8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 12. tbl. 20. árg. 4. apríl 2013 Undanúrslitin í körfunni hófust nú í vikunni bæði hjá körlunum og konunum. Þegar þetta er skrifað hinsvegar, á þriðjudagsmorgninum, þá eru þau ekki hafin en vonandi hefur Snæfelli gengið vel í fyrstu umferðinni. Karlalið Snæfells mætir Stjörnunni en KR er mótherjinn hjá konunum. Þrjá sigra þarf í undanúrslitunum til að komast áfram í úrslitin og heimaleikjarétturinn því mikilvægur komi til oddaleiksins. Strákarnir tryggðu sig inn í undanúrslitin með góðum sigri á Njarðvík í oddaleiknum 84-82. Það var hreint út sagt frábær leikur, þar sem allt fór saman, góð umgjörð, tvö góð lið sem börðust fram á síðustu sekúndu og ekki síst frábærir áhorfendur beggja liða sem einbeittu sér að því að styðja sín lið allan tímann. Úr varð frábær skemmtun fyrir alla, unga sem aldna, þannig á það að vera. Vonandi verða undanúrslitin í þessum sama anda í báðum viðureignunum. Bæði lið Snæfells eru með heimaleikjaréttinn Gunnar Jónsson 100 ára Gunnar Jónsson býr á dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Hann er fæddur 2. apríl 1913 og varð 100 ára s.l. þriðjudag. Gunnar býr á dvalarheimilinu ásamt konu sinni Dallilju Jónsdóttur. Gunnar fæddist á Hvítársíðu í Borgarfirði og var einn sex systkina. Að hans sögn var lífið ekki gott fyrstu árin þar sem hann flæktist á milli óskyldra, en foreldrar hans bjuggu aldrei búi og systkini hans voru öll tekin í fóstur nema hann. Til stóð að hann færi í fóstur en þegar verðandi fósturforeldrar hans fóru að eignast börn varð ekkert úr því og hann bjó því á ýmsum stöðum. Hann mátti þola harðræði á þessum árum fram til 10 ára aldurs. „Ef maður hló var maður sleginn á munninn og matnum var hent í mann eins og hund.“ Um fermingu fór lífið þó að lagast þegar hann komst á gott heimili og leið honum vel eftir það. Gunnar fór snemma að vinna fyrir sér við vegavinnu og ýmsu bílatengdu. Hann fluttist í Borgarnes og fór að starfa sem bílstjóri. Rúmlega tvítugur kynnist Gunnar Dallilju og giftast þau þegar hún er aðeins 18. ára, en Gunnar er 8 árum eldri en Dallilja. Elsta barn þeirra Gerður fæðist þegar Dallilja er 19. ára. Á stríðsárunum rak Gunnar leigubíl í Borgarnesi og þótti Dallilju það ekki góður tími. Þá keyrði Gunnar dömurnar fyrir hermennina og á böllum um helgar. Frá Borgarnesi fluttu þau í Dalina og festu kaup á jörð og hófu búskap. Þau bjuggu þar í nokkur ár en heilsuleysið gerði það að verkum að þau fluttu aftur í Borgarnes. Í kringum 1980 fluttu þau í Stykkishólm á Skúlagötuna en hér búa tvö barna þeirra Jón og Gerður. Þriðja barnið þeirra tók við búinu í Dölunum og býr þar enn. Þau unnu í frystihúsinu eins og heilsan leyfði. Bjuggu fyrst í íbúð á Dvalarheimilinu en fluttu svo á neðri hæðina og líður vel hér og hér er megnið af fjölskyldunni. Gunnari eru færðar árnaðaróskir í tilefni dagsins. am Bæði lið í undanúrslit sem má segja að hafi skipt sköpum fyrir Snæfell í viðureigninni gegn Njarðvík, heimavöllurinn og stuðningshópurinn voru svo sannarlega sjötti leikmaðurinn fyrir Snæfell þar. Nú er bara að bæta í og taka á því saman í undanúrslitunum og hvetja bæði lið Snæfells áfram inn í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitlinn. Það er ekki lítið afrek fyrir svo lítinn bæ að vera með tvö lið í undanúrslitum og það að sama skapi hefur mikil áhrif á bæjarlífið sem fer nánast á hvolf á meðan og annað starf og félagslíf riðlast. En þetta gengur yfir á endanum, vonandi eftir frábæra skemmtun og með meiri þátttöku bæjarbúa aukast líkurnar á góðri niðurstöðu í lokin. Áfram Snæfell !! Leikjadagar í undanúrslitum: Karlar 2. leikur Föstud. 5.apríl kl.16:00 Stjarnan – Snæfell 3. leikur Mánud. 8.apríl kl.19:15 Snæfell – Stjarnan 4. leikur Föstud. 12.apríl kl.16:00 Stjarnan – Snæfell 5. leikur Mánud. 15.apríl kl.19:15 Snæfell – Stjarnan Konur 2. leikur Laugard. 6.apríl kl.16:00 KR – Snæfell 3. leikur Miðv.d. 10.apríl kl.19:15 Snæfell – KR 4. leikur Laugard. 13.apríl kl.16:00 KR – Snæfell 5. leikur Þriðjud. 16.apríl kl.19:15 Snæfell - KR srb

Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 12. tbl. 20. árg. 4. apríl 2013

Undanúrslitin í körfunni hófust nú í vikunni bæði hjá körlunum og konunum. Þegar þetta er skrifað hinsvegar, á þriðjudagsmorgninum, þá eru þau ekki hafin en vonandi hefur Snæfelli gengið vel í fyrstu umferðinni. Karlalið Snæfells mætir Stjörnunni en KR er mótherjinn hjá konunum. Þrjá sigra þarf í undanúrslitunum til að komast áfram í úrslitin og heimaleikjarétturinn því mikilvægur komi til oddaleiksins. Strákarnir tryggðu sig inn í undanúrslitin með góðum sigri á Njarðvík í oddaleiknum 84-82. Það var hreint út sagt frábær leikur, þar sem allt fór saman, góð umgjörð, tvö góð lið sem börðust fram á síðustu sekúndu og ekki síst frábærir áhorfendur beggja liða sem einbeittu sér að því að styðja sín lið allan tímann. Úr varð frábær skemmtun fyrir alla, unga sem aldna, þannig á það að vera. Vonandi verða undanúrslitin í þessum sama anda í báðum viðureignunum. Bæði lið Snæfells eru með heimaleikjaréttinn

Gunnar Jónsson 100 ára

Gunnar Jónsson býr á dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Hann er fæddur 2. apríl 1913 og varð 100 ára s.l. þriðjudag. Gunnar býr á dvalarheimilinu ásamt konu sinni Dallilju Jónsdóttur.Gunnar fæddist á Hvítársíðu í Borgarfirði og var einn sex systkina. Að hans sögn var lífið ekki gott fyrstu árin þar sem hann flæktist á milli óskyldra, en foreldrar hans bjuggu aldrei búi og systkini hans voru öll tekin í fóstur nema hann. Til stóð að hann færi í fóstur en þegar verðandi fósturforeldrar hans fóru að eignast börn varð ekkert úr því og hann bjó því á ýmsum stöðum. Hann mátti þola harðræði á þessum árum fram til 10 ára aldurs. „Ef maður hló var maður sleginn á munninn og matnum var hent í mann eins og hund.“ Um fermingu fór lífið þó að lagast þegar hann komst á gott heimili og leið honum vel eftir það. Gunnar fór snemma að vinna fyrir sér við vegavinnu og ýmsu bílatengdu. Hann fluttist í Borgarnes og fór að starfa sem bílstjóri. Rúmlega tvítugur kynnist Gunnar Dallilju og giftast þau þegar hún er aðeins 18. ára, en Gunnar er 8 árum eldri en Dallilja. Elsta barn þeirra Gerður fæðist þegar Dallilja er 19. ára. Á stríðsárunum rak Gunnar leigubíl í Borgarnesi og þótti Dallilju það ekki góður tími. Þá keyrði Gunnar dömurnar fyrir hermennina og á böllum um helgar. Frá Borgarnesi fluttu þau í Dalina og festu kaup á jörð og hófu búskap. Þau bjuggu þar í nokkur ár en heilsuleysið gerði það að

verkum að þau fluttu aftur í Borgarnes. Í kringum 1980 fluttu þau í Stykkishólm á Skúlagötuna en hér búa tvö barna þeirra Jón og Gerður. Þriðja barnið þeirra tók við búinu í Dölunum og býr þar enn. Þau unnu í frystihúsinu eins og heilsan leyfði. Bjuggu fyrst í íbúð á Dvalarheimilinu en fluttu svo á neðri hæðina og líður vel hér og hér er megnið af fjölskyldunni. Gunnari eru færðar árnaðaróskir í tilefni dagsins. am

Bæði lið í undanúrslitsem má segja að hafi skipt sköpum fyrir Snæfell í viðureigninni gegn Njarðvík, heimavöllurinn og stuðningshópurinn voru svo sannarlega sjötti leikmaðurinn fyrir Snæfell þar. Nú er bara að bæta í og taka á því saman í undanúrslitunum og hvetja bæði lið Snæfells áfram inn í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitlinn. Það er ekki lítið afrek fyrir svo lítinn bæ að vera með tvö lið í undanúrslitum og það að sama skapi hefur mikil áhrif á bæjarlífið sem fer nánast á hvolf á meðan og annað starf og félagslíf riðlast. En þetta gengur yfir á endanum, vonandi eftir frábæra skemmtun og með meiri þátttöku bæjarbúa aukast líkurnar á góðri niðurstöðu í lokin. Áfram Snæfell !!Leikjadagar í undanúrslitum:Karlar2. leikur Föstud. 5.apríl kl.16:00 Stjarnan – Snæfell3. leikur Mánud. 8.apríl kl.19:15 Snæfell – Stjarnan4. leikur Föstud. 12.apríl kl.16:00 Stjarnan – Snæfell5. leikur Mánud. 15.apríl kl.19:15 Snæfell – StjarnanKonur2. leikur Laugard. 6.apríl kl.16:00 KR – Snæfell3. leikur Miðv.d. 10.apríl kl.19:15 Snæfell – KR4. leikur Laugard. 13.apríl kl.16:00 KR – Snæfell5. leikur Þriðjud. 16.apríl kl.19:15 Snæfell - KR srb

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Fyrir nokkru var tekin saman skýrsla af SSV fyrir bæjaryfirvöld í Stykkishólmi. Hún hefur nú verið gerð aðgengileg á vef bæjarins stykkisholmur.isÍ skýrslunni er staðan skoðuð með tilliti til íbúaþróunar og atvinnulífs í Stykkishólmi. Höfundar eru þau Ólafur Sveinsson, Vífill Karlsson, Anna Steinsen og Einar Þorvaldur Eyjólfsson. Í skýrslunni segir ma.: „ Búsetuþróun í Stykkishólmsbæ hefur verið óhagfelld um langt árabil og viss teikn eru á lofti um að íbúafjöldi fari undir í krítísk mörk og við það geti orðið erfitt að snúa þróuninni við með góðu móti. Það sést á því að Stykkishólmur er óvenju „gamalt“ samfélag, dánartíðni er við það að nálgast fæðingartíðni og ungu fólki fækkar stöðugt. Hins vegar hefur flutningsjöfnuður verið frekar hagstæður eftir bankahrun . Það er því mikilvægt að brugðist verði við þessum aðstæðum hið fyrsta með markvissum hætti.“Í umfjöllun um atvinnulífið í Stykkishólmi telja skýrsluhöfundar að til að atvinnulíf vaxi og þróist þurfi að örva nýsköpun og að efla starfandi fyrirtæki. Vissulega sé einnig markmið að stuðla að vexti rannsókna og þróunarverkefna þau taki hinsvegar lengri tíma í að skila sér í störfum í sveitarfélaginu. Ennfremur segir:„Mikil aukning og örvun hefur orðið í Stykkishólmi og Snæfellsnesi öllu í rannsóknum og þróun á síðasta áratug með tilkomu Náttúrustofu, Háskólaseturs og Rannsóknarsetursins Varar og líklegt að þessar auknu rannsóknir hafi leitt til örvunar á sviði nýsköpunar, t.d. kræklingarækt og nýjungar í verkun á þörungum. Skammtímamöguleikar byggjast á því að reyna að efla starfandi fyrirtæki, en það er talin fljótlegasta og árangursríkasta aðgerðin til að efla og verja atvinnulíf. Í Stykkishólmi er hægt að finna dæmi um fyrirtæki sem hafa farið í gegnum endurskipulagningu vegna breyttra aðstæðna eða aukinna tækifæra og virðast hafa heppnast ágætlega.“ Það eru að sjálfsögðu engin ný sannindi að það sé farsælt fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir að nýta sér þjónustu þá sem býðst í sveitarfélaginu, frekar en að leita lengra því þannig viðhaldast störfin og fjölbreytnin í samfélaginu. Það að fjölbreytileiki sé í störfum hér leiðir svo af sér að íbúum gæti fjölgað á ný og vöxtur fyrirtækja og stofnana kemur þá í kjölfarið. am

