16
VEITA MEST TIL RANNSÓKNA Líftækni- og lyfjaiðnaður styður við rann- sóknir og þróun. SÍÐA 2 FRAMSÆKINN BÚNAÐUR Tæknibúnaður Oxymap er notaður af virtum rannsóknarstofum víða um heim. SÍÐA 6 VILJA RAFDRIFINN BÚNAÐ Aukin þyngd sjúklinga eykur álag á sjúkraflutningamenn. SÍÐA 12 DULIN ÁHRIF HEIMILISOFBELDIS Heilbrigðisstarfsfólk verði betur undir komu fórnarlamba heimilisofbeldis búið. SÍÐA 12 3. tölublað 2. árgangur 14. mars 2014 Aukin umsvif í heilsu- gæslu samfara niðurskurði Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á heilbrigðiskerfinu á næstu árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykilhlutverki í grunnþjónustu. Stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Þrátt fyrir þetta heldur niðurskurður áfram og í ár er heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gert að skera niður um 100 milljónir króna. Formaður félags heimilislækna segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en niðurskurður hafi dregið eldmóðinn úr stéttinni. Íslendingur í sérnámi í heimilislækn- ingum í Svíþjóð segir Ísland ekki samkeppnishæft og ætlar ekki að snúa heim þegar námi lýkur í haust.

Liftiminn 14 03 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Magasine, Iceland, Healthcare, Heilbrigði, Lífstíll

Citation preview

Page 1: Liftiminn 14 03 2014

Veita mest til rannsókna

Líftækni- og lyfjaiðnaður styður við rann-sóknir og þróun.

Síða 2

Framsækinn búnaður

Tæknibúnaður Oxymap er notaður af virtum rannsóknarstofum víða um heim.

Síða 6

Vilja raFdriFinn búnað

Aukin þyngd sjúklinga eykur álag á sjúkraflutningamenn.

Síða 12

dulin áhriF heimilisoFbeldis

Heilbrigðisstarfsfólk verði betur undir komu fórnarlamba heimilisofbeldis búið.

Síða 12

3. tölublað 2. árgangur 14. mars 2014

Aukin umsvif í heilsu-gæslu samfara niðurskurði

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á heilbrigðiskerfinu á næstu árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykilhlutverki í grunnþjónustu. Stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Þrátt fyrir þetta heldur niðurskurður áfram og í ár er heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gert að skera niður um 100 milljónir króna. Formaður félags heimilislækna segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en niðurskurður hafi dregið eldmóðinn úr stéttinni. Íslendingur í sérnámi í heimilislækn-

ingum í Svíþjóð segir Ísland ekki samkeppnishæft og ætlar ekki að snúa heim þegar námi lýkur í haust.

Page 2: Liftiminn 14 03 2014

— 2 — 14. mars 2014

Æxlin flytjast um líkamann með nanóeindunum svo auðveldara verður að meðhöndla þau.

Heilaæxli færð tilHópur vísindamanna við Georgia Institute of Technology hefur hannað nanóeindir sem laða til sín krabbameinsfrumur svo hægt er að flytja æxli á hentugri stað í líkamanum þegar verið er að eyða þeim. Rannsóknir á dýrum sýna að með aðferðinni er hægt að minnka heilaæxli. Einn vísindamannanna, prófessor Ravi Bellamkonda, sagði í viðtali við BBC að með aðferðinni væri æxlið fært til lyfsins en ekki öfugt. Hann segir líklegt að með aðferðinni verði hægt að stjórna vexti æxla og gera ólæknandi krabbamein að sjúkdómi sem fólk lærir að lifa með.

Í rannsókninni var unnið með meinið gliobalstoma, illkynja æxli sem erfitt er að meðhöndla og hefur tilhneigingu til að dreifa sér innan heilans. Vonir standa til að aðferðin geri skurðaðgerðir á krabbameinum auðveldari. Rannsóknir eru enn á frumstigi og nokkuð í að hægt verði að nota þær við meðferð sjúklinga.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@

frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir [email protected]. Fram-kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis-

son [email protected]. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Líftíminn er gef-

inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Líftækni- og lyfjaiðnaður veitir mestu

til rannsókna

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

L íftækni- og lyfjaiðnaður er sú at-vinnugrein í heiminum sem veitir hlutfallslega mestu af veltu sinni til rannsókna og þróunar, sam-

kvæmt lista Evrópusambandsins og birtur er á vef Frumtaka, samtaka frumlyfjafram-leiðenda á Íslandi. Samkvæmt listanum fer 15,1 prósent af veltu lyfja- og líftækniiðnað-arins til rannsókna og þróunar. Sú atvinnu-grein sem næst kemur er hugbúnaður og tækni með 9,5 prósent.

Að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, fram-kvæmdastjóra Frumtaka, er eftir gríðarlega miklu að slægjast með því að fá rannsóknar-starfsemi fleiri lyfjafyrirtækja til Íslands. „Stjórnvöld geta með ýmsu móti skapað aukin tækifæri fyrir verðmætasköpun í atvinnulífinu. Við sjáum að með skatta-ívilnunum eins og til dæmis eru boðnar í kvikmyndaiðnaðinum hafa miklir fjármunir komið inn í okkar efnahagslíf. Með sams konar hætti er ég sannfærður um að hægt

væri að fá margs konar rannsóknartengda starfsemi lyfjafyrirtækja hingað til lands. Bæði velta þau háum fjárhæðum og leggja hæstan skerf allra atvinnugreina til rann-sókna og þróunar svo háskólar og aðrar rannsóknarstofnanir njóta góðs af. Lyfja-iðnaðinum fylgja spennandi og verðmæt störf sem er einmitt það sem við þurfum á að halda.“

Jakob er þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að beina sjónum sínum að lyfja- og líftækniiðnaðinum þegar verið er að þróa atvinnustefnu til framtíðar. „Á tyllidögum heyrum við stjórnmálamenn ræða um mik-ilvægi þess að efla vísinda- og rannsókna-samfélagið og gjarnan eru störf tengd sjáv-arútvegi og jarðvarma nefnd til sögunnar. Þessar greinar hafa á að skipa framúr-skarandi fyrirtækjum sem hafa vaxið hér heima og dafnað. Tækifærin eru einnig á fleiri sviðum og ég sakna þess að heyra ekki nefnd til sögunnar þau tækifæri sem eru tengd heilbrigðiskerfinu og lyf- og líftækni-vísindum.”

Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Líftækni- og lyfjaiðnaðurinn á alþjóðavísu setur 15,1 prósent af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Hugbúnaður og tækni er sú atvinnugrein sem kemur næst með 9,5 prósent. Ljósmynd/NordicPhotosGettyImages

Körlum boðið í Heilsusögu Íslendinga í MottumarsHeilsusaga Íslendinga er langtíma rann-sókn sem varpa mun ljósi á áhrif og samspil nútíma lífsstíls, félagslegra að-stæðna, streitu og erfða á heilsu. Stefnt er að því að á næstu tíu árum taki 100.000 Íslendingar þátt í rannsókn-inni. „Konur fá boð í tengslum við komu í krabbameinsleit hjá Krabbameinsfé-lagi Íslands en karlar fá opið boð um þátttöku. Sem hluta af forprófun okkar munum við á næstu vikum senda kynn-ingarbréf til um þúsund karlmanna á höfuðborgarsvæðinu eftir úrtaki úr þjóð-skrá. Við vonum að þeir taki vel í boð um þáttöku og skrái sig í rannsóknina

en eitt meginmarkmið Mottumars er að minna karlmenn á að fylgjast vel með eigin heilsu. Talið er að rannsóknin muni á endanum verða mikilvægur liður í því að auka þekkingu á áhrifum ýmissa lífsstílsþátta og streitu á krabbameinsá-hættu,“ segir Unnur Anna Valdimars-dóttir, prófessor í faraldsfræði við Há-skóla Íslands.

Þátttaka meðal kvenna hefur farið fram úr björtustu vonum en í kringum 80 prósent þeirra kvenna sem boðin var þátttaka hafa tekið þátt í forrann-sókninni. Að sögn Unnar Önnu flétt-ast í rannsókninni saman forvarnir og

vísindastarf því þátttakendur fá upplýs-ingar og fræðslu um blóðþrýsting, lík-amsþyngdarstuðul, lífsstíl og fleira eftir því sem þurfa þykir. „Fólk er svo boðað aftur á þriggja til fjögurra ára fresti svo lengi sem það vill. Þannig gefst því kost-ur á að fylgjast náið með þróun heilsu sinnar og heilsufarsvísa eftir því sem árin líða.“

Framkvæmd rannsóknarinnar er á vegum Háskóla Íslands og Krabbameins-félags Íslands og í virku samstarfi við fjölda innlendra og erlendra aðila. Gangi áætlanir eftir mun tæplega þriðjungur landsmanna taka þátt á næstu 10 árum.

Í tengslum við Mottumars er fyrstu karlmönn-unum boðið að taka þátt í rannsókninni Heilsusaga Íslendinga. Stefnt er að því að á næstu 10 árum taki um 100.000 þúsund manns þátt.

Notkunarsvið: Fluconazol ratiopharm inniheldur fluconazol. Án ávísunar frá lækni er Fluconazol ratiopharm notað við sveppasýkingu í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fluconazoli eða skyldum azól-lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Samhliða meðferð með cisapridi, astemizoli, terfenadini, pimozidi, erythromycini eða quinidini. Gæta skal sérstakrar varúðar ef eftirfarandi á við: Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni). Ef húðútbrot koma fram á meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skal strax hafa samband við lækni, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Samhliða meðferð með halofantrini eða terfenadini. Meðfædd eða áunnin breyting á starfsemi hjartans (lengingu QT bils). Samhliða notkun lyfja sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III. Truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkuð þéttni kalíums og magnesíums. Hægur hjartsláttur sem þarfnast meðferðar, hjartsláttartruflanir eða alvarleg hjartabilun. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Skömmtun: Við Candidasýkingu í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur, húðútbrot, kviðverkur, uppköst, niðurgangur og ógleði, breyting á lifrargildum. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Maí 2013.

Fluconazol ratiopharm eitt hylki - stakur skammtur

árangursríktgott verð

einfalt

Sveppasýkingu í leggöngumEinungis 1 hylki tekið um munn við

Fæst án lyfseðils í apótekum

Page 3: Liftiminn 14 03 2014

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi

Fæst í apótekum

Advanced Medical Nutrition

Cocune vörulínan hentar öllum húðgerðum.

Hún inniheldur raka, hefur ekki ertandi áhrif

og skilur húðina eftir silkimjúka.

Cocune blautklútarBlautklútarnir eru ofnæmis-prófaðir, mjúkir, þykkir og

henta vel til daglegrar almennrar húðumhirðu. Þeir henta vel viðkvæmri húð, eru án alkóhóls og ertandi efna.

Cocune hreinsifroðaHreinsifroðan hentar bæði

fyrir venjulega og viðkvæma húð. Froðan er einkar þægileg

til að fjarlægja óhreinindi á viðkvæmum svæðum líkamans og

hentar vel til daglegrar notkunar.

Cocune varnarkremVarnarkremið er fyrir viðkvæma húð kynfærasvæðisins og skilur eftir þunnt varnarlag á húðinni

sem verndar gegn raka. Kremið er auðvelt í notkun, kemur í þægilegum 300 ml brúsa

með pumpu.

www.heilsaoghreyfing.is

540 8000Væntanlegt í apótek

Page 4: Liftiminn 14 03 2014

— 4 — 14. mars 2014

Ateronon fæðubótarefni hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Ein tafla á dag í átta vikur getur hamlað oxun LDL-kólesteróls um 90 prósent.Ateronon er fyrsta og eina fæðubótar-efnið sem inniheldur líffræðilega virkt lycopene. Ein tafla af Ateronon á dag getur hamlað oxun LDL-kólesteróls í blóði um allt að 90 prósent á átta vik-um. Virka efnið í Ateronon er lycopene, öflugt andoxunarefni sem skipar stór-an sess í Miðjarðarhafsmataræði, og hafa góð áhrif þess á hjarta- og æða-kerfi löngum verið þekkt. Lycopene er náttúrulegt andoxunarefni sem finnst í tómötum og öðrum rauðum ávöxtum. Ateronon var þróað með það að mark-miði að gera náttúrulega vöru sem hef-ur jákvæð áhrif á heilsu fólks til langs tíma.

Kólesteról lækkað á náttúrulegan hátt

Ateronon bætir blóðflæði um allan líkama og hafa rann-sóknir sýnt að það sé eina fæðubótarefnið sem með góðum árangri hamlar oxun LDL-kólesteróls.

Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare. Ateronon hylkin fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is.

Vísindamenn í Cambridge hafa í samstarfi við matvælafyrirtækið Nestle uppgötvað nýja leið til að gera lycopene líffræðilega virkt svo líkaminn geti nýtt það betur en áður hefur þekkst. Ateronon er einstakt efni og er einkaleyfisskráð sem nátt-úrulegt efni.

Hömlun oxunar á LDL-kólesteról er lykillinn að því að hindra að fyrir-staða myndist í slagæðum. Ateronon bætir að auki blóðflæði um allan líkamann. Fyrirstaða í æðum gerir það að verkum að blóð á ekki eins greiða leið út í líkamann sem getur valdið heilsutjóni. Rannsóknir hafa sýnt að Ateronon er eina fæðubótar-efnið sem með góðum árangri haml-ar oxun LDL-kólesteróls. Ateronon má taka inn með lyfsseðilskyldum lyfjum.

Efnið er unnið á náttúrulegan hátt og ekki er vitað um neinar aukaverk-anir. Fólki sem ekki þolir soja, tóm-ata eða mysuprótein er ráðlagt að nota ekki vöruna. Hylkin innihalda ekki erfðabreytt efni.

Umsagnir sérfræðinga:

„Algjörlega ný nálgun í meðferð á háu kólesteróli.“

Prófessor Anthony Leeds,Stjórnarmaður í HEART UK.

„Ateronon virðist hafa áhrif á efna-skipti og LDL-kólesteról á allt annan hátt en hefðbundin andoxunarefni. Vegna virkninnar lofar Ateronon góðu í baráttunni við hjarta- og æða-sjúkdóma.“

Dr. Howard Sesso, aðstoðarpró-fessor í læknisfræði við Harvard

háskóla í Boston.

„Æðakölkun eða þrengingar af völd-um kólesteróls í slagæðum, er stór áhættuþáttur heilablóðfalla. Vitað er að mataræði sem inniheldur mikið af andoxunarefnum er ákjósanlegt til að minnka þrengingarnar. Því fögnum við niðurstöðum rannsókna á Ateronon.“

Dr. Peter Coleman, rann-sóknarforstjóri samtaka um

heilablóðfall á Bretlandi.

KYNNING

Frjáls innflutningur blóðsuga bannaðurHjúkrunarfræðingur hugðist opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótar- og fegrunarmeðferðir með blóðsugum eða iglum en slíkt tíðkast víða um heim. Beiðni um leyfi til innflutnings var hafnað af at-vinnu- og nýsköpunar-ráðuneytinu.

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, [email protected]

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

Wieslawa Ewa Helisz, hjúkrunarfræð-ingur frá Póllandi með íslenskt hjúkr-unarleyfi, stefndi að því að opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótar-

og fegrunarmeðferð-ir þar sem lækn-

ingablóðsugur eru notaðar en fékk ekki leyfi til inn-flutningsins. Ætlunin var að flytja blóð-

sugurnar inn

frá

Póllandi þar sem þær eru ræktaðar á rannsóknarstofum sem reknar er af sérmenntuðum dýralæknum og með leyfi frá umhverfisráðuneyti Póllands sem vottar hverja sendingu, að sögn Wieslöwu. Í svarbréfi atvinnu- og ný-sköpunarráðuneytisins segir að Mat-vælastofnun leggi til að innflutningur verði ekki heimilaður þar sem sýnt þyki að blóðsugunum geti fylgt sýk-ingarhætta vegna bakteríusýkingar sem borist geti í fólk og dýr og því sé ekki óhætt að stunda aðgerðir með þeim á opnum meðferðarstofnunum þar sem fólk komi og fari og sé ekki undir stöðugu eftirliti og á fyrirbyggj-andi sýklalyfjagjöf.

Í blóðsugumeðferð sýgur blóðsug-an sjúklinginn í 30 til 40 mínútur og tekur í sig um 10 til 15 ml. af blóði og stækkar við það 8 til 11 falt. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynningarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás svæðisins sem hún sýgur. Hver blóðsuga er notuð einu sinni og

fargað að meðferð lokinni.Að sögn Wieslöwu er algengt að

nota blóðsugur í Póllandi og víðar um heim við ýmsum líkamlegum kvill-um, eins og blóðtappa, æðahnútum, kvillum í þvag- og kynfærum, húð-sjúkdómum, þrálátum sárum og í fegr-unarskyni. Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að við-halda unglegu útliti en mikla athygli vakti þegar hún gekkst undir slíka meðferð í Austurríki árið 2008.

Vilhjálmur Ari Arason heimilis-læknir skrifaði grein um blóðsugur til lækninga á vefritið Pressuna í janú-ar í fyrra. Þar segir meðal annars að blóðusugumeðferðir eigi sér ævaforna sögu en hafi oftast verið notaðar í öðr-um tilgangi áður en gert er í dag. Þá hafi fólk haft trú á að blóðsugur gætu sogið óhreint blóð úr líkamanum en ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi slíkrar meðferðar í hjálækningum. Í ljós hafi hins vegar komið önnur gagn-leg meðferð sem felst í því að tæma

gamalt blóð og niðurbrotsefni úr vef sem ekki nær að endurnýjast með eðlilegum hætti þegar blóðrásin sé sködduð. Vissir eiginleikar felist auk þess í munnvatni sem komi úr munni blóðsuganna við bitið, það hafi deyfandi og sýkladrepandi- auk blóðþynnandi áhrifa sem auki blóðflæði í vefnum í kring. Ýmis önnur efni í munnvatni blóðsuganna séu til skoðunar svo sem að hugsanlega auki þau gróanda og nýæðamyndun. Í grein Vilhjálms segir jafnframt að blóðsugumeðferð sé viðurkennd meðferð í lýta- og handarskurðlækning-um og að fyrir rúmlega tuttugu árum hafi blóðsugur verið notaðar á Borgarspítalanum þegar reynt var að bjarga blóðflæði í ágræddum fingri ungrar stúlku sem hætta var á að drep myndi komast í.

Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að viðhalda unglegu útliti.

Blóðsugur sjúga sjúklinga í 30 til 40 mínútur og taka í sig 10 til 15 ml. af blóði og stækka við það. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynn-ingarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto.

Wieslawa Ewa Helisz sótti um leyfi til að flytja blóðsugur til landsins frá Póllandi en beiðninni var hafnað. Ljósmynd/Hari.

