12
7. tölublað 2. árgangur 12. september 2014 Sífellt fleiri ungir karlmenn taka neftóbak í vörina. Um fimmtungur karla á aldrinum 18-24 ára tekur reglulega í vörina en neyslan getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu. Hún eykur líkur á krabba- meini í munni, koki, vélinda og brisi og sömuleiðis á hjarta- og æðasjúkdómum. Íslenska ríkið framleiðir neftóbak í gegnum ÁTVR og stuðlar því sjálft að neyslu þess og afleiðingum sem hún hefur. Framleiðsla á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið. Hún var 16 tonn árið 2007 en er nú komin yfir 30 tonn á ári. Tekjur ríkisins af sölu neftóbaks nema rúmlega hálfum milljarði á ári hverju. SÍÐA 4 KRABBAMEIN Í BOÐI RÍKISINS EKKERT LÁT Á FLÓTTANUM Heilbrigðisstarfsmenn sækja enn í vinnu erlendis og nýliðun hér er ekki næg. Stefnir í óefni. SÍÐA 2

Liftiminn 12 09 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Health magazine, news, newspaper, Fréttatíminn, Líftíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Liftiminn 12 09 2014

7. tölublað 2. árgangur 12. september 2014

Sífellt fleiri ungir karlmenn taka neftóbak í vörina. Um fimmtungur karla á aldrinum 18-24 ára tekur

reglulega í vörina en neyslan getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu. Hún eykur líkur á krabba-

meini í munni, koki, vélinda og brisi og sömuleiðis á hjarta- og æðasjúkdómum. Íslenska ríkið

framleiðir neftóbak í gegnum ÁTVR og stuðlar því sjálft að neyslu þess og afleiðingum

sem hún hefur. Framleiðsla á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið. Hún var 16 tonn

árið 2007 en er nú komin yfir 30 tonn á ári. Tekjur ríkisins af sölu neftóbaks

nema rúmlega hálfum milljarði á ári hverju.

Síða 4

Krabbamein í boði ríkisins

EkkErt lát á flóttanum

Heilbrigðisstarfsmenn sækja enn í vinnu erlendis og nýliðun hér er

ekki næg. Stefnir í óefni.

Síða 2

Page 2: Liftiminn 12 09 2014

— 2 — 12. september 2014

Á þriðja þúsund látin vegna ebóluAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá því í vikunni að um 2.300 manns hafi látist úr ebólu í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone síðan sjúkdómurinn kom upp þar í byrjun árs. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó en þar og í Súdan kom hún fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Talið er að ebóla smitist frá dýrum í menn en vísindamenn hafa ekki enn komist að því hvort apar eru dýrahýs-illinn eða hvort önnur spendýr, fuglar, skriðdýr, moskítóflugur eða blóðmítlar komi við sögu í lífsferli veirunnar. Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Tíminn frá smiti til einkenna getur verið 4 til 16 dagar en er oftast innan við tvær vikur. Tíminn frá því að sjúkdómurinn gerir vart við sig þar til sjúklingurinn annað hvort deyr eða byrjar að jafna sig er oftast sjö til tíu dagar.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@

frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir [email protected].

Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@

frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónas-son [email protected] . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 ein-

tökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Ný tækni við göngu-greiningu

Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa-brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag.

Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor.

Pantaðu tíma

í síma 5173900

Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900

Niðurstöður rannsókna vísinda-manna við University of Illinois benda til að efnið BPA geti haft skaðleg áhrif á frjósemi. BPA er skammstöfun á orðinu Bisphenol A. Efnið má finna í plastílátum, drykkjarflöskum og matarílátum úr plasti, niðursuðudósum og kassa-kvittunum. Efnið er notað til að herða plast. Í rannsókninni var ung-um kvenkyns músum gefið ákveðið magn af BPA daglega í mánuð og eggjastokkar þeirra síðan rannsak-aðir. Niðurstöðurnar bentu ótví-rætt til að egg músanna sem fengið höfðu BPA voru færri og smærri en annarra músa. Frekari rannsóknir sýndu að BPA getur valdið röskun á starfsemi hormóna. Þá sýndu niður-stöðurnar að mýsnar hættu að fram-leiða lífvænleg egg óeðlilega ungar.

Niðurstöður annarra rannsókna hafa jafnframt sýnt fram á áhrif BPA á menn og dýr. Vísindamenn hafa áhyggjur af því að BPA á æskuár-um geti haft áhrif á frjósemi kvenna síðar meir og að innbyrði fullorðnar konur efnið geti það haft þau áhrif að barneignaraldur þeirra styttist.

BPA var bannað í pelum fyrir ungbörn á Íslandi árið 2011. Frá og með 1. janúar 2015 verður efnið bannað í matarumbúðum í Frakk-landi. Nokkur lönd hafa þegar bann-að sölu á ungbarnapelum, snuðum og fleiru sem inniheldur BPA.

Áhrif BPA á frjósemi kvenna

Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir

H júkrunarfræðingar sækja enn mikið til Noregs þar sem mik-il eftirspurn er eftir

starfskröftum þeirra, að sögn Ólafs G. Skúlasonar, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræð-inga. „Sífellt fleiri vinna í lotum í Noregi. Í einhverjum tilfellum minnkar fólk við sig starfshlutfall hér á landi og hefur lotuvinnuna á móti. Með flutningum á norskum launum yfir til Íslands fást mun hærri laun en hjúkrunarfræðingur fær fyrir sama starf hér á landi.“ Þá segir hann einnig töluvert um að hjúkrunarfræðingar flytji bú-ferlum til Noregs og nú nýlega í auknum mæli til Svíþjóðar. „Erfitt hefur verið að manna stöður hjúkr-unarfræðinga upp á síðkastið og er ástandið sérstaklega slæmt á hjúkrunarheimilum. Einnig hefur borið á skorti á stærri heilbrigðis-stofnunum.“ Á næstu þremur árum geta um 900 hjúkrunarfræðingar farið á eftirlaun og telst Ólafi til að á þeim tíma muni um 400 hjúkr-unarfræðingar útskrifast. Því blasi við verulegur vandi varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga.

Að sögn Kristínar Á. Guð-mundsdóttur, formanns Sjúkra-liðafélags Íslands, heldur straum-ur íslenskra sjúkraliða til Noregs áfram en einnig er algengt að þeir starfi í Svíþjóð og Danmörku. „Nú hefur keyrt um þverbak varðandi fjöldann sem starfar í Noregi. Einnig er mikið um að fólk nýti sumarfríin sín frá vinnu á Íslandi til að vinna þar.“ Þá segir Kristín nokkuð um að sjúkraliðar sem vilji flytja aftur til Íslands treysti

sér ekki til þess og að launin séu ekki eina ástæðan, heldur einnig gríðarlegt álag í vinnu. „Á hinum Norðurlöndunum er menntun sjúkraliða mun betur nýtt. Þar sinna þeir þeim störfum sem þeir hafa menntun og þjálfun til. Hér á landi er það orðið þannig á sumum hjúkrunarheimilum að sjúkraliðar starfa í þvottahúsum og við skúr-ingar.“ Mikill meirihluti sjúkraliða á Íslandi er kominn yfir fimmtugt og því líkur á enn meiri vöntun á þeim á næstu árum. Á Landspítal-anum eru aðeins 58 sjúkraliðar 50 ára eða yngri en 309 eru komnir yfir fimmtugt.

Flótti meðal íslenskra lækna var mestur árin 2009 og 2010 og fækkaði þeim þá um 10 prósent. Að sögn Þorbjörns Jónssonar, for-manns Læknafélags Íslands, hefur þeirri þróun ekki enn verið snúið við. „Megin vandinn er sá að ungir læknar flytja ekki til Íslands að sér-námi loknu. Frá hruni hefur með-alaldur sérfræðinga og yfirlækna á Íslandi hækkað um 3 ár og er í dag liðlega 55 ár. Þá er einnig töluvert um að læknar á miðjum aldri ann-að hvort minnki við sig vinnu á Ís-landi og vinni að hluta til erlendis eða starfi alfarið erlendis.“

Samantekt Læknafélagsins leiddi í ljós að af þeim læknum sem fengu lækningaleyfi og störfuðu á Íslandi á árunum 2004 til 2006 hafi aðeins fjórðungur komið til baka að loknu sérnámi. Þorbjörn segir það mun minna en fyrir hrun þegar búast mátti við að 80 til 90 prósent lækna flyttu til baka. Á næstu fimm árum fara 130 læknar á eftirlaun sem er helmingi meira en síðustu fimm ár.

Ekkert lát á flóttanumFrá hruni hafa margir heilbrigðisstarfsmenn sótt sér atvinnu á erlendri grund þar sem laun og vinnuaðstæður eru betri. Þó sex ár séu liðin virðist lítið lát vera á flóttanum og stefnir í óefni. Nýliðun er ekki næg meðal sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga og fer aldur stéttanna hækkandi. 900 hjúkrunarfræðingar geta farið á eftirlaun á næstu þremur árum. Á sama tíma er áætlað að um 400 nýir hjúkrunar-fræðingar ljúki námi.

Hér á landi er það orðið þannig á sumum hjúkrunarheimilum að sjúkraliðar starfa í þvottahúsum og við skúringar.

Árin 2009 og 2010 fækkaði læknum á Íslandi um 10 prósent. Ungir læknar flytja síður hingað til lands að loknu sérnámi og töluvert er um að þeir eldri starfi að hluta til eða alfarið erlendis. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Í dag koma

25% lækna

aftur til Ís-

lands að loknu

sérnámi. Áður

var hlutfallið 80

til 90%.

Á Landspítal-

anum eru 58

sjúkraliðar yngri

en 50 ára en

309 eldri en

50 ára.

900 hjúkrun-

arfræðingar geta

farið á eftirlaun á

næstu 3 árum.

Page 3: Liftiminn 12 09 2014

Ekki missa af degi rauða nefsins á RÚV klukkan 19:35 í kvöld!

VERTU MEÐ!

PIPA

R\TB

WA

A

Page 4: Liftiminn 12 09 2014

— 4 — 12. september 2014

Þ rátt fyrir að neysla tóbaks í vör geti aukið líkur á krabbamein-um, hjarta- og æðasjúkdómum og valdið langvarandi bólgum

í tannholdi kjósa rúmlega 20 prósent karla á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára að neyta þess. Þar af eru 15 prósent sem neyta þess daglega. Algengt er að ís-lenskt neftóbak sé notað til neyslu í vör. Íslenska tóbakið er framleitt af ÁTVR sem eykur framleiðsluna eftir því sem eftirspurn eykst. Þannig aukast tekjur ríkisins með aukinni notkun en kostn-aður heilbrigðiskerfisins á líklega eftir að vaxa. Það sem af er þessu ári hefur ríkið selt rúmlega 21 tonn af íslensku neftóbaki. Árið 2004 seldi ÁTVR 12,7 tonn af neftóbaki en árið 2013 27,6 tonn. Tekjur ÁTVR af sölu neftóbaks í fyrra voru 576,9 milljónir.

Að sögn Viðars Jenssonar, verk-efnisstjóra tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, er aukin neysla ungra karlmanna mikið áhyggjuefni. „Fimmt-ungur ungra karlmanna á Íslandi er háður tóbaki í vör og ræður illa við að hætta neyslunni. Sænskar rannsóknir sýna að meðalneysla ungra karlmanna er 12 til 14 tímar á sólarhring,“ segir hann. Í byrjun árs 2013 var verð ÁTVR á neftóbaki hækkað um helming og sló þá verulega á neysluna en nú lítur út fyrir að þau áhrif séu að fjara út, að sögn Viðars.

Ekki aðeins tengt íþróttumEftir bankahrun minnkaði ólöglegur innflutningur á sænska snusinu hing-að til lands og sala á íslenska neftób-akinu jókst. Viðar segir neyslu tóbaks í vör hreina viðbótarneyslu við sígar-ettur hjá þessum aldurshópi því reyk-ingar minnki ekki í hlutfalli við aukna neyslu tóbaks í vör. Neyslan mælist mjög lítil meðal kvenna. Lengi vel var neysla munntóbaks hér á landi bund-in við ákveðnar íþróttagreinar, líkt og var í Svíþjóð þar sem neyslan er um 40 prósent meðal karlmanna. Samkvæmt niðurstöðum íslenskrar rannsóknar á framhaldsskólanemum frá árinu 2004 var neysla tóbaks í vör meiri meðal iðkenda íþrótta hjá íþróttafélögum en meðal íþróttaiðkenda almennt. Algeng-ust var notkunin í handbolta, fótbolta, körfubolta, í júdó, karate, jujitsu, boxi og vaxtarrækt. „Neyslan í dag er mun víð-

tækari og hafa niðurstöður rannsóknar sem Íþróttabandalag Reykjavíkur lét gera sýnt fram á að ungir menn í íþrótt-um nota tóbak í vör til jafns við aðra sem ekki stunda íþróttir,” segir Viðar.

Fíkn sambærileg við heróínNikótín í munntóbaki og sígarettum leiðir fljótt til þess að neytandinn verð-ur háður efninu líkamlega, andlega og félagslega. Á vef embættis landlæknis kemur fram að nikótín í munntóbaki hafi áhrif á vellíðunarstöð heilans með svonefndri geðvirkni. „Vellíðunin“ fel-ist ýmist í slökun eða örvun, stundum hvoru tveggja. Þá er geta nikótínsins til að vekja fíkn að sumu leyti sambærileg við heróín. Að sögn Kristínar Heimis-dóttur, tannréttingasérfræðings og formanns Tannlæknafélags Íslands, er ógnvekjandi hversu sterk fíknin er. „Ég veit aðeins um einn sem hefur getað

hætt neyslunni. Það er mjög hættulegt að fólk líti á tóbak í vör sem hættulausa neyslu því hún er það svo sannarlega ekki.” Kristín kveðst sjá það glöggt að neyslan sé að aukast meðal ungra karla. „Afleiðingarnar sjást á slímhúðinni því neyslan getur valdið breytingum í tann-holdi og langvarandi bólgum sem leiða til beintaps, líkt og gerist hjá reykinga-fólki. Þar sem tóbakið liggur hörfar tannholdið þannig að slímhúðin yfir tönninni þynnist.“

Meira nikótín en í sígarettumÍ tóbaki eru 28 krabbameinsvaldandi efni og inniheldur neftóbakið svipað magn nikótíns og sígarettur. Talið er að notendur þess innbyrði svipað, ef ekki meira magn nikótíns en reykingamenn. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrár, segir talið að neysla tóbaks í vör auki líkur á myndun krabba-meins í munni, koki, vélinda, brisi og maga. „Þó ber að taka fram að tengslin eru ekki eins skýr og á milli reykinga og lungnakrabbameins. Þó er víst að líkurnar á þessum krabbameinum eru auknar með neyslu munntóbaks.“

Því er stundum haldið fram að sænska snusið sé hættuminna en ann-að tóbak en Jón Gunnlaugur varar við slíkum sjónarmiðum. „Það er gott að hafa í huga að þetta er allt slæmt fyrir heilsuna.”

Hafa selt 21 tonn á árinuAlgengt er að neftóbak sé notað sem munntóbak og hefur sala þess aukist frá fyrra ári. Fyrstu átta mán-uði þessa árs seldi ÁTVR rúmlega 21 tonn af nef-tóbaki sem er 25,4 prósent aukning frá í fyrra. Til samanburðar má geta að árið 2007 voru framleidd 16 tonn. Neftóbakið er framleitt hjá ÁTVR á Stuðlahálsi og inniheldur tóbakslauf, ammoníak, vatn, pottösku og salt.

Fimmtungur ungra karla tekur í vörina

Neysla tóbaks í vör fer vaxandi meðal ungra karla á Íslandi. Notk-unin verður fljótt að fíkn sem flestir eiga erfitt með að brjótast út úr. Sænskar rann-sóknir hafa sýnt að meðalneysla ungra karla sé 12 til 14 tímar á sólarhring.

Í HNoTSkuRNNeftóbak inniheldur svipað magn

nikótíns og sígarettur. Í tóbaki eru 28 krabbameinsvaldandi efni. Talið er

að notendur þessi innbyrði svipað, ef ekki meira magn nikótíns en reyk-

ingamenn. Neyslan getur aukið líkur á krabbameini í munni, koki, vélinda,

brisi og maga. Þá er hún talin auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Neytendur verða fljótt háðir efninu og er geta nikótíns til að vekja fíkn er að

sumu leyti sambærileg við heróín.

Notkun tóbaks í vör meðal karla eftir aldri

Heimild: Heilsa og líðan Íslendinga 2012

Nota tóbak í vör sjaldnar en daglega

Nota tóbak í vör daglega

8

7

6

5

4

3

2

1

018–24 25–39 40–54 55–79

ára

15

12

9

6

3

018–24 25–39 40–54 55–79

Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrár.

Viðar Jensson, verk-efnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis.

Kristín Heimisdóttir, tannrétt-ingasérfræðingur og formaður Tannlæknafélags Íslands.

Íslenskt neftóbak er framleitt hjá ÁTVR á Stuðlahálsi. Yfir 30 tonn eru framleidd á hverju ári. Ljósmyndir/Hari

Page 5: Liftiminn 12 09 2014
Page 6: Liftiminn 12 09 2014

A ð meðaltali létust 22 kon-ur á ári hér á landi af völd-um krabbameina í kyn- og æxlunarfærum á tímabilinu

2008 til 2012, samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá. Árin 2005 til 2009 voru að meðaltali 67 konur sem greind-ust með fyrrgreind krabbamein árlega. Á sunnudag verður Globathon hlaupið haldið til að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna og mikilvægi þess að fara reglu-lega í leghálsskoðun. Krabbameinsfé-lagið mælir með því að konur á aldrin-um 23 til 65 ára mæti í skoðun á þriggja ára fresti.

Að sögn Kristjáns Oddssonar, yfir-læknis Leitarstöðvar Krabbameins-félagsins, hefur þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini farið minnkandi hér á landi á undanförnum árum. „Það er okkur mikið áhyggjuefni. Þegar best lét tóku 84 prósent kvenna þátt í skim-un en nú er hlutfallið komið niður í 65 prósent. Samkvæmt alþjóðlegum við-

miðunum ætti þátttakan ekki að fara undir 80 prósent,“ segir hann. Kristján telur skýringarnar vera nokkrar, meðal annars sú að krabbameinið sé sjaldgæf-ara en áður og því hafi árveknin minnk-að og skoðun ekki eins ofarlega á for-gagnslista kvenna og áður.

Vitað er að HPV-veira er ástæða leg-hálskrabbameins í nær 100 prósent til-vika. Hún smitast á milli fólks við kyn-mök. Kristján segir almenna þekkingu um HPV-veiruna litla. „Ef konur vissu þetta almennt myndu þær mæta betur í skoðun því það er eina aðferðin sem við höfum í dag til að vita hvort HPV-veir-an veldur konum skaða.“ Nýlega gerði Krabbameinsfélagið könnun í samvinnu við Maskínu sem sýndi að vel innan við helmingur þeirra kvenna sem þátt tóku vissu að HPV-veiran orsakar legháls-krabbamein en meðalaldur við grein-ingu þess er 45 ár. Þá er talið að HPV-veiran orsaki um 50 prósent tilfella krabbameins í skapabörmum og um 50 prósent krabbameins í leggöngum.

Tuttugu og tvö andlát árlega vegna krabba- meina í kynfærumMun færri konur mæta í skimun fyrir leghálskrabbameini í dag en áður og segir yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands það mikið áhyggjuefni. HPV-veira er nær undantekn-ingarlaust ástæða leghálskrabbameins en almenn þekking um hana er lítil.

Þegar best lét tóku 84 prósent kvenna þátt í skimun en nú er hlut-fallið komið niður í 65 prósent.

Meðalaldur við greiningu leghálskrabbameins er 45 ár. Talið er að HPV-veira orsaki nær 100 prósent tilvika leghálskrabbameins og um helming tilfella krabbameins í skapabörmum og í leggöngum. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið halda Globeathon hlaup næstkomandi sunnudag, klukkan 14 og hefst hlaupið við Háskólann í Reykjavík. Í boði verður að hlaupa 5 og 10 km og að ganga 5 km. Tilgangur hlaupsins er að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna. Globeathon hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra á 130 stöðum um heiminn. Upphafsmaður hlaupsins er læknir í Washington, Larry Maxwell, sem nýtti tengslanet sitt til að hefja vitundar-vakningu um allan heim. Að sögn Þórunnar Hildu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Lífs, tóku um 150 manns þátt í hlaupinu á Íslandi í fyrra en búist er við fleirum í ár. „Með hlaupinu viljum við ýta við ungum konum að fara reglulega í skoðun. Því fyrr sem krabbamein greinist, því fyrr er hægt að grípa inn í,“ segir hún. Í hlaupinu verða glæsileg verðlaun í boði og margir útdráttarvinningar.

Með Globathon hlaupinu er ætlunin að vekja fólk til vitundar um krabbamein í kyn- og æxlunarfærum kvenna.

12. september 2014— 6 —

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörunum. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tann-burstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýj-ungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný.

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurn-ar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunar-línan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem

áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“

Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingameðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“

Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í flestum apótekum, í hillum

heilsuverslana, í Hagkaup og Fjarðarkaup.

Hvítari tennur með Gum Original White

Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tennurnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

Soft Picks tannstönglarnir komast vel á minni tanna, innihalda flúor og engan vír.

Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur mælir með Gum vörunum.

UNNIð í saMVINNU VIð

icecare

OKKAR STYRKUR - YKKAR STYRKURSjúkraþjálfun Styrkur - Höfðabakka 9 - sími: 587 7750

www.styrkurehf.is

Í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks er haustdagskráin að hefjastí rúmgóðum og björtum húsakynnum að Höfðabakka 9

VEFJAGIGTARHÓPAR FYRIR KONURSigrún og María sjúkraþjálfarar

kenna þessa leikfimi sem byggir á úthaldi, liðleika, styrk, jafnvægi og slökun.

HJARTA- OG LUNGNAHÓPARAuður sjúkraþjálfari

sér um þjálfun þessa hóps ásamt blóðþrýstings, púls- og mettunarmælingum, reglubundnum eftirliti og fræðslu.

DAGSKAMMTURBaldur, Einar Örn og Arnar Már

leiða 30 mínútna kröftuga og fjölbreytta stöðvaþjálfun fyrir konur og karla í hádeginu.

HEILSUGRUNNURErla og María sjúkraþjálfarar

bjóða upp á nýtt þjálfunarúrræði fyrir einstaklinga sem ekki hafa fundið sér þjálfun við hæfi. Fræðsla og góð leiðsögn.

PILATESMargrét pilateskennari

Frábærar 50 mínútna styrktaræfingar í hádeginu.Æfingar sem þjálfa djúpvöðva líkamans.

Auður Hólmfríður Baldur MaríaSigrún Einar Örn ErlaArnar Már

FÆRNI- OG JAFNVÆGISHÓPURHólmfríður sjúkraþjálfari

sér um þjálfun aldraðra með byrjandi færniskerðingar og jafnvægisleysi.

TÆKJASALURmánaðarkort / árskort í vel útbúnum tækjasal

Einstaklingsmiðuð þjálfun ásamt reglulegum árangurs-mælingum og eftirfylgni sjúkraþjálfara

JÓGAÁsta jógakennari

kennir jóga sem eflir einbeitingu, bætir öndun og eykur styrk, liðleika og jafnvægi líkamans. Byrjenda- og framhalds-

hópar, vefjagigtarjóga og krakkajóga.

Kynnið ykkur fjölbreytta þjálfunarmöguleika og faglega leiðsögn á www.styrkurehf.is

Ásta Margrét

Page 7: Liftiminn 12 09 2014

12. september 2014 — 7 —

Á hersla á heilsueflingu á vinnustöðum hefur verið sífellt meira áberandi seinustu ár.

Vaxandi áhugi er hjá fyrirtækj-um og stofnunum að bjóða upp á heilsustyðjandi vinnuumhverfi, segir Guðbjörg Helga Birgis-dóttir, hjúkrunar- og lýðheilsu-fræðingur hjá Vinnuvernd ehf.

Hvert er ykkar starfssvið?„Vinnuvernd er þjónustufyrir-tæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar á vinnumarkaðinum. Starf okk-ar beinist að starfsmönnum, en breiður hópur fagaðila starfar hjá Vinnuvernd. Með sameigin-legri sérfræðiþekkingu er boðið upp á heildræna þjónustu á þessu sviði og eru verkefnin sniðin að þörfum hvers og eins. Viðskipta-vinahópurinn er fjölbreyttur og fyrirtæki af öllum stærðargráð-um nýta þjónustuna.“

Hvert er markmiðið með þjónust-unni sem veitt er?„Markmið þjónustunnar er að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsmanna, auk þess að huga að öryggi og almennri starfs-ánægju. Við Íslendingar erum ennþá aftarlega á merinni í þess-um efnum ef við berum okkur saman við nágrannaþjóðirnar. Það er þó jákvæð þróun í gangi og hægt og rólega erum við að mjakast í rétta átt, sem eru góð-ar fréttir, því ekki er vanþörf á auknum heilsutengdum forvörn-um hérlendis.“

Hver er ávinningurinn af svona þjónustu?„Heilsuefling er án efa góð fjár-festing sem skilar ávinningi til starfsmanna jafnt sem vinnustað-arins sjálfs. Við hjá Vinnuvernd finnum fyrir breyttum áherslum stjórnenda og auknum kröfum starfsfólks í þessum efnum. Það hefur orðið mikil vakning sein-ustu ár og stórnendur eru með-vitaðari en áður um mikilvægi þess að vera vakandi fyrir sínu fólki hvað vinnuumhverfi snertir og heilsufar starfsmanna varðar. Í heilsustyðjandi vinnuumhverfi er líðan fólks að jafnaði betri, sem aftur skilar sér í jákvæðari og heilsuhraustari starfskrafti, sem er dýrmætt.“

Af hverju heilsuefling á vinnu-stöðum?„Það er margt sem einstakling-urinn sjálfur getur gert til þess að auka lífsgæði sín, en ekki er verra að vinnustaðurinn stuðli að heilsusamlegri vinnustaðar-menningu. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur til að ná til fjölda fólks og hafa áhrif. Þar dvelur fólk löngum stundum og eyðir jafnvel meirihluta sólar-hringsins. Árangur af heilsu-ef lingu hefur gjarnan marg-földunaráhrif, s.s. út í fjölskyldu viðkomandi starfsmanns, sem aftur skilar sér í bættri almennri lýðheilsu. Það er afar ánægjulegt að verða vitni að hugarfarsbreyt-ingu í átt að auknu heilbrigði hjá einstaklingum og jafnvel vinnu-staðnum í heild, þá er árangrin-um svo sannarlega náð.“

Hvaða þjónusta er svo í boði hjá ykkur?„Þessa dagana erum við að bjóða upp á skemmtilega heilsu-eflingu sem er jafnframt árang-ursríkt hópefli á vinnustaðnum. Þar er fléttað saman á skemmti-legan hátt, verkefni sem sjúkra-þjálfari, sálfræðingur og hjúkr-unarfræðingur koma að. Er þá boðið upp á prógramm í nokkrar vikur með fræðslu, forvörnum, hreyfiáskorun og heilsufars-mælingum í einum pakka. Ótal margt er hægt að gera til að efla heilsuna, stundum dugar jafn-vel að einhver einn starfsmaður sé hugmyndaríkur og gefi sér tíma til að skipuleggja heilsu-eflingarprógramm en mörgum finnst gott að geta þegið sér-hæfða þjónustu eins og hjá okk-ur ekki síst þegar tímaskortur er algengur.

Fyrir utan það að skipu-leggja heilsueflingu er þjón-ustan margvísleg sem í boði er. Gjarnan er byrjað á því að gera samning um ákveðna þjónustu og lagður grunnur að trúnað-arlæknisþjónustu sem felur í sér aðgang að lækni. Trúnað-arlæknisþjónusta gefur starfs-mannahaldi möguleika á óháðu mati á veikindum starfsmanna, meðferðarmöguleikum, horfum og starfshæfni þeirra. Úrlausn-ir veikinda og fjarvista verða skjótari og geta því flýtt fyrir bata. Þá bjóðum við upp á fjar-vistarskráningu og símaráðgjöf hjúkrunarfræðings sem hentar fyrirtækjum með margar starfs-stöðvar og síbreytilegt vinnuafl.

Mikilvægt að huga að heilsu og líðan starfsmanna

Fjarvistasamtöl eru einnig vaxandi þáttur í þjónust-unni og hefur mælst vel fyrir og gefið góðan árang-ur. Fyrir utan fasta þjón-ustu stendur fyrirtækjum til boða að kaupa stök verk-efni, má þar nefna ýmis fræðsluerindi, skyndihjálp-arnámskeið, heilsufars-mælingar og árlegar bólu-setningar gegn inflúensu sem einmitt eru að fara í gang þessa dagana. Einn-ig bjóðum við upp á sér-hæfða þjónustu í bólusetn-ingum fyrir ferðamenn, sem kallast Ferðavernd. Þá annast sjúkraþjálfarar úttektir á vinnuaðstæðum, gerð áhættumats ásamt mati á umhverfisþáttum og fleira. Síðast en ekki síst, þá er fókusinn líka á andleg málefni, vinnu-sálfræðingur býður upp á álags- og streitustjór-nun, einelt isáætlunar-gerð, viðtalsmeðferðir og áfallahjálp, svo eitthvað sé nefnt.“

Að lokum segir Guð-björg að þrátt fyrir já-kvæða þróun og vitundar-vakningu á þessu sviði þá sé akurinn að mörgu leyti óplægður og því spennandi þróunarvinna fram undan hjá Vinnuvernd sem horfir jákvæðum augum til fram-tíðarinnar.

Unnið í samstarfi við

VinnuVernd.

Markmið heilsueflingar Bæta félagslega-, andlega og

líkamlega heilsu

Stuðla að vellíðan

Auka stafsánægju

Bæta vinnuskipulag og vinnuum-hverfi

Tryggja öryggi

Ávinningur heilsueflingar Heilsuhraustara stafsfólk

Jákvæðari starfsmenn

Meiri starfsánægja

Meiri samheldni

Færri veikindadagar

Betri almenn lýðheilsa

Í vetur langar okkur að leggja meiri áherslu á fyrirtæki í iðnrekstri og framleiðslu.

Á þeim vettvangi eru fyrirækin oftar fámennari sem gera þau minna sýnileg. Við höfum tiltölulega minna þjónustað þau gegnum tíðina og við höfum hug á að bæta úr því.

Page 8: Liftiminn 12 09 2014

Þekkt er að næring-arskortur móður á meðgöngu og barna á fyrsta ald-ursári geti haft áhrif á þroska barna.

12. september 2014— 8 —

Nýlega komu á markað ný heyrnar-tæki frá danska fyrirtækinu ReSound sem hlotið hafa mikla athygli. Þau eru bæði hágæða heyrnartæki og þráðlaus heyrnartól fyrir snjalltæki og hægt er að tengja þau við öll snjalltæki sem eru með blátannartækni (Bluetooth). Tækin eru svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Heyrnartækin frá ReSound eru fáanleg hjá Heyrn og þar eru einnig all-ar gerðir af heyrnartækjum sem henta mismunandi heyrnartapi og lífsstíl.

Ellisif Katrín Björnsdóttir er löggiltur heyrnarfræðingur og starfar hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta, stofnuð árið 2007. Að hennar sögn minnkar heyrnarskerðing lífsgæði og getu til að sinna vinnu og námi. „Þegar möguleikinn á því að eiga snurðulaus samskipti er skertur getur það valdið félagslegri einangrun. Algengt er að fólk hætti að vinna og að taka þátt í öðru sem það hefur gaman að þegar heyrnin tapast,“ segir hún. Margir halda að allir aðrir séu farnir að tala hratt og óskýrt, en í raun og veru er það visst tíðnisvið sem tapast úr heyrninni og því greinir fólk tal illa. „Það getur gerst að fólk viti ekki af því að það sé farið að tapa heyrn. Þegar sagt er við okkur að við séum farin að hvá, er rétt að bregðast við og fara í heyrnargreiningu. Ekki þarf tilvísun til að koma til okkar.“

Hljómgæði með hæstu einkunnDönsku heyrnartækin LiNX frá ReSound tengjast þráðlaust við iPhone, iPad og iPod. Í óháðri rannsókn gaf hópur heyrnartækjanotenda þeim hæstu einkunn.

Þegar nýr Apple búnaður kemur á markað stendur fólk í löngum röðum til að tryggja sér eintak en þegar kemur að því að kaupa heyrnartæki dregur fólk það árum saman, jafnvel þó það viti að slík tæki geti aukið lífsgæðin til muna. „Rannsóknir sýna að fólk bíður í um sjö ár að meðaltali frá því það grun-ar að það sé farið að heyra illa þangað til það gerir eitthvað í málunum og fær

sér heyrnartæki. Það er einhver feimni ríkjandi gagnvart því að fá sér heyrnar-tæki,“ segir Ellisif.

LiNX heyrnartækin er búin Surround Sound by ReSound sem er einstök kringnæm hljóðvinnsla sem hermir eftir vinnslu mannseyrans. Með ReSound heyrnartækjum verður heyrnin notaleg og áreynslulaus og öll hljóð eru mjög greinileg og eðlileg.

Þess vegna er talmál ætíð skýrt með góðum styrk sem auðvelt er að skilja. „Tilfinning fyrir umhverfinu breytist þegar maður tekur betur eftir og heyrir eðlilega á ný.“

Ef LiNX heyrnartæki týnist er hægt að nota tenginguna við iPhone til að finna það. Síminn getur staðsett tækin með GPS tækni. Ljós á símanum verður

skærara eftir því sem hann er nær tækinu.

Hjá Heyrn getur fólk komið í grein-ingu og fengið lánuð tæki til reynslu.

Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.heyrn.is og á Facebook-síðunni Heyrn.

Heyrnartækin frá ReSound er svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Tækin eru fáanleg hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta.

UNNið Í SamviNNU við

Heyrn

Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Vefur um næringu mikilvægasta æviskeiðsinsEnginn næringarfræðingur er starfandi í mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi og því ákvað ingibjörg Gunnarsdóttir, doktor í næringarfræði, að opna vefinn nmb.is þar sem verðandi mæður og foreldrar ungra barna geta nálgast upplýsingar um næringu á gagnvirkan hátt.

Á dögunum var vefurinn Nær-ing móður og barns, www.nmb.is, opnaður en þar geta barnshafandi konur svarað

spurningum um mataræði sitt og feng-ið einstaklingsmiðaðar ábendingar um hugsanlegan skort á næringarefnum og um hvað megi betur fara í mataræðinu. Foreldrar barna að átján mánaða aldri geta sömuleiðis fengið ráðleggingar um mataræði barna sinna. Vefurinn er einnig hannaður til að halda utan um upplýsingar um þyngdaraukningu á meðgöngu og vöxt barna fram á full-orðinsár. Meðal annars geta foreldrar borið saman vaxtarkúrfur barna sinna á myndrænan hátt, séu þau skráð í kerfið. Að vefnum standa dr. Ingibjörg Gunn-arsdóttir, prófessor í næringarfræði

við Háskóla Íslands og eiginmaður hennar, Ólafur Heimir Guðmundsson viðskiptafræðingur. Gangi vefurinn vel hér á landi er aldrei að vita nema gerð-ar verði nýjar útgáfur sem nota mætti í öðrum löndum.

Að sögn Ingibjargar var kveikjan að stofnun vefsins meðal annars sú að engir næringarfræðingar starfa hjá mæðra- og ungbarnavernd hér á landi. „Stöðugt eru að koma fram nýjar upp-götvanir tengdar næringarfræði. Ég vildi því koma þekkingu vísindamanna á lesanlegt og aðgengilegt form þann-ig að barnshafandi konur og foreldrar ungra barna gætu lesið um allt það nýj-asta og fengið persónulegar ráðlegg-ingar um bætt mataræði, sé þörf á því,“ segir Ingibjörg. Tengsl milli næringar og þroska

Ingibjörg hefur brennandi áhuga á næringu á meðgöngu og á fyrstu æviárunum og hefur komið að fjölda rannsókna á því sviði. „Ég er sannfærð um að þetta sé eitt mikilvægasta tíma-bil ævinnar með tilliti til næringar. Þekkt er að næringarskortur móður á meðgöngu og barna á fyrsta aldursári geti haft áhrif á þroska barna. Þetta ætti að taka alvarlega og ætti ekki að ger-ast hér á landi, að það fæðist börn sem ekki hafa fengið að njóta þess að móðirin hafi borðað hollan mat á meðgöngunni.“ Hún bendir á að ekki séu nema 20 ár síðan því var haldið fram að mataræði móður á meðgöngu skipti ekki máli, barnið fengi alltaf sitt. „Slík sjónarmið standast ekki skoðun í dag.“

Óháð auglýsingum Vefurinn er lokaður og nauðsynlegt að kaupa áskrift til að nýta þjónustuna þar sem lagt var

upp með að engar auglýsingar væru á vefnum. „Ég hefði getað gert síðu þar sem allt væri ókeypis og fjármagnað með auglýsingum en ákvað að fara aðra leið. Efnið er því algjörlega óháð styrktaraðilum og byggir aðeins á bestu mögulegu þekkingu en ekki því hvaða fyrirtæki styrkja síðuna.“

Sérhannað fyrir íslenska foreldra Ráðleggingarnar á vefnum er sérstaklega hann-aðar fyrir íslenska foreldra og segir Ingibjörg mikilvægt að næringarráðgjöf sé unnin með tilliti til fæðuúrvals á hverjum stað. „Eins og staðan er í dag fá konur bækling um næringu á meðgöngu en einstaklingsmiðaðar ráðlegg-ingar eru ekki í boði. Algengt er því að þær leiti frekari upplýsinga á erlendum vefsíðum og fá upplýsingar sem í sumum tilfellum eiga ekki við á Íslandi, til dæmis um hvaða fæðutegundir eru bestu D-vítamín gjafarnir.“

Kveikjan að stofnun vefsins var meðal annars sú að engir næringarfræðingar starfa hjá mæðra- og ungbarnavernd hér á landi. Konur fá bækling um næringu á með-göngu en einstaklingsmiðaðar ráðleggingar eru ekki í boði.

Page 9: Liftiminn 12 09 2014

12. september 2014 — 9 —

G arcinia Camboga er 100% náttúru-legt fæðubótar-efni. Það er tilval ið

fyrir alla sem vilja borða minna í hverri máltíð, ná stjórn á mauli milli mála, syk-uráti, kvöldsnarli, losna við aukakílóin og upplifa vellíðan í eigin skinni.

Fæðubótaefnið er unnið úr ávext inum Garcina Cambogia sem finnst í Suðaustur-Asíu. Ávöxturinn hefur verið not-aður í mörg hundruð ár, bæði sem almenn fæða og sem lækn ingarlyf. Virkni ávaxtar-ins má rekja til efnisins HCA eða hýdroxýsýru sem hindrar fitubygg ingu, minnkar matar-þörf, býr til seddu tilfinningu, jafnar blóðsykur og eykur serótónín framleiðslu sem býr til jafnaðargeð, eykur vellíðan og minnk ar stress.

Vinsælasta fæðubótarefn-ið á Heimkaup frá upphafiGarcina Cambogia er þegar orðið eitt allra vinsælasta fæðubóta efni í heiminum og er nú m.a. fáanlegt í fjölda apóteka. Meðal þeirra eru Lyfja, Apótekið, Heilsuhúsið, Hagkaup, Heimkaup, Fjarðar-kaup, Heilsuver, Heilsulausn.is og Heilsuhornið Blómavali.

Unnið í samstarfi við

Balsam.

M agnolia Officinalis er það nýjasta frá Natural Health Labs. Það er tilvalið fyrir þá sem vilja aðstoð vegna svefnvandamála, stuðla að

samfelldum svefni, vinna gegn þunglyndi, kvíða og depurð og bæta andlega og líkamlega líðan.

Börkur af plöntunni Magnolia officinalis sem vex í fjallahéruðum Kína hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða- og þunglyndi í yfir tvö þúsund ár í Asíu. Rekja má ótrúlegan lækn-ingamátt hans til náttúrulegu efnanna honokiol og magnolol. Börkurinn virkjar taugaboðefni í heilanum sem hafa slakandi og róandi áhrif og stuðlar að heilbrigðum, samfelldum svefni. Börkurinn vinnur einnig gríðarlega vel gegn kvíða og þunglyndi með því að koma jafnvægi á hormónið kortísól, sem er stundum kallað stresshormónið.

Nýleg rannsókn frá Landlæknisembættinu sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við svefn-vandamál eða þunglyndi að stríða.

Umfjöllun í fræðiritumMikið hefur verið fjallað um plöntuna nýlega, til að mynda í fræðiritinu The Nutrition Journal og á vefsíðunni webmd.com.

Ný sending komin í verslanirMagnolia officinalis hefur nú þegar notið mikilla vinsælda á Íslandi og seldust fyrstu sendingarn-ar upp með hraði.

Það er nú til að mynda fáanlegt í nær öllum apótekum landsins. Þeirra á meðal eru Lyfja, Lyf og Heilsa, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Heilsuhornið Blómavali, Heilsuver, Heilsulausn.is og Heimkaup.

Margir hafa haft sambandÓmar Þór Ómarsson, framkvæmdastjóri hjá Bal-sam, þakkar frábærar móttökur. „Svefnvandi og þunglyndi eru virkilega erfið vandamál sem geta sett mikið álag á líf fólks. Margir hafa nú þegar haft samband og sagt mér að með hjálp Magn-olia hafi þeim tekist að ná mun betri stjórn á svefninum og hafi ekki liðið betur í langan tíma.“

Unnið í samstarfi við

Balsam.

Snilldarlausn gegn aukakílóum

Heilbrigð lausn við svefnvanda

Ráðlögð notkun Taktu 2 hylki af Garcina Cambogia

með vatnsglasi um 30-60 mínútum fyrir aðalmáltíð eða taktu 2 hylki

stuttu eftir aðalmáltíð. Dagsskammt-ur er 2-6 græn metishylki.

Borða minna og líður beturÞórdís Lilja Bergs hefur notað Garcinia Cam bogia í nokkra mánuði og árangur-inn leynir sér ekki. Hún sá umfjöllun í heilsuþættinum Dr. OZ. og kynnti sér ávöxt inn ítarlega á netinu í kjölfarið. „Ég borða mun minni skammta og er hætt öllu kvöldsnarli. Mér líður einfaldlega miklu betur.“

Page 10: Liftiminn 12 09 2014

— 10 — 12. september 2014

Þ U R R A U G U

Náttúruleg vörn

Nýjung

gegn þurrki

í augum

Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum

og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna

hornhimnunnar gegn þurrki.

Án rotvarnarefnaÞægilegar umbúðir auðvelda skömmtun2ja mánaða skammtarMá nota með linsum

Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum

og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna

hornhimnunnar gegn þurrki.

Án rotvarnarefnaÞægilegar umbúðir auðvelda skömmtun2ja mánaða skammtarMá nota með linsum

Fæst í flestum lyfjaverslunum

Meðferð við þurrki í augumTalið er að 5 til 30 prósent fólks 50 ára og eldra hafi augnþurrk. Á undanförnum árum hefur mikil þróun átt sér stað á sviði meðferðar við augnþurrki. Mikil tölvunotkun getur aukið einkennin.

sérstaka ástæðu að finna fyrir augn-þurrkinum.“

Greining á augnþurrkiÞegar augnþurrkur er greindur er nákvæm saga lykilatriði. „Staðlaðir spurningalistar, hefðbundnar próf-anir og tæknilega þróaðar rann-sóknir eru gundnvöllur greiningar, í samræmi við alþjóðlegar leiðbein-ingar TFOS (Tear Film and Ocular Surface Society). Táralind notast við nýtt tæki, svo kallaðan „OCULUS Keratograph“, sem gerir okkur kleift að skoða tárafilmuna og fitukirtlana í augnlokunum á mun nákvæmari hátt en áður hefur verið mögulegt.“ Síðan eru augun skoðuð með smásjá, tára-framleiðslan og fituinnhald í tárum eru metin auk þess sem sérstök litar-efni eru notuð til að meta ástand yfir-borðs þeirra.

Meðferð við augnþurrkiUndanfarin ár hafa miklar breytingar orðið í meðferð augnþurrks. Gunn-ar segir að áður fyrr hafi verið talið að þurrk í augum mætti oftast rekja til minnkaðrar táraframleiðslu en í dag sé augnþurrkur meðhöndlaður sem margþættur sjúkdómur sem einnig megi rekja til minnkunar, eða minni gæða, olíu í tárafilmu augans. Augnþurrkur er meðhöndlaður eftir því hversu alvarlegur hann er sam-kvæmt alþjóðlegum viðmiðunar-

reglum (Tear Film and Ocular Sur-face Society).

Gervitár eru grundvöllur með-ferðarinnar ásamt bólgueyðandi lyfjum eftir því sem við á. „Það hefur orðið mikil þróun á þessu sviði á und-anförnum árum og ýmsar nýjungar á sjóndeildarhringnum. Tappar í tára-göngin sjá síðan til þess að þau tár sem eru til staðar gagnist sem allra lengst,” segir hann. „Hvarmarnir gegna eins og áður kom fram lykilhlutverki fyrir yfir-borð augans og tárafilmuna. Þá er nauðsynlegt að hita, nudda og hreinsa. Þetta er gert til að koma eðlilegri starfsemi kirtla í augnlok-unum af stað, þannig að nóg verði til af fituefnum. Hitameðferð bætir starfsemi fitukirtlanna og þar með gæði tárafilmunnar. Þetta má til dæmis gera með heitum bökstrum og nuddi á augnlokin til að dreifa fituefnunum sem hafa bráðnað við upphitun“ segir Gunnar Már. Að auki getur svokölluð Blephasteam-meðferð komið að góðum notum. Þá eru sérstök hita- og rakagefandi gleraugu notuð í 10 mínútur í senn allt að tvisvar sinnum á dag í þrjár vikur.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.taralind.is

Unnið í samvinnU við

Táralind

Almenn ráð við Augn-

þurrki

TölvunotkunMikil tölvunotkun er líklega ein algengasta orsök þurra augna. Við blikkum augunum mun sjaldnar þegar við horf-um á tölvuskjá og veldur það aukinni uppgufun tára. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að breyta uppstillingu skjásins, skrifborðsins og stólsins. Skjárinn ætti að vera í 50-70 cm fjarlægð frá augum, hann ætti að halla 15-20 gráður aftur og miðja hans ætti að vera 15-30 gráðum undir beinni sjónlínu. Einnig er gott ráð að minnka birtustig skjásins og gera reglulega hlé á vinnu.

mataræðiRannsóknir hafa sýnt að ómega-3 fitusýrur, sem fást meðal annars úr lýsi, geta dregið úr einkennum augnþurrks.

lyfMörg lyf geta valdið augnþurrki. Meðal þeirra lyfja eru blóð-þrýstingslyf, ofnæmis-lyf, þunglyndislyf og lyf við bólum. Ef þú greinist með augnþurrk og notar eitthvað af þessum lyfjum mælum við með því að þú hafir samband við heimilislækninn þinn og athugir hvort þú getir hætt að taka lyfið, minnkað skammtinn eða skipt lyfinu út.

þurrt loftOrsök augnþurrks má ekki sjaldan rekja til þess að loftið innanhúss er of þurrt. Vinnueftir-litið hefur birt leiðbein-ingar um inniloft á vinnustöðum, meðal annars um hvernig má stilla raka og bæta inniloftið á vinnustað.

þ egar tárafilma augans nær ekki að viðhalda nauðsynlegri vörn á yfirborði augans myndast augnþurrkur. Að sögn Gunn-

ars Más Zoëga, augnlæknis hjá Táralind, er augnþurrkur afar algengt vandamál sem valdið getur allt frá vægum óþæg-indum til verulegra vandamála. „Er-lendar rannsóknir hafa áætlað að 5 til 30 prósent þeirra sem eru eldri en 50 ára hafi augnþurrk.

Helstu einkenni eru augnþreyta, ljós-fælni, sviða- og kláðatilfinning, breyti-leg sjónskerpa og síðan getur aukið tárarennsli verið einkenni augnþurrks,“ segir hann.

Ástæður augnþurrksOrsakir augnþurrks eru fjölþættar og afleiðingar hans sjást í tárafilmunni og á yfirborði augans. Minnkuð tárafram-leiðsla er algeng orsök augnþurrks. Gunnar segir fitukirtla augnlokanna nauðsynlega fyrir heilbrigða tárafilmu. Hvarmabólga geti truflað framleiðslu þessara fitukirtla og leitt til augnþurrks. Ástæður augnþurrks geti einnig verið tengdar lyfjum sem einstaklingurinn þarf að taka af öðrum orsökum.

Augnþurrkur er algengt vandamál sem rétt er að bregðast við. Mikil þróun hefur orðið á sviði meðferðar við augnþurrki undanfarin ár.

Augnþurrkur er einnig tengdur ýmsum gigtarsjúkdómum og sjálfs-ofnæmissjúkdómum. „Umhverfi okkar hefur einnig veruleg áhrif á einkennin, þannig getur þurrt og kalt loft verið til vandræða auk þess sem mikil tölvunotkun getur aukið einkennin. Oft er hins vegar enga

Page 11: Liftiminn 12 09 2014

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • [email protected] • Sími 569 3100 • eirberg.is

Fjölnota frjósemisprófOVU control

• Einfalt fjölnota próf sem segir til um frjósemi

• Greinir saltkristalla í munnvatni

• Handhægt, nákvæmt og hreinlegt

• Ítarlegar leiðbeiningar fylgja

Snemmtækt þungunarprófEarly detect

• 99% áreiðanlegt 4 dögum fyrir áætlaðar blæðingar

• Öruggt, einfalt og fljótlegt

• Ætlað til heimilisnota

Geratherm Family line

ÞvagfærasýkingarprófInfection control

• Nemur hvít blóðkorn, prótein, nítröt og blóð í þvagi

• 3 strimlar í pakka

• Öruggt og auðvelt í notkun

• Ætlað til heimilisnota

Útsöluaðilar: Apótek, Fjarðarkaup, Hagkaup, Iceland og þín verslun

SveppasýkingarprófFungal infection

• Próf til greiningar á Candida sveppasýkingu í leggöngum

• Yfir 90% áreiðanlegt og einfalt í notkun

• Ætlað til heimilisnota

Fæst eingöngu í apótekum

Page 12: Liftiminn 12 09 2014