgangeyrir kr. 1500. Aldurstakmark 18 ára. Munið skilríkin

Þorláksmessukvöld verður pizza og pastahlaðborð frá 18–20:30. Frítt fyrir 5 ára og yngri. 1000 kr. fyrir 6 – 14 ára. 1800 kr. fyrir 15 ára og eldri. Frítt gos eða safar með matnum.

Stuðlabandið frá Selfossi verða svo eiturhressir að spila á annan í jólum. Skemmtið ykkur vel yfir hátíðirnar og gangið hægt um gleðinnar dyr með bros á vör og dansið fram á RAUÐA NÓTT. Aldurstakmark 18 ára.

Áramótaballið verður svo á sínum stað og hefst kl. 1:00 og verður gamla árið hvatt með stæl. Nánar auglýst síðar.

Veitingahúsið Víkin óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Félagar í Lionsklúbbi Hornafjarðar hafa frá stofnun klúbbsins árið 1966 árlega sett upp jólatré, oftast við Hafnarkirkju. Þess má geta að fyrsta verkefni Lionsklúbbs Hornafjarðar var vinna við að fullgera lóðina umhverfis Hafnarkirkju. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga gaf jólatréð lengst af en Skinney-Þinganes hefur gefið jólatréð undanfarin ár. Félagar klúbbsins hafa séð um uppsetninguna með góðri aðstoð kirkjuvarðanna. Lionsfélagar þakka þessum velunnurum öll samskipti í gegnum tíðina.

Lionsjólatréð

Á Þorláksmessu verður opið hús í Hafnarkirkju frá kl. 16:00 til 18:00. Heitt verður könnunni og kerti seld fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Einnig munu góðir gestir koma í heimsókn því kl 16:00 ætla Guðlaug Hestnes og Gunnar Ásgeirsson leika fjórhent á píanó og kl. 17:00 munu Harmonikkubræður leika jólalögin sín. Komið og eigið notalega stund í kirkjunni ykkar.

Opið hús í Hafnarkirkju

Page 20: Eystrahorn 45. tbl. 2012

20 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Nýtt starfsár hófst á því að flytja Þrykkjuna í Vöruhúsið. Rýmið þar er mun stærra en fyrra húsnæði á Hafnarbraut 40 og gott er að geta nýtt önnur rými í húsinu, eins og gert er í klúbbastarfi Þrykkjunnar. Sjálft starfið fór svo af stað þegar búið var að velja í Þrykkjuráð, gefa út nýja stundaskrá og skipuleggja hinu ýmsu viðburði. Þar má nefna sundstuð, FÍFA PS3-mót, Þrykkju-Quiz, bíókvöld, fáránleika, kökukeppni, draugahús, hádegistónleika Alocola, súkkulaði pool og borðtennismót þar sem allir komu með súkkulaði sem var svo sett í verðlaunapott. Einnig undankeppni SamAust í Sindrabæ.Fyrir yngri nemendur sem eru í 5. - 7.bekk hafa einnig verið viðburðir eins og pool og borðtennismót, bíókvöld, Þrykkjupartý og 5.bekkur hélt svaka diskó þar sem Gangnam style var dansað ansi oft.

Undankeppni SamAust í Sindrabæ

Það var mikill spenningur 25.október þegar undankeppnin var haldin í Sindrabæ. Fjögur lið í söng og sex lið í stíl höfðu æft og undirbúið af kappi fyrir keppnina. Í Stíl er keppt í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun. Einnig eru veitt verðlaun fyrir möppu þar sem liðin þurfa að gera hönnuninni skil. Þemað í Stíl þetta árið var framtíðin. Ragnheiður og Berglind í Millibör veittu liðunum fagleg ráð og leiðbeiningar. Liðin sex voru öll skipuð stelpum og lögðu þær mikinn metnað í verkefnin sín. Eftir glæsilega sýningu í Sindrabæ komust þrjú lið áfram en það tók langan tíma fyrir dómarana að komast að niðurstöðu. Í þriðja sæti lentu Sunna Dögg Guðmundsdóttir, Arney Bragadóttir og Ólöf María Arnarsdóttir. Í öðru sæti lentu Karólína Darnowska, Gerður Guðjónsdóttir og Katrín María Sigurðardóttir. Þær unnu einnig verðlaun fyrir flottustu hárgreiðsluna. Í fyrsta sæti lentu Adisa Mesetovic, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Hafdís Lára Sigurðardóttir og Inga Kristín Kristjánsdóttir. Þær unnu einnig verðlaunin fyrir best gerðu möppuna.

Sigríður Gísladóttir kom, sá og sigraði í söngvakeppninni en hún söng lagið Ást. Í öðru sæti var Íris Björk Rabanes með lagið Ó borg mín borg og Þorkell Ragnar Grétarsson spilaði undir á kassagítar. Í þriðja sæti var Ragna Steinunn Arnarsdóttir en hún söng lagið Stöndum saman. Birta Karlsdóttir spilaði á kassagítar, söng bakraddir og Þorkell Ragnar spilaði á rafmagnsgítar. Undankeppnin var hin mesta skemmtun og mættu á hana um 80 manns. Þetta hafði Sigríður um keppnina að segja: „Mjög skemmtilegt og gaman að taka þátt.“ Kaffihornið, Víkin, Trölli og Hótel Höfn gáfu gjafabréf og þökkum við þeim stuðninginn. Einnig viljum við þakka öllum dómurum sem dæmdu í keppninni.

Stíll í Hörpu

Sigurvegararnir úr undankeppninni unnu sér rétt til þess að keppa í Stíl í Reykjavík sem haldin var í Hörpu þann 24. nóvember. Þar var umfangið stórt og mjög vel skipulagt enda margir sem tóku þátt. Stelpurnar komu vel undirbúnar og náðu að klára förðunina og alla uppsetningu á tilsettum tíma en gefnir voru tveir tímar til undirbúnings. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel og höfðu þetta að segja um keppnina: „Það var mjög gaman að prófa eitthvað nýtt, við fengum ekki verðlaun í þetta sinn en okkur gekk mjög vel og fengum mikla reynslu með því að taka þátt.“

SamAustÞetta árið var ákveðið að halda SamAust á Egilsstöðum 2.nóv. en vegna óveðurs þurfti að fresta því til 7.desember. Lagt var af stað rétt fyrir hádegi á föstudeginum og sóttist ferðin hægt sökum hálku. Við náðum þó í tæka tíð til þess að keppendur í stíl gætu hafið keppni. Aðeins eitt lið ákvað að taka þátt í Stíl á SamAust en það voru þær Ólöf María og Arney. Sunna Dögg sem var módelið hjá þeim í undankeppninni meiddist á fæti og gat því ekki tekið þátt. Það kom því í hlut Arneyjar að vera módel og stóðu þær sig ótrúlega vel, lentu í þriðja sæti. Þær hefðu lent í fyrsta sæti ef mappan þeirra hefði ekki orðið eftir á Hornafirði fyrir misskilning en það skrifast á undirritaðan! Þær höfðu þetta að segja um keppnina: „Mjög skemmtilegt, hefðum þó viljað fá meiri tíma til undirbúnings.“

Í söngvakeppninni tóku þrjú lið þátt en Ragna Steinunn Arnarsdóttir sem lenti í þriðja sæti í undankeppninni ákvað að taka ekki þátt á SamAust. Bryndís Halldórsdóttir sem lenti í fjórða sæti í undankeppninni sló því til með lagið Kysstu mig gosi og fékk Birtu Karlsdóttur og Þorkel Ragnar sér til aðstoðar með undirspil. Það var mikil spenna í loftinu þegar úrslitin voru kynnt og braust út mikill fögnuður þegar það kom í ljós að Íris Björk og Þorkell Ragnar höfðu unnið fyrsta sætið með lagið Ó borg mín borg. Þetta sagði Íris um keppnina: „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu“. Þorkell sagði: „Já, við vorum vel æfð og ég var mjög ánægður með útkomuna.“ Eftir söngvakeppnina var slegið í svaka diskó með dj Sveppz en þá var komið í ljós að vegna ófærðar yrði ekki farið heim að loknu balli. En málunum var reddað og fengum við gistingu í félagsmiðstöðinni Nýung á Egilsstöðum. Strax um morguninn var hægt að halda af stað heim eftir nánast svefnlausa nótt enda voru það þreyttir ferðalangar sem stigu út úr rútunni þegar komið var heim á laugardeginum.Svo verður bara gaman að vinna með Þrykkjuráði eftir áramót að hinum ýmsu viðburðum og það er mikill spenningur að eiga keppendur sem keppa á SamFés 2013.

Vilhjálmur Magnússon, tómstundafulltrúi

Félagsmiðstöðin Þrykkjan á nýjum stað

Íris og Þorkell sigruðu SamAust.

Hildur keppir í Stíl í Hörpu.

Anna Soffía keppir í Fáránleikunum.

Page 21: Eystrahorn 45. tbl. 2012

21Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Foreldrar og börnVirðum lögbundinn útvistartíma yfir hátíðarnar eins og aðra daga. Leyfum heldur ekki eftirlitslaus samkvæmi barna og unglinga yfirhátíðarnar.

Stöndum saman og forvarnarstarfið árangursríkt.

Forvarnarhópurinn

Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Hreyfðu þig daglega,það léttir lundina

Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Flugfélagið Ernir óskar Hornfirðingum öllum

nær og fjær gleðilegrar hátíðar og heillaríks komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

562 [email protected]

Bíldudalur

Reykjavík

Gjögur

Vestmannaeyjar

Höfn

Húsavík

Sendum öllum Hornfirðingum nær og fjær, jóla- og nýárskveðjur.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar

Jólaleikur Í samstarfi við björgunarsveitina verðum við á Trölla

með leik sem er þannig gerður að þú pantar 16‘‘ pizzu eða kjúklinga bita tilboð (6 bita eða fleiri) á 75.

hverri pöntun verður Tralli flugeldapakki í vinning þannig það verða þrír Tralla pakkar og sá síðasti

verður Tröllapakki.

