142
Fundarboð Fundur nr. 39 kjörtímabilið 2018-2022 Fundur verður haldinn í sveitarstjórn 20.maí 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Dagskrá 1. Fundargerðir a. 11. stjórnarfundur SSA 5.5 b. Hreppsráð 7.5 i. Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og drög að samningum um refa- og minkaveiðar ii. Ráðning sveitarstjóra c. 883.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 8.5 d. Skipulags- og umhverfisnefnd 15.5 i. Breytingartillaga á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og jarðstrengs yfir Hellisheiði ii. Drög að umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði vegna endurskoðunar aðalskipulags iii. Drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags iv. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 2. Almenn mál a. Ársreikningur 2019 – fyrri umræða b. Fjárhagsáætlun 2020 – viðauki vegna Vallarhúss c. Húsnæðismál – stofnframlag d. Vopnafjörður – uppfært byggðarmerki 3. Bréf til sveitarstjórnar a. Bréf frá EFS – Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19 4. Skýrsla sveitarstjóra Starfandi sveitarstjóri Sara Elísabet Svansdóttir

Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Fundarboð

Fundur nr. 39 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn 20.maí 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.

Dagskrá

1. Fundargerðir a. 11. stjórnarfundur SSA 5.5 b. Hreppsráð 7.5

i. Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og drög að samningum um refa- og minkaveiðar

ii. Ráðning sveitarstjóra c. 883.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 8.5 d. Skipulags- og umhverfisnefnd 15.5

i. Breytingartillaga á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og jarðstrengs yfir Hellisheiði

ii. Drög að umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði vegna endurskoðunar aðalskipulags

iii. Drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags iv. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags

Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

2. Almenn mál a. Ársreikningur 2019 – fyrri umræða b. Fjárhagsáætlun 2020 – viðauki vegna Vallarhúss c. Húsnæðismál – stofnframlag d. Vopnafjörður – uppfært byggðarmerki

3. Bréf til sveitarstjórnar a. Bréf frá EFS – Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

4. Skýrsla sveitarstjóra

Starfandi sveitarstjóri Sara Elísabet Svansdóttir

Page 2: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Samband sveitarfélaga á Austurlandi

Tjarnarbraut 39e · 700 Egilsstaðir · Sími 470 3800 · [email protected] · www.ssa.is

Fundargerð 11. fundar stjórnar SSA, haldinn 5. maí 2020

Fundurinn var haldinn í fjarfundarbúnaði og hófst hann kl 14:30

Mættir stjórnarmenn SSA voru: Einar Már Sigurðarson, Gunnar Jónsson, Gauti Jóhannesson, Hildur Þórisdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Sigríður Bragadóttir og Stefán Bogi Sveinsson. Mættir starfsmenn Austurbrúar voru: Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri og Valdís Vaka Kristjánsdóttir sem skrifaði fundargerð. Formaður stjórnar bauð fundargesti velkomna og setti fundinn.

1. Fundargerðir, erindi og ályktanir

1.1 Fundargerð frá 10. fundi stjórnar SSA 2019-2020

Fundargerðin var samþykkt af stjórn og verður undirrituð næst þegar stjórn kemur

saman.

1.2 Fundargerð 15, 16, 17. fundar framkvæmdaráðs

Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

1.3 Fundargerðir stjórnar SSH (485-494), SSNV (54), SSNE (8), SASS (557)

Fundagerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

1.4 Fundargerðir sambandsins (880) og gögn

Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

1.5 Staða verkefna í aðgerðarpakka sambandsins staða 23. apríl

Lagt fram til kynningar.

1.6 Lækkun hjá jöfnunarsjóði

Lagt fram til kynningar.

1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur

Lagt fram til kynningar.

1.8 Starfsáætlun þingsins

Lagt fram til kynningar.

2. Innra starf SSA

2.1 Aðalfundur SSA 2020

• Aðalfundur – undirbúningur og næstu skref

• Undirbúningur vegna breytinga á samþykktum

• Skipun í undirbúningsnefndir fyrir aðalfund

Framkvæmdastjóri fór yfir tímalínu undirbúnings fyrir aðalfund sem haldinn verður

23.júní í Fjarðabyggð. Ákveðið að stjórn skili inn tillögum til framkvæmdastjóra um aðila í

nefndir sem þarf að skipa til undirbúnings aðalfundar fyrir næsta stjórnarfund þann

19.maí. Formaður lagði til að gengið yrði frá breytingum á samþykktum á aðalfundinum í

vor en stjórnarkjöri frestað fram á haust í ljósi kosninga nýs sameinaðs sveitarfélags.

2.2 Sóknaráætlun

Page 3: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

- 2 -

Umræður um viðbótarframlag og möguleg áhersluverkefni í tengslum við

viðbótarfjármagn sem sett var í sóknaráætlun 2020.

2.3 Svæðisskipulag

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna.

2.4 Fjallskilasamþykkt

Formaður fór yfir stöðu mála. Samþykktin er í yfirferð hjá ráðuneytinu til samþykktar og

auglýsingar og er framkvæmdastjóri að fylgja því eftir í samráði við nefndina sem skipuð

var um endurskoðunina á samþykktunum.

2.5 Ósk um tilnefningu, Hallormsstaðaskóli

Formaður kynnti bréf frá formanni skólanefndar Hallormsstaðaskóla þar sem óskað eftir

tilnefningum SSA um fulltrúa sinn í stjórn skólanefndar Hallormsstaðaskóla. Málið verður

afgreitt á næsta stjórnarfundi þann 19.maí

3. Önnur mál

3.1 Samtöl við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu

Framkvæmdastjóri fór yfir fundi sem væri í gangi m.a. er tengist ferðaþjónustunni. Verið

er að rýna hvaða talnagögn og upplýsingar er hægt að nálgast til að gefa betri mynd af

stöðunni í samráði við sérfræðinga á því sviði.

3.2 Gögn frá Vinnumálastofnun

Framkvæmdastjóri sagði frá því að kallað hafi verið eftir ítarlegri talnagögnum frá

Vinnumálastofnum til að meta stöðuna á svæðinu betur.

3.3 Áhrif Covid-19 á sveitafélögin

Umræður um áhrif Covid-19 á tekjutap og útgjaldaaukningu sveitafélaganna.

Ekki fleiri mál á dagskrá, fundi slitið kl 16:00

Næsti fundur verður haldinn þann 19.mai ______________________ _________________________ Einar Már Sigurðarson Gunnar Jónsson ______________________ _________________________ Hildur Þórisdóttir Pálína Margeirsdóttir ______________________ _________________________ Gauti Jóhannesson Sigríður Bragadóttir ______________________ Stefán Bogi Sveinsson

Page 4: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Fundur nr. 15 kjörtímabilið 2018-2022

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 7.5.2020 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00. Mætt til fundar: Íris Grímsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sigríður Bragadóttir. Einnig sat fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, starfandi sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir a. Menningarmálanefnd 16.4

Lagt fram til kynningar. b. Menningarmálanefnd 27.4

Lagt fram til kynningar. c. Menningarmálanefnd 30.4

Liður 1 og 2: Umræða um Vopnaskak Hreppsráð tekur undir bókun nefndarinnar og styður við það að halda umræðunni opinni í ljósi þess hve ástandið er að breytast hratt í samfélaginu. Liður 4: Styrkbeiðni tónleikakóra Vopnafjarðar Vegna breyttra forsenda er starfandi sveitarstjóra falið að hafa samband við kórmeðlimi. Hreppsráð áréttar að nefndir séu fullmannaðar á fundum og varamenn boðaðir inn ef aðalmenn komast ekki.

d. Æskulýðs- og íþróttanefnd 27.4 Lagt fram til kynningar.

e. 881.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 24.4 Lagt fram til kynningar.

f. 882.fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 30.4 Lagt fram til kynningar.

g. 155.fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 28.4 Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál a. Samningur á milli Austurbrúar og Vopnafjarðarhrepps 2020-2022

Lagt fram til kynningar. Starfandi sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Austurbrú um starfsemina.

b. Menningarstyrkir til jaðarsvæðis – greinargerð Hreppsráð lýsir yfir ánægju sinni með greinargerðina sem menningarmálanefnd, starfsmaður Austurbrúar og verkefnastjóri frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála unnu í sameiningu. Verkefnastjóra frístunda æskulýðs- og fjölmenningarmála falið að vinna verkefnið áfram. Hreppsráð leggur til að hópurinn nýti sér úrræði Austurbrúar við útfærslu verkefnisins. Samþykkt samhljóða.

c. Drög að samningum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi Farið yfir drög að samningum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og þær samþykktar með smávægilegum breytingum. Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að

Page 5: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

samþykkja þær á fundi sínum 20.maí 2020 ásamt reglum um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi. Samþykkt samhljóða.

d. Framlenging á yfirdráttarheimild Baldur Kjartansson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn 09:56 og fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.

e. Erindi frá Jörgen Sverrissyni – kaffihúsið Kaupvangi og tjaldsvæðismál 1. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi rekstur á kaffihúsinu Kaupvangi: Hreppsráð

felur starfandi sveitarstjóra að boða til fundar með hreppsráði og rekstraraðila kaffihússins vegna hugmyndar að breyttu rekstrarfyrirkomulagi kaffihússins.

2. Bréf frá Jörgen lagt fram varðandi tjaldsvæðismál: Hreppsráð tekur vel í þessar hugmyndir um tjaldsvæði á Merkistúni og felur starfandi sveitarstjóra að taka saman hver kostnaður sveitarfélagsins yrði við verkefnið.

f. Vallarhús – rekstur og utanumhald Hreppsráð felur starfandi sveitarstjóra að eiga áframhaldandi viðræður við stjórn Einherja um daglegan rekstur á Vallarhúsinu þá mánuði sem fótboltatímabilið er í gangi, eða frá maí til september 2020. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

g. Ráðning sveitarstjóra Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Söru Elísabetu Svansdóttur í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið 2018-2022. Söru Elísabetu Svansdóttur er jafnframt veitt leyfi frá störfum skrifstofustjóra á meðan á tímabundinni ráðningu hennar sem sveitarstjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfirstandandi kjörtímabils. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:48.

___________________________________ __________________________________ ___________________________________ __________________________________

___________________________________ __________________________________ ___________________________________

Page 6: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi (drög)

Almennt

1.gr. Reglur

Reglur þessar gilda um veiðar á refum og minkum innan sveitarfélagsmarka Vopnafjarðarhrepps. Um veiðar þessar gilda ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Einkum reglugerð nr. 437/1995 um refa- og minkaveiðar með breytingarreglugerðum 207/1997 og 879/2014.

Refaveiði

Vopnafjarðarhreppur gerir samning við veiðimenn um grenjaleit og vetrarveiði á ref. Einnig er sveitarfélaginu heimilt að greiða tímakaup fyrir grenjaleit við sérstakar aðstæður.

Búnaður

Veiðimaður sem sveitarfélagið gerir samning við, kemur sér sjálfur upp búnaði til veiðanna. Búnaður við refaveiðar skal ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir. Sé komið fyrir gildrum skal það gert þannig að öðrum dýrum stafi sem minnst hætta af.

2.gr. Grenjaveiði

Sveitarfélagið ræður veiðimenn til grenjavinnslu á tímabilinu 1.maí til 31 júli ár hvert. (grenjatíma skv.5.gr reglugerðar 437/1995 um refa- og minkaveðiðar). Vopnafjaðarhreppur greiðir þeim þóknun fyrir veidd dýr. Einungis veiðimönnum sem eru með samning við Vopnafjarðarhrepp er heimilt að veiða á grenjatímabilinu. Þó geta gændur og æðarræktendur eða aðilar á þeirra vegum, skotið refi sem búfénaði eða æðarvarpi stafar bein hætta af. Skal viðkomandi tilkynna fulltrúa sveitarfélagsins um slíka veiði svo fljótt sem auðið er. Greitt er fyrir slíka veiði skv. ákvörðun sveitarstjórnar.

3.gr. Leit

Við greinjaleit er ætlast til að farið sé á grenstæði sem einhverjar líkur teljast á að tófa leggi í það árið. Farið verði í öll greni sem eru gps staðsett á svæðinu.

4.gr.Skrá

Veiðimenn skulu halda skrá,(nafn grenis og gps skráningu) yfir þekkt greni og uppfæra hana ef ný greni finnast . Skrá um greni á að afhenda sveitarfélaginu svo hún sé aðgengileg öllum. Þegar veiðimaður lætur af störfum fyrir Vopnafjarðarhepp skal hann afhenda sveitarfélaginu skrána.

Page 7: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Þegar ráðinn er nýr veiðimaður afhendir sveitarfélagið honum grenjaská. Sveitarfélagið lætur veiðimann hafa kort í góðum mælikvarða sem hann getur fært staðsentningu grenja inn á.

5.gr Vetrarveiði

Sveitarfélagið ræður veiðimenn til vetrarveiða á tímabilinu 1.ágúst til 30. Apríl ár hvert. Vopnafjarðarhreppur greiðir þeim þóknun fyrir veidd dýr skv. ákvörðun sveitarstjórnar.

6.gr. Útburður ætis

Vanda skal til verka við útburð ætis. Leitast skal við að hafa hæfilega vegalengd á milli staða sem borið er út á.

7.gr Staðsetning og frágangur ætis

Ætlast er til að staðsetning og frágangur ætis valdi útivistarfólki og öðrum sem um landið fara sem minnstum ama jafnframt skal staðsetningin vera í samráði við fulltrúa Vopnafjarðarhrepps auk þess sem samþykki landeiganda og MAST þarf að liggja fyrir. Fjarlægja skal æti og leifar þess um leið og hætt er að stunda veiðina.

8.gr. Samráð við aðra veiðimenn

Veiðimaður skal hafa samráð við aðra veiðimenn og landeigendur þegar borið er út æti. Veiðar úr ökutækjum eru bannaðar skv. lögum.

Minkaveiðar.

Vopnafjarðarhreppur ræður veiðimenn með minkahunda til hefðbundinnar minkaleitar í sveitarfélaginu. Skulu þeir að jafnaði veiða á tímabilinu 20. apríl til 30. júni og vera til reiðu ef vandamál koma upp.

9.gr. Sérstök áhersla

Lögð er sérstök áhersla á að leitað sé á varplöndum og við veiðiár. Einnig leitað með sjó svo sem kostur er. Veiðimenn skulu vera vel tækum búnir til veiðanna.

10.gr. Gildruveiðar

Séu gildrur lagðar fyrir mink skal þannig um þær búið að öðrum dýrum stafi sem minnst hætta af. Ef fótbogar og dauðagildrur eru notaðar skal búa þær þannig að minkurinn láti lífið á sem skjótastan hátt. Sveitarfélagið lætur veiðimönnum í té 5 minkagildrur á ári.

11.gr. veiðar

Sveitarfélaginu er heimilt að ráða veiðimenn til minkaveiða á tímagjaldi við sérstakar aðstæður. Greiða skal slíkum veiðimanni tímakaup á hverja unna klukkustund og kílómetragjald.

12.gr. Minkabæli

Ganga skal þannig um minkabæli að sem minnst landspjöll hljótist af. Minkur sem næst lifandi skal aflífaður á sem skótvirkastan hátt.

13.gr. veiðikort

Þeir einir fá greidd skotlaun sem hafa gilt veiðikort.

Page 8: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Skil á skýrslum og greiðslur

14.gr. Skil á skýrslum og greiðslur

Skottum af unnum dýrum ber að skila á í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins ásamt fylgigögnum. Til þessa bera að nota sérstakar bækur frá Umhverfisstofnun. Þar skal koma fram hvar og hvenær dýr var unnið og hvenær og við hvaða greni var leitað. Greiðslur fara ekki fram fyrr en þessum gögnum og reikningum hefur verið skilað. Veiðimanni ber að skila sundurliðum reikningi til sveitarstjóra vegna veiðanna.

Greiðslur fyrir veidd dýr eru samkvæmt samningi sem gerður er við veiðimenn. Leitast er við að hafa samræmi á milli sveitarfélaga.

Greiðslur til veiðimanna sem ekki eru með samning við sveitarfélagið skv. reglum þessum fara eftir samþykkt sveitarstjórnar.

Samþykkt í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 20.maí 2020.

Page 9: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Samningur (drog)

Um minkaveiðar

Vopnafjarðarhrepppur, kt. 710269-5569 Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður og xxxxxxxxx kt. xxxxxx-xxxx hér eftir nefndur veiðmaður gera með sér svohljóðandi samning um minkaveiðar.

1. gr.

Samningur þessi gildir um veiðar á mink innan Vopnafjarðarhrepps.

Um veiðar þær er samningurinn nær til gilda ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, einkum reglugerð nr. 437/1995, um refa- og minkaveiðar með breytingarreglugerð 297/1997. Umrædd lög og reglugerðir teljast eftir því sem við á vera hluti samnings þessa.

2. gr.

Sveitarfélagið endurnýjar veiðigildrur sem nemur allt að fimm gildrum á ári.

Við veiðar skal gæta að öðru dýralífi sem og að lágmarka áhrif á ásýnd náttúru svo sem vegna aksturs. Hvað varðar umgengni um veiðisvæði skal veiðimaður horfa til laga um nr. 60/2013 um náttúruvernd.

3. gr.

Veiðimaður skal hafa samráð við landeigendur um veiðistaði.

4. gr.

Veiðimaður skal skila skottum í plastpoka til þjónustumiðstöðvar Vopnafjarðarhrepps, ásamt veiðiskýrslu á formi sem gefið er út af Umhverfisstofnun „reikningar fyrir refa- og minkaveiðar“. Einungis er greitt fyrir dýr sem veidd eru í Vopnafjarðarhreppi.

5. gr.

Greidd eru verðlaun fyrir unna minka, tímakaup og akstur samkvæmt viðmiðunartölum sem Umhverfisstofnun gefur út árlega. Fyrir árið 2020 er gjaldskráin þessi:

• Verðlaun fyrir unnin dýr kr. 3.000,- • Tímakaup kr. 1.500,- • Akstur kr. 110,- kr/km

Vinnutími fyrir hvert ár sem samningur þessi er í gildi, skal taka mið af því að ekki sé unnið meira við minkaveiðar en sem nemur 200 vinnustundum pr/ár.

6. gr.

Page 10: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða eintök, eitt eintak fyrir hvorn samstarfsaðila. Rísi mál út af samningi þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Samningur þessi er gerður til þriggja ára frá dagsetningu, en er uppsegjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara.

Vopnafirði xx. maí 2020

F.h. Vopnafjarðarhrepps F.h. veiðimanns

_____________________________________________ ____________________________________ Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri nafn veiðimanns

Vottar að réttri dagsetningu

________________________________

________________________________

Page 11: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Samningur (drög) Um refaveiðar á grenjum (grenjavinnslu)

Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569, Hamrahlíð 15, 690, Vopnafirði og Nafn, (kt. xxxx), hér eftir nefndur veiðimaður gera með sér svohljóðandi samning um refaveiðar.

1. gr.

Samningur þessi gildir um veiðar á refum innan sveitarfélagsins Vopnafjarðarhrepps á grenjavinnslutíma þ.e. frá 1. maí til og með 31. júlí.

Veiðimaður tekur að sér leit og veiði á svæði sem afmarkast af xxxxx að mörkum Vopnafjarðar.

Um veiðar þær er samningurinn nær til gilda ákvæði laga nr. 64/1994. um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, einkum reglugerð nr. 437/1995, um refa- og minkaveiðar með breytingarreglugerð 297/1997. Umrædd lög og reglugerðir teljast eftir því sem við á vera hluti samnings þessa.

2. gr.

Veiðimaður skal sjálfur sjá sér fyrir öllum búnaði og skal búnaður ætíð standast ákvæði laga og reglugerða þar um.

Við veiðar skal gæta að öðru dýralífi sem og að lágmarka áhrif ásýnd náttúru svo sem vegna aksturs. Hvað varðar umgengni um veiðisvæði skal veiðimaður horfa til laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

3. gr.

Vopnafjarðarhreppur heldur skrá (nafn grenis og GPS skráningu) yfir þekkt greni í sveitafélaginu og önnur gögn er lúta að grenjaleit.

Veiðimaður skal koma upplýsingum um unnin, heimsótt og fundin greni til sveitarfélagsins. Þau gögn verða gerð aðgengileg grenjaveiðimönnum við samningslok.

4. gr.

Veiðimanni ber að leita í öllum grenjum á sínu svæði sem gps hnit ná yfir. Veiðimaður skal skila gps-ferlum til þess að fá leitarpening greiddan. Veiðimanni ber að skila leitarskýrslu þar sem fram kemur í hvaða grenjum tófa var og hversu mörg dýr eru unnin í hverju greni. Skilgreina þarf hvort veitt dýr sé

Page 12: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

hvolpur eða fullorðið dýr. Grenjaskyttur sem sveitarfélagið semur við um refaveiðar skulu í starfi stuðla að aukinni þekkingu á refum í samvinnu við veiðistjóra og láta í té sýni úr felldum dýrum sér að kostnaðarlausu.

5. gr.

Veiðimaður skal skila skottum í plastpoka til þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss) Vopnafjarðarhrepps ásamt til þess ætluðu eyðublaði/reikningi. Sýni úr dýrum skal setja í frysti og skila merktum til þjónustumiðstöðvar skv. samtali við yfirmann. Eyðublaðinu/reikningnum skal þjónustumiðstöð skila til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrsta virkan dag mánaðar eftir skil og verður hann greiddur í síðasta lagi tveimur vikum seinna. Einungis er greitt fyrir dýr sem veidd eru í Vopnafjarðarhreppi.

6. gr.

Greiddar eru k. 17.000,- fyrir hvert unnið dýr. Greiddar eru kr. 5.500 fyrir hvert greni fyrir leit á þekktum grenjum og kr. 7.600 á hvert greni fyrir leit og skrásetningu og nýju og óhnitsettu greni. Verð þessi taka breytingum 1. mars ár hvert skv. vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala er 475,2.

7. gr.

Af samningi þessum eru gerð tvö samhliða eintök, eitt eintak fyrir hvorn samstarfsaðila. Rísi mál útaf samningi þessum skal það tekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Samningur þessi gildir frá dagsetningu hans og er til þriggja ára. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara.

Vopnafirði, 20. maí 2020

________________________________ ______________________________________

Nafn veiðimanns Sara Elísabet Svansdóttir, starfandi sveitastjóri

Vottar að réttri dagsetningu

________________________________

_________________________________

Page 13: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

1239

Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga Árið 2020, föstudaginn 8. maí kl. 08:30 kom stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga saman til fundar og fer hann fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Fundinn sátu: Aldís Hafsteinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Gunnar Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Jón Björn Hákonarson og Ásgerður Kristín Gylfadóttir.

Að auki sátu fundinn Karl Björnsson framkvæmdastjóri og sviðsstjórarnir Anna G. Björnsdóttir, Guðjón Bragason, Inga Rún Ólafsdóttir, Sigurður Ármann Snævarr og Valur Rafn Halldórsson, sem ritaði fundargerð.

Bjarni Jónsson og Eyþór Laxdal Arnalds boðuðu forföll en varamenn þeirra höfðu ekki tök á að sitja fundin í þeirra fjarveru.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Þetta var tekið fyrir:

1. Fundargerð 882. fundar - 1909023SA

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 882. fundar stjórnar sambandsins frá 29. apríl 2020.

Fundargerðin samþykkt og verður undirrituð á næsta fundi sem verður haldinn í húsnæði sambandsins.

2. Staða kjaramála og áskoranir - 1905033SA

Lagt fram bréf umboðsmanns barna, dags. 4. maí 2020, um vinnustöðvun félagsmanna Eflingar, ásamt áskorunum foreldrafélags Álfhólsskóla, dags. 29. apríl 2020, foreldrafélags Kársnesskóla, dags. 30. apríl 2020, og stjórnar foreldrafélaga í leikskólum og grunnskólum Kópavogsbæjar, dags. 2. maí 2020. Sviðsstjóri kjarasviðs gerði grein fyrir stöðu kjaramála og svaraði spurningum stjórnarmanna.

3. Yfirlit um verkefni starfsmanna sambandsins - 2004026SA

Lagt fram til kynningar yfirlit um helstu verkefni starfsmanna sambandsins síðustu tvo mánuði, dags. 6. maí 2020. Fram kom að mikið álag hefur verið á starfsfólki sambandsins seinustu misserin og að verkefnum hafi fjölgað.

4. Fundur með bæjar- og sveitarstjórum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka - áhrif COVID-19 - 2005005SA

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins, dags. 5. maí 2020, um samantekt frá fundi sambandsins með bæjar- og sveitarstjórum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga

Miklar umræður fóru fram og stjórn sammæltist um helstu áherslur í verkefnum sem formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri munu fylgja eftir á fundum með fulltrúum ríkisins.

Page 14: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

1240

Þórdís Lóa fór af fundi kl. 10:00.

5. Staða mála og viðbrögð vegna COVID-19 - 2003041SA

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 27. apríl 2020, um viðbrögð við áhrifum COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og bréf sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra, dags. 29. apríl 2020, um stöðu mála vegna COVID-19 í einstökum landshlutum.

Þórdís Lóa kom inn á fundinn kl. 10:25.

6. Aðgerðir á Norðurlöndum fyrir sveitarfélög og efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins - COVID-19 - 2004012SA

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins, dags. 6. maí 2020, um aðgerðir á Norðurlöndum við sveitarfélög. Einnig lagt fram minnisblað forstöðumanns Brusselskrifstofu og sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, dags. 28. apríl 2020, um yfirlit um efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins í tengslum við COVID-19.

7. Tilnefning í vinnuhóp um skráningarkerfi grunnskólanemenda - óskað tilnefninga - 2004008SA

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 27. apríl 2020, þar sem Valgerður Ágústsdóttir og Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðbjörg Linda Udengard og Vigfús Hallgrímsson frá Grunni, Samtökum fræðslustjóra, og Álfheiður Einarsdóttir og Þorsteinn Sæberg Sigurðsson frá Skólastjórafélagið Íslands, eru tilnefnd í vinnuhóp um skráningarkerfi grunnskólabarna.

8. Tilnefning í stýrihóp um málefni fanga - 2004021SA

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félagsmálaráðuneytisins, dags. 29. apríl 2020, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, er tilnefnd í stýrihóp um málefni fanga.

9. Umsögn við aðgerðarpakka 2 og frumvarp til fjáraukalaga - 2003041SA

Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til nefndasviðs Alþingis, dags. 27. apríl 2020, um ábendingar við aðgerðarpakka 2 og frumvarp til fjáraukalaga, 724. og 726. mál.

Page 15: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

1241

10. Umsögn um frumvarp til laga um upplýsingalög - réttarstaða þriðja - 2005003SA

Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 5. maí 2020, um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, með síðari breytingum (réttarstaða þriðja aðila), 644. mál.

Fundi var slitið kl. 10:30

Aldís Hafsteinsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Gunnar Einarsson

Guðmundur Ari Sigurjónsson

Rakel Óskarsdóttir

Kristján Þór Magnússon

Jón Björn Hákonarson

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Page 16: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

1242

framkvæmdastjóri

ritari

Page 17: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 15. maí 2020, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00

Mætt til fundar: Axel Örn Sveinbjörnsson, Höskuldur Haraldsson, Sigríður Elva Konráðsdóttir, Lárus Ármannsson, Ragna Lind Guðmundsdóttir, Ingólfur Bragi Arason og Ingólfur Daði Jónsson.

Einnig sátu fundinn Sara Elísabet Svansdóttir, starfandi sveitarstjóri, er ritaði fundargerð, Sigurður Jónsson byggingafulltrúi og Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi frá Yrki í gegnum fjarfundarbúnað.

Dagskrá:

a. Breytingartillaga á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og jarðstrengs yfir Hellisheiði Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

b. Drög að umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði vegna endurskoðunar aðalskipulags Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi umsókn um greiðslur úr Skipulagssjóði verði send inn. Samþykkt samhljóða.

c. Drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags Lagt fram til kynningar. Vísað til sveitarstjórnar.

d. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

e. Lagfæring á þrepi fyrir laxateljara í Vesturdalsá í Vopnafirði Lagt fram til kynningar.

f. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn Beiðnin er ekki í samræmi við deiliskipulag og því er ekki hægt að samþykkja beiðnina eins og hún er lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á reiti fyrir áhaldageymslu sem eru á deiliskipulagi.

g. Plokkdagur og varðeldur í Fugabjargarnesi Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í málið og verður tími og dagsetning ákveðin í samvinnu við tengda aðila.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 11:00.

Page 18: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

BREYTING Á AÐALSKIPULAGI VOPNAFJARÐARHREPPS 2006-2026

Vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1

BREYTINGARTILLAGA

13. maí 2020

TILLAGA Í VINNSLU

Unnið af

YRKI arkitektum

fyrir

Vopnafjarðarhrepp

Page 19: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 2 / 41

Page 20: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 3 / 41

Innihald 1 Aðdragandi, tilgangur og markmið ...................................................................... 5

1.1 Þverárvirkjun ........................................................................................................ 5

1.2 Vopnafjarðarlína 1 ................................................................................................. 6

2 Tillaga að breytingum á aðalskipulagi .................................................................. 7

2.1 Vegna Þverárvirkjunar: .......................................................................................... 7

2.1.1 Breytingar á uppdrætti ..................................................................................................... 7

2.1.2 Breytingar á greinargerð................................................................................................... 9

2.2 Vegna Vopnafjarðarlínu: ...................................................................................... 11

2.2.1 Breytingar á uppdrætti ................................................................................................... 11

2.2.2 Breytingar á greinargerð................................................................................................. 13

3 Staðhættir og fyrirhugaðar framkvæmdir ........................................................... 14

3.1 Umhverfi Þverár .................................................................................................. 14

3.1.1 Landnotkun og verndun ................................................................................................. 16

3.1.2 Nánari lýsing á virkjunarsvæðinu og framkvæmdum ....................................................... 16

3.2 Hellisheiði ........................................................................................................... 18

3.2.1 Landnotkun og verndun ................................................................................................. 19

3.2.2 Núverandi loftlína............................................................................................................ 19

3.2.3 Jarðstrengur................................................................................................................... 20

4 Umhverfismat ................................................................................................. 22

4.1 Matsskylda ......................................................................................................... 22

4.2 Tengsl við aðrar áætlanir ..................................................................................... 22

4.2.1 Landsskipulagsstefna ..................................................................................................... 22

4.2.2 Aðalskipulag Vopnafjarðar 2006-2026............................................................................ 23

4.2.3 Kerfisáætlun Landsnets .................................................................................................. 23

4.3 Mat á áhrifum ..................................................................................................... 24

4.4 Umhverfisþættir og viðmið .................................................................................. 25

4.5 Áhrifaþættir ........................................................................................................ 26

4.5.1 Þverárvirkjun .................................................................................................................. 26

4.5.2 Vopnafjarðarlína 1 .......................................................................................................... 26

4.6 Valkostir ............................................................................................................. 26

4.7 Umhverfisáhrif vegna Þverárvirkjunar .................................................................. 27

4.7.1 Áhrif á loftslag ................................................................................................................ 27

4.7.2 Áhrif á land ..................................................................................................................... 28

4.7.3 Áhrif á lífríki..................................................................................................................... 29

4.7.4 Áhrif á heilsu og öryggi ................................................................................................... 30

Page 21: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 4 / 41

4.7.5 Áhrif á samfélag ............................................................................................................. 31

4.7.6 Áhrif á fornleifar og minjar ............................................................................................... 32

4.7.7 Samantekt áhrifa og niðurstaða ...................................................................................... 32

4.8 Umhverfisáhrif vegna Vopnafjarðarlínu 1 .............................................................. 34

4.8.1 Áhrif á loftslag ................................................................................................................ 34

4.8.2 Áhrif á land ..................................................................................................................... 34

4.8.3 Áhrif á lífríki..................................................................................................................... 35

4.8.4 Áhrif á heilsu og öryggi ................................................................................................... 36

4.8.5 Áhrif á samfélag ............................................................................................................. 36

4.8.6 Áhrif á fornleifar og minjar ............................................................................................... 37

4.8.7 Samantekt áhrifa og niðurstaða ...................................................................................... 37

5 Málsmeðferð – hvenær getur þú komið að málum? ............................................. 39

5.1 Kynning lýsingar ................................................................................................. 39

5.2 Kynning tillögu í vinnslu ....................................................................................... 39

5.3 Tímalína og samráðsáætlun ................................................................................ 40

6 Heimildir ......................................................................................................... 41

Page 22: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 5 / 41

Athugasemdir og ábendingar við tillögu

Allir sem óska getið komið á framfæri athugasemdum og ábendingum við þessa tillögu með því að senda þær skriflega til skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps á netfangið [email protected] eða með bréfpósti á Sigurður Jónsson, Efla Austurlandi, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði.

Athugasemdir og ábendingar verða hafðar til hliðsjónar við frekari vinnu við tillöguna. Þegar tillaga telst fullbúin verður hún auglýst samkvæmt 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sjá nánar um samráð í kafla 5.

1 Aðdragandi, tilgangur og markmið Sveitarstjórn leggur hér fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Lagðar eru fram tillögur að tveimur breytingum samhliða. Breytingarnar eru vegna fyrirhugaðrar Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði.

Tilgangur breytinganna er að gæta samræmis við áætlanir þessara framkvæmda og koma fram sjónarmiðum sveitarstjórnar um þær. Þessar breytingar eiga sameiginlegt meginmarkmið að auka raforkuöryggi á Vopnafirði. Er það í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um að styrkja bæði búsetu og atvinnulíf í sveitarfélaginu.

1.1 Þverárvirkjun Fyrirtækið Þverárdalur ehf. áformar að reisa allt að 6 MW vatnsaflsvirkjun í Þverá í Vopnafirði. Þverá er um 19 km frá upptökum í Smjörfjöllum að ármótum Hofsár. Markmið Þverárdals ehf. er m.a. að nýta raforkuna í heimabyggð, virkja vatnsaflið á hagkvæman hátt og standa að hönnun mannvirkja og framkvæmdum á forsendum umhverfis.

Framkvæmdin fellur undir, 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. Þar fellur framkvæmdin í flokk B eða framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum þar sem þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þverárdalur ehf. óskaði eftir heimild Skipulagsstofnunar til að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar eins og um væri að ræða framkvæmd í flokki A og framkvæmdin færi því í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun féllst á það. Matsferlinu lauk með áliti Skipulagsstofnunar dags. 22. nóvember 2019.

Nálgast má bæði matsskýrslu framkvæmdaraðila og álit Skipulagstofnunar hér: https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/matsskylduakvardanir-flokkur-b/nr/995

Page 23: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 6 / 41

1.2 Vopnafjarðarlína 1 Landsnet áformar að hluti Vopnafjarðarlínu 1 verði lögð í jörð á alls um 9,4 km löngum kafla. Að mestu leyti er framkvæmdin innan sveitarfélagsmarka Vopnafjarðarhrepps, frá sveitarfélagsmörkum á móts við Fljótsdalshéraðs og niður í Böðvarsdal norðan Hellisheiðar eystri eða alls um 7 km. Jarðstrengurinn mun fylgja núverandi vegi yfir Hellisheiði eystri að mestu leyti. Í kjölfar lagningar jarðstrengs verður núverandi loftlína um heiðina tekin niður. Strengurinn verður með sömu flutningsgetu og loftlínan sem hann leysir af hólmi.

Tilgangur með lagningu jarðstrengs yfir Hellisheiðina er að bæta raforkuflutningskerfið til Vopnafjarðar. Er það gert til að m.a. koma í veg fyrir truflanir á orkuflutningi sem veldur notendum bæði óþægindum og kostnaði. Einnig er æskilegt að draga úr þörf á veðurháðum viðgerðum á loftlínu sem eru oft unnar við hættulegar aðstæður í erfiðum veðurskilyrðum.

Framkvæmd við niðurtöku loftlínunnar er tilkynningaskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. flokki B, sbr. tl. 13.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Jarðstrengslögnin ein og sér fellur ekki undir tilkynningaskylda framkvæmd þar sem strengurinn er undir 10 km og fer ekki um verndarsvæði.

Landsnet lagði fram tilkynningu til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða framkvæmd við Vopnafjarðarlínu 1 í september 2019. Skipulagsstofnun tók ákvörðun þann 12. desember 2019 um að framkvæmdin væri ekki matsskyld.

Sjá nánar í ákvörðun Skipulagsstofnunar sem finna má hér: https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/matsskylduakvardanir-flokkur-b/

Page 24: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 7 / 41

2 Tillaga að breytingum á aðalskipulagi

2.1 Vegna Þverárvirkjunar: Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 vegna Þverárvirkjunar felur í sér breytingu á sveitarfélagsuppdrætti ásamt viðbótum í greinargerð. Virkjunarsvæðið er merkt inn á uppdráttinn sem iðnaðarsvæði I5. Virkjunarsvæðið samanstendur af: stíflu, uppistöðulóni, yfirfalli, veituskurðum, þrýstipípu, stöðvarhúsi, frárennslisskurði og vegum. Þá eru merktar inn á uppdráttinn fjórar nýjar efnisnámur sem stendur til að nýta við framkvæmdirnar.

Í samræmi við breytingar á uppdrætti eru gerðar breytingar í greinargerð. Bætt er við umfjöllun og skilmálum um iðnaðarsvæðið I-5, Þverárvirkjun.

2.1.1 Breytingar á uppdrætti

Breyting verður gerð á sveitarfélagsuppdrætti, sjá mynd 2.1 fyrir yfirlitsmynd af uppdrættinum. Staðsetning breytinga er sýnd með gulum fleti og svörtum ramma. Sjá næstu myndir á eftir:

Mynd 2.1 Yfirlitsmynd af sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir hvar breytingin nær til.

Page 25: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 8 / 41

Mynd 2.2 Hluti sveitarfélagsuppdráttar fyrir breytingu. Mælikvarði 1:100.000.

Mynd 2.3 Hluti sveitarfélagsuppdráttar eftir breytingu. Mælikvarði 1:100.000.

Page 26: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 9 / 41

2.1.2 Breytingar á greinargerð

Eftirfarandi töflu og sérskilmálum er bætt við greinargerð aðalskipulagsins:

Auðk. Heiti Stærð (ha) Lýsing

I – 5 Þverárvirkjun 8,4

6MW vatnsaflsvirkjun. Iðnaðarsvæðið samanstendur af: stíflu, uppistöðulóni, yfirfalli, veituskurðum, þrýstipípu, stöðvarhúsi, frárennslisskurði og vegum.

Sérskilmálar fyrir Þverárvirkjun:

Fyrir framkvæmdir:

Áður en til framkvæmda kemur þarf að vinna deiliskipulag fyrir virkjunarsvæðið. Þar verði gerð frekari grein fyrir stærðum og umfangi mannvirkja. Við allan frágang á mannvirkjum skal huga að nærumhverfinu þannig að þau verði sem minnst áberandi frá nærliggjandi svæðum.

Stöðvarhús: við hönnun, lita og efnisval, hæðarsetningu og nánara val á staðsetningu skal taka mið af því að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum hússins.

Vegagerð og lagning þrýstipípu: Leggja skal vegi fljótandi með það fyrir augum að draga úr áhrifum á grunnvatnsstöðu og grunnvatnsstreymi. Við allan uppgröft skal halda til haga náttúrulegum gróðri og geyma fyrir frágang svo hægt sé að loka sárum með staðargóðri. Er það hugsað til að draga úr áhrifum á gróðurfar og ásýnd. Til að draga úr efnisflutningum og þörf á frekari uppgröft efna skal nýta efni sem grafið er upp sem fyllingarefni eins og kostur er.

Fyrir rekstur virkjunarinnar:

Aurskolanir úr lóni og inntaki fari ekki fram nema í samráði við Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár. Skolun fari fram þegar rennsli og náttúrulegur aurburður er mikill í ánni og á þeim tímum árs sem minnstar líkur eru á því að aukins aurburðar gæti út í Hofsá.

Fylgjast skal með áhrifum framkvæmda á mýrlendi og tryggja að mýrar þorni ekki upp að loknum framkvæmdum. Komi til þess að mýrar þorni upp skal meta umfang þess rasks eftir leiðbeiningum Umhverfisstofnunar.

Vegna nýrra efnistökusvæða fyrir framkvæmdina er bætt við fjórum efnistöku- og efnislosunarsvæðum. Tafla yfir efnistökusvæðin (námu,) yrði viðbót við töflu 18 á bls. 66 í greinargerð Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026:

Nr. Stærð (ha) Svæði Lýsing

E10 3,1 Brunná við Hrappsstaði

Setnáma úr fornum sjávarkambi og er efnið samansett úr sandi og möl.

Staðsett norðan megin við Sunnudalsveg, í landi Hrappsstaða/Háteigs.

Er í námuskrá Vegagerðarinnar með fastnr. 18510. Áætluð efnistaka um 80.000 m3.

E11 2,8

Eyrar í farvegi Þverár, ofan við brú.

Malareyrar í farvegi Þverár ofan við brú á Sunnudalsvegi ásamt haugsetningarsvæði á malarkambi ofan við vesturbakka árinnar.

Page 27: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 10 / 41

Efnistaka heimil til að halda árfarveginum í föstu skorðum með það fyrir augum að verja brúnna og veginn í miklum vatnavöxtum. Slík varnarviðbrögð skulu vera unnin í samstarfi við Vegagerðina.

Áætluð efnistaka úr árfarvegi um 20.000 m3. Frekari efnistaka háð framburði árinnar.

Haugsetning er leyfileg á ógrónum malarkambi ofan við vesturbakka árinnar. Áætluð haugsetning allt að 20.000 m3 efnis ofan á ógróinn malarkamb. Huga skal að laga efni og frágangi þannig að vel falli að landi.

E12 5,3 Hrappstaðaháls

Ógróinn jökulruðningur á klöpp. Svæðið er hugsað til efnistöku jafnt sem haugsetningar.

Til stendur að grafa þrýstipípu Þverárvirkjunar í gegnum svæðið ásamt vegi að stíflustæði.

Áætluð efnistaka um 30.000 m3.

Áætluð haugsetning allt að 60.000 m3 efnis af því gefnu að 30.000 m3 efnis hafa verið fjarlægðir. Huga skal að laga efni og frágangi þannig að vel falli að landi.

E13 1,8 Stíflu- og lónstæði Þverárvirkjunar

Malareyrar í faregi Þverár.

Fyrirhuguð stífla Þverárvirkjunar yrði fyrir ofan svæðið ásamt uppistöðulóni.

Áætluð efnistaka um 10.000 m3.

Page 28: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 11 / 41

2.2 Vegna Vopnafjarðarlínu: Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 vegna Vopnafjarðarlínu felur í sér breytingu á sveitarfélagsuppdrætti ásamt viðbótum í greinargerð.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að fella út loftlínu frá sveitarfélagsmörkum við Fljótsdalshérað norðan þjóðvegar nr. 917 og að mastri 247 í Böðvarsdal og gera ráð fyrir 66 kV jarðstreng í hennar stað. Jarðstrengur verður sýndur meðfram þjóðvegi uppi á heiðinni en í norðurhlíð hennar fer strengurinn eftir gömlum slóða. Lengd loftlínu sem verður tekin niður og nýs jarðstrengs verða um 7 km.

2.2.1 Breytingar á uppdrætti

Breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 mun fela í sér breytingu á línuleið sem sýnd er á sveitarfélagsuppdrætti. Breytt línuleið liggur um Hellisheiði og verður hún meðfram núverandi þjóðvegi yfir heiðina. Þá er núverandi lega loftlínu felld út af uppdrættinum. Sjá mynd 2.4 fyrir yfirlitsmynd af uppdrættinum. Staðsetning breytinga er sýnd með gulum fleti og svörtum ramma. Sjá næstu myndir á eftir:

Mynd 2.4 Yfirlitsmynd af sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir hvar breytingin nær til.

Page 29: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 12 / 41

Mynd 2.5 Hluti sveitarfélagsuppdráttar fyrir breytingu. Mælikvarði 1:100.000.

Mynd 2.6 Hluti sveitarfélagsuppdráttar eftir breytingu. Mælikvarði 1:100.000.

Page 30: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 13 / 41

2.2.2 Breytingar á greinargerð

Bætt verður við greinargerð Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 eftirfarandi umfjöllun um Vopnafjarðarlínu 1 ásamt skilmálum fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.

Breyting felur í sér að kafli 3.2.8.3 Rafmagn eru uppfærður og bætt er við skilmálum fyrir framkvæmdaleyfi vegna viðhald og breytinga á Vopnafjarðarlínu. Eftir breytingu er kaflinn svohljóðandi (viðbætur sýndar feitletraðar):

3.2.8.3 Rafmagn

Vopnafjarðarhreppur er á rafhitunarsvæði þar sem húsnæði er undantekningar lítið hitað upp með rafmagni. Vararafstöð er við þéttbýlið sem er keyrð með olíu þegar mikið álag er á raforkukerfinu eða skerðing verður á afhendingu rafmagns.

Vopnafjarðarlína 1

Vopnafjarðarlína 1 er 66 kV lína sem tekin var í notkun 1980 og er eina tenging Vopnafjarðar við flutningskerfi Landsnets. Línan liggur frá Lagarfossvirkjunin í Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði, meðfram Lagarfljóti að Jökulsá á Brú í Hróarstungu í átt til sjávar, yfir Hellisheiði eystri og niður í Böðvarsdal. Þaðan meðfram Krossavíkurfjöllum, yfir Hofsá og Kolbeinstanga að tengivirki við þéttbýlið í Vopnafirði.

Skilmálar vegna lagngingu jarðstrengja

Við lagningu strengja í jörð skal fyrst horfa til þess að leggja strengi um raskað svæði s.s. meðfram vegum og slóðum. Slíkt dregur úr frekara raski og getur einfaldað viðhald eða viðgerðir á streng.

Við framkvæmdir og frágang skal halda til haga svarðlagi og gera ráð fyrir að endurnýta það ofan á skurði eins og hægt er. Annars skal sá þar sem land er gróið með tegundum í samræmi við núverandi gróður. Jafnframt þarf að gæta þess að frágangur falli vel að landslagi.

Skilmálar vegna niðurtöku á loftlínum

Við niðurtöku á loftínu og möstrum skal horfa til þess að nýta vegi og vegslóða eins og kostur er til að lágmarka rask á yfirborði. Fylla skal upp í holur eftir staura eða möstur. Ef vegslóði er talinn óþarfur eftir niðurtöku loftlínu skal loka honum og ganga frá með því að notast við efni af staðnum og staðargróður látin græða sárin. Á melum og ógrónum svæðum skal jafna land svo líkast því sem fyrir er.

Markmiðið er svæði eftir aflagða vegi taki á sig mynd aðliggjandi svæða.

Page 31: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 14 / 41

3 Staðhættir og fyrirhugaðar framkvæmdir

3.1 Umhverfi Þverár Eftirfarandi lýsingar koma úr matsskýrslu Þverárdals ehf. (sjá skýrslu hér). Ýtarlegri umfjöllum má finna þar í köflum 2 og 5.

Þverá er dragá sem á upptök í vestanverðum Smjörfjöllum, þaðan sem hún rennur niður á láglendi Vopnafjarðar, út í Hofsá og þaðan til sjávar. Þverá er mynduð af Sauðá og Hestá við Þrætutungu þar sem ármótin eru. Fyrirhugað inntakslón yrði skammt norðan Þrætutungu. Þverárdalur tilheyrir Hrappsstöðum vestan ár (kallaður Hrappstaðadalur þeim megin) en Egilsstöðum, austan ár.

Lengd Þverár er um 19 km frá upptökum niður að ármótum Hofsár. Á leið hennar niður Þverárdal, niður á láglendi Vopnafjarðar renna í hana margir lækir úr fjöllunum umhverfis. Leiðin upp með ánni sker marga slíka lækjarfarvegi. Frá fyrirhuguðu inntakslóni að stöðvarhúsi fellur Þverá í gili. Til að byrja með eru hlíðarnar niður að ánni aflíðandi en eftir því sem neðar dregur þrengist gilið, dýpkar og verður að gljúfri. Í gljúfrinu rennur Þverá um litríkar líparít myndanir.

Rofmáttur árinnar er talsverður sem sést á því að frá fyrirhuguðu inntakslóni að Hofsá, um 6-7 km leið, eru engir fossar en nokkrar litlar flúðir. Áin breiðir nokkuð úr sér þegar giljunum sleppir og rennur þar í mörgum lænum áður en hún rennur út í Hofsá.

Frá þéttbýlinu í Vopnafirði er um 11 km akstursvegalengd um Hlíðarveg (917) og Sunnudalsveg (919) að Þverá . Þar er brú yfir ána, en rétt ofan hennar er fyrirhuguð staðsetning stöðvarhúss virkjunarinnar.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er að mestu vel gróið. Stórar mýrar með litlum flóaflákum og fjalldrapamóar voru áberandi á nyrðri hluta svæðisins þar sem þrýstipípa og vegur meðfram henni munu liggja uppi á flatlendinu, vestan Þverárgils.

Eftir því sem sunnar dregur á svæðinu, færist þrýstipípan og vegurinn nær bökkum Þverár og alveg niður að ánni þar sem stíflan, lónið, veituskurðurinn og yfirfallið eru fyrirhuguð. Á þessu svæði var gróðurinn mun fjölbreyttari þar sem skiptust á mis grónar og brattar skriður með full- eða hálfgrónum lyngmóum og jafnvel birkikjarri inn á milli.

Með fyrirhugaðri virkjun skerðist rennsli í Þverá á um sjö kílómetra kafla frá lóni að stöðvarhúsi. Innst (syðst) í dalnum rennur áin meðfram háum, nokkuð skriðulum og misvel grónum bökkum. Meðfram ánni eru einkum lítt grónar þurrar áreyrar. Þó sáust hér og þar grónar torfur ofan við árbakkann sem áin át bersýnilega úr. Nokkru norðar og neðar rann áin um þröngan farveg með klapparbotni og stundum um þröng höft. Á þessum kafla var lítið um bakkagróður.

Nyrst á svæðinu, um 500-700 m ofan við fyrirhugað stöðvarhús og brúna yfir Þverá á Sunnudalsvegi, rennur áin út úr þröngum farvegi sínum og flæðir um grófar og ógrónar áreyrar.

Við athugun á fuglalífi sumarið 2018 fundust 20 fuglategundir í Þverárdal, þar af voru sjö á válista. Tvær af framangreindum sjö válistategundum eru skilgreindar sem ábyrgðartegundir. Þessar tegundir eru fýll og fálki. Til viðbótar voru sjö tegundir af

Page 32: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 15 / 41

þeim 20 sem voru skrásettar skilgreindar sem ábyrgðartegundir. Þessar tegundir eru heiðagæs, sandlóa, heiðlóa, lóuþræll, jaðrakan, spói og stelkur. Auk þessara tegunda er smyrill, sem skilgreindur er í forgangi vegna Bernarsamnings, og grágæs sem er á lista NÍ yfir svokallaðar forgangstegundir. Fálki sást þó ekki í athuguninni en fæðuleifar sem fundust benda eindregið til þess að tegundin verpi í Þverárgili.

Hreindýr hafa orðið meira áberandi á vopnfirskum heiðum á síðustu árum samhliða mikilli fjölgun þeirra norðan Jökuldals. Lítið hefur þó borið á hreindýrum í og við Þverárdal en þau hreindýr sem sjást þar einkum eru tarfar.

Vatnalíf Þverár ber þess glöggt merki hvað þéttleika og samsetningu þörunga og hryggleysingja varðar að vera vatnsmikil, köld og straumhörð á. Þannig bentu mælingar á blaðgrænu a (lífmassa þörunga) til þess að frumframleiðsla í ánni væri fremur lítil. Þörungar gegna mikilvægu hlutverki í frumframleiðslu straumvatna sem frumstig í fæðuvefjum og grunnur að tilveru annarra dýra ofar í fæðukeðjunni.

Gildi blaðgrænu gaf þær vísbendingar að aðstæður fyrir þörunga séu mun betri neðan til í ánni en á efri hluta hennar. Þéttleiki hryggleysingja var fremur lítill á öllum stöðvum og fánan fremur einsleit. Í flestum tilvikum var einungis rykmý til staðar en það var ríkjandi á öllum stöðvum og í öllum sýnum líkt og algengt er í dragám á Íslandi. Tegundasamsetning rykmýsfánunnar bendir til þess að Þverá sé fremur næringarefnafátæk.

Rafveitt var á fimm stöðum í Þverá. Einungis bleikjuseiði veiddust og voru þau á þremur stöðum í ánni. Ekkert seiði veiddist á efstu stöðinni þar sem fyrirhugað lónstæði á að vera.

Á fyrirhuguðu virkjunarsvæði er berggrunnurinn myndaður á svokölluðu mið-míósen tímabili á tertíera jarðsögu tíma (eldri en 11 milljón ára) og samanstendur að mestu af basaltlögum (þóleiít) með misþykkum setlögum á milli. Á nokkrum stöðum skjóta upp kollinum yngri berglög, úr súru gosbergi frá síðari hluta tertíer og ísöld (eldri en 11 þúsund ára) eða súrt innskortsberg (rýólít, granófýr og granít). Í norðurhlíðum Smjörfjalla er talin vera kulnuð megineldstöð sem er álitin hafa verið virk á tertíer. Á láglendi er berggrunnurinn að mestu hulinn þykkum setlögum, sem hafa verið að myndast frá lokum ísaldar (yngri en 11 þúsund ára). Víðs vegar má sjá malarhjalla neðarlega í hlíðum Smjörfjalla, sem hafa myndast þegar sjávarstaðan var hærri en hún er í dag.

Rennsli Þverár kemur til með að skerðast í gljúfrinu milli fyrirhugaðrar stíflu og niður að brúnni yfir Þverá á Sunnudalsvegi. Skerðingin á sér fyrst og fremst stað að vetri til en á sumrin verður áfram talsvert rennsli. Vatnsrennsli um flúðir á þessum kafla í gljúfrinu mun því skerðast en einungis að litlu leyti yfir sumartímann.

Engir þekktir fossar eru í Þveránni á þessu svæði, en nokkrir lækjarfarvegir falla í fossum fram yfir gljúfurbrúnina og í Þverá. Ásýnd þeirra mun ekki skerðast, fyrir utan einn ónefndan foss sem er um það bil 300 m neðan við stífluna. Sá foss mun að mestu hverfa vegna áforma um að veita vatninu úr þessum læk inn í lónið. Í gljúfrinu má sjá marga tilkomumikla bergganga, en öll fyrirhuguð mannvirki í tengslum við virkjunina eru staðsett fjarri þeim og því kemur framkvæmdin ekki til með að skerða þá eða ásýnd þeirra. Á kafla í

Page 33: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 16 / 41

gljúfrinu hefur áin rofið sig niður í líparít (rýólít), sem er bergmyndun frá því að megineldstöðin í norðurhlíðum Smjörfjalla var virk.

Við vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fór fram skráning fornleifa á vegum fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Alls voru skráðar 32 minjar á vettvangi, 21 austan ár í landi Egilsstaða og 11 vestan ár, í landi Hrappsstaða.

Skráðar minjar endurspegla hvernig afdalir, þar sem ekki var hefðbundinn búskapur, voru nýttir allt fram á 20. öld. Þar er að finna beitarhústóftir, hey- og seltóftir, auk nokkurra varða, smalabyrgis og tveggja stekkja. Elstu minjarnar eru seltóftir beggja vegna árgilsins en haft hefur verið í seli frá Hrappsstöðum vestan ár og Egilsstöðum austan ár. Seljabúskap var hætt á Íslandi á 19. öld og hafði hann þá verið á undanhaldi um nokkurt skeið. Seltóftirnar eru gamlar að sjá og eru selin bæði kennd við sjálfar tóftirnar, kallaðar Seltóttir í landi Hrappsstaða en Seltættur í landi Egilsstaða. Heyjað var á dalnum fram á 20. öld og eru heytóftir bæði austan og vestan ár.

Fornleifaskráningin tekur til minja sem enn sjást á yfirborði eða þar sem staðsetning jarðlægra eða horfinna minja er þekkt. Minjar geta þó einnig leynst undir yfirborði þótt þær sjáist ekki ofan jarðar. Þar sem fornleifar koma óvænt í ljós ber, samkvæmt 24. gr. laga um menningarminjar, að tilkynna fundinn til Minjastofnunar Íslands sem ákvarðar um frekari aðgerðir til björgunar eða verndar minjunum.

3.1.1 Landnotkun og verndun

Samkvæmt Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006-2026 er virkjunarsvæði Þverárvirkjunar á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarland. Óheimilt er að breyta landnotkun á landbúnaðarsvæði sem er 5 hektarar eða stærra, nema leyfi landbúnaðarráðherra liggi fyrir.

Engin verndarsvæði er í námunda við fyrirhugað virkjunarsvæði. Engin mikilvæg fuglasvæði á landsvísu eru í næsta nágrenni fyrirhugaðs virkjunarsvæðis.

Engin þekkt svæði í Vopnafjarðarhreppi eru undir náttúruvá og svæðið er ekki á þekktu jarðskjálftasvæði.

3.1.2 Nánari lýsing á virkjunarsvæðinu og framkvæmdum

Eftirfarandi samantekt byggir á framkvæmdalýsingu úr matsskýrslu Þverárdals ehf. Sjá nánar um fyrirhugaðar stærðir og umfang í kafla 3 í matsskýrslunni.

Stífla Stíflan myndi liggja þvert yfir farveg Þverár, úr landi Hrappsstaða/Háteigs yfir í land Egilsstaða rétt neðan við ármót Þverár og Sauðár. Lengd stíflunnar er um 110 m, mesta hæð hennar yrði um 18 m.

Uppistöðulón/inntakslón

Við stífluna yrði til uppistöðulón sem yrði við venjulegt rekstrarvatnsborð um 1,5 ha að stærð, þar af um 40% þess í farvegi Þverár. Gert er ráð fyrir að í flóðum geti vatnsborð hækkað um 2,5 m frá venjulegu rekstrarvatnsborði. Yfirborð uppistöðulóns mun marka efri mörk virkjunarasvæðisins á uppdrætti aðalskipulags.

Page 34: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 17 / 41

Yfirfall og skurður

Gert er ráð fyrir að skurður verði grafin á austurbakka Þverár við enda stíflu. Áætlað er að skurðurinn verður um 120 m langur og botnbreidd um 15 m. Við enda skurðar verður steypt yfirfall um 20 m langt. Yfirfallið er nauðsynlegt til að varna því að flæði yfir stífluna.

Veituskurður

Veita á litlum læk sem rennur í Þverá fyrir neðan fyrirhugaða stíflu yfir í uppistöðulónið. Vegna þessa þarf að grafa skurð frá núverandi farvegi lækjarins og yfir í lónið, um 370 m langan og 2 m breiðan.

Botnrás

Botnrás mun fyrst og fremst nýtast á byggingartíma stíflu við veitingu Þverár fram hjá stíflu en einnig til að tæma lónið á rekstrartíma og skola út framburði. Neðan við botnrásina verður steyptur veggur sem leiðir vatnið aftur í farveg Þverár neðan við stíflu.

Þrýstipípa

Frá inntaki og niður að stöðvarhúsi verður lögð niðurgrafin þrýstipípa, á bilinu 1,2-1,3 m í þvermál. Áætlað er að lengd þrýstipípunnar verði um 5,5 km. Vegna graftar við lagningu pípunnar er gert ráð fyrir allt að 10-25 m heildarbreidd raskaðs svæðis, að jafnaði, fyrir veg og pípu. Breidd skurðar er breytileg eftir dýpi á fast, breiðari efst meðfram gilinu en mjórri eftir því sem neðar dregur.

Stöðvarhús og frárennslisskurður

Stöðvarhúsið verður ofanjarðar, á einni hæð, á vesturbakka Þverár rétt ofan við brú Sunnudalsvegar á Þverá. Áætlað er að húsið verði um tæpir 170 m2 og 12 m hátt frá gólfkóta húss. Undir og frá stöðvarhúsinu liggur um 15 m langur niðurgrafinn og steyptur frárennslisstokkur, sem veitir vatninu frá hverflinum og út í frárennslisskurð.

Um 3 m breiður og 140 m langur frárennslisskurður verður grafinn frá stöðvarhúsinu og út í Þverá ofan við brúna. Frárennslisskurðurinn mun marka neðri mörk virkjanasvæðisins.

Tenging við flutningskerfið

Virkjunin verður tengd með 11/33 kV jarðstreng inn á aðveitustöð RARIK á Vopnafirði. Útfærsla og undirbúningur að lagningu strengsins er í höndum RARIK sem rekur dreifikerfið.

Ráðgert er að leggja jarðstrenginn í jörðu um 11 km leið að Vopnafirði. Ekki er búið að ákveða strengleiðina en strengurinn mun að öllum líkindum liggja meðfram Sunnudalsvegi að gatnamótum Sunnudalsvegar og Hlíðarvegar. Þaðan mun strengurinn liggja meðfram Hlíðarvegi að gatnamótum Hlíðarvegar og Hofsárdalsvegar. Frá gatnamótum Hlíðarvegar og Hofsárdalsvegar yrði strengurinn lagður við hlið núverandi strengs RARIK að aðveitustöðinni.

Samkvæmt matsskýrslu Þverárdals ehf. stendur til að strengurinn verði plægður niður þannig að ummerki á yfirborði kom til með að verða sáralítil. Með hliðsjón af sambærilegum framkvæmdum mun RARIK sjá til þess að skoðað verði hvort fornleifar séu á leið jarðstrengsins og senda þær niðurstöður til Minjastofnunar Íslands.

Page 35: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 18 / 41

Vegir

Gert er ráð fyrir að leggja aðkomuveg frá Sunnudalsvegi, um 250 m frá brúnni á Þverá, í núverandi slóðastæði að þrýstipípu ofan við stöðvarhús og niður að stöðvarhúsi. Sótt verður um heimild Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu og endanleg staðsetning ákveðin þannig að sjónlengdir verði sem mestar. Meðfram þrýstipípu verður lagður ríflega 5 km langur vegur upp að stíflu og inntaki. Gert er ráð fyrir hefðbundnum malarvegi með um 4 m breiðri akbraut með útskotum reglulega til að tæki geti mæst á framkvæmdatíma. Heildarbreidd vega verður um 5-6 m að jafnaði með fláum en breidd vegarins getur á stöku stað orðið meiri þar sem jarðföll/gil verða þveruð. Með þrýstipípu er áætluð heildarbreidd raskaðs svæðið að jafnaði um 25 m á kafla meðfram gilinu, samanborið við 10-15 m þegar komið er upp úr því. Engir aðrir vegir eru fyrirhugaðir nema vinnuvegir sem verða fjarlægðir í verklok.

Efnistaka og haugsetning

Til byggingar virkjunar þarf efni í vegi, stíflu (allt frá fínefnaríku efni og upp í 70 cm grjót) og fyllingar með mannvirkjum. Í matsskýrslu kemur fram að gert sé ráð fyrir að heildarefnisþörf verði tæplega 100.000 m3, mest í stíflu, 32.000 m3, vegi 27.500 m3 og skurð fyrir pípu 19.500 m3. Gert er ráð fyrir að taka efnið úr fjórum námum, þarf af verði stærsti hluta efnis teknir úr tveimur námum: á ógrónu svæði um miðja leið þrýstipípunnar og úr frágenginni námu við Hrappstaði (nefnist Brunná við Hrappsstaði í námuskrá Vegagerðarinnar, fastnr. 18510). Einnig er gert ráð fyrir að nýta efni úr tveimur námum í farvegi Þverár. Framangreindar námur eru ekki á aðalskipulagi Vopnafjarðar.

Haugsetning efnis

Framkvæmdaraðili gerir er ráð fyrir að endurnýta efni sem kemur úr uppgreftri innan framkvæmdasvæðisins eins og kostur er. Efni sem er ekki fullnægjandi að gæðum og nýtist ekki þarf að haugsetja. Ráðgert er að haugsetja efni í námu við þrýstipípuna og á mel meðfram aðkomuvegi. Við haugsetningu verður efninu jafnað yfir svæðin og þau formuð með svipuðum hætti og næsta umhverfi. Námu- og haugsetningarsvæðin vorun valin með tilliti til þess að um væri að ræða lítt eða ógróin svæði.

3.2 Hellisheiði Eftirfarandi lýsingar byggja á upplýsingum úr greinargerð sem fylgdi tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar.

Milli Héraðs og Vopnafjarðar er mikill fjallgarður gengur til norðausturs út í sjó. Landið einkennist af bröttum hlíðum bæði Héraðs megin og Vopnafjarðar megin og hlykkjast þjóðvegurinn þar um í kröppum beygjum. Fjöll og dalir fjallgarðsins hafa sín örnefni en þjóðvegurinn er kenndur við Hellisheiði og liggur hann hæst í 655 m y.s. Fjallgarðurinn er snjóþungur og algengt er að fannir séu í giljum langt fram eftir sumri. Hrjóstrugt og grýtt landslag er einkennandi uppi á heiðinni en fram á fjallsbrúnunum er útsýni yfir sveitirnar sem fjallgarðurinn klýfur.

Fjallgarðurinn er upp byggður af fjölbreyttum berglögum. Einkennandi eru basískt og ísúrt gosberg og setlög eldri en 11 m. ára. Lagnaleið jarðstrengsins og loftlínan eru í mikilli hæð og á gróðurrýru landi. Mosagróður er að finna við vatnsuppsprettur víða í fjallgarðinum en í hlíðum og dalbotnum er lágvaxinn mólendis- eða mýrargróður.

Page 36: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 19 / 41

Staurastæðum núverandi loftlínu var valinn staður utan votlendis í flestum tilfellum og slóðar liggja í þurru landi þar sem því hefur verið við komið.

Jarðstrengur mun liggja að mestu í þegar röskuðu, lítt grónu landi við þjóðveginn yfir Hellisheiði. Miðað er við að um 10 m breitt svæði raskist á framkvæmdatíma. Leitast verður eftir að halda strengleiðinni að stærstum hluta meðfram núverandi vegum, það er þegar röskuðu landi.

Á Hellisheiði er dýralíf frekar fábreytt og eru það helst spörfuglar og einstaka tófur á ferð sem sækja í æti í björgin. Svæðið telst til veiðisvæða hreindýra en svæðið telst ekki mikilvægt búsvæði þessara dýrategunda. Í hlíðum fjallgarðsins beggja vegna eru beitilönd fyrir sauðfé og eitthvað af því sækir upp á fjallgarðinn. Ein á er á fyrirhugaðri lagnaleið en það er Dalsá í Böðvarsdal.

3.2.1 Landnotkun og verndun

Samkvæmt Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006-2026 fer fyrirhugaður jarðstrengur um land sem skilgreint er óbyggt land annars vegar og landbúnaðarland hins vegar.

Samkvæmt Umhverfisstofnun er svæðið nyrst á skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa á náttúruminjaskrá undir aðrar náttúruminjar:

„604. Fagradalsfjöll og Kollumúli, Vopnafjarðarhreppi, Hlíðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Skaginn milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa utan við Búr, Hellisheiði og Hellisá, ásamt Bjarnarey. (2) Fagurt fjallendi með dalverpum og litríkri strönd. Athyglisverður gróður.“

Loftlínan liggur skammt utan marka verndarsvæðisins. Engar þekkar fornleifar eru á svæðinu og fornleifaskráning hefur ekki farið fram.

3.2.2 Núverandi loftlína

Vopnafjarðarlína 1 er 66 kV loftlína á trjástaurum sem liggur frá Lagarfossstöð til Vopnafjarðar og er 58,1 km á lengd. Hún var tekin í notkun 1980. Vegir og/eða torfærir slóðar liggja með línunni eða næsta nágrenni og liggja að flestum staurastæðum.

Línan þverar Hellisheiði eystri og fer niður Fagradal, og upp Skinnugil og upp fjallið Búr. Ofan af Hellisheiði eystri þverar línan Böðvarsdal utarlega og liggur svo inn Vopnafjörð og í tengivirki norðan megin við fjörðinn.

Mikil hætta er á bilun línunnar vegna veðurálags og leiðin þar sem hún liggur um Hellisheiði er torfarin á veturna. Línan er eina tenging Vopnafjarðar við meginflutningskerfið. Til að tryggja frekar raforkuflutning til Vopnafjarðar er stefnt á að leggja línuna sem jarðstreng á tæplega 10 km kafla efst á Hellisheiði. Auk þess auðveldar strengleið nær þjóðveginum allt viðhald og eftirlit auk þess sem það bætir öryggi starfsmanna, sem sinna rekstri og viðhaldi línunnar, oft við erfiðar aðstæður. Loftlínan sem jarðstrengurinn leysir af hólmi verður tekin niður.

Loftlínan verður fjarlægð frá sveitarfélagamörkum við Fljótsdalshérað að staurastæðu 247 í Böðvarsdal norðan Hellisheiðar. Endamastur verður þar sem loftlínan og jarðstrengurinn tengjast.

Page 37: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 20 / 41

Sá hluti loftlínu, sem tekin verður niður, er um 8,9 km að lengd. Sunnan til á Hellisheiði liggur línan frá vegi (Hlíðarvegi nr. 917), frá stæðu nr. 196 sem er í um 420 m h.y.s. rétt norðan við veginn yfir Hellisheiði á svokallaðri Fönn.

Núverandi loftlínu hefur í flestum tilfellum verið valinn staður utan votlendis og liggur slóð að hverjum staur vegna viðhalds á línunni. Við niðurtöku línu verða þessir slóðar notaðir. Á sumum stöðum eru einungis hjólför í landinu eða troðningar eftir vinnuvélar og í bröttum hlíðum eru skeringar. Engin plön eru við staurastæður. Hægt er að komast með tæki að vel flestum staurum seinnipart sumars og raskast því land lítið frá núverandi ástandi þegar lína verður fjarlægð.

Leiðararnir eru losaðir og undnir inn á kefli þannig þeir dragist sem minnst eftir jörð. Staurarnir eru dregnir upp með gröfu ef hægt er að koma henni að. Fyllt er upp í holur með efni af staðnum. Þar sem ekki er hægt að koma að gröfu er grafið niður með staurunum og þeir sagaðir sundur undir yfirborði og jafnað yfir. Helst er það í brekkunni niður í Böðvarsdal sem erfitt gæti reynist að koma að gröfu að 5-6 stæðum. Staurar, leiðarar og aðrir hlutar línunnar verður flutt af svæðinu.

Gerð verða endamöstur við báða enda jarðstrengs og þegar jarðstrengur hefur verið lagður milli þeirra verður loftlína tengd inn á möstrin. Settur verður upp tengibúnaður í eða við þessi möstur. Þá fyrst verður hægt að hefja niðurrif loftlínunnar.

Gert er ráð fyrir að frágangur svæðis við möstur núverandi loftlínu verði með þeim hætti að svæðið taki á sig mynd aðliggjandi svæða. Leitast verður við að fylla í holur eftir staura með efni af staðnum og staðargróður látinn um að græða sárin. Á melum og ógrónum svæðum verður land jafnað, sem líkast því sem fyrir er. Leitast verður við að velja árstíma sem ætla má að minnst áhrif verði á gróður.

Gera má ráð fyrir að slóðar verði áfram sýnilegir en samráð verður haft við sveitarstjórn og landeigendur um frágang þeirra t.d. ef krafa verður gerð um að lagfæra slóða. Hugsanlegt er að heimamenn vilji halda slóðum að einhverju leyti t.d. til fjárleita.

3.2.3 Jarðstrengur

Jarðstrengur mun liggja að mestu í þegar röskuðu, lítt grónu landi og sem næst þjóðveginum yfir Hellisheiði.

Sunnan við Hellisheiðina verður línan tekin í jörð við staurastæðu nr. 196 sem stendur í um 420 m h.y.s., rétt norðan við veginn yfir Hellisheiði á svokallaðri Fönn. Strengurinn mun liggja meðfram vegi í gróinni hlíð og víkja aðeins frá honum eftir stalli í landinu áður en hann þverar veginn sunnan Köldukinnarlækjar. Þaðan liggur svo strengurinn ofan við veg nokkurn spöl og víkur frá veginum þar sem vegurinn sveigir til norðurs í Jökuldal og strengurinn þverar gil og læki. Leiðin liggur upp aflíðandi hlíð og nálgast svo veginn aftur eftir skarpa beygju á honum til suðurs aftur og kemur strengleiðin að honum efst á hæðinni. Strengleiðin liggur með veginum til vesturs, þar sem hann fer ofan við Heiðarskarð og er það hæsti hluti leiðarinnar. Þar liggur leiðin sunnan vegar um gróðursnauðan mel þar sem stutt er á klöpp. Strengleiðin þverar veginn tvisvar á stuttum kafla vegna þrengsla, áður en hann fer niður bratta brekku í átt að Böðvarsdal og víkur frá vegi enda er hann hlykkjóttur á þessum kafla en þverar hann þrisvar á stuttum kafla áður en hann nálgast veginn aftur. Í brekkunni er

Page 38: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 21 / 41

grjótskriða og melur þegar neðar er komið en neðst í brekkunni eru gróðurflákar og lífrænn jarðvegur inn á milli.

Þessi gamla slóð fylgir að mestu svokölluðum Þýfislæk og strengleiðin þverar hann þar sem hún kemur svo að veginum aftur, nokkuð austan við Dalsá, og fylgir honum að ánni. Þar liggur strengleiðin í grónu landi að ánni en þverun á Dalsá er hugsuð í brúnni eða undir ána ofan brúar. Vestan Dalsár, norðan við Eyvindarstaði er ákjósanleg leið meðfram gömlum vegi að þeim stað sem strengurinn tengist loftlínunni við stæðu númer 274 undir Vindfellshálsi. Þessi leið er í grónu landi í lífrænum jarðvegi.

Jarðstrengurinn verður 66 kV og er settur saman af þremur einleiðurum, einn fyrir hvern fasa, og hver þeirra um 7-8 cm í þvermál. Strengurinn verður með sömu flutningsgetu og loftlínan sem hann leysir af hólmi.

Við framkvæmdina verður notast við gröfu, fleygvélar og flutningabíla. Grafinn verður ca. 0,8 m breiður skurður fyrir strengina niður á um 1,25 m dýpi. Svarðlagi er haldið til haga þar sem því verður við komið. Við uppfyllingu skurðarins verður settur sandur neðst og umhverfis strenginn sem uppfyllir kröfur Landsnets s.s. varðandi hitaleiðni og strengnum komið fyrir á skurðbotninum. Gengið verður frá yfirborði lands, umframefni jafnað út og strengleiðin merkt á yfirborði.

Page 39: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 22 / 41

4 Umhverfismat Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og er umhverfismat aðalskipulagstillögu unnið í samræmi við þau og Skipulagslög nr. 123/2010.

4.1 Matsskylda Þverárvirkjun

Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Þverárvirkjunar falla undir, 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. Í 1. viðauka laganna, lið 3.22, segir að vatnsorkuver með uppsett rafafl 200 kW eða meira séu tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar (flokkur B). Þverárdalur ehf. ákvað að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar eins og um væri að ræða framkvæmd í flokki A og framkvæmdin færi því í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Helstu rök framkvæmdaraðila voru eftirfarandi:

Rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum eru af skornum skammti eða ekki fyrir hendi sem kallar á ítarlegar rannsóknir. Með því að vinna fyrst tillögu að matsáætlun geta rannsóknir orðið markvissari og mat á áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið eins vandað og frekast er unnt.

Hugsanlega eru fleiri en einn möguleiki á virkjunartilhögun sem vert er að kynna opinberlega og lýsa í umhverfismatsferli.

Vatnsaflsvirkjanir eru oft umdeildar og því mikilvægt að mati framkvæmdaraðila að almenningur hafi aðkomu að ferlinu, hvort heldur er til að kynnast framkvæmdinni og/eða koma athugasemdum á framfæri sem geta hjálpað til við að lágmarka áhrif á umhverfið.

Skipulagsstofnun féllst á þessa málsmeðferð í bréfi dags. 16. maí 2018. Málsmeðferðinni lauk svo með áliti Skipulagsstofnunar 22. nóvember 2019.

Vopnafjarðarlína 1

Framkvæmd við niðurtöku loftlínunnar er tilkynningaskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. flokki B, sbr. tl. 13.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í tl. 13.02 segir:

„Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir samkvæmt flokki A, aðrar en tilgreindar eru í tölulið 13.01, og flokki B sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif“.

Jarðstrengslögnin ein og sér fellur ekki undir tilkynningaskylda framkvæmd þar sem strengurinn er undir 10 km og fer ekki um verndarsvæði.

Skipulagsstofnun tók ákvörðun þann 12. desember 2019 um að framkvæmdin væri ekki matsskyld.

4.2 Tengsl við aðrar áætlanir

4.2.1 Landsskipulagsstefna

Samkvæmt 4. mgr. 10 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. skulu sveitarfélög taka mið af landsskipulagsstefnu við gerð skipulagsáætlana eða breytinga á þeim. Eftirfarandi kemur fram í stefnunni og verður horft til þess við aðalskipulagsbreytinguna:

Page 40: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 23 / 41

,,2.5.1 Orkunýting og raforkuflutningur í skipulagsáætlunum.

Við skipulagsgerð sveitarfélaga verði tekin afstaða til möguleika á orkuframleiðslu með vatnsafli, jarðvarma og vindorku í sátt við náttúru og samfélag. Skipulagsákvarðanir um raforkuflutningsmannvirki geri kleift að tryggja örugga afhendingu raforku, um leið og tekið er tillit til áhrifa á náttúru og landslag. Við skipulagsákvarðanir um nýja orkuvinnslukosti og lagningu raflína verði lagt mat á umhverfisáhrif, þar á meðal sjónræn áhrif og leitast við að velja þann kost sem valdi minnstum neikvæðum umhverfisáhrifum.“

Breyting vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1 samræmast landsskipulagsstefnu þar sem markmið þessara breytinga er að tryggja öruggari afhendingu raforku. Við framkvæmdir skal þess gætt að umhverfisáhrif verði sem allra minnst og frágangur falli sem best að núverandi landslagi.

Nálgast má Landsskipulagsstefnu hér: https://www.landsskipulag.is/gildandi-stefna/stefnan

4.2.2 Aðalskipulag Vopnafjarðar 2006-2026

Samkvæmt Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 er framkvæmdasvæði Þverárvirkjunar skilgreint sem landbúnaðarsvæði (neðan við 300 m y.s.).

Fyrirhuguð línuleið jarðstrengs um Hellisheiði er á landbúnaðarsvæði og óbyggt svæði (ofar 300 m y.s.). Núverandi loftlína fer í jaðar svæðis á náttúruminjaskrá kennt við Fagradalsfjöll og þverar tvær gönguleiðir á leiðinni niður í Böðvarsdal.

Á landbúnaðarlandi sveitarfélagsins eru nokkrar reið- og gönguleiðir og er lögð áhersla á að merkja, kynna og skapa nýja möguleika í útivist og ferðamennsku á svæðinu. Lögð verði áhersla á sjálfbæra þróun lands þ.e.a.s. að markvisst verði fylgst með þoli landsins vegna ferðamanna og búfjár og leitast við að ofbjóða því ekki.

Óbyggð svæði eru opin svæði til almennrar útiveru eða takmarkaðrar umferðar fólks og þar er ekki gert ráð fyrir mannvirkjagerð, þ.m.t. skógræktarsvæði önnur en nytjaskógrækt á bújörðum og landgræðslusvæði.

Í kafla 3.2.8 um veitur – almennt veitukerfi segir:

„Mikilvægt er að veitukerfi nýtist íbúum sveitarfélagsins og atvinnustarfsemi á hagkvæman hátt. Næg og örugg raforka verður tryggð fyrir íbúa og atvinnulíf. Vopnafjarðarhreppur er á rafhitunarsvæði þar sem húsnæði er undantekningarlítið hitað upp með rafmagni“.

Áherslur sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps eru m.a. að tryggja raforkuflutning til byggðarlagsins en húsnæði er undantekningarlítið hitað upp með rafmagni þar sem ekki hefur fundist nægilega heitt vatn á svæðinu.

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps má finna hér: https://www.vopnafjardarhreppur.is/Stjornsysla/skipulags_og_byggingarmal/skipulagsgogn

4.2.3 Kerfisáætlun Landsnets

Í gildi er Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 þar sem er gert ráð fyrir að styrkja flutningskerfi raforku til Vopnafjarðar árið 2021 og er það forsenda fyrirhugaðra framkvæmda.

Page 41: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 24 / 41

Endurnýjun Vopnafjarðarlínu 1 er á framkvæmdaáætlun 2020-2022 sem er hluti af Kerfisáætlun Landsnets. Í áætluninni segir:

Verkefnið snýr að endurbótum á Vopnafjarðarlínu 1 sem er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að breyta línunni, sem er 66 kV háspennulína, er liggur frá tengivirkinu við Lagarfoss að tengivirki rétt við Vopnafjarðarbæ, í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi á Vopnafirði og einnig til að minnka slysahættu við rekstur og viðhald línunnar. Línan er tréstauralína og er heildarlengd rúmlega 58 km. Hún liggur meðfram Lagarfljóti og Jökulsá Brú í Hróarstungu í átt til sjávar. Línan þverar Hellisheiði eystri og fer niður Skinnugil og upp Búrið, sem er afar torfarið og hættulegt á veturna. Ofan af Hellisheiði eystri liggur línan inn Vopnafjörð og í tengivirkið norðan megin við fjörðinn. Línan var tekin í notkun árið 1980.

Nálgast má framkvæmdaáætlunina hér: https://framtidin.landsnet.is/framkvaemdaaaetlun-2020-2022/lysing-verkefna-a-arinu-2021/

4.3 Mat á áhrifum

Matsvinnan fer fram samhliða vinnu við tillögu á breytingu á aðalskipulagi svo bregðast megi við hugsanlega neikvæðum umhverfisáhrifum. Leitast verður við að draga úr neikvæðum áhrifum í samræmi við hugmyndir um sjálfbæra þróun og til að stuðla að skipulagstillagan hafi eins jákvæð umhverfisáhrif og kostur er.

Horft er til mögulegra áhrifa breytinganna á þá umhverfisþætti sem eru flokkaðir í kaflanum hér á eftir.

Notaðar eru fjórar vægiseinkunnir við matið:

+ Líkur á jákvæðum áhrifum

+/- Áhrif talin óveruleg

- Líkur á neikvæðum áhrifum

? Óvissa um áhrif/áhrif háð útfærslu

Ef líkur eru á neikvæðum áhrifum eru þau skoðuð nánar og metið hvort þau teljist lítil, miðlungs (neikvæð) eða mikil (veruleg og neikvæð) út frá einkennum áhrifa (umfang/stærð) og gildi umhverfisþáttar (mikilvægi/viðkvæmni).

Stigskipting áhrifa Aðgerðir

Áhrif talin neikvæð en lítil Áhrifin talin neikvæð en lítilsháttar. Ekkert frekar aðhafst.

Áhrif talin neikvæð Leitað eftir útfærslum til að draga úr áhrifum og/eða mótvægisaðgerðum.

Áhrif talin verulega neikvæð Áhrif veruleg. Skoða ætti fleiri valkosti sem hafa minni áhrif.

Page 42: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 25 / 41

4.4 Umhverfisþættir og viðmið Í matsvinnunni verða skoðuð möguleg áhrif á þá umhverfisþætti sem taldir eru upp í töflu 5.1. Horft verður til mögulegra áhrifa sem breytingin mun leiða af sér þ.e.a.s. áhrif vegna þeirra framkvæmda og breytingar á umhverfinu sem telja má líkleg.

Tafla 5.1. Þeir umhverfisþættir sem verða skoðaðir við umhverfismat skipulagsáætlunarinnar ásamt matsspurningum.

Umhverfisþáttur Matsspurningar

Loftslag

• Losun kolefnis

• Binding kolefnis

Mun breytingin leiða til áhrifa á magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti?

Land

• Landslag

• Jarðfræði & jarðmyndanir

• Náttúruminjar

• Jarðvegur

• Ár, lækir og vötn

Mun breytingin leiða til áhrifa á ásýnd lands og landslag?

Mun breytingin fela í sér áhrif á jarðmyndanir sem njóta verndar eða þykja sérstæðar?

Mun breytingin leiða til áhrifa á náttúruminjar?

Mun breytingin leiða til áhrifa á vatnsmagn og rennsli í ám og vötnum?

Lífríki

• Gróður

• Dýralíf

• Búsvæði

• Vistgerðir

Mun breytingin fela í sér áhrif á gróður og gróðurfar á yfirborði?

Mun breytingin hafa áhrif á dýralíf og búsvæði (s.s. fuglalíf og dýralíf í ám)?

Mun breytingin leiða af sér áhrif á vistgerðir sem vert er að vernda?

Heilsa & öryggi

• Náttúruvá

• Slysahætta

• Mengun

• Óþægindi

Mun breytingin hafa áhrif á náttúruvá, slysahættu eða mengun á svæðinu?

Mun breytingin fela í sér óþægindi fyrir íbúa og gesti í sveitarfélaginu?

Samfélag

• Landnotkun

• Efnahagur & atvinnulíf

• Þjónusta við íbúa

Mun breytingin hafa áhrif á landnotkun á svæðinu?

Mun breytingin hafa hagræn áhrif?

Mun breytingin hafa áhrif á veitukerfi og afhendingu rafmagns í sveitarfélaginu?

Mun breytingin hafa áhrif á aðgengi að útivistarsvæðum og ósnortinni náttúru?

Fornleifar og minjar

Mun breytingin hafa áhrif á fornminjar?

Viðmið eru sett með tilliti til stefnuskjala Vopnafjarðarhrepps ásamt markmiðum sveitarfélagsins í samfélags- og umhverfismálum auk viðmiða í opinberum stefnuskjölum, lögum eða alþjóðlegum skuldbindingum.

Fyrir báðar breytingarnar eru viðmið einkum sótt í:

Náttúruverndarlög nr. 60/2013

Page 43: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 26 / 41

Lög nr. 80/2012 um menningarminjar

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Vistgerðarflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands

Válista Náttúrufræðistofnunar Íslands

4.5 Áhrifaþættir

4.5.1 Þverárvirkjun

Vegna Þverárvirkjunar verða eftirfarandi áhrifaþættir skoðaðir:

Mannvirkjagerð og framkvæmdir sem breytingin á aðalskipulagi heimilar: o Inntaksmannvirki – stíflur, lón og aðrennslisskurður o Þrýstipípa og aðkomuvegur meðfram pípu að stíflu o Stöðvarhús og frárennslisskurður o Efnistaka og haugsetning

Rekstur og viðhald virkjunar

4.5.2 Vopnafjarðarlína 1

Vegna Vopnafjarðarlínu 1 verða eftirfarandi áhrifaþættir skoðaðir:

Framkvæmdir sem breytingin á aðalskipulagi heimilar: o Gröftur og lagning jarðstrengs. o Efnistaka og flutningar vegna fylliefna. o Niðurtaka loftlínu og mastra.

4.6 Valkostir Fyrst og fremst er fjallað um breytingar á aðalskipulag og áhrif þeirra bornar saman við núllkost eða óbreytt ástand. Þó er horft á áhrif ólíkra útfærsla á þeim þáttum sem kunna að hafa neikvæð umhverfisáhrif.

Vegna Þverárvirkjunar er bent á umfjöllun um valkosti í matsskýrslu framkvæmdaraðila og áliti Skipulagsstofnunar.

Varðandi Vopnafjarðarlínu 1 er bent á að samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar var fyrirhuguð framkvæmd á línunni ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn metur sem svo að leiðarval Landnets fyrir jarðstreng byggi á því að valda eins litlum umhverfisáhrifum og hægt er.

Page 44: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 27 / 41

4.7 Umhverfisáhrif vegna Þverárvirkjunar Ýtarleg gögn um framkvæmdina og áhrif hennar á umhverfið liggja fyrir í matsskýrslu framkvæmdaraðila og niðurstöðu Skipulagsstofnunar um áhrif framkvæmdarinnar. Umhverfisáhrif tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem Þverárvirkjun er bætt við aðalskipulagið eru metin út frá þeim upplýsingum sem koma þar fram. Umfjöllun og niðurstaða umhverfismatsins hér eru byggðar á þessum upplýsingum og eru þær metnar út frá sjónarhóli sveitarstjórnar.

4.7.1 Áhrif á loftslag

Loftslag

• Losun GHL

• Binding GHL

Mun breytingin leiða til áhrifa á magn gróðurhúsalofttegunda (GHL) í andrúmslofti?

Rafmagn á Vopnafirði er í dag að mestu fengið frá Lagarfossvirkjun sem er vatnsaflsvirkjun. Einnig er notast við olíuknúna varaaflstöð sem er keyrð þegar kemur til skerðinga á raforku inn á svæðið. Til stendur að tengja Þverávirkjun inn á núverandi raforkukerfi í Vopnafirði sem mun draga úr þörfinni á að nota varaaflstöðina. Þannig muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þó er óljóst hversu mikið eða til hve langs tíma þau áhrif verða þar sem gera má ráð fyrir aukinni eftirspurn eftir rafmagni á Vopnafirði. Dugar að nefna rafvæðingu í samgöngum sem er mikið til umræðu í dag.

Framkvæmdir munu valda aukinni losun á meðan á þeim stendur, eins og á við um allar framkvæmdir í dag. Aðferðir til að draga frekar úr áhrifum framkvæma á losun GHL eru ekki nægilega þekktar til að hægt sé að setja frekari skilyrði um þau. Einna helst er það takmörkun á bruna jarðefnaeldsneytis á vinnuvélum en þar mætast einnig sjónarmið hagkvæmninnar. Verður því höfðað til almennrar skynsemi hvað það varðar.

Áhrif Þverárvirkjunar á losun GHL eru því líkleg til að vera jákvæð en hve lengi eða hversu mikið er óljóst.

Röskun á votlendi mun að öllum líkindum losa um gróðurhúsalofttegunda sem votlendið hefur bundið í jörðu. Einnig mun skerðing á yfirborði votlendis vegna lagningu vega draga lítillega úr getu votlendis til að binda kolefni. Til mótvægis við áhrifin mun framkvæmdaraðili vakta hvort votlendi munu þorna upp eftir framkvæmdir. Ef framkvæmdir hafa leitt til uppþornunar og þar með frekari skerðingar á votlendi og þjónustu þess, mun framkvæmdaraðili sjá til þess að votlendi verður endurheimt á svæði sem er að minnsta kosti jafn stórt svæðunum sem raskast. Leitað verður eftir leiðsögn Umhverfisstofnunar til leiðbeiningar um útfærslur og mælingar.

Áhrif virkjunarinnar og framkvæmda henni tengdar á bindingu gróðurhúsalofttegunda (GHL) eru óljós og háð niðurstöðum vöktunar á röskuðu votlendi.

Niðurstaða

Heilt yfir eru áhrif framkvæmda vegna Þverárvirkjunar á loftslag óljós, en þó líklegri til að verða jákvæð. Rekstur virkjunarinnar er líklegur til að hafa jákvæð áhrif á loftslag en áhrifin eru háð nokkrum óvissuþáttum, svo sem þróun á eftirspurn eftir raforku. Samantekið eru áhrif breytingarinnar á loftslag metin óljós á þessu stigi.

Page 45: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 28 / 41

Umhverfisþáttur Áhrif

Loftslag ?

4.7.2 Áhrif á land

Land

• Landslag

• Jarðfræði & jarðmyndanir

• Ár, lækir og vötn

Mun breytingin leiða til áhrifa á ásýnd lands og landslag?

Mun breytingin fela í sér áhrif á jarðmyndanir sem njóta verndar eða þykja sérstæðar?

Mun breytingin leiða til áhrifa á vatnsmagn og rennsli í ám og vötnum?

Landslag

Svæðið er í dag að mestu leyti ósnortið og helstu áhrif manns á landið eru vegslóðar og troðningar. Þverárgil er merkt gönguleið en gilið er þekkt sem fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjallanna fyrir ofan gilið. Mannvirki tengd Þverárvirkjun, einkum stöðvarhús, stífla og vegir, munu breyta ásýnd og landslagi á svæðinu.

Breytingin mun leyfa framkvæmdir sem leiða til breytinga á ásýnd lands sem í dag hefur, að lang mestu leyti, ásýnd ósnortins lands. Áhrifin eru líkleg til að vera neikvæð.

Áhrifin nær til svæðis sem telst ekki vera náttúruverndarsvæði, er ekki friðlýst eða á náttúruminjaskrá. Þverárgil hefur engu að síður aðdráttarafl þar sem súrt innskotsberg myndar sjónrænt spennandi umhverfi.

Vegur og niðurgrafin þrýstipípa verður í nokkurri fjarlægð frá gilinu og gönguleiðinni. Mannvirkin munu því að öllum líkindum sjást lítið frá því vegna hæðarbreytinga í landslaginu og líklega muni ekki sjást til stíflunnar og lónsins fyrr en komið sé upp fyrir megin árgljúfrin. Talið er að fyrirhuguð virkjunarmannvirki munu ekki hafa áhrif á ásýnd til Þverárgljúfurs þar sem það er hvað stórbrotnast. Mannvirkin munu lítið sem ekkert sjást frá híbýlum fólks. Hægt er að draga úr áhrifum stöðvarhús á ásýnd með skilmálum.

Bætt verður við skilmálum fyrir gerð deiliskipulags um að draga skuli úr neikvæðum sjónrænum áhrifum stöðvarhússins.

Áhrif breytingarinnar á landslag eru því talin neikvæð en lítil.

Jarðfræði & jarðmyndanir

Breytingin mun leiða af sér að ónefndur foss í Þverárgljúfri mun þorna upp þar sem lækurinn sem rennur í hann verður leiddur í lón virkjunarinnar.

Umhverfi fossins og lækjarfarvegur verða áfram til staðar og því möguleiki á að afturkalla áhrifin með því að hleypa vatni aftur að honum.

Áhrifin á jarðfræði & jarðmyndanir eru því talin neikvæð en lítil.

Ár, lækir og vötn

Page 46: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 29 / 41

Breytingin mun leiða af sér að skerðing verður á rennsli í Þverá. Breytingin veður mest að vetrarlagi en yfir sumartímann er gert ráð fyrir að áin renna á yfirfalli á stíflu.

Áhrif breytingarinnar á ár, læki og vötn eru metin óveruleg.

Niðurstaða

Áhrif á landslag, jarðfræði og jarðmyndanir eru metin neikvæð en lítil. Áhrif á ár læki og vötn eru metin óveruleg. Áhrif breytingarinnar á land eru því talin verða neikvæð en lítil.

Umhverfisþáttur Áhrif

Land -

4.7.3 Áhrif á lífríki

Lífríki

• Gróður

• Vistgerðir

• Dýralíf

• Búsvæði

Mun breytingin fela í sér áhrif á gróður og gróðurfar á yfirborði?

Mun breytingin hafa áhrif á dýralíf (s.s. fuglalíf og dýralíf í ám)?

Mun breytingin leiða af sér áhrif á vistgerðir sem vert er að vernda?

Gróður

Mun breytingin fela í sér áhrif á gróður og gróðurfar á yfirborði?

Svæði sem verða undir vegum eða öðrum mannvirkjum eru ekki þekkt fyrir sjaldgæfar eða friðaðar tegundir.

Að leyfa rekstur virkjunarinnar mun hafa áhrif á rennsli í þar með áhrif á bakkagróður. Einna helst verður minna rennsli í ánni þegar snjór liggur yfir bökkum. Rof á árbökkum vegna flóða í ánni mun ráðast af náttúrulegum flóðum. Áhrifin eru því metin óveruleg.

Dýralíf og búsvæði

Mun breytingin hafa áhrif á dýralíf (s.s. fuglalíf og dýralíf í ám)?

Helsta skerðing á búsvæðum dýra verður lagning vegar sem liggur að stíflu og lóni virkjunarinnar. Vegurinn er hins vegar lítið brot þeirra búsvæða sem fuglar nýta. Hægt er að takmarka umferð um veginn ef þarf til að tryggja verndun fugla á varptíma.

Einna helst má gera ráð fyrir að umsvif við framkvæmdir valdi fuglum truflunum. Áhrifa mun einna helst gæta á meðan framkvæmdum stendur en með tímanum er gert ráð fyrir að fuglar aðlagist breyttum aðstæðum.

Úttekt á fuglum í Þverárdal var gerð þann 6.júní 2018 á vegum Náttúrustofu Austurlands samkvæmt matsskýrslu framkvæmdaraðila. Samkvæmt niðurstöðu þeirrar úttektar er a svæðinu að finna tvær tegundir fugla af válista Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Þessar tegundir eru fýll (tegund í hættu) og fálki (tegund í nokkurri hættu).

Til viðbótar voru sjö tegundir af þeim 20 sem voru skrásettar skilgreindar sem ábyrgðar-tegundir. Þessar tegundir eru heiðagæs, sandlóa, heiðlóa, lóuþræll,

Page 47: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 30 / 41

jaðrakan, spói og stelkur. Auk þessara tegunda er smyrill, sem skilgreindur er í forgangi vegna Bernarsamnings og grágæs sem er á lista NÍ yfir svokallaðar forgangstegundir.

Fuglar sem nýta votlendi sem bú- og varpsvæði verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna skerðinga á þeim. Líkast til verða áhrifin mest á framkvæmdatíma en að honum loknum er líklegt að fuglar muni endurheimta búsvæði sín að miklu leyti.

Til að lágmarka áhrif á fálka eru settir skilmálar fyrir framkvæmdaleyfi að leitað verði leiðsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands um líklega staðsetningu fálka og að ákvarðanir varðandi mótvægisaðgerðir verða teknar í samráði við stofnunina

Á framkvæmdartíma kunna framkvæmdir að raskað ró annara dýra sem halda til eða ferðast um virkjunarsvæðið. Þau áhrif eru tímabundin og ekki talin mikil þar sem búsvæði annarra dýra eru ekki þekkt á virkjunarsvæðinu.

Áhrifin eru því metin neikvæð en lítil.

Vistgerðir

Lega þrýstipípu og vegar meðfram henni fer að hluta um votlendi sem njóta verndar á grundvelli 61. gr. náttúruverndarlaga. Umfang áhrifanna er óljóst en útfærsla framkvæmda miðast við að halda raski votlendis í lágmarki auk þess sem verklag miðar við að takmarka framræslu þess.

Settir eru skilmálar um að halda skuli til haga náttúrulegum gróðri og leggja hann að vegi og yfir þrýstipípuna þar sem hún mun liggja í jörðu. Þar sem óvissa er um hvort og þá hversu mikið votlendi mun raskast verður, að framkvæmdum loknum, lagt mat á umfang mýra sem kunna að raskast. Leita skal leiðbeininga Umhverfisstofnunar um mælingu á umfangi rasks.

Ef í ljós kemur að mýrar hafi þornað upp á köflum verður framkvæmdaraðili að stuðla að endurheimt votlendis sem nemur mældri skerðingu

Áhrif breytingarinnar á vistgerði eru líkleg til að verða neikvæð. Með mótvægisaðgerðum má draga úr áhrifum sem verða áfram metin nokkuð neikvæð.

Niðurstaða

Breytingin mun hafa neikvæð áhrif á vistgerðir vegna rasks á votlendi jafnvel með mótvægisaðgerðum sem þó draga úr áhrifum. Skilyrði verða sett fyrir framkvæmdarleyfi um að vakta skuli væntanleg áhrif á votlendi.

Áhrif á gróður og gróðurfar er metin neikvæð en lítil. Áhrif á fugla er talin verða neikvæð en lítil með skilmálum um ráðstafanir sem eiga að draga úr áhrifum.

Með mótvægisaðgerðum má draga úr áhrifum sem verða áfram nokkuð neikvæð.

Umhverfisþáttur Áhrif

Lífríki -

4.7.4 Áhrif á heilsu og öryggi

Heilsa & öryggi

• Óþægindi

Mun breytingin fela í sér óþægindi fyrir íbúa og gesti í sveitarfélaginu?

Page 48: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 31 / 41

Óþægindi

Mun breytingin fela í sér óþægindi fyrir íbúa og gesti í sveitarfélaginu?

Fyrirséð er að á framkvæmdatíma getur umferð vinnuvéla um Sunnudalsveg og síðar lagning jarðstrengs frá Þverárvirkjun og að tengivirki, tafið umferð á Sunnudalsvegi. Þær tafir eru verða mjög staðbundnar og eingöngu bundnar við framkvæmdatíma auk þess að ekki er talin þörf á að loka veginum.

Breytingin er talin hafa óveruleg áhrif á óþægindi.

Niðurstaða

Breytingin er talin hafa óveruleg áhrif á heilsu og öryggi. Áhrifa gætir eingöngu á framkvæmdartíma.

Umhverfisþáttur Áhrif

Heilsa og öryggi +/-

4.7.5 Áhrif á samfélag

Samfélag

• Landnotkun

• Efnahagur & atvinnulíf

• Lífsgæði íbúa

Mun breytingin hafa áhrif á landnotkun á svæðinu?

Mun breytingin hafa hagræn áhrif?

Mun breytingin hafa áhrif á veitukerfi og afhendingu rafmagns í sveitarfélaginu?

Mun breytingin hafa áhrif á aðgengi að útivistarsvæðum og ósnortinni náttúru?

Landnotkun

Breytingin kallar á breytta landnotkun þar sem iðnaðarsvæði kemur á svæði sem er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Breytingin skerðir þó ekki nýtingarmöguleika jarðeigenda þar sem tún eða ræktarsvæði skerðast ekki. Áhrifin eru því metin óveruleg.

Efnahagur & atvinnulíf

Breytingin mun leiða til aukins framboðs á raforku sem eykur möguleika á frekari atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Þá verða skammvinn jákvæð áhrif á framkvæmdartíma þar sem tímabundin aukning verður í atvinnu. Áhrifin eru því metin jákvæð á efnahag og atvinnulíf.

Lífsgæði íbúa

Einn tilgangur breytingarinnar er að leyfa virkjun sem framleiðir raforku með nýtingu orkunnar í heimabyggð að leiðarljósi. Tilkoma Þverárvirkjunar mun auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu þar sem fæðing inn á svæðið yrði möguleg eftir tveimur leiðum.

Veglagning fyrir virkjunina og tilvist mannvirkja vegna hennar munu að vissu leyti skerða ásýnd og upplifun af ósnortinni náttúru í og við Þverárgljúfur. Áhrifin eru metin takmörkuð og lítil.

Page 49: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 32 / 41

Áhrif breytingarinnar á lífsgæði íbúa eru metin jákvæð.

Niðurstaða

Áhrif breytingarinnar á samfélag eru metin jákvæð þar sem þau leiða til aukins framboðs raforku á svæðinu, eykur afhendingaröryggi auk þess að skapa aukin atvinnutækifæri en tímabundin.

Umhverfisþáttur Áhrif

Samfélag +

4.7.6 Áhrif á fornleifar og minjar

Fornleifar og minjar

Mun breytingin hafa áhrif á fornleifar og minjar?

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda voru fornleifar skráðar af fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga sumarið 2018. Voru skráðar minjar utan fyrirhugað vinnusvæði. Tvær heytóftir, merktar 1958-27 og 1958-28, eru innan við 100 m frá vinnusvæði og eru því í hættu að verða fyrir raski.

Auðvelt er að koma í veg fyrir rask að vangá með því að merkja staðsetningu þeirra og gera grein fyrir þeim við verktaka.

Niðurstaða

Áhrif breytingarinnar á fornleifar og minjar eru talin óveruleg svo fremur sem skráðar fornleifar innan við 100 m frá vinnusvæðinu verða merktar.

Komi áður óþekktar minjar í ljós skal stöðva framkvæmd án tafar og tilkynna Minjastofnun Íslands. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

Umhverfisþáttur Áhrif

Fornleifar og minjar +/-

4.7.7 Samantekt áhrifa og niðurstaða

Heilt yfir eru áhrif framkvæmda vegna Þverárvirkjunar á loftslag óljós, en þó líklegri til að vera neikvæð. Rekstur virkjunarinnar er líklegur til að hafa jákvæð áhrif á loftslag en áhrifin eru háð nokkrum óvissuþáttum, svosem þróun á eftirspurn eftir raforku. Samantekið eru áhrif breytingarinnar á loftslag metin óljós á þessu stigi.

Áhrif breytingarinnar á land eru talin verða neikvæð en lítil þar sem áhrif á ásynd lands eru metin neikvæð en lítil. Dregið verður úr áhrifunum með mótvægisaðgerðum.

Breytingin mun hafa neikvæð áhrif á vistgerðir vegna rasks á votlendi jafnvel með mótvægisaðgerðum sem þó draga úr áhrifum. Niðurstöður vöktunar munu leiða frekar í ljós umfang áhrifanna. Áhrif á gróður og gróðurfar er metin neikvæð en lítil. Með mótvægisaðgerðum má draga úr áhrifum sem verða áfram nokkuð neikvæð.

Page 50: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 33 / 41

Áhrif breytingarinnar á samfélag eru metin jákvæð þar sem þau leiða til aukins framboðs raforku á svæðinu, eykur afhendingaröryggi auk þess að skapa aukin atvinnutækifæri.

Áhrif breytingarinnar á fornleifar og minjar eru talin óveruleg svo fremur sem skráðar fornleifar innan við 100 m frá vinnusvæðinu verða merktar.

Tafla 4.2 Samantekt umhverfismats

Umhverfisþáttur Áhrif

Loftslag ?

Land -

Lífríki -

Heilsa og öryggi +/-

Samfélag +

Fornleifar og minjar +/-

Page 51: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 34 / 41

4.8 Umhverfisáhrif vegna Vopnafjarðarlínu 1 Upplýsingar og gögn um framkvæmdina og áhrif hennar liggur fyrir í greinargerð sem fylgdi tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar um ákvörðun um matsskyldu.

Umhverfisáhrif tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem legu Vopnafjarðarlínu 1 er breytt eru metin út frá þeim upplýsingum sem koma þar fram. Umfjöllun og niðurstaða umhverfismatsins hér eru byggðar út frá þessum upplýsingum og eru þær metnar út frá sjónarhóli sveitarstjórnar.

4.8.1 Áhrif á loftslag

Loftslag

• Losun GHL

• Binding GHL

Mun breytingin leiða til áhrifa á magn gróðurhúsalofttegunda (GHL) í andrúmslofti?

Gera má ráð fyrir aukinni losun gróðurhúsaloftegunda (GHL) ef grafinn er skurður um lítt raskað votlendi.

Nýr jarðstrengur myndi að mestu liggja í þegar röskuðu, lítt grónu landi í námunda við veginn yfir Hellisheiði. Samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna lítt raskað votlendi neðst í hlíð Böðvarsdals. Nákvæmni vistgerðarkortsins miðast við mælikvarða 1:25.000 og það þarf að hafa í huga þegar þessi niðurstaða er skoðuð. Auk þess þarf að hafa í huga að strengleið liggur að stærstum hluta með núverandi eða eldri vegleið, sem er raskað land.

Ekki er talið að votlendi raskist við niðurtöku loftlínu og mastra enda er það svæði raskað. Slóðar eru nú þegar víðast hvar með línunni eða aðrar leiðir sem nýttar voru við gerð og vegna viðhalds línunnar.

Gera má ráð að vegna þessara framkvæmda þarf að notast við vinnuvélar og tæki sem brenna jarðefnaeldsneyti og losa þar með gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Sé horft til þess að ekki verði farið í þessar framkvæmdir má búast við aukinni þörf á viðhaldi í náinni framtíð með tilheyrandi notkun vinnuvéla og tækja. Því er gert ráð fyrir að áhrif af notkun vinnuvéla og tækja vegna framkvæmda sé óveruleg.

Samantekt

Áhrif vegna framkvæmda við lagningu jarðstrengs og niðurtöku loftlínu eru talin vera óveruleg á loftslag.

Umhverfisþáttur Áhrif

Loftslag +/-

4.8.2 Áhrif á land

Land

• Landslag

Mun breytingin leiða til áhrifa á ásýnd lands og landslag?

Landslag

Niðurtaka loftlínu bæti ásýnd lands sem er mikið til óbyggt og lítt snortið. Áhrifin eru því metin jákvæð.

Page 52: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 35 / 41

Niðurstaða

Áhrif breytingarinna á land er metin jákvæð vegna niðurtöku loftlínu.

Umhverfisþáttur Áhrif

Land +

4.8.3 Áhrif á lífríki

Lífríki

• Gróður

• Dýralíf

• Búsvæði

• Vistgerðir

Mun breytingin fela í sér áhrif á gróður og gróðurfar?

Mun breytingin hafa áhrif á dýralíf og búsvæði (s.s. fuglalíf og dýralíf í ám)?

Mun breytingin leiða af sér áhrif á vistgerðir sem vert er að vernda?

Gróður

Helstu umhverfisáhrif af lagningu jarðstrengs felist í raski á gróðurþekju. Vistgerðir, metnar með mjög hátt og hátt verndargildi eru í strenglegu. Framkvæmdum verður hagað þannig að farið er að mestu eftir þegar röskuðu svæði og því ekki talið að gróðri verði raskað umfram það sem þegar hefur verið gert. Lagnaleið jarðstrengsins verður m.a. að mestu leyti innan núverandi veghelgunarsvæðis þjóðvegar yfir Hellisheiði og á lítið grónu landi er ekki talið að rask á gróðurlendi verði umfangsmikið og innan ákveðins tíma verður rask að mestu leyti lítt sýnilegt á yfirborði.

Helstu neikvæðu áhrif niðurtöku línu eru rask á gróðurþekju við staura og á slóða meðfram línu auk samantekt línunnar.

Áhrifin breytingarinnar á gróður eru því metin óveruleg.

Dýralíf og búsvæði

Niðurtaka loftlínu er talin draga úr áflogi fugla og breytingin því talin hafa jákvæði áhrif á dýralíf og búsvæði.

Vistgerðir

Lega jarðstrengs er að mestu í þegar röskuðu, lítt grónu landi í námunda við veginn yfir Hellisheiði. Samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna lítt raskað votlendi neðst í hlíð Böðvarsdals. Nákvæmni vistgerðarkortsins miðast við mælikvarða 1:25.000 og það þarf að hafa í huga þegar þessi niðurstaða er skoðuð. Auk þess þarf að hafa í huga að strengleið liggur að stærstum hluta með núverandi eða eldri vegleið, sem er raskað land.

Með réttum vinnuaðferðum ætti að vera hægt að koma í veg fyrir óþarfa röskun á þeim vistgerðum sem hafa hátt verndargildi. Auk þessa verða ummerki um lagningu strengsins ekki til langframa. Ekki er um að ræða framkvæmd á svæði sem fellur undir verndarákvæði.

Ekki er talið að votlendi raskist við niðurtöku loftlínu og mastra enda er það svæði þegar raskað. Slóðar eru nú þegar víðast hvar með línunni eða aðrar leiðir sem nýttar voru við gerð og vegna viðhalds línunnar.

Page 53: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 36 / 41

Áhrifin á vistgerðir eru því metin óveruleg.

Niðurstaða

Breytingin er talin hafa óveruleg áhrif á lífríki þar sem áhrif á vistgerðir eru taldar óverulegar en áhrif á fuglalíf talin verða jákvæð.

Umhverfisþáttur Áhrif

Lífríki +/-

4.8.4 Áhrif á heilsu og öryggi

Heilsa & öryggi

• Náttúruvá

• Slysahætta

• Óþægindi

Mun breytingin hafa áhrif á náttúruvá eða slysahættu á svæðinu?

Mun breytingin fela í sér óþægindi fyrir íbúa og gesti í sveitarfélaginu?

Náttúruvá og slysahætta

Áhrif af náttúruvá verða minni þar sem snjóflóð og veðrátta hafa töluvert minni áhrif á jarðstreng en loftlínu yfir Hellisheiði. Þá er breytingin talin leiða til minni slysahættu þar sem minni líkur eru á að sinna þurfi viðhaldi á jarðstrengi við erfiðar aðstæður heldur en loftlínu.

Óþægindi

Á meðan framkvæmdir standa yfir má telja líklegt að tafir verða á umferð um Hellisheiði Eystri. Þær tafir verða mjög staðbundnar og afmarkaðar við framkvæmdatíma. Dregið hefur úr umferð um heiðina eftir að aðalaðkoma í Vopnafjörð var færð um nýjan Norðausturveg árið 2013. Áhrifin eru meti óveruleg ef nokkur.

Niðurstaða

Breytingin er talin hafa jákvæð áhrif á heilsu og öryggi þar sem lagning jarðstrengs í stað loftlínu mun draga úr áhrifum af náttúruvá og draga úr slysahættu þar sem minni líkur eru á að sinna þurfi viðhaldi jarðstrengs við erfiðar aðstæður.

Umhverfisþáttur Áhrif

Heilsa & öryggi +

4.8.5 Áhrif á samfélag

Samfélag

• Lífsgæði íbúa

Mun breytingin hafa áhrif á veitukerfi og afhendingu rafmagns í sveitarfélaginu?

Mun breytingin hafa áhrif á aðgengi að útivistarsvæðum og ósnortinni náttúru?

Lífsgæði íbúa

Breytingin mun draga úr viðhaldsþörf rafmagnsveitukerfisins, auka þannig afhendingaröryggi rafmagns í sveitarfélaginu og bæta þar með lífsgæði íbúa.

Page 54: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 37 / 41

Sjónræn áhrif af niðurtöku loftlínu á svæði sem hefur að miklu leyti ásýnd lítt snortinnar náttúru munu auka útivistargildi svæðisins.

Niðurstaða

Breytingin er talin hafa jákvæð áhrif á samfélag þar sem hún er talin auka lífsgæði íbúa.

Umhverfisþáttur Áhrif

Samfélag +

4.8.6 Áhrif á fornleifar og minjar

Fornleifar og minjar

Mun breytingin hafa áhrif á fornminjar?

Fornleifar hafa ekki verið skráðar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Í umsögn Minjastofnunar Íslands við skipulags- og matslýsingu fyrir þessa breytingu á aðalskipulagi, kemur fram að stofnunin telur ekki þörf á að skrá fornleifar sérstaklega. Stofnunin metur litlar líkur séu á fornleifum á leiðinni frá Fönn og norður yfir heiðina að Dalsá. Í landi Eyvindarstaða eru nær örugglega fornleifar þó þær hafi ekki verið skráðar.

Minjastofnun Íslands taldi ekki þörf á að skrá fornleifar sérstaklega en að framkvæmdin verði unnin í samráði við minjavörð Austurslands þannig að hægt yrði skoða svæðið áður en framkvæmdir hefjast. Af því gefnu skilyrði taldi stofnunin að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Settir verður inn skilmálar fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis að áður en framkvæmdir hefjast í landi Eyvindarstaða verði haft samráð við minjavörð Austurlands þannig að hægt verði að skoða svæðið áður en framkvæmdir hefjast.

Áhrif breytingarinnar á fornleifar og minjar eru óljós þar sem fornleifar hafa ekki verið skráðar á svæðinu. Taldar eru litlar líkur á fornleifum á strengsleiðinni en til öryggis eru sett skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdir skulu unnar í samráði við minjavörð Austurslands þannig að hægt yrði skoða svæðið áður en framkvæmdir hefjast. Komi áður óþekktar minjar í ljós skal stöðva framkvæmd án tafar og tilkynna Minjastofnun Íslands. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

Umhverfisþáttur Áhrif

Fornleifar og minjar ?

4.8.7 Samantekt áhrifa og niðurstaða

Page 55: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 38 / 41

Áhrif breytingarinnar á fornleifar og minjar eru metin óljós þar sem fornleifar hafa ekki verið skráðar á svæðinu. Taldar eru litlar líkur á fornleifum á strengsleiðinni en til öryggis eru sett skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.

Heildarniðurstaða er sú að áhrif breytingarinnar kalla ekki á frekari mótvægisaðgerðir en settir eru í skilmála.

Tafla 4.3 Samantekt umhverfismats

Umhverfisþáttur Áhrif

Loftslag +/-

Land +

Lífríki +/-

Heilsa og öryggi +

Samfélag +

Fornleifar og minjar ?

Page 56: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 39 / 41

5 Málsmeðferð – hvenær getur þú komið að málum? Málsmeðferð verður í samræmi við 30. - 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna Þverárvirkjunar:

Umsagnaraðilar hafa áður fjallað um Þverárvirkjun í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og skilað inn umsögnum. Sjá nánar um þá málsmeðferð má lesa í áliti Skipulagstofnunar sem finna má hér: https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/matsskylduakvardanir-flokkur-b/nr/995

Vegna Vopnafjarðarlínu 1:

Umsagnaraðilar hafa áður fjallað um Vopnafjarðarlínu þegar Landsnet sendi tilkynningu til Skipulagsstofnunar og óskað var eftir umsögnum. Sjá nánar í ákvörðun Skipulagsstofnunar sem finna má hér: https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/matsskylduakvardanir-flokkur-b/

5.1 Kynning lýsingar Skipulags- og matslýsing var send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi birti frétt á vef Vopnafjarðarhreppar, www.vopnafjardarhreppur.is, þann 13. mars 2020. Þar var lýsingin aðgengileg rafrænt sem og hún varð gerð aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins á kyningartíma. Óskað eftir skriflegum ábendingum og athugasemdum fyrir lok dags 6. apríl.

Skipulags- og matslýsing var send eftirfarandi umsagnaraðilum: Fljótsdalshéraði, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST), Minjastofnun Íslands, Náttúrustofnun Íslands, Náttúrustofu Austurlands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eða ábendingar bárust frá

5.2 Kynning tillögu í vinnslu Tillaga í vinnslu

verður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga í vinnslu

Einnig skal tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd á þeim svæðum þar sem starfandi er slík nefnd

Page 57: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 40 / 41

5.3 Tímalína og samráðsáætlun Skipulagsnefnd tekur ákveður að ráðast skuli í breytingu á aðalskipulagi eftir umsókn framkvæmdaraðila þar um. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir ákvörðun skipulagsnefndar.

Lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi er kynnt. Lýsingin er einnig send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum.

Skipulagstillaga í mótun. Greinargerð ásamt umhverfismati og uppdráttum.

Tillaga í vinnslu er kynnt, drög að greinargerð ásamt umhverfismati og uppdráttum birt. Opið hús þar sem tillaga í vinnslu er kynnt. Tillagan er einnig gerð aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta getur gert athugasemdir. Gefinn verðu þriggja vikna frestur til að senda inn ábendingar, en ábendingum verður ekki svarað sérstaklega.

Tillaga unnin áfram með hliðsjón af athugasemdum sem bárust.

Fullbúin tillaga tekin fyrir í skipulagsnefnd og síðan afgreidd á fundi sveitarstjórnar til auglýsingar.

Auglýsing tillögu þar sem allir sem hagsmuna hafa að gæta geta sent inn athugasemdir. Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er sex vikur.

Öllum athugasemdum sem hafa borist er formlega svarað.

Tillaga send til Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum til staðfestingar.

Tillaga tekur formlega gildi með birtingu auglýsingu þar um í B-deild stjórnartíðina.

SAMRÁÐ

SAMRÁÐ

SAMRÁÐ

Janúar 2020

Febrúar /Mars 2020

Júní/Júlí 2020

Apríl/Maí

Júní 2020

Apríl

Maí 2020

Page 58: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 - TILLAGA Í VINNSLU

YRKI arkitektar 41 / 41

6 Heimildir Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Landsnet (2019). Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027.

Landsnet (ágúst 2019). VP1 Vopnafjarðarlína 1, breyting á matsskyldu mannvirki. Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu. nr. 19017

Lög um náttúruvernd nr. 60/2013

Náttúruminjaskrá (https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/natturuminjaskra/austurland/)

Skipulagslög nr. 123/2010

Skipulagsstofnun, 2016. Landsskipulagsstefna 2015-2026 ásamt greinargerð. (https://www.landsskipulag.is/gildandi-stefna/stefnan)

Þverárdalur ehf., júlí 2019. Allt að 6 MW virkun í Þverá í Vopnafirði. Matsskýrsla.

Skoðað þann 8. maí 2020 á https://www.visitvopnafjordur.com/is/afthreying/thverargil

Virkjanir – Orkusalan. Lagarfossvirkjun. á.á.

Skoðað þann 12. maí 2020 á https://www.orkusalan.is/virkjun/lagarfossvirkjun

Page 59: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Skipulagsstofnun Borgartúni 7b 105 Reykjavík

[email protected]

Vopnafirði, XX. maí 2020

Efni: Ósk um greiðslur úr Skipulagssjóði vegna endurskoðunar Aðalskipulags Vopnafjarðahrepps 2006-2026.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps ákvað á fundi sínum þann 15. apríl 2019 að ráðast í endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðar 2006-2026. Var sú ákvörðun tilkynnt til Skipulagsstofnunar í kjölfarið, nánar tiltekið þann 20. maí 2019.

Nú þegar skipulags- og matslýsingu fyrir verkefnið hefur verið samþykkt í sveitarstjórn, óskar stjórnin eftir að fá greiddan allt að 60% kostnaðar við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins úr Skipulagssjóði sbr. 18. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Ástæða þess að óskað er eftir greiðslu fyrir meira en helmingi kostnaðar er vegna sérstakra aðstæðna sveitarfélagsins:

• Vopnafjarðarhreppur er landfræðilega stórt eða 1.903 km2 með aðeins 659 íbúum. Það er því mikið landsvæði sem þarf að fjalla um og endurskoða landnotkun í kjölfar breyttra laga og reglugerða er snúa að skipulagsgerð, umhverfisvernd og fleira tengd landnýtingu.

• Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 er mælst til flokkunar á landbúnaðarlandi. Það er vilji sveitarstjórnar að skoða nánar landgæði og þar með nýtingarmöguleika landbúnaðarlands í sveitarfélaginu en landbúnaðarland er stærsti landnotkunarflokkurinn í gildandi aðalskipulagi, á eftir óbyggðu svæði (72%), eða um 27 %. Sveitarstjórn sér tækifæri til að skoða einnig óbyggð svæði nánar með vistgerðarflokkun og landslagsgreiningu þar sem mörk landbúnaðarlands og óbyggðra svæða eru oft óljós og geta breyst samhliða greiningum á landbúnaðarlandi.

• Þá er sveitarfélagið að kljást við uppkaup fárra aðila á stórum eða mörgum jörðum og eru ákveðnar áhyggjur af því að hætt verði að nýta landið eins og ráð er gert fyrir í skipulagi. Sveitarfélagið telur tilefni til að skoða hvað hægt er að gera varðandi „óvirka nýtingu“ lands með hjálp stjórntækisins aðalskipulag.

Meðfylgjandi er skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags ásamt verk- og kostnaðaráætlun.

f.h. sveitarstjórnar,

Page 60: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Sara Elísabet Svansdóttir

Fylgigögn:

• Fundargerð sveitarstjórnar 20.05.2020. • Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, unnin af

Yrki arkitektum. • Tíma-, verk- og kostnaðaráætlun verkefnisins, dags.

Page 61: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Verk- og kostnaðaráætlun – uppfært 2020

Apríl 2020

Unnið fyrir Vopnafjarðarhrepp

YRKI arkitektar ehf.

Mýragata 26 • 101 Reykjavík • sími: 552-6629 • [email protected] • www.yrki.is

Page 62: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

2 / 15

Hér er farið yfir þau viðfangsefni sem þarf að fjalla um samkvæmt skipulagsreglugerð ásamt tillögum að megin viðfangsefnum. Gott er að hugsa um aðalskipulag bæði sem stjórntæki en ekki síður sem sóknaráætlun.

Tilgangurinn með þessu er að fá yfirlit yfir verkefnin fram undan eftir ákvörðun sveitarstjórnar um að ráðast í endurskoðun aðalskipulags.

Næsta skref er að huga að vinnu við skipulagslýsingu en þetta skjal er góður grunnur að lýsingu. Í lýsingu þarf að koma fram hvaða viðfangsefni skipulagsnefnd og sveitarstjórn vilja fjalla um.

1 Megin viðfangsefni nýs aðalskipulags

Viðfangsefni endurskoðunar aðalskipulags koma að hluta til vegna breyttra laga sem snúa að skipulagsgerð ásamt nýlegri landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi í mars 2016. Þá er val á viðfangsefnum bein afleiðing nýrra áskorana sem Vopnafjarðarhreppur stendur frammi fyrir.

1.1 Framtíðarhorfur í atvinnulífi Horft verður til tækifæra til að styðja við nýsköpun og listgreinar í sveitarfélaginu. Til að tryggja samkeppnishæfni sveitarfélagsins til lengri tíma er nauðsynlegt að skoða möguleika á að fjölga störfum og ýta undir jákvæða þróun atvinnulífs.

Í því felst einnig að hlúa áfram að kjarnastarfsemi í sveitarfélaginu – landbúnaði, útgerð og fiskvinnslu. Horfa þarf á vaxtatækifæri í þessum greinum á sama tíma og stutt er við nýsköpun. Skoða þarf breyttar framtíðarhorfur í atvinnulífinu á landinu öllu, á svæðinu og á Vopnafirði.

Skoða þarf hvernig hugmyndir um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði munu hafa árhrif á atvinnumál og íbúaþróun á norðausturhorni landsins og þar með Vopnafirði.

1.2 Loftslagsbreytingar Ljóst er að mannkynið allt stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Ísland hefur skuldbundið sig við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo að koma megi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C frá því sem var fyrir upphaf iðnbyltingar.

Sveitarfélögin munu gegna lykilhlutverki í að draga úr losun sem og bindingu kolefnis. Tækifæri leynast í innviðauppbyggingu með það að leiðarljósi að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Horft verður til tækifæra til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu þeirra og hvort fara þurfi í aðgerðir til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga.

Vopnafjörður býr yfir miklu landsvæði sem nýta má til að binda frekar kolefni. Má þar meðal annars nefna skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Horft verður til þess hvort og hvernig sporna megi við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga.

Ljóst er að áskoranir vegna loftslagsbreytinga kalla á breytta nálgun í ýmsum málaflokkum aðalskipulags. Ekki er fjallað um loftslagsbreytingar né þá náttúruvá sem þeim kann að fylgja í gildandi aðalskipulagi.

Page 63: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

3 / 15

1.3 Bújarðir og landbúnaðarsvæði Borið hefur verið á því að jarðir á Vopnafirði séu teknar úr búskap og fari jafnvel úr búsetu svo hús og tún standa auð og ónotuð. Ljóst er að slík þróun er ekki sveitarfélaginu til heilla né geti talist góð ráðstöfun á landgæðum. Skoða þarf hvernig sveitarfélagið getur stutt við áframhaldandi búsetu og búskap á jörðum.

Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 kemur m.a. fram að flokkun landbúnaðarlands verði lögð fram til grundvallar skipulagsákvarðana. Með flokkun landbúnaðarlands er hægt að fá skýrari mynd á landgæðum sveitarfélagsins og möguleikum á nýtingu þeirra. Einnig gæti flokkunin hjálpað til við greiningu lands undir skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.

1.4 Ferðaþjónusta Ýmis tækifæri og nýjar áskoranir fyrir sveitarfélagið felast í fjölgun ferðamanna. Nauðsynlegt er að nýta uppbyggingu í greininni til að styrkja atvinnulíf á Vopnafirði og bæta aðstöðu fyrir ýmsa afþreyingu sem nýtist bæði íbúum og gestum.

Nú þegar hafa komið upp mál sem kalla á breytingu á aðalskipulagi t.d. uppbygging fuglaskoðunarstíga, almenna göngustíga, fyrirspurn um tjaldsvæði og fjölgun frístundahúsa á bújörðum. Vopnafjörður er markvist að skoða þessi mál þar sem unnið er að ferðamálstefnu, en sú vinna er á lokametrunum. Ákveðið tækifæri felst í því að vinna stefnuna áfram í aðalskipulag.

1.5 Orkumál Miklar breytingar hafa átt sér stað í orkumálum á síðustu árum. Aukinn eftirspurn er eftir orkuöflun með vindmyllum og smávirkjunum. Nú þegar er til umfjöllunar vatnsaflsvirkjun í Þverá. Ekki er fjallað um orkumál í núgildandi aðalskipulagi Vopnafjarðar né mótuð stefna um framtíð orkumála og stendur til að bæta úr því.

1.6 Verndun náttúrugæða og umhverfis Í kjölfar laga um náttúruvernd sem tóku gildi árið 2013 þarf að taka til endurskoðunar verndun og nýtingu náttúrugæða í sveitarfélaginu. Þá eru ýmis tækifæri fólgin í verndun ákveðinna svæða með tilliti til nýtingar, svo sem laxveiði, beitiland hreindýra, dúntaka og/eða auðkennandi náttúrufyrirbæri sveitarfélagsins. Skoða mætti til dæmis hvaða landslag einkennir sveitarfélagið og er vert að vernda það?. Þá er æskilegt að kortleggja verndarsvæði á grunni 61. gr. náttúruverndarlaga.

1.7 Framtíðarskipan úrgangsmála Farið verður yfir núverandi fyrirkomulag urðunar og endurvinnslu úrgangs sem fellur til innan sveitarfélagsins.

1.8 Efnistökusvæði - námur Unnið er að breytingu á aðalskipulagi er varðar efnistökusvæði í sveitarfélaginu öllu en til stendur að bæta inn allt að sjö nýjum efnistökusvæðum. Við vinnslu á breytingartillögu hefur komið í ljós að þörf er á að endurskoða öll efnistökusvæði í sveitarfélaginu og hvernig staðið er að frágangi þeirra sem ekki eru í notkun. Skoða þarf hvort þörf er á að skerpa á stefnu um efnistöku, nýtingu jarðefna og frágang efnistökusvæða m.a. vegna nýrra laga um náttúruvernd.

Page 64: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

4 / 15

2 Málefni sem fjalla skal um samkvæmt reglugerð

Skýringar sem eru teknar beint upp úr skipulagsreglugerð eru skáletraðar.

Í skipulagsgögnum skal gera grein fyrir og marka stefnu um neðan greind málefni og setja þau fram með ákvörðunum um landnotkun, eftir því sem við á. Að auki getur sveitarstjórn sett fram stefnu í aðalskipulagi um önnur málefni sem varða þróun sveitarfélagsins. a. Athafna- og iðnaðarstarfsemi.

Þróun uppbyggingar athafna- og iðnaðarstarfsemi og megináhrifaþætti. Helstu einkenni einstakra athafna- og iðnaðarsvæða. Virkjanir, eðli orkuvinnslu, umfang og stærð virkjana og helstu atriði sem varða mannvirkjagerð. Stefna um hvar og hvernig þörf um atvinnuhúsnæði verði mætt. Yfirbragð svæða og aðrar skipulagsforsendur sem þörf er á fyrir gerð deiliskipulags.

Skoða þarf umfang athafnasvæða á Tanganum en þau eru um 67,6 ha (52+15,6) í heildina. Athafna- og urðunarsvæðið við Búðaröxl var stækkað með breytingu á aðalskipulagi árið 2012 og var þar fjallað um að fella niður athafnasvæðið norðan við byggðina en það hefur ekki verið gert. Ein af forsendum stækkunarinnar þá var olíuleit á Drekasvæðinu.

Skoða þarf þróun atvinnulífs á Vopnafirði og velta fyrir sér þörfinni á athafna og iðnaðarsvæðum til lengri tíma litið. Meðal þessa sem yrði skoðað er framtíðarmöguleikar hafnarsvæðisins. Athuga þarf möguleg áhrif á uppbyggingu Finnafjarðar á þessi svæði.

b. Blöndun byggðar.

Blöndun íbúða við aðra landnotkun, t.d. þar sem blanda á íbúðum og verslunar-, menningar- og þjónustustarfsemi í þéttbýli. Helstu einkenni svæða og hvaða reglur eða skilyrði gilda um leyfilega starfsemi og landnotkun. Gæta skal sérstaklega að búsetuhagsmunum íbúa svo sem með því að blanda ekki íbúðum við starfsemi sem ætla má að valdi nágrönnum óþægindum, t.d. vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar.

Staðsetning nýrra íbúða eða starfsemi hamli ekki starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Stefna um hvar eða við hvaða aðstæður heimilt er að blanda byggð, yfirbragð byggðar og aðrar skipulagsforsendur fyrir gerð deiliskipulags.

Miðsvæði Vopnafjarðarkauptúns heyrir undir þessa skilgreiningu. Breytingar þar frá núverandi ástandi ekki líklegt nema nýjar hugmyndir komi fram í ferlinu.

Það sem hafa þarf í huga varðandi blöndun byggðar:

Blöndun íbúðarbyggðar við verslun & þjónustu og iðnað

Samfélagsþjónusta – staðsetning og aðgengi

Menningar- og félagsstarfsemi – staðsetningar og aðgengi

c. Efnistaka, efnislosun og urðun úrgangs.

Núverandi efnistaka og efnislosun, þ.e. losun hreinna og ómengaðra jarðefna og jafnframt hvernig fyrirkomulagi á urðun úrgangs er háttað. Helstu einkenni svæðanna og vinnslu sem þar fer fram. Stefna um efnistöku, efnislosun og urðun úrgangs, þ.e. flatarmál og efnisrúmmál allra efnistöku-, efnislosunar- og sorpurðunarstaða og eftir því sem þörf er á, tegund efnis, tímalengd vinnslu, tengd mannvirkjagerð, notkun svæða að vinnslu lokinni og annað sem þörf er á fyrir gerð deiliskipulags.

Bæta þarf inn þeim efnistökusvæðum sem vantar inn á uppdrátt samanber breytingu á aðalskipulagi sem er í vinnslu. Þá þarf að skoða frágang efnistökusvæða. Sjá lista yfir helstu viðfangsefni.

Í kjölfar greiningar og spá á íbúaþróun og þróun atvinnulífs þarf að skoða sorpmál sveitarfélagsins og meta þörf á stærð urðunarsvæðis til lengri tíma.

d. Íbúar og íbúðir.

Íbúaþróun og íbúasamsetning og megináhrifaþættir á áætlaða íbúaþróun. Helstu

Page 65: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

5 / 15

einkenni íbúðarbyggða og aðrar skipulagsforsendur sem þörf er á fyrir gerð deiliskipulags, eftir því sem þörf þykir, svo sem yfirbragð byggðar og verndargildi. Stefna um hvar og hvernig áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði verður mætt.

Farið verður yfir íbúaþróun (íbúafjöldi og aldurssamsetning) og áætluð þörf á stærð íbúabyggðar til framtíðar.

Skoða hvort skilmálar úr verndarsvæði í byggð hafi áhrif upp í aðalskipulag.

Hafa skal í huga:

Staðsetning íbúðarbyggðar Þétting byggðar m.a. skoða ónýttar

lóðir Fjölbreytt íbúðarbyggð (sérbýli og

fjölbýli) Búsetuform (eiga eða leigja) Bjóðandi samfélag gagnvart nýjum

íbúum

e. Landbúnaður.

Þróun landbúnaðar og megináhrifaþættir. Helstu einkenni landbúnaðarsvæða, þ.e. búrekstrar sem þar er stundaður, þ.m.t. ferðaþjónusta og önnur atvinnustarfsemi sem tengist búrekstrinum. Helstu atriði sem varða mannvirkjagerð. Gera skal sérstaklega grein fyrir ræktuðum svæðum innan landbúnaðarsvæða. Stefna um hvar og hvernig þörfum landbúnaðarstarfsemi verður mætt. Stefna um hvaða atvinnustarfsemi önnur en hefðbundinn landbúnaður er heimil á bújörðum og viðmið um aðstæður og umfang.

Greina þarf ræktað land innan landbúnaðarlands. Sjá nánar lista yfir helstu viðfangsefni.

Hafa þarf í huga:

Aðstæður fyrir fjölbreytta nýtingu á landbúnaðarsvæðum án þess að skerða gott ræktunarland eða einstök náttúrugæði.

Tómstundabúskapur

f. Landsskipulagsstefna.

Samræmi stefnu aðalskipulags við landsskipulagsstefnu. g. Opin svæði, útivist og íþróttir.

Stefna um útivistarsvæði og aðstöðu til íþróttaiðkana, fyrirkomulag og tengsl opinna svæða sem ætluð eru til útivistar og íþróttaiðkunar. Helstu atriði sem varða aðstöðu og mannvirkjagerð í tengslum við notkun svæðanna, og aðrar skipulagsforsendur sem þörf er á fyrir gerð deiliskipulags.

Helstu fyrirsjáanlegar breytingar verða á uppdrætti í kjölfar nýrra skipulagslaga. Breytingar verða vegna nýrra skilgreininga á landnotkunarflokkum og nýjum flokkum s.s. íþróttasvæði í stað opinna svæða til sérstakrar notkunar. Þannig verða svæði til íþróttaiðkunar afmörkuð sérstaklega.

Skoða þarf aðra möguleika á afþreyingu tengda útivist s.s. siglingar (róður) og mótorsport.

h. Samgöngur, vegir og stígar.

Þróun samgöngumála og megináhrifaþættir. Áhrif samgangna á nálæga byggð og hvernig bregðast á við áhrifum samgangna, t.d. vegna hávaða, loftmengunar og umferðarþunga. Stefna um samgöngumál svo sem um megingatnakerfið, ný samgöngumannvirki og ráðstafanir sem gerðar eru til að greiða götu almenningssamgangna og vistvænna samgöngumáta.

Í gildandi aðalskipulagi er stefnt á að bæta samgöngur m.a. með jarðgöngum undir Hellisheiði eystri og nýjum vegi upp á Háreksstaðaleið. Spurning hvort vilji sé til að endurskoða þessa stefnu eða bæta við þar sem búið er að leggja nýjan Norðausturveg.

Halda ætti áfram með þá vinnu sem hafin er varðandi lagningu aðalstíga um Kolbeinstanga til að styrkja útivistarmöguleika bæði fyrir íbúa og gesti.

Annað sem vert er að hafa í huga:

Hjólastígar (heilsueflandi samfélag)

Page 66: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

6 / 15

Reiðstígar Flugvöllurinn

i. Sjálfbær þróun.

Hvernig stefna aðalskipulags styður við markmið skipulagslaga og sjónarmið um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu, sérstaklega hvað varðar búsetumynstur, samgöngur og auðlindanýtingu.

Ætla má að sjálfbær þróun verði undirtónn í allri stefnumótun og umfjöllum í nýju aðalskipulagi.

Horfa skal til nýju heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna

j. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlends.

Þróun skógræktar og landgræðslu og hvernig staðið hefur verið að endurheimt votlendis. Umfang og einkenni ræktarsvæða og tengd mannvirkjagerð. Gera skal sérstaklega grein fyrir skógrækt og landgræðslu innan landbúnaðarsvæða. Stefna um hvar eða við hvaða aðstæður skógrækt og landgræðsla er heimil. Stefna um endurheimt votlendis og umfjöllun ef fyrirhugað er að skerða votlendi vegna framkvæmda.

Vopnafjörður er framarlega meðal sveitarfélaga í skógrækt. Hlúa ætti að þeirri sérstöðu og skoða tækifæri til sóknar m.a. í samhengi við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.

k. Stakar framkvæmdir.

Hvernig farið skuli með stakar skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið. Hér er átt við smávirkjanir, litlar spennistöðvar, minni háttar mannvirki, stök fjarskiptamöstur, stakar vindmyllur o.þ.h. Þetta getur einnig átt við um stök frístundahús, stök íbúðarhús og aðra mannvirkjagerð á landbúnaðarsvæðum án tengsla við búrekstur. Stefna um hvar eða við hvaða aðstæður framangreind mannvirkjagerð er heimil eða óheimil og aðrar skipulagsforsendur fyrir gerð deiliskipulags eða veitingu leyfa til framkvæmda.

Á einkum við um framkvæmdir sem munu ekki falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Sveitarfélagið þarf að setja sér viðmið eða verkferla um hvernig taka á t.d. óskum landeigenda um að reisa litlar vatnsaflsvirkjanir eða ef óskað er eftir uppsetningu á nýju fjarskiptamastri. Þá virðist sem aukinn áhugi sé á að reisa vindmyllur í samlegð við búrekstur. Skýr stefna sveitarfélags um minni framkvæmdir (s.s. hvað má og hvað má alls ekki) getur sparað tíma og vinnu til lengri tíma litið.

l. Varúðarsvæði og náttúruvá.

Náttúruvá og önnur hætta fyrir heilsu og öryggi almennings svo sem vegna mengandi atvinnustarfsemi. Helstu einkenni náttúruvár, þ.m.t. ofanflóð, flóð frá sjó, ám og vötnum, jarðskjálftar og eldvirkni. Eðli hættu eða mengunar sem starfsemi getur valdið, svo sem frá álverum, vindrafstöðvum og olíubirgða-stöðvum. Taka skal fullt tillit til hættumats við alla skipulagsgerð, t.d. vegna ofanflóða. Takmarkanir og reglur sem gilda um landnotkun og mannvirkjagerð. Svæði sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu.

Kortleggja þarf þekkt flóðasvæði við ár og læki. Miklar líkur eru á aukinni úrkomu sem ein af áhrifum loftslagsbreytinga. Það getur aukið flóðahættu í ám og lækjum.

m. Veitur og fjarskipti.

Þegar byggð og fyrirhuguð stofnkerfi vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fjarskipta og fráveitu og helgunarsvæði þeirra, ofan jarðar og neðan. Með stofnkerfi í reglugerð þessari er átt við flutningskerfi frá upptökum að dreifikerfi.

Skoða þarf stöðu fráveitu og merkja gróflega inn legu ljósleiðara á uppdrátt.

n. Verndar- og orkunýtingaráætlun.

Samræmi við Rammaáætlun. Á ekki við um Vopnafjörð þar sem engar virkjanir í Rammaáætlun eru í sveitarfélaginu.

o. Vernd vatns, náttúru- og menningarminja.

Page 67: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

7 / 15

Vernd náttúru- og menningarminja, þ.m.t. friðlýstar náttúruminjar, friðaðar og friðlýstar menningarminjar, hverfisvernd, vatnsvernd og önnur vernd, sbr. takmarkanir á landnotkun í 6.3. gr. Vatnsból, verndarsvæði þeirra og aðrar varnir gegn mengun vatns, sbr. einnig vatnaáætlun. Ástæða verndar og reglur um umgengni, mannvirkjagerð og landnotkun á einstökum verndarsvæðum. Stefna um hverfisvernd og skipulagsforsendur fyrir gerð deiliskipulags. Svæði sem njóta verndar í samræmi við vatnaáætlun eða ákvæði reglugerða er varða vatnsvernd og mengun vatns. Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi, sbr. lög um menningarminjar.

Kortleggja þarf svæði sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Skoða hvort rétt sé að bæta við ný verndarsvæði inn í aðalskipulag.

Taka þarf saman allar fornleifaskráningar í sveitarfélaginu. Þar á meðal nýjar upplýsingar varðandi fornleifar og mannvirki vegna vinnu við tillögu að verndarsvæði í byggð. Stefnt að því að frekari skráningar fari fram við gerð deiliskipulags eða útgáfu leyfa ef ekki er þörf á deiliskipulagi.

Skoða hvort raskanir vegna loftslagsbreytinga hafi áhrif á gæði vatns.

Fleira sem hafa skal í huga:

Tækifæri til að draga fram sérkenni náttúrunnar í sveitarfélaginu

Veiði Náttúruvernd Óbyggð svæði Strandsvæði, ár og vötn Útivistasvæði

p. Verslun og önnur þjónusta.

Þróun miðbæjarstarfsemi, nærþjónustu og annarrar verslunar- og þjónustustarfsemi, þ.m.t. skóla, menningarstarfsemi og ferðamannaþjónustu og megináhrifaþætti á miðbæjarstarfsemi. Helstu einkenni einstakra þjónustukjarna, dreifingu þeirra og samspil. Stefna um hvar og hvernig þörfum fyrir verslun og aðra þjónustu verður mætt. Yfirbragð byggðar og aðrar skipulagsforsendur sem þörf er á fyrir gerð deiliskipulags.

Helstu breytingar hér munu væntanlega snúa að hótelum og gistiaðstöðu ef þarf.

Skoða hvort móttaka skemmtiferðaskipa þýði breytta uppbyggingu innviða eða landnotkun (t.d. hvar er hægt að taka á móti fólki í landi án þess að trufla aðra hafnarstarfsemi).

q. Þéttbýli.

Þróun þéttbýlis, helstu einkenni einstakra þéttbýlisstaða, samspili þeirra og hlutverka-skiptingu. Ástæður þess að staðir sem eru undir skilgreindum stærðarviðmiðum eru skilgreindir sem þéttbýli, samkvæmt ákvörðun sveitar-stjórnar. Stefna um þróun þéttbýlis og búsetumynstur.

Vopnafjarðarkauptún fellur undir stærðarviðmið skipulagslaga sem þéttbýli. Skynsamlegast er að halda því sem eina þéttbýli sveitarfélagsins.

Kauptúnið er helsta þjónustusvæðið fyrir sveitarfélagið allt og horft verður til þess að styrkja það með því að móta miðsvæði þess sem öflugan miðkjarna.

Skoða þarf framtíðarþörf þjónustustofnana sveitarfélagsins þ.e. skólar, Sunnuhlíð o.fl.

Íbúaþróun og húsnæðismál eru helstu áhrifavaldar á umfjöllun og stefnumótun fyrir þéttbýlið.

Page 68: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

8 / 15

3 Verkefnalisti

Helstu verkefnin/greiningar sem fram undan eru miðað við viðfangsefnin úr kafla 1 og 2:

Verkefni Viðfangsefni /ávinningur

3.1 Öflun gagna og forsendugreining

Þróun íbúafjölda og aldurssamsetning Litið 10-20 ár aftur í tímann og horft til næstu 20 ára. Skoða möguleg tækifæri til sóknar.

Þróun atvinnulífs Litið 10-20 ár aftur í tímann og horft til næstu 20 ára. Skoða möguleg tækifæri til sóknar.

Upplýsingar um staðhætti Náttúrufar, verndarsvæði o.fl. Sum gögn liggja fyrir í núgildandi aðalskipulagi en þarf að uppfæra.

Kortavinnsla – stafrænt skipulag Skila skal skipulagsáætlunum á rafrænu formi til Skipulagsstofnunar. Með stafrænu skipulagi má gera öll skipulagsgögn aðgengileg í vefsjá.

Grunnupplýsingar settar í samanburð við upplýsingar á svæðisvísu (landshluti) og á landsvísu.

Grunngögn sem þarf til stuðnings við frekari stefnumótun og áætlanagerð.

Gögnin eru hluti af um umfjöllun málefna sem fjalla skal um samkvæmt reglugerð.

3.2 Byggðaþróun Byggt á forsendugreiningu þarf að skoða byggðaþróun sveitarfélagsins m.t.t. íbúafjölda, aldurssamsetningar, lausra lóða, opinna svæða og atvinnutækifæra.

1.1 Framtíðarhorfum í atvinnumálum

3.3 Nýsköpun og tækifæri í atvinnumálum Skoða möguleg áhrif stórskipahafnar á möguleika á atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Styðja þarf við áframhaldandi styrkingu og nýsköpun í sjávarútvegi sem verður áfram grunnstoð í atvinnulífi sveitarfélagsins. Meta hvernig sveitarfélagið geti stutt við fjölbreytt atvinnulíf.

1.1 Framtíðarhorfum í atvinnumálum

3.4 Áhrif loftslagsbreytinga á Vopnafjörð Kortlagning þekktra flóðasvæða við ár, læki, vötn og strandlengju. Einnig að skoða landhalla og söfnun regnvatns í þéttbýlinu. Þannig færst yfirlit yfir svæði sem eru líklegust til að verða fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga miðað við þekkingu í dag.

1.2 Loftslagsbreytingar

1.7 Framtíðarskipun úrgangsmála

Page 69: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

9 / 15

3.5 Samræmi við stefnu í ferðamálum Þegar vinnu við ferðamálastefnu er lokið þarf að skoða hvort verkefni þar eigi heima í aðalskipulagi. T.d. hvort að breyta þurfi landnotkun (hótel og gistirekstur skal heyra undir verslun- og þjónustu).

1.4 Ferðaþjónusta.

3.6 Greining landbúnaðarlands og bætt landnýting

Ætlast er til þess að sveitarfélög greini landbúnaðarland samkvæmt landsskipulagsstefnu. Markmiðið er að draga fram verðmæti lands enn frekar til að ýta undir betri nýtingu.

Sú vinna hjálpar einnig til við að kortleggja möguleg svæði fyrir skógrækt og endurheimt votlendis.

1.3 Bújarðir og landbúnaðarsvæði,

1.2 Loftslagsbreytingar

3.7 Auðlindir Vopnafjarðar, nýting og verndun Greina náttúruauðlindir Vopnafjarðar og meta áframhaldandi nýtingarmöguleika þeirra með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

1.5 Orkumál

1.6 Verndun náttúrugæða og umhverfis

1.7 Framtíðarskipun úrgangsmála

1.8 Efnistökusvæði

3.8 Umhverfismat áætlana Samkvæmt 28. gr. skipulagslaga skal aðalskipulag vera sett fram með greinargerð og uppdrætti ásamt umhverfismati (umhverfisskýrsla).

Fjalla þarf um möguleg áhrif ákvarðana í aðalskiplagi á núverandi ástand og meta hver áhrif breytinga verða.

Umhverfismatið er hjálpartæki til að meta áhrif ákvarðana í skipulagi.

Í sumum tilfellum er hægt er að stilla upp valkostum og láta niðurstöður matsins leiða sig að hagkvæmustu lausn.

Vinna við endurskoðun aðalskipulags mun að endingu skila nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið. Aðalskipulagið yrði samsett úr:

Greinargerð Sveitarfélagsuppdrætti Þéttbýlisuppdrætti (Tanginn) Umhverfisskýrslu Stafrænum kortagrunni

Megin markmiðið með nýju aðalskipulagi fyrir Vopnafjörð er að útbúa áætlun um landnýtingu sem byggir á framtíðarsýn sem styrkir bæði samfélagið og gæði umhverfisins til frambúðar.

Page 70: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

10 / 15

4 Íbúafundir og samráð

Til að ná breiðari sátt um aðalskipulagið þarf að vinna það með samtali og samstarfi við íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu. Einnig eru settar kröfur um samráð við gerð skipulagsáætlana í skipulagslögum og reglugerð.

Lagt er til að hafa sérstaka undirsíðu á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir verkefnið þar sem allar upplýsingar (fréttir af ferlinu og gögn) eru gerð aðgengileg. Þá er stefnt að því að vinna öll gögn svo þau séu bæði auðlesin og upplýsandi.

Hér er tillaga að samráðsferli:

4.1 Upphafsfundur með íbúum – unnið í lýsingu og leiðarljósi

Lagt er til að þegar góð drög að lýsingu eru tilbúin er haldinn vinnu-fundur með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum (s.s. landeigendur) þar sem farið verður yfir fyrirhuguð viðfangsefni nýs aðalskipulags og leitað eftir áliti og hugmyndum íbúa á helstu efnistökum.

Fundurinn yrði með kaffispjalls sniði (world cafe) þar sem leiðarljós og megin umfjöllunarefni nýs aðalskipulags eru mótuð frekar. Markmiðið er að taka saman væntingar íbúa og móta framtíðarsýn sem yrði leiðarljós fyrir áframhaldandi vinnu við aðalskipulagið.

Að loknum fundi yrði lýsingin lagfærð eftir niðurstöðu fundarins og gerð aðgengileg á vef og skrifstofu sveitarfélagsins. Lýsingin verður þá send á umsagnaraðila, nágranna sveitarfélög og Skipulagsstofnun. Frestur til að senda inn skriflegar athugasemdir verður þrjár vikur.

- Nóvember/desember 2019

4.2 Íbúafundir meðfram mótun tillögu

Ráðlegt væri að halda 1-2 íbúafundi á meðan tillaga að nýju aðalskipulagi er í mótun. Umfjöllunarefni þessara funda væri t.d. varðandi nýtingu landbúnaðarlands, náttúruvernd og skógrækt. Tímasetningar og endanlegt umfjöllunarefni myndi ráðast af niðurstöðum greiningarvinnu. Gera má ráð fyrir að fundirnir verði haldnir um mitt ár 2020 samhliða greiningarvinnu.

- Maí/júni 2020

4.3 Samráðsfundur með tillögu á vinnslustigi

Eftir að greiningarvinnu er lokið hefst vinna við skipulagstillöguna sjálfa. Þar verður unnið úr hugmyndum og leiðarljósi eftir vinnufund með lýsingu ásamt athugasemdum sem bárust. Þegar komin eru góð drög að skipulagstillögu eru þau kynnt sérstaklega.

Kynningar- og samráðsfundur þar sem kynnt verður tillaga á vinnslustigi fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Hér verður fyrsta tillaga að uppdráttum til sýnis ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Íbúar sjá hér fyrstu útfærslur á stefnum aðalskipulags og geta enn haft áhrif á útkomuna.

Page 71: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

11 / 15

Áhersla verður lögð á að kynna breytingar í landnotkun og útfærslu á stefnu í undirmarkmið. Efni og áherslur eru í mótun en ráðast af stefnumörkun í kjölfar lýsingar og greiningarvinnu. Hægt verður að fá svör við spurningum og tekið við athugasemdum á staðnum.

Fyrir kynningarfundin yrðu gögnin gerð aðgengileg á vefnum og kynningarfundurinn auglýstur með góðum fyrirvara. Í kjölfar fundarins yrði vinnslutillagan send á umsagnaraðila, nágranna sveitarfélög og Skipulagsstofnun. Frestur til að senda inn skriflegar athugasemdir verður þrjár vikur.

- Febrúar 2021

4.4 Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2020-2040 auglýst

Eftir kynningar- og athugasemdaferli tillögu á vinnslustigi verður tillagan full unnin. Þegar full unnin tillaga er tilbúin til auglýsingar er hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Að því loknu verður tillagan auglýst með frest til athugasemda í a.m.k. sex vikur. Haldin verður opinn auglýsingafundur þar sem tillagan er kynnt, hægt verður fá svör við spurningum og koma að athugasemdum bæði munnlega og skriflega. Tillagan yrði einnig gerð aðgengileg á vefnum og opinberum stað ásamt því að auglýst verður í fjölmiðlum með dreifingu á bæði svæðisvísu og landsvísu. Þá er auglýst í Lögbirtingablaði. Tillagan yrði einnig send umsagnaraðilum og nágranna sveitarfélögum.

- Júní 2021

Page 72: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

12 / 15

5 Áfangaskipting og tímaáætlun

I. áfangi – Aðdragandi og gerð skipulags- og matslýsingar

Yrki Forsendugreining, mat á stöðunni Apríl 2019

Samráð Kynningarfundur með íbúum um fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags – kynning og leitað álits

Sveitarstjórn Ákvörðun tekin um endurskoðun aðalskipulags

Yrki Tillögur að umfjöllunarefni, verk- og tímaáætlun Maí 2019

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjallar um tillögurnar og tekur afstöðu um megin umfjöllunarefni aðalskipulags fyrir lýsingu.

Yrki Klárar skipulags- og matslýsingu.

Desember 2019

Við lok áfanga er komin skipulags- og matslýsing sem byggir á verk- og tímaáætlun.

Áætlaður tímafjöldi fyrir I. áfanga er 200 stundir.

Page 73: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

13 / 15

II. áfangi – Kynning lýsingar og greiningarvinna

Í þessum áfanga eru hugmyndir sveitarstjórnar um efni og innihald nýs aðalskipulags bornar undir íbúa, aðra haghafa og opinberar stofnanir. Stefnumótunin heldur áfram sem og greiningarvinnan.

Samráð (sjá 4.1)

Íbúafundur – unnið í lýsingu og leiðarljósi.*

Vinnustofa með kaffispjall sniði þar sem megin viðfangsefni lýsingar eru tekin fyrir og frekari stefna mótuð.

Desember 2019

Yrki Taka saman tillögur og athugasemdir af íbúafundi. Lagfæringar á lýsingu eftir þörfum. Greiningarvinna hefst:

Grunngreiningar á samfélaginu (íbúaþróun, þróun atvinnulífs) og umhverfi (uppfæra kortagögn).

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjalla um lýsinguna og samþykkja ásamt umsókn um greiðslu úr Skipulagssjóði.

Lýsingin send til nágranna sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefndar Austurlands og umsagnaraðila til umsagnar.

Lýsing send til Skipulagsstofnunar ásamt umsókn um greiðslur úr Skipulagssjóði.

Maí 2020

Samráð (sjá 4.2)

Íbúafundir meðfram mótun tillögu

Íbúafundir á meðan tillaga að nýju aðalskipulagi er í mótun. Gera má ráð fyrir að fundirnir verði haldnir um mitt ár 2020 samhliða greiningarvinnu.

Maí/júní 2020

Yrki Samantekt af fundum. Greiningum á samfélagi lokið. Önnur greiningarvinna:

Greining landbúnaðarlands Frumkönnun áhrifa loftslagsbreytinga á

Vopnafjörð

Beinagrind að greinargerð og umhverfisskýrslu, umsagnir og athugasemdir við lýsingu hafðar til hliðsjónar.

Júlí - desember 2020

Við lok áfanga er greiningarvinnu og stefnumótun lokið.

Áætlaður tímafjöldi fyrir II. áfanga er 300 stundir.

* Inni í fjölda áætlaðra vinnustunda er ekki hugað að tíma við ferðalög eða kostnað við uppihald.

Page 74: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

14 / 15

III. áfangi – Skipulagstillaga á vinnslustigi unnin og kynnt

Í þessum áfanga hefst vinna við skipulagstillöguna sjálfa, bæði uppdrætti og texta. Þegar góð drög eru komin eru þau kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sem tillaga á vinnslustigi.

Yrki Unnið í greinargerð, uppdráttum og umhverfisskýrslu. Veturinn 2020-2021

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjallar um tillögu á vinnslustigi og samþykkir að kynna hana.

Febrúar 2021

Samráð (sjá 4.2)

Kynningarfundur á tillögu á vinnslustigi.*

Tillaga send til nágranna sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefndar Austurlands og umsagnaraðila til umsagnar.

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjallað um athugasemdir og tekin afstaða um næstu skref. Mars

Yrki Unnið úr athugasemdum eftir ákvörðun sveitarstjórnar. Unnið að gera fullbúna tillögu.

Mars/apríl

Við lok áfanga er tilbúin tillaga á vinnslustigi ásamt drögum að umhverfisskýrslu.

Áætlaður tímafjöldi fyrir III. áfanga er 420 stundir.

Fjöldi vinnustunda fer eftir fjölda umsagna við tillögu á vinnslustigi og umfangi þeirra.

* Inni í fjölda áætlaðra vinnustunda er ekki hugað að tíma við ferðalög eða kostnað við uppihald.

Page 75: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

15 / 15

IV. áfangi – Skipulagstillaga auglýst og staðfest

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjalla um fullbúna tillögu, samþykkir og sendir til Skipulagsstofnunar til athugunar. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við tillöguna er hún auglýst óbreytt.

Apríl/maí 2021

Samráð (sjá 4.3)

Tillaga að aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2020-2040 auglýst í a.m.k. 6 vikur.

Tillaga send til nágranna sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefndar Austurlands og umsagnaraðila til umsagnar.

Júní

Skipulagsnefnd & sveitarstjórn

Fjallað um athugasemdir og þeim svarað.

Senda þarf svörin til viðkomandi.

Afstaða tekin til nýs aðalskipulags – samþykki sveitarstjórnar.

Ágúst

Tillagan ásamt svörum birt á vef sveitarfélagsin og send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Skipulagsstofnun Staðfestir aðalskipulagið og birtir auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda, sem markar gildistöku aðalskipulagsins.

Haust 2021

Við lok áfanga er hefur nýtt aðalskipulag öðlast gildi.

Áætlaður tímafjöldi fyrir IV. áfanga er um 40 tímar.

Í loka áfanga felst vinna ráðgjafa í mögulegum lagfæringum á skipulagstillögu eftir auglýsingu. Þegar hér er komið við sögu er aðeins gert ráð fyrir minniháttar lagfæringum en vonast er til að búið sé að leysa flest öll vafamál með samráði fyrr í ferlinu.

Samtals er gert ráð fyrir um 960 vinnustundum skipulagsráðgjafa sem dreifist niður á árin 2019 -2021.

Helsti óvissuþáttur varðandi fjölda vinnustunda snýr að þeim tíma sem fer í samskipti og breytinga á tillögum vegna athugasemda.

Hér er ekki áætlaður annar kostnaður við vinnu s.s. ferðakostnað og uppihald ráðgjafa né kostnað við íbúafundi (auglýsingar, aðstöðu, veitingar, ritföng og prentun).

Page 76: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 SKIPULAGS- OG MATSLÝSING í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 Maí 2020

Page 77: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

Unnið fyrir Vopnafjarðarhrepp:

YRKI arkitektar ehf.

Mýragata 26 • 101 Reykjavík • sími: 552-6629 • [email protected] • www.yrki.is

Page 78: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

3 / 16

Innihald

1 Aðdragandi .................................................................................. 5

2 Viðfangsefni og forsendur endurskoðunar ................................ 6

Framtíðarhorfur í atvinnulífi ............................................................ 6

Loftslagsbreytingar ......................................................................... 6

Bújarðir og landbúnaðarsvæði ...................................................... 7

Ferðaþjónusta .................................................................................. 7

Orkumál ............................................................................................ 7

Verndun náttúrugæða og umhverfis ............................................ 7

Framtíðarskipan úrgangsmála ....................................................... 7

Efnistökusvæði - námur .................................................................. 7

Viðfangsefni samkvæmt skipulagsreglugerð............................... 8

3 Skipulagssvæðið ......................................................................... 9

4 Tengsl við aðrar áætlanir .......................................................... 10

5 Umhverfismat ............................................................................ 12

Viðmið ............................................................................................ 12

Mat á áhrifum ................................................................................ 12

Umhverfisþættir ............................................................................ 13

Kynning og samráð við umhverfismat ....................................... 13

6 Íbúafundir og samráð ............................................................... 14

Upphafsfundur með íbúum .......................................................... 14

Íbúafundir meðfram mótun tillögu ............................................... 14

Kynningafundur með tillögu á vinnslustigi ................................. 14

Nýtt aðalskipulag auglýst ............................................................. 15

7 Ferlið framundan og tímaáætlun .............................................. 16

Page 79: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

4 / 16

Page 80: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

5 / 16

Athugasemdir og ábendingar við þessa lýsingu

Allir sem óska getið komið á framfæri athugasemdum og ábendingum við þessa lýsingu með því að senda þær skriflega til skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps á netfangið [email protected] eða með bréfpósti á Sigurður Jónsson, Efla Austurlandi, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði.

1 Aðdragandi

Hér er lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Tilgangur lýsingarinnar er að kynna verkefnið og auðvelda íbúum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta að taka þátt í mótun nýs aðalskipulags og koma að athugasemdum og upplýsingum. Líta má á lýsinguna sem verk- og tímaáætlun fyrir vinnuna fram undan.

Núgildandi aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps var staðfest í október 2008 og var ætlað að gilda til ársins 2026. Frá staðfestingu aðalskipulagsins hafa verið gerðar allnokkrar lagabreytingar er snúa að skipulagsmálum s.s. skipulagslög, lög um náttúruvernd, mannvirkjalög og lög um menningarminjar. Þá stendur sveitarfélagið frammi fyrir nýjum áskorunum sem ekki er tekið á í gildandi aðalskipulagi, svo sem loftslagsbreytingum, breytingum í ferðaþjónustu, breyttri nýtingu á landbúnaðarsvæðum og nýjum áskorunum í orkumálum.

Í maí 2019 ákvað sveitarstjórn að ráðast í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins í ljósi þessa. Viðfangsefni endurskoðunar endurspegla þessar breyttar forsendur, sjá nánar í næsta kafla.

Page 81: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

6 / 16

2 Viðfangsefni og forsendur endurskoðunar

Við endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps verður mótuð stefna til framtíðar um:

landnotkun, byggðaþróun og byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Lögð verður fram stefna um einstaka málaflokka (svo sem íbúðabyggð, landbúnað eða iðnað) sem síðan verður útfærð eftir landnotkunarflokkum aðalskipulags og í skilmála til að ná fram settum markmiðum.

Stendur til að vinna landnotkunarflokka og skilmála fyrir þá í landupplýsingakerfi (e. geographic information system, GIS) í samræmi við skipulagsreglugerð um landnotkunarflokka og framsetningu. Gögnin verða unnin í samræmi við hugmyndir um stafrænt skipulag.

Markmið gildandi aðalskipulags eru:

• Að efla atvinnumál, umhverfismál og félags‐ og velferðarmál. • Að auka fjölbreytni í atvinnulífi sveitarfélagsins þannig að

Vopnafjörður verði áhugaverður staður fyrir fólk að búa á, og skapa jákvæðar forsendur fyrir fyrirtæki til að staðsetja sig þar.

• Að marka umhverfisstefnu sem stuðlar að sjálfbærri þróun í atvinnu‐, félags‐, umhverfis‐, og velferðarmálum.

• Að þétta byggð á skipulagstímabilinu og gera úttekt á fjölda óbyggðra lóða í þéttbýlinu ásamt skipulagi nýrra svæða.

• Að bæta samgöngur til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Gerð verði jarðgöng undir Hellisheiði eystri og endurbyggður vegur uppá Háreksstaðaleið.

Markmið aðalskipulagsins verða tekin til endurskoðunar í samræmi við viðfangsefnin.

Viðfangsefni endurskoðunar aðalskipulags koma að hluta til vegna breyttra laga sem snerta skipulagsgerð og landnotkun ásamt nýlegri landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi í mars 2016. Þá er val á viðfangsefnum bein afleiðing nýrra áskorana sem Vopnafjarðarhreppur stendur frammi fyrir.

Framtíðarhorfur í atvinnulífi

Horft verður til tækifæra til að styðja við nýsköpun og listgreinar í sveitarfélaginu. Til að tryggja samkeppnishæfni sveitarfélagsins til lengri tíma er nauðsynlegt að skoða möguleika á að fjölga störfum og ýta undir jákvæða þróun atvinnulífs.

Í því felst einnig að hlúa áfram að kjarnastarfsemi í sveitarfélaginu – landbúnaði, útgerð og fiskvinnslu. Horfa þarf á vaxtatækifæri í þessum greinum á sama tíma og stutt er við nýsköpun. Skoða þarf breyttar framtíðarhorfur í atvinnulífinu á landinu öllu, á svæðinu (landshluta) og á Vopnafirði (á staðarvísu).

Skoða þarf hvernig hugmyndir um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði munu hafa árhrif á atvinnumál og íbúaþróun á norðausturhorni landsins og þar með Vopnafirði.

Loftslagsbreytingar Ljóst er að mannkynið allt stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Ísland hefur skuldbundið sig við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo að koma megi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C frá því sem var fyrir upphaf iðnbyltingar.

Sveitarfélögin munu gegna lykilhlutverki í að draga úr losun sem og bindingu kolefnis. Tækifæri leynast í innviðauppbyggingu með það að leiðarljósi að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Horft verður til tækifæra til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu þeirra og hvort fara þurfi í aðgerðir til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga.

Page 82: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

7 / 16

Vopnafjörður býr yfir miklu landsvæði sem nýta má til að binda frekar kolefni t.d. með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Horft verður til þess hvort og hvernig sporna megi við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga.

Ljóst er að áskoranir vegna loftslagsbreytinga kalla á breytta nálgun í ýmsum málaflokkum aðalskipulags. Ekki er fjallað um loftslagsbreytingar né þá náttúruvá sem þeim kann að fylgja í gildandi aðalskipulagi.

Bújarðir og landbúnaðarsvæði Borið hefur verið á því að jarðir á Vopnafirði séu teknar úr búskap og fari jafnvel úr búsetu svo hús og tún standa auð og ónotuð. Ljóst er að slík þróun er ekki sveitarfélaginu til heilla né geti talist góð ráðstöfun á landgæðum. Skoða þarf hvernig sveitarfélagið getur stutt við áframhaldandi búsetu og búskap á jörðum.

Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 kemur m.a. fram að flokkun landbúnaðarlands verði lögð fram til grundvallar skipulagsákvarðana. Með flokkun landbúnaðarlands er hægt að fá skýrari mynd á landgæðum sveitarfélagsins og möguleikum á nýtingu þeirra. Einnig gæti flokkunin hjálpað til við greiningu lands undir skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.

Ferðaþjónusta Ýmis tækifæri og nýjar áskoranir fyrir sveitarfélagið felast í fjölgun ferðamanna. Nauðsynlegt er að nýta uppbyggingu í greininni til að styrkja atvinnulíf á Vopnafirði og bæta aðstöðu fyrir ýmsa afþreyingu sem nýtist bæði íbúum og gestum.

Nú þegar hafa komið upp mál sem kalla á breytingu á aðalskipulagi t.d. uppbygging fuglaskoðunarstíga, almenna göngustíga, fyrirspurn um tjaldsvæði og fjölgun frístundahúsa á bújörðum.

Vopnafjörður er markvist að skoða þessi mál þar sem unnið er að ferðamálstefnu, en sú vinna er á lokametrunum. Ákveðið tækifæri felst í því að vinna stefnuna áfram í aðalskipulag.

Orkumál Miklar breytingar hafa átt sér stað í orkumálum á síðustu árum. Aukinn eftirspurn er eftir orkuöflun með vindmyllum og smávirkjunum. Nú þegar er til umfjöllunar vatnsaflsvirkjun í Þverá. Ekki er fjallað um orkumál í núgildandi aðalskipulagi Vopnafjarðar né mótuð stefna um framtíð orkumála og stendur til að bæta úr því.

Verndun náttúrugæða og umhverfis Í kjölfar laga um náttúruvernd sem tóku gildi árið 2013 þarf að taka til endurskoðunar verndun og nýtingu náttúrugæða í sveitarfélaginu. Þá eru ýmis tækifæri fólgin í verndun ákveðinna svæða með tilliti til nýtingar, svo sem laxveiði, beitiland hreindýra, dúntaka og/eða auðkennandi náttúrufyrirbæri sveitarfélagsins. Skoða mætti til dæmis hvaða landslag einkennir sveitarfélagið og er vert að vernda það? Þá er æskilegt að kortleggja verndarsvæði á grunni 61. gr. náttúruverndarlaga.

Framtíðarskipan úrgangsmála Farið verður yfir núverandi fyrirkomulag urðunar og endurvinnslu úrgangs sem fellur til innan sveitarfélagsins.

Efnistökusvæði - námur Unnið er að breytingu á aðalskipulagi er varðar efnistökusvæði í sveitarfélaginu öllu en til stendur að bæta inn allt að sjö nýjum efnistökusvæðum. Við vinnslu á breytingartillögu hefur komið í ljós að þörf er á að endurskoða öll efnistökusvæði í sveitarfélaginu og hvernig staðið er að frágangi þeirra sem ekki eru í notkun. Skoða þarf hvort þörf er á að skerpa á stefnu um efnistöku, nýtingu jarðefna almennt og frágang efnistökusvæða m.a. vegna nýrra laga um náttúruvernd.

Page 83: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

8 / 16

Viðfangsefni samkvæmt skipulagsreglugerð

Samkvæmt skipulagsreglugerð skal marka stefnu um eftirfarandi viðfangsefni í aðalskipulagi:

a) Athafna- og iðnaðarstarfsemi, b) blöndun byggðar, c) efnistaka, efnislosun og urðun úrgangs, d) íbúar og íbúðir, e) landbúnaður, f) landsskipulagsstefna, g) opin svæði, útivist og íþróttir, h) samgöngur, vegir og stígar, i) sjálfbær þróun, j) skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlends, k) stakar framkvæmdir, l) varúðarsvæði og náttúruvá, m) veitur og fjarskipti, n) verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun), o) vernd vatns, náttúru- og menningarminja, p) verslun og önnur þjónusta, q) þéttbýli.

Gætt verður að því að taka á þessum viðfangsefnum við endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps.

Page 84: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

9 / 16

3 Skipulagssvæðið

Samkvæmt 28. gr. skipulagslaga skal aðalskipulag sveitarfélaga ná til eins sveitarfélags og taka til alls lands innan sveitarfélagsins. Í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og jarðalög nr. 81/2004 verða skipulagsmörk dregin 115 metrum utan við stórstraumsfjörumörk.

Á mynd 3.1 má sjá sveitarfélagsmörk Vopnafjarðarhrepps. Við stefnumótun verður þó einnig horft út fyrir skipulagssvæðið og horft til annarra áætlana, bæði á landsvísu og svæðisvísu, sem kunna að hafa áhrif á sveitarfélagið. Sjá nánar tengsl við aðrar áætlanir í næsta kafla.

Mynd 3.1 Sveitarfélagsmörk Vopnafjarðarhrepps og aðliggjandi sveitarfélög.

Page 85: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

10 / 16

4 Tengsl við aðrar áætlanir

Við endurskoðun aðalskipulags verður horft til annarra áætlana og stefnuskjala sem kunna að tengjast gerð og/eða framfylgd nýs aðalskipulags. Leitast verður eftir að tryggja samræmi við aðrar áætlanir en sé það ekki fært verður gerð grein fyrir því og mögulegu ósamræmi.

Eftirfarandi áætlanir, stefnuskjöl og verkefni verða höfð til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags. Allar ábendingar um frekari viðmið vel þegnar:

Stefnur og áætlanir á landsvísu:

Heimsmarkmiðin - markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Landsskipulagsstefna 2015-2026

Loftslag, landslag, lýðheilsa – viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 *

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun um orkuskipti

Byggðaáætlun

Ferðamálaáætlun

Framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni

Hreint loft til framtíðar - Áætlun um loftgæði á Íslandi

Hvítbók um náttúruvernd

Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

Landsáætlun um innviði

Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist

Rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins

Samgönguáætlun

Skógar á Íslandi. Stefnumótun á 21. öld

Stefna Minjastofnunar Íslands

Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

Stefna um lagningu raflína

Stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni

Velferð til framtíðar (VTF), stefnumörkun Íslands á sviði sjálfbærrar þróunar (einkum umhverfisverndar og auðlindanýtingar) 2002-2020

* Viðkomandi áætlun er enn í vinnslu en búið er að kynna lýsingu fyrir verkefnið. Reynt verður að taka tillit til viðkomandi áætlunar eins og hægt er miðað við stöðu verkefnisins hverju sinni.

Page 86: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

11 / 16

Stefnur og áætlanir á svæðisvísu:

Svæðisskipulag Austurlands* Fjallað verður um tengsl við stefnu svæðisskipulags um uppbyggingu samfélags, byggðar og samgangna á Austurlandi.

Aðalskipulag aðliggjandi sveitarfélaga:

Aðalskipulag Fljótdalshéraðs 2008-2028

Aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027

Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030

Gætt verður að samræmi við sveitarfélagsmörk.

Taka þarf til skoðunar uppbyggingaráform í nágranna-sveitarfélögum sem geta haft áhrif á Vopnafjörð, svo sem stórskipahöfn í Finnafirði.

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Áfangastaðaáætlun Austurlands 2018-2021 (Action Austurland DMP 2018-2021)

* Viðkomandi áætlun er enn í vinnslu en búið er að kynna lýsingu fyrir verkefnið. Reynt verður að taka tillit til viðkomandi áætlunar eins og hægt er miðað við stöðu verkefnisins hverju sinni.

Stefnur og áætlanir á staðarvísu:

Aðalskipulag Vopnafjarðar 2006-2026

Við stefnumótun í endurskoðun aðalskipulags þarf að huga að eldri ákvörðunum til samanburðar. Ekki er útilokað að einhverjir málaflokkar/stefnur verði teknir upp óbreyttir úr eldri áætlun.

Deiliskipulagsáætlanir Hugað verður að samræmi við hugmyndir og markmið sem lögð eru fram í gildandi deiliskipulagsáætlunum.

Veljum Vopnafjörð Stefna í þróun byggðar og húsnæðismál verða skoðuð í samhengi við aðalskipulag.

Ferðamálastefna Vopnafjarðar **

Uppbygging gististaða, áningarstaða, stígar og aðrir innviðir sem nýtast gestum sem og íbúum.

Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps

Ýmsar forsendur sem nýtast við vinnuna og tillögur að aðgerðum til að bæta húsnæðismál.

Jafnréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps

Gætt verður að samræmi við markmið og leiðir jafnréttisáætlunar bæði við vinnu skipulagsáætlunarinnar sem og í samráðsferlinu.

Verndarsvæði í byggð: miðsvæði Vopnafjarðarkauptúns *

Tekið verður tillitil til þeirra hugmynda um miðsvæði þéttbýlisins sem koma fram í tillögu að verndarsvæði í byggð.

Fornleifarannsóknir Tekið verður tillit til skráðra fornleifa og minja í sveitarfélaginu.

* Viðkomandi áætlun er enn í vinnslu en reynt verður að taka tillit til viðkomandi áætlunar eins og hægt er miðað við stöðuna hverju sinni.

** Stefna enn í mótun en vinna er á lokametrunum. Reynt verður að taka tillit til viðkomandi áætlunar eins og hægt er miðað við stöðu verkefnisins hverju sinni.

Page 87: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

12 / 16

5 Umhverfismat

Unnið verður umhverfismat aðalskipulagstillögu í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og Skipulagslög nr. 123/2010.

Tekin verða til mats áhrif leiðarljósa og markmiða aðalskipulagstillögunnar á umhverfið. Þá verður gerð grein fyrir framkvæmdum sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 ef þarf.

Markmið matsvinnunnar er að:

Draga fram og skilgreina líkleg áhrif skipulagstillögu á umhverfið. Bera saman umhverfisáhrif valkosta. Taka tillit til umhverfisjónarmiða við mótun skipulagsáætlunarinnar

svo draga megi úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Skilgreina vöktun og mótvægisaðgerðir þar sem það á við. Stuðla að samræmi og greina frá tengslum skipulagstillögu við

aðrar stefnur og áætlanir. Að kynna væntanleg umhverfisáhrif skipulagstillögunnar og gefa

íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum við mótun hennar.

Matið verður nýtt til þess að draga fram möguleg umhverfisáhrif tillögunnar svo draga megi úr neikvæðum áhrifum eins og kostur er. Verði áhrif neikvæð á umhverfisþætti verður velt upp mögulegum mótvægisaðgerðum eða öðrum valkostum með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum. Einnig verður umhverfismatið nýtt til að bæta samræmi við aðrar stefnur.

Viðmið

Viðmið verða sótt í þær stefnur og áætlanir sem taldar eru upp hér að framan (sjá 4. kafla). Einnig verður horft til eftirfarandi laga:

Skipulagslög nr. 123/2010 Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 Lög um náttúruvernd nr. 60/2013 Lög um loftslagsmál nr. 70/2012 Lög um skógrækt á lögbýlum nr. 95/2006 Lög um búfjárhald nr. 38/2013 Lög um menningarminjar nr. 80/2012

Mögulega verða viðmið sótt í fleiri lög ef það á við. Allar ábendingar um frekari viðmið vel þegnar.

Mat á áhrifum

Við mat á áhrifum er gert ráð fyrir að nota fjórar vægiseinkunnir við matið:

+ Líkur á jákvæðum áhrifum

+/- Áhrif talin óveruleg

- Líkur á neikvæðum áhrifum

? Óvissa um áhrif/áhrif háð útfærslu

Ef líkur eru á neikvæðum áhrifum verða þau skoðuð nánar og metið hvort þau teljist lítil (neikvæð en óveruleg), miðlungs (neikvæð) eða mikil (veruleg og neikvæð) út frá einkennum áhrifa (umfang/stærð) og gildi umhverfisþáttar (mikilvægi/viðkvæmni). Leitast verður við að draga úr neikvæðum áhrifum í samræmi við hugmyndir um sjálfbæra þróun og til að stuðla að skipulagstillagan hafi sem jákvæðust umhverfisáhrif.

Page 88: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

13 / 16

Umhverfisþættir

Við umhverfismat skipulagsáætlunarinnar verða umhverfisáhrif metin á eftirfarandi umhverfisþætti (byggt á skilgreiningu í lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 ásamt leiðbeiningum Skipulagsstofnunar):

Tafla 5.1. Þeir umhverfisþættir sem verða skoðaðir við umhverfismat skipulagsáætlunarinnar. Umhverfisvísar gefa nákvæmari mynd á hvað þætti er verið að skoða.

Umhverfisþáttur Umhverfisvísar

Samfélag Efnahagur

Atvinna

Íbúaþróun

Þjónusta við íbúa (s.s. félagsmál, samgöngur, veitur og aðrir innviðir)

Menningarminjar Fornleifar og minjar

Heilsa & öryggi Náttúruvá

Slysahætta

Mengun

Óþægindi

Loftslag Veðurfar (skuggavarp og skjólmyndun)

Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

Binding gróðurhúsalofttegunda (GHL)

Land Landslag

Jarðfræði & jarðmyndanir

Náttúruminjar

Jarðvegur

Vatn og fjörur Grunnvatn

Ár, lækir og vötn

Strandsvæði og sjávarbotn

Lífríki

(Í lofti, á láði og legi)

Gróður

Dýralíf

Búsvæði

Vistgerðir

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Kynning og samráð við umhverfismat

Umhverfismatið verður lagt fram í drögum með umhverfisskýrslu sem verður hluti af aðalskipulagstillögu á vinnslustigi (sjá nánar í næsta kafla). Verður umhverfisskýrslan þá send umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum (sjá kafla um samráð og umsagnaraðila) ásamt Skipulagsstofnun.

Skipulagstillaga verður svo auglýst samkvæmt 31 gr. Skipulagslaga og verður umhverfismatið þá hluti af skipulagstillögu í umhverfisskýrslu sem fylgiskjal.

Page 89: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

14 / 16

6 Íbúafundir og samráð

Til að ná breiðari sátt um aðalskipulagið þarf að vinna það með samtali og samstarfi við íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu. Einnig eru settar kröfur um samráð við gerð skipulagsáætlana í skipulagslögum og reglugerð.

Til að halda utan um gögn og fréttir af skipulagsvinnunni verður útbúin sérstök undirsíða fyrir verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vopnafjardarhreppur.is. Gögnin verða öllum aðgengileg.

Hver sem telur sig hafa hagsmuna að gæta er bent á að hafa samband við skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps í gegnum netfangið [email protected] eða með bréfpósti á Sigurður Jónsson, Efla Austurlandi, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði.

Skipulags- og matslýsing þessi er send Skipulagsstofnun ásamt eftirfarandi umsagnaraðilum:

Aðliggjandi sveitarfélög: Fljótsdalshérað, Langanesbyggð, Norðurþing og Svalbarðshreppur.

Fiskistofa, Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST), Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Austurlands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Vegagerðin.

Þá verður haldið uppi virku samtali við íbúa með íbúafundum í upphafi vinnunar sem og á meðan vinnu við tillögu stendur yfir.

Upphafsfundur með íbúum

Þann 2. desember 2019 var haldinn opinn vinnufundur með íbúum á Vopnafirði þar sem drög að LÝSINGU var kynnt, farið yfir fyrirhuguð viðfangsefni nýs aðalskipulags og leitað eftir áliti og hugmyndum íbúa á helstu efnistökum.

Þau viðfangsefni sem borin voru fram á fundinum voru: loftslagsmál; landbúnaður og skipulag; orkuöflun; náttúra, nýting og verndun; húsnæðismál; nýsköpun & atvinnumál. Á fundinum kom fram vilji til að leggja áherslu á nýsköpun og atvinnumál auk þess sem úrgangsmál (m.a. flokkun og urðun sorps) voru ofarlega í huga fundargesta. Að loknum fundi var lýsingin lagfærð í samræmi við niðurstöður fundarins.

Lýsingin verðu nú gerð aðgengileg á vef og skrifstofu sveitarfélagsins auk þess að verða auglýst í fjölmiðlum á svæðis- og landsvísu. Samhliða auglýsingu verður lýsingin send á umsagnaraðila, nágrannasveitarfélög og Skipulagsstofnun. Frestur til að senda inn skriflegar athugasemdir verður auglýstur samhliða.

Íbúafundir meðfram mótun tillögu

Gera má ráð fyrir 1-2 íbúafundum á meðan tillaga að nýju aðalskipulagi er í mótun. Ekki hefur verið ákveðið hvert umfjöllunarefni þessara funda verður hverju sinni. Gera má ráð fyrir að fundirnir verði haldnir á seinni hluta árs 2020 samhliða greiningarvinnu.

Kynningafundur með tillögu á vinnslustigi

Að lokinni greiningarvinnu hefst svo vinna við skipulagstillöguna sjálfa. Þar verður unnið úr hugmyndum frá íbúafundum ásamt athugasemdum sem bárust við lýsingu. Þegar komin eru góð drög að skipulagstillögu eru þau kynnt sérstaklega.

Page 90: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

15 / 16

Haldinn verður kynningar- og samráðsfundur þar sem kynnt verður TILLAGA Á VINNSLUSTIGI fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Hér verður fyrsta tillaga að uppdráttum kynnt ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar sjá hér fyrstu útfærslur á stefnu aðalskipulags og geta enn haft áhrif á útkomuna.

Áhersla verður lögð á að kynna breytingar í landnotkun og útfærslur á stefnu í undirmarkmið. Efni og áherslur eru í mótun en ráðast af stefnumörkun í kjölfar lýsingar og forsendugreininga.

Fyrir kynningarfundinn yrðu gögnin gerð aðgengileg á vefnum og kynningarfundurinn auglýstur með góðum fyrirvara. Tekið verður við skriflegum athugasemdum sem hafðar verða til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu við tillöguna. Frestur til athugasemda verður þrjár vikur.

Nýtt aðalskipulag auglýst

Eftir kynningu á tillögu á vinnslustigi verður unnið áfram í tillögu. Mögulega verða breytingar í kjölfar athugasemda. Þegar fullunnin tillaga er tilbúin hefst AUGLÝSING TILLÖGU með athugasemdafresti í a.m.k. sex vikur. Haldin verður opinn auglýsingafundur þar sem tillagan er kynnt, hægt verður fá svör við spurningum og koma að athugasemdum bæði munnlega og skriflega.

Tillagan yrði þá einnig gerð aðgengileg á vefnum og opinberum stað ásamt því að auglýst verður í fjölmiðlum með dreifingu á bæði svæðisvísu og landsvísu. Þá er auglýst í Lögbirtingablaði. Tillagan yrði einnig send umsagnaraðilum, nágranna sveitarfélögum og Skipulagsstofnun.

Athugasemdum sem berast við fullbúna tillögu verður svarað skriflega að lokinni umfjöllun í skipulagsnefnd og sveitarstjórn.

Page 91: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps – Skipulags- og matslýsing Mars 2020

16 / 16

Mynd 7.1 Áætluð tímalinu vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

7 Ferlið framundan og tímaáætlun

Upphaf vinnu við endurskoðun aðalskipulags er miðuð við vorið 2019 þegar sveitarstjórn hélt íbúafund um tækifærin sem felast í endurskoðun aðalskipulags í kjölfar forsendugreiningar. Í kjölfarið tók sveitarstjórn ákvörðun um að fara af stað með verkefnið. Gert er ráð fyrir að vinna við endurskoðun aðalskipulags taki u.þ.b. tvö ár frá því að undirbúningur hófst, þ.e. að fullbúin tillaga liggi fyrir um 2021.

Við gerð umfangsmikilla skipulagsáætlana eru alla jafnan þrjár vörður í ferlinu: lýsing, tillaga á vinnslustigi og auglýsing tillögu. Þess á milli fer fram greiningarvinna og vinna við tillöguna.

Nú fer þessi LÝSING í kynningarferli en að því loknu verða athugasemdir teknar saman og unnið úr þeim. Að því loknu hefst greiningarvinna sem byggir á þeim viðfangsefnum sem farið er yfir í öðrum kafla hér á undan. Þegar greiningarvinnu er lokið hefst vinna við tillögu að nýju aðalskipulagi.

TILLAGA Á VINNSLUSTIGI verður kynnt þegar góð drög að nýju aðalskipulagi liggja fyrir. Þá verður hægt að sjá fyrstu tillögu að uppdráttum og skilmálum. Hægt verður að koma með ábendingar og athugasemdir við tillöguna á meðan hún er enn í vinnslu og hafa þannig áhrif á lokaniðurstöðuna.

AUGLÝSING TILLÖGU fer síðan fram líkt og skipulagslög kveða á um. Þá verður búið að vinna tillöguna enn frekar eftir vinnslustigið og aftur gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við tillöguna. Þegar auglýsingaferli er lokið og unnið hefur verið úr athugasemdum sem bárust fer nýtt aðalskipulag fyrir sveitarstjórn til samþykktar og svo til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Nýtt aðalskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, hlotið staðfestingu Skipulagsstofnunar og auglýsing þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Page 92: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Vopnafjarðarhreppur

Ársreikningur 2019

VopnafjarðarhreppurHamrahlíð 15690 Vopnafjörður

Kt. 710269-5596

Page 93: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

3

4

6

7

9

10Skýringar .........................................................................................................................................................................

Efnisyfirlit

Skýrsla og áritun sveitarstjóra og sveitarstjórnar ..............................................................................................................

Áritun óháðs endurskoðanda ............................................................................................................................................

Rekstrarreikningur ............................................................................................................................................................

Efnahagsreikningur .........................................................................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ............................................................................................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 20192

Page 94: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

______________________________________________________________________________________________________

Skýrsla og áritun sveitarstjóra og sveitarstjórnar

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 er tilbúin til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Vopnafirði, 20. maí 2020

Sveitarstjóri:

Byggðaráð:

Vopnafirði, 2020

Sveitarstjórn:

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við samræmi við 61. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og er staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald,fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.061 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námurekstrartekjur A hluta 766 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,55% sem erlögbundið hámark án álags, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki varálagningarhlutfallið 1,65% en lögbundið hámark með álagi. Sveitarstjórn hefur heimild til að hækka álagningu A og C flokka umallt að 25%.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 105 millj. kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 98 millj. kr.samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 958 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og Bhluta, en eigið fé A hluta um 437 millj. kr.

Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með taliðefnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hveráhrifin munu verða eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði talsverð m.a. vegna lægri skattteknaog annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda. Sjá nánar í skýringu 20.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 3

Page 95: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________

Áritun óháðs endurskoðanda

Endurskoðandi sveitarfélagsins mun árita ársreikninginn samhliða áritun sveitarstjórnar við síðari umræðu í sveitarstjórn.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 4

Page 96: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýr. Ársreikningur Áætlun 2019 Ársreikningur Ársreikningur Áætlun 2019 Ársreikningur2019 með viðaukum 2018 2019 með viðaukum 2018

Rekstrartekjur4 423.473 456.223 406.678 422.166 455.066 405.523 4 226.138 207.051 212.161 226.138 207.051 212.161 4 116.212 135.537 101.068 412.439 470.605 429.199

765.823 798.811 719.907 1.060.743 1.132.722 1.046.883

Rekstrargjöld5 540.353 507.702 445.670 725.387 682.892 611.896

5.197 3.317 12.296 5.197 3.317 12.296 285.151 261.378 403.415 361.505 347.153 346.961 830.701 772.396 861.382 1.092.089 1.033.362 971.154

64.878 )( 26.415 141.475 )( 31.347 )( 99.361 75.729

8 38.153 )( 39.235 )( 35.686 )( 57.740 )( 59.693 )( 55.283 )(

103.031 )( 12.820 )( 177.161 )( 89.086 )( 39.668 20.445

6 5.171 4.979 2.945 15.583 )( 18.199 )( 21.013 )(

13 97.860 )( 7.841 )( 174.216 )( 104.669 )( 21.469 567 )(

Aðrar tekjur .............................................

Rekstrarreikningur árið 2019

A hluti A og B hluti

Útsvar og fasteignaskattur .....................Framlög Jöfnunarsjóðs ..........................

Rekstrarniðurstaða (neikvæð) .............

Laun og launatengd gjöld .......................

Annar rekstrarkostnaður .........................

Afskriftir ...................................................

Rekstrarniðurstaða án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda .....................

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) ......

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir ............

Lífeyrisskuldbinding, hækkun ................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 6 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 97: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2019 2018 2019 2018 Fastafjármunir

Fasteignir og lóðir .............................................................. 8 822.002 750.766 900.470 819.835 Veitur, hafnir og gatnakerfi ................................................. 8 150.260 158.522 506.714 561.456 Áhöld og tæki ..................................................................... 8 23.403 21.631 25.411 23.990

995.665 930.920 1.432.595 1.405.280

Stofnframlög og eignarhlutir í félögum ............................... 9 70.739 66.279 70.739 66.279 Fyrirframgreiddur kostnaður ............................................... 11 14.467 15.045 14.467 15.045 Langtímakröfur á eigin fyrirtæki ......................................... 10 64.763 67.076 0 0

149.968 148.399 85.206 81.324

Fastafjármunir 1.145.633 1.079.319 1.517.800 1.486.604

Veltufjármunir666 687 4.513 4.200

Óinnheimtar tekjur ............................................................. 12 46.634 48.248 51.326 54.984 Næsta árs afborganir eigin fyrirtæki ................................... 10 4.104 3.829 0 0 Skammtímakröfur á eigin fyrirtæki ..................................... 64.584 5.209 0 0 Fyrirframgreiddur kostnaður ............................................... 12 578 578 578 578 Aðrar skammtímakröfur ..................................................... 12 12.742 12.838 12.791 12.887

3k 31.499 9.822 31.508 9.831 Veltufjármunir 160.808 81.212 100.716 82.480

Eignir samtals 1.306.441 1.160.531 1.618.517 1.569.084

Efnahagsreikningur

Eignir

Varanlegir rekstrarfjármunir:

Áhættufjármunir og langtímakröfur:

Skammtímakröfur:

Birgðir ....................................................................................

A hluti A og B hluti

Handbært fé ..........................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 7 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 98: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýr. 2019 2018 2019 2018 Eigið fé

13 436.609 534.469 958.127 1.062.796

Skuldbindingar14 64.840 62.716 64.840 62.716 15 22.146 6.745 22.146 6.745

86.986 69.462 86.986 69.462

Langtímaskuldir16 172.873 46.279 410.307 250.080

172.873 46.279 410.307 250.080

Skammtímaskuldir23.290 0 23.290 0

483.995 356.651 0 0 16 12.359 34.818 43.777 61.488

90.331 118.853 96.030 125.259 609.974 510.322 163.097 186.747

Skuldir og skuldbindingar samtals 869.833 626.063 660.389 506.288

Eigið fé og skuldir samtals 1.306.441 1.160.531 1.618.517 1.569.084

19 Ábyrgðir og skuldbindingar utan efnahags .............................

Aðrar skammtímaskuldir ........................................................

A hluti A og B hluti

Skuldir við eigin fyrirtæki .......................................................

31. desember 2019

Eigið fé og skuldir

Eiginfjárreikningur ..................................................................

Skuldir við lánastofnanir ........................................................

Næsta árs afborganir langtímaskulda ...................................

Aðrar skuldbindingar .............................................................Lífeyrisskuldbinding ..............................................................

Skammtímaskuldir við lánastofnanir .....................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 8 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 99: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýr. Ársreikningur Áætlun 2019 Ársreikningur Ársreikningur Áætlun 2019 Ársreikningur2019 með viðaukum 2018 2019 með viðaukum 2018

Rekstrarhreyfingar 13 97.860 )( 7.841 )( 174.216 )( 104.669 )( 21.469 567 )(

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:Afskriftir .......................................................... 8 38.153 39.235 35.686 57.740 59.693 55.283 Verðbætur ....................................................... 185 1.795 443 )( 7.890 12.527 9.052 Breyting á lífeyrisskuldbindingu ...................... 13 5.197 0 12.296 5.197 0 12.296 Tap af sölu rekstrarfjármuna ........................... 0 0 74 0 0 130

Veltufé (til) frá rekstri 54.325 )( 33.189 126.603 )( 33.842 )( 93.689 76.194

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:Fyrirframgreiddur kostnaður, breyting ............. 11 578 0 15.623 )( 578 0 15.623 )( Birgðir, breyting .............................................. 21 0 184 )( 313 )( 0 393 Óinnheimtar tekjur, breyting ............................ 1.614 22.000 )( 10.650 3.658 22.000 )( 42.421 Aðrar skammtímakröfur, breyting .................... 96 0 1.769 96 0 1.769 Skammtímaskuldir, breyting ........................... 28.522 )( 0 9.026 29.229 )( 0 9.590 Greiðslur vegna lífeyrisskuldbindingar ............ 13 3.073 )( 0 2.929 )( 3.073 )( 0 2.929 )(

29.286 )( 22.000 )( 2.710 28.283 )( 22.000 )( 35.622

Handbært fé (til) frá rekstri 83.612 )( 11.189 123.893 )( 62.126 )( 71.689 111.816

Fjárfestingarhreyfingar8 102.898 )( 108.979 )( 91.668 )( 85.054 )( 134.479 )( 82.670 )(

0 0 111 0 0 211 4.460 )( 4.500 )( 0 4.460 )( 4.500 )( 0 3.932 3.512 3.668 0 0 0

Fjárfestingarhreyfingar 103.426 )( 109.967 )( 87.889 )( 89.514 )( 138.979 )( 82.459 )(

Fjármögnunarhreyfingar23.290 0 0 23.290 0 0 67.969 2.512 213.575 0 0 )( 0

137.000 152.000 0 197.000 152.000 0 34.944 )( 35.982 )( 46.879 )( 62.374 )( 67.057 )( 74.443 )( 15.400 0 452 )( 15.400 0 452 )(

Fjármögnunarhreyfingar 208.714 118.530 166.244 173.316 84.943 74.895 )(

21.677 19.752 45.538 )( 21.677 17.652 45.538 )(

9.822 1.044 55.360 9.831 1.053 55.369

31.499 20.796 9.822 31.508 18.705 9.831

Aðrar skuldbindingar, breyting ..........................

Handbært fé í ársbyrjun ...................................

Handbært fé í árslok .........................................

Hækkun (lækkun) á handbæru fé …................

Sjóðstreymisyfirlit ársins 2019

A hluti A og B hluti

Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ...........................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ......

Langtímakröfur á eigin fyrirtæki, breyting...........

Söluverð rekstrarfjármuna .................................

Afborganir langtímalána ....................................

Viðskiptastaða eigin fyrirtækja, breyting ............Tekin ný langtímalán .........................................

Eignarhlutur í félögum, breyting ........................

Skuldir við lánastofnanir, breyting .....................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 9 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 100: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

1. Upplýsingar um sveitarfélagið

2. Grundvöllur reikningsskilanna

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

a. Innlausn tekna

b. Færsla gjalda

c. Verðlags- og gengisviðmið

Stöður í efnahagsreikningi milli rekstrareininga og viðskipti milli þeirra eru felld út í ársreikningnum. Af viðskiptum millirekstrareininga sveitarfélagsins má nefna álagða fasteignaskatta, húsaleigu Eignasjóðs og önnur innbyrðis viðskipti vegnakaupa á vöru og þjónustu.

Reikningsskilaaðferðum sem settar eru fram hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilumsem birt eru í ársreikningnum nema annað sé tekið fram.

Skatttekjur eru færðar til tekna við álagningu þeirra en til lækkunar er færð reiknuð niðurfærsla vegna óinnheimtraskatttekna. Til skatttekna heyra útsvar, fasteignaskattur og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, auk annarra tekna semhafa ígildi skatta, svo sem lóðarleiga.

Tekjur af sölu þjónustu og vöru eru færðar þegar afhending hefur farið fram og kröfuréttur myndast.

Áfallnar vaxtatekjur eru færðar til tekna í samræmi við höfuðstól og skilmála vaxtaberandi krafna. Arðstekjur eru færðar tiltekna þegar réttur til þeirra hefur myndast.

Hagnaður eða tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna er reiknað sem mismunur söluverðs og bókfærðs verðs og er hannfærður í rekstrarreikning meðal rekstrartekna eða -gjalda, eftir því sem við á.

Skýringar

Vopnafjarðarhreppur er sveitarfélag á Austurlandi og var fjöldi íbúa þess 656 þann 1. desember 2019. Skrifstofasveitarfélagsins er að Hamrahlíð 15 á Vopnafirði.

Mælt er fyrir um grundvallarþætti stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Samstæðuársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem fallaundir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Hér er um að ræða Aðalsjóð, en aukhans Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru íeigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hlutastarfsemi sveitarfélagsins eru Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir, Leiguíbúðir aldraðra, Lyfsala,Sundabúð og Arnarvatn ehf.

Ársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga nr.3/2006 og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Ársreikningurinn byggir ímeginatriðum á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Útgjöld eru færð í ársreikninginn á því tímabili sem til þeirra er stofnað og kröfuréttur seljanda hefur myndast.

Eignir og skuldir, sem bundnar eru verðlagsvísitölu eða gengi erlendra gjaldmiðla eru færðar í ársreikninginn miðað viðverðlag eða gengi í árslok. Verðlagsbreytingar og gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning.

Til samræmis við reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015 er settur framrekstrarreikningur, efnahagsreikningur, sjóðstreymisyfirlit og viðeigandi skýringar fyrir A hluta sveitarfélagsins.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 10 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 101: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.d. Varanlegir rekstrarfjármunir

e. Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna

25-50 ár25-40 ár

25 ár25 ár

5-10 ár

Lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af eru ekki afskrifaðar.

f. Stofnframlög og eignarhlutir í félögum

g. Langtímakröfur

h. Fyrirframgreiðsla til Brúar lífeyrissjóðs

i. Birgðir

Hlutdeildarfélög eru þau félög sem sveitarfélagið hefur veruleg áhrif á en ekki yfirráð. Veruleg áhrif teljast almennt vera tilstaðar þegar sveitarfélagið hefur yfir 20% atkvæðahlut í viðkomandi félagi. Hlutdeildarfélag eru færð samkvæmthlutdeildaraðferð í samanteknum reikningsskilum A og B hluta. Í ársreikningi A hluta er fyrst og fremst verið að draga framráðstöfum skatttekna og því er ekki færð hlutdeild í afkomu félaganna og því eru hlutdeildarfélög A hluta færð ákostnaðarverði í A hluta. Í ársreikningi A hluta er fyrst og fremst verið að draga fram ráðstöfum skatttekna og því er ekkifærð hlutdeild í afkomu félaga.

Afskriftir eru reiknaðar sem fastur hundraðshluti miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna þar til niðurlagsverði ernáð. Áætlaður nýtingartími rekstrarfjármuna greinist þannig:

Fasteignir .........................................................................................................................................................Hafnarmannvirki ...............................................................................................................................................Veitukerfi .........................................................................................................................................................Gatnakerfi ........................................................................................................................................................Vélar, áhöld og tæki .........................................................................................................................................

Langtímakröfur eru færðar til eignar í samræmi við lánskjör. Næsta árs og gjaldfallnar afborganir langtímakrafna eru færðarí efnahagsreikning meðal veltufjármuna.

Birgðir af vörum eru metnar á síðasta innkaupsverði.

Eignarhlutir í félögum og stofnframlög í byggðasamlögum og eigin fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði, að frádreginniniðurfærslu vegna virðisrýrnunar. Framlög sveitarfélagsins til byggðasamlaga og ýmissa verkefna teljast hluti kostnaðarvegna viðeigandi málaflokks.

Fyrirframgreiðsla til Brúar lífeyrissjóðs vegna uppgjörs A-deildar á árinu 2018 er færð til eignar og eru framlag ílífeyrisaukasjóðs gjaldfært á 30 árum en framlag í varúðarsjóð á 20 árum til samræmis við ákvæði reglugerðar nr.1212/2015.

Leigðar eignir eru fasteignir og önnur mannvirki sem sveitarfélagið leigir til sín samkvæmt leigusamningum sem eru aðlágmarki til þriggja ára og ekki uppsegjanlegir af hálfu sveitarfélagsins innan árs frá upphafsdegi leigusamnings.

Kostnaðarverð leigðra eigna telst vera gangverð hinnar leigðu eignar á samningsdegi eða núvirði lágmarksleigugreiðslnaleigusamnings sé það lægra.

Lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af eru færðar á gangverði eða núvirði framtíðarleigutekna samkvæmtfyrirliggjandi leigusamningum sé það lægra. Lóðir og lendur eru endurmetnar á hverjum reikningsskiladegi. Endurmat lóðaog lendna er fært á eiginfjárreikning.

Varanlegir rekstrarfjármunir aðrir en lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af eru færðir til eignar íefnahagsreikningi á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellurtil við öflun rekstrarfjármuna. Frá kostnaðarverði dragast frá álögð gatnagerðargjöld og önnur framlög vegnastofnkostnaðar.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 11 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 102: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.j. Óinnheimtar tekjur og aðrar kröfur

k. Handbært fé

l. Lífeyrisskuldbinding

m. Langtímaskuldir

n. Ábyrgðir og skuldbindingar utan efnahagsreiknings

o. Fjárhagsáætlun

Upplýsingar um ábyrgðir og skuldbindingar sveitarfélagsins utan efnahagsreiknings eru birtar í skýringu 18.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 er hluti ársreikningsins og er birt í rekstrarreikningi, sjóðstreymisyfirliti ogskýringum. Fimm viðaukar voru samþykktir við fjárhagsáætlun ársins 2019.

Óinnheimtar tekjur og aðrar kröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign sveitarfélagsins, enhér er ekki um endanlega afskrift að ræða. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu vegna krafna sem sérstaklega hafaverið metnar í tapshættu og hins vegar niðurfærslu til að mæta almennri áhættu. Niðurfærslan er dregin frá viðkomandiliðum í efnahagsreikningi.

Sjóðir og bankainnstæður teljast til handbærs fjár.

Lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sveitarfélagsins er færð sem langtímaskuld í efnahagsreikningi ágrundvelli tryggingarfræðilegrar úttektar í árslok 2019. Reiknuð breyting á skuldbindingunni á árinu er gjaldfærð írekstrarreikningi sbr. skýringu 14. Áætlaðar næsta ársgreiðslur sveitarfélagsins vegna lífeyrisskuldbindingar eru færðarmeðal skammtímaskulda.

Langtímaskuldir eru færðar í efnahagsreikning í árslok eins og lánskjör segja til um. Næsta árs afborganir langtímaskuldaeru færðar meðal skammtímaskulda.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 12 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 103: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

4. Rekstrartekjur

Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Ársreikningur Áætlun Ársreikningur2019 2019 2018 2019 2019 2018

Útsvar og fasteignaskattar:364.859 395.582 354.142 364.859 395.582 354.142 49.928 52.176 44.854 48.620 51.019 43.699 8.687 8.465 7.681 8.687 8.465 7.681

423.473 456.223 406.678 422.166 455.066 405.523 Framlög Jöfnunarsjóðs:

55.732 52.082 50.468 55.732 52.082 50.468 104.131 93.290 106.107 104.131 93.290 106.107 64.579 59.455 54.148 64.579 59.455 54.148 1.350 1.611 1.350 1.350 1.611 1.350

346 613 88 346 613 88 226.138 207.051 212.161 226.138 207.051 212.161

649.611 663.274 618.838 648.304 662.117 617.684

Aðrar tekjur:116.212 135.537 101.068 412.439 470.605 429.199

765.823 798.811 719.907 1.060.743 1.132.722 1.046.883

5. Laun og launatengd gjöld

Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Ársreikningur Áætlun Ársreikningur2019 2019 2018 2019 2019 2018

392.310 372.002 360.533 543.896 517.630 495.854 86.968 77.073 81.608 120.059 106.589 112.484

578 670 639 578 670 639

55.768 55.000 0 55.768 55.000 0 4.729 2.956 2.890 5.086 3.003 2.918

540.353 507.702 445.670 725.387 682.892 611.896

2019 2018

99 99 79 70 87 73

29.320 37.452

Skatttekjur samtals.......................

Aðrar tekjur..................................

Rekstrartekjur samtals ................

Lóðarleiga ...................................

Fasteignaskattsframlag ...............Útgjaldajöfnunarframlag...............Framlög vegna grunnskóla...........Vegna málefna fatlaðs fólks.........Önnur framlög og aftektir..............

Rekstrartekjur greinast þannig:A hluti A og B hluti

Útsvar ..........................................Fasteignaskattur ..........................

A deildar Brúar lífeyrissjóðs.......

Annar starfsmannakostnaður.......Laun og launatengd gjöld samtals .....

Fjöldi starfsmanna í árslok........................................................................................................Fjöldi stöðugilda í árslok...........................................................................................................Ársverk.....................................................................................................................................

Laun og launatengd gjöld greinast þannig:A hluti A og B hluti

Laun ............................................Launatengd gjöld .........................Framlög vegna uppgjörs

Viðbótarframlög til Stapa lífeyrissjóðs (sjá skýringu 21)....

Laun og launatengd gjöld sveitarstjóra og sveitarstjórnar.........................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 13 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 104: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

6. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Ársreikningur Áætlun Ársreikningur2019 2019 2018 2019 2019 2018

117 48 )( 640 117 48 )( 640 7.988 9.705 7.774 7.988 9.705 7.774 5.941 )( 10.346 )( 9.182 )( 21.609 )( 27.856 )( 27.522 )( 2.079 )( 0 1.905 )( 2.079 )( 0 1.905 )( 5.086 5.668 5.618 0 0 0

Fjármunatekjur og5.171 4.979 2.945 15.583 )( 18.199 )( 21.013 )(

7. Heildaryfirlit um rekstur

Ársreikningur Áætlun Ársreikningur2019 2019 2018

Aðalsjóður:659.792 671.553 628.061 36.653 )( 34.475 )( 37.649 )( 1.342 )( 1.058 )( 133.855 )(

369.301 )( 337.446 )( 306.571 )( 21.343 )( 22.033 )( 25.389 )( 86.814 )( 67.874 )( 67.111 )( 24.956 )( 21.156 )( 16.386 )( 5.169 )( 1.759 5.952 )(

18.999 )( 27.768 )( 24.123 )( 30.497 )( 29.287 )( 9.864 )( 30.923 )( 27.020 )( 27.542 )( 5.564 )( 9.207 )( 7.169 )(

151.920 )( 134.441 )( 99.439 )( 5.775 )( 3.987 )( 12.936 )(

33.282 38.928 34.079 96.181 )( 3.511 )( 111.847 )(

A hluta stofnanir:9.987 10.463 49.171 )(

11.665 )( 14.792 )( 13.198 )( 97.860 )( 7.841 )( 174.216 )(

B hluta fyrirtæki:39.078 36.615 45.862 8.257 7.963 10.941 2.218 )( 4.759 )( 4.831

139 1.709 821 3.957 5.244 6.293 1.906 )( 2.457 674 )(

54.116 )( 19.920 )( 105.574 0 0 0

104.669 )( 21.469 567 )(

Vaxtatekjur og verðbætur ............Arður af eignum............................Vaxtagjöld og verðbætur..............Gengismunur ...............................Vextir frá eigin fyrirtækjum ...........

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) greinast þannig:A hluti A og B hluti

Menningarmál ..................................................................................................Æskulýðs- og íþróttamál ..................................................................................Brunamál og almannavarnir .............................................................................Hreinlætismál ...................................................................................................Skipulags- og byggingarmál .............................................................................Umferðar- og samgöngumál .............................................................................

(fjármagnsgjöld) samtals..........

Rekstur málaflokka, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins greinist þannig. Í yfirlitinu eru birtar upplýsingar umrekstrartekjur að frádregnum rekstrargjöldum viðkomandi rekstrareininga.

Skatttekjur ........................................................................................................Félagsþjónusta .................................................................................................Heilbrigðismál ..................................................................................................Fræðslu- og uppeldismál ..................................................................................

Aðalsjóður samtals ...........................................................................................

Eignasjóður ......................................................................................................Þjónustumiðstöð ...............................................................................................A hluti samtals ..................................................................................................

Umhverfismál ...................................................................................................Atvinnumál .......................................................................................................Sameiginlegur kostnaður ..................................................................................Lífeyrisskuldbinding, breyting og framlög til A deildar Brúar lífeyrissjóðs ..........Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ....................................................................

Hafnarsjóður .....................................................................................................Vatnsveita ........................................................................................................Fráveita ...........................................................................................................Félagslegar íbúðir ............................................................................................Íbúðir aldraðra ..................................................................................................Lyfsala ..............................................................................................................Sundabúð .........................................................................................................Arnarvatn ehf. ...................................................................................................A og B hluti .......................................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 14 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 105: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

8. Varanlegir rekstrarfjármunira. Bókfært verð

Fasteignir Vélar, áhöld og lóðir Gatnakerfi og tæki Samtals

A hluti:

1.406.457 227.680 91.324 1.725.461 96.683 845 5.371 102.898

1.503.140 228.525 96.695 1.828.360

655.691 )( 69.158 )( 69.693 )( 794.541 )( 25.447 )( 9.107 )( 3.599 )( 38.153 )(

681.138 )( 78.265 )( 73.291 )( 832.694 )(

750.766 158.522 21.631 930.920 822.002 150.260 23.403 995.665

0-4% 4% 10-20%

Fasteignir Veitur, hafnir Vélar, áhöld og lóðir og gatnakerfi og tæki Samtals

A og B hluti:

1.574.378 901.157 97.367 2.572.903 109.486 845 5.371 115.702

0 30.647 )( 0 30.647 )( 1.683.864 871.355 102.738 2.657.958

754.543 )( 339.701 )( 73.378 )( 1.167.623 )( 28.850 )( 24.940 )( 3.950 )( 57.740 )(

783.393 )( 364.641 )( 77.328 )( 1.225.362 )(

819.835 561.456 23.989 1.405.280 900.471 506.714 25.411 1.432.595

0-4% 2,5-4% 10-20%

b. Fjárfesting

Fjárfesting Áætlun Mismunur2019 2019 við áætlun

102.898 106.196 3.298 )( 0 2.783 2.783 )(

102.898 108.979 6.081 )(

B hluti:30.854 )( 1.500 32.354 )( 2.016 8.000 5.984 )(

0 2.000 2.000 )( 10.994 12.000 1.006 )(

0 2.000 2.000 )( 17.844 )( 25.500 43.344 )(

85.054 134.479 49.425 )(

Afskrifað 1.1.2019.......................................................................

Framlög vegna hafnarframkvæmda...........................................Heildarverð 31.12.2019...............................................................

Afskrifað 1.1.2019.......................................................................

Afskrifað á árinu ........................................................................

Keypt á árinu .............................................................................

Afskrifað samtals 31.12.2019......................................................

Bókfært verð 1.1.2019.................................................................Bókfært verð 31.12.2019.............................................................

Afskriftarhlutföll..........................................................................

Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig:

Heildarverð 1.1.2019...................................................................Keypt á árinu .............................................................................Heildarverð 31.12.2019...............................................................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu sundurliðast þannig:

A hluti:Eignasjóður.......................................................................................................Þjónustumiðstöð................................................................................................

Félagslegar íbúðir.............................................................................................Leiguíbúðir aldraðra..........................................................................................

Heildarverð 1.1.2019...................................................................

Afskriftarhlutföll .........................................................................

Afskrifað samtals 31.12.2019......................................................Afskrifað á árinu ........................................................................

Bókfært verð 1.1.2019.................................................................Bókfært verð 31.12.2019.............................................................

A hluti samtals...................................................................................................

Hafnarsjóður - framlög.......................................................................................Fráveita.............................................................................................................

Sundabúð..........................................................................................................B hluti samtals...................................................................................................

Samtals A og B hluti..........................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 15 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 106: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

8. Varanlegir rekstrarfjármunir, frh.c. Fasteignamat og vátryggingaverð

Brunabótamat, fasteignamat og bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna skiptist þannig í árslok 2019: A hluti A og B hluti

2.341.922 3.241.732 550.944 762.681 272.251 325.454

1.726.981 816.060

9. Stofnframlög og eignarhlutir í félögum

A hluti A og B hluti A hluti A og B hluti

0,7% 0,7% 60.241 60.241 50,0% 50,0% 250 250 50,0% 50,0% 250 250 49,5% 49,5% 1.980 1.980 49,5% 49,5% 1.980 1.980 25,6% 25,6% 4.704 4.704 0,2% 0,2% 201 201

45,7% 45,7% 800 800 - - 833 833

41,7% 41,7% 500 500 16,0% 16,0% 300 300

100,0% 100,0% 57.200 0 129.239 72.039 58.500 )( 1.300 )( 70.739 70.739

10. Langtímakröfur á eigin fyrirtækiBreyting langtímakrafna á árinu greinist þannig: A-hluti

70.905 1.894 3.932 )(

68.867 4.104 )(

64.763

Afborganir langtímakrafna greinast þannig á næstu ár:

4.104 4.285 4.473 4.670 4.875

46.460 68.867

Reiknaðir eru 4,5% ársvextir á langtímakröfur á eigin fyrirtæki, en lánin eru bundin vísitölu neysluverðs.

Niðurfærsla eignarhluta ...........................................................................................................Stofnframlög og eignarhlutir í félögum samtals ........................................................................

Staða langtímakrafna í ársbyrjun ....................................................................................................................Verðbætur........................................................................................................................................................Afborgun langtímakrafna á árinu .....................................................................................................................Langtímakröfur samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir ......................................................................................

Bókfært verð

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. ............................

GÁF ehf. ............................................................

Verkmenntaskóli Austurlands ...........................Drekasvæðið ehf. .............................................

Sláturfélag Vopnfirðinga ehf. .............................Landskerfi bókasafna .......................................

Stofnframlög og eignarhlutir í félögum greinast þannig: Eignarhlutur

Arnarvatn ehf. ...................................................

Vopn-Fiskur ehf. ...............................................

Finnafjörður GP ehf. ..........................................Finnafjarðarhöfn GP ehf. ...................................Finnafjörður slhf. ................................................Finnafjarðarhöfn slhf. .........................................

Sveitarfélagið stofnaði á árinu ásamt Langanesbyggð félögin Finnafjörður slhf., Finnafjarðarhöfn slhf., Finnafjörður ehf. ogFinnafjarðarhöfn ehf. Félögin er stofnuð í tengslum við óformaða uppbyggingu hafnar við Finnafjörð og eru að fullu í jafnrieign sveitarfélaganna tveggja. Sjá nánar í skýringu 21.

Langtímakröfur samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir ......................................................................................

Vátryggingaverðmæti veitumannvirkja......................................................................................

Brunabótamat fasteigna............................................................................................................Fasteignamat............................................................................................................................Vátryggingaverðmæti lausafjármuna........................................................................................Vátryggingaverðmæti hafna......................................................................................................

Árið 2024..........................................................................................................................................................Afborgun síðar.................................................................................................................................................

Næsta árs afborganir og gjaldfallnar afborganir...............................................................................................

Árið 2020..........................................................................................................................................................Árið 2021..........................................................................................................................................................Árið 2022..........................................................................................................................................................Árið 2023..........................................................................................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 16 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 107: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

11. Fyrirframgreiðsla til Brúar lífeyrissjóðs

Gjaldfærslur vegna uppgjörsins og staða fyrirframgreiðslunnar greinast þannig á árinu:

A hluti A og B hluti

15.623 15.623 578 )( 578 )(

15.045 15.045

Fyrirframgreiðsla greinist þannig í efnahagsreikningi:

578 578 14.467 14.467 15.045 15.045

Fyrirframgreiðsla skiptist þannig í árslok:

13.646 13.646 1.399 1.399

15.045 15.045

Við útreikning á skuldaviðmiði er heimilt að draga frá bókfært verð fyrirframgreiðslu til Brúar lífeyrissjóðs.

12. SkammtímakröfurÓinnheimtar tekjur greinast þannig: A hluti A og B hluti

47.681 47.681 11.555 )( 11.555 )( 36.126 36.126

19.725 25.559 9.216 )( 10.359 )(

10.509 15.200

46.634 51.326

Niðurfærsla óinnheimtra tekna greinist þannig:B hluti A og B hluti

Skatttekjur Aðrar tekjur Samtals Aðrar tekjur Samtals

9.225 8.005 17.229 972 18.201 1.545 )( 0 1.545 )( 0 1.545 )( 3.876 1.212 5.088 170 5.258

11.555 9.216 20.772 1.142 21.914

13. Eigið féYfirlit um eiginfjárreikning: A hluti A og B hluti

534.468 1.062.796 97.860 )( 104.669 )(

436.608 958.127

Fyrirframgreiðsla til Brúar lífeyrissjóðs vegna uppgjörs A-deildar á árinu 2018 er færð til eignar og er framlag ílífeyrisaukasjóð gjaldfært á 30 árum en framlag í varúðarsjóð á 20 árum til samræmis við ákvæði reglugerðar nr.1212/2015.

Fyrirframgreidd framlög vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð á árinu 2018 eru færð til eignar í efnahagsreikningi semfyrirframgreiddur kostnaður. Sá hluti sem verður gjaldfærður á árinu 2020 er færður meðal veltufjármuna, en það semkemur til gjaldfærslu síðar er fært meðal fastafjármuna. Gjaldfærslur vegna uppgjörsins eru færðar meðal launa oglaunatengdragjalda í rekstrarreikningi.

Óinnheimtar skatttekjur að frádreginni niðurfærslu...................................................................

Niðurfærsla óinnheimtra annarra tekna....................................................................................

Óinnheimtar tekjur í árslok........................................................................................................

A hluti

Niðurfærsla í ársbyrjun.......................................Afskrifað á árinu ................................................Niðurfærsla, breyting á árinu .............................Niðurfærsla í árslok ...........................................

Eigið fé 1.1.2019........................................................................................................................Rekstrarniðurstaða ársins ........................................................................................................Eigið fé 31.12.2019....................................................................................................................

Óinnheimtar skatttekjur, heild...................................................................................................

Óinnheimtar aðrar tekjur, heild.................................................................................................

Óinnheimtar aðrar tekjur að frádreginni niðurfærslu..................................................................

Niðurfærsla óinnheimtra skatttekna..........................................................................................

Staða fyrirframgreiðslu í ársbyrjun............................................................................................Gjaldfært á árinu.......................................................................................................................Staða fyrirframgreiðslu í árslok.................................................................................................

Næsta árs gjaldfærsla, færð meðal veltufjármuna....................................................................Langtímahluti fyrirframgreiðslu.................................................................................................Samtals í efnahagsreikningi......................................................................................................

Framlag í lífeyrisaukasjóð.........................................................................................................Framlag í varúðarsjóð...............................................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 17 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 108: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

14. Lífeyrisskuldbinding

A hluti A og B hluti

62.716 62.716 3.073 )( 3.073 )( 5.197 5.197

64.840 64.840

Núvirði áætlaðs framlags vegna lífeyrisgreiðslna greinist þannig á næstu ár:

17.249 17.254 14.027 16.310 64.840

15. Aðrar skuldbindingar

16. Skuldir við lánastofnanirBreyting langtímalána á árinu greinist þannig:

Óverðtryggð Verðtryggð Samtals lán lán

A hluti:25.000 56.097 81.097

0 137.000 137.000 25.000 )( 9.944 )( 34.944 )(

2.079 2.079 0 )( 185.231 185.231 0 12.359 )( 12.359 )( 0 )( 172.872 172.872

A og B hluti:25.000 286.567 311.567 60.000 137.000 197.000 25.000 )( 37.374 )( 62.374 )(

0 7.890 7.890 60.000 394.084 454.084

0 43.777 )( 43.777 )( 60.000 350.307 410.307

Afborganir af langtímaskuldum greinast þannig á næstu ár: A hluti A og B hluti

12.359 43.777 10.183 31.918 10.269 32.043 10.357 32.171 10.106 31.277

131.959 282.898 185.231 454.083

Á sveitarfélaginu hvíla skuldbindingar vegna gjafasjóða sem eru í vörslu þess, auk AtvinnuaukningarsjóðsVopnafjarðarhrepps. Sveitarfélagið fékk á árinu gjöf í formi arfs að fjárhæð 16 millj. kr. sem ætlaður til hagsbóta fyrirSundbúð.

Þá er sveitarfélagið með í vörslu sinni bankareikninga félagasamtaka sem tengjast sveitarfélaginu. Á móti þessuvörslusjóðum er færð skuldbinding og nam hún samtals 6,7 millj. kr. í árslok, og var öll í A hluta.

Árið 2021...................................................................................................................................Árið 2022...................................................................................................................................Árið 2023...................................................................................................................................

Afborganir af lánum ..........................................................................................Verðbætur.........................................................................................................

Næsta árs afborgun .........................................................................................Langtímaskuldir í árslok ...................................................................................

Árin 2020-2024.................................................................................................................................................Árin 2025-2029.................................................................................................................................................Árin 2030-2034.................................................................................................................................................Síðar................................................................................................................................................................

Ný lán................................................................................................................

Árið 2024...................................................................................................................................Síðar ........................................................................................................................................Langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir .............................................................

Árið 2020...................................................................................................................................

Langtímaskuldir í ársbyrjun ..............................................................................

Afborganir af lánum ..........................................................................................Verðbætur.........................................................................................................

Næsta árs afborgun .........................................................................................Langtímaskuldir í árslok ...................................................................................

Langtímaskuldir í ársbyrjun ..............................................................................Ný lán................................................................................................................

Á sveitarfélaginu hvílir skuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sveitarfélagsins. Hækkun ársins á lífeyrisréttindum,sem byggð er á útreikningi tryggingarstærðfræðings, er færð í rekstrarreikning og til hækkunar á lífeyrisskuldbindingunni.Greiddur lífeyrir er færður til lækkunar á lífeyrisskuldbindingunni. Breyting lífeyrisskuldbindingar greinist þannig:

Lífeyrisskuldbinding í ársbyrjun ...............................................................................................Framlag vegna lífeyrisgreiðslna................................................................................................Hækkun lífeyrisskuldbindingar á árinu......................................................................................Lífeyrisskuldbinding í árslok 2019..............................................................................................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 18 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 109: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

16. Skuldir við lánastofnanir, frh.Veðsetningar

17. Heildaryfirlit um samantekna fjárhagsstöðu A og B hluta í árslok

Eignarhluti Eignir Skuldir Eigið fé

100% 1.306.441 869.833 436.609 100% 682.635 240.090 442.544 100% 106.918 0 106.918 100% 64.181 68.867 4.686 )( 100% 37.686 34.461 3.225 100% 36.667 10.419 26.248 100% 3.591 2.470 1.122 100% 255 54.165 53.910 )( 100% 58 0 58

619.916 )( 619.916 )( 0 1.618.517 660.389 958.127

18. Ábyrgðir og skuldbindingar utan efnahagsreikningsSamstarfsverkefniSveitarfélagið er aðili að eftirtöldum stofnunum og samstarfsverkefnum:

Heilbrigðiseftirlit Austurlands Héraðsskjalasafn AusturlandsSkólaskrifstofa AusturlandsAusturbrúBrunavarnir á AusturlandiSamband sveitarfélaga á Austurlandi

Skuldbindingar vegna þessara verkefna eru ekki færðar í ársreikning 2019.

19. Tengdir aðilar

20. Atburður eftir reikningsskiladag

Arnarvatn ehf. ...........................................................................Millifærslur, innbyrðis staða ......................................................Heildarstaða sveitarfélagsins í árslok ........................................

Aðal- og varamenn í sveitarstjórn auk æðstu stjórnenda sveitarfélagsins eru skilgreindir sem tengdir aðilar sveitarfélagsins.Makar þessara aðila og ófjárráða börn og aðrir fjárhagslega háðir einstaklingar falla einnig undir skilgreininguna ásamtfyrirtækjum í eigu eða undir stjórn þessara aðila.

Viðskipti sveitarfélagsins við tengda aðila ná eingöngu til hefðbundinnar þjónustu sem sveitarfélagið veitir og opinberragjalda sem lögð eru á tengda aðila á árinu. Viðskipti sveitarfélagsins við tengda aðila eru á sömu forsendum og þegar umótengda aðila er að ræða og eru skilyrði og skilmálar viðskiptanna sambærileg og við ótengda aðila. Við ákvörðun umviðskipti við tengda aðila er farið að hæfisreglum 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

A-hluti .......................................................................................Hafnarsjóður .............................................................................Vatnsveita .................................................................................

Lyfsala ......................................................................................Sundabúð .................................................................................

Fráveita .....................................................................................Félagslegar íbúðir .....................................................................

Eignir, skuldir og eigið fé sveitarfélagsins greinist þannig:

Íbúðir í eigu sveitafélagsins íbúða að bókfærðu virði 25 millj. kr. eru veðtryggðar fyrir skuldum að eftirstöðvum 38 millj. kr. íárslok 2019. Sveitarfélagið hefur veitt Lánasjóði Íslenskra sveitarfélaga veð í staðgreiðslutekjum fyrir skuldum aðeftirstöðvum að fjárhæð 201 millj. kr. í árslok 2019.

Leiguíbúðir aldraðra ..................................................................

Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með taliðefnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um endanlega áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hveráhrifin verða eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægriskatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.

Það er mat stjórnenda sveitarfélagsins að ekki sé unnt, í ljósi framangreindrar óvissu, að leggja endanlegt mat á áhrifCovid-19 á rekstur sveitarfélagsins en meta greiðsluhæfi þess þó ekki skert. Það er hins vegar ljóst að forsendurfjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2020 eru að miklu leyti brostnar og er nú unnið að breytingum á henni.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 19 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 110: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

21. Önnur málStapi lífeyrissjóður

FinnafjörðurÁ árinu 2019 skrifuðu fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu undirsamstarfssamning um þróun og uppbyggingu hafnar í Finnafirði. Við undirritunina samþykktu sveitarfélögin að setja á stofnÞróunarfélag Finnafjarðarhafnar ehf. (FFPD) sem mun vinna að þróun verkefnisins auk þess afla sérleyfishafa til að hefjastarfsemi innan svæðisins. Félagið var stofnað í júlí 2019 og greinist eignarhald þannig að Bremenports GmbH & Co.KG á66% eignarhlut, Efla hf. 26% og Finnafjörður slhf. 8%.

Samhliða þessu stofnuðu Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur Finnafjörður slhf., Finnafjarðarhöfn slhf., Finnafjörðurehf. og Finnafjarðarhöfn ehf. sem eru í jafnri eigu sveitarfélaganna. Félögunum er ætlað að halda utan um uppbyggingu ogrekstur hafnarinnar ásamt útgáfu sérleyfa og samninga við landeigendur.

Það er mat stjórnenda sveitarfélagsins felur undirritun viljayfirlýsingarinnar og stofnun ofangreindra félaga ekki í sér frekarifjárskuldbindingar umfram framlagt hlutafé.

Á árinu 2016 komu fram vísbendingar um að sveitarfélagið hefði vangreitt lífeyrissjóðsiðgjöld tiltekinna starfsmanna tilStapa lífeyrissjóðs á árunum 2005-2016, þar sem skilað hafði verið 8,5% mótframlagi launagreiðanda til lífeyrissjóðsins enekki 11,5% framlagi eins og tiltekið er í kjarasamningum. Á árinu 2017 var staðfest að framangreind krafa átti við rök aðstyðjast og áætluðu stjórnendur að samtals hafi vangreidd iðgjöld á umræddu tímabili hafi numið 44 millj. kr.

Lögmenn sveitafélagsins máti það hins vegar svo að almennir fyrningarfrestir krafna samkvæmt lögum ættu við í þessutilviki, en hann er fjögur ár, og af þeim sökum var það mat stjórnenda að sveitarfélaginu beri einvörðungu að greiðavangreidd framlög áranna 2013-2016.

Höfuðstóll vangreiddra iðgjalda á því tímabili nam 18 millj. kr. og var sú fjárhæð að fullu gjaldfærð meðal launa- oglaunatengdra á árinu 2017. Til viðbótar voru færðar til gjalda vextir verðbætur að fjárhæð 3 millj. kr. þannig að samtalsnam bókfærð skuld sveitarfélagsins 21 millj. kr. í árslok 2017. Á árinu 2018 voru gjaldfærðir vextir að fjárhæð 1 millj. kr. ognam áætluð skuld 22 millj. kr. í árslok 2018.

Á árinu 2019 var gengið frá samkomulagi við lífeyrissjóðinn Stapa þar sem Vopnafjarðarhreppur féllst á að standa skil ávangreidd iðgjöld á öllu tímabilinu að viðbættum 3,5% vöxtum. Eru áhrif á því samkomulagi færð til gjalda á meðal launaog launatengdra gjalda í rekstrarreikning, alls 56 millj. kr.

Sveitarfélagið hefur samtals gjaldfært 78 millj. kr. meðal launa og tengdra gjalda í ársreikningum sínum á árunum 2017,2018 og 2019. Með samkomulaginu og greiðslum samkvæmt því teljast allar kröfur vegna þessa máls uppgerðar.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 20 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 111: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

22. LykiltölurYfirlit um lykiltölur A hluta síðustu fimm ár á verðlagi hvers árs.

Áætlun2019 2019 2018 2017 2016 2015

Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga:Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður............... 147.879 )( 237.899 )( 95.719 )( 29.389 7.510 4.156 Skuldaviðmið, skv. reglugerð*.................... 46 % 89 % 71% 74% 78% 84%

Ýmsar lykiltölurÍ hlutfalli við rekstrartekjur:Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir................ 3,3 % 8,5% )( 19,7% )( 8,2 % 11,3 % 5,5 % Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ................... 1,0% )( 12,8% )( 24,2% )( 4,6 % 6,4 % 7,9% )( Veltufé frá rekstri (til rekstrar) .................... 4,2 % 7,1% )( 17,6% )( 7,8 % 12,9 % 7,7 % Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjárm........ 13,6 % 13,4 % 12,7 % 6,7 % 4,2 % 10,1 % Skuldahlutfall.............................................. 83 % 114 % 87 % 76 % 81 % 88 %

Önnur hlutföllLangtímaskuldir í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum ................ 5,69 3,18 )( 0,37 )( 1,39 1,41 1,71 Veltufé frá rekstri í hlutfalli við afborganir skulda og skuldbindinga.......... 0,92 1,43 )( 2,54 )( 1,07 3,05 2,31 Veltufjárhlutfall ........................................... 0,64 0,26 0,16 0,61 0,67 0,43 Eiginfjárhlutfall ........................................... 51,1 % 33,4 % 46,1 % 55,2 % 53,0 % 51,1 %

Í hlutfalli við rekstrartekjur:Útsvar ........................................................ 49,5 % 47,6 % 49,2 % 47,4 % 45,9 % 47,9 % Fasteignaskattur ........................................ 6,5 % 6,5 % 6,2 % 5,7 % 5,7 % 5,9 % Framlög Jöfnunarsjóðs............................... 25,9 % 29,5 % 29,5 % 31,9 % 33,3 % 28,6 % Lóðarleiga.................................................. 1,1 % 1,1 % 1,1 % 0,9 % 0,8 % 0,8 % Skatttekjur samtals..................................... 83,0 % 84,8 % 86,0 % 86,0 % 85,6 % 83,3 % Aðrar tekjur ................................................ 17,0 % 15,2 % 14,0 % 14,0 % 14,4 % 16,7 % Rekstrartekjur samtals .............................. 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 %

Laun og launatengd gjöld .......................... 63,6% )( 70,6% )( 61,9% )( 60,3% )( 55,8% )( 59,0% )( Lífeyrisskuldbinding, hækkun .................... 0,4% )( 0,7% )( 1,7% )( 1,8 % 1,3% )( 1,3% )( Annar rekstrarkostnaður ............................ 32,7% )( 37,2% )( 56,0% )( 33,3% )( 31,7% )( 34,2% )( Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir................ 3,3 % 8,5% )( 19,7% )( 8,2 % 11,3 % 5,5 % Afskriftir ..................................................... 4,9% )( 5,0% )( 5,0% )( 4,9% )( 5,3% )( 5,5% )( Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld .............. 0,6 % 0,7 % 0,4 % 1,3 % 0,4 % 7,9% )( Hlutdeild í hlutdeildarfélögum..................... 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % Tekjuskattur................................................ 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 %

101,0% )( 112,8% )( 124,2% )( 95,4% )( 93,6% )( 107,9% )( Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ................... 1,0% )( 12,8% )( 24,2% )( 4,6 % 6,4 % 7,9% )(

*- útreikningur skuldaviðmiðs miðar við gildandi reglur fyrir hvert ár.

Ársreikningar

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 21 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 112: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

22. Lykiltölur, frh.Yfirlit um lykiltölur A hluta síðustu fimm ár á verðlagi hvers árs.

Áætlun2019 2019 2018 2017 2016 2015

Í þúsundum krónum á íbúa:Rekstur:Skatttekjur.................................................. 1.011 990 942 958 921 802 Aðrar tekjur ................................................ 207 177 154 156 155 160 Laun og launatengd gjöld .......................... 774 )( 824 )( 678 )( 671 )( 600 )( 567 )(

5 )( 8 )( 19 )( 20 14 )( 13 )( Annar rekstrarkostnaður............................. 398 )( 435 )( 614 )( 370 )( 341 )( 329 )( Afskriftir...................................................... 60 )( 58 )( 54 )( 54 )( 57 )( 53 )( Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) ........... 8 8 4 14 4 76 )( Rekstrarniðurstaða, (neikvæð) .................. 12 )( 149 )( 265 )( 52 69 76 )(

Efnahagur:Eignir ......................................................... 2.076 1.992 1.766 1.886 1.863 1.721 Eigið fé ...................................................... 1.061 666 813 1.042 987 879 Skuldir og skuldbindingar .......................... 1.015 1.326 953 844 876 842

Sjóðstreymi:Veltufé frá rekstri ....................................... 51 83 )( 193 )( 86 139 74 Handbært fé frá rekstri............................... 17 127 )( 189 )( 107 75 63

Íbúafjöldi:Íbúafjöldi 1. desember................................ 656 656 657 661 645 647

Lífeyrisskuldbinding, hækkun .....................

Ársreikningar

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 22 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 113: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:22. Lykiltölur, frh.

Yfirlit um lykiltölur A og B hluta síðustu fimm ár á verðlagi hvers árs.

Áætlun2019 2019 2018 2017 2016 2015

Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga:Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður............ 116.802 9.335 )( 192.675 239.365 182.796 199.518 Skuldaviðmið, skv. reglugerð*.................. 32 % 50 % 38 % 51 % 60 % 62 %

Ýmsar lykiltölurÍ hlutfalli við rekstrartekjur:Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir.............. 8,8 % 3,0% )( 7,2 % 15,2 % 16,7 % 12,6 % Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ................. 1,9 % 9,9% )( 0,1% )( 9,0 % 9,5 % 4,9 % Veltufé frá rekstri (til rekstrar) ................. 8,3 % 3,2% )( 7,3 % 13,0 % 15,9 % 12,9 % Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjárm..... 11,9 % 8,0 % 7,9 % 5,4 % 12,9 % 14,5 % Skuldahlutfall........................................... 48 % 62 % 48 % 52 % 62 % 65 %

Önnur hlutföllLangtímaskuldir í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum ............. 3,88 12,12 )( 3,28 2,19 2,31 2,96 Veltufé frá rekstri í hlutfalli við afborganir skulda og skuldbindinga........ 1,40 0,52 )( 0,98 1,60 2,68 2,01 Veltufjárhlutfall ........................................ 1,30 0,62 0,44 0,91 0,90 0,64 Eiginfjárhlutfall ........................................ 67,8 % 59,2 % 67,7 % 65,4 % 59,3 % 57,1 %

Í hlutfalli við rekstrartekjur:Útsvar ..................................................... 34,9 % 34,4 % 33,8 % 32,8 % 31,1 % 31,9 % Fasteignaskattur ..................................... 4,5 % 4,6 % 4,2 % 3,8 % 3,7 % 3,7 % Framlög Jöfnunarsjóðs............................ 18,3 % 21,3 % 20,3 % 22,1 % 22,5 % 19,1 % Lóðarleiga................................................ 0,7 % 0,8 % 0,7 % 0,6 % 0,5 % 0,6 % Skatttekjur samtals.................................. 58,5 % 61,1 % 59,0 % 59,3 % 57,9 % 55,2 % Aðrar tekjur ............................................. 41,5 % 38,9 % 41,0 % 40,7 % 42,1 % 44,8 % Rekstrartekjur samtals ............................ 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 % 100,0 %

Laun og launatengd gjöld ........................ 60,3% )( 68,4% )( 58,4% )( 56,7% )( 53,8% )( 55,6% )( Lífeyrisskuldbinding, hækkun .................. 0,3% )( 0,5% )( 1,2% )( 1,2 % 0,9% )( 0,9% )( Annar rekstrarkostnaður ......................... 30,6% )( 34,1% )( 33,1% )( 29,4% )( 28,7% )( 30,9% )( Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir.............. 8,8 % 3,0% )( 7,2 % 15,2 % 16,7 % 12,6 % Afskriftir .................................................. 5,3% )( 5,4% )( 5,3% )( 5,1% )( 5,3% )( 5,7% )( Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ........... 1,6% )( 1,5% )( 2,0% )( 1,0% )( 1,9% )( 2,0% )( Hlutdeild í hlutdeildarfélögum................... 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % Tekjuskattur............................................. 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 % 0,0 %

98,1% )( 109,9% )( 100,1% )( 91,0% )( 90,5% )( 95,1% )( Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ................. 1,9 % 9,9% )( 0,1% )( 9,0 % 9,5 % 4,9 %

*- útreikningur skuldaviðmiðs miðar við gildandi reglur fyrir hvert ár.

Ársreikningar

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 23 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 114: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

22. Lykiltölur, frh.Yfirlit um lykiltölur A og B hluta síðustu fimm ár á verðlagi hvers árs.

Áætlun2019 2019 2018 2017 2016 2015

Í þúsundum krónum á íbúa:Rekstur:Skatttekjur................................................ 1.009 988 940 955 919 798 Aðrar tekjur ............................................. 717 629 653 656 669 647 Laun og launatengd gjöld ........................ 1.041 )( 1.106 )( 931 )( 914 )( 854 )( 803 )(

5 )( 8 )( 19 )( 20 14 )( 13 )( Annar rekstrarkostnaður.......................... 529 )( 551 )( 528 )( 473 )( 455 )( 446 )( Afskriftir................................................... 91 )( 88 )( 84 )( 83 )( 84 )( 83 )( Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) ......... 28 )( 24 )( 32 )( 17 )( 30 )( 29 )( Rekstrarniðurstaða, (neikvæð) ................ 33 160 )( 1 )( 145 151 71

Efnahagur:Eignir ...................................................... 2.552 2.467 2.388 2.415 2.432 2.190 Eigið fé ................................................... 1.730 1.461 1.618 1.579 1.442 1.249 Skuldir og skuldbindingar ........................ 822 1.007 771 837 990 940

Sjóðstreymi:Veltufé frá rekstri .................................... 143 52 )( 116 209 253 186 Handbært fé frá rekstri............................. 109 95 )( 170 178 196 164

Íbúafjöldi:Íbúafjöldi 1. desember.............................. 656 656 657 661 645 647

Ársreikningar

Lífeyrisskuldbinding, hækkun ...................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 24 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 115: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_____________________________________________________________________________________________________

Skýringar, frh.:

22. Lykiltölur, frh.:

2019 % 2018 % 2017 %Aðalsjóður:Skatttekjur ......................................... 659.792 100,0% 628.061 100,0% 640.696 100,0%

Félagsþjónusta .................................. 36.653 )( 5,6% )( 37.649 )( 6,0% )( 33.546 )( 5,2% )( Heilbrigðismál ..................................... 1.342 )( 0,2% )( 133.855 )( 21,3% )( 1.187 )( 0,2% )( Fræðslu- og uppeldismál ................... 369.301 )( 56,0% )( 306.571 )( 48,8% )( 292.136 )( 45,6% )( Menningarmál ................................... 21.343 )( 3,2% )( 25.389 )( 4,0% )( 25.681 )( 4,0% )( Æskulýðs- og íþróttamál ................... 86.814 )( 13,2% )( 67.111 )( 10,7% )( 62.661 )( 9,8% )( Brunamál og almannavarnir .............. 24.956 )( 3,8% )( 16.386 )( 2,6% )( 16.669 )( 2,6% )( Hreinlætismál .................................... 5.169 )( 0,8% )( 5.952 )( 0,9% )( 1.264 0,2% Skipulags- og byggingarmál .............. 18.999 )( 2,9% )( 24.123 )( 3,8% )( 23.593 )( 3,7% )( Umferðar- og samgöngumál .............. 30.497 )( 4,6% )( 9.864 )( 1,6% )( 12.728 )( 2,0% )( Umhverfismál .................................... 30.923 )( 4,7% )( 27.542 )( 4,4% )( 24.855 )( 3,9% )( Atvinnumál ........................................ 5.564 )( 0,8% )( 7.169 )( 1,1% )( 11.248 )( 1,8% )( Sameiginlegur kostnaður ................... 151.920 )( 23,0% )( 99.439 )( 15,8% )( 90.975 )( 14,2% )( Lífeyrisskuldbinding, breyting ............. 5.775 )( 0,9% )( 12.936 )( 2,1% )( 9.979 1,6% Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ...... 33.282 5,0% 34.079 5,4% 35.221 5,5%

Aðalsjóður samtals 96.181 )( 14,6% )( 111.847 )( 17,8% )( 91.882 14,3%

Aðrir sjóðir í A hluta:Eignasjóður ....................................... 9.987 1,5 % 49.171 )( 7,8% )( 39.359 )( 6,1% )( Þjónustumiðstöð ................................ 11.665 )( 1,8% )( 13.198 )( 2,1% )( 18.346 )( 2,9% )(

A hluti samtals 97.860 )( 14,8% )( 174.216 )( 27,7% )( 34.177 5,3 %

Í yfirliti þessu er borin saman ráðstöfun skatttekna til einstakra málaflokka í A hluta síðustu þrjú árin. Þjónustutekjur ogaðrar tekjur sem tilheyra einstökum málaflokkum hafa verið dregnar frá gjöldum viðkomandi málaflokks. Fjárhæðir eru íþús. kr. og á verðlagi hvers árs.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 25 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 116: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_______________________________________________________________________________________________________

23. Samanburður fjárhagsáætlana

Upphafleg Samþykktir Áætlun 2019 Upphafleg Samþykktir Áætlun 2019áætlun 2019 viðaukar með viðauka áætlun 2019 viðaukar með viðauka

Rekstrartekjur456.223 0 456.223 455.066 0 455.066 207.051 0 207.051 207.051 0 207.051 132.498 3.039 135.537 467.566 3.039 470.605 795.772 3.039 798.811 1.129.683 3.039 1.132.722

Rekstrargjöld452.702 55.000 507.702 627.892 55.000 682.892

3.317 0 3.317 3.317 0 3.317 261.378 0 261.378 342.014 5.139 347.153 717.396 55.000 772.396 973.223 60.139 1.033.362

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 78.376 51.960 )( 26.415 156.460 57.099 )( 99.361

39.235 )( 0 )( 39.235 )( 59.693 )( 0 59.693 )(

39.141 51.961 )( 12.820 )( 96.767 57.099 )( 39.668

Fjármunatekjur og4.979 0 4.979 18.199 )( 0 18.199 )(

44.120 51.960 )( 7.841 )( 78.568 57.099 )( 21.469

Framlög Jöfnunarsjóðs .....................

Skýringar, frh.:

Í neðangreindu yfirliti er gerð grein fyrir rekstraráætlun fyrir árið 2019 samkvæmt upphaflega samþykktrifjárhagsáætlun sveitarfélagsins, fjárhagsáætlun, samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun með viðaukum.Fjárhagsáætlun með viðaukum er birt í rekstrarreikningi og öðrum skýringum ársreikningsins til samanburðar viðrauntölur ársins.

A hluti A og B hluti

Útsvar og fasteignaskattur ................

tekna og fjármagnsgjalda ................

(fjármagnsgjöld) ...............................

Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ........

Aðrar tekjur .......................................

Laun og launatengd gjöld ..................

Annar rekstrarkostnaður ...................

Afskriftir ............................................

Rekstrarniðurstaða án fjármuna-

Lífeyrisskuldbinding, breyting ............

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 26 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 117: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

_______________________________________________________________________________________________________

23. Samanburður fjárhagsáætlana, framhald

Upphafleg Samþykktir Áætlun 2019 Upphafleg Samþykktir Áætlun 2019áætlun 2019 viðaukar með viðauka áætlun 2019 viðaukar með viðauka

Rekstrarhreyfingar 44.120 51.960 )( 7.841 )( 78.568 57.099 )( 21.469

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:Afskriftir ......................................................... 39.235 0 39.235 59.693 0 59.693 Verðbætur ..................................................... 1.795 0 1.795 12.527 0 12.527

Veltufé frá (til) rekstrar 85.149 51.960 )( 33.189 150.788 57.099 )( 93.689

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:Óinnh. skatttekjur, (hækkun) lækkun ........... 0 22.000 )( 22.000 )( 0 22.000 )( 22.000 )(

0 22.000 )( 22.000 )( 0 22.000 )( 22.000 )(

Handbært fé frá (til) rekstrar 85.149 73.960 )( 11.189 150.788 79.099 )( 71.689

Fjárfestingarhreyfingar108.979 )( 0 108.979 )( 134.479 )( 0 134.479 )(

0 4.500 )( 4.500 )( 0 4.500 )( 4.500 )( 3.512 0 3.512 0 0 0

Fjárfestingarhreyfingar 105.467 )( 4.500 )( 109.967 )( 134.479 )( 4.500 )( 138.979 )(

Fjármögnunarhreyfingar5.551 3.039 )( 2.512 0 0 0

75.000 77.000 152.000 75.000 77.000 152.000 35.982 )( 0 35.982 )( 67.057 )( 0 67.057 )(

Fjármögnunarhreyfingar 44.569 73.961 118.530 7.943 77.000 84.943

24.251 4.499 )( 19.752 24.252 6.599 )( 17.653

1.044 0 1.044 1.053 0 1.053

25.295 4.499 )( 20.796 25.305 6.599 )( 18.705

Viðskiptastaða eigin fyrirtækja, breyting ........

Skýringar, frh.:

Í neðangreindu yfirliti er gerð grein fyrir sjóðstreymisáætlun fyrir árið 2019 samkvæmt upphaflega samþykktrifjárhagsáætlun sveitarfélagsins, samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun með viðaukum. Fjárhagsáætlun með viðaukumer birt í sjóðstreymisyfirliti og öðrum skýringum ársreikningsins til samanburðar við rauntölur ársins.

A hluti A og B hluti

Rekstrarniðurstaða ........................................

Fjárfestingu í varanl. rekstrarfjármunum .......Eignarhlutir í félögum, breyting ......................Langt.kröfur á eigin fyrirtæki, breyting............

Handbært fé í árslok .....................................

Tekin ný langtímalán .....................................Afborganir langtímalána ................................

Hækkun (lækkun) á handbæru fé ................

Handbært fé í ársbyrjun ...............................

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2019 27 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 118: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Aðalsjóður Eignasjóður Þjónustumið-

stöð Millifærslur A hluti Hafnarsjóður Vatnsveita Fráveita Félagslegar

íbúðir Leiguíbúðir

aldraðra Lyfsala Sundabúð Arnarvatn ehf Millifærslur A og B hluti

Rekstrartekjur:433.654 0 0 10.181 )( 423.473 0 0 0 0 0 0 0 0 1.307 )( 422.166 226.138 0 0 0 226.138 0 0 0 0 0 0 0 0 0 226.138 109.167 109.555 16.070 118.580 )( 116.212 102.619 22.422 15.680 5.722 12.599 38.368 126.279 0 27.462 )( 412.439 768.959 109.555 16.070 128.761 )( 765.823 102.619 22.422 15.680 5.722 12.599 38.368 126.279 0 28.769 )( 1.060.743

Rekstrargjöld:518.686 6.036 15.631 0 540.353 18.598 3.069 3.069 0 0 10.352 149.946 0 0 725.387

5.197 0 0 0 5.197 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5.197 374.539 28.392 10.981 128.761 )( 285.151 20.382 7.680 7.264 2.617 6.810 29.921 30.449 0 28.769 )( 361.505 898.422 34.428 26.613 128.761 )( 830.701 38.980 10.749 10.332 2.617 6.810 40.273 180.395 0 28.769 )( 1.092.089

129.463 )( 75.127 10.542 )( 0 64.878 )( 63.639 11.674 5.348 3.105 5.789 1.906 )( 54.116 )( 0 0 31.347 )(

0 37.030 )( 1.123 )( 0 38.153 )( 10.718 )( 3.417 )( 2.480 )( 1.140 )( 1.832 )( 0 0 0 0 57.740 )(

Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda............................................ 129.463 )( 38.097 11.665 )( 0 103.031 )( 52.921 8.257 2.868 1.965 3.957 1.906 )( 54.116 )( 0 0 89.086 )(

33.282 28.111 )( 0 0 5.171 13.842 )( 0 5.086 )( 1.825 )( 0 0 0 0 0 15.583 )(

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)............................. 96.181 )( 9.987 11.665 )( 0 97.860 )( 39.078 8.257 2.218 )( 139 3.957 1.906 )( 54.116 )( 0 0 104.669 )(

Rekstrarreikningur 2019

Afskriftir.....................................................................

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):........................

Útsvar og fasteignaskattur.......................................Framlög jöfnunarsjóðs..............................................Aðrar tekjur...............................................................

Lífeyrisskuldbinding, breyting...................................Laun og launatengd gjöld.........................................

Annar rekstrarkostnaður...........................................

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir..............................

Page 119: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Eignir

Aðalsjóður Eignasjóður Þjónustumið-

stöð Millifærslur A hluti Hafnarsjóður Vatnsveita Fráveita Félagslegar

íbúðir Leiguíbúðir

aldraðra Lyfsala Sundabúð Arnarvatn ehf Millifærslur A og B hluti

Fastafjármunir:Varanlegir rekstrarfjármunir:

Fasteignir og lóðir .............................................. 0 810.101 11.900 0 822.002 16.723 0 0 25.079 36.667 0 0 0 0 900.470 Veitukerfi og gatnamannvirki ............................. 0 150.260 0 0 150.260 239.413 54.069 62.972 0 0 0 0 0 0 506.714 Vélar, tæki og áhöld ........................................... 0 19.336 4.067 0 23.403 2.008 0 0 0 0 0 0 0 0 25.411

0 979.698 15.967 0 995.665 258.144 54.069 62.972 25.079 36.667 0 0 0 0 1.432.595

Áhættufjármunir og langtímakröfur:Eignarhlutir í félögum ......................................... 70.739 0 0 0 70.739 0 0 0 0 0 0 0 0 0 70.739 Fyrirframgreiðsla til Brúar lífeyrissjóðar ............ 14.467 0 0 0 14.467 0 0 0 0 0 0 0 0 0 14.467 Langtímakröfur á eigin fyrirtæki ......................... 413.432 0 0 348.669 )( 64.763 0 0 0 0 0 0 0 0 64.763 )( 0

498.637 0 0 348.669 )( 149.968 0 0 0 0 0 0 0 0 64.763 )( 85.206

Fastafjármunir 498.637 979.698 15.967 348.669 )( 1.145.633 258.144 54.069 62.972 25.079 36.667 0 0 0 64.763 )( 1.517.800

Veltufjármunir:0 666 0 0 666 0 0 0 0 0 3.591 255 0 0 4.513

Skammtímakröfur:Óinnheimtar tekjur ............................................. 46.634 0 0 0 46.634 4.692 0 0 0 0 0 0 0 0 51.326 Skammtímakröfur á eigin fyrirtæki .................... 1.263.958 0 0 1.199.373 )( 64.584 419.799 52.848 1.210 12.607 0 0 0 0 551.049 )( 0 Aðrar skammtímakröfur ..................................... 12.679 0 63 0 12.742 0 0 0 0 0 0 0 49 0 12.791 Næsta árs afb. langtímak. á eigin fyrirtæki ....... 28.210 0 0 24.106 )( 4.104 0 0 0 0 0 0 0 0 4.104 )( 0 Næsta árs gjaldf. v. Brúar lífeyrissjóðs ............. 578 0 0 0 578 0 0 0 0 0 0 0 0 0 578

31.499 0 0 0 31.499 0 0 0 0 0 0 0 9 0 31.508 Veltufjármunir 1.383.559 666 63 1.223.479 )( 160.808 424.491 52.848 1.210 12.607 0 3.591 255 58 555.153 )( 100.716

Eignir samtals 1.882.196 980.363 16.030 1.572.148 )( 1.306.441 682.635 106.918 64.181 37.686 36.667 3.591 255 58 619.916 )( 1.618.517

Birgðir .....................................................................

Efnahagsreikningur

Handbært fé..............................................................

Page 120: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Eigið fé og skuldir

Aðalsjóður Eignasjóður Þjónustumið-

stöð Millifærslur A hluti Hafnarsjóður Vatnsveita Fráveita Félagslegar

íbúðir Leiguíbúðir

aldraðra Lyfsala Sundabúð Arnarvatn ehf Millifærslur A og B hluti

Eigið fé:1.007.914 392.452 )( 178.854 )( 0 436.609 442.544 106.918 4.686 )( 3.225 26.248 1.122 53.910 )( 58 0 958.127

Skuldbindingar:64.840 0 0 0 64.840 0 0 0 0 0 0 0 0 0 64.840 22.146 0 0 0 22.146 0 0 0 0 0 0 0 0 0 22.146 86.986 0 0 0 86.986 0 0 0 0 0 0 0 0 0 86.986

Langtímaskuldir:172.873 0 0 0 172.873 204.551 0 0 32.883 0 0 0 0 0 410.307

0 348.669 0 348.669 )( 0 0 0 64.763 0 0 0 0 0 64.763 )( 0 172.873 348.669 0 348.669 )( 172.873 204.551 0 64.763 32.883 0 0 0 0 64.763 )( 410.307

Skammtímaskuldir:23.290 0 0 0 23.290 0 0 0 0 0 0 0 0 0 23.290

488.444 1.000.041 194.884 1.199.373 )( 483.995 0 0 0 0 10.419 2.470 54.165 0 551.049 )( 0

0 24.106 0 24.106 )( 0 0 0 4.104 0 0 0 0 0 4.104 )( 0 12.359 0 0 0 12.359 29.958 0 0 1.461 0 0 0 0 0 43.777 90.331 0 0 0 90.331 5.582 0 0 117 0 0 0 0 0 96.030

614.423 1.024.146 194.884 1.223.479 )( 609.974 35.539 0 4.104 1.578 10.419 2.470 54.165 0 555.153 )( 163.097 Skuldir og skuldbindingar samtals 874.282 1.372.815 194.884 1.572.148 )( 869.833 240.090 0 68.867 34.461 10.419 2.470 54.165 0 619.916 )( 660.389

Eigið fé og skuldir samtals 1.882.196 980.363 16.030 1.572.148 )( 1.306.441 682.635 106.918 64.181 37.686 36.667 3.591 255 58 619.916 )( 1.618.517

Skuldir við eigin fyrirtæki ..........................................Skammtímaskuldir við lánastofnanir .......................

eigin fyrirtæki.......................................................Næsta árs afborganir langtímaskulda .....................Aðrar skammtímaskuldir .........................................

Næsta árs afborganir langtímaskulda við

Lífeyrisskuldbinding .................................................

Eiginfjárreikningur ....................................................

31. desember 2019

Langtímaskuldir við lánastofnanir ...........................

Aðrar skuldbindingar.................................................

Langtímaskuldir við eigin fyrirtæki ...........................

Page 121: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Aðalsjóður Eignasjóður Þjónustumið-

stöð Millifærslur A hluti Hafnarsjóður Vatnsveita Fráveita Félagslegar

íbúðir Leiguíbúðir

aldraðra Lyfsala Sundabúð Arnarvatn ehf Millifærslur A og B hluti Rekstrarhreyfingar:

96.181 )( 9.987 11.665 )( 0 97.860 )( 39.078 8.257 2.218 )( 139 3.957 1.906 )( 54.116 )( 0 0 104.669 )( Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: 0 0

Afskriftir .............................................................. 0 37.030 1.123 0 38.153 10.718 3.417 2.480 1.140 1.832 0 0 0 0 57.740 Verðbætur og gengismunur ............................... 10.113 )( 10.298 0 0 185 4.892 1.894 920 0 0 0 0 0 7.890 Hækkun á lífeyrisskuldbindingu ......................... 5.197 0 0 0 5.197 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5.197

Veltufé frá (til) rekstrar 101.097 )( 57.314 10.542 )( 0 54.325 )( 54.688 11.674 2.155 2.199 5.789 1.906 )( 54.116 )( 0 0 33.842 )(

Breytingar á skammtímaliðum:Fyrirframgreiddur kostnaður, hækkun ............... 578 0 0 0 578 0 0 0 0 0 0 0 0 0 578 Birgðir, breyting .................................................. 0 21 0 0 21 0 0 0 0 0 285 )( 49 )( 0 0 313 )( Óinnheimtar, breyting ........................................ 1.614 0 0 0 1.614 2.044 0 0 0 0 0 0 0 0 3.658 Aðrar skammtímakröfur, breyting ...................... 77 0 19 0 96 0 0 0 0 0 0 0 0 0 96 Skammtímaskuldir, breyting .............................. 28.522 )( 0 0 0 28.522 )( 707 )( 0 0 0 0 0 0 0 0 29.229 )( Greiðslur vegna lífeyrisskuldbindingar .............. 3.073 )( 0 0 0 3.073 )( 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3.073 )(

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 29.326 )( 21 19 0 29.286 )( 1.337 0 0 0 0 285 )( 49 )( 0 0 28.283 )(

Handbært fé frá (til) rekstrar 130.423 )( 57.335 10.524 )( 0 83.612 )( 56.025 11.674 2.155 2.199 5.789 2.191 )( 54.165 )( 0 0 62.126 )(

Fjárfestingarhreyfingar:0 102.898 )( 0 0 102.898 )( 30.854 0 2.016 )( 0 10.994 )( 0 0 0 0 85.054 )(

4.460 )( 0 0 0 4.460 )( 0 0 0 0 0 0 0 0 4.460 )( 27.000 0 0 23.068 )( 3.932 0 0 0 0 0 0 0 0 3.932 )( 0

Fjárfestingarhreyfingar 22.540 102.898 )( 0 23.068 )( 103.426 )( 30.854 0 2.016 )( 0 10.994 )( 0 0 0 3.932 )( 89.514 )(

Fjármögnunarhreyfingar:23.290 0 0 0 23.290 0 0 0 0 0 0 0 0 0 23.290 11.186 )( 68.630 10.524 0 67.969 121.245 )( 11.674 )( 3.792 403 )( 5.205 2.191 54.165 0 0 0

137.000 0 0 0 137.000 60.000 0 0 0 0 0 0 0 0 197.000 34.944 )( 0 0 0 34.944 )( 25.634 )( 0 0 1.795 )( 0 0 0 0 0 62.374 )( 15.400 0 0 0 15.400 0 0 0 0 0 0 0 0 0 15.400

0 23.068 )( 0 23.068 0 0 0 3.932 )( 0 0 0 0 0 3.932 0 Fjármögnunarhreyfingar 129.560 45.563 10.524 23.068 208.714 86.879 )( 11.674 )( 140 )( 2.199 )( 5.205 2.191 54.165 0 3.932 173.316

Hækkun (lækkun) á handbæru fé ....................... 21.677 0 )( 0 0 21.677 0 0 0 )( 0 0 0 0 0 0 21.677 Handbært fé í ársbyrjun ....................................... 9.822 0 0 0 9.822 0 0 0 0 0 0 0 9 0 9.831 Handbært fé í árslok ............................................. 31.499 0 )( 0 0 31.499 0 0 0 )( 0 0 0 0 9 0 31.508

Eignahlutir í félögum, breyting..................................

Niðurstaða samkvæmt rekstrarreikningi..................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum............

Sjóðstreymisyfirlit 2019

Langtímakröfur við eigin fyrirtæki, breyting..............

Skuldir við lánastofnanir, breyting............................

Tekin ný langtímalán................................................Viðskiptastaða eigin fyrirtækja, breyting...................

Afborganir langtímalána...........................................

Langtímaskuldir við eigin fyrirtæki, breyting.............Aðrar skuldbindingar, breyting..................................

Page 122: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Framlög Laun og Breyting AnnarÚtsvör og jöfnunar- Aðrar Tekjur launatengd lífeyrisskuld- rekstrar- Gjöld Fjármagns- Framlög og Rekstrar- Fjárhags-

fasteignaskattar sjóðs tekjur samtals gjöld bindingar kostnaður Afskriftir samtals liðir nettó hlutdeildir Niðurstaða áætlunAðalsjóður

00 - Skatttekjur .............................................. 433.654 226.138 0 659.792 0 0 0 0 0 0 0 659.792 671.553 02 - Félagsþjónusta ....................................... 0 0 3.318 3.318 18.377 0 21.594 0 39.971 0 0 36.653 )( 34.475 )( 03 - Heilbrigðismál ......................................... 0 0 3.232 3.232 0 0 4.575 0 4.575 0 0 1.342 )( 1.058 )( 04 - Fræðslu- og uppeldismál ........................ 0 0 34.404 34.404 292.100 0 111.605 0 403.705 0 0 369.301 )( 337.446 )( 05 - Menningarmál ......................................... 0 0 3.153 3.153 7.492 0 17.004 0 24.496 0 0 21.343 )( 22.033 )( 06 - Æskulýðs- og íþróttamál ......................... 0 0 8.216 8.216 52.632 0 42.399 0 95.030 0 0 86.814 )( 67.874 )( 07 - Brunamál og almannavarnir ................... 0 0 2.065 2.065 777 0 26.245 0 27.021 0 0 24.956 )( 21.156 )( 08 - Hreinlætismál .......................................... 0 0 15.705 15.705 0 0 20.874 0 20.874 0 0 5.169 )( 1.759 09 - Skipulags- og byggingarmál ................... 0 0 217 217 1.858 0 17.358 0 19.216 0 0 18.999 )( 27.768 )( 10 - Umferðar- og samgöngumál ................... 0 0 1.673 1.673 0 0 32.170 0 32.170 0 0 30.497 )( 29.287 )( 11 - Umhverfismál ......................................... 0 0 3.668 3.668 19.767 0 14.823 0 34.590 0 0 30.923 )( 27.020 )( 13 - Atvinnumál .............................................. 0 0 458 458 265 )( 0 6.287 0 6.022 0 0 5.564 )( 9.207 )( 21 - Sameiginlegur kostnaður ........................ 0 0 33.057 33.057 125.371 0 59.606 0 184.977 0 0 151.920 )( 134.441 )( 22 - Lífeyrisskuldbinding, breyting ................. 0 0 578 5.197 0 0 5.775 0 5.775 )( 3.987 )( 28 - Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld .......... 0 0 0 0 0 0 0 0 0 33.282 0 33.282 38.928

Aðalsjóður 433.654 226.138 109.167 768.959 518.686 5.197 374.539 0 898.422 33.282 0 96.181 )( 3.511 )(

Aðrir sjóðir í A hluta Eignasjóður .................................................... 0 0 109.555 109.555 6.036 0 28.392 37.030 71.458 28.111 )( 0 9.987 10.463 Þjónustustöð .................................................. 0 0 16.070 16.070 15.631 0 10.981 1.123 27.736 0 0 11.665 )( 14.792 )( Millifærslur ..................................................... 10.181 )( 0 118.580 )( 128.761 )( 0 128.761 )( 0 128.761 )( 0 0 0 0

A hluti 423.473 226.138 116.212 765.823 540.353 5.197 285.151 38.153 868.854 5.171 0 97.860 )( 7.841 )(

Sjóðir í B hluta Hafnarsjóður .................................................. 0 0 102.619 102.619 18.598 0 20.382 10.718 49.698 13.842 )( 0 39.078 36.615 Vatnsveita ...................................................... 0 0 22.422 22.422 3.069 0 7.680 3.417 14.166 0 0 8.257 7.963 Fráveita .......................................................... 0 0 15.680 15.680 3.069 0 7.264 2.480 12.812 5.086 )( 0 2.218 )( 4.759 )( Félagslegar íbúðir .......................................... 0 0 5.722 5.722 0 0 2.617 1.140 3.757 1.825 )( 0 139 1.709 Leiguíbúðir aldraðra ....................................... 0 0 12.599 12.599 0 0 6.810 1.832 8.642 0 0 3.957 5.244 Lyfsala ........................................................... 0 0 38.368 38.368 10.352 0 29.921 0 40.273 0 0 1.906 )( 2.457 Sundabúð ...................................................... 0 0 126.279 126.279 149.946 0 30.449 0 180.395 0 0 54.116 )( 19.920 )(

B hluti 0 0 323.689 323.689 185.034 0 105.123 19.587 309.744 20.754 )( 0 6.809 )( 29.309 Millifærslur ..................................................... 1.307 )( 0 27.462 )( 28.769 )( 0 0 28.769 )( 0 28.769 )( 0 0 0 0

A og B hluti 422.166 226.138 412.439 1.060.743 725.387 5.197 361.505 57.740 1.149.829 15.583 )( 0 104.669 )( 21.469

Málaflokkayfirlit 2019

Page 123: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Deildayfirlit 2019Framlög Laun og Breyting Annar

Útsvar og jöfnunar- Aðrar Tekjur launatengd yrisskuld- rekstrar- Gjöld Fjármagns- Rekstrar- Fjárhags-fasteignaskattar sjóðs tekjur samtals gjöld bindingar kostnaður Afskriftir samtals liðir nettó niðurstaða áætlun

Aðalsjóður00 - Skatttekjur

0 - Skattar........................................................ 0 - Útsvör 364.859 0 0 364.859 0 0 0 0 0 0 364.859 395.582 2 - Fasteignaskattur 60.109 0 0 60.109 0 0 0 0 0 0 60.109 60.454 1 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga....... 0 226.138 0 226.138 0 0 0 0 0 0 226.138 207.051 3 - Aðrar tekjur með skattaígildi........................ 8.687 0 0 8.687 0 0 0 0 0 0 8.687 8.465 433.654 226.138 0 659.792 0 0 0 0 0 0 659.792 671.553

02 - Félagsþjónusta0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 0 0 571 0 18.046 18.617 0 18.617 )( 12.817 )( 1 - Félagsleg aðstoð......................................... 0 0 0 0 0 0 2.204 0 2.204 0 2.204 )( 3.440 )( 3 - Þjónusta við börn og unglinga..................... 0 0 0 0 0 0 83 0 83 0 83 )( 0 4 - Þjónusta við aldraða................................... 0 0 318 318 13.332 0 899 0 14.231 0 13.913 )( 17.228 )( 5 - Þjónusta við fatlaða.................................... 0 0 3.000 3.000 4.474 0 212 0 4.686 0 1.686 )( 865 )( 7 - Ýmis lögbundin framlög............................... 0 0 0 0 0 0 75 0 75 0 75 )( 109 )( 8 - Ýmsir styrkir og framlög.............................. 0 0 0 0 0 0 76 0 76 0 76 )( 15 )( 0 0 3.318 3.318 18.377 0 21.594 0 39.971 0 36.653 )( 34.475 )(

03 -Heilbrigðismál2 - Heilsuvernd................................................. 0 0 3.232 3.232 0 0 4.575 0 4.575 0 1.342 )( 1.058 )(

0 0 3.232 3.232 0 0 4.575 0 4.575 0 1.342 )( 1.058 )( 04 - Fræðslu- og uppeldismál

0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 791 791 0 0 6.500 0 6.500 0 5.709 )( 5.468 )( 1 - Leikskólar og dagvistun.............................. 0 0 13.146 13.146 90.364 0 26.418 0 116.783 0 103.637 )( 96.227 )( 2 - Grunnskólar................................................ 0 0 8.040 8.040 185.844 0 70.351 0 256.195 0 248.155 )( 219.482 )( 4 - Framhaldsskólar......................................... 0 0 0 0 0 0 10 0 10 0 10 )( 28 )( 5 - Önnur fræðslustarfsemi............................... 0 0 12.428 12.428 15.892 0 8.030 0 23.922 0 11.494 )( 16.091 )( 8 - Ýmsir styrkir og framlög.............................. 0 0 0 0 0 0 297 0 297 0 297 )( 150 )( 0 0 34.404 34.404 292.100 0 111.605 0 403.705 0 369.301 )( 337.446 )(

05 - Menningarmál0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 1.605 1.605 1.406 0 1.665 0 3.071 0 1.466 )( 1.043 )( 2 - Bókasöfn..................................................... 0 0 41 41 4.842 0 2.040 0 6.882 0 6.841 )( 6.813 )( 3 - Önnur söfn.................................................. 0 0 25 25 0 0 7.017 0 7.017 0 6.992 )( 7.678 )( 6 - Menningarhús - félagsheimili....................... 0 0 0 0 1.245 0 1.937 0 3.182 0 3.182 )( 2.973 )( 7 - Hátíðahöld.................................................. 0 0 1.483 1.483 0 0 3.008 0 3.008 0 1.525 )( 2.230 )( 8 - Ýmsir styrkir og framlög.............................. 0 0 0 0 0 0 1.336 0 1.336 0 1.336 )( 1.295 )( 0 0 3.153 3.153 7.492 0 17.004 0 24.496 0 21.343 )( 22.033 )(

06 - Æskulýðs- og íþróttamál0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 651 651 114 0 1.469 0 1.583 0 932 )( 347 1 - Leikvellir...................................................... 0 0 0 0 0 0 71 0 71 0 71 )( 71 )( 3 - Félagsmiðstöðvar........................................ 0 0 0 0 8.775 0 2.210 0 10.985 0 10.985 )( 10.859 )( 5 - Íþróttahús og sundlaugar............................ 0 0 7.565 7.565 37.696 0 28.916 0 66.612 0 59.047 )( 41.323 )( 6 - Íþróttasvæði................................................ 0 0 0 0 6.046 0 5.844 0 11.890 0 11.890 )( 12.493 )( 8 - Styrkir til æskulýðs- og íþróttamála............. 0 0 0 0 0 0 3.889 0 3.889 0 3.889 )( 3.475 )( 0 0 8.216 8.216 52.632 0 42.399 0 95.030 0 86.814 )( 67.874 )(

Page 124: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Deildayfirlit 2019Framlög Laun og Breyting Annar

Útsvar og jöfnunar- Aðrar Tekjur launatengd yrisskuld- rekstrar- Gjöld Fjármagns- Rekstrar- Fjárhags-fasteignaskattar sjóðs tekjur samtals gjöld bindingar kostnaður Afskriftir samtals liðir nettó niðurstaða áætlun

Aðalsjóður07 - Brunamál og almannavarnir

0 - Sameiginlegir liðir 0 0 0 0 0 0 7 0 7 0 7 )( 265 2 - Brunavarnir................................................. 0 0 2.065 2.065 777 0 25.204 0 25.981 0 23.915 )( 20.421 )( 8 - Ýmsir styrkir og framlög.............................. 0 0 0 0 0 0 1.034 0 1.034 0 1.034 )( 1.000 )( 0 0 2.065 2.065 777 0 26.245 0 27.021 0 24.956 )( 21.156 )(

08 - Hreinlætismál0 - Sameiginlegir liðir 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 345 )( 2 - Sorphreinsun og sorpeyðing....................... 0 0 15.294 15.294 0 0 20.814 0 20.814 0 5.520 )( 2.264 5 - Meindýraeyðing og dýraeftirlit..................... 0 0 410 410 0 0 60 0 60 0 350 160 )( 0 0 15.705 15.705 0 0 20.874 0 20.874 0 5.169 )( 1.759

09 - Skipulags- og byggingarmál0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 0 0 0 0 248 0 248 0 248 )( 958 )( 2 - Skipulagsmál.............................................. 0 0 12 12 0 0 7.983 0 7.983 0 7.971 )( 18.650 )( 5 - Byggingareftirlit........................................... 0 0 204 204 1.858 0 8.908 0 10.766 0 10.561 )( 7.950 )( 7 - Lóðir og lendur............................................ 0 0 0 0 0 0 219 0 219 0 219 )( 210 )( 0 0 217 217 1.858 0 17.358 0 19.216 0 18.999 )( 27.768 )(

10 - Umferðar- og samgöngumál3 - Gatnakerfi................................................... 0 0 0 0 0 0 1.780 0 1.780 0 1.780 )( 2.977 )( 5 - Umferðaröryggismál.................................... 0 0 1.000 1.000 0 0 24.526 0 24.526 0 23.526 )( 23.027 )( 6 - Snjómokstur og hálkuvarnir......................... 0 0 673 673 0 0 5.864 0 5.864 0 5.191 )( 3.283 )( 0 0 1.673 1.673 0 0 32.170 0 32.170 0 30.497 )( 29.287 )(

11 - Umhverfismál3 - Útivistarsvæði............................................. 0 0 2.687 2.687 2.792 0 2.820 0 5.612 0 2.925 )( 3.610 )( 4 - Opin svæði................................................. 0 0 0 0 16.975 0 5.441 0 22.416 0 22.416 )( 21.162 )( 5 - Umhverfi gatna og torg............................... 0 0 0 0 0 0 344 0 344 0 344 )( 253 )( 6 - Skreytingar.................................................. 0 0 0 0 0 0 2.433 0 2.433 0 2.433 )( 836 )( 7 - Minka- og refaeyðing................................... 0 0 981 981 0 0 3.786 0 3.786 0 2.805 )( 1.160 )( 0 0 3.668 3.668 19.767 0 14.823 0 34.590 0 30.923 )( 27.020 )(

13 - Atvinnumál0 - Sameiginlegir liðir........................................ 0 0 0 0 314 0 234 0 548 0 548 )( 2.007 )( 2 - Landbúnaður............................................... 0 0 458 458 0 0 1.281 0 1.281 0 823 )( 364 )( 6 - Ferðamál..................................................... 0 0 0 0 579 )( 0 4.772 0 4.193 0 4.193 )( 6.836 )( 0 0 458 458 265 )( 0 6.287 0 6.022 0 5.564 )( 9.207 )(

21 - Sameiginlegur kostnaður0 - Meðferð sveitarstjórnarmála........................ 0 0 0 0 9.221 0 11.361 0 20.583 0 20.583 )( 5.717 )( 1 - Kosningar.................................................... 0 0 0 0 464 0 12.457 0 12.920 0 12.920 )( 10.119 )( 2 - Sameining sveitarfélaga.............................. 0 0 0 0 0 0 11.004 0 11.004 0 11.004 )( 13.654 )( 4 - Skrifstofur sveitarfélagsins.......................... 0 0 33.057 33.057 113.554 0 23.335 0 136.889 0 103.832 )( 99.119 )( 5 - Risna, móttökur og kynningarmál................ 0 0 0 0 0 0 79 0 79 0 79 )( 3.030 )( 6 - Starfsmannakostnaður................................ 0 0 0 0 2.132 0 306 0 2.438 0 2.438 )( 1.803 )( 7 - Samstarf sveitarfélaga................................ 0 0 0 0 0 0 1.064 0 1.064 0 1.064 )( 1.000 )( 0 0 33.057 33.057 125.371 0 59.606 0 184.977 0 151.920 )( 134.441 )(

22 - Lífeyrisskuldbinding, breyting6 - Breyting ársins 0 0 0 0 578 5.197 0 0 5.775 0 5.775 )( 3.987 )(

0 0 0 0 578 5.197 0 5.775 0 5.775 )( 3.987 )(

Page 125: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Deildayfirlit 2019Framlög Laun og Breyting Annar

Útsvar og jöfnunar- Aðrar Tekjur launatengd yrisskuld- rekstrar- Gjöld Fjármagns- Rekstrar- Fjárhags-fasteignaskattar sjóðs tekjur samtals gjöld bindingar kostnaður Afskriftir samtals liðir nettó niðurstaða áætlun

Aðalsjóður28 - Fjármagnsliðir

0 - Fjármunatekjur............................................ 0 0 0 0 0 0 0 0 0 34.051 34.051 39.600 1 - Fjármagnsgjöld........................................... 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8.757 )( 8.757 )( 10.377 )( 2 - Arður af eignum.......................................... 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7.988 7.988 9.705 0 0 0 0 0 0 0 0 0 33.282 33.282 38.928

Aðalsjóður samtals 433.654 226.138 109.167 768.959 518.686 5.197 374.539 0 898.422 33.282 96.181 )( 3.511 )(

Page 126: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Deildayfirlit 2019Framlög Laun og Breyting Annar

Útsvar og jöfnunar- Aðrar Tekjur launatengd yrisskuld- rekstrar- Gjöld Fjármagns- Rekstrar- Fjárhags-fasteignaskattar sjóðs tekjur samtals gjöld bindingar kostnaður Afskriftir samtals liðir nettó niðurstaða áætlun

AðalsjóðurAðrir sjóðir í A - hluta

31 - Eignasjóður - rekstur0 - Rekstur Eignasjóðs..................................... 0 0 109.555 109.555 6.036 0 28.392 37.030 71.458 28.111 )( 9.987 10.463 0 0 109.555 109.555 6.036 0 28.392 37.030 71.458 28.111 )( 9.987 10.463

33 - Þjónustustöð - rekstur2 - Rekstur áhaldahúss/vélamiðstöðvar........... 0 0 16.070 16.070 15.631 0 10.981 1.123 27.736 0 11.665 )( 14.792 )( 0 0 16.070 16.070 15.631 0 10.981 1.123 27.736 0 11.665 )( 14.792 )(

Millifærslur 10.181 )( 0 118.580 )( 128.761 )( 0 0 128.761 )( 0 128.761 )( 0 0 0

A hluti samtals 423.473 226.138 116.212 765.823 540.353 5.197 285.151 38.153 868.854 5.171 97.860 )( 7.841 )(

Sjóðir í B hluta61 - Hafnarsjóður - rekstur

0 - Rekstur hafnarsjóðs.................................... 0 0 102.619 102.619 18.598 0 20.382 10.718 49.698 13.842 )( 39.078 36.615 0 0 102.619 102.619 18.598 0 20.382 10.718 49.698 13.842 )( 39.078 36.615

63 - Vatnsveita - rekstur0 - Rekstur veitukerfis...................................... 0 0 22.422 22.422 3.069 0 7.680 3.417 14.166 0 8.257 7.963 0 0 22.422 22.422 3.069 0 7.680 3.417 14.166 0 8.257 7.963

69 - Fráveita - rekstur0 - Rekstur veitukerfis...................................... 0 0 15.680 15.680 3.069 0 7.264 2.480 12.812 5.086 )( 2.218 )( 4.759 )( 0 0 15.680 15.680 3.069 0 7.264 2.480 12.812 5.086 )( 2.218 )( 4.759 )(

73 - Félagslegar íbúðir - rekstur1 - Rekstur félagslegra íbúða........................... 0 0 5.722 5.722 0 0 2.617 1.140 3.757 1.825 )( 139 1.709 0 0 5.722 5.722 0 0 2.617 1.140 3.757 1.825 )( 139 1.709

53 - Leiguíbúðir aldraðra - rekstur1 - Rekstur íbúða aldraðra................................ 0 0 12.599 12.599 0 0 6.810 1.832 8.642 0 3.957 5.244 0 0 12.599 12.599 0 0 6.810 1.832 8.642 0 3.957 5.244

93 - Lyfsala - rekstur0 - Rekstur lyfsölu............................................ 0 0 38.368 38.368 10.352 0 29.921 0 40.273 0 1.906 )( 2.457 0 0 38.368 38.368 10.352 0 29.921 0 40.273 0 1.906 )( 2.457

77 - Sundabúð - rekstur1 - Rekstur Sundabúðar................................... 0 0 126.279 126.279 149.946 0 30.449 0 180.395 0 54.116 )( 19.920 )( 0 0 126.279 126.279 149.946 0 30.449 0 180.395 0 54.116 )( 19.920 )(

B hluti samtals 0 0 323.689 323.689 185.034 0 105.123 19.587 309.744 (20.754) (6.809) 29.309

Millifærslur 1.307 )( 0 27.462 )( 28.769 )( 0 0 28.769 )( 0 28.769 )( 0 0 0

A og B hluti samtals 422.166 226.138 412.439 1.060.743 725.387 5.197 361.505 57.740 1.149.829 (15.583) (104.669) 21.469

Page 127: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

VopnafjarðarhreppurFjárhagsáætlun 2020 viðaukar

Viðauki 1 :Fjárfesting í vallarhúsi fer framúr samþykktri áætlun 45.000

Aukin lántaka 2020 -58.000-13.000

Viðauki 1 hefur ekki rekstraráhrif í för með sér.Sjóðflæðisáhrif eru þau að fjárfestingar hækka um 45 millj. kr. og lántaka hækkar um 58 millj. kr.Sjóður hækkar því um 13 millj. kr.

Vopnafjarðarhreppur viðauki vð fjárhagsáætlun 2020 Fjárhæðir eru í þús. kr.

Page 128: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

ReksturViðauki við fjárhagsáætlun 2020VopnafjarðarhreppurMálaflokkayfirlit

Upphafleg Fjárhags

fjárhags- áætlun

áætlun m. viðaukum

Rekstrar Rekstrar Samtals Rekstrar- Samtals Rekstrar-

tekjur gjöld niðurstaða viðaukar niðurstaða

Aðalsjóður

00 - Skatttekjur............................................. 0 696.749 0 696.749

03 - Félagsþjónusta...................................... 0 34.528 )( 0 34.528 )(

03 - Heilbrigðismál........................................ 0 0 0 0

04 - Fræðslu- og uppeldismál........................ 0 367.851 )( 0 367.851 )(

05 - Menningarmál........................................ 0 19.799 )( 0 19.799 )(

06 - Æskulýðs- og íþróttamál........................ 0 72.779 )( 0 72.779 )(

07 - Brunamál og almannavarnir................... 0 26.576 )( 0 26.576 )(

08 - Hreinlætismál......................................... 0 1.375 )( 0 1.375 )(

09 - Skipulags- og byggingamál.................... 0 13.846 )( 0 13.846 )(

10 - Umferðar- og samgöngumál.................. 0 33.001 )( 0 33.001 )(

11- Umhverfismál......................................... 0 25.760 )( 0 25.760 )(

13 - Atvinnumál............................................. 0 6.250 )( 0 6.250 )(

20 - Framlög til B-hluta fyrirtækja.................. 0 0 0 0

21 - Sameiginlegur kostnaður....................... 0 99.293 )( 0 99.293 )(

22 - Lífeyrisskuldbindingar............................ 0 0 0 0

28 - Fjármagnsliðir........................................ 0 32.662 0 32.662

Aðalsjóður 0 0 0 28.354 0 28.354

Aðrir sjóðir í A - hluta

Eignasjóður................................................... 0 10.930 )( 0 10.930 )(

Þjónustumiðstöð........................................... 0 11.238 )( 0 11.238 )(

Millifærslur A-hluta........................................ 0 0 0

A - hluti samtals 0 0 0 6.187 0 6.187

Sjóðir í B - hluta

Hafnarsjóður................................................. 0 45.440 0 45.440

Vatnsveita..................................................... 0 8.792 0 8.792

Fráveita......................................................... 0 1.034 )( 0 1.034 )(

Félagslegar íbúðir......................................... 0 5.061 )( 0 5.061 )(

Lyfsala.......................................................... 0 688 )( 0 688 )(

Sundabúð...................................................... 0 26.804 )( 0 26.804 )(

Leiguíbúðir aldraðra...................................... 0 4.013 0 4.013

Gagnaveita.................................................... 0 1.104 0 1.104

Millifærslur AB-hluta..................................... 0 0 0

A og B hluti samtals 0 0 0 31.950 0 31.950

Samantekt allra viðaukaViðauki 1

Vopnafjarðarhreppur viðauki vð fjárhagsáætlun 2020 Fjárhæðir eru í þús. kr.

Page 129: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

VopnafjarðarhreppurFjárhagsáætlun 2020

Rekstrarreikningur Upphafleg Fjárhags- Upphafleg Fjárhags-

fjárhags- áætlun m. fjárhags- áætlun m.

áætlun Viðaukar viðaukum áætlun Viðaukar viðaukum

Tekjur:

Skatttekjur......................................................... 447.438 0 447.438 445.532 0 445.532

Framlög jöfnunarsjóðs....................................... 229.954 0 229.954 229.954 0 229.954

Aðrar tekjur....................................................... 151.891 0 151.891 454.970 0 454.970

829.283 0 829.283 1.130.456 0 1.130.456

Gjöld:

Laun og launatengd gjöld.................................. 468.525 0 468.525 621.415 0 621.415

Annar rekstrarkostnaður.................................... 318.363 0 318.363 392.943 0 392.943

Afskriftir............................................................ 37.037 0 37.037 59.316 0 59.316

823.925 0 823.925 1.073.674 0 1.073.674

Niðurstaða án fjármagnsliða 5.358 0 5.358 56.782 0 56.782

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)................... 828 0 828 24.833 )( 0 24.833 )(

Rekstrarniðurstaða f. Tekjuskatt 6.187 0 6.187 31.950 0 31.950

Tekjuskattur...................................................... 0 0 0 0 0 0

Rekstrarniðurstaða............................................ 6.187 0 6.187 31.950 0 31.950

Yfirlit rekstraráætlunA hluti Samant. A og B hluti

Viðauki 1 hefur ekki áhrif á rekstur fjárhagsáætlunar 2020.

Vopnafjarðarhreppur viðauki vð fjárhagsáætlun 2020 Fjárhæðir eru í þús. kr.

Page 130: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

VopnafjarðarhreppurFjárhagsáætlun 2020

Sjóðstreymisyfirlit Upphafleg Fjárhags- Upphafleg Fjárhags-

fjárhags- áætlun m. fjárhags- áætlun m.

áætlun Viðaukar viðaukum áætlun Viðaukar viðaukum

Rekstrarhreyfingar:

Niðurstaða ársins.............................................. 6.187 0 6.187 31.950 0 31.950

Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:

Reiknaðar afskriftir ..................................... 37.037 0 37.037 59.316 0 59.316

Verðbætur og gengismunur ........................ 3.481 0 3.481 13.543 0 13.543

Söluhagnaður ............................................. 0 0 0 0 0 0

Veltufé frá rekstri (til rekstrar) 46.704 0 46.704 104.809 0 104.809

Breytingar á skammtímaliðum:

Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) ......... 0 0 0 0 0 0

Breytingar á rekstrart. eignum og skuldum 0 0 0 0 0 0

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 46.704 0 46.704 104.809 0 104.809

Fjárfestingarhreyfingar:

Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum.............. 39.700 )( 45.000 )( 84.700 )( 176.100 )( 45.000 )( 221.100 )(

Söluverð seldra rekstrarfjármuna....................... 0 0 0 0 0 0

Eignahlutir í félögum, breyting........................... 0 0 0 0 0 0

Langtímakröfur við eigin fyrirtæki, br................. 3.498 0 3.498 0 0 0 Skammtímakröfur breyting 0 0 0 0

Fjárfestingarhreyfingar 36.202 )( 45.000 )( 81.202 )( 176.100 )( 45.000 )( 221.100 )(

Fjármögnunarhreyfingar:

Viðskiptastaða eigin fyrirtækja, breyting............ 16.826 )( 0 16.826 )( 0 0 0

Tekin ný langtímalán......................................... 60.000 58.000 118.000 160.000 58.000 218.000

Afborganir langtímalána..................................... 42.285 )( 0 42.285 )( 77.118 )( 0 77.118 )( Skammtímalán, breyting................................... 0 0 0 0 0 0

Fjármögnunarhreyfingar 890 58.000 58.890 82.882 58.000 140.882

Hækkun (lækkun) á handbæru fé ...................... 11.392 13.000 24.392 11.591 13.000 24.591

Handbært fé (fjárþörf) í ársbyrjun ...................... 44.240 0 44.240 44.251 0 44.251

Handbært fé (fjárþörf) í árslok ........................... 55.632 13.000 68.632 55.842 13.000 68.842

A hluti Samant. A og B hlutiYfirlit sjóðsstreymisáætlun

Viðauki 1 hefur þau áhrif á sjóðstreymi að fjárfestinghreyfingar hækka um 45 millj. kr. og fjármögnunarhreyfingar hækka um 58 millj. kr. sem hækkar sjóðstöðu í árslok 2020 um 13 millj. kr.

Vopnafjarðarhreppur viðauki vð fjárhagsáætlun 2020 Fjárhæðir eru í þús. kr.

Page 131: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

VOPNAFJARÐARHREPPUR

Hamrahlíð 15 Sími 470-1300 [email protected] 690 Vopnafjörður www.vfh.is

Vopnafirði, 15.5.2020

Bygging íbúða með stofnframlagi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – minnisblað Til stendur að byggja félagslegar íbúðir með stofnframlagi sem HMS úthlutaði til Vopnafjarðarhrepps í nóvember 2019. Í umsókn var áætlað heildarstofnvirði bygginganna kr. 155.888.682 kr og samkvæmt úthlutun HMS skiptist kostnaður niður á eftirfarandi hátt:

Fyrir liggur tilboð frá Hrafnshóli og samantekt á kostnaði er eftirfarandi: Kaupverð húsanna í heild er kr. 149.154.000 og greiðist upphæð til þeirra samanber samning.

Bygging íbúða sem sótt var um 155.888.682 Framlag frá HMSStofnframlag 18% 28.059.963 Viðbótarframlag vegna markaðsbrests 6% 9.353.321 Alls stofnframlag 24% 37.413.284

Fjármögnun VopnafjarðarhreppsFramlag sveitarfélags (í formi niðurfellingar gjalda) 12% 18.706.642 Íbúðalán 111.740.716

Stofnframlag útreikningur miðað við Hrafnshól 264.000 6.000.000 402 fm 106.128.000 36.000.000 Byggingarkostnaður 142.128.000

Kaupverð húsa til Hrafnhóls 149.154.000 Greitt með framlagi HMS 37.413.284 Eftirstöðvar 111.740.716

Page 132: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

VOPNAFJARÐARHREPPUR

Hamrahlíð 15 Sími 470-1300 [email protected] 690 Vopnafjörður www.vfh.is

Kostnaður við jarðvinnu á lóð er fyrir utan þessa upphæð. Kaupandi greiðir fyrstu 3 milljónir og síðan 6/8 af kostnaði við jarðvinnu og seljandi 2/8. Gefum okkur að jarðvinnan muni kosta 10 milljónir í heild þá er kostnaður sveitarfélagsins eftirfarandi:

Starfandi sveitarstjóri, Sara Elísabet Svansdóttir

Kostnaður við jarðvinnu 10.000.000 Vopnafjarðarhreppur greiðir 3.000.000 5.250.000 8.250.000 Hrafnshóll greiðir - 1.750.000 1.750.000

Page 133: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Bygging íbúða sem sótt var um 155.888.682 Framlag frá HMSStofnframlag 18% 28.059.963 Viðbótarframlag vegna markaðsbrests 6% 9.353.321 Alls stofnframlag 24% 37.413.284

Fjármögnun VopnafjarðarhreppsFramlag sveitarfélags (í formi niðurfellingar gjalda) 12% 18.706.642 Íbúðalán 111.740.716

Kaupverð húsa til Hrafnhóls 149.154.000 Greitt með framlagi HMS 37.413.284 Eftirstöðvar 111.740.716

Stofnframlag útreikningur miðað við Hrafnshól 264.000 6.000.000 402 fm 106.128.000 36.000.000 Byggingarkostnaður 142.128.000

Kostnaður við jarðvinnu 10.000.000 Vopnafjarðarhreppur greiðir 3.000.000 5.250.000 8.250.000 Hrafnshóll greiðir - 1.750.000 1.750.000

Stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Page 134: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

9.227.682

167.860.642

Page 135: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

K A U P S A M N I N G U R

1. grein Hrafnshóll ehf. Kt. 540217-1300 hér eftir nefnt seljandi, og Vopnafjarðarhreppur, kt 710269-5569 (í

nafni óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, HSES), hér eftir nefndur kaupandi, gera með sér

þennan kaupsamning um byggingu á sex íbúðum, hér eftir nefnt einnig nefnt „hið selda“ sem byggðar

verða í tveimur raðhúsum við Skálanesgötu á Vopnafirði.

Hið selda eru sex íbúðir í raðhúsi á einni hæð, samtals um 402 fermetrar, sem afhendist fullbúið

samkvæmt meðfylgjandi skilalýsingu og teikningu, sem jafnframt telst hluti af samningi þessum.

Íbúðirnar í raðhúsinu eru 78,1fm (þrjár þriggja herbergja íbúðir með tveimur svefnherbergjum) og

55,9fm (þrjár tveggja herbergja íbúðir með einu svefnherbergi). Íbúðirnar eru hluti af samtals átta

íbúðum í tveimur raðhúsum sem reist verða við Skálanesgötu.

Hið selda er afhent fullbúið að utan og innan samkvæmt skilalýsingu. Lóðafrágangur skv. skilalýsingu.

2. grein KAUPVERÐ

Kaupverð alls hins selda samkvæmt ofangreindu er kr. 149.154.000,- skrifa krónur eitthundrað fjörutíu

og níu milljónir eitt hundruð fimmtíu og fjögur þúsund 00/100 sem verkkaupi skuldbindur sig til að

greiða á eftirfarandi hátt:

1. Við undirritun þessa samnings með millifærslu peninga ................................... kr. 40.000.000,-

2. Þegar húseiningarnar eru komnar til Vopnafjarðar, áætlað eigi síðar en 15. júlí 2020 ........................................................................ kr. 33.000.000,-

3. Þegar húsin hafa verið reist, áætlað eigi síðar en 31. júlí 2020 .......................... kr. 33.000.000,-

4. Þegar húsin eru tilbúin að utan (f/utan lóðarfrágang) og tilbúin fyrir málningu að innan, áætlað eigi síðar en 31. ágúst 2020 .................................... kr. 30.000.000,-

5. Við afhendingu, samkvæmt skilalýsingu, eigi síðar en 31. október 2020 ........... kr. 13.154.000,-

Samtals ......................... kr. 149.154.000,-

Fjárhæðir greiðist inn á bankareikning seljanda, Hrafnshóls ehf. : 133-26-14521, kt. 540217-1300.

3. grein AFHENDING

Afhendingardagur hins selda er eigi síðar en 31. október 2020. Afhending skal fara fram á hádegi nema um annað sé samið.

4. grein SKYLDUR AÐILA

a) Seljandi sér um jarðvinnu á lóðinni og að gera jarðvegspúða undir raðhúsið. Kaupandi greiðir kostnað við jarðvinnu og púða samkvæmt eftirfarandi og er sá kostnaður fyrir utan fjárhæðir í 2. grein. Kaupandi greiðir fyrstu þrjár milljónirnar af kostnaði við þennan verkþátt. Kostnaður sem er umfram þrjár milljónir skiptist þannig að kaupandi greiðir 6/8 hluta og seljandi 2/8 hluta (fjárhæðir eru án vsk.). Seljandi innheimtir kostnað við jarðvinnu og púða hjá kaupanda samkvæmt reikningi jarðverktaka, auk 5% álags vegna umsýslu og eftirlits við verkið.

b) Kaupandi mun einnig sjá til þess að að veitur (vatn og rafmagn) auk frárennslis sé aðgengilegt við lóðamörk.

Page 136: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

c) Kaupandi greiðir fyrir inntök veitna (vatn og rafmagn) og fráveitu samkvæmt viðeigandi gjaldskrám (fyrir 6 íbúðir í þessum samningi). Kaupandi greiðir einnig byggingarleyfisgjald. Gatnagerðargjöld eru ennfremur ekki innifalin.

d) Seljandi tekur á sig alla gengisáhættu vegna gengis á evru gagnvart íslenskri krónu, sem og allar aðrar verðbreytingar á byggingartímanum.

e) Kaupandi sér um að útvega aðstöðu fyrir starfsfólk á vegum seljanda á verktímanum.

6. grein ANNAÐ

Fasteignagjöld og iðgjöld vegna brunatryggingar greiðir kaupandi frá afhendingardegi en seljandi til sama tíma. Sama á við um öll önnur gjöld, sem lögð hafa verið á eignina. Gjöld sem síðar kunna að verða lögð á eignina greiðir kaupandi. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á íbúðirnar í þessum samningi. 1. Kaupandi sem lýsir sig fjárráða, býðst til að kaupa þá eign sem lýst er í samningi þessum á því verði og með þeim kjörum, skilmálum og fyrirvörum sem í því greinir.

2. Um réttarsamband aðila og réttindi þeirra og skyldur gilda lög lög nr. 40/2002 um fasteignakaup nema að því leyti sem samningurinn geymir frávik um einstök atriði.

3. Eign skal afhenda á hádegi umsamins afhendingardags nema annað sé ákveðið. Áhættan af eign flyst frá seljanda til kaupanda við afhendingu.

4. Kaupandi greiðir stimplun og þinglýsingu kaupsamings þessa, afsals og annarra veðskjala svo og lántökugjald eftir því sem við á (fyrir þrjár íbúðir). Þinglýsingargjöld ber kaupanda að greiða beint til viðkomandi sýslumannsembættis fyrir þinglýsingu kaupsamningsins.

5. Samningurinn byggir á því að hið selda sé án frekari kvaða og veðbanda en í samningnum segir.

6. Vextir reiknast ekki á útborgunargreiðslur sem greiðast á umsömdum degi en dráttarvextir reiknast við greiðsludrátt.

7. Seljandi skuldbindur sig til að ljúka verkinu eigi síðar en 31. október 2020. Dragist verklok af ástæðum sem varða seljanda, er kaupanda heimilt að krefjast dagsekta sem nema kr. 30.000 fyrir hvern almanaksdag sem verkið dregst umfram umsamin verklok að viðbættum einum mánuði. Framangreint miðast við að jarðvegspúði skv. gr. 4 a) sé tilbúinn 30. júní 2020. Verði tafir á því, færast dagsetningar til sem því nemur. Öllu framanrituðu til staðfestu undirrita seljandi og kaupandi samning þennan í viðurvist tveggja vitundarvotta.

Reykjavík, Vopnafjörður, ____________________, 2020 Seljandi: Kaupandi: Hrafnshóll ehf. Vopnafjarðarhreppur (fh. óstofnaðrar

húsnæðissjálfseignarstofnunar, HSES) ______________________________ ______________________________ Vottar að réttri dagsetningu undirritun og yfirlýsingu aðila um fjárræði : ____________________________________________ ____________________________________________

Page 137: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Raðhús fyrir Vopnafjarðarhrepp (fh. óstofnaðrar HSES)

SKILALÝSING FULLBÚIÐ

78,1fm (þrjár íbúðir) og 55,9fm (þrjár íbúðir)

1. Frágangur :

1.1 Veggir :

Útveggir hússins eru klæddir med timbur furu klæðningu (21x120 mm). Litur: Anthracite grátt Loftunargrind 21x48 Vinddúkur Tyvek black color. Vindþéttar plötur OSB 9 mm. Burðargrind, 45x120 mm Cc = 600 mm. Einangrað med glerull « Isover KT-37, 125 mm. Rakaþétt plast. Rafmagnsgrind 45x45 mm. Glerull «Isover KT- 37, 50 mm. Trefjaplötur Fermacell 12,50 mm.

Innveggir eru klæddir með trefjaplötum Fermacell 12,5 mm. Burðargrind 45x95 mm og 45x120 mm. Einangrað með glerull «Isover KT – 40» 100mm.

Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af plastmálningu.

1.2 Þak og loft :

Þakið er klætt með Bitumen dúk með sandi og Bitumen undir dúk ( 2 x SBS ).

OSB 18 mm plötur.

Rakagrind 45X45 mm fyrir loft.

Vindplötur 12 mm.

Einangrað med glerull «Isover KT-37» 225 mm.

LVL ( Laminated veneer lumber) bjálkagrind 45x300, s 400 mm.

Rakaplast. Þiljaplötur í loftum.

1.3 Gler og gluggar :

Plastgluggar, framleiddir úr Rehau Nordic Design + , 120mm þykkum prófílum sem eru

háeinangrandi og með argon gasfylltu K-einangrunargleri. Uw = 1,2 WM/K.

Í stofunni er öryggisgler (2x6 mm ).

1.4 Hurðir :

Húsið verður afhent með útihurðum og innihurðum. Útihurðir við inngang er með 3ja punkta

læsingu.

1.5 Fataskápar :

Fataskápur er í anddyri á stærri íbúðunum og fatahengi í anddyri á minni íbúðum. Í minni

íbúðunum er geymsluskápur í opnu rými við baðherbergi.

Page 138: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

1.6 Eldhús :

Eldhúsinnrétting er úr gráum plasthúðuðum spónaplötum. Hurðir eru með ljúflokun.

Borðplata er plastlögð. Vaskur og blöndunartæki fylgja.

Innbyggð eldhústæki frá Bosch fylgja:

1 Bosch ofn

2 Bosch keramikhelluborð

3 Bosch uppþvottavél

4 Sirius gufugleypir

5 Bosch kæli- og frystiskápur (innbyggður)

1.7 Baðherbergi :

Fullbúið baðherbergi með físalögðum veggjum. Vegghengt WC. Sturta með glerskilvegg.

Innrétting og skápur/spegill. Hitastýrð blöndunartæki eru við handlaug og sturtu. Niðurfall er í

gólfi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara.

1.8 Geymsla / tækniherbergi :

Inntök og mælar. 120-150ltr hitakútur.

1.9 Gólfefni :

Harðparket, er á stofu, eldhúsi og svefnherbergjum. Gráar keramik flísar eru á anddyri,

baðherbergjum og tækniherbergi/geymslu.

1.10 Sökklar :

Sökklar eru steyptir í Sundolitt grunnkerfi; með 50 mm einangrun að utan og innan. Platan er

steypt, undir plötu er 150 mm einangrun. Sökklar og plata járnbent samkvæmt teikningum.

1.11 Lagnir – rotþró :

Húsin eru afhent með öllum lögnum og tengd veitukerfi sveitafélagsins.

1.12 Lóð :

Við útgang frá stofu verður um það bil 10 fermetra timburverönd. Fyrir framan húsið er

vindfang fyrir framan útihurð. Seljandi útvegar hellur til lagningar fyrir framan allar íbúðirnar.

Hellurnar eru afhentar á byggingarstað. Kaupandi sér um lagningu hellna og frágang lóðar við

þær sex íbúðir sem þessi skilalýsing (og kaupsamningur) á við. Fyrir utan svalahurðir úr

svefnherbergjum er gert ráð fyrir uþb. 2fm hellulögn.

1.13 Vatns- og raflagnir :

Húsið afhentist fullbúið með rafmagns- og vatnslögnum. Upphitun er með ofnakerfi.

Rafmagnshiti er í gólfum í anddyri og á baði.

2. Hönnuðir :

Arkitektar: Friðrik Friðriksson (StudioF).

Page 139: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Verkfræðihönnun: Glóra ehf.

Lagnahönnun: Glóra ehf. / Voltorka ehf.

Framleiðandi hússins: Seve Ehituse AS (Eistlandi)

Byggingarstjóri: Einar Skúli Hjaltarson.

3. Byggingaraðili :

Hrafnshóll ehf. kt. 540217-1300

4. Afhendingartími :

Íbúðirnar verða afhentar samkvæmt tilboði/kaupsamningi.

Allar breytingar á húsinu sjálfu og einstökum hlutum þess að ósk kaupanda geta haft áhrif á

verð og afhendingartíma.

5. Opinber gjöld :

Kaupandi greiðir inntaksgjöld fyrir rafmagn og hita skv. Verksamningi (fyrir þrjár íbúðir).

Húsin skilast samkvæmt þessari lýsingu og er seljandi ábyrgur fyrir því að húsið fái lokaúttekt

(byggingarstig 7) hvað varðar frágang innanhúss og frágang hússins sjálfs að utan. Kaupandi

er ábyrgur hvað lóðafrágang varðar til að húsið fái lokaúttekt (byggingarstig 7). Kaupandi

greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á (fyrir þrjár íbúðir).

6. Kostnaður kaupanda :

Kaupandi er ábyrgur fyrir eftirfarandi gjöldum eftir því sem við á : Stimpilgjald af

kaupsamningi er 1,6% af endanlegu fasteignamati fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald er 2.500,-

kr af hverju skjali. Lántökugjald samkvæmt verðskrá fjármálastofnana.

6. Ábyrgðir og eftirlit :

Um það bil einu ári frá því húsin eru afhent mun framleiðandi þeirra framkvæma skoðun á

húsunum og lagfæra það sem þörf er á. Þetta á t.d. við lagfæringar á málningu, stillingar á

hurðum eða gluggum og yfirferð á tækjum í eldhúsi og hreinlætistækjum. Að öðru leyti er 5

ára ábyrgð á reisingu og frágangi húsanna og 10 ára ábyrgð á burðarvirki. Raftæki eru með

2ja ára ábyrgð.

Kaupandi og seljandi staðfesta skilalýsingu með undirritun sinni hér að neðan.

Reykjavík, maí 2020

_____________________________

Fh. Vopnafjarðarhrepps (fh. óstofnaðrar HSES) (kaupandi)

_____________________________

Fh. Hrafnshóls ehf. (seljandi)

Page 140: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA
Page 141: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA

Perspective drawing, Project number 130026/6/4 Project: SV IS Alternative: Isafjordur - Vopnafjordur K2L 23.04.2020

This design is copyrighted. To forward it to a third party or copying it without prior agreement is prohibited. The drawing is only an indication of the planned installation.Designed/presented with Compusoft ® WINNER

Scale: Fit to frame

Page 142: Fundarboð · 1.7 Framhald efnahagsaðgerða -kynningarglærur Lagt fram til kynningar. 1.8 Starfsáætlun þingsins Lagt fram til kynningar. 2. Innra starf SSA 2.1 Aðalfundur SSA