16
2. tbl. - apríl 2013

Bálið apríl 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bálið, málgagn gildisskáta, eldri skáta á Íslandi.

Citation preview

Page 1: Bálið apríl 2013

2. tbl. - apríl 2013

Page 2: Bálið apríl 2013

Viðburðadagatal2013

• 4. maí: Landsgildisþing á Akureyri.

• Júní: Landsgildið 50 ára.

• 27.-28. júní: Landsmót skáta 40+ haldið að Úlfljótsvatni

• 5.-8. september: Evrópuráðstefna gildisskáta. Stokkhólmur-Helsinki.

• Október: Vináttudagurinn í umsjá landsgildis (nánari dag setn ing auglýst síðar).

• Nóvember: Fundur landsgildisstjórnar, gildismeistara og varagildismeistara.

• Súpufundir fyrir gamla skáta eru haldnir 2. mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík. Ástæða er til að hvetja gildisfélaga til að mæta á þessa skemmtilegu fundi. Hægt er að láta skrá sig á póstlista á [email protected]

LandsgildisstjórnLandsgildismeistari:

Hrefna Hjálmarsdóttir, Kvisti [email protected]

Varalandsgildismeistari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði

Ritari: Ásta Sigurðardóttir, Kvisti

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Útbreiðslu- og blaðafulltrúi: Ásta Gunnlaugsdóttir, Hveragerði

Spjaldskrárritari: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mida Rodrigues

2

www.stgildi.iswww.facebook.com/skatagildi

Bálið 2. tbl. apríl 2013Ritstjóri: Hrefna HjálmarsdóttirPrófarkalestur: Lára ÓlafsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Prentun: Stapaprent ehf.Forsíðumynd: Guðni Gíslason; Frá

grisjun í Skátalundi v/Hvaleyrarvatn.

St. Georgsgildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Page 3: Bálið apríl 2013

3

Gulli og perlum að safna sérsumir endalaust reyna.Vita ekki að vináttan er,verðmætust eðalsteina.Gull á ég ekkert að gefa þérog gimsteina ekki neina,en viltu muna að vináttan er,verðmætust eðalsteina. (Lag: Vem kan segla)

Fyrir nokkrum vikum birtust í fjölmiðlum fréttir af gullæðinni í Þormóðsdal og að náman þar væri e.t.v. betur vinnanleg en áður var talið. Lengi hefur verið vitað um þessa gullæð en oftast talið að magnið væri of lítið til að vinnslan yrði hagkvæm. Í tengslum við þessa frétt rifjaðist upp margra áratuga skátaminning. Ég var sveit ar foringi í Kvenskátafélagi Reykjavík-ur en það ágæta félag átti skátaskála við Hafra vatn og var hann óspart notaður. Ég fór þangað oft með skátasveitina mína. Einu sinni sem oftar fórum við í gönguferð í Þormóðsdal. Þar hittum við nokkra full-orðna menn sem voru á göngu. Þeir voru að safna steinum og sögðu okkur að þetta væru gullsteinar. Þeir voru ekki að amast við okkur en bentu okkur á að safna líka. Flest börn heillast af steinum og safna gjarnan í vasa sína. Þannig var það líka með skátastúlkurnar mínar. Þær fylltust miklum móð og komu til baka með nokkra hnullunga og fannst þær hafa lent í miklu

ævintýri. Og mig minnir reyndar að einn slíkur hafi verið í farteski mínu um árabil.Nú fer að styttast í landsgildisþingið sem að þessu sinni verður haldið á Akureyri. Það er því ekki úr vegi að spyrja um tilgang slíkra þinga.Vissulega er nauðsynlegt og gagnlegt fyrir samtök eins og okkar gildisskáta, að skoða hver staðan er, kjósa okkur forystu, fara yfir okkar mál, læra hvert af öðru. En þingið er ekki bara ætlað til að fara yfir praktísk mál - heldur ekki síður til að hittast - kynnast og kætast að skátasið, eignast nýja vini og nýjar minningar og auðvitað hitta gömlu góðu vinina.Við erum upp úr því vaxin að leita að gulli og gimsteinum en vitum að það eru sann-indi í ljóðlínum Hjálmars Freysteinssonar: „en viltu muna að vináttan er, verðmætust eðalsteina“.Hlakka til að hitta sem flesta gildisskáta í norðrinu fagra í sumarbyrjun.

