14
1 Diplómanám í verslunarstjórnun Diplómanám í verslunarstjórnun er starfstengt fjarnám sem spannar þrjár annir. Að námi loknu útskrifast nemendur með diplómapróf í verslunarstjórnun. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa sem stjórnendur í verslunar og þjónustufyrirtækjum. Fyrirkomulag náms Námið skiptist í bóklegan hluta, sem fram fer á fjarnámsvef skólans, og verklegan hluta, sem stundaður er á viðkomandi vinnustað. Gera má ráð fyrir að nemendur þurfi að verja u.þ.b. 20 klst. á viku í fjarnámið við að hlusta á fyrirlestra og leysa verkefni. Einnig munu nemendur verja þremur helgum á hverri önn við verkefnavinnu á Bifröst. Vinnuhelgarnar standa frá kl. 13 á föstudögum til kl. 16 á laugardögum. Í verklega náminu er markmiðið að nemendur öðlist yfirsýn yfir hin fjölbreyttu viðfangsefni verslunarstjórans. Þættir verklega námsins eru settir fram í sérstakri námsferilsbók sem nemandinn fær afhenta í upphafi náms. Framvinda verklega námsins er skráð í námsferilsskrána til staðfestingar því að nemandi hafi uppfyllt tilskildar kröfur. Umsókn og kröfur Forsenda þess að hefja nám er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri, búi yfir a.m.k. eins árs reynslu af verslunarstörfum og hafi gert námssamning við verslun. Umsókninni þarf að fylgja: Starfsferilskrá Afrit af prófskírteinum fyrra náms Persónulegt bréf; hálf til ein síða (A4) þar sem fram koma markmið með náminu og lýsing á fyrri reynslu Engar kröfur eru gerðar um grunnmenntun umsækjenda en námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi. Námið er að hluta til metið inn í Háskólagátt Háskólans á Bifröst (upplýsingatækni, íslenska, uppgjör og bókhald). Nemendur geta sótt um inngöngu í háskólagátt að loknu diplómanámi í verslunarstjórnun. Þannig er unnt að ljúka ígildi stúdentsprófs með því að bæta við sig áfögnum og útskrifast úr háskólagátt. Skólagjöld Námið kostar kr. 185.000 á önn, samtals kr. 555.000. Innifalið í því er gisting og fæði á þremur vinnuhelgum á hverri önn. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (VR) veitir styrki til 75% niðurgreiðslu á skólagjöldum. Atvinnuleitendur geta einnig sótt um 75% styrk fyrir skólagjöldum samkvæmt heimasíðu VR (ath. styrkur er háður stigaeign í sjóðnum).

Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

  • Upload
    others

  • View
    14

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

1

Diplómanám í verslunarstjórnun

Diplómanám í verslunarstjórnun er starfstengt fjarnám sem spannar þrjár annir. Að námi loknu útskrifast nemendur með diplómapróf í verslunarstjórnun. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa sem stjórnendur í verslunar og þjónustufyrirtækjum.

Fyrirkomulag náms

Námið skiptist í bóklegan hluta, sem fram fer á fjarnámsvef skólans, og verklegan hluta, sem stundaður er á viðkomandi vinnustað.

Gera má ráð fyrir að nemendur þurfi að verja u.þ.b. 20 klst. á viku í fjarnámið við að hlusta á fyrirlestra og leysa verkefni. Einnig munu nemendur verja þremur helgum á hverri önn við verkefnavinnu á Bifröst. Vinnuhelgarnar standa frá kl. 13 á föstudögum til kl. 16 á laugardögum.

Í verklega náminu er markmiðið að nemendur öðlist yfirsýn yfir hin fjölbreyttu viðfangsefni verslunarstjórans. Þættir verklega námsins eru settir fram í sérstakri námsferilsbók sem nemandinn fær afhenta í upphafi náms. Framvinda verklega námsins er skráð í námsferilsskrána til staðfestingar því að nemandi hafi uppfyllt tilskildar kröfur.

