32
Ævi Jesú Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2016

Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

1

Ævi JesúFræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2016

Page 2: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

2

Ævi JesúFræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2016Endurútgáfa frá 2008, 2009 og 2006

Útgefandi: KFUM og KFUK Holtavegi 28, 104 ReykjavíkHöfundur efnis: Henning Emil MagnússonUmsjón endurútgáfu: Guðrún Hrönn Jónsdóttir

Fylgt úr hlaðiFræðsluefni æskulýðsstarfsins að þessu sinni er endurútgáfa efnis sem Henning Emil Magnússon samdi og var notað vorið 2008. Það efni innihélt 10 samverur sem eru allar í þessu hefti. Auk þess var bætt við einni samveru sem fjallar um bænina og kemur úr fræðsluefni KFUM og KFUK fyrir haustið 2006 og einni samveru sem tengist páskunum. Efni þeirrar samveru kemur úr fræðsluefni sem var einnig samið af Henning og kom út vorið 2009. Uppbyggingin á efninu er sú sama og í heftinu sem var notað fyrir jól. Tilgangur fræðsluefnisins er að styðja leiðtogana við að miðla boðskapnum um Jesú Krist og hjálpræðið sem okkur stendur til boða fyrir Hann. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að undirbúa hverja hugleiðingu fyrir sig og íhuga vel þann Biblíutexta sem er til umfjöllunar. Til að undirbúningurinn sé sem bestur er einnig gott að fletta upp þeim ritningartextum sem eru í leslista fyrir leiðtoga.

Með ósk um góðan starfsvetur og Guðs blessun,Guðrún Hrönn Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi

KFUM og KFUK á Íslandi

Page 3: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

3

bls. 2 Fylgt úr hlaði

bls. 3 Efnisyfirlit

bls. 4 Uppbygging fræðsluefnisins

Hugleiðingar

Texti Heiti Minnisvers

bls. 6 Fil 4.6 og Jer 29.11-12 1. Biðjið og yður mun gefast Fil 4.6

bls. 8 Lúk 1.5-25, 57-66 2. Elísabet og Sakaría Lúk 1.37

bls. 10 Lúk 1.26-38 3. María og Elísabet Slm 100.2a

bls. 12 Lúk 2.21-40 4. Símeon og Anna Lúk 2.30

bls. 14 Lúk 3.1-22 5. Jóhannes og Jesús 2Kor 5.21

bls. 16 Lúk 4.1-13 6. Jesú freistað Slm 119.11

bls. 20 Lúk 5.1-11 7. Símon Pétur Matt 4.19

bls. 22 Mrk 4.35-41 8. Í stormi Slm 37.5

bls. 24 Mrk 5.24-34 9. Dóttir Jaírusar og kona með blóðlát Mrk 5.36b

bls. 26 Matt 27, 28.1-10 10. Páskar Jóh 3.16

bls. 28 Jóh 6.1-13 11. Piltur með brauð og fiska Jóh 6.35

bls. 30 Mrk 10.46-52 12. Martímeus Mrk 10.52

Efnisyfirlit

Page 4: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

4

1. BoðskapurBoðskapur hugleiðingar er gefinn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir.

2. AðkomaÞað er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyrenda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna en það hjálpar þeim að tengjast boðskap hugleiðingarinnar. Stundum er hægt að nota leiki eða annað efni úr hugmyndabanka sem aðkomu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvernig hugleiðingarnar tengjast innbyrðis.

3. Hugleiðing og skýringarLangflestar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rakin og síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn, en þær eiga ekki alltaf erindi í hugleiðinguna. Þær upplýsingar eru gefnar upp undir yfirskriftinni Skýringar. Yfirleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum, vandið orðaval og gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. Hugið vel að fjölbreytni þegar sögurnar eru sagðar. Það er hægt að nota myndvarpa, glærur, flettimyndabiblíur, loðmyndir, leikræna tjáningu, helgileiki og hlutbundna kennslu til að styrkja við frásöguna. Hægt væri að byrja á myndvarpahugleiðingu, því næst að nota flettimyndabiblíu og á þriðja fundinum að reyna leikræna tjáningu, svo dæmi sé tekið.

4. SamantektÍ lokin skal draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta uppbygginguna. Samantektin á ekki að koma með ný atriði, heldur minna á það sem mikilvægast er í hugleiðingunni: Boðskapinn og hvernig hann hefur áhrif á líf barnanna.

5. ViðaukiEfninu fylgir örlítill viðauki. Þar er að finna verkefnablöð og ýmislegt tengt þemahugmyndinni. Mikilvægt er að huga að því hvernig þetta efni tengist hugleiðingunni og samverunni í heild áður en það er notað.

6. MinnisversGott er að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið lærð áður en nýtt er kynnt til sögunnar. Auk þess eru hugmyndir í lok efnisins um það hvernig er hægt að kenna minnisvers með skemmtilegum og einföldum leikjum.

7. HugmyndabankiYfirleitt fylgja einhverjar hugmyndir með hugleiðingunum. Sumar af þessum hugmyndum henta vel sem aðkoma að frásögunni. Skoðið efnið vel og sjáið hvernig þið getið nýtt ykkur það sem best. Það getur skipt miklu máli hvort það fylgi hugleiðingu eða sé notað sem aðkoma. Stundum er efnið frekar miðað við annað kynið en þá má aðlaga það og breyta um kyn ef það þjónar tilgangi. Ef efnið er fjörugt þá er mikilvægt að fara ekki í það rétt fyrir hugleiðinguna þar sem reynt er að skapa helgi fyrir íhugun Guðs orðs.

8. Hugmynd að þemaÞemahugmyndin með þessu efni tengist landakorti af Palestínu. Staðirnir sem tengjast sögunum eru merktir inn og á hverjum fundi skal staðsetja mynd sem tengist hverri sögu. Þannig verða sögurnar meira lifandi fyrir börnunum. Sögurnar tengjast ákveðnum stað og tíma. Þetta verður til að börnin huga að samtíð Jesú. Á bls. 19 er að finna kort af Palestínu sem hægt er að nýta með ýmsum hætti. Hægt er að ljósrita það á A3 pappír eða að stækka það umfram það.

Uppbygging fræðsluefnisins

Page 5: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

5

9. Leslisti fyrir leiðtogaGefnir eru upp nokkrir ritningarstaðir sem leiðtoginn er hvattur til að lesa við undirbúning hugleiðingar. Ritningarstaðirnir hafa þann tilgang að varpa ljósi á hugleiðingartextann. Stundum skýrast tengslin á milli Gamla og Nýja testamentisins þegar þeir eru lesnir. Ritningartextarnir gegna því svipuðum tilgangi og skýringarnar, að hjálpa leiðtoganum að átta sig betur á textunum.

10. StarfsgagnalistiGott er að hafa ólíkar leiðir í huga við miðlun frásagnanna. Í starfsgagnalistunum er vísað bæði í hjálparefni af efnisveitu Þjóðkirkjunnar sem allir leiðtogar geta fengið aðgang að með því að fara inn á efnisveitan.kirkjan.is og sækja um aðgang. Einnig er bent á að við sumar sögur má finna efni í flettimyndabiblíum eða á Holy Moly dvd diskum.

11. BænBæn þarf að skipa miðlægan sess í öllu okkar starfi. Mikilvægt er að huga að því hvernig við notum bænina á fundum félaganna. Hvernig stuðlum við að auknu bænalífi? Kennum við Faðir vor? Notum við bænasöng? Eru börnin hvött til þess að biðja sjálf? Í boðunarefninu má finna ýmislegt efni til að auka áhuga og skilning á bæninni.

12. SöngvarTillögur að söngvum fylgja efninu. Flestir tengjast Jesú, eftirfylgdinni við hann, styrknum sem Guð veitir og bæninni. Söngvarnir eru endurteknir reglulega þannig að vonandi mótast kjarni laga sem börnin ná að tileinka sér. Varla þarf að taka fram að þessar tillögur eru ekki bindandi. Vonandi verða leiðtogar duglegir að bæta við þennan lista og velja lög eftir efni og aðstæðum. Stundum hefur verið notast við misserissöng. Gaman væri að nota Fús ég, Jesús, fylgi þér í þeim tilgangi.

Page 6: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

6

Biðjið - og yður mun gefast!“ segir Jesús, og talar um að við eigum ekki að þreytast í bæninni og ekki gefast upp á að leita og knýja á - og þetta ítrekar hann enn og aftur. Vissulega gefst okkur oft bænheyrslan undursamleg og dásamleg. Þó höfum við oft beðið, já hrópað til Guðs í ýtrustu neyð, án þess að fá nokkurt svar. Mörg og sár vonbrigði varða veg bænalífsins og oft varð það til þess að bænin þagnaði og vonin visnaði og trúin dó.Að biðja í trú merkir að treysta Guði, að hann viti hvað okkur er fyrir bestu og vilji veita okkur það. Hann gefur okkur það sem við helst þurfum og það þiggur maður með gleði og þökk í trúnni. Og eitt er það sem Guð gefur þeim sem trúir: Heilagan anda, og það kemur ekki fram í yfirnáttúrulegum hæfileikum og gáfum, heldur í ávöxtum andans, í iðrun, trú, í gleði og helgun. „Biðjið! segir Jesús, og í orðabók Guðs merkir það ekki að knýja máttarvöldin til hlýðni með ákveðnum tækniráðum og aðferðum, heldur að opna vitund og vilja fyrir Guði og vilja hans.

(Karl Sigurbjörnsson, Lítið kver um kristna trú)

Skýringar

Það að biðja til Guðs er ekki skylda kristins manns, heldur tækifæri, gjöf, sem Guð gefur okkur, því við þurfum á samskiptum við hann að halda.Það eru til margs konar bænir. Fyrst er að nefna bænir okkur sjálfum til handa, þá fyrirbænir fyrir öðrum og loks þakkar- og lofgjörðarbænir.

HugmyndabankiHér er mögulegt að notast við leiki þar sem bannað er að tala saman en þátttakendur þurfa að ná árangri í sameiningu. Slíkir leikir minna á mikilvægi samskipta. Hægt er að láta þau raða sér upp eftir aldri, í stafrófsröð, eftir afmælisdögum eða hvað annað án þess að nota orð.

Hugleiðing

Einhverju sinni kom mikið flóð í Hvergilandi. Einn íbúi landsins taldi sig mjög trúaðan og góðan mann. Þegar vatnið byrjaði að leka inn á stofugólfið kraup hann niður og bað Guð um að bjarga sér.Skömmu síðar var bankað og fyrir utan stóðu menn í flotgöllum á stórum jeppa og buðust til að keyra hann á öruggt svæði, enda von á meiri vatnsflaumi. En góði og trúaði maðurinn sagði þeim að bjarga öðrum, hann sjálfur hefði beðið til Guðs og væri þess fullviss að Guð myndi bjarga honum.Vatnsborðið hækkaði enn og sögupersónan okkar þurfti að flýja upp á aðra hæð, enda var flóðið svo mikið að öll neðri hæðin hans var farin á bólakaf. Þar kraup hann við gluggann á svefnherberginu sínu og bað Guð um björgun þegar björgunarbát lagði að við gluggann. Í bátnum voru nokkrir votir nágrannar og hjálparsveitarmenn sem sögðu honum að hoppa um borð, því enn væri von á meira vatni. En okkar maður hélt nú ekki. Hann væri sanntrúaður og Guð myndi bjarga honum. Og báturinn sigldi burt.Enn leið og beið, vatnið óx og óx og nú var trúaði maðurinn okkar kominn upp á þak og hélt sér dauðahaldi í skorsteininn, jafnframt því að biðja til Guðs ákafar enn nokkru sinni, enda færðist vatnið nær og nær. Þá birtist þyrla í fjarska sem flaug í átt að húsinu hans og staðnæmdist fyrir ofan hann. Sigmaður seig niður úr þyrlunni og bauð manninum far, enda ljóst að hann myndi drukkna að öðrum kosti. Maðurinn bandaði sigmanninum

1 Biðjið og yður mun gefast!Filippíbréfið 4.6 og Jeremía 29.11-12

Boðskapur: Bænin er það verkfæri sem við höfum til að tala við Guð. Mikilvægi bænarinnar og það að geta orðað vonir sínar og vonbrigði við Skaparann eru þeir þættir sem verða kynntir fyrir börnunum á þessum fundi.

Aðkoma: Hægt er að leika söguna.Hægt er að spyrja ungmennin hvað orðið KANNSKI þýði hjá foreldrum þeirra. Orðið hefur mismunandi merkingu eftir fjölskyldum. Guð notar ekki þetta orð. Hann segir já, nei eða bíddu við.

Minnisvers: Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. (Fil 4.6)

Page 7: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

7

frá sér og sagði: Ég er trúaður og hef beðið Guð að hjálpa mér. Ég veit að hann gerir það. Sigmaðurinn sá að ekki yrði tauti við hann komið, gaf merki og var dreginn einn upp í þyrluna, en trúaði maðurinn okkar beið áfram björgunar Guðs. Eftir fáeinar mínútur drukknaði hann svo. En sögunni líkur ekki þar. Trúaði maðurinn okkar endaði í himnaríki og um leið og hann hafði gengið inn um Gullna hliðið strunsaði hann á fund Guðs. Þar sem hann mætti Guði öskraði hann: Hvað er að þér Guð, ég bað til þín ítrekað. Ég lagði allt mitt traust á þig og þú lést mig drukkna. Af hverju?Guð leit á hann rólegur og sagði: Þegar þú baðst í fyrsta skipti, sendi ég til þín menn á bíl að bjarga þér. Síðan sendi ég björgunarbát og loks sendi ég þyrlu. En aldrei heyrðir þú bænasvarið.

Við getum beðið til Guðs og talað við hann um alla hluti, stóra og smáa. Það er sérstök gjöf Guðs til okkar að við megum segja honum allt, leggja allt í hans hendur. Í Filippíbréfinu í Nýja testamentinu stendur að við eigum að gera í öllum hlutum óskir okkar kunnar Guði með bæn og beðni og þakkargjörð. En þegar veið leggjum allt fram fyrir Guð verðum við samt að muna að Guð gerir ekki alltaf eins og við viljum. Og sú hætta er meira að segja fyrir hendi að svarið sé öðruvísi en við höfðum séð fyrir okkur, líkt og hjá manninum í sögunni sem þið heyrðuð áðan.Guð svarar ýmist já, nei eða bíddu við. Stundum finnst okkur hann e.t.v. óréttlátur en við megum líka segja honum það.Aðalatriðið er að við megum alltaf, alls staðar segja Guði allt. Og við getum treyst því að hann hlustar.

SöngvarÍ bljúgri bænBæn sendu beðna að morgniÞakkirDrottinn er minn hirðir

Leslisti fyrir leiðtoga

1Kro 16:11Slm 4:2Slm 145:18Okv 15:29Matt 7:11Lúk 6:2Lúk 18:1Róm 8:26Fil 4:6Kól 4:21Þess 5:171Tím 2:8Heb 4:14Jak 1:7Jak 4:3Jak 5:161Jóh 1:91Tím 2:1

Page 8: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

8

Hugleiðing

1. Gömul hjón, Sakaría og Elísabet, áttu heima í Júdeu fyrir langa löngu. Þau voru vel liðin af öllum og þóttu til fyrirmyndar. Þau voru ánægð með hlutskipti sitt. Eitt þótti þeim leitt, þau höfðu aldrei getað eignast barn. Líklega voru þau alveg hætt að hugsa um barneignir.

2. Sakaría var prestur í musterinu í Jerúsalem. Eitt sinn var hann það lánsamur að það féll í hans hlut að fara inn í musterið og fórna reykelsi. Það var eitthvað sem prestar fengu yfirleitt að gera eingöngu einu sinni á ævinni. Á meðan Sakaría fór inn var fólkið fyrir utan á bæn.

3. Þegar hann er að færa fórnina birtist honum engill. Sakaría bregður við en engillinn segir honum að óttast ekki, tilkynnir honum síðan að honum og Elísabetu muni fæðast sonur. Hann á að heita Jóhannes og vera helgaður Guði. Sakaría átti erfitt með að trúa þessu. Við erum gömul, sagði hann. Engillinn sagði honum að hann yrði mállaus þangað til drengurinn fæðist.

4. Fyrir utan var fólkið undrandi á því hversu lengi Sakaría var við fórnina. Það var ekki minna undrandi þegar hann kom út mállaus en af bendingum hans skyldi fólkið að eitthvað merkilegt hafði gerst.

5. Sakaría fór aftur heim til Júdeu þegar hann var búinn að ljúka þjónustunni í Jerúsalem og komst að því að orð engilsins voru sönn því að Elísabet var með barni. Þegar síðan kom að því að barnið fæddist þá varð mikill fögnuður og allir vildu gleðjast með gömlu hjónunum. Ættingjarnir vildu að drengurinn héti Sakaría eins og pabbinn. Elísabet sagði að hann ætti að heita Jóhannes. Það fannst ættingjum ekki góð hugmynd. Sakaría bað um spjald og skrifaði Jóhannes á því til að ítreka nafn barnsins. Eftir það fékk hann málið aftur. Sakaría tjáði síðan gleði sína og ánægju til Guðs með lofsöng.

6. Allt var þetta hluti af áætlun Guðs. Drengurinn Jóhannes átti að undirbúa komu frelsarans, nafnið hans átti að minna á að Guð var miskunnsamur og sýndi öllum náð sem leituðu hans. Hann átti að ryðja veginn. Það væntu allir mikils af Jóhannesi og vissu að Guð væri með honum. Guð heldur loforð sín og enginn hlutur er honum um megn.

2 Elísabet og SakaríaFæðing Jóhannesar - Lúk 1.5-25, 57-66

Boðskapur: Guð heldur loforð sín

Aðkoma: Hægt er að byrja á að spyrja börnin af hverju Guð þurfti að senda frelsara í heiminn? (Syndafallið). Guð hafði lofað Abraham að af honum skyldu allar þjóðir blessun hljóta. Nú var komið að því að undirbúa komu frelsarans.Önnur nálgun væri að spyrja hvort þeim þætti ekki undarlegt að heyra af því ef amma þeirra og afi ættu von á barni. Það væri nú mjög óvænt. Tengja síðan við hin öldnu heiðurshjón Sakaría og Elísabetu.

Minnisvers: Guði er enginn hlutur um megn (Lúk 1.37)

SöngvarBæn sendu beðnaDaginn í dagÉg er heimsins ljósÞakkir

Page 9: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

9

Skýringar

SmáninOft var litið niður á fólk ef það gat ekki átt börn. Elísabet leit þannig á að Guð hafi tekið burt frá sér smánina sem af barnleysinu hlaust og sýnt að honum þyki vænt um hana.

Fyrirheit um frelsaraMargir textar eru í Gamla testamentinu sem gefa fyrirheitið um komu frelsarans. Abraham fær loforðið um að allar þjóðir eiga að hljóta blessun fyrir frelsarann sem á að tengjast ætt hans. Frelsarinn á að geta fyrirgefið syndir og vera lausn á því vandamáli sem fylgdi syndafallinu. Jóhannes átti að undirbúa komu frelsarans sem uppfylla átti þetta gamla loforð.

Abraham og SaraAbraham og Sara eru dæmi um hjón úr Gamla testamentinu sem áttu son á gamals aldri. Þau eignuðust soninn Ísak í hárri elli.

Hanna og ElkanaHanna og Elkana eignuðust soninn Samúel. Hanna var óbyrja líkt og Elísabet. Hún hét því að ef hún myndi eignast son þá yrði hann færður í musterið til að þjóna Guði. Hún fann líka til smánar vegna þess að hún gat ekki átt barn.

Hugmyndabanki

MálleysiTakið miða og skrifið hugmyndir að því sem börnin eiga að leika með látbragði. Brjótið miðana saman og setjið í krukku eða poka. Veljið eitt til að leika og hin börnin að giska. Það barn sem giskar rétt fær að draga miða og leika. Það er tilvalið að nota ýmis starfsheiti í þennan leik. Síðan má tengja þetta málleysi við stöðu Sakaría í hugleiðingunni.

Leslisti fyrir leiðtoga

1Mós 12.1-3 Allar ætthvíslir jarðarinnar muna af þér blessun hljóta1Mós 18.1-14 Guði er ekkert ómáttugt (lesa til samanburðar)1Mós 25.21 Óbyrja Jes 40.3-5 Greiðið Drottni veg2Kor 1.20 Fyrirheit GuðsTít 1.2-3 Guð heldur heit sínHeb 11.8-12 Fyrir trú hlýddi Abraham er hann var kallaður

Page 10: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

10

Hugleiðing

1. Aftur sendir Guð engil sinn. Núna til ungrar meyjar sem heitir María. Engillinn sagði henni að Guð væri með henni og hefði útvalið hana til að bera undir belti son og hann ætti að heita Jesús. Engillinn útskýrði að þetta yrði ekkert venjulegt barn heldur heilagur sonur Guðs. María varð hrædd og undrandi en ólíkt Sakaría þá hugleiddi hún það sem hún heyrði í stað þess að biðja um tákn.

2. Engillinn sagði Maríu að Elísabet frænka hennar væri einnig með barni. María tók sig upp og heimsótti frænku sína. Þegar hún var komin á leiðarenda heilsaði hún Elísabetu og þá gerðist svolítið stórmerkilegt. Um leið og barnið í maga Elísabetar heyrði rödd Maríu tók það viðbragð. Elísabet sagði Maríu að það væri til marks um að hún væri móðir Drottins. Þetta var staðfesting fyrir Maríu og hún flutti lofsöng til Guðs og þakkaði fyrir að hún hefði fengið að taka að sér þetta mikilvæga hlutverk. Eftir þetta dvaldi hún þrjá mánuði hjá Elísabetu. Þarna voru þær saman, tvær konur, berandi framtíð heimsins undir belti.

3. Síðar fór María til Betlehem ásamt manni sínum Jósef og átti barnið við fátæklegar aðstæður. Bæði hirðar og vitringar komu til að staðfesta að hér hefði frelsari heimsins fæðst. María hafði mikið að hugsa um og gleðjast yfir þessa dagana. Það segir í Biblíunni að hún hafi hugleitt allt það sem hafði gerst og geymt það í hjarta sínu.

4. Guð valdi Maríu til að gegna mikilvægu hlutverki. Hann treystir á mannfólkið til að koma vilja sínum í framkvæmd. Stundum er sagt að við mannfólkið séum hendur Guðs hér á jörðinni. Svar Maríu sýnir mikið hugrekki. Hún vissi ekki frekar en við hvað framtíðin ber í skauti sér en hún treysti Guði.