Gleðilegt sumar!Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari [email protected]

Bætt á Báliðapríl 2013

www.stgildi.isvertu líka með á www.facebook.com/skatagildi

Page 4: Bálið apríl 2013

4

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Skátar eldri en 18 ára eru fjársjóður fyrir skátastarfið á Íslandi, sem ger ir St. Georgsgildin ásamt öðrum starf-

andi hópum fullorðinna skáta að einni af fjársjóðskistum skátahreyfingarinnar. Þörf er fyrir fleiri fullorðna sjálfboðaliða í skátastarf, en með fullorðnum sjálfboða-liða er átt við hvern þann fullorðinn einstakling, eldri en 18 ára, sem gefur af tíma sínum til skátastarfs, hvort sem er beint með börn um og ungmennum eða við annað sem kemur viðkomandi skátafélagi eða skáta hreyfingunni til góðs. Hann getur hafa verið vígður sem skáti á einhverjum tímapunkti lífs síns, en það er ekki krafa fyrir sjálfboðastarfið.Samkvæmt rannsóknum hjá bresku skáta-sam tökunum er langalgengasta ástæðan fyrir því að fólk vill gerast sjálfboðaliðar í skátunum áhuginn á að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, en nokkrar fleiri ástæður eru til dæmis:• Náin tengsl, vinskapur og samstaða sem

myndast í hópum sem vinna saman.• Löngun til að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk.• Stuðla að betra samfélagi.• Kynnast fólki á öllum aldri.

• Hver og einn fær stuðning við að þroska nýja færni í öruggu umhverfi.

• Leiðtogafærni eykst.• Stjórnunar- og skipulagshæfileikar.• Í skátastarfi þjálfar hver og einn hæfni í

verkefnastjórnun, markaðssetningu, sam-skipt um og fjármálastjórn.

• Öll ný hæfni sem einstaklingur þrosk-ar í skátastarfinu nýtist í lífinu og eykur atvinnu möguleika og tækifæri í lífinu.

Þessar upplýsingar getur skátahreyfingin nýtt sér til þess að hvetja fullorðna í sjálfboðastarf. Skátafélög þurfa samkvæmt Alþjóðahreyfingu skáta (WOSM) að skapa skýra stefnu um mannauðsstjórnun og er það meðal annarra hlutverka Bandalags íslenskra skáta (BÍS) að vera hverju skáta félagi á Íslandi innan handar við það verkefni. BÍS stendur nú að gerð hand bókar um mannauðsstjórnun fyrir skátafélög sem ætlað er að vera verkfæri til að fjölga fullorðnum sjálfboðaliðum í skátastarfi og halda þeim lengur í starfi. „Mannauðsstjórinn“ er sjálfur full orðinn sjálfboðaliði sem starfar eftir skáta aðferð-inni eins og aðrir í skátastarfi.

Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi

Page 5: Bálið apríl 2013

Nokkrar hindranir gegn því að fullorðnir bjóði sig fram til sjálfboðastarfa hjá skátun-um eru:• Sjálfboðaliðarnir vita ekki að þeir geti orðið

að liði.• Þeir sem ekki eru skátar skilja ekki starfið

sem fer fram í skátunum.• Skátafélagið hefur ekki skýra stefnu um

sjálfboðastarf og hvernig á að taka á móti sjálfboðaliðanum.

• Sjálfboðaliðarnir halda að allt sjálfboðastarf sé til lengri tíma.

• Þeir vita ekki um tímabundin, stutt verk-efni (t.d. bara ein helgarútilega eða eitt landsmót).

• Þeir vilja ekki starfa með börnum og ungu fólki og vita ekki af öðrum verkefnum í skátunum – svo sem rekstri, fjáröflun, við-haldi húsnæðis og útivistarsvæða o.fl.

• Þeir þora ekki að starfa með börn um og ungu fólki og vita ekki af leiðtogaþjálfuninni sem er í boði hjá skátunum fyrir hvern þann sem þarf á henni að halda.

• Mögulegir sjálfboðaliðar halda að aðeins skátar geti gerst sjálfboðaliðar hjá skátunum.

Allar þessar upplýsingar geta skátafélög nýtt sér til að skoða starf sitt. Þau þurfa að vita hvers þau þarfnast og hafa góðan lista yfir hlutverk/verkefni sem þarf að manna. Þá þarf að vera til staðar verk-lýsing fyrir hvert hlutverk, listi yfir færni sem kemur að gagni við að sinna því, ákveðið verklag við að bjóða hvern einasta sjálfboðaliða velkominn í hópinn þannig að honum finnist hann tilheyra, gera gagnkvæmt samkomulag við hvern og einn, viðurkenna störf sjálfboðaliðanna og stunda reglulega endurskoðun.

Meðal þeirra skilaboða sem skátarnir - þ.m.t. öll skátafélög - þurfa að gefa út á við eru:• Skátahreyfingin er kraftmikil uppeldis-

hreyfing. • Sjálfboðaliðinn er hluti af hópi.• Skátafélagið býður upp á sveigjanleika í

sjálfboðastarfi.• Ekki er krafist reynslu af skátastarfi til

að gerast sjálfboðaliði heldur er öll nauð-synleg þjálfun í boði hjá skáta félaginu og Bandalagi íslenskra skáta.

• Samfélagið viðurkennir þá þjálfun og reynslu sem sjálfboðaliðar öðlast í starfi.

• Skátastarf býður upp á ævintýri, skemmt un og þroska.

• Skátastarf býður upp á alhliða þroska fyr ir börn og ungmenni á öllum sviðum lífsins.

Góð umræða sem nefnd er hér á undan og góðar tillögur gera þó ekki gagn nema skátarnir láti vita af sér! Fullorðnir sem ekki vita af skátastarfi á svæðinu vita ekki að þeir geta gert gagn. Fullorðnir skát ar (eldri en 18 ára) geta til að mynda frætt aðra fullorðna um sjálfboðastarfið sem er í boði og hvatt þá til að taka þátt, jafn vel þó ekki standi til að vígjast sem skátar. Skátar eru í kjöraðstöðu til að kynna skátaaðferðina til sögunnar og fræða umhverfið um uppeldismarkmið skáta hreyfingarinnar, sem eru að leggja sitt af mörkum til menntunar ungs fólks á grund velli gildakerfis sem byggist á skáta -heitinu og skátalögunum, með hjálp skáta -aðferðarinnar, og skapa aðstæður þar sem unnt er að vinna skátaverkefni á örugg an og einstaklingsmiðaðan hátt og án að grein ingar.

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Ása Sigurlaug Harðardóttir, Bandalagi íslenskra skáta.

Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi

Page 6: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

6

Uppskriftir

Stjórn landsgildis hélt fund í Hveragerði í mars 2013. Gildisskátar þar tóku á móti

okkur með ljúffengum veitingum. Hér fylgja uppskriftir sem Helga Jósefsdóttir sendi.

Rabarbarakaka400 g rabarbari½ dl hveiti 2 egg2½ dl sykur1¾ dl hveiti1½ dl púðursykur50 g smjör

Þvoið rabarbarann vel og skerið niður í ca 2 cm langa bita. Blandið saman rabarbara og ½ dl af hveiti, sykri og eggjum. Setjið í smurt eldfast mót, ca 24 cm í þvermál. Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið yfir rabarbarafyllinguna. Bakið í u.þ.b. 45 mín við 200°C. Best volg með rjóma eða ís.

Ég tvöfalda uppskriftina og nota frosinn rabarbara í bitum. Læt þá í stórt eldfast mót og leyfi bitunum aðeins að þiðna. Þá er 1 dl af hveiti , 5 dl af sykri og 4 eggjum hrært saman við og sett yfir rabarbarann og blandað saman í eldfasta mótinu. Myljið saman sér í skál 3 dl púðursykur, 3 ½ dl hveiti og 100 gr smjör sem farið er að linast. Þessari blöndu er stráð yfir fatið og hulið vel. Bakað í u.þ.b. 55 mín við 200°C. Gott að vinna sér í haginn og frysta kök una og taka svo út vel áður en bera á fram og hita á ný í um 15 mín. Borið fram með ís eða þeyttum rjóma. - Ekta fundarkaffibrauð!

RúgbrauðHeil Hálf uppskrift 12 6 bollar rúgmjöl6 3 bollar heilhveiti9 4½ tsk natron6 3 tsk salt3 1½ lítri súrmjólk1 ½ kg sýróp

Hitið ofninn í 200 °C og bakið brauðið í 10 mín. Lækkið hitann í 100 °C og bakið í 8-9 klst. í stóru boxi. Bakist t.d. í stórum potti sem má fara inn í ofn. Setja bökunarpappír alveg inn í pottinn.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 7: Bálið apríl 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

Þeir sem hafa stundað félagsstörf að einhverju ráði komast fljótt að því

að alls kyns pappírar safnast fljótlega upp. Fundargerðir, bréf, mótsblöð, skýrslur og myndir. Skátastarfi fylgja að auki alls kyns hlutir og útbúnaður: fánar, kistur, merki, myndir, verðlaunagripir, skinn o.fl. Oftast er þetta geymt í skátaheimilunum eða hjá foringjum. En tímarnir líða, það verða mannabreytingar og þeir sem taka við gera sér ekki alltaf grein fyrir mikilvægi skjala og muna. Fólk fellur frá og afkomendur vita oft á tiðum ekki hvað er best að gera við gamla skátadótið foreldra sinna.Haustið 2011 hófst flokkun og skráning skjala sem borist hafa til Þjóðskjalasafns Íslands frá Bandalaginu, skátum í Reykja-vík og einkaskjölum. Þau elstu eru frá árinu 1912 og allt fram til dagsins í dag. Minjanefnd á stóran þátt í söfnun þess-ara skjala undir forystu Sigrúnar Sigur-gestsdóttur. Mikilvægt er að skjöl og munir haldist í heimabyggð og því sjálfsagt fyrir skáta á landsbyggðinni að koma skjölum á viðkomandi héraðsskjalasöfn og munum sem ekki eru lengur í notkun á minja- eða byggðasöfn. Það má eiginlega telja þetta samfélagslega skyldu okkar. Minjavernd auðveldar aðgengi komandi kynslóða

að heimildum. Oft þurfa sagnfræðingar sem eru að skrifa sögu byggðarlaga að skoða skjöl til að fá sem gleggsta mynd af mannlífinu og ekki viljum við láta skáta-þáttinn vanta! Til að skrifa sögu félaga eða ritgerðir um afmarkaða þætti þeirra er gott að skjöl séu aðgengileg. Hvað þá þegar koma á upp afmælissýningum.Oft hafa verið teknar kvikmyndir á stóru mótunum. Nokkrar þeirra eru í vörslu Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði.Það er því full ástæða fyrir okkur skáta sem komnir eru á efri ár að fara að huga að „gamla skátadótinu okkar“. Hvað á að geyma og hvar er það best geymt? Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu skáta hreyf-ingarinnar eru þetta oft merkar heimildir. Ekki alls fyrir löngu fundist t.d. bréf á Akureyri frá Baden Powell til Gunnars Guðlaugssonar skátaforingja þar sem B.P. þakkar fyrir myndabók og frímerki sem hann hafði fengið að gjöf. Bréfið er dagsett 30. október 1930 og annað 31. desember 1932 þar sem hann þakkar fyrir bók með íslenskum ljóðum. Gunnar Guðlaugsson er sagður eini íslenski skátinn sem var í bréfasambandi við Baden Powell.Fulltrúar gildanna í minjanefnd skáta eru Hilmar Bjartmarz og Karlinna Sig munds-dóttir. Hrefna Hjálmarsdóttir

Minjavernd

Page 8: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

8

Margur foringinn hef ur nýtt sér góðan bóka-kost dönsku skáta-

bandalaganna í gegnum árin. Einn galli var þó á gjöf Njarðar, oft var starfið miðað við starf í skógi og nýtingu afurða þaðan. Þá þurfti að aðlaga verkefnin því skátar hér á landi áttu fæstir kost á skátastarfi á skógarsvæðum. En nú er aldeilis orðin breyting á.Við Hvaleyrarvatn eiga gildisskátar í Hafnarfirði skálann Skátalund og mikla paradís þar í kring. Þar sem áður var ekkert nema berangursleg holtin og rofabörð eru nú há tré og skógarlundir. Þetta er afrakstur ötullar vinnu eldri skáta sem nú sjá afrakstur af dagsverki sínu. Hvað er þá ánægjulegra en að sjá að ungir skátar nýti sér þennan skóg í ánægjulegu skátastarfi?

Fyrir skömmu var skógardagur í Skáta-lundi og sagir og klippur voru dregnar fram. Markmiðið var að gera skóginn

aðgengilegan fólki og mynda gönguleiðir í gegnum hann. Vel tókst til og greniskógur var hreinsaður til, klippt ar og sagaðar af neðstu greinar sem flestar voru reyndar dauðar en hindruðu för um skóginn.

Skógarhögg í Skátalundi Draumastaður skátaflokksins

Guðni gildismeistar ií miklum átökum.

Tré til að klifra í – draumur barnanna.

Siggi Bald. snyrtir og býr til gönguleið.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Vign

ir G

uðna

son

Ljós

m.:

Vign

ir G

uðna

son

Page 9: Bálið apríl 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

SkátaparadísSkátar úr Hraunbúum og víðar hafa í gegnum tíðina komið í Skátalund. Lengi var skálinn nýttur sem gististaður en nú gista skátar í tjöldum enda aðstaðan orðin allt önnur en fyrr og skógurinn veitir gott skjól. Á hverju sumri koma fjölmargir ungir Hafnfirðingar sem taka þátt í Útilífsskóla Hraunbúa og gista í tjöldum eina nótt.

Landið í kringum skálann er um 70 þúsund fermetrar og gefur gríðarlega mikla möguleika í skátastarfi.Finna má skálann á www.maps.google.com og slá inn „Skátalundur“.

Nú eru komnar gönguleiðir um skóginn.

Siggi Bald. og Hermann minntust gamalla tíma þegar þá dreymdi um svona aðstæður. Að neðan má sjá Kristjönu hreinsa upp af Minningarflötinni

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

9

Page 10: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

10

Í apríl fer að vora, víst ég hlakka til, veturinn er liðinn, svona hér um bil.Sólin roðar tinda, syngur fugl í mó.Sumar kemur bráðum.Vaknar allt af vetrardvala um velli og sjó.Leysing er til fjalla, lækir verða fljót.Lifnar gróður suðri mót.Leikur bros í augum, léttist hvers manns spor,loksins þegar kemur vor.

Okkur sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í skátastarfi undir leiðsögn Tryggva Þorsteinssonar, er tamt að grípa til texta hans. Á gildisfundum syngjum við nær eingöngu lög úr söngbókinni hans. Ég man að í gamla daga þegar Tryggvi var með okkur á skátanámskeiðum og skátamótum að rölta á milli staða, þá tók hann sig stundum út úr hópnum og vildi vera einn. Seinna rann upp ljós fyrir okkur,

þá var Gamli að semja texta og annað efni. Oft hef ég hugsað um það á seinni árum hvílíkt lán það var að hafa fengið að kynnast skátastarfi og taka þátt í þeim verkefnum sem fylgja, t.d. skátamótum, þar sem voldug inngönguhlið voru reist og byggðar brýr yfir tjarnir og læki. Ekki má nú gleyma matarstússinu, margt var brasað við misjafnar aðstæður, en all ir lifðu af og alltaf bragðaðist nú vel Royal-búðingur í eftirmat.Nú þegar vorið og sumarið nálgast óð-fluga vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðilegs sumars.

Með gildiskveðjum

Jónas Valgeir Torfason St. Georgsgildinu á Akureyri.

Þegar Hrefna landsgildismeistari hafði samband við mig nú í vetur og bað mig að rifja

upp og setja á blað hver væri uppáhaldsskátasöngurinn minn, sagði ég strax já, því að í æsku var mér innprentað að hlýða yfirmönnum. Strax kom upp í hugann einn af fjölmörgum textum Tryggva Þorsteinssonar.

www.stgildi.isvertu líka með á www.facebook.com/skatagildi

UppáhaldsskátatextinnJónas Valgeir Torfason

Page 11: Bálið apríl 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

Kvöldsöngur

Landsgildið 50 ára

Eftir smá viðtal um skátamálefni á sjónvarpsstöðinni N4 árið 2011 barst mér sending frá Ólafíu Margréti Ólafsdóttur tónmenntakennara, sem kenndi lengi við Fossvogsskóla. Það var þessi fallegi kvöldsöngur og lag við hann, hvorutveggja eftir Ólafíu Margréti.

Hún gaf okkur fúslega leyfi til að nota þennan söng að vild. Þótt gott sé að syngja gömlu góðu skátalögin, þá sakar ekki að læra ný. Vonandi getum við sungið þetta saman á þinginu í vor. HH

Þegar húmar og kvöldið er komiðfærist kyrrð yfir dali og strönd.Kringum varðeldinn, skátar, við skulumsaman skrafa og treysta vor bönd.Og við bjarmann frá bleikrauðum eldiperlum bætum við minninga gnótt.Frið og ró yfir búðirnar breiðumog við bjóðum öllum góða nótt.La lúra, lúra, lúra, lúra.Okkar kvöldeldur kulnar nú fljótt.La lúra, lúra, lúra, lúra.Þagna ómarnir allt verður hljótt.

Ólafía Margrét Ólafsdóttir

St. Georgsgildin á Íslandi, Landsgildið, var stofnað í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli við Akur eyri 2. júní 1963. Fyrsti lands gildis-meist ari var Dúi Björnsson frá Akureyri. Það ár voru tvö ný gildi stofnuð, ann að í Hafnar-firði þann 22. maí og hitt í Keflavík þann 27. maí. Afmæli lands gildisins verður fagnað á þinginu í vor og einnig á vináttudeginum sem hald inn verður í október. Dagurinn verð ur í umsjón lands gildisstjórnar að þessu sinni. Hugmyndin er að halda hann á Vesturlandi og bjóða þang-að eldri skátum úr nágrannabyggðum.

Skátagildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Page 12: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

12

Skátagildin á ÍslandiSamtök eldri skáta og velunnara þeirra

Akureyri 4. maí 2013

LandsgildisþingiðSt. Georgsgildið á Akureyri er nú í óða önn að undirbúa landsgildisþingið sem haldið verður 4. maí 2013. Gildismeist-arar munu fá sendar upplýsingar um kostnað og skráningu.Vonandi verður orðið vorlegt um að litast í Kjarnaskógi í maí þó að eflaust muni glampa á nokkrar „fannir til fjalla“.

Frá Akureyri

Þingstaðurinn, félagsheimili Náttúrulækningafélags Akureyrar í Kjarnalundi og leiðin þangað.

Af j

a.is

Af v

ef N

LFA

8 mm kvikmyndar saknaðVorið 1967 var haldin mikil skátahátíð á bökkum Glerár í tilefni 50 ára skátastarfs á Akureyri. Páll A. Pálsson ljósmyndari var fenginn til að taka super 8 mm kvik-mynd fyrir skátafélögin þar.Mynd þessi þótti skemmtileg og var lán uð um land allt. Nú finnst myndin ekki þrátt fyrir mikla leit og fyrirspurnir. Þess vegna er hér með auglýst eftir myndinni sem hefur mikið heimildagildi enda um 20 mín. að lengd. Myndin var í gráum og glærum kassa (ca 20x20 cm). Ef einhver hef ur hugmynd um hvar myndin er niðurkomin er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Hrefnu Hjálmarsdóttur ([email protected]) eða Pál A. Pálsson ([email protected]).

Landsmót skáta 40+Í sumar verður fyrsta landsmót eldri skáta haldið og fer það fram á Úlfljótsvatni dagana 27.-30. júní 2013. Markmið mótsins er að skapa vettvang fyrir eldri skáta til að koma saman, endurnýja vinskapinn og upplifa aftur „liðin sumur og yndisleg vor“. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir mótsgesti en megináherslan verður þó lögð á að fólk komi með bros á vör og skemmti sér sjálft við leik og störf. Mótið er á vegum Smiðjuhópsins og Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Mótsstjóri er Atli Smári Ingvarsson.Allar nánari upplýsingar má finna á www.foringinn.is

Page 13: Bálið apríl 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

Teiknandi gildisskáti

Sú hefð hefur myndast meðal gildanna að senda hvert öðru jólakveðjur.

Eitt gildið kýs þó frekar að senda sumarkveðjur. Það er Kvistur á Akureyri sem hefur sent handgerð kort um árabil. Teiknarinn er Guðný Stefánsdóttir sem er á meðal stofnenda Kvists. Guðný er myndmenntakennari og starfaði sem slík um 40 ára skeið, lengst af í Oddeyrarskóla. Skátar á Akureyri hafa notið teiknihæfileika Guðnýjar um árabil. Má t.d. nefna fínu víkinga skildina sem settu svip sinn á Lands mótið 2008, en þeir voru unnir af gildis skátum í Kvisti undir hennar umsjón.Guðný átti stórafmæli sl. haust. Í tilefni þess setti hún upp sýningu á fjölmörgum kortum í anddyri Amtsbókasafnsins á Akur eyri. Kortin voru jólakort, sumar kort, afmæliskort, brúðkaupskort og tækifæris kort af ýmsu tagi. Í mörgum þeirra var lætt inn smá gríni og gamansemi. Gildisskátar á Akureyri fjölmenntu auðvitað á sýninguna.Í hófinu á Kjarvalsstöðum í tilefni af 100 ára afmæli skáta-hreyfi ngarinnar á Íslandi 2. nóvember 2012 afhenti lands-gildis meistari fallegt afmæliskort sem Guðný hafði útbúið.

Page 14: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

14

var í stjórn 1986-1997 og aftur árin 2000-2006. Hún sá einnig lengi um frí merkjabankann. Jóhanna mætti á alla fundi, ferðalög, leik -húsferðir og ann að sem var á veg-um gildisins. Hún var heiðr uð á Landsgildisþingi í maí 2011.

Innilegar sam úðarkveðjur til barna og aðstandenda. Við kveðj-um þig með þakklæti og virð ingu og þökkum þér samfylgdina.

Loka orðin eru þau sem við sungum alltaf í lok hvers fundar:

Sofnar drótt, nálgast nóttSveipast kvöldroða himinn og sær.Allt er hljótt, hvíldu rótt.Guð er nær.

Fyrir hönd St. Georgsgildisins í Keflavík,Eydís B. Eyjólfsdóttir

Enn er hoggið skarð í raðir okkar. Egill Ó. Strange, félagi okkar, er farinn heim, lést 27. febrúar sl.

Egill fæddist 22. september 1927, varð ungur skáti í Reykja-vík en flutti síðar til Hafn ar fjarðar og starf aði sem módelsmiður og handa vinnu kennari. Hann var einn af stofnfélögum St. Georgs-gildisins í Hafnarfirði og var virkur félagi í skálahópnum frá upphafi og var ávallt reiðubúinn til að leggja fram hjálparhönd. Egill var áberandi í starfinu

enda glettinn og það gustaði af honum. Hann var duglegur að mæta á fundi þótt hann ætti orðið erfitt með gang og nutum við samvistar hans á sameiginlegri kvöldvöku í Hraun byrgi í október sl.

Afkomendum Egils vottum við samúð okkar og þökkum ánægjulega samfylgd góðs skáta.

Fyrir hönd St. Georgsgildis ins í Hafnarfirði, Guðni Gíslason, gildismeistari.

Jóhanna Guðjónsdóttir, skáta -syst ir okkar, er „farin heim“. Jóhanna var lánsöm í einka-lífinu. Hún giftist Hafsteini Guð-munds syni, forstjóra Sundhallar Keflavíkur, sem lést í apríl 2012. Þau hjónin áttu fallegt heimili, þar sem snyrtimennskan réð ríkj-um. Jóhanna tileinkaði sér lífs-gildi sem hún lærði ung í skáta-heitinu og skátalögunum og var „ávallt viðbúin“. Hún var ljósálfaforingi hjá yngstu stúlk unum í Heiðabúum á árunum 1965 - 1975. Þar naut hún sín vel í leik og starfi og fylgdist ávallt með af áhuga á skátastarfinu. Þrjár dætur hennar urðu einnig foringjar hjá Heiðabúum.

Jóhanna var ein af stofnendum St. Georgsgildisins í Keflavík og var ávallt mjög virk í starfi nu. Hún var í ferðanefnd 1986-1997,

Egill Ólafur StrangeFæddur 22. september 1927 – Dáinn 27. febrúar 2013

Jóhanna GuðjónsdóttirFædd 25. ágúst 1932 – Dáin 7. febrúar 2013

Page 15: Bálið apríl 2013

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

Blessuð sólin Sólin er að skína og sólin er svo góð,situr fugl á kvisti og er að yrkja ljóð.Fuglinn minn er einmitt að semja lítið lag,lífið er svo skrítið og skemmtilegt í dag.

Sumir halda að fuglinn syngi endalaust,en sumir vita betur, að bráðum kemur haust.Og síðan kemur vetur og setur snjó á grund,sumarið er farið og sönglaust er um stund.

Eftir harðan vetur alltaf kemur vor,þótt erfið sé þér gangan, aftur léttast spor.Ef mótlætið þig angrar og mæðist hugurinn,mundu að aftur lýsir sólin veginn þinn.

Í fjarska vorið bíður með fallegt bros á vör,það fer í apríllokin að hraða sinni för.Dagar taka að lengjast og dimma burtu flýrog dýrðleg birtast aftur vorsins ævintýr.

Sólin lengir götu og söngfugl er í mó,en sumarglaðir bátar sér rugga úti á sjó.Þá er fólk og landið með sól og sumarbragog sætur ilmur blóma þér býður góðan dag.

Sólin er að skína og sólskin læknar sár,sólin litar vangann, sólin þerrar tár.Já, sólin hún er lögmál og segir okkur það,að sólskinið nú langar að komast okkur að. Hörður Zóphaníasson

Ljós

myn

dir:

Guð

ni G

ísla

son

Page 16: Bálið apríl 2013

Bálið – málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi

16

Skátagildin á ÍslandiSt. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

Skátar að leik í Skátalundi

Ef heimilisfang er rangt, endursendist á: Hreinn Óskarsson, Pósthússtræti 3, 230 Keflavík

Sameiginlegur fundur Kópavogs- og Hafnarfjarðargildis

Frá skógarvinnu í Skátalundi

Sameiginlegur fundur Kópavogs- og Hafnarfjarðargildis

Sigurgeir kennir Jófríði á stafrænu myndavélina