12
á Akranesi dagar Írskir 3.-6. júlí 2014 Dagskrá Norðurál er aðalstyrktaraðili Írskra daga 2014 Athugið að dagskrá Írskra daga getur breyst, fylgist því með á irskirdagar.is og á facebook.com/IrskirdagaraAkranesi Umbort & hönnun: UJÓNSDÓTTIR

Dagskrá Írskra daga 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hér má sjá dagskrá Írskra daga 2014 sem fer fram dagana 3-6 júlí nk.

Citation preview

Page 1: Dagskrá Írskra daga 2014

á Akranesi dagar Írskir

3.-6. júlí2014

Dagskrá

Norðurál er aðalstyrktaraðili Írskra daga 2014Athugið að dagskrá Írskra daga getur breyst, fylgist því með á irskirdagar.is og á facebook.com/IrskirdagaraAkranesi

Um

bort &

hön

nun:

UJÓ

NSD

ÓTT

IR

Page 2: Dagskrá Írskra daga 2014

Velkomin á Írska daga á Akranesi

Bókasafn:

Mið. 2. júlí Fim. 3. júlí Fös. 4. júlí

Lokað

kl. 13-16

kl. 10-17 kl. 10-17 kl. 10-16 kl. 10-16 kl. 12-16

kl. 10-17

kl. 10-18 kl. 10-18 kl. 10-18

kl. 10-17 kl. 10-17 kl. 10-17 kl. 10-17

kl. 6.15-21 kl. 6.15-21 kl. 9-21 kl. 9-21 kl. 9-21

kl. 13-16 kl. 13-16 kl. 13-16 kl. 13-16

Lokað

Lau. 5. júlí Sun. 6. júlí

Jaðarsbakkalaug:

Safnasvæðið:

Upplýsingamiðstöð:

Akranesviti:

Opnunartímar

Írskir dagar eru nú haldnir hátíðlegir í fimmtánda sinn. Líklega hefur upphafsmenn þessarar bæjarhátíðar okkar Skagamanna ekki grunað hversu vel hátíðin myndi dafna og blómstra með árunum. Akurnesingar vildu minnast hins írska uppruna síns og héldu fjögurra daga hátíð sem kölluð var „Írskir dagar“ í maí árið 2000. Hátíðin var haldin í tengslum við verkefnið „Reykjavík menningarborg árið 2000“, en að hátíðinni lokinni voru útilistaverk við Elínarhöfða, Leyni og Langasand afhjúpuð. Hátíðin í ár er með hefðbundnu sniði. Hún hefst formlega á fimmtudeginum 3. júlí með Hálandaleikum þar sem meðal annars fer fram aflraunakeppni á Merkurtúni. Götugrill verða að venju á föstudagskvöldinu og fjölskyldutónleikar á Akratorgi. Á laugadeginum verður markaðsstemning í bænum, brekkusöngurinn er á sínum stað og hið sívinsæla Lopapeysuball. Hátíðinni lýkur með fjölskylduskemmtun í Garðalundi á sunnudeginum. Fyrir hönd Akraneskaupstaðar óska ég bæjarbúum og þeim fjölmörgu gestum sem leggja leið sína til okkar á Írskum dögum, góðrar skemmtunar og vil um leið þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið við að gera hátíðina sem best úr garði.

Regína Ásvaldsdóttir - Bæjarstjóri

2

Page 3: Dagskrá Írskra daga 2014

Í gangi alla Írsku dagana

Bókasafnið Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 10.00 - 18.00. Sýningin ÍA liðin á árunum 1946 - 2011 er myndvarpasýning í Svöfusal í júlí og ágúst. Einnig verður bókamarkaður opnaður þann 3. júlí, þar sem seldar verða skáldsögur, ljóð, fræðirit, ævisögur, barnabækur og VHS myndir. Frítt inn.

BúkollaNytjamarkaðurinn Búkolla er opinn fimmtudag, föstudag og laugardag kl. 12.00 - 15.00. Gefum húsbúnaði, fötum og fylgihlutum nýtt líf. Búkolla hefur getið sér gott orð fyrir að þar má finna nánast allt sem þig vantar!

JaðarsbakkalaugSundlaugin er opin alla daga og er opnunartími lengdur um helgar í sumar. Athugið að sundlaugin lokar kl. 18.00 föstudaginn 4. júlí vegna götugrillanna.

Róbótasafnið Skólabraut 37Opið fimmtudag til sunnudags kl. 13.00 - 17.00. Einnig eftir samkomulagi í síma 894 4070 eða í netfangið [email protected]. Safnið er einkasafn 500 - 600 leikfanga sem að mestu samanstendur af róbótum og geimtengdum leikföngum úr blikki og plasti frá árunum 1950 til 1975. Frítt inn. Einnig er opið eftir samkomulagi og hægt að panta opnun í síma 894 4070 eða senda á í netfangið [email protected].

Safnasvæðið í Görðum og GarðakaffiSafnasvæðið er opið kl. 10.00 - 17.00 alla daga og samanstendur af nokkrum söfnum og sýningum. Í sýningarsalnum í Safnaskálanum er opin yfirlitssýning eftir Helenu Reynisdóttur, ungan og upprennandi listamann. Hún er þekktust fyrir andlitsmyndir í ofurraunsæis stíl og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín.

Stóri vitinn á Breið Akranesviti á Breið er opinn alla daga í sumar kl. 13.00 - 16.00. Hljómburður í Akranesvita er ævintýri líkastur! Hægt er að heimsækja vitann samkvæmt samkomulagi utan þess tíma, sérstaklega fyrir hópa. Á Breiðinni er fagurt útsýni yfir allan Faxaflóa; mögnuð fjallasýn, fuglalíf mikið og brimbarðar klapparfjörur. Nokkuð sem lætur engan ósnortinn hvort sem er í blíðviðri eða þegar sjórinn ýfir sig. Frítt inn. 

Vinnustofa listamannsBjarni Þór Bjarnason er Skagamönnum að góðu kunnur. Hann verður með opna vinnustofu að Kirkjubraut 1, alla Írsku dagana. Allir hjartanlega velkomnir.

SpurninginRiverdans eða írskt viskí

Bjarni Kristófersson: Viskí

Sturla Magnússon: Riverdans

Guðrún Sigvaldadóttir: Riverdans

Heiða Arnþórsdóttir: Riverdans

3

Page 4: Dagskrá Írskra daga 2014

20.00 Tónberg - Ást og Vín Sönglög, aríur og dúettar um ást og vín. Flytjendur eru Alexandra Chernyshova - sópran, Sigurður Helgi Oddsson - píanó, Kári Friðriksson - tenór og Þórhallur Barðason - baritón. Létt og skemmtileg dagskrá. Miðaverð kr. 2000, eldri borgarar og öryrkjar kr. 1500.

20.00 Vinaminni – Kalman listvinafélag og Þjóðlagasveitin MógilMógil býður þér í ævintýralegan, seiðandi og hlýjan tónlistarheim með blöndu af djass, klassík og þjóðlagatónlist. Miðaverð kr. 2000, Kalmansvinir kr. 1500. Kaffi og konfekt!

14.00 Bókasafnið - Sögubíllinn Æringi Sögubíllinn Æringi kemur í heimsókn og sögukonan ævintýralega segir sögur. Öll börn velkomin og fá frostpinna í tilefni að 150 ára afmæli bókasafnsins. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands. Frítt inn.

15.00 – 17.30 Aggapallur - FjöliðjanFjöliðjan býður upp á límonaði drykki í írsku fánalitunum og blöðrur í sömu litum. Skemmtilegt uppistand um kl. 17.00. Frítt inn.

16.00 - 17.30 Húsasmiðjan við Smiðjuvelli - GrillveislaHin árlega grillveisla Húsasmiðjunnar á Akranesi á Írskum dögum. Húsasmiðjan er dyggur þátttakandi í Írskum dögum og býður gestum og gangandi upp á gómsætar, grillaðar pylsur með öllu.

Miðvikudagur 2. júlíUpphitun fyrir hátíðina

Fimmtudagur 3. júlí

Dagskrá

Opnunaratriði Írskra daga 2014

16.30 - 19.00 Merkurtún – Hálandaleikar, aflraunaáskorun og hreystibraut Aflraunaáskorun og Hálandaleikar á Akranesi. Bæði kvenna og karlaflokkur, skráningar á www.aflraunir.is.

4

Page 5: Dagskrá Írskra daga 2014

17.00 – 20.00 Akranesviti á Breið – „Hafið gaf, hafið tók“ Opnun myndlistarsýningar Bjarna Þórs í Akranesvita á Breiðinni. Sýningin er opin alla daga frá kl 13.00 – 16.00 út júlí.

20.00 – 23.00 Verslanir í bænum opnar Viðburðir og skemmtilegheit! Komið og gerið góð kaup!

21.00 Gamla Kaupfélagið – PartýljóniðLifandi tónlist og Partýljónið valið. Þekkir þú partýljón? Kíktu á facebook.com/IrskirdagaraAkranesi. Frítt inn.

19.30 Akranesviti – FjallabræðurKórinn Fjallabræður telur um 40 karla sem finnst ekkert skemmtilegra en að skemmta sér og öðrum. Kórinn á rætur sínar að rekja til Flateyri, en síðan hann var stofnaður fyrir 8 árum hafa vel valdir menn ratað inn í kórinn úr ólíklegustu sveitarfélögum og töluvert margir frá Skaganum. Þetta verður magnaður viðburður.

Dagskrá

Fimmtudagur 3. júlí

16.00 – 22.00 Miðbær, Kirkjubraut og Suðurgata – Almenn götustemning byrjarTívólí, vatnaboltar, paintball og lazertag. Miðar seldir á staðnum.

16.00 – 18.00 Upplýsingamiðstöð, Suðurgötu 57 – Söngvakeppni Huldu GestsKeppt í aldursflokkunum 3-6 ára, 7-12 ára og 13-18 ára.  Lagalistinn er á síðunni irskirdagar.is og að sjálfsögðu má nota allt playback af netinu og spila á eigið hljóðfæri.

18.00 Götugrill um allan bæ! Ýmist eru leikvellir eða götur notaðar undir grillveislur. Mikið er lagt upp úr skreytingum og oft er keppni um þær á milli gatna. Fjölskyldur mætast, grannar kætast!

Hver er Kolumkilli (grillkóngur) í þínu hverfi? Kolumkillar sem skrá götugrillin sín á [email protected] mega eiga von á óvæntum glaðningi!

22.00 – 24.00 Tónleikar á Akratorgi að loknu götugrilliVilli naglbítur og Sveppi, Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins og Matti Matt með Rokkabillýbandinu. Dagskráin er í boði Akraneskaupstaðar, allir velkomnir.

23.59 Gamla Kaupfélagið Dj Red Robertson og félagar frá miðnætti. Frítt inn.

Föstudagur 4. júlí

5

Page 6: Dagskrá Írskra daga 2014

08.00 Garðavöllur - Opna Guinness mótið Skráning á golf.is og í síma 431 2711.

10.00 Akraborgarbryggja – BryggjusundSjóbaðsfélag Akraness býður upp á sjósund frá Akraborgarbryggju að Merkjaklöpp við Langasand undir Aggapalli. Sundið er um það bil 950 metrar. Heitur pottur á eftir í Jaðarsbakkalaug. Athygli er vakin á því að þátttakendur eru á eigin ábyrgð og nauðsynlegt er að vera vel hvíld/ur og nærð/ur á sunddegi. Bryggjusundið er háð veðri en upplýs-ingar verða á facebook.com/SjóbaðsfélagAkraness.

10.00 Aðalhafnargarði - Dorgveiðikeppni ModelsDorgveiðikeppni á „Stóru bryggjunni“ í boði verslunarinnar Módel á Akranesi. Glæsilegir vinningar í boði.