3 María og ElísabetFæðing Jesú - Lúk 1.26-38

Boðskapur: Guð fær aðstoð frá mannfólkinu til að koma áformum sínum í framkvæmd.

Aðkoma: Rifjið upp efni síðasta fundar. Hér er sagt frá annarri boðun um barnsburð. María og Elísabet tengjast fjölskylduböndum. Aftur eru fjallbyggðir Júdeu hluti af sögusviðinu. Einnig er hægt að nota söguna af Siggu litlu og Láru sem fylgir hér í hugmyndabankanum og einblína þá á fögnuðinn og eftirvæntinguna sem fylgir komu barna í heiminn.Einnig væri hægt að gera meira úr fögnuði og eftirvæntingu og notast við t.d. blöðrur og partýhatta.

Minnisvers: Þjónið Drottni með gleði (Slm 100.2a)

Page 11: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

11

Skýringar

Fyrirheit um frelsaraÍ spádómsbók Jesaja er spáð fyrir um, að yngismær muni eignast son sem eigi að uppfylla vilja Guðs. Míka spámaður nefnir Betlehem sem þann stað sem frelsarinn eigi að koma frá. Þetta voru spádómarnir sem biðu þess að rætast.

Starfsgagnalisti

Holy Moly eru teiknimyndir án orða – eða þ.e.a.s. það sem sagt er, er á Holy Molísku. Holy Moly dvd diskar eru til í sumum kirkjum og þessi saga er á þeim.

Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar eru myndseríur fyrir skjávarpa og fleiri hugmyndir fyrir söguna:http://efnisveita.kirkjan.is/elisabet-og-maria-itarefni/Leiðin til að finna hana af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Efni flokkað eftir biblíusögum – Nýja testamentið – Aðventa og jól – Elísabet og María

Myndasería um boðun Maríuhttp://efnisveita.kirkjan.is/bodun-mariu/Leiðin til að finna þetta af forsíðu efnisveitunnar: Barnastarfið – ítarefni – biblíusögubankinn – biblíusögur fyrir skjávarpa

Jóla -flettibiblían (2006): bls.14 María og Elísabet

Hugmyndabanki

Sigga litla og LáraSigga litla var himinlifandi af fögnuði. Mamma hennar hafði sagt henni að hún myndi brátt eignast lítinn bróður eða systur. Sigga litla átti engin systkini og gat varla beðið þangað til barnið fæddist. Hún flýtti sér heim til Láru, vinkonu sinnar til að segja henni tíðindin.„Lára veistu hvað“ sagði Sigga, „ég er að fara að eignast lítinn bróður í næsta mánuði“.„Er það? Í alvöru?“ sagði Lára undrandi, „ég er líka að fara að eignast lítinn bróður eða litla systur í næsta mánuði.“Stúlkurnar féllust í faðma, því þær voru svo hamingjusamar. Síðan töluðu þær lengi saman um hvað það yrði gaman að gæta litlu barnanna. Þannig er það ávallt að þegar við höfum tilefni til að gleðjast, þá viljum við segja öðrum frá fögnuði okkar.(Hirðirinn, desember 1971)

Leslisti fyrir leiðtoga

1Mós 37.11 Jósef á svolítið sameiginlegt með Maríu5Mós 22.23 Refsing ef óspjölluð mey átti barn1Sam 2.1-10 Söngur HönnuJes 7.14 Sjá, yngismærJes 9.1-6 Persóna með guðlega eiginleikaDan 8.15-19 GabríelMíka 5.1 BetlehemMatt 1.19-25 Viðbrögð Jósefs

SöngvarBæn sendu beðnaDrottinn Guð er styrkur minn og lofsöngurÉg er ljós heimsinsFel Drottni vegu þína

Page 12: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

12

Hugleiðing

1. Maður í Jerúsalem hér Símeon. Hann var réttlátur og guðrækinn. Guð hafði notað heilagan anda sinn og látið Símeon vita að hann myndi ekki deyja fyrr en hann hefði sér frelsarann sem átti að koma.

2. Foreldar Jesú fóru með hann í helgidóminn eins og tíðkaðist að gera fjörtíu dögum eftir fæðingu barns. Þau þekktu ekki Símeon en hann var þangað kominn og tók Jesú í fagnið. Hann varð svo glaður að hann flutti Guði lofsöng. Foreldrar Jesú voru að sjálfsögðu undrandi á þessum móttökum. En Símeon var sendur til að ítreka enn fyrir þeim að hér væri frelsari heimsins kominn.

3. Í helgidóminum var líka háöldruð koma sem hét Anna. Hún notaði allan tíma sinn í bænahald og föstur. Þegar hún sá barnið lofaði hún einnig Guð og sagði öllum að hér væri sá kominn sem var búið að spá fyrir um.

4. Þegar Jesús var eingöngu átta daga gamall hafði honum verið gefið nafn. Nafnið hans var það sem engillinn hafði sagt Maríu. Hvað þýðir nafnið? Nafnið merkir: „Drottinn frelsar.“ Símeon og Anna voru bæði send til að staðfesta að hér væri raunverulega kominn frelsari heimsins og að biðinni væri lokið.

Skýringar

Fyrirheitin í lögmálinuUm sáttmála umskurnarinnar er fjallað í 17. Kafla fyrstu Mósebókar. Jesús fæddist undir lögmáli. Eða eins og segir í Galatabréfinu: „En þegar fylling tímans kom sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli - til þess að hann keypti lausa þá sem voru undir lögmáli og við yrðum Guðs börn.“ Lúkas leggur þó ekki áherslu á umskurnina heldur nafngiftina.Ástæðan fyrir ferð fjölskyldunnar í musterið er líka tengd lögmálinu. Kona var talin óhrein í ákveðin tíma eftir að hún eignaðist barn. Fórna átti sauðkind en efnaminna fólki var leyft að fórna dúfum, aðra í brennifórn en hina í syndafórn. Það staðfestir enn frekar efnahagslega stöðu Maríu og Jósefs.

Orð Símeons til MaríuSímeon mælir eftirfarandi orð við Maríu: „Sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar.“ Þjáningar Jesú munu ekki láta hana ósnerta. Hún skilur ekki allt sem hann gerir. Hún verður hissa þegar hann týnist tólf ára. Hún fylgir honum síðan alla leið að krossinum. Það er ekki fyrr en seinna að hún nær að skilja heildarmyndina. Jesús er sonur Guðs og framkoma hans mun gera hugsanir og viðbrögð fólks augljós.

4 Símeon og AnnaJesú gefið nafn - Lúk 2.21-40

Boðskapur: Biðinni er lokið, frelsari heimsins er kominn í heiminn.

Aðkoma: Spyrjið börnin hvort þau viti hvað nafnið þeirra þýðir. Tengið það síðan við nafnið Jesús. Nafnið hans var þrungið merkingu. Nafnið hans þýðir að Drottinn frelsi mannkynið. Hlutverk hans var því mikilvægt.

Minnisvers:Augu mín hafa séð hjálpræði þitt (Lúk 2.30)

SöngvarBæn sendu beðnaDaginn í dagEnginn þarf að óttast síðurÞakkir

Page 13: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

13

Hugmyndabanki

Æska JesúHægt er að nota þennan kafla til að varpa ljósi á æsku Jesú. Það er mikilvægt að börnin átti sig á því að Jesús var barn eins og þau. Jesús gaf börnum líka sérstakt vægi þegar hann sagði að þau mættu koma til sín þrátt fyrir að ekki væri litið á þau sem merkilegar verur í samfélagi hans. Hægt er að nota eftirfarandi texta sem fundarefni til að gefa innsýn í líf barna á tímum Jesú.

1. Jesús að leik og starfiBiblían segir okkur ekki mikið frá bernskuárum Jesú, en við vitum að hann lék sér og starfaði líkt og önnur börn á hans aldri. Margir leikir, sem hann tók þátt í voru líkir þeim sem við skemmtum okkur við enn þann dag í dag. Guð sendi Jesú í heiminn til ákveðins og vandasams starfs. Það sem Jesús gerði, er hann var ungur drengur bjó hann undir það að taka erfiðar ákvarðanir og vera trúr í stóru, er hann varð fullorðinn.Jesús óx upp í Nasaret. Öll börn í borginni þurftu að hjálpa til á heimili sínu. Stúlkurnar sóttu vatn í brunninn og hjálpuðu við matargerð. Drengirnir söfnuðu brenni í eldstæðið, svo hægt væri að hita upp húsin á kvöldin.Síðdegis á hverjum föstudegi kölluðu allar mæður á börn sín og sögðu þeim að koma inn. Börnin vissu að þá var kominn tími til þess að búa sig undir hvíldardaginn. (Nýr dagur hófst við sólsetur, en ekki um miðnætti eða við sólarupprás eins og okkur finnst eðlilegt). Jesús var

vanur að koma, þegar móðir hans kallaði á hann. Heima settist hann á lítinn stól og horfði á, þegar kveikt var ljós á hvíldardagslampanum, sem látinn var loga alla nóttina. Hann vissi að honum bar að sitja kyrr og hlusta, þegar hinir fullorðnu kenndu honum bænir og biblíuvers. Leikir Jesú hjálpuðu honum einnig er hann varð eldri. Í leikjum lærði hann að umgangast aðra, sætta sig við það að aðrir sigruðu og vera sanngjarn og tillitssamur. Er hann varð fullorðinn, þurfti hann oft að umgangast þá sem voru ráðríkir og sviksamir, þá kom það sem hann hafði lært í bernsku honum að góðu gagni.

2. Jesús í samkunduhúsinuÁ hvíldadrdaginn (laugardag) fór fjölskylda Jesú í samkomuhúsið í Nasaret. Þar sátu stúlkur og konur öðru megin við gangveginn en drengir og karlar hinum megin. Hver sá, sem var vel læs, gat átt von á því að vera beðinn að lesa upphátt úr ritningunni.Á virkum dögum var samkunduhúsið notað sem skóli. Þar lærðu drengir að lesa, skrifa og reikna. Þeir höfðu hvorki borð né stóla, heldur sátu á gólfinu við fætur kennara síns. Ekki höfðu þeir heldur blað og blýant, heldur lærðu þeir að skrifa með því að nota oddhvassa prjóna á vaxtöflur. Miklum tíma var varið til þess að læra kafla úr Guðs orði utanbókar.Í samkomu- og skólahúsinu þurfti Jesús einnig að temja sér hegðun sem átti eftir að hafa áhrif á líf hans allt. Hann þurfti að sitja kyrr, hlusta, taka þátt í guðsþjónustunni með hinum fullorðnu og læra heimaverkefnin sín.

3. Jesús á trésmíðaverkstæðinuStúlkur í Gyðingalandi fóru ekki í skóla, en þær lærðu margt í foreldrahúsum. Heima lærðu piltarnir iðn feðra sinna og störfuðu með þeim. Jósef var trésmiður og Jesús vann með honum á verkstæðinu. Þar lærði hann að nota hamar, sög og önnur verkfæri. Á verkstæðinu þurfti hann að taka margar mikilvægar ákvarðanir.Hann lærði að nota tíma sinn vel, gefast ekki upp þó hann þreyttist og hjálpa fólki, sem leitaði til hans.(Hirðirinn, janúar 1980)

Leslisti fyrir leiðtoga

1Mós 17.9-14 Sáttmáli umskurnarinnar3Mós 12.1-18 Um sængurkonurJes 49.1-7 Ég geri þig að ljósi fyrir þjóðirnarDan 7.13-14 MannssonurinnJóh 1.1-18 Orðið varð hold

Page 14: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

14

Hugleiðing

1. Báðir drengirnir sem við höfum heyrt af á síðustu fundum áttu eftir að vaxa og dafna. Þegar þeir urðu eldri hófu þeir að sinna köllun sinni. Jóhannes, sonur Sakaría og Elísabetar byrjaði að undirbúa komu Jesú. Hann var kallaður Jóhannes skírari.

