40
Jólin 2013 42. árgangur Keflavík íþrótta- og ungmennafélag

Jólablað 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Jólablað 2013

Jólin 2013

42. árgangur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag

Page 2: Jólablað 2013

2 Jólablað 2013

Íþróttamaður Keflavíkur 2012Íþróttamenn Keflavíkur voru heiðraðir og íþrótta-maður Keflavíkur 2012 útnefndur í hófi þann 28. des-ember 2012 í félagsheimili félagsins. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er Íþróttamaður Keflavíkur 2012. Hver verður það í ár ?????

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2013Gullmerki var veit Bjarney S. Snævarsdóttur aðal-stjórn. Gullmerki Keflavíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu.

Tvö silfurmerki voru veitt þeim Jóni S. Ólafssyni knattspyrnudeild og Ásgeiri S. Vagnsyni skotdeild. Silfurmerki Keflavíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu.

Þrjú bronsmerki voru veitt þeim Birnu P. Sigur-geirsdóttur badminton, Fal H. Daðasyni sunddeild og Jens Magnússyni skotdeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu.

Starfsbikar félagsins var veitt Margeiri Elentínus-arsyni.

Tvö heiðursmerki úr gulli voru veitt þeim Gunnari Sveinssyni og Sigurbirni Gunnarssyni.

Tvö heiðursmerki úr silfri voru veitt þeim Fal Harðarsyni körfuknattleiksdeild og Elís Kristjánssyni þjálfara knattspyrnudeildar.

Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Hermanni Helga-syni körfuknattleiksdeild og Þorsteini Magnússyni knattspyrnudeild.

Umhverfisdagur KeflavíkurKeflavík stóð fyrir umhverfisdegi laugardaginn 27. apríl. Stjórnarmenn deilda félagsins komu saman og hreinsuðu upp rusl í kringum íþróttasvæði sín. Dag-urinn tókst vel og nokkuð af rusli féll til. Endað var með grillveislu þar sem formaður félagsins grillaði hamborgara fyrir okkar duglega fólk. Aðalstjórn vill þakka stjórnarmönnum og öðrum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við okkar sam-starfsaðilum fyrir gott samstarf, en það voru Sam-kaup/Nettó, Víkurfréttir og Reykjanesbær. Hreint land fagurt land.

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013Landsmót UMFÍ er klárlega stærsti viðburður hreyf-ingarinnar hverju sinni. Mótið var haldið á Selfossi 4. – 7. júlí 2013. Fyrsta mótið var haldið árið 1909. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfs-hlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi kepp-enda er um 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 7.000 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum. Keppnishópur okkar taldi um 50 keppendur. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sér-staklega landsmótsnefnd fyrir hennar framlag. Vel að verki staðið.

16. Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 201316. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá móts-höldurum og margar uppákomur í gangi.

Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okkar taldi 54 keppendur og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sérstaklega unglingalandsmótsnefnd fyrir hennar framlag. Vel að verki staðið.

Vorfundur UMFÍ á Húsavík 2013Vorfundur UMFÍ var haldinn á Húsavík 11. maí 2013. Kári Gunnlaugsson sótti fundinn af hálfu Keflavíkur.

17. Unglingalandsmót á Sauðárkróki 2014Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannhelgina 2014.

Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Unglingalands-mótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum á að leiðast á unglingalandsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur okkar fólk til að taka þátt í mótinu. Undanfarin ár hefur aðalstjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

4. Landsmót UMFÍ 50+ Húsavík4. Landsmót UMFÍ 50+ var haldið dagana 7.–9. júní 2013 á Húsavík.

Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ).

Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

ForvarnardagurinnForvarnardagurinn er haldinn í 9. bekk grunnskóla að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskól-ann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af Actavís. Keflavík hefur tekið fullan þátt í þessu verkefni frá upphafi. Fulltrúar Keflavíkur fóru í grunnskóla í Keflavíkur-hverfi. Einar Haraldsson fór í Heiðarskóla.

Blakdeild innan KeflavíkurBlakdeild hefur tekið til starfa innan félagsins. Með tilkomu blakdeildar eru deildir félagsins orðnar átta.

Betra félag / Betri deildKeflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mik-ils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfir-völd um að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum, sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan

Keflavíkur. Okkar deildir hafa verið að endurnýja handbókina og fá nýja vottun frá ÍSÍ, en vottunin er til fjögurra ár í senn.

Innheimtu og skráningarkerfiAðalstjórn gerði samning við Dynax um afnot af innheimtu og skráningarkerfi Nóra. Greiðslumiðlun hefur keypt kerfið af Dynax. Öllum deildum félagsins stendur til boða að nýta sér kerfið og eru flestar deild-ir að nota Nórakerfið. Með tilkomu þessa nýja inn-heimtu- og skráningarkerfis þá eru skil á greiðslum og skráningum að skila sér betur.

Heimasíða KeflavíkurKeflavík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgjast með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http://www.keflavik.is Tölvupósturinn er vistaður hjá Netsamskipti og póstfangið er [email protected]

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda.Efnahagsástandið hér á landi á undanförnu hefur komið við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ eins og aðra. Tekjur frá stuðningsaðilum okkar hafa mikið og færri fyrirtæki hafa séð sér fært að styrkja íþróttastarfsemi. Deildir okkar hafa brugð-ist við með því að skera niður kostnað. Ekki stendur til að skera niður í yngriflokkastarfinu því það er jú mikilvægt að halda því úti og jafnvel að efla það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í raun er undravert hversu sjálfboðaliðum í stjórnum deilda félagsins hefur tekist vel að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi á undanförnum árum. Almennt er mjög vel staðið að rekstri einstakra deilda félagsins sem hafa sjálfstæðan fjárhag undir yfirstjórn aðalstjórnar. Aðalstjórn félagsins leggur sig fram við að halda fjármálum alls félagsins í góðu horfi og reynir að hindra að eytt sé umfram tekjur.

Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og hún þakkar öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum.

Áfram KeflavíkEinar Haraldsson formaður Keflavíkur

Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennfélags 2013. Efri röð frá vinstri: Sveinn Adólfsson, Þórður M. Kjart-ansson, Guðjón Axelsson, Bjarney S. Snævarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Birgir Ingibergsson, Kári Gunn-laugsson, Einar Haraldsson og Sigurvin Guðfinnsson.

Ú t g e f a n d i : K e f l a v í k í þ r ó t t a - o g u n g m e n n a f é l a g Á b y r g ð a r m a ð u r : E i n a r H a r a l d s s o n • k e f l a v i k @ k e f l a v i k . i s , 4 2 1 3 0 4 4 U m b r o t o g p r e n t u n : S t a p a p r e n t e h f . • s t a p a p r e n t @ s i m n e t . i s , 4 2 1 4 3 8 8

Aðalstjórn

Page 3: Jólablað 2013

Jólablað 2013 3

Allt til jólanna

í jólaskapi

Page 4: Jólablað 2013

4 Jólablað 2013

Lokahóf yngri flokka Keflavík-ur var haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut laugardaginn

21. september. Þar mættu iðkendur og foreldrar þeirra til að gera upp sumarið. Veitt voru verðlaun fyrir árangur og ástundun og að venju voru það leikmenn meistaraflokka karla og kvenna sem afhentu verð-launin. Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa þetta sum-arið.

Piltar

7. flokkur yngriBesta mæting: Tómas Tómasson, 95,90%. Mætingaverðlaun: Guðmundur Brynjar Guðlaugsson.

7. flokkur eldriBesta mæting: Guðjón Snorri Herbertsson, Guðmundur Páll Jónsson, Óskar Örn Ólafsson, 98,36% Mætingaverðlaun: Helgi Thor Jóhannesson.

6. flokkur yngriBesta mæting: Óliver Andri Einarsson, Róbert Ingi Njarðarson, Stefán Jón Friðriksson, Tóm-as Ingi Magnússon, 97,52%Mætingaverðlaun: Agnar Alex Sveinsson, Axel Ingi Jó-hannesson, Daniel Abazi, Magnús Már Garðarsson, Magnús Þór Ólason

6. flokkur eldriBesta mæting: Birkir Freyr Andrason, Sigurður Orri Ingimarsson, 92,56%

5. flokkur yngriMestu framfarir: Rúnar Bárður KjartanssonBesta mæting: Ragnar Ingi Sigurðsson

Besti félaginn: Dawid Jan LaskowskiLeikmaður ársins: Alexander Fryderyk Grybos

5. flokkur eldriMestu framfarir: Óli Þór ÖrlygssonBesta mæting: Gunnólfur GuðlaugssonBesti félaginn: Róbert AndréssonLeikmaður ársins: Einar Sæþór Ólason

4. flokkur yngriMestu framfarir: Snorri ÞorsteinssonBesta mæting: Ingimundur ArngrímssonBesti félaginn: Hreggviður HermannsonLeikmaður ársins: Arnór Sveinsson og Ísak Óli Ólafsson

4. flokkur eldriMestu framfarir: Fannar GíslasonBesta mæting: Sigurbergur Bjarnason og Ólafur Ingi Jóhannesson, 94%Besti félaginn: Eggert GunnarssonLeikmaður ársins: Sigurbergur Bjarnason og Ólafur Ingi Jóhannesson

3. flokkur yngriMestu framfarir: Tómas ÓskarssonBesta mæting: Tómas ÓskarssonBesti félaginn: Björn Grétar SveinssonLeikmaður ársins: Samúel Þór Traustason

3. flokkur eldri

Mestu framfarir: Eiður Snær UnnarssonBesta mæting: Guðmundur Marinó JónssonBesti félaginn: Knútur GuðmundssonLeikmaður ársins: Árni Gunnar Þorsteinsson

ALLIR FLOKKARMestu framfarir: Theodór SigurbergssonBesti félaginn: Markús Már MagnússonBesti markvörður: Sindri Kristinn ÓlafssonBesti varnarmaður: Anton Freyr HaukssonBesti miðjumaður: Bjarni Fannar BjarnasonBesti sóknarmaður: Fannar Orri SævarssonBesti leikmaðurinn: Anton Freyr Hauksson

Stúlkur

7. flokkurBesta mæting: Esther Gustavsdóttir, 81%

6. flokkurBesta mæting: Kamilla Jensdóttir og Sigrún Sigurgestdóttir, 95%Mætingaverðlaun: Hjördís Jónsdóttir og Bríet Björk Sigurðardóttir, 90%

5. flokkurMestu framfarir: Dominika Rún ÞorsteinsdóttirBesta mæting: Berglind Rún Þorsteinsdóttir, 97%Besti félaginn: Herdís Birta Sölvadóttir og Birgittta Rún Sigurðardóttir

Leikmaður ársins: Árdís Inga Þórðardóttir

4. flokkurMestu framfarir: Eva Lind Daníelsdóttir og Viktoría Sól SævarsdóttirBesta mæting: Sigríður Eva Tryggvadóttir, 99%Besti félaginn: Hanna M. JónsdóttirLeikmaður ársins: Aníta Lind Daníelsdóttir

3. flokkurMestu framfarir: Tinna Björg GunnarsdóttirBesta mæting: Ljiridona Osmani, Margrét Einarsdóttir, Þóra Kristín Klemenzdóttir, 96% Besti félaginn: Sveinborg Ólafía Sveinsdóttir, RKVLeikmaður ársins: Gná Elíasdóttir

ALLIR FLOKKAR

Mestu framfarir: Margrét Hulda ÞorsteinsdóttirBesti félaginn: Særún BjörgvinsdóttirBesti markvörður: Auður Erla GuðmundsdóttirBesti varnarmaður: Þóra Kristín KlemenzdóttirBesti miðjumaður: Ljiridona OsmaniBesti sóknarmaður: Marín Rún GuðmundsdóttirBesti leikmaðurinn: Una Margrét Einarsdóttir, RKV

Landsleikir: Anton Freyr Hauksson og Fannar Orri Sævarsson

Fjölmargir iðkendur mættu á lokahófið.

Lokahóf Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar 2013

Page 5: Jólablað 2013

Jólablað 2013 5

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

TSAehf.Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Getraunir 1x2Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir!

Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230 Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið

að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Tippað á netinuMestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir,

annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230.

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur

TOYOTAReykjanesbæNjarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær

Sími 420 6600 • Fax 421 1488

A-lið 4.flokks drengja urðu Íslandsmeistarar og Rey Cup meistarar.

Hluti bestu leikmanna yngri flokka 2012-2013.

Mætingarverðlaun í 6.flokki drengja.

Njarðarbraut 11a - 260 Njarðvík

Page 6: Jólablað 2013

6 Jólablað 2013

Árið 2013 hefur verið viðburðarríkasta ár í sögu taekwondo deildar Keflavíkur. Deildin er án nokkurs vafa sú sterkasta

á landinu þótt víða væri leitað. Iðkendur eru frá 6 ára aldri og upp úr og um hundrað talsins. Nú í haust hefur deildin boðið upp á byrjendanám-skeið fyrir fullorðna sem hafa verið vinsæl, enda er þetta mikil brennsla, styrking og ótrúleg bæting á liðleika og jafnvægi sem fólk fær eftir aðeins nokkrar vikur af æfingum. Taekwondo er fjölskylduíþrótt og mikið um það að foreldrar æfi líka hjá deildinni. Það styrkir tengsl barna og foreldra ásamt því að gefa þeim heilbrigt áhuga-mál sem þau geta stundað saman.

MótAuk þess að vera fjölskylduíþrótt þá er taekwondo líka Ólympísk keppnisgrein. Taekwondo deild Keflavíkur er með sterkt keppnislið sem er að ná góðum árangri hér heima og erlendis. Hér er stiklað á stóru um árangur deildarinnar á árinu.

RIGÍ janúar var taekwondo keppnisgrein á Reykjavík Int-ernational Games (RIG) í fyrsta sinn. Að því tilefni voru haldnar veglegar æfingarbúðir með mörgum af bestu keppendum, þjálfurum og dómurum heims, þar á meðal voru æfingar í Keflavík. Gestirnir komu frá Portúgal, Danmörku, Svíþjóð, Serbíu, Litáen og Þýskalandi. Höfðu gestirnir mörg orð um gæði iðkendanna í Keflavík. Keflvíkingar voru með besta árangur allra félaga á RIG og voru Ástrós Brynjars-dóttir og Svanur Þór Mikaelsson, bæði úr Keflavík, valin bestu taekwondo keppendur leikanna.

BikarmótBikarmótin eru þrjú talsins og eru stærstu mótin sem haldin eru á hverju ári með yfir 230 kepp-endur á hverju móti. Í febrúar var haldið Bikarmót 2 í Mosfellsbæ. Keflvíkingar mættu þar með fremur fámennt lið miðað við önnur mót. Það kom upp sú ótrúlega staða að tvö félög voru með jöfn stig í stigakeppninni, það voru Ármann og Keflavík. Keflvíkingar unnu þó mótið því þeir voru með fleiri gullverðlaun sem ræður ef um jafntefli er að ræða. Síðasta bikarmót tímabilsins 2012-2013 var haldið í Reykjanesbæ í maí. Þar skörtuðu Keflvíkingar stóru og sterku liði og unnu Bikarmótaröðina örugglega.

Keflvíkingar hafa því sigrað öll Bikarmót frá árinu 2006. Auk þess voru bestu keppendur Bikarmót-araðarinnar oftast frá Keflavík. Fyrsta Bikarmótið 2013-2014 verður haldið í Sandgerði helgina 30.nóv. - 1. des. Það eru margir iðkendur úr Sandgerði að æfa með Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem haldið verður mót þar.

ÍslandsmótKeflvíkingar tóku þátt á Íslandsmótinu í bardaga í mars og voru þar með gott lið. Keflvíkingar unnu liðakeppnina 4. árið í röð. Normandy del Rosario úr Keflavík var valinn keppandi mótsins hjá körl-

unum. Í nóvember var svo haldið Íslandsmótið í tækni. Þar höfðu Keflvíkingar titil að verja og gerðu það með glæsibrag. Athygli vakti að unglingarnir úr Keflavík skákuðu reynsluboltunum í íþróttinni í svartbeltisflokkunum og greinilegt að framtíðin er björt. Ástrós Brynjarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík voru valin bestu keppendur mótsins.

Landsmót UMFÍKeppt var í taekwondo á landsmóti UMFÍ í fyrsta sinn. Mótið var haldið á Selfossi og nokkrir Keflvík-ingar kepptu þar með góðum árangri.

EvrópumótKristmundur Gíslason fór á Evrópumót undir 21. árs í Moldavíu og stóð sig vel þrátt fyrir að falla úr keppni í fyrstu lotu fyrir keppanda frá Portúgal.

Ástrós Brynjarsdóttir og Svanur Þór Mikaels-son tóku þátt á Evrópumótinu og Spænska Opna mótinu í tækni, en bæði mótin voru haldin á Spáni. Bæði mótin eru stórmót og stóðu þau sig með prýði þrátt fyrir að hafa ekki unnið til verðlauna.

Svanur Þór Mikaelsson, Ágúst Kristinn Eðvarðs-son, Ástrós Brynjarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík voru öll valin til að keppa á Evrópumóti 12-14 ára í Rúmeníu í sumar. Svanur Þór veiktist og þurfti því að vera eftir heima. Keflvíkingarnir stóðu sig vel, Ástrós Endaði í 5. sæti og Bjarni og Ágúst börðust einnig góða bardaga.

Karel Bergmann Gunnarsson er einn efnilegasti unglingur landsins í taekwondo og hann fór til Portúgal að keppa á Evrópumóti 15-17 ára. Karel byrjaði mjög vel og komst yfir á móti dönskum keppanda. Bardaginn var jafn en Daninn sigraði.

Millenium Open í SerbíuÍ apríl fóru 6 Íslendingar til Serbíu á æfingabúðir og mót, þar af voru 3 Keflvíkingar sem komu heim með silfur og brons.

NorðurlandamótNorðurlandamótið var haldið í Finnlandi í ár. 11 Keppendur frá Keflavík tóku þátt og var þetta stærsta lið bæði Íslendinga og Keflvíkinga erlendis frá upp-hafi. Árangur liðsins lét ekki á sér standa en Keflvík-ingarnir Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Ástrós Brynjars-dóttir og Bjarni Júlíus Jónsson sigruðu öll sinn flokk og Keflvíkingar komu heim með 11 verðlaun.

Viðburðarríkasta ár í sögu Taekwondo deildar Keflavíkur

Fjölskylduíþrótt

Ungir keppendur úr Keflavík skáka reynsluboltunum.

Ástrós og Bjarni voru bestu keppendur Íslandsmótsins.

Keflvíkingar að sigra íslandsmótið í tækni.

Page 7: Jólablað 2013

Jólablað 2013 7

Scottish Open13 keppendur fóru frá Keflavík á Scottish Open mótið annað árið í röð og komu heim með 16 gull, 9 silfur og 8 brons, langbesti árangur Keflvíkinga erlendis. Auk þess var liðið valið besta liðið í tækni

Landslið / U&ETaekwondosamband Íslands heldur úti æfingahópum fyrir unga og efnilega iðkendur. Keflvíkingar eru þar í stórum meirihluta en rúmlega ⅓ iðkenda í þessum æfingahópum og landsliðum Íslands eru úr Keflavík.

SvartbeltisprófÍ október var haldið svartbeltispróf þar sem 8 Keflvík-ingar þreyttu próf. Allir stóðu sig með glæsibrag þótt nokkrir hafi átt í erfiðleikum með einn hluta prófsins. 4 náðu prófinu í fyrstu tilraun en hinir klára prófið í desember. Keflavík er búið að vera virkasta félagið á landinu í að koma upp svartbeltingum síðustu ár.

ÆfingabúðirÍ apríl fóru Karel Bergmann, Kristmundur og Helgi Rafn úr Keflavík til Serbíu á æfingabúðir með lands-liðsþjálfurum Serbíu og með keppendum frá Serbíu, Króatíu, Svartfjallalandi og Svíþjóð. Æfingabúðirnar voru fjölmennar og mjög góðar.

Í september voru haldnar æfingarbúðir með Suvi Mikkonen, Ólympíufara frá Finnlandi ásamt þjálf-ara hennar. Þessar æfingabúðir voru vel sóttar af Keflvíkingum og var þeim hrósað fyrir góða tækni og keppnisanda.

Í október voru haldnar æfingabúðir með master Jamshid Mazaheri frá Danmörku. Hann var mjög ánægður með liðið sem stóð sig með prýði á æfing-um hjá honum og sýndu góða takta.

SýningarDeildin heldur reglulega sýningar og kynningar. Í ár var haldin stór og vel æfð sýning á Reykjavíkurleikunum,

en allar íþróttagreinarnar halda sýningu við setningu eða lok leikanna. Þar var það mál manna að taekwondo sýningin bæri af.

Árlegar sýningar sem deildin hefur einnig verið með eru á Sandgerðisdögum og Ljósanótt. Þær sýningar heppnuðust vel og var margmenni að fylgjast með þeim.

FjáraflanirMikið hefur verið um keppnisferðir á þessu ári, meira en nokkru sinni fyrr. Iðkendur þurfa oft að standa straum af miklum kostnaði vegna þess og hafa nú sem aldrei fyrr verið mikið um vel skipu-lagðar fjáraflanir af foreldrum og foreldrafélagi. Það er gífurlega mikilvægt að styðja við ungu íþróttamennina með því að hjálpa þeim fjárhags-lega í þessum málum og hefur það gengið mjög vel á þessu ári.

Sterk heildÁfram halda Keflvíkingar að setja markið hátt í ta-ekwondo íþróttinni. Hvort sem það kemur að gæði í þjálfun, stjórn félagsins, virkni foreldra og iðkenda,

árangri á mótum, þátttaka í æfingabúðum, fræðsla og kynning, próftökum í svart belti, framþróun íþróttarinnar og svo mætti lengi telja. Metnaðarfullt starf deildarinnar hefur skilað iðkendum sem eru keppnishæfir á besta vettvangi heims og eru fyrir-myndaríþróttamenn á Suðurnesjunum og víðar.

Óskum viðskiptavinumokkar, sem og

Suðurnesjamönnumöllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum viðskiptiná árinu sem er að líða

Vinur við veginn

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Sími 420 2500 www.skolamatur.is

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

Ástrós og Svanur voru bestu keppendur Reykja-víkurleikanna

Keppnislið Keflavíkur á Scottish Open með verðlaunin.

Page 8: Jólablað 2013

8 Jólablað 2013

Eldvarnarpakki 1Tilboðsverð í vefverslun

14.668 kr.Listaverð 22.741 kr.

Sími 570 2400 · oryggi.isStöndum vaktina allan sólarhringinn

Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is

Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn

Eldvarnarpakki 2Tilboðsverð í vefverslun

20.937 kr.Listaverð 32.460 kr.

Eldvarnarpakki 3Tilboðsverð í vefverslun

13.398 kr.Listaverð 20.772 kr.

Eldvarnarpakki 4Tilboðsverð í vefverslun

7.205 kr.Listaverð 11.171 kr.

Eldvarnarpakki 5Tilboðsverð í vefverslun

14.177 kr.Listaverð 21.980 kr.

Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúðTryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

123

247

Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar samfylgdina á árinu óskum við öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sýnum alúð og aðgát um hátíðirnar og pössum vel hvert upp á annað.

VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk.

VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla

VÍS | Hafnargötu 57 | 230 REYKJANESBÆ | SÍMI 560 5390 | VIS.IS

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í FRIÐI OG RÓ

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

08

8

Page 9: Jólablað 2013

Jólablað 2013 9

VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja

óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

HS Orka hfhsorka.is

Orka er líf

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ, sími 4216901

Viðurkenntþjónustuverkstæði

Page 10: Jólablað 2013

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur borist öflugur og góður liðsauki nú á haust-dögum 2013. Heiðar Birnir Torleifsson

hefur verið ráðinn til Keflavíkur og verður hann þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka ásamt því að vera íþróttafulltrúi Knattspyrnudeildar. 

Heiðar Birnir hefur mikla reynslu í þjálfun og hefur m.a. starfað hjá ýmsum félögum og við knattspyrnu-skóla.  Við vildum forvitnast aðeins um bakgrunn Heiðars Birnis, hvaða sýn hann hefur á starfið ásamt því að athuga væntingar hans til komandi keppnis-tímabils. Við tókum Heiðar Birnir tali og spurðum hann nokkurra spurninga.

Hver er bakgrunnur þinn í knattspyrnu?Ég er borinn og barnfæddur Ísfirðingur og spilaði þar fótbolta upp alla yngri flokka og upp í meist-araflokk. Ég byrjaði mjög snemma að þjálfa eða 17 ára. Áhuginn á þjálfun tók yfir rétt fyrir tvítugt og ég hætti að spila enda var ég kominn í fullt starf sem þjálfari.  Hef svo þjálfað meira eða minna sl. 17 ár.  Oftast verið í fullu starfi og þá sem yfirþjálf-ari yngri flokka.   Nú síðustu misserin hef ég svo einnig verið með knattspyrnuskóla út um allt. Bæði í mínu eigin nafni og nú síðast undir merkjum Coerver Coaching, sem er trúlega ein allra virtasta æfinga- og kennsluáætlunin í boltanum í dag. Hef verið töluvert erlendis að þjálfa fyrir Coerver þ.e. á knattspyrnunámskeiðum fyrir yngri flokka þannig að þetta er búið að vera líf og fjör og mikið að gera.

 Hvernig líst þér á aðstæður til knatt-spyrnuiðkunar- og þjálfunar í Keflavík?Aðstæðurnar eru bara alveg frábærar. Við gerum okkur ekki oft grein fyrir hversu góðar aðstæð-urnar eru í raun.  Ég var t.a.m. á Írlandi í fyrra og þar er gríðarlegur munur á aðstæðum. Þannig að ég er gríðarlega ánægður að vera hér og vil nýta aðstæðurnar hvað best ég get.

 Hver eru þín helstu áhersluatriði varð-andi þjálfun meistaraflokks kvenna? Við viljum byggja upp lið á okkar eigin leik-mönnum fyrst og síðast.   Ef við þurfum, þá að sjálfsögðu leitumst við eftir liðsstyrk.  En fyrst og

síðast viljum við byggja upp lið hér til framtíðar. Það er góður hópur að æfa. Liðið er mjög ungt sem er frábært því þá er hægt að móta það. Leikmenn-irnir hafa sýnt frábær viðbrögð við nýjum æfingum og æft vel strax frá fyrsta degi. Allar okkar æfingar fara fram á fótboltavellinum.  Það er mikil ákefð í æfingunum hjá okkur og hafa leikmennirnir tekið því afar vel.

 Hvernig leggst komandi tímabil í þig?Gríðarlega vel. Eins og áður sagði þá hefur þetta farið vel af stað.  Hópurinn er mjög samstilltur og hefur brugðist vel við nýjum æfingum. Það er ekk-ert sjálfgefið því mín hugmyndafræði snýst um að hafa boltann sem miðpunkt í öllu sem gert er. Við notum mikið af tækniæfingum og leikæfingum í smáum hópum.  Við tökum engin hlaup án bolta eða erum í líkamsræktinni.   Við verðum í styrkt-aræfingum eftir áramót en allt mun þetta fara fram á vellinum í takkaskónum.   Þannig að leikmenn-irnir þurfa að gefa mikið af sér og það er gríðarleg áhersla lögð á topp frammistöðu á hverri einustu

æfingu. Þær eru tilbúnar að leggja mikið á sig og þá mun uppskeran koma ríkuleg fyrr en síðar.  Þannig að ég hlakka mikið til sumarsins og ég veit að leik-mennirnir gera það líka.

 Ert þú með einhver skilaboð til stuðningsmanna?Ég vil hvetja alla þá sem hafa áhuga að fylgjast vel með okkur og styðja. Það eru t.a.m. allir velkomnir að horfa á æfingar hjá okkur o.s.frv. Við förum svo að spila töluvert eftir áramót þannig að það væri gaman að fá fullan völl á undirbúningstímabilinu og skapa þannig einstaka umgjörð sem færi með okkur inn í sumarið. Við viljum gera Keflavíkur-völl að vígi og til þess þurfum við alla þá hjálp frá stuðningsmönnum sem völ er á.

Við þökkum Heiðari Birni kærlega fyrir viðtalið og bjóðum hann hjartanlega velkominn til Keflavíkur.

F.h. kvennaráðs Sveinn Þórarinsson

10 Jólablað 2013

Kvennafótboltinn

Page 11: Jólablað 2013

Jólablað 2013 11

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk

Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Hafnargata 20 • Sími 420 4000 • studlaberg. i s

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

KJG KEÓ

www.bi lnet. is - Sími 420 0040

Hafnargötu 35 - Sími 421-6816

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur. Ég er virkilega ánægður að vera kom-inn hingað í Reykjanesbæ. Hér eru

aðstæður eins og best verður á kosið og öll skilyrði til að gera sérstaklega vel.

Það er gaman að sjá allan þann knattspyrnu-áhuga sem ríkjandi er hjá krökkunum. Fyrir skemmstu hófum við aukaæfingar á morgn-anna fyrir 3.-5. flokk drengja og stúlkna og hafa fjölmargir sótt þær.

Það er mikill hugur í mönnum og langar okkur að gera eins vel og mögulegt er. Frá Keflavík hafa margir frábærir knattspyrnu-menn komið og er mikill heiður fyrir mig að fá að vera hér og hjálpa jafnvel til að gera gott starf enn betra.

Þjálfun barna og unglinga er flókin vegferð.Það eru gríðarlegar margir samverkandi

þættir sem þurfa að fara saman svo að vel takist til.

Því hefur oft verið fleygt fram að æfingin skapi meistarann. Ég vil bæta um betur og segja “rétt æfing” skapar meistarann þ.e. ekki sé nóg að æfa vel heldur einnig rétt.

Ég trúi því í fótboltaþjálfun þurfi boltinn alltaf að vera miðpunktur æfingarinnar. Í okkar æfingauppbyggingu leggjum við því mikla áherslu á knattstjórnunaræfingar og leikæfingar í smáum hópum.

Ég trúi því að allir geti bætt sig og náð þann-ig betri færni óháð aldri og núverandi getu. Til þess að leikmaður vaxi jafnt og þétt þá verður hann eða hún að æfa rétt og hafa boltann sem miðpunkt.

Leikmenn á borð við Xavi Hernandes, Frank Lampard og Ryan Giggs sem eru enn að spila á hæsta stigi langt komnir á fertugsaldur (jafn-vel fimmtugsaldur) hafa borið gæfu til að hafa boltann sem miðpunkt sinna æfinga allt frá

fyrstu tíð. Bæði á hefðbundnum æfingum og á aukaæfingum. Þessir leikmenn hafa heldur aldrei hætt að æfa sig aukalega (með bolta) til að bæta eigin færni. Að sjálfsögðu hafa aðrir hlutir áhrif. En æfingar með bolta eru og hafa alltaf verið útgangspunktur hjá þessum leik-mönnum. 

Vinna okkar þjálfaranna snýst fyrst og fremst um hæfileikamótun. Okkar ásetningur á hverjum degi er að skapa blöndu af jákvæðu umhverfi og krefjandi æfingum, því þannig teljum við okkur mæta best þjálfunarmark-miðunum.

Framfarir og ánægja iðkenda sama á hvaða getustigi þeir eru, verður alltaf mælikvarðinn á gæði og árangur okkar starfs

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlakka til samstarfsins við ykkur öll.

Knattspyrnukveðjur,Heiðar Birnir Torleifsson

Það eiga allir skilið

góða þjálfun

Leikmenn í æfingahópi mfl. kvenna undirbúa sig undir æfingu.

Heiðar Birnir Torleifsson

Page 12: Jólablað 2013

7. og 6. fl. drengja og 3.fl. stúlkna7. flokkur drengja.

7.fl. drengja.Á milli 35-40 drengir æfðu s.l. tímabil, nóg var um að vera hjá 7.fl. á liðnu tímabili. Byrjað var á Keflavíkur-mótinu og síðan Njarðvíkurmótinu en þessi mót fóru fram s.l. vetur. Einnig var farið í heimsóknir til annarra liða og att þar kappi. Stærsta mót 7.fl. ár hvert er Norð-urálsmótið sem fram fer á Akranesi frá föstudegi til sunnudags, strákarnir gistu ýmist í skólastofu eða hjá foreldrum á tjaldstæði, drengir á yngra ári voru þarna að stíga sín fyrstu spor á stórmóti og jafnframt að gista án foreldra í skólastofu, drengirnir voru frábærir innan vallar sem utan. Helgina eftir Verslunarmanna-helgina var haldið á Króksmótið á Sauðárkróki, sama fyrirkomulag og á Akranesi. Að fara á svona stórmót er rosa ævintýri fyrir drengina og ekki síst foreldra sem skemmta sér ekkert síður en drengirnir. Það þarf vart að taka það fram að drengirnir stóðu sig gríðarlega vel í öllu sem þeir tóku þátt í og voru félagi sínu og for-eldrum til mikils sóma.

6.fl. drengja.Tímabilið byrjar hjá 6.fl. eins og hjá öllum yngri flokk-um okkar á Keflavíkurmótinu og síðan Njarðvíkur-mótinu. Eins og hjá 7.fl. þá var farið í heimsóknir til annarra liða og spilað. Stærsta mót 6.fl. er tvímælalaust Shellmótið í Vestmannaeyjum sem er frá miðvikudegi – sunnudags. Þangað var haldið með 40 drengi. Á þessu móti verða drengirnir að gista í skólastofu ásamt fararstjórum, ekki hægt að lúlla hjá mömmu og pabba, fyrir þá sem koma á þetta mót hvort sem það eru

keppendurnir sjálfir eða foreldrar þá er þetta gríðalega spennandi og ættu allir að fara að minnsta kosti á eitt Shellmót. Undankeppni Pollamóts KSÍ var haldin hér heima og í Þorlákshöfn, skemmst er frá því að segja að við fórum með tvö lið í úrsiltakeppnina sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Síðasta mótið sem farið var á var Króksmótið en þangað var farið með eitt lið. Heilt yfir þá stóðu drengirnir sig virkilega vel í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur og voru að sjálfsögðu til mikillar fyrirmyndar.

Elis Kristjánsson - Einar Lars JónssonÞjálfarar 7. og 6.fl.

3.fl. kvenna.Byrjað var á Keflavíkurmótinu að sjáfsögðu þar sem sigur vannst, síðan tók Faxaflóamótið við þar sem stelpurnar léku í B-deild. Í þeirri deild stóðu þær uppi sem meistarar. Íslandsmótið tók svo við, þar léku stelp-urnar í B-deild og takmarkið var að vinna sig upp í A-deild að ári, á milli leikja kom bikarkeppni KSÍ þar sem við duttum út í átta liða úrslitum. Takmarkinu náðu stelpurnar á Íslandsmótinu með því að hafna í öðru sæti í sínum riðli og leika því í A-riðli næsta sumar,töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jafntefli. Flokkurinn var ekki stór og þurftum við því oft að fá stelpur í 4.fl. til að spila með okkur. Þær Una Margrét Einarsdóttir, Marín Rún Guðmundsdóttir og Gná Elí-asdóttir voru boðaðar á u-17 landsliðsæfingar á þessu tímabili. Meistaraflokkur okkar var stundum fáliðaður í sumar og þurfti nokkrum sinnum að kalla á stelpur

úr flokknum þar sem við höfðum ekki 2.fl., 7 stelpur léku sína fyrstu mfl. leiki í sumar sem er nokkuð mikið en þær eru, Aníta Ösp Ingólfsdóttir, Marín Rún Guð-mundsdóttir, Ljiridona Osmani, Una Margrét Einars-dóttir, Berta Svansdóttir, Gná Elíasdóttir, Þóra Kristín Klemenzdóttir, fjórar af þessum stelpum voru á yngra ári 3.fl.

Elis Kristjánsson Þjálfari 3.fl. kv.

12 Jólablað 2013

6. flokkur drengja.

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

Sendum öllum Suðurnesjamönnumokkar bestu óskir um

gleðileg jól og farsælt komandi árÞökkum samstarfið á árinu sem er að líða

3. flokkur kvenna.

5. flokkur drengja5. flokkurinn átti erfitt en lærdómsríkt tímabil. Strák-arnir tóku þátt í mörgum mótum og voru félaginu til sóma. Flokkurinn var frekar fámennur, eldra árið taldi 13 drengi og yngra árið 27. Íslandmótið gekk erfiðlega og því miður náðum við ekki að halda okkur í A-riðli í Íslandsmótinu og spilum því í B-riðli á næsta ári.

Þjálfarar flokksins eru á því að erfiðleikar móti pers-ónuleika. Þetta tímabil er ákveðin reynsla sem mun vonandi nýtast og þroska okkur alla í átt að betri knatt-spyrnumönnum og þjálfurum.

Ljósu punktarnir voru þó nokkrir, einn bikar á Kefla-víkurmótinu, þrenn silfurverðlaun og gullverðlaun í B-riðli Faxaflóamótsins, bronsverðlaun á Olísmótinu, fín frammistaða á N1-mótinu og svo fékk flokkurinn háttvísi-verðlaun fyrir framkomu sína innan sem utan vallar á Olísmótinu á Selfossi.

Áfram Keflavík

Page 13: Jólablað 2013

SÖLUUBOÐ ÖSKJUÁ REYKJANESISími 420 5000

Óskum viðskipavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum

gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Jólablað 2013 13

Fjórði flokkurinn í ár var fjölmennasti flokkur félagsins frá upphafi. 73 strákar æfðu með flokkunum á árinu og ljóst var að ærið verk-

efni var fyrir höndum að halda utan um allan þenn-an fjölda drengja. Ákveðið var að skipta hópnum upp í tvo æfingahópa. Flokkurinn tók þátt í æfinga-mótum Keflavíkur og Njarðvíkur auk þess að spila Faxaflóamótið sem byrjaði í byrjun nóvember 2012 og endaði í maí 2013. Við sendum drengi á eldra árinu á Keflavíkurmótið sem við unnum í A-liðum fyrir áramót. Drengir á yngra ári tóku svo þátt í Njarðvíkurmótinu eftir áramót og stóðu sig mjög vel gegn eldri andstæðingum.

FaxaflóameistararC1-liðið stóð sig mjög vel í Faxflóamótinu og varð Faxaflóameistari. Þeir Harun Crnac og Guðmundur Marínó Herbertsson voru markahæstu menn Faxa-flóamótsins í C1 -liðum með 6 mörk hvor. Í Íslands-mótinu stóð liðið sig vel og varð í 3. sæti í riðlinum og rétt missti af úrslitakeppninni.

B2-liðið varð Faxaflóameistari með nokkrum yfir-burðum og Sigurður Jón Pálsson var markahæsti mað-ur mótsins með 15 mörk í 10 leikjum

B1-liðið lenti í þriðja sæti í Faxaflóamótinu og varð Arnór Breki Atlason markahæsti maður mótsins með 14 mörk í 12 leikjum. Liðið lenti síðan í sjötta sæti í Íslandsmótinu.

A-liðið byrjaði Faxaflóamótið nokkuð vel en náði ekki að klára það mót vel og lenti í 4. sæti og vorum við því hæfilega bjartsýnir á sumarið. Arnór Sveins-son varð markahæsti maður mótsins með 11 mörk í 10 leikjum.

Rey Cup meistararUm mitt sumar var farið á Rey Cup. Ákveðið var að hafa frjálsa mætingu á mótið og því sendum við ein-ungis tvö lið til leiks. Eitt A lið og eitt C lið. Liðin stóðu sig frábærlega. C liðið lenti í 3. sæti mótsins og tapaði aðeins einum leik á mótinu.

A-liðið gerði sér lítið fyrir og vann mótið. Við mætt-um grönnum okkar í Grindavík í undanúrslitum og unnum þann leik örugglega, 5-0. Strákarnir unnu síð-an Breiðablik 1-0 í úrslitaleiknum með marki Arnórs Breka Atlasonar á Laugardalsvellinum. Þessi reynsla og sigurtilfinning varð kveikjan sem liðið þurfti fyrir framhaldið í Íslandsmótinu.

Atlaga að ÍslandsmeistaratitliÍslandsmótið fór af stað í byrjun maí. Við byrjuðum mótið rólega en liðið fór smátt og smátt að spila betur saman. Vörnin hrökk í gang um mitt mót og liðið fékk aukið sjálfstraust. Íslandsmótið var mjög jafnt og voru um 8 lið að berjast um 4. sæti í úrslitakeppninni þegar lítið var eftir. Við unnum góða sigra á KR, Breiðablik og FH og tryggðum okkur annað sætið í A-riðli, einu stigi fyrir aftan Þór sem við unnum einnig í deildar-keppninni.

Í úrslitakeppninni mættum við FH, Fram og Tinda-stól. Við lékum spennandi leik gegn FH á Nettóvellin-um þar sem þeir klúðra víti í stöðunni 0-0, má segja að Þröstur Ingi markvörður okkar hafi tekið FH-inginn á taugum en hann skaut langt yfir úr spyrnunni. Það var síðan Ísak Óli Ólafsson sem skoraði með þrumu-fleyg af um 30 metra færi og kom okkur í 1-0 með um korter til leiksloka. Ingimundur Aron Guðnason bætti svo við marki á lokamínútunni, 2-0 sigur staðreynd. Næsti leikur var gegn Fram sem sigraði B-riðilinn með miklum yfirburðum. Það var mikill rokleikur sem fór fram á Iðavöllum 7. Frammarar komust yfir 1-0 rétt fyrir hálfleik og því þurftum við að sækja á þá í seinni hálfleik með mikinn vind í bakið. Stefan Alexander Ljubicic, Sigurbergur Bjarnason og Magnús Magnússon skorðu sitt markið hver í seinni hálfleik og lokatölur urðu 3-1 fyrir Keflavík. Við vorum því komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn en jafntefli

gegn Tindastól nægði okkur. Leikurinn vannst nokkuð auðveldlega 5-2 og við því komnir í úrslitaleikinn.

Íslandsmeistarar í 4. flokki A-liða í fyrsta sinn síðan 1994Úrslitaleikurinn gegn Fjölni var háður á Nettóvellin-um. Hann spilaðist mjög vel af okkar hálfu og höfðum við frumkvæðið allan leikinn. Á vellinum var góð stemning, frábær stuðningur áhorfenda beggja liða og verður þetta leikur sem leikmenn Keflavíkurliðsins munu eflaust muna eftir alla sína ævi. Rafn Edgar Sig-marsson og Ólafur Ingi Jóhannsson skoruðu og komu okkur í 2-0 snemma í leiknum. Fjölnismenn minnk-uðu muninn rétt fyrir hálfleik en seinni hálfleikurinn var eign okkar Keflvíkinga og hefði sigurinn hæglega geta orðið stærri. Virkilega gaman að sjá hversu vel

strákarnir spiluðu þenn-an úrslitaleik.

Fyrirliði liðsins, Sigurbergur Bjarnason, var síðan valinn til að leika fyrir Íslands hönd í U-15 landsliðinu í for-keppni Ólympíuleika æskunnar nú í haust. Látið það ekki koma ykkur á óvart ef fleiri drengir úr þessu meistaraliði muni leika með landsliðum Íslands í náinni framtíð.

Þetta ár fer því í sögubækurnar hjá 4. flokki félags-ins sem var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins í A-liðum.

4. flokkur drengja 2013

A-lið 4.flokks drengja urðu Íslandsmeistarar og Rey Cup meistarar.

Page 14: Jólablað 2013

14 Jólablað 2013

Skotdeild KeflavíkurVerðlaunaafhending Íslandsmóts í nýja húsinu

Árið 2013 fer nú að ljúka og munum við halda upp á það með innanfélgasmóti Skotdeildarinnar í Skeet eins og vant er á

gamlársdag. Æfingar eru búnar að vera á laugar-dögum frá 10:00 til 12:00 og á mánudögum og fimmtudögum frá kl 18:00 til 20:00 eða lengur ef til þurfti frá apríl fram í október.

Aðsókn á æfingar fór mjög rólega af stað í ár, eins og á öllu landinu, en sökum veðurs var þetta alls ekki spennandi. Við vorum með annað mót ársins í Skeet innan skotsambands Íslands og mótið var vel sótt og blés allhressilega á okkur. Þetta mót verður lengi vel í minnum haft og var talað um það í allt sumar af keppendum úr öllum félögum, en vegna hráslagalegs veðurs buðum við upp á kjötsúpu og fór hún vel í alla keppendur, gesti og dómara. Þó nokkur innanfélags mót hafa verið haldin einnig á árinu í bæði Skeet, 300 metra riffil og benchrest.

Við héldum Íslandsmótið í 300 metra riffil 10. ágúst í nýreistri viðbót við riffilhúsið. En enn og aftur erum við að bæta aðstöðuna okkar til muna og vil ég koma á framfæri hamingjuóskum frá nokkrum skotíþróttafélögum hér á landinu, þar sem okkur er óskað innilega til hamingju með flott-ustu riffilaðstöðu á landinu. Fáir geta státað að eins glæsilegri aðstöðu og við höfum hér hjá Skotdeild Keflavíkur. En með bættri aðstöðu, bætum við árangur íþróttamannna okkar sem vinna hörðum höndum að því að bæta sig. Þar með sagt þá eign-uðumst við loksins okkar eigin Íslandsmeistara eftir langa mæðu. Theodór Kjartansson var með hæsta skor á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var hjá okkur og lið Skotdeildar Keflavíkur hafnaði einnig í 2. sæti í liðakeppninni. En Theodór hafði einnig sett Íslandsmet í greininni á móti í júlí þar sem hann skoraði 572 stig af 600 mögulegum. En eins og ég minntist á hérna áðan þá bættum við viðbót við riffilhúsið okkar fyrir einmitt liggjandi,

standandi og krjúpandi skotfimi. Hefur verið leit-að til okkar einnig með það að halda Íslandsmótið á næsta ári.

Mikil aðsókn hefur verið í riffilskotfimina á þessu ári og er það ljóst að það þarf eins og öll ár að byrja vorið á því að taka bakstoppin og græja þau fyrir komandi kúlnahríð. Félagsgjöldin eru 8.000 kr og 2.000 kr lykilgjald, sem er mjög gott verð fyr-ir frábæra aðstöðu til riffil- og haglabyssuskotfimi.

Unglingastarfið hefur verið í einhverri vinnslu þó ekki á sama krafti og við vildum sjá það. Við settum nýjar öryggisreglur á svæðinu þar sem eng-inn fer út á riffilbrautina nema í vestum sem við keyptum og eru bæði með endurskini og eru skær-græn á litin þannig að enginn ætti að fara óséður fram hjá neinum. Allir félagar hafa tekið vel í þess-ar breytingar og enginn hefur kvartað.

Félögum skotdeildarinnar fjölgaði á þessu ári og viljum við þakka bættri aðstöðu og uppgangi hjá deildinni fyrir það og auðvitað allir sem komu að máli, stórir eða smáir, ráku einn nagla eða fleiri. Við erum með ákall til ykkar sem hafa áhuga á að starfa með okkur að láta í ykkur heyra, okkur vant-ar menn og konur í allar nefndir, við getum þetta auðvitað ekki án ykkar. Riffilnefnd, haglabyssu-nefnd, skammbyssunefnd og svo væri gott að gera fleiri nefndir fyrir ýmislegt annað t.d. unglinga-starfsemina. Góðir hlutir gerast hægt segja þeir og erum við orðnir næst stærsta skotíþróttafélag á landinu, nú viljum við fara láta til okkar taka á mótunum og við þurfum að hlúa að unglingunum ef við ætlum að byggja upp góða skotíþróttamenn.

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi íþróttaár, Áfram Keflavík, fyrir hönd skotdeildar Kefla-víkur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.

Áramótamótið.Keppendur í vestunum. Íslandsmótið 300 metrar.

1.sæti liðakeppni Landsmót í Höfnum.

BR mót í mars.

K-Steinarsmótið.

Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.

Page 15: Jólablað 2013

Jólablað 2013 15

www.dacoda.isJólakötturinn mælir með CMS

Verðlaunaafhending Íslandsmóts í nýja húsinu

Tjarnargötu 7 • 230 Reykjanesbæ • Sími 444 9900 • www.omnis.is

Komdu og líttu við í verslun okkar í Reykjanesbæ og skoðaðu fjölbreytt úrval af tilvöldum jólagjöfum, hvort sem þú ert að leita að smáum, stórum, mjúkum eða hörðum.

Starfsfólk okkar aðstoða þig við að finna það sem þér hentar.

Fartölvur og borðtölvur- frá öllum helstu framleiðendum

Farsímar- frá LG, Samsung, Nokia og Apple

Prentarar og fjölnotatæki- frá HP og Canon

Sjónvörp- í öllum stærðum og gerðum

Spjaldtölvur- með Android eða Apple iOs stýrikerfi

Myndavélar & Vídeóvélar - frá Canon, Sony, Nikon og GoPro

Page 16: Jólablað 2013

Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar öllum stuðningsmönnum og samstarfsaðilum sínum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum frábæran stuðning á árinu sem er að líða.

Stjórn, leikmenn og þjálfarar knattspyrnudeildar.

Hörður Sveinsson leikmaður ársins 2013

og Már Gunnarsson frábær stuðningsmaður

Page 17: Jólablað 2013

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Gróf in 2 - 4 • Sími 420 6000 • www.sbk. is

h ó p f e r ð i r • á æ t l u n

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Jólablað 2013 17

Keflvíkingar eru langflottastir

Keflavíkurliðið á frábæra stuðningsmenn

Alltaf gaman að vinna.

Kristján og Máni glaðir í bragði

Hörður Sveinsson maður leiksins

Elías Már skoraði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík

Page 18: Jólablað 2013

18 Jólablað 2013

K E F L A V Í K U RJANÚAR

HÚSIÐ OPNAR KL.18.30OG LOKAR KL.20.00

VIÐBURÐUR SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF

ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VIÐ SUNNUBRAUT

Óskum félagsmönnum ogfjölskyldum þeirra gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Krossmóa 4a - Sími 535 6025

Óskum félagsmönnum ogfjölskyldum þeirra gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum íþróttafólkisvo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jólaog farsældar á nýju ári

V E R Ð L A U N A G R I P I R

ÍS-SPOR

FlugeldasalaKnattspyrnudeildar Keflavíkur

Hringbraut 108, K-húsið

Nýjar og

spennandi

vörur

Opnum 28. desemberOpið 28., 29. og 30 desember

milli kl. 10:00 og 22:00

Opið gamlársdag milli 10:00 og 16:00

Við treystum á Íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur

Flugeldasala Knattspyrnudeildar KeflavíkurHringbraut 108, K-húsið

Krossmóa 4a - Sími 421 5777

Sími 588 3244 - isspor. is

Bolafæti 3, 260 Reykjanesbæ, sími 421 4117

Page 19: Jólablað 2013

Jólablað 2013 19

Tvær þungar búningatöskur í sitt hvorri hendinni dragast eftir ganginum að bún-ingsklefa Keflavíkurliðsins á leikdegi.

Einn af lykilmönnum umgjarðar liðsins, Þórólfur Þorsteinsson, er fyrstur á vettvang og undir-býr klefann fyrir liðið. Hann er klæddur blárri Marscot skyrtu og bláum vinnubuxum, pennar, blaðsnyfsi og verkfæri eru í vösum, höfuðið hallar undir flatt og hann horfir svolítið á hægri hönd. Hann er á hraðferð í lok vinnudagsins en leikmennirnir koma brátt. Töskurnar leggjast á gólfið og hann yppir öxlunum, réttir út hendina og rekur upp hökuna og höfuðið. Eins og hann horfi út í loftið. Dói er mættur. Hann hefur sína skemmtilegu takta sem við kunnum allir að meta. Viðmótið og hlýjan sem róar leikmennina í und-irbúningi fyrir leikinn er mikilvægur eiginleiki. Svona menn eru ómissandi í knattspyrnuliði í fremstu röð í landinu.

Dói er fæddur í Reykholti í Fáskrúðsfirði 27. mars 1949, Austfirðingur í húð og hár. Hann sló fyrstu nóturnar á stofuorgelið á æskuheimilinu í takt við austfjarðarþokuna sem læddist inn Fáskrúðsfjörð-inn. Þar sem almættið fyllti huga og hjarta ungs drengs af fegurð fjallanna og lífsins. Dói og Guð hafa síðan gengið saman í takt innan Sjöundadags Að-ventista. Það samkomulag eins og annað sem hann lofar gerir hann af þeirri tryggð og trúnaði sem hann sýnir okkur öllum í starfi og leik. Hann dró í fyrsta skipti andann í nikkuna hjá vini sínum Villa á Þrastarhóli í Stöðvarfirði. Frá þeim degi hefur sá dú-ett glatt margan manninn sem stigið hefur mjúkan valsinn við lífið í samvistum við Dóa. Sjálfmennt-aður tónlistarmaður sem samið hefur falleg lög. Fá harmonikkulögin standast samanburð við lagið um æskustöðvarnar, „Kvöldsigling um Fáskrúðsfjörð“ sem ég heyri í fyrsta sinni á Landsmóti Harmon-ikkuunnenda í Reykjanesbæ 2008 sem við vinirnir hjálpuðumst að við að halda. Lagið er lofsöngur um æskuslóðirnar fullt af fegurð og gleði.

Þórólfur fór á vetrarvertíð í Eyjum 1970 og þar man ég eftir honum fyrst. Hann vann hjá Vinnslu-stöðinni og í Plastver í bílskúrnum hjá Rögnvaldi pól og Birgi Guðsteinssyni. Þar bjó væntanlegt kvonfang hans og kynnin tóku að þróast á næstu árum. Eiginkona hans er Ólrikka Sveinsdóttir og ber nafn afa síns og ömmu á Siglufirði. Dætur þeirra eru Marína Ósk var m.a. knattspyrnudómari og dæmdi m.a. landsleik. Hún er tónlistarkennari og nú í söng-námi í Amsterdam. Helena Rós er líka tónlistar-maður og spilar á flautu. Hún leikur knattspyrnu og

varð Íslandsmeistari með Þór/KA á síðasta ári og er í iðjuþjálfaranámi við Háskólinn á Akureyri.

Þórólfur fluttist til Keflavíkur 1973 og lærði hjá Birgi Guðnasyni og lauk sveinsprófi og síðar meistararéttindum í bifvélavirkjun. Hann hefur síðustu 31 árin unnið hjá Ofnasmiðju Suðurnesja, þaðan sem hitinn kemur að sunnan. Traust og trygg er hans vörumerki og þeir sem starfa með honum kynnast þessum góðu eiginleikum í fari hans.

Dói lék sem markvörður í handbolta og spilaði ég nokkra leiki á móti honum á árunum 1974-1977 en þá hætti hann eftir að hafa leikið með Víði í Garði og Njarðvík. Leikur Þórs og Njarðvíkur 1974 var fyrsti handboltaleikur karlaliðs frá Eyjum í Íslandsmóti og ég gleymi honum seint. Í Vísi mátti lesa í fyrirsögn um leikinn,“Þeir byrjuðu eins og eldgos en enduðu eins og kulnað hraun.“

Dói var stofnfélagi að Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum, 1990 og formaður síðan 2001. Hann spilað með Gesti Friðjónssyni og síðan með Baldvin

Arasyni en þeir hafa verið í hljómsveit frá upphafi. Þeir félagar Dói og Baldvin koma víða við í tónlistar-flutningi sínum, eru jólasveinar, spila við jarðafarir, í erfidrykkjum og skötumessunni á hverju ári, Hvala-skoðunarferðum, rútuferðum og allt mögulegt. Tónlistin er hans yndi og áhugamál.

Það var árið 1999 sem hann byrjaði að vinna fyrir Keflavík. Þorsteinn Magnússon núverandi formaður fékk hann í hliðið á leikjum fyrstu 3 árin. Það var árið 2003 sem hann tók við búningunum og klef-anum. Dói er kappsamur og gleymir sér stundum á bekknum, hleypur að hliðarlínunni og sendir dómaranum skýr skilaboð. Mönnum fannst sem hann hefði meira vit á dómgæslunni en dómarinn sjálfur svo hann var sendur á dómaranámskeið og dæmdi hann í mörg ár hjá unglingum. Hann róaðist aðeins niður við það. Hann fékk þó einu sinni gula spjaldið fyrir mistök og var það afmáð úr dómara-bókinni í hálfleik. Syndarinn í því tilfelli var Jón Örvar Arason sem fór létt með að bæta einu gulu spjaldi í starfsferilinn góða með liðinu.

Þórólfi þykir vænt um liðið sitt og strákana sem hann talar vel um. Hann á í þeim hvert bein og hugsar um velferð þeirra alla daga. Besta liðið var 2008 að hans mati en þá misstum við af titlinum í síðast leik á móti Fram segir hann með trega. Við vorum bikarmeistarar 2004 og 2006 og það var frá-bær tími líka eins og árin öll sem ég hef fengið að vera með segir hann stoltur.

Þeir eru margir eftirminnanlegir þjálfarar, leik-menn og stjórnarmenn sem ég hef unnið með segir Dói. Jankó, Guðjón Þórðarson, Kristján Guð-mundsson, Willum Þór og Zoran, en ég hef drepið þá alla af mér og stend hér enn. Leikmennirnir koma og fara og eru allir góðir vinir og mér eftir-minnanlegir, þó sérstaklega Guðmundur Steinars-son, Kennet Anderson, Simun Samuelsson, Guðjón Árni, Hólmar Örn, Ómar, Einar Orri, Jóhann Birnir, Haukur Ingi og Höddi, þetta eru allt peyjarnir mínir.

Dói er ekki að hætta þó hann sé að leggjast í „meiðsli“ eins og leikmennirnir. Mjaðmirnar eru búnar og hann fer í mjaðmaaðgerð í mars og gæti því misst af æfingaferðinni næsta vor og fyrstu leikj-unum í deildinni. Dói mun áfram draga töskurnar í klefann og gera hann kláran fyrir strákana sem hann dáir og vill veg þeirra sem mestan. Það er hans mikilvæga framlag í leikinn. Dómararnir fá líka að-stoð öðru hvoru þegar okkar maður sprettur út úr varamannaskýlinu til varnar sínum mönnum. Dói er lykilmaðurinn í umgjörð liðsins. Áfram Keflavík.

Ásmundur Friðriksson.

Dói er stoltur af Keflavík

Arnór Ingvi Traustason og Dói á sjúkralista

Björgvin Björgvinssin og Dói klárir í leikinn

Dói í æfingaferð í Vík í Mýrdal

Page 20: Jólablað 2013

Bræðurnir Jón og Steinar Jóhannssynir voru þekktir knattspyrnumenn á árum áður og má segja að þeir hafi verið burðar-

ásar í sínum liðum þó ekki hafi það verið á sama tíma. Báðir eiga þeir drjúgan þátt í velgengni Keflavíkurliðsins á sínum tíma, Jón sem markas-kelfir margra andstæðinga og Steinar þekktastur fyrir sína lipru takta með boltann sem oftast var nánast límdur við fætur hans. Í eitt skipti léku þeir saman í meistaraflokki en það var 1970 í leik Keflavíkur og Víkings. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 1-0.

Jón Jóhannsson starfaði fyrst sem íþróttakenn-ari í Keflavík, tók síðan við starfi forstöðumanns íþróttahússins á Sunnubraut sem opnaði 1980 og síðar sem forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík. „Ég er núna bara eftirlaunaþegi og kann vel við það“ segir Jón. Steinar hefur í áraraðir verið kennari en nú síðustu ár er hann aðstoðar-skólastjóri í Myllubakkaskóla í Keflavík.

Þeir bræður ólust upp á Hringbraut 97, synir þeirra hjóna Jóhanns Kr. Guðmundssonar og Guð-rúnar Jónsdóttur og þegar Jón var að byrja knatt-spyrnuiðkun þá fóru æfingarnar fram í núverandi skrúðgarði í Keflavík í kringum árið 1955. Það eru átta ár á milli Jóns og Steinars en bræðurnir eru þrír því þeirra elstur er hálfbróðir þeirra samfeðra, Karl Jóhannsson, sem var einn besti handboltamaður

á sínum tíma, landsliðsmaður og seinna dómari í handbolta til margra ára. Karl er níu árum eldri en Jón.

Sennilega hefur áhugi þeirra á handbolta komið frá eldri bróður þeirra en þekktastir er þeir þó fyrir knattspyrnuhæfileika sína.

„Pabbi var nú þó nokkuð í íþróttum á sínum tíma, æfði og spilaði fótbolta en var einnig þátttakandi í víðavangshlaupi þar sem hann sigraði meðal ann-ars“ segir Jón. Og Steinar bætir við. „Pabbi fylgdist mjög náið með fótboltaiðkun okkar beggja og í dag

20 Jólablað 2013

- rætt við markamaskínurnar og bræðurna Jón og Steinar Jóhannssyni. Léku 17 Evrópuleiki og 4 landsleiki á ferlinum

Sá ekki samherjaKEFLVÍKINGAR léku í svörtum peysum í Evrópuleik gegn ungverska liðinu Ferencv-aros á NEP-þjóðarleikvanginum í Búdapest 1965, þar sem þeir máttu þola stórtap í Evrópukeppni meistaraliða, 1:9. Jón Jóhanns-son skoraði mark Keflvíkinga.

“Það sem við vorum svartklæddir var mjög slæmt að sjá samherja í fljóðljósunum. Ég sá ekki leikmenn sem léku úti á köntunum - vissi aðeins af þeim þar úti í myrkrinu. Það er örugglega einsdæmi í sögu Evrópukeppn-innar að lið hafi leikið í svörtum búningum og að ellefu leikmenn inni á vellinum hafi verið eins klæddir og dómarinn - í svörtu,” sagði Jón er hann rifjaði upp viðureignina.

Keflvíkingar töpuðu einnig heimaleiknum - á Laugardalsvellinum, 1:4. Rúnar Júlíusson skoraði markið.

Bræðurnir Steinar og Jón með föður sínum Jóhanni Kr. Guðmundssyni. Steinar nýbúinn að fá afhentan gullskóinn.

Viðtal: Ragnar Örn Pétursson • Myndir: Oddgeir Karlsson og úr safni Jóns og Steinars

Markabræður úr Keflavík sem skoruðu á annað hundrað mörk í efstu deild í knattspyrnu

Page 21: Jólablað 2013

Jólablað 2013 21

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

ELDVARNIR EHF.Slökkvitækjaþjónusta SuðurnesjaIðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4676

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson,Sturla Þórðarson,Benedikt Jónsson,

Kolbeinn Viðar Jónssonog starfsfólk tannlækningastofunnar

Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

væri nú eflaust sagt um hann að hann væri að fara á taugum meðan á leikjunum stæði. Ein sagan segir, sem er rétt, að þá var nú ekki mikið um sjónvarpstökur á leikjum en kom þó fyrir að leikir væru teknir upp og sýndir seinna um kvöld. Í eitt skipti var leikur Kefla-víkur sýndur um kvöldið og pabbi þorði ekki að horfa á hann, því hann hélt jafnvel að úr-slitin myndu breytast“.

„Bjuggum við fótboltavöllinn“„Ég man ekki eftir æfingasvæðinu í skrúð-garðinum en oft heyrt um það“ segir Steinar. „Ég man þegar allir sem vettlingi gátu valdið voru að tína upp grjót á mölinni við Hring-braut og síðan var keyrt í þetta möl og útbúinn malarvöllur. Á þessum tíma var húsið okkar á horni Hringbrautar og Skólavegar nánast eina húsið“ segir Jón.

Jón og Kjartan Sigtryggsson markvörður héldu árið 1962 til Þýskalands í knattspyrnu-skóla en komum nánar að því síðar. „Ég man þegar Jón bróðir kom heim frá Þýskalandi þetta ár en þá fékk ég fyrstu alvöru fótboltas-kóna og ég man að ég sveif niður tröppurnar heima og hljóp út á völl, bæði til að sýna þá og prófa. Þetta voru alvöru skór ekki einhverjir Iðunnarskór eins og allir voru að nota“ segir Steinar sem þá var 10 ára gamall.

Þeir bræður voru báðir í Ungó – Ung-mennafélagi Keflavíkur sem á þeim tíma hélt ekki bara úti frjálsum íþróttum og fótbolta, heldur einnig var félagið mjög öflugt á leiklist-arsviðinu. KFK-Knattspyrnufélag Keflavíkur var einnig til á þeim tíma en aðalíþróttagrein félagsins var handbolti auk fótbolta. En af-hverju Ungó frekar en KFK? „Guðni Kjartans bara skráði mig“ segir Steinar. „Þetta skipti nú ekki öllu máli en við spiluðum í yngri flokkum undir merkjum félaganna en síðan var ÍBK- Íþróttabandalag Keflavíkur stofnað 1956 og meistaraflokkurinn spilaði alltaf undir merkjum ÍBK“ segir Jón.

Á þessum tíma voru félögin á Suðurnesjum nokkuð öflug og alltaf var haldið Suðurnesja-mót þar sem Víðir í Garði, Reynir Sandgerði og ÍKF á Keflavíkurflugvelli kepptu. Það voru margir sem unnu á vellinum og kepptu fyrir ÍKF meðal annars Lolli sem var einn þekkt-asti knattspyrnumaður Vals, segir Jón.

Á þessum tíma var Hafsteinn Guðmunds-son kominn til sögunnar, þjálfaði og nánast sá um allan rekstur fótboltans í Keflavík. Þá voru settar upp ýmsar þrautir á völlinn, spýt-ur í mörkin til að hitta, skjóta og bronsa. Á þessum tíma voru samtíðarmenn Jóns í bolt-anum m.a. þeir Sigurður Albertsson, Hólm-bert Friðjónsson, Magnús Torfason,Högni

Gunnlaugsson Karl Hermannsson og meira að segja Gunnar Þórðarson betur þekktur sem tónlistarmaður.

„1961 vorum við í 2. deild, en efsta deildin var þá 1. deild og lékum úrslitaleik við Ísafjörð á Laugardalsvelli um hvort liðið kæmist upp í 1. deild og yrði sigurvegari í 2. deild. Það nánast spáðu allir okkur sigri í þessum leik, en raunin varð önnur. Við töpuðum leiknum og Ísfirðingar fóru upp. Einn Ísfirðingur sem lék á móti mér í þessum leik var Oddur Gunn-arsson seinna samstarfsmaður minn í Sund-miðstöðinni og reglulega fékk ég pillur frá honum um leikinn. Sonur hans er Gunnar Oddsson knattspyrnumaður og þjálfari úr Keflavík. En með Ísfirðingum léku einnig á þessum tíma m.a. þeir Jón Óli og Albert K. Sanders sem fluttu suður og Jón Óli lék í mörg ár með Keflavík. Einnig lék Björn Helgason með Ísfirðingum, fyrrum íþróttafulltrúi þar og faðir Helga Björnssonar söngvara. Þetta lið Ísfirðinga var hörkugott lið, en að mínu mati vorum við betri. Árgangurinn minn 1944 og einnig 1945 voru hörkugóðir í Keflavík“ segir Jón.

Ferðin til Þýskalands„Eitt það eftirminnilegasta frá fótboltaferl-inum var þegar ég og Kjartan Sigtryggsson markvörður vorum sendir í knattspyrnuskóla til Þýskalands“segir Jón. „Ég var nýorðinn 18 ára en Kjartan bara 17 þegar Hafsteinn Guð-mundsson kom að máli við okkur og sagðist vera búinn að finna knattspyrnuskóla í Duis-borg í Þýskalandi. Þetta var strax eftir að við kláruðum gagnfræðaskólann og við fórum þarna út, greiddum sjálfir allan kostnað við skólann og fengum enga styrki. Í þessum knattspyrnuskóla voru alvöru æfingar og ég man sérstaklega eftir fjölbreyttum mark-mannsæfingum sem Kjartan hafði aldrei séð

„Þú hefðir átt að opna munninn“„STRÁKAR, það munaði ekki miklu að ég náð að skora. Ef knötturinn hefði komið aðeins neðar - hefði ég skorað!” sagði Sigurður Albertsson eitt sinn eftir leik og um leið sýndi hann smá rifu með fingrunum. Steinar Jóhannsson var þá fljótur að segja: “Hvers vegna opnaðir þú ekki munninn - og lyftir enninu í rétta hæð. Þá hefðir þú náð að skora!”

Vígsluleikur á grasvellinum í Keflavík 1967. ÍBK – Reykjavíkurúrval þar sem Keflavík tapaði 1-5. Myndin er tekin þegar Jón Jóhannsson skoraði fyrsta markið í leiknum, vígslumark.

Page 22: Jólablað 2013

22 Jólablað 2013

áður og þarna vorum við stundum að æfa innköst í 1-2 tíma.

Við vorum í fótbolta allan daginn en það skemmtilegasta var að þarna kom þýska landsliðið að æfa í einn mánuð fyrir heimsmeistaramót sem halda átti í Suður Ameríku. Þarna sátum við Kjartan 16 og 17 ára og borðuðum með þýsku landsliðs-mönnunum, þeirra á meðal man ég eftir Uwe Seller.

Við skildum ekkert í þýsku og stundum erfitt að átta sig á matseðlinum og þá pöntuðum við oft egg og bacon sem við þekktum. Ég hef haft taugar til Þýskalands eftir þetta“.

Á þessum tíma fékk Jón viðurnefnið „marka Jón“ hvernig var það tilkomið? „Ég veit ekki af hverju þetta kom, mig rámar í að Hafsteinn Guðmundsson hafi skellt þessu fram á einhverjum tímapunkti. Ég

var markheppinn og náði í eitt skiptið að skora 46 mörk á einu tímabili í Íslandsmóti og Bikarkeppni. Ætli þetta hafi ekki komið upp þá. Ég sótti mjög mikið að marki andstæðinganna og gat fengið dæmdar á mig kannski 10 rangstöður í einum leik en skorað samt 3 mörk“. „Þá hafa línuverðirnir verið í kaffi þegar þú skoraðir“ skýtur Steinar inn í.

Jón varð einu sinni Íslandsmeistari 1964 með Keflavík og hann á að baki tvo landsleiki. „Ég hef ekki tapað landsleik“ segir Jón. Hann lék báða leik-ina hér heima, fyrri gegn Spánverjum þar sem hann lagði upp eitt mark og síðan skoraði hann mark gegn Wales. Báðum leikjum lauk með jafntefli. Þá lék Jón tvo Evrópuleiki með Keflavík gegn ungverska liðinu Ferencvaros.

Jón byrjaði 17 ára að leika með meistaraflokki Keflavíkur og lék og var þeirra aðalmarkaskorari í 7 ár. „ Ég varð íþróttakennari aðeins 19 ára árið 1963 í Keflavík og 22 ára fór maður að byggja og eftir það fór maður að fórna fótboltanum smátt og smátt og ég var nú bara 25 ára þegar ég hætti að keppa. Á þessum tíma varð maður að vinna til að geta eignast peninga til að koma yfir sig húsi. Þá var ég einnig hættur að hafa gaman af æfingunum, kunni aldrei almennilega við reitaboltann. Auk þess að kenna og æfa fótbolta og handbolta nánast samtvinnað í 14 ár þá var stofnað til fjölskyldu og byggja hús. Jón sagði ekki alveg skilið við fótboltann því 1975 tóku hann og Guðni Kjartansson við liði Keflavíkur af Joe Hooley og gerðu þá að Bikarmeisturum það ár og einn besti maður liðsins var litli bróðirinn Steinar. Tveimur árum síðar fór Jón til Færeyja og þjálfaði lið frá bænum Hvalba á Suðurey í eitt ár og heldur enn nokkrum tengslum við vini sína þar.

15 Evrópuleikir og 2 landsleikirEins og áður hefur komið fram fékk Steinar nýja og flotta fótboltaskó þegar Jón bróðir hans kom heim úr fótboltaskólanum í Þýskalandi 1962 en þá var Steinar 10 ára og fyrir nokkru byrjaður að æfa knattspyrnu á horninu heima hjá sér á malarvell-inum við Hringbraut. „Ég byrjaði síðan að keppa með meistaraflokki árið 1969 og lék með honum nánast alveg til 1982. Á þessum tíma urðum við þrívegis Íslandsmeistarar auk þess einu sinni Bikar-meistarar. Þetta gerði það að verkum að við vorum nánast á hverju ári í Evrópukeppni. Þá voru öll liðin sem voru meistarar í sínu landi sett í pott og síðan var dregið“ segir Steinar.

Það voru engin smá lið sem Keflavík fékk nánast ár eftir ár. Þar voru lið eins og Real Madrid, Totten-ham, Hamburger SV, Dundee United, Hibernian, Hadjuk split og Everton.

„Ég var aðeins 17 ára í fyrsta Evrópuleiknum og til

Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól.

Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is

þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni.

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

REYKJANESBÆR

Eini leikurinn sem þeir bræður léku saman á móti Víkingum á Keflavíkurvelli 1970 og Keflavík vann 1-0. Jón Jóhannsson fylgist með hvort Steinar bróðir hans ætli ekki örugglega að skalla boltann til sín.

„Hvað heitir markvörðurinn?“JÓN Jóhannsson, hinn marksækni leikmaður Keflavíkurliðsins, var mjög fjölhæfur leik-maður og hafði leikið allar stöður á vellinum í leikjum. Varði mark Keflvíkinga í leik í Eyjum 1962, þegar Kjartan Sigtryggsson varð fyrir því óhappi að meiðast stuttu fyrir leik. Jón bauðst þá að fara í markið og sagði; “Ef áhorfendur spyrja hvað ég heiti, þá segið þið - Kjartan Sigtryggsson.” Kjartan var ekki ánægður með þessa ósk Jóns og mótmælti, enda bjóst Kjartan ekki við neinum rósum frá Jóni. Það kom annað á daginn. Jón stóð sig stór-kostlega og varði hvað eftir annað meistara-lega. Áhorfendur hrifust af framgöngu Jóns og einn Eyjamaðurinn kallaði til Keflvíkinga; “Strákar, hvað heitir markvörðurinn?” Þá gall í Kjartani: “Kjartan Sigtryggsson!”

Page 23: Jólablað 2013

Jólablað 2013 23

19 ára aldurs var ég búinn að leika þrjá Evrópuleiki gegn Real Madrid, Tottenham og Everton sem var nokkuð eftirminnilegur leikur þar sem við komumst yfir gegn þeim og Alan Ball úr HM liði Englendinga nánast froðufeldi yfir slælegu gengi Everton sem þá var Englandsmeistari. Everton náði nú samt að vinna okkur. Þá fórum við 1974 til Króatíu og lék-um við Hadjuk Split og það var tekin vél á leigu frá Guðna í Sunnu og hún fyllt af stuðningsmönnum og mökum leikmanna. Vélin stóð síðan á flugvellinum í rúma viku meðan við notuðum tækifærið og fórum í frí samhliða leiknum. Ég man að einhverjir úti höfðu á orði að þetta Keflavíkurlið væri moldríkt á einkaþotu sem biði eftir þeim í rúma viku á brautar-endanum“. Steinar lék einnig Evrópuleik gegn þýsku bikarmeisturunum í Hamburger SV árið 1976 en þjálfarar Keflavíkur þá voru Guðni Kjartansson og Jón bróðir Steinars.

„Ég byrjaði eins og áður sagði að spila með meistaraflokki 1969 lék þá tvo leiki og við urðum Íslandsmeistarar. Valur, KR og Fram voru sterkustu liðin á þessum tíma en árið 1971 var ég orðinn fastamaður í liðinu og þannig var það í sex ár. Á þessum tíma hafði ég fjölmarga þjálfara og nokkrir þeirra voru bæði enskir og skoskir. Þetta var nokkuð fastur kjarni í liðinu á þessum tíma, þar má nefna m.a. Þorstein Ólafsson markmann, Guðna Kjartans og Einar Gunnars, Ástráð, Karl Hermanns, Jón Óli, Gísli Torfa og bræðurnir Friðrik og Hörður Ragn-arssynir svo nokkrir séu nefndir“.

Steinar lék tvo landsleiki á sínum ferli en var oft í landsliðshópi á árunum 1972 – 1974 og þess má geta að árið 1973 voru sjö Keflvíkingar í landsliðinu.Leikirnir sem Steinar lék voru gegn Færeyingum úti og Japan hér heima. „Við unnum Færeyinga og ég skoraði eitt mark en töpuðum 0-2 fyrir Japönum“.

Þess má svo geta til að halda öllum staðreyndum til haga að Steinar ásamt undirrituðum urðu tví-vegis Íslandsmeistarar með eldri flokki Keflavíkur í knattspyrnu.

En eplið fellur ekki langt frá eikinni. Synir Steinars eru Jóhann og Guðmundur sem báðir léku fótbolta, en Jóhann er fæddur 1974 og Guðmundur 1979. „Það lá nú beinast við að synirnir færu í fótbolta, ég þjálfaði á þessum árum yngri flokka Keflavíkur í 10 ár og þá var Guðmundur yngri og meira með mér á þeim tíma. Guðmundur var eiginlega heimilisköttur í íþróttahúsinu og var í því að athuga hvort ekki vantaði mann þegar hinir ýmsu hópar voru með fótboltatíma. Þá vildi hann fara út á blett nánast í hvaða veðri sem var, þegar aðrir krakkar voru að leika sér í snjónum í brekkum þá vildi Guðmundur sparka bolta“ segir Steinar.

Steinar átti markametið hjá Keflavík yfir flest mörk skoruð í efstu deild í tæpa fjóra áratugi sem voru 72 mörk. Guðmundur sonur hans sló þetta met

fyrir um tveimur árum og er kominn í rúm 80 mörk. En var ekkert sárt að sjá hann slá metið? „Nei alls ekki, mig minnir að hann hafi jafnað metið í leik með Keflavík í Grindavík og sumarið eftir þá skor-aði hann að mig minnir rúmlega sjö mörk. Síðan fór hann yfir í Njarðvík í sumar og er þar núna þjálfari“. Þú hefur ekkert verið að reyna að koma honum þangað þegar hann fór að ógna metinu? „Nei, nei alls ekki, það er fínt að hann eigi metið“ segir Steinar léttur.

„Mér er nú eitt atriði sérstaklega minnisstætt“seg-ir Steinar þegar hann er spurður um markaskorun sína. „Það var þegar ég var í fjórða flokki og Helgi Hólm var þjálfari. Við vorum að fara til Reykja-víkur á Laugardalsvöllinn að horfa á meistaraflokk Keflavíkur spila við Val en það var ákveðið að stoppa í Hafnarfirði og keppa leik við þá. Ég hafði verið í sveit og lítið búinn að æfa og sat því á vara-mannabekknum. Þegar ég kem inn á í leiknum var staðan 0-0 og Keflavík búið að fá tvær vítaspyrnur og brenna þeim báðum af. Við unnum leikinn 6-0 og ég skoraði öll mörkin. Fórum síðan ánægðir að horfa á Jón bróðir og félaga keppa við Val“.

Þegar þeir bræður eru spurðir um erfiðustu and-stæðinga stendur ekki á svari. „Ég keppti mikið á móti Marteini Geirssyni í Fram og hann var erfiður, en við vorum svo saman í landsliðinu. Á þessum tíma voru menn settir á framherjana og áttu að elta þá um allan völl. Einn þeirra var Gunnar Austfjörð sem lék með ÍBA og Jóhannes Eðvaldsson í Val síðar atvinnumaður hjá Celtic. Ég gat ekkert á móti Jó-hannesi en það var allt í lagi, það losnaði bara um aðra og við unnum 4-0“ segir Steinar. Jón segir að Hörður Felixson í KR bróðir Bjarna Fel hafi verið ansi grimmur að reyna að dekka sig en ekki alltaf tekist vel. En hvernig líst þeim bræðrum á boltann í dag og Keflavíkurliðið?

„Ég fer nánast ekkert á leiki í dag og hef ekki gert

í mörg ár, þó fylgist maður með úrslitum leikja. Ég veit að rekstrarumhverfi knattspyrnunnar hér á svæðinu er mjög erfitt, það er lítið um stór fyrir-tæki sem styðja vel við bakið á félögunum. Flestir starfa á flugvellinum og þar eru stór fyrirtæki sem því miður láta lítið af hendi rakna til félaganna. Mér finnst það skilda þessara fyrirtækja og sérstaklega gagnvart starfsmönnum sínum að styrkja verkefni hér á svæðinu“ segir Jón.

„Það er og hefur verið fullt af efnilegum strákum í boltanum hjá okkur í Keflavík. Því miður þá ílengjast margir þeirra ekki, fara í skóla erlendis, til annarra félaga og í atvinnumennsku. Markmiðið hlýtur samt alltaf að vera á meðal þeirra bestu“ segir Steinar.

Steinar sendur eftir handklæðiMARGIR Keflvíkingar voru uppnefndir eftir mömmu sinni á árum áður, eins og fram kemur hér: Steinar Jóhannsson byrjaði ungur að fara með Jóni bróður sínum á knattspyrnuæf-ingar. Eitt sinn bað Magnús Haraldsson, bakvörður, Steinar að fara heim til sín á Ásabrautina og ná í handklæði sem hann hafði gleymt. Steinar varð við ósk Magnúsar. Þegar Har-aldur Kr. Magnússon, faðir Magnúsar kom til dyra, sagði Steinar: “Ég er kominn til að ná í handklæði fyrir Magga Halla Guddu!” Haraldur horfði á snáða - náði í handklæði og sagði um leið og hann rétti Steinari það: “Hér er handklæðið - Steini Jóa Steinku!”

„Ég heiti Guðmundur“Það sögulega atvik átti sér stað í leik Keflvíkinga að Magnús V. Pétursson milliríkjadómari í knatt-spyrnu veitti Steinari Jóhannssyni áminningu fyrir að Steinar sagðist heita Guðmundur. Magnús bókaði Steinar í leiknum og spurði hann til nafns eins og þá var siður. „Ég heiti Guðmundur“ sagði Steinar þá,- „jæja vinur svo þú heitir Guðmundur“ sagði Magnús sem taldi að Steinar væri að gera grín að honum. Hann þóttist þekkja að þarna væri Steinar Jóhannsson á ferðinni.Þegar Magnús leit í leikskýrsluna, kom í ljós að enginn Guðmundur lék með Keflavíkurliðinu en Árni Þorgrímsson hafði lætt sér inn og sett G. fyrir framan nafn Steinars á skýrslunni. Bókunin var dregin til baka og eftir þetta var alltaf sett G. fyrir framan nafn Steinars á leikskýrslum. „Eftir á hafði Magnús gaman að þessu og hann kallaði mig alltaf Guðmund þegar hann dæmdi leiki okkar“ sagði Steinar þegar hann var spurður um atvikið.

Þessi mynd er frá leik ÍBK og ÍA á Njarðvíkurvelli í maí 1965. Frá vinstri á myndinni eru, Jón Ingi markvörður ÍA, Kristinn Gunnlaugsson ÍA en hann er tengdafaðir Steinars og bróðir Högna Gunnlaugssonar sem lék með Keflavík og Marka Jón að skora

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Framtíðarreikningur vex með barninu

Verðmætt veganesti

Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni.

Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið.

Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi.

Page 24: Jólablað 2013

Gleðileg jólfarsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

SÆVAR REYNISSONVIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

BÓKHALDSÞJÓNUSTANHafnargötu 25 - 230 Reykjanesbæ

Sími 421 3322Hafnargötu 27 - Sími 421 1420

R a f v e r k t a k i

BrautarnestiHringbraut 93b Guesthouse www.alex.is

VÍSIRFélag skipstjórnarmannaá Suðurnesjum Tækniþjónusta SÁ ehf.

Keflvískir afreksmenn í 80 ár

Fáanleg í Félagsheimili Keflavíkur

Sunnubraut 34 - Sími 421 3044 & 897 5204

Ítarleg umfjöllun um íþróttalífið

í Keflavík prýdd fjölda mynda

Jólagjöf íþrót tamannsins

G r ó f i n 1 3 c • 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r • S í m i 4 2 1 4 3 8 8 • N e t f a n g s t a p a p r e n t @ s i m n e t . i s

stapaprent Prentþjónusta í 29 ár

Iðkendur Keflavíkur munu ganga í hús og bjóða bókina til sölu.

Takið vel á móti sölufólki okkar, verð aðeins kr 2500,-

24 Jólablað 2013

Page 25: Jólablað 2013

Í þónokkur ár hafa áhugasamir blakiðkendur æft blak á eigin vegum í hinum ýmsu húsa-kynnum í Reykjanesbæ. Þó nokkur breyting

hefur verið á iðkendahópnum í gegnum árin, nokkrir hafa helst úr lestinni en nýir komnir í staðinn. Hér í bænum hafa því farið fram æf-ingar bæði hjá konum og körlum í allmörg ár. Þessir hópar hafa að mestu æft sér til gamans og til heilsubóta. En einnig hefur verið tekið þátt í nokkrum Öldungamótum í blaki og þá oft í sam-vinnu við önnur lið eins og Ungmennafélagið Hrafnkel Freysgoða eða búið til sitt sjálfstæða lið eins og karlarnir gerðu undir nafninu „Steinunn gamla“.

Í gegnum árin hafa þessir hópar æft að jafnaði 1x í viku, án þjálfara og hefur gengi á öldungamót-um miðað við æfingafjölda og þjálfaraleysi verið nokkuð gott. Karlarnir unnu sig upp í 2. deild hér um árið og konurnar hafa unnið til verðlauna með öðrum liðum. Núna síðast þegar keppt var undir merkjum Keflavíkur náði Keflavíkurliðið ,,Keli“ að sigra sína deild með yfirburðum og var einn liðs-maður okkar valinn leikmaður deildarinnar.

Eins og aðeins hefur verið komið hér að þá hafa nokkrir áhugasamir um blakíþróttina hér í Reykjanesbæ tekið sig saman og stofnað blakdeild innan Keflavíkur. Sótt var um síðasta vetur og var umsókninni vel tekið hjá stjórn Íþrótta- og ung-mennafélags Keflavíkur. Með aðstoð hennar var stofnfundur nýrrar Blakdeildar haldinn þann 26. mars 2013.

Nú í vetur hófust því aftur æfingar undir merkjum Keflavíkur eftir langt hlé. Starfið hefur farið hægt af stað en stefnt er að því að í byrjun árs muni deildin fara í alla grunnskóla og kynna elstu deildum skólanna starfið. Fyrst um sinn munum við vera með æfingar fyrir unglingaflokk og full-orðinsflokk. En þegar deildin stækkar og við fáum

inn fleiri iðkendur og æfingatíma getum við farið að bjóða upp á æfingar fyrir yngri iðkendur. Mark-mið deildarinnar er að allir hafi kost á að stunda blakæfingar sem vilja, hvort sem er um byrjendur eða lengra komna. Deildin ætlar einnig að vinna sem best að því að halda æfingagjöldum í lágmarki til að allir hafi kost á að iðka blak í Reykjanesbæ.

Í vetur fara allar æfingar hjá blakdeildinni fram í sal Heiðarskóla og eru æfingatímar þannig:• Þriðjudagarkl:17:00-18:30 Herrar (unglingar og fullorðnir)• Miðvikudagarkl:20:00-21:30

Dömur (unglingar og fullorðnir)• Föstudagarkl:19:20-20:50 Dömur og herrar (unglingar og fullorðnir)• Sunnudagarkl:11:00-12:30 Dömur og herrar (unglingar og fullorðnir)

Eins og þið sjáið þá eru unglingar og fullorðnir að æfa saman enn sem komið er. En um leið og fjölgar í deildinni munum við skipta æfingatímum meira upp þannig að hver flokkur fái ákveðinn æfingatíma.

Öllum er velkomið að koma á æfingu hjá okkur bara að mæta í sal Heiðarskóla á æfingatíma hjá blakdeildinni og við leiðbeinum ykkur með fyrstu skrefin. Æfingar eru sniðnar að hverjum og einum og því er auðvelt fyrir byrjendur og lengra komna að æfa saman og allir í stakk búnir til að aðstoða og leiðbeina nýjum iðkendum.

Blakdeildin er komin með síðu inn á www.kefla-vik.is þar sem er hægt að nálgast allar helstu upp-lýsingar.

Með því að hafa unglingaflokk og fullorðins-flokk saman í vetur skapast líka vettvangur fyrir foreldra að æfa með börnum sínum og skapa góð-ar, heilbrigðar og skemmtilegar samverustundir saman. Þannig að við hvetjum unglingaforeldra til að skoða þennan möguleika og kíkja á eins og eina blakæfingu til okkar og sjá hvort þetta sé eitthvað sem þeir geti gert að sameiginlegu áhugamáli.

Með greininni fylgja nokkrar myndir frá æfing-um og mótum síðustu tveggja ára.

Með von um að Blakdeild Keflavíkur eigi eftir að stækka og dafna á komandi árum.

Fyrir hönd blakstjórnarinnar,Heiðrún Björk Sigmarsdóttir.

Jólablað 2013 25

Blakæfingar hafnar aftur undir merki Keflavíkur

Hér má sjá hluta af stjórn blakdeildarinnar, Heiðrún Björk, Sveinn, Brynjar, Sigurbjörg Ásdís, Svanhildur og Jasmina.

Dömuflokkurinn mátar nýju búningana.Við tókum þátt í forvarnarviku RNB og buðum upp á kynningu á blakíþróttinni, margir nýttu sér það.

Keppt í fyrsta sinn undir merkjum Keflavíkur á H-Karl-inum 2013 þar sem Keflavík sigraði sína deild.

Litið inn á æfingu síðasta vetur. Karlaflokkurinn okkar sem kallar sig „Steinunni gömlu“.

Page 26: Jólablað 2013

Starf barna- og unglingaráðs var með miklum ágætum keppnis-tímabilið 2012-13 og frábær

árangur náðist á flestum vígstöðv-um, enda öflugur hópur stjórnar-fólks, þjálfara, iðkenda og foreldra sem heldur starfinu blómlegu.

Árangur keppnisliða 2012-2013Alls voru sendir 14 aldursflokkar til keppni á Íslandsmóti yngri flokka og var kynjaskipting þeirra jöfn. Að öllu jöfnu sendir Keflavík lið til keppni í öllum aldursflokkum en ekki reynd-ist grundvöllur til að halda út liði í 11. flokki drengja (árg.´96) þetta árið, sökum fámennis. Í bikarkeppni KKÍ sendi Keflavík lið í öllum aldurs-flokkum eða 9 alls en þátttökurétt eiga 9. flokkur og eldri.

Árangur á Íslandsmóti yngri flokka var frábær þetta tímabilið og líklega einn sá allra besti frá upphafi. Af 24 titlum sem keppt var um í yngri flokkunum vann Keflavík 11.

Í kvennaboltanum hélt Keflavík uppteknum hætti og sópaði inn titlum eins og enginn væri morgundagurinn. Stelpurnar tóku alla Íslandsmeistara-titla sem í boði voru að undanskildum einum og sama niðurstaða varð í bik-arkeppninni. Við vorum þó skammt undan þar sem ekki náðist titill og náðum í silfur í báðum tilfellum.

Drengjamegin sáum við besta árangur félagsins um langa hríð en Keflavík varð Íslandsmeistari í tveimur aldursflokkum, 7. flokki og 8. flokki, auk þess sem silfurverðlaun náðust í Minnibolta drengja og Ung-lingaflokki karla. Ekki náðist að landa bikar hjá drengjunum þetta árið.

Iðkendur í 1.-5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja önnur mót sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp. Flest fóru þau á Orkumót KR og Actavismót Hauka og mörg fóru á Sambíómót Fjölnis, Jólamót Nettó&ÍR, Stjörnu-stríð og Póstmót Breiðabliks. Öll fóru þau að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna.

Nettómótið 2013Barna- og unglingaráð stóð að venju í samstarfi við U.M.F.N. að fram-kvæmd Nettómótsins 2.-3. mars 2013 sem hefur löngu tekið sér sess sem stærsta körfuboltamót á Íslandi. Engin breyting varð þar á þetta árið. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 194 og leiknir voru 462 leikir en 1.205 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára. U.þ.b 1.000 manns gistu í skólamannvirkjum bæjarins og 2.500 gestir heimsóttu  Vatnaver-öld sem er metfjöldi, enda lék veðrið

við hvern sinn fingur þessa helgi. Við viljum gjarnan nota tækifærið og færa  öllum okkar félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt fram-lag þessa helgi í þágu körfunnar og félagsins enda útilokað að standa að slíkri stórframkvæmd án breiðrar þátttöku þar sem allir leggjast á eitt.

Unglingalandsliðsfólk Körfuknattleiksdeildar 2013Þrjár stúlkur úr Keflavík voru valdar

til að keppa með U16 á Norður-landamóti yngri landsliða sem fram fór í Solna í Svíþjóð í byrjun maí en það voru þær Kristrún Björgvins-dóttir, Laufey Rún Harðardóttir og Irena Sól Jónsdóttir.

Einnig voru þrjár stúlkur valdar til að keppa með U18 á sama Norð-urlandamóti yngri landsliða í Solna en það voru þær Ingunn Embla Kristínardóttir, Sandra Lind Þrast-ardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Þess má geta að Ingunn Embla var

Barna- og unglingaráð KörfuknattleiksdeildarAnnáll og uppskera keppnistímabilið 2012-2013

1. og 2. bekkur stúlkna.

10. flokkur drengja.

7. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar 8. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Drengjaflokkur.

26 Jólablað 2013

Page 27: Jólablað 2013

valin í 5 manna úrvalslið mótsins.Sigurþór Ingi Sigurþórsson var

síðan valinn til að keppa með U16 á Norðurlandamótinu og var hann eini fulltrúi Keflavíkur þetta árið hjá drengjunum.

Fjórar stúlkur úr Keflavík voru valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í Copenhangen Invitational 13.-16. júní þær Elfa Falsdóttir, Emelía Ósk Gunnars-dóttir, Svanhvít Ósk Snorradóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir. Stelpurn-ar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á mótinu eftir úrslitaleik á mótinu gegn landsliði Dana en þetta er í fyrsta skipti sem 15. ára landslið stúlkna sigrar á mótinu.

Aukaæfingin og afreksstarfÁfram var boðið upp á morgun- og afreksæfingar 2 skipti í viku frá október til apríl fyrir áhugasama iðkendur í 8. bekk og eldri. Voru þær vel sóttar og ljóst þessar æfingar eru komnar til að vera.

Sumardagskrá barna og unglinga-starfsins hófst síðan mánudaginn 10. júní. Iðkendum í 8.-10. bekk var gefinn kostur á að æfa körfubolta frá 9-12 á morgnanna í 8 vikur og boðið var upp á æfingar fyrir iðkendur fædda 1999-2004 sem æfðu þrisvar í viku í 6 vikur.

Allir þessir hópar æfðu undir handleiðslu Einars Einarssonar, yfir-þjálfara yngri flokka körfuknattleiks-deildar.

Lokahóf yngri flokka í maí 2013Lokahóf yngri flokka var haldið um miðjan maí að venju í TM höll-inni. Veittar voru viðurkenningar og tímabilinu lokið með þeim hætti sem hæfir vorkomunni, þ.e. að tendra á grillinu og blása til veislu.

Iðkendur 1.-5. bekkjar fengu allir viðurkenningarskjal fyrir iðni og góða ástundun. Þjálfarar þeirra voru eftirfarandi:

1.-4. bekkur stúlkna Þjálfari Helena Jónsdóttir

1.-2. bekkur drengjaÞjálfari Elentínus Margeirsson

3.-4. bekkur drengja Þjálfari Einar Einarsson

5. bekkur stúlknaÞjálfari Guðmundur Ingi Skúlason

5. bekkur drengjaÞjálfari Björn Einarsson

Einstaklingsviðurkenningar voru veittar iðkendum 11. ára og eldri:

Minnibolti 11 ára drengjaÞjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Pálmi GuðmundssonBesti varnarmaðurinn: Andri TryggvasonBesti leikmaðurinn: Andri Tryggvason

Barna- og unglingaráð KörfuknattleiksdeildarAnnáll og uppskera keppnistímabilið 2012-2013

8. flokkur stúlkna íslandsmeistarar. 9. flokkur stúlkna Íslands- og bikarmeistarar.

MB drengja silfur á Íslandsmóti. MB stúlkna Íslandsmeistarar.

3. og 4. bekkur stúlkna.

7. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Jólablað 2013 27

Page 28: Jólablað 2013

Óskum Suðurnesjabúumgleðilegra jóla og farsælldar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

ViðskiptalausnirHólmgarði2c • 230 Keflavík • Sími 420 9000

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Minnibolti 11 ára stúlknaÞjálfari Guðmundur Ingi SkúlasonMestar framfarir: Svava Rún SigurðardóttirBesti varnarmaðurinn: Anna Ingunn SvansdóttirBesti leikmaðurinn: Snædís Harpa Davíðsdóttir

7. flokkur drengjaÞjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Elvar Snær GuðjónssonBesti varnarmaðurinn: Arnór SveinssonBesti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

7. flokkur stúlknaÞjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Kamilla Sól Viktorsdóttir Besti varnarmaðurinn: Elsa AlbertsdóttirBesti leikmaðurinn: Birna Valgerður Benonýsdóttir

8. flokkur drengjaÞjálfari var Björn EinarssonMestar framfarir: Þórbergur JónssonBesti varnarmaðurinn: Stefán LjubicicBesti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

8. flokkur stúlknaÞjálfari Björn EinarssonMestar framfarir:

Andrea Dögg EinarsdóttirBesti varnarmaðurinn: Þóranna Kika Hodge-CarrBesti leikmaðurinn: Katla Rún Garðarsdóttir

9. flokkur drengjaÞjálfari Guðbrandur StefánssonMestar framfarir: Ísak ÞórissonBesti varnarmaðurinn:  Brynjar Bergmann BjörnssonBesti leikmaðurinn: Arnór Ingi Ingvason

9. flokkur stúlknaÞjálfari Jón GuðmundssonMestar framfarir: Svanhvít Ósk SnorradóttirBesti varnarmaðurinn: Elfa FalsdóttirBesti leikmaðurinn: Thelma Dís Ágústsdóttir

10. flokkur karlaÞjálfari Guðbrandur StefánssonMestu framfarir: Árni Vigfús KarlssonBesti varnarmaðurinn: Kristinn R. SveinssonBesti leikmaðurinn: Sigurþór Ingi Sigurþórsson

10. flokkur stúlknaÞjálfari Jón GuðmundssonMestar framfarir: Irena Sól JónsdóttirBesti varnarmaðurinn: Ásta Sóllilja Jónsdóttir

Besti leikmaðurinn: Kristrún Björgvinsdóttir

StúlknaflokkurÞjálfarar Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir.Mestu framfarir: Elínóra Guðlaug EinarsdóttirBesti varnarmaðurinn: Ingunn Embla KristínardóttirBesti leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir

DrengjaflokkurÞjálfari Jón Norðdal.Mestu framfarir: Birkir Örn Skúlason

Besti varnarmaðurinn: Hilmir Gauti GuðjónssonBesti leikmaðurinn: Aron Freyr Kristjánsson

LokaorðVið í barna- og unglingaráði viljum að lokum þakka öllum þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur fyrir frábært starf auk fjölmargra for-eldra sem lögðu hönd á plóginn með óeigingjörnu framlagi í þágu unga fólksins. Áfram Keflavík.

F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK

Jón Ben Einarsson

Stúlknaflokkur Íslands- og bikarmeistarar. Unglingaflokkur stúlkna Íslands- og bikarmeistarar.

Fjórar stúlkur frá Keflavík léku með U15 ára ára landsliði stúlkna sem sigraði á Copenhangen Invitational mótinu sem haldið var 13.-16. júní s.l. en þær eru í efri röð Thelma Dís Ágústsdóttir (nr. 10) og Emelía Ósk Gunn-arsdóttir (nr. 11). Í neðri röð eru þær Svanhvít Ósk Snorradóttir (nr. 7) og Elfa Falsdóttir (nr. 8).

28 Jólablað 2013

Page 29: Jólablað 2013

Jólablað 2013 29

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.retting.is

Það voru 13 yfirspenntar Keflavíkurstúlkur og 6 mömmur sem mættu með bros á vör í flugstöðina að morgni dags 6. júlí. Ferð-

inni var heitið til New York – loksins var komið að þessu sem stelpurnar og foreldrar þeirra höfðu unnið að í næstum 3 ár. Á döfinni var 9 daga æfinga- og skemmtiferð til hennar stóru Ameríku í æfingabúðir í körfubolta hjá Phila-delphia 76ers.

Farið var með morgunflugi til New York og gekk það allt mjög vel. Á flugvellinum þar ytra beið eftir okkur risastór limmosínu-rúta þar sem allir hrúg-uðu inn farangrinum, fengu sér sæti og við tók 2ja klukkustunda akstur sem endaði fyrir utan King of Prussia verslunarmiðstöðina. Þar fengu stúlkurnar að eyða nokkrum klukkustundum og nokkrum dollurum áður en haldið var á Sixers – Camp svæðið. Skipuleggjendur æfingabúðanna tóku vel á móti okkur og vísuðu stúlkunum í svefnskála þar sem þær fengu að vera 2 og 2 saman. Mömmurnar kvöddu að sinni enda ekki leyfilegt að foreldrar eða forráðamenn séu viðstaddir æfingar.

Á fyrsta degi æfingabúðanna var stúlkunum skipt í hópa/lið sem héldu saman allan tímann. Á morgnana fóru fram boltaæfingar en eftir há-degi var meira um spil og liðin kepptu sín á milli.

Kvöldin voru nokkuð frjáls og notuð til að leika sér og kynnast öðrum körfuboltakrökkum sem komu frá hinum ýmsu löndum. Á lokadegi búðanna fóru fram úrslitaleikir þar sem foreldrar máttu koma og fylgjast með.

Mömmurnar mættu til að sækja stúlkurnar sem voru þreyttar en ákaflega glaðar eftir 6 daga stans-lausar æfingar og keppni. Verðlaunaafhending fór fram þar sem stúlkurnar fengu ýmis verðlaun og síðan var haldið til Manhattan, New York. Hótelið var ótrúlega vel staðsett, um 300 metra frá Times Square. Hópurinn gisti í 2 nætur og gerði mjög margt skemmtilegt á þessum stutta tíma. Meðal annars var farið á „Body Worlds“ sýninguna, labbað um Times Square og Broadway, farið upp í Empire State bygginguna og síðan tekinn bíltúr og stór hluti borgarinnar skoðaður úr 2ja hæða rútu. McDonald´s var í miklu uppáhaldi en einnig var farið á skemmtilegan veitingastað „Ellen´s Stardust“ þar sem voru syngjandi þjónar – mjög skemmtileg upplifun.

Á heimfarardegi tók hópurinn hjól á leigu og hjólaði stóran hring í Central Park áður en hluti hópsins fór að 5th Avenue en hinn hlutinn í Ma-dame Tussaud safnið.

Heimferðin gekk vel og það voru þreyttar en

yfir sig ánægðar körfuboltastelpur og mömmur sem lentu í Keflavík snemma að morgni eftir vel skipulagða og vel heppnaða ferð. Stúlkurnar voru til fyrirmyndar í alla staði og mælum við eindregið með þessum æfingabúðum fyrir duglega körfu-boltakrakka.

Fyrir hönd hópsinsBjörg Hafsteinsdóttir

Hluti af hópnum ásamt þjálfurum á æfinga-svæði Sixers-búðanna.

Æfinga- og skemmtiferð 9.flokks kvenna í Sixers Camp 2013

Stúlkurnar á Times Square.

Hópurinn fyrir brottför.

Page 30: Jólablað 2013

Enn ein leiktíðin rann í garð hjá meistara-flokki karla og kvenna þann 9. september 2012 þegar Lengjubikarinn fór í gang. Sig-

urður Ingimundarson stóð brattur í brúnni og tilbúinn í slaginn sem var framundan hjá báðum liðum. Karlaliðinu tókst því miður ekki að kom-ast upp úr sínum riðli í umspilið en kvennaliðið fór alla leið í úrslitaleikinn gegn Snæfell og var sá leikur háður í Keflavík. Því miður fyrir okkar stúlkur hafði Snæfell betur í þeirri viðureign 72-78 en tímabilið lofaði góðu engu að síður.

Fyrir tímabilið hafði karlaliðið fengið erlendan liðstyrk en samið hafði verið við Michael Craion og Kevin Giltner auk þess sem hinn reynslumikli vegabréfaíslenski Darrel Lewis var sóttur úr sól-inni í Grikklandi. Kevin Giltner þótti því miður ekki standa undir væntingum og var hann látinn fara í byrjun nóvember. Stephen nokkur McDowel kom í hans stað en sá sannaði fljótlega að margur sem er knár er ekkert endilega klár og var hann því einnig látinn pakka saman. Billy Baptist mætti svo á klakann og kláraði tímabilið með stæl en hann spilaði fyrsta leikinn sinn viku eftir botnlangaað-gerð – geri aðri betur. Hjá stúlkunum var Jessica Jenkins fengin sem erlendur liðstyrkur og kláraði hún tímabilið með kvennaliðinu.

Powerade bikarinnÍ Powerade bikarkeppni kvenna var kvennaliðið okkar að sýna mikla seiglu og lagði hvern andstæð-inginn á fætur öðrum í skemmtilegum leikjum. Þær náðu að koma sér alla leið í úrslit í Laugardalshöll þar sem þær mættu sterku liði Valsstúlkna. Svo fór að okkar stelpur höfðu betur í leiknum og sigruðu 68-60 og fyrsti titill vetrarins var staðreynd. Pálína Gunnlaugsdóttir stóð sig best í úrslitaleiknum og skoraði 19 stig. Karlaliðið stóð sig vel í Powerade bikarnum og lögðu granna sína í Njarðvík í 8-liða úrslitum 102-91. Þeir töpuðu svo með grátlegum hætti gegn Grindavík í 4-liða úrslitum þar sem ein-ungis eitt stig skildi liðin að en skot Billy Baptist geigaði á lokasekúndu leiksins.

Domino´s deildinÍ deildarkeppninni voru stelpurnar á fljúgandi siglingu á köflum og virtist vera að þær kynnu ekki að tapa leik, svo sjóðandi heitar voru þær. Að deildarkeppni lokinni höfðu þær tryggt sér 1. sætið með 23 sigra og 5 töp. Í 4-liða úrslitum fengu þær það erfiða verkefni að mæta Valsstúlkum sem höfðu staðið sig vel í deildinni þennan vetur. Ekki var útlitið bjart þegar að Valsstúlkur unnu þriðja leik liðanna og komust í 2-1 forystu í einvíginu og áttu næsta leik á heimavelli. Okkar stelpur sýndu þó gríðarlegan karakter og sigraðu næstu tvo leiki og tryggðu sér þannig hlutverk í úrslitaeinvíginu gegn KR. Þarna voru stelpurnar að toppa og sýndu gríðarlegan styrk í úrslitaeinvíginu og tryggðu sér loks 15. Íslandsmeistaratitilinn. Pálína Gunnlaugs-dóttir fór hamförum í lokaleiknum með sinni ein-skærri leiðtogahæfni inni á vellinum og skoraði 30 stig en hún var einnig valin besti leikmaður úr-slitakeppninnar.

Karlaliðið hóf deildarkeppnina illa og tapaði fyrstu þremur leikjunum. Liðið fór svo að standa sig betur þegar á leið, þá sérstaklega með tilkomu Billy Baptist, og varð 5. sætið hlutskipti liðsins. Svo fór að þeir fengu Stjörnumenn í 8-liða úrslitum og er óhætt að segja að engin viðureign hafi fengið jafn viðamikla umfjöllun í fjölmiðlum fyrr né síð-ar. Einvígið bauð upp á allt – floppin voru vinsæl, menn voru reknir úr húsi fyrir ljót brot, stuðnings-menn voru ásakaðir um ósæmilega hegðum og þar

fram eftir götunum. Þrátt fyrir þessa neikvæðu punkta var einvígið gríðarlega skemmtilegt og ljóst að þarna voru komin tvö hörkulið sem gáfu ekki þumlung eftir. Þrjá leiki þurfti til að klára einvígið og fór það svo að Stjörnumenn sigruðu einvígið á heimavelli sínum en fullyrða má að einvígið hefði farið á aðra leið hefði hinn gríðarlega sterki Micha-el Craion ekki meiðst illa í öðrum leik liðanna.

Maggi „Gun“ fór yfir 500 leikja múrinnFyrir leikinn gegn ÍR í Dominos deildinni þann 17. mars 2013 var Magnús Þór Gunnarsson heiðraður

fyrir að hafa á tímabilinu leikið sinn 500. leik fyrir félagið. Á þeim tíma hefur hann unnið fimm Ís-landsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla auk fjölda annarra minni titla og einstaklingsviður-kenninga. Keflvíkingar geta verið stoltir að hafa haft þennan meistara í sínum röðum öll þessi ár. Hann hefur nánast eingöngu leikið hjá uppeldis-félagi sínu og þó hann hafi villst af leið tvö tímabil var honum að sjálfsögðu strax fyrirgefið er hann hóf fallbyssuskothríðir sínar á andstæðinginn. 

Keflvíkingar sigursælir á lokahófi KKÍLokahóf KKí var haldið í maí 2013 í Laugardalshöll. Að venju var dagskráin flott og voru Keflvíkingar einnig duglegir að sanka að sér verðlaunum. Þar var Pálína María Gunnlaugsdóttir sigursæl en hún var valin besti leikmaður Dominos deildar kvenna, varnarmaður ársins og valin í fimm manna lið deildarinnar ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur. Þá var Sigurður Ingimundarson valinn besti þjálfar-inn og Sara Rún Hinriksdóttir besti ungi leik-maðurinn. 

Lokahóf KKDK 2013Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 2013 var haldið 3. maí og fóru herlegheitin fram í félags-heimili Keflavíkur. Grilluð lambalæri voru á boð-stólnum fyrir gesti en það voru grillmeistararnir Ólafur Ásmundsson, Þorgrímur Árnason og Guð-mundur Bjarni Kristinsson sem stýrðu matseldinni eins og sannir höfðingjar.

Sigurður Valgeirsson hélt erindi og talaði um árangur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gegnum tíðina auk þess að leiða gesti í gegnum upphaf körfuboltans á Suðurnesjum. Hann færði klúbbnum einnig upprunalegu myndina af Kefla-víkurhraðlestinni sem að Stefán Jónsson teiknari gerði á sínum tíma. Klúbburinn vill koma þökkum á framfæri til Sigurðar fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Hermann Helgason, formaður KKD Keflavíkur, tók við af Sigurði og fræddi gesti um tölfræðilegar staðreyndir af titlum Keflavíkur á þessu tímabili og á árum áður. Hann nefndi þar m.a. að ef „60 minutes“ ætti að fjalla um eitthvað rannsóknarefni, þá væri það árangur kvennakörfunnar í Keflavík.

Jón Gauti Dagbjartsson, fallbyssukjaftur úr Grindavík, mætti á svæðið og jós svívirðingum yfir veislugesti að hætti hússins. Honum var mikið í mun að fá að kvarta og kveina yfir þeim Keflvík-ingum sem sendir höfðu verið yfir Alpana (Þor-björn) til að spila og þjálfa fyrir Grindavík. Uppi-

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Titlarnir halda áfram að koma í hús

30 Jólablað 2013

Birgir Már Bragason, fyrrum varaformaður KKDK, og Hermann Helgason, fyrrum formaður KKDK, veittu viðurkenningar á lokahófi KKDK. Á myndinni ásamt þeim félögum eru Birna Val-garðsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir. Á myndina vantar Darrel Lewis (búningurinn á gínunnni) og Ragnar Gerald Albertsson.

Íslandsmeistarar kvenna 2013.

Magnús Þór Gunnarsson ásamt Margeiri Einari Margeirssyni en Magnús var heiðraður fyrir að hafa leikið 500 leiki fyrir félagið með innramm-aðri teikningu eftir Stefán “Lefty” Jónsson.

Page 31: Jólablað 2013

Jólablað 2013 31

ÓskarSuðurnesjamönnum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári

Sími 421 4777

stand hans vakti mikla kátínu veislugesta og fékk hann standandi lófatak þegar yfir lauk. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Baldursson, einnig nefndir Eldar, spiluðu fagra tóna fyrir veislugesti eftir verðlaunaafhendinguna.

Jessica Jenkins var á svæðinu og afhenti kvenna-ráð henni blómvönd fyrir að hafa lagt hönd á plóg-inn með kvennaliðinu þann veturinn.

Verðlaunaafhendingu var stýrt af Sævari Sævars-syni, en eftirtaldir voru verðlaunaðir:

Besti leikmaður karlaliðs:DarrelLewisBesti varnarmaður karlaliðs:DarrelLewisEfnilegast leikmaður karlaliðs:Ragnar Gerald AlbertssonBesti leikmaður kvennaliðs:Pálína María GunnlaugsdóttirBesti varnarmaður kvennaliðs:Pálína María GunnlaugsdóttirEfnilegast leikmaður kvennaliðs:Ingunn Embla KristínardóttirLið ársins:DarrellLewisPálína María GunnlaugsdóttirBirna ValgarðsdóttirSara Rún HinriksdóttirIngunn Embla Kristínardóttir

Nýtt tímabil hafið í nýmerktri TM-HöllÞegar þessi orð eru rituð er nýtt tímabil hafið og hafa bæði karla- og kvennaliðin hafið leiktíðina vel. Karlaliðið samdi við þrjá nýja leikmenn, þá Guðmund Jónsson, Gunnar Ólafsson og þá kom týndi sonurinn Þröstur Leó Jóhannsson aftur heim. Kvennaliði missti á sama tíma þær Pálínu Gunnlaugsdóttur og Ingibjörgu Jakobsdóttur til Grindavíkur auk þess sem Ingunn Embla Kristín-ardóttir varð að hætta tímabundið vegna hennar þátttöku í fjölgun mannkynsins. Ef eitthvað lið mátti við slíkri blóðtöku góðra leikmanna er það

kvennalið Keflavíkur enda spretta leikmenn þar fram eins og fíflar í görðum landsmanna. Andy Jo-hnston var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla og kvenna fyrir tímabilið í stað Sigurðar Ingimundar-sonar, sigursælasta þjálfara Keflavíkur og íslensks körfubolta frá upphafi. Þótti kominn tími á smá breytingar þó ávallt yrði ljóst að fáir ef einhverjir kæmust með tærnar þar sem Sigurður hafði hæl-ana. Verður þeim orðum vart komið nægjanlega vel á prent hversu gríðarlega þakklát körfuknatt-leiksdeildin er því frábæra starfi sem Sigurður hefur skilað til félagsins og öllum þeim titlum sem drengurinn aðstoðaði við að sanka að sér.

Vert er að geta þess að Körfuknattleiksdeild Keflavíkur endurnýjaði samning sinn við Lands-bankann fyrir tímabilið og mun hann vera aðal-styrktaraðili félagsins næstu tvö ár. Þá undirritaði

Keflavík stóran samstarfssamning við TM fyrir tímabilið. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun bera nafn-ið TM Höllin næstu árin. Samningurinn felur með-al annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna körfuknattleiks-deildarinnar rennur beint til deildarinnar í formi styrks. Að lokum vill stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að starfi félagsins á síðastliðnu tímabili, þar með talið leikmönnum, þjálfurum, stuðnings-mönnum og styrktaraðilum. Án þessa fólks væri deildin ekki starfandi.

Fh. KKDK, Margeir Einar Margeirsson

og Sævar Sævarsson

2013

2013

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

Sævar Sævarsson, varaformaður KKDK, og Gunnar Oddsson, hjá TM, ásamt leikmönnum karla- og kvennaliðsins fyrir framan nýmerkta TM-Höllina.

Page 32: Jólablað 2013

32 Jólablað 2013

Fimleikadeild Keflavíkur var stofnuð 12. september árið 1985. Deildin hefur vaxið mikið síðan þá og eru nú um 440 iðkendur

hjá deildinni og 16 þjálfarar. Fimleikadeildin er staðsett í Krossmóa 58 í Reykjanesbæ en þangað fluttist deildin í janúar 2010. Fyrir það hafði deildin aðstöðu í B-sal íþróttahússins við Sunnu-braut og þurftu iðkendur ávallt að bera fram áhöldin og ganga frá þeim fyrir og eftir æfingar sem gat verið mjög tímafrekt. Með tilkomu nýs húsnæðis batnaði aðstaða deildarinnar til muna og nú er svo komið að hægt er að bjóða upp á fleiri námskeið og um leið fækkar biðlistum.

Hjá Fimleikadeild Keflavíkur æfa börn frá tveggja ára aldri og er þar boðið uppá krakka-, áhalda- og hópfimleika ásamt Parkour.

Í hópfimleikum eru um 50 iðkendur. Þar er keppt í liðum á þremur áhöldum, þ.e. gólfi, dýnu

og trampólíni. Keppt er í tveimur stigum; Lands-reglum og TeamGym. TeamGym reglurnar eru alþjóðlegar reglur en eftir þeim er m.a. keppt á Norðurlanda- og Evrópumótum og er þar gerðar miklar kröfur um samsetningu og erfiðleika. Landsreglur eru hins vegar búnar til á grunnhug-myndum TeamGym reglnanna. Þær mæta þörfum um meiri sveigjanleika og aðlaganir á kröfum um erfiðleika, t.d. fyrir keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Heiðrún Rós Þórðardóttir hóf störf hjá fimleikadeild Keflavíkur í vetur sem yfirþjálfari hópfimleika en hún er fyrrverandi Evr-ópumeistari í hópfimleikum. Einnig var Heiðrún í íþróttalýðháskóla í Danmörku, Ollerup, þar sem hún öðlaðist mikla reynslu sem fimleikaþjálfari sem og iðkandi. Hún er því mikill fengur fyrir fim-leikadeildina.

Í áhaldafimleikum eru um 250 iðkendur.

Áhaldafimleikar skiptast eftir kyni. Drengir keppa á sex áhöldum, þ.e. gólfæfingum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá (samsíða) og svifrá en stúlkur keppa á fjórum áhöldum, þ.e. stökki, tvíslá, jafnvægisslá og gólfæfingum. Í áhaldafimleikum er keppt eftir íslenska fimleikastiganum sem getur tekið breytingum á milli ára. María Óladóttir hóf störf hjá okkur í vetur sem yfirþjálfari áhaldafim-leika. María er mikill reynslubolti og hefur verið starfandi hjá deildinni frá blautu barnsbeini.

Árið 2013 eignaðist deildin sinn fyrsta Íslands-meistara í áhaldafimleikum þegar Lilja Björk Ólafsdóttir hreppti titilinn en hún keppti í 2. þrepi, 13 ára og eldri. Í framhaldi af því var Lilja Björk valin í úrtak þar sem hún vann sér inn sæti í unglingalandsliði Íslands. Hún fór með liðinu á Norðurlandamótið í Elverum í Noregi í maí 2013. Lilja Björk og liðsfélagar hennar stóðu sig rosalega vel og enduðu í 4. sæti. Lilja sem er 14 ára og ættuð

Loksins Íslandsmeistaratitill hjá fimleikadeild Keflavíkur

H1 - Hópfimleikar.

A1 - Áhaldahópur.

Lilja Björk Ólafsdóttir Íslandsmeistari í áhaldafimleikum í öru þrepi 13 ára og eldri.

Page 33: Jólablað 2013

Jólablað 2013 33

Stutt viðtöl við iðkendur fimleikadeildar Keflavíkur

úr Keflavík hefur æft fimleika frá þriggja ára aldri eða í 11 ár. Lilja Björk er mjög dugleg og vinnusöm en hún mætir á allar æfingar og er svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Henni finnst skemmtilegast að æfa sig á tvíslá. Áhaldið sem henni finnst erfiðast er stökk. Lilja Björk er mjög ánægð með að vera komin í landsliðið og stefnir á að komast í framtíðinni inn í landslið fullorðinna. Lilja Björk er að flytja til Bandaríkjanna í desember og leggst það vel í hana. Hún ætlar að halda áfram að æfa fimleika í Bandaríkjunum og einnig í Kefla-vík þegar hún kemur heim í frí. Einnig stefnir hún á að keppa í Bandaríkjunum.

Parkour er íþrótt sem snýst um góðan lífstíl og mikla hreyfingu. Parkour á rætur sínar að rekja til Parísarborgar þegar hópur fimleikadrengja hóf að framkvæma æfingar á opnum leikvangi. Árið 2011 byrjaði fimleikadeild Keflavíkur að bjóða upp á Parkour æfingar og hefur þessi hópur stækkað jafnt og þétt. Í haust var mikil aðsókn í Parkour og eins og staðan er í dag nær fimleikadeildin ekki að anna eftirspurn. Parkour námskeiðin byggjast á því að læra að sneiða fram hjá hindrunum með því að stökkva, klifra og/eða rúlla ásamt því að beita öðrum aðferðum. Í dag eru þrír hópar sem æfa Parkour hjá fimleikadeild Keflavíkur undir hand-leiðslu Ísleifs Elís Bjarnasonar.

F.h. fimleikadeildar KeflavíkurHildur María Magnúsdóttir og

Halldóra Guðmundsdóttir.

Hvað heitir þú? Ragnheiður AnnaHvað ertu gömul? 7 áraHvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 3 árHvað finnst þér skemmtilegast í fim-leikum? TvísláHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Klifra kaðalinn Hvað langar þér í jólagjöf? Föt

Hvað heitir þú? Jón ArnarHvað ertu gamall? 8 áraHvað ertu búinn að æfa fimleika lengi? 3 árHvað finnst þér skemmtilegast í fim-leikum? TrampólínHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Hlaupa í köngulóHvað langar þér í jólagjöf? Rafmagnsbíl

Hvað heitir þú? Andrea DöggHvað ertu gömul? 11 áraHvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 7 árHvað finnst þér skemmtilegast í fim-leikum? TrampólínHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? StökkHvað langar þér í jólagjöf? Föt

Hvað heitir þú? Hjördís LiljaHvað ertu gömul? 11 áraHvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 6 árHvað finnst þér skemmtilegast í fim-leikum? Bara að æfa fimleikaHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Þora að gera eitthvað erfittHvað langar þér í jólagjöf? Fimleikabol

Hvað heitir þú? Klara LindHvað ertu gömul? 9 áraHvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 5 árHvað finnst þér skemmti-legast í fimleikum? Mæta á æfingarHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Þröngar armbeygjurHvað langar þér í jólagjöf? Fimleikabol

Hvað heitir þú? Alísa RúnHvað ertu gömul? 12 áraHvað ertu búin að æfa fimleika lengi? 7 árHvað finnst þér skemmti-legast í fimleikum? SláHvað finnst þér erfiðast í fimleikum? Kaðall án fótaHvað langar þér í jólagjöf? Keppnisbol

Parkour iðkendur.

Page 34: Jólablað 2013

Árið 2013 var gott ár hjá sunddeild Kefla-víkur. Eins og undanfarin ár vorum við í samstarfi með sunddeild UMFN og

saman erum við besta unglingalið landssins og urðum við aldursflokkameistarar á Aldurs-flokkameistaramóti Íslands (AMÍ) 2013 með töluverðum yfirburðum. Sundárið hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin þrjú ár. Við héldum lokahóf þriðja árið í röð þar sem veitt voru verðlaun fyrir mætingu og árangur ársins 2012 og tókst það mjög vel. Við gefum út frétta-bréf einu sinni í mánuði þar sem sundmenn mánaðarins eru valdir í öllum flokkum og í öll-um laugum og kemur það út á heimasíðu okkar www.keflavik.is/sund. Að gefa út svona blað er mikil vinna og vil ég þakka þeim sem koma að því kærlega fyrir því þarna er góð leið fyrir for-eldra og sundmenn að fylgjast með því mikla starfi sem við höldum úti. Æfingadagarnir voru á sínum stað en þá koma okkar yngstu sundmenn og fá að æfa í Vatnaveröld. Þar fá þau að sjá aðra þjálfara og að kynnast því að æfa í stóru lauginni okkar því oft hefur það verið þeim erfitt að koma úr litlu hverfislaugunum okkar og byrja að æfa í stóru lauginni og hafa þessir æfingadagar mælst virkilega vel fyrir.

Í desember 2012 fóru þau Íris Ósk, Ólöf Edda, Birta María, Erla, Berglind og Kristófer og syntu á Norðurlandamóti unglinga (NMU) sem haldið var í Finnlandi. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel en helst ber að nefna að Íris Ósk varð Norðulanda-meistari í 200 metra baksundi í 25 metra laug og náði í því sundi 718 FINA stigum sem er frábær

árangur. Einnig varð Ólöf Edda í þriðja sæti í 400 metra fjórsundi.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn sund-maður Keflavíkur fyrir árið 2012 og var hann jafn-framt valinn íþróttamaður Keflavíkur 2012. Davíð átti gott ár, hann keppti á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Chateres í Frakklandi nú í nóvember þar sem hann náði sínum bestu tímum í 50 metra, 100 metra og 200 metra baksundi. Davíð varð Íslandsmeistari á ÍM50 í 50, 100 og 200 m baksundi.  

Í apríl keppti lið 30 ungra sundmanna frá Kefla-vík á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og vann liðið okkar 2 gull, 8 silfur og 10 brons. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir varð Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi og í 400 metra fjórsundi, frábært hjá henni. Baldvin og Þröstur náðu lágmörkum fyrir Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Hollandi, einnig náði Íris Ósk lágmörkum á Mare Nostrum í 3 greinum. Það var líka frábært að einn af sund-mönnum okkar sem syndir erlendis, Davíð Hildi-berg, var valinn í liðið sem fór á Smáþjóðaleikana. Á garpamótinu keppti Sigmar Björnsson og vann hann 2 gull á IMOC-opna Íslandsmótinu í Garpa-sundi í 100 og 200 metra bringusundi.

Við héldum okkar árlega Landsbankamót um miðjan maí. Mótið gekk í alla staði vel og var það með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem okkar yngstu sundmenn fá að njóta sín í lauginni á föstudeginum og svo er endað í hinum sívinsæla sjóræningjaleik um kvöldið og allir fá sinn þátt-tökupening. Eldri sundmennirnir kepptu svo á laugardeginum og sunnudeginum og stóðu allir sig mjög vel. Of langt mál er að fara yfir þá sem unnu til verðlauna á þessu móti en hægt er að finna öll úrslit á mótum okkar á heimasíðunni okkar www.keflavik.is/sund. Eins og undanfarin ár kepptu yfir 500 sundmenn á mótinu frá 14 félögum. Eins og áður fóru svo sundmenn í bíó á milli hluta og var mikil og góð stemning á mótinu. Til að halda mót af þessari stærðargráðu er nauðsynlegt að hafa samstilltan hóp foreldra en við hjá sunddeildinni eru heppin að hafa frábært fólk sem skilar þess-ari vinnu ár eftir ár með miklum sóma. Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn; foreldrum, starfsfólki Vatnaveraldar, starfsfólki Myllubakka-skóla, starfsfólki Holtaskóla, starfsfólki Skólamatar og okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó og Sigurjóni í Sigurjónsbak-aríi.

Sundárið 2013 Sigurlið ÍRB á AMÍ

Davíð Hildiberg. Sundmaður Keflavíkur.

Ungir sundmenn á æfingardegi.

34 Jólablað 2013

Page 35: Jólablað 2013

Jólablað 2013 35

Eftir að móti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeruhátíð í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöldverðar og fjölmargar viður-kenningar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun eftir hvatningarkerfi okkar og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig.

Í lok maí áttum við einn sundmann á Smáþjóðar-leikunum en það var hann Davíð Hildiberg. Hann varð í öðru sæti og fékk því silfur í 100 m baksundi. Davíð var einnig hluti af boðsundsveit Íslands sem setti nýtt Íslandsmet í 4x200 m skriðsundi og urðu þeir í öðru sæti. Davíð var svo í annarri boðssund-sveit 4x100 m skriðsundi þar sem þeir enduðu í þriðja sæti.

Um miðjan júní var svo komið að UMÍ þar sem við sýndum að við erum með fremsta unglingalið-ið á landinu. UMÍ helgin var sigursæl fyrir okkar sundmenn. Lið 12 sundmanna á aldrinum 15-20 ára keppti á mótinu auk þess sem yngri sundmenn, Svanfríður Steingrímsdóttir og Sylwia Sienkiewicz syntu á mótinu til þess að reyna við landsliðs-lágmörk. ÍRB vann 64 verðlaun, 27 gull, 26 silfur, 11 brons. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir vann 400 m fjórsund mjög sannfærandi og setti í leiðinni nýtt stúlknamet á tímanum 5:02.33 með 707 FINA stig. Með þessu sundi tryggði hún sér sæti á EMU. Íris Ósk Hilmarsdóttir fylgdi svo á eftir og vann auðveldlega 200 m baksund á tímanum 2:19.85 með 710 FINA stig og náði um leið lágmarki inn á EMU. Íris Ósk vann bikarinn fyrir stigahæstu sundin í flokki 15-17 ára og Kristófer Sigurðsson vann bikarinn fyrir stigahæstu sundin í flokki 18-20 ára. Kristófer synti frábært 200 m skriðsund og náði 693 FINA stigum.

Í lok júní fór Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) fram á Akureyri. Okkar frábæra lið sigraði keppnina með miklum yfirburðum. Við unnum 71 gull, 42 silfur og 2 brons. Í lok móts vorum við með samtals 1016 stig. Í öðru sæti varð Ægir með 563 stig og SH í því þriðja með 365 stig. Nokkur afreksverðlaun eru alltaf afhent á lokahófi AMÍ og í ár hlutu tvær stúlkur úr Keflavík verðlaun en það voru þær Íris Ósk Hilmarsdóttir sem var stigahæst í stúlknaflokki og í meyjaflokki var Jóhanna Matt-hea Jóhannesdóttir stigahæst.

Um miðjan júlí fóru þær Ólöf Edda og Íris Ósk til Póllands og kepptu þar á EMU. Báðar stóðu þær sig vel á þessu sterka móti og voru að synda við sína bestu tíma. Hápunktur mótsins fyrir ÍRB var bæting Ólafar Eddu á tíma sínum í 200 m bringu-sundi en hún bætti tíma sinn um u.þ.b. sekúndu og náði besta tíma í þessari grein í fyrsta sinn í nærri tvö ár.

Norðurlandameistaramót æskunnar, NMÆ, var í ár haldið í Reykjavík í júlí og var mótið fyrir stúlkur fæddar 2000 og 1999 og stráka fædda 1998 og 1997. Tveir sundmenn frá Keflavík náðu lág-mörkum til þess að keppa en það voru þau Þröstur

Bjarnason og Sylwia Sienkiewicz, en því miður gat Sylwia ekki keppt þar sem hún var ekki á landinu. Þröstur varð í þriðja sæti í 1500 m skriðsundi og bætti tíma sinn um rúmlega 6 sek og bætti hann einnig tímana sína í 200 skrið, 400 skrið og í 400 fjór.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) var í ár haldin í Utrecht í Hollandi í júlí. Tveir sundmenn frá Keflavík þau Baldvin Sigmarsson og Svanfríður Steingrímsdótttir kepptu á hátíðinni. Baldvin bætti sig um 4 sek í 400 fjór á fyrsta degi mótsins og bætti með því opna Keflavíkurmetið í karlaflokki. Honum gekk einnig vel á síðasta deginum og bætti hann sig um 2 sek í 200 fjór. Baldvin keppti einnig í 200 flug og var hann þar á nánast sama tíma og

hann átti. Svanfríður keppti einnig á mótinu og stóð hún sig ágætlega þrátt fyrir kvefpest og smá veikindi á mótinu.

Már Gunnarsson stóð sig afar vel á Norðurlanda-móti fatlaðra í Stokkhólmi í byrjun nóvember. Már keppti í fjórum greinum og bætti sig verulega í þeim öllum. Hann vann líka silfur í 4x50 fjórsund boðsundi.  Flottur árangur hjá honum. Már æfir með Háhyrningum hjá Steindóri. Innilega til ham-ingju með árangurinn Már. 

Við tókum einnig þátt í mörgum smærri mótum eins og Gullmóti KR, Stórmóti SH, Ármansmóti og fleiri mótum þar sem sundmenn okkar komu all-staðar vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikillar sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér http://keflavik.is/sund/keppni/urslit/. Það hefur verið mikið fjör í kringum starfið okkar í ár og sundliðið okkar hefur verið að gera virkilega góða hluti í ár. Einnig hefur þeim farið fjölgandi sem hafa verið að synda með unglinga-landsliðum okkar og er það merki um það góða starf sem unnið er í deildinni og þeim frábæru þjálfurum sem við höfum í okkar röðum en óhætt er að segja að við erum með frábæra þjálfara inn-an okkar raða. Framtíðin er því björt hjá okkur í Sundráði ÍRB.

Falur Helgi DaðasonFormaður sunddeildar Keflavíkur.

Sigurlið ÍRB á AMÍ

Sigur á Akranesleikum.

Boðsundsveitir settu fjölda íslandsmeta.

Íris Ósk og Jóhanna Mattea á AMÍ.

Ólöf Edda islandsmeistari á ÍM50.

Page 36: Jólablað 2013

36 Jólablað 2013

Strax í maí voru félagsmenn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags hvattir til að mæta á Landsmót á Selfossi. Skilyrði fyrir

þáttöku fyrir hönd Keflavíkur var að vera félags-maður í Keflavík en hægt var að taka þátt í þeim greinum sem í boði voru og skipti þá ekki máli hvaða íþróttagrein viðkomandi stundaði.

Setningarathöfn Landsmótsins fór fram innan-dyra í Vallarskóla þann 5. júlí í skjóli frá veðurguð-unum sem létu svo sannarlega finna fyrir sér á sama tíma, en gestir fylltu Vallarskóla við setninguna. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp sem og Helga Guðrún Guðjónsdóttir for-maður UMFÍ og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og var setningarathöfnin hin glæsilegasta. Pamela De Sensi flautuleikari hóf dagskrána og fulltrúar keppnisliðanna gengu inn í salinn. Kveikt var á landsmótseldinum sem Vé-steinn Hafsteinsson gekk inn með og hátíðarfáni UMFÍ var dreginn að húni meðan Daníel Haukur Arnarson söng lagið “Ísland er land þitt”.

Mótið sjálft var síðan með hefðbundnu sniði, það voru 25 keppnisgreinar og 1300 keppendur frá 28 félögum og að auki voru fjöldi undirgreina undir hverri grein þannig að mótið var býsna viða-mikið og fjölbreytt flóra með 600 starfsmönnum en það voru í bland bæði hefðbundnar og óhefð-

bundnar greinar. Það voru þessar greinar sem allir þekkja frá íþróttamótum, karfa, knattspyrna, frjálsar, júdó, skotfimi og fimleikar svo fátt eitt sé nefnt en líka svokallaðar starfsgreinar sem gera skemmtilegt mót bara skemmtilegri eins og t.d. dráttavélaakstur, jurtagreining, lagt á borð, pönnu-kökubakstur og stafsetning og ekkert gefið eftir þar frekar en annars staðar.

Keflavík skilaði flottum árangri á mótinu, hlaut 582 stig og hafnaði í sjötta sæti í heildina en Kefla-vík átti 34 keppendur í einstaklingskeppni og í karla- og kvennaliði í körfu.

Bridge-liðið og körfuknattleikslið kvenna skil-uðu afburðarárangri og urðu Landsmótsmeistarar, bæði lið með 100 stig. Til hamingju með það.

Stig Keflavíkur voru eftirfarandi:

Bridds 100 stig LandsmótsmeistararKarfa kvenna 100 stig LandsmótsmeistararSund fatlaðra 30 stig 2. sætiTakewando 123 stig 2. sæti Sund 165 stig 3. sætiJudó 17 stig 4. sætiSkot enskur riffill 50 m 5 stig 4. sætiLoftskammbyssa 10 m inni 2 stig 4. sætiKarfa karla 40 stig 7. sæti

Það féll í minn hlut að fylgjast með sundinu þar sem sonur minn keppti með fötluðum og svo í boðsundinu með ófötluðum og þótti honum vænt um það. Margir flottir íþróttamenn þarna á ferð og vel tekið á því sem og á öðrum vígstöðvum þessa dagana á Selfossi. Dagarnir byrjuðu snemma en eru alltaf fljótir að líða þegar mikið er um að vera. Dagarnir enduðu svo með kvöldvökum og miklu fjöri. Veðurguðirnir voru meira að segja í keppnisskapi og sáu um að það blési vel á kepp-endur, það vel að eitt og eitt tjald færðist úr stað á tjaldsvæðinu.

Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði með yf-irburðum í heildarstigakeppni mótsins. HSK fékk 3.896 stig og endurheimti titilinn sem sem liðið vann síðast á Landsmótinu á Egilsstöðum 2002. Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, varð í öðru sæti með 1.844 stig. Íþróttabandalag Reykja-víkur hafnaði í þriðja sæti með 1.152,5 stig.

Þá voru veitt verðlaun fyrir heildarstigakeppni í starfsíþróttum og íþróttum fatlaðra og féllu þau bæði HSK í skaut.

Ég efast ekki um að Keflavík haldi áfram þátt-töku sinni á Landsmótum UMFÍ sem fer næst fram árið 2017.

Guðmundur Sigurðsson

27. Landsmót UMFÍ

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólkigleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Íþrótta- og ungmennafélag

- haldið á Selfossi dagana 4.-7. júlí 2013

Sundsveit Keflavíkur stóð sig mjög vel.

Page 37: Jólablað 2013

Jólablað 2013 37

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

EME I N A R M A G N Ú S S O N

Þ O R V A L D U R H . B R A G A S O NT A N N L Æ K N A R O G S T A R F S F Ó L K

S KÓ L AV E G I 10 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • [email protected]

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímu-efnalaus íþrótta- og fjölskylduhá-tíð sem haldin er árlega um versl-

unarmannahelgina.  Mótin eru haldin á mismunandi stöðum ár frá ári en töluverð uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað samhliða mótunum.

Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992. Aldurstakmörk þátt-takenda til að keppa á mótunum eru 11 – 18 ára.  Allir sem eru innan þessara marka geta tekið þátt í mótinu, óháð búsetu eða þátttöku í íþróttum, allir geta verið með. Þátttaka á Unglingalandsmótunum hefur farið vaxandi á milli ára og samhliða fjölgun á keppendum þá hafa aðstandendum fjölgað til muna sem kallar á stærri tjaldstæði með öllu tilheyrandi. Í setningu mótsins eftir að keppendur gengu inn á leikvanginn flutti Helga Guðrún Guð-jónsdóttir formaður UMFÍ ávarp og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir frábæra vinnu við undirbúning mótsins og tilkynnti m.a. að næsta Unglingalandsmót 2014 yrði haldið á Sauðárkróki. Landsmótseldinn tendraði heimakonan og ein besta frjálsíþróttakona landsins Sveinbjörg Zophoníasdóttir. Ómar Bragi Stefánsson var framkvæmdastjóri mótsins.

Um 1300 keppendur skráðu sig til þátt-töku á mótinu í Höfn, keppt var í fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþrótt-um, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfu-knattleik, motocross, skák, starfsíþróttum,

sundi, strandblaki og karate. Flestir voru skráðir í knattspyrnu 703 keppendur, 515 keppendur í frjálsum íþróttum og 373 voru skráðir í körfuknattleik. Frá Keflavík voru 54 keppendur skráðir á mótið og sumir kepptu í tveimur til þrem íþróttagreinum allir stóðu sig mjög vel á mótinu og höfðu mikla ánægju af þátttökunni og samverunni þessa helgi. Mótshaldarar áætluðu að um átta þúsund gestir hafi verið á tjaldsvæði bæjarins á meðan mótið stóð yfir en veðrið var ekki upp á það besta, strekkingur allan tímann en þó þurrt. Á tjaldstæði Keflavíkur gekk allt vel að vanda undir stjórn Ólafs Ásmundssonar á ofur fjallatrukknum sem var eins og vind-hani á tjaldstæðinu. Skipulögð skemmtidag-skrá var alla helgina sem endaði á veglegri flugeldasýningu við mótslok. Unglingalands-mótið hefur sannað sig enn eina ferðina fyrir að vera eitt merkasta forvarnarverkefni sem fyrirfinnst þessa dagana. Höldum áfram og hvetjum hvort annað að sameinast um að fara með börnum okkar og unglingum á ung-lingalandsmótin um verslunarmannahelgar, þetta er frábær fjölskyldu- og íþróttahátíð.

Keflavík íþrótta- og ungmannafélag þakkar mótshöldurum fyrir helgina og vonast til að sjá sem flesta Keflvíkinga á næsta unglinga-landsmóti UMFÍ á Sauðárkrók 2014.

Guðjón M. AxelssonFormaður unglingalandsmótsnefndar

Keflavíkur

16. Unglingalandsmót UMFÍ 2013- var haldið á Höfn í Hornafirði 2. til 4.ágúst

Page 38: Jólablað 2013

38 Jólablað 2013

Senn líður að jólum og þá setjumst við niður og horfum yfir farinn veg þessa árs 2013, sem senn mun líða sitt skeið á enda. Þetta

ár sem og reyndar seinni hluti síðasta árs hefur verið með öðru sniði hjá badmintondeildinni heldur en öll önnur ár í rekstri deildarinnar. Síðastliðið haust upplifðum við það að nú var hreinlega komið að þeim tímapunkti að stjórn deildarinnar yrði að taka ákvörðun um framtíð deildarinnar. Þrátt fyrir tilraunir til að lokka til okkar ungmenni , með öllum tiltækum ráðum náðum við ekki því markmiði. Á fundi í septem-ber var ákveðið að skoða það af alvöru að deildin tæki sér frí, eins og menn vita hefði það þýtt að hún hefði verið lögð niður. Þetta var sem sagt alveg svakaleg staða sem við vorum í. En þarna í skammdeginu lifnaði þó smá ljósglæta, sem lýsti upp fyrir okkur möguleikann á því að breyta að-eins til í þessum hefðbunda rekstri deildarinnar eins og hún hafði verið byggð upp það er að segja á börnum og unglingum eingöngu og bjóða uppá æfingar fyrir eldri spilara, hópa og fjölskyldur. Þetta varð niðurstaðan og hafist var handa við að koma þessu á koppinn.

Tekin var ákvörðun um að vera bara með einn tíma á viku og þá á laugardögum og bjóða uppá þessar æfingar í Heiðarskóla. Framar vonum gerð-ist það að aðsókn varð með þeim hætti að eldri spilarar af mörgum þjóðernum gáfu sig fram ásamt því að nokkrar fjölskyldur hófu æfingar börn og foreldrar saman. Aðsókn varð það mikil að bæta varð við öðrum æfingartíma á laugardögum , en það dugði ekki til og urðum við að fá tíma á Sunnubraut eitt kvöld í viku. Þetta var þannig að

allir vellir voru nánast í stöðugri notkun á öllum æfingum sem stóðu fram í maí í miklum blóma.

Auðvitað varð þessi lausn að miklu gleðiefni hjá okkur og gaf okkur það búst sem við þurftum til að setja þetta í gang aftur nú í haust. Reyndar erum við núna eingöngu í Heiðarskóla með tvær æfingar og þetta haustið fengum við aftur inn yngri spilara sem eru mjög áhugasamir og mæta með mikið keppnisskap á æfingar. Stefanía S. Kristjánsdóttir hefur séð um þjálfun á þeim og er vongóð um að hægt verði að fara með þessi ungmenni til keppni þegar líða fer á tímabilið og þeir hafa náð færni í greininni. Af eldri hópnum hafa þó nokkrir skilað sér inn aftur þó ekki sé sami fjöldi og fyrr á árinu, en við erum bjartsýn og full af baráttuvilja. Auð-vitað setjum við okkur það markmið að ná aftur þeim sess sem badmintondeild Keflavíkur hafði í heimi íþróttarinnar á Íslandi. Þar sem við vorum

með stærstu og fjölmennustu deildum utan höfuð-borgarsvæðisins.

Við í stjórn badmintondeildarinnar sendum út áskorum á alla þá sem vilja hefja skemmtilega en jafnframt krefjandi íþróttaiðkun að koma og kíkja á okkur í Heiðarskóla, allir eru velkomnir börn og fullorðnir þeir sem vilja spila sér til ánægju ein-göngu og þeir sem vilja reyna fyrir sér í keppni í þessari mjög svo gefandi og skemmtilegu íþrótt.

Að lokum viljum við senda stjórnum og iðkend-um allra deilda íþrótta hér á suðurnesjum okkar bestu jóla- og baráttukveðjur. Stjórn og formanni ungmenna og íþróttafélags Keflavíkur sendum við sérstakar þakkir fyrir stuðninginn á erfiðum tímum.

Með jólakveðjumDagbjört Ýr Gylfadóttir

Gjaldkeri badmintondeildar Keflavíkur

Badmintondeild:

Öðruvísi umhverfi hjá Badmintondeildinni

HS Veitur hfhsveitur.is og á

Óskum viðskiptavinumog landsmönnum öllum

gleðilegra jóla

Page 39: Jólablað 2013

Jólablað 2013 39

fjölskyldusundlaug

Skemmtun fyrir alla fjölskyldunaOPIÐ: 6:45 - 20:00 virka daga, 8:00 - 18:00 um helgar

frítt fyrir börn

Aðalskoðun - Holtsgötu 52 - Reykjanesbæ - sími 590 6970 - www.adalskodun.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-23

55

Gleðileg jólVið þökkum íbúum Reykjanesbæjar fyrir viðskiptin á árinu. Óskum bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólakveðjur,Linda og Pálmi,Aðalskoðun Reykjanesbæ.

OPIÐ: 6.30 - 20.00 virka daga, 8.00 - 18.00 um helgar

Page 40: Jólablað 2013

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem

þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn