14
Kóraninn og stjórnmál Guðfræði- og trúarbragðadeild Ólöf de Bont Magnús Þorkell Bernharðsson Kennitala: 131253-4009 Kóraninn, helgirit Islam

Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

Kóraninn og stjórnmál

Guðfræði- og trúarbragðadeild

Ólöf de Bont Magnús Þorkell Bernharðsson Kennitala: 131253-4009 Kóraninn, helgirit Islam

Page 2: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

1

Efnisyfirlit Úrdráttur/Abstract .................................................................................................................................. 2

Inngangur ................................................................................................................................................ 3

1. Múhameð ........................................................................................................................................ 3

2 Samfélagið í Medína ........................................................................................................................ 5

3 Undirstaða íslams ........................................................................................................................... 6

4 Kóraninn .......................................................................................................................................... 6

5 Um vald ........................................................................................................................................... 7

6 Óeining ........................................................................................................................................... 8

7 Íslam í nútímanum ......................................................................................................................... 10

Lokaorð .................................................................................................................................................. 11

Heimildir ................................................................................................................................................ 13

Page 3: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

2

Úrdráttur/Abstract Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt

var við guðfræði- og trúarbragðadeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands á vorönn 2011,

undir handleiðslu Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á stöðu stjórnmála innan íslamskra samfélaga í því

skyni að sýna að sú hugmynd að trúin og stjórnmál, hjá íslömskum ríkjum, séu einn og sami

hluturinn sé meira í orði en á borði og að stjórnvöld veigri sér ekki við að beita trúnni til að

viðhalda völdum. Svipuð átök innan kristninnar á 15. og 16. öld gefa til kynna að átökum

kunni að linna þegar það framfaraskref verður stigið innan íslam að aðskilnaður trúar og

stjórnmála verði viðurkenndur.

Page 4: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

3

Inngangur

Sú víðtæka skoðun að stjórnmál og trúarbrögð séu einn og sami hluturinn hefur valdið mikilli

óeiningu og deilum innan íslams. Það samfélagskipulag sem Múhameð spámaður náði að

byggja úr efniviði ættbálkatryggðar og óeiningar í Medína er einstakt í heimssögunni en íslam

er nú ein útbreiddustu trúarbrögð heims. Á örskömmum tíma náði boðskapur og

stjórnunarhættir Múhameðs að sameina ólíka hópa í eitt samfélag, samfélga trúaðra eða

umma. Í dag er íslam ekki sameinað samfélag, heldur fremur 50 ríki og í stað einingar og

friðar hafa óeining og árekstrar verið einkennandi fyrir íslam allt frá andláti Múhameðs. Segja

má að andlát Múhameðs marki einskonar upphaf afturfarar frá upplýsingu, mannréttindum og

fjölhyggju. Sökum þess má álykta að átök í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem hafa

orðið til þess að margir einræðisherrar hafa hrakist úr valdastólum og grafið undan

alræðisvaldi séu ekki sprottin af trúarlegum meiði heldur fremur kröfu um framþróun.

Í þessari ritgerð er ætlunin að varpa ljósi á það umhverfi sem Múhameð spámaður bjó við

þegar honum birtust vitranir sínar frá guði, það er að segja vöggu íslam og undirstöðu

trúarinnar. Einnig verður leitast við að útskýra í stuttu máli þá óeiningu sem skapaðist við

fráfall Múhameðs en hana má að mörgu leyti rekja til valdabaráttu ólíkra hópa.

Tilgáta ritgerðarinnar er því sú að átök innan íslam sýni að sú útbreidda hugmynd að

trúarbögð og stjórnmál séu einn og sami hluturinn sé meira í orði en á borði og allar

hugmyndir um slíkt séu einungis barátta um völd.

Svipuð átök, sprottin af mismunandi túlkun á hinni helgu bók, þekkjast í öðrum

trúarbrögðum. Innan kristninnar leiddi slíkur ágreiningur til aðskilnaðar trúar og stjórnmála á

15. og 16. öld. Sú staðreynd styður tilgátuna og getur gefið fyrirheit um að uppreisnirnar í

Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum séu skref í þá þátt að aðskilja með öllu stjórnmál og

trúmál í íslömskum ríkjum.