Stykkishólmur hér og nú

Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og vinur

Ellert Þór Benediktsson dýralæknir, Laufskálum 9,

Hellu

lést af slysförum þann 25.mars sl.Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 6. apríl kl 14:00

Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð fyrir syni hans kennitala 231266-2249 reikningur 0308-13-111100

Anne BauJónas Bau EllertssonSímon Bau Ellertsson

Emilie Louise Norup Lockwood Benedikt Lárusson, Kristín S. Björnsdóttir

Eyþór Benediktsson, Unnur H. ValdimarsdóttirIngibjörg H. Benediktsdóttir , Gretar D. Pálsson

Bryndís Benediktsdóttir, Birgir JónssonBjörn Benediktsson, Árþóra Steinarsdóttir

Óðinn Logi BenediktssonLára Benediktsdóttir

Hildur íþróttamaður HSH

Í fyrsta leik Snæfells og Stjörnunnar s.l. þriðjudagskvöld í undanúrslitum Dominosdeildarinnar hér í Stykkishólmi voru íþróttamenn og vinnuþjarkar HSH fyrir árið 2012 tilnefndir. Hildur Sigurðardóttir var valin Íþróttamaður HSH 2012 auk þess að hljóta titilinn Körfuboltamaður HSH 2012. Aðrar útnefningar voru: Siguroddur Pétursson, Snæfelling. Hestíþróttamaður HSH 2012, Bergur Einar Dagbjartsson, UMFG. Blakmaður HSH 2012, Rúnar Örn Jónsson, Mostra. Kylfingur HSH 2012, Viktor Örn Jóhannsson, UMFG. Knattspyrnumaður HSH 2012. Vinnuþjarkar HSH 2012. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvík. am

Skömmu fyrir páska var haldinn fundur með starfsmönnum HVE í Stykkishólmi þar sem kynnt voru áætlanir um starfsemina í sumar. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE mun Háls- og bakdeild loka eins og hefð er fyrir frá 14. júní fram í byrjun september. Gert verður hlé á starfsemi sjúkradeildar á sumarleyfistíma starfsmanna frá 21. júní til 30. júlí en það er tveimur vikum skemmri lokun en í fyrrasumar. Þjónusta heilsugæslu verður með óbreyttum hætti og ekki dregið að neinu leyti úr þeim þætti og engin skerðing verður á læknisþjónustu. Á meðan hlé er á sólarhringsstarfseminni er þess vænst að hægt verði að nýta tímann og aðstæðurnar til að hefja framkvæmdir innan húss skv. þeirri áætlun sem fyrir liggur af hálfu stjórnvalda. Því stóra verkefni mun ljúka árið 2016. am

Sumarlokanir á HVE í Stykkishólmi 2013

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fagleg og freistandi!

Spennandi helgarmatseðill

Opið:Virka daga 12 - 14 & 18 - 20:30Laugardaga 12 - 22:00Sunnudaga 18 - 20:30

www.narfeyrarstofa.is

Narfeyrarstofa

Tónleikar lengra kominna nemenda í Stykkishólmskirkju

miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00.

- Fram koma nemendur á mið- og framhaldsstigi.

- Hljóðfæraleikur og söngur.

- Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri

Starfsmaður óskast!

Skipavík verslun auglýsir eftir starfskrafti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar veitir: Málfríður í síma 862 9286 eða í versluninni að Aðalgötu 24.Skipavík, verslun s. 430 1415

Messa verður í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 11.00.

Fermt verður í messunni. Fermd verður: Anna Soffía Lárusdóttir, Nestúni 4.

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna? Biblíulesthópur kemur

saman í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 20

ÞAKKIR Þökkum góðar viðtökur á tilboði okkar um vöktun. Framlengjum

tilboðið til 1. maí 2013 Samingseyðublað má finna á

www.helluskeifur.is 893-7050

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 13 ár!

• Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3• Bindum inn í gorma, harðspjöld eða heftum í

ýmsar stærðir.• Ljósritun & skönnun

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

7. bekkur mælir með þessu!Ekta frönsk súkkulaðikakaInnihald

450 g Síríus Konsum 56% súkkulaði250 g smjör6 egg100 g hveiti

LeiðbeiningarHitið ofninn í 220°. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós og hrærið súkkulaðiblönduna vel saman við. Sigtið hveitið út í og blandið varlega saman við með sleikju þar til deigið er orðið slétt og samfellt. Smyrjið 24 cm smelluform og setjið bökunarpappír á botninn á því. Hellið deiginu í formið og bakið í 5 mínútur. Setjið þá álpappír yfir formið og bakið áfram í 10-12 mínútur. Leyfið kökunnu að kólna í forminu í að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en hún er borin fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Tekið af: http://www.noi.is/Uppskriftir/Eftirrettir/Ekta_fronsk_sukkuladikaka

Heimagerður ísInnihald

1/2 l rjómi 4 egg 4 msk. ljós púðursykur vanillusykur 100 g rjómasúkkulaði 1 msk kaffilíkjör

Sósa: 100 g Síríus suðusúkkulaði 2 dl rjómi

LeiðbeiningarÍs: Þeytið rjómann. Þeytið saman púðursykur og egg. Setjið rjómann og vanillusykurinn saman við. Brytjið súkkulaðið og setjið það út í. Frystið í fallegu formi. Sósa: Bræðið súkkulaðið og rjómann saman við vægan hita eða í vatnsbaði og berið fram heitt með ísnum. Fyllt Síríus súkkulaði er einnig ljúffengt í svona sósu.

Tekið af http://www.noi.is/Uppskriftir/Is/Rjomais

Nafn: Guðfinna Arnórsdóttir (Guffý) Starf: Gjaldkeri hjá sýslumanni í Stykkishólmi Svar: Verslunarmannahelgi, það er svo margt hægt að gera á sumrin.

Nafn: Egill V. Benediktsson Starf: Bankamaður Svar: Jólin, því þau eru svo hátíðleg og þá koma jólasveinarnir.

Nafn: María Valdimarsdóttir Starf: Fjármálastjóri hjá Sæferðum Svar: Jólin, góður matur og samverustund með fjölskyldunni.

Nafn: Bryndís Eva Jakobsdóttir Starf: Starfsmaður á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi Svar: Jólin, góður matur og pakkar.

7.bekkur GSS

Spurning vikunnar: Hver er uppáhaldshátíðin þín??

?

Árshátíð Grunnskólans í Stykkishólmi var haldin með pompi og prakt á Hótel Stykkishólmi í vikunni fyrir páskafríið í skólanum. Fjölbreytt skemmtiatriði voru flutt á Hótel Stykkishólmi þegar yngri nemendur héldu árshátíð sína fimmtudaginn 21. mars s.l. og mátti sjá kátínuna skína úr andlitum gesta og spennuna hjá nemendum þegar þau komu fram. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og leynast hæfileikarnir ekki í hópnum. Í lokin fengu svo allir skúffuköku og djús. Eldri nemendur héldu sína árshátíð daginn áður og fór hún vel fram þegar nemendur og kennarar borðuðu saman á hótelinu og nutu skemmtiatriða. Dansleikur var haldinn fyrir alla árganga á miðvikudeginum í sal tónlistarskólans fyrir mismunandi aldurshópa og fyrir þau elstu fram á nótt. am

Árshátíð GSS

Alþjóðleg ráðstefna um marðardýr var í síðustu viku haldin af WildCRU (Wildlife Conservation Research Unit) við Oxfordháskóla. Á ráðstefnunni hittust um 140 sérfræðingar víða að úr heiminum til að skiptast á þekkingu um marðardýr, en þau eru m.a. minkar, otrar og greifingjar. Náttúrustofa Vesturlands kynnti fjögur rannsóknaverkefni um mink á ráðstefnunni. Í fyrsta lagi var fjallað um íslenska minkastofninn og hvernig og hvers vegna hann hefur sveiflast á síðustu 15 árum. Í öðru lagi var fjallað um niðurstöður tilraunaverkefnis umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um svæðisbundna útrýmingu minks á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð. Í þriðja lagi var fjallað um breytingar á fæðuvali minks á Snæfellsnesi á árunum 2001-2009, sem virðast m.a. tengjast breytingum sem orðið hafa á lífríki hafsins. Í fjórða lagi var fjallað um áhrif vegfyllingar og brúar við Kolgrafafjörð á landnotkun minksins. Ráðstefnan var afar vel heppnuð og komu starfsmenn Náttúrustofunnar heim á ný innblásnir af nýrri þekkingu og hugmyndum. Á ráðstefnunni voru m.a. mynduð ný tengls við erlenda fræðimenn, sem án efa koma munu Náttúrustofunni að góðum notum í framtíðinni. Róbert Stefánsson

Minkarannsóknir NSV kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu

Fylgist með á www.stykkisholmsposturinn.isFréttir, viðburðir, myndir, aðsent efni - alltaf

eitthvað nýtt!

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

HÚS TIL SÖLU

Austurgata 3160 fm. bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara byggt árið 1920 en endurbyggt á árunum 2000 til 2002. Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús,

baðherbergi og tvö svefnherbergi. Neðri hæð skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og þrjár geymslur. Þegar húsið var endurbyggt var m.a. skipt um klæðningu að utan, skipt um járn á þaki, allar lagnir endurbnýjaðar, skipt um glugga og allar innréttingar og gólfefni. Verð 27.000.000,-.

Skúlagata 5, efri hæð109.1 fm. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi byggðu árið 1946 ásamt 46,7 fm. bílskúr byggðum árið 1955. Íbúðin skiptist í hol, þrjú svefnher-

bergi, stofu, borðstofu baðherbergi, eldhús og búr þar sem einnig er þvottahús. Flísar eru á holi og baðherbergi en parket á öðrum gólfum. Nýleg innrétting er í eldhúsi. Bíl-skúr er með sjálfvirkri hurð. Verð 18.500.000,-. Möguleiki er á að borga íbúðina að mestu með yfirtöku á láni.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignirnar og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Til hestamanna í Stykkishólmi

Góðfúslega ríðið fyrir utan “planið” hjá okkur í

Flugstöðinni þar sem það virðist ótrúlega vinsælt hjá

hestum ykkar að losa stórt þegar farið er yfir það.

Með fyrirfram þakklæti.Starfsmenn RNS

Flugstöðinni í Stykkishólmi

Iðnaðarhúsnæði til leigu

Iðnaðarhúsnæði til leigu við Reitarveg

12 (Rækjuneshúsið)

Upplýsingar hjá Skipavík s. 430 1400

Heilunarskóli NýjalandsStykkishólmi 4.-7.apríl n.k.

Nám fyrir þá sem eru að leita eftir þekkingu til að öðlast betri heilsu á sál og líkama.

Kynning og skráning: Fimmtud. 4.apríl n.k. kl. 18:00Kennt verður föstud. 5.apríl til sunnud. 7.apríl

í húsi kvenfélagsins í Stykkishólmi.

Allar upplýsingar á www.nyjaland.is/namskeid/heilunarskolinn/ eða síma 5174290 eða 8682880

[email protected]

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Lokað vegna breytinga

Starfsfólk óskast

Óskum eftir starfsfólki í aðhlynningu og eldhús í sumarafleysingar í sumar.

Umsóknarfrestur er til 12.apríl nk.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar.

Umsóknir berist undirritaðri á Dvalheimili aldraðra, Skólastíg 14 A, 340 Stykkishólmur eða á netfangið [email protected]

Upplýsingar gefur Erla Gísladóttir forstöðukona í síma 4338165 alla virka daga.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Föstudaginn 22. mars s.l. var úthlutað í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. ÚThlutað var 620 milljónum króna til 73 verkefna. 45.900.0000 koma til Vesturlands í þessari úthlutun.Eftirfarandi verkefni á Vesturlandi fengu úthlutun úr sóknaráætlun:1. Beint frá býli – matarsmiðja Að opna matvælasmiðju í þeim

tilgangi að bæta aðstöðu til matvælaframleiðslu bænda. Kr. 8.000.000

2. Aukin framleiðni í Að stuðla að nýsköpun, tækniframförum og/eða matvælaiðnaði nýjum mörkuðum. 2-3 verkefni. Kr. 5.000.000

3. Ferðaþjónusta utan háannatíma Að skilgreina þá þjónustu sem er í boði / gæti háannatíma verið í boði og fara í öfluga markaðssetningu í þeim tilgangi að auka veltu ferðaþjónustunnar utan háannatíma. Kr. 9.000.000

4. Markaðssetning og nýsköpun Að hvetja til nýsköpunar og markaðssetningar í í ferðaþjónustu ferðaþjónustu og bæta með því afkomu í greininni. 2-3 verkefni. Kr. 5.000.000

5. Atvinnulíf og skóli Að auka formlegt samstarf á milli skólastofnana og atvinnulífs á Vesturlandi á grundvelli aðgerðaráætlunar. Kr. 10.000.000

6. Dreifnám í Dölum Að ljúka greiningu og áætlanagerð um uppbyggingu dreifnáms í Dalabyggð og koma af stað dreifnámsdeild haustið 2013. Kr. 4.000.000

7. Efling Grundartangasvæðis Að gera Grundartangasvæðið „aðgengilegra“ fyrir þá sem leita að staðsetningu fyrir fyrirtæki. Pilot verkefni fyrir önnur svæði á Vesturlandi. Kr. 4.900.000

Samtals: 45.900.000am

Úthlutað í sóknaráætlanir 45.900.000 milljónir til VesturlandsDögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða

fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið, afnema verðtryggingu og almenna leiðréttingu húsnæðislána.Dögun hefur mótað sér Íslandsbyggðarstefnu þar sem áhersla er lögð á að „á Íslandi búi þjóð sem um ókomin ár verður samábyrg gagnvart umhverfi á landi, í lofti og legi með áherslu á jöfn tækifæri og lífsgæði allra.“Í stefnunni er lögð áhersla á að landið haldist í blómlegri byggð og spornað verði við þeirri þróun að fólk og fyrirtæki safnist á eitt horn landsins. Þessari þróun hefur fylgt aukin miðstýring frá höfuðborgarsvæðinu sem við viljum sporna við.Hugmyndafræði um sjálfbærni byggir m.a. á því að fólk lifi af landinu sem næst sér en ekki sé verið að flytja matvörur og annan varning fram og til baka með meðfylgjandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Með fullvinnslu afurða þar sem þær verða til og auknu frelsi til að nýtingu afurða heima á bæjum er hægt að skapa atvinnu út um sveitir. Þessi þróun er þegar farin af stað en það þarf að styðja við hana til að slík starfsemi nái fótfestu.Við í Dögun viljum skapa aukna möguleika á heimaslátrun, vinnslu og sölu á afurðum beint frá býli. Einnig viljum við vinna gegn þeirri þróun að afurðastöðvum sé lokað víða um landið. Sláturhúsum og mjólkurbúum fækkar enn, t.d. var mjólkurbúinu á Ísafirði lokað fyrir tveimur árum til að keyra alla mjólk suður á bóginn. Á stórum svæðum á landsbyggðinni eru engin sláturhús og varla er það í samræmi við hugmyndir um velferð dýra að flytja sláturdýr mörg hundruð kílómetra um slæma vegi, og oft yfir sauðfjárveikivarnargirðingar. Við hvetjum kjósendur til að skoða stefnumál okkar á heimasíðunni XT.is fyrir komandi kosningar en Dögun hefur mótað stefnu í öllum helstu málaflokkum.

Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í NorðvesturkjördæmiÁsthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi

Byggð og atvinna um landið allt

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Af hverju varstu rekinn af kafbátinum? Af því að ég heimtaði að fá að sofa við opinn glugga.

