8
Óróleikinn nær til Íslands

Óróleikinn nær til Íslands

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Óróleikinn nær til Íslands

Óróleikinn nær til Íslands

Page 2: Óróleikinn nær til Íslands

Sýning á völdum verkum úr safneign Arion banka Borgartúni 19.18. febrúar - 30. mars 2012.

Arion - art 09128Jón Engilberts 1908 - 1972Blik af lífi70 x 145 1948Blönduð tækni

Arion - art 09775Jón Engilberts 1908 - 1972Án titils26 x 35 1952Trérista

Arion - art 09106Jón Engilberts 1908 - 1972Án titils68 x 98 ca 1962 - 1965Vatnslitamynd

Arion - art 09037Jón Engilberts 1908 - 1972Vorleikur90 x 117 ca 1948 - 1952Blönduð tækni

Arion - art 09384Jón Engilberts 1908 - 1972Vorgleði - skissa 65 x 165 ca 1949 - 1951Blönduð tækni

Arion - art 09105Jón Engilberts 1908 - 1972Vorgleði 192 x 478 1949 -1951Olíulitir á striga

Page 3: Óróleikinn nær til Íslands

Arion - art 09332Jón Engilberts 1908 - 1972Án titils 95 x 75 1940Olíulitir á striga

Arion - art 09715Þorvaldur Skúlason 1906 - 1984Án titils 65 x 50 1939Blönduð tækni

Arion - art 09042Snorri Arinbjarnar 1901 - 1958Sjómenn og net 30 x 22 ca 1942 - 1944Vatnslitamynd

Arion - art 09020Snorri Arinbjarnar 1901 - 1958Gata í Reykjavík 40 x 35ca 1930Vatnslitamynd

Arion - art 09181Snorri Arinbjarnar 1901 - 1958Sjómenn 33 x 40ca 1942 - 1944Vatnslitamynd

Page 4: Óróleikinn nær til Íslands

Arion - art 09934Jóhann Briem 1907 - 1991Kona við glugga 80 x 1201943Olíulitir á striga

Arion - art 09835Svavar Guðnason 1909 - 1988Gríma 100 x 801939Olíulitir á striga

Arion - art 09240Gunnlaugur Scheving 1904 - 1972Í sólmánuði 1939 38 x 341939Vatnslitamynd

Arion - art 09447Gunnlaugur Scheving 1904 - 1972Gamall maður með barn 28 x 34

Vatnslitamynd

Arion - art 09651Svavar Guðnason 1909 - 1988Fabeldýr45 x 591945Blönduð tækni

Page 5: Óróleikinn nær til Íslands

Arion - art 09947Þorvaldur Skúlason 1906 - 1984Þorp75 x 801947Olíulitir á striga

Arion - art 09188Þorvaldur Skúlason 1906 - 1984Bátar65 x 861944Olíulitir á striga

Arion - art 09946Nína Tryggvadóttir 1913 - 1968Ægisgarður í Reykjavík78 x 641946Olíulitir á spónaplötu

Arion - art 09236Jón Stefánsson 1881 - 1962Án titils56 x 54ca 1922Olíulitir á striga

Arion - art 09146Jóhannes Kjarval 1885 - 1972Blátt hraun90 x 70ca 1938Olíulitir á striga

Page 6: Óróleikinn nær til Íslands

Óróleikinn nær til Íslands– umbrotin í íslenskri myndlist um miðja 20. öld.

Úr safneign Arion banka.

Íslandi var kippt snarlega inn í nútímann. Samfélagið tók andköf þegar að nokkur

bresk herskip birtust á sundunum úti fyrir Reykjavík einn vormorgun árið 1940. Árin

og áratugina á undan hafði vissulega kvarnast upp úr heimsmynd gamla íslenska

bændasamfélagsins en með stríðinu breyttist allt. Nýir tímar voru líka á næsta leiti

í myndlistarlífi landsmanna sem hafði áratugina á undan komist á veikburða legg.

Vegna átakanna í Evrópu komu ungir myndlistarmenn heim með áhrif evrópskrar

myndlistar í farteskinu. Þau áhrif mæltust misvel fyrir í Reykjavík. Kreppuárin á

fjórða áratugnum höfðu haft það í för með sér að myndlistarmenn létu sér ekki nægja

að mála landslag, heldur fóru þeir einnig að veita verkalýðsbaráttu, örbirgð og stétta-

skiptingu athygli í verkum sínum. Ekki líkaði öllum þessi nýju efnistök og það var

heldur ekki alltaf vinsælt að menn eltust við tísku utan úr heimi.

Undir lok þriðja áratugarins átti stjórnmálamaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu stóran

þátt í uppbyggingu stoðkerfis fyrir íslenska listamenn í formi Menningarsjóðs og

Menntamálaráðs. Fimmti áratugurinn bar hins vegar með sér deilur um hvert stefndi

í íslenskri myndlist. Jónas taldi ekki sjálfgefið að íslenskir myndlistarmenn tækju

mið af erlendum straumum í myndlist samtímans og var honum tíðrætt um þreytu

í myndlistinni. Jónas dró upp tvo kosti: afturhvarf til myndlistar frumkvöðlanna,

sem komu fram upp úr aldamótunum 1900, eða erlenda innrásarlist, sem hann setti

í samhengi við heimskommúnismann, og bauð ýmist upp á uppbrotna, útflatta, klossaða eða

klessta myndlist. Sjónarmið sín setti hann fram með skýrum og áhrifaríkum hætti.

Hann stóð fyrir sýningum á því sem hann áleit góða og vonda íslenska myndlist.

Sýningarnar vöktu mikla athygli. Önnur var kölluð Háðungarsýningin en á hinni,

sem ekki var ekki gefið sérstakt nafn, voru verk sem voru Jónasi að skapi. Sýning-

arstaðirnir voru Alþingishúsið við Austurvöll, þar sem þingmenn gátu kynnt sér

ástandið, útstillingargluggar í miðbænum, sem einnig voru notaðir í þessum tilgangi

og loks náði þessi sérstæða kynning á íslenskri myndlist inn á forsíðu Tímans, en þar

ritaði Jónas langar greinar um horfur í listum og menningu.

Page 7: Óróleikinn nær til Íslands

Deila Jónasar frá Hriflu og myndlistarmanna árið 1942 var flóknari en ætla mætti við

fyrstu sýn. Málið teygði anga sína út fyrir landsteinanna enda sá stjórnmálamaðurinn

nýstárlegar áherslur í myndlist í samhengi við átök stórvelda og hugmyndakerfa úti

í heimi. Sjálfstæði landsins var mikið rætt og mat margra að listirnar ættu að styðja

sjálfstæðisbaráttuna. Í fjölmiðlum og umræðum á Alþingi var aðferðum Jónasar

við að draga listamenn í dilka líkt við ófrægingarherferð menningaryfirvalda þriðja

ríkisins á hendur listamönnum. Enda þótt Listasafn Íslands væri vart til nema að

nafninu var deilt um stefnu ríkisins þegar kom að listaverkakaupum fyrir þjóðina og

einnig um yfirráð yfir útgáfu Íslendingasagnanna. Rimman í fjölmiðlum var hörð og

frá sjónarhóli dagsins í dag voru deilurnar oft ótrúlega persónulegar. Jónas ásakaði

listamenn um að upphefja ljótleikann í verkum sínum og vildi frekar að áherslan væri

á fegurð landsins og að sýna mæta menn í íslensku þjóðlífi í sínu rétta ljósi. Á móti

vildu framsæknir myndlistarmenn stunda form- og litatilraunir í friði og færa íslenska

myndlist í nánara samspil við það sem hafði gerjast í Evrópu áratugina á undan.

Á þessari sýningu, sem byggð er á verkum úr eigu Arion banka, gefur að líta verk

sem ríma við forskriftir Jónasar frá Hriflu um hvert íslensk myndlist átti að stefna, en

einkum hvert hún átti ekki að stefna. Þróunin í íslenskri myndlist varð heldur ekki

eftir höfði stjórnmálamannsins, enda efldist samtakamáttur listamanna mjög við deilurnar.

Í framhaldinu var haldið listamannaþing í fyrsta sinn og Listamannaskálinn var reistur

í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar hafði óhlutbundin málaralist fest rætur

sínar í höfuðstaðnum.

Í samtíma okkar, á 21. öld, má spyrja hvort að þessi eyþjóð í Atlantshafi sé öðrum

þjóðum uppteknari við að velta fyrir sér eigin sérkennum þegar kemur að menning-

arlífi. Kannski eimir enn rækilega eftir af þeirri hugsun að við séum einstaklega

„íslensk“ í allri okkar menningarframleiðslu og það sem við leggjum umheiminum

til á sviði menningar sé á einhvern hátt sprottið úr íslenskri náttúru, veðurfari og

sérkennum þjóðarinnar. Hver veit? Það má hins vegar ekki gleyma því að íslensk

menning er ekki, og hefur aldrei verið, lokað mengi, heldur nærist hún á samskiptum

og víðsýni landsmanna.

Guðni Tómasson listsagnfræðingur

Erindi tengt fyrirlestri Guðna, 18. febrúar í Arion banka.

Page 8: Óróleikinn nær til Íslands

Ljó

smyn

dir G

uðm

undu

r Ing

ólfs

son