32
FRAM KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Febrúar 2012 ÍÞRÓTTAMAÐUR FRAM 2011 ÖGMUNDUR KRISTINSSON 2,3 Marki fagnað á Norway Cup í Ósló 26 „Einvaldur“ sem á nokkrar grímur! 18 „Eigum stóran hóp af efnilegum leikmönnum“ 6 Bretarnir eru ósparir að skjóta á samherja 18 Strákarnir í 3. flokki urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári 14 Steinunn Björnsdóttir, ein af bikarmeisturum Fram í handknattleik kvenna, mætir til leiks í úrslitaleik Eimskips- bikarsins gegn Val, með tvær ungar stúlkur sér við hlið. Jóhann G. Kristinsson tók myndina og eru fleiri skemmti- legar myndir frá þessum viðburði í miðopnu blaðsins.

Fram-blaðið 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vandað og skemtilegt tímarit um eitt og annað sem viðvíkur Knattspyrnufélaginu Fram.

Citation preview

Page 1: Fram-blaðið 2012

FRAMKNATTSPYRNUFÉLAGIÐ

Febrúar2012

ÍÞRÓTTAMAÐUR FRAM 2011

ÖGMUNDUR KRISTINSSON

2,3

•Marki fagnað á Norway Cup í Ósló

26

•„Einvaldur“ sem á nokkrar grímur!

18• „Eigum stóran hóp af efnilegum leikmönnum“

6• Bretarnir eru ósparir að skjóta á samherja

18• Strákarnir í 3. flokki urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári

14Steinunn Björnsdóttir, ein af bikarmeisturum Fram í handknattleik kvenna, mætir til leiks í úrslitaleik Eimskips-bikarsins gegn Val, með tvær ungar stúlkur sér við hlið. Jóhann G. Kristinsson tók myndina og eru fleiri skemmti-legar myndir frá þessum viðburði í miðopnu blaðsins.

Page 2: Fram-blaðið 2012

2 FRAM

gmundur sagði að svo skemmtilega vildi til – að þegar hann byrjaði að æfa knattspyrnu hjá Fram var Birkir Kristinsson mark-

vörður Framliðsins og síðan Fjalar Þorgeirs-son. Birkir, sem var fyrirmynd mín í æsku, hefur verið markvarðaþjálfari hjá Fram síð-ustu ár. „Ég hef öðlast mikla reynslu að æfa undir hans stjórn og ekki komið að tómum kofanum hjá Birki.“

Ögmundur, sem er 22 ára, varð aðalmark-vörður Framliðsins þegar Hannes Þór Hall-dórsson gekk til liðs við KR. Var Ögmundur ekki orðinn leiður á að vera markvörður númer tvö? „Jú, svo sannarlega – maður er í knattspyrnunni til að spila. Ég var oft spurður hvort ég ætlaði ekki að róa á önnur mið, þar sem ég fengi tækifæri til að spila. Ég sagði að ég vissi hvað ég hafði hjá Fram – æfði undir stjórn bestu þjálfara landsins, bæði sem aðalþjálfara og markvarðaþjálf-ara. Ég hugsaði mest um að fá sem bestu leiðsögnina meðan ég væri að þroskast.

Ég ræddi þetta oft við Þorvald Örlygsson þjálfara og ég treysti því sem hann ráðlagði

Ögmundur Kristinsson – Íþróttamaður ársins hjá Fram 2011

Hefur sett stefnunaá landsliðið

mér, einnig það sem Birkir lagði til. Ég ákvað því að bíða þolinmóður eftir að mitt tækifæri kæmi. Það kom svo þegar Hannes Þór fór. Ég kvartaði ekki og eins og allir vita sem þekkja mig, þá var ég staðráðinn að ná markvarðarstöðunni. Ég hugsaði – ef Hannes Þór heldur mér á bekknum eitt ár til viðbótar, þá verður það aðeins í eitt ár, síðan yrði hans hlutverk að fara á bekkinn og ég í markið. Það var takmarkið sem ég setti mér.“

Ögmundur sagði að fyrsta keppnistíma-bil sitt í markinu hafi óneitanlega verið sögulegt. „Við byrjuðum vel á undirbún-ingstímabilinu, en svo kom bakslag í leik okkar og gengi okkar var ekki nægilega gott á Íslandsmótinu. Mótlætið fór að leggjast á sálina, þar sem við máttum þola mörg töp þrátt fyrir að við vorum ekki að leika illa. Okkur gekk ekki vel að skora mörk og töp-uðum mörgum leikjum með minnsta mun. Sem betur fer náðum við að rétta úr kútnum á lokasprettinum og náðum að bjarga okkur frá falli, sem lengi blasti við okkur.

Við erum ákveðnir að láta þannig óvissu-ferð ekki endurtaka sig í sumar. Það er

Framblaðið 2012 • Útgefandi: Knattspyrnufélagið Fram • Ritstjóri: Sigmundur Ó. Steinarsson • Myndir: Jóhann G. Kristinsson, Sólberg Svanur Bjarnason, úr myndasafni Fram. * Grafísk kort: Guðmundur Ó. Ingvarsson. * Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

„Ég ákvað að bíða þolinmóður eftir að mitt tækifæri kæmi“

„ÞAÐ var mikill heiður fyrir mig að vera útnefndur Íþróttamaður ársins hjá Fram og þá sérstaklega þar sem ég hef alist upp hér í Safamýrinni – beint á móti Framheimilinu – og hef verið á ferðinni á Framvellinum síðan ég var fjögurra ára gamall. Þá byrjaði ég að æfa knattspyrnu og síðan einnig handknattleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson, markvörður, sem var kjörinn íþróttamaður ársins hjá Fram 2011 og er hann fyrsti knatt-spyrnumaðurinn sem hefur hlotið þá útnefningu síðan byrjað var að velja íþróttamann ársins á 100 ára afmælisári Fram. Ögmundur sagði að Steinar Þór Guðgeirsson hafi verið hans fyrsti þjálfari og að engin jafn-aldri hans sem hafi verið í flokki með honum, væri ennþá á ferðinni hjá Fram. „Hlynur Atli er sá eini sem er enn að, en hann er árinu á eftir mér,“ sagði Ögmundur, sem lék fyrstu tvö árin í stöðu útherja, eftir það ákvað hann að einbeita sér að markvörslunni og var markvörður í nokkrum peyjamótum í Vestmannaeyjum.

Ögmundur Kristinsson – gefur varnarmönnum fyrir framan sig góð ráð.

Ö

Page 3: Fram-blaðið 2012

FRAM 3

mikill hugur í mönnum og góður andi og stígandi hjá okkur. Vel er tekið á hlutunum á æfingum og í leikjum. Við viljum byrja baráttuna á Íslandsmótinu eins og við end-uðum í fyrra.

Það var geysilegur styrkur fyrir okkur að frá Bretana í fyrra. Vera þeirra hjá Fram hefur orðið til þess að öll gæði á æfingum og í leikjum hafa orðið miklu meiri og leik-menn hafa meiri skemmtun af því sem þeir eru að fást við. Það er kvetjandi þegar leikmenn sjá aðra leika vel. Aðrir leikmenn vilja einnig gera það – ná sæti í liðinu og halda þeim. Það er hart barist um stöður hjá Fram og sú barátta gerir ekkert nema gott,“ sagði Ögmundur.

Birkir, markvarðaþjálfari, var þekktur fyrir það að mæta á séræfingar til að ná frek-ari árangri – ákveðinn að gera ekki sömu mistökin í leik tvisvar. Tekur Ögmundur lærimeistara sinn til fyrirmyndar í þeim efnum? „Ég er duglegur að æfa aukalega

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram:

„Ögmundur sýndi mikinnstyrk“„ÖGMUNDUR Kristinsson er vel að nafn-bótinni Íþróttamaður ársins hjá Fram kominn. Hann er mikill íþróttamaður og sýndi mikinn styrk þegar mest á reyndi hjá okkur – gafst aldrei upp og hafði alltaf trú á að við myndum rétta úr kútnum áður en yfir lyki. Hann þroskaðist mikið og fékk mikla reynslu í þeirri rússíbanaferð sem við fórum í,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.

Þorvaldur sagði að Ögmundur, sem er aðeins 22 ára, hafi tekið miklum framförum. „Hann er framtíðarmarkvörður Fram. Ögmundur er yfirvegaður og rólegur, eins og góðir markverðir eiga að vera og hefur tekið stöðugum framförum undir stjórn Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmark-varðar, sem hefur séð um að þjálfa hann og kenna honum galdra markvörslunnar undanfarin ár.

Ögmundur fékk frumraun sína sem markvörður Framliðsins síðastliðið sumar og sýndi að hann var tilbúinn í slaginn – var yfirvegaður, las leikinn vel, handssamði knöttinn örugglega og þá er hann mjög góð-ur spyrnumaður – þannig að hann á auðvelt með að koma knettinum frá sér.“

Þess má geta að Ögmundur tók stöðu Hannesar Þórs Halldórssonar, sem gekk til liðs við KR.

Þorvaldur sýndi Ögmundi strax traust – sagði honum að hans tími væri runninn upp. Ögmundur þakkaði trausið og stóð sig mjög vel á milli stanganna.

Knattspyrnusérfræðingar eru sammála um að Ögmundur eigi eftir að verja mark landsliðs Íslands í framtíðinni, en hann hefur leikið með 19 ára landsliðinu og ungmennalandsliðinu, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri.

Ögmundur yrði þá fyrsti landsliðsmark-vörður Fram síðan Fjalar Þorgeirsson lék 2001 gegn Indlandi og hélt markinu hreinu í sigurleik í Cochen á Indlandi, 3:0. Áður höfðu sjö Framarar staðið á milli stanganna í landsliðinu; Magnús Jónsson fyrst í sigur-leik gegn Noregi 1954, 1:0, síðan Þorbergur Atlason, Árni Stefánsson, Guðmundur Baldursson, Júlíus Marteinsson, Friðrik Frið-riksson og Birkir Kristinsson.

– fer oft í World Class í Laugum, þar sem ég stunda líkamsræki og lyftingar. Þá hef ég einnig verið á séræfingum hjá Þorvaldi – sparkæfingum, og einnig æfingum hjá Birki.

Ég geri mér grein fyrir því að ef maður ætlar að ná árangri, verð ég að leggja meiri rækt við æfingar en aðrir. Þær æfingar skila sér þegar upp verður staðið.“

Þegar Ögmundur var spurður hvort að það væri ekki kominn tími á að Fram eignaðist landsliðsmarkvörð, brosti hann og sagði: „Jú, það er að koma tími á það. Markmið mitt er að komast eins langt og hægt er – ég hef að sjálfsögðu sett stefnuna á að verja mark Íslands og einnig að komast í atvinnumennsku.

Þar sem ég stunda keppni í liðsíþrótt þá hugsa ég fyrst og fremst um hag Fram. Maður verður samhliða því að vera smá egóisti – að setja stefnuna hátt,“ sagði Ög-mundur.

Ögmundur Kristinsson, Íþróttamaður ársins 2011, ásamt unnustu sinni Söndru Steinarsdóttur.

Page 4: Fram-blaðið 2012

4 FRAM

Sigurður Hrannarfékk EiríksbikarinnSIGURÐUR Hrannar Björnsson, leikmaður með 2. flokki í knatt-spyrnu hlaut Eiríksbikarinn 2011. Bikarinn er veittur þeim leik-manni í yngri flokkum Fram í knattspyrnu, sem sýndi mikla háttvísi innan sem utan vallar og varð félagi sínu til sóma á árinu.

Efnilegir og mestar framfarirTíu knattspyrnumenn úr yngri flokkum Fram fengu viðurkenningar á árinu 2001 fyrir að vera efnilegir og hafa sýnt mestar framfarir.

Miljana Ristic var útnefnd efnilegasti leikmaðurinn í 5. flokki kvenna og Kristín

Á vaktinni!SIGURÐUR Tómasson, formaður full-trúaráðs Fram, er alltaf á vaktinni þegar kvennalið Fram í handknattleik leikur þýðingarmikla leiki. Hér er hann mættur í sínu fínasta pússi - með hár-kolluna góðu - til að styðja við bakið á “Stúlkunum okkar“ er þær tryggðu sér bikarmeistaratitilinn 2011 með því að leggja Val örugglega að velli, 25:22 í Laugardalshöllinni.

Þorgeir dómari ársinsÞORGEIR Pálsson var útnefndur knattspyrnudómari ársins 2011 hjá Fram. Þorgeir sinnti hinum fjölmörgu störfum sem hann fékk á árinu með mikilli alúð og áhuga. Framganga hans á vellinum var til fyrirmyndar.

Rós Björnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir.

Magnús Ingi Þórðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn í 5. flokki karla og Unnar Ingvarsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir.

Jóna Dís Þorleifsdóttir var útnefnd efni-legasti leikmaðurinn í 4. flokki kvenna og Alda K. Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir.

Andri Sólbergsson var útnefndur efni-legasti leikmaðurinn í 4. flokki karla og Jóhann Salinas fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir.

Benedikt Okto Bjarnason var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn í 3. flokki karla og Axel Finnbjörnsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir.

Verðlaunahafar á uppskeruhátíð yngri flokka Fram í knattspyrnu 2011 - frá vinstri, aftari röð: Jó-hann, Axel, Sigurður Hrannar, Benedikt Okto og Andri. Fremri röð: Kristín Rós, Magnús Ingi, Alda, Jóna Dís, Miljana og Unnar.

Page 5: Fram-blaðið 2012

FRAM 5

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ

ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI

Með því að sameina tryggingar fjölskyldunnar í Stofni hjá Sjóvá færðu persónulega þjónustu, betri kjör á tryggingum og ýmis fríðindi. Að auki fá tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni hluta iðgjalda sinna endurgreiddan í byrjun febrúar ár hvert. Sjóvá er eina íslenska tryggingafélagið sem umbunar viðskiptavinum sínum á þennan hátt.

· Afsláttur af tryggingum

· Stofn endurgreiðsla

· Vegaaðstoð án endurgjalds

· Afsláttur af barnabílstólum

· Frí flutningstrygging innanlands

· Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni

· Nágrannavarsla

... og margt fleira

Page 6: Fram-blaðið 2012

6 FRAM

„ÞAÐ verður stór stund fyrir Fram þegar fyrstu heimaleikir yngri flokka félagsins leika fyrstu heima-leiki sína á nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdalnum í sumar. Uppbygg-ing á svæðinu er stærsta skref sem Knattspyrnufélagið Fram hefur tekið og það mikilvægasta - að hreiðra um sig á nýju svæði. Það hefur kostað mikla vinnu og þolin-mæði og ég hef trú á því að sú vinna eigi eftir að bera ríkulegan ávöxt í framtíðinni. Þegar nýja svæðið verður fullbyggt verða Framarar með glæsilegasta íþróttasvæði landsins - í fögru umhverfi, þar sem Úlfarsá rennur í botni dals-ins,“ sagði Kjartan Þór Ragnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

jartan Þór sagði að gervi-grasvöllur á svæðinu hafi verið tekin í notkun í nóvember 2011 og þá er bráðabyrgðar félagsheim-

ilið tilbúið. „Með hækkandi sól mun skap-ast góð stemning í dalnum og í félagsheim-ilinu. Ég hef trú á því að stemningin verði eins og hún var í gamla félagsheimilinu í Safamýrinni - góð fjölskyldustemning. Það er búið að sá í grasvelli í miðjum dalnum, sem verður tilbúinn í sumar. Knattspyrnan verður þá búin að festa rætur á nýja svæð-inu. Í sumar munum við sjá yngri flokkana leika heimaleiki í dalnum. Það verður mikil tímamót hjá Fram og fyrir íbúana í hverf-inu. Það má segja að þá fyrst eru Framarar komnir á svæðið, þegar íbúarnir geta geng-ið niður í dalinn og horft á börnin sín leika heimaleiki.“

Kjartan Þór sagði að Fram hafi byrjað að hreiðra um sig í Grafarholti 2005 og undir-búa komu félagsins í Úlfarsárdalinn. „Það veitti íbúum á svæðinu ákveðna öryggis-

tilfinningu þegar þeir sáu að búið var að kveikja á flóðljósum í dalnum - fyrir ofan grænan gervigrasvöll, þar sem börnin í hverfinu voru við æfingar. Þeir vissu þá að börnin þeirra voru á öruggum stað.

Í sumar mun dalurinn fyllast af börnum og unglingum í leik og starfi. Það verður þá fyrst að íbúar í hverfinu gera sér grein fyrir því að Fram er komið á svæðið - þeir sjá og vita af börnunum sínum við æfingar á félagssvæðinu.“

Samkvæmt samningum Fram við Reykjavíkurborg verður íþróttasvæðið í Úlfarsárdalnum fullbyggt 2016. Á meðan

Framarar eru að ná fótfestu á svæðinu, þar sem er mikill fjöldi af börnum og ungling-um, lenda þeir í vandræðum í sambandi við inniíþróttir. Það eru tvö íþróttahús á svæð-inu - við Ingunnarskóla og Sæmundarskóla, en þau eru of lítil. „Við þurfum stórt íþrótta-hús til að geta þjónað hinum mikla fjölda barna sem eru á svæðinu. Þegar íþrótta-húsið verður komið í gagnið, er stórum áfanga náð,“ sagði Kjartan Þór, en íþrótta-húsið verður miklu stærra en íþróttahúsið og félagsaðstaðan í Safamýrinni - með tveimur handknattleiksvöllum og aðstöðu fyrir áhorfendur.

Kjartan Þór Ragnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram:

Yngri flokkarnir leika heimaleiki íÚlfarsárdalnum

AÐALSTJÓRN Knattspyrnufélagsins Fram - aftari röð frá vinstri: Stefán Pálsson, Þór Björnsson, íþróttastjóri og Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri. Fremri röð: Þóra Guðmundsdóttir, ritari, Ívar Guðjónsson, varaformaður, Kjartan Þór Ragnarsson, formaður og Þorbjörn Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Jón Eggert Hallsson, gjaldkera, Arnar Arnarssonm og Jón Ármann Guðjónsson.

K

Page 7: Fram-blaðið 2012

FRAM 7

Þá verða átta grasæfingavellir af fullri stærð á svæðinu, auk gervigrasvallarins og keppnisvallar, sem verður fyrir sunnan íþróttahúsið (sjá teikningu). Áhorfenda-stúka verður með báðum hliðum vallarins og möguleiki á stúku allan hringinn. Einnig verður knatthús með gervigrasi við hliðina á íþróttahúsinu.

Unglingastarfið er mikilvægastKjartan Þór sagði að Framarar geri sér fylli-lega grein fyrir að mikilvægast af öllu fyrir

félagið er að vera með stóra og öfluga yngri flokka. „Við erum staðráðnir í að hlúa sem best að börnum og unglingum á okkar nýja svæði. Það getur ekkert félag aðeins verið meistaraflokksfélag. Það gengur ekki upp - til að félög verði öflug þá verður að byggja upp öflugt unglingastarf. Þannig hefur það verið í gegnum tíðina og þannig mun það vera áfram.“

Gamlir refir aftur á ferðinaÁ sama tíma og unglingastarfið hjá Fram

er í stöðugri sókn, hafa gamlir refir komið aftur fram í sviðsljósið í knatt-spyrnunni, þannig að Framarar á öllum aldrei hafa tekið fram skóna. „Já, það má með sanni segja. Við fengum öflugan hóp af gömlum - já, og ungum refum, sem hafa leikið knattspyrnu með Fram í gegnum tíðina, til að að-stoða okkur. Guðmundur Torfason, einn af litrík-ustu knattspyrnumönn-um félagsins, er kominn í forsvar, ásamt mönnum eins og Eyjólfi Bergþórs-syni, Pétri Ormlsev og Þorbirni Atla Sveinssyni,

svo einhverjir séu nefndir. Hópurinn er stór og öflugur og þessir gömlu kappar eiga eftir að styrkja félagið mikið.

Við ætlum að ná til fleiri eldri Framara - þó það væri ekki annað en fá þá til að koma í kaffi, hitta gamla félaga og rifja upp skemmtilega tíma.“

Félagið er öflugtKjartan Þór sagði að Knattspyrnufélagið Fram stæði vel í öllum deildum. „Knatt-spyrnudeildin er komin í hendurnar á góðum mönnum. Mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni og tel ég að það sé mikilvægt fyrir Fram að vera með kvenna-lið í meistaraflokki. Fram sendi lið að nýju til keppni fyrir tveimur árum og hafa fram-farir orðið miklar og liðið hefur verið að ná stöðugleika. Þá erum við með mjög góða yngri stúlkna-flokka, sem eru stórir. Framtíðin er björt og þegar ungu stúlkurnar okkar fara að skila sér upp í meistaraflokk eftir nokkur ár, verður kvennaknattspyrnan hjá okkur komin í eðlilegan farveg. Þá munum við sjá hvað stúlkurnar koma með sér inn í félagið - þær eiga eftir að styrkja knattspyrnudeild-ina mikið eins og stúlkurnar hafa gert í handknattleiksdeildinni. Við munum þá sjá ávöxtinn af góðu unglingastarfi og upp-byggingu.

Gott íþróttafélag byggist upp á góðu jafn-vægi á milli drengja og stúlkna. Við kapp-kostum að hafa það jafnvægi gott. Við ætl-um okkur að þjóna okkar nýja félagssvæði eins vel og við mögulega getum. Við bíðum spenntir eftir þeirri stóru stund - þegar blá-klæddir ungir Framarar leika sína fyrstu heimaleiki í Úlfarsárdalnum,“ sagði Kjartan Þór Ragnarsson.

STRÁKARNIR í 6. Flokki mættu á fyrstu opinberu æfinguna á nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdal 15. nóvember 2011, þar sem æft var á gervigrasvellinum. Aftari röð frá vinstri: Vigfús Geir Júlíusson, þjálfari, Jón Bjartur Heimisson, Gylfi Már Hrafnsson, Einar Gísli Gunnlaugson, Steinar Bjarnason, Anton Hrafn Hallgrímsson, Árni Flóvent Vilbergsson, Mikael Egill Ellertsson, Sturla Már Stefáns-son og Steinar Ingi Þorsteinsson, þjálfari. Fremri röð: Andri Þór Hilmarsson, Franz Bergmann Heim-isson, Sævar Halldórsson, Guðmundur Kári Jónsson, Dagur Margeirsson, Börkur Þorri Þorleifsson, Jakob Logi Jóhannsson, Benóný Helgi Benónýsson og Halldór Daði Þorsteinsson.

Page 8: Fram-blaðið 2012

8 FRAM

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, er ánægður með strákana sína og bresku leikmennina sem komu til Fram til að taka þátt í hinum ævintýralega lokaspretti 2011

Sjá brosleguhliðarnar og ósparir aðskjóta á aðra

egar keppnistímabilið hófst var Framliðið ekki með stór-an leikmannahóp, þannig að lítið mátti út af bregða til að liðið myndi lenda í

vandræðum. Þorvaldur sagði að það hafi verið ákveðið að fara í baráttuna með frekar fámennan hóp leikmanna. „Við töldum okkur vera með það góðan hóp, að hann ætti að standa sig ágætlega, en við sáum aldrei fram á þau vandamál sem við lentum í. Það má segja að það hafi allt gengið á móti okkur hvað varðar úrslit leikja – við vorum að tapa leikjum með einu marki, sem við hefðum hæglega getað unnið ef lukkudísirnar hefðu verið með okkur. Fyrsti leikurinn – í Eyjum, var okkur erfiður. Við töpuðum á marki sem við fengum á okkur á lokasekúntunum. Það var erfitt að sætta sig við það tap. Þar sem leikið var mjög ört í byrjun mótsins, áttu leikmenn erfitt með að ná fótfestu og heppnin var ekki með okkur.“

Þorvaldur sagði að þegar róðurinn fór að þyngjast, gerðu menn sér grein fyrir að stórátak þyrfti til að rétta skútuna við og fóru menn þá að huga að fá liðsstyrk frá útlöndum fyrir lokasprettinn. „Við vissum

að það var ákveðið happdrætti að fá menn á miðju keppnistímabili. Við höfðum fengið leikmenn til reynslu fyrir keppnistímabilið og urðum að láta þá fara, þar sem þeir féllu ekki inn í hópinn.

Þegar ákveðið var að leita eftir liðsstyrk að utan var ákveðið að fá leikmenn frá norð-urhluta Englands og Skotlandi. Við vildum fá leikmenn, sem höfðu farið í gegnum góðan knattspyrnuskóla. Við töldum að leikmenn þaðan yrðu fljótari að falla inn í leikmannahóp okkar og aðlagast lifnaðar-háttum hér. Við höfðum samband við menn sem við þekktum í Englandi og Skotlandi og óskuðum eftir að þeir hjálpuðu okkur að finna leikmenn. Þegar leitin hófst – voru tvær spurningar ofarlega í huga: Hvert ætti að fara til að ná í leikmennina og hvernig leikmenn vildum við fá?

Þegar okkur stóð Sam Hewson og Steven Lennon til boða, var ákveðið að þeir kæmu og reyndu sig á æfingu með okkur. Báðir höfðu þeir farið í gegnum góða skóla – Hew-son hjá Manchester United og Lennon hjá Glasgow Rangers.

Auðvita var það ákveðin áhætta að fá nýja leikmenn á miðju keppnistímabili. Hewson

„ÞEGAR maður horfir til baka, þá er það lyginni líkast hvernig okkur tókst að rétta við skútuna og sigla henni í höfn eftir langa og erfiða fall-baráttu, sem tók á taugarnar hjá mér og strákunum. En við misstum aldrei trúna og vorum heppnir með útlendingana sem við fengum til að vera með okkur á lokasprettinum. Sam Hewson og Steve Lennon léku stórt hlutverk hjá okkur og strákarnir tóku þeim mjög vel,“ sagði Þor-valdur Örlygsson, þjálfari Framliðsins í knattspyrnu, sem bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli eftir sögulega baráttu.

Arnar markahæstur ARNAR Gunnlaugsson varð marka-hæsti leikmaður Fram 2011, skoraði 7

mörk í efstu deild, Pepsí-deildinni. Þess má geta að hann hefur skorað 82 mörk fyrir sex félög í efstu deild.Steven Lennon kom næstur á blaði með 5 mörk.

Ögmundur lék alla leikinaÖGMUNDUR Kristinsson, markvörður, var eini leikmaður Framliðsins sem lék alla 22 leiki liðsins í Pepsí-deildinni 2011. Sam Tillen og Halldór Hermann Jónsson léku 21 leik, Almarr Ormarrs-son og Kristinn Ingi Halldórsson 20 leiki og Jón Gunnar Eysteinsson 19 leiki.

Daði á TOPP 10 listannDAÐI Guðmundsson hefur leikið 163 leiki í efstu deild og er kominn á topp 10 listann hjá Fram yfir leikjahæðstu leikmenn, en listi leikjahæstu manna er þannig:Pétur Ormslev 231 Guðmundur Steinsson 180Marteinn Geirsson 178Ásgeir Elíasson 172Kristinn R. Jónsson 171Jón Þ. Sveinsson 169Baldur Scheving 164Daði Guðmundsson 163Gunnar Guðmundsson 161Steinar Þór Guðgeirsson 158Ingvar Þór Ólason 154Viðar Þorkelsson 153Birkir Kristinsson 144Kristján Jónsson 135

Arnar Gunnlaugsson.

Þ

Page 9: Fram-blaðið 2012

FRAM 9

og Lennon komu til okkar með réttu hugar-fari – þeir voru ákveðnir að standa sig og litu á þetta tækifæri til að hefja nýjan kafla á knattspyrnuferli sínum, en þeir höfðu ekki náð þeim árangri heima sem þeir vonuðust eftir. Þeir voru ekki í nægilega góðri æfingu er þeir komu til okkar, en þeir lögðu hart að sér við æfingar og voru ótrúlega fljótir að ná sér á strik. Hafa mikla skemmtun af knatt-spyrnunni og metnað til að ná lengra.

Þeir eru báðir góðir knattspyrnumenn, sem ráða yfir góðri tækni og hafa mikinn skilning á leiknum. Fyrir utan það féllu þeir strax vel inn í hópinn – eru léttir, skemmti-

legir, hafa góðan húmor og hafa gaman að grínast. Sjá broslegu hliðarnar á ýmsum málum og eru ósparir að skjóta á aðra. Strák-arnir tóku þeim mjög vel – hjálpuðu þeim að ná fótfestu og á móti veittu Hewson og Lennon strákunum styrk og sjálfstraust.

Þegar við fórum síðan á ferðina, fóru hlutir sem voru á móti okkur í byrjun að ganga með okkur. Sjálfstraustið varð alltaf meira og meira og strákarnir sýndu sitt rétta andlit á lokasprettinum og björguðu sér frá falli á ævintýralegan hátt, eftir að margir voru búnir að afskrifa þá.“

Þorvaldur sagði að málin hefðu getað

þróast á annan hátt. „Við hefðum getað byrj-að betur og þar sem við vorum með þunn-skipaðan hóp, hefðum við hæglega getað misstigið okkur og þá lent í vandræðum á lokasprettinum. Þá hefði verið of seint að reyna að fá liðsstyrk – félagsskiptaglugginn hefði þá verið lokaður.

Þegar ég lít til baka, þá er mér ljóst hvað strákarnir hafa fengið mikla lífsreynslu sem knattspyrnumenn að lenda í þessum hremmingum. Reynslu sem kemur til með að reynast þeim dýrmæt í framtíðinni. Það er gríðarlega erfitt andlega að vera í fallbar-áttu og það tók bæði á mig og leikmennina,

Þorvaldur Örlygs-son, þjálfari Fram, lengst til vinstri, ásamt Alan Lowing, lengst til vinstri, Samuel Hew-son og Ste-ven Lennon.

Alan Alexander Lowing

Fæddur: 7. janúar 1988 í Rutherglen í

Skotlandi.

Glasgow Rangers 2005-2010.

East Fife 010-2011.

Fram 2011-

Lowing, sem er varnarleikmaður, lék

sinn fyrsta leik með Glasgow Rangers

20. september gegn Clyde í deilda-

bikarleik á Ibrox. Hann lék sinn fyrsta

Evrópuleik gegn Partizan Belgrad á

Ibrox 14. desember 2006.

Lowing var óheppinn með meiðsli

og var tvisvar frá um tíma vegna þeirra.

Hann á tvo landsleiki með 18 ára

liði Skotlands og einnig tvo leiki með

20 ára landsliðinu.

Samuel HewsonFæddur 28. nóvember 1988 í Bolton á Englandi.

Manchester United 2007-2010Hereford (lánaður)

2009Bury (lánaður)

2010Altrincham

2010-2011Fram

2011-Hewson byrjaði að leika með ung-lingaliðum Bolton, en fór síðan til

Manchester United og lék með ung-lingaliðum United og var fyrirliði 18

ára liðs félagsins. Hann lék síðan 22 leiki með varaliði United og fagnaði

sigri í tveimur bikarkeppnum með lið-inu - eftir sigur á Bolton og Liverpool.

Hewson, sem er miðjuleikmaður, var varamaður hjá Man. Utd. í leik í

Meistaradeild Evrópu gegn Roma í Róm í desember 2007.Hann hefur leikið sjö leiki með

enska 19 ára landsliðinu.

Steven Lennon

Fæddur 20. janúar 1988 í Irvine í Skot-

landi.

Glasgow Rangers 2006-2010

Partick Thistle (lánaður) 2008-2009

Lincoln (lánaður) 2010

Dundalk 2010

Newport 2011

Fram 2011-

Lennon getur bæði leikið á miðjunni

og sem miðherji. Hann var mikill

markaskorari með 19 ára liði Rangers

og lék sinn fyrsta leik með aðalliði

félagsins 27. desember 2007 gegn In-

verness. Lennon skoraði þrennu fyrir

Rangers gegn Celtic i bikarúrslitaleik

19 ára liða, 5:0.

Lennon hefur leikið sex leiki með

skoska 21 árs ungmennalandsliðinu.

Page 10: Fram-blaðið 2012

Jón Guðni til BeerschotJÓN Guðni Fjóluson, landsliðsmaður, gekk til liðs við belgíska 1. deildar-liðið Beerschot í byrjun júlí 2011. Hann gerði þriggja ára samning við Beerschot, sem er frá Antwerpen.

• Þriðji Fram arinn sem er á ferðinni í útlöndum með knattspyrnuskó sína er Hreiðar Geir Júlíusson. Hann er í herbúðum 2. deild-arliðsins Ängelh-olm í Svíþjóð, sem er frá samnefndum bæ fyrir norðan Helsingborg.

en við lærðum mikið af þessari þrautar-göngu, sem stóð lengi yfir og ætlaði aldrei að taka enda,“ sagði Þorvaldur, sem sagði að hvorki hann né leikmennirnir hafi áhuga á að upplifa þá raun aftur.

„Reynslunni ríkari“Framliðið lék vel á lokasprettinum og sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, í viðtali í bókinni 100 ára saga Íslands-mótsins í knattspyrnu, að Fram-liðið hafi verið eitt af betri liðunum þegar það var komið á ferðina. Þorvaldur sagði að hann hafi verið ánægður með strákana þegar mest á reyndi: „Þeir sýndu mikinn styrk og léku vel. Þeir lögðu aldrei árar í bát – höfðu trú á því að það vantaði aðeins smá kraft til að ná siglingu“

Eftir Íslandsmótið lögðu Framarar áherslu á að halda Sam Hewson, Steve Len-non og Alan Lowing, sem voru tilbúnir að vera áfram. „Það er styrkur fyrir okkur að hafa þá og og við viljum styðja við bakið á þeim til að þeir nái meiri styrk og komist lengra á knattspyrnusviðinu. Þeir geta vel farið héðan í atvinnumennsku, eins og strákarnir okkar sem fara utan.“

Þegar Þorvaldur var spurður hvort að beina brautin væri ekki framundan – Fram-liðið væri reynslunni ríkari og ætti að mæta sterkara til leiks á komandi keppnistíma-bili, sagði hann:

„Maður veit aldrei hvað gerist. Liðin hér eru mjög svipuð að styrkleika – munurinn er ekki rosalega mikill á liðunum í úrvals-deildinni. Það féll ekki mikið með okkur á síðasta keppnistímabili – fyrr en undir lokin. Ef hlutirnir falla með okkur í ár og við náum upp góðum dampi, þá er aldrei að vita hvað gerist. Við getum þá blandað okkur í toppbaráttuna – baráttu um Evr-ópusæti og Íslandsmeistaratitil, sem væri óneitanlega skemmtilegra en að vera í ein-hverju strögli eins og í fyrra. Til þess að ná

árangri verðum við að vera á tánum – halda breiddinni og vera með rétt jafnvægi í lið-inu, þannig að það verði gott. Það er okkar takmark að gera það.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi okkar. Tómas Leifsson, sem var meiddur lengi vel í fyrra, er að vísu farinn og einnig Andri Júlíusson, sem er fluttur til Noregs.

Við höfum aftur á móti fengið góðan leikmann til okkar frá Þrótti – Seyðfirð-inginn Sveinbjörn Jónasson, sem er stór og sterkur miðherji, sem var markakóngur 1. deildar – skoraði 19 mörk í 22 leikjum. Ég vona að við getum hjálpað Sveinbirni að halda áfram að skora mörk og hann hjálpi okkur að bæta hópinn, þannig að hann verði sterkari.

Við erum með marga unga leikmenn í herbúðum okkar, eins og til dæmis Orra Gunnarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson sem komu sterkir inn á lokasprettinum í fyrra. Þeir eiga eftir að styrkjast og eflast.

Þá vona ég að Ívar Björnsson nái sér aftur á strik, en hann lék lítið með okkur í fyrra vegna meiðsla. Og þá hef ég ekki afskrifað Arnar Gunnlaugsson, sem var okkur mjög dýrmætur á síðasta keppnistímabili – skor-aði mikilvæg mörk fyrir okkur. Arnar hjálp-aði strákunum mikið og var ómetanlegur jafnt í leikjum og á æfingum. Þar sýndi hann strákunum galdra knattspyrnunnar með skemmtilegum hreyfingum og send-ingum – án þess að þurfa að nota mörg orð um hvað á að gera við knöttinn. Strákarnir lærðu gríðarlega mikið af honum.“

Þorvaldur vonast eftir skemmtilegu keppnistímabili. „Það er mikill hugur í strákunum, sem eru ákveðnir að láta ekki erfiðleikana sem komu upp í fyrra endur-taka sig.

Ég vona að strákarnir komi til með að skemmta stuðningsmönnum okkar, sem þakka þá fyrir sig með því að fjölmenna á völlinn til að styðja við bakið á strákunum.“

Hörður samdi við JuventusHÖRÐUR Björgvin Magnússon, 18 ára, skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Juventus á Ítalíu - samningur sem gildir til sumarsins 2016. Hörður fór til Juventus sem lánsmaður í janúar 2011 og hefur hann leikið með unglinga- og varaliði félagsins. „Það er ánægulegt að Hörður hafi náð að gera góðan samning við Juventus. Hann meiddist í byrjun hjá liðinu, en hefur náð sér fullkomlega. Þeir voru hrifnir af honum þegar hann fór að leika. Ég vona svo sannarlega að honum gangi vel hjá liðinu í framtíðinni. Það er frábært fyrir Fram að við erum búnir að koma leikmanni frá okkur til liðs eins og Juventus. Tækifærið sem Hörður hefur fengið, kemur ekki upp á hverju ári,“ sagði Þorvaldur, sem gekk frá félagaskiptunum fyrir hönd Fram.

10 FRAM

Jón Guðni Fjóluson.

Hreiðar Geir Júlíusson.

Hörður Björgvin Magnússon.

Öðru marki Steven Lennon, af tveimur, fagnaði í leik gegn Val, 3:1. Almarr Ormarsson, Samuel Hewson, Lennon, Hlynur Atli Magnússon, Alan Lowing (20), Kristinn Ingi Halldórsson og Halldór Hermann Jónsson.

Page 11: Fram-blaðið 2012

FRAM 11

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu 2011. Aftasta röð frá vinstri: Þuríður Guðnadóttir, liðstjóri, Halldór Hermann Jónsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Davíð Sigurðsson, Daði Guðmundsson og Orri Gunnarsson. Miðröð: Pétur Örn Gunnarsson, sjúkraþjálfari, Jón Sigurðsson, starfsmaður, Tómas Leifs-son, Jón Gunnar Eysteinsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Lee Tillen, Þorvaldur Örlygsson, þjálfari og Jóhann Ingi Jóhannsson, aðstoðarþjálfari. Fremsta röð: Andri Júlíusson, Denis Cartaklija, Almar Ormarsson, Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Sigurður Hrannar Björnsson og Jón Orri Ólafsson. Á myndina vantar: Alan Lowing, Arnar Gunnlaugsson, Hjálmar Þórarinsson, Ívar Björnsson, Jón Guðna Fjóluson, Samuel Hewson og Steven Lennon.

Page 12: Fram-blaðið 2012

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu 2011: Aftari röð frá vinstri: Anna Margrét Þrastardóttir, Sigríður Bjarney Guðnadóttir, Elín Pálmadóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður Katrín Stefánsdóttir, Edda Björk Konráðsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, Kristjana Arnardóttir og Rósa Hauksdóttir. Fremri röð: Áslaug Ólafsdóttir, Birna Kristinsdóttir, Kristrún Emilía Kristjánsdóttir, Eydís Blöndal, Elísabet Sara Emilsdóttir, Sara Lizzy Chontosh og Rósa Hugosdóttir.

12 FRAM

Rósa og Ögmundur valin bestRÓSA Hugosdóttir og Ögmundur Kristinsson voru valin leikmenn árs-ins í meistaraflokki kvenna og karla 2011. Sara Lizzý Chontosh og Orri Gunnarsson voru útnefnd efnilegustu leikmennirnir í lokahófi knattspyrnumanna.

Arnar Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að vera marka-hæðstur og Almarr Ormarsson fékk sérstaka viður-kenningu fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki með meistara-flokki á árinu.

Orri var út-nefndur besti leikmaðurinn í 2. flokki karla og Stefán Birgir Jó-hannesson var valinn efnilegastur, en hann skoraði jafnframt flest mörkin í flokknum.

Page 13: Fram-blaðið 2012

FRAM 13

ENDURNÝJAR ORKU OG 4 STEINEFNISEM TAPAST VIÐ ÁREYNSLU*

NÝR OG ENDURBÆTTUR

Page 14: Fram-blaðið 2012

14 FRAM

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Íslandsmeistara Fram í 3. flokki karla

„Héldum sterkumsóknarliðum niðri”

Íslandsmeistarar Fram, 3. flokkur. Aftari röð frá vinstri: Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari, Gísli Eyjólfsson, Stefán Darri Þórsson, Hlynur Már Heimisson, Ármann Ari Ármannsson, Birkir Smári Guðmundsson, Elías Bóasson (haldið á honum), Arnar Snær Magnússon, Arnar Freyr Dagbjarts-son - fyrir framan hann, með húfu, á vinstri hönd er bróðir hans: Mikael Ársælsson, Sigurbjörn Edvardsson, Kristján Ingi Geirsson, Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari, og Torfi Geir sonur Halldórs. Neðri röð: Kiljan Vincent Paoli, Valtýr Már Hákonarson, Bjarki Magnússon, Guðni Örvarsson, Hjörtur Árni Jóhannsson.

alldór Jóhann sagði að strák-arnir hafi á síðustu árum verið stærri og sterkari en mótherjar þeirra. „Það hafi haft mikið að segja, en nú

eru þeir komnir á þann aldur sem strákar taka út þroska og stækka - og taka hvað mestar framfarir í íþróttinni. Mótherjarnir

Aftureldingu - og héldum þeim undir mað tuttugu mörkum.

Við byrjuðum á að leika gegn KA á Akur-eyri, sem var sterkasta sóknarliðið. Strák-arnir léku þá mjög góðan varnarleik og við fögnuðum sætum sigri, 20:17. Þá fórum við til Selfoss og lögðum heimamenn að velli, 19:16. Við mættum síðan Afureldingu í úr-slitaleik að Hlíðarenda, þar sem strákarnir fögnuðu sigri 22:19, en við vorum alltaf yfir í leiknum - 12:7 í leikhléi. Sterkur varnar-leikur okkar hafði mikið að segja í þessum þremur orrustum,“ sagði Halldór Jóhann.

Allir strákarnir leggja aðaláherslu á hand-knattleik - hafa ekki þurft að skipta tímum á milli handknattleiks og knattspyrnu. „Það er auðvita plús, en ég tel að ungir drengir hafi gott af því að stunda báðar íþróttagrein-arnar. „En þar sem báðar íþróttagreinarnar

„STRÁKARNIR komu sterkir til leiks og sigur þeirra á Íslandsmótinu var stærri fyrir það að flestir leikmennirnir voru á fyrsta ári í þriðja flokki, þannig að þeir voru með yngra lið en mótherjarnir. Strákarnir eru í 1994 árganginum, sem hefur verið mjög sigursælt. Þeir eiga eftir að að ganga í gegnum tímabil, sem verður þeim erfitt þar sem þeir taka út þroskabreyt-ingar. Þá reynir á og spurning hvað margir skila sér upp í meistaraflokk, en takmarkið hjá okkur er að minnst fjórir leikmenn úr hverjum árgangi skili sér upp í meistaraflokk,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Ís-landsmeistaraliðs 3. flokks karla 2011.

eru því að ná sömu stærð og þeir og róður-inn verður alltaf þyngri. Ég gerði mér grein fyrir því að við urðum að styrkja varnar-leik okkar og lagði áherslu á það. Það má svo sannarlega segja að það hafi heppnast vel, því að á leið okkur að Íslandsmeist-aratitlinum lékum við gegn þremur af sterkustu sóknarliðum - KA, Selfossi og

H

Page 15: Fram-blaðið 2012

FRAM 15

kalla á stífar æfingar allan ársins hring geta fimmtán til sautján ára strákar ekki stundað báðar íþróttagreinarnar af fullum krafti, eins og þeir gerðu er þeir voru yngri. Þeir verða þá að velja.“

Þurfum íþróttahús í Úlfarsárdalinn

Halldór Jóhann sagði að það væru að koma upp mjög stórir árgang-ar í Grafarholtshverfinu - bæði hjá strákum og stúlkum. „Höfuð-verkur okkar er aðstöðuleysið - það er nauðsynlegt að þrýsta á Reykjavíkurborg að koma upp sem fyrst íþróttahúsinu á Fram-svæðinu í Úlfarsárdalnum. Við komum til með að dragast aftur úr ef það íþróttahús kemur ekki þangað fljótlega.”

Þegar Halldór Jóhann var spurður um æfingar - hvað strákarnir hans æfðu oft í viku, svaraði hann: „Við æfum fjórum sinnum í íþróttasal, sem er of lítið. Við þurfum að vera með fimm æfingar í sal á viku. Ég hef reynt að vera með klærnar úti þegar ég veit að það eru lausir tímar, til að fá þá til æfinga. Það kostar mikinn elt-ingaleik.

Fimmta æfingin hjá okkur í vikunni er í lyftingasalnum í Safamýrinni, þar sem strákarnir koma saman til að byggja upp og styrkja líkamann. Sumir mæta í salinn og æfa eftir prógrammi, sem er sett upp fyrir þá. Þeir eru duglegir við æfingar - til að auka styrk sinn. Handknattleikurinn hefur þróast út í það að líkamleg-ur styrkur hefur mikið að segja - er orðinn íþrótt sem menn taka hraustlega á með snertingu. Til að vera tilbúinn í þann slag verða leikmenn að styrkja sig meira en áður.

Þrír til fjórir strákar eru alltaf tilbúnir að mæta á æfingar hjá meistaraflokki, þegar vantar leikmenn þar á æfingar, þannig að þeir ná að auka við styrk sinn og þekkingu á íþróttinni - að glíma við sér eldri og reyndari leikmenn.

Ég er mjög ánægður með leikmannahóp minn. Strákarnir hafa metnað og leggja hart að sér til að ná árangri. Ég get ekki annað en verið ánægður, þegar þannig hugsunarháttur er fyrir hendi. Það gerir allt svo miklu auðveldara,“ sagði Halldór Jóhann, sem hefur svo sannarlega í mörg horn að líta, þar sem hann er einn af lykil-mönnum meistaraflokksliðs Fram - og æfir sjálfur fimm til sex sinnum í viku fyrir utan að stjórna æfingum hjá strákunum sínum.

MeistararSTRÁKARNIR í 4. flokki í handknattleik tryggðu sér Reykja-víkurmeistaratitilinn 2011. Efri röð frá vinstri: Magnús Jóns-son, þjálfari, Arnór Daði Aðalsteinsson, Arnar Freyr Arnars-son, Ragnar Þór Kjartansson og Emil Þór Emilsson. Fremri röð: Lúðvík Thorberg Arnkelsson, Andri Þór Sólbergsson, Daníel Þór Guðmundsson og Jóhannes Aron Andrésson.

Þess má geta að Arnar Freyr og Ragnar Þór léku með 16 ára landsliðinu tvo leiki gegn Frökkum í desember. Íslensku strákarnir unnu annan leikinn, 30:29, en töpuðu hinum, 22:25.

Nú klæðum við áleggið okkar í gull...því það á það svo sannarlega skilið

Stefán Darri Þórsson skoraði 6 mörk í úrslitaleiknum gegn Aftureldingu og var útnefndur maður leiksins.

Page 16: Fram-blaðið 2012

16 FRAM

Stelpurnar oÞessar skemmtilegu myndir sýna „stelpurnar okkar“ á öllum aldri mæta til leiks í Laugardalshöllina, þatryggðu sér Eimskipabikarinn 2011, með því að leggja Val að velli í úrslitaleik, 25:22. Stóru stelpurnar leikinn, er leikmenn Fram og Vals voru kynntir fyrir áhorfendum. Hér á myndinni fyrir ofan eru bikarmePavla Nevarilova, 21 Steinunn Björnsdóttir, 19 Annar María Guðmundsdóttir, 18 María Karlsdóttir, 15 Hdóttir, 11 Birna Berg Haraldsdóttir, 10 Karen Knútsdóttir, 9 Stella Sigurðardóttir, 8 Marthe Sördal, 4 GSímonardóttir, 1 Elísabet Malmberg og 13 Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði.

Page 17: Fram-blaðið 2012

FRAM 17

okkarar sem þær fögnuðu bikarmeistaratitlinum, leiddu yngri stúlkurnar inn á völlinn fyrir istararnir fyrrir aftan litlu stúlkurnar - 24

Hildur Þorgeirsdóttir, 14 Sigurbjörg Jóhanns-Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, 16 Íris Björk

Myndir: Jóhann G. Kristinsson.

Page 18: Fram-blaðið 2012

18 FRAM

Einar Jónsson „einvaldur“ stjórnar stúlkunum sínum hér í bikarúrslitaleiknum gegn Val ásamt að-stoðarmanni sínum, Guðríði Guðjónsdóttur, sem lifði sig vel inn í leikin – eins og alltaf áður.

KAREN Knútsdóttir, leikstjórnandi Framliðsins, var valin besti sóknar-leikmaður Íslandsmótsins í handknattleik 2011, N1 deildarinnar. Þá hlaut hún einnig háttvísisverðlaun HSÍ á lokahófi handknattleiksmanna.

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, var valin efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna og Íris Björk Símonardóttir, Fram, var útnefnd besti markvörðurinn.

Karen, Íris Björk og Guðrún Þóra Hálfdánardóttir voru valdar í lið ársins 2011, sem er þannig:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Fram.

Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.

Vinstri hornamaður: Rebekka Rut Skúladóttir, Val.

Vinstri skytta: Hrafnhildur Skúladóttir, Val.

Miðjumaður: Karen Knútsdóttir, Fram.

Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni.

Hægri hornamaður: Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, Fram.

Karen besti sóknarmaðurinn

EINAR Jónsson, handknattleiks-þjálfari, tók þeirri áskorun að verða „Einvaldur“ hjá handknatt-leiksdeild Fram – að þjálfa bæði meistaraflokk kvenna og karla, þannig að hann hefur verið mikið á ferðinni í Safamýrinni og fleiri íþróttahúsum. Gerði Einar sér grein fyrir hvað hann var að fara að glíma við, þegar hann gerðist „ein-valdur“? „Já, ég var búinn að hugsa málið, áður eg ég tók starfið að mér. Þetta er mjög krefjandi starf, en um leið skemmtilegt – og þá sér-staklega þegar vel gengur. Maður er að allan daginn og langt fram á kvöld. Það er mikil vinna í kring-um bæði liðin – það er ekki aðeins æfingarnar, heldur undirbúningur fyrir þær og leiki,„ sagði Einar.

inar sagði að það væri ólíkt að starfa bæði með kvenna og karlalið, en munurinn væri þó ekki eins mikill og hann reiknaði með í byrjun. „Það

er þó áherslumunur á milli liðanna. Ég þarf yfirleitt að kúpla mig inn og út, eftir því hvorn flokkinn ég umgengst hverju sinni. Þegar ég hef stjórnað æfingu hjá stúlk-unum, þarf ég að setja í annan gír þegar ég fer að stjórna æfingum hjá strákunum – hreinsa hugann, því maður getur ekki tekið ýmis mál frá öðrum flokknum með sér yfir á hinn.

Ef leikur tapast geta menn orðið svekktir og pirraðir – og ég þarf að taka á þeim málum. Ég get ekki látið þann pirring bitna á hinum flokknum. Þess vegna er það afar mikilvægt að geta kúplað sig út úr hlut-unum strax. Klárað verkefnið öðrum megin áður en maður fer yfir á hinn staðinn. Þegar maður er búinn að gera það, þá fer maður að hugsa um hlutina sem eiga við hverju

sinni – hjá þeim flokki sem ég er að vinna með,„ sagði Einar, sem er þá í hlutverki mannsins sem verður að setja upp grímu sem við á hverju sinni í hita leiksins.

„Já, þannig er það – svo einfalt er það. Ég verð að vera með tvær, þrjár, fjórar eða

fimm grímur í farteskinu. Ég get ekki verið með sama svipinn á mörgum stöðum.„

Hvernig er hefðbundinn dagur „ein-valdsins“ – þegar mikið er að gera?

„Þegar mest gengur á, byrja ég daginn á að skoða videoupptökur frá leikjum lið-

E

Page 19: Fram-blaðið 2012

FRAM 19

afsláttur til FRAMara. Sláðu inn afsláttarkóðann FRAM12

15afsláttur til

31. mars

Hannaðu persónuleg dagatöl, spil, kort eða myndabækur á oddi.is

anna og síðan að klippa myndböndin til, þannig að þau komi að gagni þegar leikur og leikkerfi – bæði í vörn og sókn eru skipu-lögð. Þessi videovinna getur tekið þrjár til fjórar klukkustundir.

Síðan þarf maður að undirbúa næstu æfingu og skipuleggja málin fyrir næstu leiki. Ég mæti svo í Safamýrina til að stjórna æfingunum. Vinnudagurinn er þetta níu til tíu tímar þegar mest lætur. Það má segja að það sé nokkuð langur vinnudagur.„

Einar sagði að hann hafi séð um að raða niður æfingaplaninu fyrir keppnistímabil-ið og séð um að haga hlutunum þannig, að hann stjórni æfingunum í einni samfellu, heldur en að koma og fara úr Safamýrinni í tíma og ótíma.

„Æfingarnar hjá liðunum eru alltaf í kjölfarið á hvor annari. Æfingar hefjast yfir-leitt klukkan sex, þannig að ég er kominn hingað í Safamýrina á milli klukkan fimm og sex. Fyrri æfingatörnin stendur yfir á

milli sex til hálf átta, og síðan tekur hinn flokkurinn við og æfir til klukkan níu. Ég yfirgef Safamýrina á milli níu og tíu. Allt kvöldið fer því í æfingar.

Frítímar mínir eru ekki margir í vikunni. Ég reyni að hafa sunnudagana fría, þannig að ég þurfi ekki að hugsa um handknatt-leikinn.„

Það má því segja að Einar reyni af fremsta megni að hvílast á sunnudegi, eða eins og í biblíunni stendur – að menn eigi að halda hvíldardaginn heilagan.

Einar segir að öðru leyti sé engin frítími frá handknattleiknum. Það má þó ekki gleyma því að ég er með frábært fólk með mér. Þetta dæmi myndi ekki ganga upp ef ég ætlaði mér að vera einn að baxa í hlut-unum. Guðríður Guðjónsdóttir og Magnús Jónsson hafa veitt mér geysilegan stuðning – ég veit ekki hvar ég stæði án þeirra. Þau stjórna æfingum þegar svo ber undir – þegar leikir og æfingar rekast á, er erfitt að

Einar Jónsson er með margar grímur í farteskinu.„Ég get ekki verið með sama svipinn á mörgum stöðum“

„Einvaldurinn“

Page 20: Fram-blaðið 2012

vera á tveimur stöðum í einu, þó að viljinn til þess sé fyrir hendi. „Klónun er ekki enn komin inn í starfið,„ sagði Einar og brosti.

Ertu eitthvað með fingurna í þjálfun yngri flokka?Nei, ég tel að tveir meistaraflokkar séu nóg. Ég fylgist þó með yngri flokkunum í leik og starfi, en skipti mér ekkert af því sem þjálf-arar eru að gera með sín lið. Ég tel yngri-flokkaþjálfara Fram fullfæra um að vinna sitt verkefni af miklum sóma, eins og þeir gera.

Alltaf jafn gaman að fagna sigri!Stúlkurnar urðu bikarmeistarar 2011 – annað árið í röð undir stjórn Einars, er þær lögðu Valsstúlkurnar sannfærandi í úrslita-leik í Laugardalshöllinni, 25:22. Einar sagði að það væri alltaf jafn gaman að fagna sigri og þá sérstaklega eftir spennandi bikarúr-slitaleiki, þar sem stemningin er ólýsanleg. „Það er frábær upplifun að fara með lið sitt í Laugardalshöllina. Því miður náum við ekki að verja bikarinn 2012 – máttum þola tap fyrir Val í átta liða úrslitum.

Undanfarin tvo ár höfum við náð okkar bestu leikjum í bikarúrslitum og í bæði skiptin náð að leggja Valsstúlkur að velli.„

Nýtt lið í uppbyggingu

Einar sagði að það hafi verið ljóst fyrir keppnistímabilið 2011–2012 að þó nokkrar breytingar yrðu á kvennaliði Fram og hans verkefni hafi verið að byggja upp enn eina liðsheildina. „Við misstum fjóra lykilmenn – leikstjórnandi okkar Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir fóru til Þýskalands, markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir tók sér hvíld þar sem hún var ólétt og Pavla Nevarilova hélt til heimahaga í Tékklandi, en hún hafði leikið stórt hlutverk hjá okkur undanfarin ár. Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur. Einnig urðum við fyrir geysilegri blóðtöku þegar Birna Berg Haraldsdóttir meiddist – krossbönd í hné slitnuðu í leik gegn Val, þannig að hún verður lengi frá.

Það urðu því yngri og óreyndari leik-menn að taka við kyndlinum og halda uppi merkinu. Við höfum verið hægt og rólega að byggja liðið upp og liðið hefur sýnt mikl-ar framfarir. Ég vona að liðið nái að toppa í úrslitakeppninni núna í vetur – það er það gott skrið á liðinu, að það er allt mögulegt.

Við fengum nokkra leikmenn til að fylla upp í þau skörð sem þær fjórar stúlkur

sem við ræddum um áðan, skildu eftir sig. Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður, kom til okkar frá Stjörnunni. Hún hefur fallið vel inn í hópinn hjá okkur. Þá fengum við Sunnu Jónsdóttir frá Fylki, sem er skytta og góður varnarmaður – stórefnileg. Þá komu markverðirnir Guðrún Ósk Maríasdóttir frá Fylki og Karen Ösp Guðbjartsdóttir frá ÍR.

„Skemmtilegur hópur“

Einar sagði að karlaflokkurinn væri skemmtilegur hópur leikmanna, sem gam-an væri að vinna með. Það urðu þó nokkrar breytigar á hópnum fyrir yfirstandandi keppnistímabil. „Við misstum leikmenn eins og Magnús Stefánsson, Andra Berg Haraldsson og Harald Þorvarðarson, sem skildu eftir sig stór skörð.

En við fengum mjög góða leikmenn, eins og Sigurð Eggertsson frá Val, Ægi Hrafn Jónsson frá Gróttu, Ingimund Ingimundar-son frá AaB í Álaborg, Sebastian Alexand-

StyrkurÞAÐ var mikill styrkur fyrir karlalið Fram í handknattleik er Ingimundur Ingimundar-son gekk til liðs við liðið fyrir keppnistíma-bilið 2011-2012. Ingimundur hóf að leika með ÍR 16 ára - 1996 til 2005. Hann lék með Winterthur í Sviss 2005-2006 og síðan í hálft ár með Ajax í Danmörku. Ingimundur gekk til liðs við Elverum í Noregi í ársbyrjun 2007 og lék þar í hálft annað ár og var liðsmaður GWD Minden í tvö ár, 2008-2010. Þá gekk hann til liðs við danska liðið AaB í Álaborg og lék með því þar til hann gekk til liðs við Fram sl. sumar.

Ingimundur hefur verið fastamaður í landsliðinu frá 2008.

Karen og Hildur til ÞýskalandsFRAM sá á eftir tveimur af bestu leikmönn-um sínum í kvennaliðinu í handknattleik til Þýskalands. Það voru þær Karen Knúts-dóttir og Hildur Þorgeirsdóttir, sem gengu til liðs við HSG Blomberg-Lippe, sem er frá Blomberg í Norður-Þýskalandi, fyrir sunnan Bremen og suð-vestur af Hannover.

Ingimundur Ingimundarson.

Hildur

Þorgeirs-

dóttir.

20 FRAM

Page 21: Fram-blaðið 2012

FRAM 21

FRAMARAR áttu fimm stúlkur sem léku með landsliðinu í heimsmeistarakeppni kvenna í Brasilíu 3.-18. desember. Íslands var í fyrsta skipti með á HM. Stúlkurnar voru Stella Sigurðardóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir - og þær Karen Knútsdóttir, leikmaður með HSG Blomberg-Lippe, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem leikur með Team Tvis Holstebro.

Íslenska liðið lék í riðli með Svartfjalla-landi, Angóla, Noregi, Þýskalandi og Kína og fögnuðu stúlkurnar sigri í fyrsta leik sínum á HM - gegn Svartfjallalandi, 22:21. Síðan lögðu þær Þjóðverja, 26:20, og Kín-

verja, 23:16, að velli, en töpuðu fyrir Noregi, 14:27, og Angóla, 24:28.

Karen átti stórleik gegn Þjóðverjum og skoraði 9 mörk.

Íslenska liðið mætti síðan Rússlandi í 16-liða úrslitum og máttu þola stórt tap, 19:30, eftir að hafa veitt Rússum harða keppni lengi vel.

Karen skoraði flest mörk íslenska liðs-ins, 28 úr 44 skotum, sem var 64% skotnýt-ing. Hún varð í 26. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins.

Stella skoraði næst flest mörk fyrir ís-lenska liðið, eða 22 úr 51 skoti, sem var 43% skotnýting.

Fimm Framarar á HM í Brasilíu

Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Framliðsins, lyftir hér bikarnum á loft og Hildur Þorgeirsdóttir, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Anna María Guðmundsdóttir og Íris Björk Símonardóttir fagna fyrir aftan hana.

Karen Knútsdóttir.

Page 22: Fram-blaðið 2012

22 FRAM

ersson, markvörð, frá Selfossi og síðan kom til okkar um áramótin Jón Arnar Jónsson frá Stjörnunni.

Við erum með góða breidd og góða stráka, sem eru tilbúnir að leggja hart að sér. Við byrjuðum vel, en síðan lentum við illa í meiðslum leikmanna, þannig að ég náði varla í tvö lið á æfingum – og varð að kalla til stráka í þriðja flokki til að aðstoða okkur. Þetta var erfitt hjá okkur um tíma og við náðum ekki að halda góðri byrjun. Það vill oft verða þannig þegar miklar breytingar verða vegna meiðsla, þá dettur taktur úr liðinu.

Ég hef trú á því að við komum til baka. Hléið sem varð á Íslandsmótinu vegna Evrópukeppni landsliða í Serbíu hefur gert okkur gott – við höfum náð að sleikja sárin og ég hef trú á því að við komum öflugir til leiks á lokasprettinum. Hópurinn er góður og hefur alla burði til að gera virkilega góða hluti.„

Einar sagði að hann sé mjög ánægður með sín lið, sem eru skipuð leikmönnum sem hafa mikinn metnað.

Meistaraflokkur karla í handknattleik 2011–2012. Aftasta röð frá vinstri: Garðar B. Sigurjónsson, Ármann Ari Árnason, Róbert Aron Hostert, Einar Rafn Eiðsson og Matthías Daðason. Miðröð: Hilmar Arnarsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Ingimundur Ingimundarson, Jóhann Gunnar Einarsson, Ægir Hrafn Jónsson, Jóhann K. Reynisson, Einar Jónsson, þjálfari og Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar. Fremsta röð: Stefán Darri Þórsson, Sigurður Eggertsson, Magnús Gunnar Erlendsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Sebastían Alexandersson, Stefán Baldvin Stefánsson og Sigfús Páll Sigfússon.

Page 23: Fram-blaðið 2012

FRAM 23

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik 2011–2012. Aftasta röð frá vinstri: Elva Þóra Arnardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Karólína Vilborg Torfa-dóttir, Steinunn Björnsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Marthe Sördal og Sunna Jónsdóttir. Miðröð: Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar, Guð-ríður Guðjónsdóttir, þjálfari, Hekla Ámundadóttir, Anna María Guðmundsdóttir, Hafdís Shizuka, Elísabet Gunnarsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Díana Ágústsdóttir og Einar Jónsson, þjálfari. Fremsta röð: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Karen Ösp Guðbjartsdóttir , Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigur-björg Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.

Page 24: Fram-blaðið 2012

Í stuðiÞessar skemmtilegu myndir voru teknar af stuðningsmönnum kvennaliðs Fram í bikarúrslitaleik gegn Val í Laugardalshöll-inni. Stúlkurnar á myndunum voru í stuði og létu mála sig fyrir leikinn. Stuðningur þeirra bar árangur – Framstúlkurnar urðu bikarmeistarar með því að leggja Val að velli, 25:22.

FJÖLMARGIR ungir handknattleiksmenn úr Fram tóku á móti viðurkenningum á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar 2011. Iðkendur í Safamýri og Grafarholti voru verðlaunaðir.6. flokkur kvenna, yngra ár:Framfarir: Lena Margrét Valdimarsdóttir.Ástundun: Lísbet Sigurlaug Björnsdóttir.6. flokkur karla, yngra ár:Framfarir: Viktor Andri Henriksen og Jökull

Jónsson.Ástundun: Már Ægisson og Jón Orri Arons-

son.6. flokkur kvenna, eldra ár:Framfarir: Sigurbjörg Snorradóttir.Ástundun: Ólafía Erlendsdóttir.6. flokkur karla, eldra ár:Framarir: Arnór Uni Þráinsson og Árni Þor-

valdsson.Ástundun: Atli Rúnar Sigurðsson og Aron

Örn Heimisson.5. flokkur kvenna, yngra ár:Framfarir: Elínrós Birta Jónsdóttir og Mari-

am Eradze.Ástundun: Hjördís Þóra Birgisdóttir og

Anna María Reynisdóttir.5. flokkur karla, yngra ár:Framfarir: Magnús Hafþórsson og Birkir

Arnarsson.

Þau fengu viðurkenningar

24 FRAM

Ástundun: Dagur Snær Sigurðsson.5 flokkur kvenna, eldra ár:Framfarir: Laufey Eva Stefánsdóttir og

Anna María Reynisdóttir.Ástundun: Rósa Karen Ólafsdóttir og Hafdís

Lilja Torfadóttir.5. flokkur karla, eldra ár:Framfarir: Emil Þór Emilsson og Jóhannes

Andrésson.Ástundun: Arnar Njarðarson og Hlynur

Daði Birgisson.4. flokkur kvenna:Framfarir: Þórhildur María Bjarnadóttir.Ástundun: Guðrún Jenný Sigurðardóttir.4. flokkur karla:Framfarir: Elías Guðmundsson.Leikmaður ársins: Sigurður Þorsteinsson.3. flokkur kvenna:Framfarir: Íris Kristín Smith.Leikmaður ársins: Elva Þóra Arnardóttir. 3. flokkur karla:Framfarir: Ármann Árnason.Leikmaður ársins: Stefán Darri Þórsson.2. flokkur karla:Efnilegasti leikmaðurinn: Guðmundur

Birgir Ægisson.Leikmaður ársins: Róbert Aron Hostert.

Page 25: Fram-blaðið 2012

FRAM 25

Við gerum meira fyrir þig

Page 26: Fram-blaðið 2012

26 FRAM

„STRÁKARNIR komu vel fyrir og voru Fram til mikils sóma á í Noregi og stóðu sig vel,“ sagði Aðalsteinn Aðal-steinsson, þjálfari 4. flokks í knatt-spyrnu, sem tók þátt í fjölmennu knattspyrnumóti í Ósló sl. sumar. „Ferð okkar stóð yfir í tíu daga og var sannkölluð ævintýraferð fyrir strákana, sem komu úr Safamýrinni og Grafarholti, en strákarnir þaðan voru fyrstu knattspyrnudrengirnir úr Grafarholtinu til að fara út fyrir land-steinana í keppnisferð á vegum Fram.

Aðalsteinn sagði að ákveðið hafi verið um haustið 2010 að fara með 4. flokk á Norway Cup í Ósló, en það eru strákar sem eru fæddir 1997 og 1998. „það var strax mikill áhugi fyrir ferð-inni og þar sem leyfilegt var að hafa

fjóra eldri leikmenn á leikskýrslu og tvo inná í leik, bauð ég fjórum strák-um á yngra ári í þriðja flokki að koma með. Ég gerði það til að styrkja sam-bandið á milli drengjanna, sem áttu síðan eftir að leika saman. Tuttugu og fjórir strákar tóku þátt í ferðinni. Fararstjórar voru Börkur Edvards og Sólberg Svanur Bjarnason, sem unnu frábært starf og settu svo sannarlega skemmtilegan svip á ferðina.“

Norway Cup er geysilega fjölmennt mót, en alls tóku tólfhundruð lið þátt í því og komu þau frá öllum heimsálfum, en alls voru komnir saman á svæðinu 18.000 leikmenn, auk þjálfara, dómara, starfsmanna og fararstjóra.

Kokkar og þjónustufólk höfðu því

Strákarnir í 4. flokki í knattspyrnu voru til fyrirmyndar á Norway Cup

„Kássufundir”haldnir í Ósló

Myndir:Sólberg Svanur Bjarnason

Hér eru strákarnir í miðbæ Óslóar á leið í Tívolí: Egill H. Guðjónsson, Hreinn Kristinsson, Arnór Siggeirsson, Bjarki Sigurðarsson, Aron Örn Heimisson, Arnór Daði Aðalsteinsson, Heiðar Stefánsson, Aron F. Kristjánsson, Ágúst Helgi Jónsson, Edvard Barkarson, Kristófer Daðason, Hrannar Þórarinsson, Alex Freyr Elísson, Magnús Axelsson, Axel Finnbjörnsson, Jóhannes Andrésson, Lúðvík Arnkelsson, Jóhann Salinas, Daníel I. Lárusson, Ragnar Þór Kjartansson, Andri Sólbergsson og Sæmundur Schepsky.

Aron Örn Heimisson fagnar sigri (1:0) gegn Barkåker IF, eftir að Arnór Sigurgeirsson hafði skorað glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu - stöngin’inn!

Page 27: Fram-blaðið 2012

Norway CupEldra liðið, 14 ára:97 árgangurinn lék í riðli með þremur norskum liðum og var sigurvegari í sínum riðli. Úrslit í leikjunum urðu:

Fram - Åsane. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1:0 Fram - Gjelleråsen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4:2Fram - Nordre Land . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7:0 * Framliðið tapaði fyrir úrvalsliði frá Tælandi í

32-liða úrslitum, 2:0.

Yngra liðið, 13 ára:98 árgangurinn var einnig sigurvegari í sínum riðli - lék með þremur norskum liðum. Úrslit urðu:

Fram - Barkåker IF . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1:0 Fram - Jevnaker . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2:0 Fram - Lørenskog . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0:2* Framliðið tapaði fyrir Molde í 32-liða úrslit-

um í æsispennandi og vel leiknum leik, 1:0.

Lögðu Djurgården Strákarnir léku auk þess fjóra æfingaleiki og

unnu þá alla. “Þeir sýndu stórkostlegan leik er þeir lögðu sænska liðið Djurgården að velli, 4:0. Léku mjög vel og fengu hrós frá þjálfara sænska liðsins. Við vorum afar stoltir af strákunum í þessum leik,” sagði Aðalsteinn.

Þá vannst sigur á norsku liðinum Molde 3:0, á Sunndal 2:0 og VARD 3:1.

.

Vilhjálmur fékk gull í SvíþjóðVILHJÁLMUR Guðmundsson, taekwondokappi úr Fram, tryggði sér gullverðlaun á sterku móti í Svíþjóð í byrjun febrúar 2011. Mótið var í evr-ópsku mótaröðinni og keppti Vilhjálmur í -68 kg flokki.

Yfir þúsund keppendur frá 45 löndum mættu til leiks og hafði Vilhjálmur mikla yfirburði í sín-um flokki. Vann úrslitarimmuna örugglega 17-4.

mikið að gera að elda ofan í hópinn, en boðið var upp á morgunverð, hádegismat og kvöldmat. Allur heitur matur var kjötkássur - úr kjúklingum, nautakjöti, svínakjöti og kindakjöti. Og ekki skorti matinn - það var nóg að borða fyrir strákana, sem byrjuðu fljótlega að kalla daglega fundi okkar - kássufundi!“ sagði Aðalsteinn.

Mótið fór fram á Ekebergsléttunni við Óslóarfjörð og var aðstaðan þar frábær að sögn Aðalsteins og ekki skemmdi veður fyrir, en hitinn var nær 28 gráður alla daga.

Hópurinn gisti í skóla sem var ekki langt frá mótssvæðinu. Það tók ekki

nema fimm mínútur að fara með lest til og frá mótsstað.

Fyrir utan að leika knattspyrnu fóru strákarnir í bæjarrölt um Ósló, í Tívolí, synt var í sjónum og farið í sundlaugar og skoðuðu ýmislegt markvert.

„Ferðin heppnaðist vel og var strák-unum lærdómsrík. Þeir öðluðust reynslu að leika við framandi aðstæð-ur og kynntust því að standa saman í leik og starfi innan sem utan vallar. Þá upplifðu þeir skemmtilegar stundir og kynntust betur, þannig að þeir eiga auðveldara með að standa saman í framtíðinni,“ sagði Aðalsteinn.

14 ára liðið í Ósló - efri röð frá visntri: Ágúst H. Jónsson, Ragnar Þór Kjartansson, Arnór Daði Aðalsteinsson, fyrirliði, Daníel Lárusson , Lúðvík Arnkelsson, Aron Freyr Kristjánsson, Jóhannes Andrésson , Axel Finnbjörnsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson, þjálfari. Neðri röð: Jóhann Salinas, Bjarki Sigurðarsson, Edvard Barkarsson, Heiðar Stefánsson, Magnús Axelsson, Andri Sólbergsson og Alex Elísson.

13 ára liðið í Ósló - aftari röð frá vinstri: Aðalsteinn Aðalsteinsson, þjálfari, Hreinn Kristinsson, Ágúst H. Jónsson, Egill H. Guðjónsson, Kristófer Daðason, Aron Örn Heimisson og Börkur Edvards, liðsstjóri. Fremri röð: Hrannar Þórarinsson, Sæmundur Schepsky, Heiðar Stefánsson, Evard Barkar-son, fyrirliði, Arnór Siggeirsson og Magnús Axelsson.

FRAM 27

Vilhjálmur Guðmundsson.

Page 28: Fram-blaðið 2012

28 FRAM

Birna Berg Haraldsdóttir var útnefndur maður leiksins - skoraði 9 mörk. Aðrar sem skoruðu voru Díana 6, Elva Þóra 4, Karólína Vilborg 3, Hafdís Shizuka 3, Íris Kristín 3, Jóhanna Björk 1 og Kristín 1. Hildur Gunn-arsdóttir lék vel í markinu og varði 20 skot.

Framliðið hafði lagt Gróttu 2, 27:20, að velli á leið sinni að úrslitaleiknum og síðan Gróttu, 29:23, og Stjörnuna, 29:26. „Gróttu-liðið var sterkasta liðið sem við lékum gegn, en sigur okkar var þó sannfærandi,” sagði Sigurgeir.

Birna Berg er nú þegar orðin landsliðs-kona þó að hún leiki enn í 3. flokki - lék

leikmaður eins og Birna Berg er í hópnum?„Það var það til að byrja með, en þá

treystu yngri stúlkurnar of mikið á að Birna Berg gerði hlutina, þar sem hún var eldri og byrjuð að leika með meistaraflokki. Síðan breyttist það er stúlkurnar voru byrjaðar að leika meira saman. Þá fóru þær að láta knöttinn ganga og tóku miklum fram-förum. Birna Berg var ákveðin og dró alltaf

Sigurgeir Jónsson, þjálfari bikarmeistara 3. flokks kvenna 2011

„Stúlkurnar búa yfirmiklum sjálfsaga”

Framtíðin björtÞAÐ má með sanni sagja að framtíðin sé björt í handknattleik kvenna hjá Fram. Ellefu stúlkur hjá Fram voru valdar til æfinga með U20 og U18 landsliðum kvenna á milli jóla og nýárs 2011.

Birna Berg Haraldsdóttir og Karen Ösp Guðbjartsdóttir æfðu með U20 liðinu, en níu stúlkur æfðu með U18 liðinu: Hildur Gunnarsdóttir, Díana Ágústsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Hafdís Shizuka Iura, Hekla Rún Ámundadóttir, Íris Kristín Smith, Karólína Vilborg Torfadóttir, Kristín Helgadóttir og Rebekka Friðriksdóttir.

„ÞÓ að flestar stúlkurnar í liðinu hafi verið á yngsta árinu, á sautjánda aldursári, stóðu þær sig frábærlega og sýndu mikla yfirburði í úrslita-leiknum og lögðu Fylki sannfærandi að velli 30:21, eftir að hafa náð tíu marka forskoti (22:11) í upphafi seinni hálfleiksins í úrslitaleiknum,” sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari 3. flokks kvenna, sem varð bikarmeistari með því að leggja Fylki að velli í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 30:21.

Bikarmeistarar 3. flokks kvenna 2011. Aftasta röð frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, þjálfari, Ástgeir Sigmarsson aðstoðarþjálfari, Elva Þóra Arnardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Karólína Vilborg Torfadóttir, Auður Eir Sigurðardóttir, Díana Kristín Sigmarsdóttir, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, Jóhanna Björk Viktorsdóttir, Guðmundur Þór Jónsson, liðstjóri og Einar Jónsson aðstoðarþjálfari. Miðröð: Heba Líf Ásbjörnsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Íris Kristín Smith, Helga Hannesdóttir, Guðrún Jenný Sigurðardóttir, Guðrún Día Hjaltested og Eva Ásdís Ögmundsdóttir. Fremsta röð: Tinna Líf Jörgens-dóttir, Kristín Helgadóttir, Hafdís Shizuka Iura, Hildur Gunnarsdóttir, Díana Ágústsdóttir, Karen Guðjónsdóttir og Rebekka Friðriksdóttir.

með landsliðinu á HM í Brasilíu. Er ekki erfitt að stýra liði í leik, þegar yfirburða-

Page 29: Fram-blaðið 2012

FRAM 29

marga varnarmenn að sér, þannig að glufur opnuðust fyrir aðra leikmenn, sem nýttu sér það.“

Sigurgeir sagði að það hafi komið Fram-liðinu í koll stuttu síðar, hvað sigur þeirra á Fylki hafi verið öruggur. „Við mættum Fylki í átta liða úrslitum á Íslandsmótinu og stúlkurnar mættu of sigurvissar til leiks, þannig að þær náðu sér ekki á strik og máttu þola tap í framlengdum leik.”

Framliðið í 3. flokki er sterkt og sagði Sigurgeir að liðið hafi styrkst mikið þegar nær allt Víkingsliðið gekk til liðs við Fram, eftir að Víkingar drógu liðið úr keppni. „Þá sameinuðust tveir öflugir hópar og úr varð eitt öflugt lið, með mjög góða leikmenn í öllum stöðum.

Stúlkurnar búa yfir miklum sjálfsaga og æfa aukalega með þeim fimm æfingum sem þær koma allar saman í viku. Þær ætla sér stóra hluti í framtíðinni og leggja allt í sölurnar til að ná árangri í íþrótt sinni.

Nokkrar stúlknanna æfa einnig með meistaraflokki og þeirra tími mun koma. Fram er einnig með mjög góðan fjórða flokk, þannig að framtíðin er björt hjá Fram. Ég sé ekki annað en eðlileg endur-nýjun verði hjá meistaraflokki næstu árin. Þó svo að Fram missi leikmenn til útlanda mun maður koma í manns stað,” sagði Sigurgeir.

Kátar í EyjumHÉR á myndinni eru stúlkur úr 6. flokki kvenna úr Grafarholti kátar og hressar í Vestmannaeyjum, þar sem þær tóku þátt í keppni á Íslandsmótinu í maí 2011. Þær eru frá vinstri: Aþena Vilbergsdóttir, Sólveig Svala Hannesdóttir, Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Svala Júlía Gunnarsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Ragnheið-ur Ingvarsdóttir, Ingunn Lilja Bergsdóttir og Esther Ruth Aðalsteinsdóttir.

Page 30: Fram-blaðið 2012

30 FRAM

Viðburðardagskrá

Fram 2012

Anný Ástvaldsdóttir

Fædd í Reykjavík 15. mars 1932. Dáin 14. október 2011.

Anný hóf að keppa með meistara-flokki kvenna 13 ára og var hún ein af burðarásum hins sigursæla kvennaliðs Fram á árunum 1948 til 1954, sem skilaði Fram mörgum Ís-lands- og Reykjavíkurmeistaratitlum. Framkonur þóttu með afbrigðum skotfastar og harðar í horn að taka í vörninni á þessum árum.

Eftir að Anný hætti keppni lét hún félagsstörf fyrir Fram til sín taka og varð fyrsti formaður Fram-kvenna 1977.

Fram sýndi Anný margvíslegan sóma fyrir vel unnin störf og var hún gerð að heiðursfélaga á 95 ára afmæli félagsins árið 2003.

Steinn Guðmundsson

Fæddur í Reykjavík 13. nóvember 1932.

Dáinn 28. desember 2011.

Steinn lagði Knattspyrnufélaginu Fram mikið starf af mörkum, innan leikvallar sem utan. Hann var yngstur þriggja bræðra sem léku knattspyrnu með Fram, hinir voru Karl og Guð-mundur Valur, sem hófu allir ungir að leika knattspyrnu með Fram og léku með öllum aldursflokkum félagsins. Eftir að þeir lögðu keppnisskóna á hilluna gerðust þeir allir þjálfarar og

Guðmundur Valur og Steinn urðu virkir dómarar.

Steinn vann margvísleg félagsstörf í þágu Fram. Hann átti sæti í aðalstjórn félagsins og var formaður 1976-1978. Steinn var fyrsti formaður skíða-deildar Fram 1972-1973. Fyrir mikil störf í þágu Fram var Steinn gerður að heiðursfélaga félagsins 2003.

Steinn fylgdist ávallt með sínu gamla félagi og sýndi ræktarsemi sína og góðan hug til félagsins með ýmsu móti - átti persónulega vináttu margra Framara. Hann leit við í getraunakaffi í Safamýrina á laugardagsmorgnum og lét sig ekki vanta á heimaleiki Fram á Laugardalsvellinum.

Synir Steins, Guðmundur og Þor-valdur, fetuðu í fótspor föðurs síns og léku knattspyrnu með Fram.

Framarar kvöddu þrjá trygga félagsmenn á árinu 2011

Anný Ástvaldsdóttir.

Febrúar• Framblaðið kemur út.

Mars* Aðalfundur Fram.

Apríl• 19. apríl: Sumardagurinn fyrsti.

Sumarhátíð og afmælishlaup Fram í Grafarholti.

• 27. apríl: Árgangamót Fram í knattspyrnu í Safamýrinni - innanhússknattspyrna.

Maí• 1. maí: Afmælishátíð Fram í

Safamýri.• Uppskeruhátíð

handknattleiksdeildar.

Júlí• 20. júlí. Golfmót Fram.

Ágúst• Getraunakaffi og leikir hefjast.

September• Framdagurinn.• Uppskeruhátíð

knattspyrnudeildar.

Nóvember• 9. nóvember: Herrakvöld Fram.• 10. nóvember: Kvennakvöld

Fram.

Desember• Jólamatur Fram í Safamýrinni.• 30. desember: Íþróttamaður

ársins hjá Fram kjörinn í fimmta skipti í hátíðarsal Fram í Safamýri.

Íþrótamenn ársins:2008: Björgvin Páll Gústafsson.2009: Stella Sigurðardóttir.2010: Karen Knútsdóttir.2011: Ögmundur Kristinsson.

Page 31: Fram-blaðið 2012

FRAM 31

Carl Andreas Bergmann Fæddur í Reykjavík 16. nóvember 1926. Dáinn 2. apríl 2011.

Carl byrjaði ungur að leika knattspyrnu með Fram og jafn-framt átti hann sæti í aðalstjórn Fram um árabil. Carl var út-sjónarsamur leikmaður. Lék í stöðu útherja og var marksæk-inn - skoraði t.d. sex mörk í fimm leikjum á Íslandsmótinu 1954.

Carl, sem var fyrirliði Framliðsins um tíma, lék einnig með úrvalsliðum. Þegar hann lagði knattspyrnuskóna á hill-una upp úr 1960 gerðist hann knattspyrnudómari og dæmdi fjölmarga leiki og þá var hann línuvörður á landsleik, en svo skemmtilega vill til að hann og Steinn Guðmundsson voru línuverðir á leik Íslands og Bermuda á Laugardalsvellinum 1964, 4:3. Voru aðstoðarmenn Svíans Johan Einar Boström, sem dæmdi leikinn.

Carl, sem var úrsmiður, rak verslun og verkstæði að Skólavörðustíg 5 frá 1963 og var þar til húsa til 1990 er hann flutti verslunina að Laugaveg 55. Framarar komu oft við hjá honum til að ræða málin og má segja að hann hafi rekið útibú frá félagsheimili Fram í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Fram var stofnað.

Sigmundur Ó. Steinarsson.

Framliðið í knattspyrnu 1958 - á 50 ára afmælisfagnaði félagsins í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, nú Nasa. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Óskarsson, Birgir Lúðvíksson, Guðjón Jónsson, Ragnar Jóhannesson, Haraldur Steinþórsson, formaður Fram, Björgvin Árnason, Rúnar Guðmannsson, Skúli Nielsen, Hinrik Lárusson, Halldór Lúðvíksson og Dagbjartur Grímsson. Fremri röð: Grétar Sigurðsson, Gunnar Leósson, Baldur Scheving, Geir Kristjánsson, Lúðvík Thorberg Þorgeirsson, sem var gerður að heiðursfélaga Fram í afmælisfagnaðinum, Reynir Karlsson, Steinn Guðmundsson, Carl A. Bergmann og Guðmundur Valur Guðmundsson.

100 ára saga Íslands-mótsins í knattspyrnuTvö bindi, samtals 896 síður. Glæsilegar bækur sem hafa að geyma eftirminnilega sögu, mikinn fróðleik, fjölmargar myndir og upplýsingar, sem hafa ekki komið fram áður.

Bækurnar, hvor um sig, fengu 5 stjörnu dóma hjá Morgunblaðinu, samtals 10 stjörnur!

• Framara geta tryggt sér bækurnar á góðum kjörum - kr. 13.600.

• Þeir sem vilja eignast bækurnar, geta haft samband í tölvupósti og fengið nánari upplýsingar:

[email protected]

Page 32: Fram-blaðið 2012

Betri þjónustaí VörðunniVarðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans.

Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin,

persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S •

jl.is •

SÍA