31
Forkönnun á Hamarsgerði 2013 Sannreyning á hlutverkum mannvirkja Lilja Laufey Davíðsdóttir Eva Kristín Dal Sólrún Inga Traustadóttir Reykjavík 2014

Forkönnun á Hamarsgerði 2013 Sannreyning á hlutverkum mannvirkja

  • Upload
    hi

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Forkönnun á Hamarsgerði 2013

Sannreyning á hlutverkum mannvirkja

Lilja Laufey Davíðsdóttir

Eva Kristín Dal Sólrún Inga Traustadóttir

Reykjavík 2014

1

Mynd á forsíðu: Horft til suðurs inn Vesturdal. Hamarsgerði er hægra (vestan) megin við Hofsá sem rennur meðfram klettahöfðanum. Ljósmynd tekin í vettvangsrannsókn þann 27. júlí 2013. Rannsóknarnúmer: 2013-67 Höfundar: Lilja Laufey Davíðsdóttir Eva Kristín Dal Sólrún Inga Traustadóttir Reykjavík, 2014.

2

Efnisyfirlit

Inngangur .........................................................................................................................................3!

Markmið og upphaf ......................................................................................................................3!

Staðhættir og fyrri rannsóknir ......................................................................................................3!

Rannsóknarsvæðið ...........................................................................................................................8!

Staðsetning, stærð og lega skurða ................................................................................................8!

Skurður I.......................................................................................................................................9!

Skurður II ...................................................................................................................................11!

Niðurstöður.....................................................................................................................................12!

Könnunarskurðir.........................................................................................................................12!

Túlkun út frá innrauðum loftmyndum........................................................................................13!

Framhald rannsóknar..................................................................................................................14!

Heimildarskrá .................................................................................................................................16!

Myndaskrá......................................................................................................................................17!

Viðaukar .........................................................................................................................................18!

Jarðlagaskrá ................................................................................................................................18!

Sýnaskrá .....................................................................................................................................24!

Teikningar ..................................................................................................................................25!

Flæðirit (Matrix).........................................................................................................................29!

Gjóskulög ...................................................................................................................................30!

3

Inngangur

Markmið og upphaf Verkefnið er byggt á meistararitgerð Lilju Laufeyjar Davíðsdóttur (2011) en í rannsókninni eru teknir fyrir allir bæir í Vestur- og Austurdal í Skagafirði. Bæirnir voru skráðir niður og þær fornleifar sem sáust á túnum bæjanna teiknaðar upp. Rannsóknin miðaði að því að skoða tvær gerðir loftmynda, annars vegar venjulegar loftmyndir í lit og innrauðar loftmyndir hins vegar. Einnig var skoðaður fjöldi þeirra fornleifa sem fundust á hvorri myndgerð. Innrauðar loftmyndir voru notaðar til hliðsjónar í að túlka hugsanleg hlutverk minjanna út frá jákvæðum og neikvæðum gróðuráhrifum. Næsta skref í þessari rannsókn var því að fara á vettvang og sannreyna þá túlkun sem kom fram á innrauðu myndunum. Fornleifafræðingar sem fóru á vettvang í júlí 2013 og tóku þátt í rannsókninni voru Lilja Laufey Davíðsdóttir, Eva Kristín Dal og Sólrún Inga Traustadóttir.

Markmið þessarar rannsóknar var að gera forkönnun á rústum bæjarstæðisins Hamarsgerði í Vesturdal til þess að fá betri mynd af minjasvæðinu. Þrjár tóftir voru ofarlega í huga þegar farið var af stað með þessa rannsókn og var markmiðið að grafa könnunarskurði í tvær þeirra til þess að komast nær því hverskonar mannvirki þarna stóðu og frá hvaða tímabili. Einnig var miðað að því að skoða hversu vel tókst til við túlkun á hlutverkum mannvirkjanna út frá innrauðum loftmyndum með það til hliðsjónar að þar gæti verið hægt að þróa handhæga aðferð til túlkunar á hlutverkum minja.

Staðhættir og fyrri rannsóknir Hamarsgerði er talið til fornbyggðar Vesturdals og er nyrst í dalnum af þeirri byggð. Býlið liggur vestan Hofsár nokkuð framan við Gilji, sem er syðsti bærinn sem enn er búið á í dalnum. Rústirnar liggja í 270 metra hæð yfir sjávarmáli, á klettahöfða, kallaður Hamarsgerði, sem áin hefur grafið frá þegar hún féll í farveginn vestan við höfðann. Sunnan og vestan við höfðann er núna stórt mýrlendi (Hjalti Pálsson, 2004). Í Jarðabókinni 1713 segir að þar sjáist „glöggar girðingar og tóftaleifar.“

Minjar á svæðinu eru í ágætu ásigkomulagi. Yngsta tóftin er beitarhús sem var reist um aldamótin 1900 og eru veggir hennar um metri að þykkt með mjög skýrum grjótundirstöðum.

Mynd 1 – Minjasvæðið á Hamarsgerði merkt með svörtu en bærinn Hofsvellir með gulu.

4

Nokkrum metrum sunnan við beitarhúsið er að finna selkofa frá því eftir 1713. Þessar tvær rústir, beitarhús og sel, eru skýrastar og greinilega yngstu rústirnar á svæðinu. Samkvæmt heimildum eru bæjarhús tímasett eftir árið 1300 að finna undir beitarhúsinu (Hjalti Pálsson, 2004) en ekki hefur verið grafið í þau til að kanna sannleiksgildi þeirra heimilda. Nokkrar aðrar minjar er að finna á svæðinu í kringum beitarhúsin sem eru mun óljósari. Þær gætu þá ef til vill fylgt þeim minjum sem kannski leynast undir beitarhúsunum og talið hefur verið að tilheyri bæjarhúsum frá því eftir 1300.

Nokkru sunnar og neðar í brekkunni er að finna tóftir sem hafa hingað til verið túlkaðar sem leifar af elstu byggðinni á svæðinu, fornbær af elstu gerð. Hjalti Pálsson rakst á þessar tóftir við byggðasöguritun sína og var þar með fystur manna til að rita um þær (Hjalti Pálsson, 2004). Þetta eru þrjár skálalaga tóftir og liggja þær suðvestur af beitarhúsarústunum. Sú stærsta er u.þ.b. 13x6 metrar en hinar tvær eru minni, báðar um 10x5 metrar að stærð. Tvær þessara tófta voru túlkaðar sem skálar á innrauðri loftmynd en þriðja tóftin var ekki greind á loftmyndinni (Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011). Utan tóftanna sjást einnig leifar af garðlagi sem liggur meðfram tóftunum í stefnuna NV-SA og beygir til norðausturs í átt að ánni. Garðlagið hafði áður verið teiknað upp að hluta til (Hjalti Pálsson, 2004; Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011) en í vettvangsrannsókn sást að það nær mun lengra til norðvesturs áður hafði verið greint. Meðfram garðlaginu og við það hafa verið teiknaðar upp litlar tóftir (Hjalti Pálsson, 2004; Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011) en við vettvangsathugun var mun erfiðara að koma auga á þær sökum þess hve svæðið austan við tóftirnar er þýft. Þar gætu þó leynst einhverjar minni tóftir við nánari athugun.

Mynd 2 – Tóftirnar og garðlagið sem talin eru tilheyra elstu byggð á jörðinni.

5

Eins og áður hefur komið fram þá hafa heimildir gefið til kynna að býli hafi verið á Hamarsgerði eftir aldamótin 1300 og hefur svæðið því vakið athygli margra og nokkrir komið til að kanna það. Í ferðum sínum um Ísland árið 1897, kom Daniel Bruun á Hamarsgerði og sagði í ritum sínum frá beitarhúsinu uppi á hæðinni, að það tilheyrði Hofi og hefði verið byggt á þeim stað sem býlið eitt sinn stóð. Hann nefndi einnig selið og að það hefði verið haldið frá Hofi á staðnum þar sem beitarhúsin voru byggð. Þá segir í ritum hans að túngarðurinn hafi sést vel (Daniel Bruun, 1898) en hvort um er að ræða túngarð í kringum beitarhús og sel eða þann túngarð sem liggur sunnar og neðar í brekkunni og tilheyrir fornbyggðinni, kemur ekki fram.

Viðamesta rannsóknin sem gerð hefur verið á Hamarsgerði var rannsókn Guðrúnar Sveinbjarnardóttur (1992). Á árunum 1982-84 fór hún um Vesturdal og Austurdal í Skagafirði og gróf könnunarskurði í allmargar tóftir. Guðrún gróf í seltóftina og fann þar torfleifar sem blandaðar voru viðarkolum og ösku en tókst því miður ekki að tímasetja leifarnar þar sem hún sá engin gjóskulög í könnunarskurðinum. Einnig gróf hún í hugsanlegar leifar túngarðs en svo virtist sem um náttúrulegar jarðmyndanir væri að ræða. Í rannsókn sinni nefndi Guðrún ekki fornu tóftirnar sem Hjalti talaði um á ferðum sínum um dalinn, sem liggja suðurvestur af sel- og beitarhúsatóftunum.

Mynd 3 – Beitarhúsin sem eru efst uppi á Hamarsgerðinu. Horft til suðurs, inn Vesturdal.

Dagana 24. - 27. júlí fóru fornleifafræðingar á vettvang en þegar á staðinn var komið var ljóst að aðstæður væru ekki sérlega góðar hvað varðar aðgengi að minjasvæðinu. Óvenju mikið var í Hofsánni og sökum vatnavaxta ekki var hægt að komast yfir nema með aðstoð bóndans á Hofsvöllum sem var á breyttum Patrol jeppa. Þetta hafði töluverð áhrif á framgang rannsóknarinnar og ekki náðist að ljúka við allt það sem var áætlað á vettvangi. Gist var í tjaldi þessa daga en ferskvatnslækur var í grennd og því auðvelt að sækja vatn. Það má því segja að svæðið bjóði ekki upp á kjöraðstæður til að stunda fornleifarannsóknir til lengri tíma.

6

Aðferðafræði Innrauðar myndir hafa hingað til lítið verið notaðar í fornleifarannsóknum á Íslandi en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á nytsemi þeirra, sérstaklega í fornleifaskráningu (Elín Fjóla Þórarinsdóttir, 1993; Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011). Aðrir möguleikar þeirra og nytsemi eru nánast ókönnuð og því leikur enginn vafi á því að nýnæmi rannsóknar sem þessarar er mikið.

Á Íslandi hafa innrauðar loftmyndir einna helst verið notaðar í gróður- og jarðfræðirannsóknum (Guðrún Gísladóttir, 2001; Ann-Sophie Karlson, 2006; Kristján Sæmundsson, 2010). Innrautt ljós er einstaklega gott til þess að greina í sundur mismunandi tegundir gróðurs. Að sama skapi kemur álag á gróðri, eins og þurrkur, vel fram á myndum teknum með innrauðu ljósi (Lillesand, 2007). Fornminjar eða önnur ummerki mannvistar sem finnast í jarðvegi, geta ýtt undir eða dregið úr vexti gróðurs. Þessi ummerki kallast jákvæð (e. positive crop marks) og neikvæð gróðurummerki (e. negative crop marks). Þau koma betur í ljós á innrauðri loftmynd heldur en á hefðbundinni loftmynd í lit einmitt af því að innrauðar myndir greina betur ólíkan gróður en þær hefðbundnu. Steinhleðslur valda álagi á gróðurinn þannig að hann á erfiðara með vöxt en mikil næringarefni í jarðvegi geta aukið vöxt gróðurs í kringum fornleifar (Verhoeven, 2009).

7

Mynd 4 - Innrauð mynd af eldra minjasvæðinu þar sem rannsókn fór fram 2013. Á neðri myndinni eru teiknaðar inn þær tóftir sem voru túlkaðar út frá innrauðu myndinni.

Á innrauðu myndunum voru túlkuð tvö hús, langhús (tóft I) og hugsanlegt bæjarhús (tóft II) ásamt garðlagi og þremur útihúsum við það (tóftir III-V). Mögulegt þótti að tóftir I og II væru skálar frá víkingaöld og voru minjarnar því túlkaðar sem landnámsminjar. Gert var ráð fyrir að tóft II innihéldi steinahleðslur, þar sem hún sýndi neikvæð gróðurummerki. Tóft I sýndi hins vegar jákvæð ummerki og því líklegra að hún væri einungis hlaðin úr torfi.

Ákveðið var að grafa tvo könnunarskurði þvert á syðri veggi þessara tófta og var hvor um sig 1 x 3 m að stærð. Á rannsóknarstað varð þó ljóst að hluti tóftar II væri í raun garðlag og tóftin væri staðsett aðeins norðar en áður var túlkað á loftmyndum. Því var ákveðið að grafa í syðri vegg tóftar II þar sem hann var vel greinanlegur á yfirborði. Áður en vettvangsrannsókn fór fram var ákveðið að grafa ekki í gegnum neinar byggingar heldur aðeins grafa fram þær rústir sem kæmu í ljós. Þetta var ákveðið á fundi með Minjastofnun í júlí 2013 enda er eitt af markmiðum

8

rannsóknarinnar að að sannreyna þá túlkun á hlutverkum tóftanna sem gerð hafði verið með hjálp innrauðra loftmynda.

Við skráningu jarðlaga í könnunarskurðum var notuð svokölluð einingaraðferð (e. single context recording) sem felur í sér að hvert mannvistarlag er skráð sem ein eining (einn atburður), hvort sem um er að ræða jarðlag, holu, steinhleðslu eða byggingu. Hver eining var skráð, teiknuð og ljósmynduð. Einingar fengu hlaupandi númer í númerakerfi sem er einstakt innan rannsóknasvæðisins. Í skurði I á svæði A voru skráðar alls 10 einingar og fengu þær númerin 1- 10. Í skurði II á svæði B voru skráðar alls 14 einingar og fengu þær númerin 11- 24. Nánari útlistun á hverri einingu fyrir sig má sjá í viðauka I. Allar skráðar einingar voru færðar inn í flæðirit (e. Harris Matrix) sem má finna í viðauka IV.

Rannsóknarsvæðið Staðsetning, stærð og lega skurða Tveir könnunarskurðir voru grafnir á vettvangi sumarið 2013 og var hvor um sig 1 x 3 metrar að stærð eins og áður hefur verið greint frá. Skurður I var gerður í tóft A og skurður II í tóft C (sjá mynd 5). Báðir skurðir voru teknir þvert á sunnanverða langveggi tóftanna. Staðsetning þeirra var valin út frá þeirri túlkun sem farið hafði fram á innrauðum loftmyndum en einnig var tekið tillit til þess hversu sýnilegar tóftirnar voru á yfirborði. Tóft B var frekar óljós og erfitt að greina hvar veggir byrjuðu og enduðu og því var ákveðið að taka skurðina tvo í tóftir A og C. Tekin voru hnit af hornum skurðanna með Garmin Legend hcx göngustaðsetningartæki og voru skekkjumörkin 3 metrar (sjá töflu 1).

Punktanr.! E! N! m.y.s! skekkja!(m)! Könnunarsk.!1! 501620! 527224! 272! 3! I!2! 501620! 527223! 272! 3! I!3! 501622! 527227! 273! 3! I!4! 501622! 527228! 273! 3! I!5! 501603! 527235! 277! 3! II!6! 501605! 527236! 274! 3! II!7! 501606! 527236! 274! 3! II!8! 501604! 527235! 276! 3! II!

Tafla 1. Hnit af hornum könnunarskurða I og II sem teknir voru í júlí 2013 á Hamarsgerði í Vesturdal.

9

Mynd 5 - Staðsetning könnunarskurða.

Skurður I Þegar grafið hafði verið niður á 23 sm dýpi kom í ljós H-1300 gjóskan [3] óhreyfð, in situ og rétt ofan við hana í norðurhorni skurðarins var að finna torfleifar [2]. Ekki er víst hverju þetta torf tilheyrir en engin önnur ummerki um mannvist voru að finna fyrir ofan 1300 gjóskuna. Því má ætla að þetta lag tilheyri yngri mannvist á svæðinu, sem ekki fundust frekari leifar um í skurðinum. Það gæti tengst yngri tóftum sem eru staðsettar ofar (norðar) í brekkunni. Undir óhreyfðri 1300 gjóskunni var vindblásið lag [4] sem þakti allan skurðinn en undir því kom í ljós veglegur torfveggur [5] með steinhleðslum, um metri á breidd og um 40 sm hár. Torfveggurinn liggur í NV – SA og liggur því nánast þvert á skurðinn. Steinhleðslurnar við sunnanverðan

10

vegginn beygja til suðvesturs í jaðri skurðarins. Í torfinu var að finna bæði landnámsgjóskuna og H-1104 gjósku. Ekkert gólf fannst sem gæti tilheyrt þessum torfvegg en sunnan megin við hann, undir torblönduðu lagi [9] sést í þónokkra steina sem tengjast sennilegast mannvirkinu á einhvern hátt.

Mynd 6 – Mannvirki [5] í könnunarskurði I. Stikan er 1 m. og myndin er tekin í norður.

Mynd 7 – Rými eða horn innan mannvirkis [5] í suðvesturenda könnunarskurðar I. Stikan er 1 m. og myndin er tekin í norðvesturátt.

Undir torfveggnum [5] liggur annar torfveggur [8] með stefnuna NNA – SSV og fylgir því sömu stefnu og steinahleðslur í vegg [5] sem beygja til suðvesturs. Sá torfveggur inniheldur mikið magn af H-1104 gjóskunni en engin landnámsgjóska var sjáanleg í torfinu. Eins og gefur að skilja er aðeins hluti hans sýnilegur í skurðinum og er hann um 55 x 80 cm og um 6 - 7 sm hár. Hann virðist liggja beint ofan á náttúrulegum jarðvegi [10] og heldur áfram í sniði til norðvesturs og norðnorðausturs.

Mynd 8 – Yfirlits teikning af könnunarskurði I við lok uppgraftar.

11

Skurður II Öll mannvistarlög í könnunarskurði 2 voru undir óhreyfðu H-1300 gjóskulagi [12]. Gjóskulagið lá á u.þ.b. 25 cm dýpi, um 7-12 cm ofan við mannvistarlögin og fylgdi útlínum þeirra nokkurn vegin. Fljótlega kom í ljós torfveggur [14] með stefnuna NNV-SSA og lá þvert á skurðinn. Í torfinu í veggnum voru tvö gjóskulög, landnámslagið og Vj-1000 en engin ummerki um H-1104 gjósku voru í honum. Veggurinn er um 1,1 m að breidd og allt að 60 cm hár. Engar steinhleðslur var að finna í torfveggnum.

Tvennskonar torfhrun fannst bæði innan og utan byggingarinnar. Annars vegar var um að ræða tofhrun sem líktist torfinu í torfvegg [14] og var það 30 sm þykkt innan byggingar, þar sem það var þykkast, en mun þynnra og minna utan byggingarinnar. Hitt torfhrunið var í mun minna magni og skar sig frá hinu þar sem það innihélt H-1104 gjóskuna. Hugsanlega eru um að ræða einhverskonar viðgerð á byggingunni. Undir torfhruninu komu í ljós blönduð, uppsöfnuð jarðlög með lífrænum leifum og örlitlu magni af kolaögnum. Í norðaustur horni skurðarins fannst einnig örlítil móöskudreif blönduð við jarðlagið. Þegar uppsafnaða lagið innan byggingar var grafið í burtu, kom í ljós gólflag. Gólflaginu var skipt upp í tvö lög því þau voru aðskilin að mestu með steinaröð. Gólflag [23] lá upp við torfvegginn, vestan við steinaröðina. Það var fitukennt og innihélt mikið magn af kolum sem voru allt að 3-4 sm að stærð. Gólflag [24] var staðsett austan við steinaröðina. Það var einnig fitukennt en innihélt mun minna magn af kolum og voru kolin sömuleiðis mun smærri.

Mynd 9 – Gólflög [23] og [24] með steinahleðslum fyrir miðju, ásamt torfvegg [14] í könnunarskurði II. Stikan er 20 cm og myndin er tekin í suðurátt.

Mynd 10 – Torfveggir [14] og [21], ásamt kjálkabeini í torfi í könnunarskurði II. Stikan er 20 cm og myndin er tekin í austurátt.

Í ytri jaðri torfveggjar [14], við austari kant skurðarins, kom í ljós torfveggur [21], sem að öllum líkindum tilheyrir eldri fasa torfveggjarins eða öðrum torfvegg. Hann liggur undir torfvegg [14], og er því eldri. Torfveggurinn er um 2-7 sm að hæð og er fremur heillegur. Í honum er að finna tvenns konar gjóskulög, annað er landnámslagið en hitt er óþekkt svart gjóskulag. Hugsanlega gæti verið um gjóskulag úr landnámssyrpunni svonefndu að ræða (sjá nánar kafla um gjóskulög í viðauka 5). Umfang veggjarins og lega er ekki vitað með vissu þar sem yngri torfveggurinn [14] og önnur jarðlög sem honum fylgja, voru ekki grafinn í burtu. Á mótum torfveggjar [14] og

12

torfveggjar [21] fyrir skurðinum miðjum fannst kjálkabein úr lambi. Beinið er úr 3-4 mánaða gömlu lambi og hefur verið skorið aftan af beininu (Albína Hulda Pálsdóttir, munnlegt). Í vesturhlið skurðarins kom einnig í ljós blandað jarðlag með mikið af H-3 gjóskublettum sem liggur undir torfvegg [21]. Jarðlagið er hugsanlega uppmokstur sem hefur ef til vill myndast þegar byggingin var gerð þegar verið var að jafna undirlag byggingarinnar.

Mynd 11 – Yfirlits teikning af könunarskurði II við lok uppgraftar.

Niðurstöður

Könnunarskurðir Í skurði I eru tvö mannvirki og samkvæmt gjóskulögum á svæðinu hafa þau bæði verið byggð á árunum 1104 – 1300. Lega yngri veggjanna bendir til þess að um sé að ræða afmarkað rými eða horn byggingar. Möguleiki er á því að þarna hafi farið fram dýrahald af einhverju tagi og þetta sé þá gerði en það er þó ekki hægt að fullyrða með vissu. Það er líklegt að gólflag sé að finna innan rýmisins en ekki náðist að grafa dýpra á þessu stigi. Það er þó ekki norðan megin eins og fyrst var talið. Tilgangur eldra mannvirkisins er óljós þar sem aðeins lítill hluti þess er sjáanlegt í skurðinum. Veggirnir tveir sem voru grafnir fram eru greinilega ekki byggðir á sama tíma þó svo að aldursgreining þeirra beggja miðist út frá sömu gjóskulögum. Það sem styður þessa niðurstöðu er gjóskuinnihald, eiginleikar torfsins, hleðslustíll og lega veggjanna og samhengi þeirra.

13

Í skurði II er að finna tvenns konar torfveggi sem eru eldri en 1300. Yngri veggurinn tilheyrir mannabústað. Gjóskulög í torfinu gefa til kynna að byggingin hafi verið reist á tímabilinu 1000 – 1300. Þó er ljóst að einhver hluti hennar var byggður, eða a.m.k. endurbyggður, eftir árið 1104 þar sem torfhrun með H-1104 gjósku fannst utan og inna við veggina. Mikið og þykkt torfhrun var innan veggja mannvirkisins og hefur það líklega verið hrun bæði úr þaki byggingarinnar sem og veggjum hennar. Áður en byggingin hrundi hefur safnast saman um 5 sm þykkt jarðlag innan hennar. Mikið magn af kolaleifum var að finna í gólfi byggingarinnar. Vestan við steinaröðina, sem skipti gólfinu, voru kolin stór og heilleg sem bendir bendir til þess að þar hafi ekki verið mikill umgangur. Austan við steinaröðina voru kolin hins vegar fíngerðari. Steinaröðin sem liggur þarna gæti jafnvel bent til þess að þarna hafi verið geymslupláss, sem skýrir þá af hverju ekki hefur verið gengið mikið á þessum hluta en aðeins heildaruppgröftur á mannvirkinu getur leitt í ljós nákvæma notkun þess. Sýni voru tekin úr gólflögunum sem geta vonandi gefið vísbendingar um notkun þess ef frekari uppgröftur mun ekki fara fram í framtíðinni.

Lítið er vitað um eldri torfvegginn þar sem ekki var grafið í gegnum þann yngri. Gjóskulög gefa til kynna að hann hafi verið byggður einhvern tímann á milli 871 og 1300. Umfang hans, hlutverk og nákvæmur aldur mun aðeins uppgröftur leiða í ljós. Yngri og eldri tofveggirnir virðast hafa svipaða stefnu og kemur því hvort tveggja til greina, að eldri veggurinn sé hluti af eldri fasa mannabústaðarins eða öðru mannvirki sem nýtt var við gerð þess yngra.

Túlkun út frá innrauðum loftmyndum Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hversu vel hefði tekist til að að túlka staðsetningu, byggingarefni og hlutverk minjanna út frá innrauðum loftmyndum og hvort mögulega væri hægt að þróa aðferð til þess konar túlkunnar. Í ljós kom að það er margt sem þarf að huga betur að varðandi þessa aðferð við skráningu og greiningu minjanna.

Staðsetning Tvær tóftir voru teiknaðar upp á innrauðu myndinni og túlkaðar til hlutverka. Þegar komið var á staðinn varð strax ljóst að um var að ræða þrjár tóftir í röð, ekki tvær, og garðlag. Það sem hafði verið túlkað sem tóft II virtist í raun vera garðlag og syðri veggir tófta B og C. Einnig var ljóst að staðsetning tóftanna var ekki alveg rétt. Á mynd 12 sést hvernig tóftirnar voru teiknaðar upp á innrauðu myndinni annarsvegar og á vettvangi hinsvegar. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að könnunarskurðirnir tveir yrðu teknir þannig að þeir næðu í báðar tóftir sem túlkaðar voru á innrauðu myndinni og voru þeir því grafnir í syðri langvegg tóftar I og það sem leit út fyrir að vera nyrðri langveggur tóftar II samkvæmt innrauðu myndinni. Þegar búið var að grafa skurðina kom þó í ljós að líklega lá tóftin sem könnunarskurður II var tekin í, rétt norðan við það sem teiknað hafði verið á innrauðu myndinni og því hafi skurðurinn verið tekinn á syðri langvegg tóftar sem ekki var teiknuð upp á innrauðu myndinni, eða syðri vegg tóftar C. Það sem var hinsvegar teiknað upp var hluti af garðlagi sem liggur um 2 metrum sunnan við tóftirnar þrjár og líklega kannturinn á brekkunni en ekki gafst tími til þess að grafa könnunarskurð í garðlagið að sinni. Líklegt þykir að innrauða loftmyndin hafi verið túlkuð á þennan hátt vegna þess að það er

14

afar þýft við tóftir B og C og því renna þær saman við garðlagið á loftmyndunum en þúfur hafa reynst erfiðar þegar kemur að loftmyndatúlkun (Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011).

Mynd 12 - Minjasvæðið eins og það er í raun og eins og það var túlkað af innrauðri loftmynd.

Byggingarefni og hlutverk Upphaflega túlkunin á þessum tveimur tóftum út frá innrauðum loftmyndum, var að þetta væru fornir skálar, hugsanlega frá fyrstu tíð landnáms. Tóft A var túlkuð sem eldra búsetustig og álitið var að hún væri mannabústaður byggður einungis úr torfi. Hin tóftin, sem reyndist vera hluti af garðlagi, var upphaflega túlkuð sem skáli byggður úr bæði torfi og grjóti sem tilheyrði yngra búsetustigi (Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011). Í ljós kom að þessi túlkun var ekki rétt, hvorki varðandi hlutverk né byggingarefni. Þegar á minjasvæðið var komið virtist sem að tóft A væri í raun skálatóft og studdi það túlkanir loftmyndanna en uppgröfturinn sýndi fram á að það er ekkert sem bendir til þess að tóft A sé mannabústaður. Sömuleiðis var byggingarefnið bæði grjót og torf en ekki bara torf eins og búist var við. Ekki var rýnt nánar í túlkun hinnar tóftarinnar á innrauðu myndinni, sem reyndist vera garðlag. Tóftirnar á svæðinu voru taldar vera frá fyrstu tíð landnáms (Lilja Laufey Davíðsdóttir, 2011). Hinsvegar kom í ljós að minjarnar eru frá árunum 1000-1300. Það er þó ekki útilokað að eldri minjar leynist undir þeim.

Það er margt sem þarf að huga betur að varðandi þessa aðferð við túlkun til hlutverkja eftir innrauðum myndum. Hugmyndin er í sjálfu sér góð og gæti kannski virkað en það er margt sem getur komið upp á við framkvæmd hennar, sérstaklega ef kemur í ljós á vettvangi að staðsetning fornleifanna er ekki í samræmi við túlkun minjanna á innrauðu myndunum. Það setur alla túlkun á hlutverkum mannvirkja á koll. Niðurstöður þessarar athugannar gefur til kynna að þessa aðferð þurfi að þróa mun betur til þess að fá réttar niðurstöður og það eru margir þættir sem þarf að taka með í reikninginn.

Framhald rannsóknar Minjarnar á svæðinu og niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að frekari rannsókna sé þörf á Hamarsgerði. Ef halda á áfram með þróun á aðferð til að túlka hlutverk minja út frá innrauðum loftmyndum væri fyrsta skrefið að skoða innrauðu lofmyndina aftur og túlka þær og teikna upp á nýtt. Staðsetning þeirra er ekki að öllu leiti í samræmi við það sem síðar kom í ljós og fleiri

15

minjar hafa bæst við eftir vettvangsathugun, t.a.m. garðlagið. Grafa þyrfti í garðlagið sem teiknað var upp sem bæjarhús eða skáli á innrauðu myndinni, til að kanna hvort neikvæðu ummerkin á gróðrinum séu þar vegna steinaraðar, eins og áður var haldið fram.

Nauðsynlegt er að stækka könnunarskurð I, til norðvesturs og vesturs, til þess að komast betur að nákvæmu hlutverki minjanna sem þar fundust. Lítið er vitað um tóft A nema að enn sem komið er hefur ekkert gólf fundist innan hennar en það væri þá staðsett suðvestanmegin en ekki norðaustan eins og túlkun loftmyndanna sýna. Stefna veggjanna er því ekki í fullu samræmi við það sem túlkað var á loftmyndum. Hlutverk tóftarinnar er því frekar óljóst. Sömuleiðis þyrfti að greina gólfsýnin sem komu upp í könnunarskurði II til að fá staðfestingu á nánara hlutverki tóftarinnar. Einnig mætti kanna nánar eldra veggjarbrotið í könnunarskurði II til þess að skera úr um hvort það tilheyri þessari byggingu eða eldra mannvirki.

Forkönnunin á Hamarsgerði er aðeins fyrsta skrefið í að þróa aðferð til túlkunnar á hlutverkum minja út frá innrauðum lofmyndum. Augljóst er að fyrsta skrefið er að kanna hvort staðsetning minjanna sér rétt út frá loftmyndinni en það væri hægt með því að notast við nýjustu tækni og vera með góðan staðsetningarbúnað. Nauðsynlegt er að fá meira samanburðarefni; skoða þarf fleiri gerðir minja, á fleiri landsvæðum. Skoða þarf hvort að munur sé á minjum eftir aldri þeirra og sömuleiðis gróðurfari á svæðinu. Það myndi sömuleiðis styrkja rannsókn sem þessa að fá náttúrufræðing eða jarðfræðing til þess að skoða og meta gróður svæðisins og mögulega áhrif torfs á jarðveginn.

Það þarf þjálfun í að lesa loftmyndir og þá sérstaklega innrauðar loftmyndir þar sem þá er verið að vinna með falskt umhverfi, þ.e. litirnir eru ekki í samræmi við það sem flestir þekkja. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif, sérstaklega ef loftmyndatúlkarinn er ekki vanur þess konar myndum. Þetta mikilvægt að hafa í huga þegar byrjað er á rannsókn af þessu tagi.

16

Heimildarskrá

Ann-Sophie Karlson (2006). Breytingar á áherslu gróðurs á Krísuvíkurheiði 1992-2005. Óútgefin B.S. rigerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Bruun, Daniel (1898). Nokkurar eyðibyggðir í Árnessýslu, Skagafjarðardölum og Bárðardal: rannsakað sumarið 1897. Reykjavík: Fornleifafélagið.

Guðrún Gísladóttir (2001). Ecological Disturbance and Soil Erosion on Grazing Land in Southwest Iceland. Í A. J. Conacher (ritstj.), Land Degradation (bls. 109-126). Dordrecht: Holland.

Guðrún Sveinbjarnardóttir (1992). Farm Abandonment in Medieval and Post-Medieval Iceland: An Interdisciplinary Study. Oxford: Oxbow.

Helgi Páll Jónsson (2005). Gjóskulög í Skagafirði. Óútgefin B.S.ritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Hjalti Pálsson (2004). Byggðarsaga Skagafjarðar. 3. Lýtingstaðahreppur. Sauðárkrókur: Byggðafélag Skagfirðinga.

Kristján Sæmundsson (2010). Infrared and satellite images, aerial photography. Skoðað 16. janúar 2014 á vef Orkustofnunar: http://www.os.is/gogn/unu-gtp-sc/UNU-GTP-SC-11-16.pdf

Lilja Laufey Davíðsdóttir (2011). Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum. Óútgefin M.S. ritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Lillesand, T., Kiefer, R. & Chipman, J. (2007). Remote sensing and image interpretation (6. útg.) Hoboken, NJ: John Wiley & sons.

Verhoeven, G. (2009). Beyond conventional boundaries. New technologies, methodologies and procedures for the benefit of aerial archaeological data acquisition and analyses. Óútgefin doktorsritgerð, Ghent University, Ghent.

Munnlegar heimildir

Albína Hulda Pálsdóttir, 13. nóvember 2013.

17

Myndaskrá Mynd 1: Staðsetning minjasvæðis á Hamarsgerði merkt inn á korti…………………………3

Mynd 2: Tóftirnar og garðlagið sem talin eru tilheyra elstu byggð á jörðinni……………….4

Mynd 3: Beitarhúsin sem eru efst uppi á Hamarsgerðinu…………………………………….5

Mynd 4: Innrauð mynd af eldra minjasvæðinu þar sem rannsókn fór fram 2013…………….7

Mynd 5: Staðsetning könnunarskurða………………………………………………………...9

Mynd 6: Mannvirki [5] í könnunarskurði I…………………………………………………..10

Mynd 7: Rými eða horn innan mannvirkis [5] í suðvesturenda könnunarskurðar I…………10

Mynd 8: Yfirlits teikning af könnunarskurði I við lok uppgraftar…………………………...10

Mynd 9: Gólflög [23] og [24] með steinahleðslum fyrir miðju, ásamt torfvegg [14]

í könnunarskurði II……………………………………………………………………………11

Mynd 10: Torfveggir [14] og [21], ásamt kjálkabeini í torfi í könnunarskurði II……………11

Mynd 11: Yfirlits teikning af könunarskurði II við lok uppgraftar…………………………..12 Mynd 12: Minjasvæðið eins og það er í raun og eins og það var túlkað

á innrauðri loftmynd………………………………………………………………………….14

Viðauki I - Jarðlagaskrá

Eining nr. Svæði Skurður Gerð Lýsing

1 A I YfirborðslagÞakti allan skurðinn. Millibrúnt að lit og þétt. Lítið af mannvist í laginu, að undanskildum fáeinum kolaflygsum. Þykkt um 23 sm.

2 A I MannvistarlagTorfblandað lag með kolaflygsum í norðurenda skurðar. Ekki byggingartorf en hugsanlegt uppkast í tengslum við yngri minjar á minjasvæðinu. Þykkt um 7 sm.

3 A I Gjóska Hekla 1300 in situ. Liggur yfir torfveggjum og liggur óslitin yfir allan könnunarskurðinn. Þykkt um 0.8 sm.

4 A I VindblásiðMillibrúnt lag með gulum litlum lífrænum ögnum og kolaflygsum, vindfok eða náttúruleg uppsöfnun. Ein tönn og eitt illa farið bein fannst í þessu lagi í suðurenda skurðar. Þykkt um 16 sm.

5 A I Torfveggur

Torfveggur með steinahleðslum báðum megin veggjar. Millibrúnn með H-1104 og landnámslaginu. Smá appelsínugular torfskellur á einum stað efst í veggnum. Veggurinn liggur þvert á könnunarskurðinn fyrir honum miðjum en steinahleðslurnar sunnan megin halda áfram beint í suðsuðvesturátt og mestur hluti steinanna liggur í sniði til suðvestur. Þessir steinar eru nokkuð veglegir, eða um 17-22 cm í þvermál. Annars eru steinarnir í hleðslunni um 10-14 cm í þvermál, en þeir eru flestir ferhyrningslaga með hvassar brúnir og flatir að ofan og neðan. Veggurinn er um 40 sm hár norðan megin þar sem hann stendurað hluta til á náttúrulegum jarðvegi. Ógrafið.

6 A I Vindblásið Ljósbrúnt lag, afar líkt jarðlagi [4], nema innihélt meira af lífrænum ögnum og kolum. Staðsett sunnan við torfvegg [5]. Þykkt um 31 sm.

7 A I Vindblásið Ljósbrúnt lag, sama og [6]. Staðsett norðan við torfvegg [5]. Þykkt um 23 sm.

8 A I TorfveggurTorfveggur (án steinahleðslna. Millibrúnt lag, innihélt H-1104. Staðsettur í norðvestur enda skurðarins, norður af torfvegg [5], og virðist ganga undir hann. Einhverjir steinar virðast liggja undir þessu lagi. Ógrafið.

Viðauki I - Jarðlagaskrá

9 A I MannvistarlagTorfblandað mannvistarlag með kolaögnum, staðsett í suðurenda skurðar, sunnan við torfvegg [5]. Innihélt landnámslagið en ekki sást til H-1104. Frekar litríkt – rautt, appelsínugult, grænbrúnt. Ógrafið.

10 A I NáttúrulegtAfar litríkt lag (rautt, grænt, grátt, brúnt), staðsett í norðaustur horni skurðar. Gengur undir torfvegg [5] til suðurs og torfvegg [8] til vesturs. Í því er að finna landnámsgjóskuna og virðist að hér sé komið niður á náttúrulegan jarðveg. Ógrafið.

11 C II YfirborðslagÞakti allan skurðinn. Millibrúnt að lit og þétt. Lítið af mannvist í laginu, að undanskildum fáeinum kolaflygsum

12 C II GjóskaHekla 1300 in situ. Gjóskulagið liggur óhreyft yfir öllum mannvistarminjum í könnunarskurði II. Lagið er 7-12 cm yfir mannvistarleifunum og fylgir útlínum þeirra nokkurn vegin. Liggur yfir vindblásnu jarðlagi [13].

13 C II Vindblásið Náttúrulegt, millibrúnt lag sem liggur yfir allan skurðinn. Lítil sem engin ummerki um mannvist fyrir utan nokkrar kolaflyksur.

14 C II Torfveggur

Neðan við vindborna setið og H-1300 gjóskuna kom í ljós torfveggur fyrir könnunarskurðinum miðjum með stefnuna norðnorðvestur-suðsuðaustur. Veggurinn er 1,0 -1,1 m að breidd og allt að 60 cm hár. Torfið er rauðflekkjótt og inniheldur bæði landnámslagið og Vj-1000 gjósku. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hleðsluaðferð torfveggjarins, en þó má greina stengjahleðslu í norðurhluta hans. Engin ummerki um grjóthleðslur fundust í veggnum.

Viðauki I - Jarðlagaskrá

15 C II Torfhrun

Torfhrunið er staðsett austan við torfvegg [14] og lá alveg frá honum að enda könnunarskurðs 2 í austur. Gjóskan H-1300 [12] lá óhreyfð ofan á torfhruninu. Torfhrunið var um 30 cm þykkt og þykkast upp við torfvegginn en þynntist smávegis þegar austar dróg. Mikið af rauðum og gulum skellum í hruninu og gjóskum Vj-1000 og H-1300. Eftir því sem neðar dróg í lagið varð torfhrunið blandaðra og sáust örlitlar kolaleifar í NV-horni þess. Þetta er svipað torfhrun og kom í ljós vestan við torfvegginn, torfhrun [16], nema hvað að austan við vegginn er það í mun meira magni og þykkara. Líklega er um að ræða bæði hrun úr þaki mannvirkisins ásamt hruni úr veggjum þess.

16 C II Torfhrun

Vestan við torfvegginn var torfhrun. Torfið er eins að gerð og í torfveggnum en erblandað vindbornum jarðvegi og einstaka kolaögnum. Torfhrunið liggur nokkurnvegin yfir allan skurðin vestan veggjarins en er afar blandað umlykjandi jarðvegi ogmörkin því ekki mjög skýr. Mesta þykkt torfhrunsins er um 15 cm. Efst í torfhruninusátu fjórir, frekar flatir steinar, nokkurn vegin í röð út frá torfveggnum til vesturs. Þeirvirðast þó ekki tengjast neinu mannvirki. Torfhruni [16] svipar mikið til torfhruns[15] en er þó minna að umfangi.

17 C II Torfhrun

Staðsett upp við torfvegg [14] og aðeins við norðurhlið könnunarskurðs 2. Torfhrun [15] lá ofan á þessu hruni. Torfhrunið er ólíkt torfhruni [15] að því leyti að þar var að finna leifar af H-1104 gjóskunni sem fundust ekki í [15]. Það einnig var litríkt með gulum og rauðum skellum. Torfhrunið var í mjög litlu magni og einskorðaðist aðeins við lítinn hluta upp við torfvegginn í norðurhlið könnunarskurðarins. Hugsanlegt er að þetta torf tilheyri seinni tíma viðbótum á mannvirkinu eða viðgerð sem hefur svo hrunið inn í bygginguna eftir að notkun hennar var hætt.

Viðauki I - Jarðlagaskrá

18 C II Torfhrun

Vestan við torfvegg [14] var lítið torfhrun. Það lá meðfram torfvegg [14], u.þ.b. 20 cm inn í skurðinn. Torfið í því er ólíkt veggjatorfinu í vegg [14] og torfhruni [16]. Það er ljósbrúnt að lit með örlítið fjólubláum tón. Í því voru einstaka blettir af H3 gjósku og í sniði til austurs sést aðeins í H-1104 gjóskulag í torfinu. Torfhrunið er ekki mjög veigamikið, þykkast í sniðinu til norðurs, um 12 cm, en þynnist út til suðurs og er víðast í skurðinum aðeins um 1-3 cm að þykkt. Mesta breidd er um 25 cm í norðurjaðri skurðarins.

19 C IIVindblásið/

samansafnað

Liggur austan við torfvegg [14] í könnunarskurði II. Líklega sama og [20] vestan við torfvegginn. Ofan á því er torfhrun [17]. lagið var um 5-10 sm að þykkt. Einstaka koladreif var í laginu sem og hugsanleg móöskudreif í NA-horninu. Mikið var af litlum hvítum lífrænum ögnum í laginu. Líklega er þetta uppsafnað lag sem og fok sem safnast hefur saman innan og utan tóftarinnar eftir að notkun hennar var hætt en áður en veggir hrundu.

20 C II Vindblásið

Neðan við torfhrun [18]er þunnt blandað lag, afar svipað að gerð og náttúrulegavindbornalagið ofan við torfhrun [16]. Það er millibrúnt að lit með nokkuð af ljósumlífrænum ögnum. Liggur frá norðurjaðri skurðarins (vestan við torfvegg [14]) inn aðmiðjum skurði, breiðast við norðurjaðarinn, um 30 cm. Þykkast 2 cm. Liggur ofan áblandaða lagi [22] og virðist liggja undir torfvegg [14]. Ógrafið.

Viðauki I - Jarðlagaskrá

21 C II Torfveggur

Við vesturjaðar torfveggjar [14] er hugsanlega eldri torfveggur sem liggur undir þannyngri. Hann hefur svipaða stefnu og nær mest um 25 cm til vesturs út frá torfvegg[14]. Vestan við torfvegg [14] er aðeins um að ræða fremur veigalitlar leifar af þvísem helst verður talið torfveggur, en syðst í skurðinum sést greinilega hvernigveggurin liggur undir þann yngri. Torfleifarnar eru afar þunnar, aðeins um 1-2 cm aðhæð. Við syðri enda yngri torfveggjarins [14], þar sem [21] liggur greinilega undir[24] er veggurinn aftur á móti mun þykkari og greinilegri, um 7 cm að hæð. Torfið erfremur ljóst með gulri slikju og fjálubláum rákum. Í torfinu eru tvö gjóskulög,landnámslagið og annað óþekkt gjóskulag. Gjóskulagið er afar þunnt og er svart á liten gránar þegar það þornar. Á mörkum torfveggjanna tveggja (u.þ.b. fyrir skurðinummiðjum) fannst heillegt kjálkabein af sauðfé. Ógrafið.

22 C II Mannvistarlag

Neðan við torfhrun [16] er ljósleitt mannvistarlag með mikið af blettum af gulri oghvítri H-3 gjósku og nokkrum stærri flekkjum af landnámsgjósku. Líklega er um aðræða uppmokstur eða fyllingu af einhverju tagi. Lagið virðist liggja undir báðatorfveggina. Ógrafið.

23 C II Gólflag

Liggur austan við torfvegg [14]. Það er samtíða honum sem og gólflagi [24]. Fyrir ofan það lá vindblásið/samansafnað [19]. Það eru ekki skörp skil á þessum tveimur gólfum, fyrir utan steinaröð sem skilur þau að stórum hluta. Mikið magn er af kolamolum í þessu gólfi. Kolin eru mörg hver mjög stór, allt að 3-4 sm og þekja þau stóran hluta af gólfinu. Nánast ekkert er af muldum kolum og því er aðallitur gólfsins brúnleitur. Í gólfinu er einnig að finna nokkuð af hvítum fituskánum sem gerir gólfið nokkuð fitugt. Gólfið var ekki grafið. Sýni var tekið úr gólflaginu og var það merkt „gólflag 1.“

Viðauki I - Jarðlagaskrá

24 C II Gólflag

Liggur austast í könnunarskurði 2 og gengur lengra undir brúnir skurðarins. Það er samtíða torfvegg [14] og gólflagi [23]. Vindblásið/samansafnað [19], lá ofan á þessu gólfi. Það eru ekki skörp skil á gólfunum tveimur en steinaröð skilur þau að stórum hluta. Nokkuð var af kolum í gólfinu en þó mun minna en í gólfi [23]og kolinu sjálf voru sömuleiðis töluvert minni. Aðallitur þess var brúnleitur. Nokkuð var af hvítum fituskánum í gólfinu en í minna magni en í gólfi [23]. Gólfið var ekki grafið. Sýni var tekið úr gólflagin og var það merkt „gólflag 2.“

Viðauki II - Sýnaskrá Hamarsgerði 2013

Sýnanúmer Jarðlag Gerð Athugasemdir1 23 Gólf Mikið magn af kolum.2 24 Gólf Lítið magn af kolum.3 21 Gjóska Óþekkt svört gjóska úr torfvegg í skurði II.

! 25!

Viðauki III – Teikningar !Könnunarskurður I !

!!

!!

! 26!

!!

!!

! 27!

!Könnunarskurður II !

!!!!

!!

! 28!

!!

!

! 29!

Viðauki IV – Flæðirit (Harris Matrix) !Könnunarskurður I !

!!Könnunarskurður II !

!

! 30!

Viðauki V – Gjóskulög Eftirtalin gjóskulög komu í ljós við uppgröftinn: H-1300 “in situ”. H-1104 í torfi. Vj-1000 í torfi. Landnámslagið 871+- 2 í torfi. H-3 (4500 BP) í torfi og manvistarlagi. Óþekkt svart gjóskulag, gránar þegar það þornar. Helgi Páll Jónsson tók saman gjóskulagatímatal fyrir Austurdal og Vesturdal í Skagafirði í B.S. ritgerð sinni. Þar kemur fram að í dölunum er að finna fimm svört gjóskulög og eitt blágrátt. Þau eru: H-1766, H-1300 (blágrátt), Vj-1000 auk þriggja óaldursgreindra svartra gjóskulaga úr Kötlu og Kverkfjöllum/Grímsvötnum. Þau síðastnefndu finnast neðan við landnámslagið og er talið að þau hafu fallið á milli 871 AD og 1800 BP. Þessi þrjú lög ásamt landnámslaginu eru stundum nefnd landnámssyrpan (Helgi Páll Jónsson 2005, 20 og 24). Líklega tilheyrir óþekkta svarta gjóskulagið þessari syrpu.

Heimildir Helgi Páll Jónsson. 2005. Gjóskulög í Skagafirði. Ritgerð til B.S.- prófs við Jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands.