30
í Rúmeníu Félagsleg réttindi þín

í Rúmeníu...Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu júlí 2012 4 I. Kafli: Inngangur, skipulag og fjármögnun Inngangur Opinberar

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • í Rúmeníu

    Félagsleg réttindi þín

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 2

    Þær upplýsingar sem fram koma í þessari handbók hafa verið samdar og uppfærðar í

    náinni samvinnu við innlenda hliðstæðu Hins Gagnkvæma upplýsingakerfis ESB um

    félagslega vernd (Mutual Information System on Social Protection - MISSOC).

    Frekari upplýsingar um MISSOC tengslanetið má nálgast hjá:

    http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=815

    Handbókin er almenn lýsing á almannatryggingakerfum viðkomandi landa. Frekari

    upplýsingar fást í öðru efni sem MISSOC hefur gefið út og er allt fáanlegt gegnum

    framangreindan tengil. Þér er einnig heimilt að hafa samband við til þess bær yfirvöld

    og stofnanir sem taldar eru upp í Viðauka við þessa handbók.

    Hvorki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins né nokkur fulltrúi á vegum hennar

    verður gerður ábyrgur fyrir notkun upplýsinga sem fram koma í riti þessu.

    © Evrópusambandið, 2012

    Afritun er leyfð sé heimildar getið.

    http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=815

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 3

    Efnisyfirlit

    I. Kafli: Inngangur, skipulag og fjármögnun .......................................................... 4 Inngangur ...................................................................................................... 4 Skipulag félagslegrar verndar ........................................................................... 4 Fjármögnun ................................................................................................... 5

    II. Kafli: Heilsugæsla ......................................................................................... 7 Hvenær átt þú rétt á heilsugæslu? .................................................................... 7 Hvaða þættir eru tryggðir? ............................................................................... 7 Hvernig fær maður heilbrigðisþjónustu? ............................................................. 7

    III. Kafli: Sjúkrabætur í peningum ....................................................................... 8 Hvenær átt þú rétt á sjúkrabótum í peningum? .................................................. 8 Hvaða þættir eru tryggðir? ............................................................................... 8 Hvernig fást sjúkrabætur í peningum? ............................................................... 9

    IV. Kafli: Bætur til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar ..........................10 Hvenær átt þú rétt á bótum til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar? .....10 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................10 Hvernig á að fá mæðrabætur? .........................................................................10

    V. Kafli: Örorkubætur ........................................................................................11 Hvenær átt þú rétt á örorkubótum? ..................................................................11 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................11 Hvernig fær maður örorkubætur? ....................................................................12

    VI. Kafli: Ellilífeyrir og bætur til aldraðra ..............................................................14 Hvenær átt þú rétt á bótum til aldraðra? ...........................................................14 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................15 Hvernig fást bætur aldraðra? ...........................................................................16

    VII. Kafli: Bætur fyrir eftirlifendur .......................................................................17 Hvenær átt þú rétt á bótum fyrir eftirlifendur? ...................................................17 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................18 Hvernig á að fá bætur fyrir eftirlifendur? ...........................................................18

    VIII. Kafli: Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma .......................................20 Hvenær átt þú rétt á bótum vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma? ....................20 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................21 Hvernig fást bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma? .................................21

    IX. Kafli: Fjölskyldubætur ..................................................................................23 Hvenær átt þú rétt á fjölskyldubótum? .............................................................23 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................23 Hvernig á að fá fjölskyldubætur? .....................................................................24

    X. Kafli: Atvinnuleysi .........................................................................................25 Hvenær átt þú rétt á atvinnuleysisbótum? .........................................................25 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................25 Hvernig á að fá atvinnuleysisbætur? .................................................................26

    XI. Kafli: Lágmarksframfærsla ............................................................................27 Hvenær átt þú rétt á bótum vegna lágmarksframfærslu? ....................................27 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................27 Hvernig er hægt að fá bætur vegna lágmarksframfærslu? ...................................27

    XII. Kafli: Langtíma umönnun ............................................................................28 Hvenær átt þú rétt á langtíma umönnun? .........................................................28 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................28 Hvernig er langtíma umönnun fengin? ..............................................................29

    Viðauki: Hagnýt póstföng og vefsíður ..................................................................30

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 4

    I. Kafli: Inngangur, skipulag og fjármögnun

    Inngangur

    Opinberar stofnanir, í nánu samráði við einkareknar stofnanir, tryggja félagslega vernd

    í Rúmeníu.

    Opinberar stofnanir, er fást við félagslega vernd, sinna margvíslegum verkefnum á

    vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

    Á vettvangi ríkisins eru það ráðuneyti eða landsstofnanir sem sjá um vernd fyrir

    einstaklinga í tengslum við vanheilsu/heilsu, mæðravernd, örorku, elli, eftirlifendur,

    vinnuslys og vinnusjúkdóma, fjölskyldur/börn og atvinnuleysi.

    Á vettvangi sveitarfélaga eru það bæjarstjórnir og félagsþjónustur sveitarfélaga sem

    sinna þörfum einstaklinga samkvæmt meginreglum um félagslega samstöðu og

    félagslega þátttöku.

    Lífeyrisfélögin eru helstu einkareknu stofnanirnar sem fást við félagslega vernd. Þau

    eru nýjar stofnanir sem hófu starfsemi sína fyrir skömmu síðan og bera ábyrgð á

    greiðslum lífeyris vegna örorku, elli og til eftirlifenda. Einkareknar félagsþjónustur hafa

    hins vegar það hlutverk að sinna að mestu leyti þörfum einstaklingsins fyrir

    langtímaumönnun.

    Skipulag félagslegrar verndar

    Stjórnsýsla ríkisins

    Ráðuneyti atvinnumála, fjölskyldu og félaglegrar verndar (Muncii, Familiei si Protecţiei

    Sociale) innleiðir stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og fjölskyldumálum, og á sviði

    jafnréttis og félagslegrar verndar.

    Heilbrigðisráðuneytið (Ministerul Sănătăţii) mótar stefnu og átaksverkefni á sviði

    heilbrigðismála samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Það samræmir og stýrir

    innleiðingu stefnu og átaksverkefnum á sviði heilbrigðismála í landinu öllu, í héruðum

    og sveitarfélögum.

    Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á umbótaferlinu á sviði heilbrigðismála; það

    skipuleggur, samræmir og leiðbeinir í aðgerðum sem tryggja eiga heilbrigði

    landsmanna, sinnir forvörnum og berst gegn háttum, sem skaða heilsu.

    Landvarnarráðuneytið (Ministerul Apărării Naţionale), stjórnsýslu- og

    innanríkisráðuneytið (Ministerul Administraţiei si Internelor) og rúmenska

    leyniþjónustan (Serviciul Român de Informaţii) hafa umsjón með vinnuslysum og

    vinnusjúkdómum, sjúkradagpeningum, bótum til feðra og mæðra og fjölskyldubótum,

    hvað varðar starfsfólk er vinnur við landvarnir, almannaöryggi og þjóðaröryggi, sjálf

    og gegnum lífeyrisfélög og lífeyriskerfi hins opinbera.

    Almannalífeyrisstofnun ríkisins (Casa Naţională de Pensii Publice) er sjálfstæð, opinber

    stofnun. Hún stjórnar opinbera lífeyriskerfinu og umsýslukerfinu vegna vinnuslysa og

    vinnusjúkdóma.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 5

    Vinnumálastofnun ríkisins (Agentia Naţională pentru Ocuparea Forţei de Muncă) er

    sjálfstæð opinber stofnun, sem stjórnar atvinnuleysistryggingakerfi landsins.

    Heilsutryggingastofnun ríkisins (Casa Naţională de Asigurări de Sănătate) er sjálfstæð

    opinber stofnun sem stjórnar heilsutryggingakerfinu. Heilbrigðisráðuneyti landsins

    samræmir starf hennar.

    Stjórnsýsla sveitarfélaga

    Bæjarstjórnaryfirvöld og félags- og barnaverndarþjónustur sveitarfélaga bera ábyrgð á

    félagslegri aðstoð. Félags- og barnaverndarþjónustur sveitarfélaga heyra undir

    sveitastjórnir.

    Einkaaðilar

    Tryggingastofnun lögfræðinga (Casa de Asigurări a Avocaţilor) stýrir sérstöku og

    sjálfstæðu lífeyris- og almannatryggingakerfi fyrir lögfræðinga.

    Lífeyrissjóðir (societăţi de pensii) stýra lífeyrissjóðum innan einkarekna lífeyriskerfisins

    (önnur stoð) og valkvæma lífeyriskerfisins (þriðja stoð).

    Einkareknu félagsþjónusturnar eru til dæmis dagheimili, dvalarheimili o.s.frv.

    Fjármögnun

    Félagsleg aðstoð er fjármögnuð með félagslegum framlögum, útgjöldum sveitarfélaga

    og ríkisútgjöldum.

    Bæði fjölskyldubætur og félagsleg aðstoð eru fjármagnaðar með skattfé. Aðrar bætur

    eru aðallega fjármagnaðar sem hér segir.

    Aldraðir, eftirlifendur og örorka

    Launþegi:

    Fyrsta stoð: 10,50% (þar með talið 3,5% framlag til annarrar stoðar). Þak er á

    reiknigrunninum sem er fimmfaldar áætlaðar heildartekjur, á hverja tekjuveitu.

    Önnur stoð: 3,5% er dregið af framlagi fyrstu stoðar. Framlagið til annarrar stoðar er

    aukið um 0,5% árlega uns það nær 6%. Þak er á reiknigrunninum sem er fimmfaldar

    áætlaðar heildartekjur, á hverja tekjuveitu.

    Vinnuveitandi:

    Fyrsta stoð: Framlagið er breytilegt eftir vinnuaðstæðum: 20,80% fyrir venjulegar

    vinnuaðstæður, 25,80% fyrir erfiðar vinnuaðstæður og 30,80% fyrir sérstakar

    vinnuaðstæður. Þak er á reiknigrunninum sem er fimmfaldar áætlaðar heildartekjur,

    margfaldaðar með meðalfjölda launþega.

    Önnur stoð: Vinnuveitandi þarf ekki að leggja framlag.

    Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

    Fyrsta stoð: 31,30% (að inniföldu 3,5% framlagi til annarrar stoðar).. Lágmark er á

    reiknigrunninum sem er 35% af áætluðum meðal heildartekjum, og hámark sem er

    fimmfaldar áætlaðar meðal heildartekjur.

    Önnur stoð: 3,5% er dregið af framlagi fyrstu stoðar. Framlagið til annarrar stoðar er

    aukið um 0,5% árlega uns það nær 6%. Lágmark er á reiknigrunninum sem er 35% af

    áætluðum meðal heildartekjum, og hámark sem er fimmfaldar áætlaðar meðal

    heildartekjur.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 6

    Sjúkdómar, meðganga og fæðing

    Launþegi:

    Framlagið fyrir bætur í fríðu er 5,5%. Ekkert framlag er fyrir peningabætur. Ekkert

    hámark er á reiknigrunninum.

    Vinnuveitandi:

    Framlagið er 5,2% fyrir bætur í fríðu og 0,85% fyrir peningabætur. Hvað varðar

    framlagið fyrir peningabætur þá samsvarar hámarkið á reiknigrunninum 12 földum

    lágmarksheildartekjum fyrir hvern launþega.

    Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

    Framlagið er 5,5% fyrir bætur í fríðu og 0,85% fyrir peningabætur.

    Hvað varðar framlag fyrir bætur í fríðu þá er lágmarkið á reiknigrunninum

    lágmarksheildartekjurnar.

    Hvað varðar framlagið fyrir peningabætur þá samsvarar hámarkið á reiknigrunninum

    12 földum lágmarksheildartekjum.

    Lífeyrisþegar:

    Framlagið fyrir bætur í fríðu er 5,5%. Ekkert framlag er fyrir peningabætur. Framlagið

    fyrir bætur í fríðu má ekki lækka lífeyrinn þannig að hann fari niður fyrir 740 RON (166

    evrur).

    Atvinnuleysi

    Launþegi:

    Framlagið er 0,5%. Þak er á reiknigrunninum sem er fimmfaldar áætlaðar

    heildartekjur, á hverja tekjuveitu.

    Vinnuveitandi:

    Framlagið er 0,5%. Ekkert hámark er á reiknigrunninum.

    Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

    Frjáls trygging. Framlagið er 1%. Lágmark er á reiknigrunninum sem samsvarar

    lágmarksheildartekjum og hámark sem er fimmfaldar áætlaðar meðalheildartekjur.

    Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma

    Launþegi:

    Launþegi þarf ekki að leggja framlag.

    Vinnuveitandi:

    Framlagið er á milli 0,15% til 0,85% eftir áhættuflokkum. Ekkert hámark er á

    reiknigrunninum.

    Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

    Frjáls trygging. Framlagið er 1%.

    Lágmark er á reiknigrunninum sem er 35% af áætluðum meðal heildartekjum, og

    hámark sem er fimmfaldar áætlaðar meðal heildartekjur.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 7

    II. Kafli: Heilsugæsla

    Hvenær átt þú rétt á heilsugæslu?

    Allir einstaklingar, sem búsettir eru í Rúmeníu, eru tryggðir af almannatryggingasjóði

    landsins, þeirra á meðal erlendir ríkisborgarar sem hafa fasta búsetu í landinu.

    Til að eiga rétt á heilbrigðisþjónustu skal tryggði einstaklingurinn og einstaklingar á

    framfærslu hans/hennar hafa greitt framlög í að minnsta kosti 6 mánuði á síðustu 12

    almanaksmánuðum. Engin skilyrði eiga við um neyðaruppskurði, berkla, eyðni eða

    aðra smitsjúkdóma.

    Háskólanemar, fólk í herþjónustu og fangar njóta einnig heilbrigðisþjónustu.

    Einstaklingar með tímabundna búsetu og starfsfólk sendiráða í Rúmeníu geta fengið

    valkvæma sjúkratryggingu.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Heilsutryggingin nær til ákveðinna flokka heilbrigðisþjónustu.

    Heilbrigðisráðuneytið uppfærir flokkana reglulega (sjá

    http://www.ms.ro/documente/401_1079_Nota%20pachet%202.07..doc vegna lista

    um flokkana). Grunnheilbrigðisþjónustan í þessum flokkum er ókeypis, en

    sjúklingurinn verður að greiða fyrir lyf (göngudeildarmeðferð) og tannlækninga- og

    augnlæknisfræðilega þjónustu. Ákveðin lyf eru niðurgreidd fyrir vissa flokka

    einstaklinga (aðallega lífeyrisþega).

    Vinsamlegast athugið að þess stundina er verið að endurskoða núverandi löggjöf.

    Hvernig fær maður heilbrigðisþjónustu?

    Sjúkratryggingasjóðir í sveitarfélögum greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna, hvort sem

    um er að ræða almenna heilbrigðisþjónustu eða þjónustu sérfræðinga,

    göngudeildarmeðferð, sjúkrahúsvist, lyf, búnað, endurhæfingu, forvarnarþjónustu,

    mæðravernd, flutninga eða aðra þjónustu.

    Tryggði einstaklingurinn verður að velja heimilislækni fyrir almenna læknisþjónustu.

    Hver tryggður einstaklingur velur sjálfur sinn lækni á eigin grundvelli (nærri heimili

    eða vinnu, færri sjúklingar, hæfi, o.s.frv.). Einungis er hægt að fá viðtöl beint við

    sérfræðinga á staðbundnum sjúkrastofum, ef það er áríðandi. Í öllum öðrum

    neyðartilvikum er það heimilislæknirinn sem gefur út tilvísunina.

    http://www.ms.ro/documente/401_1079_Nota%20pachet%202.07..doc

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 8

    III. Kafli: Sjúkrabætur í peningum

    Hvenær átt þú rétt á sjúkrabótum í peningum?

    Sjúkrabætur í peningum eru greiddar til launþega, búsettra í Rúmeníu (launþega með

    ráðningarsamning; opinberra starfsmanna; dómara; starfsfólks sendiráða og

    ræðisskrifstofa; vissra starfsmanna framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og

    dómsvaldsins; félaga í samvinnufélögum handverksmanna; einstaklinga sem fá

    atvinnuleysisbætur; sjálfstætt starfandi einstaklinga).

    Sjúkrabætur í peningum vegna tímabundins vanhæfis til vinnu

    Þessar bætur eru greiddar í stað launa, sem ekki eru greidd vegna veikinda. Til að

    eiga rétt á slíkum bótum þarf tryggði einstaklingurinn að hafa greitt í að minnsta kosti

    6 mánuði af síðustu 12 almanaksmánuðum áður en vanhæfið varð.

    Engin skilyrði eiga við ef um er að ræða neyðaruppskurð eða berkla, eyðni eða aðra

    smitsjúkdóma. Réttindi eru eignfærð á vissum tímabilum, þar á meðal tímabilum

    þegar viðkomandi þiggur félagslegar bætur og þegar einstaklingar stunda nám í

    háskóla, gegna herþjónustu eða sitja í fangelsi.

    Bætur vegna veikindaforvarna og endurhæfingar til vinnu

    Þessar bætur eru greiddar til einstaklinga sem gangast undir tímabundna

    endurhæfingu með því að starfa í annarri vinnu.

    Greiðsla vegna umönnunar barna

    Tryggði einstaklingurinn á rétt á að gera hlé á starfi sínu og fá sjúkrabætur ef barn

    hans/hennar (til allt að 7 ára aldurs, sem eykst í 18 ár ef barnið er fatlað) verður

    veikt.

    Lækningabætur

    Þessar bætur eru greiddar til einstaklinga sem hafa greitt framlag í að minnsta kosti 1

    mánuð á síðustu 12 mánuðum. Engin skilyrði eiga við um ákveðna flokka íbúa ef um

    er að ræða neyðaruppskurð eða berkla, eyðni eða aðra smitsjúkdóma.

    Ráðuneyti atvinnumála, fjölskyldu og félagslegrar verndar er nú að endurskoða

    núverandi úthlutunarkerfi sjúkrabóta. Strangari skilyrði verða sett hvað varðar rétt á

    tímabundnum bótum eða eftirlaunum.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Sjúkrabætur í peningum vegna tímabundins vanhæfis til vinnu

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 9

    Sjúkrabætur í peningum vegna tímabundins vanhæfis til vinnu nema 75% af

    meðalmánaðarlaunum hins tryggða/hinnar tryggðu (100% fyrir neyðaruppskurð,

    berkla, eyðni eða aðra smitsjúkdóma).

    Tryggði einstaklingurinn á rétt á sjúkrabótum allan þann tíma sem hann/hún er frá

    vinnu vegna veikinda, í allt að 183 daga á ári fyrir hvern sjúkdóm og má framlengja

    þann rétt í sumum tilvikum. Ef um er að ræða berkla og aðra ákveðna sjúkdóma eru

    bæturnar greiddar í eitt ár og möguleiki á að framlengja bótatímabilið í 6 mánuði til

    viðbótar.

    Ef bótaþeginn nær sér ekki eftir þann tíma sem hann/hún á rétt á bótum, getur læknir

    lagt til tímabundin eða varanleg starfslok.

    Stundum getur læknirinn lagt til að vinnutími sé minnkaður; bótaþeginn á því rétt á

    samsvarandi bótum. Þegar þörf er á endurhæfingu getur hinn tryggði/hin tryggða

    einnig átt rétt á baðmeðferð.

    Bætur vegna veikindaforvarna og endurhæfingar til vinnu

    Bæturnar felast í tímabundinni endurhæfingu með því að viðkomandi er settur í annað

    starf og peningabótum, sem koma í stað hluta þeirra tekna sem viðkomandi missti

    vegna fækkunar vinnustunda. Verðgildi bótanna mega ekki vera meiri en 25% af

    meðalmánaðartekjum hins tryggða/hinnar tryggðu síðustu 6 mánuðina áður en

    hann/hún varð vanhæf. Bætur eru greiddar að hámarki 90 daga á ári. Bætur sem

    nema 75% af meðalmánaðarlaunum hins tryggða/hinnar tryggðu síðustu 6 mánuðina

    áður en bótaumsóknin

    Greiðsla vegna umönnunar barna

    Greiðslurnar nema 85% af meðalmánaðarlaunum hins tryggða/hinnar tryggðu síðustu

    6 mánuðina áður en bótaumsóknin var lögð fram. Bæturnar eru greiddar í að hámarki

    45 daga á hverju almanaksári (framlengja má þetta að uppfylltum skilyrðum) fyrir

    barn sem er yngra en 7 ára; 18 ára ef barnið er fatlað.

    Hvernig fást sjúkrabætur í peningum?

    Launþeginn verður að upplýsa og sýna vinnuveitanda fram á gögn sem staðfesta

    vanhæfi innan 5 vinnudaga eftir að hann/hún varð vanhæf.

    Vinnuveitandinn getur ekki ákveðið hvort launþegi sé hæfur til vinnu eða ekki, en ef

    vafi leikur á því getur vinnuveitandi beðið lækni um að staðfesta vanhæfið. Útibú

    Heilsutryggingarstofnunar ríkisins geta einnig látið fara fram mat á vanhæfi tryggða

    einstaklingsins til vinnu, þó hann/hún hafi læknisvottorð sem staðfestir vanhæfið.

    Meðaltekjur á mánuði eru jafnar meðaltekjunum síðustu 6 mánaða áður en vanhæfið varð.

    Hámarksmánaðartekjur, sem tekið er tillit til við útreikning bóta, eru 12 faldar heildarlágmarks mánaðartekjur. Meðaltekjur á mánuði eru jafnar meðaltekjunum síðustu 6 mánaða áður en vanhæfið varð.

    Hámarksmánaðartekjur, sem tekið er tillit til við útreikning bóta, eru 12 faldar heildarlágmarks mánaðartekjur.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 10

    IV. Kafli: Bætur til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar

    Hvenær átt þú rétt á bótum til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar?

    Í Rúmeníu veitir ríkisstjórnin mæðrabætur sem veittar eru móðurinni.eftirfarandi

    bætur til mæðra og feðra:

    Þessi greiðsla er innt af hendi til rúmenskra ríkisborgara, sem búa í landinu og til

    erlendra ríkisborgara, sem hafa misst ríkisborgararétt sinn og búa löglega í Rúmeníu. Í

    báðum tilvikum verður foreldrið að búa með barninu, sem greitt er vegna.

    Mæðrabætur

    Til að eiga rétt á mæðrabótum verður tryggði einstaklingurinn að hafa greitt framlög í

    að minnsta kosti 1 mánuð síðustu 12 mánuði.

    Áhættutengdar mæðrabætur eru greiddar til þungaðs starfsmanns eða móður í vinnu

    til að vernda heilsu hennar eða heilsu barns hennar.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Mæðrabætur

    Mæðrabætur eru greiddar í 120 almanaksdaga til móðurinnar, sem tryggð er (63 daga

    fyrir fæðingu og 63 daga eftir fæðingu barnsins). Frá janúar 2009 fær móðirin 85% af

    meðalmánaðarlaunum sínum síðustu 6 mánuðina allan þann tíma. Upphæðin verður

    aldrei lægri en 600 RON (135 evrur) og aldrei hærri en 4.000 RON (899 evrur) á

    mánuði. Hámarksmánaðartekjur, sem tekið er tillit til við útreikning bóta, eru 12 faldar

    heildarlágmarks mánaðartekjur. Bæturnar eru greiddar þó að barn sé andvana fætt.

    Bæturnar eru greiddar úr almannatryggingasjóðnum.

    Áhættutengdar mæðrabætur

    Greidd eru 75% af meðalmánaðartekjum hins tryggða/hinnar tryggðu í allt að 120

    daga.

    Hvernig á að fá mæðrabætur?

    Mæðrabætur eru greiddar með reglubundnum hætti. Vinnuveitandi sér um greiðslu

    þeirra.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 11

    V. Kafli: Örorkubætur

    Hvenær átt þú rétt á örorkubótum?

    Örorkulífeyrir (fyrsta stoð)

    Einstaklingur sem er/var tryggður í almenna lífeyriskerfinu (fyrsta stoð) á rétt á

    örorkulífeyri (pensie de invaliditate) ef hann/hún verður fyrir að minnsta kosti

    helmings skerðingu á starfsgetu vegna slyss eða sjúkdóms (innifalin eru vinnuslys og

    vinnusjúkdómar).

    Nú um mundir er örorka flokkuð í þrjá flokka: I flokkur tekur til vanhæfni til allrar

    vinnu, þar sem viðkomandi þarf á stöðugri aðhlynningu að halda, II flokkur tekur til

    vanhæfni til allrar vinnu, þar sem viðkomandi þarf ekki á stöðugri aðhlynningu, og III

    flokkur tekur til tilvika þar sem starfsgeta skerðist að minnsta kosti um helming, en

    öryrkinn getur samt sem áður sinnt einhverju starfi.

    Skilyrði um iðgjaldatímabil eru breytileg eftir aldri einstaklingsins þegar læknisvottorð

    um starfsgetu er gefið út. Undanþága er gefin frá ákvæðinu ef vanhæfni

    einstaklingsins verður vegna vinnuslyss, vinnusjúkdóms, geðklofa, æxlismyndunar,

    eyðni, eða vanhæfnin verður meðan viðkomandi gegnir herskyldu.

    Engin skilyrði segja að viðkomandi einstaklingur þurfi að vera tryggður þegar hann

    verður vanhæfur.

    Iðgjaldalaus tímabil, til dæmis tímabil þegar einstaklingur fær örorkulífeyri,

    tímabundnar bætur vegna vanhæfni til vinnu, þegar hann/hún sækir fullt háskólanám

    með það að markmiði að útskrifast o.s.frv.; tekið er tillit til slíkra tímabila þegar

    iðgjaldatímabil eru metin.

    Örorkulífeyrir (önnur stoð)

    Þátttakandi í einkarekna lífeyriskerfinu (önnur stoð) á rétt á eingreiðslu ef hann/hún á

    rétt á örorkulífeyri í flokkum I eða II í fyrstu stoðinni og örorkan er óafturkallanleg.

    Þetta eru bráðabirgðaákvæði. Unnið er að lagasetningu um skipulag og starfsemi

    greiðslukerfisins í einkarekna lífeyriskerfinu.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Örorkulífeyrir (fyrsta stoð)

    Örorkulífeyrir í fyrstu stoð er reiknaður og greiddur mánaðarlega á grundvelli

    punktakerfis.

    Lífeyririnn er ákveðinn með hliðsjón af lengd framlagstímabilsins, tekjum og

    örorkuflokkun (allt eru þetta breytur og misjafnar eftir einstaklingum), sem og

    punktagildi lífeyrisins (það er fasti sem á við um alla lífeyrisþega).

    Mánaðarstigin jafngilda vergum mánaðartekjum deilt með vergum meðaltekjum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 12

    Ársstigin jafngilda summu mánaðarstiganna á einu ári deilt með tólf. Einstaklingur fær

    eignfærð ársstig fyrir iðgjaldslaus tímabil.

    Hann/hún fær einnig eignfærð ársstig fyrir möguleg iðgjaldstímabil er samsvara

    örorkuflokknum. Mögulegt iðgjaldstímabil samsvarar mismuninum milli fulls

    iðgjaldstímabils og iðgjaldstímabilsins, sem náð var áður en kom að dagsetningu

    skráðrar greiðslu á örorkulífeyri í flokkum I eða II. Það getur ekki verið lengra en

    iðgjaldstímabilið sem einstaklingurinn hefði getað náð frá þeim degi sem hann fékk

    fyrst úthlutað greiðslu örorkubóta í flokkum I eða II að hefðbundnum eftirlaunaaldri.

    Meðalársstigin jafngilda summu ársstiganna deilt með öllu iðgjaldstímabilinu.

    Upphæð örorkulífeyrisins er reiknuð sem meðalársstig margfölduð með punktagildi

    lífeyrisins.

    Frá 1. janúar 2013 er punktagildi lífeyrisins uppfært árlega í samræmi við 100% af

    verðbólgustigi plús 50% af raunaukningu á meðalheildartekjum á árinu á undan. Þann

    1. júlí 2012 er punktagildi lífeyris 732,80 RON (165 evrur).

    Einstaklingur sem metinn er í örorkuflokk I á einnig rétt á umönnunarbótum.

    Umönnunarbæturnar jafngilda 80% af punktagildi lífeyrisins.

    Örorkulífeyrisþegar í örorkuflokki III og blindir örorkulífeyrisþegar geta unnið sér inn

    tekjur. En vinnuhlutfall örorkulífeyrisþega í örorkuflokki III má ekki vera hærra en

    helmingur fulls vinnutíma fyrir viðkomandi starf.

    Lífeyrisþegi í hvaða örorkuflokki sem er má fá tekjur vegna starfa sinna í bæjar- eða

    sveitastjórn.

    Við hefðbundinn eftirlaunaaldur breytist örorkulífeyrinn sjálfkrafa í ellilífeyri og

    örorkulífeyrisþeginn er veittar greiðslur úr hagstæðasta flokknum. Umönnunarbætur

    eru áfram greiddar.

    Ef verið er að hefja nýtt framlagstímabil á iðgjöldum getur lífeyrisþeginn beðið um

    endurútreikning lífeyris eftir að hann/hún verður bótaþegi ellilífeyris.

    Ef örorkulífeyrisþegi uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu lífeyrisbóta eftirlifanda úr fleiri en

    einum lífeyrisflokki á hann/hún rétt á að velja greiðslur úr hagstæðasta flokknum.

    Örorkulífeyririnn að frádregnum löglegum frádrætti er tekjuskattskyldur.

    Örorkulífeyrir (önnur stoð)

    Eingreiðslan, sem reiknuð er og greidd úr annarri stoðinni, er jafnhá nettóupphæð

    einstaklingsins á reikningi hans/hennar, sem einstaklingurinn stofnaði í þessu

    lífeyriskerfi.

    Þátttakandanum er tryggð upphæð sem jafngildir framlögum hans/hennar að

    frátöldum kostnaði og greiðslum vegna lögfræðilegrar aðstoðar.

    Hvernig fær maður örorkubætur?

    Örorkulífeyrir (fyrsta stoð)

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 13

    Umsækjandi verður að sækja um örorkulífeyri frá viðeigandi almannalífeyrisstofnun í

    sveitarfélaginu. Almannalífeyrisstofnanir í sveitarfélögum heyra undir

    Almannalífeyrisstofnun ríkisins. Starfsfólk á vettvangi varnarmála, almannaöryggis og

    þjóðaröryggis sækir örorkulífeyri sinn hjá lífeyrisstofnunum tengdum viðkomandi

    stofnunum.

    Örorkuflokkurinn er síðan metinn og vottaður af sérfræðilækni á vegum viðkomandi

    lífeyrisstofnunar, eða sérfræðinefndum herlækna á vegum herspítala. Regluleg

    endurskoðun fer fram þar sem heilsufarsþróun lífeyrisþegans er metin og hvort breyta

    þarf örorkuflokkuninni. Endurskoðunin fer fram á eins til þriggja ára fresti, eftir því um

    hvers kyns örorku er að ræða, uns lífeyrisþeginn nær venjulegum eftirlaunaaldri.

    Lífeyrisþegi, sem á við óafturkallanlega örorku að stríða, sem og örorkulífeyrisþegi

    sem er allt að fimm árum yngri en nemur venjulegum eftirlaunaaldri og nær fullu

    framlagstímabili, er undanþeginn reglubundinni endurskoðun. Vinsamlega athugið að

    einnig er hægt að fara fram á endurskoðun, ef heilsufar batnar eða versnar.

    Umönnunarbætur fást með sama hætti og örorkulífeyririnn.

    Örorkulífeyririnn er greiddur á pósthúsum eða í bönkum.

    Örorkulífeyrir (önnur stoð)

    Umsækjandi verður að sækja um eingreiðsluna frá lífeyrissjóðnum sem heldur utan

    um lífeyrisreikning viðkomandi.

    Eingreiðslan er greidd á pósthúsum eða í bönkum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 14

    VI. Kafli: Ellilífeyrir og bætur til aldraðra

    Hvenær átt þú rétt á bótum til aldraðra?

    Ellilífeyrir (fyrsta stoð)

    Einstaklingur sem er/var tryggður í almannatryggingakerfinu (fyrstu stoð) á rétt á

    ellilífeyri (pensie pentru limită de vârstă) ef hann/hún nær venjulegum eftirlaunaaldri

    og uppfyllir skilyrði um lágmarks framlagstímabil iðgjalda.

    Munur er á venjulegum eftirlaunaaldri karla og kvenna: karlar - 64 ár og 4 mánuðir

    þann 1. júlí 2012, sem fer upp í 65 ár þann 1. janúar 2015 og konur - 59 ár og 4

    mánuðir þann 1. júlí 2012, sem fer upp í 63 ár þann 1. janúar 2030.

    En karlar og konur hafa sama lágmarks framlagstímabil iðgjalda, sem er 13 ár og 8

    mánuðir þann 1. júlí 2012, sem fer upp í 15 ár þann 1. janúar 2015.

    Iðgjaldalaus tímabil, til dæmis tímabil þegar einstaklingur fær örorkulífeyri,

    tímabundnar bætur vegna vanhæfni til vinnu, þegar hann/hún sækir fullt háskólanám

    með það að markmiði að útskrifast o.s.frv.; tekið er tillit til slíkra tímabila þegar

    iðgjaldatímabil eru metin.

    Einstaklingur á rétt á fullum ellilífeyri (pensie pentru limită de vârstă cu stagiu complet

    de cotizare) ef hann/hún uppfyllir bæði skilyrði um venjulegan eftirlaunaaldur og fullt

    framlagstímabil iðgjalda.

    Munur er einnig á fullu framlagstímabili karla og kvenna: karlar - 33 ár og 8 mánuðir

    þann 1. júlí 2012, sem fer upp í 35 ár þann 1. janúar 2015 og konur - 28 ár og 8

    mánuðir þann 1. júlí 2012, sem fer upp í 35 ár þann 1. janúar 2030.

    Sérstök skilyrði eiga einnig við um ákveðna flokka einstaklinga eins og:

    Einstaklinga sem hafa lagt til framlag við sérstök eða erfið vinnuskilyrði;

    Einstaklinga sem voru fatlaðir áður en þeir fengu stöðu tryggingaþega;

    Einstaklinga sem sættu ofsóknum vegna pólitískra ástæðna af hálfu

    stjórnvaldanna, sem komust til valda eftir 6. mars 1945, voru reknir úr landi eða

    urðu stríðsfangar.

    Ef einstaklingur uppfyllir þessi sérstöku skilyrði á hann/hún rétt á ellilífeyri með

    lækkuðum venjulegum ellilífeyrisaldri (pensie pentru limită de vârstă cu reducerea

    vârstelor standard de pensionare).

    Einstaklingur sem greiðir í að lágmarki 8 ár umfram fulla framlagstímabilið á rétt á

    snemmteknum ellilífeyri (pensie anticipată) allt að 5 árum áður en hann/hún nær

    hefðbundnum ellilífeyrisaldri.

    Einstaklingur sem greiðir í að lágmarki 8 ár umfram fulla framlagstímabilið á rétt á

    snemmteknum ellilífeyri að hluta (pensie anticipată partială) einnig allt að 5 árum áður

    en hann/hún nær hefðbundnum ellilífeyrisaldri.

    Ellilífeyrir (önnur stoð)

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 15

    Þátttakandi í einkarekna lífeyriskerfinu (önnur stoð) á rétt á eingreiðslu ef hann/hún á

    rétt á ellilífeyri samkvæmt fyrstu stoðinni.

    Þetta eru bráðabirgðaákvæði. Unnið er að lagasetningu um skipulag og starfsemi

    greiðslukerfisins í einkarekna lífeyriskerfinu.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Ellilífeyrir (fyrsta stoð)

    Ellilífeyrir í fyrstu stoð er reiknaður og greiddur mánaðarlega á grundvelli punktakerfis.

    Lífeyririnn er ákveðinn með hliðsjón af lengd framlagstímabilsins og tekjum (allt eru

    þetta breytur og misjafnar eftir einstaklingum), sem og punktagildi lífeyrisins (það er

    fasti sem á við um alla lífeyrisþega).

    Mánaðarstigin jafngilda vergum mánaðartekjum deilt með vergum meðaltekjum.

    Ársstigin jafngilda summu mánaðarstiganna á einu ári deilt með tólf. Einstaklingur fær

    eignfærð ársstig fyrir iðgjaldslaus tímabil.

    Meðalársstigin jafngilda summu ársstiganna deilt með öllu iðgjaldstímabilinu.

    Upphæð ellilífeyrisins er reiknuð sem meðalársstig margfölduð með punktagildi

    lífeyrisins.

    Ellilífeyririnn með lækkuðum venjulegum eftirlaunaaldri, snemmtekni ellilífeyririnn, og

    snemmtekni ellilífeyririnn að hluta eru reiknaðir á sama hátt og ellilífeyririnn. Þó eru

    iðgjaldslausu tímabilin ekki tekin með ef um er að ræða útreikning á snemmteknum

    ellilífeyri og snemmteknum ellilífeyri að hluta. Ef um er að ræða snemmtekinn ellilífeyri

    að hluta er upphæðin lækkuð er samsvarar fjölda mánaða í fyrirframtöku.

    Ellilífeyrisþeginn og ellilífeyrisþeginn með lækkaðan venjulegan eftirlaunaaldur eiga

    rétt á að afla sér tekna með vinnu.

    Ellilífeyrisþeginn, sem fær eftirlaun sín snemma og ellilífeyrisþeginn, sem fær

    hlutalífeyrinn sinn snemma, mega ekki afla sér tekna með vinnu, nema fyrir vinnu sína

    í bæjar- eða sveitarstjórn.

    Lífeyrisþeginn má biðja um endurútreikning lífeyris hvenær sem er ef hann/hún hefur

    nýtt framlagstímabil á iðgjöldum.

    Frá 1. janúar 2013 er punktagildi lífeyrisins uppfært árlega í samræmi við 100% af

    verðbólgustigi plús 50% af raunaukningu á meðalheildartekjum á árinu á undan. Þann

    1. júlí 2012 er punktagildi lífeyris 732,80 RON (165 evrur).

    Ellilífeyririnn, ellilífeyririnn með lækkuðum venjulegum eftirlaunaaldri, snemmtekni

    ellilífeyririnn, og snemmtekni ellilífeyririnn að hluta að frádregnum lögboðnum

    frádrætti, eru tekjuskattskyldir.

    Ellilífeyrir (önnur stoð)

    Eingreiðslan, sem reiknuð er og greidd úr annarri stoðinni, er jafnhá nettóupphæð

    einstaklingsins á reikningi hans/hennar, sem einstaklingurinn stofnaði í þessu

    lífeyriskerfi.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 16

    Þátttakandanum er tryggð upphæð sem jafngildir framlögum hans/hennar að

    frátöldum kostnaði og greiðslum vegna lögfræðilegrar aðstoðar.

    Hvernig fást bætur aldraðra?

    Ellilífeyrir (fyrsta stoð)

    Þú þarft að sækja um ellilífeyri frá viðeigandi almannalífeyrisstofnun.

    Almannalífeyrisstofnanir í sveitarfélögum heyra undir Almannalífeyrisstofnun ríkisins.

    Starfsfólk á vettvangi varnarmála, almannaöryggis og þjóðaröryggis sækir ellilífeyri

    sinn hjá lífeyrisstofnunum tengdum viðkomandi stofnunum.

    Ellilífeyririnn með lækkuðum venjulegum eftirlaunaaldri, snemmtekni ellilífeyririnn, og

    snemmtekni ellilífeyririnn að hluta heyra undir sama umsóknarferli og ellilífeyririnn.

    Ellilífeyririnn er greiddur á pósthúsum eða í bönkum.

    Ellilífeyrir (önnur stoð)

    Þú verður að sækja um eingreiðsluna frá lífeyrissjóðnum sem heldur utan um

    lífeyrisreikning þinn.

    Eingreiðslan er greidd á pósthúsum eða í bönkum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 17

    VII. Kafli: Bætur fyrir eftirlifendur

    Hvenær átt þú rétt á bótum fyrir eftirlifendur?

    Bætur fyrir eftirlifendur (fyrsta stoð)

    Einstaklingur á rétt á bótum fyrir eftirlifendur (pensie de urmaş) ef hann/hún er

    eftirlifandi maki eða barn hins látna/hinnar látnu, og hinn látni/hin látna var, er

    hann/hún dó, lífeyrisþegi eða átti rétt á lífeyri í almannatryggingakerfinu (fyrsta stoð).

    Til að eiga rétt á bótum fyrir eftirlifendur verður eftirlifandi maki að hafa náð

    eftirlaunaaldri, og hann/hún verður að hafa verið í hjónabandi með hinum látna/hinni

    látnu í að minnsta kosti tíu ár.

    Óháð aldri á eftirlifandi maki rétt á bótum fyrir eftirlifendur ef makinn býr við örorku í

    flokki I eða II, að því gefnu að hjónabandið hafi staðið í að minnsta kosti eitt ár.

    Eftirlifandi maki, óháð aldri, á einnig rétt á bótum fyrir eftirlifendur ef tekjur

    hans/hennar eru 35% lægri en áætlaðar meðalheildartekjur og hann/hún er með barn

    á sínu framfæri sem er allt að 7 ára aldri. Ef dauðann bar að vegna vinnuslyss eða

    vinnusjúkdóms, á eftirlifandi maki rétt á bótum fyrir eftirlifendur ef tekjur hans/hennar

    eru lægri en 35% af áætluðum meðalheildartekjum.

    Barn hins látna/hinnar látnu á rétt á bótum fyrir eftirlifendur ef það er að hámarki 16

    ára gamalt (eða á hámarksútskriftaraldri, en þó ekki eldra en 26 ára), eða ef það býr

    við örorku í hvaða flokki sem er og örorkan varir uns barnið nær framangreindum

    aldurstakmörkum.

    Lengd bótatímabils bóta til eftirlifenda er misjafnt; það er annað hvort varanlegt eða

    tímabundið, eftir því hvort skilyrðum er fullnægt.

    Bætur til eftirlifenda (önnur stoð)

    Bótaþegi sem er eftirlifandi eftir einstakling sem var þátttakandi í einkareknum

    lífeyrissjóð (önnur stoð) á rétt á eingreiðslu ef hann/hún er ekki sjálf(ur) þátttakandi í

    annarri stoðinni.

    Bótaþeginn á rétt á að uppsafna á einn reikning ef hann/hún er auk þess þátttakandi í

    annarri stoðinni.

    Ekki má greiða lífeyri til bótaþega (ellilífeyri eða örorkulífeyri) áður en þátttakandi

    deyr.

    Þetta eru bráðabirgðaákvæði. Unnið er að lagasetningu um skipulag og starfsemi

    greiðslukerfisins í einkarekna lífeyriskerfinu.

    Útfararstyrkir (fyrsta stoð)

    Ef tryggður einstaklingur eða lífeyrisþegi deyr, getur hvaða einstaklingur sem greiðir

    kostnað við útförina, farið fram á útfararstyrk (ajutor de deces).

    Tryggði einstaklingurinn eða lífeyrisþeginn á hins vegar rétt á útfararstyrk ef

    fjölskyldumeðlimur, sem er á framfæri viðkomandi og ekki er tryggður, fellur frá.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 18

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Bætur fyrir eftirlifendur (fyrsta stoð)

    Bætur til eftirlifenda eru reiknaðar og greiddar mánaðarlega sem prósenta af ellilífeyri

    eða ellilífeyri með lækkuðum venjulegum eftirlaunaaldri, sem greiddur var, eða hinn

    látni/hin látna hefði getað fengið greiddan.

    Ef hinn látni/hin látna þáði örorkulífeyri, snemmtekinn ellilífeyri, eða snemmtekinn

    ellilífeyri að hluta, eða átti rétt á einhverju af þessu, eru bæturnar til eftirlifenda

    reiknaðar sem prósenta af örorkulífeyri í flokki I.

    Prósentan er breytileg eftir fjölda eftirlifenda, sem eiga bótarétt: 50% fyrir einn

    eftirlifandi, 75% fyrir tvo eftirlifendur og 100% fyrir þrjá eða fleiri eftirlifendur.

    Ef um er að ræða barn sem misst hefur báða foreldra, eru bæturnar til eftirlifenda

    reiknaðar fyrir hvert foreldri og lagðar saman.

    Ef eftirlifandi maki á rétt á annarri tegund bóta getur hann valið hagstæðustu

    bæturnar.

    Frá 1. janúar 2013 er punktagildi lífeyrisins uppfært árlega í samræmi við 100% af

    verðbólgustigi plús 50% af raunaukningu á meðalheildartekjum á árinu á undan. Þann

    1. júlí 2012 er punktagildi lífeyris 732,80 RON (165 evrur).

    Bæturnar til eftirlifenda að frádregnum löglegum frádrætti eru tekjuskattskyldar.

    Bætur til eftirlifenda (önnur stoð)

    Eingreiðslan, sem reiknuð er og greidd úr annarri stoðinni, er jafnhá erfðafjárhluta

    eftirlifandans á reikningnum, sem hinn látni stofnaði í þessu lífeyriskerfi.

    Sami erfðafjárhluti er færður af reikningi hins látna/hinnar látnu á reikning bótaþegans

    þegar hann/hún safnar persónulegum eigum.

    Bótaþeganum er tryggður erfðafjárhluti af heildarframlögum hins látna/hinnar látnu

    að frátöldum kostnaði og greiðslum vegna lögfræðilegrar aðstoðar.

    Útfararstyrkir (fyrsta stoð)

    Löggjafarþingið ákveður upphæð útfararstyrksins árlega.

    Styrkurinn sem er veittur ef tryggður einstaklingur eða lífeyrisþegi deyr má ekki vera

    lægri en áætlaðar heildartekjur og upphæðin, sem veitt er ef ótryggður

    fjölskyldumeðlimur á framfæri deyr, má ekki vera lægri en helmingur fyrrgreindrar

    upphæðar.

    Hvernig á að fá bætur fyrir eftirlifendur?

    Bætur fyrir eftirlifendur (fyrsta stoð)

    Þú þarft að sækja um bætur fyrir eftirlifendur frá viðeigandi almannalífeyrisstofnun.

    Almannalífeyrisstofnanir í sveitarfélögum heyra undir Almannalífeyrisstofnun ríkisins.

    Starfsfólk á vettvangi varnarmála, almannaöryggis og þjóðaröryggis sækir bætur fyrir

    eftirlifendur hjá lífeyrisstofnunum tengdum viðkomandi stofnunum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 19

    Bætur fyrir eftirlifendur eru greiddar á pósthúsum eða í bönkum.

    Bætur til eftirlifenda (önnur stoð)

    Til að fá eingreiðsluna eða uppsafna á einn reikning verðurðu að sækja rétt þinn til

    lífeyrissjóðsins sem sér um lífeyrisreikning þinn.

    Eingreiðslan er greidd á pósthúsum eða í bönkum.

    Útfararstyrkir (fyrsta stoð)

    Þú þarft að sækja um útfararstyrkinn frá viðeigandi almannalífeyrisstofnun,

    lífeyrissjóði, nærliggjandi vinnumiðlun, eða vinnuveitanda, eftir því hver staða hins

    látna/ hinnar látnu var. Almannalífeyrisstofnanir í sveitarfélögum heyra undir

    Almannalífeyrisstofnun ríkisins. Vinnumiðlanir í sveitarfélögum heyra undir

    Vinnumálastofnun ríkisins.

    Einhver af þeim stofnunum, sem nefndar voru hér að ofan, greiða útfararstyrk til þess

    sem á rétt á honum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 20

    VIII. Kafli: Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma

    Hvenær átt þú rétt á bótum vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma?

    Einstaklingur sem tryggður er vegna vinnuslysa og vinnusjúkdóma á rétt á bótum til

    skamms tíma vegna vinnuslyss eða vinnusjúkdóms.

    Rétt er að geta þess að langtímabætur eins og örorkulífeyrir - ef örorka fylgir í kjölfar

    vinnuslyss eða vinnusjúkdóms –eða bætur til eftirlifenda – ef andlát er tilkomið vegna

    vinnuslyss eða vinnusjúkdóms –eru greiddar úr almannatryggingakerfinu.

    Bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu

    Einstaklingur sem er tryggður vegna vinnuslyss eða vinnusjúkdóms á rétt á bótum

    vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu (indemnizaţie pentru incapacitate temporară

    de muncă) ef tímabundin vanhæfni til vinnu stafar af vinnuslysi eða vinnusjúkdómi.

    Engin skilyrði eru um framlagsskyld iðgjaldstímabil.

    Hægt er að greiða bæturnar í 180 daga á hverju ári og fjölga má þeim dögum upp í

    270 daga.

    Bætur vegna tímabundinnar breytingar á vinnustað og fækkunar vinnustunda

    Einstaklingur sem er tryggður fyrir vinnuslysum og vinnusjúkdómum á rétt á

    tímabundinni breytingu á vinnustað (indemnizaţie pentru trecerea temporară in alt loc

    de muncă) ef hann/hún getur ekki unnið á vinnustaðnum vegna vinnuslyss eða

    vinnusjúkdóms og gerir tímabundnar breytingar.

    Það skilyrði er sett að heildarmánaðartekjur tryggða einstaklingsins á nýja

    vinnustaðnum séu lægri en meðalmánaðartekjur sem hann/hún aflaði sér síðustu sex

    mánuðina áður en breytingarnar urðu.

    Tryggði einstaklingurinn á rétt á bótum vegna fækkunar vinnustunda um fjórðung

    (indemnizaţie pentru reducerea timpului de lucru cu o pătrime din durata normală) ef

    hann/hún getur ekki unnið fullan vinnudag vegna vinnuslyss eða vinnusjúkdóms.

    Bæturnar má greiða í 90 daga á hverju ári.

    Sjúkrabætur launþega

    Sjá kaflann um heilsugæslu.

    Örorkubætur

    Sjá kaflann um örorkubætur.

    Bætur til eftirlifenda og útfararstyrkir

    Sjá kaflann um bætur til eftirlifenda.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 21

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu

    Bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu eru reiknaðar og greiddar mánaðarlega

    sem 80% (100% ef um er að ræða bráðatilfelli) af meðalheildar mánaðartekjum

    viðkomandi síðustu sex mánuði áður en vanhæfnin kom til (eða það skeið sem er

    styttra en sex mánuðir).

    Bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu að frádregnum löglegum frádrætti eru

    tekjuskattskyldar.

    Bætur vegna tímabundinnar breytingar á vinnustað og fækkunar vinnustunda

    Bætur vegna tímabundinnar breytingar á vinnustað eru reiknaðar og greiddar

    mánaðarlega sem mismunur milli meðalheildar mánaðartekna viðkomandi síðustu sex

    mánuðina áður en breytingarnar urðu (eða á því skeiði sem er styttra en sex mánuðir)

    á síðasta vinnustað og meðalheildar mánaðartekna á nýja vinnustaðnum.

    Bætur vegna fækkunar vinnustunda eru reiknaðar og greiddar mánaðarlega sem

    mismunur milli meðalheildar mánaðartekna viðkomandi síðustu sex mánuðina áður en

    breytingarnar urðu (eða á því skeiði sem er styttra en sex mánuðir), meðan

    viðkomandi vann fullan vinnudag og meðalheildar mánaðartekna í lægra vinnuhlutfalli.

    Í báðum tilvikum getur mismunurinn, sem bæturnar eiga að jafna, ekki verið hærri en

    25% af meðalheildar mánaðartekjunum sem nefndar voru að ofan.

    Sjúkrabætur launþega

    Sjá kaflann um heilsugæslu.

    Örorkubætur

    Sjá kaflann um örorkubætur.

    Bætur til eftirlifenda og útfararstyrkir

    Sjá kaflann um bætur til eftirlifenda.

    Hvernig fást bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma?

    Bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu

    Umsækjandi getur fengið bætur vegna tímabundinnar vanhæfni til vinnu frá

    vinnuveitanda sínum ef hann er skyldutryggður (til dæmis sem launþegi) eða frá

    viðeigandi lífeyrissjóði er hann/hún er í valfrjálsu aðildarkerfi (til dæmis sjálfstætt

    starfandi einstaklingur).

    Bætur vegna tímabundinnar breytingar á vinnustað og fækkunar vinnustunda

    Sækja verður um bætur til vinnuveitanda bæði vegna tímabundinnar breytingar á

    vinnustað og fækkunar vinnustunda um fjórðung.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 22

    Sjúkrabætur launþega

    Sjá kaflann um heilsugæslu.

    Örorkubætur

    Sjá kaflann um örorkubætur.

    Bætur til eftirlifenda og útfararstyrkir

    Sjá kaflann um bætur til eftirlifenda.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 23

    IX. Kafli: Fjölskyldubætur

    Hvenær átt þú rétt á fjölskyldubótum?

    Barnabætur

    Barn allt að 18 ára aldri (eða á þeim aldri að það er að ljúka framhaldsskóla eða hefur

    lokið framhaldsskóla), býr með foreldrum sínum og hefur heimilisfesti í Rúmeníu á rétt

    á bótum til barna frá ríkinu (alocaţie de stat pentru copii).

    Fjölskylda með tvo foreldra eða fjölskylda einstæðs foreldris, með börn að 18 ára aldri

    (eða á þeim aldri að það er að ljúka framhaldsskóla eða hefur lokið framhaldsskóla), á

    rétt á fjölskyldubótum (alocaţie pentru susţinerea familiei) ef:

    Barnið býr hjá fjölskyldunni sem elur önn fyrir því,

    Nettótekjur á hvern fjölskyldumeðlim eru fyrir neðan ákveðinn þröskuld,

    Barnið sækir nám án hlés og án þess að fá lægri einkunn en átta fyrir

    hegðunarbrot vegna óútskýrðra fjarvista í skóla, ef barnið er á skólaaldri,

    Skattalegar skuldbindingar í garð staðbundinna fjármálayfirvalda eru uppfylltar.

    Bætur vegna uppeldis barna

    Foreldri sem hefur lögheimili eða búsetu í Rúmeníu á rétt á uppeldisbótum

    (indemnizaţie pentru creşterea copilului) vegna þriggja barna að hámarki, ef foreldrið

    býr með barninu sem er á ábyrgð þess, tekur orlof til að ala barnið upp, nær tólf

    mánaða skattskyldu tekjutímabili áður en sængurlega hefst og skattalegar

    skuldbindingar í garð staðbundinna fjármálayfirvalda eru uppfylltar.

    Bótaþeginn á rétt á að velja á milli:

    Uppeldisorlofs og bóta fyrir barnið til allt að eins árs aldurs;

    Uppeldisorlofs og bóta fyrir barnið til allt að tveggja árs aldurs.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Barnabætur

    Barnabætur frá ríkinu eru breytilegar eftir viðmiðunartölum um félagslegan stuðning

    og aldri barnsins: ein upphæð er greidd fyrir börn að tveggja ára aldri (eða þriggja ára

    aldri ef barnið er fatlað) og önnur er greidd fyrir börn sem eru tveggja ára eða eldri.

    En ef fötluð börn eru þriggja ára eða eldri er upphæðin hækkuð um 100%.

    Bæturnar eru greiddar mánaðarlega.

    Fjölskyldubæturnar eru breytilegar eftir viðmiðunartölum um félagslegan stuðning og

    fjölda barna í fjölskyldunni og tekjuþröskuldi hvers fjölskyldumeðlims.

    Bæturnar eru greiddar mánaðarlega.

    Barnabætur og fjölskyldubætur (þar á meðal tekjuþröskuldurinn) eru uppfærðar af

    ríkisstjórninni.

    Bæturnar eru ekki tekjuskattskyldar.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 24

    Bætur vegna uppeldis barna

    Barnabæturnar eru reiknaðar og greiddar mánaðarlega og eru 75% af

    meðalnettótekjum foreldrisins síðustu 12 mánuðina áður en bótagreiðslur hófust.

    Hámark og lágmark er á viðmiðunartölum um félagslegan stuðning.

    Ef um fleirburafæðingu er að ræða eru barnabæturnar hækkaðar um 1,2-földu RSI

    fyrir hvert barn, frá öðru barni.

    Ríkisstjórnin sér um að uppfæra viðmiðunartölur fyrir félagslegan stuðning.

    Barnabætur eru ekki tekjuskattskyldar.

    Hvernig á að fá fjölskyldubætur?

    Barnabætur

    Sem foreldri, er kemur fram fyrir hönd barns þíns, verðurðu að sækja um

    barnabæturnar frá viðeigandi sveitarfélagi.

    Sem foreldri, er kemur fram fyrir hönd fjölskyldu þinnar eða sem einstætt foreldri,

    verðurðu að nálgast sömu aðila vegna greiðslu fjölskyldubóta.

    Bætur eru greiddar mánaðarlega á pósthúsum eða í bönkum.

    Bætur vegna uppeldis barna

    Þú verður að sækja um barnabæturnar frá viðeigandi sveitarfélagi.

    Bæturnar eru greiddar á pósthúsum eða í bönkum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 25

    X. Kafli: Atvinnuleysi

    Hvenær átt þú rétt á atvinnuleysisbótum?

    Atvinnuleysisbætur

    Skráður atvinnuleysingi er sá sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

    Á lögheimili eða hefur búsetu í Rúmeníu,

    Skortir atvinnu og tekjur vegna sjálfstæðra starfa (eða tekjur viðkomandi vegna

    sjálfstæðra starfa eru lægri en viðmiðunartölur um félagslegan stuðning),

    Er á milli 16 ára aldurs og þess aldurs þegar hægt er að sækja um ellilífeyri,

    Er hæfur til vinnu,

    Er tilbúin(n) til vinnu,

    Er að leita sér að vinnu, og

    Er skráð(ur) hjá nærliggjandi vinnumiðlun.

    Skráður atvinnuleysingi, sem varð atvinnulaus án eigin óskar, þarf að sækja um bætur

    innan 12 mánaða og að hafa greitt iðgjöld í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum áður

    en sótt var um atvinnuleysisbætur til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum (indemnizaţie

    de şomaj) úr atvinnuleysistryggingakerfinu.

    Hins vegar er engin iðgjaldsskylda fyrir útskrifaða nemendur, sem fá ekki vinnu innan

    60 daga eftir útskrift.

    Rétturinn til atvinnuleysisbóta er háður lengd iðgjaldstímabilsins: 6 mánuðir ef iðgjald

    hefur verið greitt frá einu upp að fimm árum, 9 mánuðir ef greitt hefur verið frá fimm

    að tíu árum, og 12 mánuðir ef greitt hefur verið í tíu ár eða lengur. Fyrir útskrifaða

    nemendur eru það 6 mánuðir.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Atvinnuleysisbæturnar eru ákvarðaðar með hliðsjón af viðmiðunartölum um félagslega

    aðstoð, tekjum, og lengd iðgjaldstímabilsins.

    Atvinnuleysisbætur eru reiknaðar og greiddar mánaðarlega sem prósenta af

    viðmiðunartölunni um félagslega aðstoð:

    75% fyrir framlagstímabil sem er eitt ár eða meira;

    50% fyrir útskrifaða nemendur.

    Ef framlagstímabilið var þrjú ár eða lengra er öðru prósenti af meðalheildartekjum

    síðustu 12 mánuðina á framlagstímabilinu bætt við grunnupphæðina:

    3% fyrir framlagstímabil milli þriggja og fimm ára;

    5% milli fimm og tíu ára;

    7% milli tíu og tuttugu ára;

    10% fyrir tuttugu ár og meira.

    Atvinnuleysisbætur eru ekki tekjuskattskyldar.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 26

    Hvernig á að fá atvinnuleysisbætur?

    Þú þarft að sækja um atvinnuleysisbætur frá viðeigandi vinnumiðlun í þínu

    sveitarfélagi. Vinnumiðlanir í sveitarfélögum heyra undir Vinnumálastofnun ríkisins.

    Atvinnuleysisbætur eru greiddar á pósthúsum eða í bönkum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 27

    XI. Kafli: Lágmarksframfærsla

    Hvenær átt þú rétt á bótum vegna lágmarksframfærslu?

    Einstaklingur eða fjölskylda, sem eiga lögheimili eða eru búsett í Rúmeníu, eiga rétt á

    félagslegri aðstoð (ajutor social):

    Ef mánaðarlegar nettótekjur þeirra eru lægri en tryggðar lágmarkstekjur (venit

    minim garantat) og

    Fasteignir þeirra og lausafé eru ekki á lista yfir gæði sem uppfylla þarfir umfram

    grunnþarfir og eru í staðinn á lista yfir á gæði sem uppfylla grunnþarfir.

    Einstaklingurinn verður að vera að minnsta kosti 18 ára gamall.

    Félagsleg aðstoð er greidd uns bótaþeginn uppfyllir ekki hæfisskilyrði eða skyldur.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Félagslega aðstoðin er reiknuð og greidd mánaðarlega sem mismunur milli tryggðu

    lágmarksteknanna og mánaðarlega nettótekna.

    Upphæð tryggðra lágmarkstekna er breytileg og fer eftir fjölda fjölskyldumeðlima og

    viðmiðunartölum um félagslegan stuðning.

    Til að hægt sé að taka tillit til viðkomandi þegar reikna á tryggðar lágmarkstekjur

    verður einstaklingurinn eða fjölskyldumeðlimurinn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    vera milli 16 ára og venjulegs eftirlaunaaldurs, ekki stunda fullt nám, vera án vinnu en

    geta unnið, hafa skráð sig á vinnumiðlun í viðkomandi sveitarfélagi og ekki hafa neitað

    að sækja starfsþjálfunarnám eða hafnað atvinnu.

    Ríkisstjórnin sér um að uppfæra viðmiðunartölur fyrir félagslegan stuðning.

    Félagsleg aðstoð er ekki tekjuskattskyld.

    Hvernig er hægt að fá bætur vegna lágmarksframfærslu?

    Félagsleg aðstoð

    Einstaklingur, sem sækir um í eigin nafni eða fyrir hönd fjölskyldu sinnar, verður að

    sækja um félagslega aðstoð frá viðkomandi sveitarfélagi.

    Félagsleg aðstoð er greidd í reiðufé á pósthúsum eða í bönkum.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 28

    XII. Kafli: Langtíma umönnun

    Hvenær átt þú rétt á langtíma umönnun?

    Ekkert eitt kerfi tekur á langtímaumönnunarmálum, heldur eru ólík kerfi sem taka á

    örorku, elli og vinnuslysum. Þess vegna eru helstu bótaþegarnir fatlaðir einstaklingar

    og aldraðir, en þjónustan er aðlöguð að þörfum einstaklinganna.

    Bætur vegna langtíma umönnunar fatlaðra

    Fatlaðir einstaklingar, þ.e. einstaklingar sem eru þannig að félagslegt umhverfi þeirra

    fellur ekki að líkamlegri, skynrænni, sálrænni eða andlegri skerðingu þeirra, og hindrar

    eða takmarkar aðgengi þeirra að samfélagi sem er grundvallað á jöfnum tækifærum,

    eiga rétt á langtímaumönnun í samræmi við fötlun þeirra.

    Fatlaður einstaklingur, eftir því hver fötlun hans/hennar er, getur átt rétt á umönnun

    inni á heimili, vistun á dvalarheimili, vistun á dvalarheimili að hluta og félagslegri

    aðstoð í reiðufé.

    Tímalengd langtímaumönnunarbótar fyrir fatlaða samsvarar tímalengd fötlunar.

    Bætur vegna langtíma umönnunar aldraðra

    Aldraður einstaklingur á venjulegum ellilífeyrisaldri á rétt á langtímaumönnunarbótum

    í samræmi við þá þörf sem fyrir hendi er.

    Aldraði einstaklingurinn getur því átt rétt á umönnun á heimili sínu, umönnun á

    dvalarheimili að hluta, dvalarheimilisvist, en ekki á bótum í reiðufé.

    Tímalengd langtímaumönnunarbóta fyrir aldraða samsvarar tímalengd þarfar.

    Hvaða þættir eru tryggðir?

    Bætur vegna langtíma umönnunar fatlaðra

    Persónulegir stuðningsaðilar sjá um heimaumönnun. Þeir tryggja umönnun og vernd

    lengur en í 24 stundir.

    Dagmiðstöðvar veita dvalarheimilisumönnun að hluta. Þær tryggja félagslega aðstoð

    og læknisþjónustu, menntun, húsnæði, vinnumiðlun og svipaða þjónustu í allt að 24

    stundir. Einnig veita persónulegir stuðningsaðilar slíka þjónustu, en þeir tryggja

    umönnun og vernd í meira en 24 stundir (ef um er að ræða persónulega

    stuðningsaðila eru tvö viðbótarskilyrði sett fyrir fatlaða einstaklinginn, auk

    fötlunarstigsins - hann má ekki búa hjá viðkomandi og tekjur fatlaða einstaklingsins

    verða að vera lægri en sem nemur meðalnettótekjum).

    Dvalarheimilisumönnun er á hendi dvalarheimila (þ.e. umönnunar- og

    stuðningsheimila, endurhæfingarheimila, samlögunarheimila sem veita starfsþjálfun,

    þjálfunarheimila sem undirbúa viðkomandi undir sjálfstætt líf, neyðarmiðstöðva,

    félags- og þjálfunarmiðstöðva, athvarfa o.s.frv.) sem tryggja félagslega aðstoð sem er

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 29

    samþætt læknisaðstoð, námsaðstoð, heimilisaðstoð, aðstoð við atvinnuleit og

    sambærilega aðstoð í lengur en 24 stundir. Greiða þarf notendagjald.

    Margvíslegar félagslegar bætur í reiðufé eru einnig tiltækar fyrir fatlaða einstaklinginn,

    eftir fötlunarstigi hans. Sumar bæturnar eru sérstaklega ætlaðar börnum og aðrar

    fullorðnum. Bæturnar eru ekki tekjuskattskyldar.

    Bætur vegna langtíma umönnunar aldraðra

    Heimilisumönnun er á hendi umönnunaraðila sem tryggja félagslega aðstoð og félags-

    og læknisfræðilega aðstoð lengur en í 24 stundir. Greiða þarf notendagjald ef aldraði

    einstaklingurinn hefur tekjur umfram ákveðið lágmark.

    Dagmiðstöðvar, næturmiðstöðvar og aðrar sérhæfðar miðstöðvar fyrir aldraða, sem

    tryggja félagslega og læknisfræðilega aðstoð í allt að 24 stundir, sjá um að veita

    dvalarheimilisumönnun að hluta.

    Elliheimili sjá um að veita öldruðum dvalarheimilisvist þar sem tryggð er félagsleg og

    læknisfræðileg aðstoð í lengur en 24 stundir. Greiða þarf notendagjald ef aldraði

    einstaklingurinn hefur tekjur umfram ákveðið lágmark og hefur lagalega

    stuðningsaðila.

    Hvernig er langtíma umönnun fengin?

    Bætur vegna langtíma umönnunar fatlaðra

    Leggja verður inn umsókn um langtímaumönnunarbætur til viðeigandi sveitarstjórnar-

    skrifstofu.

    Fötlunarstigið er metið og vottað af sveitastjórnarnefnd um mat á fullorðnum

    einstaklingum með fötlun eða barnaverndarnefnd sveitastjórnaryfirvalda.

    Félagsþjónusta og barnaverndaryfirvöld sveitastjórna, sveitastjórnarnefnd um mat á

    fullorðnum einstaklingum með fötlun og barnaverndarnefnd sveitarstjórnaryfirvalda

    heyra undir sveitastjórnirnar.

    Bætur vegna langtíma umönnunar aldraðra

    Þú verður að sækja um bæturnar vegna langtímaumönnunar frá viðeigandi

    sveitarfélagi.

  • Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Rúmeníu

    júlí 2012 30

    Viðauki: Hagnýt póstföng og vefsíður

    Ítarleg tafla um fyrirkomulag almannatrygginga í Rúmeníu og í öðrum aðildarríkjum er

    á vefsíðu MISSOC tengslanetsins:

    http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=815

    Að því er varðar málefni almannatrygginga sem varða fleiri en eitt ESB ríki er þér

    heimilt að leita að tengslastofnun í skráasafni stofnunarinnar sem haldið er uppi af

    framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og er aðgengilegt á:

    http://ec.europa.eu/social-security-directory.

    Nánari upplýsingar um félagslega aðstoð í Rúmeníu er hægt að fá hjá eftirfarandi:

    Ráðuneyti vinnumála, fjölskyldu og félagslegrar verndar

    Str. Dem. I. Dobrescu 2-4

    Sector 1 Bucureşti

    Sími: + 40 21 313 6267

    http://www.mmuncii.ro/ro/

    Heilbrigðisráðuneytið

    Intr. Cristian Popişteanu 1-3

    Sector 1 Bucureşti

    Sími: + 40 21 307 2500

    http://www.ms.ro/

    Almannalífeyrisstofnun ríkisins

    Str. Latina 8

    Sector 2 Bucureşti

    Sími: + 40 21 316 9111

    http://www.cnpas.org/

    Vinnumálastofnun ríkisins

    Str. Avalanşei 20-22

    Sector 4 Bucureşti

    Sími: + 40 21 303 9839

    http://www.anofm.ro/

    Heilsutryggingastofnun ríkisins

    Calea Călăraşilor 248, Bl. S19

    Sector 3 Bucureşti

    Sími: + 40 800 800 950

    http://www.cnas.ro/

    http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=815http://ec.europa.eu/social-security-directoryhttp://www.mmuncii.ro/ro/http://www.ms.ro/http://www.cnpas.org/http://www.anofm.ro/http://www.cnas.ro/