37
Lokaverkefni til BS-prófs Í Viðskiptafræði Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún Johnsen, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2015

Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Lokaverkefni til BS-prófs

Í Viðskiptafræði

Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi

Davíð Atli Steinarsson

Leiðbeinandi: Guðrún Johnsen, lektor

Viðskiptafræðideild

Júní 2015

Page 2: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi

Davíð Atli Steinarsson

Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Guðrún Johnsen

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2015

Page 3: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

2

Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi

Ritgerð þessi er 6 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2015 Davíð Atli Steinarsson

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Svansprent

Kópavogur, 2015

Page 4: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

3

Formáli

Þessi ritgerð er lokaverkefni í BS námi í Viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem

áhersla er lögð á fjármál. Vægi ritgerðarinnar eru 6 ECTS einingar. Leiðbeinandi

ritgerðarinnar er Guðrún Johnsen. Guðrúnu vil ég færa sérstakar þakkir fyrir leiðbeinandi

tilmæli og góðar ábendingar við gerð þessarar ritgerðar.

Einnig vil ég þakka Karólínu M. Vilhjálmsdóttur og Sonju Hrund Steinarsdóttur fyrir

yfirlestur á verkefninu, lærdómshópnum á „heimavellinum“ á þriðju hæðinni í Odda og

Friðriki Árna Friðrikssyni fyrir góða hjálp. Síðast en alls ekki síst vil ég þakka fjölskyldu og

vinum fyrir alla hjálpina á meðan á vinnu þessa verkefnis stóð.

Page 5: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

4

Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um innleiðingu á lausafjár- og

fjármögnunarreglum Seðlabanka Íslands í bankakerfinu á Íslandi sem taka mið af

tilmælum Basel-nefndarinnar. Áhættuþættir í bankarekstri eru eins mismunandi og þeir

eru margir og er markmiðið með setningu reglnanna að reyna að draga úr lausafjár- og

fjármögnunaráhættu. Seðlabankinn gerir ríkar kröfur til fjármálafyrirtækja í landinu um

laust fé og krefst þess að fyrirtækin uppfylli lágmarksviðmið á öllum tímum. Lausafjár- og

fjármögnunarreglur hafa verið aðlagaðar að íslenskum veruleika og taka sérstaklega tillit

til fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Evrópulöndin hafa innleitt verkferla sem byggja á

hugmyndum Basel-nefndarinnar, en kröfurnar sem þjóðirnar gera eru mismunandi eftir

löndum. Áhrif innleiðingar á þessum reglum hafa gert viðskiptabankana betur undirbúna

til þess að bregðast við áföllum sem varða erlenda gjaldmiðla og aukið hvata til bindingar.

Bankarnir þurfa nú að eiga mun meira af lausum eignum en áður til þess að mæta þeim

lágmarkskröfum sem settar hafa verið.

Page 6: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

5

Efnisyfirlit

1 Inngangur ............................................................................................................. 7

2 Almennt um áhættuþætti í bankarekstri ............................................................ 9

2.1 Lausafjáráhætta .......................................................................................... 10

3 Eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði ........................................................................ 12

3.1 Basel-nefndin .............................................................................................. 12

3.2 Seðlabanki Íslands ...................................................................................... 13

3.3 Fjármálaeftirlitið (FME) .............................................................................. 14

4 Lausafjárreglur ................................................................................................... 16

4.1 Framkvæmd og eftirlit ................................................................................ 16

4.2 Innflæði og útflæði ..................................................................................... 18

4.2.1 Lausafjáreignir ..................................................................................... 18

4.3 Uppfylling á lausafjárhlutföllum ................................................................. 21

5 Stöðug fjármögnun ............................................................................................ 23

5.1 Framkvæmd og eftirlit ................................................................................ 23

5.2 Fjármögnunarhlutfall .................................................................................. 24

5.2.1 Tiltæk og nauðsynleg stöðug fjármögnun .......................................... 24

6 Lausafjár- og fjármögnunarreglur hjá öðrum Evrópuríkjum ............................. 27

7 Áhrif á íslenska markaðinn og framtíðarhorfur ................................................. 29

8 Lokaorð .............................................................................................................. 32

Heimildaskrá ............................................................................................................ 33

Page 7: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

6

Myndaskrá

Mynd 1: Undirflokkar áhættustýringar .............................................................................. 9

Mynd 2: Meginskref greiningar á rekstraráhættu ............................................................ 10

Mynd 3: Lausafjárhlutfall íslensku viðskiptabankanna í erlendri mynt ............................ 30

Mynd 4: Heildarlausafjárhlutfall íslensku viðskiptabankanna .......................................... 30

Töfluskrá

Tafla 1: Flokkar lausafjáreigna .......................................................................................... 20

Tafla 2: Lágmarks heildarlausafjárkröfur samkvæmt Basel staðlinum ............................ 22

Tafla 3: Lágmarkslausafjárkröfur á Íslandi ........................................................................ 22

Tafla 4: Lágmarkslausafjárkröfur í erlendum gjaldmiðlum .............................................. 22

Tafla 5: Lágmarks fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum .................................... 26

Tafla 6: Lágmarks fjármögnunarhlutfall Ungverjalands ................................................... 28

Tafla 7: Lágmarks lausafjárhlutfall Ungverjalands ............................................................ 28

Page 8: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

7

1 Inngangur

Lausafjáráhætta var ein af stærstu áhrifavöldum í bankahruninu sem átti sér stað seinni

hluta árs 2008. Erlend útlán hjá stóru viðskiptabönkunum þremur jukust samhliða

lausafjárþurrð á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum á árunum fyrir hrun. Bankarnir höfðu

fengið lán gegn veði í innlendum hlutabréfum frá bönkum erlendis og á árunum 2007-

2008 lækkaði hlutabréfaverð töluvert og versnaði tryggingarstaða erlendu lánanna. Við

það jókst áhættan í bankakerfinu og bankarnir áttu erfitt með að draga úr þeirri áhættu

sem hafði myndast (Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010-a).

Seðlabanki Íslands hefur yfirumsjón með fjármálastöðugleika á Íslandi og fylgist með

styrk og skilvirkni fjármálakerfisins á Íslandi og erlendis (Seðlabanki Íslands, e.d.-c). Dregið

hefur úr áhættu í bankakerfinu á Íslandi á undanförnum árum eftir að innleidd voru

regluverk sem byggja á tilmælum Basel nefndarinnar.

Reglur um lágmarkshlutfall lausafjár sem ná til lánastofnana voru innleiddar í íslenska

fjármálakerfið í lok árs 2013 og meginmarkmið þeirra var að draga úr lausafjáráhættu

fjármálakerfisins bæði í íslenskum gjaldmiðli og erlendum. Lánastofnanir þurfa að geta

staðið fyrir hugsanlegum og fyrirsjáanlegum skuldbindingum sínum til skamms tíma.

Tímamisvægi milli eigna og skulda var mikið í kjölfar fjármálaáfallsins árið 2008 og var

brugðist við því með því að innleiða reglur um stöðuga fjármögnun árið 2014. Markmiðið

með innleiðingu reglnanna var að reyna að takmarka fjármögnun viðskiptabankanna í

erlendum gjaldmiðli sem þeir notuðu til þess að fjármagna langtíma lán sín.

Í þessari ritgerð verður fjallað um innleiðingu á lausafjár- og fjármögnunarreglum á

Íslandi og áhrifum þeirra á íslenska fjármálakerfið. Einnig verður fjallað um þær aðferðir

sem notaðar eru til þess að reikna út lausfjár- og fjármögnunarhlutföll og þær

lágmarkskröfur sem Seðlabanki Íslands setur.

Í kafla 2 verður fjallað um helstu áhættuþætti í bankarekstri og í kafla 3 verður fjallað

um eftirlitsaðila bæði hérlendis og erlendis. Kafli 4 fjallar um lausafjárreglur þar sem

komið er inn á uppsetningu, eftirlit og eftirfylgni reglnanna og kafli 5 fjallar um stöðuga

fjármögnun og útfærslu á fjármögnunarhlutföllum. Í kafla 6 verður farið yfir hvað

nágrannalönd okkar eru að gera og hvaða reglur tengdar lausu fé og fjármögnun hafa

Page 9: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

8

verið innleiddar. Í kafla 7 verður síðan skoðað hvaða áhrif innleiðing á þessum reglum

hafa haft á íslenska bankakerfið og við hverju má ætlast í framtíðinni.

Page 10: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

9

2 Almennt um áhættuþætti í bankarekstri

Áhættustýring er einn af lykilþáttum til að bankastarfsemi geti gengið með góðum

árangri. Meginmarkmið með áhættustýringu er að stýra og meta helstu áhættuþætti sem

fylgja bankarekstri (Landsbanki Íslands, 2014). Stóru viðskiptabankarnir þrír á Íslandi,

Arion Banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, gefa árlega út áhættuskýrslur þar sem þeir

greina frá helstu áhættuþáttum í starfsemi sinni og hvernig þeim hefur tekist til að eiga

við þá. Lykiláhættuþáttum stóru viðskiptabankanna þriggja er jafnan skipt í fjóra flokka

eins og mynd 1 sýnir. Þeir eru: útlánaáhætta (e. Credit risk), markaðsáhætta (e. Marketing

risk), rekstraráhætta (e. Operational risk) og lausafjáráhætta (e. Liquidity risk) (Arion,

2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn, 2014). Hér á eftir verður fjallað um þessa

áhættuþætti og farið svo nánar í lausafjáráhættu.

Mynd 1: Undirflokkar áhættustýringar (Arion, 2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn, 2014).

Útlánaáhætta: Aðaláhættuþáttur banka er lýst sem núverandi eða tilvonandi áhættu

sem fylgir því að viðskiptavinir geti ekki staðið í skilum við lán sem þeir hafa fengið.

Útlánaáhætta myndast t.d. þegar banki býður viðskiptavini upp á lán. Lánþegar eru

fjölbreytilegir og geta borið með sér mismikla áhættu (Íslandsbanki, 2014). Útlánaáhættu

má skipta í nokkra mismunandi flokka eins og t.d. vanskilaáhættu, mótaðilaáhættu,

stjórnmálaáhættu, landfræðilega áhættu og lagalega áhættu. Lánastofnanir geta greint

þessa áhættuþætti með því að meta líkur á vanskilum, áhættuskuldbindingar og

endurheimtu- og lánshæfismat (Horcher, 2006). Markmið bankanna er að reyna að

lágmarka þessa áhættu með því að ná fram góðu jafnvægi á milli áhættu og ávöxtunar

(Íslandsbanki, 2014).

Áhættustýring

Útlánaáhætta Markaðsáhætta Rekstraráhætta Lausafjáráhætta

Page 11: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

10

Markaðsáhætta: Sú áhætta sem stafar af breytingu á markaðsvirði eigna,

skuldbindinga og fjármálagerninga sem bankinn hefur umsjón með. Markaðsáhættan

samanstendur af verðáhættu (e. Price risk), gjaldmiðlaáhættu (e. Currency risk),

verðbólguáhættu (e. Inflation risk) og vaxtaáhættu (e. Interest Rate Risk) (Arion banki,

2014). Helstu aðferðir sem notaðar eru til þess að meta markaðsáhættu eru álagspróf (e.

Stress testing), meðaltímaaðferð, leiðrétt meðaltímaaðferð, vágreining og vænt

greiðslumat (Guðmundur Magnússon, 2003).

Rekstraráhætta: Hver sú áhætta sem fylgir hversdagslegum rekstri banka?

Rekstraráhætta er skilgreind sem hættan á tapi sem stafar af ófullnægjandi innri ferlum,

mannauði eða kerfum. Rekstraráhætta getur einnig stafað af ytri atburðum, sem fela í sér

lagalega hættu (Arion banki, 2014). Sá þáttur rekstraráhættunnar sem hefur aukist hvað

mest síðustu ár hjá íslensku viðskiptabönkunum eru netárásir (e. Phishing attacks)

(Íslandsbanki, 2015). Eins og sjá má á mynd 2 eru fjögur meginskref þegar rekstraráhætta

er greind. Greina áhættuna, mæla hana, fylgjast með henni og reyna að stýra henni (Arion

banki, 2014).

Mynd 2: Meginskref greiningar á rekstraráhættu (Arion banki, 2014).

2.1 Lausafjáráhætta

Lausafjáráhættu er lýst sem þeirri áhættu að geta staðið við og fjármagnað skuldbindingar

sínar þegar þær falla á gjalddaga. Til þess að geta staðið við fjármagnanir sínar þarf að

hafa nægt laust fé á milli handanna (Arion banki, 2014). Lausafjáráhætta hefur aukist í

miklu mæli á síðustu árum á lánamörkuðum og er talinn einn af aðaláhættuþáttum í

bankarekstri. Fjármagn er ávallt að leita að ávöxtun á meðan eignaverð hefur hækkað og

dregið hefur úr áhættuálagi. Bankar hérlendis eru að mestu leyti fjármagnaðir með

innlánum og eru viðkvæmir fyrir lausafjáráhættu sökum gjalddagamisræmis sem getur

myndast í efnahagsreikningi (Seðlabanki Íslands, 2014-c). Gjalddagamisræmi myndast

Greina áhættu Mæla áhættu Fylgjast með áhættu Stýra áhættu

Page 12: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

11

þegar eignir til langs tíma eru fjármagnaðar með eignum til skamms tíma. Þegar þessar

erlendu skammtímaskuldbindingar falla á gjalddaga eða eru innkallaðar reynist

fjármálafyrirtækjum ómögulegt að endurfjármagna þær sem skapar þá lausafjárvanda

(Seðlabanki Íslands, 2012).

Áður fyrr voru bankar nær eingöngu fjármagnaðir með innlánum en einnig með

langtíma sambankalánum. Á þessu varð mikil breyting í upphafi 21. aldar og bankarnir

byrjuðu að fjármagna sig mikið með erlendri lántöku í stað innlána. Seðlabankinn hafði

einungis fylgst með lausafjárstöðu bankana í íslenskum krónum og var það því mikilvægt

skref þegar Seðlabankinn ákvað einnig að byrja að fylgjast með lausafjárstöðu bankanna

í erlendum gjaldmiðli til þess að meta lausafjáráhættu betur. Framkvæmd á

lausafjáreftirliti var hafin en var ekki langt á veg komin. Viðskiptabankarnir þrír sátu á

góðum lausafjárforða samkvæmt lausafjárskýrslum þeirra 2008, en þær gáfu ekki rétta

mynd af stöðu mála (Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010-b).

Page 13: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

12

3 Eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði

Markmið laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er að

eftirlitsstarfsemi á fjármálamörkuðum sé í samræmi við lög og reglur sem settar hafa

verið. Í næstu köflum verður farið yfir helstu eftirlitsaðila á fjármálamarkaði hérlendis og

þá aðila sem hafa áhrif á þau regluverk sem Ísland hefur innleitt.

3.1 Basel-nefndin

Basel-nefndin (e. Basel Committee on Banking Supervision) var stofnuð í lok árs 1974 í

kjölfar fjármálaáfallsins sem átti sér stað árið 1973, þegar Bretton Woods fjármálasteypan

hrundi. Þjóðirnar sem áttu aðild að samtökunum á þeim tíma, voru Bandaríkin, Belgía,

Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Japan, Lúxemborg, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland.

Aðildarríkjum nefndarinnar hefur fjölgað á undanförnum árum, fyrst árið 2009 og síðan

aftur árið 2014 og samanstendur nú af 28 þjóðum sem hittast fjórum sinnum á ári og hafa

gert það síðan nefndin var stofnuð. Basel nefndin hefur gefið út þrjár reglugerðir, sú fyrsta

var Basel I sem kom út árið 1988 og sneri aðallega að lágmarks eiginfjárkröfum banka.

Markmiðið með þessum reglugerðum er að skylda fjármálafyrirtæki til að uppfylla

ákveðið hlutfall eigin fjár til að minnka líkur á gjaldþroti ef markaðurinn verður fyrir áfalli.

Basel II kom út árið 2004 og gengur aðallega út á að bæta eiginfjárhlutföll banka og

fylgjast með og mæla undirliggjandi áhættuþætti í bankastarfsemi (Basel Committee on

Banking Supervision, 2014-a). Meginmunurinn á Basel I og Basel II reglugerðunum er sá,

að kröfurnar um lágmarks eigið fé eru byggðar á nákvæmari viðmiðum og meginreglur

eru ítarlegri. Basel II er byggður upp af þremur stoðum (e. Pillars). Í fyrstu stoðinni eru

reglur samræmdar um lágmarkseiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem byggir á heildar

áhættumynd þeirra. Markmið annarrar stoðarinnar er að leggja mat á aðra áhættuþætti

en þá sem tekið er tillit til í fyrstu stoðinni. Það er á ábyrgð fjármálafyrirtækjanna að koma

á fót innra matsferli (Ragnar Hafliðason, 2007). Enginn banki á Íslandi notast við innri

matsaðferð (e. Internal rating approach), en bankar á Íslandi styðjast við svokallaða

staðalaðferð (e. Standardized approach) við mat á áhættugrunni sem notaður er við mat

á eiginfjárhlutfallinu. Áhættugrunnurinn er fenginn með því að vega eignir bankanna með

áhættuvogum eins og skilgreint er í Basel I staðlinum (Seðlabanki Íslands, 2015).

Matsaðilar eins og Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fylgjast síðan með, bæði ferlinu

Page 14: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

13

(ICAAP) og eiginfjárþörf. Eftirlitsaðilarnir gera þá kröfu að eigið fé fjármálafyrirtækis skuli

vera yfir lágmarkskröfum og verða að grípa tímanlega inn í ef horfur eru á að lágmarki

verði ekki náð að fullu. Þriðja stoðin fjallar um að markaðsaðilar eigi auðveldar með að

meta áhættur fjármálafyrirtækja með aukinni upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja um

áhættur í starfsemi, áhættustýringu og eiginfjárstöðu, sbr. áhættuskýrslur stóru

viðskiptabankanna þriggja á Íslandi. (Ragnar Hafliðason, 2007). Basel III er nýjasti

staðallinn sem nefndin gefur út og var hann samþykktur árið 2010. Tekur hann á þeim

vandamálum sem herjuðu á fjármálamarkaðinn í kjölfar kreppunnar árið 2008 (Basel

Committee on Banking Supervision, 2014-a). Fyrir bankaáfallið sem skall á síðla árs 2008

var vitað að Basel II reglugerðin þyrfti að vera uppfærð með tilliti til þáverandi

markaðsaðstæðna. Basel nefndin brást við þessum áhættuþáttum með því að gefa út

„Principles for sound liquidity risk management and supervision“ í lok árs 2008 eftir að

Lehman Brothers varð gjaldþrota. Basel II regluverkið var uppfært í júlí 2009 með það að

leiðarljósi að bæta þá veikleika sem sneru að eftirliti. Í september 2010 var Basel III kynnt

til sögunnar þar sem lágmarksstaðlar og kröfur voru auknar til viðskiptabanka. Í nóvember

2010 voru síðan nýjar eigin- og lausafjárkröfur lagðar fyrir á fundi í Seúl í Japan og síðar

samþykktar í desember sama ár á fundi Basel nefndarinnar. Breytingarnar sem gerðar

voru frá Basel II voru m.a. innleiðing á sveifluháðum eiginfjárauka (e. Countercyclical

capital buffer), skuldasetningarhlutfall (e. Leverage ratio) og lausafjár- og

fjármögnunarkröfur (Basel Committee on Banking Supervision, 2014-a).

3.2 Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands var stofnaður samkvæmt lögum árið 1961 en hefur verið starfandi

stofnun mun lengur. Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins og er eitt af hans

meginmarkmiðum að stuðla að verðlag sé stöðugt, varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla

að öruggu fjármálakerfi. Til þess að ná þessum markmiðum sínum stundar Seðlabankinn

viðskipti m.a. á gjaldeyrismarkaði og með sölu á ríkistryggðum skuldabréfum og öðrum

traustum skuldabréfum (Seðlabanki Íslands, e.d.-b). Eitt af markmiðum Seðlabankans er

að stýra peningamagni í umferð og hefur hann til þess nokkur „verkfæri”. Hans helstu

verkfæri til þess að stjórna peningamagni í umferð eru markaðsaðgerðir, föst

viðskiptaform, bindiskylda, inngrip á gjaldeyrismarkaði og lánveitingar í neyð. Með

Page 15: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

14

markaðsaðgerðum er aðallega átt við endurhverf viðskipi (e. repo) sem lýsa sér þannig að

Seðlabankinn skiptist á verðbréfum og lausu fé sem ganga síðan til baka. Föst

viðskiptaform eru eins og daglán sem Seðlabankinn veitir lánastofnunum til að mæta

lausafjárskorti þeirra. Bindiskylda er eitt af verkfærum Seðlabankans til að stýra magni

lausafjárs í umferð þar sem krafa um ákveðna prósentu innlána er bundin föst, en mikið

hefur verið dregið úr notkun bindiskyldu sem stjórntækis á undanförnum árum. Inngrip

Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði skiptast í stýfð og óstýfð inngrip þar sem

meginmunurinn á þeim er sá, að óstýfð inngrip hafa áhrif á grunnfé Seðlabankans á

meðan stýfð inngrip hafa það ekki. Lánveitingar í neyð eru ekki hluti af markaðsaðgerðum

Seðlabankans en geta gert það ef viðkomandi stofnun á í miklum lausafjárvanda (Guðrún

Johnsen munnleg heimild, 12. mars 2015).

Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hefur verið falið það hlutverk að fylgjast með

lausafjáreftirliti í landinu. Samningur milli þeirra var undirritaður árið 2014 og farið verður

eftir 35.gr. laga nr. 36/2001 í lögum um Seðlabanka Íslands og 15.gr. laga nr. 87/1998 í

lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (Seðlabanki Íslands, 2014-d). Nýjar

reglur um lausafjárhlutföll voru teknar í gildi 1. desember 2013 og verður fjallað nánar um

þær í kafla 4.

3.3 Fjármálaeftirlitið (FME)

Fjármálaeftirlitið, eða FME, er ríkisstofnun sem heyrir undir Fjármála- og

efnahagsráðuneytið. FME er eftirlitsstofnun sem fylgist með framgangi eftirlitsskyldra

aðila og sér til þess að farið sé eftir lögum og reglum. „Eftirlitsskyldir aðilar á

fjármálamarkaði eru viðskiptabankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, vátryggingamiðlanir,

lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar og greiðslukortafyrirtæki), verðbréfafyrirtæki,

verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verðbréfasjóða og lífeyrissjóðir, auk annarra aðila sem

heimild hafa til að taka á móti innlánum.” (Fjármálaeftirlitið, e.d.). Tvenn lög taka

sérstaklega á starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Lög nr. 87/1998 sem fjalla um stofnunina og

stjórnsýslu hennar og taka til eftirlits með fjármálastarfsemi. Lög nr. 99/1999 taka mið af

greiðslu við starfsemi FME sem er innheimt í þrennu lagi á hverju ári (Fjármálaeftirlitið,

e.d.). Markmiðum FME er skipt í þrennt og er þeim markmiðum náð með tveimur

meginþáttum, áhættumiðuðu eftirliti og löghlýðni og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Markmiðin eru að stuðla að trausti og stöðugleika fjármálamarkaðarins, tryggja að farið

Page 16: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

15

sé eftir lögum og reglum í rekstri fjármálafyrirtækja og gæta þess að ekki myndist

hagsmunaárekstrar milli viðskiptavina fyrirtækja á fjármálamarkaði og almennings

(Fjármálaeftirlitið, 2014).

Page 17: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

16

4 Lausafjárreglur

Meginvandinn í fjármálakreppunni sem gerði vart um sig árið 2008 var að bankar höfðu

ekki nægt laust fé til ráðstöfunar. Bankarnir höfðu nýtt sér auðveldan aðgang að

tiltölulega ódýru lánsfjármagni og fjármögnuðu langtímaútlán sín með

skammtímafjármögnun (Seðlabanki Íslands, 2014-e). Þar kom það bersýnilega í ljós að um

leið og markaðsaðstæður breytast getur lausafé gufað mjög hratt upp og er þá mikilvægt

að lausafjárstaða fjármálafyrirtækja sé sterk.

Reglur Seðlabanka Íslands nr. 1031/2014 um lausafjárhlutföll voru teknar í notkun

þann 1. desember 2013 og eru byggðar á tilmælum Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit

(Seðlabanki Íslands, e.d.-a). Reglurnar ná til lánastofnana, en skv. 2.gr í lögum nr.

123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka eru lánastofnanir skilgreindar sem

„félög eða stofnanir sem hafa það að meginverkefni að veita lán í eigin nafni og afla sér í

því skyni fjár með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum

skuldaviðurkenningum til almennings” eins og viðskiptabankar, sparisjóðir og

lánafyrirtæki. Markmiðið með setningu lausafjárregla er að reyna að draga úr

lausafjáráhættu bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum þar sem

gjalddagamisræmi í erlendri mynt er talið vera einn af stærstu áhrifaþáttum

bankahrunsins 2008. Það er gert með því að tryggja að lánastofnanir eigi til nægt lausafé

í eignum sínum til að mæta lausafjárþrengingum á fjármálamarkaði. Eignir

fjármálafyrirtækja eru flokkaðar ítarlega þar sem tekið er tillit til áhættuþátta.

Lánastofnanir þurfa að geta staðið við hugsanlegar og fyrirsjáanlegar

greiðsluskuldbindingar til skamms tíma, eða til þrjátíu daga. Lausafjárkröfur Seðlabanka

Íslands taka til lausafjárhlutfalls til 30 daga en einnig þarf að reikna út og fylgjast með

þriggja mánaða hlutfalli (Seðlabanki Íslands, e.d.-a).

4.1 Framkvæmd og eftirlit

Seðlabanki Íslands sér um lausafjáreftirlit hjá fjármálastofnunum í landinu. Til að byrja

með var einungis fylgst með lausafjárstöðu í móðurfélögum stofnunar í innlendri mynt,

eða allt til ársins 2008. Vorið 2008 var gerður samningur milli Fjármálaeftirlitsins og

Seðlabanka Íslands varðandi lausafjáreftirlit. Í framhaldinu þróaði Fjármálaeftirlitið

Page 18: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

17

lausafjárskýrslur þar sem stuðst var við eftirlitsskýrslur Moody´s við uppbyggingu þeirra.

Fjármálaeftirlitið krafði fjármálastofnanir um að gefa sér upplýsingar um laust fé til átta

daga og einnig upplýsingar um lausar eignir allt að átján mánuðum. Eins og áður sagði

voru aðeins gerðar kröfur um upplýsingar í innlendri mynt, en í júlí 2008 krafðist

Fjármálaeftirlitið þess að fjármálafyrirtæki þyrftu að afhenda þeim sömu upplýsingar í

erlendum gjaldmiðli (Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010-b).

Basel-nefndin hefur sett fram lausafjárhlutfall (e. Liquid Coverage Ratio) sem

Seðlabankinn studdist við þegar lausafjárreglur voru innleiddar. Hlutfallið sem farið er

eftir á Íslandi er þó örlítið frábrugðið því sem Basel-nefndin setti fram og hefur það verið

aðlagað að íslenskum aðstæðum með tilliti til áfallsins sem varð 2008. Útskýringar á

þessum breytingum verða gerð betri skil í kafla 4.3. Lánastofnunum er skylt að senda

mánaðarlega reiknað lausafjáryfirlit auk innistæðuyfirlits, tíunda hvers mánaðar fyrir

móðurfélög en tuttugasta hvers mánaðar fyrir samstæður, en Seðlabankinn getur beitt

refsiaðgerðum vegna vanskila á skýrslum um lausafjárhlutföll í formi dagsekta. Innri

endurskoðandi fyrirtækja skal senda Seðlabankanum yfirlýsingu um að hafa farið yfir

aðferðir við skýrslugerð fyrirtækisins að minnsta kosti einu sinni á ári. Sjái lánastofnun

fram á að uppfylla ekki tilsett hlutföll innan sex mánaða skal hún tilkynna Seðlabanka

Íslands það eins fljótt og auðið er, með skriflegum hætti. Í framhaldi af því þarf að

skipuleggja markmiðaáætlun um hvenær sé raunhæft að uppfylla lágmarks

lausafjárhlutfall. Brjóti lánastofnun lausafjárreglur Seðlabankans getur lánastofnunin

verið beitt dagsektum takist henni ekki að koma hlutfallinu í viðeigandi form (Seðlabanki

Íslands, 2014-b).

Lausafjárhlutfallið tekur til tveggja þátta í útreikningum sínum, virði hágæða

lausafjáreigna (e. high quality liquid assets) annars vegar og heildar nettó útflæði reiðufjár

næstu þrjátíu daga hins vegar. Fyrir neðan í jöfnu 1 má sjá hvernig Seðlabanki Íslands

hefur sett fram formúlu til þess að reikna út lausafjárhlutfall og verður fjallað um hvern

lið formúlunnar í næstu undirköflum (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Jafna 1: Uppsetning lausafjárhlutfalls Seðlabanka Íslands (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Hágæða lausafjáreignir

max (25% ú𝑡𝑓𝑙æð𝑖; ú𝑡𝑠𝑡𝑟𝑒𝑦𝑚𝑖 − 𝑖𝑛𝑛𝑠𝑡𝑟𝑒𝑦𝑚𝑖)≥ 100%

Page 19: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

18

4.2 Innflæði og útflæði

Heildarinnflæði bankanna er takmarkað og má einungis nema 75% af útflæði þeirra.

Innlán viðskiptavina bankans eru flokkuð sem útflæði og eru þau meðhöndluð með

mismunandi vægi og eru vegin og metin út frá áhættu. Sem dæmi má nefna fá

einstaklingar 5% vægi á meðan fjármálafyrirtæki í slitum fá 100% vægi þar sem innlán frá

einstaklingum eru talin mun áhættuminni (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

„Hér á landi hafa hlutfallsútreikningarnir verið aðlagaðir að Íslenskum aðstæðum og bætt

við innlánaflokkum vegna áhættu sem tengist innlánum í banka tengdum

gjaldþrotaskiptum eða greiðslustöðvun, einnig eru innlán erlendra aðila aðgreind

sérstaklega með hærra útflæðisvægi” (Seðlabanki Íslands, 2014-b). Eins og áður hefur

komið fram þá byggir Seðlabankinn hlutfallið þannig upp, að hágæða lausafjáreignir eru

settar upp sem hlutfall af hreinu útflæði þar sem innflæði dregið frá útflæði má ekki nema

meira en 75% þar sem tekið er tillit til vægis. Þetta er talinn meginþáttur til þess að hindra

smit á markaði (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Eignir eru flokkaðar sem innflæði og er lausafjáreignum skipt í tvo flokka, fyrsta stigs og

annars stigs eignir þar sem annars stigs eignum er skipt niður í annars stigs eignir A og B.

Í kafla 4.2.1 verður fjallað nánar um lausafjáreignir og þeim gerð skil og farið nánar út í

flokkun þeirra (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

4.2.1 Lausafjáreignir

Lausafjáreignir eru skilgreindar samkvæmt reglum, sem þær eignir sem teljast til hágæða

lausafjáreigna (e. High quality liquid assets, HQLA), en með því er átt við þær eignir sem

hægt er að breyta í reiðufé með stuttum fyrirvara og án þess að þær missi verðgildi sitt.

Einkenni lausafjáreigna er, að áhætta þeirra er lítil og þær hafa litla fylgni með öðrum

áhættusömum eignum. Markaðsvirði og söluhæfni eigna hafa mikið að segja um hvort

eignirnar teljist til lausafjáreigna eða ekki, en auðvelt er að meta markaðsvirði þeirra þar

sem það er oftast nær þekkt. Ígildi lausafjáreigna ræðst af þremur meginþáttum,

álagsástandi á markaði, magni lausafjár sem þarf að losa um og lengd þess tímaramma

sem um ræðir (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Samkvæmt lausafjárreglum Seðlabanka Íslands þurfa lausar eignir að uppfylla skilyrði

til að teljast sem slíkar. Þessar eignir þurfa að vera undir þeirri einingu lánastofnunar sem

Page 20: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

19

sér um lausafjárstýringu og þarf að hafa getu og rétt til þess að geta selt eignina. Eignin

sem um ræðir má ekki vera gefin út af lánastofnuninni sjálfri, samstæðu sem hún tilheyrir

eða eiganda fjármálafyrirtækis innan samstæðunnar. Virði bréfanna skal vera vel

skilgreint og vera auðvelt í útreikningi. Eignir mega ekki hafa veð á bakvið sig og þurfa að

vera kvaðlausar að öllu leyti, en með kvaðlausri eign er átt við að hún sé laus við ýmsar

kvaðir tengdar lögum og reglugerðum. Ef eignir á einhverjum tímapunkti uppfylla ekki

skilyrði sem regla 2.4.2 í lausafjárreglum setur um lausafjáreignir, þá er stofnuninni ennþá

heimilt að telja hana með lausafjáreignum næstu þrjátíu daga en þarf tafarlaust að

tilkynna Seðlabankanum það með yfirliti yfir þessar eignir ásamt markaðsvirði á þeim

tímapunkti. Samkvæmt reglunum hafa lánastofnanir einnig leyfi til þess að telja til

lausafjáreigna óskiptar (e. non-segregated) eignir sem teknar hafa verið að veði vegna

afleiðusamninga, eignum sem hún hefur tekið til endurhverfrar verðbréfasölu (e. reverse

repo) og veðlánaviðskipta. Til þess að geta talið þessar eignir sem lausafjáreignir eru

skilyrði um að þessar eignir mega ekki hafa verið endurveðsettar.

Samkvæmt reglum nr. 1031/2014 um lausafjárhlutfall o.fl teljast bæði eignir í

íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðli til lauss fjár og eru flokkaðar eftir

neðangreindum sjö tímabilum (Seðlabanki Íslands, 2014-b):

Laust innan þrjátíu daga

Laust eftir þrjátíu daga til þriggja mánaða

Laust eftir þrjátíu daga til allt að sex mánaða

Laust eftir sex mánuði til allt að tólf mánaða

Laust eftir tólf mánuði til allt að þrjátíu og sex mánaða

Laust eftir þrjátíu og sex mánuði til allt að sextíu mánaða

Laust eftir sextíu mánuði

Eins og sjá má í töflu 1 er lausafjáreignum skipt í tvo flokka skv. reglum nr. 1031/2014

um lausafjárhlutfall o.fl., fyrsta stigs eignir og annars stigs eignir. Annars stigs eignir

skiptast síðan í tvo flokka, annars stigs eignir A og B. Fyrsta stigs eignir geta verið

ótakmarkaðar á meðan annars stigs eignir mega einungis vera 40% af heildar

Page 21: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

20

lausafjáreignum. Annars stigs eignir B geta bara verið 15% af heildarlausafjáreignum.

Lausafjáreignir eru flokkaðar eftirfarandi (Seðlabanki Íslands, 2014-b):

Tafla 1: Flokkar lausafjáreigna (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

1. stigs eignir 2. stigs eignir A 2. stigs eignir B

Seðlar og mynt Skuldabréf fyrirtækja með lágmarkseinkunn AA-

Verðbréf tryggð með fasteignaveðlánum

Laus innlán í seðlabönkum

Sértryggð skuldabréf með lágmarkseinkunn AA- sem gefin eru út í samræmi við lög

Skuldabréf með lánshæfiseinkunn milli A+ og BBB-

Verðbréf með 0% áhættuvog útgefin eða með ábyrgð ríkis, sveitafélaga, seðlabanka, Alþjóðagjaldeyrissjóðs o.fl.

Verðbréf með 20% áhættuvog útgefin eða með ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, seðlabanka, Alþjóðagjaldeyrissjóðs o.fl.

Hlutabréf skráðra félaga, annarra en aðila í fjármálastarfsemi

Verðbréf útgefin eða með ábyrgð ríkis, opinberra félaga og sveitarfélaga í ISK

Seðlabankinn hefur sett fram formúlu til þess að reikna út lausafjáreignir. Einföldun á

formúlunni skv. reglum nr. 1031/2014 um lausafjárhlutfall o.fl. er sett fram eins og sjá má

fyrir neðan í jöfnu 2 þar sem LR stendur fyrir leiðrétt, l fyrir lausafjáreignir og S fyrir stig.

Fyrsta stigs og annars stigs eignir eru lagðar saman og 15% hámark annars stigs eigna B

og 40% af heildar annars stigs eignum eru dregnar frá.

Jafna 2: Einföld uppsetning á formúlu til þess að reikna út lausafjáreignir (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

𝑙 = 𝑆1 + 𝑆2𝑎 + 𝑆2𝑏 − 𝐿𝑅15% 𝑚𝑎𝑥 − 𝐿𝑅40% 𝑚𝑎𝑥

Eins og sjá má í jöfnu 3 er útreikningur á leiðréttu 15% hámarki lausafjáreigna B. Lagðar

eru saman leiðréttar fyrsta stigs eignir og leiðréttar annars stigs eignir B og þær

Page 22: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

21

margfaldaðar með stuðli og dregnar frá leiðréttum annars stigs eignum B. Leiðréttar

fyrsta stigs eignir eru svo margfaldaðar með stuðlum og dregnar frá annars stigs eignum

B.

Jafna 3: Útreikningur á leiðréttu 15% hámarki lausafjáreigna B (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

𝐿𝑅 15%𝑚𝑎𝑥 = 𝑚𝑎𝑥(𝐿𝑅𝑆2𝑏 −15

85∗ (𝐿𝑅𝑆1 + 𝐿𝑅𝑆2𝑏), 𝐿𝑅𝑆2𝑏 −

15

60∗ 𝐿𝑅 𝑆1,0)

Útreikningur á 40% hámarki á annars stigs eignum af heildar lausafjáreignum má sjá í

jöfnu 4. Útkoman úr leiðréttu 15% hámarki sem reiknað var í jöfnu 3 er dregin frá

leiðréttum annars stigs eignum A og B. Leiðréttar fyrsta stigs eignir eru síðan

margfaldaðar með stuðli og dregnar frá þeirri útkomu.

Jafna 4: Útreikningur á leiðréttu 40% hámarki á annars stigs eignum af heildar lausafjáreignum (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

𝐿𝑅 40%𝑚𝑎𝑥 = 𝑀𝑎𝑥((𝐿𝑅𝑆2𝑎 + 𝐿𝑅𝑆2𝑏 − 𝐿𝑅 15%max) −2

3∗ 𝐿𝑅 𝑆1, 0)

Fyrir neðan í jöfnu 5 má síðan sjá hvernig formúlan lítur út í heild sinni þar sem færðir

hafa verið inn útreikningar á bæði 15% hámarki á annars stigs lausafjáreignum B og 40%

hámarki á annars stigs eignum af heildarlausafjáreignum.

Jafna 5: Útreikningur á lausafjáreignum (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

𝑙 = 𝑆1 + 𝑆2𝑏 + 𝑆2𝑏 − 𝑀𝑎𝑥(𝐿𝑅𝑆2𝑏 + 𝐿𝑅2𝑏) −2

3∗ 𝐿𝑅𝑆1, 𝐿𝑅𝑆2𝑏 −

15

85

∗ (𝐿𝑅𝑆1 + 𝐿𝑅𝑆2𝑎), 0)

4.3 Uppfylling á lausafjárhlutföllum

Kröfur um lágmarksviðmið íslensku lausafjárreglnanna eru strangari en hjá öðrum

eftirlitsstofnunum erlendis (Seðlabanki Íslands, 2014-b). Eins og sjá má í töflu 2 er

Page 23: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

22

alþjóðlega lágmarkskrafan samkvæmt Basel staðlinum 60% fyrir lágmarksheildarhlutfall

næstu þrjátíu daga og mun krafan síðan hækka um 10% milli ára til ársins 2019 þar til

krafan verður orðin 100% (Basel Committee on Banking Supervision, 2013).

Tafla 2: Lágmarks heildarlausafjárkröfur samkvæmt Basel staðlinum (Basel Committee on Banking Supervision, 2013).

1. janúar 2015

1. janúar 2016

1. janúar 2017

1. janúar 2018

1. janúar 2019

Lágmarks LCR 60% 70% 80% 90% 100%

Samkvæmt bráðabirgðarákvæði lausafjárreglna á Íslandi skulu íslenskar

fjármálastofnanir hafa 60% heildarlausafjárhlutfall frá gildistöku laganna, 1. janúar 2013.

Eins og sjá má í töflu 3 mun krafan síðan hækka um 10% milli ára þangað til 100% lágmarki

verður náð þann 1. janúar 2017 (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Tafla 3: Lágmarkslausafjárkröfur á Íslandi (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Viðbótarkröfur voru settar um lausafjárhlutfall í erlendum gjaldmiðlum. Eins og sjá má í

töflu 4 þá eru lágmarksviðmiðin um lausafjárhlutfall í erlendum gjaldmiðli 100% og hafa

verið það frá gildistöku laganna (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

Tafla 4: Lágmarkslausafjárkröfur í erlendum gjaldmiðlum (Seðlabanki Íslands, 2014-b).

1. janúar 2013

1. janúar 2014

1. janúar 2015

1. janúar 2016

1. janúar 2017

Lágmarks LCR 60% 70% 80% 90% 100%

1. janúar 2013

1. janúar 2014

1. janúar 2015

1. janúar 2016

1. janúar 2017

Lágmarks LCR 100% 100% 100% 100% 100%

Page 24: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

23

5 Stöðug fjármögnun

Reglur Seðlabanka Íslands nr. 1032/2014 um fjármögnunarhlutfall í erlendum

gjaldmiðlum voru teknar í gildi þann 1. desember árið 2014. Á árunum fyrir hrun voru

lánastofnanir duglegar að ná í erlendar skammtímafjármagnanir til að fjármagna skuldir

sínar. Í ljósi fjármálaáfallsins 2008 jókst tímamisvægi milli eigna og skulda hjá

viðskiptabönkum landsins. Til þess að draga úr áhættu sem myndast vegna þessa

tímamisvægis var ákveðið að innleiða reglur um stöðuga fjármögnun í erlendum

gjaldmiðlum. Markmið með setningu þessara reglna er að reyna að takmarka óstöðuga

fjármögnun viðskiptabanka í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna langtímaútlán sín.

Reglurnar byggja á tilmælum Basel-nefndarinnar og ná þær til viðskiptabanka og

samstæðna þeirra og gilda eingöngu fyrir erlenda gjaldmiðla (Seðlabankinn heimasíða,

e.d.). Fjármögnunarhlutfallið sem notast er við tekur til fjármögnunar til eins árs, en

Seðlabankinn hefur í áformum sínum, að innleiða fjármögnunarhlutfall í erlendum

gjaldmiðli árið 2015 sem tekur til þriggja ára (Seðlabanki Íslands, 2015).

5.1 Framkvæmd og eftirlit

Seðlabanki Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd og eftirliti, að lánastofnanir uppfylli

þær kröfur sem þeim hafa verið settar. Kröfur Seðlabankans til viðskiptabankanna eru

svipaðar þegar þarf að upplýsa um lausafjárhlutfallið. Viðskiptabankarnir eru skyldugir til

þess að senda Seðlabanka Íslands mánaðarlega skýrslu með útreikningum á

fjármögnunarhlutfallinu. Skýrslan þarf að berast til Seðlabankans fimmtánda hvers

mánaðar fyrir móðurfélög og tuttugasta hvers mánaðar fyrir dótturfélög. Sjái

Seðlabankinn fram á að framkvæma þurfi álagspróf til þess að meta fjármögnunaráhættu

þurfa fyrirtæki að veita allar þær upplýsingar sem Seðlabankinn telur nauðsynlegar til

þess að framkvæma prófið. Innri endurskoðandi viðskiptabanka skal einnig senda

Seðlabankanum skriflegar upplýsingar um að aðferðir við skýrslugerð hafi verið yfirfarnar

(Seðlabanki Íslands, 2014-a).

Page 25: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

24

5.2 Fjármögnunarhlutfall

Fjármögnunarhlutfall (e. Net stable funding ratio, NSFR) er mikilvæg viðbót við

lausafjárhlutfallið. Hlutfallið er skilgreint samkvæmt tilmælum Basel-nefndarinnar eins og

sjá má í jöfnu 1 sem hlutfall af þeim fjármögnunum sem gerðar eru kröfur um og þeim

sem eru nauðsynlegar.

Jafna 6: Fjármögnunarhlutfall skv. Basel-nefndinni (Basel Committee on Banking Supervision, 2014-b).

𝑁𝑆𝐹𝑅 =Tiltæk stöðug fjármögnun

Nauðsynleg stöðug fjármögnun

Við útreikning á hlutfallinu er einnig tekið tillit til gjaldeyrisjafnaðar lánastofnana

samkvæmt reglum Seðlabankans. Eins og sjá má í jöfnu 2 hér fyrir neðan þá dragast

umfram gjaldeyriseignir frá nauðsynlegri stöðugri fjármögnun, en ef gjaldeyrisskuldir eru

umfram gjaldeyriseignir eru þær dregnar frá aðgengilegri stöðugri fjármögnun

(Seðlabanki Íslands, 2014-a).

Jafna 7: Fjármögnunarhlutfall á Íslandi (Seðlabanki Íslands, 2014-a).

𝑁𝑆𝐹𝑅 =Tiltæk stöðug fjármögnun − reiknaður neikvæður gjaldeyrisjöfnuður

Nauðsynleg stöðug fjármögnun − reiknaður jákvæður gjaldeyrisjöfnuður≥ 100%

5.2.1 Tiltæk og nauðsynleg stöðug fjármögnun

Tiltæk stöðug fjármögnun (e. available amount of stable funding) er lýst sem þeim

skuldum sem mega teljast áreiðanlegar yfir líftíma fjármögnunarhlutfallsins, sem er allt

að einu ári (Basel Committee on Banking Supervision, 2014-b). Samkvæmt reglum nr.

1032/2014 um fjármögnunarreglur í erlendum gjaldmiðlum er tiltækri stöðugri

fjármögnun lýst sem samtalan af eftirtöldum atriðum (Seðlabanki Íslands, 2014-a):

Eigið fé

Forgangshlutafé með gjalddaga til eins árs eða lengur

Skuldbindingar með gjalddaga til eins árs eða lengur

Page 26: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

25

Sá hluti óbundinna innistæðna og/eða bundinna innistæðna með gjalddaga innan eins árs sem yrði líklega áfram í lánastofnuninni til langs tíma þrátt fyrir stakan álagsatburð (e. Idiosyncratioc stress event)

Þann hluta heildsölufjármagns með gjalddaga innan eins árs sem yrði líklega áfram í bankanum til langs tíma þrátt fyrir stakan álagsatburð

Nauðsynleg stöðug fjármögnun (e. required amount of stable funding) er fall af

eiginleika lausafjár (e. Liquidity characteristics) og eftirstöðvatíma eigna (e. residual

maturities) (Basel Committe on Banking Supervision, 2013).

„Nauðsynleg stöðug fjármögnun lánastofnunar reiknast sem virði allra

eigna sem viðkomandi stofnun á og fjármagnar auk hreyfinga utan efnahags

(eða væntanlegrar lausafjáráhættu) margfaldað með stuðli. Stuðullinn er mat

á því að hve miklu leyti stöðuga fjármögnun þurfi á móti. Seljanlegar eignir

eða eignir sem hafa mikið lausafjárígildi til langs tíma undir álagi fá lágan

stuðul (þurfa minni stöðuga fjármögnun) en eignir sem eru illseljanlegri (þurfa

meiri stöðuga fjármögnun) fá háan stuðul. Stuðlarnir sem eru ákvarðaðir eru

ætlaðir til að meta hversu mikið af tiltekinni eign væri ekki hægt að selja eða

nota sem veð fyrir lántöku til langs tíma á eins árs tímabili lausafjárskorts.

Slíkar upphæðir skal tryggja með stöðugri fjármögnun“ (Seðlabanki Íslands,

2014-a).

Innleiðingin á fjármögnunarhlutfallinu er lengra komin heldur en tilmæli Basel-

nefndarinnar segja til um. Samkvæmt tilmælum Basel-nefndarinnar á NSFR hlutfallið ekki

að vera lægra en 100% þann 1. janúar 2018 fyrir heildarhlutfallið, en Seðlabankinn setur

þær kröfur á lánastofnanir hérlendis að þær nái 100% lágmarkshlutfalli í erlendum

gjaldmiðlum einu ári fyrr, eða 1. janúar 2017. Eins og sjá má í töflu 5 eru lágmarkskröfur

úr reiknuðu fjármagnsþekjuhlutfalli í erlendum gjaldmiðlum á Íslandi 80% og munu hækka

um 10% á ári þangað til lágmarkskröfur verða að vera 100% þann 1. janúar 2017. Stefnt

er að því að innleiða svokallað heildarfjármögnunarhlutfall á árinu 2015 samkvæmt

ráðleggingum Basel-nefndarinnar sem viðbótarkröfur við lágmarksfjármögnunarhlutfallið

(Seðlabanki Íslands, 2015).

Page 27: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

26

Tafla 5: Lágmarks fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum (Seðlabanki Íslands, 2015).

1. janúar 2015 1. janúar 2016 1. janúar 2017

Lágmarks NSFR 80% 90% 100%

Page 28: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

27

6 Lausafjár- og fjármögnunarreglur hjá öðrum Evrópuríkjum

Greiningar Evrópska bankaeftirlitsins (e. European Bank Authority, EBA) á innleiðingu á

LCR benda til þess að áhrif innleiðingarinnar myndu hafa óveruleg áhrif á markaðinn þar

sem evrópskir bankar státuðu af góðu lausafjárhlutfalli fyrir eða í kringum 115% að

meðaltali. Stóru bankarnir í Evrópu virðast vera búnir að aðlaga sig vel að LCR á meðan

litlu bankarnir hafa átt erfiðara með aðlögun (European Banking Authority, 2013).

Danmörk styðst við lausafjárhlutfall sem byggir á því sama og Ísland hefur innleitt hjá sér,

LCR, og munu Danir sjá fram á að bankarnir uppfylli 100% lausafjárhlutfall þegar

lágmarkskröfur Basel-nefndarinn eru 60% í október 2015. Lánastofnanirnar munu þurfa

að uppfylla LCR lágmark fyrir alla gjaldmiðla sem heild en gætu bætt við aukakröfum um

að uppfylla lágmarkshlutfall fyrir mismunandi gjaldmiðla. Í Svíþjóð hafa yfirvöld sett

kröfur á 100% lágmarkshlutfall fyrir evrur og dollara á stærstu lánastofnanirnar, en 60%

fyrir þær minni (Danmarks Nationalbank, 2014). Noregur styðst einnig við lausafjár- og

fjármögnunarhlutföll sem byggja á því sama og íslendingar, LCR lausafjárhlutfallið og

fjármögnunarhlutfall (Norges Bank, 2014). Lágmarksviðmið norska seðlabankans er 60%

í norskum krónum en 100% í öðrum þýðingarmiklum gjaldmiðlum (Danmarks

Nationalbank, 2014). Norski seðlabankinn heldur því fram að það séu ekki til nægar

hágæða lausafjáreignir í norskri krónu til þess að ná fram 100% lausafjárhlutfalli og finnst

þeim þá raunhæfara að stefna á að ná fram 60% hlutfalli. Til þess að koma á móts við þá

hefur Evrópusambandið boðið upp á þrjá kosti sem gera þeim kleift að ná fram

lausafjármarkmiðum sínum (Norges Bank, 2014):

Lán frá seðlabanka sem má telja með í útreikningi á LCR

Leyfi til banka til að eiga stærri upphæðir af öðrum lausafjáreignum sem hafa lægra vægi í vegnum heildarlausafjáreignum

Notkun á hágæða lausafjáreignum í öðrum gjaldmiðlum

Ungverjaland notast við örlítið frábrugðnara fjármögnunarhlutfall til langs tíma heldur

en NSFR sem Basel-nefndin setti fram, sem kallast FFAR (e. Foreign Funding Adequacy

Ratio). Innleiðing á FFAR mun leiða til þess að kröfur á gjaldeyrisvarasjóði hjá Seðlabanka

Ungverjalands munu lækka og auka stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Eins og sjá má í

Page 29: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

28

töflu 6 voru lágmarkskröfur hækkaðar úr 65% í 75% þann 1. júlí 2014 og hækka síðan um

5% á sex mánaða fresti þar til 100% lágmarki verður náð þann 1. janúar 2017 (MNB, e.d.).

Tafla 6: Lágmarks fjármögnunarhlutfall Ungverjalands (MNB, e.d.).

1. janúar 2014

1. júlí 2014

1. janúar 2015

1. júlí 2015

1. janúar 2016

1. júlí 2016

1. janúar 2017

Lágmarks FFAR 65% 75% 80% 85% 90% 95% 100%

Ungverjaland notast við LCR hlutfall sem byggir á því sama og Ísland notar til þess

mæta skammtímalausafjárkröfum sínum. Eins og sjá má í töflu 7 þá er lágmarkshlutfallið

sem þarf að uppfylla í byrjun árs 2014 eru 60% sem mun hækka árlega um 10% þar til það

verður orðið 100% árið 2018 (MNB, e.d.). Ungverjar státa af góðum lausafjárforða, en í

fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans í Ungverjalandi frá árinu 2014, er sagt að

lausafjárforði bankanna sé 2,5 sinnum yfir lágmarkskröfum um lausafjárhlutfall sem var

60% á þeim tíma þegar skýrslan var gefin út (MNB, 2014).

Tafla 7: Lágmarks lausafjárhlutfall Ungverjalands (MNB, 2014).

1. janúar 2014

1. janúar 2015

1. janúar 2016

1. janúar 2017

1. janúar 2018

Min LCR 60% 70% 80% 90% 100%

Page 30: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

29

7 Áhrif á íslenska markaðinn og framtíðarhorfur

Fjármögnunarhlutfall íslensku viðskiptabankanna í erlendum gjaldmiðlum í lok árs 2014

var langt yfir þeim lágmarksviðmiðum sem sett hafa verið, eða um 136%. Lausafjárstaða

íslensku bankanna er mjög sterk bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum.

Lausar eignir þeirra eru mjög sterkar og eiga þeir til nægar erlendar eignir til að greiða

niður nær öll sín erlendu lán, óháð bindingu. Á undanförnum árum hefur íslenska

bankakerfið unnið markvisst að því að vinna til baka það traust sem tapaðist í

efnahagshruninu árið 2008 og hafa aftur byrjað að fjármagna sig með erlendri

skuldabréfaútgáfu. Það er mikilvægt fyrir bankana að auka við markaðsfjármögnun sína

og reyna að lengja binditíma fjármögnunarinnar. Bankarnir eru að mestum hluta

fjármagnaðir með áhættulitlum óbundnum innlánum og gerir Seðlabankinn þær kröfur til

bankanna að þeir skuli hafa lausar eignir sem nema tæplega 45% innlána þeirra sem eru

laus innan þrjátíu daga og hafa bankarnir haft um 73% innlána laus innan þess tímaramma

(Seðlabanki Íslands, 2015). Eins og sjá má á myndum 3 og 4 þá uppfylltu bankarnir allar

þær lausafjárkröfur sem þeim höfðu verið settar fyrir árið 2014, bæði í erlendri mynt og

fyrir lausafjárhlutfallið í heild (Arion banki, 2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn,

2014).

Page 31: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

30

Mynd 3: Lausafjárhlutfall íslensku viðskiptabankanna í erlendri mynt (Arion banki, 2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn, 2014).

Mynd 4: Heildarlausafjárhlutfall íslensku viðskiptabankanna (Arion banki, 2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn, 2014).

0%

100%

200%

300%

400%

500%

600%

700%

31.12.2013 31.3.2014 30.6.2014 30.9.2014 31.12.2014

Prósenta

Dagsetning

Arion Íslandsbanki Landsbankinn Lágmarkskröfur

0%

20%

40%

60%

80%

100%

120%

140%

160%

180%

200%

31.12.2013 31.3.2014 30.6.2014 30.9.2014 31.12.2014

Prósenta

Dagsetning

Arion Íslandsbanki Landsbankinn Lágmarkskröfur

Page 32: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

31

Meðal lausafjárstaða Arion banka var 233,4% í erlendri mynt og 149,6% fyrir

lausafjárhlutfallið í heild. Íslandsbanki var með 334,6% í erlendri mynt og 126,2% í heild

og Landsbankinn var með 295,2% í erlendri mynt og 111% fyrir lausafjárhlutfallið í heild

(Arion banki, 2014) (Íslandsbanki, 2014) (Landsbankinn, 2014).

Innleiðing lausafjárreglnanna á Íslandi virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á afkomu

bankanna. Samanlagður hagnaður þeirra var u.þ.b. 17 milljörðum hærri fyrir árið 2014 en

árið 2013. Hins vegar má rekja stóran hluta hagnaðar þeirra til endurmats eigna og

annarra einskiptisliða svo erfitt er að meta bein áhrif reglnanna á afkomu enn sem komið

er (Seðlabanki Ísland, 2015).

Page 33: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

32

8 Lokaorð

Það er mikilvægt að fylgjast vandlega með þeim áhættuþáttum sem fylgja bankarekstri,

svo sem lausafjár- og fjármögnunaráhættu. Innleiðing lausafjár- og fjármögnunarreglna

var mikilvægt skref í að vakta þessa áhættuþætti, en samhliða innleiðingu á þeim er

mikilvægt að fylgjast einnig með öðrum mælikvörðum. Aðrir mælikvarðar eru t.d. útlán

sem hlutfall af innlánum (e. loan-to-deposit), innlán sem hlutfall af stöðugri fjármögnun

(e. loan-to-stable funding) ásamt fleirum. Auðvitað er alltaf hægt að vera vitur eftir á en

óhætt er að segja, að ef lausafjár- og fjármögnunarreglurnar hefðu verið innleiddar ekki

seinna en árið 2003, samhliða einkavæðingu bankanna, hefði staðan líklega verið

öðruvísi. Á árunum fyrir fjármálaáfallið var aðeins fylgst með lausafjárhlutföllum

bankanna í íslenskum krónum og voru aðferðir Seðlabankans til að fylgjast með

hlutföllunum í erlendri mynt á tilraunastigi. Einnig hefði verið mikilvægt að fylgjast betur

með samstæðum eins og gert er í dag. Seðlabankinn gerir strangar lágmarkskröfur til

viðskiptabankanna, bæði í kröfum um laust fé og stöðuga fjármögnun og samkvæmt

árshluta– og ársuppgjörum er lausafjárstaða þeirra langt yfir þeim lágmarkskröfum sem

Seðlabankinn setur. Útreikningur á fjármögnunarhlutfalli þeirra er einnig yfir þeim

lágmörkum sem sett hafa verið, eða 136% fyrir viðskiptabankana þrjá þar sem

lágmarksviðmið eru 100%. Hefðu gömlu bankarnir haft þessa sterku lausafjárstöðu og

miklu erlendu lausafjáreignir hefðu bankarnir verið betur í stakk búnir að kljást við

alþjóðlegu lausafjárkrísuna árið 2008. Í markmiðum Seðlabankans liggja fyrir áætlanir um

að innleiða viðbót við fjármögnunarhlutfallið og innleiða fjármögnunarhlutfall til þriggja

ára á árinu 2015 og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif sú viðbót mun hafa á

efnahagsreikning bankanna. Búast má við enn frekari bindingu innlána, frekari

markaðsfjármögnun til langs tíma á erlendum mörkuðum og að einhverjar breytingar

verði á rekstri bankanna til að uppfylla hlutföllin, sem teljast í strangari kantinum,

alþjóðlega séð.

Þó svo að viðskiptabankarnir séu að standa sig vel núna miðað við síðustu uppgjör þá er

óvitað hvað framtíðin ber í skauti sér. Kröfur Seðlabankans verða strangari á milli ára og

erfiðara verður að uppfylla kröfurnar.

Page 34: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

33

Heimildaskrá

Arion. (2014). Pillar 3 Risk Disclosures. Sótt 13. mars af https://www.arionbanki.is/library/Skrar/English/About-the-Bank/Investor-Relations/Financial-information/Pillar-3-Risk-Disclosures---ahaettuskyrsla/Pillar_3_Risk__Disclosures-2014.pdf

Basel Committee on Banking Supervision. (2013). Basel III: The Liquidity Coverage Ratio and liquidity risk monitoring tools. Sótt 14. mars 2015 af http://www.bis.org/publ/bcbs238.pdf

Basel Committee on Banking Supervision. (2014-a). A Brief History of the Basel Committee. Sótt 14. febrúar 2015 af http://www.bis.org/bcbs/history.pdf

Basel Committee on Banking Supervision. (2014-b). Basel III: the net stable funding ratio. Sótt 4. mars 2015 af http://www.bis.org/bcbs/publ/d295.pdf

Danmarks Nationalbank. (2014). Financial Stability 2nd half. Sótt 12. apríl 2015 af http://www.nationalbanken.dk/en/publications/Documents/2014/12/Financial%20Stability%202nd%20Half%202014.pdf

Fjármálaeftirlitið. (2014). Stefna Fjármálaeftirlitsins. Sótt 11. apríl 2015 af http://www.fme.is/media/um-fme/S-T-E-F-N-A---Fjarmalaeftirlitsins-6-10-14.pdf

Fjármálaeftirlitið. (e.d.). Hlutverk Fjármálaeftirlitsins. Sótt 11. apríl 2015 af http://www.fme.is/um-fme/hlutverk-fme/

Guðmundur Magnússon. (2003). Eiginfjárreglur og áhættustjórnun banka: Basel I og II. Fjármálatíðindi, 50(2)

Horcher, K. A. (2006). Essentials of managing treasury (33. Bindi). Wiley.com. Sótt 28. apríl 2015 af http://books.google.is/books?hl=en&lr=&id=y6mHuZobwZgC&oi=fnd&pg=PT5&dq=essentials+of+managing+treasury&ots=sjdJwpQmhR&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false

Íslandsbanki. (2014). Pillar 3 Report. Sótt 13. mars 2015 af https://islandsbanki.is/library/Skrar/IR/Afkoma/IslandsbankiPillar3Report2014.pdf

Íslandsbanki. (2015). Íslandsbanki publishes a pillar 3 report. Sótt 14. mars 2015 af https://www.islandsbanki.is/english/about-islandsbanki/news/news-item/2015/03/31/Islandsbanki-publishes-a-pillar-3-report-/

Landsbanki Íslands. (2014). Risk and Capital Management 2014. Sótt 23. mars 2015 af http://www.landsbankinn.is/Uploads/Documents/ArsskyrslurOgUppgjor/Landsbankinn-Pillar-III-Risk-Report-2014.pdf

Landsbanki Íslands. (e.d.). Áhættustýring. Sótt 12. mars 2015 af http://www.landsbankinn.is/um-bankann/skipulag/skipurit/ahaettustyring/

Page 35: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

34

Lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði nr. 123/1993

Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001

Magyar Nemzeti Bank. (2014). Financial Stability Report. Sótt 14. apríl 2015 af http://english.mnb.hu/Root/Dokumentumtar/ENMNB/Kiadvanyok/mnben_stabil/stabilmnben_stab_jel_201411/Financial_Stability_Report_November_2014.pdf

Magyar Nemzeti Bank. (e.d.). Tighter liquidity rules to strengthen bankin sector stability. Sótt 14. apríl af http://english.mnb.hu/mnben_pressroom/press_releases/mnben_pressreleases_2014/mnben_pressrelease_20140429

Norges Bank. (2014). Financial stability report vulnerabilities and risks. Sótt 15. apríl

2015 af http://static.norges-bank.no/pages/101551/FinancialStability_2014_www.pdf

Ragnar Hafliðason. (2007). Basel II lögfest á Íslandi. Sótt af 20. febrúar 2015 http://www.fme.is/media/frettir/08.03.2007.Vidtal_vid_Ragnar_Haflidason_um_Basel_II_(2).pdf

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010-a). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir – Bindi 1. Sótt 16. apríl 2015 af http://rna.is/media/skjol/RNABindi1.pdf

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010-b). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir – Bindi 2. Sótt 16. apríl 2015 af http://rna.is/media/skjol/RNABindi2.pdf

Rannsóknarnefnd Alþingis. (2010-c). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir – bindi 5. Sótt 16. apríl af http://rna.is/media/skjol/RNABindi5.pdf

Seðlabanki Íslands. (2014-a). Leiðbeiningar við reglur um fjármögnunarreglur í erlendum gjaldmiðlum nr. 1032/2014. Sótt 21. mars 2015 af http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%C3%B6%C3%B0ugleiki/Lei%C3%B0beiningar%20um%20%C3%BAtfyllingu%20fj%C3%A1rm%C3%B6gnunarhlutfalls%20skv.%20reglum%20um%20fj%C3%A1rm%C3%B6gnunarhlutfall%20%C3%AD%20erlendum%20gjaldmi%C3%B0lum%20nr.%201032_2014%20%C3%BAtg%C3%A1fa%201.0.pdf

Seðlabanki Íslands. (2014-b). Leiðbeiningar við reglur um lausafjárhlutfall o.fl. nr. 1031/2014. Sótt 18. mars 2015 af http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%C3%B6%C3%B0ugleiki/Lei%C3%B0beiningar%20-%20lausafj%C3%A1rhlutfall%20og%20innst%C3%A6%C3%B0uyfirlit%2010312014_ver%201.0.pdf

Page 36: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

35

Seðlabanki Íslands. (2014-c). Fjármálastöðugleiki rit 2. Sótt 1. mars 2015 af http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn---EN/Financial-Stability-Report/Heildarskjal.pdf

Seðlabanki Íslands. (2014-d). Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands endurnýja samstarfssamning sinn. Sótt 29. apríl 2015 af http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2014/12/05/Fjarmalaeftirlitid-og-Sedlabanki-Islands-endurnyja-samstarfssamning-sinn/

Seðlabanki Íslands. (2014-e). Fjármálastöðugleiki rit 1. Sótt 28. apríl 2015 af http://sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%C3%B6%C3%B0ugleiki/2014-1/Heildarskjal.pdf

Seðlabanki Íslands. (2015). Fjármálastöðugleiki rit 1. Sótt 24. apríl 2015 af http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Fj%C3%A1rm%C3%A1last%C3%B6%C3%B0ugleiki/2015-1/Heildarskjal%20-%20Copy%20%281%29.pdf

Seðlabanki Íslands. (ágúst 2012). Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Sótt 24. apríl 2015 af http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Sérrit/Sérrit%20nr%20%206%20_Varúðarreglur%20-%20Copy%20(1).pdf

Seðlabanki Íslands. (e.d.-a). Laust fé og stöðug fjármögnun. Sótt 20. 10. febrúar af http://www.sedlabanki.is/fjarmalastodugleiki/laust-fe-og-stodug-fjarmognun/

Seðlabanki Íslands. (e.d.-b). Seðlabankinn. Sótt 10. apríl 2015 af http://www.sedlabanki.is/sedlabankinn/-sedlabankinn/

Seðlabanki Íslands. (e.d.-c). Fjármálastöðugleiki. Sótt 2. maí 2015 af http://www.sedlabanki.is/fjarmalastodugleiki/

Page 37: Davíð Atli Steinarsson Leiðbeinandi: Guðrún …°...Innleiðingar á lausafjár- og fjármögnunarreglum á Íslandi Davíð Atli Steinarsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

36