1. Múhameð

Samkvæmt viðurkenndustu ævisögu Múhameðs, Múhameð í Mekka frá 1953, á Vesturlöndum

fæddist Múhameð ibn Abdullah, spámaður íslams, í Mekka árið 570 e.k. eða þar um bil.1

Þegar Múhameð var kominn undir fertugt hófst „ferill“ hans sem spámanns. Það er óvenju hár

aldur ef litið er til annarra spámanna eins og Jesú og Búdda sem hófu sinn feril innan við

1 Jón Ormur Halldórsson, bls. 24-30

Page 5: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

4

þrítugt. Nokkru áður en boðskapur frá guði vitraðist Múhameð hafði hann lagt í vana sinn að

fara út fyrir borgarmörk Mekka til hugleiðslu. Í einni þeirra heyrði hann rödd sem upplýsti

hann um að guð hefði valið hann til að taka á móti hinum guðlega boðskap. Hann var orðinn

spámaður.2

Í kjölfar fyrstu vitrunarinnar komu fleiri með reglubundu millibili. Ekki var það almættið

sjálft sem birtist Múhameð heldur talaði það til hans í gegnum engil sem bauð honum að læra

vers. Þessi „kennsla“ sem stóð í nokkur ár er undirstaða Kóransins. Versin sem engillinn

kenndi Múhameð mynda Kóraninn, hina helgu bók íslams. Múhameð er því ekki höfundur

Kóransins heldur einungis maður sem lærði af Guði. Orðið Quran útleggst Kóran á íslensku

og þýðir að hafa yfir, mæla fram eða endurtaka texta.3

Grunnboðskapur Kóransins er einfaldur; það er aðeins einn guð, Allah. Hann er skapari

mannkyns, himins og jarðar. Guð er almættið, algott og miskunnsamt og vegir þess eru

órannasakanlegir. Þess er einnig getið að tilvist taki enda á síðasta dómsdegi og þá muni allar

sálir standa frammi fyrir Guði og verða dæmdar eftir því hvernig þær höguðu lífi sínu.4

Segja má að nær umsvifalaust hafi Múhameð byrjað að breiða boðskapinn út meðal íbúa

Mekka. Hann að afla boðskapnum nokkurs fylgis en þó voru fleiri sem efuðust um fyrirætlan

hans. Þeir settu spurningarmerki við boðskapinn, til að mynda hugmyndina um líf eftir

dauðann og að einungis þeir sem trúðu myndu ná að komast í gegnum nálarauga almættisins.

Því fór þannig fjarri að predikanir Múhameðs féllu vel í kramið hjá íbúum Mekka.

Andstæðingar hans gengu jafnvel svo hart fram í að bægja frá þessum nýja boðskap að

fylgismenn hans þurftu að leita hælis hjá kristnum konungi í Abyssiníu. Sjálfur var Múhameð

undir verndarvæng valdamikils frænda síns en þegar frændinn lést og í kjölfarið eiginkona

Múhameðs, Khadija, hurfu mikilvægustu stuðningsstoðir hans. Múhameð ákvað því að leita

stuðnings út fyrir borgarmörkin.5

Fylgisleit Múhameðs bar lítinn sem engan árangur allt þar til hann hitti fyrir nokkra íbúa

Yathrib, borgar sem var um 350 km norður af Mekka, á fjölfarinni verslunarleið. Boðskapur

hans og kennslutækni náðu eyrum þessara íbúa Yatrib, leiðangursmannanna sem sáu í honum

gott sáttasemjaraefni. Honum var því boðið að koma til Yathrib að ári liðnu. Stuttu seinna

gengu Múhameð og fylgismenn hans til Yathrib eða Medina eins og hún er nefnd nú og komu

2 Donner, bls. 25

3 Jón Ormur Halldórsson, bls. 27

4 Donner, bls. 25

5 Sami, bls. 25-26

Page 6: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

5

sér þar fyrir. Þessi flutningar fylgismanna Múhameðs frá Mekka til Medína er nefndur hijra

og markar upphafið af múslimsku samfélagi, fullvalda samfélagi sem fór sjálft með æðstu

stjórn á málefnum sínum. Þetta mun hafa gerst árið 622 e.k., sem er árið 1 í íslömsku

tímatali.6

2 Samfélagið í Medína

Samfélagið í Medína var samsett af fjölmörgum mismunandi hópum. Að frátöldum Múhameð

og fylgismönnum hans, muhäjirün (þeim sem stóðu fyrir hijra) voru öflugustu hóparnir Aws

og Khazraj. Einnig voru stórir hópar gyðinga ásamt nokkrum öðrum minni hópum. Slíkri

fjölmenningu fylgja oft mörg vandamál.7

Fylgismenn Aws og Khazraj höfðu verið taldir hliðhollir Múhameð en þó unnu þeir markvisst

gegn skoðunum hans og þurfti Múhameð að vera á varðbergi gagnvart þessum munäfiqün eða

„hræsnurum“ eins og þeir voru kallaðir. Öllu alvarlegri var þó andstaða gyðinga. Múhameð

ætlaði í fyrstu að vinna hug og hjörtu þeirra með stjórnunarhæfileikum sínum en hann reyndi

einnig að sannfæra þá um ágæti sitt. Hann benti þeim til að mynda á að sem spámaður kæmi

hann einungis í framhaldi af þeim spámönnum sem þeir þekktu úr hebresku biblíunni svo sem

Abraham, Móses og Jósep en slíkar ábendingar báru lítinn árangur. Ekki er ljóst hvers vegna

gyðingar gengust ekki við Múhameð, hvort það var hugmyndafræði hans eða stjórnunarhættir

en þó er þess getið að andstaða þeirra hafi verið vegna áætlana um landvinninga til handa

fylgismönnum Múhameðs á kostnað gyðinga.8

Leiðtogahæfileikar Múhameðs voru mikils metnir þótt vandamálin hafi verið mörg og völd

hans fóru vaxandi. Margir fylgismenn Aws og Khazraj snerust á sveif með hugmyndafræði

Múhameðs. Liðsstyrkur þessi varð mikilvægur Múhameð og hans fylgismönnum og gengu

þessir nýju liðsmenn í daglegu tali undir nafninu anṣӓr, eða hjálparar. Allir þessir hópar eru

nefndir í samkomulagi Múhameðs við íbúa Medína sem er einskonar stjórnarskrá Medína og

greint er frá í sira, þeirri ritningu sem segir frá ævi Múhameðs.9

Að ofansögðu má ætla að íslamstrú hafi í upphafi verið samtvinnuð stjórnmálum. Þau lög og

það samfélagsform sem mótaðist í Medína fyrir tilstuðlan stjórnarhátta Múhameðs eru

fyrirmynd íslamskra samfélaga um allan heim en til að gera sér frekar í hugarlund hvernig

6 Donner, bls. 26

7 Sami, bls. 27

8 Sami, bls. 26-27

9 Sami, bls. 23-27

Page 7: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

6

fyrirmynd íslamskra samfélaga er uppbyggt er mikilvægt að skoða grunnþætti eða undirstöðu

trúarinnar.

3 Undirstaða íslams

Eins og áður hefur komið fram var Múhameð sjálfur ekki höfundur hinnar helgu bókar í

íslam. Engill er birtist spámanninum bauð honum að læra og hafa yfir vers sem bárust honum

yfir nokkurra ára tímabil. Það eru þessi vers sem mynda Kóraninn. Múhameð var því

einskonar lærisveinn guðs, maðurinn sem lærði boðskapinn. Þetta er ein af undirstöðum þeirra

meiginatriða í íslam, að trú manna við guð er milliliðalaus þar sem hvorki er að finna presta í

íslömskum sið né dýrlinga eins og þekkt er úr kristni. Af þessu leiðir að ekki er hægt að líta á

Múhameð sem fyrirmynd með sama hætti og kristnir líta á Jesú.10

Fyrir guði er Múhameð óbreyttur og ekkert frábrugðinn öðrum mönnum. Hann var ekki

heilagur og ekki gæddur neinni annarri náttúru en dauðlegir menn.11

Ástæða þess að guð valdi

Múhameð er hinn stóri leyndardómur guðs og ekki fyrir aðra að skilja. Þetta er ein

meginástæða þess að fylgjendur íslam dýrka ekki Múhameð og gera þar af leiðandi ekki af

honum myndir eða upphefja hann á annan dýrðlegan hátt. Allar tilraunir til að gera

táknmyndir af honum teljast guðlast. Múhameð var afar mildur og viðkvæmur leiðtogi,

umburðarlyndur og þolinmóður gagnvart andstæðingum sínum. Sögur eru til af því hvernig

Múhameð reyndi að milda refsingar og breyta þeim lögum sem ekki voru bundin í hið helga

rit einungis til þess að bjarga mönnum frá refsingum. Þessar lýsingar á Múhameð eru

algjörlega á skjön við lýsingar annarra höfðingja í Arabíu frá þessum tímum. Þær sýna svo

ekki verður um villst að sú samfélagslega hugmyndafræði sem Múhameð kynnti til sögunnar

hafi hlotið gríðarlega mikinn hljómgrunn meðal almennings á kostnað persónudýrkunar enda

hafa höfðingjar þess tíma og síðar verið metnir af öðrum eiginleikum. Múhameð náði að

þjappa sundurleitum hirðingjahópum Arabíu saman undir einn hatt trúar og samfélags sem

síðar náði að fella öflug stórveldi og verða ein stærstu trúarbrögð heims.12

4 Kóraninn

Eitt af helstu afrekum Múhameðs og í raun eitt af merkustu afrekum einstaklings í

mannkynssögunni er Kóraninn. Að fegurð textans og mikilfengleika ritmálsins ólöstuðum er

Kóraninn ein merkasta tilraun sem einstaklingur hefur lagst í til að skapa nýtt samfélag

10

Jón Ormur Halldórsson, bls. 27 11

Mattson, bls. 175 12

Jón Ormur Halldórsson, bls. 27-29

Page 8: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

7

manna, með tilheyrandi reglum, boðum og bönnum sem meðal annars er að finna í hinu helga

riti íslams.13

Segja má að þjóðfélagsskipun íslamskra ríkja byggi á fjögurra róta lagasafni þar sem hin

helga bók, Kóraninn, er undirstaðan. Í Kóraninum eru yfir sex þúsund vers, ayat,sem birtust

Múhameð og hann lagði fram í áheyrn annarra. Þessi vers skiptast í 114 suwar eða sura, eins

konar kafla. Kaflarnir eru mislangir, sá stysti Kawtar; 108, er þrjú vers en sá lengsti, Baqara;

2, er 286 vers. Köflunum er gróflega raðað upp eftir lengd, þar sem þeir lengstu eru fyrstir.

Boðskapur Kóransins er langt frá því að vera aðgengilegur og skiljanlegur, sér í lagi fyrir þá

sem skilja ekki arabísku, en þar sem arabískan var á þessum tíma frumstætt verkfæri til

tjáningar á flóknum hugsunum getur það einnig reynst erfitt fyrir þá sem skilja arabísku að ná

innihaldi textans.

Kóraninn var ekki færður í letur fyrr en að Múhameð látnum og segja sögur að við lát hans

hafi öll vers Kóransins verið til skráð en þó hvergi á einum stað. Í fyrstu sköpuðust nokkrar

deilur um innihald hans þó ágreiningurinn hafi ekki verið hugmyndafræðilega djúpstæður.14

Innan tíu ára frá andláti Múhameðs var Kóraninn fullgerður og síðan hefur boðskapur hans

ekkert breyst þó svo að textinn hafi þróast yfir hundruð ára sökum breytinga í arabíska

stafrófinu. Skilningur á arabískri tungu er því álitinn vera nauðsynlegur lykill að skilningi á

Kóraninum.15

Hluti Kóransins er bein löggjöf fyrir samfélg manna en aðrar stoðir trúarinnar eru hefðin og

dómar og ummæli Múhameðs eru einnig bein tilmæli um hvernig samfélag manna eigi að

vera uppbyggt. Þegar fjallað er um uppbyggingu samfélags eins og hér hefur verið gert er

óhjákvæmilegt að skoða þá þætti er varða stöðu valdsins, það er hins pólitíska valds.

5 Um vald

Múhameð er ekki faðir neins yðar, en hann er Sendiboði Allah og

innsigli spámannanna. Allah veit allt.

Kóraninn 32:40

Pólitískt vald í samfélagi múslima og tengsl þess við íslam hefur reynst erfitt í framkvæmd í

aldanna rás en allt pólitískt vald sem ekki er beinlínis grundvallað á boðskap Kóransins er

óguðlegt.

13

Jón Ormur Halldórsson, bls. 29 14

Mattson, bls. 176-178 15

Jón Ormur Halldórsson, bls. 37

Page 9: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

8

Áðurnefndar deilur í Medína endurspegla meginvanda arabísks samfélags á þeim tíma.

Samfélögin voru að mestu ættbálkasamfélög og miðuðust aðstæður við eyðimörkina en ekki

borgir. Í Medína voru nokkrir ættbálkar en enginn þeirra hafði náð yfirráðum í borginni. Í stað

þess að vera borgarar voru íbúarnir fremur meðlimir einstakra ættbálka. Íslam var svar við

óeiningu sem stafaði af ættbálkasamfélaginu. Það hvernig Múhameð mætti þessum klofningi

samfélagsins í Medína ber í sér mörg einkenna íslams í stjórnmálasögu nútímans. Þar er því

að finna rætur margra ráðandi þátta í stjórnmálum Miðausturlanda.16

Í Medína kenndi Múhameð að meginvandi ættbálkasamfélagsins lægi í tryggð fólksins við

ættbálkinn. Hann sýndi fram á að slíkt væri í algjörri andstöðu við boðskap hans. Í stað

ættbálkatryggðar sem hefði sundrað mönnum ætti að ríkja samkennd allra sem höfðu tekið

íslam sem hina réttu trú. Með þessu lagði hann grundvöllinn að hópvitund sem leysti af hólmi

tryggðina við ættbálkinn. Þetta nýja skipulag, samfélag Múhameðs, samfélag trúaðra, nefnist

umma og er eitt af lykilhugtökum trúar og stjórnmála í múslimskum samfélögum. Allir

múslimar tilheyra umma, sama hvar þeir eru niðurkomnir. Að auki eru allir einstaklingar

jafnir og engin önnur eining í samfélögum, ættbálkum, borgum eða meðal þjóða má kljúfa

umma með því að reisa landamæri innan þessa samfélags. Landamæri milli þjóða eru því

skýlaust brot gegn boðum Kóransins.17

Með þessari samfélagsbreytingu náði Múhameð að þjappa íbúum Medína saman og þeir tóku

trú íslams. Áhrifin náðu einnig út fyrir borgarmörkin því ættbálkar utan borgarinnar gengu

íslam á hönd. Hafa verður í huga að með þessu gekk fólk úr ættbálki og í íslam. Það var ekki

að ganga í trúfélag því ekkert slíkt er til í íslam, heldur var það að ganga til liðs við ríki eða

samfélag, íslamskt lýðveldi.

Í Medína var umma og ríkið það sama. Nú eru íslömsk ríki um það bil fimmtíu talsins18

og því

hægt að segja að hugmyndin um umma sé margklofin. Í þessum klofningi á einingu samfélags

trúðara í ríkisheild er að finna stjórnmálasögu átaka og klofnings íslamskra ríkja.

6 Óeining

Við fráfall Múhameðs myndaðist tómarúm sem síðar markaði djúp spor í sögu íslams.

Samkvæmt Kóraninum gat Múhameð ekki átt sér eftirmann því hann var síðastur í röð

spámanna. Múhameð hafði ekki einungis verið leiðtogi í trúarlegum skilningi heldur líka

leiðtogi samfélagsins og því voru góð ráð dýr þegar hann lést. Nauðsynlegt var að finna

16

Jón Ormur Halldórsson, bls. 49 17

Sami, bls. 50 -51. 18

Bandalag íslamskra ríkja, sjá vef www.oic-oci.org

Page 10: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

9

eftirmann hans til að halda um stjórnartauma, enda myndi samfélagið líklega leysast aftur upp

í ættbálka ef yfirstjórnar nyti ekki við.19

Samkomulag náðist um að velja náinn fylgismann Múhameðs til þessara pólitísku

leiðtogastarfa. Það gekk þó ekki átakalaust fyrir sig. Ekki voru miklar efasemdir um ágæti

eftirmanns Múhameðs, Abu Bakr tengdaföður hans, en þrátt fyrir það voru margir þeirra

skoðunar að tengdasonur hans, Alí, hefði átt að verða fyrir valinu. Þessi ágreiningur ásamt

þeirri staðreynd að engar fastmótaðar reglur voru til um hvernig val á leiðtogum ætti að fara

fram leiddi til djúpstæðs hugmyndafræðilegs klofnings sem hefur að miklu leyti einkennt

sundrungu í íslam allar götur síðar. Þetta er sá hugmyndafræðilegi ágreiningur sem er á milli

shía-siðar og súnní-siðar.20

Valdatími Abu Bakr varði aðeins tvö ár. Eftirmaður hans, Umar, ríkti í tíu ár en á þeim tíma

breyttust valdahlutföll og eðli heimsstjórnmálanna með þeim hætti að fáar hliðstæður er að

finna í heimssögunni. Ríki múslima náði við andlát Umars allt frá Líbíu í vestri til Persíu í

austri. Meðal ástæðna þessa mikla sigurs voru að lítið var um trúboð hjá múslimum auk þess

sem þeir sýndu þá herkænsku að að láta hermenn vera ósýnilega íbúum hernuminna landa, en

þekkt var að innrásarherir mynduðu kjarna í sigruðum samfélögum. Á banabeði sínum skipaði

Umar sex manna ráð til að velja eftirmann sinn og var Alí tengdasyni Múhameðs þá boðið að

taka við kalífadómnum.21

Því fylgdi þó það skilyrði að hann fylgdi stjórnunarháttum forvera

sinna enda var óttast að stjórnunarhættir Alís væru of strangtrúarlegir. Þessum skilyrðum

neitaði Alí og því varð allt annar leiðtogi fyrir valinu, sá hér Uthman og var af

auðmannsættum í Mekka. Uthman hélt um stjórnartaumana í tólf ár og á þeim tíma þandist

ríki múslima örar út en skipulag þess réði við. Þá risu deilur um skiptingu skattfjár ríkisins til

valdhafanna frá Mekka og Medína. Vaxandi hagur auðmannsættar Uthmans varð auk þess

þyrnir í augum andstæðinga hans og leiddi það síðar til þess að hann var myrtur. Að

frumkvæði uppreisnarmanna og forystumanna í Medína varð eftirmaður hans fyrrgreindur

Alí.22

Á þeim 24 árum árum sem liðin voru frá andláti Múhameðs höfðu fjórir menn verið valdir

sem eftirmenn hans og allir með mismunandi hætti. Þegar Alí, sá fjórði,var veginn varð hann

19

Mattson, bls. 175 20

Jón Ormur Halldórsson, bls. 60-63. 21

Abu Bakr og síðar Ummar höfðu notast við titilinn Kalífi en að sögn Kóransins eru allir menn kalífar, það er stjórnendur í umboði guðs á jörð. Samfélag múslima, umma, hið eina og alþjóðlega samfélag skyldi þó hafa einn leiðtoga og vera valinn af umma, þrátt fyrir að engar reglur væru til um með hvaða hætti það val ætti að vera. Sjá Jón Ormur Halldórsson, bls. 64 22

Jón Ormur Halldórsson, bls. 63-66

Page 11: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

10

sá þriðji til að falla fyrir sverði en hann varð síðastur samferðamanna Múhameðs til að leiða

samfélag múslima. Þessir fjórir kalífar, Abu Bakr, Umar, Uthman og Alí, eru því þeir kalífar

sem í meginhefð íslams eru kallaðir hinir réttlátu þrátt fyrir öll þau átök sem valdatími þeirra

einkenndist af og dómar þeirra og ummæli eru hluti af lagahefð íslams.23

Shía-siður viðurkennir einungis Alí en hinir þrír eru fordæmdir. Grundvallarhugmynd í þeim

sið er að Múhameð hafi átt andlega arftaka sem hafa meira innsæi í eðli guðdómsins en aðrir

menn og geta því túlkað Kóraninn. Innan shía-íslams er kennivald þar af leiðandi með

mönnum en slíkt er ekki samræmanlegt súnní-íslam sem telur að Kóraninn sé bók sem allir

geta skilið með lestri og lærdómi og að þar sé ekkert að finna sem sé mönnum óskiljanlegt.24

Án þess að varpa frekari ljósi á klofning og óeiningu innan íslams frá andláti Múhameðs er

ljóst að þessi meginágreiningur shía og súnni múslima lýtur einvörðungu að túlkun manna á

Kóraninum. Þessi ágreiningur hefur verið viðloðandi íslam frá andláti Múhameðs og er enn í

dag einn helsti ásteytingarsteinn stjórnmála innan íslams.

7 Íslam í nútímanum Valdhafar íslamskra ríkja sitja í skjóli mismunandi túlkana á Kóraninum. Í upphafi má segja

að íslam hafi snúist um upplýsingu, mannréttindi og jafnrétti. Sá ágreiningur og klofningur

sem varð eftir andlát Múhameðs markar hjá mörgum múslimum upphafið að afturför sem

leiddi til þess að í gegnum tíðina hafa íslömsk ríki verið afskræmd af valdatilburðum og

einræði. Valdamenn hafa því notað trúna til að ryðja sjálfum sér braut til valda halda þeim.25

Í þessu samhengi má benda á að þrátt fyrir að yfirlýsingar margra íslamskra ríkja um að trú og

ríki séu eitt þá er það meira í orði en á borði. Á það hefur verið bent að pólitískar ákvarðanir

klerkastjórnarinnar í Íran hafi oftast lítið með trúarbrögð að gera. Þannig hafa hagsmunir

ríkisins verið teknir fram yfir hagsmuni trúarinnar. Í þessu samhengi má benda á að írönsk

stjórnvöld taka fremur afstöðu með Armeníu í deilum þeirrra við nágrannana í Azerbajdan,

þótt það síðarnefnda sé að meirihluta byggt múslimum en hitt ekki. Það ræðst meðal annars af

hagsmunum írönsku klerkastjórnarinnar í samskiptum hennar við Vesturlönd og

innanríkismálum er snúa að sjálfsstæðiskröfum Azera í Íran.26

23

Sami, bls. 66-67 24

Sami, bls 67 25

Valdsmenn afskræmdu islam. (2006) 26

Halla Gunnarsdóttir.

Page 12: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

11

Þetta valdabrölt hefur leitt af sér mikil vandamál fyrir íslam. Allar tilraunir til að sameina

stjórnmál og trúarbrögð hafa valdið mikilli óeiningu og deilum meðal múslima. Kóraninn er

afar margbrotinn og ekki er viðurkennt að einhver ein túlkun á trúarsetningum úr ritinu hafi

meira vægi en önnur.

Augu almennings beinast nú að átökum innan íslamskra ríkja í norðanverðri Afríku og í Mið-

Austurlöndum. Spurningar um valdajafnvægi í þessum heimshluta hafa vaknað sem og um

stöðu stjórnmála innan íslams út frá mismunandi túlkunum á Kóraninum. Átökin í þessum

heimshluta eru sögð hafa styrkt stöðu klerkastjórnar shía-múslima á kostnað alræðisvalds

annarra ráðamanna úr röðum súnní-múslima. Augu jafnt Vesturlandabúa sem múslimskra

ráðamanna beinast því að því hvort hreyfingar súnní- eða shía-múslima komist til valda.27

Því hefur verið haldið fram að ein helsta driffjöðrin í mannkynssögunni og í þróun heimsmála

sé almenn sókn til nútímavæðingar. Birtingaform slíkrar þróunar birtist innan stofnana

samfélaga sem lýðræði og markaðsskipulag.28

Þannig væri hægt að benda á að þau átök sem

eiga sér stað innan íslams og birtast til að mynda í átökum í Norður-Afríku og Mið-

Austurlöndum hafi ekki verið þáttur í múslimskum menningarárekstrum þar sem mismunandi

túlkanir á Kóraninum hafa tekist á. Barátta þessi er ef til vill dæmi um andspyrnu til að knýja

framþróunina fram eða andspyrna gegn sitjandi valdhöfum og um leið ört vaxandi skilningur

og virðing fyrir mannréttindum.

Þessu til stuðnings má benda á að hugmyndir frjálslyndis á Vesturlöndum kom fram á

sjónarsviðið á 15. og 16. öld en fyrir þann tíma höfðu deilur innan kristinna hópa í Evrópu

einkennst af blóðugum átökum. Þessar deilur sýndu að ekki væri hægt að ná neinni algildri

samstöðu um trúmál sem hægt væri að nota sem undirstöðu stjórnarfars. Þessi blóðugu átök

vegna mismunandi túlkana á Biblíunni urðu til þess að hugmyndir um aðskilnað trúarbragða

og stjórnmála litu dagsins ljós.29

Lokaorð

Draga má þá ályktun að trúin hafi verið samtvinnuð stjórnmálum á bernskuskeiði íslam en lög

og það samfélagsform sem mótaðist í Medína fyrir tilstuðlan stjórnarhátta Múhameðs urðu

fyrirmynd íslamskra samfélaga um allan heim. Samfélagið í Medína á tímum Múhameðs og

stjórnunarhættir hans, sem eru fyrirmynd íslamskra ríkja í nútímanum, var af allt öðru toga en

hægt er að gera sér í hugarlund og því flóknara að tengja saman nútímastjórnmál við Kóraninn

27

Mótmælin talin styrkt hafa stöðu Írana. (2011) 28

Francic Fukuyama. 29

Francic Fukuyama.

Page 13: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

12

með þeim hætti sem Múhameð gerði. Í fyrsta lagi er Kóraninn margslunginn og

margtúlkanlegur. Slíkt sýnir sig með þeirri djúpu hugmyndafræðilegu gjá sem ríkir innan

íslams sökum mismunandi túlkana á Kóraninum.

Sú staðreynd að íslam breiddist út og varð að einum fjölmennustu trúarbrögðum heims án

trúboðs sýnir svo ekki verður um villst að samfélagsleg hugmyndafræði íslams og Kóransins

hafi ekki samþætt stjórnmál og trúmál. Fylgismenn íslams gengu ekki í trúfélag því ekkert

slíkt er til í íslam heldur gekk fólk til liðs við ríki eða samfélag, íslamskt lýðveldi.

Þann djúpstæða ágreining sem einkennir íslam má hugsanlega með þeim hætti að um

aldalanga valdabaráttu sé að ræða. Alveg síðan spámaðurinn féll frá hafa valdhafar tryggt sig

og sína í sessi í nafni trúarinnar með túlkunum á hinni helgu bók. Ef litið er til annarra

trúarbragða má benda á að áður fyrr var saga kristninnar blóði drifin vegna baráttu um

hugmyndafræðilega túlkun á Biblíunni. Hugmyndir um frjálslyndi komu ekki fram á

sjónarsviðið fyrr en á 16. og 17. öld með þeim afleiðingum að aðskilnaður varð milli trúar og

stjórnmála.

Þau átök sem birtast í uppreisn almennings í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum liggja

síður en svo á trúarlegum nótum þrátt fyrir að augu jafnt Vesturlandabúa og múslima beinist

að hugmyndafræðilegum átökum milli shía- og súnní-múslima. Átökin stafa af kröfu

almennings um framþróun gegn ein- og alræðisvaldi þeirra sem með völdin fara.

Page 14: Guðfræði- og trúarbragðadeildsjon/Koran_ritgerd_052011.pdfÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu Kóraninn: Helgirit Íslam, sem kennt var við guðfræði-

13

Heimildir Bandalag islamskra ríkja. (2011). Sótt af vef slóðinni http:// www.oic-oci.org

Donner, M.F. (2008). „Formation of the qur´ānic text. The historical contex” í McAuliffe, D., J. (ritstj.) The Cambridge Companion to The Qur´ān. Cambridge UK: Cambridge University Bridge.

FrancisFukuyama. (2001). „Átök íslams við nútímann.“. Gagnasafn Morgunblaðsins 24.9.2001. http://www.mbl.is. [Skoðað 27.4.2011]

Halla Gunnarsdóttir. (2008). „Ríkið gengur fyrir islam“. Gagnasafn Morgunblaðsins 18.5.2008. http://www.mbl.is. [Skoðað 25.4.2011]

Jón Ormur Halldórsson. (1991), Islam. Saga pólitískra trúarbragða. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Mattson, I. (2008). The Story of the Qur´an Its History and Place in Muslim Life. Oxford UK: Blackwell Publishing.

Mótmælin talin hafa styrkt stöðu Írana. (2011). Gagnasafn Morgunblaðsins 25.2.2011. [Skoðað 25.4.2011]

Valdsmenn afskræmdu islam. 2006. Gagnasafn Morgunblaðsins 20.6.2006. [Skoðað 25.4.2011]