74
HEFTI 1968 51. ÁRGANGUR KR. 70.00 EINT. AMERICANA Bandariski friðurinn m^ *•-' 2SW5Í wfl MW\

Réttur Nr.1 1968

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Réttur (Right or Justice), is a theoretical journal of the communist Icelanders including the summary of Problems of Peace and Socialism-World Marxist Review

Citation preview

Page 1: Réttur Nr.1 1968

HEFTI 1968 51. ÁRGANGUR

KR. 70.00 EINT.

AMERICANA Bandariski friðurinn

m^

*•-' 2SW5Í wfl MW\

Page 2: Réttur Nr.1 1968

TÍMARIT UM

Þ J Ó D F É L A G S M Á L

VERÐ ÁRGANGSINS, 4 HEFTI. KR. 200.00

RITSTJÓRI: Einar Olgeirsson. RITNEFND: Árni Björnsson, Eyjólfur Árnason, Hjalti KrÍ6tgeirsson, Jóhann Páll Árnason, Loftur Guttormsson, Magnús Kjartansson, Olafur Einarsson. UMBROT: Ólafur Einarsson, Þorsteinn Óskarsson. KÁPUTEIKNING: Þröstur Magnússon, Auglýsingastofan Argus. PRENTUN: Prentsmiðjan Hólar hf., Reykjavík.

ÚTBREIÐSLUSTJORN: Guðmundur Þ. Jónsson, Þorsteinn Oskarsson.

AFGREIÐSLA: Þjóðviljinn, Skólavörðustíg 19, sími 17500.

MEÐSTARFSMENN: Adda Bára Sigfúsdóttir, Ásgeir Bl. Magnús-son, Ásgeir Svanbergsson, Björn Jónsson, Haukur Helgason, Páll Bergþórsson, Páll Theo-dórsson, Sigurður Ragnarsson, Sverrir Krist-jánsson, Tryggvi Emilsson, Þórir Daníelsson.

LOFTUR GUTTORMSSON Heimsvaldastefnan nýja og

EINAR OLGEIRSSON: Bandaríska valdið á íslandi

Skæruhernaður

ÁRNI BJÖRNSSON:

gamla

Afríka andspænis ásælni Bandaríkjanna

FRANZ A. GÍSLASON: Spanskreyrstefnan II.

Frantz Fanon

EINAR OLGEIRSSON: Heimsveldi á helvegi

ÓLAFUR R. EINARSSON: Adeilusöngvar nútímans

2

15

18

20

24

32

35

38

DONOVAN: Hermaðurinn (Kvæði) 42

BOB DYLAN: Spurðu mig ei (Kvæði) 43

LOFTUR GUTTORMSSON: Pax americana I. 45

EINAR OLGEIRSSON: Hungrið, gróðinn og heimseining alþýðu 55

LOFTUR OG GUNNAR GUTTORMSSYNIR: CIA — hin ósýnilega ríkisstjórn

Bandaríkjanna 62

Neistar 66

Ritsjá 68

Page 3: Réttur Nr.1 1968

G6D

51. á rgangur 1968 — 1. hefti

Á þessu ári er hálf öld liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Á þessu ári er einnig liðin hálf öld síðan út kom í Petrograd bókarkorn sem bar titilinn: Heimsvaldastefnan — efsta stig auðvaldsins. Höfundur: V. 1. Lenín. Þar var, skv. undirtitli bókarinnar, gefin „alþýðleg skýring" á hinum dýpri þjóð-félagsrökum, sem höfðu att þjóðum heimsins saman í hina fyrstu heimsstyrjöld, mannkynssögunnar — styrjöld sem stóð þá enn sem hæst. Þar var sýnt fram á, með ósveigjanlegri rökfestu, að þessi hildarleikur sem flestar þjóðir Evrópu höfðu sogazt 'tnn í, var afsprengi stríðandi heimsvaldastefnu (imperíalisma) — gírugra einokunarhringa í helztu auðvaldsríkjum heims. Arðrændum stéttum og þjóðum var jafnframt sýnt fram á hver hlutur þeirra mundi verða ef heimskerfi einokunarauðmagnsins yrði alls ráðandi.

Þetta sama ár leiddi bókarhöfundur, V. I. Lenín, arðrændar stéttir og undirokað-ar þjóðir Rússaveldis til uppreisnar sem jafngilti úrsögn úr hinu stríðsmagnaða bræðralagi heimsvaldastefnunnar.

Enn í dag — 50 árum síðar — eru styrjaldir háðar. Stjórnendur Bandaríkja Norð-ur-Ameríku verja árlega 60—70 milljörðum dollara til herkostnaðar, þar af nálega 30 miljörðum til hinnar níðingslegu styrjaldar í Vietnam. Á sama tíma deyja daglega 10 þúsundir manna úr hungri í löndum hins tæknivan-þróaða heims. Og á sama tíma eru Bandaríkjamenn að jafnaði (þ.e. „meðaltalsmaðurinn) sextíu sinnum auðugri að veraldargæðum en íbúarnir sunnar í sömu álfu, í Indíána-byggðum Suður-Ameríku.

Nú vaknar sú spurning hvort orsakir þessara gífurlegu andstæðna megi að ein-hverju leyti rekja til einokunarhringa auðvaldsheimsins og þeirrar heimsvalda-stefnu sem Lenín dró til ábyrgðar fyrir hálfri öld? Eða skyldi vera eitthvert beint orsakasamband milli auðlegðar og ofurvalds hins bandaríska auðvalds annars vegar og fátæktar meiri hluta mannkyns hins vegar? Eða er heimsvaldastefnan — og þá fyrst og fremst hin bandaríska — innantómt slagorð í munni þeirra sem krenkja lifandi veruleikann í stirðnaðar formúlur i hugmyndalegri fátækt sinni og praktískum vanmætti? Ritstjórn „Réttar" taldi sér skylt að fjalla í einu hefti um þessar spumingar, því að öllum má vera Ijóst að í þeim felst meginkjarni heimsvandamálanna á þessum síðari helmingi tuttugustu aldar. LARuSBÖKASAFN L G.

2 7 6 9 2 8 ÍSLABBS

Page 4: Réttur Nr.1 1968

HEIMSVALDASTEFNAN -HIN Nf JA OG HIN GAMLA

í ÞESSARI GREIN BENDIR LOFTUR GUTTORMSSON Á HÖFUÐDRÆTTI HEIMSVALDASTEFNUNNAR FYR-IR 1914. HANN LYSIR OG SERKENNUM BANDA-RÍSKRAR HEIMSVALDASTEFNU EINKUM Á TÍMUM KALDA STRÍÐSINS, OG TILRAUNUM ÞEIRRA TIL AÐ TRYGGJA „PAX AMERICANA" Þ. E. FRIÐ TIL ARÐ-RÁNS.

Skýrgreining Lenins. Lenín tók sér ekki fyrir hendur að finna

hin sameiginlegu einkenni sem kunna að hafa mótað útþenslustefnu stórveldanna á hinum ýmsu skeiðum sögunnar. Hann ein-beitti sér að því að draga fram auðkenni þess sem hann kallaði efsta stig auðvaldskerfisins. Heimsvaldastefnan, þetta fræðilega hugtak, endurspeglaði að hans dómi fjögur einkenni er greindu síðasta þróunarstig kapítalismans frá því sem á undan var gengið og heims-kreppan 1873 batt enda á. Þessi fjögur auð-kenni voru:

1. Samþjöppun framleiðslunnar í einokunar-samtök auðvaldsins, — samsteypur, sölu-samlög og hringa, — samþjöppun sem batt enda á hið frjálsa samkeppnisform, eins og það gerðist um miðja 19. öld.

2. Einokunin hefur sölsað undir sig veiga-mestu hráefnalindirnar, einkanlega í þágu undirstöðuiðnaðar auðvaldsþjóðfélagsins.

3. Einokun hefur þróazt í bönkunum. Þeir hafa vaxið úr lítilþægum miðlurum í ein-okara fésýsluauðmagnsins. Bankafjár-magn og iðnaðarfjármagn hafa runnið saman og myndað fjármálafáveldi.

Page 5: Réttur Nr.1 1968

4. Myndun alþjóðlegra einokunarsambanda helztu auðvaldsríkja sem skipta löndum jarðarinnar á milli sín, leggja á þau eign-arhald (nýlendur) eða gera þau að „áhrifa-svæðum" sínum og hefja til þeirra fjár-magnsútflutning.

Lenín dró skýrgreiningu sína saman í þennan kjarna: „Imperíalisminn er kapítal-ismi á því þróunarstigi er drottinvald einok-unar og fésýsluauðvalds hefur fest sig í sessi, þegar fjármagnsútflutningur hefur öðlazt á-berandi áhrif, þegar hafin er skipting heims-ins á milli alþjóðlegra hringa og voldugustu auðvaldsríkin hafa skipt öllum löndum jarð-arinnar milli sín." Jafnframt tók hann fram að skýrgreining sín væri einskorðuð við hag-fræðileg grundvallarhugtök.

Eins og Lenín gerði sjálfur grein fyrir, studdist þessi skýrgreining að mestu leyti við niðurstöður borgaralegra hagfræðinga sem orðið hafa „að viðurkenna ákveðnar ótvíræð-ar staðreyndir um nýjustu efnahagsform auð-valdsins."

Ein þessara „ótvíræðu staðreynda" var myndun einokunarhringa og skipting heims-ins milli auðveldanna. Fyrir 1914 höfðu sex þeirra — Bretland, Frakkland, Rússland, Bandaríkin, Þýzkaland og Japan — helgað sér nýlendur sem voru að flatarmáli 65 milj. km2, með 523.4 miljónir íbúa. Bróðurpartur þessa mikla veldis (61.5 milj. km2) hafði komið í hlut hinna „þriggja söddu" er nutu bæði legu sinnar (Rússland) og forskots í kapítalískri þróun (Bretland og Frakkland); hin þrjú, einkum Japan og Þýzkaland, voru ekki búin til leiks fyrr en skiptingin var að mestu leyti um garð gengin (þ.e. upp úr 1900). Hve ört hún gekk fyrir sig, má marka af því að 1875 voru ekki nema 1 1 % land-svæðis Afríku nýlendur, en fyrir 1914 var nálega öll álfan (96% landsvæðis hennar) orðin nýlenduveldunum að bráð. ÞessÍ mis-

skipting nýlendnanna milli hinna „söddu" og „hungruðu" auðvaldsríkja var það sem öðru fremur leiddi til hildarleiksins 1914.

Önnur ótvíræð staðreynd var hinn mikli f jármagnsútflutningur þessara sömu stórvelda er hélzt í hendur við útvíkkun nýlendueigna þeirra og „áhrifasvæða". Árið 1910 nam erlend fjárfesting þriggja hæstu útflutn-ingslandanna 175—200 miljörðum franka (England: 75—100 miljarðar; Frakkland: 60 milj. Þýzkaland: 44 milj.), á móti 25 miljörðum árið 1870.

Page 6: Réttur Nr.1 1968

Lenín ályktaði: „Sé miðað við hóflega vexti, hljóta tekjurnar af þessu fjármagni að hafa numið 8—10 miljörðum franka á ári. Þetta eru traustar stoðir stórveldakúgunar og arðráns örfárra auðugra ríkja á flestum lönd-um og þjóðum heims — og traustur grund-völlur undir afætulíf örfárra auðvaldsríkja."

Þetta sama ár, 1910, réðu umrædd þrjú stórveldi, að viðbættum Bandaríkjum Norð-ur-Ameríku, yfir 80% af fjármálaauðmagni heimsins. „Næstum allir hlutar veraldar eru með einhverjum hætti skuldunautar eða skatt-þegnar þessara landa — þessara alþjóða-bankastjóra — þessara fjögurra „máttarstoða" fjármálavaldsins í heiminum". (Lenín).

Þessar ótvíræðu staðreyndir lögðu Lenín m.a. efnivið í kenningu hans um imperíal-ismann sem sérstakt þróunarstig auðvaldsins. Hann sótti þær milliliðalaust í hagskýrslur samtímans og fræðirit hagfræðinga sem ó-hjákvæmilega hlutu að greina meginþættina í efnahagsþróun auðvaldskerfisins á áratug-unum beggja vegna aldamótanna. A hinn bóginn túlkaði hann staðreyndir hagfræðinn-ar á sinn frumlega hátt: í Ijósi marxismans.

Áður en skilizt verður við imperíalisma þessa tímabils, er vert að minna á, hve opin-skátt og umbúðalaust var rætt um eðli hans og hlutverk á æðstu stöðum áður en kreppa hans hófst með sigri Októberbyltingarinnar í Rússlandi. Skulu hér tilfærð tvö dæmi um bersögli leiðtoga hans fyrir 1914:

Árið 1895 orðaði brezki nýlendumálsvar-inn Cecil Rhodes (sem Rhodesía heitir eftir) heimsvaldahugmyndir sínar á þessa leið: „Eg var í gær í Eastend í Lundúnum (verka-mannahverfi) og kom þar á atvinnuleysingja-fund. Eg hlýddi á trylltar ræður sem voru samfellt óp um „brauð, brauð". A leiðinni heim hugsaði ég um það sem ég hafði heyrt og varð sannfærðari en nokkru sinni um gildi heimsvaldastefnunnar . . . . Hugsjónin mikla

er lausn vandamála þjóðfélagsins. Til þess að forða 40 miljónum íbúa konungsríkisins frá mannskæðri borgarastyrjöld, verðum vér, fylgismenn nýlendustefnunnar, að opna ný landsvæði er geta veitt viðtöku því fólki sem er ofaukið, og látið í té nýja markaði fyrir þær vörur sem unnar eru í verksmiðjum og námum. Undir heimsveldinu eigum vér okk-ar daglega brauð, það hef ég ávallt sagt. Ef þér viljið komast hjá borgarastyrjöld, verðið þér að gerast heimsvaldasinnar". (Ummæli tilfærð af Lenín).

En Woodrow Wilson, er síðar varð forseti Bandaríkjanna, fórust svo orð árið 1907: „Verzlunin tekur ekki tillit til landamæra milli þjóða, og kaupsýslumaðurinn gerir til-kall til alls heimsins sem markaðar. Þess vegna verður fáni þessarar þjóðar að fylgja kaupsýslumanninum, og dyrnar að þeim þjóð-um sem eru lokaðar, verður að brjóta upp. Ivilnanir sem fésýslumenn hafa fengið verða ráðherrar ríkisins að vernda, jafnvel þótt það hafi í för með sér gróft brot á fullveldi þeirra þjóða er sýndu mótþróa."*)

Fróðlegt er að bera þessi ummæli saman við þau sem daglega eru höfð eftir núverandi forystumönnum bandarísks kapítalisma, þeirra sem réttlæta útþenslu hans og arðráns-aðstöðu með neikvæðum rökum um nauðsyn þess að standa vörð gegn „ofbeldi kommún-ista" og vernda „hinn frjálsa heim" gegn yfir-gangi þeirra. Munurinn endurspeglar hvörf-in frá hinni góðu samvizku sigrandi imperíal-isma áranna fyrir 1914 til sektarvitundar þeirra sem tala nú á tímum fyrir munn bandarískrar yfirgangsstefnu. Hinir fyrri töldu ekki þörf á að dulbúa hinar hráu hags-munaástæður stefnunnar í glitklæði hug-myndafræðinnar; hinir síðari leita umfram allt hugmyndafræðilegrar réttlætingar sem

•) TilvitnaS af William A. Williams: The Tragedy of American Diplomacy, bls. 66.

Page 7: Réttur Nr.1 1968

þeir telja sig finna í andstæðu imperíalism-ans: baráttu sósíalískra afla fyrir afnámi kapítalismans — hinnar sjálfkvæmu út-þensluhneigðar hans.

Eftir sigur fyrstu sósíalísku byltingarinnar, sem dró 1/6 hluta jarðar undan áhrifavaldi auðmagnsins, hófst það sem kallað hefur ver-ið „hin almenna kreppa auðvaldsskipulags-ins", er forystumenn þess hafa mætt á sviði áróðursins með því að særa fram hverja „grýluna" á fætur annarri — hina rússnesku í gær, hina kínversku í dag. Þessar „grýlur" eru á þessu skeiði hugmyndafræðilegur varn-arháttur kapítalismans. Hin sósíalíska bylt-ing táknaði almenna ógnun við hagsmuni auðmagnsins, beina hvöt til allra undirok-aðra stétta heimsins um að hefja uppreisn gegn drottnurum sínum, eða eins og W. J.

Bryan, þáverandi utanríkisráðherra Banda-ríkjanna, orðaði það, að „gera hinn fáfróða og dáðlausa fjölda mannkynsins að herrum heimsins." I ljósi þessa verður skiljanlegt að öll forysturíki kapítalismans lögðu fram fjár-magn og liðsafla til að reyna að kæfa bolsje-víkabyltinguna í fæðingu (íhlutunarstyrjöld-in 1918—1921).

BANDARÍKIN HEFJAST TIL HEIMSVELDIS

Nú, hálfri öld eftir sigur bolsjevíkabylting-arinnar, ríður á miklu — vilji menn á annað borð öðlast glöggan skilning á vandamálum

I I

MANNFALL I STyfUOLDUM 'I.Heir^óSÍN/rjold

—95% 5%

2-Hetn££.-t\;rjc>lcl Koreoztríbio

*

52% 4&% 1 »6% 84% ijt-föiilmi* heweor? ^ ~fallnir bbr. b&fqai'CH

Page 8: Réttur Nr.1 1968

samtímans — að þeir geri sér einnig grein fyrir eðli og hlutverki imperíalismans á vor-um tímum. Hefur hrun nýlenduveldanna eft-ir síðari heimsstyrjöldina breytt svo mjög eðli hans í grundvallaratriðum? Hefur röskunin á valdahlutföllum milli auðveldanna, sem heimsstyrjaldirnar tvær ollu mestu um, mark-að meiri háttar breytingu á arðránseðli imper-íalismans? Hvað knýr forysturíki imperíal-ismans, Bandaríki N.-Ameríku, til að koma fram á alþjóðavettvangi sem heimslögregla, hjálparhella spilltra afturhalds- og harð-stjórna, bælandi niður, hvað sem það kostar, alla viðleitni fátækrar alþýðu til að hrista af sér klafa eymdar og ógnarstjórnar?

Atburðir síðustu ára — og þó einkum Víetnamstríðið — hafa orðið til þess að glæða skilning manna á þessum spurningum. Þannig hafa augu margra Vesturlandamanna sem kalda stríðið í Evrópu og stalínisminn myrkvaði sýn, opnazt fyrir því að bak við hugmyndafræði „hins frjálsa heims" og „hins frjálsa einstaklingsframtaks" býr hrá heims-valdastefna með Bandaríkin í broddi fylk-ingar.

Heimsstyrjöldin fyrri batt endi á fjármála-og iðnaðarforræði hinna „söddu" nýlendu-velda í Evrópu. England og Frakkland höfðu í styrjaldarlok safnað gífurlegum skuldum í Bandaríkjunum (um 10 miljörð-um). Jafnhliða því höfðu þessi sömu ríki, með Versalasamningunum, skammtað Þýzka-landi svipað hlutskipti og „nýlendusvæði, með fátækt, hungri, eyðileggingu og réttindasvipt-ingu, . . . . hlutskipti sem siðmenntuð þjóð hafði aldrei fyrr hreppt í svipuðum mæli", (Lenín). Þannig höfðu hlutverkin snúizt al-gjörlega við. Eftir styrjöldina voru Banda-ríkin öflugasta iðnaðar- og fjármálastórveldi heims og í krafti hvors tveggja lögðu þau í stórum stíl undir sig markaði, einkum í S.-Ameríku og Asíu, þar sem brezkt auðmagn

hafði hins vegar verið hæstráðandi frá fornu fari.*)

Önnur heimsstyrjöldin sem spratt m.a. af viðleitni þýzka kapítalismans — í formi naz-ismans — til að ónýta Diktat Versalasamn-inganna og skipta heiminum upp á ný sér í hag, varð til þess að styrkja yfirburðastöðu bandaríska kapítalismans innan auðvalds-heimsins. Forræði þeirra á fjármálasviðinu varð ekki aðeins ótvíræðara, við það að Bret-Iand — og Frakkland — hrepptu hlutskipti betlarans gagnvart „alþjóðabankastjóranum" í Washington, heldur voru þau og kvödd til þess — vegna hernaðaryfirburða sinna — að taka við forystunni í baráttu imperíalismans gegn Sovétríkjunum og róttækum byltingar-hreyfingum um heim allan.

SERKENNI BANDARÍSKA IMPERIALISMANS

Hin nýju styrkleikahlutföll auðveldanna vöktu marga Evrópubúa, sem ekki höfðu séð í gegnum „einangrunarstefnu" Bandaríkj-anna á millistríðsárunum, harkalega til vit-undar um eðli hins bandaríska risa. Margir frjálshyggjumenn í Evrópu höfðu fram að því haft tilhneigingu til að skipa bandarísk-um kapítalisma í algjöra sérstöðu samanbor-ið við hin grónu nýlenduveldi Gamla heims-ins. Bandaríkin höfðu t. d. ekki lagt undir sig

•j Hviiman ægishjálm Bandaríkin báru yfir önnur stór-veldi á milliotrfðsárunum á sviði ISnaSarframleiSslu má marka af þvi, aS áriS 1929, áSur en heimskreppan mikla skall á, framleiddu þau 44.8% alls iSnaöarvamings i heiminum; á sama tíma var hlutdcild Þýzkalands 11.67», Bretlands 9.3% og Frakklands 7%.

Þetta sama ár nam fjárfesting bandarlskra einokunar-hringa erlendis samtals 15 miljörSum dollara, þar af 5 milj . í Evrópu og 5,3 milj . í Rómönsku Ameríku.

Page 9: Réttur Nr.1 1968

nýlendur á evrópskan mælikvarða og and-

nýlenduhefð hlutu þau í vöggugjöf. En hin sérstöku skilyrði, sem bandarískur kapítal-

ismi óx upp við skýra hvers vegna hann náði að blómgast á 19- öld án heimsvaldastefnu. Bandaríki N.-Ameríku voru ónumið land sem í reynd var gert að „innlendri nýlendu".*)

Þegar leið að lokum aldarinnar, þ.e. þegar landnáminu og hinni „innri" útþenslu var í grófum dráttum lokið, fékk kapítalismi Bandaríkjanna einkenni hins „leníska" imper-

íalisma; að því undanskildu að í stað grímu-

lauss nýlenduveldis tóku Bandaríkin að byggja upp „óformlegt" heimsveldi í Vestur-

álfu og Kyrrahafi. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu því þáttaskil í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: efnahagskreppa skall á sam-

tímis því sem lokið var „landfræðilegri" út-

þenslu innanlands. Bandarískir leiðtogar álitu að afturkippur efnahagslífsins stafaði af markaðsskorti heima fyrir, og lausn þeirra var sú að beina efnahagsútþenslu út fyrir landsteinana undir nafninu „stefna hinna opnu dyra", The Open-Door-Policy.**)

„. . . . Síðan hefur efnahagsleg útþensla og yfirráð — undir yfirskyni andspyrnu („con-

tainment") gegn pólitískri útþenslu og yfir-

ráðum — verið megineinkenni bandarískrar stefnu á 20. öld. Þetta á jafnt við í austri sem vestri, hvort sem litið er á Kyrrahafssvæðið

sem var undir lagt í skjóli „hinna-opnu-dyra-

stefnu", eða ríkin á vesturhveli jarðar sem

*) Hér er átt viS þá útþenslumötuleika sem ónumdar víSáttur og EskimóabyggSir N.-Ameriku vcittu innlendu — oe erlendu — auSmagni; hiS óvenjulega hraSa auS-mögnunarferli innanlandsmarkaSarins þar sem gömul fortn hindruSu l i t t aS nýiasta tækni og framleiSsluform fengju brotiS sér braut ; þar af leiSandi fjöldaframleiSslu og fjöldaneyzlu sem átti sér þá enga hliSstæSu í Evrópu.

•*) Þessi stefna var fyrst mótuS sem taktisk aSferS af hálfu bandarískra kapitalista til aS hindra aS „gömlu heimsveldin" deildu Kína á milli sin og fá þau til þess aS viSurkenna ré t t allra rikja til frjáls aSgangs aS mörkuSum Kina.

Sjá nánar : grein 1 „Rétt i" 4. hefti 1947, eftir Franz A Gíslason.

-rl I I 111 i n

1* j * * ■ * £ ■ *

voru „vernduð" undir yfirskyni Monroe-kenn-

ingarinnar og áskilin bandarísku fjármagni til arðráns. Á árunum milli 1900—1917 ein-

um hlutuðust Bandaríkin — yfir tuttugu sinnum — með hervaldi til um málefni er-

lendra ríkja frá Kolombíu til Kína til þess að vernda bandaríska „hagsmuni" fyrir bylt-

ingarhræringum." *) Eins og áður segir var imperíalismi Banda-

ríkjanna frá upphafi markaður vissum sér-

kennum sem gátu leitt menn til þess að á-

lykta, að hann væri annars eðlis en „nýlendu-

imperíalismi" Evrópulandanna. I stað þess að byggja upp ódulbúið nýlenduveldi í krafti hernaðarofbeldis beitti hann fyrir sig dollarn-

um — afli iðnaðar og verzlunar — til þess að ryðja varningi sínum og fjármagni braut á kostnað hinna grónu heimsvelda og grafa þannig smám saman undan yfirráðum þeirra. Bæði vegna áðurnefndrar and-nýlenduhefðar Bandaríkjanna og vegna þess að þau komu

*) D. Horowitz: Den russiske revolusjon og den kalde '•ligen, bls. 39.

Page 10: Réttur Nr.1 1968

seint fram á svið nýlendustefnunnar, var þessi nýja heimsvaldastefna eðlileg og raunhæf fyrir iðnaðarstórveldi er hafði nýlega hafizt til vegs — þurfti ekki lengur að óttast efna-hagssamkeppni hinna gömlu stórvelda (og þurfti því ekki lengur á tollvernd að halda) og taldi ódulbúna samkeppni heima og er-lendis bezta ráðið til að treysta stöðu sína inn-an herbúða imperíalismans. Tveir helztu þættir þessara nýju leikreglna Bandaríkjanna fyrir síðari heimsstyrjöld — „the Open-Door-Policy" og „The Dollar Diplomacy"*) sýna mæta vel mótsögnina milli and-imperíalískr-ar hefðar Bandaríkjanna annars vegar og hinnar nýju efnahagsþenslu út fyrir land-steina og yfirráða yfir erlendum mörkuðum hins vegar.

Þótt vert sé þannig að leggja áherzlu á sérkenni bandaríska imperíalismans, má ekki gleyma hinu, að hann hikaði ekki við að grípa til fallbysunnar hvenær sem dollaraaðferðin dugði ekki; svo sem mörg dæmi sýna fyrr og síðar.

HUGMYNDAFRÆÐI IMPERÍALISMANS

Vert er í þessu sambandi að benda á að það er einmitt hin hljóðlátari dollaraaðferð, andstætt fallbyssuaðferð nýlenduveldanna gömlu, sem gert hefur forráðamönnum bandaríska kapítalismans kleift að dylja fyrir þjóð sinni og umheiminum heimsvaldaeðli utanríkisstefnu sinnar. Það var Woodrow Wilson forseti (1913—21) sem lagði öðrum

*) Þessi stefna var e inkum mótuS af utanrikisráSherra Tafts forseta (1909—1913) og skilgreind þannig af honum sjálfum: ,,Þessi stefna hefur veriS einkennd með því, að hún beiti fyrir sig dollurum i staS íal lbyssukúlna".

fremur hornstein að hinni bandarísku hug-myndafræði um velgjörðir dollaraðferð-arinnar: að Bandaríkin væru, í krafti auðs síns, kölluð til þess að láta aðrar fátækari þjóðir njóta góðs af gulli sínu, hvort sem væri í formi verzlunarvamings eða fjárfestingar erlendis. Slík efnahagsútþensla var að hans dómi jafnframt nauðsynleg til að tryggja Bandaríkjunum frelsi, á grundvelli einstak-lingsframtaks; því að loknu landnáminu inn-anlands væru Bandaríkin orðin verzlunar-veldi sem hlyti óhjákvæmilega að „dragast inn í baráttu um forustuhlutverk í efnahags-lífi heimsins". Keppimarkið væri að ná tök-um á mörkuðum erlendis er drægju til st'n umfram framleiðslu — mörkuðum „sem ut-anríkisþjónustan, studd valdi ef þörf krefði, yrði að hafa greiðan aðgang að." Rjkisstjórn-in yrði „að opna þessi verzlunarhlið, opna þau upp á gátt."

Eins og þessar tilvitnanir sýna, gerðist Wil-son ákafur boðberi efnahagsútþenslu (í skjóli Open-Door-stefnunnat), ekki aðeins í orði, heldur og á borði.*) Má raunar leiða sterk rök að því að hugmyndir hans um Þjóða-bandalagið hafi miðað að því að gera Open-Door-stefnuna að leiðarhnoða alþjóðasam-skipta**), þótt sú stefna væri andstæð hug-sjón hans um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna.

I þessu samblandi imperíalískrar efnahags-útþenslu og pólitískra frelsishugmynda, sem kenningar Wilsons bera með sér, birtist í skæru Ijósi höfuð mótsögnin í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: gapið á milli hugmyndafræð-innar (mýtunnar) og efnahagsveruleika kapítalismans. Sem andlegur lærisveinn Adam Sm'ths taldi hann frelsi markaðarins

*) Wilson bar persónulega ábyrgð á mörgum pólitískum og hernaðarlegum íhlutunum Bandarikjanna í Vestur-Indíum og M.-Ameríku.

**) Sbr. W. A. Williams: American Intervention in Russia: 1917—1920 bls. 30. Grein í „Containment and Revolution,", Anthony Blond, London, 1967.

8

Page 11: Réttur Nr.1 1968

(frjálsa rás auðmagnsins) skilyrði fyrir frelsi einstaklingsins. „Þetta viðhorf gerði banda-ríska forráðamenn um þetta leyti hlynnta útþenslustefnu, en andstæða nýlendustofnun. Þeir sóttust eftir mörkuðum, en þeim þótti bæði háskalegt og siðlaust að ráðast á önnur þjóðfélag, bera þau ofurliði og drottna yfir þeim milliliðalaust."*) Þetta viðhorf réð því að t.d. Kúba var ekki innlimuð í byrjun ald-arinnar, eins og innlimunarsinnarnir kröfð-ust, heldur var henni eftirlátið stjórnmálalegt fullveldi, sem huldi í reynda efnahagslega (og pólitíska!) kúgun eyjarinnar undir banda-rískt auðmagn.**) En með því að Banda-rfk'n virtu á yfirborðinu pólitískt fullveldi þeirra ríkja sem þau kúguðu efnahagslega, hreinsuðu forráðamenn þeirra sig vísvitandi eða óafvitandi og bandarísku þjóðina í heild af smánarblettum hinnar gömlu nýlendu-stefnu 19. aldar. Þeir blésu sér og öðr-um í brjóst þeirri góðu trú að efnahagsút-þensla sem ekki styddist við nýlendueign, ætti ekkert skylt við heimsvaldastefnu og gerði því ekki annað en færa öðrum þjóðum frelsi og efnahagslegar hagsbætur. „Þetta var því miður ekki sannleikanum samkvæmt. Hið víðtæka efnahagsvald Bandaríkjanna setti bæði gerð þeirra þjóðfélaga, sem það ruddi sér til rúms í, takmarkanir og lagði hömlur á athafnir þeirra, jafnvel þótt völdin héldust formlega — í mörgum tilvikum — áfram í höndum innlendra foringja . . . . þessvegna var Bandaríkjamönnum dulin sú heimsvaldastefna sem þeir framfylgdu sjálfir á mjög áþreifanlegan hátt."***)

*) W. A. Williams: sama rit.

**) AriS 1956, tveim árum fyrir valdatöku Castrós, var hlutur bandarisks auðmagns: 907« i simalMÓnustu og ra£-masnsframleiSslu, 50% í j á rnbrau tunum, 40% i reyr-sykurframl., oe 25% 1 bankastarfscmi (miSaS viS inn-stæSufé).

**•) W. A. Williams. sama rit .

Margumrædd mótsögn í utanríkisstefnu og stjórnmálaheimspeki Bandaríkjanna kristall-aðist í viðbrögðum þeirra við byltingu bol-sjevíka sem túlkuðu ekki aðeins hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða á nýstárlegan hátt, heldur kollvörpuðu og þeirri höfuðfor-sendu að frelsi auðmagnsins eitt mundi geta af sér frjálsa menn. Um þessi viðbrögð farast W. A. Williams svo orð í áður tilvitnaðri ritgerð: „Við það að Wilson og aðrir Banda-ríkjamenn mættu ögrun byltingarinnar með hernaðaríhlutun, í stað þess að hafa í heiðri regluna um sjálfsákvörðunarréttinn, tóku þeir að iðka það sem átti eftir að leiða af sér mikil spjöll og háska: að jafna frelsi við þá tegund frelsis sem viðgengst í Bandaríkjun-

Þær þjóðir sem neyttu ekki frelsis um síns til að taka upp og starfa í samræmi við „frjáls-verzlun-frjálsir menn'-stefnuna urðu í æ ríkari mæli meðhöndlaðar sem viðfang (objekt) — hlutir, sem heimilt væri að hand-leika og útrýma, ef nauðsyn krefði, svo að hinn eini sanni lífsháttur mætti ríkja. Og í huga Bandaríkjamanna varð sérhver röskun á status quo — óbreyttu ástandi — ógnun sem þeir höfðu ekki leyfi til að horfa fram hjá. Þannig varð íhlutunarstefnan að lífs-hætti. Um það leyti sem síðari heimsstyrjöld-inni lauk, þegar bolsjevíkar ítrekuðu ögrun sína samtímis því sem mörg ríki voru stað-ráðin í að neyta sjálfsákvörðunarréttarins á annan veg en á bandaríska vísu, voru Banda-ríkin komin svo langt á leið sinni að hlutgera heilar þjóðir, að þau beittu atómvopnum á þeim forsendum að slík aðgerð væri mannúð-legasta leiðín til að verja og útvíkka frelsið.

Því er ekki kyn þótt Bandaríkin teldu nauðsyn bera til þess að skerast í leikinn hverju sinni sem ríki reyndi — eða virtist ætla að reyna — að neyta frelsis síns og sjálfsákvörðunarréttar með þeim hætti að kreddan: frjáls verzlun — frjálsir menn, væri

9

Page 12: Réttur Nr.1 1968

vefengd. íhlutun stjórnar Kennedys á Kúbu og Johnsons í Vietnam voru aðeins síðari á-fangar á þeirri braut sem Wilson lagði út á 1917."

Bak við blekkinguna um hina frjálslyndu Ameríku leyndist því valdagráðugt stórveldi sem í krafti yfirburða framleiðslutækni og f járhagsaðstöðu fetaði hina hljóðlátu leið doll-araaðferðarinnar til heimsyfirráða. „Einangr-unarstefnan" sem Bandaríkin fylgdu fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrjöldina gagnvart þrætum Evrópustórveldanna, kom ekki í veg fyrir að bandarískt auðmagn leitaði í ríkara mæli fjárfestingar innan landamæra þeirra: Það átti m.a. ríkan þátt í að rétta þýzka kapít-alismann úr rústum gengishruns og skulda-byrða. Hin pólitíska einangrunarstefna var m.a. andsvar bandarískra lánardrottna við frönskum og enskum skuldunautum er hvorki gátu né vildu greiða upp að fullu þær gífur-legu skuldir sem þeir höfðu safnað á stríðs-árunum. Bandarískir auðmenn jöfnuðu þess-um vanskilum við þjóðsvik og vöktu and-evrópska stemningu innanlands sem þeir notuðu til að þjappa Bandaríkjamönnum saman um „Ameríku" í anda Monroe-kenningarinnar gömlu. Á milli-stríðsárun-um var Rómanska Ameríka og Asía, — einkum Kína — aðalvettvangur dollarastefn-unnar, en í þessari síðarnefndu álfu átti hún í höggi við útþenslustefnu japanska kapítal-ismans. Pólitískt afskiptaleysi Bandaríkja-stjórnar um málefni Evrópu má því jöfnum höndum skýra með þessum árekstrum við evrópsku stórveldin, og samkeppninni við hið japanska um markaði Asíu og hernaðaryfir-ráð á Kyrrahafi, en þar styrktu Bandaríkin mjög aðstöðu sína. Þetta afskiptaleysi helgað-ist ennfremur af því, að í Evrópu höfðu önnur ríki tekið að sér að halda „bolsjevíkahætt-unni" í skefjum, jafnt hinni innri sem ytri: Fyrst England og Frakkland og síðar Þýzka-

land nazismans sem fékk hlutverk framvarðar í fjandskaparstefnu imperíalismans gegn framkvæmd þeirrar byltingar sem honum hafði mistekizt að kæfa í fæðingu.

HEIMSFORRÆÐI STUTT GAGNBYLTINGU

Hin breyttu valdahlutföll sem síðari heims-styrjöldin hafði í för með sér, gerðu Banda-ríkin að þeim óviðjafnanlega risa sem þau eru enn í dag á vettvangi alþjóðamála. Þau stóðu ekki aðeins yfir höfuðsvörðum þýzka og jap-anska kapítalismans sem annar höfuð sigur-vegari styrjaldarinnar, heldur höfðu þau og kverkatak á bandamönnum sínum, Bretum og Frökkum, svo sem áður segir.

En heimsstyrjöldin síðari leiddi jafnframt til þess að yfirráðasvæði heimsvaldastefnunn-ar þrengdist: í stað þess að ganga af bolsje-vismanum dauðum, eins og til var stofnað af nazistum, leiddu andstæður milli stórvelda hennar til þess að áhrifasvæði Sovétríkjanna færðist út, vestur á bóginn.

„Cordon sanitaire", sóttkvíin sem auðveld-in höfðu myndað meðfram vesturlandamær-um Sovétríkjanna með stofnun Eystrasalts-ríkjanna og smáríkja í austanverðri Mið-Ev-rópu, féllu nú undir yfirráðasvæði Sovétríkj-anna. Framsókn Rtauða hersins inn í mitt Þýzkaland og yfirráð Sovétríkjanna yfir allri A.-Evrópu voru það verð sem Vesturveldin guldu fyrir undansláttarstefnu sína gagnvart Hitler fyrir stríð. Áður en fullur sigur hafði unnizt yfir nazismanum urðu engilsaxnesku stórveldin að taka afleiðingunum af „hagn-aðarráðinu" sem þau höfðu stofnað til við Stalín 1941. Það gerðu þau með samningum Churchills við Stalín í október 1944 um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði milli „austurs

10

Page 13: Réttur Nr.1 1968

og vesturs" og Jaltasamningunum í febrúaf 1945. „En breyting varð á framtíðarsýn Eng-ilsaxa frá og með sigrinum yfir Þýzkalandi og smíði kjarnorkusprengjunnar. Þeir töldu sig þar með hafa höndlað „ósigrandi vald", og viku sér undan samningsákvæðunum frá stríðstímanum (sem Stalín vildi framfylgja áfram) og hugðust í þess stað endurreisa cor-don sanitaire í A.-Evrópu. Eins og de Gaulle sagði um afstöðu Vesturveldanna á Potsdam-ráðstefnunni 1945: „Bandaríkjamenn og Bretar vonuðust til að vinna það aftur á borði sem þeir höfðu tapað í orði (á Jaltaráðstefn-unni)".*)

Dýpstu orsakir kalda stríðsins felast í þess-um breyttu valdahlutföllum milli imperíal-ismans og Sovétríkjanna og ásetningi for-ystumanna hans, Churchills og Trumans, að þröngva Stalín í krafti kjarnorkusprengjunn-ar og ofurveldis Bandaríkjanna til undan-halds. Af þeim ásetningi spratt „hin harða lína" Churchills um að Vesturveldin gerðu upp reikningana við Sovétríkin eftir stríðið og hrifsuðu úr höndum þeirra áhrifasvæðin í A.-Evrópu. Að baki lágu svipaðar hvatir og leiddu til „íhlutunarstyrjaldarinnar" gegn bolsjevíkabyltingunni 1917, svo og hin hefð-bundna fríverzlunar- og efnahagsútþensla bandaríska kapítab'smans.

Það var í fullu samræmi við stjórnmála-speki Wilsons að þessi stefna var sett undir forte'kn frelsisins, svo sem berlega kom fram í Trumankenningunni vorið 1947. Með þess-ari kenningu — sem var beint framhald af „uppgjörs"-stefnu Churchills — boðaði Tru-man krossferð gegn Sovétríkjunum, jafnframt því sem hann hét því að Bandaríkin mundu bæla niður vopnaðar uppreisnir, hvar sem þær brytust út. Þau mundu koma til hjálpar hverri þjóð sem „vopnaðir minnihlutar"

*) D. Horowitz: Den russiske revolusjon og den kalde krigen, bls. 46—7.

hygðust „kúga undir sig."#) Á máli frjáls-lyndrar hugmyndafræði var kenningin rétt-lætt með því að, í hinni ósættanlegu baráttu sem hafin væri milli „lýðræðis" og „einræð-is", myndu Bandaríkin hvarvetna styðja „lýð-ræðisöflin". En svo sem skýrt kom fram í Grikklandi, þar sem kenningin var fram-kvæmd með því að Bandaríkin slógu skjald-borg um hægrisinnaða einræðisklíku sem rið-aði til falls fyrir byltingarsinnaðri þjóðfrelsis-hreyfingu, var „hinn raunverulegi fjandmað-ur ekki einræði sovétstjórnarfarsins, heldur gamli fjandinn, sovétbyltingin".**) Það var þessi „ógnun við ríkjandi samfélagsskipun í öllum löndum, sem kalda stríðs áætlun Bandaríkjanna var ætlað að kveða niður. Varla er ofsagt að frá upphafi kalda stríðsins hefur rauði þráðurinn í utanríkis-stefnu Bandaríkjanna verið sá, að þau hafa hvarvetna og undantekningarlaust verndað ríkjandi yfirstéttir fyrir ásókn vinstri sinn-aðra byltingarafla..." (D. Horowitz).

Orðalag Truman-kenningarinnar á mark-miðum utanríkisstefnunnar endurspeglaði m. ö. o. efnahagsmuni kapítalismans á heims-mælikvarða: að hindra að sósíalískar bylting-ar drægju fleiri landsvæði undan yfirráðum heimsvaldastefnunnar. Bandaríkin voru sjálf-kjörin til að gegna hlutverki þeirrar lögreglu sem til þurfti, í krafti auðs síns, hervalds og vegna alhliða hagsmuna sinna. Frá bæjardyr-um þeirra voru vandamál eftirstríðsáranna engan veginn bundin við Evrópu eina: þau vörðuðu sjálfa framtíð auðvaldsskipulagsins sem heimskerfis. Háskinn sem steðjaði að því, var þó allur annar en hugmyndafræðingar frelsisins gáfu til kynna: hann stafaði hvorki

*) Þar sem allar byltingar hefjast með uppreisn vopn-a6s minnihluta jafngilti kenningin því a6 Bandarikin myndu grípa til gagnbylt ingarlhlutunar, hvar sem þörf krefði; þctta ásannaðist s trax í Grikklandi 1947. **) D. Horowitz: sama rit, bls. 51.

11

Page 14: Réttur Nr.1 1968

af utanríkisstefnu Stalíns — sem var íhalds-söm og miðaðist næsta einhliða við öryggis-hagsmuni Sovétríkjanna — né herveldi Rússa — sem höfðu ekki enn yfir kjarnorkuvopn-um að ráða. Háskinn var fyrst og fremst fólg-inn í fordæmi bolsjevíkabyltingarinnar: að alþýðan í nýlendum og hálfnýlendum auð-veldanna fetaði svipaða braut og Lenín hafði vísað öreigum Rússaveldis og vinstri öflin í V-.Evrópu neyttu þeirrar stöðu sem þau höfðu áunnið sér á styrjaldarárunum, til þess að breyta þjóðfélagsgerðinni í sósíalíska átt. Það var þessi háski sem Bandaríkin ásettu sér að afstýra. Til þess var Trumankenningin sett fram, til þess lagði Marshall fram áætlun sína um efnahagsaðstoð við Evrópu 1947 og í sama skyni voru hernaðarbandalögin, Nato og Seato, mynduð skömmu síðar. Með þess-um varnaðaraðgerðum tókst að koma á aftur jafnvægi í stjórnmála- og efnahagslífi hins tækniþróaða hluta auðvaldsheimsins.

„STATUS QUO" En í hinum tæknivanþróaða hluta heims,

nýlendum og áhrifasvæðum imperíalismans, var árangurinn ekki jafn ótvíræður. I kjölfar heimsstyrjaldarinnar blossuðu þar upp þjóð-frelsishreyfingar, misjafnlega byltingarsinn-aðar, sem notfærðu sér bæði hrun japanska kapítalismans og hitt að evrópsku nýlendu-veldin voru hálflömuð í efnahagslegu og hernaðarlegu tilliti: Sjálfstæðisbarátta þeirra er — ásamt sigri kínversku bændabyltingar-innar — það sem öðru fremur hefur einkennt atburðasögu eftirstríðsáranna.

D. Horowitz farast svo orð um afstöðu Bandaríkjanna til þessara heimssögulegu við-burða: „Afstaða Bandaríkjastjórnar til beinn-ar nýlendustjórnar var í hæsta máta tvíræð.

En bandarískir leiðtogar voru ekki í neinum vafa um, hve mikið reið á, að takast mætti að tryggja kapítalismanum status quo, eftir upp-Iausn nýlenduveldanna. Bandaríkin tóku snemma að sér það hlutverk að vernda gróna hagsmuni hins alþjóðlega auðvaldskerfis í vanþróuðum löndum."

Evrópsku nýlenduveldin voru algjörlega háð efnahags- og hernaðarmætti Bandaríkj-anna í baráttu sinni gegn þjóðfrelsis- og bylt-ingaröflum „þriðja heimsins". Það var ekki sízt af þeim sökum sem afturhaldsöflin í Ev-rópu voru áfram um að stofna með þeim Atlantshafsbandalagið. Hvað sem kann að vera hæft í því að þessi öfl hafi í raun og veru haft beig af útþenslustefnu Stalíns, er hitt víst að í reynd varð Atlantshafsbandalag-ið ekki vörn gegn „útþenslu kommúnismans í Evrópu", heldur fyrst og fremst skjaldborg um heimsveldishagsmuni kapítalismans utan Evrópu. „Meira en helming af þeirri hern-aðar- og efnahagsaðstoð sem Frakkland fékk skv. Marshalláætlun og Natosamningnum, var alls ekki varið til að verja landið gegn uppdiktaðri hættu af Sovétríkjunum, heldur til þess að halda eða ná aftur yfirráðum yfir Vietnam og Alsír. Eins höfðu Belgía og Portúgal aðeins þörf fyrir Natovopn til þess að verja nýlendusvæði sín í Afríku, og Eng-Iand gat ekki notað „varnar"-vopn sín til ann-ars en berja niður þjóðfrelsisuppreisnir í ný-lendum sínum og á fyrri nýlendusvæðum." (D. Horowitz).

En með því að beygja sig undir verndar-hendi hins bandaríska risa, urðu afturhalds-öflin í Evrópu að greiða honum hærra lausn-argjald en þau hefur e.t.v. órað fyrir. Svo aft-ur sé vitnað til D. Horowitz: „Á styrjaldar-árunum sölsuðu Bandaríkin undir sig efna-hagsítök Italíu og Þýzkalands í Rómönsku Ameríku. Þau sáu jafnframt til þess að mjög var gengið á efnahagsmuni Bretlands í Vest-

12

Page 15: Réttur Nr.1 1968

urálfu, sér í lagi í Kanada. . . Fyrstu árin eftir styrjöldina „erfðu" Bandaríkin enn-fremur áhrifasvæði Breta í Grikklandi og annars staðar við Miðjarðarhaf, að viðbættum Austurlöndum nær (íran, Jórdaníu og Irak). Þannig var hlutdeild bandarískra auðhringa í olíuvinnslunni þar aðeins 13% fyrir síðari heimsstyrjöld en 6 5 % árið 1960. Hlutdeild Breta minnkaði að sama skapi, úr 60% í 30%. Af hinu sigraða Japan tóku Bandaríkin við Okinawa og herstöðvum á Kyrrahafi. Þau urðu hæst ráðandi í S.-Kóreu og á Taiwan (Formósu). Bandaríkin tóku við Indókína aí Frökkum, eftir að þau höfðu árangurslaust veitt frönsku nýlendustjórninni ógrynni fjár til þess að hún fengi haldið skaganum."

PAX AMERICANA Enda þótt Bandaríkin spöruðu þannig ekk-

ert til þess að gegna sem samvizkusamlegast hlutverki heimslögreglu fyrir auðvaldskerfið, tókst þeim ekki að „friða" þriðja heiminn og sætta íbúa hans við hlutskipti hungurs, sjúk-dóma og ólæsis. Þeim tókst að brjóta bylt-inguna í Grikklandi (1947—8) á bak aftur (án þess að Stalín hreyfði mótmælum: svo fastheldinn var hann á samninga sína við Churchill frá 1944), en miklu örlagaríkara var að Mao leiddi kínversku byltinguna fram til sigurs, hversu marga miljarða dollara sem Bandaríkin hlóðu í veg hennar, og hversu litla trú sem Stalín hafði á sigurlíkum henn-ar. Bændaherir Maós voru sú flóðalda sem ekkert fékk haldið aftur af. Þeir lokuðu dyr-um kínverska markaðarins sem Bandaríkja-menn höfðu allt frá aldamótum lagt ríka á-herzlu á, að yrði haldið opnum. Og á eftir komu ósigrar franska nýlenduvaldsins í Indó-kína og í Alsír fyrir þjóðfrelsis- og félags-

fmf&fc>

Oa'sjrc&

byltingu. í dag blasir við afhroð hálfrar milj-ónar hers í Vietnam fyrir sömu þjóðfélags-öflum.

Imperíalisma Bandaríkjanna hefur vissu-lega tekizt að hindra að hrun nýlenduveld-anna í Evrópu leiddi til hruns auðvaldskerfis-ins á heimsmælikvarða. Þeim hefur tekizt að hindra að í kjölfar pólitískrar umbyltingar þriðja heimsins sem veitt hefur flestum ríkj-um hans formlegt sjálfstæði, sigldi félagsleg alþýðubylting er kollvarpaði arðránsaðstöðu heimsvaldastefnunnar í þessum sömu ríkjum. En þeim hefur ekki í sama mæli tekizt að tryggja „pax americana" — bandarískum ein-okunarhringum varanlegan frið til arðráns. Friður þeirra hefur ekki aðeins verið rofinn af þeim sigursælu byltingum sem að ofan greinir, heldur blasir nú við að bylting hinna fátæku gegn yfirdrottnun hinna ríku ólgar í mörgum löndum hins vanþróaða heims-hluta. Þannig virðist myndin af heimsástand-

13

Page 16: Réttur Nr.1 1968

inu í dag ekki ósvipuð — að breyttu breyt-anda — þe.rri sem Lenín dró upp fyrir hálfri öld:

„Hálfri öld eftir rússnesku byltinguna og ríflega 20 árum eftir að kalda stríðið hófst samræmist söguþróun samtímans augsýnilega æ betur hinni sígildu mynd sem frumherjar bolsjevismans drógu upp. Við lifum nú ein-mitt á tímum byltingarsinnaðra uppreisna og gagnbyltingaríhlutana, þegar borgarastyrjald-ir geisa innan einstakra ríkja og alþjóðlegt stéttastríS milli ríkja, samfara því sem alls-herjarátök eiga sér stað milli gamalla auð-velda og nýrra, byltingarsinnaðra þjóðfélaga. Að vísu gerðu frumherjar bolsjevismans sér ekki í hugarlund að auðveldin — og því síð-ur hin nýju ríki — mundu hegða sér ná-kvæmlega eins og raun ber vitni á vorum dögum. Þeir bjuggust ekki við, að barátt-an yrði jafn langvinn, að auðvaldskerfið fengi staðið af sér tvær heimsstyrjaldir og haldið lífi jafn lengi og raun hefur orðið á frá 1917. Eigi að síður eru hin almennu ein-kenni og stefna þróunarinnar — sú staðreynd að byltingaröflin skuli vega jafn þungt á metaskálunum — í miklu betra samræmi við pólitíska hugsýn þeirra en gagnrýnendur þeirra og samtíðarmenn hefðu getað ímyndað sér.

Þróunin eftir stríðið hefur ekki alltaf verið svo greinilega „bolsjevískt" lituð. Allt til skamms tíma kann mönnum að hafa sýnzt sem alþjóðleg stjórnmál réðust eingöngu af markmiðum stórveldabandalaganna og ráð-andi hópa innan þeirra. Andstæður og á-rekstrar milli þeirra hafa á ytra borðinu yfir-skyggt stéttir og stéttahagsmuni. En æ örð-ugra hefur reynzt að halda í þessa yfirborðs-sýn eftir því sem kalda stríðið hefur fjarað út í Evrópu og kommúnistaríkin hafa snúið baki við ósveigjanlegri einangrunarstefnu.

Ekki er hægt að skoða átök seinni tíma til

að mynda á Kúbu og Santo-Domingo, eða skæruliðabardaga í Guatemala, Venezuela, Kongó og S.-Víetnam eingöngu sem anga af valdastreitu milli hinna stóru þjóðasamsteypa. Þjóðar- og ríkishagsmunir slíkra ofurvelda hafa óefað átt mikinn þátt í þessum átökum, og stundum ráðið úrslitum í þeim, og senni-lega mun svo verða áfram. En jafnaugljóst er að þessi átök hafa sinn eigin aflvaka (dyna-mikk) og spretta af stríðandi þjóðfélagsöflum sem standa djúpum rótum í samfélagsgerð hlutaðeigandi landa. Það kemur æ betur í ljós að byltingarandstæðurnar endurspegla bein-línis aðstæður á hverjum stað. Með byltingar-stríðum þeim sem geisa um þessar mundir í vanþróuðum löndum, hefur kalda stríðið loks færzt inn á það sem kalla mætti hina upp-runalegu braut þess. Drættirnir í hinni sí-gildu forskrift (Leníns. Þýð.) eru nú að skýr-ast og koma fram . . . .

Þó að segja megi að bolsjevisminn hafi strandað á sigri sínum 1917, er kenning hans eigi að síður lykill til skilnings á sterkustu (dynamískustu) öflunum í hinum félagslegu byltingarbreytingum samtímans . . ." (D. Horowitz).

Loftur Guttormsson.

14

Page 17: Réttur Nr.1 1968

EINAR OLGEIRSSON:

BANDARlSKA VALDIÐ A ÍSLANDI

Við íslendingar eigum sem raunveruleg nýlenduþjóð langa og dýrkeypta reynslu, — einnig í frelsisbaráttu. Reynslan af viðureign-inni við danska valdið getur komið okkur vel í baráttunni við það bandaríska.

En það er mikill skilsmunur á því valdi, sem við er að eiga nú og fyrr.

Danska valdið stjórnaði okkur beint: skip-aði embættismennina og skipulagði arðránið opinberlega. — Bandaríska valdið ætlar sér

að stjórna okkur óbeint: með peningalegum áhrifum og ítökum, — með samstarfi við ís-lenzk yfirvöld og allt arðrán á að vera undir fána frelsisins. Við höfum okkar stjórnar-farslega frelsi, ef við þorum að nota það.

Ogþó: Bandaríska hervaldið hefur hér her í vopn-

lausu landi, — og í öðrum löndum (Grikk-landi, Italíu) gerir það ráðstafanir til að grípa inn í, ef kosningar kynnu að fara öðruvísi en því þóknast. — Danska valdið hafði hér aldrei fastan her.

Það er hinsvegar nauðsynlegt að Islend-ingar muni hvernig bandaríska valdið fer að hér, meðan það þorir:

Bandaríska valdið svipti Alþingi ekki fjár-veitingavaldi á Marshall-tímabilinu. En það lét auðsveipa flokka samþykkja lög um að banna Islendingum að byggja sér íbúðarhús, nema með leyfi sérstakrar nefndar. Og full-trúi Bandaríkjanna í efnahagsmálum íslands hótaði að stöðva öll lán úr mótvirðissjóði, ef þessu banni væri aflétt.

Bandaríska valdið krafðist þess löngum að ráða gengi íslenzku krónunnar, — og enn mun ameríski alþjóðabankinn spurður „ráða" um gengisskráningu. Sjálfir skrá Bandaríkja-menn dollara sinn tvöfalt hærri en vera ber.

Bandaríska valdið knýr það fram að ein-oka lánamarkaðinn til Islands. Það kemur í veg fyrir, — með áhrifum sínum á íslenzka ráðamenn, — að ísland taki lán hjá sósíalist-iskum ríkjum, þar sem það gæti fengið IVz % vexti, — og knýr ísland til að taka lán hjá sér með 5 XA—7 % vöxtum.

Danska valdið bannaði með lögum að við-lögðum hörðum refsingum verzlun við Frans-menn og hollenzkar duggur.

Bandaríska valdið gerir ráðstafanir til þess að brjóta niður viðskipti íslands við lönd sósíalismans og leggur á ráðin við ríkisstjórn íslands og „háembættismenn" hennar um að-

15

Page 18: Réttur Nr.1 1968

ferðina. Árið 1948 stöðvuðu erindrekamir slík viðskipti alveg og hlauzt atvinnuleysi og kreppa af 1951—2, unz aftur voru þau upp-tekin. Frá 1959 hafa þau í nafni „frelsisins" verið minkuð úr 3 3 % heildarútflutningsins niður í 1 1 % — og vofir nú kreppa og at-vinnuleysi yfir á ný.

Með þessum ráðstöfunum verður Island á ný háð öllum dutlungum markaðs í auðvalds-löndum og drottnun einokunarhringanna þar.

En allar þessar hættulegu og skaðlegu ráð-stafanir getur bandaríska valdið aðeins knúið fram í krafti áhrifavalds síns á íslenzka menn, embættismenn, valdamenn.

Það er því sjálfskaparvíti, þegar íslenzk þjóð leiðir yfir sig atvinnuleysi og kreppu, af því forráðamenn hennar þóknast bandaríska valdinu.

Bandaríska valdið treystir á fjármagn og fjölmiðlunartæki til þess að grafa undan sjálf-stæði og frelsisvilja Islendinga.

Danska valdið átti hér mikinn þorra jarða, — konungsjarðir — og voru jarðir þá aðal-auðæfi á íslandi. Þá var það krafa íslenzkra þjóðfrelsissinna að ísland eignaðist þær jarð-ir, — þær yrðu þjóðjarðir. Og svo varð.

Nú heimta erindrekar hins erlenda valds að forríkir útlendir auðdrottnar eignist hér sem mest af verksmiðjum og vinnutækjum. Þannig á að ofurselja útlendu valdi drottnun yfir íslenzku efnahagslífi. Og þessir menn leyfa sér að kalla sig „Sjálfstæðismenn". Er það gott dæmi um þá brjálun hugtaka, sem amerísk áhrif valda.

Danska valdið vann að því að gera ýmsa Islendinga „danska í lund". Ýtti það þá oft undir hve gott það var slíkum að klifra upp embættisstigann og „komast áfram".

Bandaríska valdið er stórtækara. Það hyggst með sjónvarpi sínu, útvarpi, kvik-myndum og hverskonar áróðri og tælingu umhverfa íslenzkri menningu, manndómi og þjóðerni. Þeir voldugu herrar Mammons ætla sér smátt og smátt að gera oss Islendinga svo ameríska í hugsun að oss finnist það háleitt markmið þjóð vorri að vera einskonar skyndi-skjöldur Bandaríkjanna: fórna lífi þjóðar vorrar til að hlífa Bandaríkjunum nokkrar mínútur, ef þau stofna til kjarnorkustríðs.

Fornir nýlendudrottnar Islands reyndu árangurslaust að gera íslendinga sér her-skylda og endanlega var öllu slíku vísað á bug 1908 og eilífu hlutleysi yfir lýst 1918.

Bandaríska valdinu tókst að brjála svo hugi manna að hlutleysinu var fórnað, landið sjálft gert herskylt og hluti í hernaðarbanda-lagi, og síðan fótaþurrka amerísks hers.

Danska valdið olli oss áþján og erfiðleik-um og þjóð vor horfðist í augu við útþurrkun 1785, er aðeins voru 38 þúsund íslendingar eftir.

Bandaríska valdið lætur hinsvegar Damo-klesarsverð kjarnorkustríðs hanga í veikum þræði yfir höfðum okkar — sem annarra þjóða. Og í þráðinn halda hershöfðingjar og ofstækismenn í Pentagon og Washington, sem geta í stórmennsku- og metnaðar-brjál-æði hvenær sem er höggvið á þann veika þráð — og afmáð þar með þjóð vora og aðrar.

Eitt sinn var sagt: „Óttist ekki þá sem lík-amann deyða" . . . . En bandaríska valdið ætlar sér fyrst að deyða sálina, — þjóðarsál-ina, — forheimska hana og trylla, svo hún gefi sig „Mammonsríki Ameríku" á vald — og það geti notað líkamann og landið að vild á eftir.

16

Page 19: Réttur Nr.1 1968

Það er því mál að stinga við fótum, binda endi á innrás ameríska valdsins í land vort, þjóðlíf vort, — hnekkja því eftir aldarfjórð-ungs hersetu og hrekja til baka.

Sá er nú hinn mikli munur eða fyrrum að það er ekkert endanlega tapað enn. Við getum stjórnað okkur sjálfir, ráðið landi voru einir eins og þjóð vorri er fyrir beztu, ef við aðeins erum menn til þess. En bandaríska valdið vill gera okkur að mannleysum, fyrst og fremst með því að breyta manngildi voru í peningagildi. Það vald treystir á það her-nám hugans og hjartans, sem er hættulegra en hernám landsins og forsenda þess. Sumum valdhöfum okkar fer enn oft sem hænum þeim, sem ekki þora að hoppa yfir krítarstrik, sem dregið hefur verið í kringum þær.

En þjóð vorri er hugað hærra hlutverk og meira en að láta kúlda sig í framandi her-

stöð með krítarstriki kommúnistahræðslunn-ar eða keyra sig í nýlenduf jötra að nýju sakir aðdáunar á ágæti erlendra auðhringa eða von-ar um mola af þeirra borðum.

Þegar aðrar þjóðir — eins og hetjuþjóð Vietnam — fórna lífi og blóði í áratuga-löngu frelsisstríði, þá er tími til kominn fyrir Islendinga að slíta af sér þá álagafjötra, sem mammonsríki Ameríku hefur lagt á land og þjóð. Og fyrsta verkið ætti að vera að slíta ísland úr herfjötri Atlantshafsbandalagsins 1969.

E. O.

(Af Bömlum greinum 1 Rétti um Bandaríkin og ísland, má minna á eí t i rfarandi:

Einar Olgeirsson: „ísland og Ameríka." Réttur 1947. Einar Olgeirsson: ,,Nýlendupólitík ameríska auðvalds-

ins á fslandi." Rét tur 1951. Ásmundur Sigurðsson: ,,Marshallaðstoðin og áhrif

hennar á efnahagsþróun íslendinga." Réttur 1952. Einar Olgeirsson. „Einvígi íslenzks anda við amerískt

dollaravald." Réttur 1953).

17

Page 20: Réttur Nr.1 1968

SKÆRU-HERNAÐUR

J

Skæruhernaður hefur frá ómunatíð verið varnar- og sóknar-aðferð bændaalþýðu gegn voldugum óvini, sem ræðst inn í land hennar eða gegn hervæddri yfirstétt eigin lands, er ok hennar var orðið óbærilegt. Það var þá siðferðisþróttur þeirrar alþýðu, sem var að berjast fyrir frelsi sínu og lífi, sem bar ofur-liði voldugt, vel hervætt málalið, sem enga hugsjón átti að vopnum. Uppreisnarmenn George Washingtons báru sigur af hólmi af vel æfðu málaliði brezka heimsveldisins. Spánskir bændur sigruðu í sífelldum skærum sjálfan Napoleon, — innrásarher hans til stuðnings leppstjórn Frakka varð sífellt fyrir árásum af þessum ósýnilega fjandmanni og glataði sjálfstrausti sínu. „Ljónið í dæmisög-unni, sem mýflugan kvelur til bana, er góð mynd af franska hernum," segir Engels, hinn mikli hernaðarsérfræðingur sósíalismans, um spánska skæruhernaðinn 1807—12. — Og fyrir rúmum hundrað árum dáðist öll alþýða heims af einhverjum mesta skæruliðaforingja heims, Garibaldi, sem stjórnaði af ótrúlegri herkænsku frelsissveitum ítala.

Sumir héldu að tæknibyltingin í hernaði hefði útrýmt skæruhernaðinum. En því fór fjarri, þegar um frelsisbaráttu var að ræða. Aratugirnir 1927—45 sýndu það bezt: Sov-ézku skæruliðarnir vöktu aðdáun heimsins með hetjudáðum sínum bak við víglínur naz-ista, mótspyrnuhreyfingin í Evrópu sýndi að meira að segja í borgum átti skæruhernaður-inn hlutverki að gegna. Og austur í Kína stóð bændaher undir kommúnistískri forystu í 20 ára skæruhernaði og borgarastyrjöld, er lauk með sigrinum 1949. Skæruhernaðarhug-myndir Engels voru nú þróaðar áfram m.a. af Mao-Tse-Tung og síðar Che Guevara. Og nú sér heimurinn allur hvernig hetjuþjóð Viet-nam býður voldugasta stórveldi heimsins byrginn með skæruhernaði sínum gegn full-komnustu drápstækjum nútímans.

Page 21: Réttur Nr.1 1968

VO NGUYEN GIAP

Vo Nguyan Giap heitir hann yfirmaður hersins í Norður-Vietnam og aðalhugsuður þjóðar sinnar í skæruhernaði og frelsisstríði.

Giap er fæddur í norðurhluta Vietnam árið 1912, er nú 56 ára. Hann gekk á skóla í hinni fornu höfuðborg Hue, tók lögfræði-próf við háskólann í Hanoi. Síðan varð hann sögukennari við Thang Long skólann í Han-oi. Hann dáðist að Napoleon. Gíap gat geng-ið upp að töflu og teiknað þar upp hverja einustu orustu Napoleons", sagði einn af nem-endum hans. — En þar með var og aðdáun Gíap að Frökkum lokið. Hann var eldheitur ættjarðarvinur. 14 ára gamall gekk hann í leynifélag, er vann gegn frönskum yfirráðum, síðar í hinn unga Kommúnistaflokk Víet-nams. Arið 1939 bönnuðu Frakkar flokkinn og Giap flýði ásamt fleiri kommúnistum til Kína. Þar hitti hann Ho Chi Minh og varð meðlimur Viet Minh. Hann tók að sér að skipuleggja skæruhernaðinn og gera skæru-liðið að her. Það var 1941 — og að því hefur hann æ unnið síðan.

Giap hafði gifst 1938. Þau hjónin eign-uðust dóttur. En Frakkar hneptu konu hans í fangelsi og hún dó í þeirri dýflissu, meðan Giap var í Kína.

I frelsisstríðinu við Frakka sýndi Giap í reyndinni yfirburði sjálfstæðishersins yfir málalið nýlendukúgaranna. Hann spáði gangi þess stríðs á þessa leið: „Hægt og hægt mun óvinurinn hverfa frá sókn í vörn. Leifturstríð-ið breytist í langvarandi stríð. Óvinurinn lendir í eftirfarandi klípu: Hann verður að halda stríðinu áfram til þess að reyna að vinna það, en samtímis skortir hann allar sál-

fræðilegar og stjórnmálalegar forsendur fyrir að heyja stríð, sem dregst æ meir."

Skilgreining Giap reyndist rétt. Stríðið varð Frökkum óbærileg byrði efnahagslega og stjórnmálalega. Arið 1954 höfðu þeir misst 90.000 manns og útgjöldin voru orðin 1600 miljarðar franka, tvöfalt meiri en öll Marshallhjálpin, sem Frakkar þá höfðu þegið af Bandaríkjunum. Fall Dien Bien Phu batt enda á stríðið. Þar misstu Frakkar 16000 manns og sjálfstraustið.

Það var Giap, sem var sigurvegarinn. Og hann sagði eftir Dien Bien Phu: „Eini her-skólinn, sem ég hef gengið í, er frumskógur-

ínn. Eru ekki sömu ófarirnar og Frakkar fóru

þá að endurtaka sig hjá arftökum þeirra í nýlendukúgun, Bandaríkjunum? Herfræðing-ar ameríska innrásarhersins sjá anda og handaverk Giap í öllum aðgerðum Þjóðfrels-ishersins og vörnum norðurhersins. Þeir dást að Giap og líkja honum við Rommel.

Giap er varnarmálaráðherra Norður-Víet-nam, yfirmaður hersins og varaforsætisráð-herra. Hann er vinsælasti maður Víetnam næst á eftir Ho Chi Minh. Hann er frá 1941 kennari og fyrirmynd þjóðfrelsishers víet-nömsku hetjuþjóðarinnar. Það er andi hans og herstjórnarlist sem kennir þeim hetjuher að sigra sjálf Bandaríkin.

19

Page 22: Réttur Nr.1 1968

ÁRNI BJÖRNSSON:

AFRiKA ANDSPÆNIS ÁSÆLNI BANDARÍKJANNA

Þegar hvert Afríkuríkið á fætur öðru hlaut sjálfstæði um og eftlr 1960, glöddust allir velunnarar Afríkuþjóða, en hinum þótti nóg um, sem alizt höfðu upp við að líta á Afríku-búa sem heldur óviðfelldnar skepnur, sem óhugsandi væri að gætu séð málefnum sín-um farborða af c'gin rammleik. Þeir sem kynnst höfðu Afríkubúum lausir við gleraugu fordómanna, vissu að þetta var yfirleitt kjarn-gott, greint og dugmikið fólk, rétt eins og alþýða þeirra eigin landa. Þeir vissu, að sög-urnar um villimennsku þeirra voru fyrst og

20

fremst evrópskur og amerískur tilbúningur af líkum toga og níðritin um ísland og ís-lendinga á sextándu, sautjándu og átjándu öld. Þeir vissu, að niðurlæging Afríkubúa var öðru fremur verk Evrópumanna, sem höfðu mergsogið þá í fjórar aldir og tortímt menningu þeirra eftir fremstu getu. Og þeir vonuðu, að nú mundi hef jast nýtt blómaskeið í Afríku á sviði efnahagsþróunar og menn-ingar. Og þess ber enn að vænta.

En strax um þetta leyti bentu framsýnir leiðtogar þessara þjóða, ekki sízt meðal stúd-

Page 23: Réttur Nr.1 1968

enta og æskulýðs, á hættu, sem þyrfti sérstak-lega að varast og búast mætti við að sigldi í kjölfar nýfengins stjórnarfarslegs frelsis. Þetta nefndu þeir hina nýju nýlendustefnu (neo-colonialism). Þessi stefna mundi í því fólgin, að heimsveldin eða auðhringar þeirra keyptu orkulindir hinna nýfrjálsu landa eða a.m.k. afnotarétt þeirra til langs tíma. Langrændar þjóðir Afríku hefðu vitaskuld ekki fjárhags-legt bolmagn til að virkja auðlindir sínar með svo skjótum hætti sem æskilegt væri. Þeim mundi synjað um erlend lán, nema þeim fylgdu a.m.k. sérréttindi auðfélaga frá sömu löndum til að nýta drjúgan hlut af

orkulindunum í eigin þágu. Erlend fjárfest-ing mundi því fljótlega stóraukast og erlent fjármagn ná æ sterkari tökum á efnahagslíf-inu, unz frelsið yrði litlu meira á borði en var undir nýlenduskipulaginu. Öllum ráðum yrði beitt til að fá stjórnir hinna nýfrjálsu ríkja til að veita þessi réttindi til nýtingar og leitar, því að Afríka væri feikimikill nýr vett-vangur lítt notaðra og ófundinna orkulinda.

Þessi varnaðarorð reyndust ekki mælt út í bláinn. Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefur stöðug barátta verið háð um réttinn til að nýta auðlindir Afríkulanda. Að sjálf-sögðu hafa bandarísk auðfélög verið ásækn-

115 JÐ2 I / M

1950 1959 1960 1962 1964 196G

Feita línan sýnir beina fjárfestingu Bandaríkjanna í Afriku, en brotna línan aðstoð þeirra.

21

Page 24: Réttur Nr.1 1968

ust og náð mestum árangri, enda öðrum vold-ugri. Bandarísk fjárfesting í Afríku nam að-eins 248 miljónum dollara árið 1950, en var orðin 1629 miljónir árið 1966 og hafði auk-Í2t um helming frá því 1960.

Það var á forsetaárum John F. Kennedys sem sú stefna var tekin upp að búa einkum í haginn fyrir framtíðarnýtingu auðlinda Ar-ríku sem ónumins lands, er gæti skilað ó-hemjugróða, í stað þess að reyna að kaupa ráðamenn til fylgis um stundarsakir. Bein bandarísk „aðstoð" hefur á sama tíma gengið í bylgjum og farið minnkandi. Hún var 185 miljónir árið 1959, 326 miljónir árið 1962 og aðeins 176 miljónir dollara árið 1966. (Sjá línurit).

Af hinni bandarísku fjárfestingu eru 22 prósent í málmvinnslu, 51 prósent í orku-vinnslu, en aðeins 14 prósent í eiginlegri iðn-aðarframleiðslu til fullvinnslu varnings. Sá hluti er auk þess næstum allur í Suður-Afríku, eða 192 miljónir af 225. Nær helminsíi fjár-festingarinnar hefur verið varið til olíu-vinnslu. Af þessu er Ijóst, að áhugi Banda-ríkjanna beinist framar öllu að hráefnalind-unum, sem líka eðlilegt er frá þeirra gróða-sjónarmiði.

Lengi höfðu bandarísk auðfyrirtæki stefnt að því að ná auðlindum Afríku úr höndum gömlu nýlenduveldanna. Af þeim sökum sýndu Bandaríkjamenn frelsishreyfingum í Afríku Iengi vel a.m.k. velviljað hlutleysi og höfðu gjarnan í frammi fögur orð um sjálfs-ákvörðunarrétt þjóða og annað í líkum dúr. Ekki var þá sparað að minna á, að Norður-Ameríka hefði á sínum tíma verið nýlenda Evrópuþjóða. Þetta kom hvarvetna fram á alþjóðavettvangi, þótt ekki væri nema á stúdenta- og æskulýðsþingum, en þar var á þessum árum helzt að hitta fulltrúa frá Af-ríku, sem gegndu áþekku hlutverki og ís-lenzkir Hafnarstúdentar á 19- öld. Því heyrð-

ist þá stundum haldið fram, að bandarísku fulltrúarnir, t.d. USNSA (United States Nati-onal Student Association), væru öðrum þræði útsendarar bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) og þæðu laun þaðan, en það vorum við frá vesturlöndum tregir að leggja trúnað á. Það hefur þó fyrir skömmu komið í ljós, að rétt var hermt, eins og mönnum mun í fersku minni. Á þessum árum voru Banda-ríkjamenn því hlynntir, að Afríkulönd losn-uðu undan yfirráðum Breta og Frakka, svo að þeir gætu öðlazt aðgang að þeim síðar.

Nú hefur orðið gerbreyting á afstöðu þeirra, og Bandaríkin leggja mikla áherzlu á að berjast leynt og ljóst gegn hverri hræringu þessara þjóða í þá átt að tryggja efnahags-legt sjálfstæði sitt. Nú er ekki heldur skirrzt við að ýta und«r blóðugt ofbeldi til að auð-velda athafnafrelsi bandarískra fyrirtækja. Kongó er enn sem fyrr glöggt dæmi um þennan gráa leik.*) Moise Tshombe, trún-aðarmaður evrópska auðhringsins Union Miniére, var Iátinn í friði, meðan verið var með aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna að brjóta hin þjóðlegu öfl í landinu á bak aftur. Þegar nógu tryggilega þótti frá því gengið, h'ndruðu Bandaríkin ekki lengur, að Sam-e;nuðu þjóðirnar létu til skarar skríða gegn Tshombe, sem auðvitað reyndist tiltölulega Iétt verk og löðurmannlegt. Síðan hófu Bandaríkin efnahagssókn sína inn í Kongó og veittu Mobútú hershöfðingja fyrir skömmu drencilega hernaðaraðstoð til að berja niður málaliðana, sem hann hafði áður stuðzt við. Enda á Rockefellerhringurinn nú þegar drjúg ítök í Kongó. Annað dæmi er enn á döfinni í Nígeríu. Sambandsstjórnin þar hefur verið treg tíl að veita bandarískum (og evrópsk-um) fyrirtækjum það olnbogarými, sem þau girnast. Og þá var ekki að sökum að spyrja.

•) Sjá 1. hefti Réttar 1961, bls. 72—96.

22

Page 25: Réttur Nr.1 1968

Óánægja Ibo-þjóðflokksins í austurhéruðum landsins var virkjuð og þeir studdir með her-gagnasendingum, unz lýst var yfir „sjálfstæði" austurhéraðanna 31. maí s.l. Bandaríkin styðja þessa uppreisnarmenn auðvitað ekki opinberlega, en þau leyfa „einkaaðilum" að flytja þeJn vopn með viðkomu einkum í Hol-landi og Portúgal. Að sjálfsögðu gæti stjórn Bandaríkjanna stöðvað þessar hergagnasend-ingar, ef hún kærði sig um. En áhrifamiklir aðilar í Bandaríkjunum hafa annað í huga. Þar er m.a. gælt við þá hugmynd að láta

Sameinuðu þjóðirnar skerast í leikinn til að tryggja skiptingu Nígeríu. Því var á s.l. ári borin fram tillaga á Bandaríkjaþingi þess efnis að skora á SÞ að taka í taumana til að koma í veg fyrir „útrýmingu" Ibo-þjóðarinn-ar. Það eru 8—9 miljónir manna.

Bandaríkin stefna greinilega að því að gera Afríku að samskonar vettvangi fyrir sig og Suður-Ameríka er nú. Sú þróun er sem betur fer enn skammt á veg komin, en óhætt er að segja, að Afríkuþjóðir eru í þessu tilliti í mik-illi hættu staddar.

„Vestmenn" „Því enginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hundraðið fimta er sigið í sjá og sól þess er runnin að viði.

Þó glatt sé nú leikið um gullkálfinn þann sem göfgar hinn voldugi lýður, þá liggur ef til vill þar höfuðlaus hann og húngruðu gestanna híður.

Og þá hefur máske hin máttuga hönd um musterin eldlogum vafið, og guðinum seinasta stjakað að strönd og steyþt niðr í annað hvort hafið."

Þorsteinn Erlingsson 1893.

Mammonsríki Ameríku „Þakkið mein og megin raunir, Mammons-ríki Ameriku! Þakkið slyþþir kauþin kröþþu, keþþni er betri' en stundarheþþni. Hvað er frelsi? — Hjóm og þvaður, hjörinn þinn nema sigurinn vinni! Þrœlajörð þér veröldin verður, verk þtn sjálfs nema geri þig frjálsan.

Fá mér tind af Garðarsgrundu — guðastól á sjónar hóli! Sjá, ég eygi alla vegu ógnar-land, fce glóð í anda! Vei þér fjöldi villtrar aldar: veldisorð hér liggur í storðu! Sœk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli!"

Matthías Jochumsson. „Bragar-bót".

23

Page 26: Réttur Nr.1 1968

FRANZ A. GISLASON:

SPANSKREYRSTEFNAN SÍDARI HLUTI:

„TALAÐU BLÍTT EN BERDU

Á ÞÉR STÓRAN STAF"

Einsog áður er að vikið hlaut nær öll Róm-anska Ameríka pólitískt sjálfstæði á fyrsta fjórðungi 19. aldar. Undantekningar voru að-eins nokkrar lendur Breta, Frakka og Hol-lendinga, sem ásamt svæðum sem Banda-ríkjamenn lögðu undir sig síðar ná yfir sam-tals 500.000 km2 og hafa liðlega 5 milj. íbúa. Nýliðarnir tuttugu í fjölskyldu þjóð-

Hér birtist síðari hluti greinar um Banda-ríkin og Rómönsku Ameríku, en fyrri hlut-inn var í 4. hefti 1967.

24

anna settu sér stjórnarskrár, sem í flestum til-vikum voru sniðnar eftir hinum lýðræðislegu stjórnlögum Bandaríkjamanna og Frakka og tryggðu þjóðum þeirra m.a. lýðveldis-stjórnarform, þjóðkjörið þing og forseta o. s. frv.

Fjarri fór þó því að þessi skrautrituðu skjöl tryggðu ríkjum Rómönsku Ameríku endanlegt pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði. Áður hefur verið bent á hvernig hið gamla nýlenduveldi splundraðist í vanmáttug kot-ríki; ennfremur hvernig hin ófullnaða þjóð-félagsbylting var sífellt þrándur í götu þess, að hin einstöku ríki gætu styrkt innviði sína og þar með orðið styrkari út á við. Hvoru-tveggja gerði að verkum að hin nýju ríki voru framan af lítt undir það búin að standa

Page 27: Réttur Nr.1 1968

á eigin fótum. Þar við bættist svo, að hin kapítalísku stórveldi fengu, er tímar liðu, æ meiri pólitískan og fjárhagslegan áhuga á Rómönsku Ameríku.

England — öflugasta stórveldið á önd-verðri 19- öld — grét hrun spænsk-portú-galska nýlenduveldisins þurrum tárum. Á hinn bóginn var Bretum efst í huga að tryggja sér sem hagstæðust viðskipti við hin nýstofnuðu ríki. Það reyndist þeim líka til-tölulega létt verk, enda var tilvonandi aðal-keppinautur þeirra, Bandaríkin, enn lítt fær um að veita þeim samkeppni og auk þess önnum kafin við að nýta eigin auðlindir heima fyrir. Allá 19- öld ráku Bretar mjög arðbær viðskipti við ríki Rómönsku Ameríku og brezkir auðmenn festu þar ósmáar fúlgur í gróðavænlegum fyrirtækjum. Stríðast streymdi þetta brezka fjármagn til Brasilíu, Chile og Argentínu, en í því landi var fjár-festing Breta komin upp í 190 milj. punda á síðasta tug aldarinnar.

Bandaríkin létu þó snemma í Ijósi áhuga sinn á að tryggja sér ítök í Rómönsku Ame-ríku. Það sýnir hin svonefnda Monroe-kenn-ing frá 1823, kennd við þáverandi forseta Bandaríkjanna, James Monroe. Kjarni henn-er fólst í þeirri yfirlýsingu að Bandaríkin myndu annarsvegar ekki hlutast til um mál-efni Evrópu og á hinn bóginn ekki þola neina íhlutun í mál Ameríku, en líta á slíkt sem fjandskap við sig. Þessi yfirlýsing var þó að-eins dautt pappírsplagg allt til loka 19- aldar og Bretar höfðu mun meiri umsvif í Róm-önsku Ameríku en nokkurt annað af stór-veldunum alveg fram að heimsstyrjöldinni ryrri. 1914 nam samanlögð erlend fjárfesr'ng i Rómönsku Ameríku 8.3 miljörðum dollara. Þar af var hlutur Bandaríkjanna eitthvað á annan miljarð, en Bretar áttu bróðurpartinn af afganginum. (Pendle 162).

Ahugi Bandaríkjanna á Rómönsku Ame-

Franz A. Gíslason

ríku vaknaði fyrir alvöru á síðustu áratugum 19- aldar,, um það leyti, sem þau höfðu nýtt alla helztu útþenslumöguleika sína í heima-byggðum. Með auknum pólitískum og efna-hagslegum styrk fékk bandarísk útþenslu-stefna byr undir vængi. Bándarískir fésýslu-menn vöknuðu til vitundar um þá, að því er virrst, ótæmandi gróðamöguleika, sem óbeizlaðar auðlind'r og óunnin nytjalönd Rómönsku Ameríku buðu þeim uppá; banda-rískir stjórnmálamenn höfðu fullan skilning á hagnýti þess að efla sem mest ítök Banda-ríkjanna í næsm nágrannaríkjum þeirra.

Undir þessum kringumstæðum var hin furðu framsýna kenning Monroes forseta eigi all lítill pólitískur happadráttur. Nú var hún tekin fram, dustað af henni rykið, og með smá endurbótum og viðaukum reyndist hún áratugum saman hið haldbezta skálkaskjól

25

Page 28: Réttur Nr.1 1968

fyrir íhlutun (nefnilega til að hindra íhlut-un!) Bandaríkjanna í málefni hinna ýmsu ríkja Rómönsku Ameríku.

Fyrsta meiriháttar fórnardýrið var Kúba. En Kúba var, eina stóra vígið sem Spán-verjum hafði tekizt að halda, er nýlendu-veldi þeirra í Ameríku hrundi. Ekki átti þó nýlendustjórnin á eyjunni sjö dagana sæla, því eyjarskeggjar voru baldnir í meira lagi. Arið 1895 var gerð uppreisn undir forystu Jósé Martí — síðar þjóðhetju Kúbu. Uppreisnin líktist í mörgu uppreisn Fidels Castros rúmri hálfri öld síðar. Martí kom með byltingarsveit sína frá meginland-inu og gekk á land hjá Santiago á suð-austur-horni Kúbu. Hann féll sjálfur í fyrstu bardög-unum við Spánverja, en menn hans héldu til f jalla og hófu skæruhernað.

Bandaríkjastjórn klæjaði í lófana. Þarna bauðst greinilega tækifæri til að láta að sér kveða. Bandarískt auðmagn hafði lengi haft augastað á Kúbu; á eyjunni voru hin ákjós-anlegustu skilyrði til stórframleiðslu á ýms-um suðrænum nytjajurtum, ekki aðeins frjó-samar lendur heldur einnig — sem ekki var minna virði — nóg af ódýru svörtu vinnu-afli. Auk þess hafði hún geysimikla hernað-arlega þýðingu, ekki sízt með tilliti til vænt-anlegrar siglingaleiðar um Panamaskurðinn, sem hafinn var undirbúningur að.

Tvímælalaust var almenningur í Banda-ríkjunum hlynntur baráttu kúbönsku skæru-liðanna við spænska nýlenduherinn. Banda-ríkjastjórn veittist því auðvelt að koma því í kring að sambúð hennar við stjórnina í Mad-rid versnaði. Nú vantaði aðeins einhverja átyllu til þess og hefja beina íhlutun. Hún kom þegar bandaríska herskipið Maine sprakk í loft upp í höfninn í Havana 15. febrúar 1898, en þangað hafði skipið verið sent til verndar bandarískum borgurum og brottflutnings þeirra ef á lægi. Aldrei hefur

upplýst hverjir þarna voru að verki, en sterk-ar líkur hafa jafnan þótt benda til þess, að útsendarar Bandaríkjastjórnar sjálfrar hafi sprengt skipið í loft upp. Fráleitt virðist að Spánverjar hafi sjálfir viljað efna til átaka við Bandaríkin að óþörfu, enda þverneituðu þeir að hafa átt nokkurn þátt í Maine-málinu. En hvað sem því líður, Bandaríkin sögðu Spáni stríð á hendur.

Stríðið stóð í þrjá mánuði og var auðunn-ið. Bandaríkjamenn hældust um og nefndu það „glæsilegt smástríð" („a splendid little war"). Þeir hernámu Kúbu og hirtu um leið Puerto Riico, Guam og Filipseyjar af hinum ellihruma spænska nýlendurisa.

Enda þótt Kúba væri að nafninu til sjálf-stætt ríki eftir að hernámi Bandaríkjahers var aflétt árið 1902, var hún í raun banda-rísk hjálenda allt til ársloka 1958, þegar hin-um illræmda Bandaríkjaleppi Batista vai steypt af stóli af byltingarher Fidels Castros.

Árið 1901 þvingaði Bandaríkjastjórn Kúbumenn til að fallast á hinn svokallaða Platt-viðauka. Auk herstöðva á Kúbu (Guant-anamo), heimiluðu þessi alræmdu þving-unarlög Bandaríkjamönnum að senda her til eyjarinnar hvenær sem þeim þætti „sjálf-stæði" Kúbu ellegar lífi, eignum og frelsi einstaklingsins vera á einhvern hátt ógnað. Þessi heimild var óspart notuð næstu árin. Og enda þótt beinni hernaðaríhlutun væri að mestu hætt síðar og Platt-viðaukinn felldur úr gildi af Roosevelt forseta árið 1934 skerti það í engu pólitísk og efnahagsleg yfirráð Bandaríkjanna á Kúbu.

Næsti þáttur sjónleiksins var sviðsettur á Panamaeyðinu. Bygging Panamaskurðsins hafði verið á dagskrá allt frá miðri 19- öld, og raunar gerði Ferdinand de Lesseps, sá hinn sami og byggði Súezskurðinn, misheppnaða tilraun til þess á níunda tug aldarinnar. Árið 1903 ákvað Theodore Roosevelt að láta til

26

Page 29: Réttur Nr.1 1968

skarar skríða. Það var aðeins eitt ljón í vegin-um: eyðið tilheyrði ekki Bandaríkjunum heldur Kólumbíu. Og Kólumbía neitaði að láta það af hendi. Til þess að leiðrétta þennan „misskilning" pantaði Bandaríkjastjórn ofur-litla uppreisn hjá eyðisbúum. „Uppreisnar-menn" brugðu við skjótt og lýstu yfir stofn-un lýðveldisins Panama, sem Washington var ekki sein á sér að viðurkenna. Bandaríkja-menn fengu full yfirráð yfir 10 mílna breiðri landræmu, þar sem skurðurinn skyldi graf-inn, en „lýðveldið" 10 milj. dollara útborgun í gulli og fyrirheit um 250.000 dollara árs-greiðslur í framtíðinni. Þessi „aðgerð" tók þrjár vikur.

Síðan hafa Panamabúar oft gert uppreisn-ir, en þær hafa jafnan verið barðar niður af lögreglu leppstjórnarinnar eða Bandaríkjaher sjálfum -— enda ekki gerðar eftir pöntun.

Eftir þessi afrek þótti Theodore Roosevelt hæfa að gefa út hina svonefndu „áréttingu" (corollary) á Monroe-kenningunni (1904), þar sem hann lýsti yfir því, að „stöðugt mis-ferli eða skortur á röð og reglu í einhverju landi krefðist þess, að siðmenntuð ríki skær-ust í leikinn"; „hollusta Bandaríkjanna við Monroe-kenninguna gæti knúið þau . . . . til að beita alþjóðlegu löðgæzluvaldi" í slíkum eða ámóta tilvikum.

VI Sennilega hefur enginn forseti Bandaríkj-

anna verið jafn berorður og Theodore Roose-velt. Hjá honum birtist barnsleg einlægni upprennandi heimsvaldastefnu, sem var sér

enn vart meðvitandi um tilveru síma. Síðar gættu menn betur tungu sinnar.