Hvað varð um strákinn sem var snillingur í því að herma eftir fuglum? Kötturinn át hann.:)

Óska eftir íbúð til leigu fyrir mig og tvö börn út árið 2013. Uppl. í síma 867-9516. Harpa.

Smáauglýsingar

Ingi Þór og Snæfell endurnýja samningStjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells og Ingi Þór Steinþórsson þjálfari hafa endurnýjað samstarfssamning sinn sem mun gilda til ársins 2016.Í fréttatilkynningu frá Snæfelli segir: „Með undirskrift þessari er öllum ljóst hvað við ætlum okkur í framtíðinni og um leið kurteisi við alla þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í liði á komandi árum.“ am

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Stykkishólmsbær - Sumarstörf 2013

Sumarstarfsmenn óskast til starfa hjá Stykkishólmsbæ í eftirtalin störf:

• Starfsmenníáhaldahúsi

• VerkstjóriVinnuskóla

• FlokkstjórarviðVinnuskólann

• StarfsmaðuríVatnasafni

.StarfsmaðuríEldfjallasafni

Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk.

Vegna starfa í áhaldahúsi, verkstjóra og flokkstjóra við Vinnuskólann veita Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri og Högni Högnason, bæjarverkstjóri nánari upplýsingar.

Vegna sumarstarfs í Vatnasafninu veita Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri og Ragnheiður Óladóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins nánari upplýsingar.

Vegna sumarstarfs í Eldfjallasafninu veita Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri og Haraldur Sigurðsson, Eldfjallasafni nánari upplýsingar.

Vinnuskólinn byrjar 5. júní og er mæting kl. 8:00 við Áhaldahús Stykkishólmsbæjar, Nesvegi 7. Umsóknareyðublöðum Vinnuskóla verður dreift í grunnskólanum í apríl.

Umsóknareyðublöð fyrir sumarstörf má nálgast á bæjarskrifstofu að Hafnargötu 3 og á www.stykkisholmur.is undir Stjórnsýsla/ Skjalasafn-Fundargerðir/ Eyðublöð-Umsóknir.

Bæjarstjóri

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 4. apríl 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 12. tbl. 20. árgangur 4. apríl 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

FYRIR FÓLKIð Í LANDINU

Í GRUNDARFIRÐI 6. APRÍLOPINN STJÓRNMÁLAFUNDUR

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus Ástmar Hannesson, 2. sæti hjá VG í NV-kjördæmi, halda opinn stjórnmálafund laugardaginn 6. apríl nk. í Kommakoti kl. 15.

Rjúkandi kaffi og kökur!KATRÍN LÁRUS ÁSTMAR

ALLIR

VELKOMNIR

Einstaklega heppilegt lím og þéttiefni þar sem það hefur viðloðun við nánast hvað sem er, innadyra eða utan.

Litir:HvíturSvarturGrárBrúnnGlær

Stærðir:300ml80ml

STIXALL virkar líka í bleytu!

YFIRBURÐA GRIPLÍMIR & ÞÉTTIR NÁNAST HVAÐ SEM ER

Gler Granít MúrsteinMarmara Gifs KeramíkTrefjaplast Flísar TimburSpegla Náttúrustein SteypuHarðplast Alla málma Þakplötur

STIXALL virkar á:

STIXALL hefur alla þessa kosti... og fleiri til:Mikil viðloðunMá nota í bleytuLeysiefnafríttYfirmálanlegtMyglufrítt Mjög gott efnaviðnám

Ótrúlegt grip, rennur ekkiMikið vatns- og veðrunarþoliðMá nota utan- sem og innandyraVaranlega teygjanlegtMikið hita og kuldaþol

Stixall fæst hjá…

SKIPAVÍK Stykkishólmi

STYKKISHÓLMSKIRKJA FYLLIST AF

KARLAKÓRASÖNG!

Föstudagskvöldið 5. apríl n.k. kl. 20

munu

Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur og

Karlakórinn Kári

halda tónleika í Stykkishólmskirkju.

Stjórnendur: Friðrik S. Kristinsson og Hólmfríður Friðjónsdóttir.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis