28
Jólin 2008 37. árgangur Ljósmynd: Oddgeir Karlsson

Jólablað 2008

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Jólablað 2008

Jólin 2008

37. árgangur

Ljó

smyn

d: O

ddge

ir K

arls

son

Page 2: Jólablað 2008

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur

Keflavík gerði samning við íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar um rekstur á íþrótta- og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 6 – 11 ára sem starfræktur var fjórtánda árið í röð. Umsjónarmaður skólans var Einar Haraldsson.

17. júníM e n n i n g a r r á ð Reykjanesbæjar gerði samn-ing við íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík um fram-kvæmd 17. júní hátíðarhalda í Reykjanesbæ. Framkvæmd hátíðarhaldanna tókst vel og að þessu sinni fór dag-skráin fram í Skrúðgarðinum bæði að deginum til og um kvöldið. Framkvæmdastjóri 17. júní nefndar Keflavíkur og Njarðvíkur var Einar Haraldsson.

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins

Veittar voru viðurkenningar (starfsmerki) fyrir stjórnarsetu og voru fjögur bronsmerki veitt þeim Jóni S. Ólafssyni körfu- og knattspyrnudeild, Særúnu Guðjónsdóttur körfuknattleiksdeild, Jónínu S. Helgadóttur fimleikadeild og Ásgeiri Svan skotdeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu. Tvo silfurmerki voru veitt þeim Birgi Má Bragasyni körfu-knattleiksdeild og Bjarneyju S. Snævarsdóttur aðalstjórn. Silfurmerki (starfsmerki) Keflavíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu. Starfsbikar félagsins var veittur Þórólfi Þorsteinssyni.Ástráður Gunnarsson, Rúnar Arnarsson, Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og Ragnar Örn Pétursson voru heiðr-aðir með silfurmerki félags-ins (heiðursmerki). Hafsteinn Guðmundsson var heiðr-aður með gullmerki félagsins (heiðursmerki). Sigurður Ingimundarson var heiðraður með silfurmerki félagsins að lokinni leiktíð körfunnar. Aðalstjórn óskar þeim sem hlutu viðurkenn-ingar til hamingju með þær.

11. Unglingalandsmót Þorlákshöfn 2008

11. unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

Mikill hugur var hjá móts-höldurum og margar upp-ákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Félagið hefur aldrei átt svo marga keppendur en þeir voru að þessu sinni 45 og stóðu þeir sig allir vel. Í fyrsta skipti var sett upp sameig-inlegt tjald sem var samastað-ur þeirra sem tóku þátt í mótinu.

36. Sambandsráðsfundur UMFÍ í Stykkishólmi

2008Félagið er aðili að UMFÍ og því sækja fulltrúar félagsins sambandsþing og sambands-ráðsfundi UMFÍ reglulega. Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn í Stykkishólmi 11. nóvember. Kári Gunnlaugsson varaformaður Keflavíkur var fulltrúi félagsins, en Einar Haraldsson formaður Keflavíkur sat fundinn sem stjórnarmaður UMFÍ.

12. Unglingalandsmót í Grundafirði 2009

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Grundafirði dagana 31. júlí - 2. ágúst 2009. Mikill hugur er hjá móts-höldurum og margar upp-ákomur í gangi. U n g l i n g a l a n d s m ó t i n , sem eru ein af skraut-fjöðrum Ungmenna-félagshreyfingarinnar eru haldin árlega og ætíð um ver s luna r mannahe lg ina . Unglingalandsmótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjöl-skylduhátíð þar sem ungling-arnir eru í fyrirrúmi en þátt-takendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum ætti að leiðast á unglinga-landsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímu-efnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins vill hvetja deildir til að senda okkar fólk á mótið. Undanfarin ár hefur aðal-stjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

26. Landsmót UMFÍ Akureyri

Landsmót UMFÍ er klárlega stærsti viðburður hreyfing-arinnar hverju sinni. Mótið verður haldið á Akureyri 9. – 12. júlí 2009. Eitthundrað ár eru liðin frá fyrsta landsmóti sem var haldið árið 1909, en

síðan 1940 hafa þau verið haldin 3ja hvert ár með und-antekningum. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi kepp-enda er um 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Það sem gerir mót þetta að stórvið-burði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorf-enda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum.

Nýtt félagsheimili Keflavíkur

Aðalstjórn hefur verið að vinna í því að nýtt félags-heimili verði byggt ofan á búningsklefa íþróttahússins á Sunnbrautinni. Verkið var boðið út og tilboði frá Hjalta Guðmundssyni tekið. Stefnt er að nýtt og glæsilegt félags-heimili verið tilbúið í ágúst 2009.

Betra félag / Betri deildKeflavík íþrótta- og ung-mennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyr-irmyndarfélag. Allar deildir félagsins, sem þess eiga kost, hafa hlotið gæðaviðurkenn-ingu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni sem segir að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum. Það fullvissar foreldra, styrktarað-ila og stjórnvöld sem ætti að vera mjög gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir. Okkar deild-ir hafa verið að endurnýja

handbókina og fá nýja vott-un frá ÍSÍ, en vottunin er til fjögra ára í senn.

Íþróttamaður Keflavíkur 2008

Í hófi þann 29. desember 2008 í félagsheimili Keflavíkur kl. 20:00 verða íþróttamenn félagsins heiðraðir og einn þeirra hlýtur síðan sæmd-arheitið íþróttamaður Keflavíkur 2008. Allir velunn-arar félagsins eru velkomnir. Guðni Emilsson sundmaður er Íþróttamaður Keflavíkur 2007. Hver verður það í ár ?????

Heimasíða KeflavíkurKeflavík íþrótta- og ung-mennafélag heldur úti heima-síðu í samstarfi við Dacoda og hefur síðan verið í stöðugri uppfærslu. Sett hefur verð-ið inn dagatal á síðuna og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Inni á síð-unni er að finna allar deildir félagsins og birtast fréttir frá deildum á forsíðunni. Undir aðalstjórn er hægt að fylgj-ast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsing-um. Slóðin er http://www.keflavik.is Tölvupósturinn er vistaður hjá Netsamskipti og póstfangið er [email protected].

80 ára afmæli félagsinsKeflavík íþrótta- og ung-mennafélag verður áttatíu ára 29. september 2009. Afmælisins verður minnst allt árið 2009 og verður hinum ýmsu viðburðum tileink-að afmælinu. Verið er að rita sögu félagsins sem verður gefin út á afmælisdeginum. Hápunkturinn verður svo á

sjálfan afmælisdaginn þegar við komum til með að vígja nýja félagsheimilið okkar að Sunnubraut.

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs

íþróttafélaga og deilda.Skjótt skipast veður í lofti og á það við efnahagsástandið hér á landi. Þessar breytingar koma við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ. Minni tekjur frá okkar stuðn-ingsaðilum og minni aðgang að fjármagni. Okkar deildir hafa tekið á þessum málum með því að skera niður og minnka kostnað með lækkun á launum og að senda erlenda leikmenn heim. Ekki stend-ur til að skera niður í yngri flokka starfinu því það er jú mikilvægt að halda því úti og jafnvel að efla það en frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í ljósi þess efnahags-ástands og þrengingar í að ná í fjármagn hefur aðalstjórn félagsins ákveðið að vera ekki að sækja auglýsingar í jóla-blaðið heldur að bera kostn-aðinn sjálf og senda okkar dyggu stuðningsfyrirtækjum jólakveðju hér í blaðinu og óska eftir því við þau að mega leita til þeirra á næsta ári.

Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félags-mönnum og öðrum vel-unnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum.

Einar Haraldssonformaður Keflavíkur

2

Aðalstjórn Keflavíkur 2007 - 2008Efri röð frá vinstri: Guðjón Axelsson, Þórður M. Kjartansson,

Sigurvin Guðf innsson, Birgir Ingibergsson og Sveinn Adolfsson. Neðri röð frá vinstri: Kári Gunnlaugsson, Bjarney S. Snævarsdóttir og Einar Haraldsson.

Fréttir frá aðalstjórn

Page 3: Jólablað 2008

3

Aðalstjórn Keflavíkur gerði samning við ÍT um rekst-ur á íþrótta- og leikjaskóla í Reykjanesbæ sumarið 2008. Umsjón skólans var áfram í höndum Einars Haraldssonar, en hann hefur haft umsjón með honum síðastlið-in ár. Alda Kristinsdóttir og Sigríður Ósk Fanndal voru ráðnar leiðbeinendur skólans og sáu þær um skipulagningu hans. Þetta var fjórtánda árið í röð sem aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, heldur utan um skólann, sem er ætlaður fyrir börn á aldr-inum 6-11 ára. Það er því komin góð reynsla á skól-ann og dagskráin var byggð á þeirri reynslu.

Markmið1. Kynna þátttakendum sem flestar íþróttagreinar.2. Efla félagsþroska og sam-skiptahæfni.3. Auka hreyfifærni og bætt líkamsþrek.4. Þátttakendur kynnist náttúru sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaga betur og upplifi umhverfi sitt á nýjan hátt.5. Kynna börnum atvinnu-hætti og ýmis fyrirtæki og stofnanir.6. Stuðla að aukinni útiveru barna og hvetja þau til að nýta umhverfið til margbreytilegra leikja.

Tími og tímabilStarfrækt voru tvö þriggja vikna námskeið í sumar. Það fyrra frá 9. júní til 27. júní og það seinna frá 30. júní til 18. júlí. Boðið var upp á að vera annað hvort fyrir eða eftir hádegi, annars vegar frá kl. 9-12 og hins vegar frá kl. 13-16.

Þátttaka – fjöldi Þátttaka í skólanum í ár var góð þó aðallega á fyrra nám-skeiðinu en þar voru alls 115 börn skráð. Þ.e. 48 börn fyrir hádegi og 67 börn eftir hádegi. Á seinna námskeiðinu

var þó ekki eins góð þátttaka en þá voru einungis 7 börn skráð fyrir hádegi og 21 skráð eftir hádegi eða 28 börn í heildina. Á seinna námskeið-inu urðu þær breytingar á að þau börn sem voru fyrir hádegi færðust eftir hádegi eftir fyrstu vikuna vegna óska frá foreldrum og börnum.

DagskráinBæklingi með dagskrá nám-skeiðsins og hagnýtum upp-lýsingum fyrir foreldra var dreift við innritun. Ákveðið var að hafa seinna námskeiðið með svipuðu sniði og það fyrra. Annars er alltaf erfitt að fella út atriði sem takast vel.

BækistöðvarBækistöðvar íþrótta og leikja-skólans voru í Íþróttahúsinu við Sunnubraut að þessu sinni. Börnin mættu þar við upphaf hvers dags og þar end-aði alltaf dagurinn. Skrifstofa

Keflavíkur íþrótta- og ung-mennafélagsins að Hringbraut 108 var einnig notuð undir fundi og aðra skipulags-starfsemi. Starfsfólk og for-stöðumenn Íþróttahússins og Sundmiðstöðvar við Sunnubraut eiga mikið lof

skilið fyrir liðlegheit, enda var þetta fólk ávallt tilbúið að aðstoða á allan hátt.

Mælingar á árangri barna

Þegar börnin útskrifast úr íþrótta og leikjaskólanum fá þau í hendur viðurkenn-ingarskjal sem sýnir árangur þeirra í einstökum greinum. Þeir sem hafa verið í íþrótta og leikjaskólanum áður getað borið árangur sinn saman milli ára. Foreldrar/forráða-menn hafa oft spurt okkur hvernig þeirra barn standi miðað við heildina þegar þau sjá skjalið sem sýnir árangur barna þeirra.

Gjafir til þátttakendaÁ fyrra námskeiðinu voru börnin leyst út með ýmsum gjöfum. Íþrótta- og leikjaskól-inn gaf hverju barni merktan stuttermabol með styrktarlínu frá Vífilfelli. S.S. gaf börn-unum einnig blöðrur. Á seinna námskeiðinu voru gjafirnar af öðrum toga. Hver nemandi fékk að gjöf derhúfu frá skólanum með styrktarlínu frá Vífilfelli. S.S. gaf einnig börnunum blöðr-ur. Vöktu þessar gjafir ekki minni lukku en þær sem voru á fyrra námskeiðinu. Farið var í fjársjóðsleit þar sem faldir voru skopparaboltar í Grænásbrekkunni við Bolafót, sem börnin þurftu að leita að.

Hvert barn fékk að eiga einn bolta, sama hvort barnið fann bolta eða ekki.

SlysEngin slys urðu á börnum eða starfsfólki þetta sumarið, ekki varð þó komist hjá smáskein-

um sem plástrar lækna.

Útskrift - lokadagurÁ lokadegi hvors námskeiðs var haldin glæsileg grillveisla þar sem foreldrum var einnig boðið. Börnin fengu hinar ýmsu gjafir ásamt viðurkenn-ingarskjali með upplýsingum um árangur þeirra í nokkrum greinum s.s. boltakasti, sippi, langstökki, hlaupi o.fl..

Þátttaka vinnuskólansSér til aðstoðar höfðu leið-beinendurnir unglinga frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem stóðu sig með ágætum. Það verður að segjast alveg eins og er að án aðstoð-ar vinnuskólans væri þyngra að reka íþrótta- og leikja-skóla, þar sem hver leið-beinandi hefur allt að 33 börn á aldrinum 6-11 ára. Vinnuskóli Reykjanesbæjar var mjög liðlegur við útveg-un á aðstoðarfólki og á hann bestu þakkir skilið. Keflavík

sendir starfsfólki Vinnuskólans bestu þakkir fyrir samstarfið og óskar því gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

SamstarfsaðilarMikið af fólki, fyrirtækj-um og stofnunum aðstoð-aði Íþrótta og leikjaskólann á einn eða annan hátt. Fólkið á þessum stöðum var í öllum tilfellum tilbúið að aðstoða okkur á alla mögulega vegu og kann Keflavík íþrótta-og ungmennafélag þeim bestu þakkir. Helstu samstarfsaðilar sumarið 2008 voru;Sundmiðstöðin við Sunnubraut, Íþróttahúsið við Sunnubraut, Sláturfélag Suðurlands, Vinnuskóli Reykjanesbæjar, Vífilfell, Nýja Bakarí, SBK og Reykjanesbær (ÍT) sem styrkti Íþrótta og leikjaskólann.

Myndir og heimasíðaAð þessu sinni voru teknar hátt í 800 myndir af nem-endum skólans við hina ýmsu iðju. Þær voru settar inn á heimasíðu skólans þar sem foreldrar/forráðamenn, jafnt sem nemendur, gátu skoðað þær. Slóðin á myndasafnið er : http://keflavik.is/myndir/ .Einnig er hægt að sjá skýrslur skólans frá árinu 1999 þar inni. Teljum við að þetta sé partur af því að auka og um leið bæta samstarf skólans við foreldra/forráðamenn.

Að lokumUndirritaður vill þakka öllum þeim sem komið hafa að starfsemi skólans með einum eða öðrum hætti fyrir gott samstarf.

Einar Haraldssonformaður KEFLAVÍKUR

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur

Page 4: Jólablað 2008

4

Nú er árið 2008 senn á enda og vert að líta yfir farinn veg. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi verið gott hjá okkur Keflavíkur dömum, þar sem í vor stóðum við uppi sem deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar frammi fyrir fjölda manns í Toyotahöllinni. Og kannski óhætt að segja

að kreppan hafi loksins tekið enda eftir tvö titlalaus tímabil á undan.

Nú á haustmánuðum byrj-uðum við nýtt tímabil á því að vinna poweradebikarinn. Mannskapurinn var lítillega breyttur frá árinu á undan, Anna María færði sig yfir völlinn og situr nú alltaf í stúk-unni með almúganum, en er með þjálfararéttindi frá þeirri hliðarlínu líka og er dugleg

að arga á okkur ennþá, þýska stálið kom ekki aftur, Margrét Kara hélt vestur yfir haf á

vit ævintýranna, Svava kom til baka úr óléttufríinu, Bára áttaði sig loksins á því hvað hún saknaði okkar mikið og Hildur bættist í hópinn. Höltu Lotturnar okkar þær Marín og Bryndís voru ennþá haltar, en Bryndís byrjaði þó að spila aðeins en hnéð fylgdi ekki alveg með, þær verða vonandi komnar á fullt skrið sem fyrst. Eftir Poweradebikarinn tók við peningakreppan, breytt aðstaða í þjóðfélaginu varð til þess að Kesha þurfti að halda heim á leið eftir aðeins vikustopp. Mikil eftirsjá var af þessum frábæra leikmanni og liðsfélaga og ekki vænlegt ástand sem blasti við í þjóð-félaginu. En þrátt fyrir erfiða tíma í augsýn hjá mörgum, gátu íslenskir körfuknattleiks-menn litið á þetta sem tíma tækifæranna, þar sem nú er ábyrgðin meiri á íslensku leik-mennina, leikmenn sem bera ekki merki félagsins á brjóst-inu peninganna vegna, held-ur viljans og stoltsins vegna. Markmið Keflavíkurliðsins eru ætíð þau sömu, að standa uppi sem sigurvegari í öllum keppnum sem í boði eru og engin breyting verður gerð þar á. Leikur meistarar meist-aranna var leikinn áður en

deildin fór af stað og eftir sigur á Grindavík var annar bikar tímabilsins í höfn. Við byrjuðum deildina á heimavelli á móti Haukum, þar mættum við með 12 ein-staklinga á skýrslu og end-uðum 18 mánaða sigurgöngu okkar á heimavelli með frammi stöðu okkar það kvöld, við tók sigur í Hólminum og svo sigur á KR-ingum, en enn voru við ekki nógu sann-færandi í leik okkar og fyrir leikinn á móti Fjölni brugð-um við á það ráð að poppa þetta aðeins upp og var haldið númeralottó, þar sem engin leikmaður mátti spila í sínu númeri. Eftir sigur í þeim leik tók við enn eitt tapið á heimavelli þegar Grindavíkur dömurnar komu í heimsókn. Nú var botninum endanlega náð og eitthvað þurfti að gera áður en við myndum mæta

útlendingahersveit taplausra Hamarskvenna. Allir lögðust á eitt og blaðinu var snúið við, allri baráttu og leikgleði sem fannst var safnað saman og er nú höfð með á allar æfing-ar og alla leiki. Sigurganga Hamarsliðsins endaði 12. nóvember þegar við mættum

loksins með eina liðsheild til leiks, í stað 12 einstaklinga. Við mættum svo Haukagellunum öðru sinni, en nú á þeirra heimavelli og í harðri baráttu um fyrsta sætið í deildinni. Eftir frábær-an fyrrihálfleik máttum við sætta okkur við naumt tap, þar sem sigurinn hefði alveg getað dottið báðum megin. Nýliðar Snæfells voru svo lítil fyrirstaða í næstu umferð og sigurgangan því hafin á ný.Barátta okkur í deildinni heldur áfram og við hvetjum þig stuðningsmaður góður að taka þátt í þessu með okkur, körfuboltinn er ekki bara skemmtilegur í úrslitakeppn-inni, og í ár hefur það sýnt sig að deildin er jafnari en nokkru sinni fyrr og hver leikur skiptir gífurlega miklu máli og því allur stuðningur vel þeginn.

Að lokum viljum við þakka fyrir stuðninginn í gegnum árin með bestu óskir um gleðileg jól og sigursælt kom-andi ár ;)

Jólakveðja kvennaliðKeflavíkur í körfubolta.

Meistaraflokkur kvenna

Lillurnar og Birna að troða sér með

Kesha fór heim

Fagnandi í sturtunni

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Page 5: Jólablað 2008

Enn og aftur eigum við Keflvíkingar frábært tímabil í meistaraflokkum okkar og getum verið stolt og mont-in af afreksfólki okkar. Það eru ekki mörg félög í stóru boltaíþróttunum sem geta státað af þessum árangri að eiga bæði Íslandsmeistara í karla og kvennaflokki og það ekki í fyrsta skipti. Ekki er leitað frekar í tölfræði um þetta en bent er á allar þær góðu vefsíður sérsambanda er halda utan um svona hluti, en sérstaklega skal minnast á vef KKÍ, þar er að finna hafsjó af upplýsingum og tölfræði sem hægt er að gleyma sér yfir (sérstaklega yfir jólin). Aðeins skal minnast á þær staðreynd-ir að meistaraflokkur kvenna hefur orðið Íslandmeistari 13 sinnum, fyrst tímabilið 87-88, meistaraflokkur karla

hefur orðið Íslandsmeistari 9 sinnum fyrst tímabilið 88-89, stelpurnar oftar en annað hvert ár og strákarnir nán-ast annað hvert ár, frábær árangur.

Síðasta tímabil var frábært í alla staði og bauð upp á frá-bæra leiki og mikla skemmt-un. Allir þeir sem komu á leiki með Keflavíkurliðunum urðu vitni að vaxandi gleði fyrir íþróttinni og frábærum leikjum. Að stikla á stóru yfir tímabilið er nóg til að fá hárin til að rísa en förum fljótt yfir sögu. Stelpunum var spáð Íslandsmeistaratitlinum eins og svo oft áður með yfirburðum og var sá titill tekin í hús eins og við var búist. Strákunum var spáð frekar neðarlega þetta árið eða í fimmta sæti (100 stig-

um minna en KR sem spáð var titlinum) og var því enn sætara að vinna titilinn eftir skrítna byrjun á úrslitakeppni að vinna fyrstu tvo leikina vera komnir undir tvö núll í næstu seríu og vinna síðan

sex leiki i röð til að klára málið. Bæði lið áttu sínar stjörnur sem stigu upp á rétt-um augnablikum og eru þetta tímarnir sem íþróttafólkið sjálft horfir til baka eftir að það hefur lokið ferlinum og er stolt af. Það er hægt að eyða mörgum línum og segja margar sögur af leikjum síðasta tímabils en þetta er komið nóg, við erum enn meistarar, öll lið vilja þann titil af okkur og við skulum bíða og sjá. Mig langar frekar að ræða aðeins um tímabilið sem er hálfnað og ætlar að verða merkilegt fyrir margar sakir. Það er gleðilegt að sjá hversu mörg lið hafa tekið þá ábyrgð á reksti afreksliða að hafa enga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þetta á eftir að skila íslenskum körfubolta fleiri framúrskarandi einstakling-

um sem fá að takast á við veigameiri hlutverk í sínum liðum. Það er alveg öruggt að Ísland á eftir að fá betri einstaklinga í sín landslið og enn frekar aðila sem þora að takast á við leiðtogahlutverk á ögurstundu. Bæði kvenna og karlalið Keflavíkur eiga góða möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn aftur og með frábærum stuðningi Keflvíkinga mun koma titill í hús. Ég vil því hvetja alla sem hafa áhuga á íþróttum að koma í Toyota höllina og upplifa þessa stemmningu og einnig að körfubolti er ein-stök íþrótt sem auðvelt er að elska. Gleðileg jól og farsælt kom-andi ár.

Kveðja stjórn körfuknattleiks-deildar Keflavíkur.

5

Glæsilegt tímabil 2007/8

sendir öllum þeim aðilum sem hafa verið með auglýsingar eða jólakveðjur í jólablaði félagsins á undanförnum árum,

óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Þökkum stuðninginn á liðnum árum.

Aðalstjórn Keflavíkur

Íslandsmeistaratitlinum fagnað

Strákarnir tóku bikarinn með sér heim

Page 6: Jólablað 2008

6

Íslandsmeistarar í 8. flokki kvenna spiluðu á hinu gríð-ar sterka móti Scania Cup um síðustu páska. Þrátt fyrir að sigra í aðeins einum leik af fimm stóðu stúlkurnar sig virkilega vel og voru félaginu til sóma bæði innan vallar og utan.

Fyrsti leikur mótsins var gegn Scania meisturum síð-ustu tveggja ára, Norrköping Dolphins. Dolphins var skipað þremur leikmönnum sem stóðu yfir 175cm á hæð (meðal hæð okkar stúlkna var ca. 163cm). En mikil bar-átta í liði okkar var til stað-ar og hæðarmunurinn hvarf á svipstundu. Okkar stúlkur voru “inni í leiknum” allt til loka mínútna en þá virtust þær sænsku hafa meira úthald og kláruðu leikinn með 11

stiga sigri, 36-47. Þrátt fyrir tapið var liðið að standa sig gríðarlega vel gegn vel þjálf-uðu og sterku liði Dolphins. Stigahæst í liðinu var Eva Rós með 21 stig og henni næst var

Aníta með 9 stig.

Næsti leikur var gegn finnska liðinu OrJy. Jafnt var á öllum tölum þangað til að ein úr finnska liðinu tók upp á því að setja niður fjóra þrista í röð og slökkti það allan neista liðsins í von um sigur. Enn og aftur var gríðarleg barátta til staðar hjá stúlkunum og 9 stiga tap langt frá því að vera í samræmi við gang leiksins, lokatölur 44-53. Stigahæst hjá okkar stúlkum var Eva Rós með 24 stig og næst henni var Aníta með 13 stig.

Þriðji leikurinn var gegn finnska liðinu Honka. Lið þetta var mjög líkt okkar liði, lítið um stóra leikmenn. Leikurinn var gríðarleg skemmtun þar sem okkar stúlkur voru yfir í hálfleik og hefðu svo sann-

arlega átt að klára dæmið. Leikurinn var í járnum allt til síðasta leikhluta þar sem þær finnsku sigu framúr og klár-uðu leikinn, lokastaða 47-54. Stigahæstar: Aníta 21 stig og

Eva Rós 12 stig.

Fjórði leikurinn var svo sá leikur sem stúlkurnar sýndu

svo sannarlega hvað í þeim býr. Leikurinn hófst með látum hjá okkar stúlkum og

komust þær fljótlega í forystu. En lið Bollstanas náðu með herkjum að jafna stöðuna og í hálfleik voru aðeins tvö stig sem skildu liðin að og okkar stúlkur með yfirhöndina. Í

þriðja leikhluta tóku hinsveg-ar Ballstanas stúlkur öll völd og þegar um þrjár mínútur voru eftir að leiknum leiddu þær með 15 stigum og lítið sem benti til þess að okkar stúlkur ættu möguleika á sigri. En viti menn okkar stúlk-ur hófu að pressa og hrein-lega settu í lás. Lið Bollstanas vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og á meðan dældu okkar stúlkur niður stigum og þegar um 30 sekúndur voru eftir höfðu þær jafnað leik-inn 54-54. Það var svo Eva Rós Guðmundsdóttir sem setti niður síðustu stig leiks-ins og loksins landaði liðið sigri á mótinu. Glæsilegur árangur hjá liðinu að ná upp þessum mun og lærdómurinn úr þessum leik að GEFAST ALDREI UPP! Stigahæstar: Eva Rós 22 stig og Aníta 15.

Síðasti leikur mótsins var leikur um 9. sætið. Liðið átti hinsvegar erfitt uppdráttar, mikið einbeitingarleysi ein-kenndi stelpurnar og spiluðu þær langt frá sínu besta. Leikið var gegn OrJy sem hafði með naumindum sigrað okkur fyrr á mótinu. OrJy spilaði hins-vegar leikinn að mikilli skyn-semi og nýtti sér vel einbeit-ingarleysi leikmanna okkar. Í raun átti liðið aldrei séns í þessum leik og því fór sem fór, tap í síðasta leik mótsins 46-35.

En þó svo að þessi ferð hafi að mestu snúist um körfubolta fengu stelpurnar að fara í menningarferð til Stokkhólms þegar mótinu lauk. Það var byrjað á því að fara í nokkrar búðir og þó aðallega HM. Eftir það var svo farið og skoðað gamla bæinn og kon-ungshöllina, svo endaði ferðin á kvöldverði á Hard Rock Café.

Í heildina var árangur liðs-ins á þessu móti mjög fínn. Liðin sem spilað var við voru þau allra sterkustu á Norðurlöndum. Stúlkurnar lærðu helling um hversu mikið þær eiga eftir ólært í boltanum og einnig um hversu megnugar þær sjálf-ar eru þegar viljinn er fyrir hendi. Öllum stúlkunum ber að hrósa fyrir góða frammi-

stöðu og mikla baráttu. Einnig má benda á að utan vallar var frammistaða þeirra frábær, þær voru sjálfum sér og klúbbnum til mikils sóma.

Liðið sem fór var eftirfarandi:

Aníta Eva, Jenný María, Lovísa Falsdóttir, Eva Rós, Guðbjörg, Halldóra Guðrún, Oddný María, Thelma Hrund, Thelma Lydía, Sunneva, Berglind Líf, Agatha Mist, Kristjana Eir

Scania Cup

Minnum á öfluga heimasíðu keflavíkur www.keflavik.is

Upplýsingar um allar deildir og starfsemi félagsinns

Page 7: Jólablað 2008

7

Starfið árið 2008.Nú er viðburðaríku, farsælu og fengsælu ári að ljúka hjá yngri flokkum í körfubolta í Keflavík. Æfinga- og keppnistímabilinu 2007-2008 lauk með lokahófi 29. maí. Nýtt tímabil 2008-2009 hófst í ágúst. Í þessum pistli er sagt frá því helsta sem dreif á daga þessara krakka 2008 en það eru frábærir krakkar sem æfa og keppa fyrir hönd Keflavíkur í körfunni.

Íslandsmót 2007 – 2008.Keflavík sendi lið til þátttöku í öllum flokkum í báðum kynjum allt frá MB 10 ára og upp í unglinga-flokk. Árangur var mjög góður og þá sérstaklega hjá stúlkunum.

Stúlkur.Minnibolti stúlkna 10 ára urðu Íslandsmeistarar 2008 með því að sigra alla andstæðinga sína í fjórðu og síðustu umferðinni sem haldin var í Akademíunni í Reykjanesbæ í apríl. Flottar stelpur sem eiga örugg-lega eftir að vera áfram öflugar í framtíðinni.

Minnibolti stúlkna 11 ára varð Íslandsmeistari 2008 annað árið í röð. Fjórða og síðasta umferðin fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í byrjun apríl. Stúlkurnar unnu alla sína leiki á Íslandsmótinu bæði árin og má það teljast frábær árangur. Þetta er stór hópur og tefldi Keflavík því fram tveimur liðum, A og B. B liðið stóð sig einnig frábærlega vel á mótinu og endaði eftir mikla baráttu í 3. sæti.

8. flokkur stúlkna varð Íslandsmeistari 2008. Keflavík og Grindavík mættust í síðasta leik mótsins sem jafn-framt var úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitin fóru fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík um miðjan mars. Úrslitaleikurinn var eins og alvöru úrslitaleikir eiga að vera, frábær skemmtun og spennandi allan leikinn. Stelpurnar í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir þann skemmtilega körfubolta sem þær buðu uppá. Keflvíkingar leiddu 7-6 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 9-10 fyrir Grindavík, eftir þriðja leikhluta var jafnt 21-21. Eftir háspennu fjórða leikhluta urðu svo lokatöl-ur 30-28 fyrir Keflavík og Keflavíkurstúlkur því Íslandsmeistarar í 8.fl. stúlkna 2008.

9. flokkur stúlkna varð Íslandsmeistari 2008, fjórða árið í röð. Já, þetta er rétt Íslandsmeistarar fjögur ár í röð. Þvílíkur árangur. Úrslitin í 9. flokki stúlkna voru haldin í DHL höllinni í Reykjavík helgina 26. og 27. apríl. Keflavík átti tvö lið A og B í undan-úrslitum. A liðið sigraði Njarðvík 87-32 en B liðið tapaði fyrir Grindavík 41-50. Keflavík A sigraði síðan Grindavík í úrslitum 40-31.

9. flokkur stúlkna Íslands- og bikarmeistarar 2008 ásamt B liði sem varð í 3-4 sæti.

Af öðrum árangri í stúlknaflokkum á Íslandsmótinu þá er frá því að segja að 7. flokkur stúlkna varð í 2. sæti eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í úrslitum. 10. flokkur varð í 3.- 4. sæti eftir tapleik í undanúrslitum við Njarðvík 64-70 og stúlknaflokkur komst einnig í undanúrslit en tapaði þar fyrir Grindavík 58-74 og hafnaði því í 3. til 4. sæti.

Stúlkur samantekt Íslandsmót 2007/2008.Stúlknaflokkur, 3. til 4. sæti.10. flokkur, 3. til 4. sæti.9. flokkur, Íslandsmeistarar og B lið í 3. til 4. sæti.8. flokkur, Íslandsmeistarar.7. flokkur, í 2. sæti.MB 11 ára, Íslandsmeistarar og B lið í 3. sæti.MB 10 ára, Íslandsmeistarar.

Drengir.Drengirnir stóðu sig líka vel þrátt fyrir að Íslandsmeistaratitill hafi ekki unnist. MB 10 ára varð í 5. sæti á Íslandsmótinu eftir að hafa tekið þátt í fjórðu og síðustu umferðinni í A riðli. Vel gert hjá strákunum að vinna sig upp í A riðil. 9. flokkur varð í 2. sæti en þeir töpuðu fyrir Breiðabliki 47-50 í úrslitum en deginum áður höfðu þeir sigrað Þór Þorlákshöfn/Hamar 63-53 í undanúrslitum. Drengjaflokkur varð í 2. sæti eftir að hafa tapað fyrir KR 81-82 í úrslitum í æsispennandi leik þar sem úrslitin gátu fallið öðru hvoru megin í lokin. Í undanúrslitum höfðu drengirnir sigrað Breiðablik 91-89. Unglingaflokkur varð í 3. til 4. sæti eftir að hafa tapað fyrir Fjölni 63-67 í undanúrslitum.

Drengir samantekt Íslandsmót 2007/2008.Unglingaflokkur, 3. til 4. sæti.Drengjaflokkur, 2. sæti11. flokkur, B riðill10. flokkur, B riðill9. flokkur, 2. sæti8. flokkur, C riðill7. flokkur, B riðillMB 11 ára, B riðillMB 10 ára , 5. sæti

Bikarkeppni 2007 – 2008.Bikarkeppni í yngri flokkum í körfu er fyrir 9. flokk og eldri. Keflavík var með í öllum flokkum

tímabilið 2007-2008. 3 lið frá Keflavík komust í úrslit en úrslitaleikirnir voru haldnir 1. og 2. mars í Iðu á Selfossi en það er heimavöllur FSu. 9. flokkur drengja varða bikarmeistari en þeir lögðu Njarðvík að velli 59-55 í hörku leik. 9. flokkur stúlkna varð einnig bikarmeistari en þær unnu UMFH frá Flúðum 77-29. Sömu stúlkur kepptu sem B lið í 10. flokki og komust í úrslit. Þær kepptu við Hauka en töpuðu þeim leik 46-63. Tveir bikarmeistaratitlar komu því í hús þetta árið.

Samkaupsmótið 2008Samkaupsmótið 2008 var haldið helgina 8. og 9. mars, 18. árið í röð. Mótið er samvinnuverkefni ungling-aráða körfuknattdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem Samkaup er aðal styrktaraðili mótsins. Þetta er ávallt mikil körfuboltahátíð í Reykjanesbæ. Hátíðin þetta árið var fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 1996 og síðar. Leikið var á 14 völlum í 5 íþróttahúsum, 2 x 12 mínútur hver leikur. Yfir 800 krakkar sóttu hátíðina ásamt þjálfurum, lið-stjórum, foreldrum og forráðamönnum. Hátíðin gekk vel fyrir sig en auk þess að spila körfubolta var boðið upp á bíóferð, sund og kvöldvöku. Allir krakkarnir fengu verðlaunapening og pizzuveislu í lokin. Samkaupsmótið er stærsta körfuboltamótið fyrir krakka á þessu aldri sem haldið er hér á landi. Myndast hefur gott samstarf milli unglingaráðanna hjá Keflavík og Njarðvík enda þarf margar hendur til að svona stórt mót gangi vel fyrir sig.

Scania CupHefð er fyrir því að 9. flokkur drengja og stúlkna fari í keppnisferðalag erlendis. Síðastliðin ár hafa liðin farið á mót í Svíþjóð, Spáni og Finnlandi og einnig í æfingabúðir t.d. í Bandaríkjunum. Þessar ferðir hafa ávallt verið skipulagðar af þjálfara og forráðamönn-um ungmennanna í samstarfi við þau sjálf þar sem svona ferðir eru dýrar og fjáröflun þarf að vera í gangi allan veturinn fyrir ferðina. Þetta árið var ákveðið að fara á Scania Cup í Södertälje en bærinn er í nágrenni við Stokkhólm. Scania Cup er óop-inber Norðurlandakeppni félagsliða í yngri flokkum. Frá Keflavík fóru 9. flokkur drengja og stúlkna og 8. flokkur stúlkna. Báðir þessir flokkar höfðu unnið sér þátttökurétt á mótinu vegna góðs árangurs á

Karfan – Yngri flokkar

MB stúlkna 10 ára Íslandsmeistarar 2008.

8. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar 2008.

MB stúlkna 11 ára Íslandsmeistari 2008og B lið í 3 sæti.

9. flokkur drengja, bikarmeistarar 2008.

Lokaathöfn á Samkaupsmótinu 2008.

Page 8: Jólablað 2008

Íslandsmótinu árinu áður. Hátt í 50 manna hópur, leikmenn, þjálfarar og fararstjórar, fóru frá Keflavík á mótið. Þetta var vikuferð frá 18. mars til 25. mars en mótið stóð frá 20. til 23. mars 2008. Keflavík vann ekki til verðlauna á mótinu en krakkarnir voru félagi sínum til mikilla sóma. Fjöldi fyrirtækja og ein-staklinga styrktu krakkana til ferðarinnar og er þeim hér öllum þakkað fyrir.

Lokahóf yngri flokka.Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin 29. maí 2008. Veitt voru einstaklingsverðlaun fyrir 10 ára og eldri í hverjum flokki. Fyrir mestu framfarir, besti leik-maðurinn og mikilvægasti leikmaðurinn. Yngri krakkar fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna í körfunni fyrir tímabilið 2007-2008. Að verðlaunaaf-hendingu lokinni var boðið upp á veitingar.

LandsliðsfólkMiðað við þann góða árangur sem yngri flokkar hafa náð þá kemur það ekki á óvart að landsliðsþjálfarar U16 og U18 hjá drengjum og stúlkum hafi leitað til Keflavíkur með liðsmenn.

Sex ungmenni voru valin í U16 og U18 landslið KKÍ stúlkna og drengja sem tók þátt í Norðurlandamótinu sem var haldið í Solna í Svíþjóð 30. apríl til 4 maí 2008. U16 kvk María Jónsdóttir og Telma Lind ÁsgeirsdóttirU18 kvk Lóa Dís Másdóttir U16 kk, Andri Þór SkúlasonU18 kk, Guðmundur A. Gunnarsson og Sigfús J. Árnason

U15 landslið KKÍ drengja kom einnig saman og fór til Danmerkur þar sem tekið var þátt í alþjóðlegu móti í Farum norður af Kaupmannahöfn í júní 2008. Andri Þór Skúlason og Aron Ingi Valtýsson voru valdir í liðið.

Tvo ungmenni voru valin í U16 landslið KKÍ stúlkna og pilta til þátttöku á Evrópumóti. Telma Lind Ásgeirsdóttir fór til Monaco í júlí og Andri Þór Skúlason fór til Sarajevo í Bosníu í ágúst.

Sixers camp í USA, júlí 2008.Níu gallharðir Keflvíkingar fóru í sumar í körfuknatt-leiksbúðir NBA liðs Philadelphia 76ers. Sixers camp-ið fer fram í Pocono fjallagarðinum í Pennsilvaníu fylki. Æfingar hófust eldsnemma að morgni og stóðu langt fram á dag og má segja að krakkarnir hafi varla séð neitt annað en æfingar á körfuknattleik á meðan búðunum stóð. Þess má geta að kappar á borð við Malik Rose (N.Y. Knicks) og Richard Hamilton (Detriot Pistons) eyddu sínum yngri árum í þessum sömu búðum.

Unglingalandsmót UMFÍ í ÞorlákshöfnUnglingalandsmót UMFÍ 2008 var haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Nokkur körfuboltalið stúlkna voru skráð til leiks frá Keflavík. Mikið fjör var á mótinu og Keflavíkurstúlkurnar stóðu sig vel.

Yngri flokka starfið tímabilið 2008 – 2009.Talsverð breyting varð á unglingaráði í haust er Margrét Sturlaugsdóttir hætti sem formaður eftir þriggja ára setu. Ásdís Óskarsdóttir, Skúli Ágústsson, Björgvin Ingimarsson, Tryggvi Bragason og Kristín Kristjánsdóttir létu einnig af störfum. Þessu fólki er þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans í Keflavík. Nýr formaður er Unnar Sigurðsson en með honum í ráðinu eru Sveinn Björnsson, Skúli Jónsson, Jón Ben Einarsson, Erlingur Bjarnason, Anna Lóa Ólafsdóttir, Egill Sigmundsson, Eysteinn Eyjólfsson, Óli Gestsson og Þorgerður Halldórsdóttir.

Vel á fjórða hundrað krakkar skráðu sig í körfu í haust. Allir krakkar í 1. til 6. bekk fengu nýjan Keflavíkurbúning við skráningu. Vel gekk að ráða þjálfara. Keflavík er með lið skráð til keppni í öllum flokkum á Íslandsmótinu ásamt bikarkeppni. Árangur til þessa hefur á heildina litið verið mjög góður. 6 umferðir á Íslandsmótinu (turneringar) hafa verið háðar í Keflavík í haust hjá nokkrum flokkum. Fjöldi félagsmanna hafa komið að vinnu við þessi mót t.d. á ritaraborði og við dómgæslu. Þakkir til allra fyrir það. 7. og 8. flokkur stúlkna hefur verið með sjoppu á mótunum en þær eru á fullu í fjár-öflun fyrir utanlandsferð. Undirbúningur fyrir Samkaupsmótið 2009 er í fullum gangi og er sérstök nefnd að störfum í tengslum við mótið.

Hópbílamót FjölnisUm 120 krakkar í 19 liðum frá Keflavík mættu á hið árlega körfuboltamóti Fjölnis í Grafarvogi fyrstu helgina í nóvember. Yngstu krakkarnir voru 5 ára og mátti sjá skemmtileg tilþrif og framtíðar körfuboltastjörnur. Eins og ævinlega var mikið fjör á mótinu. Börnin höfðu nóg fyrir stafni. Hvert lið spilaði 5 leiki, farið var í sund, í bíó og gengið var með blys á kvöldvöku þar sem allir skemmtu sér vel. Eftir mótið töluðu Fjölnismenn um að umgengni Keflavíkurliðanna hefði verið til mikillar fyrirmynd-ar og báðu fyrir kveðjur til allra. Unglingaráð óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fyrir hönd unglingaráðs.Skúli Jónsson, ritari.

Áfram Keflavík.

7. flokkur drengja 2008-2009

8. flokkur drengja 2008-2009

11. flokkur drengja 2008-2009

8. flokkur stúlkna 2008-2009

Keflavíkurliðin á Fjölnismótinu í nóvember 2008.

Fararstjórar, þjálfarar og liðsstjórará Scania Cup 2008. Unglingalandsmót 2008

Verðlaunahafnar á lokahóf inu.

8

Page 9: Jólablað 2008

Sumarið 2008 verður lengi í minnum haft meðal okkar sem fóru í körfuboltabúðir Sixers Camps. Hópurinn saman stóð af 9 krökkum, 6 strákum og 3 stelpum. Stelpurnar voru að fara í annað sinn. Þann 27. júní tókum við flug til NY sem tók ca. sex tíma. Falur fararstjóri ók okkur þaðan á hótelið eftir stutt stopp í Molli. Daginn eftir keyrðum við upp í skóglendið þar sem búðirnar eru. Það var tekið vel á móti okkur og eftir að við höfðum kvatt Fal fórum við strax að spila körfubolta og kynntumst fullt af fólki þegar leið á daginn. Við íslensku strákarnir vorum saman í húsi og stelpurnar einnig.

Á sunnudeginum 29. júní byrjaði allt. Dæmigerður dagur var þannig að við vöknuðum um 7:30, bjuggum um okkur og fórum í morgunmat. Eftir morgunverðinn var skipt í lið og úthlutað þjálfara. Ég (Hrói) og Eðvald vorum saman í liði, þjálfarinn okkar hét Ricardo og var frá Pórtúgal, frábær náungi. Liðunum voru skipt í aldursflokka og þeim síðan gefið nafn eftir NBA liðum. Fram að hádegi leið tíminn hratt við æfingar og keppni. Eftir hádegisverð var allt-af það sem á ensku kallast “Guest speaker” en þá komu íþróttamenn eða þjálfarar stórra liða í Bandaríkjunum og spjölluðu og kenndu okkur körfu og sögðu frá sjálfum sér. Stór og skemmti-leg upplifun að fá að heyra hvernig sumir menn komust í NBA og hvað þeir þurfa að leggja mikið á sig til að vera í NBA. Að því loknu var körfuboltaleikur. Frítímarnir voru alltaf frá u.þ.b. fjögur til hálf sex og þá voru marg-ir möguleikar í boði, slaka á, fara í sundlaugina, sólbað, fara á kajak, svo ég nefni eitthvað. Kvöldverðurinn var alltaf klukkan sex. Eftir kvöld-verðinn tóku allir 10 víta-skot með liðinu sínu, hittnin var skráð og síðan voru veitt verðlaun fyrir bestu vítanýt-inguna á lokahófinu.Venjulega kepptum við þrjá leiki á dag við liðin í okkar

aldursflokki. Deginum lauk alltaf með kvöldvöku þar sem farið var í ýmsa leiki s.s. Dunk contest, 3 point shootout og f.l.. Um tíuleytið var snúið til húsa, farið í sturtu, horft á mynd og farið í háttinn. Svona gekk vikan. Því miður þurfti Eyjólfur Ben að fara heim eftir eina viku vegna andláts í fjölskyldu hans.

Við hin vorum í tvær vikur í búðunum og með því fylgdi bíóferð á föstudeginum og ferð í Dourney Park á laug-ardeginum, það er rússíbana- og vatnsgarður einn sá stærsti sem ég hef farið í. Þessi dagur toppaði ferðina.

Meiðsli fóru að stríða okkur seinni vikuna, ég fékk oln-bogaskot í viðbeinið og braut það í þriðja sinn á einu ári og gat ekki spilað seinni vikuna. Erna snéri sig um miðja viku og þurfti að fá hækjur. Við nutum samt sem áður dval-arinnar. Ef ég man rétt komu Íslendingarnir heim með 10 verðlaun, Eðvald fyrir víta-skot, Sara var valin besti leik-maðurinn, Kristján og Gísli unnu Playoffs svo eitthvað sé nefnt.

Þessi ferð er stærsta upplifun mín fram til þessa. Okkur langar að fara aftur og gerum við okkur vonir um að hóp-urinn verði enn stærri að ári. Todd umboðsmaður búðanna vill helst sjá 20-30 manns koma frá Íslandi næsta sumar.

Ég læt heimasíðuslóðirnar fylgja fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frek-ar www.sixerscamps.com og www.dourneypark.com

Að lokum vil ég þakka krökk-unum fyrir þessa frábæru ferð. Þökkum einnig Möggu, Fali, Smára, Sóley og öllum hinum foreldrum sem studdu okkur og hjálpuðu til við að láta draum okkar rætast.

Með jólalegri körfuboltakveðjuHrói Ingólfsson.

Sixers Camps

Senn líður að lokum þessa árs 2008 hjá Badmintondeild Keflavíkur, ári sem við stjórn-armenn vildum gleyma sem allra fyrst. Ár sem einkennd-ist af samdrætti hjá okkur á flestum sviðum líkt og hjá svo mörgum öðrum. Fyrri hluti þess var nokkuð venjubund-inn og gekk bara þokkalega fyrir sig við vorum með fjöl-skyldumót sem var vel sótt og Margrét Vala Kjartansdóttir var kjörin íþróttamaður ársins hjá okkur. En þegar við snér-um aftur til starfa eftir sum-arfrí skullu hremmingarnar á okkur, við stóðum uppi þjálf-aralaus í byrjun tímabilsins þar sem Skúli Sigurðsson þjálfari gat ekki tekið að sér frekari þjálfun hjá okkur. Þrátt fyrir mikla leit að þjálfara stóðum við frammi fyrir því að fá engan. Nú voru góð ráð dýr, ef við ætluðum að ná að byrja æfingar, einnig varð hjá okkur þó nokkuð mikil fækkun iðkenda, sem líka gerði okkur lífið leitt. Því eins og allir sem fást við svona rekstur vita að hann getur varla gengið ef hann stendur ekki undir sér.

En svona stóðu málin. Við náðum að bjarga þjálfarmálum með því að manna þær stöður með formanni deildarinnar Jónasi Þorsteinssyni og einum úr hópi fyrrverandi iðkenda Stefaníu Kristjánsdóttur, en þau hafa bæði lokið grunn-námi í þjálfun badmintonspil-ara. En við höfum ekki náð að auka við fjölda iðkenda eins og þarf til að þetta gangi snurðulaust fyrir sig. Þrátt fyrir þetta hefur okkur tekist nokkuð vel til með þá iðkendur sem við höfum og hafa þeir verið iðnir við að taka þátt í mótum. Við héldum svo okkar árlega Sparisjóðsmót fyrir byrjend-ur, núna í byrjun nóvember eins og vanalega og þátttaka var mjög góð tæplega 200 þátttakendur frá 7 félögum. Í yngsta flokki undir 11 ára, var öllum þátttakendum veitt-ur þátttökupeningur, alls 50 þátttakendur. Í öðrum ald-urshópum var keppt til sigurs. Við fengum í okkar hlut fyrsta og annað sætið í aukaflokki stúlkna í einliðaleik í aldurs-

flokki undir 13 ára, þar varð Hekla Sólveig Gísladóttir í fyrsta sæti og Rebekka Rut Ingimundardóttir í öðru sæti en þær kepptu til úrslita í þessum flokki. Þetta mót hefur verið fastur liður í starfi deildarinnar á annan áratug, með dyggum stuðn-ingi Sparisjóðs Keflavíkur og kunnum við honum okkar bestu þakkir, því án hans hefði þetta ekki gengið, einnig vilj-um við færa þeim foreldrum og öðrum sem veittu okkur mikla aðstoð við þetta mót okkar bestu þakkir. En eins og ég sagði í upphafi þá birtir öll él um síðir og við í stjórn deild-arinnar stefnum ótrauð inn í nýtt ár með þá von í brjósti að það verði gjöfulla en það sem nú er að líða. Við sendum öllum iðkendum og fjölskyld-um þeirra bestu jólakveðjur og vonum að allir snúi þeir aftur að loknu jólafríi.

Fyrir hönd badmintondeildar Keflavíkur

Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri

Öll él birtirum síðir

Mótstjórn Viðurkenningar veittar að loknu jólamóti

Þátttakendur u-11frá KeflavíkHekla og Rebekka

Frá afhendingu íþróttamaður ársins

9

Page 10: Jólablað 2008

Þetta ár hjá fimleikadeild Keflavíkur hefur verið mjög viðburðarríkt. Aldrei hefur deildin verið með svo marga iðkendur en í ár voru þeir tæplega 400. Í pistlinum hér á eftir er stiklað á stóru í starfi deildarinnar í ár.

Krakkahópar.Fimleikadeildin hefur í mörg ár verið með íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 3-4 ára. Ekki er um hefðbundna fim-leika að ræða heldur alhliða hreyfingu og leiki sem henta þessum aldurshópi. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir, farið er í leiki, settar upp þrauta-brautir, gerðar liðleikaæfingar og margt fleira. Einnig læra börnin hvernig á að hegða sér í íþróttasal, s.s. að fara eftir fyrirmælum kennara, bíða í klefa og taka tillit til ann-ara barna í salnum. Þessir hópar æfa einu sinni í viku, 50 mínútur í senn og hefur deildin haft aðstöðu í íþrótta-húsi Myllubakkaskóla. Það er fullt í alla hópa núna í haust en í byrjun janúar verða ný námskeið og verða þau auglýst þegar nær dregur.

Strákahópar. Í nokkur ár hefur fimleika-deildin verið með strákahóp

en núna í haust varð algjör sprenging í iðkendafjölda. Núna æfa um 40 strákar fim-leika hjá félaginu. Það eru 2 hópar sem eru eingöngu með strákum á aldrinum 5-8 ára en þeir sem eru eldri fara í blandaða hópa í hópfim-leikum. Á haustmóti F.S.Í. sem fór fram 22. nóvember s.l. sendi deildin í fyrsta skipti hóp í keppni sem er eingöngu skipaður strákum. Á döf-inni er að stofna svokallaðan „parkour“ hóp en það eru strákar sem m.a. gera sér það að leik að hoppa af girðingum og þ.h. með ýmsum tilþrifum. Því miður er ekki hægt að bjóða upp á áhaldafimleika karla. Deildin hefur hvorki aðstöðu né áhöld til að bjóða upp á þá en það verður bætt úr því þegar sérhæft fimleika-hús verður tekið í notkun.

Áhaldafimleikar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá deildinni í áhaldafimleikum. Deildin er með keppendur í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Á síðasta vetri náðu 4 stúlkur 5. þrepi þannig að í vetur er Keflavík með með góð lið bæði í 4. og 5. þrepi. Í febrúar fór fram bik-arkeppni F.S.Í. í áhaldafim-

leikum. Keflavík sendi lið til keppni í 5. þrepi, stóðu þær sig vel og lentu í 5. sæti. Liðið var skipað þeim Agnesi Sigurþórsdóttur, Björk Gunnarsdóttur, Eydísi Ingadóttur, Helenu Rós Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Sól Guðmundsdóttur og Ingbjörgu Þóru Þórarinsdóttur. Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir náði þeim frábæra árangri að komast inn á Íslandsmót í 5. þrepi en

einungis 16 stigahæstu ein-staklingar í hverju þrepi kom-ast inn á Íslandsmót. Eydís Ingadóttir var síðan annar varamaður inn á Íslandsmótið ef einhver forföll verða hjá keppendunum 16 sem hafa unnið sér rétt á mótinu. Innanfélagsmót deildarinnar var haldið í maí en allir iðk-endur deildarinnar á grunn-skólaaldri taka þátt. Mótinu var skipt í 3 hluta. Í fyrstu 2 var keppt í áhaldafimleikum. Hjá yngstu iðkendunum er ekki keppt til verðlauna en allir fá að sýna hvað í þeim býr og í lokin fengu allir verðlaunapening fyrir þátt-tökuna. Í 6. þrepi yngri var Marín Veiga Guðbjörnsd. í 1. sæti með 55,9 stig samanlagt. Í 2.-3. sæti voru Aðalheiður Lind Björnsd. og Lilja Björk

Ólafsd. með 54,3 stig sam-anlagt. Í 6. þrepi yngri var Harpa Hrund Einarsd. Í 1. sæti með 54,1 stig samanlagt, í 2. sæti Kolbrún Júlía Guðfinnsd með 51,9 stig samanlagt og í 3. sæti Salka Björt Kristjánsd með 51,6 stig samanlagt. Í 5. þrepi var Ingibjörg Sól Guðmund. í 1. sæti með 55,4 stig samanlagt, í 2. sæti var Björk Gunnarsd. með 53,6 stig samanlagt og í 3. sæti Ása Böðvarsd. með 51,4 stig sam-

anlagt. Í 4. þrepi var Rakel Halldórsd. í 1. sæti með 55,8 stig samanlagt, í öðru sæti Helena Rós Gunnarsd. með

54,65 samanlagt og í 3. sæti Ólöf Rún Guðsveinsd. með 53,3 stig samanlagt. Rakel

Halldórsdóttir er því innan-félagsmeistari í áhaldafimleik-um 2008.Möggumót fimleikadeild-arinnar var haldið í nóvember siðastliðnum en mótið er nefnt eftir stofnanda deildarinnar Margréti Einarsdóttur. Mótið er boðsmót og voru kepp-endur frá Ármanni, fimleika-félaginu Björk, Stjörnunni auk heimastúlkna úr Keflavík. Mótinu var skipt upp í 2 hluta. Í fyrri hlutanum sem var liðakeppni var keppt í 6. þrepi yngri og eldri. Í 6. þrepi yngri var Ármann í 1. sæti, Björk í 2. og Keflavík í því 3.. Í 6. þrepi eldri var Ármann í 1. sæti, Björk í 2. og Stjarnan í því 3.. Steinni hlutinn var einstaklingskeppni og var keppt í 5. þrepi eldri og yngri. Í 5. þrepi yngri var í 1. sæti samanlagt María Árnadóttir Ámanni og í 5. þrepi eldri var Helga María Helgadóttir í fyrsta sæti samanlagt.Í haust kom nýr þjálfari til starfa hjá fimleikadeildinni. Hann kemur frá Rúmeníu og heitir Ciprian Cretu. Hann er mjög fær þjálfari og sér um þjálfum keppnishópanna í áhaldafimleikum. Eru miklar vonir bundnar við hans störf.

HópfimleikarMikil aukning hefur verið í hópfimleikum og eru nú í haust 5 æfingahópar hjá félaginu, 6 ef með er talinn fullorðinshópurinn. Um síð-ustu áramót réði deildin til sín sænskan fimleikaþjálfara Vivecu Grip að nafni og er óhætt að segja að hún hafi verið mikill happafengur fyrir félagið. Frá upphafi hefur hún séð um fullorðinsfim-leikana með góðum árangri. Fimleikadeildin gerði tilraun

í janúar síðastliðnum með að stofna fullorðinshóp í fim-

Annáll fimleikadeildar

Iðkendur f imleikadeildar vorið 2008

Fjölskyldudagur í f imleikunum maí 2008, Vikar Sigurjónsson

Rakel Halldórsdóttir, innanfélagsmeistari áhaldaf imleika 2008

Jólasýning 2007

10

Page 11: Jólablað 2008

11

leikum en nokkur fimleika-félög á höfuðborgarsvæðinu hafa verð með samskonar hópa. Um 30 konur skráðu sig og hefur myndast fastur kjarni af hressum konum. Í haust bættist svo enn í hópinn og er frábært að sjá framfar-

irnar hjá þessum spræka hópi. Einnig hafa nokkrir karlmenn verið að mæta á æfingu hjá xstream-team en það er nafn-ið á fullorðinshópnum.

Ný námskeið í fullorð-insfimleikunum hefjast í janúar og verða þau aug-lýst eftir áramót.

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í febrúar og sendi Keflavík eitt lið í landsreglum. Þær stóðu sig mjög vel og lentu í 2. sæti í dansi og á tram-políni. Liðið samanstóð af: Arndísi Snjólaugu, Berglindi Björk, Brynju, Díönu Karen, Elísu, Elvu Björk, Guðrúnu Mjöll, Hólmfríði, Huldu Sif, Kristínu, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Sigríði Evu og Sunnevu Fríðu. Vegna góðs árangur á árinu komst T-1 inn á Íslandsmót á öllum áhöldum og er það í fysta skipti sem félag frá Keflavík nær inn á Íslandsmót á öllum áhöldum. Á íslandsmót komast aðeins 6 bestu lið frá mótum vetr-arins. Stúlkurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og urðu í

2. sæti í dansi og á dýnuInnanfélagsmót Keflavíkur var haldið í maí. Í 3 hlutanum var keppt í hópfimleikum þar sem sjö lið kepptu sín á milli um innanfélgsmeistarann í hópfimleikum. Í 1. sæti var T-1 með 25,48 stig samanlagt,

í 2. sæti var T2-I með 22,95 stig og í 3. sæti var T2-II með 21,2 stig samalagt. Lið T-1 er skipað: Arndísi Snjólaugu, Berglindi, Díönu Karen, Elísu, Elvu Björk, Guðrúni Mjöll, Hólmfríði, Huldu Sif, Louisu, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Sigríði Evu, Sigríði, Snædísi og Sunnevu. Lið T2-I er skipað: Evu, Joanna, Kristínu Ósk, Thelmu, Ásdísi, Elvu Dögg, Anítu Sif, Elvu Maríu, Halldóru, Helgu Rún, Sigurbjörgu, Magneu, Helene og Sigfríði. Lið T2-II er skip-

að: Ingunni Köru, Ingunni Maríu, Ólöfu Birnu, Sæunni, Selmu Rún, Gunnhildi, Alexander, Katr ínu, Hildigunni, Alexander og Helgu Eden. T-1 er því innanfélagsmeistari í hópfim-leikum. Haustmót í hópfimleikum var haldið 22. nóvember. Keflavík sendi 5 lið á mótið og sendi í fyrsta skipti strákalið og lið í team gym fullorðinsflokki. Team gym liðið stóð sig mjög vel og lenti í öðru sæti saman-lagt. Liðið er skipað: Arndísi Snjólaugu, Berglind Björk, Brynja, Eva Lóa, Heiðrún, Elva Dögg, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Margréti, Sigríði, Louisa Ósk og Kristínu.Það sem er svo næst á dagskrá er jólasýning. Hún verð-ur haldin 14. desember og

verður mikið í hana lagt eins og undanfarin ár. Að lokum viljum við óska iðkendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Sveinbjörg Sigurðardóttir, Eva Sveinsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir, Herdís Halldórsdóttir, Helga Hildur Snorradóttir, Halldóra B. Guðmundsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir.

Innanfélagsmót 2008

Fjölskyldudagur í f imleikunum maí 2008

Eydís Ingadóttir, innanfélagsmót 2008

Opnum 28. desemberOpnum 28. desember

Flugeldasala Knattspyrnudeildar KeflavíkurIðavöllum 7

Styðjum unglingastarf Knattspyrnudeilda Keflavíkur

Page 12: Jólablað 2008

12

Mig langar að minna á bad-mintondeildina. Það eru allir velkomnir á æfingu hjá okkur og prufa 2-3 æfingar og sjá hvernig líkar. Vil ég líka hvetja foreldra og forráðamenn að koma á æfingar með börn-unum ef tækifæri gefst og sjá hvernig þeim gengur og jafnvel taka í spaða og spila við börnin líka.Vil ég í framhaldi að þessu minna á tímana hjá okkur. Við erum líka með tíma fyrir full-orðna, þeir eru á fimmtudög-um í Akurskóla kl. 18:30- 19:30 það er þjálfari á staðnum fyrir þá sem vilja leiðsögn, annars er

um að gera að koma og taka í spaða og hafa gaman.Mánudagur hópur 1. kl - 16:00 - 17:00 Heiðarskóla.Þriðjudagur hópur 2. kl - 16:00 - 17:00 Akurskóla.Miðvikudagur hópur 1. kl - 16:00 - 17:00 Heiðarskóla.Fimmtudagur hópur 2. kl - 16:00 - 17:00 Akurskóli.Fimmtudagur hópur 3. kl - 17:00 - 18:30 Akurskóla.Fimmtudagur hópur 4. kl - 18:30 - 19:30 Akurskóla. Ekki þarf að taka fram að íþrótt-ir hafa frá landnámstíð verið Íslendingum í senn þjálfun og til skemmtan og eru margar minningarnar sem við eigum frá spennandi leikjum og góðum tímum frá mótum sem farið hefur verið á. Slíkur árangur næst því aðeins ef margir leggja sitt af mörkum við eflingu deildarinnar. Vil ég taka það fram að á ferðum mínum með krökkunum á mót hef ég haft

af því ánægju að kynnast góðu viðhorfi hjá börnunum og hvað þetta er gefandi sport og allir eru vinir hvaðan sem þau eru. Ég vona því að á nýju ári verði svo fullur salur af hraustum og glöðum Reykjanesbúum sem eru tilbúnir að koma í prufu-tíma hjá okkur. Þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni og vona að við sjáum sem flesta á æfingu eftir áramótin. Hægt verður að fara á heimasíðuna okkar og sjá hvenær við byrjum og hvar.Fyrir hönd badmintondeildar Keflavíkur

Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri

Badmintondeild Keflavíkur

Í mörg ár hefur aðstaða fim-leikadeilarinnar verið slæm en félagið hefur verið með aðstöðu í B-sal íþróttahússins við Sunnubraut. Á álagstím-um er mjög þröngt í saln-um, ekki hefur verið hægt að bjóða upp á áhaldafim-leika karla og burður á áhöld-um hefur verið að fara illa með tækin. Deildin hefur t.d. aldrei átt dansgólf því ekki er hægt að burðast með það á hverjum degi. Ætlunin var að nýtt fimleikahús yrði tekið í notkun haustið 2009. Vegna ástandsins á fjármálamörk-uðum hefur byggingu húsins verið seinkað. Menn vonast þó til þess að seinkunin vari aðeins í nokkra mánuði og húsið verið tekið í notkun á árinu 2010. Það er ein-dreginn vilji stjórnar fimleik-anna og bæjarins að húsið verði á áætlun. Bæjarráð sam-þykkti að styrkja deildina um 5.000.000 kr. til áhaldakaupa og 700.000 vegna viðhalds í B-sal. Þessi áhöld munu

síðan fara í nýtt fimleika-hús. Nú þegar eru komin ný hljóðflutningstæki í B-sal og eru nýir kaðlar væntanlegir á næstunni. Einnig mun fara fram viðgerð á gryfju. Áhöld fyrir fimleika eru dýr og sér-pöntuð erlendis frá. Eins og staðan er á krónunni í dag er erfitt að fá verð í tækin. En vonandi rætist úr því á nýju ári. Fimleikadeildin hefur verið með fulltrúa í stjórn bæjarins um fimleikahús og hefur ávalt verið vel tekið í þær tillögur sem hafa verið komið á framfæri. Nýtt fim-leikahús verður stórglæslilegt og kemur til með að uppfylla allar þarfir félagsins fyrir alla iðkendur. Það verður aðstaða og áhöld fyrir yngstu iðkend-urna jafnt fyrir þá sem lengst eru komnir í fimleikum fyrir bæði stelpur og stráka. Einnig mun aðstaða þjálfara batna til mikilla muna. Við hlökkum til að geta tekið til starfa í nýju fimleikahúsi.

Fimleika-hús

Page 13: Jólablað 2008

13

7.fl. drengja.Á milli 30-40 voru við æfingar s.l. keppnistímabil, eldra árið æfði þrisvar sinn-um í viku yfir vetrarmán-uðina en yngra árið tvisvar sinnum, yfir sumarið æfðu báðir aldurshóparnir fjórum sinnum í viku. Flokkurinn tók þátt í nokkrum dagsmót-um á höfuðborgarsvæðinu, hápunktur sumarsins var þó Kaupþingsmótið sem fram fór á Akranesi 20-22. júní, gist var í Grundaskóla við góðan orð-stír starfsfólks, þá gistu sumir hjá foreldrum sínum á tjald-svæðinu en foreldrar flykkj-ast gjarnan á þetta mót sem gerir það að verkum að ferðin verður skemmtilegri fyrir þá ungu keppendur sem eru að fara sína fyrstu keppnisferð á sínum ferli. Drengirnir stóðu sig mjög vel og náðu t.a.m. að koma með bikar heim. Suðurnesjamótið fór fram í Grindavík í lok sumars, þar urðu drengirnir meistarar í keppni C-liða. Hlutverk for-eldra er ekki lítið þegar farið er á mót, þjálfari þarf í öllum mótum að hafa liðsstjóra fyrir hvert lið, það þarf að gista með þeim í skólastofum, fara með þeim í sund og mat og gefa þeim eitthvað að snæða á milli matmálstíma. Þetta starf er oft vanmetið en verður að vera til svo allt gangi eins og við viljum hafa það. Kærar þakkir foreldrar drengja í 7.fl..

6.fl. kvenna.Undanfarin ár hefur ekki verið hægt að halda úti 6.fl. stúlkna vegna þess hversu fáar stelpur eru að æfa, en svo virðist vera að þegar aðrar íþróttagreinar eru í fríi yfir

sumarið þá fjölgar stelpum í fótboltanum en hverfa svo aftur þegar þeirra íþróttagrein hefst aftur. Þessi fjölgun gerði þó það að við gátum verið með lið á Símamótinu og hnátumóti KSÍ í fyrsta skipti.Símamótið fór fram í Kópavogi 10-13. júlí, gist var í Smáraskóla. Spilaðir voru 2-3 leikir á dag, misvel gekk í leikjunum, en þegar gekk sem best var alltaf tekinn hringur og sungið Ole Ole, þannig á það að vera, að hafa gaman að því sem verið er að gera, burt séð frá úrslitum leikja. Fyrir utan leikina sjálfa á mótinu voru haldnar kvöldvökur og ýmislegt annað gert sér til afþreyingar. Okkur tókst að koma liði að í hnátumóti KSÍ og var okkar riðill leikinn í Þorlákshöfn, stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni sjálfri sem haldin var í Grindavík. Í úrslitakeppninni lékum við gegn liðum sem voru mun sterkari en við, enda ekki við öðru að búast, en stelp-urnar létu það ekki á sig fá og stóðu sig frábærlega í þessari keppni.

5.fl. kvenna.Flokkurinn var ekki fjöl-mennur, þegar sumarfrí fóru að skella á hjá foreldrum

þurfti að sækja stelpur í 6.fl. til að spila með. Stelpurnar vor með á Símamótinu og Íslandsmótinu. Á Símamótinu gekk þeim misvel eins og gengur og gerist í boltanum, en skemmtanagildið sveik þó engan.Í okkar riðli (B-2)á Íslandsmótinu voru færri lið en í hinum riðlunum og því var leikin þreföld umferð. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu riðilinn án þess að tapa leik. Þessi góði árangur þýddi að í úrslitakeppninni lentum við í riðli á móti þremur sterkustu liðunum á landinu í þessum aldursflokki, Val, Fjölni og FH. Leikið var á Hlíðarenda, Kaplakrika og Fjölnisvelli, það er skemmst frá að segja að stelpurnar áttu aldrei möguleika gegn þess-um liðum, enda hafa þessi félög úr miklu stærri og breiðari hóp að velja úr. Þess má geta að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari.

4.fl. kvenna.Stelpurnar léku í A-riðli á Íslandsmótinu, fyrir tímabilið

leit flokkurinn nokkuð vel út og leit allt út fyrir að þær mundu standa sig vel þar, en annað átti eftir að koma á daginn. Ástæðurnar fyrir því að það gekk ekki eftir eru tvær, annars vegar sumarfrí og hins vegar sú að lukkan var ekki með þeim í mörgum leikjum, leikir sem stelpurnar voru yfir í en misstu í jafntefli á síðustu mínútum og leikir þar sem þær voru betri aðil-inn í en náðu ekki að nýta sín tækifæri til að klára dæmið. Það kom því í okkar hlut að falla niður í B-deild. Þá var Arna Lind Kristinsdóttir markvörður valin til að sækja knattspyruskóla KSÍ að

Laugarvatni.Farið var á Rey Cup sem er alþjóðlegt mót dagana 24.-27. júlí sem haldið var í Reykjavík, vorum við með eitt ellefu manna lið og eitt sjö manna lið, með því liði léku stelpur úr 5.fl.. Ellefu manna liðið hafnaði í fimmta sæti en sjö manna liðið náði bronsinu. Það var mikið fjör þessa daga, ekki síst utan vall-ar, þar sem stelpurnar máttu hafa sig alla við að ná athygli strákana sem voru á þessu móti.Sérstaklega var gaman að fylgjast með þeim að mála sig og greiða hárið með alls lags tækjum og tólum, hvað þá þegar velja átti í hvað fötum skyldi klæðast fyrir ballið á laugardeginum, allt hafðist þetta og því er ekki logið, að þær voru flottastar á ballinu.

3.fl. kvenna.Vitað var fyrir, að sumarið gæti reynst mjög erfitt hjá stelpunum, ástæðan var sú að þrjár stelpur voru viðloðandi meistaraflokk og þá léku oft

meira en helmingur þeirra einnig með 2.fl.. Þegar líða fór á sumarið fór mikil þreyta að segja til sín hjá þeim stelp-um sem léku með tveimur og þremur flokkum. Þessum ungu leikmönnum er engin greiði gerður með því að keyra þær í svo mikil verkefni, heldur verður það til þess að þær brenna fyrr út en ella, að sjálfsögðu langar þessum stelpum að spila upp fyrir sig og þurfa oft að gera þegar svo ber við, en við verðum að vanda og stýra álagi betur, til að ekki fari illa. Flokkurinn fór í æfingaferð til Albír í júní og tókst sú ferð mjög vel (sjá ferðasögu annars staðar

í blaðinu). Í bikarkeppninni féll liðið út í annari umferð. Það gekk upp og ofan á Íslandsmótinu og kom það í okkar hlut eins og hjá 4.fl. að falla niður í B-deild.Þær Agnes Helgadóttir, Guðrún Ólöf Olsen og Íris Björg Rúnarsdóttir léku allar leiki með meistaraflokki í sumar og var Guðrún orðin fastamaður í liðinu er leið á sumarið. Allar voru þær með í æfingum u-17 kvenna s.l. vetur, þá náði Guðrún Ólöf að spila sína fyrstu landsleiki í sumar þegar Norðurlandamótið var haldið hér á landi.Sigurrós Eir Guðmundsdóttir sótti knattspyrnuskóla KSÍ að Laugarvatni, þá náði hún að spila óopinberan landsleik með u-16 þegar þær tóku á móti úrvalsliði frá Noregi.Að lokum vil ég þakka öllum foreldrum og foreldrafélögum fyrir samstarfið á s.l. keppn-istímabili.

Elis KristjánssonÞjálfari.

YFIRLIT YNGRI FLOKKA TÍMABILIÐ 2008 - 2009

6. fl. á Símamótinu

Stelpurnar á Símamótinu 5. og 6. fl.

7. fl. á Akranesi

Page 14: Jólablað 2008

Sigurður Ingimundarson er þjálfari íslenska körfubolta-landsliðsins og meistara-flokks karla í Keflavík. Hann hefur verið einn virkasti körfuboltamaður Keflvíkinga síðan þeir komust á blað sem Íslandsmeistarar snemma á níunda áratugnum. Ekki hafa alltaf verið bundnar miklar vonir við íslensk landslið í körfuknattleik en það hefur breyst síðustu árin og gamlir körfuboltaunnendur segja að ef marka megi frammistöðu karla- og kvennalandsliðanna í Evrópukeppninni nú í haust virðast bjartir tímar framund-an. Mikil festa virðist vera komin á varðandi þjálfaramál liðanna ef marka má glæsi-legan sigur okkar manna á

Dönum í Laugardalshöllinni 10. sept..

Stýrði afreksbrautinniVið hittum Sigurð að mála á heimili hans í Keflavík nýver-ið. Sigurður er 42 ára gam-all, fæddur í Reykjavík 1966 en ólst að mestu leyti upp á Stokkseyri til 12 ára ald-urs. Þá fluttu foreldrar hans til Keflavíkur. Hann lauk námi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja og útskrifaðist síðan úr Kennaraháskóla Íslands. Síðan stundaði hann kennslu við Myllubakkaskóla í 14 ár og var þar aðstoð-arskólastjóri og skólastjóri í 2 ár. Sigurður Ingimundarson stýrði afreksbraut íþrótta-

manna FS í mörg ár en þar gafst ungu fólki tækifæri til þess að stunda íþróttir undir hand-leiðslu færustu þjálfara jafn-framt námi í fjölbrautaskólan-um. Námið var samstarfsverk-efni hjá Íþróttaakademíunni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og boðið var upp á fjórar íþróttagreinar: golf, körfu-bolta, knattspyrnu og sund. Þessi braut var lögð niður síð-astliðið vor vegna skipulags-breytinga og annarra áherslna í námi.

Alltaf í íþróttumSigurður Ingimundarson er að hefja sitt tólfta ár sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur en í allmörg ár þar á undan var hann þjálfari kvennaliðs

Keflavíkur og reyndist sér-lega sigursæll með bæði liðin. Haustið 2003 tók hann sér eins árs frí frá þjálfun og þeir Falur Harðarson og Guðjón Skúlason tóku við þjálfun í staðinn. “Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum,” segir Sigurður. “Karfan var ekki mikið í boði þegar ég var yngri og ég spil-aði aðallega fótbolta í yngri flokkunum og var reyndar með í öllu sem bauðst. Ég var 15 ára þegar ég fór alfarið í körfuna hér í Keflavík og hér hef ég spilað og þjálfað allar götu síðan. Mér fannst karfan skemmtilegust, mér gekk strax vel í henni, þetta er heillandi og skemmtileg íþrótt sem

býður upp á heilmikið. Við það bætist að karfan er ein af fáu stóru íþróttagreinunum þar sem menn geta verið að æfa á fullu einir sér eða með 2-3 öðrum. Þetta var strax eitthvað sem mér líkaði við.

Á fimmta hundruð leiki fyrir Keflavík

Ég var búinn að æfa í tvö ár þegar ég byrjaði að keppa með meistaraflokki. Liðið hérna var ekki sérlega gott en fyrsta leikinn með því spilaði ég 1982. Þá fór ég í bandarísk-an menntaskóla í litlu sveita-þorpi í Kentucky, var þar í tvö ár og kynntist íþróttinni betur. Þar var mikill áhugi á körfubolta eins og altítt

Sigurður Ingimundarson þjálfari:

“Það sem skaparsigurinn er sterkliðsheild”

14

Sigurður í sóknarham.

Sigurður Ingimundarson (t.v.) og Falur Harðarson halda hér á bikarnum 2005 eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð.Gunnar Einarsson er fyrir miðju og aftast má sjá Halldór Halldórsson.

Page 15: Jólablað 2008

15

er í bandarískum framhalds-skólum, staðurinn var afar skemmtilegur og Kentucky mikið körfuboltafylki. Ég hef spilað í kringum 430-440 leiki fyrir Keflavík en Keflavík og Njarðvík hafa unnið meira og minna flesta titla í körfunni síðustu 20 árin. Það fór gríðarlega skemmti-legur tími í hönd þegar við vorum að byrja. Karfan var til-tölulega ung grein í Keflavík en Njarðvíkingarnir hér við hliðina á okkur voru þá þegar komnir með öflugt lið. Þegar íþróttahúsið við Sunnubraut

var tekið í notkun hljóp fljótt mikill kraftur í körfuna, yngri flokkarnir voru fjölmennir og góðir, bæði stúlkur og drengir og á tímabili unnu þeir flest Íslandsmótin í körfuknattleik. Það var gríðarlegt fjör hérna og er Keflavík langsigursæl-asta félagið í körfu á landinu. Yngri flokkarnir hérna hafa alltaf verið mjög sterkir.

Samstarfið við NjarðvíkNjarðvíkingar voru orðnir góðir þegar við vorum að byrja í körfunni. Við brydd-uðum upp á samstarfi við þá

1990 og sendum þá sameigin-legt lið í Evrópukeppnina. Það var áhugaverð og skemmtileg blanda sem við Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfuðum saman. Samstarfið var lærdómsríkt og við höfðum allir gaman og gott af því. Síðan hafa bæði liðin farið hvort í sínu lagi og keppt í Evrópukeppninni. Keflavík fór síðustu 4 ár í röð en þetta er gríðarlega dýrt og erfitt að stunda í sjálfboða-starfi í körfubolta. Við höfum fjárhagslegan styrk frá bænum en það dugar skammt þegar um slíkar ferðir er að ræða. Ná lægðin v ið Keflavíkurflugvöll hafði ekki mikið að segja fyrir körfuna þegar kom fram á níunda ára-tuginn. Við fórum stundum og spiluðum þar en við lærð-um ekki meira af þeim en okkur sjálfum. Krafturinn var bara meiri hér en annarsstaðar og var það reyndar frá upphafi þegar Helgi Hólm byrjaði með körfuna í litla íþrótta-salnum í Myllubakkaskóla en

það var árið 1971. Sigurður Valgeirsson hélt líka feikna vel utan um starfið og þeir eiga báðir mestan þátt í fram-gangi íþróttarinnar á fyrstu árum hennar. Í gegnum tíð-ina hefur fjöldi manns unnið mikið og gott sjálfboðaliða-starf í kringum körfuna og breiddin er mikil. Við erum með í kringum 400 manna deild í körfunni og jafnframt marga sem sinna stjórn og öðru starfi kringum greinina.

Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn

“Í mínum huga stendur engin einn leikur sérstaklega upp úr nema kannski sá fyrsti þegar við unnum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn 1989 en síðan hafa komið margir titlar. Ég var fyrirliði 1989 og hélt á fyrsta bikarnum. Það var mjög gaman og mikið stuð. Ég fór síðan að þjálfa 1996 og hef þjálfað sama liðið allar götur síðan og við höfum unnið fjölda titla.”

Í leiknum 1989, sem án efa er einn minnisstæðasti leikurinn í körfuboltasögu Keflavíkur, tryggðu Keflvíkingar sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir sigruðu KR 89:72 í æsi-spennandi úrslitaleik. Þetta var þriðji leikur liðanna og hreinn úrslitaleikur þar sem staðan var jöfn eftir tvo leiki. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Keflvíkinga í meistaraflokki en þeir höfðu á þeim tíma tekið þátt í mótinu í 18 ár. Mikil stemmning var meðal áhorfenda í íþróttahúsinu og sögðu blöðin á þeim tíma að keflvískir áhorfendur hefðu ekki hvað síst átt þátt í sigri sinna manna. Í viðtali við Morgunblaðið sagði fyrirliði nýbökuðu Íslandsmeistaranna, Sigurður Ingimundarson, að Keflvíkingar hefðu einfald-

lega farið í leikinn til að sækja bikarinn. Það sem skapaði þennan sigur okkar og í rauninni alla sigra í körfunni er sterk liðsheild,” segir Sigurður. “Í leiknum 1989 vorum við betri og okkar hópur var sterkari og það skipti engu máli hverjir voru inni á. Aðeins Íslendingar eftirTveir erlendir leikmenn hafa starfað með keflvíska meist-araflokknum en um leið og efnahagserfiðleikarnir í haust byrjuðu að gera vart við sig voru þeir sendir heim. “Mér finnst gaman að hafa bara Íslendinga núna í liðinu,”seg-ir Sigurður. “Þeir þurfa að gera allt sjálfir núna og okkur finnst það gera leikina skemmtilegri og áhugaverðari að þurfa sjálfir að standa undir þeim vonum sem gerðar eru til okkur. Menn eru því vanir að Keflvíkurliðið vinni alltaf og við munum auðvitað gera okkar besta til að standa undir

þeim væntingum.” “Það eina sem okkur vant-ar eru aðeins stærri menn hér í Keflavík. Það hefur yfir-leitt vantað meiri hæð hjá Íslendingum í körfubolta en við höfum mætt því með öðrum hætti, t.d. snjöllum langskyttum í sókninni og ódrepandi baráttu og hjálpfýsi í vörninni þannig að þó það muni einhverum sentimetr-um þá ná mótherjarnir ekki að nýta sér það sem skyldi.” “Hjá okkur snýst allt um að vinna og sigra,” segir Sigurður. “Samkeppnin er rosalega hörð og því verður að vera mikið kapp og dugn-aður í þessu. Drifkafturinn er löngunin til að sigra og koma með titlana heim.”

E.T.J.-

Samstillt átak tryggir árangur í körfuboltanum

Keflavíkingar kynntust fyrst körfuboltanum af eigin raun fyrir tæpum þrjátíu árum. Heimamenn fengu fljótt mikinn áhuga fyrir þessari nýju íþrótt og fjölmenntu á leiki til að upplifa þá sérstöku stemmningu sem fylgir körfuboltanum og njóta þess að sjá sína menn skara framúr á keppnisvell-inum. Og árangurinn lét ekki á sér standa – ekki leið á löngu þangað til keflvísku körfuboltaliðin byrjuðu að sópa að sér titlum. Þegar fram liðu stundir byrjuðu menn að gera meiri kröfur til lið-anna og vonast til að þau bæru sigur af hólmi í öllum leikjum. Þessi afstaða til keppnisíþrótta er liðunum mikil hvatning til afreka en ekki má gleyma hinum mikilvæga “anda leiksins” – þeirri ótrúlegu skemmtun og upplyftingu sem felst í sérhverri keppni óháð því hver úrslitin verða. Körfuboltinn í Keflavík hefur á undanförnum árum áunnið sér einstakan sess meðal íslenskra hópíþrótta. Undir leiðsögn hæfra þjálfara hafa liðin náð fágætum árangri í yngri flokkunum og meistaraflokkum kvenna og karla. Þennan árangur má, eins og Sigurður Ingimundarson bendir á í viðtalinu hér á síðunni, samstilltu átaki og sjálfboðaliðastarfi fjölda fólks auk allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hafa styrkt starfið með markvissum hætti á hverju ári. Þar hefur framlag hvers og eins skipt sköpum fyrir framgang íþróttarinnar. Körfuknattleiksdeildin hóf fyrir mörgum árum skipulagða upplýsingamiðlun með tilstyrk heim-usíðu deildarinnar. Hefur hún verið helsti vettvangur frétta og upplýsinga meðal áhugamanna körfunnar og geta allir fylgst með gangi mála þar. Markmiðið er enn sem áður að höfuðvígi körfuboltans á Íslandi verði áfram hér í Reykjanesbæ. Körfuboltadeildin setur markið hátt og treystir enn sem áður á stuðning og fulltingi bæjarbúa í starfi sínu.

Bikarmeistarar Keflavíkur 1993

Page 16: Jólablað 2008

16

Í lok júlí fór 4. flokkur Knattspyrndeildar Keflavíkur í keppnisferð til Manchester í Englandi til þess að taka þátt í Manchester Umbro Intl. Football Festival 30. júlí – 2. ágúst 2008. Hópurinn sam-anstóð af 28 leikmönnum, Zoran og Hauk þjálfurum og Unnari og Mundu sem far-arstjórum.Lagt var af stað seinni part 28. júlí í beinu flugi til Manchester og komið á áfangastað um kvöldið. Kvöldið fór í að koma sér fyrir á heimavistinni í háskólanum í Manchester. Daginn eftir var farið í skoð-unarferð á Old Trafford þar sem völlurinn var grand-skoðaður, búningsherbergin, stóri spegillinn hans Ronaldo (fyrir gelið skv.Óla Hansa), varamannabekkurinn próf-aður, Man. Utd. safnið skoðað og margt fleira og að því loknu þá var farið í “Mega-Store” þar sem að Man.Utd varningur var keyptur í gríð og erg.Keppnin hófst svo daginn eftir 30. júlí. A-lið gerði 3-3 jafntefli en B-lið vann 3-0 og 2-1 sigur. Á öðrum keppn-isdegi vann A-lið 4-0 og 1-0 sigra og B-lið tapaði 1-4 og vann 2-1. Á þriðja degi vann A-lið 3-1 sigur og varð í 2. sæti í riðlinum (taplaust) og

keppti í 8 liða undanúrslit-um sama dag og vann 6-5 eftir æsispennandi vítaspyrnu-keppni (1-1 eftir venjulegan leiktíma). B-lið tapaði hins-vegar 3-1 og lenti í 3ja sæti í sínum riðli. A-lið keppti svo í 4 liða úrslitum 2. ágúst en tapaði 3-2 eftir æsispennandi leik og lenti því í 3.-4.sæti. B-lið keppti í B-úrslitum en tapaði 3-1.Þessi árangur liðanna var mjög góður og allir sem einn stóðu strákarnir sig eins og hetjur og voru sínu félagi til sóma í sínum leik og framkomu.

Þennan sama dag eftir að Keflavíkurliðin höfðu lokið keppni í Umbro Cup var farið á Old Trafford á kveðju leik Gunnar Ole Solskjær þar sem áttust við Man.Utd og

Espanol. Þetta var meiriháttar upplifun fyrir okkur öll að sjá þessar hetjur með berum augum og völlurinn næstum fullsetinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var hin besta skemmtun. Á sunnudeginum var farið í miðbæinn að skoða sig um og versla og mánudagurinn var notaður í að fara í Trafford Center sem er ein af stærstu verslunamiðstöðum í Evrópu. Þar fundu allir eitthvað við hæfi og um kvöldið var farið út á flugvöll til að ná fluginu heim til Íslands.

Allir sem einn voru ánægðir með þessa ferð og þetta var mikil og góð upplifun fyrir allan hópinn, en ég er viss um að þeir hafa flestir verið ánægðir að komast heim og fá reglulega góðan íslenskan mat og sofa í sínu eigin rúmi. Svona ferðir eru þroskandi og kenna okkur að meta það sem við höfum og við höfum það sannanarlega gott.

Með þökk fyrir samveruna og með CARAMEL kveðju,

Unnar S. Stefánsson, fararstjóri.

PS. Kannski fáið þið CARAMEL í skóinn.

4. flokkur kíkti á Man. Und.

Miðvikudaginn 25. júní lagði góður hópur af stað frá K-húsinu við Hringbraut. Þegar búið var að fylla alla bíla af takkaskóm, legghlífum og kleinum, var haldið í átt að Þorlákshöfn. Sambland af eftirvæntingu og kvíða ein-kenndi hópinn. Ekki höfðu allir komið til Vestmannaeyja og var því nýtt landnám fyrir-sjáanlegt hjá þeim. Sjóferðin gekk vel og enginn varð sjó-veikur - nema elsku Óskar sem var ekki nema svipur hjá

sjón þegar nær Eyjum dró !

Við fengum fína gistingu í Barnaskólanum, tvær sam-liggjandi kennslustofur með góðu rými fyrir framan. Þeir foreldrar sem gistu hjá krökk-unum skiptu sér bróðurlega á milli stofanna og brátt var allt tilbúið fyrir nóttina. Næturnar gengu mjög vel, krakkarnir þreyttir eftir dag-inn og sváfu fast. Hrotur náðu samt hámarki um þrjú-leytið en eftir það urðu þær bærilegri. Fyrir okkur sem gistum og erum með nokk-uð gott loftflæði um miðnes-ið, gat þetta verið hin mesta þraut ........

Shellmótið í ár var með aðeins breyttu sniði frá fyrri árum, ekkert innimót hald-ið og leikið á fleiri völl-um. Einnig er búið að stytta mótið og hefur það mælst

mjög vel fyrir.

Fyrsti morguninn byrjaði á morgunmat og að honum loknum gekk hersingin öll fylktu liði í skrúðgöngu frá Barnaskólanum inn á Týsvöll í fylgd Lúðrasveitar Vestmannaeyja.

Allan tímann í Eyjum vorum við með bíl og Einar okkar dygga bílsjóra sem hélt vel utan um ferðir og áætlanir liðanna, enda er vonlaust að

vera þarna án bíls og bíl-stjóra.Við fórum í pílagrímsferð upp að klettum þar sem við ætluðum að reyna fyrir okkur í sprangi. Það má segja að toppnum hafi verið náð þarna, foreldrar klifu ham-arinn sem aldrei fyrr og koll-vörpuðu sér hvert um annað endilangt. Fullorðnir og börn voru misdjörf þegar dýfurnar voru teknar en sýndu býsna góða leikni – að eigin áliti. Það hljóp á „kaðalinn” hjá okkur þegar tveir Eyjapeyjar komu og sýndu okkur hvern-ig á að spranga. Okkur stóð nú ekki á sama á tímabili þar sem við sáum undir hælana á þeim upp í klettinn. Frábærir íþróttamenn þar á ferð.Dagarnir liðu nokkuð hratt og margir leikir spilaðir. Gott samkomulag og keppnisandi var í fyrirrúmi og fyrir utan hefðbundið hnjask gekk allt

Eiður Smári kom og heilsaði upp á krakkana

Shellmótið Eyjum

Page 17: Jólablað 2008

17

Flottur hópur saman kominn

Shellmótið Eyjumvel fyrir sig. Einn fótbolta-kappinn okkar kom reyndar rúllandi niður háa brekku sem þarna var og þeir áhorfendur sem sáu til stóðu á öndinni og kliður fór um grasið. Sem betur fer voru meiðsli minni-háttar og alveg ljóst að þar hefur einhver haldið verndar-hendi yfir honum. Krakkarnir hittu nokkrar frægar fótbolta-stjörnur og án efa var Eiður Smári Guðjohnsen þar allra vinsælastur.

Fyrir utan hefðbundna spilun og keppni var margt gert sér til skemmtunar. Skipulagðar rútuferðir voru um eyjuna þar sem farið var yfir sögu Vestmannaeyja, sundferð um kvöld og bátsferð þar sem siglt var inn í klettana. Við skulum ekki gleyma örmót-um í golfi sem feðurnir tóku þátt í af miklu kappi á milli leikja. Hvort færni þeirra jafnast á við færni barna þeirra á fótboltavellinum skal látið liggja á milli hluta, en barnsleg gleði skein skært úr hverju andliti þessa helgi ef svo má til orða taka. Kvöldvakan var með lífleg-asta móti og má geta þess að Kolbrún Marelsdóttir stóð sig með afbrigðum vel í nokkrum keppnum þar sem keppinaut-urinn var enginn annar en íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving. Kolbrún lét það ekki hafa nein áhrif á sig og kom af festu í markið fyrir Keflavík hvað eftir annað.

Jón Arnór Sverrisson var val-inn í Landsliðið og Samúel Traustason var valinn í Pressuliðið. Þeir stóðu sig báðir feykivel í þeim liðum sem og á mótinu öllu. Keflavík var með þrjú lið á mótinu og lentu þau öll í þriðja sæti í sínum riðlum.Sigurvegarar Shellmótsins í ár voru FH-ingar, þeir öttu

kappi við HK og unnu 2-1. Að loknum þeim leik var boðið upp á grillveislu þar sem allur skarinn fékk pyls-ur og gos og mótinu slitið í kjölfarið.

Eyjamenn eiga heiður skilið fyrir gott skipulag og góðar móttökur. Dagarnir liðu átakalaust og það var gaman að fylgjast með krökkunum og hversu vel allir stóðu sig, sérstaklega utan vallar þar sem góð framkoma og gleði var höfð í fyrirrúmi.Það sýndi sig á þessu móti hversu miklu það skiptir að foreldrar taki virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd. Það að foreldrar gangi jákvæð-ir til starfa og leggi sitt af mörkum er lykilatriði. Mót sem þessi eru tilvalin til að styrkja fjölskylduböndin og eyða góðum tíma saman. Við eigum að vera þær góðu fyr-irmyndir sem börnin þurfa. Skemmst er frá því að segja að foreldrahópurinn í ár var og er góður, hver og einn lagði sitt af mörkum til að gera ferðina eins ánægjulega og hægt var. Sveigjanleiki og jákvæðni leiddi hópinn þar sem allt gekk vel.Við vorum nokkuð heppin með veðrið fyrir utan nokkr-ar vindhviður með tilheyr-andi sudda.Flest fórum við heim með Herjólfi kl. 23:00 á laug-ardagskvöldinu og það var því þreytt íþróttafólk sem kom til hafnar um nóttina.

Að lokum og að gefnu tilefni viljum við benda þeim á sem fara sumarið 2009 til Eyja að panta sér gistingu tímanlega, ekki seinna en strax.

Þórunn Jónsdóttir

Fimmtudaginn 12. júní mætti skemmtilegur hópur af spenntum stelpum upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 3. flokkur kvenna í knatt-spyrnu var á leið sinni til Spánar í æfingarferð á Albir. Þær dvöldu í viku á hótelinu Albir Garden og var það hið flottasta hótel.

Föstudagur: Vöknuðum snemma á fyrsta degi og feng-um okkur verðugan morg-unmat í matsal hótelsins, eftir morgunmatinn tók það skemmtilega við að bera á sig sólarvörn og halda síðan á fyrstu morgunæfinguna. Þrátt fyrir hita og svita tókst æfing-in með prýði. Farið var eftir það upp á hótel þar sem við stelpurnar klæddum okkur í sundföt og fórum ýmist í sólbað eða sund. Eftir góðan hádegisverð var farið aftur að busla í sundlauginni eða tana sig á sólbekkjunum. Klukkan 16:30 var svo farið aftur á æfingu og var púlað í einn og hálfan tíma. Kvöldmaturinn var góður og eftir hann var farið af stað niður í bæ þar sem ýmsar skemmtilegar upp-ákomur áttu sér stað.

Laugardagur: Vöknuðum og fórum á hressa morgun-æfingu og þaðan upp á hótel þar sem köld sundlaugin beið okkar eftir heita æfingu. Eftir hádegismat kíktu sumar á ströndina meðan hinar sleiktu sólina við sundlaugina. Seinni partinn var svo aftur haldið á æfingu þar sem Elli sýndi enga miskunn frekar en vanalega. Eftir það skelltum við okkur í kvöldverð og þaðan niður í bæ þar sem við stelpurnar misstum okkur í glingur búð-unum og namminu.

Sunnudagur: Eftir skemmti-lega morgunæfingu biðum við stúlkurnar spenntar eftir leigu-bílunum sem áttu að fara með okkur í La Marina Shopping Center á Benidorm, þegar við mættum í helgidóminn mikla þá var ekki margt um manninn og okkur til mikillar skelfingar voru allar búðirnar lokaðar. Stóðum við þarna svekktar með peningana í höndunum og leigubílarnir

farnir. Ákváðum við því að labba inn í Benidorm þar sem sumar gerðu vart við sig í smábúðunum og keyptu ýmist glingur, nammi eða crock skó sem komu sér ansi vel þrátt fyrir óskemmtilegt útlit. Eftir langan og heitan göngutúr fundum við loks strætóstöð-ina og tókum þaðan strætó til Albir. Þar sem engin æfing var seinni part dagsins gátum við slappað af þar til farið var að borða kvöldmat þar sem pasta og franskar voru í miklu uppáhaldi . Seinna um kvöld-ið komu Þróttarar og voru þeir ekki óvinsælir.

Mánudagur: Við mættum í morgunmat og á morgun-æfingu eins og vanalega, eftir æfinguna var borðaður hádegisverður og svo feng-um við að liggja í sólbaði það sem eftir var dagsins. Við biðum spenntar eftir morg-undeginum því við vorum sko búnar að spara peningana okkar áður en næsta tilraun til innrásar í mollið var áætluð.

Þriðjudagur: Loks rann dag-urinn upp sem við allar höfð-um beðið eftir. Elli var svo góður að hleypa okkur fyrr af æfingunni svo við gætum farið að versla. Nú var ekkert bruðl í gangi og skelltum við okkur með strætó í mollið og það var eins og stormsveipur færi þar um þegar við hlup-um eins og brjálæðingar á milli búða svo við næðum að kaupa sem mest. Eftir þessa magnþrungnu verslunarferð var farið aftur til Albir þar sem við rétt svo náðum í tæka tíð á leikinn sem við áttum að spila við lið frá Spáni. Unnum leikinn 4-1 með glæsibrag þrátt fyrir að tvær eldsnögg-ar kerlingar á fimmtugsaldri sem sögðust vera á tvítugs-aldri spiliðu með hinu liðinu.

Eftir kvöldmatinn kíktum við niður í bæ og fórum svo upp á hótel þar sem við horfðum á EM með Þrótturunum.

Miðvikudagur: Eftir æfingu fórum við með strætó í vatns-leikjagarðinn Aqualandia, þar sem skemmtilegum degi var eytt í stórum og skemmtileg-um rennibrautum, við fórum trilljón ferðir áður en við enduðum með brækurnar upp í rassgatinu. Eftir langan dag fórum við aftur á Albir og borðuðum kvöldmat. Um kvöldið var kvöldvaka sem við stelpurnar skelltum okkur á og fengu þær sem þorðu, að snerta eiturslöngur og önnur ógeðsleg fyrirbæri og svo horfðum við á svaka show með „Michael Jacksson“ þar sem hann lék fyrir listum. Af því að þetta var síðasta kvöld-ið þá ákváðum við að fara á kvöldvöku og hafa ærlega gaman, við skelltum okkur í karíókí og má nú segja að Blue (Da Ba Dee) var flott-ast hjá íslensku stelpunum. Eftir það skelltu nokkrar sér í póker þar sem skemmti-legir hlutir áttu sér stað. Var svo pakkað niður og farið að sofa því leggja átti af stað heimleiðis eld snemma um morguninn.

P.s. Ekki má gleyma stærsta gullmolanum þegar Elli eyddi hálfum klukkutíma í að reyna að koma sér upp á eina vindsæng. Eftir nokkur mis-heppnuð stökk og undarlegar aðferðir náði hann loks að skella sér á magann á dýnunni en féll svo strax af þegar hann reyndi að snúa sér á bakið. Hann má nú samt eiga það að baráttan var hörð.

Alexandra Herbertsdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

Ferðasaga 3.fl. til Spánar

Page 18: Jólablað 2008

Frábært lið og frábærir stuðn-ingsmennÞað má orða það sem svo að árið hjá okkur knatt-spyrnumönnum hefjist alltaf í nóvember. Það er á þeim tíma sem leikmenn mæta til æfinga fyrir komandi mót, mót sem hefst í maí á næst-komandi ári ! Við vorum fáliðaðir til að byrja með þennan myrka nóvember mánuð 2007. Leikmenn voru á víð og dreif um heiminn í mismunandi tilgangi og oft á tíðum voru engin sérstök átök á æfing-unum. Í janúar fór að rofa til, menn voru þá allavega komn-ir á sama ár og mótið átti að leikast og leikmenn sáu ljósið við endann á myrkrinu nálg-ast og stjórnarmenn sáu einn og einn æfingaleik við fínar aðstæður á nýja teppinu í

Reykjaneshöllinni. Reyndar hófst leikárið ekkert sér-staklega fallega. Stórt tap fyrir þáverandi meisturum Vals og einn af liðstjórum Valsmanna hafði á orði við okkur eftir leikinn að Keflavík þyrfti nú alveg 7-8 leikmenn til þess eins að bjarga sér frá falli úr deildinni !!!Það var þó einhver glampi í augunum á leikmönnum Keflavíkur þennan vetur sem sagði mönnum að þetta yrði eitthvað öðruvísi og meira spennandi leiktímabil en áður . Það hefur, að ég held, aldrei áður heyrst og gerst eftir leið-inlega hlaupaæfingu í slyddu og slabbi að menn stóðu sig að því að hrósa hver öðrum fyrir góða æfingu og gang-andi um klefann gefandi hver öðrum fimmu. En svona var það nú allan veturinn. Við

höfðum misst leikmenn úr byrjunarliði frá keppnistíma-bilinu áður og það var eins og þeir sem æfðu nú af kappi hjá félaginu fyndist að þeir þyrftu að taka meiri ábyrgð, æfa meira, æfa betur, leggja meira á sig á allan hátt og þar fram eftir götunum. Menn vissu að Keflavík væri ekki að fara að kaupa heilan her af leikmönnum, það þyrfti að nota þá leikmenn sem voru fyrir hendi, þá leikmenn sem æfðu hjá Keflavík og höfðu hjarta og vilja til þess að standa sig vel. Tíminn leið og við fórum að spila fleiri æfingaleiki. Úrslitin voru ekkert til að hrópa húrra yfir. Eftir því sem leikjunum fjölgaði var þó hægt að sjá smá framfarir, eða hvað... Stórt tap gegn FH fékk menn til að efast, en hvað gerðist, jú allir sem einn lögðu þá bara meira á sig. Margir leik-menn æfðu mikið aukalega síðastliðinn vetur, lögðu á sig gríðarlega vinnu sem átti eftir að skila sér. Þegar styttast fór í Íslandsmót, eftir óstöðugt gengi í deilda-bikarkeppninni var orðið nokkuð ljóst að liðið var farið að slípast nokkuð vel saman. Hluti að þeirri slípun var æfingaferð til Tyrklands. Hún var góð í marga staði. Ferðin þjappaði leikmannahópnum mjög vel saman og farið var yfir hin ýmsu mál sem sneru að leik liðsins, m.a. annars voru hin margrómuðu mark-mið liðsins og leikmanna sett fyrir komandi sumar. Íslandsmótið var nú rétt hand-an við hornið og liðið tilbúið í átökin á knattspyrnuvell-

inum þegar við síðustu daga fyrir mót fengum við H-in 3, þá Hans, Hólmar og Hörð, til liðs við okkur,, þvílíkur liðs-styrkur, adrenalínið fór af stað , það svaf enginn nóttina fyrir fyrsta leik. Fyrsti leikur sumarsins var gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli, stórt próf. Við stóðumst það próf með

sæmd,lokatölur 5-3 öruggur sigur, gat ekki verið betra. Liðið fékk við þennan sigur það sjálfstraust sem til þurfti fyrir baráttuna á keppn-istímabilinu. Sumarið leið hratt og liðinu gekk frábær-lega. Spekingar landsins og fjölmiðlar höfðu heilt yfir spáð okkur 8.sæti en við vorum með aðrar hugmyndir. Leikur liðsins var góður, við vorum að bjóða áhorfend-

um uppá leiftrandi sóknar-bolta,æsileg atvik og mikið af mörkum. Þessi spilamennska skilaði okkar á toppinn og vorum við þar allt mótið, og oft á tíðum var kalt þar. Í mótslok, í hverjum rign-ingarleiknum á fætur öðrum, var orðið stutt í þann stóra, við sáum glitta í hann, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Þegar

tvær umferðir voru eftir, dugði okkur stig gegn FH á útivelli til að tryggja þetta. Það tókst ekki en við fengum annan möguleika og þá var það á okkar heimavelli gegn Fram. Sigur þar og titillinn var okkar. Mikil eftirvænting var eftir leiknum og yfir fjög-ur þúsund manns komu á Sparisjóðsvöllinn í Keflavík þennan dag til þess að koma

Knattspyrna

Bestu stuðningsmenn landsins

Gummi var valinn bestur í Landsbankadeildinni Falur, Dói og Kenneth í Tyrklandi

Markaskorarar í 5-0 sigri á Þrótti

Stuðningur stjórnar var mikill

18

Page 19: Jólablað 2008

og sjá drauminn rætast, en svo bregðast krosstré sem önnur tré og titillinn gekk okkur úr greipum og annað sætið stað-reynd. Þegar litið er tilbaka þá er það eitthvað sem telst mjög ásættanlegur árangur. Mörg af þeim markmiðum sem liðið setti sér fyrir mót náðust og eins voru leikmenn með sín

eigin markmið og það er sömu söguna af þeim að segja ,flest allir voru að ná þeim eða voru mjög nálægt því. Þegar horft er tilbaka yfir keppnistímabilið þá kemur

margt upp í hugann og mest af því er eitthvað sem fær mann til að brosa yfir og vera stoltur af. Stuðningurinn við liðið í sumar var stórkostlegur, okkar stuðningsmenn sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að þeir eru langbestir. Það kom síðan í ljós þegar mótið var gert upp í lokin af fjölmiðlamönnum

og leikmönnum deildarinnar hverjir voru bestir. Þá fengum við langflestar af viðurkenn-ingum, við erum með þjálfara ársins, leikmann ársins, stuðn-

ingsmenn ársins, prúðasta lið mótsins, 4 leikmenn í liði ársins og markakóng mótsins. Það er nokkuð vel af sér vikið og ekkert til að skammast sín fyrir. Við erum bestir ! með réttu, besta lið ársins...Áfram Keflavík.

Jón Örvar ArasonForráðamaður m.fl .karla

Styðjum unglingastarf

Knattspyrnudeilda Keflavíkur

Magnús Þórisson lands og millir íkjadómari okkar Keflvíkinga var í eldlínunni á bikarúrslitaleik VISA bik-arkeppni karla sl. október. Var þetta fyrsti bikarúrslitaleik-ur Magnúsar og stóð hann sig alveg frábærlega. Magnús hefur verið mikið á ferðinni í sumar í Landsbankadeildinni og hefur einnig verið í verk-efnum erlendis í dómgæsl-unni. Dæmdi meðal annars leik Möltu og Armena á æfingamóti á Möltu og á sama móti var hann vara-dómari í leik Möltu og Hvít Rússa. Dæmdi leik Hollands og Eistlands í undankeppni EM 2009 hjá U21 landsliðum karla. Dæmdi leik Lettneska liðsins Liepajas Metalurgs og Glentoran frá Norður Írlandi í forkeppni UEFA bikarsins. Dæmdi á Króatíu í UEFA Regions Cup sem er keppni áhugamannaliða. Fjórði dómari í leik Möltu og Ungverjalands í undankeppni HM. Og var svo fjórði dóm-ari í leik Shakhtar Donetsk frá Úkraníu og Basel frá Sviss í meistaradeildinni. Það er búið að vera mikið að gera hjá Magnúsi þetta árið og mikil og góð viðurkenning fyrir hann og okkur öll sem

komum að knattspyrnunni hér í Keflavík. Til hamingju Magnús og megi þér vegna sem allra best í framtíðinni.Jóhann Gunnarsson eða Jói dómari eins og við flest köll-um hann var aðstoðardómari á bikarúrslitaleik VISA bik-arsins í ár og var það hans síðasta verkefni. Jói stóð sig frábærlega eins og hans er von og vísa. Jói er kominn á aldur, en hann er að verða fimmtugur og má því ekki dæma í efstu deild samkvæmt reglum KSÍ. En eins og ein-hver orðaði það svo vel þá gæti Jói verið að til sjötugs. Ekki veit ég hvað Jói hefur dæmt marga leiki í gegn um tíðina, en þeir eru mjög mjög margir. Það var alveg sama hvenær til hans var leitað um dómgæslu, þá reddaði hann því. Alltaf tilbúinn að dæma fyrir Keflavík og einnig fyrir öll liðin á suðurnesjum þegar svo bar undir. Við hjá knatt-spyrnudeildinni viljum þakka Jóa fyrir sitt fornfúsa og óeig-ingjarna starf fyrir félagið á undanförnum árum og megi honum vegna sem allra best.

Jón Örvar ArasonForráðamaður mfl karla.

Maggiog Jói

Jóhann Gunnars og Magnús Þórisson

Keflavík!

Liðstjórnin fagnar marki á lokamínutu gegnFH á heimavelli (FH)

Jón Gunnar og Jónas

Magnús og Gummi skrifuðu undir áframhaldandi samninga

19

Page 20: Jólablað 2008

Meistara- og 2. flokkur kvenna hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur átti í nokkrum erf-iðleikum árið 2008.Eins og undanfarin ár hefur hópur okkar ekki státað af mikilli breidd sem og að 2. flokkur hefur verið uppistaða af iðkendahóp okkar á undirbúningstíma-bilinu. Það var lagt stórhuga inn í nýtt tímabil í nóvember 2007. Þjálfari meistaraflokks var áfram Salih Heimir Porca og honum til aðstoðar, sem og þjálfari 2. flokks kvenna, var ráðinn keflvíkingurinn Kjartan Einarsson. Voru væntingar til þeirra miklar og mikil áhersla lögð á gott gengi flokkanna. Flokkarnir fóru saman í æfingaferð til Portúgals 29. mars – 5. apríl s.l.. Tókst ferðin mjög vel og almenn ánægja með hana. Serbarnir þrír sem voru með okkur síðasta tímabil Vesna Smiljkovic, Danka Podovac og Jelena Petrovic komu til liðs við liðið í lok april. Einnig komu til liðs við meistara-

flokk þær Linda Þorláksdóttir frá Val, Anna Margrét Gunnarsdóttir frá Stjörnunni og Karitas S. Ingimarsdóttir frá BÍ. Flokkunum gekk ágætlega til að byrja með og þó sérstaklega meistara-flokknum, en þegar mótið var hálfnað var tekin sú ákvörð-un, eftir slæmt gengi, að skipta út Salih Heimi Porca og Ásdís Þorgilsdóttir tók við liðinu. Var það mat stjórn-ar meistaraflokks kvenna að breytingar yrðu að eiga sér stað til að ná að snúa við slæmu gengi liðsins. Stefnt var að því að Ásdís kláraði seinni umferð mótsins og héldi lið-inu upp í efstu deild. Þegar móti lauk var Keflavík búið að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild nokkuð örugglega. Ekki tókst að halda áfram samstarfi við Kjartan Einarsson út tímabil-ið. Gengi 2. flokks var ekki nógu gott og átti flokkurinn í nokkrum erfiðleikum í sumar sem komu fram á ýmsa vegu og fór svo að liðið féll niður

í B deild. Leikmannamissir Keflavíkur frá ári til árs er alltof mikill, það er í raun búið að vera þannig undan-farin ár að þetta á bilinu 3-6 leikmenn af burðarásum okkar hafa hætt með Keflavík. Þetta er alltof mikil endur-nýjun á milli tímabila. Það er ljóst að til að halda áfram að tryggja og festa í sessi kvenna-knattspyrnuna þarf að vera gott samspil á milli yngri og eldri flokka. Næsta tímabil verður erfitt og vonandi ná leikmenn, þjálfarar og stjórn að vinna að því markmiði að tryggja áframhaldandi veru meistaraflokks í efstu deild. Meistara-, 2. flokkur kvenna og stjórn kvennaráðs óskar öllum gleðilegra jóla og far-sæls nýs árs. Takk fyrir stuðn-ing á árinu sem er að líða.Mynd... Björg Ásta, Lilja Íris, Karen Sævars og Agnes Helgadóttir í leik gegn KR í sumar.

Með knattspyrnukveðjuÞórður Þorbjörnsson

meistaraflokks ráð kvenna.

Áframhaldandi uppbygging

Getraunir 1x2

230Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Þeir hörðustuÞeir sem vilja tippa beint hjá söluaðila geta komið við í K húsinu við Hringbraut og tippað. Húsið er opið á hverju föstudags-kvöldi frá kl. 19:30-21 og eru allir velkomnir.

Á netinuMestur hluti seldra raða fer fram á netinu, slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir, annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230.

FyrirtækjaleikurinnFyrirtækjaleikurinn var á sínum stað, 14 fyrirtæki kepptu sín á milli vikulega í 13 vikur. Víkurfréttir birtu vikulega seðilinn hjá þeim fyrirtækjum sem áttu viðureign vikunnar.Sparisjóðurinn í Keflavík með Þröst Leósson á viðskiptastofu fremstan í flokki var sigurvegari keppninnar með 30 stig, þar á eftir kom Hitaveita Suðurnesja með 25 stig og Stuðlaberg með 22 stig í þriðja sæti. Spekingarnir hjá Sparisjóðnum slógu þar með út Vöruhús fríhafnarinnar sem var sigurvegari frá því í fyrra og hlutu titilinn “Tippari ársins hjá Keflavík” ásamt veglegum eignabikar. Ný keppni fer fljótlega af stað eftir áramót þar sem Sparisjóðurinn þarf að verja titilinn. Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt:Sparisjóðurinn í Keflavík, Vöruhús fríhafnar, Hitaveita Suðurnesja, Áfangar, Brunavarnir, Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Myllubakkaskóli, Stuðlaberg, IGS, SBK, Hjalti Guðmundsson ehf, Fc Makarúha, Bílahornið hjá Sissa og SG bílar. Við viljum þakka þessum fyr-irtækjum fyrir skemmtilegan leik og vonum að allir hafi haft gaman af, einnig viljum við þakka Víkurfréttum fyrir þeirra framlag.

Að lokum.Viljum við þakka þeim fjölmörgu sem hafa tippað hjá Íslenskum Getraunum og merkt við 230, fyrir sitt framlag og óskum þeim gleðilegra jóla og gæfuríkt komandi ár.

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur

20

Page 21: Jólablað 2008

Langþráður draumur ungra knattspyrnudrengja var um það bil að rætast. Halda átti á hið margrómaða N1 mót á Akureyri. Í þetta sinn fórum við feðgar bara þrír sökum anna húsmóður í vinnu en von var á Hirti bróður í lok vikunnar en hann ætlaði að taka þátt í pollamóti full-orðinna. Mikil tilhlökkun var þegar farin að myndast þegar brottfarardagur nálg-aðist. Ferðavagninn var festur í bílinn og öllum farangri haglega komið fyrir í skotti og ekkert að vanbúnaði að leggja af stað. Stefnt var á að leggja nokkuð snemma af stað svo lending á Akureyri yrði í fyrra fallinu og inn í þetta spilaði einnig veðurspá en allmiklu hvassviðri var spáð um mest allt land þegar liði á daginn. Já, mitt í eldsneyt-ishækkunarbrjálæði var stefn-an sett á að keyra og það þrátt fyrir hvatningu ráðamanna að draga úr notkun bifreiða. Við

létum þau orð sem vind um eyru þjóta. Víst ætluðum við að keyra þó svo að lítrinn af dísil kostaði tæpar 200 kr.

Vandræði!Verð að koma því að hér og nú að ég hafði verið í smá vandræðum með samneyti ferðavagns og bifreiðar. Í hvert sinn sem ég tengdi þetta saman þá slógu út öll ljós á bílnum aftanverðum og þ.a.l. komu engin ljós á vagninn. Ég var búinn að láta kíkja á þetta og var vongóður um að þetta yrði nú í lagi. Svo átti að leggja af stað og viti menn, einu ljósin á vagninum sem virkuðu voru bremsuljósin og stefnuljósin, önnur ljós lýstu jafn vel og listaverkið hans Steina á Berginu að sumri til. Mér leist nú ekki á þetta. Átti ég nú að fara að keyra

rúma 400 km með ljóslausan eftirvagn í eftirdragi. Ég ætl-aði ekki að láta bjóða mér þetta enda bíllinn nýkominn af verkstæði. Ákvað samt að leggja af stað en koma við í umboðinu og athuga hvort þeir gætu komið mér inn á verkstæði undir eins til að fá þetta lagað. Úr varð svo, eftir langa yfirlegu um það hvað væri eiginlega í gangi, að ég átti að koma við á verk-stæðinu í Reykjavík og þeir myndu kíkja á þetta fyrir mig. Það segir sig sjálft að við þetta voru allar tímaáætlanir komnar út á hafshauga og ekki breytt-ist það mikið þegar bíllinn var loksins búinn á verkstæðinu. Bílvirkjar höfðu fundið það út að öryggi í ljósum bílsins spryngju í hvert sinn sem vagninn væri tengdur við og að orsökin lægi í vagninum. Þeir settu því stærra öryggi og töldu það ætti að ganga en að ég þyrfti að láta athuga vagninn. Ánægður þó með

að bilunin væri fundin og að ég gæti lagt af stað rólegur á sál skellti ég vagninum á ný við bílinn. Mér hins vegar til mikillar armæðu fór allt á sama veg. Undirritaður var orðinn verulega pirraður á þessu, ekki síst vegna þess að nú stefndi í að ég þyrfti hugs-anlega að keyra í rökkri stóran hluta leiðarinnar og það var farið að hvessa all verulega. Nú voru góð ráð dýr, átti ég að þjóta inn á verkstæði á ný og krefjast þess að þeir löguðu helv.. bílinn og fresta ferðinni fram á næsta dag eða átti ég að láta slag standa og koma mér bara norður. Ég valdi seinni kostinn og rauk í fússi af stað, ekki mjög kátur, í hávaða roki og með ljóslausan ferðavagn í eftirdragi næstu 5-6 klukkutímana.

Vonskuveður.Veðurfræðingarnir höfðu farið með rétt mál. Veður fór versnandi og það var orðið allhvasst á Kjalarnesinu og mig var farið að kvíða því að kom-ast undir Hafnarfjallið. Sá ótti reyndist ekki að ástæðulausu því þegar þangað var komið voru vindhviður farnar að nálgast 20 m/s. Ekki leist

mér á blikuna. Nú var veð-urguðinn að refsa mér fyrir lognið í Eyjum hugsaði ég með mér. Á ég að trúa því að þetta verði svona alla vikuna. Við komumst þó klakklaust í Borgarnes og áfram norður en Kári lét heldur betur á sér kræla alla leiðina með vind-hviðum um og yfir 20 m/s. Sér í lagi var hvasst þegar komið var í Skagafjörðinn. Sannfærðist ég enn meira um það að nú skyldi greiðinn frá Vestmannaeyjum greiddur og við myndum búa við vonsku veður þessa tæpu viku sem við yrðum á Akureyri. Það væri nú hámark öfugmælanna að fá logn í Vestmannaeyjum en hávaðarok á Akureyri. Já, vegir drottins eru undarlegir. En viti menn, eitthvað virtist ég enn eiga inni hjá almætt-inu. Því um leið og við nálg-

uðumst Akureyri varð ég var við að vindinn hafði lægt allverulega og þegar ekið var inn í bæinn var komið þetta líka blanka lognið. Já, það er ekki logið upp á veðurblíð-una á Akureyri. Mikið var mér nú létt. Ég hafði nú ekki bara komist norður með ferðavagninn ljóslausan held-ur var ég nú laus við rokið. Nú tók við að tjalda og gekk það nánast þrautarlaust fyrir sig. Lenti í smá veseni með fortjaldið en með dyggri aðstoð Lalla og Sigga komst þetta upp að lokum. Fyrir okkur lá nú að upplifa þetta eitt stærsta og flottasta knatt-spyrnumót landsins. Veðrið var eins og best verður á kosið nema að það rigndi svolítið til að byrja með en þegar rignir þá klæðir maður sig bara eftir því og ég fór að sjálfsögðu í minn appelsínugula regn-jakka sem frægur er orðinn eftir Vestmannaeyjaferðina. Þarna sem ég gekk um götur Akureyrarbæjar hlaut fólk að hafa hugsað með sér: Nei hvur andksk..., er þessi ruglu-dallur nú mættur hér líka. Vonandi að hann fari ekki að bera tjald út um allt eins og hann gerði í Eyjum. Verð þó að segja að ég varð ekkert var við neitt áreiti eða baktal í minn garð allan þann tíma

sem ég var þarna en er þó ekki frá því að nokkur augu hafa litið í mína átt. Af mótinu er það að segja að allir stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel og voru sjálfum sér og félagi til sóma. Vert er þó að minnast á árangur c-liðs sem náðu þeim frábæra árangri að lenda í 2. sæti. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og öll framkvæmd til mikillar fyrirmyndar, sérstak-lega tímasetningar sem stóð-ust með glæsibrag. Veðrið var einnig mjög gott þó sólar hafi ekki notið nema af og til. Verð þó að segja að einn löstur finnst mér á fram-kvæmd mótsins en það er að útsláttaleiki þurfi að útkljá með vítaspyrnukeppni. Mér finnst það varla á fullvaxna karlamenn leggjandi hvað þá 11-12 ára stráka. Akureyri er ávallt mjög góð heim að sækja og ekki að finna að þessi mikli fjöldi sem þarna var samankominn stuðlaði að hærra verði á mat og þjón-ustu. Meira að segja olíu-félögin voru með 5 kr. afslátt á eldsneyti.Get ég ekki annað sagt en að við hlökkum til að fara aftur á næsta sumri enda ferðin frábær og mótið stór-kostlegt í fallegu umhverfi.

Brynjar Harðarson

Ferðasaga frá N1 mótinu

Styðjum unglingastarf Knattspyrnudeilda Keflavíkur

21

Page 22: Jólablað 2008

Uppskeruhátíð Barna-og unglingaráðs knattspyrnu-deildar Keflavíkur var haldin í íþróttahúsinu Vallarheiði. Á hátíðinni var farið yfir knatt-spyrnuárið og voru veittar viðurkenningar til fjölmargra efnilegra knattspyrnumanna. Auk þess að veita verðlaun til þeirra sem skáru fram úr í hverjum flokki fyrir sig voru veitt verðlaun til þeirra sem

skáru fram úr yfir alla yngri flokkana.

Mestu framfarir hlutu Aron Ingi Valtýsson og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir.Bestu félagarnir eru Gauti Þormar og Ólöf Rún Halldórsdóttir. Bestu markmennirnir eru Árni Freyr Ásgeirsson og Arna Lind Kristinsdóttir.

Bestu varnarmennirnir eru Viktor Smári Hafsteinsson og Sigríður Sigurðardóttir.Bestu miðjumennirnir eru Sigurbergur Elísson og Anna Helga Ólafsdóttir.Bestu sóknarmennirnir eru Bojan Stefán Ljubicic og Agnes Helgadóttir.Bestu leikmenn yngri flokkana eru Magnús Þór Magnússon og Guðrún Ólöf

Olsen.

Góður árangur náðist í mörgum flokkum og ber þar hæst að 4. flokkur varð Íslandsmeistari í flokki B liða, þá voru fjölmargir leikmenn bæði strákar og stelpur kall-aðir til æfinga með yngri landsliðum Íslands.

Á síðasta ári æfðu 380 strák-ar og stelpur í 9 flokkum með Keflavík. Sex þjálfarar eru starfandi fyrir Barna-og unglingaráð, en yfirþjálfari drengjaflokkana er Zoran Daníel Ljubicic og yfirþjálf-ari stúlknaflokkana er Elías Kristjánsson. Formaður Barna-og unglingaráðs er Smári Helgason.

Uppskeruhátíð 2008

VERÐLAUNAHAFAR - LOKAHÓF 2008 - STRÁKAR

7. Flokkur yngriBesta mæting2 Björgvin Leó Ómarsson, Björgvin Freyr Njálsson 93.20 %

7. Flokkur eldriBesta mæting2 Axel Fannar Sævarsson, Egill Darri Einarsson 90.77 %

6. Flokkur yngriBesta mætingEggert GunnarssonMætingarverðlaun8 einstaklingar með meira en 90% mætingu

6. Flokkur eldriBesta mætingAndri Már IngvarssonMætingarverðlaun12 einstaklingar með meira en 90% mætingu

5. Flokkur yngriMestu framfarirÓðinn JóhannssonBesta mætingFannar Orri Sævarsson,Michael Davíðsson,Markús Máni Magnússonog Guðmundur Jónsson Besti félaginnJóhann Almar SigurðssonLeikmaður ársinsDagur Funi Brynjarssonog Eiður Snær Unnarsson

5. Flokkur eldri

Mestu framfarirMarinó Ólafssonog Tómas BjörgvinssonBesta mætingAnnel Fannar Annelsson Besti félaginnVignir Páll Pálsson Leikmaður ársinsJón Tómas Rúnarsson

4. Flokkur yngriMestu framfarirSamúel Kári FriðjónssonBesta mæting Björn Elvar ÞorleifssonBesti félaginn Arnþór Ingi GuðjónssonLeikmaður ársins Elías Már Ómarsson

4. Flokkur eldriMestu framfarir Bergþór Ingi Smárason,Emil Ragnar Ægissonog Arnór SvanssonBesta mæting Þorbjörn Þór ÞórðarsonBesti félaginn Gylfi Þór Ólafssonog Unnar Már UnnarssonLeikmaður ársins Magnús Ari Brynleifssonog Bergsteinn Magnússon

3. Flokkur yngriMestu framfarir Theodór Guðni HalldórssonBesta mæting

Þorsteinn Ingi EinarssonBesti félaginn Eyþór Ingi JúlíussonLeikmaður ársinsÁsgrímur Rúnarssonog Davíð Guðlaugsson

3. Flokkur eldriMestu framfarirLukas MalezaBesta mætingÞórður Rúnar FriðjónssonBesti félaginnBrynjar SigurðssonLeikmaður ársinsRóbert Örn Ólafsson

ALLIR FLOKKARMestu framfarirAron Ingi Valtýsson 3. fl.Besti félaginnGauti Þormar 3. fl.Besti markvörðurÁrni Freyr Ásgeirsson 3. fl.Besti varnarmaðurViktor Smári Hafsteinsson 3. fl.Besti miðjumaður Sigurbergur Elísson 3. fl.Besti sóknarmaðurBojan Stefán Ljubicic 3. fl.Besti leikmaðurinnMagnús Þór Magnússon 3. fl.

VERÐLAUNAHAFAR - LOKAHÓF 2008 - STELPUR

6. FlokkurBesta mætingÍris Ósk Hilmarsdótir 84.67 %Mætingarverðlaun

Pálína Björg Bergsdóttir,Þóra Kristín Klemensdóttir

5. FlokkurMestu framfarirBryndís Sigurveig Jóhannesdóttir, Birna Dögg KristjánsdóttirBesta mætingKara Líf Ingibergsdóttir 93.43 %Besti félaginnGuðný Hanna SigurðardóttirLeikmaður ársinsSólveig Lind Magnúsdóttir

4. FlokkurMestu framfarirSigný Jóna GunnarsdóttirBesta mætingGuðrún Sigmundsdóttir,Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir 95.33%Besti félaginnBryndís Þóra ÁsgeirsdóttirLeikmaður ársinsHeiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir

3. FlokkurMestu framfarirGuðrún Þorsteinsdóttir,Heiða HelgudóttirBesta mætingMarsibil Sveinsdóttir,Guðbjörg Ægisdóttir 95.33 % Besti félaginnEiríka Ösp ArnardóttirLeikmaður ársinsSigurrós Eir Guðmundsdóttir

ALLIR FLOKKARMestu framfarirArndís Snjólaug Ingvarsdóttir 4.flBesti félaginnÓlöf Rún Halldórsdóttir 4.fl Besti markvörðurArna Lind Kristinsdóttir 4.fl Besti varnarmaðurSigríður Sigurðardóttir 4.fl Besti miðjumaðurAnna Helga Ólafsdóttir 3.fl Besti sóknarmaðurAgnes Helgadóttir 3.fl Besti leikmaðurinnGuðrún Ólöf Olsen 3.fl

LOKAHÓF 2008

22

Page 23: Jólablað 2008

Unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur ásamt þjálfurum hafa undanfarið verið að vinna í að fjölga stelpum sem stunda knatt-spyrnu. Við viljum ná inn til okkar fleiri stelpum sem eru í 1. til 7. bekk grunnskóla. Æfingarnar fara fram í Reykjaneshöllinni og eru þrisvar í viku.Við bjóðum nú allar stelpur á þessum aldri velkomnar á æfingar til okkar til prufu. Ákveðið hefur verið að engin æfingagjöld verði innheimt út febrúar 2009 hjá þeim sem eru að byrja, en ef stelpurnar halda áfram verður byrjað að innheimta æfingagjöld 1. mars. Æfingagjöldin eru 3350 kr. á mánuði.Þjálfarar í 5. og 6. flokki kvenna eru tveir, þau Elís Kristjánsson ogBjörg Ásta Þórðardóttir (leikmaður mfl. kvenna)Meðfylgjandi er æfingataflan .

Allar nánari upplýsingar veitirElís Kristjánsson þjálfari s. 867-5880

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í ár var unglingalandsmótið haldið í Þorlákshöfn og met-þáttaka frá Keflavík eða um 50 manns. Tjaldsvæðið var orðið þéttsetið snemma á fimmtu-deginum enda höfðu þeir allra skipulögðustu farið með fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsi og lagt þeim svo þeir kæmust að strax á miðvikudeginum. Á föstudagskvöldi var orðið fullt á okkar svæði og varla hægt að tjalda litlu kúlutjaldi á svæði Keflvíkinga.Þetta er náttúrulega alveg frábært að fá svona marga Keflvíkinga enda komum við frá íþróttabæ þannig að við ættum að vera fjölmennust en eigum langt í land með það ennþá. Í þau þrjú ár sem árgang-ur ’93 stúlkna í körfunni og þeirra fjölskyldur hafa verið að mæta þá hefur þátttaka Keflvíkinga verið miklu minni en í ár, sennilega var það nálægðin sem gerði þetta landsmót svona fjölmennt. Mín ósk er sú að þarna hafi Keflvískir foreldrar og börn upplifað eitthvað sérstakt sem dregur þau aftur og aftur. Þannig hefur það verið með okkar góða körfuboltahóp en við tókum ákvörðun eftir fyrsta mótið okkar að gera þetta að árlegum viðburði og okkar hópur stækkar sem og að aðrir Keflvíkingar og aðrar keppnisgreinar bætast við.Við báðum félagið að styrkja okkur um leigu á samkomu-tjaldi þar sem allur hópurinn gæti hist, grillað og snætt saman sem og að sitja og raula með kassagítar og söngtexta. Það lá nú ekki á okkar ágæta félagi og ósk okkar var upp-fyllt. Þetta var s.s. í fyrsta sinn sem við fengum sameiginlega aðstöðu á okkar tjaldstæði og vonandi er það komið til að vera. Takk fyrir tjaldið Keflavík...Mótið er ávallt með hefð-bundnu sniði, keppni hefst á föstudagsmorgni og stendur fram á sunnudag og kepp-endur geta skráð sig í einstak-lingskeppni eða liðakeppni. Fyrirkomulagið er alveg frábært því krakkarnir geta verið með sitt eigið félags-lið eða skráð sig í opin lið í sinni keppnisgrein en þann-

ig geta alltaf allir tekið þátt í hópíþróttagrein þrátt fyrir að vera að fara einir úr sínu félagi. Skráningin fer fram á netfanginu ulm.is en einnig er sniðugt að senda póst á [email protected] og láta vita í hvaða grein einstakling-urinn ætlar að keppa og leita eftir upplýsingum um aðra sem eru að fara.Á næsta ári er mótið á Grundarfirði 31. júlí – 2. ágúst en það er ávallt um versl-unarmannahelgina. Keppt er í hinum ýmsu greinum og gaman að sjá hvað krakkarnir eru viljugir að prófa íþróttir sem þau hafa kannski aldei æft, t.a.m. hafa stelpurnar úr körfunni keppt í knattspyrnu og boðhlaupi og staðið sig vel.Mótið kemur til móts við ung-lingana með öflugum böllum á kvöldin með allra vinsæl-ustu hljómsveitum landsins en t.a.m. héldu Veðurguðirnir uppi fjörinu nánast alla helgina í Þorlákshöfn. Fullorðnir fara ýmist með á böllin eða sitja saman við varðeld og fara yfir afrek dagsins.Mótið í ár var skemmtilegt og aðeins öðruvísi en hin sem við höfum mætt á og tel ég nálægðina við þéttbýlið vera ástæðu þess. Það var miku meiri traffík, mannmergð og Keflvíkingar miklu fleiri en vanalega.Keflvíkingar voru með kepp-endur í hinum ýmsu grein-

um og stóðu sig svakalega vel en okkar helstu greinar eru körfuboltinn, sund, golf og fótbolti en vonandi er ég ekki að gleyma neinum. Það er ekki spurning að við gætum verið á palli yfir stiga-hæsta félagið ef við myndum mæta með allt okkar efnilega íþróttafólk en við höfum lítið að gera í stóru héraðs-samböndin með ekki fleiri keppendur. Það er því mín einlæga ósk að sjá Keflvíkinga taka þetta mót föstum tökum og landa þarna sigri í framtíð-inni sem stigahæsta félagið.Þetta er án efa ein besta for-vörn og skemmtun sem völ er á og í hjarta mínu trúi ég því að þeir foreldrar sem kynnast þessum mótum sjái kostina og geri samning við sína ung-linga að mæta. Ef ekki fyrir keppnina þá fyrir skemmti-lega útilegu með góðu fólki og frábærri dagsskrá.Sjáumst hress á Grundarfirði næsta sumar og ég treysti að félagið geri vel við okkur árið 2009 eins og alltaf en félagið hefur borgað þátttökugjald fyrir alla Keflvíkinga sem og að leigja samkomutjald en það er einstaklega vel boðið og á félagið þökk skilið fyrir að styðja svona vel við bakið á þessari frábæru forvörn.Lifið heil og sæl og hittumst á Grundarfirði næsta sumar.

Kveðja, Margrét Sturlaugsdóttir

Foreldri og körfuboltaþjálfari

Unglinga-landsmótið 2008

Setningarathöfn ULM 2008

Opnum 28. desemberOpnum 28. desember

Flugeldasala Knattspyrnudeildar KeflavíkurIðavöllum 7

23

Page 24: Jólablað 2008

Skotdeild Keflavíkur, deild innan íþróttafélagsins Keflavík íþrótta- og ungmennafélag

sem sex íþróttafélög samein-uðust í 30. júní 1994. Þetta er deild sem fáir vita af hér á suðurnesjum og hafa margir vinnufélagar, samstarfsaðil-ar, ættingjar og jafnvel vinir spurt mig furðulostnir hvern-ig standi á því að þau hafi ekki heyrt af okkur. Og hvar æfið þið ykkur brennur á allra vörum? Það er einfalt,

á skotsvæðinu okkar sem er u.þ.b. 8 km frá Keflavík í heiðinni rétt hjá Höfnum. Að vísu eru skipulagðar æfing-ar með skammbyssu haldnar ½ mánaðarlega í skotaðstöðu lögreglunnar, en skipaður æfingastjóri er frá lögreglunni ásamt 2 frá okkur, en nánari upplýsingar eru heimasíðunni okkar. Uppistaðan af félags-mönnum okkar eru svokall-aðir riffilkarlar, en það eru þeir sem mæta flestir hverjir með sína lykla þegar þeim hentar og æfa sig, en sért þú félagsmaður hjá okkur getur þú komið hvenær sem er og æft þig með riffilinn, ef þú hefur greitt svokallað lykil-gjald aðeins 1.000 kr. En lyk-ilgjaldið er eitthvað sem við stjórnarmenn höfum verið að ræða og hvort það ætti ekki

að sameina það og félagsgjald-ið þar sem flestir okkar greiða lykilgjaldið líka. Mikil aukn-ing manna frá höfuðborginni sem gerðust félagsmenn var á árinu og teljum við að of dýr félagsgjöld nágrannafélaga okkar spili þar stóran þátt í þeirri aukningu og fögnum við þeim auðvitað. En oftar en ekki þá eru félagmenn

að taka með sér vini sína sem eru ekki í félaginu okkar að skjóta í riffilhúsinu og eru kannski búnir að taka frá öll borðin þannig að þegar félagsmenn koma til að æfa þá er ekkert pláss fyrir þá.

Tókum við þá upp á því frá gömlum sið okkar að gefa út félagsskírteini, félagsmönnum til mikillar ánægju því nú fer það ekki á milli mála hver er félagsmaður og hver ekki og þurfa þá menn sem eru ekki félagar að víkja, allavegana á meðan félagsmenn klára fyrst. Talandi um riffilhúsið þá vil

ég þakka félagsmönnum sem hafa gengið vel um eigur Skotdeildarinnar og hafa gengið frá eftir sig og jafnvel aðra, en þó það séu einn og einn sem ganga ekki frá eftir sig þá er yfir heildina litið flestir mjög samviskusamir. Félagsmönnum fjölgaði þetta árið frá því í fyrra og hefur borið á því að æ fleiri konur gerast félagsmenn, þess vegna höfum við nú nýlega sam-þykkt að kaupa nýja rotþró fyrir okkur þar sem okkur fer ört fjölgandi og æ fleiri félagar sem ekki geta bara skroppið fyrir hornið til kasta af sér. En ætlunin er að koma fyrir salernisaðstöðu í riffilhúsinu og einnig kaffiaðstöðu. En klósett er í Haglabyssuhúsinu okkar sem aftengt verður við gömlu heimasmíðuðu rotþrónna og teng við þá nýju þegar að því kemur sem verður vonandi á komandi dögum. En Haglabyssuhúsið er einungis opið á auglýst-um æfingartímum þar sem aðeins æfingastjórar hafa lykil að. Þeir sem einmitt vilja ger-ast æfingastjórar fyrir næsta tímabil geta talað við mig eða Árna Pál gjaldkera áður en ég raða æfingastjórunum á dag-

ana fyrir næsta ár. Vegurinn okkar góði er í vinnslu og ætlum við að klára að gera hann góðan fyrir næsta sumar en eins og félagsmenn vita var varla hægt að flokka hann undir veg lengur. 3 mót voru haldin í Skeet í sumar og er ætlunin að spýta í lóf-ana og halda enn fleiri mót næsta sumar. Þessi mynd hér er tekin eftir innanfélags-mót Skotdeildar Keflavíkur sem haldið var þann 31. maí 2008. Frá vinstri Hákon J. Þorsteinsson, Bjarni Sigurðsson, Rafn H. Ingólfsson, Hörður Sigurðarson, Óskar Þórðarson, Jón Reynir Andrésson og Viktor Róbertsson.

Í lokin vil ég þakka öllum sem hafa lagt óeigingjarna vinnu og tíma í að hjálpast að við þau verkefni sem við tók-umst við á þessu ári og vonast ég til að fleiri geti lagt hönd á plóg á næsta ári.

Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflvavíkur.

Skotdeild Keflavíkur

Hörður S. Sigurðarson frá Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar

að massa pall nr. átta.

Verðlaunaafhending í byrjendaflokki, 1. Sæti Jón Reynir Andrésson,2. Sæti Viktor Róbertsson og 3. Sæti Óskar Þórðarson.

Verðlaunaafhending í 3. Flokki í, 1. Sæti Bjarni Sigurðsson, 2. Sæti Rafn Heiðar Ingólfssonog 3. Sæti Hákon J. Þorsteinsson en hann er í SÍH.

Jón Reynir í Skotdeild Keflavíkur að gera sig kláran á pall eitt, og dómarar eru Rafn Heiðar og Viktor.

Frá vinstri Hákon J. Þorsteinsson, Bjarni Sigurðsson, Rafn H. Ingólfsson, Hörður Sigurðarson,Óskar Þórðarson, Jón Reynir Andrésson og Viktor Róbertsson.

24

Page 25: Jólablað 2008

Í dag búa í Reykjanesbæ:Aldursflokkameistarar Íslands í sundiBikarmeistarar kvenna í sundiBikarmeistarar karla í sundiFleiri Íslandsmeistarar í sundi, IM50, en í nokkru öðru bæjarfélagiÍslandsmeistarar kvenna í körfuknattleikÍslandsmeistarar karla í körfuknattleikSilfurmeistarar karla í knattspyrnu

Þetta er hreint út sagt ótrúleg upptaln-ing, sé það haft í huga að í Reykjanesbæ búa þrátt fyrir allt ekki fleiri en rúm-lega fjórtán þúsund manns. Titlarnir sem hér er vísað til eru allt titlar á landsvísu frá stórmótum sem hald-in eru ár hvert innan viðkomandi greina. Þessir titlar fylla okkur stolti og eru glæsileg kennimerki um öflugt íþróttastarf í Reykjanesbæ og í því ljósi þá getum við bætt við þennan lista.

Í dag búa í Reykjanesbæ:Börn og unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu íþróttastarfi.Þjálfarar með metnað og hugsjón.Foreldrar sem láta gott af sér leiða í þágu íþrótta og samfélagsins.Bæjarstarfsmenn og stjórar sem hafa skiln-ing á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs.Starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja sem styðja við starf íþróttafélaga.Bæjarbúar sem stunda íþróttir.Bæjarbúar sem hvetja og styðja sitt fólk á vettvangi íþrótta.

Í þessum staðreyndum felast hin eig-inlegu verðmæti sem ávaxtast í hugum og líkömum barnanna okkar og búa þau til afreka á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins.

En svo ég víki nú nánar að ein-staka liðum, í upptalningunni hér að ofan, þá er gaman að geta þess fyrst að Aldursflokkameistarmót Íslands í sundi (AMÍ) og Bikarkeppni Íslands í sundi voru bæði haldin í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Þessi mót voru haldin með aðeins um tveggja vikna millibili

og rétt rúmum mánuði eftir að eitt fjölmennasta sundmót Íslandssögunnar, Sparisjóðsmót ÍRB, var haldið í sömu laug. Það stóð reyndar ekki til að AMÍ yrði haldið hér í Reykjanesbæ, en þegar útséð var með það að nýja laugin í Hafnarfirði yrði tilbúin í tíma, þá leitaði Sundsamband Íslands til okkar með stuttum fyrirvara og bað ÍRB, sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur, að taka mótið að sér. Þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma, þá tókst mótið einstaklega vel og margir telja að umgjörðin hafi verið sú flottasta sem AMÍ hafi verið búin. Allt þetta ber þess merki hversu öfl-ugt starf sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur reka undir merkjum ÍRB. En þarna reyndi einmitt á þá þætti sem nefndir eru að ofan, þ.e.a.s. foreldra-starfið, bæjarfélagið og stuðning ein-staklinga og fyrirtækja. Gullmolarnir okkar, þ.e.a.s. sundmenn og þjálfarar, kórónuðu mótahaldið með glæstum sigrum. Við vörumst að gera upp á milli okkar mörgu góðu stuðnings-aðila í hópi einstaklinga og fyrirtækja, en mér er þó ljúft og skylt að þakka okkar aðalstyrktaraðilum sem eru Sparisjóðurinn í Keflavík og Samkaup. Án þessara fyrirtækja, þá hefðum við ekki getað haldið þessi þrjú stóru mót innan þröngs tímaramma og með þessum myndarbrag. Auk þess má ég til með að nefna hann Sigurjón bak-ara, sem hefur sýnt okkur mikinn vinarbrag í mörg ár og er jafnan boðinn og búinn að leggja okkur lið. Sparisjóðurinn í Keflavík, Samkaup, Sigurjónsbakarí og aðrir styrktaraðilar okkar heyja, nú sem fyrr, sína keppni á vettvangi reksturs og viðskipta. Fyrir hönd Sunddeildar Keflavíkur þá óska ég þeim góðs gengis í þeirri keppni, við reynum að hvetja ykkur og styðja, líkt og þið okkur. Á Íslandsmótinu í 50 metra laug, IM50, í apríl þá vann ÍRB 18 Íslandsmeistaratitla af 38! Erla Dögg Haraldsdóttir var án

efa stjarna mótsins, hún vann til 5 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgrein-um og setti 4 Íslandsmet, sannarlega glæsilegt! Auk Erlu Daggar, þá unnu Birkir Már Jónsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Soffía Klemenzdóttir, Sindri Þór Jakobsson, Árni Már Árnason, Hilmar Pétur Sigurðsson, Jóna Helena Bjarnadóttir og Marín Jónsdóttir til Íslandsmeistaratitla. Sveit ÍRB, skipuð þeim Davíð, Árna, Sindra og Birki, setti Íslandsmet í 4x100 m fjórsundi karla.

Meira um okkar bestu sundmenn. Erla Dögg og Árni Már kepptu á Ólympíuleikunum í Peking og stóðu sig með prýði og stóð þar upp úr Íslandsmet Árna Más í 50 m skriðs-sundi. Nú á haustdögum héldu þau til Bandaríkjanna til náms og það sama gerði Birkir Már. Öll æfa þau og keppa með sundliðum sinna skóla og munu án efa koma enn sterkari til baka. Þau hafa nú þegar stimplað sig hressilega inn hjá sínum liðum og þess

má til gamans geta að Birkir Már var nú nýverið útnefndur sundmaður vik-unnar í s.k. Sun – Belt deild fyrir frá-bæran árangur og skólamet í 200yarda sundi, auk þess sem hann synti til sig-urs með sveitum síns skóla. Um leið og við óskum okkar fólki góðs gengis í Bandaríkjunum, þá munum við vita-skuld sakna þessa öflugu sundmanna á mótum á nýju keppnistímabili. Við horfum engu að síður björtum augum til komandi tímabils og komandi ára enda hafa Aldursflokkameistarar ÍRB síðastliðin 5 ár á að skipa öflugu sundfólki! Í þessu samhengi má t.d. geta þess að stúlknasveitir ÍRB settu 2 stúlknamet á IM50 á þessu ári, en sveitirnar skipuðu Keflavíkurdömurnar Marín Hrund Jónsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir og Diljá Heimisdóttir. Síðan átti ÍRB þrjá af fjórum fulltrúum Íslands á Evrópumeistaramóti unglinga

sem fram fór í Serbíu í júlí. Það voru þau Davíð Hildiberg, Sindri Þór og Soffía. Jafnframt áttum við einnig tvo fulltrúa á Norðurlandamóti æskunnar í Finnlandi í ágúst, en það voru þau Gunnar Örn og Lilja Ingimarsdóttir. Loks má geta þess að okkar yngri sundmenn hafa verið að ná góðum árangri á mótum í haust, til að mynda hefur verið eftir því tekið að meyja- og sveinasveitir ÍRB, 11 – 12 ára sundmenn, hafa verið að vinna sín sund með miklum yfirburðum.

Sem formanni sunddeildarinnar, þá er undirrituðum eðlilega tíðrætt um góðan árangur okkar sundfólks. Ég má þó til með að óska körfuknattleiksfólk-inu okkar, konum og körlum, innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana. Það var sérstaklega gaman að sjá þá þrautseigju sem strákarnir sýndu þegar þeir snéru einvíginu við ÍR sér í hag með virkilega flottum leikjum. Svo eru það jú silfurrefirnir okkar í fótboltanum, það er ekki síst þeim

að þakka að nýafstaðið Íslandsmót var það skemmtilegasta í mörg ár. Þeir spiluðu frábæran sóknarbolta og voru verðskuldað á og við toppinn allt tímabilið. Við hefðum jú öll vilja sjá þá klára dæmið, og örugglega ekki síst þeir sjálfir, en Knattspyrnudeild Keflavíkur getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir flott sumar.

Það er við hæfi að enda þennan pistil á sömu nótum og hann hófst. Það eru forréttindi að búa í bæ sem býr að jafn auðugu íþróttastarfi og Reykjanesbær. Það er undir okkur sjálfum komið að tryggja að svo verði áfram, en það gerum við með því að hjálpa börnum okkar og unglingum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og taka þátt í starfi íþróttafélaganna.

Guðmundur Jón Bjarnason,formaður Sunddeildar Keflavíkur

Sundbærinn Reykjanesbær – Íþróttabærinn Reykjanesbær

Bikarmeistarar karla og kvenna fl.

Aldursflokkameistarar

25

Page 26: Jólablað 2008

Árið hjá taekwondo deild-inni byrjaði sem það stærsta hingað til. Allir flokkar voru fullir og áhuginn lét ekki á sér standa í stærstu deild landsins. Keflvíkingar byrjuðu árið vel með því að raka að sér verðlaunum á TSH 2 á Selfossi en áttu Keflvíkingar þar 24 verðlaunasæti og þar af 8 gull. Á Íslandsmótinu í mars náðu Keflvíkingar sér í 3 Íslandsmeistara og voru í þriðja sæti yfir heildarstig liða. Um páskana hélt deild-in æfingabúðir með hinum stór skemmtilega master In Kwon Jang frá Kóreu. Master Jang er gífurlega hress og fróður um taekwondo og var með frábærar æfingar. Iðkendur frá flestum deild-um landsins gerðu sér leið til Reykjanesbæjar til að taka þátt í æfingabúðunum sem voru þær stærstu sem haldnar hafa verið á Íslandi, rúmlega 120 manns. Síðasta æfingin á æfingabúðunum var fyrir alla hópana saman og voru 114 manns á þeirri æfingu. Það er þá stærsta einstaka æfing sem haldin hefur verið á Íslandi í íþróttinni.

Í apríl stóð taekwondo samband Íslands fyrir úrtaki í landsliðið. Það tóku 10

Keflvíkingar þátt í úrtökunni og komust allir inn. Þar af voru 4 sem komust í A-liðið og þjálfari Keflvíkinga, Helgi Rafn Guðmundsson, var valinn fyrirliði íslenska liðs-ins. Risastórt beltapróf var í Íþróttaakademíunni í lok apríl þar sem iðkendur Keflavíkur og Grindavíkur þreyttu próf. 110 iðkendur tóku próf og stóðust allir, sem er einsdæmi í stórum prófum, hvað þá svona stórum. Á þessu beltaprófi sló Þröstur Ingi Smárason 6 ára gamalt armbeygjumet. Metið var 200 armbeygjur en Þröstur sló það með litlum 230 armbeygjum. Þess má þó geta að metið var þríslegið á þessu prófi. TSH 3, sein-asta mótið í Bikarmótaröð Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í lok apríl. Þetta mót var það stærsta sem haldið hefur verið á landinu, eða um 230 kepp-endur. Keflvíkingar voru með öflugt 85 manna lið á heima-velli og uppskáru ríkulega fyrir árið. 3 af 4 bikarmeist-urum TSH voru frá Keflavík og svo voru Keflvíkingar bik-

armeistarar liða og er það í fyrsta sinn sem annað félag en Fjölnir vinnur liðakeppni í 10

ár. Bikarmeistarar Keflavíkur eru Jón Steinar Brynjarsson, Ástrós Brynjarsdóttir og Óðinn Már Ingason. Á þessu móti voru einnig veitt við-urkenningar fyrir nemanda og kennara ársins innan SsangYongTaeKwon. Þar fékk Helgi Rafn Guðmundsson viðurkenninguna kennari ársins, annað árið í röð, fyrir góð störf hjá Keflavík og Grindavík. Um miðjan maí hélt deildin Sparisjóðsmótið, sem er innanfélagsmót Keflavíkur og Grindavíkur. Þar komu iðkendur saman og kepptu í skemmtilegum greinum og svo var árið gert upp á loka-hófinu eftir mótið. Þar voru veittar viðurkenningar og borðað saman. Viðurkenningar sem veittar voru: Mestu framfarir: Karel Bergmann Gunnarsson. Efnilegasti kepp-andinn: Óðinn Már Ingason og Ástrós Brynjarsóttir. Nemandi ársins í hóp BA: Victoría Ósk Anítudóttir. Nemandi ársins í B1:Dagný Halla Ágústsdóttir, B2:Eyþór Ólafsson, B3:Marel Sólimann Arnarsson,Keppnishópur:Jón

Steinar Brynjarsson, Fullorðinshópur, Antje Muller. Nemandi ársins í

félaginu öllu var svo Arnór Freyr Grétarsson. Sama dag var svo Rut Sigurðardóttir boðin formlega velkomin í félagið, en hún skipti yfir í Keflavík frá Þór á Akureyri eftir að hafa verið þar frá upphafi. Rut er að þjálfa hjá deildinni og hefur staðið sig með miklum sóma. Hún er einnig einn af sterkustu kepp-

endum Íslands. Haustið byrjaði vel hjá deildinni. Nú þegar er fyrsta móti vetrarins lokið, TSH 1 var haldið á Akureyri eftir langt og strangt ferðalag vegna vonskuveðurs. Mótið fór þó fram og stóðu Keflvíkingar sig einstaklega vel, 28 verð-launasæti og 8 gull. Master Cesar Rodriques, meistari frá Mexíkó kenndi hjá deildinni á þriðjudögum í október og nóvember. Master Cesar er nú búsettur á Íslandi, en hann

er mjög farsæll keppandi. Hann á meðal annars tvö silfur á heimsmeistaramóti. Keflvíkingar áttu stórt lið á Íslandsmótinu í poomsae og showbreak sem haldið var á Vallarheiði. Keflvíkingar voru í úrslitum nánast allra flokka og enduðu með gífurlegt magn verðlauna. Keflvíkingar áttu flest verðlaun en enduðu í 2.

sæti félaga yfir Íslandsmeistara félaga, eingöngu vegna þess að aðeins þeir sem voru yfir 13 ára aldri töldu til stiga. Ekki er nein kreppa hjá deildinni sem hefur aldrei verið sterkari. Vonir eru um að flestir okkar landsliðs-keppendur verði keppendur á Norðurlandamótinu sem verður haldið í Reykjavík í lok janúar.

26

TSH mótið þegar Keflavík urðu bikarmeistarar

Kristófer, Svan og Victoría á poomsaemótinu í nóvember, þau eru öll í Keflavík og voru í efstu sætum í sínum flokk

Taekwondo

Page 27: Jólablað 2008

27

Hver vaktar

þitt heimili?

TB

WA

\RE

YK

JAV

ÍK \

SÍA

-9

071

42

5

Öryggismiðstöðin þjónustar Reykjanesbæ

Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift!

„Það var á dagskráað fá kerfi“

www.oryggi.is

Page 28: Jólablað 2008

to

n/

A

Við höfum alla tíð litið á viðskiptavini okkar sem mikilvægustu fjárfestinguna og ætlum að halda áfram að veita þeim okkar bestu mögulegu þjónustu á nýju ári.

Það er engin tilviljun að ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá Sparisjóðnum.

Fólkið í landinu hefur alltaf verið okkar fjárfestingStarfsfólk Sparisjóðsins óskar viðskiptavinum sínum ásamt landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.