„Talaðu blítt en berðu á þér stóran staf." Við þessi fleygu orð Roosevelts er hin ill-ræmda „Spánskreyrstefna (Big stick Policy) hans kennd.

Auk Theodore Roosevelts hafa einkum tveir Bandaríkjaforsetar reynt að móta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku á þessari öld, þeir Franklin D. Roosevelt og John heitinn Kennedy. Spánskreyrstefnan

27

Page 30: Réttur Nr.1 1968

hélzt sem opinber og yfirlýst stefna Banda-ríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku allt til 1933. Opinberlega hefur hún í meginat-riðum haldist við lýði allt fram á þennan dag, þótt bandarískir ráðamenn hafi ekki viljað gangast við því. En viðleitni beggja, Roose-velts yngra og Kennedys, fólst einmitt fyrst og fremst í því að reyna að þvo hendur Bandaríkjanna frammi fyrir ríkjum Róm-önsku Ameríku og alls heimsins af smán hinnar grímulausu ofbeldisstefnu. Og margt bendir raunar til þess að báðir hafi raunveru-lega og af einlægni viljað hefta yfirgang landa sinna og koma á eðlilegum samskipt-um við nágrannaríkin fyrir sunnan.

Vopnaðri íhlutun var beitt í nær öllum löndum Miðameríku á árunum milli 1904 og 1933. Árið 1905 hótuðu ýmis Evrópuríki, einkum Þýzkaland, að innheimta skuldir sín-ar hjá Dóminikanska lýðveldinu með vopna-valdi. Bandaríkin skárust í leikinn og tóku skuldauppgjörið og fjármál ríkisins í sínar hendur. Þessi afskipti leiddu til stjórnmála-legs öngþveitis og 1916 gengu landgöngu-sveitir bandaríska flotans á land. Þær stýrðu

landinu til 1924 og notuðu tímann til að þjálfa svokallað „þjóðvarðlið" (guardia naci-onal), sem hinn alræmdi blóðhundur Rafael L. Trujillo lét lyfta sér í valdastólinn árið 1930. Hann ríkti sem grímulaus harðstjóri í skjóli Bandaríkjastjórnar þar til hann var myrtur 19<$1.

Dóminikanska lýðveldið nær yfir austur-hluta eyjarinnar Haiti, en á vesturhlutanum er hið sögufræga svertingjalýðveldi Haiti. Ekki fór það heldur varhluta af bandarískri „vernd". I byrjun 20. aldar urðu hin hefð-bundnu frönsku ítök á Haiti að lúta í lægra haldi fyrir bandarískum áhrifum. Af þessum átökum leiddi þvílíka pólitíska ringulreið, að Bandaríkin sáu sig „knúin til að beita alþjóð-legu lögregluvaldi" árið 1915. Hernám Haiti stóð yfir í nítján ár.

Miðameríska lýðveldið Nicaragua var þeg-ar um aldamótin orðið ein arðbærasta hjá-Ieiga United-Fruit-auðhringsins. Þar steig flotinn á land árið 1912 og hélt uppi „röð og reglu" allt til 1933. A þeim tíma hafði verið komið á fót vel þjálfaðri guardia naci-onal og yfirmaður hennar, Anastasia Somoza,

28

Page 31: Réttur Nr.1 1968

hrifsaði til sín völdin árið 1936. Grimmileg harðstjórn hans sló út öll met, jafnvel mið-amerísk. Somoza var myrtur 1956.

VII Við embættistöku sína árið 1933 boðaði

Franklin D. Roosevelt ýmsar veigamiklar breytingar í utanríkisstefnu lands síns. Þessar breytingar áttu fyrst og fremst rót sína að rekja til hinnar alþjóðlegu baráttu gegn fas-ismanum, sem nú stóð fyrir dyrum. Gagn-vart Rómönsku Ameríku skyldi tekin upp svokölluð „stefna hinna góðu granna" (Good Neighbour Policy). Héðanífrá skyldu Banda-ríkin „virða rétt annarra". Platt-viðaukinn var numinn úr gildi, (Theodore) Roosevelt-„áréttingin" dæmd dauð og ómerk og jafn-vel gerðar heiðarlegar tilraunir til að koma á eðlilegum samskiptum Ameríkuþjóðanna á jafnréttisgrundvelli. En enda þótt hinar tíðu hernaðaríhlutanir og aðrar vopnaðar þving-

unaraðgerðir væru að mestu aflagðar veittist Bandaríkjastjórn erfitt að telja þjóðum Róm-önsku Ameríku trú um einlægleik stefnu-breytingar sinnar á meðan hún hélt föðurlegri verndarhendi sinni yfir harðstjórum á borð við Trujillo, Somoza, Ubico og Batista.

Á hinn bóginn var í engu slakað á hinum efnahags-pólitísku fjötrum, sem bundu Róm-önsku Ameríku við Bandaríkin. Megnið af utanríkisverzluninni var áfram í höndum Bandaríkjamanna, enda framleiðslutækin að stórum hluta í bandarískri eign. Samanlögð fjárfesting bandarískra einkaaðila í Róm-önsku Ameríku jókst úr 2.8 miljörðum doll-ara árið 1938 í 8,7 miljarða árið 1958. Á Kúbu einni nam fjárfestingin 1 miljarði og skilaði 300.000.000 dollara í árlegan gróða, þ.e. höfuðstóllinn endurnýjaði sig á röskum þremur árum.

Á stríðsárunum versnaði sambúð Banda-ríkjanna við ýmis ríki Rómönsku Ameríku, sem reyndu að komast hjá beinni þátttöku í styrjöldinni eða tóku jafnvel að einhverju leyti afstöðu með Möndulveldunum, eins og t.d. Argentína undir forsæti Juan D. Perons.

29

Page 32: Réttur Nr.1 1968

VIII Á hinn bóginn varð baráttan gegn fasism-

anum fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni til þess að efla mjög framfarasinnuð öfl í Róm-önsku Ameríku. I nokkrum ríkjum náði þessi hreyfing verulegum árangri, náði jafnvel völdum að stríði loknu eins og í Guatemala og Venezuela. Bauðst nú hinum „góða ná-granna" í norðri gullið tækifæri til þess að sýna í verki einlægan vilja sinn til að „virða rétt annarra." En tímarnir voru breyttir. Franklin D. Roosevelt var fallinn í valinn, stríðinu við fasismann var formlega lokið og áður en varði stóð gjörvöll heimsbyggðin í miðju gjörningaveðri Kalda stríðsins. And-kommúnisminn varð æðsta boðorð banda-rískrar utanríkisstefnu. Spánskreyrinn var aftur á lofti. Jafnvel hófsamar borgaralegar umbótabreytingar voru stimplaðar sem verk-færi Heimskommúnismans af leyniþjónustu Bandaríkjanna — CIA — sem nú gerðist æ umsvifameiri, ekki sízt í Rómönsku Ameríku.

I Venezuela náði Lýðræðisfylking (Accion Democrática) Rómulo Betancourts völdum í október 1945 og í forsetakosningunum tveimur árum síðar hlaut flokksbróðir hans Rómulo Galegos kosningu. Varfærnisleg umbótastefna þeirra félaga, Belancourts og Gallegos, féll þó ekki í kramið hjá banda-rísku auðhringunum, sem ásamt nokkrum evrópskum auðfélögum eiga 90% af olíu-lindum landsins, en olían nemur 9 5 % af heildarútflutningi þess.

Að undirlagi þeirra hrifsuðu nokkrir íhalds-samir liðsforingjar völdin í nóvember 1948. Þessu fylgdu fjöldahandtökur umbótasinna, lögbann á kommúnistaflokkinn 1950, slit stjórnmálasambands við Sovétríkin og valda-rán einræðisherrans M. Pérez Jimenes 1952.

I Guatemala varð skáldið Juan José Aré-

30

valo forseti árið 1945 (reit m.a. hina eitruðu ádeilu á Bandaríkin: Hákarlinn og sardín-urnar). í embættistíð hans (1945—1950) voru ýmsar verulegar þjóðfélagsumbæt-ur framkvæmdar: sett lýðræðisleg stjórnar-skrá, leyfð starfsemi verkalýðsfélaga, gerð á-ætlun um alþýðufræðslu o. fl., þrátt fyrir harða andstöðu stórjarðeigenda, kirkju og bandarískra auðhringa. Eftirmaður Arévalos Jacobo Arbenz Guzman, hélt umbótastarfi hans áfram og hófst handa um uppskiptingu jarðeigna meðal kotbænda. En nú framdi Arbenz tvennt, sem samkvæmt helgisiðabók CIA jafngilti dauðasynd: í fyrsta lagi studd-ist hann að nokkru leyti við kommúnista-flokkinn, sem hafði verið stofnaður 1949*, í öðru lagi gerði hann YA hluta af landareign-um United Fruit Co. upptæka. Washington sendi flotaliðana 1954 og nótt fasismans lagðist aftur yfir Guatemala. Leikbrúða Washington, fasistinn Castillo Armas, nam allar umbætur áranna 1945—54 úr gildi. Hann var myrtur 1958.

IX Þegar John heitinn Kennedy tók við emb-

ætti Bandaríkjaforseta árið 1960 voru enn runnir upp nýir tímar í alþjóðamálum. Stefna Kalda stríðsins hafði beðið skipbrot, and-kommúnisminn var á undanhaldi, Bandaríkin urðu smátt og smátt að sætta sig við þá stað-reynd að þau voru bara annað af tveim stærstu stórveldum heimsins.

Hin breyttu viðhorf höfðu einnig áhrif á afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rómönsku Ameríku — á ytra borði a.m.k. Reynt var að blása aftur lífi í gömul slagorð eins og „gagn-kvæm virðing", „jafnréttisgrundvöllur",

Page 33: Réttur Nr.1 1968

„sjálfsákvörðunarréttur" o. s. frv. Nú var líka hin svokallaða „þróunarhjálp" orðin mikið tízkuorð: stjórnmálamenn auðvaldsheimsins höfðu að meira eða minna leyti áttað sig á því, að hinar hefðbundnu leiðir við útflutning fjármagns svöruðu ekki lengur kröfum tím-ans. Samkeppnin við sósíalísku löndin um hylli vanþróuðu ríkjanna heimtaði að hefð-bundin pólitísk skilyrði yrðu lát'n niður falla. Á hinn bóginn var lánsfjáreftirspurnin orðin svo gífurleg að nauðsyn var samræmdra al-þjóðlegra aðgerða til að svara henni.

Hvað Rómönsku Ameríku snerti beindist áhugi Kennedys einmit að aðgerðum, sem miðuðu að því að styrkja efnahag hinna ein-stöku ríkja og hjálpa þeim til að standa á eigin fótum, þó þannig, að viðtakendur voru sér þess fyllilega meðvitandi hvaðan hjálpin barst.

I þessu skyni beitti Kennedy sér fyrir stofn-un hins svokallaða Framfarabandalags (Alli-ance for Progress) á ráðstefnu Samtaka Ame-n'kuríkja (Organization of American States) í Punta del Este í Uruguay 1961. Síðarnefndu samtökin voru stofnuð í Bogatá, höfuðborg Kolumbíu, árið 1948, og voru frá upphafi aðeins verkfæri í höndum Bandaríkjamanna til að framkalla ýmsar yfirlýsingar eftir pönt-un, t.d. um Guatemala, Kúbu o. fl.

Meginverkefni Framfarabandalagsins átti að vera að miðla og stjórna „þróunarhjálp", sem Bandaríkin legðu fram. Skilyrðin fyrir því að ríki fengi framlag úr sjóðum banda-lagsins voru helzt þau, að það legði fram framkvæmdaáætlun og gerði vissar ráðstaf-anir til að treysta efnahag sinn, kæmi t.d. á betri innheimtu skatta, skipti upp jarðnæði 0. s. frv. Arangurinn varð hinsvegar minni en vænzt hafði verið. Bandaríkin lögðu að vísu fram 3V3 miljarð dollara á árunum 1961 —65 og hétu 4 miljörðum til viðbótar. Hins-vegar vafðist fyrir hinum einstöku ríkjum

Rómönsku Ameríku að uppfylla skilyrðin, sem sett höfðu verið, ellegar þau kærðu sig ekki um þátttöku í fyrirtækinu. Að lokum misstu menn alveg trúna á það og á síðustu árum hefur það fallið í algjöra gleymsku.

Hafi Kennedy forseti raunverulega trúað á möguleika Framfarabandalagsins, þá hefur hann alls ekki gert sér grein fyrir því að það sem flest eða öll ríki Rómönsku Ameríku þarfnast fyrst og fremst er grundvallarbreyt-ing á þjóðfélagsbyggingunni, lýðræðisleg stjórnarform, lýðréttindi — en ekki ölmusufé til handa spilltum stjórnvöldum sem hvorki hafa áhuga né getu til að reisa þjóðir sínar úr kútnum.

Afstaða Kennedys í Kúbumálinu bendir til þess að síðari tilgátan sé rétt — nefnilega að hann hafi skort þann skilning sem þurfti í samskiptum Bandaríkjanna við ríki Róm-önsku Ameríku. Sú afsökun, sem höfð er eft-ir honum eftir hina alræmdu Svínaflóainnrás 1961, að honum hafi verið villt sýn hvað snerti hugarfar almennings á Kúbu, bendir til ákaflega barnalegs hugarfars: það þurfti vissulega mikla vanþekkingu á sögu Kúbu á þessari öld til þess að halda það, að eyjar-skeggjar hlypu fagnandi til þegar vopnaðir erindrekar Bandaríkjanna birtust í fjörunni.

NOKKRAR HEIMILDIR: Georee Pendle: A History of Latin America. Penguin

1965. Harold Blakemore: Lat inamerika, Oslo 1966. Arnold J . Toynbee: The Economy of the Western

Hemisphere, London 1962. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu, Rvík 1962. PAX nr. 6 1967, sérhefti um Rómönsku Amerlku.

31

Page 34: Réttur Nr.1 1968

FRANTZ FANON

Frantz Fanon

Frantz Fanon fæddist árið 1925 í Fort-de-France á eyjunni Martinique. Hann nam læknisfræði í Frakklandi og sérhæfði sig síðar í geðlækningafræði. Þegar Alzírbúar háðu

32

sjálfstæðisbaráttu sína, starfaði Fanon á sjúkrahúsi í Alzír. Samúð hans með upp-reisnarmönnum gerði hann fljótt að virkum andstæðingi hins franska nýlenduveldis og hann varð einn af skörpustu talsmönnum byltingarinnar.

Fanon skrifaði bókina „Hinir fordæmdu" („les damnés de la terre"), sem fjallar um kynþáttahatur og nýlendustefnu og byggir á reynslu sinni í alzírsku byltingunni. Hvetur hann „landa " sína í „þriðja heiminum" að byggja upp líf sitt óháðir hvíta kynstofnin-um.

Það er líkt og að lesa Machiavelli vorra daga að lesa Fanon. Fanon er bara meira en ráðgjafi ítalsks fursta, hann er einn af leið-togum þeirra 2A íbúa jarðarinnar, sem svelta og búa við andlega kúgun.

Útgáfa bókarinnar vakti mikla athygli og hneyksli, og þó hún væri gerð upptæk í Frakklandi, barst hróður hennar víða og hef-ur bókin verið þýdd á mörg tungumál. „Hinir fordæmdu" er eitt af aðalritum til skilnings hugsanagangi „þriðja heimsins." Jean Paul Sartre ritar frægan formála að bókinni og segir, að við þurfum kjark til að lesa þessa bók, því að titillinn vísi ekki aðeins til íbúa þróunarlandanna, heldur einnig til hinna hvítu drottnara.

Sá útdráttur, úr fyrsta kafla bókarinnar, sem hér fer á eftir, er smátilraun, til þess að útbreiða þekkingu á þeim hugsunum, sem einkenna þjóðarleiðtoga í landi, þar sem sjálf-stæðisbaráttan nær stöðugt yfir stærri svæði. Bókin skilgreinir þau pólitísku öfl, sem eru virk í nýlenduþjóðfélagi. Fanon álítur, að ekki skapist betra líf fyrir alþýðu lands, þó að ný borgarastétt taki við pólitískum og efnahagslegum völdum landsins. Fanon að-hyllist algerlega kenningu um valdbeitingu, sem einustu leið til þess að koma fram rót-tækum breytingum og ná fullu frelsi.

Page 35: Réttur Nr.1 1968

/ / HINIR FORDÆMDU Á JARÐRÍKI"

„Afnám nýlenduskipulags verður ekki á svipstundu líkt og jaröskjálfti né vegna vin-samlegrar ákvörðunar. Afnám nýlenduskipu-lags er söguleg þróun, þ.e.a.s. verður ekki skilin, nema við þekkingu þeirra atriða, sem gefa þróuninni sögulegt form og innihald. Þegar nýlenduskipulag er afnumið er um tvö öfl að rceða, sem í eðli sínu eru andstæð, og rekja uppruna sinn til nýlenduformsins. Fyrst bar öflum þessum saman með ofbeldi, og samvist þeirra — þ.e.a.s. þegar nýlendukúg-arinn arðrænir hinn kúgaða — var fram-kvæmd með beitingu byssustingja og fall-byssa. Það er nýlenduherrann, sem hefur skapað og heldur áfram að skapa nýlendu-búann. Nýlenduherrann sækir sannleika sinn — þ.e. eign sína — í nýlenduskipulagið.

Afnám nýlenduskipulagsins verður aldrei svo lítið beri á. Það hefur áhrif á hvern ein-stakling, breytir hverjum þeirra frá grunni. Það gefur einstaklingnum eigin hrynjandi, nýtt mál, nýjan manndóm. En þessi sköpun verður ekki á yfirnáttúrlegan hátt, „eign" ný-lenduherrans verður að mannveru á þeim sama þróunarferli, sem mannveran gerir sig frjálsa.

A þessum þróunarferli er nauðsynlegt að taka ástand nýlendna til endurskoðunar. Ef við óskum að lýsa þessari endurskoðun ná-kvæmlega, getum við fundið skilgreiningu hennar í hinni velþekktu setningu: „Hinir siðustu munu verða hinir fyrstu". Afnám ný-lendukúgunar er framkvœmd þessarar setn-ingar.

Þegar við erum kynnt fyrir afnámi ný-lenduskipulagsins sjáum við byssukúlur og hnífa, blóði drifna. Ef hinir siðustu eiga að verða fyrstir verður það aðeins eftir baráttu upp á líf og dauða. Þessi ákveðni vilji að setja hina síðustu fyrsta, láta þá klifra upp hin frægu þrep til menntaðs þjóðfélags með hraða (sem nokkrir álita of mikinn), getur aðeins sigrdð, ef við neytum allra bragða, það er líka valdii

Þjóðfélagi verður ekki breytt, hversu frum-stætt sem það er, með slíkri áætlun, nema það sé fast ákveðið allt frá byrjun að ryðja úr vegi öllum hindrunum. Hinn innfæddi, sem ákveður að fylgja þessari áætlun, gerir allan tímann ráð fyrir að beita valdi. Frá fæðingu hefur honum verið Ijóst, að þessum þrönga heimi hlöðnum boðum og bönnum, er að-eins hægt að breyta með valdi.

Það er ef til vill óþarfi að minna á, að í nýlenduheiminum eru hverfi innfæddra og hverfi Evrópumanna, skólar innfæddra og skólar Evrópumanna; eins og það er óþarft að minna á apartheit Suður-Afríku. Ef við rannsökum þessa skiptingu nánar, getum við nálgast öflin, sem liggja falin undir yfirborð-inu.

Nýlenduheiminum er skipt í tvo hluta. Skiptilínan liggur um herskála og lógreglu-stöðvar. I nýlendunum er það lögregluþjónn-inn og hermaðurinn, sem eru talsmenn ný-lenduherrans og kúgunarstjórnarinnar, og jafnframt þeir milliliðir og embættismenn sem innfæddir eiga við að eiga. I kapítalísku þjóðfélagi er það fræðslukerfið, siðgæðið, sem gengur frá föður til sonar, fyrirmyndirn-ar, sem góðir verkamenn gefa, þegar þeir eru heiðraðir eftir 50 ára heiðarlega og dygga þjónustu, hollustan, sem á rætur sínar að rekja til jafnrar aðstöðu og gætinnar fram-komu. Oll þessi fagurfræðilegu form af virð-ingu fyrir ríkjandi skipulagi, skapa umhverf-

33

Page 36: Réttur Nr.1 1968

is hinn arðrænda andrúmsloft undirgefni og þvingunum sem auðveldar mjög að halda uppi lógum og reglu í samfélaginu. I kapít-alískum löndum er fjöldi siðgæðiskennara og ráðgjafa, sem koma inn á milli hins arðrænda og þjóðfélagsvaldsins. Aftur á móti er það herlögregla og hermaður, sem með ncerveru sinni, og beinum og tíðum afskiptum, hefur samband við hinn innfædda í nýlenduheim-inum. rceður honum með byssuskaftshöggum eða napalm að hafa hægt um sig. Talsmaður þjóðfélagsvaldsins beitir sem sagt valdi. Hann léttir ekki á kúguninni né dregur dul á vald sitt. Hann sýnir það og flaggar því með þeirri góðu samvizku, sem sá hefur, sem heldur uppi röð og reglu. Þessi milliliður ber ofbeldi inn á heimili og inn í hug hinna innfceddu.

Það svæði, sem innfæddir byggja og hitt, sem herrarnir byggja eru algjörar andstæður, þau útiloka hvort annað, engar sættir eru mögulegar, öðru þeirra er ofaukið. Bær ný-lenduherrans er traustur, úr steini og járni. Bjartur, malbikaður og sorptunnurnar eru út-úr fullar af hinu óþekkta, óséða. Það er aldrei hægt að líta fætur nýlenduherrans augum, nema kannski á ströndinni, en maður kemst aldrei nógu nálægt. Fætur hans eru verndaðir sterkum skóm, þó að göturnar í bænum hans séu hreinar og sléttar. Bær nýlenduherrans er vel alinn, latur bær, magi hans er alltaf fullur af góðum hlutum. Bær hans er bær hins hvíta, hins ókunna.

Bær hins innfædda, negrans, arabans, frið-unarsvæðið, er alræmt svæði, þar er fullt af illræmdu fólki. Það er fætt þarna, það hefur lítið að segja hvar eða hvernig. Fólkið lifir hvert ofan í öðru, kofarnir eru hver ofan í öðrum. Þetta er svangur bær, það vantar brauð, kjöt, skó, kol, Ijós. Þetta er bær í hnipri, bœr, sem krýpur, sóðalegur bær. Bær niggara, bær skttugra araba. Hinn innfæddi horfir fullur ágirndar og öfundar á bæ ný-

lenduherrans. Hann dreymir um að ná eign-arhaldi á óllu mögulegu. Hann dreymir um að sitja við borð nýlenduherrans, sofa í rúmi hans, helzt með konu hans. Hinn innfæddi er öfundsjúkur og það veit nýlenduherrann vel. Hann gýtur augunum, bitur og alltaf á verði, til hins innfædda: „Hann vill taka mitt pláss". Það er rétt, enginn innfæddur lætur hfá líða að dreyma um sœti nýlenduherrans minnst einu sinni á dag.

Þessi tvískipti heimur er byggður tveim mismunandi manngerðum. I nýlendunum er orsökin afleiðing: maður er ríkur, því að maður er hvítur, maður er hvttur, af því mað-ur er ríkur. Þess vegna er það, að marxistiskar skilgreiningar ná of skammt þegar um ný-lenduvandamálið er að ræða. I nýlendunum hefur hinn ókunni, sem kemur langt að, tek-ið völdin með hjálp stríðsvéla sinna. Þrátt fyrir flutning sinn og aðlöðun að staðhátt-um, heldur hann áfram að vera ókunnur. Hin ríkjandi stétt er fyrst og fremst komin ann-ars staðar frá, sú, sem ekki likist upprunalegu ibúunum, — „hinum". Ofbeldið, sem er svo stór þáttur í þjóðfélagi nýlendnanna, og sem stóðugt hefur eyðilagt þjóðfélagsform hins innfædda, sprengt efnahagskerfi hans, siði og venjur, mun verða notað af hinum innfædda á þeim degi, þegar hann ákveður að skapa sögu, og fer inn í hin bönnttðu hverfi. — Eyðilegging nýlenduheimsins þýðir hvorki meira né minna en að öðru svæðinu verður útrýmt, grafið djúpt í jörðina eða gert út-lægt."

34

Page 37: Réttur Nr.1 1968

HEIMSVELDI Á HELVEGI

Dr. Martin Luther King er myrtur. Hinar hyldjúpu andstæður amerísks þjóðfélags opn-ast á ný, gína enn einu sinni við gervöllum heimi. I stórborgum Bandaríkjanna logar.

Johnson forseti, kúrekinn með keisaravald-ið, leitar friðar í Víetnam. Hikandi og hrædd-ur við eigin „hauka", — með flækjur og undanbrögð gagnvart eigin friðarsinnum, — tvístígur voldugasti valdsmaður heims á þeim vegamótum, þar sem annar vegurinn liggur til nýs Dien Bien Phu — og hinn til heims-stríðs og heljar.

Hvert heldur heimsveldið mikla, sem eitt sinn ætlaði að gera þessa öld ameríska?

Fyrir einni öld héldu tvær yfirstéttir fram-ar öðrum alþýðu heims í skefjum: Rússneska ke.'saravaldið og brezka heimsveldið voru tákn þeirra. Þau heimsveldi eru nú bæði hrunin. Öðru steypti alþýðan. Hitt leystist upp undan sóknarþunga frelsisleitandi þjóða, en ein hygnasta yfirstétt heimssögunnar held-ur þó enn mörgum arðránsþráðunum í sinni hendi. — Það hlýtur hver yfirstétt þau örlög, sem hún með viti sínu, fávizku eða ofstæki áskapar sér.

Fyrir rúmum aldarþriðjungi þóttist þýzka auðmannastéttin reisa þúsund ára ríki sitt á

35

Page 38: Réttur Nr.1 1968

rústum hruninna verklýðs- og lýðræðissam-taka þjóðanna. — En rúmum áratug síðar var ríki fangabúðanna og gasklefanna hrunið í rustir fyrir öflum alþýðu og lýðræðis, — en rauður fáni verklýðshreyfingarinnar blakti yfir ríkisþinghúsinu í Berlín, borinn þangað þyrniveg af þrótti rússnesku byltingarinnar.

Síðustu tvo áratugi hefur yfirstétt Banda-ríkjanna álitið sig herra jarðarinnar. I fyrstu áleit hún sig geta sagt öllum öðrum fyrir verkum í krafti kjarnorkusprengjunnar er hán átti ein. Hún rak sig á að sú einokun brást og hefur síðan verið í sjálfheldu sjálfs-morðingjans hvað beitingu þess eyðingarafls snertir.

Þessu næst leit hún á sig sem sjálfskipaða heimslögreglu auðvaldsins, næturvörð neyð-arinnar í nýlendunum fornu, þar sem fá-tæktin óx í réttu hlutfalli við gróða hennar. Hún hélt sig á leið til öruggra yfirráða, er leynilögreglu hennar, (CIA), tókst að koma alþýðu nokkurra landa að óvörum og steypa

framsæknum stjórnum. Og hún ákvað að skjóta allri alþýðu skelk í bringu með því að sýna heiminum yfirburði sína í múgmorðum og méla Vietnam. Sleitulaust framkvæmdi hún hryðjuverk gasklefanna með amerískum hraða napalmsprengjanna. En þrátt fyrir eit-urárásir og sprengjuregn samsvarandi öllu, sem yfir Þýzkaland dundi í heimsstyrjöldinni síðustu, er það ameríska yfirstéttin nú í apríl sem leitar friðarsamninga. — Hetjuþjóð Viet-nam hefur staðizt raunina miklu, hrundið morðherferðinni.

Yfirstétt Bandaríkjanna er að byrja að gef-ast upp við að „leysa vandamál" nýlendu-drottunarinnar nýju með ógnarstjórn og styrjöld. — Máske á hún eftir að draga sig inn í skelina: einangrunarstefnuna á ný.

En heima fyrir bíða hennar önnur ógn-þrungin átök og — ósigrar.

Bandaríkjaþjóðin er 6% mannkynsins, en ræður 60% af auðæfum jarðar. En yfirstétt-in hefur stjórnað því auðuga landi með slíku ranglæti, að fátækt þjáir fjórðung þjóðarinn-ar. Sú yfirstétt, er hóf blóði drifinn valdaferil sinn með útrýmingu hinna hraustu frum-byggja og eigenda landsins, Indíánanna, hef-ur nú endurskapað nýlenduástand í eigin landi með undirokun negranna.

Meðan kúrekinn í forsetastólnum hjalar um „þjóðfélagið mikla," neitar öldungaráðið um nokkrar miljónir dollara til þess að reyna að útrýma þeim rottum, sem árlega éta hundruð bandarískra barna í fátækrahverf-unum. Og hláturinn kveður við í háreistum sölum þingsins, er „senator" segir nóg að senda þangað ketti til að drepa rotturnar.

Þeir drottnar heims, sem eyða miljónum í drápstæki gegn vietnömskum börnum, og neita samtímis um smáræði til að forða börn-um eigin þjóðar frá ægilegum dauðdaga, eru vissulega að dæma sjálfa sig til dauða.

Eldarnir, sem loguðu í öllum borgum

36

Page 39: Réttur Nr.1 1968

Bandaríkjanna að heita má eftir morðið á Martin Lúther King, eru forboði þess eld-hafs, sem eitt sinn mun tortíma þessari yfir-stétt.

Vietnam sýnir að vandamálin, sem taum-laus drottnunargirni amerískrar auðmanna-stéttar hefur skapað erlendis, getur hún ekki leyst.

Algert skilningsleysi og ofstæki þessara auðþursa gagnvart vandamálum eigin þjóðar, sýnir að þau vill hún ekki leysa..

Árið 1943 var þessi spurning sett fram hér í „Rétti":

„A veröldin máske eftir að upplifa það, að Ford og du Pont traðki álíka á andlegum arfi Jeffersons og Franklins, eins og Hitler á kenningum Lessings og Kants, — að þjóð-

frelsi annarra þjóða verði trampað undir járn-hæli Morgans af berjum úr landi Washing-tons og amerísku þjóðfrelsisbyltingarinnar, eins og verkalýðshreyfing Evrópu var sundur-tætt af böðlunum úr landi Marx og Engels, — að svartir menn og gulir, máske þeir, sem ekki eru „innfæddir", og Gyðingar verði hundeltir og þrælkaðir í föðurlandi Lincolns, eins og Gyðingar og ekk^Germanir á ættjörð Heine og MendelsohnsP"

Við erum að lifa þetta nú. En að einu leyti er amerísk yfirstétt hættulegri en Hitler. Hún hefur atómsprengjur nægar til að þurrka út lífið á jörðinni.

Það eru því síðustu forvöð að völdum hennar linni, áður en þetta heimsveldi á hel-vegi leiði heiminn með sér til heljar.

Apríl 1968. E. O.

Washington apríl '68.

37

Page 40: Réttur Nr.1 1968

ADEILUSÖNGVAR

NUTÍMANS

Adeilusöngvar hafa náð miklum vin-sceldum meðal ungs fólks á síðustu árum. Bob Dylan, Tom Lehrer, Pete Seeger, Joan Baez, Donovan hafa náð hylli cesk-unnar í Ameríku og Evrópu. Það er eng-in tilviljun að þessir söngvar slá í gegn á timum kynþáttamisréttis og þjóðfrels-isstyrjalda.

Ádeilusöngvarnir byggja á langri og marg-þættri sönghefð í Bandaríkjunum og Evrópu. Hjá verkalýðshreyfingunni beggja vegna Atlants-hafs er að finna uppsprettu ádeilusöngvanna. Útflytjendur frá Evrópu fluttu með hér hug-sjónir og söngva, sem einnig fundu hljómgrunn í nýja heiminum. Þjóðfélagsvandamál, sem iðn-byltingin hafði í för með sér, einkum aukin stéttaskipting urðu yrkisefni hinna undirokuðu. Höfundar ádeilusöngvanna voru verkamenn, hvítir og svartir, Englendingar, írar, Pólverjar, Gyðingar, Norðurlandabúar, og allir áttu þeir eitt sameiginlegt. Þeir börðust fyrir hina fátæku í þjóðfélaginu og kröfðust bættra kjara. Þeir skópu bókmenntir, þar sem þeir lýstu lífinu í kolanámunum, verksmiðjunum, og búgörðun-um. Þeir skrifuðu og sungu um slæm kjör, erfitt og hættulegt starf, atvinnuleysi, fátækt og hung-ur. Hér heima kannast margir við Joe Hill, sem bandarískir valdhafar myrtu í rafmagns-stólnum árið 1915.

Auk ensku, skozku og írsku sönghefðarinnar, er einnig að finna í Bandaríkjunum aðra höfuð-

"stefnu, þá afríkönsku-amerísku. Þar gætir mest áhrifa bandarísku negranna. Á þrennan hátt birtast þessi áhrif, þ.e. í trúarlegum söngvum, jazz og vinnusöngvum. Báðar sönghefðirnar hafa haft mikil áhrif hvor á aðra og mörkin því nú oft óljós. í ádeilusöngvum negranna er yrkisefnið oftast sótt í misrétti það, sem þeir verða fyrir í bandarísku þjóðfélagi.

Á kreppuárunum og í spænsku borgarastyrj-öldinni jukust á ný vinsældir ádeilusöngvanna. í Bandaríkjunum var Woody Guthrie aðal höf-undur ádeilusöngvanna og hafa ádeilusóngvarar nútímans sótt mikið í safn hans. í Evrópu nægir að nefna þýzku höfundana eins og Brecht og Ernst Busch. Sá sem á mestan heiður í vinsæld-um ádeilusöngvanna í dag er Pete Seeger. I f jölda ára hefur hann ferðast um, safnað og sung-ið í Bandaríkjunum, fyrst og fremst þjóðlög og

38

Page 41: Réttur Nr.1 1968

ádeilusöngva. En það er fyrst nú á seinni árum, sem hann hefur hlotið laun erfiðis síns.

UPPREISN GEGN „THE AMERICAN WAY OF LIFE"

I Bandaríkjunum upphafslandi ádeilusöngva nútímans, hefur nú ný kynslóð komið fram á sjónarsviðið, sem neitar að samþykkja „the American way of life". Hún hefur einnig gert uppreisn gegn hinum innihaldslausu dægurlaga-textum. Þau eru börn að aldri á tímum Kóreu-stríðsins og ofsóknir M. Carthy bitnuðu ekki á þeim .En á uppvaxtarárum þeirra var óðurinn um frelsi og lýðræði mest leikinn.

Það var baráttan gegn kynþáttamisrétti, sem varð til þess að gera ádeilusöngvana vinsæla á ný. Blökkumenn höfðu lengi notað söngva í bar-áttu sinni fyrir bættum kjörum. Eftir að hæsti-réttur Bandaríkjanna dæmdi árið 1954, að kyn-þáttaaðgreining í skólum væri ólögleg, efldist mannréttindahreyfingin til mikilla muna. Þetta unga fólk tók virkan þátt í mannréttindahreyf-ingunni og kynntust ádeilusöngvunum, sem eru svo nátengdir hreyfingunni. Þátttaka æskunnar í mannréttindahreyfingunni leiddi til þess að það fór að íhuga meir þjóðfélagsmál en áður. Þau voru alin upp við og vön að virða hugsjón-ir um frelsi og lýðræði. En nú sáu þau að ástand-ið í heiminum og heimafyrir samsvaraði ekki þessum hugsjónum.

Joan Baez sló í gegn í Bandaríkjunum eftir 1960. Hún yrkir ekki sjálf og flest lög hennar eru ekki ádeilusöngvar. En hún hefur tekið virk-an þátt í mannréttindahreyfingunni og í sam-tökum gegn stríðinu í Vietnam og hefur nýlega afplánað 40 daga fangelsisdóm vegna þátttöku sinnar. Hún neitaði m.a. að greiða þann hluta af

Joan Baez

sköttum sínum, sem samkvæmt bandarískum fjárlögum er eytt til hernaðarútgjalda. Eftirfar-andi tilvitnun er tekin úr bréfi, sem hún skrif-aði:

„Við eyðum úrlega mörgum miljónum dollara til að smiða vopn, sem vísindamenn, stjórnmálamenn, hershöfðingjar og einnig for-setinn eru sammála um að ekki megi nota. Þetta er vægast sagt mjög óhentugt. Hugtakið „ó'ryggi landsins" hefur enga þýðingu. Það er notað um varnarkerfi, sem er tóm vitleysa. Við höldum áfram að smíða þessi vopn og söfnum hirgðum af hræðilegum morðtólum, þar til einhver þrýst-ir á hnapp og þar með mun heimurinn í það minnsta stœrsti hluti hans springa í loft upp. Þetta er ekki ó'ryggi. Þetta er tóm vitleysa. Sum staðar í heiminum sveltur fólk. Það horfir á land okkar, Bandaríkin, auð þess og völd. Það kynnir sér fjárlög okkar. Það er ætlazt til að það virði okkur, EN ÞAÐ FYRIRÚTUR OKKUR".

39

Page 42: Réttur Nr.1 1968

Almenningi þykir oft óþægilegt að alltaf sé verið að minna hann á sprengjuna, sem getur þurrkað heiminn út. En hjá ádeilusöngvurunum er engin miskunn. Þeir vilja vekja fólk til um-hugsunar um ógnir kjarnorkuvopna og stríðs yfirleitt. Margir þeirra standa framarlega í sam-tökum friðarsinna (pasifista) t.d. Bob Dylan og Joan Baez, og þessi grein er unnin upp úr blaði norskra friðarsinna, PAX.

Pete Seeger er elztur ádeilusöngvaranna. Hann var settur á svartan lista á tímum Mc-Charthy og var neitað um afnot af hljómleika-sölum og hjá plötufyrirtækjum. Hann stofn-setti þá eigið plötufyrirtæki „The Folkway's" og gaf út þjóðlög. Hann hefur safnað þjóðlögum og ádeilusöngvum og sungið sjálfur mikið inn á hljómplötur og farið í fjölda hljómleikaferða. Hann hefur með starfi sínu veitt öðrum inn-blástur og aðrir hafa grætt meir en hann á starfi hans. Seeger vann mikið með Woody Guthrie og syngur marga af ádeilusöngvum hans. Hann hefur sagt um starf sitt: „Ég syng söngva, sem munu sannfæra þig um að þetta er þinn heim-ur. Og ef þér finnst þessi veröld okkar óréttlát og hún veiti þér mörg þung högg — og jafn-vel þó hún troði þig niður í svaðið, þá ætla ég mér að syngja söngva, sem gera þig, hvort sem þú ert hvítur eða svartur, stoltan af sjálfum þér og verkum þínum."

Bandarískur stærðfræðikennari, Tom Lehrer hætti kennslu við Harvard háskólann, þar eð hann var orðinn vinsæll vísnasöngvari. Hann semur sjálfur hina háðsku texta og beitir háð-inu á stórkostlegan hátt til að ráðast á ýmislegt, sem er að gerast í kringum okkur.

Ádeilusöngvararnir hafa gengið í fararbroddi mannréttindagangnanna í Bandarfkjunum og safnað fé fyrir hreyfinguna, m.a. Harry Bela-fonte og söngflokkurinn „Freedom Singers". En baráttan gegn kynþáttamisrétti er háð á fleiri stöðum en í Bandaríkjunum. í Suður-Afríku er hún enn harðari. Suður-Afríkanska söngkonan

Miriam Makeba yfirgaf föðurland sitt árið 1961 og syngur nú og safnar fé í sjóð gegn aðskiln-aðarstefnu ríkisstjórnarinnar. í mörgum söngv-um sínum lýsir hún þjáningum blökkumann-anna, frelsisþrá og mótmælum. í Bandaríkjun-um hefur hún tekið þátt í mannréttindahreyf-ingunni.

ADEILUSÖNGVAR OG STRÍÐIÐ í VÍETNAM

Það er engin tilviljun að ádeilusöngvararnir náðu miklum vinsældum eftir 1964. Stríðið í Vietnam kom ádeilusöngvunum á topp vin-sældalistanna, bæði austan hafs og vestan. Það sem kjarnorkuvopnaandstæðingarnir höfðu að-varað um og mótmælt virtist nú geta skeð. Ung-ir menn voru sendir til Vietnam til að drepa eða drepast. Myndirnar á sjónvarpsskerminum urðu að veruleika og mótmælin létu ekki á sér standa. f júní 1965 söng pípulagninganeminn Marry McCurie „Eve of Destruction" inn á plötu og hún varð þegar metsöluplata. Lagið var álitið kommúnistaáróður og margar útvarps-stöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu neituðu að leika plötuna. Þar segir meðal annars: „Þú ert nógu gamall til að drepa, en ekki til að kjósa". Áður höfðu aðeins þeir sem áhuga höfðu á þjóð-félagsmálum hlustað á ádeilusöngvana. Nú komu lög eins og þetta í fyrsta sæti á vinsælda-Iistum æskunnar.

Einn róttækasti ádeilusöngvarinn er Phil Ochs. Hann útskrifaðist frá sama háskóla og Barry Goldwater, en varð þar róttækur og samdi róttæka ádeilusöngva. Að undanförnu hefur hann samið harðorða söngva gegn stríðinu í Vietnam.

Donovan er einn fulltrúi þessa friðarsinna-hóps. Hann er enskur og syngur einföld barna-lög, ástarljóð eða furðulega eigin hugaróra, en

40

Page 43: Réttur Nr.1 1968

Donovan

auk þess ádeilusöngva. Lagið „The Universal soldier" er ein skarpasra ádeila á stríð, sem samin hefur verið. Þar segir hann m.a. „Her-maðurinn veit að hann á ekki að drepa, en hann veit einnig að hann mun alltaf gera það. Bræð-ur sjáið þið ekki, að þannig bindum við ekki endi á stríðið."

Vinsælastur ádeilusöngvaranna í dag er Bob Dylan. Boðskapnum í söngvum Dylan hefur verið jafnað við ádeilukvæði Byrons eftir Napo-leonsstyrjaldirnar. Slík samlíking finnst ýmsum ganga guðlasti næst, og margir eru það sem fyrirlíta og reyna að gera þessa ádeilusöngva hlægilega. En þrátt fyrir það hafa ádeilusöngv-ararnir fengið hljómgrunn hjá æskunni.

Flest lönd Vestur-Evrópu hafa eignast sína eigin ádeilusöngvara. I Svíþjóð má ril dæmis nefna vísnasöngvarana Cornelis Vreeswijks, Fred Ákerstr0m og í Noregi tvær konur, Áse Kleveland og Birgitte Grimstad. Á íslandi hefur farið fremur lítið fyrir ádeilusöngvum. Þó hefur lítið eitt verið þýrt af ádeilusöngvum, en þeir ofrast misst alla ádeilu við þýðinguna. Tveir þýðendur hafa þýtt nokkra söngva, sem 1-ímtríóið hefur söngið og „Litla leikfélagið"

notaði einnig í „Myndum" er sýndar voru í Tjarnarbæ. Það eru þeir Þorsteinn Valdimarsson og Jónas Arnason og þar hefur ádeilan fengið að njóta sín. Eflaust eiga ádeilusöngvarnir eftir að ná meiri útbreiðslu á íslandi, enda lýsa á-deilusöngvarnir óró og ógnum samtímans.

(Ó. E. tók saman).

NOKKRAR HLJÓMPLÖTUR ÁDEILUSÖNGVARA:

Pete Seeger: We shall overcome. CBS BP6 62209. I can see a new day. CBS BP6 64462.

Joan Baez: Im concert vol. 1 til vol. 5. Farwell Angelina. Fást í Fálkanum.

Donovan: The universal soldier. (EP) . PYE NEP 24219.

Bob Dylan: Times they are a-changin. CBS BP6 62251. Bob Dylan. CBS CL 1179.

Phil Ochs: I ain't imarching any more. Élektra EKL 269.

Woody Guthrie: Ballade of Sacco and Va>nsetti. Folkways FH 5485.

Cornelis Vreeswijk: Visor og oforskamdheter. Metronom MLP 15176.

Birgitte Grimstad: RCA LPNES 61.

Fred Ákerstr0m: Dagsedlar át Kapitalismen. MLP 15291.

Tom Lehrer: An evening „wasted" with Tom Lehrer. Decca LK 4332.

41

Page 44: Réttur Nr.1 1968

DONOVAN: HERMAÐURINN

Sautján ára gamall hann gengur refilstig með granatsprengju veitir banasár, — hættulegur piltur, sem hefur þankalaust verið hermaður í þúsund ár.

Hann trúir á Krist eða kannske Múhameð. Hann kálar mér, vinur, fyrir þig. Hann veit að morð er brot en hann myrðir eins og skot Hann myrðir líka þig fyrir mig.

Hann berst fyrir Kína. Hann berst fyrir Spán; fyrir Bretland og Portúgal. Hann berst fyrir Rússa og Bandaríkjamenn. Hann berst fyrir hvern sem vera skal.

Hans tilvera er stríð, hann styður lýðveldið. Hann styður líka einræðið. — Til sigurs fram hann berst eða blindaður hann ferst og býst við að uppskera frið.

Ábyrgð hans er mikil, sem veitir engum vægð í veröld, sem berst við eigin hrun. Ábyrgðin er mín og ábyrgðin er hans en enginn fær séð nokkurn mun.

Sniðið og stælt eftir „The Universal Soldier" hefur Niels Óskarsson.

42

Page 45: Réttur Nr.1 1968

BOB DYLAN: SPURÐU MIG EI

Spurðu mig ei hvort ég ætl' ekki senn að yrkja minn fagnaðarbrag um mannanna göfgi og mannanna reisn og mannanna bræðralag. Spurðu mig ei hver þann gálga fær gjört sem gnæfa mun hæst í dag. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn.

Spurðu mig ei um það ágæta fólk sem allsnægtum fagna má, en þykist ei vit' um þann langsoltna lýð sem lagzt hefur glugga þess á. Spurðu mig ei hve mörg augu það þarf og eyru að heyra og sjá. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn.

Spurðu mig ei um það blökkumanns barn, sem bölvun í tannfé hlaut og gengur að sofa sérhvert kvöld með sorgin' að rekkjunaut. Spurðu mig ei hvort algóður Guð beri ábyrgð á kvöl þess og þraut. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn.

43

Page 46: Réttur Nr.1 1968

Spurðu mig ei um þá hvítþvegnu hönd sem herðist að smælingjast kverk og miðar sinn kærleik og mannúð við það að morðið sé réttlætisverk. Spurðu mig ei: Hví er ein þjóð svo snauð, og önnur svo voldug og sterk? Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn.

Spurðu mig ei um hvenær endar það stríð sem eldi um skógana slær og eitrinu spýr um þau akurlönd þar sem iðgræn hrísplantan grær. Spurðu mig ei hvað sá unglingur hét sem einmana féll þar í gær. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn.

Sniðið og stælt eftir „Blowin' in the wind"

44

Jónas Árnason.

Page 47: Réttur Nr.1 1968

PAX AMERICANA

LIFTRYGGING

FYRIR BANDARÍSKAN KAPÍTALISMA

Fæstir þeirra sem um alþjóðamál hugsa, draga í efa að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé heimsvaldasinnuð, þ.e. miði að því að varð-veita og styrkja stöðu Bandaríkjanna sem of-urveldis heima og heiman.

Aftur á móti greinir menn á um hvaða á-stæður — efnahagslegar, pólitískar eða hern-aðarlegar — ráði mestu um þá utanríkis-stefnu sem Bandaríkin hafa fylgt frá lokum síðari heimsstyrjaldar og kristallast í árásar-styrjöld þeirra gegn víetnömsku þjóðinni.

Margir bandarískir sagnfræðingar og hag-fræðingar hafa ritað um þessi mál á undan-förnum árum. Eru rit þeirra, ásamt fleirum, tilfærð á öðrum stað í þessu hefti.

Af þeim má m.a. draga eftirtaldar niður-stöður: • Greinileg samsvörun er milli „varnar-

mála'-stefnu Bandaríkjanna og efnahags-muna kapítalismans þar í landi.

• Bandaríkin verða æ háðari öðrum lönd-um um hráefnaöflun og sölumarkaði fyrir framleiðslu sína.

• Viðleitni Bandaríkjanna til að færa út markaði sína hefur jafnan verið tengd beit-ingu hernaðarofbeldis — eða hótun um það.

• Barátta þeirra fyrir frjálsu svigrúmi einka-auðmagnsins jafngildir því sem hugmynda-fræðingarnir kalla varnir hins „frjálsa heims." Fyrir þessum niðurstöðum verður gerð

nánari grein hér á eftir.

Margir frjálshyggjumenn,. jafnvel vinstri-sinnaðir, í Bandaríkunum halda því fram að grundvöllur bandarískrar utanríkisstefnu sé ekki efnahagsimperíalismi, heldur mótist hún fyrst og fremst af pólitískum og siðferðileg-um stefnumiðum (barátta fyrir lýðræði og einstaklingsfrelsi og öryggishagsmunum (nauðsyn þess að verjast útþenslustefnu kommúnísku stórveldanna, Sovétríkjanna og Kína). Þeir benda á að efnahagsmunir geti ekki verið primus motor utanríkisstefnunnar af þeirri einföldu ástæðu að utanríkisverzlun

45

Page 48: Réttur Nr.1 1968

Bandaríkjanna og fjárfesting þeirra erlendis séu minni háttar, þegar litið er á efnahagslífið í heild. Núverandi utanríkisstefna sé í mörg-um tilvikum andstæð hagsmunum stórkapít-alista; fyrir þá hefði það varanlegra gildi að Bandaríkin stuðluðu að efnahags- og félags-þróun í hinum tæknivanþróaða heimshluta, jafnvel þótt það kostaði þjóðnýtingu banda-rískra fyrirtækja í löndum hans. Ef Bandarík-in miðuðu utanríkisstefnu sína við slíkt mark-mið, þyrftu vanþróuðu ríkin fljótlega að auka innflutning sinn á erlendu (bandarísku) auð-magni, og það hefði miklu varanlegri vel-gengni í för með sér fyrir efnahagslíf Banda-ríkjanna en sú utanríkisverzlun og auðmagns-útflutningur sem þau ástunda, eins og sakir standa.

Kenningar sem vilja skýra utanríkisstefnu Bandaríkjanna út frá siðferðilegum (pólitísk-um) eða öryggissjónarmiðum eru ekki nýjar af nálinni. Það liggur í eðli þeirrar baráttu sem stjórnmálamenn heyja, að þeir leitast við að göfga raunveruleg markmið baráttunnar, færa þau í gervi siðferðis og háleitrar trúar. Hugmyndafræðin miðar einmitt að slíkum dulbúningi (mystification).

Skv. þeirri skoðun sem ríkjandi er á Vest-urlöndum er pólitískt frelsi og lýðræði eitt og h!ð sama. Og efnahagsgrundvöllur þessa lýð-ræðis er athafnafrelsi — frelsi til að verzla, frelsi til að arðræna, frelsi til að auðgast á annarra kostnað.

Þessi vestræna hugmyndafræði er í fullri samsvörun við þær kröfur sem lögmál hinnar kapítalísku framleiðslu gera til handhafa sinna, auðmagnseigenda. Sé hinum duldu öfl-um hennar gefið mál, segja þau: magnið auð-inn, færið út kvíarnar: ella verðið þið troðnir undir í samkeppninni! Hver einstakur auð-magnseigandi eða auðhringur er þannig neyddur til þess að vinna stöðugt nýja mark-aði og bæta stöðugt framleiðsluaðferðir sín-

ar með tækniframförum. Auðmagnseigand-inn á engra kosta völ: annað hvort hlítir hann kröfum hinnar kapítalísku auðmögnun-ar (akkumulation) eða hann bíður lægri hlut í samkeppninni. Til þess að losna undan þessu ómannlega lögmáli, er ekki annað ráð en breyta framleiðsluháttunum, færa auð-mögnunarferlið undir stjórn þjóðfélagsins og skipuleggja það eftir félagslegri áætlun.

Eftir því sem samkeppnin skerpist milli auðmagnseigenda og framleiðsluöflin verða risavaxnari, færist einokun (samþjöppun efnahagsvaldsins innan hvers lands á færri hendur) og imperíalismi (þensla auðmagns-ins út fyrir landamæri hvers ríkis og yfir-drottnunartæki þess) í aukana. Þessi þróun er óhjákvæmileg, hún sprettur af lögmálum sjálfs kapítalismans; þau fela í sér að fram-leiðsluöflunum verður að umbylta æ ofan í æ, verzlunin færist sífellt út og verður alþjóð-legri og hinar einstöku framleiðslueiningar heyja umfram allt með sér miskunnarlausa baráttu um yfirráð yfir hinum sívaxandi mörkuðum auðvaldsheimsins.

Með imperíalismanum færast þannig lög-mál kapítalismans yfir á yfirþjóðlegt (super-national) svið. Baráttan milli efnahagsstétt-anna heldur áfram í formi baráttunnar um yfirráð yfir öðrum þjóðum, „ósiðuð eða hálf-siðuð lönd verða háð siðmenningarlöndum, bændaþjóðir verða háðar borgaraþjóðum, Austurlöndum verða háð Vesturlöndum". (Lenín).

Séu þessi efnahagslögmál kapítalismans höfð í huga, er ekki að undra þótt sambandið milli utanríkisstefnu Bandaríkjanna og efna-hagsmuna þeirra birtist kaupsýslumönnunum í skýrara ljósi en hugmyndafræðingum frels-

ísins. Óþarft er að leita umsagna þeirra til

hinna „góðu gömlu daga", er forseti Banda-ríkjanna taldi sér ekki ósamboðið að ógna

46

Page 49: Réttur Nr.1 1968

öðrum þjóðum sem hygðust þrengja að „bandarískum hagsmunum", með spansk-reyrnum („big stick") eða þegar Upplýsinga-skrifstofa sjóhersins gaf einni skýrslu sinni þessa umbúðalausu fyrirsögn: Bandaríski sjó-herinn sem iðnaÖarveldi til efnahagslegrar útþenslu (1922). Eugen R. Black, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, ritaði eftirfarandi (í Columbia Journal of World Busíness, vol. I,) 1965: „Aætlun okkar um aðstoð við útlönd er ný gróðalind fyrir bandaríska verzlun. Kaupsýslan hefur af henni þrenns konar á-bata: 1) Með aðstoðinni við erlend ríki öfl-um við þýðingarmikilla markaða fyrir vörur og þjónustu Bandaríkjamanna. 2) aðstoðin við útlönd býr í haginn fyrir öflun nýrra markaða handan hafsins fyrir bandarísk auð-félög. 3) aðstoðin tryggir að í löndum þeim sem njóta aðstoðarinnar, ríki kerfi einka-framtaks, þar sem bandarísk fyrirtæki fái blómgazt."

A. F. Brimmer, sá sem fer með efnahags-mál á skrifstofu verzlunarráðuneytisins, var enn þá ómyrkari í máli á fundi kaupsýslu-manna (New York Times, 5. des. 1965): „Ef áætlunin um efnahags- og hernaðaraðstoð við útlönd verður niður felld, er mjög hætt við því að fjárfesting einkaaðila erlendis væri tap-aður eyrir, þar sem öryggi þeirra væri þá ekki lengur tryggt."

Dæmi um það hvernig voldugir kaupsýslu-menn líta á einingu stjórnmála-, hernaðar-og efnahagsmuna landsins, eru ummæli A. Wentworth, varaforstjóra Chase Manhattan-bankans sem á einkum hagsmuna að gæta í Austurlöndum fjær (Political, vol. I. 1965). „Áður fyrr báru erlendir fjárfestendur nokk-urn kvíðboga í brjósti vegna almennra stjórnmálaviðhorfa í þessum hluta heims (SA-Asíu). En nú er þess að gæta að aðgerðir Bandaríkjanna í Vietnam á þessu ári (1965) — aðgerðir sem hafa sýnt að land okkar er

fastráðið í að vernda hinar frjálsu þjóðir í þessum heimshluta — hafa mjög orðið til þess að stappa stálinu í fjárfestendur í Asíu og á Vesturlöndum. Að mínum dómi er þess fastlega að vænta að hin frjálsu ríki í Asíu njóti efnahagsþróunar, sambærilegrar við þá sem gekk yfir Evrópu, þegar hún var búin hinum tvöfalda skildi Trumankenningarinnar og Nató. Hið sama gerðist í Japan, þegar íhlutun Bandaríkjanna í Kóreu dró úr tor-tryggni fjárfestenda."

Þessi ummæli bera öll með sér að fúsleiki bandarískra auðmangseigenda til fjárfesting-ar erlendis stendur í beinu hlutfalli við „stöð-ugleikann" í stjórnmálum hlutaðeigandi landa, en hann er svo aftur, að þeirra dómi, nátengdur „efnahags- og hernaðaraðstoð" stjórnarvaldanna. Og frelsishugtakið birtist hér aftur í ljósi þess frelsis sem hlutaðeigandi ríki veita einkaframtaki og auðmagni þess til verzlunar og athafna. Hið pólitíska markmið: að vernda hinn frjálsa heim, er m. ö. o. hið sama og vernda þessa tegund frelsis.

Efnahagsstarfsemi Bandarikjanna erlendis

En hvernig fær sú skýring staðizt að banda-rísk utanríkisstefna ákvarðist öðru fremur af efnahagsmunum kapítalismans, úr því að heildarútflutningurinn nemur ekki einu sinni 5 % þjóðartekna (brúttó) og fjárfesting Bandaríkjanna erlendis nær ekki 10%, mið-að við fjárfestinguna innanlands? (I þessu felst ekki að efnahagsþátturinn sé einn að verki, heldur að hann sé þyngstur á metaskál-unum).

Þess ber að gæta að af hundraðstölum sem þessum verður lítið ráðið um hvata ákveð-innar utanríkisstefnu. Ófá stríð voru háð af stórveldunum til þess að ná yfirráðum yfir kínverska markaðinum á þeim tíma er hann

47

Page 50: Réttur Nr.1 1968

dró ekki til sín nema 1% af heildarverzlun heimsins. Heildartölur af þessu tagi þurfa sundurgreiningar við, eigi þær að vera mark-tækar. Greina þarf á milli þeirra geira sem hafa strategíska og pólitíska þýðingu fyrir kaupsýsluheiminn, og hinna sem hafa það ekki.

I fyrsta lagi þarf að gæta þess að magn út-flutningsins er ekki nema lítill hluti af raun-verulegu gildi bandarískra hagsmuna erlend-is. Þetta stafar af því að auðmögnun banda-rísks fjármagns erlendis hefur miklu hærri vaxtartölu en útflutningurinn. Auðmagnið hefur þann einstæða eiginleika að það „margfaldast af sjálfu sér". Þannig eykst magn þess auðmagns sem gengur til fjár-festingar erlendis, og þessi aukning hefur í för með sér aukna framleiðslu.

I öðru lagi — og það skiptir meira máli — geta bandarísk auðfélög erlendis virkjað er-lent auðmagn fyrir sína eigin starfsemi. Fyrir samanlögð áhrif bandarísks auðmagnsút-flutnings til útlanda og hins erlenda kapitals sem virkjað er af bandarískum fyrirtækjum, var verðmæti framleiðslu þeirra 4.5 sinnum meira árið 1950 en auðmagnsútflutningsins, en 5.5 sinnum meira árið 1965.

Sé tekið tillit til skekkjuvalda (s.s. þess að talsverður hluti af útfluttum vörum frá Bandaríkjunum eru hálfunnar vörur sem ganga til bandarískra auðfélaga erlendis), má áætla að verðmæti útflutts varnings frá Bandaríkjunum og þeirrar framleiðslu sem getin er af bandarískri fjárfestingu erlendis (beinni eða óbeinni), hafi numið 110 milj-örðum dala, þ.e. um % af verðmæti búnaðar-, námu- og iðnðarframleiðslunnar innanlands. Þessi niðurstaða kann að koma þeim á óvart sem miða allt við heildar-þjóðartekjur og vilja gleyma að þær fela í sér opinber gjöld, þjónustu einkaaðila, hagnað af verzlun og bankastarfsemi og alls kyns milliliðastarf-

semi. Hvað sem því líður, er ómótmœlanlegt að hinir erlendu markaðir eru síður en svo Utilvægir fyrir efnahagslíf Bandaríkjanna, miðað við innanlandsmarkaðinn.

Á tekjuhlið hinna erlendu markaða ber auk þess að færa starfsemi þeirra fyrirtækja erlendu sem framleiða skv. leyfissamningi eða „copyright" bandarískra fyrirtækja.

Vaxandi þýðing efnahagsstarfseminnar erlendis

Samanburður á heildarsölu iðnaðarvarn-ingsins á innanlandsmarkaði annars vegar og útflutningi og sölu sams konar varnings er-lendis hins vegar leiðir í ljós að á tímabilinu 1950—64 hefur hinn fyrrnefnda rúmlega tvöfaldazt á sama tíma og hin síðarnefnda hefur nálega fjórfaldazt.

Ekki er síður eftirtektarvert að bera saman kostnað við uppsetningu og útbúnað iðn-fyrirtækja (manufacturing industries), stað-settra erlendis og innanlands. Þessi kostnað-ur við bandarísk fyrirtæki erlendis (í eigu dótturfélaga) nam í heild liðlega 8 % af sam-svarandi kostnaði við innlend fyrirtæki árið 1957, en 1965 var hlutur þeirra kominn upp í 17%. Má af því sjá hve hlutfallsleg þýð-ing efnahagsstarfseminnar erlendis fer vax-andi fyrir bandarískan kapítalisma.

Þess vegna er eðlilegt að gróðinn af efna-hagsstarfsemi Bandaríkjanna erlendis verði æ gildari þáttur í heildargróða iðnaðar og verzl-unar. Arið 1950 námu tekjurnar af banda-rískri fjárfestingu erlendis 10% af heildar-gróðanum, að frádregnum sköttum (fésýslu-stofnanir undanskildar); en árið 1964 gáfu gróðalindirnar erlendis af sér 22% heildar-gróðans (þessi tala mun nú komin upp í 25%). Væri þessi „erlendi" gróði borinn saman við gróða þeirra fyrirtækja einna sem reka jafnframt starfsemi utan Bandaríkjanna,

48

Page 51: Réttur Nr.1 1968

yrði hlutur hans vitanlega langtum stærri að tiltölu.

Á því skeiði er dró úr hagvexti banda-rísks efnahagslífs, reyndust hinir erlendu markaðir einmitt veita því marga útþenslu-möguleika. Enda þótt sala iðnaðarvarnings ykist ekki nema um 50% á árunum 1955— 65, jókst sala á bandarískum iðnaðarvörum, framl. erlendis, um 110%. Það er óvefengj-anlegt að þýðing hinna erlendu markaða hef-ur vaxið mjög fyrir iðnaðinn, og þá um leið fyrir aðra geira efnahagslífsins sem eiga gróða sinn kominn undir velgengni hans. Hinir erlendu markaðir eru orðnir helzta ör-yggisopið sem tryggir að samdráttur innan-landsmarkaðarins leiði ekki til meiriháttar kreppu hjá auðhringunum.

Bandarískir kaupsýslumann gera sér vel grein fyrir þessu. I ræðu sem aðalgjaldkeri General Electrics, J. D. Lockton, flutti fyrir Iðnaðarráði Bandaríkjanna í maí 1965, skýrði hann frá því hvers vegna „american business hefði þörf fyrir að halda áfram útþenslu sinni erlendis" . .: „I þessu sambandi held ég að atvinnulífið hafi náð áfanga sem ekki verður horfið aftur frá. Hin undursamlega tækni bandarísks iðnaðar og hin gífurlegu auð-magnsumráð hafa gert okkur kleift að skapa mesta velgengnisskeið sem saga okkar grein-ir frá á friðartímum. Til þess að viðhalda þessum vaxtarhraða höfum við í allmörg ár leitað viðbótarmarkaða fyrir auðævi okkar á erlendum mörkuðum. Þessir markaðir bjóða fjölda auðfélaga, t.d. General Electrics, arð-vænlegustu útþenslumöguleika sem völ er á."

Hernaðarútgjöldin og útflutningurinn

Hernaðarútgjöldin — sem „varnaráætlan-irnar" hafa í för með sér — eru nátengd efna-hagshlutverki hinna erlendu markaða.

I orði kveðnu lúta hernaðarframkvæmdir

þörfum varnanna og öryggis þjóðarinnar, en þessar þarfir reynast vera nákvæmlega hinar sömu og hagsmunir einokunarhringanna segja til um. Eins og fyrr segir afmarkast „hinn frjálsi" heimur landfræðilega af þeim hluta heims sem gefur auðmagnseigendum nokkurn veginn frjálsar hendur um verzlun og fjárfestingu. Herstöðvanet Bandaríkjanna sem spannar allan auðvaldsheiminn, herleið-angrar til fjarlægra landa, s.s. Vietnam, og hinir margvíslegu útgjaldaliðir sem hljótast af hvoru tveggja í Bandaríkjunum sjálfum, hafa höfuðþýðingu fyrir hagsmuni kaupsýsl-unnar: 1) vernda núverandi hráefnalindir og aðrar

sem enn eru ófundnar. 2) vernda erlenda markaði og bandaríska

fjárfestingu innan þeirra. 3) tryggja öryggi verzlunarleiða, bæði í lofti

og á legi.

49

Page 52: Réttur Nr.1 1968

4) vernda áhrifasvæðin þar sem bandarískur kapítalismi hefur góða samkeppnisað-stöðu, bæði með tilliti til fjárfestingar og verzlunar.

5) afla nýrra viðskiptavina og nýrra fjárfest-ingartækifæra erlendis eftir krókaleiðum

hernaðar- og efnahagsaðstoðar við út-lönd.*)

6) viðhalda almennt gerð hinna kapítalísku markaða í heiminum, fyrst og fremst til hagsbóta fyrir Bandaríkin, en einnig hin iðnvæddu auðvaldsríki, þar sem banda-

rískur kapítalismi skýtur æ dýpri rótum.

En hagsmunaeining einokunarhringanna og ríkisvaldsins sem beitt hefur sér fyrir her-stöðva- og hernaðarstefnunni, takmarkast ekki við þessa liði. Taka verður einnig með í reikninginn þá þýðingu sem hernaðarút-gjöldin hafa fyrir auðhringana sem óþrjót-andi lind nýrra pantana og gróða. I hermögn-un efnabagslífsins birtist einna skýrast hin nána samvinna utanríkisstefnunnar og gróða-hagsmuna einkaauðmagnsins.

Oft er þýðing hernaðarframleiðslunnar fyr-ir viðgang kapítalismans vanmetin á þeim forsendum að útgjöld til hennar nemi ekki nema um 10% þjóðarframleiðslunnar. Þegar friðvænlega horfir, segja menn, gæti ríkis-stjórnin hæglega varið jafngildi þeirrar fjár-hæðar til friðsamlegra framkvæmda er hefðu svipuð áhrif á efnahagslífið. Slík röksemda-færsla felur í sér grundvallarskekkju: litið er á þjóðarframleiðsluna — þetta tölfræðilega hugtak — sem hlut í sjálfu sér; menn gæta

•) í forsetatíð Kennedys var gerð rannsókn á skiptiiiÉfu (samsetningu) hinnar bandarisku efnahagsaSstoðar við önnur lönd, frá lokum Marshallhjálpar. Af 50 miljörðum dala reyndust 90% hafa runnið til hernaðaraðstoðar, þar af 30 miljarðar til beinnar hervæðingar. Af hinum 20 miljörðunum höfðu 85% verið veitt út frá hernaðarsjón-armiði: Þiggjendur aðstoðarinnar voru lönd sem liggja á útjaðri „járntialdsins" og tókust á hendur langtum meiri hervæðlngu en efnahaeur þeirra leyfði.

ekki að því að bak við þetta hugtak felast ákveðin efnahagstengsl sem ákvarða hreyf-ingu og stefnu efnahagsheildarinnar.

Hin mikla þýðing erlendra markaða og hernaðarútgjalda fyrir efnahagslíf Bandaríkj-anna innanlands verður ekki réttilega metin nema tekin séu til greina hin víðtœku áhrif þeirra á iðnaðargreinar sem framleiða fjár-festingarvörur.

Þessi áhrif skýra að verulegu leyti sveifl-ur (hæðir (boom) og lægðir (depressions)) framleiðslunnar. Vissar sveiflur eru bein af-leiðing þess að birgðir þrútna eða minnka, en slíkar sveiflur vara skamma hríð, ef eftir-spurn eftir fjárfestingarvörum helzt stöðug.

Þegar framleiðslan er á niðurleið, má beita ýmsum ráðum til þess að viðhalda um stund eftirspurn eftir neyzluvarningi, s.s. styrkjum til atvinnuleysingja, ýmsum félagslegum tryggingum og sparifé neytenda. En fyrir ut-an þær vörur sem nauðsynlegar eru til endur-nýjunar og viðhalds, er fræðilegur möguleiki á því að á sama tíma taki með öllu fyrir kaup á fjárfestingarvörum; því að fjárfest-ing atvinnurekenda (auðmagnseigenda) er bundin því skilyrði að þeir megi vænta hagn-aðar af henni. I heimskreppu fjórða áratugs-ins kom berlega t Ijós hve þau skilyrði eru ólík, sem ráða framleiðslu neyzluvarnings annars vegar og fjárfestingarvara hins vegar á samdráttartímum. A sama tíma og sala hinna fyrrnefndu minnkaði ekki nema um 19%, skruppu útgjöld til tveggja aðalflokka fjárfestingarvara: byggingarvara saman um 80%, og annarra fjárfestingarvara um 7 1 % .

Með þessar staðreyndir í huga er vert að kanna hve mikill hluti af heildarframleiðslu helztu fjárfestingarvara er annað hvort flutt-ur út eða keyptur af ríkisstjórninni, fyrst og fremst til hernaðarþarfa.

Um þetta liggja fyrir niðurstöður frá árinu 1958. Aðeins í einum flokki fjárfestingar-

50

Page 53: Réttur Nr.1 1968

Baráttan um olíuna.

vara (landbúnaðarvélar) reyndist hlutur út-flutnings og kaupa sambandsstjórnarinnar vera undir 20% heildarframleiðslunnar.

A hinu skautinu eru tvær greinar — stór-skotalið og flugvélaiðnaður — sem eru háð-ar þessum tveim viðskiptaaðilum að 88.4% og 92,8% hvor um sig.

Milli þessara tveggja skauta liggja allir aðrir flokkar fjárfestingarvara. Hlutur út-flutnings og kaupa sambandsstjórnarinnar nemur 20—50% af heildarframleiðslu þeirra. Frá því að Vietnamstríðið brauzt út, hefur þessi hlutur vitanlega vaxið stórlega.

Af þessu má draga þá ályktun að erlendir markaðir (útflutningur) og hernaðarútgjöldin hafa úrslitaáhrif á efnahagslífið. Nánar til-tekið skýrast áhrif þeirra með því að þau styrkja helztu aflstöðvarnar í iðnaðargerð (industrial structure) kapitalismans. Auð-

magnið er ekki flóð sem rennur óhindrað, heldur er fjárfesting þess háð víxlverkun milli a) hlutfallsins sem ríkir milli verðlags, kaupgjalds og gróða; b) gerðar hins þróaða iðnaðar; c) stefnunnar sem ræður fjárfesting-unni: hvar sé að leita arðvænlegustu fjárfest-inganna.

Það er m.ö.o. engin tilviljun að auðmagns-eigendur fjárfesta ekki í þeim geirum efna-hagslífsins er gætu leyst félagsvandamálin innanlands, útrýma fátæktinni, komið á lagg-irnar iðnaði sem veitti svertingjum efnhags-legt jafnrétti eða efldi atvinnulífið í hinum vanþróuðu héruðum Bandaríkjanna. Kapí-talistar sem hygðust koma til móts við þessar þarfir með fjárfestingu, fengju ekki samtímis fullnægt þeim kröfum sem þeir hljóta að gera um öryggi og gróða af fjárfestingarfé sínu. Útflutningur fjárfestingarvarnings og hern-

51

Page 54: Réttur Nr.1 1968

aðarframleiðsla veita aftur á móti þessa tryggingu, vegna þess að þau stuðla að vax-andi arðsemi, miðað við núverandi auðmagns-samsetningu.

Annar kostur við þessa efnahagsþætti er að þeir koma í veg fyrir að afturkippir í efna-hagslífinu snúist í meiri háttar kreppur. Þetta verður ljóst af því sem áður segir um þýðingu fjárfestingarvara fyrir afkomu efnahagslífsins í heild, en 20—50% eftirspurnarinnar eru einmitt framkölluð af útflutningnum og hernaðarframleiðslunni.

I þriðja lagi hefur hernaðarmarkaðurinn þann höfuðkost að bjóða upp á langdræga samninga sem útiloka nálega alla áhættu við f járfestinguna; auk þess fela þeir í sér að all-ur kostnaður við rannsóknir er greiddur af pantanda, en slíkur kostnaður er jafnan einn af áhættuliðunum í venjulegri fjárfestingar-áætlun.

Þau 20—50% eftirspurnarinnar sem út-flutningur og hernaðarpantanir tryggja fyrir-tœkjum í fjárfestingarvöruiðnaðinum, leggja þessum sömu fyrirtækjum til mun hærri hundraðshluta af gróða þeirra. I hverri iðn-grein liggur það í eðli efnahagsgerðarinnar, að fyrirtækið þarf að ná vissu framleiðslu-stigi áður en það fer að skila gróða. Veiga-miklir, almennir kostnaðarliðir — slit á vél-um, nýting hins fasta auðmagns, kostnaður við stjórnun — haldast næsta stöðugir, hvort sem framleiðslan er meiri eða minni. Fyrir-tækið skilar ekki arði fyrr en framleiðslan hefur náð því stigi að söluverð hinnar end-anlegu vöru gefur af sér nægilegan hagnað til að mæta hinum almenna og beina kostnaði. Jafnskjótt og þessu jafnvægisstigi hefur verið náð, vex arðurinn að sama skapi og fram-leiðslan leyfir. I þessu felst að hjá hinum ýmsu fyrirtækjum innan fjárfestingarvöru-iðnaðarins hvílir meginhluti gróðans, í mörg-um tilvikum attt að 80—100%, á áðurnefnd-

um 20—50% framleiðslunnar sem útflutn-ingurinn og hernaðarþarfirnar sjá fyrir.

Hermögnun efnahagslifsins

Þýðing hernaðarframleiðslunnar fyrir við-gang bandarísks efnahagslífs er staðreynd sem orðið hefur æ ljósari á síðustu tveim ára-tugum. I kveðjuávarpi sínu til þjóðarinnar í jan. 1961 sá sjálfur Eisenhower forseti, sem ekki verður talin til friðarpostula, ástæðu til að vara við hættunni sem lýðræðinu stafaði af því sem hann kallaði „the military-ind-ustrial complex", samsteypu hernaðar- og iðn-aðarhagsmuna: „Við höfum neyðst til að koma á fót föstum hergagnaiðnaði í stórum stíl. Þar við bætist að ÍV2 milj. manna, karla og kvenna, starfa beinlínis í þágu hersins. A hverju ári verjum við til varnarmála einna meiru en nemur nettótekjum allra banda-rískra iðnfyrirtækja . . . . þessi samruni gífur-legs hernaðarbákns og viðamikils hergagna-iðnaðar er nýtt fyrirbæri í bandarískri sögu. Heildaráhrifanna — á sviði efnahags, stjórn-mála og jafnvel andlegrar menningar — gæt-ir í hverri borg, stofnunum hvers einstaks ríkis og á hverri skrifstofu sambandsstjórnar-innar."

Vöxt þessa hernaðar-iðnaðarbákns má rekja til heimsstyrjaldarinnar síðari. Það var fyrst og fremst með því að halda við her-gagnaiðnaði stríðsáranna sem Bandaríkjunum tókst að bægja frá dyrum stórfelldu atvinnu-leysi, í líkingu við það sem ríkt hafði fyrir stríð (árið 1939 voru 17.2% vinnufærra manna atvinnulaus). I stað þess að eyða at-vinnuleysinu með því að efla hinn opinbera geira (með félagslegum, „sívil" framkvæmd-um á vegum hins opinbera), var sú stefna tekin af ráðandi stjórnmálamönnum að ausa kvæmdir. Á s.l. áratug hafa að jafnaði 60— fjármunum í vígbúnað og hernaðarfram-

52

Page 55: Réttur Nr.1 1968

70% fjárlaga ríkisins gengið beint eða óbeint til varnarmála.*) þar sem 5/6 hlutar þessara miljarðafúlgu eru veittar auðhringunum án þess að pantanir séu boðnar út opinberlega, keppast þeir um að ráða í þjónustu sína hers-höfðingja og aðra háttsetta liðsforingja sem gegnt hafa störfum hjá Pentagon (hermála-ráðuneytinu) og verið þar talsmenn ákveð-inna tegunda vopna og uppfinninga. Þessi „lobby"starfsemi auðhringanna er helzta ráð-ið sem þeir kunna til að tryggja sér sem feit-asta bita af hernaðarkökunni. General Dyna-mics, auðhringurinn sem var happadrýgstur að þessu leyti árið 1962, hafði þá í þjónustu sinni 187 fyrrv. liðsforingja, þar af 27 hers-höfðingja og aðmírála. Franck Pace, fyrrv. hermálaráðherra, veitti þá hringnum for-stöðu.

Mútu- og spillingarsamböndin sem hljótast af þessum „lobbyisma", valda því að utanrík-isráðuneytið ræður ekki nema að takmörk-uðu leyti gangi utanríkismála: „Heilir liðir hafa verið færðir undir fjármálaráðuneytið og stærstu liðirnir undir Pentagon. I Pentagon þróaðist (í forsetatíð Trumans) það sem ann-ars staðar væri kallað hernaðarstefna — her-stjórn á utanríkisstefnunni". (Lippman). Táknrænt fyrir þennan ofvöxt hervaldsins í stjórnmála- og efnahagslífi Bandaríkjanna er hin risavaxna bygging hermálaráðuneytisins — Pentagon — sem er fimm sinnum stærri en aðsetur sjálfrar ríkisstjórnarinnar, Capi-tóla. Pentagon er ekki aðeins stærsta skrif-finnskustofnun landsins, heldur ræður hún yfir meiri eignum en nokkur önnur, að verð-

•) Á fjárlögum ársins 1962, sem hljóðuðu upp á 92,5 miljarða dollara, var 52,7 milj . variS til beinna hernað-arútgjalda; 3,7 milj . til geimrannsókna; sé aðstoS við önnur rlki — sem íelst að langmestu leyti 1 hernaðar-aðstoð — tekln með í reikninginn, gengu 63%. fjárlaga til hernaðarþarfa. Hlutur þeirra verður 77%, ef reiknað er með lífeyri til gamalla hermanna, afborgunum og vaxtagreiðslum af skuldum sem skrifuðust á reikning hersins.

mæti um 160 miljarðar dollara, skv. opin-berri skýrslu frá 1957. Landareignir hennar (æfingasvæði og herstöðvar náðu yfir ríflega 2 miljónir ekra, en það samsvarar saman-lögðu flatarmáli nokkurra ríkja í Bandaríkj-unum.

Fyrir utan 3V£ miljón manna, sem her-málaráðuneytið hefur í þjónustu sinni (þar af gegnir tæplega ein milj. borgaralegum störf-um), hafa um 4 miljónir manna atvinnu af hergagnaiðnaðinum. M.ö.o.: um 7.5 miljónir manna eiga atvinnu sína komna undir víg-búnaðarkapphlaupinu og stríðsundirbúningi, eða einn hverra tíu starfandi manna í Banda-ríkjunum. I sjö ríkjum (Utah, Arizona, Conn-ecticut, Californíu, New Mexico, Washing-ton, Kansas) reyndust 20% allra iðnverka-manna starfa að hergagnaiðnaði, skv. skýrslu sem lögð var fyrir U.S. Arms Control ani Disarmament Agency í jan. 1962. I þessari sömu skýrslu sagði að átta önnur ríki „væru ótrúlega háð kaupgreiðslum frá hermála-ráðuneytinu um tekjuöflun" (Alaska, Colum-bia, Virginia og Hawai frá 1/10 til 1/4 allra kaupgreiðslna). Á þessu sama ári námu launa-greiðslur Pentagon í heild 12 miljörðum doll-ara, en það er tvöfalt hærri upphæð en allur bílaiðnaður Bandaríkjanna — þetta óskabarn bandarísks efnahagslífs — greiðir í laun.

Ofangreindar staðreyndir er að finna í hinni merku bók Fred. A. Cooks: The War-fare State (Hernaðarríkið), þar sem rakin er þróun hernaðarstefnunnar og vígbúnaðar-kapphlaupsins í Bandaríkjunum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Niðurstöður sínar um mfkilvægi hergagnaiðnaðarins fyrir banda-rískt efnahagslíf orðar hann svo: „Yfirvöld áætla að milli VA og VS hluti alls atvinnu-lífs þjóðarinnar velti á fjárveitingum til hernaðar, og haldi hernaðarfjárlögin áfram að þrútna kunni þessi tala að ná hinu skelfi-lega 50% marki. Við slíkar aðstæður

53

Page 56: Réttur Nr.1 1968

hefur hvert matvörukaupmaður, hver bensín-stöðvareigandi það á tilfinningunni að hagur hans velti á áframhaldandi rekstri hergagna-verksmiðjanna. Við slíkar aðstæður vekur minnsti niðurskurður, eða minnsta hótun um niðurskurð (fjárveitinga), mótmælaöldu með-al verkamanna hverra atvinna er í húfi, með-al fjölmargra atvinnurekenda hverra gróði er í húfi, meðal stjórnmálamanna hverra at-

kvæði eru í veði. Þannig er ásýnd hernaðar-ríkisins."

Þessi niðurstaða er staðfest af ummælum stj órnmálamanna. Fulltrúadeildarþingmaður-inn George A. Goodling sagði hreinskilnis-lega á þingi 1962: „Enginn stjórnmálaflokk-ur hefur efni á afvopnun. Mér þykir leitt að segja það. Eg vildi óska að við hefðum það."

(Niðurlag í næsta hefti). Loftur Guttormsson.

HEIMSVALDASTEFNAN „Bandaríkin standa ekki í því erfiði að brjóta undir sig lönd á sama

hátt og Bretland gerði, er það lagði Indland undir veldi sitt. Þeim leikur einungis hugur á að græða, og þess vegna neyta þau allra bragða til þess að ná í sínar hendur stjórninni á fjármálum landanna. Þegar þau hafa náð tökum á fjármálastjórninni, þá veitist þeim auðvelt að neyta hennar til að stjórna þjóðunum og þar með auðvitað löndum þeirra. Þannig stjórna Bandarikin löndum og draga sér af auði þeirra án mikils erfiðis og árekstra við ákafa þjóðernissinna. Þessi hugvitssama drottn-unaraðferð nefnis heimsvaldastefna auðdrottnunarinnar. Hennar sér enga staði á landabréfum. Land getur virzt frjálst og fullvalda samkvæmt landafræðum og kortabókum. En ef þú skyggnist bak við tjöldin, þá muntu sjá, að það er í greipum annarrar þjóðar eða öllu heldur banka-stjóra hennar og stóriðjuhölda. Þessu ósýnilega heimsveldi stjórna Bandaríki Norður-Ameríku . . . Þetta er hættulegt atferli og við verðum að vara okkur á þvi."

JAWAHARLAL NEHRU forsætisráðherra Indlands, 1942.

54

Page 57: Réttur Nr.1 1968

HUNGRIÐ GRÖÐINN OG HEIMSEINING ALÞÍÐU

í grein þessari er gert að umræðuefni hvort verkalýður stóriðjulanda og blá-fátæk alþýða „þriðja heimsins" geti starf-að saman að því að bylta auðvaldsstétt-um heims frá völdum. Þessvegna eru athugaðar uppsprettur gróðans, vanda-mál hungursins í þróunarlöndunum og sú spurning hvort hinn vellaunaði hluti verkalýðs iðnaðarlanda geti átt samleið með hungrandi alþýðu þróunarlandanna. En um allt þetta eru mjög skiftar skoðan-ir meðal áhangenda sósíalismans.

Þegar reynt er að brjóta til mergjar hið mikla vandamál nútímans: hungrið í hinum „þriðja heimi" og gróðasöfnun auðvaldsins, er nauðsynlegt að líta raunsæjum augum hverjar uppsprettur gróðans eru og hvar. Mun þá koma í Ijós að hagsmunir verkalýðs auðvaldslandanna og alþýðu þriðja heimsins eru sameiginlegir gagnvart auðvaldinu, þótt Iífskjörin séu svo ólík að alþýðan í vanþróuð-um löndum berjist við hungrið, en verkalýð-ur háþróaðra auðvaldsríkja „aðeins" við hin félagslegu vandamál spilts auðvaldsþjóðfé-lags, en hafi yfirunnið hungrið.

Hungrið er ægilegt vandamál auðugrar kjarnorkualdar. Tveir af hverjum þrem íbú-um heims þjást af matarskorti. Með öðrum orðum hungrið er vandamál fyrir þorra þess fólks sem í þróunarlöndunum býr, en það eru 2500 miljónir manna af 3400 miljónum, sem jörðina byggja. Og þetta vandamál fer versnandi. Líklega mun mannfjöldinn á jörðunni árið 1980 verða 4500 miljónir, þar af 3500 miljónir í þróunarlöndunum, — og árið 2000 líklega 6600 miljónir jarðarbúa alls, þar af 5400 í þróunarlöndunum. Hyl-dýpið á milli hefur dýpkað, hungrið vaxið. Og það fer vaxandi. Og það kemur harðast niður á börnunum. Það eru nú 900 miljónir barna undir 15 ára aldri í heiminum. Yfir-gnæfandi meirihluti þeirra er á hungursvæð-unum. I Indlandi t.d. deyja 40% allra barna áður en þau verða 5 ára gömul.

Reyni þjóðir þróunarlanda að útrýma hungrinu með því að koma á hjá sér skyn-samlegu og réttlátu þjóðfélagi, sósíalisma, þá er að mæta tortímingarherferð Bandaríkja-auðvaldsins, er vægðarlaust myrðir börn sem gamalmenni og eitrar gróður svo sem nú í Vietnam.

Framferði auðvaldsins í þróunarlöndunum hrópar til himins sökum þess hve kúgunin er sár, hin dýrslega grimd þess mikil.

55

Page 58: Réttur Nr.1 1968

Stundum kann því verkalýður þróaðra auðvaldslanda að hugsa sem svo: Þarna frá þessu bláfátæka fólki þróunarlandanna hefur auðvaldið mestallan gróða sinn, — við verka-menn auðvaldslandanna höfum náð til okk-ar svo miklu af verðmæti framleiðslunnar, að auðvaldið græðir lítið á okkur, — og við, sem erum södd, getum því verið róleg, — hugsa þeir lítilsigldustu.

En þetta er m'kill misskilningur. Það kemur í ljós, ef krufið er til mergjar í köld-um tölum hvaðan gróð'nn kemur. Og þá má það vissulega ekki villa menn að það er sárara fyrir fátæka manninn að missa eina lambið sitt, en fyrir bjargálna bónda að missa 20 lömb af 200 (— en hinsvegar ljóst á hvorum ræninginn græðir meir) og ólíkt sorglegra fyrir hungrandi verkamann þróun-arlands að sjá annaðhvert barn, er hann eignast verða hungrinu að bráð, en fyrir verkamann háþróaðs auðvaldslands að verða af nokkrum viðbótarlífsþægindum, er hann hefði getað notið, ef allt andvirði vinnu hans hefði runnið til hans og ekkert til auðmanna-stéttarinnar.

En hvert er hlutfattið? Hvaðan kemur þorrinn af gróða auðvaldsins, — í köldum tölum reiknað, en ekki í blóði og tárum hungraðs fólks?

Gróði auðvaldsins á fjárfestingu sinni í vanþróuðu löndunum er 12—15 miljarðar dottara á ári. Það er um það bil tíundi hlut-inn af allri þjóðarframleiðslu þessara fátœku landa, sem auðvaldið þannig rífur til sín. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna álíta að þessi upphæð sé helmingur þess fjármagns, sem festa þyrfti í vanþróuðu löndunum, til þess að koma þar á skjótri iðnvæðingu.

Þjóðarframleiðsla þróuðu auðvaldsland-anna er hinsvegar meiri en 1000 miljarðar dollara á ári. Og af þesari þjóðarframleiðslu er gróði auðvaldsins um 200 miljarðar doll-

ara á ári, þar af er gróði auðvaldsins í Banda-ríkjunum áætlaður um 100 miljarðar doll-ara. (500 stærstu iðnaðarfyrirtæki Bandaríkj-anna gefa sjálf upp gróða sinn 1965 að frá-dregnum sköttum sem rúma 20 miljarða doll-ara, sbr. „Fortune" 1966. Og þá eru ekki talin fyrirtæki eins og bankar, tryggingafélög, verzlunarfélög, samgöngufyrirtæki, rafmagns-og gasframleiðslufélög etc.)

Það er því greinilegt hvaðan meginið af gróða auðvaldsins af fjárfestingu kemur eða um 185—187 miljarðar dollara frá verkalýð þróaðra auðvaldslanda, sem vinnur mest-megnis í fullkomnum verksmiðjum við af-kastamiklar vélar, en 12—15 miljarðar frá bláfátækum verkalýð gömlu nýlendnanna.

Það er hin fullkomna tækni, sem verka-maður auðvaldslandanna er látinn vinna við, er gerir hér allan muninn. I hinu kunna bandaríska viðskiptatímariti „Fortune" er tek-ið eft'rfarandi dæmi í júlí-ágúst-heftinu 1965:

„Hindustan Steel" í Indlandi hefur 70.000 verkamenn. Gróði fyrirtækisins er 10,1 milj-ón dollara. Það samsvarar 143 dollara gróða á hvern verkamann.

„U.S. Steel" í Bandaríkjunum hefur 200 þúsund verkamenn í þjónustu s;nni. Hreinn gróði er 237 miljónir dollara eða 1184 doll-arar af hverjum verkamanni.

En arðránshlutfallið hvað verkalýð beggja heimssvæða snertir, segir ekki alla söguna.

NÝLENDUSTEFNAN NÝJA

Auðmannastéttir stóriðjulandanna ræna þróunarlöndin og alþýðu þeirra (bændaalþýð-una auk verkalýðsins) í krafti drotnunarað-stöðu sinnar hvað verðlag afurðanna snertir.

56

Page 59: Réttur Nr.1 1968

Með lækkun á verði hráefnanna, sem alþýða þessara landa framleiðir, kreistir auðvaldið blóðið undan nöglum þessa fólks. Með því ægilega þjóðfélagslega umróti, sem auðvald-ið veldur í þessum löndum (sbr. t.d. hina feikn hröðu borgamyndun í rómönsku Ame-ríku), er bláfátækri alþýðu hrúgað saman í „blikk-borgum" og öðrum eymdarhverfum stórborganna. — Og strax og hægt er að opna augu þessarar alþýðu fyrir því hver böl-valdur lífs hennar er, rís þar voldugt bylting-arafl gegn auðvaldsdrottnum heims. En Viet-nam-styrjöldin sýnir jafnframt hve ægilegt blóðbað auðvaldið býr slíkum byltingaröfl-um, meðan það fær enn frið til þess heima.

VERKALYÐUR AUÐVALDSLANDA

En hættir þá verkalýður stóriðjulandanna að vera hugsanlegt byltingarafl, þótt hann sé að mestu kominn af hungurstíginu, svo hin brýna, harða barátta um hið daglega brauð reki hann eigi lengur til að steypa þeirri stétt, sem áður tók brauð'ð frá börnum hans? Yms-ir myndu máske segja að þorri verkalýðs þessara landa væri nú kominn í svipaða að-stöðu og borgarastéttin var víða meðan aðall-inn enn var drottnandi stétt: velmegandi og áhrifarík stétt, en ekki valdastétt. En þeir, sem þannig vilja líta á verkalýð stóriðjulanda, mega muna að einnig borgarastétt sú, sem fyrrgreinda aðstöðu hafði, gerði byltingu að Iokum, þótt með öðru móti væri en hin enska og franska borgarabylting, er brautina ruddi.

En það eru önnur rök eigi síður þung en baráttan fyrir brauð'nu, sem knýja verkalýð iðnaðarlandanna til að taka völdin af auð-valdsherrum sínum, þegar sá verkalýður hefur

Page 60: Réttur Nr.1 1968

áttað sig til fulls á gildi þeitra raka, — en það kann visulega að taka nokkurn tíma að vekja han til meðvitundar um þau.

Nokkur þessara raka eru eftirfarandi:

VERÖLD Á BARMI KJARNORKU-STYRJALDAR

1. — Auðmannastétt Bandaríkjanna, for-ystustétt auðvaldsheimsins, getur hvenær sem er sprengt heiminn í loft upp, tortímt verka-lýðnum og mannkyni öllu, ef hún er eigi svipt völdunum. Mannkynið stendur á gjár-barmi eyðileggingarhyldýpis, meðan það stríðsgróðavald ræður ríkjum, sem unnið get-ur voðaverk á veröldinni hvenær sem er. Við munum vitstola hermálaráðherra USA, Forr-estal, — við sáum hve nærri Goldwater komst forsetavaldi, — við munum Kúbu-kreppu 1962, — við grunum C.I.A. um hvert hryðjuverk eftir annað til að láta heims-drottnunardraum bandarísks auðvalds ræt-ast, jafnvel þó teflt sé á tæpasta vað og heims-styrjöld geti hlotizt af þá og þegar. Við vitum að vart mundi C.I.A. hika við for-setamorð síns eigin lands, til að ryðja of-stækisöflunum braut. — Og við sjáum morð-æðið hjá þessu hervaldi í Vietnam og verð-um þessvegna að trúa því til alls ills, ef það bara getur og þorir. — Verkalýðurinn þarf að taka völdin af auðmannastétt Banda-ríkjanna, til þess að tryggja líf sitt og ann-arra á jörðunni. Hann hefur máttinn til þess, strax og augu hans opnast fyrir nauðsyninni. Og í þessu máli lífs eða dauða á verkalýður-inn þorra menntamanna, ekki sízt stúdenta, að virkum bandamönnum og f jölda annars fólks.

58

EFNAHAGSLEG ÖSTJORN

2. — Auðmannastétt heims — eða rétt-ara sagt mestu og framsýnustu efnahagssér-fræðingar hennar — hafa vissulega lært mik-ið af marxismanum, einkum skilgreiningu Marx á þróunarlögmálum auðvaldsskipu-lagsins, sérstaklega eftir að heimskreppan skaut allri auðmannastétt jarðar skelk í bringu. I krafti þeirrar þekkingar hefur auð-mannastéttinni tekizt að draga mjög úr „dýpt" hinna reglubundnu kreppna, komast furðu fljótt út úr öldudölunum og jafnframt hefur auðmannastéttinni skilist að skynsam-legt sé að draga úr þjóðfélagslegum afleið-ingum þeirra með ýmsum félagslegum um-bótum (atvinnuleysistryggingum o.s.frv.).

En þrátt fyrir þetta, fer því fjarri að auð-valdið hafi náð tökum á þróun efnahags-lífsins. Það eru margs konar hagsmunaárekstr-ar innan auðmannastéttar heims út af beit-ingu aðferðanna, til að reyna að bjarga. Tök-um aðeins dæmið af heimskreppu dollarsins nú. Orsök hennar er þessi:

Bandaríkin hafa í krafti pólitískrar drottn-unar sinnar eftir stríð knúð það fram að doll-arinn er viðurkenndur sem heimsmynt, jafn-gildi gulls, og raunverulega skráður á miklu hærra gengi en kaupgildi hans er. I krafti rangrar gengisskráningar kaupa bandarískir auðmenn fyrirtæki Vestur-Evrópu fyrir rúm-lega hálfvirði og bandarískir ferðamenn vör-ur og þjónustu í Evrópu fyrir hálfu lægra verð en heima. Fjármálastjórn Bandaríkj-anna getur með útgáfu dollaraseðla gefið á-vísanir á eignir annarra þjóða. Þetta er allt-saman skipulagt rán — í rauninni. Þegar svo óstjórnin á fjármálum Bandaríkjanna er slík sem Víetnamstríðið ber vott um, rísa æ fleiri gegn því að láta Bandaríkjastjórn gefa ávísanir á eignir sínar og við bætast svo

Page 61: Réttur Nr.1 1968

þeir, sem braska í trúnni á fall dollarans og kaupa gull meðan það enn fæst á 35 doll-ara únsan. Þannig skapast það kreppuástand, sem kallað var „gullkaupaæðið" um miðjan mars.

Það, sem Bandaríkjastjórn vill er að doll-arinn einn verði viðurkenndur sem heims-mynt, en þurfi enga gulltryggingu. Ef hún fengi slíkt fram, getur hún endalaust gefið ávísanir á eignir annarra auðvaldsþjóða og látið þær bera herkostnaðinn með sér, af að halda „keisaradæmi dollarsins" saman. Þar-með væri yfirdrottnun Bandaríkjanna yfir öllum hinum auðvaldsríkjunum staðfest, — þau gerð að nýlendum Bandaríkjanna með nýjum hætti. — Það er gegn þessu sem Frakkland de Gaulle's rís og máske allt Efna-hagsbandalagið. Auðvaldsheimurinn skipt-ist þá í tvö gengisbandalög. Hin dýra kaup-höll auðvaldsskipulagsins myndi þá enn einu sinni leika á reiðiskjálfi.

En einnig það að ráða við atvinnuþróun-ina sjálfa gengur bögsulega þrátt fyrir allt. Margir auðvaldsherrar og efnahagssérfræð-ingar þeirra eru gamaldags og skilja lítt lög-mál atvinnulífsins. — Það þarf ekki nema að athuga Island til að sannfærast um það. — Sú kreppa, sem nú fer um Vestur-Evrópu, er að vísu grunn, en hún sýnir samt skugga-hliðar hins „háþróaða" auðvaldsþjóðfélags: Atvinnuleysi miljóna manna, ónotaðar ó-grynni véla, óvissa og öryggisleysi meðal al-mennings.

Sú fjölmenna verklýðsstétt háþróaðra auð-valdslanda, sem vanizt hefur góðri afkomu og sér hve gífurlegir möguleikarnir til miklu betri afkomu og öruggari eru, mun ekki til lengdar láta bjóða sér hið „tímabundna og skipulagða" atvinnuleysi, hið almenna örygg-isleysi og það tiltölulega mikla arðrán, sem auðvaldsskipulaginu fylgir, — jafnvel þótt það sé komið á „velferðar"-stig. Og „velferð-

in" er vissulega vafasöm, jafnvel í þessum háþróuðu auðvaldslöndum.

En það krefst vissulega mikillar umhugs-unar og þekkingar af verkalýð þessara landa að komast að slíkri niðurstöðu, en láta sér ekki bara nægja brauðið og bjórinn eða vín-ið og una svo glaður við sitt.

FELAGSLEG MISÞYRMING MANNSINS

3. — Verkamaður og bóndi þróunarland-anna býr við þá sáru kúgun, sem auðvald veraldar og afturhaldssamir bandamenn þess

59

Page 62: Réttur Nr.1 1968

í viðkomandi landi leiða yfir það: sult, klæð-leysi, réttleysi, misþyrmingu o.s.frv.

Verkamenn háþróaðra auðvaldslanda eru að miklu leyti lausir við þessar kvaðir sakir stéttabaráttu sinnar og háþróaðrar tækni landanna. Þeir eru ekki lengur menn, sem engu hafa að tapa nema fjötrunum, — þeir eiga margir íbúð, bíl og ýms þægindi nú-tímalífs og misþyrmingar á líkama þurfa þeir aðeins að óttast, þegar öldur ofstækis og fasisma ríða yfir lönd þeirra. En þeir eru eft-ir sem áður arðrænd stétt, undirorpin dutl-ungum atvinnurekenda og hagsveiflum efna-hagslífs, — rétt eins og borgararnir t.d. á 17. og 18. öld í Frakklandi voru undirorpnir dutlungum aðalsmanna, er gátu látið fangelsa burgeisana og pína, "þótt ríkir væru. Og þótt vinnutími þessara verkamanna sé víða kom-inn niður í þrjátíu og fimm til fjörutíu og átta stundir á viku, þá er vinnan oft svo þrautskipulögð að hún rænir þrótti hans í svo ríkum mæli, að fertugir menn eru oft látnir fara og eiga erfitt um að fá vinnu á ný. I vinnutímanum eru þessir menn aðeins keypt afl, starfið þeim framandi og dautt, aðeins unnið vegna launanna. Og utan vinnutímans fá þeir að kenna á allri ringulreið auðvalds-skipulagsins: eins til tveggja klukkustunda ferð á vinnustað í stórborg, lífshætta á veg-unum eins og í stríði. (Bandaríkjamenn misstu á stríðsárunum fleira fólk í umferðarslysum en á vígvöllunum), sá kuldi og einangrunar-kennd, sem gagnsýrir lífið: firringin (sbr. grein Lofts Guttormssonar í „Rétti" fertug-asta og áttunda árg.), sem er afleiðingin af því að verkamaðurinn, iafnvel þótt vellaun-aður sé, er firtur vinnutæki sínu, — er sjálf-ur orðinn tæki í höndum annars að'la, not-aður til þess eins að framle'ða gróða, — sér sjálfur ekki tilgang með v'nnu sinni sem sjálfstæðu starfi, — með öðrum orðum: er lítillækkaður í að vera— máske vel alið —

en þó vinnudýr frá sjónarmiði auðmanns-ins.

011 er þessi aðstaða verkamannsins félags-leg misþyrming á honum sem sjálfstæðri, frjálsri veru. Fyrr eða síðar mun hann því rísa upp gegn henni — og krefjast þess sjálf-ur sem þáttur í heild sinnar stéttar að stjórna þessum fyrirtækjum, ráða þessu þjóðfélagi sem frjáls maður, óháður öllum dutlungum auðmanna og afleiðingum af þjóðskipulagi þeirra: vöruframleiðslunni, gróðatilgangnum.

Þótt aðeins sé látið nægja að telja þessa þrjá þætti raka, nægir það til þess að sýna að það eru til rök, sem geta knúð líka vel-launr.ðan verkalýð stóriðjulanda til valda-töku. En svo þessi rök verði knýjandi, þarf vissulega pólitískur þroski þessa verkalýðs að eflast stórum, vit hans og þekking á þjóðfé-lagsmálum að rísa hátt og stolt hans og með-vitund um hvað honum sé samboðið sem frjálsri skapandi veru að rtsa enn hærra.

Auðmannastéttin treystir á að þessi breyt-ing gerist seint og öll áhrifatæki hennar þjóna þeim tilgangi. Hún hyggst geta beitt þeirri klofningstækni, er Jack London lýsti í ,Járn-hælnum": Kaupa helming alþýðunnar með fríðindum, berja hinn helminginn niður með ofbeldi. Það er þetta sem henni ekki má takast. — Því eru andleg fjölmiðlunartæki í þágu sósíalismans alþýðunni jafn nauðsyn-leg í stóriðjulöndunum og hergögnin handa uppreisnarmönnum í hinum hungrandi hluta heims.

Vellaunaður verkamaður háþróaðs auð-valdsskipulags á vissulega oft við hin sálar-legu vandamál „hins feita þjóns"*) að etja, að láta ekki velgengnina „smækka sig"**) •) Sbr. Halldór K. Laxness: „Feitur þiónn er ekki mikill maSur. Barður þræll er mikill maður, þvi I hans brjósti á frelsiS heima". •*) Sbr. St. G. St.: „En láta ekki basliS smœkka sig". (Baslið gat smækkaö rétt eins og velgengnin. — það gerði fátæklingana heldur ekki af sjálfu sér byltingar-sinnaða).

60

Page 63: Réttur Nr.1 1968

svæfa stolt sitt, eyðileggja manngildi sitt. — En jafnframt þessum vandamálum má ekki gleyma að stór hluti verkalýðs háþró-aðra iðnaðarlanda býr við fátækt, (t.d. fjórð-ungur íbúa U.S.A) og svertingjaóeirðirnar í Bandaríkjunum sýna að þetta fólk er ekki aðeins hugsanlegt, heldur og raunverulegt byltingarafl gegn auðvaldsskipulaginu nú þegar.

EINING STRIÐANDI ALÞÝÐU HEIMS

Það er hið mikla vandamál í stjórnlist alþýðuhreyfingarinnar í heiminum að skapa samstöðu milli verkalýðs háþróaðra auðvalds-landa annarsvegar og hins sífjölgandi aragrúa bláfátæks og kúgaðs alþýðufólks hins þriðja heims.

Það er greinilegt að þrátt fyrir gífurlegan aðstöðumun þá eiga þessar alþýðustéttir all-ar samleið í baráttunni gegn auðvaldi stór-iðjulandanna og imperialisma þess. Alþýða þróunarlandanna heyr baráttuna við dauð-ann af völdum þessa auðvalds hvern dag, jafnt þar sem „friður" kúgunarinnar og kirkjugarðsins ríkir sem í Vietnam þar sem honum er spúð úr drápstækjum stríðsgróða-mannanna dag hvern. Og verkalýður stór-iðjulandanna stendur í návígi gagnvart því auðvaldi, sem getur í ofstæki sínu og vitstola drottnunaræði þurrkað út mannlífið á jörð-unni í eitt skipti fyrir öll í atomstríði.

Framtíð lífsins á jörðunni, framtíð þess-ara alþýðustétta er undir því komin að þær taki höndum saman um að svipta auðvalds-stéttir veraldarinnar völdum. Það er svo ann-að vandamál sem ei verður rætt hér að sam-stilla þessa baráttu alþýðunnar í auðvalds-

og þróunarlöndum baráttu hinna sósíalistísku ríkja, þess þriðjungs heims, sem því miður er nú innbyrðis sundurþykkur.

Vandamálin eru því vissulega mörg og erfið, en öflin, sem hag hafa af róttækri lausn þeirra, eru nú orðin svo voldug og sterk um alla jarðarkringluna að sigur þeirra er öruggur, hvenær sem þau sameinast, — ef mannkynið á annað borð kemst lifandi út úr hættulegustu kreppu lífs síns á jörðunni.

E.O.

(Við samningu þessarar greinar er stuðst við heimildir úr World Marxist Review, skýrslu FAO (matvælastofn-unar Sameinuðu þjóðanna) og Fortune, bandaríska viðskiptatímaritinu. Enn fremur eru sumpart hagnýttar og rædd-ar skoðanir, er fram koma í þessum greinum: Ib Nörlund: „Myten om „kampen mellem rige og fattige nati-oner"", í „Tiden", 2. hefti 1968. — Paul M. Sweezy: Marx and theProle-tariat, Monthly Review, desemberhefti 1967).

61

Page 64: Réttur Nr.1 1968

HIN ÖSYNILEGA RIKISSTJÖRN BANDARIKJANNA

Eitt af mikilvirkustu tækjunum sem banda-rískur imperíalismi beitir fyrir sig til að við-halda arðráni sínu um allar jarðir, í skjóli einræðisstjórna sem hann styður við bakið á, er CIA — Central Intettigence Agency.

Þessi stofnu hefur í þjónustu sinni um 200.000 erindreka sem eru dreifðir um all-an heim. Fjárráð hennar má marka af því að hún fær til umráða 15 sinnum meira fé ár-lega en hin opinbera utanríkisþjónusta Bandaríkjanna.

I nánum tengslum við efnahagsmuni ein-okunarhringanna og hið þéttriðna herstöðva-net Bandaríkjanna erlendis er CIA ætlað hlutverk heimslögreglu: að halda við status quo, heimsforræði Bandaríkjanna og auð-valds þeirra.

I þessu skyni hefur CIA átt beina hlut-deild að ófáum her„kúppum" og stjórnlaga-rofum og sett í staðinn afturhaldsklíkur,

62

þóknanlegar bandarískum hagsmunum. Það gerðir í íran 1953, í Guatemala 1954, í San-Domingo 1965, í Indonesíu 1966 og í Grikk-landi 1967. Þennan lista mætti lengja að vild.

Sem dæmi um markmiðið og árangur þess-arar annarlegu „lýðræðis"starfsemi Banda-ríkjanna, undir forystu CIA, má taka aðför þeirra gegn ríkisstjórn Arbenz í Guatemala, sem var umbótasinnuð sósíaldemókratastjórn. 1953 tók hún eignarnámi plantekrur í eigu United Fruit Company, en hét jafnframt auð-hringnum fullum skaðabótum, í samræmi við hans eigið eignamat. Árið eftir var Arb-enzstjórninni velt úr sessi með beinni hern-aðaríhlutun sem Casúllo Armas leiddi frá Hondúras, með tilstyrk bandarískra flugvéla sem stjórnað var af bandarískum flugmönn-

um. Bandarísk blöð og stjórnmálamenn voru

Page 65: Réttur Nr.1 1968

ómyrk í máli á eftir um hlutdeild CIA og Bandaríkjastjórnar í samsærinu gegn Arb-anz. Þannig sagði í grein í Netu York Times, 21. ágúst 1957: „Þegar hætta var á að Gu-atemala snerist til kommúnisma (sic!), hlut-uðumst við til um að kollvarpa Arbenz-stjórninni".

Góða hugmynd um hvatir þessarar íhlut-unar má fá af skýrslu bandaríska utanríkis-ráðuneytisins (Bulletin No. 6465, 1. apríl 1957), sem gefin var út á þriggja ára afmæli „frelsunar" Guatemala, eins og það hét á máli utanríkisráðuneytisins. Ávinningar þessarar frelsunar voru dregnir saman í fjóra liði:

„1. Gerður var samningur við dótturfélag U. N. Fruit Company um að eignunum (234.000 ekrum) sem Arbenzstjórnin hafði tekið upp, yrði skilað aftur.

2. Numin voru úr gildi lög um skattlagn-ingu gróða af erlendu auðmagni.

3. Undirritaður var samningur við Banda-ríkin sem veitti erlendum fjárfestendum «yggingu.

4. Sett voru ný og hagstæð olíulög; sam-kvæmt þeim hafa 27 bandarísk olíufélög fengið leyfi til olíuvinnslu er nær til alls Guatemala".

Með hliðsjón af þessum ávinningum þarf ekki að efast um, að kollvörpun Arbenz-stjórnarinnar táknaði raunverulega frelsun fyrir bandaríska fjárfestendur í Guatemala.

Bandaríska blaðið Newsweek skýrði frá því 4. marz 1963 að republikaninn Thurston B. Morton hefði gagnrýnt Kennedy forseta í sjónvarpi fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að endurtaka á Kúbu leikinn frá Guatemala. Morton sagði að Eisenhower forseti hefði kannað áætlun CIA um að steypa stjórn Jacobo Arbenz, forseta Guate-mala, af stóli Auk Mortons voru einn-ig John Foster Dulles, utanríkisráðherra, Charles E. Wilson hermálaráðherra, Allen

Allen Duttes

Dulles þáverandi yfirmaður CIA, og her-ráðið höfð með í ráðum".

Komi mönnum á óvart að Bandaríkja-stjórn skyldi bera hagsmuni United Fruit Company svo mjög fyrir brjósti sem þessi dæmi sanna, er þess að gæta að John Foster Dulles var bæði hluthafi í auðhringnum og hafði fyrr á árum verið ráðunautur hans. Þar við bætist að yfirmaður CIA, Allen Dulles, var bróðir utanríkisráðherrans.

Ferill CIA sem heimslögreglu hins frjálsa

63

Page 66: Réttur Nr.1 1968

heims er skilmerkilega rakinn af tveim bandarískum blaðamönnum, T. Ross og D. Wiese, í bókinni The invisible Government, (Ríkisstjórnin ósýnilega), Bantham 1965.

A s.l. ári birti bandaríska fréttaritið Ramp-arts upplýsingar um leynistarfsemi CIA sem vöktu heimsathygli. Þar var m.a. sýnt fram á að ellefu stúdentasambönd hafa þegið fjár-framlög frá hinni bandarísku njósnastofnun. Meðal þeirra er stærsta stúdentasamband Bandaríkjanna, NSA, sem hefur allt frá 1952 fengið fjórðung útgjalda sinna greiddan úr sjóðum CIA. Þar upplýstist ennfremur að mörg alþjóðasambönd sem siglt hafa undir flaggi pólitísks hlutleysis — ISC, vestræna stúdentasambandið sem Stúdentaráð Há-skóla Islands er aðili að; Alþjóðlega lög-fræðinganefndin; WAY, heimssamband æsk-unnar — hafa ýmist þegið fé beint úr hendi CIA eða stofnana bandarískra sem eru henni nátengdar. Meðal erlendra stúdenta í Bandaríkjunum hefur CIA rekið víðtæka njósnastarfsemi. Stúdentum hafa verið boðnir allt að 10.000 dollarar árlega, ef þeir gæfu kost á samstarfi við CIA, eftir að þeir hyrfu heim að námi loknu.

Þá vitnaðist ennfremur að CIA hefur á sex ára skeiði borið eina miljón dollara á sam-tök bandarískra blaðamanna, American Newspaper Guild. Verkalýðsamtök hins vest-ræna heims hafa heldur ekki farið varhluta af fjárbruðli hinnar alstaðar nálægu njósna-stofnunar.

Uppljóstranir Remparts leiddu þannig í ljós að fáir þeirra sem gefið hafa sig að starf-semi vestrænna „alþjóða"stofnana eftir stríð, munu hafa konrzt hjá því að vera óafvitandi handbendi þessarar ósýnilegu ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

L. G.

VÍÐA LIGGJA ÞRÆÐIR

Amerísk verklýðshreyfing hefur ekki farið varhluta af umsvifum leyniþjónustunnar: CIA.

í fyrra, eftir að afhjúpuð höfðu verið afskipti CIA af amerískum og alþjóðlegum stúdenta-samtökum upplýsti Victor Reuther, forstöðu-maður alþjóðadeildar UAW (Ameríska málm-iðnaðarsambandið) að ástandið í þessum efn-um (þ.e. afskipti CIA) væri mun alvarlegra innan verklýðshreyfingarinnar. Hann sagði að aðalmennirnir í alþjóðadeild AÁL—CIO, þeir Jan Lovestone og Irvin Brown, hefðu bókstaf-lega léð skrifstofuna til þjónustu fyrir CIA.

Fyrrverandi „þjónn" CIA, Thomas W. Brad-en, reyndi í grein í „Saturday Evening Post" að þagga niður í Reuther-bræðrunum (Walter Reuther, bróðir Victors er formaður Sambands bílaiðnaðarmanna), með því að hann fullyrti að þeir hefðu sjálfir átt hlutdeild í úthlutun CIA-peninga. Walter Reuther gaf strax út yfirlýs-ingu um, að þar hefði verið um algera undan-tekningu að ræða. í eitt einasta skipti á árunum upp úr 1950 hefði hann, mjög hikandi, fallizt á að yfirfæra gegnum UAW 50.000 dollara til vestur-þýzkra verklýðssamtaka. En hann kvaðst strax hafa séð hversu fráleitt þetta var og því hefði þetta verið hans fyrsta og síðasta þátttaka í slíkri starfsemi. — En með þessu voru Reuth-er-bræðurnir ekki kveðnir í kútinn. Nú fyrst hófu þeir uppljóstranir að einhverju marki.

Þeir gátu fyrst sýnt fram á að forystumenn í AFL—CIO hefðu ekki aðeins staðið að hlut-lausri niðurjöfnun CIA-peninga, heldur væru þeir flæktir í ýmis hin afturhaldssömusru sam-tök í Bandaríkjunum. Jan Lovestone, starfsmað-ur í alþjóðadeild AFL—CIO er t.d. fulltrúi í bandarísku nefndinni, sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir aðild Kína að Sameinuðu

64

Page 67: Réttur Nr.1 1968

þjóðunum, og hann tekur einnig þátt í störfum nefndar, sem útbýr svarta lista yfir nöfn „óame-rískra ameríkana". Hér er um að ræða nefnd, sem heldur áfram þeirri iðju, sem Mc Carthy var á sínum tíma knúinn til að leggja niður.

Aðrir forystumenn AFL—CIO áttu sinn þátt í því að bola frá völdum vinstrisinnuðum ríkis-stjórnum s.s. stjórn Jagans í (fyrrverandi) Brezku Guiana, svo og stjórn Goularts í Brasilíu, Þeir tóku meira að segja þátt í baráttunni gegn hinni nánast sósíaldemókratisku stjórn Juan Bosch í Dóminikanska lýðveldinu.

Ljóst má vera að styrjöldin í Vietnam hefur valdið miklum átökum innan bandarískrar verk-lýðshreyfingar, ekki síður en í bandarísku þjóð-félagi yfirleitt.

Á sama tíma og forystumenn AFL—CIO styðja dyggilega stefnu Johnsons í Vietnam (eins og átti sér stað á þingi samtakanna í des. sl.) — og fylla flokk „haukanna", sem sjá al-þjóðlegt kommúnískt samsæri að baki orustun-um í frumskógum S.-Vietnam, — hefur UAW, með Reuther-bræðurna í broddi fylkingar, kraf-izt þess að hætt verði loftárásum á N.-Vietnam

og Bandaríkin setjist án nokkurra skilyrða að samningaborði með stjórninni í Hanoi og Þjóð-frelsishreyfingunni.

Skömmu fyrir þing AFL—CIO var haldinn í Chicago fjölmennur fundur trúnaðar- og for-ystumanna í verklýðshreyfingunni, þar sem krafizt var friðar í Vietnam. Og þrátt fyrir það að stjórn AFL—CIO hefði lagt bann við því að nokkur trúnaðarmaður sambandsins tæki þátt í fundinum, mættu á honum liðlega 500 trúnað-armenn frá 60 verklýðssamböndum.

í ávarpi, sem Victor Reuther hélt í upphafi fundarins, gagnrýndi hann harðlega stjórn AFL —CIO fyrir að reyna að takmarka skoðana- og tjáningarfrelsið.

Þegar um jafn mikinn og hatraman ágreining er að ræða og raun ber vitni, er skammt í alger-an klofning. Slíkur klofningur hlýtur óhjá-kvæmilega einnig að hafa sínar afleiðingar fyrir alþjóðleg samskipti bandarískrar verklýðshreyf-ingar.

(Lausl. þýtt úr Jern og Metall, tímariti norska málmiðnaðarsambandsins af Gunnari Guttormssyni).

65

Page 68: Réttur Nr.1 1968

Úr ræðu Finn Gustavsen, þingmanns norska SF-flokksins, í Stórþinginu 14. marz 1967:

,,Að mínum dómi er Vietnam að-eins brot af stærri mynd. Höfuðein-kennin eru — eins og fjölmargir benda nú. á — að Bandaríkin hafa útnefnt sig sem löereglu til að gæta hagsmuna sinna og til að tryggja ó-breytt ástand (status quo) í hinum fátæka hluta heims. Bandaríkin grípa inn í pólitíska-, efnahagslega og hernaðarlega um allan heim til að ákvarða hvernig stjórnmálaþróunin á að vera um allan heim. Til að rét t -læta þetta segjast þeir f ramkvæma þetta í nafni frelsisins og andkomm-únismans".

„Ég hef lagt áherzlu á hve Banda-ríkin hafa yfir miklum auðæfum að ráða. Þau eru lang ríkasta land heims. Maður skyldi ætla að þetta land gæti þa boðið upp á mannsæm-andi lífskjör — já jafnvel luxuslíf —• fyrir hina 200 milljón íbúa landsins. En síðan lýsir Kennedy forseti yfir að nú verði fólk að fara að hugsa um hinn gleymda fimmta hluta bandarísku bjóöarinnar er býr við sultarkjör. Og síðan fær maður að hlusta á Johnson forseta ræða um „stríðið gegn fátæktinni" , og er þá á t t við 20—25% bandarísku þjóðar-innar. Hvað segir þetta okkur ekki um Bandaríkin. Er þetta fyrirmynd fyrir okkur. Eigum við að hafa það svona í Noregi."

„Ég álít að síðan við gengum í NATO og síðan við árið 1952 hófum að styðja nýlenduhernaðinn í Viet-nam og þar til í dag hafi Noregur svikið. Við höfum viðhaldið hollustu við Bandaríkin, við höfum í vaxandi mæli beygt okkur og tengst meir

hernaðarneti þeirra. Og f okkar heimshluta erum við herstöð fyrir Bandaríkin. Við höfum svikið hina fátæku íbúa heimsins, hvers aSal-andstæðingur er hin auðugu og voldugu Bandaríki Norður-Ameríku".

Spellman: Er kaþólski erkibiskupinn í New

York, Spellman, kom til Saigon um jólaleytið 1966, sagði hann um banda-rísku hermennina í Vietnam. ,,Her-menn Jesú Krists í krossferð gegn kommúnismanum, í barát tu fyrir til-veru hins frjálsa heims."

Fátæktin i USA „Hinir fátæku í Bandaríkjunum

eru 34,1 mílljónír. FJestír þeirra eru börn (15 milljónir) og gamalmenni (5,3 milljónir). Helmingur hinna fá-tæku búa í suðurríkjunum. Fá tækt -in kemur niður á 40% þeirra sem ekki eru hvítir, 40% bænda og 50% þar sem kona stendur fyrir heimil-inu, eftir skilnað eða dauða eigin-mannsins. Þessi fátækasti hluti þjóð-ar innar ræður yfir 4,7% af eignatekj-unum, en hinn voldugasti fimmti hluti ræður yfir 45.5%

Þúsundir deyja á hverju ári úr vannæringu og fjöldi hinna fátæku lifir á mörkum hungurdauðans. Flestir búa í ömurlegum og þröng-um húsakynnum."

Bandaríska vikuritið TIME 1. okt. 1965.

Giæpir í USA Johnson Bandaríkjaforseti skipaöi

nefnd árið 1968 til aS kanna glæpa-ástandið í Bandaríkjunum. Nefndin komst m.a. að eftirfarandi staðreynd-um:

43% ibúa Bandaríkjanna þorir ekki að fara ú t á kvöldin af ótta við aö verða slegnir niður.

35% tók ekki „sjansinn" á að tala við ókunnuga.

20% vildi flytja úr sínu íbúðar-hverfi þar sem glæpir höfðu aukizt i hverfinu.

Þrír miljarðar dollara fara forgörð-um á ári, vegna skemmda á einka-eígnum."

Harðstjórn „Valdhafarnir láta aldrei undan

nema þeir séu þvingaðir til þess. Þeir hafa aldrei gert það og munu aldrei gera það. Ein þjóð verður að þola eins mikið órétt læti og þjáning-ar eins og hún getur fundið sig í.

Og þetta óréttlæti og þessar þjáning-ar halda áfram þar til mótspyrna í orði og verki vaknar. Það er þolin-mæði hinna kúguðu, sem ákvarðar hve langt harðstjórinn getur gengið."

liandaríski negrinn, Frederick Dourlas, 1857.

Okkar málefni „Það er ekki elnungis framtíð

Vietnam, sem barizt er um í Hanoi, í skógunum eða á hrísgrjónaekrun-um, heldur um framtíð okkar. Styr j -öldin snertir alla menningu okkar, en ekki á þann hát t er Bandaríkja-menn vilja vera láta í áróðri sínum. Sigur Bandaríkjanna væri sigur vald-beitingarinnar yfir rétti þjóðanna til að ákvarða framtíð sína sjálfar. Þar með væri allri vestrænni hugmynda-fræði afneitað. Ho Chi Minh og her-menn Viet Cong berjast ekki einung-is fyrir sig sjálfa, heldur okkur einn-ig. Málefni þeirra er okkar málefni."

Nouvelle Observateur 28. des. 1966.

Þjóðarframleiðslan Yfirlit Alþjóðabankans yfir brut to

þjóðarframleiðslu á hvern tbúa. (Reiknað í bandarískum dollurum samið 11. nóv. 1966):

Bandarikin 3020 Noregur 1520 Sovétrikin 890 Japan 660 Suður-Afríka 530 Grikkland 510 ..íiba 3»

Portúgal 340 Guatemala 290 Kolombía 270 Brasilía 220 Dominika 210 Norður-Kórea 210 fran 210 Suður-Kórea 12« Indland 90 Indónesía 70 Angola ) 60 Laos 60 Malawai 40

Arðrán Fólksfjölgun er mikil 1 rómönsku

Ameriku, en fólk lifir stutt og börn-in hrynja niður; sumstaðar er barnadauðinn um 30 af hundraði . Á þessu svæði deyja úr hungr i eða úr læknanlegum sjúkdómum fyrir aldur fram öó r i r menn á mínútu hverri , um 5000 á dag, um 2 miljónir á ári . Frá 1947—62 hefur þetta mannfall tort ímt tvöfalt fleira íólW, en féll í heimsstyrjöldinni fyrri. Á sama tima

66

Page 69: Réttur Nr.1 1968

hirða bandarísk auðfélög stöðugan arð frá r íkjunum í rómönsku Ame-rlku, 4000 dollara á minútu, ' 5 mil i -ónir á dae, 2 miljarða á ári . Fyrir hverja þúsund dollara sem hirtir eru er skilið eftir eitt lik. Þúsund doll-arar á lík, fjögur lík á mínútu. ' '

Úr Kúbubók Magnúsar KJartanssonar.

600/0 - 6% ,,Á þvi skeiði mannkynssögunnar

sem við lifum nú, hefur bandarískur kapítalismi gerzt megin uppspretta arðráns og kúgunar í heiminum. Bandaríkin eiga og ráða yfir nálega 60% af nát túruauðl indum jarðar, en þau hafa ekki innan landamæra sinna nema 6% jarðarbúa. Þetta er höfuðástaeðan fyrir hungri og eymd sem nálega % hluta mannkynsins búa við. Til þess að vernda þetta grimmilega arðránskerfi, hafa Banda-rikin komið á fót stríðsvél sem á sér enga hliðstæðu."

Bertrand Russell.

Status quo ,,Ef við eigum að rísa sjálfkrafa

öndverðir hverri þeirri umbót sem kommúnistar eru fylgjandi, er líklegt að við snúumst á endanum gegn hvaða umbótahreyfingu sem er, og gerumst sjálfir bandingjar aftur-haldsaflanna sem óska þess eins að viðhalda status QUO".

Fulbright, bandarískur öldungadeildarþhiK-þlnsrmaður, 16. sept. 1965.

Þjóðfrelsi „Þjóðfrelsi okkar er hæt ta búin,

meðan stórveldastefna er til í heim-inum, meðan auðdrottnar ráða yfir framleiðslutækjum stórþjóðanna og nota fjármagn þeirra og hervald í sína þágu, þegar þeim býður svo við að horfa. Voldugir e inokunar-hringar, bankadrot tnar og hervalds-sinnar nút ímans eru arftakar þeirra sjóræningja, e inokunarkaupmanna og drottnara fortíðarinnar, sem áður þJÖrmuðu að landi voru og komu þióðinni á hel jarþröm".

Einar Olreirsson í ÞJóðviljanum 17. júní 1944.

íhlutun

frjálsa heims". Smedley D. Butler, sjóliðsforingi í „U.S. Marine Corps" sá til að mynda ekki ástæðu tíl þess, þegar hann rifjaði upp, á New Deal-árunum, 30 ára þjónustu sína sem „handbcndi kapitalismans'1 , eins og hann komst sjálfur að orði: „Ég hjálpaði til við það, árið 1914, að tryggja hagsmuni bandarískra olíu-félaga í Mexikó og sérstaklega í Tampico. Ég hjálpaði til við þaö að gera Haiti og Kúbu að vænlegum féþúfum fyrir náungana í National City Bank. Eg fór ásamt öðrum ráns-hendi um hálfa tyl i t Mió-Ameríku-rikj a í hagnaðarskyni f yrir Wall ötreet".

Common Sense, nóv. 1!»:;... Xilfært ai H. Apthekcr : Amcrican For-fitvii Dlplomacy.

Erlend áþján

Hin bandaríska íhlutunarstefna í Vesturheimi hefur ekki alltaf verið færð í voðir hugmyndafræði „hins

„Hér er verið að segja þér stríð á hendur, þér seni vilt berjast gegn erlendri áþján, gegn erlendri fjár-kúgun, þér sem viit berjast iyr i r lífi þínu og tilveru, íyr i r brauði þinu, íyr i r fjölskyldu þinni. Og það er eku.i venja þegar á aö segja einhverjum stríð á hendur , að byrja á því að semja við hann um hernaðaraðgerð-ir. Þarna sjáiö þið andlit auövaldsins, hins alþjóölega auðvalds, nakið og bert. Þaö treður á þingræðinu, það lítilsvirðir lýðræðið, hvenær sem því býður svo við að hor ía að segja launastét tum og albýðu allri stríð á hendur . Og það hefur sagt okkur strið á hendur . Og okkar er að m æ t a og berjast, berjast sem drengir góð-ir . . .

Og í dag er hér ekki hnípin þjóð í vanda. I dag er hér r ík þjóö, þjóö sem á nút íma tæki til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð sem er gáiuð og þjóð sem er menntuð.

Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurei'li, sem islenzk verkalýðshreyi-ing, islenzk alþýóa, íslendingar all-ir eiga að m æ t a í dag, sé meira því sem Isiendingar á t tu að mæta á Skólabrúnni iyrir hundraó' árum. Og ég spyr, erum vér ætt ierar sem ekki getum staðið í þeim sporum, sem þjóðin stóð i fyrir hundrað árum? Erum vér ekki ti lbúnir aö taka upp barát tuna og mótmæla? Taka upp barát tu allrar alþýðu, taka upp bar-át tu allrar þjóðarinnar gcgn erlendu auðvaldi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli íslendingur, ís lendingurinn sem mælt i hin fraegu orð, „Vér mót-mæium" , hann ritaði á skjöld: „Eigi vikja'*. Eru þeir meðal vor i dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur , að hver sá sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sína, menn-ingu hennar , sjálfan sig. Allir, allir undantekningalaust , eigum vér að

mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæia innlendum lögbrotum, mót-mæla þvi auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþjan, kúgun og hungur . Mót-mælum allir sem einn! Vér mótmæl-um allir!"

Sijiiús Siffurhjartarson* á úti-fundi 16. maí 1951.

Möskvinn lítill „Hitt er allt annað mál, að það,

sem nú er farið fram á af hálfu Bandarikjanna, er til muna minna en áður var áformað, og allmiklu minna er það, sem einstöku ís lend-ingar hafa látið sér um m u n n fara, að ré t t væri og skylt að veita þeim. Þetta er st igmunur, en enginn eðlis-munur . Það, sem máli skiptir, er, að ef gengið yrði að þessum samninsi , þá erum við gengnir inn í hernaðar-kerfi Bandaríkjanna og fastir þar naestu árin, hvernig sem alþjóðamál snúast, hver scm upp kann að koma í utanríkispólitík þeirra. Hvort ítökin eru mikil eða lítil, breytir engu um þetta eðli og kjarnaatriði málsins. Það er máske lítill möskvi, sem á-formað er að brcgða um Reykjanes, en netið er stórt og við höfum sann-arlega ekki mikia yfirsýn yfir það, hvar það kann að verða dregið að landi um það, er lýkur.

Sieurbjörn Einarsson á útifundi í Reykjavik jfö, sept. 1946.

Sál okkar „Er það ekki fávíslegt og hlægilegt

að tala um barát tu okkar 140 þúsund sálna, sem ekki eigum svo mikið sem haglabyssu, við herveldi Bandar ík j -anna með öllum sínum drápstækjum: her, flota og kjarnorkuvopnum? Ég fullyrði: Vlð eetum unnið slgur i þessari barát tu við hlð ærileffasta hcrveldi allra t íma OK við munum vinna þann slgur, aðcins ef við fflöt-um ekki sál okkar. Ég segi þetta vegna þess, að nú eru aðrir t ímar í heiminum en nokkru sinni og við eigum bandamenn sem eru miklu voldugri en hin voldugu Bandaríki , s té t tarbræður okkar og systur um víða veröld. Hættuleffri en allar eyði-lt-KK'inr.'nr í styrjöld væri bað, ef við elotum sál okkar, vitund osr vilia sem þjóð. Og þessi verðmæti getum við varðveitt, þó við eigum ekki þau vopn, sem Bandaríkin beita. Og með þessum vopnum, sem munu reynast meiri en öll múgmorðstæki Banda-ríkjanna, munum við sigra, ef við höldum lífi".

Brynjólfur Bjarnason á útifundi Sósíaltstaflokksins í Reykjavík 16. maí 1951.

67

Page 70: Réttur Nr.1 1968

Bækur um heimsvaldastefnuna

Rit um imperíalismann, sem rlt-nefnd Réttar vill benda lesendum þessa heftis á, ef þá kynni að fýsa að kynna sér betur þetta vandamál:

Heimsveldastefnan, hæsta stig auð-valdsins, eftir Lenín, Heimskringla, Rvík 1961.

Imperialism, A Study, eftir J . A. Hobson, London 1938.

The Theory of Capitalist Develop-ment, eftir Paul M. Sweezy, New York 1942.

USA og den tredje verden, eftir David Horowitz. Osló 1965.

The Wretched of the Earth, eftir Frantz Fanon, Penguin 2674, einnig útgefin á Norðurlandamálum.

Anti-americanisme? eftir Finn Gustavsen, Pax, Osló 1967.

Socialistiske teorier om imperial-ismen, eftir Claus Bryld.

Kapitalismen er et verdenssystem, eftir Ellen Bruun.

Monopolkapitalismen, eftir Leif J o -hansen. (Noregi).

Imperialismen, sérhefti Zenit, nord-isk socialistisk tidskrift Nr. 3 1967.

Den russiske revolusjon og den kalde krig, eftir D. Horowitz, Pax, Oslo 1967.

Neo-Colonialisme, The last Stage of Imperialism, eftir K. Nkrumah, London 1965.

Monopoly Capital, eftir Paul M. Sweezy og Paul B. Baran, MRP, N. Y. '66.

On Colonialism, úrval úr r i tum Marx og Engels, Moskva 1959.

Svart makt (Black Power) eftir St. Carmichael og C. V. Hamilton, Pax, Oslo 1967.

Das Reich der Hochfinanz, eftir Victor Perlo; Dietz Verlag, Berlín 1960 (einnig á ensku) .

Grundfragen der 0konomik und Politik der Imperialismus eftir E. Varga. Dietz Verlag, Berlín 1955.

The Arrogance of Power eftir J . W. Fulbright, N. Y. 1966 (einnig á Norð-ur landamálum).

An Introduction to Comtemporary History eítir G. Barraclough, C. A. Watts & Co„ London 1964 (einnig á Norðurlandamálum).

William A. Williams: The Tragedy of American Diplomacy.

Thomas Ross and David Wiese: The invisable Government. Bantham 1965.

Editor David Horowitz: Contain-ment and Revolution. London 1967.

Bandaríska tímaritið Monthly Re-view: Nóv. 1966. H. Magdoff: Econ-omic aspects of the U.S. imperialism. Apríl 1966. Barran and Sweezy: Notes on the theory of imperialism.

Leif Johansen: U-landsproblemet — Kan det löses? — Elan-bökerne. Oslo 1967.

Leif Johansen er prófessor í hag-fræði við háskólann í Osló. Þessi bók er fyrirlestur, er hann hélt í febrúar 1967 og fjallar um vandamál þróunar-landanna. Rekur hann þau ítarlega, þótt bókin sé aðeins 60 síður.

Tvær staðreyndir, sem hann til-greinir sýna hve ægilegt vandamálið er: í byrjun þessa áratugrs voru tek j -ur fátækra landa, er höfðu helminr íbúa f'< iinsins, 7% af heimstekjunum, — en rík lönd, sem töldu %%% af íbúum heimsi höfðu 73% af tekjum hcimsins. Önnur staðreynd sýnir hve illa gengur að leysa vandamálið: 1938 höfðu fátæk lönd í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu 66,5% af íbúatölu heims, en 23,8% af tekjunum. En 1961 höfðu þessi sömu lönd 71,3% af íbúunum, en aðeins 19,8% £.f tekjun-um.

Allir þeir, sem áhuga hafa fyrir að kynna sér vel þessi mál, æt tu að lesa þessa bók. Verðið er 5 norskar krón-ur. Það er norska útgáfufélagið Ny dag, sem hefur byrjað með þessa vönduðu „vasaútgáfu" bóka um þjóð-félagsmál.

Abram Fischcr: Jcir handlet ret t Elan-bökerne. Oslo 1967.

„Rét tur" hefur áður sagt frá enskri útgáfu af þ?essari ágætu ræðu, sem Abram Fischer flutti fyrir hæstarét t i Pretoríu 28. marz 1966. Nú er þessi ræða komin út á norsku í Elan-bók-unum, 54 síður og kostar 4.50 norskar krónur. Síðan Dimitroff flutti sínar snjöllu ræður í Leipzig 1933 fyrir

dómstóli nazista, hefur var t verið flutt snajallari ræða til að verja bar-át tuna fyrir mannrét t indum og ákæra fasismann en þessi ræða Abram Fischers.

Káre Selnes: Det store rcvolusjons-áret. Elan-bökene. Oslo 1967.

Bók þessi er um ..október-bylting-una og sögu hennar" í tilefni af hálfrar aldar afmælinu. Hér er þjapp-að saman á 84 síðum yfirlit yfir sögu Rússlands og síðan Sovétlýðveldanna, gert af mikilli kunnát tu og varfærni, svo erfið sem sagnaritunin er um þau mál síðustu áratugina. En Káre Sel-nes, sem nú er lektor í Osló, er mikill fræðimaður um sögu Rússlands og tekst mjög vel að setja þetta vand-meðfarna efni fram í svo stuttu máli.

Kaflaskiptingin er eftirfarandi: Gamla ríkið. Hrun keisaraveldisins. Fram til nóvember. Hin nöktu ár. Frá frumstæðu bændaþjóðfélagi til nút íma iðnaðarþjóðfélags. Dimmur milliþáttur. Reikningsskil við fortíðina. Réttur mælir með þessari bók við

lesendur sína. Verðið er 7 norskar krónur.

NAPALM. Et internationalt Symposi-um om USA's kr i r för inr mot Vlet-nam og Laos. Redirer t av John Tak-man. — Elan-bökerne. Oslo 1967.

Menn ræða nú oft með siðferðilegri fordæmingu um hryðju- og glæpa-verk nazista fyrir aldarfjórðungi — og byrja svo á eftir að verja Banda-ríkjamenn fyrir framferði þeirra í Vietnam. Slíkt eru stundum sömu menn og þeir, er ekker t fundu at-hugavert við Hitler, meðan hann hafði völd, — hann væri bara að berjast gegn kommúnistum. Menn verða að gera sér ljóst að Banda-r íkjamenn eru að fremja sömu glæpaverkin og nazistarnir forðum og undir stjórn leppa þeirra eru nú samskonar fangabúðamorð framin og fyrrum.

Bókin ,,Napalm" er safn staðreynda um þau hræðilegu og bönnuðu vopn, sem Bandaríkin beita í Vietnam.

John Takman, frægur sænskur læknir, sem hefur verið í Vietnam og skrifað tvær bækur um þjóðina og landið, stjórnar þessu safnriti og skrifar inngang, en aðrir höfundar eru:

Bertrand Russell r i tar um „napalm og múgmorð.'*

68

Page 71: Réttur Nr.1 1968

Do Xuan HOD. dr. med. OB prófess-or við læknaháskólann í Hanoi, r i tar um napalm- og fosfór-sprengiur. Vís-indaakademían franska hefur sæmt prófessorinn Testut-verðlaununum.

J. B. Neilanðs, dr. philo. og próf-essor f lífefnafræði (biokemi) við Californíu-háskólann í Berkley, r i tar um napalm-b. Neilands er heims-frægur visindamaður, sérfræðingur um þessi efni.

Victor Perlo, bandarískur hagfræð-ingur, r i tar greinina , ,Kaupmenn dauðans: Fiármálavald og napalm."

John Takman ri tar um „Þióðar-morð í Vietnam og Laos."

Phyllis Patterson, bandariska kona, sem áður var kennslukona við barna-garða og barnaleikhús, en starfar nú að ritstörfum, skrifar grein, er nefn-ist: „Barát tan gegn þjóðarmorðsiðn-aðinum í Redwood City". — Redwood City við San Francisco-flóann er orð-in miðstöð napalm-framleiðslunnar og Phyllis segir hér frá barát tu al-mennings i borginni gegn þessu ben-zineitri, sem brennir fólk lifandi, — gegn því að auðfélögin 1 efna- og olíuiðnaðinum fái að framleiða það þarna og setja álíka brennimark á b æ þeirra eins og á Buchenwald eða Auswitz.

A. J. Poltorak og L. L Savinskii, tveir sovézkir lögfræðingar, h inn fyrmefndi var sérfræðingur við Nurnberg-rét tarhöldin, skrifa grein um „fjöldamorðsvopnin og þjóðar-rét t inn."

John Takman skrifar „frásögn frá þorpinu Liep Mai," um hvað gerðist þar í marz 1967.

Peter Weiss, hið fræga leikrita— skáld og rithöfundur ri tar greinina „Vietnam!", sterka áskorun til al-þýðu og almenningsálitsins að rísa upp gegn múgmorðum Bandaríkja-hers í Vietnam.

Þá eru prentuð mikil fylgiskjöl um strlð og þjóðarétt .

Þet ta er bók, sem á erindi til allra, er láta sig varða hvað er að gerast í heiminum, — og ekki sízt til okkar fslendinga „bandamanna" moröingj-anna, sem erum búnir að setja land vort undir „vernd" þeirra. Bókin er 192 síður og kostar 14 norskar krón-ur. Þessi „vasaútgáfa," — Elan-bæk-urnar, virðist ætla að verða mjög vin-sæl. Margar myndir í rá ógnum þeim, sem Bandaríkjamenn hafa valdið Victnam-búum eru £ bókinni.

World Marxist Review. 11. árg. 1, hefti. Prag 1968.

f þessu er ritað um undirbúning ráðstefnu ýmissa kommúnistaflokka og annarra verklýðsflokka. Ennfrem-

ur eru þarna greinar um önsþveiti það, sem Bandaríkjaher nú er kom-inn í í Vietnam, — það er J. Prazsky, sem ritar, — svo og grein um fali pundsins. Al Bustani r i tar um hið nýia lýðveldi SuSur-Jemen og þann ósigur, er nýlendukúgararnir biðu þar. Þá koma ýmsar greinar, er fialla um nýsköpun efnahagslífsins i lönd-um sósíalismans, einkum í Þýzka al-þýðulýðveldinu og Búlgaríu.

En ýtarlegust og að mörgu leyti merkilegust er frásögn allmikil um ráðstefnu þá, er haldin var í P rag að ti lhlutun ri tst iórnar timaritsins vegna aldarafmælis „Auðmagnsins" eftir Karl Marx og fimmtíu ára af-mælis „Imperial ismans" eftir Lenin. Er þetta niðurlag frásagnanna frá þcssum fundi um þróun kapítalism-ans. Voru þarna mætt i r hagfræðingar ag st iórnmálamenn frá mörgum marxist iskum flokkum og voru um-ræður góðar. Meðal kunnra hagfræð-inga var mæt tu r þarna V. Perlo frá Bandar íkiunum, J. Campbell frá Bret-landi og ennfremur var þarna einn Vestur-íslendingur, Emil BJarnason, frá Vancouver í Kanada, sonur Páls Bjarnasonar, sem lesendum Réttar er kunnur , (sbr. grein um hann í Rétti 1965, bls. 181). Tók Emil mikinn þát t í umræðunum og lagði þar margt gott og fróðlegt til málanna. Hann sýndi fram á hvernig hið þjóðfélags-lega öryggisleysi vex með þróun auð-valdsskipulagsins, tækniframfarirnar valda því að vinnustöðvar og verk-smiðiur hverfa, iafnvel heilar iðnað-armiðstöðvar. Það eru mörg dæmi þess að faglærðum verkamönnum er sagt upp eftir 20 ára starf og ekker t not fyrir vinnu þeirra. Það verður til aftur það „varalið iðnaðarins", sem Marx ræddi um. f Kanada var á k reppuárunum eftir síðara heims-stríðið um 7% allra verkamanna at-vinnulausir. Lokaorðið á ráðstefnunni hafði J. Franzow, aðalritstióri t íma-ritsins og dróg saman í stuttu máli niðurstöðurnar. — Allir þeir sem á-huga hafa á að kynna sér þróun auð-valdsskipulagsins æt tu að lesa þessar umræður .

Henri Alleg, hinn frægi ri thöfund-ur í Algier, r i tar um „borgaralega hugmyndakerfið í þiónustu nýlendu-stefnunnar nýiu" .

Þá eru ennfremur í heftinu margar greinar um starfsemi ýmissa marx-istiskra flokka og fréttir frá barát t -unni í ýmsum löndum.

World Marxist Rcview. 11. árg. 2. hefti. P rag 1968.

Ritstjórnargreinin fjallar um und-irbúning ráðstefnunnar í Búdapest.

Þá koma greinar um striðið I Viet-nam, vélabrögð herforingiastiórnar-innar í Grikklandi og fleiri greinar, þ . á m. ri tar Duclos, hinn frægi franski kommúnistaleiðtogi um bar-áttu verkalýösins í auðvaldslöndunum gegn imperíalismanum og Albert Norden, h inn snjalli forystumaður Sósialistaflokksins (SED) I Þýzka al-þýðulýðveldinu (DDR), ágæta grein um árásarstefnu Bonn-stjórnarinnar og hæt tuna , sem af henni stafar fyrir ðryggi Evrópu.

Ýtarlegar ritgerðir eru um stét ta-bará t tuna i rómönsku Ameriku, eink-um um Nikaragua, Haiti, Kolumbíu og Chile. Spáir S. GulIIaume, mið-st jórnarmaður í þjóðlega einingar-flokknum I Haiti, að b rá t t komi til stórátaka i því harðst iórnarlandi .

Margar fleiri greinar um ýmis mál eru í heftinu, en Réttur vill sérstak-lega vekia eftirtekt á tveim greinum um vísindalegar rannsóknarstofnanir I anda marxismans á vegum franska Kommúnistaflokksins:

Önnur stofnunin: „Marxistiska rannsóknarstofnunin", var stofnuð 1959 og er helguð rannsóknum á h in -um ýmsu sviðum ná t tú ru- og félags-vísinda og hefur sú stofnun einnig gefið út fiölda erinda, sem þar hafa verið haldin, og bóka, sem þar hafa verið undirbúnar , auk þess sem bir t hefur verið I vísindalegum t imari tum flokksins („Pensée", „Nouvelle crit-ique" og „Europe") . Rannsóknirnar ná yfir öll möguleg svið: heimspeki, sálfræði, læknisfræði, iþróttir, fagur-fræði, tungumál, Asíu, Afriku, mann-kynssögu o. s. frv.

Hin stofnunin er kennd við Maur-ice Thores, h inn látna aðalritara flokksins. Er h ú n nýstofnuð. Aðal-tilgangur Maurice Thores-stofnunar-innar er rannsókn á sögu frönsku og alþióðlegu verklýðshreyfingarinnar, svo og að rannsaka ri t Thores og þróa hugmyndir hans . Formaður st iórnarnefndarinnar er Georges Cogniot. Hann kvað stofnunina vilja vera miðstöð rannsókna og fræðilegs starfs, — opna bæði flokksstarfs-mönnum og t.d. háskólakennurum, er nema og kenna sögu. Gekkst stofnunin nýlega fyrir tveim ráð-ráðstefnum. Önnur var um Alþýðu-fylkinguna 1936, haldin i október 1966. Hin um „októberbylt inguna og Frakkland" , haldln I október 1967. Tókust báðar miög vel. Voru þær eigi aðeins sóttar af fræðimönnum kommúnistaflokka, heldur og frönsk-um sagnfræðingum utan flokksins t.d. prófessor Renouvin við háskólann í París. Margar ráðstefnur svipaðs eðlis eru haldnar á timabllinu frá nóv. 1967 til april 1968 og mikil útgáfu-starfsemi í sambandi viS þær og all-ar rannsóknir stofnunarinnar.

69

Page 72: Réttur Nr.1 1968

Hunon moGULEiKn CEFUR IDIÐII HRPPDRIEIII SlRS

HUERJIR VERGH ÞEIR

HEPPMI ÍHR?

(aðeins þeir sem eiga miða)

CREIDUm KK 37444 ÖOQOD i i i 16280 uinnmcsHBFn ©

Page 73: Réttur Nr.1 1968

B Ó K B A N D S V É L A R N « ^

og hverskonar tæki

fyrir bókband

ávallt ^M.:

fyrirfiggjandi W^M

ISH^H ^^ • """ S w

^m ^rM^^ ^s^Æm ^ y y ' - J

''^á^B - uí^^r-\ '■* Hr

S^^^ŒRÍS ■."'''

BORGARFELL Skólavörðustíg 23 . Sími 11372

ÞIÐ GERIÐ HAGKVÆMUST KAUP I KRON

KAUPFÉLAG REYKIAVÍKUR OG NÁGRENNIS

Page 74: Réttur Nr.1 1968

Málverkaeftirprentanir H E L G A F E L L S Eftirfarandi málverkaprentanir fást hjá

Ásgrímur Jónsson: Blóm Hjaltastaðabláin Hornafjörður Skíðadalur Úr Borgarfirði

Bókaútgófunni Holgafcll, '

Gunnlaugur Scheving:

Þorvaldur Skixlason:

Jon Stefansson: Sumarnott T, _ ... T> ■ •*_■ _.■ J°" Engilberts: DagrenningviðHornbjarg _ _ ^ _ ," , Svavar truonason: Stoðhestar . , _ .,, TT , , , Porannn Poriaksson: Heklumynd , __ .

Guðmnnaur Inorstemsson Jóhannes Kjarval: Það er gaman að lifa

Islands er það lag Fjallamjólk Sólþokur Höll vindanna Leikið á strá Umkomuleysi Piltur og stúlka

Kristján Davíðsson: Ásgerður Búadóttir:

Kristín Jónsdóttir: Nína Tryggvadóttir:

Jóhann Briem Gunnlaugur Bló'ndal Ásmundur Sveinsson

^eghúsastíg 7, Sími 16837

Gamla búðin Matarhlé Á stöðli Abstrakt málverk Telpur í boltaleik I eldhúsinu Vífilfell Leysing Hekla Sjöundi dagur í Paradís Altaristafla Áning Kona með fugl Blóm og óvextir Abstrakt málverk M j ólkurvagninn Kona Piltur og stúlka

i ■ #

Verð myndanna (óinnr.) kr. 550.00—1.200.00. Verð myndanna (innr.) kr. 750.00—1.550.00. Bókaútgáfan Helgafell

Stjórnmál -Heimsmál -Félagsmál

Deutscher: Den ufuldendte revolution kr. 131,00 Gorz: Arbejderbevægelse og Nykapitalisme — 169,00 Riisgárd: Konflikten i SF — 91,00 Mary McCarthy: Vietnam — 145,00 Vietnam and International Law — 139,00 America's Vietnam Policy — 146,00 Egerod: Sydöstasien för og nu — 100,00 Griinbaum: Provokér — lærestykker om den almindelige

uorden — 118,00 Nettl: The Soviet Achievement — 207,00 Ginsburg: Marschroute eines Lebens — 375,00 Lunacharsky: Revolutionary Silhouettes — 345,00 Galbraith: The New Industrial State — 414,00 Moore: Social Origins of Dictatorship and Democracy — 583,00 Guevara: Guerilla Warfare — 246,00

BOKABUÐ MALS OG MENNINGAR Laugavegi 18 . Sími 18106