2. Jóhannes sagði að allir ættu að iðrast vegna þess að himnaríki væri í nánd. Jóhannes vakti mikla athygli fyrir störf sín og margir komu til hans og létu skírast og margir leituðu til hans með spurningar sínar. Jóhannes hvatti fólk til að vera ekki gráðugt og huga að náunganum. Fólkið sem vildi skírast hjá Jóhannesi gerði það vegna þess að það iðraðist, sá eftir einhverju sem það gerði, og skildi að það þurfti á fyrirgefningu að halda og vildi eiga samband við Guð.

3. Margir hrifust af Jóhannesi og héldu að hann væri frelsarinn sem ætti að koma. Gat það verið? Nei, Jóhannes sagði að hann væri eingöngu að undirbúa komu frelsarans. Jesús lét einnig skírast hjá Jóhannesi. En þurfti Jesús á iðrunarskírn að halda? Hann hafði ekki gert neitt rangt. Jesús kom í heiminn til að deyja fyrir syndir allra. Þetta var því upphaf starfs Jesú. Hann sýnir að hann ætli að taka á sig syndirnar og þess vegna er þetta mjög mikilvægur atburður.

4. Þegar Jesús var skírður opnuðust himnarnir og heilagur andi kom niður í líki dúfu. Það kom rödd af himni sem sagði: Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun. Guð var að staðfesta að Jesús væri sonurinn sem hann hafði lofað að senda í heiminn þannig að allir gætu frelsast fyrir hann. Jesús tekur á sig syndir okkar.

5 Jóhannes og JesúsUndirbúningurinn - Lúk 3.1-22

Boðskapur: Jesús tekur á sig syndir okkar.

Aðkoma: Þið skuluð reyna að lesa ekki beint af blaði hugleiðinguna úr þessi hefti. Það er tilvalið að lesa þessa söguna upp úr Biblíunni eða sýna Holy Moly. Hægt er að leggja áherslu á fyrirgefninguna og spyrja börnin í upphafi hvað við eigum við með fyrirgefningunni, hvað það þýði að fyrirgefa einhverjum og biðjast fyrirgefningar?Einnig væri hægt að ræða um vegavinnu við börnin. Hvernig er unnið að lagningu vega? Fyrst þarf að undirbúa jarðveginn áður en hægt er að leggja vegi. Það þarf að fjarlæga hindranir. Hlutverk Jóhannesar var að undirbúa komu Jesú.

Minnisvers:Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í Guðs augum. (2Kor 5.21)

Page 15: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

15

Skýringar

Iðrunarboðskapur Jóhannesar og Gamla testamentið Jóhannes minnir um margt á spámenn Gamla testamentisins. Iðrunarboðskapur hans á sér rætur í Gamla testamentinu. Hann vill að Ísrael snúi sér aftur til Guðs, láti af uppreisninni og gangi aftur undir sáttmála hlýðninnar. Þannig undirbýr hann komu frelsarans. Þannig gerði hann bugðurnar beinar og óvegina að sléttum götum.

Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknunÞessi orð eiga sér einnig fyrirmynd í Gamla testamentinu. Í öðrum Davíðssálmi er talað um fæðingu Messíasar og vísar sálmurinn til Jesú. Í spádómsbók Jesaja má síðan finna texta þar sem talað er um Drottinn muni leggja anda sinn yfir þann sem hann hefur velþóknun á.

NægjusemiÞegar fólkið spurði Jóhannes hvað það ætti að gera sagði hann: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim sem engan á og eins geri sá er matföng hefur.“ Eiga þessi orð ekki vel við í samfélagi okkar í dag þar sem munurinn á ríkum og fátækum er mikill? Hvernig væri heimurinn ef allir notuðu fyrir sjálfa sig bara það sem þeir nauðsynlega þyrftu á að halda og gæfu svo öðrum afganginn?

Hugmyndabanki

Jóhannes lifði á engisprettum og hunangi. Hvernig væri að gera eitthvað úr því. Sem dæmi má nefna að koma með einhvern ógeðslegan mat og tala um hvað hann borðaði. Einnig væri hægt að útskýra hvernig Jóhannes var klæddur.

Starfsgagnalisti

Stóra flettimyndabiblían (haust 2005): bls. 6 Jóhannes skírari

Holy Moly eru teiknimyndir án orða – eða þ.e.a.s. það sem sagt er, er á Holy Molísku. Holy Moly dvd diskar eru til í sumum kirkjum og þessi saga er á þeim.

Leslisti fyrir leiðtoga

Slm 2.7 Þú ert sonur minnJes 40.3-5 Hlutverk JóhannesarJes 42. 1-9 Sáttmáli fyrir þjóðirnar og ljós fyrir lýðinaJes 50.4-11 Þjónn DrottinsJes 61.1-11 Andi Drottins er yfir mér2Kor 5.21 Guð dæmdi KristKól 1.15-20 Ímynd Guðs

SöngvarBæn sendu beðnaDrottin Guð er styrkur minn og lofsöngurÉg er heimsins ljósJesús, Jesús

Page 16: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

16

Hugleiðing

1. Þið hafið líklega flest heyrt söguna af því þegar Adam og Eva féllu fyrir freistingu höggormsins. Það köllum við syndafallið. Fyrir þann atburð var ekki til synd, dauði eða illska í heiminum. Guð hafði lofað að senda frelsara í heiminn eins og við höfum heyrt. Frelsarinn átti að taka á sig syndir heimsins og til þess þurfti hann að standast freistingar. Sömu freistingar sem felldu Adam og Evu og einnig þær sem Ísraelsmenn réðu ekki við í eyðimörkinni með Móse.

2. Hinn illi vildi freista Jesú eftir að hann hafði dvalið fjörtíu daga í eyðimörkinni. Hann kom til hans þegar hann var hungraður og sagði: Ef þú ert sonur Guðs sýndu það þá og breyttu steini í brauð. Jesús var sannur Guð en einnig sannur maður sem fann til hungurs. Jesús vildi samt ekki breyta steini og svaraði því að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.

3. Hinn illi reyndi því næst að freista hann með því að sýna honum öll ríki veraldar og bjóða honum þau ef hann myndi falla fram og tilbiðja hann. En Jesús sagði honum að ekki ætti að tilbiðja neinn nema Guð og þjóna honum einum. Ísraelsmenn höfðu oft gleymt því að tilbiðja eingöngu Guð og frekar valið að þjóna hjáguðum.

4. Að lokum ögraði hann Jesú með því að biðja hann að kasta sér fram af hárri byggingu þar sem Guð myndi nota engla sína til að hjálpa honum. Jesús sagði honum að maður ætti aldrei að freista Guðs. Hinn illi gafst þá upp á því að freista hans og lét sig hverfa.

5. Jesús svaraði alltaf með orði Guðs. Hann náði að standast allar freistingar og syndgaði ekki. Þannig náði hann að bæta fyrir syndafallið. Hann stóðst prófið og niðurstaðan var sú að hann var eins og nýr Adam sem féll ekki. Núna var hann tilbúinn að hefja starfið sitt. Undirbúningnum er lokið. Við getum því leitað til Jesú og beðið hann að fyrirgefa okkur allt sem við gerum rangt. Við getum líka lært af Jesú að nota orð Guðs þegar freistingarnar sýna sig.

Skýringar

Tengslin við Gamla testamentiðSagan af freistingum Jesú á sér fjölmargar vísanir í Gamla testamentið. Sagan hefur líka þann tilgang að sýna að Messías sé kominn. Svörin koma öll úr sjötta og áttunda kafla fimmtu Mósebókar. Yfirskrift þeirra hljóma á eftirfarandi máta: Þú skalt elska Guð einan og Varað við að gleyma Guði. Í sjötta kaflanum er að finna orðin sem Jesús kallaði æðst allra boðorða: ,, Þú skalt elska

6 Jesú freistaðUndirbúningi lýkur - Lúk 4.1-13

Boðskapur: Jesús stóðst freistingar og því getum við leitað til hans og beðið hann um að koma okkur til hjálpar.

Aðkoma: Mælt er með að lesa þessa hugleiðingu ekki beint upp úr heftinu. Tilvalið að fara fyrst í leikinn Freistingar sem er útlistaður í hugmyndabankanum. Þá eru börnin búinn að huga aðeins að því hvað freistingar eru áður en hugleiðingin er flutt. Einnig er hægt að notast við söguna Varist graskerin.

Minnisvers: Ég geymi þitt orð í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér (Slm 119.11)

Page 17: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

17

Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og af öllum mætti þínum.“ Þessi saga um freistingarnar sýnir því hvernig Jesús stóðst prófið sem Ísraelsmenn höfðu fallið á.

Sambandið við GuðMiðpunktur frásagnarinnar er sambandið við Guð. Messías mun ekki reyna Guð líkt og Ísraelsmenn gerðu (sjá t.d. 2Mós 17.2-7). Hann hefði getað notað vald sitt til að leysa sumar freistingar en prófunin gekk ekki út á það heldur að standast þar sem Ísraelsmenn höfðu fallið og undirbúa sig þannig undir starf sitt.

Adam og KristurPáll fjallar um hvernig Kristur bætti fyrir syndafallið með hlýðni sinni. Það urðu allir sekir syndarar fyrir óhlýðni Adams (sjá Róm 5.12-20). Að sama skapi eru þeir sem trúa réttlættir fyrir Krist. Af náð verður hinn trúaði hólpinn fyrir trú (sjá Ef 2.8). Guð gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (sjá Jóh 3.16). Þannig var leiðin til eilífs lífs möguleg fyrir verk Jesú.

Staðsetning á myndÞessi frásaga er flóknari en aðrar fyrir þemahugmyndina. Það er ekki hægt að staðsetja hana með vissu en mælt er með að nota Júdeu-auðnina. Einnig væri hægt að nota Jerúsalem vegna musterisins.

Leslisti fyrir leiðtoga

5Mós 6 Þú skalt elska Guð einan5Mós 8 Varað við að gleyma GuðiSlm 91.11 Býður út englum sínumJes 52.13-53.12 En vorar þjáningar voru það sem hann barJóh 4.34 Minn maturRóm 5.12-19 Adam og KristurJak 1.12-18 Um freistingar

SöngvarBæn sendu beðnaDrottin er minn hirðirFel Drottni vegu þínaJesús, Jesús

Page 18: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

18

Starfsgagnalisti

Á efnisveitu þjóðkirkjunnar er myndsería fyrir skjávarpa og fleiri hugmyndir fyrir söguna:Biblíusögubankinn – Efni flokkað eftir biblíusögum – Nýja testamentið – Sögur af Jesú – Jesús kennir – Jesú freistað – Biblíusagan ýmsir frásagnar möguleikar

Flettimyndabiblían vorönn 2006. Jesú freistað bls.6

Barnabiblía. Jesú freistað bls.152

Myndskreytt Biblía fyrir börn og fullorðna. Jesú freistað bls.226

Hugmyndabanki

FreistingarHægt er að tjá freistingar með látbragði. Ræddu fyrst við börnin um hvað freisting er og hvernig hægt er að bregðast við henni. Skiptu börnunum í þriggja til fjögra manna hópa. Stingdu upp á hugmynd, eða leyfðu þeim sjálfum að finna upp á látbragði sem túlkar rétta eða ranga breytni. Áætlaðu þeim nokkrar mínútur í undirbúning og leyfðu þeim síðan að leika látbragðið á meðan hinir hóparnir giska á rétt svar. Hugmyndir að látbragði:1. Einhvern langar að stela fögrum hlut sem hann sér2. Kenna öðrum um að hafa brotið eitthvað3. Vera vond(ur) við dýr4. Vara dónaleg(ur) og sýna vanvirðingu í skólanum eða

heima5. Svindla á prófi í skóla

Önnur útgáfa af leiknum – styttriSkiptu hópnum í tvennt. Nú ætlum við að ímynda okkur að bæjaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp styttu á torgi í miðbænum. Verkið á að heit Freistingar og það er samkeppni um bestu hugmyndina. Áætlaðu hópnum nokkrar mínútur í að prófa sig áfram með hugmyndina. Leyfðu þeim síðan að kynna hinum hópnum hugmyndir sínar. Tilvalið að tengja leikina efni hugleiðingarinnar

(Leikur 66 úr Theme Games eftir Lesley Pinchbeck)

Varist graskerin(Það væri skemmtilegast að endursegja þessa sögu),,Því síður sem gildra lítur út eins og gildra, því betri líkur eru á því að hún virki, „ sagði Dádí og hló þegar hann og Mógó gengu að eldstæðinu. ,, Enginn er hræddur við þetta grasker – ekki einu sinni apar. Þetta er frábær gildra.“Kúma, hlébarðaveiðimaður, gekk í gegnum garðinn sinn

og stoppaði. Hann litaðist um og sá plöntu með gul blóm og sagði: ,, þetta er stærsta grasker sem ég hef séð. Ég ætla að búa til frábæra gildru fyrir apa sem ég nota í staðinn sem beitu í hlébarðagildrur.“ Hann hóf verki sitt með veiðihnífum, skar stöngulinn af og bjó varlega til holu sem dugaði til a‘ sturta fræjunum úr graskerinu. Hann hreinsaði það að innan, stráði í það sandi og stráði loks hnetum ofan í. Því næst lagði hann gildru sína við stórt tré. Hann gekk þá áleiðis að bústað apanna, stráði hnetum til að laða þá að graskerinu og hugsaði um leið: ,, Apaaugun sjá hneturnar eða nefin munu finna lyktina. Þeir munu fylgja hnetunum gráðugir það til þeir finna graskerið.“ Faldi hann sig svo. Api einn lítill fann fyrstu hnetuna. Hinir komu í kjölfarið. Sá gráðugasti var Túmbó og náði hann forystunni vegna græðgi sinnar. Þeir átu hneturnar uns þeir komu að graskerinu. Túmbó ruddist fram fyrir. Hann fann góða lykt. Hann starði ofan í en sá ekkert. Hann þefaði og fann lykt. Hve hún var góð! Aha! Apahugur hans sagði að hann þyrfti ekki að gera annað en að setja hendina í holuna og hneturnar eru þínar, allar saman. Hann hikaði ekki. Örsnöggt gripu hendur hans um hneturnar og kipptu í. Skyndilega fann hann fyrir verk í höndunum. Hneturnar vildu ekki koma upp úr graskerinu. Túmbó reyndi öll brögð sem hann kunni en náði ekki hnetunum. Gíga gíraffi kíkti yfir runnann. ,, Slepptu hnetunum, api,“ sagði hann vingjarnlega ,, og þá nærðu hendinni út.“ En það er ekki vani apa að sleppa hlutum. Rödd Gíga varð háværari. ,, Þetta er hnetugildra. Láttu þær eiga sig og þú ert frjáls.“ Veiðimaðurinn kom úr skjóli sínu. Hinir aparnir voru farnir. Túmbó var hræddur. Hann dró graskerið til en ekki vildu hneturnar losna. ,,Slepptu hnetunum og þú bjargast“ sagði Gíga enn. En slíkur vísdómur passar ekki fyrir apa að sleppa því sem þeir geta haldið. Veiðimaðurinn gekk að apanum, tók hann upp og lagði á öxlina, opnaði graskerið með hnífnum sínum, tók apann, sem enn hélt í hneturnar,og lét í poka og lokaði fyrir. Túmbó gekk í gildru, því hann stjórnaðist af apavisku.Undir Trénu á þríarma stól stóð Dádí með poka af hnetum og gaf þeim sem hlustuðu á hann. Um leið og sprekum var kastað í eldinn spurði hann: ,, Hver er þessi gildra?“ Það var mikið hvíslað og nokkrar raddir sögðu: ,,Það er syndin.“ Dádí kinkaði kolli. ,,Það er rétt. Það þarf aðeins apavisku til að sjá að þú lendir í gildru ef þú heldur þig að hlutum sem taka burtu frelsið þitt og valda þér dauða.“ Hljóð hýenunnar barst hlýlega yfir afríska næturloftið. Margó hvíslaði að hundinum sínum: Það eru margir sem hlæja að syndinni, en sjáðu til, hún er stórhættuleg.(Úr fræðsluefninu Ég, um okkur, frá Guði, til allra manna)

Page 19: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

19

Page 20: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

20

Hugleiðing

1. Fiskimennirnir voru komnir í land og farnir að þvo netin sín. Jesús var við Genesaretvatn. Hann var að kenna fólkinu. Oft var áhuginn svo mikill að hann valdi að kenna úr bát. Hann fékk að stíga í bátinn sem Símon Pétur átti. Eftir að hafa kennt fólkinu bað hann Símon Pétur um að leggja frá landi til veiða. Þetta var afar óvenjuleg ósk. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði fiskimaður neitað. Símon sagði Jesú að þeir hefðu stritað alla nóttina en fyrst að Jesús lagði þetta til þá ætlaði hann að hlýða.

2. Þeir fóru frá landi og lögðu netin. Þeir fengu svo mikinn fjölda af fiski að netin fóru að rifna. Þeir kölluðu því á félaga sína og buðu þeim að taka þátt í veiðunum. Þeir veiddu svo mikinn fisk að hægt var að fylla báða bátana þannig að þeir voru við það að sökkva.

3. Nú brást Símon við. Ekki með því að fagna yfir fengnum heldur féll hann fram fyrir Jesú og bað hann að fara í burtu frá sér þar sem hann væri syndugur maður. Þetta mikla kraftaverk með fiskinn hafði áhrif á alla sem það sáu því fólk skynjaði að Jesús var sonur Guðs, frelsarinn sem átti að koma. Í þessum hópi voru meðal annarra Jakob og Jóhannes Sebedeussynir.

Jesús sagði Símoni Pétri að Hann þyrfti ekki að hræddur. Héðan í frá myndi hans hlutverk breytast, í stað þess að veiða fiska átti hann að veiða menn. Mennirnir yfirgáfu allt og fylgdu Jesú.

4. Símon Pétur átti eftir að vera leiðtogi lærisveinahópsins. Lærisveinarnir voru tólf. Andrés bróðir Péturs, Jakob og Jóhannes voru meðal þeirra. Þessir menn fylgdu Jesú og trúðu því að hann væri sonur Guðs og frelsari heimsins. Þegar Jesús steig upp til himna fóru þeir að veiða menn fyrir alvöru. Jesús vill að allir fylgi sér og hann treystir á að þeir sem trúa á hann kalli á fleiri.

Skýringar

Nokkur orð um fiskimenn og aðferðir þeirra á tímum Jesú Störf fiskimanna voru líklega erfið (Lúk 5.2) og stundum gat orðbragð þeirra verið óvandað (Mrk 14:70). Í það minnsta sjö af tólf lærisveinum Jesú voru fiskimenn: Símon Pétur, Andrés að öllum líkindum Filippus sem kom frá Betsaídu sem stóð við Genesaretvatn, Jakob, Jóhannes, Tómas og Natanel (Matt 4.18, 21; Jóh1.44;21.2). Einhverjir þeirra voru bátsfélagar og þekktu til þess að vinna hver með öðrum(Lúk5.7,10). Yfirleitt var veitt við Genesaretvatn að nóttu til (Lúk 5.5; Jóh 21.3). Í ljósi þess er beiðni Jesú í textanum afar óvenjuleg og að öllum líkindum að reyna hvort Símon Pétur treysti honum og tryði boðun hans. (unnið upp úr New Bible Dictionary frá IVP)

Símon PéturÞað er misjafnt hvort bæði nöfnin eru notuð eða eingöngu annað. Í frásögu Lúkasar af fiskidrættinum er ekki nefnt að Jesús hafi gefið honum Pétursnafnið vegna þess að hann átti að vera kletturinn. Jesús nefndi hann Kefas sem er dregið af arameiska orðinu kefa sem þýðir klettur eða bjarg. Því er valið hér að nota bæði nöfnin á frekari vangaveltna.

GenesaretvatniðStærsta vatnið í Ísrael heitir Genesaretvatn. Það er u.þ.b. helmingi stærra en Þingvallarvatn og liggur í 208 metra hæð undir sjávarmáli. Við Genesaretvatn voru á tímum Jesú mörg þorp og margir sem stunduðu fiskveiðar. Eitt

7 Símon PéturLúk 5.1-11

Boðskapur: Jesús kallar fólk til að fylgja sér

Aðkoma: Hægt væri að koma með veiðistöng, net eða háf til að gera hugleiðinguna lifandi. Einnig væri hægt er að nota leikinn Fiskar í net sem aðkomu. Hann er útskýrður í hugmyndabankanum. Eins væri hægt að fara í hann eftir hugleiðinguna. Það gæti verið hentugra. Hægt væri að nota kortið og fjalla aðeins um Genesaretvatnið (sjá kafla í skýringum) fyrir hugleiðingu. Segja síðan að nú ætlum við að heyra sögu af nokkrum fiskimönnum við þetta vatn.

Minnisvers: komið og fylgið mér og ég mun gera yður að mannaveiðurum (Matt 4.19)

Page 21: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

21

af þessum þorpum hét Betsaída og þaðan komu nokkrir fiskimenn sem áttu eftir að varða lærisveinar Jesú.

Starfsgagnalisti

Á efnisveitu þjóðkirkjunnar er myndsería fyrir skjávarpa:http://efnisveita.kirkjan.is/fylgid-mer-myndaseria-fyrir-skjavarpa-power-point/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – Sögur af Jesú og Jesús kennir – Fylgið mér

Hugmyndabanki

Ruglaðir lærisveinarVerkefni sem tengist nöfnum lærisveina. Það má finna í viðauka. Þetta verkefnablað fylgdi fræðsluefni KFUK og KFUM, Vilji Guðs og leiðsögn, haust 1991.