Leikurinn stendur 14. - 30. desember Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls

komandi árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári.Sími 478 - 1505 / 691 – 8502 / nova 776 - 1501

Óskum Austur-Skaftellingum gleðilegrar jólahátíðar.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum árið sem er að líða.

Ingvaldur og Gréta

Page 22: Eystrahorn 45. tbl. 2012

22 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Frá áramótum verður biðstöð Strætó á Höfn við Sundlaug Hafnar, Víkurbraut 9, þar sem miðasalan er í dag.

Laus við að pantaleið 51 milli Víkur og Hafnar

Frá og með 6. janúar þarf ekki lengur að panta fyrirfram Strætó milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Horna�rði. Leið 51 ekur áfram milli Víkur og Hafnar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum líkt og áður. Eini munurinn er sá að þú getur slappað af og tekið Strætó án þess að panta hann.

Kæru ættingjar og vinir. Bestu jóla og nýárskveðjur.

Þökkum liðnar stundir.

Hanna og Einar, Miðtúni 14

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum Viðskiptin á árinu sem er að líða.

HúsgagnavalBestu óskir um gleðileg

jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin

á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Austurbrúar

Ég þakka Hornfirðingum samtstarfið og stuðninginn á liðnu ári.

Ég óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með von um

áframhaldandi gott samstarf.Árni Rúnar Þorvaldsson,

bæjarfulltrúi

Hugheilar jóla- og nýársóskir til vina og vandamanna nær og fjær.

Kveðjur, Álfheiður og Gísli

Nágrönnum mínum, vinum og ættingjum sendi ég innilegar

óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Aðalheiður Geirsdóttir

Page 23: Eystrahorn 45. tbl. 2012

23Eystrahorn Fimmtudagur 20. desember 2012

Golfklúbbur Hornafjarðar sendir kylfingum bestu jóla- og nýárskveðjur.

Minnum á golfmótið á gamlársdag.

Ungmennafélagið Sindri sendir öllum félagsmönnum og velunnurum

bestu jóla- og nýárskveðjur.

Kaffi Hornið á Þorláksmessu

Skötuhlaðborð frá kl. 11:30

Kæst skata, plokkfiskur, saltfiskur, síld, hrísgrjónagrautur og brauðsúpa

Verð kr. 2.900,-Verið velkomin

Starfsfólk Kaffi Hornsins

HornfirðingarTil hamingju með nýja glæsilega íþróttamannvirkið.Þökkum öllum samstarfsaðilum við byggingarframkvæmdina fyrir góða samvinnu.Jafnframt sendum við öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir.Gunnar Gunnlaugsson og starfsmenn Mikaels ehf.

Hvetjum alla félagsmenn að mæta í Sindrabúningum við vígslu knatthússins.

Stjórnir og forráðamenn Sindra

Page 24: Eystrahorn 45. tbl. 2012

24 EystrahornFimmtudagur 20. desember 2012

Þorláksmessuveislaá Hótel Höfn

kl. 11:30 - 13:30

Skötuveisla í efri sal Saltfiskur, skata, plokkfiskur, grjónagrautur og brauðsúpa

Verð kr. 3.500,-

Pizzahlaðborð í neðri sal Verð kr. 1.690,-

Eitthvað fyrir alla!

Sundlaug HafnarOpnunartími yfir hátíðirnar

23. desember, Þorláksmessa ..............................10:00 - 17:0024. desember, aðfangadagur ................................ 6:45 - 11:0025. desember, jóladagur ............................................... Lokað26. desember, annar í jólum ......................................... Lokað27. desember ...................................................... 6:45 – 21:0028. desember ...................................................... 6:45 – 21:0029. desember .................................................... 10:00 – 17:0030. desember .................................................... 10:00 – 17:0031. desember, gamársdagur ................................ 6:45 – 11:001. janúar, nýársdagur .................................................... Lokað2. janúar .............................................................. 6:45 – 21:00

Hátíðarkveðjur, starfsfólk sundlaugar

Óskum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Katrín Birna

Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs

með þökk fyrir árið sem er að líða.

Guðmundur Jónsson

Jólakveðja frá HlíðUm leið og við þökkum vinum og nágrönnum innilega fyrir ómetanlega hjálp og ánægjulega samveru í haust við smalamennskurnar, óskum við þeim gleðilegrar hátíðar og alls góðs.

Stína og Bjarni

Bestu kveðjur um gleðileg jól til allra fjær og nær sem hafa veitt okkur vinsemd og aðstoð.

Blessun og farsæld fylgi ykkur.

Valgerður og Benedikt Hafnarbraut 47

Bestu jóla og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir.

Hátíðarkveðjur Dísa og Gísli Ártúni

Page 25: Eystrahorn 45. tbl. 2012

Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Fyrir hönd bæjarstjórnar

Hjalti Þór Vignisson Bæjarstjóri

Page 26: Eystrahorn 45. tbl. 2012

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Gleðilega hátíð

Page 27: Eystrahorn 45. tbl. 2012
Page 28: Eystrahorn 45. tbl. 2012