12
ÚTTEKT OECD Á ÍSLENSKA HEIL- BRIGÐISKERFINU SÍÐA 2 HEILSUVERND LEGGUR ÁHERSLU Á FORVARNIR SÍÐA 8 NÝTT BÓLUEFNI VIÐ EBÓLU PRÓFAÐ SÍÐA 2 ÞÉTTSKIPAÐIR LÆKNADAGAR 2015 SÍÐA 10 Á BARNIÐ ÞITT RÉTT Á GJALD- FRJÁLSUM TANN- LÆKNINGUM? SÍÐA 2 1. tölublað 3. árgangur 16. janúar 2015 Landlæknir vill nýjan Landspítala í forgang Birgir Jakobsson tók við stöðu landlæknis um áramótin. Hann segir að Íslendingar eigi að gera kröfu um fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Nú sé tæki- færi til viðspyrnu sem stjórn- völd virðist ætla að nýta sér með auknu fjárframlagi til heilbrigðismála. Hann segir mikið vanta upp á að skil- virkni í íslensku heilbrigðis- kerfi sé mælanleg. SÍÐA 4 Mynd Hari

Liftiminn 16 01 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Health and lifestyle, Líftíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Liftiminn 16 01 2015

Úttekt OeCD á íslenska heil-

brigðiskerfinu

Síða 2

heilsuvernD leggur áherslu

á fOrvarnir

Síða 8

nýtt bóluefni við ebólu

prófað

Síða 2

Þéttskipaðir læknaDagar

2015

Síða 10

á barnið Þitt rétt á gjalD-

frjálsum tann-lækningum?

Síða 2

1. tölublað 3. árgangur 16. janúar 2015

Landlæknir vill nýjan Landspítala í forgang

Birgir Jakobsson tók við stöðu

landlæknis um áramótin.

Hann segir að Íslendingar eigi

að gera kröfu um fyrsta flokks

heilbrigðiskerfi. Nú sé tæki-

færi til viðspyrnu sem stjórn-

völd virðist ætla að nýta sér

með auknu fjárframlagi til

heilbrigðismála. Hann segir

mikið vanta upp á að skil-

virkni í íslensku heilbrigðis-

kerfi sé mælanleg.

Síða 4

Myn

d H

ari

Page 2: Liftiminn 16 01 2015

— 2 — 16. janúar 2015

Fjöldi heilsutengdra námskeiða og mál-þinga fram undan Á þessum fyrstu vikum ársins má finna ýmis konar námskeið eða málþing um málefni tengd heilsu og heilbrigðismálum.

Þann 21. janúar mun Embætti land-læknis og Heilsugæsla höfuðborgar-svæðisins standa fyrir málþingi í Háskólanum í Reykjavík undir yfirskriftinni: Alþjóðlegir straumar og stefnur í heilsugæslu samtímans. Tveir erlendir gestafyrirlesarar flytja erindi á mál-þinginu, þeir Paul Grundy, læknir og Wienke Boerma frá Nivel stofnun-inni í Hollandi, en hann mun meðal annars kynna niðurstöður rannsóknarinnar Quality and Cost in Primary Care in Europe og ályktanir af henni með tilliti til stefnumótunar og þróunar í heilsugæslu í Evrópu. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þátttakendur eru beðnir um að skrá þátttöku sína á vef Embættis land-læknis: www.landlaeknir.is

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjórnarfulltrúi: Erla María Markúsdóttir [email protected]. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgun-degi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Lands-

prenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Vísindamenn við Oxford háskóla hafa hafist handa við að bólusetja heilbrigða sjálfboðaliða með nýrri tegund af bóluefni við ebólu. BBC greinir frá því að alls taka 72 sjálfboðaliðar á aldrinum 18-50 ár þátt í verkefninu.

Upphaflegar rannsóknir á öpum sem fóru fram í fyrra og voru þróaðar af lyfjafyrirtækinu Janssen Pharmaceutical sýndu að bólefnið veitir full-komna vörn gegn ebólu veirunni.

Sjálfboðaliðarnir í Oxford eru fyrstu manneskj-urnar sem fá þessa tegund af bóluefni. Sambærileg verkefni hafa farið fram í Bandaríkjunum og Sviss. Dr. Matthew Snape er meðal þeirra vísindamanna við Oxford háskóla sem hafa tekið þátt í þróun bóluefnisins. Hann segir markmiðið vera að bólusetja alla þátttakendur á innan við mánuði. Auk þess sé mikilvægt að skilgreina öryggisþætti bóluefnisins, svo sem mögulegar aukaverkanir.

Bólusetningin fer fram í nokkrum skrefum, en sjálfboðaliðarnir fá auka sprautu einum til tveimur mánuðum eftir fyrstu sprautuna. Ferlið fer þannig fram að fyrsta sprautan á að undirbúa ónæmis-kerfið fyrir bóluefnið og sú seinni á að ýta undir áhrif bóluefnisins.

Ráðist verður í svipuð verkefni í Bandaríkjunum og þremur Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldurinn

Er l a Ma r í a Ma r k úsdót tir

Í úttektinni kemur meðal annars fram að útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi árið 2012 námu 9% af vergri landsframleiðslu og voru aðeins fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna, sem mældist

9,3%. Í samanburði við önnur Norðurlönd eru útgjöld til heilbrigðismála lægst á Íslandi. 80% af útgjöldum til heilbrigðismála á Íslandi voru opinber, sem er 8% hærra en meðaltalið í öðrum ríkjum OECD.

Gífurlega var dregið úr útgjöldum til heilbrigðis-mála á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 og var vöxtur í útgjöldum til heilbrigðismála neikvæður árin 2009 og 2010. Síðastliðin fjögur ár hafa útgjöld til heilbrigðisþjónustu aukist lítillega á ný og mat greiningardeild innan OECD það svo út frá bráðabirgðatölum fyrir 2013 að vöxtur útgjalda til heil-brigðismála væri nú orðinn svipaður og fyrir hrun. Í mörgum OECD ríkjum hafa útgjöld vegna lyfja minnk-að á síðastliðnum árum og er Ísland meðal þeirra. Skýringuna má að hluta til rekja til þeirrar stefnu að hvetja til notkunar á ódýrari almennum lyfjum, það er lyfjum sem eru framleidd án sérleyfis.

Staða heilbrigðismála og áhættu-þættirÁrið 2012 voru lífslíkur við fæð-ingu 83 ár á Íslandi, eða næstum því þremur árum fleiri en meðal-tal innan OECD ríkjanna, sem er 80,2 ár. Aðeins Japanir búa yfir hærri lífslíkum en Íslendingar, eða 83,2 ár. Bilið á milli kynjanna er auk þess mun minna en í öðrum OECD ríkjum, eða um þrjú ár. Lífslíkur karla á Íslandi eru þær hæstu innan OECD.

Hlutfall þeirra s e m r e y k j a daglega hefur hríðlækkað á Íslandi síðast-liðinn áratug, eða úr 22% árið 2000 og niður í 14% árið 2012. Þetta hlutfall er vel fyrir neðan meðaltalið innan OECD ríkjanna, sem er 20,7%. Ásamt Svíþjóð og Mexíkó hefur Ís-land lægsta hlut-fal l ful lorðinna einstaklinga sem reykja daglega.

Offita hefur hins vegar aukist hratt á Íslandi á undanförnum árum, eða úr 12% á árinu 2000 og upp í

21% árið 2010. Hlutfall offitu er þó lægra en í mörgum öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum. Vert er þó

að taka fram að sú aðferðafræði sem OECD notast við hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en hlut-

föllin byggjast á niðurstöðum úr lífs-stílskönnunum, en ekki beinum mæl-ingum. Aukin tíðni offitu hér á landi mun þó óneitanlega stuðla að aukn-um heilsubrestum, líkt og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum, og þar með auknum kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfis í framtíðinni.

Segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart Páll Matthíasson, forstjóri Land-spítalans, segir þessa niðurstöðu OECD ekki koma á óvart. „Á Landspítala varð verulegur sam-dráttur og mikil hagræðing í starf-seminni. Það er afar mikilvægt að þeirri þróun sé áfram snúið við af krafti.“ Páll segir jafnframt að íslensk heilbrigðisþjónusta hafi lengi verið undirfjármögnuð og að afleiðingin sé ljós: „Gamalt og úr

sér gengið húsnæði og tækjakostur,

stöðug aðhaldskrafa og laun sem ekki standast sam-anburð.“ Páll fagnar því að nú hafi stjórnvöld snúið við blaðinu með því að setja nýja fjármuni í heilbrigðis-kerfið. „En það er ljóst að mikið verk er fyrir höndum að bæta upp ára og áratuga undirfjármögnun.“

Bindur vonir við að mikil uppbygging sé fram undan Samhliða undirritun kjarasamninga við félög lækna þann 8. janúar síðastliðinn undirrituðu forsætisráð-herra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráð-herra, Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands yfirlýsingu um betri heilbrigðisþjónustu. Páll segir að í ljósi yfirlýsingarinnar sé ástæða til að binda vonir við að mikil uppbygging sé fram undan. „Þar er kveðið á um að fjárframlög til heilbrigðisþjónustu hér á landi skuli miðast við Norðurlöndin. Verði það niðurstaðan má búast við verulega auknum fjárframlögum næstu árin sem er löngu orðið tímabært. Það er þannig upp-söfnuð fjármagnsþörf í kerfinu auk þess sem aldurs-samsetning þjóðarinnar er að breytast.“

Offita er helsta heilsufarsógnin í dag Páll segir jafnframt að þörf fyrir heilbrigðisþjónustu hafi verið að aukast síðustu ár og sú þróun muni halda áfram. „Samhliða þessu verður að auka forvarnir enda sjáum við árangur af slíku starfi í þessum tölum, til dæmis varðandi reykingar. Þeim árangri er mikilvægt að ná hvað offituna varðar því hún er ein megin heilsu-farsógnin sem við glímum við í dag.“

Útgjöld Íslands til heilbrigðis-mála fyrir neðan meðaltal OECDEfnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, birti nýlega uppfærð gögn þar sem ítarlega er farið yfir stöðu heilbrigðismála í ríkjum stofnunarinnar.

Bandaríkin Danmörk Svíþjóð Noregur OECD Ísland

Heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsfram-leiðslu (VLF) ríkja OECD*

*tölur frá 2012 (eða nýlegustu tölur)

16,9% 11% 9,6% 9.3% 9.3% 9%

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.

Ebólufaraldurinn: Ný tegund af bóluefni prófað

hefur ekki komið upp. Skipuleggjendur verkefnis-ins leggja áherslu á að bóluefnið getur undir engum kringumstæðum orðið valdur af ebólu smiti.

Vonast er eftir því að á næstu þremur mánuðum verði

hægt að prófa bólefnið víðs vegar í Afríku og Evrópu og að um mitt ár verði hægt að bólusetja íbúa í Líberíu, Gíneu og Sierra Leone. Janssen Pharmaceutical fullyrðir að á þessu ári verði hægt að útdeila tveimur milljónum skammta af bóluefninu.

Á barnið þitt rétt á gjaldfrjálsum tann-lækningum?Um áramótin tók gildi nýr samn-ingur um tannlækningar barna. Til að byrja með nær samningurinn til þriggja ára barna og barna á aldrinum 8-17 ára. Þó þarf að greiða fyrir árlegt komugjald, 2500 krónur.

Tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í áföngum. Sem dæmi má nefna að á næsta ári munu börn á aldrinum 6-7 ára falla undir samninginn og árið 2018 munu öll börn á aldrinum 3-17 ára eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá börn sín í Réttindagátt Sjúkratrygginga Ís-lands á www.sjukra.is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað. Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni við eins árs aldur.

Samningurinn tekur strax til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki enn undir gildandi aldursmörk. Forsenda er samþykki Sjúkratrygginga Íslands að undan-genginni tilvísun frá heilsugæslu, félagsþjónustu eða barnavernd ásamt umsókn frá tannlækni. Mikil-vægt er að barnaverndar- og félags-málayfirvöld komi framangreindum upplýsingum til skjólstæðinga sinna sem falla undir þessi skilyrði.

Page 3: Liftiminn 16 01 2015

Gegn verkjum og hita- í tengslum við kvef og flensu

Therimin Honung&Citron 500 mg, mixtúruduft, lausn. Inniheldur parasetamól. Ábendingar: Er ætlað til skammtímameðferðar við verkjum og eða hita, t.d. vægum eða meðalmiklum verkjum og hita í tengslum við kvef og flensu, höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tannverk og tíðaverk. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Einn til tveir skammtapokar af dufti (500 til 1000 mg) leyst upp í heitu vatni á fjögurra til sex klst. fresti, eftir þörfum, allt að 4 sinnum á dag. Hámarksskammtur á sólarhring eru 6 skammtapokar á 24 klst. (3000 mg af parasetamóli á 24 klst.). Venjulega er nóg að nota einn skammtapoka í einum skammti. Heildarskammtur af parasetamóli má ekki fara yfir 60 mg/kg/sólarhring fyrir unglinga og fullorðna sem eru léttari en 50 kg. Börn: Skammtar eru háðir aldri og líkamsþyngd. Stakur skammtur getur verið frá 10 til 15 mg/kg líkamsþyngdar. Hámarksskammtur á sólarhring er 60 mg/kg/líkamsþyngdar. Börn yngri en 12 ára: Ekki er mælt með notkun lyfsins hjá börnum yngri en 12 ára. 12 til 15 ára unglingar sem vega frá 41 til 50 kg: Einn skammtapoki í hverjum skammti, á fjögurra til sex klst. fresti, eftir þörfum, allt að fjórum sinnum á sólarhring. Hámarksskammtur er 4 skammtapokar á 24 klst. (2000 mg af parasetamóli á 24 klst.). 16 til 18 ára unglingar sem eru þyngri en 50 kg: Sami skammtur og fyrir fullorðna. Stærri skammtar en mælt er með geta leitt til alvarlegar lifraskemmda. Ef verkur varir lengur en 5 daga eða hiti lengur en 3 daga, eða ef ástand versnar skal leita ráða hjá lækni. Skert lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi eða Gilberts heilkenni, verður að minnka skammta eða lengja tímabilið á milli skammta. Skert nýrnastarfsemi: Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi á að minnka skammta. Gauklasíunarhraði 10-50 ml/mín, skammtur 500 mg á 6 klst. fresti. Gauklasíunarhraði < 10 ml/mín, skammtur 500 mg á 8 klst. fresti. Lyfjagjöf: Innihaldið úr 1-2 skammtapokum á að leysa upp í venjulegri drykkjarkönnu af heitu, en ekki sjóðandi, vatni (u.þ.b. 250 ml). Þegar 2 pokar eru notaðir má bæta við meira vatni eftir smekk. Drekka á vökvann þegar hann hefur kólnað, þannig að hitastigið sé mátulegt. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Gæta skal varúðar við gjöf parasetamóls hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerðingu á nýrnastarfsemi, væga til miðlungsmikla skerðingu á starfsemi lifrarfrumna (þ.m.t. Gilberts heilkenni), alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh >9), bráða lifrarbólgu, sem eru á samhliðameðferð með lyfjum sem hafa áhrif á lifrarstarfsemi, með glúkósa-6- fosfat dehýdrógenasa skort, blóðlýsublóðleysi, vökvaskort, sem misnota áfengi og eru með langvinna vannæringu. Ráðleggja skal sjúklingum að nota ekki samhliða önnur lyf, sem innihalda parasetamól, vegna hættu á alvarlegum lifrarskemmdum ef til ofskömmtunar kemur. Forðast skal áfenga drykki meðan á notkun lyfsins stendur, því notkun þess samhliða parasetamóli getur valdið lifrarskemmdum. Gæta skal varúðar þegar parasetamól er gefið sjúklingum sem eru háðir áfengi. Upplýsingar um hjálparefnin: Aspartam (E951), sem inniheldur fenýlalanín, sem getur verið skaðlegt fyrir sjúklinga með fenýlketónmigu. Natríum 38 mg í skammtapoka: Sjúklingar á natríumskertu matarræði þurfa að hafa þetta í huga. Súkrósi 5,3 g í skammtapoka: Sjúklingar með frúktósaóþol glúkósa-galaktósa vanfrásog eða eða súkrasa-ísómaltasaþurrð, sem eru sjaldgæfir argengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Einnig þarf að taka tillit til þess hjá sjúklingum með sykursýki. Allúra rautt AC (E129) 0,09 mg í skammtapoka: Er azo-litarefni sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Sojalesitín (E322). Ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja skaltu ekki nota þetta lyf. Meðganga: Engar aukaverkanir eru þekktar af notkun parasetamóls á meðgöngu eða heilsu fósturs/nýbura. Við notkun undir venjulegum kringumstæðum má gefa parasetamól á öllum stigum meðgöngu, eftir að hlutfall milli ávinnings og áhættu hefur verið metið. Á meðgöngu á ekki að taka parasetamól í langan tíma, í stórum skömmtum eða samhliða öðrum lyfjum þar sem ekki hefur verið sýnt fram á öryggi notkunar í slíkum tilfellum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Nýtt!

Gegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hitaGegn verkjum og hita- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu- í tengslum við kvef og flensu

Hitalækkandi - virkar í allt að 8 klst.Hitalækkandi - virkar í allt að 8 klst.

Verkjastillandi - verkun hefst innan 30 mín.Verkjastillandi - verkun hefst innan 30 mín.

C-vítamínC-vítamín (45 mg)(45 mg)

Therimin-5x38 copy.pdf 1 27/12/14 14:55

Page 4: Liftiminn 16 01 2015

— 4 — 16. janúar 2015

Kemur næstút 13. febrúarNánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, [email protected],í síma 531-3312.

Sigríður Dögg AuðunSDóttir

B irgir Jakobsson tók við embætti landlæknis um áramótin. Hann hefur nær aldarfjórðungsreynslu

af stjórnun spítala í Svíþjóð, þar á meðal sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. „Sem stjórnandi stórra spítala hef ég mikla reynslu af því að bæta gæði og öryggi í þjónustu við sjúklinga með því að endurskoða starfsem-

ina, bæta vinnulag og nýta fjármagn betur og mun það án efa nýtast mér í nýju starfi,“ segir Birgir.

Hann segir embætti landlæknis áhugavert og nýja starfið talsverða áskorun sem hann hlakki til að takast á við. „Mér finnst áhugavert að fá að nota kunnáttu mína á svo-lítið annan hátt, ekki beint í stjórn unarstöðu á spítala eða innan heil-brigðiskerfisins, heldur meira með því að hafa eftirlit með gæðum í heilbrigðisþjónustu líkt og embætti

Viðspyrnu náð í heilbrigðiskerfinuBirgir Jakobsson, nýr landlæknir, segir að Íslendingar eigi að gera kröfu um fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Nú sé tækifæri til viðspyrnu sem stjórnvöld virðist ætla að nýta sér með auknu fjárframlagi til heilbrigðismála. Hann segir mikið vanta upp á að skilvirkni í íslensku heilbrigðiskerfi sé mælanleg.

landlæknis ber ábyrgð á ásamt því að setja tilteknar kröfur um þjónustuna,“ segir Birgir. Auk þessa eigi landlæknir að stuðla að bættri lýðheilsu og heil-brigði og sjá til þess að heilbrigðisupp-lýsingar um landsmenn og stofnanir séu tiltækar.

Fyrst og fremst talsmaður sjúklingaSpurður um hvaða verkefni honum þyki mikilvægast að byrja á í nýju starfi segist hann að hlutverk sitt sé fyrst og fremst að vera talsmaður sjúklinga. „Það leikur enginn vafi á því að akkúrat núna á íslenskt heilbrigðiskerfi við mikla erfiðleika að etja eins og marg-sinnis hefur komið fram. Landflótti úr heilbrigðisstéttum er veruleiki sem við verðum að takast á við og grípa inn í. Mikilvægt er að við snúum okkur núna að áframhaldandi uppbyggingu þjón-ustunnar og snúum bökum saman um það að nota þau færi sem eru að gefast núna til að koma okkur upp úr þessum öldudal,“ segir Birgir og bendir á að mörg teikn séu á lofti um að efnahagur þjóðarinnar sé að lagast og þjóðartekjur að aukast. „Stjórnvöld hafa sett heil-brigðismálin í forgang og ætla að veita meiri peningum til heilbrigðismála og

Birgir Jakobsson hefur verið búsettur í Svíþjóð nánast óslitið frá árinu 1978 þar sem hann lærði barnalækningar og lauk einnig doktors-prófi við Karolinska

Institutet árið 1988. Hann hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í

Stokkhólmi. Hann gegndi um árabil yfirlæknisstöðu á barnadeild Hudd-inge sjúkrahússins í Stokkhólmi, árið 2003 tók hann við starfi sjúkrahús-

stjóra við Capio St. Görans sjúkrahúss-ins í Stokkhólmi og frá árinu 2007 hefur hann verið forstjóri Karolinska en þar er hann nýhættur störfum.

Birgir tekur við embætti landlæknis af Geir Gunnlaugs-syni sem hefur gegnt því síðastliðin fimm ár.

Framhald á næstu opnu

fjárfesta í heilbrigðiskerfinu. Sem betur fer er búið að gera launasamning við lækna sem ég vona að verði samþykktur,“ segir hann.

„Við höfum tækifæri núna, ef við getum tryggt áframhaldandi frið á vinnumark-aðnum, að rísa upp úr þessum öldudal. Þá gildir að virkja alla góða krafta. Embætti landlæknis getur verið einn af þeim, ásamt heilbrigðisstofnunum í landinu, heilbrigðisráðuneytinu og fjölda annarra, sem taka höndum saman um að endur-reisa heilbrigðiskerfið. Íslenskt heilbrigð-iskerfi er gott. Ef berum saman árangur Íslendinga við önnur lönd þá er hann sambærilegur. Það sem mér sýnist lakara hér en annars staðar er aðgengileiki þjónustunnar. Fólk á erfitt með að komast inn á heilsugæslustöðvar og biðtími eftir aðgerðum er of langur. Það er augljóst mál að það þarf að forgangsraða en það þarf að gera þjónustuna aðgengilegri fyrir fólk í landinu,“ segir hann.

Heilbrigðiskerfið í forgangAðspurður segir hann viljayfirlýsingu sem ríkið og læknar gerðu í síðustu viku um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins ein-mitt fela í sér vilja stjórnvalda til þess að veita meira fjármagni til heilbrigðiskerfis-ins og koma þar á ákveðinni forgangs-röðun. „Stjórnvöld ætla að láta heilbrigðis-kerfið í forgang nú, þegar þjóðarskútan er að rétta við. Það er enginn vafi á því að heilbrigðiskerfið hefur ekki bara liðið fyr-

Ég er alveg klár á því að það eru forsendur hér á Ís-landi fyrir því að veita heilbrigðis-þjónustu af bestu gerð. Við eigum ekki að sætta okk-ur við neitt annað.

„Það leikur enginn vafi á því að akkúrat núna á íslenskt heilbrigðiskerfi við mikla erfiðleika að etja, eins og margsinnis hefur komið fram. Mikilvægt er að við snúum bökum saman um það að nota þau færi sem eru að gefast núna til að koma okkur upp úr þessum öldudal,“ segir Birgir Jakobsson, nýr landlæknir. Ljósmyndir/Hari

Page 5: Liftiminn 16 01 2015

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi

Fæst í apótekum

Advanced Medical Nutrition

ÍÞRÓTTA- OG HEILSUVÖRUR

LÍTIL RUMBLE NUDDRÚLLA Tilvalin í íþróttatöskuna 12x30cm.Rumble nuddrúlla veitir gott nudd sem hefur bandvefslosandi áhrif og vinnur vel á aumum svæðum.

8500 kr.

NUDDRÚLLUR MEÐ GADDABOLTUMFrábær tæki til að losa um spennu í öllum vöðvum líkamans, sérlega góðar á axlir og herðar.

3800 kr.

HeilsaogHreyfing.is

Page 6: Liftiminn 16 01 2015

— 6 — 16. janúar 2015

Það er augljóst mál að það er ekki í þágu sjúklinganna sjálfra að þurfa að liggja inni á Landspítala því þeir komast ekki annað. Það fær ekki rétta þjónustu. Þessu þarf að taka á

www.fi.is

Árgjald FÍ og gjafakort FÍÁrgjald FÍ er tilvalin gjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum félagsskap, heilbrigðri útiveru og góðri hreyfingu.Félagsaðild í Ferðafélagi Íslands veitir aðgang að ferðum ogskálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda útivistarverslana.Við bjóðum einnig gjafakort FÍ fyrir dagsferðir, lengri ferðirog skíðaferðir.Upplifðu náttúru Íslands.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | [email protected] | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út

Árgjald FÍ og gjafakort FÍÁrgjald FÍ er tilvalin gjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum félagsskap, heilbrigðri útiveru og góðri hreyfingu.

Upplifðu náttúru Íslands

Ferðaáætlun FÍ 2015

Upplifðu náttúru ÍslandsUpplifðu náttúru ÍslandsUpplifðu náttúru Íslands

Ferðaáætlun FÍ 20015

er komin út

ir það að kakan hefur minnkað heldur er sneiðin líka minni. Það er góðs viti að stjórnvöld stefna á að færa þessi mál til sama horfs og er í okkar nágrannalönd-unum. Hins vegar er það einnig mjög mikilvægt sem kemur fram í þessu skjali að gera eigi kröfur á skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt auknum gæðum og betra aðgengi. Ég les út úr því að ekki sé bara verið að veita auknu fjármagni í núverandi kerfi heldur eru stjórnvöld líka að krefjast breytinga á heilbrigðiskerfið og gera kröfur um að það verði skilvirkara en verið hefur. Hér vantar mikið upp á að skilvirkni sé mælanleg, hvaða gæðum er verið að skila gegn hvaða kostnaði. Þetta þarf að laga,“ segir Birgir.

Hann segist ekki hafa nægilega þekkingu á heilbrigðiskerfinu enn til þess að segja nákvæmlega til um hvert aukið fjármagn þurfi fyrst að fara. „Ég held að það sé enginn vafi á því að það þarf að byggja upp heilsugæsluna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víða á lands-byggðinni og einnig þarf tvímælalaust að taka á húsnæðismálum Landspítal-ans. Ég heyri það æ meir að þau eru gjörsamlega í ófremdarástandi þannig að það er mjög brýnt að einmitt er talað um það í yfirlýsingu ríkisins og lækna að bygging nýs landspítala sé forgangsverkefni. Mér sýnist að stefna heilbrigðisráðherra, sem mörkuð er um betri heilbrigðisþjónustu næstu árin, horfi í rétta átt. Síðan gildir að fá styrk og fjármagn til að gera alla þessa hluti og það tekur tíma að byggja upp heil-brigðiskerfi í takt við þá stefnu. Tíminn ræðst síðan af efnahag þjóðarinnar og því trausti sem efnahagskerfi þjóðarinn-ar nýtur bæði innanlands og erlendis,“ segir hann.

Getum lært af SvíumÞegar Birgir er beðinn um að bera saman íslenskt heilbrigðiskerfi við það sænska, sérstaklega hvað varðar sam-

„Stjórnvöld ætla að láta heilbrigðiskerfið í for-

gang nú, þegar þjóðar-skútan er að rétta við.

Það er enginn vafi á því að heilbrigðis-

kerfið hefur ekki bara liðið fyrir það að kakan

hefur minnkað heldur er sneiðin líka minni,“

segir Birgir.

Page 7: Liftiminn 16 01 2015

— 7 —16. janúar 2015

Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greind með slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011."

Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundað æfingar í Meta-bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný.

Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD."

Nutrilenk er fáanlegt í �estum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

PR

EN

TU

N.IS

NUTRILENK

- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina

Verkirnir hreint helvíti á jörðHvað getur Nutrilenkgert fyrir þig?

Heilbrigður liður

Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó-tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beininNutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum.

NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum.NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjöggagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.

Prófið sjálf - upplifið breytinguna!

Liður með slitnumbrjóskvef

Ragnheiður Garðarsdóttir

leikskólakennari

spil einkarekstrar og ríkisrekstrar, segir hann að við getum lært mikið af Svíum. „Þeir hafa farið nokkuð varlega í sakirnar og eru búnir að prófa sig áfram undanfarin tuttugu ár með einkavæðingu. Á því ferli hefur orðið framþróun en mistök hafa líka verði gerð. Við getum lært ýmislegt, sérstaklega af þeim mis-tökum sem Svíar hafa gert, og forð-ast þau. Áskoranirnar í heilbrigðis-kerfinu eru mjög svipaðar í Svíþjóð og hér, og í raun öllu vestrænu heil-brigðiskerfi. Hvernig er tekist á við þau vandamál sem heilbrigðiskerfi standa frammi fyrir; aukinn kostn-aður vegna nýrra lyfja og tækja og fjölgun sjúklinga með hækkandi lífaldri. Þetta er allt mjög þekkt og sömu vandamál eru alls staðar. Það sem við glímum hins vegar við til viðbótar er efnahagskreppa sem setti hér allt úr skorðum,“ segir Birgir.

Hann segir að sú leið sem farin er til að fjármagna heilbrigðisþjón-ustuna sé eitt af því sem mikið sé til skoðunar hér. „Heilbrigðisþjónusta er hér mikið til á föstum fjárlögum en því fylgja ákveðnir ókostir. Þegar verið er að einkavæða er oft farið út í að borga fyrir hvert viðvik sem gert er eftir svokölluðu DRG kerfi. Báðar aðferðirnar geta átt rétt á sér en þær eiga ekki alltaf við. Greiðslur fyrir hvert viðvik eru góð aðferð þegar auka á skilvirkni og aðgengi að þjónustunni líkt og nú þarf að gera í heilbrigðiskerfinu hér og Sví-ar gerðu þetta þegar þeir þurftu að breyta álíka hlutum. Það kerfi má hins vegar einungis nota í tiltekinn tíma áður en það getur orðið hvati að kostnaðaraukningu. Mér sýnist fólk hér sjá þetta nokkuð rétt og sé ákveðið að falla ekki í þessa gryfju,“ segir Birgir.

Stjórnendur Landspítalans hafa talað fyrir því opinberlega að taka upp DRG kerfið og segir Birgir það algjörlega nauðsynlegt. „Með því að taka upp DRG kerfið er hægt að kostnaðargreina starfsemina og greitt er fyrir hana í gegnum þetta kerfi. Með þessu má bæta aðgengi-leika sem er mikil þörf á,“ segir hann.

Þurfum fleiri hjúkrunarrýmiSpurður hvernig hægt sé að bæta aðgengileika þegar rúmanýting á Landspítala sé um 100 prósent og fjöldi fólks sé án heimilislæknis vegna skorts á læknum segir hann að nauðsynlegt sé að vinna úr þeim „resúrsum“ sem heilbrigðiskerfið hafi yfir að ráða á sem bestan hátt. „Hér eru sjúklingar sem ekki kom-ast út af spítalanum vegna skorts á þjónustu við þá annars staðar og því erum við ekki að nota þau rými sem við höfum á réttan hátt. Það er augljóst mál að það er ekki í þágu sjúklinganna sjálfra að þurfa að liggja inni á Landspítala því þeir komast ekki annað. Það fær ekki rétta þjónustu. Þessu þarf að taka á,“ segir Birgir.

Spurður hvernig megi bæta að-gengi að heilsugæsluþjónustu segist hann í hreinskilni ekki vita það. „Það væri einfalt að segja bara að það þurfi að ráða fleira fólk. Og ég veit það að það er skortur á læknum á vissum heilsugæslustöðvum. En ég er alveg sannfærður um það að með því að líta yfir vinnuhætti og hvernig við erum að vinna, þá er ég ekki að meina að fólk eigi að hlaupa hraðar og læknar að taka fleiri sjúk-linga, heldur skoða hvernig verið er að vinna og spyrja hvort verið sé að gera rétta hluti á réttan hátt. Þetta verður aðeins leyst af þeim sem eru að vinna á gólfinu. Ég hef reynslu af því hvernig hefur verið hægt að stytta biðtíma og bæta aðgengileika með því bara að fólk setjist niður, kíki yfir ferlið og vinni að umbótum. Taka þarf burtu allt það sem ekki bætir hag sjúklings og nota tímann þannig betur, ekki hlaupa hraðar, jafnvel hlaupa hægar. Ég hef oft séð, eftir svona umbóta-

starfsemi, að þegar fólk fer að vinna skipulega að þessum málum lagast vinnuumhverfið og starfsfólk verður ánægðara því það hefur meira um hlutina að segja. Síðan fara sjúklingarnir að finna þetta og allt annað fer að lagast líka. Hið mikil-væga er að gera það sem við getum úr því fjármagni og mönnun sem við höfum úr að spila og þegar við sýnum fram á það að við getum ekki gert betur nema með meiri fjármuni þá erum við búin að auka trúverðug-leika okkar. Það þýðir ekki byrja á því að biðja um aukið fjármagn inn í kerfi sem ekki fúnkerar. Það er til að mynda það góða við þessa yfirlýsingu læknafélagsins og ráðu-neytanna. Ríkið er tilbúið til að veita auknu fjármagni í kerfið gegn

auknum kröfum sem læknar eru tilbúnir að koma til móts við,“ segir Birgir.

Aukin skilvirkni nauðsynleg„Við þurfum að vera svolítið skil-virkari og setja upp rammana, hvað á fólk í heilbrigðisþjónustu að gera, hvað er eðlilegur biðtími og svo framvegis. Við eigum að gera kröfur um það að þeir sem eru að sinna heilbrigðisþjónustu sýni hvaða ár-angri þeir eru að ná og hvaða gagn þeir séu að gera fyrir sjúklingana. Ég geri ráð fyrir að flestir séu að gera gagn en oft er erfitt að sýna fram á það með tölum. Það hefur verið í umræðunni í Svíþjóð í mörg herrans ár og það var ofsalega erfitt að koma þessu á en núna hafa orðið

nokkurs konar vatnaskil og það er orðið sjálfsagður hlutur að verða að geta sýnt fram á hvað verið er að gera,“ segir Birgir.

„Þetta á líka við þegar verið er að einkavæða. Hvaða kröfur á að gera til þeirra sem veita heilbrigðis-þjónustu og geta þeir valið hvaða þjónustu þeir veita og hvaða þjón-ustu þeir veita ekki, til að mynda út frá því hvað skilar mestum hagnaði? Það þarf að setja mjög skýrar leik-reglur. Eiga þeir sem veita heil-brigðisþjónustu að vera skyldaðir til að sinna menntum heilbrigðisstétta, rannsóknum? Þetta þarf að vera skýrt,“ segir hann.

Spurður hvernig hann sjái fyrir sér þróunina í heilbrigðiskerfinu til skemmri tíma segir hann að lækn-

um sé mjög létt yfir því að verkfalli sé nú lokið svo þeir geti loks snúið sér af því sem þeir gera best. „Ég er alveg klár á því að það eru forsendur hér á Íslandi fyrir því að veita heil-brigðisþjónustu af bestu gerð. Við eigum ekki að sætta okkur við neitt annað. Við erum reyndar bara 330 þúsund manns þannig að við þurfum kannski að hafa meiri kerfisbundna samvinnu við erlendar þjóðir og þá sérstaklega hin Norður-löndin. Við erum með svo góða kunnáttu hér heima að getum gert flest það sem við þurfum á að halda í heilbrigðisþjónustu sjálf og eigum að gera það. Við eigum þá að gera kröfur um að við getum sýnt fram á að við séum jafngóðir og allir aðrir,“ segir Birgir.

Page 8: Liftiminn 16 01 2015

— 8 — 16. janúar 2015

A ð tileinka sér heilbrigðan og hollan lífsstíl getur ver-ið flóknara en það hljómar. Við erum umvafin áróðri og

hvatningu um öfgar í allar áttir. Breyt-ingar á lífsstíl miða gjarnan að því að gera mataræðið fullkomið á einu bretti og að fara í átak í hreyfingu þar sem kappkostað er að ná sem mestum ár-angri á sem stystum tíma. Mataræði á að vera lífrænt ræktað og hollt, burt með allan sykur, hvítt hveiti, harða fitu og svo er eins gott að forðast öll sætuefni og öll gerviefni og passa upp á að taka nóg af pillum og dufti til að fá örugglega öll vítamín og bætiefni … já og helst að borða ekki alla daga vikunnar! Æfingar eiga að vera á há-marksálagi, á miklum hraða og með miklum þyngdum. Mikilvægt er að klára sig á hverri æfingu annars næst enginn árangur og tímanum betur varið í annað. Hvati að markmiðum er oft hræðsluáróður og útlitsdýrkun. Sykri er líkt við heróín og hver vill ekki líta út eins og fótosjoppuð kvikmynda-stjarna í glanstímariti? Þessar áætlanir og langanir í „hið fullkomna“ líf geta svo leitt til frestunar, uppgjafar, refs-ingar og ójafnvægis.

Margir kannast eflaust við það að setja sér háleit markmið á nýju ári um hið fullkomna mataræði og ofurátak í ræktinni. Planið er að byrja á morgun en svo tekur við tímabil frestunar sem felur í sér markvissar hvíldir í sófanum til að geta tekist á við átökin sem byrja á morgun og massíft át á öllu því sem verður sett á bannlistann. Auðvelt er að festast í þessu ferli í vikur, mánuði og jafnvel ár. Afleiðingar eru ekki ein-göngu fleiri kíló og stirðari skrokkur heldur fær samviskubitið fullkomna næringu og andleg líðan fer hratt niður á við.

Við erum öll ólík með mismunandi þarfir og væntingar. Þegar kemur að

Heilbrigður lífsstíll – finndu þitt jafnvægi

því að bæta og breyta lífsstíl er engin ein leið sem er best eða hentar öllum. Finnum jafnvægið í okkar lífi með það að markmiði að líða vel og halda góðri heilsu. Snúum ferlinu við. Hættum að byggja upp sektarkennd áður en við bregðumst við og gerum breytingar. Innleiðum hollari venjur og tökum eitt skref í einu. Verðlaunum okkur þegar við höfum unnið fyrir því. Lærum að njóta og hættum að refsa. Lærum að þekkja okkar mörk og virða þau. Setj-um okkur markmið sem miða að því að byrja frá þeim stað sem við erum stödd þannig að við náum meiri árangri til lengri tíma. Hlustum á líkamann og leitum eftir aðstoð frá fagaðilum þegar við á.

Hreyfing, mataræði, svefn og hug-arró eru allt þættir sem þarf að taka tillit til þegar rækta á heilsuna og ná varanlegum árangri. Mikilvægt er að

setja sér heildræn og raunhæf markmið. Það að fara rólega af stað í hreyfingu og bæta álagið smám saman og innleiða hollari venjur í mataræðið án þess að setja boð og bönn minnkar líkur á að við gefumst upp. Jafnframt er mikil-vægt að fá góðan svefn og hvíld, rækta hugann, njóta lífsins og hafa gaman. Til að finna jafnvægið milli þessara þátta þarf að horfa á heildarmyndina og skilja samspilið. Ef hallar á einn þáttinn hefur það áhrif á hina. Það getur til dæmis verið skynsamlegt þegar álag og streita eykst að draga úr álagi í hreyfingu, auka hvíldina og jafnvel gefa sér aukinn tíma í slökun og hugleiðslu. Gerum okkur grein fyrir að við erum öll ólík og með mismunandi takt.

Finndu þinn takt og þitt jafnvægi. Ekki byrja á morgun, byrjaðu í dag.

Unnið í samstarfi við HeilsUborg

Anna Borg, sjúkraþjálf-ari og fagstjóri þjálf-unar í Heilsuborg.

er l a ma r í a ma r k úsdót tir

T eitur Guðmundsson, læknir og framkvæmda-stjóri Heilsuverndar, segir að ekki sé nóg

gert þegar kemur að forvörnum í heilbrigðismálum. „Fræðsla og ein-staklingsmiðuð nálgun er eitthvað sem mér finnst vanta í kerfið, við erum of oft að bregðast við vanda, fremur en að fyrirbyggja hann. Góð heilbrigðisþjónusta tvinnar þetta saman og veitir einstaklingnum öryggi. Oft á tíðum veit fólk ekki hvert það á að leita og treystir því að kerfið muni grípa það. Með tilkomu Heilsusamlagsins viljum við reyna að breyta því.“

Aukið gildi forvarna í almennri heilbrigðisþjónustu Heilsuvernd vill leggja aukna áherslu á gildi forvarna í almennri heilbrigðisþjónustu og mun á næstu dögum kynna nýjar hugmyndir þessu tengdar. „Við erum að fara af stað með nýja hugsun í heilbrigðis-þjónustu sem er í samlagsformi og miðast að stóru leyti við það að horfa til mun sterkara til forvarna en áður hefur verið gert fyrir ein-staklinga í heilsugæslu og víðar. Þetta er því nýbreytni á þessu sviði en einnig getur fólk nýtt sér hefð-bundna læknisþjónustu eftir því sem við á,“ segir Teitur. Hugmyndin felst í því að fólk getur skráð sig í ákveðinn gagnagrunn og þannig er vel haldið utan um sjúkrasögu og heilsufar viðkomandi. Meðal þjónustuþátta eru reglubundin eftir-fylgni með áhættuþáttum og skipu-lagt árlegt heilsufarsmat, ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og persónulegt utanumhald, læknamóttaka, lyfja-endurnýjun og öll almenn þjónusta tengd heilsufari. Þá er lögð sérstök áhersla á einstaklingsmiðaða nálg-un hvað varðar lífsstíl og líðan.

Skipulögð nálgun á forvarnar-starfi

„Með aðgangi að Heilsusamlaginu verður öll nálgun á heilsufar viðkom-andi markvissari,“ segir Teitur. „Þegar fólk er komið á ákveðinn aldur þarf að fara að huga að ákveðnum þáttum eins og skoðun á hjarta og lungum, skimun fyrir ristilkrabbameini, mat á blöðru-hálskirtli, beinþéttni og fleira. Fólk gleymir oft hvenær það fór síðast til læknis eða í skoðun, hvað var skoðað og svo framvegis. Meiningin er að hafa góða yfirsýn og fylgja þeim klínísku leiðbeiningum sem til eru, bæði inn-lendum sem erlendum hvað þessa hluti snertir.“ Hlutverk Heilsusamlags-ins er því margþætt, en aðal áherslan er á forvarnir sem og almenna læknis-þjónustu.

Heilsusamlagið er opið öllum Fólk á öllum aldri getur skráð sig, en Teitur segir að sumir aldurshópar hafi eflaust meiri þörf fyrir þjónustuna en aðrir. Greitt er fyrir þjónustuna í formi mánaðarlegs gjalds, og verður það 3.500 krónur á mánuði. Við skrán-inguna fer fram upplýsingaöflun þar sem lögð er áhersla á að kynnast ein-staklingnum. Í framhaldi er fram-kvæmd heilsufarsskoðun og í kjölfar hennar lagðar línur með þá þætti sem skipta máli. „Starfsfólk Heilsuverndar mun frá upphafi skráningar hafa allar helstu upplýsingar um viðkomandi. Þetta er því heildstæð nálgun á ein-staklinginn sem er nauðsynlegt fyrir-komulag í heilbrigðisþjónustu,“ segir Teitur. Heilsusamlagið mun því veita aðhald, öryggi og upplýsingar um heilsu og þá áhættuþætti sem geta verið til staðar hjá hverjum og einum. Forvarnir skipta verulegu máli og með skipulagðri nálgun er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta heilsu einstaklinga. Nánari upplýsingar um Heilsusamlag Heilsuverndar má nálg-ast á heimasíðunni www.hv.is

Nýtt fyrirkomulag um forvarnir, heilsueflingu og heilbrigðisþjónustuHeilsuvernd er einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisgeir-anum sem býður upp á þjónustu á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu. Á næstu dögum mun Heilsuvernd opna fyrir skráningu í svokallað Heilsu-samlag sem mun koma til með að veita einstaklingum aukið aðhald og skipulagða nálgun þegar kemur að heilsufari.

Teitur Guðmundsson vill auka gildi forvarna í almennri heilbrigðisþjónustu.

Heilsuvernd er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík og einnig á Akureyri

Page 9: Liftiminn 16 01 2015

— 9 —16. janúar 2015

Kerecis: Íslensk krem sem hafa heilnæm áhrif á húðina

V ið tókum fljótlega eftir því að húðin umhverfis sárin varð heilbrigðari og fórum að velta því fyrir okkur hvernig stæði

á því. Niðurstaðan er sú að Omega3 olían í roðinu virðist hafa afskaplega heilnæm áhrif á húð,“ segir dr. Baldur Tumi Bald-ursson húðsjúkdómalæknir.

Olía úr fiskiroði Vinnsla kremanna fer þannig fram að unnin er sérstök olía úr fiskiroðinu sem nefnist mOmega3. Olían inniheldur mikið af EPA og DHA fitusýrum sem tengjast heilbrigði húðarinnar. „Þetta er afskaplega spennandi tækni sem við hlutum einkaleyfavernd fyrir á síðasta ári,“ segir Baldur Tumi.

Húðin er okkar stærsta líffæri og þegar vandamál tengd henni koma upp er mikilvægt að bregðast fljótt við. „Húðin er byggð upp eins og múrsteinar með múrlími á milli. Múrsteinarnir eru frumurnar og múrlímið er hið svokall-að millifrumuefni. Millifrumuefnið er ríkt af fitum og öðrum efnum. Kerecis línan inniheldur ferns konar krem sem meðhöndla húðina og millifrumuefnið á mismunandi máta,“ segir Baldur Tumi.

Ferns konar krem fyrir húðina Allar gerðir kremanna innihalda mO-mega3 en mismunandi magn af ávaxta-sýru. „Xma kremið er ekki með neina sýru, Smooth kremið er hugsað fyrir innvaxin hár og húðnabba og innihalda því meiri sýru. Psoria er hugsað fyrir hreistraða húð og Footguard inniheldur mesta sýrumagnið, en það krem er fyrir fótasigg,“ segir Baldur Tumi. Efsta lagið í húðinni samanstendur af dauðum húð-frumum og millifrumuefnum. „Ávaxta-sýran opnar þetta dauða efsta lag og losar upp í því. Þetta gerir mOmega3 efnunum kleift að komast neðar í húðina og meðhöndla millifrumulagið,“ segir Baldur Tumi.

Lækningavara frekar en snyrtivara

Kerecis kremin eru CE vottuð, en það merkir að kremin eru flokkuð sem lækningavara en ekki snyrtivara. Reglu-gerðarumhverfið fyrir lækningavörur er miklu flóknara en fyrir snyrtivörur og alls konar prófanir þarf að fram-kvæma áður en hægt er að CE merkja. „Með CE merkningunni getum við sagt að Kerecis kremin meðhöndli ýmsa húðsjúkdóma og einkenni þeirra, svo sem exem, psoriasis, húðnabba og þrá-látt fótasigg,“ segir Baldur Tumi.

Öll kremin eru byggð á íslenskri, einkaleyfaverndaðri tækni. Kerecis kremin eru fáanleg í öllum apótekum. Nánari upplýsingar um vörurnar er að finna á www.kerecis.com.

Unnið í samstarfi við icepharma

Kerecis eru íslensk krem sem sett voru á markað árið 2009. Kremin innihalda meðal annars olíu úr fiskiroði og er markmið þeirra að meðhöndla sár og vefjaskaða. Kerecis býður upp á fjögur mismunandi krem sem innihalda öll svokallaða mOmega3 olíu en þau taka á mismunandi húðvandamálum.

Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdóma-læknir hefur komið að þróun Kerecim kremanna.

Kerecis Footguard: Fótakrem fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Með-höndlar og kemur í veg fyrir sigg, þykka húð og sprungna hæla. Er rakagefandi og eykur vatnsbindi-getu húðar. Án stera, án parabena.

Kerecis Xma: Fyrir húðnabba, rakstursbólur og inngróin hár. Með-höndlar og kemur í veg fyrir húðnabba. Sérþróað til með-höndlunar á aumri, rauðri, bólginni húð og einkenni exems. Dregur úr kláða og sefar húð. Er raka-gefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án para-bena.

Kerecis Psoria: Fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Með-höndlar hreistraða húð og einkenni sóríasis. Slakar á húðinni og eykur fyll-ingu. Dregur úr kláða og losar húðflögur. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án para-bena.

Kerecis Smooth: Fyrir húðnabba, hárnabba, raksturs-bólur og inngróin hár. Meðhöndlar og kemur í veg fyrir húðnabba. Slakar á húð og sléttir. Mýkir húðhnökra þannig að auðvelt er að nudda þá af. Er rakagefandi og eykur vatnsbindi-getu húðar. Án stera, án parabena.

Page 10: Liftiminn 16 01 2015

— 10 — 16. janúar 2015

Núvitund

KarlapúlOrkulausnir

Hreyfilausnir

Eins

takl

ings

þjál

fun

60+

SlökunHugarlausnir

Stoðkerfislausnir

Heilsulau

snir

Sjúk

raþjálfun

Heilsumat

Sálfr

æði

ngar

Eldum betur

Borð

um b

etur

Aðh

ald

hjúk

runa

rfræ

ðing

s

Sofum betur

Sjúk

raþjálfun

Heilsumat

Borð

um b

etur

KarlapúlOrkulausnirEi

nsta

klin

gsþj

álfu

n

60+

Sjúk

raþjálfun

Eldum betur

Aðh

ald

hjúk

runa

rfræ

ðing

s

Sjúk

raþjálfun

Borð

um b

etur

- Þín brú til betri heilsu

Lausnina finnur þú í Heilsuborg

www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010

Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans fimmtudaginn 8. janúar kl 18:00

Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf

– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?– Eru kílóin að hlaðast á?– Er svefninn í ólagi?– Ertu með verki?– Líður þér illa andlega?

– ....eða er hreinlega allt í rugli?

Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi

Svef

nmæ

linga

rO

ffitu

ráðg

jöf

Læknar skiptast á fróðleik á LæknadögumLæknadagar munu fara fram dagana 19.-23. janúar, og er dagskráin þéttskipuð að venju, en Lækna-dagar eru eins konar uppskeruhátíð íslenskra lækna. Fræðslustofnun lækna sér um skipulagningu og er Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir formaður Fræðslustofnunar.

Er l a Ma r í a Ma r k úsdót tir

S ímenntunarþing lækna eiga sér margra áratuga sögu en tóku á sig núverandi mynd árið 1995 og hafa kallast Læknadagar

frá árinu 2000. Ráðstefnan hefur farið stækkandi og í ár er dagskráin einstak-lega fjölbreytt. „Það eru í kringum þús-und manns sem sækja Læknadaga á ári hverju, fyrst og fremst íslenskir læknar

en ávallt einhverjir erlendir líka,“ seg-ir Gunnar Bjarni. Skipulögð dagskrá fer fram í Hörpu 19.-23. janúar og fara margir fyrirlestrar og vinnubúðir fram á sama tíma svo þátttakendur munu þurfa að vanda valið.

Læknar og samfélagsmiðlar Á dagskránni er meðal annars að finna fyrirlestur sem ber yfirskrift-ina: Læknar og samfélagsmiðlar.

Davíð Þórisson, læknir og meðlimur fræðslunefndar, mun þar ásamt fleir-um fjalla um ýmsar hliðar þessa mál-efnis. „Það eru ýmsir vinklar á þessu. Samfélagsmiðlar eru til dæmis hent-ugir til að fræða almenning um heil-brigðismál. En það eru auðvitað ýmis álitaefni sem þarf að ræða eins og til dæmis hvers ber að gæta í samskipt-um við sjúklinga á samfélagsmiðlum,“ segir Gunnar Bjarni. Það er þó ljóst að

nýr heimur er að opnast og netið býður upp á ýmsa möguleika þegar kemur að samskiptum við sjúklinga. „Sam-félagsmiðlar verða auk þess nýttir á ráðstefnunni,“ segir Gunnar Bjarni, en „hashtagið“ eða myllumerkið #laek-nad verður notað á samfélagsmiðlum um málefni Læknadaga.

Lífið allt á dagskrá Læknadaga Aðspurður um hvort um sé að ræða ákveðið þema á Læknadögum í ár segir Gunnar Bjarni að fjölbreytnin sé fyrst og fremst höfð að leiðarljósi. „Við hefjum Læknadaga á málþingi um með-göngu og fæðingu og ljúkum þeim með málþingi og vinnubúðum um líknar-meðferð í öðrum sjúkdómum en krabba-meini, þannig dagskráin spannar í raun allt lífshlaupið. Þarna á milli fjöllum við um lífið sjálft og hvernig við höldum því í sem bestu horfi. Reyndar má segja að öll málþingin fjalli um nýjungar þar

sem verið er kynna það nýjasta og besta í hverri grein.“

Málþing um streitu opið almenningi Á miðvikudagskvöld verða Læknadag-ar opnir almenningi. „Sami háttur var hafður á í fyrra en þá var húsfyllir á málþingi um lífsstílssjúkdóma,“ segir Gunnar Bjarni. Í ár verður haldið mál-þing á vegum Fræðslustofnunar og Læknafélags Íslands um streitu und-ir yfirskriftinni „Streitan varanlega – heilsuvá,“ og verður í umsjón Högna Óskarssonar geðlæknis. „Þar verður fjallað um streitu í daglegu lífi nútíma-fólks frá ýmsum sjónarhornum,“ segir Gunnar Bjarni, en hann telur þennan lið Læknadaga vera góða leið til að veita al-mannafræðslu og styrki um leið tengsl lækna við fólkið í landinu. Aðgangur er ókeypis og hvetur Gunnar Bjarni sem flesta til að mæta í Hörpu á miðviku-dagskvöld.

Læknadagar verða opnir almenningi miðvikudagskvöldið 21. janúar, en þá fer fram opið málþing um streitu. Gunnar Bjarni Ragnarsson, einn skipuleggjenda, segir þennan lið Læknadaga góða leið til að styrkja tengsl lækna við fólkið í landinu. Ljósmynd/Hávar Sigurjónsson.

Ný sýn á offitumeðferð

Þann 19. janúar næstkomandi mun Félag fagfólks um offitu (FFO) standa fyrir málþingi á Læknadögum undir yfirskrift-inni „Ný sýn á offitumeðferð“. Þar munu fimm sérfræðingar halda er-indi frá klukkan 13.10 til klukkan 16.10. Aðalfyrirlesari málþings-ins er dr. Arya Sharma frá Kanada sem er einn fremsti sérfræðingur í málefnum offitu í heiminum í dag.

Fjallað verður um núverandi stöðu á offitumeðferð í íslensku

heilbrigðiskerfi og tengsl offitu og svefntruflana, fíknisjúkdóma og þarmaflórunnar, málefni sem ekki hafa verið áberandi í umræðu um offitu hingað til. Á málþinginu verður lögð áhersla á hlutverk heil-brigðiskerfisins í offituvandanum og hvernig skynsamlegt er að nálg-ast einstaklinga sem glíma við of-fitu. Vakin er athygli á því hversu margþættur sjúkdómur offitan er og mikilvægi þess að veita viðeig-andi langtíma meðferð.

Page 11: Liftiminn 16 01 2015

Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Útsala 20-60%Útsala 20-60%

H E I L S A

30%

30%

20%20%

20% 40%30%

40% 20%20%

30%30%

TöskuvogSOE-661722

Verð áður: 3,750 kr. 2,250 kr.

Stækkunarspegill með LED ljósiHOM-ELMM8150

Verð áður: 9,750 kr. 6,825 kr.

Angóru sokkarMEC-1224

Verð áður: 3,950 kr. 2,765 kr.

FótavermirSOE-68022

Verð áður: 6,950 kr. 5,560 kr.

Withings Home ÖryggismyndavélWIT-WBP02

Verð áður: 44,750 kr. 35,800 kr.

Withings Aura Gagnvirk vekjaraklukka og svefnmælirWIT-WAS01

Verð áður: 59,750 kr. 47,800 kr.

Skrifstofulampi með dagljósiLUM-NLDLU

Verð áður: 29,750 kr. 23,800 kr.

Beauty Butter lífræn húðolíaSHA-BUTTEROIL

Allar Shakti olíur og krem - 20%

Verð áður: 3,950 kr. 3,160 kr.

Rakatæki 60 m2AOS-7145H

Verð áður: 24,950 kr. 14,970 kr.

Nuddsæti Shiatsu MAXHOM-CBS1000

Öll HoMedics nuddtæki - 30%

Verð áður: 55,980 kr. 39,186 kr.

DUO IPL HáreyðingHOM-IPLHH150EU

Verð áður: 39,750 kr. 27,825 kr.

Brethe lofthreinsitæki 85 m2HOM-ARNC02EU

Verð áður: 39,750 kr. 27,825 kr.

Page 12: Liftiminn 16 01 2015

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S LY

F 72

302

01/1

5

www.lyfja.is

Við hjálpum þér að ná settu markmiðiÍ Lyfju finnur þú allt sem þarf til að hlúa að líkamanum og viðhalda forminu í ferðalaginu að nýjum markmiðum.Afsláttur gildir til 31. janúar.

3-in-13 frábær fitubrennsluefni í einu hylki. Garcinia Cambogia, Green Tea og Green Coffee. Slær á sykurlöngun.

20%afsláttur

OptiBac Eru sérhæfðir meltingargerlar lausnin fyrir þig? Þú færð virkar lausnir frá OptiBac.

20%afsláttur

BiomegaVítamín fyrir alla fjölskylduna. Íslensk framleiðsla. 20%

afsláttur

Berocca Vertu upp á þitt besta. Bættu frammistöðuna með Berocca.Sykurlausar freyðitöflur.

20%afsláttur

Melissa DreamÞjáist þú af svefnleysi? Melissa Dream stuðlar að dýpri slökun og betri svefni.

20%afsláttur

Cura-Heat

20%afsláttur

Ný náttúruleg leið til að losa um sársauka í hálsi, öxlum, baki og hnjám. Virkar í allt að 12 klst. Án ilmefna.

SolarayGreen Coffee Bean og Body Lean. Ýtir undir þyngdartap og byggir upp vöðvastyrk.

25%afslátturaf öllum Solaray vörum.

SolarayHyaluronic Acid og Astaxanthin og Beet Root. Nauðsynlegt í ræktina til að minnka harðsperrur og auka úthald.

25%afslátturaf öllum Solaray vörum.

CurcuminJákvæð verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum. Styrkir hjarta- og æðakerfið, bætir heilastarfsemi og andlega líðan.

20%afsláttur