Fiskar í netFáðu tvo sjálfboðaliða til að haldast í útréttar hendur. Þeir eiga að tákna fiskimenn með net. Hin börnin eru fiskar sem mega hlaupa um, á skilgreindu leiksvæði, og reyna að forðast að lenda í netinu. Þegar merki er gefið byrja fiskimennirnir að hlaupa um og reyna að festa í netinu sínu sem flesta fiska. Mikilvægt er að leiðtoginn fylgist vel með og skeri út um hvenær einhver hefur verið veiddur og senda hann á ákveðinn stað í salnum. Ef fiski hefur verið náð þarf hann að bíða næstu umferð. Tilkynnið í upphafi

hversu lengi leikurinn á að standa yfir. Teljið í lokinn hversu mörgum fiskum var náð, hefjið síðan aðra umferð með öðrum fiskimönnum.Tilvalið að tengja leikinn við hugleiðinguna. Símon Pétur, Andrés, Jakob og Jóhannes voru fiskimenn þegar Jesús kallaði á þá um að fylgja sér og bað þá um að veiða menn í stað þess að veiða fiska. (leikur 29 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Leslisti fyrir leiðtoga

1Mós 18-27; Job 42:6; Jes 6:5 Þrír textar úr Gamla testamentinu sem svipar til viðbragða PétursMatt 4.13 Jesús bjó í borginni Kaperanaum við GenesaretvatnMatt 4.18-22 Jesús kallaði á lærisveina við GenesaretvatnMatt 8.5; Matt 9.18-33 Jesús læknaði marga við vatniðMrk 4.35-41 Jesús lægir öldur GenesaretvatnJóh 6.1-13 Jesús mettar 5000 á Gólanhæðum í grennd við GenesaretvatnMatt 13.1-58 Jesús prédikaði og kenndi við vatnið

Page 22: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

22

Hugleiðing

1. Eftir að hafa kennt mannfjöldanum við vatnið ákveður Jesús að yfirgefa ströndina ásamt lærisveinum sínum og fara yfir vatnið. Að öllum líkindum hefur hann verið í bátnum hans Símonar Péturs vegna þess að margir voru að hlusta á hann. Einhverjir fylgdu þeim eftir á öðrum bátum.

2. Þegar þeir hafa lagt á djúpið þá skellur á stormur og báturinn tekur að fyllast. Jesús er sofandi í skutnum á meðan ósköpin ganga yfir. Veðrið hafði verið stillt í upphafi ferðar og stormurinn virðist ekki hafa haft áhrif á Jesú þar sem hann lá á kodda sínum.

3. Lærisveinarnir, sem voru margir vanir fiskimenn, fyllast ótta við þessa snöggu stormhrinu, og vekja hann spyrjandi: „Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?“ Ætli Jesús hafi verið sama um þá? Jesús vaknar, segir vindinum að þegja og hafa hljótt um sig og það gerir stillilogn og hann spyr á móti: „Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú?“

4. Lærisveinarnir eru enn óttaslegnir og velta fyrir sér hver Jesús sé í raun og veru því að ljóst er að náttúruöflin eru honum undirgefin. Þeir höfðu eflaust séð margt til Jesú áður og át að treysta því að hann myndi hjálpa þeim. Þeir undruðust samt að vindurinn og vatnið hlýddu honum einnig. Þetta var enn ein staðfestingin á því að hann væri sonur Guðs. Jesús er alltaf traustsins verður, í öllum að stæðum lífs okkar.

Skýringar

GenesaretvatnGenesaretvatn er fjöllum þakið nema í suðri, þar sem áin Jórdan rennur úr vatninu. Vatnið liggur langt fyrir neðan sjávarmál og er þekkt fyrir skyndilega og ofsafengna storma. Greinilegt er að stormurinn í sögunni hefur verið tilkomumikill því að um borð voru margir reyndir sjómenn, t.d. Pétur og Andrés.

Trúartraust og stormurStormurinn í sögunni minnir okkur á það lífið er oft erfitt og okkur innst sem öldurnar rísi allt í kring. Þá fyllumst við oft ótta líkt og lærisveinarnir. Við gleymum líkt og þeir hver er með okkur í siglingunni. Svefn Jesú getur einmitt verið dæmi um traust, hann sýnir okkur hvernig við getum verið örugg og hvílt í trausti til Guðs. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum (Slm 4.9).

Vindur og vötn hlýða honum = Jesús er GuðJesús sýnir mátt sinn yfir náttúruöflunum, enginn nema Guð getur stjórnað sköpuninni. Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra. Hann breytti storminum í blíðan blæ og öldur hafsins lægði (Slm 107. 28-29).Lærisveinarnir höfðu eingöngu heyrt um það í Gamla testamentinu að einhver opnaði hafið, gerði bylgjurnar hljóðar, lægði ólguna og gerði hafið kyrrt. Þetta var því staðfesting á því að Jesús er Guð, sá sem koma átti.

8 Í stormiJesús er með okkur í öllum aðstæðum lífsins - Mrk 4.35-41

Boðskapur: Jesús er með okkur og hjálpar okkur á þann hátt sem hann vill.

Aðkoma: Í upphafi hugleiðingarinnar væri hægt að spyrja börnin hvort þau hafi lent í stormi eða óveðri og segja síðan frá því þegar maður sjálfur lenti í óveðri og tengja það síðan við hugleiðinguna.Hér væri aftur hægt að nota leikinn Að treysta náunganum til þess að útskýra hvað traust er. eins mætti nota leikinn Storm sem er útskýrður í hugmyndabankanum. Þó væri betra að nota hann á eftir hugleiðingunni. Þannig gætu þessir tveir leikir rammað hugleiðinguna inn.

Minnisvers: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá (Slm 37.5)

Page 23: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

23

SöngvarFel Drottni vegu þínaFús ég Jesús, fylgi þérJesús, JesúsMeð Jesú í bátnumMitt fley er svo lítið

Starfsgangalisti

Holy Moly eru teiknimyndir án orða – eða þ.e.a.s. það sem sagt er, er á Holy Molísku. Holy Moly dvd diskar eru til í sumum kirkjum og þessi saga er á þeim.

Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar eru nokkrar myndaseríur fyrir skjávarpa sem passa við þessa sögu: http://efnisveita.kirkjan.is/jesus-stillir-storminn-itarefni/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Efni flokkað eftir biblíusögum – Nýja testamentið – Sögur af Jesú – Kraftaverk – Jesús stillir storminn – Biblíusagan ýmsir frásagnar möguleikar

http://efnisveita.kirkjan.is/jesus-stillir-storminn-hreyfimyndaseria/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – undir Kraftaverkasögur má finna þetta efni

Flettimyndabiblían Sögustund 3: Jesús stillir storminn, bls. 21Stóra flettimyndabiblían (frá vori 2005): Jesús stillir storminn, bls 34Bláa flettibiblían (2006): Jesús stillir storminn, bls 12

Hugmyndabanki

TraustleikirNotast má við traustleiki ýmiskonar. T.d. láta tvo og tvo ganga saman. Annar er með lokuð augun (eða bundið fyrir þau) á meðan hinn leiðir hann um, innan og/eða utandyra, í 2-3 mínútur. Sá sem hefur opin augu á að

leiðbeina hinum og vara við hættum. Sá blindi verður að treysta hinum og fara eftir öllum fyrirmælum hans. Þegar tíminn er liðinn er ágætt að þátttakendur skipti um hlutverk. (Samræður um rétt og rangt, Vor 2003)

Að treysta náunganumLeikurinn er einfaldlega í því fólginn að tveir þátttakendur eru fengnir til að koma og prófa traust sitt hvor á öðrum. Þeir þurfa helst að vera álíka stórir. Þeim er síðan stillt þannig upp að annar stendur fyrir aftan hinn í tæplega í meters fjarlægð. Sá sem stendur fyrir framan á síðan að láta sig falla aftur á bak, alveg einn úr réttstöðu og treysta því að félaginn fyrir aftan grípi hann. Hæfilegt er að fá tvö til þrjú pör til að prófa þetta (Úr Þemafundum eftir Gunnar Jóhannes Gunnarsson).

Hugsanlega mætti líka leyfa öllum að prófa. Eða láta nokkra mynda hring og setja síðan einn í miðjuna sem lætur sig falla eins og drumb. Allir verða þá að vera tilbúnir að grípa viðkomandi. Í framhaldi má ræða um traust.

StormurÍ þennan leik þarf lak og mikið af litlum boltum, t.d. tennisboltum, einnig má vöðla saman dagblöðum til að búa til bolta. Skiptið hópnum í tvö lið með ekki færri en fjóra þátttakendur. Annað liðið strekkir lakið á milli sín, fínt að hafa einn á hverju horni. Um leið og stjórnandinn gefur merki þá á hitt liðið að byrja að kasta boltum á lakið. Það lið sem um lakið heldur , byrjar að hrista lakið á fullu þannig að boltarnir hrynji aftur af. Þannig gengur þetta fyrir sig þangað til stjórnandinn stoppar leikinn af. Þá skal telja boltana á lakinu og gefa liðinu sem lagði boltana á lakið stig fyrir hvern þeirra sem sat eftir. Síðan skipta liðin um hlutverk.(Leikur 59 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Leslisti fyrir leiðtoga

2Mós 14.21-31 Drottinn bægði hafinu burt með hvössum austanvindi.Job 38.8-11 Hver byrgði hafið inni með hliðum?Slm 4.9 Í friði leggst ég til hvíldar.Slm 65.5-8 Þú lægir brimgný hafanna.Slm 89.8-10 Þú ríkir yfir ofstopa hafsins.Slm 106.9 Hann hastaði á Sefhafið.Slm 107.23-32 Hann breytti storminum í blíðan blæ.Jón 1.1-16 Og jafnskjótt varð sjórinn kyrr.Post 27 Páll siglir til Rómar og lendir í sjávarháska.

Page 24: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

24

Hugleiðing

1. Jesús kemur að ströndinni, enn á ferðinni á bát Símonar Péturs, þar sem bíður hans mikill mannfjöldi. Í hópnum er Jaírus, samkundustjóri, sem fellur til fóta Jesú og biður hann ákaft um hjálp vegna dóttur sinnar sem er að dauða komin. Hann trúir á Jesú og biður hann um að koma með honum og leggja hendur yfir stúlkuna þannig að hún megi læknast og lifa. Jesús fer með Jaírusi.

2. Mannfjöldinn er það mikill að það þrengir að Jesú. Í þvögunni er kona sem hefur haft blóðlát í tólf ár en

ekki fengið neina lækningu, þrátt fyrir að hafa reynt margt og kostað til aleigu sinni. Hún heyrir að Jesús sé á ferð og ákveður að snerta klæði hans að hún megi verð heil. Hún trúir á Jesú alveg eins og Jaírus. Konan snertir því klæðin og verður heil meina sinna eftir tólf erfið ár.

3. Jesús finnur að einhver hefur snert sig vegna þess að kraftur fór út frá honum. Hann spyr hver hafi snert sig en lærisveinarnir segja mannfjöldann þrengja að honum og finnst skrítið að hann haldi að einhver hafi snert sig. Konan gefur sig fram, hrædd og skjálfandi, fellur Jesú til fóta og segir honum allt af létta. Jesús segir að trú hennar hafi bjargað henni. Hann kallar hana dóttur og biður hana um að fara í friði.

9 Dóttir Jaírusar og kona með blóðlátTrú þú aðeins - Mrk 5.21-43

Boðskapur: Trú þú aðeins!

Aðkoma: Hægt væri að tengja saman gleði og sorg með því að spyrja krakkana hvað þeim finnst gaman og hvað vekur gleði og skrifa það sem þau segja upp á töflu. Önnur hugmynd er að hafa einhvers konar traustleik sem skemmtiatriði á fundinum og vísa til þeirrar reynslu í upphafi hugleiðingarinnar. Hvað felst í því að treysta? Þessi fundur á margt sameiginlegt með þeim síðasta þar sem trúartraust er í brennidepli.

Minnisvers:Óttast ekki, trú þú aðeins (Mrk 5.36b)

SöngvarEnginn þarf að óttast síðurFús ég, Jesú fylgi þérÍ bljúgri bænJesús, JesúsÞakkir

4. Á meðan Jesús en enn að ræða við konuna koma sendiboðar frá heimili Jaírusar með þær fréttir að dóttir hans sé látin og því sé óþarfi að trufla eins merkan mann og Jesú meira. Líklega hefur Jairus ætlað að sætta sig við þá niðurstöðu en Jesús segir honum að óttast ekki heldur að trúa.

5. Hann skilur Pétur, Jakob og Jóhannes frá fjöldanum og leyfir ekki fleirum að fylgja sér að húsi samkundustjórans þar sem allt er í uppnámi. Jesús spyr fólkið hvers vegna það gráti, stúlkan sé ekki dáin heldur sofi hún. Þá er hlegið að honum.

6. Hann lætur alla fara út nema foreldrana og lærisveina sína og gengur inn til stúlkunnar, tekur í hönd hennar og segir: Talíþa kúm! Stúlkan, sem er tólf ára, rís upp og allir verða undrandi. Trú Jaírusar hafði bjargað honum og dóttur hans, líkt og konunni með blóðlát.

Starfsgagnalisti

Á bls.11 í flettimyndabiblíunni Sögustund 3 er sagan af dóttur JaírusarBláa flettibiblían (2006): Bls.32 Dóttir Jaírusar

Page 25: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

25

Skýringar

Jaírus, samkundustjóriHvers konar vinna er að vera samkundustjóri? Jairus var mikilvægur maður í samfélaginu og hafði umsjón með því hver leiddi bæn, las ritningarlestra og prédikaði í samkomuhúsi gyðinga. Hann er einn af fáum gyðingum sem bregðast jákvætt við Jesú í guðspjöllunum. Jaírus fellur til fóta Jesú í virðingarskyni.

Kona með blóðlátStaða konunnar er afar slæm. Hún er útilokuð. Hún er talin óhrein vegna blæðinganna. Það kemur fram að hún hefur kostaði til aleigunni í vin um bata. Hugsanlega hefur staða hennar orðið til þess að hún hafi ekki viljað vekja á sér athygli. Eftir lækninguna breytist staða hennar. Hún er samþykkt.

Jaírus og konanStaða þeirra er afar ólík í samfélaginu en Jesús gerði engan greinarmun á þeim. Viðhorf Jesú breytti stöðu margra. Það sem Jaírus og konan áttu sameiginlegt var trúin á Jesú, trúin á að vald hans gæti hjálpað þeim. Það er því trúin sem hefur úrslitaþýðingu um stöðu þeirra frammi fyrir Jesú.

Talíþa kúmÞetta hljómar eins og galdraþula! En hér eru orðin fyrst og fremst skrifuð á arameísku og síðan er þýðingin gefin: Stúlka litla, ég segi þér, rís upp! Arameíska var móðurmál Krists og líklega man einhver, hugsanlega Símon Pétur, eftir því sem Jesús sagði og þess vegna er það gefið upp þannig.

Vald JesúJesús hefur vald yfir dauðanum. Hann hefur einnig vald yfir náttúrunni og yfir sjúkdómum. Jesús er Guð. Þetta er enn ein staðfestingin á því að Jesús sé sonur Guðs, sá sem var spáð fyrir í Gamla testamentinu. Það er eingöngu Guð sem hefur vald yfir dauðanum. Tvær sögur út Gamla testamentinu sem tengjast valdi Guðs yfir dauðanum má finna í Esk 37.1-14 og í 1Kon 17.17-24.

Trú þú aðeinsMikilvægasti lærdómurinn til að draga af þessari sögu er mikilvægi trúarinnar. Jesús segir við konuna að trúin hafi bjargað henni. Þegar heimamenn samkundustjórans koma með fréttirnar segir hann honum að óttast ekki heldur trúa. Á vissan hátt eru óttinn og trúin oft andstæður. Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú? spyr Jesús lærisveina á vatninu. Trúin sem sýnd er í þessari sögu er andstæðan við þann ótta.

Leslisti fyrir leiðtoga

3Mós 15.25-30 Um blæðingar hjá konum1Kon 17.17-24 Drottinn bænheyrði Elía, gaf drengnum aftur líf2Kon 4.18-37 Elísa og ríka konan í SunemEsk 37.1-14 Beinin í dalnumMatt 9.18-26 Frásaga MatteusarLúk 8.40-56 Frásaga Lúkasar

Page 26: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

26

Hugleiðing

Æðsta ráðið var hópur gyðinga. Þeir höfðu ekki rétt til að taka nokkurn af lífi. Þeir ákváðu því að fara með Jesú til rómversku yfirvaldanna og freista þess að fá hann líflátinn vegna þess að þeir töldu hann guðlasta.Pílatus hefur ekki viljað dæma mann sem hafði ekki varið sig og hefur því boðið upp á að fólkið mætti velja á milli Jesú og Barabbasar. Barabbas var uppreisnarmaður. Kona Pílatusar sagði honum að hún hafði haft óreglulegar draumfarir vegna mannsins og vildi ekki að hann myndi dæma hann. Æðstu prestarnir og öldungarnir æstu lýðinn upp í að kalla á Barabbas. Málum lyktaði þannig að krafist var krossfestingar Jesú.Fyrst var Jesús húðstrýktur og síðan hæddur af hermönnum Pílatusar. Síðan þegar átti að leggja af stað til krossfestingarinnar var Jesús það máttfarinn vegna húðstrýkingarinnar að fenginn var maður að nafni Símon til að bera kross Jesú. Jesús var krossfestur með tveimur ræningjum. Hann var hæddur og yfirgefinn. Þegar hann gaf upp andann rifnaði fortjald musterisins og jörðin skalf. Þeir sem urðu vitni að atburðinum sögðu: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“Jesús var sonur Guðs. Hann kom til þess að deyja fyrir syndir allra manna. Þannig að allir gætu komið til hans með allt sem á þeim hvílir. Lærisveinarnir sem brugðust Jesú voru mannlegir eins og við. Jesús var sonur Guðs og lifði án þess að syndga. Við getum því eins og Pétur

og hinir lærisveinarnir komið til Jesú og beðið hann um að fyrirgefa okkur syndirnar.Jesús var krossfestur á föstudegi og á sunnudegi fóru nokkrar konur sem höfðu fylgt honum til að líta á gröfina. Þær hafa án efa verið mjög sorgmæddar. Vitið þið hvernig gröf Jesús var? Hún var lík helli og lokað var fyrir hana með stórum steini og varðmenn gættu hennar. (Sjá mynd í viðauka, Biblíuhandbókin þín, 89)En allt í einu fór jörðin að skjálfa. Engill Drottins kom niður af himni, velti frá steininum og settist á hann. Varðmennirnir skulfu af hræðslu. En engillinn sagði konunum að þær þyrftu ekki að vera hræddar. Hann vissi að þær væru að leita að Jesú en hann var ekki þarna. Hvers vegna? Vegna þess að hann var upprisinn. Hann sagði þeim að kíkja í inn í gröfina á staðinn þar sem hann hafði verið lagður. Jesús var ekki þar.Hvað haldið þið að konurnar hafi gert? Þær urðu svo glaðar að þær hlupu af stað til að segja lærisveinunum að hann væri upprisinn. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikil gleði þeirra var. Jesús hafði sigrað dauðann.Upprisa Jesú er sigur fyrir okkur, sigur fyrir alla sem trúa

10 PáskarJesús krossfestur og upprisinn - Matteus 27:32- Matteus 28:1-15

Boðskapur: Jesús dó fyrir syndir mannanna og Hann er upprisinn frelsari okkar vegna þess að hann sigraði dauðann.

Aðkoma: Hægt er að nota power point glærur af efnisveitu Þjóðkirkjunnar til að styðjast við þegar sagan er sögð.

Minnisvers: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (Jóh 3.16).

Page 27: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

27

SöngvarFús ég Jesús, fylgi þérDrottinn er minn hirðirBæn sendu beðnaUpprisinn er hannVið setjum hér í hringinnSakkeus var að vexti smár

á hann. Jesús sigraði dauðann. Hann var sterkari en dauðinn. Þess vegna getum við leitað til hans og treyst því að hann sé alltaf nálægur. Upprisa Jesú gefur okkur von um eilíft líf. Gröfin var tóm og því breytist sorg í fögnuð.

Skýringar

KrossfestingKrossfestingin var algengur atburður í Palestínu á dögum Jesú. Refsingin var aðallega notuð af Rómverjum til að refsa uppreisnarmönnum og ofbeldisfullum glæpamönnum. Þess var gætt að margir yrðu vitni að aftökunum til að þær kæmu í veg fyrir að fleiri myndu feta í fótspor afbrotamannanna.

GolgataStaðurinn fyrir utan Jerúsalem, þar sem Jesús var krossfestur. Í Lúk. 23.33 nefnist hann Hauskúpa. Þetta heiti er dregið annaðhvort af því, að lögun hans minnti á hauskúpu eða hann hefur verið hafður sem greftrunarstaður. Golgata hefur hugsanlega verið fyrir valinu þar sem hún var nálægt borginni og hægt að tryggja að margir hefðu aðgang að aftökunum.

SakargiftinYfir höfði Jesú var fest sakargiftin: Þessi er Jesús, konungur Gyðinga. Að öllum líkindum er hún hengd þar upp Jesú til háðungar og öðrum til aðvörunar.

GreftrunÞegar Gyðingur dó, var hann greftraður nærri því samstundis. Líkið var þvegið, smurt með olíu og sveipað líni. Hendur og fætur voru reyrðir með lindum. Yfir andlitið var lagður dúkur. Í línklæðin var oft lögð myrra og alóe til þess að fá betri lykt. Gröfin var stundum heima við, en oftast þó í sérstökum grafreitum. Þeir einir, sem ríkir voru, höfðu ráð á að láta höggva grafhvelfingar í mjúka

kalksteinsklettana. Þeir fátæku notuðu hella í fjöllunum eða grófu hina dánu. Kristnir menn tóku fljótlega upp á því að hafa sameiginlega grafreiti.

Starfsgagnalisti

Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar eru myndaseríur fyrir skjávarpa um atburði dymbilviku og páska:http://efnisveita.kirkjan.is/nyja-testamentid-myndaseriur-fyrir-skjavarpa/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – undir Dymbilvika og páskar má finna þetta efni.

Stóra flettimyndabiblían (vor 2005): Atburðir kyrruviku bls 62 og Upprisudagurinn bls 66

Hugmyndabanki

Krossinn - Verkefni – er í viðauka

Hverjir sáu Jesú upprisinn - Orðarugl – er í viðauka

Horfið á myndina Ljónið, nornin og skápurinn (Útgefin af Walt Disney og Walden Media) sem gerð er eftir bók C. S. Lewis. Hægt er að skipta myndinni niður á tvo fundi þar sem fjallað er um krossfestinguna og upprisuna. Í kvikmyndinni tekur ljónið Aslan á sig dauðarefsingu í stað eins barnsins, en rís svo upp frá dauðum. Myndin er talin henta öllum aldurshópum en mælt með að börn undir 12 ára aldri horfi með fullorðnum. Verið því til staðar og svarið spurningum sem kunna að vakna.Tilvalið er að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar nr. 48 og 49.

Leslisti fyrir leiðtoga

Slm 22 Guð minn, Guð minn!Slm 69.21 Háðungin kramdi hjarta mittJes 52.13-53.12 Hann bar synd margraMatt 16.21 Á þriðja degiMrk 8.31 Mannssonurinn á margt að líðaLúk 24.36-49 Friður sé með yður1Kor 15.55-58 Dauði, hvar er broddur þinn

Page 28: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

28

Hugleiðing

1. Páskarnir voru á næsta leiti. Jesús var á ferð með lærisveinum sínum. Þeir sigldu yfir Genesaretvatnið.. Hann fór með þeim upp á fjallið. Líklega vildi hann fá næði með lærisveinum sínum en mikill fjöldi fólks elti þá. Fólkið hafði séð Jesú gera tákn og vildi því fylgjast með honum. Það vildi ekki missa af því sem gerðist næst.

2. Jesús veit að fólkið mun þurfa að borða og enginn hafði gert ráð fyrir því að taka með sér nesti. Hann snýr sér því að einum lærisveina sinna sem hét Filippus og spyr hann hvar sé best að kaupa brauð og þannig að allir geti fengið að borða. Þrátt fyrir að vera frá Betsaídu átti hann ekkert gott svar við því heldur benti á að ekki myndi einu sinni nægja að kaupa brauð fyrir tvöhundruð denara. Jesús vissi þetta en var að reyna hann.

3. Andrés, annar lærisveinn, lét Jesú vita að piltur einn væri meðal fólksins með fimm byggbrauð og tvo fiska en það væri náttúrulega ekki nóg fyrir allan hópinn. Jesús bað lærisveina sína um að láta alla setjast. Það var mikið af fólki, karlmennirnir einir voru fimm þúsund.

4. Jesús tók næst brauðin, þakkaði Guði fyrir þau, gerði eins o með fiskana og gaf því næst öllum að borða. Þegar allir voru saddir bað hann lærisveinana að safna saman afgöngunum. Lærisveinarnir söfnuðu saman tólf körfum. Þegar fólkið varð vitni að þessu ótrúlega kraftaverki þá var það sannfært um að hér væri kominn frelsarinn sem beðið væri eftir.

5. Jesús á nóg handa öllum. Jesús gefur öllum ríkulega sem leita til hans. Í sögunni var ungur piltur með fimm byggbrauð og tvo fiska. Jesús tók nestið hans, lita gjöf, og gerði eitthvað stórfenglegt úr því. Strákurinn kom með matinn sinn til Jesú. Erum við tilbúin að gefa Jesú eitthvað?

Skýringar

Genesaretvatn, Galileuvatn, Tiberiasvatn, Kineretvatn. Þetta eru allt nöfn yfir sama vatnið. Kineretvatn er notað í Gamla testamentinu. Jóhannes notar Tiberiasvatn. Í fræðsluefninu verður notast við Genesaretvatn í öllum tilfellum. Það er gert til einföldunar vegna þemahugmyndar.

11 Piltur með brauð og fiskaJesús mettar 5000 - Jóh 6.1-13

Boðskapur: Jesús á nóg handa öllum.

Aðkoma: Það væri hægt að vera með brauð eða einhvern mat, e.t.v. gervifisk. Einn möguleiki væri að vera með þetta í nestisboxi og gera svo eitthvað úr því þegar nestið er tekið úr boxinu. Önnur leið er að spyrja börnin hvort þau hafi einhvern tímann verið svo upptekin af einhverju að þau hafi hreinlega gleymt að borða. Í dag ætlum við að heyra af því þegar fjöldi fólks var svo upptekið af Jesú og því sem hann gerði að það gleymdi alveg að huga að mat. Það elti hann langar leiðir án þess að taka með sér nesti.

Minnisvers: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóh. 6.35)

SöngvarÉg er heimsins ljósÉg er lífsins brauðFús ég, Jesús, fylgi þérÍ bljúgri bænÞakkir

Page 29: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

29

Starfsgagnalisti

Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar er myndasería fyrir skjávarpa sem passar við þessa sögu:http://efnisveita.kirkjan.is/jesus-mettar-5000-manns-hreyfimyndaseria/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – undir Kraftaverkasögur má finna þetta efni

Flettimyndabiblían Hver er Jesús?: Sagan Jesús er hjálpari - Jesús mettar 5000 manns, bls.52Bleika flettibiblían (2006): Jesús mettar, bls. 11

Leslisti fyrir leiðtoga

3Mós 23.4-8 Páskar og hátíð hinna ósýrðu brauða5Mós 18.15-19 Á hann skuluð þið hlýðaJóh 6.22-59 Ég er brauð lífsinsMatt 14.13-21 Frásaga MatteusarMrk 6.30-44 Frásaga MarkúsarLúk 9.10-17 Frásaga Lúkasar

Page 30: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

30

Hugleiðing

1. Jesús var að ganga út úr borginni Jeríkó til Jerúsalem. Við veginn sat maður sem var blindur. Hann hét Bartímeus og var að betla. Þegar Bartímeus heyrði að Jesús væri á leiðinni byrjaði hann að hrópa: ,,Sonur Davíðs Jesús, miskunna þú mér!“

2. Fólkið sem stóð honum næst fannst ekki við hæfi að blindur betlari væri að kalla á Jesú. Það fór því að skamma Bartímeus og segja honum að þegja. Bartímeus ætlaði ekki að hlíða því. Hann trúði á Jesú og vissi að hann gæti hjálpað honum og þess vegna hrópaði hann enn hærra: ,,Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“

3. Það hefur greinilega heyrst vel í honum því Jesús stoppaði núna og bað fólkið um að kalla á Bartímeus. Fólkið gerði það og hvöttu Bartímeus til að vera hugrakkan. Bartímeus var svo glaður að hann kastaði frá sér yfirhöfn sinni og dreif sig til Jesú.

4. Jesús spurði hann hvað hann vildi að gert yrði fyrir sig. Blindi maðurinn vildi fá sjónina aftur. Jesús gaf honum aftur sjónina og sagði honum að trú hans hefði bjargað honum. Bartímeus sá nú á ný og gat farið ferða sinna og hann fylgdi Jesú eftir þetta.

5. Bartímeus var sannfærður um að Jesús væri sonur Guðs og trú hans var það sterk að hann lét engan stöðva sig í því að ákalla hann. Það var trú hans sem bjargaði honum, líkt og konunni með blóðlát og dóttur Jaírusar.

Skýringar

Bar-tímeusBar-tímeus þýðir að blindi maðurinn hafi verið sonur Tímeusar. Margir telja að ástæðan fyrir því að blindi maðurinn sé nafngreindur hjá Markúsi sé sú að hann hafi verið þekktur í frumkirkjunni.

Staða blinda mannsinsEf menn voru blindir var þeim ekki leift að koma að altarinu og sjúkleiki þeirra útilokaði þá frá samfélaginu. Þetta var augljóst því lýðurinn hastar á Bartímeus, þeim finnst óviðeigandi að hann kalli út til Jesú.

Hver er blindur og hver sjáandi?Þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir augu Bartímeusar má segja að hann hafi verið með andlega sjón. Hann sá í raun lengra en þau sem vildu þagga niður í honum.

Sonur DavíðsDavíð var annar af stórkonungum Ísraels. Hann réði ríkjum frá 1010-970 f.kr. Hann fór fyrir þjóðinni í bardaga og ríkið var stórt og mikið í hans tíð. Hann var einnig trúarhetja. Guð hét því að einn af ættingjum hans myndi ríkja eilíflega. Þetta var eitt af fyrirheitunum um Messías. Bæði Matteus og Lúkas rekja ætt Jesú til Davíðs.

12 BartímeusMrk 10.46-52

Boðskapur: Jesús lætur sér annt um alla og heyrir ákall í trú.

Aðkoma: Látið krakkana vera tvo og tvo saman. Annar bindur fyrir augun á hinum og leiðbeinir honum síðan hvert hann skuli fara. Ef hópurinn er mjög stór og ekki hægt að virkja alla með þessum hætti, þá er hægt að velja eitt par og allur hópurinn fylgist með þeim þegar sá blindi þreifar sig áfram með leiðsögn frá þeim sem sér. Í framhaldinu má ræða um hvernig er að vera blindur.(Úr fræðsluefninu Guð talar við mig, haust 2005)Hægt er að tengja við kortið hér líka. Benda á borgina Jeríkó. Tala um hvernig hún tengist öðrum stöðum sem við höfum heyrt um nýlega.

Minnisvers: Trú þín hefur bjargað þér (Mrk 10.52)

Page 31: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

31

Söngvar11 Daginn í dag14 Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur22 Enginn þarf að óttast síður42 Fús ég Jesús fylgi þér70 Í bljúgri bæn

Starfsgagnalisti

Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar eru tvær myndaseríur fyrir skjávarpa sem passa við þessa sögu:http://efnisveita.kirkjan.is/bartimeus-blindi-1/http://efnisveita.kirkjan.is/bartimeus-blindi-hreyfimyndaseria/Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – undir Kraftaverkasögur má finna þetta efni

Stóra flettimyndabiblían vor 2005: bls 48 Bartímeus blindi

Hugmyndabanki

Hvar ertu Jakob?Tveir nemendur valdir. Bundið fyrir augun á öðrum nemandanum og hinn heldur á lyklakippu. Síðan á sá sem heldur á lyklakippunni að hrista hana en hinn sem bundið er fyrir augun á, á að reyna að ná honum. Sá sem bundið er fyrir augað á segir ,,Hvar ertu Jakob”? og þá hristir hinn kippuna. Leiknum líkur þegar sá sem bundið er fyrir augun á nær hinum.

Festið halann á asnann Bundið er um augu nokkurra þátttakenda og þeir spreyta sig á að setja halann á réttan stað. Þá er fenginn einn sem ekki er með bundið fyrir augun og hann látinn setja halann á réttan stað.Við verðum að sjá hvað við erum að gera til þess að koma halanum fyrir á réttan stað. Við verðum að sjá með ljósi Jesú til að geta lifað lífi okkar eftir vilja Guðs. Jesús, ljós heimsins, vill hjálpa okkur að lifa í ljósinu og breyta rétt gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Hann vill opna augu okkar, eins og hann opnaði augu blinda mannsins, svo að við lifum ekki í myrkri heldur ljósi hans.(Úr Samræður um rétt og rangt, vor 2003).

Boðhlaup blindingjansMerkið ákveðna leið um fundarstaðinn. Merkið líka fjórar stöðvar á leiðinni: Upphaf, stöð 1, stöð 2 og endastöð. Skiptið þátttakendum í þriggja manna lið. Bindið fyrir augun á einum í hverju liði. Bæði er hægt að láta öll liðin leggja af stað í einu eða ræsa eitt í einu (þá þarf að taka tímann á hverju liði fyrir sig). Markmiðið er að koma fyrst í mark, en skipt er um blindingja á hverri stöð. Blindinginn fær leiðbeiningar frá liðsfélögum sínum, þeir mega ekki snerta hann, en segja honum hvenær hann á að beygja og hvað beri að varast.(Úr Líkami minn musteri Guðs, haust 2003).

Leslisti fyrir leiðtoga

2Sam 7. 12-16 Hásæti þitt skal að eilífu stöðugt standa.Jes 23.5-8 Konungur af ætt Davíðs.Jer 30.9 Davíð konungurEsk 34.23-24 Davíð, þjónn minn verður höfðingi á meðal þeirra. Hós 3.5 Um mikilvægi Davíðsættar1.Kor 10.1-22 Kristur í Gamla testamentinu

Page 32: Fræðsluefni KFUM og KFUK vor 2016

32