12
ÁRSSKÝRSLA 2010

ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

ÁRSSKÝRSLA 2010

Page 2: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Myndir Páll Marvin Jónsson Margrét Lilja Magnúsdóttir Georg Skæringsson Óskar Pétur Friðriksson Filipa Samara

Ársskýrsla2010

Page 3: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Hugleiðingar framkvæmdastjóra

Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Stofnaðilar ÞSV

Stofnanir innan ÞSV

Starfsfólk ÞSV

Hugheimar -samstarfsvettvangur

Sæheimar, fiskasafn

Humarveiðar og humar hótel, myndasería

Háhyrningarannsóknir

Stofnanir innan ÞSV

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Surtseyjarstofa

Hafrannsóknastofnunin

Rannsóknaþónustan, Vestmannaeyjum

Náttúrustofa Suðurlands

Matís ohf.

Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Vinnumálastofnun

EFNISTÖKÁRSSKÝRSLU

Page 4: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Nokkrar breytingar urðu á starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja áárinu 2010. Markmið breytinganna var fyrst og fremst að styrkjagrunnrekstur og efla faglegt starf í samstarfi stofnanna og fyrirtæka.Þekkingingarsetrið og Vestmannaeyjabær gerðu með sérsamstarfssamning um rekstur Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyjaog tók samningurinn gildi 1. janúar 2010. Rekstur safnsins gekk vel og í lokársins var samþykkt að framlengja samningnum til loka ársins 2011.Jafnframt var samþykkt að skoða möguleikann á að semja einnig umrekstur Byggðasafns Vestmannaeyja í þeim tilgangi að efla og styrkjasafnasvið ÞSV enn frekar og þannig skapa enn sterkari rekstrareiningu enáður.

SamningurMenntamálaráðuneytisins og ÞSVrann út á árinu en var hann tilþriggja ára. Nýr samningur vargerður fyrir árið 2011. Vegnaalmenns niðurskurðar íríkisfjármálum lækkuðu allirsamningar ráðuneytisins viðþekkingarsetur á landsbyggðinni.Framlag ríkisins til Þekkingarseturs

Vestmannaeyja lækkaði úr 15 milljónum fyrir árið 2010 í 13,9 milljónir fyrirárið 2011. Ekkert framlag var til reksturs sjávarrannsóknamiðstöðvar áárinu 2010 en fyrir árið 2011 fengust 9 milljónir til rekstursins.

Líkt og með aðrar sjávarbyggðir landsins þar sem markviss uppbygging áþekkingarsafmélagi hefur átt sér stað hefur atvinnulíf Vestmannaeyjafengið á sig breytta mynd. Þekkingarsetur Vestmannaeyja gegnir í dagmikilvægu hlutverki í þróun samfélagsins og uppbyggingu atvinnulífs íEyjum. Með sífellt aukinni tæknivæðingu í sjávarútvegi hefur störfum ífiskvinnslu og á sjó fækkað jafnt og þétt en störfum fjölgað í afleiddumgreinum sem gera aðrar og oft auknar kröfur til menntunar. ÞekkingarseturVestmannaeyja leikur hér lykilhlutverk og á árinu 2010 störfuðu alls 29starfsmenn við Þekkingasetur Vestmannaeyja og þar af sautján fastráðnirháskólamenntaðir starfsmenn.

Áframhaldandi uppbygging á aðstöðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja ernauðsynleg fyrir framgang starfsins. Áætlanir um að flytja aðstöðuna ístærra og betra húsnæði hafa ekki gengið eins hratt og til stóð en unnið erað málinu í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Mikilvægt er að niðurstaða ímálinu verði komin fyrir lok sumars svo hægt verði að hefja framkvæmdir íhaust. Eitt af markmiðum ÞSV er einmitt að skapa þekkingarsamfélaginufyrsta flokks aðstöðu m.a. til að laða til Eyja verkefni og mannauð sem síðanstuðla að sterkari og fjölbreyttari og atvinnulífi.

Verkefni framtíðarinnar eru fjölmörg og spennandi, með auknu samstarfivið Vestmannaeyjabæ um rekstur safnanna hefur skapast tækifæri til aðstórefla fræðastarf Þekkingarsetursins með því að samtvinna safnastarfiðvið rannsóknir og fræðslu. Þetta samstarf er enn í mótun og er ljóst að ennfrekari ávinningur á eftir að nást, bæði hvað varðar rekstur og safnanna en

ekki síður í formi fjölda nýrra fræða- og rannsóknarverkefna.

Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja fékk nýtt nafn og nýtt vörumerkiog heitir í dag Sæheimar, aquarium. Margrét Lilja Magnúsdóttir var ráðinsafnstjóri en hún var áður verkefnaráðin hjá Þekkingarsetrinu.

Safnið fékk töluverða andlitslyftingu á árinu 2010 og voru starfsmennSæheima duglegir að minna á safnið. Fjölmiðlar fylgdust vel með því semgerðist í safninu og komu bæði kolkrabbann Vídalín og útselskópurinn Gollií öllum fjölmiðlum Eyjanna og oftar enn einu sinni. Aðsókn á safniðtvöfaldaðist strax á fyrstu fjóru mánuðum ársins 2010 miðað við árið áðurog ljóst var að við áttum eftir að slá aðsóknarmet á safnið, og þásérstaklega í ljósi þess að síðar á árinu hófust siglingar í Landeyjahöfn meðtilheyrandi aukningu ferðamanna til Eyja.

Samstarfið við Vestmannaeyjabæ um rekstur safnanna er spennandi þróuní starfi Þekkingarsetursins. Ný tilkominn samningur um rekstur Sagnheima,byggðasafns styrkir þetta samstarf enn frekar og opnar nýja möguleika fyrirþekkingarsamfélagið í Eyjum. Ljóst er að áframhaldandi samstarf viðVestmannaeyjabæ á safnasviði á þessum nótum ættu að koma báðumaðilum til góða

Páll Marvin Jónssonframkvæmdastjóri

Samningur viðVestmannaeyjabæ

um rekstur Fiska- ognáttúrugripasafns

Vestmannaeyja

Vinnumálastofnun leigir aðstöðu undir starf-semina í Vestmannaeyjum í Þekkingarsetri Vest-mannaeyja. Einn fastráðinn starfsmaður: VilborgÞorsteinsdóttir.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands leigir aðstöðu undirstarfsemina í Vestmannaeyjum í ÞekkingarsetriVestmannaeyja. Einn fastráðinn starfsmaður:Áslaug Rut Áslaugsdóttir.

Starfsmaður: Frosti Gíslason

Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er aðhvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hug-mynda í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsendafyrir fjölbreytni íslensks atvinnulífs og undirstaðasterkrar samkeppnisstöðu þess. Nýsköp-unarmiðstöð Íslands heyrir undir Iðnaðar-ráðuneytið og starfar eftir lögum um opinberanstuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvin-

nuþróun (nr. 75/2007). Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er prófes-sor Þorsteinn Ingi Sigfússon.

Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum varfjölbreytt á árinu 2010. Boðið var upp á fjömörg almenn námskeið íFab Lab smiðjunni ásamt því að mörg sértæk námskeið voru einnigkennd. Haldinn var m.a. Fab Boot Camp í samstarfi við Fab Labsmiðjur út um allan heim.

NMI ásamt Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Fréttum stóðu fyrirfundarröð um tækifæri atvinnulífsins í Eyjum. Unnið var aðuppsetningu Fab Academy og fjölmargir sérfræðingar héldu erindi íNMI í Eyjum, m.a. Trond-Aksel Olsen verkfræðingur hjá AndøyaRocket Range (ARR) stofnuninni í Noregi sem hélt erindi um eldlau-gastöðina Andøya Rocket Range sem ber ábyrgð á öllum eldflauga-og vísindaloftbelgjum í Noregi.

NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS

Ve s t m a n n a e y j u m

Page 5: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Starfsmenn: Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðumaðurSólrún Bergþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóriDóra Guðrún Þórarinsdóttir, verkefnaráðin.

Kennarar á námsleiðum og leiðbeinendur á námskeiðum voru verk-takaráðnir. Ester Garðarsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir, þjó-nustufulltrúar ÞSV og Visku. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, afleysingar.

Um allan heim er unnið að því að finna lausnir til aðlágmarka skaðleg áhrif efnahagsástandsins. Krep-pan snertir Ísland enn harðar en margar aðrar þjóðir.Starfsemi Visku hefur þó gengið með ágætum yfir-standandi starfsár og sífellt með eðlilegum breytin-gum. Virk þátttaka á námskeið er upp og ofan, mestháð atvinnuástandi þá stundina. Undanfarin árhöfum við talað um að námskeiðum sem slíkum hafi

fækkað og heildstætt nám aukist. Slík þróun heldur áfram en þó másegja að stöðugleiki sé að verða í námskeiðahaldi.

Árið 2010 var einstaklega viðburðaríkt í sögu Visku. Þar skiparstærstan sess fjölgun viðtala í náms- og starfsráðgjöf, þróun í raun-færnimati og fjölgun námsleiða. Rennsli í gegnum miðstöðina kallará enn stærra húsnæði. Það verður því verkefni framtíðarinnar aðskoða hvaða möguleikar eru í boði, bæði sjálfstætt og í samstarfi viðÞekkingarnetið. Með tilkomu Landeyjarhafnar sjáum við einnigfram á aukið samstarf upp á fastalandið bæði getum við veitt þeimþjónustu sem og þegið aukna þjónustu þaðan. Verkefni haustsinsverða fyrst og fermst áhersla á nám og þjónustu fyrir lesblinda semog að hleypa af stað verkefni sem við veljum að kalla

eflum byggð. Markmið verkefnisins Eflum byggð erað auka starfshæfni íbúanna með því að skapajákvætt andrúmsloft í samfélaginu gagnvart breytin-gum og þróun í atvinnulífinu, að skapa jákvætt an-drúmsloft gagnvart fræðslu í samfélaginu og að auka námsgæði ogaðgang að áframhaldandi menntun í samfélaginu.

Sparisjóður Vestannaeyja veitti í desember sl. Visku styrk til kaupaaf greiningartækinu Logos, sem er til þess ætlað að greina lesblinduog hjálpa til við úrvinnslu. Kunnum við Sparisjóðnum bestu þakkirfyrir. Munum við frá og með haustinu bjóða upp á lesblindugreinin-gar hjá Visku og munum leita leiða til að bjóða upp á þær einstaklin-gum að kostnaðarlausu.

Einnig höfum við fengið styrk til að fara af stað með annan hóp íraunfærnimati í Verslunarfagnámi sem og til að þróa raunfærnimatfyrir stýrimenn og skipstjórnarmenn. Verður það verkefni unnið ísamvinnu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum ásamt Fræðslu-miðstöð atvinnulífsins.

Þar að auki höfum við fengið styrk frá Vaxtasamningi Suðurlands tilað vinna göngukortið okkar í rafrænana búning. Er það samstarfs-verkefni Visku, Sighvatar Jónssonar og Vestmannaeyjabæjar. Þessvegna eru það lokaorð mín að það eru bara spennandi tímar framun-dan.

Ég vil þakka starfsfólki Visku og stjórn samstarf á liðnu starfsári.

Valgerður Guðjónsdóttir

Forstöðumaður Visku

Útskrift á smábátanáminu vorið 2010

Fræðslu- og símenntunarmiðstöðVestmannaeyja

VISKAFRÆÐSLU- OG SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ

STJÓRNÞ E KKI NGARS E T URS

Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja og formaður stjórnar varkosin á ársfundi þann 15. júní 2009. Stjórnin skipti með sér verkumá fyrsta stjórnarfundi og velur sér framkvæmdastjórn sem fer meðdaglegan rekstur í samstarfi með framkvæmdastjóra.

Formaður:

� Elliði Vignisson, bæjarstjóri� Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar� Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís ohf.� Arnar Sigurmundsson, frkvstj., form. stjórnar Visku� Rögnvaldur Ólafsson, forstm. Fræðasetra Háskóla Íslands� Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, frkvstj. Vinnslust. hf.� Hrafn Sævaldsson, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri myndaframkvæmdaráð:

� Elliði Vignisson� Arnar Sigurmundsson� Páll Marvin Jónsson

Eftirfarandi stofnanir starfa nú innan ÞekkingarsetursVestmannaeyja:

Atvinnuþróunarfélag SuðurlandsHafrannsóknarstofnuninHáskóli ÍslandsHeilbrigðiseftirlit SuðurlandsNáttúrustofa Suðurlands1Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsRannsóknaþjónusta VestmannaeyjaMatís ohf.VinnumálastofnunViska2Surtseyjarstofa

1 og 2Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Surtseyjarstofa hafa aðseturutan Þekkingarsetursins en taka annars þátt í samstarfi stofnannainnan þekkingarsetursins. Forstöðumaður NMÍ í Vestmannaeyjumog starfsmaður Surtseyjarstofu sitja t.d. á fundum HUGHEIMA.

STOFNANIRÞEKKINGARSETUR VESTMANNAEYJA

Að baki Þekkingarsetri Vestmannaeyja standa alls 36 fyrirtæki ogstofnanir sem eru skráðir stofnaðilar félagsins. Félagið ersjálfseignarfélag og er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur er félaginuætlað að efla og styrkja fræða- og háskólastarf í Vestmannayejum.Stofnfé félagsins er 7,7 milljónir. Hér að neðan eru stofnaðilarlistaðir upp í stafrófsröð.

� Bergur ehf.� Dala-Rafn ehf.� Drífandi stéttarfélag� Fjöltækniskóli Íslands� Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum� Glitnir - banki hf.� Gæfa ehf.� Hafrannsóknastofnunin� Háskólinn á Akureyri� Háskólinn á Bifröst� Háskólinn á Hólum� Háskólinn í Reykjavík� Hitaveita Suðurnesja hf.� HÍ stofnun fræðasetra� Huginn ehf.� Iðnaðarráðuneytið� Ísfélag Vestmannaeyja hf.� Kennaraháskóli Íslands� Kæja ehf.� LÍÚ� Matís ohf.� Náttúrustofa Suðurlands� Nýsköpunarmiðsöð Íslands� Ós ehf.� Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja ehf.� Reykjavíkur Akademían� Samtök Sveitarfélaga á Suðurlandi SASS� Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið� Sparisjóður Vestmannaeyja� Stígandi ehf.� Tölvun ehf.� Ufsaberg ehf.� Vestmannaeyjabær� Vinnslustöðin hf.� Vinnumálastofnun� Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð

STOFNAÐILARÞEKKINGARSETUR VESTMANNAEYJA

Page 6: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Alls starfa átta starfsmenn hjá ÞekkingarsetriVestmannaeyja. Af þeim eru fimm fastráðnir og þrír eruverkefnaráðnir. Sumarið er annasamur tími hjáÞekkingarsetrinu en alls voru fimm sumarstarfsmenn aðstörfum hjá Þekkingarsetrinu sumarið 2010.

Sumarstarfsmenn 2010:

� Jón Marvin Pálsson

� Guðmundur Jónsson

� Hlynur Georgsson

� Örn Hilmisson

� Viktoria Ayn Pethypiece

� Guðný Hilmisdóttir

Páll Marvin JónssonFramkvæmdastjórn

Margrét HjálmarsdóttirÞjónustuskrifstofaBókhald

Ester Garðarsdóttir ÞjónustuskrifstofaÞjónustufulltrúi

Hr. Georg SkæringssonUmsjónarmaður- og verkefnastjóri

Margrét Lilja MagnúsdóttirSæheimar, safnasvið

Hr. Haraldur HalldórssonTæknivinna og aðstoð

Dr. Kári BjarnasonVerkefnaráðinn

M.sci. Heather PhilpVerkefnaráðin

STARFSFÓLKÞEKKINGARSETUR VE.

Starfsmaður: Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Áhersla er lögð á sjávarútvegstengd verkefni hjáMatís í Vestmannaeyjum, enda ein helsta verstöðlandsins og öflug fyrirtæki í sjávarútvegi hér, bæðihvað varðar veiðar og vinnslu sjávarafurða. Verkefnistarfsstöðvarinnar með fyrirtækjum hafa bæði snúistum vinnslutækni, nýjungar og þróun í veiðum ogmeðferð afla. Dæmi um þetta eru veiðar og vinnsla

makríls og gulldeplu, hvort tveggja fisktegundir sem nýlega hafafengist í verulegu magni við Íslandsstrendur. Vegna nálægðar viðmiðin hafa útgerðaraðilar í Vestmannaeyjum verið áhugasamir umað nýta þessar tegundir og liður í því ferli hefur verið þátttaka íverkefnum með starfsstöð Matís. Í sumum tilfellum kemur frum-kvæði að verkefninu frá sjávarútvegsfyrirtækjunum en í öðrumtilfellum ýtir Matís þeim úr vör að eigin frumkvæði. Öll eiga þessiverkefni sammerkt að hafa að markmiði aukna nýtingu sjávarafla ogverðmætasköpun.

Á árinu 2010 var unnið ad fimm verkefnum hjá starfsstöð Matís iVestmanneyjum og öll eru þau á sjávarútvegssviðinu. Í verkefninuVeiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjá-varskipum er unnið ad formmælingum á markíl með þaðað markmiði ad leita leiða til að flokka makríl fráöðrum fiski um borð í vinnsluskipum. Í verkefninu ergreint hvaða tækjakost er nauðsynlegt ad hafa umborð og einnig kannaðir markaðir fyrir makríl vei-ddan á Íslandsmiðum á mismunandi árstímum.Verkefninu lýkur í upphafi árs 2011 en samstarfsaði-lar i því eru Ísfélag Vestmannaeyja og Huginn ehf.Þrjú skip þessara fyrirtækja tóku þatt í sýnatöku ogfór starfsmaður Matís i Vestmanneyjum með íveiðitúra. Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknasjóðii sjávarútvegi.

Annað verkefni starfsstöðvarinnar á árinu 2010 snéri einnigað markríl en það hefur yfirskriftina Fullvinnsla á makríl semveiddur er af uppsjávarskipum. Markmiðið med því er að þráaverðmætar afurðir til manneldis úr makríl sem veiddur er af upp-sjávarskipum og bæta hráefnismeðferð þannig að sem hæst hlutfallkomi í vinnsluhæfu ástandi til manneldis í land. Þá var í verkefninuhugað að þróun á vinnsluferlum fyrir niðursuðu á makríl í landi, semog heitreykingu. Samstarfsaðilar í verkefninu ásamt Matís voru Ís-félag Vestmannaeyja og Akraborg ehf. Verkefnið var styrkt af AVSrannsóknasjóði í sjávarútvegi.

Verkefnið Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa, semstyrkt er af Verkefnasjóði sjávarútvegsins, hófst á árinu 2010og mun standa fram eftir árinu 2011. Í því er kannað hvortlífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip skila í hafiðþegar fiskur er slægður um borð. Jafnframt er kannad hvort

nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæð áhrif ánáttúruna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Berg-Huginn ehf.

Í lok árs lauk verkefninu Móttökustöð lifandi sjávardýra þar semskoðaðir voru möguleikar á að opna móttökustöð fyrir lifandi sjávar-dýr í Vestmannaeyjum, auk þess sem gerðar voru tilraunir meðflutning lifandi sjávardýra á innanlandsmarkað og settir upp verkfer-lar hvað varðar umhirðu og meðhöndlun á lifandi sjávardýrum áveitingahúsum og smásölumarkaði. Matís var samstarfsaðili Þekkin-garseturs Vestmannaeyja ásamt Hafrannsóknastofnun,Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja og Veisluturninum. Verkefniðnaut stuðnings Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og VaxtarsamningsSuðurlands og Vestmannaeyja.

Fimmta verkefni ársins 2010 var Tilraunaveiðar og nýting á gulldep-lu. Hér er um að ræða nýja fisktegund sem veiðsthefur á miðunum við landið í veiðanlegu magni. Sam-tarfsaðili Matís í verkefninu er Ísfélag Vestmannaeyjaen markmiðid med því er að þróa veiði- oggeymslutækni á gulldeplu, sem er svokalladurmiðsævisfiskur. Kannaðir verða nýtingarmöguleikar ogmöguleikar til arðsamrar framleiðslu afurða úr gulldep-

lu. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávar-útvegi og heldur áfram á árinu 2011.

MATÍS ohf.

Page 7: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Starfsmenn: Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaðurErpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna

Náttúrustofa Suðurlands var stofnuð í nóvember1996 og starfar hún samkvæmt lögum umNáttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (lögnr. 60 frá 1992) og reglugerð um skipulag ogstarfsemi Náttúrustofu Suðurlands íVestmannaeyjum (reglugerð 643/1995).

Helstu verkefni Náttúrustofu Suðurlands þessa stundina:

Berg- og jarðefnafræði HeimaeyjarÞetta verkefni er í samstarfi við Dr. Svein P. Jakobsson áNáttúrufræðistofnun Íslands.

Gabbróhnyðlingar í íslenskum gosmyndunumÍ samvinnu við Dr. Andrey Gurenko.Berghlaupið í Morsárdal

Náttúrustofan hefur ásamt Náttúrustofu Norðurlands vestra fylgstmeð breytingum sem hafa orðið á berghlaupinu sem féll áMorsárjökul árið 2007.

Rannsóknir á lunda í VestmannaeyjumRannsóknir á lunda voru eitt helsta verkefnið sumarið 2010.Beindust þær að tímasetningu varps, ábúðarhlutfalli (hlutfallivarphola sem orpið er í), varpárangri, fæðu fugla á ungatíma ogaldurshlutföllum í veiði, svo helstu liðir séu upptaldir.Lundarannsóknirnar eru samstarfsverkefni vísindamanna á fimmstofnunum: Arnþórs Garðarssonar hjá Háskóla Íslands, ÆvarsPetersen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Kristjáns Egilssonar hjáFiska- og náttúrgripasafni Vestmannaeyja, Páls M. Jónssonar hjáÞekkingarsetri Vestmannaeyja og einnig taka rannsóknirnar tilsandsílis í umsjón Vals Bogasonar og Kristjáns Lilliendahl hjáHafrannsóknastofnuninni. Erpur S. Hansen er verkefnisstjóri.Meistaraverkefni Hálfdáns H. Helgasonar við Háskóla Íslands semhófst 2008 felst í úrvinnslu lundamerkingagagnaNáttúrufræðistofnunar Íslands, Erpur Snær er einn umjónarmannaverkefnisins.. Samstarf hefur einnig verið við fleiri aðila; er þar helstað telja Jónas P. Jónasson, Freydísi Vigfúsdóttur og YannKolbeinsson um söfnun og úrvinnslu á lundaveiðitölumBjargveiðifélaga. Verkefnið heldur áfram næstu ár.

SæsvölumerkingarNáttúrustofa Suðurlands stóð fyrir tveimur merkingarleiðangrum útí Elliðaey,11-12. júlí og 20-21. ágúst 2010. Meðala þátttakenda vorunokkrir nemendur sem sóttu námskeiðið Vistfræði Vestmannaeyjahjá Visku.

Farhættir skrofaDr. Jacob González-Solís frá Universitat de Barcelona hóf rannsóknirá íslenskum skrofum í Ystakletti í lok maí 2006. Rannsóknirnar lútaað farháttum tegundarinnar og eru í samstarfi við Náttúrustofunaog Yann Kolbeinsson sem nú vinur á Náttúrustofu Norðausturlands.

FiðrildavöktunNáttúrustofa Suðurlands og Sæheimar voru með ljósagildru tilfiðrildaveiða úti í Stórhöfða síðasta sumar. Gildran var tæmdvikulega á tímabilinu 7. maí til 9. nóvember.

NÁT TÚRUSTOFASUÐURLANDS

Þekkingarsetur Vestmannaeyja myndar samstarfsvetvang stofnanaog fyrirtækja í rannsóknum, nýsköpun og öðru þekkingarstarfi íVestmannaeyjum. Haldnir eru fundir með fulltrúum stofnana ogfyrirtækja innan Þekkingarsetursins þar sem farið er yfir stöðu sam-starfsverkefna og ný verkefni eða umssóknir ræddar.

Þrátt fyrir að markmið einstaka stofnanna innan ÞekkingarsetursVestmannaeyja geti verið ólík felast ýmsir möguleikar í samstarfimilli stofnananna og er gott samstarf forsenda þess að Þekking-arsetrið standi undir nafni sem öflugur klasi í rannsóknum og men-ntun í Vestmannaeyjum. Til að skerpa á samstarfinu hefur þessisamstarfsvetvangur fengið heitið Hugheimar og er orðinn hluti afstjórnskipulagi Þekkingarsetursins. Í lok árs 2009 var unnið að því aðútbúa nýtt skipurit fyrir Þekkingarsetrið vegna sjávarrannsók-narstöðvar og samninga við Vestmannaeyjabæ um rekstur á Fiska-og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Nýtt skipurit var síðan tekið ínotkun og samþykkt í stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja 8.febrúar 2010. Nú hefur Sagnheimum verið bætt inn í rekstur ÞSV ogsýnir myndin hér að neðan Hvaða breytingar skipuritið fær meðtilkomu Sagnheima.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur ekkert stjórnunarlegt vald yfirþeim stofnunum og fyrirtækjum sem taka þátt í Hugheimum.

HUGHEIMARSAMSTARFSVETVANGUR

SKIPURITÞEKKINGARSETUR

Ath. Að Sagnheimar koma inn í skipu-ritið 1. janúar 2011.

Page 8: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Starfsmenn:

Margrét Lilja Magnúsdóttir safnstjóriGeorg Skæringsson umsjónarmaðurAðrir starfsmenn í sumarvinnu við vörslu ogafgreiðslu voru Örn Hilmisson, HlynurGeorgsson, Guðný Hilmisdóttir og Viktoria AynPethypiece.

Gestir:

Alls komu 13.653 gestir á Fiska og náttúrugripasafn Sæheima árið2010. Þar af voru fullorðnir gestir 7.321 talsins en börnin 6.332. Erþetta talsverð aukning frá fyrri árum og kemur þar margt til. Má þarnefna:

� Opið hús í tengslum við Þrettándagleði í fyrsta sinn ogkomu alls 439 gestir.

� Glerlistasýning Berglindar Kristjánsdóttur dró að sér 647gesti yfir sjómannadagshelgina.

� Hið svokallaða pollamót, sem er knattspyrnumót yngri flok-ka var óvenju fjölmennt í ár og komu yfir 1000 gestir ásafnið dagana sem það stóð yfir.

� Þegar Herjólfur hóf siglingar frá Landeyjahöfn í lok júlí,jókst mjög aðsókn að safninu og má nefna að árið 2009komu um 1000 gestir á safnið í ágúst en í ár voru þeir yfir3000 á sama tíma.

Opnunartími

Sumaropnunartími safnsins frá 16. maí til 15. september er klukkan11:00 til 17:00, alla daga vikunnar. Yfir vetrartímann frá 16. septem-ber til 15. maí er safnið opið á laugardögum klukkan 13:00 til 16:00.Breyting varð á vetraropnunartíma safnsins þann 6. mars en fram aðþeim tíma var safnið opið á sunnudögum klukkan 15:00 til 17:00 yfirvetrartímann. Á öðrum tímum er safnið opið eftir samkomulagi.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir inn á safnið er 500 krónur fyrir fullorðna (hækkaði úr400 krónum þann 6.mars). Börn 14 ára og yngri greiða ekki aðgang-seyri. Eldriborgarar og öryrkjar greiða sama verð og aðrir.

Sýningar

Fastar sýningar

Aðaláhersla safnsins er sýning á lifandi fiskum og öðrum sjávar-lífverum. Á safninu eru 12 sjóker þar sem finnast helstu nytjate-gundir okkar íslendinga auk fágætari tegunda. Um 30 metra djúpborhola er utan við safnið og upp úr henni er dælt mörg þúsundlítrum af sjó daglega og er því stöðugt gegnumstreymi af hreinumsjó í búrum safnsins.

Einnig eru á safninu fuglasafn, steinasafn, skordýrasafn, skeljasafnog eggjsafn auk annarra náttúrugripa.

Sérsýningar

Auk hinna hefðbundnu sýninga á safninu eru þar tvær sérsýningar.Önnur þeirra fjallar um sambýli manns og lunda en hin segir fráSurtseyjargosinu sem hófst árið 1963. Auk þessara sýninga erumyndir af lækningajurtum í Flóru Vestmannaeyja í stigagangi saf-nsins.

Árið 2010 voru settar upp tvær nýjar sýningar. Um sjómannadag-shelgina var sett upp glerlistasýning í fiskabúrunum en þar var áferðinni Berglind Kristjándóttir glerlistakona. Sýningin féll í góðanjarðveg hjá gestum safnsins og setti hún skemmtilegan svip á safnið.Hin sýningin var hefðbundnari en þá voru sýndar neðansjávarljós-myndir og –kvikmyndir teknar af Erlendi Bogasyni kafara.

Safnabúð

Lítil safnabúð er rekin í afgreiðslu safnsins. Hún er mjög smá ísniðum en hefur ágætt úrval minjagripa sem tengjast flestir náttúruEyjanna en lundinn er þar mest áberandi. Úrvalið jókst talsvert árið2010 en þá var boðið í auknum mæli upp á handgerðar íslenskarvörur.

SÆHEIMARFISKASAFN

Þetta verkefni er rekið frá útibúinu og hófst vöktun á síli árið 2006.Markmið þess er að meta breytingar í stofnstærð sílis og afla upplýs-inga um árgangastyrk og nýliðun í tegund sem er mikilvæg fæðanytjafiska, hvala og sjófugla. Farið var í ellefu daga leiðangur í júlí áDröfn ER 35 og síli kannað á svæðinu frá Breiðafirði að Ingólfshöfða.

Erindi, Fundir; Ritgerðir (skýrslur):

Valur Bogason. 2010. Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar í Vest-mannaeyjum. Sjómanndagsblað Vestmannaeyja (60): 16-19.

Ingibjörg G. Jónsdóttir, Valur Bogason, Ásta Guðmundsdóttir, BjörnÆvarr Steinarsson, Höskuldur Björnsson, Ólafur K. Pálsson, Vilhjál-mur Þorsteinsson og Þorsteinn Sigurðsson.2010.Stofnmæling hryg-ningarþorsks með þorskanetum 1996–2009. Gill-net survey ofspawning cod in Icelandic waters 1996-2009. Hafrannsóknir 155.Reykjavík 2010. 153 s.

Páll Marvin Jónsson, Ragn- heiður Sveinþórsdóttir,Valur Bogason, Sigmar Valur Hjartarson, Sigurður Gísla-son 2010. Móttökustöð li- fandi sjávardýra. Skýrslatil VERKEFNASJÓÐS SJÁ- VARÚTVEGSINS R008. 54s.

Starfsmenn: Sigmar Valur Hjartarson

Rannsóknaþjónustan, Vm. ehf er alhliðarannsóknastofa sem býður upp á prófanir,ráðgjöf og þjónustu við sjávarútveginn ogmatvælafyrirtæki. Fyrirtækið tekur einnig virkanþátt í rannsóknum með fyrirtækjum og stofnu-num í Eyjum.

Fyrirtækið býður upp á allar almennar ef-namælingar á matvælum og fóðurvörum s.s. fitu, vatn, protein, salt,ammóníak, ösku og fleira sem viðskiptavinir hafa þörf fyrir. Einnighefur fyrirtækið aðstoðað framleiðendur við mælingu á næringar-og orkuinnihaldi matvæla vegan merkinga á umbúðir.

Örverumælingar eru einnig snar þáttur í starfseminni og er boðiðupp á allar algengustu mælingar á örverum, bæði í matvælum semog vatni og sjó.

Annað svið sem fyrirtækið hefur tekið þátt í að halda sérhæfðnámskeið fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði og voru nokkur slík haldiná síðasta ári. Þar má sérstaklega benda á námskeið um hreinlæti ogþrif, sérhæfð námskið fyrir starfsmenn fiskimjölsverksmiðja og nám-skeið um meðferð afla um borð í fiskiskipum. Þá hefur einnig veriðboði upp á ýmiskonar ráðgjöf fyrir matvælafyrirtæki og má þarsérstaklega nefna hreinlætisúttektir og næringarefnamerkingarmatvæla.

Rannsóknaþjónustan hefur einnig tekið beinan og óbeinann þátt íýmsum rannsóknarverkefnum með öðrum stofnunum í Þekking-arsetrinu o.fl. og má þar sérstaklega nefna:

� CrustaSea; veiðar, móttaka og flutningur lifandi humars� Áhrif fæðuframboðs marsílis, lundaveiða og

veðurfarsbreytinga á stofnstærð lunda í Vestmannaeyjum� Móttökustöð lifandi sávardýra� Bætt nýting og verðmæti loðnuhrogna.

RannsóknaþjónustanVestmannaeyjum ehf.

Page 9: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Starfsmenn: Valur Bogason útibússtjóri, Leifur Gunnarssonrannsóknarmaður / skipstjóri

Hafrannsóknastofnunin hefur þríþætt hlutverk,að stunda rannsóknir á hafinu og lífríki þess, aðveita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtin-gu á auðlindum hafsins, að miðla upplýsingumtil stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi ogalmennings. Útibúin gegna síðan þýðingarmikluhlutverki við gagnasöfnun og til þess að aflaalmennra upplýsinga um gang veiða í hinum

ýmsu landshlutum og auka tengsl stofnunarinnar við sjávarútveginn.

Í almennri starfsemi útibúsins er sýnataka úr lönduðum afla vei-gamikill þáttur . Þessi sýnataka er mikilvægur þáttur í stofnmati ogfelst hún í því að safna m.a. upplýsingum um aldurs-, lengdar- ogþyngdarsamsetningu hjá hinum ýmsu nytjastofnum. Fjöldi sýna semtekinn er af bolfiski ræðst af lönduðum afla í hverri tegund og gerðveiðarfæris. Einnig voru sýni tekin fyrir mengunarmælingar í þangi,

tekið var á móti merktum fiski o.fl. Starfsmenn tóku þátt í ýmsumrannsóknaleiðöngrum á vegum stofnunarinnar á árinu.

Rannsóknarverkefni:

Fæða þorsksfiska úr afla fiskiskipa

Er samstarfsverkefni útibúa stofnunarinnar og hófst verkefnið árið2001. Felst verkefnið í því að fæðusýnum er safnað úr þorski, ýsu ogufsa af sjómönnum og þau síðan fryst. Sýnum er síðan skilað inn tilútibúa til greiningar á fæðuinnihaldi. Verkefnið er samstarfsverkefniútibúa stofnunarinnar og er ætlunin með þessu verkefni að aflafrekari upplýsinga um fæðu þorsks, ýsu og ufsa og til að fylla upp íeyður sem hafa verið í söfnun fæðusýna í rannsóknaleiðöngrum.

Endurskoðun gagnasöfnunarkerfa

er verkefni sem unnið hefur verið að frá árinu 2002. Þetta verkefnifelst í því þróa og lagfæra gagnaskráningarforritið Hafvog sem notaðer við sýnatöku úr lönduðum afla og í rannsóknaleiðöngrum. Einnighefur verið unnið að endurbótum á forritinu Sýnó, en það er kerfisem heldur undan um sýnatöku úr lönduðum afla. Þessi vinna erunnin í samstarfi við útibúið á Ísafirði og tölvudeild Fiskistofu.

Stofnmæling með netum (Netarall)

Verkefnistjórn þessa verkefnis er í höndum útibússtjóra í Vestman-naeyjum og tóku 6 bátar þátt í netaralli stofnunarinnar. Það fór framá tímabilinu 5 apríl til 23 apríl. Markmið verkefnisins er að safnaupplýsingum um aldurs- og lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþros-ka og vöxt hrygnandi þorsks, á helstu hrygninarsvæðum hans. Einnigað meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygn-ingarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandisvæðum.

Stofnmæling (vöktun) á marsíli við Ísland

Fræðslustarf

Skólahópar

Fjöldi skólahópa kemur árlega á safnið en sterk hefð er fyrir því aðskólarnir í Vestmannaeyjum komi með nemendur sína á safnið tilfróðleiks og skemmtunar. Þessar heimsóknir byrja strax í leikskólaog mörg börn koma árlega á safnið upp allan grunnskólann meðbekknum sínum. Börnin leysa ýmis verkefni í þessum heimsóknumsem sniðin eru að hverju aldursskeiði fyrir sig. Einnig hefur safniðverið í samvinnu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum þar semnemendur við skólann fá að nota safnið til rannsókna og verkef-navinnu og skila svo jafnvel verkefnum sem nýtast safninu.

Fræðsluefni á heimasíðuUnnið er að fræðsluefni fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem Aðal-námsskrá Grunnskóla í náttúrufræði er höfð að leiðarljósi. Þarverður aðaláherslan lögð á lífið í sjónum við Ísland. Þetta fræðsluefniverður aðgengilegt á heimasíðu safnsins www.saeheimar.is ognýtist til kennslu í náttúrufræði hjá öllum grunnskólum landsins.

Styrkir

Rekstrarstyrkur frá Safnaráði

Safnið hlaut 500.000 króna rekstrarstyrk frá Safnaráði. Styrkurinnvar notaður í almennan rekstur safnsins. Ekki var sótt um verkefnas-tyrki fyrir safnið fyrir árið 2010.

Styrkir frá Menningarráði Suðurlands

Menningarráð Suðurlands veitti safninu tvo styrki á árinu vegnasýningahalds. Annan styrkinn fékk safnið vegna sýningar BerglindarKristjánsdótttur glerlistakonu á verkum hennar í búrum safnsins,sem opnaði 4. júní. Seinni styrkurinn var veittur vegna sýningarErlendar Bogasonar kafara á neðansjávarljósmyndum og –kvikmyn-dum sem opnuð var í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi þann 5.nóvember. Báðir styrkirnir voru 300.000 krónur.

Viðburðir

Ýmsir viðburðir voru settir upp í Sæheimum á árinu:

� Þrettándahátíð

� Fjölskylduhelgi um hvítasunnuna

� Glerlistasýning Berglindar

� Íslenski safnadagurinn

� Ljósmyndasýning Erlendar

� Tónleikar í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi.

Page 10: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

UMHVERFISSTOFNUNSURTSEYJARSTOFAStarfsmenn árið 2010:Lovísa ÁsbjörnsdóttirErna Svanhvít Sveinsdóttir (sumarstarfsmaður)María Guðjónsdóttir (sumarstarfsmaður)

Surtseyjarstofa er gestastofa fyrir friðlandiðSurtsey og hýsir jafnframt skrifstofu Umhver-fisstofnunar í Vestmannaeyjum og sýninguum friðlandið. Gestastofan var opnuð þann 2.júlí 2010 að Heiðarvegi 1 í Vestmannaeyjum.Á gestastofunni er að finna margvísleganfróðleik um friðlandið Surtsey og þærrannsóknir sem þar hafa farið fram. Surtsey-

jarsýningin er opin alla daga frá 16. maí til 15. september ár hvertmilli kl. 11:00 og 17:00 og yfir veturinn milli kl. 13:00 og 16:00 álaugardögum.

Surtseyjarsýningin er byggð á sýningu Náttúrufræðistofnunar Ís-lands sem sett var upp í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af 40 árgoslokaafmæli Surtseyjar og tilnefningu hennar til heimsminjaskrárUNESCO. Á sýningunni eru niðurstöður vísindamanna sem unniðhafa að rannsóknar og vöktunarverkefnum í friðlandinu settar framá skýran máta með aðstoð nýjustu tækni í margmiðlun. Surtsey-jarsýninginn er lifandi sýning þar sem vísindamenn bæta við þekkin-garbankann eftir því sem árin líða. Jafnframt reyna vísindamenn aðspá fyrir hvernig þróun eyjarinnar verði næstu áratugina.

Með tilkomu Surtseyjarstofu gefst innlendum og erlendum fer-ðamönnum einstakt tækifæri til að kynnast einstöku náttúrufariSurtseyjar, myndunarsögu hennar og þeim rannsóknum sem þarfara fram. Er það von Umhverfisstofnunar að gestir Surtseyjarstofueigi eftir að njóta heimsóknarinnar og fara þaðan margs vísari umsérstöðu þessarara einstöku náttúruperlu sem okkur ber að vernda.

UMHVERFISSTOFNUN

Page 11: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Starfsmaður í Vestmannaeyjum: Hrafn Sævaldsson

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands (AÞS) opnaðiútibú í Vestmannaeyjum í apríl 2006, þegar Vest-mannaeyjabær gekk inn í félagið. Hrafn Sævalds-son hefur verið eini starfsmaður félagsins íVestmannaeyjum frá stofnun. Fjöldi starfsman-na AÞS á Suðurlandi er að jafnaði 4.

Hlutverk félagsins er að styðja við verkefni sem leiða til eflingaratvinnulífs á Suðurlandi. Til að rækta hlutverk sitt veitir félagiðráðgjöf og fjárhagslega styrki til áhugaverðra verkefna. Jafnframthefur félagið frumkvæði að því að skilgreina og leita að nýjumatvinnutækifærum. Félagið rækir hlutverk sitt í samstarfi viðeinstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, önnur innlend atvinnuþróu-narfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði skipulags- og atvin-numála.

Félagið leggur áherslu á vöxt og arðsaman rekstur, traust fyrirkomu-lag við stjórnun, úrvals starfsmenn sem hafa áhuga, frumkvæði ogfá nægjanlega starfshvatningu til að veita viðskiptavinum félagsinsog samfélaginu fyrirmyndar þjónustu.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands leggur áherslu á, að í öllum sam-skiptum sínum við viðskiptavini verði gætt fyllsta trúnaðar.

Höfuðmarkmið Atvinnuþróunarfélags Suðurlands er að efla atvin-nulíf á Suðurlandi og stuðla þannig að aukinni hagsæld á svæðinumeð aðstoð við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög ogaðra hagsmunaaðila í formi fjármagns og ráðgjafar.

Félagið skal jafnframt hafa frumkvæði og vera leiðandi í að upplýsa,kynna og aðstoða aðila á svæðinu við nýsköpun, nýjungar í rekstri ognýjungar í stjórnun fyrirtækja.

AÞS aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga í atvinnuskapandi verkefnumá svæðinu. Hvort sem um er að ræða viðbót við núverandi rekstur,stofnun fyrirtækis eða nýsköpunarverkefni. Starfsmenn félagsinsgeta veitt aðstoð við: Alþjóðlegt samstarf - Að koma á samstarfi ogsamvinnu - Aðstoð við kaup og sölu á fyrirtækjum – Arðsemiskan-nanir - Erlend samskipti - Faglegan samanburð - Fjárhagslega endur-skiplagningu – Fjármögnun – Greiningarvinnu – Gæðamál –Hagkvæmniathuganir – Hlutafjáraukningu – Kostnaðaráætlanir –Kynningar – Markaðsvinnu – Lánaumsóknir - Veitt handleiðslu umhvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frástoðkerfum atvinnulífsins – Námskeiðahald – Nýsköpun – Ráðstef-nur – Rannsóknarverkefni – Rekstaráætlanir – Sjóðaumsóknir –Stefnumótun - Miðlun upplýsinga - Myndun og mótun tengslanetaog klasa – Styrksumsóknir – Upplýsingaöflun – Upplýsingagjöf –Verkefnisstjórnun - Véla-og tækjakaup – Viðskiptaáætlanir –Vöruþróun – Vörustjórnun - Þróun hugmynda..........................Svofátt eitt sé talið

AÞS er framkvæmdaaðili Vaxtarsamnings Suðurlands, sjá nánar áwww.sudur.is auk þess sem það veitir Eignarhaldsfélagi Suðurlandsforstöðu, sjá nánar á www.efs.is

Starfsmaður félagsins í Vestmannaeyjum hefur unnið að 60 – 100skilgreindum verkefnum ár hvert. Félagið hefur ekki upplýst umeinstök verkefni sem það vinnur að, til að gæta trúnaðar viðviðskiptavini sína, en mikil vinna hefur farið í verkefni tengd sjávar-útvegi, samgöngum og ferðþjónustu. Eftirspurn eftir starfskröftumstarfsmanna félagsins hafa verið umfram framboð.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins www.sudur.is

Myndir:

Um borð í Friðriki Jessyni: Óskar PéturÍ Sæheimum, rannsókn: Óskar Pétur

Á veitingastað: Sigurður Gíslason

Page 12: ÁRSSKÝRSLA 2010 · 2018. 1. 1. · Ársskýrsla 2010. Hugleiðingar framkvæmdastjóra Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Stofnaðilar ÞSV Stofnanir innan ÞSV Starfsfólk

Háhyrningarannsóknir sumarið 2009 og 2010.

Myndir:Filipa Smara ogPáll Marvin Jónsson