6
Fimmtudagur 30. október 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 37. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni hefur ekki farið fram hjá íbúum héraðsins síðustu daga. Það er ekki óeðlilegt þar sem innan við 100 kílómertar eru frá gosstöðvunum og vindáttir óhagstæðar. Framvegis verða mælingar betur upplýsandi, nákvæmari og öruggari því nýr gosmengunar- mælir sem er tölvutengdur við Umhverfisstofnun er komin upp miðsvæðis á Höfn. Einn mælir er í Skaftafelli ásamt hreyfanlegum mæli sem farið er með um sveitirnar þegar þurfa þykir. Mælingar geta verið síbreytilegar eftir vindáttum. Upplýsingar um mælingar í Hornafirði verða settar reglulega á heimasíðu sveitarfélagsins, hornafjordur.is. Sérstök gosupplýsingasíða hefur verið sett upp á síðunni sem er hornafjordur.is/gosupplysingar. Bent skal á að það þarf að smella á myndirnar til að fá réttar upplýsingar. Á síðunni eru leiðbeiningar einnig á pólsku og ensku. Fólki er bent á senda ábendingar eða myndir um mengun á vedur.thekking.is eða [email protected] Í 32. tlb. Eystrahorns voru upplýsingar og ráðleggingar til fólks og hér skal bætt um betur. Almennar ráðleggingar • Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr innöndun SO2. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu ver fólk fyrir um 90% af menguninni. Frekari ráðstafanir Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúnað. 1. Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. 2. Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. 3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. 4. Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. 5. Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. 6. Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. 7. Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútnum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. 8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. 9. Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. Mikil mengun utandyra Ef fólk þarf nauðsynlega að vera utandyra í mikilli mengun sem veldur óþægindum er gagnlegt að hafa blautan klút fyrir vitum en það dregur úr brennisteinsmengun í innöndunarlofti. Klútur vættur í matarsódalausn, eins og lýst er hér að ofan, er þó áhrifaríkari. Athugið að vatnið í klútnum gerir hann mun þéttari þannig að erfiðara er að anda í gegnum hann. Það getur reynst lasburða einstaklingum erfitt og jafnvel hættulegt. Einnig er hægt taka hefðbundna rykgrímu eins og fæst í byggingavöruverslunum og bleyta hana í matarsódalausn. Hins vegar eru rykgrímur það þéttar að vatnið sem bætist við eykur mótstöðu í grímunni og gerir það erfitt að anda í gegnum hana. Því þarf að láta hana þorna alveg sem tekur um sólarhring. ATHUGIÐ: Blautir klútar eða rykgrímur sem áður hafa verið bleyttar í matarsódalausn duga aðeins í stuttan tíma (nokkrar mínútur) og hafa ekki sambærilega virkni við gasgrímur. Þetta eru því ekki úrræði sem hægt er að nota í langan tíma og alls ekki í mikilli nálægð við eldgosið. Þar duga einungis gasgrímur en þær eru áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr SO2 í innöndunarlofti. Gasgrímur eru hins vegar víða ekki tiltækar og ekki ráðlagðar nema þar sem mikillar mengunar verður vart svo sem nálægt eldstöð og þá samkvæmt sérstökum ráðleggingum yfirvalda. Sóttvarnalæknir, Umhverfisstofnun og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Október 2014 Meira um gosmengun Mynd: Óðinn Eymundsson

Eystrahorn 37. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 37. tbl. 2014

Fimmtudagur 30. október 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn37. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni hefur ekki farið fram hjá íbúum héraðsins síðustu daga. Það er ekki óeðlilegt þar sem innan við 100 kílómertar eru frá gosstöðvunum og vindáttir óhagstæðar. Framvegis verða mælingar betur upplýsandi, nákvæmari og öruggari því nýr gosmengunar-mælir sem er tölvutengdur við Umhverfisstofnun er komin upp miðsvæðis á Höfn. Einn mælir er í Skaftafelli ásamt hreyfanlegum mæli sem farið er með um sveitirnar þegar þurfa þykir. Mælingar geta verið síbreytilegar eftir vindáttum. Upplýsingar um mælingar í Hornafirði verða settar reglulega á heimasíðu sveitarfélagsins, hornafjordur.is. Sérstök gosupplýsingasíða hefur verið sett upp á síðunni sem er hornafjordur.is/gosupplysingar. Bent skal á að það þarf að smella á myndirnar til að fá réttar upplýsingar. Á síðunni eru leiðbeiningar einnig á pólsku og ensku.Fólki er bent á að senda ábendingar eða myndir um mengun á vedur.thekking.is eða [email protected]Í 32. tlb. Eystrahorns voru upplýsingar og ráðleggingar til fólks og hér skal bætt um betur.

Almennar ráðleggingar

• ·Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk

• Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr innöndun SO2.

• Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu ver fólk fyrir um 90% af menguninni.

Frekari ráðstafanirEf mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúnað. 1. Takið 5 gr. af venjulegum

matarsóda og leysið upp í 1

lítra af vatni.2. Bleytið einhverskonar

klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn.

3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr.

4. Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum.

5. Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í.

6. Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa.

7. Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútnum, ekki nær en um það

bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna.

8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að

þeim eða breiða neitt yfir þá. 9. Ef langvarandi mengun er til

staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina.

Mikil mengun utandyra

Ef fólk þarf nauðsynlega að vera utandyra í mikilli mengun sem veldur óþægindum er gagnlegt að hafa blautan klút fyrir vitum en það dregur úr brennisteinsmengun í innöndunarlofti. Klútur vættur í matarsódalausn, eins og lýst er hér að ofan, er þó áhrifaríkari. Athugið að vatnið í klútnum gerir hann mun þéttari þannig að erfiðara er að anda í gegnum hann. Það getur reynst lasburða einstaklingum erfitt og jafnvel hættulegt. Einnig er hægt að taka hefðbundna rykgrímu eins og fæst í byggingavöruverslunum og bleyta hana í matarsódalausn. Hins vegar eru rykgrímur það þéttar að vatnið sem bætist við eykur mótstöðu í grímunni og gerir það erfitt að anda í gegnum hana. Því þarf að láta hana þorna alveg sem tekur um sólarhring.

ATHUGIÐ: Blautir klútar eða rykgrímur sem áður hafa verið bleyttar í matarsódalausn duga aðeins í stuttan tíma (nokkrar mínútur) og hafa ekki sambærilega virkni við gasgrímur. Þetta eru því ekki úrræði sem hægt er að nota í langan tíma og alls ekki í mikilli nálægð við eldgosið. Þar duga einungis gasgrímur en þær eru áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr SO2 í innöndunarlofti. Gasgrímur eru hins vegar víða ekki tiltækar og ekki ráðlagðar nema þar sem mikillar mengunar verður vart svo sem nálægt eldstöð og þá samkvæmt sérstökum ráðleggingum yfirvalda.

Sóttvarnalæknir, Umhverfisstofnun og almannavarnardeild

ríkislögreglustjóra. Október 2014

Meira um gosmengun

Mynd: Óðinn Eymundsson

Page 2: Eystrahorn 37. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 30. október 2014

jólamarkaður jólamarkaður Nú styttist í hinn árlega jólamarkað á Höfn og er þeim sem vilja taka þátt bent á að hafa samband við: Nínu Síbyl í síma 866-5114, [email protected] varðandi söluaðstöðu. Vilhjálm Magnússon í síma 862-0648, [email protected] varðandi viðburði. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt í að skapa skemmtilega jólastemmninguí bænum okkar á aðventunni. Jólamarkaðsnefndin

Atvinna í boðiHeilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 80 - 100 % stöðu frá og með 15. desember 2014. Um framtíðarstarf er að ræða.

Laun greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ eða AFLs og Sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur rennur út 10. nóvember 2014.

Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470 8480.

Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri.

Eystrahorn

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

MiðtúnMikið endurnýjuð 101,7 m² efri sérhæð með góðri sameiginlegri lóð. 4 svefnherbergi, laus fljótlega

MánabrautFallegt fullbúið einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr samtals 187 m². 3 til 4 svefnherbergi 2 stofur glæsilega ræktuð lóð, frábær eign.

HöfðavegurSteinsteypt 107,6 m² einbýlishús ásamt 49,7 m² forsköluðum bílskúr samtals 157,3 m². Húsið er mikið endurnýjað bæði að utan og innan 4 svefnherbergi.

Nýtt á skrá

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta. Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. Að þessu sinni verður allra heilagra messu minnst sunnudaginn 2. nóvember með guðsþjónustu í Hafnarkirkju kl. 17:00. Guðsþjónustan er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund. Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Sigurðar í síma 894 3497 eða sr. Stígs í síma 862 6567, eða á netfangið [email protected]

Hársnyrtistofan FLIKK Sími 478-2110Ný sending af flottum herra- og dömuúrum. Verð frá kr. 6.500 - 9.400.Vandaðar og fallegar töskur og peningaveski frá Henley. Myndir o.fl. á facebook - inni á hársnyrtistofan flikk.

Verið velkomin

HafnarkirkjaSunnudaginn 2. nóvemberFjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.

Barnasálmar og sögur verða í aðalhlutverki í messunni.

Barnafjölskyldur boðnar sérstaklega velkomnar.

Guðsþjónusta kl. 17:00 Látinna minnst í tali og tónum

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Allra heilagra messa2. nóvember

Page 3: Eystrahorn 37. tbl. 2014

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 30. október 2014

Örfáir miðar lausir 1. nóvember.

ATH - síðasta sýning! Nánari upplýsingar

á Hótel Höfn í síma 478-1240

Sólvellir 14 - 760 Breiðdalsvíkwww.hotelblafell.is - S. 475-6770

Jólahlaðborð á Hótel Bláfellilaugardaginn 22. nóvember & laugardaginn 29. nóvember

Við erum á facebook!

Veisluborðin á Hótel Bláfelli koma til með að svigna undan kræsingum á okkar árlega jólahlaðborði.

Lifandi tónlist.

Verð er 8.500 kr. fyrir manninn.

Verð pr. mann með gistingu

í 2ja manna herbergi 12.900 kr.

Aðrar dagssetningar koma til greina fyrir hópa.

Pantanir og upplýsingar í síma 475-6770 eða í netfanginu: [email protected]

Tilboð

fyrir hópa

Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar boðar foreldra og forráðamenn

á fræðslufund, miðvikudaginn 5. nóvember, frá kl. 17:15-19:15 í fyrirlestrarsal Nýheima.

Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson frá Marita

hefja fundinn á erindi sínu um þolanda og geranda eineltis. Seinni hluti fundarins snýr að skaðsemi fíkniefna, að

þekkja og greina einkenni vímugjafaneyslu. Þessi málefni varða okkur öll og hvetjum við því alla

foreldra að koma!

Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Hornafjarðar

Aðgerðarhópur um lýðheilsu

og forvarnir

Jól í skókassa

Tekið verður á móti jólapökkum í

Hvítasunnukirkjunni við Hafnarbraut

laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. nóvember

milli klukkan 16:00 og 18:00.Hjá Flytjanda er lokadagur

3. nóvemberÞú ert velkominnHeitt á könnunni,

djús og piparkökurSendingakostnaður út er

800 kr. á pakka.(Peningurinn látinn í umslag,

efst í pakkann)

DósasöfnunSunddeild Sindra hyggst

efna til dósasöfnunar laugardaginn 1. nóvember

Hefjumst við handa um kl 11:00 þar sem

krakkarnir banka uppá hjá ykkur, einnig getið

þið sett poka með dósunum fyrir framan

dyrnar hjá ykkur.

Sundkrakkarnir ætla að nota afraksturinn til að

fara í sundbúðir eina helgi í vetur.

Með von um að allir taki vel á móti okkur á

laugardaginn

Kveðja, Krakkarnir í sunddeild

Sindra

Page 4: Eystrahorn 37. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 30. október 2014

Framtíð ferðaþjónustu á Suðurlandi

Málþing Markaðsstofu Suðurlands Markaðsstofa Suðurlands stendur fyrir málþingi um ferðaþjónustu á Suðurlandi og stefnumótun til framtíðar.

Fjallað verður um dreifingu ferðamanna, lengd dvalar á svæðinu sem ásamt hugmyndum um stefnumótun ferðamála á Suðurlandi til framtíðar. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum, sem verða nýttar til stefnumótunar um starfsemi og hlutverk Markaðsstofunnar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi.

Málþingið fer fram föstudaginn 7. nóvember kl. 13:30 – 16:30 á Icelandair Hótel Vík.

Athugið að málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir. Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi.

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu [email protected].

Sími 560 2044 • [email protected] • www.south.is

Uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja

á Suðurlandi Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi til Uppskeruhátíðar þann 7. nóvember nk. á Icelandair Hótel Vík.

Uppskeruhátíð er vettvangur til að hittast og efla samstöðu innan ferðamálahópsins á Suðurlandi. Hátíðin hefst með fordrykk kl. 19:30, en dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Heiðursgestur hátíðarinnar verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

Hátíðarkvöldverður og skemmtun: 6500 kr á manni.

Verð á gistingu með morgunverði kr. 4.750 – 5.500 á mann m/v tveggja manna herbergi.

Skráning stendur til sunnudagsins 2. nóvember á [email protected] eða í síma 560-2044 og er þátttaka opin öllum ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.

Mætum öll og skemmtum okkur saman.

Sími 560 2044 • [email protected] • www.south.is

Styrkumsóknir

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 7. nóvember nk.

Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri

Halloweenball á Hótel Höfnlaugardaginn 1. nóvember frá miðnætti til kl. 3:00. síðasta ballið á Hótelinu í bili.Glæsileg verðlaun fyrir bestu búningana m.a. flugmiði frá flugfélaginu Erni!Aldurstakmark 18. ár - snyrtilegur klæðnaður

Miðaverð kr. 2.000,-

Page 5: Eystrahorn 37. tbl. 2014

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 30. október 2014

UPPSKERUHÁTÍÐHin árlega uppskeruhátíð

verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum 1. nóvember

Húsið opnar með fordrykk kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00

Veislustjóri verður S. Sindri Sigurgeirsson.

Hljómsveitin Meginstreymi mun leika fyrir dansi.

Sama verð og í fyrra 6500 kr.Miðapantanir í síma 478-1074

Allir velkomnir

Boðið verður upp á nám í húsasmíði og húsgagnasmíði á vorönn 2015, ef næg þátttaka fæst. Námið tekur fjórar annir þar sem kennt er 5 til 6 helgar á hverri önn. Nám í húsasmíði og húsgagnasmíði er sameiginlegt fyrstu tvær annirnar, en greinist eftir það í sérgreinar húsasmíði og húsgagnasmíði.Námið er ætlað nemendum 20 ára og eldri. Gisting á heimavist FNV er í boði.

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2014.

Þá er hægt að bæta við nemendum í húsasmíði í dagskóla FNV á vorönn 2015.

Nánari upplýsingar og skráning í námið eru hjá skrifstofu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í síma 455-8000 eða hjá Karítas Björnsdóttur í síma 865-0619

Helgarnám í húsa- og húsgagnasmíði

Allar konur í Hornafirði til sjávar og sveita!

Nú þegar komið er undir lok árs 2014 er ekki seinna vænna en að hinir skeleggu kvenmenn þessa

héraðs hittist til skrafs og ráðagerða.

Á næsta ári þann 19. júní 2015 munum við fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Viljum við að því tilefni hvetja allar konur að koma til fundar í

Nýheimum fimmtudagskvöldið 30.október næstkomandi kl. 20.00.

Þar er ætlunin að sameina krafta okkar og hugsjónir í þeim tilgangi að

standa saman að undirbúningi að þessum merka viðburði og gera honum hátt undir höfði eins og

hornfirskum konum einum er lagið.

Með von um góða mætingu

og samstöðu,

Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Já! - ég þori, get og vil

Opið alla laugardaga í nóvember og desember frá klukkan 13:00 til 16:00.

Alla fimmtudaga til jóla er opið til klukkan 20:00.

Full búð af nýjum vörumOpnunartími:Mánudaga til miðvikudaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 Fimmtudaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 20:00Föstudaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00Laugardaga 13:00 - 16:00

Verslun Dóru

Page 6: Eystrahorn 37. tbl. 2014

Hvað er í boði á Suðurlandi?

kíktu á www.sudurland.is

viðburðir sundlaugarbæir

afþreying gisting

þjóðgarðar

náttúra

sveitarfélögveitingar

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga