24
Túnfiskveiðar Odds Sæmundssonar útgerðar- manns á Stafnesinu fara vel af stað. Á föstudag voru þeir búnir að fá fjóra fallega fiska í tveim- ur lögnum og búnir að legga línuna í þriðja sinn. Veiðarnar stunda þeir langt suður af landinu, 180 til 200 mílur frá landi. Þetta eru fyrstu tún- fiskarnir sem íslenskt skip veiðir í áratug eða meira. Skipstjóri í þessari veiðferð er Gunnlaug- ur Ævarsson, en útgerðarmaðurinn er annar stýrirmaður og á dekki. Kvóti Íslands í ár er 25 tonn og er Stafnes með hann allan, en einung- is er heimilt að úthluta einu skipi veiðiheimildir í einu. Fjórar útgerðir sóttu um, tvær voru ekki dæmdar hæfar og Stafnesið fékk úthlutunina með hlutkesti. „Þetta eru tveggja metra langir og feit- ir fiskar, sem hafa greinilega haft það gott í makrílveislunni hér í sumar,“ segir Jónína Guð- mundsdóttir, rekstrarstjóri Helgu ehf, sem gerir Stafnesið út. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, ég held að þessi veiði sé ásættanleg í byrjun að minnsta kosti, en kannski verið betra að geta byrjað örlítið fyrr.“ Bíða með öndina í hálsinum Hún segir að þeir hafi 7 til 8 daga frá því fyrsti fiskurinn veiðist og þar til hann þarf að fara í flug. Fiskurinn er ísaður um borð og fluttur utan með flugi á uppboðsmarkaðinn í Tókýó. „Við erum búin að semja við Iceland Air um flutninginn til Evrópu og þar tekur annað flug- félag við, en alls tekur flutningurinn um tvo sólarhringa. Fiskurinn má ekki vera meira en tíu daga gamall þegar hann kemur á markað- inn. Mér skilst að Japanarnir bíði með öndina í hálsinum eftir þessum fiskum, sem vonandi verða fleiri. Þeir eru mest að fá frystan túnfisk og túnfisk úr eldi, en stórir feitir villtir fiskar eru eftirsóttastir.“ Sérstök líklæði fyrir fiskinn Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða verð gæti fengist fyrir hvern fisk á markaðnum ytra? „Nei, við vitum auðvitað ekkert um það fyrr en á markaðinn kemur. Þetta er uppboðsmark- aður og verðið fer eftir framboði og eftirspurn og að sjálfsögðu eftir gæðum fisksins. Þetta er dýr fiskur og verð á einstökum fiski getur nálg- ast allt að milljón króna ef það fer saman að eftirspurn er mikil og gæðin mikil. Það kostar líka mikið að gera út á túnfiskinn. Við þurfum að sækja langt og olían er dýr. Smokkfiskurinn sem notaður er í beitu er enn dýrari. Við kaup- um hann sérpakkaðan í gulli slegnum öskjum frá Argentínu, enda er hann ætlaður til mann- eldis. Svo höfum við látið smíða sérstakar öskjur með eins konar líklæðum utan um fiskinn, sem eru sérstakar kælimottur og loks eru öskjurnar fyllar af ís. Mjög mikilvægt er að halda kælingu alla leið á markað og fylgst er með hitastiginu alla leið og bætt við ís ef þörf krefur í fluginu. Japanir utan lögsögu Þetta er mjög skemmtilegur og spennandi veiði- skapur, svona eins og 50 föld laxveiði,“ segir Jón- ína. Gera má ráð fyrir að Stafnesið verði að veið- um þar til í dag, mánudag. Mikið hefur verið af japönskum túnfiskveiðiskipum rétt utan við lög- söguna og hafa þau verið að fiska vel. Þau eru með 60 mílna langa línu og frysta fiskinn um borð og getur úthaldið hjá þeim því verið miklu lengra en hjá skipum eins og Stafnesinu, sem ísa aflann og selja ferskan á uppboðsmarkaðnum. ÚTVEGSBLAÐIÐ Þ J ó N U S T U M I ð I L L S J Á V A R ú T V E G S I N S október 2012 »9.tölublað »13.árgangur Lélegri hrefnu- vertíð er nú lokið Fjörugur aðalfundur smábátasjómanna Grindavíkurhöfn greiðfærari og betri Lamandi landsbyggðar- skammtur »IðNAðARBLAðIð Byggt upp frá grunni Saga og umsvif Lýsis hf. og olíu- vinnsla á Drekasvæðinu eru aðalumfjöllunarefni Iðnaðar- blaðsins. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis segir framleiðslu fyrirtækisins aukast stöðugt í samræmi við samfellda aukningu eftirspurnar. »Stafnesið var á föstudag komið með fjóra túnfiska og var á sjó fram til dagsins í dag. Fiskurinn verður fluttur ferskur utan með flugi á uppboðsmark- aði í Tókýó. Þar geta fengist allt að einni milljón króna fyrir einn fisk, ef saman fer góður fiskur og mikil eftirspurn. Tveggja metra og feitir fiskar Fyrstu túnfiskarnir í meira en áratug veiddir af Stafnesi KE suður undir landhelgismörkunum: Hjörtur Gíslason skrifar: [email protected] »6 »17 »12 »2 www.volkswagen.is Volkswagen Crafter Crafter fer létt með að flytja fyrirhafnarlaust mjög þungan og fyrirferðarmikinn farm. Crafter er sterkbyggður sendiferðabíll og er búinn einstaklega sparneytnum dísilvélum með allri nýjustu tækni frá Volkswagen. Crafter er áreiðanlegur, sparneytinn og þrátt fyrir stærðina er hann mjög þægilegur í akstri og umgengni. Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Crafter kostar aðeins frá 6.990.000kr. Fyrir erfiðustu verkefnin 3ja ára ábyrgð og allt að 200.000 km akstur Við lögðum af stað með það verkefni að búa til vefsíðu þar sem hægt væri að fá þetta yfirlit og nánari upplýsingar ... �2 Mikið ævintýri Mikill uppgangur hefur verið hjá Lýsi hf. undanfarin ár. Katrín Pétursdóttir, forstjóri fyrirtækisins, er ánægð með gang mála enda eykst velta Lýsis ár frá ári og stefnir í sjö milljarða í ár. Jarðlögin á Drekasvæðinu eru á réttum aldri og allar að- stæður eru til staðar til þess að þarna megi finna kolvetni, olíu eða gas. Það á hins vegar enn eftir að bora rannsóknarholu þar og prufukeyra hana til að finna út hvort þarna er gas eða olía og gera mælingar sem benda til þess hve mikið sé þarna af kol- vetnum. Hvort þar sé vinnanlegt magn eða ekki. �4 Drekasvæðið lofar góðu MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Stjórn og gæslubúnaður til notkunar á sjó og landi Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn- og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.

Útvegsblaðið 9. tbl 2012

  • Upload
    goggur

  • View
    295

  • Download
    13

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Citation preview

Page 1: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Túnfiskveiðar Odds Sæmundssonar útgerðar-manns á Stafnesinu fara vel af stað. Á föstudag voru þeir búnir að fá fjóra fallega fiska í tveim-ur lögnum og búnir að legga línuna í þriðja sinn. Veiðarnar stunda þeir langt suður af landinu, 180 til 200 mílur frá landi. Þetta eru fyrstu tún-fiskarnir sem íslenskt skip veiðir í áratug eða meira. Skipstjóri í þessari veiðferð er Gunnlaug-ur Ævarsson, en útgerðarmaðurinn er annar stýrirmaður og á dekki. Kvóti Íslands í ár er 25 tonn og er Stafnes með hann allan, en einung-is er heimilt að úthluta einu skipi veiðiheimildir í einu. Fjórar útgerðir sóttu um, tvær voru ekki dæmdar hæfar og Stafnesið fékk úthlutunina með hlutkesti.

„Þetta eru tveggja metra langir og feit-ir fiskar, sem hafa greinilega haft það gott í makrílveislunni hér í sumar,“ segir Jónína Guð-mundsdóttir, rekstrarstjóri Helgu ehf, sem gerir Stafnesið út. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, ég held að þessi veiði sé ásættanleg í byrjun að minnsta kosti, en kannski verið betra að geta byrjað örlítið fyrr.“

Bíða með öndina í hálsinumHún segir að þeir hafi 7 til 8 daga frá því fyrsti fiskurinn veiðist og þar til hann þarf að fara í flug. Fiskurinn er ísaður um borð og fluttur utan með flugi á uppboðsmarkaðinn í Tókýó. „Við erum búin að semja við Iceland Air um flutninginn til Evrópu og þar tekur annað flug-félag við, en alls tekur flutningurinn um tvo sólarhringa. Fiskurinn má ekki vera meira en tíu daga gamall þegar hann kemur á markað-inn. Mér skilst að Japanarnir bíði með öndina í hálsinum eftir þessum fiskum, sem vonandi verða fleiri. Þeir eru mest að fá frystan túnfisk og túnfisk úr eldi, en stórir feitir villtir fiskar eru eftirsóttastir.“

Sérstök líklæði fyrir fiskinnHafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða verð gæti fengist fyrir hvern fisk á markaðnum ytra?

„Nei, við vitum auðvitað ekkert um það fyrr en á markaðinn kemur. Þetta er uppboðsmark-aður og verðið fer eftir framboði og eftirspurn og að sjálfsögðu eftir gæðum fisksins. Þetta er dýr fiskur og verð á einstökum fiski getur nálg-ast allt að milljón króna ef það fer saman að eftirspurn er mikil og gæðin mikil. Það kostar

líka mikið að gera út á túnfiskinn. Við þurfum að sækja langt og olían er dýr. Smokkfiskurinn sem notaður er í beitu er enn dýrari. Við kaup-um hann sérpakkaðan í gulli slegnum öskjum frá Argentínu, enda er hann ætlaður til mann-eldis. Svo höfum við látið smíða sérstakar öskjur með eins konar líklæðum utan um fiskinn, sem eru sérstakar kælimottur og loks eru öskjurnar fyllar af ís. Mjög mikilvægt er að halda kælingu alla leið á markað og fylgst er með hitastiginu alla leið og bætt við ís ef þörf krefur í fluginu.

Japanir utan lögsöguÞetta er mjög skemmtilegur og spennandi veiði-skapur, svona eins og 50 föld laxveiði,“ segir Jón-ína. Gera má ráð fyrir að Stafnesið verði að veið-um þar til í dag, mánudag. Mikið hefur verið af japönskum túnfiskveiðiskipum rétt utan við lög-söguna og hafa þau verið að fiska vel. Þau eru með 60 mílna langa línu og frysta fiskinn um borð og getur úthaldið hjá þeim því verið miklu lengra en hjá skipum eins og Stafnesinu, sem ísa aflann og selja ferskan á uppboðsmarkaðnum.

útvegSBlaðiðÞ J ó N u S T u M I ð I l l S J Á V A r ú T V E G S I N S

o k t ó b e r 2 0 1 2 » 9 . t ö l u b l a ð » 1 3 . á r g a n g u r

lélegri hrefnu- vertíð er nú lokið

Fjörugur aðalfundur smábátasjómanna

Grindavíkurhöfn greiðfærari og betri

lamandi landsbyggðar-skammtur

»iðnaðarblaðið

Byggt upp frá grunniSaga og umsvif Lýsis hf. og olíu-vinnsla á Drekasvæðinu eru aðalumfjöllunarefni Iðnaðar-blaðsins. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis segir framleiðslu fyrirtækisins aukast stöðugt í samræmi við samfellda aukningu eftirspurnar.

»Stafnesið var á föstudag komið með fjóra túnfiska og var á sjó fram til dagsins í dag. Fiskurinn verður fluttur ferskur utan með flugi á uppboðsmark-aði í Tókýó. Þar geta fengist allt að einni milljón króna fyrir einn fisk, ef saman fer góður fiskur og mikil eftirspurn.

Tveggja metra og feitir fiskarFyrstu túnfiskarnir í meira en áratug veiddir af Stafnesi KE suður undir landhelgismörkunum:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

»6 »17 »12»2

www.volkswagen.is

Volkswagen Crafter

Crafter fer létt með að flytja fyrirhafnarlaust mjög þungan og fyrirferðarmikinn farm. Crafter er sterk byggður sendiferðabíll og er búinn einstaklega spar neytnum dísilvélum með allri nýjustu tækni frá Volkswagen. Crafter er áreiðanlegur, sparneytinn og þrátt fyrir stærðina er hann mjög þægilegur í akstri og umgengni.

Til afgreiðslu strax Atvinnubílar

Crafter kostar aðeins frá6.990.000 kr.

Fyrir erfiðustu verkefnin

3ja ára ábyrgð og allt að 200.000 km akstur

Þ J Ó N U S T U M I Ð I L L I Ð N A Ð A R I N S

� � � � � � � � � � � » � . � � � � � � � � » � . � � � � � � � �

Við lö gðu m af stað me ð þ að ve r kef n i að búa t i l vef s íðu þ a r se m hæ g t væ r i að fá þ etta y f i r l it o g ná na r i upp lýs i nga r . . . � 2

Mikið ævintýriMikill uppgangur hefur verið hjá Lýsi hf. undanfarin ár. Katrín Pétursdóttir, forstjóri fyrirtækisins, er ánægð með gang mála enda eykst velta Lýsis ár frá ári og stefnir í sjö milljarða í ár. �6�7

Jarðlögin á Drekasvæðinu eru á réttum aldri og allar að-stæður eru til staðar til þess að þarna megi finna kolvetni, olíu eða gas. Það á hins vegar enn eftir að bora rannsóknarholu þar og prufukeyra hana til að finna út hvort þarna er gas eða olía og gera mælingar sem benda til þess hve mikið sé þarna af kol-vetnum. Hvort þar sé vinnanlegt magn eða ekki. �4

MYND: AME

Drekasvæðið lofar góðu

MYND: ÁRDÍS ÁRMANNSDÓTTIR

Byggingariðnaður

Áliðnaður

Líftækni

Prentiðnaður

Matvælaiðnaður

Listiðnaður

Véltækni

Málmtækni

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!Samtök iðnaðarins – www.si.is

Upplýsingatækni

2015 tækifæri

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

Page 2: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Margt er í deiglunni í sjávarútveginum þessa dagana. Að sjálfsögðu er það mismikilvægt. Sumt er hégómi, annað grafalvarlegt. Allt snýst það samt um sambúð sem að öllu jöfnu ætti að vera til fyrirmyndar, sambúð fólksins í land-

inu við sjávarútveginn. Svo einkennilegt sem það kann að virðast er ekki annað að sjá en sambúðin gangi illa.

Svo byrjað sé á því, sem léttvægara kann að virðast, má nefna að á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að íbúðabyggð og starf-semi lítt skyld sjávarútveginum hefur gerst hafnsækin. Byggð hafa verið upp bryggjuhverfi og íbúðarhúsnæði reist á hafnarsvæðum. um það er ekki nema eitt gott að segja, búseta, þjónusta ýmiskon-ar, veitingahús, fiskvinnsla og útgerð eiga vel heima saman. Í þeirri sambúð endurspeglast virðiskeðja íslensks þjóðfélags. Öll eigum við sjávarútveginum að þakka hve framarlega við stöndum í lífs-gæðum. Við verðum hins vegar að gæta þess að í þessari sambúð, eins og öðrum, verðum við að taka tillit til hvors annars. Sá sem vill búa í nábýli við höfnina verður að átta sig á því að við höfnina fer fram sú miklvæga starfsemi sem stendur undir lífsgæðum hans. Eigi hann erfitt með svefn vegna sambúðarinnar, verður hann að átta sig á því að hann getur varla krafist þess að starfsemi við höfn-ina verði hætt. Það gæti, þegar upp er staðið, valdið meiri svefnt-ruflunum en hitt.

Og svo það sem er þyngra á metunum.Afstaða af þessu tagi er vonandi ekki dæmigerð fyrir hug lands-manna, eða hvað? Jú, svo virðist stundum vera. Núverandi stjórnvöld hafa verið í stríði við sjávarútveginn frá því þau tóku við stjórnartaumunum. Eitt helsta sameiginlega kosningaloforð þeirra var að ganga á milli bols og höfuðs á sægreifunum og bylta kvótakerfinu. Í vor tókst þeim að koma í gegn lögum sem hirða megnið af hagnaði sjávarútvegsins og lama fyrir vikið fyrirtækin, sem þar starfa og ekki síður bæjarfélög-in á landsbyggðinni. um 80% allra veiðiheimilda eru úti á landi. Í bí-gerð eru svo lög sem þrengja enn meira að möguleikum útgerðar-innar til að lifa af.

Eru virkilega að verða tvær þjóðir í þessu landi. Vonandi ekki, því saman vinnum við öll að sama markmiði, velferð lands og þjóðar. Þeir sem vinna við sjávarútveginn sinna sínu mikilvæga hlutverki og hinir, sem öðrum störfum sinna, gera það líka. Saman myndum við þá heild sem byggir upp gott og heilbrigt samfélag, sundruð vinnum við þjóðinni tjón.Gott væri að sambúðin gengi betur. Hjörtur Gíslason

2 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

útvegSBlaðiðÞ J ó N u S T u M I ð I l l S J Á V A r ú T V E G S I N S

leiðari

Erfið sambúð

Einni lélegustu hrefnuver-tíð síðustu ára lauk nú um helgina þegar Hrafnreyð-ur Kó fór í síðustu veiðiferð

ársins. Hrefnuveiðimenn veiddu samtals 51 dýr á vertíðinni en kvót-inn á árinu var 216 hrefnur. Af þeim þremur skipum sem stunduðu veiðarnar kom Hrafnreyður Kó inn með flest dýr, eða 31 talsins. Haf-steinn SK veiddi 18 hrefnur og Hall-dór Sigurðsson fyrir vestan tók tvö dýr. Í fyrra veiddist 61 hrefna, en það magn var einnig talsvert undir væntingum hrefnuveiðimanna.

„Veiðarnar hafa gengið svo illa

síðustu mánuði að það hafa verið jól í hvert sinn sem við höfum fengið dýr. Til að mynda fór Hrafnreyður í tvær ferðir í september sem skiluðu engu. Við erum því búnir að fara í margar fýluferðir á vertíðinni og það er mik-ið minna af hrefnu í Faxaflóanum en síðustu ár,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafn-reyðar ehf.

„Í fyrra veiddum við á Hrafnreyði um 50 dýr, jafn mikið og hrefnu-veiðiskipin þrjú fengu samanlagt á þessari vertíð. Sá árangur þótti ekki neitt sérstaklega góður. Við settum okkur því markmið í vor um 80 dýr, en þegar komið var fram á haust var augljóst að því yrði ekki náð. Hrefn-an hvarf nánast þegar makríllinn

kom í Faxaflóann í júlí og sá mánuð-ur var alveg skelfilegur. Makríllinn étur fæðuna frá hrefnunni og þegar hann færir sig norðar þá má sjá sömu áhrif á Breiðafirðinum. Þetta makríl-ævintýri okkar er því að hafa víðtæk áhrif,“ segir Gunnar.

Aðspurður segir Gunnar augljóst að hrefnuveiðimenn nái ekki að anna eftirspurn eftir kjöti frá verslunum og veitingastöðum í vetur. „Staðan hefur aldrei verið svona slæm. Sem dæmi þá er ekki til neitt kjöt hjá okk-ur og frystikisturnar eru að tæmast í öllum verslunum. Kjötið frá vertíð-inni í fyrra, um 50 tonn, kláraðist í janúar á þessu ári, en nú er kjötið að klárast á sama tíma og hrefnuvertíð-inni er að ljúka.“

lélegri hrefnuvertíð lokið

Veidd voru 51 dýr á vertíðinni en kvótinn á árinu var 216 hrefnur:

Haraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 reykjavík Sími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjórar: Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson ábm. aðstoðarritsjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] Sími: 899 9964 Prentun: landsprent. Dreifing: útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðs-ins, útgerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva.

STaðan í aFla EinSTakra TEgunda innan kvóTanS:

»ufsin aflamark: 42.125n afli t/ aflamarks: 6.376

»karfin aflamark: 45.012n afli t/ aflamarks: 6.481

»Þorskurn aflamark: 160.449n afli t/ aflamarks: 23.732

»Ýsan aflamark: 30.905n afli t/ aflamarks: 4.070

14.8%

15.1%

13.2%

»Áhöfnin á hrefnuveiðiskipinu Hrafnreyði kó veiddi 31 dýr á vertíðinni.

14.4%

Húsi SjávarklasansGrandagarði 16Sími 568 50 80

Farsími 898 66 77 [email protected]

www.polardoors.com

Júpíter t4flottrolls

hleri

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í þriðja sinn á Grand hóteli 8.-9. nóvember og ber nú heitið „Horft til framtíð-ar“. Hugmyndin með ráðstefnunni er að skapa samskipta-vettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Á ráðstefnunni verða ýmsar málstofur og mun ein þeirra fjalla um það hvort Íslendingar eigi að vera með sameigin-legt markaðsstarf. „Þetta er spurning sem áhugavert er að ræða nú þegar íslenskur fiskur á í harðri og vaxandi sam-keppni ekki síst vegna mikillar aukningar á þorskkvóta rússa og norðmanna í barentshafi,“ segir inga Jón Frið-geirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá brimi hf., en hún er ein af þeim, sem að ráðstefnunni standa.

„Þó svo að íslenskar afurðir hafi lengi haft sterka stöðu á mörkuðum hefur lítið verið gert til að við-halda þeirri stöðu. Ekki hefur verið unnið nógu markvisst að því undanfarin ár að markaðssetja íslenskan fisk og segja má að hver hafi verið að vinna í sínu horni sem stundum hefur leitt til þess að menn hafa lækkað afurða-verðið hver fyrir öðrum. Með því að standa saman að því að kynna uppruna og efla ímynd íslenskra sjávarafurða

gætum við náð betri árangri og skilað meiri verðmætum,“ segir inga Jóna. Málstofunni um sameiginlegt markaðs-starf stýrir bylgja Hauksdóttir útibússtjóri north Coast Seafoods á Íslandi og verða þar flutt þrjú áhugaverð erindi. Terje Martinussen framkvæmdastjóri norwegian Seafood Council flytur erindi um það hvernig norðmenn standa að sameiginlegu markaðsstarfi og hvaða árangri það hefur skilað. norðmenn verja um 9 milljörðum íslenskra króna í markaðssetningu á norskum sjávarafurðum í ár og eru með skrifstofur í 12 löndum og vinna að markaðsverkefnum í

25 löndum sem öll miða að því að auka eftirspurn og neyslu á norskum sjávarafurðum.

„Við fáum að heyra sjónarmið úr íslenskum sjávarútvegi í erindi Guðmundar Kristjánsson-ar forstjóra brims þar sem hann mun segja frá sinni reynslu af markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum og tekur hann dæmi um mark-aðssetningu saltfisks á Spáni. Einnig verður fjallað um mögulegar leiðir í sameiginlegu

markaðsstarfi í erindi Guðnýjar Káradóttur markaðsstjóra iceland responsible Fisheries,“ segir inga Jóna.

Sameiginlegt markaðsstarf íslendinga?

Page 3: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Kælikeðja0 °C

FISKVINNSLA

FISKBÚÐ

Kælibíll tekur við ferskum fiski við skipshlið.

Kælibílar flytja ferskan fiskí fiskvinnslur eða til fisksala.

Kælibílar dreifafiski til fisksala.

Verði þérað góðu!

Klettakælir – fullkomin ferskfiskmiðstöð.Afferming og lestun undir skyggni.

Órofin kælikeðja– ferskur fiskur alla leið

Klettakælir,

ný fullkomin,ferskfiskmiðstöð

Eimskip hefur opnað nýja, fullkomna ferskfiskmiðstöð, Klettakæli, á athafnasvæði Eimskips í Reykjavík. Þar er öll aðstaða fyrir lestun, losun og meðhöndlun á ferskum fiski í takt við þarfir markaðarins um órofna kælikeðju og fyrsta flokks vörumeðhöndlun:

Hleðsluop undir skyggni sem tryggir hreinlæti og gæði Öll starfsemin er undir einu þaki Órofin kælikeðja frá móttöku til afhendingar á ferskum fiski Þjónustustig í fiskdreifingu verður enn betra

Eimskip Flytjandi býður viðskiptavinum sínum einnig aðgang að fimm öðrum kæli- og frystigeymslum á svæði Eimskips í Sundahöfn og í Hafnarfjarðarhöfn.

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 4: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

4 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

Hafrannsóknastofnunin leggur nú til að leyfðar verði veiðar á 400 tonn-um af rækju í Skjálfanda

og 450 tonn í Arnarfirði. rækjan virðist vera að ná sér á strik eftir lægð í langan tíma. Víða er töluvert af smárækju. Meira fannst af smá ýsu og þorski en í undanförnum leiðöngrum.

lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á rækju á grunnslóð vestan- og norð-anlands. Könnuð voru sex svæði: Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húna-flói, Skagafjörður, Skjálfandi og Ax-arfjörður. Eitt helsta markmið leið-angursins var að meta stofnstærð rækju á þessum svæðum. Að auki var allur aukaafli mældur.

Í Skjálfanda var stofnvísitala rækju svipuð og haustið 2011, en þá hafði stofnvísitalan hækkað tölu-vert frá fyrri árum og er nú yfir með-allagi. Hlutfall ungrækju var lægra

en í fyrra og hefur Hafrannsókna-stofnunin lagt til að opnað verði fyr-ir rækjuveiðar í Skjálfanda með 400 tonna aflamarki.

langt undir meðaltaliStofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist langt undir meðallagi. út-breiðsla rækjunnar takmarkaðist við inndjúpið. Hlutfall hrognarækju hefur lækkað verulega frá því haust-ið 2011. Mikið var af þorski og ýsu á svæðinu og einnig fannst fiskur inn að rækjusvæðunum í inndjúpinu. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að engar rækjuveiðar verði heimil-aðar í Ísafjarðardjúpi að sinni.

Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðallagi en var hærri en haustið 2011. líkt og verið hefur undanfarin ár var helsta útbreiðslu-svæði rækju innst í firðinum. Magn þorsks og ýsu var svipað og í fyrra, en þó mældist meira af 1 árs fiski. Haf-rannsóknastofnunin hefur lagt til að leyfðar verði veiðar á 450 tonnum af rækju fiskveiðiárið 2012/2013.

Stofnvísitala rækju í Axarfirði

hækkaði töluvert frá fyrri árum en stofninn hefur verið í lægð og ekk-ert hefur verið veitt úr honum síðan 2002. Mikið var af ungrækju og þar sem rækjan er mjög smá í Axarfirði hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að ekki verði heimilaðar veiðar á svæðinu. Niðurstöður leiðangurs-ins sýndu að litlar breytingar voru á stærð rækjustofna í Húnaflóa og Skagafirði og eru þeir enn í lægð.

Meira af þorski og ýsuAlmennt var meira af þorsk- og ýsu á stærðarbilinu 15-30 cm en á und-anförnum árum. Ýsumagn var svip-að og í fyrra á öllum svæðum nema í Skagafirði þar sem magn ýsu var töluvert minna en á síðustu árum. Magn þorsks var meira eða svipað á svæðunum fyrir Norðurlandi en í fyrra en minna var af þorski í Ísa-fjarðardjúpi og Arnarfirði. Mælingin fór fram á Dröfn rE 35 á tímabilinu 18. september til 8. október. leið-angursstjóri var Ingibjörg G. Jóns-dóttir og skipstjóri var Gunnar Jó-hannsson.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

veiði á 850 tonnum lögð til

Hafró leggur til veiðar á rækju í Skjálfanda og Arnarfirði:

»Hlutfall ungrækju var lægra en í fyrra og hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að opnað verði fyrir rækjuveiðar í Skjálfanda með 400 tonna aflamarki.

36 JANÚAR 2012 ÚTVEGSBLAÐIÐ

Tæp 10% af þorski tekin framhjá aflahlutdeildarkerfinu:

Aldrei hefur hærra hlutfall leyfilegs heild-arafla í þorski farið í pottana svokölluðu en á þessu fiskveiðiári. Leyfilegur heild-arafli þorsks á þessu ári er 177.000 tonn. Fyrir úthlutun innan aflahlutdeildarkerf-isins eru dregin frá því magni 16.852 tonn. Samtals er úthlutuð aflahlutdeild 160.148 tonn. Hlutfallið sem fer í pottana er því um 9,5%. Á síðasta fiskveiðiári var þetta hlut-fall 7,9% en fiskveiðiárin þar áður var hlut-fallið mun lægra eða í kringum 5%, lægst 2006/2007, 4,6%. Hlutfall pottanna hefur því meira en tvöfaldast síðan þá.

Strandveiðar og VS-afli stærsti hlutinnHelsta skýringin á því að mun hærra hlutfall fer nú í pottana er annars vegar strandveið-arnar, sem teknar voru upp á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þær eru fyrst dregnar frá fyrir úthlutun á síðasta fiskveiðiári. Hins vegar að svo kallaður VS-afli, sem áður gekk undir nafninu Hafró-afli er nú áætlaður og dreg-inn frá fyrir úthlutun innan aflamarks árs-ins samkvæmt upplýsingum frá sjávarút-vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í þessa tvo potta renna nú samtals 7.945 tonn af þorski, 5.600 til strandveiðanna og 2.354 í VS-aflann, eða langleiðina í helmingur þess, sem tekinn er útfyrir aflamarkskerfið. Auk þess eru nú tekin frá 300 tonn fyrir áætl-aða frístundaveiði. Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukn-ingin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæð-is hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótan-um, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strand-veiðiflotans í stað 5.600 tonna.

Aðrir pottar eru uppbætur vegna skel-

og rækjuveiða, 1.226 tonn, og línuívilnun, 2.531 tonn. Framlag í þann pott hefur verið minnkað um 844 tonn, en fiskveiðiárin þar á undan hefur þetta framlag verið óbreytt í 3.375 tonnum, eða allt frá því á línuívilnun-in var tekin upp árið 2003. VS-aflinn hefur ekki til þessa verið dreginn frá fyrir úthlut-un til aflamarks og frístundaveiðin held-ur ekki. Byggðakvótinn hefur undanfarin ár verið nálægt 3.000 tonnum af þorski, en fór niður í tæplega 2.700 tonn, þegar leyfilegur heildarafli af þorski var aðeins 130.000 tonn.

Á síðasta fiskveiðiári var leyfilegur heildarafli af þorski 160.000 tonn. 12.672 tonn voru þá tekin frá fyrir úthlutun og komu 147.328 tonn til úthlutunar. Þá voru 4.800 tonn tekin frá vegna strandveið-anna eða 3%, en á þessu fiskveiðiári er hlutfall strandveiðanna 3,2% og magnið 5.600 tonn. Á fiskveiðiárunum næst á und-an, eða frá 2004/2005 eru frádráttarliðirn-ir aðeins þrír, skel- og rækjubætur, byggða-kvóti og línuívilnun og samanlagt hlutfall frá 4,6% upp í 6%.

Undirmálið ekki dregið fráÁrið 2001 var sett heimild til að landa svo-kölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heim-ildin því kölluð VS-heimild. Samkvæmt þessari heimild er skipstjóra leyfilegt að ákveða að allt að 5% botnfiskafla reiknist ekki til aflamarks. Þeim afla skal landa á fiskmarkaði og 20% af aflaverðmæti fara til skipta milli útgerðar og áhafnar. 80% renna til Verkefnasjóðsins. Þessar heimild-ir hafa verið nýttar í vaxandi mæli og mest þegar líður á fiskveiðiárið og þrengist um kvóta. Jafnframt hafa heimildir til löndun-ar á undirmálsfiski utan kvóta verið nýtt-ar töluvert. Þær heimildir hafa ekki verið

metnar og dregnar frá leyfilegum heildar-afla fyrir úthlutun. Síðustu fiskveiðiár hef-ur um 1.300 tonnum af þorski verið landað sem undirmáli.

Eins og áður sagði er VS-aflinn í fyrsta sinn dreginn frá úthlutun til kvóta á þessu fiskveiðiári. Á síðasta ári var 2.100 tonnum af þorski landað samkvæmt þeim heimild-um og á fiskveiðiárinu þar á undan 3.400 tonnum. Fiskveiðiárið 2008/2009 var 3.900 tonnum landað með þeim hætti.

Eins og fram kemur hér fer hlutfall þorsks, sem tekið er frá fyrir úthlutun afla-marks, vaxandi, enda teknir nýir þætti þar inn og skipta strandveiðarnar þar mestu

máli. Hver framvindan verður í þessum málum er erfitt að spá. Í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fisk-veiða frá því í september 2010 er farið yfir þessi mál og fjallað um mögulegar úrbætur á úthlutun í þessa potta.

Skipt á milli tveggja potta„Það er mat meirihluta starfshópsins; Að endurskoða eigi lagaákvæði um bætur og festa þær í lögum sem hlutfall af heild-arafla í stað magntalna líkt og gert er nú. Með þessu móti verði betur tryggt að þegar um samdrátt í heildarafla er að ræða komi hann jafnt niður á þeim sem bæturnar fá

Hefur meira en tvöfaldast

Loks er byggðakvótinn aukinn um 2.500 tonn frá árinu áður. Aukningin er samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga númer 116 frá árinu 2006. Án þessa ákvæðis hefði byggðapotturinn aðeins orðið 2.341 tonn, en verður nú 4.841 tonn. Sama er að segja um aukninguna á strandveiðikvótanum, sem nemur 2.000 tonnum. Án hennar hefðu aðeins 3.600 tonn komið í hlut strandveiðiflot-ans í stað 5.600 tonna.

Ásafl hefur gott úrval af vélum, rafstöðvum og öðrum búnaði fyrir báta og stærri skip. Persónuleg þjónusta, snögg og góð afgreiðsla ásmat hagstæðum verðum gerir öll viðskipti við Ásafl ánægjuleg. Okkar helstu vörumerki eru Isuzu, Doosan, FPT, Westerbeke, Helac, Hidrostal, Hung Pump, Tides Marine, Halyard, ZF, BT-Marine, Ambassador Marine, Marsili Aldo, San Giorgi, Guidi, Wesmar, Isoflex ofl ofl.

Ráðg

jöf –

sal

a –

þjón

usta

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected] HLUTFALL AF

HEIMILUÐUM ÞORSKAFLA

Fiskveiðiár Magn Hlutfall %

2003/2004 10.924 5,20%

2004/2005 12.503 6,10%

2005/2006 11.959 6,00%

2006/2007 8.879 4,60%

2007/2008 7.378 5,70%

2008/2009 7.444 5,70%

2009/2010 7.888 5,30%

2010/2011 12.762 7,90%

2011/2012 16.852 9,50%

Hlutfall af heimiluðum þorskafla

» Árið 2001 var sett heimild til að landa svokölluðum „Hafró-afla“ þar sem verðmæti aflans rann að stærstum hluta til starfsemi Hafrannsóknastofn-unarinnar en seinna meir var ákveðið að þessir fjármunir rynnu til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og heimildin því kölluð VS-heimild.

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Háþrýstar DælustöðvarHönnum og smíðum háþrýst vökvakerfi, dælustöðvar og stjórnbúnað. Áratuga reynsla og þekking.

óvissan um rekstr-arumhverfi sjávarút-vegsins er svo mikil

að maður gerir engar lang-tímaáætlanir lengur. Þetta er bara rekið frá degi til dags. Þess vegna hefur ekki verið endanlega ákveðið hvernig við notum nýja skipið okkar, nema að því verður haldið til veiða,“ seg-ir guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. þegar blaðamað-ur útvegsblaðsins ræddi við hann um nýtt skip Brims sem vænt-anlegt er til landsins í desember. Skipið heitir Esperanza del Sur og hefur undanfarin ár verið gert út frá Argentínu. Skipið er frysti-skip, smíðað árið 2003 og hét upphaflega Skálaberg og var gert út frá Færeyjum. Guðmundur segir að skipið sé mjög gott, sambæri-legt og Brimnesið sem er í eigu Brims.

Fiskaflinn í september nam alls 108.453 tonnum samanborið við 105.765 tonn í september 2011. Botnfiskafli jókst um tæp 4.600 tonn frá september 2011 og nam um 35.300 tonnum.

Þar af var þorskaflinn rúm 18.300 tonn, sem er 4.500 tonnum meiri afli en á fyrra ári. Ýsuafl-inn nam rúmum 3.200 tonnum sem er rúmlega 500 tonnum minni afli en í september 2011. Karfaaflinn jókst um 123 tonn samanborið við september 2011 og nam rúmum 4.900 tonnum. Tæp 5.000 tonn veiddust af ufsa sem er rúmlega 1.100 tonna

aukning frá september 2011. Annar botnfisksafli nam um 3.900 tonnum og dróst saman um 698 tonn frá fyrra ári.

Page 5: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.

Page 6: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

6 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

arthur Bogason, formað-ur landssambands smá-bátaeigenda frá upphafi stóð af sér mótframboð

frá Arnari Þór ragnarssyni, for-manni smábátafélagsins Hrollaugs og stjórnarmanni í lS á aðalfundi lS á föstudag. Arthur fékk 30 atkvæði til formanns, en Arnar Þór 19. „Það er eðlilegt í öllum félagsstörfum að sitj-andi formenn geti átt von á mótfram-boði. Ég hef stundum undrast að það hafi ekki verið atast svolítið meira í mér en þetta. Ég hlýt að vera ánægð-ur með það eftir að hafa verið kos-inn 28 sinnum að ná þó þeim árangri í þessu að ná ennþá góðri kosningu,“ sagði Arthur í samtali við útvegsblað-ið að loknum fundinum.

Aðspurður um fundinn sagði Arth-ur að hann hefði verið bæði skemmti-legur og góður. „Félagið sýnir það betur og betur hvað það er orðið vel skipulagt og hve samstilltur og þjálf-aður hópurinn er orðinn. Það var tek-ið hér á erfiðum málum og ályktað um þau. Stærstu málinn eru meðal annarra veiðigjaldsmálið. Menn hafa bara af því mjög miklar áhyggjur að það kunni að ríða fjölmörgum af þess-um litlu útgerðum að fullu. Fyrir utan það hefur þetta mjög neikvæð áhrif á áhugamanna til að stunda sjóinn. Það er mjög alvarlegur hlutur út af fyrir sig. Ég ætla rétt að vona að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að breytast og fara til betri vegar en horfir í augna-blikinu,“ sagði Arthur.

En málin eru fleiri: „Síðan eru menn mjög harðorðir í garð Hafró. Það er ekki bara ég sem stend í því. Það eru fjölmargir félagsmenn sem eru alveg æfir út í stofnunina, sérstak-lega fyrir ráðgjöfina í ýsunni núna. Það kom fram tillaga nú aftur, sem sást fyrir nokkrum árum, en fékk ekki brautargengi þá. Það er tillaga um að aflaheimildum verði úthlutað í þorskí-

gildum. Ég segi fyrir mína parta að þetta er eitursnjöll hugmynd því hún myndi leysa til dæmis þennan vanda sem er á miðunum núna, að menn eru á harðaflótta undan ýsu á sama tíma og hún á ekki að vera til. Þetta er að mínu vita lausn á fjölmörgum málum, meðal annars umhverfismálum, því þá þyrftu menn ekki að keyra lands-hlutanna á milli til að ná kvótum í ein-hverri ákveðinni tegund.“

Grásleppuvertíðin í ár var smá-bátamönnum erfið vegna sölutregðu. um þá stöðu segir Arthur að sam-þykkt hefði verið að landssamband-ið gæti samið um það til dæmis við Grænlendinga að draga úr veiðum sem svarar þriðjungi á næstu vertíð. Það væri nauðsynlegt fyrir þá sem færu til að tala við Grænlendingana að hafa slíka samþykkt í farteskinu. Það væri sannarlega átak fyrir menn að draga úr sókn um 30%, því ekki verði þar með sagt að veiðin yrði jafn-góð og á síðasta ári. Það geti enginn vitað og þriðjungs fækkun veiðidaga

gæti þýtt en meiri samdrátt í veið-um, en auðvitað gæti hún líka orðið meiri. Fulltrúar lS fari til Grænlands í vikunni til að ræða við fiskimenn, út-flytjendur og framleiðendu og von-andi náist þar einhver lending í þess-um málum.

„Við erum svo svolítið montnir yfir því hvað fundurinn gekk vel sem skýrist af því að við breyttum hon-um í rafrænan fund. Fyrir vikið var til dæmis strax að kvöldi fyrri dags-ins hægt að sjá á heimsíðu okkar all-ar tillögur frá nefndunum. Við urðum varir við það að félagsmenn sem áttu ekki heimangengt, voru lesa síðuna og hafa samband og það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Arthur Bogason.

vilja aukinn ýsukvótaTrillukarlar vilja að bæði þors- og ýsu-kvótinn verði aukinn verulega. Þeir vilja 50.000 tonna aukningu á ýs-unni og aukna hlutdeild smábáta í út-hlutunni og auk þess að þorskkvótinn verði aukinn í 230.000 tonn. Þetta er

meðal þess sem var samþykkt á aðal-fundi þeirra fyrir helgi.

Í greinargerð með samþykktinni um aukinn ýsukvóta segir svo:

„Fundurinn er sannfærður um að Hafrannsóknastofnunin er á algerum villigötum varðandi mælingar sínar á stærð ýsustofnsins. Sú aðferðafræði sem stofnunin notar við þær mæling-ar stangast á við alla heilbrigða skyn-semi. Fyrir það fyrsta er aðferðinni með öllu fyrirmunað að mæla nokk-urn skapaðan hlut þegar komið er á grunnslóðina og hvað þá inn á flóa og firði. Í því sambandi bendir fundurinn á að til margra ára hefur verið himinn og haf á milli mælinga Hafrannsókna-stofnunarinnar annars vegar og reynslu sjómanna sem stunda ýsu-veiðar á grunnslóð hins vegar. Þekk-ingu sína byggja sjómenn á áratuga reynslu sinni við störf sín á grunn-slóðinni, en vísindamenn á niðurstöð-um úr togararalli. undanfarin ár hafa krókabátar veitt um fjórðung ýsunnar á Íslandsmiðum, en raunveruleg hlut-deild þeirra er mun lægri. Handhafar þeirra ýsuveiðiheimilda sem dekk-að hefur mismuninn nota þær til að leigja frá sér, og þá iðulega svo seint á fiskveiðiárinu að verðið er komið út úr öllu korti. Það er krafa fundarins að stjórnvöld viðurkenni raunverulega veiðihlutdeild krókabáta í ýsuveiðun-um og tryggi þeim hana nú þegar.“

Smábátamenn vilja ennfremur að gerðar verið nokkrar breytingar á strandveiðikerfinu, meðal annars að strandveiðibátum verði heimilt að veiða alls 2.594 tonn að ufsa sem telj-ist ekki til viðmiðunar. „Aflamagnið er samanlagður afli strandveiðibáta 2011 og þess ufsaafla sem brann inni í krókaaflamarkskerfinu að meðaltali síðastliðin tíu fiskveiðiár, segir í þeirri samþykkt.

veiðigjaldið mörgum ofviðaÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri lS segir ljóst að hið sérstaka veiðigjald sé allt of hátt og muni verða mörgum ofviða. Það muni ennfremur leiða til meiri samþjöppunar í útgerð en nú er. Örn ræddi þetta á aðalfundinum ásamt fjölmörgum öðrum málefnum trillukarla.

„Eitt af stærri málum sem félagið hefur glímt við rak á fjörur þess á sl. ári. Boðuð var stórhækkun á veiði-gjaldi. Þar kæmi til afkomutengt sér-stakt veiðigjald til viðbótar almennu veiðigjaldi. Fyrstu hugmyndir stjór-nvalda voru fullkomlega óraunhæfar og ótrúlegt að þær hafi átt brautar-gengi gegnum ríkisstjórnina. lS tók að fullum krafti í mótmælum gegn veiðigjaldi bæði hér í reykjavík með þátttöku í samstöðufundi á Austur-velli þar einn félaga ykkar Þorvald-ur Garðarsson flutti stórgóða ræðu. Eins var innlegg félagsmanna í lands-byggðarblöð mjög mikilvægt. Segja má að mótmælin hafi skilað árangri þar sem sérstaka veiðigjaldið var lækkað og afsláttur veittur í 5 ár til þeirra sem fjármagnað hafa kaup á aflahlutdeild með lánum. Heildaraf-sláttur sem þannig náðist nemur 7,5 milljörðum. Þó lækkun og afsláttur hafi litið dagsins ljós er deginum ljós-ara að gjaldið er allt of hátt og mun verða mörgum ofviða. Það mun valda meiri samþjöppun í útgerð en orðið er með tilheyrandi skuldsetningu.

Krafa lS í þessum málum var ávallt

skýr. Félagsmenn voru samþykkir að greiða sanngjarnt veiðigjald. Það gekk ekki eftir. Í stað fjórðungshækkunar fyrir 100 þorskígildi sem var undir-liggjandi, var gjaldið hækkað um rúm 86% og miðað við 200 ígildi nemur hækkunin 166%. Þessi gjöld eru reið-arslag og brýnt að bregðast áfram við og krefjast þess að stjórnvöld lækki gjaldið nú þegar. Í orrahríðinni fór lS t.d. fram á að bátar sem hafa svip-að veiðiheimilda mynstur og króka-aflamarksbátar yrðu reiknaðir sér-staklega. Þá væri sanngjarnt að taka einnig tillit til þess að bátarnir væru skyldaðir með lögum að nota ein-göngu línu eða handfæri við veiðarn-ar. Vert er að geta þess að fyrir fundin-um liggur tillaga frá Fonti um að hluta veiðigjaldsins verði varið í markaðs-starf sem hefur verið látið sitja á hak-anum á undanförnum árum. Hvort tillagan fær brautargengi eður ei skal ósagt látið. Margir segja að með þessu sé verið að vinna með gjaldtökunni og mótmæla því harðlega, aðrir segja gjaldið komið á og því best að fá eitt-hvað til baka,“ sagði Örn.

Ánægður með þróun strandveiða„Strandveiðarnar eru viðurkenning á þeim rétti sem ekki síst minni byggð-irnar kringum landið eiga að hafa í réttlátu og framtíðarmiðuðu fiskveiði-stjórnunarkerfi. Þær hafa fært líf í ýmsar hafnir þar sem var orðið ansi ömurlegt um að lítast. Ég er ánægður með þróun þeirra,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon ráðherra atvinuvega og nýsköpunar, á aðafundi landssam-bands smábátaeigenda.

Hann sagði að skoðaður hefði verið möguleiki á einhvers konar lág-marks dagafjölda, kannski sem val-kvæðan kost fyrir þá sem það kjósa í upphafi hvers tímabils, sérstaklega þó vormánuðina í öryggis- og hag-ræðingarskyni. Fljótlega verði reynt að koma saman einhverjum tillögum um það. Til þessa hefur veiðunum verið stjórnað þannig að allir geta veitt þar til tilteknu heildarhámarki er náð. Hann ræddi einnig makríl-veiðar og sagð að í aðalatriðum hafi tekist vel frá og með árinu 2010 að dreifa á allan fiskiskipaflotann mögu-leikum til að öðlast reynslu og að vera þátttakendur í nýtingu á þess-um verðmæta stofni sem hafi geyst inn í lífríkið hjá okkur í stórauknum mæli. Hann ræddi svo makríldeiluna og sagði: Að sjálfsögðu skiptir máli að það sé samningur í gildi og stunduð ábyrg fiskveiðistjórnun á þessari teg-und eins og öllum öðrum. Það horfir hins vegar ekki vel um lausn þessar-ar deilu og beiting viðskiptaþvingana gegn okkur, ég tala nú ekki um ef þær eru ólögmætar og ganga lengra en leyfilegt er samkvæmt EES-samn-ingnum og reglun Alþjóða viðskipta-stofnunarinnar, munu ekkert gera annað en að spilla möguleikunum á því að ná skynsamlegu samkomulagi. Við verðum standa fast á okkar hags-munum sem strandríki. Annað er okk-ur ekki leyfilegt.“

ráðherrann nefndi einnig veiði-leyfagjaldið og benti á að í hinu sér-staka veiðigjaldi væri tekið tillit til einingarkostnaðar og að afsláttur væri fyrir fyrstu 30 tonnin og 100 tonnin sem væri í og með hugsað til þess að styðja við bakið á minni út-gerðum. „Veiðigjaldanefndin er tekin til starfa. Henni er ætlað að fara yfir hvort breytingar séu í afkomu grein-arinnar sem kalli á það að endurskoð-aðar verði upphæðir veiðigjaldanna og leggja síðan tillögur fyrir næsta ár. Að sjálfsögðu geta allir komið sínum sjónarmiðum á framfæri við nefnd-ina,“ Steingrímur J. Sigfússon.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Hlýt að vera ánægðurArthur bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, stóð af sér mótframboð á aðalfundi LS:

»arthur Bogason virðist vera að senda Steingrími J. Sigfússyni tóninn við upphaf aðalfundar landssambands smábátaeigenda. við hlið Steingríms situr Örn Pálsson, framkvæmdastjóri lS.

Félagið sýnir það betur og betur hvað það er orðið vel skipulagt og hve sam-stilltur og þjálfaður hópur-inn er orðinn.

Page 7: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Nýr og léttari Helix þankaðall

Þanorkan þenur trolli› út. Stærra trollop.

Trolli› heldur sér vel í miklum og strí›um straumi.

Myndin af trollopi helst sk‡r og stö›ug á sónarnum.

Au›veldara a› hífa og slaka trollinu.

GLORIAGLORIA®

ÞantrollÞantroll

– fyrir öll heimsins höf

Faxaflóahafnir hafa tekið í notkun löndunaraðstöðu á Skarfabakka í Sundahöfn. Að-

staðan er á afgirtu og malbikuðu svæði fremst á hafnarbakkanum. Aðstaða til að geyma frystigáma er góð og tenglar fyrir rafmagn eru fyrir hendi. Sérstakt skýli er á svæð-inu sem notast til að flokka og skoða afurð-irnar sem koma á land af togurum og uppsjávarfiskiskipum. Aðstaðan á Skarfabakka er þriðja löndunarað-staðan í Sundahöfn en fyrir er lönd-unarstöð á Vogabakka og Klepps-bakka en þær stöðvar tengjast frystigeymslum Samskips og Eim-skips. Með aukinni löndun uppsjáv-arafla í reykjavík, einkum makríl, er löndunarstöðin á Skarfabakka góð viðbót á álagstímum en stöðin er einnig hugsuð fyrir erlend skip þegar Matvælastofnun hefur viður-kennt stöðina sem landamærastöð.

Vikuna 8.- 14. október hækk-aði verð á útfluttum laxi frá Noregi um 9,8%. Samkvæmt

tölum frá norsku hagstofunni nam útflutningur á ferskum laxi um 17.500 tonnum í vikunni, sem var aukning um 1,1 prósent frá vikunni á undan. útflutningur á frosnum laxi fór hins vegar niður í 898 tonn úr 1.461 tonnum í vikunni á undan.

úflutningur sjávarafurða frá Færeyjum jókst lítillega á fyrstu átta mánuðum þessa

árs. Nú fengust 3% fleiri krónur fyrir 4% meira magn, sé miðað við sama tímabil á síðasta ári. Aukn-ingin er fyrst og fremst í eldisfiski. Af honum hefur útflutningurinn á umræddu tímabili aukist um þriðj-ung í magni, en í verðmætum talið er aukningin aðeins 2%. Það skýrist af lækkuðu markaðsverði sem var í sögulegu hámarki í fyrra. Þrátt fyrir þetta skilar eldislaxinn 35% af heildarverðmæti útfluttra sjávar-afurða. Næst koma makríll, þorskur og ufsi, hver tegund með 10% hlut-deild. Þegar litið er á magn, skilar makríllinn mestu eða 18%, en næst koma lax og kolmunni með 15% hvor tegund. Þorskur og ufsi standa undir 5% af magninu hvor teg-und, en samtals nam útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum 230.000 tonnum á fyrstu átta mánuðum ársins.

um miðjan október hófust umfangsmiklar endurbætur á fiskilestum aflaskipsins

víkings aK-100. Kristinn Helga-son, verkstjóri vélaverkstæðis HB granda á Akranesi, segir á heima-

síðu Faxaflóahafna að breytingarn-ar séu gerðar svo skipið skili betra hráefni til vinnslu. Verkið er unnið

af starfsmönnum Þorgeirs og Ellerts hf. og Vélaverkstæðis HB Granda, ásamt undirvertökum.

utvegSBladid.iS » Þ J ó n u S T u M i ð i l l S J Á V a r Ú T V E G S i n S

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 7

AFLANN Í ÖRUGGA HÖFN!

Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er nýupp-gerð og öll hin glæsilegasta.

Stutt í alla þjónustu Varahlutir í skip Slippur Veiðarfærasala Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja Heilsugæsla / Landsspítali Afþreying Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn

Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum hjá FMIS í Reykjavík og á Akranesi, kynntu þér kostina á www.fmis.is

FMIS

FMIS

Page 8: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

dynex togtaugar eru að sanna gildi sitt. Við erum búnir að selja slíkar taugar í rúm 70 skip. Elstu taug-

arnar eru nú orðnar sex ára gamlar og eru enn í notkun. Við erum því búnir að sanna það sem við héld-um, að endingin er alveg fimm ár og meira. Það voru margir hikandi í byrjun því þá var ekki vitað hve lengi þær myndu endast. Sömuleið-is komu upp vandamál með spilvind-ur, þær þoldu taugarnar illa sökum annara krafta sem urðu til þess að þær skemmdust og í sumum tilfell-um illa. Nú liggur það fyrir að Dy-nex taugarnar endast alveg fjórum til fimm sinnum lengur en vírinn, og vandamálin með spilvindurn-ar höfum við leyst í góðu samstarfi við spilframleiðendur og útgerða-menn,“ segir Haraldur Árnason, sölu og markaðsstjóri hjá Hampiðjunni í samtali við útvegsblaðið.

„Að nota Apollo eða Thyboron flottrollshlerana við botntrollsveið-ar er nýung sem er búin að ganga í nokkur ár með góðum árangri en, nú eru menn að byrja að nota Dynex togtaugar með þessari nýju aðferð einnig með mjög góðum árangri. Það hefur sýnt sig að þetta virkar mjög vel saman þar sem hlerarnir eru alltaf frá botni, en í staðinn eru menn með keðjubúnt til að halda trollinu niðri. Að nota Dynex taugar með þessari nýju aðferð léttir veið-arfærin, veiðarfærin festast síður og auðveldara er að losa festur. Þá sparar þessi samsettning olíu og auðveldar veiðarnar á margan ann-an hátt, til dæmis er hægt að nota flottroll líka sem eykur fjölbreytni veiðanna. Það eru nokkur skip kom-in með þessa samsetningu í dag og líkar hún mjög vel. Þetta eru aðal-lega viðskiptavinir okkar erlendis, sem eru með þessa samsetningu og næsta skref hjá okkur er að koma henni á hér heima.

Huginn fyrstur með dynex tog-taugarAnnars er búið að nota Dynex tog-taugar við flottrollið í mörg ár. Fyrsta skipið sem tók þær var Huginn VE, en hann er búinn að vera með þær í sex ár og byrjar sitt sjöunda eftir ára-mótin, en þá vonum við að hann fari að skipta yfir í nýjar! „þetta má ekki endast endalaust“. Stóru uppsjávar-skipin hér í Norður-Atlantshafi eru í meira mæli byrjuð að nota þetta og er áhuginn mjög mikill sérstaklega meðal þeirra norsku útgerða sem eru að smíða nýju frysti- og upp-sjávarskipin. Flest uppsjávarskipin í Færeyjum notast við Dynex tog-taugar og mörg íslensku skipanna líka og hafa gert í mörg ár.

Meðal þeirra nýjunga hjá okkur í Dynex togtaugum er að kápan er nú orðin ásteypt. Vandamálið áður var að ef kápan varð fyrir hnjaski eða slitnaði gat hún runnið eftir tóginu í sitthvora áttina og myndaði þá stóra gúlpa. Það leiddi til þess að öll inn-röðun á spilin varð röng. Nú, þegar kápan er ásteypt, rennur hún ekki til sem er mikil framför. Ef kápan skemmist vegna óhapps kemur bara á hana gat, sem hægt er að laga á mjög einfaldan hátt.

Annað sem má nefna er að í vor tók Hampiðjan Baltic í lithaen í notkun eina stærstu kaðlafléttivél sinnar tegundar í heiminum. Með henni getum við nú framleitt allar algengustu stærðirnar í Dynex tog-taugum í heilli lengd það er að segja engin splæs eru í tóginu. Þannig að til dæmis 3.000 metra löng togtaug er án splæsa, en var með 4-5 splæs-um áður. Þetta er mikið forskot á keppinauta okkar sem hafa ekki slíkan búnað, og ekki síst erum við með sterkari taugar.

Helix Þan-kaðalinnÍ Gloríutrollin okkar höfum við not-að til margra ára Helix-þankaðla. Það nýjasta í þeim er að nú erum við búnir að uppfæra fléttivélarnar okkar til að framleiða Helix-þank-aðlana með þéttari kápu, sem gerir það að verkum að við náum alveg sama styrk og þéttleika í kápuna eins og var í gamla PE/PA-kaðlin-

um, sem menn þekkja mjög vel og er enn notaður. Kápurnar í fyrstu kyn-slóð Helix-þankaðlanna áttu það til að slitna svolítið og var núnings-þolið ekki eins gott og í PE/PA kaðl-inum sem notaður hefur verið í mörg ár í Gloríutrollin okkar með miklum ágætum. Nú erum við búnir að ná sama þéttleika í kápuna og mikið betra núningsþoli eins og gamli PE/PA-kaðallinn var og er.

Meðal þeirra nýunga sem má líka nefna er að kaðallinn kemur frá verksmiðjunni okkar í litháen með tilbúnu auga með hlífðarkápu sem auðveldar alla uppsetningu. Við setjum möskvana síðan saman með dynex-lás, þannig að ef kaðall-inn slitnar, er mjög auðvelt að skipta um hann. Þetta gerir viðhald og við-gerðir við veiðarfærin um borð mun auðveldari. Síðan má ekki gleyma að þessi aðferð að gera splæst auga styrkir kaðalinn til muna því hnútur lækkar stlitstyrk kaðalsins en með þessari aðferð náum við 80-90% af styrk kaðalsins.

dynex dataloks ná nefna nýjung sem við höf-um verið að kynna síðastliðin tvö ár. Það er Dynex Data kapallinn, sem er höfuðlínukapall úr Dynexi sem leysir af hólmi hefðbundin höfuðlínukap-al. Hann hefur auðvitað sömu kosti og Dynex taugarnar, er mun létt-ari en vírinn, hann lendir aldrei inní trollinu, ef of mikill slaki myndast í

hífingu eða þegar snúið er, sem er klárlega kostur. Þá er sendistyrkur-inn meiri í Dynex Data kaplinum en í hefðbundnum vírkapli. Annar kostur sem menn tala um, þá sérstaklega í yfirborðsveiði, er að kapallinn sekk-ur ekki ofan í torfuna eins og vír-kapall gerir, heldur er fyrir ofan torf-una eða nánast í yfirborðinu. Þannig truflar hann ekki veiðina.

Fljótt að borga sig og betri verðHingað til hafa Dynex togtaugar verið verið ansi dýrar. Þær voru fjórum sinnum dýrari á tímabili en togvírinn. Nú hefur fíberinn sem við kaupum frá DSM í Hollandi lækk-að töluvert í verði og við höfum náð mjög góðum samningum við þá. Fyrir vikið er orðið mun ódýrara að kaupa Dynex, sem er nú rétt rúm-lega tvisvar sinnum dýrari en vír en endist fjórum til fimm sinnum leng-ur en vírinn. Þetta er því mjög fljótt að borga sig svo ekki sé talað um sparnað í olíunotkun, sem er klár-lega rúsínan í pylsu endanum. Auk þess má nefna að Dynex togtaugar eru 10 sinnum léttari en vír í lofti og 40 sinnum léttari í sjó. Það munar um minna.

BotntrollVið höfum einnig verið síðari ár með nýjungar í botntrollum, svokölluðum T90 trollum (Hemmer). Þá snúum við netmöskvanum 90 gráður, setj-um hann í raun á hlið. Þannig þarf minna efni í trollið til að ná sama ummáli, því venjulegur möskvi er að opnast um 18% en en í T90 troll-inu opnast hann um 36%. Það ger-ir það að verkum að sama opnun næst í trollið með færri möskvum. Með því að snúa netinu þannig næst bæði betra streymi í gegnum trollið og sömuleiðist verður það léttara í drætti vegna þess að það er efnis-minna og meira streymi í gegnum möskvana. Þessi troll hafa reynst mjög vel og eru mörg skip hér heima að nota þau.

gloríutrollinÞá hafa makríl- og síldarveiðarnar með Gloríutrollunum okkar gengið mjög vel. Stóru partrollin, Gloria 2048

til 2.432 metrar, hafa slegið í gegn og má nefna að nær öll færeysku upp-sjávarskipin eru komin með þau, sem og stór hluti íslensku skipanna. Mak-ríltrollin okkar sem menn nota ein-skipa og eru frá 1.000 metrum upp í 1.800 metra, hafa einnig reynst mjög vel og eru mikið notuð hér heima sem og erlendis. Sömuleiðis hefur sala í karfatrollum og loðnutrollum gengið vel síðustu ár.

ekkert hættir í hlerumÞó Hampiðajn hafi selt Thyboron í Danmörku Poly-Ice hleradeildina, erum við ekkert hættir í hlerum. Við erum með umboð fyrir Thybo-ron og seljum þeirra hlera og Poly-Ice hlerana okkar alls staðar í heim-inum. Eini munurinn er í raun sá að þeir eru nú framleiddir í Danmörku. Hlerarnir voru í langan tíma fram-leiddir á Spáni, en eftir hrun var það ekki lengur hægt vegna falls krónunnar. Þá fluttum við smíðina heim, en með aukinni samkeppni með miklum verðlækkunum keppi-nauta okkar var það ekki hægt leng-ur. Þess vegna var ákveðið að selja Poly-Ice framleiðsluna til Thyboron, en Hampiðjan er söluaðili á bæði Poly-Ice og Thyboron hlerum hér heima sem og erlendis. Þetta hefur í för með sér breiðara vöruval í tog-hlerum en Thyboron er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimin-um í smíði toghlera. Samstrafið hef-ur gengið einstaklega vel í alla staði.

Nýja húsið okkar og frábært starfsfólk.Hér heima framleiðum við öll veið-arfæri, botntroll og flottroll og næt-ur. Við erum með mjög góða aðstöðu til að setja upp bæði nætur og troll hér í nýja húsinu okkar, en öll efnin í veiðarfærin eru framleidd í verk-smiðju okkar í litháen. Eftir að við fluttum hingað á Skarfabakk-ann er orðin mikil breyting að vera komnir með alla starfsemina á einn stað. Vinnuaðstaðan er mikið betri og léttari fyrir starfsfólk okkar. Við vorum á fjórum stöðum áður á höf-uðborgarsvæðinu og með verkstæði á Akranesi svo það er algjör bylting að fá alla starfsemina á einn stað. Ekki má gleyma að Hampiðjan hef-ur yfir að ráða frábærum mannskap sem kann sitt fag, og erum við hér svo heppnir að starfsaldur er hár, menn vinna lengi hjá okkur sem er mikill styrkur fyrir fyritækið og við-skiptavini okkar.

aðrir markaðirVið erum líka að framleiða mikið af Dynex ofurköðlum fyrir olíuiðnað-inn. Hátt í 25% af veltu Hampiðj-unnar fer í sölu inn í þann iðnað, en það eru Dynex ofurkaðlar og alls-konar sérlausnir sem eru notuð við bergmálsmælingar á jarðlögum á hafsbotni, en þá er flókinn og þung-ur búnaður dreginn yfir svæðin sem mæld eru. Sömuleiðis framleiðum við ýmis konar lyftibúnað fyrir gríð-arstór olíurigg sem komið er fyrir á hafsbotni. Þar kemur styrkur og léttleiki Dynex ofurkaðla að góðum notum, en Dynex ofurkaðlar eru í meira mæli að leysa af hólmi vír og keðjur.

Áður fyrr var starfsemi Hampiðj-unnar einskorðuð við sjávarútveg-inn, en á síðustu tveimur áratug-um hefur verið skotið fleiri stoðum undir reksturinn. Fyrir vikið er stað-an sterkari með fleiri mörkuðum og vörutegundum, en sjávarútvegurinn er ennþá okkar stærsti og tryggasti markaður,“ segir Haraldur Árnason.

8 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

70 skip með Dynex togtaugarDynex ofurkaðlar hafa slegið í gegn í olíuiðnaðinum og Dynex togtaugar hafa sannað gildi sitt í sjávarúvegi:

»Haraldur Árnason, sölu- og markaðsstjóri hjá Hampiðjunni er ánægður með ganginn í sölu á dynex ofurtóginu og togtaugunum. MynD Hjörtur GíSLASon

Page 9: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Föstudagurinn 9. nóvember 09:00-10:30

Málstofa A3 | Heimsframboð helstu botnfisktegunda Málstofustjóri: Alda Möller

Lúðvík Börkur Jónsson

Yimin Ye

Helgi Anton Eiríksson

Óskar Sigmundsson

Málstofa B3 | Framboð samkeppnistegunda upp sjávar fiska í N-Atlantshafi

Þorsteinn Sigurðsson

Teitur Gylfason

Andrew Mallison

Föstudagurinn 9. nóvember 11:00-12:45

Fisheries management and harvesting in Iceland and the EU

Bernhard Friess

, Pétur H. Pálsson

12:45 Conference closes

Föstudagurinn 9. nóvember 13:00

Hluthafafundur Sjávarútvegs ráðstefnunnar ehf.

HORFT TIL FRAMTÍÐAR

2012

Grand Hótel Reykjavík 8.– 9. nóvemberSkráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

Fimmtudagurinn 8. nóvember 10:00-12:00

Íslenskur sjávarútvegur

Kristján Hjaltason

Jóhann SigurjónssonAnna Karlsdóttir

Hjálmar Sigþórsson

Fimmtudagurinn 8. nóvember 13:30-15:00

Málstofa A1 | Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf?

Terje E. MartinussenGuðmundur Kristjánsson

Friðrik Pálsson

Málstofa B1 | Framtíðartækifæri í fiskeldi

Höskuldur Steinarsson

Steindór SigurgeirssonSjöfn Sigurgísladóttir

Sarah Helyar

Fimmtudagurinn 8. nóvember 15:30-17:00

Málstofa A2 | Allt hráefni á land?Málstofustjóri: Ólöf Ýr Lárusdóttir

Sigurjón Arason

Haukur Már Gestsson

Hjörtur Gíslason

Hólmfríður Sveinsdóttir

Málstofa B2 | Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi?

Lárus Ásgeirsson

Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson

Magnús B. Jónsson

Guðbjörg Glóð LogadóttirArnar Jónsson

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012

S T Æ R S T I V E T T V A N G U R A L L R A S E M S T A R F A Í S J Á V A R Ú T V E G I N U M

9:00 Afhending gagna

Málstofa A: Gullteigur Málstofa B: Hvammur

15:00-15:30 Kaffi

15:00-15:30 Kaffi

12:00-13:30 Matur

17:30-19:00 Móttaka

17:30-19:00 Móttaka

10:30-11:00 Kaffi

10:30-11:00 Kaffi

Page 10: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Það sem við erum að vinna með núna eru stýranlegir hlerar. Við sjáum framtíð-ina þannig fyrir okkur að

hlerunum verði stjórnað úr brúnni þannig að skipstjórinn ákveði hvað hann vilji fá mikið hlerabil og hvar hann staðsetur trollið í sjónum, á stjórn- eða bakborða og hversu djúpt hann vill hafa það, í yfirborðinu eða dýpra. Með þessu er hvort tveggja í senn hægt að auka veiðihæfni troll-ins og spara mikla orku,“ segir Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar togbúnaðar í samtali við út-vegsblaðið.

„Þetta er verkefni sem við erum búnir að vinna að í rúm þrjú ár og erum loksins komnir það langt að við erum búnir að prufa líkan í veið-arfæratankinum í miðstöðinni í Hirtshals og það reyndist mjög vel. Við vorum með skipstjóra með okk-ur þegar við vorum þarna frá Hol-landi, Noregi og Íslandi. Þeir voru mjög hrifnir af því að sjá hvernig við gátum fært hlerana til. Þetta byggist á því að stjórna sjóflæðinu í gegnum hlerana. Hlerinn er byggður upp á þremur vængjum og stór hluti þeirra er stjórnanlegur. Við getum stjórnað stöðu vængjanna og hleypt ákveðnu magni af sjó í gegnum hler-ana. Ef við opnum þá eins og hægt er flæðir mikill sjór í gegn og hlerinn missir kraft og skverar ekki, ef við lokum honum svo eykst krafturinn og hlerinn skverar meira.

Sjálfstæð stjórnunHlerinn er hannaður þannig að hægt era ð stjórna efri og neðri hluta sjálf-stætt hvorum fyrir sig. Þannig get-um við fært hlerana upp og niður. Við erum með vélbúnað í hlerunum sem eru knúnir af rafhlöðu sem í þeim er. Við erum þessa dagana að smíða fjögurra fermetra hlera, sem eiga að fara í prufu á Árna Friðriks-syni, vonandi í nóvember eða des-ember á þessu ári. Við verðum með kapal í því tilfelli til að gefa skip-unina um opnunina á hlerunum en í framtíðinni verður þeim stjórnað þráðlaust og hægt verður að fá svör-un frá hlerunum sjálfum. Við erum að vinna í þeirra lausn. Í dag er hægt að sjá allar hreyfingar á hlerunum í gegnum þá nema sem eru á troll-inu.“

Nýtist einnig við olíuleitEn hvað er unnið með þessu?

„Þetta eru fjarstýranlegir hlerar sem hægt er að beita nánast eins og menn vilja. Nú sjá menn fiskitorf-urnar fyrir framan sig og með nýju hlerunum getur skipstjórinn keyrt að torfunni með lítið hlerabil til að spara orku. Þegar þeir nálgast torf-una skvera þeir svo út og galopna trollið og gleypa torfuna. Með þessu er hægt að gera togveiðar hag-kvæmari, auka veiðihæfni trollsins og spara gífurlega mikla orku í leið-inni og draga úr olíunotkun.

Þeir sem hafa sýnt þessum stýr-anlegu hlerum mestan áhuga er skipstjórarnir sem eru á flottrolls-veiðum. Þeir hafa reynslu af því að vera að toga á móti miklum straum, sem leiðir til þess að hlerabilið verð-

ur alltof mikið og viðnámið eykst og þar með olíueyðslan, en afl-inn kannski sá sami. Svo snúa þeir kannski og toga undan straumnum en þá verður hlerabilið of lítið. Með stýranlegu hlerunum verður þessi vandi úr sögunni.

En þessi hugmynd á ekki aðeins við um fiskveiðar, heldur nýtist hún einnig mjög vel við rannsóknir og ol-íuleit. Þar eru mjög stór og öflug skip að draga mjög stóra hlera og alls kyns mælibúnað þar fyrir aftan. Stýranleg-ir hlerar myndu nýtast mjög vel þar.

Við höfum notið góðs fjárhags stuðnings frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Tækniþróunarsjóði við þetta verkefni. Við erum þakklátir fyrir þann góða stuðning við verk-efnið. Við erum komnir langleiðina. Hlerinn er að virka og verið að vinna

að rafbúnaðinum. Við erum því komnir það langt að hugmyndin er í einkaleyfisferli,“ segir Atli Már.

Hlerar af öllum stærðum og gerðumVið erum í öllum stærðum og gerð-um af hlerum. Við vorum að smíða 0,7 fermetra flottrollshlera í Portú-gal um daginn fyrir útgerð á Írlandi og það er sennilega minnsta parið sem við höfum smíðað en stærsta parið er 16 fermetrar, flottrollshler-ar fyrir norska útgerð. Grunnhönn-unin er ný og við höfum lagt mesta áherslu á hlera, sem skvera án þess að þurfa botnviðnám. Þeir eru þá í hærri kantinum en hefðbundn-ir botnhlerar og við erum með þá í fimm mismunandi útfærslum, eft-ir því hvað hentar hverju markaðs-

svæði. Við erum með hlera, sem eru í raun flottrollshlerar, en útbúnir til þess að geta farið niður á botn og eru notaðir við botntroll. Þeim er þá stjórnað þannig að þeir eru bara rétt fyrir ofan botninn. Það hafa orðið miklar framfarir í rafeindabúnaði fyrir togveiðar og því geta skipstjór-arnir stjórnað hlerunum miklu betur og geta haft þá eins og þeir vilja.”

Hvað með notkun á hlerunum frá ykkur hér heima?

„Vestmannaey er til dæmis með par af Hercules hlerum frá okkur og þeir nota þá að mestu án botnvið-náms og stjórna fjarlægð hleranna frá botni miðað við hvaða veiðar og á hvaða dýpi þeir eru að vinna. Við erum með mörg pör af hlerum í gangi hér heima. Meðal annars með Nep-túnus botnhlera á Björgúlfi, Björg-

10 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Aukin veiðihæfni og minni kostnaðurPólar togbúnaður er að setja á markað fjarstýranlega toghlera og umsókn um einkaleyfi komin í ferli:

»atli Már Jósafatsson kynnir gestum á síðustu sjávarútvegssýningu þær nýjungar, sem Polar togbúnaður bjóða upp á.

Page 11: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 11

Aukin veiðihæfni og minni kostnaður

vin, Frera, Gullberginu, Múlaberginu, Sigurbjörginni, Sturlaugi H Böðvars-syni og Vigra. Júpiter flottrollshler-anir okkar hafa komið mjög vel út á makríl veiðum hjá Oddeyrinni, Frera, Frosta, Fróða, Málmey, Sigurbjörg-inni, Vestra, Vigra og Árna Friðriks-syni. Beta og Geysir eru með Júpiter hw hlera við veiðar í Afríku og þar eru einnig nokkrir rússneskir togarar með Júpiter hlera,“ segir Atli.

Mikil sala til texas og MadagaskarEn það er meira í gangi en þessi gagnmerka hönnun.

„Þó við einbeitum okkur að hlerasmíði eru við að selja margt annað. Við erum að selja töluvert af járnavöru, togvírum og flottroll frá rússlandi gengur bara nokkuð vel með þau. rússarnir kunna aldeilis að hanna og setja upp flottroll. Við smíðum svo hefðbundna hlera hér heima og gerum það líka í Portú-gal, Argentínu og í Bangladesh, en

þar erum við í samvinnu við Dani, sem eru þar í útrás. Við smíðum einnig töluvert af hlerum í Kína og er starfsemin í þessum löndum sniðin að þörfum útgerðarinnar á þeim svæðum. Í Kína smíðum við til dæmis fyrir Asíu, Austur-rúss-land og fyrir Nýja Sjáland og mikið af litlum hlerum fyrir rækjubátana í Texas. Við erum búnir að selja hátt í 300 pör af eins og hálfs til tveggja fermetra rækjuhlerum, sem eru smíðaðir í Kína. Við erum svo komn-ir víðar inn því á þessu ári höfum við selt hátt í 50 pör til Madagaskar, við erum núna að smíða í Kína átta pör fyrir Marokkó, allt litla hlera. Þetta er flott smíði hjá Kínverjunum og á því verði sem þeir framleiða hler-ana getum við komist inn á markaði sem við kæmumst ekki með smíði hér á landi.

Við höfum lítið flutt út af hlerum héðan, en erum þá að horfa á nálæg svæði eins og Noreg,” segir Atli Már Jósafatsson.

Í Kína smíðum við til dæmis fyrir Asíu, Austur-rúss-land og fyrir Nýja Sjáland og mikið af litlum hlerum fyrir rækjubátana í Texas. Við erum búnir að selja hátt í 300 pör af eins og hálfs til tveggja fermetra rækjuhlerum, sem eru smíðaðir í Kína.

SÍMI: 561 5760 - FAX: 561 5665 - FISKISLÓÐ 49 - 51 - 101 REYKJAVÍKwww.hlerar.is - email: [email protected]

utvegSBladid.iS

Page 12: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

12 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Ekki skorti varnaðar-orðin þegar frumvarpið um veiðigjöldin var til umfjöll-unar á Alþingi. um 90 aðilar, sveitarfélög, félagasamtök, bankar, hagsmunafélög og

sérfræðihópar sendu atvinnuveganefnd umsagnir um bæði frumvörpin, sem fram komu í haust. Nánast allir þessir aðilar vör-uðu alvarlega við afleiðingum frumvarps-ins um veiðigjöldin, yrði það að veruleika. Ekkert tillit var tekið til þessara viðvar-ana, jafnvel þó þær kæmu frá sérfræðing-um sem stjórnvöld skipuðu sjálf. Í fyrstu grein frumvarps til laga um stjórnun fisk-veiða, sem var lagt fram í vor samhliða veiðigjaldafrumvarpinu, segir meðal ann-ars að markmið þeirra sé að stuðla að far-sælli samfélagsþróun með hagsmuni kom-andi kynslóða að leiðarljósi, að treysta atvinnu og byggð í landinu, að hámarka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlind-inni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlinda-rentu og að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrar-umhverfi.

Hvernig sem reynt er er ómögulegt að sjá að lögin um veiðigjöldin samræmist þessum markmiðum. Það getur ekki talist farsæl samfélagsþróun að raska afkomu-grundvelli sjávarbyggðanna með óhóf-legri skattheimtu, það getur heldur ekki talist vænlegt til að treysta atvinnu og byggð í landinu að skattleggja helsta at-vinnuveg landsbyggðarinnar með þess-

FréttaSKýriNg

innheimta sérstaks veiðigjalds hrekur fyrirtæki úr útgerð og neyðir þau til að leigja frá sér heimildir:

Lamandi landsbyggðarskatturNú hafa útgerðarfyrirtækin fengið álagningarseðla vegna sér-staks veiðigjalds og er eðlilega ekki skemmt. Fyrirsjáanlegar af-leiðingar koma strax í ljós. Stjórnendur útgerðarfyrirtækja ákveða ýmist að hætta rekstrinum og selja heimildir sínar eða leigja þær frá sér í stórum stíl til að eiga fyrir reikningnum, sem er á eindaga í desember. Það er sama hvar borið er niður, hjá einstaklingsút-gerðum, smærri útgerðum eða stærri. Niðurstaðan er alls staðar sú sama. gjaldið er alltof hátt og auk þess ranglega reiknað út. Það leiðir strax til mikilla þrenginga sem valda því að þeir, sem lakar standa selja frá sér heimildirnar og þeir fáu stóru eru þeir einu, sem geta keypt. afleiðingin er enn frekari samþjöppun aflaheimilda og veiking þeirra byggðarlaga sem byggt hafa afkomu sína á sjávarút-vegi. Þá má benda á að leiguverð á þorski lækkaði umtalsvert þegar reikningarnir bárust viðtakendum.

benóný benónýsson:

Drepur smáútgerðirnar„Viðbótargjaldið drepur alveg niður svona smá útgerðir eins og hjá okkur. Gjaldið sem fyrir var var alveg nóg. Við höfum ekki lengur efni á að gera út, þegar þetta sérstaka veiðigjald er komið á. reikningurinn sem við fengum nú í haust var mjög hár á okkar mælikvarða því við erum með svo lítinn kvóta, bara um 250 þorskígildistonn,“ segir benóný benónýsson, útgerðarmaður og eigandi Port-lands í Vestmannaeyjum.

„Maður hefur rétt náð að halda þessu á núll-inu og skapa sér vinnu með þessu í gegnum árin. Það hefur aldrei verið neinn afgangur til að gera neitt, varla til að skvera bátinn og mála. Þessu er einfaldlega sjálfhætt og við erum ákveðnir í að selja ef einhver vill kaupa, sem við það ræður. Það gengur ekki að safna skuld-um á útgerðina.

Ég er reyndar að hætta í þessu hvort eða er, búinn að vera í útgerð síðan 1970. Strákarnir mínir eru að mestu teknir við þessu, en þeir eru alveg sammála því að selja þetta núna. Það er búið að stuðla að þessu að undanförnu með auknum gjöldum sem hafa verið lögð á útgerð-ina. Kostnaðurinn hefur stöðugt verið að aukast og stöðugar kvótaskerðingar verið í gegnum árin, þó það hafi verið smá aukning í þorskinum núna. Tímabil skerðinga hefur staðið svo lengi yfir og svo loks þegar eitthvað á að koma til baka, rennur það bara í einhverja potta. Maður var að reyna að hanga á þessu meðan maður hélt að kvótinn myndi aukast eitthvað, en það er ekkert útlit fyrir að þeir sem hafa orðið fyrir skerðingu fái neitt til baka þrátt fyrir kvóta-aukningu.

Þetta er svo sannarlega ekki til að styrkja byggðir landsins og viðhalda smærri útgerðum. Það stefnir allt í að það verði bara fá stór fyrirtæki í þessu á hverjum stað og þeir smærri hætti. Manni skilst það á fleiri smærri útgerðar-mönnum þetta komi mjög illa við þá. Þetta sérstaka veiðigjald drepur einstak-lingsútgerðirnar niður,“ segir benóný.

um hætti og loks getur það ekki talist hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi að megnið af hagnaði útgerðarinnar sé tekið beint í ríkiskassann.

lögin um veiðigjöldin eru í hreinni þversögn við þessi markmið. Það geta varla verið markmið stjórnvalda að knýja útgerðarfyrirtæki til að hætta rekstri og selja aflahlutdeildir sínar, þar sem þau standa ekki undir skattlagningunni. Það getur heldur varla verið markmiðið að knýja þær til að leiga frá sér heimildir til að eiga fyrir reikningnum.

Skapa 1.000 bein störf í sjávarútvegiTökum dæmi um byggðarlag eins og Grindavík. Í umsögn bæjarstjórnar Grinda-víkur um veiðigjaldafrumvarpið segir meðal annars svo: „Sjávarútvegsfyrir-tækin í Grindavík skapa um 1.000 bein störf við veiðar og vinnslu á Íslandi, sem eru álíka mörg störf og eru í áliðnaði á Ís-landi. Varlega áætlað hleypur fjöldi af-leiddra starfa sem sjávarútvegur í Grinda-vík skapar á fleiri hundruðum. Þessi störf eru mönnuð starfsmönnum sem búa um allt land. Áhrif sjávarútvegs í Grindavík ná því víða.“ Og „Búast má við að stórauk-in gjaldheimta af sjávarútvegsfélögunum leiði til þess að fyrirtækin reyni að draga úr kostnaði annarsstaðar, m.a. með því að endursemja við sjómenn og annað starfs-fólk, fækka stöðugildum og draga úr þjón-ustukaupum. lækkun á launakostnaði fyrirtækjanna og minnkandi þjónustu-kaupum mun skila sér í enn frekari lækkun útsvarsstofns Grindavíkurbæjar og sam-drætti í tekjum hafnarinnar.“

Í raun má taka Grindavík sem sam-nefnara fyrir sjávarbyggðir landsins. Þeg-

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Page 13: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 13

„Auðvitað kemur þetta gjald ekki vel við okkur frekar en aðra. Það er líka verst að þeir skuli vera að dengja þessu á mann án þess að vera búnir að útfæra það á nokk-urn hátt. Þessi litla útgerð okkar hérna í Grímsey þarf að punga út með um 28 milljónir króna fyr-ir um 800 þorskígildi. Maður er ekkert bjartur þessa dagana,“ sagði Gylfi Gunnarsson útgerð-armaður og skipstjóri í Grímsey, þegar útvegsblaðið heyrði í hon-um úti á sjó í vikunni.

Gylfi rekur ásamt öðrum út-gerðarfélagið Sigurbjörn í Gríms-ey og gerir það úr þrjá báta, Þor-leif, Konráð og Nunna. „Við höfum keypt megnið af okkar aflaheim-ildum, við fengum þær ekki á neinu silfurfati. Okkur var ekki fært neitt, heldur hirt af okkur. Við eigum ekki fyrir svona reikningi, allra síst eins og útlitið er á þessu öllu saman. Margfalda á okkur álögurnar og hirða af manni kvótann á sama tíma og við erum að reyna að halda uppi vinnu í eyjunni. Auk þess er hrun á öllum saltfiskmörkuðum. Ég veit ekki hvernig í andskotanum þessir fyrirhyggju postular þarna í reykjavík ætla að koma þessu fyrir. Ég held þeir hugsi bara um að halda hinni þjóðinni góðri, þessari sem býr í borginni. Það eru tvær þjóðir í landinu, önnur sem situr við kjötkatlana

í reykjavík og hreyfir enga vöðva í líkamanum nema hringvöðvana og svo við hin, þessir ræflar sem erum úti á landi að reyna að gera eitthvað.

Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni, ef við ætlum að borga reikninginn, en að leigja frá okk-ur heimildir. Hvernig sem það fer svo. Það verða ábyggilega margir sem þurfa að gera það sem ætla sér ekki hreinlega að ganga frá þessu, hætta þessu. Þá lækkar náttúrlega verðið á þessu.

Það er svo fáránlega vitlaust að vera að setja á svona álögur án þess að það sé nokkuð útfært og ekkert hugað að afleiðingunum. Þetta er hreinlega dauðadóm-

ur yfir mörgum útgerðum. Ég get ekki með neinu móti séð hvernig menn fá það út að þetta geti komið lands-byggðinni vel. Það er alveg fáránlegt hvelvíti og hlýtur að þurfa alveg sérstaka snillinga til að geta fundið það út. Það er verið að leggja á þetta litla samfélag í Gríms-ey um milljón á hvern íbúa í svona gjöld. Þetta kippir grundvellinum undan útgerð héðan og um leið búsetu í eyjunni. Við förum ekkert að keyra leigubíla eða selja hvort öðru pylsur eða ís. Það er alveg fyrirsjáanlegt að byggð í Grímsey leggst af ef þetta gengur eftir,“ segir Gylfi Gunnarsson.

Gylfi Gunnarsson:

Grundvöllur fyrir búsetu brostinn

» FraMHald Á næSTu oPnu

innheimta sérstaks veiðigjalds hrekur fyrirtæki úr útgerð og neyðir þau til að leigja frá sér heimildir:

grindavík:„Ekki er samræmi milli mark-miða frumvarpanna og ein-stakra ákvæða eins og rakið hefur verið í umsögninni. að mati bæjarráðs felst í frum-vörpunum fyrst og fremst umtalsverð aukin gjaldheimta á fyrirtæki og samfélög á landsbyggðinni. Gjaldheimta sem er í algerri andstöðu við markmið um að efla byggð og atvinnu í landinu og skilar líklega engu öðru en að flytja byggðavanda milli svæða.“

langanesbyggð„Sveitarstjórn langanesbyggð-ar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegs-ráðherra um veiðigjöld. Er ein-sýnt að verði frumvarpið sam-þykkt í óbreyttri mynd mun það hafa veruleg neikvæð áhrif á atvinnuþróun í langanesbyggð sem og öðrum byggðum lands-ins sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Það er mat langa-

nesbyggðar að sú gríðarlega skattheimta sem frumvarpið boðar muni á skömmu tíma lama íslenskan sjárvarút-veg og nánast þurrka út í einu vetfangi þá hagræð-

ingu sem hefur náðst í greininni á undanförnum árum og áratugum, hag-

ræðingu sem hefur kostað landsbyggðina mikið.“

Lamandi landsbyggðarskatturHornafjörður:„Það er mat bæjarráðs Horna-fjarðar að ekki séu forsendur fyrir því að samþykkja núgild-andi frumvörp óbreytt.Taka þarf mál 657 um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða til gagngerrar endurskoðunar og sníða af því þá verulegu meinbugi sem eru á frumvarpinu. Þá þarf að koma til veruleg lækkun á veiðigjaldi eins og það er kynnt í máli nr. 658 um frumvarp til laga um veiðigjöld. óbreytt lamar það fjárfestingu í sjávarútvegi, kæfir nýsköpun og framþróun greinarinnar og þar með þær byggðir sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi.“

Byggðastofnun: „Hvað varðar frumvarp til laga um veiðigjöld er rétt að taka fram að

álagning veiðigjalda mun hafa áhrif á greiðslugetu útgerða og veðhæfni eigna þeirra,

en ekki hefur verið lagt mat á afleiðingarnar. Ætla má að gjaldið hafi áhrif á möguleika

minni sjávarútvegsfyrirtækja til lánsfjáröflunar, má í því sambandi benda á að skv. 12.

gr. frv. er gert ráð fyrir að álagt veiðigjald njóti lögveðréttar í viðkomandi skipi, og gangi

þannig framar samningsveðkröfum í veðröð. Færa má fyrir því rök að veiðigjöld séu

landsbyggðarskattur, enda stór hluti aflaheimilda bundinn fyrirtækjum þar.“

ar megnið af hagnaði fyrirtækja sem bera uppi atvinnulífið á staðnum er gert upp-tækt í ríkissjóð, lamar það starfsemi fyr-irtækjanna og dregur um leið máttinn úr bæjarfélaginu vegna minni umsvifa fyrir-tækjanna. Þetta fé mun ekki skila sér aft-ur til staðanna sem leggja ríkissjóði það til. Hið sérstaka veiðigjald er lamandi lands-byggðarskattur.

Fjármagnsþörfin vanmetinEnginn vafi virðist á því að gjaldið sé of hátt og leggist af mjög mismiklum þunga á útgerðarfyrirtækin, bæði eftir útgerð-arflokkum og fjárhagslegri stöðu þeirra. Í fjölmörgum athugasemdum við frum-varpið kom það fram að fjármagnsþörf útgerðarinnar væri vanmetin og allt of hátt hlutfall reiknaðs hagnaðar yrði af henni tekin. Þetta kemur skýrt fram í áliti sérfræðihóps sem sjávarútvegs-ráðuneytið skipaði: „Mat frumvarpsins á fjármagnsþörf er vanmat á raunveru-legri fjármagnsþörf í veiðum og vinnslu. Þetta vanmat leiðir til ranglega metinn-ar auðlindarentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Mat frum-varpsins á fjármagnskostnaði virðist til-viljanakennt. Betur hefði farið á því að fjármagnsþörf yrði metin af sérfræðing-um á grundvelli markaðsgagna, eins og gert er fyrir flutning og dreifingu á raf-magni, samkvæmt raforkulögum.“

Þetta kom einnig fram hjá endurskoð-unarfyrirtækjum, bönkum og bæjarfélög-um um allt land. Ekkert tillit var til þessa tekið, þegar upp var staðið.

Búast má við að stóraukin gjaldheimta af sjávarútvegs-félögunum leiði til þess að fyrir-tækin reyni að draga úr kostnaði annarsstaðar, m.a. með því að endursemja við sjómenn og annað starfsfólk, fækka stöðugild-um og draga úr þjónustukaupum.

Page 14: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

14 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

rangur mælikvarðiAnnað sem harðlega hefur verið gagnrýnt er hvernig þorskígildis-stuðlar ráðuneytisins eru notaðir við álagningu gjaldsins. Þeir taka mið af því hvert verðmæti tegund-anna er, en ekki hvaða framlegð er úr veiðum á hverri tegund fyrir sig. Sumar tegundir borgar sig hrein-lega ekki að veiða og séu einhverj-ar heimildir ekki nýttar, verður samt að borga af þeim. Sérfræði-hópurinn sagði svo um það mál: „Bæði almennt og sérstakt veiði-gjald er lagt flatt sem föst krónu-tala á þorskígildiskíló. Eini breyti-leikinn felst í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfisk-veiðar og uppsjávarveiðar. Mikill munur er hins vegar á afkomu út-gerðarflokka innan hvors flokks fyrir sig. Sérstaklega á þetta við botnfiskveiðar. Flöt álagning gæti leitt til þess að sérhæfing í veið-um yrði erfið ef afkoma afmark-aðra útgerðarflokka sveiflast úr takti við almenna afkomu í grein-inni. Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisk-tegunda. ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim.“

Niðurstaðan virðist nokkuð skýr. Nánast allt sem varað var við er komið fram. Ekkert tillit var tekið til varnaðarorðanna og veiði-gjöldin keyrð í gegnum Alþingi. Svo virðist að þeir sem ferðinni réðu, hafi annað hvort ekki gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna, eða verið sama um þær. Hvort tveggja er jafnslæmt.

er leið út úr ógöngunum?En er einhver leið út úr ógöngun-um, sem stjórnvöld eru að koma undirstöðuatvinnugrein þjóðar-innar í? Jú, þessa skattheimtu er auðvitað hægt að leiðrétta síðar

verði til þess vilji á Alþingi. En er hægt að vinda ofan af þessu nú í haust, þegar búið er að gera ráð fyrir þessum tekjum til ríkissjóðs á fjárlögum næsta ár, sem Alþingi er nú að ræða? Það er spurning sem vert er að spyrja sig. Samkvæmt lögunum um veiðigjaldið hefur ráðherra atvinnuveganna skipað nefnd sem skal „gera tillögur um lækkun sérstaks veiðigjalds eða undanþágur frá greiðsluskyldu þess, sbr. 3. mgr. 9. gr. Nefndin skal skipuð mönnum sem hafa þekkingu á sviði hagfræði, sjáv-arútvegsmála og reikningshalds.“ Svaða svigrúm nefndin hefur til að leggja til lækkun liggur ekki alveg ljóst fyrir, því henni ber að fara að lögunum um veiðigjaldið, en þar er kveðið nokkuð skýrt á um það hvernig gjaldið skuli ákvarð-að og hefur það þegar verið gert fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hennar er því að meta gjaldtök-una fyrir næsta fiskveiðiár. Hugs-anlega getur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að endurreikna beri þorskígildisstuðla til lækkun-ar og jafnframt að fjármagnsþörf útgerðarinnar verði endurmetin til lækkunar. En í ljósi þess sem á undan er gengið verður það að telj-ast ólíklegt að gjaldið verði lækkað, jafnvel þó nefndin kynni að leggja það til. Það hefur ekki verið vinnu-regla hjá ríkisstjórninni að taka til-lit til ábendinga um annað en það, sem henni hentar.

Sigurður Viggósson:

atlaga að landsbyggðinni„Sérstaka veiðigjaldið kemur illa við okkur eins og aðra. Þetta er einfaldlega auka skattlagning, sem tekur mjög stóran hluta af hagnaði okkar, því miður. Við þurfum að skera niður kostn-að þó ekki hafi verið tekin endanlega ákvörðun um með hvaða hætti það verður. Það ræðst á næstu vikum og mánuðum, en það verður ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Við leit-um bara leiða til að hagræða til að eiga fyrir þessu,“ segir Sig-urður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði. „Þetta mun veikja aðalatvinnuveg lands-byggðarinnar verulega. Þessi skattur er ein atlagan enn að landsbyggðinni eins og margbúið er að koma fram. Það er hægt að sækja um einhverjar endur-greiðslur vegna kostnaðar við kvóta-kaup, en maður veit aldrei hvernig því verður svarað. Ég vona að við þurfum hvorki að leigja frá okkur aflaheimildir né selja til að standa undir þessu, en allar fjárfestingar verða settar á bið og maður verður bara að þrauka þennan erfiða tíma sem er af mannavöldum. Draga úr kostnaði og fjárfestingum og þrauka þó mikil óvissa sé framundan.

Ég trúi því ekki að svona skattglöð ríkisstjórn verði við völd að þessari genginni. Menn hljóta að átta sig á því að það er ekki hægt að leggja svona mikið á eina atvinnugrein. Ég held að menn muni sjá það fyrr en síðar að svona skattlagning stenst ekki. Maður veit ekki um lögmæti gagnvart stjórnarskrá en það verður eins og annað að koma í ljós. Það getur ekki verið líklegt að ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður skipuð muni ganga svona hart að þessum atvinnuvegi og landsbyggðinni.“

En hvers vegna er verið að ganga svona hart að sjávarútveg-inum?

Ég held að stjórnvöld ein geti svarað því. Kannski er það vegna þess að valdahlutfallið í landinu er að breytast. Völdin hafa færst svo mikið á þéttbýlið að menn sú að sjá tækifæri til þess að leggja skatta á þá sem ekki eru nálægt sér, eins og oft er gert. Því miður held ég að þetta sé þannig að völdin í þjóðfélag-inu séu öll komin til reykjavíkur og þar líti menn bara á sjávar-útveginn og landsbyggðina eins og nýlendu til að framleiða fyrir sig peninga. Þetta er eins og á miðöldum þegar Íslendingar voru í því hlutverki útvega Dönum fjármuni. nú er það höfuðborgin en ekki danski kóngurinn,“ segir Sigurður Viggósson.

Eiríkur tómasson:

Vá fyrir dyrum„Það getur ekki verið að ríkisstjórnin hafi hugsað hverjar af-leiðingar margfaldaðs veiðigjalds yrðu. Það er tekið út úr flest-um fyrirtækjum allt lausafé, sem myndast í rekstrinum, og í mörgum tilfellum langt umfram það. Fjárfesting í greininni mun almennt hrynja á skömmum tíma. Skatttekjur ríkissjóðs munu ekki vaxa til lengri tíma vegna samdráttar, sem er óhjákvæmileg afleiðing,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf í Grindavík.

„Ég hef heyrt það á mörgum smærri aðilum, einyrkjum, að þeir muni ekki geta borgað veiðigjaldið, þrátt fyrir að þeir njóti þess margir að fyrstu 30 tonnin eru skattfrjáls og næstu 70 tonnin eru skattlögð að hálfu. Þeir eru, eins og yfirleitt allir í sjávarútvegi, forviða yfir því að skattlagning svokallaðs „umfram-hagnaðar auðlindarinnar“, auðlindarenta er fínna orð sem einnig er notað, nái ekki til þeirra sem veiða í strandveiðikerfinu. um-ræddir aðilar sem nú stunda strandveiðar seldu sinn kvóta fyrir milljónir veiða nú við hlið þeirra sem keyptu. Þessir einstakling-ar, taka sér gjarnan frí frá annarri vinnu til að stunda veiðarnar. Ekki er nóg með að þeir hafi selt fyrir milljónir heldur eru þeir auk þess undanþegnir þeim ofurskatti sem nú er lagður á þá sem stunda útgerð sér til lífsviðurværis.

Það kom fram í erindi Þorvarðar Gunnarssonar frá Deloitte á aðalfundi Samtaka Fiskvinnslustöðva að einyrkjar og útgerðir án vinnslu eigi sér vart viðreisnar von eftir að skattlagningin er komin á. Fyrirtæki sem stunda bæði útgerð og vinnslu bol-fisks muni eiga erfitt með að greiða gjaldið, og geti ekki endur-nýjað skip og búnað, og að fyrirtæki í blönduðum rekstri bolfisks og uppsjávarfisks þoli gjaldið að einhverju leyti, en það verður að líta til þess að sá rekstur er mjög sveiflukenndur og nú hefur verið góðæri þar, segir Eiríkur.

Hvernig snýr þetta beint að ykkur?„Hjá okkur er þetta þannig að við höfum endurnýjað flot-

ann með endurbyggingum og lagfæringum á gömlum skipum. Við höfum einbeitt okkur að því undanfarin 15 ár að auka veiði-heimildir með kaupum til að styrkja grundvöll fyrirtækisins. Það leiddi af sér skuldsetningu, sem hefur náðst að greiða verulega niður síðustu 7 árin. Þetta hefur verið gert í samræmi við lög sem sett voru 1990, af sama fólki og nú leiðir ríkisstjórnina í árásum á sjávarútveginn. nú er svo komið að veruleg fjárfestingarþörf er í skipunum. upphæðin, sem okkur er nú gert að borga, er það há hver tvö ár að hún jafngildir nývirði fullkomins línubáts. Þetta er svona svipað og við tækjum ákvörðun um smíði á nýjum línubát, sem síðan yrði sökkt, ótryggðum á heimleið, annað hvert ár. Við viljum gjarnan geta byggt slík skip, og þá til að nota og endurnýja þau gömlu.

Þessi ofurskattlagning dregur allan mátt úr sjávarútveginum og úr sjávarbyggðunum. Verðmæti munu streyma af landsbyggð-inni í ríkiskassann, sem er staðsettur við arnarhól. Skatturinn er landsbyggðar skattur. Sjávarútvegurinn er stóriðja landsbyggðar-innar.

Það er viðunandi afkoma hjá fyrirtækjum í bolfiski, en hefur verið góð í uppsjávarfiski síðustu ár. Þar hafa alltaf skipst á skin og skúrir. Oft hefur uppsjávarfiskurinn skilað mjög miklu en á milli koma tímabil þar sem lítið er að hafa. Þar eru rekstrar sveifl-ur mun meiri en í bolfisk veiðum og vinnslu. Því er ekki hægt að miða við bestu rekstrar árin, sem koma þegar verið er að skatt-leggja á þennan hátt.

afleiðingin verður sú að fyrirtækin draga saman seglin og mjög margir smærri aðilar gefast upp.

Það er ekki komið í ljós hvað þessi boðaði vaxtaafsláttur vegna kaupa á aflaheimildum getur dregið úr sársaukanum, en hann getur aldrei orðið mikill því hann er áætlaður um 1,5 milljarð-ur króna. Hann hjálpar ekki mikið nema hjá þeim sem eru mjög skuldugir, en þá eru þeir hvort sem er líklega í vanda fjárhagslega, og gætu ekki borgað skattinn.

Ég sé ekki annað en að vá sé fyrir dyrum. Þegar fyrsti gjalddag-inn á veiðigjaldinu átti að vera snarlækkaði leiguverð á þorski, þar sem framboð jókst vegna þess að menn ætluðu að leigja frá sér til að geta borgað. Það væri eins og að éta útsæðið áður en setja á niður í garðinn.

Þetta er mesta árás sem gerð hefur verið á sjávarútveginn af stjórnvöldum sem eigendur og starfsfólk í greininni hefur upp-lifað. Sjávarútvegurinn er að fara tvo til þrjá áratugi aftur í tím-ann hvað framlegð og afkomu snertir. Staðan nú er sú að atvinnu-greinin þolir illa verðlækkun afurða á erlendum mörkuðum, hún þolir ekki sölutregðu, eða áföll. Það eru örfá fyrirtæki sem geta lifað með skattlagningunni, en þau verða ansi máttlítil. Sam-þjöppun veiðiheimilda á færri hendur er óhjákvæmilega afleiðing. reynt er að telja fólki trú um að það sé svo gríðarlega mikill auður í garði útgerðanna og er hluti af áróðrinum, sem er notaður til að réttlæta skattlagninguna. Við höfum ekki talið eftir okkur að greiða sérstakt veiðigjald árum saman, einir atvinnugreina. Það verður hins vegar jafnt yfir alla að ganga sem nýta náttúruauð-lindir, og gjaldið verður að vera hóflegt, þannig að það skaði ekki viðkomandi atvinnugrein.

Ég hef aldrei kynnst öðru en því að það hafi skipst á skin og skúrir í sjávarútvegi en brotsjóir koma sjaldan af mannavöldum eins og nú. Fyrir utan þetta er búið að gera ýmislegt af núverandi stjórnvöldum, sem dregur úr hagkvæmni, og þau ætla augsýni-lega að halda því áfram. Við vorum farnir að gæla við þá hugmynd að endurnýja skipin en það verður að bíða betri tíma,“ segir Ei-ríkur Tómasson.

Bæði almennt og sérstakt veiðigjald er lagt flatt sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breyti-leikinn felst í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar.

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf. sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnar�arðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður

einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa út skipum.

Page 15: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 15

aflaverðmæti íslenskra skipa úr Barentshafi á þessu ári gætu verið um 3,5 milljarðar króna.

Veiðiheimildir þar innan lögsagna Noregs og rússlands eru um 11.000 tonn af þorski upp úr sjó. Þá má gera ráð fyrir að meðafli af ýsu geti verið um þúsund tonn og eitthvað af öðr-um tegundum slæðist með. Veiði-heimildir Íslendinga í Barentshaf-inu hafa farið vaxandi síðustu árin í samræmi við aukinn þorskkvóta þar, en fiskveiðiárið 2006/2007 var þorskafli Íslendinga í Barentshafi 6.600 tonn. Í fyrra var hann 10.000 tonn og um 11.000 í hitteðfyrra.

Kleifaberg og venus fiska mestTæplega 30 skip hafa leyfi til veið-anna en aðeins um fjórðungur þeirra sækir þangað. Mörg skipanna hafa það litlar heimildir að ekki borgar sig að sækja þær. Því eru heimild-irnar sameinaðar á færri skip og í ár hafa aðeins átta skip stundað þessar veiðar. Aflaheimildir þeirra hafa ver-ið mjög vel nýttar og lítið sem ekkert skilið eftir óveitt. Aflahæsta skipið í ár samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er Kleifabergið með ríflega 2.000 tonn af þorski auk meðafla af ýsu og öðrum tegundum. Venus fylgir fast á eftir með tæp 2.000 tonn af þorski. Önnur skip sem stundað hafa veið-arnar eru Kaldbakur EA, Sigurbjörg óF, Gnúpur GK, Málmey SK, Þór HF og Arnar Hu. Aflaverðmæti Kleifabergs-ins úr Barentshafinu á þessu ári eru 712 milljónir króna.

Sókn íslenskra fiskiskipa útfyr-ir lögsöguna hefur verið mismik-il, eða öllu heldur mislítil í tímans rás. Hún hefur að mestu leyti ráð-ist af aflabrögðum og aðstæðum á heimamiðum frekar en möguleik-um á fjarlægum miðum. Þegar nóg hefur verið að hafa heima fyrir, hef-

ur sóknin á fjarlægari mið að mestu legið niðri. Ákveðin tímabil skera sig nokkuð úr. Á fyrri hluta síðustu ald-ar má nefna sókn íslenskra togara á miðin við Nýfundnaland, Grænland og í Barentshaf. Stafaði hún bæði af aflatregðu heima fyrir og því að við útfærslu landhelginnar upp að 12 mílum var togurunum ýtt út fyrir og misstu þeir þá fengsæl mið nær landi.

Samdráttur heima fyrir ýtir skipunum útNæsta tímabil hefst undir lok sjö-unda áratugarins þegar norsk-ís-lenski síldarstofninn hrundi. Þá streymdu nótaskipin niður í Norður-sjó til veiða á síld og makríl, en auk þess reyndu þau fyrir sér við á síld við Bandaríkin, loðnu við Nýfundna-land, kolmunna við Færeyjar og hrossamakríl við Afríku. Þessari út-rás lauk að mestu undir lok áttunda áratugarins, þegar skipin komu heim á ný, meðal annars til loðnuveiða en íslenska sumargotssíldin var þá líka farin að braggast.

Þriðja tímabilið má segja að hefj-ist upp úr 1990, þegar þorskveiði-heimildir voru skornar verulega niður á heimamiðum og togararnir settu kúrsinn í Smuguna í Barents-hafi og mokuðu þar upp þorski, mest um 60.000 tonnum á einu ári. Veið-arnar voru á alþjóðlegu hafsvæði en í trássi við hagsmuni Norðmanna og rússa og leiddi það til samninga um varanlegar heimildir innan lögsögu beggja landanna. Þær voru miklu minni en það sem mest var, en taka mið af heildarþorskkvóta í Barents-hafinu.

Þá er rétt að nefna sókn íslenskra togskipa í rækju á Flæmska hattin-um rétt utan lögsögu Nýfundnalands upp úr 1990, en þá jókst sókn í rækju á heimamiðum og utan lögsögu mik-ið vegna minnkandi þorskveiðiheim-ilda. Síðar voru gerðir fjölþjóðlegir samningar um nýtingu rækjunnar á

þessum slóðum. Veiðin stóð fram á tíunda áratuginn, en var þá hætt þar sem veiðarnar reyndust óhagkvæm-ar vegna verðfalls á rækju.

Síld og kolmunniSíðasta útrásin hefur svo verið í uppsjávarfiskinum, fyrst í norsk-ís-lenskri síld og kolmunna, en þær veiðar voru stundaðar bæði innan og utan lögsögu, þegar báðar þess-ar tegundir fóru að ganga í veruleg-um mæli inn í landhelgina. Þannig öfluðu útgerðir sér aflareynslu, sem síðan leiddi til samninga um nýtingu þessara fiskistofna við aðrar þjóðir sem veiðarnar stunduðu. loks kom að makrílnum með sama hætti, þeg-ar hann byrjaði að koma inn í lögsög-una í ætisgöngur. Eins og kunnugt

er, er ekkert samkomulag milli veiði-þjóðanna um makrílinn, en Evrópu-sambandið og Noregur hafa tekið höndum saman til að reyna að koma í veg fyrir makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga.

Mest tekið innan lögsöguFyrir utan þorskveiðar í Barentshafi og rækjuveiðar við Svalbarða hafa veiðar utan lögsögu eingöngu verið stundaðar úr deilistofnum, sem eru úthafskarfi á reykjaneshrygg og austur af landinu, makríll, norsk-ís-

lensk síld og kolmunni. Síðustu árin hefur karfinn eingöngu veiðst inn-an lögsögu. Sömu sögu er að segja af makrílnum, aðeins brot af aflan-um hafa verið tekin innan lögsögu Færeyja og á alþjóðlegu hafsvæði. Norsk-íslenska síldin er að mestu leyti veidd innan lögsögu en nokkuð er þó veitt innan lögsögu Noregs og Færeyja samkvæmt samningum þar að lútandi. undanfarin ár hefur mjög lítið verið tekið af kolmunna innan lögsögunnar, megnið hefur verið tekið í lögsögu Færeyja.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Áætlað aflaverðmæti 3,5 milljarðarSjö skip hafa stundað veiðar í barentshafi innan lögsagna rússlands og noregs á þessu ári:

» Sókn á mið utan lögsögu hefur yfirleitt tengst erfiðleikum heima fyrir eins og niðurskurði aflaheimilda eða aflabresti. LjóSMynD/ÞorGEIr bALDurSSon

Aflahæsta skipið í ár samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er Kleifabergið með ríflega 2.000 tonn af þorski auk meðafla af ýsu og öðrum tegundum.

- umbúðir

Sigurplast er einnig

með aðrar lausnir

sem henta vel

í útflutning

á vörum

Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu verðtilboð

www

Sigurplast hefur hafið innflutning á EURO brettum úr plasti. Þau eru létt og henta vel fyrir allan útflutning í flug Cargo

Page 16: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Sigurjón óskarsson og fjölskyldu þarf vart að kynna. Þessi aflakónur á Þórunni Sveinsdóttur VE og fjöl-skylda hans hefur stundað útgerð rúm 65 ár. Fjölskyldan starfar öll við útgerðina, synirnir á sjó og dótt-

irin á skrifstofunni. Sigurjón segist þrjóskari en svo að hann láti stjórnmálamenn hrifsa af sér lífsviðurværið þótt hann viðurkenni að út-litið sé dökkt.

„Manni finnst það mjög hart að maður skuli þurfa að hafa áhyggjur af því að vera skatt-lagður út úr greininni eftir öll þessi ár. Maður getur ekkert gert annað en að bíða og vona að menn sjái að sér,“ segir Sigurjón.

„Meira að segja er þetta svo skrítið að gíró-seðillinn kemur, og ef ég get ekki borgað hann fer hann framfyrir veðin hjá bankanum sem lánaði mér fyrir bátnum. Það er ekki víst að bankinn hefði lánað mér fyrir bátnum ef þeir hefðu vitað að sett yrðu lög sem færu fram-fyrir veðin þeirra. Ég er reyndar ekki löglærð-ur, en þetta getur bara ekki verið rétt.“

„ef stefnan er að drepa einstaklingsúgerð á ríkisstjórnin bara að viðurkenna það“„Fyrirtækin sem eru eingöngu í útgerð eru lát-in borga arðinn af fiskvinnslunni. Það verður að hugsa betur um minni og meðalstóru fyrir-tækin. Þau eru skattlögð í drep með veiðigjöld-

unum. Þetta eru fyrirtækin sem hafa verið skert mest í kvótanum, og hafa ekki haft tök á að bæta við sig heimildum. Þannig að þessi fyrirtæki blæða út og hverfa á næstu árum. Ef þetta er stefnan þá eiga þau bara að segja það. Við viljum bara fá að heyra það.“

„Við sjáum það strax í dag að menn eru byrjaðir að auglýsa fyrirtæki sín til sölu. Þetta heyrir maður ekki bara í Eyjum heldur einnig t.d. af Snæfellsnesinu. Ég spái því að eftir örfá ár verði ekki lengur 13 útgerðarfyrirtæki í Eyj-um heldur um það bil 5.“

„Að óbreyttu mun þetta hafa mikil áhrif á lífið hér í Eyjum. Það verður erfiðara að halda fólkinu heima. Þetta er fiskimannasamfélag. Við sjáum það að ef ég á að taka út 80-100 milljónir á ári út úr mínu fyrirtæki segir það sig sjálft að fyrirtækinu blæðir smám saman út að öllu óbreyttu.“

Þrátt fyrir erfiðleika er alltaf jafn gaman„Það er alveg svakalega gaman að vera í út-gerð ef við fengjum að vera í friði. Fiskeríið er það gott, það er búið að vernda svo mikið og nú erum við að uppskera eftir að hafa hald-ið skynsamlega á málum varðandi nýtingu auðlindarinnar. Það er þetta sem hefur verið að skapa góðærið í þessu. Það er frábært að verða vitni að þeirri þróun sem hefur orðið í greininni undanfarna áratugi. Þegar maður var að byrja pældi maður ekki í því hvað mað-ur var að koma með að landi. Þessu var ausið á land og maður pældi ekki í því hvað maður fengi fyrir aflann því við fengum nánast allt-af sama verð alveg sama hvernig fiskurinn leit út. Svona var þetta. Í dag er þetta allt út pælt. Menn spá gríðarlega mikið í hvað menn fá fyrir aflann. Vita hvert verðið er í dag og hvert útlit-ið er fyrir næstu viku. Bátarnir veiða eftir því hvar mesta verðmætið er. Kvótakerfið hefur stuðlað að þessari jákvæðu þróun. Ég er ekki að segja að það sé allt dásamlegt við kerfið. En þetta er ótrúlega jákvæð breyting frá því sem áður var. Þetta er bara orðin fagmennska út í eitt. Það er bara ekki leyfilegt í dag að rusla bara einhverjum afla á land.“

„Áður fyrr var umhverfið mikið verra en er núna. Þá réðu verðlagsráðsverð og umhverfið allt verra. Svo með kvótakerfinu, hækkandi afurðaverði og markaðssetningu hefur út-gerðin orðið hagkvæm. En útgerðin sjálf var látin bera þann kostnað sjálf til þess að gera þetta arðbært. ríkið kom ekkert þar að nema með því að búa til kerfið.“

„Of þrjóskur til að hætta“„Maður er nú þrjóskari en svo að maður gefist upp. Ég ætla aðeins að doka við. Það er nátt-úrulega ekki nema að maður neyðist til að hætta. Þá gerist það hjá mér eins og öðrum. Það er rosalega skrítið að fylgjast með umræðum á Alþingi og finna fyrir því hversu mikið hatur er í garð okkar útgerðarmanna. Vissulega er mis-jafn sauður í mörgu fé í þessum geira eins og öðrum. Staðreyndin er engu að síður sú að lang flestir útgerðarmenn eru bara venjulegt fólk sem hefur starfað í þessu alla tíð og reyna að reka sín fyrirtæki með sómasamlegum hætti.“

„Fyrirtækið er stofnað 1967. Við fáum nýtt skip 1971 og síðan þá höfum við gert út þessa útgerð. Það er alltaf verið að tala um gjafakvóta – en staðreyndin er samt sú að ef við hefðum ekkert keypt værum við ekki með neinar heimildir í dag. Og það er meira að segja svo að þær heimildir sem við höfum keypt hafa verið skertar. Við fengum kvóta á grundvelli veiðireynslu, við báðum ekki um þetta kvótakerfi en auðvitað eru þetta rétt-indi sem við unnum okkur inn fyrir með ára-tugalangri sjósókn fyrir daga kerfisins. En auðvitað hefur aðlögunin að kvótakerfinu ekki verið sársaukalaus. Það voru margir sem fóru út úr greininni með gríðarlega fjármuni sem fólki fannst ósanngjarn. En það eru allt-af við sem viljum stunda áfram útgerð sem erum blórabögglarnir.

Mælir enn með að ungt fólk stofni útgerð„Ég vona að við séum nú að upplifa óvenjulegt ástand sem undið verður ofan af á endanum. Annað gengur ekki upp. Veistu, já, þrátt fyr-ir allt mæli ég enn með að ungt fólk feti sig áfram í útgerð. Það er náttúrulega ekkert auð-velt að komast inn í greinina. En það hefur svo sem aldrei verið auðvelt. Fyrirtæki mitt er 45 ára, en það er líka búið að taka 45 ár að byggja þetta upp með varkárnina að vopni. En þetta er ekkert frábrugðið öðrum rekstri. Maður byrjar smátt og byggir ofan á það sem fyrir er. Þetta á við um sjávarútveg eins og aðrar greinar. Það er misskilningur ef menn halda að þeir verði ríkir bara með því að stofna útgerðarfyrirtæki – en þetta er bara ekkert svo auðvelt.

16 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

lANDSSAMBAND ÍSlENSKrA úTVEGSMANNA

um Sigurjón og fjölskyldu:Sigurjón óskarsson kemur úr þekktri útgerðarfjölskyldu í Vestmananeyjum. Faðir Sigurjóns, óskar Matthíasson, stofnaði útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum árið 1947 og gerði hann út bátinn nönnu sem var keyptur af Einari Sigurðsyni ríka, eins og hann var kallaður. óskar Matthíasson og Sigurjón stofnaðu útgerðarfyrirtæki sitt ós árið 1969. Árið 1971 keypti fyrirtækið Þórunn Sveins-dóttir VE sem átti eftir að reynast mikill happafengur. Sigurjón var sjálfur skipstjóri á Þórunni til 49 ára aldurs. Öll fjölskyldan tekur þátt í rekstri fyrirtækisins. Synirnir, Viðar og Gylfi eru stýri-menn á Þórunni Sveinsdóttur og skiptast á að vera skipstjórar á móti Guðmundi Guðlaugssyni yfir-skipstjóra. Dóttirin, Þóra Hrönn, er vinnur á skrifstofunni og nú eru sonarsynirnir einnig komnir um borð. bróðir Sigurjóns, Matthías óskarsson, er einnig í útgerð en hann gerir út bylgjuna.

Lifði af gosið, hrunið en óvíst hvort ég lifi af veiðigjaldið

Manni finnst það mjög hart að maður skuli þurfa að hafa áhyggjur af því að vera skattlagður út úr greininni eftir öll þessi ár. Maður getur ekkert gert annað en að bíða og vona að menn sjái að sér.

Page 17: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 17

nú er að ljúka umtalsverð-um endurbótum á höfn-inni í Grindavík. Eftir þær verður svigrúm fyrir

stærri skip eins og togara og flutn-ingaskip meira en áður. „Við erum búnir að vera að breikka innri renn-una okkar um 25%, úr 35 metrum í 45 sem er svipað eins og að fara af einbreiðri brú yfir á tvíbreiða. Það er gríðarlegur munur að fá þessa breikkun, sérstaklega þegar vindur stendur á hliðina á stóru skipunum. Þá hafa þau meira svigrúm. Snún-ingssvæðin hérna innan hafnar þar sem við snúum stóru frögturunum voru rýmkuð líka og loks svæðið í austurhöfninni þar sem togararnir leggjast að. Við sjáum því að í fram-tíðinni geti þeir komið að bryggju einir og óstuddir en til þess höfum við notað lóðsbátinn til að koma þeim að bryggju. Nú verður það rúmt um þá að þeir eiga ekki að þurfa að-stoð, þegar þeir leggjast að og taka frá bryggju,“ segir Sigurður A. Krist-mundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við útvegsblaðið.

Kostnaður um 180 milljónir„Við erum að leggja um 180 millj-ónir króna í þessi verkefni. Höfnin stendur ekki ein undir þessum fram-kvæmdum þó hún standi vel. Hluti af þessu er því lán frá bæjarsjóði, hluti afgangur sem við áttum í samgön-guáætlun og loks okkar eigið ráð-stöfunarfé. Við teljum hverri krónu vel varið í þessar endurbætur. Það hefur alltaf verið okkar Akillesar-hæll að vera með frekar þröngt rými og því hafa menn ekki verið alveg öruggir með sig, en þessar breyting-ar ættu að ríða baggamuninn. Nú er höfnin mun betri og greiðfærari fyrir stærri skipin,“ segir Sigurður.

En er eitthvað meira að gerast hjá ykkur?

„Já, við erum svo að búa okkur undir að stækka athafnasvæðið við Suðurgarð, sem er nýleg bryggja. Þar ætlum við að stækka athafnasvæðið um 7.000 fermetra. Þá fæst rými til að taka á móti varningi, bæði gámum og salti svo dæmi sé tekið. Við sjáum það í kringum okkur að þær bryggjur sem bjóða upp á mikið athafnarými eru eftirsóknarverðar og menn vilja helst leggja skipum sínum þar og fá

gott rými til að vinna við þau. Allt sem er í kringum þetta er stórt í snið-um eins og bílar með tengivagna, kranar og lyftarar. Við erum líka að skipta út gömlum tréflotbryggjum sem eru farnar að gefa eftir svo við verðum færari um að taka á móti flotanum þegar hann kemur.

vilja gjarnan fleiri fiskibátaMeð þessu erum við að bjóða upp á betri aðstöðu fyrir frystitogara og vöruflutningaskip. Í því felast tæki-færi fyrir okkur og viðskiptavini okk-ar til að skoða það betur. Við viljum líka gjarnan fá fleiri fiskibáta til að landa hjá okkur. Við sjáum það þeg-ar bátarnir frá stóru fyrirtækjunum okkar, Þorbirni og Vísi, eru að veið-um til dæmis fyrir austan, landa þeir auðvitað fiskinum þar til að spara sér siglingu heim. Á sama hátt sjáum

við tækifæri í því að aðrir bátar komi til okkar þegar veiðarnar eru hér fyr-ir utan eins og á vetrarvertíð. Þá er styst fyrir bátana að koma hingað og það er þá gagnkvæmur hagnaður að því bæði fyrir okkur og þá.

Stóru útgerðirnar hérna hafa séð alveg sjálfar um löndun úr eig-in skipum og því hefur ekki verið grundvöllur fyrir aðra til að stofna löndunarþjónustu. Ég hef rætt þetta við stjórnendur Þorbjarnar og Vís-is og þeir eru tilbúnir að opna á það að löndunarþjónusta þeirra standi öllum opin. Því er skortur á löndun-arþjónustu ekki lengur í vegi fyrir því að bátar frá öðrum stöðum komi hingað til löndunar,“ segir Sigurður.

Hafnir landsins voru fyrir nokkru teknar út af samgönguáætlun sem þýðir að þeim stendur ekki til boða lengur fé frá hinu opinbera til betr-

umbóta og lagfæringa. Sigurður seg-ir að mjög mikilvægt sé að hafnirnar komist þangað inn aftur því hafnir eins og Grindavík sem þar sem ekki sé mikið um vöruflutninga og hafi nánast eingöngu tekjur vegna afla-gjalda, standi hreinlega ekki und-ir viðhaldskostnaði. „Við erum til dæmis með bryggju hér sem heitir Miðgarður. Hann er kominn til ára sinna og komið að því að gera hann upp. Það kostar okkur um 600 millj-ónir króna með þeim dýpkunum, sem óhjákvæmilega verða að fylgja endurbótunum. Við stöndum ekki undir því nema við fáum eitthvað af þessum sérstöku veiðigjöldum til baka, eða komumst inn á samgön-guáætlun á ný,“ segir Sigurður.

Mikil breyting fyrir okkurHilmar Helgason er skipstjóri á Hrafni

Sveinbjarnarsyni og hefur verið með hann í tæp 23 ár. „rennan fyrir þess-ar breytingar var frekar þröng og grunn þannig að við þurftum að sæta sjávarföllum, þegar við vorum að koma inn. Við á togurunum höf-um verið að berjast fyrir því lengi að fá hana breikkaða, sérstaklega inni við Eyjabakka. Nú verður mun betra fyrir togarana að koma að og alls staðar verður 7 metra dýpi þannig að við þurfum ekki lengur að sæta sjáv-arföllum eftir að þessi framkvæmd verður búin nú í haust. Þetta verður mikil breyting fyrir okkur. Þegar við erum að fara út í vindi er ekki eins þröngt um okkur, en þessi stóru skip drifta dálítið í austan og suðaustan áttunum og eftir þetta erum við ekki eins aðþrengdir og áður og aðgengi alls staðar orðið betra í höfninni,“ segir Hilmar.

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

Greiðfærari og betri höfnMiklar endurbætur gerðar á höfninni í Grindavík með dýpkun og breikkun rennu inn að bryggjum:

»Höfnin í grindavík hefur verið mikið endurbætt og er vonast eftir meiri umferð um hana eftir breytingarnar. LjóSMynD/ÞGK

lífolía er aukaafurð sem fellur til við fram-leiðslu á Omega-3 þykkni hjá lýsi hf. Hún hefur verið notuð með mjög góðum árangri í mýkingu á biki til vegaklæðninga og fara um 500.000 lítrar frá lýsi í þessa notkun hérlendis á hverju ári. lífolían leysir þar af hólmi innflutta efnið white spirit sem er skaðlegt bæði náttúru og mönnum. Þetta verkefni hlaut svo fyrstu verðlaun í flokki rannsókna og þróunar á norrænni ráð-stefnu um vegagerð sem haldin var í Hörpu í sumar. Það er arnar Halldórsson, rann-sókna- og þróunarstjóri lýsis, sem hefur staðið að þessu verkefni. „Í byrjun árs 2008 hóf lýsi framleiðslu á svokölluðu Omega-3 þykkni (Omega forte) sem var þá alger nýj-ung hjá fyrirtækinu. Við framleiðsluna fengum við nýja aukaafurð sem við köll-um lífolíu og hentar mjög vel til brennslu, líkt og lífdísel,“ segir arnar í samtali við Út-vegsblaðið.

Töluvert safnast upp af þessari aukaaf-urð við frameiðsluna. Í fyrstu nýttum við líf-olíuna til gufuframleiðslu innan fyrirtækis-ins og í samstarfi við Malbikunarstöðina Höfða var hún einnig notuð til upphitunar á malbiki í stað gasolíu. „Við vissum líka af blæðingavandamálum í vegklæðningum og að tilraunir með notkun repjuolíu sem mýk-ingarefni í biki í stað white spirit gengu ekki nógu vel. Við snérum okkur þá til Vegagerð-arinnar með samstarf um að nýta lífolíuna sem mýkingarefni. Til þess fékkst styrkur frá Vegagerðinni og gátum sýnt fram á að lífolían virkaði mjög vel með lagningu til-raunakafla í júlí 2010. Í framhaldinu fór þetta á flug og hefur aðeins lífolía verið not-uð síðan í vegaklæðningar hér á landi. líf-olían hafði leyst þau tæknilegu vandamál sem sköpuðust með notkun repjuolíunnar og hefur notkun white spirit einnig verið hætt þar sem lífolían er miklu umhverfis-

vænni kostur. annar kostur lífolíunnar er að hún rýrnar ekki eftir að klæðningin hef-ur verið lögð eins og white spirit sem gufar upp. Fyrir vikið sparast innflutningur, bæði á biki og white spirit. Þetta er því mjög já-kvætt fyrir Ísland,“ segir arnar.

allar aukaafurðir sem falla til við fram-leiðsluna hjá lýsi eru í dag seldar, ým-ist innanlands eða utan svo ekkert fer til spillis. „Það geta verið nokkrar sveiflur á því hve mikið fellur til af lífolíunni en það gerir í sjálfu sér ekkert til, því ef við höfum ekki nóg er hægt að flytja hana inn og ef við framleiðum meira en Vegagerðin getur nýtt, flytjum við lífolíuna einfaldlega út. Þetta hefur gengið mjög vel og um 80% af því sem notað er hjá Vegagerðinni kemur frá lýsi.

Í þessu ljósi er það líka athyglisvert að í raun er lýsi að vinna úr aukaafurð úr fiski, lifrinni. Við erum að taka hér inn nærri

12.000 tonn af hrálýsi á ári, en nærri 25% af því er þorskalýsi. Þetta er mikið af lýsi og við framleiðsluna fellur til töluvert af auka-afurðum, á fjórða þúsund tonn. Okkur hef-ur tekist að gera umtalsverð verðmæti úr öllu því sem þannig fellur til og ýmist flutt það út eða selt innanlands. Þannig erum við í raun að selja aukaafurð úr aukaafurð og ekkert fer því til spillis,“ segir arnar.

»arnar Halldórsson rannsókna- og þróunar-stjóri lýsis hf. með sýnishorn af lífolíunni. Hún er tær eins og vatn.

Malbik mýkt með lýsi

Page 18: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Tilraunir Hafrannsókna-stofnunar með hjarðeldi á þorski, fyrst í Stöðvarfirði 1995-1996 og síðan í Arn-

arfirði 2005-2006, sýna að hægt er með reglubundinni fóðrun, t.d. með loðnu, að laða þúsundir villtra þorska að fóðrunarstöðvum. Þess-ir tömdu fiskar éta meira, hreyfa sig minna, vaxa margfalt hraðar og nýta fóðrið betur en villtir þorsk-ar. Tilraunirnar sýna ennfremur að fiskarnir halda sig við fóðrunar-stöðvarnar allt sumarið en yfirgefa þær um haustið. Það er með ólík-indum hve sumarvöxtur hjarðeld-isfiskanna er mikill. Fiskar sem merktir voru í hjörðunum í Arnar-firði í júlí 2006 þyngdust að meðal-tali um 490 g á mánuði meðan villt-ir þorskar sem merktir voru annars staðar í Arnarfirði þyngdust aðeins um 50 g á mánuði (Björn Björnsson 2011). Þetta sýnir svo ekki verður um villst að vaxtarhraði hjá villtum þorski takmarkast af fæðufram-boði.

Er hægt að nýta þessar niður-stöður fyrir atvinnulífið? Þó að óumdeilt sé að auka megi afrakstur þorskstofnsins með auknu fæðu-framboði er ekki jafn augljóst að hægt sé að framkvæma fóðrunina á nægilega hagkvæman hátt. Gerð-ir hafa verið arðsemisútreikningar sem byggja á niðurstöðum Arnar-

fjarðarverkefnisins. Grein um þetta efni sem birtist í alþjóðlegu tíma-riti á árinu (Jón E. Halldórsson o.fl. 2012) vakti nokkra athygli í vísinda-heiminum. Þar kemur fram að unnt sé að ná meiri arðsemi í hjarðeldi en við (1) hefðbundnar þorskveiðar, (2) áframeldi á villtum þorski í sjókví-um og (3) aleldi á þorski með eldis-seiðum. Í útreikningunum var gert ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki ætti bát og hefði yfir að ráða 200 tonna þorskkvóta. Síðan var gerð-ur samanburður á því að veiða fisk-inn sem smáan innfjarðafisk eða að stríðala hann yfir sumarið í hjörðum og gera þannig meira úr kvótanum.

Í útreikningunum var gert ráð fyrir að unnt væri í hjarðeldinu að auka kvótann um 80% á einu sumri. Í lok sumars var gert ráð fyrir að veiða með hringnót heilu hjarðirnar með hagkvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hjarðeldið er hagkvæmara en áframeldi á þorski er að kostnaður við sjókvíar er enginn eða óveruleg-ur í hjarðeldi. Kostnaður við aleldið er enn meiri vegna seiðakostnað-ar og að þurfa að fóðra fiskinn allt frá seiðastigi í stað frá 1-2 kg þyngd eins og gert er í hjarðeldi og áfram-eldi í sjókvíum.

Dregið úr afföllum og afráni. Ekki var í þessum útreikningum lagt

Brúarstólar fyrir skip og Báta

Með eða án loftfjöðrunar

Fiskislóð 57-59 101 Reykjavík s. 5622950 www.Reki.is

18 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

www.isfell.is

SENDU

M H

VERT Á LAND

SE

M

ER!

9,5” trollkúlurHydro Dynamic

Tegund Litur Þvermálmm

Þvermáltommur

Gat Uppdrift Hámarks dýpi

Vinnudýpi (4 klst)

N-240/13A Gul 240 9,5 24mm 5000 gr 1.300 mtr 910 mtr

Titanium24/20 Grá 240 9,5 24mm 4500 gr 2.000 mtr 1.400 mtr

Kúlurnar eru 9,5” í þvermál, veita minna viðnám og eru léttari í drætti.

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Útópía eða raun- hæfur möguleiki?

