18
6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012 Bakgrunnsupplýsingar um 6. bekk Umsjónarkennari: Hilma Steinarsdóttir Aðrir kennarar: Anna Rún Kristjánsdóttir Árni Davíð Haraldsson Hlöðver Ingi Gunnarsson Hrafngerður Ösp Elíasdóttir Kadri Sóley Vífilsdóttir Í stundatöflu eru 35 kennslustundir og skiptast þær svona: Íslenska 5 Handmennt 2 Stærðfræði 5 Myndmennt 2 Samfélagsfræði 3 Skrift 1 Náttúrufræði 3 Dans 1 Danska 2 Sund 1 Enska 2 Lífsleikni 1 Íþróttir 2 Bekkjartími 1 Tölvur 2 Tónmennt 1 Heimanám 1 Nemendur 6.bekkjar Anna María Ólafsdóttir Arnar Örvarsson Jón Axel Matthíasson Mikolaj Potrykus

Bakgrunnsupplýsingar um 6. bekk · vita hvenær tvö almenn brot eru jöfn, geta stytt og lengt almenn brot og fundið samnefnara brota geta raðað ræðum tölum, þ.e. geta raðað

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Bakgrunnsupplýsingar um 6. bekk

Umsjónarkennari: Hilma Steinarsdóttir

Aðrir kennarar: Anna Rún Kristjánsdóttir

Árni Davíð Haraldsson

Hlöðver Ingi Gunnarsson

Hrafngerður Ösp Elíasdóttir

Kadri

Sóley Vífilsdóttir

Í stundatöflu eru 35 kennslustundir og skiptast þær svona:

Íslenska 5 Handmennt 2

Stærðfræði 5 Myndmennt 2

Samfélagsfræði 3 Skrift 1

Náttúrufræði 3 Dans 1

Danska 2 Sund 1

Enska 2 Lífsleikni 1

Íþróttir 2 Bekkjartími 1

Tölvur 2 Tónmennt 1

Heimanám 1

Nemendur 6.bekkjar

Anna María Ólafsdóttir

Arnar Örvarsson

Jón Axel Matthíasson

Mikolaj Potrykus

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Íslenska

Kennari: Hilma Steinarsdóttir

Markmið vetrarins eru eftirfarandi:

Talað mál og hlustun

Að nemendur:

fái þjálfun í að lesa sögur og ljóð fyrir framan aðra.

þjálfist í að segja frá og tjá sig fyrir framan hóp

þjálfist í að segja sína skoðun og rökstyðja skoðanir sínar

Lestur og bókmenntir

Að nemendur:

hafi náð 230 - 300 í atkvæðafjölda

þjálfi lesskilning og orðaforða

geti lesið sér til ánægju og sagt frá upplifun sinni af lestrinum

þjálfist í að hlusta á upplestur og frásagnir

verði færir um að draga aðalatriði úr texta

læri valin ljóð utanbókar

þekki hugtökin ljóðstafi, rím, samlíkingu og boðskap og verði fær um að finna þau í

ljóðum

Ritun

Að nemendur:

auki færni sína í skrift, geti skrifað læsilega og af öryggi

fái þjálfun í að semja sögur og ljóð

verði færir um að tjá hugmyndir og reynslu

geti nýtt sér orðabækur við ritun texta

temji sér vandvirkni og góðan frágang

Málfræði

Að nemendur:

þekki nokkur orðtök og málshætti og geti beitt þeim

kunni að fletta orðum upp eftir stafrófsröð

þekki sagnorð, nútíð, þátíð og nafnhátt

þekki nafnorð, kyn, tölu og geti fallbeygt

geti greint nafnorð í sérnöfn og samnöfn

þekki lýsingarorð og geti stigbreytt

þekki sérhljóða og samhljóða

þekki hugtökin samheiti og andheiti og geti unnið með þau

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

fái æfingu í einföldum og tvöföldum samhljóðum

þekki reglurnar:

-um ng og nk

-um –n og –nn í endingum orða

-um stóran og lítinn staf

-um y, ý og ey

Leiðir til að ná settum markmiðum

Nemendur lesa reglulega sögur, ljóð og leikþætti upp fyrir framan bekkjarfélaga sína og kennara.