Kemur næst út 11. apríl

Page 5: Liftiminn 14 03 2014
Page 6: Liftiminn 14 03 2014

— 6 — 14. mars 2014

Slæmur svefn yfir langt tímabil getur leitt til verkja á efri árum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem á dög-unum var birt í Arthritis & Rheu-matology. Rannsóknin náði til 4.326 manns, 50 ára og eldri, sem ekki höfðu verki þegar rannsóknin hófst. Niðurstöðurnar sýndu að slæmur svefn hafði áhrif á það hvort þátt-takendur þróuðu með sér viðamikla verki á þeim þremur árum sem rann-

sóknin fór fram. Í byrjun rannsóknarinnar var

enginn þátttakenda með útbreidda verki en 2.764 með litla verki og 1.562 ekki með neina. Þremur árum síðar voru 800, eða um 19 prósent byrjuð að fá verki. Nánari rannsókn-ir leiddu í ljós að slæmur svefn var ein helsta orsök mikilla verkja sem þátttakendur höfðu þróað með sér á tímabilinu.

Nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands verður frá og með næsta hausti sam-tals fimm ár. Náminu verður skipt upp í þriggja ára grunnnám sem lýkur með BS-gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum og tveggja ára meistaranám og geta nem-endur sótt um starfsréttindi að því loknu. Hingað til hefur námið tekið alls fjögur ár og veitt réttindi til starfa við fagið. „Þeir nemendur sem verða teknir inn næsta haust fara í þetta tvískipta nám. Nemendur sem þegar eru byrjaðir í fjögurra ára grunnnámi halda áfram í því. Síðustu nemendurnir í því kerfi útskrifast hjá okkur árið 2017 og þeir fyrstu sem klára meistaragráðu útskrif-ast væntanlega 2019,“ segir Þórarinn Sveinsson, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun innan læknadeildar HÍ. „Háskóli Íslands, eins og flestir há-skólar í Evrópu, stefnir að því að auka sveigjanleika nemenda. Að loknu grunnnámi geta nemendur því breytt

Laufe y Steingr ímSdót tir

Það er orðið tímabært að rétta hlut grófa kornsins. Margir virðast falla í þá gryfju að setja allar kornvörur – jafn-vel allar kolvetnaríkar fæðutegundir – undir einn hatt. En þannig einföldun getur orðið meira en lítið villandi. Enda þótt gosdrykkir, sætindi, gróft brauð og hafragrautur eigi það sameiginlegt að vera kolvetnaríkar fæðutegundir, verður fátt annað til að sameina þær, og svo sannarlega ekki þegar hollustan er annars vegar. Staðreyndin er sú, að kolvetnaríkar fæðutegundir geta ým-ist verið afburðahollar – eða með ein-dæmum óheilsusamlegar, allt eftir því hvaða matur á í hlut, og þá ekki síst, hversu fínunnin varan er. Það væri því til mikilla bóta ef við hættum að flokka fæðu eftir því hversu mikið eða lítið hún inniheldur af kolvetnum, en legðum því meiri áherslu á hollan, lítið unninn mat.

Því hefur verið haldið fram að kol-vetnarík fæða, þar með talið mjöl og korn, sé fitandi og næringarsnauður matur sem best sé að forðast. Þessi full-yrðing á sannarlega við um kökur, kex, sykur, sætindi og sæta drykki. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að þegar við borðum heilkornavörur svo sem ósætt rúgbrauð og annað heilkornabrauð, hafragraut eða graut úr öðru heil-korni, gróft pasta eða hýðishrísgrjón,

fáum við betri mettunartilfinningu, sem síðan tengist betri stjórnun á lík-amsþyngd og jafnframt minni líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum á borð við sykursýki af tegund 2 og hjarta- og æðasjúkdómum en þegar við neytum ýmissa annarra matvæla. Ástæðan er bæði rakin til trefjaefnanna í korninu en líka til lífvirkra hollustuefna sem þar er að finna.

Kornmatur er tiltölulega ódýr matur og þótt gróf brauð séu stundum dýrari en þau fínu á það ekki ævinlega við. Venjulegt, óseytt rúgbrauð getur ver-ið ein heilsusamlegasta heilkornavara sem völ er á, enda rúgur trefjaríkasta algenga korntegundin á markaðnum. Haframjöl og bankabygg eru líka hollar heilkornavörur, góðar í morgungraut-inn og ódýrari en flest tilbúið morgun-korn.

Gróft korn var löngum áberandi í nor-rænu mataræði. Rúgur, bygg og hafrar eru korntegundir norðursins og dafna vel í svölu loftslagi. Hveitið var meira áberandi sunnar í álfunni og pasta og brauð úr hvítu hveiti einkenndi mat-aræði við Miðjarðarhafið. Suður-evr-ópsk matarmenning hefur slegið í gegn á Vesturlöndum með öllu sínu góða grænmeti, kryddjurtum, olíu og hvítlauk. Hollusta þessa fæðis er óum-deild, en það er samt óþarfi fyrir okkur að gleyma þar með kostum norræna

Óþarfi að gleyma kostum norræna mataræðisins

Eiga gosdrykkir og rúgbrauð eitthvað sameiginlegt?

Nám sjúkra-þjálfara lengt í fimm ár

Námi í sjúkraþjálfun verður skipt upp í þriggja ára grunnnám og tveggja ára meistaranám. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

um námsleið og valið annað nám en sjúkraþjálfun kjósi þeir svo.“

Slæmur svefn getur valdið verkjum hjá eldra fólki

Framsækinn búnaður frá Oxymap til virtustu rannsóknarstofnana

Búnaður Oxymap mælir súrefnismettun í sjónhimnu augans. Á tölvuskjá er litur æða í augnbotni skoðaður og gefur hann til kynna hver súrefnismettunin er. Árni Þór Árnason er framkvæmdastjóri Oxymap og Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjórinn. Ljósmynd/Hari.

Tæknibúnaður Oxymap er þróaður til að mæla súrefnismettun í sjónhimnu augans en ýmsir blinduvaldandi sjúk-dómar eiga uppruna sinn í truflun á blóðflæði. Virtar rannsóknarstofn anir víða um heim nota búnaðinn sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Oxymap og er nú unnið að því að auka verðmæti fyrirtækisins.

dagn ý HuLda er LendSdót tir

N ýsköpunarfyrirtækið Ox-ymap hefur þróað rann-sóknartæki til mælinga á súrefnismettun í sjón-

himnu augans. Tækið er notað á mörg-um af virtustu sjúkrahúsum heims á sviði augnlækninga. Síðasta haust fékk Oxymap CE merkingu og uppfyll-ir því ströng skilyrði til markaðssetn-ingar í Evrópu. Síðan hefur eftirspurn

eftir tækjunum og hugbúnaðinum sem fylgir aukist mikið. „Hugbúnaðurinn greinir æðarnar í augnbotninum og reiknar út súrefnismettun. Þetta hefur ekki verið mögulegt áður svo þróunin okkar er einstök. Búnaðurinn gefur annað sjónarhorn á blinduvaldandi sjúkdóma, til dæmis tengda sykur-sýki, gláku og æðalokunum. Þessir sjúkdómar virðast eiga uppruna sinn í truflun á blóðflæði og súrefnismett-un og því mikilvægt að rannsaka það

HeilsulausnirHentar einstaklingum semglíma við offitu, hjartasjúkdómaog/eða sykursýki.

Námskeiðin hefjastmánudaginn 24. mars

Mánud., miðvikud. og föstud.kl. 7.20, 12.00 eða 17.30

Betri heilsa borgar sig!Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is

Ætlar þú að breyta um Lífsstíl?

Page 7: Liftiminn 14 03 2014

— 7 —14. mars 2014

Óþarfi að gleyma kostum norræna mataræðisins

mataræðisins, þar með talið grófa korn-inu. Hér á Íslandi var rúgurinn algeng-asta korntegundin allt fram undir 1940 en þá hafði hvítt hveiti náð yfirhöndinni. Þegar mest lét, um þarsíðustu aldamót, var rúgneyslan um fimmtíu kíló á mann á ári, en 3,2 kíló á mann árið 2010 sam-kvæmt tölum um innflutning. Rúgurinn var hafður í graut, slátur og brauð, rétt eins og byggið sem einnig var töluvert borðað á þessum árum. Kornneysla Ís-lendinga var því raunar meiri en núna, munurinn er bara sá, að þá var kornið mestmegnis heilkorn.

Þeim sem vilja halda kílóunum í skefj-um og skerða hitaeiningarnar í fæðinu, án þess að minnka hollustuna, er bent á að sleppa gosi, sætindum, kexi og kök-um, og minnka jafnvel skammtinn af hvítum hrísgrjónum, hvítu pasta, brauði úr fínmöluðu mjöli og kartöflum. Í stað þess er um að gera að velja frekar gróf brauð, hafragraut eða annað gróft mjöl, ásamt öðrum hollum og góðum mat.

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í nær-ingarfræði við Háskóla Íslands.

nánar,“ segir Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjóri Oxymap.

Búnaðurinn passar á augnbotna-myndavélar frá japanska framleiðand-anum Topcon. Á tölvuskjá er svo litur æða í augnbotni skoðaður en hann gefur til kynna hver súrefnismettunin er. Tækið er einnig notað til að fylgjast með gagnsemi meðferðar sem veitt er og hjálpar þannig til við að stýra henni. Öll þróun fer fram hjá Oxymap í hús-næði Blindrafélagsins við Hamrahlíð en tækin eru sett saman í Bandaríkjunum og send til Íslands þar sem hugbúnað-inum er bætt við og virknin prófuð. „Þó við tölum um þetta sem tæki er stærsti hluti okkar vinnu við hugbúnaðinn sem er mjög framsækinn,“ segir Gísli.

Reglulega eru haldnir fundir með notendum búnaðarins og sá síðasti var í Birmingham í janúar þar sem ákveðið var að tíu spítalar myndu framkvæma tveggja ára hóprannsókn á bláæðalok-unum. Að sögn Árna Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Oxymap, myndi slík rannsókn kosta fyrirtækið millj-ónir króna og því mikill fengur að því að rannsóknarstofurnar standi straum að kostnaðinum.

Tækin frá Oxymap eru notuð á f remstu augnlæknasjúkrahúsum heims. Í september síðastliðnum fékk Oxymap CE merkingu svo búnaðurinn uppfyllir ströng skilyrði til markaðs-setningar í Evrópu. Árni segir eftir-

spurnina hafa aukist mikið síðan þá. „Við höfum aldrei áður haft eins marga fugla í skógi. Aðilar frá Noregi og Ír-landi hafa nýlega sett sig í samband við okkur og í Tyrklandi og Portúgal eru doktorsnemar að vinna verkefni um þetta svið. Það er mjög spennandi þegar þessi staða kemur upp og fólk vill fá okkar framleiðslu þegar hugsað er til framtíðar,“ segir Árni. Enn sem komið er hefur einu þýsku fyrirtæki tekist að þróa markaðsvöru með sömu virkni og búnaður Oxymap. Þá eru margir rannsóknarhópar sem nálg-ast verkefnið með öðrum hætti en eru ekki komnir með markaðsvöru. Árni segir besta vopnið í samkeppninni að gefa aldrei eftir í þróunarstarfinu. „Við erum komin á það stig að stóru fyrir-tækin eru öll farin að skoða það sem

við erum að gera. Nokkur þeirra hafa áhuga á að innlima okkur svo við erum á fullu að gera fyrirtækið verðmætara áður en það verður selt.“

Núna í mars koma fulltrúar frá Quebec í Kanada á fund stjórnenda Oxymap. „Févana nýsköpunarfyrir-tækjum á Íslandi verður boðið að flytja til Kanada. Markmiðið er að búa til fyrirtæki og störf í Kanada til fram-tíðar. Það er ekki annað hægt en að hlusta á það sem verið er að bjóða því framtíð nýsköpunar er ekki björt á Ís-landi. Ísland gæti verið draumaland fyrir nýsköpun því menntun er góð og fólk hugsar út fyrir kassann. Vandinn er sá að það er ekki mikill áhugi á fjár-festingum í nýsköpun,“ segir Árni. Hann nefnir lífeyrissjóðina sem dæmi. „Þeir þurfa að koma 130 milljörðum í

verkefni á ári og láta þá í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, í Bernhöftstorfuna og aðrar fasteignir. Þjóðarbúið þarf á gjaldeyri að halda og hann fáum við með því að setja fjármagn í starfsemi sem býr til störf og gjaldeyri. Það kost-ar okkur hjá Oxymap 2,5 milljónir að framleiða eitt tæki sem við seljum á 8,7 milljónir. Mismunurinn er gjaldeyrir,“ segir Árni.

Stefna stjórnvalda er að skerða fram-lög til Tækniþróunarsjóðs tímabilið 2014 til 2016 og segir Árni mikið vanta upp á skilning á mikilvægi þróunar-starfs. „Ríkisstjórnin ætlar að koma atvinnulífinu aftur í gang en það fyrsta sem hún gerði var að skera niður fram-lög í Tækniþróunarsjóð. Slíkt þarf að hugsa til enda. Reynslan sýnir að þró-unarstyrkir skila sér margfalt til baka.“

Búnaðurinn gefur annað sjónarhorn á blinduvaldandi sjúkdóma, til dæmis tengda sykursýki, gláku og æðalokunum.

Við erum komin á það stig að stóru fyrirtækin eru öll farin að skoða það sem við erum að gera.

HreystikallVIÐ LEITUM AÐ HRAUSTUM MÖNNUM TIL AÐ SKRÁ SIG

Á SPJÖLD HEILSUSÖGUNNAR

— S K R Á Ð U Þ I G N Ú NA Í S Í M A —

540 1903— E Ð A Á N E T FA N G I N U —

[email protected]

Heilsusaga Íslendinga er langtíma­rannsókn sem gefur einstaklingum innsýn í eigið heilsufar og skapar um leið framúrskarandi þekkingu í almannaþágu.

Við bjóðum karlmönnum á aldrinum 20 – 69 ára á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt.

Þú svarar spurningalista um heilsufar á netinu og mætir í stutta skoðun í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands.

Heilsusaga Íslendinga er unnin í sam­starfi Háskóla Íslands og Krabba­meinsfélags Íslands og kannar áhrif lífsstíls, umhverfis, streitu og erfða á heilsufar. Ætlunin er að rannsóknin taki til um 100.000 Íslendinga á næstu 10 árum.

Nánari upplýsingar má finna á: heilsusaga.hi.is

#MOTTUMARSWWW.MOTTUMARS.IS

— Svaraðu hreystikallinu og vertu þátttakandi í Heilsusögu Íslendinga —

Page 8: Liftiminn 14 03 2014

— 8 — 14. mars 2014

„Eins og staðan er núna get ég ekki hugsað mér að koma heim. Ástæðan er einfaldlega sú að bæði kaup og kjör og svo starfsaðstæður á Íslandi eru ekki samkeppnishæf við Svíþjóð,“ segir Guð-björg Vignisdóttir, læknir í Gautaborg.

Í ágúst lýkur Guðbjörg fimm ára sér-námi í heimilislækningum. Hún starfar á einkarekinni heilsugæslu.

Guðbjörg er meðal þeirra ungu lækna í sérnámi erlendis sem standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort flytja eigi heim að námi loknu eða setjast að erlendis.

„Planið var að koma heim en það er erfitt að ætla að sér það. Ofan á starfs-aðstæðurnar og launin spilar efnahags-ástandið á Íslandi líka inn í. Við erum svo sem ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það að verða sænsk en við ætlum að vera hér í einhvern tíma í við-bót. Eitt eða tvö ár, svo sér maður til.“

Aðspurð segir Guðbjörg að launin

sem henni bjóðast í Svíþjóð séu umtals-vert hærri en á Íslandi. „Það er verið að bjóða nýútskrifuðum læknum á opinberum heilsugæslum í kringum 63 þúsund sænskar krónur á mánuði. Það er það lægsta. Fólk getur verið að fá upp í 85 þúsund krónur sænskar fyr-ir 40 tíma dagvinnu.“

Þetta gerir á bilinu 1,1 milljón ís-lenskar krónur og upp í 1,5 milljón íslenskar krónur á mánuði fyrir dag-vinnu. Til samanburðar þá bjóðast nýútskrifuðum heimilislæknum á Ís-landi í kringum 600 þúsund krónur á mánuði.

„Þetta snýst auðvitað ekki bara um laun heldur líka starfsaðstæður. Starfið snýst um fólk, líf og heilsu fólks. Að vinna sem læknir á undirmannaðri heilsugæslu felur í sér mikið álag,“ segir Guðbjörg. Hún segir að taka verði með í reikninginn að algengt sé að læknar á Íslandi hækki laun sín með

því að taka aukavaktir og á móti þeim komi oftast engin frí. „Ég á þrjú börn og mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vinna um kvöld og helgar.“

Eins og áður sagði starfar Guðbjörg á lítilli einkarekinni heilsugæslustöð. Svíar eru ekki þekktir fyrir annað en að gæta jafnræðis og því er forvitni-legt að spyrja hvernig þeim hafi tek-ist til með einkarekna heilsugæslu. „Þetta er kerfi sem leyfir einkarekstur en það leyfir ekki að fólk geti keypt sig framhjá kerfinu. Kerfið er hann-að þannig að allir eiga að hafa sömu möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu og það er vel fylgst með því að allir sinni því verkefni sem lagt var upp með,“ segir Guðbjörg en hið opinbera fjármagnar allt kerfið og fjármagnið fylgir sjúklingnum. „Mér finnst þetta sanngjarnt að flestu leyti – mér líður vel að vinna í þessu kerfi,“ segir hún.

Guðbjörg segir að frá því þetta kerfi

var innleitt árið 2009 hafi námslæknum í heimilislækningum fjölgað umtals-vert. „Svíarnir leggja áherslu á heilsu-gæsluna og þetta kerfi virðist hjálpa til við að lokka fólk inn í þetta fag. Hér eru heimilislæknar líka almennt með

hærri laun en sjúkrahúslæknar. Því var breytt í þá veru til að fá fleiri lækna til að sérhæfa sig í heimilislækningum. Svíarnir vilja nefnilega að heilsugæslan sé fyrsti staðurinn sem sjúklingar leita á þegar þeir veikjast.“

Ísland ekki samkeppnishæft

N ú, fimm árum frá hruni heldur niðurskurður til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins áfram en á þessu ári er stofnuninni gert að skera niður um 100 milljónir. Á tímabilinu 2008 til 2012 var skorið

niður um 400 milljónir. Á sama tíma eru kynntar umfangs-miklar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem taka eiga gildi á næstu þremur árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykil-hlutverki í grunnþjónustu þar sem stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu-gæslu höfuðborgarsvæðisins, segir niðurskurð þessa árs ekki rýma við fyrirhugaðar breytingar sem fylgja þjónustustýringu og stærra hlutverki stofnunarinnar. „Þessi niðurskurður kem-ur mjög þungt niður á okkur eftir það sem á undan er gengið. Eigi þjónustustýringin að ganga upp þarf þvert á móti að efla heilsugæsluna hvað varðar mannskap og fjárveitingar því

hún mun væntanlega taka við verkefnum annars staðar frá. Við getum ekki bætt við okkur umfram það sem við höfum í dag,“ segir Svanhvít.

Til að mæta niðurskurði þessa árs er verið að skoða stytt-ingu síðdegisvakta á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Annað hvort verða vaktir sameinaðar þannig að þær verði færri eða vakttíminn styttur á einstökum stöðvum,“ segir hún. Fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða kemst ekki að hjá sínum lækni er síðdegismóttaka á heilsugæslustöð eina úrræðið og segir Svanhvít mjög bagalegt að þurfa að þrengja að þeim þætti starfseminnar. „Heilsugæslan er dagvinnu-stofnun í grunninn svo möguleikar okkar eru ekki margir þegar kemur að niðurskurði.“ Ekki verður ráðið í lausar stöð-ur eða til afleysinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á árinu verður störfum hjúkrunarfræðinga fækkað um 7,5.

Breytingar í skugga niðurskurðarÁ næstu þremur árum verða gerðar umfangsmiklar breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu sem fela meðal annars í sér þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað lykilhlutverk. Á sama tíma er áfram skorið niður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessu ári verður skorið niður þar um 100 milljónir. Forstjóri stofnunarinnar segir niðurskurðinn ekki í takt í við áætlanir um stærra hlutverk heilsugæslunnar í veitingu grunnþjónustu.

Heilsugæslu-læknar á Ís-

landi Meðalaldur fastra

heimilislækna er 54,1 ár

Meðalaldur þeirra sem hafa hætt er 46,8 ár

33 prósent heimilis-lækna eru 60 ára og eldri

2009 voru 93 starf-andi heimilislæknar undir 50 ára. Nú eru þeir 47.

Á næsta áratug láta 40 prósent heimilislækna af störfum vegna aldurs.

Guðbjörg Vignisdóttir starfar á einkarekinni heilsugæslu í Gautaborg. Hún lýkur sérnámi í haust og ætlar ekki að flytja heim til Íslands að sinni.

Formaður Félags íslenskra heimilislækna, Þór-arinn Ingólfsson, tekur í sama streng og Svanhvít og segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en að áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höf-uðborgarsvæðisins hafi dregið eldmóðinn úr stétt-inni. „Til að innleiðing á svo stórum breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann. Um 13.000 manns leituðu á síðasta ári til bráðamóttöku Landspítalans með erindi sem hefði mátt leysa í heilsugæslunni. Þórarinn segir að eigi að beina þeim fjölda til heilsugæslunnar þurfi fyrst að leysa ýmis mál innan hennar, eins og skort á heimilislæknum því ekki sé ásókn í lausar stöður. „Stétt heimilislækna er að eldast og eftir fimm til sex ár verður staðan orðin mjög slæm. Við þurfum að vona að þeir eldri vilji vinna til sjötugs en hætti ekki 67 ára.“ Þá bendir hann á að laun þeirra hafi verið lækkuð að meðaltali um 15 prósent árið 2009 og ekki verið leiðrétt síðan og því hafi margir heim-ilislæknar snúið sér að öðru.

Árið 2009 voru starfandi sérfræðingar í heim-

Framhald á næstu opnu

Page 9: Liftiminn 14 03 2014

— 9 —14. mars 2014

Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi.

Ester Ösp Guðjónsdóttir

Fæst í apótekum

Einföld lausn á erfiðum vanda

Windi er holur plastventill með rúnuðum legg sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt leggurinn fer inn. Því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi því óþægindum.

Aðferðin hefur lengi verið þekkt innan heilbrigðisgeirans en Windi er fyrsta tækið sem er hannað fyrir foreldra til notkunar heima við.

Þegar dóttir okkar fór að borða fasta fæðu fékk hún oft hægðatregðu og vindverki. Maðurinn minn frétti af Windi í vinnunni og okkur fannst tilvalið að slá til og prufa.

Árangurinn var góður og kom mjög fljótlega í ljós, enda losaði tækið einfaldlega um loftið. Windi er einfalt og þægilegt í notkun og vel þess virði að mæla með við svona vandamálum.

Nánari upplýsingar á www.portfarma.is

„Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti í lífi sínu“

„Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga”

„Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt”

„Maður sá greinilega léttinn á andlitinu á henni”

Fleiri ummæli frá foreldrum:

Windi lækningatækið hjálpar ungabörnum að losna við loft og vinnur þannig gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu.

H ingað til hefur fátt verið í boði fyrir börn sem þjást af upp-þembu eða ungbarnakveisu

annað en dropar og róandi lyf til inntöku. Að gefa ungbörnum lyf er þó örþrifaráð sem fæstir vilja þurfa að grípa til. Skilaboðin til foreldra hafa því gjarna verið að lítið sé hægt að gera annað en að bíða uns þessu tímabili ljúki í lífi barnsins. Þeir sem reynt hafa vita þó hve erfitt þetta getur reynst bæði foreldrum og börnum enda börnin oft óvær, vansvefta og jafnvel sárþjáð.

Hvað er Windi?Nú er loksins komið á markaðinn lækningatæki sem hjálpar ungbörnum að losna við loft á einfaldan, öruggan og sársaukalausan máta.

Windi er mjúkur, meðfærilegur plastventill með rúnnuðum stút sem er nógu langur til að komast inn fyrir þá vöðva sem annars loka loft inni í þörm-unum. Á Windi er einnig brún sem kemur í veg fyrir að ventillinn fari of langt inn. Windi fer þannig mátulega langt inn án þess að nokkur hætta sé á að hann skaði barnið eða valdi því óþægindum. Aðferðin er gamalreynd og þekkt innan heilbrigðisgeirans en þó er Windi fyrsta varan af þessu tagi sem er sérhönnuð fyrir foreldra til að nota heima við.

NotkunWindi má nota allt að þrisvar sinnum á sólarhring. Ef það er notað oftar er hætta á að það verki truflandi á meltinguna.

Stundum þarf fleiri en eina tilraun með nokkurra mínútna millibili til að ná tilætluðum árangri, það telst vera eitt og sama skiptið og má þá nota sama ventilinn.

Einföld þriggja skrefa aðferð1. Nuddið kvið ungbarnsins. Best er

að nudda hvora hlið fyrir sig. Byrjið efst og strjúkið mjúklega niður í átt að bossanum. Endurtakið þrisvar á hvorri hlið.

2. Setjið olíu eða feitt krem á ventilinn til að auðvelda ísetningu. Lyftið fótum barnsins í átt að höfð-inu og komið ventlinum varlega fyrir í endaþarmsopinu (líkt og hitamæli). Ventillinn má fara eins langt inn og hann kemst. Yfirleitt heyrist smá hvæs eftir nokkrar sekúndur þegar barnið losnar við loftið. Ef það gerist ekki skal fjar-lægja ventilinn og prófa aftur eftir nokkrar mínútur, það telst vera sama skiptið og má þá nota sama ventilinn.

3. Alltaf skal henda ventlinum eftir notkun. Endurnotkun á sama ventl-inum getur aukið hættu á sýkingu.

Kynning Windi er meðfærilegur plastventill

Kveisubörn losna við loftUmmæli frá foreldrUm„Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti.“

„Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga.“„Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt.“„Við notuðum Windi og það virkaði virkilega vel.“

„Maður sá greinilega léttinn á andliti hennar.“„Lillinn okkar róaðist niður.“

Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi – Windi er skráð sem lækningatæki í Evrópu. Windi fæst í apótekum. Nánari upplýsingar má finna á www.portfarma.is

Vert að hafa í hugaAlltaf ætti að leita lækn-is ef barnið er óvært til að útiloka að ástæðan sé önnur en uppþemba eða ungbarnakveisa.

Windi er einnota og til að minnka hættu á sýkingu skal henda ventlinum strax eftir notkun.

Aldrei má skilja Windi eftir í endaþarmi barnsins.

Page 10: Liftiminn 14 03 2014

Þ órarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, á sæti í inn-leiðingarhópi verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 til 2017. Hann segir áætlanir um heimilislækni fyrir alla íbúa landsins, styttri biðtíma eftir heim-ilislækni og frjálsara rekstrarform innan heilsugæslunnar langþráðar en að

áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi dregið úr þeim eldmóðinn. „Það er mjög óheppilegt að skera eigi niður hjá Heilsugæslu höfuðborgar-svæðins um 100 milljónir og hækka komugjöldin um 20 prósent þegar verið er að fara í umfangsmiklar breytingar, svo ég taki milt til orða. Það er eins og önnur höndin viti ekki hvað hin er að gera og það veldur okkur áhyggjum. Til að innleiðing á svo stórum breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann.

Þórarinn segir þó jákvæð teikn á lofti því nú séu í fyrsta sinn gerðar breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu með framtíðarsýn í huga. „Þessar breytingar núna snúast ekki um að slökkva elda, heldur að skapa framtíðarsýn. Ég er fulltrúi lækna í þessu ferli og það er mikilvægt að við fáum að setja okkar sjónarmið fram því læknar á Íslandi hafa skoðanir á því hvernig heilbrigðiskerfið eigi að virka.“

Skortur á heimilislæknumEigi þjónustustýring að verða að veruleika og takast að beina þeim 13.000 heimsóknum sem ekki eiga erindi á Bráðamóttökuna á heilsugæsluna þarf fyrst að leysa ýmis vandamál innan hennar, að sögn Þórarins. „Það vandasamasta er skortur á heimilis-læknum. Það er réttur fólks að hafa sinn heimilislækni sem það treystir og getur leitað til. Staðreyndin er sú að í dag leita margir til Bráðamóttöku með minniháttar áverka eða veikindi og bíða kannski í fjóra tíma á meðan þangað streymir einnig fólk í bráðri lífshættu sem auðvitað er í forgangi. Aðrir leita á Læknavaktina við Smáratorg og hitta aldrei sama lækninn. Fólk fær betri þjónustu ef það hefur sinn heimilislækni sem veitir toppþjónustu. Heilbrigðisráðherra er sömu skoðunar og því fögnum við en eigi þessar áætlanir að ganga upp þarf að fjölga heimilislæknum.“

Þórarinn bendir á að enn sé staðan sú að þegar auglýst sé eftir heimilislæknum séu hverfandi líkur á að sérfræðingur með þá menntun sæki um. „Yfirleitt eru sérnáms-læknar ráðnir. Þeir eru í námi og því ekki alltaf á staðn-um og þurfa á handleiðslu að halda . Á r ið 1996 var hver einasta staða heimilis-læknis á Ís-landi setin og erfitt að fá vinnu. Nú er alveg búið að snúa þessu við.“

Bæta þarf kjörinStétt heimilislækna er að eldast og í dag eru aðeins fjórir yngri en 40 ára starfandi á Íslandi og telur Þórarinn að eftir fimm til sex ár verði staðan orðin mjög slæm. „Við verðum að vona að þeir eldri vilji vinna áfram til sjötugs en hætti ekki 67 ára. Til að fá ungu sérfræðingana til að vilja vinna hér á landi og þá eldri til að flytja heim aftur þarf að bæta kjörin

hressilega. Árið 2009 voru launin lækkuð að jafnaði um 15 prósent. Læknar sem samþykktu það ekki fengu uppsögn. Mánuðina á eftir voru margir sem hættu vegna óánægju. Nú eru liðin fimm ár og á hverju ári fáum við bréf um að ekki sé hægt að leið-rétta þessa aðgerð.“

Þórarinn segir mikinn áhuga á sérnámi í heimilislækningum en ekki nógu margar stöður fyrir alla þá sem vilja. Þó sé það mikið áhyggjuefni hversu fáir stefni að því að vinna hjá stærsta vinnuveitandanum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að námi loknu. Í könnun sem gerð var meðal fólks í sérnámi í heimilislækningum kom í ljós að einungis 12 af 40 vilja vinna þar og þar af eru aðeins þrír sem myndu vilja fara í fulla stöðu.

Einkarekstur öllum til góðaÓlíkt öðrum sérgreinalæknum, er heimilislæknum ekki heimilt að opna sína eigin stofu

en gangi fyrirhugaðar breytingar eftir verður það heimilt síðar á þessu ári. Þórarinn segir þetta brýnt réttlætismál hjá stéttinni. „Innan einkarekstrar

skapast faglegur sjálfsákvörðunarréttur og læknar geta straumlínulagað starfsumhverfi sitt og haft áhrif á kjör og með hverjum þeir vinna. Verði frjálslegra rekstarform að veruleika tel ég að fleiri snúi til baka frá út-löndum. Slíkt myndi leiða til betri þjónustu við sjúklinga.“

Árið 2008 var gerður samningur um sjálfstæðan rekstur heilsugæslu-stöðva sem að mati heimilislækna markaði tímamót. „Svo kom hrunið og samningurinn var settur ofan í skúffu og hefur verið þar síðan en við vonum að úr rætist á þessu ári. Samkeppni í heilbrigðisgeiranum er öllum til góða, sérstaklega notendum þjónustunnar.“

— 10 — 14. mars 2014

Margir leita á Bráða-móttöku með minniháttar áverka eða veikindi og bíða kannski í fjóra tíma á meðan þangað streymir einnig fólk í bráðri lífshættu sem auðvitað er í forgangi.

ilislækningum undir 50 ára aldri 93 talsins en eru í dag 47, þar af voru 14 þeirra yngri en 40 ára en eru í dag fjórir. Samkvæmt upplýs-ingum frá Félagi íslenskra heimilislækna eiga um 40 prósent af þeim ríflega 200 heimilislæknum sem starfa hérlendis eftir að hætta störfum á næstu tíu árum vegna aldurs.

Þegar þjónustustýring kemur til framkvæmda munu notendur heilsu-gæslunnar eiga rétt á þjón-ustustjóra, sem í f lestum tilfellum verður heimilis-læknir, og verða þjónustu-teymi mynduð til að mæta þörfum sjúklingahópa. Þá er stefnt að því sjúkling-um verði sinnt innan skil-greindra tímamarka hjá heilsugæslunni.

Fyrr í vikunni kynnti heilbrigðisráðherra breyt-ingarnar fyrir fulltrúum sjúklinga- og aðstandenda-félaga og sagði við það tilefni að þó íslensk heilbrigðis-þjónusta komi jafnan vel út í alþjóðlegum samanburði sýni greiningarvinna sér-fræðinga að margt megi bæta og að ýmsu þurfi að breyta til að samhæfa betur þjónustu við notendur, draga úr sóun og auka skilvirkni.

Undirbúningur breyt-inga á heilbrigðiskerfinu hafa staðið yfir í nokkur ár og eins og fram kemur í við-tali við heilbrigðisráðherra á þessari opnu telur hann ekki verði erfitt að framkvæma þær á sama tíma og skorið er niður hjá Heilsugæslunni. Þvert á móti sé nauðsynlegt að ræða skipulagsbreyting-ar í þjónustu sem hefur verið skorið hart niður.

Meðal annarra breytinga á heilbrigðiskerfinu á næstu þremur árum er einkarekst-ur innan heilsugæslunnar og eins og kemur fram í máli formanns Félags íslenskra heimilislækna er slíkt brýnt réttindamál meðal stéttar-innar og telur hann mögu-leika á slíku rekstrarformi notendum þjónustunnar til góða. Í viðtali hér á opnunni við Guðbjörgu Vignisdóttur, sem stundar sérnám í heim-ilislækningum í Svíþjóð, kemur fram að kerfið þar sé hannað þannig að allir hafi sömu möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu og að vel fylgst með því að allir sinni sínum verkefnum.

Kristján Þór Júlíusson heil-brigðisráðherra segir þjón-ustustýringu koma til fram-kvæmda að fullu þegar heilsugæslan verði í stakk búin til að taka á móti þeim fjölda sem henni er ætlað. Ekki sé þó hægt að svara hvort það verði á þessu ári heldur þurfi verk-efnið að komast lengra áður en slíkt er metið. Hann er bjart-sýnn á að breytingarnar leiði til þess að fleiri heimilislækn-ar fáist til starfa en leggur þó áherslu á að gera þurfi töluleg-an grunn um þörf á mannafla til framtíðar. „Það gengur ákveðin mantra hér um það vanti lækna og að við séum að tapa fólki úr landi og svo fram-

vegis, án þess að það liggi nein tölfræði að baki þeim fullyrð-ingum eða þeirri umræðu. Ég er ekki að draga úr mikilvægi þess að við sjáum hér fjölgun í tilteknum starfsgreinum en heilt yfir held ég að ástandið sé ekki með þeim hætti að hér sé allt að fara til fjandans.“

Nú eru til tölur, til dæmis um hækkandi meðalaldur heimilis-lækna?Já, já, mikil ósköp en á sama tíma bendi ég á að höfum við aldrei verið að mennta jafn marga í heimilislækningum og um þessar mundir eða um 100 manns hér og erlendis. Það eru bæði plúsar og mínusar í

þessu en það er eins og eng-inn treysti sér til þess að ræða það á þann veg að við séum í þokkalegum málum. Ég held að flesta hafi rekið í rogastans, í ljósi umræðunnar síðastliðið haust, þegar 25 sóttu um 12 stöður deildarlækna á Land-spítalanum. Miðað um um-ræðuna eins og hún var hefði enginn átt að sækja um. Fólk ræðir þetta oft meira af tilfinn-ingu en staðreyndum.

Verður ekki erfitt að fara í þess-ar breytingar í niðurskurði?Nei, ég held að á þessum tíma sé það beinlínis nauðsynlegt að ræða skipulagsbreytingar í þjónustu sem hefur verið

skorin mjög hart niður. Fá við-spyrnu og tækifæri til að auka framleiðni og fá meira fyrir hverja krónu.

Þarf ekki að setja meiri fjár-muni í heilsugæsluna til að þetta gangi upp?Ég væri ekki í neinum vand-ræðum með að eyða fleiri krón-um í heilbrigðisþjónustuna en fjárlög leyfa en eftir þeim þarf að fara í hvívetna. Þetta eru verkefni sem allir eru sammála um að takast verði á við. Það er búið að sitja yfir þessu í mörg ár og skrifa ýmsar skýrslur og úttektir. Nóg er komið af slíku og tími til að taka það besta úr þeim tillögum og framkvæma.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Nauðsynlegar breytingar þrátt fyrir niðurskurð

Réttur allra að hafa heimilislækni

Þórarinn Ingólfsson er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Hann segir að bæta þurfi kjör heimilislækna hressilega til að þeir

sem vinni í útlöndum vilji flytja aftur til Íslands. Ljósmynd/Hari.

Page 11: Liftiminn 14 03 2014

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • [email protected] • Sími 569 3100 • eirberg.is

HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS

Vandaðir og þægilegir vinnustólarsóma sér vel þar sem mest á reynir

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustu-fyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Skurðstofu- og skoðunarhanskarHágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkra-hús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur. Framúrskarandi framleiðslu-tækni tryggir áreiðanleika og öryggi, mýkt og þægindi, vörn gegn sýkingum.

Sempermed er í fremstu röð og byggir á nær 100 ára reynslu í vöruþróun.

Steriking pökkunarvörur frá WIPAKAllt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava.Sótthreinsipokar og rúllur. Pappírsarkir til pökkunar.Gæðavara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauð-hreinsun og örugga meðhöndlun áhalda.

Örugg pökkun í þínum höndum.

A&D blóðþrýstingsmælarÁreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun. Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir 30-90 síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.

A&D Medical

AND-UA1020

15.750 kr.

AND-UA651

9.750 kr.

Page 12: Liftiminn 14 03 2014

Í klínísku leiðbeiningunum felast leiðir fyrir heil-brigðisstarfsfólk til að spyrja fólk hvort það búi við eða hafi búið við ofbeldi í nánu sambandi og hvað beri að gera sé svarað játandi. Leiðbeiningarnar hafa verið innleiddar á heilsugæslum og á Kvenna-sviði Landspítala og spyrja allar ljósmæður sína skjólstæðinga. Mörg ár eru síðan slíkt var innleitt á Geðsviði Landspítala. „Í meðgönguverndinni skap-ast grundvöllur til að traust myndist og undir þeim kringumstæðum þorir fólk frekar að segja frá. Inni á salernum á Kvennadeild Landspítalans eru miðar uppi á veggjum þar sem fólk er hvatt til að leita sér hjálpar búi það við ofbeldi. Við bjóðum fram okkar aðstoð við að beina málinu í réttan farveg,“ segir Valgerður.

Erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hefja máls á svo viðkvæmu málefni og bendir Val-gerður á að erlendar rannsóknir sýni að helsta hindr-unin sé óöryggi um hvað það eigi að gera ef sjúk-lingurinn svarar játandi. „Eftir opnari umræðu um ofbeldi á undanförnum árum hefur það þó breyst. Að sama skapi eru þolendur viljugri til að tjá sig nú en áður. Oft er fyrsta skrefið það erfiðasta, að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og segja frá,“ segir Ástþóra.

Yfirleitt er þétt tímatafla á heilbrigðisstofnunum og því getur orðið röskun ef sjúklingur vill ræða reynslu af ofbeldi því slíkt getur tekið tíma. „Við hér á Kvennadeildinni tökum því eins og öðru tengdu heilsu fólks. Ef ástandið er brátt og ljóst að viðkom-andi býr við ofbeldi og öryggi er ógnað bregðumst við strax við. Þó það þýði röskun á öðru starfi verður svo að vera,“ segir Valgerður.S amkvæmt niðurstöðum könnunar Rann-

sóknarstofnunar í barna- og fjölskyldu-vernd árið 2008 hafa 22 prósent kvenna á Íslandi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

„Þetta eru hrikalegur tölur sem ekki má horfa framhjá,“ segir Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri Heilsugæslunnar Hvammi. Hún hefur ásamt Valgerði Lísu Sigurðardóttur, ljós-móður á Kvennasviði Landspítala og klínísks lekt-ors og Páli Biering, dósents í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum sambönd-um. Valgerður og Ástþóra eru sammála um að algengt sé að konur segi í fyrsta sinn á ævinni frá ofbeldi þegar heilbrigðis-starfsfólk spyr þær.

Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita til heilbrigðisþjónustunnar með hin ýmsu vandamál. Hlutfallið er enn hærra meðal þeirra sem leita sér geðheilbrigðisþjónustu en vísbending-

ar eru um að allt að 60 prósent þeirra hafi einhvern tíma orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Hjá körlum sem leita til geðheilbrigðisþjónustu er hlutfallið um þriðjungur og sýna rannsóknir að um 10 prósent

karla almennt hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu

sambandi.Áhrif ofbeldis

geta varað árum saman með alvar-

legum afleiðingum á heilsu þolenda.

„Of t er það

þannig að fólk hefur aldrei talað um ofbeldið og burðast með erfiða reynslu. Ég hef upplifað það sterkt í meðgönguverndinni að konur eru mjög ánægðar með að vera spurðar og að einhver sé tilbúinn að hlusta og trúa þeim. Rannsóknum ber saman um að til að vinna úr áföllum í lífinu verður

að ræða þau,“ segir Ástþóra. Að sögn Valgerðar geta afleiðingar ofbeldis á heilsu verið langvinnir verkir, einkenni frá meltingar- og kynfærum, auk

ýmissa sálrænna kvilla eins og þunglyndis, kvíða, sektarkenndar og félagslegrar einangrunar sem

getur leitt til sjálfsvígs. „Oft eru áhrifin dulin svo fólk áttar sig ekki á að þau séu afleiðing

ofbeldis,“ segir Valgerður.

— 12 — 14. mars 2014

Sjúkraflutningamenn vilja rafdrifinn búnað vegna álagsÁrið 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála. Slökkviliðsstjóri höfuð-borgarsvæðisins segir ástæðurnar einkum aukna þyngd sjúklinga og aukna tíðni sjúkraflutninga. Mikilvægt sé að bregðast við og taka í notkun rafdrifinn búnað. Rannsóknir erlendis sýni að notkun hans minnki líkur á meiðslum sjúkraflutningamanna.

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

L íkamlegt álag sjúkraflutninga-manna hefur aukist verulega á undanförnum árum, stund-um með varanlegum áhrifum

á heilsu þeirra. Á árinu 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála og að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkvi-liðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, er það tilkomið vegna nokkurra þátta. „Einn þeirra er aukin þyngd sjúklinga en mikil fjölgun flutninga hefur tví-mælalaust líka haft mikil áhrif þar sem starfsmönnum hefur að sama skapi ekki fjölgað. Við höfum gripið til ým-issa aðgerða til að takmarka áhrif álags á heilsu sjúkraflutningamanna og réð-um til dæmis til okkar íþróttaþjálfara fyrir nokkrum árum sem hjálpar starfs-mönnum að efla styrk og liðleika. Þann-ig reynum við bæði að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál og vinna úr þeim jafnóðum og þau koma upp.“

Jón Viðar segir aðkallandi að á næstu árum verði tekinn í notkun nútímanlegri búnaður við sjúkraflutninga hér á landi. ,,Rannsóknir sýna að með því að nota rafdrifinn búnað þegar álagið er mikið er hægt að minnka líkur á meiðslum,

að ekki sé minnst á hversu miklu þægi-legra það er fyrir sjúklinginn.“ Þær sjúkrabörur sem Slökkvilið höfuðborg-arsvæðisins notar taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Að sögn Sveinbjörns Be-rentssonar, sjúkraflutningamanns og formanns fagdeildar sjúkraflutninga-manna, eru notaðar rafmagnsbörur víða í Evrópu og Bandaríkjunum með góðum árangri, bæði fyrir sjúklinga og sjúkraflutningamenn. Mikill áhugi er fyrir því hér á landi að fá slíkan búnað. „Þá er rafmagnstjakkur á börunum sem lyftir þeim upp og niður og inn og út úr sjúkrabíl. Slíkt er bæði mun betra fyrir mikið slasaða eða veika sjúklinga og minnkar til muna álag á sjúkraflutn-ingamenn,“ segir hann. Sjúkrabílar og búnaðurinn sem þeim fylgir er í eigu Rauða kross Íslands og er því um sam-starfsverkefni að ræða.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók saman fjarveru sjúkraflutningamanna árið 2012 og kom þá í ljós að tæp 30 pró-sent þeirra voru frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvanda-mála. Meðalfjarvera hvers sjúkraflutn-ingamanns það árið vegna slíkra vanda-mála var 140 tímar. „Þetta vandamál er ekki aðeins bundið við Ísland heldur er þetta svona um allan heim þar sem

sjúkraflutningar eiga sér stað. Í Banda-ríkjunum er hlutfallið tæplega 35 pró-sent,“ segir Borgar Valgeirsson sjúkra-flutningamaður.

Elías Níelsson hefur umsjón með heilsu og þjálfun hjá Slökkviliði höfuð-borgarsvæðisins og segir hann bak- og axlarmeiðsli algengustu stoðkerfis-

vandamálin sem sjúkraflutningamenn glími við vegna álags í starfi. „Aðallega eru þetta þreytueinkenni, bólgur og brjósklos. Mikil aukning hefur orðið á axlavandamálum og nokkuð er um að sjúkraflutningamenn fari í aðgerð vegna kalkmyndunar í liðum,“ segir hann. Í nokkrum tilfellum hafa sjúkra-

flutningamenn þurft að hætta störfum vegna álagsmeiðsla en einnig eru dæmi um tilflutning þeirra innan slökkviliðs-ins í störf sem eru líkamlega léttari en sjúkraflutningar. „Það að starfsgetan skerðist segir ekki alla söguna því þessi meiðsli geta haft varanleg áhrif á lífs-gæði fólks þó það skipti um starf.“

Vegna aukinnar þyngdar sjúklinga og aukinnar tíðni sjúkraflutninga hefur líkamlegt álag á sjúkraflutningamenn aukist mikið á undanförnum árum. Sjúkrabörur slökkviliðsins taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Víða erlendis eru notaðar sjúkrabörur með rafmagnstjakki sem minnka til muna álag á sjúkraflutningamenn. Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Hari.

Í nokkrum til-fellum hafa menn hætt störfum vegna álagsmeiðsla.

Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita sér heilbrigðisþjón-ustu. Hópur fagfólks, undir stjórn Páls Biering dósents í geðhjúkrun, samdi klínískar leiðbeiningar um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum sem hafa nú verið inn-leiddar á nokkrar deildir Landspítala og á heilsugæslustöðvum. Algengt er að konur segi í fyrsta sinn frá reynslu sinni af heimilisofbeldi þegar heilbrigðisstarfsfólk spyr þær. Ofbeldi getur haft langvarandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

Áhrif heimilis- ofbeldis oft dulin

Rannsókn á Slysa- og bráða-móttöku LSH 2007 sýndi að 33,3 prósent kvenna sem þangað leituðu höfðu ein-hvern tíma verið beittar ofbeldi.

Ljósmæðurnar Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ástþóra Krist-

insdóttir hafa ásamt Páli Biering, dósent í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðis-starfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Ljósmynd/Hari.

Page 13: Liftiminn 14 03 2014

ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA

„Ótrúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða.Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“

Sveindís Ýr Sigríðar SveinsdóttirDagforeldri

BOSSAKREMÍ ÚÐAFORMIHreinlegt, fljótlegt og árangursríkt

Nýtt!

Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins.

• Fljótlegt og þægilegt í notkun• Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði• Minni hætta á sýklamengun• Ekkert kremsmit á fingrum

Fæst í apótekum

www.portfarma.is

Page 14: Liftiminn 14 03 2014

— 14 —

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

F élag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu og er eitt af verkefnunum fram-undan að fjölga körlum í faginu.

Hér á landi eru um 3.500 hjúkrunarfræð-ingar en aðeins 67 þeirra eru karlmenn, eða tvö prósent. Á hinum Norðurlöndun-um er hlutfallið um tíu prósent. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir mikil-vægt að vinna gegn ríkjandi staðalímynd um hjúkrunarfræðinga – að þeir séu góðar konur sem vinni á spítölum því stéttin sé mun margbreytilegri en svo.

Á dögunum boðaði Ólafur nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað gerði það að verkum að karlmenn sækja síður í hjúkrunarfræði-menntun en konur. Hann segir það eink-um lág laun, viðhorf samfélagsins og innan stéttarinnar sem geti verið karlmönnum í hjúkrun hindrun. „Þegar karlmaður fer í nám í hjúkrunarfræði finnum við fyrir því

ríkjandi viðhorfi í samfélaginu að hann hafi valið hjúkrun því eitthvað annað gekk ekki upp. Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknisfræði eða verkfræði. Við finnum líka fyrir því að meiri virðing er borin fyrir hefð-bundnum karla- en kvennastörfum sem er alveg ótrúlegt núna árið 2014,“ segir hann.

Ólafur leggur áherslu á að karlmenn velji hjúkrun af sömu ástæðum og konur. Að starfið sé fjölbreytt og bjóði upp á ýmsa möguleika, starfsöryggi, vinnu með fólki og að í því felist að hjálpa öðrum. „Karl-menn, eins og konur, velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að sjá fyrir sér og sínum og það hefur áhrif á starfsval. Laun hjúkr-unarfræðinga eru ekki há.“ Hann bendir á að sé miðað við laun viðskipta- og hag-fræðinga hjá ríkinu séu þeir með um 19 prósent hærri dagvinnulaun að meðaltali en hjúkrunarfræðingar. Þegar heildarlaun séu borin saman er munurinn 4 prósent þrátt fyrir vaktir hjúkrunarfræðinga. „Við-skipta- og hagfræðingar hjá ríkinu hafa þriggja ára grunnnám að baki, hjúkrunar-

14. mars 2014

Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknis-fræði eða verkfræði.

Vilja fjölga körlum í hjúkrunAðeins tvö prósent íslenskra hjúkrunarfræðinga eru karlar. Karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun skortir og karlar sem velja sér hjúkrun sem starf mæta skilningsleysi samfélagsins og jafnvel innan stéttarinnar. Þá hafa launakjör áhrif og segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með ólíkindum að árið 2014 séu enn greidd hærri laun fyrir hefðbundin karlastörf en fyrir hefðbundin kvennastörf.

Myndin var tekin þegar allir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 3 á Landspítala við Hringbraut voru karlmenn. Frá vinstri standa Ólafur G. Skúlason, Birgir Örn Ólafsson, Unn-steinn Alfonsson og Neil Kyamko Mamalis. Skurðlæknirinn og aðstoðarlæknirinn voru konur svo kynjaskiptingin var ólík því sem áður þekktist.

Tengsl höfuðáverka og AlzheimersNý rannsókn sýnir að tengsl geta verið á milli þess að hafa einhvern tíma á ævinni fengið heilahristing og magns mýildis í heila. Mýildi er læknisfræðilegt heiti svokall-aðra elliskellna eða óeðlilegrar útfellingar eggjahvítuefna í heila. Slíkar skellur eru oft áberandi í heila Alzheimer sjúklinga. Michelle Mielke hjá Mayo Clinic í Rochester í Minnesota, einn vísindamannanna sem að rannsókninni stóðu, segir líkur á að tengsl séu á milli höfuð-áverka og Alzheimers sjúkdómsins. „Höfuðáverkar eru áhættuþáttur þegar kemur að Alzheimers en þó ber að varast að draga þá ályktun að allir sem hafi fengið höfuðáverka fái Alzheimers sjúkdóminn,“ segir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Neurology. Önnur nýleg rannsókn hjá Cambrigde há-skóla í Bretlandi sýndi einnig fram á möguleg tengsl höfuðáverka og Alzheimers.

Við rannsóknina var gerð heila-skönnun á fólki 70 ára og eldra. 448 þeirra áttu ekki við nein minnisvandamál að stríða en 141 glímdi við væg vandamál tengd minni og hugsun. Í hópnum án minnisvandamála höfðu 17 prósent orðið fyrir áverkum á heila en 18 prósent í hópnum með minnis- og hugsanavandamál. Niðurstaðan var því sú að ekki væri teljandi mis-munur á niðurstöðu heilaskönnunar hópanna tveggja. Í ljós kom þó að í hópnum sem átti við minnis- og hugsanavanda að etja var magn mýildis eða elliskellna að meðaltali 18 prósent hærra en hjá samanburð-arhópnum.n

fræðingar fjögur ár. Ég get ekki séð að ábyrgð þeirra sé meiri en hjúkrunar-fræðinga. Þeir vinna með peninga en við með mannslíf. Sá munur sem er augljós milli stéttanna er að önnur er hefðbund-in karlastétt en hin hefðbundin kvenna-stétt.“

Að sögn Ólafs hentar hjúkrun bæði konum og körlum og innan fagsins er krafa um mikla tækniþekkingu. „Karl-menn leita gjarnan í þann hluta hjúkr-unar þar sem tæknin er, eins og á slysa-deildir, skurðstofur og gjörgæslu. Þeir hafa einnig sótt í að vinna á geðdeildum.“ Hann segir vanta karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun. „Við karlar í hjúkrun höfum líka fundið fyrir því innan stéttarinnar að þurfa að sanna okkur því við erum karlar og það eru ekki allir stjórnendur jákvæð-ir gagnvart því að ráða karlkyns hjúkrun-arfræðing til starfa. Bæði hjúkrunarfræð-ingar og samfélagið þurfa að viðurkenna að karlar geti verið góðir hjúkrunarfræð-ingar ekki síður en konur.“

Marsmánuður er helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini hér á landi líkt og tíðkast hefur víða um heim. Í byrjun mánaðarins var áskorun send til stjórnvalda um að hefja sem fyrst hópleit að ristilkrabbameini. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta meinið á Íslandi og árlega deyja 50 til 55 úr sjúkdómnum. Með skimun væri hægt að fækka í þeim hópi um 40 manns. Nýleg evrópsk rannsókn sýnir að með skimun er hægt að minnka dánartíðni af völdum sjúkdómsins um 82 prósent að meðal-tali meðal kvenna en um 73 prósent hjá körlum.Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingar-sjúkdómum, segir gríðarlega mikilvægt að hópleit hefjist sem fyrst því hún hafi gefið góða raun víða um heim. Undirbúningur að slíkri leit er vandasamur og þarf að hefjast strax. Núna sé svokölluð tilfallaleit að meininu hér á landi. „Þá skráir fólk sig sjálft í skoðun hjá sérfræðingi og hefur orðið mikil aukning á

því á undanförnum árum og ánægjulegt að Ís-lendingar skuli átta sig á því að sjúkdóminn sé hægt að fyrirbyggja með því að mæta í skoðun,“ segir hann.

Ristilskrabbamein er eitt af fáum krabba-meinum sem er með greinanlegt forstig sem lýsir sér sem sepa í ristli. „Það verða ekki allir separ illkynja en þegar þeir finnast við ristil-speglun eru þeir strax fjarlægðir. Því hvetjum við fólk til að koma í skoðun upp úr fimmtugu þegar það er einkennalaust. Finnist meinið þegar það er lengra gengið er erfiðara við það að eiga og geisla- og lyfjameðferðir skerða verulega lífsgæði fólks. Um 60 prósent þeirra sem eru með einkenni eru með útbreiddan sjúkdóm og því er til mikils að vinna að greina meinið á for-stigi,“ segir Ásgeir.

Mikilvægt að greina forstig ristilkrabbameins

Tvær nýlegar rannsóknir sýna að tengsl geti verið á milli höfuð-áverka einhvern tíma á lífsleiðinni og Alzheimers. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos

Forstig ristilkrabbameins eru separ eða totur sem fjarlægð eru í ristilspeglun.

Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í ristilkrabbameini. Lj

ósm

ynd/

Nor

dicP

hoto

s/G

etty

Page 15: Liftiminn 14 03 2014

ÉG VAR LÍMDOG ÞAÐ VAR EKKERT SÁRT

ENGIN DEYFINGENGIN NÁL

3 X FLJÓTLEGRA EN AÐ SAUMA

VÖRN GEGN BAKTERÍUM

MINNI ÖR

HÚÐLÍM. NOTIST EINGÖNGU AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI 540 8000

· Blóðþrýstingsmælar· Hlustunarpípur· Eyrna- og augnskoðunartæki· Skoðunarljós

Fjölbreytt úrval af skoðunartækjum frá WelchAllyn

Page 16: Liftiminn 14 03 2014