11.00 – 18.00 Gallerí Urmull – Kaffihúsastemning og markaðurFélagsmenn verða með markað, vöfflur og kaffi (djús fyrir börn). Írsk tónlist spiluð af diskum og svæðið skreytt í írsku litunum.

12.00 Akraneshöfn - BryggjugolfBryggjugolf til styrktar barna og unglingastarfi Golfklúbbsins Leynis. Afrekshópar GL verða með bækistöðvar við Hafnarhúsið upp úr hádeginu og fram eftir degi.

12.00 – 17.00 Íþróttahúsið á Vesturgötu - HandverksmarkaðurStærsti markaður á Íslandi á Írskum dögum! Frábært tækifæri til að gera góð kaup. Um 80 söluaðilar selja allt á milli himins og jarðar. Handverk, listmunir, skartgripir, prjónavörur, leikföng og fatnaður.

13.00 – 22.00 – Miðbær, Kirkjubraut og Suðurgata – almenn götustemningTívolí, vatnaboltar, paintball og lazertag. Miðar seldir á staðnum.

13.00 – 17.00 Suðurgata 57 - Matar- og antíkmarkaður Á boðstólum markaðarins eru meðal annars pipraður harðfiskur og viskýlegið lambakjöt. Markaður verður á sama stað og tíma alla laugardaga til og með 2. ágúst næstkomandi.

Krukkukeppni Verslunar Einars Ólafssonar Fer fram á matarmarkaðnum á sérmerktu borði og eru keppendur beðnir um að mæta með tvær krukkur, merktar með dagsetningu og nafni þess sem útbjó innihald krukkunnar til, milli kl. 13.00 og 13.30. Keppt verður í flokkunum ömmusultan, appelsínugulasta sultan, frumlegasta meðlætið í krukku og ferskasta chutneyið. Niðurstöður verða kynntar á sviði um kl. 16.00. Dómarar verða sérstakir matgæðingar.

Rauðhærðasti ÍslendingurinnKeppnin um rauðhærðasta Íslendinginn er sívinsæl. Skráning fer fram á staðnum og á [email protected].

13.00 Bílaplanið við Stillholt 16-18 - Bílasýning Bílaklúbbs VesturlandsHópakstur frá Hvalfjarðargöngum um kl. 12.45, fer hring um Skagann sem endar á sýningarsvæðinu. Þar verða bílar og ýmiskonar farartæki til sýnis. Um kl. 14.30 verður kosning sýningargesta um fallegasta, frumlegasta og skrýtnasta ökutækið.

Laugardagur 5. júlí

Dagskrá

6

Page 7: Dagskrá Írskra daga 2014

Eigendur áhugaverðra ökutækja af öllum gerðum eru sérstaklega velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á að sýna tækin sín, hafi samband í síma 868 6589 eða [email protected].

13.00 – 17.00 Miðbær – GötustemningUngt fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi í miðbænum. Um allan bæ verður eitthvað forvitnilegt að sjá og upplifa! 14.00 Akratorg – Dagskrá og úrslit úr keppnumLjúf og skemmtileg dagskrá á sviðinu á Akratorgi. Úrslit kynnt úr keppnunum rauðhærðasti Íslendingurinn, krukkukeppnin og söngvakeppni barnanna í umsjón Huldu Gestsdóttur. Tónlistarmenn af Skaganum koma fram og verða viðloðandi dagskrána fram eftir degi.

15.30 Langisandur - Sandkastalakeppni Guðmundar B. Hannah Keppnin fer fram neðan við Aggapall, við Merkjaklöpp. Keppt er í eftirtöldum flokkum; besti kastalinn - fallegasta listaverkið - yngsti keppandinn - fjölskyldan saman. Mætið á Langasand með skóflur, fötur og frábærar hugmyndir um glæsileg listaverk úr sandi!

22.40 „Þyrlupallur“ við Akranesvöll – Brekkusöngur Club 71Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð stjórnar söngnum eins og honum einum er lagið!