Nemendur læra utanbókar nokkur ljóð og flytja fyrir bekkjarfélaga sína og kennara.

Unnið er í vinnubókum til að ná settum markmiðum í málfræði.

Nemendur fá þjálfun í stafsetningu með því að skrifa texta beint upp af bók og eftir upplestri.

Nemendur fá aðgang að orðabókum, fá þjálfun í að fletta upp eftir stafrófsröð og að stafsetja orð

rétt, einnig til að auka orðaforða.

Nemendur vinna reglulega lesskilningsverkefni, lesa sögur og ljóð og vinna verkefni upp úr

lesefninu.

Nemendur fá skriftarbækur við hæfi og þjálfa sig reglulega í skrift

Nemendur fá reglulega tækifæri til að lesa frjálslestrarbækur sér til ánægju og um leið til

lestrarþjálfunar.

Námsmat

Skrifleg próf

Munnleg próf / ljóðaflutningur

Sjálfsmat

Lestrarpróf

Grunnnámsefni Málfræði og stafsetning: Mál er miðill grunnbók

Málrækt 2 vinnubók

Skræða II vinnubók

Finnbjörg uppflettirit

Bókmenntir og lestur: Rauðkápa grunnbók og vinnublöð

Benjamín dúfa

bækur að eigin vali til yndislesturs

Ljóð: Ljóðspor, Skólaljóð og efni af Neti

Skrift: góður, betri, bestur

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Stærðfræði

Kennari: Hilma Steinarsdóttir

Nemandi á að

geta lesið og skrifað heilar tölur, jákvæðar og neikvæðar

geta lesið og ritað almenn brot og notað tugabrotarithátt

þekkja rómversk talnatákn

skilja og fara rétt með algeng stærðfræðiheiti og tákn, s.s. fyrir röðun, reikniaðgerðir og

ferningsrót

kunna að nota sviga í stærðfræðilegum texta og þekkja forgangsröð reikniaðgerða

skilja og geta notað stærðfræðileg hugtök sem eru algeng í tengslum við framsetningu

tölulegra gagna í almennum texta, s.s. „hækkun“, „hlutfallsleg lækkun“,

„prósentuhækkun“ og „-lækkun“, „frávik“ o.fl.

geta lesið töflur og einföld línu- og súlurit um töluleg gögn, flokkað sjálfur einföld

töluleg gögn, sett niðurstöður upp í töflur og sýnt þær á línu- eða súluriti, t.d. með því að

nota töflureikni eða önnur forrit

beita skipulegum aðferðum við lausnir verkefna og þrauta

gera sér grein fyrir mikilvægi röksemdafærslna í stærðfræði, t.d geti rökstutt niðurstöður

sínar og skýrt lausnarleiðir

gera sér grein fyrir hvernig beita má stærðfræðilegum aðferðum í daglegu lífi og vera

vanur að nota stærðfræði á öðrum sviðum, nánar tiltekið:

o kunna að gera sér stærðfræðileg hugtök skiljanlegri með því að setja

o þau í samband við hversdagslega hluti

o geta leyst verkefni sem snerta fjármál heimila og stálpaðra barna og

o notað til þess grundvallaratriði einfalds bókhalds, t.d. með hjálp

o töflureiknis

skilja hvernig stærðfræði er undirstaða mælinga í tíma og rúmi, nánar tiltekið:

o skilja uppbyggingu metrakerfisins og tengsl þess við sætisrithátt,

o þekkja nokkrar algengustu einingar metrakerfisins (km, m, dm, cm, mm, l, dl, ml,

kg, g, mg) í samhengi við eðlilega notkun í daglegu lífi og geta breytt á milli

þeirra af öryggi

geta notað aðrar mælieiningar og átta sig á að notkun eininga getur

verið breytileg milli landa

geta breytt á milli eininga og notað óstaðlaðar mælieiningar ef við á

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

geta reiknað milli sekúndna, mínútna, klukkustunda og daga af öryggi

skilja tímamun milli ólíkra heimshluta og hafa fengist við verkefni sem fela í sér

útreikninga á tímamun milli landa innan mismunandi tímabelta

gera sér nokkra grein fyrir sögu stærðfræðinnar, nánar tiltekið:

o hafa unnið með nokkrar algengar gamlar mælieiningar, t.d. fet, alin, eykt, pela,

pund o.s.frv.

o hafa kynnt sér sögu ýmissa stærðfræðilegra hugtaka sem koma fyrir í

skólanámsefni, s.s. sextugakerfis í samhengi við tímaútreikninga, skiptingu

hringsins í gráður eða staðsetningu á hnettinum með lengdar- og breiddargráðum

vita hvenær tvö almenn brot eru jöfn, geta stytt og lengt almenn brot og fundið

samnefnara brota

geta raðað ræðum tölum, þ.e. geta raðað náttúrlegum tölum og tugabrotum af öryggi,

kunna að raða almennum brotum og geta borið saman almenn brot og tugabrot

þekkja jákvæðar og neikvæðar tölur í eðlilegu samhengi, t.d. á hitamæli og í notkun

reiknivéla og þekkja röðun heilu talnanna

skilja hvað frumtala (prímtala) er og vita hvernig finna má lægstu frumtölurnar

þekkja deilingu með afgangi

hafa þekkingu á sætistalnakerfi, einkum á tugakerfinu, nánar tiltekið:

o skilja tugakerfið sem sætiskerfi og framsetningu ræðra talna með

endanlegum tugabrotum

o geta breytt endanlegum tugabrotum í almenn brot og almennum

brotum í tugabrot með gefinni nákvæmni (fjölda aukastafa)

hafa náð góðri færni í einföldum reikningi, nánar tiltekið:

o geta lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt með náttúrlegum

tölum af öryggi án aðstoðar reiknitækis og með tugabrotum þegar

tölurnar eru einfaldar og koma upp í eðlilegu samhengi

o sýna fullt vald á margföldunartöflunni upp í 10•10

o geta notað reiknivélar til að leggja saman, draga frá, margfalda,

deila og finna ferningsrót

o geta túlkað margföldun sem endurtekna samlagningu, veldi sem

endurtekna margföldun og deilingu bæði sem endurtekinn frádrátt

og skiptingu

o þekkja töluna núll sem hlutleysu í samlagningu og sérstöðu hennar

í margföldun og deilingu og þekkja töluna einn sem hlutleysu í

margföldun

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

o kunna nokkur skil á reikniaðgerðum með ræðum tölum, þ.e. skilja

að þegar leggja á saman almenn brot þarf að gera þau samnefnd,

o geta margfaldað almennt brot með heilli tölu og skilja deilingu

almenns brots með heilli tölu

o kunna að prófa frádrátt með samlagningu, samlagningu með

frádrætti, deilingu með margföldun og margföldun með deilingu

o vera leikinn í hugarreikningi og námundunarreikningi

kannast við hlutföll milli stærða og geta notað þau við útreikninga í einföldum hagnýtum

dæmum, nánar tiltekið

o geta skýrt hlutföll með myndum, myndritum, töflum eða með

áþreifanlegum hlutum

o geta skipt stærðum, fyrst áþreifanlegum hlutum en síðan tölum, í

einföldum hlutföllum, t.d. 1:2 eða 2:3

o skilja hvað átt er við með mælikvarða og geta lesið vegalengdir af

landakortum og vinnuteikningum í algengum mælikvörðum, t.d.

1:100 og 1:100.000

o geta leyst ýmis verkefni varðandi hlutföll, s.s. að stækka og smækka

myndir eða mataruppskriftir, og gert einfaldar vinnuteikningar í

algengum mælikvarða

o geta reiknað á milli eininga, t.d. mynteininga, og hafa reynslu af að

o reikna milli algengra erlendra gjaldmiðla og íslenskrar krónu

kannast við prósentuhugtakið, nánar tiltekið

o skilja hvað orðið prósenta þýðir

o geta reiknað heiltöluprósentur af heild

o geta reiknað í huganum 1%, 5%, 10%, 25% og 50% af heilum

hundruðum og þúsundum

o skilja prósentuhækkun og -lækkun og geta t.d. reiknað slík dæmi

varðandi laun og verð, s.s. afslátt af vöruverði

o vita hvað þýðir að fá vexti af upphæð

o þekkja tengsl prósentu við almenn brot og tugabrot og geta breytt

þar á milli

átta sig á einfaldri notkun bókstafa í stærðfræði, nánar tiltekið

o skilja hvernig má nota bókstafi sem staðgengla fyrir tölur

o geta leyst mjög einfalda jöfnu með einni óþekktri stærð

o ráða við margvísleg „orðadæmi“, þ.e. geta þýtt upplýsingar yfir á

stærðfræðilegt mál

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

kunna skil á algengustu hugtökum sígildrar rúmfræði, nánar tiltekið

o þekkja almenn hugtök úr rúmfræði, s.s. punkt, línu, línustrik, horn,

samsíða og hornréttar línur, grannhorn og topphorn

o þekkja ýmsar gerðir flatarmynda, s.s. þríhyrning, þ.m.t.

rétthyrndan, jafnhliða og jafnarma þríhyrning, ferhyrning, ferning

og rétthyrning, trapisu, tígul, hring og hugtök honum tengd, s.s.

geisla, þvermál og ummál

o þekkja nokkur einföld hugtök úr þrívíðri rúmfræði, s.s. tening,

réttstrending, kúlu, sívalning, keilu og strýtu (píramída)

kunna að nota metrakerfið við mælingar á flatarmyndum

þekkja hornamál og geta mælt horn í gráðum

geta fundið flatarmál, þ.e. mælt flatarmál með rúðuneti, hafa

tileinkað sér reglur um flatarmál rétthyrnings, þríhyrnings og

hrings og geta beitt þeim

geta fundið rúmmál, þ.e. mælt rúmmál með samanburði við

einingarteninga, hafa tileinkað sér reglu um rúmmál réttstrendings

og geta beitt henni

þekkja samsvörun rúmmáls og mælieininga fyrir vökva og vita t.d.

að 1 lítri samsvarar 1 dm3 og 1 ml samsvarar 1 cm3

þekkja talnalínuna og fjarlægð milli punkta á henni

þekkja rétthyrnt hnitakerfi í sléttum fleti og hnit punkta

þekkja lengdar- og breiddargráður sem hnit til að lýsa staðsetningu

á jörðinni

geta notað stefnu, mælda í gráðum, og fjarlægð til að lýsa afstöðu

staða

kannast við nokkrar tegundir af rúmfræðilegum færslum og kunna að

notfæra sér þær

Leiðir að settum markmiðum: Unnið í námsefni í einstaklings-, para- og hópvinnu.

Námsmat: Munnleg og skrifleg lokapróf.

Námsgögn: Geisli 2 grunnbækur og verkefnabækur. Reikistjörnubækur eftir getu.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Enska Kennari: Sóley Vífilsdóttir

Markmið

Hlustun

að nemandi:

skilji ensku talaða á eðlilegum hraða í viðfangsefnum sem unnið er með

geti hlustað eftir aðalatriðum og skilji efni sem tengist lífi jafnaldra í enskumælandi löndum.

Lestur

að nemandi:

geti lesið einfaldar smásögur og stuttar skáldsögur, geti leitað að upplýsingum í texta.

geti lesið efni sem tengist jafnöldrum í enskumælandi löndum. Talað mál

að nemandi:

geti tekið þátt í samskiptum innan kennslustofunnar og geti sagt á skýran og skipulegan hátt frá viðfangsefnum.

Málfræði

að nemandi kunni að beita:

nútíð algengra sagna, algengum fornöfnum, nafnorðum, lýsingarorðum og greini. Ritun

að nemandi:

geti skrifað skipulega, skiljanlegan og viðeigandi samfelldan texta eftir fyrirmyndum s.s. dagbókarbrot, frásagnir, texta við myndir o.s.frv., þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða og þjálfist í réttri stafsetningu.

Kennsluhættir

lestur

hlustun

hópumræður,

nemendur tala saman í pörum eða litlum hópum

unnið í vinnubókum

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

leikir og söngvar

lesið í léttlestrarbókum

Námsgögn

kennslubókin Action ásamt vinnubókum A og B og hlustunarefni

léttlestrarbækur

Enskar málfræðiæfingar B og/eða C

Hickory og/eða Dickory

krossgátur og orðarugl

orðabækur

kennsluvefir

myndbönd

Námsmat

símat á verkefnum og frammistöðu í kennslustundum

árangur er metinn með könnun í lok hvorrar annar ásamt vinnubók,

vinnubók og vinnusemi 40% - próf 60 %

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Danska

Kennari: Árni Davíð Haraldsson

Markmið: Markmiðin eru samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla.

Mikilvægt er að skapa metnað nemenda fyrir námi sínu og gera þá sjálfstæðari í

vinnubrögðum. Þess vegna er þörf á að gera nemendum grein fyrir mikilvægi námsins og

vinnuframlagi þeirra til að komast áfram í framtíðinni, strax við upphaf námsins. Til þess

þarf kennari að vera duglegur að sýna nemendum sínum fram á að metnaður fyrir því sem

tekið er fyrir leiðir til náms og betri frammistöðu í náminu svo og betri möguleikum á

framhaldsnámi í framtíðinni.

Nemendur hefja nú dönskunám sem er annað erlenda tungumálið sem þeir læra í

grunnskóla. Með þessu námi er stuðlað að því að viðhalda og efla tengsl við

Norðurlöndin og gera þau fær um að tjá sig á öðru tungumáli en móðurmálinu. Því

mikilvægt er að nemendur súr færir um að nýta sér kunnáttu sína til að afla sér þekkingar,

eiga samskipti og geta miðlað upplýsingum.

Markmið: Skv. Aðalnámsskrá grunnskóla, danska 6.-7. bekkur

Að nemandi:

Hlustun/skilningur:

geti greint heiti og einstök orð, án þess að skilja nákvæmlega, þegar talað er á einföldu

máli um viðfangsefnið

geti skilið þegar við hann er talað á skýru og einföldu máli um efni sem tengist daglegu

lífi hans

geti skilið einfaldar leiðbeiningar og upplýsingar, t.d. í tali kennara, sem varðar umgengni

í skólastofu

geti skilið aðalatriði í einföldum samtölum tveggja í þar til gerðum hlustunaræfingum

skilji nákvæmlega stuttar setningar, t.d. lýsingar

Talað mál

geti unnið samtalsæfingar út frá fyrirmyndum sem fengist hefur verið við

geti heilsað, kynnt sig og þakkað fyrir sig og afsakað sig með viðeigandi orðalagi

geti myndað einfaldar setningar, t.d. tjáð skoðanir sínar og tilfinningar með einföldu

orðalagi

geti myndað og svarað einföldum spurningum út frá orðaforða sem tengist viðfangsefninu

geti notað grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum, sem fengist hefur verið við, á eigin

forsendum í nýju sam-hengi

geti sagt í stuttu, einföldu máli frá efni sem fjallað hefur verið um

geti líkt eftir framburði á algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum

geti notað orð og orðasambönd, sem hann hefur lært, til að tjá sig um afmörkuð efni

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Ritun:

geti sagt í stuttu, einföldu máli frá efni sem fjallað hefur verið um

geti líkt eftir framburði á algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum

geti notað orð og orðasambönd, sem hann hefur lært, til að tjá sig um afmörkuð efni

Lestur:

geti lesið stuttan texta án þess að skilja hann til fullnustu í þeim tilgangi að finna í honum

ákveðnar upplýsingar (leitarlestur)

geti lesið stutta texta með algengum, gagnsæjum orðaforða um efni sem hann þekkir

geti áttað sig á megininnihaldi í lengri texta sem skrifaður er á léttu máli og með

orðaforða sem tengist efninu

geti skilið til fullnustu stutta valda texta sem fjalla um efni sem hann þekkir

Kennsluaðferðir Unnið með margvíslega texta á fjölbreyttan hátt þar sem áhersla er hlustun, tal, lestur og skrift.

Viðfangsefni: -samræður, spyrja og svara

-að nefna hluti, segja frá einhverju sem gerist/hefur gerst

-að lýsa fólki, hlutum og stöðum.

-að lýsa og segja frá daglegum venjum

-tjá skoðanir

-skrifa skilaboð

-leikir og spil sem auka orðaforann

-tölvuvinna

Aðaláherslan verður lögð á að byggja upp orðaforða og skilning á einföldum textum og talmáli.

Námið mun ganga út á lestur á léttum textum, hlustunaræfingum, æfingum í framburði og léttum

samræðum. Nemendur munu einnig koma til með að skrifa einfalda texta sem orðaforði og málfærði,

sem unnið hefur verið með, er notað.

Námsgögn: START og geisladiskur sem fylgir þessu efni. Mkil áhersla verður lögð á munnlega þáttinn, en verður

þar að mestu unnið með ýmiskonar efni frá kennara. Einnig verður unnið með einfaldar

málfræðiæfingar og lesgreinar sem tengjast efninu, tónlist, ljóð og annað ítarefni frá kennara.

Heimanám: Mikilvægt er að nemendur fylgist vel með í tímum og vinni þá heimavinnu sem lögð er fyrir.

Námsmat:

Annareinkun skiptist niður sem hér segir: Vinnubók/Vinnuframlag/Verkefni og kannannir: 50% Annarpróf: 50%.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Samfélagsfræði Kennari: Hlöðver Ingi Gunnarsson

Í vetur verður farið yfir eftirfarandi markmið í sögu:

Miðaldamannlíf á Íslandi

Landnám Íslands

Landnámsmenn Íslands

o Ástæður

o Afleiðingar

Kynnist hugmyndum um heimilishald og lífsbjörg á Íslandi eftir landnám

Læri um stjórnarfar á Íslandi á miðöldum

Læri um mismunandi aðstæður fólks eftir stétt og stöðu

Átti sig á samhengi námsefnisins og velti fyrir sér tengingum í námsefninu, á milli einstaklinga og

hópa, milli höfðingja og almennings, Íslands og útlanda

Nemendur geti öðlast færni í að lesa texta sem inniheldur hugtök eins og, þjóðveldi, kristnitaka,

ættarveldið og norrænt konungsvald.

Nemendur geti svarað löngum og ítarlegum spurningum úr lesnum texta

Nemendur geti skrifað ritgerð

Nemendur geti sett sig í aðstæður einstaklinga frá landnámsöld til siðaskipta

Nemendur læri fjögur ljóð

Nemendur þjálfist í að taka afstöðu og ræða um umfjöllunarefni sem þau hafa kynnt sér úr

námsefninu

Læri öguð og góð vinnubrögð við gerð ritgerða og annarra verkefna

Þjálfist í lestri

Námsefnið sem stuðst verður við er:

Sögueyjan hefti 1., vinnubók sögueyjan, sem og önnur kennslugögn.

Námsmat: Lokapróf 30% Ritgerð 10% Vinna og virkni í tíma 20% Heimanám 20% Símat* 20% *í símatinu verða bæði venjuleg kaflapróf sem og lespróf sem verða lögð fyrir af og til yfir önnina.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Lífsleikni

Kennari: Hilma Steinarsdóttir

Markmið vetrarins eru eftirfarandi:

Nemandi

geri sér grein fyrir að enginn er eins og hver og einn hefur sín persónuleg og

tilfinningaleg mörk

geti komið sér saman um leikreglur og fylgt reglum í leik og starfi

fái þjálfun í að tjá hugsanir sínar og skoðanir frammi fyrir öðrum

þjálfist í að færa rök fyrir sínum skoðunum jafnframt því að gera sér grein fyrir að allir

hafa rétt á sínum skoðunum og við eigum að virða skoðanir annarra

geri sér grein fyrir því að bæði andleg og líkamleg vellíðan hvílir á heilbrigðum

lífsvenjum, hreyfingu og hollum neysluvenjum

átti sig á gildi hirðusemi um líkama sinn, umhverfi og eigin eigur sem og annarra

átti sig á mikilvægi mannréttinda og jafnréttis

átti sig á mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarmála

geri sér grein fyrir mikilvægi þess að segja frá og bregðast rétt við misbeitingu og

neikvæðu áreiti í samskiptum

átti sig á líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og félagslegum breytingum sem verða

í lífi einstaklings við það að breytast úr barni í ungling

læri að forðast hættur á heimilum, við skóla og í nánasta umhverfi

læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna og um gildi gróðurs fyrir umhverfið

þekki vel starfshætti, reglur, skipulag og áherslur síns skóla

læri að nýta sér fjölbreytilegar aðferðir í samskiptum til að geta sýnt, sanngirni, réttlæti og

kurteisi

geri sér grein fyrir áhættu samfara neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna

geri sér grein fyrir muninum á jákvæðum og neikvæðum samskiptum á veraldarvefnum

átti sig á kostnaði við eigin neyslu

Leiðir að settum markmiðum: Umræður, einstaklings-, para- og hópvinna, rökræður, ýmis

skrifleg verkefni.

Námsmat: Skrifleg umsögn um framkomu, virkni í hópvinnu og umræðum og almenn

vinnubrögð og virkni í tímum, sjálfsmat.

Námsgögn: Ertu? (vinnubók), Valur (lesbók) og Netið.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Upplýsingamennt

Kennari: Hilma Steinarsdóttir

Tæknilæsi

Nemandi á að

kunna að búa til möppur og nota möppur í tölvum

hafa náð tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborð, tileinkað sér blindskrift og réttar vinnustellingar

kunna á alla sérlykla á lyklaborði

geta notað ljósritunarvél

kunna meðferð á myndum og texta af geisladiskum og af Neti

geta nýtt sér glærugerðarforrit

kunna skil á póstforritum til að hafa samskipti við aðra nemendur innanlands og erlendis

geta sett inn myndir og gröf og töflur í texta

geta brotið um flókinn texta með myndum, s.s. bekkjarblað

geta búið til einfaldan heimasíðuvef og flutt út á net (staðarnet skólans eða á Veraldarvefinn)

geta notað og viðhaldið notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og töflureikni

geta notað tölvuorðabækur og yfirlestrarforrit á íslensku og öðrum tungumálum

Upplýsingalæsi

Nemandi á að

geta leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey)

kunna á leitar- og útlánskerfi safnsins

kunna að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum, fræðibókum og margmiðlunardiskum

þekkja helstu leitarmöguleika á Netinu

Menningarlæsi

Nemandi á að

þekkja helstu íslenska rithöfunda og verk þeirra

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

kynnast helstu greinum á sviði lista, vísinda, tækni og verkgreina í gegnum miðla skólasafnsins

vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu með upplýsingar

sýna skilning á siðferðislegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef og sambærilegum miðlum svo sem tölvuráðstefnum og í tölvupósti

Beiting tölva

Nemandi á að

hafa notað kennsluforrit í öllum greinum sem verkfæri við eigið nám

hafa notað margmiðlunarefni til að bæta við eigin þekkingu og til skemmtunar

hafa unnið sjálfstætt og markvisst að öflun og úrvinnslu upplýsinga með upplýsingatækni og miðlað þeirri þekkingu til annarra á sama hátt

hafa átt tölvusamskipti bæði innanlands og utan

hafa sett upp margþætt skjöl í ritvinnslu

hafa kynnst mismunandi hugbúnaði og gert sér grein fyrir notagildi hans

Leiðir að settum markmiðum:

Nemendur vinna í tölvum í forritunum Word, Publisher, Powerpoint, Paint, Frontpage og Excel.

Nemendur fá aðgang að bókasafni og leiðsögn frá bókaverði.

Námsmat: Könnunarpróf við lok hvers pakka, t.d. eftir word, eftir publisher o.s.fv

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Íþróttir Kennari: Anna Rún Kristjánsdóttir

Markmið:

Að auka hreyfifærni, félags-, og siðgæðisþroska nemenda. Viðhalda og auka áhuga nemenda á íþróttum, efla afkastagetu og almenna íþróttafærni.

Helstu viðfangsefni:

Útikennsla, Leikir, frjálsar, boltagreinar, fimleikar, badminton, hreyfifærni, þrek, samhæfing, styrkur, liðleiki, næringarfræði, heilsa.

Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl.

Stöðumat í eftirtöldum þáttum, snerpu, þoli, styrk og samhæfingu.

Vetrareinkunn útfrá virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Sund

Kennari: Anna Rún Kristjánsdóttir

Markmið: Ná tökum á eftirfarandi sundtökum og auka hreyfifærni í vatni. Kynnast sundíþróttinni betur og möguleika annarra íþrótta í vatni. Umgengni í klefa og hreinlæti í sturtu. Ná betri tökum á undirstöðuatriðum í björgun og endurlífgun. Eftir 6. bekk á nemandi að geta:

200m bringusund, viðstöðulaust

10m flugsund, með eða án hjálpartækja

25m skriðsund

25m baksund

50m skólabaksund

25m bringusund á tíma, lágmark 35,0 sek.

15m björgunarsund (skólabaksundsfótatök)

8m kafsund Námsmat:

Skrifleg umsögn fyrir foreldraviðtöl.

Vetrareinkunn:

50% virkni, hegðun, mætingu og áhuga á því sem verið er að gera hverju sinni

50% 6. sundstig.

6.bekkur Bekkjarnámskrá 2011-2012

Handmennt 6.-7. bekkur

Kennari: Hrafngerður Ösp Elíasdóttir

Markmið:

Að þjálfa hug og hönd, ásamt tilfinningu fyrir efni, formi og litum.

Að þekkja og geta beitt einföldum handverkfærum.

Að geta gert lýsandi vinnuteikningar af verkum sínum.

Að þjálfast í að fara eftir fyrirmælum svo nemendur verði sjálfstæðir í vinnu sinni.

Að læra og tleinka sér margs konar aðferðir og vinnubrögð, hagkvæmar vinnustellingar,

rétta notkun áhalda, samhliða þjálfun til sjálfstæðrar sköpunar eftir því sem aldur og

þroski leyfir.

Að gera sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni.

Að vekja og efla áhuga nemenda fyrir nytsömu og þroskandi tómstundastarfi sem gefur

þeim færi á að gleðja sig og sína nánustu með því að skapa hluti og hafa persónuleg gildi.

Verkefni:

Nemendur velja sér verkefni.

Tálgun.

Ramma utan um spegil. (6.bekkur)

Skartgrip úr málmi (kopar og messing)

Leirverkefni.

Kennsluaðferðir:

Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum. Að öðru leyti er kennslan

einstaklingskennsla.

Námsmat:

Hegðun,árangur vinnunnar,vinnubrögð,ástundun og það hvernig nemandi tekur tilsögn í tímum.