Umsókn og kröfur

Forsenda þess að hefja nám er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri, búi yfir a.m.k. eins árs reynslu af verslunarstörfum og hafi gert námssamning við verslun.

Umsókninni þarf að fylgja:

Starfsferilskrá Afrit af prófskírteinum fyrra náms Persónulegt bréf; hálf til ein síða (A4) þar sem fram koma markmið með náminu og

lýsing á fyrri reynslu

Engar kröfur eru gerðar um grunnmenntun umsækjenda en námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi. Námið er að hluta til metið inn í Háskólagátt Háskólans á Bifröst (upplýsingatækni, íslenska, uppgjör og bókhald). Nemendur geta sótt um inngöngu í háskólagátt að loknu diplómanámi í verslunarstjórnun. Þannig er unnt að ljúka ígildi stúdentsprófs með því að bæta við sig áfögnum og útskrifast úr háskólagátt.

Skólagjöld

Námið kostar kr. 185.000 á önn, samtals kr. 555.000. Innifalið í því er gisting og fæði á þremur vinnuhelgum á hverri önn.

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (VR) veitir styrki til 75% niðurgreiðslu á skólagjöldum. Atvinnuleitendur geta einnig sótt um 75% styrk fyrir skólagjöldum samkvæmt heimasíðu VR (ath. styrkur er háður stigaeign í sjóðnum).

Page 2: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

2

Diplómanám í verslunarstjórnun E

Haustönn 2015 Einingar

Gæðamál, þjónusta og sala 5

Stjórnun og samstarf 5

Innkaup og vörustjórnun 5

Vorönn 2016

Upplýsingatækni 5 Íslenska 5 Markaðsfræði 5

Haustönn 2016

Kaupmennska 5

Rekstrarhagfræði verslana 5

Uppgjör og bókhald 5

Þetta skipulag er birt með fyrirvara um breytingar

Page 3: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

3

Námskeið – haustönn 2015:

Gæðamál, þjónusta og sala

Umsjón: Sigurður Ragnarsson, lektor

Áfanginn skiptist í þrjá hluta:

1. Vöruþekking og þjónusta. 2. Gæðamál. 3. Sala.

Farið er yfir mikilvægi þess að þekkja vöruna og meðhöndlun vörumerkja. Fjallað er ítarlega um hönnun og stjórnun á þjónustu og þar á meðal er skoðað sérstaklega hugtakið CRM (Customer Relationship Management), eða stjórnun samskipta við viðskipavini. Ennfremur eru kynnt lykilatriði gæðastjórnunar og persónulegrar sölu.

Námsmarkmið:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

Skilja mikilvægi þess að þekkja hvernig er hægt að veita afburða þjónustu Geta skilgreint mismunandi þjónustustig Skilja mikilvægi stjórnunar vörumerkja Skilja helstu lykilatriði tengd þjónustumálum, sölumennsku og gæðamálum Þekkja hvernig stjórnendur geta nýtt sér efni áfangans á árangursríkan hátt

Lesefni:

Verður kynnt af kennara

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokeinkunn

Skriflegt lokapróf gildir 40% af lokaeinkunn

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 4: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

4

Stjórnun og samstarf

Umsjón: Geirlaug Jóhannsdóttir

Farið er yfir alla helstu grunnþætti í stjórnunarfræðum og hugtök skýrð. Efnið er fræðilegt en ávallt lýst með dæmum hvernig hægt er að hagnýta það. Farið er yfir mikilvæga stjórnunarþætti sem stjórnendur og millistjórnendur í fyrirtækjum þurfa að kunna skil á eins og stefnumótun, stjórnskipulag og breytingastjórnun. Einnig er lögð áhersla á samskiptastjórnun á vinnustað og leiðtogahlutverk. Hluti af námsefninu tengist beint stjórnun í verslunum.

Námsmarkmið:

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á gildi góðrar stjórnunar í fyrirtækjarekstri og gera þá hæfari til að fást við stjórnunartengd viðfangsefni og samstarf af margvíslegu tagi.

Lesefni:

Stjórnun og samstarf (fjölritað hefti). Helgi Baldursson. Reykjavík 2003.

Retailing Management. Levy & Weitz., Fourth Edition. McGraw – Hill. 2001. 10. kafli Organization Structure and Human Resource Management.

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokeinkunn

Skriflegt lokapróf gildir 40% af lokaeinkunn

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 5: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

5

Innkaup og vörustjórnun

Umsjón: Thomas Möller

Farið verður yfir grundvallaratriði innkaupastjórnunar og vörustjórnunar.

Notagildið felst í að öðlast færni í því að bæta ákvarðanatöku og stjórnun aðfangakeðjunnar.

Aðfangakeðjan nær yfir innkaup og vörustreymi til fyrirtækja, innan þeirra og frá þeim, með það að markmiði að lágmarka kostnað og fjárbindingu í birgðum með hliðsjón af því þjónustustigi sem keppt er að.

Námsmarkmið:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

Þekkja hugmyndafræði aðfangakeðjunnar og tengslin við innkaupastjórnun og virðiskeðjuna

Þekkja innkaupaferlið og hvaða markmiðum er reynt að ná í innkaupum. Þekkja helstu þætti við skipulagningu innkaupa og hlutverk innkaupafólks í

aðfangakeðjunni. Þekkja hugmyndafræði „triple A supply chain“ ( Agility – Adaptability – Alignment) Vita hvaða áhrif vönduð og skipuleg vinnubrögð við innkaup geta haft á fjárbindingu

(„working capital“), fjárstreymi („cashflow“) þjónustu („service level“) og kostnað Vita hvernig innkaupastefna tengist yfirmarkmiðum fyrirtækisins Þekkja mikilvægi góðra birgjasamskipta og hvernig samstarf við birgja getur skilað sér í

lækkun kostnaðar og betri þjónustu Þekkja þýðingu og afleiðingar fjárbindingar í birgðum og áhrif á arðsemi fyrirtækisins. Geta reiknað út veltuhraða vörubirgða og hvaða áhrif það hefur á fjárbindingu í

fyrirtækinu þegar veltuhraði breytist. Kunna aðferðir við að áætla hagkvæmasta innkaupamagn og þekkja gerð

innkaupaáætlana með aðstoð spálíkana og eftirspurnaráætlunar. Gera sér grein fyrir áhættugreiningu í aðfangakeðjunni og afleiðingum truflana í

keðjunni á þjónustu, kostnað og töpuð viðskipti. Gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hlutverk og ábyrgð séu skýrt skilgreind í

vörustjórnun og innkaupum og hvernig eftirliti með birgðum og fjárbindingu er best háttað.

Hafa fengið undirstöðu í ABC-greiningu vöru eftir sölu og framlegð. Gera sér grein fyrir mikilvægi stjórnunar aðfangakeðjunnar við kostnaðarlækkanir,

minnkun sóunar og biðtíma, minnkun birgða („ just in time“) framleiðniaukningar („lean management –lean retailing – lean production“ ) og stöðugar gæðaumbætur („continuous improvement“)

Þekkja helstu aðferðir við frammistöðumælingu í aðfangakeðjunni („supply chain performance“)

Geta metið hvaða aðfangakeðja og birgðastýring hentar best miðað við eðli og eftirspurnarhegðun vörunnar (jöfn eftirspurn/óviss eftirspurn)

Geti sett sig í hlutverk vörustjóra („supply chain manager“) og innkaupastjóra („purchasing manager“) og geta tekið góðar ákvarðanir sem slíkur stjórnandi.

Lesefni:

Verður kynnt af kennara

Forkröfur:

Engar

Page 6: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

6

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60%

Lokapróf eða lokaverkefni 40%

Tungumál kennslu:

Íslenska, lesefni er á íslensku og ensku

Page 7: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

7

Námskeið – vorönn 2016:

Upplýsingatækni

Umsjón: Jón Freyr Jóhannsson, aðjúnkt

Námskeiðslýsing:

Þessu námskeiði er ætlað að auka nemendum færni í notkun upplýsingatækni í námi og starfi

Námsmarkmið:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

Þekkja og greina á milli algengra lausnaraðferða þar sem töflureiknar eru notaðir Þekkja til notkunar Word ritvinnslu og PowerPoint til gerðar kynningarefnis Geta búið til einföld líkön í Excel Geta beitt Word við markvissa uppsetningu ritgerða og skilaverkefna þ.m.t. að geta búið

til heimildaskrár með aðferðum Word Geta búið til PowerPoint kynningar Hafa tileinkað sér tímasparandi og hagnýtar aðferðir Geta nýtt sér Netið til þeirrar upplýsingaleitar og samskipta sem nútíma háskólanám

krefst

Lesefni:

Kennsluhefti frá kennara sem er að finna á pdf formi á vef kennara (efnið er ókeypis): Jón Freyr Jóhannsson. (2009). E1 - Excel grunnatriði. Bifröst: Jón Freyr Jóhannsson. Jón Freyr Jóhannsson. (2009). E2 - Excel fyrir lengra komna. Bifröst: Jón Freyr

Jóhannsson. Jón Freyr Jóhannsson. (2009). E3 - Excel gagnagreining. Bifröst: Jón Freyr Jóhannsson. Jón Freyr Jóhannsson. (2009). W1 - Word til að byrja með. Bifröst: Jón Freyr Jóhannsson. Þessi hefti er að finna á jonfreyr.com/published.html

Annað efni svo sem greinar, tilvísanir á vefsíður með kennsluefni eða annað efni verður sett jafnóðum á vef námskeiðs

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni: 60%

Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta verkefni sleppt)

Verkefni eru lögð fyrir skv. kennsluáætlun og skal skila í MySchool kennslukerfinu skv. kennsluáætlun og skilgreiningu verkefna í MySchool

Lokapróf: 40%

Page 8: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

8

Lokaprófið er 3 klst. próf í prófamiðstöð og eru öll námsgögn leyfileg

Tungumál kennslu:

Íslenska. Upptökur á íslensku, námsefni á íslensku en einnig vísað á vefsíður sem eru á ensku

Page 9: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

9

Íslenska

Umsjón: María Þorgeirsdóttir

Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði verður leitast við að þjálfa nemendur í markvissri málnotkun og gera þá meðvitaðri um mikilvægi þekkingar á íslenskri tungu. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur nái góðum tökum á ritun, gerð heimildaritgerða, skýrslugerð og frágangi ásamt upplýsingalæsi. Kenndar verða reglur Háskólans á Bifröst um tilvísanir og gerð heimildaskráa. Jafnframt verður rætt um ýmis málfarsatriði, mismunandi málsnið; einkum þann mun sem er á tal- og ritmáli, réttritun og greinarmerkjasetningu.

Námsmarkmið:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

Geta skrifað greinar, skýrslur og ritgerðir á viðurkenndan hátt. Geta fundið og metið margvíslegar heimildir og skráð þær með viðurkenndum hætti. Skilja muninn á rituðu og töluðu máli. Geta gert grein fyrir helstu réttritunar- og greinarmerkjareglum í íslensku og beitt þeim í

rituðu máli. Geta beitt rökvísri málnotkun í ritsmíðum. Geta skilgreint og bent á málvillur og rökleysur í íslensku og gert tillögur um það sem

betur má fara.

Lesefni:

Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum. Þriðja útgáfa. Reykjavík. Háskólaútgáfan.

Gísli Skúlason. (2003). Hagnýt skrif. Reykjavík. Mál og menning.

Annað efni frá kennara tilkynnt síðar

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verkefnin eru 8 talsins og verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokeinkunn

Skriflegt lokapróf gildir 40% af lokaeinkunn

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 10: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

10

Markaðsfræði

Umsjón: Jón Snorri Snorrason

Námskeiðslýsing:

Yfirlit yfir markaðsfræði þar sem lögð er áhersla á bæði kenningar innan markaðsfræðinnar og notkun þeirra. Nemendur munu kynnast lykilatriðum markaðsfræðinnar eins og samkeppnisgreiningu, neytendahegðun, markaðsrannsóknum, söluráðunum fjórum, markaðs- og markhópagreiningu, þjónustustjórnun og stjórnun vörumerkja. Í áfanganum verður fjallað um stefnumótandi markaðssetningu og markaðssókn fyrirtækja. Einnig munu nemendur læra um gerð markaðsáætlana.

Námsmarkmið:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

Skilja mikilvægi markaðsfræði í viðskiptum Skilja lykilatriði markaðsfræðinnar Skilja hlutverk markaðsrannsókna Geta framkvæmt markhópagreiningu Að geta skilgreint staðsetningu fyrirtækja á markaði Þekkja hvernig á að skrifa markaðsáætlun Þekkja hvernig á að skipuleggja og framkvæma markaðssókn fyrirtækja

Lesefni:

Verður kynnt af kennara

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

1. Einstaklingsverkefni 10% 2. Einstaklingsverkefni 10% 3. Hópverkefni 20% 4. Hópverkefni 20%

Verða útskýrð nánar af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokeinkunn.

Skriflegt lokapróf gildir 40% af lokaeinkunn.

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 11: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

11

Námskeið – haustönn 2016:

Kaupmennska

Umsjón: Thomas Möller

Kaupmennska nær til þeirra þátta í starfsemi fyrirtækisins sem samræmir „hugsjón” og „koncept” sem fyrirtækið vinnur útfrá, með markaðsstarfsemi og skipulagi í sjálfri búðinni. Kynna nemendum þær aðferðir sem notaðar eru til að hafa áhrif á ímynd búðarinnar og hvaða möguleikar eru til hafa áhrif á hegðun og innkaup viðskiptavinarins.

Hvað er kennt? Stjórnun heildarmyndar Verslunarstjórnun Innréttingar í verslunum Stjórnun vöruflokka Fræðileg umfjöllun um vöruúrval Reglur um vöruframsetningu framsetningu Stjórnun hillurýmis Skipulagning söluherferða Áhrif auglýsinga

Námsmarkmið:

Að nemendur líti á búðina sem einskonar söluvél, sem þarf að stilla með reglubundnum hætti. Og að nemendur sjái mikilvægi þess að sú mynd sem fyrirtækið vill sýna, sé einnig sú ímynd sem viðskiptavinurinn hefur af versluninni.

Við lok áfangans skal nemandinn:

Geta gert grein fyrir mikilvægi þess að fyrirtækið hafi framtíðarsýn og heildarmynd sem hægt er að vinna eftir.

Kunna skil á þeim þáttum sem innrétting verslunarinnar hefur á þá ímynd sem viðskiptavinurinn hefur á búðinni svo og hegðun viðskiptavinarins.

Þekkja þau fræði sem eru notuð til að skipuleggja vöruúrval og staðsetningu vara. Þekkja undirstöðureglur vöruuppstillinga. Geta gert grein fyrir mikilvægi auglýsinga og söluherferða og þeim fræðum sem liggja

þar bak við og áhrif þeirra á ímynd fyrirtækisins.

Lesefni:

Retailing Management. Levy & Weitz., Fourth Edition. McGraw – Hill. 2001. Kaflar 6 og 18.

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokeinkunn

Page 12: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

12

Skriflegt lokapróf gildir 40% af lokaeinkunn

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 13: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

13

Rekstrarhagfræði verslana

Umsjón: Kolfinna Jóhannesdóttir

Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í rekstrarhagfræði, verðmyndun á markaði, framboð og eftirspurn. Fjallað er um þátttakendur í efnahagslífinu, réttarform fyrirtækja og staðarval. Gerð er grein fyrir hagsmunaaðilum fyrirtækja, farið yfir hlutverk stjórnenda og markmið fyrirtækja. Fjallað er um þörf fyrir innra skipulag, dreifingu valds og ábyrgðar og mannlega þáttinn. Farið er yfir hugtök sem lögð eru til grundvallar ákvarðanatöku í rekstri fyrirtækja, arðsemi o.fl. Fjallað er um gerð rekstrar- og framlegðaráætlana. Farið er yfir fjármögnun fyrirtækja, álagningarútreikninga, framlegðarútreikninga og núvirðis-aðferðina við fjárfestingarútreikninga.

Námsmarkmið:

Að nemendur þekki og skilji grundvallaratriði í rekstrarhagfræði Að nemendur kunni skil á helstu hugtökum og beitingu þeirra við raunverulegar

aðstæður í efnahagslífi verslana /fyrirtækja Að nemendur geti leyst hagnýt dæmi á sviði rekstrarhagfræði

Lesefni:

Helgi Gunnarsson. (2008). Rekstrarhagfræði fyrir framhaldsskóla. Reykjavík: Bókaútgáfan Skjaldborg.

Efni frá kennara.

Ítarefni:

Inga Jóna Jónsdóttir. (2005). Þjóðhagfræði 103. Kennslubók með verkefnum.

Reykjavík: Inga Jóna Jónsdóttir.

Annað efni á bókasöfnum og netinu.

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Sex skilaverkefni verða lögð fyrir nemendur, fimm einstaklingsverkefni og eitt hópverkefni. Öllum verkefnum skal skilað innan tiltekinna tímamarka nema um annað sé samið sérstaklega.

Námsmat:

Verkefni gilda alls 60% eða 10% hvert. Lokapróf gildir 40%.

Tungumál kennslu:

Íslenska

Page 14: Diplómanám í verslunarstjórnun - bifrost.is...Verkefni: Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins Námsmat: Verkefni: 60% Af 8 verkefnum gilda 7 til einkunnar (daprasta

14

Uppgjör og bókhald

Umsjón: Þórir Páll Guðjónsson

Farið er í grundvallaratriði tvöfalds bókhalds, reikningsskil þ.e. uppsetningu rekstrar-, efnahagsreiknings og sjóðsstreymis, samspil rekstrar og sjóðssteymis og helstu hugtök. Þá er farið í kennitölur og útreikning kostnaðarþátta. Mat á arðsemi fjárfestningaverkefna út frá nettó sjóðsstreymi (net present value). Efnisþættir eru lestur ársreikninga, kostnaðarhugtök, fjármunir, fjármagn, mat á arðsemi og áætlanagerð.

Námsmarkmið:

Markmið námskeiðsins er að gera nemendur færa um að meta afkomu og árangur í rekstri fyrirtækja á grundvelli ársreikninga og arðsemisgreiningar sem og að setja upp og meta einfaldar rekstraráætlanir. Lestur ársreikninga, áætlanagerð og mat á arðsemi verkefna.

Lesefni:

Kynnt síðar

Forkröfur:

Engar

Fyrirkomulag og lengd:

1x40 mín. fyrirlestur, að meðaltali 2 fyrirlestrar á viku í 6 vikur

Verkefni:

Verða útskýrð af kennara í upphafi námskeiðsins

Námsmat:

Verkefni gilda 60% af lokaeinkunn og lokapróf gildir 40%.

Tungumál kennslu:

Íslenska

Nánari upplýsingar veitir: Kristín Þórdís Þorgilsdóttir, verkefnastjóri símenntunar, [email protected].