Dr. björn björnsson hjá Hafrannsóknastofnuninni skrifar:

»Firðir sem gætu hentað til tilrauna með hjarðeldi. Fóðurpokar eru hengdir 5-10 m frá botni. Hljóðgjafa má nota til að kalla á fiska.

utvegSBladid.iS » Þ J ó n u S T u M i ð i l l S J Á V a r Ú T V E G S i n S

Page 19: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 19

mat á viðbótar hagkvæmni hjarð-eldis vegna minni affalla við veið-ar og minna afráns á nytjastofnum. óhjákvæmilega fylgja flestum hefð-bundnum veiðiaðferðum óæskileg-ur meðafli og nokkur afföll á smá-fiski. Með því að taka um haustið hverja hjörð fyrir sig í hringnót og dæla henni upp í sérhæfðan brunn-bát mætti flokka frá allan óæski-legan afla og sleppa honum aftur án teljandi affalla. Þá er einnig vitað að villtur þorskur étur talsvert magn af verðmætum tegundum, svo sem rækju, þorski, ýsu o.fl. nytjastofn-um. Við hjarðeldið hverfur þetta af-rán að mestu hjá tömdu fiskunum og getur það stuðlað að meiri nýlið-un og afrakstri viðkomandi nytja-stofna.

Auðlindarenta. Það gengur að sjálfsögðu ekki upp að ákveðið fyr-irtæki laði að fisk með reglubund-inni fóðrun en síðan geti hver sem er hirt fiskinn jafnóðum. Því er ljóst að hjarðeldi verður ekki stundað nema viðkomandi sjávarútvegsfyr-irtæki verði úthlutað til einkaafnota strandsvæði þar sem aðrar bolfisk-veiðar yrðu bannaðar. Það er jafn-framt líklegt að fyrirtæki sem fær slíkan aðgang að fiskimiðunum yrði að greiða hærri auðlindarentu en fyrirtæki sem stunda hefðbundnar veiðar. Því er nauðsynlegt að setja sérstök lög um hjarðeldi. Meistara-prófsnemi við Háskólasetur Vest-fjarða vinnur nú að því að rannsaka þennan þátt hjarðeldis.

Aukinn áhugi annarra þjóða. Matvælastofnun Nýja Sjálands (The New Zealand Institute for Plant & Food research) hefur ákveðið að gera viðamiklar tilraunir með hjarð-eldi á verðmætum fiski (red snap-per) sem standa munu í 6 ár. Verk-

efnisstjórinn Dr. Alistair Jerrett hefur við undirbúning verkefnis-ins heimsótt Hafrannsóknastofn-unina til að kynna sér hjarðeldis-tilraunir á Íslandi og óskað eftir samstarfi. Verkefnið verður unnið í náinni samvinnu við stærsta út-gerðarfélag Nýja Sjálands (Sealord ltd.). Þarlendum útgerðarmönnum finnst spennandi sú hugmynd að

auka kvótann með fóðri gerðu úr úrgangi sem fellur til við fiskveið-ar. Á Nýja Sjálandi er andstaða við þá sjónmengun sem fylgir hefð-bundnu kvíaeldi. Hjarðeldið hef-ur aftur á móti þann kost að sjón-mengun af því er nær engin.

Þróun á hjarðeldi. Skiptar skoð-anir munu vera á því hvort þessi byltingarkennda hugmynd um

hjarðeldi sé raunhæfur möguleiki. Hjarðeldi er enn á tilraunastigi og verður ekki þróað og gert að alvöru atvinnuvegi nema í góðu samstarfi og sátt við íslenskan sjávarútveg. Mætti hugsa sér að taka frá ein-hvern ákveðinn fjörð í nokkur ár þar sem hjarðeldið yrði prófað ræki-lega af einu sjávarútvegsfyrirtæki í nánu samstarfi við Hafrannsókna-stofnunina. Slík prófun gæti bet-ur skorið úr um það hvort hjarðeldi sé raunhæfur möguleiki. Jafnframt er líklegt að stuðningur við rann-sóknir sem miða að betri umgengni við auðlindir sjávar verði til að bæta ímynd greinarinnar.

Dr. björn björnsson hjá Hafrannsóknastofnuninni skrifar:»Höfundur um borð í Höfrungi Ba 60 í arnarfirði. vinstra megin við hann er fóðurpoki með loðnu. MynD: unnAr rEynISSon.

Þó að óumdeilt sé að auka megi afrakstur þorsk-stofnsins með auknu fæðuframboði er ekki jafn augljóst að hægt sé að framkvæma fóðrunina á nægilega hag-kvæman hátt.

Page 20: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

20 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

Þjónustumiðstöð fyrir ferskan fiskný þjónustumiðstöð Eimskips hlaut nafnið

Klettakælir.

Um miðjan október tók Eim-skip Flytjandi í notkun nýja þjónustumiðstöð fyrir fersk-an fisk að Klettagörðum 15 í reykjavík sem hefur hlotið nafnið Klettakælir. um er að

ræða 450 fermetra hús sem er kælt rými með afar fullkominni aðstöðu til móttöku og afhendingar á ferskum fiski. Húsið er sérhannað fyrir meðhöndlun á ferskum fiski og á því eru bæði stórar innkeyrslu-dyr ásamt hleðsluopum sem tryggir að öll vörumeðhöndlun sé eins og best verður á kosið.

Guðmundur Nikulásson, framkvæmda-stjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, seg-ir að Klettakælir muni að stærstum hluta verða nýttur fyrir móttöku á ferskum fiski frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni, sem síðan er dreift áfram til fiskkaupenda á

Suðvesturlandinu í

tengslum við áætlunarflutninga Eimskips Flytjanda um allt land. Einnig mun að

hans sögn fara fram lestun og losun á ferskfiskgámum í Klettakæli þar sem öll að-

staða verður mun betri en áður.

Órofin kælikeðja frá móttöku til

afhendingar,,Með tilkomu

Klettakælis verður öll

aðstaða varðandi

lest-un, los-un og

meðhöndlun á ferskum fiski stórbætt og í takt við þarfir markaðarins um órofna kælikeðju og fyrsta flokks vörumeðhöndl-un. Nú getum við boðið upp á órofna kæli-keðju frá móttöku til afhendingar á fersk-um fiski. Þjónustustigið í fiskdreifingu verður þannig enn betra en áður. Í Kletta-kæli er öll starfsemi undir einu þaki og þar er meðal annars hleðsluop undir skyggni sem tryggir hreinlæti og gæði,“ segir Guð-mundur. Hann segir einnig afar hagkvæmt og hentugt að nýja húsið sé staðsett á at-hafnasvæði Eimskips við Klettagarða og þannig tengt beint við aðalflutningamið-stöð félagsins sem gegnir mikilvægu hlut-verki í öllum flutningum til og frá lands-byggðinni.

„Meginástæður fyrir því að ráðist var í byggingu á Klettakæli eru að kröfur við-

skiptavina um aukin gæði og hraðari af-greiðslu fara stöðugt vaxandi. Eimskip Flytjandi er með daglegar áætlunarferðir til og frá um 80 áfangastöðum á landinu og flutningar frá landsbyggðinni til reykja-víkur eru að stórum hluta ferskur fiskur frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni. Til að mæta auknum kröfum um órofna kæli-keðju í flutningum frá móttöku á fiskmörk-uðum til afhendingar í hús viðskiptavinar þá er nauðsynlegt að slík aðstaða sé fyrir hendi hjá flutningsaðilum í takt við þarfir markaðarins. Að mati Eimskips Flytjanda var orðið löngu tímabært að geta boðið upp á svo fullkomna aðstöðu. Með byggingu Klettakælis er fyrirtækið að sýna mikinn metnað,“ segir Guðmundur.

vörumeðhöndlun og afhendingaröryggi skipta máliAðstaðan verður í takt við þarfir mark-aðarins, en hvernig verða fiskkaupendur varir við þessar breytingar í framhaldinu?

,,Það sem skiptir viðskiptavini okkar máli er að vörumeðhöndlun sé í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar til með-höndlunar á ferskum fiski og að hitastigið sé stöðugt frá því að við tökum á móti fisk-inum á fiskmörkuðum á landsbyggðinni og þangað til hann er afhentur til kaupenda. Og í Klettakæli er boðið upp á fullkomn-ustu aðstöðu á Íslandi til að meðhöndla ferskan fisk fyrir dreifingu,“ segir Guð-mundur og bætir við að afhendingaröryggi skipti einnig verulegu máli fyrir viðskipta-vini, þ.e. að fá fiskinn í hús á réttum tíma í réttu ásigkomulagi.

,,Fiskur sem er veiddur í dag á Vest-fjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og í Vestmannaeyjum er venjulega móttek-inn á fiskmörkuðum um kl: 17 og búið er að afhenda hann snemma morguninn eft-ir í hús fiskkaupenda hvar sem er á suð-vesturlandinu. Með tilkomu Klettakælis verður afgreiðslan hraðari og aðstaðan betri en áður. Þannig skapast möguleikar á að viðskiptavinir fái fiskinn fyrr í hús en áður.“

» „Með tilkomu klettakælis verður afgreiðslan hraðari og aðstaðan betri en áður. Þannig skapast möguleikar á að viðskiptavinir fái fiskinn fyrr í hús en áður.“

»guðmundur nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, fyrir utan nýju þjónustumiðstöðina.

EiMSkiPkorngarðar 2104 rEYkJavíkSíMi: 525 [email protected]

Page 21: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

bjarni auðunsson, háseti á Guðmundi í nesi, reynsluók nýjum

land rover Discovery SE.

Fyrsti land rover bíllinn var smíðað-ur árið 1948 og frá þeim tíma hefur verið lögð áhersla á einfaldleika og notagildi við hönnun bílanna. land rover hefur skapað sér nafn fyrir seiglu og hæfileika til að takast á

við fjölbreytt verkefni og nú rúmum 65 árum síðar virðast upphafsgildi framleiðandans enn halda sér.

undirritaður fór í reynsluakstur á land ro-ver Discovery 4 SE með 3.0 lítra dísilvél. Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið með svo-litla fordóma gagnvart land rover bílum og tal-ið þá vera hálfgerð landbúnaðartæki, nema þá kannski range rover. En eftir að hafa reynslu-ekið þessum frábæra Discovery 4 hefur viðhorf mitt gagnvart land rover gjörbreyst.

Bíllinn er drifinn áfram af hljóðlátri 3.0 lítra V6, 255 hestafla dísilvél. Hann er með 8 þrepa CommandShift sjálfskiptingu sem getur tengt og aftengt sérstaka sportstillingu eftir því hvernig ekið er og skiptir hún sér upp og niður eins og hugur manns. Bíllinn er með tog upp á 6000Nm, sem er með hámarksþyngd í drætti upp á 3500kg og fer þessi 2500kg lúxusbíll úr 0 í 100km/klst á aðeins 9,3 sekúndum og er eyðslan 8,8 lítrar á hverja 100 km í blönduð-um akstri. Í bílnum er tveggjahraða rafstýrður millikassi og læsanlegt drif að framan og á mið-drifi allt sem hæfir góðum jeppa.

Að auki er í bílnum ein mesta snilld sem ég hef séð lengi en það er dísilvörn sem virkar þannig að ekki er hægt að taka bensín á dísil-bílinn.

Ef ég á að setja út á eitthvað þá fannst mér vanta rafmagn í framsætin og ég sakna svo-lítið gírstangarinnar sem búið er að skipta út fyrir hnúð sem kemur upp þegar bíllinn fer í gang.

Stílhrein og vönduð innréttingÞegar sest er inní bílinn tekur við stílhrein og vönduð innrétting með 8 tommu snertiskjá þar sem hægt er að skoða og breyta fjölmörg-um stillingum bílsins, t.d. drifbúnaði og hljóm-flutningskerfi. Talandi um hljómkerfið þá er tengi fyrir iPod í hólfi á milli framsætanna sem tengt er við magnaðar Harman/Kardon hljóm-flutningsgræjur og svo er auka usb tengi sem er mikill kostur fyrir tækjaóða sjómenn nú-tímans. Aðgerðastýri er í bílnum með öllum helstu aðgerðum ökumanns ásamt Comm-andShift sem þrælvirkar til að handskipta bíln-um. Hiti er í stýri og framrúðu sem og fram/aftursætum sem hentar einstaklega vel í vetr-arkuldanum.

Mikið pláss og gott útsýni einkennir þenn-an frábæra fjölskyldujeppa. Gott aðgengi er um bílinn og skottið sem er 1260 lítra og er stækk-anlegt í 2558 lítra þegar aftursætin eru lögð niður, hefur mikið af geymsluhólfum og búnaði til að skorða allt af eins og sjómenn sem gera allt sjóklárt í kringum sig af góðum sið.

Hentar innanbæjar sem utanBíllinn er að auki mjúkur en samt gríðarlega stöðugur (eins og gott sjóskip á að vera) enda stjórnað af rafstýrðri loftpúðafjöðrun og „terra-in response“ tölvufjöðrunarkerfi sem bygg-ir á 60 ára reynslu land rover. Með kerfinu er hægt að stjórna fjöðruninni eftir aðstæðum hverju sinni og svo skemmir ekki fyrir að það er líka veltivörn.

Að utan hefur bíllinn tekið góðum breyt-ingum. Til að mynda hefur hann fengið nýja

stuðara, grill og brettakanta. En hann heldur enn þessum háa kassalaga

afturenda sem hefur einkennt útlit á þessum bíl og það mætti jafnvel fara að breyta honum aðeins.Þannig að heilt yfir, eftir akstur

og skoðun á bílnum, þá tel ég þetta vera frábæran fjölskyldubíl sem hentar jafnt innanbæjar sem utan, á malbiki og utan þess.

landrover Discovery SE er stöð-ugur, kraftmikill, einfaldur og hljóðlátur bíll sem ég gef 4 ½ stjörnu af 5 mögulegum.

Kraf tmikill og stílhreinn fjölskyldubíll

land rover Discovery SE

tæKNiupplýSiNgar:n 8 þrepa Commandshift sjálfskipting.n Dráttargeta: 3.500kg.n 3.0 lítra V6 dísilvél.n Hestöfl: 255n Hröðun: 0-100 km/klst: 9,3 sekúndur. n Tog: 6000 nm.n Eyðsla: 8,8 lítrar á hverja 100 km í

blönduðum akstri.

KOStir:

1. Plássmikill

2. Stöðugur

3. Gott útsýni úr bílnum

4. Hljóðlátur

ÓKOStir:

1. Vantar rafmagn í sætin.

útvegSBlaðið oKtóbEr 2012 21

Page 22: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

22 oKtóbEr 2012 útvegSBlaðið

tobis tekur við Mustad beitningavélum TObiS einbeitir sér að línuveiðum og selur beitningavélar, króka og beitu af ýmsu tagi.

Tobis tók nýverið við söluum-boðinu fyrir Mustad long-line AS í Noregi, en fyrirtækið er þekktast fyrir framleiðslu á beitningavélum fyrir línu-skip. um leið tók Tobis að sér

söluumboð fyrir O.Mustad & sons AS, sem er þekktasti framleiðandi á fiskikrókum í heiminum. Áður hafði Tobis ehf. tekið við umboði fyrir hina sívinsælu Fiskevegn línu frá Noregi. Þá er Tobis ehf í mjög nánu samstarfi við Seafreeze ltd. í Bandaríkjun-um, stærsta seljanda á beitu til línuskipa í Ameríku.

Þórleifur ólafsson framkvæmda-stjóri Tobis segir að yfir fimmtíu skip í ís-lenska línuflotanum séu með beitninga-vélar frá Mustad. Framleiðandinn er með tvennskonar gerðir í boði. Annars vegar

svokallað coastal kerfi fyrir smærri báta sem nota allt að 30.000 króka línu. Hins-vegar er djúpsjávarkerfið með svonefnd-um SuperBaiter, en sú beitningavéla-samstæða gefur kost á að vera með allt að 52.000-55.000 króka um borð. Super-Baiter vélin nær að beita allt að 6 króka á sekúndu.

Meðal nýjunga frá Mustad sem nú eru á döfinni er nýtt línuspil, H3200,sem er með 50% stærri dráttarskífu en hið þekkta H3000. Með því að hafa skífuna svona mikið stærri, er minni hætta á að línan slúðri í dráttarskífunni og átakið verður allt jafnara.

Sem fyrr mun ragnar Aðalsteinsson hjá línusspili ehf annast alla þjónustu við Mustad beitningavélarnar.

Þá er Tobis að hefja sölu á línu og hand-færakrókum frá O. Mustad og söns AS, sem er þekkasti framleiðandi á fiskikrók-um í heiminum. En nú eru liðin vel á annað

hundrað ár frá því að O. Mustad & söns hóf framleiðslu á fiskikrókum.

Beita frá Seafreeze ltdTobis var stofnað fyrir sjö árum í þeim til-gangi að flytja inn og selja beitu. Fyrir-tækið er í samstarfi við Seafreeze ltd. í Bandaríkjunum sem er stærsta beitusölu-fyrirtæki í Norður-Ameríku en það selur t.d. mjög mikið til fiskiskipaflotans í Alaska. Stór hluti af beitusölu Tobis hefur jafn-an verið smokkfiskur og bíður fyrirtækið hvort heldur handfæraveiddan Falklands-eyjasmokkfisk og trollveiddan smokkfisk frá Bandaríkjunum. Þá flytur Tobis í sam-starfi við Seafreeze inn sára frá Tævan og Kóreu. Ávallt er reynt að vera með sára sem veiddur er snemmsumars, en þá er sárinn vel feitur og fullur af átu og hentar því afar vel sem beita. Einnig flytur Tobis inn sand-síli frá Noregi auk loðnu og síld sem félagið kaupir og selur innanlands.

lína frá FiskevegnAð sögn Þórleifs , framkvæmdastjóra Tob-is er fyrirtækið með söluumboð á Íslandi fyrir línu frá Fiskevegn í Noregi. Fisk-evegn línan er ein sú þekktasta í heimin-um og gildir einu hvort er um ræða granna línu fyrir smábátaflotann, millisvera fyrir stærri línuskip eða þá sverustu 11.5 mm, sem tannfiskskip í suðurhöfum nota og nokkur af norsku línuskipunum.

Tvö öflugustu línuskip Norðmanna Fröyanes og Geir 2. nota nú bæði 9 mm fiskilínu frá Fiskevegn. Það hefur færst í vöxt hjá norsku línuskipunum að nota nú 11,5 mm línu i stað 9 mm eins og algengast er á Íslandi. Segja skipstjórar norsku skip-anna, að þótt sú lína sé dýrari í innkaup-um, þá sé hún ódýrari til lengri tíma litið, þar sem sverari línan slitni mikið sjaldnar, átak á hana sé jafnara og að hún endist mikið lengur.

»Mustad framleiðir tvennskonar gerðir beitningavéla. annars vegar svokallað strandkerfi fyrir smærri báta og hins vegar djúpsjáv-arkerfi fyrir stærri línubáta.

»Sigurður óli Þórleifsson sölumaður, Haraldur guðfinnsson sölustjóri, Egil Moe frá Fiskevegn, Þórleifur ólafsson framkvæmdastjóri og arne Tennöy sölustjóri frá Mustad.

Tobis ehfHvaleyrarbraut 2220 HafnarfjörðurSími: 527 5599Fax: [email protected]

Page 23: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Erlendur Arnaldssonframleiðslustjóri

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

Prentun frá A til ÖOddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

765.000

Page 24: Útvegsblaðið 9. tbl 2012

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri