3
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir Skíðaferðir 2019 1 Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki Fararstjóri: Helmut Maier Dagsetning: 26. janúar – 2. febrúar 2019 Hámarks fjöldi er 25 manns Við gætum allt eins kallað þessa ferð „Helmut á heimavelli“ því að okkar góði fararstjóri er frá Neukirchen og þó að hann hafi búið á Íslandi í áratugi þá þekkir hann samt hverja þúfu og hvern skafl á svæðinu! Hann er mikill skíðamaður og hefur m.a. keppt á skíðum hér heima og erlendis og verið landsliðsþjálfari Íslands. Helmut fylgir hópnum upp á Wildkogel sem er flott skíðasvæði sem að býður upp á gott skíðafrí fyrir hvern sem er! Hefðbundin svigskíðun er auðvitað í forgrunni, en svo eru líka mjög flottar gönguskíðabrautir á svæðinu; hægt að leigja fjallaskíðabúnað einn dag eða tvo og bæta nokkrum toppum í safnið; fara með skíðastrætó yfir á næstu svæði o.s.frv. - að ógleymdri glæsilegri upplýstri 14 km langri sleðabraut, þeirri lengstu í heimi, svo þar er hægt upplifa frábæra kvöldskemmtun! Og svo þekkir Helmut auðvitað ýmsa áhugaverða staði aðra sem að hægt er að skreppa til; frábært safn og sýningar um svæðið og Hohe Tauern þjóðgarðinn í Mittersill, bæjarferð og/eða skíðun í og við Zell am See o.fl. o.fl. http://www.nationalparksaustria.at/en/pages/hohe-tauern-60.aspx http://www.nationalparkzentrum.at/Home.1.0.html?L=0

skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019 1 Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019 1 Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019

1

Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki

Fararstjóri: Helmut Maier Dagsetning: 26. janúar – 2. febrúar 2019

Hámarks fjöldi er 25 manns Við gætum allt eins kallað þessa ferð „Helmut á heimavelli“ því að okkar góði fararstjóri er frá Neukirchen og þó að hann hafi búið á Íslandi í áratugi þá þekkir hann samt hverja þúfu og hvern skafl á svæðinu! Hann er mikill skíðamaður og hefur m.a. keppt á skíðum hér heima og erlendis og verið landsliðsþjálfari Íslands. Helmut fylgir hópnum upp á Wildkogel sem er flott skíðasvæði sem að býður upp á gott skíðafrí fyrir hvern sem er! Hefðbundin svigskíðun er auðvitað í forgrunni, en svo eru líka mjög flottar gönguskíðabrautir á svæðinu; hægt að leigja fjallaskíðabúnað einn dag eða tvo og bæta nokkrum toppum í safnið; fara með skíðastrætó yfir á næstu svæði o.s.frv. - að ógleymdri glæsilegri upplýstri 14 km langri sleðabraut, þeirri lengstu í heimi, svo þar er hægt að upplifa frábæra kvöldskemmtun!

Og svo þekkir Helmut auðvitað ýmsa áhugaverða staði aðra sem að hægt er að skreppa til; frábært safn og sýningar um svæðið og Hohe Tauern þjóðgarðinn í Mittersill, bæjarferð og/eða skíðun í og við Zell am See o.fl. o.fl. http://www.nationalparksaustria.at/en/pages/hohe-tauern-60.aspx http://www.nationalparkzentrum.at/Home.1.0.html?L=0

Page 2: skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019 1 Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019

2

Dvalið verður á hótel Gassner, mjög vel staðsettu og flottu fjögurra stjörnu hóteli í Neukirchen. Skíðarútan stoppar fyrir utan hótelið og þaðan er aðeins

uþb. 3 mín. akstur (ókeypis) yfir að aðallyftu Wildkogel svæðisins, og svo endar ein af skíðabrekkunum ofan úr fjalli heim við hótelgarðinn. http://www.hotel-gassner.at/en

http://www.hotel-gassner.at/en/wellness-hotel-neukirchen

Neukichen er fallegur staður og með mjög gott skíðasvæði sem að hentar vel allri fjölskyldunni og ef vilji er til þess að skipta aðeins um gír þá er stutt yfir á enn stærri skíðasvæði sitthvoru megin við... https://www.wildkogel-arena.at/en/winter-holidays

Ferðaáætlun: Dagur 1 – laugard. 26. janúar Munchen - Neukirchen Flogið með Icelandair kl. 07:20 til Munchen, áætluð lending þar kl. 12:05 og við tekur uþb. 3 klst akstur upp til Neukirchen.

Dagur 2 til 7 – sunnudagur til föstudags, 27. jan. til 1. feb. Skíðun og skemmtilegheit Þessir dagar fara í útiveru, samveru og góðar upplifanir! Spenna og stuð, slökun og rólegheit, allt eftir óskum hvers og eins til þess að eiga gott og nærandi vetrarfrí. Fararstjórinn aðstoðar eftir þörfum, gefur góð ráð hverjum þeim sem þiggja vill varðandi skíðun, skíðasvæðið og áhugaverða staði í og við bæinn, og er til staðar ef þurfa þykir...

Page 3: skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki · Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019 1 Njóttu þín í Neukirchen skíðaferð 8 dagar / 7 nætur - Austurríki

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir –Skíðaferðir 2019

3

Dagur 8 – laugardagur, 3. febrúar Heim á leið... Strax eftir morgunmatinn verður ekið til flugvallarins, áætluð brottför 13:05 og lending á Íslandi 16:00

Þjónusta & verð

Innifalið í verði ferðar:

Flug 26.01.2019: Flug frá Keflavík til Munchen 07:20 – 12:05 02.02.2019: Flug frá Munchen til Keflavíkur 13:05 – 16.00 Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting 7 nætur á Hotel Gassner, mjög góðu 4**** hóteli í Neukirchen

Matur Morgunverður: Innifalið – 7 morgunverðir

Kvöldverður: Innifalið – 7 kvöldverðir

Ferðir Akstur að og frá flugvellinum í Munchen. Fararstjórn Helmut Maier

Ekki innifalið: Drykkir með kvöldmat Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. Akstur yfir á önnur svæði eða bæji eða staði Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi 239.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

Ath! Einnig er möguleiki á 3-4 manna fjölskylduherbergjum – athugað sérstaklega því það miðast bæði við fjölda og aldur þeirra sem að bætast við!

259.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð sex vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á [email protected] Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.