3
1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir Aðventuferðir 2016 Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir Dagsetning: 1. - 4. desember 2016 Jólamarkaðirnir í Þýskalandi eiga fáa sína líka og árlega koma þangað tugþúsundir ferðamanna annarsstaðar að, og markaðurinn í Heidelberg er þar engin undantekning - Stemningin er einstök, skreytingarnar, mannlífið og öll þessi smáatriði sem að koma saman í eina frábæra upplifun sem kemur öllum í jólaskapið! Heidelberg er falleg borg sem kúrir í djúpum dal í suð-vestur hluta Þýskalands. Íbúafjöldinn er rúmlega 150.000 manns en þangað kemur mikill fjöldi ferðamanna á öllum árstímum til þess að skoða gamla bæjarhlutann og þá sérstaklega kastalann sem gnæfir yfir frá hæðunum fyrir ofan, en hann er stærsta kastalarúst í Þýskalandi. Háskóli hefur verið starfræktur í Heidelberg í árhundruð og um borgina liðast áin Neckar á leið sinni norður þar sem hún sameinast Rín aðeins 22 km frá borginni. Einn daginn verður farið í dagsferð til Rothenburg til þess að sjá og upplifa hvernig gamla bæjarhlutanum er árlega breytt í eitt stórt jólaland. Dvalið verður á hótel Bayrischer Hof sem er gott þriggja stjörnu hótel vel staðsett í miðborg Heidelberg. Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 24.

Heidelberg - aðventuferð · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016 1 Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Heidelberg - aðventuferð · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016 1 Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir

1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016

Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur

Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir Dagsetning: 1. - 4. desember 2016 Jólamarkaðirnir í Þýskalandi eiga fáa sína líka og árlega koma þangað tugþúsundir ferðamanna annarsstaðar að, og

markaðurinn í Heidelberg er þar engin undantekning - Stemningin er einstök, skreytingarnar, mannlífið og öll þessi

smáatriði sem að koma saman í eina frábæra upplifun sem kemur öllum í jólaskapið!

Heidelberg er falleg borg sem kúrir í djúpum dal í suð-vestur hluta Þýskalands. Íbúafjöldinn er rúmlega 150.000 manns

en þangað kemur mikill fjöldi ferðamanna á öllum árstímum til þess að skoða gamla bæjarhlutann og þá sérstaklega

kastalann sem gnæfir yfir frá hæðunum fyrir ofan, en hann er stærsta kastalarúst í Þýskalandi. Háskóli hefur verið

starfræktur í Heidelberg í árhundruð og um borgina liðast áin Neckar á leið sinni norður þar sem hún sameinast Rín aðeins

22 km frá borginni.

Einn daginn verður farið í dagsferð til Rothenburg til þess að sjá og upplifa hvernig gamla bæjarhlutanum er árlega breytt

í eitt stórt jólaland.

Dvalið verður á hótel Bayrischer Hof sem er gott þriggja stjörnu hótel vel staðsett í miðborg Heidelberg. Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 24.

Page 2: Heidelberg - aðventuferð · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016 1 Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir

2 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - fimmtudagur, 1. desember:

Flogið til Frankfurt Flogið með Icelandair til Frankfurt flugvallar, áætluð lending um kl. 12:00 og við tekur u.þ.b. klukkutíma akstur til Heidelberg. Seinnipartinn verður farið á jólamarkaðinn sem dregur á hverju ári að sér þúsundir ferðamanna sem að koma til þess að upplifa stemninguna.

Dagur 2 - föstudagur , 2. desember:

Heidelberg Fyrripartinn býður fararstjórinn upp á gönguferð um gamla bæjarhlutann þar sem meðal annars verður farið upp að kastalanum. Seinnipartinn verður síðan frjáls tími sem að hægt er að nýta til að drekka í sig stemninguna; rölta eftir einni lengstu göngugötu í Evrópu, stoppa til að skoða allskonar varning á ótalmörgum sölubásum, fá sér ristaðar möndlur og heita „Glühwein” jóladrykki, hlusta á fallega tónlist, skella sér jafnvel á skauta o.s.frv. o.s.frv. Dagur 3 - laugardagur, 3. desember: Rothenburg Dagsferð til Rothenburg, en í nærri 500 ár hefur gamli bærinn þar orðið að einu samfelldu jólalandi – eitthvað sem er algjörlega þess virði að upplifa! Og ef rölt um bæinn er ekki nóg þá er líka hægt að skella sér á jólasafnið... http://www.tourismus.rothenburg.de/index.php?id=677 Komið til Heidelberg aftur um kl 16:00 og því kjörið að taka einn rúnt í viðbót um miðbæinn.

Dagur 4 - sunnudagur, 4. desember:

Heim á leið Eftir morgunmatinn verður farið út á flugvöll, flugið heim er kl. 13:25 og áætluð lending í Keflavík um kl 16:00

Page 3: Heidelberg - aðventuferð · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016 1 Heidelberg - aðventuferð 4 dagar/3 nætur Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir

3 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Aðventuferðir 2016

Þjónusta & verð:

Innifalið Í verði ferðar:

Flug 01.12.2016: Flogið með Icelandair Keflavík – Frankfurt FI 520 07:35-12:00 04.12.2016: Flogið með Icelandair Frankfurt – Keflavík FI 521 13.25-16:00 (Vinsamlegast athugið að flugtímar geta breyst)

Gisting 3 nætur á hótel Bayrischer Hof http://en.bayrischer-hof-heidelberg.com/

Matur Morgunverður: Innifalinn – 3 morgunverðir

Hádegisverður: Ekki innifalið

Kvöldverður: Ekki innifalið

Ferðir /

flutningar Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar (að og frá flugvelli og dagsferð til Rothenburg).

Fararstjóri Margrét Steinunn Guðjónsdóttir

Ekki innifalið:

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi 144.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi 164.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 50.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð sex vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á [email protected]