6
GÓÐUR GRUNNUR – GREIÐ LEIÐ Blandaðu tækni- eða verknámi í stúdentsprófið þitt

GÓÐUR GRUNNUR – GREIÐ LEIÐ - Tækniskólinn · 2019. 1. 3. · anum er sá kostur að geta tekið bæði stúdentspróf og einka flugmannspróf á sama tíma og í sama skóla

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • GÓÐUR GRUNNUR – GREIÐ LEIÐBlandaðu tækni- eða verknámi í stúdentsprófið þitt

  • Stúdentspróf er hægt að þróa af öllum brautum innan Tækniskólans.

    Stúdentspróf frá Tækniskólanum hefur þá sérstöðu að við bætist sérhæfing í tækni-, iðn-, starfs-, tölvu- eða hönnunarnámi.

    Tæknimenntaskólinn heldur utan um allt almennt nám og sérúrræði vegna námserfiðleika í Tækniskólanum. Íslenska fyrir nýbúa heyrir einnig undir Tæknimenntaskólann.

    FélagslífÍ Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi nemendafélag. Saman mynda þau Nemendasamband Tækniskólans. Nemendafélagið heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

    Það er margt undir smá-sjánni hjá nemendum í Tækni-menntaskólanum

  • LENGD NÁMSAÐGANGSKRÖFUR AÐ LOKINNI ÚTSKRIFT

    HVERS VEGNATÆKNIMENNTASKÓLINN?

    Tvíþætt stúdentspróf opnar leið út á vinnumarkaðinn og til háskólamenntunar. Sérstaða stúdenta Tækniskólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri möguleika en þeir sem ljúka stúdentsprófi án þeirra sérgreina sem Tækniskólinn býður upp á.

    Háskólar gera mismunandi kröfur eftir því á hvaða braut nemendur innritast. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar stúdentsleið er valin og nám frá Tækniskólanum opnar nemendum marga möguleika.

    Starfsnámsbrautir hafa opnað ýmsar leiðir á vinnumarkaði. Öflugir nemendur hafa ráðið sig í vinnu í framleiðslu- og þjónustugreinum, í störf sem hefðu ekki staðið til boða nema af því að þeir luku náminu. Aðrir hafa notað námið sem stökkpall út í enn meira nám.

    Grunnskólapróf. Á náttúrufræðibrautir

    Tæknimenntaskólans þarf lágmarkseinkunnina 6,0 í

    stærðfræði á grunnskólaprófi.

    Hægt er að ljúka stúdentsprófi, til dæmis af náttúrufræðibraut með

    sérhæfingu, á þremur til þremur og hálfu ári. Námstími á nýbúabraut og starfnámsbrautum er tvö til fjögur ár.

    Að lokinni útskrift eru tvær leiðir,

    framhaldsnám eða atvinnulífið.

    SKÓLINNKaren Sif Jakobsdóttir - náttúrufræðibraut / flugtækniÞað sem heillaði mig mest við nám í Tæknimennta skól-

    anum er sá kostur að geta tekið bæði stúdentspróf og einka flugmannspróf á sama tíma og í sama skóla. Ég skoðaði

    námskrána hjá skólanum og bar saman við aðra skóla, komst svo að þeirri niðurstöðu að náttúrufræðibrautin í Tæknimenntaskólanum hentaði mér best. Það var líka mjög skemmtilegt að geta tekið áfanga sem ég hafði áhuga á og tilheyrðu öðrum undirskóla Tækniskólans en voru ekki á minni braut. Það er svo mikið af áföngum í boði í Tækniskólanum að maður getur endalaust bætt við sig þekkingu á sínu áhugasviði. Einnig fannst mér kennararnir einstaklega skemmtilegir og fróðir. Það er svo mikilvægt að hafa góða kennara sem gera námið léttara. Ég stefni á að fara í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og eftir 5 ár verð ég vonandi í góðri vinnu með skemmtilegu fólki og hamingjusöm með tilveruna. 

    ATVINNULÍFIÐÓlafur Þórðarson - verkfræðinemiMér fannst skemmtilegast að hanna eitthvað og smíða það svo. Það var í raun og veru ekkert sem kom mér á óvart við námið í Tækniskólanum, það eru átta ár síðan ég hóf námið

    þar svo ef eitthvað kom mér á óvart þá er það löngu gleymt. Mín helsta fyrirmynd á meðan ég var í námi og eftir að ég kláraði

    er Nikola Tesla. Eftir að ég hóf námið í Tæknimenntaskólanum breyttust áherslurnar aðeins hjá mér. Ég hafði alltaf hugsað mér að verða flugmaður og þar sem ég útskrifaðist af flugtæknibraut tók ég einkaflugmanninn líka. Eftir að hafa farið í gegnum flugnámið áttaði ég mig á því að það var ekki alveg það sem ég var að leitast eftir. Samt sem áður komst ég að því að ég hafði áhuga á stærðfræði og eðlisfræði. Ég athugaði því hvernig ég gat tengt saman flug og vísindi og í haust er ég á leiðinni í meistaranám í flugvélaverkfræði (Aerospace Engineering). Framtíðarplönin fela svo í sér að vinna í verkfræðideild flugfélags eða hjá fyrirtæki tengdu flugiðnaði.

    Starfsmöguleikar og tækifæri

  • HVERS VEGNATÆKNIMENNTASKÓLINN?

    Námsleiðir

    FélagslífÍ Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi nemendafélag. Saman mynda þau Nemendasamband Tækniskólans. Nemendafélagið heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Nemendur sjá um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

    Nánari upplýsingar á nst.is

    StúdentsprófStúdentspróf af náttúrufræðibrautum með skóla- og náttúrufræðikjarna er góður undirbúningur fyrir háskólanám í tæknigreinum og raunvísindum. Auk þess eru einstakar brautir hentugar fyrir sértækara nám og réttindi.

    FlugtækniNáttúrufræðibraut flugtækni er góður undirbúningur fyrir atvinnuflugmannsnám í Flugskóla Íslands.

    RaftækniNáttúrufræðibraut raftækni er góð undir-staða fyrir nám í rafmagnsverkfræði og opnar líka leið til áframhaldandi náms í raf- eða rafeindavirkjun í Tækniskólanum.

    TölvutækniNáttúrufræðibraut tölvutækni er góður undirbúningur fyrir nám í kerfis- og tölvunarfræði.

    SkipstækniStúdentsprófi af náttúrufræðibraut skipstækni fylgja skipstjórnarréttindi á 24 m skip, eða svokallað pungapróf.

    VéltækniStúdentsprófi af náttúrufræðibraut véltækni fylgja vélstjórnarréttindi á 750 kW vél.

    Stúdentspróf af fagbraut Er stúdentsleið af öllum verk-, starfs- og listnámsbrautum Tækniskólans með skóla- og stúdentskjarna.

    Nýbúabraut Er í boði fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og vilja opna möguleika sína á öðru námi í skólanum í kjölfarið.

    Sími: 514 9000 - www.tskoli.isNetfang: [email protected]

    Fylgdu okkur á

    twitterwww.tskoli.is

    Finndu okkur á

    Facebook

    Vertuáskrifandi á

  • Með framtíðina í huga

    HV

    ÍTA

    SIÐ

    /SÍA

    – 1

    5-00

    66

    Starf Orkuveitunnar byggir á öflugum og samhentum hópi. Hjá okkur starfar fólk með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta menntun á sviði iðnaðar, tækni og vísinda. Við leggjum áherslu á góðan aðbúnað í öruggu umhverfi þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fara saman.

    Átt þú framtíð með okkur?

    Orkuveita Reykjavíkur er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

    Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á www.or.is

    Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenningu 2002 og 2013

    Framtíðiner björt

    EndurskoðunFyrirtækjaráðgjöfSkatta- og lögfræðiaðstoðInnri endurskoðunViðskiptaþjónusta pwc.is

  • Að velja sér nám er ein mikilvægasta ákvörðunin í lífinu. Með þessum bæklingi hjálpar Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins þér við það val. Meginmarkmið skólans er að búa nemendur undir fjölbreytt störf í samfélaginu strax að loknum framhaldsskóla eða til áframhaldandi náms.

    Tækniskólinn leggur mikla áherslu á handverk, sköpun og frumkvæði. Námið í skólanum er að mestu skipulagt sem verkefnabundið nám og er mikið lagt upp úr sjálfstæði og aga í vinnubrögðum. Skólinn er vel tækjum búinn með góð verkstæði og vel menntað og reynslumikið starfslið. Tækniskólinn vinnur náið með atvinnulífinu að mótun og þróun námsbrauta með hag nemenda og fyrirtækja að leiðarljósi.

    Innan Tækniskólans eru faglega sjálfstæðir undirskólar.

    Skólar Tækniskólans eru:ByggingatækniskólinnEndurmenntunarskólinnFlugskóli ÍslandsHandverksskólinnHönnunarbrautRaftækniskólinnSkipstjórnarskólinnTæknimenntaskólinnUpplýsingatækniskólinnVéltækniskólinn

    Tækniakademían - Margmiðlunarskólinn - Meistaraskólinn - Vefþróun

    Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður ykkur velkomin

    Menntun, virðing, fagmennska, framsækni

    SK

    ÓLA

    UHO

    LTI •

    FLATA

    HRAUNI • HÁTEIGSVEGI

    [email protected] • www.ts

    koli.is

    • Sí

    mi:

    51

    4 9

    00

    0VIÐ ERUM MIÐSVÆÐISÍ REYKJAVÍKOG HAFNARFIRÐI