13
1 Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Árborg 2012 – 2013 „Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru“. Leiðarljós Leikskólasviðs

Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar1 Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Árborg 2012 – 2013 „Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 1  

     

     

     

    Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Árborg 

    2012 – 2013 

     

     

     

     

     

     

     

    „Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru“. Leiðarljós Leikskólasviðs

     

  • 2  

      Efnisyfirlit 

     

     

    Inngangur  ...........................................................................................................................3 

    Starfsáætlun leikskóla .........................................................................................................3 

    Mat á leikskólastarfi ........................................................................................................... 3 

    Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012 .............................................................................. 4 

    Ytra mat .............................................................................................................................. 5 

    Matsáætlun næsta leikskólaárs .......................................................................................... 7 

    Áherslur  leikskólans fyrir næsta leikskólaár ....................................................................... 8 

    Áherslur leikskólans vegna  Starfsáætlunar Skóla og frístundarsviðs................................... 9 

    Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum .................................................................... 10 

    Barnahópurinn .................................................................................................................... 11 

    Foreldrasamvinna ............................................................................................................... 11 

    Samstarfs leik‐ og grunnskóla ............................................................................................. 12 

    Almennar upplýsingar ......................................................................................................... 13 

    Fylgirit:  

    1. Umsögn foreldraráðs 

    2. Leikskóladagatal 

     

          

    Traust‐samvinna‐leikgleði‐nám           

  • 3  

    Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans.   Starfsáætlun leikskóla Leikskólasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi  leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar.  Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.   Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert  og  skal skilað rafrænt til Leikskólasviðs fyrir  1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar.   Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: 

    Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats.  

    Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin.  

    Áherslur í starfsáætlun Skóla og frístundarsviðs sem leikskólinn vinnur að.  Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.    Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna 

    af erlendum uppruna.  Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.  Skóladagatal fyrir árið.  

     Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara.  Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: 

    ‐ Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. 

    ‐ Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. 

    ‐ Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. ‐ Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á 

    samkvæmt lögum. Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið.  Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það  liður í ytra mati Skóla og frístundarsviðs  og/eða Menntamálaráðuneytis.  

  • 4  

     

    1. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Innra mat leikskólans   

    Þeir þættir sem lagðir voru til grundvallar innra mats í ár voru  áhersluþættir starfsáætlunar síðasta árs. Félagsfærni barnanna, útikennsla, siðferðisgildin, endurvinnsla, málrækt og málörvun.  Matið fór fram á starfsdegi í apríl  en einnig hefur umræða farið fram af og til í vetur og þá á deildarstjórafundum og deildarfundum. Við matið var notast við hvað, hvernig og  hversvegna  spurningar um áhersluþættina og starfsfólk vann í hópum þvert á deildar.  Á skipulagsdegi  í janúar var farið í að ræða einkunnarorð leikskólans og farið ofan í það með starfsfólki fyrir hvað leikskólinn stendur. Ákveðið var að prufa þjóðfundaraðferðina og gekk það vel , leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri unnu svo úr niðurstöðum og komu saman fjórum lýsandi orðum yfir  það sem fólk vill að leikskólinn standi fyrir og voru þau lögð fyrir starfsmannafund í maí og  þau samþykkt. Einkunnarorðin eru Traust‐samvinna‐leikgleði‐ nám.   Í kjölfar þessara nýju einkunnarorða þá mun fara fram vinna við að skoða hvað við meinum raunverulega með þessum orðum og setja það niður í handbók fyrir starfsfólk.  Starfsmenn komu eingöngu að matinu í ár.  Í ágúst síðastliðin var ákveðið að nokkrir leikskólar kynntu sér Barnið í brennidepli og legði af stað í matsvinnu út frá þeirri aðferðarfræði. Veturinn fór að mestu í að kynnast efninu og aðferðinni, við gerðum tilraunir með að meta og prufuðum að skoða samskipti í fataklefa.  Við lærðum það að við þurfum að afmarka okkur og æfa okkur betur í hvernig við metum með myndavélum , upptökum eða gátlistum.  Áfram verður haldið með þetta næsta starfsár.  Efling sjálfstrausts og félagsfærni barna,  starfsfólk telur að unnið sé með uppbyggingu sjálfstrausts og félagsfærin og er það gert á ýmsan máta,  með því að börnin segi  frá, komi fram fyrir hóp,  með handbrúðum, sögugrunninum, innlögn á fræðslu og jákvæðri  íhlutun. Starfsfólk hefur séð framfarir hjá börnunum og helst þá í leik með handbrúður og frásögn á sögum byggðum á Sögugrunninum.  Til að ýta undir frásögn var farið að vinna með bangsa sem börnin fengu með sér heim yfir helgi  og var síðan skráð dagbók  sem barnið notaði til stuðnings að segja frá í leikskólanum á mánudegi.  Þessi vinna mun  halda áfram á næsta starfsári og fléttast inn í aðra námsþætti  líka. Sérstaklega var unnið með sjálfshjálp og hreinlæti  og má segja að öll börn á eldri deildum  (3‐5) geti hjálpað sér sjálf hvað varðar að klæða sig úr og í og wc ferðir og handþvott, en  yngstu þurfa eftirfylgd og aðstoð við almennt hreinlæti.   Útikennsla , okkur hefur gengið upp og ofan með útikennsluna, það er aðallega skólahópur sem hefur fengið hana og þá að hausti og svo þegar fer að vora. Við höfum þó farið í gönguferðir með hópa einu sinni í viku og höfum við þá verið að fylgjast með gróðri og ýmsum breytingum sem verða í náttúrunni.  Veður hefur verið að hamla okkur í vetur  en  starfsfólk er á því að það þurfi að bæta þennan þátt.  Til viðbótar þessu vill starfsfólk koma á heilsudegi einu sinni í mánuði þar sem farið er með öll börnin í gönguferðir og að markmiðið verði að börnin á eldri deildunum geti gengið svokallaðan stífluhring (Elliðaárdal) en yngsta deildin fari styttra.   Siðferðisgildi, unnið hefur verið með vináttuna, hjálpsemina, að virða reglur og kurteisi í vetur, börnin læra það sem fyrir þeim er haft, við teljum að ekki sé nóg að vera með fræðslu heldur  teljum  við  mikilvægt að starfsfólk sé fyrirmynd  í hegðun og háttum.  Við leggjum 

  • 5  

    upp úr að heilsa og kveðja , að þakka fyrir sig og starfsfólk þarf að sýna börnunum kurteisi.  Þetta er vinna og umræða sem alltaf þarf að vera í gangi.   Endurvinnsla og flokkun,  í vetur var skipt út tunnum og við fengum endurvinnslugáma, gám fyrir almennt sorp og lífræna tunnu. Okkur hefur gengið ágætlega að flokka allan matarúrgang frá almennu rusli og setjum nú alla kassa og umbúðir sem koma í hús í endurvinnslugám, áður var sendibílstjóri sem kom hálfsmánaðarlega og tók kassa.  Við eigum eftir að fjárfesta í sérstökum endurvinnslu ílátum til að vera með innanhúss.  Það hefur tekið tíma fyrir starfsfólk að aðlaga sig að endurvinnslu en það er allt á réttri leið og fólk að verða meðvitaðra um flokkun og að það sé eðlilegur hlutur.   Málrækt og málörvun, starfsfólk telur sig sinna málrækt og málörvun ágætlega, það er mikið lesið fyrir börnin, framhaldssögur og styttri sögur. Það er staldrað við og útskýrð orð og orðatiltæki. Við hlustum líka á sögur og leikrit.  Börnin eru hvött til að segja sögur, þau læra þulur og vísur, ritmál er sýnilegt, því allir hlutir eru merktir þannig að börnin sjá hvernig orðin eru skrifuð. Við ætlum að halda áfram að útvíkka þennan þátt í starfinu næsta vetur, því alltaf er hægt að bæta við og gera betur.  Málræktin mun verða einn af hornsteinum starfsins næsta starfsár.  Foreldrafundir, með vísan í starfáætlun 2010‐11 var ákveðið að halda ekki stórann fund með foreldrum að hausti vegna lélegrar þátttöku og var enginn sem gerði sérstaka athugasemd við það. En við ákváðum  samt að reyna aftur  haustið  2011, þá  yrði kynning á vetrarstarfinu á  aðalfundi foreldrafélagsins  . Þátttaka var ekki skárri en áður, en kosningar fóru þó  fram í stjórn foreldrafélagsins og  í foreldraráð.   

      Ytra mat                Ytra mat hefur farið fram annað hvert ár og hefur það verið framkvæmt að hálfu                Leikskólasviðs.  Ytra matið fór fram í feb/mars á síðasta ári og komu þessar niðurstöður fram               Í starfsáætlun síðasta starfsárs. Ég mun því setja þær hér aftur í ár.                Mat fór fram meðal  foreldra og var það framkvæm á vorönn 2011. Netföng foreldra eru               notið til að koma til þeirra slóð inn á spurningalista sem þeir svara.  Spurt var um  ýmsa þætti              í starfi leikskólans og síðan voru niðurstöður sendar hverjum leikskóla þar sem hægt var að               bera saman niðurstöður fyrri kannana.  Heildar niðurstöður  koma  vel út fyrir leikskólann í               heild,  Þó eru atriði sem við þurfum að skoða betur og reyna að skilgreina af hverju við erum               ekki að fá full hús stiga fyrir þau atriði.                Þeir þættir sem koma ekki vel út eru : a) aðkoma foreldra að gerð einstaklingsnámsskrá                b) aðkoma foreldra að innra mati leikskólans c) að hafa áhrif á innra starf leikskólans               d)kynning á nýju starfsfólki  e) foreldrafundur þar sem vetrarstarf er kynnt.                 Ef farið er ofan í þessa þætti eru skíringar á sumu en annað má skoða betur.                a) Við erum með foreldraviðtöl tvisvar sinnum á ári þar sem farið er yfir stöðu barnsins og               hvernig framfarir eru. Í þessum viðtölum eru foreldrar hvattir til að koma með athugasemdir               og einnig að setja niður óskir varðandi  hvað þurfi að leggja áherslu á með barninu.               Einstaklingsáætlanir hafa verið gerðar með börnum sem þurfa á einhverri séraðstoð að               halda.               b) Við höfum ekki  tekið það upp að hafa foreldra með í innra mati  en það er hlutur sem má               skoða .                 c) Það hefur ekki reynt á það að foreldrar hafi beina aðkomu að skipulagi innra starfs en við               hlustum á foreldra sem hafa tjáð sig um starfið  en höfum ekki  kallað eftir því að foreldrar 

  • 6  

                  komi með tillögur um innra starf. Við höfum heldur ekki orðið mikið vör við að foreldra vilji               sérstaklega koma meira inn í skipulagningu leikskólastarfsins.                d)  Í Árborg hefur ekki verið mikið um starfsmannaskipti og því finnst okkur þessi spurning               ekki alveg segja rétt frá málum.  Það eru myndir af starfsfólki á deildum , starfsfólk kynnir sig               þegar  það hittir nýja foreldra, það er tekið fram á heimasíðu þegar einhver kemur nýr  og               þar eru allir starfsmenn kynntir með nafni,  mynd og starfsheiti.  Við teljum okkur ekki standa              illa að þessum málum ,  við höfum líka orðið vör við að foreldri veit ekki hvað deild barnsins               þess heitir þó það sé búið að vara ár í leikskólanum hvað þá hvað starfsfólk heitir.  Ábyrgð              hlýtur líka að liggja hjá foreldrum að bara sig efir þeim upplýsingum sem þó eru aðgengilegar.              e)  Varðandi kynningu á vetrarstarfi leikskólans á foreldrafundi, þá var ákveðið að haustið              2010 yrðu engir foreldrafundir  vegna lélegrar þátttöku haustið áður . Við höfðum  haft              kynningarfund með öllum nýjum foreldrum vorið 2010 þar sem var góð mæting, við töldum              að ef fólk vildi fylgjast með þá væri heimasíða leikskólans með flestar þær upplýsingar sem              foreldrar þyrftu, við værum með foreldraviðtöl  2x á  ári, værum búin að setja inn              foreldraviku þar sem foreldrar kæmu í heimsókn, kaffi heimsóknir 2x á vetri og síðan fengju              foreldrar stundaskrá barnsins heim.  Foreldrar gerðu ekki athugasemd við þessa tilhögun              2010 en á Aðalfundi foreldrafélagsins  í okt. 2011  var ákveðið að leikskólastjóri kæmi með               Kynningu á vetrarstarfinu. Mætingar hjá foreldrafélaginu hafa ekki verið góðar undanfarin ár.  Starfsmannakönnun               Starfamannakönnun er gerð annað hvert ár og fór fram í nóvember 2011. Tilgangur er að fá                fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta.  Könnunin var                gerð rafrænt.   Þátttaka var 100% frá starfsmönnum Árborgar og því hægt að sjá vel viðhorf               starfsmanna  til þeirra þátta sem spurt var um. Þegar á heildina er litið þá kemur leikskólinn                ágætlega út en þó eru fleiri  þættir sem hafa lækkað þó þeir teljist í góðu lagi og aðrir þættir               sem hafa hækkað . Að mínu matir eru ákveðnir utanað komandi þættir sem hafa haft áhrif á                niðurstöður til lækkunar . Athygli vekur að í liðnum starfsþróun kemur fram að starfsmenn                sjá ekki gagnsemi starfsþróunar samtala  og skorum við mjög lágt þar.  Fólki finnst spurningar              alltaf þær sömu, fólk er ekki duglegt að setja sér markmið og ef til vill er ekki hægt að verða                 nóg við óskum starfsmanna um starfsþróun eða þegar það gerir athugasemdir við hluti. En                þetta þarf að skoða betur. Leikskólastjóri hefur reynt að breyta á milli ára formi á viðtölunum               en það virðist ekki skipta miklu.  Starfsfólki finnst einnig að álag í vinnu hafi aukist mikið og er              þörf á að skoða almennt hvað fólk álítur vera aukið vinnuálag, því það er mismunandi                hvernig  fólk upplifir vinnuálag.  Varðandi fræðslu og þjálfun þá  hallaði  mjög á hana  á                síðustu  árum og fólk saknar að geta ekki farið út úr skólanum til að sækja sér aukna fræðslu               Síðari hluta starfsársins hefur þó verið meira um að starfsfólk fari út úr skólanum á námskeið               t.d sem eru í boði skóla og frístundasviðs auk þess að leikskólar og skólar í hverfinu munu                verða með sameiginleg námskeið næsta starfsár.  Í viðtölum við starfsfólkið vorið 2011 koma               kom fram að fólk vildi frá fræðslu um samskipti og var því ákveðið að fá fyrirlestur  um                það málefni á skipulagsdegi og kom Þórkatla Aðalsteinsdóttir í leikskólann með góða fræðslu               í janúar 2012. Á Skipulagsdegi  haustið 2011 var varið í heimsókn í nokkra leikskóla í                Reykjanesbæ og síðan var hálfur skipulagsdagur nýttur til að hlusta á fyrirlestur og skoða                Kynningar leikskóla á Stóra leikskóladeginum  sem haldin var 1.júní 2012. Starfsfólk taldi sig                fá mikið út úr þessum heimsóknum og jafnaðist það á við marga fyrirlestra.                   

  • 7  

     Matsáætlun næsta leikskólaárs             Á síðasta starfsári var farið í að vinna með matsaðferðina  Barnið í brennidepli  undir leiðsögn             Sigrúnar Einarsdóttur frá SFS. Það voru þrír leikskólar sem fóru af stað í upphafi en einn datt             úr hópnum og eru það því tveir leikskólar sem fylgjast að í þessu ferli. Hópurinn hefur fundað             nokkrum sinnum og farið yfir hvað gangi vel og hvað illa og hvernig best sé að gera hlutina.             Árborg ákvað að byrja á samskiptum starfsmanna og barna og aðgreindu það niður í samskipti            í fataklefa.  Bara það að fara af stað og skoða hlutina breytti hlutum, fólk sá aðstæður í öðru             ljósi þegar farið var að ræða málin. Við gerður gátlista og reyndum að fóta okkur í þessari              aðferð en við vorum ekki alveg komin með tökin þegar tekið var sumarhlé.  Ákveðið er að taka            upp þráðinn aftur næsta vetur og koma hópnum inn í þetta matsferli.              Við höfum ákveðið að taka áfram ákveðna þætt í samskiptum, í matartímum, í samveru, í             útiveru, í daglegu starfi.  Stýrihópur mun koma saman í ágúst og setja niður aðgerðaráætlun.             Fundur með Sigrúnu Einarsdóttur og hinum leikskólanum er áætlaður 12.október og þá             berum við saman bækur okkur um gang mála.  Leikskólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd             matsins.   

           

      

     

  • 8  

     

    1. Faglegar áherslur í starfi leikskólans Áherslur  leikskólans fyrir næsta leikskólaár               Síðastliðið starfsár endurskoðuðum við einkunnarorð leikskólans og unnum eftir þjóðfundar               aðferðinni hvað við vildum að leikskólinn okkar stæði fyrir . Niðurstaða þeirrar vinnu voru ný               einkunnarorð þó ekki svo langt frá fyrri einkunnarorðum . Traust –samvinna‐ leikgleði‐nám                urðu þau orð sem við töldum lýsa best hverju við vildum standa fyrir. Það þarf að ríkja traust               milli allra aðila, það þarf að vera samvinna, öllum þarf að liða vel og þá á að vara gaman að               koma í leikskólann og þegar allt þetta kemur saman þá eru börnin tilbúin að taka til sína og               læra í gegnum það starf sem er í gangi hverju sinni.  Ekki verða miklar breytingar á áherslum               næsta árs en vægi  vissra þátta verðu meira .   

    • Að vinna með málnotkun og málrækt • Að vinna áfram að eflingu sjálfstrausts og  félagsfærni • Að vinna með siðferðisgildin , vinátuna, hjálpsemina og kurteisina • Að fikra okkur lengra í endurvinnslunni og flokkun sorps • Að vinna betur með fjölmenninguna 

    Þær leiðir sem við munum nota til að ná fram þessum markmiðum er svipað frá ári til árs, Þó erum við alltaf að taka til okkar nýjar aðferðir og bæta inní eða taka eitthvað  út sem ekki er að virka.  Varðandi málræktina þá ætlum við að hafa það sem aðalverkefni vetrarins og flétta það inn í allt annað starf. Við munum vinna áfram með sögugrunnin, við ætlum að leggja áherslur á þulur og vísur , að semja sögur og ljóð og búa til bók með tveimur eldri árgöngunum.  Við munum vinna með sögu og skoða hana frá ýmsum hliðum, s.s málskilningi, leikrænt, endursögn, myndlist og fl.  Síðasta vetur var byrjað bangsaverkefni en þá fengu tvö börn í einu á hvorri deild bangsa og dagbók með sér heim yfir helgi, foreldrar skrifuðu svo í dagbókina með barninu og barnið kom með bangsann á mánudegi í leikskólann og fékk að segja frá því sem það hafði gert yfir helgina. Þetta verður tekið aftur upp og kannski útfært meira.  Við ætlum að vinna meira með handbrúður og leyfa  elstu börnunum að vinna verkefni og flytja fyrir yngri börnin.  Efling sjálfstraust og félagsfærni fer saman með þeim leiðum sem við ætlum að nota í tengslum við málnotkunina, einnig fara siðferðisgildin vel saman með þessum þáttum.  Við munum vinna að nánari útfærslu á skipulagsdegi  í september.   Varðandi endurvinnslu og flokkun á sorpi hefur það gengið rólega en þó er það komið vel á veg og hugsun fólks er að breytast. Áfram verður því unnið að útfærslu og innleiðingu.  Ákveðið hefur verið að vinna verkefnið Fljúgandi teppi í samvinnu við borgarbókasafnið í haust.  Við munum meta þessa áhersluþætti á skipulagsdegi í apríl 2013. Þá munum við skipa í umræðu hópa og  nota spurningar eins og hvað, hvernig, hversvegna.  Við höfum einnig tekið upp umræðu á deildarfundum og deildarstjóra fundum , um hvernig gangi og hvort einhverju þurfi að breyta.  Leikskólastjóri ber ábyrgð á matinu á skipulagsdegi en deildarstjórar hafa fylgt eftir umræðu sem verður á deildum inn á deildarstjórafundi.  

        

  • 9  

    Áherslur leikskólans vegna  Starfsáætlunar Leikskólasviðs               Áherslur í starfi leikskólans fara saman með áherslum sviðsins.  Leikskólastjóri hefur sótt                 fundi og ráðstefnur sem fjalla um Vinsamlegt samfélag .Það verkefni fellur vel að áherslum                leikskólans um siðferðisgildin.   Aðstoðarleikskólastjóri hefur verið í hóp sem fundar                 reglulega um fjölmenningu undir stjórn Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttur. Það verkefni fellur                einnig vel að þeim áherslum að við ætlum að vinna betur með fjölmenninguna og höfum                verið að safna í sarpinn gögnum og hugmyndum þar að lútandi.   Lestrarhvetjandi verkefni                fellur vel að  áherslum leikskólans um málnotkun og málrækt  og mun það verefni verða á                ábyrgð deildarstjóra. Starfsmenn hafa farið á námskeið hjá Náttúruskólanum og munum við                hvetja fólk til að sækja sér meir fræðslu þangað sem nýst getur við úti‐ og náttúrukennslu.    

      

      

     

  • 10  

      

    2. Starfsmannamál   Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum   Starfsheiti  Fjöldi  Starfshlutfall  Menntun Leikskólastjóri   1  100%  Leikskólakennari + eitt ár í 

    stjórnun Aðstoðarleikskólastjóri   1  85%  Leikskólakennari Matráður   1  100%  Fagnámskeið Efling Leikskólaliðar  4  366%  Leikskólabrú  Efling Deildarstjóri  1  80%  Leikskólakennari + textil Deildarstjóri   1  100%  Grunnskólakennari Deildarstjóri   1  100%  Leikskólaliði Leiðbeinendur   6  494%  Fagnámsekið Efling Stuðningsfulltrúi  1  75%  Íþróttakennari 

     Starfsþróunarsamtöl fara fram í febrúar og mars og fara þannig fram að leikskólastjóri boðar starfsmann í viðtal til sín á ákveðnum tíma og stendur viðtalið yfir í 45‐ 60 mínútur. Komið hefur fyrir að fresta hefur þurft viðtölum vegna annarra óvæntra atburða eða breytinga .  Næsta starfsár hefur verið ákveðið að 5 leikskólar í hverfinu haldi sameiginlega námskeið um ADHD hjá börnum , skólarnir fengu styrk til þessa að fá fyrirlestur um þetta efni  og verður hann haldinn 2.janúar  2013.  Leik og skólastjórar í hverfinu ákváðu í sameiningu að vera með ½ dag  í nóvember sameiginlegan og byggja hann upp á smiðjum , dagskrá verður væntanlega tilbúin í sep/okt.  Deildarstjórar fóru á tvo fyrirlestra á vegum skóla og frístundasviðs og er von mín að áframhald verði á því næsta vetur.   Námskeið um málrækt og málnotkun barna verður skoðað á starfsárinu, einnig vantar leikskólann viðbótar fræðslu varðandi endurvinnslu.    

      

     

  • 11  

      

    3. Aðrar upplýsingar  Barnahópurinn 

    Leikskólinn verður fullsetin starfsárið 2012‐13 eða 64 börn.  Kynjahlutfall verður þannig að drengir eru fleiri eða 37 drengir og 27 stúlkur.  Einn árgangur sker sig úr hvað varðar ójafnvægi  kynjanna en það er árgangur 2008 þar eru einungis 5 stúlkur en 13 drengir. Aðrir árgangar eru tiltölulega jafnir.   Gert er ráð fyrir 540 dvalarstundum en þessi tala gæti breyst því fólk er að breyta dvalartíma alveg fram á haustið, því geta þær verið færri eða fleiri.  Fjölmennasti árgangurinn næsta vetur verðu árgangur f.  2008 en fæst börn verða í elsta árgangi  f. 2007  eða 13 talsins.  Í dag eru  3 börn sem njóta sérkennslutíma og eitt til viðbótar sem hefur fengið úthlutað tímum en er ekki búin að fá stuðningsaðila en 9 tímar eru skráðir á þessi 4 börn .  Eitt barn er í athugun hjá Þroska og hegðunarstöð og byrjar hér í haust  og með því  er líklegt að þurfi stuðningstíma. Síðan eru börn sem starfsfólk er að skoða og meta hvort ástæða sé til frekari athugana og  börn sem þurfa sértaka aðstoð varðandi málið.  Næsta starfsár verða fleiri börn en oft áður með erlendan uppruna.  12 börn eru með annað tungumál en íslensku eða 19 % barnanna síðan eru 3 börn með erlendan uppruna þar sem eingöngu er töluð íslenska á heimilinu.  Upprunalönd að baki þessara 12 barna eru Búlagaría, Filippseyjar, Litháen, Pólland, Portúgal, Brasilía, Georgía og Serbía.    

     Foreldrasamvinna              Stjórn foreldrafélagsins er kosin til 2ja ára í senn og getur fólk gefið kost á sér til              lengri setu í stjórninni. Kosið er á Aðalfundi  foreldrafélagsins .  Tveir fulltrúar eru                kosnir frá hverri deild og síðan er einn fulltrúi starfsfólks.  Fyrirkomulag á starfsemi              foreldrafélagsins hefur mótast að nokkru á þeim hópi sem situr í stjórn  hverju sinni              en þó eru fastir liðir sem foreldrafélagið stendur fyrir í skólastarfinu s.s  opnu húsi               fyrsta sunnudag í aðventu og sumarhátíð í júní. Foreldrafélagið hefur síðan kostað              sveitaferð, leiksýningar, styrkt útskriftaferð, skóladót elstu barna og ýmis útgjöld              tengd  jólahaldinu.  Þar fyrir utan hefur foreldrafélagið staðið fyrir því að foreldrar              og börn hittist utan skóla  í sundi,  sleðaferðum og þ.s.h.               Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og                aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd                skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.                Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi (Lög um                  leikskóla 90/2008)               Kosið var í foreldraráð á Aðalfundi foreldrafélagsins í  október 2011, kosnir voru 2 fulltrúar                og einn fulltrúi kom  út stjórn foreldrafélagsins. Haldnir hafa verið nokkrir fundir og fóru þeir               bæði  fram fyrir og eftir  áramót en þá koma foreldraráðið að umsögn um nýjar               framkvæmdir í lóð  leikskólans sem framkvæma á sumarið 2012. Einnig kom fulltrúi að               rýnihóp um nýjar  heimasíður leikskóla. Festir verða niður tveir fundir fyrir áramót og tveir               fundir eftir áramót til að koma á festu í fundarhaldið. Kallað verður til funda eða verkefna               eftir þörfum.  Gert verður ráð fyrir að Aðalfundur foreldrafélagsins og foreldrafundur skólans

  • 12  

                  fari saman í  október, þá verður kosið í nýja stjórn foreldrafélagsins og í nýtt foreldraráð.                Leikskólinn hefur verið með foreldraviðtöl tvisvar á ári, í október og mars,  fyrirkomulag                hefur verið að hver  deild fær tvo daga til umráða og skrá foreldrar sig í viðtal á skráningar –               blöð sem hanga uppi í  fataklefa.  Komið hefur upp sú umræða að breyta þessu eitthvað og               jafnvel að setja viðtölin  á undirbúningstíma deildastjóra og dreifa þeim þá á lengri tíma.               Þetta verður skoðað betur á starfsdegi í haust .               Foreldrar hafa verið að koma inn í leikskólann á virkum degi í meira mæli undanfarin               ár er það þá aðallega tengt afrakstri af vinnu barnanna. Foreldrakaffi er ca. 1‐2  vetri,               opin    hús tvisvar sinnu og síðan er afa og ömmu kaffi.  Þátttaka foreldra er               almennt mjög góð að þessu leiti.  Í Febrúar í kringum dag leikskólans verður svo               foreldravika þar sem foreldrum er boðið að koma og taka þátt í starfi með börnum               sínum.    

    Samstarf leik‐ og grunnskóla                  Haustið 2011 varð breyting á samstarfi við Árbæjarskóla , gerðar voru breytingar á                  fyrirkomulagi heimsókna í skólann. Ástæða breytinganna voru að vikuheimsóknin að vori                 var orðin of mikið álag fyrir börn og kennara því heimsóknirnar tóku um 6 vikur. ( tveir                 bekkir og aðeins komu 5 börn í einu í hvern bekk) Breytingin var því helst að                 vikuheimsóknin var felld niður en aðrar heimsóknir komu í staðinn og á öðrum forsendum.                  Smiðjur að hausti, stærðfræðidagur, einn dagur í bekk og vorskóli einn eftirmiðdag með                 foreldrum í lok skólaárs.  Þetta fyrirkomulag kom vel út í vetur og er gert ráð fyrir að það                  verði eins næsta starfsár.                 Ágúst/sept.                Fundur kennara beggja skólastiga                 September                Heimsókn í bókasafn Árbæjarskóla                 Október                     1.bekkur kemur í heimsókn í leikskólann sinn                 Nóvember                 Smiðjur                 Nóvember                 16. nóv. Dagur íslenskrar tungu í Árbæjarskóla                  Desember                  Skólahóp boðið á jólaball                  Janúar                        Fundur kennara                 Febrúar                      Stærðfræðidagur í Árbæjarskóla                 Mars                           Skólaheimsókn 1 dag                  Maí /júní                    Vorskóli með foreldrum og börnum                  Sept/maí                   Skólahópur aðra hverja viku í íþróttahús Árbæjarskóla.                  Sept/maí                   Skólahópur fer í heimsókn í frístundarheimilið 1x mán.   

        

  • 13  

    Almennar upplýsingar               Í maí 2012 var hafist handa við að endurgera lóð leikskólans. Ákveðið var að                 helmingur framkvæmda yrði sumarið 2012 og síðari hluti sumarið 2013. Af þessum                 sökum var ákveðið að loka leikskólanum vegna sumarleyfa í júlí svo hægt yrði að                 vinna að ljóðaframkvæmdum. Vinnan hefur gengið betur en áætlað var og aðgengi                að svæðinu gott því hægt var að skipta lóðinni þannig að börnin gátu nýtt sér                helming lóðarinnar en verktaka hinn helminginn.  Fyrrihluta verksins  mun ljúka                þegar starfsfólk fer í sumarleyfi 2. Júlí.                               Skipulagadagar hafa verið ákveðnir fyrir næsta starfsár. Gert er ráð fyrir tveimur                samliggjandi skipulagsdögum 24.apríl og 26.apríl  2013 en  þá er í bígerð að fara í                 námsferð  til  Englands.  Skipulagsdagar verða:                 07. september                  19. nóvember  Sameiginlegur með öllu hverfinu                02. janúar         Sameiginlegur með öllu hverfinu                24. apríl            Sameiginlegur með öllu hverfinu                26.apríl             Árborg námsferð                07.júní                                  

      

    Fylgirit • Umsögn foreldraráðs  mun koma í ágúst 2013 • Leikskóladagatal. 

         F. h.  leikskólans  Árborg   

    Sigríður Þórðardóttir                               27.júní 2012 _______________________________________________      Leikskólastjóri      Dagsetning