9
NUTRICIA Sondunæring

Matur er hluti af tilverunni - sjukra.eplica.is · NUTRICIA Sondunæring. Þjónusta við skjólstæðinga Sjúkratrygginga Íslands um sondunæringu og fylgihluti ... Ef sondunæring

  • Upload
    vunhan

  • View
    225

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

NUTRICIA Sondunæring

Þjónusta við skjólstæðinga Sjúkratrygginga Íslands um sondunæringu og fylgihluti

Ráðgjöf um sondunæringu (frá kl. 9:00 – 16:00):

Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, hjúkrunar- og næringarfræðingur Sími: 520 4311 Einnig er hægt að hafa samband við Icepharma í síma: 540 8000

Parlogis tekur á móti pöntunum á sondunæringu og fylgihlutum.

Parlogis sala – sími: 5 900 210

Tekið er á móti pöntunum frá kl. 8:00 -16:00 alla virka daga. Netfang þjónustuvers er [email protected].

Pantanir sem berast fyrir kl. 12:00 berast viðskiptavinum næsta dag.

Í boði er heimsending x1 sinni í mánuði, einnig má sækja vörur beint til Parlogis að Krókhálsi 14, 110 Reykjavík.

Pantanir Þegar pantað er í fyrsta skipti ráðleggjum við að haft sé samband við Icepharma.

Ráðlagt er að panta um 5 vikna skammt af sondunæringu og fylgihlutum í einu.

Pantað sé svo á 4 vikna fresti, þannig að alltaf sé til vikuskammtur af sondunæringu meðan beðið er eftir næstu sendingu.

Ekki má skila sondunæringu eftir afgreiðslu þar sem sondunæring fellur undir reglugerð um matvöru. Hafið samband við Icepharma varðandi frekari upplýsinga.

Allar breytingar á sondunæringu þurfa að fara í gegnum næringarráðgjafa eða lækni.

Athugið að ekki má panta sondunæringu þegar einstaklingur er inniliggjandi á stofnun eða sjúkrahúsi. Viðkomandi deild útvegar næringu á meðan dvölinni stendur.

Næringardælur Infinity næringardælur eru eign Icepharma.

Vinsamlegast hafið samband við Þjónustudeild Icepharma ef upp koma vandamál eða bilanir tengdar næringardælunum. Þjónustudeild: Sigrún Ásdís Gísladóttir, þjónustustjóri Símar: 520 4321 / 843 4321 Arnar Ingi Valsson Tæknimaður Símar: 520 4328 / 843 4328

Skila þarf næringardælum til: Þjónustudeildar Icepharma, Lynghálsi 11, 110 Reykjavík eftir notkun.

Skila þarf bakpokum og statífum til Sjúkratrygginga Íslands, Hjálparmiðstöð, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík eftir notkun.

Vefsíður:

Nánari upplýsingar um notkun næringardælunnar er að finna á vefsíðunni: http://nutriciaflocare.com Nánari upplýsingar og fréttir um Nutricia næringu og fylgihluti má sjá á heimasíðunni okkar: http://naeringogheilsa.is

Reykjavík, Janúar 2015 Kær kveðja, Bryndís Elfa Gunnarsdóttir og starfsfólk Icepharma.

Sondunæring og fylgihlutir Pöntunarnúmer

Almenn Sondunæring Vörunúmer Vöruheiti Magn í Kassa

80016408 Nutrison 8 x 500 ml

80001800 Nutrison 8 x 1000 ml

80016410 Nutrison Multi Fibre 8 x 500 ml

80001817 Nutrison Multi Fibre 8 x 1000 ml

8065834 Nutrison Energy 8 x 500 ml

80001802 Nutrison Energy 8 x 1000 ml

80002113 Nutrison Energy MF 8 x 500 ml

80002114 Nutrison Energy MF 8 x 1000 ml

80208562 Nutrison Complete MF 1200 8 x 1000 ml

Sérhæfð Sondunæring Vörunúmer Vöruheiti Magn í Kassa

80001801 Nutrison Advanced Peptisorb 8 x 1000 ml

64001100 Nutrison Advanced Diason 8 x 1000 ml

80002107 Nutrison Concentrated 8 x 500 ml

80202229 Nutrison Protein Plus 8 x 1000 ml

80202359 Nutrison Protein Plus 8 x 500 ml

80002115 Nutrison Protein Plus MF 8 x 500 ml

80002116 Nutrison Protein Plus MF 8 x 1000 ml

80001805 Nutrison Soya 8 x 1000 ml

Sondunæring fyrir börn Vörunúmer Vöruheiti Magn í Kassa

Fyrir börn 1-6 ára eða 8-20kg

80903422 Infatrini (fyrir 0-12 mánaða) 8 x 500 ml

80005159 Nutrini 8 x 500 ml

80021240 Nutrini Multi Fibre 8 x 500 ml

80001847 Nutrini Energy 8 x 500 ml

80016803 Nutrini Energy MF 8 x 500 ml

80016411 Nutrini Peptisorb 8 x 500 ml

Fyrir börn 7-12 ára eða 21-45kg

80016437 NutriniMax 8 x 500 ml

80002127 NutriniMax Multi Fibre l 8 x 500 ml

80065752 NutriniMax Energy 8 x 500 ml

80065754 NutriniMax Energy MF 8 x 500 ml

Næringarsett og fylgihlutir Vörunúmer Vöruheiti Magn í Kassa

Næringarsett í Infinity Næringardælu

80035158 Flocare Infinity Næringarsett 30 stk/pk

80035159 Flocare Infinity Univ.Næringarsett (pelasett) 30 stk/pk

80035232 Flocare Infinity Mobil Næringarsett 30 stk/pk

800035744 Flocare Bolus Adapter 1 stk/pk 1 stk

80035122 Flocare Plastpoki Top Fill 1,3 L m/setti 10 stk/pk

80003352 Flocare Plastpoki Top Fill 1,3L 10 stk 10 stk/pk

80035746 Flocare Container 500m 1 stk/pk 1 stk

Aðrir fylgihlutir:

Sprautur

Sondur

Sonduhnappar og millislöngur

Pelar

Uppsetning á Nutrison sondunæringu

1. Þvoið hendur fyrir uppsetningu og vinnið við hreint borð. 2. Veltið rólega innihaldinu í sondupokanum áður en hann er tengdur við

næringarsettið. 3. Pokinn má hvort heldur liggja á borði eða hanga uppi þegar næringarsettið er tengt

við hann. 4. Takið tappann af sondunæringarpokanum. Snertið ekki álþynnuna. 5. Opnið pokann með næringarsettinu. 6. Skrúfið næringarsettið á pokann og herðið vel.

7. Hengið pokann upp.

8. Þrýstið dropahylkinu upp þannig að næringarsettsendinn fari í gegnum álþynnuna

og að innihaldinu. Ef slöngusettið er ekki með dropahylki má hlaupa yfir þennan lið.

9. Fyllið dropahylkið að 1/3 (í mesta lagi).

10. Tengið næringarsettið við dælu, kveikið á dælunni og ýtið á “FILL SET” í 2 sekúndur.

Dælan sér um að fylla næringarsettið af sondunæringu. Ýta má aftur á “FILL SET” þegar næringarsettið er orðið fullt en það er ekki nauðsynlegt.

11. Tengið slöngusettið við næringarsonduna.

12. Geymið tappann af næringarsettinu í hreinu lokuðu íláti.

13. Áður en sondugjöf hefst skal sprauta a.m.k. 20ml af vatni um kranann á

næringarsettinu eða beint í sonduna. Minna magn þarf fyrir ungabörn.

Aftenging og tenging á næringarsetti og sondu: Þvoið hendur. Sprautið a.m.k. 20ml af vatni í sonduna fyrir og eftir sondugjöf. Hægt er að sprauta beint í sonduna eða þá í gegnum kranann á slöngusettinu. Geymið tappann af næringarsettinu á góðum stað þegar sondugjöf lýkur. Skipt um poka Þvoið hendur. Takið fram pokann og veltið honum rólega. Takið tappann af og snertið ekki álþynnuna. Aftengið tóma pokann frá slöngusettinu og skrúfið hylkinu á nýja pokann. Þrýstið hylkinu upp og fer þá slöngusettsendinn gegnum álþynnuna og að innihaldinu. Ath. Skipta þarf um næringarsett á 24 tíma fresti. Lyfjagjöf: Leysið lyfin vel upp. Lokið fyrir rennslið á næringunni. Gefið lyfin með sprautu í gegnum kranann á næringarsettinu eða beint í sonduna ef sondugjöf er lokið. Skolið sonduna bæði fyrir og eftir lyfjagjöf. Viðbótar vökvagjöf: Ef gefa þarf vatn til viðbótar við næringu, gefið það þá með sprautu um kranann á næringarsettinu eða í næringarsonduna þegar sondugjöf er lokið. Athugið: Næringarsett og sondunæring má hanga við stofuhita í 24 klst., ef unnið er samkvæmt þessum reglum. Skolið sprautur vandlega í heitu rennandi vatni eftir notkun og geymið í hulstrinu eða í nýrnabakka milli notkunar. Ef magainnihaldi er sogað upp í sprautuna hendið þá sprautunni eftir notkun. Ef endi á magaslöngu mengast skolið hann þá með vatni eða spritti. Skiptið alltaf um næringarsett og sprautu eftir einn sólarhring. Ef einstaklingur er með verulega bælt ónæmiskerfi skiptið þá um sprautu 2-4 sinnum á sólarhring og notið sæft vatn til að skola magaslönguna.

Munið handþvott fyrir alla meðhöndlun

Næringarráðgjöf Landspítalanum

Úrlausnir vandamála

Einkenni Hugsanlegar ástæður Tillaga um úrlausn

Óþægindi í kviðarholi Ógleði Uppköst

Sýklalyf eða önnur lyf Athugið hvort einstaklingur geti verið án lyfsins

Gefið of mikið magn eða gefið of hratt

Hafið máltíðir minni eða skiptið yfir í samfellda/hægari gjöf

Dragið mögulega úr heildarmagni sondunæringar

Of köld sondunæring Gefið eingöngu sondunæringu við stofu- eða líkamshita

Menguð sondunæring Notið dauðhreinsaðar vörur

Notið lokuð kerfi

Skiptið um næringarsett einu sinni á sólarhring

Geymið sondunæringu sem búið er að opna að hámarki 24 klst. í kæli

Vanfrásog fitu Notið sondunæringu sem byggist á MCT-fitu og peptíðum

Vanfrásog mjólkursykurs Notið mjólkursykurssnauða sondunæringu

Gefið næringuna samfellt

Bjúgur Veitið þvagræsimeðferð

Gjöf sondunæringar Gefið næringu samfellt

Farið hægt af stað

Hægðatregða Ofþornun (einkum við brunasár, sótthita o.þ.h.)

Aukin vökvagjöf ≥2500 ml

Trefjasnautt fæði Aukið trefjainnihald í sondunæringunni og

hugsanlega hægðalyf

Hreyfingarleysi Hreyfing í þeim mæli sem unnt er

Aukin vökvaneysla

Lyfjagjöf Tiltekin lyf, t.d. verkjalyf, valda hægðatregðu.

Athugið hvort breyta/hætta má lyfjagjöf

Ef hægðatregða er viðvarandi skal hafa samband við lækni

Að svelgjast á Einstaklingur kastar upp og honum svelgist á

Bakflæði

Sogið upp magainnihaldi áður en sondunæring er gefin

Sogið upp magainnihald á tveggja klst. fresti

Höfðalagi hefur ekki verið lyft nægilega

Lyftið höfðalagi 30°-45°

Gefið veikburða einstaklingum ekki innrennsli á næturnar

Gefið ekki innrennsli í maga ef hann tæmir sig ekki

Gefið einstaklingum sem eru án hóstaviðbragða ekki sondunæringu nema undir stöðugu eftirliti

Uppsöfnun í maga, einstaklingum með viðvarandi uppsöfnun í maga þarf alltaf að vísa til læknis til úrlausnar

Forðist að nota orkuríka sondunæringu sem getur seinkað magatæmingu.

Leiki grunur á uppsöfnun í maga, skal athuga magn magainnihalds áður en sondunæring er gefin

Ef mikið sogast upp, getur verið þörf á lyfjum sem örva magahreyfingar

Lyftið höfðalagi 30°- 45°meðan verið er að gefa sondunæringuna og í klukkustund eftir að henni lýkur

Til greina kemur að leggja sonduna niður í ásgörn (jejunum)

Gefið næringuna samfellt

Sondunæringargjöf með sprautu: Ef sondunæring er gefin með sprautu þá er best að nota millistykki (Bolus Adapter). Millistykkinu er skrúfað framan á sondupokann og er álþynnan rofin með því. Hægt er að draga sondunæringu úr pokanum með sprautu. Einnig er hægt að hella sondunæringu í sprautuna.

Sondunæringuna á að geyma í kæliskáp þegar búið er að opna pokann.

Sondunæringin geymist í sólarhring í kæli eftir að hafa verið opnuð.

Sondunæringu þarf að taka út eða hella í ílát þannig að hún nái stofu- eða líkamshita áður en hún er gefin.

Mikilvægt er að rjúfa ekki álþynnuna á sondupokanum með mataráhöldum, ráðlagt er að rjúfa álþynnuna með millistykkinu.

Gætið ávallt hreinlætis.

Meðan á sondugjöf stendur er gott að koma sér vel fyrir, hafa 45°halla á höfðalagi ef

legið er í rúmi og liggja þannig í 30 mínútur eftir sondugjöf til að fyrirbyggja uppköst.

Munnhirða Góð munnhirða er alltaf mikilvæg til að fyrirbyggja sýkingu, sérstaklega þegar einstaklingur borðar ekkert um munn. Gott er að bera varasalva á varir.

Geymsla á sondunæringu og fylgihlutum: Geymið sondunæringuna á svölum, hreinum og þurrum stað (5-25°C).

Varist að hafa sondunæringu nálægt ofni eða þar sem sól skín á hana.

Gætið hreinlætis. Áætlaður kostnaður einstaklings á mánuði: _______________________