23.30 Við Akraneshöfn - Lopapeysan 2014Lopapeysan er íslensk tónlistarhátíð haldin við Akraneshöfn á Írskum dögum í sementsskemmu, risa tjaldi og á útisvæði við hafnarbakkann. Fram koma á tveimur sviðum: Pálmi Gunnarsson, Helgi Björnsson og Reiðmenn Vindanna, Erpur, Páll Óskar, Ingó, Steindi og Bent, Skítamórall, Friðrik Dór og fleiri. Forsala miða er hafin í Eymunds-son og á miði.is. Aldurstakmark 18 ár.

Laugardagur 5. júlí

Dagskrá

Brekkusöngur club 71

7

Page 8: Dagskrá Írskra daga 2014

13.00 – 16.00 – Miðbær, Kirkjubraut og Suðurgata – almenn götustemningTívolí, vatnaboltar, paintball og lazertag. Miðar seldir á staðnum.

14.00 – 17.00 Garðalundur – fjölskyldudagskráLeikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött með Þyrnirósarívafi. Einnig verður boðið upp á Leikjaland þarsem finna má afþreyingu sem hentar fólki á öllum aldri. Frítt inn.

Tjaldsvæðið í Kalmansvík er fjölskyldutjaldsvæði á Írskum dögum. Þetta þýðir að aldurstakmark er 23 ár, nema um fjölskyldufólk sé að ræða, þ.e. foreldra með börnin sín. Sérstök verðskrá gildir á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Írskum dögum. Allir gestir 14 ára og eldri greiða kr. 2.000 fyrir alla helgina, einnig greiðast kr. 2.000 fyrir hvern gististað; tjald, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að allri aðstöðu og þjónustu á svæðinu, m.a. þvottavél, þurrkara, sturtum og rafmagni. • Bifreiðastöður eru bannaðar á tjaldsvæðinu, vinsamlegast leggið bílum á bílastæðum. Öll óþarfa umferð um tjaldsvæðið skapar hættu og er bönnuð - Þetta er fjölskyldutjaldsvæði og börn að leik á milli húsa og á götum svæðisins. • Undantekningarlaust á að vera komin á næturró kl. 23.00.• Allar skemmdir sem gestir vinna á aðstöðu eða eignum annarra verða kærðar til lögreglu. Brot á ofangreindum reglum varða brottvísun af tjaldsvæðinu. Með von um að allir skemmti sér vel á Írskum dögum og sýni öðrum gestum svæðisins og starfsfólki þess tillitsemi.

Góða skemmtun á Írskum dögum!Akraneskaupstaður og starfsfólk tjaldsvæðisins í Kalmansvík.

Tjaldsvæðið

Sunnudagur 6. júlí

Dagskrá

Reglur á tjaldsvæðinu á Akranesi á Írskum dögum 2014

Spurningin

Guðríður Sigurjónsdóttir: Tónleikar á föstudegi

og Lopapeysan

Lára Dóra Valdimarsdóttir: Samverustund með fjölskyldunni

og tónleikar á föstudagskvöld

Ragnhildur Jónsdóttir: Götugrillið hjá Möggu systur

Ragnheiður Ragnarsdóttir:Föstudagskvöldið og

brekkusöngurinn

Hvað er skemmtilegast á Írskum dögum

8

Page 9: Dagskrá Írskra daga 2014

Kirkjubraut 11 / 300 Akranesi / www. gamlakaupfelagid.is / 431-4343

Írskir dagar 20143.-6. júlí

Laugardagskvöldið 5. júlíSvei�ukóngurinn Geirmundur Valtýs ásamt hljómsveit miðaverð kr. 1.500

Föstudagskvöldið 4. júlídj RED Róbertsson ásamt félögum

FRÍTT inn og allir glaðir

Fimmtudagskvöldið 3. júlíLeitin að partýljóninu 2014hefst kl 21:00 FRÍTT inn 50.000 kr. verðlaun í boði

Page 10: Dagskrá Írskra daga 2014
Page 11: Dagskrá Írskra daga 2014

Söngvakeppnin Partýljónið 2014Partýljón eru ekki ólík kamelljónum og bregða sér í allra kvikinda líki. Í ár fer partýljónskeppnin fram á alnetinu og á Gamla Kaupfélaginu. Reglurnar eru einfaldar. Þú getur byrjað á að taka upp hámark 4 mínútna myndband af þér þar sem þú spilar og syngur stuðlag. Þú setur svo myndbandið inn Facebooksíðu Írskra daga, facebook.com/IrskirdagaraAkranesi til þess að kynna þig. En við viljum líka hittast og hafa gaman svo að Partýljónið verður keppni á Gamla Kaupfélaginu fimmtudagskvöldið 3. júlí kl. 21.00. Vinningshafinn keyrir síðan á milli götugrilla föstudagskvöldið 4. júlí og kemur öllum í stuð! 50 þúsund króna verðlaun fyrir mesta stuðpinnann!

Á Írskum dögum 2013 var svolítil gjóla eins og sumir kannski muna. Fánar sem bærinn var skreyttur með fóru illa í andblænum og þá voru góð ráð dýr. Starfsmenn Fjöliðjunnar brugðust vel við þegar til þeirra var leitað og gerðu við alla fánana, sem eru yfir 100 talsins! Það voru Margrét Jakobsdóttir, leiðbein-andi, Guðrún Þórðardóttir, starfsmaður, Heiðrún Hermannsdóttir, starfsmaður og María Lúísa Kristjáns-dóttir, leiðbeinandi sem sáu um þetta saumaverkefni af mikilli alúð og dugnaði. Fjöliðjan er stolt af því að hafa í starfi svona flotta og hæfileikaríka starfsmenn.

Partýljónið

Mynd: Margrét Jakobsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Heiðrún Hermannsdóttir og María Lúísa Kristjánsdóttir

Fánar og skreytingar á Írskum dögum

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

Fyrsta hrossið sem Kristín ræktaði var Gleði, ljúf alhliða hryssa en nýjasta viðbótin við ræktunina er rauðtvístjörnóttur klár, Galdur frá Kala-staðakoti. Hann er með afbrigðum stór, viljugur en spakvitur. Kristín temur Galdur sjálf.

Kristín hefur starfað í eldhúsi Norðuráls í fjögur ár. Hún leggur áherslu á að maturinn sé heimilislegur og fjölbreyttur en umfram allt bragðgóður. Kristín vinnur vaktavinnu þannig að tvisvar í mánuði fær hún fimm daga helgarfrí sem hún notar til þess að ríða út, moka og íhuga næstu skref í ræktuninni.

Góða skemmtun Kristín og góða ferð!

GALDUR OG GLEÐI

LOPAPEYSAN írskum dögum akranesi

5.7.2014Miðasala í Eymundssonog á Miði.is

Hefst föstudaginn 27.6.14 kl.12.00

ALDURSTAKMARK 18.ÁRSVÆÐIÐ OPNAR 23.30

miðaverð 4.990 krí forsölu

Page 12: Dagskrá Írskra daga 2014

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

Fyrsta hrossið sem Kristín ræktaði var Gleði, ljúf alhliða hryssa en nýjasta viðbótin við ræktunina er rauðtvístjörnóttur klár, Galdur frá Kala-staðakoti. Hann er með afbrigðum stór, viljugur en spakvitur. Kristín temur Galdur sjálf.

Kristín hefur starfað í eldhúsi Norðuráls í fjögur ár. Hún leggur áherslu á að maturinn sé heimilislegur og fjölbreyttur en umfram allt bragðgóður. Kristín vinnur vaktavinnu þannig að tvisvar í mánuði fær hún fimm daga helgarfrí sem hún notar til þess að ríða út, moka og íhuga næstu skref í ræktuninni.

Góða skemmtun Kristín og góða ferð!

GALDUR OG GLEÐI