59
Fræðsluefni fyrir barna og unglingastarf KFUM og KFUK vorið 2015

Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sköpunarverk Guðs

Citation preview

Page 1: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

Fræðsluefni fyrir barna og unglingastarf KFUM og KFUK vorið 2015

Page 2: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

Fræðsluefni fyrir barna og unglingastarf KFUM og KFUK vorið 2015

Page 3: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

3

Formáli

Fræðsluefni það sem hér birtist er að stærstum hluta til byggt á fræðsluefni sem kom út haustið

2003. Efnið var lesið yfir og uppfært og einhverju sleppt og öðru bætt við. Framsetning efnisins er

örlítið frábrugðin því sem tíðkast hefur síðustu misseri og er það annars vegar kaflinn Nálgun texta og

hins vegar hugmyndir að leikjum sem fylgja hverjum fundi. Nálgun texta er í raun fræðsla fyrir

leiðtogann til þess að undirbúa sig betur fyrir hugleiðinguna og setja sig betur inn í það efni sem

honum er ætlað að miðla. Það er því mikilvægt að leiðtogar gefi sér góðan tíma í undirbúning og ekki

er líklegt til árangurs að reyna að lesa hugleiðingu dagsins beint upp úr efninu eða vera óundirbúinn.

Leikirnir eru allir vel þekktir en það er mikilvægt að hafa ákveðna fjölbreytni í leikjaframboði en

festast ekki í því að nota of mikið sömu leikina því þá verða þeir leiðigjarnir og krakkarnir missa

áhugann. Við eigum að hafa metnað til þess að skara fram úr á sem flestum sviðum og leikirnir geta

þjónað þeim tilgangi að vera kveikjan að þeirri fræðslu sem hugleiðingin hefur fram að færa.

Höfum hugfast að æskulýðsdeildin okkar verður aldrei góð nema við leggjum alúð og vinnu í

undirbúning og framkvæmd hvers fundar og um leið þurfum við að mæta krökkunum með umhyggju

og athygli og láta þau finna að við erum þarna fyrir þau en ekki þau fyrir okkur.

Guð gefi okkur ánægjulegt og blessunarríkt vormisseri,

Æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK

Efnisyfirlit

1. Hver er ég – upphafið ............................................................................................................... 4

2. Hver er ég? – Ég er fullkomin sköpun Guðs ................................................................................ 7

3. Ég sjálfur – Hverjar eru fyrirmyndir okkar? .............................................................................. 11

4. Ég sjálf/ur – Þarf líkaminn að vera fullkominn? ........................................................................ 14

5. Hver er ég? – Hver er næring mín, á hvað horfi ég og hlusta? ................................................... 17

6. Hvernig veit ég hvað mér er fyrir bestu? – Boðorðin 1-2-3 ........................................................ 21

7. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu – Boðorðin 4-5............................................................ 26

8. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu? – Boðorðin 6-7 ........................................................... 31

9. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu? – Boðorðin 8-9-10 ...................................................... 36

10. Ég get látið gott af mér leiða með því að tala við aðra ............................................................ 40

11. Ég get látið gott af mér leiða með því að hugga aðra. ............................................................. 43

12. Ég get látið gott af mér leiða með því að gleðja aðra .............................................................. 47

13. Ég get látið gott af mér leiða með því að hjálpa öðrum........................................................... 51

14. Líkami minn – Musteri Guðs – Lokaorð .................................................................................. 56

Page 4: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

4

1. Hver er ég – upphafið Texti: 1. Mós. 1.26-32

Áhersluatriði:

Áherslan er á sköpun mannsins, tilgang sköpunar mannsins og að Guð hafi

fundist sköpun sín góð. Tengja það við „mig í dag“.

Nálgun texta

Þó að við skoðum aðeins þennan hluta sköpunarsögunnar í þetta skiptið er

nauðsynlegt að hafa hana alla í huga. Þar er hverjum degi sköpunarinnar

lýst frá morgni til kvölds. Daginn notaði Guð til að skapa en á kvöldin horfði

hann yfir sköpunarverk sitt og sá að það var gott. Þetta er eitt það

mikilvægasta sem sagan segir okkur. Guð sá að sköpunin sín var góð. Á

fimmta degi skapaði Guð manninn, karl og konu. Guð skapaði manninn í

sinni mynd og setti hann yfir heiminn. Og að kveldi þegar Guð leit yfir

sköpunarverk sitt sá hann að það var harla gott. Guð treysti okkur til að sjá

um sköpunarverk sitt. Ekki bara okkur sjálf heldur heiminn allan. Hvernig

stöndum við okkur? Hefur mannkynið brugðist honum? Hann treystir enn á

einstaklingana til að vinna sín verk hér á jörðinni. Hann skapaði okkur og

segir að við séum harla góð.

Ein algengasta spurningin sem kemur fram þegar verið er að fjalla um

sköpunarsöguna er: Hvað með þróunarsöguna, apana og risaeðlurnar?

Enginn veit rétta svarið við þessari spurningu nema Guð. En rétt er að

benda á að það stendur í Biblíunni að hjá Guði sé einn dagur sem þúsund ár

og þúsund ár sem einn dagur (þetta notar Mattías Jochumsson reyndar líka í

þjóðsöngnum okkar). Önnur staðreynd sem gott er að hafa í huga er að í

Biblíunni stendur að Guð hafi skapað heiminn, ekki hvernig hann skapaði

heiminn. Í Biblíunni er ekki gefin upp nein uppskrift að heiminum. Aftur á

móti stendur í Biblíunni að við eigum að trúa og að trúa þýðir að treysta.

Jafnvel þó við skiljum ekki alltaf allt, þá treystum við Guði.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Sýna krökkunum stein, blóm, dýr eða eitthvað annað sem Guð hefur skapað

og ræða um það. Síðan eru fengnir tveir sjálfboðaliðar úr hópnum og þeir

Biblíutexti

Þá sagði Guð: „Vér viljum

gera manninn eftir vorri

mynd, líkan oss. Hann skal

drottna yfir fiskum

sjávarins, fuglum loftsins,

búfénu, villidýrunum og

allri jörðinni og öllum

skriðdýrum sem skríða á

jörðinni.“

Og Guð skapaði manninn

eftir sinni mynd. Hann

skapaði hann eftir Guðs

mynd. Hann skapaði þau

karl og konu.

Guð blessaði þau. Og Guð

sagði við þau: „Verið

frjósöm, fjölgið ykkur og

fyllið jörðina, gerið ykkur

hana undirgefna og ríkið

yfir fiskum sjávarins og

fuglum himinsins og öllum

dýrum sem hrærast á

jörðinni.“

Og Guð sagði: „Nú gef ég

ykkur allar sáðjurtir

jarðarinnar og öll aldintré

sem bera ávöxt með fræi.

Þau skulu vera ykkur til

fæðu.Og öllum dýrum

jarðarinnar, öllum fuglum

himinsins, öllum

skriðdýrum jarðarinnar,

öllu sem hefur lífsanda í

sér, gef ég öll grös og jurtir

til fæðu.“ Og það varð svo.

Og Guð leit allt sem hann

hafði gert, og sjá, það var

harla gott.

Og það varð kvöld og það

varð morgunn, hinn sjötti

dagur.

Page 5: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

5

kynntir sem sköpunarverk Guðs. Gott er að láta börnin framkvæma ýmsar hreyfingar til að sýna hvað

Guð var sniðugur þegar hann skapaði okkur og gerði okkur kleyft að gera marga hluti. Enda svo á að

láta annan sjálfboðaliðann ganga brosandi í sætið sitt en hinn með fýlusvip í sætið sitt.

Hugleiðing

Kannski hefur ykkur einhvern tímann liðið eins og þið væruð ekki nógu góð. Ég hugsa að flest okkar

upplifi það einhvern tímann á ævinni. Þið sem þekkið þessa tilfinningu vitið að hún er ekkert

sérstaklega góð. En sem betur fer líður okkur ekki alltaf svona. Flestum okkar líður vel megnið af

tímanum en það eru sumir sem festast í þessari tilfinningu og ganga í gegnum lífið leiðir og

óhamingjusamir og finnst allt sem þeir gera vera misheppnað eins og þeir sjálfir. En ég ætla að segja

ykkur svolítið sem ekki allir vita. Það þarf engum að líða svona. Ekkert okkar er misheppnað, við erum

nefnilega öll sköpuð í Guðs mynd og það skal sko enginn segja mér að Guð sé misheppnaður. En Guð

gaf okkur líka svolítið sem er afar merkilegt, hann gaf okkur okkar eigin vilja. Og það var vegna þess

að hann vildi leyfa okkur að vera við sjálf. Ef Guð hefði viljað stjórna okkur sjálfur þá hefur hann mjög

auðveldlega getað sett á okkur strengi eins og strengjabrúður en hann vildi hafa okkur alveg eins og

við erum, með sjálfstæðan vilja og okkar eigin persónuleika.

Í fyrstu bókinni í Biblíunni er sagt frá því þegar Guð skapaði heiminn. Sum ykkar kannast við þessa

sögu. Þar er sagt frá því að Guð skapaði heiminn á einni viku og hverjum degi er lýst sérstaklega. Í

enda hvers dags leit Guð yfir sköpunarverk sitt og sá að það var gott. Þegar maður les

sköpunarsöguna í Biblíunni þá gleymir maður kannski að velta þessari setningu fyrir sér: Og Guð sá

að það var gott. Hvað segir þessi setning okkur? Hún segir okkur að Guð var ánægður með það sem

hann hafði gert. Honum fannst heimurinn góður. Svo er eitt sem mér finnst reyndar enn merkilegra

og það er að í lok fimmta dagsins þegar Guð hafði skapað manninn og konuna og sett þau yfir

heiminn þá stendur að Guð hafi horft yfir sköpunarverk sitt og séð að það var „harla gott“. Guð var

ánægður með manninn. Og alveg eins og Guð skapaði Adam og Evu, hefur hann skapað okkur hvert

og eitt og hann lítur á okkur og finnst við vera harla góð. Við erum mismunandi en við erum harla

góð.

Við skulum reyna að muna þetta næst og þegar okkur líður illa og við getum líka sagt öðrum sem líður

illa að þau séu harla góð.

Lokaorð

Hafið þið ekki einhvern tímann búið til eitthvað í skólanum sem þið hafið gefið mömmu og pabba?

Kannski myndaramma, kertastjaka, svuntu eða eitthvað svoleiðis? Voruð þið ekki glöð ef mamma og

pabbi notuðu hlutina sem þið gáfuð þeim og fóru vel með þá? Jú, þannig er Guð líka. Guð gaf okkur

lífið og líkamann okkar og hann gaf okkur heiminn í kringum okkur. Guð verður glaður þegar hann sér

Page 6: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

6

að við förum vel með það sem hann hefur gefið okkur og hann verður leiður þegar hann sér að við

förum illa með gjafir hans og umgöngumst þær af vanvirðingu.

Bæn

Kæri Guð, við þökkum þér fyrir að þú skapaðir okkur. Viltu hjálpa okkur til að muna að við erum

sköpun þín og að þú sagðir að sköpun þín væri góð. Í Jesú nafni, Amen.

Leikir

Að þekkja sköpunina

Hver þátttakandi fær límmiða á ennið þar sem á er skrifað eitthvert dýr sem Guð hefur skapað.

Markmiðið er svo að komast að því hvaða dýr maður er með því að spyrja aðra í kringum sig. Að

sjálfsögðu má bara svara með já-i eða nei-i. Þegar þátttakandinn hefur komist að því hvaða dýr hann

er skal hann leika þetta dýr þar til leikurinn klárast.

Sköpunarboðhlaup

Undirbúningur: Skrifið með stórum stöfum á miða nöfn á tíu dýrum sem auðvelt er að leika.

Skiptið hópnum í allt að tíu manna hópa og stillið upp í boðhlaup. Setjið spjöldin/miðana við enda

brautarinnar. Fyrsti maður hleypur af stað og lyftir upp fyrsta spjaldinu. Næsti maður á að hlaupa af

stað, leikandi það dýr sem spjaldið gefur til kynna. Þegar hann kemur í mark sýnir hann næsta spjald

og þannig koll af kolli. Sniðugt er að raða spjöldunum í mismunandi röð svo hlaupið verði meira

spennandi.

Page 7: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

7

2. Hver er ég? – Ég er fullkomin sköpun Guðs Texti: Sálmur 139

Áhersluatriði

Guð skapaði okkur fullkomin, við erum ólík og höfum mismunandi eiginleika

en hvert fyrir sig erum við fullkomin sköpun Guðs.

Nálgun í texta

Textinn í þessum Davíðssálmi fjallar um hve undursamleg sköpun við erum.

Í sálminum er einnig fjallað um þá hugmynd að Guð sé almáttugur. Í fyrsta

lagi er Guð alls staðar, þess vegna veit hann allt. Í öðru lagi hefur Guð

skapað okkur og þess vegna þekkir hann okkur. Guð þekkir okkur

fullkomlega. Hann þekkir hugsanir okkar og gjörðir. Það er sama hvar við

erum eða hvað við erum að gera, hann er alltaf hjá okkur. Sú hugsun eða

kenning að Guð sé almáttugur, þ.e.a.s. alvitur, alsjáandi og allsstaðar er

grundvöllur í kristinni trú. Á forsendum þess að Guð sé almáttugur vilja

margir kenna Guði um allt það sem fer úrskeiðis á jörðinni. Þeir hinir sömu

trúa jafnvel ekki að Guð sé almáttugur en samt spyrja þeir: „Af hverju lét

Guð þetta gerast?“ Það að Guð sé almáttugur þýðir ekki endilega að það sé

ekkert sem Guð getur ekki gert. Guð getur í raun og veru ekki gengið gegn

eiginleikum sínum. Það þýðir t.d. að hann getur ekki dáið. Hann getur ekki

gengið á bak við loforð sín svo eitthvað sé nefnt. Í þessum sálmi, versi 16,

er líka talað um að Guð hafi ákveðið alla ævidaga okkar. Þetta mætti skilja

þannig að líf okkar sé allt fyrirfram ákveðið og það sé ekkert sem við getum

gert til að breyta því. Margir trúa því að allt okkar líf sé fyrirfram ákveðið. En

er það svo? Við teljum okkur a.m.k. geta haft áhrif á alla hluti. Ef svo væri

ekki væru sjúkrahús, aðstoð við fátæka og annað sem við gerum til að gera

heiminn að betri stað óþarft. Guð hefur jú ákveðið alla ævidaga okkar?!?

Guð hefur ákveðna áætlun með líf okkar. Það er tvennt ólíkt að stjórnast af

forlögum eða áætlun Guðs. Það er á okkar ábyrgð að vera í hans áætlun. Við

höfum valið að vera í hans áætlun eða ekki. Við ráðum því hvort við játum

Guð eða ekki. Eða við getum orðað þetta þannig að það er á okkar valdi að

velja kærleikann eða hafna honum. Þrátt fyrir að Guð sé almáttugur þýðir

ekki endilega að hann stjórni öllum okkar gjörðum. Með öðrum orðum við

erum ekki strengjabrúður hans. En eitt er víst, hann er með okkur og hann

Biblíutexti

Til söngstjórans.

Davíðssálmur.

Drottinn, þú rannsakar og

þekkir mig, hvort sem ég sit

eða stend, þá veist þú það,

þú skynjar hugrenningar

mínar álengdar. Hvort sem

ég geng eða ligg, þá

athugar þú það og alla

vegu mína gjörþekkir þú.

Eigi er það orð á tungu

minni að þú, Drottinn,

þekkir það eigi til fulls.

Þú umlykur mig á bak og

brjóst og hönd þína hefur

þú lagt á mig. Sú þekking er

undursamlegri en svo að ég

fái skilið, of háleit, ég er

henni eigi vaxinn. Hvert get

ég farið frá anda þínum,

hvert flúið frá augliti þínu?

Þótt ég stigi upp í himininn,

þá ertu þar, þótt ég gerði

undirheima að hvílu minni,

þá ertu einnig þar. Þótt ég

lyfti mér á vængjum

morgunroðans og settist

við hið ysta haf, einnig þar

mundi hönd þín leiða mig

og hægri hönd þín halda

mér. Og þótt ég segði:

„Myrkrið hylji mig og ljósið

í kringum mig verði nótt,“

þá mundi myrkrið eigi

verða þér of myrkt og

nóttin lýsa eins og dagur,

myrkur og ljós eru jöfn fyrir

þér. Þú hefur myndað nýru

mín, ofið mig í móðurlífi.

Ég lofa þig fyrir það að ég

er undursamlega skapaður,

undursamleg eru verk þín,

það veit ég næsta vel.

Page 8: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

8

elskar okkur. Hann þráir að við séum í hans áætlun, að við séum hans.

Þekking Guðs á okkur og allri sinni sköpun er eitthvað sem við eigum erfitt

með að skilja. Hún á samt að draga okkur nær honum og sefa hjörtu okkar.

Í sjöunda versi spyr Davíð: „Hvert get ég farið frá anda þínum“. Það er sama

hvert við reynum að fara eða flýja frá honum, hann finnur okkur alltaf. Þar

er hann alltaf tilbúinn að leiða okkur og hugga. Þessi vers sýna okkur

greinilega að kærleikur Guðs er ekki skilyrtur. Við getum ekki séð Guð en

hann getur séð okkur. Við sjáum líka að Davíð vildi ekki fara frá Guði þegar

hann spyr: „Hvert get ég farið“. Hann hefur skapað okkur og myndað okkur

frá fyrstu tíð. Þess vegna getur ekkert slitið okkur úr hendi hans.

Það er erfitt að skilja hugsanir og kærleika Guðs til okkar. Við eigum erfitt

með að vita hver sé hans vilji og áætlun með líf okkar. Samt sem áður er

það fyrir kærleika hans að við finnum tilgang með lífi okkar. Þessi sálmur

segir okkur að sköpun Guðs er góð. Við erum sköpuð í hans mynd til þess að

eiga kærleiksríkt samband (samfélag) við hann. Það er grundvallar kenning

kristinnar trúar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um þig og Guð

og Guð og þig.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Taktu með þér litríkt ofið teppi sem er með miklu mynstri, eða mynd sem er

útsaumuð. Talið um hvernig teppið er ofið. Leyfið krökkunum að sjá hvað

það hefur farið mikil vinna í að búa til teppið. Talið um hvað það hafi tekið

langan tíma. Talið síðan um hvað þau sjálf eru stórkostlega sköpun. Heilinn,

augun, hendur okkar, o.s.frv.

Hugleiðing

Ég tók með lítið teppi í dag til að sýna ykkur. Við skulum aðeins skoða það.

Takið eftir hvað það eru margir litir í teppinu. Hvað ætli þeir séu margir?

1,2,3,4,5. Það eru ekki bara margir litir heldur er svona mynstur í teppinu.

Vitið þið hvernig eitt teppi er búið til? Það er ofið. Þúsundir af litlum þráðum eru lagðir hver ofan á

annan. Hvað ætli það hafi tekið langan tíma? Ef teppið er búið til í vél hefur það kannski ekki tekið svo

langan tíma. Ef það hefur verið búið til í höndunum hefur það örugglega tekið marga mánuði. Við, ég

og þú, erum svolítið eins og þetta teppi. Við erum til í mörgum litum.

Bein mín voru þér eigi hulin

þegar ég var gerður í

leyndum, myndaður í

djúpum jarðar. Augu þín

sáu mig er ég enn var

ómyndað efni, ævidagar

mínir voru ákveðnir og allir

skráðir í bók þína áður en

nokkur þeirra var til

orðinn.

Guð, hversu torskildar eru

mér hugsanir þínar, hversu

stórfenglegur er fjöldi

þeirra. Ef ég vildi telja þær

væru þær fleiri en

sandkornin, lyki ég við að

telja þær vaknaði ég og ég

væri enn hjá þér.

Ó, að þú, Guð, vildir fella

níðingana. Víkið frá mér,

morðingjar. Þeir tala um

þig með illt í huga og leggja

nafn þitt við hégóma.

Ætti ég ekki að hata

hatursmenn þína, Drottinn,

og hafa andstyggð á þeim

sem rísa gegn þér? Ég hata

þá fullu hatri, þeir eru

orðnir óvinir mínir.

Prófa mig, Guð, og þekktu

hjarta mitt, rannsaka mig

og þekktu hugsanir mínar

og sjá þú hvort ég geng á

glötunarvegi og leið mig

hinn eilífa veg.

Page 9: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

9

Við erum alveg sérstök. Ekkert okkar er eins. Öll ólík en samt lík. Heilinn okkar er stærsta og

fullkomnasta tölva í heimi. Augu okkar eru fullkomnasta videó-vél í heimi. Svona getum við lengi talið

upp. Við erum líka sköpuð af Guði. Biblían segir okkur að Guð hafi ofið okkur í móðurkviði. Það þýðir

að hann er höfundur okkar. Er það ekki stórkostlegt? Guð er höfundurinn að öllu á jörðinni og í

geimnum. Hann bjó mig og þig til. Hann skapaði okkur til að við getum talað við hann og hann við

okkur. Guði þykir vænt um þig af því að þú ert stórkostleg og yndisleg persóna.

Í Biblíunni er fallegur sálmur og mig langar til að lesa nokkur vers úr honum:

Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig,

hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það,

þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.

Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það

og alla vegu mína gjörþekkir þú.

Eigi er það orð á tungu minni

að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.

Þú hefur myndað nýru mín,

ofið mig í móðurlífi.

Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður,

undursamleg eru verk þín,

það veit ég næsta vel.

Bein mín voru þér eigi hulin

þegar ég var gerður í leyndum,

myndaður í djúpum jarðar.

Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni,

ævidagar mínir voru ákveðnir

og allir skráðir í bók þína

áður en nokkur þeirra var til orðinn.

Lokaorð

Guð hefur skapað okkur og þess vegna þekkir hann okkur betur en nokkur annar, meira segja betur

en við þekkjum okkur sjálf. Hann þekkir hugsanir okkar og gjörðir. Það er sama hvar við erum eða

hvað við erum að gera, hann er alltaf hjá okkur. Hann hefur skapað þig eins og þú ert og þú ert

fullkomin sköpun hans.

Bæn

Góði Guð. Þakka þér fyrir að þú hefur skapað mig. Þakka þér fyrir að þér þykir vænt um mig. Viltu

kenna mér að tala við þig á hverjum degi. Viltu hjálpa mér að læra meira um þig. Í Jesú nafni, amen.

Page 10: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

10

Hjálparefni

Umræður út frá efninu

- Hvað finnst þér um að Guð sé almáttugur?

- Er allt fyrirfram ákveðið?

- Hvað með slys og sjúkdóma?

- Finnst þér skrýtið að það sé eitthvað sem Guð getur ekki gert?

- Ef allt er ákveðið fyrirfram hvað þá?

- Hvað með þá sem eru veikir, fátækir, fæðast í fátæku og stríðshrjáðu landi?

Leikir

Þú ert frábær

Blað í A5 eða A4 stærð er hengt aftan á hvern einstakling. Allir fá tússpenna eða blýant og nú getur

leikurinn hafist. Þátttakendur eiga að ganga um gólfið og skrifa aftan á hvern annan jákvæð

lýsingarorð um viðkomandi aðila. Þegar stjórnandinn ákveður að nægur tími sé liðinn mega allir kíkja

á blöðin sín og þá getur ýmislegt skemmtilegt komið í ljós. Munið að brýna fyrir fólki að skrifa bara

jákvæð lýsingarorð um viðkomandi. Allir þátttakendur mega svo eiga sín blöð.

Stjórnandi getur líka sett ákveðið mark við hversu margir mega skrifa aftan á hvern einstakling til að

tryggja að allir fái jafnan skammt af jákveðni.

Fatakrass

Þessi leikur krefst undirbúnings. Á fundinum á undan biðjið alla að koma með buxur eða bol, í ljósum

lit, sem má krassa á. Ágætt er að senda miða heim með börnunum svo foreldrar viti hvað er í gangi.

Leikurinn gengur svo út á að búa til nokkurskonar vinadagbók á föt hvers annars, með því að skrifa

jákvæðar lýsingar eða kveðjur á föt hvers annars. Betra er að þátttakendur hafi fötin meðferðis en

klæðist þeim ekki fyrr en allir eru búnir að skrifa.

Eftir leikinn er tilvalið að fara í fötin og smella einni góðri mynd af vinahópnum. Ath! þessi leikur

hentar sennilega best fyrir eldri deildir.

Appelsínuleikurinn.

Hópnum er skipt í 6-10 manna lið. Hvert lið stillir sér upp í röð og fær eina appelsínu. Appelsínan er

sett undir hökuna á fyrsta manni og þegar allir eru tilbúnir keppa liðin um að koma appelsínunni á

hinn endann á röðinni, án þess að nota hendurnar. Þessi leikur getur verið mjög skemmtilegur fyrir

alla aldurshópa.

Page 11: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

11

3. Ég sjálfur – Hverjar eru fyrirmyndir okkar? Texti: Lúk. 15:11-23

Áhersluatriði

Leggja áherslu á að fyrirmyndir okkar skipta máli. Hversu margar fyrirmyndir

eigum við og af hverju. Hvaða áhrif hafa fyrirmyndir á líf okkar.

Nálgun texta

Sagan um týnda soninn er ein þeirra sagna úr Biblíunni sem mörgum þykir

vænt um. Hún færir okkur vissu um að Guð fyrirgefi okkur alltaf og bjóði

okkur velkomin til sín ef við villumst af vegi hans.

Af því að lesa söguna höfum við lært að illa getur farið fyrir þeim sem villast

af vegi Guðs og yfirgefa hann. Við getum sóað og eytt eigum okkar í hluti

sem hverfa um leið og við lendum í vandræðum og eftir stöndum við snauð

og illa reikandi. En hvers vegna víkjum við þá af vegi Guðs? Þarna koma

fyrirmyndir til sögunnar. Allir eiga sér fyrirmynd. Fyrirmynd er manneskja

sem við lítum upp til og sem veitir okkur innblástur. Fyrirmynd getur verið

allt frá móður eða vini til Móður Teresu, Messi, Beyoncé eða Brad Pitt..

Sonurinn í sögunni vildi vera ríkur. Hann vildi tilheyra elítuhópi síns tíma.

Hann vildi leika sér og hafa það gott en hann vildi ekkert þurfa að hafa fyrir

því. Hann valdi sér slæmar fyrirmyndir. Hverjar eru fyrirmyndir okkar? Af

hverju? Vegna skopskyns, fagurs líkama, gáfna, góðmennsku? Eru

fyrirmyndir okkar góðar fyrirmyndir? Það er vert að taka sér tíma af og til og

skoða málið.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Frásagnir Biblíunnar eru margþættar, við getum litið til þeirra og nálgast

þær á mismunandi vegu. Sagan um týnda soninn er fullburða hugleiðing,

hugleiðing um elsku Guðs til okkar mannanna. Sagan stendur ein og sér án

útleggingar og full ástæða til að lesa hana á fundinum sem inngang. Hins

vegar getur verið gaman fyrir börnin að hugsa um ýmsa þætti í tengslum við

söguna og hér er ætlunin að velta upp einni hlið. Hvers vegna skyldi yngri

sonurinn hafa yfirgefið föður sinn?

Biblíutexti

Enn sagði Jesús: „Maður

nokkur átti tvo sonu.Sá

yngri þeirra sagði við föður

sinn: Faðir, lát mig fá þann

hluta eignanna sem mér

ber. Og faðirinn skipti með

þeim eigum sínum.Fáum

dögum síðar kom yngri

sonurinn eigum sínum í

verð og fór burt í fjarlægt

land. Þar sóaði hann fé sínu

í óhófsömum lifnaði.En er

hann hafði öllu eytt varð

mikið hungur í því landi og

hann tók að líða skort.Fór

hann þá og settist upp hjá

manni einum í því landi. Sá

sendi hann út á lendur

sínar að gæta svínaog hefði

hann feginn viljað seðja sig

á drafinu er svínin átu en

enginn gaf honum.

En nú kom hann til sjálfs sín

og sagði: Hve margir eru

daglaunamenn föður míns

og hafa gnægð matar en

ég ferst hér úr hungri! Nú

tek ég mig upp, fer til föður

míns og segi við hann:

Faðir, ég hef syndgað móti

himninum og gegn þér. Ég

er ekki framar verður að

heita sonur þinn. Lát mig

vera sem einn af

daglaunamönnum þínum.

Og hann tók sig upp og fór

til föður síns. En er hann

var enn langt í burtu sá

faðir hans hann og kenndi í

brjósti um hann, hljóp og

féll um háls honum og

kyssti hann.

Page 12: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

12

Sagan um týnda soninn var einnig í heftinu haustið 2014. Kannski er nóg að

rifja söguna upp með krökkunum eða allavega nefna það við þau að þau

muni ef til vill eftir sögunni um týnda soninn.

Hugleiðing

Öll langar okkur til að gera eitthvað, vera eitthvað. Biblíusagan í dag segir

okkur frá ungum dreng sem langaði að gera eitthvað meira en hann hafði

áður gert. Langaði að vera annað/annar en hann var.

Draumur drengsins í sögunni um týnda soninn var sá að geta skemmt sér

alltaf og þurfa aldrei að bera ábyrgð á neinu. En hlutirnir fóru ekki eins og

drenginn hafði dreymt, hann tapaði öllu sem hann átti. En hvers vegna

skyldi hann nú hafa farið af stað? Hafði hann ekki allt sem hann vildi hjá

föður sínum? (Hér má fá börnin til að bregðast við og reyna að svara.)

Öll eigum við okkur drauma, einhverja langar að verða atvinnumenn í

knattspyrnu, kannski poppstjörnur nú eða bara að verða rík. En sama hvað við verðum eða hver við

erum þá er Guð alltaf til staðar fyrir okkur. Hann er alltaf til í að taka við okkur, sama hvað við getum,

hvað við erum.

En sagan varar okkur jafnframt við. Það er ekki gott að gera allt. Ef við villumst af rétta veginum, þá

getur farið illa. Ef við lendum í vondum félagsskap eins og týndi sonurinn þá getum við lent í því að

hafa ekkert til viðurværis annað en drafið í svínastíunni. Þess vegna er mikilvægt að fylgja þeim sem

við þekkjum og vitum að við getum treyst, hlusta á þau og læra af þeim. (Hér má fá börnin til að

nefna einhverja sem þau telja sig geta treyst).

Eins er mikilvægt að forðast þá sem leiða okkur á vondan veg, þá sem reyna að fara illa með okkur

sjálf. (Hér má fá börnin til að nefna einhverja sem leitast við að afvegaleiða okkur).

Hvað sem gerist er eitt þó mikilvægast, Guð er ALLTAF tilbúinn til að taka okkur til sín og vernda

okkur ef við leitum hans.

Lokaorð

Séð og heyrt

Fáðu börnin til að velja sér einhverja þjóðþekkta persónu á Íslandi, t.d. Steinda jr. og safnaðu saman

öllum upplýsingum sem þau vita um hann. Spurðu svo hvort þau haldi að einhver viti svona mikið um

þau sjálf?

Þegar þau hafa svarað því, spurðu þá hvort þau haldi að það sé gaman að einhver viti svona mikið um

mann? (Láttu þau rökstyðja hugsanir sínar).

En sonurinn sagði við hann:

Faðir, ég hef syndgað móti

himninum og gegn þér. Ég

er ekki framar verður að

heita sonur þinn. Þá sagði

faðir hans við þjóna sína:

Komið fljótt með hina bestu

skikkju og færið hann í,

dragið hring á hönd hans

og skó á fætur honum.

Sækið og alikálfinn og

slátrið, við skulum eta og

gera okkur glaðan dag.

Page 13: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

13

Bæn

Kæri Guð, viltu hjálpa mér að velja réttar fyrirmyndir. Hjálpaðu mér að greina rétt frá röngu. Í Jesú

nafni, amen.

Hjálparefni

Hverjar eru mínar fyrirmyndir?

Hægt er að fá börnin til að skrifa niður eða teikna þá manneskju sem þeim finnst merkilegust í

heiminum/á Íslandi/í Reykjavík o.s.frv. Síðan má velja nokkra sem segja hvers vegna viðkomandi

manneskja er svo merkileg.

Er einhver sem allir vilja vera?

Láttu börnin skrifa á blað fimm persónur sem þau vildu vera. Finndu út með hópnum hvaða persóna

flestir vilja vera og komist að því af hverju svo sé. Er viðkomandi jákvæð eða neikvæð fyrirmynd?

Hugsanlega er hægt að vinna út frá því.

Leikir

Hver ertu?

Leikur sem felst í því að einn úr hópnum er sendur fram og á meðan ákveða fundargestir einhverja

persónu sem þeir vilja vera. Sá sem er frammi kemur síðan inn í salinn og reynir að finna út hver

persónan er með því að spyrja já og nei spurninga. Leikinn má útfæra á marga vegu. Þannig má veita

verðlaun þeim sem notar fæstar spurningar. Einnig er hægt að hafa bara persónur sem hafa jákvæð

áhrif á fólk eða persónur sem hafa neikvæð áhrif á fólk.

Eins má fá gest í heimsókn sem hópurinn reynir að finna út hver er.

Pörin

Festu blað aftan á hvern einstakling með nafni á. Nöfnin þurfa að vera valin sem pör, t.d. Mikki mús

og Mína mús, Ólafur Ragnar og Dorrit. Nú eiga þátttakendur að ganga um gólf til að komast að því

hver þau eru og finna svo félaga sinn.

Page 14: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

14

4. Ég sjálf/ur – Þarf líkaminn að vera fullkominn? Texti: 1. Kor.13:1-8

Áhersluatriði

Af hverju vilja allir hafa fullkominn líkama? Eiga allir að vera eins? Er til

eitthvað sem heitir fullkominn líkami? Hvað er mikilvægara en fullkominn

líkami? Guð horfir á hjartað okkar.

Nálgun texta

Það fer ekki milli mála þegar maður les þennan texta hversu mikilvægur

kærleikurinn er. Í raun fer það heldur ekki milli mála þegar við lítum á

heiminn í kringum okkur í dag. Það er kærleikurinn sem fær fólk til að

berjast á móti óréttlæti og misnotkun og það er kærleikurinn sem gerir

milljónir manna í heiminum hamingjusama þrátt fyrir hörmungar heimsins. Í

textanum er fjallað um gjafir andans og þó að þar séu á ferðinni gjafir sem

eru eftirsóknarverðar og sjaldgæfar þá bendir Páll á að þær skipta engu máli

ef það skortir kærleika. Sumir telja að í dag sé leiðin til að vera

vinsæl/vinsæll í gegnum útlitið. Sumar stelpur vilja líta út eins og

ofurfyrirsætur, og kannski eru einhverjir strákar sem vilja líta út eins og

frægir leikarar með þvottabrettismagavöðva eða tónlistarmenn. Allir vilja

vera vinsælir og njóta virðingar annarra. En líkt og með gjafir andans í texta

dagsins þá er lausnin kannski sú sama varðandi útlitsdýrkun, það skiptir

engu hvernig fólk lítur út. Á endanum er það kærleikurinn sem skiptir öllu

máli. Ef við höfum ekki kærleika þá erum við ekki neitt.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Ræðið við krakkana eða sýnið þeim myndir af ólíkum persónum, t.d.

Kristínu Rós Hákonardóttur (sundkona úr röðum fatlaðra), Fríðu og dýrinu

(teiknimynd um að fegurðin kemur að innan), Sakkeus (vinur Jesú og

talsvert minni en flestir aðrir), Móður Teresu. Af hverju eru þau fræg? Hvernig er/var útlit þeirra? Er

líkami þeirra fullkominn? Hvað er eiginlega fullkominn líkami? Er hann á annað borð til?

Biblíutexti

Þótt ég talaði tungum

manna og engla en hefði

ekki kærleika væri ég

hljómandi málmur eða

hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádóms-

gáfu og vissi alla leyndar-

dóma og ætti alla þekking

og þótt ég hefði svo

takmarkalausa trú að færa

mætti fjöll úr stað en hefði

ekki kærleika, væri ég ekki

neitt. Og þótt ég deildi út

öllum eigum mínum og

þótt ég framseldi líkama

minn til þess að verða

brenndur en hefði ekki

kærleika, væri ég engu

bættari.

Kærleikurinn er langlyndur,

hann er góðviljaður.

Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki

raupsamur, hreykir sér ekki

upp. Hann hegðar sér ekki

ósæmilega, leitar ekki síns

eigin, hann reiðist ekki, er

ekki langrækinn. Hann

gleðst ekki yfir óréttvísinni

en samgleðst sannleikan-

um. Hann breiðir yfir allt,

trúir öllu, vonar allt, umber

allt. Kærleikurinn fellur

aldrei úr gildi.

Page 15: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

15

Hugleiðing

Það getur verið erfitt að koma sér saman um hvað fullkominn líkami er. Sumir eru fastir á því að

líkami ofurgrannrar fyrirsætu sé dæmi um fullkominn líkama. Aðrir nefna íþróttamenn til sögunnar.

En af hverju að keppast eftir því að hafa fullkominn líkama? Og hver er dómari í þeirri keppni? Í

Biblíunni lærum við að útlit fólks segir ekki allt um manneskjuna. Oft er sagt að fegurðin komi að

innan

Hvað er þá mikilvægara en fullkominn líkami? Jesús leit ekki á útlit fólks þegar hann talaði við það.

Hann skoðaði afstöðu hjartans. Jesús vill að okkar innri fegurð fái að skína og þar er kærleikurinn

fallegastur.

Páll postuli skrifaði einu sinni um kærleikann. Þar segir hann: „þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla

leyndardóma og ætti alla þekking, ...en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt“. Því hlýtur

kærleikurinn að vera eitt það mikilvægasta í lífinu. Gott er að muna að Guð elskar okkur eins og við

erum. Hann skapaði okkur með ólík hlutverk í huga og því var ætlunin aldrei að við yrðum öll eins. Við

erum því öll einstök sköpun Guðs og hann elskar okkur öll jafn mikið.

Lokaorð

Fólkið sem byrjað var að fjalla um lét ekki líkamann hindra sig í að gera það sem það langaði til.

Líkaminn uppfyllti kannski ekki þessar stöðluðu hugmyndir um fullkomnun en það er heldur ekki það

sem skiptir máli. Aðalatriðið er að við vitum hvaða hæfileikum við erum gædd. Stundum getur verið

erfitt að koma auga á þá en þá er gott að fá Guð til að benda okkur á og hjálpa okkur að sjá hvernig

við getum nýtt þá.

Bæn

Kæri Guð, þakka þér fyrir að þú gafst mér líkama minn. Viltu hjálpa mér að hugsa vel um hann. Kæri

Guð, viltu hjálpa mér að gleyma ekki kærleikanum og því sem skiptir mestu máli. Í Jesú nafni, Amen.

Hjálparefni

Videofundur

Shallow Hal – sýna myndina Shallow Hal sem fundarefni (Kannski meira fyrir unglingadeildir)

Fríða og Dýrið – sýna myndina Fríða og Dýrið sem fundarefni

Spurningar til umræðu

- Af hverju fegurðarsamkeppnir?

- Gerir fullkominn líkami manneskjuna hamingjusama?

Page 16: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

16

- Í gömlu sögunum sem við þekkjum, t.d. Disney sögum eru söguhetjurnar alltaf fallegar og

góðar en óþokkarnir alltaf vondir og ljótir. Af hverju? (Fegurðin kemur að innan og fylgir því

kærleikanum en öfund og illska gefur af sér ljótleika).

Leikir

Blindinginn og baunapokinn

Leikurinn gengur út á samvinnu. Fullt af grjónapokum eða öðrum mjúkum kúlulaga hlutum er komið

fyrir á gólfinu. Þátttakendum er raðað í pör. Annar aðilinn í parinu er blindingi og bundið er fyrir

augun á honum svo hann sjái ekkert. Hinn er kærleiksbjörn sem hjálpar blindingjanum að finna sér

mat (grjónapokarnir á gólfinu). Kærleiksbjörninn má ekki ganga inn á gólfið heldur verður hann að

kalla til blindingjans og hjálpa honum með leiðbeiningum að safna eins mörgum grjónapokum eins og

hann getur.

Aðrir leikir eins og þrífótarhlaup sem byggja á skertum líkamsafnotum og samvinnu eru einnig

sniðugir.

Page 17: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

17

5. Hver er ég? – Hver er næring mín, á hvað horfi ég

og hlusta? Texti: Jóh. 15:5-10

Áhersluatriði

Það skiptir máli hvað þar er sem við horfum á og hlustum á. Hvernig

meðtökum við skilaboð heimsins? Hver er besta næringin fyrir líkamann?

Nálgun texta

Það er ekki auðvelt að útskýra með beinum hætti texta dagsins. Hins vegar

er gott á átta sig á nokkrum þáttum fyrir okkur sjálf. Vínviðurinn er merkileg

planta, hver einasta grein vínviðarins er tengd beint í stofninn og fær

næringu sína þaðan. Kræklótta íslenska birkitréð, þar sem grein tekur við af

grein og allt fer svo í flækju er mjög ólíkt trénu sem Jesús líkir sér við í

Biblíutextanum.

Jesús notaði líkinguna um vínviðinn til að útskýra fyrir lærisveinum sínum af

hverju nauðsynlegt er að vera í snertingu við Guð. Eigi lifir maðurinn á einu

saman brauði, heldur hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni (Matt.

4:4).

Næring sálarinnar er alveg jafnmikilvæg og næring líkamans. Sálin drekkur í

sig umhverfið. Allt í kringum okkur hefur áhrif á okkur á einn eða annan

hátt. Það er góð ástæða fyrir því að kvikmyndaeftirlitið telur ákveðnar

myndir ekki við hæfi barna undir ákveðnum aldri. Í myndinni eru atriði eða

orðanotkun sem ekki er talin góð fyrir ung börn. Í mörgum löndum er slíkt eftirlit einnig með

tölvuleikjum og tónlist.

Í hugleiðingunni hér á eftir er saga af sjómanni frá Svíþjóð sem lýsir nokkuð vel hvað það felur í sér að

vera á vínvið Krists. Ég veit ekki alltaf hvaða hlutir eru vondir og hættulegir, en ég þekki þá leið sem er

örugg.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Gefið hverju og einu barni eitt blað sem er klippt út eins og laufblað. Fáið börnin til að skreyta blöðin

sín að vild og merkja með nafninu sínu. Látið þau síðan hengja blöðin upp á annað stórt blað sem lítur

út eins og tré, þar sem neðst á stofninum stendur skrifað: JESÚS KRISTUR.

Biblíutexti

Ég er vínviðurinn, þér eruð

greinarnar. Sá ber mikinn

ávöxt sem er í mér og ég í

honum en án mín getið þér

alls ekkert gert. Hverjum

sem er ekki í mér verður

varpað út eins og

greinunum og hann visnar.

Þeim er safnað saman og

varpað á eld og brennt. Ef

þér eruð í mér og orð mín

eru í yður, þá biðjið um

hvað sem þér viljið og yður

mun veitast það. Með því

vegsamast faðir minn að

þér berið mikinn ávöxt og

verðið lærisveinar mínir. Ég

hef elskað yður eins og

faðirinn hefur elskað mig.

Verið stöðug í elsku minni.

Ef þér haldið boðorð mín

verðið þér stöðug í elsku

minni, eins og ég hef haldið

boðorð föður míns og er

stöðugur í elsku hans.

Page 18: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

18

Hugleiðing

Einhverju sinni þegar Jesús sat með lærisveinunum sagði hann þeim líkinguna um vínviðinn. Hann

sagði lærisveinunum að hann væri líkt og stofn á tré og þeir væru greinarnar. Greinar á tré lifa ekki af

sjálfu sér heldur fær greinin næringu úr moldinni/jarðveginum og upp í gegnum stofninn. Ef grein er

tekin af tré deyr hún. Greinin hefur enga möguleika á að fá næringu, því stofninn er ekki lengur til

staðar. Á öðrum stað í Nýja testamentinu er notuð líking um líkama. Sumir eru eins og hendi, aðrir

munnur enn aðrir fingur eða fætur. Fingurnir geta ekki lifað sjálfstætt ef þeir eru teknir af líkamanum

og ekkert okkar hefur séð lifandi hendi á ferð, án líkama.

Þannig notar Jesús líkinguna um greinarnar. Ef við viljum fá næringu til að lifa góðu lífi þá þurfum við

að tengjast Jesús. Sú næring sem Jesús talar um er samt ekki matur fyrir líkamann heldur matur fyrir

sálina sem hjálpar okkur að vera góð hvert við annað og gera það sem rétt er. Jesús býður okkur að

tilheyra sér og hann hjálpar okkur að gera rétt í lífinu. (Hér má fá börnin til að telja upp eitthvað sem

er gott og rétt að gera).

Það er ekki allt gott og stundum gerum við eitthvað sem er rangt. Hvers vegna gerum við það? (Hér er

aftur gott að fá börnin til að svara). Sumir segja að við gerum slæma hluti af því að við sjáum það í

sjónvarpinu. Aðrir segja að við gerum slæma hluti af því að við vitum ekki betur, séum óvitar.

Biblía talar ekki mikið um af hverju við gerum slæma hluti, segir okkur hins vegar að gera það sem

gott er.

Það er til saga um ungan mann sem sótti um vinnu sem skipstjóri í sænska skerjagarðinum, en þar er

mjög mikið af hættulegum skerjum sem bátar geta steytt á og strandað. Þegar hann var í

atvinnuviðtalinu spurði eigandi skipsins hann hvort hann hefði oft siglt um skerjagarðinn. Ungi

maðurinn sagði svo vera og þá spurði eigandinn hann að bragði hvort ungi maðurinn vissi þá hvar öll

hættulegustu skerin lægju. Ungi maðurinn svaraði: „Nei, ég veit það nú ekki.“

Eigandinn varð nokkuð undrandi og spurði: „Hvers vegna ætti ég að ráða þig, ef þú veist ekki hvar

hættulegustu skerin liggja?“

Þá svaraði ungi maðurinn snöggt: „Það er vegna þess, að ég veit hvar óhætt er að sigla. Ef maður veit

hvar skerin eru ekki þá er mér og skipinu óhætt.“

Jesús vill leiða okkur fram hjá hættunum, hann vill að við tengjumst honum og lifum í trausti til hans.

Jesús getur tengst okkur á ýmsa vegu og gefið okkur næringu. Hann hlustar á okkur þegar við biðjum,

hann er nálægur okkur þegar við hlustum á eða lesum orðið hans í Biblíunni.

Jesús vill að við séum góð og gerum það sem rétt er. Hann vill líka hjálpa okkur til þess. Þannig hefur

hann gefið okkur reglur til að lifa eftir og býður okkur að biðja til sín þegar okkur líður illa og viljum

kannski gera eitthvað slæmt. Hann lofar því að vera alltaf með okkur.

Page 19: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

19

Lokaorð

Nú skulum við líta aftur á tréð sem við bjuggum til í upphafi hugleiðingarinnar. Þetta er bara

pappírstré en ekki lifandi tré en við getum ímyndað okkur að þetta sé stærsta og mesta tréð í öllum

heiminum sem gefur greinum sínum og laufblöðum mestu og bestu næringu sem völ er á. Viljum við

slíta okkar grein af trénu? Nei, ekkert okkar vill það. Þegar þið farið heim á eftir skuluð þið fylgjast

með trjánum sem þið sjáið og muna eftir stóra trénu sem við erum hluti af.

Bæn

Kæri Guð, hjálpaðu mér að vera hluti af vínvið þínum. Hjálpaðu mér að þekkja öruggu leiðina eins og

sjómaðurinn í sögunni. Í Jesú nafni, amen.

Hjálparefni

Ljósið

Tveir bræður og litla systir þeirra voru á gangi heim kvöld eitt. Það var hávetur og vatnið sem húsið

þeirra stóð við var ísilagt. Systkinin ákváðu að stytta sér leið yfir vatnið. Bræðurnir hlógu og gerðu að

gamni sínu og skemmtu sér við það á leiðinni að keppast við að ganga sem stysta leið.

Daginn eftir lögðu þeir leið sína niður að vatninu til að líta á fótsporin í snjónum. Fótspor bræðranna

voru hlykkjótt og út um allan ís en fótspor systurinnar lágu í beinni línu yfir vatnið og að húsinu.

Bræðurnir urðu forviða og spurðu litlu systur sína hverju þetta sætti. Hún svaraði svo: „Á meðan þið

reynduð hvað þið gátuð að ganga beint, einbeitti ég mér að ljósinu í glugganum hennar mömmu. Ég

stefndi alltaf beint á ljósið.“

Hvað er ljósið í lífi okkar?

Leikir

Frá einum stað á annan

Skiptu börnunum í fimm manna lið og bjóddu til keppni. Keppnin felst í því að fara af einum stað á

annan og í upphafi ferðar er ákveðið hvað liðin mega notast við marga fætur og margar hendur á

leiðinni. Þannig geta liðin átt að nota fjóra fætur og tvær hendur. Það mætti leysa með því að einn í

liðinu gengi á höndum en hinir hoppuðu á annarri löppinni. Allt liðið þarf að komast alla leið.

Hvað sameinar?

Hér er um skemmtilegan leik að ræða. Hópurinn á að para sig saman, tvö og tvö og finna út eitthvað

sem þau eiga sameiginlegt (t.d. besti maturinn). Þegar pörin hafa fundið eitthvað sameiginlegt eiga

Page 20: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

20

þau að para sig við annað par og finna eitthvað sameiginlegt, þegar því er lokið er komin fjögurra

manna hópur sem á að para sig við annan fjögurra manna og finna eitthvað sameiginlegt og svo koll

af kolli þar til leiknum lýkur eða hávaðinn verður of mikill. Ekki má notast við fullyrðinguna: Erum í

KFUM og KFUK.

Page 21: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

21

6. Hvernig veit ég hvað mér er fyrir bestu? –

Boðorðin 1-2-3 Texti: 2. Mós. 20:1-11

Áhersluatriði

Af hverju eigum við að hlýða boðorðunum, af hverju voru þau sett? Eru þau

úrelt núna eða er ennþá sannleikskorn í þeim. Farið yfir fyrstu þrjú

boðorðin.

Nálgun á texta

Guð hefur gefið vilja sinn til kynna í Bilblíunni, m.a. í boðorðunum 10. Guð

hefur gefið okkur í kærleika sínum boðorðin sem leiðbeiningu um það

hvernig við getum lifað góðu lífi. Kjarni boðorðanna er fólginn í því að við

elskum og tignum Guð framar öllu öðru og elskum náungann eins og okkur

sjálf.

Nú á dögum veltir fólk fyrir sér hvers vegna eigi að trúa eða hlýða

boðorðum Biblíunnar? Sumum finnst að þessi boðorð séu jafnvel gamaldags

og úrelt, þar sem þau voru skrifuð fyrir um 3500 árum síðan. Það eitt og sér

að boðorðin eru skrifuð fyrir svo löngu síðan er mjög merkilegt. Það sem er

líka merkilegt við boðorðin er að núna 3500 árum seinna erum við að fjalla

um þau og reyna að meta hvort það sé eitthvað vit í þeim.

Boðorð Guðs voru sett af honum sjálfum. Hann veit betur en nokkur annar

hvaða reglur koma okkur að bestum notum. Ef við trúum á Guð trúum við

því að boðorðin séu sönn og rétt. Hugur okkar og hjarta segir okkur það.

Það er sama hver við erum. Það er sama hvar við búum. Það er sama af

hvaða þjóðerni við erum. Það er sama á hvaða tíma við lifum. Boðorð Guðs

eru alltaf sönn og eiga alltaf erindi við okkur. Við vitum í hjarta okkar að það

er rangt að stela, myrða og bera ljúgvitni. Ef einhver er í vafa með þessa

hluti, þá veit hann það þegar einhver stelur frá honum. Guð hefur skrifað

lögmál sitt í hjarta hvers manns. Þannig að boðorðin eru ekki úrelt. Í þeim er

mikill sannleikur fólginn sem okkur ber að hlýða. Í Matteusarguðspjalli er

Jesús spurður um hvernig hægt sé að öðlast eilíft líf. Svar hans var mjög

einfalt:

Biblíutexti

Drottinn mælti öll þessi

orð: „Ég er Drottinn, Guð

þinn, sem leiddi þig út af

Egyptalandi, út úr þræla-

húsinu. Þú skalt ekki hafa

aðra guði en mig. Þú skalt

hvorki gera þér líkneski né

neina eftirlíkingu af því sem

er á himnum uppi eða því

sem er á jörðu niðri eða í

hafinu undir jörðinni. Þú

skalt hvorki falla fram fyrir

þeim né dýrka þau því að

ég, Drottinn, Guð þinn, er

vandlátur Guð og refsa

niðjum í þriðja og fjórða lið

fyrir sekt feðra þeirra sem

hata mig sýni kærleika

þúsundum þeirra sem elska

mig og halda boð mín. Þú

skalt ekki leggja nafn

Drottins, Guðs þíns, við

hégóma því að Drottinn

mun ekki láta þeim óhegnt

sem leggur nafn hans við

hégóma. Minnstu þess að

halda hvíldardaginn

heilagan. Þú skalt vinna sex

daga og sinna öllum

verkum þínum. En sjöundi

dagurinn er hvíldardagur

Drottins, Guðs þíns. Þá

skaltu ekkert verk vinna,

hvorki þú sjálfur né sonur

þinn eða dóttir, þræll þinn

né ambátt eða skepnur

þínar eða aðkomumaður-

inn sem fær að búa innan

borgarhliða þinna.Því að á

sex dögum gerði Drottinn

himin og jörð, hafið og allt

sem í því er en hvíldist

sjöunda daginn. Þess vegna

blessaði Drottinn hvíldar-

daginn og helgaði hann.

Page 22: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

22

Þá kom til hans maður og spurði: Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf? Jesús

sagði við hann: Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá

haltu boðorðin.

Hann spurði: Hver? Jesús sagði: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela,

þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan

þig. (Matt. 19:16-21)

Hér vitnar Jesús beint í boðorðin tíu eins og þau eru stundum kölluð. Í þessum texta er fjallað um þrjú

boðorð. Guð minnir okkur á hver hann er. Hann er miskunnsamur Guð sem leiddi gyðinga út úr

þrælahúsinu (Egyptalandi). Guð segir að við eigum engan annan Guð að hafa en hann. Við eigum ekki

að tilbiðja líkneski, myndir eða neitt þess háttar. Við eigum að vera vandlát eins og okkar himneski

faðir er vandlátur. Við eigum ekki að leggja nafn hans við hégóma. Það segir okkur að við eigum ekki

að nota nafn hans að óþörfu, ekki grínast með það eða nota það á annan óvarlegan hátt. Við eigum

ekki að segja „ó Guð“ eða „Jesús“ ef við erum ekki að ákalla hann. Síðan eigum við að halda

hvíldardaginn heilagan. Það segir okkur að einn vikudagur er til hvíldar og tilbeiðslu til Guðs. Þó

eigum við að tilbiðja Guð á hverjum degi og hverjum tíma, ekki eingöngu á hvíldardegi. Boðorðin tíu

eru sett okkur til verndar og sáluhjálpar. Boðorðin eiga ekki að vera kvöð heldur blessun fyrir okkur.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Sem inngang að umfjöllun um boðorðin er sniðugt að búa til „steintöflu“ úr pappa og skrifa eða líma

á þær boðorðin tíu. Þá má segja frá því þegar Móse kom ofan af fjallinu með boðorðin á steintöflum.

Það er gaman að láta „steintöflurnar“ hanga uppi á þeim fundum sem fjallað eru um boðorðin.

Hugleiðing

Öll höfum við einhvern tímann gert eitthvað rangt. Þá líður okkur illa. Við óskum þess að við hefðum

aldrei gert þetta og vildum spóla til baka. Okkur finnst við vera vond. Þær hugsanir geta leitað á okkur

að engum þyki vænt um okkur, en við getum verið þess fullviss að Guði þyki vænt um okkur. Honum

þykir svo vænt um okkur að hann sendi okkur reglur sem við eigum að fara eftir. Þessar reglur köllum

við boðorðin tíu. Í dag ætlum við að byrja á að tala um boðorðin tíu. Guð setti þessar tíu reglur til

þess að passa okkur og til þess að passa að ekkert illt komi fyrir okkur. Ef allir færu eftir boðorðunum

væri heimurinn betri og mennirnir myndu þjást minna.

Page 23: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

23

Lokaorð

Mikilvægt er að tengja efnið við líf barnanna sjálfra. Við getum t.d. öll í lokin skrifað eitthvað niður á

blað sem við viljum hætta að gera og eitthvað sem við ætlum að biðja Guð um að fyrirgefa okkur.

Leiðtoginn tekur síðan alla miðana og setur inn í Biblíuna sína eða setur þá í greipar sér þegar

hann/hún spennir greipar. Leiðtoginn myndi síðan leiða hópinn í hermibæn þar sem hann biður Guð

fyrirgefningar og biður Guð um að hjálpa okkur að halda boðorðin. Mikilvægt er að allir taki þátt í

bæninni, líka hinir leiðtogarnir, þannig verða þeir fyrirmynd hinna.

Bæn

Kæri Guð, þakka þér fyrir að þú gafst okkur boðorðin til leiðbeiningar. Hjálpaðu okkur að halda þau,

þó það sé stundum erfitt. Í Jesú nafni, amen.

Hjálparefni

„Ó, almáttugur!“

Hér er hægt að lesa söguna um Júlíu. Þessi saga er prentuð í Gimsteinum og gefin út árið 1962 af

Fíladelfíu.

Hér er sagan til gamans í sinni upprunalegu mynd. Best er að endursegja hana og stílfæra til

nútímans. Það er hægt að nota grunnhugmyndina í leikþátt eða brúðuleikrit. En leikið aldrei Guð í

brúðuleikriti. Út frá þessari sögu er líka hægt að tala um hvern við erum að ákalla þegar við blótum og

hvers vegna við gerum það.

Júlía var einhver fallegasta og fjörmesta stúlkan í öllum barnaskólanum. Hlýðin var hún líka, hirðusöm

og viljug svo að kennarinn bað hana oft að fara í sendiferðir fyrir sig.

En einn ósið hafði hún þó vanið sig á og hann var sá að hún sagði, hvað lítið sem fyrir kom „ó,

almáttugur“, „Guð almáttugur!“, „Jesús minn!“ eða eitthvað þess háttar. Ef einhver sló boltann hátt

upp í loftið eða ef öðrum mistókst að grípa hann, þegar hann kom niður, hrópaði Júlía: „Ó almáttugur

hvað hann fer hátt hjá þér! eða „Guð minn góður, hvað þú ert mikill klaufi að grípa!“

Kennarinn talaði oft um þetta við Júlíu og bað hana að reyna að hætta því. Hún sagðist ekkert meina

með þessum upphrópunum, en hann sagði að það væri engu betra fyrir það. Þótt hún lofaði bót og

betrun gleymdi hún því fljótlega.

Svo var það bjartan og fagran vordag að skólabörnin voru öll úti í boltaleik í frítímanum. –Þá heyrði

kennarinn að Júlía var í essinu sínu. „Nú ætla ég að reyna að venja hana af þessu“, sagði hann við

sjálfan sig. Börnin skemmtu sér ágætlega í leiknum. Kennarinn og kennslukonan voru að tala saman

inni í kennarastofunni. Þegar leikurinn stendur sem hæst, kallar kennarinn út um opinn gluggann:

„Júlía!“ Hún hættir leiknum og hleypur sem fætur toga inn til kennarans til þess að vita hvað hann vilji

Page 24: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

24

henni. Hann situr þar og er að lesa og læzt ekki taka eftir henni. Hún nemur staðar frammi fyrir

honum og bíður þess, að hann yrði á hana. Hann lítur upp frá lestrinum og spyr, hvað hún vilji sér.

Júlía veit ekki hvað hún á af sér að gera. Segir að sér hafi heyrzt hann kalla á hana og gengur svo

sneypt út.

Ekki er hún fyrr komin í leikinn aftur, en hún heyrir að kennarinn kallar út um gluggann: „Júlía!“.

Hikandi fer hún inn og finnur kennarann enn lesandi. Hann lítur fast á hana og spyr: „Hvað vilt þú?“

„Ekkert“, svarar hún hálffeimin.

„Þú átt að vera úti að leika þér í frítímanum“ segir hann og niðurlút fer Júlía frá honum aftur.

Hún er þá orðin svo utan við sig af þessum sneypuferðum, að hún vill engan þátt taka í leiknum

lengur, heldur stendur þögul hjá og horfir á.

Þá heyrir hún að enn er kallað út um gluggann – „Júlía! Júlía!“ Í þriðja sinn fer hún inn til kennarans.

Hann ávarpar hana óþýðlega og segir: „Hvað ert þú alltaf að gera hingað inn? Þetta er í þriðja skiptið,

sem þú kemur inn í þessum frímínútum og þó veiztu, að enginn má vera inni hjá kennurunum á þeim

tíma.“

„En þér eruð alltaf að kalla á mig,“ segir hún með grátstaf í hálsinum. „Já en ég meinti ekkert með því.

Ég var bara að nefna nafnið þitt að gamni mínu,“ sagði kennarinn.

Júlía skildi þetta og fór að gráta. Hún fékk sáran ekka og ætlaði að laumast fram á gang. En kennarinn

tók blíðlega í hana, strauk henni um hár hennar og sagði: „Taktu nú vel eftir, barnið mitt. Nú stendur

þú hér með hryggð í hjarta af því að ég hef misnotað nafn þitt þrisvar sinnum og þó hefur þú aldrei

bannað mér það. Hvernig heldur þú þá að Guði líka það, að þú hrópar nafn hans dag eftir dag og

leggur það við alls konar hégóma og heimsku?“

Júlía hætti að gráta og horfði þögul niður fyrir sig. Hún háði harða baráttu við sjálfa sig.

Smátt og smátt tókst henni að venja sig af þessum ósið. Stundum voru þó gömlu setningarnar

komnar hálfar fram á varirnar á henni, áður en hún vissi af, t.d. „Ó, alm...“ en þá hætti hún í miðju

kafi. Hún átti mjög erfitt með að leggja niður þennan rótgróna vana, en hún bað Guð að hjálpa sér til

þess, og leið þá ekki á löngu þar til hún hafði unnið fullan sigur. Síðan hefur hún oft hugsað með gleði

og þakklæti til þessa einkennilega dags í skólanum, þegar kennarinn hennar tók sér fyrir hendur að

venja hana af að leggja Guðs nafn við hégóma.

Spurningar til umræðu úr efninu:

Hafið þið einhvern tímann hugsað um hvað þið segið?

Leikir

Teygju leikfimi

Það sem þú þarft í þennan leik eru nokkrar teygjur af stærri gerðinni sem komast yfir höfuð.

Page 25: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

25

Veldu þrjá sjálfboðaliða, síðan er teygja sett yfir höfuð þátttakenda þannig að teygjan sé rétt á

nefbroddinum. Tilgangurinn er að koma teygjunni af nefinu og niður fyrir höku og þeim fyrsta sem

tekst það vinnur. Þessi leikur getur verið mjög skemmtilegur því eina leiðin til að koma teygjunni

þessa leið er að gretta sig og geifla.

Mogga boðhlaup

Það sem þú þarft til að hafa þennan leik eru tveir Moggar. Rífðu nokkrar síður úr Mogganum og hafðu

þær tilbúnar.

Skiptu hópnum í tvö lið með því að telja einn, tveir, einn, tveir. Lið #1 og lið #2 eru nú hlið við hlið.

Afhentu nú leiðtoga hvers hóps tvær Mogga síður. Leikurinn fer fram eins og hvert annað boðhlaup

nema þátttakendur verða að nota Moggasíðurnar til að stíga á. Ef einhver þátttakandi stígur á gólfið

verður hann að byrja upp á nýtt. Gott er að hafa nokkrar síður til vara því þær vilja rifna. Ein útgáfa er

að leyfa ekki nýjar síður heldur láta þær fyrstu duga.

Page 26: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

26

7. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu – Boðorðin

4-5 Texti: 2. Mós. 20:12-13

Áhersluatriði

Hver er tilgangur boðorðanna í dag? Farið yfir boðorð 4 og 5. Af hverju eru

þau mikilvæg fyrir okkur?

Nálgun textans

Í þessum texta fjöllum við um fjórða og fimmta boðorðið. Eins og við töluðum um í síðasta kafla hefur

Guð ritað boðorð sín í hjarta hvers manns. Tilgangur boðorðanna tíu er ekki að gera okkur lífið leitt

með alls konar boðum og bönnum, heldur eru þau okkur til verndar, rétt eins og landslögin okkar sem

eru sett til þess að vernda land og þjóð. Ef það væru ekki lög í landinu myndi landið okkar vera

óbyggilegt. „Með lögum skal land byggja“ stendur á merki lögreglunnar. Lög Guðs sem við lesum í

Biblíunni eru á sama hátt okkur til verndar bæði líkamlega og andlega. Fjórða og fimmta boðorðið

sem við fáum að kynnast í þessum versum eru um að heiðra föður og móður og að þú skulir eigi morð

fremja.

Það sem er athyglisvert við boðorðið um að heiðra föður og móður,er að þá er okkur lofað að við

verðum langlíf í landinu sem Guð gaf okkur. Með öðrum orðum ef við virðum foreldra okkar og

hlýðum þeim, munum við verða langlíf. Það er alveg ljóst að ef samband okkar við foreldra okkar er

gott, mun líf okkar vera betra. Ef við lærum í fjölskyldunni að sýna virðingu, umburðarlyndi og

væntumþykju munum við færa það úr okkar nærumhverfi út í þjóðfélagið. Biblían er alveg skýr um

að okkur ber að heiðra foreldra okkar. Það segir okkur að við eigum að virða foreldra okkar. Við

eigum að sýna þeim kærleika. Biblían talar líka um skyldur foreldra gagnvart börnum sínum þannig að

þetta á að virka á báða bóga. Ef við sýnum þennan kærleika og virðingu í verki jafnvel þegar við erum

orðin fullorðin, munu börnin okkar sýna okkur sömu virðingu því við verðum þeim fyrirmynd.

Okkar fyrstu mannlegu samskipti eru við foreldra okkar. Öll önnur mannleg samskipti byggjast á

þessum fyrstu samskiptum. Guð ætlaðist til að foreldrar okkar sæju um að kenna okkur heilbrigð

samskipti við annað fólk, yfirvöld, vini og þau sem eru okkur næst. En hvað ef við höfum ekki átt gott

samband við foreldra okkar? Eigum við samt að heiðra þau? Já, við eigum að heiðra þau og sýna þeim

kærleika fyrir að vera foreldrar okkar, þó svo að okkur finnist þau ekki hafa staðið sig sem skyldi.

Þetta getur verið mjög erfitt og getur tekið tíma að gera. Guð veit líka að þetta er ekki auðvelt.

Biðjum Guð að hjálpa okkur að sýna foreldrum okkar ávallt kærleika.

Við sem leiðtogar í æskulýðsstarfi þurfum að vera okkur meðvituð um að börnin sem við erum að tala

við koma frá ólíkum fjölskyldum og eru sum hver jafnvel ekki í neinu sambandi við föður sinn eða

Biblíutexti

Heiðra föður þinn og

móður svo að þú verðir

langlífur í landinu sem

Drottinn, Guð þinn, gefur

þér.

Þú skalt ekki morð fremja.

Page 27: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

27

móður. Jafnframt getur verið að þegar við tölum um mikilvægi þess að heiðra föður og móður að

eitthvert barnanna vilji útskýra fyrir okkur af hverju það á í erfiðleikum með þetta boðorð og þá

þurfum við að vera reiðubúinn til að hlusta. Kannski finna þau þarna tækifæri til að segja frá

vanrækslu eða ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir og þá er mikilvægt að vera undirbúinn og bregðast

rétt við.Fimmta boðorðið segir okkur að við eigum ekki að fremja morð. Það er algjörlega á hreinu

meðal manna að að við deyðum ekki aðra manneskju. En það er margt í okkar þjóðfélagi sem ýtir

undir ofbeldi, svo sem kvikmyndir, tölvuleikir og auglýsingar. Þegar við horfum aftur og aftur upp á

ofbeldi eins og morð, þá slævist siðferðisvitund okkar og samviska. Þá getur sú hætta skapast að

morð verður mun minna mál í huga okkar en það annars myndi vera. Þess vegna er mikilvægt að við

séum á varðbergi um hvað við sjáum og hvaða tölvuleiki við leikum. Morð er hræðilegur verknaður

sem ekki verður tekinn til baka og því er það í kærleika og til að vernda okkur sem Guð setur fram

þetta boðorð um að við skulum ekki mann deyða.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Börnin er látin skrifa lista yfir það sem foreldrar þeirra hafa gert fyrir þau.

Listinn gæti til dæmis litið svona út:

- Önnuðust mig eftir að ég fæddist.

- Hjálpuðu mér í skólanum.

- Björguðu lífi mínu þegar ég datt í sjóinn,

- Kenndu mér að spila á gítar.

- Gáfu mér föt til að vera í.

- Hús til að sofa í.

- Fóru með mig í ferðalög.

- Leyfðu vinum mínum að koma í heimsókn.

Þegar þú ert búinn að skrifa listann þá skaltu velja 2-3 atriði úr listanum og skrifa bréf til foreldra

þinna. Segja þeim hvað þú er þakklát/ur fyrir

Ekkert af því sem þú setur á listann er sjálfsagt. Það eru ekki öll börn sem búa við öryggi og

væntumþykju eða fá grunnþörfum sínum fullnægt.

Hugleiðing

Stundum getur verið erfitt að hlýða mömmu og pabba. Stundum getur verið erfitt að fara eftir reglum

og skilja af hverju mamma eða pabbi setja okkur reglur. Stundum finnst okkur eins og við eigum bara

ein að ráða hvað við gerum. Í boðorðinu um að heiðra föður og móður er okkur sagt að við eigum að

virða og hlýða foreldrum okkar. Guð hefur gefið okkur fullorðið fólk til þess að annast okkur og vera

Page 28: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

28

með okkur. Sum börn eru ekki svona heppin. Úti í löndum eru mörg börn sem búa á heimilum fyrir

munaðarleysingja. Það eru líka til börn sem búa á götum stórborga. Það er enginn að annast þessi

börn. Það er enginn sem gefur þeim að borða og það er engin mamma og pabbi sem hugga þau þegar

þeim líður illa. Við sem búum hér á Íslandi erum heppin. Ef mamma og pabbi geta ekki hugsað um

okkur er annað fólk sem tekur okkur að sér, hugsar um okkur og gengur okkur í foreldrastað. Á Íslandi

er ekkert munaðarleysingjaheimili. Við sem búum hér á Íslandi erum mjög lánsöm að hafa einhvern

sem hugsar um okkur. Þess vegna er mikilvægt að við notum tímann og reynum að fara eftir

boðorðinu sem segir: „Heiðra skaltu föður þinn og móður“.

Lokaorð

Í lokin er sniðugt að endursegja aðra hvora söguna sem gefnar eru upp í hjálparefninu.

Bæn

Góði Guð, þakka þér fyrir að þú elskar mig. Þakka þér fyrir mömmu og pabba. Viltu hjálpa mér að

heiðra þau. Viltu vera með mömmu og pabba, blessa þau og vernda. Viltu vera með þeim sem ekki

eiga mömmu og pabba, hugga þau og hjálpa þeim. Þakka þér fyrir kærleika þinn. Í Jesú nafni, amen.

Hjálparefni

Sögur úr Gimsteinum

Þessar sögur eru prentaðar í Gimsteinum og gefnar út árið 1962 af Fíladelfíu.

Hér eru þær til gamans í sinni upprunalegu mynd. Best er að endursegja þær og stílfæra til nútímans.

Það er hægt að nota grunnhugmyndina í leikþátt eða brúðuleikrit. En leikið aldrei Guð í brúðuleikriti.

Heiðra föður þinn og móður

Einu sinni voru hjón. Þau áttu börn sem voru í bernsku þegar þessi saga gerðist. Faðir bónda var hjá

hjónunum, fjörgamall og grár fyrir hærum og svo hrumur að hendurnar riðuðu, svo hann gat ekkert

vald haft á því sem honum var fengið í hendur. Þess vegna var það, að hann gat aldrei setið svo að

borði með hinum, að hann missti ekki ofan á sig úr skeiðinni, þegar hann var að bera hana upp að

munni sér. Var þá pentudúkur bundinn um hálsinn á honum, eins og gert er á smábörnum, þegar þau

eru að borða. En gömlu hendurnar hans voru alltaf á reiðiskjálfi og allt missti hann niður á táhreinan

pentudúkinn. Hann gat ekki við það ráðið. Hjónin voru hörð í sér og vanþakklát. Þau m undu ekki eftir

allri þolinmæðinni, sem foreldrar þeirra höfðu sýnt þeim, þegar þau voru lítil og gátu enga björg sér

veitt; þau mundu ekki eftir allri fyrirhöfninni. – Þess vegna hreyttu þau nú í hann ónotum og sögðu:

Page 29: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

29

„Ef þú getur ekki annað en misst ofan á þig matinn, skaltu fá að sitja úti í horni og borða þar úr

tréskál."

En vesalings afi gat ekki að þessu gert, hann var svo gamall orðinn og hrumur. Svo settu þau hann út í

hornið vægðarlaust! og settu fyrir hann tréskál, sem var í laginu eins og trogin, sem grísunum var

gefið í og svo varð afi að borða aleinn úti í horninu, en hjónin snæddu við borðið sitt með góðri lyst.

Afa féll þetta þungt, því að það er hart að verða fyrir fyrirlitningu ellinnar vegna og þar að auki af

sínum eigin börnum. Enga byrði er þyngra að bera a þessari jörðu en vanþakklæti sinna. En afi sat í

horninu sínu og grét svo hljóðlega að enginn tók eftir tárunum, sem féllu niður eftir hrukkóttu

kinnunum hans og snjóhvítu skegginu. Guð, sem allt sér, sá einn hryggð gamla mannsins og

vorkunnarleysið í hjarta hjónanna og sá ráð til að auðmýkja þessi harðlyndu hjón. Einu sinni sat afi að

vanda úti í horni sínu, en hjónin við borðið, en drengur þeirra, fjögurra ára gamall, sat á gólfinu og var

að tálga spýtu. Þá sagði pabbi hans: „Hvað ert þú að tálga þarna, drengur minn?“ ‚Ég er að smíða

trog,“ svaraði drengurinn. „Hvað ætlarðu að gera við það?“ spurði pabbi hans. „Og ég veit það,“

svaraði drengurinn. „Þegar þú, pabbi, og þú, mamma, eruð orðin gömul, eigið þið líka að sitja í

horninu, eins og afi, og þá eigið þið að borða úr þessu trogi.“ Þá litu hjónin hvort til annars. Guð

opnaði augu þeirra, svo að nú sáu þau sína miklu synd. Þau fóru að gráta, gengu út í hornið til gamla

mannsins, tók í hönd honum og leiddu hann að borðinu og sögðu: „Fyrirgefðu okkur! Okkur hefur

farizt illa við þig og ómannúðlega. Upp frá þessu skaltu sitja við borðið og skipa öndvegi, því að nú

vitum við, að við megum aldrei gleyma Guðs heilaga boðorði, fjórða boðorðinu: „Heiðraðu föður þinn

og móður þína, til þess a þér vegni vel og þú verðir langlífur í landinu.“

Ég þekki hana ekki

Meðal farþega á stóru skipi voru mæðgur. Margt ungt fólk var þarna samankomið og skemmti sér á

ýmsan hátt. Unga stúlkan var jafnan með þessum glaðværa hópi, en móðir hennar sat venjulega

afsíðis í hvílustól, þegar hún var ofan þilja. Í æsku hafði kona þessi verið annáluð fyrir fegurð og

jafnframt manngæsku. Hún giftist góðum manni og þau eignuðust þessa einu dóttur. Þegar hún var

kornung, dó heimilisfaðirinn, svo að unga ekkjan varð að sjá ein fyrir litlu dótturinni. Hún taldi ekkert

eftir sér. Aðeins ef hún gæti látið barnið njóta móðurumhyggjunnar, sem hverju barni er svo

nauðsynleg.

Einhverju sinni þurfti hún að bregða sér út einhverra erinda og litla telpan svaf vært í vöggunni. Þegar

konan kom aftur heim sér hún að mannfjöldi hefur safnast saman við húsið sem hún bjó í. Hún verður

þess áskynja, að kviknað er í. Hún ætlar að þjóta inn til þess að bjarga barninu sínu en menn reyna að

halda aftur af henni. Það er samt tilgangslaust, í huga hennar kemst aðeins ein hugsun: Litla

ósjálfbjarga barnið mitt má ekki brenna inni. Með bæn til Guðs á vörum brýst hún inn og tekst að ná í

barnið. Hún sveipar sænginni vel utan um það, en þá er herbergið svo að segja orðið alelda. Þegar

Page 30: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

30

hún loks kemst út, er hún örmagna, en hjálpfúsar hendur þrífa hvítvoðunginn og telpunni er borgið.

En móðirin var flutt í skyndi í sjúkrahús, skaðbrennd í andliti og höndum. Þarna lá hún lengi milli

heims og helju. En Guð heyrði bæn hennar og gaf henni lengra líf. Þegar hún loksins útskrifaðist af

sjúkrahúsinu, gat enginn þekkt hana frá því sem fyrr val.

Fegurðin var að fullu töpuð, andlitið þakið örum og afmyndað mjög. Með Guðs og góðra manna hjálp

ásamt frábærri elju sinni tókst henni að sjá þeim báðum farborða og dóttirin hlaut meira að segja

góða menntun. Hún var alls staðar aufúsugestur, því að hún hafið erft fegurð móður sinnar.

Þarna á skipinu hópuðust ungu piltarnir um hana og reyndu á allan hátt að vera henni til geðs.

Einhverju sinni er hún var á gangi á þiljum uppi ásamt ungum og fríðum pilti, verður þeim gengið

fram hjá stólnum sem móðir hennar sat í. Pilturinn spyr: „Hver ætli hún sé, þessi afskræmda kona,

sem alltaf situr þarna?“

Móðirin heyrði spurningu piltsins og beið svars dótturinnar. Hún leit undan, roðnaði og sagði: „Ég

þekki hana ekki.“ Sárt höfðu brunasárin sviðið forðum daga en hvað var það miðað við sviða hjartans

þegar hún heyrði þetta miskunnarlausa svar barnsins, sem hún hafði fórnað fegurð sinni, starfi sínu

og jafnvel lífinu, ef þurft hefði. Hafði þessi unga stúlka ekki séð að sér, hefur hún ekki orðið gæfusöm

því að hún braut fjórða boðorðið: Heiðra föður þinn og móður þína, til þess að þér vegni vel. Ef til vill

hefur móðir þín ekki þurft að hætta lífi sínu þín vegna, en hefurðu sagði henni og sýnt í verki, að þ ú

virðir hana og metir fyrir allt, sem hún gerir fyrir þig? En nú er einn, sem hefur gefið líf sitt fyrir þig.

Það er Guðs Sonurinn, Jesús Kristur. Fylgir þú honum? Játar þú nafn hans fyrir félögum þínum eða

segirðu: „Ég þekki hann ekki“? „Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég

einnig kannast fyrir föður mínum á himnum. En hver sem afneitar mér, fyrir mönnunum, honum mun

ég og afneita, fyrir föður mínum á himnum.“ Matt. 10:32-33.

Leikir

Margvíslegt föndur

Hér er gott tækifæri til að leyfa börnunum að föndra gjafir handa foreldrum sínum. Hér eru nokkrar

tillögur:

Perl – Það má hugsa sér að perla eitthvað fallegt til að gefa, t.d. hjörtu, blóm eða fígúrur.

Mamma mín/pabbi minn – hvert barn fær eina blöðru, garn og pappír. Blaðran er blásin upp, andlit

teiknað á hana og garnið límt sem hár. Fötin eru búin til úr pappírnum og að lokum er allt heftað

saman og til verður skemmtileg mömmu/pabba dúkka.

Gips – hægt er að móta líkamshluta eins og andlit, handa- eða fótafar í gips.

Page 31: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

31

8. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu? –

Boðorðin 6-7 Texti: 2. Mós. 20-14-15

Áhersluatriði

Farið yfir boðorð 6 og 7. Hvernig snerta þessi boðorð sjálfsmynd okkar? Af

hverju er mikilvægt að fylgja þeim?

Nálgun texta

Í þessum texta fjöllum við um sjötta og sjöunda boðorðið. Hér er verið að tala um að við eigum ekki

að drýgja hór eða stela. Það getur reynst erfitt að útskýra orðið að „drýgja hór“ fyrir börnunum,

sérstaklega þeim yngri. Að drýgja hór er hægt að túlka á fleiri en einn veg. Við getum túlkað það mjög

þröngt og í víðara samhengi. Það fyrsta sem kemur í hugann í þessu samhengi er framhjáhald.

Framhjáhald er í raun og veru svik gagnvart maka okkar og Guði. Þegar tveir einstaklingar ganga í

hjónaband lofa þeir frammi fyrir Guði og mönnum að vera trúir hvor öðrum, að elska og treysta hvor

öðrum hvernig sem kjör þeirra verða. En orðið hórdómur getur haft mun víðari merkingu. Í Biblíunni

sjáum við á nokkrum stöðum (t.d. í Jer. 2. og 3. kafla, einnig í Esekíel 16. og 23. kafla og fleiri stöðum)

að Guð talar um að þjóð sín (hans fólk) hafi drýgt hór með öðrum guðum. Í þessu tilfelli má segja að í

augum Guðs sé samband okkar við hann eins og kærleikssamband karls og konu. Þegar grannt er

skoðað sjáum við líka í Biblíunni að Guð lítur sömu augum á kirkju sína (hans fólk). Guð lítur á kirkjuna

sem sína brúði og hann er brúðguminn. Biblían segir okkur að Jesús muni koma brátt aftur og sækja

sína brúði, þ.e.a.s. okkur sem tilheyrum honum. Hann er brúðguminn og kirkjan er brúðurin. Þannig

getum við dregið þá ályktun að við séum lofuð Guði eins og par sem er trúlofað hvort öðru. Biblían

virðist líka leggja hórdóm og annan saurlifnað að jöfnu. Jesús leggur ennþá meiri áherslu á þetta

boðorð þegar hann segir að ef einhver horfir girndaraugum á aðra konu þá hafi hann drýgt hór í

hjarta sínu. Hér getum við spurt okkur hvort allur svokallaður kynlífsiðnaður falli ekki undir þessa

skilgreiningu.

Þegar við tölum við börnin um sjötta og sjöunda boðorðið er best að koma að efninu frá sjónarhóli

syndarinnar. Til dæmis mætti leggja áherslu á að allar syndir eru alvarlegar. Það er rangt að stela og

rangt að svíkja vini sína, konuna sína, o.s.frv. Frammi fyrir Guði eru allar syndir alvarlegar en hann

elskar eitt og sérhvert okkar þó svo að við höfum gert eitthvað rangt. Hér er hægt að spyrja sem svo;

kannski hefur þú einhvern tímann tekið hluti úr búð, eða kannski hefur þú einhvern tímann tekið

pening frá mömmu eða pabba. Það er það sama og að stela. Síðan mætti tala við börnin um að Guð

setti þessar reglur til þess að við gætum lifað betra lífi og til þess að vernda okkur. Hann setti þessar

Biblíutexti

Þú skalt ekki drýgja hór.

Þú skalt ekki stela.

Page 32: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

32

reglur bæði til að vernda huga okkar og líkama. Þess vegna verðum við að passa okkur sjálf, við

verðum að passa á hvað við horfum og á hvað við hlustum.

Fyrir unglinga getum við lagt aðeins meiri áherslu á hvað það þýðir að drýgja hór. Við gætum talað

um hvað þeim finnst um kynlífsiðnaðinn, t.d. velt fyrir okkur spurningunni um vændi, nektardansstaði

og samskipti kynjanna. Hvað finnst þeim um iðnað sem gerir lítið úr konum og misnotar þær? Við

getum talað um að í sumum löndum búa þessar konur við þrælahald.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Setjið upp stuttan leikþátt þar sem unnið er með traust og lygi.

Hugleiðing

Hefur einhvern tímann einhverju verið stolið frá þér? Hvernig leið þér þegar einhverju var stolið frá

þér? Kannski varðstu reið/reiður? Ég er viss um að þér fannst það rangt og óréttlátt. Guð gaf okkur

tilfinningu sem við köllum réttlætistilfinningu. Þessi tilfinning kemur alltaf þegar okkur finnst eitthvað

óréttlátt, að brotið sé á okkur. Þessi tilfinning er eins konar varnarkerfi sem Guð hefur gefið okkur.

Þegar við brennum okkur á heitu vatni eða eldi kippum við hendinni að okkur af því við finnum til. Ef

við fyndum ekki fyrir sársauka þá myndi kvikna í okkur og við hljóta mikinn skaða. Sársaukinn sem

kemur þegar við meiðum okkur er líka varnarkerfi líkamans. Sama er að segja um

réttlætistilfinninguna. Hún er varnarkerfi samviskunnar. Við vitum að það er rangt að stela frá öðrum

og myrða fólk og þess háttar. Stundum finnst okkur erfitt að fylgja reglum, en þær eru allar settar til

að passa okkur og vernda. Ef Guð hefði ekki gefið okkur reglur og réttlætiskennd væri mun erfiðara

að kljást við lífið. Í boðorðunum sjáum við að Guði þykir vænt um okkur og að hann vill vernda okkur

frá hinu illa.

Lokaorð

Ímyndið ykkur ef það væru nú engar umferðarreglur. Hvernig myndi þá vera í umferðinni? Það myndi

verða mikill ruglingur og vesen. Fólk myndi keyra hvert á annað á gatnamótum og slys verða. Engan

væri hægt að sækja til saka vegna þess að engar reglur voru til sem brotnar voru. Þannig væri það

líka í heiminum ef við hefðum ekki reglur. Það væri hvergi óhætt að vera og við myndum sennilega

öll enda á því að vera hrædd við allt og alla.

Page 33: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

33

Bæn

Góði Guð, þakka þér fyrir að þér þykir vænt um mig. Þakka þér fyrir að þú gafst mér réttlætiskennd

og samvisku svo ég viti hvað er rétt og rangt. Þakka þér fyrir boðorðin tíu sem þú gafst okkur. Í Jesú

nafni, amen.

Hjálparefni

Spurningar til umræðu fyrir unglinga

- Hvaða þýðingu leggið þið í orðið kynlífsiðnaður?

- Hvað finnst ykkur um vændi? Rétt eða rangt?

- Hvað finnst ykkur um nektardansstaði?

- Haldið þið að það sé rétt sem sagt er að margar konur sem stunda vændi séu þrælar? Hvernig

þá?

- Hvað finnst ykkur um auglýsingar með kynæsandi vísun?

- Finnst ykkur þá að það sé verið að gera lítið úr konum eða misnota þær?

- Haldið þið að þetta rugli hugmyndir okkar um hvað sé rétt eða rangt?

Saga

Það var eitt sinn ungur maður sem fékk vinnu á pósthúsi. Svo var það dag einn að hann vissi að það

ætti að koma stór sending af peningum. Hann var á næturvakt og freistaðist til að opna sendinguna

og taka eitthvað af peningunum. Þegar farið var að rannsaka málið mætti einn rannsóknarmaðurinn

með lítið fjólublátt ljós. Hann kallaði alla starfsmennina saman og lét þá standa í einni röð. Síðan bað

hann alla að rétta fram lófana. Hann gekk með ljósið og lýsti á lófa hvers og eins. Starfsmennirnir

urðu ekki lítið hissa þegar lófi unga mannsins lýstist upp eins og endurskinsmerki.

Rannsóknarmaðurinn útskýrði þá fyrir öllum að það hefði verið sett ósýnilegt efni í peningapokann.

Efnið festist við hvern þann sem kæmi við peningana. Hann sagði fólkinu líka að það væri ekki hægt

að þvo efnið af sér í nokkra daga. Þannig er syndin. Það er ekki hægt að þvo hana af sér, hún mun

alltaf skilja eftir ör. En Jesús einn fyrirgefur okkur og hjálpar okkur að byrja upp á nýtt.

Stef úr kvikmynd (hentar einungis í UD)

Hér mætti sýna stef úr kvikmyndinni Hope Floats með leikkonunni Sandra Bullock. Myndin er bönnuð

með gulum miða svo það má ekki sýna alla myndina á fundi. Reglan er sú að sýna ekki bannaðar

myndir á fundum. En það er hægt að velja stef úr myndinni sem er ekki bannað og hafa það til

umræðu.

Page 34: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

34

Myndin Hope Floats segir frá konunni Birdee sem hefur verið svikin af eiginmanni sínum. Hún flytur

til heimabæjar síns í Texas þar sem hún tekst á við sársauka sinn og reynir að greiða úr lífi sínu.

Myndin lýsir vel þeim sársauka sem skapast þegar einhver hefur haldið framhjá.

Klippan sem ráðlagt er að skoða er um 7 mínútur, hún byrjar á 1:43:28 og endar á 1:50:15.

Þessi kafli sýnir þegar Birdee og eiginmaður hennar rífast heiftarlega fyrir framan dóttur sína um

hórdóm hans og sársauka hennar. Hann tilkynnir Birdee og dóttur sinni að hann hafi fundið nýja konu

og ætli að byrja nýtt líf með henni. Dóttirin er hrædd um að missa pabba sinn og vill fara með honum.

En hann segir henni að hann ætli að byrja nýtt líf og það sé ekki pláss fyrir hana í þeim pakka. Klippan

sýnir þar sem hann keyrir í burtu og dóttir hans horfir á eftir honum niðurbrotin.

Umræður út frá myndinni:

1. Finnst þér myndin segja rétt frá þeim sársauka sem dóttirin þurfti að þola?

2. Þekkir þú dæmi þar sem eitthvað þessu líkt hefur gerst?

3. Finnst þér erfitt ef foreldrar þínir rífast fyrir framan þig?

4. Hvers vegna heldur þú að fólk haldi framhjá?

5. Hvað mundir þú vilja í þínu eigin hjónabandi?

6. Finnst þér að fólk eigi að vera í hjónabandi alla ævi?

7. Hverja þekkir þú sem eru búnir að vera giftir mjög lengi? Hve lengi?

Könnun

Hér er athyglisverð könnun sem gerð var af „The Josephson Institute of Ethics“. Þátttakendur í

könnuninni voru 20.859 nemendur árið 2000.

Að svindla 71% menntaskólanema játa að hafa svindlað á prófum á síðustu 12 mánuðum (45% sögðust hafa gert það tvisvar eða oftar).

Að ljúga 92% nemenda lugu að foreldrum sínum á síðustu 12 mánuðum (79% sögðust hafa gert það tvisvar eða oftar); 78% lugu að kennara (58% oftar en tvisvar); meira en einn af hverjum fjórum (27%) sögðu að þau myndu ljúga til að fá vinnu,

Að stela Um 40% af körlum og um 30% af konum segja að þau hafi stolið einhverju í búð á síðastliðnum 12 mánuðum.

Að vera drukkinn í skólanum Næstum einn af hverjum sex nemendum (16%) sögðu að þeir hefðu verið drukknir í skólanum á síðustu 12 mánuðum og 9% sögðu að það hefði komið fyrir tvisvar sinnum eða oftar.

Um ofbeldi 68% nemenda sögðu að þau hefðu slegið einhvern vegna þess að þau voru reið á síðustu 12 mánuðum. 46% slógu einhvern tvisvar eða oftar og næstum helmingur eða um 47% sögðu að þau gætu útvegað sér byssu ef þau þyrftu á að halda (karlar voru um 60% í þessum hópi).

Page 35: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

35

Leikir

Skora mark með rófunni

Það sem þú þarft í þennan leik er: Fjórar appelsínur, tveir nælonsokkar og eitt mark. Rófuna útbýrðu

með því að setja eina appelsínu í hvorn sokkinn. Síðan bindur þú sokkinn á þátttakandann og passar

að láta ekki rófuna lafa of langt niður. Þátttakandinn verður að beygja sig pínulítið til að skjóta. Hver

þátttakandi fær appelsínu og eina rófu með appelsínu í. Markmiðið er að finna út hver getur verið

fyrstur að koma appelsínunni í mark. Þátttakandi verður að skjóta appelsínunni með rófunni. Það

getur reynst erfiðara en það lítur út í fyrstu.

Það mætti prófa ýmsar útgáfur af þessum leik, t.d. að gera úr þessu nokkurs konar boðhlaup. Ein

hugmynd er að hafa eina appelsínu á gólfinu en marga þátttakendur og margar rófur og spila þá um

mark. Svo má líka hafa bolta í staðinn fyrir appelsínu. Boltinn fer lengra og það er erfiðara að stjórna

honum.

Kapphlaup aftur á bak og áfram

Í þessum leik keppa tveir og tveir þátttakendur um hver verður fyrstur í mark. Tveir og tveir eru

bundnir saman um mittið og snúa bak í bak. Tilgangurinn er að komast í mark og aftur til baka.

Þátttakendur þurfa að hlaupa bundnir saman sem þýðir að einn þátttakandi þarf að hlaupa aftur á

bak aðra leiðina og hinn hina.

Page 36: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

36

9. Hvernig veit ég hvað er mér fyrir bestu? –

Boðorðin 8-9-10 Texti: 2. Mós. 20:16-17

Áhersluatriði

Boðorð 8-9-10 tekin fyrir og mikilvægi þeirra í daglegu lífi útskýrð. Enda á

nokkrum vel völdum orðum um af hverju boðorðin eru mikilvæg fyrir okkur

í dag.

Nálgun texta

Í þessum texta fjöllum við um áttunda, níunda og tíunda boðorðið. Hið

áttunda segir okkur að við eigum ekki að bera ljúgvitni gegn náunga okkar.

Það minnir okkur á að við eigum ekki að ljúga upp á

náungann eða vin okkar. Áttunda boðorðið hefur að gera með mannorð okkar og náungans. Það segir

að við eigum ekki að tala ósannindi eða óréttlátlega um náungann. Við eigum heldur ekki að baktala

eða slúðra um fólk. Þetta þýðir að við eigum ekki að vera fordómafull eða dómhörð um persónu eða

orðstír viðkomandi. Við eigum ekki að bera ósannar sögur upp á einhvern og ekki að bera ljúgvitni

fyrir rétti. Ef við ýkjum og berum út sögur getum við auðveldlega skemmt mannorð fólks. Hér kemur

sjöunda boðorði inn í myndina. Við getum einfaldlega rænt (stolið) mannorði einhvers með því að

ljúga einhverju upp á hann. Hin hliðin á þessu boðorði er að við getum logið að okkur sjálfum. Við

getum lifað í blekking að líf okkar sé í góðu lagi og við réttlætum gjörðir okkar sem eru ekki réttar.

Það gerum við jafnvel með því að kenna öðrum um hvernig er komið fyrir okkur. Þetta er kallað

afneitun. Þegar við kennum öðrum um og tökum ekki ábyrgð á eigin lífi þá erum við að bera ljúgvitni

gegn náunganum og um leið að ljúga að okkur sjálfum.

Níunda og tíunda boðorðið fjallar um girndina. Girndin er óeðlileg löngun í það sem við eigum ekki.

Við girnumst eitthvað til þess að svala eigin losta. Uppspretta girndar er oft öfund. Þegar við látum

undan girndinni særir hún ýmist náunga okkar, einhvern nákominn okkur eða okkur sjálf. Boðorðið

segir okkur að við eigum ekki að girnast: hús, konu, þræl, ambátt, uxa, asna, né nokkuð það sem

náungi þinn á. Nú á dögum er þetta svolítið sérkennileg upptalning en boðskapurinn er hinn sami, við

eigum ekki að girnast neitt. Girndin er fædd af eigingirni og öfund en ekki kærleika til náungans. Páll

postuli skildi vel hve mikilvægt þetta boðorð er. Í Rómverjabréfinu talar hann einmitt um það hvernig

þetta laukst upp fyrir honum þegar hann speglaði sig í lögmáli Guðs (Róm. 7:7).

Biblíutexti

Þú skalt ekki bera ljúgvitni

gegn náunga þínum. Þú

skalt ekki girnast hús

náunga þíns. Þú skalt ekki

girnast konu náunga þíns,

þræl hans eða ambátt, uxa

hans eða asna eða nokkuð

það sem náungi þinn á.“

Page 37: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

37

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

1. Hér gæti leiðtoginn komið með einhvern hlut sem hann á en hina langar mikið í t.d. Iphone,

eða mynd af einhverju sem alla myndi langa í.

2. Hugmynd er líka að segja einhverja lygasögu um sjálfan sig. Segja kannski frá því að þér hafi

verið boðið í mat í sumar hjá einhverjum frægum leikara eða poppstjörnu.

Hugleiðing

Hefur þú einhvern tímann logið eða sagt ósatt? Líklega hafa allir einhvern tímann sagt eitthvað sem

er ósatt. Sumir ljúga þó meira en aðrir, og eiga erfitt með að koma sér út úr þeim vítahring. Það

versta við lygina er að ef við segjum ósatt og það kemst upp þá minnkar það traust sem aðrir hafa til

okkar. Ef við segjum vinum okkar einhverja lygi um annan vin, þá erum við að skemma fyrir þeim sem

við erum að ljúga um. Og ef vinir okkar finna út að við séum að bera út lygar um aðra mun það

væntanlega hafa áhrif á vináttuna. Lygar eru alltaf verstar fyrir okkur sjálf. Við verðum að passa okkur

að baktala ekki aðra.

Í Biblíunni segir að við eigum ekki að ljúga að öðru fólki. En Biblían segir okkur líka frá öðru boðorði og

það er að við eigum ekki að öfunda vini okkar þótt þeir eigi eitthvað flottara en við. Öfundin lætur

okkur líða illa og gerir okkur upptekin af því hvað hinir eiga. Guð leggur áherslu á að við sýnum hvert

öðru væntumþykju og kærleika.

Lokaorð

Eitt það versta við lygar er að fólk hættir að treysta manni. Traust er ákaflega mikilvægt og það er

gott að vita hverjum maður getur treyst. (Fáðu tvo leiðtoga til að fara í traust-leik með þér, t.d. að

einum er ýtt fram og aftur af hinum tveimur, lengra og lengra þar til hann fellur nánast alveg niður í

gólf). Ég veit að ég get treyst vinum mínum. Ég veit líka að vinir mínir geta treyst mér. (Segið

börnunum að reyna ekki þennan leik nema einhver fullorðinn sé með þeim).

Bæn

Góði Guð, ég þakka þér fyrir vináttuna. Og þakka þér fyrir að vera sannur vinur, sem alltaf er tilbúinn

að tala við mig, vernda mig og hughreysta. Viltu hjálpa mér að gæta tungu minnar þegar ég tala.

Þannig að ég tali sannleika en ekki lygi. Viltu einnig hjálpa mér að gleðjast með náunga mínum og

öfunda ekki.

Page 38: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

38

Hjálparefni

Stef úr kvikmyndinni Liar Liar

Hér mætti sýna stef úr kvikmyndinni Liar Liar með leikaranum Jim Carrey. Í myndinni leikur Jim

lögfræðinginn Fletcher Reede, mann sem er sjúklegur lygari. Hann er sérfræðingur í að segja fólki það

sem það vill heyra. Vandamál Fletchers byrja fyrst þegar sonur hans Max (Justin Cooper) verður af

ósk sinni um að pabbi hans geti ekki logið í einn sólarhring. Fletcher uppgötvar þá að hans besta

vopn, tungan, er allt í einu orðin hans versti óvinur.

Stefið sem ráðlagt er að skoða er um 1 ½ mínúta. Hún byrjar á 9:29 og endar á 11:03. (Fletcher grettir

sig eftir að maðurinn með bóluna á nefinu gengur í burtu). Þegar hér er komið sögu í myndinni tekur

Fletcher son sinn Max með sér í vinnuna. Þegar hann gengur inn ganginn heilsar hann fólki í

kaldhæðni. Flestir taka ekki eftir því að hann er að móðga þá.

Umræður út frá myndinni

1. Er í lagi að ljúga ef sannleikurinn særir einstaklinginn?

2. Er munur á kaldhæðni og gríni? Ef svo er, hver er munurinn?

3. Hvernig getur lygin skemmt út frá sér? Fyrir þann sem lýgur? Fyrir þann sem logið er að? Fyrir

þeim sem logið er um eða uppá?

4. Heldur þú að það sé erfitt að vera heiðarlegur í einn dag?

5. Eru einhver tilfelli þar sem það er réttlætanlegt að ljúga?

Stef úr kvikmynd: Toy Story – Leikfangasaga

Í þessari samveru mætti líka sýna annað stef sem fjallar um öfund. Stefið eru úr kvikmyndinni Toy

Story. Myndin fjallar um drenginn Andy sem á fullt af leikföngum sem lifna við þegar hann er ekki

heima. Lífið hjá leikföngunum er rólegt nema þegar jól eða afmæli nálgast þá ríkir ótti um að nýju

leikföngin leysi hin af hólmi. Kúrekinn Woody (Villi) er öruggur um stöðu sína. Þá kemur nýr aðili til

skjalanna, Buzz Lightyear (Bósi ljósár).

Stefið sem hægt er að sýna er um 6 mínútur að lengd. Það byrjar á 25:05 (hvað er þetta) og endar á

31:02 (þau munu öll sjá að ég er samt uppáhalds leikfangið). Mamma Andy dregur upp óvænta

afmælisgjöf sem gerir lukku í afmælisveislunni. Það er hetjan Buzz Lightyear. Krakkarnir fara öll

saman upp á loft til að leika með hann. Woody dettur af rúminu og Buzz verður nýja hetjan. En

Woody er ekki alveg tilbúinn að gefa eftir.

Page 39: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

39

Umræður út frá myndinni

1. Hvernig líður þér þegar góður vinur þinn byrjar að vera með einhverjum öðrum?

2. Heldur þú að fólk beri sig saman hvert við annað? Eins og húsið, bílinn, húsgögnin, börnin

o.s.frv.?

3. Ert þú stundum öfundsjúk/-ur út í vini eða kunningja? Finnst þér þau eiga meira en þú? Finnst

þér það óréttlátt?

4. Hvort heldur þú að Woody hafi verið að hugsa meira um sinn hag eða Andys?

Leikir

Ratleikur í kirkjunni (þar sem við erum í kirkju)

Þessi ratleikur er ágætis leið fyrir börnin til að kynnast kirkjunni sinni. Hafið 2-3 í hóp. Þú getur

ákveðið hvort það megi nota GSM síma til að finna sumt af þessu út en þá verða allir hóparnir að

sjálfsögðu hafa síma.

1. Hvaða ár er þýðingin á Biblíunni í ræðustólnum?

2. Hvaða tegund er orgelið í kirkjunni?

3. Hvað heitir organistinn?

4. Hvað heitir kirkjuvörðurinn?

5. Hver gerði steinda/steindu gluggana í kirkjunni?

6. Hvað eru margir bekkir í kirkjunni?

7. Hvaða ár var hornsteinninn lagður?

8. Hvað heitir formaður sóknarnefndar?

9. Hvernig er altarisklæðið á litinn?

10. Hvað heitir presturinn?

11. Hvert er símanúmer kirkjunnar?

Flugvélakeppni

Þennan leik þarf að undirbúa með a.m.k. viku fyrirvara.

Biðjið alla að koma með heimatilbúna pappírsskutlu með sér á fundinn. Það má nota aukaefni til að

útbúa hana s.s. lím, límband, málningu og aukapappír. En það má ekki nota vír, járn eða tré.

Flugskutlan verður að fljúga án mótors. Skutlurnar eiga að vera til sýnis á fundinum. Síðan má veita

verðlaun fyrir best gerðu skutluna, minnstu og stærstu skutluna, þá sem flýgur lengst og þá sem getur

verið lengst á lofti. Það má veita verðlaun fyrir þá skutlu sem getur flogið í gegnum húlla hopp hring

og þá sem lendir best.

Page 40: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

40

10. Ég get látið gott af mér leiða með því að tala við

aðra Texti: 1. Sam.3

Áhersluatriði

Það er mikilvægt að tala við aðra. Með því að tala og hlusta getum við látið

gott af okkur leiða. Bæði með því að hlusta á Guð og tala við aðra eins og

Samúel gerði en líka með því að hlusta á aðra og tala við þá.

Nálgun texta

Það er margt hægt að læra af þessari sögu um Samúel. Í upphafi textans er

sagt frá því að orð frá Guði hafi verið sjaldgæft, rétt eins og á okkar dögum.

En Guð þurfti að koma mikilvægum skilaboðum til fólks síns og valdi því

einn einstakling til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Þessi

einstaklingur var ekki prestur eða hátt settur embættismaður. Nei, Guð

valdi lítinn strák. Samúel var ekki nema tæplega 12 ára (10-12 ára) þegar

þessi saga gerist. Að sjálfsögðu skilur hann ekki neitt í neinu þegar hann

heyrir kallað á sig aftur og aftur án þess að Elía vilji kannast við það. Og

þegar Guð færir honum reynsluverkefnið að færa Elía erfið skilaboð þá er

hann hræddur. En með hjálp Elía þá sigrast hann á ótta sínum og sveikst

ekki undan því að færa fólki skilaboð frá Guði.

Í þessari sögu sjáum við að þegar Guð velur sér þjóna lítur hann ekki á

menntun, ríkidæmi eða aldur.

Samúel hjálpaði mörgum með því að tala við þá. Hann var heppinn. Hann

fékk beinar og skýrar leiðbeiningar frá Guði. Fæst okkar fá slíkt tækifæri að

hafa áhrif á heila þjóð. En við getum samt sem áður gert eins og Samúel

gerði. Við getum hjálpað með því að að tala við aðra. Það eru margir sem

þurfa á aðstoð okkar að halda. Í hröðum heimi nútímans eru manneskjur

sem týnast og týna sjálfri sér. Eitt samtal getur skipt ótrúlegu máli og skilið á

milli hamingju og óhamingju, glaðlyndis og þunglyndis og jafnvel lífs og

dauða. Fólk sem vinnur hjá Vinalínunni, Samtökum gegn sjálfsvígum og

Regnbogabörnum gefur reynt þetta í allra þyngstu mynd. Ef við gefur okkur

tíma til að tala við aðra og ekki síður til að hlusta á það sem aðrir vilja segja

okkur, gefum við öðrum meira en við getum nokkurn tímann gert okkur

grein fyrir. Guð getur tekið þá ákvörðun að senda okkur að tala við einhvern

Biblíutexti

Sveinninn Samúel gegndi

nú þjónustu við Drottin

undir handleiðslu Elí. Á

þessum tíma var orð

Drottins sjaldgæft og sýnir

fátíðar.

Einhverju sinni bar svo við

að Elí lá og svaf þar sem

hann var vanur. Hann var

hættur að sjá því að augu

hans höfðu daprast. Lampi

Guðs hafði enn ekki

slokknað og Samúel svaf í

musteri Drottins þar sem

örk Guðs stóð.

Þá kallaði Drottinn til

Samúels og hann svaraði:

„Já, hér er ég.“Hann hljóp

síðan til Elí og sagði: „Hér

er ég, þú kallaðir á mig.“ En

hann svaraði: „Ég kallaði

ekki, farðu aftur að sofa,“

og Samúel fór að sofa.

Drottinn kallaði þá aftur:

„Samúel!“ og Samúel reis

upp, gekk til Elí og sagði:

„Hér er ég, þú kallaðir á

mig.“ En hann svaraði: „Ég

kallaði ekki, sonur minn,

farðu aftur að sofa.“

En Samúel þekkti Drottin

ekki enn þá og orð Drottins

hafði ekki enn opinberast

honum. Þá kallaði Drottinn

til Samúels í þriðja sinn og

hann reis upp, gekk til Elí

og sagði: „Hér er ég, þú

kallaðir á mig.“ Nú skildi Elí

að það var Drottinn sem

var að kalla til drengsins.

Page 41: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

41

ákveðinn, vin okkar, fjölskyldumeðlim, vinnufélaga eða ókunnuga. Lærum

að hlusta á það sem Guð segir okkur að gera og gefum okkur tíma til þess.

Samúel hlustaði á Guð, við getum gert það líka.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Hér er sniðugt að leika söguna um Samúel. Það þarf tvo leikara (Elía og

Samúel) og sögumann.

Hugleiðing

Samúel hlustaði á Guð og hjálpaði fólki með því að tala við það. Vitið þið

hvað Samúel var gamall? Hann var ekki orðinn 12 ára þegar þessi saga

gerðist. Þegar Guð vill fá einhvern til að gera eitthvað fyrir sig þá skiptir

hann engu máli hvað viðkomandi er gamall eða ríkur eða hvað hann gerir.

Vitið þið að það er fólk í dag sem vinnur við að hjálpa öðrum með því að tala

við það? Vitið þið hvaða fólk það er? Það er fólkið sem vinnur hjá samtökum

eins og Vinalínunni, Samtökum gegn sjálfsvígum og Regnbogabörnum. Þið

vitið vonandi öll hvað það er gott að eiga einhvern sem maður getur sagt

allt og sem getur talað við mann um allt. Sumir eiga engan sem þeir geta

talað við. Ekki góðan vin eða vinkonu, ekki foreldra eða kennara. Sumir

þora ekki að segja öðrum frá hvað það er sem er að angra þá. Margir sem

þannig er ástatt fyrir verða þunglyndir og leiðir eða jafnvel eitthvað ennþá

verra. Þess vegna er mikilvægt að við hugsum vel um þá sem við hittum og

séum alltaf reiðubúin að tala við þá sem þurfa. Ef við fáum það einhvern

tímann á tilfinninguna að við þurfum að tala við einhvern, þá skulum við

ekki ýta tilfinningunni frá okkur, heldur byrja að spjalla.

Lokaorð

Það eru margir sem eru leiðir í dag. Það eru margir krakkar sem eru lagðir í

einelti í skólum eða sem búa við erfiðar aðstæður heima hjá sér. Oft þarf

ekki nema eina manneskju, sem er tilbúin að hlusta, til að breyta lífi fólks.

Kannski getum við verið sú manneskja.

Elí sagði því við Samúel:

„Farðu að sofa. En kalli

hann aftur til þín skaltu

svara: Tala þú, Drottinn, því

að þjónn þinn heyrir.“

Samúel fór og lagðist fyrir á

sínum stað. Þá kom

Drottinn, nam staðar

andspænis honum og

hrópaði eins og í fyrri

skiptin: „Samúel, Samúel!“

Samúel svaraði: „Tala þú,

Drottinn, því að þjónn þinn

heyrir.“

Þá sagði Drottinn við

Samúel: „Nú ætla ég að

vinna verk í Ísrael sem mun

óma fyrir eyrum allra þeirra

sem um það heyra. Á þeim

degi mun ég láta rætast á

Elí allt sem ég hef ógnað

ætt hans með frá upphafi

til enda. Ég hef boðað

honum að dómur minn yfir

ætt hans muni ævinlega

standa vegna þess að hann

vissi að synir hans

lastmæltu Guði og hann

kom ekki í veg fyrir það.

Þess vegna hef ég svarið

ætt Elí að aldrei verði bætt

fyrir synd hennar, hvorki

með sláturfórn né

kornfórn.“

Samúel lá nú kyrr til

morguns. Þá opnaði hann

dyrnar á húsi Drottins en

þorði ekki að segja Elí frá

sýninni. Þá kallaði Elí á

Samúel og sagði: „Samúel,

sonur minn.“ Hann svaraði:

„Já, hér er ég.

Page 42: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

42

Bæn

Kæri Guð, viltu hjálpa mér að hlusta og tala við aðra. Viltu hjálpa mér að

taka eftir því þegar einhvern þarf að tala við mig og viltu hjálpa mér að

hjálpa öðrum. Í Jesú nafni, amen.

Hjálparefni

Umræðuspurningar

- Hvað er einelti

- Hvernig getur það hjálpað að tala?

- Hvort er mikilvægara að hlusta eða tala?

- Hvernig vitum við þegar einhverjum líður illa?

- Er óþægilegt að bjóða fram aðstoð sína?

- Hvernig förum við að þegar við sjáum að einhverjum, sem við

þekkjum lítið, líður illa?

Leikir

Hvísluleikurinn

Hópurinn sest í hring. Einn byrjar og velur orð og hvíslar því að

einstaklingnum við hliðina á sér. Sá hvíslar orðinu að næsta manni og svo

framvegis. Þegar orðið kemur að síðasta manni á hann að standa upp og

segja orðið upphátt. Í fæstum tilfellum kemst orðið óbreytt á leiðarenda.

Það má fara nokkrar umferðir af þessum leið og ræða svo um það hversu

vel við hlustum.

Nafnaleikur

Þessi leikur hentar best fyrir minni hópa, þ.e.a.s. ekki fleiri en 20-25 manns í einu.

Allir nema einn setjast í hring. Enn er settur í miðjuna og fær upprúllað dagblað í hendurnar (eða

annars konar uppvafning). Nú kynna sig allir og leikurinn getur byrjað. Einn byrjar á því að nefna nafn

annars í hringnum áður en einstaklingurinn í miðjunni nær að slá á lærið á honum með

uppvafningnum. Ef hann nær því skipta þeir um stöðu og sá sem var í miðjunni sest en sá sem ekki

náði að segja annað nafn fer í miðjuna og leikurinn hefst upp á nýtt. Það er því eins gott að hlusta vel

á nöfnin í upphafi leiks.

En Elí spurði: „Hvað var það

sem hann sagði við þig?

Leyndu mig því ekki.

Drottinn láti þig gjalda þess

ef þú leynir mig nokkru af

því sem hann sagði við

þig.“Samúel sagði honum

þá allt án þess að draga

nokkuð undan. En Elí sagði:

„Hann er Drottinn. Hann

gerir það sem honum

þóknast.“

Samúel óx og Drottinn var

með honum og lét ekkert af

því sem hann hafði boðað

falla til jarðar. Allur Ísrael,

frá Dan til Beerseba,

viðurkenndi að Samúel væri

trúað fyrir því að vera

spámaður Drottins.

Drottinn hélt áfram að

birtast í Síló og hann

opinberaðist Samúel í Síló

með orði sínu

Page 43: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

43

11. Ég get látið gott af mér leiða með því að hugga

aðra. Texti: 2. Kor. 1:3-9

Áhersluatriði

Hvað gerum við þegar öðrum líður illa. Hvernig geta lítil huggunarorð frá

okkur breytt lífi annarra?

Nálgun texta

Umfjöllun dagsins er að hugga aðra. En spurningin er, hvernig huggum við

aðra? Þegar einhver hefur misst ástvin eða ættingja þá veitum við huggun

með því að fara til þeirra, faðma og styrkja á annan hátt. Okkur finnst þetta

sjálfsagt því við getum í flestum tilfellum sett okkur í spor þess sem syrgir.

Eitt aðal skilyrði þess að geta huggað einhvern er að setja sig í spor þess

sem þjáist. Ef við skiljum ekki þann sem við erum að hugga verður huggun

okkar grunn og yfirborðskennd.

Við sjáum í ritningarversum dagsins 2. Kor. 1:3-9 að Páll er einmitt að fjalla

um þennan þátt þjáningarinnar. Í textanum segir að Guð huggi okkur til þess

að við getum huggað aðra. Þjáningin á að þroska okkur andlega þó svo að

hún sé erfið. Stundum er hún svo erfið að við kiknum. Þess vegna leggur

textinn áherslu á mikilvægi huggunarinnar. Það er mikilvægt að við fáum

huggun frá Guði og öðrum til að þola þjáninguna. Þá getum við líka huggað

aðra. Við eigum að sýna meðaumkun og miskunn. Í Rómverjabréfinu 12:8

stendur: „að sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði“. Hitt er svo

annað mál að sumum finnst erfitt að fara í sorgarhús eða hugga aðra. Það

geta verið margar ástæður fyrir þessu. Eitt er víst, við skynjum sársauka á

mismunandi hátt. Ein ástæða fyrir þessu getur verið að sársaukinn sem við

skynjum vekur upp okkar eigin sársauka sem ekki hefur tekist a yfirvinna.

Önnur ástæða gæti verið eitthvað óuppgert í okkar eigin lífi hvort sem það

er reiði, sársauki eða synd. Ef þannig er komið fyrir okkur verður erfitt að

hugga aðra og við getum ekki gert það með gleði. Það sem þú verður þá að

gera er að vinna í þínum málum með Guðs hjálp, hann er sá sem skilur og

huggar. Þú verður að tala við einhvern sem þú treystir. Einhvern sem getur

huggað þig. Einhvern sem er tilbúinn að vera þér stoð og stytta í gegnum

erfiðleikana.

Biblíutexti

Lofaður sé Guð og faðir

Drottins vors Jesú Krists,

faðir miskunnsemdanna og

Guð allrar huggunar sem

hughreystir mig í sérhverri

þrenging minni svo að ég

geti hughreyst alla aðra í

þrengingum þeirra á sama

hátt og hann hughreystir

mig. Eins og ég tek í ríkum

mæli þátt í þjáningum

Krists, þannig uppörvar

Kristur mig einnig í ríkum

mæli. En ef ég sæti

þrengingum, þá er það til

þess að þið öðlist kjark og

frelsist og ef ég er von-

góður, þá er það til þess að

þið verðið vongóð og öðlist

kjark og kraft til að

standast þær þjáningar

sem ég einnig líð. Ég ber

fullt traust til ykkar því að

ég veit að fyrst þið takið

þátt í þjáningum mínum

hljótið þið og að taka þátt í

trúarvissu minni.

Ég vil ekki, bræður mínir og

systur, að ykkur sé

ókunnugt um þrenging þá

sem ég varð fyrir í Asíu. Ég

var aðþrengdur langt um

megn fram svo að ég

jafnvel örvænti um lífið. Já,

mér sýndist sjálfum að ég

hefði þegar fengið minn

dauðadóm. Því að mér átti

að lærast að treysta ekki

sjálfum mér heldur Guði

sem uppvekur hina dauðu.

Page 44: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

44

Að hlusta er lykilatriði í ferlinu að hugga einhvern. Það er ekkert eins skemmandi eins og einhver sem

tala í sífellu og gefur góð ráð. En syrgjandinn hefur ekki komist að til að úthella hjarta sínu og sorgum.

Huggunin felst í því að leyfa hinum að tjá sig um þjáninguna eins og hann eða hún upplifir hana.

Svo skemmtilega vill til að enska orðið „to hug“ eða faðma er komið af íslenska orðinu að hugga. Í

þessu sambandi er gott að hafa í huga að stundum er eitt faðmlag nóg.

Það er mikilvægt að leiðtogar séu sér meðvitaðir um að umræða um sorg og missi getur hreyft við

tilfinningum barnanna og því nauðsynlegt að vera undir það búin að vera til staðar fyrir börnin og

hugga þau eða hlusta á þau ef þau vilja ræða um tilfinningar sínar og sorg. Ef barn kemst við og fer að

gráta er rétt að láta foreldra barnsins vita að á fundinum hafi verið rætt um sorgina og þá huggun

sem við getum veitt hvert öðru og þegið frá Guði og í kjölfarið hafi barnið farið að gráta.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Komið með eitthvað á fundinn sem minnir á sorg, svo sem:

- Ljósmynd af einhverju sem tengist sorginni.

- Sorgarband um handlegginn. Síðan mætti útskýra hvað sorgarband er og hvernig það er

notað í sumum löndum.

- Sorgarmerki (fást á bensínstöðvum) útskýra hvernig við notum þau.

- Minningarkort, tala um af hverju við notum þau.

Síðan má tala um af hverju við vottum einhverjum samúð okkar.

Hugleiðing

Í þorpinu sem Aminata bjó í var hún þekkt undir nafninu „Nornin í Freetown“. Aminata var með æxli

sem hékk utan á andliti hennar og var a stærð við melónu. Aminata bjó í þorpi einu í Sierra Leone en

þar er trú manna að æxli væri staðfesting illra afla. Aminata þurftu því að þola mikið harðræði af

hálfu nágranna og íbúa þorpsins. Hún reyndi að fá hjálp hjá héraðslækninum en án árangurs. Animata

var ekki kristinnar trúar en trú hennar veitti henni ekki neina hjálp. Það varð til þess að hún byrjaði að

sækja kristna kirkju á svæðinu. Dag einn þegar hún var að biðjast fyrir fannst henni eins og sagt væri

við sig; að á næsta ári myndi hún læknast. Þessa nótt dreymdi hana draum þar sem útlendingar komu

og gerðu á henni aðgerð sem læknaði hana.

Ári seinna, árið 1994 kom hjálparskipið Anastasis frá kristniboðssamtökunum „Youth with a Mission“

til Sireea Leone. Aminata fór strax að leita eftir læknishjálp. Læknar Anistasis gerði aðgerð á andliti

hennar. Nú er Aminata ekki lengur kölluð „Nornin í Freetown“. Andlit hennar geislar af gleði Guðs í

hvert skipti sem hún segir sögu sína um hvernig Jesús hafi sagt henni að hann myndi lækna hana.

Page 45: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

45

Er þetta ekki alveg ótrúleg saga? Guð vill að við, ég og þú, reynum að hjálpa þeim sem eiga bágt og

hugga þá sem líður illa.

Lokaorð

Nú skulum við hugsa um einhvern sem við þekkjum sem við vitum að líður illa. Kannski er það einhver

sem er verið að stríða í skólanum, kannski er það einhver sem er veikur. Biðjum nú Guð að hjálpa

okkur að hugga eða hjálpa þessum aðila.

Bæn

Góði Guð, viltu hjálpa mér að hugga og hjálpa (látið börnin nefna nafn þess sem þau hugsuðu í

hljóði). Þakka þér fyrir að þér þykir vænt um mig. Amen.

Hjálparefni

Saga um miskunn

Hér á eftir fer saga sem undirstrikar mikilvægi miskunnar, meðaumkunar, umhyggju og kærleika sem

forsendu huggunar. Á eftir sögunni eru spurningar sem þú getur spurt og eða notað í umræðum.

Saga

Michael hafði greinst með alnæmi stuttu eftir að hann varð kristinn. Nú var hann að deyja úr þessum

illvíga sjúkdómi. Fljótlega eftir að Michael greindist með alnæmi varð hann vinalaus, heimilislaus og

peningalaus. Nýja fjölskylda hans, fólkið í kirkjunni, forðaðist hann og hafnaði hrópi hans um

einhverja hjálp. Það sárnaði honum mest og olli honum mestum vonbrigðum. Hann hafði vonað að

þau mundu sýna honum kristinn kærleika og miskunnsemi. Hann hafði vonast eftir umhyggju og

skilningi en svo var ekki. Fólkið var annað hvort heltekið af ótta eða sinnulaust. Það var aðeins ein

fjölskylda sem sýndi honum kristinn kærleika og umhyggju. Fjölskyldan tók hann inn á heimili sitt og

annaðist hann þar til hann dó. Í allri sorginni og sársaukanum opinberaði Guð hjarta sitt fyrir þessari

fjölskyldu. Þau fengu að sjá að hjarta Guðs hrópar út til þeirra sem þjást. Guð kallaði þessa fjölskyldu

til starfa meðal þeirra sem þjást. Í dag eru þau ábyrg fyrir stórkostlegu hjálparstarfi til þeirra sem

þjást vegna alnæmis.

- Hvað finnst þér um fólk sem er með alnæmi eða aðra sambærilega sjúkdóma?

- Biddu Guð um að gefa þér hugrekki til að vera öðrum til hjálpar.

- Er einhver í þínu umhverfi sem þarfnast hjálpar eða huggunar?

Page 46: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

46

Af þessari sögu má draga þann lærdóm að ef við sýnum náunganum miskunnsemi og huggun þá

verður líf okkar fyllt tilgangi og blessun. Við upplifum ekki bara blessun Guðs heldur færum við hana

öðrum. Jesús sagði að þú ættir að elska Drottin Guð þinn og náunga þinn eins og sjálfan þig (Mark.

12:29-31).

Page 47: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

47

12. Ég get látið gott af mér leiða með því að gleðja

aðra Texti: Rutarbók

Áhersluatriði

Hvernig notum við líf okkar til að vera sólargeisli í lífi annarra? Mikilvægi

þess að vera glaður. Hvernig gagnast okkar gleði öðrum?

Nálgun texta

Aðalefni þessarar hugleiðingar er auðvitað sagan fallega um

fyrirmyndartengdadótturina Rut, sem sögð er í einni stystu bók Gamla

testamentisins, Rutarbók. Þó að ágæt endursögn Barnabiblíunnar hafi verið

prentuð hér í heftið til hliðsjónar og stuðnings er æskilegt að renna yfir

Rutarbók sjálfa, við undirbúning hugvekjunnar, enda er hún einungis fjórir

kaflar.

Að öllum líkindum er nauðsynlegt að fara nokkuð hratt yfir sögu Rutar og

fara ekki of nákvæmlega út í smáatriði frásögunnar, sérstaklega undir lokin.

Kaflinn um giftingarskyldu ættmenna og smáatriðin sem tengjast trúlofun

Bóasar og Rutar er ekki mikilvægur í þessari hugleiðingu. Áhersluatriðið er

auðvitað trúfesti Rutar og góðmennska og lærdómurinn sem við getum

dregið af framkomu hennar.

Þegar Rut tók þá ákvörðun að snúa aftur til Betlehem með tengdamóður

sinni var hún að taka stóra ákvörðun. Hún var að fara frá örygginu í

heimalandi sínu til ókunnugs lands þar sem hún þekkti engan nema

tengdamóður sína. Hún vissi að þær myndu verða fátækar og að lífið myndi

verða erfitt en hún vissi líka að tengdamóðir hennar þarfnaðist hennar.

Enda varð raunin sú að Rut varð tengdamóður sinni til mikillar gleði og

hamingju. Hvað getum við gert til að verða eins og Rut?

Guð vill að við séum öll eins og lítil kærleiksljós, sem lýsa fyrir hann. Rut

hlýddu þessu boði vel með trúfesti sinni og elsku gagnvart Naomí

(trúfesti=trygglyndi, tryggð, trúnaður). Hún lýsti upp umhverfi sitt með

kærleika sínum og gleði. Það er nefnilega líka mikilvægt að líta á björtu

hliðarnar og reyna að gleðjast og brosa, jafnvel því að lífið virðist ekki alltaf

brosa við manni. Þannig getum við líka glatt aðra. Löngu eftir að Rut var

uppi fæddist Jesús Kristur inn í þennan heim til að útskýra þetta betur fyrir

Biblíutexti

(Textinn er úr Barnabiblíu

Skáholtsútgáfunnar)

Í Betlehem, þorpinu litla,

voru allir svangir. Akrarnir

voru þurrir og skrælnaðir.

„Við eigum engan mat

eftir“ sagði Elímelek dag

nokkurn við Naomí, konu

sína. „Taktu saman föggur

okkar, því á morgun förum

við í langa ferð með

drengina okkar báða.“

„Hvert förum við?“ spurði

Naomí. „Yfir Jórdan til

Móabslands, því að þar er

nóg að bíta og brenna,“

svaraði Elímlek. Þannig

varð það að Elímelek og

Naomí fluttust með syni

sína til Móabslands.

Drengirnir uxu upp og

kvæntust tveim innlendum

stúlkum, Orpu og Rut.

Elímelek varð ekki langlífur

og nokkrum árum eftir lát

hans, dóu báðir bræðurnir.

Nú var Naomí ein í

framandi landi. Þá bárust

henni fréttir frá Betlehem

að þar væri nú engin

hungursneyð lengur. Þess

vegna ákvað hún nú að

snúa aftur heim. „Þú kemst

ekki ein alla þessa leið“

sagði Rut, og Orpa var

sammála henni. Þær afréðu

því að yfirgefa heimili sín

og fylgja Naomí til

Betlehem. En á leiðinni

reyndi Naomí að telja þær

á að snúa við og byrja nýtt

líf heima í Móabslandi.

Page 48: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

48

okkur og gefa okkur fyrirmynd um fullkominn kærleika. Hann kenndi okkur

að vera góð við alla, óháð litarhætti, þjóðerni, aldri, kyni og stöðu. Hann

sagði að við ættum að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir menn

kæmu fram við okkur (sjá minnisversið). Þetta er stundum kallað „gullna

reglan“.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Tilvalið er að byrja á að syngja sönginn „Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast

Rut“ (eða minna á hann ef hann hefur verið sunginn áður í starfinu). Hér

verður þó að hafa góða stjórn á hópnum svo að börnin verði ekki of æst

þegar kemur að hugleiðingunni sjálfri. Eftir sönginn getur leiðtoginn sagst

ætla að segja söguna af því, hvernig Rut fór að því að vera svona „sönn og

góð“ og af hverju við ættum að vilja líkjast henni.

Tilvalið er að fá nokkra sjálfboðaliða til að leika söguna um leið og hún er

sögð.

Hugleiðing

Það hefur verið döpur og hungruð fjölskylda, sem lagði af stað í langferð frá

Betlehem, litla bænum í Ísrael. Þar hafði verið uppskerubrestur og engan

mat að hafa. En fjölskyldufaðirinn Elímelek, eiginkona hans, Naomí og

synirnir tveir, Mahlín og Kiljón, treystu Drottni af öllu sínu hjarta og vissu að

hann var með þeim, styrkti þau og blessaði í lífi og dauða, jafnvel því að þau

mættu þrengingum. Í þessari fullvissu komu þau til Móabslands þar sem

nóg var að bíta og brenna, og í þessari sömu fullvissu andaðist Elímelek

skömmu síðar.

Mahlón og Kiljón urðu brátt fullorðnir menn og kvæntust móabítískum

konum, sem hétu Orpa og Rut. Þær voru góðar og kærleiksríkar stúlkur en

höfðu aldrei áður heyrt talað um Drottin, Guð Ísraelsmanna. Eiginmenn

þeirra og ekki síst tengdamóðir vildu auðvitað að þær kynntust einnig

þessum frábæra Guði, sem hafði skapað allan heiminn og hafði allt vald á

himni og jörðu en elskaði mennina ótrúlega mikið og þráði að þeir sneru sér

til sín. Naomí hefur eflaust sagt tengdadætrum sínum allar þær sögur sem

hún kunni um kærleiksverk Drottins, og þær hafa hlustað á af athygli og

meðtekið boðskapinn í hjarta sínu.

Þær vildu ekki yfirgefa

hana, en Naomí lagði hart

að þeim. Orpa ákvað því að

snúa aftur og og kvaddi

tengdamóður sína með

tárum. En Rut vildi ekki

fara. „Láttu mig ekki

yfirgefa þig“ sagði hún.

„Hvert sem þú ferð, angað

fer ég, þitt fólk er mitt fólk

og þinn guð er minn guð.“

Og konurnar tvær héldu

ferð sinni áfram. Það var

vor er þær komu til

Betlehem. Bændurnir voru

önnum kafnir við að skera

upp byggið á ökrunum.

Vinir Naomí voru glaðir að

sjá hana aftur. En Naomí

var döpur í bragði. Hún var

loksins komin heim aftur,

en maður hennar og synir

voru dánir. Naomí og Rut

voru sárfátækar. Á hverjum

degi fór Rut út á akurinn og

gekk á eftir

kornskurðarmönnunum og

tíndi upp það sem þeir

skildu eftir. Á kvöldin malað

hún kornið og bakaði

brauð. Rut vissi ekki, að

þennan akur átti frændi

Naomí sem Bóas hét. Hann

var auðugur maður. „Hver

er þetta?“ spurði Bóas dag

nokkurn, er hann tók eftir

Rut. „Útlenda konan sem

koma með Naomí,“

svöruðu verkamennirnir.

„Hún hefur verið önnum

kafin frá því í morgun.“

„Þér er velkomið að vera

hér á akrinum mínum“

sagði Bóas við Rut.

Page 49: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

49

Eftir aðeins tíu ár dundi ógæfan aftur yfir hjá fjölskyldunni. Mahlón og

Kiljón, synirnir tveir dóu, hvor á eftir öðrum. Við tók grátur og gnístan tanna

hjá konunum þremur sem eftir voru. En þá barst huggun harmi gegn til

eyrna Naomí. Erfiðleikarnir voru að baki í heimalandi hennar, Ísrael, og hún

ákvað því að snúa aftur til Betlehem. Tengdadætur hennar vildu fylgja henni

og yfirgefa Móabsland, sitt heimaland, en hún bar umhyggju fyrir þeim og

sárbað þær á leiðinni að snúa aftur til sinna heimkynna, því að hún vissi að

það yrði þeim betra. Orpa lét til leiðast og kvaddi Naomí með miklum gráti

og kveinstöfum, en Rut varð ekki haggað. Hún var ákveðin í að fylgja gömlu

konunni, sem hafði misst bæði eiginmann og syni, og aðstoða hana á allan

hátt. Gleymum því ekki, að með því hvarf Rut ekki aðeins frá landi sínu

heldur sjálfsagt einnig eigin fjölskyldu og öðrum ástvinum í Móabslandi.

Framundan var óvissutími sem útlendingur í ókunnu landi. En ekkert af

þessu lét hún stöðva sig í að þjóna náunga sínum. Slík var elska Rutar og

hjálpfýsi.

Þegar þær tengdamæðgur komu til Betlehem var vor og verið var að skera

upp byggið (bygg er mjög algeng korntegund) á ökrunum. Rut fékk leyfi til

að ganga á eftir kornskurðarfólkinu og tína upp kornið, sem eftir varð. Úr

því gat hún bakað brauð handa sér og Naomí, en þær voru afar fátækar. En

Rut var svo heppin að eigandi kornakursins, auðugur maður að nafni Bóas,

var frændi Naomí. Þegar honum var sagt hver Rut væri og hvað hún hefði

gert fyrir Naomí varð hann heillaður af stúlkunni. Hann ákvað að biðja

hennar og þar sem hann var góður og trúaður maður vildi Rut gjarnan

giftast honum. Þau bjuggu nú hamingjusamlega saman til æviloka, ásamt

Naomí, og eignuðust soninn Óbeð, sem varð afi Davíðs konungs (sem felldi

risann Golíat sbr. sönginn „Hann Davíð var lítill drengur“ o.s.frv.).

- Vitið þið núna af hverju Rut var svona sönn og góð?

Lokaorð

Rut vissi að Naomí var hjálpar þurfi og hún hikaði því hvergi í staðfestu sinni

í að vera hjá henni og aðstoða hana. Er kannski einhver nálægt ykkur sem er

hjálpar þurfi? Það gæti verið gömul eða veik manneskja í götunni ykkar sem

þarf aðstoð og hlýtt bros frá ungri og hraustri stúlku/dreng. Það gæti líka

verið einhver einmana í skólanum ykkar, sem þarf góðan vin. Munið að með

öllum góðverkum, sem þið notið til að gleðja aðra, gleðjið þið líka Jesú.

„Þegar þú verður þyrst

skaltu fá þér að drekka úr

vatnsílátunum okkar. Ég

hef heyrt hve góð þú hefur

verið við Naomí, og

yfirgafst heimili og ættfólk

til að koma hingað með

henni. Guð launi þér.“ Um

kvöldið sagði Rut Naomí

hvað gerst hafði. Naomí

gladdist yfir því. Hún vissi

að Bóas var góður maður

og hún vildi gjarnan að Rut

giftist aftur. Á þessum

tímum var það venja í

Ísrael, að þegar maður dó,

átti nánasti ættingi hans að

taka að sér fjölskyldu hins

látna. Naomí vildi nú

krefjast þessa réttar og fá

Bóas til að ganga að eiga

Rut. Hún vissi að Bóas hélt

til þar sem kornið var

þerskt til að gæta þess.

Naomí sendi því Rut til hans

eftir að skyggja tók. „Segðu

Naomí að ég sé þessu

samþykkur,“ sagði Bóas við

Rut. „Ég skal taka þig að

mér og kvænast þér. En

það er maður hér í bænum

sem er þér nákomnari

ættingi en ég. Fyrst verð ég

að ganga úr skugga um að

hann vilji ekki sinna þessari

skyldu sinni.“ Daginn eftir

fór Bóas að finna þennan

mann. Hann átti fjölskyldu

sjálfur, og fannst það nóg.

Svo málið var einfalt. Bóas

gekk að eiga Rut. Þegar svo

Rut eignaðist son, þá var

engin kona í Betlehem

hamingjusamari en hún

Naomí.

Page 50: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

50

Bæn

Kæri Guð, viltu hjálpa okkur að vera eins og Rut. Viltu hjálpa okkur, að gleðja þá sem eru í kringum

okkur, og hjálpa þar sem við getum. Viltu líka hjálpa okkur að vera glöð alltaf. Í Jesú nafni amen.

Hjálparefni

Minnisvers

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra (Matteus. 7:12)

Leikir

Stafarugl

Leikurinn gengur út á keppni milli hópa. Hver er fljótastur að leysa úr stafaruglinu. Ekki hafa fleiri en

10 manns saman í hóp. Hluti hópsins leggst á gólfið og hinir standa við höfuð þeirra. Stjórnandinn

límir nú miða með stöfum á, undir iljar þeirra sem liggja á gólfinu, einn stafur á hverja il. Allir hópar

glíma við sama orðið í einu. Þegar stjórnandinn segir til, fá þeir sem ekki liggja á gólfinu að færa sig til

og reyna að leysa úr stafaruglinu og mynda orðið með því að endurraða fótunum. Þegar lausnin er

komin á að sækja sem leiðtoga sem staðfestir að orðið sé rétt og þau fá stig fyrir. Mikilvægt er að

enginn hrópi eða kalli svo allir hóparnir fái að klára orðið.

Verið búin að undirbúa 3-4 orð sem á að rugla og notið orð sem tengjast hugleiðingunni.

Spurningakeppni

1. Hvað hétu tengdadætur Naomí? (Orpa og Rut)

2. Hvert flutti Naomí með manninum sínum Elímelek (Til Móabslands)

3. Hvað átti Naomí marga syni? (Tvo)

4. Hvernig þekkti Naomi Bóas? (Hann var frændi hennar)

5. Hvar átti Naomí heima áður en hún flutti til útlanda? (Í Betlehem)

6. Hvað hét barnabarn Rutar? (Davíð)

7. Í söng sem þið kunnið öll er minnst á Rut, hvaða söngur er það? (Ég vil líkjast Daníel og ég vil

líkjast Rut).

8. Samkvæmt söngnum, af hverju viljum við líkjast Rut? (Því hún er svo sönn og góð)

9. Eiginmaður og synir Naomí hétu allir skrítnum nöfnum sem erfitt er að bera fram. Hverjir eru

fyrstu stafirnir í nöfnunum þeirra? (Elímelek, Mahlón og Kiljón)

10. Af hverju fór Rut með Naomi? (Af því að henni þótti vænt um hana)

Page 51: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

51

13. Ég get látið gott af mér leiða með því að hjálpa

öðrum Texti: Lúk. 10:1-9

Áhersluatriði

Mikilvægi þess að hjálpa náunganum. Hvernig er hægt að hjálpa? Hvað

gerist ef enginn hjálpar? Af hverju viljum við hjálpa?

Nálgun texta

Biblíutextinn, sem við ætlum að ræða um að þessu sinni, er ekki ein af þeim

frásögum ritningarinnar, sem oftast eru sagðar í barnastarfinu okkar og

flestum finnst „þægilegt að grípa í“. Það er því nauðsynlegt að leiðtoginn

undirbúi sig vel með lestri textans, bæn og íhugun, svo hann geti komið

boðskap kaflans á framfæri við börnin. Hægt er að nálgast efnið á margan

hátt og leiðtoginn verður að velja og hafna.

Þegar hér er komið sögu í Lúkasarguðspjalli hefur Jesús gert nokkur af

sínum helstu kraftaverkum og kennt lærisveinunum og lýðnum um hríð.

Hann vill nú hvetja fylgismenn sína til að fylgja sínu fordæmi, fara um,

prédika Guðs ríki og lækna í sínu nafni. Við munum að bestu vinir Jesú voru

lærisveinarnir tólf, sem fylgdu honum nánast hvert sem hann fór, en hann

átti marga fleiri vini og vinkonur. Þetta fólk hafði yndi af að sitja við fætur

Jesú, hlusta á hann og læra af honum. Jesús Kristur kallar því á 72 menn úr

þessum hópi vina sinna og segir þeim að fara, tveir og tveir saman, á undan

sér í þær borgir og á það staði sem hann hugðist koma til. Hann bauð þeim

að fara án nokkurs farangurs vegna þess að þeir áttu að treysta a forsjá

Drottins. Þannig áttu þeir að koma til borganna og segja íbúum þeirra frá

Jesú og þeim stórkostlegu hlutum, sem hann hafði kennt þeim sjálfum og

gert í návist þeirra. Þeir áttu á þann hátt að undirbúa hjörtu fólksins áður en

Jesús sjálfur kæmi til þeirra. Jesús gaf þessum vinum sínum einnig kraft til

að lækna fólk þar sem þeir kæmu – bæði svo fólkinu liði betur og til að þeir,

sem yrðu vitni að lækningunum, tryðu að þeir væru sendir af sjálfum syni

Guðs. Umfram allt áttu þessi menn nefnilega að boða fólkinu, sem á vegi

þeirra yrði, að Guðs ríki væri í nánd, og sannfæra það um að taka á móti

Kristi í hjarta sér áður en það yrði um seinan.

Biblíutexti

Eftir þetta kvaddi Drottinn

til aðra, sjötíu og tvo að

tölu, og sendi þá á undan

sér, tvo og tvo, í hverja þá

borg og stað sem hann

ætlaði sjálfur að koma til.

Og hann sagði við þá:

„Uppskeran er mikil en

verkamenn fáir. Biðjið því

Drottin uppskerunnar að

senda verkamenn til

uppskeru sinnar. Farið! Ég

sendi yður eins og lömb

meðal úlfa. Hafið ekki

pyngju, ekki mal eða skó og

heilsið engum á leiðinni.

Hvar sem þér komið í hús,

þá segið fyrst: Friður sé

með húsi þessu. Og sé það

nokkurt friðarins barn mun

friður yðar hvíla yfir því,

ella hverfa aftur til yðar.

Verið um kyrrt í sama húsi,

neytið þess sem þar er fram

borið í mat og drykk.

Verður er verkamaðurinn

launa sinna. Eigi skuluð þér

flytjast hús úr húsi. Og hvar

sem þér komið í borg og

tekið er við yður, þá neytið

þess sem sett er fyrir yður.

Læknið þá sem þar eru

sjúkir og segið þeim: Guðs

ríki er komið í nánd við

yður.

Page 52: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

52

Skipun Jesú til allra, sem vilja elska hann og hlýða, er skýr: „Farið! Ég sendi yður eins og lömb á meðal

úlfa.“ Þeim orðum beinir hann ekki aðeins til hinna sjötíu og tveggja, sem hann talar beint við í

frásögn Lúkasarguðspjalls. Þeim orðum beinir hann til allra sinna fylgjenda, ungra og gamalla, fyrr og

síðar. Við erum send í þennan heim til að fara líkt og lömb meðal úlfa – hvað í ósköpunum skyldu sú

samlíking eiga að þýða? Líklega eru þeir ekki margir, sem þurfa að óttast lítið lamb, sem mestan

áhuga hefur á að bíta gras í sakleysi sínu. Lendi veslings lambið hins vegar í miðri úlfahjörð er illt í efni

og trúlega getur það þá ekki vænst langra lífdaga. Því þýðir þessi myndlíking Jesú að þó að heimurinn

í kringum okkur sé grimmur og fjöldi manna hlýði óvini Guðs og geri það, sem illt er í augum Drottins,

eigum við að vera fulltrúar kærleika, hjálpsemi og allrar góðrar þjónustu við náunga okkar hér á

jörðinni. Jafnvel þó að aðrir komi illa fram við okkur eins og úlfurinn, sem ræðst á lambið og rífur það

í sig, eigum við ekki að hefna okkar.

Við eigum að vera kyndilberar Guðs ríkis, kærleiksljós sem lýsa fyrir Jesúm Krist. Hann segir líka

sjálfur: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku til hvers annars“

(Jóh. 13:35). Elska okkar til allra manna á þannig að vera einkennistákn okkar lambanna og það sem

greinir okkur frá úlfunum, þeim mönnum sem ekki hlýða Guði heldur óvini hans. Hvernig getum við

sýnt þessa elsku okkar í verki? (Fáið hugmyndir frá börnunum um hvernig þau getið þjónað náunga

sínum í kærleika, t.d. í skólanum eða heima.) Fyrir nokkrum árum var sagt í Morgunblaðinu frá ungum

háskólanema, sem hafði skrifað lokaritgerð til BA-prófs í heimspeki um spurninguna: „Eigum við að

hjálpa öðrum?“ Niðurstaða stúdínunnar í ritgerðinni var skýr: Já, það er siðferðileg skylda þeirra sem

tök hafa á, að hjálpa þeim sem minna mega sín. En við kristnir menn eigum reyndar ekki að þurfa

fræðilegar ritgerðir til að segja okkur þetta. Okkur ætti að nægja leiðarvísir okkar um lífið, Biblían

sjálf. Hjálpsemin sprettur nefnilega af kærleikanum. Hún á ekki að vera tæki til að upphefja okkur sjálf

með sýndarmennsku heldur til að þjóna öðrum í auðmýkt. Höfum því hugföst orð meistarans: „Takið

á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna

sálum yðar hvíld“ (Matt. 11:29).

Til skoðunar

Önnur nálgun á þetta efni, en þó skyld, er að tengja það við kynningu á starfi Sambands íslenskra

kristniboðsfélaga í Kenýju og Eþíópíu. Þá mætti vísa til þess að Jesús sendi sendiboða sína til að boða

gleðifréttirnar um ríki sitt í Lúkasi 10 og enn fremur að æðsta hjálpsemi kristins manns sé auðvitað

fólgið í að vísa öðrum veginn til eilífs lífs með Kristi – lífs í fullri gnægð.

Page 53: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

53

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Spyrjið nokkurra spurninga um vini og látið börnin rétta upp hönd eða standa upp. T.d. hverjir hérna

inni eru bestu vinir/vinkonur? Hverjir eiga vini/vinkonur úr öðrum bæjarfélögum/löndum? Og svo

framvegis.

Hugleiðing

Mörg ykkar hafa heyrt um bestu vini Jesú. Í Biblíunni eru þeir kallaðir lærisveinar Jesú. Munið þið

hvað þeir voru margir? Já, þeir voru 12. Hvað eigið þið marga vini? 12? Haldið þið að þessir 12 hafi

verið einu vinir Jesú? Nei, hann átti nefnilega fullt af fleiri vinum. Og ég ætla að segja ykkur svolítið

meira frá þeim bráðum. En fyrst ætla ég að segja ykkur að líf Jesú var svolítið sérstakt. Hann var ekki

kyrr á einum stað. Alltaf heima. Heldur ferðaðist hann út um allt og ræddi við fólk, læknaði það og

hjálpaði þeim sem þurftu á hjálp hans að halda. Fljótlega varð Jesús svo upptekinn að hann þurfti á

hjálp vina sinna að halda til að geta haldið verki sínu áfram. Þannig að hann bað nokkra vini sína að

fara á undan sér til nokkurra bæja og undirbúa komu sína þangað og segja fólki frá sér áður en hann

kæmi sjálfur. Vitið þið hvað hann bað marga vini sína að hjálpa sér?

Og allir 72 fóru og hjálpuðu Jesú.

Í dag biður Jesú okkur líka um að gera það sama. Hann biður okkur um að fara og segja öðrum frá

honum. Og það eru margir margir, miklu fleiri en 72 sem hjálpa honum í dag. Sumir eru kristniboðar

sem ferðast til fjarlægra landa og hjálpa fólki og segja því fá Guði. Aðrir gera það sem þeir geta heima

hjá sér og eru góðir og hjálpa fólki sem það sér að á bágt eða líður illa.

Fyrir nokkrum árum var nemandi í Háskóla Íslands sem skrifaði lokaritgerðina sína í heimspeki um

hvort fólk ætti að hjálpa hvert öðru. Hún ræddi þetta frá öllum hliðum og komst að niðurstöðu. Vitið

þið hver niðurstaðan var? Niðurstaðan var sú að fólk ætti að hjálpa hvert öðru. Kærleikurinn skiptir

nefnilega afskaplega miklu máli, alveg eins og við höfum rætt hérna í vetur. En við þurfum ekki

rannsóknir og ritgerðir til að segja okkur að við eigum að hjálpa öðrum. Við getum lesið um það í

Biblíunni og við finnum það í hjarta okkar. Manni líður nefnilega svo vel þegar maður gerir öðrum

gott.

Lokaorð

Þegar háskólastúdínan, sem frá greinir hér að ofan, bauð vinum sínum í útskriftarveisluna sína, frábað

hún sér allar gjafir en hvatti gestina í staðinn til að láta fé af hendi rakna til Hjálparstarfs kirkjunnar og

Rauða kross Íslands með því að stilla upp söfnunarbaukum frá þessum stofnunum í veislunni sinni.

Sem betur fer hafa flestir Íslendingar nóg á milli handanna til að gefa til bágstaddra annars staðar í

heiminum, þó að allt of fáir geri það. Hefur þú og þín fjölskylda ekki fengið sendan söfnunarbauk í

Page 54: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

54

pósti? Hver smáeyrir getur skipt máli og jafnvel bjargað mannslífum. Margir krakkar eru duglegir að

halda tombólur til styrktar góðgerðarhreyfingum og það er til fyrirmyndar. (Kannski hafa einhver

barnanna eða félagar þeirra gert það). Gleymum heldur ekki að við getum hjálpað með framkomu

okkar við þá sem standa okkur nær, t.d. einmana skólafélaga eða lasburða gamalmenni í götunni.

Bæn

Kæri Guð, hjálpaðu mér að hjálpa öðrum. Viltu hjálpa mér að sjá þegar öðrum líður illa og viltu hjálpa

mér að sjá hvernig ég get hjálpað. Í Jesú nafni, amen.

Hjálparefni

Bænavers

Verkin mín, Drottin, þóknist þér,

þau láttu allvel takast mér.

Ávaxtasöm sé iðjan mín,

yfir mér hvíli blessun þín.

Hallgrímur Pétursson

Minnisvers

Gullna reglan:

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matt 7:12)

Kristniboðsskipunin:

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni

föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með

yður alla daga, allt til enda veraldar. (Matt. 28:18-20).

Spurningar fyrir umræður

- Af hverju ætti ég að hjálpa?

- Miskunnsami Samverjinn, af hverju hjálpaði hann?

- Eigum við að hjálpa öllum eða bara sumum?

- Hvað með þá sem hafa verið vondir við okkur?

Page 55: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

55

Leikir

Frá Hjálparstarfnu

Ef leiðtoginn vill leggja ríka áherslu á þörfina til að hjálpa öðrum og mikilvægi starfs Hjálparstarfs

kirkjunnar er upplagt að fara í leiki með „óréttlátum“ reglum á undan eða eftir hugleiðingunni og

tengja við efni hennar. Þá er börnunum skipt í tvö lið, t.d. Bandaríkin/Evrópa gegn Afríku (þriðja

heiminum), og „vestræna“ liðið fær alltaf mikið forskot á hið „vanþróaða“. Þannig er til að mynda

hægt að keppa í að kasta borðtenniskúlu í körfu, Vesturlandabúar á eins metra færi en þriðji

heimurinn á tíu metra færi, og sjá hvorum gengur betur! Þessu er svo líkt við raunverulegt óréttlæti í

heiminum, hungursneyð og skort á læknishjálp og skólagöngu í vanþróuðu ríkjunum. Ég mæli þó með

að skipt sé um lið í miðjum leik þannig að allir fái að prófa að vera í báðum liðum, með og án forskots.

Page 56: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

56

14. Líkami minn – Musteri Guðs – Lokaorð Texti: 1. Kor 12:12-27

Áhersluatriði

Ríki Guðs er sem mannslíkami, hver hefur sitt hlutverk. Hvert er mitt

hlutverk?

Nálgun texta

Þessi texti er sérlega góð og einföld lýsing á því hvernig kirkjan virkar. Við

erum öll hluti af líkama Krists. Við erum öll kirkjan. Kirkjan samanstendur

ekki bara af prestum og starfsfólki og ekki bara af þeim sem sækja kirkjuna á

hverjum sunnudegi. Hún samanstendur af öllum kristnum einstaklingum í

heiminum. Hvort sem þeir eru stórir eða litlir, feitir eða mjóir, syngja vel eða

eru óheyrlega falskir, kartöflunef eða ekki, öll erum við hluti af kirkjunni. Og

það sem meira er við erum öll mikilvæg kirkjunni. Hvert og eitt okkar hefur

sitt hlutverk. Hvert er mitt hlutverk? Það getur verið stórt eða smátt, en það

er alltaf mikilvægt. Við eigum ekki möguleika á að vita hversu mikilvægt

hlutverkið okkar er. Við höfum áhrif á svo margt fólk á lífsleiðinni og það

sem við segjum og gerum snertir ótrúlega marga. Börnin sem koma í hverri

viku að hitta ykkur og hlusta á það sem þið hafið að segja eiga eftir að verða

fullorðnir einstaklingar. Og það sem þið segið í dag getur haft ótrúlega mikil

áhrif á hvernig þau haga sér þegar þau stækka. Í dag getið þið haft það mikil

áhrif á einn einstakling sem á kannski eftir að gera eitthvað stórkostlegt í

kirkjunni og ef þið væruð ekki að sinna ykkar hlutverki myndi sá

einstaklingur kannski aldrei fá tækifæri til að kynnast kirkjunni og sinna sínu

hlutverki. Hver einstaklingur er mikilvægur og hefur hlutverk.

Dæmi um hugleiðingu

Inngangur

Fá tvo sjálfboðaliða í eplakappát þar sem eplin hanga í bandi og keppendur

keppast um að vera fyrstir að borða eplið (eða hluta af eplinu) án þess að

nota hendurnar. Sniðug leið er að ákveða tíma í upphafi, t.d. 2 mínútur og

sá vinnur sem nær að borða meira af eplinu á þeim tíma.

Biblíutexti

Því að eins og líkaminn er

einn og hefur marga limi en

allir limir líkamans, þótt

margir séu, eru einn líkami,

þannig er og Kristur. Í

einum anda vorum við öll

skírð til að vera einn líkami,

hvort sem við erum

Gyðingar eða Grikkir,

þrælar eða frjálsir, og öll

fengum við einn anda að

drekka. Því að líkaminn er

ekki einn limur heldur

margir. Ef fóturinn segði:

„Fyrst ég er ekki hönd þá

heyri ég ekki líkamanum

til,“ þá er hann ekki fyrir

það líkamanum óháður. Og

ef eyrað segði: „Fyrst ég er

ekki auga heyri ég ekki

líkamanum til,“ þá er það

ekki þar fyrir líkamanum

óháð. Ef allur líkaminn væri

auga, hvar væri þá

heyrnin? Ef hann væri allur

heyrn, hvar væri þá

ilmanin? En nú hefur Guð

sett hvern einstakan lim á

líkamann eins og honum

þóknaðist. Ef allir limirnir

væru einn limur hvar væri

þá líkaminn? En nú eru

limirnir margir en líkaminn

einn. Augað getur ekki sagt

við höndina: „Ég þarfnast

þín ekki!“ né heldur höfuðið

við fæturna: „Ég þarfnast

ykkar ekki!“ Nei, miklu

fremur eru þeir limir á

líkamanum nauðsynlegir

sem virðast vera í

veikbyggðara lagi.

Page 57: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

57

Hugleiðing

Það getur verið mjög erfitt að geta ekki notað ákveðna hluta af líkama

sínum. Til dæmis sáuð þið að það var mjög erfitt fyrir krakkana hérna áðan

að bíta í eplið án þess að nota hendurnar.

Í vetur höfum við verið að segja ykkur frá ýmsum hlutum sem tengjast

líkamanum okkar, hvernig við förum með hann og hvernig við getum notað

hann. Og áður en við förum út í sumarið langar mig að segja ykkur svolítið

merkilegt sem Páll postuli sagði um líkamann. Vitið þið hver Páll postuli var?

Hann var einn þeirra fyrstu sem boðaði trú á Jesú Krist eftir upprisuna, og í

einu bréfinu sem hann skrifaði til fólksins sem bjó í Korinthu (þið getið lesið

þetta bréf í Biblíunni ef þið viljið) sagði hann að Kristur væri eins og líkami.

Þegar við erum skírð verðum við hluti af líkama Krists og það er mikilvægt

að við gleymum því ekki. Og þegar við tökum þá ákvörðun að fermast, erum

við um leið að taka þá ákvörðun að halda áfram að vera hluti af líkama

Krists. Og nú ætla ég að útskýra aðeins betur hvað ég meina með líkama

Krists. Af því að Jesús gengur ekki lengur um hérna á jörðinni eins og hann

gerði fyrir 2000 árum síðan þá getur hann ekki staðið fyrir framan hóp af

fólki og talað við það, gefið því að borða, læknað það eða huggað. En hann

biður okkur sem erum kristin að hjálpa sér og í gegnum okkur og það sem

við gerum, getur hann hjálpað fullt af fólki um allan heim. Hann hjálpar

okkur að hjálpa öðrum. Og þá er mikilvægt að við hlustum á hann og gerum

eins og hann segir. Hann hefur verkefni fyrir okkur öll. Mörg og

mismunandi verkefni. Það þurfa ekki allir að verða prestar til að starfa fyrir

Guð. Sumir velja að verða prestar eða læknar eða trúboðar til að starfa fyrir Guð en það eru margar

aðrar leiðir. Hlutverkið okkar í líkama Krists þarf ekki endilega að tengjast vinnunni okkar heldur

tengist það okkur sjálfum sem persónum. Kannski er hlutverkið ykkar að hjálpa öðrum krökkum sem

lenda í einelti. Eða kannski er það hlutverk ykkar að hjálpa þeim sem eiga hvergi heima. Kannski að

tala við vini ykkar þegar þeim líður illa og hjálpa þeim með þeirra vandamál. Hlutverkin geta verið svo

mörg og mismunandi og sumir uppfylla kannski hlutverkin sín án þess að taka eftir því á meðan aðrir

einbeita sér að því alla ævi. En það er mikilvægt fyrir okkur að vita að hvernig sem við erum og hvað

sem við gerum þá erum við hluti af líkama Krists og hver og einn einasti einstaklingur er mikilvægur.

Lokaorð

Vitið þið hvað margir telja að sé óþarfasti hluti mannslíkamans? Tærnar. En vitið þið hvað gerist ef við

missum tærnar? Við getum ekki gengið og dettum á hausinn. Tærnar hjálpa okkur nefnilega að halda

Og þeim sem okkur virðast

vera í óvirðulegra lagi á

líkamanum, þeim veitum

við því meiri sæmd, og

þeim sem við blygðumst

okkar fyrir sýnum við því

meiri blygðunarsemi. Þess

þarfnast hinir ásjáanlegu

limir okkar ekki. En Guð

setti líkamann svo saman

að hann gaf þeim sem síðri

var því meiri sæmd til þess

að ekki yrði ágreiningur í

líkamanum heldur skyldu

limirnir bera sameiginlega

umhyggju hver fyrir öðrum.

Og hvort heldur einn limur

þjáist, þá þjást allir limirnir

með honum eða einn limur

er í hávegum hafður

samgleðjast allir limirnir

honum. Þið eruð líkami

Krists og limir hans hvert

um sig.

Page 58: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

58

jafnvægi. Ef ykkur finnst stundum eins og þið getið ekki verið mikilvægir einstaklingar í heiminum og á

líkama Krists, jafnvel ef ykkur finnst öðrum finnast það, þá skuluð þið bara líta á ykkur sem tær. Þó

fáir taki eftir því hvað þið eruð að gera, þá gæti allt hrunið ef þið hverfið á brott og fyrr en síðar áttar

fólk sig á því hvað hver og ein manneskja er mikilvæg.

Bæn

Kæri Jesús, hjálpaðu mér að gleyma ekki að ég er hluti af líkama þínum. Hjálpaðu mér að finna mitt

hlutverk á líkama þínum og hjálpaðu mér að sinna því vel. Í Jesú nafni, amen.

Leikrit – Dvergurinn að borða/mála sig

Tvo leikara þarf í þetta leikrit en þeir leika bara eina manneskju. Leikararanir koma sér fyrir við dúkað

borð (svo ekki sést í fætur þeirra). Annar stendur fyrir aftan hinn og teygir hendur sínar fram fyrir

hinn og leikur einungis hendur dvergsins. Sá sem stendur fyrir framn er dvergurinn og geymir hendur

sínar í skóm þannig að frá áhorfendum séð lítur dvergurinn út fyrir að standa á borðinu.

Aðstoðarmaður kemur síðan með disk af súrmjólk eða snyrtitösku og dvergurinn byrjar nú að

borða/mála sig, sem er að sjálfsögðu afskaplega erfitt (og sóðalegt) þar sem hendurnar sjá ekki hvað

þær eru að gera.

Leikir

Boðhlaup blindingjans

Merkið ákveðna leið um fundarstaðinn. Merkið líka fjórar stöðvar á leiðinni, upphaf, stöð 1, stöð 2 og

enda. Skiptið nú í lið, þrír og þrír saman í liði. Bindi fyrir augun á einum í hverju liði og liðin leggja af

stað öll í einu eða eitt og eitt (þá er tími tekinn á hverju liði). Markmiðið er að vera fyrsta liðið sem

kemur í mark, en skipt er um blindingja á hverri stöð. Blindinginn er sá sem þarf að „hlaupa“ hinir

mega ekki snerta hann en bara segja honum með orðum hvert hann á að fara, hvenær hann á að

beygja og svo framvegis.

Hvers kyns samvinnuleikir, leikir sem krefjast þess að ekki megi nota ákveðinn líkamshluta eru

tilvaldir fyrir þennan fund.

Bangsasagan

Bangsasagan er leikur sem allir hafa gaman af. Fimm stólum er raðað upp í beina línu fyrir framan

áhorfendur og svo eru valdir sjálfboðaliðar til að leika í sögunni. „Leikararnir“ fá sér sæti frá hægri til

vinstri eftir þessari röð: Bangsastrákur, bangsamamma, bangsa-allt-annað, bangsapabbi,

Page 59: Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2015

59

bangsastelpa. Mikilvægt er að velja skemmtilegan einstakling með gott sjálfstraust í miðjuna, best er

að fá einhvern leiðtogann í þetta hlutverk, því þessi einstaklingur vinnur mestu vinnuna.

Nú er hverjum fyrir sig falið eitthvert verkefni sem þeir eiga að framkvæma alltaf þegar minnst er á

þá í sögunni. T.d. á bangsastrákurinn altaf að standa á fætur hlaupa á ákveðinn stað og hoppa fimm

sinnum á öðrum fæti. Bangsastelpan gæti fengið úthlutað öðrum stað þar sem hún á að framkvæma

sama verkefni. Bangsamamma og bangsapabbi gætu átt að hlaupa hringinn í kring um stólana þegar

minnst er á þau (mamma til hægri og pabbi til vinstri).

Hlutverkin þarf að skipuleggja miðað við svæðið sem þið hafið. Miðjuleikmaðurinn „bangsa-allt-

annað“ leikur öll önnur hlutverk í sögunni sem byrja á bangsa-. T.d. bangsakanína, bangsahundur,

bangsatré eða hvað sem ykkur dettur í hug. Þegar minnst er á bangsa-eitthvað-annað á

miðjuleikmaðurinn að klifra upp á stól og kalla jibbí. Þetta verður allt hin mesta óreiða og ákaflega

skemmtilegt. Lítið mál er að semja skemmtilega og fyndna sögu um bangsafjölskylduna og fyndið að

tengja inn í hverfið ykkar, skólann og jafnvel einhverja leiðtoga. Munið bara að hafa bangsa-,

nægilega oft og með stuttu millibili.